16
14. MARS 2013 3. tölublað 2. árgangur Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Verum gáfuð og borðum fisk Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5 mín. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Nemendur Birkimelsskóla heimsóttu Alþingi og menningarstofnanir í menningarferð Í Birkimelsskóla, sem er í sveitarfélaginu Vesturbyggð, eru alls 9 nemendur frá 4. til 9. bekk. Dagana 22. til 26. febrúar sl. var farið í vel heppnaða menningarferð á höfuðborgarsvæðið en ekki hafði verið farið í síka ferð í mörg ár og því var mikil tilhlökkun hjá hópnum. Tilgangur ferðar- innar var að skoða og fræðast sem mest um menningararfleið Íslendinga ásamt því að slá á léttari strengi. Lagt var af stað á föstu- dagskvöldi með ferjunni Baldri og síðan ekið frá Stykkishólmi. Á laugardeginum var farið í Skautahöllina þar sem m.a. var fengin kennsla í íshokkí og eftir það var skautað undir tónlist og við diskóljós. Á eftir því var Listasafn Íslands skoðað þar sem hópurinn sá m.a. mismunandi verk eftir Bíldælinginn Mugg s.s. málverk, klippimyndir og útsaum. Þá var farið og skemmt sér í Skemmti- garðinum í Smáralindinni og reynt með sér í Go-kart í Garðabænum. Á sunnudeginum var tekið þátt í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, skoðaðar sýningar, munir og smakkað á frábærri súkkulaðiköku. Seinna um daginn lá leiðin í Þjóðleikhúsið til að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Á mánudeginum var byrjuðuð að heimsækja Landnámssýningu Ingólfs í miðbæ Reykja- víkur og fékk hópurinn þar góða leiðsögn og fræðslu. Á eftir var gengið yfir í Hörpuna, á leiðinni þangað var gengið fram á gamlan brunn sem er yfirbyggður og merki þar sem er talin miðja Reykjavíkur. Harpan var skoðuð undir leiðsögn, m.a. fengin fræðslu um hvernig veggir eru færðir til og mis- munandi hljóðdeyfing eða hljóðmögnun sett upp, útskýrt var hvernig glereiningarnar voru settar upp. Sest var á áhorfendasvalir Eldborgar og hlustað og fylgst með Sin- fóníuhljómsveit Íslands æfa sig. Þaðan lá leiðin á Alþingi og þinghúsið skoðað undir leiðsögn, og m.a. vakti athygli stórt málverk af þjóðfundinum þar sem yfirráðum Dana var mótmælt. Á eftir var sest á þingpalla og hlustað á umræður. Frá Alþingi var haldið til keppni í keilu. Á þriðjudagsmorgun var lagt af stað heim og Landnámssetrið í Borgarnesi skoðað á heimleiðinni. Heim komu allir þreyttir og hamingjusamir eftir vel lukkaða og ógleymanlega ferð. Hópurinn samankominn í Alþingishúsinu. Neðsta röð f.v. Daníel Örn Ívarsson, Jar- þrúður Ragna Jóhannsdóttir og Steinunn Rún Jakobsdóttir. Miðröð: Torfi Steinsson fyrrverandi deildarstjóri, Salvar Þór Jóhannsson, Ólafur Sölvi Jakobsson, Þórunn I. Jónatansdóttir deildarstjóri Birkimelsskóla og Þórunn Jóhanna Þórisdóttir, boðsgestur. Efri röð: Páll Kristinn Jakobsson, Þorkell Mar Jakobsson, Jóhann Pétur Ágústsson og Ágúst Vilberg Jóhannsson. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN

Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

14. mars 20133. tölublað 2. árgangur

FjórhjólalagerinnStapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355

www.4h.is

Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla.

Verumgáfuð og

borðumfisk

Kveðja Grímur kokkurwww.grimurkokkur.is

Plokkfiskur- Hollur kostur tilbúinn á 5 mín.

FjórhjólalagerinnStapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355

www.4h.is

Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla.

Nemendur Birkimelsskóla heimsóttu Alþingi og menningarstofnanir í menningarferð

Í Birkimelsskóla, sem er í sveitarfélaginu Vesturbyggð, eru alls 9 nemendur frá 4. til 9. bekk. Dagana 22. til 26. febrúar

sl. var farið í vel heppnaða menningarferð á höfuðborgarsvæðið en ekki hafði verið farið í síka ferð í mörg ár og því var mikil tilhlökkun hjá hópnum. Tilgangur ferðar-innar var að skoða og fræðast sem mest um menningararfleið Íslendinga ásamt því að slá á léttari strengi. Lagt var af stað á föstu-dagskvöldi með ferjunni Baldri og síðan ekið frá Stykkishólmi. Á laugardeginum var farið í Skautahöllina þar sem m.a. var fengin kennsla í íshokkí og eftir það var skautað undir tónlist og við diskóljós. Á eftir því var Listasafn Íslands skoðað þar sem hópurinn sá m.a. mismunandi verk eftir Bíldælinginn Mugg s.s. málverk, klippimyndir og útsaum. Þá var farið og skemmt sér í Skemmti-garðinum í Smáralindinni og reynt með sér í Go-kart í Garðabænum.

Á sunnudeginum var tekið þátt í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, skoðaðar sýningar, munir og smakkað á frábærri súkkulaðiköku. Seinna um daginn lá leiðin í Þjóðleikhúsið til að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Á mánudeginum var byrjuðuð að heimsækja Landnámssýningu Ingólfs í miðbæ Reykja-víkur og fékk hópurinn þar góða leiðsögn og fræðslu. Á eftir var gengið yfir í Hörpuna, á leiðinni þangað var gengið fram á gamlan brunn sem er yfirbyggður og merki þar

sem er talin miðja Reykjavíkur. Harpan var skoðuð undir leiðsögn, m.a. fengin fræðslu um hvernig veggir eru færðir til og mis-munandi hljóðdeyfing eða hljóðmögnun sett upp, útskýrt var hvernig glereiningarnar voru settar upp. Sest var á áhorfendasvalir Eldborgar og hlustað og fylgst með Sin-fóníuhljómsveit Íslands æfa sig. Þaðan lá leiðin á Alþingi og þinghúsið skoðað undir

leiðsögn, og m.a. vakti athygli stórt málverk af þjóðfundinum þar sem yfirráðum Dana var mótmælt. Á eftir var sest á þingpalla og hlustað á umræður. Frá Alþingi var haldið til keppni í keilu. Á þriðjudagsmorgun var lagt af stað heim og Landnámssetrið í Borgarnesi skoðað á heimleiðinni. Heim komu allir þreyttir og hamingjusamir eftir vel lukkaða og ógleymanlega ferð.

Hópurinn samankominn í alþingishúsinu. Neðsta röð f.v. Daníel Örn Ívarsson, Jar-þrúður ragna Jóhannsdóttir og steinunn rún Jakobsdóttir. miðröð: Torfi steinsson fyrrverandi deildarstjóri, salvar Þór Jóhannsson, Ólafur sölvi Jakobsson, Þórunn I. Jónatansdóttir deildarstjóri Birkimelsskóla og Þórunn Jóhanna Þórisdóttir, boðsgestur. Efri röð: Páll Kristinn Jakobsson, Þorkell mar Jakobsson, Jóhann Pétur Ágústsson og Ágúst Vilberg Jóhannsson.

UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN

FIMMTUDAGUR 19. maí 2011 7

Sími 512 5407

[email protected] [email protected] [email protected]

HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS

Málun bílastæða VélsópunMalbiksviðgerðirBílastæðaskiltiHellulagnir 5514000-www.verktak.is

erktak.is

TrjáklippingarTrjáfellingar

SlátturHeimapúttvellirmamaH

rjáT

immmHeHeee m Fáið tilboð ykkur

að kostnaðarlausu!577 4444

OSEA Öryggiskerfi

Vertu þinn eigin öryggisvörðurog áttu þitt eigið öryggiskerfi.

1 stk. hreyfiskynjari1 stk. hurðaskynjari2 stk. fjarstýringar

Tilboðsverð kr. 36.136

Dalvegi 16b s:554-2727

Vefhýsing og heimasíðugerð

Vefhýsing: 500MB þitt c-panel stjórnborð ótakmörkuð e-mail og margt fleirra aðeins 1.000kr á mánuði. Heimasíða: fullgerð og birt 48.000kr. (ATH verð án vsk.)

Bemar.is

Álhella 4

Til leigu Glæsileg 107 fm. 3ja herb. íbúð í Grafarholti. 4. hæð, lyfta. Leigutími 1 ár eða lengur. Ásett leiguverð 150.000 Uppl. í s. 893 3985.

3j.herb 90fm við Teigasel 140þ og 40-80fm iðnaðarhús Smiðjuv.4a 100þ. Mail:[email protected]

Húsnæði óskast

Óska eftir 4-5 herb íbúðÓska eftir 4-5 herb. íbúð, helst á 108 svæðinu. Ef þig vantar leigendur sem hugsa um eign þín sem sína eigin þá erum við fjölskyldan. Toppmeðmæli. Uppl. í s. 868 4904.

Sumarbústaðir

Framleiðum sumarhús, 20 ára reynsla, sjá heimasíðu: sumarhus.com s. 615-2500.

Geymsluhúsnæði

geymslur.comGeymslur frá 3990.- kr á mán. Í Garðabæ (hjá Ikea) og Reykjavík (Fiskislóð) Upphitað, vaktað & öryggismyndavélar. S. 555 3464.

www.geymslaeitt.isSér geymslur frá 4 til 17 m2. Lágt verð. Opið 8-22. Búslóðir, lagerar, bókhald, iðnaðarmenn. Upphitað og vaktað. S: 564-6500

Bílskúr

BÍLSKÚRSHURÐIR OG OPNARAR

UPPSETNING, VIÐHALD, VIÐGERÐIR 30 ára reynsla.. Hringið í síma 892 7285

Gisting

Gisting í 2-3 manna stúdíóíbúð í gistiheimili við Dugguvog. Verð frá 8.000 per nótt. S. 824 6692.

ATVINNA

Atvinna í boði

Óska eftir stýrimanni.Vantar stýrimann á Valgerði BA45 skráningarnr. 2340. Í byrjun júní. Uppl. í 893 1687 Óskar Gísla.

Vantar fólk í símasölu 2-5 kvöld virka daga frá kl.17.30- 21.30. Góðir tekjumöguleikar. Lágmarksaldur 20 ára. Uppl. í síma 868 4551 eftir hádegi virka daga.

HeildverslunÖflugt heildsölufyrirtæki óskareftir að ráða sumarstarfsmann

í fullt starf við afgreiðslu,pökkun og nótútskrift.Lágmarksaldur 18 árÁhugasamir sendi

umsóknir / fyrirspurnir á netfangið:

[email protected]

Vilt þú vinna mikið og hafa mikil laun. Uppl. Einar 7732100 http://lrisland.is/einar

Óska eftir vönum manni á hjólavél sem getur séð um lóðafrágang og hellulagnir og unnið sjálfstætt uppl: 896 1018 / [email protected]

Getum tekið nema á samning í húsasmíði einnig ósakð eftir verkamönnum í allskyns sumarstörf 896 1018 / [email protected]

Þríund óskar eftir að ráða starfsmann til bar og umsjónastarfa. Framtíðarstarf. Lágmarksaldur er 20 ár. Íslenskukunnátta skilyrði, Icelandic skills required. Áhugasamir sendi umsókn á [email protected]

Atvinna óskast

Rafvirkjanemi á fjórða ári óskar eftir sumarstarfi. Vanur raflagnavinnu og vinnu við þjónustu og sölustörf. Uppl. s: 662 3616 eða [email protected]

TILKYNNINGAR

Tapað - Fundið

Kisi minn Prinz týndist af heimili sínu í Eskilhlíð aðfararnótt mánud. og er sárt saknað. Grá/svart bröndóttur högni með hvítar loppur, er gæfur og kelin en var um sig gagnvart fólki í fyrstu. Þorvaldur í s: 862-1184 Takk :)

Rauðri kerru með svörtum Polan Pro Slátturtraktor og Partner sláttuvél var stolið frá Dekkverk Garðabæ í nótt. Fundarlaun. S 7779848

Tilkynningar

Við viljum hjálpa öðrumEf þú átt reiðhjól og notar það ekki og vilt hjálpa öðrum þá getum við sótt það til þín. Við munum gera við það og nota til að styrkja þá sem þurfa á hjálp að halda. Frekari upplýsingar hjá Birgi í s. 849 9872.

Einkamál

Sími: 565-9595 - Helluhraun 14, 220 HafnarfirðiOpið 10:00-18:30 virka daga og 12:00-16:00 á laugardögum

S.A.W.VINSÆLASTA PRE WORKOUT

BLANDAN OKKARFRÁ UPPHAFI

Bilanagreiningartölvurfyrir bílaverkstæði

Helluhraun 14, 220 HafnarfirðiSími: 571-4100 / 899-9992

Prófaðu Autel - Þjónustufulltrúi okkar aðstoðar þig!NÚ Á TILBOÐI

Page 2: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

2 14 mars 2013

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460www.belladonna.is

Ver

slunin

Bel

lad

onna

á F

aceb

oo

k

Kjólar, buxur, bolir og leggings Stærðir 40-56

AðhAldsfAtnAður í miKlu úrvAli

Berggrunnskort frá Vatnsfirði að Vattarfirði í BarðastrandarsýslumAndrés I. Guðmundsson, jarð-

fræðingur segir að hann hafi arið aftur í HÍ til að læra kort-

lagningartækni í tölvum sem ekki var komin til sögunnar á því sviði þegar hann nam jarðfræði.Andrés segir að svokölluð landfræðileg upplýsingakerfi auðveldi það mjög að safna saman upplýsingum, hnitsetja þær, vinna úr þeim og setja fram sem kort á grunn-mynd af landinu, hæðarlínugrunni eða loftmyndum. Andrés hefur unnið að berggrunnskorti á Barðaströnd og ástæða þess að þetta svæði varð fyrir valinu var sú að jarðfræðinemar frá Háskóla Íslands hafa flest sumur frá árinu 1983 farið vestur á Barðaströnd til verklegs náms í jarðfræðikorta-gerð. Niðurstöður athuga þeirra á um 70 kortlagningarreitum á svæðinu frá Vattarfirði og vestur á Rauðasand hafa þeir sett fram í tæplega 100 skýrslum og ritgerðum.

„Mikil gögn voru því til um jarð-lög á svæðinu, en dreifð og óað-gengileg, og því tilvalið verkefni fyrir þessa tækni að safna þeim gögnum saman í gagnagrunn og nýta við gerð berggrunnskorts af hluta svæðisins. Og bæta þannig vonandi einhverju við í þekkingu á gerð og uppbyggingu jarðlagastaflans á Vestfjörðum,” segir Andrés I. Guðmundsson.

Rannsóknir á VestfjörðumJarðfræðirannsóknir á Vestfjörðum voru lengi að mestu tengdar athu-gunum á plöntuleifum og surtar-brandslögum sem þar finnast allvíða í þykkum setlögum eða setlagasyrpum sem sumar má rekja tuga kílómetra leið í jarðlagastaflanum. Þorvaldur Thoroddsen (1906) lýsti mörgum sur-tarbrandslaganna og taldi þau tilheyra einni og sömu mynduninni sem skipti

tertíera jarðlagastaflanum í tvennt. Honum var þó ljós hinn reglulegi SA-lægi halli jarðlaga á mestöllum Vestfjörðum og taldi að stór misgengi leyndust á milli þeirra setlagaopna sem hann lýsti. Hinn möguleikinn, að setlagasyrpur með surtarbrandi væru á mörgum stöðum í jarðlagastafla-num, leiddi hins vegar af sér svo mikla heildarþykkt staflans að illmögulegt væri að skýra slíka upphleðslu.

Þessi tvískiptingarhugmynd um staflann á Vestfjörðum var uppi fram yfir miðja öldina en eftir að Wal-ker (1959) birti fyrstu niðurstöður kortlagningar sinnar á jarðlagastafla Austfjarða og stóru drættirnir í upp-byggingu staflans þar og mikil heildar-þykkt hans ljós varð sá möguleiki raunhæfari. Trausti Einarsson (1960, 1963) birti upplýsingar um jarðlaga-halla á öllum Vestfjörðum og ljóst varð að uppbygging staflans væri sambæri-leg og eystra, heildarþykkt hans mikil og setlagasyrpur margar í honum.

Á áttunda áratug 20. aldar stóð Jarð-hitadeild Orkustofnunar fyrir átaki í frumkönnun á berglagastaflanum á Vesturlandi og Vestfjörðum sem tengdist auknum áhuga á nýtingu jarðhita á lághitasvæðum í kjölfar olíu-verðshækkana. Kristján Sæmundsson hafði þar frumkvæði að og nýtti ásamt samstarfsmönnum sínum upplýsingar sem söfnuðust til að draga upp mynd af stóru dráttunum í jarðlagaskipan vestanverðs landsins í kjölfar nýrra hugmynda um landrek og myndun jarðskorpunnar á Íslandi.

Setlög með plöntuleifum og set-lagasyrpur í jarðlagastaflanum á Vest-fjörðum hafa verið notuð til að skipta staflanum í einingar og rekja þróun hans.Þessar myndanir eru greinilega annarrar gerðar og bera vitni um annað myndunarumhverfi en þau þunnu rauðu millilög sem algeng-ust eru milli hraunlaga í tertíerum jarðlagastafla, þar sem annars staðar á Íslandi. Helstu rannsóknarspurn-ingar sem varða áberandi setlagakafla í tertíera jarðlagastaflanum tengjast að sjálfsögðu því sem myndar hann og mótar, eldvirkni og höggun. Hvað skýrir þessa misjöfnu dreifingu og gerð setlaga í staflanum? Tengist hún goshléum og flutningi eldvirkni milli eldstöðvakerfa eða tilflutningi gosbelta eða er hún hluti af eðlilegri þróun eldstöðvakerfa, merki um aukna höggun og landsig við fram-sókn þeirra?

Menningarmiðstöðin í Edinborgarhúsinu:

Fjölmörg atriði um páskana og fram á vorMargt er framundan í Edin-

borgarhúsinu á Ísafirði um komandi páska og fram á vor. M.a. frumsýnir Litli leikklúbburinn vorverkefni sitt 23. mars, mynd-listarsýning verður í Slunkaríki um páskana og List án landamæra, sem er hönnunar og handverksmark-aður í Slunkaríki opnar 20. apríl nk. Tónleikar Margrétar Gunnars-dóttur píanóleikara og Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu verða 20. apríl, einkasýning Önnu Leifar Elíasdóttir 4. maí í Slunkaríki, opin ljóðabók undir stjórn Egils Helgasonar 11. maí, geðveiki í dægurlagatextum 2. Júní. Það verður enginn svikinn af því að dvelja á Ísafirði um páskana, og reyndar endranær, og kannski bregða sér á skíði hátíðisdagana.

Aldrei fór ég suður í KNH skemmunniEn auðvitað er það tónlistarhátíðin „Aldrei fór ég suður” sem kannski vekur mesta athygli um páskana. Alls koma 26 hljómsveitir og tónlistar-menn fram. Aðgangur er ókeypis og gefa tónlistarmenn alla sína vinnu, en í þeirra hópi er Buggi Morthens. Hátíðin hefur skapað sér sess sem ein af meiriháttar tónlistarviðburðum landsins.

Matthías Bjarnason mætir enn á landsfundi SjálfstæðisflokksinsMatthías Bjarnason fyrrver-

andi ráðherra verður 92 ára á þessu ári en lætur ekki

deigan síga og mætir enn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, og hefur gert óslitið síðan á stríðsárunum. Það er alveg einstakt. Matthías var landskjör-inn alþingismaður Vestfirðinga 1963 – 1967 og síðan alþingismaður Vest-firðinga frá 1967 til 1995, eða í 32 ár. Hann var sjávarútvegs- heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1974—1978 í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, m.a. þegar landhelgin var færð út í 200 mílur 1975, heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra 1983—1985 og samgöngu- og viðskiptaráðherra 1985—1987 í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. matthías Bjarnason á landsfundinum fyrir skömmu.

rannsóknarsvæðið.

séð frá Litlanesi að skálmarnesi.

Ísafjörður hefur alltaf verið mikill útgerðarbær. minnisvarðinn um drukknaða sjómenn er áberandi í bæjarfélaginu.

Page 3: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

Heilsaðu deginum með hollustu

Havre Fras er ein af fáum morgunkornstegundum sem uppfylla hollustukröfur Skráargatsins.

Fáðu þér Havre Fras í morgunmat og þér líður betur allan daginn.

Page 4: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

4 14 mars 2013

VestFIRÐIR3. tBL. 2. ÁRGANGUR 2013Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: ÁmundiÁmundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, [email protected]. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: [email protected]. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: [email protected]. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.

FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM

Vorjafndægur er næsta miðvikudag, 20. maí, en þá eru dagurinn og nóttin orðin jafnlöng. Hér eftir verður dagurinn lengri en nóttin, fram að sumarsólstöðum sem eru 21. júní nk. Þá er fyrsti dagur einmánaðar

26. mars nk., en það er sjötti mánuðurinn í gamla norræna tímatalinu. Því ber vissulega að fagna að sól skuli vera að hækka á lofti, harður vetur að baki sem gert hefur óskunda í samgöngum, raforkumálum og fjarskiptamálum Vestfirðinga, og hefur að sumu leiti opinberað getuleysi opinberra aðila til þjónustu við íbúa fjórðungsins.

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var nýlega haldið. Framkvæmdasýslan kynnti myndarlegan framkvæmdapakka fyrir tæpar 18 milljarða króna, fram-kvæmdir sem þegar hafa verið fjármagnaðar eða fjármögnun tryggð. Fremur lítið fer fyrir framkvæmdum hjá Framkvæmdasýslunni á Vestfjörðum, þó á bygging hjúkrunarheimila, leiguleiðin, í samstarfi ríkis og sveitarfélaga sé á dagskrá á þessu ári en til byggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði á að verja 670 milljónum króna er verklok áætluð 2015. Siglingastofnun hyggst verja 70 milljónum króna til að reka niður stálþil á Suðureyri, 30 milljónum króna til að byggja smábátaaðstöðu á Reykhólum og verja á 24 milljónum króna til sjóvarna á Ísafirði. Lítið fer fyrir samþykktum samgöngubótum á Vestfjörðum, þó er áætluð styrking á Djúpvegi um Súðavíkurhlíð. Hlutur Vestfjarða telst því fremur rýr af heildarkökunni og því er sem fyrr hlutur Vestfjarða nokkuð fyrr borð borin. Hvað veldur er umhugsunarefni. Er það vegna þess að íbúatala fjórðungsins er aðeins 7.000 manns og ekki hugsað til þjónustu þeirra sem þar búa, hafa þingmenn Norðvesturkjördæmis ekki haldið vöku sinni sem skyldi og vakna nú upp við vondan draum þegar þessar bláköldu staðreyndir blasa öllum við? Kannski sambland af þessu öllu saman.

Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði er forgangsmálHaft er eftir Sigurði Péturssyni, formanni Samgöngunefndar Fjórðungssam-bands Vestfirðinga á skutull.is að hringtenging ljósleiðara um Vestfirði sé eitt af brýnustu málum í samgöngumálum fjórðungsins. Hugmyndin er að hringtengja ljósleiðara um Vestfirði með því að tengja Ísafjörð um Ísaf-jarðardjúp til Hólmavíkur og aftur frá Hólmavík suður strandir að Brú í Hrútafirði. Með því yrði komin hringtenging um Vestfirði og óhapp eins og þegar ljósleiðari rofnaði í Önundarfirði hefði ekki alvarleg áhrif fyrir íbúa og atvinnulífið. Auðvitað ætti þetta að vera sjálfsögð þjónusta í nútímaþjóðfélagi, enda sætta Vestfirðingar sig ekki við að vera án ljósleiðara dögum saman, sæta rafmagnsleysi þegar eitthvað verður að veðri eða komast ekki dögum saman eftir vegakerfinu. Íbúar flestra annara landshluta búa við mun meira afhendingaraöryggi. Slík mismunum á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélagi. Rkisstjórnarfundur var haldinn á Ísafirði á síðasta ári og þar var ýmsum umbótum lofað. Því miður hefur minna orðið um efndir.

Geir A. Guðsteinsson rtstjóri

Opinberar framkvæmdir af skornum skammti

Leiðari

Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: [email protected]

Ögur Travel við Ísafjarðardjúp:

Miðlar sögu svæðisinsÖgur ehf. var stofnað formlega

í mars 2011 af sjö systkinum úr Ögri og móður þeirra sem

býr í Ögri. Upphaf fyrirtækisins má rekja til stefnumótunarvinnu sem systkinin unnu árið 2003 þar sem ferðaþjónusta í Ögri var markmiðið. Systkinin ásamt fleirum eftir atvikum annast leiðsögn á sumrin, enda þekkja þau öll vel til svæðisins enda alin upp í Ögri. Stefna fyrirtækisins er að miðla sögu svæðisins til ferðafólks og skapa þannig nýja sýn á umhverfið sem oft-ast er horft á út um bílrúðuna þegar ekið er framhjá á 90 km. hraða. Ögur Travel vill auka möguleika ferðamanna til að njóta á kostnað þess að þjóta. Markmiðið er að gera hið ósýnilega sýnilegt með því að einbeita sér að ákveðnu svæði og gefa því góðan tíma. Í erlendu samhengi er þessi hug-myndafræði oft kölluð „Slow Travel“.

Veitingahúsið er í gamla samkomu-húsi Ögursveitunga sem hefur sinnt sínu hlutverki í tæp 90 ár og hýst ófáar gleðistundir í sveitinni. Þar drýpur sagan af hverju strái og er leitast við að spegla hana í gegnum mat og drykk, sótt í viskubrunn húsfreyjunnar í Ögri.

„Ferðir sem við erum með í sumar eru kajak og gönguferðir allt frá einni klukkustund upp í nokkra daga. Við erum með ferðir fyrir vana og óvana og okkar markmið er eins og áður hefur verið sagt að leyfa fólki að njóta og upplifa náttúruna og kyrrðina. Mjög vinsælt eru klæðskerasniðnu ferðirnar en þá er blandað saman göngu, kajak og upplifun ýmiskonar fugla og selaskoðun, komið við á safni á Litlabæ í Skötufirði, fuglaskoðun í

Vigur, í Heydal farið í náttúrusund-laug. Í Ögur Café er ýmislegt að fá og svo er einnig boðið upp á holu-grillað lambalæri með öllu tilheyrandi þar sem stoppað er til næturdvalar. Í sumar verðum við með langar og stuttar ferðir, ef ég tek dæmi um eina

ferð þar, er 5 daga ferð frá Ögri í Jök-ulfirðina og endað á Ögurballi þann 20 júlí. Allt innifalið,matur, leiðsögn, rabbabaragrautur með rjóma og miði á Ögurballið víðfræga sem enginn vill missa af,“ segir Harpa Halldórsdóttir, eitt systkinanna frá Ögri.

Spurningakeppni átthagafélaganna:

Dýrfirðingar og Sléttuhreppingar áfram í undanúrslitNokkur átthagafélög Vest-

firðinga hafa tekið þátt í spurningakeppni átthaga-

félaganna sem hófst 28. febrúar sl. í Breiðfirðingabúð. Árangurinn var misjafn eins og gengur og gerist, en sigurvegarar síðustu keppni, lið Ön-firðinga, töpuðu í fyrstu umferð fyrir Árnesingum. Djúpmenn töpuðu fyrir Skaftfellingum, Húvetningar unnu Strandamenn en Dýrfirðingar héldu uppi heiðri Vestfirðinga fyrsta keppn-iskvöldið og unnu Stokkseyringa. Í næstu umferð unnu Breiðfirðingar Barðstrendinga, Sléttuhreppingar unnu Siglfirðinga eftir bráðabana, Héraðs-menn unnu Vestfirðingafélagið eftir bráðabana og Norðfirðingar unnu Siglfirðinga.

Átta liða úrslit fara fram 21. mars nk. en þá mætir Húnvetningafélagið Norðfirðingafélaginu, Árnesingafé-lagið Breiðfirðingafélaginu, Skaftfell-ingafélagið Átthagafélagi Sléttuhrepps og Dýrfirðingafélagið Átthagafélagi Héraðsmanna. Undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður slegið upp balli sem einnig verður í Breið-firðingabúð.

Lið Djúpmanna. F.h.: Ingólfur Kjartansson, kennari frá Unaðsdal, sigríður Jós-efsdóttir, bókhaldari frá Hrafnabjörgum og Gunnar Bollason, sagnfræðingur frá Hvítanesi í skötufirði.

Lið Dýrfirðingafélagsins skipa þau f.h. Torfi sigurðsson (Guðmundssonar frá Hjarðardal og Öddu frá mýrum), Gyða Hrönn Einarsdóttir (Gunnarssonar og Ásrúnar Leifsdóttur), og Jóhann V. Gíslason (og Borgu frá Höfða).

slakað á með útsýni yfir Ísafjarðardjúp. Vart hægt að hugsa sér meira af-slappandi umhverfi.

Kjakróðurinn nýtur vaxandi vinsælda. Byggðin í Ögri í baksýn.

Gamlar minjar verndaðar við Langeyrartjörn í Súðavík

Á fundi sveitarstjórnar Súða-víkurhrepps fyrir skemmstu var lögð frá beiðni um að

gerðar verði ráðstafanir varðandi verndun gamalla minja við Langeyrar-tjörn. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið og vísar í fyrirhugaða skipulagsvinnu við verkefnið Hvalreki sem erindið fellur undir. Sveitarstjórn hefur sam-þykkt styrk til áframhaldandi verkefna

verkefna í Raggagarði að upphæð 370 þúsund krónur samkvæmt áætlun fyrir sumarið 2013. Sveitarstjórn hefur tekið jákvætt í beiðni um lagfæringu á Lang-eyrarvegi og á fundinum var upplýst að engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests vegna deiliskipulags í Heydal í Mjóafirði og sveitarstjóra var falið að óska eftir umsögn Skipulags-stofnunar til að auglýsa deiliskipulagið.

Page 5: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

ferð.issími 570 4455

ferðaskrifstofa á netinuferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.

Sumarhús á SpániKjörið fyrir stórfjölskylduna

á mann m.v. 3 fullorðna og 3 börn í parhúsi m/ 3 svefnherbergi. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð á mann m.v. 2 í parhúsi m. 3 svefnh. 143.990 kr.

Verð frá

96.990kr.

TorreviejaCabo Roig sumarhús 4. - 11. júní

Fljúgðu fyrir minna

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S F

ER

634

03 0

3/13

Upplifðu• Fjölskylduvæna áfangastaði

• Rúmgóð parhús sem hýsa allt að 8 manns

• Fallegan og rúmgóðan sundlaugagarð

með leiktækjum fyrir börnin

• Vönduð húsgögn og öll helstu tæki

• Stutt í veitingastaði og matvöruverslun

• 5 mín. akstur niður á strönd

• Mikla afþreyingu á svæðinu

• Skemmti-, vatns- og náttúrulífsgarðar

• Eitthvað fyrir alla

Page 6: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

6 14 mars 2013

Íbúafundur á Reykhólum:

Markaði upphaf skipulagningar ferðamanna-staða og stefnumörkun í atvinnumálumAlmennur íbúafundur var

haldinn í Reykhólahreppi verður haldinn á Reykhólum

sunnudaginn 10. Mars sl. Um var að ræða tvíþættan vinnufund með virkri þátttöku þeirra sem hann sækja. Vikt-oría Rán Ólafsdóttir hjá Atvinnuþró-unarfélagi Vestfjarða stýrði fyrri hluta fundarins, sem er hluti af stefnumörkun í atvinnumálum í hreppnum. Seinni hlutinn var undir leiðsögn ráðgjafastof-unnar Alta og markaði hann upphaf vinnu við skipulagningu ferðamanna-staða á Reykhólum. Stefnumótun-arvinnan er samvinnuverkefni Atvest og sveitarstjórna Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Árneshrepps og Kaldrananeshrepps. Atvest og Reyk-hólahreppur riðu á vaðið með því að halda þetta fyrsta íbúaþing á Reyk-hólum, opna atvinnulífskönnun á netinu og hefja þar með stefnumótun-arferli næstu mánaða.

Markmiðið er að skoða núverandi stöðu sveitarfélaga og kanna hvernig betur megi tryggja fyrirtækjum og einstaklingum uppbyggilegt rekstrar-umhverfi. Stefnumótunin er ætla að veita sveitarstjórnum yfirsýn til að móta

stefnu einstakra málaflokka, auðvelda samræmda ákvarðanatöku og greina á milli mikilvægra og léttvægra málaefna. Vonast er til að ávinningur verkefnisins verður skýr atvinnumálastefna og sam-staða um framþróun svæðanna.

Mætingin fór langt fram úr væntingum, alls sátu 43 íbúar setið íbúaþingið auk 7 ráðgjafa frá Alta, Atvest og Vatnavinum. Reyndar var einnig fulltrúi frá NMI á staðnum. Þátttakendur íbúaþingsins skiluðu sérlega góðu efni til að vinna úr. Heimamenn voru frjóir og komu með margar metnaðarfullar hugmyndir fyrir framtíðina. Atvinnumálin voru rædd frá fjölmörgum ólíkum sjón-arhornum og mér fannst sérlega skemmtilegt að heyra íbúana kynna áherslur sínar.

Framundan bíður töluverð úr-vinnsla þar sem skoðaðar verða hug-myndir heimamanna, aðalatriðin flokkuð og hvert mál skoðað víðu samhengi út frá samfélagslegum, efna-hagslegum og jafnvel vistfræðilegum þáttum. Spennandi verður að sjá hvort íbúaþingið ásamt niðurstöðum þess leiði til betri samstöðu og ákvarðana-töku um málefni sveitarfélagsins. Mér fannst íbúarnir að minnsta kosta sýna mikinn áhuga að blása sameiginlega í seglin og sýna mikinn vilja til að gera gott þorp enn betra.

Mótun framtíðarsýnar, skipulag og hönnun sjálfbærs áfangastaðar á ReykhólumAð frumkvæði verkefnisstjóra Vatna-vina Vestfjarða, undir stjórn verkefn-isstjóra Atvest, tóku Reykhólahreppur og Sjávarsmiðjan, sem er þátttakandi í Vatnavininum Vestfjarða, höndum saman, sóttu um og fengu fjármagn frá Ferðamálastofu til þess að skipu-leggja og hanna áfangastað fyrir ferða-menn á Reykhólum. Með markvissri þróunarvinnu og mótun á sameigin-legri framtíðarsýn, eru taldir miklir möguleikar á að skipuleggja og hanna sjálfbæran áfangastað sem stuðlar að já-kvæðri upplifun ferðamanna. Verkefnið

afmarkast við skipulagningu svæðis til hliðar við þéttbýliskjarna Reykhóla. Svæðið sem um ræðir liggur í kring-um Langavatn, Neðravatn og niður að sjó. Mikilvæg markmið samstarfsins tengjast því að auka gæði, fagmennsku, öryggi og umhverfisvitund. Land-eigendur og ferðaþjónar hafa óskað eftir fjármagni til að hanna og þróa faglega heildarmynd fyrir svæðið og þá upp-byggingu sem þar á hugsanlega að fara fram. Ákveðin skipulagsvinna þarf að fara fram til að frumkvöðlar svæðisins geti haldið áfram með sína hugmynda-vinnu og uppbyggingu. Bæði verður tekið tillit til þarfa ferðamannsins sem og íbúa við uppbyggingu aðdráttarafls til að bæta upplifun ferðamannsins sem og umhverfisleg gæði svæðisins sjálfs. Árni Geirsson hjá Alta mun leiða þessa skipulagsvinnu fyrir Reykhólahrepp.

Það er vaxandi áhugi á að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem er að finna á Reykhólum og nágrenni byggja einkum á sérstöðu í nátturfari. Þar er ekki aðeins einstaklega fallegt heldur líka verðmætar hráefna- og orkuauð-lindir. Nú er að hefjast mótun skipulags þar sem reynt verður að greina sam-hengi upplifunar og atvinnustarfsemi til að staðsetja megi þessa þætti á sem skynsamlegastan hátt. Til þess að afla upplýsinga fyrir skipulagsmótunina var þátttakendum í seinni hluta fundarins skipt í litla hópa og þeir beðnir um að tilgreina þá upplifun sem áhuga-verðust væri fyrir gesti. Eins og bú-ast mátti við var margt sameiginlegt í niðurstöðum hópanna en þar var líka skemmtileg hugmyndaauðgi. Til dæmis komu margar hugmyndir fram um það hvernig nýta mætti hveri, sigl-ingar og heimafengin matvæli til að gera heimsókn á Reykhóla eftirminni-lega. Ráðgjafarfyrirtækið Alta annast meginhluta skkipulagsins og sá um seinni hluta fundarins.

Búnaður fyrir orkuflutning og orkusparnað

Dexta orkutæknilausnir ehf.

Fjölnisgötu 6A, 603 Akureyri | Símar: 461 5710 og 894 4721 | www.dexta.is | [email protected]

» Varmaskiptar - Ýmsar gerðir á lager» Varmadælur og kælisamstæður» Iðnaðarviftur og -blásarar» Loftræstisamstæður» Tæknirýmis- og tölvukælar» Vökvakælar» Hitabúnt» Hitablásarar» Loftskiljur og afloftarar» Dælur» Hraðabreytar» og margt fleira...

Sími: 575 1111 • [email protected]

ÓRSVERKehf.

Vantar þig vatn?Þjónustum m.a. bændur, sveitarfélög, sumarbústaðaeigendur og verktaka.

Traustir og ábyrgir aðilar. Gerum verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu.

Við borum eftir vatni um land allt!

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri, tók virkan þátt í umræðum um atvinnumálin og skipulagninu ferðamála í hreppnum.

rýnt í kort á íbúafundinum sl. sunnudag.

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected].

Page 7: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

NÝ OG STÍLFÖGURELDHÚSTÆKI FRÁ AEGSEM GERA GOTT ELDHÚSENN BETRA

Fjölkerfa blástursofn meðinnbyggðum kjöthitamæli,hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum og sjálfhreinsiker�.Íslensk notendahandbók.18 aðgerðir - Multifunction • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling)• undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt • grill og blástur • hæg eldun (slow cook) • frosin matvæli • halda heitu • spareldun (ECO Roasting) • hefun • brauðbakstur • gratenering • þurrkun (ávextir/grænmeti)• diskahitun • niðursuða • barnalæsing á stillingum • stafrænn upplýsingaskjár• fjórfalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið. Einnig fáanlegur sem gufuofn.Íslensk notendahandbók.

BP

93

04

15

1-M

Fjölkerfa blástursofn meðinnbyggðum kjöthitamæli oghjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum.Íslensk notendahandbók.12 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti• undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt• grill og blástur • hæg eldun (slow cook) • frosin matvæli • halda heitu • spareldun (ECO Roasting) • barnalæsing á stillingum • stafrænn upplýsingaskjár • fjórfalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfiog sem gufuofn.

BE

73

14

40

1-M

Fjölkerfa blástursofn með hraðhitaker�, sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni.Íslensk notendahandbók.9 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt • grill og blástur • hraðhitun• barnalæsing á stillingum • rafeindaklukka• sökkhnappar • þrefalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið.Einnig fáanlegur með sjálfhreinsiker� oginnbyggðum kjöthitamæli.Íslensk notendahandbók.

BE

53

03

07

1-M

Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur ogauðveldur í notkun og allriumgengni.Íslensk notendahandbók.8 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt• grill og blástur • rafeindaklukka • sökkhnappar• þrefalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið.Íslensk notendahandbók.

BE

30

03

00

1-M

„Afburða hönnun“

3 LÍNAN 5 LÍNAN 7 LÍNAN 9 LÍNAN

Nýju ofnarnir frá búa y�r miklum �ölbreytileika í lögun og leikni.Nýtanlegt innra rými ofnanna er nú 30% stærra en áður og eru þeir nú 74 lítrar

að stærð án þess að ummál þeirra ha� aukist.

AÐ ELDA MEÐ Þegar þú eldar með AEG máttu búast við framþróaðri tækni, �ottri hönnun og �ölmörgumstillingarmöguleikum sem bjóða upp á svo margt, margt �eira.

FULLKOMIN HÖNNUNAEG ofnarnir eru hannaðir til að skara fram úr á öllum sviðum. Þeir eru einstaklega �ölhæ�r,áreiðanlegir og þar að auki glæsilegir útlits.

AEG HELLUBORÐ AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUMNý glæsileg lína helluborða frá AEG býður upp á fullkomnustu tækni, hvort sem þú velur spansuðu-eða venjulegt hraðsuðuhelluborð eða fyrir gas þá er úrvalið mikið og útfærslurnar �ölbreyttar.

OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18OG LAUGARDAGA FRÁ 11-14

* 3

.5%

NT

ÖK

UG

JA

LD

HAFNARSTRÆTI 12 · ÍSAFIRÐI ·SÍMI 456 4751www.ormsson.is

Nú er tækifærið til að endurnýja:

Page 8: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

8 14 mars 2013

Þróunin í fiskeldi á næstu árum á Vestfjörðum mun opna ný tækifæri fyrir ýmsar hliðar-greinar í þjónustu við fiskeldiðsegir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

Elías Jónatansson hefur verið bæjarstjóri Bolungarvíkur-kaupstaðar síðan á miðju síð-

asta kjörtímabili, en þá slitnaði upp úr samstarfi K-lista og A-lista en samningar tókust síðan með A-lista og D-lista um myndun nýs meirihluta. Elías leiddi lista Sjálfstæðismanna í Bolungarvík við kosningarnar 2010, listinn fékk 4 fulltrúa og myndaði meirihluta með Bæjarmálafélagi Bol-ungarvíkur sem fékk 3 fulltrúa. Önnur framboð voru ekki í Bolungarvík. El-ías var fyrst spurður hvernig fjárhag Bolungarvíkurkaupstaðar væri háttað í dag.

Elías segir að tekist hafi á undan-förnum árum að ná ágætum tökum á fjármálum bæjarins. „Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 gerði ráð fyrir hagnaði og má gera ráð fyrir að það markmið gangi eftir. Fjárhagsáætlun ársins 2013 gerir einnig ráð fyrir að hagnaður verði af rekstri samstæðu A- og B- hluta bæj-arsjóðs og að reksturinn sé sjálfbær. Þriggja ára áætlun fyrir árin 2014 til 2016 gerir ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af heildartekjum ársins fari lækkandi þannig að við erum hóflega bjartsýn á gott jafnvægi í rekstrinum næstu árin og teljum okkur vera svona um miðbik sveitarfélaga á Íslandi bæði hvað reksturinn og skuldirnar varðar.”

Íbúatala bæjarins er tæplega eitt þús-und manns. Er það nægjanlega mann-margt sveitarfélag til að veita íbúum þá þjónustu sem nútímamaðurinn krefst af því sveitarfélagi sem hann býr í?

„Allt er þetta afstætt. Nútímamaður-inn sem býr í 1000 manna sveitarfélagi gerir sér fulla grein fyrir að þar kann að vanta eitthvað sem hægt er að finna í 10 þúsund manna byggð eða 100 þús-und manna borg. Ég tel hinsvegar að þjónusta sveitarfélagsins við íbúa, unga sem aldna, standist vel samanburð við önnur sveitarfélög. Stærri sveitarfélög eru kannski með marga grunnskóla, marga leikskóla, tónlistarskóla, íþrótta-hús og sundlaugar á meðan við höfum eitt af hverju. Það þarf hinsvegar alls ekki að þýða að okkar þjónusta sé lakari. Öll þjónusta sveitarfélagsins er innan seilingar íbúanna og er í raun-inni í göngufæri. Því er hinsvegar ekkert að leyna að það getur reynst dýrara að veita góða þjónustu í litlum byggðum en stórum og þá reynir á að forgangsraða hlutum. Stundum þarf hreinlega að bíða með framkvæmdir vegna þess að þjónustan við íbúana gengur fyrir.

Önnur opinber þjónusta sem ekki er í sveitarfélaginu sjálfu er einnig skammt undan. Það er t.d. einungis 10

mínútna akstur í fullkomið sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, sem er gríðarlega mikilvægur hlekkur í þjónustu við íbúana á norðanverðum Vestfjörðum.”

Sameining Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar hefur stundum verið til umræðu. Hefur aldrei verið nein alvara í þeirri umræðu, og hafa jarð-göng milli þessara bæjarfélaga dregið úr mögulegri sameiningu, sem kannski var aldrei til staðar?

„Því er fyrst til að svara að umræðan

um sameiningu hefur hingað til yfir-ileitt komið utanfrá eða jafnvel ofanfrá. Stundum hefur því jafnvel verið haldið fram að sameina ætti með valdi. Slík umræða er ekki vænleg til árangurs við að sannfæra íbúa um ágæti sam-einingar. Eina leiðin til að sannfæra íbúanna er að sýna þeim fram á að hagur þeirra vænkist við sameiningu. Það hefur þeim sem vilja sameina ekki farist vel úr hendi hingað til.

Þú spyrð hvort aldrei hafi verið alvara í þeirri umræðu.Því er til að

svara að gerð var úttekt á kostum og göllum sameiningar sem lauk í maí 2010, á vegum svokallaðrar 100 daga nefndar. Að þeirri vinnu komu bæði fulltrúar minni- og meirihluta sveit-arstjórna sveitarfélaganna þriggja, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðar-bæjar og Súðavíkurhrepps. Þeir full-trúar skipuðu 100 daga nefndina og greindu fjármál sveitarfélaganna ásamt sérfræðingum. Þá kom að vinnunni fjöldi fólks, margir tugir, úr nefndum sveitarfélaganna sem vann mikla vinnu

í starfshópum við að meta hugsan-leg áhrif sameiningar á þjónustuna á ýmsum sviðum. Gerð var SVÓT greining og settar fram sviðsmyndir um hugsanleg áhrif sameiningar.

Niðurstöðurnar voru teknar saman af ráðgjöfum í skýrslu sem nefnd hefur verið „Skýrsla hundraðdaganefndar” og finna má á vef Bolungarvíkurkaup-staðar.

Niðurstaðan var ekki einhlít eins og segir í skýrslunni um þessa vinnu. Það var einfaldlega ekki svo að sam-eining væri klárlega eini kosturinn í stöðunni. Ef litið er á fjárhagslegu hliðina eingöngu þá var niðurstaðan sú að hagræðingin væri nálægt 5000 krónur á hvern íbúa sveitarfélaganna á ári. Því má líta á það sem ákveðinn fórnarkostnað við það að sameinast ekki. Hagræðingin væri í heildina 1 til 2% af skatttekjum sveitarfélaganna á ári. Það að segja að niðurstaðan sé ekki einhlít má kannski skýra á ein-faldastan hátt með því að segja að sam-eining breytti nánast engu fyrir stærsta sveitarfélagið öðru en því að ákveðin hagræðing yrði í rekstrinum, hún væri m.ö.o. jákvæð. Fyrir Bolungarvík komu fram nokkrir neikvæðir fjárhagslegir þættir sem ekki verður litið framhjá, en niðurstaðan var sú að skuldir pr. íbúa hækkuðu, og sameinaða sveitar-félagið yrði ver í stakk búið til að greiða af skuldum sínum en Bolungarvíkur-kaupstaður og hefði því í raun minni getu til framkvæmda, mælt í krónum á íbúa. Þetta stafar m.a. af því að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga myndu lækka. Rétt er hinsvegar að taka fram að það var ekkert sem benti til þess að þjónustan yrði lakari í Bolungarvík ef sameinað yrði.”

Bolvíkingar sjálfum sér nógirBæjarstjóri segir að Bolvíkingar hafi í gegnum árin lagt mikla áherslu á að vera sjálfum sér nógir. Samgönguleysið framan af hefur þar valdið miklu, en vegurinn um Óshlíð opnaði ekki fyrr en árið 1950. Það sé einfaldlega ríkt í Bolvíkingum að vilja ráða sínum mál-um sjálfir.

„Mörgum kann að finnast þetta lítil-vægt og kannski er þetta frekar tilfinn-ingalegt mat en áþreifanleg niðurstaða. Áður en hrapað er að slíkri niðurstöðu ættu menn samt að líta til þeirrar um-ræðu sem uppi er um hverfafélög, hverfjastjórnir, íbúasamtök osfrv. sem stofnuð eru fjölkjarna- eða stórum sveitarfélögum til að „standa vörð”

Sérstakt fagnaðarefni að nú er að fara hér af stað framleiðsla á afurðum úr mjólk, sem ætlaðar eru fólki sem glímir við mjólkuróþol. Fyrirtækið er tilbúið með vörur sem það hefur þróað og ætlar að hefja framleiðslu um mitt þetta ár ef áætlanir ganga eftir. Þá er annað fyrir-tæki í burðarliðunum sem ætlar að fara að framleiða vörur úr þorsklifur.

Bolungarvík séð frá Óshyrnu, Traðarhyrna í baksýn.

Page 9: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

14 mars 2013 9

um hagsmuni íbúana í viðkomandi byggðarlagi/hverfi eða jafnvel að koma fram fyrir þeirra hönd. Þetta hlutverk hefur bæjarstjórn lítils byggðarlags með höndum, er hreinlega kjörin til þess og bæjarstjórinn er málsvarinn. Staðreyndin er einfaldlega sú að það eru mjög fáir Bolvíkingar sem tala fyrir sameiningu þessi misserin.

Jarðgöng skapa sam-þjöppun svæðisins í eitt atvinnusvæðiVarðandi jarðgöngin þá var því alltaf haldið til haga að þau væru forsenda þess að hægt væri yfirleitt að ræða sam-einingu, en sameining væri þó ekki skilyrði fyrir jarðgöngum, enda göngin byggð fyrst og fremst með öryggis-sjónarmið í huga. Samþykki íbúanna væri hinsvegar ófrávíkjanlegt skilyrði og þannig er það enn. Það er ekkert vit í sameiningu bara sameiningarinnar vegna og alls ekki nema með samþykki íbúanna, svo einfalt er það. Jarðgöngin fóru hinsvegar strax að hafa áhrif á samþjöppun svæðisins í eitt atvinnu-svæði. Samstarf á milli sveitarfélag-anna á ýmsum sviðum er að aukast, t.d. í hópíþróttum og nýtingu íþróttamann-virkja. Þessi samvinna eykst hægt og hljótt og án mikilla hnökra að ég held. Sú leið er happadrjúg.”-Hvernig er atvinnuástandið? Er það of einhæft, er þörf á meiri fjölbreytni til að laða að fleiri til að setjast að í Bolungarvík?

„Atvinnulífið er of einhæft í Bol-ungarvík eins og reyndar í flestum bæjarfélögum á landsbyggðinni. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er að fara hér af stað framleiðsla á afurðum úr mjólk, sem ætlaðar eru fólki sem glímir við mjólkuróþol. Fyrirtækið er tilbúið með vörur sem það hefur þróað og ætlar að hefja framleiðslu um mitt þetta ár ef áætlanir ganga eftir. Þá er annað fyrirtæki í burðarliðunum sem ætlar að fara að framleiða vörur úr þorsklifur. Þá eru hér nokkur fyrir-tæki sem eru í ferðamannabransanum, svo dæmi sé tekið. Sjávarútvegsfyr-irtækin, bæði útgerðin og vinnslan, eru okkur þó lang mikilvægust og skila langflestum störfum í bæjarfélagið og flestum krónum í kassa bæjarsjóðs. Þá eru hér þjónustufyrirtæki sem orðin eru rótgróin sem tryggja ákveðna fjöl-breytni í störfum.”

Kynni frekari sameining sveitarfé-laga á Vestfjörðum og jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar að hafa örvandi áhrif á atvinnulífið á Vest-fjörðum? Er möguleiki á meira sam-starfi sveitarfélaganna til að örva og bæta atvinnulífið? Í hverju?

„Jarðgöng á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ásamt þeim vegabótum sem þarf að gera á Dynjandisheiði til að leiðin verði greiðfær allt árið munu að sjálfsögðu hafa örvandi áhrif á at-vinnulífið. Vestfirðir eiga mikið inni í ferðamennsku og uppbyggingu at-vinnutækifæra sem tengjast henni.Þróunin í fiskeldi á næstu árum bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum mun svo opna ný tækifæri fyrir ýmsar hliðargreinar í þjónustu við fiskeldið, eða hleypa af stað fyrir-tækjum sem líta má á sem afsprengi fiskeldisins. Möguleikar slíkra fyrir-tækja til að dafna aukast til muna með bættum samgöngum.

Sameining sveitarfélaga ein og sér er í sjálfu sér ekki skilyrði til að örva at-vinnulíf fyrr en kemur að mjög stórum framkvæmdum eða fyrirtækjum. Þá á ég við eitthvað í líkingu við það sem gert var á Austurlandi þar sem sameining sveitarfélaga var hreinlega forsenda þess að hægt var að taka við jafn stóru verkefni og álverinu og því sem því fylgir. Ég efast ekki um að ef við stæðum hér frammi fyrir við-líka tækifæri til eflingar byggðar þá mundu menn taka annan pól í hæð-ina varðandi sameiningarmálin. Það sem sveitarfélögin geta hinsvegar gert óháð sameiningu er að standa vel að og vinna saman að skipulagsmálum fyrir atvinnulífið og þá ekki síst að skipulagi svæðisins í heild.”

Rangt að ástand vega á norðanverðum Vestfjörð-um sé almennt bágboriðVar til staðar vitneskja í sveitarstjórn-um um ástand vega á Vestfjörðum sem virðist vera afar bágborið, eða var þrýstingur frá sveitarfélögunum um nýlagningu á kostnað eðlilegs viðhalds?

„Það má öllum vera ljóst að vitneskja um bágborið ástand vega á Vestfjörðum hefur verið fyrir hendi í mjög langan tíma. Þá er ég sérstaklega að tala um ástandið á sunnanverðum Vestfjörðum og á þeim vegum sem tengja saman norðanverða og sunnanverða Vestfirði.

En ef þú ert að spyrja sérstaklega um það ástand sem skapast hefur á norðan-verðum Vestfjörðum vegna einstakra vegakafla verður svarið kannski ör-lítið flóknara. Þörfin á endurnýjun elsta hluti vegarins, frá Ísafjarðardjúpi í Hestfirði yfir Eiðið um Seyðisfjörð og fyrir Kambsnes, hefur verið tals-vert í umræðunni í mörg ár, en ekki verið í mesta forgangi á meðan enn var verið að berjast fyrir bundnu slitlagi í Djúpinu. Þessi hluti vegarins ásamt Súðavíkurhlíð er klárlega kominn efst á blað í dag.

Þótt framtíðarsýnin séu jarðgöng sem taki við af veginum um Súðavíkur-hlíð þá þarf að bregðast strax við þeim vandamálum sem þar hafa komið upp. Þar virðist það vera burðarlagið í veg-inum sem stenst illa mikla vatnavexti eða þíðu að undangengnu miklu frosti þannig að vatn nær ekki að síga eðlilega úr veginum.

Vandamálið sem sýndi sig í skemmdum á slitlagi á Súðavíkurhlíð er í raun bæði staðbundið og tímabundið. Það hefur hinsvegar þau afdrífaríku áhrif að flutningaleið sem er 450 km löng fær í á sig þungatakmarkanir vegna kafla sem er kannski 5 til 10 km langur. Þessu þarf auðvitað að kippa í liðinn strax í sumar. Spurningunni um það hvort ástandið á Súðavíkur-hlíð megi kenna ofuráherslu sveitar-stjórnarmanna á nýlagningar svara ég hiklaust neitandi. Það gera sér allir grein fyrir að uppbygging vegakerfis-ins á Vestfjörðum hefði í raun þurft að taka skemmri tíma og þeir sem starfa að sveitarstjórnarmálum hafa allir lagst á eitt til að svo mætti verða. Það er hinsvegar mikilvægt að þegar upp koma vandamál á borð við það sem komið hefur upp á Súðavíkurhlíð að hægt sé að bregðast við tafarlaust með fjárveitingu og leysa það.

Ég held reyndar að það sé rangt að fullyrða að ástand vega á norðan-verðum Vestfjörðum sé bágborið. Ástandið á einstökum stuttum vega-köflum er hinsvegar bágborið nokkra daga á ári, úr því þarf að bæta strax. Um leið má þó ekki missa sjónar á því langtímamarkmiði að jarðgöng leysi af veginn um Súðavíkurhlíð.”-Er þjónusta opinberra stofnanna sem eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu alltaf sem skyldi gagnvart íbúum á landsbyggðinni? Ef um brotalöm er að ræða, hvar er hún helst?

Elías Jónatansson bæjarstjóri seg-ist ekki viss um að alltaf sé hægt að draga línuna á svo einfaldan hátt á milli landsbyggðar og höfuðborgar. „Við fáum af því fréttir í fjölmiðlum þegar fólk lendir í vandræðum í baráttu sinni við kerfið, alveg óháð búsetu. Öllum má þó vera ljóst að það getur verið mun flóknara, tímafrekara erfiðara og síðast en ekki síst dýrara að rekast í málum í fjarlægð. Það er mjög erfitt að benda á eitthvað eitt atriði, en margir þekkja dæmi um baráttu við kerfið sem kalla mætti brotalöm í því.

Hættulegasta brotalömin er í rauninni sú að farið sé afdrífaríkar breytingar í þjónustu við landsbyggð-ina án þess að búið sé að kryfja mál til mergjar. Besta dæmið um slíkt er þegar til stóð að fara í gríðarlegan niðurskurð á sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir tveimur árum. Búið var að gera áætlun um mik-inn niðurskurð sem spara átti stórar fjárhæðir. Þegar betur var að gáð þá kom í ljós að sparnaðurinn yrði aðeins brot af því sem lagt var upp með. Í raun var aðallega um tilflutning á störfum að ræða, af landsbyggðinni og suður. Það var fyrst og fremst baráttu heimna-manna að þakka að tókst að koma í veg fyrir að stórt skarð yrði höggvið í þá góðu heilbrigðisþjónustu sem hér er til staðar með ófyrirséðum afleiðingum fyrir búsetuskilyrðin hér. Þessa brota-löm má laga með þvi að gæta þess að hafa heimamenn með í ráðum áður en ráðist er í miklar breytingar,” segir Elías Jónatansson.

Smástundasafnið í EdinborgarhúsinuSmástundarsafnið sem hafði

boðað komu sína á veturnætur í byrjun nóvember á síðasta ári

mun koma í Edinborgarhúsið næsta laugardag, 16. mars. Safnið varð veð-urteppt í Reykjavík í nóvember og komst því aldrei vestur. Þema safnsins er að þessu sinni SKEMMTUN sem er Ísfirðingum ekki ókunn athöfn. Skemmtanalíf á Ísafirði er og var þekkt fyrir mikið fjör þar má nefna böllin í Gúttó, mýrarboltann, og hin víðfrægu þorrablót svo eitthvað sé nefnt. Smástundarsafnið leggur mikið upp úr því að allir viti af því og komi með sína minningu/sögu. Með það að leiðarsljósi vonast safnið til þess að jafnt Vestfirðingar og nýbúar á svæðinu láti sjá sig en þess vegna er mikilvægt að kynningartextinn sé á íslensku, ensku og pólsku þar sem safnið vill skrá sögu þeirra sem búa á svæðinu.

Safnið byggir alfarið á þátttöku þeirra sem mæta og felst starfsemin í því að safngestir komi með hlut sem þeim er hjartfólginn og tengist þem-anu Skemmtun. Smástundarsafnið myndar samræðuvettvang þar sem þátttakendur segja frá hlutnum sem komið er með og skrá sögu hans. Tekin verður af honum ljósmynd og

hún birt ásamt frásögninni á heima-síðu safnsins: smastundarsafnid.wordpress.com

Markmið Smástundasafnsins er fyrst og fremst að skapa ánægjulega stund þar sem fólk getur komið og deilt minningum hvert með öðru. Smástundasafnið sér um að koma koma þessum frásögnum út í um-heiminn og auka vægi sögu fólksins í landinu.

Frá uppákomu á vegum smástundasafnsins.Elías Jónatansson, bæjarstjóri.

Besti febrúarafli Bolungarvíkurbáta síðustu 10 áraLandaður afli í Bolungarvíkur-

höfn í febrúar sl. var rétt tæp 1.100 tonn og er það besti febr-

úar mánuður hafnarinnar í a.m.k. 10 ár. Aflabrögðin í febrúar hafa verið sérlega góð, sérstaklega í ljósi þess að tveir af aflasælustu smábátum Bolvíkinga, Fríða Dagmar og Bliki, hafa róið frá Rifi á Snæfellsnesi seinni hluta mánaðarins. Af stærri bátum var Þorlákur ÍS aflahæstur í febrúar með 224 tonn í 6 veiðiferðum en Val-björn ÍS var með 103 tonn í 5 veiði-ferðum. Af smærri bátum var Hrólfur Einarsson ÍS aflahæstur með 162 tonn í 26 róðrum og er afli bátsins fyrstu tvo mánuði ársins orðinn rúmlega 300 tonn.

Einar Hálfdáns ÍS fór oftast á sjó

allra báta í febrúar og urðu róðrar bátsins 27 talsins og var Einar Hálf-dáns því aðeins einn dag í landi í febrúar. Einar Hálfdáns ÍS var þannig með 117 tonn í 27 róðrum í febrúar. Sirrý ÍS átti einnig góðan mánuð og var aflinn 109 tonn í 24 róðrum en báturinn réri frá Rifi síðustu tvo daga mánaðarins. Siggi Bjartar ÍS fór í 22 róðra í febrúar og var afli báts-ins 94 tonn. Þá var Bliki ÍS með 88 tonn í 18 róðrum og Fríða Dagmar ÍS með 86 tonn í 12 róðrum en báðir þessara bátu réru frá Rifi seinni hluta mánaðarins. Af rækjubátum var Páll Helgi ÍS aflahæstur með 36 tonn í 19 róðrum en Eiður ÍS var með 17 tonn í 8 róðrum. Þá var Hjörtur Stapi ÍS með tæp 9 tonn á handfæri í 9 róðrum.

Page 10: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

10 14 mars 2013

KALDIR DAGARTILBOÐ Á ÖLLUM KÆLISKÁPUM!

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps:

Öryggismál í forgangi þegar kemur að forgangsröðun verkefna í samgöngumálumSúðavíkurhreppur er fremur stórt

sveitarfélag að landflæmi, nær frá Álftafirði inn í Ísafjörð. Íbúium

hefur heldur fækkað síðustu ár, voru 205 í árslok 2009 en 182 1. desember sl. Ómar Már Jónsson er sveitarstjóri Súða-víkurhrepps. Í vetur hafa samgöngur milli Súðavíkur og Ísafjarðar oft verið stopular vegna fannfergis og snjóflóða-hættu í Súðavíkurhlíð, en jafnframt hafa samöngur um Ísafjarðardjúp suður um Dali til Reykjavíkur verið tepptar. Nýr vegur um Þröskulda hefur þar oft ekki verið nein undantekning.

Ómar Már sveitarstjóri var spurður hvort jarðgöng um Súðavíkurhlíð væri talið mikilvægara verkefni fyrir íbúa Súðavíkur en bættar samgöngur suður um á höfuðborgarsvæðið? Af hverju?

Sveitarstjóri segir Vestfirði hafa verið mikið á eftir í samgöngumálum undan-farna áratugi þegar borið er saman við aðra landshluta. Það séu ekki nema um þrjú ár síðan Vestfirðingar gátu keyrt frá höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði til Reykja-víkur á bundnu slitlagi alla leið.

„Við forgangsröðun verkefna í sam-göngumálum hef ég alltaf talið að ör-yggismál eigi að vera í fyrsta sæti og samgöngubætur sem fela í sér að stytta vegalengdir í öðru sæti. Vissulega er ekki hægt að horfa fram hjá því að miklar samgöngubætur áttu sér stað á Vest-fjörðum fyrir nokkrum árum þegar vegurinn um Arnkötludal var opnaður og þegar Mjóifjörður var þveraður. Í dag má segja að vegurinn frá höfuðborginni til höfuðstaðs Vestfjarða sé orðinn mjög góður og öruggur og aðeins ein stór hindrun á þeirri leið sem er vegurinn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Er það vegna tíðra snjóflóða um vetur og grjóthruns á öðrum tímum ársins og hefur verið sýnt fram á að sá kafli er einn hættulegasti þjóðvegur landsins.

Bara á Súðavíkurhlíðinni eru þekkt um 22 snjóflóðagil sem fellur úr við minnsta tilefni og oftar en ekki lokar helstu samgönguleiðinni við höfuð-stað Vestfjarða. Það gerist ítrekað á hverjum vetri og nú síðast milli jóla og nýárs var vegurinn lokaður í hátt í

fjóra sólarhringa. Við lokanir þá teppast allar bjargir og aðföng til og frá Ísafirði og er sú staða með öllu óásættanlegt fyrir atvinnulíf, íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og þá sem eiga leið inn á norðanverða Vestfirði.”

Tvöfaldar árlegar dánarlíkur„Veðurstofa Íslands gerði árið 2006 úttekt á veginum um Súðavíkurhlíð og Kirkju-bólshlíð „Mat á hættu vegna snjóflóða og grjóthruns á vegum milli Súðavík-ur og Bolungarvíkur” en úttektin var unnin af Hörpu Grímsdóttur árið 2006. Niðurstaða úttektarinnar var að fyrir þá sem ferðast daglega um Kirkjubóls-hlíð og Súðavíkurhlíð er snjóflóða- og grjóthrunshættan nálægt því að tvöfalda árlegar dánarlíkur í umferðinni, þ.e. miðað við meðaldánarlíkur Íslendinga í umferðinni). Fram er komin þings-ályktunartillaga um að jarðgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar verði sett án tafar inn á Samgönguáætlun og verði farið í þá framkvæmd í beinu framhaldi af jarðgöngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þetta er alls ekki einkamál Vestfirðinga heldur sameiginlegt hags-munamál okkar allra, sem felur í sér að laga síðasta kaflann á leiðinni með jarðgöngum.”

Ófyrirséð útgjöld vegna eldgosa, gróðurelda, vatna-vaxta og síldardauðaGæti sameining Súðavíkurhrepps við Ísafjarðarbæ verið nauðsynleg í komandi framtíð vegna smæðar sveitarfélagsins og áfalla sem það hefur orðið fyrir, eins og vegna brunans í Laugardal og ýmissar

þjónustu við íbúa sem ef til vill er ekki hægt að veita i dag?

„Það sem kemur mér á óvart er að nefna sameiningu sveitarfélaga á sama tíma og gróðurelda í Laugardal. Á Vest-fjörðum eins og víðast hvar, er mikil og góð samvinna milli sveitarfélaga þegar kemur að útköllum slökkviliða. Í gróður-eldunum í Laugardal í ágúst sl. áttu fjögur slökkvilið gott samstarf um slökkvi-starfið, þar sem slökkvilið Súðavíkur, Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Stranda-byggðar unnu að því að ná niðurlögum mjög erfiðara gróðurelda sem voru með stærstu gróðureldum á landinu.

Sameining sveitarfélaga kemur ekki í veg fyrir gróðurelda, náttúruhamfarir eða annað sem veldur óvæntum íþyngj-andi kostnaði og er mér ekki kunnugt um að neitt sveitarfélag geri ráð fyrir kostnaði í sínum fjárhagsáætlunum. Slík tjón eru því miður nokkuð algeng og undanfarin ár höfum við mátt horfa upp á ófyrirséð útgjöld hjá bæði stórum sem litlum sveitarfélögum vegna ófyrir-séðra atvika eins og eldgosa, gróðuelda, síldardauða í Kolgrafafirði og vatna-vaxta.

Þegar vátryggingasjóðir greiða ekki fyrir slík tjón hafa stjórnvöld oftar en ekki komið að þeim með fjárhagslegum stuðningi. Er það kannski ekki heppi-legasta leiðin og mikilvægt að koma slíkum málum í fastan farveg þar sem allir sitji við sama borð. Í því sambandi er verið að skoða stofnun Hamfara-sjóðar sem ætlað er að standa straum að kostnaði vegna tjóna sem ekki fæst bætt úr vátryggingum og væri það fyrir allar stærðir sveitarfélaga sem verða fyrir óvæntum útgjöldum vegna hamfara.”

Stórt atriði í árangursrík-um sameiningum sveitarfé-laga eru samgöngumálinSveitarstjóri segir að varðandi samein-ingar sveitarfélaga sé hann hlynntur frjálsum sameiningum sveitarfélaga og sjálfsagt að meta það hverju sinni, hver væri ávinningurinn og hvað mundi tapast við slíkar breytingar. „Stórt at-riði í árangursríkum sameiningum er að samgöngumálin séu í lagi, að íbúar geti horft á sameinað svæði sem eitt heilstætt atvinnu- og búsetusvæði sem er í skýr forsenda þess að sameining geti verið til góða fyrir bæði sveitarfélög-in. Þannig tel ég að með jarðgöngum á milli fjarðanna tveggja væru komnar góðar forsendur fyrir sameiningu við Ísafjarðarbæ sem væri með ávinningi fyrir bæði sveitarfélögin,” segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri.

Ómar már Jónsson sveitarstjóri.

súðavík.

Söngkeppni Samfés:

Frábær flutningur Tópas frá Bolungarvík á „Guð hjálpar fólki“Stelpur úr félagsmiðstöðinni

Tópas í Bolungarvík voru full-trúar Vestfirðinga á Söngkeppni

Samfés sem fram fór í Laugardals-höllinni 2. febrúar sl., en þar mættu keppendur frá 30 félagsmiðstöðum víðs vegar að af landinu. Það var að-dáunarvert hversu mikinn metnað krakkarnir höfðu lagt í flutning lag-anna, sama hvort um einsöng var að ræða eða stærri hópur með hljómsveit.

Frá Tópas komu þær Eygló Inga Baldursdóttir, Hugrún Embla Sig-mundsdóttir, Kristín Helga Hagbarðs-dóttir, Anna Margrét Hafþórsdóttir og Amel Rós Magnúsdóttir. Þær fluttu lagi sem upprunalega var með Cherry Ghost og hét þá „People help

the people” (hefur líka verið vinsælt með Birdy), en þær íslenskuðu textann og kölluðu lagið „Guð hjálpar fólki.”

Margrét Stella Kaldalóns úr félags-

miðstöðinni Frosta í vesturbæ Reykja-víkur sigraði. Margrét Stella söng lagið „Ást í leynum.” Lagið heitir uppruna-lega Uncover í flutningi Zara Larson.

stelpurnar frá Tópas á sviði.

Page 11: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

64

5

Hvíldu þig vel fyrir brottförog geymdu bílinn frítt hjá okkur

Icelandair hótel í Keflavík, Hafnargata 57, KeflavíkNánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 421 5222

Verð fyrir tveggja manna herbergi

16.700 kr.Innifalið í verði er:•Morgunverðurfrákl.5-10• Stæðiíbílageymsluíalltaðþrjárvikur• Tjöru-ogsalthreinsunábílnumviðkomu• Aksturáflugvöllinn

Þú getur sparað tíma, fyrirhöfn og peninga með því að gista á Icelandair hótel í Keflavík kvöldið áður en ferðalagið hefst.

Meiri þægindi, minni áhyggjur.

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

64

5

Hvíldu þig vel fyrir brottförog geymdu bílinn frítt hjá okkur

Icelandair hótel í Keflavík, Hafnargata 57, KeflavíkNánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 421 5222

Verð fyrir tveggja manna herbergi

16.700 kr.Innifalið í verði er:•Morgunverðurfrákl.5-10• Stæðiíbílageymsluíalltaðþrjárvikur• Tjöru-ogsalthreinsunábílnumviðkomu• Aksturáflugvöllinn

Þú getur sparað tíma, fyrirhöfn og peninga með því að gista á Icelandair hótel í Keflavík kvöldið áður en ferðalagið hefst.

Meiri þægindi, minni áhyggjur.

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

ENNE

MM /

SÍA /

NM5

4645

Hvíldu þig vel fyrir brottförog geymdu bílinn frítt hjá okkur

Icelandair hótel í Keflavík, Hafnargata 57, KeflavíkNánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 421 5222

Verð fyrir tveggja manna herbergi

16.700 kr.Innifalið í verði er:•Morgunverðurfrákl.5-10• Stæðiíbílageymsluíalltaðþrjárvikur• Tjöru-ogsalthreinsunábílnumviðkomu• Aksturáflugvöllinn

Þú getur sparað tíma, fyrirhöfn og peninga með því að gista á Icelandair hótel í Keflavík kvöldið áður en ferðalagið hefst.

Meiri þægindi, minni áhyggjur.

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

Page 12: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

12 14 mars 2013

ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ?Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu.

Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.isFormbólstrun

Víkurhvarf 5

Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel

STÁLGRINDAHÚSFjöldi stærða og gerða í boði

Stærð palls 2,55 x 8,60 m

Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti

Weckman flatvagnar / löndunarvagnar

RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNARStærð palls 2,55 x 8,6m

Vagnar 6,5 - 17 tonn.Verðdæmi:8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.

Weckman sturtuvagnar

STURTUVAGNARBurðargeta 6,5 – 17 tonn

þak og veggstál galvaniserað og litað

Bárað• Kantað• Stallað•

Fjöldi lita í boði

Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 [email protected]

Víkurhvarf 5

SK

ES

SU

HO

RN

201

2

Fyrsti heimaleikur BÍ/Bolungarvík á Íslandsmótinu gegn Þrótti ReykjavíkLeikmenn BÍ/Bolungarvíkur í 1.

deild karla í knattspyrnu búa sig nú af kappi undir sumarið.

Fyrsti leikur félagsins er 9. maí nk. gegn Völsungi á Húsavíkurvelli en fyrsti heimaleikurinn er gegn Þrótti Reykjavík 18. maí.

BÍ/Bolungarvík hefur spilað þrjá leiki í Lengjubikarnum. Liðið tap-aði fyrir Víkingi Ólafsvík 3:0, gegn Grindavík með sömu markatölu en gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Næsti leikur er gegn FH næsta laugar-dag, 16. mars, á Akranesvelli, gegn ÍBV á sama velli 23. mars, gegn Tindastóli á Leiknisvelli 6. apríl og gegn Fylki 13. apríl á heimavelli, Torfnesvellinum.

Boðaðar strandsiglingar er bylting fyrir framleiðslufyrirtækin á svæðinuAtvinnumálanefnd Ísafjarðar-

bæjar starfar að atvinnu- og ferðamálum. Nefndin vinnur

að eflingu atvinnulífs í Ísafjarðarbæ og aukningu á samkeppnishæfni þess. Nefndin gerir tillögur til bæj-arstjórnar um aðgerðir og úrbætur í atvinnumálum. Hlutverk nefndar-innar er einnig að stuðla að samstarfi fyrirtækja á svæðinu og nýta tengsl við hagsmunasamtök í atvinnu- og ferðamálum. Nefndin hefur einnig það hlutverk að hvetja fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri, t.d. með veitingu viðurkenninga.

Formaður atvinnumálanefndar er Ingólfur Þorleifsson á Suðureyri. Hann segir að atvinnuleysi á Vest-fjörðum í janúarmánuði s. hafi verð 3,2%, það næstlægsta á landinu öllu, en 2% eru án atvinnu á Norðurlandi vestra. 106 voru þá án atvinnu á Vest-fjörðum öllum. Í Ísafjarðarbæ, sem samanstendur af nokkrum byggða-kjörnum er atvinnuástandið nokkuð mismunandi, fjöldinn mestur á Ísa-firði enda fólksfjöldinn þar lang-mestur.

„Það hefur auðvitað fækkað nokkuð fólki hérna á Vestfjörðum og nokkur frystihús hætt starfsemi. En það er þó enginn einhlít skýring á þessu tiltölu-lega góða atvinnuástandi. Hér er t.d. rækjuverksmiðjan Kampi sem er eina rækjuverksmiðja landsins sem er að vinna rækju af einhverjum krafti. Það hefur verið jöfn og stöðug vinna þar en þeir eru með sín eigin skip sem eru

á veiðum, m.a. fyrir norðan land, og svo hafa þeir verið að kaupa rækju af öðrum skipum, m.a. norskum. Frysti-húsin á Suðureyri og í Hnífsdal hafa nánast ekki misst úr dag í vinnslu, segir Ingólfur Þorleifsson.

Má segja að það geti allir fengið vinnu sem það vilja?„Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þeir sem hafa áhuga að fá vinnu og hafa til þess getu fá vinnu, en í hverri viku er verið að óska eftir fólki í ýmiss störf. En auvitað hafa margir menntað sig til ákveðinna starfa og vilja helst fá atvinnu við það hæfi. Ég tel því að at-vinnumálin hér á Ísafirði séu í nokkuð góðum farvegi.”

Hefur atvinnumálanefnd vakið athygli á ástandi vega almenn á norðan-verðum Vestfjörðum, en nýlega voru settar á þungatakmarkanir sem hindr-uðu flutning á framleiðsluvörum fyrir-tækja á Ísafirði á markað fyrir sunnan eða erlendis?

„Bæði bæjarstjórn og atvinnu-málanefnd hafa ályktað um ástand veganna hér. Þetta er stanslaus bar-átta hjá sveitarstjórnarfólki síðan ég fór að fylgjast með fyrir kannski 15 til 20 árum síðan að halda okkur inni í umræðunni um bættar samgöngur. Það mundi gjörbreyta ástandinu ef við fengjum heilsársveg á suðurf-irðina og best væri að fá jarðgöng allt frá Dýrafirði suður á Barðaströnd, t.d. í Vatnsfjörð með útskoti í Arnarfjörð.

Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eru á teikniborðinu en þau leysa bara hálfan vanda. Ef hægt væri að keyra framleiðsluvöruna allan ársins hring héðan á Brjánslæk, sparar bæði tíma og peninga.

Nú hafa bæði Samskip og Eimskip tilkynnt að skipafélögin ætla að hefja strandsiglingar, sem er bylting fyrir framleiðslufyrirtækin hér á svæð-inu. Það er búið að berjast fyrir því í mörg ár að strandsiglingar hefjist aftur. Eimskip ætlar að sigla vikulega hingað og Samskip á tveggja vikna fresti. Til þessa hafa flutningar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur iðulega verið dýrari en flutningar frá Reykja-vik til Evrópu. Þessu þarf að breyta,” segir Ingólfur Þorleifsson, formaður atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

BÍ/Bolungarvík í leik í Lengjubikarnum.

Ingólfur Þorleifsson.

Vatnsdalsbáturinn verður til sýnis á Hnjóti í sumarVatnsdalsbáturinn svokall-

aði, sem Hjalti Hafþórsson á Reykhólum hefur smíðað,

verður í sumar hafður til sýnis á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Pat-reksfjörð. Leifar hins upprunalega Vatnsdalsbáts fundust árið 1964 í kumli (legstað úr heiðnum sið) í Vatnsdal, sem einnig er við sunnan-verðan Patreksfjörð. Frá þessu er

sagt á heimasíðu Reykhólahrepps. Í greinargerð Þórs Magnússonar fornleifafræðings og síðar þjóðminja-varðar um kumlfundinn í Vatnsdal kemur fram, að þarna hafi sjö mann-eskjur verið heygðar, þrjár konur og fjórir karlar. Með þeim hefur hundur verið lagður. Í kumlinu var mikill fjöldi rónagla úr bátnum ásamt við-arleifum. Af öðru haugfé má nefna perlur úr steinasörvi, Þórshamar úr

silfri, fingurhring og armbauga úr bronsi, bronsbjöllu, kamba, blýmet, skrauthengi (kingu) úr bronsi, hníf og brýni.

Þór Magnússon telur að smíði bátsins sé vel af hendi leyst og smíð-isgripurinn bæði fallegur og vand-aður, en virðist umfram allt trúverðug mynd af þeim báti, sem einu sinni var, en gat nú aðeins að líta sem óljósa og óverulega mynd hins raunverulega.

Page 13: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

Helgi Vilhjálmsson, eldri borgariAlmenni lífeyrissjóðurinnGunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri.

Frjálsi lífeyrissjóðurinnArnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri.

Gildi lífeyrissjóðurÁrni Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

PIPA

R\TB

WA

- SÍ

A \

130

441

KJÓSUM ÞÁ SEM ÞORA AÐ BREYTA.

64DAGAR TIL

KOSNINGA!

Væruð þið tilbúnir til þess að deila baðherbergi hver með öðrum?Aðeins þriðjungur íbúa á öldrunarheimilum er með sér baðherbergi. Nú eru liðnir 17 mánuðir síðan ykkur var gefið leyfi til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði fyrir aldraða.

Hver ætlar að taka fyrsta skrefið?

Page 14: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

14 14 mars 2013

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða:

Þrenn vestfirsk verkefni hlutu styrkNýlega var úthlutað 150

milljónum króna úr Fram-kvæmdasjóði ferðamanna-

staða til 44 verkefna. Á næstu þremur árum mun sjóðurinn stóreflast en hann mun fá árlega 500 milljónir króna aukalega í tengslum við fjárfestingaá-ætlun ríkisstjórnarinnar til að standa fyrir löngu tímabæru viðhaldi, gróð-urvernd og uppbyggingu ferðamanna-staða. Tvo hæstu styrkinga, 20 milljónir króna, fóru að Stöng í Þjórsárdal vegna ásýndar og umhverfis og til Geysis í Haukadal vegna hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu. Öllum verkefn-unum er ætlað að stuðla að þeim mark-miðum sem sett voru með stofnun Framkvæmdasjóðsins. Þar ber hæst uppbyggingu, viðhald og verndum ferðamannastaða í opinberri eigu eða á náttúruverndarsvæðum um land allt.

Framkvæmdasjóður Skrúðs í Dýra-firði fékk 5 milljónir króna. Brynjólfur Jónsson formaður framkvæmdasjóðs-ins segir að árið 1996 hafi ákveðnum áfanga verið náð við endurnýjun garðsins. Þáverandi menntamálaráð-herra, Björn Bjarnason, afhenti við það tækifæri Ísafjarðarbæ garðinn til eignar. Framkvæmdasjóður Skrúðs gerði samning við Ísafjarðarbæ árið 2002 um varðveislu og rekstur garðsins sem hefur tryggt endurnýjun, viðhald og rekstur. Samstarf þessara aðila felur m.a. í sér að Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir og tekur þátt í rekstri garðsins, en auk þess er aðkoma sjóðsins með þeim hætti að árlega eru haldnir samráðsfundir með fulltrúa Ísafjarðarbæjar. Þá eru fagleg ráðgjöf og meiri háttar viðhaldsverkefni skoðuð með fagleg sjónarmið í huga.Fram-

kvæmdasjóður Skrúðs hefur látið gera deiliskipulag af umhverfi Skrúðs í þeim tilgangi að bæta aðkomu gesta. Sjóð-urinn hyggst hefja framkvæmdir við það verkefni á næsta ári með tilstyrk Fjárlaganefndar Alþingis og fleiri aðila.

Brynjólfur Jónsson segir að styrkur Framkvæmdasjóðs verði m.a. notaður til að þróa þjónustuhús, gera upp sal-erni, byggja verkfærageymslu og hefja skipulagsferli og standa fyrir hug-myndasamkeppni milli arkitektastofa.

Vatnavinir Vestfjarða hlutu 2,5 millj-ónir króna. Vatnavinir Vestfjarða er samstarfshópur í heilsutengdri ferða-þjónustu þar sem landeigendur, ferða-þjónar, stjórnsýsla og aðrir áhugamenn á Vestfjörðum vinna í nánu samstarfi með Vatnavinum og Atvinnuþróunar-félagi Vestfjarða sem hlúð hafa að fram-gangi verkefnisins. Markmiðið er að þróa vestfirskt aðdráttarafl á heimsvísu tengt náttúru, heilsu, baðmenningu og vatni og auka þannig verðmæta-sköpun innan svæðisins. Samstarfs-hópurinn Vatnavinir Vestfjarða hvetur til sjálfbærrar nýtingar náttúrulauga á Vestfjörðum og nýjunga í heilsuþjón-ustu er stuðla að fjölgun ferðamanna á Vestfjörðum á næstu árum. Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Vatnavinir Vestfjarða ætla að flagga vestfirskum náttúruauðlindum og leyfa ferðamann-inum að upplifa þannig náttúruperlur og menningu svæðisins í gegnum nátt-úrulaugar og vellíðunarþjónustu sem hópurinn mun þróa næstu árin.

Vesturbyggð og Umhverfisstofnun hlutu 1,5 milljónir króna vegna hönnunar áfangastaða á Bjargtanga. Berglind Sturludóttir arkitekt vinnur að deiliskipulagi svæðisins og segir hún að unnið sé að samningum við einkaaðila á svæðinu. Hún segir að málið þokist áfram, en um 95% þessara aðilda vinni að málinu af heilum hug. M.a. er hugmyndin að færa veginn í Hvallátrum þannig að hann liggi ekki gegnum þorpið, en málið þokist hægt áfram.

Umhverfisstyrkur frá LandsbankanumLandsbankinn veitti fyrir nokkru 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Veitt-ir voru 14 styrkir, sex að upphæð 500 þúsund krónur hver og átta að fjárhæð 250 þúsund krónur. Þetta er í annað sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélags-sjóði bankans. Þessir styrkir byggja á stefnu Landsbankans um samfélags-lega ábyrgð en bankinn hyggst flétta umverfismálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum saman við rekstur sinn. Mewðal styrkþega er Fram-kvæmdasjóður Skrúðs vegna endur-nýjunar merkinga og upplýsingaskilta í Skrúði í Dýrafirði.

Landvernd hlaut styrk til að vinna myndskeið með fræðslu um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á jarð-hitasvæðum. Samfélagssjóður Lands-bankans veitir fimm tegundir styrkja á hverju ári: afreksstyrki, námsstyrki, nýsköpunarstyrki, samfélagsstyrki, og umhverfisstyrki.

Dominos-deild karla:

KFÍ í baráttu að tryggja sæti sitt í deildinniKFÍ lék við Grindavík um síð-

ustu helgi á Ísafirði í Dom-inos-deild karla í körfubolta,

93-112, og er í neðsta sæti deildar-innar ásamt ÍR og Fjölni með 10 stig eftir 20 umferðir. Baráttan er því gríðarlega hörð milli þessara þriggja liða við að forðast fall í 1. deild. Stiga-

hæstur Ísfirðinga var Damier Erik Pitts með 37 stig, tók 9 fráköst og átti 5 stoðsendingar, Mirko Stefán Viri-jevic skoraði 28 stig og tók 7 fráköst og Tyrone Lorenzo Bradshaw skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Aðrir leik-menn skoruðu mun minna.

Tvær umferðir eru eftir í Dom-

inos-deild karla. KFÍ leikur í kvöld, 14. mars, við Stjörnuna í Garðabæ í Ásgarði en Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu á undanförnu og m.a. unnið bikarmeistaratitilinn svo það verður erfiður leikur. Síðasti leik-urinn er svo gegn KR á Ísafirði 17. mars nk. KFÍ hefur 8 sinnum leikið

í úrvalsdeild karla, fyrst árið 1997 og tvisvar komist í 8-liða úrslita-keppnina. Besti árangur félagsins er 3. sætið árið 1999. Það væri auðvitað afar miður ef liðinu tækist ekki að tryggja sætið sitt í úrvalsdeild karla og leika áfram í þeirri deild 2013 – 2014.

aðalhlið skrúðs vestanmegin og hópur nemenda og kennara úr Garðyrkju-skólanum, nú LBHÍ, undir gamla hvalbeininu sem er af langreyði.

Brynjólfur Jónsson, formaður Fram-kvæmdasjóðs skrúðs við afhendingu styrkjanna, sem steingrímur J. sig-fússon, atvinnuvegaráðherra, sá um. Hann bendir á kortinu á staðsetningu skrúðs.

Berglind sturludóttir arkitekt tók við viðurkenningu vegna deiliskipulags-vinnu á Bjargtöngum úr hendi stein-gríms sigfússonar, atvinnuvegaráð-herra.

Page 15: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur
Page 16: Húsnæði óskast BÍLSKÚRSHURÐIR OG Lágmarksaldur 18 ár …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vestfirðir-03-2013-LR.pdf · 14. mars 2013 3. tölublað 2. árgangur

www.samskip.com

Þann 18. mars verða þáttaskil í sjóflutningum af landsbyggðinni þegar Samskip hefja siglingar á nýrri leið sem tengir Akureyri, Ísafjörð og Reyðarfjörð beint við markaði í Evrópu. Við erum stolt af því að geta boðið innlendum og erlendum viðskiptavinum okkar þann hraða, hagkvæmni og sparnað sem hlýst af greiðari leið vörunnar til viðskiptavinarins.

> Öflugri landsbyggð í alfaraleið

Saman náum við árangri

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

56

156

Kollafjörður

Reyðarfjörður

ÍsafjörðurAkureyri

Cuxhaven

Aarhus

Varberg

Grundartangi

Reykjavík

Vestmannaeyjar

Immingham

Rotterdam