42
Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir Október 2016

Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

Hugvísindasvið

Siðferðileg hegðun dýra

Geta dýr verið siðferðilegir gerendur?

Ritgerð til BA prófs í Heimspeki

Guðrún Sóley Jónasdóttir

Október 2016

Page 2: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

2

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Heimspeki

Siðferðileg hegðun dýra

Geta dýr verið siðferðilegir gerendur?

Ritgerð til BA prófs í heimspeki

Guðrún Sóley Jónasdóttir

kt.: 261189-2759

Leiðbeinandi: Henry Alexander Henrysson

Október 2016

Page 3: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

3

Ágrip

Siðfræðilegar spurningar um það að hvaða leyti dýr geti talist siðferðilegir

einstaklingar gera oft greinarmun á þeim eftir getu og færni, bæði andlegri og

líkamlegri, í siðferðilegum aðstæðum og hvað varðar siðferðilega hugsun og

skilning. Dýr eru þá gjarnan flokkuð sem siðferðilegir gerendur, siðferðileg

viðföng eða siðferðilegir þolendur.

Í ritgerðinni skoða ég hvort dýr geti verið það sem kallað er „siðferðilegir

gerendur“, þ.e. talist frj{ls í athöfnum sínum, borið {byrgð { því sem þau gera,

sýnt skilning á siðferði og siðferðilegum aðstæðum og brugðist siðferðilega við.

Markmiðið er að skoða hvort dýr geti haft dýpri siðferðilegan skilning til að

bera en talið hefur verið og hvort hægt sé að greina þá þætti í atferli þeirra og

hegðun sem við tengjum við siðferðilega gerendur.

Heimspekingurinn Mark Rowlands hefur haldið því fram að dýr geti aðeins

verið siðferðileg viðföng en ekki siðferðilegir gerendur. Í ritgerðinni gagnrýni

ég þessa fullyrðingu og reyni að sýna fram á að dýr geti raunar vel flokkast sem

siðferðilegir gerendur. Slík skoðun getur verið mikilvægt innlegg í umræður

um betri meðferð á dýrum og hvernig við ættum að bera almennt meiri

virðingu fyrir náttúrunni sem við erum hluti af.

Page 4: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

4

Abstract

Questions about animals as moral individuals distinguish between them on

account of their skills and capabilities, both physical and mental, in moral

situations and on account of whether they exhibit moral thinking and

understanding. The groups discussed in connection with this distinction are

moral agents, moral subjects and moral patients.

In the essay I will discuss animals as moral beings and ask whether animals

can be what is known as “moral agents”, that is whether they can be considered

to be free in their actions, to be responsible for their actions, and whether they

exhibit an understanding on morality and moral situations and thus act in a

moral way. My aim is to see whether animals can have a more profound

understanding than has previously been thought and whether it is possible to

notice moral behaviour among animals.

The philosopher Mark Rowlands believes that animals can only be moral

subjects but not moral agents. In the essay I will criticize this statement and

offer a different approach which states the opposite. I will argue that animals

can indeed be moral agents. Such an understanding of animals can be an

important input into discussions on animal welfare and how we could be more

respectful to the nature we are part of.

Page 5: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

5

Efnisyfirlit Bls.

Ágrip......................................................................................................................3

Efnisyfirlit.............................................................................................................5

Inngangur..............................................................................................................6

1. Dýr í heimspeki, siðferðileg sýn.............................................................8

2. Siðferðilegir gerendur............................................................................13

2.1. Hvað er siðferðilegur gerandi?..................................................13

2.2. Hugmyndir Mark Rowlands um siðferðilega gerendur........16

3. Geta dýr verið siðferðilegir gerendur?................................................19

4. Næmi á aðstæður, val og frelsi.............................................................22

5. Ábyrgðarfull hegðun..............................................................................27

6. Önnur sýn................................................................................................32

Niðurstöður........................................................................................................37

Heimildaskrá......................................................................................................40

Page 6: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

6

Inngangur

Dýr hafa lengi verið flokkuð óæðri mönnum hvað varðar siðferði og siðferðis-

þroska.1 Á síðari árum hefur það sjónarmið að menn séu dýr eins og önnur dýr

og að maðurinn sé hluti af náttúrunni komið oftar til umræðu.2

Í öllum samskiptum skiptir siðferði einstaklinga miklu máli svo þeir geti

treyst hvor öðrum en siðferði byggist á færni hvers einstaklings til að greina rétt

og rangt, gott og vont í siðferðilegum aðstæðum.3 Margt getur falist í þessari

færni, t.d. skyn-semi og innsæi, siðferðileg hegðun, siðferðiskennd, ábyrgð,

frelsi og næmi á að-stæður og umhverfi.

Sú skoðun hefur lengi verið uppi að dýr séu ekki siðferðisverur, siðferði eigi

einungis við menn og samfélög manna. Þrátt fyrir að margt bendi til að sum dýr

að minnsta kosti séu með siðferði og þroskist siðferðilega, geti verið

siðferðisverur með siðferðiskennd, haft siðferðileg gildi og sýnt siðferðilega

hegðun, sbr. ýmis spendýr, fugla og fiska, þar sem t.d. ástin á afkvæmunum og

áhuginn á velferð þeirra er sameiginlegt einkenni.4

1 Siðferði er kerfi sem allar skynsamar persónur aðhyllast að annað fólk fylgi, hvort sem þær

fylgja því sjálfar eða ekki, því að siðferði varðar hegðun fólks að svo miklu leyti sem sú hegðun

snertir aðra, sbr Bernard Gert í bók Vilhjálms Árnasonar, Siðfræði lífs og dauða, (Reykjavík,

Háskólaútgáfan, 1993), 36; þar er einnig siðfræði skilgreind sem fræðigrein sem athugar siðferði

skipulega og gagnrýnið. Páll Skúlason hefur svipaðan skilning { siðfræði: „hagnýt grein sem

leitar þekkingar { siðferðinu í því skyni að gera okkur hæfari til að bæta það.“ Um siðferðið

segir P{ll að það einkennist af „dygðum og löstum, hamingju og böli, réttlæti og ranglæti, frelsi

og kúgun, {st og hatri“; Pælingar III, (Reykjavík, H{skólaút-gáfan, 2015), 198. Samanber Jón Á.

Kalmannsson, Hvers er siðfræðin megnug?, (Reykjavík,1999) 271 -280. 2 Sjá t.d. umræðu á https://www.quora.com/Why-do-we-as-humans-consider-ourselves-

superior-to-animals; og Willis Okech, Bryan Glosik og Justin Hendy „Why do humans view

themselves as superior to nature?, “http://jrscience.wcp.muohio.edu/humannature05/Proposal

ArticlesWhydoHumansViewThem-selvesA.html. Þetta er líka hluti af „biocentrism“

sjónarhorninu um að dýr hafi innra gildi í sjálfu sér. 3Sj{ t.d. Oliver Putz, „Moral Apes, Human Uniqueness, and The Image of God“, Zygon: 44/3

(2009), 615. http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1467-9744.2009.01019.x/pdf. 4 Siðferðisvera er einstaklingur sem telst vera með siðferði og færni til að haga sér siðferðislega.

Siðferðileg hegðun er að haga sér siðferðilega; gera eitthvað sem telst siðferðilega rétt/gott/best.

Siðir, venjur, reglur, innri tilfinning, innsæi, o.fl., bæði í einstaklingum og það sem gildir innan

samfélags hefur áhrif á hvaða hegðun telst siðferðileg. Siðferðisleg gildi vísar til gildismats,

verðmætamats eða nytsemi, eitthvað er gjaldgengt, gott í sjálfu sér, fyrir mig eða einhvern

annan. Siðferðiskennd er vitund, tilfinning, þekking eða innsæi um samþykkt gildismat sem segir

Page 7: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

7

Siðferðisverur má flokka í þrjá hópa eftir siðferðilegri hegðun og færni, í

siðferði-lega gerendur (e. moral agents), siðferðileg viðföng (e. moral subjects) og

siðferðilega þolendur (e. moral patients). Einstaklingur sem hagar sér

siðferðilega er talinn sið-ferðilegur gerandi ef hann getur tekið ákvörðun í

siðferðilegum aðstæðum, borið ábyrgð á verknað, metið ástæður fyrir

siðferðilegum verknaði og verið við fram-kvæmdina frjáls gerandi.5

Mark Rowlands, prófessor í heimspeki, hefur haldið því fram að manneskjan

sé siðferðilegur gerandi en dýr siðferðileg viðföng, með ákveðnar hvatir sem

þau geti að vissu leyti stjórnað, færni til verknaðar eða atferlis og geti haft

siðferðilega ástæðu fyrir verknað, atferli eða hegðun. Siðferðilegur gerandi er því

talinn hafa betri og meiri skilning en siðferðilegt viðfang þegar hugsað er á

siðferðilegan hátt.6 Um siðferðilega gerendur er rætt í ritgerðinni en ekki er rætt

nánar um siðferðilega þolendur.7

Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Frjálsar siðferðisverur á eigin

forsendum? Jafningjar okkar en ekki óæðri verur vegna þess að þau sýna ekki

siðferði og siðferðisþroska sem tekur mið af mælistiku mannsins? Í ritgerðinni

fjalla ég um þann möguleika að dýr hafi meira siðferðilegt vit, skilning og

þekkingu, en talið hefur verið og geti brugðist við í siðferðilegum aðstæðum

sem frjálsir gerendur.

til um hvað réttast er að gera í siðferðilegum aðstæðum. Þessi hugtök og orðasambönd geta

verið háð mati og samhengi en þurfa ekki að vera það. 5 Eshleman, Andrew, "Moral Responsibility", The Stanford Encyclopedia of Philosophy ,

http://plato. stanford.edu/entries/moral-responsibility/. Frjáls gerandi er einstaklingur sem

framkvæmir athöfn af frjálsum vilja án þess að eitthvað stjórni annað en hann sjálfur, eins og

við teljum okkur vera þegar við veljum að gera eitt fremur en annað. Gerandi er frjáls þegar

hann framkvæmir athöfn óháður öðru en eigin anda og efni. 6 Mark Rowlands, Can animals be moral? (Oxford; Oxford University Press, 2012), 33 og 242.

Hugtökin atferli og hegðun eru nánast samheiti, siðferðilegt atferli og siðferðileg hegðun vísa til

þess hvað ber og hvað ber ekki að gera í siðferðilegum aðstæðum. 7 Siðferðilegur þolandi er einstaklingar sem getur ekki fylgt siðferðilegum reglum, hugsað þær

upp, né sett þær fram, oft notað um þá sem ekki eru taldir eru hafa vit eða eru vitgrannir, t.d.

börn; Nicholas Bunnin og Joyuan Yu, „Moral patient“, Blackwell Reference Online, http://www.

blackwellreference.com/public/ tocnode? id=g9781405106795 chunk_g978140510679514 _ss1-188.

Page 8: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

8

1. Dýr í heimspeki, siðferðileg sýn

Dýr hafa verið til umfjöllunar innan heimspeki a.m.k. síðan í fornöld. Þá komu

fram hugmyndir tengdar siðfræði dýra, atferli þeirra og hegðun. Skynsemi dýra

kom þá einnig til umræðu sem einkenni/ eiginleiki sem tengist siðfræði og

siðferði.

Heimspekingurinn Demócrítós (460-357 f. kr.), taldi að dýr gætu borið ábyrgð

á athöfnum sínum og talaði fyrir því að dýr hefðu sjálfviljugt atferli og hegðun.8

Að telja hegðun dýra sjálfviljuga, að þau stjórni því sjálf hvað þau gera og séu í

þeim skilningi frjálsir gerendur, var því snemma eitt af umfjöllunarefnum

heimspeki.

Fíló frá Alexandríu (Júdaeus Fíló) uppi í kringum árið 100, sagði að skynsemi

væri að finna hjá dýrum að einhverju leyti og að það sannreyndist ef fylgst væri

með hegðun dýra á við maura, býflugur og fugla. Fíló taldi til dæmis að svölur

gætu ekki byggt sér þau heimili sem tegundin gerir nema vegna þess að

tegundin hefur einhvers konar skynsemi til að bera.9

Plútark (50 – 120 e. kr.), taldi eins og Fíló að allar skynugar skepnur hefðu

eigin-leikann til að vera skynsamar. Ástæða þess væri sú að náttúran myndi

ekki gefa skepnu skynjun án þess að ætlast til þess að sú skepna myndi geta

notfært sé þá skynjun til einhvers gagns. Plútark segir ennfremur að það að vita

hvernig eigi að flýja óvini sína, eltast við bráð, þekkja muninn á því sem kemur

sér vel eða illa fyrir dýrið, það að óttast, þrá, muna og vona séu allt eiginleikar

eða virkni sem krefjast einhvers konar skynsemisgáfu. 10 Skynsemi er því

örugglega til staðar í dýrum eins og í manneskjum, þar sem allar skynjandi

lífverur virðast þurfa á einhvers konar skynsemi að halda til þess að eiginleikar

eða virkni þeirra geti nýst þeim.

Menn hafa lengi velt fyrir sér hvað er líkt með mönnum og dýrum. Claudius

Aelianus (e. Aelian), uppi í kringum árið 200, taldi að dýr hefðu marga kosti

8 Newmyer, Stephen T., „4. kafli, Animals as moral beings“ og „Democrítus“, Animals in Greek

and RomanThought, ritrsj. Newmyer, Stepen T., (Abingdon, Routledge, 2011), 83. 9 Sama rit, „1. kafli, The Intellect of Animals: Rational or Irrational?“ og „Philo of Alexandria“,

12. 10 Sama rit, „1. kafli, The Intellect of Animals: Rational or Irrational?“ og „Plutarch“, 17.

Page 9: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

9

mann-kyns og að eiginleikar dýra væru ekkert minna athyglisverðir en þeir

eiginleikar sem manneskjur hafa.11

Sextus Empíríkos, upp í kringum 250-300, sagði að „[e]f þau [dýrin] eru hvorki

óæðri manneskjum í nákvæmni skynjana þeirra eða í þeirra innri skynsemi, eða í þeirra

ytri skynsemi, ætti þeim að vera engu minna treystandi en okkur hvað varðar þeirra

skyn-hrif.“12 Hér telur Sextus að skynjun manna og dýra sé álíka hvað varðar

nákvæmni og þess vegna ástæðulaust að treysta minna skynjun dýra en

skynjun manna.

Þessi umfjöllun sýnir að þessir hugsuðir og heimspekingar sáu allir eitthvað í

dýrum sem var sameiginlegt manninum. Skynsemi hlyti t.d. að vera til staðar í

dýrum þar sem hegðun þeirra og ýmsir eiginleikar þeirra gáfu það í skyn, a.m.k.

varðandi tengsl við skynjunina. Einnig taldi Demócrítós að dýr væru að öllum

líkindum sjálfviljug og þar með frjálsir gerendur þar sem dýr sýni hegðun sem

felst í því að velja sjálf verknað eða virkni. Þannig að vissir eiginleikar sem geta

talist hluti af því að vera með siðferði og því að teljast vera siðferðilegur gerandi

voru taldir til staðar hjá dýrum þótt siðferði hafi almennt ekki verið eignað

dýrum á þessum tíma.

René Descartes var þeirrar skoðunar að skynsemin eða vitið væri aðeins í

mann-eskjum og að skynsemin væri það sem greindi okkur frá dýrum. 13

Descartes var ekki einn um að telja dýr ekki vera gædd skynsemi. Sú skoðun er

þekkt innan trúarbragðanna, til dæmis innan kristindómsins og hefur Descartes

væntanlega verið undir áhrifum þaðan. En Descartes hefur meðal annars þau

rök fyrir skoðun sinni, að dýr geti ekki „raðað saman ýmsum orðum og gert úr þeim

samfellt mál, svo að skilja megi hugsanir þeirra.“14 Það að dýr geti ekki talað á

þennan máta felur í sér að mati Descartes að dýr séu skynlaus að öllu leyti. En

Descartés tengir skynleysi við skynsemina og þar sem dýr eru að hans mati ekki

skynsöm eru þau skynlaus.15 En skynleysi tel ég mun frekar það að verða ekki

var við eitthvað með skynfærum og hugsun, í raun líkamanum öllum. Þannig

að skynsemi er aðeins hluti af því að vera skynugur. Skynleysi er að skynja ekki

11 Sama rit, „3. kafli, Animal Behaviors“ og „Aelian“, 39. 12 Sama rit, „Kafli 3, Animal Behaviors“ og „Sextus Empiricus“, 65. 13 René Descartes, Orðræða um aðferð, þýð. Magnús G. Jónsson, (Reykjavík, Hið íslenska

bókmennta-félag, 1991), 61-62. 14 Sama rit, 127. 15 Sama rit, 128.

Page 10: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

10

eða vita ekki út frá skynjun eða tilfinningu. Við erum skynlaus því það vantar

eitthvað í skilning okkar, næmni fyrir umhverfinu eða fyrir aðstæðunum. Ef dýr

væru skynslaus væru þau álíka og hlutir og gætu ekki brugðis við með líkama

sínum og skynfærum eins og þau gera. Þess vegna er þetta vafasöm fullyrðing

hjá Descartes. Einnig segir Descartes að ef dýr gætu talað, en við bara ófær um

að skilja þau, þá myndu þau láta okkur vita af því; þ.e.a.s. dýrin myndu þá tala

við okkur. 16 Hann telur því að dýr geri það ekki. En margir telja að dýr

„tali“ eða fremur að þau tjái sig við okkur í margs konar samskiptum þeirra við

okkur. Þó má einnig spyrja: hvers vegna ættu dýr að tala við okkur? Láta okkur

vita af því að þau eigi sitt eigið tjáningarform, sitt eigið tungumál? Stóra

spurningin er þó hvort maður þurfi tungumál til að haga sér siðferðilega?

Nægir það ekki að innan dýrategundar komi skilningur fram með einhvers

konar tjáningu? Er tungumál einungis það sem manneskjur geta skilið sem

talmál eða ritmál? Og er það að tala ekki „mannam{l“ það sama og að vera

skynlaus? Óskynsamur? Vitlaus?

Einnig er spurning hvers vegna einstaklingur þarf að geta talað svo hann teljist

skynjandi einstaklingur. Og hvar mörk táknmáls sem tungumáls eru? Varla er

siðferði það eitt að geta tjáð sig með orðum, þótt tungumál geti skipt máli þegar

siðferðilegur verknaður þarf útskýringu.

Descartes heldur því einnig fram að þekking liggi ekki athöfnum dýra til

grundvallar og þess vegna hafi þau ekki skynsemi eins og menn.17 Í hvaða skil-

ningi grundvallar þekking athafnir? Er það ekki einfaldlega að vita eitthvað um

það sem maður er að gera? Vita t.d. að ef ég geri A þá mun það líklega leiða til

B. Einnig er spurning hér hvað telst til þekkingar og skynsamlegrar athafnar.

Getur ekki þekking verið margs konar? Og hvernig er hægt að vita að þekking

sé ekki á bak við athafnir dýra? Er Descartes kannski að segja að dýr búi ekki

yfir neinni þekkingu um athafnir sínar? Og ef svo er hvernig eiga þau þá að

geta lifað því lífi sem þau lifa? Þurfum við ekki öll einhverja þekkingu til að lifa

af?

Rök Descartes eru ekki sterk að mínu mati. Hvort sem tungumál skiptir máli

eða ekki fyrir siðferði og hvort sem þekking er hluti af skynsemi eða ekki, er

varla hægt að segja að dýr séu án skynsemi á grundvelli þessara röksemda. Dýr

16 Sama rit, 126 -127. 17 Sama rit, 127.

Page 11: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

11

og menn eiga það sameiginlegt að geta brugðist við aðstæðum og framkvæmt

skyn-samlegan verknað, skynsamlegt atferli og skynsamlega hegðun.

Til hvers er þá að álykta sem svo að dýr séu hvorki með siðferði né skynsemi?

Getum við ekki allt eins ályktað að dýr séu með, séu hugsanlega með, siðferði

og skynsemi.

David Hume (1711–1776) taldi það ljóst að dýr lærðu af reynslu eins og mann-

eskjur og að þau gætu ályktað að sömu atburðir myndu fylgja sömu orsökum.

„[D]ýr álykta um staðreyndir sem eru utan þess sem blasir við skilningarvitum þeirra,

og þessar ályktanir byggjast alfarið á fyrri reynslu; því skepnurnar vænta þess að

fyrirbærið sem blasir við hafi sömu afleiðingar og þær hafa ævinlega séð áþekk fyrirbæri

hafa.“18 Hér gefur Hume sér að dýr séu með minni, læri af reynslunni og álykti

um hluti í kringum sig. Mögulega er einnig hægt að túlka Hume þannig að

hann eigni dýrum í vissum skilning hæfni til að álykta frjálst um athafnir sínar

eða atferli út frá upplifunum þeirra á og í umhverfi sínu. Þótt Hume hafi

þannig talið dýr hafa ýmsa eiginleika sem skipta máli til þess að geta talist

siðferðisvera, taldi hann ekki að dýr væru siðferðisverur, heldur aðeins að þau

hefðu líkt og manneskjur til að bera samkennd sem er ein af grunnstoðum

siðferðis.19 En ljóst er að Hume taldi dýr hafa getu til þess að hugsa, skilja og

læra á máta sem hægt er að tengja við siðferði. Hume var út frá þessu á meðal

þeirra fyrstu til að koma með hugmyndir um dýr sem eru svipaðar þeim sem

við höfum um dýr í dag. Mínar hugmyndir um dýr eru líkar þeim sem Hume

hefur þar sem ég tel að dýr, allavega sum, hafi getu til að læra, muna og skilja

hluti sem eru að gerast í þeirra umhverfi. Ef dýr hafa þessa færni þá eru þau

skynugar lífverur og ekki alls ólíkar okkur.

Í heimspeki samtímans um dýr og mögulegt siðferði þeirra hefur Lawerence E.

Johnson skrifað að dýr, eins og menn, séu „áframhaldandi lífrænar heildir“,

með fortíð, nútíð og framtíð, og að það skipti ekki máli hvaða lífi við lifum eða

hvernig við erum af því að okkar eigið líf er miðpunktur þess sem kemur okkur

vel og þess vegna er það þess virði að veita því siðferðilega umhugsun út frá

18 David Hume, Rannsókn á Skilningsgáfunni, þýð. Atli Harðarson, (Reykjavík, Hið íslenska bók-

menntafélag, 2011) 186-187. 19 Denis, Lara and Wilson, Eric, "Kant and Hume on Morality", The Stanford Encyclopedia of

Philo-sophy, http://plato.stanford.edu/archives/fall2016/entries/kant-hume-morality/.

Page 12: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

12

því sjálfu.20 Út frá þessu er líf hvers og eins miðpunktur tilveru hans, það sem

lætur manni sjálfum líða vel og vegna þess að svo er ber okkur að hugsa

siðferðilega um það og út frá því. Þetta snýst um að hugsa og haga sér

siðferðilega vegna þess að það kemur okkur vel og öðrum oft líka.

Alphonso Lingis telur að dýr, að minnsta kosti einhver, hafi ekki aðeins

tilfinningar og hvatir, heldur þekki einnig ást og rósemi, stolt, traust og

vantraust, foreldraumhyggju og hafi þekkingu á tilfinningum á við feimni,

varkárni og biturleika.21 Þetta virðist vera skoðun Lingst sem hann færir ekki

rök fyrir.

Af þessari umfjöllun má ráða að innan heimspeki hafa lengi verið hugmyndir

um dýr sem skynsemisverur; að þau séu frjálsir gerendur, með þekkingu og

skilning á aðstæðum og umhverfi og lifandi heildir með marga svipaða

eiginleika og menn. Dýrin sýna auk þess atferli og hegðun sem sterklega gefa til

kynna samkennd og skynsamlega hugsun, sem alltaf þarf að skoða út frá

tegundarbundnum skilningi að mínum dómi og getur því ekki verið einsleitt

eða algilt fyrirbæri sem aðeins það sem mönnum finnst skynsamlegt. Ef svo

væri þá er verið að smækka náttúruna og fjölbreytileika tegundanna. Sjóða

niður lífsform jarðar á eitt viðurkennt form.

Ef við hugsum skynsemina sem ákveðna færni til að skilja og sem breytni eða

virkni með hugsun og líkama, þá sé ég enga ástæðu til þess að halda að dýr,

a.m.k. einhverjar dýrategundir, geti ekki skilið og breytt skynsamlega. Enda

fjölmörg dæmi til um skynsamlega hegðun dýra, ekki síst hérlendis, t.d. um

skynsemi refa, hesta og forystufé.22 Skynsemi margra hjarðdýra er mikil, t.d. í

því að halda hópinn á skynsamlegan hátt svo rándýr veiði þau ekki eins

auðveldlega og ótal dæmi eru um góðvild og hjálpsemi dýra sem bjarga öðrum

dýrum en sjálfum sér, og dýrum af annarri tegund en þeirra eigin, frá alls kyns

vandræðum og háska og stundum lífi þeirra. Það er því að mínum dómi

einfaldlega náttúruleg staðreynd að hegðun og breytni dýra er þess eðlis að

mögulegt er að túlka hana sem skynsamlega. En dýr eru vissulega misjafnlega

skynsöm eins og við sjálf.

20 Lawrence E. Johnson, A Morally Deep World, (Cambridge, Press Syndicate of the University of

Cambridge, 1991) 133. 21 Lingis, Alphonso, Animal Philosophy; ethics and identity, ritstj. Peter Atterton og Matthew

Calarco, (London, Continuum Books, 2004) 9. 22 Sjá t.d. fyrirlestur um forystufé; http://www.forystusetur.is/static/files/Skjol/eaap-annual-

meeting-session-20a-27-8-2013.pdf og um foryestufé; http://www.forystusetur.is/is/um-

forystufe/forystufe.

Page 13: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

13

2. Siðferðilegir gerendur

2. 1. Hvað er siðferðilegur gerandi?

Siðferðilegur gerandi er einstaklingur sem framkvæmir siðferðilegan verknað

sem hluta af atferli og hegðun sem telst vera siðferðileg, þ.e. rétt eða röng, góð

eða vond. Lengi var því haldið fram að aðeins manneskjan gæti sýnt af sér

siðferðilega hegðun, haft siðferði og getuna til að vera siðferðilegur gerandi.

Þetta kemur t.d. fram hj{ Verena Conley í kaflanum „Manly Values; Luc Ferry‘s

Ethical Philo-sophy“, en þar segir Verena að heimspekingurinn Luc Ferry hafi

litið á dýr sem lifandi verur með ákveðið frelsi en að þau séu samt án

siðferðilegrar gagnkvæmni (e. ethical reciprocity).23 Emmanuel Levinas virðist

vera á sömu nótum, þó hann útskýri ekki mál sitt ekki frekar, þar sem hann

taldi að siðferði næði varla til dýra, heldur ná mest til manneskja.24

Ef það er satt að siðferðileg hegðun sé aðeins hjá manneskjunni, við ein séum

siðferðilegir gerendur, þá er lokað á möguleikann á því að einhver dýr geti

verið siðferðilegir gerendur. Lokað á það mikilvæga sjónarmið að aðrar lífverur

geti haft siðferðilega hagsmuni, þarfir og þrár, og þessir hagsmunir skapi innra

gildi eða verðmæti sem þá er vanmetið í siðfræðilegri umræðu um dýr. Með

innra gildi er meðal annars átt við að lífvera geri heiminn betri án þess að tengsl

lífverunnar við önnur fyrirbæri skipti máli.25

Lawerence E. Johnson hefur fært rök fyrir því að þegar einstaklingur virðir

hagsmuni annarra út frá þeirra eigin hagsmunum, að einhverju leyti, þá hagi

23 Verena Conley, Animal Philosophy; ethics and identity, ritstj. Peter Atterton og Matthew Calarco,

(London, Continuum Books, 2004), 158. Í kaflanum kemur ekki fram hvað átt sé við með

siðferðilegri gagnkvæmni en ég tel að það sé tengt því að taka sjálfstæða afstöðu til siðferðilegra

tilvika sem virkar á báða vegu á milli þess eða þeirra sem varðar hinar siðferðilegu aðstæður

eða hina siðferðilegu athöfn. 24 Peter Atterton, Animal Philosophy; ethics and identity, ritstj. Peter Atterton og Matthew Calarco,

(London, Continuum Books, 2004), 52. 25 Gary Varner, „Biocentric Individualism“, Environmental ethics; What Really Matters,What Really

Works, ritsj. David Schmidts og Elizabeth Willott, (New York, Oxford University Press, 2012), 91.

Page 14: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

14

hann sér sem siðferðilegur gerandi.26 Siðferðilegur gerandi er að þessu leyti

einstaklingur sem sýnir með hegðun sinni að hann virðir jafnt eigin hagsmuni

og annarra. Einstaklingurinn hagar sér siðferðilega og framkvæmir verknað eða

atferli sem telst siðferðilega ásættanlegt. Hann bregst við aðstæðum með því að

setja sig í spor annarra, vitandi að sú virkni eða verknaður sem hann

framkvæmir er siðferðilega betri en einhver önnur virkni eða verknaður.

Einstaklingur, manneskja eða dýr, sem kemur í veg fyrir að ungviði slasi sig

alvarlega er siðferðilegur gerandi vegna þess að hann bregst við á siðferðilega

jákvæðan máta. Hann skynjar eða tekur eftir að þarna er ungviði í hættu og

framkvæmir verknað sem kemur í veg fyrir slys.

Siðferðileg hegðun er að haga sér í samræmi við það sem er rétt og gott að

gera í aðstæðum sem krefjast siðferðilegra virkni eða atferlis. Það að haga sér

siðferðilega er hluti af því að teljast siðferðilegur gerandi. En Siðferðileg hegðun

tengist því einnig hvernig maður hagar sér siðferðilega í hóp eða hópum í

einhvers konar samfélagi, vegna þess að siðferðilegt atferli og hegðun mótast af

því samfélagi og umhverfi sem maður tilheyrir. Siðferðileg hegðun byggist líka

á því að vera frjáls gerandi sem bregst við í siðferðilegum aðstæðum á þann

máta að það telst ekki ámælisvert.

Siðferðilegur gerandi framkvæmir verknað sjálfviljugur og þar með frjáls,

vegna þess að hann getur sjálfur valið hvort hann gerir eitthvað eða ekki.27 Það

að gerandinn er frjáls og framkvæmir á siðferðilegan hátt gerir það að verkum

að hann framkvæmir eitthvað sem telst gott eða rétt innan almenns siðferðilegs

skil-nings og þá sem einstaklingur með sjálfsvilja, án þess að verið sé að stjórna

honum, nema að því leyti sem siðferðileg hegðun er lærð hegðun. En að því

leyti þegar bæði manneskjur og dýr taka sjálfstæðar ákvarðanir, þegar bregðast

þarf við í siðferðilegum aðstæðum og ákveða hvað best sé að gera, þá hljóta þau

að geta talist siðferðilegir gerendur eins og Fred I. Gretske hefur bent á. Það að

siðferði-legur verknaður er framkvæmdur getur verið líkt eða ólíkt hjá dýrum

og mann-eskjum. Hvort eða hvað hver einstaklingur veit nákvæmlega, hvernig

26 Johnson, Lawrence E., "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and Animals: 4/ 2, (1983) grein 5,

60. http://digitalcommons.calpoly.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandani

mals. 27 Oliver Putz, „Moral Apes, Human Uniqueness, and The Image of God“, Zygon: 44/3 (2009),

615. http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1467-9744.2009.01019.x/pdf.

Page 15: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

15

þeir hugsa, skynja eða ástæða verknaðsins skiptir ekki máli fyrir verknaðinn

sjálfan eða það að bregðast við sem siðferðilegur gerandi.28

Það sem skiptir máli er að siðferðilegur gerandi framkvæmir siðferðilega í

einhverjum skilningi og veit að sú framkvæmd er betri en andstæð athöfn.

Einstaklingur er siðferðilegur gerandi af því að hann framkvæmir siðferðilega

ásættanlegan verknað, atferli og hegðun, í siðferðilegum aðstæðum.

Lawrence E. Johnson segir að það skipti ekki máli fyrir siðferðilegan geranda

að geta framkvæmt út frá einhverri meginreglu eða gildismati vegna þess að

mögu-lega geta dýr verið vör við siðferðilegar staðreyndir eins og menn.29 Það

að verða var við siðferðilega staðreynd er að átta sig á samþykktri reglu um það

sem telst siðferðilega ásættanlegt. Menn vita af ýmsum siðferðilegum reglum

og það getur verið að dýr viti af einhverjum líka, t.d. að í ákveðnum aðstæðum

sé oftast best að gera A frekar en B af því að það er réttara eða betra. Það sem

skiptir mestu máli er að verið er að gera eitthvað sem er rétt fremur en rangt,

gott fremur en slæmt. Einnig skiptir máli að geta borið ábyrgð á því sem maður

gerir og geta þannig haft siðferðilegar skyldur gagnvart einhverju. Og þótt

hvort tveggja hafi mest verið tengt við manninn er ljóst að ábyrgð og siðferðileg

skylda er líklega víðar að finna en hjá okkur. Það að bera ábyrgð og hafa

siðferðilega skyldu virðist eiga við bæði innan samfélags manna og samfélaga

dýra. Ef við samþykkjum t.d. að ábyrgð og siðferðileg skylda hvíli á foreldrum

að annast afkvæmi sín, þá bera að öllum líkindum allir einstaklingar sem eru

foreldri þá ábyrgð og siðferðilegu skyldu hvort sem eru menn eða dýr. En

ábyrgðin og siðferðilega skyldan er ekki sú sama hjá mönnum og dýrum heldur

er hún tegundarbundin og ólík milli tegunda. Ábyrgðarleysi hjá manni þarf

ekki að vera ábyrgðarleysi hjá einhverjum dýrategundum t.d.

Siðferðilegur gerandi virðir eigin hagsmuni og annarra og er frjáls gerandi.

Hann þarf ekki að framkvæma athöfn út frá meginreglu þótt siðferðilegar

28 Um að dýr geti hugsað, eða hvaða annað orð sem við viljum nota yfir það sjá Fred I. Dretske,

„Minimal rationality“, Rational animals?, ritstj. Susan Hurley og Matthew Nudds, ( Oxford,

Oxford University Press, 2006), 112 -115. 29 Johnson, Lawrence E. "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and Animals: 4/ 2, (1983) grein 5,

60. http://digitalcommons.calpoly.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandani

mals. Siðferðileg staðreynd er regla sem gildir almennt, oft reglur sem hópar koma sér saman um

að gildi eins og að drepa ekki nema í neyð, að gera frekar það sem er rétt en rangt, að fylgja

samvisku sinni o.s.fr.

Page 16: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

16

staðreyndir geti verið til staðar bæði innan samfélags manna og samfélaga

annarra dýrategunda.

2.2. Hugmyndir Mark Rowlands um siðferðilega gerendur

Mark Rowlands hefur aðra sýn á siðferðilega gerendur. Rowlands er höfundur

bókanna Can animals be moral? og The Philosopher and the Wolf og í þeirri

fyrrnefndu skilgreinir hann siðferðilegan geranda sem einstakling sem skilur

athafnir sínar, afleiðingar þeirra, og hvernig eigi að meta þær, skilur að

ákveðnar athafnir og hvatir eru réttar og aðrar rangar og afhverju þær eru réttar

eða rangar að einhverju leyti. Samkvæmt honum er það að vera siðferðilegur

gerandi að vera með ákveðinn skilning. 30 Einnig skiptir máli að

einstaklingurinn geti verið siðferðilega ábyrgur fyrir athöfnum sínum, að hægt

sé að hrósa honum eða álasa fyrir athafnir sínar.31 Manneskjur eru þá að þessu

leyti siðferðilegir gerendur.

Rowlands gengur út frá því að dýr séu ekki með þá færni eða eiginleika sem

manneskjur hafa og þess vegna geti dýr ekki verið siðferðilegir gerendur heldur

aðeins siðferðileg viðföng. Hann byggir þennan greinarmun á því að skilningur

einstaklinga innan þessara hópa sé ólíkur að því leyti að þetta sé spurning um

að meta skilning í gráðum, þrepum eða stigum.32 Skilningur er þannig gerður

að einskonar mælikvarða, þar sem ákveðnar lífverur (dýr) hafa lítinn skilning

en aðrar mikinn skilning (menn). Rowlands segir að það að hafa hvatir til að

gera eitthvað sé annað en að geta metið verknaðinn.33 Ef ég skil Rowlands rétt

er skil-ningurinn ólíkur á bak við það að hafa hvatir til að framkvæma verknað

og að geta metið verknaðinn. Dýr eru siðferðileg viðföng af því að þau geta

brugðist við hvötum sem koma yfir þau, geta hagað sér út frá siðferðilegum

ástæðum því þau geta sýnt tilfinningalega svörun og framkvæmt virkni sem

fylgir af svöruninni og er siðferðilega rétt virkni. 34 En dýr geta ekki verið

siðferðilegir gerendur vegna þess m.a. að þá ætti að vera hægt að láta dýr bera

30 Mark Rowlands, Can animals be moral? , 242–243. 31 Sama rit, 36. 32 Sama rit, 243. 33 Sama rit, 93. 34 Sama rit, 33 og 36 og 150. Sjá líka umfjöllun Rowlands um dýr sem siðferðileg viðföng, 32-38.

Page 17: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

17

ábyrgð á því sem þau gera og hægt að refsa þeim fyrir athafnir sínar, til dæmis

með því að dæma þau innan réttarkerfis.35 Ennfremur telur Rowlands að dýr

geti ekki skoðað hvatir sínar og athafnir gaumgæfilega eða á árangursríkan og

gagnrýnan hátt og þess vegna geti þau ekki verið siðferðilegir gerendur.36 Að

auki segir hann að dýr geti ekki verið siðferðilegir gerendur því þau hafi ekki

eiginleikann til að hugsa um hugsanir sínar (e. metacognation), geti ekki greint

muninn á milli neikvæðs og jákvæðs ástands og að þau þekki ekki siðferðilegar

staðreyndir; hafi sem sagt ekki þekkingu á því hvort tilteknar hvatir séu góðar

eða slæmar eða að eitt sé réttara en annað í gefnum aðstæðum. Dýr geta heldur

ekki að mati Rowlands skilið hvers vegna eitthvað er rangt eða grunninn sem

siðferðilegar staðreyndir byggja á, né ástæður þeirra og reglur. 37 Þá er

Rowlands á þeirri skoðun að sá háttur sem framför, siðferðilegur þroski eða

uppbygging er hjá manneskju geti aldrei verið mögulegur hjá dýri og þess

vegna eru dýr ekki siðferðilegir gerendur.38

Ég er ekki sannfærð um að þessar röksemdir standist skoðun og tel að dýr geti

haft einhverja þá færni eða eiginleika/einkenni sem Rowlands telur dýr ekki

hafa. Ég tel að hægt sé að skilja hugtakið siðferðilegur gerandi öðruvísi. leggja

eigi meiri áherslu á siðferðilegu virknina eða verknaðinn en ekki skilninginn

eða hugsunina sem fylgir siðferðilegri virkni eða verknað. Ef dýr geta aðeins

verið siðferðileg viðföng þá geta dýr ekki þekkt munninn á milli hvata, eða

grunninn fyrir því að eitt sé rétt og annað rangt. Einnig geta þau ekki þekkt

siðferðilegar staðreyndir né hugsað um hugsanir sínar og þau geta ekki valið

sem frjálsir gerendur athafnir sínar því þau bera ekki ábyrgð á því sem þau gera.

Ég tel að þetta séu allt atriði sem að minnsta kosti einhverjar dýrategundir geta

hugsanlega verið fær um og þess vegna tel ég að einhver dýr geti talist vera

siðferðilegir gerendur, með skil-ninginn sem þarf til þess að teljast það.

Til dæmis mætti tengja siðferðilega hugsun, siðferðilegar aðstæður og mat á

þannig aðstæðum meira við líkamann en rökhugsun og skilning. Skilningur eða

það að skilja eitthvað, getur falist í því að skilja að ákveðið tákn hafi merkingu

eða hvata fyrir ákveðna virkni og þess vegna bregst einstaklingur við eins og

hann gerir. Þekkt er innan dýraríkisins að dýrtegundir hafa ýmsa færni eða

35 Sama rit, 75 og 83-84. Réttarkerfi Rowlands er held ég aðeins hið mannlegt réttarkerfi. 36 Sama rit, 273. 37 Sama rit, 237-239. 38 Sama rit, 239.

Page 18: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

18

einkenni/ eiginleika sem maðurinn botnar lítið í, t.d. að geta löngu fyrirfram

fundið á sér yfirvofandi hamfarir, heyra hljóð sem við heyrum ekki og eru

þannig oft með betri skilning en við á umhverfi og náttúru.

Skilningur þeirra er ólíkur okkar skilning. Sem þarf alls ekki að þýða að þau

geti ekki verið siðferðilegir gerendur heldur að þau gætu verið öðruvísi

siðferðilegir gerendur en við, eins og t.d. þegar talað er um ólíkt siðferði fólks

innan ólíkra menningarhópa.

Einnig er það mitt mat að siðferðilegur gerandi þurfi alls ekki að vita

nákvæmlega hvers vegna hann bregst við í tilteknum aðstæðum eins og hann

gerir, hann einfaldlega framkvæmir af því að eitthvað, hvað sem það er, virkar

sem hvati til þess að framkvæma fremur en að framkvæma eitthvað annað eða

ekkert. Hvernig einstaklingur hugsar, skilur eða áttar sig á hinum siðferðilegu

aðstæðum, verður þá aukaatriði. Hinn siðferðilegi verknaður er það sem skiptir

mestu máli að mínum dómi, en ekki hver skilningurinn á honum er

nákvæmlega.

Þróunarlega virðist siðferði hafa verið til staðar lengi hjá mönnum og er senni-

legast til staðar hjá öllum prímötum.39 Svo að möguleikinn að að minnsta kosti

einhverjar dýrategundir geti talist siðferðilegir gerendur er til staðar, t.d. út frá

annarri færni, eiginleikum eða einkennum; geti verið siðferðilegir gerendur á

þeirra eigin forsendum, öðrum en okkar mannlegu forsendum. Samkvæmt

þessu viðhorfi geta að minnsta kosti einhverjar dýrategundir framkvæmt

siðferðilegan verknað sem frjálsir gerendur, með skilning á orsakasamhengi,

hæfni til að ákveða að eitt sé réttara en annað, skilning og vit á því hvað er verið

að framkvæma, geta metið aðstæður og því borið ábyrgð á verknaðinum;

ábyrgð í þeim skilningi að hægt er að álasa eða hrósa einstakling af öðrum

einstaklingum sömu tegundar fyrir verknað eða atferli innan þess hóps eða

samfélags sem dýrið lifir í. Álykta má að dýr af sömu tegund geti skilið verknað

eins eða svipað þó að skilningurinn á verknaðnum eða atferlinu geti verið

ólíkur á milli tegunda. Ólíkar dýrategundir geta skilið verknað eða atferli ólíkt,

líkt og ólík menningarsamfélög, og því ekki hægt að gera þá kröfu að

skilningurinn sé sá sami þó verknaðurinn eða athæfið sé eins eða svipað og

kannski í sumum tilfellum skilið eins. Gott dæmi um þetta er atferli úlfahópa

sem refsa eða úthýsa þeim úlfum úr hópnum sem brjóta reglur og siði hópsins.

39 Sjá t.d. Natalie Wolchover, „Do Animals Know Right from Wrong? New Clues Point to 'Yes'“,

Live Sience, http://www.livescience.com/16814-animals-wrong-clues-point.html.

Page 19: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

19

3. Geta dýr verið siðferðilegir gerendur?

Ef dýr eru siðferðisverur og siðferðilegir gerendur þá tilheyra þau einhvers

konar siðferðilegu samfélagi, þ.e. samfélagi einstaklinga af sömu tegund sem

lifir eftir ákveðnum siðferðilegum reglum og gildum og veit hvað telst

siðferðilega rétt og rangt innan þess veruleika þar sem einstaklingar hópsins lifa

og hrærast.

Michael Bradie hefur í grein sinni „The Moral Lives of Animals“ rökstutt að til

séu tegundarmiðuð siðferðileg samfélög þar sem hver dýrategund tilheyrir

eigin siðferðilegu samfélagi, t.d. ýmsar fuglategundir, fílar og úlfar. Hér höfum

við nokkuð nýstárlega sýn. Dýrategundin maður myndar þá aðeins eina tegund

siðferðilegs samfélags í hópi annarra siðferðilegra samfélaga. Samfélag manna

er þá ekki hið æðsta samfélag sem ákveður siðferði og siðferðisþroska annarra

dýra út frá sjálfum sér.

Bradie er mjög afdráttarlaus um það að dýr séu í sjálfu sér siðferðisverur.40

Það að vilja heimfæra okkar mælikvarða á færni, eiginleika eða einkenni

annarra dýra-tegunda er mjög sjálfhverf og mannhverf sýn og að mínum dómi

mjög vafasöm nálgun á heildarákvörðun um siðferðilega færni dýra og hvort

dýr eru sið-ferðilegir gerendur.41

Dýr eru öðruvísi en menn og þess vegna getum við ekki talið þau eins og

okkur; hvorki flutt okkar færni, eiginleika/ einkenni yfir á þau, né sagt þau vera

alls ólík okkur.

Okkar mannlegu eiginleikar og einkenni eru okkar mannhverfi mælikvarði á

það hvað við teljum vera siðferði og siðferðisverur, aðrar tegundir hafa aðra

færni, eiginleika eða einkenni sem gefur þeim annan tegundarbundinn

mælikvarða. Ólíkar tegundir tjá siðferði sitt eftir mismunandi leiðum.42 Með

tjáningu á siðferði er átt við hegðun eða atferli tegundar þar sem tegundin sýnir

40 Michael Bradie , „The Moral Lives of animals“, Kairos, 9/1, 2014, 17. http://kairos.fc.ul.pt/nr%

209/ The%20Moral%20Lives%20of%20Animals.pdf. 41 Sj{ t.d. skilgreiningu { mannhverf sýn „Anthropocentrism“ { Merriam-Webster.com. http://

www. merriamwebster.com/dictionary/anthropocentrsim. 42 Sj{ Michael Bradie , „The Moral Lives of animals“, Kairos, 9/1, 2014, 23-25. http://kairo

s.fc.ul.pt/nr %209/The%20Moral%20Lives%20of%20Animals.pdf.

Page 20: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

20

siðferðilega hugsun eða virkni með tjáningu, hvort sem sú tjáning kemur fram

með hreyfingu, hljóði, skynjun eða við framkvæmd siðferðilegs verknaðar. Þar

sem tegund framkvæmir ákveðna siðferðilega hluti eftir því hvernig siðferðið

birtist innan þess veruleika sem tegundin lifir í.

Dýr geta talist siðferðilegir gerendur að því leyti sem dýr geta brugðist

ásættanlega við siðferðilegum aðstæðum í okkar veruleika og á okkar

mælikvarða.43 Þannig að ef við teljum breytni dýrs vera siðferðilega út frá okkar

mælikvarða á siðferði í siðferðilegum aðstæðum þá geta dýr talist siðferðilegir

gerendur. En þá skiptir miklu máli hvort þau geta áttað sig á og framkvæmt

siðferðilega athöfn í siðferðilegum aðstæðum innan þeirra eigin siðferðilega

samfélags.

Að mati Oliver Pultz kemur það að vera siðferðilegur gerandi á undan því að

vera með sjálfsmeðvitund eða vitund, skilning, endursköpun og hann segir að

rannsóknir gefi sterklega til kynna að apar séu með eiginleika til að geta talist

siðferðilegir gerendur.44 Hér eru apar taldir til siðferðilegra gerenda af því að

það að teljast vera siðferðilegur gerandi í þessum skilningi krefst ekki þess að

vera sjálfsmeðvitaður, skilja eða endurskapa. Krafa um að vita af sjálfum sér í

ein-hverjum skilningi er að þessu leyti talin óþörf til að teljast siðferðilegur

gerandi ásamt kröfum um að geta endurskapað ferli í huganum (íhugað

aftur/séð aftur verknað eða atburðarás).

Ef siðferði er það þegar við fyrir okkur sjálf, eða aðra, samþykkjum sem gott

það sem er ásættanlegt eða nytsamlegt, eða ef við skiljum siðferði sem það að

fram-kvæma siðferðilegt val, þá virðist ljóst að einhver dýr að minnsta kosti

geta verið siðferðilegir gerendur. Einnig virðist ljóst að einhver dýr hafa færni

til að gera sér nákvæma grein fyrir siðferðisreglum í þeirra eigin lífi innan

tegundarbundins samfélags, sbr. ýmis spendýr. En ástæða þess er sú að það er

eitthvað við veröldina sem gerir þessar siðferðisreglur siðferðislegar.45

43 Johnson, Lawrence E. "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and Animals: 4/ 2, (1983) grein 5,

55. http://digitalcommons.calpoly.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandani

mals. 44 Oliver Putz, „Moral Apes, Human Uniqueness, and The Image of God“, Zygon: 44/3 (2009),

619. http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1467-9744.2009.01019.x/pdf. 45 Johnson, Lawrence E. "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and Animals: 4/ 2, (1983) grein 5,

60. http://digitalcommons.calpoly.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandani

mals.

Page 21: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

21

Ef til eru algildar siðferðisreglur eins og virðist vera þá er engin ástæða til að

halda annað en að einhver dýr að minnsta kosti eigi sér eigin siðferðisreglur

sem miðast við þessar algildu siðferðisreglur. Ef einhver dýr að minnsta kosti

geta talist vera siðferðilegir gerendur felur það í sér að þau hafa dýpri

siðferðiskennd að því leyti en áður hefur verið talið. En það getur skipt máli svo

að dýr séu betur virt á þeirra eigin forsendum, en t.d. ekki sem sjálfsagt

takmark eða skotmark í þágu mannsins og samfélaga manna.

Ef hægt er að skilgreina að minnsta kosti einhverjar dýrategundir eins og

menn sem siðferðilega gerandur gæti það leitt til meiri umræðu um stöðu dýra,

velferð þeirra og hvers vegna líf þeirra skiptir máli fyrir náttúruna, þau sjálf og

okkur sjálf. Að skilja og meta dýr á þennan hátt gæti leitt til umburðarlyndari

og betri umgengni og samskipta við dýr. Dýrahald og verksmiðjuframleiðslu

sem brýtur gegn velferð dýra gæti þurft að endurskoða. Ekki síst ef við viljum

halda í þá hugmynd að maðurinn geti talist siðferðilegur gerandi, en ekki bara

„kl{rara dýr“ sem hefur fundið upp leiðir til þess að nýta náttúruna og lífríki

hennar eins og honum sjálfum hentar, oft án tillits til þess hvaða áhrif og

afleiðingar það óhóf og tillitsleysi hefur fyrir aðrar lífverur, náttúruna,

umhverfið og okkur sjálf.

Page 22: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

22

4. Næmni fyrir aðstæðum, val og frelsi

Hvernig má færa frekari rök fyrir því að dýr geti talist vera siðferðilegir

gerendur? Siðferði er hægt að greina út frá atferli og hegðun og því sem liggur á

bak við atferlið eða hegðunina, hvort sem það er hugsun, skynjun eða eitthvað

annað. Hvort tveggja skiptir máli svo einstaklingur geti talist siðferðilegur

gerandi, en hvorugt er hægt að tilgreina nánar svo að eitt gildi fyrir allar

tegundir. Að því undanskildu að til þess að verknaður teljist siðferðilegur

verknaður og að einstaklingur geti talist siðferðilegur gerandi, þá verður

einstaklingurinn að geta áttað sig á, eða skilið að einhverju leyti muninn á réttu

og röngu, góðu og vondu eða því sem er ásættanlegt og því sem er óásættanlegt

í ákveðnum aðstæðum. Einstaklingur getur með öðrum orðum ekki valið

siðferðilega ef þessi skilningur á aðstæðunum er ekki til staðar. Siðferðileg

viðföng geta framkvæmt siðferðilegar athafnir en þau hafa ekki þennan

skilning, eða eins og ég skil Rowlands þ{ framkvæma þau „óvart“ siðferðilega

athöfn. Kannski líkt og ungt barn sem framkvæmir siðferðilegan verknað en

gerir það án skilnings á því hvað það gerði. Hér er erfitt að greina í sundur

hvenær siðferðilegur verknaður er framkvæmdur með skilning á aðstæðum og

hvenær ekki. Ég vil meina að dýr, a.m.k. einhver, geti skilið, hugsað um

verknaðinn og valið framkvæmdina en ekki að þau framkvæmi verknaðinn

„óvart“. Ástæða þess er að dýr virðast oft vera mjög varkár, jafnvel varkárari en

menn áður en þau framkvæma verknað, þar sem það er eins og þau séu í raun

að „hugsa“ eða „meta“ aðstæðurnar {ður en {kvörðun um framkvæmd er tekin.

Þannig er hægt að segja að einhver skilningur búi á bak við siðferðilegan

verknað hjá þeim og þess vegna geta þau talist siðferðilegir gerendur en ekki

aðeins viðföng.

Skilningur er nátengdur skynsemi og skilningarvit manna og dýra eru um

sumt eins eða svipuð og um sumt alls ekki. Færni til skilnings er áreiðanlega

mjög mismunandi bæði innan tegundar og á milli tegunda. Ef ein tegund

skynsemi er innsæi er spurning hvað innsæi getur sagt okkur um menn og dýr

sem siðferðisverur.

Page 23: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

23

Hvað innsæi okkar segir um hugmyndir okkar um rétt og rangt, gott og vont,

virðist vera nátengt skilningi okkar sem manneskja á okkur sjálfum.46 Ekkert

virðist í vegi fyrir því að sum dýr að minnsta kosti virki svipað, hafi þannig

skilning á réttu og röngu, góðu og vondu. Dýr geta valið að gera það sem

kemur þeim eða öðrum vel siðferðilega, eins og t.d. þegar köttur ýtir barni frá

bakaraofni sem barnið er að fikta í.47 Í þessu dæmi er dýr að framkvæma

verknað eða atferli sem telst siðferðilegt vegna þess að breytni þess er í

samræmi við það sem telst siðferðilega rétt í þessum aðstæðum. Einhver

skilningur á aðstæðunum virðist til staðar hjá kettinum um hvað sé rétt og

rangt.

Spurningin er hvort þau sjálf telji verknaðinn eða atferlið siðferðilega rétt. Um

það má deila en þó verður að teljast mjög sennilegt að dýr sem bregðast við í

ákveðnum aðstæðum geri sér fulla grein fyrir því að ef ekki er brugðist við þá

muni t.d. barnið fara sér að voða. Ekki er þó víst að dýrið geri sér grein fyrir því

að um siðferðilegar aðstæður er að ræða. En dýrið gerir sér fulla grein fyrir

orsakasamhenginu því annars hefðu viðbrögðin ekki orðið þau sem þau voru.

Líklega er ekki hægt að skera úr um hvort dýr telji það vera siðferðilega rétt

að gera eitthvað sem lítur út fyrir að vera siðferðilega rétt. En að öllum

líkindum upplifir dýrið verknaðinn svipað eða álíka og við þegar við tölum um

að eitthvað hafi verið siðferðilega rétt. Hugsanlega er sú upplifun byggð á

tilfinningu eða innsæi fyrir því að hafa gert eitthvað gott, frekar en vont sem er

þá álíka og staðfestingin á því að það sem gert var hafi verið siðferðilega rétt.

Það er a.m.k. ljóst að viljinn til að framkvæma siðferðilega rétta athöfn er til

staðar hjá ólíkum dýrategundum þó að skilningurinn sé ekki sá sami og hjá

manneskjum. Vegna þess að framkvæmt er á grunni skynjunar um hvað sé rétt

og rangt í ákveðnum aðstæðum getur verið að aðeins sé framkvæmt með það í

huga að koma í veg fyrir t.d. slys á barni. Verknaðurinn er siðferðilega réttur

46Peter Singer, „Ethics and intution“, The Journal of Ethics, 9/1 (2005), 331–352. http://www.

utilitarian.net/singer/by/200510--.pdf 47 Deborah Hasting, „Family cat tries to get toddler away from oven“, Daily News, http://

www.nydailynews.com/news/world/video-cat-protecting-toddler-oven-burns-internet-

article1.2162 447. Annað dæmi er þegar köttur bjargaði barni frá hundaárás; Assosiated Press,

„'Hero Dog' award goes to a CAT: Feline Tara gets decorated for THAT heroic moment she

saved six-year-old autistic boy from being attacked by a canine“, Daily mail, http://

www.dailymail.co.uk/news/article-3132268/Breaking-Meow-ndaries-Cat-saved-six-year-old-

autistic-boy-attacking-canine-feline-Hero-Dog-award.html.

Page 24: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

24

því einstaklingarnir telja eða skynja hann þannig, hvort sem verið er að

bregðast við af innri tilfinningu, innsæi, eða annarri skynsemi.

S. F. Sapontiz segir að ef við viljum halda því fram að svona athafnir dýra

byggi alltaf á hvötum eða ósjálfráða viðbrögðum þá verðum við að telja að það

sama eigi við um manneskjur. Ekki virðist nein góð ástæða til að telja sama

verknaðinn framkvæmdann í sama tilgangi vera annars eðlis hjá manneskju en

hjá dýri. Þess vegna verður að gera ráð fyrir að í einhverjum aðstæðum átti dýr

sig á og bregðist við út frá því sem er siðferðilega gott eða slæmt við

aðstæðurnar og því byggja þau verknað sinn ekki einungis á hvötum eða

ósjálfráða viðbrögðum.48

Í bók sinni Good Natured; The Orgins of Right and Wrong in Humans and Other

Animals er Franz de Waal svipaðrar skoðunar og S. F. Sapontiz hvað varðar

hvatir og ósjálfráð viðbrögð hjá dýrum, þá sérstaklega ef um er að ræða

náskyldar tegundir og flókna huglæga færni hjá þeim tegundum.49

Okkar mannlegi skilningur á siðferðilegri hegðun er sá skilningur sem við

höfum á siðferði og ef við verðum vitni að hegðun sem er álíka hjá dýri þá

getum við varla talið þá hegðun eitthvað annað en siðferðilega, annað væri

ósamkvæmni.

Ef það hvernig dýr áttar sig á því sem er rétt og rangt við einhverja athöfn er

eitthvað sem dýr getur áttað sig á, þá getur það að einhverju leyti metið

aðstæðurnar, tekið eftir hlutunum og athafnað sig eftir því. Að því leyti er um

siðferðilega eftirtekt að ræða þó að dýrið geti kannski ekki hugleitt (a.m.k.

þannig að við skiljum eða áttum okkur á því) reglurnar eða forsendurnar sem

liggja til grundvallar fyrir eftirtektinni. Þannig að það að taka eftir þáttum,

jákvæðum og neikvæðum, sem skipta siðferðilega máli, við ákveðnar aðstæður,

velta fyrir sér og vilja gera eitthvað í aðstæðunum, er nóg til að dýr, að minnsta

kosti einhver, geti talist siðferðilegir gerendur.50 Dæmi um þetta er myndband

af öryggismyndvél, þar sem að rétt áður en köttur bjargar barni frá árás hunds

virðist hann „meta aðstæðurnar“ eða velta aðstæðunum fyrir sér, síðan bregst

48 S. F. Sapontzis, „Are animals moral beings“, American Philosophical Quarterly, 17/1 (1980) 47.

https://www.jstor.org/stable/pdf/20009783.pdf. 49 Franz de Waal, Good Natured; The Origins og Right and Wrong in Humans and Other Animals,

(Cambridge, Harvard University Press, 1997), 210. 50 Johnson, Lawrence E. "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and Animals: 4/ 2, (1983) grein 5,

54. http://digitalcommons.calpoly.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandani

mals.

Page 25: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

25

kötturinn við og bjargar barninu.51 Kötturinn hljóp ekki bara beint í hundinn

um leið og hann sá hann, heldur stoppaði og gerði svo eitthvað í málinu. Ef dýr

greinir í aðstæðum mun á réttu og röngu og athafnar sig eftir því getur það

verið siðferðilegur gerandi að því leyti sem þess eigin skilningur á aðstæðunum

leiðir það til að álykta að það verði að bregðast við og bregst þá við sem

siðferðisvera. Dýrið verður næmt fyrir aðstæðunum og hegðar sér á hátt sem

telst siðferðilegur. Það sýnir siðferðilega hegðun í siðferðilegum aðstæðum.

Það að geta metið aðstæðurnar, að geta metið atferli sem siðferðilegt, er

spurning um {kveðinn „skilning“, eftirtekt og hugsun. Í því mati getur falist

ákveðin hugsun um aðstæðurnar, skynsemi, val. Ef dýr geta eitthvað af þessu,

hvers vegna þá að telja að einhver dýr, geti ekki metið athafnir sínar, hagsmuni

sína og annarra og þannig haft getu til að velja sem frjálsir gerendur hvað rétt er

að gera í siðferðilegum aðstæðum? Einnig er spurning hvort þess konar „mat“ {

athöfn sé nauðsynlegt, þar sem oft í siðferðilegum aðstæðum bregst fólk

einfaldlega við án einhvers ígrundaðs fyrra mats. Það að geta metið hvað

maður gerir í siðferðilegum aðstæðum virðist ekki skipta eins miklu máli því

verið er að bregðast við út frá einhverju innra með okkur, innsæi, sem gerir það

að verkum að við gerum eitthvað sem telst siðferðilega rétt, og við það gefst

ekki endilega tími til umhugsunar, virknin er frekar viðbragð en gaumgæfilegt

mat á aðstæðunum. Viðbragðið getur talist siðferðilegt því ég er að tengja

siðferði meira við eðlið og skynjun, en ígrundaða hugsun í aðstæðum. Ég veit

hvað er rétt um leið og ég lendi í aðstæðunum. Ef ég færi í siðferðilegum

aðstæðum að „meta athöfnina“ gæti ég orðið of sein til að bregðast við.

Skilningurinn, hugsunin í aðstæðunum, getur þannig verið til staðar, en er

kannski ekki endilega nauðsynlegur eins og áður hefur komið fram svo að um

siðferðilegan verknað siðferðilegs geranda sé að ræða.

Til þess að haga sér á siðferðilegan hátt eða á þann hátt sem telst vera

siðferðilegur þarf einstaklingur, hvort sem er manneskja eða dýr, ákveðið frelsi

– frelsi til þess að fá að lifa lífi sínu eins og viðkomandi telur best að lifa því þar

sem engir tveir einstaklingar eru alveg eins. Rétt eins og John Stuart Mill talar

um og nefnir sauðkindur sem dæmi. Hver og ein sauðkind/einstaklingur lifir á

51 Assosiated Press, „'Hero Dog' award goes to a CAT: Feline Tara gets decorated for THAT

heroic moment she saved six-year-old autistic boy from being attacked by a canine“, Daily mail,

http://www.dailymail.co.uk/news/article-3132268/Breaking-Meow-ndaries-Cat-saved-six-year-

old-autistic-boy-attacking-canine-feline-Hero-Dog-award.html.

Page 26: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

26

sinn eigin hátt og að enginn háttur til að lifa eftir er betri en annar. Aðalatriðið

er að hver og einn geti lifað á sinn eigin hátt.52

Þannig mætti segja að hver og ein tegund, hver og einn einstaklingur innan

sinnar tegundar, lifi sennilega besta mögulega lífi, njóti hann ákveðins frelsis til

að haga sér siðferðilega eins og einstaklingurinn sjálfur telur best og

skynsamlegast. Siðferðiskennd sem vitund, þekking, tilfinning eða innsæi um

grundvallargildi og grundvallarreglur, lætur okkur vita hvað er réttast að gera í

siðferðilegum aðstæðum. Sú hegðun eða háttur til að haga sér á sem

samþykktur er, þarf að taka tillit til annarra einstaklinga. Sem leiðir til virðingar

fyrir lífi og hagmunum annarra einstaklinga hvort sem þeir eru af sömu tegund

eða ekki. Ýmis dæmi eru til um þessa virðingu, tillitsemi, góðvild og hjálpsemi,

innan tegundar og á milli tegunda en hugsa verður til þess að dýr, þar með

talin við sjálf, verjum okkur fyrir áreiti sem við túlkum sem ógn. Ég tel að dýr

skilji að öllum líkindum best líf og hagsmuni einstaklinga eigin tegundar. Eins

og við skiljum betur einstaklinga eigin menningarheims.

52 John Stuart Mill, Frelsið, (Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 2009), 131.

Page 27: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

27

5. Ábyrgðarfull hegðun

Ábyrgðarfull hegðun og tilfinning einstaklinga fyrir ábyrgð er mikilvæg til að

geta talist siðferðilegur gerandi. Samkennd leiðir til ábyrgðar sem aftur leiðir til

siðferðilegrar skyldu og til siðferðilegs verknaðar. Engin ástæða er til þess að

halda að dýr geti ekki borið ábyrgð á því sem þau gera innan þess veruleika

sem þau lifa eins og áður hefur komið fram. Þess vegna má segja að dýr geti

borið ábyrgð á því sem þau gera í samræmi við reglur og siði þess samfélags

sem þau tilheyra. Við getum því ekki flutt mannlegt réttarkerfi yfir á dýr vegna

þess að samfélög dýra eru ólík samfélögum manna. En benda má á að dýrum er

samt sem áður refsað ef þau brjóta af sér í okkar samfélagi, t.d. hundur sem

bítur barn. Hvort það er siðferðilega rétt af mönnum að refsa dýrum þannig læt

ég ósagt. Aðalatriðið er að dýr geta borið ábyrgð á athöfnum sínum og verið

refsað, fengið hrós eða verið álasað innan síns eigin tegundarbundna samfélags.

Dæmi um þetta er hjarðhegðun dýra á við siði og reglur úlfahópa eða ljónahópa

þar sem staða þín er þekkt og þú veist hvað þér ber að gera. Eða flókið samfélag

maura sem vinna saman að því að halda uppi samfélagi sínu. Ef brotin er regla

innan þessara samfélaga getur það endað með því að einstaklingurinn er

drepinn, honum úthýst eða hann fær aðra meðferð innan samfélagsins eftir það.

Ýmis konar táknrænar athafnir sem vitneskja er um innan samfélaga dýra gefa

þetta til kynna. Bara það að fá ekki að taka þátt í mikilvægum athöfnum eða

öðru innan samfélagsins eins og þekkist innan prímatasamfélaga er ákveðin

tegund af refsingu þar sem einstakling er álasað og þannig látinn bera ábyrgð á

hegðun sinni.

Hegðun er ábyrgðarfull í einhverjum skilningi þar sem einhverjar athafnir

geta talist skynsamlegar og viðeigandi út frá sjónarhorni dýrs (eða einstaklings)

vegna þess að skynjanir og ætlanir þess tengjast á ákveðinn hátt verknaði eða

atferli.53 Skynsemi einstaklings felst þá meðal annars í einhvers konar mati

(hugsun, skynjun eða ætlun), á því að ákveðinn verknaður atferli eða hegðun er

siðferðilega rétt vegna þess að verknaðurinn er skynsamlegur og viðeigandi í

53 Susan Hurley, „Making Sense of animals“, Rational animals?, ritstj. Susan Hurley og Matthew

Nudds, (Oxford, Oxford University Press, 2006), 142.

Page 28: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

28

þeim siðferðilegu aðstæðum sem komið hafa upp. Það er ekki nóg að

einstaklingurinn verði ábyrgðarfullur í eigin skilningi heldur þarf

einstaklingurinn að teljast ábyrgðarfullur innan eigin samfélags og gagnvart

öðrum.

Sara J. Shettleworth og Jennifer E. Sutton telja að svo virðist sem fleiri

dýrategundir en manneskjan hafi eiginleikann til að hugsa á meðan þau eru að

framkvæma verkefni, eða að hugsa um hugsanir sínar, og þessi skynsemi er til

staðar hjá prímötum og kannski höfrungum.54 Ef þetta er rétt þá er ekki hægt að

segja að aðeins manneskjur hafi færnina til að hugsa um hugsanir sínar og það

sem þau gera, sumar dýrategundir virðast geta það líka, a.m.k. prímatar og

mögulega höfrungar sem geta þannig að því leyti talist siðferðilegir gerendur.

Slík tegund hugsunar er þá sameiginleg og skiptir máli við það að meta og

skilja siðferðilegar aðstæður. Þessi dýr sýna með hegðun sinni að þau geta

hugsað um hugsanir sýnar og það sem þau eru að gera. Hvort aðrar tegundir

geri það er ekki vitað. En þessar dýrategundir prímatar og höfrungar geta út frá

þessu brugðist við sem siðferðisverur í siðferðilegum aðstæðum. Útfærsla

hugsana eða skynsemi þarf ekki vera meiri en sú að vita að eitthvað gott mun

leiða af því að bregðast við á ákveðinn hátt fremur en á annan hátt eða engan.

Skilningurinn á aðstæðunum felst í að sjá, hlusta, skynja, greina og bregðast svo

við, eitt eða allt í senn, svo niðurstaðan verði sem best.

Prímatar og höfrungar virðast hafa þessa skynsemi. Hugsun um hugsun er

mögulega partur af því að vera skynsamur, að geta hugleitt hugsanir sínar,

hvað maður vill og hvað ekki, o.s.frv. Ef ég framkvæmi siðferðilega réttan

verknað þá geri ég það af því að eitthvað í líkama mínum og/eða í skynsemi

minni segir mér að bregðast við eins og ég geri. Ég get hugsað um verknaðinn

áður en ég framkvæmi hann en öllu líklegra er að ég myndi einfaldlega

bregðast við aðstæðunum, sérstaklega ef mikið liggur við. Til eru sögur og

heimildir um svipaða hegðun hjá dýrum, t.d. sem hjálpa öðrum tegundum að

lifa af þrátt fyrir að þær muni ekki hagnast á því beint. Einnig að dýr geti haft

mjög gott minni, þar sem þau muna eftir góðu og slæmu. Þó þetta atriði skipti

ekki miklu máli til að teljast siðferðilegur gerandi og þurfi jafnvel ekki að vera

54 Sara J. Shettleworth og Jennifer E. Sutton, „Do animals know what they know?“, Rational

animals?, ritstj. Susan Hurley og Matthew Nudds, ( Oxford, Oxford University Press, 2006), 245.

Page 29: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

29

til staðar, þá sýnir það að einhver dýr að minnsta kosti hafa færni og gáfur sem

hefur stundum verið talið að sé aðeins á færi manneskjunnar.

Ef talið er mikilvægt, til að teljast siðferðilegur gerandi, að hafa færni til að

þekkja mun á neikvæðu og jákvæðu ástandi, vita að tiltekin hvöt er slæm og

önnur góð, að vita hvað er rétt og rangt í tilteknum aðstæðum, þá er sennilegt

að þessi færni sé til staðar hjá sumum dýrum. Að minnsta kosti ef marka má

grein þar sem Marc Bekoff telur að hundar geti fundið til sektarkenndar og að

skilningur á mun á réttu og röngu sé mjög mikilvægur hjá hjarðdýrum eins og

úlfum.55

Sá sameiginlegi vilji sem er til staðar innan samfélags, t.d. hjá úlfum, hefur

áhrif á það hvernig rétt og rangt, gott og vont er metið. Sennilegt er að eitthvað

svipað sé að verki innan allra samfélaga, vegna þess að einstaklingar hvers

samfélags fylgja yfirleitt ákveðnum ferlum innan þess kerfis sem er til staðar

innan þeirra samfélags og sátt ríkir um að sé rétt og góð. Skyldurækni og

skömm birtist kannski undir öðrum formerkjum hjá dýrum en mönnum. En að

því leyti sem gerandi framkvæmir sjálfur siðferðilegan verknað, þá er hann

ábyrgur fyrir honum, en aðeins að því leiti sem samfélagslegur skilningur á

ábyrgð birtist innan tegundarbundins samfélags.

Vitund manna og dýra virðist einnig skipta máli til að teljast ábyrgðarfullur,

það er að segja að hafa t.d. vitund um sjálfan sig og aðra. Nýlega skrifuðu

margir vísindamenn undir yfirlýsingu um að dýr og menn hefðu vitund um

meðvitað ástand og vísvitandi hegðun. Yfirlýsingin ber nafnið Cambridge

yfirlýsingin um vitund ( e. The Cambridge Declaration of Conciousness). En ástæða

þess að hún ber nafnið Cambridge er að hún var skrifuð og skrifað var undir

yfirlýsinguna í Cambridge háskólanum í Englandi. Í yfirlýsingunni segir m.a.:

„Gögn gefa til kynna að dýr hafi líffærafræðilegt

taugakerfi, efnataugakerfi, og líkamleg taugakerfi sem eru

grunnur af meðvituðu ástandi ásamt getunni til að sýna

vísvitandi hegðun.“56

55 Natalie Wolchover, „Do Animals Know Right from Wrong? New Clues Point to 'Yes'“, Live

Sience, http://www.livescience.com/16814-animals-wrong-clues-point.html. 56 Low, Philip, Jaak Panksepp, Diana Reiss, David Edelman, and Bruno Van Swinderen. "The

Cambridge declaration on consciousness," Fcmconference, http://fcmconference.org/img/Cam

bridgeDeclarationOnConsciousness.pdf.

Page 30: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

30

Mörg dýr virðast með öðrum orðum hafa færni til að ákveða hvað þau vilja

vitandi vits. Hversu mikil eða lík eða ólík þessi færni er á milli einstaklinga eða

dýrategunda þarf ekki að skipta máli. Aðalatriðið er að dýrin hafa

lífeðlisfræðilega möguleika á að vita af sjálfum sér, aðstæðunum sem þau eru í

og velja út frá þeim. Velja í þeim skilningi að meta aðstæður og taka ákvörðun

eins eða líkt og manneskjur gera. Við ákveðum til dæmis oft að gera eitt frekar

en annað án þess endilega að vita né skilja af hverju eða til hvers.

Þessi yfirlýsing hefur verið gagnrýnd fyrir ýmislegt, t.d. að fullyrða of mikið

miðað við þau gögn sem eru til staðar um vitund dýra; og þó dýr hafi

tilfinningar þýðir það ekki að þau hafi vitund, þar sem tilfinningar þurfa ekki

að vera meðvitaðar.57

En hvað er vitund, meðvitað ástand? Hvað er að sýna vísvitandi hegðun?

Hvenær veit ég að ég er að gera eitthvað en ekki eitthvað annað sem gerir það

að verkum að ég telji mig vísvitandi vera að hegða mér eins og ég geri? Ef dýr

hafa meðvitund, vitund um meðvitað ástand og getuna til vísvitandi hegðunar

þá eru þau lík mannskjum að því leyti en þó er kannski ekki hægt að segja eins

og yfirlýsingin virðist gefa í skyn að dýr, a.m.k. einhver, hafi alla þessa

taugalífeðlislegu þætti því við einfaldlega vitum kannski ekki nóg um

vitundina. Hvernig hún virkar, hvað þarf nákvæmlega að vera til staðar svo að

um vitund sé að ræða o.fr. En telja verður sennilegra að flest ef ekki öll dýr viti í

einhverjum skilningi af sér, þ.e.a.s. geri sér grein fyrir tilvist sinni að því leyti

sem dýrið þarf til að lifa sínu lífi. Því dýr gæti varla lifað ef það gerði sér ekki

grein fyrir því sem skiptir það máli til lífs, s.s. á umhverfi sínu og því hvernig

líkami þess virkar. Öll dýr virðast þá eftir þessu hafa vitund að einhverju leyti.

Hversu sjálfstæð eða frjáls þessi vitund er, þarf að skoða nánar.

Af þessu má ráða að gáfur dýra og hugsun þeirra er að öllum líkindum ekki

eins takmörkuð og stundum er talið, jafnvel hvað varðar eiginleika sem menn

töldu eingöngu þeirra og þá sérstaklega þessa huglægu, ósýnilegu eiginleika

sem erfitt er að sjá og greina hjá dýrum þrátt fyrir miklar framfarir innan tauga-

og lífeðlisfræði. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að rekja heiðarleika, skömm

57 Vincent Torley, „Craig and his critics: Why the Cambridge Declaration on Consciousness is

more propaganda than science“, Uncommondescent, http://www.uncommondescent.Com/in

telligent-design/craig-and-his-critics-why-the-cambridge-declaration-on-consciousness-is-more-

propaganda-than-science/. Þetta er að miklu leyti umfjöllun um gagn-rýni William Lane Craig,

heimspekings á yfirlýsinguna.

Page 31: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

31

og yfirvegun siðferðilega mála til ákveðinna svæða í heila.58 Þar af leiðir er

ekkert óeðlilegt við það að eitthvað svipað sé í gangi hjá dýrum. Heilinn í

manneskjum er a.m.k. líkur miðtaugakerfi annarra spendýra ef ekki annarra

dýrategunda.59

Við þurfum því sennilega ekki að gera annað en að hugsa aðeins um það að

við eins og aðrar lífverur eigum svipaðan bakgrunn fyrir tilveru okkar. Og þar

sem heilarnir í dýrum geta verið svipaðir okkar, þá er ekki hægt að álykta

annað en að færni okkar og atferli séu álíka að einhverju leyti eða jafnvel að

miklu leyti, þótt birtingarmyndir séu ólíkar á milli tegunda. Við skiljum best

okkar eigið kerfi.

Ekkert af þessu virðist útiloka að sum dýr geti verið siðferðilegir gerendur.

Ekki síst út frá þeirra eigin færni. Því ekki er krafist annarrar færni en þeirrar að

vita að einhverju leyti að ákveðinn verknaður, atferli eða hegðun, er siðferðilega

betri eða leiði til betri niðurstöðu en einhver önnur. Og með því að framkvæma

þannig geti verið að þér verði hrósað eða álasað innan þíns eigin

tegundarbundna samfélags. Og þá virðist engu máli skipta hvort um er að ræða

mann eða dýr.

58 Franz de Waal, Good Natured; The Origins og Right and Wrong in Humans and Other Animals,

(Cambridge, Harvard University Press, 1997), 217-218. 59 Sama rit, 217 -218.

Page 32: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

32

6. Önnur sýn

Ábyrgð dýra, næmni þeirra í aðstæðum og eiginleikar þeirra, ásamt atferli

þeirra og hegðun, leiðir til þess að sumar dýrategundir geta talist siðferðilegir

gerendur sem fer gegn skoðun Rowlands að aðeins menn séu siðferðilegir

gerendur.

Ef dýr geta borið ábyrgð á eigin verknað eins og Demókrítos taldi og einnig

borið ábyrgð á verknað út frá þeirra eigin forsendum, reglum og samfélagi, þá

hefur Mark Rowlands rangt fyrir sér að telja að dýr geti ekki borið ábyrgð á

verknaði, atferli eða hegðun. Skilningur dýra á samfélagi okkar og skilningur

okkar á samfélögum dýra er þar að auki sennilega ólíkur. Þess vegna kann að

teljast rétt að dýr þurfi að svara fyrir siðferðilegar reglur eigin samfélags en ekki

mannlegs samfélags.

Rowlands fullyrðir að dýr séu ekki siðferðilegir gerendur af því að þau geti

ekki skoðað hvatir sínar og athafnir gaumgæfilega eða á árangursríkan og

gagnrýninn máta. Þetta er að fullyrða um of að mínum dómi um dýr á þeirra

kostnað. Það að geta skoðað hvatir sínar, verknað, atferli eða hegðun á þennan

hátt er í fyrsta lagi ekki hluti af því að vera siðferðilegur gerandi í þeim skilning

sem hér er hafður að leiðarljósi. Og efast má um að við getum það sjálf að

verulegu leyti. Þessi fullyrðing virðist því alls ekki vera forsenda þess að

einstaklingur teljist siðferðilegur gerandi. Í öðru lagi vitum við ekki hvort eða

hvernig dýr skoða hvatir sínar eða verknaði, atferli eða hegðun og þar af leiðir

getum við ekki fullyrt hvort dýr skoði hvatir eða hegðun á þennan hátt eða ekki.

Sara J. Shettleworth og Jennifer E. Sutten hafa komist að þeirri niðurstöðu eins

og áður segir að svo virðist sem prímatar og hugsanlega höfrungar geti hugsað

um hugsanir sínar að því leyti sem þessi dýr geta hugsað um það sem þau eru

að hugsa á meðan þau framkvæma. Þetta er í andstöðu við fullyrðingu

Rowlands um að dýr geti ekki hugsað um hugsanir sínar. Sem er samt ekki

endilega skilyrði til að teljast siðferðilegur gerandi.

Rowlands telur einnig að dýr geti ekki greint muninn á milli neikvæðs og

jákvæðs ástands. Hér er aftur fullyrt um of að mínu mati. Að því leyti sem dýr

virðast greina á milli neikvæðra og jákvæðra aðstæðna þar sem það tekur eftir

Page 33: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

33

jákvæðum og neikvæðum þáttum og verður umhugað um þær aðstæður eins

og Lawerence E. Johnson bendir á þá eru þau einmitt að greina á milli jákvæðs

og neikvæðs ástands í aðstæðum. Því ástandið í aðstæðunum er það sem dýrin

eru að greina á milli. Dýrið sér, skynjar að í aðstæðunum er ástand sem er

annað hvort neikvætt eða jákvætt. Fullyrðing Rowlands stenst því ekki. En þó

við gætum ekki fullyrt að svo væri eins og við teljum okkur vita um okkur, þá

er ekki hægt að mínum dóma að fullyrða þar með að dýr greini alls ekki þarna

á milli. Þar gengur Rowlands of langt að mínu mati. Það er ekki nóg að fullyrða

um eitthvað án þess að vita það fyrir víst og helst þarf líka að vera hægt sé að

sýna fram á það.

Sú krafa Rowlands að dýr geti ekki þekkt siðferðilegar staðreyndir á við

þekkingu á því hvort hvatir séu góðar eða slæmar, eitt réttara en annað í

siðferðilegum aðstæðum, tel ég ekki standast því ljóst er eins og hér hefur áður

verið minnst á, að dýr geta þekkt siðferðilegar staðreyndir. Eins og að gera það

sem kemur þeim sjálfum fyrir bestu og er réttara en annað í ákveðnum

aðstæðum.

Sennilega er einhver þekking um gott og slæmt til staðar hjá þeim dýrum sem

geta framkvæmt siðferðilegan verknað, þó ekki nema þekking á því hvernig

dýrið hefur vitund um hvatir sem skynjandi vera og velur þess vegna að haga

sér rétt í þeim aðstæðum. Ef svo væri ekki, af hverju þá að gera eitthvað í

aðstæðunum? Af hverju myndu dýr hafa þær skynjanir sem þau hafa ef þau

gætu ekki greint þarna á milli? Þekkingin getur verið það takmörkuð að dýrið

veit aðeins að ef það gerir ekki A þá mun það leiða til B, en ef B er ekki rétt

(einhver þekking sem liggur á bak við það), þá vel ég A. Ég veit ekki hvort dýr

hugsa svona. En það er a.m.k. jafn mikill möguleiki á því að svo sé og að halda

því fram að svo sé ekki.

Af því að dýr eru skynjandi verur skynja þau eitthvað gott eða slæmt og hafa

þannig á einhvern hátt þekkinguna: „þetta skynja ég í líkama mínum þegar mér

líður eða ég finn A eða B“. Dýr finnur fyrir skynjuninni, það skynjar breytingar

í líkamanum, að öllum líkindum svipað og við mannfólkið gerum þó að ég ætli

ekki að fullyrða um það. En að segja að dýr geti ekki þekkt mun á því að líða

vel eða illa, kvíða eða rósemi, er undarlegt að sjá hjá Rowlands því augljós

munur er á því hvernig þessar kenndir eða tilfinningar birtast eða eru skynjaðar

af dýrum. Dýr hafa líkama sem er þannig gerður að þau skynja mun, t.d. á því

Page 34: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

34

að vera hrædd og ánægð, og þess vegna hljóta dýr, að minnsta kosti einhver, að

verða vör við tilfinningar eins eða álíka og við verðum vör við þær hjá okkur.

Hvaða ástæðu höfum við til að halda að dýr verði ekki vör við sveiflur í

tilfinningum? Hvað þ{ að það geti ekki „greint“ eitthvað sem rétt eða rangt í

ákveðnum siðferðilegum aðstæðum. Eins og virðist vera raunin með hunda,

samkvæmt Marc Bekoff eins og nefnt var hér að framan.

Ef dýr bregst við sem siðferðilegur gerandi hlýtur dýrið að gera það af

einhverri ástæðu. Það veit þá mun á réttu og röngu, góðu og slæmu innan eigin

samfélags. En hvort sem manneskja eða dýr hefur grunn fyrir siðferðilegar

staðreyndir, getur með hugsun eða skynjun {ttað sig { og „búið

til“ siðferðilegar staðareyndir sem virðast hið rétta eða hið góða í siðferðilegum

aðstæðum, þá er það verknaðurinn sem mestu máli skiptir. Grunnurinn er það

sem liggur á bak við siðferðilegar staðreyndir, sú færni eða eiginleikar sem gerir

það að verkum að siðferðilega staðreyndir verða til og einstaklingar taka eftir

þeim, búa þær til og fylgja þeim. En hvort sem grunnurinn er til staðar eða ekki

er verknaðurinn siðferðilegur af því að í honum felst siðferðiskennd hjá

gerandanum, ákvörðun um að framkvæma rétt eða rangt, gott eða vont.

Þá tel ég heldur ekki standast þá fullyrðingu Rowlands að siðferðilegur

gerandi þurfi að hafa siðferðilegan þroska eða þekkingu á við þá sem

manneskjur geta haft. Einkum vegna þess að dýr þroskast með auknum aldri

eins og við sjálf og sennilega einnig siðferðilega og þekkingarlega. Þroski sumra

dýra virðist t.d. alveg eins geta verið siðferðilegur ef við reynum að líta

hlutlaust á málið og berum þroskann ekki eingöngu saman við mannlegan

þroska. Og spyrja má hvers vegna þarf þroskinn að vera eins hjá dýri og

manneskju svo um sé að ræða siðferðilegan geranda? Hvað rök felast í þeirri

afmörkun önnur en þau að allt þurfi að eiga viðmið og mælikvarða í okkur

sjálfum? Siðferðilegur gerandi er siðferðilegur gerandi vegna þess sem hann

framkvæmir, ekki vegna þess úlits eða þess þroska sem hann hefur eða er fær

um. Þar af leiðir gengur þessi fullyrðing Rowlands ekki upp, að siðferðilegur

gerandi þurfi að hafa mannlegan siðferðisþroska. Dýr geta að öllum líkindum

ekki þroskast eins og menn en þau þurfa að sýna þroska, a.m.k. einhvern

þroska til þess að geta talist siðferðilegir gerendur og líklegt er að flest dýr ef

ekki öll þroskist eitthvað frá því þau fæðast og þanga til þau deyja, þar sem það

Page 35: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

35

sést og atferli a.m.k. sumra dýrategunda gefur í skyn að eldri dýr innan teg-

undar eru gjarnan þau sem hafa reynslu og þroska sem yngri dýrin hafa ekki.

Siðferðilegur þroski skiptir máli fyrir siðferðilega gerendur því án hans getur

ein-staklingur ekki haft þann grunn siðferðis sem snýst um að þekkja muninn á

réttu og röngu, góðu og slæmu. Við verðum því að hafa þroskast siðferðilega til

þess að geta hagað okkur siðferðilega. En að einskorða siðferðilegan þroska við

manninn, svo að aðeins mannlegur siðferðisþroski sé mælikvarði á

siðferðilegan geranda er að mínum dómi ekki rétt. Eða er rétt að telja að dýr

þurfi að vera menn til þess að eiga mögulega á því að teljast siðferðilegir

gerendur sem þroskast siðferðilega?

En hvernig veit ég með fullri vissu að dýr geti verið siðferðilegir gerendur?

Ég veit það af því að þegar dýr gerir eitthvað sem ég geri þá endurspeglar það

hegðun mína. Ég geri eins eða svipað og skil þess vegna að dýr sem

einstaklingur er að gera svipað, líkt og þegar ég sé spegilmynd af sjálfri mér.

Endurspeglunin verður hjá mönnum og dýrum við það að hlusta, skynja, átta

sig á umhverfi hvors annars, án þess endilega að tjá sig. Við getum t.d.

endurspeglað líðan sem er í kringum okkur, hvort sem sú líðan er hjá manni

eða dýri. Við sjáum, heyrum eða skynjum, að einstaklingur er fúll, glaður,

ánægður, góður, traustur, o.þ.h. Eins konar innri næmni innra með okkur les

náunga okkar, þar sem við vitum einhvern veginn að einstaklingurinn sem við

erum með líður á ákveðinn hátt og höfum gjarnan rétt fyrir okkur ef vit okkar

er gott að þessu leyti. Við vitum, skiljum, skynjum okkar nánasta umhverfi með

endurspeglun á því sem er að gerast í því og í okkur sjálfum. Við einfaldlega

vitum, finnum fyrir því að eitthvað er á ákveðinn veg með þeim einstakling sem

við erum með. Sama er hægt að gera með ýmsar dýrategundir. Einstaklingurinn

sýnir viðbrögð, færni, hegðun og ýmislegt annað sem ég get endurspeglað í

sjálfri mér. Það þýðir að einhver dýr að minnsta kosti geta alveg örugglega

skilið, hugsað, skynjað og/eða fundið til eins og eða álíka og ég. Virkilega og

raunverulega. En ekki að ég sé að ímynda mér það. Ég veit það eins og ég veit

að manneskja sem sýnir álíka viðbrögð eða hagar sér álíka, t.d. er augljóslega

döpur án þess að segja það, þegar ég finn fyrir nærveru hennar. Lífveran er

lifandi fyrir framan mig og raunverulega að sýna hegðun, atferli og tilfinningar

sem ég skynja sem hegðun, atferli eða tilfinningar. Ég er þess vegna ekki að

varpa sjálfri mér á dýrin, heldur taka eftir þeim sem lífvera eins og þau.

Page 36: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

36

Rök eru fyrir því að hægt sé að telja vissa hegðun hjá dýrum siðferðilega og

hún endurspeglast í okkur sjálfum. Hegðunin virðist vera alveg eins

raunveruleg fyrir okkur í okkar mannlega umhverfi eins og hún er raunveruleg

fyrir dýrunum í þeirra umhverfi. Dýr geta því verið siðferðilegir gerendur á

þeirra eigin forsendum.

Með þessu erum við ekki að ímynda okkur hegðunina eins og Cora Diamond

heldur fram, þar sem við notum ímyndunina til að lesa í dýr.60 Heldur erum við

að leyfa dýrum að vera það sem þau eru, án þess að krefjast þess að við getum

lesið eitthvað í það annað en það sem er. Ef hegðun þeirra endurspeglar hegðun

okkar, getum við sagt hana vera þá sömu eða líka okkar eigin, og hún er eins

raunveruleg fyrir okkur eins og hægt er að telja varðandi hegðun annarra

lífvera. Við vitum það vegna reynslu okkar af hegðuninni.

Samskipti á milli okkar og dýra eru alls ekki útilokuð út frá því sem ég hef

sagt en við verðum að virða það bil sem er á milli okkar og dýra, og að þó við

getum ekki skilið dýr eins vel og aðra menn þá ættum við að virða þau sem það

sem þau eru og að því leyti sem við getum skilið þau og við þurfum líka að

virða það að einhver hluti af þeirra hegðun er utan okkar skilnings.

Það er margt sem tengir okkur saman og mun meira en menn vilja örugglega

viðurkenna. Þróunarlega hafa allar dýrategundir margt sameiginlegt. Skynjun,

tilfinning og breytni, jafnvel hegðun dýrategunda í ákveðnum aðstæðum, getur

verið mjög svipuð á milli tegunda, þar sem ályktunarfærni einstaklinga að

þessu leyti, út frá innri líkamlegri hugsun eða skynjun, getur virkað svipað. Svo

ef siðferði er ekki aðeins ímyndun okkar sjálfra þá er það til staðar hjá dýrum.

Samt er það ekki þannig að dýr eigi að fá að vera í friði með sitt siðferði og

við með okkar að öllu leyti því allt í heiminum tengist einhvern veginn, við

getum ekki aðskilið ólíkar tegundir það auðveldlega af því að allt lifir saman í

náttúrunni, hér á jörðinni.

Við verðum að leyfa okkur að skilja dýr og þeirra siðferði og virkni að því

leyti sem við getum og raunverulega er hægt að gera. Sumir eru næmari fyrir

hegðun, atferli og tilfinningum en aðrir og geta þannig átt betri samskipti. Hvað

siðferði dýra varðar gefur það aukna dýpt í hvað dýr geta verið, hæfileikar,

gáfur þeirra og líf. Það gefur aukna dýpt, skilning og virðingu fyrir náttúru

okkar og umhverfi.

60

Cora Diamond, „Eating Meat and Eating People“, Philosophy, 53/206 (1978), 478.

http://www.jstor.org/stable/3749876.

Page 37: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

37

Niðurstöður

Í heimspeki og fleiri fræðigreinum hefur að undanförnu komið upp sú umræða

að hver dýrategund sé samfélag út af fyrir sig með eigið tegundarbundið

siðferði og siðferðisþroska sem ekki sé sanngjarnt að vega og meta á

mælikvarða mannsins. Manneskjur mynda þá eina tegund af siðferðilegu

samfélagi meðal annarra siðferðilegra samfélaga, eins og Michael Bradie hefur

bent á. Dýr geti því talist siðferðilegir gerendur innan síns samfélags.

Siðferðilegur gerandi hefur í ritgerðinni verið skilgreindur sem einstaklingur

sem framkvæmir verknað, atferli eða hegðun, sem telst vera siðferðileg, þ.e.a.s.

rétt eða röng, góð eða vond.

Hugmyndir Marks Rowlands um siðferðilegan geranda gera skilninginn að

meginþætti og hefur hann því hafnað möguleikanum á dýrum sem

siðferðilegum gerendum. Mín skoðun er hins vegar sú að leggja eigi meiri

áherslu á siðferðilegan verknað eða athöfn, atferli og hegðun, fremur en

skilninginn. Rökin eru meðal annars þau að skilningur er að mínu mati

tegundarbundinn. Þar að auki tel ég ekki ljóst hversu miklu máli skilningur

skiptir fyrir það að einhver (menn eða dýr) teljist siðferðilegur gerandi. Út frá

þessari nálgun má segja um dýr að þau geti talist siðferðilegir gerendur á

öðrum forsendum en við.

Það er aukaatriði að mínum dómi hvort og hvernig einstaklingur hugsar,

skilur eða áttar sig á siðferðilegum aðstæðum. Hinn siðferðilegi verknaður er

það sem skiptir mestu máli til þess að teljast siðferðilegur gerandi. Ef dýr hafa

færni til að bregðast ásættanlega við í aðstæðum sem hægt er að kenna við

siðferði á okkar mælikvarða þá eru þau siðferðilegir gerendur. Og ef það að

vera siðferðilegur gerandi kemur á undan því að hafa vitund, skilning og færni

til að endurskapa verknað eða atburðarás þá geta að minnsta kosti sum dýr

talist siðferðilegir gerendur, t.d. apar, eins og Oliver Pultz hefur bent á.

Einnig skiptir máli að ef algildar siðferðisreglur eru til í veröldinni, þar sem

réttara eða betra er að gera eitt fremur en annað þá virðist engin ástæða til

annars en að álykta að minnsta kosti einhverjar dýrategundir eigi sér eigin

siðferðisreglur sem geta talist algildar. Hvort sem um er að ræða dýr eða menn.

Page 38: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

38

Dýr geta að því leyti talist siðferðilegir gerendur og eru þannig með einhvers

konar siðferðiskennd. Þetta getur skipt máli svo dýr séu virt meira á þeirra

eigin forsendum, frekar heldur en okkar, eins og venjan er í dag.

Færni til siðferðilegs skilnings virðist vera mjög mismunandi innan

dýrategundar og á milli tegunda. En ljóst virðist að frjáls vilji til að framkvæma

siðferðilega réttan verknað er til staðar hjá ýmsum dýrategundum. Ef dýr og

maður bregðast siðferðilega eins við í siðferðilegum aðstæðum þá má tala um

siðferðilega gerendur í báðum tilvikum. Að mínu áliti skiptir máli hvað er gert

en ekki hvernig dýrið metur eða útskýrir verknaðinn.

Siðferðilegur gerandi framkvæmir siðferðilegan verknað og gerir sér grein

fyrir að sú framkvæmd er betri en andstæður verknaður. Gerandinn hefur

þannig vissan skilning til að bera en hver sá skilningur nákvæmlega er þarf ekki

að skipta öllu máli, aðalatriðið er verknaðurinn sjálfur. Einnig skiptir máli að þó

að ekki þurfi að vera mat eða nákvæmur skilningur á verknaði til staðar hjá

siðferðilegum geranda er hann þar með ekki siðferðilegt viðfang vegna þess að

viðbragð við siðferðilegum aðstæðum, án fyrra mats á aðstæðunum eða

útskýringar, getur hæglega talist rétt siðferðileg niðurstaða framkvæmd af

siðferðilegum geranda. Til þess að ég hagi mér siðferðilega virðist ég ekki þurfa

að hugsa eða velta fyrir mér siðferðilegu ástæðunum áður en ég bregst við, ég

einfaldlega framkvæmi. Niðurstaðan er sú að það sem gert er í siðferðilegum

aðstæðum er aðalatriðið en ekki nákvæmt mat, skynsemi eða hugsun þess sem

bregst við.

Einnig er mjög mikilvægt að samþykkt atferli eða hegðun taki tillit til þeirra

sem verknaðinn varða sem leiðir til virðingar fyrir lífi og hagmunum annarra.

Frjáls vilji og frelsi einstaklingsins skiptir einnig miklu máli af því að

siðferðilegur gerandi framkvæmir sem frjáls gerandi.

Ég tel að dýr geti borið ábyrgð á því sem þau gera í samræmi við reglur og

siði þess samfélags sem þau tilheyra og geti haft áhrif á mat á réttu og röngu,

góðu og vondu. Öflun þekkingar skiptir máli fyrir ábyrgðarfulla hegðun og

bæði menn og dýr virðast hafa þá færni að geta lært af reynslunni og muna eftir

atvikum að einhverju leyti, þó munur sé á þessari færni innan dýrategunda og á

milli tegunda. Þetta hefur Susan Hurley bent á þar sem hún talar um

ábyrgðarfulla hegðun. Óvíst er hvort vitund þurfi að vera til staðar hjá

siðferðilegum gerendum. Cambridge yfirlýsingin fullyrðir að dýr hafi vitund og

Page 39: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

39

vísvitandi hegðun. Samkvæmt þessu vita dýr af sér og gera sér grein fyrir tilvist

sinni.

Hugmyndir Rowlands um siðferðilega gerendur eru því takmarkandi að

mínum dómi. Einver dýr geta til dæmis hugsað um hugsanir sínar, eins og Sara

J. Shettleworth og Jennifer E. Sutten telja, greint á milli jákvæðs og neikvæðs

ástands, þekkja sennilega siðferðilegar staðreyndir og þekkja mun á réttu og

röngu, góðu og vondu. Siðferðileg hegðun virðist vera til staðar hjá einhverjum

dýrategundum og endurspeglast hún í okkur og öðrum dýrum þannig að við

upplifum hana í okkur og öðrum m.a. vegna fyrri reynslu okkar. Hún virðist

því vera eins raunveruleg fyrir okkur í okkar mannlega samfélagi og umhverfi,

eins og hún er raunveruleg fyrir dýrum í þeirra samfélagi og umhverfi.

Page 40: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

40

Heimildaskrá

Umræða á https://www.quora.com/Why-do-we-as-humans-consider-ourselves-

superior-to-animals. (skoðað 10 ágúst 2016)

Willis Okech, Bryan Glosik og Justin Hendy „Why do humans view themselves

As superior to nature?,“ http://jrscience.wcp.muohio.edu/humannature

05/Proposal Articles/WhydoHumansViewThemselvesA.html. (skoðað 10.

ágúst 2016)

Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða, (Reykjavík, Háskólaútgáfan, 1993) 36

Páll Skúlason, Pælingar III, (Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2015) 198.

Jón Á. Kalmannsson, Hvers er siðfræðin megnug?, (Reykjavík,xxxxx, 1999) 271 -

280.

Eshleman, Andrew, "Moral Responsibility", The Stanford Encyclopedia of

Philosophy (Summer 2014 Edition), Edward N. Zalta (ed.), http://

plato.stanford.edu/archives/sum2014/entries/moral-responsibility/.

(skoðað 20 maí 2016)

Oliver Putz, „Moral Apes, Human Uniqueness, and The Image of God“, Zygon:

44/3 (2009), 615. http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.14679744200

91019.x/ pdf. (skoðað 25 apríl 2016)

Mark Rowlands, Can animals be moral? (Oxford; Oxford University Press, 2012),

32-38, 75, 83-84, 93, 150, 237-243, 273.

Nicholas Bunnin og Joyuan Yu, „Moral patient“, Blackwell Reference Online,

http://www.blackwellreference.com/public/tocnode?id=g9781405106795_

chunk_g978140510679514_ss1-188. (skoðað 21 maí 2016)

Newmyer, Stephen T., „4. kafli, Animals as moral beings“ og „Democrítus“,

Animals in Greek and RomanThought, ritrsj. Newmyer, Stepen T.,

(Abingdon, Routledge, 2011), 83, 12, 17, 39, 65

René Descartes, Orðræða um aðferð, þýð. Magnús G. Jónsson, (Reykjavík, Hið

íslenska bókmenntafélag, 1991), 61-62 og 126-128.

David Hume, Rannsókn á Skilningsgáfunni, þýð. Atli Harðarson, (Reykjavík, Hið

íslenska bókmenntafélag, 2011) 186-187.

Page 41: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

41

Denis, Lara and Wilson, Eric, "Kant and Hume on Morality", The Stanford

Encyclopedia of Philosophy (Fall 2016 Edition), Edward N. Zalta

http://plat. stanford.edu/archives/fall2016/entries/kant-hume-morality/.

(skoðað 23 júní 2016)

Lawrence E. Johnson, A Morally Deep World, (Cambridge, Press Syndicate of the

University of Cambridge, 1991) 133.

Lingis, Alphonso, Vrena Conley, Peter Atterton o.fl. Animal Philosophy; ethics

and identity, ritstj. Peter Atterton og Matthew Calarco, (London,

Continuum Books, 2004) 9, 158 og 52

Ólafur R. Dýrmundsson, Emma Eythórsdóttir og Jón V. Jónmundsson,

„Behavioural studies on Icelandicleadersheep“, Forystusetrið ( fyrirlestur

27. agúst 2013), http://www.forystusetur.is/static/files/Skjol/eaap-annual-

meeting-session- 20a-27-8-2013.pdf og „Um foryestufé“, Forystusetrið;

http://www.forystusetur.is /is/um-forystufe/forystufe. (skoðað 26 ágúst

2016)

Gary Varner, „Biocentric Individualism“, Environmental ethics; What Really

Matters,What Really Works, ritsj. David Schmidts og Elizabeth Willott,

(New York, Oxford University Press, 2012), 91.

Johnson, Lawrence E. (1983) "Can Animals be Moral Agents?," Ethics and

Animals: 4/ 2, (1983) grein 5. 50 -61. http://digitalcommons.calpoly.edu/

cgi/viewcontent.cgi?article=1170&context=ethicsandanimals. (skoðað 20.

apríl 2016)

Fred I. Dretske, „Minimal rationality“, Rational animals?, ritstj. Susan Hurley og

Matthew Nudds, (Oxford, Oxford University Press, 2006), 112 -115.

Natalie Wolchover, „Do Animals Know Right from Wrong? New Clues Point to

'Yes'“, Live Sience, birt 1. nóvember 2011, http://www.livescience.com/

16814-animals-wrong-clues-point.html. (skoðað 4. ágúst 2016)

Michael Bradie , „The Moral Lives of animals“, Kairos, 9/1, 2014, 13 -27.

http://kairos.fc.ul.pt/nr%209/The%20Moral%20Lives%20of%20Animals.p

df. (skoðað 25. apríl 2016)

„Anthromorphic,“ Merriam-Webster. com. Merriam-Webster orðabókin,

http://www.merriam-webster.com/dictionary/anthropomorphic. (Skoðað

10. júlí 2016)

Page 42: Hugvísindasvið°ferðileg...Hugvísindasvið Siðferðileg hegðun dýra Geta dýr verið siðferðilegir gerendur? Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Guðrún Sóley Jónasdóttir2

42

Peter Singer, „Ethics and intution“, The Journal of Ethics, 9/1 (2005), 331–352.

http://www.utilitarian.net/singer/by/200510--.pdf (Skoðað 12. apríl 2016)

Deborah Hasting, „Family cat tries to get toddler away from oven“, Daily News,

birt 25. mars 2015, http://www.nydailynews.com/news/world/video-cat-

protecting-toddler-oven-burns-internet-article-1.2162447. (skoðað 23. júlí

2016)

Assosiated Press, „'Hero Dog' award goes to a CAT: Feline Tara gets decorated

for THAT heroic moment she saved six-year-old autistic boy from being

attacked by a canine“, Daily mail, http://www.dailymail.co.uk/news/

article-3132268/Breaking-Meow-ndaries-Cat-saved-six-year-old-autistic-

boy-attacking-canine-feline-Hero-Dog-award.html. (skoðað 23. júlí 2016)

S. F. Sapontzis, „Are animals moral beings“, American Philosophical Quarterly,

17/1 (1980) 45-52. https://www.jstor.org/stable/pdf/20009783.pdf. (Skoðað

15. apríl 2016)

Franz de Waal, Good Natured; The Origins og Right and Wrong in Humans and

Other Animals, (Cambridge, Harvard University Press, 1997), 210.

John Stuart Mill, Frelsið. (Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 2009) 131.

Low, Philip, Jaak Panksepp, Diana Reiss, David Edelman, and Bruno Van Swin-

deren. "The Cambridge declaration on consciousness." Fcmconference.

Birt 7. Júlí 2012. http://fcmconference.org/img/CambridgeDeclarationOn

Consciousness.pdf. (Skoðað 10. mars 2016)

Vincent Torley, „Craig and his critics: Why the Cambridge Declaration on

Consciousness is more propaganda than science“, Uncommondescent,

http://www.uncommondescent.com/intelligent-design/craig-and-his-

critics-why-the-cambridge-declaration-on-consciousness-is-more-

propaganda-than-science/. (Skoðað 24. júlí 2016)

Cora Diamond, „Eating Meat and Eating People“, Philosophy, 53/206 (1978), 465-

479. http://www.jstor.org/stable/3749876. (Skoðað 15. mars 2016)