56
Heimili og skóli Landssamtök foreldra September 2009 Meðal efnis: Heimanám Hollur matur Notkun tölvupósts Ungmennaráð SAFT Unglingar án áfengis Tökum höndum saman Einelti er dauðans alvara Ungmennabúðirnar að Laugum Heilsuefling í framhaldsskólum Niðurstöður nýrrar SAFT könnunar Hversu langt mega seljendur ganga? Efnahagslegt álag og félagsleg vandamál

Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóliLandssamtök foreldra

September 2009

Meðal efnis: Heimanám

Hollur matur Notkun tölvupósts

Ungmennaráð SAFTUnglingar án áfengis

Tökum höndum samanEinelti er dauðans alvara

Ungmennabúðirnar að LaugumHeilsuefling í framhaldsskólum

Niðurstöður nýrrar SAFT könnunarHversu langt mega seljendur ganga?

Efnahagslegt álag og félagsleg vandamál

Page 2: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

2 Heimili og skóli

Ólöf Dagný Óskarsdóttirverkefnastjóri

Helga Margrét Guðmundsdóttirverkefnastjóri

Guðberg K. Jónssonverkefnastjóri - SAFT

Björk Einisdóttirframkvæmdastjóri

Starfsfólk Heimilis og skóla

Þórður Ingi BjarnasonferðamálafræðingurBýr á Sauðárkróki

Bryndís Haraldsdóttir markaðsfræðingur Býr í Mosfellsbæ

Eva Dís Pálmadóttirhéraðsdómslögmaður Býr á Egilsstöðum

Sjöfn Þórðardóttir, formaður H og Sverkefnastjóri Býr á Seltjarnarnesi

Stjórn Heimilis og skóla 2009

Edda Sigurðardóttirbókhald

Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytenda-samtakanna Býr á Akrueyri

Jóhanna Gústavsdóttir félagsfræðingur Býr í Garðabæ

Ketill MagnússonframkvæmdastjóriBýr í Reykjavík

Kjartan Arnfinnssonlöggiltur endurskoðandiBýr í Hafnarfirði

Svala Sigurgeirsdóttirsérfræðingur hjá LBHIBýr á Selfossi

Barbara BjörnsdóttirlögfræðingurBýr í Reykjavík

Hrefna Sigurjónsdóttirverkefnastjóri

EfnisyfirlitStjórn og starfsfólk Heimilis og skóla ...................................................................2Ávarp formanns ....................................................................................................3Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2009 ..............................................................4Tökum höndum saman .........................................................................................6Reynslusaga úr foreldrastarfi ..............................................................................12SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni ................................................................14 SAFT - Ungmennaráð .........................................................................................16SAFT - Könnun 2009 .........................................................................................18Börn eru mikilvægir viðskiptavinir ......................................................................20Hlustum á börnin .................................................................................................22 Skólaráð .............................................................................................................25 Hópþrýstingur er einelti .......................................................................................26 Hollar matvörur ...................................................................................................28Markaðssetning á óhollustu verður að linna ......................................................30Hafragrautur hollur er .........................................................................................31Krakkabúðingur ..................................................................................................32Heimanám ..........................................................................................................34Hvers vegna samstarf heimila og skóla? ............................................................35 Góð ráð frá foreldrum til foreldra .........................................................................35Berum umhyggju fyrir námi og líðan hvers einasta barns ..................................36 Forvarnaskólinn .................................................................................................38 Fagleg náms- og starfsráðgjöf tryggð með nýjum lögum ....................................40Útgefið efni hjá Heimili og skóla .........................................................................41Tannheilsa íslenskra barna - á ábyrgð hverra? ...................................................42 Heilsueflandi framhaldsskólar .............................................................................44Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum ..................................................46 Um Ad Astra ........................................................................................................48Efnahagslegt álag og félagsleg vandamál ..........................................................49Börn eru klár! .....................................................................................................50Stærðfræði er skemmtileg ...................................................................................52Notkun tölvupósts milli heimilis og skóla ............................................................54Á ábyrgð okkar allra ...........................................................................................55

Útgefandi: Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík Veffang: heimiliogskoli.is Netfang: [email protected]óri: Björk EinisdóttirÁbyrgðarmaður: Sjöfn ÞórðardóttirRitnefnd: Björk Einisdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Ólöf Dagný Óskarsdóttir.Prentun: Oddi Umbrot og hönnun: Ólöf Dagný Óskarsdóttir Upplag: 8.000

Forsíðumynd:Kolbeinn, Thelma og Linda

Sigurlaug AnnaJóhannsdóttirverkefnastjóriBýr í Hafnarfirði

María Kristín Gylfadóttirverkefnastjóri - SAFT

Ljósmyndari: Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Page 3: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 3

Haustið er tími breytinga. Skólar hefja störf, íþrótta- og tómstundastarf fer á fullt, tónlistarskólar iða af lífi og frístundaheimilin fyllast af börnum. Hjá flest öllum fjölskyldum í landinu felst mesta breytingin að loknu sumarfríi í því að skólarnir hefja störf á ný. Þegar barn hefur skólagöngu, hvort sem það er í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er það stór stund í lífi þess. Þessi stund á að vera ánægjuleg, uppbyggjandi og hvetjandi. Ný viðfangsefni bíða barnsins og því skiptir stuðningur foreldra miklu máli.

Í foreldrasamfélaginu er mannauður sem okkur er skylt að virkja og ekki síst í árferði sem þessu. Við þurfum öll að snúa bökum saman og standa vörð um lífsgæði barna okkar, stuðla að því að efla fjölskyldugildin í samfélaginu og auka gæði samveru fjölskyldunnar. Mikilvægt er að horfa til þeirra tækifæra sem bjóðast í samfélaginu til að styrkja gömlu góðu gildin og leyfa mannauðinum að njóta sín. Listin felst í að samtvinna vinnu og fjölskyldulíf. Hvernig getum við foreldrar haft áhrif á skólastarfið og stuðlað að fjölskylduvænu starfsumhverfi og hvernig getur bæjarfélag verið fjölskylduvænt? Þetta eru kjörin verkefni til að takast á við á þessum breytingatímum, nú er sóknarfæri til að láta gott af sér leiða og efla foreldrahlutverkið enn frekar á öllum vígstöðvum.

Foreldrar, ömmur og afar eru auðlind, auðinn þarf að nýta og ýmsar þátttökuleiðir eru í boði. Hægt er að hvetja foreldra, ömmur og afa til að taka meiri þátt í skólastarfi barnanna og íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka foreldra eykur vellíðan nemenda í skóla og bætir námsárangur, það sýna niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á líðan og högum íslenskra barna.

Hvatning til heilsueflingar er ekki síst mikilvæg á tímum sem þessum. Breytingar hafa verið örar og með breyttum samfélagsháttum er brýnt að staldra við og huga að heilsunni. Saman getur fjölskyldan stuðlað að eflingu heilsunnar og haft gaman af. Heilsuefling, mataræði, hreyfing, og kyrrsetulífstíll, tengist námsárangri ungmenna. Rannsóknir sýna að heilsusamlegur lífsstíll auki líkur á betri námsárangri.

Heilt samfélag þarf til að ala upp barn og byggist uppeldi barnsins að miklu leyti á nærsamfélaginu, nálgunin er frá grasrótinni og upp. Því er samvinna milli foreldra, sveitarstjórna, skóla, íþróttafélaga, rannsóknaraðila og annarra sem vinna að högum barna og ungmenna í nærsamfélaginu nauðsynleg. Samráð um stefnumótun og aðgerðir sem byggjast á vönduðum rannsóknum er mikilvægt. Öflugt og árangursríkt samstarf byggist á gagnkvæmum samskiptum við alla hagsmunaaðila í nærsamfélaginu.

Börnin eru framtíð landsins og það er skylda okkar, foreldra og samfélagsins að bera ábyrgð á velferð þeirra. Það gerum við með því að taka þátt í leik þeirra og starfi af alúð.

Stuðlum saman að því að byggja upp barnvænt og heilsusamlegt samfélag, nú er tækifærið, það eru mín hvatningarorð til ykkar.

Sjöfn ÞórðardóttirFormaður Heimilis og skóla

Ávarp formanns

Ljósmyndari: Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Page 4: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

4 Heimili og skóli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 4. júní í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. Að þessu sinni bárust 38 tilnefningar til Foreldraverðlaunanna og voru 34 verkefni tilnefnd. Óhætt er að segja að öll verkefnin hafi verið sérlega áhugaverð og góður vitnisburður um það öfluga starf sem fram fer víða um land. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu sérstaka viðurkenningu. Jafnframt var, eins og undanfarin ár, gefinn út bæklingur með stuttri lýsingu á öllum verkefnunum sem tilnefnd voru. Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla og á heimasíðunni heimiliogskoli.is

Aðalmarkmiðið með veitingu Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem unnið er á fjölmörgum sviðum í leik-, grunn- og framhaldsskólum

landsins. Við afhendingu verðlaunanna er sérstaklega litið til verkefna sem hafa eflt samstarf foreldra og skólastarfsmanna og komið á uppbyggjandi hefðum í samstarfi þessara aðila.

ForeldraverðlauninForeldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2009 hlaut verkefni Grunnskólans á Blönduósi og fræðsluskrifstofu Austur-Húnavatnssýslu, Tökum höndum saman. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild Grunnskólans á Blönduósi og koma nemendum sem eiga í einhvers konar vanda til aðstoðar. Í tilnefningu segir: „Öllum börnum á að líða vel í skólanum og hæfileikar allra eiga að njóta sín til fulls. Þetta er meginhlutverk alls skólastarfs. Til að ná þessu markmiði getur þurft að nota mismunandi aðferðir og stundum óhefðbundnar leiðir.“

Grunnskólinn á Blönduósi hefur komið upp ákveðnu ferli til að takast á við vandamál nemenda unglingadeildar.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2009

Björk Einisdóttir

Föngulegur hópur tilnefndar og verðlaunahafa

Tilnefndir til Foreldraverðlaunanna 2009

Page 5: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 5

Ef eitthvað amar að hjá nemanda, svo sem námsleiði, félagsleg vandamál eða annað sem stendur í vegi fyrir því að nemandinn sinni náminu sæll og glaður býður skólinn foreldrum og barni að taka þátt í verkefninu Tökum höndum saman. Sett er saman teymi skipað nemanda, foreldrum, fræðslustjóra, umsjónarkennara, skólastjórnanda og öðrum ef þurfa þykir. Lögð er mikil áhersla á að allir séu jafngildir í teyminu, „allir eiga að upplifa að þeir séu í sama liði” eins og það er orðað í tilnefningu. Nemandinn fær að koma með athugasemdir varðandi hvað mætti betur fara honum til hagsbóta. Allar hugmyndir nemandans eru teknar til greina jafnvel þótt þær virki óraunhæfar í fyrstu. Í sameiningu er skoðað hvað megi bæta og hverju þurfi að breyta. Reynt er að samræma hugmyndir og kröfur og gerðar eru raunhæfar væntingar. Fundir eru haldnir reglulega og farið yfir árangurinn. Verkefnið hefur reynst mjög vel og er því orðið eitt af þeim úrræðum sem skólinn býður öllum nemendum á unglingastigi. Lagt er upp með náið og gott samstarf milli heimila og skóla og það er einmitt, eins og foreldrar benda á í tilnefningunni, lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur.

Dómnefnd telur að þarna sé unnið mjög þarft og merkilegt starf. Ómetanlegt er fyrir foreldra að fá góðan stuðning ef barni líður illa í skóla eða á við einhver vandamál að stríða. Ef vel tekst til og hægt er að beina börnum aftur inn á rétta braut og auka vellíðan þeirra í skólanum er ávinningurinn gríðarlegur, ekki bara fyrir einstaklinginn, fjölskylduna og skólann, heldur fyrir samfélagið allt. Það er mat dómnefndar að fulltrúar verkefnisins Tökum höndum saman séu einstaklega vel að þessum verðlaunum komnir. Styrkurinn felst í aðkomu allra; kennara, námsráðgjafa og annarra starfsmanna skólans, foreldra, starfsfólks fræðsluskrifstofunnar og síðast en ekki síst nemenda sjálfra. Foreldrar eru greinilega mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist.

DugnaðarforkurBjörg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu við Nesskóla Neskaupsstað, var valin dugnaðarforkur ársins 2009.Björg hefur stýrt skólafærninámskeiðum sem haldin eru fyrir foreldra yngstu barnanna á hverju hausti og átti frumkvæðið að þeim á sínum tíma. Björg hefur einnig staðið fyrir lestrarátaki í Nesskóla í samstarfi við foreldra og fyrir tilstilli Bjargar var komið á mánaðarlegum fundum milli foreldra, umsjónarkennara og annarra sem koma að kennslu og umönnun barna sem eiga við námserfiðleika að stríða. Björg sinnir starfi sínu af einstakri alúð og hefur það vakið athygli foreldra barna við skólann hversu yfirgripsmiklu starfi hún sinnir og hversu faglegt það er. Hún fylgist vel með öllum börnum í upphafi skólagöngu og grípur strax inn í ef þörf er á sérstökum stuðningi fyrir nemendur. Í tilnefningu segir að þetta starf hafi mikið forvarnagildi og verði oft til þess að vandamál sem orsakast af samskiptaleysi séu leyst strax á

frumstigi öllum til heilla. Björg er foreldrum og nemendum ómetanlegur styrkur og kemur til móts við þarfir þeirra sem á þurfa að halda. Það er mat dómnefndar að Björg sé einstaklega vel að þessum verðlaunum komin.

HvatningarverðlaunSamstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka hlaut hvatningar verðlaunin í ár. Markmið verkefnisins er að brúa kynslóðabilið með því að efla samskipti yngstu barna Kópavogsskóla og eldri borgara sem taka þátt í félagsstarfi aldraðra í Gjábakka. Samstarf grunnskólabarna í Kópavogsskóla og eldri borgara í Kópavogi hófst árið 2002 og hefur samstarfið aukist með hverju árinu. Umsjónaraðilar verkefnsins hafa verið þau: Ragna Sigurðardóttir, Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir og Markús Már Sigurðsson, starfsfólk Kópavogsskóla, og Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Gjábakka.

Skapast hafa ýmsar hefðir í þessu áhugaverða samstarfi barna og eldri borgara. Sem dæmi má nefna þá syngja nemendur reglulega fyrir eldri borgara, eldri borgurum er boðið á bekkjarskemmtanir með foreldrum og þeir koma gjarnan í kennslustundir, bæði til að fylgjast með og fræða nemendur um fyrri tíma. Þá fóru hóparnir saman í vettvangsferð á Alþingi, þeir hafa stundað leikfimi saman og staðið sameiginlega að útgáfu ljóðabókar. Það er mat dómnefndar að hér hafi tekist einstaklega vel til við að brúa bilið milli kynslóða. Eflaust eru allir sammála um að það er börnunum hollt að umgangast eldri borgara sem búa yfir reynslu og visku sem yngri kynslóðir geta lært af. Eldri borgarar njóta þess einnig að eiga í samvistum við börnin og foreldra þeirra. Verkefnið hefur áhrif út fyrir skólann og heimilin og er á allan hátt jákvætt fyrir samfélagið.

Fjölmargir gestir voru í Þjóðmenningarhúsi við verðlaunaafhendinguna

Page 6: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

6 Heimili og skóli

Hlutu sex tilnefningarÁstæða er til að nefna að verkefni á vegum ÓB-ráðgjafar, sem eru á vegum Ólafs Grétars Gunnarssonar og Bjarna Þórarinssonar, fengu sex tilnefningar fyrir verkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnið Hugsað um barn, sem boðið er upp á í grunnskólum víða um land, fékk fjórar tilnefningar. Aðlögun að foreldrahlutverkinu, sem nemendur fá einingar fyrir, var tilnefnt af Menntaskólanum í Kópavogi og að lokum verkefnið Samstarf foreldra og leikskóla.

LokaorðAð gefnu tilefni er rétt að geta þess að stjórn og starfsfólk á skrifstofu Heimilis og skóla tilnefna ekki verkefni til Foreldraverðlaunanna heldur þurfa verkefnin að koma frá óháðum aðilum úti í samfélaginu. Þá byggja niðurstöður dómnefndar á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu. Þegar verkefni eru metin hefur dómnefnd í huga hvort þau stuðli að árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara, hvort þau stuðli að jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og hvort þau brúi bilið

á milli foreldra og nemenda. Einnig er litið til þess hvort verkefnin hafi skýran tilgang, hvort þau hafi fest rætur og sýni fram á varanleika og ekki síst hvort foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu.

Að sjálfsögðu er leyfilegt að tilnefna aftur sömu verkefnin að ári því mörg verkefnin sem hlutu tilnefningu í ár eru sannarlega verðug frekari viðurkenningar.

Dómnefnd skipuðu:Brynhildur Pétursdóttir - Stjórn Heimilis og skóla – formaður dómnefndarBarbara Björnsdóttir - Stjórn Heimili og skóli Sigurveig Sæmundsdóttir - Skólastjórafélag ÍslandsGuðbjörg Jónsdóttir - Menntasvið ReykjavíkurborgarÁsdís Hrefna Haraldsdóttir - Menntavísindasvið Háskóla ÍslandsÞórður Ingi Bjarnason - Fulltrúaráð Heimilis og skólaAlda Baldursdóttir - Svæðaráð Heimilis og skóla

Hressir strákar úr Hraunvallaskóla í Hafnarfirði

Page 7: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík S. 522 4500 www.ILVA.ismánudaga-föstudaga 11-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18

sendum um allt land

©IL

VA

Ísla

nd

20

09

TILVERAN ÞARF EKKI AÐ VERA BARA SVÖRT OG HVÍT

Fredsack. Grjónapúði. 135x165x18 cm. 350l. Ýmsir litir. Verð 16.900,-Gull- eða silfurlitaður. Verð 23.900,-

Grjónapúði

16.900,-..............................................

Page 8: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

8 Heimili og skóli

Viðtal

Hvað hefur þú verið lengi skólastjóri – og hvaðan kemur þú? Ég fæddist í Borgarnesi en flutti hingað til Blönduóss níu mánaða gömul árið 1965. Ég var hér alla mína grunnskólagöngu og kom hingað aftur útskrifaður íþróttakennari frá Laugarvatni árið 1986. Ég kenndi íþróttir og bóklegar greinar og varð aðstoðarskólastjóri haustið 2003, sinnti því starfi í tvö ár og hef verið skólastjóri í fjögur ár.

Hvernig myndir þú lýsa verkefninu sem þið fenguð verðlaun fyrir?Verkefnið byggir á skilningi, skipulagi, virðingu, festu og ábyrgð og miðar að því að bæta líðan og námsárangur

nemenda í unglingadeild grunnskólans. Notaðar eru óhefðbundnar aðferðir þar sem foreldrar taka virkan þátt í teymi sem myndað er um nemandann. Ein meginforsenda árangurs með þessu vinnulagi er að allir séu jafngildir í teyminu, foreldrar ekki síður en aðrir. Allir eiga að upplifa að þeir séu í sama liði og þá myndast samkennd sem unnið er út frá, ekki ólíkt því hvernig unnið er með liðsheildina í íþróttum.

Eru margir sem nýta sér þennan stuðning? Þeim foreldrum og nemendum hefur fjölgað sem nýta sér þennan samstarfsmáta sem aftur hefur orðið til þess að auka jákvæð samskipti heimila og skóla.

Stjórnendur Grunnskólans á Blönduósi og fræðsluskrifstofa Austur Húnavatnssýslu hlutu Foreldraverðlaunin 2009 fyrir mjög áhugavert verkefni þar sem menn taka höndum saman um að finna lausnir fyrir nemendur sem hefur liðið illa í skóla eða eru fastir í hegðun sem þeir hafa tileinkað sér og komast ekki upp úr farinu. Verkefnið er til fyrirmyndar og samræmist markmiðum landssamtakanna sem er að stuðla að bættum menntunar- og uppeldisskilyrðum barna og unglinga og bættum hag fjölskyldna. Þórhalla Guðbjartsdóttir er skólastjóri grunnskólans og lögðum við nokkrar spurningar fyrir hana af þessu tilefni.

Tökum höndum saman

Viðtal við Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra

Handhafar Foreldraverðlaunanna, Guðjón E. Ólafsson, Anna Margret Valgeirsdóttir, Þórhalla Guðbjartsdóttir ásamt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Sjöfn Þórðardóttur formanni Heimilis og skóla og Brynhildi Pétursdóttur formanni dómnefndar

“Við vinnum með nemandanum en ekki með hann.”

Page 9: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 9

Helsta markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild. Hvernig kom það til að þið komuð á slíku verkefni? Hver var aðdragandinn?Við erum alltaf að leita að leiðum sem skila árangri. Verkefnið hefur enga sérstaka fyrirmynd heldur þróaðist smátt og smátt í það sem það er í dag. Markmiðið var að við værum ekki alltaf að segja (nemandanum og/eða foreldrum) hvað ætti að gera og hvað ekki heldur væru allir saman í að finna lausnir.

Nú gegna umsjónarkennarar lykilhlutverki varðandi verkefnið. Hvernig hafið þið undirbúið kennara til að kynna þetta úrræði og taka þátt í verkefninu?Kennurum er kynnt verkefnið, fyrirkomulag og fleira. Mikil áhersla er lögð á jafnræði, það er að allir sem koma að verkefninu séu jafngildir. Það tekur stundum tíma að fá nemendurna til að trúa því að þeir geti ráðið einhverju í skólastarfinu og því er mjög mikilvægt að kennarar komi jákvæðir inn í teymisvinnuna.

Hvernig hafa foreldrar tekið þessu og hver er aðkoma þeirra að verkefninu? Foreldrar eru hluti af teymi sem hittist á fjögurra til sex vikna fresti. Allir í teyminu hafa jafnmikið vægi í teymisvinnunni. Foreldrar, líkt og aðrir í teyminu, þurfa síðan að vinna að þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin og gera skil á þeim á næsta fundi. Þeir foreldrar sem hafa komið að verkefninu hafa verið mjög jákvæðir.

Hvernig hefur gengið að fá nemendur til að taka þátt til dæmis í að skrifa niður það sem þeir telja að betur megi fara hjá þeim sjálfum? Enginn hefur neitað að taka þátt en stundum þarf þó nokkra hvatningu áður en þeir skrifa eitthvað niður á blað.

Er verkefnið einungis fyrir nemendur sem eru í vanda eða gefst öllum nemendum kostur á því? Ætli ég geti ekki sagt að allir sem tekið hafa þátt í verkefninu hafi átt í einhvers konar vanda en hann þarf ekki að vera stór. Fjöldi teymisfunda er mismikill og fer það alveg eftir hvert verkefnið er.

Hver er aðkoma fræðsluskrifstofunnar að verkefninu? Við fundum á skrifstofu fræðslustjóra sem er hlutlaus vettvangur. Þetta er samstarfsverkefni sem fræðslustjóri hefur átt þátt í að móta alveg frá byrjun ásamt okkur. Áhugi hans er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verkefni skilar árangri. Hann er þessi hlutlausi aðili sem ber hagsmuni allra fyrir brjósti og sér til þess að ávallt sé verið að vinna jákvætt að markmiðunum. Svona til gamans má ég til með að nefna að ég veit ekki hvort hægt sé að finna fræðslustjóra sem kemur það oft í skólana að hann á inniskó í þeim öllum og

telur það ekki eftir sér að fara í veiðiferðir með nemendum á vordögum.

Hvers vegna teljið þið að árangurinn af verkefninu „Tökum höndum saman” sé jafn góður og raun ber vitni? Ein meginforsenda árangurs þessa vinnulags er að allir séu jafngildir í teyminu, foreldrar ekki síður en aðrir. Allir eiga að upplifa að þeir séu í sama liði og þá myndast samkennd. Við vinnum með nemandanum en ekki með hann. Ég vil í þessu sambandi vísa til orða eins nemanda sem tók þátt í verkefninu: „Verkefnið hjálpar manni. Maður stendur sig betur og fær annað viðhorf til skólans. Mæli með þessu. Maður sér að fullt af fólki hefur væntingar til manns.”

Er kostnaðarsamt að halda verkefninu úti?Teymisfundir eru á skólatíma, þeir taka oftast um 40 mínútur. Stundum er erfitt að finna tíma þegar allir eru lausir og þá þarf að manna forföll. Ef tíminn væri reiknaður út hjá hverjum og einum þá væri þetta töluverður fjöldi en við höfum ekki reiknað það út.

Hafa aðrir skólar á svæði fræðsluskrifstofu Austur – Húnavatnssýslu tekið upp verkefnið eða svipuð verkefni?Aðrir skólar á svæðinu hafa prófað þetta lítilsháttar en ég veit ekki hvernig það hefur gengið. Forsenda þess að verkefnið lifi er að skólastjórnendur ábyrgist að halda utan um fundi, boða þá og að allir mæti og á réttum tíma.

Hvernig eru tengsl skólans við samfélagið hér á Blönduósi?Við erum með sterkar hefðir í skólanum meðal annars nokkra viðburði sem margir bæjarbúar taka þátt í hvort sem þeir eiga börn í skólanum eða ekki og hafa þessir viðburðir verið með svipuðu sniði í marga áratugi. Sumardaginn fyrsta er 1. - 7. bekkur með sumarskemmtun, 8. - 10. bekkur er með árshátíð og á öskudaginn er grímuball. Þessir viðburðir eru haldnir í Félagsheimilinu á Blönduósi og er oftast húsfyllir.

Í fjárhúsinu

Page 10: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

10 Heimili og skóli

Ein grunnstoðin í góðum skóla er traust og gott samstarf heimila og skóla. Þegar kemur að því að velja skóla fyrir börnin vilja foreldrar því gjarnan geta kynnt sér foreldrastarfið í skólanum. Skóla- og velferðarmál eru þættir sem vega einnig þungt þegar fjölskyldufólk velur sér sveitarfélag til búsetu. Byggðamál koma því oft upp í umræðum í tengslum við málefni skólanna, sérstaklega úti á landi og vissulega er tenging þar á milli. Blönduós er miðja vegu milli höfuðborgarsvæðisins og stærsta þéttbýliskjarna á Norðurlandi. Á heimasíðu Blönduóss er bærinn kenndur við matvælaframleiðslu og að bærinn hafi allt frá síðari hluta 19. aldar haft forystu með stjórnsýslu, verslun og þjónustu í Húnavatnssýslu en sveitarfélagið þjónar stóru og öflugu landbúnaðarhéraði.

Með tilkomu brúar yfir Blöndu hefur Blönduós verið í þjóðbraut og margir hafa ekið í gegnum bæjarfélagið og áð þar án þess að velta mikið fyrir sér skólamálum eða líðan barna þar. Skólahald á Blönduósi hófst í byrjun 20. aldar en núverandi skólahúsnæði voru tekin í notkun 1947 og 1971. Undanfarin ár hafa um 130 nemendur verið í Grunnskólanum á Blönduósi en þegar mest var voru nemendur vel yfir 200. Starfsmenn eru 25; það er kennarar, stjórnendur, skólaliðar, húsvörður, stuðningsfulltrúar og starfsmaður á skóladagheimili.

Við skólann hafa löngum starfað margir íþróttakennarar sem stjórnendur, við íþróttakennslu og almenna kennslu. Þar hafa ávallt verið fleiri íþróttatímar en lög gera ráð fyrir og margt verið gert í tenglsum við íþróttir. Fyrir utan fastan íþróttadag í grunnskólanum eru auka hreyfistundir á yngsta- og miðstigi þar sem útikennsla er allt árið. Skólinn hefur tekið þátt í Skólahreysti síðustu ár og fastur liður í skólastarfinu er íþróttakeppni milli skólanna í sýslunni.

Viðtal frh.

Tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2009

Grímuballið var einmitt fyrst haldið af foreldrafélagi skólans á áttunda áratugnum en foreldrafélagið lá um tíma niðri en var endurvakið upp úr 1990.

Samstarf við næstu sveitarfélög er: samstarfsfundir skólastjórnenda, sameiginleg endurmenntunaráætlun, sameiginleg þróunarvinna, íþróttaviðburðir, samráð vegna viðburða svo sem „Tónlist fyrir alla”, „Skáld í skólum” og svo framvegis. Einnig samræming á ferðum. Til dæmis er farið saman í skólabúðir á Reykjum, að Laugum og í náms- og kynnisferðir með einstaka hópa.

Hver eru helstu áhersluatriði hjá ykkur í samstarfi heimila og skóla?Kennarar og bekkjarfulltrúar hafa samráð um bekkjarstarf innan hvers bekkjar til dæmis um bekkjarkvöld með þátttöku foreldra og nemenda. Við erum með námskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk, námskeið fyrir nemendur í 10. bekk, foreldra og kennara þeirra. Kynningarkvöld eru á haustin fyrir alla foreldra, um það bil eitt fræðsluerindi á vetri, sem skóli og foreldrafélag standa saman að. Síðan eru foreldraviðtalsdagar og samskiptavika þar sem foreldrar og nemendur eru boðaðir í viðtöl eftir skóla.

Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir skólann og sveitarfélagið?Það má segja að verðlaunin hafi þrenns konar þýðingu fyrir okkur. Verðlaunin eru auðvitað umbun fyrir þá vinnu sem hér hefur verið unnin. Allir hafa unnið með jákvæðu hugarfari og enginn talið eftir sér þann tíma sem farið hefur í verkefnið, allt frá nemanda til fræðslustjóra og allir þar á milli. Verðlaunin eru hvatning til okkar. Við höfðum ákveðið að halda þessu starfi áfram og þróa það meira og verðlaunin hvetja okkur enn frekar til þess. Verðlaunin hafa einnig auglýsingagildi og styðja okkur í þeirri trú að þegar allir taka höndum saman þá skilar það árangri. „Vonandi að þetta verði innblástur fyrir aðra skóla,“ segir Þórhalla að lokum.

Helga Margrét Guðmundsdóttirverkefnastjóri Heimilis og skóla

Lífríkið skoðað í fjöruferð.

Page 11: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 11

Ólafur Elí Magnússon, Hvolsvelli - Öflugt samstarf innan nærsamfélagsins Foreldrafélag Bíldudalsskóla – Öflug starfsemi foreldrafélagsKaffispjall foreldra og umsjónarkennara í Áslandsskóla í Hafnarfirði Vinafjölskyldur í Vesturbæjarskóla ReykjavíkForeldraheimsóknir í Korpuskóla í Reykjavík - Björg ÁrsælsdóttirUppeldi til árangurs – Fræðsluskrifstofa ReykjanesbæjarFræðsluerindi um ADHD og ADD - Ágústa Rósa Andrésdóttir og Katla GuðlaugsdóttirJólakort til aldraða, samfélagslegt verkefni í Myllubakkaskóli í ReykjanesbæBergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK í Reykjavík - Starf í þágu foreldraHugsað um barn - ÓB ráðgjöf (4 tilnefningar)Aðlögun að foreldrahlutverkinu - ÓB ráðgjöfTökum saman höndum - Grunnskólinn á Blönduósi og Fræðsluskrifstofa A-HúnavatnssýsluSamstarf foreldra og leikskóla - ÓB ráðgjöfBjörg Þorvaldsdóttir, sérkennari í Nesskóla á Neskaupsstað – öflugt starf í þágu foreldraSamskipti og samvinna í Borgaskóla í ReykjavíkSamstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka sem er félagsmiðstöð aldraðraHugsað um barn – Brekkubæjarskóli á AkranesiForeldrafélag Grunnskóla Bíldudals – starfsemi foreldrafélagsÞorbjörg Valdimarsdóttir – atferlisþjálfun fyrir einhverfan dreng í leikskólaBjarni Karlsson – samstarf kirkju og Laugarnesskóla í ReykjavíkLeikskólinn Ásgarður og Grunnskóli Húnaþings vestra – gott samstarfByggjendaklúbbur Engjaskóla í Reykjavík - Guðrún Þorbjörg KristjánsdóttirHugsað um barn - Rauði kross ÍslandsÖrnámskeið fyrir nemendur og foreldra á vegum foreldrafélagsins í Réttarholtsskóla í Reykjavík Svandís Sturludóttir - M.a. fyrir margs konar sjálfboðavinnu í foreldrastarfi í IngunnarskólaÞróunarverkefni skólahljómsveitar Austurbæjarskóla - Skólahljómsveit AusturbæjarLífsmennt í leikskólanum Álfaheiði – Starfsfólk leikskólansListsýning barna - Listasafn Reykjanesbæjar og tíu leikskólar bæjarins Gaman saman–Leikskólinn Gimli í Reykjanesbæ og Nesvellir, þjónustumiðstöð aldraðra Fjölskylduframlag – samstarf leikskóla og heimila í Leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ Málsháttasamkeppni - Foreldrafélag Flataskóla í GarðabæSamvera nemenda og foreldra í 7. bekk í Flataskóla -Foreldrafélag FlataskólaÖrnámskeið fyrir nemendur og foreldra - Foreldrafélag Réttarholtsskóla í ReykjavíkNýnemakaffi - Foreldrafélag Hvassaleitisskóla í Reykjavík Skólaboðunardagur - Norðlingaskóli í ReykjavíkStefna og námskrá - Leikskólinn í Grænatúni, KópavogiSamfella skólastarfs og íþrótta og tómstundastarfs í Rangárþingi eystra.

Tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2009

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vilja þakka eftirfarandi aðilum fyrir stuðninginn:

Foreldraverðlaunin

Page 12: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

12 Heimili og skóli

“Allar uppákomur sem við héldum þennan vetur voru skipulagðar með þessum hætti og höfðu allir einhverju hlutverki að gegna. Þetta heppnaðist vel og mættu foreldrar sem höfðu nánast aldrei tekið þátt í foreldrastarfi áður á fundi hjá okkur. Með því að dreifa verkefnum með þessum hætti er mögulegt að virkja foreldra til samstarfs í þágu eigin barna og annarra. Fólk skiptist á skoðunum um uppeldið, ræddi útvistarreglurnar, heimanámið og allt milli himins og jarðar á fjölbreyttum skemmtunum vetrarins. Fyrir mig sem föður hefur virk þátttaka styrkt mig í foreldrahlutverkinu og leitt til þess að ég á nú sæti í stjórn Heimilis og skóla,” segir Þórður að lokum.

Þess má geta að í Foreldrabankanum, sem er handbók fyrir bekkjartengla í grunnskólum, eru ýmis ráð til að virkja foreldra í bekknum og hugmyndir um hvernig hægt er að skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast og kynnast betur. Foreldrabankann er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla. Oft þarf ekki meira til en hér að ofan greinir til að gera góða hluti. Það að fyrstu kynni foreldra af foreldrasamstarfi í grunnskóla séu á jákvæðum nótum getur skipt sköpum um framhaldið.

Viðtal

Reynslusaga úr foreldrastarfi

Misvel gengur að virkja foreldra til þátttöku í bekkjarstarfinu. Í gegnum tíðina hafa feðurnir verið tregari til þátttöku en mæðurnar. Við spurðum Þórð Inga Bjarnason, sem er fjögurra barna faðir og hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi í skólum barna sinna, hvernig megi virkja foreldra til samstarfs. “Ég var í foreldrafélagi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Við veltum töluvert fyrir okkur hvernig hægt væri að virkja foreldra til að taka þátt í foreldrastarfinu. Við byrjuðum á að kalla saman foreldrafund þar sem við kynntum hvernig foreldrafélagið starfaði. Á fundinum dreifðum við blaði þar sem foreldrar voru beðnir að skrifa við hvað þeir störfuðu, hvar styrkleikar þeirra lægju og hvort þeir hefðu einhver sambönd inn í fyrirtæki sem gætu lagt foreldrafélaginu lið með framlögum í formi bingóvinninga, kaffiveitinga og annars varnings sem nýst gæti í skemmtanir foreldrafélagsins,” segir Þórður áhugasamur.

“Afraksturinn var góður og voru margir boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum. Fyrst var haldið bingó. Nokkrir feður voru fengnir til að baka pönnukökur. Menn vildu baka þær heima en það var ekki í boði, þær skyldu bakast á staðnum og berast fram volgar. Nokkrir lögðu til rjóma, aðrir komu með drykki. Með þessu móti var tryggt að pabbarnir mættu með börnununum á skemmtanirnar. Þeim var fengið ákveðið hlutverk og stóðu sig með sóma. Svona var listinn skoðaður og svo komu bingóvinningarnir frá fyrirtækjum sem foreldar tengdust á einhvern hátt,” útskýrir hann ánægður.

Viðtal við Þórð Inga Bjarnason

Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Blöðrubarátta á vorhátíð foreldrafélags Hvassaleitisskóla

Page 13: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 13

Fræðsluferðir í SORPU Fræðsluferðir í SORPU

VERUM GÓÐ VIÐ NÁTTÚRUNA! VERUM GÓÐ VIÐ NÁTTÚRUNA!

SORPA býður upp á fræðsluferðir f yrir

grunnskóla og leikskóla á höfuðborgar-

svæðinu. Markmið fræðslunnar er að

nemendurnir kynnist því hvað verður

um ruslið þeirra. Fjallað er um endur-

vinnslu og það hvernig hver og einn

getur haft áhrif á umhverf ið til góðs

með því að f lokka og skila.

Tekið er á móti allt að 30 nem end um í einu.

Hægt er að panta ferðir klukkan 9.00 á morgnana og klukkan 13.00 eftir hádegi. Ferðin tekur um klukku stund.

Nemendur koma með rútu, sem skólinn útvegar, á skrifstofu SORPU í Gufunesi.

Trjálfarnir eru duglegir að fl okka og skila

Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir er að finna á www.sorpa.is.

SORPA bs . Gufunesi . 112 Reyk javík . sími: 520 2200 . [email protected] . www.sorpa.is

Page 14: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

14 Heimili og skóli

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni

Meðal verkefna sem verið er að vinna að má nefna:

Aðgerðaáætlun ESB 2009-2013 um netöryggi. Hún gerir ráð fyrir að ábendingalínan, ásamt •vakningarátaksverkefnum og hjálparlínu, verði felld undir netöryggismiðstöðvar í hverju landi. Verkefnastjórn netöryggismiðstöðvar á Íslandi mun verða í höndum SAFT verkefnisins. Þátttöku í Evrópuverkefni, ásamt fjármálaráðuneytinu og eTwinning, um þróun og prófun á •viðmóti fyrir örugg samskipti barna sín á milli á netinu. Stofnun ungmennaráðs, sem hefur meðal annars sent grunnskólum landsins nýtt námsefni •um gagnrýna netnotkun að gjöf og lagt drög að þemaviku um jákvæða og örugga netnotkun í grunnskólum landsins í vetur. Gerð lestrarbóka fyrir fyrstu þrjá bekki grunnskóla í samstarfi við Námsgagnastofnun. •Endurhönnun á hjálparlínunni netsvar.is•Uppfærslu, endurútgáfu og dreifingu netheilræðisbæklings til allra grunnskólabarna.•Samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun við að útbúa leiðbeiningar um „góða starfssiði” meðal •netþjónustuaðila. Samstarf við Ríkislögreglustjóra og Barnaheill um að koma á ábendingahnappi, •svokölluðum rauðum hnappi, á heimasíður sem börn eru vön að heimsækja og tengja inn á ábendingasíðu lögreglunnar.

Áætluninni er skipt í fjórar meginaðgerðir:Verndun barna gegn ólöglegu eða meiðandi efni á •netinu Aðgerðir gegn óæskilegu og meiðandi efni á netinu•Hvatning til öruggara netumhverfis •Vakningarátak um jákvæða og örugga netnotkun•

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, hafa rekið vakningarátak um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október 2004. Í september 2008 lauk þriðja hluta verkefnisins, en um leið hófst vinna við fjórða hluta sem stendur til 2010. Verkefnið, sem er styrkt af aðgerðaáætlun ESB um örugga netnotkun, hefur frá upphafi gengið undir nafninu Samfélag, fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT. Markmið SAFT er að reka vakningarátak um örugga og jákvæða notkun nets og annarra nýmiðla meðal barna og unglinga, foreldra, kennara, upplýsingatækniiðnaðar, fjölmiðla og stjórnvalda.

Viðfangsefni verkefnisins snúa að því að fræða og styðja börn og foreldra í að njóta netsins og nýrra miðla á jákvæðan og öruggan hátt. Sérstök áhersla hefur verið lögð á netsiðferði, rafrænt einelti, myndbirtingar, aldurs- og innihaldsmerkingar tölvuleikja, gagnrýna netnotkun, ábyrga notkun farsíma og persónuvernd á netinu.

Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að kortleggja notkun barna og unglinga

á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 var framkvæmd yfirgripsmikil könnun á netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9-16 ára. Sambærileg könnun var gerð meðal þúsund foreldra. Könnunin var svo endurtekin 2007 og

aftur 2009. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að SAFT verkefnið sé að

skila mjög góðum árangri.

Á verkefnatímanum hefur SAFT staðið fyrir mörgum viðburðum og tekið þátt í fjölda annarra verkefna þar

Frá árinu 1999 hefur Evrópusambandið rekið aðgerðaáætlun um örugga netnotkun sem kallast Safer Internet Action Plan (http://ec.europa.eu/saferinternet). Markmið áætlunarinnar er að stuðla að öruggri notkun nets og annarra nýmiðla meðal barna og unglinga, meðal annars með því að berjast gegn ólöglegu og óæskilegu efni og stuðla að vitundarvakningu um örugga netnotkun í samfélaginu. Innan áætlunarinnar hafa verið sett af stað verkefni í 27 Evrópulöndum.

Tilgangur verkefnisins er að

fræða og styðja börn og foreldra í að njóta

netsins og nýrra miðla á jákvæðan og öruggan hátt.

Page 15: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 15

frá menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands og Félagi um upplýsingatækni og menntun (F3), Lýðheilsustöð, Capacent auk verkefnisstjóra SAFT. Auk verkefnisstjórnar er starfræktur stýrihópur sem er ætlað að veita ráðgjöf. Í hópnum sitja 30 fulltrúar hagsmunaaðila, meðal annars frá stjórnvöldum, úr viðskiptalífinu, frá rannsóknaraðilum, og menntunar- og forvarnaaðilum. Hópurinn hittist tvisvar á ári og veitir umsögn og ráðgjöf eftir því sem við á hverju sinni.

Á verkefnatímabilinu hefur SAFT starfað mikið með INSAFE netverkinu, meðal annars með setu í stýrihópi netverksins, þátttöku í náms- og fræðslufundum, netfundum, vinnuhópum og með skrifum greina í mánaðarlegt fréttabréf samstarfsnetsins sem hægt er að finna á heimasíðu INSAFE (www.saferinternet.org). SAFT hefur einnig framleitt efni og miðlað upplýsingum meðal netverksins, þar með talið námsefni, auglýsingum, fræðsluefni og rannsóknum.

sem jákvæð notkun netsins og annarra nýmiðla var til umfjöllunar. SAFT stendur meðal annars fyrir viðburðum í tengslum við alþjóðlegan netöryggisdag sem haldinn er í febrúar ár hvert. Verkefnisstjórar hafa einnig farið í nokkrar fyrirlestraherferðir hringinn í kringum Ísland. SAFT hefur einnig átt í góðu samstarfi við fjölmiðla og verkefnastjórar eru sýnilegir í ólíkum fjölmiðlum. Fjölmiðlar taka almennt mjög jákvætt í að kynna áherslur SAFT og hafa borið markhópum skilaboð þess um jákvæða og örugga notkun nets og nýmiðla. Sýnileiki verkefnisins hefur aukist mikið síðustu misseri og verkefnisstjórar eru reglulega inntir álits um málefni sem tengjast öryggi barna á netinu.

Sérstök SAFT verkefnastjórn var sett á laggirnar við upphaf verkefnis. Hlutverk hennar er að hafa yfirumsjón með verkefninu á verkefnatímabilinu og fylgja eftir framkvæmd verkefna. Stjórninni er einnig ætlað að vera ráðgefandi um hönnun, gæði og dreifingu efnis og hittist hún annan hvern mánuð. Verkefnisstjórn átaksins er skipuð fulltrúum

WWW.SAFT.ISWWW.SAFT.IS

Uppgötvum netið með börnunum okkar 1.

Kynnist netinu saman og reynið að finna vefsíður sem eru í senn spennandi og skemmtilegar og við hæfi barna. Spjallið saman um jákvæðar og neikvæðar hliðar netsins og það sem hægt er að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.

Gerum samkomulag við börnin um netnotkun 2.

Semjið við barnið um netnotkun þess. Reglurnar gætu til dæmis snúist um eftirfarandi atriði: >> Hvernig fara á með persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang) >> Að lykilorð eru einkamál >> Hvernig koma á fram við aðra á netinu (spjall, tölvupóstur, skilaboð) >> Hversu langan tíma er leyfilegt að vera á netinu hverju sinni>> Hvers konar vefsíður fjölskyldan sættir sig við>> Myndbirtingar>> Rafrænt einelti

Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar 3.

Margar vefsíður krefjast persónulegra upplýsinga um notanda áður en hægt er að skoða efni þeirra. Þess vegna er mikilvægt að barnið viti hvenær er í lagi að veita persónu-legar upplýsingar og þá hvaða. Einföld regla er að barnið gefi aldrei upp persónulegar upplýsingar án leyfis foreldris.

Hvetjum til góðra netsiða8.

Netsiðir eru mannasiðir á netinu og rétt eins og óformlegar siðareglur gilda í daglegu lífi segja óformlegar siðareglur til um hvernig fólki ber að haga sér á netinu. Þessar reglur snúast meðal annars um kurteisi, virðingu, umburðarlyndi og gott og rétt mál. Einelti er einnig orðið algengt á netinu og mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir hve alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér. Hvorki fullorðnir né börn eiga að lesa tölvupóst annarra eða nota efni sem ekki má afrita.

Kynnum okkur netnotkun barnanna okkar9.

Forsenda þess að þú getir leiðbeint barni þínu um net- notkun er að þú vitir hvernig það notar netið og hverju það hefur gaman af. Láttu barnið sýna þér hvaða vefsíður það skoðar gjarnan og hvað það gerir þar. Ef þú aflar þér tækni-legrar þekkingar aukast líkur á að þú takir skynsamlegar ákvarðanir um netnotkun barnsins þíns. Að auki geta foreldrar og börn átt saman góðar stundir við leik og upplýsingaöflun á netinu.

Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt10.

Netið er auðlind sem vert er að nýta sér. Með eftirliti og góðri leiðsögn getur barnið þitt til dæmis mótað jákvæða sjálfsmynd, hitt áhugavert fólk, komið skoðunum og hugmyndum á framfæri, sótt upplýsingar og margvíslegan fróðleik.

Barnið kann að rekast á netefniætlað fullorðnum 6.

Börn geta fyrir tilviljun rekist á vefsíður sem ætlaðar eru fullorðnum. Höfum jafnframt í huga að börn eru gjarnan forvitin um það sem er bannað og leita því stundum vísvitandi að slíkum vefsíðum. Reynum að nota slík tilvik sem tækifæri til að ræða málin og setja reglur um leit á netinu.

Komum upplýsingum um ólöglegt/skaðlegt efni til réttra aðila7.

Það er mjög mikilvægt að við tilkynnum strax til réttra aðila ef við rekumst á efni sem við teljum að sé ólöglegt eða skaðlegt. Þannig drögum við úr ólöglegri starfsemi á netinu eins og til dæmis kynferðisofbeldi gegn börnum eða tilraunum til að tæla þau á félagsnetsíðum, spjallrásum, í tölvupósti eða með smáskilaboðum (SMS) til að hitta ókunnuga ellegar brjóta lög.

Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin 4.

Netið getur verið kjörinn vettvangur fyrir börn til að kynnast öðrum börnum. Hins vegar er ekki ráðlegt að þau hitti einhvern sem þau kynnast á netinu nema í fylgd með foreldri eða öðrum fullorðnum. Dæmi eru um að börn hafi lent í vandræðum þegar þau hitta netvin einsömul og viðkomandi reynist annar en hann/hún sagðist vera.

Kennum börnunum að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti 5.

Mörg börn nota netið til að bæta og auka þekkingu sína í tengslum við nám og tómstundir. Netnotendur ættu hins vegar að muna að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar. Ræddu við barnið um hvernig megi sannreyna upplýsingar, til dæmis með því að skoða mismunandi vefsíður um sama efni, kanna hver reki vefsíðuna (t.d. einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun) og hvernig hægt sé að greina milli auglýsinga og upplýsinga.

Nýlega kom út bæklingur með 10 netheilræðum fyrir foreldra. Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla.

Page 16: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

16 Heimili og skóli

Samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup hefur tæplega helmingur landsmanna heyrt um eða tekið eftir SAFT verkefninu. Samkvæmt könnuninni eru 87,3% þeirra sem þekkja SAFT verkefnið jákvæðir gagnvart því, 12,2% eru hvorki jákvæðir né neikvæðir og einungis 0,5% eru neikvæðir.

Árið 2007 var sýnileiki verkefnisins einnig mældur og voru niðurstöður þá með svipuðu móti og nú. Marktækur munur er á milli kynja, en konur þekkja verkefnið frekar en karlar. Einnig er marktækur munur eftir aldri en fólk á aldrinum 25-54 ára þekkir frekar til verkefnisins en aðrir. Það kann að skýrast af því að þessi hópur er líklegri til að vera með börn á grunnskólaaldri og þá líklegri til þess að láta sig nethegðun barna sinna varða.

Ekki er marktækur munur á sýnileika eða viðhorfum til verkefnisins milli landshluta, en verkefnastjórar verkefnisins hafa verið duglegir að ferðast um landið og kynna verkefnið og afurðir þess. Hvað menntun varðar þá, líkt og árið 2007, eru háskólamenntaðir líklegri en aðrir til þess að hafa heyrt um eða tekið eftir verkefninu, eða um 55%. Ekki mælist marktækur munur hvað fjölskyldutekjur varðar en sýnileiki eykst í jöfnu hlutfalli við fjölda barna á heimili.

Nánari upplýsingar um SAFT verkefnið má finna á www.saft.is.

UM HELMINGUR LANDSMANNA ÞEKKIR SAFT VERKEFNIÐRúm 87% jákvæðir gagnvart SAFT verkefninu

Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12 til 18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið vinnur meðal annars að hugmyndum um hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnotkun í skólum landsins, koma að hönnun kennsluefnis, gefa ráð um hönnun og framkvæmd herferða, sinna jafningjafræðslu og halda erindi á foreldrafundum.

Allir sem eru í ráðinu hafa áhuga á netinu og öllum þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða og geta unnið með öðrum að því að gera netið að öruggari stað fyrir okkur öll. Ungmennaráðið hittist einu sinni á ári þar sem skoðuð er nýjasta tækni og málin rædd. Ráðið mun einnig halda fjarfundi fjórum sinnum á ári, þá með aðstoð tölvutækninnar. Fulltrúar ráðsins sitja einnig árlegan Evrópufund ungmennaráða.

Ungmennaráð er þegar á Facebook, Myspace og á MSN þar sem ráðgjafar úr ráðinu veita ráðgjöf og umsögn um netið, farsíma og tölvuleiki. Fjölmiðlar hafa einnig aðgang að ungmennaráði til þess að leita eftir upplýsingum og áliti ungs fólks á öllu sem viðkemur nýmiðlum.

Ungmennaráð skorar á skólastjórnendur að halda sérstaka þemaviku um jákvæða og örugga netnotkun. Meðal verkefna sem ungmennaráðið ætlar að útfæra nánar fyrir þemavikuna eru nemendasamkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis (til dæmis myndbönd, plaköt, fyrirlestrar og leikrit).

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur stofnað ungmennaráð.

SAFTUngmennaráð

Hluti af Ungmennaráði SAFT

Page 17: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 17

Page 18: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

18 Heimili og skóli

Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að greina notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 og 2007 voru gerðar yfirgripsmiklar kannanir á netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára. Sambærileg könnun var gerð aftur fyrri hluta ársins 2009 og liggja niðurstöður nú fyrir. Heimili og skóli, í samstarfi við Capacent Gallup og Lýðheilsustöð, sá um framkvæmd könnunarinnar. Sem fyrr er megináherslan á netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára, að viðbættum sérstökum köflum um farsíma- og tölvuleikjanotkun.

Líkt og áður voru spurningar lagðar fyrir bæði grunnskólabörn og foreldra. Foreldrakönnunin fór fram í janúar og febrúar og var lögð fyrir bæði á neti og í síma meðal foreldra barna á aldrinum 6 til 16 ára. Heildarúrtakstærð var 1.727 og svarhlutfall 50,9%. Barnakönnunin var gerð í apríl og maí og var hún lögð fyrir 997 nemendur í 4. til 10. bekk grunnskóla af öllu landinu.

Hlutfall barna og unglinga sem hefur aðgang að netinu heima heldur áfram að aukast og nú segjast um 98% barna og unglinga hafa aðgang að netinu á heimilinu. Í foreldrakönnuninni svöruðu 93,6% foreldra að barn sitt notaði netið og hefur það hlutfall staðið í stað frá árinu 2007. Samkvæmt niðurstöðum barnakönnunarinnar eru börn tæplega 7 ára þegar þau prófa netið í fyrsta sinn, nokkru yngri en árið 2007 þegar könnunin var framkvæmd síðast. Tæplega 84% prófuðu netið í fyrsta sinn heima hjá sér sem er nokkuð hærra hlutfall en árið 2007. Jafnframt eiga töluvert fleiri börn sína eigin tölvu en áður.

Mynd 1. Hversu oft notar þú netið heima hjá þér?

Litlar breytingar hafa orðið á því hvar og hversu oft börn og unglingar nota netið frá árinu 2007 þó að vísbendingar séu um smávægilega aukningu. Ríflega 76% barna segjast nota netið daglega eða næstum daglega heima hjá sér og eykst notkunin eftir því sem börnin eru eldri. Þannig segist helmingur barna í 4. bekk nota netið daglega heima hjá sér miðað við 97% barna í 10. bekk.

Helsta breytingin á milli kannananna er að algengara er að börn noti netið í gegnum farsíma sem má að öllum líkindum rekja til aukinnar notkunar 3G síma. Niðurstöður foreldrakönnunarinnar leiddu hins vegar í ljós að hlutfall foreldra sem notar netið daglega eða næstum daglega hefur aukist talsvert á milli kannana eða úr 83% árið 2007 í 92% nú.

Þegar börnin voru spurð að því hvað þau gerðu helst á netinu nefndu flest, eða 77%, að þau væru í leikjum á netinu. Rúmlega 66% sögðust nota netið til að senda skyndiskilaboð, tæp 59% til að vafra á Facebook, rúm 41% til að hlaða niður tónlist og 40% til að vinna heimaverkefni. Þegar foreldrar voru spurðir hvað þeir teldu að barnið sitt gerði á netinu þá nefndu tæp 66% að barnið spilaði tölvuleiki á netinu, tæp 30% að það sendi skilaboð á MSN/Skype, tæplega 29% töldu að barnið notaði netið við heimavinnu og 14% að það notaði netið til að skoða heimasíður/blogg/Facebook/Myspace.

Niðurstöður SAFT árið 2003 og 2007 leiddu í ljós að oft var nokkur munur á svörum barna og foreldra við sambærilegum spurningum og það sama má segja nú. Þegar börnin voru spurð að því hversu mikið þau tali við foreldra sína um notkun á netinu sögðust tæplega 11% ræða mikið við mömmu sína um notkun á netinu og rúm 9% sögðust ræða mjög mikið við pabba sinn um notkun á netinu. Tæpur fimmtungur sagðist hins vegar ekkert tala við mömmu sína um notkun á netinu og 23% sögðust ekkert tala við pabba sinn um notkun á netinu. Þegar foreldrar voru spurðir að því hversu mikið þeir ræddu um öryggi á netinu við barnið sitt svöruðu 20% að þeir

SAFT könnun 2009

SAFT

Strax í leikskóla eru tölvur orðnar hluti af skólastarfinu

Page 19: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 19

ræddu mjög mikið um öryggi á netinu við barnið sitt. Tæplega 6% sögðust ekkert ræða við barnið sitt um öryggi á netinu.

Hvað varðar reglur sem gilda á heimilinu segja 62% barna að þau megi ekki hitta einhvern sem þau þekkja bara af netinu og tæp 61% segjast ekki mega gefa upp persónulegar upplýsingar um sig. Ríflega helmingur segist ekki mega segja eitthvað særandi í skyndiskilaboðum, spjallrásum eða í tölvupósti sem þau senda. Rúm 28% barnanna svöruðu jafnframt að það giltu reglur um hversu miklum tíma þau mættu eyða á netinu en þegar foreldrar voru spurðir sambærilegrar spurningar nefndu 64% að það giltu reglur um það hversu miklum tíma mætti eyða á netinu. Um 17% foreldra sögðu að barnið mætti ekki fara inn á vissar síður og 13% að það mætti bara fara inn á vissar síður. Þegar foreldrar voru spurðir að því hvað valdi þeim mestum áhyggjum við notkun barnsins á netinu sögðust tæplega 24% hafa litlar eða engar áhyggjur af netnotkun barnsins, rúm 18% höfðu mestar áhyggjur af því að barnið færi inn á óæskilegar síður eða sjái eitthvað óæskilegt. Ríflega 11% sögðust hafa áhyggjur af því að barnið hitti ókunnuga eða hættulegt fólk á netinu.

Þegar börnin voru spurð að því hvort þau hafi hitt einhvern ókunnugan á netinu sem bað um upplýsingar eins og mynd, símarnúmer, heimilisfang eða hvaða skóla þau væru í kom í ljós að 23% höfðu orðið fyrir því. Þegar þau voru spurð nánar um viðbrögð þeirra við beiðninni nefndu flest að þau hefðu ekki svarað og ekki sent upplýsingar eða um 35%, rúmlega 31% báðu viðkomandi að láta sig vera en ríflega fjórðungur sagðist hafa gefið

upp sumar af þeim upplýsingum sem beðið var um. Rúm 83% barna og unglinga hafa spjallað á netinu, til dæmis á MSN og hefur það hlutfall hækkað verulega frá árinu 2003 þegar 70% sögðust hafa spjallað á netinu. Þegar þau sem spjallað höfðu á netinu voru spurð hvort þau hafi einhvern tíma hitt einhvern í raun og veru sem þau kynntust fyrst á netinu svöruðu rúm 20% því játandi sem er 2 prósentustigum lægra en árið 2007.

Hlutfallslega fleiri strákar en stelpur sögðust hafa hitt einhvern í raun og veru sem þeir kynntust fyrst á netinu. Þegar foreldrarnir voru spurðir að því hvort barnið hafi einhvern tíma hitt einhvern í eigin persónu sem það kynntist fyrst á netinu svöruðu einungis 3,4% því játandi.

Í barnakönnuninni var einnig spurt um síður með kynferðis-legu og ofbeldisfullu efni en þó voru þær spurningar ekki lagðar fyrir yngstu börnin (4. og 5. bekk). Naumlega 20% barna og unglinga í 6. til 10. bekk sögðu oft hafa farið viljandi inn á vefsíðu með nöktu fólki (klámsíðu), 14% sögðust hafa farið einstöku sinnum en 66% sögðust aldrei hafa farið inn á slíka síðu og eru þetta mjög sambærilegar niðurstöður og í síðustu framkvæmd árið 2007.

Mynd 4. Hversu oft hefur þú viljandi lent inn á vefsíðu með nöktu fólki (klámsíðu)?

Marktækur munur er á svörum eftir kyni og aldri. Strákar eru töluvert líklegri en stelpur til að hafa farið inn á slíkar síður og þau yngri ólíklegri en þau eldri. Þegar foreldrar voru spurðir að því hvort barnið þeirra hafi orðið vart við kynferðislegt efni á netinu svöruðu 21% því játandi.

Hluti spurninga í barnakönnuninni lýtur að kennslu um notkun netsins í skólum og upplýsingagjöf til barna um örugga netnotkun. Nú segjast tæplega 13% hafa fengið reglulega kennslu í skólum um notkun netsins en hlutfall þeirra sem ekki hafa fengið kennslu í notkun netsins í skólum hefur lækkað um fimm prósentustig frá árinu 2007. Hvað varðar upplýsingar um öryggi á netinu hafa 4,9% aðspurðra ekki rekist á slíkar upplýsingar sem er smávægileg hækkun frá árinu 2007. Þeim sem hafa fengið upplýsingar um öryggi á netinu í gegnum SAFT verkefnið hefur hins vegar fjölgað um ríflega 4% frá árinu 2007, hlutfallið fer úr 20,4% í tæp 24,6%.

Mynd 3. Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern í raun og veru sem þú kynntist fyrst á netinu?

Mynd 2. Myndir þú segja að þú ræðir mjög mikið, frekar mikið, lítið eða ekkert um öryggi á netinu við barnið þitt.

Page 20: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

20 Heimili og skóli

leiðbeiningar af sinni hálfu og munu fylgja þeim eftir með öllum tiltækum ráðum en ítarlegt samráð var haft við um hundrað aðila á þessum tveggja til þriggja ára undirbúningstíma, meðal annars hagsmunaðila, sérfræðinga innan stjórnsýslu og víðar, ráðherra og þingmenn, hagsmunasamtök, fræðasamfélag og almannasamtök auk einstaklinga og barna. Embættin gáfu síðan út leiðbeiningarnar síðasta vor og er seljendum ætlað að fylgja þeim.

Um hvað snúast þessar leiðbeiningar?Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á þrennt; í fyrsta lagi er áhersla á að sum vara og þjónusta á ekki erindi við börn, eða aðeins í takmörkuðum mæli, til dæmis sætindi. Í öðru lagi hafa sumir miðlar, til dæmis sjónvarp, mikil áhrif á ung börn og við því þarf að bregðast. Loks var reynt að auka friðhelgi sumra staða gagnvart markaðssókn, til dæmis skólastofnana. Þá eru meiri takmarkanir gagnvart ungum börnum en þeim eldri. Leiðbeiningarnar ná eingöngu til starfsemi sem er í arðsemistilgangi og má skipta þeim upp í nokkra kafla. Einn kaflinn er um almennar leiðbeiningar sem varða þá samfélagið í heild. Þar eru reglur um fjölskylduvænar dagvöruverslanir, happdrætti, safnanir og happaleiki, markpóst og fleira. Síðan er kafli sem fjallar um markaðssókn í sjónvarpi, kvikmyndum og öðru stafrænu myndefni fyrir börn. Loks er síðasti kaflinn um markaðssókn innan skólanna og æskulýðsstarfsemi.

Hefði ekki verið betra að setja reglur sem seljendur hefðu orðið að fylgja?Margrét María og Gísli segja nokkra kosti hafa verið í stöðunni svo sem að fara fram á einhliða löggjöf af hálfu ríkisvaldsins eða að aðilar á markaði settu sér sjálfir einhliða reglur. Að vandlega ígrunduðu máli var ákveðið að fara þá leið að embættin gæfu út leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna. Í ferlinu var leitað til fjölmargra aðila eins og áður sagði. Það var því leitast við að bera reglurnar undir sem flesta og ná breiðri sátt.

Leiðbeiningarnar voru settar fram 15. mars síðastliðinn Er komin einhver reynsla á þær?Margrét María segir að embættin séu nú að leita að fyrirtækjum sem ætli að lýsa því yfir að þeir hyggist fylgja

Þau Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, voru spurð hvers vegna ákveðið hafi verið að ráðast í þetta verkefni. Þau segja ástæðuna fyrst og fremst vera fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem borist höfðu embættunum. Ingibjörg Rafnar þáverandi umboðsmaður barna og Gísli ákváðu að hefja samstarf árið 2005 til að reyna að minnka markaðsáreitið sem beinist að börnum. Eitt fyrsta skrefið var málþing sem embættin, ásamt Heimili og skóla – landssamtökum foreldra, stóðu fyrir í mars 2006. Þar kom fram að rík þörf væri á því að vernda börn enn frekar gegn markaðssókn.

Þið hafið tekið þrjú ár í þetta, var þetta stærra og viðameira en þið höfðuð gert ykkur grein fyrir? „Verkefnið hefur verið mög tímafrekt og umfangsmikið“, svarar Margrét María sem tók við embætti umboðsmanns barna um mitt ár 2007. „Kannski hefði maður ekki lagt í þessa vinnu ef maður hefði vita hvernig verkefnið þróaðist en ég sé ekki eftir tímanum sem fór í það.“ Gísli tekur undir með Margréti og bendir á að mikilvægt hafi verið að vanda til verka og vinna reglurnar í sátt við markaðinn.

Hverjir koma að því að semja leiðbeiningarnar?Formlega setja embættin tvö þetta fram sem einhliða

Börn eru mikilvægir viðskiptavinir

Það vita seljendur, en hversu langt mega þeir ganga?

Viðtal við Margréti Maríu Sigurðardóttur og Gísla Tryggvason

Viðtal

Mörgum foreldrum þykja seljendur fara ansi geyst þegar kemur að því að krækja í nýja viðskiptavini og telja nauðsynlegt að setja einhver mörk. Fyrr á árinu lögðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fram leiðbeiningar sem eiga að takmarka markaðssókn sem beinist að börnum.

Margrét María Sigurðardóttir og Gísli Tryggvason

Page 21: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 21

Börn eru mikilvægir viðskiptavinir

Það vita seljendur, en hversu langt mega þeir ganga?

Reglurnar má lesa í heild á heimasíðum embættanna www.ns.is og www.barn.is en hér að neðan má sjá nokkur dæmi.

Engar auglýsingar ættu að vera í sjónvarpi í barnatíma.•Gæta skal hófs í auglýsingum í seldu barnaefni á DVD-diskum.•Vöruinnsetning er ávallt óheimil í barnaefni.•Forðast skal markaðssókn ætlaða börnum á matvælum með hátt innihald sykurs, salts, fitu og transfitu.•Við markaðssetningu og sölu í íþróttamannvirkjum þar sem búast má við börnum skal hollusta og heilbrigði •höfð í fyrirrúmi.•Engar auglýsingar skulu vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn. Kynning á æskulýðs-, •íþrótta- og tómstundastarfsemi sveitarfélaga er þó heimil.

leiðbeiningunum. „Við höfum reynt að nálgast þetta verkefni undir jákvæðum formerkjum og verið lausnamiðuð. Við leituðum samráðs þar sem við töldum meiri líkur á að aðilar á markaði færu eftir þessum reglum ef þeir kæmu að gerð þeirra. Þeir sem ekki fara eftir leiðbeiningunum eiga á hættu á að verða gagnrýndir til dæmis af embættunum, til að mynda í fjölmiðlum.

Hver sér um að seljendur fari eftir leiðbeiningunum?„Það stendur okkur væntanlega næst, talsmanni neytenda og umboðsmanni barna, sem tókum forystu í málinu og gáfum leiðbeiningarnar á endanum út“, svarar Gísli. „Við treystum samt líka á aðhald almennings og fjölmiðla og væntum þess að fyrirtæki fylgi annað hvort leiðbeiningunum eða útskýri hvers vegna það er ekki gert – helst fyrirfram en annars eftir á ef embættin, foreldrar eða fjölmiðlar spyrja. Ein leið til þess að fylgja þessu eftir er að bjóða fyrirtækjum upp á að þau lýsi því yfir að þau fylgi leiðbeiningarreglunum og nöfn þeirra verði birt á eins konar „hvítum“ lista. Ríkisútvarpið hefur til að mynda þegar takmarkað auglýsingar í kringum barnatíma.“ Margrét María bætir við að embættin óski líka eftir aðstoð almennings. „Til dæmis er fjallað um fjölskylduvænar dagvöruverslanir í leiðbeiningunum en þar kemur fram að leitast skuli við að hafa ekkert sælgæti, flögur, gos eða því um líkt nærri afgreiðsluborðum og tryggt sé að að minnsta kosti eitt afgreiðsluborð sé laust við slíkar vörur í verslunum þar sem afgreiðsluborðin eru fleiri en tvö. Hér þurfum við á aðstoð almennings að halda til að fylgja þessu eftir. Að neytendur velji þessa kassa og hrósi þeim sem hafa þá.“ Gísli bætir við að oft sé víðtæk umræða, eins og í þessu viðtali, góð byrjun til að breyta viðhorfum og það geti jafnvel verið markvissara til lengdar en formleg viðurlög. „Langflestir hagsmunaaðilar voru sammála okkur um að samráðs- og leiðbeiningarleið væri nærtækari kostur en löggjöf, enda sjáum við til dæmis á áfengisauglýsingum að lög virka ekki alltaf sem skyldi. Ef leiðbeiningarnar hafa hins vegar ekki áhrif kann þrautalendingin að verða að embættin leggi til við stjórnvöld að sett verði strangari löggjöf um neytendavernd barna.“

Hvað geta foreldrar gert ef þeim ofbýður markaðssetning?“Komið athugasemdum á framfæri við okkur, svarar Margrét María, og bætir við: “og til þess sem selur vöru eða þjónustu. Spyrjið hvort þeir fari eftir reglunum og beinið viðskiptum til þeirra sem sýna ábyrgð og fylgja leiðbeiningunum.” Gísli tekur undir þetta og segir foreldra geta beitt sínu sterkasta vopni, buddunni sem er vopn neytandans, ef einhverjir valkostir eru um hvort, hvar eða hvenær vara eða þjónusta er keypt. “Einnig er hægt að sniðganga þá sem fylgja ekki leiðbeiningum eða ofbjóða foreldrum eða börnum. Í öðru lagi geta þeir rætt í sínum hópi og á opinberum vettvangi um það sem misbrestur er á. Í þriðja lagi geta þeir snúið sér til okkar, umboðsmanns barna eða til þess bærra stjórnsýslustofnana eða samtaka, eins og Neytendasamtakanna og samtakanna Heimili og skóli.”

Brynhildur Pétursdóttirstarfsmaður Neytendasamtakanna og

stjórnarmaður Heimilis og skóla

Að ná settu marki

Page 22: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

22 Heimili og skóli

Olweusarverkefnið er bakhjarl ykkar, kæru foreldrar. Við þurfum hins vegar öll að standa saman svo að árangurinn verði sem bestur. Þeir skólar sem standa sig best kanna oft hvernig nemendum líður og veita hverjum og einum athygli. Einnig er ætlast til að allir starfsmenn axli ábyrgð og fylgi grunnreglum.

Bregðumst við ef eitthvað bjátar áÞeir skólar sem vinna eftir Olweus-arverkefninu vilja standa sig vel. Til að svo megi verða er þátttaka foreldra mikilvæg. Ef vel á að ganga þarf sífellt að hamra á grundvallaratriðunum. Nemendur verða að geta treyst þeim fullorðnu. Út á það gengur verkefnið í raun. Þeir eiga að geta gengið að því sem vísu að fullorðnir bregðist við – hér og nú – lendi þeir í einhverju misjöfnu.

Skóli sem tekur þátt í Olweusarverkefninu þarf að tileinka sér ákveðin vinnubrögð. Afstaða hinna fullorðnu er eins konar grunnur að öllu. Kennara sem finnst allt of mikið gert úr stríðni og einelti er sennilega líklegri til að gera minna

úr umkvörtunum nemenda og flokka þær sem rell. Þegar málum háttar svona er eins víst að

nemandinn leiti ekki aftur til kennarans jafnvel þegar um alvarlegri mál er að ræða.

Eineltiskönnun gefur góða vísbendingu um ástandið í skólanumÞeir skólar sem taka þátt í Olweusar-

verkefninu leggja fyrir á hverju ári eineltiskönnun í 4. til 10. bekk. Könnunin

er yfirgripsmikli og því gefur hún góða mynd af stöðu mála í skólanum. Í Olweusarfræðunum kemur

Hlustum á börnin

Þorlákur H. Helgason

Foreldrar eiga að gera

þær kröfur að skólinn nái árangri en þeir geta hjálpað þar til. Árangurinn

veltur á styrk hinna fullorðnu.

Starfsmenn eru á tánum. Þeir eru sívakandi yfir velferð nemenda.•Allir starfsmenn skólans eru þátttakendur. Nemendur geta leitað til hvaða starfsmanns sem er.•Starfsmenn eru sammála um að það þurfi að temja sér samræmd vinnubrögð. •Olweusarverkefnið er sýnilegt. Skólinn er stoltur af því að vera í eineltisverkefninu.•Starfsmenn halda við þekkingu og færni til dæmis með því að umræðuhópar hittast reglulega á skólaárinu.•Eineltiskönnun er lögð fyrir á hverju ári. Niðurstöðurnar eru nýttar til dæmis til að efla eftirlitskerfið (á lóð, í •stofum, á göngum, í búningsklefum, í skólabíl, á leið í og úr skóla og svo framvegis).Nýtt starfsfólk er frætt um eineltisáætlunina á námskeiðum í upphafi starfsferils.•Kennurum er kennt að halda bekkjarfundi. Bekkjarfundir eru haldnir reglulega í hverjum bekk/hópi. •Bekkjarreglur í anda verkefnisins eru virtar í hvívetna.Samskipti skóla og foreldra í tengslum við Olweusarverkefnið eru að frumkvæði og á ábyrgð skóla.•Foreldrum er kynnt sérstaklega hvernig unnið er í eineltismálum. Gildir einu hvort ,,bara” er um grun að ræða.•Sérstakt skráningarkerfi veitir starfsfólki beinar upplýsingar um hvað er í gangi og tryggir frekar að brugðist sé •við skilyrðislaust ef áreiti gefur tilefni til aðgerða.Eineltisteymi er umsjónarkennurum og öðru starfsfólki til halds og trausts.•Nemendur taka þátt í ákvörðunum og eru virkir í eineltisáætluninni.•

Hlustum á börnin okkar og bregðumst fljótt við vakni minnsti grunur um að ekki sé allt með felldu. Einelti er dauðans alvara. Margir foreldrar telja því miður nauðsynlegt að börn gangi í gegnum erfiðleika í æsku. Telja það nauðsynlegan lið í þroska þess. Segi barnið að sér líði ekki vel ættum við ekki að leiða það hjá okkur. Tökum barnið alvarlega.

Hvað er Olweusarskóli? Rannsóknir sýna að ákveðin atriði þurfa að vera í lagi til að eineltisáætlunin í skólanum sé líkleg til að skila árangri.

Grunnreglur í Olweusarverkefninu

Page 23: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 23

fram að vissir þættir hafi umfram aðra áhrif á líðan nemenda og hvernig þeir upplifa andann í skólanum. Skólabragurinn segir sína sögu.

Í nemendakönnuninni er dregin upp mynd að aðstæðum sem varpa ljósi á hversu vel nemendur treysta hinum fullorðnu. Hvert barn segir í stuttu máli frá því hvernig það upplifir öryggi í skólanum og hvernig það treysti hinum fullorðnu. Spurt er hvort þau lendi í einelti eða leggi sjálf aðra í einelti, hvar það gerist og hverjir séru líklegir þátttakendur.

Mikill munur á skólumÍ könnuninni frá því í fyrra reyndist að meðaltali 8,4% nemanda hafa lent í einelti í þeim skólum sem taka þátt í

Hlutfall nemenda í 4.–10. bekk sem svara viðkomandi spurningu: A BLíkar illa eða mjög illa í skólanum 1,5 - 5% 5 - 8%Á einn eða engan góðan vin í bekknum/hópnum 1 - 2% 2 - 5% Umsjónarkennari gerir (fremur) lítið til að koma í veg fyrir einelti 30 - 35% 45 - 50%Kennarar eða aðrir fullorðnir í skólanum reyna (næstum) alltaf að stöðva einelti 55 - 70% 45 - 55%Óttast öðru hverju eða oftar að verða fyrir einelti annarra nemenda 6 - 15% 17 - 19%Leggur aðra í einelti 0,5 - 3,5% 3 - 5,5%

Skólunum er skipt upp í tvennt:A: Nokkrir skólar þar sem einelti mælist 3-5% í nóvember 2008.B: Nokkrir skólar þar sem einelti mælist yfir 9% í nóvember 2008.

Einelti er dauðans alvara

Olweusarverkefninu. Lægst var hlutfallið í þeim skólum sem lengst hafa starfað í anda verkefnisins. Það gat þó verið ákaflega misjafnt innan hvers hóps í skólunum. Lægst mældist eineltið 3 – 4% en hæst var það yfir 10%.

Einelti mælist mishátt eftir skólum, innan skóla og bekkja. Mælist eineltið lágt í tilteknum skólum ár eftir ár eru miklar líkur á því að þeir þættir sem draga úr líkum á einelti skipi veigamikinn sess. Í grófum samanburði milli skóla sem annars vegar mælast með lítið einelti (3-5%) og hins vegar þar sem það er um þrefalt hærra eru vísbendingarnar skýrar. Skoðum nokkur atriði sem talin eru hafa áhrif. Þessu ætti þó ekki að taka sem heildarniðurstöðu.

Page 24: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

24 Heimili og skóli

Allir skólar geta bætt sigÁstæða er til að óska þeim skólum til hamingju sem hafa lagt sig fram um að ná góðum árangri. Árangri sem vitað er að skilar sér í betri líðan nemenda og bættum námsárangri. Líklegra er að barni sem líður illa nái ekki settu marki. Barn sem lagt er í einelti kvíðir hverjum degi, hverju atviki sem kann að koma upp.

Tölurnar í yfirlitinu hér að framan benda til þess að mælist eineltið tiltölulega lágt megi gera ráð fyrir því að:

Börnum líði betur.•Börnin eignist frekar góða vini/vinkonur.•Börnum finnist umsjónarkennarinn og aðrir starfsmenn •skólans standi með sér og þeir grípi til aðgerða verði þau fyrir aðkasti. Þau búa því ekki við eins mikinn ótta og börn í öðrum skólum.

Þegar skóli tekur sér tak í eineltismálum opnast nýr heimur. Tölur (eins og hér að framan) segja þó ekki allt. Nemendur taka stundum ekki eftir verkum kennara og annarra starfsamanna skólanna. Þeir halda þá jafnvel að ekkert sé að gert.

Foreldrar geta stuðlað að betri árangriÍ eineltisáætlun skóla sem vinnur eftir Olweusarverkefninu er börnum kennt að láta vita beri eitthvað út af. Foreldrar eiga því ekki að leiða hjá sér impri barnið á einhverju sem gæti bent til eineltis. Hlustið á barnið og hafið samband við skólann um leið og eitthvað bjátar á. Foreldrar eiga að gera þær kröfur að skólinn nái árangri en þeir geta líka hjálpað þar til. Árangurinn veltur á styrk hinna fullorðnu. Olweusarverkefnið býður upp á aðferðir sem hafa reynst vel. Læra þarf rétt vinnubrögð og fylgja þeim eftir í daglegum störfum. Heimili og skóli geta hjálpast að við að skapa börnum umhverfi sem sæmir þeim, þar sem ofbeldi þrífst ekki en virðing, festa, hlýja og myndugleiki þeirra fullorðnu ræður ríkjum. Ríkur skilningur á gildi eineltisvinnunnar og þátttaka allra starfsmanna skólans og foreldra er lykill að góðum árangri. Góður árangur endurspeglast í betri líðan allra – barna, foreldra og starfsmanna skólanna.

Höfundur er framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi

Hlustum - frh. Þorlákur H. Helgason

Glaðlyndar blómarósir

Page 25: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 25

Fyrir rúmu ári tóku ný grunnskólalög gildi og ríkisstjórnin samþykkti nýja menntastefnu og framtíðarsýn í skólamálum. Þar er áhersla lögð á nemandann sjálfan og þá þekkingu, færni og kunnáttu sem hann aflar sér til undirbúnings fyrir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, atvinnulífi og til að mennta sig. Einnig er áhersla á samfellu, sveigjanleika og valfrelsi í skólastarfi, velferð nemandans og öflugt stuðningskerfi. Stór þáttur í því kerfi er þátttaka foreldra í skólastarfinu og samstarf heimila og skóla.

Foreldrafélög eru nú lögbundin en hlutverk þeirra er fyrst og fremst að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Um þau segir í 9. grein grunnskólalaga að foreldrafélag hvers skóla skuli setja sér starfsreglur, meðal annars um kosningu í stjórn félagsins og fulltrúa í skólaráð. Með skólaráðum er gert ráð fyrir aukinni þátttöku foreldra í skólastarfi og þeim tryggð nánari tengsl við stjórn skóla.

Hlutverk skólaráðs er að vera samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald viðkomandi skóla. Skólaráðið er vettvangur for eldra til að koma að mótun skólastarfsins. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Þar er meðal annars fjallað um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fylgist einnig almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólaráð fær til umsagnar áætlanir um meiriháttar breytingar, sem fyrirhugaðar eru, á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Foreldrar eru því virkir í hugmyndavinnu og ákvarðanaferlinu allt frá byrjunarstigi. Tveir fulltrúar foreldra sem sitja í skólaráði eru kosnir af foreldrum samkvæmt sérstökum starfsreglum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eins og áður greinir. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Á heimasíðu samtakanna heimiliogskoli.is er hægt að nálgast upplýsingar um störf skólaráða.

Í fyrrgreindum menntalögum, sem tóku gildi 1. júlí 2008, er einnig ákvæði um að sveitarfélög eiga að stuðla að samstarfi grunnskóla við aðila utan skóla. Markmið með slíku samstarfi er að samhæfa starfsemi grunnskóla og ýmissa annarra aðila

sem veita börnum á grunnskólaaldri þjónustu, svo sem hvað varðar félags- og tómstundastarf, æskulýðsstarf,

íþróttastarfsemi og ýmsa fræðslustarfsemi, til dæmis tónlistarskóla og kirkjustarf. Víða

hafa verið unnin þróunarverkefni á þessu sviði þar sem skólinn starfar með aðilum í grenndarsamfélaginu að því að skipuleggja sem heildstæðastan vinnudag fyrir nemendur og veita þeim þar með betri og markvissari

þjónustu. Með tilkomu skólaráða er þetta samstarf formgert þar sem einn aðili, sem sæti

á í skólaráðinu, kemur úr grenndarsamfélaginu. Sá aðili getur til dæmis verið starfsmaður í félagsmiðstöð,

íþróttafélagsins, æskulýðsfélags kirkjunnar eða fulltrúi velunnara skólans.

Höfundur er verkefnastjóri Heimilis og skóla

Helga Margrét Guðmundsdóttir

SKÓLARÁÐAukin þátttaka foreldra í skólastarfi grunnskóla

Á heimiliogskoli.is

er hægt að nálgast upplýsingar um störf

skólaráða.

Page 26: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

26 Heimili og skóli

Bestu ár lífsins eru framhaldsskólaárin. Þetta hafa margir heyrt og það er oftast mikil tilhlökkun að loknum grunnskóla að hefja nám í nýjum skóla og komast á næsta skólastig. Ábyrgðin eykst og horft er til nýrra viðfangsefna og nýrra ævintýra. Það á líka að vera gleðiefni að takast á við nám sem viðkomandi hefur sjálfur valið. Félagslíf framhaldsskóla er gjarnan sveipað miklum ljóma og hefur oft áhrif á val nemenda á skóla. Ungt fólk hefur mikla þörf fyrir að koma saman og skemmta sér og á að eiga kost á góðu og heilbrigðu félagslífi.

Þeir sem nú eru að hefja nám í framhaldsskóla koma úr grunnskólum þar sem markvisst hefur verið unnið að því að uppræta einelti og bæta samskipti nemenda. Áhersla hefur verið á að skólar marki sér stefnu í vinnu gegn einelti og árangurinn hefur verið góður. Umræða um einelti hefur verið almenn hvort sem er í skólum eða á vinnustöðum. Talað er um eineltishringinn þar sem viðkomandi getur verið gerandi, þolandi, áhorfandi eða í besta falli sá sem reynir að stöðva eineltið.

Í framhaldsskólum er stærsti hluti nemenda undir lögaldri varðandi áfengisnotkun. Það þarf að ná tvítugsaldri til að mega kaupa og nota áfengi. Félagslíf í framhaldsskólum ætti því að vera án allra vímuefna en er því miður ekki svo. Þeir sem hefja nám í framhaldsskólum og foreldrar þeirra eru oft á tíðum grunlausir um þá drykkju sem fram

fer hjá framhaldsskólanemendum og fyrsta árs nemar eiga það til að verða ofurölvi á fyrsta ballinu sem oft kallast „Busaball“. Þeir verða fyrir hópþrýstingi án þess að gera sér grein fyrir því. Þessi hópþrýstingur er ekkert annað en einelti. Þeir sem vilja skemmta sér án áfengis fá ekki frið til þess. Þessi tegund eineltis hefur ekki verið í umræðunni vegna þess að henni er stýrt af nemendafélögunum sem skipuleggja skemmtanalífið og skólastjórnendur láta þetta viðgangast í allt of mörgum tilfellum. Þeir horfa á eineltið án aðgerða og eru þar með ábyrgir. Það hefur því verið þegjandi samkomulag hjá mörgum stjórnendum skóla og nemendaráða um að vímuefnanotkun sé óviðráðanleg og sjálfsögð í félagslífi framhaldsskólanema.

Á síðari árum hefur fólk verið að vakna til meðvitundar um gildi þess að vera ungur án áfengis og nemendur hafa sjálfir sýnt frumkvæði að því að stofna bindindisklúbba í framhaldsskólum svo sem í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Það unga fólk sem gengur nú í fararbroddi með þá yfirlýstu stefnu sína að virða lögin er í litlum hópum, það eru í minnihluta. Þetta eru hetjur að mínu mati. Ætlum við að leggja þau í einelti eða ætlum við að standa með þeim?

Þau ungmenni sem eru að koma af stað bindindisklúbbum í framhaldsskólum eru að vinna mikið frumkvöðlastarf. Fyrstu skrefin eru erfiðust og það eru sterkir nemendur

Hópþrýstingur er einelti

Guðrún Snorradóttir

Virðing og samskipti túlkuð á listrænan hátt

Page 27: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

sem hafa stigið þau. Þegar fleiri fylgja á eftir verða sporin léttari. Þessir nemendur eiga heiður skilinn og eiga eftir að vera stoltir síðar meir yfir að hafa rutt brautina. Þeirra á eftir að vera minnst fyrir það hugrekki sem þeir nú sýna. Ekki er auðvelt að vera í minnihluta, en það er mín vissa að þessi ungmenni verða það ekki lengi heldur eigi meirihlutinn eftir að fylgja þeim.

Það er ekki af innri þörf sem nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla byrja að drekka. Það er vegna þess að þeir hafa heyrt það frá eldri ungmennum að þeir eigi að byrja að drekka á þessum aldri og séu jafnvel skrítnir ef þeir drekka ekki. Þeir verða fyrir hópþrýstingi eða einelti.

Því miður eru sumir foreldrar á þessari skoðun líka og sleppa unglingum sínum lausum og kaupa jafnvel áfengi fyrir þá. Með hátterni okkar, sem fullorðin eru, erum við að taka þátt í þessum hópþrýstingi án þess kannski að átta okkur á því.Margir unglingar sem ekki vilja drekka sleppa því að fara á skólaskemmtanir vegna þess þrýstings sem þeir verða fyrir. Það er ekkert annað í boði. Margir koma með þau rök að skárra sé að vera fullur á skólaballi en fullur niðri í bæ, alveg eins og ekki séu til fleiri möguleikar. Úr þessu þurfum við að bæta.

Við fullorðna fólkið verðum að hætta að taka þátt í eineltinu. Það telst einelti að styðja hópþrýsting og þröngva þannig fjölda ungmenna til að hefja notkun áfengis löngu áður en þau hafa löngun og leyfi til. Því hvað er það annað en einelti að taka afstöðu með fjöldanum og gefast upp, segja að það geri þetta allir og við getum ekkert gert. Við getum víst gert ýmislegt, við getum ákveðið í sameiningu að virða lögin. Stór hópur ungmenna vill skemmta sér án áfengis en fer í felur.

Við eigum með öllu að tryggja réttindi þeirra sem vilja skemmta sér án áfengis á þeim aldri sem þeim er ætlað að vera án áfengis. Við þurfum að kynna betur fyrir ungu fólki þau tækifæri sem það hefur til þátttöku í félagsstarfi og hreinlega markaðssetja það hugarfar að skemmta sér án

áfengis. Það á að vera svo sjálfsagt að fylgja lögum varðandi notkun áfengis að við eigum að vera hissa ef einhver brýtur lögin en ekki ef einhver heldur þau.

Sem þjóð þurfum við að sameinast um það viðhorf og þá ákvörðun að standa saman um að fylgja eftir þeim lögum og reglum sem við höfum sjálf sett okkur. Það er einmitt þetta, að standa saman sem skiptir svo miklu máli. Rannsóknir í dag benda á að nauðsynlegt sé að allir sameinist og sendi sömu skilaboð til unga fólksins til að ná árangri í forvörnum. Með því gefum við ungu fólki frelsi til að vera án áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa.

Það er okkar, hinna fullorðnu, að létta af unga fólkinu þeim hópþrýstingi að drekka eigi áður en þau hafa aldur til. Unglingar vilja vera án áfengis, þeir vilja lífsgæði. Leyfum þeim það, sýnum þeim stuðning og kennum þeim að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Þessa dagana er áberandi umræða um að skapa nýtt Ísland. Stöndum saman um að í nýju Íslandi verði unglingar án áfengis. Það er mín trú að við getum það og að núna sé einmitt rétti tíminn.

Höfundur er landsfulltrúi UMFÍ og verkefnisstjóri Flott án fíknar

Til foreldra og skóla-stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólumNýir skólar verða teknir inn í haust.

Námskeið fyrir verkefnastjóra hefst í september.

Einnig bjóðum við upp á ráðgjöf fyrir foreldra og námskeið fyrir vinnustaði.

Hafið samband við framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar

[email protected]ími 894 2098

O L W E U S A R V E R K E F N I Ð G E G N E I N E L T I

Logo_final 25.11.2003 10:09 Page 1

Olweus_augl.indd 1 9/2/09 7:40:28 PM

Hressar stelpur á leiðinni á ball

Page 28: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

28 Heimili og skóli

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, NICe, hefur veitt styrk til verkefnis sem miðar að því að auka framboð á hollum matvörum fyrir börn og ungt fólk í skólum. Markmiðið er að auka úrval girnilegra og vel samsettra máltíða fyrir börn og skapa um leið jákvætt viðhorf til hollra matarvenja.

Verkefnið er unnið í samstarfi svokallaðra þróunarvett-vanga á sviði matvæla á öllum Norðurlöndunum. Verkefnisstjóri er Ragnheiður Héðinsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins ([email protected]). Aðrir þátttakendur frá Íslandi eru Matís og Rannsóknarþjónustan Sýni auk fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem tengjast því í gegnum íslenska þróunarvettvanginn á sviði matvæla.

Hvernig kom þetta verkefni til? Þróunarvettvangar á sviði matvæla í einstökum löndum eru orðnir til að fyrirmynd sambærilegra vettvanga hjá Evrópusambandinu. Þeir byggjast á því að leiða saman þekkingu úr ólíkum greinum til að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu. Leiðarljósið er þarfir og óskir neytenda, með aukin lífsgæði í huga. Því er sjónum beint alveg sérstaklega að auknu framboði á hollum matvælum. Íslenski þróunarvettvangurinn var stofnaður fyrir um ári síðan að frumkvæði Samtaka iðnaðarins og með þátttöku fyrirtækja, opinberra stofnana, ráðuneyta, neytendasamtaka og fleiri. Við sáum fljótt að við gætum lært margt af starfi annarra landa og leituðum því eftir stuðningi Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar til að koma á samstarfi við hliðstæða vettvanga á hinum Norðurlöndunum. Þá var okkur bent á að NICe væri að fara að auglýsa eftir umsóknum um styrki til verkefna sem sneru sérstaklega að því að auka lífsgæði barna og ungmenna í gegnum næringu og hreyfingu í samræmi við norræna framkvæmdaáætlun um betra líf með aukinni hreyfingu og betri næringu. Það varð því úr að við settum okkur í samband við norrænu þróunarvettvangana sem við vissum af og settum saman umsókn um þetta verefni. Umsóknin var samþykkt og verkefnið hófst formlega um síðustu áramót.

Út á hvað gengur verkefnið?Tilgangurinn með verkefninu er að auka úrval girnilegra og vel samsettra máltíða fyrir börn og ungt fólk og auka áhuga þeirra á hollum neysluháttum. Með því að koma á markvissum samskiptum milli ólíkra greina sameinast þekking þeirra og reynsla til nýsköpunar. Verkefnið

samanstendur af fjórum svokölluðum vinnupökkum: (1) Hvað eru hollar máltíðir fyrir börn og ungt fólk, samskipti og viðhorf hagsmunaaðila, (2) Nýsköpun og vöruþróun, aukið framboð hollra máltíða, (3) Þjálfun starfsfólks í skólamötuneytum og (4) Sameiginlegar rannsókna- og nýsköpunaráherslur Norðurlandanna. Í verkefninu munu sérfræðingar úr iðnaði, veitingasölu, rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi, menntakerfi, heilbrigðisgeira og frá neytendum ræða viðhorf sín til hugtaksins hollur matur fyrir skólabörn og koma með tillögur að venjulegu, fjölbreyttu og lystugu fæði handa börnum á skólaaldri. Reynt verður að

finna út hvaða þekkingu vantar til að framreiddur sé rétt samsettur og fjölbreyttur matur fyrir börn í anda norrænu aðgerðaáætlunarinnar

um næringu og hreyfingu og gera tillögur að úrbótum þar sem þörf er á. Einnig að benda á hvað hefur tekist vel og miðla því til annarra. Þegar hefur verið haldinn einn fjölmennur fundur, með þátttöku frá

öllum þessum ólíku greinum, þar sem fyrstu þrír vinnupakkarnir voru teknir fyrir í

umræðuhópum.

Hvað kom þér mest á óvart varðandi stöðu íslenskra mötuneyta? Áður en ég ákvað að taka að mér að stjórna þessu verkefni þekkti ég ekki mikið til í skólamötuneytum. Mín aðkoma að verkefninu er fyrst og fremst í tengslum við iðnfyrirtækin sem framleiða fyrir skólamötuneyti. Ég hef heimsótt og rætt við stærstu fyrirtækin sem framleiða tilbúinn mat og selja í skóla. Það kom mér á óvart, sérstaklega í ljósi þess að skólamáltíðir eru nýtilkomnar hérlendis, að víða er unnið mjög faglegt og skipulegt starf, bæði hvað varðar næringarútreikninga, framleiðslu fyrir börn með ofnæmi og óþol af ýmsu tagi, þjálfun starfsfólks og margt fleira. Einnig er kannað með formlegum og reglubundnum hætti hvernig börnum líkar maturinn og lögð áhersla á að laga matinn að þeirra þörfum. Á stóra fundinum kom líka í ljós að víða er ótalmargt gott í gangi sem hægt væri að miðla til annarra. Það sem helst er fundið að er að börnin fái ekki nægan tíma til að borða og að matsalir mættu vera friðsælli. Fólk var sammála um að mikilvægt sé að skapa rétta andrúmsloftið

Viðtal

Hollar matvörurViðtal við Ragnheiði Héðinsdóttur

hjá Samtökum iðnaðarins

Tilgangurinn með verkefninu er

að auka úrval girnilegra og vel samsettra máltíða fyrir börn og ungt fólk og

auka áhuga þeirra áhollum neysluháttum.

Page 29: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 29

og jákvætt viðhorf í tengslum við máltíðir og að auka samstarf við foreldra.

Nú er mikið rætt um að of oft sé boðið upp á mikið unninn mat í mötuneytum eða foreldaðan mat, hvaða áhrif hefur það á hollustuna?Þetta var mikið rætt í öllum umræðuhópunum og niðurstaðan var sú að hjá stóru fyrirtækjunum, sem matreiða á einum stað og keyra út í marga skóla, er unnið mjög markvisst eftir leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar og sveitarfélög, sem nota þessa þjónustu, virðast vera ánægð með hana. Þessi fyrirtæki hafa líka á að skipa fagfólki með þekkingu á næringarútreikningum, ofnæmi, hollustuháttum og þess háttar. Mötuneyti í einstökum skólum nota líka leiðbeiningar Lýðheilsustöðvar í vaxandi mæli en það gefur auga leið að þar sem eru ekki nema einn eða tveir starfsmenn þá er þekkingin ekki eins víðtæk og í fjölmennari fyrirtækjum. Því er afar mikilvægt fyrir starfsfólk þessara mötuneyta að geta leitað í góðar upplýsingar hjá opinberum aðilum eins og Lýðheilsustöð og skrifstofum sveitarfélaganna. Sum fyrirtæki hafa lagt metnað sinn í að gefa góðar upplýsingar um samsetningu og næringarinnihald, en auk þess var bent á mikilvægi þess að matráðar hafi aðgang að fjölbreyttum, hollum uppskriftum, til dæmis á vefnum.

Hvert verður svo framhaldið á verkefninu? Fyrsti hluti verkefnisins er eins konar stöðumat. Við tökum saman niðurstöður fundarins og kynnum á sameiginlegum fundi með öðrum Norðurlandaþjóðum í september bæði það sem við teljum vel gert og aðrir gætu lært af og eins það sem við teljum að sé ekki eins vel heppnað. Skólamáltíðir í þéttbýli á Íslandi eiga sér aðeins nokkurra ára langa sögu en hjá sumum öðrum þjóðum, eins og til dæmis Finnum, hafa skólamáltíðir tíðkast í marga áratugi. Við vonumst til að læra mikið af þeim. Verkefnið stendur til loka árs 2010. Tíminn sem eftir er verður notaður til að draga fram áhugaverð verkefni sem eru talin líkleg til úrbóta og þeim verður fylgt eftir í samstarfi við viðeigandi aðila. Við munum leggja áherslu á að kynna niðurstöður fyrir iðnfyrirtækjum, mötuneytum, menntastofnunum, sveitarfélögum og sem flestum sem við teljum að tengist málinu á einhvern hátt.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn:

Þess má í lokin geta að þetta verkefni er unnið í beinu sam-bandi við tvö önnur verkefni, styrkt af NICe, sem einnig vinna að því að hrinda markmiðum norrænu aðgerðaáætlunarinnar um næringu og hreyfingu í framkvæmd. Því er gert ráð fyrir að afraksturinn verði margfaldur.

Upplýsingar um verkefnið eru á vef NICe á slóðinni: http://www.nordicinnovation.net/prosjekt.cfm?Id=3-4415-300

Bryndís Haraldsdóttir, markaðsfræðingur og stjórnarmaður

Heimilis og skóla

Hollt og gott á diskinn

Page 30: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

30 Heimili og skóli

CI, sem eru alþjóðleg samtök 220

neytendasamtaka í 115 löndum, setja fram þá ósk að auglýsingar á óhollum mat- og drykkjarvörum

verði stöðvaðar.

Aðgerðir á heimsvísuÁrið 2008 hvöttu Alþjóðasamtök neytenda, CI (Consumers International), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina til að beita sér fyrir samkomulagi sem fæli í sér að markaðssetning á óhollustu sem beint væri að börnum yrði stöðvuð. Samkomulagið skyldi gilda á heimsvísu. Skilgreiningin á óhollustu er matur eða drykkir sem innihalda hátt hlutfall sykurs, salts eða fitu. Samkvæmt CI þarf vissulega margt að breytast ef takast á að snúa þróuninni við. Það er hins vegar grundvallaratriði að markaðssetning á óhollustu verði takmörkuð eigi að nást árangur til framtíðar.

Foreldrum gert erfitt fyrirMarkaðssetning matvælaframleiðenda gengur oft þvert gegn áherslum foreldra sem reyna eftir bestu getu að kenna börnum sínum hollt mataræði. Þá stangast boðskapur matvælaframleiðenda einnig á við ráðleggingar hins opinbera um hollt mataræði.

Kröfur CIKröfur CI eru þær að bannað verði að auglýsinga óhollan mat í útvarpi og sjónvarpi frá 18:00 - 21:00 og að slíkar auglýsingar verði einnig bannaðar á heimasíðum og samskiptasíðum. Einnig er gerð krafa um að fyrirtækjum verði bannað að lokka börn með gjöfum, leikföngum og söfnunarleikjum auk þess að notast við þekktar persónur og teiknimyndafígúrur í markaðssetningu sinni. Þá verði markaðssetning á óhollustu alfarið bönnuð í skólum.

Rannsókn á markaðssetningu á netinuÍ nýrri skýrslu CI New media, Same Old Tricks er sjónum beint að markaðssetningu matvælafyrirtækja á netinu. Skoðaðar voru heimasíður matvælafyrirtækja sem höfða til barna yngri en 16 ára og auglýsa óhollustu. Þar sem síður fyrirtækja geta verið mismunandi eftir löndum voru

síður um allan heim skoðaðar. Þar kennir ýmissa grasa og hægt er að fara í leiki og þrautir, skrá sig í klúbba og hlaða niður efni. Mörg fyrirtæki eru með sérstakar heimasíður fyrir ákveðnar vörutegundir og tengja gjarnan vörur sínar teiknimyndafígúrum, íþróttaviðburðum. tónlistarmönnum og

nýjustu kvikmyndum. Meðal fyrirtækja sem beina sjónum að börnum eða unglingum eru McDonald´s og Kentucky Fried Chicken, Coca-cola, Pepsi,

Nestlé og Kellogg´s.

Sjónum beint að foreldrumAthygli vekur að á mörgum heimasíðum reyna fyrirtækin að fanga athygli foreldranna. Á heimasíðu Nesquick frá

Nestlé eru ráðleggingar um það hvernig foreldrar geti fengið börnin til að drekka meiri mjólk. Ekki kemur á óvart að vara

framleiðandans er nefnd til sögunnar. Á síðu Kentucky Fried Chicken var tillaga að því að móðir verðlaunaði barn sitt eftir fótboltaæfingu með máltið frá KFC. Í skýrslunni segir að þessar tilraunir fyrirtækja til að nálgast foreldra séu oft á mörkum þess að vera fáránlegar.

Meðlimir skilgreindirÁ sumum heimasíðum var hægt að gerast félagi í klúbbi. Þannig er hægt að ná betri mynd af markhópnum og safna upplýsingum sem nýtast til frekari markaðssóknar. Á heimasíðu pepsi.com gátu unglingar niður í 13 ára aldur gerst meðlimir. Félagar voru beðnir að svara spurningum eins og hversu mikið Pepsi viðkomandi drykki, hversu mikið hlutfall af gosdrykkjaneyslunni væri Pepsi auk þess sem spurt var um áhugamál viðkomandi. Hugsanlega eru þessar upplýsingar notaðar til að skilgreina markhópinn enn frekar.

CI hefur opnað heimasíðuna junkfoodgeneration.org sem helguð er baráttunni gegn markaðssetningu ruslfæðis.

Höfundur er starfsmaður Neytendasamtakanna og stjórnarmaður hjá Heimili og skóla

Brynhildur Pétursdóttir

Markaðssetningu á óhollustu verður að linnaMarkaðssetning á skyndibitafæði og gosdrykkjum eykur offituvandann hjá börnum og unglingum. Talið er að eitt af hverjum tíu börnum í heiminum sé of þungt eða of feitt og vandamálið fari vaxandi. Ýmis heilsufarsvandamál eru tengd offitu og ljóst er að útgjöld til heilbrigðismála aukast ef ekkert verður að gert.

Page 31: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 31

Markaðssetningu á óhollustu verður að linna

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni, og haframjöl (eða hafraflögur) sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna.

Einn helsti kostur hafra er hversu ríkir þeir eru af vatnsleysanlegum trefjum sem hafa margvísleg heilnæm áhrif á líkamann. Meðal annars stuðla þær að lækkun blóðkólesteróls en hátt kólesteról í blóði er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Vatnsleysanlegar trefjar virðast einnig stuðla að lækkuðu blóðsykursvari eftir máltíð og eru þannig taldar geta átt þátt í að sporna við hinum alvarlegu áhrifum sykursýki.

Oft er bætt matarsalti í hafragraut, en það er líklega helsti ókostur hans út frá hollustusjónarmiðum. Mikil saltneysla er talin stuðla að háþrýstingi og bjúgmyndun ásamt fleiri einkennum. Þessi ókostur er þó léttvægur samanborið við áðurnefnda kosti hafragrauts þar sem saltmagnið er tiltölulega lítið í flestum uppskriftum, en til að hámarka hollustuna er auðvitað hægt að sleppa því að bæta salti út á grautinn eða nota minna magn. Eins er hægt að nota heldur heilsu- eða sjávarsalt sem inniheldur fleiri steinefni en venjulegt matarsalt og hefur minni neikvæð áhrif á blóðþrýsting.

Rúsínur eru stundum notaðar í hafragraut og mjólk er yfirleitt sett út á grautinn þegar hann er framreiddur. Hvort tveggja eru næringarrík matvæli og stuðla að frekari hollustu grautsins. Það er því rík ástæða til að mæla með neyslu hafragrauts sem er einfaldur, hollur og ódýr réttur.

Upplýsingar frá Vísindavefnum,Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur.

Hafragrautssöngurinn

Hafragrautur góður ergæða sér á honum ber. Hafragrautur gefur kraft,góður bæði með mjólk og saft.Hafragraut á brattri brautborða menn í striti og þraut.Þeir sem hafra gófla graut gildir verða eins og naut

Margir skólar á öllum skólastigum hafa tekið upp þann sið að bjóða nemendum sínum upp á hafragraut í morgunsárið. Við viljum nota tækifærið og hvetja fleiri skóla til að taka upp þennan góða sið.

Má bjóða þér?

Hafragrautur góður er

Hafragrautur

Page 32: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

32 Heimili og skóli

Hvað gerir þessa unnu vöru svo sérstaka?Krakkabúðingurinn inniheldur engin aukaefni (E-efni). Í honum eru hvorki bindiefni, rotvarnarefni né þráavarnarefni. Krakkabúðingur er líka laus við helstu ofnæmis-/óþolsvalda, svo sem hveiti, mjólk, egg og MSG (þriðja kryddið). . Er þá ekkert mál að búa til „holla“, unna kjötvöru?Uppskriftin að Krakkabúðingnum er áratuga gömul sænsk uppskrift sem ég vann með í Svíþjóð þegar ég bjó þar. Einhvern veginn fóru menn að því áður fyrr að búa til pylsur og búðinga án aukefnanna sem notuð eru í dag. Búið er að betrumbæta uppskriftina til að uppfylla kröfur Íslendinga og nútímans um bragðgóða og holla vöru. Mikil vinna liggur að baki þessari vöru, undirbúningur og vöruþróun tók meira en ár. Þeirri vöruþróun er reyndar ekki lokið því við byrjuðum til dæmis á að hafa Omega 3 olíu í búðingnum en höfum horfið frá því.

Hvað með fituna?Fituinnihald Krakkabúðings er aðeins 13% . Við megum ekki gleyma því að við þurfum að borða fjölbreytta fæðu, líka fitu og því var ekki farið neðar með fituinnihaldið.

Inniheldur krakkabúðingurinn líka grænmeti?Krakkabúðingurinn inniheldur þrjár tegundir af grænmeti. Eingöngu er notast við fryst hágæða grænmeti svo framleiðslan sé stöðluð og bragðgæðin haldist. Tegundirnar eru rauð paprika, gulrætur og spínat. Paprika er einkar rík af B- og C-vítamíni, rauð paprika inniheldur þrisvar sinnum meira C-vítamín heldur en til dæmis appelsínur. Í papriku er einnig mikið af A-vítamíni, steinefnum og trefjum og að lokum er paprika hitaeiningasnauð. Gulrætur innihalda mikið karótín, sem er gott fyrir slímhimnur og hefur einnig þýðingu fyrir sjónina. Spínat er hollt, ríkt af járni, kalki og A- og C-vítamíni. Grænmetið er hrært saman strax í upphafi og því sést það ekki í vörunni. Við foreldrar þekkjum það öll að litlir munnar skilja oft grænmetið eftir á disknum og því

er þetta afbragðs leið til að koma hollustunni til skila. Sem sagt úrvals vara sem foreldrar geta gefið krökkunum sínum áhyggjulaust.

Er unnin kjötvara óholl?Það skiptir öllu að skoða innihaldslýsingar og vera viss um hvað maður setur ofan í sig. Ekki eru i allar „unnar kjötvörur“ óhollar. Krakkabúðingurinn sannar það. Síðan er flóran af unnum kjötvörum stór og skilgreiningin ekki alltaf skýr.

Er von á fleiri tegundum?Ef Krakkabúðingurinn fellur Íslendingum í geð þá held ég að við bætum við fleiri tegundum í þessum anda. Þróunin er hröð, við fylgjumst vel með og ætlum að halda áfram að vera fremst í flokki kjötframleiðenda á Íslandi.

Hvernig á að elda Krakkabúðinginn?Það er hægt að hita búðinginn í vatni í plastgörninni, en hann er forsoðinn. Einnig má skera búðinginn í sneiðar og steikja á pönnu. Krakkabúðingurinn er einnig góður í pottrétti með til dæmis kartöflum og osti. Hér er einfaldur réttur sem við höfðum oft á borðum og börnin voru alltaf jafnhrifin.

600 g krakkabúðingur 500 g kartöflur Rifinn ostur eftir smekk Vatn eða matreiðslujómi

Skerið búðinginn og kartöflurnar í litla bita (kartaflan í fernt). Setjið allt í eldfast mót með helmingnum af vatni/matarrjóma og látið malla í 30 mínútur við 180°C. Þegar stutt er eftir er restin af vatninu/matarrjómanum sett í ásamt ostinum og osturinn látinn brúnast. Hrísgrjón og smábrauð eru fyrirtaks meðlæti.

Viðtal

Krakkabúðingur

Viðtal við Eðvald Valgarðsson gæðastjóra Kjarnafæðis og kjötiðnaðarmeistara

Kjarnafæði setti nýlega á markað Krakkabúðing, sniðinn fyrir börn. Krakkabúðingurinn er kjötbúðingur sem er ekki einungis bragðgóður heldur hentar hann vel fyrir þá sem hugsa um heilsuna. Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis og kjötiðnaðarmeistari, hefur unnið að þróun Krakkabúðingsins ásamt kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins. En forvitnumst aðeins um þennan Krakkabúðing.

Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Page 33: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu
Page 34: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

34 Heimili og skóli

HeimanámNám í grunnskólum hefur breyst mikið og er í stöðugri þróun. Ný lög, nýjar námskrár, nýtt námsefni og nýjar hugmyndir hafa áhrif á hvað kennarar meta sem heppileg heimaverkefni. Með aukinni tækni hefur til dæmis áhersla breyst á því hvað þykir mikilvægt að þjálfa í stærðfræði. Skapa þarf umræðu milli heimila og skóla þar sem nokkuð hefur borið á því að forráðamenn nemenda hafi ekki skilning á þessum breyttu áherslum. Jafnframt heyrast raddir um að skólinn eigi alfarið að sjá um nám og að börnin eigi ekki að þurfa að læra heima. Forráðamenn geta haft mikil áhrif á hvernig nemendum tekst að glíma við heimaverkefni sín og því er mikilvægt að skapa umræðu um gildi heimanáms. Við fengum tvær mæður til að segja sína skoðun á málefninu.

Mikilvægi heimanáms - Bryndís Haraldsdóttir

Ég tel mjög mikilvægt, bæði fyrir börn og foreldra, að barnið fái verkefni með sér heim. Heimanámið má að sjálfsögðu ekki vera of mikið. Flestir skólar hafa nú tekið það upp, alla vega hjá yngri stigum, að heimanáminu sé skilað einu sinni í viku. Það ætti að auðvelda foreldrum að finna tíma sem hentar til að setjast niður með börnum sínum og aðstoða við heimanámið.

Á seinni skólastigum er heimanám forsenda árangurs og því öllum börnum nauðsynlegt að læra að temja sér skipulag og þá einbeitingu sem þarf til að sinna heimanámi. Ég tel því mikilvægt fyrir börnin okkar að fá snemma tækifæri til að þroska með sér þá kunnáttu, sem nauðsynleg er síðar meir, til að geta sest niður eitt með heimanámið sitt og einbeitt sér að úrlausn þess.

Heimanámið er ekki síður tækifæri fyrir okkur foreldra til að upplifa með börnum okkar það sem þau eru að fjalla um í skólanum á hverjum tíma. Slík vitneskja aðstoðar okkur við að skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi heima fyrir þar sem við getum stutt við námið með ýmsum daglegum athöfnum. Ég er kannski svolítið íhaldssöm en ég er ekki tilbúin að láta skólanum algjörlega eftir að mennta börnin mín. Ég vil að við foreldrarnir skipum þar einnig stóran sess.

Heimanám arfleið eldri tíma? - Brynhildur Pétursdóttir

Ég átti þess kost að ganga í skóla í Svíþjóð þegar ég var níu ára. Það var um margt merkileg reynsla. Allir fengu heitan mat í hádeginu sér að kostnaðarlausu. Bækur, ritföng og annað skóladót var geymt í skólanum og því þurfti ekki að bera þungar byrðar í og úr skóla. Það sem ég var þó allra ánægðust með var að það var svo til ekkert heimanám. Þegar skóladegi lauk átti ég frí enda búin að skila ágætis dagsverki.

Ég hef aldrei skilið þessa heimanámsáráttu í grunnskólum á Íslandi. Látum vera að börn séu látin lesa heima. Ég skal ekki fetta fingur út í það, eða séu einstaka sinnum send heim með einhver verkefni. En ef börn eru dugleg í tímum eiga þau ekki að þurfa að taka námið með sér heim, alla vega ekki fyrstu árin í grunnskóla. Ég geri mér grein fyrir því að skoðanir eru skiptar meðal foreldra og eflaust meðal kennara líka. Mér finnst svolítið eins og heimanámið sé arfleið þess tíma tíma þegar skóladagurinn var styttri og mæður voru almennt heimavinnandi.

Vel má vera að fjölmargar rannsóknir liggi að baki þeirri heimanámsstefnu sem íslenskir skólar fylgja. Kannski er óumdeilt að börn sem stunda heimanám frá unga aldri verði betri námsmenn eða vegni betur í lífinu. Ég hef þó mínar efasemdir. Er víst að allir foreldrar séu í stakk búnir til að aðstoða börn sín við námið? Hafa allir foreldrar tíma til þess? Myndum við vilja taka hluta af vinnunni með okkur heim á hverjum degi? Eru foreldrar almennt að upplifa gæðastundir með börnum sínum yfir heimanáminu eða skapar heimanámið óþarfa streitu? Hefur verið rannsakað á hvaða tíma dags börnin vinna heimanámið? Hefur afstaða barna og foreldra verið könnuð? Getur heimanámið aukið námsleiða? Ná börnin ekki að klára námsefnið nema taka hluta með sér heim? Er skólaárið þá ekki bara of stutt? Hafa blessuð börnin ekki í nógu að snúast eftir að skóladegi lýkur og eiga skilið frí frá lærdómnum?

Það væri fróðlegt að fá svar við því hvort heimanámið sé nauðsynlegur hluti skólastarfsins eða hvort börnin fái heimanám vegna þess að þannig hefur það jú alltaf verið.

Skoðanaskipti

Bryndís Haraldsdóttir Brynhildur Pétursdóttir

Page 35: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 35

Mikilvægt er að foreldrar taki þátt í foreldraviðtölum, foreldrafundum og öðrum atburðum í skólanum.

En hver er ávinningurinn?Minni fjarvera•Færri nemendur flosna úr námi•Fleiri nemendur sækja sér áframhaldandi menntun•Foreldrar og nemendur verða ánægðari með skólann•Kennarar meta betur raunkunnáttu barnanna•Nemendur fá hærri einkunnir•Færri nemendur deila eða brjóta skólareglur•Börnin fá betri niðurstöðu í lestri og stærðfæði•Betra skólaumhverfi (minna um einelti, meiri ánægja)•Foreldrar mynda öflugt tengslanet og fái stuðning frá •öðrum foreldrum Foreldrar geta náð fram úrbótum fyrir börnin•

Hvers vegna heimanám?Ge• fur börnum möguleika á að fara yfir námsefnið og kanna hvort þau hafi náð því sem verið var að kennaÞau muna betur það sem þeim hefur verið kennt•Undirbúa sig fyrir næsta tíma•Hjálpar börnum að tileinka sér að nota aðrar •uppsprettur upplýsinga heldur en skólabækurnar, svo sem bókasöfn, orðabækur, netið og fleiraMeiri tími til að fara dýpra í lesefnið en í skólanum•Heimalærdómur þjálfar barnið í að vinna sjálfstætt og •stuðlar að því að það tryggi sér góðar verklagsreglur, ábyrgð og fróðleiksfýsn Heimalærdómur getur stuðlað að betri tengslum milli •barna og foreldra

Gott veganesti

ÓDÓ

Heimanámsplakatið er hægt að fá án endurgjalds á skrifstofu Heimilis og skóla

Góð ráð

Hvernig getum við aðstoðað?Sýnum að okkur þykir heimalærdómurinn mikilvægur•Sýnum áhuga á skólanum•Lesum með barninu•Förum saman á bókasafnið, tölum saman um hvað •hlutirnir heita og hvað þeir gera.Tölum við barnið um það sem það upplifir eða lærir í •skólanumTölum við barnið um mikilvæg mál og hlustum á það•Höfum heimalærdóminn alltaf á sama tíma•Veitum börnunum stað þar sem þau geta lært í ró og •næðiFörum yfir próf með börnunum til að athuga villur•Sýnum gott fordæmi og látum þau sjá að við lesum •líkaGætum þess að börnin horfi ekki of mikið á sjónvarp •og pössum líka að þau séu að horfa á efni við hæfi (rannsóknir sýna að meira sjónvarpsáhorf en tíu tímar á viku leiði til verri námsárangurs)Tölum beint við kennarann í stað þess að láta barnið •bera á milliHrósum barninu, líka þegar það fær ekki eins góða •niðurstöðu og von var áVið þekkjum börnin okkar best og hvernig þeim tekst •best að læra. Nýtum okkur þá vitneskju

Hvers vegna samstarf heimila og skóla?

Page 36: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

36 Heimili og skóli

Gætum þess að börn okkar fái nægan svefn. Svefnþörf skólabarna er yfirleitt 10 klukkustundir á sólarhring. Það er mikilvægt fyrir barnið að svefntími þess miðist við skólatíma, svo að það sé vel útsofið og hresst í skólanum. Annars er hætt við að námið fari fyrir ofan garð og neðan og að morgnarnir fari í eilíft stríð við þreytt barn. Því er mikilvægt að foreldrarnir haldi vel um stjórntaumana.

Setjum reglur og stöndum við þærSkynsamlegt er að hafa fáar, einfaldar og sanngjarnar reglur og standa við þær. Reynum að fá barnið til að skilja þær reglursem við setjum og á hverju þær byggjast. Útskýrum t.d. hvers vegna við viljum að það komi heim á umsömdum tíma. Séu reglur brotnar þarf að bregðast við í samræmi við eðli brotsins. Verum sjálfum okkur samkvæm.

Veitum stuðning gegn hópþrýstingiMeð hvatningu og stuðningi getum við lagt okkar af mörkum við að byggja upp sjálfstraust barnsins okkar. Munum að hrósa fyrir það sem vel er gert og nefna kosti barnsins. Barn með lítið sjálfstraust er áhrifagjarnara og líklegra til að láta undan þrýstingi. Fylgjumst með því hvar börnin okkar eru, með hverjum og hvað þau eru að gera.

Ræðum um einelti við börnin okkarEinelti er ein tegund ofbeldis. Einelti er það þegar einstaklingur, sem oft fær aðra í lið með sér, níðist á öðrum einstaklingi með t.d. niðrandi orðum, árásum, stöðugum aðfinnslum, stríðni, eða sniðgengur viðkomandi, einangrar eða hafnar honum.Allir geta orðið fyrir einelti og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þolendur sýna spennueinkenni, þreytu, viðkvæmni og jafnvel einangra sig. Sumir verða þunglyndir, einbeiting þeirra minnkar, áhugaleysi eykst og fjarvistum vegna veikinda fjölgar. Athugum að gerendur eru ekki síður í vanda en þolendur.

Tökum afstöðu og stöndum við hanaEf barnið biður um eða gerir eitthvað sem er okkur á móti skapi, verum þá óhrædd við að segja skoðun okkar og fylgja henni eftir. Ef við berum ekki virðingu fyrir skoðunum okkar þá gerir barnið það ekki heldur. Barn sem þarf ekki að fara eftir því sem við segjum í dag gerir það væntanlega ekki í framtíðinni. Þorum að segja nei þegar það á við.

Höfum samband við aðra foreldraHið gamalkunna ”allir hinir mega það” hefur auðveldað mörgum börnum að fá sínu framgengt. Könnum ófeimin hvað hinir mega. Berum saman bækur okkar t.d. um útivistartíma. Ef barnið ætlar að fá að gista hjá vini er rétt að ganga úr skugga um að einhver fullorðinn taki ábyrgð á barninu.

Styðjum heilbrigðar tómstundir barnaHeilbrigðar tómstundir örva og þroska börn. Sá sem á áhugamál, sem veitir lífsfyllingu, er síður líklegur til að ánetjast tóbaki, áfengi eða öðrum vímuefnum. Hvatning og stuðningur foreldra við áhugamál eða tómstundaiðkun er börnum mikils virði.

Góð ráð

Hlutverk okkar foreldra er að búa börn í samvinnu við skólann, undir líf og starf í lýðræðsiþjóðfélagi með því að skapa þeim umhverfi sem mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Við foreldrar og aðrir fullorðnir höfum veigamiklu hlutverki að gegna í uppeldi barna. Börn taka fullorðna sér til fyrirmyndar. Það skiptir því ekki bara máli hvað fullorðið fólk segir heldur líka hvað það gerir. Uppeldi er flókið og það þarf marga fullorðna til þess að ala upp eitt barn. Þess vegna er samstaða og samvinna foreldra svo mikilvæg.

Góð ráðfrá foreldrum til foreldra

1.2.3.4.

5.6.7.

Fróðleiksmolar:

Fylgni er á milli þess tíma sem börn eyða með fjölskyldu sinni •utan skólatíma og minni líkum á að þau noti tóbak, áfengi og önnur fíkniefni.Eitt af hverjum tíu íslenskum börnum á aldrinum þriggja til sex •ára er of feitt. Þróunin versnar eftir því sem börnin verða eldri. Á grunnskólaaldri er allt að fjórðungur barna of þungur. Fleiri þjást af offitu í heiminum en vannæringu.Sykurneysla er mun meiri meðal þeirra barna sem sleppa •morgunmat. Einnig er algengara að þessi sömu börn séu feitlagin.Rúmlega helmingur gerenda í einelti hefur komist í kast við •yfirvöld fyrir 24 ára aldur.Íslensk börn borða mestan sykur af öllum börnum í heiminum. •Gosdrykkir og aðrir sykraðir svaladrykkir eiga drjúgan þátt í •þessari miklu neyslu og lætur nærri að helmingur sykursins sé innbyrtur á þann hátt.

Útileikir í bekkjarferð.

Page 37: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 37

Berum umhyggju fyrir námi og líðan hvers einasta barns

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vilja þakka eftirfarandi aðilum fyrir stuðninginn:

Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Fjölmargir umsjónarkennarar eiga hrós skilið fyrir eftirtekt, eftirfylgni mála og skilning á aðstæðum nemenda sinna. Umsjónarkennarar bera umhyggju fyrir námi og líðan hvers einasta barns sem þeir hafa umsjón með. Þeir láta sig varða þegar grunur leikur á að eitthvað ami að hjá barninu og bregðast fljótt og vel við.

Vökul augu umsjónarkennara og starfsmanna skóla

Björk Einisdóttir

Umsjónarkennarar eru þeir aðilar innan skólanna sem öðrum fremur eiga að huga að aðstæðum nemenda sinna og vera í góðu sambandi við heimilin

geta gert gæfumuninn fyrir líðan nemenda. Samvinna og upplýsingaflæði milli starfsfólks skólans um það sem fram fer í dagsins önn, viðbragðsáætlanir skólans og eftirfylgni mála skipta sköpum.

Ábyrgð umsjónarkennarans er mikil en það þýðir ekki að við foreldrar getum velt allri ábyrgðinni yfir á umsjónarkennarann. Við berum líka ábyrgð á námi og líðan barnanna okkar og ættum að ræða við þau á hverjum einasta degi um hvernig þeim líður í skólanum og láta okkur jafnframt annt um annarra manna börn. Við ættum að varast að dæma barn án þess að skoða málsatvik og hafa samband við umsjónarkennarann ef við teljum að eitthvað ami að hjá okkar börnum og annarra. Við ættum að láta okkur varða ef upp kemur eineltismál í bekknum, svo dæmi sé tekið, og kynna okkur verkferla skólans í eineltismálum áður en við bregðumst við. Farsælast er að heimili og skóli vinni saman og taki á málum með jákvæðum, skilvirkum og yfirveguðum hætti.

Umsjónarkennarar bera umhyggju fyrir námi og líðan barnanna

Góð ráðHjálpaðu barninu að undirbúa sig fyrir námið og hjálpaðu því að trúa að það geti lært.

Kenndu barninu þínu útsjónarsemi og kenndu því að finna nýjar leiðir og lausnir.

Kenndu barninu þrautseigju, hvernig eigi að halda sér við efnið og ekki gefast upp. Ef það er eitthvað sem barnið getur ekki, aðstoðaðu það þá við að finna lausn.

Barnið þitt man:20% af því sem það heyrir•30% af því sem það sér•50% af því sem það sér og heyrir•80% af því sem það gerir•95% af því sem það kennir þér•

Fáðu því barnið til að sýna þér hvernig á að gera hlutina, þannig festast þeir í minninu.

Page 38: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

38 Heimili og skóli

Námið er ætlað þeim sem vinna eða ætla sér að vinna að forvörnum á ýmsum sviðum, s.s. sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, fólki sem starfar við löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu eða tekur þátt í kirkjulegu starfi. Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á stuttum tíma. Námið er alls hundrað og fimmtíu klukkustundir og spannar fjóra mánuði. Hundrað klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir, fimmtíu klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu.

Hvers vegna eru forvarnir mikilvægar?,,Það er margt í lífsstíl okkar sem beinlínis veldur okkur skaða, rænir okkur heilsu og skerðir lífsgæði. Það góða er að margt, jafnvel flest sem hér um ræðir, er hægt að fyrirbyggja. Þar kemur til kasta forvarna. Hins vegar er ekki þar með sagt að viðfangsefnið sé einfalt. Í fyrsta lagi þarf að ríkja skilningur og sæmileg samstaða um hvað við viljum fyrirbyggja. Við þurfum að skilgreina vandann og koma okkur saman um að mikilvægt sé að koma í veg

fyrir hann. Í öðru lagi þurfum við að setja okkur markmið og koma okkur saman um hvernig við viljum hafa ástandið. Í þriðja lagi þurfum við að koma okkur saman um hvað við ætlum að gera til þess að fyrirbyggja vandann sem við er að fást, velja leiðir. Til þess þurfum við að þekkja og kunna

skil á hvað veldur vandanum sem við viljum bregðast við, þekkja svokallaða áhrifaþætti. Ekki er víst að það gangi þrautalaust fyrir sig að komast að samkomulagi um leiðir þótt við vitum hvaða áhrifaþætti við er að eiga. Forvarnir snúast því ekki síst um siðferðileg gildi okkar sem samfélags og almenna lífssýn. Hvaða mannlegu og félagslegu verðmæti eru það til dæmis sem eru okkur svo mikilvæg að við

teljum nauðsynlegt að verja þau með öllum tiltækum ráðum?”

Hvernig tengjast forvarnir siðferðisuppeldi heimila og skóla?,,Forvarnir koma inn á flest svið lífsins og varða fjölmarga þætti samfélagsins. Við þurfum því að varast trú á einfaldar, afmarkaðar lausnir. Við skulum hafa hugfast að forvarnir felast ekki eingöngu í fræðslu og þekkingu, til dæmis á skaðsemi vímuefna, þótt þetta tvennt sé mikilvægt. Árangur í forvörnum byggist á því að vinna markvisst og skipulega á mörgum sviðum. Foreldrar eru í lykilhlutverki í forvörnum í mörgu tilliti, þá fyrst og fremst í uppeldi eigin barna. Það felst til dæmis í því hvernig búið er að börnum og lögð er rækt við þau tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega. Uppeldishlutverk hvers og eins felst líka í því hvers konar fyrirmyndir við erum og hvaða áhrif við höfum á lífsviðhorf þeirra, gildismat og framtíðarsýn. Stuðningur foreldra við tómstundastarf barna er einnig mikilvægur.

Uppeldishlutverk okkar sem foreldra felst líka í ýmsum ákvörðunum sem við tökum í störfum okkar á fjölmörgum

Forvarnaskólinn Bætt menntun og færni þeirra sem starfa að forvörnum

Viðtal

Gott samstarf heimila

og skóla stuðlar að samræmi í orðum og

athöfnum, að skólinn fylgi eftir uppeldisáherslum

foreldra og öfugt.

Árangursríkt forvarnastarf í grunnskólum er lykilatriði í víðtækum forvörnum og til þess þarf þekkingu og færni. Forvarnaskólinn var stofnaður í janúar 2007. Markmið skólans er að auka þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum og auka gæði slíks starfs með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu.

Viðtal við Árna Einarsson um foreldrasamstarf og forvarnir

Allt í góðu

Page 39: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 39

sviðum þjóðfélagsins og geta þær haft mikil og djúpstæð áhrif á börn og ungmenni, okkar eigin og annarra, og ráðið miklu um hvernig þeim farnast. Þetta á ekki síst við um þá sem eru leiðandi í opinberri stefnumörkun og móta samfélagsgerðina. Við þurfum að hafa í huga hagsmuni hverra við erum að tryggja eða verja með ákvörðunum okkar?

Hlutverk og ábyrgð skóla er að mörgu leyti sú sama og foreldra. Nær öll börn ganga í skóla og verja stærstum hluta vökutíma síns innan veggja hans eða á ábyrgð hans. Aðbúnaður og umönnun starfsfólks eru því meðal mikilvægustu verkefna samfélagsins. Við ætlum skólum, auk heimilanna, að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina, mennta þau og gera þau fær um að sjá fótum sínum forráð og njóta lífsins. Í því starfi eigum við aðeins að sætta okkur við það besta sem völ er á og gera skólunum kleift að sinna hlutverki sínu sem best.”

Hvernig geta foreldrasamtök tekið þátt í forvörnum? ,,Mikilvægt er að þeir sem sinna forvörnum eigi gott samstarf sín á milli svo að forvarnirnar verði markvissari. Heimili og skóli eru mikilvægir samherjar og samstarfsaðilar

um uppeldi barna og ungmenna. Foreldrafélög eru í senn lýðræðislegur samstarfsvettvangur foreldra svo og foreldra og starfsfólks skóla. Öflugt foreldrastarf er því eitt af því sem stuðlar að árangri í forvörnum. Foreldrastarfið er meðal annars vettvangur stefnumörkunar þar sem foreldrar koma sér saman um ýmsar áherslur og uppeldisleg gildi. Við getum nefnt útivist barna í því sambandi. Gott samstarf heimila og skóla stuðlar að samræmi í orðum og athöfnum, að skólinn fylgi eftir uppeldisáherslum foreldra og öfugt.”

Árni bendir á að þeir sem nú ráðast til starfa í forvörnum komi að þeim á ýmsum forsendum og með ólíkan bakgrunn. Í því felist bæði kostir og gallar. Kostirnir kunni að vera þeir að vegna mismunandi forsendna og bakgrunns leiti fólk mismunandi leiða í forvörnum, en gallarnir hins vegar að grundvallarþekkingu skorti, svo sem varðandi áhrifaþætti, stefnumótun og framkvæmd. Náminu í Forvarnaskólanum sé ætlað að koma til móts við þetta og sé viðleitni til þess að bæta menntun og færni þeirra sem starfa að forvörnum.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

180

87

ER PABBIDÍLERINN ÞINN?Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki

kaupa áfengi handa börnum yngrien 20 ára. Það er lögbrot.

Helga Margrét Guðmundsdóttirverkefnastjóri Heimilis og skóla

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vilja þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn:

Page 40: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

40 Heimili og skóli

Gagnsemi náms- og starfsráðgjafar fyrir farsælt náms- og starfsval hefur verið viðfangsefni margra rannsókna. Niðurstöður sýna að nemendur sem hafa fengið náms- og starfsráðgjöf eru líklegri til að hafa meiri metnað og ljúka frekar námi en þeir sem ekki fengu slíka ráðgjöf. Einnig eru þeir líklegri til að verða færari í að taka ákvarðanir um nám og störf og haldast frekar í þeim störfum sem þeir velja sér. Að auki hefur komið í ljós að ungt fólk sem hefur leitað til náms- og starfsráðgjafa hefur meiri trú á eigin hæfni til náms, nær betri árangri í námi og á auðveldara með náms- og starfsval.

Foreldrar og nánasta fjölskylda unglings hefur mikil áhrif á náms- og starfsval. Það hefur sýnt sig að foreldrar eru óöruggir í að aðstoða börn sín við náms- og starfsval. Rannsóknir sýna að foreldrar telja náms- og starfsráðgjafa geta veitt bestar upplýsingar um nám og störf. Náms- og starfsráðgjafar eru í lykilhlutverki við að leiðbeina foreldrum og öðrum uppeldisaðilum við náms- og starfsval nemenda.

Ný lög um náms- og starfsráðgjafa voru samþykkt á Alþingi 30. mars síðastliðinn. Þar er starfsheitið náms- og starfsráðgjafi lögverndað. Með lögverndun starfsheitisins eru ákveðin gæði þjónustu tryggð, hagsmunum nemenda sinnt og mikilvæg sér- og fagþekking skilar sér inn í menntakerfið. Sá sem leitar aðstoðar náms- og starfsráðgjafa getur í skjóli lögverndunar verið þess fullviss að sá sem þjónustuna veitir hafi tilskilda menntun og fagþekkingu. Með lögunum er verið að huga að heill nemenda og þeirra er njóta þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Jafnframt eru tryggð fagleg vinnubrögð stéttarinnar, auk þess sem náms- og starfsráðgjafar og fagið sjálft getur stuðlað að öflugri tengingu milli skóla og atvinnulífs.

Náms- og starfsráðgjafar starfa meðal annars í skólum, í fyrirtækjum og á atvinnumiðlunum. Starf náms- og starfsráðgjafa byggist að grunni til á því sameiginlega markmiði að stuðla að velferð einstaklinga með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Markmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi og starfi. Fagleg þekking og vinnubrögð liggja að baki náms- og starfsráðgjöf og starfsheitið náms- og starfsráðgjafi vísar til þess að sá hinn sami veiti faglega ráðgjöf á grundvelli sértækrar menntunar sinnar. Meginverkefni náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum er að aðstoða nemendur við náms- og starfsval og veita ráðgjöf meðan á námi stendur. Náms- og

starfsrágjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemandans. Mikilvægt er að allir nemendur hafi aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa í sínum skóla og að sérþekking náms- og starfsráðgjafa skili sér að fullu inn í grunn- og framhaldsskóla landsins.

Með nýjum lögum um náms- og starfsráðgjafa eru ákvæði um náms- og starfsráðgjafa tekin upp í löggjöf um grunnskóla og framhaldsskóla. Á þann hátt er tryggt að einungis þeir sem uppfylla lagaskilyrði eigi kost á að sinna náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum landsins. Eldri löggjöf um grunnskóla og framhaldsskóla bar þess merki að starfsheitið náms- og starfsráðgjafi væri ekki lögverndað og því var ótryggt að fagleg náms- og starfsráðgjöf væri til staðar í skólum landsins.

Þær upplýsingar sem nefnd um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum

(2008) hafði um náms- og starfsráðgjöf hér á landi bentu því miður til þess að sá undirbúningur sem íslenskir nemendur fá í náms- og starfsvali innan skólanna sé allsendis ófullnægjandi. Þetta kemur meðal annars fram

í því að náms- og starfsfræðsla er í boði í um fjórðungi grunn- og framhaldsskóla og ekkert

heildstætt, hlutlaust upplýsingakerfi um nám og störf er til á Íslandi. Líklegasta skýringin á þessu ástandi er að hér á landi hefur okkur skort stefnu og þar af leiðandi umgjörð utan um þær aðgerðir sem gera þennan undirbúning að náms- og starfsvali markvissari. Það má jafnvel fullyrða að við þessar aðstæður sé rökrétt að svo margir nemendur falli brott úr framhaldsskólum sem raun ber vitni.

Nú ber svo við að íslensk menntamálayfirvöld hafa nýlega fest í lög það markmið að allir grunn- og framhaldsskólanemendur eigi rétt á náms- og starfsráðgjöf. Ef þetta markmið á að nást er ljóst að endurskipulagningar er þörf í náms- og starfsráðgjöf í skólakerfinu. Besta leiðin til að hefja slíka endurskipulagningu er að kortleggja það sem gert er og skipuleggja hver framkvæmdaskrefin eru í átt að þeim markmiðum sem stefnt er að. Því er það ein megintillaga nefndarinnar að menntamálaráðuneytið beiti sér fyrir rannsókn á árangri náms- og starfsráðgjafar og marki stefnu í málaflokknum

Höfundur er formaður Félags náms-og starfsráðgjafa

Fagleg náms- og starfsráðgjöf tryggð með nýjum lögum

Ágústa E. Ingþórsdóttir

Markmiðnáms- og

starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga

um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi og

starfi.

Heimildir: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Ágústa E. Ingþórsdóttir og Sigríður Bílddal, (2008). Skýrsla nefndar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum sem úrræði gegn brottfalli nemenda (Lögð fyrir á 136. löggjafarþingi 2008-2009). Sótt 1. maí af althingi.is/altext/136/s/pdf/0353.pdf

Page 41: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 41

SamstígaSamstíga, rafræna fréttabréfið okkar, hefur fengið mjög góðar viðtökur en það kom fyrst út í mars 2007 og kemur það út einu sinni í mánuði.

HeimasíðanÍ dag er virkasta upplýsingaveita samtakanna heimasíðan heimiliogskoli.is Þar eru birtar fréttir um það helsta sem er á döfinni er varðar skólamál og velferð barna. Auk þess hafa verið settar inn meiri upplýsingar um hlutverk og skyldur foreldra, réttindi og annað efni er tengist foreldrasamstarfi.

Heimili og skóli hafa gefið út nýjan bækling um einelti. Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður foreldrum. Í honum er fjallað um einelti og hvernig bregðast má við því. Einelti er vandamál sem snertir okkur öll. Nemandi eða fjölskylda getur ekki leyst vandann upp á eigin spýtur, heldur þarf að leysa hann í samvinnu allra í skólasamfélaginu. Það sama gildir ef einelti á sér stað í félagsmiðstöð, íþróttafélagi eða annars staðar; þá kallar það á samvinnu foreldra við viðkomandi aðila. Með því að uppfræða foreldra á þennan hátt er bæklingurinn stuðningur við börn þeirra hvort sem þau eru þolendur, gerendur eða saklausir áhorfendur.

Útgefið efni hjá Heimili og skóla

Mikil eftirspurn hefur verið eftir nýju útgáfunni af Foreldrasáttmálanum, sem var endur út gefinn haustið 2007, svo mikil að prenta þurfti annað upplag haustið 2008. Sáttmálinn fæst án endurgjalds á skrifstofu samtakanna

Útgáfa

Foreldrabankinn hefur verið uppfærður til samræmis við nýju grunnskólalögin en einnig er í

honum nýtt efni. Markmiðið með Foreldrabankanum er að

hafa aðgengilegar á einum stað upplýsingar fyrir bekkjarfulltrúa um ýmislegt sem varðar

foreldrastarfið og skipulag þess. Hægt er að panta Foreldrabankann

á skrifstofu Heimilis og skóla en hann kostar 1500 krónur fyrir félagsmenn.

Nýjar handbækur fyrir foreldraráð og skólaráð Í nýjum menntalögum eru töluverðar breytingar á þátttöku foreldra í nefndum og ráðum sem miða að því að auka og styrkja formlega aðkomu foreldra að skólastarfi og auka þátttöku þeirra í stefnumótun skólanna. Innan skamms eru væntanlegar nýjar handbækur fyrir öll skólastig.

Einelti. Góð ráð til foreldra

Foreldrasáttmálinn

WWW.SAFT.ISWWW.SAFT.IS

Uppgötvum netið með börnunum okkar 1.

Kynnist netinu saman og reynið að finna vefsíður sem eru í senn spennandi og skemmtilegar og við hæfi barna. Spjallið saman um jákvæðar og neikvæðar hliðar netsins og það sem hægt er að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.

Gerum samkomulag við börnin um netnotkun 2.

Semjið við barnið um netnotkun þess. Reglurnar gætu til dæmis snúist um eftirfarandi atriði: >> Hvernig fara á með persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang) >> Að lykilorð eru einkamál >> Hvernig koma á fram við aðra á netinu (spjall, tölvupóstur, skilaboð) >> Hversu langan tíma er leyfilegt að vera á netinu hverju sinni>> Hvers konar vefsíður fjölskyldan sættir sig við>> Myndbirtingar>> Rafrænt einelti

Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar 3.

Margar vefsíður krefjast persónulegra upplýsinga um notanda áður en hægt er að skoða efni þeirra. Þess vegna er mikilvægt að barnið viti hvenær er í lagi að veita persónu-legar upplýsingar og þá hvaða. Einföld regla er að barnið gefi aldrei upp persónulegar upplýsingar án leyfis foreldris.

Hvetjum til góðra netsiða8.

Netsiðir eru mannasiðir á netinu og rétt eins og óformlegar siðareglur gilda í daglegu lífi segja óformlegar siðareglur til um hvernig fólki ber að haga sér á netinu. Þessar reglur snúast meðal annars um kurteisi, virðingu, umburðarlyndi og gott og rétt mál. Einelti er einnig orðið algengt á netinu og mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir hve alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér. Hvorki fullorðnir né börn eiga að lesa tölvupóst annarra eða nota efni sem ekki má afrita.

Kynnum okkur netnotkun barnanna okkar9.

Forsenda þess að þú getir leiðbeint barni þínu um net- notkun er að þú vitir hvernig það notar netið og hverju það hefur gaman af. Láttu barnið sýna þér hvaða vefsíður það skoðar gjarnan og hvað það gerir þar. Ef þú aflar þér tækni-legrar þekkingar aukast líkur á að þú takir skynsamlegar ákvarðanir um netnotkun barnsins þíns. Að auki geta foreldrar og börn átt saman góðar stundir við leik og upplýsingaöflun á netinu.

Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt10.

Netið er auðlind sem vert er að nýta sér. Með eftirliti og góðri leiðsögn getur barnið þitt til dæmis mótað jákvæða sjálfsmynd, hitt áhugavert fólk, komið skoðunum og hugmyndum á framfæri, sótt upplýsingar og margvíslegan fróðleik.

Barnið kann að rekast á netefniætlað fullorðnum 6.

Börn geta fyrir tilviljun rekist á vefsíður sem ætlaðar eru fullorðnum. Höfum jafnframt í huga að börn eru gjarnan forvitin um það sem er bannað og leita því stundum vísvitandi að slíkum vefsíðum. Reynum að nota slík tilvik sem tækifæri til að ræða málin og setja reglur um leit á netinu.

Komum upplýsingum um ólöglegt/skaðlegt efni til réttra aðila7.

Það er mjög mikilvægt að við tilkynnum strax til réttra aðila ef við rekumst á efni sem við teljum að sé ólöglegt eða skaðlegt. Þannig drögum við úr ólöglegri starfsemi á netinu eins og til dæmis kynferðisofbeldi gegn börnum eða tilraunum til að tæla þau á félagsnetsíðum, spjallrásum, í tölvupósti eða með smáskilaboðum (SMS) til að hitta ókunnuga ellegar brjóta lög.

Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin 4.

Netið getur verið kjörinn vettvangur fyrir börn til að kynnast öðrum börnum. Hins vegar er ekki ráðlegt að þau hitti einhvern sem þau kynnast á netinu nema í fylgd með foreldri eða öðrum fullorðnum. Dæmi eru um að börn hafi lent í vandræðum þegar þau hitta netvin einsömul og viðkomandi reynist annar en hann/hún sagðist vera.

Kennum börnunum að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti 5.

Mörg börn nota netið til að bæta og auka þekkingu sína í tengslum við nám og tómstundir. Netnotendur ættu hins vegar að muna að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar. Ræddu við barnið um hvernig megi sannreyna upplýsingar, til dæmis með því að skoða mismunandi vefsíður um sama efni, kanna hver reki vefsíðuna (t.d. einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun) og hvernig hægt sé að greina milli auglýsinga og upplýsinga.

Netheilræði

Nýlega kom út bæklingur með 10 netheilræðum fyrir foreldra og verður honum dreift á næstunni til allra grunnskólabarna.

Page 42: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

42 Heimili og skóli

Tannlæknafélag Íslands bauð upp á endurgjaldslausa þjónustu fjóra laugardaga þar sem starfsfólkið sinnti sjálfboðavinnu. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið gríðarlega mikil og vísa þurfti fjölmörgum börnum og unglingum frá.

Tannlæknafélag Íslands bauð Ögmundi Jónassyni heil-brigðisráðherra í heimsókn laugardaginn 18. apríl síðastliðinn til að kynna sér ástandið hjá þeim krökkum sem komu á vaktina. Markmiðið var að vekja athygli ráðamanna hér í landi á slæmri tannheilsu íslenskra barna. Í viðtali í Morgunblaðinu þann 21. apríl kemur fram að honum hafi þótt áfall að sjá hvað aðsóknin og þörfin var mikil fyrir ókeypis þjónustu. Það geti enginn heilbrigðisráðherra orðið vitni að þessari reynslu án þess að gera eitthvað í málinu. Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, telur að það sé til skammar að það þurfi sjálfboðaliða til að sinna tannpínu barna og vonar að þetta framtak tannlækna verði til þess að ráðamenn þjóðarinnar vakni upp af Þyrnirósarsvefni og að nú sé boltinn hjá þeim. Auðvitað er það þannig í þessu eins og ýmsu öðru sem hrjáir þjóðina nú um stundir að allir þurfa að leggjast á eitt, foreldrar, stjórnvöld og Tannlæknafélag Íslands, til að bæta tannheilsu barna og unglinga hér á landi.

Margir telja að upphaf óheillaþróunar í tannheilsu íslenskra barna megi rekja til þess þegar skólatannlækningar lögðust smám saman af, eftir að lögum um greiðslu tannlæknakostnaðar var breytt og hann færðist í auknum mæli yfir á foreldrana. Fram að því höfðu skólatannlæknar haft eftirlit með börnunum sem voru reglulega kölluð inn til skoðunar. Til að byrja með var reynt að samræma eftirlit einka- og skólatannlækna en undanfarin ár hafa foreldrar hins vegar einir átt frumkvæði að því að fylgja reglubundinni

skoðun eftir. Ef til vill væri heillavænlegast að taka aftur upp reglulegt eftirlit með tannvernd barna og hóflegur kostnaður virðist því vera lykilatriði í að snúa þróuninni til betri vegar.

Í dag er þriggja, sex og tólf ára börnum boðið upp á skoðun hjá tannlæknum sem er síðan að fullu endurgreidd hjá Tryggingastofnun.

Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var tekin tali um þessi mál:

Hefur Tannlæknafélagið kannað hvort foreldrar nýti sér fríar skoðanir fyrir börn sín?“Ég vil byrja á því að taka fram að skólatannlækningar voru

einungis stundaðar í Reykjavík, börn annars staðar á landinu fóru til einkatannlæknis. Fyrst var allt

endurgreitt en þegar foreldrar fóru að taka meiri þátt í kostnaðinum þá urðu skólatannlæknar „ódýrari” en einkatannlæknar. Síðan var einnig vandamál að sá hluti kostnaðar sem foreldrar áttu að greiða en greiddu ekki (sem alltaf er einhver hluti hverrar tannlæknastofu) féll á Reykjavíkurborg. Á

þessum tíma var einnig verið að koma á fót heilsdagsskólum og hver fermetri í skólunum

var mikilvægur og tannlæknstofurnar þóttu taka mikið pláss.

Til eru tölur yfir þetta hjá Tryggingastofnun ríkisins en Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir, hefur með þessa upplýsingagjöf að gera. Fyrsta árið voru heimtur kannski ekki mikið betri en áður en þessi samningur var gerður en ég held að þetta sé að lagast. Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fleiri þriggja ára börn komi nú í skoðun en áður. Okkur finnst mikilvægt að fá krakkana snemma inn til að sinna forvörnum, fræða foreldra og grípa inn í ef vandamál eru á ferðinni.”

Tannheilsa íslenskra barna - á ábyrgð hverra?

Viðtal

Eins og fram kemur á heimasíðu Tannlæknafélags Íslands er tannheilsa íslenskra barna sú versta á Norðurlöndunum og íslensk börn eru að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en börn á hinum Norðurlöndunum. Í ljósi þessa og að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa versnað til muna á síðustu mánuðum ákvað Tannlæknafélag Íslands að grípa til aðgerða og bjóða upp á fría skoðun og tannviðgerðir hjá börnum og unglingum.

Það þarf þjóðarátak til að

laga þær tennur sem þegar eru skemmdar,

jafnframt því að efla forvarnir.

Viðtal við Ingibjörgu S. Benediktsdóttur formann Tannlæknafélags Íslands

Page 43: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 43

Það þarf þjóðarátak til að laga þær tennur sem þegar eru skemmdar, jafnframt því að efla forvarnir .

Hafa komið fram einhverjar tillögur til úrbóta frá stjórnvöldum?“Komið hafa fram áhugaverðar hugmyndir frá ráðuneytinu en þær eru enn á vinnslustigi og lítið hægt að tjá sig um þær að svo komnu máli. Við gerum okkur grein fyrir að lítill peningur er til í heilbrigðisráðuneytinu en svo má líta á þetta

sem forgangsmál. Þessi málaflokkur hefur alls ekki verið í forgangi síðastliðinn áratug”.

Hyggst Tannlæknafélag Íslands halda áfram að bjóða upp á ókeypis þjónustu næsta vetur fyrir þau börn og unglinga sem eru í hvað mestri neyð? “Við höfum ekki tekið ákvörðun um það

þar sem við höfum verið að bíða eftir viðbrögðum stjórnvalda. Ég á síður von

á því. Hins vegar þætti mér ekki vitlaust, ef ekkert gerist í þessum málum á vegum

stjórnvalda á næstu mánuðum, að Tannlæknadeildin útfæri þessa hjálparvakt frekar og fái þá tannlækna í lið með sér”.

Hvernig telur þú að hægt sé að bæta ástand tannheilsu barna og unglinga hér á landi? “Ekki er hægt að bæta ástandið nema að auka fjárveitingar til málaflokksins. Það vita allir, bæði hjá Tannlæknafélagi Íslands og ráðamenn þjóðarinnar. Framlög til tannheilsu barna á Íslandi hafa nánast staðið í stað í tólf ár að mig minnir, og þá er ég að tala um krónutölu. Upphæðin hefur ekki fylgt vísitölum að neinu ráði. Ég held að ég geti fullyrt að framlög hins opinbera til tannheilsumála hér á Íslandi séu miklu lægri en á hinum Norðurlöndunum.Endurgreiðslan þarf að vera hærri og eftirlit með að börn fari til tannlæknis betra. En oft og tíðum er vanrækslan svo mikil að um barnaverndarmál er að ræða. Það er enginn sem fylgist með því hvort barn fer í skoðun til tannlæknis eða ekki.

Síðan þarf að taka aðeins til heima hjá fólki. Minnka neyslu á sykri og gosdrykkjum. Tannskemmdir eru sjúkdómur fátæka fólksins erlendis og hér heima líka. Sykur og sykraðar afurðir eru mun ódýrari en hollustan.

Mikið hefur verið rætt um forvarnir í skólum og leikskólum. Til dæmis eru til leikskólar þar sem börnin eru tannburstuð einu sinni til tvisvar á dag. Það er frábær forvörn. Hins vegar er ekki hægt að fara í skóla og flúorskola öll börn og halda þar með að vandamálið hverfi. Það er ekki hægt að flúorbera yfir skemmdir.

Mikilvægt er að fá krakkana nógu

snemma inn til að sinna forvörnum og fræða foreldra og grípa inn í ef vandamál eru á

ferðinni.

Jóhanna Gústavsdóttir félagsfræðingur og stjórnarmaður hjá

Heimili og skóla

Boðið er upp á fría skoðun fyrir þriggja, sex og tólf ára börn..

Page 44: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

44 Heimili og skóli

Í sögulegu samhengi hefur skólaumhverfið þótt tilvalinn vettvangur til að hafa áhrif á heilsu ungs fólks með heilsueflingu og forvörnum ýmiss konar. Árangurinn af því starfi hefur ekki látið á sér standa og koma íslensk börn almennt ákaflega vel út í alþjóðlegum samanburði þegar áfengis-, tóbaks- og vímuefnaneysla er könnuð. En þessi glæsilegi árangur sem náðst hefur í grunnskólunum glatast að einhverju leyti á tiltölulega skömmum tíma þegar börn fara í framhaldsskóla, saman ber niðurstöður frá Rannsóknum og greiningu (sjá mynd 1). Þar er auðvitað ekki við neinn að

sakast, heldur er um að ræða menningu og brag sem tekur tíma að hrófla við. Það eru ekki mörg ár síðan börn töldust fullorðin við sextán ára aldur.

Áherslur í heilsueflingu og forvörnum hafa þróast í áranna rás. Reynsla og rannsóknir hafa smám saman fært okkur frá innrætingu yfir í upplýsingagjöf, þaðan yfir í sjálfsstyrkingu og svo loks yfir í heildrænni og almennari nálgun. En samantektir á rannsóknum frá ýmsum þjóðum sýna okkur nú að forvarnir sem virka best eru þær sem nýta sér heildræna nálgun, samanber hugmynda fræði heilsueflandi skóla.

Meðal þeirra sem sinna heilsueflingu hefur verið vaxandi skilningur á því að nauðsynlegt sé fyrir skólasamfélagið að stofna til nýrra og fjölþættari tengsla, og jafnframt milli ólíkra faghópa, til að takast á við félagsleg og fjárhagsleg mál sem lúta að heilsufari. Skólarnir þurfa að setja sér stefnu í heilsueflingarmálum þannig að kennarar, foreldrar, nemendur og aðrir sem taka þátt í skólastarfinu hafi í höndum traustar leiðbeiningar og geti gripið til aðgerða í heilsueflingarmálum. Slík stefna getur orðið til þess að skólarnir ráði betur við ýmis heilsu- og félagsleg málefni, efli námsgetu nemenda og bæti skólastarfið í heild sinni. Rannsóknir benda til að þegar skólum tekst vel til við að setja sér stefnu og framkvæmdaáætlun í heilsueflingarmálum geti það átt verulegan þátt í lífi og starfi alls ungs fólks sem nemur og hrærist innan skólanna, sem og starfsfólksins.

Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum (HoFF) er samstarfsverkefni mennta mála ráðu neytis ins, heilbrigðis-ráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar, Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF). Undir formerkjum HoFF er verið að þróa verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli þar sem meðal annars verður leitast við að samtvinna stefnu og starfsemi Heilsueflandi framhaldsskóla öðru íþrótta-, forvarna-, heilbrigðis- og menntastarfi í samfélaginu. Samhliða verður unnið að því að efla tengsl við foreldra og grenndarsamfélagið.

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði verður fyrsti framhalds-skólinn á Íslandi sem tekur þátt í þessu nýja þróunarverkefni á komandi vetri og mun reynslan sem þar fæst nýtast öðrum áhugasömum skólum í framtíðinni. Könnun á viðhorfum og hegðun nemenda í byrjun skólaárs er lögð til grundvallar árangursmati, en fyrsta skrefið í stefnumótun skólans er þróun gátlista, markmiða, aðgerðaáætlunar og tengslanets. Aðaláhersla vetrarins 2009 til 2010 verður á næringu, en Lýðheilsustöð er að útbúa handbók um næringu fyrir framhaldsskóla. Jafnhliða verður ýmis önnur vinna í gangi.

Framhaldsskólar geta valið sér á hvaða svið: það er hreyfingu, geðrækt, næringu eða lífsstíl, þeir vilja leggja áherslu á á tilteknu ári, en sviðin eru jafnmörg og námsár flestra nemenda í framhaldsskóla; Þegar framhaldsskóli hefur markað sér heilsueflingarstefnu og uppfyllt ákveðnar kröfur getur hann öðlast viðurkenningu á að hann sé Heilsueflandi framhaldsskóli. Slík viðurkenning gæti væntanlega nýst nemendum og foreldrum í vali á framhaldsskóla, þar sem henni fylgir ákveðin trygging fyrir því að skólinn bjóði upp á jákvætt og heilsusamlegt umhverfi. Rannsóknir sýna að slíkt umhverfi bætir líðan nemenda, stuðlar að bættum námsárangri og dregur úr brottfalli. Vonin er því sú að sem flestir framhaldsskólar marki sér þá stefnu að verða Heilsueflandi framhaldsskólar í framtíðinni.

Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála, Lýðheilsustöð

Til að fá nánari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli má hafa samband við Héðin Svarfdal Björnsson (s. 5800900 eða [email protected]).

Héðinn Svarfdal Björnsson

Heilsueflandi framhaldsskólarárangursrík og hagkvæm leið til árangurs

Mynd 1: Vímuefnaneysla nemenda í 10. bekk vorið 2007 og nemenda sem eru 16 ára og yngri í framhaldsskólum haustið 2007

Page 45: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Iðnaðurinn árið 2012 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa.

Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífsí áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaðiog upplýsingatækni. Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum er skynsamleg leið til að búasig undir fjölbreytt tækifæri.

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!Samtök iðnaðarins – www.si.is

Byggingariðnaður

Áliðnaður

Líftækni

Prentiðnaður

Matvælaiðnaður

Listiðnaður

Véltækni

Málmtækni

Upplýsingatækni

2012 tækifæri

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 0

9-0

06

6

bhs.isbifrost.is

fa.isfb.is

fg.isfiv.is

fnv.isfrae.isfsh.isfss.isfsu.is

fva.ishi.ishr.is

idan.isidnskolinn.is

klak.ismisa.is

mk.issimey.istskoli.isunak.is

va.isvma.is

Page 46: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

46 Heimili og skóli

Skólabúðir

Hverjir standa að Ungmennabúðunum? Ungmennabúðunum var komið á laggirnar árið 2005 af Dalabyggð og Ungmennafélagi Íslands.

Hver var tilgangurinn með stofnuninni? Að skapa stað og stund til að sinna faglegu frítímastarfi og hleypa lífi í gamla heimavistarskólann að Laugum. Það voru í raun margar góðar ástæður fyrir þessari ákvörðun. Ungmennabúðirnar eru ekki ætlaðar fyrir almennt skólaferðalag, heldur eru þær staður til að þroska nemendur, skapa þeim víðsýni og reynslu í heilbrigðum viðfangsefnum.

Fyrir hverja eru Ungmennabúðirnar? Búðirnar eru hugsaðar fyrir nemendur í 9. bekk alls staðar að af landinu en við höfum þó verið sveigjanleg með að taka inn 8. - 10. bekk. Stundum koma minni skólar með fleiri en einn árgang í einu en oftast eru einn til þrír skólar í einu og nemendur því að kynnast og eignast vini í öðrum skólum og oft öðrum landshluta.

Hvaðan koma nemendurnir? Allir skólar Vesturlands hafa heimsótt Laugar. Þá koma oft skólar af höfuðborgarsvæðinu. Þó nokkuð er um að skólar komi enn lengra að, til dæmis kemur Grunn skól inn á Höfn í Horna firði á hverju ári.

Hvað dvelja nemendur lengi? Nemendur koma á hádegi á mánudögum og fara heim um hádegi á föstudögum og eru þeir allan tímann við leik og störf frá morgni til kvölds.

Hver eru helstu viðfangsefnin?Unglingarnir sem til okkar koma hafa að sjálfsögðu ólíkar forsendur til að takast á við þau verkefni sem við leggjum fyrir þá. Þeir vinna ýmist saman eða takast á, bæði í leik og alvöru. Því er nauðsynlegt að unnið sé þvert á kyn, vinsældir, hæfileika og hverja þá óteljandi eiginleika sem gera okkur mannfólkið svo yndislega ólíkt. Á daginn eru margvísleg námskeið eins og ræðumennska, félagsstörf, leikir, galdrar og margt fleira. Á fimmtudögum er ferðadagur í samvinnu við Bændasamtökin sem er hápunktur dvalarinnar. Þá er farið á kúabú, fjárbú og Eiríksstaði þar sem unglingarnir kynnast því hvernig lífið var á víkingatímanum, baka brauð, heyra sögur og skoða tilgátubústað Eiríks rauða.

Hvert er markmiðið með Ungmennabúðunum? Markmiðið með Ungmennabúðunum er að þátttakendur finni að þeir séu hluti af einni heild en einnig að þeir komist í nánara samband við félaga sína í minni hópum. Dvölin miðast við að hver og einn öðlist jákvæða reynslu og fái aukið sjálfsöryggi. Lagt er upp úr lýðræðislegum vinnubrögðum, að þátttakendur komi sterkari einstaklingar til baka og tilbúnari til að tjá sig og eiga í skoðanaskiptum.

Af hverju ættu foreldrar og skólar að kappkosta við að fara að Laugum? Við reynum að nálgast þau viðfangsefni sem nemendur ná ekki að læra annars staðar. Eftir að hafa unnið með um 7.000 unglingum síðastliðin fjögur ár, ýmist einstaklingsbundið eða í hópum, höfum við öðlast mikla reynslu. Okkur hefur tekist að koma upp ýmsum tækjum sem gera okkur kleift að greina ólík viðhorf og ágreining sem erfitt getur verið að koma auga á. Einstaklingar með ofvirkni og athyglisbrest njóta sín yfirleitt mjög vel og við gerum allt til að taka vel á móti þeim. Við höfum þróað með okkur einfaldar aðferðir til þess að hóparnir og einstaklingarnir finnist þeir sterkari gagnvart þeim verkefnum sem þeir takast á við bæði félagslega og verklega á aðeins einni viku.

Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum

Ungmennabúðir hafa verið í deiglunni undanfarið. Foreldrar hafa lagt sitt af mörkum til að börnin fái að njóta þess ávinnings sem slíkar búðir bjóða upp á.

Gleði og traust

Viðtal við Önnu Margréti Tómasdóttur forstöðumann Ungmennabúðanna að Laugum.

Page 47: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 47

Hvaða ávinning hafa bekkurinn og kennarinn af dvölinni? Dvöl að Laugum skapar tilvalið tækifæri fyrir nemendur og kennara að kynnast betur. Við reynum að aðskilja okkur frá öðru sem samfélagið býður unglingum upp á í dag. Íþróttatímar okkar byggjast eingöngu á leik og hreyfingu með og án tónlistar. Við notum hvorki tölvur, farsíma, sjónvarp eða útvarp. Við nýtum okkur fornnorræna fjölkynngi og galdra svo og önnur viðfangsefni til þess að koma þátttakendum á óvart. Með því viljum við fá þá til þess að staldra við og horfa á sjálfa sig, mynda sér eigin skoðanir og viðhorf í stað þess að fara eftir tískusveiflum samtímans sem oft og tíðum geta orðið til þess að hefta persónulegan þroska unglingsins.

Hvað segja kennarar, nemendur og foreldrar um skólabúðirnar?Valdís kennariAf hverju fer ykkar skóli að Laugum?Við förum til að efla og styrkja hópinn félagslega. Einnig er gott að brjóta upp skólastarfið með svona ferð.

Hvaða reynslu fékkst þú?Ég kynntist krökkunum á annan hátt og fékk meiri innsýn í samskiptin þeirra á milli. Ég átti sjálf í öðruvísi samskiptum við krakkana en venjulega, það var meira setið og spjallað sem var mjög skemmtilegt. Gott var að vera í svona miklu næði og laus við alla utanaðkomandi truflun.

Fannst þér unglingahópurinn hafa gott af dvölinni?Krakkarnir urðu betri hópur og þau mynduðu einingu. Mér fannst þau hjálpa hvort öðru meira en venjulega og samskiptin hafa verið betri eftir dvölina að Laugum. Þau mynduðu góð vinatengsl við krakka frá öðrum skóla sem hafa haldist. Leiðbeinendur Ungmennabúðanna eru snillingar í að virkja þá sem eiga erfitt félagslega. Hópeflið hefur mjög jákvæð áhrif á samskipti krakkanna. Ég myndi vilja sjá Ungmenna- og tómstundabúðirnar sem fastan hluta af skólastarfinu.

Kristjana nemandiHvernig var í Ungmennabúðunum?Ýkt gaman. Ég tók þátt í öllu og þetta er eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í með skólanum. Maturinn er góður, starfsfólkið var mjög jákvætt og skemmtilegt og alltaf nóg að gera.

Lærðirðu eitthvað nýtt?Ég lærði að koma fram og vera ekki feimin, heyrði fullt af sögum í göngutúrunum og lærði marga leiki og galdra.

Hvað stóð upp úr?Allir leikirnir í íþróttatímunum og keppnin sem var í lokin, Laugaleikar.

Hvernig voru samskipti þín við hina nemendurna og kennarana þína?Krakkarnir kynntust ýkt vel og bekkurinn var ferlega góður og ég sá jákvæðari og betri hliðar á kennurunum mínum.

Hvað viltu segja öðrum um Laugar?Ekki missa af þessu tækifæri og taktu þátt í öllu, þó þér finnist það kjánalegt þá er það skemmtilegt.

Sigga foreldriHvað fannst þér um að dóttir þín væri að fara í Ungmennabúðirnar að Laugum?Bara snilld að fara á nýjar slóðir og gera nýja hluti.

Hvað vissirðu þá um Ungmennabúðirnar?Bara það sem hún hafði sagt mér og það sem kom fram í kynningarbréfi frá skólanum.

Hvað veistu núna?Núna veit ég hversu öflugt starf er að Laugum og það er miklu meira og betra en ég hafði gert mér grein fyrir.

Hvaða þýðingu hafði dvöl að Laugum fyrir hana?Dvölin að Laugum opnaði augu dóttur minnar fyrir mörgu nýju. Mér fannst mjög gott hvernig unnið var með tengslin við aðra, þessi mannlegu samskipti og tjáningu sem gerði henni mjög gott og á eftir að nýtast henni áfram.

Mælir þú með að skólar fari í slíkar ferðir?Ég tel nauðsynlegt að nýta svona vettvang þar sem hægt er að komast í annað umhverfi og vinna með þá þætti sem ekki er eins auðvelt að vinna með í skólanum. Þetta ætti að vera fastur liður í skólastarfinu.

Hópefli

Helga Margrét Guðmundsdóttirverkefnastjóri Heimilis og skóla

Page 48: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

48 Heimili og skóli

Hvað gerir Ad Astra?Ad Astra veitir bráðgerum og námsfúsum börnum í 6. til 10. bekk grunnskóla verkefni sem eru sniðin að þörfum þeirra og áhuga. Ad Astra heldur margvísleg námskeið þar sem börnum stendur til boða að læra undirstöðuatriði ákveðinnar námsgreinar í skapandi umhverfi undir handleiðslu háskólakennara ásamt öðrum börnum sem deila sama áhuga. Fyrir hverja? Námskeið Ad Astra eru ætluð grunnskólanemendum í 6. til 10. bekk sem sækjast eftir meiri námslegum áskorunum en gengur og gerist. Öll börn sem hafa áhuga á krefjandi viðbótarnámi eru velkomin á námskeiðin okkar. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um námsárangur eða einkunnir.

Hvaða námskeið? Námskeiðin eru mismunandi eftir önnum en dæmi um vinsæl námskeið eru: spænska, heimspeki, latína, java-forritun, rafmagnsverkfræði og kvikmyndagerð. Námskeiðin eru kennd í Háskólanum í Reykjavík.

Kynning

Um Ad Astra

Á námskeiðunum gefst þátttakendum kostur á að þroska og þróa færni sína og hæfileika. Við leggjum metnað í að veita bráðgerum og námsfúsum börnum þá áskorun, örvun og hvatningu sem þau þarfnast. Það er því markmið okkar að nemendum líði sem best á námskeiðunum, njóti þess að læra og vilji læra meira. Við leggjum líka áherslu á félagslega þáttinn með því að bjóða upp á hádegismat fyrir þá sem eru á tveimur námskeiðum og skipuleggjum einnig félagslega viðburði í hádegishléum svo að börnin kynnist hvert öðru.

Hvenær?Næstu námskeið hefjast laugardaginn 3. október og standa til 7. nóvember en um er að ræða sex laugardaga og kennt er í 90 mínútur í senn. Hægt er að velja eitt eða tvö námskeið.

Opnað verður fyrir skráningu á heimasíðunni www.adastra.is 12. september.

Brynja B. Halldórsdóttir

framkvæmdastjóri Ad Astra

ME N N TA M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð

GRINDAVÍK

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vilja þakka eftirfarandi aðilum fyrir stuðninginn:

BolungarvíkEyja- og Miklahreppur

GarðabærHúnavatnshreppur

ÍsafjarðarbærKópavogur

MosfellsbærSkorradalshreppur

StrandabyggðSveitarfélagið GarðurTálknafjarðarhreppur

MannvitCubus design

Hvers vegna að skrá sig?

Page 49: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 49

Í skýrslu stýrihóps félagsmálaráðherra kemur fram að um þessar mundir eigi um tíu þúsund börn á Íslandi foreldra sem eru atvinnulausir. Jafnframt kemur fram að um sex hundruð börn búi á heimili þar sem báðir foreldrarnir eru án atvinnu. Þessar háu tölur koma líklega fáum á óvart en þær vekja engu að síður athygli á þeim félagslegu afleiðingum sem núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum gæti haft í för með sér. Fjöldi erlendra rannsókna hefur leitt í ljós að bágborin efnahagsstaða foreldra tengist auknum líkum á vandamálum hjá börnum og ungmennum, til að mynda ofbeldis- og afbrotahegðun, áfengis- og fíkniefnaneyslu og slæmri andlegri líðan. Nýlegar rannsóknir á íslenskum ungmennum hafa leitt í ljós að þessi áhættumynstur eru einnig til staðar hérlendis. Ungmenni sem finna fyrir miklum efnahagslegum erfiðleikum heima hjá sér eru margfalt líklegri en jafnaldrar þeirra sem ekki upplifa neina slíka erfiðleika til þess að sýna mikla vanlíðan (sjálfsvígshugsanir, reiði, depurð), þau eru jafnframt mun líklegri til þess að sýna andfélagslega hegðun (ofbeldi, afbrotahegðun) og til þess að nota áfengi og ólögleg fíkniefni (sjá til dæmis grein eftir Jón Gunnar Bernburg, Þórólf Þórlindsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur sem birtist fyrr á þessu ári í tímaritinu Social Science & Medicine, 68. árg., bls. 380-389).

Vandamálin breiðast útEn þar með er ekki öll sagan sögð. Líkt og komið hefur fram erlendis sýna rannsóknir okkar á íslenskum ungmennum að efnahagslegir erfiðleikar tengjast ekki aðeins vandamálum ungmenna sem búa við slíkar aðstæður, heldur tengjast

erfiðleikarnir jafnframt aukinni hættu á vandamálum meðal annarra ungmenna í

nærumhverfinu. Þannig eru meiri líkur á því að ungmenni upplifi vanlíðan og sýni frávikshegðun ef þau tilheyra nærumhverfi þar sem efnahagslegir erfiðleikar eru algengir, burtséð frá því hvort þau upplifi efnahagslega erfiðleika heima hjá sér. Með öðrum

orðum eru efnahagslegir erfiðleikar annarra fjölskyldna í nærumhverfinu

marktækur áhættuþáttur fyrir vanlíðan og frávikshegðun ungmenna. Þetta þýðir að

vandamálin sem tengjast efnahagslegu álagi eru ekki bundin við illa stæðar fjölskyldur, heldur virðast þau breiðast út í samfélaginu. Ein skýring er sú að vandamál ungmenna hafa tilhneigingu til þess að „smitast“ milli jafnaldra í gegnum jafnaldraþrýsting og félagslegt nám.

LokaorðRannsóknir gefa til kynna að aukinn fjöldi barnafjölskyldna sem glíma við atvinnuleysi og efnahagslegt álag geti stækkað þann hóp ungmenna verulega sem á við félagslegan vanda að etja. Slík þróun kemur okkur öllum við, enda er líklegt að aukningin muni ekki aðeins koma fram meðal fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega. Efnahagslegir erfiðleikar eru nefnilega ekki einkamál þeirra fjölskyldna sem eiga við þá að etja, vegna þess að vandamálin hafa tilhneigingu til að breiðast út í samfélaginu. Allar barnafjölskyldur á Íslandi eiga því hagsmuna að gæta. Mikilvægt er að stefnumótun í skatta- og velferðarmálum á næstu misserum miði að því að létta álaginu af barnafjölskyldum sem standa höllum fæti vegna atvinnumissis, erfiðrar skuldastöðu og lágra tekna. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það sameiginlegir hagsmunir okkar allra.

Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Efnahagslegt álag og félagsleg vandamál

Jón Gunnar Bernburg

Efnahagslegir erfiðleikar eru

nefnilega ekki einkamál þeirra fjölskyldna sem

þá upplifa, vegna þess að vandamálin hafa tilhneigingu

til að breiðast út í samfélaginu.

Samstíga

Page 50: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

50 Heimili og skóli

Bókin Börn eru klár! er eftir finnska geðlækninn Ben Furman og hefur verið gefin út á tólf tungumálum. Í bókinni er greint frá fimmtán skrefum Ég get-aðferðarinnar sem er ætlað að aðstoða börn, foreldra þeirra, kennara og annað fagfólk við að leysa hin ýmsu „vandamál“ sem börn glíma við. Hugmyndafræði bókarinnar snýst í raun ekki um að börn eigi við vandamál að stríða heldur að þau eigi aðeins eftir að læra tiltekna færni. Þetta er því lausnamiðuð nálgun þar sem einblínt er á jákvæðar og uppbyggilegar leiðir til að takast á við vandann. Leiðirnar miðast við þroska og aldur barnsins og reynt er að vekja áhuga þess á að leysa verkefnið á skemmtilegan hátt.

Í fyrri hluta bókarinnar er skrefunum fimmtán lýst í stuttum, hnitmiðuðum köflum. Í hverjum kafla eru tekin fyrir raunveruleg dæmi af börnum sem hafa lært Ég get-aðferðina til þess að þjálfa ákveðna færni. Dæmin skýra frá ýmsum vandamálum, ávana eða öðru sem börn glíma við, allt frá því að bora í nefið yfir í að eiga í samskiptaerfiðleikum við önnur börn. Einnig er greint frá því hvað sé best að gera þegar barn á við

flókinn vanda að stríða, líkt og lélega sjálfsmynd. Í síðari hluta bókarinnar, Að leysa vandamál með Ég get-aðferðinni, er skýrt frá því hvernig hægt sé að nota aðferðina sem lausn við ákveðnum tegundum vandamála. Þetta eru vandamál eins og árásargirni, þunglyndi, missir og sorg, hræðsla og martraðir, einelti, reiðiköst, einbeitingarerfiðleikar, áráttuhegðun og fleira. Er þá talað um að hægt sé að nota aðferðina bæði eina og sér og til stuðnings við meðferðir af einhverju tagi.

Einn helsti kostur bókarinnar er að litið er á börnin sjálf sem virka þátttakendur í að leysa sín eigin vandamál. Til dæmis er hvatt til þess að börn, sem hafa þroska til, fái að ákveða í sameiningu við foreldra sína, kennara eða jafnvel báða aðila, hvaða færni það þyrfti helst að þjálfa sig í (til dæmis í færninni að sofa í eigin herbergi). Þegar barnið hefur náð tökum á færninni og viðhaldið henni í ákveðinn tíma er það hvatt til þess að kenna öðrum börnum það sem það hefur lært. Þetta endurspeglar að borin er virðing fyrir barninu sem geranda og því treyst til þess að taka ákvarðanir til að vinna úr erfiðleikum sínum. Aðferðin getur þannig eflt sjálfstraust barnsins vegna þess að það fer að trúa á sjálft sig sem geranda í eigin lífi. Einnig er kostur við bókina að lögð er áhersla á að barnið skilji hvers vegna mikilvægt sé að það læri ákveðna færni; hvaða kosti það hafi í för með sér að læra færnina, bæði fyrir það sjálft og fyrir þá sem það umgengst. Þannig virðist aðferðin ekki ganga út frá atferlismiðuðu umbunar- og refsingakerfi, þar sem börnin fá oft engar útskýringar á af hverju það sé gott að þau hagi sér á ákveðinn hátt, heldur er ýtt undir skilning á afleiðingum hegðunar. Þá teljum við jákvætt við bókina að ætlast er til að foreldrar, kennarar, stórfjölskylda og aðrir sem umgangast barnið, vinni saman að því að efla færni þess.

Einn helsti löstur bókarinnar er að hvergi er greint frá rannsóknum á árangri Ég get-aðferðarinnar. Á móti kemur að tekin eru raunveruleg dæmi víðs vegar um heiminn og eru það jafnt frásagnir foreldra, kennara, sálfræðinga og geðlækna. Við teljum samt sem áður að það hefði aukið gæði bókarinnar ef vísað hefði verið til rannsókna sem styddu það sem haldið er fram um árangur aðferðarinnar, þó sérstaklega varðandi börn sem glíma við flókinn vanda.

Börn eru klár!

Margrét A. Markúsdóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir

Þvegið með gamla laginu.

Sjöfn KristjánsdóttirMargrét A. Markúsdóttir

Page 51: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Þá er hægt að gagnrýna viðhorfið, sem bókin gengur út frá, um að öll vandamál barnsins sé hægt að leysa með því einu að það sjálft nái færni á ákveðnu sviði. Á blaðsíðu 135 segir til dæmis að forðast eigi „að leggja áherslu á ástæðuna fyrir tilfinningum [barna]“ heldur eigi einungis „að horfa til framtíðar og reyna að komast að því hvað barnið þarf að læra til að finna gleðina á ný“. Í vissum tilfellum geta erfiðar heimilisaðstæður ýtt undir tilfinninga- og hegðunarerfiðleika barna og dugar Ég get-aðferðin skammt í slíkum tilvikum vegna þess að rót vandans er ekki upprætt. Aftur á móti gæti aðferðin reynst vel í því að byggja barn upp á nýjan leik eftir slíka reynslu eða styrkt það í því að takast á við erfiðar aðstæður. Þannig teljum við mikilvægt að ekki sé aðeins horft á barnið sjálft þegar það hagar sér illa heldur einnig á aðstæður þess og hvernig þær ýta undir slæma líðan og hegðun. Þetta þarf að tvinna saman með því að nota Ég get-aðferðina samhliða öðrum úrræðum til að efla barnið.

Á heildina litið er bókin Börn eru klár! góð viðbót við uppeldishandbækur hér á landi með áhugaverðri nálgun sinni á lausnir vandamála og að börn séu gerendur í eigin lífi. Bókin getur ýtt undir samvinnu heimilis og skóla vegna þess hversu vel hún nýtist breiðum hópi foreldra, kennara og annars fagfólks sem vinnur með börnum. Miðað við hve miklum tíma börn verja í skólanum nú til dags er mikilvægt að kennarar og foreldrar vinni saman að uppeldi æskunnar enda er uppeldi í höndum allra þeirra sem umgangast og starfa með börnum með einum eða öðrum hætti og því samvinna heimilisins, skólans og samfélagsins alls.

Fyrir áhugasama má benda á vefsíðuna www.kidsskills.org.

Ben Furman. 2006. Börn eru klár! Markviss lausn vandamála með Ég get-aðferðinni. Reykjavík: JPV útgáfa. 176 [3] bls.

Íslensk þýðing: Helga Þórðardóttir.

Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Við prentum allt frá aðgöngumiðum til ölkassa.

Því má með sanni segja að við prentum allt frá A til Ö.

Þarftu að prenta?

Hafðu þá samband í síma eða kíktu á

Page 52: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

52 Heimili og skóli

Stærðfræði er skemmtileg

Viðtal

Hvað kom til að dætur þínar ákváðu að fara á námskeið í stærðfræði?Sú eldri, Eva Ósk, hefur verið með frá því að þetta var fyrst í boði í Árbæjarskóla. Hún ákvað þetta bara sjálf, fékk bækling í skólanum og kom heim með hann alveg ákveðin í að fara. Hún hafði ekki sýnt stærðfræði neinn sérstakan áhuga fram að því. Við foreldrarnir vorum hæstánægð með að hún vildi fara á stærðfræðinámskeið í frítímanum og studdum þetta því heilshugar. Í fyrra fór svo Eyrún Ósk, yngri systir hennar líka og það var af því að hún hafði séð eldri systur sína hafa gaman af þessu.

Hvernig hefur Evu og Eyrúnu líkað?Evu hefur líkað mjög vel og sýnt mikinn metnað í að mæta. Hún hefur bara einu sinni misst af tíma þessi þrjú ár. Oft verða börn þreytt á tómstundum þegar líður fram á vor, en þetta klárast um páska. Lengdin á námskeiðinu er mjög hæfileg. Eyrún gleymdi að mæta í örfá skipti í fyrra og þótti það mjög leiðinlegt þegar hún áttaði sig á því en hún hefur fullan hug á því að halda áfram í Ólympíustærðfræði. Áhuginn hefur alveg haldist hjá Evu. Í fyrra voru eldri stelpur með henni í hópi sem voru svolítið betri en hún. Henni fannst það erfitt fyrst, en svo var það bara lærdómsríkt fyrir hana.

Hefurðu séð árangur af þátttöku þeirra?Þetta hefur skilað sér í námi, meðal annars í því að Eva er mjög góð í rökhugsun. Hún hefur meira að segja hjálpað öðrum með stærðfræði. Ein vinkona mín hringir stundum og biður Evu um að hjálpa dóttur sinni með stærðfræði í gegnum símann.

Myndir þú ráðleggja öðrum foreldrum að hvetja börn sín til að sækja svona námskeið?Já, alveg tvímælalaust. Það er ótrúlegt að fleiri skuli ekki fara. Það er frábært fyrir stelpur að vita að þær geti þetta, því oft hafa þær ekki mikið sjálfstraust í stærðfræði. Verðið á námskeiðinu er sérstaklega hagstætt, aðeins 2000 krónur fyrir allt námskeiðið. Ég hefði átt von á því að það væru 2000 krónur á mánuði.

Nú er þetta sett upp sem keppni, hvað finnst þér um það?Yfirleitt er ég ekki keppnismanneskja, en þetta hefur verið

mjög hvetjandi. Stelpurnar passa sérstaklega vel að mæta í keppnirnar en þetta gefur þeim eitthvað að stefna að. Ég er frekar fyrir ungmennafélagsandann, „gaman að vera með“, en svona er þetta bara og það hefur gefist vel. Það þarf líka að læra það í lífinu að maður vinnur ekki alltaf. Við höfum verið rosalega ánægð og ætlum að skrá þær aftur í ár.

Hvernig kom það til að Árbæjarskóli ákvað að taka þátt í Ólympíustærðfræði og hvernig er þátttakan? Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendur til að nálgast stærðfræði á nýjan hátt. Samkeppni um frítíma barna er mikil en þau hafa sýnt þessu áhuga og hér hefur þetta gengið ágætlega.

Hefurðu séð árangur af þátttöku nemenda?Já, heilmikinn. Ég er sannfærð um að þetta skilar sér inn í námið bæði í öryggi og nýrri hugsun. Allir hafa verið mjög ánægðir með þetta, bæði börn, foreldrar og kennarar. Hér ríkir mikil ánægja með námskeiðið.

Nú er þetta sett upp sem keppni, hvað finnst þér um það?Það höfðar á margan hátt til krakkanna, þeim finnst gaman að taka þátt og spreyta sig með öðrum. Ég var óskaplega stolt af mínum nemendum við verðlaunaafhendinguna. Þetta hefur bara verið frábært, ég hef ekkert nema gott um þetta að segja. Nánari upplýsingar um Ólympíustærðfræði má finna á hr.is/os .

Ólympíustærðfræði fyrir grunnskóla er tómstundanámskeið sem Háskólinn í Reykjavík hefur haldið frá árinu 2005. Á síðasta ári voru haldin námskeið í nítján grunnskólum í Reykjavík og nágrenni með þátttöku yfir 250 barna á aldrinum 10 til 14 ára.

Viðtal við Dóru Birnu Kristinsdótturmóður tveggja stúlkna sem tekið hafa þátt í Ólympíustærðfræði og Sólveigu Hrafnsdóttur aðstoðarskólastjóra Árbæjarskóla

Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Sölvi Ólafsson og Sólveig Hrafnsdóttir ásamt verðlaunahöfunum.

Dóra Birna Kristinsdóttir

Page 53: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu
Page 54: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

54 Heimili og skóli

Margir skólar hafa einnig sett sér verklagsreglur varðandi tölvupóstnotkun og eru eftirfarandi reglur fengnar að láni frá Salaskóla.

Hvenær á að nota tölvupóst?Tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt •samskiptaformTölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum •við einstaka kennara eða skólannTölvupóstur er fínn til að koma skilaboðum til skólans•Tilkynna veikindi – ef skólinn tekur við tilkynningum í •tölvupóstiLeita upplýsinga•Hrósa kennara/skóla fyrir það sem vel er gert•Gera athugasemdir um það sem þér finnst miður fara•

Hvenær á ekki að nota tölvupóst?Ekki ræða viðkvæm, persónuleg mál í tölvupósti. Best •er að hringja og panta viðtalÞegar maður er reiður og illa upp lagður•Sendið ekki auglýsingapóst eða ruslpóst á kennara•

Mundu að tölvupóstur er ekki öruggurAðrir geta lesið póstinn•Pósturinn getur “óvart” farið á annað/önnur netföng•Ekki er hægt að eyða bréfi sem hefur verið sent eða •breyta því á nokkurn háttÞegar bréf hefur verið sent er það til, óvíst er að •viðtakandi eyði því, heldur geymi það í tölvunni – jafnvel sendi það áfram til fleiri aðila eða prenti það út og sýni fleirumEkki er 100% öruggt að tölvupósturinn skili sér, frekar •en sniglapósturBréf send í tölvupósti hafa verið gögn í dómsmáli hér •á landi

Skýr, hnitmiðuð skilaboðEkki senda löng skeyti. Hafðu textann hnitmiðaðan og •skýran, þannig að skilaboðin komist klárlega til skila. Fáir gefa sér tíma til að lesa langan texta í tölvunni. Skeytin eiga að vera svo stutt að ekki þurfi að prenta þau út. Viðtakandi getur “lesið á milli línanna” og túlkað sjálfur •og fengið þannig önnur skilaboð en sendandi hafði ætlast til. Þess vegna þarf textinn að vera skýr og augljós. Varist hálfkveðnar vísur.

Trúnaðarmál á ekki að ræða í tölvupóstiTölvupóst á ekki að nota til að ræða viðkvæm mál •Aldrei senda trúnaðarmál í tölvupósti – þá er betra að •hringja eða hittast augliti til auglitis

Sýnið alltaf kurteisiSkrifaðu aldrei bréf í reiði, bíddu þar til hún er runnin •af þérEf þú ert í vafa um hvort þú eigir að senda bréfið, ekki •senda það. Láttu einhvern eða einhverja lesa það yfirAldrei láta hanka þig á ókurteisi, dónaskap eða •ruddaskapÞað sem þú lætur fara frá þér í tölvupósti lýtur sömu •lögum og annað ritað mál. Varastu því að láta frá þér fara óhróður um fólk og stofnanir, jafnvel þó þér finnst einhver eiga það skilið!

Mentor.is er notað í 97% grunnskóla landsins (sem hafa fleiri en 35 nemendur) en það er misjafnt eftir skólum hversu mikið kerfið er notað og þá til dæmis hvort foreldraviðmót sé nýtt. Mentor.is er heilstætt upplýsingakerfi sem eykur upplýsingaflæði innan skólans, til foreldra og sveitarfélaga. Mentor eykur möguleika foreldra á að fylgjast með skólagöngu barna sinna og þátttöku þeirra í skólastarfinu og er mikil aukning á innskráningum þeirra í kerfið. Foreldrar hafa meðal annars aðgang að heimavinnuáætlunum barna sinna og geta fylgst með ástundun frá degi til dags. Nú geta foreldrar einnig tilkynnt um veikindi barna sinna í gegnum kerfið.

Notkun tölvupósts milli heimilis og skóla

Tölvupóstssamskipti

Virðing og traust

Page 55: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu

Heimili og skóli 55

Því hefur verið haldið fram að skólinn sé tæki sem þjóðfélag hefur til að þroska hvern einstakling og efla og varðveita samfélagsleg verðmæti svo sem samheldni, menningu og efnahag. Þá er reglulega rætt um að í erfiðleikum leynist tækifæri og að það sé áríðandi að æska landsins fari ekki á mis við það besta sem í boði er hvað varðar menntun, félags-, íþrótta- og æskulýðsstarf. En erum við öll meðvituð um skyldur okkar og ábyrgð - nemendur, heimili, skóli og stjórnvöld?

Íslensk menntayfirvöld hafa viðurkennt að þáttur foreldra í að skapa börnum sínum góðar aðstæður til náms og

Markmið samtakanna er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga

Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð

stjórnmálaflokkum eða trúfélögum.

Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka, halda úti heimasíðu og gefa út tímarit, vefrit og ýmiss konar efni um foreldrastarf.

Ef þú hefur áhyggjur af einhverju varðandi skólagöngu barnsins þíns getur þú leitað til skrifstofu Heimilis og skóla. Við leitumst við að hjálpa þér

við að finna heppilega leið til að leysa málið með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þú þarft ekki að segja til nafns frekar en þú vilt.

Símanúmerið okkar er 562 74 75, við erum við símann frá klukkan 9 – 12. Netfang: [email protected]

Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Björk Einisdóttir

þroska er afar mikilvægur. Með nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem tóku gildi í júní 2008, sköpuðust aukin tækifæri fyrir foreldra til þátttöku í menntun barna sinna, mótun skólastarfs og samstarfs við skólana. Þar er víða vikið að hlutverki skólanna hvað varðar velferð nemenda og samstarf við foreldra. Í lögunum er lögð áhersla á að velferð nemenda byggist ekki síst á því að foreldrar eigi náið samstarf við skólana, gæti hagsmuna barna sinna og sýni námi þeirra áhuga. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að foreldrar gera kröfu um faglega framfylgd nýrra laga. Þeir spyrja – Hvað er samstarf án samráðs? Þeir líta svo á að markmiðið með aukinni þátttöku hagsmunaaðila í skólastarfi sé meðal annars að kalla fram væntingar þeirra og skapa vettvang til umræðna í upphafi mótunarferlis ákvarðana. En ekki að skapa vettvang þar sem ákvarðanir eru tilkynntar. Þess vegna er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna skólanna að taka hugmyndum, ábendingum og starfskröftum foreldra með jákvæðum huga á komandi misserum, leiðbeina þeim og leita eftir samstarfi. Jafnframt eru allir foreldrar/forráðamenn hvattir til að leggja fram krafta sína í foreldrastarfinu og kynna sér starfsreglur skólanna í þeim efnum.

Það er engum vafa undirorpið að velferð þjóðarinnar er í verulegum mæli fólgin í menntun barn anna okkar, starf heimila og skóla er ærið. Ég vona að við eigum gott og öflugt samstarf fyrir höndum og megum þannig í sameiningu byggja á víðsýni, virðingu, trausti og fag-mennsku og öllum möguleikum öðrum sem við höfum yfir að ráða til að skapa æsku landsins bjarta framtíð.

Ábyrgð okkar allra

Horft til framtíðar

Page 56: Heimili og skóli · 2016. 9. 12. · framtak einstaklings í skólastarfi og hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi. Öll verkefnin 34 hlutu