238
INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ TAMIL NADU LAND DRAVIDANNA SÍÐASTA FORNA ÞJÓÐMENNINGIN PJETUR S. EINARSSON

INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Reisubók Péturs Einarssonar um suður Indland

Citation preview

Page 1: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

INDVERSKAÆVINTÝRIÐ

TAMIL NADULAND DRAVIDANNA

SÍÐASTA FORNA ÞJÓÐMENNINGIN

PJETUR S. EINARSSON

Page 2: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ
Page 3: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

TAMIL NADULAND DRAVIDANNASÍÐASTA FORNA ÞJÓÐMENNINGINREISUBÓKPÉTURS S. EINARSSONAR © Höfundur 2010Útgefandi: Aftur og fram ehf. 2010Kápa, umbrot, próförk: PSE.Prentun: CreateSpaceBókin fæst keypt m.a. á www.amazon.com

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.ISBN 1452831092EAN-13 978145831091

Page 4: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

TAMIL NADU

LAND DRAVIDANNA

SÍÐASTA FORNA ÞJÓÐMENNINGIN

REISUBÓKPÉTURS S. EINARSSONAR

Page 5: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

UNDIRTITILL BÓKAR OG NAFN HÖFUNDAR Á TAMIL

Page 6: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

EFNISYFIRLIT

Formáli 1 Bombay 5 Ha? 13 Adyar 21 Chennai 37 Sundharamurhty 51 Aftur til Tamil Nadu 69 Brúðkaup 85 Thiruvattyiur 91 Priya 105 Sjóferðin 113 Saotome 119 Mohan 123 Stjörnuspekingurinn 129 Kodikanal 133 Ambassadorinn 141 Rajinderen 149 The Holy Man 162 Black Friday 167 Eldskírnin 175 Sýnir Og Kukl 194 Yoga 197 Sálarband 205 Auroville 217 Ýmislegt 221

Page 7: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

Þessi bók er tileinkuð föður mínum

EINARI PÉTURSSYNI

með þakklæti.

„Ég þekki engan þrautseigari né þreklundaðri mann. Þá ég heyri góðs manns getið, nefni ég gjarnan hann.“

Page 8: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

1

FORMÁLI

Mér finnst rétt í upphafi að gera stuttlega grein fyrir Ind-landi og Tamil Nadu ásamt því að hafa hér kort til að átta sig á staðsetningu og ferðum mínum í þeim Indlandsferðum sem bókin fjallar um.

Bókinni er ekki ætlað að vera landslagslýsing heldur miklu frekar þjóðfélagslýsing með persónulegu ívafi til þess að les andinn skynji allar tilfæringar við að komast á staðinn og af honum, andstæður milli ríkja og borga svo sem Bombay (Mumbai) mót Madras (Chennai), og hvernig íslensk augu sáu Tamila og þeirra líf og hvaða íslenskar hugsanir það vakti.

Indland er gífurlegt landflæmi eða um 3,3 miljónir fer­kílómetrar að stærð. Það er ríkjasamband 25 ríkja og sjö sam-bandssvæða. Íbúarnir telja um eitt þúsund miljónir. Indland er fjórða stærsta ríki heims með um 1/7 íbúa jarðarinnar. Lög-gilt tungumál eru sextán og trúfrelsi er algert með stórkost legan hrærigraut mustera hinna aðskiljanlegu trúarbragða.

Sögur herma að Aryar frá Evrópu ljósir á hörund og herskáir hafi fyrr á öldum flætt yfir norður og miðhluta Indlands og blandast friðsömu bændaþjóðfélaginu þar. Þeir báru með sér fimmfalda stéttaskiptinguna, sem enn er við lýði.

Brahminar, ljósir á lit, yfirstjórnendur,prestar og kennarar, það vill segja sjálfir Aríarnir.Kshatryas, stétt stjórnenda og hermanna. Vaishyar, stétt kaupmanna og ræktenda. Shudras, stétt iðnaðarmanna og handverksmanna og loks, Dalit, eða hinir ósnertanlegu, til þess að starfa í óþrifnaði. Þeir voru í reynd utan samfélagsins.

Innan stéttanna eru svo fjölmargar undirstéttir sambærilegt við iðngildin í Evrópu hinni gömlu.

Page 9: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

2

Mikið hefur verið reynt til að afnema stéttaskiptinguna meðal annars með því að veita lægstu stéttunum ákveðinn for-gang til náms og starfs, en hjúskapur milli stétta en enn mjög fátíður og meðan svo er viðhaldast stéttirnar.

Um mitt Indland liggur geysilegur fjallgarður. Sunnan hans byggja hinir eiginlegu Dravidar, sem eru taldir lítið blandaðir frá upprunalegum íbúum Indlands því yfir fjöllin bárust áhrif Arya og annarra innrásarhópa seint.

Loftslagið verður líkt og í mjög heitu gróðurhúsi þegar sunnar dregur sem veldur því að illbúandi er víða á heitasta tímanum nema fyrir þá sem aðlagast hafa í ald anna rás. Því er suðurhluti Indlands tiltölulega lítið þróaður til alþjóðamenningar og af þeim fjórum ríkjum þ.e. Andhra Pradesh, Karnataka, Kerala og Tamil Nadu sem þar eru, er síðast talda ríkið lang íhaldssamast allra ríkja Indlands.

Tamil Nadu (land Tamilanna) syðst ríkið og þekur um 130 þúsund ferkílómetra með 63 miljónir íbúa sem tala dravísku, eða tamil sem er einstakt tungumál ekki talið skylt nokkru öðru tungumáli í heiminum og elst lifandi tungumála. Ríkið er heimur mustera sem skipta þúsundum og er síðasta virki hinnar eldfornu menningar og trúarbragða. Lítilla alþjóðlegra áhrifa gætir en samt augljósra. Bill Gates, ameríski tölvumon-gúllinn hefur fjárfest fyrir hundruði miljónir dollara í Banga-lore, í ríkinu Karnataka og í Hyderabad í ríkinu Arndra Pradesh, og gervihnattasjónvarp er svo sem á hverju heimili, í höllum, húsum og hreysum. Í mínum huga er alveg morgunljóst að fjörtíu og níu alþjóðlegar sjónvarpsstöðvar með lág-menningarefni sínu munu á næstu áratugum gerbreyta þessu þjóðfélagi. Uppgangur tölvuiðnaðarins í Bangalore hefur nú þegar gefið borginni sterka alþjóðlega mynd með Kentucky Fried, Macdonalds og þess háttar leigumerkja fram-leiðslu, á hverju strái. Í mínum huga er menning Tamil Nadu síðasta forna þjóðmenningin.

Fyrsti íslendingurinn sem vitað er um að hafi ferðast til Tamil Nadu, sem þar áður nefndist „the presidency of Madras“, var Jón Ólafsson frá Svarthamri í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi.

Page 10: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

3

Hann gaf út ferðasögu sína á sautjándu öld sem heitir Reisu bók Jóns Ólafssonar Indíafara.

Eftir skrif þessarar bókar las ég frásögn hans af sumarlangri dvöl hans árið 1624 á nákvæmlega sömu slóðum og ég skrifa þessa bók rúmlega 380 árum seinna. Ég skil allt sem hann segir frá. Þjóðfélag Tamilanna hefur tekið svo litlum breytingum, en honum hefði væntanlega komið margt á óvart í minni bók.

Mér þykir það skemmtileg tilviljun að báðir eigum við sama afmælisdag þann 4. nóvember en það ber 354 ár á milli okkar fæðingardaga.

Page 11: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

4

Page 12: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

5

BOMBAY

Ég lenti í Bombay, nú Mumbai, seint um kvöld í svarta myrkri og svækjumekki mikils hita og raka. Ysinn og þysinn í flugstöðinni og utan hennar var ægilegur og skipulag með allt öðrum hætti en í vestrinu. Við köllum þetta líklega skipulags-leysi, sem ég er ekki viss um að sé réttnefni eftir að hafa kynnst Indverjum betur. En allstaðar voru einkennisklæddir menn vafalaust allir með mikilvægt hlutverk bendandi, patandi og marg endurtakandi sömu fyrirmælin.

Það er geysiskemmtilegur indverskur siður að endur taka margsinnis svo sem go, go, go eða come, come, come! Þessi háttur er svo sem ekki nýr af nálinni að þrí-taka aðalefni frásagnar hverju sinni. Þetta er þungamiðja góðrar ræðumennsku, kennslu og áróðurs. Nasistarnir með Gobbels í fararbroddi notuðu þessa aðferð með góðum árangri og nútíma markaðspælarar einnig. Svo tala Indverjar geysi hratt sérkennilega ensku sína og stundum svo lágt að lægra er dyn kattarins, nóta bene, við útlendinga og bregðast illa við ef þeim er mætt með skilningsleysi.

Ég áttaði mig seinna á því að þetta stafar af tungumála erfiðleikum það er nefnilega alls ekki víst að þú finnir ensku mælandi mann á ferðum þínum um Indland. Allt tal um víðtæka enskukunnáttu þar er ofmælt.

En nú var ég kominn til Mumbai áður Bombay, Holly-wood þeirra Indverja sem þeir kalla Bollywood og eru stoltir af. Hvergi eru framleiddar fleiri kvikmyndir árlega á einum stökum stað, gæðin eru svona og svona fer eftir smekk, en ef þú þolir íslenska kvikmyndagerð þá fer indversk framleiðsla ekkert voðalega fyrir brjóstið á þér.

Page 13: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

6

Páll postuli varð óskaplega reiður þegar hann kom til Ko-rintu í þá daga, það var svoddan gjálífi þar. Hann varð svo reiður að hann skrifaði hvert skammarbréfið á fætur öðru til safnaðarins þar sem hann lúbarði liðsmenn sína með orðum.

Þar á við sagan sem séra Pétur Þórarinsson í Laufási sagði af predikun sinni sem innihélt umvandanir til safnaðarins um hve fáir kæmu til kirkju. Þá sagði gömul kona við hann á þessa leið: Þú ættir ekki að skamma okkur sem komum, nóg er nú samt, heldur ættir þú að skamma hina sem koma ekki.

Ef til vill hefði einhver átt að segja Páli postula þetta, eða mér finnst það. Sum orða Páls í Korintubréfunum urðu áhrínisorð. Það sem hann sagði svo „réttilega“ um konur entist þeim og körlum þeirra í tæp tvö þúsund ár þar til rauðsokkur kæfðu vestræna karlmennsku: „Konur eiga að þegja á safnaðarsam-kundum, en ef þær vilja vita eitthvað skuluþær spyrja eigin-menn sína heima“ – og hana nú!

Ég hef heyrt einn fremsta kvennafræðara í Háskóla Íslands segja að með þessum orðum hafi Páll postuli breytt stöðu konunnar, í síðar kristnum heimi, úr virðingarstöðu í þræls hlutverk. Já, “þel getur breyst við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar.”

Ef Sódóma var slæm og Gómorra og Korinta eða Þessaloniki þá var Sao Paulo í Brasilíu verri en Bombay toppar allt. Hvílíkur viðbjóður.

Andlega reynslu er erfitt að túlka með orðum en flesta efnislega upplifun má færa í búning, en mér er nú orða vant. Íslenskan er skáldamál með urmul líkinga en hún gerir ekki ráð fyrir þeirri mannlegu eymd, mismunun og viðbjóð sem gefur að líta í þessari gliðnuðu stórborg. Ég segi gliðnuðu því til hennar hafa fluttst miljónir manna á síðustu árum án þess að skipulag borgarinnar hafi megnað að taka á móti þeim.

Ég kom til Mumbai á regntíma eða seinni part ágúst 2002 og Monsúninn var nærri hámarki. Vissulega hefur það skekkt mynd mína af borginni því það var ausandi rigning og þung-búið og fnykurinn gassalegur.

Page 14: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

7

Ég hafði gert ráð fyrir því að dvelja í borginni í fimm daga til þess að fá fyrstu sýn á Indland en raunin varð þrír dagar þá gafst ég upp og hélt til Chennai.

Auðvitað hafði ég ekki pantað hótel af því að mér finnst gaman að ferðast þannig, og stóð því á flugvellinum í Mumbai, kominn inn í landið og hugsaði mitt ráð. Venja mín er að reyna að finna innlendan reddara sem hefur bíl til umráða og kann eitthvað í ensku og sá verður að vera skemmtilegur, að mínu mati.

Það brást ekki frekar en fyrri daginn. Innan fárra mínútna var ég kominn með framkvæmdastjóra.

Auðvitað kosta þeir stundum eitt hvað meira en sá háttur að ferðast á venjulegan skipulegan máta en þeir finna allt sem þig vanhagar um, í einni eða annarri mynd og ævintýrin láta ekki á sér standa.

Fyrst bað ég hann að finna fyrir mig ódýrt hótel. Hann sagði strax „No problem“. Af langri og víðtækri ferðareynslu minni veit ég að það svar er illsviti, en ávísun á tilþrif.

Svo ókum við og ókum um drullugötur forugar og þaktar úrgangi af ýmsu tagi en þó mest plasti sem er nútímaógæfa þriðja heimsins því niðurbrotstími þess skiptir hundruðum ef ekki þúsundum ára.

Hvar sem við knúðum dyra var fullt og alltaf lækkaði standard inn á hótelum og hverfum. Klukkan var orðin ellefu og auðvitað niðamyrkur. Við höfðum verið á ferðinni í marga klukkutíma og ég var dauðþyrstur og svangur svo ég bað bílstjórann að finna stað þar sem ég gæti fengið drykk og mat. Hann ók sífellt skuggalegri götur þar til komið var að veitingarstað þar sem tekið var á móti mér með viðeigandi virktum og ég leiddur til salar.

Salurinn var ílangur um tuttugu metra langur og tíu metra breiður fagurlega skreyttur. Meðfram öðrum langveggnum voru bólstraðir bekkir fyrir gesti og borð fyrir framan. Á vegg-num andspænis voru speglar frá gólfi í háaloft svo maður sá sjálfan sig að framan og ofan. Það var mikill mannskapur þarna inni, allt karlmenn að þamba gosdrykki og stuð á þeim.

Page 15: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

8

Ég pantaði mitt vatn og samloku. Sem það kom og ég tók til matarins fylltist salurinn af dæmalaust fallegum Indversk um mannbærum stúlkum sem hófu dans með fettum og brett um helgisiðadansanna við undirleik sérkennilegar tónlistar þeirra með langar og tilbreytingarlausar laglínur, en hrífandi. Þær voru allar klæddar skrautlegum Sari. Svona tvær til þrjár dönsuðu fyrir framan hvern gest eða gestahóp og ég fór ekki varhluta af þeirri skemmtan. Við dansinn æstust gestirnir, og ég var alls ekki ósnortinn. Eftir því sem dansinn espaðist og hélt áfram urðu tilþrifin meiri hjá karlpeningnum og sumir stukku á fætur og dönsuðu hringinn í kringum stelpurnar og þeyttu skæðadrífu af tíu rúpíuseðlum yfir þær. Ef þeir komu of nálægt snöruðu sér þéttvaxnir verðir að og pötuðu ávítandi. Allt fór þetta siðsamlega fram í peningaregni. Eftir svona tíu mínútur hvarf dansarahópurinn og hafði þá hver og ein gripið eldsnöggt sína seðla af gólfinu eða jafnvel úr loftinu og annar hópur af stelpum kom inn að bragði. Þetta var svona sérkenni leg tísku­ eða fegurðarsýning því þetta voru svaka gellur. Ég tók ekki þátt í peningadreifingunni enda í engu stuði né peningaeign til þess. Bara sat og maulaði samloku og drakk vatn. Því voru stelpurnar daufar við mig – en mikið var þetta gaman. Ég get ekki neitað því að ég hef ósköp gaman að horfa á fallegar stelpur fullklæddar, hálf­klæddar eða naktar. Svona leið tíminn stutta stund og ég var rétt búinn með snarlið þegar stelpuherinn rak uppsamhljóða gól og tvístraðist eins og hænsna hópur.

Ég gat með engu móti áttað mig á hvað hafði gerst, og allir gestirnir hurfu á auga lifandi bragði. Ég var einn eftir og en-gar stelpur. Ljósin nærri slokknuðu og ég sá ekki nokkurn skapaðan hlut enda hálfblindur. Ég sá ekki einu sinni starfs-mennina lengur.

Skyndilega var ég umkringdur hermönnum vopnuðum vélbyssum sem þeir beindu að gólfinu en með hönd á gikk og hrópandi yfirmanni sem veifaði að mér montpriki með ein hverjum fyrirmælum á hindi.

Ég greip til minna bjargráða sem alltaf gefast vel og fór að tuða og tauta á íslensku: Hvað gengur á? Er allt að verða

Page 16: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

9

vitlaust? Takið þið svona á móta ferðalöngum? En foringinn potaði í mig með prikinu og æpti í sífellu sömu fyrirmælin á hindi og hermennirnir komu þéttar og þéttar að mér beinandi vélbyssunum að gólfinu en í átt til mín.

Þá flaug í huga mér að bylting hlyti að hafa verið gerð í Ind landi því þetta voru þeir tímar sem Pakistanar og Indverjar voru að hóta hver öðrum með kjarnorkusprengjum og heim urinn hélt að allt væri að verða vitlaust nema Tony Blair for-sætisráðherra Breta. Hann sagði: „Takið ekkert mark á þeim. Þeir láta alltaf svona við hvern annar. Þetta eru bræður“, en Ameríkanar gáfu út “Red Alert” viðvörun á svæðinu.

Ég var orðinn alveg handviss um að skollin væri á kjarn orkustyrjöld milli þeirra og að ég yrði til þarna í Bombay.

Mér varð hugsað til elskunnar minnar og barna minna og annarra ættingja. Tók sárt, á þessum örfáu andartökum, að geta ekki kvatt þau á einhvern máta. Það var ljóst að úti var um mig, ­ loksins. Þá þrifu einhverjar fjórar hendur í mig og ýttu mér á hlaupum um niðdimma ranghala hvíslandi „Come, come, come“ þrítakandi öll fyrirmæli sem er Indverja siður og eftir snögga ferð um niðdimma ranghalana var mér kastað inn um einhverja bíldyr og einhver bíll ók af stað með mig í hend-ingskasti.

Mér var ljóst að ég hafði sloppið naumlega frá stórhættulegum hermönnum,en hvað nú?

Ég var strandaglópur í styrjaldarlandi.Mikið rosalega geta atburðir gerst hratt hugsaði ég. Kjarn

orkustyrjöld skollin á milli Indverja og Pakistana. Hvað var langt til landamæranna? Hvar höfðu sprengjurnar fallið? Tók því nokkuð fyrir mig að reyna að bjarga lífi mínu? Var ekki ógnin of nærri? Hugsanirnar óðu á ofsahraða og líf mitt leiftraði allt fyrir hugskotsjónum og ég fann sterka blíðu til þeirra sem ég elska. Þessi upplifun var ógnvekjandi og stórkostleg í senn þarna sem ég sat eins og hrúga aftur í einhverjum bíl á harðaspani á niðdimmum mannlausum götum Bombay. Mér var algerlega ljóst að ég hafði verið teymdur út aðra leið en ég fór inn og það var ekki nokkur leið að sjá andlit bílstjórans frekar enn annarra með dökkt hörund, í myrkri. Ég sá ekki einu sinni augu. Var

Page 17: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

10

hann kannski með Iðnaðarbankahettu? Var þetta skæruliði eða hryðjuverkamaður?

Nú átti svo sannarlega við hið fornkveðna: Segir fátt af ein um!

Eftir mikla orðlausa þeysireið um holótta drullustíga með skvettum framan á og yfir bílinn dró bílstjórinn loks úr ferð inni og við vorum fyrir framan upplýstan hótelgarm. Þá sá ég að þetta var reddarinn minn. Lífgjafi minn. Aldrei bregst mér snilldin, hugsaði ég og spurði hann hvað í ósköpunum hefur gerst? Er komin styrjöld milli Pakistana og Indverja? Nei, nei svaraði hann á íslensku því það er sama orðið á hindi og mér varð strax rórra, en hvað þá? Ég sá í daufu götuljósinu að hann var skíthræddur þegar hann svaraði: Þetta var herinn að hreinsa út af staðnum því samkvæmt lögum verður að loka kl. 00 á miðnætti annað er alvarlegt lögbrot.

Ja hérna bara alveg eins og á gamla Íslandi hér áður fyrr þegar löggan þeysti á milli staða til að telja út gesti og tékka lokunartíma. Mér var létt. Þessari stuttu heim-styrjöld var lokið og engir frekari eftirmálar yrðu af henni.

Inn á þetta skítahótel fór ég, segi og skrifa, því það var lykt af leku kúka frárennsli allstaðar. Rúmfötin höfðu ekki verið þrifin frá því þau voru keypt og báru með sér flær, lýs og maura sem biðu næsta gests. Einnig mátti sjá allskonar slettur sem væntanlega hafa komið úr mannslíkhama að framan og aftan við misjöfn tækifæri. Veggir voru með skítaröndum þvers og kruss og klósettið gat í gólfinu með leifar af kúk síðasta gests. Þarna sofnaði ég svefni hinna réttlátu sem lifa af kjarnorku styrjöld og sveif inn í minn áreitislausa draumaheim.

Ég vaknaði snemma útbitinn, þrútinn eins og eldfjallaeyja. Skordýr virðast halda að líkhamur minn sé einhvers konar erlend matvælaaðstoð sem öllum af þeirra stofni sé frjáls og óheftur aðgangur að.

Eftir allar mínar ferðir um hitabeltið er ég alger sér­fræðingur í smyrslum, lyfjum, böðum, hátíðnihljóði, últrafjólubláu ljósi, rafhöggum og stungum til varnar bitum fyrir, eftir og á meðan.

Page 18: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

11

Besta ráðið er þó alltaf moskítónet en það er bara svo fjandi heitt inn í þeim í löndum þar sem ekki er mikill munur hita á degi og nóttu og svo auðvitað brasið við að paufast með þau ferlíki með sér og koma þeim fyrir í aðskiljanlegum her-bergjum.

Það er sagt að við séum svona bitnir karlmennirnir sem erum góðir til ásta, og ég er sáttur við það. Tel það reyndar sannað.

Óskaplegt er stundum að sjá fólk sem raunverulega hefur ofnæmi fyrir ágangi skordýra. Ég man eftir einum kunningja mínu í hestaferð um Ísland sem var þakinn vessa blöðrum um alla nakta húð og blöðrurnar gátu verið allt að tveir sentímetrar í þvermál og einn á hæð, og öðrum í sömu stöðu á ferð í Kenýa. Í sjálfan mig sækja líka lundalús eða fjörumaurar og sinu maurar á Íslandi en ráðið við ofsakláðanum sem þeir valda okkur ógæfusömum er einfaldlega að fara í bað. Þá stökkva þeir á flótta. Betur væri ef það væri svona einföld lausn á óværunni í hitabeltinu.

Page 19: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

12

Hlið Indlands, í Mumbai, áður Bombay. Um þetta hlið yfirgáfu bretar Indland.

Page 20: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

13

HA?

Þrátt fyrir erfiða nótt og gassalega dægurvillu – jet lag – með tilheyrandi minnisleysi, skilningsleysi og svima ákvað ég að fá mér morgunmat og fara svo í skoðunarferð með framkvæmda stjóranum frá deginum áður.

Um dægurvilluna er það annars að segja að hægt er að trixa hana með því að stilla klukkuna á tíma ákvörðunar staðar við flugtak. Þá byrjar undirmeðvitundin að endur stilla lífsklukkuna og aðlögun að hinu nýja landi verður miklu auðveldari. Mér gengur betur að ferðast móti snúningi jarðar og vinna tíma, það er að segja í vestur en að ferðast í austur. Þetta er hinsvegar misjafnt eftir fólki.

Þjónn kom svífandi með kolsvarta tusku og strauk yfir borðið og svo líka eitthvað af gólfinu. Ég vissi síðar að ind verskir þjónar þrífa ekki tuskur og nota þær í allt. Svo kom þessi vinur með Iddli sem eru gufusoðnar hrísgrjónakökur venjulega með safasósu – gravy – úr Tamarind og græn-metiskarrí, og Karrí er auðvitað blanda af kryddi sem er mis-jöfn eftir því hvar þú ert á Indlandi, bragðast allt ágætlega.

Þá kom hann blessaður unginn með glas úr ryð-fríu stáli og lagði mjúklega á borðið með indverskum elegans. Það var eitthvað svart og óhreint inn í glasinu en það gerði ekkert til því hann var svo elskulegur að strjúka nokkra hringi glasið innanvert með berri bleksvartri hendinni svo enga örðu sá á.

Ég var bara feginn að hann notaði ekki svörtu tuskuna. Af háttvísi benti hann mér á að skola á mér hendurnar fyrir matinn úr vask sem sýnilega var einnig skolvaskur, og auðvitað gerði ég það. „When in Rome do as the Ro-mans do.“ Svo gutlaði hann morgunverðinum með skeið úr margra skála dollu á tilskorið bananablað og spurði

Page 21: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

14

hvort ég vildi skeið, sem ég vildi og fékk, og þreif af henni matarleifar síðasta gests með hendinni, en auðvitað ekki með vinstri hendinni því með henni skeinir maður sig á Indlandi – án pappírs – eða er það ekki örugglega vinstri höndin? Ég komst nefnilega að því seinna að það fer nokkuð eftir trú og ætt hvor höndin er óhrein, en býttar engu því þegar þú réttir fram höndina til að heilsa að evrópskum sið þá rétta þeir hreinu höndina.

Merkilegt á Indlandi þeir kalla þessa veitingarstaði sína líka hótel. Það olli töluverðum misskilningi hjá mér í upphafi því oft er aðeins hægt að fá mat á hóteli en ekki gistingu.

Svo renndum við í skoðunarferðina. Ef augu geta orðið á stærð við undirskálar þá urðu mín það. Karlmenn sátu á hækjum sínum í vegarkanti með haus að vegg og rass að götu og voru að skíta svo drellirinn hékk niður úr þeim og virtust engum valda ónæði með þessu. Úr opnum svarbláum hol-ræsunum gaus ferlegur fnykur magnaður af svækju hitabelti-sins. Það var erfitt að opna munninn. Maður hefur á tilfinnin-gunni að geri maður það þá fari eitthvað af þessu ógeði upp í mann. Plast, plast, plast út um allt.

Ég spurði reddarann hvort göturnar væru aldrei þrifnar. Jú, jú svaraði hann, í hitteðfyrra greiddi borgin verkamönnum frá Thailandi fyrir að þrífa og hún var fín á eftir. Auðvitað, aðeins hinir ósnertanlegu þrífa skít og drullu. Þó þvo þeir ekki nær-buxur eins og ég reyndi síðar. Þær verð ég oftast að sjá um sjálfur. Horfandi á þær við þvott hugsar maður stundum: Þér var nær!

Ég las í ferðabók eftir Sigurð Aðalheiðarson Magnússon fyrir löngu að allt Indland væri á hækjum sér að skíta klukkan sjö á morgnana. Já mikið rétt. Þeir eru reglusamir hvað þetta varðar.

Áfram hélt skoðunarferðin. Við ókum framhjá mönnum sem voru að hirða lík næturinnar og kasta þeim upp á opinn vörubílspall. Og hvað? Líkhamurinn er hvort eð er bara skel sem er gagnslaus við dauða.

Reddarinn ók nú götu sem hann sagði rauða hverfi Bom-bay. Þar voru hórur í hundraðavís í dyragættum í líklega kíló

Page 22: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

15

meters langri götu og straumur af karlmönnum út og inn. Inn í fylgd lífsþreyttra ógæfusamra sjálfsvirðingarlausra kvenna en út einir. Það sem ég sá tók fimm til tíu mínútur skrensinn. Ekki þætti það fínt á kynóðum vesturlöndum þar sem hástig skemmtunar helgarinnar virðist vera kynlíf með hverjum sem er, bara einhverjum, það er sko að djamma í botn, en kynlíf hefur annan tilgang hjá venjulegum Indverja en hjá flestu nú­tímafólki, vestrænu.

Víða voru konur í erfiðisvinnu, handlangarar hjá múrara, trésmið eða verkamanni að grafa skurð. Töluvert algeng sjón, þar sem ég fór, að sjá konu með fimmtíu múrsteina á höfðinu berandi þá upp margar húshæðir.

Sagt er að það séu fleiri billjónerar í Bombay en New York og víst er að mismunun er rosaleg. Fátækt meiri en tárum taki og lúksus meiri en bankastjóra Kaupþings –Búnaðarbanka dreymir um. Ég fæ alltaf sting í hjartarætur þegar ég sé þessa eymd og vil gefa allt sem ég á, en hvað gagnar það. Tamílar vinir mínir á suður Indlandi kenndu mér að umgangast samúðina án sársauka. Gerðu eitt góðverk á dag, það kemur heilsunni í lag, sögðu þeir. Mikið rétt. Það að gefa eina ölmusu á dag eða gera eitt gott verk að eigin mati, án þess að nefna það, fyrir einhvern annan, lætur manni líða ósköp notalega þó maður hundsi alla aðra eymd eða betlara þann daginn. Þessi siður er enda ein af undirstöðum Hindu og Muslim og væri betur að svo væri í minni Kristni.

Lítið fannst mér koma til um Bombay/Mumbai. Fannst hún reyndar líkjast öðrum risa fátækrahverfum sem ég hef séð svo sem Sao Paulo í Brasilíu, en það sem vesturlandamenn kalla sóðaskap er verra á Indlandi en ég hef séð nokkurn staðar á jarðríki.

Af miklu stolti sýndi reddarinn mér hlið Indlands við höfn ina í Bombay sem Bretar byggðu til merkis um yfirráð sín yfir Indlandi og þegar þeir fóru gengu þeir þar um. Þetta er risavaxið hlið svona eins og einræðisherrar eða nýherrar eftir nýlendutímann reistu gjarnan í Afríkuríkjum sér og sinni minn ingu til dýrðar. Þetta hlið minnti mig helst á kokkálaðan eigin-mann særðan, svikinn og úrræðalausan, ­ einkennilegt.

Page 23: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

16

Þarna á hafnarbakkanum stakk reddarinn upp á því að ég færi og skoðaði Fílaeyjuna – og ég á aldrei eftir að sjá eftir þeirri ferð, til að sjá stórkostlega dulúðuga hella yfirfulla af líknesk jum tilheyrandi fornum horfnum trúarbrögðum. Hvílík tign, hvílík fegurð, hvílíkt útgeislandi afl.

Ég hélt að hann ætlaði með mér til eyjarinnar en hann var því alveg fráhverfur sagði að einkavinur sinn, sem ég gæti alveg treyst eins og sjálfum sér, myndi taka að sér framkvæmdastjórn. Ég afþakkaði það en reddarinn varð algerlega skilningslaus eins og hendir alla þess konar menn þegar rýja á ferðamanninn, og með einkavininn masandi á óskiljanlegu tungumáli andspænis mér hvarf reddarinn eins og hendi væri veifað og er hann þar með alveg úr sögunni.

Ég bara gat ekki greint hvað einkavinurinn var að segja og utan þess að vera hálfblindur þá er ég hálf heyrnarlaus svo ég var sífellt að segja ha, Ha, HA og einkavinurinn varð sífellt glaðari, ágengari og ákafari.

Ég fór að greina hvað hann sagði: Company, company, com­pany. Hasish, Marjuhana, Cokain, Heroin.

Maðurinn hlaut að vera eitthvað verri, og ég hvessti mig á hann sagði: Go away, go, fuck off, I dont like you, leave me alone you fucking bastard.

Ég var kominn með úrval af ferlegustu skamma-ryrðum sem ég þekki á ensku en honum var ekki þokað. Ég bara gekk frá honum og um borð í bátinn og pataði honum sífellt burt. Ó nei, djöfsi settist við hliðina á mér og masaði sífellt alveg hættur að bjóða mér mellur, smá drengi og dóp en þóttist nú vera leiðsögumaður patandi í allar áttir og talaði eins og hinn frægi tungufoss, flæðandi mælskur og óskiljanlegur.

Þá þóttist ég sofna og gerði það svaf alla leiðina til ey-jarinnar og karlinn var hvergi nærri þegar í land var komið. Hópurinn minn fór með lítilli járnbrautar-lest þennan kílómeter til hellanna og þaðan var gengið brattar langartröppur upp hæð að innganginum.

Page 24: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

17

Ég fór þetta fullfljótt í 38 stiga hita og hundrað prósent raka svo ég bullsvitnaði og mig svimaði en ég var reyndar að elta leiðsögumanninn sem var sporléttur en trúr mínum uppruna þá skyldi eigi haltur ganga meðan báðir fætur væru jafnlangir og ekki að guggna, eins og afi sagði.

Nú, nú það má kannski segja að ég hafi ekki notið skoðunar-ferðarinnar til fulls vegna þessa en þar kom á móti að ég var í ein-hvers konar þreytumóki og leiðslu svo öll heimsóknin var hulin mystískum fjólubláum hjúp. Eftir tvo tíma var heimsókninni lokið og haldið niður. Á veggjum meðfram niðurstígnum var urmull af öpum hver svona hálfur metri á hæð, þeir góndu og geltu. Leiðsögumaðurinn var eitthvað að segja og pata í átt að öpunum og ég heyrði auðvitað ekkert hvað hann átti við en tók það sem svo að gaman væri að skoða apana og gekk fast að einum hópnum og það ætlaði allt að göflunum að ganga. Þeir geltu, geyjuðu og góluðu. Urruðu og sýndu tennur og hópuðust saman og gerðu sig líklega til þess að ráðast á mig.

Leiðsögumaðurinn kippti mér í burtu og skýrði út hárri röddu að hann hefði margsagt á leiðinni niður að aparnir gætu verið hættulegir því þeir ættu til að ráðast á menn og bíta þá og af því fengju flestir hundaæði og væru allir þar með. Meiri andskotans frekjan í þessum hvíslandi mannapa að ausa sér svona yfir mig útaf þessu. Hann var sjálfur api en ég íslendingur sem hræðist ei apa né menn.

Ég var að þrotum kominn við hæðarræturnar og settist á veitingarstað og bað um kaffi og sódavatn sem kom sam-stundis. Ég þambaði sem mest ég mátti vitandi það að illa færi en stóðst ekki sjálfan mig. Sem ég ætlaði að greiða þessar tutt ugu rúpíur sem þetta kostaði er þá ekki einkavinurinn, djöfsi kominn með þetta ógnar málæði. Ég heyrði og greindi ekkert betur en áður og hváði sífellt og alltaf hærra: Ha, Ha!, Ha!! og sífellt efldist djöfsi líkt og þegar hann var að bjóða mér mellur, sódómu og dóp. Mér rann í skap því ég var farinn að skilja að hann var að rukka fyrir leiðsögn út í eyjuna og viðurgjörning. Ég bara þvertók fyrir þetta kjaftæði á tærri íslensku og setti

Page 25: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

18

tilskildar rúpíur á borðið og lagði til fóts til skips með djöfsa, þjóninn og áhugasama vegfarendur í eftirfylgd fjasandi og kallandi og þá hrópandi og síðast togandi í mig og mínar flíkur.

Ég var orðinn illur og þarf nú stundum minna til og steytti hnefa. Þetta leit allt illa út. Að mínu mati, fyrir þá. Frekar skyldi ég dauður liggja heldur en að gefa mig fyrir þessu hóru-mangara og eiturlyfjahyski.

Þó var eitthvað sem sagði mér að hafa mig hægan og kannski leita sátta en það tók mörg ha, ha, ha hjá mér.

Mér til mikillar furðu urðu þessir ofsóknarmenn mínir bljú-gari og bljúgari eftir því sem ég sagði oftar ha. Ja, þetta er svona það er gott í öllu fólki.

Það var ljóst að þeir skildu að ég var maður við aldur sem vildi öllum vel en hefði skerta heyrn og hefði bara misskilið. Þeir voru einhvern veginn orðnir svo glaðir, kátir og vin­gjarnlegir að ég greiddi það sem krafist var með bjargfasta trú á hið góða í manninum. Með því hvarf djöfsi og hans fylgifé úr sögunni og ég sigldi í friði til lands orðinn ansi slæmur í belg-num, með fjárans krampa sem kom í gusum. Ég þekkti þetta svosem. Matareitrun, en ákvað að halda sjó inn á skikkan-legt klósett og ná sem fyrst í töfralyfið Immodium sem hefur bjargað lífi mínu og fjölmargra ferðamanna þegar hleypur illa á þá í nýju heitu landi með framandi rétti og oft saurgerlum blandna.

Þegar ég kom á bryggjuna við hið kokkálaða hlið fékk ég hinn ágætasta bílstjóra sem talaði ljómandi ensku. Með okkur tókst hið besta spjall og við ræddum heima og geima. Hann var fjölmenntaður og kunni eitthvað í Sanskrít og auðvitað hindi. Okkur var tíðrætt um orð í íslensku og hindi sem væru sömu merkingar og ég gat þess að báðir segðu nei og meintu það en spurði hvernig já væri sagt á hindi. Þá sagði hann HA og ég endurtók spurninguna og hann sagði aftur HA og ég endurtók. Þá rann upp fyrir mér ljós. Þið vitið eins og þegar maður hefur vaðið í villu og svíma og ekkert skilið í því hvert mann rekur, svo skyndilega verður allt tært og gegnsætt, eins og sagt er á nútíma íslensku.

Page 26: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

19

Það var nefnilega það.Sko, Já, á hindi, er HA.Var að furða þó melludólgurinn, sótarinn og dóparinn djöfsi

væri ruglaður. Það var alveg sama hverju hann stakk uppá við mig ég svaraði alltaf HA og varð svo sótsvartur af bræði þegar hann ætlaði að framreiða það sem hann var viss um að ég hefði pantað.

Já illt að tala öll þessi tungumál í heiminum. Þau eru víst 6800. Málfræðingar segja að eitt deyi á mánuði svo það er von til þess að heimurinn tali eitt tungumál eftir svo sem sex hundruð ár, en ekki ætti það að raga mig neitt, verð líklega dauður þá nema ég endurfæðist að hætti Indverja sem kráka eða kú og þá algerlega ófær um að tjá hvað ég vil og vil ekki, með góðu.

Um nóttina svaf ég með skordýrum mínum og gerði ræki-lega skil þrifum til baks og kviðar með miklum uppköstum og kvalakrömpum spyrjandi sjálfan mig: Til hvers í andskot anum var ég að þvælast til þessa guðsvolaða gjörspillta út-skitna lands, en sú hugsun átti eftir að kúvenda.

Að kvöldi næsta dags var ég í borginni Chennai í ríkinu Tamil Nadu ­ landi Dravidanna.

Page 27: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

20

Úr garði friðarins í Adyar Horft til meginbyggingarinnar

Page 28: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

21

ADYAR

Þessi för mín var pílagrímsför. Ég hafði lofað móður minni heitinni Sigríði Karlsdóttur að skrifa bók sem ég tileinkaði henni. Bókin átti að fjalla um það hvernig menn eiga að undirbúa sig fyrir dauðann og hvernig best sé að bregðast við honum.

Auðvitað var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur enda hefur það ekki verið í mínu eðli hingað til.

Efni þeirrar bókar hefur blundað í mér síðan ég var barn og sótt á mig eftir því sem árin líða og nú var svo komið að árið 2000 höfðu umhverfi mitt og aðstæður bókstaflega þröngvað mig í stöðu sem gerði mér fært að hefjast handa við þessa bók.

Ég hef alltaf verið heppinn maður, með menn og málefni og það sannaðist enn einu sinn þegar ég fann konu mína, en við eigum allt sameiginlegt og einnig það að við erum af and-stæðu kyni sem fullkomnar samstæðuna – okkur.

Hún hefur frá barnæsku haft mikla hvöt til dulspeki, sem kallað er á íslensku, eða Mystík, og lesið firnin öll frá ungling-sárum sínum, allt til þessa dags, um þau málefni. Í hennar gagnlega bókasafni rak á fjörur mínar allar helstu bækur þess manns sem ég kalla sendiboða aldarinnar: Paul Brunton.

Ég bókstaflega hámaði skrif hans í mig af mikilli áfergju. Mér var nautn að lesa allt það sem ég áður vissi sett fram á skipulegan máta og velt vöngum yfir hverju viðfangsefni frá fjölmörgum sjónarhornum. Ég var orðinn uppgefinn á að reyna ræða vissu mína í Mystík við annað fólk, þar til ég fann konu mína, en með lestri bóka Paul Brunton eignaðist ég hann einnig sem félaga og fílefldist í þeirri ætlan minni að fullkomna heit mitt við móður mína.

Page 29: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

22

Nokkrar af bókum hans hafa verið þýddar á íslensku svo sem Leyndardómar Indlands, Furður Egyptalands, Leiðin dulda og Einbúinn í Himalaja.

Paul Brunton var höfundanafn Raphael Hurst sem fæddist í London 1898. Hann hóf feril sinn sem bóksali, stundaði síðar blaðamennsku og var seinna ritstjóri tímarits.

Þessi viðfangsefni bentu kannski ekki til þess að hann ætti eftir að verða magnaðasti rithöfundur tuttugustu aldar, sem fjallaði um viskuna eða ævintýri andans, en annað kom á daginn. Hann hóf löng ferðalög í Austurlöndum til að kynna sér visku þeirra. Samtímis og síðar voru gefnar út einar tíu bækur eftir hann sem seldar voru í mörg hundruð þúsund eintökum. Mögnuðustu bækur hans að mínu áliti eru:

The Quest of the Overself, The Inner Reality og The Wisdom of the Overself.

Hafir þú lesandi góður fróðleiksþorsta til þess að skilja tilveru þína þá ráðlegg ég Paul Brunton fyrstan höfunda en um hann má meðal annars lesa á: WWW.yrec.org/brunton.html

Skólaárin mín í Menntaskólanum í Reykjavík gerðist ég félagi í Guðspekifélaginu og áskrifandi að tímariti þeirra Ganglera. Ganglera las ég í mörg ár en án athygli eða ánægju þráaðist samt við því ég hélt að ég væri svo vanþroskaður að ég skildi ekki framsetningu skrifa þeirra sem þar voru birt. Ég í sjálfu sér legg ekki dóm á skýrleika eða skilning skrifanna sem þar hafa birst, en tímaritið hefur verið gefið út mjög lengi svo ljóst er að einhverjir lesa það sér til ánægju.

Fyrir minn hlut held ég samt dauðahaldi í þá kenningu sem ég heyrði hjá Sigurði Líndal lagaprófessor í námi mínu í lög-fræði: Ef ég skil ekki hvað menn segja þá eru mikli líkindi til, og nærri því vissa fyrir því, að þeir skilja það ekki heldur sjálfir! Nú þegar ég nálgast sjötugt og hef stöðugt haft þessa fullyrðingu í huga í samskiptum mínum við fólk verð ég að segja þetta sannmæli og vísdóm hjá Sigurði.

Pílagrímsferð mín til Chennai/Madras var til þess farin að setjast að í gestaíbúð hjá höfuðstöðvum Guðspekifélagsins

Page 30: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

23

„Theosphical Society“, í hverfinu Adyar í Chennai og afla fanga á víðfrægu bókasafni samtakanna.

Ég hafði lesið ferðabók Sigvalda Hjálmarssonar „Tunglskin í trjánum“ mér til ánægju, en hún fjallar einmitt um nokkuð langa dvöl hans á þessum stað. Ég vissi líka að nokkrir íslendingar höfðu dvalið þarna þó færu af því litlar sögur en veit nú að merkiskonan og mannvinurinn Þóra Einarsdóttir í Vernd, fangahjálpinni, sem kölluð var, dvaldi þar um hríð og lýsir því lítillega í ævisögu sinni. Það sem ég vissi um staðinn vísaði sem sagt allt á það að þar væri frekari stuðning við mannlega viskuleit mína að fá.

Ég var auðvitað lurkum laminn eftir dvölina í Mumbai og kominn að fótum fram við komuna til Chennai og ákvað að gista fyrstu nætur á fyrsta fimmstjörnu hóteli sem næsti reddari minn benti mér á, þar til ég kæmist í athvarf og vernd Guðspekifélagsins. Það reyndist vera Best Western í Chennai við veginn frá flugvellinum til borgarinnar. Þar var aðbúnaður ánægjulegur fyrir fimm þúsund krónur dagurinn með fæði og yfir engu að kvarta, að ég tel, þó vatn pusaði reglulega úr loftinu fyrir innan dyrnar á herberginu mínu. Ég botnaði ekkert í þessu og lét vita og í hvert skipti kom hópur manna og hvarf upp um gat inn í loftið en alltaf lak jafnmikið, en af þessum viðburði kynntist ég vel hótelstjóranum sem bókstaflega leiddi mig út af hótelinu og grátbað mig um að vera áfram því ég væri svo umburðalyndur gestur.

Eftir nokkurra klukkustunda leit á öðrum degi fann ég laust herbergi á hóteli á viðráðanlegu verði fyrir mína pyngju í nokkra daga. Það var hótelið Raj Palace sem er þriggja stjörnu en með yndislegan aðbúnað, aðstöðu og starfsfólk. Dvölin á þessu hóteli átti eftir að skipta sköpum í lífi mínu hvað varðaði kynni mín af Indlandi, menningu þess og íbúum.

Sólarhringurinn þar lagði sig á um tvö þúsund krónur með þvotti á fatnaði, fæði og allskonar annarri þjónustu því ég vann mikið á nóttunni.

Í kjallara hótelsins er fjölsóttur bar með fjölbreyttar veitingar. Ég sat þar stundum á kvöldin og spjallaði bláedrú við ölvaða Indverja, sem var hin mesta skemmtun vegna þess hve enskan

Page 31: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

24

þeirra er hrífandi skrýtin. Á jarðhæð er móttaka og notaleg og góð veitingastofa og á efstu hæðinni er útiveitingastaður þar sem sjá má yfir alla miðborg Chennai og stjörnubjartan himinn þegar að skyggja tekur. En moskíto flugurnar eru há fleygar og lyfta sér alla leið upp á sjöundu hæð þar sem veitinga staðurinn er. Yfirþjónninn þar var Sundharamurthi sem varð bjargvættur minn í þessari Indlandsferð minni og næstu ferðum.

Götulífið framan við hótelið og umhverfis var frábærtog eilíf uppspretta fyrir undrun íslendings. Stundum stóð ég bara og góndi á ýmislegt sem Tamilum fannst sýnilega ekkert merki-legt. Einn daginn stóð ég á götuhorni, í góni, þá kom vörubíll af minni stærðinni rennandi framhjá og varð að stoppa fyrir framan mig vegna umferðar. Augun ætluðu út úr hausnum á mér. Á pallinum var fullvaxinn fíll jafnstór, ef ekki stærri, en bíllinn. Þarna var hann óbundinn einn og sallarólegur. Kannski hann hafi bara húkkað sér far? Þessi sjón virtist ekki vekja athygli neins nema mín.

Auðvitað er mikið af betlurum í miðborg Chennai eins og í flestöllum stórborgum. Ef ég gaf einum þá spratt upp heill her. Fjöldi kvenna í tötrum með börn á handlegg, vannærð börn og bæklað fólk. Ég var í stökustu vandræðum með þetta því hópurinn fylgdi mér eftir og jafnvel þó ég reyndi að flýja inn í verslun þá beið hann fyrir utan. Það var ekki fyrr en ég lærði orðið sem Tamilarinir nota sjálfir í sömu aðstæðum: „Poi“ – farðu!, ruddalegt, en virkar.

Herbergið sem ég fékk var rúmgott sem íbúð, eða svefnher-bergi, setustofa og skrifstofa allt í einu. En það var í byrjun ferleg og ólýsanleg skítalykt þar inni sem ég fékk engan botn í fyrst í stað. Þegar ég kvartaði kom fólk og dillaði höfðinu eins og Tamílar gera á yndislegan máta og fundu enga lykt, sem skiljanlegt er miðað við þrifnaðarvitund þjóðarinnar. Þarna kom þekking mín til góða af gömlum húsbyggingum og það að ég lærði trésmíði með gamla laginu, það er að vera fær um að annast múrverk, dúkalagnir, málverk, raflagnir, pípulagnir og kunna allskonar töfralausnir auk trésmíðinnar. Ég fann það út af hyggjuviti mínu að eitthvað væri að vatnslásunum í

Page 32: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

25

gólfinu á salerninu og mikið rétt þeir voru tómir og þess vegna var fýlan, og bitvargur átti greiðan aðgang að mér úr yldjúpum holræsa Chennai. Svo ég hellti bara vatni í niðurföllin og varð að gera það á hverjum degi því það gufar hratt upp úr þeim í þessum heitu löndum.

Fyrst í stað átti ég í vandræðum með bölvaðan bitvarg sem ataðist í mér signt og heilagt. Þrátt fyrir kvartanir við þjónustuliðið fannst engin bót á enda eru Tamilar gersamlega ónæmir fyrir allri óværu að mér hefur sýnst. Við þessu var ekkert ráð nema að eitra kröftuglega og yfirgefa herbergið í hálfan dag með loftræstinguna á. Ekki mátti opna glugga því þá kemur bara næsti herskari óværuættingja.

Þessi vargur var örsmáar flugur sem ég gat bara séð greini-lega með stækkunargleri og enn smærri maurar sem sáust ekki án stækkunarglers. Eftir að ég byrjaði að hella reglulega í niðurföllin kvölds og morgna og hafði eitrað hvarf þessi óværa alveg.

Ég hafði leitað sérstaklega að hótelherbergi á hagstæðu verði með loftkælingu sem er skammstafað A/C þarna í Ind-landi og þóttist fá það en vandinn er að Indverjar fárast ekkert yfir þessu og nota almennt ekki loftkælingu enda er hún dýr í innkaupi og feiki dýr í rekstri fyrir þeirra fjárhag. En sitt er hvað loftkæling og loftkæling. Ein er blásari sem blæs útilofti yfir pípur fylltar af vatni og þeir kalla Air Cooler, sá er lífs hættulegur í loftslagi eins og getur orðið í Chennai þegar úti-hiti í skugga er um miðjan dag að jafnaði um 45C allt upp í 51C og yfirmettun raka allt að 130%. Í þannig aðstæðum gerir Air Cooler illt verra og gerir líkhamnum algerlega ókleift að kæla sig og menn fá háan hita, húðfitan gengur út úr húðinni og dauðinn getur verið á næsta leiti. Það fékk ég svo sannarlega að reyna síðar. Hið rétta apparat er Air Conditioner og ég hvet þig lesandi góður ef þú ferðast einhvern tíma í svakalegum loftslagsaðstæðum eins og ég hef áður lýst að kanna hvort kerfið er og mundu að skammstöfunin er sú sama.

Fyrra kerfið er tiltölulega ódýrt og þess vegna notað feiki víða á hótelum í Tamil Nadu. Hitt er á nýrri eða betri hótelum.

Page 33: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

26

Reyndar er þetta sama ástand og hendir Parkinsonsjúklinga að húðfita þeirra gengur út úr húðinni, ef til vill þurfa þeir sjúklingar Air Condition í herbergjum sínum með nákvæmri hitastillingu. Ég segi þetta því móðir mín heitin sem þjáðist af þeim sjúkdómi í áratugi svitnaði mikið, stundum þessum slímkennda svita og enginn virtist kunna ráð.

Ég hafði verið í Internetsambandi við ritara Guðpekifélagsins en svörin höfðu verið sein og undarleg og einhvern veginn hafði ég innritast á námskeið í fræðum Krishnamurti og þannig fengið inni fyrir lítið, og einnig fæði, en ekki fyrr en þremur vikum eftir að ég kom til borgarinnar.

Herbergi mitt hafði hálfgildings svalir og stóra opnanlega glugga, með álímdri skyggnifilmu til varnar sólinni,sem sneru í suður. Ég sá því marga fallega sólarupprásina frá herbergi mínu þessar vikur sem ég dvaldi þar. Á vesturhlið þess, sem vísar beint á landssvæði Guðspekifélagsins, sem er reyndar í tíu kílómetra fjarlægð, var annar gluggi harðlokaður með örmjórri syllu að utan. Syllan var svo mjó að ekki var hægt að láta standa á henni eldspýtustokk.

Fyrsta morgunninn vaknaði ég við hávær taktföst högg á gluggann svo kraftmikil að ég stökk á fætur af værum blundi nákvæmlega klukkan 6:30. Höggin voru sífelld þrjú löng, tvö löng; þrjú löng, tvö löng. Af því að það var dregið fyrir gluggana áttaði ég mig ekki strax á hvaðan hljóðið kæmi en rann á það og dró frá gluggatjöldin.

Þar hékk þá bleksvört kráka, naumlega, með fjaðrafoki og kroppaði í gluggann. Þegar hún sá mig hætti hún og flaug svo þráðbeint í vestur í átt til Adyar. Þetta gerði þessi kráka, eða einhver alveg eins, allar þessar tæpu átta vikur sem ég dvaldi á þessu hóteli. Alltaf á sama tíma og alltaf sami taktur. Mér var þetta illskiljanlegt og eftir langdvöl með krákum Chennai nú, er mér þetta með öllu óskiljanlegt. Ég túlkaði þetta samt svo með Morse stafrófið og endurholdgunarkenninguna að vopni, að krákan væri sál sem vekti mig og hvetti mig til þess að hysja mig til Adyar og hefjast handa við takmark mitt af fullum krafti – sem varð raunin.

Page 34: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

27

Þrjú löng og tvö löng er OM á Morse stafrófinu en það hljóð er ákall hindúans til Guðs. Hljóð sem hefst innst og dýpst og færist upp góminn og seimar eftir lokun varanna.

Sérkennileg tilviljun þetta.Konan mín hélt því fram að þetta hefði verið afl Grétars Fells

heitins fyrrum forseta Guðspekifélagsins á Íslandi og eigin-mans Svövu Fells frænku konu minnar.

Svanfríður kona mín studdi þetta enn draumum sínum enda draumspök og oft berdreymin, sem hefur erfst. Mér líkaði vel þessi skýring og lagði í hann með afl Grétars heitins Fells mér við hlið.

Á fyrsta degi renndi ég til Adyar á vit viskunnar í ranni guðspekinnar og samtaka þeirra. Það gekk nú hreint ekki þrautalaust. Þó að í öllum ferðabókum og bæklingum sem ég hef lesið um Chennai og Adyar séu ferðamenn sérstak­lega hvattir til þess að heimsækja Friðargarðinn, garð Guðspekifélagsins þá vissi enginn hvar hann var. Ekki þeir í lobbíinu, ekki rikksjá kallarnir og ekki leigubílstjórarnir og þetta varð eilíft vandamál það sem eftir lifði dvalar minnar í Chennai því ég var neyddur til að hafa alltaf nýja og nýja bíl-stjóra.

Þeir höfðu nefnilega svoleiðis reglu bílstjórarnir utan við hótelið og utan við garðhlið Guðspekifélagsins, að alltaf átti nýr ökumaður næsta túr með mér. Þetta er snjöll markaðs-fræði sem er rekin meðal annars af flugfélögunum að koma farþeganum í þannig stöðu að hann er alltaf í einhvers konar þrengingum og verður að borga hæsta mögulega verð.

En með þrautseigju íslendingsins og úrræðasnilld tókst þetta. Ég stóð við aðalhliðið klukkan átta að morgni fyrsta dags fullur tilhlökkunar um að ganga inn í þennan helgidóm friðar og framhaldslífs sem mér fannst garðurinn hljóta að vera eftir lýsingar sem ég hafði lesið. Allt harðlæst. Opnað klukkan tíu til tólf. Lokað tólf til tvö. Opið tvö til fjögur. Lokað á Mánudögum. Opnað klukkustund fyrr fyrir bóksöluna en opið þar Mánudaga þessi stað lokað Sunnudaga.

Var þetta þá þannig sem það var að komast í Himnaríki, bara opið og lokað á víxl og bara bíða og hlaupa svo inn og út.

Page 35: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

28

Þetta kom mér einkennilega fyrir sjónir og var alltaf að ruglast á þessu því ég kom lengi vel daglega í garðinn.

Þarna hímdi ég svo í klukkutíma í síheitari morgunsólinni en með minn ítalska rithöfundahatt sem var með sanni skugginn minn og svalari.

Þá opnaði bóksalan. Lítil en frábær lind fyrir bækur gefnar út af Guðspekifélaginu. Fátt yngra en fimmtíu ára af bókum en hvað um það. Frábært starfsfólk með þýða og hjálpsama lund. Ég leitaði margoft til þeirra í þessari dvöl. Ég keypti og keypti bækur og sat uppi með margar kistur af lesnum bókum frá þessari litlu þægilegu verslun, sem ég gaf löngu síðar ungum fróðleiksfúsum manni í Auroville.

Á slaginu tíu tók ég kúrsinn inn í garð friðarins en vörður hafði varnað mér frekari inngöngu í garðinn en að bóksölunni. Hann var hinsvegar drjúgur við að lýsa bágu heimilisástandi sínu, veikindum og peningaáhyggjum.

Hvort ég gæti ekki séð af svo sem eins og tíu rupíum til að létta róðurinn? Jú ég hélt það nú bara, minna mátti nú ekki vera. Sumir verðirnir í þessum garði friðarins, þessum inn­gangi Himnaríkis gera sér far um að betla á þennan máta en þegar ég vissi að þeir fá meðal annars frítt fæði á staðnum þá linnti framlögum mínum til þeirra.

Í stuttu máli er Friðargarður unaðslegur staður sem hefur djúp áhrif á hvern mann og það væri dauður maður sem ekki finndi þau, eins og sagt er.

Í einhverskonar uppljómunarleiðslu reikaði ég um garðinn dágóða stund en mætti nánast engum manni. Ég naut því einsamall þeirrar dásemdar og friðar sem þessi staður býður uppá.

Leiðin lá í stórfenglega en frekar hrörlega aðalbygginguna, utan frá séð. Annað blasti við þegar inn var komið. Mikill salur með táknum og boðberum allra lifandi trúarbragða og sumra sem gengin eru til uppruna síns. Miklar styttur skjannahvítar, af stofnendum félagsins Rússanum Helenu Petrovu Blatvasky og bandaríkjamanninum Henry S. Olcott, en samtökin voru stofnuð í New York 1875 og fluttust svo til Madras 1882. Geysi hátt til lofts og vítt til veggja. Fáein bambusborð með fjórum

Page 36: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

29

stólum umhverfis. Gólfið lagt fallegu mósaík. Á vesturvegg eru heiti aðildarlanda og inngönguár koparstöfum og mikið hlýnar íslending í útlöndum að sjá þetta fallega nafn,Ísland – svo ég tali nú ekki um blaktandi rauðhvítan kross okkar á bláum feldi, þá tárast flestir íslenskir ferðalangar alla vega í hjarta sínu. Á sama vegg efst í heiðurssæti er merki og nafn Frímúrarareglunnar. Mér er það ráðgáta þó ég viti að ýmsir forgöngumenn Guðspekifélagsins voru í þeirra hópi. Ekki hélt ég að Frímúrarareglan væru trúarbrögð, eða hvað?

Næst lá leiðin í aðsetur upplýsinga sem var fyrir horn í sal-num. Þar inni sátu öldruð hjón. Ekki frá fyrri hluta síðustu aldar eins og ég heldur frá fyrsta hluta hennar. Þetta var eina fólkið með einhverju lífsmarki sem ég hitti í garði friðarins og höfuðstöðvum Guðspekifélagsins þá tæpu tvo mánuði sem ég var þar viðloðandi. Það er hins vegar vanmælt að segja að þessi hjón hafi verið með einhverju lífsmarki því þau voru bæði full af fjöri. Nýsjálendingar bæði með mannviskuna og skopskynið í fínu lagi. Það tókust með okkur góð kynni og ég kom til þeirra eins oft og ég gat bara í spjall um allt og ekkert svo sem lífið, dauðann og Persaflóastríðið og auðvitað að Ís-land væri Nýasjáland umpólað, eða omvent.

Ég suðaði um að fá inni í einhverri af fjölmörgum íbúðum eða herbergjum sem voru auð í garðinum við þau hjónin sem svöruðu því til að ég yrði að tala við ritara samtakanna sem hefði aðsetur í næsta húsi. Ég sagðist ætla að tala við hana daginn eftir en þá sagði frúin: Gerðu það strax.

Af hverju spurði ég?Jú, sagði hún, þá getur þú gert eitthvað annað á morgun.Þetta er sú mesta speki sem ég hef haft frá lifandi

Guðspekifélagðsmönnum utan svars Jóns Arnalds, þess merka manns, er ég spurði eftir fyrirlestur hans: Í mínum huga þýðir orðið Mystík leyndardóm sem ég á eftir óupplýstan. Hver er merkingin í þínum huga?

Mystík er það sem er handan hugans, svaraði hann og þótti sýnilega lítið til koma um spurninguna, bætti við að það væri bara bjálfaháttur að grufla lengra.

Page 37: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

30

Sá nýsjálenski, hálfníræður stökk á fætur og sagði: Fylgdu mér, og svo hlupum við fót yfir í næstu byggingu að hitta ritarann. Þar með stökk hann aftur á sína skrifstofu.

Ritarinn var agnarsmá indversk kona. Sú minnsta kona sem ég hef séð og afar grönn. Ákaflega lágmælt og róleg í fasi. Ég hef enga lifandi mannveru séð sem líktist meir múmíu. Kannski er hún lifandi ímynd höfuðstöðva Guðspekifélagsins í Adyar. Allt þar minnir á horfna forna frægð.

Nei, það var ekki við það komandi að ég fengi inni í garði friðarins fyrr en Krishnamurti námskeiðið hæfist vegna þess að ég finndist ekki á skrám Guðspekifélagsins og óviðkom­andi væri ekki heimilt að dvelja að staðaldri hér. Nú, nú ég sem hélt að ég hefði verið í félaginu þrjátíu og fimm ár en líklega hef ég hætt að borga árgjaldið þegar ég gafst upp á Ganglera og verið útskúfaður. Engu var þokað en ég gæti fengið aðgangsorð bókasafnsins, bara fara þangað og svo benti hún útí loftið. Ég lét mig hafa það að fylgja þessari loft-bendingu og enti á bókasafninu, svo ég noti dalvísku.

Eins og sannur íslendingur fór ég þráðbeint í innstu sali þar til þess að skyggnast um. Með það sama stökk á mig indverskur gæslumaður, flaumósa, með tilkynningar um það að ég væri „off limits“ og „go back, go back, go back“. Þessi bráðskemmtilega þríendurtekning Indverjans. Hann nánast ýtti mér að afgreiðslugati þar sem sátu tvær indverskar yngis meyjar sem spjölluðu saman á hraðri syngjandi tamil og sinntu mér engu. Ég beið og beið og beið en þær slitu ekki samtalið. Ég ræskti mig og hreyfði óþolinmóðlega. Reyndi að vekja at hygli á mér með að segja: Excuse me hvað eftir annað en það var eins og ég væri ekki þarna.

Kannski var garður friðarins svona merkilegur að menn hyrfu úr efnisheiminum bara við að ganga þar inn og ég væri þeim ósýnilegur. Mér datt bara ekkert í hug, úrræðagóðum íslendingnum.

Þá skyndilega laust niður í huga minn kenningu sem einn félagi minn hafði einu sinni haldið fram við mig um hvernig góður kvennamaður færi að til að ná árangri. Númer eitt, sagði hann, er að sýna athygli!

Page 38: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

31

Með þessi vísindi að vopni vinkaði ég stelpunum eins og börn gera með að hreyfa fingur saman inn í lófann eins og gogg á hænu brosti og blikkaði og sagði: Hey miss beautiful, are you married? Með það sama ljómuðu andlitin af fallegu brosi: No,no, no can I help you? Svona er þetta nú í pottinn búið. Kenningin virkar um alla veröld.

Passann fékk ég og átti margar ánægjustundir í þessu bókasafni þó allt sé þar þungt í vöfum og bækur og skjöl einatt sótt baka til eftir pöntun og má ekki taka af safninu til lestrar. Skýringin á því er að þetta er eitt merkasta safn austurlenskra fræða í heiminum með fjöldann allan af handritum skráðum á þurrkuð pálmablöð, trjábörk og þess háttar.

Safnið samanstendur af um 165 þúsund eintökum og nærri 200 þúsund pálmahandritum, frá öllum heimshornum. Á jarðhæð er herbergi þar sem sumt af dýrgripum safnsins er til sýnis, svo sem: Átta hundruð ára gamlar myndir af Bud-dah á rullum, sautjándu aldar fræðirit, fágætar tréristur frá Tíbet skornar í trjábörk, frábærlega myndskreyttur Koran, risastórt eintak af Biblíu Marteins Luters prentuð fyrir þrjú hundruð árum og Biblía á sjö tungumálum sem er á stærð við fingurnögl.

Friðargarður er geysi stór og liggur nálægt strönd Bengal flóans meðfram bökkum árinnar Adyar, sem er hálfgerður drullupyttur, enda er mikið um opin skolpræsi í Chennai og úrgangur heimila og heimilismanna rennur óheft í ána.

Um miðjan dag í mesta hita getur verið töluverður fnykur af ánni.

Í garðinum er mikill fjöldi trjátegunda, blóma og annars gróðurs. Hann er í raun „Bootanic garden“ gróðursafn, en því miður í töluverðri órækt. Þar er annað stærsta Banyan tré sem vitað er um á jörðunni, þekur ferkílómetra. Banyantréið, nafn þess hefur verið þýtt fíkjutré á íslensku, er gætt þeirri merku náttúru að verða feyki gamalt, eldra en Gamli Nói sem ég held að hafi orðið níu hundruð og fimmtíu ára gamall.

Jú, jú svona gátu menn nú orðið gamlir í gamla daga, fyrir tíma sérfræðinganna, en það er sagt að Guði hafi þótt þetta fullmikið, skapaði bara vandræði þessi lífslengd svo hann

Page 39: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

32

stytti mennskt jarðlíf í um eitt hundrað ár, sem er svo sem meir en nóg að mínu mati.

Banyantréið vex upp og niður og út um allt. Ræturnar skríða neðanjarðar og ferðast víða og greinarnar vaxa niður í jörðina lárétt og ferðast einnig lóðrétt. Það er sagt að tré séu tvíhöfða skepnur með eitt höfuð upp í loft og annað niður undir yfirborði með búk á milli. Banyantréið snýr þessu öllu upp í loft með því að vera hvoru tveggja og eins, en stærð þess og tígulleiki er hrífandi gefandi mikla útgeislun „Charisma“ sem næmir menn finna ljóslega fyrir.

Þarna eru tré frá hverju aðildarlandi og mikið var gaman að sjá tréð sem gróðursett hefur verið fyrir Íslands hönd rétt við bókasafnið. Ekki íslensk trjátegund sem ég kannaðist við, en hverju skiptir það.

Við aðalskrifstofur þar sem ritarinn heldur sig í rykföllnu skjalaumhverfi sínu og rökkri er undratré, í eintölu og fleirtölu. Það er skjannahvítt tré og bleksvart tré sem vaxa saman. Tákn andstæðna okkar veraldar sem sífellt togast á eða renna saman mannkyninu til mikillar armæðu eða algerrar fullnægju. Þessi tré eru við öll hof Indverja og þykja heilög, sem engan skyldi undra sem séð hefur. Hvílík tign í einu tré í fleirtölu.

Ég hef lagt að því grunninn hjá einum tamil félaga mínum sem er ræktunarráðunautur upp í sveit að útvega mér fræ af þessu undri sem ég er staðfastur í að gróðursetja á dvalarstöðum mínum í framtíðinni.

Hof, musteri, kirkjur eða tilbeiðsluhús allra núlifandi trúar-bragða eru þarna og öll dásamlega falleg nema kaþólska kirkjan sem er eins hönnuð og sú í Breiðholtinu í Reykjavík. Við Búddahofið er fíkjutré sem sagt er sprottið af fræi fíkjutrésins sem Shiddharti Gautama Buddha frelsaðist undir, náði sínu Nirvana, sem þýðir bókstaflega: Logn eða kannski Andvana. Þar undir trénu við tjörn með blómstrandi lótusblómum, lit fögrum fuglum, dýrum og fiðrildum garðsins sat ég lang dvölum og fékk mínar vitranir og kyrrð.

Ég gekk oft lengi og langt í garðinum. Fyrst í stað komu einhverjir verðir klæddir á ýmsan máta, í einkennisbúningum, lörfum eða bara fornum indverskum nærbuxum sem er bóm-

Page 40: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

33

ullarbleðill smeygður yfir mittisstreng að framan og snúið yfir að aftan. Þessir karlar voru að stugga við mér því gestum er ekki leyft að fara um nema ákveðið svæði. Trúr mínu íslenska eðli að hlíta engum reglum nema mínum eigin lét ég tuðið í þeim mig engu skipta og leið bara um eins og heilagur maður með Monu Lisu bros á vör. Þeir gáfust upp og létu mig fara mínu fram.

Reyndar hafði ég reynt að fá leyfi til að dvelja í garði friðarins, við hugsanir, umfram venjulegan gestatíma en fékk neitun með þeirri útskýringu að það væru nógir garðar aðrir á Indlandi til að ráfa um og hugsa.

Ég hafði átt von á því að hitta einhverjar vitsmunaverur þarna til þess að sækja fróðleik í, en þarna var enginn Mímis-brunnur mannvits en svo sannarlega kjörinn staður til íhug unar og samtvinnunar við andann.

Nýsjálensku vinir mínir voru alltaf á sama stað. Sá gamli var oft frammi í sal á fræðslutali við aðvífandi Indverja.

Honum fór það vel og naut sín sýnilega í leiðbeinenda hlutverkinu. Ég hélt áfram að suða í þeim um að búa í garði-num eins og ég hafði ætlað mér og spara með því fé í uppi-hald. Hefði það tekist gat ég lifað eins og Indverji á þrjú til fimm hundruð krónum á dag, en ég legg áherslu á – eins og Indverji, að hafa íslenskan lifistandard í Chennai er jafndýrt og á Íslandi.

Engu var samt um þokað.Þegar ég gekk á þessa vini mína og spurði hverju þetta sætti

að garður friðarins höfuðstöðvar Guðspekifélagsins væri ekki öllum opinn hafandi í huga orð frelsarans: Leyfið börnunum að koma til mín því þeirra er Guðs ríki, sögðu þau: Ef svo væri, væru hér allir!!!

Bara ekkert annað!Jú kannski er bara best að það séu fáir í Guðspekifélaginu

og aðeins þeir sem geta borgað. Hverju skipta hinir auralausu leitendur svo sem?

Þeir hljóta að geta fundið friðinn og Guð sinn á eigin spýtur, eða er valið inn í Himnaríki?

Page 41: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

34

En ég gafst ekki upp á suðinu enda tekur íslendingur „never no for an answer“ og suðaði alla daga svo sem án árangurs þegar að upp var staðið. Lögfræðiþjálfun mín lét mig beita sífellt nýjum röksemdum, sem ég sneri öllum mér í hag, en sá gamli sá við því og sneri þeim sér í hag og garði hinni útvöldu.

Þá fékk ég snilldar hugmynd: En hvað ef ég ákveð að deyja í garði friðarins, hvað gerið þið þá. Sá gamli grét af hlátri og ískraði af ánægju. Þessi röksemdafærsla átti aldeilis við hann. Þá brenni ég skelina hér fyrir utan að indverskum sið og sáldra svo öskunni yfir Adyarána sagði hann.

Með því var lokið alvarlegum tilraunum mínum til þess að fá þarna inni. Ég hafði unnið orrustuna fannst mér og var sigri hrósandi. Leið eins og löggunni í Reykjavík í upphafi síðustu aldar þegar þeir voru bara tveir og enskir sjómenn gerðu upp-steit. Þá lagði löggan á flótta og enskir hurfu af vettvangi en laganna verðir fóru eftir í humátt og gægðust fyrir horn þegar þeir sáu tjallann og kölluðu: Englishmen bad men, english-men bad men, og þóttust hafa unnið.

Ég gerði margar tilraunir til þess að leigja mér íbúð í ná­grenni Adyar, eftir auglýsingum í blaðinu „Chennai yellow pages“ og þeysti um með sölumönnum fasteignanna og fékk með því smjörþefinn af verðlagi og því hvað er á boðstólum og gæði mismunandi hverfa í Chennai. Allt var það án árangurs því mér hugnaðist ekki sóðaskapurinn hvar sem ég kom.

Annað er ekki frá garði friðarins að segja af minni hálfu. Ég naut þeirra takmörkuðu stunda sem ég fékk í algerum friði frá háværum skarkala Chennai til fullnustu og fyrir það er ég þakklátur.

Um fyrirhugað námskeið í ævi og starfi Krishnamurti er það að segja að ég náði mér í allt lesefni sem ég gat komist yfir um hann og frómt frá sagt hreif sú lesning mig ekki. Í ljós kom að meistari minn C.W. Leadbeater heitinn hafði fundið Krishnamurti sem ungan dreng á nærliggjandi baðströnd og talið hann líkhamnaðan frelsara og ól hann upp sem slíkan til þess að taka við forystu í Guðspekifélaginu, sem og gerðist. Krishnamurti sneri seinna baki við samtökunum, með þeim

Page 42: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

35

orðum að engin þróun gæti orðið þegar samtök væru orðin að stofnun. Einhvern veginn fannst mér eiga við málshátturinn að sjaldan launar kálfur ofeldi og missti allan áhuga á Krishna-murti og sagði mig úr námskeiðinu og hélt áfram minni eigin pílagrímsför. Krishnamurti hefur lítið lagt til viskunnar að mínu mati en með sterkum persónuleika sínum vakti hann mikla athygli í vestrinu og jók þannig áhuga á þessum góðu mannvísindum sem samtök guðspekinnar standa fyrir.

Kannski má segja um hann eins og Jónas frá Hriflu á að hafa sagt um Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra heitinn þegar hann lenti í erfiðleikum: Í ævi allra stórmenna eru tvö ris. Jónas hefur lokið því fyrra.

Ég held hinsvegar að Krishnamurti, með allri virðingu fyrir honum og hans starfi, hafi ekki náð að lifa seinna risið.

Í dvöl minni í Adyar kynntist ég bókmenntum Annie Besant enskrar konu sem varð einn forseta samtakanna og forvígis-maður í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Hún var af­kastamikill rithöfundur og snjall fræðimaður. Ritverk hennar eru vel virði lesningar, ef ekki nauðsynleg. Minningu hennar er mikill sómi sýndur í Chennai með götuheitum og styttum og víða á Indlandi.

Annar var Charles Webster Leadbeater (1847­1934) prestur ensku biskupakirkjunnar sem tók að sér enduruppbyggingu Buddhisma á Ceylon og snéri sér algerlega að tilveruvísindum – Metaphysic.

Leadbeater var meistari, snillingur og sendiboði sem skri-faði tæran augljósan stíl. Hin flóknustu viðfangsefni urðu skýr einföld og aðgengileg í skrifum hans. Hvergi hef ég fundið meiri samsvörun en í skrifum hans. Ég fékk sömu tilfinningu og við lestur verka Paul Brunton, spældur yfir því að hafa ekki verið valinn til þess að skrifa verk þeirra sjálfur því hvert orð var talað út úr mínum huga og sannleikur eins og ég sé hann. Leadbeater hefur samt kennt mér mikið um starfsemi mann­vísindanna, hvar þau fara fram og hvernig. Hann hefur einnig ritað um Frímúrararegluna mikið skýringarverk en hann var mikilsmetinn liðsmaður hennar.

Page 43: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

36

Um Guðspekifélagið má lesa á netinu: www.theosophical­society.org

The Ice house Chennai Safn tileinkað Swami Vivekananda

Page 44: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

37

CHENNAI

Borgin Chennai, áður Madras, dregur nafn sitt af litlu fiski-mannaþorpi sem áður var þar. Nafni hennar var breytt fyrir nokkrum árum vegna vaxandi þjóðernisstefnu dravidanna sem eru að endurnefna götur og borgir til samræmis við tamil menningu sína. Fyrra nafnið Madras fékk borgin hjá Bretum en orðið kemur úr sýrlensku og þýðir klaustur sem kemur til af því að dýrlingurinn Tómas, sem kallaður var efasemdamaður settist hér að á fyrstu öld eftir Krist og talinn hafa verið veginn í Mylapore í Chennai árið 72. Munnmæli herma að ferðalag hans til Indland til að boða kristni hafi leitt til fyrsta kristna safnaðarins í heiminum. Minjar eru um veru heilags Tómasar í nágrenni flugvallarins í Chennai sem draga til sín fjölda kristinna pílagríma og annarra ferðamanna.

Chennai hefur líkt og Stór Reykjavík ekki vaxið frá lítilli miðju sinni heldur hafa Akranes, Kjalarnes, Mosfellsveit, Hver-agerði, Kópavogur, Garðabær, Hafnafjörður og Reykjanesbær hennar, ef svo má segja, vaxið að henni og mynda nú stórborg sem telur hátt í sex miljónir íbúa og er fjórða stærsta borg Ind-lands. Þannig er hún borg með fjölda smábæja og þorpa um-hverfis og þenst sífellt út.

Eins og gerst hefur víða í þriðja heiminum hefur fólk flykkst af landsbyggðinni til borganna miklu hraðar heldur en skipu-lag borganna eða atvinnulíf þeirra hefur verið fært um að taka á móti. Það hefur gerst með Chennai. Borgin er bókstaflega eins og útblásinn, sprunginn og gauðrifinn belgur með mikið af daunillum fúlum svarbláum opnum holræsum sem næra allskyns sjúkdóma og óværu.

Rottur lifa góðu lífi og eru almennt á stærð við stálpaða kettlinga glansandi af velsæld. Þær helga sér svæði sem þær „þrífa“ að nóttunni. Svo er skolpið auðvitað uppeldisstöð fyrir moskíto og þar af leiðandi malaríu – hið illvíga kvef, sem

Page 45: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

38

ég vil kalla. Fyrir minn smekk er fátæktin ægileg og hreysin mögnuð, oft reist á bökkum fúlu síkjanna því fólkið sækir í nálægð við vatn.

Ég las að af tuttugu sýnishornum af drykkjarvatni í borginni hefðu átján verið óhæf til manneldis. Auðvitað eru samt sómasamleg hýbýli víða og töluvert af góðum hótelum sem eru mjög ódýr á vestrænan mælikvarða. Svo rammt kveður að óþrifnaðinum að í almennum ferðabókum segir bókstaflega að borgin sé eitt óheilsusamlegasta svæði veraldar, og er þá að engu leyti verið að fjalla um öfgar loftslagsins apríl til maí ár hvert, sem getur verið „Helvíti á jörðu“

Umferð á götum er gríðarleg og ægir öllu saman uxakerrum, reiðhjólum, endalausum breiðum af vélhjólum, mótorhjólum, fótstignum rikshaw, þríhjóla leiguvögnum með fólk eða þungaflutning, einkabílum, leigubílum, eldgömlum grút skítugum strætisvögnum sem aka eins og druslan dregur með flautuna í botni, aragrúa flutningavagna af allskonar gerðum með allan hugsanlegan flutning og svo auðvitað að því virðist ótæmandi uppspretta af mannfólki sem fer sinna ferða að mestu án tillit til annar umferðar.

Sumir aka á móti umferð, aðrir með og ýmsir þvert eða á ská og allir flauta sem mest þeir mega. Þó er tiltölulega auðvelt að aka um borgina og leikur einn miðað við Róm eða París. Það gildir þessi alþjóðlega regla, sem hefur ekkert vægi á Ís-landi, að þú hefur réttinn innan þíns sjónsviðs. Ökumenn eru tiltölulega kurteisir og hafa augljósan vinning yfir okkur íslen-dinga, en það þarf nú ekki mikið til.

Í margra mánaða dvöl minni í borginni sá ég aðeins einu sinni árekstur en þá hafði strætisvagn ekið á mann á brú einni. Maðurinn hafði látist við áreksturinn og aðkoman sorgleg svo sem er við þannig aðstæður. Einhver hafði kastað óhreinum strigapoka yfir andlit líksins og hópur manna var í námunda skelfingu lostinn.

Vega­ og götumerkingar eru afleitar á evrópskan mælikvarða. Oftast steypuhlunkar á stöku götuhorni auðvitað með skraut-legu bogadregnu eða kringlóttu letri Tamilanna og sjaldan á ensku. Í borginni tíðkast að vera sífellt að spyrja sér til

Page 46: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

39

vegar en ekki of mikla vegalengd í einu því þá þrýtur þekkingu viðmælenda. Menn fara ekki lengra frá heimilum sínum en brýna nauðsyn krefur og þekkja lítið umhverfi sitt. Ekki vegna þess að fólk vilji ekki ferðast, þvert á móti eru allir æstir í það, en fátæktin er of mikil.

Ég er með kortaþráhyggju og fæ mér alltaf svoleiðis hvar sem ég er og veifa áttavita. Það þótti Tamilum alveg sérstak-lega vitlaust og fyndið. Áttu í mestu vandræðum með kortið að lesa hvar hvað væri enda vissu þeir ekki eins og margir aðrir að norður er upp og suður niður. Tamila varðar reyndar ekkert um áttir og bara fáir höfðu minnstu hugmynd um að sólin kæmi upp í austri og settist í vestri.

Allra síst höfðu stjörnur einhverja merkingu í þessu efni fyrir þá. Karlsvagninn, Pólstjarnan, Suðurkrossarnir – hvað var nú það? Ekki vil ég kenna um fávísi heldur annarri menningu því Tungl og stjörnur ráða öllu í lífi Tamilanna svo sem síðar kom á daginn í minni dvöl þar.

Ég ferðaðist nær daglega frá hóteli mínu í þríhjóla vögnum til Adyar eða bara eitthvað til að skoða. Meðan ég hafði engin orð í tamil á valdi mínu fór verðið alltaf ofar og ofar.

Ökukarlarnir voru farnir að þekkja mig og klárir á því að auðvelt væri að plata þennan. Þeir voru algerlega með á hreinu alþjóðareglur leigubílstjóra og þjóna að þegar vandræði eru í aðsigi gleymist öll enskukunnátta og móðurmál viðkomandi tekur við eða algert skilningsleysi, heyrnarleysi eða reiðikast með köllum á viðstadda sem mynda ögrandi hóp um skíthræddan útlendinginn potandi, patandi og talandi hátt hver uppí annan.

Ekki bætir úr svoleiðis stöðu að tamil töluð í æsingi hljómar eins og mikill reiðilestur í íslenskum huga, fyrst í stað.

Venja mín er í hverju nýju landi að læra strax svona um fimmtíu algengustu orð í samræðum manna og fyrst af öllu að segja „No problem“ á viðkomandi máli og ekki sakar að hafa næst „Kemur sko bara hreint ekki til greina þetta kjaftæði.“ Þessi háttur hefur alltaf reynst mér vel. Bæði er það að fólk getur illa farið undan í flæmingi og svo finnst öllum þjóðum

Page 47: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

40

vænt um útlending sem reynir að tala tungumál þeirra, ­ nema Frökkum og Dönum.

Þegar orðin voru komin féll gengið á ferðagjaldinu en ævintýrunum fækkaði og þessu stórskemmtilega svindli lauk, að ég endaði í hverri ferð inni í fokdýrri verslun fyrir útlend­inga þar sem sátu um mig bersýnilega sálfræðimenntaðir sölu-menn því þeir gátu alltaf kúgað mig til að kaupa eitthvað.

Mér fannst einhvern veginn að ég gæti ekki farið út án þess. Þeirri meinloku minni lauk algerlega og sálfræðisölu-menn voru þeirri stund fegnastir þegar ég fór úr þeirra verslun. Leiðin milli hótelsins og Adyar styttist líka til muna varð aðeins hálftími í stað allt að þriggja klukkustunda og öku-karlarnir alveg hættir að stoppa einhvers staðar á leiðinni þar sem þeir voru alveg vissir um að ég væri gjörsamlega villtur og hækka verðið margfalt. Neituðu að halda áfram og sóttu bara einhvern annan ökukarl eða saklausan vegfaranda í lið með sér gegn mér ef ég þráaðist við.

Eitt sinn fór ég út úr vagninum þegar svona var og vinkaði niður en karlinn kom hrópandi á eftir mér og samstundis var ég umkringdur fólki sem ég vissi ekkert hvar hafði sprottið upp. Einhvers konar götuþing sem snerist um mig en ég var engu nær um hvað fjallaði. Mér finnst svoleiðis staða ansi óþægileg því ég veit ekkert hvort ég er að gera rétt eða rangt meðan ég þekki ekki menninguna.

Þegar ég var búinn að ná tökum á þessu var ekkert mál að leigja sér vagn fyrir svona fimm hundruð krónur og hafa allan daginn og aka hvert sem var, en áður var enginn skrens undir því verði. Ökukarlar þríeykjanna í Chennai eru reyndar heims-frægir fyrir græðgi og svindl á farþegum og þarf mikið til að ná því sæti. Meira að segja Tamilarnir sjálfir eiga í erfiðleikum með þá. Svo rammt kveður að þessu að þegar ég ferðaðist um borgina með tamilskum vinum mínum þurfti ég að fela mig meðan þeir sömdu um verð annars hófst óðaverðbólga karlanna þegar þeir sáu að hvítur maður var með í för.

Leigubílar sem boðaðir eru símleiðis eru hins vegar traustir og öryggir og jafnvel ódýrari en þríeykin og tvímælalaust miklu þægilegri því þríeykin eru opin og þú situr í fun­

Page 48: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

41

heitu roki sem svíður í augun, ógnar umferðarhávaða og grásvartri menguninni sem er ógurleg. Svo ógurleg að hún er sjö sinnum meiri í miðborginni en fyrirmælt mörk alþjóðaheil-brigðisstofnunarinnar segja til um. Því er alls ekki að undra að ferðabækur um Indland, skrifaðar í vestrinu, segja gjarnan um Chennai: Þú verður líklega þeirri stund fegnastur er þú kemst brott þaðan.

Það er gaman að versla í Chennai og þar fæst allt milli himins og jarðar, vörur og þjónusta. Ekki gera þó ráð fyrir þeim solli sem er í vestrænum heimi, og reyndar víðast hvar í stórborgum, því það sá ég hvergi. Tamilar hafa frá fornu fari lítið neytt eiturlyfja og áfengi var ekki leyft fyrr en fyrir 15 árum til þess að auka tekjur ríkissjóðs (sic!) Fáir reykja.

Vændi sést ekki en er þó eitthvað á börum fínni hótela. Af-brotatíðni er með því lægsta sem þekkist á byggðu bóli.

Verslanir eru af öllu tagi, frá skítugum götusölum í dýrðlega sali hins kaupsjúka og ein Kringla er í Chennai staðsett á aðal-götunni Anna Salai sem heitir Spencer Plaza. Þar er gott að versla indverskt eða alþjóðlegt og innlenda varan vönduð og ódýr fyrir okkar pyngju. Þangað fór ég orðið eingöngu til að versla, annað en mat í þessari Indlandsdvöl minni.

Maður skyldi ætla af lýsingum mínum af fátækt að tækni­stig Indverja væri lágt, en það er nú öðru nær. Þessi þjóð, sem ræður yfir kjarnorkuvopnum og heldur með því jafnvægi við volduga nágranna sína Kína og Pakistan er náttúrugreind í tölvumálum. Indverjar virðast skilja tölvur við fæðingu enda hefur Bill Gates opnað farmtíðarsetur sitt í nágrannaríki Tamil Nadu. Bæði er vinnuafl mjög ódýrt og hitt að feykilegt fram-boð er af góðum tölvumönnum. Internet stofur eru á hverju strái með símum og vefaugum (webcam). Sumar stofurnar eru með háhraða aðrar hægari. Auðvelt að fá útprentun, skönnun eða brennt á disk. Einkatölvur eru með ólíkindum almennar á heimilum og gervihnattasjónvarp stundum með yfir sextíu stöðvum jafnvel í verstu hreysum. Auðvelt er að fá heimatil-búinn gervihnattadisk og bingó, þú horfir á BBC og Discovery. Hvernig þeir fara að veit ég ekki. Tæknimenn á Íslandi segja

Page 49: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

42

við mig að þetta sé ekki hægt, en ég svara bara: Sá sem veit deilir ekki, og felli talið.

Indland er nefnilega ekki land heldur heimur með fjölda þjóða með margskonar afbrigði sem koma manni sífellt á óvart í vitsmunum og þekkingu.

Ég hafði áður á ferðum mínum upplifað snilld indverskra lækna sem allir hnattráparar þekkja.

Það var í Kenya að ungur vinur minn níu ára var nærri dáinn af ofnæmi fyrir hestum. Hann var svo bólginn í framan að það sá ekki í augun á honum og andardrátturinn var orðinn erfiður. Ég hélt að ég myndi missa hann í örmum mér og ég sem var að gæta hans fyrir foreldra hans.

Það var farið í mesta snatri með barnið til næsta indversks læknis sem svíaði barninu strax og sagði svo: Múlattar, blend­ingur hvítra og dökkra eru iðulega fallegt fólk en mjög of-næmisgjarnir. Í þessu tilfelli er það svo. Gefið barninu reglu­lega þorskalýsi og þá mun fara vel hvað þetta varðar, sem rétt hefur reynst. Vissir þú þetta lesandi góður?

Ég hef þurft að leita lækna í Chennai fyrir mig og aðra, ind verska og íslenska. Í langflestum tilfellum hefur lækningin verið skjót og enst. Sjálfur fékk ég heiftarlegt kvef af því að gleyma loftkælingunni á þegar ég fór að sofa (hver hefur nú ekki lent í því?) og var bara að drepast um morguninn og hélt enn einu sinni að mitt skapadægur væri upprunnið. Hafði samband við lækni hótelsins og hann sagði mér að fara á næstu lyfsölu og kaupa lyfið ColdAct taka eina töflu strax og svo aðra um morguninn: „þá verður þú góður á morgun.“

Að segja mér íslendingnum að hægt væri að lækna kvef, ekki aldeilis og ég hafði enga trú á þessu. En brást ekki, eins og nýsleginn túnskildingur næsta dag. Ég hef feiki trú á indverskum læknum og þeirra eldfornu læknavísindum sem ekki eru deginum yngri en þrjú þúsund ára og þeir kalla AJURVEDIC sem útleggst á móðurmálinuLÍFSVIT.

Sú lækniskúnst breiðist nú óðfluga um hinn vestræna heim, en þau vísindi taka mið af öllu ástandi sjúklingsins, líkham-legu, andlegu og innræti og með greiningu þar á er ráðlögð neysla eða hátterni er til heilla horfir. Þeir þekkja þetta og trúa

Page 50: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

43

þessu enda reynst þeimvel um þúsundir ára. Í Tamil Nadu er lækniskúnstin jafnvel enn eldri og kallast þar SIDDHI, sem er heiti á kraftaverkaafli sem menn fá á æðstu stigum mikillar einbeitni í Yoga.

Ég sá auglýsingu í blaði frá lækni sem kvaðst geta læknað allar ástríður og hugareymsl ásamt mígreni. Af forvitni fór ég á hans fund í fimm skipti. Hann hafði áður verið landlæknir í Tanzaníu eftir því sem hann sagði en var nú snúinn aftur heim til þess að beita sínum eigin aðferðum á samlanda sína, byggð um á eldfornum vísindum Indverja.

Upphaf meðferðar hans var mjög hefðbundin athugun hjá lækni. Ítarleg almenn skoðun og spurningar um líkamlegt og andlegt ástand. Að því loknu lét hann mig leggjast á bekk og setti heyrnartól á eyrun á mér og sagði mér að loka augunum. Studdi vísifingri þétt á þriðja augað og sagði horfðu hér út og hlustaðu vel á það sem ég segi. Þú munt sofna en ekki sofna og þú munt hlýða mér skilyrðislaust. Þú munt ekki verða fær um að hreyfa þig fyrr en ég ákveð og tel þá upp að tíu svo þú komir rólega til baka. Nú, nú bara dáleiðsla!

Það voru einhverjir menn að vinna með múrbrjóta í húsinu og hávaðinn var ærandi, en strax hætti hávaðinn að angra mig og ég fór fljótlega í kyrrt hugsanaástand með mjög skíra vitund um allt í næsta nágrenni og miklu lengra. Mér leið vel og klukkutíminn leið eins og örskot. Eitt skiptið fékk ég höfuðverk eftir meðferðartíma. Læknirinn sagði: Þú hefur komið of hratt til baka. Setti mig í gírinn til baka og teymdi mig svo á tíu til sín enn á ný og viti menn enginn höfuðverkur.

Ég fór í þessa meðferð fyrir forvitni sakir en að henni lokinni get ég fullyrt að hún er mjög gagnleg hvað það varðar að róa og losa áhyggjur. Athygli hans beindist einkum að því að fá mig til að hætta að reykja og hann spurði fullur athygli í byrjun hvers tíma hvort ég væri hættur og dró töluvert niður í honum þegar ég varð að játa að svo væri ekki. Það léttist heldur á honum brúnin þegar ég ýkti niður um sígarettu notkun mína. Hvað um það þetta var mér til góðs. Læknir-inn kallaði til blaðamann frá einu dagblaðinu í Chennai, með

Page 51: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

44

mínu samþykki og ég vitnaði um ágæti læknisins. Það hlýtur að hafa orðið honum til framdráttar. Ég trúi ekki öðru.

Lyfjaverslanir í Tamil Nadu eru afar frjálslegar eiginlega oftast hálfgerðir ræflar af verslun að vera og ekkert þrifalegri en annað. Ég er ekki vissum að allir sem reka þannig verslanir séu lyfsalar alltént var það þannig þegar ég fór að kaupa lyf að það var byrjað að grúska, fletta bókum, spyrja hvern annan, svona töluvert fjas, en lyfin gögnuðust alltaf.

Af því að langafi minn var hómópati – grasalæknir/skottu­læknir – tel ég mig hafa erft þessa hæfileika og sé jafnvel betri læknir en hámenntaðir íslenskir, svo ég keypti mér indversku lyfjahandbókina – og er nú nær fullnuma í þeim lækningum, ­ að eigin mati.

Nú get ég farið í Pharmacy og nefnt vandann og rætt hin ýmsu lyf við þeim. Það er voða gaman. Ég hef fengið allt sem ég hef beðið um yfir borðið og sama gildir fyrir Tami-lana sjálfa. Lyfseðill – resept – frá lækni hefur ekki verið nauð synlegur en auðvitað ef þú ferð til læknis færðu svoleiðis.

Á Íslandi eru öll lyf óskaplega dýr og meðan lyfsala var í kvóta urðu allir lyfsalar gassalega ríkir, bara strax, eins og allir sem eignast kvóta á gamla skerinu, en indversk lyf!!!, einn hundraðasti af íslenskum kostnaði. Mig furðar hvers vegna Tryggingarstofnun ríkisins snýr sér ekki til Indlands um lyfja-kaup með alla sína tilburði til sparnaðar.

Á götum borgarinnar er mikið rusl. Öllu er hent meðfram götunum. Plágan er þó plast sem er allstaðar og afar hvim-leitt að horfa á. Mér er sagt að fólki sé greitt visst fyrir kíló af ákveðnum tegundum af plasti og maður sér tötrum klædda eða óklædda, karla aðeins á nærbuxunum, aldrei þó konur, Tamila dragandi poka á eftir sér til að safna plasti, en það sér ekki högg á vatni.

Annar úrgangur er að mestu lífrænn því fátæktin er svo mikil að engu er hent sem hugsanlega gæti verið nýtanlegt. Svo var einnig á Íslandi í mínu ungdæmi.

Það lífræna ýmist rotnar í þessum mikla hita sem alltaf er yfir 30C og gífurlegum raka. Annað sem tilfellur í haugum með-fram götum eða í opnum ruslagámum er hreinsað af dýrum

Page 52: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

45

eða fuglum. Það er mökkur af krákum og hröfnum í Chennai sem tína jafnharðan allt sem þeim finnst góðgæti.

Krákan er annars merkilegur fugl sem getur hermt eftir ýmsum hljóðum meðal annars söng annarra fugla. Ég hef upp lifað það í Chennai að kráka sat í tré andspænis þar sem ég bjó og söng eins og næturgali daglangt.

Rottur þurfa sitt og eru til gagns hvað það varðar þó af þeim stafi ægileg smithætta því þær bera marga hættulegustu sjúk-dóma mannkyns, samt er eitthvað um það að fólk leggi þær sér til matar. Ekki má gleyma maurum, kakkalökkum og því um líku sem þrífur híbýli manna. Hundar eru í þúsundatali og virðast flestir ganga sjálfala. Svín eru víða laus og éta allt meira að segja mannaskít. Kettir eru margir en mest á ferli á nóttunni og virðast engin gæludýr heldur villtir.

Blessaðar kýrnar eru ráfandi um göturnar og meiri raun­veruleiki en sjónvarpsmyndir frá Indlandi sýna. Þær éta matarafganga á götum og úr sorpílátum sem þær velta um, en þær virðast líka éta plast og svo sleikja þær með hrjúfri sterkri tungunni auglýsinga plaköt sem límd hafa verið með hveiti­lími á girðingar, en menn sjá við því hér því að þeir sem líma upp auglýsingarnar grípa kúadellu, sem er allstaðar, og bleyta í greip sinni og smyrja á auglýsingarnar. Uxar, þarfasti þjónn Indverja, eru allstaðar og éta líka og hreinsa en yfirleitt er þeim gefið því þeir eru vinnudýr. Ferlegt er að sjá þá móka í fúlum skolpskurðunum með fésið í blásvartri vatnsskorpunni.

Það að kýrin sé heilög á Indlandi er ofmælt. Hún er tákn æðruleysis en nýtt til mjólkurframleiðslu og slátrað víða um Indland en ekki í Tamil Nadu. Það er eðlilegt því Tamilar eru að langmestu leyti grænmetisætur og drepa helst engin dýr nema geitur og hænsni. Viljir þú annað hvort í matinn gengur þú bara yfir götuna og berð fram þína pöntun og kjötsalinn selur þér hænuna lifandi ef þú vilt hana ferska annars snýr hann hana úr hálsliðnum fyrir framan þig og heggur af henni hausinn svo ferð þú með hana heim og kalónar og heggur í spað og eldar með miklu karrý. Fari svo að þú viljir geit getur verið að sami slátrarinn eigi glænýtt ket á skítugum timbur­flekum. Ef hann er uppiskroppa grípur hann næstu geit og

Page 53: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

46

sker hana á háls fyrir framan þig flær hana og bútar og heim gengur þú með volgt kjötið í hádegismatinn.

Ósköp er leiðinlegt að hlusta á sárt jarmið þegar hnífurinn ristir hálsinn og blóðið spýtist á götuna, en blóðið virðist ekki vera nýtt til matar. Þeir gera líklega ekki slátur.

Tamilar fara vel að dýrum þó ég geti ekki kallað að þeir fari vel með dýr í mínum skilningi. Ég hef aldrei séð menn gæla við dýr hér eins og tíðkast í fjölmörgum löndum né dýr lú barin en uxarnir eru kúskaðir, mest þó ógnandi.

Kýr hef ég hinsvegar séð húðskammaðar oftar en einu sinni og ýtt við þeim þegar þær tefja eða stöðva umferð. Eitt sinn lögðust þrjár kýr á götuna fyrir framan hótelið og lokuðu henni alveg. Ökumenn urðu bandsjóðandi galnir en kýrnar högguðust ekki. Ég gafst uppá að góna á þetta eftir tæpan klukkutíma og þá var komin óslitin bílalest beggja vegna, en að lokum fara kýrnar það vita þeir og þær.

Borgarkýr eins og aðrar kýr eru nytjaskepnur og alltaf í eigu einhvers. Mjólkandi kýr er vistuð í húsagarðinum en geld er sett á götuna og kölluð „Street cow.“ Þar ráfa þær um allan daginn og éta það sem til fellur en fara heim í húsagarðinn að kvöldi eða eru sóttar og hleypt út að morgni. Margar kýr virðast þó ganga sjálfala. Mikið fellur til af kúamykju en hún virðist öll vera tínd upp og þurrkuð notuð sem eldsnæring við matargerð þó millistéttar Indverjar og ofar noti gas eða raf-magn. Svo er hún líka notuð við líkbrennslu.

Það hefur vakið sérstaka athygli mína hve öll húsdýr sem ég hef séð á Indlandi eru róleg. Þau hræðast ekki manninn, skipta sér ekkert af honum og það er gagnkvæmt. Þó hef ég séð kýr ærast í Thirvattyur og ráðast að hóp skólabarna sem streymdu út úr skólaportinu að loknum deginum. Það urðu mikil hræðslugól og fjaðrafok þegar barnahópurinn tvístraðist á skelfingarflótta aftur inn í skólaportið eða út í galna um ferðina. Það var mesta mildi að ekki varð slys en kýrin var sein í vöfum en menn fljótir að forða sér. Skyndilega hætti kýrin að vera óð og lagðist á götuna og allt datt í dúnalogn eins og ekkert hefði gerst.

Page 54: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

47

Maður les í ferðabókum að “lingua franca” í Indlandi sé enska og svo hindi en það er af og frá í Tamil Nadu. Það er hending að hitta þar Indverja sem talar góða ensku og fáir tala hindi til þess eru þeir of þjóðræknir. Enskan sem töluð er í Indlandi er mjög fyndin fyrir minn smekk, en alls ekki fyrir þá. Þeir eru alvörugefin þjóð og sjá ekkert fyndið við einkennilega framandi indverska merkingu almennra orða í enskunni.

Þetta reyndi ég oft þegar ég fékk mér kvöldverð á barnum í kjallara hótelsins sem ég var á, því oftar en ekki kom einhver og spurði hvort hann mætti setjast og spjalla. Ég vildi það alltaf því mig fýsti að kynnast Tamilum og þeirra mentalíteti. Eitt sinn var ég búinn að vera á löngu spjalli við bráðskemmti legan Indverja sem margbauð mér heim til sín, en það gerðu þeir allir við fyrstu kynni og meintu það. Hann talaði mjög fyndna ensku og skyndilega sagði hann: „I have to piss off.“ Þá gat ég ekki varist að segja Ha, vitandi áhættuna af því.

Yes, sagði hann, „piss off. You have to pissoff?“ Ég var bara engu nær þegar hann sýndi mér litla fingur beygðan tifandi. „Piss off, piss off, piss off“ endurtók hann að indverskum hætti og þar með rauk hann á brott eins og hann ætti fótum fjör að launa – inná klósett að pissa – hvað annað???

Svo þegar þeir segja: Don´t mistaken me, please eða I am shocked to see you meinandi: Ekki misskilja mig og mikið er ég hissa að sjá þig. Það er svo gaman!

Sprettisögurnar af þessum málmisskilningi eru óteljandi en svona er heimurinn núna. Það er ekkert til sem heitir “stand-ard oxford english”, eins og ég lærði í skóla, í hinum stóra heimi í dag nema auðvitað í kennslustofum á Íslandi þar sem enn er kennd gamla prentsmiðju danskan, Dönum til mikillar skemmtunar eða kannski armæðu.

En hótelið var gott og ég get óhræddur mælt með því. Ekkert kom fyrir sem ég get kvartað yfir. Að vísu var austfirskri rétt lætiskennd minni stórlega misboðið einn daginn þegar ég kom inn í herbergi mitt og hurðin stóð opin og allt þakið í ryki og málningarflögum. Fokdýra ferðatölvan mín og allar bækur og pappírar þaktar af þessu rusli.

Page 55: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

48

Þá rak ég þessa þrjá , sem þar voru, út með harðri hendi á kristaltærri íslensku og hrópaði á hótelstjórann og endurtók það allt þrisvar sinnum. Með það sama kom yfirstýra her­bergis þjónustu, framkvæmdastjórinn og hótelstjórinn og vinnumennirnir og stóð allt hnípið undir mínum reiðilestri. Það bráði nú fljótt af mér og ég fór að spyrja: Hvað gengur ykkur eiginlega til bæði að hefja málningarvinnu í herbergi sem ég bý í og hitt að fara svona með rándýr tæki og bækur og pappíra.

Svarið sem ég fékk var fallegt og notalegt: Jú, herra við vis-sum að þú værir úti við og ætluðum að klára þetta áður en þú kæmir til baka. Vildum ekki ónáða þig. Ég sárskamm aðist mín gagnvart þessari einlægu vinsemd, en aulahætti, með grátandi herbergistýruna fyrir framan mig, varð bara meyr og baðst afsökunar fyrir að hafa misst mitt Guru/Swami jafnvægi sem snöggvast. Eftir þetta bar allt liðið hótelsins mig á höndum sér háir sem lágir. Mér var heilsað af öllum innan dyra og utan hvenær sem ég sást og allar dyr opnaðar fyrir mér. Ég náði stundum ekki að segja hvað ég vildi áður en það var gert.

Auðvitað tala ég ekkert betri ensku en hver annar harðmæltur íslendingur, en yfirleitt skilst ég vel, nema í hinum dökka þriðja heimi þá geta hafist hin mestu vand­ræði. Ingi Þorsteinsson sem var ræðismaður Íslands í Kenýa kenndi mér að endurtaka allt þrisvar eins og ég væri að tala við heyrnarlausan mann og ef það dygði ekki til þess að fá rétta afgreiðslu þá væri þrautaráðið að krefjast þess að fá að tala við „Manager.“ Þetta hefur dugað mér vel, en ekki í Tamil Nadu.

Ég vann oft á nóttunni og drakk þá mikið af tamil te sem er flóuð mjólk með tveim þremur skeiðum af te og sykri, sama lögun og á kaffi þeirra. Það brást ekki að það var hin mesta skemmtun að panta te og fá það svo.

Ég bað gjarnan um hitakönnu sem tæki þrjá bolla. Misjafnt var hver var á næturvakt svo afgreiðslan var ýmist að ég fékk þrjá bolla með tilheyrandi skálum eða þrjár hitakönnur sem tóku þrjá bolla hver. Þetta var ósköp gaman. Ég nennti ekki

Page 56: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

49

einu sinni að skrifa mína stöðluðu pöntun á miða því ég hafði svo mikla skemmtun af þessu.

Chennai státar af næst stærstu baðströnd í heimi að þeirra sögn, næst á eftir Copacabana í Rio de Janeiro.

Ja, þeir ættu nú bara að sjá íslensku suðurströndina eða perlu allra baðstranda, Rauðasand. Ég las einhvers staðar að Ísland færðist í suður um einn sentimeter á ári og hef bundið miklar vonir við það að geta legið í sólbaði með miljónum annarra á Landeyjaströnd með selum og sjófuglum og bíð þolinmóður eftir því.

En baðströndin í Chennai er breið og löng og lítur vel út í fjarlægð, reyndar lokkandi, en þegar nær kemur blasir annað við. Hún er notuð sem klósett fiskimanna og annarra og glerbrot og annað rusl svo mikið að ekki er óhætt að ganga berfættur. Þarna hópast íbúar borgarinnar saman í þúsund um og horfa meðal annars á krikket á risaútiskjá, en krikket er þjóðaríþrótt þeirra og Tamilar skildu ekkert í fáfræði minni að ég þekkti ekki krikketstjörnur þeirra sem þeir sögðu heims-fræga. Þetta er líka svo gaman, alveg eins og við íslendingar sem erum, margir alveg heimsfrægir á Íslandi.

How do you like Björk??? Have you read any books by Jóhann Ólafur??? Do you know Friðrik Ólafsson??? Do you remember Lindu Pé???

Þegar ég dvel langdvölum á einhverjum stað leita ég gjarnan uppi næsta konsúl Íslands og kynni mig fyrir honum og mjólka allar hugsanlegar upplýsingar sem að gagni mætti koma.

Það gerði ég í þessari dvöl. Á skrifstofu hans tók á móti mér reddari hans, bráðskemmtilegur. Hafði ráð á hverjum fingri með viðkvæðið „No problem“ vildi leysa allan minn vanda sagðist redda mér íbúð fyrir lítið á næstu dögum og fékk símanúmer mitt vegna þess. Hafi hann þökk fyrir, en einu og hálfu ári seinna hafði hann ekki enn hringt svo eitthvað hefur þetta gengur þetta illa hjá honum, blessuðum.

Konsúllinn virtist ekkert of ánægður með ónæðið af flögrandi Íslending, enda starfið ólaunað bauð samt kaffi

Page 57: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

50

sitjandi við skrifborð sitt að taka upp bréf, svara í síma og gefa fyrirskipanir og lítandi út um gluggann.

Á vegg var mynd af forseta vorum. Ég sagði strax að ég þekkti þann. Við værum gamlir kunningjar. Við líka svaraði konsúllinn. Ólafur hefur verið hér oftar en einu sinni og með sinni spúsu og ég verið í för með honum, hélt hann áfram.

Ég spurði hann um hjálparstarf íslendinga sem ég vissi að var að einhverju leyti í gangi í fylkinu. Hann hafði engar spurnir af því, virtist ekki hafa heyrt af neinni þannig starfsemi. Hinsvegar sagðist hann hafa heyrt í einum íslendingi sem byggi upp í fjöllunum, væri verkstjóri á teakri, kvæntur ind-verskri konu og ætti með henni tíu börn, en vissi ekki hvar hann bjó, virtist reyndar engan áhuga hafa á því.

Þessar upplýsingar vöktu athygli mína og ég ákvað að reyna að finna þennan dularfulla íslending í fjöllunum sem bjó við þetta margmenni, sem síðar varð en með allt öðrum hætti en ég hugði.

Konsúlsstaðan er virðingarstaða og gefur kost á tengslum við æðsta stjórnkerfi viðkomandi ríkis auk tengsla við stjórn­kerfi landsins sem umboðið er fyrir. Þess vegna er það oft hátt metið af mönnum í viðskiptum. Því fylgir að vera reiðubúinn að annast málefni íslendinga sem til þeirra leita í öngum sínum eða veita upplýsingar. Engan konsúl hef ég hitt sem var svo gersamlega áhugalaus um íslendinga á sínu svæði, en hann vissi mikið um Ísland, hafði komið þangað, og var geðþekkur, kurteis og menntaður maður.

Íslendingar eru allstaðar. Ég hef hvergi svo farið um heiminn að rekast ekki á einhvern landa minn, en það sem furðulegra er að Færeyingar eru líka allstaðar. Merkilegar þjóðir. Kannski er það rétt að við erum hin týnda þjóð Benjamíns, friðlausir ferðamenn sem getið er um í Biblíunni og ýmsir leita að enn þann dag í dag bæði leynifélög og einstaklingar. Hver veit nema að svo sé?

Page 58: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

51

SUNDHARAMURHTY

Ég hef alla tíð verið heppinn maður. Sjaldan eða aldrei mætt hatri á lífsleiðinni utan einu sinni, sem er mér gleymt. Þannig hefur lánið leikið við mig með foreldra og foreldra þeirra, börn mín og barnsmæður, hver annarri vænni, ættingja og vini og ekki síst konu minni sem er mín óviðjafnanlega fullkomnun. Hvar sem ég hef átt leið hef ég eignast ævilanga vináttu og það sem ég hef þurft hefur komið rennandi til mín, en mér er loks að takast núna að

fara vel með þessa gæfu. Kannski var hún mér svo sjálfsögð að ég mat hana ekki að verðleikum.

Aldrei hefur gæfa þessi verið mér hliðhollari á ókunnum stað en í Tamil Nadu. Ég var að vinna að nær óyfirstíganlegu verkefni með bókarskrifum mínum – að fást við jaðar mann­legar þekkingar.

Indland hefur geysi sterka sál sem tíðnar feykilega og svarar kalli. Sama var hvað mig vanhagaði um: Bækur, myndir, upp­lýsingar, lausnir, fólk eða uppljómun, allt kom til mín. Þetta er svo einstök blessun að undrum sætir.

Til að lýsa þessari gæfu frekar gerast atburðir þannig að ég kem til dæmis í verslun og spyr um bók með ákveðið efni og eftir leit í tölvum og fyrirspurn til þess sem allt veit um lager inn er svarið neitandi – ekki til hér og ég veit ekki hvar. Ég hef enga hugmynd bara geng inn í verslunina og stoppa við einhverja hillu og dreg út bók og það er þá einmitt sú sem mig vantaði – og var ekki til!.

Page 59: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

52

Ég gleymi því til að mynda aldrei þegar mig vantaði bráðnauðsynlega að ná í Arngrím Jóhannsson í Atlanta á flug­málastjóraferli mínum. Það var hringt um allan heim þar sem hann gæti hugsanlega verið, en því miður ekki nokkur möguleiki að finna hann. Ég sat við skrifborð mitt í þungum þönkum hugsandi mitt ráð en stökk svo á fætur ómeðvitað og svipti upp hurðinni og nema hvað þar stóð Arngrímur. Hva þú hér?, stundi ég upp furðu lostinn. Já, svaraði hann, „mér fannst endilega ég verða að koma til þín, bara erindisleysu!“

Eða þegar ég var í Virginia í Bandaríkjunum með kunningja mínum í hótel lobbíi og datt í hug að ég þyrfti að kaupa reið­tygi á íslenska hesta – í Bandaríkjunum! Ég gekk að afgreiðslu­borðinu og félagi minn með, en hann hefur búið í Evrópu og Bandaríkjunum lengi, spurði afgreiðslumanninn hvort hann gæti vísað mér á verslun með reiðtygi fyrir evrópska hesta og þá íslenska.

Hvílík spurning. Maðurinn fórnaði höndum miður sín. Hann hafði aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu. Í þessum svifum bar að mann sem heyrði hvað fram fór og hann sagði: Heyrðu ég er stærsti innflytjandi evrópskra reiðtygja í Bandaríkjun­um og einnig fyrir íslenska hesta og gaf mér síðan skrá yfir viðskiptavini sína í fylkinu. Félagi minn var gersamlega dol-fallinn sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins. Mér fannst þetta hinsvegar sjálfsagður atburður.

Á hótelinu voru margir þjónar og allir frábærir en meðal þeirra var einn ungur maður Sundharamurthy að nafni. Kallaður Sundar. Hann bar af öðrum fyrir kurteisi sína og brosmildi. Sveif um sali og afgreiddi pantanir með ljóshraða. Með okkur tókst kunningsskapur en ekki meir en það í byrjun að hann vissi ekkert mitt erindi í Chennai eða hvað ég var að iðja og það vissi heldur enginn annar, nema hvað að ég skrifaði á herberginu.

Hann fór að færa mér ýmislegt smálegt. Myndir, bækur og bæklinga og það brást ekki að það geymdi upplýsingar um efni sem ég var nákvæmlega að vinna að þá stundina. Smám saman fór að renna upp fyrir mér geysilegt andlegt atgervi

Page 60: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

53

þessa unga manns. Hann er jafngamall syni mínum fæddur svo sem á sama degi og hann og telur sig son minn.

Þessi ungi maður hefur síðan verið mín stoð og stytta í Tamil Nadu og leitt mig í innsta skilning um þjóðlíf þar. Sundar bauð mér heimsækja heimili sitt í Avadi sem er í útjaðri norð­austurhluta Chennai, sem ég þáði með þökkum. Tiltekinn frídag hans var hann mættur sjö að morgni til að fylgja mér til foreldra sinna. Þessi bláskínandi fátæki drengur tók ekki í mál að ég greiddi þríeyki til járnbrautastöðvarinnar né farmiða í lestinni né neitt annað. Þú ert minn gestur og ég greiði, sagði hann.

Það voru oft vandræði að eiga við peningamálin hvað þetta varðaði. Ég varð að vera á varðbergi svo Sundar væri ekki að greiða úr eigin vasa. Síðar þegar hann fékk vikulegan peninga skammt okkur til framfærslu þá gerði hann daglega nákvæma grein fyrir eyðslu, upp á paise (einn hundraðasti úr rúpíu). Svo tók ég eftir því að stundum var undirballans á reikning-num og spurði: Færðu skrifað einhvern staðar. Nei, nei sagði hann þetta er allt í lagi, en þá lagði hann til fé sjálfur.

Þegar ég lét setja Liquid Petrolium Gas kerfi í bílinn spurði ég Sundar hvað þetta hefði kostað mikið og hann færðist undan að svara en loksins kom svarið. Ég skulda þá viðgerða-manninum fimm þúsund rúpíur, sagði ég.

Nei, nei sagði Sundar allt er að fullu greitt. Hvernig í ósköp unum hváði ég. Sko mamma lagði til það sem vantaði. Þá hélt Sundar að ég væri svo blankur að ég ætti ekki fyrir þessu svo mamma hans veðsetti hluta af giftingaskartgripum sínum til þess að viðgerðin gengi fyrir sig.

Ég varð ókátur yfir þessu, að þetta bláfátæka fólk væri að borga fyrir mig. En þau svöruðu: Þú ert vinur okkar og við hjálpum þér þegar þú þarft á að halda. Auðvitað tók ég alveg fyrir þetta og endurgreiddi þeim, en þetta sýnir glögglega hvern mann þetta fólk hafði að geyma.

Heiðvirðari og góðviljaðri manngerð hef ég aldrei kynnst á lífsævinni, en nóg um það að sinni hann á eftir að koma frekar við þessa sögu.

Page 61: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

54

Fram að þessu hafði ég verið almennur ferðamaður, séð, heyrt og numið af óskaplegri forvitni en skorti skilning þess sem lifað hefur með þjóðinni. Án vinskapar míns við Sun-dar og hans fjölskyldu hefði tekið mig margar indverskar endurfæðingar að öðlast sömu innsýn í líf fólks og hugarheim í Tamil Nadu og ég hef nú.

Þegar við komum í námunda við járnbrautarstöðina blasti við ægilegur manngrúi í nokkur hundruð metra langri götu sem lá að aðalinnganginum.

Ég hef ekki séð annað eins síðan ég var í Tokyo fyrir 25 árum. Vegna þess að ég er tröll í Asíu, einn og níutíu á hæð, hef þó farið lækkandi með aldrinum, sé ég vel yfir mannsöfnuð í Asíu og í Tokyo var, allt umhverfis mig svo langt sem augað eygði bylgja af bleksvörtum kollum og sama var hér.

Við olnboguðum okkur áfram sem var auðvelt því ein­hvern veginn rekst fólk sjaldan á hvert annað í Tamil Nadu þó þröngin sé mikil.

Sundar fór og keypti farmiðann og ég beið virðandi fyrir mér mannlífið. Flestir stóðu en margir lágu steinsofandi á brautarpallinum með ekkert undir sér og sumir sátu í lótus­stellingu, jafnvel heilu fjölskyldurnar, og stýfðu mat úr hnefa, karlmaður sprændi í horni og rottur töltu í hægðum sínum á brautarteinunum.

Lestin var glugga­ og hurðalaus sem Tamilarnir nota sér til hins ýtrasta og fylla svo lestirnar að ungir karlmenn hanga utan á dyrunum á ferð. Lestarnar eru tvískiptar, sérstakir vagnar fyrir konur og aðrir fyrir karla. Konur geta þó verið í karlavögnum en ekki öfugt. Það er mikið gert úr því að „Eve­teasing“ sé að aukast í Tamil Nadu en það getur þýtt allt frá ómerkilegu daðri karla við konur upp í nauðgun.

Þó furðulegt sé virðist, samkvæmt fregnum ensk skrifaða blaðsins „The Hindu“, nauðganir vera jafntíðar hlutfalls lega í Indlandi og Íslandi, ekki er hægt að ímynda sér það að óreyndu með mið af rækilegum aðskilnaði kynjanna og af-skiptaleysi þeirra hvort af öðru opinberlega.

Bekkir lestarinnar voru trébekkir en ekki óþægilegir. Raf-magnsviftur tíu talsins voru í vagninum allar á fullri ferð með

Page 62: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

55

miklum hvin. Vagninn og öll lestin var grútdrullug og alveg ómögulegt að telja að nokkurn tíma hafi verið þrifið. Það var mikil upplifun að fara frá brautarstöðinni í T.Nagar í Chennai til miðjustöðvarinnar og skipta þar um lest til Avadi. Margt að sjá frá stöð til stöðvar en allt þó eins. Hrörlegar byggingar, fátæklegt fólk og rusl. Þegar kom til Avadi tókum við þríeyki heim til Sundar. Þar tók á móti okkur faðir hans Margu bandu og móðir hans Kamatchi. Þau búa í raðhúsi, eða húsið er byggt fast milli tveggja annarra húsa, sem er tvílyft um eitt hundrað fermetrar að stærð.

Á neðri hæðinni er verslun, eða sjoppa sem við myndum kalla, sem Margubandu leigir húsnæði. Útidyrnar eru rammlegt járnhlið gert úr vöfnu flatjárni með skrauti, en Tami-lar eru snillingar í að búa til þess konar við mjög frumstæðar aðstæður. Þar fyrir innan tók við dimmur tíu metra langur gangur mannbreiður en ekki meir en það. Svo tók við salur sem notaður er sem þvottahús og geymsla fyrir reiðhjól, vél-hjól og gamla Royal Enfield Bullet mótorhjól Margubandu, sem hann elskar eins og konu sína og börn.

Inni af þessum sal var grútskítug kompa með skúmi all-staðar. Þar inni var flet sem aldrei hefur verið þrifið held ég og steypt bókahilla í vegginn. Í loftinu lafði rússnesk ljósa­króna. Herbergið er um fimm fermetrar að stærð og það var vistarvera Sundar, ef hann vildi svo við hafa.

Til hliðar í miðju salarins brann ljós á kolu með ísteyptri mynd af guði tortímingarinnar Shiva og á gólfinu var falleg marglit Kolam, sem eru trúarleg listform sem hindúakonur teikna hvern dag við húsdyr sínar eða fyrir framan tilbeiðsluherbergið, með mulinni krít eða hrísgrjónum til þess að bjóða gæfuna

velkomna.Þar var rafmótor en hann dælir vatni úr

borholu sem er tíu sentímetrar að þvermáli og tuttugu metra djúp. Þannig er náð í neysluvatn hjá flestu miðstéttarfólki í Chennai. Undanfarin átta ár hafði lífsbjörg Indverjanna

Kolam

Page 63: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

56

monsúninn brugðist í Chennai og því skortur á vatni sem leyst var úr á þennan hátt.

Ekki búa þó allir svo vel að hafa aðgang að borholu, langt því frá. Á ferðum mínum í Chennai sá ég oft mikla tankbíla með vatni og hundruði kvenna umhverfis þá að sækja vatn í stampa ýmist úr plasti eða messing. Þessir stampar taka um tuttugu lítra og konurnar bera þá á mjaðmarbeininu eða höfðinu. Þegar þær bera á höfðinu vefja þær fyrst klút í hring sem myndar stabíla undirstöðu fyrir það sem flutt er og vagga svo af stað teinréttar með göngulagi svansins með stampinn eins og graf­kyrran á höfðinu. Vatnið er langt því frá öruggt til neyslu, hvort sem er úr borholunum eða tankbílunum, því skolp og hverskonar óþverri síast niður í jarðveginn allstaðar. Ferðamaðurinn ætti því alls ekki að drekka annað en eimað vatn (Distilled water) eða sótthreinsað á annan traustan hátt.

Á efri hæðinni var lítil bygging með fjórum herbergjum en utan þess sléttur opinn flötur sem notaður er til þess að þurrka þvott eða sofa á þegar þannig vill til eða gestir eru margir.

Litla byggingin hýsti örlítið eldhús með gasi frá kút og pínu-litlu steyptu vinnuborði í vegg ásamt litlum vask.

Í hinum enda þessa herbergis var fjögurra manna borð og handlaug. Þetta er svo þröngt að maður af minni stærð getur varla snúið sér við. Það er komið inn í anddyri þar sem er plastborð og tveir plast stólar og stólræfill allt gamalt og skít ugt.

Í einu horni var lúið skrifborð með tölvu Sundra, sem hafði öll nýjustu forrit ungs fólks á Íslandi og internet samband. Í einu horni var þreytt sjónvarp. Steyptar þrjár hillur voru í vegg með litlum postulínsstyttum í eigu húsfreyjunnar og kannski tíu bókarræflar. Þetta herbergi gegndi líka sem svefn-herbergi, nota bene sofið á gólfinu í fötum.

Þá var til hliðar svona fimm fermetra herbergi ætlað til trúar-iðkunar með mörgum líkneskjum og myndum meðal annars af Shiva og guðinum Ganes, sá með fílsranann, og Hanuman, apaguðinum, allt fagurlega blómum skreytt. Svona herbergi er á nær öllum tamil heimilum. Þar inni er læstur járnskápur svona fermeter að flatarmáli og tveir metrar á hæð og sextíu

Page 64: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

57

sentímetrar á dýpt. Í honum voru allar eigur fjölskyldunnar í fötum, skartgripum eða verðmæti. Þá er ótalin skonsa með rúmi og dýnu ásamt steyptum hillum í vegg, tómum.

Ósköp var þetta allt fátæklegt, en síðar komst ég að raun um að íveruhúsnæði almennra Tamila er ekki stórt og með lágmark af húsgögnum enda matast þeir með hægri hönd af bananablöðum sitjandi á gólfinu og svo sofa þeir í fötunum á beru gólfinu oftast án kodda.

Frá stigapallinum milli hæða var sturta og salerni. Þar var stór fjörtíu lítra fata með könnu svona eins og við notum til að mæla mjöl í kökur með. Í fötuna lætur maður renna vatn og eys síðan yfir sig úr könnunni ef maður vill baða sig, en þetta fólk baðar sig oft á dag og burstar tennur vandlega.

Nærri því undir sturtunni er gat eitthvað niður til að skíta í og spræna. Veggir voru skítugir og með skúm í hornum, flugur á sveimi og á veggjum, maurar og aðrar títlur víða á harða hlaupum. Við gatið var önnur kanna og dökkbrúnn sápu­hnúður, enginn klósettpappír – enda las ég í blaðinu Time ný­lega að ef allir Kínverjar notuðu klósettpappír eins og Evrópu­búar þá yrðu skógar jarðarinnar uppurnir á örfáum árum.

Það kom að því að ég þurfti að nota þetta fyrirbrigði því ekki voru önnur úrræði. Ég varð fyrst í stað að fá kennslu frá Sundar, sem brosti mikið yfir vanþekkingu minni. En frómt frá sagt, eins og sagt var við mótmælendur gegn stefnu ríkisstjórnar innar í Bandaríkjunum einu sinni: „Love it or leave it“.

Svo ég tók þann kostinn að leiða hjá mér allan þennan óþrif-nað þó að hann veldi hjá mér klígju, ef ég leiddi athyglina að honum.

Skolbaðið er alveg afbragð og ég tek það nú framyfir baðkar eða sturtu. Listin við að kúka á hækjum sínum er íslending-num afar framandi en venst vel, er eiginlega auðveldari en vestræn klósett. Auðvitað vefjast buxur fyrir manni og best er að vera buxnalaus í kjól eða pilsi eins og þeir. Ég hef hinsvegar engan veginn geta reynt eða aðlagað mig því að skeina mig með vinstri hendinni og sulla svo með hendinni í könnunni og rúlla dökkbrúnu sápustykkinu í lófanum og standa upp og hrista lófann og þurrka hann á lendinni. Oj, barasta!

Page 65: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

58

Ég vissi engan veginn hvernig ég átti að bera mig að þegar ég hitti foreldra Sundar og þau vissu sýnilega ekkert frekar hvernig bæri að umgangast mig, hverskonar fyrirbrigði ég væri. Bæði lögðu saman lófa og báru að hjarta og enni og brjósti. Ég skældist við eitthvað álíka, ábyggilega mjög aula-legur, allavega leið mér þannig. Enginn brosti nema ég og enginn sagði neitt nema ég, en þau dilluðu höfðunum til hliðar að ofan og neðan.

Sit, sit , sit sagði Sundar og benti á plaststólinn og ég það. Mamman kom með vatnsglas. Drink, drink, drink sagði Sun-dar.

Mér var um og ó hræddur við magann á mér en varð hugsað til þess þegar Kalli afi heitinn hafði til fyrir mig mjólkurkaffi en beygði sig yfir bollann og sáldur af neftóbaki úr nösinni á honum dreifðist í bollann og sást vel. What to do, eins og Ind-verjar segja. Mér þótti svo vænt um afa að ég vildi ekki styggja hann og drakk allt gumsið og eins fór hér.

Meðan ég drakk vatnið stóð húsmóðirin og Sundar en hús-bóndinn sat, og horfðu á mig eins og heimilisfólk á Íslandi í gamla daga, steinþegjandi. Ég reyndi að vekja máls á ein hverju en Sundar, sem talar skikkanlega ensku var of óviss til þess að svara og foreldrar hans svöruðu engu en dilluðu höfðunum. Þetta var áður en ég vissi hve sjaldgæft það er að hitta Tamila sem talar ensku.

Hvorugt þeirra talar annað en sitt tungumál enda skóla ganga lítil hjá föðurnum og engin hjá móðurinni.

Þá hvarf húsmóðirin fram í eldhús að stússa en eigin­maðurinn sat andspænis mér með milt Monu Lisu bros á vör og starði á mig steinþegjandi. Sundar forðaði sér eitthvað, þóttist vera að redda einhverju. Þarna sátum við Marguban-du og ég og horfðumst brosandi í augu steinþegjandi í langan tíma. Þá birtist Sundar aftur með einhverjar óskiljanlegar up-plýsingar um „Temple, temple, temple.“

Skarkali heyrðist úr eldhúsinu og ég sá útundan mér að hús-móðirin var að leggja á borð fyrir EINN. Ja hérna, hugsaði ég, á ég að borða einn? Eftir skamma stund sagði hún eitthvað á tamil frammi í eldhúsinu og Sundar sagði: Eat, eat, eat og

Page 66: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

59

benti inn í eldhúsið. Ég settist við borðið en þá benti öll fjöl-skyldan á vaskinn og Sundar sagði: Wash,wash, wash. Ég í það og Sundar sagði: Towel, towel, towel.

Á borðinu var stórt bananablað og ýmiss matur í skálum í kring. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að bera mig að þessu og brá á að segja: What to do?, sem svínvirkar í Tamil Nadu. Frúin hófst þá handa og tók með hægri hendinni hrísgrjón og slæmdi á bananablaðið svo einhvert grænmeti og svo steiktan agnarsmáan fisk og líka soðinn, á stærð við sardínur. Svo setti hún safasósu á og hrærði með fingrum hægri handar í öllu saman fyrir mig. Gat þetta nú eitthvað betra verið, ha?

Mér var nú samt um og ó að horfa á gumsið og tilreiðsluna en hugsandi um Kalla afa lagði ég í hann og tíndi upp í mig – afar varlega. Á meðan stóðu þau þrjú þétt við matarborðið og störðu á mig éta. Vissi fólkið virkilega ekki hvað fólki og hundum þykir erfitt að láta horfa á sig éta? Maturinn var hins­vegar afbragðs góður enda Kamatchi frábær kokkur og tamil matur hentar mér, bæði þægilega kryddaður og fer vel í maga, ef rétt tilhafður.

Þarna stóðu þau þar til ég hafði lokið öllu sem á borðinu var, ekki við annað komandi frá þeirra hendi. Bentu og pötuðu og Sundar sagði: Eat, eat, eat þegar ég var að reyna að segja að ég gæti ekki meira eða ég væri of feitur og mætti ekki borða meira. Nákvæmlega eins og á Íslandi, að reyna að troða meiri mat í gestinn með góðu eða illu.

Þegar þessu var lokið sagði Sundar: Sit, sit, sit og benti aftur á plaststólinn. Svo settust feðgarnir að matarborðinu og spændu í sig með fingrunum en húsmóðirin horfði á, reyndar sá ég hana aldrei borða á heimili sínu þessa sex mánuði sem ég var þar viðloðandi. Að loknum málsverði ropaði húsbóndinn hraustlega sem þýðir að hann var vel mettur og ánægður og gladdi með því frúna. Þetta gera Tamilar almennt, en ekki var ég var við að þeir fretuðu líka, en hvorutveggja er auðvitað háttur allra hraustra íslenska karlmanna.

Þá kom: Coffee, coffee, coffee. Kaffi og te Tamilanna er þannig gert að flóuð er mjólk og sett í glas með einni eða tveim teskeiðum af öðru hvoru og sykri eftir smekk svo er þessu hellt

Page 67: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

60

milli tveggja bolla eftir kúnstarinnar reglum til að blanda og kæla og sá er flinkastur sem getur haft lengsta bununa. Kaffi þeirra og te er hinsvegar listagott eins og allur þeirra matur og drykkur sem ég hef smakkað.

Að þessu loknu sagði Sundar: Rest, rest, rest og benti á rúmið í skonsunni sem ég þáði með þökkum því ég var bullsveittur, skítugur og þreyttur eftir þessa fimm tíma törn frá því snemma um morguninn. Ég lagðist útaf en varð það á að fara framúr stuttu seinna til þess að þrífa mig til kviðarins og þá kom Sun-dar stökkvandi: Temple,temple, temple. Ég dró úr því eins og ég gat sagðist vera svo þreyttur vildi bara fara aftur á hótelið, sem var satt, en það var engu tauti við hann komandi. Tamilar eru þráustu menn sem ég hef á ævi minni fyrir hitt. Þeir taka sko aldeilis ekki „No for an answer“

Ég gafst upp og stuttu seinna sat ég tröllið fyrir aftan þennan fíngerða unga mann á vélhjólinu hans á fleygiferð um hæðir og hóla í rykmekki eitthvað út í sveit á leið í „Temple.“ Hann hafði ekki haft fyrir því að segja mér að þetta voru þrjátíu kílómetrar hvora leið og rassinn á mér var með bögglaberann, sem ég sat á, í kinnunum þegar þessari ferðaraun lauk.

Þetta var fyrsta heimsókn mín í indverskt hof. Hof er ef til vill ekki rétta orðið því það hefur í mínum huga neikvæða merkingu í íslensku, vísar til einhvers konar óæðri trúar-bragða, ef svoleiðis nokkuð er til, musteri væri réttara orð.

Þetta musteri er ævafornt að minnsta kosti þúsund ára gamalt. Það var ekki búið að opna þegar við komum svo við urðum að bíða. Auðvitað kom strax Tamili með stól handa mér, hvíta manninum. Ekki veit ég hvort þessi augljósa tillitssemi við hvíta manninn er virðing eða vitund um það að við hvítir þolum illa þeirra loftslag eða bara eðlisleg gestrisni þeirra, en mér hefur allstaðar verið tekið á þennan máta í Tamil Nadu. Ég stytti mér stundir við að horfa á mann­ og dýralífið fyrir framan musterið meðan við biðum. Kýr voru liggjandi eða á ráfi allstaðar. Geitur í hópum á öllum aldri veigrandi um göturnar. Uxar fyrir eyki eða bundnir við steina eða staura. Krákur á sveimi snöggar að grípa næsta bita og undan dyra-

Page 68: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

61

hellu gægðust tvær rottur að grafa sér leið út, óhræddar við alla umferðina.

Andspænis musterinu var minna musteri ætlað trúlofuðum sem voru um það bil að ganga í hjúskap. Hver bifreiðin á fætur annarri renndi þar að inngangi með skrúðbúin brúðhjón sem ferðast á milli musteranna og færa guðum sínum fórnir og biðja frjósemi og blessunar sér og ókomnum af­komendum.

Áður en við máttum fara inn í forgarð musterisins urðum við að fara úr skónum og skilja þá eftir í skógeymslu sem var breiða af sandölum í krika við musterisvegginn. Þar tóku menn ilskóna og geymdu fyrir eina rúpíu þar til út var komið aftur.

Inngangur musterisins er mikið hlið í hárri byggingu sem byggð er í mörgum hæðum og mjókkar upp. Víða mátti telja sjö hæðir að hinum efsta turni sem oft er gullinn.

Á hverri hæð voru guðamyndir og manna­ og dýramyndir stundum af ýmiskonar atburðum. Í hliðinu sat óslitin röð betlara við báða veggi sem suðaði raunalega um ölmusu flest gamalt fólk. Þegar einn fékk skipti hann því milli allra svo það virtist ekki vera sami bardaginn og oft er hjá þessum hópi fólks.

Í hliðinu var mikill þrepskjöldur um þrjátíu sentímetrar að hæð til þess að greina rækilega musterið frá ytra svæði og að minna vel á að gengið væri nú í helgan stað með því að lyfta fótum óvanalega hátt í gangi. Í öllum veggjum og gólfi hliðsins voru tákn sú sömu og við sjáum um allan heim við trúariðkanir án þess að vita að þau eru öll í indverskum musterum sem vitað er að eru allt að þrjú þúsund ára gömul eða eldri. Innan við hliðið tók við mikill forgarður sem var hringinn í kring um musterið. Þar var fjöldi fólks, sumir á gangi, aðrir við söng, nokkrir að spila á lúðra og trommur og enn aðrir sátu og töluðu yfir hóp lærisveina.

Hávaðinn var ærandi, enda líkar Indverjum ákaflega vel mjög há tónlist, sem er nærri í hverju þorpi. Í forgarðinum voru nokkrar kýr, musteriskýr. Allt meðfram musterisgarð­inum voru tré stór og voldug.

Page 69: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

62

Eitt er Nimtréið sem er nánast heilagt en það er gætt þeirri náttúru að það fælir brott öll skordýr nema eldmaura. Annað er hið svarta og hvíta tré tákn sameiningar og átaka og svo eru tré sem karlar og konur hengja á bréfmiða með skrifuðum skilaboðum til guðanna um að þau langi til þess að eignast af­kvæmi, ef þeir vildu gera svo vel.

Í musterisgarðinum var mikil tjörn með fjölmörgum tröppum niður að og í botni hennar var grænleitt slýkennt vatn sem stundum kraumaði af fiskitorfu sem lifir í vatninu. Öll musteri hafa tjörn af þessu tagi, er mér sagt.

Karlar og konur voru að baða sig í þessu vatni. Karlarnir á fornum indverskum nærbuxum einum fata en konurnar í Sari og skvettu yfir sig, undir sig og innan á sig vatni.

Baðið tók langan tíma. Karlarnir létu sig þorna í sólinni og klæddust svo en konurnar komu upp í rennblautum Sari sem sýndi hverja línu líkham þeirra og steyptu yfir sig þurrum og drógu svo hinn blauta innan úr.

Í musterisgarðinum voru svo helgimyndir ýmissa guða, en guðirnir eru allir tákn hinna ýmsu náttúruafla.

Guð hindúa er hinsvegar þríeinn: Brahmin – Skaparinn, Vishnu – Sá sem varðveitir og Shiva

– sá sem tortímir. Fólk gekk um með hvíta sprittkubba sem það kveikti í loga

í þar til gerðum skálum. Allir tilbáðu með lófakveðjunni en sumir köstuðu sér flötum algerlega á grúfu hvað eftir annað. Fólkið gekk hring eftir hring um musterið, en það er háttur hindúa og ferðirnar eiga að nema oddatölu, þrjár, fimm, níu þó ekki sjö. Heilagastar eru tölurnar 108 og 1008 og fara sumir það hringsól. Nokkrir konur og karlar voru snoðklippt en það gera menn til að þakka gjafir Guðs eða biðja um bænheyrslu. Í miklum erfiðleikum skerða menn gjarnar hár sitt og hringsóla umhverfis musteri, sumir á hnjánum.

Andspænis musterisinnganginum og vísandi í átt inn var mikið líkneski af nauti. Fólk kom og hvíslaði í eyrað á nautinu. Þannig talar það sumt við Guð sinn með nautið til milligöngu.

Page 70: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

63

Um fordyri musterisins barst dulmögnuð víbrandi tónlist, sem ég kalla tíðnun. Ólýsanlegir tónar þeim sem ekki hafa heyrt þá og tákna ómun alheimsins. Þarna voru þeir fram leiddir með stóru hjóli, eins og á rokk, með stuttum málm plötum allan hringinn, sem smullu á viðstöðum, með því fengust rennandi óslitnir smellir sem voru í senn ögrandi, seiðandi og ljúfir.

Við innveggi musterisins voru líkneski af guðum í hundraðavís. Þeir voru klæddir í vef-naðarstranga, sem tilbiðjendur koma með. Svo voru þau einnig skreytt rauðum lit hins eina og gullnum lit ríkis þess. Þá voru mikil líkneski sem tákna eiga kynfæri karla í kynfærum kvenna séð innan frá. Tákn fyrir mannlífið. Þau kallast lingam sem íslenskast kynfæri karls, eða deli, en kynfæri konu heita á sanskrít, yoni.Mikið ósköp væri nú annars gaman

ef dásamlega tungumálið okkar íslenskan ætti falleg orð yfir kynfæri kynjanna ­ þessi undur sem geta fært mannkyninu svo mikla sælu – í stað þessara grófu niðrandi heita.

Getnaður er allstaðar í hávegum hafður í þeim musterum Tamila sem ég hef heimsótt, en þau skipta nú mörgum tugum. Fæðingin er ekki eins bersýnileg, enda telja margir hindúar ævi sína frá getnaði en ekki goti eins og kristnir menn.

Fólk hringsólar inn í musterinu umhverfis það sem innar er og heilagara, eins og að utan. Í þessu musteri voru þrír salir innan í hver öðrum. Sá allra heilagasti hafði að geyma líkneski af Shiva gríðarlega blómum skreytt. Inn í það helg asta þarna, máttu aðeins prestar koma. Fólk kom að prest inum og færðu fórnir sem voru grænmeti, ávextir, hunang og peningar. Það ætilega var lagt í skálar við fætur líkneskisins en fé fór annað. Stundum eru líkneskin smurð fórnunum, það er hrísgrjónum eða hunangi. Margir komu með kókoshnetur og afhentu prestinum. Hann fór með fórnir í hið allra helg

Lingam og yoni

Page 71: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

64

asta, hringdi þar bjöllu í ákafa og sneri kolu með loga sólarsinnis og rangsælis fyrir framan guðinn þannig að hann byrjaði frá gólfi og upp í loft hring eftir hring með söngli og hrópum. Þar inni í allra helgasta var rökkur og svækja og presturinn löðrandi af svita.

Þegar helgiathöfn prestsins var lokið fyrir hvern og einn kom hann til þess tiltekna með hvítt og rautt duft og eld. Menn smurðu hvítu á enni sér sem merki um auðmýkt og gerðu rauðan eða gulrauðan blett á þriðja augað sem merki um tengingu við Guð. Svo lögðu þeir báða lófa yfir eldinn og báru að andlitinu.

Hefðu menn komið með kókoshnetu tók presturinn hana eftir helgun fyrir framan guðslíkneskið og braut með því að kasta henni af afli í gólfið svo opnaðist fagurhvítt innihald hennar og safinn skvettist um. Vinir mínir sögðu að þetta væri til tákns um að við skyldum opna hjarta okkar. Ég tók fullan þátt í öllu þessu helgihaldi og kom í fyrsta sinn úr hindúa musteri með þrjú hvít strik þvert yfir ennið og stóran gulan blett með rauðum kjarna á þriðja auganu.

Í þessari tilbeiðslu var lotning og einfaldleiki og margar persónulegar aðferðir eftir smekk hvers og eins.

Musterið sjálft var svart af reykjarsvælu aldalangra not kunar og þrungið dulúð. Þó skyggði verulega á auglýsingar frá auðugum stuðningsfyrirtækjum og neonskilti á forhlið þess.

Sundar og ég settumst í sandinn og hlýddum á hóp karla og kvenna syngja möntrur við tónlist frá slegnum trommum, koparskjöldum og löngum lúðrum. Það eru fáir hvítir menn í Tamil Nadu vegna loftslagsins svo á mig störðu þúsund augu í rökkrinu en allt andrúmsloft var vinsamlegt, hávært en ein­kennilega friðsælt.

Ég var að niðurlotum kominn þegar við vorum aftur á heimili Sundar en þar var þá saman kominn fjöldi fólks. Gamlir karlar og kerlingar. Eiginmenn og eiginkonur. Stelpur og strákar á giftingaraldri og börn.

Aldrei fyrr hafði fjölskyldan kynnst hvítum manni né þannig fyrirbrigði komið í þeirra hús. Hvað sem ég reyndi

Page 72: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

65

síðan til þess að vera kallaður Pétur varð það árangurslaust. Ég var alltaf kallaður „The white man“ í samræðum þeirra og aldrei ávarpaður með nafni en stundum „Sir“.

Sem sagt þarna var öll fjölskylda Sundar komin, sem bjó í Chennai. Giftar konur voru allar í litfögrum Sari með tvö falda silfurhringi á hvorri vísitá til tákns um hjúskap og rauða blettinn fyrir ofan nefið á milli augabrúnanna sem tákn um hið sama, en hann staðfestir tengirás líkhams mannsins við Guð um þriðja augað. Ekkjur og ógiftar bera þessi tákn ekki hjá trúuðum hindu Tamilum. Allar konur voru með mikið af skartgripum. Ökklabönd, armbönd, hálsfestar og eyrnalokka, skartgrip í nefi og málmtauma í hári með kolsvart gljáandi feitismurt og fléttað hár sem náði á öllum langt niður á bak. Tamiskar konur bera að jafnað feiti í hárið á sér til þess að fá á það gljáa. Sumar konurnar voru grænar í framan, en það þykir ógurlega flott og gott fyrir húðina en er aðeins fyrir giftar konur.

Það er reyndar stórmerkilegt að hvítar konur reyna að verða brúnar og smyrja sig jafnvel til þess en svartar konur reyna að verða hvítar og maka á sig hvítum farða. Væri ekki ráð að konur allra lita færu að ráði kynsystra sinna í Tamil Nadu og lituðu sig grænar í framan og svo bláar eða rauðar eða bara gular? Kannske kemur að því og verður tíska?

Sari kvennanna eru afar litskrúðugir og fallegir ýmist úr silki eða bómull. Þeir eru svo efnismiklir að ég held það hljóti að vera erfitt að hreyfa sig í þeim en þeir eru örugglega svalir í hitanum, svo er líka auðvelt að nota þá sem ábreiðu á nóttinni. Ég hef séð konur nota þá sem viskustykki, snýtuklút og til að þurrka af sér svita og strjúka af borðum. Það er töluverð kúnst að vefja þeim um sig svo vel fari.

Karlar voru í bómullarskyrtum og pilsum ,sem Tamilar sveipa um sig eftir öllum kúnstarinnar reglum. Ég kann nú orðið einar fimm aðferðir til þess. Þeir báru ekkert skraut en þeir eldri voru allir málaðir á enni með gráhvítri sótrák, einni, eða fleiri. Þær eru til þess að tákna auðmýkt mannsins. „Ash-es to ashes, earth to earth“ eða „af moldu ertu kominn að moldu skaltu aftur verða.“ Þriðja augað var líka málað á þá en

Page 73: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

66

á mörgum með skærgulum bletti stærri þeim rauða og undir honum.

Ungabörn báru einnig skartgripi á öklum, úlnliðum, hálsi og með svart bómullarband um mittið, sem flestir Tamilar, að minnsta kosti karlmenn, bera og táknar lífshlaupið og er klipptur við dauða. Þessi strengur gegnir einnig því hlutverki að taka móti svita sem rennur niður líkhaminn og til að halda uppi fornum tamilskum nærbuxum sem er bómullarborði um það bil 25 sentímetra breiður og 150 á lengd. Hann er brot inn um miðju og brugðið yfir strenginn að framan og svo tví­smeygt yfir að aftan. Mjög þægilegar undirbuxur og sýnilega undanfari G­strengsins, sem er geysivinsæll á vesturlöndum, meðal kvenna og jafnvel karla.

Ungir karlar báru skartgripi á úlnliðum og litað bómullar-band með tilvísun í hið heilaga, vináttuna eða verndina, og um hálsinn báru þeir men sem er eins og lítið rör lokað í báða enda, konur eru einnig með samskonar en miklu skrautlegra. Inni í þessu meni eru gjarnan litarefnin sterk gult og rautt og Mantra – sálmur, ritað á blað, eða bara bæn um t.d. góðan bata.

Ungar konur voru í litfögrum kjólum sem voru kallaðir skokkar þegar ég var að alast upp. Þær báru álíka skraut og eldri konur en tilkomuminna. Skraut eldri kvenna er úr silfri og gulli meðal annars til þess að sýna velmengun eða einfald-lega tryggingarfé sem hægt er að veðsetja ef illa stendur í búi, nokkurs konar viðlagatrygging.

Allir voru auðvitað berfættir því enginn fer öðru vísi inn í hýbýli Tamila, hve skítug sem gólfin annars eru.

Það vakti strax athygli mína hve fólkið var allt beint í baki, sem er einkenni Indverja almennt. Línan frá hæl að hnakka er miklu beinni í þeirra líkham en annarra þjóðflokka. Einnig hve stillt og prúð börnin voru. Virtust hlýða skilyrðis­laust. Áköf og forvitin eins og börn allra þjóða eru en samt hæg, róleg og kurteis.

Allur þessi mannfjöldi svona um tuttugu manns skoðaði mig í krók og kring. Brosti lítillega þegar ég leit á hvern og einn og reyndi á nýfenginn stirðbusalega hátt að heilsa þeim

Page 74: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

67

að indverskum sið með lófa saman að hjarta til þriðja augans aftur að hjarta.

Allir heilsuðu á sama máta. Ég var svo aulalegur í þessu að ég hélt að ég ætti að þakka fyrir matinn á sama hátt, en Sun-dar bað mig lengstra orða að gera það ekki því kveðjan væri tilvísun til Guðs og mömmu hans þætti þetta afleitt hjá mér, en í nýju landi gerir maður mörg mistök í formsatriðum og ég átti svo sannarlega eftir að lenda oftar í því.

Enginn spurði mig neins heldur fór fólkið að spjalla saman eins og ég væri ekki þarna en gaut á mig augunum þegar ég sá ekki til, en horfði ég á einhvern og brosti var brosið alltaf endurgoldið. Þannig eru Tamilarnir hlæja lítið og brosa lítið en endurgjalda hvortveggja, altjént í mínu tilfelli.

Það var spenna ókunnugleika í loftinu en hún rjátlaði fljótlega af og eldra fólkið fór að spyrja með aðstoð Sundar svona eins og á Íslandi. Hvernig mér líkaði loftslagið og hvað í ósköpunum ég væri að gera þarna. Af hverju ég væri ekki heima hjá mér og undrunin var enn meiri þegar upplýstist að ég ætti mína konu og börn og væri með hvorugt með mér. Það gátu þeir með engu móti skilið og geta ekki enn þegar ég er að tala við þá. Karlmenn og konur spyrja gjarnan eftir að hafa kynnst mér: Heldur þúað hún sé þér trú svona langt í burtu og svona lengi? Ég hélt það nú.

Hættan væri engin. Ég elskaði mína konu og væri einnar konu maður og enginn karlmaður stæðist samanburð við mig svo kona mín hefði enga freistingu. Svo elskuðum við hvort annað.

Þessi svör mín kölluðu fram mikið höfuð dill og aaaaaaaaa hljóð, sem Tamilar virðast enda flest allar setningar sínar með. Mönnum þótti þetta mikill vísdómur hins göfuga manns, enda allt rétt.

Fljótlega komu börnin að mér gónandi og smám saman í fangið á mér spyrjandi: What your name og svo segjandií kór My name is ......

Ég fékk seinna að vita af hverju tamil börn gera þetta svona í kór þegar þau tala enskuna en þetta er kennt þannig í skólun­um. Voða mikið um talkór þar, enda Indverjar milljarður fólks

Page 75: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

68

þar sem allir eru eitt,en hið gamla sjálfstæði íslendinga þekkist varla.

Svo fóru börnin að snerta skinnið á mér. Vekur ósköp mikla athygli, mjallahvítan. Svo fór að verða virkilega gaman því ógiftu stelpurnar – ósköp fallegar allar svona 17 til 19 ára, fóru að kíkja á mig fyrir horn skríkjandi. Jú, jú hvítur karl í svörtu landi fer að líta á sig sem Casanova allra tíma ef hann veit ekki hvað er á ferðinni, og auðvitað einnig svartur karl í hvítu landi. Þessi athöfn var öll mjög vinsamleg en líktist frekar dýrasýningu, þar sem ég var dýrið, en mannamóti. Það breyttist auðvitað allt fljótt.

Faðir Sundar, Margubandu er meðalmaður á vöxt einkar glæsilegur og tígulegur. Gengur um hægur í fasi. Talar lágt og virðulega og æðrast ekki við neitt, að ég tel, ég hef séð það til hans.

Móðir Sundar, Kamatchi er af sama vaxtarlagi, alltaf starfandi. Fyrst á fætur og lang síðust til svefns. Ég held að hún sé svolítil áhyggjukona og trúi á fleira en hinn þríeina guð hindúa. Hvorugt þeirra hefur notið nokkurrar skólagöngu að heitið getur og í þessari móttöku kom í ljós að Sundar var sá eini af fjölskyldunni sem gat haldið uppi samtali á ensku.

Það var skömmu síðar að ég hélt til gamla Íslands á ný eftir fyrstu reynslu af ævintýraheimi tamilanna með hugann fullan af dulúðugri reynslu og leiftrandi minningum.

Page 76: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

69

AFTUR TIL TAMIL NADU

Við Sundar höfðum haldið sambandi með tölvupósti frá því að ég yfirgaf Indland. Hann hafði einnig sent mér bækur og bæklinga um andlega forvígismenn Tamíla á tuttugustu öldinni, af eigin hvötum. Það vakti athygli mína að meðal þeirra voru engir kvenmenn, haf andi í huga merka stjórnmálamenn þeirrar aldar Indiru Gandi á Ind

landi og Bandaranaika á Ceylon en það virðist lítið um að konur láti að sér kveða opinberlega á Indlandi um andleg málefni þó þær séu sífellt að verða sýnilegri í stjórnmálum. Utan Indlands hafa vissulega ýmsar indverskar konur getið sér orðstís sem andlegir leiðtogar í hinum vestræna heimi.

Fyrir atbeina Sundars varð ég vel kunnugur þekktustu nöfnum tuttugustu aldarinnar í indverskum trúarkenningum, en frægð þeirra virðist í öllum tilfellum hafa hafist í Tamil Nadu. Þeir eru:

Bhagavan Sri Ramana Maharishi Sri Ramakrishna Parmahansa, Swami Vivekananda Sri Aurobindo Ghose og nemi hans

Foreldrar Sundar, Margubandu og Kamatchi

Page 77: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

70

Sri Chinmon Ghose, sem var mörgum íslendingum er að góðu kunnur, en hann starfaði að einhverju leyti í aðalstöðvun Sam­einuðu Þjóðanna við leiðbeiningu í Yoga, nú og svo maður nú nefni ekki hinn alþekkta eða alræmda Sri Satya Sai Baba sem hefur aðsetur sitt í bænum Puttaparthy í nágrannaríkinu Karna taka skammt frá borginni Bangalore.

Við þessa lesningu fór hugurinn sífellt að dragast meir til Tamil Nadu á ný. Sundar var líka tilbúinn til þess að útvega mér húsnæði á leigu og það var mjög fyndið því hann spurði mig hvað ég vildi. Sitjandi norður við ballarhaf í öskrandi norðanroki og ofankomu þannig að ekki sá handa sinna skil, flaug hugur minn austur og suður að ströndum Bengalflóa og ég svaraði því til að ég vildi pálmaviðarhús við læk á ströndu með háum pálmum með blaktandi laufum í mjúkum and-vara.

Hann var nú aldeilis ekki með þetta á hreinu enda hafði hann aldrei ferðast sem nokkru næmi, frekar er meginhluti bláfátækrar indverskrar þjóðarinnar.

Þegar ég nefndi „Running water“ tók hann það sem vatn úr krana og þegar ég nefndi strönd tók hann það sem svo að ég vildi vera nálægt sjó og sama væri hvaða rusl lægi á ströndinni eða flyti í sjónum framundan. Á milli okkar var alger mis­skilningur hvað þetta varðaði eins og síðar átti eftir að koma í ljós.

Með kossum og tárum kvöddust við turtildúfurnar, kona mín og ég – fjórum sinnum. Ekki sjaldnar en það varð ég að fara til Reykjavíkur norðan úr landi á húkkuðu fari því ég stóð frammi fyrir vandræðum vegna farmiða þremur sinnum, en hvað um það. Ekki er háttur heilagra manna sem eru á leið sinni í pílagrímsför til Indlands, að æðrast, en ég held að börn mín og ættingjar sem ég var sífellt að kveðja hafi verið orðnir svolítið þreytt á þessu þó þau hafi ýmsu vanist af mínu hátterni.

Einar sonur minn sagði til dæmis einu sinni: Þú ert undar legur maður pabbi. Þegar þú ætlar í suður, ferðu í norður og þegar þú ætlar í austur ferðu í vestur. Svo sannarlega rétt, tel mig vera mann dagsins og stundarinnar, hvatvís og

Page 78: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

71

skjótráður, sem er snilldarþýðing á „Impulsive / In the Spur of the moment“ og hárrétt, ekkert neikvætt innifalið. Að lifa fyrir líðandi stund glaður og ánægður hlýtur að vera verðugt markmið í lífinu og krebera ekki undan dauðans alvöru hvers-dagsleikans.

Ég kom snemma morguns til Chennai og rann í gegnum eftir lit og farangursafgreiðslu. Þegar út var komið blöstu við mér strax í manngrúanum gleðibrosandi andlit Sundars og föður hans, meistara míns og af hrekkjalómahætti kallaði ég eins hátt og ég gat, því það á alls ekki við í Tamil Nadu að vekja þannig athygli á sér og sinni tilveru: Sundar, Sundar

– Master, master.Ég vissi að þeir kafroðnuðu þó það sjáist alls ekki á dökku

hörundinu og nærri buguðust þegar ég faðmaði þá báða og kyssti, en það er nærri óþekkt að fólk snertist á almannafæri í Tamil Nadu.

You know me again, endurtók Sundar í sífellu, og þeir brostu og brostu og meistari minn heilsaði mér oft með þessari yndislegu kveðju sinni: Lófa saman að hjarta að þriðja auga og aftur að hjarta. Taka báðum höndum um hægri hönd hins og leggja hægri lófa á hjarta. Ég held að þetta sé fallegasta og innilegasta kveðja sem ég hef séð á mínum ferðum. Hún vísar svo geysisterkt til Guðs, vináttunnar og fögnuðarins.

Transport, transport, transport sagði Sundar og við töltum af stað að skælbrosandi Tamila sem var bílstjórinn. Hann var vinur fjölskyldunnar sem átti lítinn opinn grútskítugan og afgamlan vörubíl og þarna voru þessir yndislegu vinir mínir komnir að taka á móti mér með þeim mesta lúksus sem þeir komu höndum yfir, til að fara í tilheyrandi yfirlæti í gestrisni heimilis þeirra. Svo hossuðumst við í þessu skröltandi farar-tæki í þrjár klukkustundir í fallegri sólaruppkomunni í gríðar-legum umferðarhávaða og mengun Chennai.

Ég heiðursgesturinn, yfir eitt hundrað kíló á þyngd auð vitað frammí og í miðjunni klesstur á milli tveggja kattsmárra Tamila, hvað annað, og meistari minn aftur á berum vörubíls­pallinum með farangur minn sem hann hafði af umhyggju og vinskap sínum breitt plast yfir.

Page 79: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

72

Þegar heim var komið tók húsfrúin Kamatchi á móti mér brosandi með rjúkandi kaffi og heitt Iddli í morgunmat. Iddli eru gufusoðin hrísgrjón borin fram með sósusafa sem í er sambar og jasmin.

En fyrst að fara í bað og vera eins og Indverji, fara í pils, helst blátt það er litur okkar Tamilanna. Líða eins og heima hjá sér og leggja sig eftir matinn svo spjöllum við saman. Meistari minn hafði tekið sér frí í tilefni dagsins og Sundar hafði sagt upp vinnu sinni á Raj Palace hótelinu til að þjóna mér.

Það er alger óþarfi sonur minn sagði ég. Ég vil bara vera með þér, þjóna þér, endurtók hann í sífellu.

Ég hef aldrei á ævinni haft þjón. Veit ekkert hvernig ég á að umgangast þess háttar. Fannst það einhvern veginn aumingja skapur og snobb. En Sundar var þrárri en allt sem þrátt er svo sem hann á þjóðerni til, svo þannig varð það í þessari för. Hann varð minn einkaþjónn. Ég fékk ekki leyfi til þess að gera handtak. Hann eða faðir hans tóku það beinlínis sem móðgun ef ég reyndi það, en þessi ráðstöfun leiddi gott eitt af sér.

Ég hafði fengið leiðsögumann, túlk, bílstjóra, reddara og trausta vini í þeim tveim mér til þjónustu og stuðnings. Mikið hlýnað manni um hjartarætur við þetta.

Þegar ég vaknaði eftir morgunverðarblundinn var kominn sami mannfjöldi eins og í fyrri heimsókn. Sumir þeir sömu en margir nýir og sama ritualið hófst á ný nema nú gat ég heilsað mörgum sem gömlum kunningjum og kunni mig við að heilsa á indverskan máta en valdi samt þann kostinn að heilsa á minn íslenska máta því það kemur Tamilunum svo skemmtilega á óvart og þeim finnst það gaman, framandi og fyndið.

Daginn eftir var öll fjölskylda Sundar komin sem vettlingi gat valdið, sumir langt að í langferðabíl um tvö hundruð kíló­metra.

Ástæðan var að þau hjón Margubandu og Kamatchi áttu tuttugu og átta ára giftingarafmæli. Fjölskyldubönd eru sterk og menn mæta við fæðingar, giftingar, þegar flutt er í nýtt hús, dauða og tilefni eins og giftingarafmæli. Upp á afmæli er ekki haldið að okkar sið, kannski vegna þess að Tamilar miða

Page 80: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

73

gjarnan upphaf sitt við getnað, stundum þremur mánuðum eftir hann þegar hindutrúin telur að sálin hafi tekið sér ból festu í fóstrinu og maður hafi myndast.

Tamilarnir nota hvert einasta tækifæri til þess að taka sér frídag, lifa lífinu. Svo eru allar þessar „Family functions“, eins og þeir kalla, tíðar. Þess utan halda þeir alla hátíðisdaga allra trúarbragða heilaga. Jóladagur til dæmis frídagur og enn frekar eru virtir dagar eins og fyrsti maí „Mayday“ kallaður og þjóðhátíðardagur Indlands og þjóðhátíðardagur Tamil Nadu, og aragrúi tamil helgidaga. Við það bætast ýmsir dagar tengdir gangi tunglsins, en Tamilar fara eftir tunglmánuðum og gangi stjarna. Stjörnuspekingar bókstaflega ráða lífi þeirra. Ekkert mikilvægt er framkvæmt nema það sé nákvæmlega á rétt útreiknuðum tíma.

Um nóttina sváfu langflestir gestirnir á heimili Sundar. Smábörnin í Sari hengdum í gorm í loftinu. Karlar í einni kös á þakinu og gift kvenfólk og ekkjur í annarri en ógiftar stúlkur sváfu fyrir innan – harðlæstar – dyr. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá þennan stranga aðskilnað ógiftra stúlkna að nóttu sem degi og það stífa eftirlit sem þær eru undir. Aldrei látnar einar með karlmanni ef því verður við komið

– Svo ekkert íslenskt kvennafar í Tamil Nadu, Pétur – enda einnar konu maður!

Matargerð Kamatchi er stórkostleg. Einföld, næringar­rík, kælandi, svalandi, gómsæt og einstaklega ódýr. Aldrei hefur mér orðið illt af mat hennar en hún líka krefst þess að ég setji sósusafann Rassam á matinn í lok máltíðar sem ég held að sé einn besti og áhrifaríkasti „digestive“, eða meltingarsafi, sem ég hef neytt. Það er skemmtilegt að sjá hvernig hún sker hænur, fisk eða grænmeti. Til þess notar hún mikinn hníf með eggina upp, sem stendur á undirstöðu. Hún skorðar svo hnífinn með iljunum og sker með því að strjúka því sem skera á eftir hnífsegginni sem snýr að henni.

Fyrst ætlaði ég að fara að líta á hið leigða húsnæði svo að athuga með eitthvert farartæki. Það var mitt plan og auð vitað réð ég því hvað ég gerði og hvernig. Ég er algerlega óvanur öðru en fullkomnu sjálfstæði með líkham minn og

Page 81: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

74

mína tilveru. Ég lýsti mínum áætlunum fyrir Sundar og hann túlkaði fyrir föður sinn. Faðir hans umlaði einatt við hverja þýðingu aaaaaa, aaaaa, aaaaa; á mjög skilningsríkan máta. Að hætti óþreyjufullra íslendinga spurði ég hvenær þetta gæti orðið því mér lægi á að koma mér fyrir og byrja að vinna.

Svarið sem ég fékk voru dillandi höfuð, að ofan og neðan. Axlirnar hreyfðust út til hliðanna, til hægri og vinstri á vina­legan, róandi og stilltan máta. Hvað í ósköpunum þýðir þetta höfuðdill, hugsaði ég? Það hlýtur eiginlega að þýða já, svaraði ég sjálfum mér, jú það er sennilegast, hélt ég áfram.

Sannfærði sjálfan mig, var alveg viss. Ekki bregst mér grein-din og gáfurnar. Þetta fattaði ég bara eins og skot. Svona kemur reynslan af mörgum ferðalögum sér vel. Ekki er al deilis víst að hver annar hefði séð út úr þessu. Ég var skelfing ánægður með sjálfan mig og mitt andlega atgervi og djúpan skilning á margvíslegum þjóðum. Var svolítið svekktur að hafa engan til að deila með þessari miklu snilld og fá nokkur aðdáunarorð eða þess háttar uml á íslensku. Ég er svo gefinn fyrir hrós annarra það staðfestir svo vel það sem ég svo sem veit en að vita bara einn er svo tilkomulítið.

Í þessari sjálfhverfu var ég svo um tíma. Skoðaði umhverfið og heilsaði öllu fólki sem við mér vildi líta á greinargóðri og skýrri tamilsku minni og allir brostu og fögnuðu þessu skjanna hvíta trölli af Íslandi sem kominn var í þeirra ríki til að nema tungu þeirra.

Um mig hópuðust karlmenn: „You from Sir? – Your good name Sir? Why you come Tamil Nadu? What you do? You alone?“

Ég svaraði öllu skilmerkilega vitandi um sáralitla ensku kunnáttu viðmælenda minna og meðvitaður um nær algert bjargarleysi mitt á tamil. Ég kem frá Íslandi, veistu hvar það er væni minn? „Iceland! yes, yes Ireland“ Nei, nei kæri vin, Iceland. Aaaaaaaaaaa? „Do not know country“

Einn var hins vegar ansi sleipur í þessum spurningaleik mínum sem ég skemmti mér vel við, hann svaraði: „Iceland, yes, yes I know – it is on the map“ og skelli, skellihló.

Page 82: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

75

Ég svaf ýmist úti eða inni eftir því sem mér fannst betra á strámottu með kodda og auðvitað í fötunum. Fjölskylda Sun-dar svaf öll á hörðu gólfinu í “setustofunni” koddalaust, þeir í skyrtu og pilsum en hún í Sari.

Ég held að það sé mjög gott fyrir bakið að sofa á hörðu, en að sofa á beru gólfinu leiðir af sér að maður andar að sér rykinu og er berskjaldaður fyrir skordýrum. Tamilar eru hinsvegar einstaklega snjallir að losa sig við þau í svefninum. Stundum þegar ég gat ekki sofið meðal þeirra fylgdist ég með svefn venjum. Ég var ekki sá eini sem átti erfitt með svefn. Menn risu iðulega upp við dogg og fengu sér stundum sígarettu eða fóru í blöðruhálskyrtilspiss. Aðrir slógu skyndilega á einhvern stað líkamans til að drepa viðkomandi óværu eða bókstaflega stukku í háaloft ef eitthvað skreið á þeim. Menn virtust gera þetta sofandi því varla slitnuðu hrotur við þessar tilfæringar.

Annar ókostur við að sofa á gólfi er að þau hitna mjög að deginum og það fer illa með líkhaminn að sofa á hærra eða lægra hitastigi en 18 – 20C. Menn voru því oft lurkum lamdir eftir nóttina og áttu erfitt með fyrstu hreyfingar. Betra er að sofa á berri jörðinni þó hún kólni æði mikið undir morgun, eins og miljónir manna gera, bara á strætinu fyrir framan heimili sitt.

Engin hreyfing var á þeim feðgum fyrsta daginn svo ég lá í sól og las utan þess að sósilísera eins og áður sagði.

Engin hreyfing var annan daginn svo mér leiddist þetta droll og hóf sama fyrirlestur minn um skipulagið framundan, og ég fékk þessi elskulegu svör upp á nýtt, svo vinsamleg sann­færandi og notaleg að ég skildi strax af náttúrugreind minni að þeir feðgar væru að skipuleggja þetta fyrir mig og beið í æðruleysi hins heilaga pílagríms, sem endranær.

Ég svaf djöfullega. Engin loftræsting engin moskítófæla og gassaleg svækja. Var á röltinu allar nætur berandi á mig varnir eða krem, en þarna voru allar tegundir óværu. Það auðveldaði mér þrautina að upp úr fimm á nóttinni hófst ærandi Mantra –sálmasöngur­ úr kaffistað við hliðina sem opnaði á sama tíma. Sálmasönginn nota þeir til að vekja fólk, sem mér skilst að sé almennt gert í Tamil Nadu, minnir svolítið á morgunútvarpið

Page 83: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

76

á gömlu Gufunni. Þangað læddist ég í kaffi og smók þegar ég hafði á útsmoginn hátt þefað upp felustaðinn fyrir lykilinn að grindardyrunum að götunni, en gerði þetta laumulega því ég vildi ekki láta þetta vinafólk mitt hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki sofið.

Þau föttuðu þetta auðvitað eins og skot, enda ekkert vit-lausari en íslendingar, svo Kamatchi fór að hafa til fyrir mig kaffi eldsnemma á morgnana til þess að ég slysaðist ekki til að gera fjölskyldunni þá vanvirðingu að fara út og kaupa mér kaffi. Hvíti maðurinn sjálfur, gestur á þeirra heimili. Hvað myndu nágrannarnir halda ef þessu héldi áfram, að Margu-bandu fjölskyldan sýndi ekki gestrisni. Ha?

Svo var það einn af þessum morgnum sem ég beið eftir því að skipulag mitt væri framkvæmt að Kamatchi hafði horfið eitt hvað svo ég stalst út að kaupa kaffi. Sem ég geri það kemur systir hennar sem býr í næsta húsi að teikna Kolam tákn, á stéttina og sér mig og segir: Eat, eat, eat? og ber höndina upp að munninum oft sinnis með alla fingur saman eins og Tami-larnir gera þegar þeir borða. Ég skildi auðvitað strax að hún var að bjóða mér morgunmat.

Mikið skelfing er þetta gestrisið fólk þessir Tamilar, hugs aði ég og gekk til hennar. Hún tók strikið inn langan dim-man ganginn í húsið og hvarf svo ég bara stóð þarna í minni stóísku ró og beið eftir morgunmatnum. Þegar hún sá að ég stóð þarna þá dreif hún undir mig stól og vakti allt heimilis-fólk sem dreif sig í leppana og kom hálf­klætt að heilsa mér, að mér fannst svona dálítið undrandi en þó fagnandi. Nú svo sat ég þarna dálitla stund með kaffið úr sölunni. Heimilisfólkið fór að snara í sig morgunmat en bið var á mínum sem ég skildi af greind minni að væri sérútbúinn fyrir hvítan hefðarmann.

Skyndilega snarar Kamatchi sér innum dyrnar mikil í fasi tuðandi eitthvað á tamilsku og bókstaflega dregur mig inn í sitt hús og upp á loft inn í eldhús í einni sveiflu og þar var rjúkandi kaffi og morgunmatur. Hún var þung á brún og sýni-lega vonsvikin, særð og móðguð.

Page 84: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

77

Hver ósköpin gengu nú á? Var Kamatchi svona dyntótt, kannski var hún ekki sú sem við héldum? Sundar var kominn á fætur og meistari minn.

Kamatchi sagði þeim söguna á tamil með miklum aaaaaaaaaaaaa og þeir dilluðu höfðunum til hliðanna og sögðu aaaaaaaaaaaa á móti. Eftir mikið aaaaaaaaaaa brostu þau öll lítillega til mín en svolítið ásakandi.

Hverskonar dellufólk var þetta eiginlega hugsaði ég?Og þráspurði Sundar hvað er eiginlega að?Hann ætlaði aldrei að fást til að svara starði bara á gólfið

og þau störðu öll á gólfið. Ég fórnaði höndum og sagði: Please, please, please talk to me, eins og Guðni rektor M.R. knédrúpandi með spenntar greypar hrópaði fyrir framan Gunna Sæm skólafélaga minn sem kom ólesinn í ensku og gat engu svarað.

Loks stundi Sundar upp: Já, sko – þú, þú, þú fórst sko óboðinn í hús móðursystur minnar og sast þar og fólk vissi ekkert hvað þú vildir og var hálfhrætt, hélt jafnvel að þú værir að sníkja mat eða ætlaðir að setjast að!!!

Ja, fari það í logandi. “Sko Sundar frænka þín bauð mér í morgunverð. Hún sagði eat, eat, eat og benti svona til munnsins,” og ég lék þetta af meðfæddum þokka og list, “sem ég auðvitað þáði”.

Jú, sko, sagði Sundar, sko, að, hérna, segja: eat, eat, eat og bera höndina svona að munninum er sko, sjáðu almenn morgunkveðja um allt Indland og þýðir bara góðan daginn!

Þá rann upp fyrir mér ljós einu sinni enn, ég hafði lesið einhvern tíma að Indverjar heilsuðust með því að segja: He-fur þú borðað í dag, en aldrei séð eða ímyndað mér hvernig þetta væri framkvæmt og skýrði út í framhaldi af þessari upp ljómun hvað fyrir mig hafði komið.

Þá var höfðum dillað af miklum feginleik og sagt mikið aaaaaaaaaaa og svo kom frænkan og dillaði og aaaaaaaaa­aði mikið og svo synir hennar og dætur og loks eiginmaðurinn. Það var svo komið að við aaaaaaaa­uðum öll í kór og ég tekinn í sátt, var sýnilega ekki alslæmur þó mannasiðum mínum væri stórlega áfátt, ég hlyti að koma frá slæmu uppeldi því allir vita

Page 85: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

78

auðvitað hvernig þetta er í pottinn búið – sagði froskurinn sem bjó í brunninum og taldi hann einu veröldina sem til væri.

Ég sat á veröndinni á framhlið hússins og virti fyrir mér mannlífið renna hjá. Gamla fatlaða gráskegginn á handsnúna reiðhjólinu sem íbúar götunnar gáfu honum, við að selja happ-drættismiða í sínu aðsetri. Aðsetrið var gróft plankaborð sem var fleti hans á nóttunni. Ja, hérna þar fór maður ríðandi á fíl.

Þá datt allt í einu einhver hlussa á höfuðið á mér. Mér brá óskaplega því maður er alltaf á varðbergi í þessum hitabeltis löndum.

Önnur af stóru fallegu grænu heimiliseðlunum hafði dottið þráðbeint ofan í kollinn á mér. Þessar eðlur eru nauðsynleg heimilisdýr því þær éta alls konar óværu og leggja því mikið til þrifnaðar heimilisins. Þær hlaupa upp veggi og neðan á loftum eins og ekkert sé og hanga á loftunum tímunum saman. Ekki vissi ég að þær ættu til að detta, en jú það kom stöku sinnum fyrir en að þær dyttu á menn, og sérstaklega mig og lóðbeint ofan í hvirfilinn, það voru óendanlega litlir möguleikar til þess.

Ég sagði tíðindin. Kamatchi varð alvarleg og starði á gólfið. Hvað nú spurði ég? Jú sagði Sundar, mamma segir að þetta tákni að þú verðir fyrir illvígu slúðri á næstunni. Óttalegt bull stundi ég, en það varð nú raunin. Mörgum mánuðum seinna á nákvæmlega sama stað datt eðla aftur ofan á mig en nú á hægri öxlina þá sagði mamma Sundar að þetta boðaði auraleysi. Ég hugsaði: „What else is new“ þar sem það var nú hreint engin nýlunda fyrir mig, en auðvitað rættist það eins og áhrín eðlunnar í fyrra sinnið.

Norðan við heimili Sundars var mikið stráhús sem í var tón-listarskóli. Þaðan hljómaði tamilsk tónlist öll kvöld frá ýms um hljóðfærum. Ég hafði mikla ánægju af að hlusta á þetta og gerði mér ferð í skólann að hitta skólastjórann og fá hann til þess að skrifa tamil músík með evrópskum nótum fyrir eina dóttur mína sem er að læra söng.

Hann tók mér einstaklega ljúfmannlega og skrifaði nokkur lög, aftók með öllu að þiggja greiðslu en hélt í stað þess nemenda tónleika fyrir mig sérstaklega. Þar spiluðu börn á hljóðfæri

Page 86: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

79

sem líkist liggjandi harmóníku, tamborin, flautur, lúðra og fiðlu. Tónlistin var afar langdregin enda ekki einstakir tónar heldur laglínur og þessir tónleikar stóðu í tvo klukkutíma sem þykir ekki langt, skilst mér. Svo sungu börnin líka með undur-fallegum skærum afar háum tindrandi röddum.

Þessi stund var mjög hugljúf, seiðandi og dulmögnuð af annarri framandi menningu en ég hafði áður kynnst. Tónlistin hefur ekki rythma sem hreyfir hjartað heldur seim eða seyð sem hrífur hugann og heldur manni föngnum í leiðslukenndu ástandi.

Skólastjórinn var ekki kvensamur en ákaflega karlsamur og er líða tók á kvöld komu samlagsmenn hans og sátu við spjall og drykk. Þegar leið að ellefu kvölds hófust hins vegar aðrar aðgerðir og vegna þess að geysilega hljóðbært er úr stráhúsum fékk ég upplifunina af því að heyra stunur og uml karla að maka sig kvöld eftir kvöld, algerlega ný upplifun fyrir mig og undarleg og með allri virðingu fyrir þeim sem þetta atferli aðhyllast, bara stórfurðulegt.

Sundar vissi þetta og brá ekkert þegar ég nefndi þetta. Svoleiðis er nefnilega í pottinn búið hjá Tamilum, eins og hjá öðrum þjóðum sem hefta af afli samgang kynjanna, nema í hjónabandi, að karlmenn leita annarra leiða. Eftir samtöl við hann og kunningja hans kom í ljós að töluvert er um karla ástir, sem ekki nýtur neins konar blessunar samfélagsins en er umborið með þögninni. Þessum ungu karlmönnum sem ég ræddi við um þessi efni var létt um málbeinið hvað þetta varðaði og töluðu um sjálfsfróun karlmanna og karlaástir sem sjálfsagðan hlut. Þeir töldu hins vegar engin líkindi til þess að konur gerðu það sama og rökstuddu þennan hátt ýmissa Tamila þannig: „What to do. No woman until you are mar-ried. May be you not marry and have good friend.“

Jamm, jamm er hvort eð er ekki INN að vera með afbrigði-legar kynhvatir, á vesturlöndum einmitt núna. Altso kúgaður minnihlutahópur sem þarf að vernda. Já, akkúrat vernda, því sagan segir að þegar Níels Dungal læknir hafi verið spurður af því hvort kynvilla erfðist svaraði hann: „Ekki ef hún er stunduð eingöngu!“

Page 87: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

80

Annars staðar á Indlandi er samgangur kynjanna víst frjáls ari og meira „eðlilegur“ en Tamil Nadu er með mestar hömlur allra ríkjanna á þessum sviðum.

Til að mynda sögðu strákarnir mér að kynlíf iðkaði fólk ekki fyrr en eftir hjónaband og að fyrsta barn skyldi getið í giftingar Sari. Eftir síðara barn hættu hjónin að sofa saman í rúmi enda barnsfæðingar takmarkaðar við það og engin ástæða til frekari maka. Ekki veit ég hvaða trúnað ber að leggja á þetta en hitt veit ég að margar nætur vakti ég við skriftir og pælingar og þar sem ég var í nágrenni við þúsundir fjölskyldna í bæjum, þorpum eða sveitabæjum með gluggalausum hljóðbærum íbúðum heyrðust aldrei mökunarhljóð andstæðra kynja mannsins, en fjöldi annarra hljóða heyrðist glögglega eins og andvörp, hósti, fret og rop. Hinsvegar þegar ég var seinna innan um sambýli hvítra einstaklinga í Auroville heyrðust oft kunnug hljóð.

Mig var farið að lengja eftir því að skipulagið væri fram-kvæmt og hélt uppi kurteisum fyrirspurnum, ætlaði ekki að gera mig að fífli aftur og svörin voru eins elskuleg og áður. Á fimmta degi rann mér svolítið í skap, af pílagrím að vera, og spurði Sundar með þjósti, hver andskotinn gengi eiginlega á. Ég væri sífellt að biðja um aðstoð og öllu fögru lofað en ekkert gerðist. Ég bara vildi ekki vera hafður svona að fífli, nóg væri nú samt.

Hann varð alveg steini lostinn og góndi á mig eins og hann hefði séð einhver undur. Ég hélt að þú ætlaðir að vera hérna hjá okkur, stundi hann upp og horfði svo á gólfið með tárin í augunum og stein, steinþagnaði svo.

Ekki orð út úr honum að fá. Svo fór mamma hans að horfa á gólfið og svo pabbi hans, en ég sá ekkert merkilegt við gólfið og hugsaði mitt ráð. Auðvitað var þetta elskulegt af þessu fólki að hýsa mig, næra mig og sýna mig, en þetta bara gekk ekki – sko svona bara gerir maður ekki, eins og Davíð Odds-son sagði af frægu tilefni og varð þar með að óskráðum lögum á Íslandi.

What to do, eins og Indverjarnir segja en ég fór að tala stilli lega til þeirra eins og reynist vel við vanstillta hesta og stygga

Page 88: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

81

og smám saman fór ástandið að komast í eðlilegt horf og ég gat endurtekið mitt skipulag og mínar ætlanir. Æ, æ, æ þá kom í ljós að enskuskilningur Sundar var ekki betri en það að hann hafði ekki skilið orð af því sem ég hafði sagt en af auðmýkt og kurteisi gat hann ekki hæversku sinnar vegna sagt að hann skildi mig ekki því það þýddi að hann væri að gefa í skyn að ég væri óskiljanlegur, talaði svo slæma ensku, þannig svívirðu sýnir maður ekki gestum sínum í Tamil Nadu heldur segir maður bara já, já í sífellu í von um að maður sé að þóknast gestinum.

Svo hefur maður kannski aldrei áður hitt mann sem maður skilur illa eða ekki og mann sem skilur lítið eða ekkert af því sem maður segir sjálfur. Þegar þetta var afstaðið og útskýrt var aftur mikið dillað höfðum og aaaaaaa­að og hið raunver-ulega skipulag hófst.

Ég leigði þríeyki og í því opna örsmáa farartæki lögðum við fjórir upp, bílstjórinn og við þrír í svækju, svælu og rykmekki að skoða leiguhúsnæði sem Sundar hefði fastsett.

Þetta var geysifallegt tvílyft hús allt lagt gljábrenndum flísum að utan í margvíslegum litum um hundrað fermetrar að stærð og hann vissi að efri hæðin var til leigu fyrir viðráðan-legt verð. Þegar húsráðandi kom til dyra byrjaði hann strax að masa óðamála, bendandi á mig með öllum töktum Tamilanna og einfaldlega lokaði á okkur útihurðinni og hvarf. Sundar vinur minn var alveg miður sín því húsráðandi hafði brugðist ókvæða við er hann sá mig og æst sig upp segjandi að hér yrði ekki leigt útlendingum, síst hvítum og alls ekki einum karl­mönnum. Auðvitað er rasismi í þessum dökku löndum og hræðsla við útlendinga svo maður tali ekki um það að Tamilar telja alla hvíta menn drykkfellda, ákaflega lausláta í kynlífi og hneigða til eiturlyfjanotkunar. Já fordómar gagnvart litarhætti eru ekki aðeins á vesturlöndum.

Því næst var ekið vítt og breitt í svækju, rykmekki og hávaða. Eftir að hafa skoðað fimm skítastaði var ég orðinn dauð þreyttur, gegnblautur af svita og þakinn rauðu slímkenndu ryki, en Sundar vildi endilega sýna mér einn möguleika enn sem væri í næsta nágrenni.

Page 89: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

82

Það var lítið raðhús á einni hæð með góðu þaki nr. 8 First street, Krishna Rama street, Ramaswamy nagar, Thiruvatty-iur. Búið var að gera íbúðarhæð hússins fallega upp með gljá brenndum flísum á gólfi en málningu og raflögn og salernis-lögn var ólokið. Á þakinu var óskaplegur ruslahaugur enda hafði húsið verið verksmiðja frá upphafi og ég varð fyrsti íbúi þess. Mér leist vel á þetta hús og þegar ég sá frá þaki hússins tvö merki á næsta húsi nákvæmlega í íslensku fánalitunum annað eins og fáninn okkar hangandi, hitt með x­laga krossi varð ég algerlega ákveðinn – því ég trúi sterkt á tákn, og sagði: Ég vil þetta hús.

Allir viðstaddir urðu undrandi en pabbi Sundar ljómaði allur og dillaði mikið höfðinu, en Sundar horfði fast á gólfið eins og alltaf þegar honum fannst komið í óefni. Ég gekk þá þegar til samninga við eigandann sem vildi tvö þúsund og fimm hundruð rúpíur á mánuði með tíu þúsund rúpíu tryggingu. Ég aftók að borga tryggingu því ég vissi að hana fengi ég aldrei aftur, sem er reynsla frá Íslandi og Kýpur, en bauð þrjú þúsund rúpíur og allt fyrirfram og allt var klappað og klárt fyrir milligöngu endurskoðanda fjölskyldunnar og lofað að húsið yrði tilbúið innan viku.

Aftur sneri ég til heimilis Sundar og var þar í góðu yfir­læti í biðtímanum við lestur og skriftir. Þá fór ég að huga að farartæki til þess að ferðast um á því mér hraus hugur við að ferðast í almenningsvögnum eða járnbrautarlestum þeirra eftir að hafa heyrt og séð lýsingar af þrifnaði. Mér fannst vænsti kostur gamall indverskur Ambassador. Bifreið sem lítur út eins og gamall breskur Morris eða þess háttar. Ég varð auðvitað að fá aðstoð tamil vina minna og upp hófst mikil rekistefna og vitnaleiðslur meðal vina og kunningja og eftir athugun þeirra sögðu þeir að engan Ambassador væri hægt að fá fyrir minna en hundrað þúsund rúpíur – one lakh ­

Ég tek hinsvegar aldrei nei fyrir svar og fór að skoða á eigin spýtur og fann gegnum Chennai yellow pages runu af auglýsingum. Skemmst frá að segja innan tveggja daga var ég kominn á þrjátíu og sex ára Ambassador sem hafði verið í eigu fatlaðs manns frá upphafi. Mótor var ný upptekinn og

Page 90: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

83

bíllinn allur hinn snyrtilegasti. Það að ganga frá kaupunum var í engu frábrugðið bílakaupum á Íslandi og kom kunn uglega fyrir sjónir. Ég greiddi, bíllinn var skráður í nafni Sundar, því ég nennti ekki því skrifræði sem fylgdi mínum kaupum, og seljandinn sá um allan frágang. Þetta voru kjara kaup, verðið lágt og sanngjarnt, bíllinn í góðu standi og engin bílategund er eins algeng á Indlandi svo varahlutir og viðgerðamenn á hverju strái allt á furðulega lágu verði. Eftir þrjá daga sótti Sundar bílinn sem beið þar stífbónaður og glansandi, eða ég hélt að Sundar hefði ekið honum því ég hafði skilið eftir þúsund rúpíur í umslagi til hans í lok fyrri Indlandsferðar með fyrirmælum um að hann ætti að nota þær til að taka bílpróf.

Öll fjölskyldan snerist í kring um bílinn. Aldrei hafði bifreið komið í eigu meistara míns og að hún var í nafni Sundar vakti stóra furðu. Hann hafði risið til mikillar virð ingar við kynni sín af mér en nú tók út yfir allt.

Áður en ég greiddi fyrir bílinn í reiðufé hafði meistari minn beðið um að fá að sjá peningana og svo voru þeir lagðir í skál frammi fyrir guðunum í tilbeiðsluherbergi hússins og beðið blessunar fyrir væntanleg viðskipti með tilheyrandi –Pooja – eða einstaklingsbundnum tilbeiðsluháttum.

Það var kveikt á kolu Shiva, hringt bjöllu til þess að vek-ja athygli á sér, söngluð mantra á tamil, loga snúið réttsælis og rangsælis frammi fyrir styttu af Shiva og loks settur sterk gulur blettur á seðlana með rauðum í miðju svo sem á enni sumra karlmanna. Þetta gerði meistari minn með tígulegri reisn sinni og háttvísi. Þessi helgun seðlanna var virðuleg athöfn að okkur fjórum viðstöddum.

En svona er það, aldrei tekin meiriháttar ákvörðun án þess að biðja um blessun og allt sem að henni snýr er helgað, sem orðið blessun þýðir í uppruna sínum, það er að blóðga „bletsien“ og tileinka, helga, guðinum.

Eftir að bifreiðin var komin í hlað og við áformuðum að fara að sjá hvernig gengi með frágang á húsinu var ekki við annað komandi en að fara með bílinn að næsta musteri þar sem hann yrði helgaður af presti. Presturinn gerði álíka – Pudja

Page 91: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

84

– inni í musterinu, og meistari minn hafði gert á heimilinu, en svo kom presturinn út og gekk hring í kringum bílinn söng-landi möntru smyrjandi rauðum eða gulum blettum á hans hliðar, ljós og stuðara. Sítrónur voru festar á nokkrum stöðum. Blómakransar festir að framan. Að lokum tók hann kókos hnetu og kastaði henni af afli í götuna svo hún sprakk.

Meistari minn hafði áður fest andlitsmynd af svakalegum púka á grillið til þess að hrinda púkum og illum vættum annarra bíla og bílstjóra frá. Svona ókum við áleiðis í vett vangsskoðun.

Öllum sem sá okkur mátti ljóst vera að við höfðum nýkeypt þessa bifreið.

Föður Sundar hefur verið einkar annt um þennan bíl því hann er táknatrúar eins og ég.

Hann vann í Royal Enfield mótorhjóla verksmiðjunum í þrjátíu ár og hafði þá starfsnúmerið 1660 en númerið á bílnum var TN, C­1660. Þetta fannst okkur mögnuð til – viljun og hefur meistari minn heitið því að þessi bifreið skuli aldrei frá fjölskyldunni fara hve hart er í ári, en ég gaf Sundar bílinn þegar ég fór frá Indlandi þetta skiptið.

Page 92: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

85

BRÚÐKAUP

Á þessum biðtíma mín um á heimili Sundars var blásið til brúðkaups frænda hans sem bjó í næsta húsi – þar sem ég var að skandalisera. Frændanum hafði verið föstnuð brúður fyrir tveim árum. Þau höfðu sést einu sinni eftir að foreldrar þeirra höfðu ákveðið ráðahaginn sem er hinn ófrávíkjan-legi siður í þessu landi. Í Tamil Nadu segja menn: Vesturlandabúar verða ástfangnir fyrir hjóna-band og skilja svo. Við göngum fyrst í hjóna-

band og verðum svo ástfangin og skiljum aldrei.Mér var sérstaklega boðið í þetta brúðkaup sem ég þáði með

þökkum og ég verð að segja að ég hlakkaði dálítið til að sjá formlegt brúðkaup gert í samræmi við ævaforna menningu Tamilanna samkvæmt trúarhefð hindu.

Ég fékk boðskort í hendur á tamil og sannlega skildi ég ekkert í öllum þessum hringjum, sveigjum, bogum og beygjum tungumálsins enda bókstafir tvö hundruð og fjörtíu, og ég hef litlum sem engum árangri í því ennþá. Kannski lítið lagt á mig. Stafróf þeirra hefur víðtækara notagildi því það gegnir einnig sem nótur í tónlistinni, eða var kannski einfaldlega tón-

Frá brúðkaupinu

Page 93: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

86

list upphaflega. Tamil líkist nefnilega oft söng í mínum eyrum en söngurinn þeirra frekar langdregnu tali með hljómfalli.

Hin stóra stund rann upp og ég hafði keypt forláta Nehru flík, sem ég vil kalla en hann gekk í þannig mussu og buxum, í tilefni dagsins, vanur því að búa mig uppfyrir veislur. Ég var hinsvegar nánast eini karlmaðurinn uppábúinn. Það tíðkast ekki almennt að karlmenn búi sig upp á hvorki við brúðkaup né jarðarfarir, en konur fara í sitt fínasta við brúðkaup en ekki við útför. Ekki er vel séð að ekkjur eða fráskildar mæti í þessa fögnuði.

Fólk dreif að í brúðkaupsmusteri ekki langt frá heimilinu og þaðan barst mjög hávær trumbusláttur, síbylja með mis munandi hraða og höggþunga en alltaf sami taktur. Við innganginn á musterinu voru stór líkneski sitthvoru megin sýnilega af einhverjum karldýrum sem stóðu upp á endann svo mest fór fyrir miklum beinstífum delum tilbúnum til athafna. Þeir eru ekki að skafa utan af því Tamilarnir, hugsaði ég, en snýst ekki hjónabandið einmitt um þetta?

Inni í musterinu sat brúðurin, ég held bara dauðhrædd og henni stökk ekki bros allt kvöldið. Brúðguminn alvarlegur og feiminn gjótandi augum á brúðina í laumi. Hún horfði aldrei á hann svo ég sá. Veitingar voru frambornar sem var Betel lauf með einhverri hvítri klessu. Karlar og konur vöfðu þessu saman og stungu upp í sig og geymdu milli tanna og vara, eins og kýli.

Ég prufaði að setja þetta upp í mig en það var svo ferlega vont á bragðið að ég varð að spýta því. Sundar sagði að bragðið lagaðist eftir smá stund og að menn notuðu þetta í staðinn fyrir tóbak. Seinna tók ég eftir því að margir erfiðisvinnumenn eru með þetta eins og skro upp í sér oft eldrauðir, séð inn í ginið.

Umhverfis brúðina var hennar fólk og umhverfis brúð gumann var hans. Þetta var forleikur brúðkaupsins, hin form-lega trúlofun og samningar um heimamund. Mikið skvaldur hófst milli fylkinganna og stundum hrópuðu margir í einu, allt þvers og kruss. Væntanleg brúðhjón sátu eins og líkneski alveg sviplaus án þess að líta hvort á annað. Einhverjir ungir menn stóðu álengdar en komu stundum áleiðis að brúðgu-

Page 94: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

87

manum hrópandi og steytandi hnefa illir á svip. Þetta voru bræður hennar sem áttu samkvæmt hefðinni að vera tregir til að láta hana af hendi og mótmæla ráðahagnum.

Parið var ákaflega skrautlegt með skartgripi, andlitsmálun og blómaskrúð. Heilt gengi af mönnum hljóp um með flóðljós og kvikmyndaði og auk þess var ljósmyndari.

Rexið varði kannski hálftíma og auðvitað tókust samningar. Að því loknu kom presturinn að athöfninni og hin formlega trúlofun átti sér stað með flóknum helgiathöfnum, sveiflandi logandi koluljósum, möntrum, stökkvandi vökvum yfir hjónin og það að brúðguminn batt hálsfesti úr gulli á gulum þræði mörgum hnútum eftir kúnstarinnar reglu, þrýsti rauðum depli á þriðja auga hennar, setti tvo silfurhringi á sitthvora vísitá og svo skiptust þau á blómsveigum því næst tók hann utan um hana og brosti út undir bæði eyru sýnilega fullur af tilhlökkun um brúðkaupsnóttina, en hún var með freðinn svip.

Þá leiddist parið út í bílinn minn sem ég hafði lánað til þeirra þarfa og ekið var af stað til brúðkaupsins. Fyrir bílnum fór hljómsveit sem barði bumbur og þeytti lúðra sem mest hún mátti svo ekki heyrðist mannsins mál og gekk aftur á bak, en það er að ráðnum hug til þess að hin nýtrúlofuðu heyri eða sjái ekkert illt á fyrstu skrefum ferilsins. Á eftir hljómsveitinni komu gestir og svo bíllinn. Prosessían gekk afar hægt og oft stoppað og blásið og barið enn hærra. Umferðin um götuna stöðvaðist ekkert á meðan. Reiðhjól, vélhjól, mótorhjól, bílar og fólk fóru þvers og kruss um veislugesti og ruglið var oft svo mikið að ég átti fullt í fangi með að víkja til hliðar. Það tók rúman klukkutíma að fara þessa fimm hundruð metra að veislusalnum.

Þegar komið var að veislusalnum sjálfum blasti við fagur-lega skreytt húss með marglitum blikkandi ljósum sem ærandi hávaði í tónlistarlíki barst frá. Myndir voru teknar, bæði bíó og ljósmyndir, við hvert fótspor. Þegar inn var komið blasti við geysistór matsalur fyrir kvöldverðinn en upp á efri hæð ina var farið þar sem var raðað gömlum Breta­ smellistólum í hundraðavís. Brúðhjónin gengu til matstofu og allir gestir á eftir. Etið var með höndum af bananablöðum,sem Tamilar

Page 95: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

88

segja að taki allt hugsanlegt eitur úr mat. Menn gengu um með tíu lítra vatnsfötur úr ryðfríu stáli og skömmtuðu með sleifum á blöðin fyrir hvern disk. Gumsið var ferlega ólystugt en bragðaðist ágætlega. Svo komu mennirnir með föturnar aftur og maður gat fengið slummu af hverju sem var eins og mann lysti. Hávaðinn var gríðarlegur bæði tónlistarbarsmíðin og auðvitað skvaldur veislugesta. Ég er viss um að þetta fór langt yfir hundrað desibel, en Tamilar elska mjög, mjög háværa músík.

Ég kíkti aðeins fram í eldhúsið, ja drottinn minn, ég varð orðlaus yfir því sem ég sá. Heilbrigðiseftirlit á Íslandi myndi banna framleiðslu á dýrafóðri við svona aðstæður. Þetta var ólýsanlega ógeðslegt. Eins voru salerni og handþvottaaðstaða, en sannleikurinn er sá að maður hættir að sjá þetta er tíminn líður því mannleg aðlögunarhæfni er svo stórkostleg.

Næst var haldið á efri hæðina og brúðhjónin settust á fagur-lega skreytt svið og mikil formsatriði hófust og stóðu lengi er konur úr fjölskyldum þeirra viðhöfðu allskonar helgiathaf-nir. Við hlið hans stóð aðstoðarmaður hans sem var einn af mágum hans og við hlið hennar ein systir með sama hlutverk. Mér var seinna sagt að þetta fólk gefi ráðleggingar þannig að ekkert fari úrskeiðis á brúðkaupsnóttina. Eftir mjög löng forms atriði, að mér fannst, enda skildi ég ekkert hvað fram fór, hófst gjafaafhending.

Brúðhjónin stóðu á sviðinu og gefendur komu einn og einn, meðal annars ég, og afhentu gjöfina sem brúðhjónin tóku við algerlega svipbrigðalaus, og svo sneri parið og gefendur að myndavélunum sem leiftruðu án afláts.

Svona gekk þetta sleitulaust. Mér leiddist þetta og spurði Sundar hvort yrði dansað eða eitthvað þannig. Hann horfði á mig í forundran og svaraði: Nei svona er þetta og hér verður fólk í alla nótt að borða og spjalla en ekkert annað. Nú, nú sinn er siðurinn í hverju landi.

Seinna vissi ég að flestir gefa peningagjafir og hitt að Tami-lar eru ekkert gefnir fyrir að syngja eða dansa. Þeir eru í raun frekar alvörugefið fólk fyrir minn smekk.

Page 96: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

89

Brúðkaupið stóð fram undir morgun en klukkan hálf sex um morguninn fór hið eiginlega brúðkaup fram í samræmi við útreiknaða stjörnugreiningu brúðhjónanna, en ekkert par gengur í hjúskap hjá Tamilum nema stjörnukort þeirra hæfi hvert öðru.

Foreldrar brúðarinnar bera kostnað af brúðkaupinu og stundum er greiddur heimamundur. Þetta er geysidýrt fyrir viðkomandi fjölskyldu. Mér var sagt að kostnaður væri aldrei minni en eitt hundrað þúsund rúpíur og svo upp úr, eða hundrað og sjötíu þúsund krónur. Margar fjölskyldur setja sig í miklar skuldir við það að gifta dóttur sína á þann máta að heiður fjölskyldunnar bíði ekki hnekki, en í þessu landi sýnist mér fjölskyldurnar helst berjast við að halda heiðri sínum gagnvart almenningsálitinu.

Daginn eftir stóð ég fyrir framan brúðgumann eftirbrúðkaups nóttina (brúðkaupsmorguninn), ég á mínu þaki hann á sínu klukkan tíu að morgni.

Ég þreyttur og slæptur hann ljómandi eins og sól í heiði af hamingju og gleði og ég spurði hann: „Are you happy?“ og hann svaraði að bragði: „Many, many, many happy!“

Ég gat alveg getið mér til um hvað hann átti við og tók undir bros hans og samgladdist. Brúðina sá ég seinna um daginn. Hún ljómaði af hamingju og hefur verið síbrosandi frá þessari nóttu. Steinandlitið sem hún kom með, vafalaust hrædd, var horfið.

Ég held að vel hafi tekist til í þessu hjónabandi sem og reyndar flest öllum sem ég hef kynnst á þessu Indlands rápi mínu, en alls ekki öllum. Slysin eru augljós.

Hjónaskilnaðir eru enn hinsvegar nærri óþekktir enda svo til ómögulegt fyrir fráskilda konu að komast af efnalega og félagslega. Skilnaður konu er nefnilega hneyksli!

Page 97: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

90

Götumynd frá Thiruvattyiur

Page 98: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

91

THIRUVATTYIUR

Í ljós kom að mágur Sundar átti þetta hús, sem ég hafði leigt, og reyndar ekkert staðið til að leigja það fyrr en ég kom á svæðið. Aðspurður af tengdaföður sínum þegar hinn til tekni tími hafði liðið sagði hann að húsið væri tilbúið fyrir mig og ég gæti flutt inn. En þegar við þrír Sundar, meistari minn og ég komum á staðinn var ljóst að þetta var bara vitleysa og kjaftæði.

Þessi tengdasonur er óttalegur gaur og lítið sem ekkert að marka hann. Maður sem rekur verkstæði með meðal annars smábörn í vinnu en stendur sjálfur út á götu allan daginn sp-jallandi við vini og kunningja með mikinn rembing og sjálf-birgingshátt, blaðrandi nær sleitulaust, besserwisser en ónyt­jungur.

Það að hann hafði logið í tengdaföður sinn olli því að meist ari minn og Sundar horfðu mikið á gólfið en ég þusaði við tengdasoninn um að ég yrði að fá húsnæðið svo sem um var samið. Hann talar nær enga ensku en skilur svolítið. Við-brögð hans voru bara axlayppingar og kæruleysis gláp útí loftið. Það er skemmst frá því að segja að næstu daga voru meistari minn, kona hans og Sundar við að ljúka frágangi á húsinu. Í ljós kom að tengdasonurinn hafði verið í rúmt ár við að hreinsa út og láta laga en lítið sem ekkert gekk. Húsið hafði verið ætlað til íveru fyrir konu hans og börn sem bjuggu við svakalegt umhverfi.

Þegar ég vissi þetta skammaðist ég mín fyrir að hafa tekið húsnæðið af blessuðum börnunum en sá auðvitað svo að til koma mín hafði valdið því að húsnæðið var klárað og svo varð húsið skjól foreldrum Sundars í þeirra tíðu heimsóknum til dóttur sinnar og krakkarnir og dóttirin urðu heimagangar hjá mér.

Page 99: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

92

Húsið var rúðulaust með skrautjárn steypt fast í glugg ana, sem skýrir hversvegna fjöldi manna brennur stundum inni í Asíu, engin leið að komast út í gegnum svona rimla og furðuleg tilhögun á dyralæsingum en þeim er nefnilega öllum læst að utan með slagbrandi og hengilás og auðvelt að læsa menn inni.

Rajinderen, föðurbróðir Sundra, læsti mig einu sinni inni, í óðagoti. Sundar hafði farið til foreldra sinna og ég var einn en hafði veriðí baði. Ég var ekki bara læstur inn í húsinu heldur einnig á íbúðarhæð hússins. Ég byrjaði að banka og hrópa, en enginn sinnti því enda mikill umferðar og umhverfishávaði. Svo var það fyrir tilviljun að einhverjir krakkar byrjuðu að kíkja inn í húsið og áttuðu sig á því að ég var læstur inni annars hefði ég hugsanlega mátt dúsa þarna þar til Sundar kom aftur tveim dögum seinna.

Ég var staðsettur í jaðri fátækrahverfis í miðstéttarhúsi. Gatan var moldargata og geysilegt ryk allan daginn sem sett ist á allt innanhúss. Rautt slímkennt ryk af þessari háu raka mettun loftsins sem þarna er.

Ekki færri en tólf manns voru við lokafráganginn iðnaðar-menn ásamt fjölskyldunni. Ég hef tamið mér að heimsækja alltaf verkfæraverslanir á ferðum mínum jafnframt því að sleppa engu tækifæri á að fylgjast með mönnum við líkham lega vinnu.

Málarinn var auðvitað í útslettum fötum sem á mátti lesa starf hans síðustu árin, leit út eins og litaspjald Pi-casso. Hann notaði lítið pensil en smurði málningunni á veggi og loft með höndunum og það gekk bara vel. Hann skar ágætlega í krók og kima en sletti svolítið. Málingin var frekar þykk. Þetta vinnulag er kannski ómögulegt með þunnum vökva, ætla ég.

Trésmiðurinn var með afgömul og slitin verkfæri, eldri heldur en afi minn notaði. Rafvirkinn var með eitt skrúfjárn og bara beit í vírinn og sleit einangrunina af og vafði svo saman og rúllaði einhverskonar slímkenndu einangrunar bandi á. Rafmagnið hefði enga skoðun staðist á Íslandi. Píparinn vann eins og ég þekki til en með afgömul verkfæri.

Page 100: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

93

Múrarinn gerði allt með höndunum berum. Hrærði lögunina og smurði svo á viðkomandi stað og strauk af það sem um-fram var. Allt þetta fólk vann vel og var iðið.

Ég þurfti oft að fá viðgerðarmenn til þess að redda bílnum, hann hafði eitthvað rafmagnsvandamál og svo var eitt og annað sem þurfti að endurnýja og dytta að. Að þessari reynslu fenginni dáist ég að Tamilunum. Með mjög frumstæð verkfæri og við einfaldar aðstæður, ekkert verkstæði bara úti á götu leystu þeir alltaf vanda minn. Stundum var frágangur ekki eins og við viljum, var kannski svolítið „Þetta hangir meðan það lafir“.

En þeir eru lúsiðið fólk, duglegt og heiðarlegt. Menn komu þegar þeir lofuðu og handbragðið var gott. Ég varð aldrei var við neina sviksemi. Í þessum hita er erfitt fyrir hvítan mann að hreyfa sig öðruvísi en mjög rólega því annars pusar svitinn af manni og magnleysið kemur fljótt, en Tamilarnir hamast oft eins og fólk í steypuvinnu á Íslandi og það bogar af þeim svitinn og svo er sopið drjúgt af vatni inn á milli.

Aldrei snerta þeir stút þegar þeir drekka en hella upp í sig. Það sama sér maður umhverfis Miðjarðarhafið.

Menn settust varla niður nema í hádeginu milli tólf og tvö þá var matur og miðdegishvíld. Það tíðkast nokkuð meðal an-nars í verslunum og skrifstofum en ekki í nýtískulegum fyrir tækjum.

Þann tíma sem unnið var við endurnýjun hússins var hengd stór andlitslaus brúða á framhlið þess og hún síðan brennd þegar öllu var lokið, en þá var sett grasker með máluðu andliti á þakbrúnina sem sneri að götunni.

Þetta, var mér sagt, var til þess að halda slæmum öndum frá. Þeir sem ég gat spurt þótti þetta della en treystu sér ekki til að taka áhættuna af því að hætta þessu.

Mér bar skylda til að láta skrá mig. Indverjar eru hálf hræddir við útlendinga held ég, sífelldar kröfur um skrán ingu. Mágurinn, ásamt Sundar, fór með mig eitt kvöldið á fund lögreglumanns hverfisins, en sá fannst hvergi hvernig sem leitað var. Í stað þess hittum við hverfisstjórann sem er bíóeigandi svo hann sýndi mér bíóið sitt. Mikið lifandi var

Page 101: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

94

það gaman. Auðvitað skítur og skordýr allstaðar, en vélarnar, maður lifandi, eldgamlar með kolbogaljósum og filman alltaf að slitna. Eftir hverja sýningu varð að setja ný kol í vélina. Inni í sýningarklefanum þurfti ekki ljós því birtan var svo of-boðsleg af kolboganum. Lögreglumaðurinn fannst ekki svo það var ekki talað um skráningu meir.

Ég fékk mér SIM kort í farsímann minn skömmu seinna og þá þurfti að framvísa vegabréfi og útfylla skráningareyðublað svo kortið yrði gilt. SIM kort og inneign á farsíma má fá all-staðar í borgum, bæjum og þorpum og almenningssímar fyrir innanlands og utanlandssímtöl eru á hverju strái.

Það er oft einkennilegt að sjá hátæknivædd fyrirtæki sem eru á stangli innan um hin gömlu hefðbundnu fyrirtæki. Kannski er hver að verða síðastur að sjá þessa aldagömlu menningu í svo lítið breyttu formi. Ætli allt verði ekki komið í sama alþjóðlega formið innan fimmtíu ára eins og gerðist á Íslandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar til aldamóta 2000 þegar okkar gamla samfélag hvarf og æði nýfrjálshyggjunar tók við.

Inn í þetta hús flutti ég svo og hóf mitt verkefni, en svækjan var svo mikil að ég átti erfitt með að sofa í henni, allt að 38C á nóttunni og mjög há rakamettun. Rykið af götunni var einnig svo mikið að ekki var hægt að hafa tölvu og bækur óhultar. Ég lét þess vegna byggja laufskála á þakinu svona 25 fermetra að stærð, afskaplega fallegan og svalan meðan loftslag hélst skaplegt en bauð heim allskyns smádýrum.

Gaman var að fylgjast með því þegar húsið var reist. Það tók tíu klukkutíma. Við verkið unnu fimm manns. Einn verkstjóri og fjórir undirsátar. Fá verkfæri voru notuð, aðeins sýll til að gata og járnsög til að skera bambusinn. Efnið var þurrkaður bambus af ýmsum lengdum og þykktum í grindina, en klæðn-ingin voru pálmaviðarblöð skorin sundur í miðju eftir stilk-num sem þar er og svo fléttuð saman og þurrkuð. Grindin var eins formuð og á hvaða húsi með skúrþak sem er á Íslandi en hnýtt saman með viðartrefjum. Mælistokkurinn var höndin, handleggurinn og öxlin á verkstjóranum og lóðbrettið augu hans. Vegghæðin var axlarhæð hans og mænishæðin tvöföld sú hæð. Grindinni sviptu þeir upp á engum tíma og gerðu

Page 102: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

95

ráð fyrir sólskyggni fyrir framan. Lengri tíma tók að setja upp pálmablaðamotturnar því þær eru bókstaflega saumaðar á grindina. Þetta hús var alveg vatnshelt, eins og sannaðist þessa örfáu rigningarskúra sem ég fékk á þessari dvöl minni, en það gustaði þægilega í gegn um það og ágætur svali að degi en vildi safnast einhvers konar rakakökkur í það á mjög mett uðum nóttum, en þá svaf maður bara úti á þaki.

Kostnaðurinn við að gera þetta hús með efni og vinnu var um sex þúsund krónur.

Auðvitað vildi ég þrifnað og lét setja tjöld fyrir alla glugga og þvo öll gólf daglega, salerni og hillur – og keypti uppþvotta bursta. Þetta þrifnaðar stúss mitt þótti Tamilunum vinum mínu mesti óþarfi og vitlaust, en viti menn þegar ég fór eftir fimm mánuði var orðin stór breyting til batnaðar hvað þrifnað varðar í næstu húsum. Menn þrifu rusl og máluðu og svo framvegis. Hegðan hefur áhrif.

Rykið í Thiruvattyiur pirraði mig töluvert svo ég fór á stúfana að leita að ryksugu og til að gera langt mál stutt, fannst engin ryksuga í stórborginni Chennai og hafi hún verið til hefur hún verið varðveitt eins og hernaðarleyndarmál. Jú Tamilarnir höfðu heyrt um þannig apparat og séð myndir en enginn átt svo þeir vissu, enda gátu þeir ekki séð þörfina fyrir hana, bara peningasóun. Ryk er nefnilega bara hluti af móður jörð.

Sundar sá um að þvo af mér þvott, færa mér mat og drykk og þrífa húsið jafnframt margvíslegum reddingum í sambandi við tölvur og önnur verkefni mín. Honum fórst þetta allt vel úr hendi. Sjaldan var misskilningur framar, því hann hafði lært að segja þegar hann skildi mig ekki. Ekki gerði hann þetta allt sjálfur heldur fékk fólk til flestra verkanna,enda hefði hann ekki komist yfir venjulegt húshald einn.

Kona kom klukkan sex á morgnana og skolaði þakflötinn þar sem ég bjó og vökvaði blómin, en ég kom mér upp töluverðum blómagarði og mikil spretta þar sem þau vaxa allt að fimmtán sentímetrum á dag. Svo skolaði hún af gólfum og þreif salerni. Ekki var við það komandi lengi vel að notuð væru sápuefni, það bara gera Tamilar ekki, en ég fékk mitt fram og það var

Page 103: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

96

notað í hófi en þá varð allt hreint en drullan ekki bara leyst upp í vatni og makað út um allt.

Svo teiknaði hún Kolam á dyrahelluna og það furðulega var að mynstrið hennar var það sama og ég hafði teiknað eina nóttina af viðfangsefni mínu. Hún hafði enga möguleika á að hafa séð það hjá mér, en svona er Indland.

Þetta voru hennar dagsverk. Fyrir þetta var greitt um fimm hundruð krónur á mánuði. Auðvitað heilsaði ég konunni kumpánlega strax og ég sá hana en hún leit baraá gólfið og sýndi engin viðbrögð. Ég gafst ekki upp, en lengi vel án árangurs. Þegar ég spurði Sundar hverju þetta sætti sagði hann að hún væri af stétt hinna ósnertanlegu og það tíðkaðist ekki að tala við þá. Ég bað hann lengstra orða að segja konunni að ég vildi hafa þetta öðru vísi því fyrir mér væri hún jafningi minn.

Eftir þetta heilsaði hún mér alltaf með brosi og kveðju meira að segja ef ég hitti hana úti á götu. Það var alveg augljóst að henni þótti mikið til um að ég skyldi ávarpa hana úti á götu og hún gekk sérstaklega hnarreist með brosi á vör frá þeim fundum.

Matinn fékk ég ýmist frá Annadi systur Sundar, sem átti húsið og bjó örskammt frá, eða hann var keyptur í mötuneyti við aðalgötuna. Maturinn var alltaf mjög bragðgóður og mér varð aldrei meint af honum. Undirstaðan var hrísgrjón steikt, soðin eða marineruð blönduð ýmsu grænmeti og ávöxt um með sósusafa af margvíslegum tegundum ýmist karrí eða masala, sem er samheiti yfir margvíslegar kryddblöndur.

Ég fékk ferska ávexti á hverjum degi það er að segja þá sem voru þroskaðir þá stundina. Mangó, epli, banana af mörgum gerðum gula, rauða eða græna, gúrkur, avokadó, papaya etc.

Matur og drykkur fyrir okkur báða jafnaði sig með svona tvö hundruð krónur á dag. Einu sinni í viku fékk ég nokkra kjúklingabita eða agnarsmáan fisk með hrísgrjónunum. Ég var satt að segja orðinn dauðleiður á öllu þessu hrísgrjónaáti þegar dvölinni lauk þó þetta mataræði færi að öllu leyti vel í mig, en þetta er ekkert grenningarfæði. Flestir Tamilar, karlar eða konur á miðjum aldri, eru með hrísgrjónaístru. Reyndar fá langflestar konur slappan kvið eftir fyrsta barnsburð og eldast

Page 104: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

97

því í útliti langt umframþað sem annars væri. Í fjölmörgum dyragættum í strætinu sem ég bjó sátu konur á ýmsum aldri og elduðu mat sem þær löguðu til með berum höndum, og seldu vegfarendum. Hjá þeim var stöðug umferð en veltan lítil vegna verðlagningarinnar.

Þvottamaður annaðist allan þvott sem hann tók, allan í hönd-unum. Honum var svo annt um starfsheiður sinn að þegar hann fékk pils frá mér sem hafði verið litað gult með tamarind, af trúarástæðum, en var upphaflega hvítt að hann hætti ekki að þvo það fyrr en það hafði náð upphaflega litnum en var þá í mínum augum gersamlega ónýtt, en hvað var hægt að segja, maðurinn var svo glaður og ánægður yfir þessu þolgæði sínu og árangri að ég borgaði uppbót og lét kyrrt liggja.

Þvottinn var svo farið með í straujarann, sem auðvitað var karlmaður, konur reka ekki svona fyrirtæki þar sem ég var. Allt kom til mín með hnífseggja brotum og glæsilegt.

Þeir nota mikla straubolta með skúffu innan í sem er full af glóandi kolum. Fyrir þessa fataþjónustu greiddi ég sem svar-aði eitt þúsund krónum íslenskum á mánuði.

Á fyrsta degi hafði ég farið í heimsókn til Annadi systur Sun-dar. Hún var tuttugu og átta ára gömul og átti tvö börn þau strákinn Santos níu ára og stúlkuna Vidya þriggja mánaða. Santana Krishna maður hennar og hún bjuggu fyrir ofan málmsmiðju sem hann rekur og í íbúðinni þeirra úði og grúði af grútskítugum vélahlutum. Mikið skelfing vorkenndi ég þessari glæsilegu og yndislega brosmildu konu að þurfa að ala börn upp í þessum ósköpum og svo annast allt heimilishald, en nú býr hún í húsi sínu fallegu og fullkláruðu, þessu sem ég leigði. Drottinn minn hvað það hlýtur að vera mikil breyting í hennar lífi.

Á verkstæðinu á neðri hæðinni unnu nokkrir karlar löðrandi í olíu, en ekki sér á svörtu, og einn eða tveir sjö ára guttar jafn löðrandi. Ég var hneykslaður á þessari barnaþrælkun sem ég sá þarna og spurði hverju þetta sætti eiginlega og svarið var fjölskylda þeirra á enga peninga og fær enga vinnu. Þetta er eina útleið þeirra til að afla fjár, en laun guttanna skildist mér voru um tíu krónur á dag. Það var oft raun að sjá eymd

Page 105: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

98

fólks en umkomuleysi svona barna, sem ég sá svo mikið oftar, er ægilegt. Samt eru þau brosmild þegar til þeirra er talað, vinkað eða brosað.

Ég fór langa göngutúra um hverfið ýmist einn eða með Sun-dar. Það brást ekki að væri ég einn tók einhver mig tali og spurði allra venjulegra spurninga og bauð mér heim til sín sem ég þáði nokkrum sinnum. Mér var mikil ánægja af þessu. Svo hópuðust aðrir að forvitnir að vita svörin mín og það gat stundum orðið töluvert hrafnaþing. Þessi skrýtna enska yfir á tamil og aftur á ensku. Aldrei lenti ég í því að einhver væri að reyna að svíkja mig eða snuða, þetta virtist einvörðungu vera forvitni og gestrisni. Að vísu eftir svolítil kynni fóru ýmsir að segja grátklökkum rómi frá veikindum eða giftingu og að engir peningar væru til og að öll aðstoð væri vel þegin. Skiljan legt fólk í þriðja heiminum telur alltaf hvítt fólk auðugt, enda sóum við flest fé í samanborið við þetta fólk.

Hvar sem ég fór hópuðust börn um mig kát og glöð sís pyrjandi og að láta taka mynd af sér. Ég hef alveg einstaka ánægju af glöðum, orkumiklum og kurteisum börnum svo ég naut mín í botn með krakkaskarann á eftir mér. Það voru tveir barnaskólar rétt hjá mér svo stundum voru tugir krakka umhverfis mig ákaflega mismunandi frökk af sér. Sum voru dauðfeimin og fóru að gráta og hlupu í burtu ef ég sneri mér að þeim til að heilsa með handabandi, en það rjátlaði yfirleitt af með tímanum. Krakkarnir höfðu geysi gaman af að taka í höndina á mér og snerta hvítt skinnið auk þess að tala þessa örlitlu ensku sem þau kunni. Allt ætlaði að ærast þegar ég sýndi þeim myndina af sjálfum sér í digital videó vélinni sem ég var með. Stundum komu kennararnir út á götu til mín til þess að spjalla einnig.

Ég átti á þennan máta orðið geysimarga kunningja í hverf inu þegar yfirlauk og gat hvergi farið án þess að kastað væri á mig kveðju, oft yfir götu, eða lent á spjalli. Ég fékk mér kaffi á sama hátt og Tamilarnir í þessum skúrum við götuna, reyndi bara að sjá ekki flugnagerið og skordýrin sem allstaðar voru.

Þó gafst ég upp á einum kaffistaðnum þegar ég sá kráku drekka úr vatnsstampinum sem vertinn tók úr í kaffið.

Page 106: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

99

Oj barasta, þessi dýr sem eru með nefið ofan í öllum sora.Skilningur minn á þrifnaði Tamilanna breyttist þó með

tímanum. Ég er ekki viss um að hægt sé að kalla þá sóða með umhverfi sitt og alls ekki með líkhama sinn. Þeir hafa bara allt önnur sjónarmið til lífræns úrgangs en vestrænar þjóðir. Hann er hluti af umhverfinu og mun rotna, en það gerist alls ekki með plastið. Varðandi annan úrgang þá safna þeir honum ein­faldlega vegna þess að þeir eru of fátækir til þess að henda nokkrum hlut og þessi opnu skolpræsi stafa af sömu orsökum. Tamilunum er fulljóst að heilsufarsógnun stafar af þeim og hægt og rólega er verið að setja þau neðanjarðar.

Ég þurfti að kaupa mér borð og stól og sitthvað smálegt í húsið. Endurskoðandi Santana Krishna sem heitir Sundar vildi ólmur aðstoða mig við þau kaup og það var farið í ákveðnar verslanir sem hann tók strikið í og þar þráttaði hann um verð, mér í hag virtist vera og kannski rétt, en mér fannst bráðfyndið þegar í ljós kom að hann fór einvörðungu með mig til sinna viðskiptavina – auðvitað.

Í nágrenni við mig var nokkuð stór byggingavöruverslun, sem ég fór oft í.

Ég nefnilega elska þannig verslanir.Krakkarnir mínir segja ef pabbi finnst ekki þá er hann í

BYKO.Þessi verslun var með gamla laginu. Margir afgreiðslumenn

og fátt sýnilegt. Það var því oft spaugilegt þegar ég var að reyna að túlka hvað ég vildi, við menn sem enga ensku tala. Ég var farinn að taka upp þann háttað teikna það sem ég vildi og það tókst með ágætum. Ég hafði enga hugmynd um að ég hefði nokkra myndlistarhæfileika áður en ég byrjaði á þessu, eða kannski eru Tamilarnir bara svona náttúrugreindir. Verk-færin sem þeir seldu voru samskonar og þú sérð á minja söfnum á Íslandi. Málning eitthvað hnausþykkt sull sem ég hef aldrei kynnst áður og er alltaf stömm og litar mikið út-frá sér þó fleiri vikur hafi liðið frá því málað var. Svo voru einnig á boðstólum afar fallegar brenndar leirflísar með helgi myndum, kristnum eða hindu.

Page 107: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

100

Það er yfirleitt sami viðskiptaháttur þarna og meðal þjóða þar sem prútt tíðkast sem sagt að þú getur fastlega reiknað með að ná 30% afslætti, meira ef þú ert heppinn. Þá er einnig gott að vera fyrsti viðskiptavinur dagsins því það er trú Tamila að ef þú selur fyrsta kúnnanum þá verði dagurinn góður.

Ég hafði samið við minn Sundar um fast mánaðarkaup og varð að þrátta við hann til hækkunar.

Sundar var sífellt að suða um að hann þyrfti að hjálpa for eldrum sínum,systrum sínum, vinum sínum og svo framvegis. Ég verð að leggja mitt til, sýna stuðning, ég hef engan á mínu framfæri...... sagði hann í sífellu. Mér fannst þetta fallegt sjónarmið sem er mér algerlega framandi þar sem búið er að taka úr lögum framfærsluskyldu barna með foreldrum sínum sem var til skamms tíma á Íslandi.

Hvað um það ég lagði fyrir hann að það sem ég borgaði honum yrði lagt á bankareikning þar til ég færi og ekki hreyft fyrr því hann hafði alveg frítt uppihald hjá mér, en ég myndi greiða honum kaupið í reiðufé en færi með honum fyrstu ferð ina í bankann til að leggja inn.

Daginn eftir að ég greiddi fyrstu launin sagði ég að nú færum við í bankann, en höfuð Sundar féll og hann starði á gólfið og missti alveg málið með tárin í augunum. Það var augljóst að eitthvað var að þessi gólfstörun vissi alltaf á það. Loks gat ég togað út úr honum leyndardóminn. Annadi systir hans hafði komið til hans í öngum sínum. Vinur eiginmanns hennar, endurskoðandinn hafði fengið fyrir hjartað og verið fluttur á spítala og Santana Krishna mágur Sundar hafði fyrir-skipað henni að fara til bróður síns og fá kaupið hans.

Sundar reiddi allt sitt fé af hendi og ætlaði með á spítalann til að hitta dauðvona endurskoðandann, en mágur hans sagði að hann þekkti hann ekki nógu vel og fór ásamt slarkfélögum sínum.

Annadi hafði eftir eiginmanni sínum að allt yrði greitt til baka eftir mánuð sem auðvitað aldrei varð.

Endurskoðandinn gekk sprækur um götur nokkrum dögum síðar í fylgd Santana, honum afar þakklátur fyrir fjárfram lagið.

Page 108: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

101

Hinn hjartahreini Sundar var afskaplega mæddur yfir þessu, en sannfærði sjálfan sig með því að endurskoðand-inn hefði meir þurft á þessum peningum að halda en hann sjálfur og svo væri hann, Sundar, ekkert merkilegur maður og ætti ekki annað skilið. Allir fara svona með mig, sagði hann og starði á gólfið. Engum líkar við mig. Þetta var hin mesta mæða og um kvöldið fór ég með honum í musterið þar sem hann rakti raunir sínar við Guð sinn og færði tilheyrandi fórnir í von um betri tíma og heiðarlegra fólk. Við fórum oft saman í musteri þegar líða tók á dag einkum á föstudögum því þá er múgur og margmenni ­ já svona fara þeir út á lífið!

Ég gerði mér sérstakt far um að taka þátt í öllum tilfær ingum Tamilanna í þessum musterisferðum bæði til þess að skilja dýrkun þeirra og hugsanagang þeirra. Mér var ætíð tekið vel og allir tilbúnir til að leiðbeina eða aðstoða meðal annars með að setja merkin á ennið eða kveikja loga eða með handa hreyfingar. Meira að segja prestarnir umgengust mig eins og trúboðar, kannski í vonum það að ég gerðist hindúatrúar.

Ég er kristinn maður en verð að segja það í fullri alvöru að helgin er meiri í hinum eldfornu musterum hindúa með þús undir manna hvern að dýrka sitt afl, sinn Guð, á persónubund-inn máta, með sönghópa, tónlist og fyrirlestra heldur en oft í skærupplýstum mótmælendakirkjum Íslands.

Það var óskaplega gaman að sitja úti á þakinu mínu, að nóttu, eða liggja á strámottunni starandi í stjörnubjartan himin inn og láta hugann reika. Oftast var heiður himinn, en þá sjaldan það var skýjað var ofsalegur raki svo erfitt var að anda. Þá fór rakamælirinn minn langt upp fyrir hundrað eða eins langt og hann komst.

Stjörnurnar voru í miljónatali. Þarna var mín eldgamla skiptistöð Orion og svo Suðurkrossinn vísandi mér hásuður, og Karlsvagninn með Pólstjörnuna, þar var mitt trausta unga Ísland. Stjörnuhröp og gervitungl, einstaka flugvél á leið til lendingar eða við brottflug frá Chennai og fallegi Venus skær og bjartur. Víddir, form og friður. Opinberanir og hugar undur. Skynjun eilífðarinnar og Guðdómsins.

Page 109: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

102

Það voru vandræði með rafmagnið það fór reglulega af þrisvar á sólarhring og stundum oftar og aldrei skemur en klukkutíma í einu. Sumir héldu að þetta væri skömmtun aðrir að þetta væru bilanir í orkuverum. Maður veit aldrei.

Eina nóttina þegar ég sat og hugsaði heyrðist ægileg spreng-ing og mikill bláleitur blossi leiftraði í átt til sjávarins. Skömmu seinna barst megn rafmagnssviðalykt í stafalogninu yfir hverfið. Spennistöð hafði sprungið í tætlur. Marga daga tók að gera við. Ég fór stundum að horfa á viðgerðina. Tugir manna á undirbuxum klifrandi og hangandi í málmgrindinni, eins og apar. Ég hugsaði: Hvernig skyldu þeir líta út ef allt í einu yrði hleypt straum á. Það yrði ljóta steikingin, og lyktin.

Alltaf heyrðust ýmis búkhljóð á nóttunni og stundum barns-grátur þá fór móðirin að klappa saman lófunum og ef það dugði ekki þá faðirinn og svo klöppuðu þau saman og barnið sefaðist. Ég hef reynt þennan hátt Tamilanna á íslenskum ung börnum, en þau bæta bara í orgið. Skemmtilegur siður Tami-lanna.

Húsbóndinn vaknaði reglulega í stráhúsinu bak við mig, en þar var hið aumasta fátækrahverfi. Hann skammaðist og reifst og svo barði hann konuna og hún hljóðaði þá skældu börnin og aðrir góluðu og hrópuðu. Það var bara eins og allt ætlaði af göflunum að ganga en svo skyndilega datt allt í dúnalogn, eins og ekkert hefði gerst

– þannig eru Tamilarnir mikill friður og ró og svo skyndileg sprenging og aftur friður, undarlegt.

Ég fékk aldrei botn í þennan heimilisófrið þó ég spyrðist fyrir en ég var líka vitni að því að maðurinn í húsinu við hliðina húðskammaði foreldra sína og konu um miðjan dag og gekk í skrokk á þeim öllum úti á þakinu við hliðina á mér. Það var nú einhver brjálsemi í gangi í því húsi. Ég sá auðvitað yfir til þeirra og stundum voru konurnar að þurrka þvott eða hveiti kökur og þá kastaði ég á þær kveðju og brosti til þeirra. Smám saman brostu þær á móti og svöruðu, en þetta hætti einn daginn sem gerðist þannig:

Kráka flaug yfir með eitthvað í nefinu, og missti það, sem féll rakleiðis niður í opinn stigaganginn á þessu húsi og mun

Page 110: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

103

hafa lent í höfðinu á aldraðri húsfreyjunni. Þetta reyndist vera appelsínubörkur. Af einhverjum aulahætti gægðist ég á eftir berkinum og við frúin horfðumst í augu. Atburðinn sá einnig hinn vanstillti og ærðist með það sama hljóp út á götu og tilkynnti öllum að hvíti maðurinn hefði sýnt heimili sínu dýp-stu vanvirðingu og kastað rusli í móður sína. Sundar var vitni að þessu og var alveg miður sín, kom hlaupandi til mín með þessar hörmungarfréttir. Ég tók þessu létt og taldi ekkert hafa gerst og sagði honum hvað ég hafði séð.

Í sömu svipan kom sá vanstillti út á þakið hrindandi konum hússins á undan sér æpandi, hrópandi, kallandi og steyt­andi hnefa. Sundar brást við eins og sannur stríðsmaður og steytti hnefa á móti og hrópaði.

Ég bað hann blessaðan að fylgja fordæmi föður síns og sýna hina víðrómuðu stillingu hindúa, sem hann gerði. Ég dró Sundar burtu á neðri hæðina og við settum svo upp margra metra rósóttan dúk milli húsanna svo ekki sá á milli og eftir það ríkti friður.

En sá vanstillti hafði ekki bara orðið æstur vegna þess að börkurinn lenti á höfði móður hans heldur vegna þess að konur hússins voru í bersýnilegri yfirvofandi hættu. Hann hafði æpt: Hingað og ekki lengra. Þetta læt ég ekki viðgangast. Hvíti maðurinn að reyna við konu mína, systur og meira að segja aldraða móður mína með því að reyna að vingast við þær, brosa og spjalla. Þetta skal aldrei verða á mínu heimili að mér lifandi. Þið skuluð eiga mig á fæti gjörspilltu friðarspillar, kvennaræningjar.

Nú, nú þá kynntist ég þessu, ofsalegri afbrýðissemi ind verskra karlmanna. Svo sem ekkert nýtt að sjá þess háttar. Þekkist allstaðar en þó mest við miðjarðarhafið, en þar eru þó karlmenn genetískt kvennaveiðarar og komast oft í feitt með norrænar konur sem ugga ekki að sér haldandi að um elsku lega vinsemd og gestrisni sé að ræða, eða líkar þetta bara vel.

Eina nóttina um fjögur leytið stóð ég og horfði yfir dimmt mannlaust strætið og fylgdist með strætisrottunni akfeitri og sællegri skanna svæði sitt, mæta næstu rottu og snúa við inn á sitt svæði. Leiftursnögg, stoppaði, skimaði, nartaði, stoppaði,

Page 111: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

104

skimaði og skaust á brott. Þá heyrði ég einhvern skarkala og eftir strætinu komu tveir karlmenn ein kona og barn þung hlaðin af eldhúsáhöldum og fátæklegri búslóð. Þarna var sýnilega einhver á ferðinni sem hafði þurft að flytja skyndi lega. Ljós kviknaði í glugga á næsta húsi á þaki fjórðu hæðar í skúrræfli, skömmu síðar.

Page 112: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

105

PRIYA

Þarna var á ferðinni bláfátæk tuttugu og átta ára ekkja Dana lakshimi að nafni með níu ára dóttur sinni sem heitir Priya. Með mér og Priya tókst ágætur vinskapur. Hún og vinkonur hennar urðu tíðir gestir hjá mér að leika sér í tölv unni og tvisvar kom móðir hennar. Einu sinni með móður sinni og annað sinnið með systur sinni. Stundum buðu þær mæðgur mér í kaffi en þá var alltaf einhver óvið komandi viðstaddur, ýmist ættingjar eða konur úr sama húsi, en kynnin hófust með óvæntum hætti.

Fljótlega fór litla Pryia að vinka mér af svölunum kallandi „How are you.“ Ég vinkaði á móti og svo

vinkaði mamma hennar og systir og vinnukonur hússins og frændurnir.

Svo var það einn daginn að ég var að taka myndir með videó vélinni minni að Pryia kom og vinkaði og auðvitað tók ég myndir af henni. Þá benti hún óskaplega og pataði og kallaði „See, see, see“ og ég benti henni að koma. Svo kom hún og sá myndirnar og varð einn sólargeisli í framan og sagði: Maa, maa, maa – meinandi frændi á tamil og togaði í mig og dró mig bókstaflega heim til sín til mömmu sinnar sem sat þar með frænda sínum að spjalli. Mér var boðið hið venju-lega vatnsglas, sem ég rétt dreypti á og svo hefðbundið kaffi.

Ívera þeirra mæðgna var skelfilega fátækleg. Klefi svona tíu fermetrar að stærð og þar inni var ekkert, bókstaflega ekkert

Priya með litla frænku sína í fanginu

Page 113: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

106

nema nokkrar tinskálar til að elda mat. Klefinn var hlaðinn úr holsteini sem sá útum milli samskeyta eða hann hafði molnað og í loftinu sá i bert gegnryðgað bárujárnið. Útihurðin var tin-plata með lás að utanverðu, eins og tíðkast.

Sem ég var rétt búinn að dreypa á kaffinu stormaði inn júfferta mikil með geysi þjósti bendandi og patandi á mig þusandi á tamil og mamman horfði á gólfið og Pryia horfði á gólfið og frændinn horfði á gólfið. Hvað nú, hugsaði ég en vissi að illt var í efni.

Í sömu svifum kom hjartaveiki endurskoðandinn og hafði hlaupið upp allan stigann upp á fjórðu hæð, togaði mig út másandi: Talk, talk, talk. Þannig togaði hann mig yfir á mitt þak en settist þar niður og fór að tala um daginn og veginn þegar hann náði andanum aftur. Í þeim svifum kom Sundar og horfði mikið á gólfið með fádæma mæðusvip og endur-skoðandinn laumaðist í burt.

Hvað nú kæri vinur og sonur Sundar. Jú, sko, ha, sko þú hefur farið óboðinn í hús ekkju og þannig sýnt fjölskyldu minni mikla óvirðingu! Við erum öll mjög sorgmædd og særð!

Ég var aldeilis alveg dolfallinn. Ég hafði farið í mörg hús í nágrenninu ýmist einn eða með Sundar eða öðrum og ekkert borið uppá. Jú, sko, ha, sko þetta er ekkja, sagði Sundar, „Bad reputation“ Ha, sagði ég vitandi áhættuna af því. Yes, yes, yes sagði Sundar, many husband, many men. Ha, sagði ég. Yes, yes, yes sagði Sundar „Bad woman!“

Mér var nú bara öllum lokið. Hvers konar foráttu for dómar voru þetta eiginlega. „Shame for family,“sagði Sun-dar, „We very sad“ Ég rökræddi þetta við hann fram og aftur en engu tauti var við hann komandi. Ég sagði honum hálf argur, að honum eða fjölskyldu hans kæmi ekkert við hverja ég umgengist, og hana nú. Hann starði bara á gólfið og missti gjörsamlega málið. Allt mitt umhverfi breyttist með það sama. Fólk í nágrenninu sem hafði heilsað mér með bros á vör leit undan þegar ég nálgaðist og tók ekki undir kveðju mína.

Endurskoðandinn sem hafði komið á hverjum degi sást ekki lengur. Annadi systir Sundar sem stundum hafði komið og

Page 114: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

107

eldaði matinn fyrir mig, hætti að koma og ég varð að kaupa mat annarstaðar. Þetta var óskapar staða sem bættist við það að ég hafði sýnt mági Sundar, Santana, hina ferlegustu óvirðingu, að mér skildist, þegar ég hafði einn daginn gengið að honum þar sem hann stóð á þakinu hjá mér með daglegri þyrpingu svallbræðra sinna á löngum fundum og sagt: Please, I need peace og þrítók það og þeir hurfu allir á braut sár móðgaðir.

Svo komu foreldrar Sundar og störðu á gólfið og meistari minn dillaði höfðinu mæðulega, sem ég vissi nú að gat haft óræða merkingu allt frá fagnandi, já í dýpstu fyrirlitningu, og verður að hafa næman skilning á minnstu frávikum til að túlka rétt. Ekki bætti úr að hjónaband Annadi var allt í upplausn og Santana Krishna hótaði að skila henni í föðurhús og hún var skjálfandi á beinunum stundum standandi úti á götu með börnin, virtist ekki þora inn og karlinn hrópandi á hana innan úr skítaverksmiðjunni.

Þannig atvik sá ég oftar en einu sinni í götunni. Einn daginn heyrðist mikill hávaði innan úr einu húsinu. Karlmaður var að tala hátt og mjög reiðilega. Pjönkur komu fljúgandi út á götu og ung kona í Sari með barn á handlegg og annað í togi hljóp stuttum skrefum út úr húsinu eins og hræddur spörfugl. Svo stóð hún umkomulaus með börnin andspænis húsi sínu eins lengi og ég sá til. Ég spurði Sundar hvort hann vissi hvað hefði orðið um þessa vesalings konu. Yeah, sagði hann, it is allright now, I think.

Þetta var ljóta standið. Það var mikil mæða og gólfstar. Þau sátu á neðri hæðinni hjá mér Sundar og foreldrar hans eins og örvinglað fólk sannfært um að tilveru þess sé lokið. Ég gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ræða við Sundar en fékk bara gólfstar og þögn.

Svo fór þetta að rjátla af og Annadi fór aftur inn og brosti á ný og kom í heimsókn og foreldrarnir fóru. Sundar fór að tala við mig aftur en fékkst ekki til að ræða það sem máli skipti en ég tók gleði mína aftur.

Þá skall ógæfan yfir enn á ný. Danalakshimi kom í heim-sókn með móður sína og systur og dætur þeirra. Ég bauð

Page 115: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

108

þeim auðvitað í kaffi og sýndi fjölskyldumyndir og auðvitað sérstaklega af minni elskuðu konu til þess örugglega að forðast misskilning. Svo fóru þær eftir svolitla skemmtilega stund.

Ég lýg því ekki Sundar bókstaflega grét og foreldrarnir komu aftur og nú fór Annadi með þeim heim og Santana Krishna lagði í langt ferðalag í sitt heima musteri til þess að ákalla guði sína og færa þeim fórnir, eða svo sagði hann, og Sundar fór líka heim til sín. Svívirða fjölskyldunnar var alger. Ekki nóg með að ég heimsækti ekkjuna um hábjartan dag í fjölda viðurvist, heldur gerði hún það sama, purkunarlaust! Annað hvort yrði ég að hætta þessu eða fjölskyldu Sundar yrði ekki viðbjargað.

Loks kom Sundar aftur. Ég hélt yfir honum langa ræðu um að ekki ætlaði ég að reyna að breyta viðhorfum Tamila og alls ekki að sýna fjölskyldu hans svívirðu, en þau yrðu einnig að sýna mér virðingu með að láta afskiptalaust hverja ég umgengist þó ég tæki því þó vel að fá leiðbeiningar væri ég að gera mistök og ennfremur að ef einhver væri að sýna fjöl skyldunni svívirðu þá væri það Santana Krishna með því að halda framhjá konu sinni slarkandi fram undir morgunn og gengi svo í skrokk á henni og eyddi öllum matarpeningum í sukk. Þetta væri svívirða, ef þau vildu leita að svívirðu.

Þá svaraði Sundar þessari snilldarsetningu: Já það er slæmt, en það er ekki svívirða því það er innan fjölskyldunnar,” it is family”!

Þá rann það ljós upp fyrir mér að svívirða fjölskyldna er þar eins og hér á Íslandi, alltaf utanaðkomandi en ekki í manns eigin ranni. Það er auðveldast að dæma aðra harkalega en telja sér trú um með sjálfsblekkingu að í manns eigin húsi sé allt eins og það eigi að vera, en felum það gaumgæfilega fyrir öðrum oft með rógi og slúðri um náungann og hans bresti.

Í öllu þessu fári spurði ég Sundar af hverju þessi fallega og blíða systir hans hefði gifst máginum.

Yeah, sagði Sundar, pabbi hans, hann Madurai heitinn, dó, en hann var bróðir mömmu minnar og vinur pabba, og mamma Santana Krishna var orðin heilsulaus. Hún kom grátandi heim til mín og sagði að Annadi yrði að giftast San-tana Krishna, ­ til að hjálpa. Eiginmaður hennar heitinn hafði

Page 116: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

109

gert pabba mikinn greiða því hann útvegaði honum vinnu hjá Royal Enfield verksmiðjunum.

Ha, sagði ég alveg agndofa, svo hún var þá aldrei hrifin af honum. Nei, nei sagði Sundar með tárin í augunum, því hann elskar þessa systur sína, hún vildi allt annan. Pabbi og mam-ma gátu bara ekki neitað. Það voru tíu strákar aðrir á eftir henni sem vildu giftast henni. Hún gat valið úr biðlum, hélt Sundar áfram.

Þessi skipulögðu hjónabönd hljóta að vera mikil happ­drætti nógu erfiðlega gengur fólki nú samt að veljast saman á eigin spýtur. Sundar sagði mér frá ungum manni sem vann hjá mági hans og bjó í næsta húsi. Hann mætir langfyrstur á morgnana, sagði Sundar, og borðar hádegismatinn á stéttinni fyrir framan heimili sitt og sest svo hinu megin á götuna þar til vinnan byrjar aftur. Svo að loknum vinnudegi eigrar hann um fram á rauða nótt. Hann getur ekki elskað konu sína, sagði hann svo.

Hægt og rólega urðu allir sáttir og sama góða viðmótið mætti mér í umhverfinu, en ég hafði raskað djúprættu viðhorfi. Ekkjur umgangast karlmenn aðeins í einum tilgangi að mati Tamila, til að fá það hjá þeim, eða sú er þeirra trú. Ég náði hins vegar því stigi að ég var álitinn náttúrulaus, sem kannski er rétt, og heilagur maður sem greiddi ekki hár sitt, sinnti lítið skikkanlegum klæðaburði, gengi um á indverskum nærbux-um á þakinu og skrifaði bók um dauðann.

Já, gangandi um á nærbuxunum það var svo skemmtilegt. Ég byrjaði það nú eiginlega hitans vegna og svo hitt að það sást enginn á nærliggjandi þökum. Svo fór ég að taka eftir kollum víðsvegar á þökunum þá voru það mest stelpur í hópum að gægjast og skríkja og fela sig svo. Ég hafði bara gaman af því.

Pryia mín kom stundum í heimsókn að leika sér í tölvu nni minni oft með vinkonur, stundum margar og allar vildu láta taka mynd af sér. Hún var ein heima frá átta til sex en þá var mamma hennar í vinnunni að pakka inn blöðum ein hversstaðar. Pryia hafði misst föður sinn úr hjartaslagi réttu ári áður og sagði stundum: Papa, God og benti í himininn.

Page 117: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

110

Hún er skýrleiks stelpa sem stjórnar mömmu sinni og heimili þeirra alveg. Henni dettur ýmislegt í hug. Einu sinni til dæmis setti hún á loft flugdreka á svölunum hjá sér, sem er geysivinsælt hjá krökkum þarna, og lét hann svífa rétt yfir þakinu hjá mér með eitthvað bundið í skottið. Það var miði með skilaboðum: Good morning. Thanking you. Your friend Pryia.

Svo missti mamma hennar vinnuna og varð tekjulaus, en talið er að yfir 40% atvinnuleysi sé í Chennai og til þessað fá atvinnu þarf að múta, er mér sagt. Ég tók eftir því að hún var allt í einu heima allan daginn og svo sá ég mætandi henni á götu að skartgripirnir voru horfnir og svo var Sari farinn og hún komin í einhvern kjólgopa. Svo var það einn daginn að ekkjan hrópaði í skelfingu frá sínu þaki: “Come, come, come” til mín fórnandi höndum. Ég auðvitað hljóp yfir og þar var Pryia mín meðvitundarlaus.

Ég greindi hana með slæma malaríu og hún þyrfti að komast undir læknis hendur strax og sagði: doctor, doc-tor, doctor. “Illai money” (engir peningar) sagði hún, marg­sinnis, því að frí læknismeðferð liggur ekki aldeilis á lausu í Chennai. Ég lagði til nauðsynlegt fé og barnið fór á spítala með það sama.

Pryia var lengi að ná sér og ég kom nokkrum sinnum að líta á hana. Hún var svo aum að ég hélt að hún myndi deyja enda aðbúnaðurinn hroðalegur til að sinna sjúkling. Hún lá skinnið á gömlu bílsæti í skugga með lofthitann yfir 45C og rakann um og yfir 100% og skalf af kulda, en bull kaldsveitt, dögum saman. Móðir hennar bað mig aldrei um peninga en það var ljóst að hún sá von í mér hvíta manninum, og svo var ég sá eini sem hafði getað hjálpað á neyðarstund. Pryia hjaraði loksins við, mamman atvinnulaus og búin að veðsetja alla sína skartgripi, en sú andstyggð tíðkast í Chennai að fólk fær lán hjá okurlánurum út á skartgripi eða önnur verðmæti á 30% vöxtum á mánuði. Þessir „Pawnbrokers“ eru í hverju stræti stundum margir. Ég hef alveg sérstakan viðbjóð á þessari okur starfsemi, ég veit ekki hvers vegna, kannski uppeldisáhrif.

Page 118: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

111

Það leið að því að skólinn hjá Pryia hæfist á ný, en eftir mörg samtöl við hana komst ég að því að engin leið væri til þess að hún kæmist í skólann því engir peningar væru til. Ég hafði í einfeldni minni talið að skólar væru ókeypis í Indlandi eða svo segja stjórnvöld alltént opinberlega en það er nú öðru nær. Allir þurfa að borga skólagjöld og skólabúningur er skylda og svo eru það skólabækurnar sem kaupa þarf. Mitt merar hjarta varð að einu mauki. Reyndar hef ég alltaf verið aumingja góður, eða svo sagði amma Guðlaug mig vera.

Það var útilokað að þetta námsmannsefni Pryia færi ekki í skóla. Í stuttu máli greiddi ég allt sem þurfti fyrir skólann og gaf henni nýtt hjól til að ferðast þangað, sem einnig gaf henni sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Ekki veit ég hvor var ánægðari ég eða hún en bæði vorum við glöð. Svo leidd umst við í skólann á fyrsta degi ég og hún. Pryia í nýju skóla fötunum sínum geislandi af stolti yfir að vera leidd af hvíta vini sínum meðan mamma hennar hljóp fyrir horn ef hún sá mig á götu hrædd við að valda hneyksli ef ég færi að tala við hana.

Þessi afskipti mín af skólagöngu Pryia gaf mér tækifæri til að fletta skólabókum hennar og seinna hjá annarri sautján ára stúlku. Ég er ekki hissa þó Tamilar eigi erfitt með talaða ensku, eftir að hafa séð kennslubækurnar þeirra. Þeir byrja á að lesa Shakespeare og önnur ensk stórskáld og halda því svo áfram. Það er hreint ekki óalgengt að krakki í framhaldsskóla geti þulið heilu ljóðabálkana á gullaldarensku. Lítil áhersla er sem sagt lögð á nútíma talmál. Aðferðir í reikningi og stærð-fræði komu mér einnig afar spánskt fyrir sjónir. Allt aðrar að ferðir við reikning heldur en hjá okkur eitthvað þannig að margföldun er margsamanlagt og deiling er margfrádregið. Geysi áhersla er lögð á Algebru strax í barnaskóla og heldur áfram. Kennslubækur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði virtust vera eintómar algebruformúlur.

Svo nota þeir til dæmis orðið Lakh fyrir hundrað þúsund og skrifa svona: 1.00.000 þetta virkar sem sagt þannig að þegar komið er yfir níutíu og níu þúsund þá telur hvert Lakh upp fyrir níutíu og níu Lakh eða tíu miljónum þá er það kallað

Page 119: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

112

Crore. Níu miljónir átta hundruð tuttugu og fimm þúsund rúpíur er sem sagt skrifað þannig: 98.25.000 rupíur.

Ég er alveg viss um að einhvern tímann hitti ég Pryiu aftur og þá í London sem sérfræðing í lækningum sem þannig skilar mér þessu. Það sagði ég henni og gerði að hennar álögum.Mamman fékk vinnu skömmu síðar eftir þriggja mánaða atvinnuleysi, stofnaði matsölu með frænda sínum. Ég vona svo sannarlega að lífið léttist hjá þeim mæðgum og með þeim orðum eru þær úr sögunni.

Dagarnir liðu við skemmtilegar pælingar og skriftir auk þess sem ég tók fullan þátt í samkvæmislífi fjölskyldu Sundar farandi í musteri á föstudegi og í allar tiltækar fjölskyldusam-komur.

Ekki var þetta þó eintóm sæla því hitinn og svækjan var kæfandi og ég hafði fengið sár á fótinn sem feikna ígerð kom í og mér gekk illa að láta gróa. Auðvitað vissi ég það að bráðhættulegt er að hafa opin sár í hitabeltinu í svona röku loftslagi, það er gósenland fyrir bakteríur og sníkjudýr, en ég bara vissi ekki hvað átti að gera. Plástur gat ég ekki notað vegna ofnæmis og ómögulegt að fá þann rétta. Loks benti Mohan mér á sýklalyf sem dugði svo snöggt að eftir áburð að kveldi var ég svo til góður að morgni. Hitinn var svo mikill um miðjan dag að það kom sviðalykt af stráhúsinu mínu.

Page 120: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

113

SJÓFERÐIN

Sólarupprásin og sól-setrið var dásamleg sjón frá þakinu mínu. El-drauður hnötturinn rann upp sjóndeildarhringinn í austrinu milli fimm og sex á morgnana varpandi blá-bleikum bjarma á allt um-hverfið og lífið tók við sér. Þögn næturinnar var rofin.

Gargandi krákur, pumpandi vatnsdælur í hverju húsi, prestar Islam hrópandi morgunbænir-nar, karlar að teygja úr sér á þakinu, sumir að tilbiðja

með lófa saman í átt til sólar, einstaka að gera mildar Yogaæf-ingar, snuggandi kýr, montnir hundar, íkornar hlaupandi upp og niður húsveggi, sífrandi smáfuglar í öllum regnbogans li-tum, glerflugur og fólkið, fólkið maður, en sá fjöldi sem skreið úr fylgsnum sínum í dagrenningu.

Og auðvitað síbyljan í kirkjuklukkunum, sem ég hélt í fyrstu að væri, en reyndist svo heljarmikil stálsmiðja í næsta nágren-ni þar sem risa hamrar buldu dag og nótt.

Karlar að mynnast við frúr sínar í dyragætt og faðma börn. Konur í Yoga að teikna Kolam mynstur á dyrahellur og skola anddyri og sópa götuna fyrir framan sitt hús í hrúgu fyrir karl inn með hjólakerruna sem kom með strákúst og sópaði í skál og hellti í skúffuna.

Catamaran

Page 121: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

114

Public Calling Office eða PCO, sem þeir kalla almennings­símann, opnaði andspænis þakinu mínu og fólk fór að hringja sínar erindagerðir þarfar og óþarfar.

Gangandi fólk, hjólandi fólk, hjólakerrur með flutning, þríeyki, vélhjól, mótorhjól og bílar, allt flæddi moldargötuna í leiðslu hins nývaknaða manns sem smám saman fékk skýr­leikann í heilann og herti för sína og skarkala.

Öllum virðist allstaðar liggja mikið á. Að komast frá eða að heimili sínu og Tamilar þessi auðmjúka, hæverska þjóð breytist í óargadýr þegar hún fær vél í klofið. „Blow horn“ stendur aftan á hverjum bíl og það gera þeir svo sannarlega. Flautur með allt hljómborðið garga, skrækja, baula og bylja. Ekki til að segja varaðu þig ég er að koma heldur, snautaðu eða ég ek á þig. Svo stendur líka: Two plus one, meinandi eitt barn á par, sem er áróður frá yfirvöldum gegn fólksfjölgun.

Allt er komið í hinn hefðbundna hrærigraut og sólin er ekki einu sinni öll yfir sjóndeildarhringnum.

Í vestri sígur gullinn máninn speglandi sólina hafandi lokið næturvaktinni, ánægður með sitt enda stjórnar hann sjávar föllum, tíðum kvenna og lífi Tamilanna.

Ég varð svo heillaður af sólarupprásinni að ég bað Sundar að koma með mér niður á strönd einn morguninn til að horfa, njóta og hrífast. Leiðin lá með strandgötunni í rökkri og algeru næði. Yfir byggðinni lá dulúðugt mistur eins og velheppnuðu leiksviði. Þetta gat vel verið borg hinna dauðu. Við gengum fram hjá musteri þorpsins sem er eldgamalt og fallegt. Þar bjó einu sinni heilagur maður. Hann brá yfir sig fléttaðri körfu með mold í lófa og breytti henni í sælgæti fyrir börn, svo gerði hann þetta aftur og þá var moldin orðin að blómi fyrir full orðna en í þriðja sinn var engin hreyfing svo fólkið lyfti körf unni. Sá heilagi var horfinn og ekkert eftir nema steinrunninn deli hans og engin smásmíði, ég hef séð hann, er enn í muster­inu, yfir metri á hæð og ábyggilega tvö hundruð kíló á þyngd. Það hefur verið tak að burðast með þetta undir kviðnum.

Við gengum í gegnum bláskínandi fátækt fiskimannaþorp, en Sundar var á heimaslóð, var alinn upp í Thiruvattyiur, í næsta nágrenni. Fólk endurgalt bros og kveðju, en Sundar

Page 122: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

115

sagði: Farðu varlega hér er fólk óskaplega fáfrótt ólæst og hjátrúarfullt. Hér getur minnsta atvik orðið tilefni mikils mis-skilnings og vandræða.

Í þetta sinn fylgdi ég algerlega ráðleggingum hans. Milli kofanna voru moldarstígar með skolpi næturinnar og hús-dýrum á rápi, geitur, hænsni, hundar og kettir. Allt var að vakna á sama hátt og í götunni minni. Við ströndina var fjöldi fiskibáta og margir á sjó, staflar af netum og öðru sem tilheyrir fiskimönnum.

Dásamleg sólarupprásin var í námunda. Hvílík dýrð, hvílík göfgi, hvílíkur Guðdómur.

Ég fylgdi Sundar í humátt en hann var alltaf eitthvað að stjaka við mér og benda mér hvar átti að fara á þessari sólgullnu strönd. Þessari Paradís okkar.

Já, var ekki paradís einmitt á Ceylon sem nú heitir Sri Lanka og er hér rétt sunnar, fyrir odda Indlands?

Ég var í himneskri fullnægingarleiðslu þegar Sundar stuggaði harkalega við mér og benti niður. Uff, ég hafði nærri því stigið í mannaskít. Já, það voru svona margir á hækjum auðvitað að skíta og þrífa líkhaminn, sumir að bursta tennur í sömu mund, sitjandi í hægðum sínum með tannkremsfroðuna hringinn í kringum munnopið brosandi í kveðjuskyni.

Æ, þetta er bara fallegt þegar þú venst þessu.Við stóðum þarna á öruggum stað, skítlausum, í drykklanga

stund og nutum stundarinnar. Skari af fólki var komið um hverfis okkur. Fyrst karlar, svo krakkar, þá fullorðnar konur og svo ungu stelpurnar, mannbæru. Svo var byrjað að spjalla og taka myndir og sýna myndir og brosa og hlæja. Skarinn fylgdi mér hvert fótmál, mín var ánægjan.

Bát bar að landi með skipstjóra og stýrimann í skut með öruggt handbragð og fjóra í áhöfn. Báturinn virtist vera fleki því hann reis varla úr sjó.

Það brimuðu stundum tveggja metra háar öldur sem brot-nuðu við ströndina. Skipstjórinn beið lags utan við brim-garðinn og hrópaði þegar lag var og skipverjar lögðust á árar og stjaka og fleyttu bátnum á stærsta ölduhryggnum örugg lega á land, stukku þá frá borði og gripu þétt í bátinn svo út-

Page 123: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

116

fallið tæki hann ekki með sér. Fjórir menn komu hlaupandi og brugðið var röftum undir bátinn og átta manns báru hann í skyndingu í naust í var fyrir næstu öldu.

Skipstjórinn var virðulegur og valdsmannslegur svo sem þeirra er siður um allan heim. Skipstjóri og sjálfseignar bóndi er konungur í ríki sínu og líka heimili. Net voru greidd og fiskur tíndur úr. Lélegur afli á Íslandi þætti mér. Líkle-ga fjörtíu smáfiskar á stærð við Ora sardínur. Báturinn var leystur í sundur í frumeindir sínar sem voru sjö tilhöggnir raftar sem mynduðu sporöskjulagaða íbjúga skel. Þannig gera þeir þetta. Þurrka bátinn milli ferða og binda hann svo saman fyrir næstu sjóferð þar sem hann þrútnar út og heldur að mestu vatni. Þessa báta kalla þeir Catamaran eins og vestrænir menn hafa tekið upp að kalla nútíma tvíbytnur.

Mér þótti þetta allt forvitnilegt og hóf samræður við skip-stjórann um aflafang og sjólag fyrir milligönguSundar. Áður en á löngu leið var báturinn bundinn saman aftur og borinn niður í fjöru til sjósetningar fyrirskemmtiferð með hvíta man-ninn, mig.

Ég vildi taka til hendinni að sjómannasið, ekki vegur, hvítur maður fær ekki að gera handtak í Tamil Nadu, alltént ekki ég. Sestu þarna var bending skipstjórans og svo var beðið eftir hagstæðri öldu þá rak áhöfnin upp óp og ýtti með öllu tiltæku afli á flot og út rann catamaran með mig innanborðs en áhöfnina í sjónum ýtandi eins langt og nef og munnur manna leyfði.

Svo hófu þeir sig inn fyrir borðstokkinn sem einn maður og skipstjórinn beið lags meðan skipverjar andæfðu, svo hróp og fleytt á milli aldna með hröðum, taktvissum sterkum ára tökum og stjökum. Ég vildi róa líka, ekki við það komandi.

Svo þarna sat ég í kjölvatninu eða það er að segja báturinn maraði í hálfu kafi, var varla upp úr sjó og á þessu fyrirbrigði var siglt til hafs og svo með ströndinni. Eftir dágóða stund bentu skipverjar mér æstir á lygnu í sjónum en þar hafði fraktari sokkið og sá í möstur hans og yfirbyggingu undir yfirborðinu. Ég sá lítið til lands því öldurnar byrgðu oftast sýn. Ýmist vorum við niður á hafsbotni að mér fannst eða

Page 124: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

117

í háalofti. Ég var allsendis óhræddur enda Ísland annað af tveim löndum heims með skyldusund. Óaði ekkert að synda í land nema helst ef ég sypi eitthvað af morgunkúknum.

Lendingin var upplifun, að þjóta á þessum fleka á fyssandi fjallháum öldutoppi, toppaði allt ef svo má segja. Eftir að hafa þakkað fyrir mig og gaukað smáaur, fyrir greiðann, að skip-stjóranum héldum við Sundar til baka.

Á eftir okkur kom krakkaskari, ekki færri en sextíu stykki,og litlu logið. Á vegi mínum varð sjoppa þar keypti ég heila dollu af brjóstsykri og gaf öllum. Það var svo fyndið þegar sumir voru að svindla og reyna að fá oftar en einu sinni. Ég bara hló og þá svindluðu allir og þarna átum við saman minnsta kosti tvö kíló af gotti. Ég hef alltaf verið gotteríspadda og át ekki minna en krakkarnir.

Svo bar þarna að strák sem var með apa í vírtaumi. Aum-inginn var særður á hálsinum og lafhræddur enda sló strákurinn hann til að láta hann hlýða. Ég rak þennan dýra-plagara burtu með harðri hendi á kristaltærri íslensku svo rækilega að strákurinn starði á jörðina lafhræddur, hræddari en apinn og leysti apann sem stökk sem hann ætti líf sitt að leysa í næsta tré í efstu grein og kvaddi mig þaðan vafalaust þakklátur fyrir frelsið.

Það var gaman að kveðja þetta skemmtilega fólk. Veifandi, brosandi mannsfjöldi segjandi Poivaren – sé þig seinna. Þetta var góður morgunn með náttúrubarninu, syni mínum Sun-dar.

Ég var svo þreyttur eftir slarkið að ég svaf sleitulaust í tólf tíma enda hafði ég unnið við skriftir alla nóttina áður. Þegar ég vaknaði um miðjan dag beið mín heitt kaffi og morgun-verður að venju, allt að hætti Tamila.

Ég settist að borði í rauðu pilsi og ber að ofan, þá kom heilagur Tómas, Saotome.

Page 125: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

118

Nóaflóðið

Page 126: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

119

SAOTOME

Hann hét Saotome, úr nágrenninu, átti sitt eigið vélaverk-stæði, var frelsaður maður til Hvítasunnu á tamilskan máta og hafði frétt af mér frá vini sínum og ákveðið að fara á fund þessa víðfræga heilaga hvíta manns.

Ég var svo sannarlega með réttan viðbúnað í pilsi ber að ofan sitjandi í lótusstellingu stýfandi morgunverð úr hnefa með þrjú hvít öskustrik á enni og rauðan depil í þriðja auga sem Sundar hafði sett á mig um morguninn að minni beiðni. Þetta gat ekki verið betra.

Þarna var hann kominn á minn fund að leita skýringa eða leiðbeininga um viðfangsefni sitt úr Biblíunni sem var Nóaflóðið og hvernig Nói bjargaðist frá þeim ósköpum öllum.

Eftir kurteislega kynningu af beggja hálfu fór hann að greina frá vandræðum sínum með miklum málalengingum. Hóf talið við Biblíubyrjun og þræddi sig örugglega að Nóaflóðinu.

Lýsti því öllu í smáatriðum bæði því sem skrifað hefur verið og því sem hann hefur verið upplýstur um með vitrunum, að mér skilst mest megnis frá Gamla Nóa sjálfum. Ég hlustaði á þetta með stakri þolinmæði.

Maður verður svo stóískur á Indlandi. Enda talaði maðurinn ágætis ensku hafði verið menntaður í kaþólskum skóla upp í fjöllum í Kodaikanal.

Það kom að því að mér var ljós málaleitun hans, sem var sú að Nóaflóðið var orsakað af geysilegri rigningu miklu meiri en vatn var til á jörðunni sem var útaf fyrir sig því vatnið kom auðvitað frá Guði, því vorum við báðir klárir á, en í sögunni segir að þegar flóðinu létti eftir þessa fjörtíu daga og fjörtíu nætur þá hafi allt extra vatnið verið sett í „Storehouses“ eða vöruhús.

Page 127: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

120

Saotome vildi sem sagt vita hvort ég gæti nokkuð leiðbeint honum um hvar þessi vöruhús væri að finna. Hann sagðist nokkuð viss um að þau væru ekki í Tamil Nadu hann hefði grandskoðað það. Það komu nú vöflur á mig. Ég hafði satt að segja ekki hugsað þetta mál frá þessum sjónarhorni. Taldi að þetta væri myndlíking og vatnið hefði farið til síns uppruna.

Þá svall honum móður og hann hrópaði: Trúir þú ekki orðum Biblíunnar? Jú, jú ég hélt það nú, en sko Biblían hefur verið þýdd mörgum sinnum á hverju tungumáli og þýðingar oft breyttar frá fyrri útgáfum fyrir utan það að þýðingar misfarast á milli tungumála og svo eru upprunalegu hugtökin oft mis­skilin. Hann var alveg standandi bit, að það væru til fleiri en ein biblíuþýðing hafði honum aldrei komið í hug, kvaddi mig og fór með þeim orðum að hann ætlaði að hugsa þetta frekar og koma svo aftur sem hann gerði mér til mikillar ánægju.

Það skemmtilegasta var við óvænta tilkomu heilags Tómasar að eftir viðræður við hann fékk ég lausn á geysi erfiðum pæl ingum mínum um ákveðið efni, sem ég sá enga lausn á, en hann sagði mér lausnina, bersýnilega óafvitandi um hvað hann sagði eða mikilvægi þess. Já þannig var Indland mér, veitti lausnir, óvænt.

– Alltaf heppinn Pétur, og þakklátur fyrir það – Heilagur Tómas var hvorki fyrsti né síðasti maðurinn sem

annað hvort kom til mín til að spjalla eða ég hitti á förnum vegi og lagðist í spjall við, þetta var vikulegur viðburður. Í Tamil Nadu get ég talað um hugðarefni mín við hvern sem er og fengið skynsamleg innlegg, það er mér illmögulegt hjá löndum mínum, nema konu minni Svanfríði og börnum mínum. Ég hlýt að hafa indverskt mentalítet, enda sagði ég oft þegar þeir spurðu hvað ég væri að gera á Indlandi, að ég væri hvítur Indverji kominn heim. Það þótti alltaf fyndið og gott svar sem gaf bros og oft skellihlátur, enn meiri fögnuð vakti þó á ferðum mínum í austur Afríku, Kenya, Tanzaníu og Uganda þegar ég gaf það svar við sömu spurningu að ég væri svartur al-bínói. Það þótti þeim argandi fyndið og stofnaði oft til kunnings skapar þar um slóðir hjá því góða fólki.

Page 128: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

121

Ef þú, lesandi góður veist eitthvað frekar um þessi vöruhús sem geyma Nóaflóðið þá bið ég þig lengstra orða að hafa sam-band við heilagan Tómas til að létta hugarvíl hans, en hann er fjölskyldumaður og er hættur að geta unnið eða brauðfært fjölskylduna vegna þessara vangaveltna. Það er rétt að hafa það í huga við þessa leit að vatn í aðgreindu efnasambandi sínu H2O má auðvitað geyma í mjög samanþjöppuðu formi. Þokkalegt ef stórveldin fyndu þessi vöruhús!

Aðrir stórskemmtilegir menn sem ég naut mín með voru heimspekingurinn og kennarinn Dash. Menntaður frá Lon-don í sínum fræðum. Fljúgandi vel gefinn, víðlesinn með mörg sjónarhorn á viðfangsefnum og skemmtilega víðsýnn í þröngsýni sinni. Þegar ég kom fyrst til hans var ég í fylgd þriggja tamil vina minna sem ég kynnti auðvitað fyrir honum, en hann virti þá ekki viðlits né kastaði á þá kveðju. Já, stétta skiptingin er enn við lýði.

Hann átti tólf ára þroskahefta dóttur, ósköp in-dæla, þegar hann fór að sækja kaffi settist hún í stólinn hans og masaði við mig á sinni tamil ég bara svaraði á íslensku, það var best. Svo teiknaði hún merki á handarbakið á sér og sýndi mér. Hárin risu á höfðinu á mér. Þetta var sama merkið og ég hafði séð í draumi fyrir nokkru og vissi engin deili á og enginn kunni skýringu á og hafði ég þó spurt marga. Ég var mörg ár að ber-jast við að skilja þýðingu þessa tákns og hvað olli

því að stúlkan teiknaði það á handarbakið og sýndi mér ­ en það svar kom að lokum.

Mohan tuttugu og fjögurra ára gamall vinur Sundar. „Drop out“ á síðasta ári í læknadeild Madras háskóla. Ungur maður með klístur minni og afburðagreind og óseðjandi forvitni. Það lýsir honum best að hann kallaði sig stundum „Mister could not care less.“ Síðast þegar ég frétti af honum var hann að vinna að doktorsritgerð sinni sem fjallar um þörf mannsins til að fjölga sér!!! Svo vissi ég af því að hann var aðstoðar-maður blinds nemanda í sálfræði við Madras háskóla, skrif aði fyrir hann lausnir á prófum, hafði fengið sérstakt leyfi

Merkið

Page 129: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

122

prófessoranna til þess. Hann bað mig að gefa sér kennslubók í íslensku því hann langaði til að læra hana með öðru, sem ég gerði. Kannski hann endi með því að yrkja á íslensku eins og eistlenskur vinur minn síðar sendiherra þeirra í Kaup mannahöfn, Arvo Alas, frábær málamaður sá.

Svo var það hann Villi. Tíu barna faðir í Shangrila með sína stórkostlegu konu. Þar fór mannvinur, heilsteyptur og greindur íslendingur með víðsýni heimsborgarans. Þau hjónin reka saman Fjölskylduna, sem er félag ýmsum íslendingum að góðu kunnugt, til styrktar heyrnarlausum, og vinna þar mann úðarstarf.

Ég vil ekki gleyma Kamatchi móður Sundar, en við áttum langar spjallstundir með milligöngu hans. Þar kynntist ég sjónarmiðum miðaldra tamilskrar giftrar móður og þunga miðju stórfjölskyldu sinnar. Ef ekki væri fyrir mismunandi trúarbrögð og afstöðu vegna siðfræðikenninga þeirra og litarháttar hefði hún getað verið hvaða íslensk móðir sem var og sannast þá enn að hjörtun slá eins í Rio og Reykjavík. Hún býr yfir reynslu kynslóðanna og næmri móðurástinni auk þess að vera bæði ljós og skuggi eiginmanns síns.

Þá Jakob, kennarinn á eftirlaunum sem hjálpaði mér að kaupa hjólið. Hann var hálfgert sníkjudýr og ég held, Hommi. Hann var sífellt að snerta á mér hné og handleggi og kyssa hæ-gri hönd mína og segja hvað hann væri góður nuddari. Sagðist hafa verið enskukennari. Sífraði að hann væri blankur þyrfti að komast til jarðarfarar ættingja síns útí sveit. Svo átti hann veit-ingastað á aðalgötunni sagði Sundar mér. Hann kom nokkrum sinnum og masaði látlaust um allt og ekkert með rúpíu merki í augunum. Hann var svoddan leiðindaskjóða að það tóku sig alltaf upp veikindi hjá mér þegar hann kom og ég bara fór inn og læsti og lagði mig. Þá fór hann þegar vonlaust var orðið um peningaframlag hjá mér. Karlinn var samt skemmti lega lyginn.

Page 130: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

123

MOHAN

Já Mohan karlinn, hann er mikill furðufugl. Hann bauð mér í heim-sókn heim til sín að hitta forel-dra sína og systur og þeirra fjöl skyldur. Sundar hafði áður sagt mér að þetta fólk væri mjög hneykslað á hans fjölskyldu að hleypa útlendingi svona inn á sitt heimili og fjölskyldu, aldrei að vita hvað þessir útlendingar taka upp á. Ég vona að ótti þeirra hafi ekki sannast með útkomu þessarar bókar. Allt að einu gengur mér það eitt til að segja fallega frá þessum vinum mínum. Ég held nú samt að þau hafi átt við að oft er misjafn sauður í mörgu fé,

en ákveðið að veita mér traustyfirlýsingu á grundvelli frá sagnar Mohan, og svo hefur heimboðið líka verið forvitni, eins og það var hjá mér að taka því. Nema hvað, þangað fórum við.

Einstakur staður. Þrjú hús standa út í miðju stöðuvatni sem er grunnt svona rúmt fet en um vatnið er gengið eða ekið til þeirra. Húsin standa svolítið hátt svo þau séu yfir vatnsyfir-borði. Þar búa foreldrar hans og systur með sínar fjölskyldur. Faðir hans fyrrverandi lögregluforingi bráðskemmtilegur og hermannlegur og móðirin brosmild og alúðleg. Systurnar voru hver annarri skemmtilegri og við sammæltumst um að hittast aftur þegar ég fór því okkur fannst hvort annað svo skemmtilegt. Þarna var allt hreint og snyrtilegt bæði heimili, hús og umhverfi. Ég átti þarna góðan dag hjá gestrisnu fólki.

Page 131: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

124

Á leiðinni frá húsinu vildi Mohan stoppa við eitt hreysið og að ég heilsaði upp á föðursystur hans sem þar bjó ein með sínum syni sem ég gerði.

Mér krossbrá því blessuð konan kastaði sér marflatri og kyssti fætur mína. Svo færði hún mér vatn og ég sat svolitla stund og talaði við hana, son hennar og mjög aldraða og lúna konu sem þar var, með aðstoð Mohan.

Þegar við ókum burtu sagði Mohan: Hvað fannst þér um son hennar? Er hann albinoi? Ha, nei, nei svaraði ég, hann er bara óvenju ljós Indverji, en ég hef séð nokkra með svona litarraft á mínum ferðum hér. Gott að þú segir þetta sagði Mohan. Ég hef líka alltaf haldið þessu fram. Þegar þessi drengur fæddist varð faðir hans alveg óður og rak frænku mína að heiman. Hann sagði að þegar hún fór þetta eina skipti ein að heiman, án hans, hefði hún haldið framhjá með hvítum manni og drengurinn væri sonur hans.

Blessuð konan hefur alltaf mótmælt þessu en án árangurs og er því útskúfuð en fær að búa þarna í kotinu í skjóli bróður síns. Mohan kom seinna með þennan frænda sinn til þess að leyfa mér að kynnast honum. Sjálfur er hann alltaf að pæla bæði í fólki og fyrirbrigðum.

Það er ægilega gaman þegar hann er að greina mig í frum eindir og ber síðan niðurstöður sínar undir mig.

Það var liðið á kvöld og komið svarta myrkur þegar við héldum áleiðis heim. Ég var alveg áttavilltur og hélt að Mohan væri að fara heim til sín þegar hann bað allt í einu um að yrði stoppað og honum hleypt úr, bara á horni einhverstaðar. Þaðan var löng leið til Thiruvattyiur ábyggilega einir tveir tímar. Við Sundar fórum báðir strax að sofa enda þreyttir eftir tíðindamikinn dag. Um klukkan fjögurum nóttina dynur grjót af götunni á þakið hjá okkur. Ég var latur og nennti ekki að athuga um þetta. Ég vissi sem var að Sundar sæi um þann sem þarna væri.

Morguninn eftir spurði ég Sundar hver þetta hefði verið.Hann sagði þetta hafa verið Mohan, sem reyndar kom á öllum tímum og var velkominn í mitt hús, og sá hefði nú lent í ævintýrum. Mohan hefði ætlað sér að heimsækja vin sinn

Page 132: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

125

og sofa hjá honum en hafði týnt heimilisfanginu og barið upp í ýmsum húsum, í villu. Svo hefði hann ráfað um og leitað fram á nótt þá hefði lögreglan stoppað hann og þar sem hann var ekki með nein skilríki og gat ekki gert skikkanlega grein fyrir ferðum sínum var hann handtekinn. Það er nefnilega hálfgert útgöngubann í Chennai eftir myrkur og margir vega tálmar þar sem menn eru stöðvaðir og grennslast fyrir um erindi og uppruna. Nú, Mohan var ekið á lögreglustöð sem kom í ljós að var í næsta nágrenni við mig. Honum tókst að telja lögreglumönnunum trú um að hjá mér væri hægt að bera kennsli á hann.

Lögreglan ók honum þangað og allt gekk eftir. Mohan var hinsvegar horfinn þegar ég fór á fætur um kl. 07.

Mohan er mjög grannur og þurftarlítill og nægjusamur á allt nema forvitni sína. Hún er gersamlega óseðjandi. Ég hef séð til hans borða og drekka og hann hefur neyslu eins og lítill fugl. Eftir að hafa fylgst með honum trúi ég því að Indverji hafi fundist sem hvorki hefur neytt matar né vatns í fjörtíu ár, sprellifandi og þykist eiga framtíðina fyrir sér.

Mohan veit allan andskotann. Fyrst fannst mér hann vera ýkjukenndur og hafði vara á því sem hann sagði mér, en það hefur allt reynst rétt sem frá honum hefur komið. Sumar sögurnar eru ótrúlegar.

Hér áður fyrr, sagði hann, voru fallegustu stúlkurnar teknar að heiman frá sér og gerðar hofmeyjar. Þar urðu þær allra gagn sem vildu, aðeins varð að gefa gjafir sem endurgjald fyrir samfarir við þær. Sum musterin urðu því geysi rík. Og er þetta svona ennþá spurði ég. Já, já sagði hann, í afskekktum þorpum má búast við því. Í Kerala hélt hann áfram, er fjölveri það er að segja kona má hafa eins marga elskhuga og hún vill. Enginn veit hver á börnin þar. Ja hérna og er þetta svona enn, spurði ég. Já, já sum staðar það ég best veit svaraði hann.Þeim ber stundum ekki alveg saman vinunum Sundar og honum því Sundar trúir engu illu á fólk en Mohan telur sem vísindamaður og hálflærður sálfræðingur að allt sé mögulegt í mannlegri hegðan og hann styður fullyrðingar sínar oftar en ekki með

Page 133: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

126

tilvitunum í fræðilegar skýrslur og er meir en reiðubúinn að koma með þær og leggja á borðið til sanninda.

Mér líkar vel samvistin við hinn stórgáfaða Mohan. Ég hlakka til þegar hann verður orðinn heimsfrægur fyrir doktors ritgerð sína: „Hvers vegna hefur mannfólkið þörf fyrir að eðla sig.“

Tamilar hafa sitt eigið áratal – calendar ­, sem ekki miðast við fæðingu frelsarans heldur er byggt á samkomulagi um áður fjölmörg áratöl Indverja gert árið 1957. Um miðjan apríl héldu þeir upp á fyrsta í nýjári. Það kom mér auðvitað töluvert á óvart því ég hafði engan heyrt nefna það á nafn að ég hefði farið í tímaferðalag. Ég hélt uppi stanslausum spurnum við hvern sem við mig vildi tala um hvaða ár það væri sem hafist hefði. Það vissi ekki nokkur maður, enda varðar Tamila ekkert um svoleiðis smámuni. En ég gafst ekki upp og hringdi í upplýsingar. Manninum sem svaraði varð gjörsamlega orðfall en stundi svo upp að hann hefði því miður bara upplýsingar um símanúmer, vissi bara ekki hvaða ár væri og skellti á.

Loks náði ég mér í telugu almanak og þar var komið árið 2038. Öllum var það undrunarefni, héldu að það væri 2003 en ekkert væri einkennilegt við það að halda oftar en einu sinni uppá nýjársdag, nema Mohan. Hann vissi allt um þetta þegar til kom. Drengurinn er endalaus uppspretta fróðleiks um indverska menningu og reyndar alþjóðlega líka. Við tókum tal um þessi almanaksmál. Þá kom í ljós að Tamilar eiga í vandræðum oft þegar spurt er: Í hvaða mánuði – er eða var, því þeir nota ekki okkar gregoriansku tólf mánuði heldur sína fornu mánuði sem standast ekki á við okkar. Þeir hafa misjafnan fjölda daga og getur verið erfitt að flytja þá til samræmis við okkar mánaðatal. Þó nota þeir sólarárið og svo vestrænt ártal í viðskiptum.

Auðvitað er okkar tímatal ekki hið eina og aulaháttur að halda það. Ég veit um minnsta kosti sjö tímatöl sem enn eru í gangi: Kínverska, Gregorianska, Hindu, Gyðinga, Julian, Muslim og Koptic. Skemmtilegustu tímatölin finnst mér hafa verið og vera þetta sem búið var til við frönsku stjórnar byltinguna og hófst þá en var því miður niðurlagt og svo

Page 134: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

127

Guðspekifélagsins sem notar sömu aðferð en hefur litlum vinsældum náð. Mér finnst þetta hinsvegar besta aðferðin til að staðfesta sig í tíma, þar sem hver og einn miðar við sína fæðingu eða getnað og telur þar frá, það væri svo sannarlega í anda frjálshyggjunnar.

Nema hvað, Mohan leiddi mig í allan sannleika um hve tunglið skipti miklu máli í lífi Tamila og svo afstaða stjarnanna. Allt væri skráð í stjörnurnar, örlög, forlög og fyrirbæri. Meira að segja væri hver dagur útreiknaður með leiðbeiningum um hvenær ætti að aðhafast og hvenær að vera aðgerðarlaus.

Hann sagði að frændi sinn væri sérfræðingur í þessu eftir margra ára nám hjá Guru (leiðbeinanda), víðfrægum um allt Indland. Mohan vildi endilega leiða okkur saman. Hvort ég vildi, ég gat varla beðið komu hans, en fyrst varð ég að gefa upp nákvæmlega fæðingarstað, kyn og fæðingarstund þeirra sem lesa ætti fyrir í stjörnurnar.

Mér datt auðvitað fyrst í hug við turtildúfurnar, kona mín og ég, og lagði fram skilmerkilegar upplýsingar. Eftir nokkra hríð kom Mohan með tölvuútskrift byggða á þessum upp lýsingum.

Mér fannst lítið til koma, hafði séð svona kukl áður, en Mohan sagði að ég færi villur vegar, þetta væri aðeins grunnur fyrir frændann og sannfærði mig um að þetta yrði bæði gagnlegt og fróðlegt því ég gæti byrjað að leggja línurnar um framtíð mína eftir úrvinnslu frændans en til þess væri leikurinn gerður: Að hjálpa fólki til að fóta sig í hálli tilverunni.

Page 135: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

128

Orkustöðvar líkhamsins samkvæmt Yoga

Page 136: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

129

STJÖRNUSPEKINGURINN

Nokkrum dögum seinna kom stjörnuspekingurinn Nar-yanswamy Naidu, glæsimen-ni með skjannahvítt hár, grann holda, tígulegur með geis-landi björt augu og æðrulaust fas. Hann talaði ekki ensku svo Mohan þýddi lesningu hans reiprennandi og með tilþrifum, upphrópunum og handapati.

Vegna aðstæðna vorum við Svanfríður ekki lengur í hjónabandi, vorum skilin og bjuggum nú á sitthvorum staðnum með meiningar um að heimsækja hvort annað

þegar aðstæður og ástríður leyfðu og ákváðum að lyfta ástar-sambandi okkar á æðra stig og ganga í sálarband á Indlandi í sumarfríinu hennar þegar hún heimsækti mig þangað.

Stjörnuspekingurinn vissi ekkert um mína hagi fyrirfram það er alveg morgunljóst. Hann hófst handa með marga þykka doðranta, gægðist í tölvuútskriftina milli þess sem hann rýndi í gamlar gulnaðar skræður sínar. Allt tók þetta ógnar tíma, en svo hóf hann talið.

Ykkar samband er einstakt, sagði hann þið eruð fædd undir sama indverska stjörnumerkinu með sömu stjörnur í sömu stöðu. Það er einstakt og nærri óhugsandi. Þetta gerist aðeins með guðlegar verur og það stórmerkilega er að sama staða kemur upp þann átjánda júní næstkomandi klukkan 09 til 10, ef þið hyggist tengjast þá skal það gert þá og í einu

Page 137: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

130

helgasta musteri Indverja í Thiruvannamalai. Musteri eld-guðsins.

Ja, hérna undur og stórmerki. Ég vissi reyndar að við vorum merkilegt par sem hafði þurft að ganga þennan feril áhuga, ástríðna, ofsa, aldeyðu, ástar og auðmýktar en þetta voru meiri tíðindi en ég hugði.

Sundar varð hljóður við þessi ósköp. Ekki var nóg með að ég væri heilagur maður heldur Svanfríður líka.

Svo hóf stjörnuspekingurinn lýsingu á fortíð okkar beggja og einkennum. Hann hefði ekki gert það betur en hefðum við gert sjálf. Lesning hans var bókstaflega mögnuð. Svo kú venti hann í frásögninni og greindi í smáatriðum frá framtíðar heilsufari og hugarástandi mínu, og hennar, jafnframt því að staðsetja dauðastundir okkar upp á dag. Sama var mér, í eitt sinn skal hver deyja og mér finnst þetta síbylju leikrit lífsins á jörðunni þreytandi langt, en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að upplýsa Svanfríði um hvað hún ætti langt eftir. Aldrei að vita nema hún tæki þetta bókstaflega.

Ég fékk hinsvegar greinargóða lýsingu á dánardegi mínum og úr hverju ég dey. Ekki er komið að stundinni ennþá ­ en ég er spenntur að vita hvort vísdómur spekingsins rætist. Eitt er víst að annað sem hann sagði fyrir um líf okkar hjóna hefur að mestu rætst ­ og er þó ekki fullséð allt það sem hann greindi frá þar sem tíminn er ekki kominn.

Þegar þarna var komið var sýnilegt á spekingnum að aðalatriðin sem skiptu máli væru fram komin og mál að hætta. Ekkert raus um væntanlegt fé, nýjar ástir, óvænta gæfu eða gengi, engar óljósar dylgjur um vandræði sem væru eða kæmu, bara slétt og fellt: Svona eruð þið og svona verðið þið og þarna kveðjið þið.

Ég bauð honum borgun en hann vísaði því á bug sagðist gera þetta af manngæsku til hjálpar svo fólk gæti undirbúið sig fyrir sjúkdóma, áföll og dauða með sæmilegum fyrirvara. Mér var þökk í huga. Nú var engin ástæða lengur til þess að hafa þessa andstyggilegu kvíðatilfinningu um að allt væri að fara til andskotans eða hlyti að fara þangað. Líf mitt var eigin-lega orðið hálf ómerkilegt og að fullu upplýst.

Page 138: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

131

Svona í forbifarten spurði hann mig hvort mig fýsti að vita eitthvað fleira og ég tók hann á orðinu og fór að spyrja eins og maður spyr spáfólk. Hann blaðaði fram og aftur í skræðunum svarandi annað hvort já eða nei, gaf enga sjálfstæða lýsingu bara svaraði beinum spurningum eins og stærðfræðingur. Nú bíð ég og sé hverju fram vindur. Ber atburði við stjörnureikn-ing spekingsins, í leit að sönnun eða afsönnun.

Eftir þessa þriggja klukkutíma lesningu tókum við tal saman og svo heimsótti ég hann á heimili hans viku seinna. Þar sýndi hann mér skrautritað ferilstré frá fyrsta stjörnuspekingnum til hans sjálfs, óralöng leið auðvitað og fjöldi laufblaða með nöfnum fyrri spekinga.

Hann talaði og Mohan þýddi. Ég talaði og Mohan þýddi en þá tók ég eftir að Mohan færði töluvert í stílinn. Dró bara saman sína ályktun af því sem viðkomandi sagði og flutti svo áfram eins og óprúttinn pólitíkus. Ég vandaði um við hann og kenndi honum að þýða orð fyrir orð samtímis því sem talað væri. Eftir það áttum við geysilega fróðlegt langt samtal um hin huldu mál. Stundirnar með þessum manni munu aldrei gleymast mér.

Gestrisni, vinátta og hlýjan á heimili hans og glettnin í augun um þegar hann sá húmorinn í helgustu málefnum. Að skilnaði sagði hann: Það er eitt sem ég verð að spyrja þig um því ég skil það ekki. Af hverju segir þú alltaf já þegar ég fullyrði eitthvað við þig? Vegna þess að ég er algerlega sammála þér, skil þig alveg í botn, en af hverju segir þú alltaf já þegar ég fullyrði eitthvað við þig, sagði ég á móti?

Falleg björt augun glömpuðu og hann skellihló, barnslega ánægður og ég líka. Þannig kvöddust við. Ég vona að ég eigi eftir að hitta hann aftur.

Í þessari heimsókn sá ég í fyrsta skiptið mann af stétt Brahmina, svo ég vissi. Þetta var fríður maður augljóslega miklu ljósari en almenningur. Allir viðstaddir sýndu honum mikla virðingu og sögðu við mig: Hann er Brahmin, hann er Brahmin. Mér var ómögulegt að sjá nokkuð merkilegt við það.

Page 139: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

132

Frá Kodikanal

Page 140: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

133

KODIKANAL

Ég hafði verið í sambandi við Ásgeir Ebenezer á netinu þar sem þetta var þriðja árið sem hann hafði verið í Chennai í sex mánuði í senn og vissi margt og gat leiðbeint. Hann hafði líka eitthvað ferðast en ekki mjög mikið.

Undirbúin var ferð til hans, en frá Thiruvattyiur norðurhluta Chennai þar sem ég bjó í suðurhlutann þar sem hann var er að minnsta kosti tveggja tíma akstur, ekki vegna vegalengdar einvörðungu heldur vegna þess að umferðin er svo gífurleg að gera má ráð fyrir að silast áfram á tuttugu og fimm kílómetra hraða á klukkustund.

Ég hafði hugsað mér að fara einn með Sundar sem bílstjóra því hann hafði nú ökuleyfi. Nei, nei, þeir voru þarna þrír Sun-dar, meistari minn og mágurinn Santana Krishna. Ég lét kyrrt liggja þó ég áttaði mig ekki alveg á þessu.

Bíllinn hafði allur verið tekinn í gegn settar í hann viftur, því engin var loftkælingin, ný framrúða, nýtt púst og gert við ljós og flautu. Auk þess fékk Sundar mig til þess að setja í bílinn Liquid Petrolium Gas, LPG, sem er sama gas og notað er til heimiliseldunar. Þetta gas er hægt að nota á bíla þegar lofthiti er yfir 25C og svo er um kútinn hitamotta til að nota þegar startað er í gang. Ég var búinn að reikna út að hver kílómetri kostaði sex rúpíur í bensíni eða um tíu krónur. Gasið hins-vegar kostaði um eina rúpíu kílómeterinn eða eina krónu og sjötíu aura. Þetta var um sex faldur munur og borgaði sig á fyrstu þúsund kílómetrunum. Svona útbúnaður er almennt notaður í bíla í Tamil Nadu.

Ekki vildi þó betur til en að gasnotkun til aksturs var bönnuð mánuði eftir að það var sett í þennan bíl svo Sundar vinur minn sem er ákaflega löghlýðinn lenti einu sinni í vand ræðum með lögregluna en hann hafði opnað skottið og tveir lögregluþjónar sem sáu til, spurðu: Ekur þú á þessu og Sundar

Page 141: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

134

óvenju fljótur til svars í ómögulegum aðstæðum sagði: Nei, nei þetta er eldunargas fyrir mömmu. Snjallt og sama trixið og hjá Villa Einars vini mínum á sveinsprófinu í trésmíði, en okkur lá á, ætluðum á gæs, og sviptum þessu af. Þegar próf dómarinn leit á eldhússkáp Villa sagði hann: Heyrðu góði, hann er lamaður öfugu megin. Villi alltaf úrræðagóður og orð heppinn, svaraði af bragði: Sko ég ætla að gefa mömmu skápinn og hann passar bara svona. Svei mér þá ef Villi hækkaði bara ekki í einkunn við þetta.

Reyndar var alltaf verið að banna eitthvað til dæmis hurfu einn daginn allar kýr af götum. Þegar ég spurði Sundar sagði hann: Já, sko það var bannað að hafa kýr í Chennai og þær hafa verið fluttar út í sveit. Ja hérna sagði ég, þetta verður mikil breyting á þjóðfélagi ykkar. Nei sagði Sundar, Tamilar hlýða bara reglum fyrst í stað og svo fer allt í sama farið. Eftir mánuð verða allar kýrnar komnar aftur, og svo varð.

Gott var að koma til Geira, gestrisinn á íslenskan máta og bjó vel með suðandi loftræstingar, sjónvarp og flugudrápara í hverju herbergi, þernur, starfskonur og vinkonu. Það varð að sammæli hjá okkur að hittast fljótlega aftur og fara á málverka sýningu í listamannaþorpi þarna rétt hjá sem Sigurður Ör-lygsson ætlaði að halda og ég skyldi taka kunningja Geira, Mr. Dash með mér á leiðinni því hann vildi hitta mig.

Lagt var uppí þessa för skömmu síðar og ég hafði lagt á það mikla áherslu við Sundar að við færum bara einir í þetta skiptið og annað hvor okkar keyrði. Nei, nei þarna voru þeir mættir allir þrír. Ég lét mig hafa þetta en skildi ekki hvað var á ferðinni. Svo var farið á sýninguna, sem var mjög athyglisverð, enda Sigurður prýðis málari. Já, svona er þetta. Íslendingar eru allstaðar, jafnvel með málverkasýningar í Indlandi.

Í þessu ferðalagi stakk Geiri upp á því að við færum saman í ferðalag í fjöllin, í „Hill station“ sem Bretarnir kölluðu svo. Stað þangað sem velmegandi fara til þess að kæla sig frá svækjunni á láglendinu. Þetta var borgin Kodaikanal og jafn framt var áætlað að gista á munaðarleysingjahæli sem Geiri þekkti til í borginni Dindigul.

Page 142: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

135

Leið nú og beið og ferðadagurinn rann upp og ég hafði stranglega lagt fyrir Sundar að við færum einir með Geira því bíllinn bæri alls ekki fimm manns bæði of þungt og of þröngt. Nei, nei þarna voru þeir mættir þrír. Ég lét kyrrt liggja í bili. Svo ókum við fjórir og náðum í Geira.

Hann var þá tilbúinn með vinkonu sína Söru fráskilda tveggja barna móður forræðislausri, já svona er það í þriðja heiminum ekki eins og heima þar sem forræðislausir feður fara grátandi um götur, nei hér eru það örvinglaðar mæður.

Svo sex fórum við í þessum bíl í einni klessu eftir nokkra klukkutíma, bókstaflega, því í þessum ofsahita og raka má fólk ekki snertast því þá fossar svitinn af báðum svo maður verður gegnblautur. Það er heldur ekki hægt að snertast, hvað þá heldur kyssast, því holdið er svo stammt og þvalt. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að maður sér fullorðna Tamila af andstæðu kyni aldrei snertast.

Þetta var því heldur ógeðslegur söfnuður sem kom til Dindigul í munaðarleysingjahælið eftir átta klukkutíma stans lausan akstur í brjálaðri umferð, segi og skrifa, sáum eina sex mjög alvarlega árekstra á þjóðvegunum.

Hraðinn er ekki mikill svona þrjátíu kílómetrar á klukku stund að meðaltali en sjensarnir sem ökumenn taka eru geigvænlegir. Mágurinn var afleitur ökumaður, lá á flautunni og fór alltaf fram úr hvort sem það var möguleiki eða ekki. Ég var satt að segja skíthræddur í bílnum hjá honum og við vorum það öll. Hann er einn af þessum freku, ósvífnu öku mönnum sem engu eirir og ber ekki virðingu fyrir nokkrum manni eða dýri. Gengur það eitt til að sýna hvað hann er töff. Enda keyrði hann yfir hund en hafði ekki fyrir því að stoppa bara yppti öxlum. Síðar leysti ég hann af upp fjöllin, því Sundar var ófáanlegur til að keyra og þá róaðist söfnuðurinn en mágurinn geispaði ógurlega, enda ek ég orðið eins og Kalli heitinn Þórhalla afi minn á svona tuttugu og fimm, það er öruggt og svo getur maður kjaftað alveg linnulaust.

Ég var einu sinni í þrjá tíma á leiðinni frá Hveragerði til Reykjavíkur með Má Péturssyni dómara en honum þykir líka afar gaman að láta hlusta á sig.

Page 143: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

136

Á heimleiðinni var mágurinn sekúndubroti frá því að drepa okkur öll. Hann stefndi lóðbeint á stóran vöruflutningabíl sem var að taka framúr á móti honum. Mágurinn gaf sig hvergi og lagðist bara á flautuna. Hvernig þetta bjargaðist mun enginn okkar skiljan okkurn tíma. Ég hafði beðið færis að taka þennan „Road monster“ eins og ég kallaði hann, í gegn og nú lét ég verða af því bara ákvað að springa og skamm aði hann eins og hund sláandi í sætisbakið til áherslu með miklum hávaða, sagði að honum væri algerlega frjálst að drepa sig ef hann vildi. Mín væri ánægjan, bara út úr bílnum og hengdu þig í næsta tré. Vesgú! En þú skalt rétt bera virð ingu fyrir mínu lífi og vina minna. Viltu fara út og hengja þig? Bara stoppa og drífa í því góði, því fyrr því betra! Hann lypp aðist niður eins og allt þetta huglausa fólk sem enga virðingu ber fyrir annarra lífum, Saddam Hussein tekinn eins og rotta í holu er glöggt öfgafullt dæmi um það. Maður sem hafði myrt hundruði þúsunda manna og marga með eigin hendi.

Tilhneigingin er eins í öllu þessu fólki. „The road monster“ ók aldrei mínum bíl framar og kom aldrei í heimsókn til mín í húsið sitt eftir ég vísaði honum brott með svallfélögum sínum, en gumaði af því útí frá að við værum vinir, hvíti maðurinn og hann.

Geiri hafði eins og við margir karlmennirnir farið að leita að sjálfum sér, ekki eins og vinur minn Teddi tréskurðarlista maður: „Ég fór til Indlands til þess að leita að sjálfum mér. Fann ekkert og fór bara heim aftur“, heldur fann Geiri eitthvað sem hentaði honum sitjandi margar nætur undir stóru krist líkneskinu á þakinu á munaðarleysingjahælinu. Hvað hann fann veit hann einn en hann fann nóg til þess að vera nú kominn í enn eitt skiptið til Tamil Nadu til vetrarsetu.

Einu sinni sat ég næturlangt með Sigfúsi og Sillu á Gunnars stöðum foreldrum Steingríms Jóhanns formanns vinstri grænna. Þau voru bæði yndislegt fólk og vinir mínir, en þar kom að ég nefndi nafn á manni sem verið hafði í Þistilfirði og spurði um hann. „Það var nú merkilegt, sagði Silla, hann skildi við konuna sagðist þurfa að fara að leita að sjálfum sér.

Page 144: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

137

Einkennilegt að týna sjálfum sér í Þistilfirði!“ Kannski þarf sá að fara til munaðarleysingjahælisins í Dindigul.

Þetta munaðarleysingjahæli hýsir um fimmtíu börn öll falleg og yndisleg. Þau sungu fyrir okkur og sum dönsuðu. Þarna var okkur tekið af mikilli vinsemd og sýnilegt að Geiri hafði getið sér gott orð þarna. Krakkarnir kölluðu hann uncle og starfsfólkið faðmaði hann að sér. Geiri er nefnilega merki-leg blanda af Jesúbarni, einstaklega góðviljuðum manni eða grófum sjóara. Dæmigerður íslenskur karlmaður af gamla skólanum en ég held reyndar að hann sé að þroskast hratt í mikið góðmenni.

Hælið var stofnað af hollendingum fyrir áratugum og þar ræður ríkjum Josephine sem hefur gefið líf sitt þessum börnum. Öll börn eru börnin mín segir hún. Munaðar leysingjahæli eru á hverju strái í Tamil Nadu og meginástæðan er sú að öreiga foreldrar skilja nýfædd börn sín eftir þar. Þetta er fólk sem sér enga leið til þess að ala önn fyrir börnum sínum og treystandi á Guð og lukkuna skilja foreldrarnir af­kvæmi sín eftir í örvæntingu. Stundum koma svo foreldrarnir og heimta börnin sín aftur þegar þau eru orðin vinnufær, er mér sagt.

Ég veit að Geiri hefur verið að reyna að afla fjár fyrir heimilið, því það lepur dauðann úr skel, þarf fimmtíu þúsund íslenskar krónur á mánuði til að reka það, sem er mikið fé fyrir blá fátæka Indverja. Einnig held ég að samtök húmanista á Ís-landi hafi eitthvað lagt til. Einhvern veginn finnst mér að það gæti verið verðugt verkefni fyrir einn skólaárgang að taka að sér heimili eins og þetta og þess vegna, ef einhver mannvinur vildi hafa forgöngu um það, set ég heimilisfang þeirra hér efir:

ABARASI social action. The society of most holy Mary. ANBARASIMAADA. For the uplift of the poor and for loving care of children. Phone: (0451) 430536. Anbarasimaada Home Betel Trinitas. 19 Karur Road. Dindigul – 624001. Tamil Nadu. India.

Næst lá leiðin í Kodaikanal „Hill station“ upp krappann og brattann veg í miklum fjallshlíðum með stórkostlegu útsýni. Ökumenn létu eins og þeir væru að missa af einhverju líf-

Page 145: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

138

snauðsynlegu. Æddu framúr á blindbeygjum hvort sem þeir voru að fara upp eða niður. Apar voru spígsporandi víða í leit að matargjöfum frá ferðamönnum og við komum að fallegum fossi sem mig langaði til að baða mig í. Hvatti Geira til að koma með mér.

Það skal aldrei verða sagði hann. Auli Geiri, hugsaði ég og stakk mér á nærbuxunum í svalan fossinn við mikla athygli innfæddra. Svo stakk Sundar sér í fossinn eftir mína áskorun. Ég að vísu skil Geira fullkomlega núna og baða mig ekki aftur í fossum, ám eða ströndum á Indlandi því vatnið er sal erni Indverja. Í það kukka þeir frekast og skola á sér rass boruna með vinstri hendi – mikið hvað þeir geta drollað við þetta. Annað hvort er stundin svona ánægjuleg eða það er á ferðinni almennt harðlífi.

Kodaikanal er afar fallegur staður, reyndar heimsfrægur. Dalverpi með dreymandi stöðuvatni í miðju, en því miður mikið rusl. Þarna áttum við ánægjulega stund. Ég sagði Geira að ég hefði frétt af íslendingi, tíu barna föður í fjöllunum, kannski væri hann þarna.

Heyrðu, sagði Geiri, ég er með nafnspjaldið hans í vasanum. Hann býr hér, en ég hef aldrei hitt hann. Okkur tókst ekki að hringja fyrst í stað en fórum á sveitarskrifstofuna. Þar vissi ekki nokkur maður neitt, enda margir útlendingar á svæðinu.

Svo tókst að finna íslendinginn Vilhjálm Jónsson sem búið hefur áratugi á Indlandi með sinni konu og börnum í friðsömu og velviljuðu trúarumhverfi. Villi kom akandi um kvöldið og sótti okkur. Heilsaði fyrst Geira og svo mér. Pétur Einars-son heiti ég. Pétur Einarsson fyrrverandi flugmálastjóri, hváði Villi. Já, já einu sinni var, svaraði ég.

Ég veit nú meir um þig karlinn heldur en þig grunar, hló hann. Ég var sko heima á Íslandi í fyrsta sinnið í sextán ár í fyrra haust og fór til Akureyrar meðal annars til þess að sjá húsið sem ég fæddist í. Hitti eigandann og borðaði kvöldmat með henni og föður hennar. Mjög ánægjulegt, en konan er systir konu þinnar og sá gamli tengdafaðir þinn, og þú varst þá í Tamil Nadu. Ja, heimurinn er lítill.

Page 146: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

139

Þetta var nærri því eins og þegar ég var á ferð í þorpin Mountain í Mountana, Ameríku, Íslendingabyggð, og bankaði hjá íslenska prestinum svona að gamni. Elskuleg kona opnaði dyrnar og sagði: Hva! Pétur Einarsson, ég er akkúrat að lesa viðtalið við þig í Vikunni, og hún hélt á blaðinu í hendinni. Gaman, ekki satt.

Við áttum ánægjulega kvöldstund með Villa við spjall og indverskar kræsingar í mat og drykk – óáfengan, því við vorum allir „afholdsmænd.“

Villi er bjartur yfirlitum með heiðríkju og stillingu sem ein kennir hinn trúaða mann, þann sem veit og hræðist ei.

Honum er eins eðlilegt að segja: Jesú er í hjarta mínu, eins og hvað annað.

Villi hefur netta frásagnargáfu, og margt hefur drifið á daga þessa heimsfara.

Hann sagði okkur til dæmis söguna af því þegar hann ákvað að snúa algerlega lífi sínu til betri vegar. Hann og tveir aðrir voru á ferð í gömlum Willys jeppa niður stórhættulega brekkuna í Almannaskarði við Hornafjörð þegar bremsurnar fóru. Ekki voru önnur úrræði en að henda sér út á ferð, en áður en það varð sagðist Villi hafa heitið Jesú því að breyta lífi sínu ef hann lifði þetta af.

Og þarna sat hann sinnandi sínu mannúðarverkefni og lífs starfi. Ég á ekkert, segir hann, og er ánægður með það. Ég lifi fyrir Jesú, konu mína, börn og hjálparstarfið sem við sinnum. Villi er ráðsmaður fyrir indverskan aldraðan auðkýf-ing og mannvin, sér um búgarð hans, Shangri La, sem tekur nafn eftir hinum leynda unaðsdal sem vel er geymdur milli hárra fjalla einhversstaðar í Tíbet og það er við hæfi því þetta er unaðsstaður.

Ferðin heim var löng en tíðindalaus en það varð ljóst að Sundar hafði aðeins ekið í sex klukkustundir undir handar-jaðri mágs sín og svo fengið prófið. Hann í raun kunni ekki að keyra en þótti aumingjalegt að segja mér að hann treysti sér alls ekki til þess. Ennfremur var mér orðið ljóst að Indverjar elska að ferðast og grípa hvert tækifæri til þess sem gefst. Því kom meistari minn með, en mér var nautn af hans yfirveguðu

Page 147: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

140

vitrænu návist og hafði hann alltaf með í ferðum framvegis ef ég gat. Hann var svo úrræðagóður og haggaðist aldrei í neinni raun.

Page 148: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

141

AMBASSADORINN

Við lögðum saman að baki yfir 12.000 kílómetra, Ambassadorinn, Sundar og ég. Ég hefði aldrei haft efni á þessum geysi ferða lögum um Tamil Nadu án hans. Þú veist hvernig það er með þessa gömlu skröltandi bíla sem anga af olíulykt og alltaf eru að bila. Þér fer að þy-kja vænt um þá. Mér þótti vænt um Ambassa-dorinn.

Sundar og hann voru töluverðan tíma að ná saman og Ambas-

sadorinn sem hafði búið við öryggi gamla fatlaða fyrri eig anda síns, fékk taugaáfall þegar hann átti allt í einu að fara að þeytast um landið þvert og endilangt, daga og nætur, bara brotnaði niður á hverjum tvö hundruð kílómetrum. Og þá varð að ná í bílalækni með það sama. Annars var förin í hættu.

Fyrsta taugaáfallið hjá Ambassadornum var í einni síðustu brekkunni að Kodaikanal, fyndið. Villi bjó hundrað metra frá þeim stað, en við vissum það ekki þá. Gasið var búið og búið að skipta á bensín og ekkert gerðist, enginn akstur meir. Húddið opnað og Tamilar hópast að eins og alltaf þegar bilaði, stundum vissi maður ekki hver viðgerðarmaðurinn var því allir voru á kafi undir húddinu, en svo komu menn og fóru og sá sem var alltaf eftir var augljóslega viðgerðarmaðurinn

Ambassadorinn og við Villi í Kodikanal á spjalli

Page 149: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

142

Ég segi: Sundar get a mechanic. Við Geiri, hann vélstjóri, vissir í því að bensíndælan hefði gefið sig, en enginn hafði áhuga á þeim upplýsingum. Viðgerðarmaður var á næsta leiti. Bleksvartur af uppruna sínum og olíu margra ára. Með tusku enn svartari og eitt skrúfjárn. Einhvern veginn komst bíllinn í gang. Hvaða della hjá hvítu mönnunum með bensíndælu.

Í Kodaikanal gaf ég fyrirmæli um að gert yrði við bílinn á fullnægjandi máta og Ambassadorinn á verkstæði það er að segja skúrræfil við veginn með engri forhlið og litlum sem engum verkfærum. Viðgerðin tók alla nóttina. Bjuggu til nýja membru í bensíndæluna því þegar gasið var tengt lokaðist fyrir bensínið og dælan var mótordrifin svo membran sprakk.

Við vélstjórarnir vissum að þetta gat aldrei gengið, en best að halda í hann og heimsækja Villa aftur. Auðvitað villtumst við og bíllinn bilaði í brekku. Mágurinn endurtók, it is the heat, it is the heat.

Ja, það væri það nú að Ambassadorinn hefði fengið hitaslag? Geiri tók á rás eins og sannur íslendingur að finna síma og hvarf þar með gersamlega. Við hin sátum eftir.

Tamilarnir sitjandi á vegg bíðandi eftir því að einhver af guðum þeirra leysti málið.

Ég óþolinmóður segjandi: Við leysum ekkert með því að sitja og snarventi bílnum í snarbrattri brekkunni og með töfrum fór hann í gang. Okkur tókst að dröslast nokkra kíló metra sem fóru í að leita að Geira sem var gersamlega upp numinn, hafði fundið eina símann sem til var í nágrenninu hjá besta vinafólki Villa (sic) sem vissi símanúmerið hans. Svo kom Villi með Geira og dró okkur til bílalæknisins, þessi sem vissi að þetta var ekki bensíndælan, dró ekki með spotta eins og ég vildi, er vanur því, heldur með löngu steypujárni beygt fyrir í endana. Það er ferlega traust. Það var lokað fyrir mótordæluna og fengin rafmagnsdæla og allt í fína.

Tvö hundruð kílómetrum seinna erum við Sundar að aka á miklu hringtorgi í Chennai, brotnar ekki Ambassadorinn niður, bara algert taugaáfall. Húddið opnað og glápt. Nú vorum við bara engu nær. Finna mechanic! Sundar snýr sér

Page 150: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

143

að næsta manni og spyr hvort hann viti hvar þá sé að finna. Það var nú hægur vandinn.

Hann var það sjálfur, Jósep, kaþólskur með sterka vín-lykt. Tætti allt mjög skipulega í sundur og jú sko kveikjan er laus, nærri dottin úr. Hún hefur verið illa hert síðast. Bráð skemmtilegur karl með mikla ýkjukennda frásagnarhæfileika, vildi ekki fá mikið greitt bara sem svaraði einum viskípela.

Svo vorum við félagarnir að koma til Chennai um miðja nótt. Vorum þrjátíu kílómetra frá Thiruvattyiur, eitt taugaáfall ið enn. What to do? Engin umferð og allir vélamenn sofandi. Ég sagði húkkum far og skiljum þetta flak eftir. Ertu galinn sagði Sundar ef við gerum það verður bíllinn horfinn í fyrra málið. Ég verð eftir sagði hann og redda þessu og svo samdi hann við ökumann á aðvífandi þríeyki að koma mér heim fyrir 300 rúpíur.

Ferðin heim var endalaus, enda löng, og svo stoppaði gaur inn á bensínstöð og fyllti. Lét mig borga 300 rúpíur, ég hélt að það væri venja. Svo var ekið og hann tók ekki í mál að beygja þar sem ég vildi, bendandi á spítala sem ég þekkti, og við í villum marga klukkutíma, bara endalaust. Loksins sá ég spítalann aftur og hrópaði í herskipunartón að stoppa og honum brá svo mikið að hann snarstoppaði. Ég rétti honum 300 rúpíur og gekk á brott. Hann hljóp á eftir mér hrópandi sjö hundruð rúpíur, sjö hundruð en ég vinkaði niður orðinn þreyttur á þessum aula. Allt í einu var kominn hópur manna umhverfis mig, sem ég veit ekkert hvaðan komu um miðja nótt, hrópandi og potandi í mig og bílstjórinn kallandi sjö hundruð í sífellu. Ég bjargaði mér á flótta og borgaði. Góður túr hjá þessum, en ég meina það hvað eru sautján hundruð krónur milli vina?

Margar fleiri veikindasögur mætti segja af blessuðum Ambassadornum en ég læt þetta duga. Margt lærði ég af öllum þessum viðgerðum, um Tamila. Ég veit nú að þeir eru mjög greiðviknir, úrræðagóðir, duglegir og sanngjarnir.

Að vísu fullhertu þeir ekki rær né skrúfur eða festu rækilega slöngur og rör svo þetta hristist allt laust á stuttum tíma en hvað um það, þá er bara að gera við aftur. Maður verður líka

Page 151: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

144

að hafa í huga að þegar lítið er til handargagns þá eru oft úr-ræðin skammæ.

Það var hinsvegar stórkostlegt að fylgjast með þessum „crash course“ sem Sundar fékk í raunverulegu ökunámi hjá mér við að aka í æðisgengri umferðinni í Chennai. Hann byrjaði á því að setja undir sig tvær sessur svo hann næði örugglega með andlitið alveg að framrúðunni og sæi eins langt fram fyrir húddið og mögulegt væri. Sundar vill engan mann meiða, né styggja og fer því afar gætilega í samskiptum manna með það að leiðarljósi að virða skuli tilfinningar allra manna. Það var gaman að sitja við hliðina á honum þar sem hann ók um um-ferðariðuna í Chennai með andlitið þétt í framrúðunni, í fyrsta gír á fimmtán kílómetra hraða, en trúr því sem mágurinn hafði kennt honum, alltaf að reyna að fara fram úr einhverjum. Það getur orðið hálf ankannalegt á svona litlum hraða svo ég lagði ríka áherslu á það við hann að okkur lægi ekkert á og skyldum bara halda okkur á eftir þeim sem var fyrir framan þá og þá stundina. Auðvita samdi Sundar sig að því.

Þá varð það enn aulalegra þegar við lúsuðumst á þjóð vegunum í fyrsta gír á fimmtán kílómetrum á eftir þríeyki eða uxakerru. Þetta var auðvitað voðaleg kennsluaðferð, enda svitnaði hann gífurlega fyrstu fimm skiptin með æðandi um-ferðina og grenjandi flautur í bak og fyrir og til hliðar. Það er ekki auðvelt að vera kurteis mannvinur og halda á eftir sér galóðum flautara. Stundum hélt ég að hann væri að brotna, en hann er miklu sterkari manngerð en það, hann er einn af þeim sem eflist við hverja raun.

Það var til dæmis þegar Mohan vinur hans var með í einni af þessum ferðum, símasandi, óstöðvandi og Sundar að reyna að keyra og svara af náttúrulegri kurteisi sinni. Ég marg bað þá að þegja nú svo hann gæti einbeitt sér að akstrinum, en Mohan tekur engum tilmælum, lifir bara í sínum eigin heimi og þar kom að í miðju hröðu spjalli að Sundar ók meðfram kyrrstæðum strætisvagni á 15 kílómetra hraða og skelfingar andlit afgamallar kellingar birtist yfir fánastönginni fremst á húddinu.

Page 152: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

145

Hann stoppaði á pilsinu hennar. Af því ekkert slys varð þá var þetta ægilega gaman. Kellingunni var svakalega brugðið svo ég fór út og gaf henni hundrað rúpíur, sú var glöð, en ég gaf Sundar ekkert bara hló. Hann var gasalega móðgaður.

Svo var það þegar pabbi hans var frammí og Sundar var að taka beygju á sínum 15 á mjög umferðamikilli götu að hann rakst á mótorhjól með þremur mönnum á og þeir duttu allir í götuna. Ég snaraðist út til að athuga um mannfall, en Sundar var steinrunninn og meistari minn sat áfram með stóískri ró sinni. Það var ekkert að gaurunum. Þeim bara brá, en þeir brutu hjá mér nýtt stefnuljósið, helvískir. Ég veifaði þeim vin-samlega og með svona – allt í lagi strákar ég tek þetta á mig – stíl og ætlaði aftur inn í bílinn en þá hafði drifið að mikinn mannfjölda óðamála og hrópandi. Maður einn vatt sér að mér og fór að pota í mig þusandi á hávaðasamri tamilsku og svo barði hann mig í belginn margsinnis.

Ég hef nú hingað til ekki verið gefinn fyrir svona lagað ósvöruðu, en vissi ekki hvað réttast væri að gera því það var allt að verða vitlaust. Það leit allt út fyrir það að einhver yrði drepinn á næstu sekúndum og þá líklega ég. Stígur ekki þá meistari minn út úr bílnum með fasi spámannsins, dillar höfðinu mjúklega og talar sefandi lágri röddu við mann fjöldann gerandi dáleiðslu handahreyfingar. Á andartaki slokknaði ófriðarbálið og allt varð einsog ekkert hefði gerst. Ótrúlegur maður meistari minn.

Allt þetta atvik var mér illskiljanlegt, en svo sá ég bíl keyra á miklum hraða á fjölskyldu á mótorhjóli í Kodaikanal. Fjöl skyldan kastaðist öll í götuna en ökumaður bílsins gaf bara í og hraðaði sér á brott sem mest hann mátti.

En sá heigulsháttur hugsaði ég og spurði svo Villa seinna hverskonar ómennska þetta væri. Ja, þetta verða menn eigin-lega að gera hér, sagði hann, við slys safnast fljótt saman múgur manns og er fljótur að dæma bílstjórann sekan. Það er ótrúlega stuttur kveikurinn í fólki hér og bílstjórinn getur beinlínis verið í lífshættu og þorir þess vegna ekki að stoppa. Heiðarlegir menn, hélt hann áfram, aka á næstu lögreglustöð og tilkynna atburðinn, en hvað margir eru heiðarlegir?

Page 153: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

146

Svona er það nú í pottinn búið.Fyndnast var þó þegar Sundar var að leggja fyrir framan

musteri og framundan var nokkuð stórt söluborð hlaðið varn ingi. Einhver flautaði upp í eyrað á Sundar og hann gætti ekki að sér. Ég hrópaði og bíllinn renndi þráðbeint á borðið, sölu-konurnar stukku í burt eins og fiðurfé en borðið rann svona tvo metra – ekki snifsi datt af því, og ekkert hafði gerst. Sun-dar bara bakkaði, hefur vafalaust roðnað ósýnilega undir dökku hörundinu, engar skammir, engar skaðabætur, enginn skandall – alltaf heppinn Pétur!

Ég átti íslenskan bílfána – ekki klofinn ríkisfána – og ók með hann á stönginni á miðju húddinu. Veit af reynslu frá Afríku að það gefur manni mikla vernd og svo gæti maður slysast til að finna íslending. Þetta er líka svo virðulegt að sitja í aftursætinu á svona bíl með bílstjóra og súrrandi flaggið. Maður er bara eins og ambassador í Ambassador. Svo þegar Svanfríður kona mín kom gerði ég þetta líka. Þá sagði Sundar mér að hann hefði verið að tala við annan bílstjóra sem sagði: Hvað eru þessir Bretar að gera hér. Gleymdu þeir að fara 1952 þegar hinir fóru frá Indlandi. Þeir þekktu þá ekki muninn á íslenska og breska fánanum.

Tamilar hafa góðan húmor, fyrir mig, þó þeir hlæi ekki mikið og brosi lítið nema viðmælandinn geri það.

Í dag er Sundar sonur minn hinn ágætasti bílstjóri. Ég sef rólegur aftur í með hann undir stýri. Það þýðir tíu í einkunn hjá mér.

Svarta föstudaginn, sem ég kem síðar að, var ráðist á Ambassa dorinn. Ég hafði leigt fyrir hann geymslu í húsagarði milli húsaþyrpinga svo hann yrði örugglega ekki fyrir skemmdum, en þarna hafði eitthvað ferlíki ráðist á hann og stórskemmt. Skottlokið, vinstra afturbretti og vinstri afturhurð, ónýt. Mér leist ekkert á þetta. Heima á Íslandi hefði verið best að henda bílnum, miðað við aldur hans. Viðgerðin hefði ekki kostað undir fimm hundruð þúsund krónum. Sundar varð fyrst var við þetta og fór til verslunareigandans sem ég leigði af. Sá vildi ekkert við hann tala og sagði að þetta hefði ekki gerst í geymslunni.

Page 154: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

147

Þá fór meistari minn og fékk kurteislegri viðtökur með loforði um að málið yrði skoðað daginn eftir. Sundar fór daginn eftir en eigandinn virti hann ekki viðlits og bar bandaði honum burt.

Þetta gat ekki gengið. Ég bara læt ekki fara svona með mig, hugsaði ég, og reyndar langaði svolítið að sjá hvernig svona þvælu lyki í Thiruvattyiur. Við Sundar fórum í verslunina sem eigandinn rak. Þar var ös af fólki að bíða afgreiðslu fyrir framan búðarborðið. Sundar vinkaði eigandanum og benti á mig. Eftir langa mæðu sneri eigandinn sér að mér með eitt hvert málæði á tamil. Ég brá á þann kost að heyra ekkert og fór að tala mjög hátt svo örugglega allir heyrðu, viðskiptavinir, starfsmenn og þeir sem ættu leið um. Ég sagðist hafa heyrt að hann,eigandinn, væri heiðarlegur maður og að hann hefði lofað að borga viðgerðina á bílnum og nú vildi ég fá pening ana, þrjú þúsund rúpíur.

Maðurinn bókstaflega lyppaðist niður og sagði: I pay to-morrow, auðvitað þrítekið. Daginn eftir fórum viðSundar aftur að sækja peningana. Ég nennti ekki að bíða við afgreiðslu borðið og lét Sundar gera það. Sundar kom skömmu seinna og sagði að eigandinn dillaði bara höfðinu. Farðu aftur sagði ég, og fór inn í portið þar sem bíllinn var geymdur, í rannsóknar starf. Á skemmdinni var litur eftir málningu. Ég gat spurt afgamlan karl sem var í hreysi við hliðina hvað hefði gerst og hann sagði að vörubíll hefði bakkað og valdið þessu. Þá talaði ég við verkamenn sem starfa þarna daglega og þeir sögðu að karl með ótaminn uxa við kerru hefði bakkað svona harkalega á bílinn og að uxakerran væri í eigu verslunareigandans.

Mér leiddist þessi lygaþvæla og undanbrögð eigandans þegar að ég sá hvernig í öllu lá. Sá þrjá lögregluþjóna á götunni og gekk til þeirra heldur myndugur og bað um tafar-lausa rannsókn á þessu. Einn af þessum þremur var ungur foringi, sýnilega þrautþjálfaður.

Ég hef aldrei verið eins oft og af eins mikilli virðingu verið kallaður Sir, á æfi minni. Mikil rannsókn hófst á staðnum og allir yfirheyrðir sem náðist í.

Page 155: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

148

Gamli karlinn í hreysinu flúði inn þegar hann sá lögregluna, en fólk ber afar mikla virðingu fyrir henni í Tamil Nadu. Yfir-maðurinn ungi yfirheyrði hann þá bara með hrópum. Karlinn svaraði innan úr myrku kotinu og hinn hrópaði fyrir utan.

Þegar sá ungi var orðinn sannfærður sagði hann: Come Sir, come, come og fór beint til verslunareigandans og mætti þar mikilli virðingu og var sinnt eins og skot. Þar sagði hann á ensku við eigandann: Þessi hvíti Sir hefur orðið fyrir tjóni af þínum völdum. Mér væri þægð í því að þú greiddir núna. Sem stóð ekki á.

Sundar var alveg standandi bit og ég held hálfhræddur þe-gar hann sá mig með öllum þessum lögregluþjónum og sagði mér á eftir að lögreglan væri öll á launum hjá verslunareig endum. Það væri þýðingarlaust fyrir almenning að troða illsakir við þá því lögreglan stæði alltaf með þeim. En ég hafði reynt enn einu sinni þá óttablöndnu virðingu sem hvíti maðurinn nýtur ennþá víða í hinum gömlu nýlenduríkjum.

Page 156: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

149

RAJINDEREN

Meistari minn Margubandu á tvö systkin, systir í miðju sem hefur lítið samband við bræður sína vegna þess að maður hennar samlagast ekki stórfjöl skyldunni, og Rajinderen sem er landbúnaðarfræðingur og býr á fæðingarjörð meistara míns.

Það má líkja bræðrunum við hið einstaka samvaxna hvíta og svarta tré. Tveir einstaklingar af sama meiði en gjörólíkir. Meistari minn þéttur á velli, virðulegur, reglusamur, trú hneygður, löghlýðinn og á fáa vini en trausta.

Rajinderen er grannvaxinn og grallaralegur, drykkfelldur, kvensamur, vinamargur og gefur skít í trúarbrögð, segir þau peningaplokk og opíum mannkynsins, enda er hann komm únisti. Rauði fáninn með hamar og sigð er töluvert algeng sjón í Tamil Nadu.

Systirin Indira, er hinsvegar mjög fríð og spegilmynd af meistara mínum.

Rajinderen hefur eins og allir alkahólistar verið ógn fjöl skyldu sinnar, eða í besta falli verið til mikillar raunar eða leiðinda í áratugi. Svo var hann svo heppinn fyrir rúmlega ári síðan að hann lognaðist útaf á svalli með drykkjubræðrum sínum. Þeir bundu hann og drösluðu út í kirkjugarð. Þar vaknaði hann umkomulaus um miðja nótt. Þessi hneisa og vanvirða varð til þess að hann hætti að drekka og hafði verið

Búfræðingurinn Rajinderen

Page 157: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

150

þurr í ár þegar ég hitti hann. Sá var ekkert að leyna sínum sjúkdómi. Kenndi um sársauka vegna ástarmála, en sagði þetta mikla bölvun sem hann hefði einsett sér að ná tökum á.

Ég hafði dröslast með allar AA bækurnar mínar á ensku með mér. Stóru bókina, AA bókina, Sporabókina og tuttugu og fjögurra stunda bókina. Þessar bækur gaf ég honum allar og hann tók við með þökkum. Vonandi styrkir það hann til fulls árangurs því hann er fallinn aftur í myrkrið, þegar þetta er skrifað. AA hreyfingin er nokkuð öflug í Chennai. Það kom mér á óvart hafandi í huga djúprætta andstyggð indverskra hindúa á áfengi og öðrum eiturlyfjum.

Nú svo hætti hann að reykja í framhaldi af því að hætta að drekka. Fyrir mig var mjög fróðlegt að spjalla við tamilskan alkahólista. Eins og langflestar gamlar fyllibyttur, er Rajin-deren bráðskemmtilegur með góða frásagnargáfu, húmor og greind. Hann er í stöðugu uppsteyti við yfirvöld. Liggur í dýrum málaferlum og hefur betur, skilst mér á honum. Hann er eiginlega, að mínu mati, fæddur stjórnmálamaður, hug-sjónamaður með sterka réttlætiskennd.

Fyrir sextán árum varð hann vitlaus með víni og kallað var á bróður hann til aðstoðar. Meistari minn hafði engin ráð önnur en að binda bróður sinn. Þá skömm hefur Rajinderen ekki fyrirgefið og stendur ekki til. Þeir bræður hafa því ekki skiptst á orðum í rúm sextán ár. Systirin tók í byrjun afstöðu móti meistara mínum fyrir þessa aðgerð og hafnaði honum og svo hafnaði hún hinum bróðurnum fyrir álög hans. Svo enn einu sinni blasti við tætt stórfjölskylda vegna móðgana, hroka og eigingirni.

Skyldu menn aldrei átta sig á því að það er ekki hægt að móðga neinn án sjálfs hans samþykkis og yfirleitt fer móð-gunin framhjá öllum nema hinum móðgaða. Skelfingar barna skapur og foráttu heimska.

En meistari minn fór með mig á fund bróður síns og foreldra til heimaþorpsins Marudam í námunda við borgina Kanche puram, undir því yfirskini að hann væri að sýna mér silki-framleiðslu og gamla heimilið var í leiðinni, en skyldi hann hafa viljað ná sambandi aftur við bróður sinn?

Page 158: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

151

Þegar við komum þangað fór meistari minn fyrst að votta virðingu sína í musterinu. Þetta var merkilegt og fallegt mus-teri. Bara þak umhverfis nimtré en svo var verið að byggja nýtt rétt hjá. Trúarathöfnin var virðuleg eins og alltaf hjá meistara mínum. Á gólfinu í nýja musterinu lá ung kona stynjandi með nimlauf stráð í kring um sig. Við hlið hennar sat móðir hennar með áhyggjusvip og strauk enni hennar.

Smallpox, sagði Sundar, fólk fer í musterin og biður Guð sinn um lækningu. Þarna var þessi fallegi vesalingur alger-lega uppá náð Guðs síns komin með mislinga, enginn læknir, kannski bara engir peningar til þess.

Það fór umsvifalaust vel á með okkur Rajinderen. Ég átti í erfiðleikum í fyrstu með að muna nafnið hans svo ég kallaði hann Maharaja – Stórkonung – honum þótti það ægi-lega fyndið og bókstaflega orgaði af hlátri og ánægju

Hann bjó með foreldra sína. Fjörgamla þreytta móðurina og bráðskemmtilegan skömmóttan föðurinn. Sundar segir mér að afi hans hafi einu sinni skammað Rajinderen fyrir kvenna far á eftir farandi máta: Mikill fjandans asni ertu að fara til þessarar konu nótt eftir nótt. Farðu heldur að deginum þá fattar þetta enginn. Karlinn er heldur ekki við eina fjölina felldur . Sagan segir að hann eigi til að taka í höndina á konum. Það segir Sundar mér að þýði: Komdu í bólið væna. Bara tekur þéttingsfast um úlnliðinn á þeim og togar þær í leikinn.

Svo er það eiginkona Rajinderen hún Kala, síbrosandi, masandi og starfandi. Hún talar bara tamil og þegar ég sagði á tamil: Ég tala ekki tamil – tamil tiriagu – brosti hún og skelli hló og talar síðan alltaf við mig fljúgandi tamil þegar tækifæri gefst.

Þá voru dæturnar Gunnasundaren – Siðprúður – tíguleg og afburðafalleg sautján ára stúlka og Mohanasunderen skemmti leg fimmtán ára gelgja.

Ég spurði hvort búið væri að fastna dæturnar. Rajinderen svaraði: Gunnasunderen ætlar ekki að giftast heldur að læra en Mohanasunderen mun giftast, annars vil ég aðeins að þær verði frjálsar til að hugsa, tala og framkvæma og verði ham-ingjusamar.

Page 159: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

152

Ég hef þrisvar komið í þeirra hús og gist. Tekið fullan þátt í öllu þeirra lífi og gert alla hluti eins og þau ef mér hefur verið leyft það. Móttökurnar hafa alltaf verið eins og á gestrisnu íslensku sveitaheimili, og veitingarnar, maður lifandi, kúfaðir diskar og sífelld hvatning: Fáðu þeir meira góði, þér veitir ekki af þessu.

Kala skammtar á diskinn hrísgrjón úr hægri hönd og þegar hún sér hvað ég er aulalegur við þetta tekur hún skammt af hverjum rétti og hrærir þetta saman á diskinum mínum með hendinni, svolitlar sorgarrendur undir nöglunum – and so what?

Rajinderen spurði mig hvort ég vildi fisk í matinn. Auðvitað vildi ég það. Langt upp í fjöllum og engan fisk að fá, þetta yrði athyglisvert. Þá dró hann saman kaðal og net og svo var lagt í hann við fimmta mann á Ambassadornum langt út á akur að brunni. Þar sigu þeir þrír niður og gengu hring eftir hring og fönguðu loks glettilega stóran silung, en Rajinderen elur fiska í sínum brunni. Fiskana fær hann hér og þar og stundum í fiskeldisstöðvum eins og þeirri sem við skoðuðum. Þar voru menn að rækta lax og í annarri risarækju, en hún þrífst ekki í brunnum. Rajinderen fékk samt nokkrar bara til að athuga hvað gerðist, það sakar ekki.

Í sömu ferð hlupu Tamilarnir upp í pálma og hjuggu lausar grænar kókoshnetur svo þær duttu til jarðar. Það var snilld að sjá þá klifra tíu metra háann greinalausan pálmann.

Tóku með báðum höndum utan um hann og glenntu út fæturna, berfættir, spenntu svo lærin með iljar á öndverðum hliðum pálmans og spyrntu sér upp, héldu og spyrntu. Þeir nánast hlupu þetta. Svo fóru þeir með sömu aðferð niður nema festu sig með fótunum og sigu saman haldandi um tréð og héldu svo með spenntum handleggjum og létu fætur síga. Þeir virtust renna niður tréð.

Þeir hjuggu svo endann af hnetunni með bjúgsaxi sem var með mjög breiðan bakka og þegar gat var komið réttu þeir mér og supu sjálfir. Þetta var skemmtilegt partí allir að sjúga kókoshnetur. Safinn er sætur og svolítið væminn svona tvö vatnsglös í hverri. Hneturnar verða að vera grænar, ef þær eru

Page 160: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

153

orðnar brúnar og liggja kannski á jörðunni er bara kókoskjötið inn í þeim, sem kókosmjöl er unnið úr. Ég vildi reyna að höggva gat á hnetu og allt í lagi með það. Varaðu á þér fing urna, sagði Rajinderen og sýndi mér lagið. Saxið var svo efnis mikið að höggin urðu þung og fingur hefði auðveldlega farið af hefði lagið geigað. Ég reyndi bitið á fingurnögl og varð alveg undrandi, það hefði verið hægt að raka sig á þessu en þeir brýna bara á hörðum steini, eða aldrei sá ég þá nota brýni.

Þú verður að prófa fleiri tegundir af kókosmjólk sagði Ra-jinderen og við fórum á dísel Royal Enfield eldgamla mótor hjólinu hans langt út í sveit. Hann ók eins og andskotinn væri á hælunum á honum. Svo komum við á afskekktan stað fjarri alfaraleið og hittum fyrir kunningja Rajinderen. Það upphófst eitthvað pískur og höfuðdill en svo tók kunninginn sax og flugbrýndi, stakk því milli tannanna og tók stóran plastbrúsa og hljóp upp í einn tíu metra pálmann. Þar tók hann skálar sem voru hengdar undir nýjabrum og hellti úr í brúsann, en þeir særa nýjabrumið og svo drýpur vökvinn í skál. Þá renndi hann sér niður og sýndi mér í brúsann. Þar var einhver gul-leitur vökvi sem í flutu flugur, maurar og önnur kvikindi. Kunninginn síaði þetta úr með tusku og hellti í glas og rétti mér.

Er þetta áfengt, spurði ég Rajinderen og hann dillaði höfðinu. Ég spurði aftur og hann sagði no, no , no very new, drink, drink, drink. Kunninginn fékk sér drjúgan slurk úr brúsanum og hvatti mig til að prófa. Ég stenst ekki freistingar eins og margsannað er, er alltof sjálfgóður til þess. Fékk mér aðeins bragð, sem var gott. Drink, drink, drink kölluðu þeir í kór þar til ég var búinn með sem svaraði venjulegu vatnsglasi. More, more, more. Illai, nei, sagði ég og þvertók fyrir meira enda fann ég strax breytingu og kunni ekki við það. Kunninginn hellti á tveggja lítra brúsa sem Rajinderen tók með sér á mótorhjólið og við fórum að hitta Sundar og frænda hans til að athuga hvernig gengi með að gera við bílinn. Þegar þangað var komið á sveitavegi „out in nowhere“ voru þeir tveir þar húddið opið á bílnum en enginn viðgerðarmaður. Hva, sagði ég hvar er viðgerðarmaðurinn. Jú, sagði Sundar það

Page 161: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

154

kom strákur frá honum, nemi sem vissi lítið og var að reyna að þræða sig áfram. Afi var hérna að fylgjast með alltaf að hæðast að stráknum segjandi: Þú ert nú meiri aulinn ertu undan geit eða hvað? Þú munt aldrei fatta þetta farðu bara heim til mömmu að sjúga á henni brjóstin. Hvað ertu að gera með þennan haus milli axlanna þú þarft hann ekki. Hann er alveg gagnslaus leggðu hann frá þér. Svona þusaði afi þangað til að strákurinn fór skælandi og snöktandi í burt en afi skelli hló. Svo skammaði afi mig fyrir að vera hvítra manna sleikja og auli, ég ætti að vera vinna fyrir fé handa fjölskyldunni heldur en að vera að slæpast þetta, og hvíti maðurinn veit að þú ert fífl. Sundar var ægilega sár út í afa sinn og dapur og frændi hans var hálf miður sín einnig.

Hvað er þetta sagði, Rajinderen þetta er bara pabbi. Fáið ykkur kókosmjólk og hressið ykkur við. Frændinn setti stút inn á munninn og renndi niður lítra án þess að kyngja og Sun-dar renndi hinum lítranum niður á sama hátt. Ertu vitlaus Sundar, sagði ég þú verður blindfullur af þessu. Nei, nei, nei sagði Sundar, ég verð aldrei fullur vil ekki vera það og drekk bara eina bjórflösku svona þrisvar á ári en hætti þegar ég finn einhverja breytingu. Eftir korter voru þeir farnir að flissa og skrækja eins og fífl, sauðdrukknir og svo fóru þeir að dansa.

Sundar sagðist elska mig. Rajinderen hafði mikla skemm-tun af þessu hvatti þá til þess að taka mótorhjólið og reyna að keyra. Frændinn datt strax en Sundar fór á fleygiferð langt ínn í sykurreyrþykkni.

Það er skemmst frá að segja að við Sundar báðir urðum hryllilega veikir dægri seinna í Chennai. Ældum bæði lifur og lungum og lágum hljóðandi bullsveittir með beinverki og óþolandi höfuðverk á annað dægur.

Ég veit núna að þetta kókosmjólkursull er bönnuð fram leiðsla í Tamil Nadu. Þess vegna var allt þetta pukur við ferða lagið til þess að fá það.

Svo sýndi Rajinderen mér hvernig þeir höggva sykurreyr og búta hann niður flysja og rífa í tágar eins og tannbursta og nudda á sér tennurnar, reyndar nota þeir greinar af nimtré á sama hátt. Svo átum við flysjaðan sykurreyr sætan og trefja

Page 162: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

155

mikinn. Þeir tyggja þetta af sömu áfergju eins og íslendingar éta harðfisk og er talið mjög gott fyrir heilsuna. Seinna press aði hann flysjaðan sykurreyr og við drukkum safann sem er hressandi, svalandi og góður.

Með matnum fékk ég Lassi að drekka sem er flóuð mjólk með svolitlu af Curd, skyri, látið standa yfir nótt og svo bætt í sykri og þeytt. Afar gott og svalandi. Minnir mikið á íslenska súrmjólk þeytta með sykri.

Ég fór heim með fangið fullt af þroskuðum chili, grænum og rauðum sem hann ræktar einnig, nokkra ananasbolta og búnt af sykurreyr.

Dagurinn hafði verið langur og allir skítugir en ég mest, sveittur, þreyttur og rykfallinn. Wash, wash, wash sagði Rajin-deren. Ammam, ammam, ammam, já, sagði ég og við héldum að næstu brunndælu. Hún var sett í gang og úr henni foss aði eins og brunaslöngu. Maður varð að glenna fætur til að standa. Í þessu böðuðu sig allir. Ég á typpinu, sem þeir góndu ógurlega á, en þeir í nærbuxum, stungu hendinni innfyrir og skoluðu í bak og fyrir. Svo sápuðu þeir sig með dökkbrúnni sápu sem lá þarna svo löðrið gekk í allar áttir. Bráðfyndnir dökkir Indverjar með snjóhvítan sápulöðurs koll.

Ég nenni ekki að lýsa salernismenningu þeirra því hún er bara eins og var til sveita heima þegar ég var strákur. Mats eldin er ekkert ólík heldur. Tekin geit, kiðlingur eða hæna og hún skorin klukkan ellefu og étin klukkan tólf. Auðvitað er samsetning fæðunnar önnur en var hjá okkur því þeir hafa alltaf ferskt grænmeti og ávexti með matnum, en þeir drekka gjarnan Lassi – súrmjólk – með, svona bara eins og heima. Eldamennskan fór fram með þurrkaðri kúamykju eins og í Litla Dal á mínum barnsárum og gólfið skúrað með vatni og sandi. Það er hinsvegar gassalega gaman að fá íslenskar flatkökur og íslenska súrmjólk og íslenskt skyr og íslensk svið á indversku heimili, eða er þetta allt kannski ekki íslenskt heldur indverskt að uppruna.

Rajinderen hafði skemmtilegan skilning á forvitni minni. Hann var sífellt að leiða mig í nýjan og nýjan sannleika um starfshætti, vinnubrögð og hagnýtingu Tamilanna jafnframt

Page 163: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

156

því sem hann spurði mig ítarlega um íslenskan landbúnað, fiskveiðar og iðnað. Hann var sýnilega að reyna að læra af mér og reyna að kenna mér eitthvað hagnýtt, enda er hann menntaður landbúnaðarráðunautur og starfar sem slíkur fyrir sitt hérað. Það var gaman að ganga með honum um götur eða heimsækja önnur sveitaheimili. Hann þekkti alla og virtist all-staðar velkominn. Bræðurnir yrtu ekki á hvorn annan en það hefði enginn ókunnugur áttað sig á. Hin tamilska hæverska leyfir engin augsýnileg móðgunarmerki. Menn láta eins og ekkert sé. En það skemmtilega og undarlega var að ég samein-aði þá. Þeir voru stundum báðir með mér eða ég spurði þá á víxl og neyddust þannig til að horfast í augu. Kannski var það alltaf ætlun meistara míns.

Mágurinn var með í fyrstu ferðinni. Það var bókstaflega ógeðslegt að fylgjast með hvernig hann káfaði á kornungum frænkum sínum fyrir framan okkur. Strjúkandi hár, bak og læri. Snertandi brjóst og setjandi kyssi túttu á munninn og þykjast kyssa þær. Enginn annar virtist hafa áhuga á þessu atferli, en þær eru nú læstar inni á nóttunni og svo er þetta eins og Sundra sagði „In the family“ og kannski ekki vanvirða þess vegna.

Já, frænkum sínum. Er þú nokkuð ruglaður í þessu lesandi góður. Ég var alveg kexruglaður fyrst í stað. Skildi bara ekkert í öllu þessu tali um systur og bræður, frændur og frænkur. Ég var farinn að halda að þetta væri eins og á Íslandi þar sem börn eru ekkert endilega fjölskylduföðurins.

Þeirra aldalangi háttur er þannig: Kannski best að ég taki dæmi af sjálfum mér til að skýra þetta. Systkin foreldra minna voru annars vegar níu og hins vegar átta. Þegar ég gekk í hjúskap hefði ég kvænst einhverju barna föður eða móðursystkina minna, sem sagt frænku minni og hún hefði auðvitað gifst mér frænda sínum.

Svona er þetta svakaleg skyldleikaræktun um aldir og er lítið sem ekkert að breytast. Stóridómur íslenski hefði heldur betur komist í feitt í Tamil Nadu. Þetta leiðir svo af sér að fjöl­skyldan er viðskiptablokk. Ættingjar vinna hver hjá öðrum og eru með nefið niður í hvers mans koppi. Elsta settið, afinn og

Page 164: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

157

amman ráðskast með allt liðið meðan þau hafa rænu á. Það er nær ómögulegt fyrir nýgift hjón að eignast sjálfstætt líf. Hvað litla ákvörðun sem þarf að taka hve smávægileg breyting sem er skal borin undir gamla settið og öll fjölskyldan hefur af-skipti af atburðarásinni. Mín kynslóð og eldri þekkir þetta frá gamla Fróni. Foreldrar töldu sér trú um að þau ættu börnin sín til æviloka, kannski beggja.

Ég hef orðið vitni af mörgum árekstrum í þeim indversku fjölskyldum sem ég hef kynnst, einkum gamla tengdamamma og nýja eiginkonan sem er bókstaflega kúguð eins og þræll á heimilinu. Þetta er að gjörbreytast á Íslandi og gerir vafalaust í Tamil Nadu með vestrænum lifnaðarháttum sem eru að byrja að halda innreið sína. Með þeim koma peningarnir og neyslu þjóðfélagið.

Ég held að það sé hver að verða síðastur að sjá þetta, líklega, elsta lifandi menningarþjóðfélag heimsins. Það mun líða undir lok og verða staðlað eftir GATT samningum eða ein-hverri annarri peningamaskínu, án þess að fordæma þá þróun á nokkurn hátt.

Rajinderen var óþreytandi að fara með mér á akrana, í plöntu rækt, fiskeldi og framleiðslufyrirtæki til að sýna mér hvernig lífið í sveitinni er.

Hann býr í húsi eftir nýja stílnum með þunnum hlöðnum veggjum. Þau hús eru vonlaus það er svo mikil svækja í þeim dag og nótt. Hin gömlu, sem eru enn á hverju strái í sveitinni, eru með þykka leirveggi og mjög hátt stráþak og þar af leið andi mjög svöl. Inngangur allra húsa sem ég kom í sveitinni er mjög lágur, einnig fyrir Indverja. Þeir segja mér að svona sé þetta líka í musterum til þess að knýja menn til virðingar það er að segja með því að lúta höfði og jafnvel krjúpa. Stundum er einnig hár þrepskjöldur sem þarf að klofa yfir. Skallinn á mér var orðinn aumur eftir fjölmargar heimsóknir á sveitaheimili því ég rak höfuðið alltaf í. Ef ekki dyrakarma þá óvænta bjálka í loftinu. Ég er þetta líka ógnartröll í þeirra landi. Meðalhæð fólks er sú sama og var á afa mínum og ömmu. Þá urðu menn ekki meir en einn og sjötíu.

Page 165: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

158

Vinnudagurinn hefst við sólarupprás og stendur til hádegis þá er morgunverður. Í framhaldi af því liggja menn á melt-unni eða vinna í þau störf sem hægt er að vinna í skugga.

Milli sex og átta er ástarlífstími Tamilanna, sögðu karlmenn mér. Klukkan níu eru allir sofnaðir og svo fyrstar á fætur konur upp úr fjögur og karlar um fimm. Svona er þetta líf strit endalaust. Allur aðbúnaður óskaplega fábreyttur. Félagslíf er fjölskyldusamkomur, musterið eða pólitík, ef þú vilt.

Rajinderen hefur mikla sólblómaakra og gerir þar til raunir með sólblóm og framleiðslu sólblómaolíu. Hann ræktar einnig mikið af sykurreyr. Hrísgrjónaakrar eru eins langt og augað eygir. Á þessum tíma var verið að plægja, karl með tvo uxa fyrir tuðaði í leðjunni upp fyrir miðja kálfa. Sýnilega rosalegt puð og seinunnið. Á hverju strái eru ávextir. Kókos hnetur með sinni mjólk, mangó, papaya, avocado, epli, sítrónur, appelsínur og aragrúi annarra ávaxta sem ég kann ekki að nefna. Auk þess vex grænmeti til neyslu villt all-staðar. Menn borða lítið sem ekkert kartöflur. Hrísgrjón eru undirstöðufæðan, en mikið borðað af banönum mest hráum. Ég sá ekkert af soðnum eða steiktum eins og í austur Afríku. Gamalt fólk var með mjólkurkýrnar í bandi á beit.

Kelling fór inn á land afa Sundar, en þar er hann allan daginn við gæslu með rúm og tilbehör. Kallin ætlaði vitlaus að verða, hrópaði og skammaðist. Veifaði digrum staf sínum og gerði sig líklegan til þess að berja hana með stafnum. Kerlingin dil-laði höfðinu og stríddi honum, kannski gömul kærasta.

Gunnasunderen kom með mat handa afa sínum gangandi tíu kílómetra fram og til baka. Þökkin sem hún fékk: „Gastu ekki andskotast með þetta fyrr stelpa. Ég er orðinn ban hungraður.“ Sum okkar muna þessa daga frá æsku þegar alltaf var til siðs að skamma börn, sjaldan eða aldrei hælt.

Það er ekki svo mikill munur á mannfólkinu þó siðirnir séu ólíkir, einkum í afstöðu til kynlífs.

Krakkar hópuðust til að sjá mig, svo karlar, svo konur, svo ólofaðar og lofaðar stelpur. Það var ægilega gaman.

Vatnsskortur til ræktunar var í Tamil Nadu því monsún­inn hafði brugðist í átta ár, en það er sagt að hann gangi í

Page 166: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

159

ellefu árum svo það voru þrjú ár í hinn næsta því gera menn mikla brunna á þessu svæði. Brunnarnir eru um tíu metrar í þvermál og tuttugu metrar á dýpt sprengdir með dýnamíti í bergið undir jarðveginum í skiptivinnu bændanna. Karlar og strákar baða sig í brunnunum og allir baða sig í sprautunni úr dælunni uppi. Strákarnir stökkva ofan í brunnana. Þeir tældu mig með sér í þetta.

Ég hef, eins og Oscar Wilde, geta staðist allt nema freist ingar. Það þurfti ekki að ögra mér oft til þess að gamla feita tröllið af Íslandi léti sig gossa tuttugu metra ofan í vatnslítinn brunninn. Mér fannst ég vera ósköp lengi á leiðinni niður.

Svo kom maðurinn sem átti brunninn og sagði: Eru þið allir orðnir vitlausir sjáið þið ekki dæluna rétt undir yfirborðinu. Þið eruð heppnir að þið eruð ekki allir steindauðir.

Ég spurði Rajinderen hvort menn dyttu ekki ofan í þessa brunna og dræpu sig. Nei, nei sagði hann það kemur aldrei fyrir. Black Friday datt svo einn frændi hans í svona brunn og braut á sér hausinn. Það ætti að vera óþarfi að segja að hann er ekki lifandi lengur.

Afi Sundar, Pillai, held ég að hann heiti, talar bara við fólk með skömmum en við mig var hann þægilegur og sýndi mikla virðingu þó Sundar segði mér að hann hæddist að heimilis fólkinu og þorpsbúum fyrir að smjaðra fyrir hvíta mann inum. Flott þegar hann bauð mér kaffi eina nóttina þar sem við lágum báðir vakandi í sitthvoru rúminu nálægt hver öðrum. Hann einfaldlega rak langan digran göngustafinn sinn þétt fast í síðuna á mér og sagði: Kaffi, kaffi, kaffi. Ekki að skafa utanaf því sá gamli.

Rajinderen kom oft og gisti hjá mér í Thiruvattyiuur. Hann kom alltaf fyrirvaralaust og stundum um miðja nótt og henti þá bara grjóti í húsið til að gera vart við sig. Svo var hann horfinn upp úr fimm þó hann hefði setið á spjalli alla nóttina. Sundar og hann náðu saman á þakinu hjá mér. Rajinderen lýsti snilldarlega í einu orði hvernig manngerð frændi hans Sundar er: „Sundaren is a Gentleman!“

Eina nóttina eftir langt spjall stakk Rajinderen upp á því um þrjú leytið að við færum á göngutúr. Mér fannst það vel

Page 167: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

160

til fundið, hafði aldrei gert það áður. Allar götur voru auðar nema hundar á vappi að verja yfirráðasvæði sín, og rottur í ætisleit. Kýr og uxar sváfu í skotum og á vegabrúnum. Það var einkennilegt mistur yfir götunum þar sem við gengum. Á stöku stað sáum við sofandi fólk, bókstaflega á götunni. Við mættum gamalli konu einni á ferð. Báðir þeir Sundar og Ra-jinderen urðu hissa. Þetta tíðkast ekki. Hér er eitthvað að. Þá kom í ljós að fólk er ekki á ferðinni í þéttbýli að nóttunni í Chennai. Það á enginn erindi þá nema þjófar. Lögreglan stöð-var hvern mann og krefur um persónuskilríki, en án þeirra er líklegt að viðkomandi lendi í steininum. Enda gengum við bráðlega fram á lögregluvakt sem hafði sett upp vegatálma. Þeir vildu vita erindi okkar að næturlagi. Í þeim orðaskiptum fékk ég tækifæri til þess að spyrja hvers vegna þessi nætur-vakt væri og vegatálmi. Svörin sem ég fékk var að afbrota-menn færu helst um á nóttunni og það væri ástæðan. Í þessum svifum bar að vörubíl. Hann var stöðvaður og öll skilríki og farmur athugaður. Nokkru seinna fundum við steinsofandi kaffisölumann. Hann var ræstur og við þrír héldum áfram spjallinu framundir hálf sex um morguninn.

Ferðin heiman frá Rajinderen tók með rútu fimm tíma aðra leiðina. Hann kom að nóttu og fór að kveldi. Mikil orka, mikil sannfæring, mikill áhugi því hann var alltaf að erindast í þágu réttlætisins ef ég skildi hann rétt.

Sterkur persónuleiki Rajinderen sem verður héraðshöfðingi ef honum tekst að fjötra Bakkus.

Á heimleiðinni heimsóttum við landbúnaðarháskóla sem elur silkiorma en þeir munu hafa verið fluttir inn einhvern tímann í fyrndinni frá Kína. Það var stórkostleg sjón allt saman. Fyrst eru ofurlítil egg í skúffum sem nærast á til þess ræktuðum laufblöðum og verða silkiormar sem vefja sig inn í silkipúpur. Þegar svo er komið að púpan hefur náð fullri stærð verður að stinga þeim í sjóðandi vatn og drepa ormana annars skríða þeir út sem fiðrildi og þá er silkið ónýtt. Svo er silkið spunnið af hverri púpu og margir þræðir undnir saman í einn. Fjöldi þráða í einum spuna ræður þyngd silkisins og þar með verði þess. Svo eru þræðirnir settir í vefstól eftir að

Page 168: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

161

hafa verið litaðir eftir öllum kúnstarinnar reglum eða samofnir gull­, silfur­ eða öðrum málmþráðum.

Efni í venjulegan Sari er fimm metrar á lengd og tekur tíu daga stanslausan vefnað að gera hvern þeirra. Allt er þetta gert í hönd. Vefstólarnir eru ekki mikið frábrugðnir fornum íslenskum vefstólum, en það er mikill atgangur í vefaranum, sem var kona þegar ég sá til, sem skaut skyttunni á leifturhraða fram og aftur nærri hraðar en augað nam og óf undurfallegt mynstur, eitt af fjölmörgum sem Indverjar eru frægir fyrir. Þessi skóli var í næsta nágrenni við borgina Kanchepuram sem er mesta silkiborg Indlands. Þessa skoðunarferð skipu lagði meistari minn á sunnudegi þegar allir voru í fríi, en hann sýnilega þekkti hvern kjaft og vinsæll á svæðinu eins og bróðir hans.

Page 169: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

162

THE HOLY MAN

SATHISHI heitir hann. Vann áður í verksmiðju en snerist til trúar og líknarstarfa fyrir mörgum árum er mér sagt.

Svoleiðis var að ég hafði sýnt mikinn áhuga á að kynna mér fornar lækninga aðferðir Tamila. Meira að segja gert tilraun til þess að nema Homeopathy í Chen-nai, af því langafi minn Þór halli var hómópati og ég vissi að það er löggilt starfsgrein í Indlandi. Nú, nú hvað ert þú gamall gæskurinn spurði aldraður prófessor við lækn­háskólann. Nú ég er bara fimm

tíu og fimm svaraði ég. Já, væni minn, fólk hefur nám hér átján ára og það tekur sjö ár, ég held að þú myndir ekki njóta þín hér, burtséð frá öðrum erfiðleikum við þetta fyrirhugaða nám þitt, svaraði hann. Ég lét því svo búið standa að sinni en hygg á skyndinám í þessu einhvern tíma.

Meistari minn fór þá þegar á stúfana, eins og alltaf þegar vissi af einhverju sem mig vantaði eða fýsti og skömmu seinna vildi hann fara með mig til „The holy man“ eins og hann kallaði hann en sá framleiðir mikið af heilsuvörum eftir fornum aðferðum “Ajurvedic Siddah” sem tíðkast í Tamil Nadu.

Eftir mjög langa ökuferð í mollu og svækju var komið á skrifstofur og verksmiðju hans heilagleika. Við innganginn var farið úr skóm og gengið upp marga stiga. Á öllum vegg

The Holy Man

Page 170: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

163

jum voru myndir af heilögu fólki og logandi ljós í kolu. Fyrir framan skrifstofu hans var nokkurs konar altari með mynd af hinum löngu horfna dánumanni Vallala, miklu blómaskrauti og ljósum. Mantra hljómaði um allt hús.

Í húsinu var nærri ekkert aðeins auðir verksmiðjusalir. Þjónn vísaði okkur inn í skrifstofu hins heilaga sem sat þar í lótusstellingu. Hann er fríður maður sem hefur ekki skert hár sitt né skegg í áratugi og ekki heldur neglur á tám og fingrum, í samræmi við trú sína. Þó klippir hann sýnilega neglur á þumalfingri, vísifingri og löngutöng hægri handar til þess að geta skrifað. Neglur á tám og fingrum eru langar og sveigðar inn. Á fingrunum sýndist mér þær lengstu vera rúmir tíu sentímetrar.

Hvernig skyldi hann fara að því að þrífa sig til baksins, hug-saði ég.

Hann heilsaði okkur með sinni fallegu indversku kveðju og vísaði okkur til sætis á mynstruðum bláum dúk á gólfinu og þar settumst við þrír í lótusstellingu. Þeim er hún eðlileg. Hafa vanist við hana frá barnæsku, en mér reyndist þetta erfitt í byrjun einkum vegna sársauka á ristarhliðunum undir ökkla-beininu. Ekki að undra því þar hafa Indverjarnir mikið sigg af þessari setu.

Þarna sátum við þegjandi og hreyfingarlausir í drykklanga stund því hann var upptekinn við að svara símanum sem hringdi stanslaust og svo var fólk sífellt að koma inn um dyrnar með eitt og annað sem hann tók í lófa sér og blessaði með lokuð augu.

Loks kom hlé og hann lygndi aftur augunum og sterkur straumur hríslaðist á notalegan hátt gegn um mig og upp og niður. Ég fann að hann var að skoða mig og mína manngerð. Ég gerði það sama við hann. Þá opnaði hann augun og horfði brosandi á mig og kinkaði kolli sem viðurkenningu. Hann hafði fundið til mín og ég til hans.

Enskan hans var afleit en Sundar þýddi. Þetta var hins vegar áður en ég hafði kennt honum að þýða orð fyrir orð svo ég fékk aðeins samantekt á frásögnum þess heilaga.

Page 171: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

164

Fundur okkar var orðinn nær tveir klukkutímar og mig sár kenndi til í ristunum utanverðum og mjóbakinu, en þraukaði.

Þá reis sá heilagi á fætur og benti okkur með sér. Stórkost legar bendingar hans. Ekki eins og okkur vestrænum hættir til, að benda fingri á persónu og svo á hlut eða stað heldur benti hann á gólfið rétt fyrir framan mig og hreyfði svo höndina með þokkafullri hreyfingu sleitulaust þann feril sem mér var ætlaður að stað á gólfinu fyrir framan þann hlut eða persónu sem fara skyldi til, enda er ókurteisi að benda á fólk á Ind-landi. Við fylgdum honum í halarófu að altarinu þar sem við gerðum blessun eins og hann.

Þá sýndi hann mér Nimtré sem húsið var byggt utan um. Fjögurra hæða hús með tré sem vex upp í gegnum miðju þess með trjákrónuna yfir þakinu. Nimtréið hefur þá náttúru að það fælir frá flesta óværu sem kvelur mannfólkið og er talið heilagt.

Svo var gengið um langa ganga og skýrt út hvað var hvað. Þetta fór allt fyrir ofan garð og neðan hjá mér því ég var svo illa haldinn af líkhamlegri ofhitnun að mér lá við yfirliði. Ákveðið var að ég kæmi næsta morgun og færi með honum að blessa áhangendur sína, en þá var ég dauða nær og gat mig hvergi hrært svo Sundar hringdi inn afsökun og breytti áætluðu móti okkar þar til viku seinna.

Ég hafði náð áttum og orku þegar kom að þeim fundi. Við renndum í hlað klukkan átta að morgni og sá heilagi sýndi mér mallandi risastóra potta í eldhúsinu á efstu hæðinni og ég skildi að hann gaf þúsundum fátæklinga mat á hverjum degi á tugum staða um alla Chennai. Til þess að fjármagna þetta rak hann verksmiðju með Ajurvedic lyf og tók á móti frjálsum framlögum.

Vegna þess að það er trúarskylda hindúa að gefa ölmusu, eins og múslima, var auðvelt með framlög frá ríku fólki, sagði hann. Það fólk sem lagði fram fé kom svo gjarnan á staðinn sem þeirra framlag var framreitt og þjónaði fátæklingunum. Svo ókum við af stað í miklum hita og svækju.

Fyrst komum við í mikið musteri með þúsundum manna sitjandi á gólfinu bíðandi eftir matarskammti sínum. Sá hei-

Page 172: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

165

lagi blessaði matinn og söng möntru og skammtaði fyrsta skammtinn og benti mér blíðlega að skammta þann næsta og svo sýndi hann hvernig ég skyldi gera að fara á alla línuna og skammta á hvert bananablað af þeim rétti sem ég var með í vatnsfötunni.

Ég var mjög slæmur í baki og átti erfitt með þetta svo að eftir hundrað skammta benti ég Sundar að koma og rétti honum fötuna. Hann setti hendur á móti segjandi no, no, no en ég ýtti fötunni í hendurnar á honum og staulaðist í burtu. Vesalings Sundar, bara níu hundruð manns eftir að fá skammt.

Ég gekk til hins heilaga. Hann var enn að söngla með lokuð augun og spenntar greipar, eða lauslega út af nöglunum á fing runum. Hann hefur afar blíða, lága, fallega en einstaklega skýra rödd. Það var undursamlegt að hlusta á hann söngla möntruna og fjölda bæna sem hann fór með. „What your name“ sagði hann og sönglaði svo möntru sem endaði með mínu nafni.

Svo fór fólk að ljúka matnum og gekk að hinum heilaga og snerti fætur hans eða kastaði sér flötu og kyssti fætur hans og snerti ökkla. Ég fylgdist með þessu af mikilli athygli. En mér brá ekki það litla þegar fólk hóf að snerta fætur mína einnig og kyssa og snerta ökkla. Ekki alveg vanur þessari lotningu og fannst ég vera þess algerlega óverðugur, en stóð samt kyrr og lét þessu fram vinda.

Einkennileg tilfinning sem myndaðist í mér við þetta að fólk var í langri röð fyrir framan mig, kastaði sér á grúfu og kyssti ristar mínar. Það var ekki hroki heldur einhvers konar afarsterk blíða og auðmýkt sem streymdi um mig.

Hérna er mantran, sálmurinn sem hann söng á tamil og í íslenskri þýðingu minni:

ARUTPERUM JOTHY ARUTPERUM JOTHY THANIPPERUM KARUNAI

ARUTPERUM JOTHY ELLAA UYIRUM INBUTTRU VAAZHA

ARUTPERUM JOTHY

Page 173: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

166

VALLAL MALARADI PAADAM VANANGI ARUTPERUM JOTHY ARUTPERUM JOTHY

DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS.

VEIT OSS ÞÍNA MIKLU MILDI.DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS. LÁT ALLAR VERUR FÖGNUÐ FINNA. DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS.

AÐ DROTTINS LJÓSI - HÖFÐI LÝT ÉG LÁGT. DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS. DÁSAMAÐ SÉRT ÞÚ DROTTINS LJÓS

Þegar við vorum að fara frá þessu musteri blossuðu upp mikil slagsmál í anddyrinu í þann mund sem við heilagi maðurinn gengum þar um. Það hafði engin áhrif á hann. Hann hvorki hraðaði sér né sýndi nokkur merki þess að hann tæki eftir áflogunum heldur einhvernveginn leið í gegnum manngrúann. Ég sá ekki betur en að áflogin snerust um að hópur manna var að berja einn mann sem svo bjargaði sér haltrandi á flótta. Sundar sagði mér að vesalings maðurinn hefði tekið ranga il-skó í allri kösinni fyrir framan musterið. Eigandi ilskónna sá þetta og með það sama var hafist handa við að berja þjófinn.

Svo fórum við á fimm samskonar staði og hittum fyrir gef endur sem voru velstæðir kaupsýslumenn, kvikmyndastjör-nur eða aðrir góðviljaðir. Ég var orðinn ægilega þreyttur en afar sæll með þennan dag þegar við loksins lögðum af stað áleiðis heim. Við tókum nokkra munka með og skutum þeim einhvern spöl. Þessa síðustu stund okkar varð heilagi maðurinn jarðneskur og spurði mikið um mitt land og mína hagi. Forvitinn maður og forvitur, sem bar með sér milda helgi sína í fasi og ferli. Engu skipti þó hann talaði um ein-falda hluti virðuleikanum og tigninni hélt hann samt.

Enn hafði Indland auðgað tilveru mína og lífsnautn.Sá heilagi er einn af þeim mönnum sem mig langar til að

hitta aftur og fylgjast með þróun hans og ferli.

Page 174: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

167

BLACK FRIDAY

Ég hafði ekkert sofið um nóttina, verið að reyna að skrifa eða pæla og klukkan var orðin hálf sex, sólarupprás. Sundar minn lá steinsofandi á þakinu og mér datt í hug að vekja hann til að laga te, sem ég gerði á öllum tímum – hann vildi það. Hann svaf svo fast að hann svaraði ekki kalli svo ég ýtti mjúklega við honum og hann stökk á fætur. Yeah, yeah, what, what stundi hann alveg ruglaður. Fyrirgefðu vinur, en getur þú verið svo vinsamlegur að laga fyrir mig svolítið te? Hann hvarf og kom fljótt aftur með þetta indæla tamil te en sagði að sér hefði dreymt hryllilega drauma.

Svo lagðist hann aftur á bert þakið og hélt áfram að sofa í pilsinu sínu og skyrtunni með höndina undir höfðinu. Hann kvartaði oft um slen þegar hann vaknaði eftir svefn á gólfi. Sagðist vera lengi að vakna. Líkhamurinn virtist vakna en heilinn ekki. Það að sofa á heitu undirlagi hefði þessi slæmu áhrif, svo fékk hann líka stundum vont kvef.

Mér leið alveg djöfullega. Allur klístraður af húðfitu, stam-mur og helaumur í öllum hreyfanlegum pörtum líkhamsins. Þrátt fyrir loftkælinguna sem ég hafði náð í á síðustu stundu læknaðist ekki þessi stemma í húðinni. Stráhúsið var einnig svo gisið að kælingin hafði ekki undan. Það voru stórundar-leg hitaskil í loftinu inni. Sæmilega svalt við gólfið en fjörtíu stiga hiti í höfuðhæð.

Ég greip því til þess ráðs að taka allar ábreiður og gluggatjöld sem ég náði í og tjalda yfir mig inni í húsinu, bjó til nokkurs konar ísskáp. Auk þess hafði ég fengið þá snilldarhugmynd nokkrum dögum áður að kæla mig að innan með að borða ískalda ávexti úr ísskápnum, gulrætur, agúrkur, tómata, ba-nana, mangó og papaya. Ég kólnaði, svo mikið var víst, en svo mikið að ég fékk heiftarlegan Bronkítis svo snörlaði í mér

Page 175: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

168

lengst niður í lungum eins og sumum Tamilum í fátækrahver-funum, sem ég held að hafi Berkla.

Þetta var nú búin að vera meiri raunin. Ég var búinn að reyna að stinga fótunum í ísskápinn, og höfðinu. Það svíaði aðeins en treindi bara augljósa endastund mína. Ég var með svo miklum harmkvælum að ég las Sundar erfðaskrá mína, hann fékk auðvitað allt, sem var ekkert. Afi minn Kalli gerði þetta alltaf þegar hann lagðist veikur, sagði að hetjur legðust aðeins á banasæng og því ætti að gera erfðaskrá alltaf þegar maður legðist í bælið.

Loks skreiddist ég inn og náði að steinsofna til klukkan tíu að morgni staulaðist þá út og þar biðu þeir feðgar Sundar og meistari minn heldur mæðulegir. Sundar sagði mér að frændi hans hefði dottið í brunn, þessa bríkarlausu brunna sem ég sá hjá Rajinderen, og brotið á sér höfuðið og steindáið. Útförin væri á morgun, hvort hann fengi ekki leyfi hjá mér til að fara því öll fjölskyldan færi.

Ósköp að heyra Sundar minn, auðvitað ferðu til útfarar innar, annað hvort væri nú, sagði ég af vanmætti. Verður allt í lagi með þig, spurði hann. Já, já sagði ég, en ef ég verð dauður þegar þú kemur aftur þá brennir þú mig strax að hindúa sið og sendir konu minni öskuna með kveðju. Hann hafði engan sans fyrir svona gálgahúmor. Ég lagðist aftur til svefns og sofnaði nú svo fast að þegar bankað var linnulaust með miklum höggum á hurðina lengi, lengi, ég held í klukkutíma, gat ég með engu móti losað svefninn og svarað eða opnað.

Svo vaknaði ég við miklar sífelldar sprengingar. Vissi að það voru ekki endilega hátíðarhöld heldur miklu frekar tilkynning um að einhver hefði dáið, því það er siðurinn til að láta götuna og hverfið vita sorgartíðindin. Staulaðist út á þak. Þar voru feðgarnir enn mæddari en áður. Hva? eruð þið ekki farnir í útförina sagði ég alveg steinhissa á þessu. Nei, svaraði Sundar afar dapur starandi á gólfið, hún elsta systir mömmu sem þú hittir í síðustu viku og býr hér í nágrenninu var að deyja, þú heyrir sprengingarnar. Ja hérna ógn og mæða.

Það átti ekki af fjölskyldunni að ganga þennan daginn. Svo þú hefur þá verið að banka til að vekja mig og segja mér

Page 176: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

169

tíðindin,sagði ég. Ha, svaraði Sundar ég hef ekkert bankað við bara biðum hér fyrir utan og erum búnir aðvera hér frá því þú fórst inn og lagðir þig. Ég var alveg bit og sagði þeim söguna af bankinu og hvenær það hefði verið. Þetta hefur verið frænka að kveðja sagði Sundar og meistari minn dillaði mikið höfðinu með sorgarsvip. Auðvitað var þetta hún. Hvað annað. Ég þekki þetta svo sem frá Íslandi og Afríku. Hef oft orðið var svona tilfella. Alsannfærðir allir þrír.

Bálförin verður klukkan þrjú á morgun sagði Sundar, kemur þú. Já auðvitað svaraði ég, ef það er viðeigandi. Já, svaraði hann, það er ætlast til þess vegna þess að þú ert vinur fjöl skyldunnar og þekktir hana. Bálförin á morgun, hváði ég, bara eftir tæpan sólarhring. Hvaða ósköp liggur á. Er ekki rétt að vera viss um að gamla sé örugglega látin. Svona verður að gera hér, sagði Sundar, í þessum mikla hita rotnar allt svo fljótt. Það er nú þegar búið að leggja líkið á mikinn ísklump svo ekki verði komin lykt fyrir bálförina. Blessuð gamla konan hugsaði ég, hún á enga von. Ef svo færi að leyndist líf með henni væri hún látin í kvöld af kulda. Svo fóru þeir að syrgja með ættmennum, en ég fór inn í stráhúsið til að reyna að betrumbæta kælitjaldið mitt.

Tölvan mín var auðvitað þungamiðja lífs míns í þessu ferða lagi. Án hennar gat ég eins verið á Íslandi. Hún sat þarna að vanda á fallega blámálaða borðinu sem ég hafði hirt úr rusli á þakinu og gert upp eins og rúmið og hliðarborðið. Ég fór að hagræða varlega bambus sem tjöldin hvíldu á þá datt ein bambusstöngin á tölvuna, ósköp létt, varla heyrðist, en þegar ég opnaði hana svo skömmu síðar var skjárinn gersam-lega ónýtur. Það hafði eitthvað brotnað inni í honum svo á honum var bara einhvers konar blóm, ósköp fallegt en gerði hann gersamlega ónothæfan.

Andstyggðar, ekkesens, bestian, þessi árvítans spýta sagði ég við sjálfan mig eins og amma mín Sigríður, sem blótaði ekki og sagði aldrei verri orð en þetta á ævi sinni.

Ég sofnaði enn einu sinni mjög þungt og dreymdi hrylli legar martraðir. Þar var allt mitt líf að fara fjandans til.

Page 177: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

170

Svo vaknaði ég um kvöldið. Þá var Sundar kominn með mat handa mér en sýnu daprari en áður. Það var svo sem ekkert undarlegt því hann var mjög elskur að þessari frænku sinni, hafði alist upp hjá henni að nokkru leyti þegar þröngt var í búi hjá foreldrum hans og þau urðu að skilja frá sér börnin um hríð. Ég samhryggist þér kæri vinur og sonur minn sagði ég. Thanking you endurtók hann þrisvar og bætti svo við: Ég fór að líta á bílinn á geymslustæðinu sem þú leigir fyrir hann. Bíllinn er stórskemmdur. Það hefur einhver rekist á hann og eyðilagt alla aðra hliðina og skottið.

Ja hérna, fádæma blöskrun sagði ég eins og Eiríkur heitinn í Mörk sagði um erlendar fréttir, hlustaði aldrei á innlendar og heldur ekki veðurfréttir. Hafði bara áhuga á því sem kom að utan, eins og aðrir heldri menn.

Þetta var nú meiri dagurinn. Allt í köku!Ég vorum að tala saman um þetta allt við mamma, sagði

Sundar, tvö dauðsföll, bankið, tölvuna og svo bílinn og mam-ma sagði að svona væri þetta á svörtum föstudegi, allt gengi á afturfótunum, hún hefði svo sem mátt vita það.

OOOOOOúúúú sagði Sundar eins og Tamilar bæta í setn ingar um eitthvað skelfilegt eða dularfullt. Já en það er ekki þrettándi, sagði ég, hafandi mjög slæma persónulega reynslu af föstudeginum þrettánda.

Ha þrettándi sagði Sundar, af hverju? Ég skýrði þessa trú vesturlandabúa. Hann hafði aldrei af henni heyrt, en í Tamil Nadu væru föstudagar á dimmu tungli óhappadagar og nú var svoleiðis föstudagur 30. maí 2003, sem betur fer eru þessi ósköp Tamilanna í mesta lagi tvisvar sinnum á ári.

Ég yrði fljótt heilsulaus og alger öreigi þar um slóðir ef þeir væru oftar!

Daginn eftir gengum við til líkvöku fjölskyldunnar. Öll gatan frammi fyrir húsinu var blómum skrýdd og sett hafði verið upp mikið léreft hengt á stangir sem sólskyggni og fjöldi stóla var úti fyrir. Nágrannar stóðu á tröppum, þökum eða gluggum og fylgdust með. Ég var leiddur inn í anddyri hússins þar sem fjöldi kvenna var saman kominn og líkið á ísklumpnum. Hún var ósköp falleg gamla konan í sínum

Page 178: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

171

besta Sari með alla skartgripi, en hvað var þetta eitthvað svart í munninum og augun opin, einkennilegt og svolítið ógnvek-jandi. Ég vissi ekkert hvernig bæri að hegða sér við þessar aðstæður í þeirra landi en gerði bara sem mér bauð og blessaði líkið og bað sál þeirrar gömlu fararheilla til himnaríkis og góðrar móttöku. Dvaldi svolítið við þetta til að skoða út-búnað líksins og viðstadda. Mér var undrunarefni að enginn var uppáklæddur. Fólk var bara í sínum daglega vinnugalla.

Ég var leiddur út til sætis með öðrum karlmönnum. Þá komu fleiri ættingjar og karlmennirnir þustu inn á eftir þeim og svo upphófst mikill kórgrátur og kveinstafir í um það bil tíu mínútur þá heyrðist einhver tala með grátstafinn í kverkunum. Sundar sagði mér að svona hefði þetta verið frá dauða hennar. Konur hópuðust kringum líkið og hefðu grátið stanslaust frá því þær komu en væru orðnar svolítið þreyttar og tækju því hlé en héldu áfram eins og þær gætu. Hefur þú grátið spurði ég. Já, já svaraði hann af sinni auðmýkt og barnslegu einlægni, eins mikið og ég hef getað!

Hann sagði mér líka að þetta svarta hefðu systur líksins sett í munninn því þeim hefðu þótt tennurnar svo skemmdar. Þetta færi betur. Líkið hefði opin augun til þess að sjá viðstadda því augun dæju seinast.

Útfararstjórinn var kominn með sína menn. Þeir komu með bambusgrind sem á hékk svört hæna á fótunum, bundin fremst á kjálkann. Sundar sagði mér að þetta með hænuna væri gert af því að frænka hans dó á svörtum föstudegi til þess að hrinda hinu illa frá. Það var hafist handa við að skreyta líkburðargrindina og hún varð á tveim tímum þakin lifandi blómum. Afskaplega falleg og virðuleg. Áfram hélt gráturinn og ræðurnar, sem voru eftirmæli ættingja. Hver og einn rakti kosti hinnar látnu og gleðistundir sem sá hinn sami hefði átt með henni. Þegar líkburðargrindin var tilbúin og hænan virtist vera dauð, jókst gráturinn til allra muna og varð eins hávær og óveður. Hljómlistarmenn voru komnir, tveir. Annar barði tamborin eða gong, með útfarartakt.

Þung hljóð fyllt niðdimmum hljóm. Dauðinn, dauðinn vir-tust þau segja.

Page 179: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

172

Svo jókst gráturinn og kveinstafirnir um allan helm-ing og hinn hljómlistarmaðurinn bar að vörum sér mikinn kuðung sem endinn hafði verið skorinn af og blés ógurlega. Löngum tregablöndnum háum hljóm, sem eins og sagði farvel mín kæra, og líkið var borið á einföldum tágarbörum út úr húsinu. Karlar þyrptust um börurnar í æsing, pústrum og kallandi hver upp í annan en konurnar fylgdu líkinu grátandi og kveinandi. Líkið var lagt á börurnar með miklu umstangi. Hver karlmaður þurfti að leggja til hendi. Það voru hendur kryss og kruss um og yfir líkinu. Svo var líkbörunum lyft og allir karlmenn sem hendi gátu komið að héldu undir. Það var gengið af stað með grátandi og kveinandi konurnar allt um kring. Fyrir líkbörunum fóru hljómlistarmennirnir berjandi tamborin og blásandi í kuðunginn og berjandi stórar trumbur með ærandi slætti. Svona gekk fylkingin út götuna að gatna­mótum þá sneri meistari minn sér við og breiddi faðminn móti kvennaskaranum bendandi þeim að fara ekki lengra.

Konur fylgja ekki lengra en út götuna í Tamil Nadu. Það er ekki kvennaverk að annast líkbrennslu.

Kvennaskarinn var grátbólginn og kveinandi með útréttar hendur í angist og sorg eftir hinni látnu. Síðast sem ég sá til þeirra var að margar höfðu hnigið í götuna með ekkasogum. Sú sjón er brennd í minningu mína.

Líkburðurinn hélt að aðalgötunni í gífurlegan umferðarþunga hennar. Umferðin sýndi enga virðingu, flautaði og tróðst. Líkfylgdin mjakaðist áfram. Karlmenn köstuðu smápenin-gum á götuna eftir líkbörunum. Hljómlistarmennirnir komu hlaupandi að tína þá upp. Líkmennirnir tíndu blómin af líkbörunum í hverju skrefi svo óslitin blómaslóð var að en-dastað.

Eftir langa göngu í æðisgengnum hita , svælu og svækju var loks komið að líkbrennslustaðnum niður við ströndina. Líkið var tekið af börunum og lagt á snyrtilega ferkantaða hrúgu af þurrkuðum kúadellukökum. Fagurlega skreyttum bör unum var fleygt til hliðar og lágu þar eins og hvers konar rusl. Hænan var leyst og forðaði sér sína leið, frelsinu fegin.

Page 180: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

173

Menn gengu kringum líkið með prest í forystu steinkandi vatni og hunangi á líkið. Svo voru hreinsaðir af skartgripirnir og tók hver sonur hinnar gömlu sitt, en sá elsti deildi út. Eftir langa hringgöngu var kúadellukökum hlaðið alveg yfir líkið svo það hvarf og elsti sonurinn kveikti eldinn, svo sem siður er. Þegar eldurinn hafði blossað dágóða stund hurfu menn á brott, en ég staldraði við af forvitni.

Umhverfið var nöturlegt, fátæklegt, skítugt og líkt opnu geymslurými með fimm opnum hólfum fyrir hvert lík. Í sumum hólfunum var aska en þar höfðum við líkmenn gengið um við hinstu kveðju gömlu konunnar. Reykurinn breyttist úr dökkum í ljósan og einstaka blossar komu innan úr hrauknum. Lyktin var eins og af sviðinni ull og svo af brenndu skinni. Þá forðaði ég mér.

Ég hélt að nú væri útförinni lokið. Öðru nær. Þetta var aðeins brennsla líkhamsins. Sjálf útförin tók fimmtán daga með stanslausum Pooja , helgisiðum. Þegar ég fór logaði glatt og gamall maður í skítugum klæðum sat á hækjum sínum og fylgdist með. Einn af hinum ósnertanlegu, fimmta flokki Ind-verja neðan stétta. Þetta var eitt af þeirra hlutverkum.

Daginn eftir komu karlmennirnir og tóku beinin, brutu þau á steini í mél, leggi, kúpu og rif. Að því loknu var mélið sett í leirker með slæðu gömlu konunnar yfir, farið með kerið í bát út á sjó skammt frá ströndinni og hellt úr því í sjóinn.

Sundar var við Pooja á hverju kvöldi á heimili frænku sinnar heitinnar þessa fimmtán daga. Daginn eftir að kona mín kom til Indlands var lokaathöfnin sem hún fékk að taka þátt í. Það var skrýtið að sjá hana í vestrænu fötunum sínum sitjandi í lótusstellingu stýfandi indverskan mat úr hnefa af banana blaði.

Hún fékk höfðinglegar móttökur og mikla athygli. Augun ætluðu út úr karlmönnunum sem reyndu að leyna gotum sínum, en konurnar sýndu henni óskipta kvenlega athygli og hún þeim gekk um allt skoðaði og spurði og öllu var auð svarað. Svanfríður kona hvíta mannsins var aufúsugestur.

Útförinni verður reyndar aldrei lokið. Reglulega verður kveikt ljós á kolu til minningar um gömlu konuna og beðið

Page 181: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

174

fyrir sálu hennar. Á þeim fimmtán dögum voru pooja gerðar til að auðvelda sál hennar ferðina til heimkynnanna og vísa henni leið eftir því sem hægt var og svo var auðvitað gert ráð fyrir óhjákvæmilegri endurholdgun hindúanna, en hver þeirra fer þann feril að minnsta kosti sjö sinnum, sumir losna aldrei úr vítahringnum.

Page 182: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

175

ELDSKÍRNIN

Sundar sagði mér af ár-legri fjölskylduhátíð móðurfjöl skyldunnar í heimasveitinni og bauð mér að koma. Hann sagði að þar yrði eldganga fyrir hetjurnar. Trúarhetjurnar og stríðshetjurnar og monthetjurnar. Ég sagði strax: ég kem, eins og í allt sem mér er boðið hér, og ég geng eldinn. Það varð samstundis meiriháttar mál, án minnar vitundar, því ég hafði ekki enn áttað mig á að allt sem ég sagði sem hvítur maður og útlend-ingur voru heilög sannindi og lög. Gestrisnin bauð þeim enn frekar að þjóna lund minni eins og trúarreglur leyfðu.

Við þessa yfirlýsingu mína hófst ævintýraferill.Hálfum mánuði fyrir eldgönguna hófst fasta. Hún var að

borða ekkert nema hrísgrjón og valin aldin. Það var nú einfalt því ég hef ekkert étið nema hrísgrjón og dularfullar jurtir og seyði, hérlendis nú. Aðeins að drekka vatn. Það var nú einfalt. Ég var kominn með gubbandi leið á kaffi þeirra og tei þessari níutíu prósent flóuð mjólk með nokkrum kornum af kaffi eða te. Ekki skerða hár né skegg. Það var nú mjög einfalt. Það hefur nú ekki farið svo mikið fyrir því hjá mér síðastliðin ár. Ekki reykja. Nú, nú það varð að hafa það, en ég sprakk á þriðja degi og fékk undanþágu með því skilyrði að ég hætti þegar komið væri í eldgönguþorpið og þannig varð það.

Svo varð að ganga berfættur. Mér gekk það ágætlega. Sár-fættur fyrstu dagana en svo kom siggið og iljarnar urðu svar-

Að lokinni eldskírn

Page 183: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

176

tar og harðar. Þeir segja að þetta sé svo gott fyrir fæturna. Auki fitulagið á hælunum sem gerir léttar um gang, sem er rétt, enda eru Indverjar fremsta lækningaþjóð á jörðunni og jafnvel fremstir í tölvum, ótrúlegt.

Þá mátti ekki stunda kynlíf, sem var einfalt enda engum til að dreifa í þann samleik.

Svona liðu fyrstu 12 dagarnir fyrir hina eiginlegu eldraun, en karlmennirnir sem með mér fylgdust voru alltaf að leggja áherslu á kynlífið, ég botnaði ekkert í þessu þar til ég skildi að geysinákvæmur aðskilnaður kynjanna veldur töluverðum karla ástum og handavinnu hér. Ég sagði þeim hreinskilnislega að ég hefði engan áhuga á karlaástum og hitt væri mér aukaatriði, þá var eins og opnaðist flóðgátt og ég fékk allar upplýsingar um þennan gang mála. Frá aldaöðli hafa ógiftar konur verið alfriðaðar. Hafi maður ekki opinbert trúarlegt leyfi til samfara við konu, er það bannað. Svo samfarir fyrir hjónaband eru nánast óþekktar og samfarir ekkna eða fráskyldra nær ekkert.

Sé kynlífshneyksli hugsanlega í undirbúningi getur hver sem er komið með fullum rétti og stöðvað það og fjöldann drífur að til hjálpar í þeim siðferðisaðgerðum. Hjón skulu hafa samfarir og sofa saman þar til fyrsta barn kemur, eftir það sofa þau ekki saman, eftir annað barn, sem er opinber pólitísk stefna, er engin þörf fyrir samfarir og þeim svo til lokið að þeirra sögn. Fyrsta barn skal getið í giftingar Sari konunnar og sefur svo í honum hangandi í gormi í loftinu, svona fram-lenging af móðurkviði, fallegt.

Einkvæni er ekki skylda, karlinn þarf bara að fá samþykki verandi eiginkonu eða kvenna og þá er það í lagi að fjölga kon-um. Í Kerala hérna við hliðina á Tamil Nadu tíðkast fjölveri. Þar eru auðvitað fleiri konur en karlar og þurfa sitt, en enginn veit þá hver er faðir barna svo þeir höfðu þann sið, og sumir segja hafa enn, að senda drengi að heiman með bundið fyrir augu á munaðarleysingahæli sjö ár gamla. Þeir munu aldrei finna móður sína né hún þá. ­ Blóð er ekki þykkra en vatn, enda leysist það upp í vatni.

Page 184: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

177

Sigvaldi Hjálmarsson sagði í sínum bókum frá Indlandi um 1970 að líklega færu indverskar konur aldrei úr Sari. Ég held að það sé rétt.

Karlar virðast hins vegar ekkert vita hvað konur gera. Þeir vita ekkert um konur og konur ekkert um karla því kynlífs-fræðsla er engin, enda tala þeir ekkert við konur og þær mega ekkert vera að því að tala því þær þurfa að vinna. Ef þetta er satt, sem ég hef enga ástæðu til að rengja, þá er engin skýring á fjölmenni Indverja önnur en sú að þeir endurfæðast allir, eins og þeir trúa, sjö sinnum minnst. Héðan fara menn sem sagt aldrei, flestir.

Talið barst að stinningarlyfinu Viagra. Viagra sögðu strákarnir, og vissu vel hvað það var, enginn þarf að kaupa svoleiðis lyf á Indlandi. Við höfum Viagra baunir sem vaxa á trjánum og svo sýndu þeir mér ókeypis Viagrabaunirnar ind-versku sem litu út eins og grænar langbaunir.

Já svona er það nú í pottinn búið.Á þessu tímabili var farin mikilvæg sendiför, ég meðtalinn,

í eldgönguþorpið til að afla leyfis fyrir minni eldgöngu hjá æðstaprestinum því útlendingum og heiðingjum er þetta ekki heimilt, og hefur aldrei gerst segja þeir. Eldgangan er svo heilög að bannað er að taka af henni myndir. Þeir sem það reyna verða blindir. Einn Breti reyndi það, hann varð blindur, segja þeir, og svo dó hann.

Í svona mikilvægum erindagjörðum var ekki hægt að nota síma svo ekið var 300 kílómetra á þessum venjulega þjóð vegahraða um það bil 35 km. meðalhraða, því þrátt fyrir mikinn ys og þys í umferðinni er hún svo gífurleg að ferða hraði verður ekki meiri en þetta á þjóðvegum og enn minni inni í borgum. Auðvitað var presturinn ekki við en aðstoðar-presturinn, sonur hans sem erfa mun hlutverkið, tók skilaboð sem seinna komust alla leið til föður Sundar, Margubandu sem var og er meistari minn í hindútrú og eldgöngunni. Æðstaprestsins orð voru: Ég leyfi að óskað verði eftir leyfi eld-guðsins, og hana nú, við það sat.

Page 185: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

178

Þremur dögum fyrir eldskírn hófst förin ég fúlskeggjaður, skítugur, já ég gleymdi að ekki mátti þvo sér með sápu í föstunni, illa lyktandi.

Við vorum átta tíma á leiðinni í rúmlega 40 stiga hita og miklum raka í bíl sem hefur enga loftkælingu, en maður veit aldrei hitann á vélinni mælirinn gæti sýnt útihitann. Vélar hitinn gæti vel verið lægri. Ekkert gerðist tíðinda á leiðinni þar sem við ókum holóttann veginn með indverskt rúm á topp-num fyrir útlendinginn, heimamenn sofa þar sem þeir eru á akri, götu, ruslahaug, kerru eða einhversstaðar, ótrúlegt en hreina satt. Ökuferðin var svolítið eins og sjóferð í brælu. Upp og niður og út á hlið. Holurnar eru nefnilega alvöru holur eins og í gamla daga á Íslandi og vegirnir ætlaðir fyrir tvær kýr á göngu samhliða, sú þriðja verður að fara útaf.

Þegar kom í þorpið var ég berháttaður og klæddur í gulan munka sari sem var rennblautur eftir að hafa verið dýft í gult litarefni sem þeir kalla tamarin, svo ég var allur rennblautur og gulur og svo var það sem eftir var. Þá var komið með mikla perlufesti úr glerperlum sem var krafa að vera með því það kældi svo mikið niður, sem er satt.

Jesús minn, ég var orðinn eins og klæðaskiptingur – trans-vestisite – málaður með þrjú hvít breið strik á ennið og stóran gulan punkt á þriðja auganu með hárauðan punkt í miðju í pilsi með perlufesti, ja aldeilis.

Svona gekk ég um þorpið lungað úr þeim degi með krakka skara og nokkrar ógiftar stelpur á eftir mér. Heilsaði öllum og sumum oft, ég er nefnilega svo ómannglöggur. Fór í margar heimsóknir og var nærri orðinn höfuðlaus, sko indverjar eru næstum allir a.m.k. 30 cm. lægri en ég og hafa dyr sínar í sinni hæð en ekki minni svo ég keyrði á hvern þverbitann á fætur öðrum eða rak kollinn uppí eða uppúr þakinu. Svo sé ég fjandann ekkert, jafnvægislaus, geng alltaf eins og drukkinn, gengur ekkert að telja sumum trú um heima að ég sé edrú, og svo heyri ég bara valið.

Strax þegar komið var í þorpið var farið í hofið og guðinn mærður með logasveiflum, trúarsöngli, hrópum og ávaxta gjöfum og svolitlum peningum, sem ég veit ekki hvað guðinn

Page 186: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

179

gerir við. Inni í hofunum er svakaleg hitamolla og svækja og nánast eldraun að vera lengi inni í þeim, innst. Þegar leið að sólsetri voru umsækjendur um eldgöngu kallaðir til guðsins. Umsækjendur reyndust vera hátt á þriðja hundrað. Þeir streymdu fyrir æðstaprestinn, sumir köstuðu sér á kné aðrir smullu marflatir.

Presturinn hrópaði á guðinn og svar hans kom samstundis með því að logi hans flögraði sem þýddi já og stundum með því að logi hans haggaðist ekki, sem þýddi nei. Nokkrum var hafnað. Þeir urðu mjög fúlir og fóru sumir með hrópum, heitingum og steyttum hnefa á brott. Ég var mjög seint í röð inni. En var kallaður og bograði einhvern veginn fyrir framan æðstaprestinn sem sat, ég hálf hallærislegur, vissi eiginlega ekkert hvernig ég átti að vera. Hélt höndunum saman eins og ég hélt að ætti að gera og húkti eins og ég hélt að ætti að húka. Þá byrjaði þessi svakalega messa.

Presturinn hrópaði og kallaði á guðinn og loginn í kolu guðsins sveiflaðist, en það dugði ekki prestinum svo hann hrópaði og hrópaði og orgaði fyrir rest, svo skipaði hann að stoðarprestinum að laga kveikinn og hreinsa koluna og laga logann og byrjaði að hrópa upp á nýtt. Ég skil svolítið í tamil og veit að þegar presturinn hrópaði „ammam“ þá var hann að biðja guðinn um já.

Þess vegna finnst sumum íslendingum menntuðum í Bret-landi, þar sem töluvert er af Tamilum, svo fyndið að segja: Amma þín hvað?. Því Tamilar eru eins og íslendingar alltaf að segja já.

Svona gekk þetta undralangan tíma. Ég man að ég var orðinn svo leiður, sveittur og þreyttur á að húka að ég kallaði í huganum á logann að hreyfast eins mikið og hann gæti – og viti menn loginn tók þessa geysi roku í stafalogninu þarna inni bara óð um allt og æðstipresturinn hrópaði af fögnuði og allir viðstaddir nema ég, sem vissi betur. Presturinn batt band með gulum steini um úlnliðinn á mér með þeim orðum að þetta yrði ég að bera þar til eftir eldgöngu og mætti ekki yfirgefa þorpið, ég væri bundinn guðinum og nú yrði ekki aftur snúið. Þegar ég kom til minna meistara voru þeir yfirkomnir af sælu-

Page 187: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

180

vímu, sögðust aldrei fyrr við þessar aðstæður hafa séð þvílíka logaleiki. Guðinn hlyti að hafa verið alveg sannfærður um að leyfa fyrsta útlendingnum að ganga glóðir, það er eitthvað guðlegt við þig sögðu þeir. Seinna fór ég að trúa þessu söngli þeirra. Svei mér þá ef mér fannst ekki undir lokin á öllu þessu ég verða orðin svona sko æðri vera, engill eða eitthvað svo-leiðis.

Þegar ég var þarna í hofinu að bíða eftir að röðin kæmi að mér varð ég fyrir undarlegri upplifun. Reiði sem ég hélt að væri löngu horfin blossaði upp í mér. Ég var vitni sjálfur, að því hvernig ég reiddist og ein sjö atvik voru ljóslifandi fyrir mér og persónurnar sem ég reiddist. Ég var alveg bit á þessu vissi ekki af þessari reiði. Svo fjaraði þessi reiði út og atburðirnir hurfu og þó ég ætti að vinna mér það til lífs gæti ég ekki rifjað upp nú hvaða atburðir þetta voru.

Jæja, hér sit ég og skrifa þetta klukkan 12 á miðnætti. Það er svartamyrkur og einhversstaðar hljómar trúartónlist en allt sefur, meira að segja blómin. Hitinn er þrjátíu stig og rakinn hundrað prósent. Ég sit á indversku nærbuxunum mínum, sem er svartur bómullarstrengur með brugðnum bómullar klút að framan smeygðum yfir að aftan. Mjög hagstætt fyrir allar athafnir og einfalt í skiptum. Líkami minn er eins og fjall í asahláku að vori á Íslandi. Fossandi svitalækir niður. Vonandi verð ég ekki hrukkóttur eins og fjöllin okkar. Mikið er Íslands fallegt, séð héðan frá Indlandi og gott.

Nú, áfram með þráðinn. Að fengnu dræmu samþykki guðsins fyrir minni þátttöku og úrskurði um aðra um sækjendur fór æðstiprestur út í anddyri hofsins og hljóm sveitin barði bumbur og þeytti lúðra sem aldrei fyrr. Hann stóð þar bullsveittur, kolsvartur, mystískur með lokuð augun í reykjarmekki og tróð uppí sig betellaufum og brenndi hvíta mola og lagði hendur yfir fólk.

Ég spurði Sundar hvað presturinn væri að gera. Hann var að spá sem hann gerir þessa ellefu daga sem trúarhátíð þessi stendur. Þetta gerði hann með miklum tilþrifum. Þreif höfuð fólks, faðmaði suma, kastaði öðrum frá sér, hafði fyrirlitningar hreyfingar við aðra, lotningu við suma, værð við aðra, grét yfir

Page 188: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

181

nokkrum. Ég stóð álengdar í vímuvitund þegar presturinn rak upp mikið óp og benti áleiðis til mín. Margir sem stóðu í bendingarlínu tóku þetta til sín og hlupu að presti en hann hastaði á þá magnþrunginni röddu sem meistarinn á víxlar ana í musterinu og þeir hrukku brott með skelfingarsvip. Prestur inn benti og benti á mig og hrópaði og kallaði og sönglaði og fjöldinn ýtti mér í fang hans.

Presturinn varð mjög virðulegur og talaði eins og dávaldur með lokuð augu til mín. Hann þrýsti betellaufum og hvítu dufti í greip mér en tróð því ekki upp í mig eins og aðra. Stun-dum tróð hann fullum lófa í fólk og það var eins og gráðugir krakkar með gúlpandi kinnar af gotteríi. Hann talaði og talaði. Tamil hefur alveg vinninginn yfir frönsku að nota eins mörg orð yfir fátt, og mögulegt er. Svo benti hann mér burt með virðingarsveiflu og tók til við næsta mann.

Ég var engu nær um þennan mikla spádóm og var í svarta myrkri eiginlega og óeiginlega. Þúsundir manna voru um hverfis í þessu myrkri, margir logandi kyndlar, ómandi söngl þúsunda radda, hávær barsmíð hljómsveitarinnar allt hulið þungum, þykkum ilmmiklum reykjarmekki.

Loks hætti presturinn að spá tók vendi af nimlaufi í sitt hvora hönd og barði bullsveittan líkhama sinn ákaflega, gargaði og gólaði, snerist hratt í hringi með miklum sveiflum og sveigjum – og steinlá skyndilega á jörðinni. Þar sem hann lá hætti hljómsveitin sínum barsmíðum og menn gengu til sinna þarfa eða verka. Presturinn lá í sandinum eða mykju blandinni moldinni þaktri plastrusli og óþverra, nokkra stund svo spratt hann á fætur sem ekkert væri og hvarf til síns hei-ma. Þessa óperu sá ég oft þessa eldraunardaga. Þegar ég loks fann minn einkavin og þjón og forstjóra og túlk Sundra spurði ég hverju presturinn hefði spáð mér sagði hann: Jú sko hann sagði óttastu ekki eldinn, guðinn mun vernda þig.

Um nóttina svaf ég bara vel í rúminu indverska á miðju torginu með hundruði svefnþungra indverskra líkhama um-hverfis. Kallar í hrúgum hver á öðrum og kellingar í þústum og ógiftar læstar inni.

Page 189: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

182

Stjörnuhiminninn er svo fallegur þegar maður sefur uppíloft í Indlandi. Hann eins og kemur til manns og inní mann eða maður inní hann. Maður fer að sjá víddir og reglu í formum. Þríhyrningurinn, þrenningin er sýnileg undirstaða alls.

Horfðu bara uppí tunglbjartan næturhimininn í indverska rúminu þínu á torginu í eldgönguþorpinu á Indlandi og þá veistu hvað ég meina.

Ég vaknaði stundum við að kellingar voru að létta sig að fra-man. Það er skrýtið að þessi geysi siðvanda þjóð hefur ekkert út á það að setja að konur kasti sér á hækjur og fletti upp pil-sum sínum svo skín í lærin og budduna og sprænuna, fyrir all-ra augum og snúa helst baki í viðstadda svo hin huldi heimur konunnar verði gleggri og augljósari. Æ, það er svo margt furðulegt á þessari jörð ykkar og þetta er allt gott fólk, ef það væri ekki svart og byggi á Indlandi þá gæti það vel verið íslen-dingar eins og þegar ég var barn í sveit í Húnavatnssýslu.

Í sveitinni nefnilega veit fólk að menn eru dýr, dýr eru bara ekki menn og manndýrinu í sveitinni finnst ekkert óeðlilegt við þarfir sínar nema auðvitað ­ Indverjum um kynlíf.

Þetta var svo gaman, mér leið eins og kóngi, enda kallaði Ólöf frænka mín í Litla Dal mig Pésa kóng þegar ég var strákur. Henni fannst ég svo montinn. Þarna á Eldgönguvöllum átti ég sko heima. Allt sem ég sagði var rétt. Allt sem ég gerði var göfugt. Ég var fallegur ókunnur, líklega guð, auðvitað guð.

Til mín sópuðust smælingjar og stórmenni til að spyrja mig nafns, lands og að snerta hönd mína og undrast gullna húð ina. Karlar drupu höfði af virðingu, börn brostu af sælli gleði, konur allar sendu seiðandi bjóðandi bros. Gamlar kellingar tóku fjörkipp. Jafnvel æðstipresturinn varð lotningarfullur í návist minni. Ríki maðurinn í þorpinu var alltaf að bjóða mér til sín og ég sat í forgarði hans í vellystingum en almúginn hímdi á steingarðinum umhverfis. Ríki maðurinn lét hringja í lögreglustjóra héraðsins svo öryggis og heiðurs konungsins Péturs yrði gætt og hann lét hringja í blöð, útvarp og sjónvarp til að breiða út heiður þorpsins sem ég hóf upp með nærveru minni. Allt var þarna eins og það á að vera og mér ber. Ég

Page 190: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

183

vissi nú að Ólöf frænka hafði haft rétt fyrir sér en hún bara vissi það ekki og veit það líklega aldrei.

Og svona snigluðust klukkutímarnir áfram í sæluríki mínu. Ég var í stanslausum heimsóknum, vatnsdrykkju og hrís-grjónaáti. Rúm mitt var flutt í skugga af fíkjutré á heilagan stað við leirhöll Konungs Kobra slöngu sem þar bjó. Hún er svo heilög að fólkið flutti húsið sitt til þess að hún fengi meiri heimilisfrið, svona virðing eins og við sýnum álfum á Íslandi. Hvílíkur unaður, hvílík sæla að fá loksins, loksins að upplifa rétt sinn til tignar, tignar sem mér ber og hefur alltaf borið.

Eina dráttarvélin ók á klukkutíma fresti um þorpið allan sólarhringinn með kerru í eftirdragi þar á sat eldguðinn að fara í heimsókn til sinna þegna ásamt hljómsveitinni sem barði bumbur sínar og þeytti lúðra sem mest hún mátti. Indverjar elska ekki músík, þeir elska hávaða og mjög mikinn hávaða.

Guðinn er lægri en ég (þó það nú væri) og bleksvartur með furðuform en vendilega skreyttur ferskum blómum. Ekki skreyttur heldur þakinn á hverjum degi marglitum litlum blóm um mest hvítum rauðum, bláum og fjólubláum. Guðinn var magnaður í tign sinni þarna á Zetor dráttarvélarkerrunni.

Á þessu svæði er alltaf ofsahiti á trúarhátíðinni. Mér hafði verið tekinn sérstakur vari við því og fékk margar ráðlegg ingar, sem reyndar engin hefði komið mér að gagni, en mér gekk allt í haginn það var skýjað og svalt þessa þrjá daga, sko fyrir neðan 40 gráður á Celcíus. Fólk sagði að veðrið hefði aldrei í 240 ár verið svona gott á hátíðinni og þakkaði það guðlegri komu minni. Ég var sannfærður um að svo væri. Ég var alveg hættur að vera kóngur og fann ekki lengur nokkurn skilsmun á mér og Guði almáttugum.

Já, þarna var ég í værð, vellystingum og hamingjudraumum á indverska rúminu mínu á heilaga staðnum við konungs Kobruna þegar ég heyrði skelfingaróp frá hofinu. Ég var ein hvern veginn svo þreyttur að ég gat ekki hreyft legg né lið enda 40 stiga hiti þrátt fyrir skýjafar en raki frekar lítill, en ópin mögnuðust og ég stóðst ekki freistinguna að fara að gá hverju það sætti að eitthvað tók frá mér athygli þegnanna. Ég var alveg óttalaus því ég get staðist allt, nema freistingar.

Page 191: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

184

En hvað allt var skrýtið. Fólk sem dróst til mín fyrir nokkrum mínútum forðaði sér, börn földu sig, ástaraugu kvenna horfin en haturs augu svikinna ástmeyja komin í staðinn, karlar hrópuðu á mig og bentu.

Ég skildi hvorki upp né niður. Var virkilega uppreisn í ríki mínu? Þessum unaðsreit. Þessari Paradís.

Þegar ég kom í forgarð hofsins blasti við undarleg sýn. Hundruð manna í brjálaðri múgæsingu með hatur í minn garð. Bendingar og heiftar augu. Kerling reif hár sitt og froða vall um varir hennar og augun ætluðu út úr hausnum á henni. Mamma Sundar gargaði eins og hún byggi á órólegu deildinni á Kleppi, reif hár sitt og frussaði og óð hring eftir hring. Bróðir hennar greip höfuð hennar og barði enni sínu sífellt í hennar þar til hún rotaðist og féll. Kelling sat með uppflett pils að höku með alla tunguna skjannahvíta af hrísgrjónum út úr sér steini lostin. Karlar börðust. Org, hróp, angist, æði, tryllingur, frávita múgur.

Ég varð um það bil að verða ekki eldri. Góndi bara eins og naut á nývirki. Hvers konar eiginlega söfnuður voru þessir þegnar mínir? Er engu treystandi hér á jörðunni? Rétt áðan var ég í Paradís en nú í hreinasta Helvíti. Ég fann hvernig heiftin beindist að mér og fann að ég var bókstaflega í lífshættu. Gamall kall kom stökkvandi, haltrandi og orgaði Poi (snau-taðu) sem ég skildi.

Ég tók því eins og konungur gekk til móts við hann og hastaði illa á hann á íslensku, sem átti vel við þá stundina. Hann lak niður eins og hundur, en múgurinn hafði æstst enn frekar og var byrjaður að hreyfast að mér með heift, hrópum, bendingum og hrækingum. Ég réð af visku minni sem fyrr verandi konungur í þessu ríki að réttast væri að hörfa og sjá hverju fram yndi, sem er viturra manna háttur.

Aldrei að leggja neitt til, aldrei hafa neina forystu bara draga sig í hlé meðan pöpullinn fríkar en þegar lægir að smeygja sér í hásætið í skjóli magnþrota ráðlauss múgsins.

Ég gekk að indverska rúminu mínu á miðju torginu sem var mitt eina skjól og bjó mig undir það að verða drepinn á næstu mínútum og leið satt að segja vel með það, fannst það jafn-

Page 192: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

185

vel vera tilhlýðilegur endir á skömmu en algeru veldi mínu á Eldgönguvöllum.

Þá kom Sundra grátklökkur. Það hafði kviknað í eldguði-num inní í hofinu. Kviknað í ferskum blómunum og hann brann til ösku. Þetta hafði aldrei gerst fyrr í sögu Indlands. Þetta var augljós ofsareiði guðsins, eitthvað höfðu menn gert rangt. Eitthvað hafði verið gert öðruvísi en áður. Hvað? Jú, útlendingurinn, hvíti maðurinn, heiðinginn hann hafði eftir þrábeiðni fengið leyfi eldguðsins til eldgöngu. Nú var guðinn ofsareiður og vildi hefnd. Sundar var mjög hræddur og sagði að enginn vissi hvað ætti að gera. Fólk væri grátandi og skelf ingu lostið og væri sannfært um að þetta væri útlending numað kenna. Hann var ofsahræddur. Ég bar mig mannalega og þóttist hafa komist í hann krappari en þetta, sem var hauga-lygi ég hef aldrei séð hann svartari. Sagði mínum einkaþjóni að nú drægjum við okkur í hlé, okkar væri ekki þörf sem stæði, en þegar lygndi kæmum við sem líknandi bjargvættur og bað hann að segja þeim sem talandi væri við frá mér að ekkert væri eðlilegra en að máttugur eldguð brynni það væri eðli hans þegar mikið afl safnaðist saman og með mér kæmi mikið afl.

Rymjandi dulúðug heiftin barst nokkra hríð frá forgarði hofsins en svo skyndilega féll allt í dúnalogn. Fólk brosti af sakandi til mín. Kellingar þurrkuðu tár úr augunum og karlar lyftu hönd í kveðjuskyni, börn fóru að leika sér, svona eins og gerist þegar skyndilegt dauðsfall verður í fjölskyldu og full orðnir verða miður sín en börn halda áfram leik sínum eins og ekkert hafi ískorist. Þau skilja ekki dauðann. Eða skilja þau kannski dauðann en ekki fullorðnir?

Mamma Sundra fór að elda sem áður með þrælsfasi hinnar þraut kúguðu konu sem stritar allan sólarhringinn fyrir ekkert nema frekari kröfur og vanþakklæti, eins og á Íslandi. Á henni var ekki að sjá að hún hefði verið viti sínu fjær fyrir stuttu.

Mér var öllum lokið. Hvað hafði nú gerst í sæluríki mínu? Engin bylting, en byltingartilraun. Er það svona sem Castro hefur lifað af margan óróann á Kúbu?

Page 193: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

186

Ég hafði ekki vitsmuni til að ímynda mér á þessari stundu neina rökræna skýringu nema helst að guðinn hefði sett sig sjálfur í samt lag aftur.

Nokkru seinna kom Sundra minn einkaþjónn eins og ekkert hefði ískorist, var þó í sýnilegu losti klukkutíma áður og ég spurði: Og hvað?

Ha, sagði hann, og hvað, hvað? Ég skil ekki. Skilur þú ekki sagði ég. Hér var allt að springa í tætlur fyrir stuttu en nú er logn. Hvað gerðist? Já, þú átt við það sagði hann, ja sko fólk hélt að þetta væri þér að kenna og vildi að þú færir strax burtu eða það losaði sig við þig strax. Það voru allir trylltir vegna þinnar tilveru, en svo kom æðsti presturinn og sagði að óvinur hans sem vildi verða prestur hefði ábyggilega kveikt í guðinum og úthúðaði þeim erkifjanda og bað fólk að fara og hrækja á hann.

Þetta þótti óðum Tamilum sennileg skýring og heillaráð og með það tók sig upp gamalt bros, svo sem sagt er á Íslandi. Mér varð nú hugsað heim á klakann og pólitísk snjallræði íslenskra stjórnmálamanna. Ætli það sé skyldleiki með þeim og prestinum?

Nú, nú fyrrum ástsæll leiðtoginn, ég, var óhultur en veldið hafði látið tilfinnanlega ásjá. Ekki sama traustið og áður, eins og svikin eiginkona sem sættir sig við lygar eiginmannsins. Kannski átti við hið fornkveðna: Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti eða skip mitt er nýtt en skerið hró og skal því undan láta.

Kannski ætti ég bara að bíða þessa eldgöngu yfirstaðna og fara svo að leita nýrra lendna eiginlega og óeiginlega.

Svona leið dagurinn þar til mikið hvískur byrjaði og augn-gotur til mín en engar bendingar eða hróp en mjög minnkandi gestagangur. Ég brá á sama ráð að spyrja minn einkaþjón Sun-dar. Jú, sagði hann sko fólk var komið saman í fordyri hofsins til þess að ræða þetta með brunann á eldguðinum það þyrfti að fá pening til að gera við hann, kaupa Sari, blóm, hunang og allt hvað heiti hefur. Ég greip frammí fyrir honum og sagðist gefa 1000 rúpíur í gott málefni, en með fyrirmælum um að segja engum nema æðstapresti hver gefandinn var.

Page 194: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

187

Hann hélt áfram: Sko, þarna á fundinum var gömul járn taska og gömul föt og fólkið sat í kring um þetta í alvöruþrung inni umræðu, þá stekkur skyndilega fram Kobraslanga og þú veist að þær eru lífshættulegar en það er ævilöng ógæfa allrar ættar þess sem drepur hana og fólkið komst ekkert og slangan komst ekkert og ofsaskelfing greip um sig. Allir hræddir og slangan hræddust. Slangan fann þó op á veggnum smaug út og í gírkassann á mótorhjóli mágs míns sem greip hjólið til þess að forða fólkinu frá slöngunni, en með því að hreyfa hjólið þá tætti þessi ógæfumaður slönguna í sundur og drap hana og það þýðir óbreytanlega ógæfu fyrir allt hans og mitt fólk og sko veistu dagurinn í dag er sko tileinkaður fjöl-skyldu minni hér á hátíðinni þetta á sko að vera okkar heilagi dagur og fólk heldur að þetta sé þér að kenna.

Þetta hefur aldrei gerst áður á Indlandi. Fólk heldur að guðinn sé reiður af því að þú fékkst að taka þátt, en ætlar að sjá hvað setur. Sumir segja að þú getir þetta aldrei og aðrir segja að þú vitir ekki að þetta er eldganga þú haldir að þetta sé blómaganga og hlæja hæðnislega.

Mér féll nú barasta allur ketill í eld. Það var augljóstbetra að vera bara Pétur en kóngur yfir þessu dóti. Ég sagði hinsvegar þjóni mínum Sundar að segja þeim sem talandi væri við að ég gæti þetta því ég hefði sé hann svartari. Jafnframt skyldi hann segja að ég vissi að þetta væri blómaganga það er að segja eld-blómaganga.

Ég vissi að orðaleikur og gaspur um eigin mikilleik gengur vel í vini mína Tamila, eins og allt venjulegt fólk.

Til þess að bæta gráu ofaná svart beit mig eldmaur. Það var rosalega sárt eins og ég hefði verið skotinn í löppina. Ég spurði Sundra hvað hefði gerst og hann sagði: bara eldmaur. Það er fullt af þeim undir nimtréinu þar sem þú situr alltaf, þessir fallegu veistu. Sko það þrífast engin skordýr undir nimtréinu nema eldmaurinn. Þetta líður hjá eftir hálftíma. Þegar ég var dauða nær eftir fjóra tíma spurði ég hann aftur hvað væri að gerast og hann svaraði brosandi af sinni barnslegu hjartagæsku og dillaði höfðinu: Jú sko það fer eftir húðinni hvað hún er þykk. Einn frændi minn lá í rúminu í nokkra daga og varð svo

Page 195: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

188

að fara á sjúkrahús. Já, það var hugar hægð í þessum upplýsingum!

Nokkru seinna þegar ég fór að lagast, leyfði mér ekki að ganga óhaltur nóg var nú komið af vantrúnni á sjálfan guðinn, mig, spurði ég hann hvað væri versta bit sem hann hefði orðið fyrir. Já, sko sagði hann: Það er sko Kobra. Ha sagði ég hefur þú verið bitinn af Kobra, ég hélt að allir dæju af því? Já, já, sko nei sagði hann, það er sko versta bitið, en versta bitið sem ég hef fengið er eldmaur. Það er ægilega sárt. Af hverju sagðir þú mér það ekki strax sagði ég. Hann bara brosti og dillaði höfðinu, eins

og Tamilar eru meistarar í að gera og þýðir já, nei, jú, jæja, kannski, alveg sjálfsagt, ég veit ekki, eins og þú vilt eða þú ert nú meira fíflið, sem sagt allt þetta í einu. Þessa líkamstjáningu, sem er einstök fyrir Tamila nota þeir í tíma og ótíma og verða við það alveg óræðir sem þeir vilja, og halda að allt sé.

Að loknum þessum ósköpum rann á mig höfgur svefn svo ég vissi ekki í þennan heim í eina 12 tíma og vaknaði á torginu í indverska rúminu með hrúgur af líkömum allt umkring ríkis laus, sviptur aðdáun, fylgismönnum og hylli, en sæll með eftir hreyturnar búinn að yfirvinna eldmaurinn.

Nú, þetta var morgunn eldgöngudagsins. Ég hafði áður verið upplýstur um það að á morgni hvers dags skyldi baða sig án sápu, fara í hofið og ákalla eldguðinn og þennan dag ætti að fara í langa göngu og svo lyki deginum með eldvígslunni og þá standandi á brún eldgryfjunnar tólf metra langrar og þriggja metra breiðrar með fet dýpt af glóandi kolum ætti ég að stara inní hofið á eldguðinn og hrópa OM SHAKTI í sífellu, lof sé móðuraflinu, og þá ætti mér að takast þetta.

Það er skemmst frá að segja að svo sem enginn sinnti mér nema börnin sem vildu snerta skinn mitt eða fá mig til að leika,

Æðstipresturinn

Page 196: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

189

en ég ráfaði um þorpið eins og siðurinn bauð hálf utanveltu. Margsinnis þennan dag komu verðandi eldgöngumenn og spurðu hæðnislega: Af hverju varst þú ekki með hópnum að gera þetta eða gera hitt? Ég svaraði sannleikanum samkvæmt að ég gerði allt sem mér væri sagt annað gæti ég illa og alls ekki gert eitthvað sem búið væri að gera. Svona gekk þetta. Ég drap tímann með að gera eins og þeir að ganga hringinn í kringum hofið. Þrisvar sinnum, fimm sinnum, níu sinnum en alls ekki sjö sinnum það má ekki. Af hverju ekki? Enginn vissi það.

Enginn veit neitt hér bara gerir það.Ef ég vildi ganga meir en níu hringi gat ég gengið 108 hringi

eða 1008 hringi. Af hverju? Enginn vissi það bara heilög tala. Þetta er eins og á Íslandi þar sem enginn skilur táknin í kirkju-num, varla prestarnir og svo eru prestarnir farnir að skreyta málfar sitt með fornri latínu. Tala um Allegoriu og svoleiðis og enginn skilur neitt, sem er snjallt því þá segir þú annað en þú meinar, en menn láta sig hafa það eins og hvert annað hunds-bit.

En hvað um það svo sá ég strolluna af eldgöngumönnum halda útúr þorpinu og ég hélt í humátt og blandaðist síðan. Það var ráfað um hrísakra blauta eða þurra í átta tíma. Tínt upp hvert einasta hof á svæðinu, og þau eru skelfing mörg, tilheyrandi guð tilbeðinn með hrópum, gólum, möntrum, beygjum, teygjum, kasta sér kylliflötum eða snúa sér í þrjá hringi. Leggja lófa á eld og svo að andliti sér og ganga svo hringinn í kringum hofið.

Svona gekk þetta linnulaust í átta klukkutíma og varla stoppað nema einn og einn stökk út á sullumbullu hrís­grjónaakurinn fagurgrænan hysjaði upp um sig pilsið og skeit og nuddaði rassboruna með vinstri hendi úr vatninu.

Ég var bara auðmjúkur með og lét engan bilbug á mér finna. Svo eftir þessa þrautargöngu fór viðmót að breytast og loks vorum við komnir í geysilegan fljótsfarveg. Þar tók á móti okkur tónlist og hróp og þúsundir manna, sumir segja að þrjátíu þúsund manns hafi verið viðstaddir. Ég veit það ekki,

Page 197: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

190

en Indverjar eru svo gassa margir bara í Tamil Nadu 63 mil-ljónir enda eru menn hér einsog moskítóflugur, allstaðar.

Allt í einu voru allir kringum mig. Ég var makaður gulu tamarin og málaður í hvítu og eldrauðu á enni, handleggi og brjóst eins og stríðsmaður með perlufestina og verndargripir festir við mitti svo sem sítrónur, betel og eitthvert hvítt duft. Myndir voru teknar og mest af mér. Vafalaust hafa menn haldið að þetta yrðu síðustu myndirnar af útlendingnum hann myndi fuðra upp á bálinu eða hlaupa grátandi í felur á síðustu stundu.

Alltént leið mér þannig.Svo hófst löng mystísk ganga með blys, hljómlist, stríðsdans

eldgöngumanna, sem voru flestir kornungir hermenn svo að segja, mikil hróp, söngl, möntrur og stigin tvö skref áfram og eitt afturábak á eftir hljómsveitinni sem gekk afturábak sem meinar að hið illa sjái ekki hvað er að gerast í göngunni. Þessi ganga virtist endalaus. Ég var orðinn mjög þreyttur af hita, álagi, langri göngu og bara óþrifnaði og hávaða. Ég hafði ekki þvegið mér með sápu í hálfan mánuð og í öllu þessu ryki og skít er það óhugnaður.

Ég var hins vegar alveg æðrulaus. Hafði engan ótta, engan efa, en mikla upplifun andlega sem ég geymi til seinni frá sagnar, en segi þó að þessi aðgerð mín skilaði einkennilegri andlegri hreinsun og náði algerlega sínum grundvallartil gangi sem er alger óslitin sameining við Guð.

Loks kom að glóandi kolunum. Loftið umhverfis hofið var þrungið magnaðri dulúð, ofsalegum hávaða af trumbum, lúðrum, hrópum, köllum, söngli, möntrum, reykjarmekki, fjölda kyndla, þúsundum og aftur þúsundum áhorfenda, 240 dansandi eldgöngumönnum og hinu glóandi Helvíti sjálfu.

Hægt og rólega mjakaðist fylking eldgöngumanna. Fyrstur fór æðstiprestur yfir, virðulegur, og sína tilskildu þrjá hringi hetjunnar, aðrir fara einn eða tvo. Svo komu almennir eldgöngu menn.

Sumir sprönguðu eins og hræddir hanar, aðrir spígsporuðu eins og spörfuglar, nokkrir slógu heimsmet í langstökki, aðrir í spretthlaupi. En allir í torkennilegri æðisgenginni leiðslu eins

Page 198: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

191

og dáleiddir. Margir ungu hermannanna, sem ég kalla geisp uðu sífellt á leiðinni að eldgöngunni ég held af ótta. Einhver drykkur var veittur göngumönnum úr sykurreyr. Ég snerti hann ekki.

Það var komið að hinni stóru stund. Meistari Margubandu við hlið mér.

Ég stari á eldguðinn langt framundan djúpt inni í rykmöttu, dimmu, fjarrænu hofinu og ég syng hástöfum OM SHAKTI, OM SHAKTI, OM SHAKTI í sífellu og framundan hvæsandi glóðin tólf metrar á lengd – og ég geng í einhver skonar algleymi. Finn glóandi kolin, ofsahitann, finnst leiðin ofboðslega löng en einkennilega stutt. Brenn ekki, kemst yfir og það stóð á endum ég kominn á brúnina hinu megin brosi til meistara míns og segi við gerðum þetta og hann er alsæll og múgurinn ærist af fögnuði.

Þúsundir radda hrópa af fögnuði. Útlendingurinn gat þetta, útlendingurinn gat þetta, eldguðinn er ekki reiður. Og ég geng hetjuhringina þrjá, hring eftir hring í Guðs heimi, óbrenndur og fagnaðarópin ætla allt að æra.

Æðstipresturinn faðmar mig og karlar kyssa hægri hönd mína í hópum, einhver togar í mig og kallar my home, my home, en ég fylgi meistara mínum. Við göngum til my home.

Allir á vegi mínum snerta mig, kyssa hönd mína, snerta, og jafnvel kyssa fætur, beygja höfuð sitt í lotningu, hrópa OM SHAKTI, gera indversku fallegu kveðjuna til mín: lófar saman brjóst að höfði að brjósti.

Ég er leiddur fremstur að my house. Þar er móttaka ég vígður fremstur af fjölskylduhópnum með blessun eldsins, frjóseminnar, sólarinnar, tunglsins, verndarans og skaparans.

Stíg inn í „my house“ segir rödd, hægri fót fyrst.Ég er ekki hér á jörðinni, ég er með Guði mínum. Ég skynja

allt, sé allt, heyri allt, skil allt en er ekki hér, ég er ekkert en þó allt finn algera návist Guðs. Hann er ég, ég er hann og ég er ekkert og hann er ekkert en þó allt.

Ég geng inn í húsið er leiddur af einhverjum fremstur á stað frammi fyrir altari hússins og konur kyssa fætur mína og

Page 199: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

192

strjúka, karlar og börn. Hver er ég, hvað er ég? Leið Jesúm svona?

Tíminn er allt og ekkert.Hann þeytist áfram og hann stendur kyrr. Ég er þarna en

samt ekki þarna. Ég sé líkham minn standa þarna kysstan og tilbeðinn ég finn snertinguna og finn hana samt ekki.

Ég skynja tilbeiðsluna en skynja hana samt ekki.Tárin renna úr augunum á mér en ég græt ekki. Ég er heill­

aður en ekki bergnuminn, er allt.Allt er í móðu en mjög skýrt.Mannfjöldinn rennur framhjá og kyssir næstu fætur.

Hundruð karla, kvenna og barna.Fjölskyldan sem ábyrgð á mér bar er stolt, hreykin og

hrærð. Okkar útlendingur, hvíti maðurinn, heiðinginn okkar gat

þetta og ekki bara einu sinni heldur þrisvar eins og okkar bestu karlmenn. Hann er gesturinn okkar. Hann er heiður okkar. Við vissum alltaf að hann myndi ekki setja blett á fjöl-skyldu okkar. Guðinn er okkur náðugur.

Ég rofna úr leiðslunni og man að ég er bara maður og tek af mér blómsveigana. Set þann fyrsta um hálsinn á fallegri 16 ára vinkonu minni sem roðnar eins og hin svarta húð getur roðnað. Líklega hefur hún fundið snert af ást í fyrsta sinn á ævinni svo segir svipur hennar mér, en ætli hún viti að þessi ást er kærleikur sem funar sem heitur sælustraumur um gefanda og þiggjanda. Þetta er hin skilyrðislausa ást þess sem ekkert þarf, bara gefur, tekur aldrei, til þess á hann of mikið. Getur allt nema ekki kúgað. Allt er svo einfalt og auðskilið en óútskýranlegt.

Kelling hrifsar af mér næsta blómasveig með græðgisvip og ég næ varla að taka hinn af mér þegar karlmannshönd kippir honum eitthvað í myrkrið. Ég gef vini mínum Sundar blómsveigana af höndunum en þrjár konur hrifsa þá frá honum. Hann segir af sinni barnslegu auðmýkt með gleðibrosi: Þær þurfa þau frekar en ég.

Sundar hefur í kvöld í fyrsta sinn sem fullorðinn maður, faðmað manneskju og verið faðmaður af manneskju. Hann

Page 200: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

193

grét af gleði og fögnuði og kastaði sér í fang mér hrópandi father hug me, hug me. Það var dásamlegt.

Ég gekk einn út í nóttina að indverska rúminu mínu á miðju torginu meðan allir aðrir fögnuðu blessun eldguðsins með sínum.

Börn í fangi, heit augnatillit, stolt kona, hreykinn faðir, glöð móðir, en ég var einn eins og svo óendanlega oft áður,

­ nei ég hef aldrei verið minna einn.Deginum lauk með því að æðstipresturinn kom með

aðstoðarprestum að rúminu á torginu og færði mér geysilegan blómsveig og gjafir frá eldguðinum.

Ég kann eldguðinum og hans mönnum bestu þakkir. Mín var ánægjan.

Page 201: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

194

SÝNIR OG KUKL

Sundar er draumspakur með afbrigðum. Oft kom það fyrir að morgni að hann sagði mér það sem hann hafði dreymt um nóttina og við reyndum saman að ráða drauminn. Oftar en ekki mátti leiða að því sterkar líkur að Sundar hefði dreymt fyrir daglátum. Eitt sinn sagði hann að sig hefði dreymt mama, en það kallaði hann konu mína, hún ætti í erfiðleikum og væri hrædd. Örstuttu síðar hringdi hún og sagði mér frá því að hún þyrfti að fara í tvísýna aðgerð sem bæði hún og ég vorum hrædd við. Þetta var lítilvæg aðgerð en nóg samt til að vera hugsandi yfir. Mér kemur ekkert á óvart náðargáfa af þessu tagi. Ég hef af henni persónulega reynslu og á og átti ættingja sem voru svona.

En það var ekki nóg með drauma Sundar heldur sá hann einnig svipi og sýnir bæði sofandi, hálfsofandi og vakandi.Eina nóttina þegar við höfðum setið að spjalli klukkutímum saman eins og við gerðum oft sá hann nokkrar verur sem hann lýsti og ýmislegt gerðist sem var í samræmi við um breytingarfund hjá miðlum. Lýsingarnar sem hann gaf á sýnum sem hann sá umhverfis sig slógu út skyggnilýsingar-fund hjá Þórhalli miðli. Ég greindi sjálfur flestar þær sýnir sem Sundar lýsti. Margar stundir voru álíka en þessi var mögnuðust. Þessi sameiginlegi hæfileiki okkar hefur fært okkur nær hvor öðrum meðal annars vegna þess að ég var fyrsti maðurinn sem Sundar gat talað við um þessa gáfu sína.

Faðir Sundar, meistari minn, er trúrækinn maður eins og ég hef sagt frá. Stundar sína pooja kvölds og morgna og málar á sér ennið samviskusamlega og er reglulega í pílagríms ferðum eða öðrum trúarlegum uppákomum. Móðir Sundar, Kamatchi er áhugaminni um trúariðkun, sýnist mér, en hún er þess verseraðri í því sem við myndum kalla galdur eða kukl.

Page 202: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

195

Þegar Sundar var lítill drengur greip hann sítrónu af götunni og beit í. Af þessu fékk hann heiftarlega eitrun og var vart hugað líf. Þá lét móðir hans framkvæma hefðbundinn galdur til þess að bægja hinum illu öndum frá. Sundar var of ungur til þess að muna þær pooja en rámar í mantra og presta og handahreyfingar.

Á gelgjunni fékk drengur karlmannaeinkenni sem kallaðir eru blautir draumar á íslensku. Það er ekki gott í Tamil Nadu heldur flokkast það beinlínis undir veikindi og stjórnleysi sem verður að ráða bót á. Það var gert með ýmsu kukli sem virkaði.

Í ágúst 2003 varð Sundar ofsalega veikur. Hann gat ekkert borðað eða drukkið. Lá í kvalarfullu móki með mikla bein-verki og höfuðkvalir svo vikum skipti. Hann og móðir hans hafa ekki mikið álit á lyfjum, hvorki náttúrulyfjum eða þeim frá hefðbundnum læknum.

Meistari minn Margubandu hefur hins vegar víðtæka þekk ingu á grasalækningum Tamila og grípur oft til þeirra fyrir sig og aðra.

Þegar ástand Sundar var orðið þannig að foreldrum hans stóð alls ekki á sama var farið með hann í skyndingu hálfmeðvi-tundarlausan til Manaur heimaþorps Kamatchi. Þar var haft samband við æðsta prestinn og ákveðið að lækning skyldi hefjast tólf á miðnætti enda fullt tungl. Farið var með Sun-dar út í kirkjugarð og hann lagður á jörðina milli fjögurra bananatrjáa sem voru mannhæðarhá. Milli þeirra var strengt véband svo ill öfl næðu ekki að komast að við lækninguna. Þá var hrærð mold innan vébandanna með hunangi, mjólk og ýmsu öðru sem ég kann ekki að nefna. Svo var slétt úr blönd-unni og teiknuð kvenmannsmynd með tunguna út úr sér og annan fót fram og hinn aftur og hægri hönd upp vinkandi aftur og vinstri hönd niður vinkandi fram.

Æðsti presturinn sönglaði mantra meðan á þessu stóð og var einn inn í hringnum með Sundar. Sundar sönglaði sitt mantra: Om MaShiva, ég elska þig Shiva. Presturinn hringdi bjöllu og sneri kolu með eldi og svo skar hann hausinn af hænu og hrærði við hrísgrjón með einhverri annarri blöndu. Svo slæmdi

Page 203: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

196

hann þessari mixtúru þrisvar í andlit Sundar með hárri man-tra. Svona gekk þetta þar til Sundar missti meðvitund.

Ekki veit ég hvað þér finnst lesandi góður en mér finnst að þetta hljóti að hafa verið kórrétt því Sundar rjátlaði við upp úr þessu og er alheill í dag. Hann telur þessa lækningu hafa verið eðlilegan hlut. Hinir illu andar reknir brott og öðrum illum ættingjum þeirra haldið frá með afli hins góða. Alveg er ég handviss um að Kamatchi er hjartanlega sammála þessari lýsingu minni.

Æ, hann Sundar minn. Það er oft svo gaman að tala við hann og fá þessi yndislegu barnslega einlægu svör. Þegar ég var að segja honum að ungt fólk svæfi saman á vesturlön-dum án þess að vera gift, svona til þess að prufa hvert annað eða bara að djamma og það gerði þetta án þess að elska hvert annað þá sagði hann: „If they do not love each other what is the purpose of making sex?“

Ég get ekkert nema dillað höfðinu að hætti Tamila við svona kristaltærri og fallegri spurningu.

Page 204: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

197

YOGA

Yoga er skilgetið af­kvæmi Hindúisma. Aðferðir ætlaðar til að ná fullkomnun samkvæmt kenningum þeirra. Auðveld-lega má færa rök að því að uppruni allra lifandi trúarbragða sé að finna í hindúisma og að hann hafi orðið til á suður Ind landi, jafnvel Ceylon, Sri Lanka, breiðst þaðan út norður um Indlandsskagann og þaðan í austur til Tíbet og Kína og áfram. Í norður til Íran, Grikklands og áfram. Í suður til Mesa pótamíu, Egyptalands, Júdeu og áfram. Í austur til suður og norður Ameríku og jafnvel Ástralíu.

Hindúisminn byggir á hinum þríeina Guð. Bramhin, Visnu, Shiva – Skaparinn, lífið og dauðinn. Hann hefur persónugert hin ýmsu öfl veraldar okkar í margvíslegum guðum, svo sem eins og dýrlingar kaþólsku kirkjunnar. Tilbeiðsluform er einstaklingsbundið og öll trúarbrögð umborin, talin vera aðrir stígar að sama marki. Hindúisminn hefur enga biblíu og engan spámann þó aftur í grárri forneskju hafi Krishna verið holdguð æðri vera. Kenningar eru uppi um að Jesú Kristur hafi dvalið í Kashmir og kynnt sér hindúisma og tekið upp nafnið Krishna þar eftir. Sumir halda jafnvel fram að hann og Móses séu grafnir þar í nágrenni borgarinnar Jammu.

Yoga er kerfi aðferða við að róa heila sinn, stilla og stjórna með því að þjálfa vel nærðan, þrifinn og heilbrigðan líkham sinn til fullrar hlýðni við heilann, sem skal lúta stjórn hugans sem er verkfæri Atma, sálarinnar, sem er barn andans sem er fullkomnun tilveru mannsins.

Hindúisminn kennir einnig frið meðal manna og virðingu við menn, dýr og málefni og reglulega tilbeiðslu Guðs og þeirra afla sem þú velur þér. Meðal hindúa er auðvitað svo margvísleg hjátrú sem kölluð er, en hún er nú í öllum trúar-brögðum. Hvort sem er á Íslandi, Ísrael, Íran eða Indlandi.

Page 205: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

198

Indland er ekki land heldur ríkjasamband eins og Bandaríki norður Ameríku eða Evrópubandalagið. Það leysti sig undan yfirráðum Breta 1947 og að fullu 1952, með friðsamlegri byltingu byggðri á endurreisn og viðreisn trúarinnar og fornra gilda.

Mohandas Karamchand sem síðar kallaði sig MahAtma Gandhi (ég skrifa titilinn svona til þess að leggja áherslu á framburðinn í hindi). Suður afrískur lögfræðingur af ind-verskum uppruna sem valdi þann kost að venda sínu kvæði í kross og halda heim til gamla landsins, Indlands eftir mann réttindabaráttu í suður Afríku, til þess að frelsa Indverja undan Bretum og efla með þeim þjóðerniskennd á grund-velli trúarinnar með frelsi einstaklingsins til athafna að leiðar ljósi, en með höfuðáherslu á auðmýkt.

Það má segja að Gandhi (sem kallaði sig mikla anda) hafi náð árangri sínum með því að vera Bretum til mikilla leiðinda með friðsamri þrjósku sinni. Gandhi hvatti til friðsamra mót-mæla, hungurverkfalla og þæfings. Auk þess hvatti hann til ið kunar trúarinnar og stofnunar fjölskyldufyrirtækja. Ætlan hans er fullkomnuð. Indland eitt sambandsríki, þó hann hafi víst ekki viljað fylkjaskipunina heldur eitt ríki, Bretar farnir, Yoga ráðandi á sinn hátt og aragrúi fjölskyldufyrirtækja í verslun og iðnaði, sem kannski stendur Indverjum fyrir þrifum núorðið vegna hagkvæmni stóriðnaðar á sumum sviðum.

Sér nokkur samsvörun við friðsamlega baráttu Jóns Sigurðs-sonar og Fjölnismanna og eftirfarandi sjálfstæði Íslands?

En Gandhi var engan veginn einn í friðsamri sjálf­stæðisbaráttu. Nokkuð margir trúarleiðtogar risu upp á sama tíma í þjóðernisvakningu leggjandi áherslu á sögulega andlega heimsforystu Indverja, sem áfram skyldi halda. Það væri náð Guðs til hindúa sem þeim bæri að færa þjóðum heims þeim til sálarheilla og betra jarðlífs.

Langflestir þessara baráttumanna hófu feril sinn í Tamil Nadu, alla vega þeir frægustu. Þeir voru ýmist fæddir þar eða gáfust forlögum sínum á vald þar.

Ég hafði satt að segja ekki mikla þekkingu á þessu sviði fyrr en Sundar vinur minn sendi mér bækur og bæklinga um þessa

Page 206: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

199

menn. Þessir einstaklingar skrifuðu ekki allir mikið heldur gáfu einstaka gáfulegar yfirlýsingar og lokuðu sig svo í her-bergi eða helli við nauman kost í einangrun frá fólki en í sam-félagi við Guð sinn.

Sri Ramakrishna Parmahansa (1836­1886), og lærisveinn hans Swami Vivekananda (1863­1902) voru mest áberandi og höfðu gífurleg áhrif á líf Tamila og um allt Indland, reyndar um allan heim. Sri Ramakrishna Parmahansa háði mjög erfiða baráttu við að ná stjórn á líkham sínum en varð alhelgur maður áður en yfirlauk. Swami Vivekananda hélt áfram starfi hans og náði miklum árangri. Hann hafði ekki uppi nýjungar en þess í stað leiðbeindi hann í hinum eldfornu Yoga fræðum með nýju tungutaki, sem er augljóst hverjum manni sem það vill skilja.

Reyndar þýddi ég á íslensku í desember 2002 lítinn bæk-ling um samandregnar leiðbeiningar Swami Vivekananda og dreifði til vina, ættingja og vandamanna í yfir fjörtíu eintökum. Ég gerði þetta af marghliða orsökum meðal annars vegna þess að ég vildi að þjóðin fengi aðkynnast honum, þó góðir menn á Íslandi hafi þýtt svolítið frá honum við upphaf síðustu aldar, og hinsvegar fannst mér svo skýrt fram sett að hver maður getur ráðið gerð sinni, að mínu fólki væri nauðsyn á að kunna aðferðina, einnig var það að mér lék forvitni á að vita um við-brögð.

Viðbrögð þiggjenda hóps míns voru í stuttu máli þau að flestir töldu þetta rugl meðal annars félagi minn prófessor Sigur jón Björnsson sálfræðingur, sem sagði þetta óskiljanlegt rugl, en vinir mínir verseraðir í tólfsporafræðum AA samtakanna voru á einu máli um það að verk Vivekananda væru snilld. Að mínu mati var þá tilganginum með þýðingunni náð.

Það er hinsvegar athyglisvert í þessu sambandi að leiða hugann að því að grunnur tólf sporanna er úr indverskum hindu fræðum.

Bhagavan Sri Ramana Maharishi var heilagur einsetumaður í borginni Thiruvannamalai í Tamil Nadu. Þar er geysifallegt Ashram (griðastaður til trúariðkunar) sem er fjölsótt af allra þjóða mönnum. Hans kenningar beinast að einfaldleika þess

Page 207: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

200

að tengjast Guði. Eftirfarandi kenning um að spyrja sjálfan sig til þess að stilla hugsanagang heilans, er frá honum komin:

Hver er ég? Bíða og þegar ný hugsun myndast, að spyrja sjálfan sig aftur: Hvert er þessari hugsun beint? Svara þá sjálfum sér: Til mín.

Með sífelldri endurtekningu má ná fullum tökum á hugsun um sínum og tengjast Almættinu.

Möguleiki er að dvelja í Ashrami hans með skriflegu leyfi sem fæst í ashram@ramana­maharshi.org. Upplýsingar um hann má fá á: ramana­maharshi.org/

Sri Aurobindo Ghose og nemi hans Sri Chinmoy Ghose hafa orðið miklir áhrifavaldar um allan heim vegna Yoga kynninga sinna, fræðslu og kenninga. Í Pondincherry við strönd Ben-galflóa, sem er sneið af Tamil Nadu, er afar fallegt Ashram hans þar sem fjöldi manns stundar trú sína. Auroville, tilrauna þjóðfélagið þar sem ég sat og skrifaði þessa bók, er sprottið undan hans rifjum. Ekki má gleyma að nefna Englendinginn Annie Besant forseta Guðspekifélagsins sem var einn áhrifa-mesti forgöngumaður frelsishreyfingar Indverja og dvaldi í Madras.

Auðvitað hef ég stilkað heldur betur á stóru við kynningar á þessum persónuleikum, en það er auðvelt að afla sér frekari fræðslu um þá ef menn vilja, á netinu.

Ég varð fyrir vonbrigðum á Indlandsferðum mínum að finna ekki auðveldlega Ashram við mitt hæfi og sjá ekki víða fólk vera að iðka Yoga. Ég reyndi mikið til þess að fá leiðbein-anda í Kundalini Yoga, en það virðist auðveldast að fara til vesturlanda til þess.

Á vesturlöndum hafa sprottið upp fjölmargar nýjar greinar Yoga, sem mér virðast nú mest vera leikfimikerfi en lítið hafa að gera við þá Guðlegu innrætingu auðmýktar og mannvináttu sem Yoga beinlínis ætlast til.

Page 208: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

201

Indverskum Yoga má skipta í þrjú stig:

Að stilla líkhaminn - svo hann lúti stjórn hugans.Að hreinsa líkham og hugsanir.Að efla og styrkja hugann um sálina til andans - til þess að ná Guðlegri mannlegri fullkomnun.

Til þess að ná þessum markmiðum hafa Indverjar: Tantra, Yantra og Mantra, eða Aðferðir, Tákn og Tíðnun (söng ef þú vilt.)

Ég var alltaf að leita að Yoga iðkendum.Svo rann upp fyrir mér ljós.Indverjar eru alltaf að iðka Yoga í daglegum störf

um sínum og trúariðkunum. Það er þeim bara svo eðlilegt og sjálfsagt að maður kemur ekki auga á það við fyrstu sýn. Aðeins eftir kynni af siðum og háttum fólks með samtölum verður þetta skýrt.

Konur að starfi og karlar að starfi nota gjarnan ýmsar stellingar úr Yogafræðum við vinnu sína. Þau æfa við vinnuna. Þegar þetta er skilið er dásamlegt að skoða teinréttar konur með byrði á höfði. Karla að draga net í land. Börn að leik. Þeim er til dæmis kennt að ganga eins og svanurinn. Vagga í lendum en halda höfðinu kyrru.

Á hverjum degi eru gerð tákn (kolam) við húsdyr nærri allra indverskra heimila og fyrirtækja. Fasteignir, lausafé og fiðurfé er helgað Guðdómnum með táknum. Atburðarás er vörðuð tileinkandi og verndandi táknum, hvort sem um er að ræða fæðingu, hjúskap, dauða eða almennar breytingar í daglegu lífi manna.

Klukkan 05:00 er almenningur vakinn með háværum helgi söng úr musterunum í borg, bæjum og sveit og klukkan 17:00 hefst helgisöngurinn aftur með kalli til hvíldar og undirbún-ings náðar, tónlistin stendur í þrjár klukkustundir. Dansinn er táknrænn þráður Guðlegrar dýrkunar eins og tónlistin sem er bæði tungumál jafnt og músík. Stafrófið er bókstafir jafnt sem nótur.

Page 209: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

202

Allt sem gert er hefur þann eina tilgang að ná Moksha, sálarheill, að frelsast undan oki sjálfvirks líkhams og heilabús, sem með þrá látum fýsnum og græðgi til ofmettunar jarðneskum þörfum veldur manninum ósegjanlegum raunum þegar það er látið sjálfrátt. Fyrsta skrefi er náð þegar einstaklingurinn áttar sig á tvíhliða eðli sínu, sálinni og líkhamnum, og að sálin getur um hugann stjórnað heilanum og þar með allri hegðan.

Ef þú lesandi góður lítur yfir efni bókarinnar með þetta í huga munt þú sjá í hugskoti þínu sífellda Yoga iðkun í lýsingum á lífi Tamilanna.

Ég geri enga kröfu til þess að verða nefndur þjóðskáld þó ég setji hér Heilræðavísur mínar í anda Hallgríms Pjeturssonar, en þær eru ein af aðferðum mínum til þess að skýra út fram-setningu Swami Vivekananda á því hvernig ná megi fullum friði við sjálfan sig, vera sjálfum sér nægur.

HEILRÆÐAVÍSUR

Fyrst þarf hugann að hemja og heilann að stilla vel

sér hugsanir heilbrigðar temja þau heilræði gef ég þér.

Því næst er að setja sér markmið og stefnu sem leitar þar á.

Takmark sem vísar á vissu og frið velsæld og eilífa náð.

Þá verður að vita og skilja að veröldin, það ert þú

og þú verður að geta og vilja að vera til, hér og nú.

Með sjálfstæðan vilja og stefnu stýrir þú misjafnan vind

en gakkt alltaf að því gefnu að Guð sýnir framtíðarmynd.

Page 210: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

203

Sálina átt þú sjálfur hún siglir um höfin breið,

en án handleiðslu siglir þú hálfur, Guð vísar þér heilum á leið.

Það kennum við kærum börnum svo kærleikinn skiljist þeim,

og að siglingum ströngum förnum ósködduð svífi þau heim.

Vesturlandamönnum þykir mikið til um hina dularfullu indversku titla á kennimönnum þeirra, sem ýmist hafa verið teknir upp af persónunum sjálfum eða almenningur byrjað að ávarpa þá svo, líkt og þjóðskáld á Íslandi.

Með þeirri dulúðugu andagift sem framandi orð gefa nota vestrænir Yoga leiðbeinendur margvísleg orð, titla og hugtök úr hinu forna útdauða tungumáli, Sanskrít.

En hvað myndi gerast ef menn þýddu þessi orð á móðurmál sitt. Myndu þeir missa móðinn, áhugann eða forvitnina?

Hvað með þig lesandi góður ef ég hvet þig til að iðka skyn sama leikfimi, þrífa líkham þinn og huga reglulega, hugsa ein-vörðungu góðar hugsanir, vera öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér og að þú biðjir reglulega bænir, helst alltaf og farir eins oft í þitt musteri eins og því verður við komið?

Er þetta nauðaómerkilegt? Er þetta bara það sem fólk hefur verið að rembast við á vesturlöndum í tvö þúsund ár?

Jú ætli það ekki, en um þetta snýst Yoga, enda þýðir orðið Yoga að tengja (ok) sama og religion, sem þýðir að binda aftur saman. Þessi hugarleikfimi mín til að gera hætti Ind-verja augljósari og benda á skýra samsvörun með trúarlífi allra manna, er ekki á nokkurn hátt ætlað að kasta rýrð á Yoga eða iðkun þess.

Hvernig væri að ég færi að kalla mig:

Sri Rama Maharisi Swami Guru Mahatma Pétur.

Page 211: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

204

Væntanlega fengi ég strax það viðmót sem dulúðugir titlar indversku spámannanna vekja með vesturlandabúum að því tilskyldu að ég hefði spámannslega framkomu og klæddist fornmannabúningi. Það er pilsi stuttu eða skósíðu.

En ykkur brygði eflaust ef ég þýddi þennan titil á íslensku og kallaði mig:

Heilagan, Guðlegan, mikla hugsuð, kennara, leiðbeinanda og stóru sál Pétur.

Er maðurinn sjóðandi, spinn, galinn mynduð þið halda. Hann hefur aldrei verið við almannaskap en nú tekur stein-inn úr. Það ætti einhver að loka hann inni. Væru þetta ekki viðbrögðin?

Mér finnst hinsvegar sorglegt að sífellt þurfi að klæða hið augljósa, fagra og sanna í nýjan búning til þess að vekja at hygli kynslóðanna.

Page 212: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

205

SÁLARBAND

Og svo kom Svanfríður í heimsókn til mín til Chennai. Ég vildi ekki valda henni al-geru kultursjokki og hafði fengið inni á glæsilegu gömlu hóteli í nýlendustíl sem heitir Ambassador Pallava og er í miðborginni, fyrir álíka verð og á íslensku sumarhótel unum. Að vísu varð ég að beita brögðum til þess. Þeir liggja nefnilega á því lúalagi þar að taxera útlendinga í „Hard currency“ það er Dollurum, Evrum, Yen og þess háttar, og

á tvöfalt hærra verði en heimamenn þurfa að greiða. Þetta gera aðeins örfá hótel í Chennai en þetta tíðkast í þriðja heimi-num þar sem erfitt er um erlendan gjaldeyri.

Ég hafði kynnst þessu á ferðum mínum í austur Afríku þar sem mikið var um eitt verð fyrir heimamenn „locals“ og annað fyrir ferðamenn og lært aðferðina til að sjá við þessu af Inga Þorsteins þáverandi konsúl, sem var séður við að nýta aurinn.

Ég sá við þessu með því að láta Sundar bjóða okkur sem erlendum vinum sínum, og hann sem sagt þóttist greiða. Ég held að afgreiðslufólkið hafi séð í gegnum þetta en þótt þetta svolítið fyndið. Þarna vorum við í þrjá yndislega daga. Þetta er hótel sem vissulega má mæla með en andspænis er reyndar

Í sálarbandi út í lífið

Page 213: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

206

nýlegt hótel ekki síðra sem við gistum á síðustu nætur fyrir brottför sem er engu síðra en miklu ódýrara.

Á þriðja degi var haldið til Thiruvattyiur þar sem hún gat skoðað þá dýrð sem ég hafði búið við í fjóra mánuði. Svo var haldið í lokaathöfn útfarar gömlu frænkunnar, sem meðal annars fólst í því að ættingjarnir hættu að fasta og hófu að eta kjetmeti, sem Tamilar gera reyndar mjög lítið af. Það var gaman af hve tamilsku konurnar sýndu henni mikinn áhuga og voru viljugar til að skýra allt út varðandi matargerð og heimilishald.

Svanfríði var mætt með brosi og fögnuði því öll fjölskyldan hafði heyrt mikið um hana talað og vissi allt það helsta um hennar hagi. Ég hafði lýst henni sem glæsilegri drottningu sem stjórnaði mér algerlega. Ég lyti hverri hennar ósk eða boði, en hún umgengist mig af nærgætni og auðmýkt. Svo hafði ég líka sagt þeim að hún ætti til að ganga mjög léttklædd, svo ekki sé meira sagt, fá sér einn og einn bjór og reykti. Svona kvenmann höfðu konurnar aldrei séð, en sáu nú, og kynsys-turnar virtust falla í alþjóðlegan faðm.

Daginn eftir var haldið í leiðangurinn til að ganga í Sálar-band, en við höfðum ákveðið að lyfta sambandi okkar á æðra plan, fara nær hinu Guðlega. Þetta var ægilega langur akstur í svækjumollu sem tók á taugarnar.

Við sem vön erum að vera sem næst hvort öðru og sýna blíðuhót við hvert tækifæri gátum ekki snertst vegna þess hve húðin var klístruð og stömm fyrir nú utan það að við bullsvitn uðum bæði ef við snertumst.

Það var mikil rotnunarlykt og ryk. Svo mikil að við forðuðumst að opna munninn, sem eru ósjálfráð viðbrögð við þessu ástandi. Þetta var hörmungarsjón að sjá sálarbands parið sitjandi með hrauk af púðum á milli sín með saman krepptar varir og kreist bros.

Meistari minn hafði gengið frá leyfi til athafnar af þessu tagi í musteri eldguðsins í Thiruvannamalai. Hann hafði gengið frá manni til manns og endað hjá æðsta prestinum því enginn viðmælenda hans hafði heyrt af beiðni hvítra elskenda um að

Page 214: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

207

ganga í sálarband, og allra síst í hindu musteri. Komdu bara á sálarbandsdaginn sögðu þeir, það verða engin vandræði.

Við komuna til Thiruvannamalai komum við okkur fyrir á hótelinu, Arjunchala, sem er andspænis voldugu og mikil fenglegu musterinu. Sæmilegt hótel og hræódýrt en stóðst engan samanburð við Ambassador Pallava. Því næst fór ég með hana í musterið. Það var auðséð að hvert skref var undrunarefni fyrir hana. Mér fannst gaman að fylgjast með svipbrigðum og látæði, lét mér detta í hug að ég hefði ekki verið frábrugðinn hennar viðbrögðum í fyrstu. Hún gekk um með bros á vör. Ég sagði: sjáðu fílinn, er hann ekki stórkost legur. Svanfríður bókstaflega fraus og var skelfingin upp-máluð, en þegar hún sneri sér við var hún bókstaflega undir rananum á fílnum.

Þegar ég var í Thiruvannamalai ásamt meistara mínum og Sundar að undirbúa sálarbandið sá ég þennan fíl og fór á bak. Ég reyni alltaf að fara á bak á einhverri skepnu hvar sem ég fer. Hestum, ösnum, úlföldum, drómedörum, lamadýrum og nú fíl. Mér fannst það gaman og fílnum líka, enda kvenfíll en Svanfríður varð skíthrædd fyrir framan þetta ferlíki. Ég hef aldrei séð hana hrædda áður. Ég hélt að hún gæti ekki hræðst. Hún vann á veitingarstað þegar ég fann hana.

Það ruku saman tveir hraustir strákar af ofsa. Blóðið spýttist úr munni og nös. Annar hafði hinn undir og hélt kverkartaki. Augun voru að fara út úr þeim sem undir var og hinn var með manndrápssvip. Þetta hafði gerst ofursnöggt og leit afar illa út.

Eins og elding kom ung og geysifalleg kona með miklum þjósti: Út með ykkur. Ekkert svona hér! Ég stökk upp til að bjarga þessari fífldjörfu Amazonu. Þetta var brjálæði. Óðs manns æði, að reyna að stilla til friðar á þennan hátt trítilóða ofurölvi menn.

En strákarnir snarhættu og stóðu lúpulegir fyrir framan hana: Fyrirgefðu sögðu þeir og hundskuðust út þar sem þeir ruku saman aftur af enn meiri illsku en áður. Þetta er kven-skörungur hugsaði ég, ég hef bara aldrei séð svona eindreginn

Page 215: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

208

kjark áður. Gaf mig á tal við hana til að segja henni að hún hefði verið í bersýnilegri lífshættu.

Hún gaf lítið út á það. Hér ættu menn að hlýða, og þá væntan lega henni. Ég er enn að tala við hana. Hún er sífellt undrunar efni. Alltaf þegar ég held ég þekki hana sýnir hún á sér aðra hlið.

Um hana hef ég ort eftirfarandi snilldarvísu, undir aula hætti, sem ætti skilið að verða húsgangur ef ekki barnagæla:

Hjá Svanfríði ég gjarnan sef Stundum helst til lengi.

Engri konu kynnst ég hef, sem er svona skemmtileg.

Að öðru leyti leið henni afar vel í dulmögnun musterisins, enda verið hennar æskudraumur að komast til Indlands og sérstaklega til Adyar í höfuðstöðvar Guðspekifélagsins. Hún gekk um sem drottning með Monu Lisu bros á vör sýnilega í öðrum heimi. Ég var ástfanginn og hreykinn af þessari gang andi fullkomnun kvenleikans sem ætlaði að hnýta sálarband með mér daginn eftir.

Að vísu var svolítið skrýtinn svipurinn á henni þar sem hún gekk berfætt um sali musterisins og sagði allt í einu, sjáðu Pétur konurnar eru að skúra gólfin úr vatnsblandaðri kúamykju. Er það, spurði ég Sundar, já sagði hann þetta er svo gott það hel-dur skordýrunum frá. Svo spígsporuðum við berfætt á blautu nýbónuðu gólfinu ­ með kúamykju.

Að fyrirmælum stjörnuspekingsins skyldi athöfnin fara fram milli níu og tíu morguninn eftir, nákvæmlega á þessum stað. Þá væru stjörnur okkar í einstakri Guðlegri samstöðu, þá væri heilög stund í okkar lífi, fullkomið andartak til eilífrar sameiningar.

Til fagnaðarins voru mættir allir nánustu ættingjar Sundar, sem mögulega gátu því við komið nema Annadi systir hans sem fékk ekki leyfi hjá eiginmanni sínum. Rajinderen kom lengsta vegalengd, en allt hafði þetta fólk um tuttugu manns komið um nóttina í langferðabílum.

Page 216: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

209

Fyrst á dagskrá var að sálarmeyjan Svanfríður yrði skrýdd eftir öllum kúnstarinnar reglum hindúanna. Mér var vísað á dyr og beið utanhúss í rúman klukkutíma eða frá 07:00 til rúm-lega 08:00, enda er ég alltaf snöggur að klæða mig – úr eða í.

Kamatchi, móðir Sundar, tvær systur hans og tvær móður systur sáu um að skrýða Svanfríði. Kamatchi og Margubandu færðu henni að gjöf af þessu tilefni Sari í hennar uppáhaldslit og gullmen með mynd af guðinum Shiva.

Þessar fimm konur klæddu hana á hefðbundinn hátt í undir pils hnýttu með streng um mittið sem fimm metra löngum Sari var brugðið undir og svo vafinn eftir öllum kúnstarinnar reglum um mittið og loks yfir öxl og þröngan topp í tilheyr andi lit. Svo voru jasmin blóm fest aftan í hárið, skjanna hvít með fagurgulum blómastreng í miðju, og gullkeðja með hjarta áfestu sett í skiptinguna í hárinu svo það féll fram ennið. Um hálsinn var settur appelsínugulur strengur með Shiva meninu áfestu. Strengurinn var hnýttur með fimm sér kennilegum hnútum sem urðu að vera á réttum stað þannig að þeir næmu við hjartastað en men Shiva við sólarplexus. Þennan gula borða skal bera fyrsta árið svo tekur við blá litaður strengur og á hann er þá og framvegis rennt gull hólkum eftir því sem velmegun fjölskyldunnar leyfir. Þá var borið gult litarefni á andlit hennar og rauður depill settur á þriðja augað og svo annar rauður depill þar ofar. Loks fékk hún íburðarmikil ökklabönd úr silfri og hálsmen úr gulli sem Annadi systir Sundar lánaði henni.

Þá var komið að sálargumanum, mér, og ég gekk í sal inn að sjá sálarmey mína. Mikið lifandi var hún falleg íslensk kona skrýdd að hindúasið. Hún var sýnilega fullbúin og tilbúin til hinnar endanlegu sameiningar mannlegra sálna.

Meistari minn sá um mig. Ég var vafinn glæsilegu kremgulu silkipilsi með fagurlegum bendlum saumuðum í brúnir og á annarri öxl bar ég samanfellt klæði í borða, að hætti höfðingja og Brahmina, enda Aríi og íslenskur.

Svo var merki auðmýktar dregið á enni: Þrjár hvítgráar öskurendur og sterk gulur blettur í þriðja auga stað með sterk rauðum bletti innan í og við lögðum af stað til athafnarinnar

Page 217: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

210

þrungin virðingu og spennu augnabliksins. Um hálsinn var ég með mikla perlufesti úr gleri. Þá sömu sem ég hafði við eldskírnina og meistari minn hafði gefið mér.

Svo voru settir miklir litskrúðugir blómsveigar um háls okkar beggja sem við skiptumst síðar á til að votta gjöf okkar á sjálfi okkar til hins.

Á stuttri göngunni milli hótelsins og musterisins mættu okkur hundruð forvitinna augna og bros. Á eftir okkur gengu sálarbands gestir, við öll berfætt. Það var gengið rólega og virðulega inn í musterið að hinum ýmsu guðum og færðar fórnir. Mangó, sítrónur, hrísgrjón og kertaloga í leirskál með bómullar kveik í Ghee, smjöri sem er hreinsað með að sjóða það.

Fyrst var frjósemisguðinum færðar fórnir. Hvað annað?Presturinn gerði sína Pooja. Klingdi bjöllu, hringsólaði loga

og sönglaði möntru svo kom hann með rautt og hvítt duft til að bæta á ennið. Þannig var hver guðinn tekinn af öðrum. Þá kom að því að ganga í það allra heilagasta en þá ætluðum við sálarbandshjónin að fara með sálarbandsheit okkar saman horfandi djúpt og einlægt í hvors annars augu. Heit þetta hafði ég samið, auðvitað með opinberun einni saman, og borið undir Svanfríði. Þegar hingað var komið hljóp nú heldur betur snurða á þráðinn. Prestarnir sem þarna voru töldu þetta út úr öllu korti, ekkert leyfi hefði verið fengið til þessarar athafnar en það þyrfti alltaf. Þetta voru allt aðstoðarprestar því presta skari musterisins ásamt æðsta presti hafði farið skyndilega í brýnum erindagjörðum að helga fjöldabrúðkaup. Pólitísk yfir-völd í Tamil Nadu höfðu ákveðið fyrirvaralaust að veita þrjú þúsund brúðhjónum ókeypis hjónavígslu, í vinsældaskyni, og með því var sálarheill okkar Svanfríðar beinlínis stefnt í voða.

Ja, allt er nú til.Meistari minn brá fyrir sig dáleiðslu hreyfingum og

sefandi tali dillandi höfðinu á seiðandi máta frammi fyrir aðstoðarprestunum. Þegar svona var komið sögðum við bæði í kór: Við helgum sálarband okkar sjálf, og núna. Og þarna í mystísku reykmettuðu rökkrinu, með möntrur í bakgrunn og meistara minn að dáleiða aðstoðarprestana, ómuðum við

Page 218: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

211

Svanfríður okkur í sálarband. Þetta var mögnuð, stórkostleg og yndisleg stund.

Sálarbandsheiti okkar fylgir hér við lok kaflans, á ensku, sem það var flutt á.

Svo fór meistari minn með okkur að Ganesh, guð gæfunnar. Þessi með fílsranann. og braut þar tvær kókoshnetur til merkis um opnun hjartna okkar. Þá var haldið upp á hótel í þann sal sem við höfðum til umráða og fram fór endanleg helgun að hætti Tamilanna með fjölþættum Pooja og formsatriðum.

Samkvæmt hefðinni sáu fimm giftar konur algerlega um þennan þátt málsins en karlar fylgdust með. Kveikt voru ljós á kolum og loganum snúið réttsælis og rangsælis fyrir framan sálarbandsparið. Ljósið táknar Guð. Svo kom hver kona á staðnum að okkur þar sem við sátum saman og lagði blóm á hvirfil okkar, dreypti fingri í blöndu af lime og tamarind og snerti vanga okkar og úlnliði, sem er ætlað til að bægja illu frá. Svo sneru þær blöndu af lime og rauðu litarefni á bakka þrisvar réttsælis og þrisvar rangsælis fyrir framan okkur og dreyptu svo fingri í og þrýstu nýjum rauðum blett á þriðja auga beggja. Þá var steinkað rósavatni yfir okkur úr fagurlega skreyttri málmkönnu. Þessi pooja var hluti af brúðkaupssiðum ætluð sérstaklega fyrir sálarband okkar og í samræmi við það þegar hindúar treysta hjónaband sitt seinna á ævinni, sem eitthvað er um. Öll þessi tákn eru ætluð sem beiðni um blessun Guðs og bæn um farsæld, velmegun og kærleika.

Þá fullkomnaði ég athöfnina með því að smeygja tveim silfur hringjum á hvora vísitá á sálarmeyjuna. Þá skyldi hún bera meðan bæði lifa.

Að því loknu voru teknar myndir í bak og fyrir af sálar­bandshjónunum með breytilegum gestasamsetningum. Allir gestir færðu okkur gjafir. Rajinderen gaf ósköp fallega mynd af Thai Mahal og Kit Kat súkkulaði. Móðursystur Sundar gáfu borðklukku með mynd af Shiva, steinaskreyttan reykelsisstand og aðrir gáfu falleg kort með einlægum blessunarorðum.

Gjafir foreldra Sundar slógu þó allt út. Þau gáfu Svanfríði hefðbundið hálsmen úr skíra gulli og mér einnig stafinn OM á tamil, sem líkist upphafsstöfum mínum PE, úr tæra gulli.

Page 219: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

212

Mikið örlæti hjá þessu fátæka fólki. Allir voru ósköp kátir og glaðir. Þá var haldið til veislu sem var hádegisverður í loftkældum veitingarstað hótelsins. Ég læt kyrrt liggja að lýsa þrifnaðaraðstæðum en skrýtinn svipur kom stundum á Svan-fríði þegar hún var að virða fyrir sér vinnubrögð þjónanna en sjálf er hún þrautþjálfuð í þeim störfum.

Eftir matinn fóru allir gestir til síns heima nema Sundar og meistari minn sem ætluðu að fylgja okkur í fyrirhugaðan „Honeymoon“ í heimsókn til Rajinderen og svo til Villa í Shangrila, sem mér fannst að hlyti að vera réttur staður fyrir þær sælustundir sem framundan væru.

Við gengum tíl hvílu snemma, enda þreytt eftir umstangið og vorum í rúminu næstu tólf daga. Já, það má kannski búast við því að afstaðinni svona heilagri athöfn að ástarlífið blossi upp, og hvar frekar en á Indlandi?

Nei, það var nú eitthvað annað. Svanfríður fékk svona svæsna matareitrun að henni var vart hugað líf á tímabili. Framundan hjá henni voru tólf kvalardagar. Í ljós kom síðar að allir veislu gestir höfðu fengið óþverra í sig og ég líka. Bölvuð ónot og andstyggð. What to do? Ég taldi ekkert ráð betra en að fara hið snarasta uppí fjöllin til Villa í svalann og tæra loftið.

Það var því ekkert af heimsókninni til Rajinderen.Móttökurnar hjá Villa og konu hans, og þeim öllum sem

þar eru, brugðust ekki. Yndislegt fólk. Sama daginn og við komum til Shangrila byrjaði að rigna. Monsúninn er kominn sögðu stelpurnar hans Villa.

Villi sagði: Þetta er bara skúrir, þrunginn af aldalangri íslenskri veðurfarsbjartsýni um að veðrið sé að skána og vorið sé alltaf í nánd. Svo rigndi allan tímann og Svanfríður fárveik, en fátt er svo með öllu illt að einungi dugi. Þetta varð til þess að við hættum bæði að reykja í hálft ár. Eftir tíu daga kvöddum við þetta yndislega gestrisna fólk og héldum áleiðis til Chennai með því að keyra í einni beit til Mamallapuram.

Við gistum á Ideal Beach Resort. Staður við ströndina sem hægt er að mæla með. Morguninn eftir fórum við og skoðuðum hina ævafornu borg Mamallapuram eða Mahabali-puram. Ofmælt er að kalla hana borg, frekar stórt þorp, sem er

Page 220: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

213

frægt fyrir forn musteri sín sem hoggin eru inn í forna sjávar-klettana. Í þorpinu er mikill steiniðnaður og byggðin hljómar af höggum steinsmiðanna allan daginn sem hamra á meitla sína taktfast, sneiðandi hefðbundnar línur í ævaforn mynstur sem mynda styttur af guðum eða guðlegum verum. Það sem fyrir augu ber þarna á þessum stað er, fyrir mig, ólýsanlegt í máli eða mynd. Það þarf að heimsækja þorpið og upplifa, sjá, heyra, þefa, skynja. Engin orð ná að lýsa þessu eldforna sam-félagi með þúsundir steinhöggvara hamrandi eins og gert var fyrir þúsund árum, átta til fimm alla daga. Ef þú vilt getur þú keypt styttur í öllum stærðum fyrir garðinn heima hjá þér, á viðráðanlegu verði. Kannski styttu af sjálfum þér fyrir þjóðina til að undrast yfir löngu eftir dauða þinn?

Því næst héldum við til Pondincherry sem er gömlu frönsk nýlenda og á að baki geysilanga sögu í verslun. Svæðisins er getið í gamla testamentinu og í skrifum Grikkja frá sjöttu öld fyrir kristburð ­ já og Reisubók Jóns Indíafara.

Þar komum við okkur fyrir á glæsihótelinu Soorya Interna-tional fyrir mjög þægilegt verð og dvöldum í tvo daga við að skoða það markverðasta, að okkar mati.

Borgin einkennist af lífi og tilvist Sri Aurobindo Gosh og The mother, fylgikonu hans egypsk­tyrknesk­frönsku Mirra Alfassa, en hún varð upphafsmaður tilraunaþorpsins Auroville. Við heimsóttum geysifallegt Ashram Sri Auribindo og fórum í bókaverslun tileinkaða honum. Þetta tók allan daginn. Næsta dag fórum við stutta skoðunaferð til Auroville og heimsóttum skrínið Matrimandir, en lögðum svo til Chen-nai. Nú voru aðeins þrír dagar til brottfarar frá Indlandi og ég þurfti að fá flugmiða mínum breytt.

Ég fór beint á skrifstofur flugfélagsins. Ekkert mál að breyta þessum miða, en þú ert með útrunna vegabréfsáritun. And so what, sagði ég haldandi að Tamilar yrðu dauðfegnir að losna við mig. Nei, nei sagði afgreiðslumaðurinn þú verður að fá sér-stakt brottfararleyfi. Ja hérna, margt hef ég upplifað en aldrei það að komast ekki frá ókunnu landi, en afgreiðslumaðurinn sagði þetta er auðvelt og fljótgert. Þú gerir bara svona og svona og svo þannig. En ekkert er auðvelt sunnan fertugustu

Page 221: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

214

og fimmtu breiddargráðu, ég veit það og vissi. Í stuttu máli æðisgenginn þeytingur fram og til baka frá Heradusi til Píla-tusar þessa tvo daga og svo beint út á flugvöll með „Permis-sion to deport“ í höndunum. Mér er hulin ráðgáta hvað hefði gerst án brottfararheimildar en mér þótti skemmtilegt að lesa í ævisögu Þóru Einarsdóttur í Vernd að hún lenti alveg í sam-skonar ógöngum þrjátíu og sex árum fyrr.

Það var verið að undirbúa brúðkaup í anddyrinu á hótelinu sem við gistum síðustu nóttina, og fyrir framan það. Á götunni andspænis hótelinu stóð kerra með tveim skjanna hvítum gæðingum fagurlega skreyttum og tíu manna hljómsveit í fínasta pússi tilbúin til göngu. Inn í anddyrinu var verið að vefja eldrauða efnismikla hetti á höfuð karlmanna. Aftan á vefjarhettinum lá endi efnisborðans niður á bakið. Allt var þetta eins og draumsýn úr þúsund og einni nótt.

Sundar og foreldrar hans kvöddu okkur á flugvellinumí Chennai. Það voru tárvotar kveðjur af beggja hálfu. Ég missti af tilrauninni sem Svanfríður gerði þegar hún faðmaði meist ara minn og Sundar og kyssti þá báða á kinnina. Það hefur verið einstök upplifun fyrir þá, svoleiðis tíðkast alls ekki í Tamil Nadu.

Vesalings Sundar minn hefur dreymt um það alla ævi að ferðast um heiminn, sjá, skoða og spekúlera. Ég hafði í mars boðið honum með mér til Íslands þegar ég færi í júlí og allt uppihald. Vissi ekki betur en að íslendingar væru gestrisin þjóð. Nokkuð annað kom á daginn.

Það tæki heilan kafla í þessari bók að lýsa þeim fáránleika og rugli sem blasti við minni lögfræðikunnáttu þessa átta mánuði sem ég reyndi að fá vegabréfsáritun fyrir minn indverska gulldreng. Allur ferillinn var íslenska utanríkisráðuneytinu og útlendingaeftirliti til stórskammar.

Vikan um suðurland tók okkur með tuttugu og þriggja stiga meðalhita og við urðum sólbrún og sæl á Íslandi, en komum náhvít frá Indlandi eftir banalegu Svanfríðar og vesöld mína þessa síðustu daga þar.

Frásögn af þessari Indlandsferð lýk ég með sálarbandsheiti okkar:

Page 222: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

215

VOW OF SOULACE

Dearest darling Om

I love your spirit. I love your soul, and your body.

Your will is mine. My will is yours.

I want to be yours. You want to be mine.

I am yours. You are mine.

Our souls are united.Om

We are in god. God is in us. Omniscient. Omnipotent. Omnipresent.

Eternal.

We are free and will travel, and transform together, always.

In the name of god. God be praised.

Om

I love you deeply.Om

Page 223: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

216

Hluti af sálarbandsgestum

Tamil OUM

Page 224: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

217

AUROVILLE

Indland togaði aftur. Mig langaði til að kynnast módelinu af framtíðarþjóðfélaginu í Auroville og ef til vill fyndi ég þar áhugavert fólk og nýja vitneskju.

Sundar og meistari minn tóku á móti mér á flugvellinum og ég gisti hjá þeim fyrstu nóttina. Að íslenskum sið kom ég með smágjafir ég segi frá því vegna þess að mér er hulin ráðgáta hvernig Tamilar taka við gjöfum.

Þeir taka við þeim svipbrigðalausir og skoða gaumgæfilega og leggja svo frá sér, án þess að sýna það þakklætislátæði sem vesturlandamaður myndi gera undir sömu kringumstæðum. Ég hef fylgst sérstaklega með þessu bæði þegar ég færi smá gjafir og þegar Tamilar gefa hverjum öðrum. Ég hef marga spurt um ástæðu en menn dilla bara höfðinu sem svar.

Daginn eftir ók Sundar mér á Ambassadornum sínum til Auroville. Nú var enginn misskilningur framar enda hafði hann allur verið á minni hlið.

Ég hafði enga húsnæðispöntun gert í Auroville en þar eru allir velkomnir sem vilja einbeita sér að sameiningu mann-kyns, og sjálfs sín við vitund sína, eitthvað annað en í garði friðarins hjá Guðspekifélaginu, og ég fékk inni á yndislegum stað niður við ströndina eins og skot, á sanngjörnu verði.

Sundar fór aftur til Chennai með rútu að sinna sinni vinnu og ég hóf mína einsetu, eða svo hélt ég.

Reyndin varð hinsvegar sú að tamil vinir mínir streymdu í heimsókn, heilu fjölskyldurnar, mér til afar mikillar ánægju og gleði, en ég hafði næsta lítið samband við þá eitt þúsund Evrópumenn sem þarna búa og í stað þess að halda áfram með erfiðu bókina sem ég hafði barist við árum saman, varð þessi bók að veruleika.

Auroville verður til með opnun þorpsins 28 febrúar árið 1968 og er því 42 ára gamalt verkefni. Upphaf tilraunaþorpsins má

Page 225: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

218

rekja til heimspekingsins og kennimannsins Sri Aurobindo Ackroyd Gosh, en hann var fæddur í Bangladesh, menntaður afburðanemandi í Bretlandi og kom aftur til síns heimalands og varð forystumaður í sjálfstæðisbaráttu Indlands. Frá Bang-ladesh varð hann að flýja ofríki Breta og settist þá að í Pond-incherry, lét af stjórnmálum og sneri sér að andlegri kenni-mennsku í sínu víðfræga fallega Ashram þar. Sri Aurobindo lokaði sig af inni í herbergi við hugleiðslu síðustu áratugina sem hann lifði.

Sri Aurobindo yfirgaf líkham sinn 5. desember 1950 að eigin vilja telja fylgismenn hans. Það þótti til tíðinda að engin litbrigði né rotnunarmerki sáust á líkham hans í hita Indlands þær 111 klukkustundir sem liðu þar til hann var jarðsettur. Andleg verk hans miðuðust að því að forma eina samræmda Yoga aðferð með því að sameina þær fornu hefðbundnu svo sem Rajayoga og Hathayoga. Ashram, griðastaður, hans vakti athygli fyrir að konum og körlum var gert jafnhátt undir höfði og að einkennisklæðnaður eða formsatriði voru lítil sem enginn.

Ennfremur var móðurhlutverkinu gert hátt undir höfði í andlegum kenningum, en það hafði ekki tíðkast í indverskum fræðum. Það þótti enn til tíðinda að Sri Aurobindo leit ekki á sig sem Guru, leiðbeinanda, heldur einn af oss og umgekkst áhangendur sína á þann máta. Hann hélt því fram að Mental Conciousness, andleg vitund, hefði á hans tíma þróast í Super-mental Conciousness, Æðri andlega vitund og að hann hefði fundið hana. Það sama gætu allir aðrir ef þeir fylgdu réttum aðferðum og vildu.

Hans félagi var myndlistakonan Mirra Alfassa. Fædd í Frakklandi af tyrkneskum föður og egypskri móður. Hún hafði komið til Pondincherry með eiginmanni sínum en síðar skildust leiðir og það sem lifði ævi hennar var hún hjálpar-hella Sri Aurobindo. Sri Aurobindo nefndi hana Móðurina „The Mother“. Hún kom á framfæri vilja kennimannsins við fylgjendur hans eftir að hann fór í einangrun og við dauða hans tók hún við forystu. Hún lýsti ýmsum furðum sem hún upplifði til að mynda því að Supramental Conciousness hefði

Page 226: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

219

stigið niður til jarðar 29. febrúar 1956 og taldi, eftir vitrun, að hún hefði opnað þær dyr sjálf. Ennfremur lýsti hún tilkomu nýrrar tegundar manna. Tegund sem væri létt, sveigjanleg, með mikla aðlögunarhæfni, ónæm fyrir sjúkdómum og dauða og gæti flogið, hefði vitund um atburði alls staðar, gæti lyft þyngstu hlutum, gæti ferðast í leiftri augnabliksins og gætu verið á mörgum stöðum í einu. Á síðustu árum sinnar jarð-nesku æfi sagði hún fylgismönnum sínum að hún væri að breytast í þessa nýju tegund með því að líkhamurinn rýrnaði en hin nýja skapaðist innan frá.

Undir hennar handarjaðri var framtíðarbærinn Auroville stofnaður sem tákn um mannlega einingu og sameiningu við hina heilögu samvitund.

Ef til vill er Auroville skilgetið af­kvæmi friðarbyltingarinnar sem varð í hinum vestræna heimi 1960 ­ 1970 því markmiðin eru flest þau sömu. Til Auroville eru allir velkomnir sem vilja ná takt við vitund sína og vitund alheimsins. Samfélagið í Auroville hefur engar reglur, engan her, enga lögreglu, enga dómstóla, enga peninga, engin trúarbrögð, engan eignarrétt og grundar sig á vistvænni nýtingu jarðarinnar og afla hen-nar.

Það er gott að dvelja í Auroville. Samfélagið býður vestræn þægindi í aðbúnaði og tækni í tamilsku umhverfi á nokkuð hærra verði en almennt gerist í Tamil Nadu. Fólk er þægilegt og allt samfélagið áreitislaust. Helmingurinn Indverjar og svo mest Frakkar og Þjóðverjar af Evrópufólki en þjóðarbrotin eru þrjátíu og fimm. Allt gengur sinn gang eins og við þekkjum heiman að frá okkur. Fólk fer til vinnu sinnar og sinnir sínum skyldum og svo hjúfrar það sig í sinni einkaholu sjálft eða með sinni nánustu fjölskyldu. Mér finnst eftir tveggja mánaða dvöl þar ég geta hafa verið á hvaða þægilegu þorpi á Ís-landi sem væri, með úttektarheimild í kaupfélaginu, að undan teknu veðrinu, og auðvitað Tamilunum.

Markmiðin eru vissulega háleit en langt er í land að þeim verði náð nú fjörtíu og tveimur árum frá stofnun þess. Sam-félagið hlítir indverskum lögum en innan þess er aðeins ein regla: Engin eiturlyf.

Page 227: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

220

Þurfi lögreglu, sem gerist afar sjaldan, er leitað til þeirrar indversku. Ungir íþróttamenn halda uppi gæslu þegar þörf er á. Peningar skipta ekki um hendur innan samfélagsins en gestir greiða inn á reikning sinn og fá svo úttektarspjald. Hús eignir sem reistar eru verða eign samfélagsins þegar byggj endurnir eru allir eða farnir. Þarna eru mörg gríðarlega stór og falleg hús sem Evrópumenn hafa byggt, nota þau kannski sem sumarbústaði. Heima að sumri og í Auroville að vetri. Það er ekki að sjá neina trúarhelgun. Þó er í miðju samfélagsins gífurlegt skrín til dýrðar móðuraflinu, sem dregur að sér tugi þúsunda ferðamanna árlega innlendra sem erlendra. Skrínið er formað eins og menn halda að okkar stjarnkerfi – Galaxy – sé, með áherslu á samvitund allra og alls.

Stórkostlegt listrænt, trúarlegt og tæknilegt undur sem lætur engan ósnortinn sem það heimsækir.

Í þessu samfélagi sextán hundruð manna er rekin öll grund-vallar starfsemi vestrænnar stórborgar, sem er mikið undur í sjálfu sér. Auk þess fer fram margvíslegt tilrauna og rannsóknar starf um manninn og æðri vitund og visku hans, um jörðina og vistvæna nýtingu hennar, um friðsamlega samvist við lif andi umhverfi mannsins, um ódýrar lausnir í húsbyggingum og um sameiningu mannkyns.

Ég stikla aðeins á stóru. Það er af geysilega miklu að taka. Ef þú lesandi góður ert áhugasamur um svona viðfangsefni sem Auroville er, þá mæli ég hiklaust með dvöl eða búsetu þar. Ekki reikna samt með gjálífi eða lauslæti. Það fyrirfinnst ekki á þessum stað.

Skoðaðu www.Auroville.org eða www.Auroville.com

Page 228: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

221

ÝMISLEGT

Alls hef ég farið fimm ferðir til Tamil Nadu og dvalið um nokkra mánaða skeið.

Margt hefur gerst frá fyrstu ferðinni. Sundar er kvæntur með sitt eigið fyrirtæki í Chen-nai. Draumur hans um að ferðast til útlanda rættist. Ég sá til þess að hann komst til Íslands. Þar he-fur hann verið þrisvar sinnum og dvalið nokkra mánuði í senn. Hann talar meira að segja svolitla íslensku og hefur góðan framburð.

Fyrsta ferð mín til Tamil Nadu var 2001 en síðasta ferð mín var vorið 2009 en þá var

ég viðstaddur brúðkaup Sundars og Bahvani konu hans. Fátt hefur breyst í landinu í átta ár. Ég fór einnig til Au-roville í síðustu ferðinni og hitti meðal annars íslending þar Axel að nafni sem er kvæntur og borgari í tilrauna þorpinu.

Mér finnst hugmyndin að baki Auroville hrífandi og gæti hugsað mér að taka þátt í tilrauninni ef aðstæður leyfðu.

Mér finnst ég eiga eftir nokkur orð ósögð og bæti því þessu við:

Ég hef af ráðnum hug ekki fjallað um landslag eða borgir því þetta er bók um fólk í framandi landi, líf þess, lífshætti og viðhorf um hitt má lesa í ferðabókum betur skrifuðum en ég er fær um. Ég get bent á „The rough guide to South India“ sem dæmi um það. Samt ætla ég að gera grófa grein fyrir ferðum

Sundar og hans fagra frú.

Page 229: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

222

mínum og ýmsu sem mér fannst athyglisvert og ég hef ekki nefnt annarstaðar í bókinni.

Ég fór akandi ýmist á eigin bíl eða stundum með rútu oftast í fylgd minna tamilsku vina en einstaka sinnum einn. Það að ferðast með leiðsögn Tamila eða meðal þeirra gefur ferðalög unum allt annað gildi en að vera í vernduðum hóp með þraut þjálfuðum leiðsögumanni. Mér finnst ég ekki komast í rétta snertingu án þess að ferðast með innfæddum.

Mest ferðaðist ég um norðurhluta Tamil Nadu til borganna: Kanchipuram, Tiruvannamalai, Mamallapuram, Salem, Pond-incherry og þorpanna þar í kring. Allar þessar borgir hafa stórkostleg musteri frá fyrri öldum. Sum musterin eru eldri en sögur herma.

Svo fór ég suður eftir til borganna: Coimbatori, Dindigul, Kodaikanal, Madurai, Tiruchirapalli og Kanniyakumari.

Það er sama með þessar borgir að musterin eru það sem athyglisverðast

Það er nú svo með Tamil Nadu að umhverfið er hvert öðru líkt: Landslag, byggingar og fólk og það má orða þetta þannig að ef ég vissi ekki hvar ég væri þá vissi ég ekki hvar ég væri, vegna fábreytninnar. Það er svo lítið um borgar­ eða bæjar einkenni. Ýmist er flatneskja eða fjöll sem þekja gífurlegt svæði. Strönd eða akrar. Borgir eða þorp. Þéttbýli eða þétt býli, það er allstaðar fólk. Ef við berum þetta saman við Evrópu þá er hún síbreytileg og spennandi. Suður Indland er réttara að bera saman við hvert annað þriðjaheimsland. Ef ekki eru áberandi eldfornar rústir þá er samfélagið ein síbylja. Okkar gamla og unga Ísland er auðvitað einstakt í hópi landanna með nekt sinni og síbreytileika til sjávar og sveita. Á Íslandi ferðast maður ekki meir en fimmtíu kílómetra án þess að koma í einstaka náttúrufegurð það er fjársjóður sem við þurfum að vernda betur.

Það er einkennilegt fyrir mig kortavanan manninn að ferðast með Tamilum. Þeir nota aldrei kort og hafa kannski í mörgum tilfellum aldrei séð kort. Þess vegna þarf alltaf að vera að stoppa og spyrja til vegar, jafnt í borgum sem sveitinni. Merkingar eru afleitar og illt fyrir þann sem talar ekki tamil að ferðast einn

Page 230: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

223

og sér. Oft gerðist það að leiðbeiningar sem við fengum voru bull. Þá virðast menn ekki geta fengið af sér að segja að þeir viti ekki hvar það er sem um er spurt og segja bara eitthvað. Þetta er svo sem sameiginlegt með öllum þjóðum sem ég hef heimsótt og búa sunnan fertugasta og fimmta breiddarbaugs. Það sama gerist ef maður spyr almenning um fjölda einhvers , til dæmis þjóðarinnar. Maður fær alltaf svar en oft út í loftið. Ég spurði fjölmarga um mannfjölda í Tamil Nadu og fékk svör frá tugum miljóna til hundruða miljóna allt eftir því hvern ég talaði við. Mohan auðvitað vissi upp á hár að mannfjöldinn er um 63 miljónir. Skemmtilegast er þó að spyrja um aldur fólks. Ég spurði einu sinni Ellumalai þjón minn í Srima hvað móðir hans væri gömul því samtalið beindist að veikindum hennar. Ellumalai svaraði: „I think seventy five, maybe eighty nine!“ Það munar um minna.

Víða þegar farið er í gegnum þorp eru risahátalarar með glymjandi ærandi tónlist eða áróður og svo eru styttur af póli tíkusum allstaðar. Sumar stytturnar eru í búrum. Mér er sagt að það sé til þess að fuglar skíti ekki á þær, en það er hálf hallærislegt að sjá þetta.

Í fjallgarðinum sem lokar Tamil Nadu af frá ríkinu Kerala að vestan og Karnataka að norðvestan eru fjallabæirnir Kodai kanal, Coonoor og Ooty. Allir fallegir sumardvalarstaðir í Nil-giri fjallgarðinum þar sem gott er að kæla sig í þeim miklu hitum sem eru apríl til júlí. Nokkur verndarsvæði fyrir villt dýr eru á því svæði. Mig langaði afskaplega mikið til þess að heimsækja þau en öll voru þau lokuð meðan á mínum ferða lögum stóð.

Ástæðan er sú á einhversstaðar á þeim svæðum hafðist við nútíma Hrói Höttur þeirra Tamila, Veerapan, en hann er nú úr sögunni.

Mér telst til að ég hafi ferðast samtals um fimmtán þúsund kílómetra á þessu flakki mínu um suður Indland, svo fátt eitt er þar af landslagi sem ég hef ekki séð.

Allir Tamilar sem ég kynntist hafa skömmtunarbók. Sú bók er til þess að fá hrísgrjón og ýmsa almenna matvöru sem ríkis

Page 231: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

224

stjórnin úthlutar. Bókin er einnig notuð eins og nafnskírteini voru á Íslandi í dentid. Ég hef séð Tamila framvísa vegabréfi. Það dugði ekki. Hann varð að koma með skömmtunarbókina. Hugur minn hvarf til æsku minnar þegar ég sá skömmtunar-bók fyrst á Íslandi og skömmtunarmiðana. Það hefur verið árið 1952 að ég stóð við hliðina á mömmu heitinni í Guttó, sem var bakvið Alþingishúsið. Hún var þar ásamt fjölda annarra kvenna að úthluta skömmtunarmiðum fyrir meðal annars sykur og smjörlíki. Biðröð umsækjenda virtist endalaus í augum lítils drengs. Svona er þjóðfélagsþróun síðustu aldar lík allstaðar í heiminum. Það virðist sem hvert ríki þurfi að ganga í gegnum ýmis áþekk tilraunastjórnarkerfi á leið sinni til almannaheilla.

Nánast hver einasti ungur maður sem ég hitti í Tamil Nadu dreymir um að komast til Ameríku eða Evrópu og verða ríkur, eða í það minnsta að geta sent peninga heim til þess að hjálpa fjölskyldunni. Þetta er orðið erfitt sérstaklega eftir hryðju­verkaárásir á Bandaríkin 11. september 2001. Ýmsir aðilar hafa það að starfi að redda þessum ungu mönnum um vinnu í öðrum löndum og af einum vissi ég um sem þurfti að greiða 150 þúsund rúpíur bara fyrir það að fá starf í London. Sama gerist innanlands. Margir sögðu mér að þeir þyrftu að múta til þess að fá starf. „To deposit“ eða greiða inná kölluðu þeir það. Ég varð ekki var við mútuþægni á ferðum mínum í Tamil Nadu utan einu sinni að ég var á bílnum í Pondincherry og ekki með fánann þá var lögregluþjónn eitthvað að vinka, í þriðja heiminum vinka ég bara á móti og þykist ekkert skilja, en Mohan var með mér og stökk út úr bílnum skíthræddur við lögregluna. Hann kom svo aftur og sagði að lögregluþjónninn vildi peninga, annars?

Það voru hundrað rúpíur settar laumulega í lófann á lögreglu manninum þar sem hann stóð við umferðarstjórnun á gatna mótum.

Geysilega margir eiga sitt eigið fyrirtæki. Annað hvort verslun eða framleiðslufyrirtæki. Ef um framleiðslu er að ræða þá eru menn gjarnan undirverktakar fyrir einhvern annan og svo koll

Page 232: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

225

af kolli þar til komið er að framleiðslu stærri fyrirtækjanna. Ég heimsótti nokkuð mörg framleiðslufyrirtæki í lyfjaiðnaði, leðurframleiðslu, marmara, tréskurði, prenti, fatnaði, basti, sælgæti og fleira. Ótrúlega mörg þeirra framleiddu fyrir er-lendan markað yfirleitt nærliggjandi lönd en þó nokkrir fyrir Evrópu og Ameríku.

Sú sala fór þannig fram að þeir framleiddu og útflytjandi keypti og seldi áfram til framleiðslufyrirtækis í Evrópu eða Ameríku. Það fyrirtæki setti svo sitt markaðsmerki á fram-leiðsluna!!!

Tamilsku vinir mínir virtust vera áhugalausir um stjórnmál. Þó sögðu þeir að best væri að vera fylgjandi meirihlutanum hverju sinni því þeir sem væru í opinberri pólitískri andstöðu mættu eiga von á því að fá ekki launin sín eða missa vinnuna eða lenda í fangelsi. Þeir virtust ekki heldur vera alveg klárir á því hver staðan í pólitískum málum væri hverju sinni. Mér virtist sem stjórnmál væru fyrir þeim fjarlægt viðfangsefni hærri stétta. Ég fór einu sinni á úti stjórnmálafund í Chennai. Þar hafði verið komið fyrir mörg þúsund stólum og miklar skreytingar. Stórt svið með risaskjá og hátalarar með ærandi tónlist. Þetta líktist frekar útitónleikum en stjórnmálafundi. Svo var happdrætti fyrir gesti, þvottavélar í vinning. Ég vann ekki.

Þeirra leiðtogi og forsætisráðherra,sem sagt er að sækist eftir forsætisráðherrastól landsins var kvikmyndastjarnan Jayala-litha. Hún var fylgikona Marudur Gopalamenon Ramachan-dran, kallaður einfaldlega MGR, frá táningsaldri. MGR var leiðtogi Tamil Nadu frá 1977. Ellefu ára tímabil sem margir frjálslyndir segja að hafi einkennst af spillingu með lögreglu-harðræði, pólitísku plotti og aukningu í glæpum. Þegar MGR dó 1988 voru tvær miljónir manna við útförina og yfir þrjátíu fylgismenn frömdu trúarlegt sjálfsmorð. Jayalalitha tapaði kosningum 1996 og var dæmd fyrir margskonar spillingu sem hún var ákærð fyrir af pólitískum andstæðingum sínum.

Page 233: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

226

En 1999 náði hún aftur forsætisráðherrastólnum og þá ákærði hún þá sem hana ákærðu og reynir að koma þeim í svartholið.

Hún leyfði áfengissölu í Tamil Nadu fyrir um tíu árum, en þar hafði verið áfengisbann frá upphafi vega, til þess að rétta af hag ríkisins. Svo tók hún yfir allar áfengisútsölur, er mér sagt, og flest brugghús til þess að fjármagna væntanlega kosn-ingabaráttu sína sem forseti Indlands. Skrautlegt, ef satt er?

Mér finnst blasa við að hin alþjóðlega menning mun kæfa fornu menningu dravidanna í Tamil Nadu á næstu áratu-gum. Ekki vegna erlends fjármagns eða menntunar heldur vegna innrætingar þeirra allt að sextíu gervihnattasjónvarps stöðva sem Tamilarnir hafa nú í hverju hreysi, húsi og höll.

Innræting sjónvarpsins er svo mögnuð. Hvað langt Tamilar eiga í land að fá sömu sjónvarpinnrætingarviðhorf og Íslendingar eða aðrir íbúar vesturlanda, er ekki gott að segja um. Ég spái þrjátíu árum.

Ég hitti Margubandu meistara minn í musteri þar sem hann var að undirbúa sig fyrir pílagrímsferð til nágrannaríkisins Kerala. Hann hafði fastað og tilbeðið í fjórtán daga svo sem fyrirmælt er. Hann leiddi mig með sér milli prestanna í must erinu og skýrði út fyrir mér mismunandi pooja fyrir milligöngu Sundar. Meistari minn var virðulegur með sitt daufa bros á vöru-num. Tengdasonur hans Santana Krishna óskað eftir því ein-dregið að fara með honum orðinn breyttur maður eftir margar musterisferðir að tala við Guð sinn.

Öll nánasta fjölskylda var mætt að vanda við „family func-tion“ og skrýdd í sitt fínasta. Prestar skömmtuði í tvískiptan malinn. Annar hlutinn var fyrir guðinn og hinn fyrir meis-tara minn. Allt var blessað í bak og fyrir með viðeigandi pooja og möntrum. Meistari minn gekk með mal sinn og brekán á höfðinu með lokuð augun einn hring í kring um helgasta hluta musterisins og pílagrímsferðin sem stóð í fimmtán daga hófst. Trúariðkun er karlmannsverk og meistari minn hefur svo sann arlega axlað þá skyldu sína.

Page 234: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

227

Ég get ekki lokið þessari bók án þess að nefna áhrif loftslagsins í Tamil Nadu á hvítan mann. Þetta var það landssvæði á jörðinni þar sem ég nærri lét lífið í yfir 52 gráðu hita á Celcíus, í skugga, og yfirrakamettun loftsins allt að 120 prósent. Það eru lífshættulegar aðstæður. Línuritið hér að neðan sýnir hættumörkin. Þessi hiti var um miðjan maí. Þar sem X er á myndinni sýnir það ástand sem nærri réð mér að fullu.

Við dauðans dyr

Page 235: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ
Page 236: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ
Page 237: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ
Page 238: INDVERSKA ÆVINTÝRIÐ

HINN HELGI FÍLLMUSTERISINS

Í KANCHIPURAMBLESSAR HÖFUNDINN

Í KVEÐJUSKYNI

LIPUR OG GÁSKAFULL FRÁSÖGN AFFERÐUM TIL TAMIL NADU RÍKISINS Á SUÐURINDLANDI OG MARGRA MÁNAÐA DVÖL ÞAR

MEÐAL INNFÆDDRAHÖFUNDUR DREGUR UPP ÞÁ

ÞJÓÐFÉLAGSMYND SEM BLASIR VIÐ HANSÍSLENSKU AUGUM - AF MIKILLI FORVITNI