104
Framadagar Háskólanna 2014 2014 Háskólanum í Reykjavík 5. febrúar kl. 11 til 16

Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hér getur þú fræðst um fyrirtækin sem munu kynna starfsemi sína á Framadögum í ár!

Citation preview

Page 1: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

1 Framadagar Háskólanna 2014 1 Framadagar Háskólanna 2014

2014

Háskólanum í Reykjavík5. febrúarkl. 11 til 16

Page 2: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

2 Framadagar Háskólanna 2014 3 Framadagar Háskólanna 2014 c

Ávarp forseta AIESECWhat have you done today that you consider difficult?

With the concept of happiness so present around us nowadays, it’s easy to be unhappy, stressed and anxious when things in our lives are not going as expected or if we need to put in extra effort to accomplish our goals. After reading an article by Árelía Eydís Guðmundsdóttir raising precisely this question I started looking at life differently and understood how much I already gained from being exposed to practical (and challenging) experiences before finishing University.

I joined AIESEC in 2008, and since then I have had the chance to organize a seminar for 120 people and to lead teams between 20-60 people in Portugal, Norway and Iceland. In 2014/2015, and with only 24 years, I will lead over 600 young people in Portugal. Several times I wanted to quit the projects I was involved in – stress, conflicts, motivation, you name it – however, because the purpose and impact of my work was clear, I always continued looking for new challenges.

Companies find it crucial that university students get practical working experience and responsibilities in projects, events and international teams before starting their careers. Nowadays, competition happens at a global scale so if we want to be successful we need to think ahead. We need to lead in our field, have the right soft skills and the purpose and passion that goes together with it – having a degree is not enough anymore.

What have you done last months that you consider difficult?Are these contributing to the person you want to become?

I can say I have been pushed out of my comfort zone and have been given the chance to fail and learn before actually being hired – AIESEC allows me to do this from local level, all the way up to the national and international headquarters of the organization. Experience required? None! You just need to show your passion, believe you can develop other people and yourself, commit to the projects and embrace the challenges that will be on your way.

I am learning how to be a leader in my 20’s, I am discovering what I am passionate about in life and what I would like to work in the future.My career advices to my friends and you are: Test yourself before starting your career and get an edge over other students. Start by leading yourself into who you want to become. Then? Go out there and make the world more awesome!

Regards,Rita Abrantes

Forseti AIESEC Íslandi 2013-2014

Page 3: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

2 Framadagar Háskólanna 2014 3 Framadagar Háskólanna 2014

Dagskráin

Page 4: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

4 Framadagar Háskólanna 2014 5 Framadagar Háskólanna 2014 c

Ávarp framkvæmdastjóraÁ þessum tíma árs er daginn farið að lengja, veturinn brátt á enda og, eins og ár hvert, eru Framadagar á næsta leiti. Fyrirtæki byrja að ráða í sumarstörf og þúsundir nemenda sækja um hin ýmsu störf.

Framadagar háskólanna eiga 20 ára afmæli í ár og hafa allt frá byrjun þjónað þeim tilgangi að vera brú á milli nemenda og fyrirtækja.

Enginn nemandi ætti að láta framhjá sér fara þegar 60 helstu fyrirtæki landsins koma saman á einn stað til þess að kynna atvinnumöguleika innan síns fyrirtækis og ráða til sín starfsfólk.

Ekkert fyrirtæki ætti að láta framhjá sér fara þegar yfir 3000 nemendur, bæði í námi og nýútskrifaðir, mæta á einn stað í þeim tilgangi að bjóða fram starfskrafta sína og glænýja menntun!

Í ár sláum við met og kynnum til leiks 60 fyrirtæki, sem mörg hver hafa tekið þátt í dögunum áður, en þó eru nokkur sem taka þátt í fyrsta skipti. Nú hafa allir háskólanemendur á landinu fengið boð um að mæta.

Ég mæli hiklaust með því að metnaðarfullir stúdentar láti sjá sig og nái tali af mannauðsstjóra draumafyrirtækisins. Ef mynd segir meira en þúsund orð hvað segir þá spjall í eigin persónu á móti bunka af einsleitum ferilskrám?Láttu sjá þig!

Arna Hrund JónsdóttirFramkvæmdastjóri Framadaga 2014 2014

Page 5: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

4 Framadagar Háskólanna 2014 5 Framadagar Háskólanna 2014

Tilgangur Framadaga er að skapa háskólanemum vettvang til þess að ræða við stjórnendur fyrirtækja og kynna sér starfsemi þeirra með framtíðar atvinnumöguleika að leiðarljósi. Fyrirtækin sem verða viðstödd í ár eru mjög fjölbreytt og óhætt er að segja að þar verði eitthvað fyrir alla. Framadagar er eini viðburður sinnar tegundar á Íslandi og er ungt fólk hvatt til þess að grípa þetta einstaka tækifæri. Viðburðurinn nýtist þeim vel sem vilja kynna sér nánar starfsemi fyrirtækja og sækja um vinnu eða minna á umsókn sem þegar hefur verið lögð inn.

Kauphöllin tekur nú þátt í Framadögum í annað sinn. Markmið þeirra með þátttökunni í fyrra var að auka fjölbreytni umsækjenda en að auki að kynna starfsemi sína fyrir hugsanlegum starfskröftum

framtíðar. Þau nýttu daginn í að ræða við áhugasama nemendur og hvöttu þá til að sækja um. Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri hjá Kauphöllinni, segir reynslu þeirra af Framadögum hafa verið mjög góða, “það er svo mikill kraftur í fólki sem er í skóla og nýútskrifað”. Kauphöllin var í leit að sumarstarfsmanni en sá var ráðinn í kjölfar Framadaga. Margir afhentu ferilskrár sínar á staðnum en Kristín minnir á að einnig sé mikilvægt að fá ferilskrár afhentar rafrænt svo hægt sé að geyma þær í gagnabanka fyrirtækisins. Kristín segist hvetja önnur fyrirtæki, sem hyggjast ráða sumarstarfsfólk, að nota þennan frábæra vettvang til þess að kynna sig fyrir framtíðarstarfsfólki. Hún mælir ennfremur með því að nemendur sem ætla að sækja Framadaga verði búnir að kynna sér fyrirtækin áður en þeir mæta.

Það sem gerist á Framadögum

Hugmyndir að spurningum

Page 6: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

6 Framadagar Háskólanna 2014 7 Framadagar Háskólanna 2014 c

FramkvæmdastjóriArna Hrund JónsdóttirBS. Viðskipfræði 3. ár

Háskóli Íslands

ViðburðarstjórnunLaufey Mjöll Helgadóttir

AtvinnuflugmaðurFlugskóli Íslands

ViðburðarstjórnunHafdís Arnardóttir

BA. Ferðamálafræði 2. ár með diplómu í viðburðarstjórnun

Háskólinn á Hólum

FyrirtækjatengslBrynjar Þorsteinsson

BS. Viðskiptafræði 1. árHáskóli Íslands

FyrirtækjatengslKristinn Árni L. Hróbjartsson

BS. Viðskiptafræði 3. árHáskóli Íslands

ViðburðarstjórnunLukáš Císar

BA. Ensku og menningarfræðum BA. Hagnýtri íslensku 1. ár

Háskóli Íslands

Skipulagsnefnd framadaga

Page 7: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

6 Framadagar Háskólanna 2014 7 Framadagar Háskólanna 2014

MarkaðsmálSverrir Eðvald

BS. Hugbúnaðarverkfræði 1. árHáskóli Íslands

MarkaðsmálHelga M. Beck

BS. Viðskiptafræði 3. árHáskóli Íslands

Grafísk hönnun & UmbrotBjörgvin Pétur Sigurjónsson

AP. Margmiðlunarhönnun 1. árInternational business academy

FjármálastjóriElvar Örn GuðmundssonBS. Fjármálaverkfræði

MCF. Fjármál fyrirtækja 1. árHáskólinn í Reykjavík

FyrirtækjatengslÁsdís Sigríður Ásgeirsdóttir

BA. Lögfræði 3. árHáskóli íslands

MarkaðsmálSilja Dröfn Jónsdóttir

BS. Viðskiptafræði 1. árHáskóli Íslands

Page 8: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

8 Framadagar Háskólanna 2014 9 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvað ertu að gera í Sri Lanka?

Ég vinn hjá litlu sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir fólk sem vill flytja erlendis, sérstaklega til Nýja Sjálands, Ástralíu og Kanada. Mitt hlutverk er frekar fjölbreytt innan fyrirtækisins, þar sem það er svo lítið. Ég gegni bæði hlutverki skrifstofustjóra, þar sem ég í rauninni sé um að skrifstofan hafi allt sem hún þarf, að allt skipulag gangi upp,

að starfsfólkið mitt sé að skila inn sinni vinnu o.s.frv. Svo er ég einnig ráðgjafi fyrir fyrirtækið og hitti kúnna og gef þeim ráð og upplýsingar um ferlið við búflutningana. Ég er einnig í hlutverki sölumanns þar sem ég þarf að fá nýja viðskiptavini inn í fyrirtækið og til þess þarf ég að hitta ýmsa kúnna og skipuleggja fundi o.s.frv. Auk þessa detta inn alls konar verkefni tengd ýmsum hliðum fyrirtækisins sem þarf að sinna.

Viðtal við Lindu

AIESEC eru stærstu stúdentasamtök heims sem eru einungis rekin af stúdentum. Samtökin veita ungu fólki einstakt tækifæri til að þróa með sér leiðtogahæfileika. Meðlimir AIESEC öðlast mikla reynslu og læra að tileinka sér færni sem þarf til að breyta þeim í leiðtoga framtíðarinnar.

Linda Björk Bjarnadóttir fór til Sri Lanka á vegum Leiðandi sem er starfsmenntunarprógram AIESEC. Við fengum að forvitnast aðeins um veru hennar þar og við hvað hún starfar.

Page 9: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

8 Framadagar Háskólanna 2014 9 Framadagar Háskólanna 2014

virða takmörk mín en líka að það búi mun meira í manni en maður gerði sér grein fyrir og því eigi maður ekki að vera hræddur við að fara út fyrir þægindahringinn eða of hræddur við uppgjöf. Hinsvegar hef ég líka lært að þekkja mín takmörk, að ég geti ekki gert allt í einu og verið fullkomin í öllu. Sumir hlutir henta mér betur, og aðrir hlutir henta mér illa og það er bara allt í lagi. Ég hef lært að segja nei, að vera ákveðnari og fastari á mínum skoðunum. En mikilvægast held ég að ég hef virkilega lært það að það skiptir öllu máli að hafa gaman af því sem þú ert að gera og sjá tilganginn í því, þannig nærðu bestu niðurstöðunum.

Hvers vegna myndir þú mæla með Leiðandi fyrir aðra nemendur?

Að taka þátt í svona prógrammi er alveg ómetanlegt. Þú lærir svo margt um sjálfan þig og um getu þína. Maður lærir að fara fram úr sér og virkilega nýta sér hæfileika sína á sama tíma og maður lærir að þekkja takmörk sín. Að búa í öðru landi getur líka verið alveg rosalega krefjandi, fullt af alls konar áskörunum og hrikalega erfitt en um leið er það mjög gefandi og þú lærir svo margt um sjálfan þig og um heiminn í kringum þig. Allir geta fengið eitthvað úr því að búa í nýju umhverfi og fara út fyrr þægindahringinn, ekki aðeins í fagmannlegum skilningi heldur líka persónulega.

Hefur þín háskólamenntun nýst þér þar sem þú ert núna?

Ég útskrifaðist úr viðskiptafræði, með áherslu á mannauðsstjórnun í HÍ. Mér finnst þetta á margan hátt eiga vel við það sem ég var að læra. Sérstaklega því ég ber ábyrgð á nokkrum starfsmönnum og einnig að skrifstofan reki sig. Það á einnig vel við þar sem ég er yfir öllum samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins sem og samstarfsaðila og þar kemur sterkt inn það sem ég hef lært um samskipti og alþjóðleg viðskipti. Á margan hátt hef ég fengið nýja innsýn á fræðilegu hliðina af ýmsu sem ég lærði í skólanum, en einnig hef ég lært ýmislegt nýtt sem var aldrei kennt í skólanum sem gæti samt verið mjög hjálplegt þegar kemur að framtíðarstarfi. Alþjóðlega umhverfið sem ég starfa í hefur líka verið mjög gefandi, en það er mjög áhugavert að fá svona fjölbreytilegar skoðanir og innsýn á hlutina.

Hvað hefur þú lært nýtt í starfsnáminu?

Ég hef lært mjög mikið um sjálfa mig frá dvöl minni hér í Sri Lanka. Það er mjög krefjandi að flytja til nýs lands sem býr við allt öðruvísi menningu og þurfa aðlaga sig á svo margan hátt. En það er um leið mjög gefandi og upplýsandi. Ég hef lært mikið um veikleika mína og styrkleika. Ég hef lært að

Page 10: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

10 Framadagar Háskólanna 2014 11 Framadagar Háskólanna 2014 c

1. VERTU MEÐ MARKMIÐ ÞÍN Á HREINUGóður undirbúningur er lykillinn að velgengni, bæði við gerð ferilskráar og í atvinnuviðtali

2. LEGGÐU VINNU Í ÚTLIT OG UPPSETNINGUÞað eykur líkurnar á að ferilskráin þín verði skoðuð nánar. Berðu hugmyndir þínar undir aðra

3. SJÁLFSÞEKKING SKIPTIR MÁLILeitið svara við spurningunum:• hver er ég? • hvaða eiginleikum og hæfileikum bý ég yfir?

STYRKLEIKAR MÍNIR• þekking og hæfni úr námi og fyrri störfum

eða verkefnum?• hverju hef ég áhuga á?• hvert stefni ég eftir nám:• framtíðarsýn – markmið?• hvað hef ég fram að færa?

4. GERÐU ÞÉR GREIN FYRIR VÆNTINGUM FYRIRTÆKJAHvernig er draumastarfsmaðurinn? Hver eru gildi fyrirtækisins og markmið?

5. ÞÚ ÞARFT AÐ HITTA STRAX Í UPPHAFIInngangstexti skiptir mjög miklu máli. NÝTTU TÆKIFÆRIÐ VEL! Staðreyndirnar tala sínu máli – en það er gott að rökstyðja með dæmum og Það er þitt að koma með eitthvað meira• Hvað hefur þú fram að færa, og hvernig getur

þú rökstutt það?• Hvað hefur þú fram yfir einhvern annan með

sömu menntun?• Hver er þinn “X- FACTOR”?

6. MARKAÐSETTU ÞIG• Þar sem ferilskráin er markaðstækið.• Ferilskrá er ætlað að:• vera handhægt yfirlit yfir umsækjandann og

þá þekkingu, færni og reynslu sem hann býr yfir

• leiða í ljós hvað umsækjandi getur og hvað hann hefur gert

• koma umsækjandanum í viðtal 1. Segðu alltaf satt og rétt frá!2. Ferilskráin er alltaf útgangspunktur í

viðtali – þess vegna þarft þú að geta rökstutt og tekið dæmi.

7. ÞÚ ÞARFT AÐ VITA HVERT ÞÚ ERT AÐ STEFNA• Hvað skiptir máli og hvað ekki?• Aðlagaðu ferilskrána þína að hverju fyrirtæki• FERILSKRÁIN ER LIFANDI PLAGG

8. HÁMARKAÐU UPPLÝSINGAR LÁGMARKAÐU TEXTA• FERILSKRÁIN MÁ EKKI VERA OF LÖNG

9.VANDAÐU MÁLFAR OG ALLAN FRÁGANG

10.FERILSKRÁIN ÞARF AÐ VEKJA EFTIRTEKTMundu að ferilskráin er oft fyrstu og einu upplýsingarnar sem atvinnurekandi hefur um þig. Ferilskráin á að vera áhugaverð og sönn lýsing á þér!

“You can’t get a second chance on a first impression”

Gréta Matthíasdóttir, [email protected]

10 góð ráð – ferilskrárgerð

Page 11: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

10 Framadagar Háskólanna 2014 11 Framadagar Háskólanna 2014

Page 12: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

12 Framadagar Háskólanna 2014 13 Framadagar Háskólanna 2014 c

Myndir frá Framadögum 2013

Page 13: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

12 Framadagar Háskólanna 2014 13 Framadagar Háskólanna 2014

Page 14: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

14 Framadagar Háskólanna 2014 15 Framadagar Háskólanna 2014 c

Actavis www.actavis.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Saga Actavis á Íslandi hefst árið 1956 þegar forveri Actavis, Pharmaco var stofnað. Pharmaco var í upphafi svo kallað Innkaupa samband apótekara, en rétt eftir 1960 var hafin framleiðsla á lyfjum. Fyrirtækið dafnaði vel, en segja má að við aldamót hafi stórfelldur vöxtur hlaupið í fyrirtækið. Það óx stöðugt með yfirtökum á fyrirtækjum um allan heim. Actavis var svo sameinað banda-ríska lyfjafyrirtækinu Watson í nóv ember 2012. Sameinað fyrirtæki er þriðja stærsta samheita-lyfjafyrirtæki í heimi. Höfuðstöðvar þess eru í New Jersey í Bandaríkjunum, en höfuðstöðvar fyrir Evrópu eru í Sviss. Sam einingin hefur engin áhrif haft á starfsemi Actavis á Íslandi.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Actavis starfar í rúmlega 60 löndum í fimm heimsálfum.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Starfsmenn eru 19.000, þar af eru um 750 á Íslandi.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Um helmingur starfsmanna á Íslandi er með háskólapróf og lyfjafræðingar eru fjölmennasti hópurinn. Hjá okkur starfa líka margir viðskiptafræðingar, líffræðingar og matvælafræðingar svo dæmi séu tekin. Óhætt er að segja að mikil breidd sé í starfs-mannahópnum hvað menntun varðar því margar greinar nýtast innan fyrirtækisins.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það er alltaf eitthvað um sumarstörf hjá okkur.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Slíkar beiðnir eru metnar, hver fyrir sig.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar höfum við gildin okkar að leiðarljósi auk þess sem við metum menntun og reynslu umsækjenda.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Við þróum og framleiðum hágæðalyf. Við uppfyllum núverandi og framtíðar þarfir viðskiptavina okkar með snjöllum fjárfestingum í rannsókn og þróun. Við veitum bestu þjónustuna í okkar flokki og virðisaukandi. Við fögnum fjölbreyttri menningu og bakgrunni í alþjóðlegu teymi okkar. Við eflum samfélög sem við störfum og lifum í. Við bætum hag hluthafa í öllu sem við gerum.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Actavis er traust og gott fyrirtæki sem á sér merkilega vaxtarsögu. Það er mikil breidd í menntun og störfum og í fyrirtækinu ríkir góður starfsandi.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Endilega kynntu þér Actavis og það sem við höfum upp á að bjóða, sjá betur á www.actavis.is og www.actavis.com – gangi þér vel

Page 15: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

14 Framadagar Háskólanna 2014 15 Framadagar Háskólanna 2014

Advania www.advania.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Advania á rætur sínar að rekja allt til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason hóf starfsemi. Hann einblíndi sér að viðgerðarþjónustu fyrir skrifstofuvélar en þróaðist fljótlega yfir í að verða innflutnings og þjónustufyrirtæki fyrir búðakassa.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Noregi, Svíþjóð og Íslandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 1100 samtals

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Meirihluti starfsmanna Advania hafa lokið háskólaprófi, en hjá fyrirtækinu starfa einnig þó nokkuð margir sem lokið hafa iðnskólamenntun og stúdentsprófi.Um það bil helmingur þeirra sem hafa lokið háskólaprófi er með menntun í kerfis- eða tölvunarfræði. Fjórðungur eru viðskiptafræðingar og um 15% verk- eða tæknifræðingar. Að auki eru ca 10% með félags- og hugvísindamenntun eða menntun í raunvísindum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, við fáum alltaf inn nokkra sumarstarfsmenn úr háskólum landsins

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, við höfum góða reynslu af samvinnu við nemendur á lokaári Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Það mótast vissulega svolítið af þeim störfum sem um ræðir, en heilt yfir viljum við ráða til okkar einstaklinga sem búa yfir góðri greind, sjálfstæði, frumkvæði og samskiptahæfni

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega sjö þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboð Advania spannar upplýsingatækni frá A til Ö og viðskiptavinir geta sótt þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Og þá gildir einu hvort um er að ræða hugbúnað, vélbúnað, ráðgjöf eða rekstrarþjónustu. Meðal

viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og

stofnanir landsins. Jafnframt hefur Advania sterka stöðu á neytendamarkaði með um þriðjungs markaðshlutdeild. Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Advania, þar sem þarfir og væntingar viðskiptavina eru í fyrirrúmi í allri þjónustu. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni. Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Advania er með höfuðstöðvar við Guðrúnartún í hjarta Reykjavíkur. Starfsfólk fyrirtækisins á Íslandi er um 600 talsins. Ef leitað er að spennandi verkefnum, góðum vinnuaðstæðum og hressum vinnufélögum, þá finnst það hjá okkur. Í bónus er æðislegt félagslíf og eitt dekraðasta mötuneyti Norður-Evrópu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og býður upp á sveigjanlegan vinnutíma. Fyrirtækið hefur öfluga jafnréttisstefnu og virka samgöngustefnu. Líkamsræktaraðstaða og leikherbergi eru í Guðrúnartúni. Við viljum vera besti vinnustaður landsins! Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Öll reynsla sem nemendur afla sér samhliða námi mun koma þeim til góða. Dugnaður, áhugasemi og metnaður í námi skilar árangri til lengri tíma litið.

Page 16: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

16 Framadagar Háskólanna 2014 17 Framadagar Háskólanna 2014 c

Advel www.advel.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?ADVEL lögmenn á rætur sínar að rekja til lögfræðistofunnar Fulltingi ehf. Umsvif lögmannsstofunnar jukust hratt og var starfseminni því skipt á milli eigenda hennar í tvö sjálfstæð fyrirtæki með mismunandi starfssvið: Fulltingi - lögfræðiþjónustu og Fulltingi - slysa- og skaðabótamál. Árið 2008 var nafni Fulltingi -lögfræðiþjónustu síðar breytt í ADVEL lögfræðiþjónusta til að undirstrika enn frekar fullan aðskilnað á milli þessara tveggja lögmannsstofa. Starfsemi ADVEL lögmenn byggir á nærri fjögurra áratuga gömlum grunni, en á þeim tíma hafa eigendur og annað starfsfólk stofunnar verið ráðgjafar nokkurra helstu fyrirtækja landsins, opinberra aðila og einstaklinga, auk sívaxandi fjölda erlendra viðskiptavina.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 23 starfsmenn.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir).Allir starfsmenn ADVEL eru háskólamenntaðir nema tveir. Flestir eru með háskólamenntun í lögfræði, einn starfsmaður er að klára Ma. í mannauðsstjórnun og nokkrir starfsmenn eru með LLM. gráður og aðrar meistaragráður.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já við höfum haft laganema á sumrin og munum gera áfram enda gengið mjög vel.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá ADVEL er lögð áhersla á þekkingu og símenntun starfsfólks, en í krafti víðtækrar þekkingar og markvissar sérhæfingar veitum við viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu og ráðgjöf. Lögmenn ADVEL hafa einkum einbeitt sér að lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, banka og opinberra aðila með góðum árangri. ADVEL lögmenn hefur á að skipa 19 lögmönnum auk annarra sérhæfðra starfsmanna, sem vinna sameiginlega að því að ná árangri fyrir hönd viðskiptavina stofunnar. Hjá ADVEL virðum við hvert annað á jafnréttisgrundvelli og viljum að fyrirtækið sé vettvangur þar sem fólk nýtur vinnu sinnar og deilir skoðunum sínum, jákvæðum starfsanda og metnaði til að bera af. Þannig náum við árangri fyrir hönd viðskiptavina okkar.

AÐ HVERJU ÞARF AÐ HUGA?

ERTU AÐ BYRJAAÐ VINNA?

Almenni lífeyrissjóðurinn hentar fyrirþá sem geta valið sér lífeyrissjóð. Hjá okkur greiðist hluti af iðgjaldi í séreignarsjóð. Hafðu samband. Við bjóðum persónulega og faglega ráðgjöf.

• lífeyrissjóði og eftirlaunum

• vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa

• skipulegum sparnaði

• uppbyggingu eigna

Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is

AN

TO

N &

B

ER

GU

R

Page 17: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

16 Framadagar Háskólanna 2014 17 Framadagar Háskólanna 2014

Almenni lífeyrissjóðurinn www.almenni.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Elsti lífeyrissjóðurinn sem á aðild að Almenna lífeyrissjóðnum var stofnaður árið 1965.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Almenni lífeyrissjóðurinn starfar eingöngu á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 20 manns starfa hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Innan fyrirtækisins starfa viðskiptafræðingar og hagfræðingar.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Stundum, fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Það kemur vel til greina. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Menntun, reynsla og áhugi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Að vinna vel fyrir umbjóðendur, tryggja hagkvæman rekstur og góða þjónustu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Skemmtileg og krefjandi verkefni og góður vinnustaður.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Standa sig vel í skóla og læra jafnt og þétt. Muna að skipuleggja fjármálin þegar námi lýkur og hugsa um ævina sem eina heild.

AÐ HVERJU ÞARF AÐ HUGA?

ERTU AÐ BYRJAAÐ VINNA?

Almenni lífeyrissjóðurinn hentar fyrirþá sem geta valið sér lífeyrissjóð. Hjá okkur greiðist hluti af iðgjaldi í séreignarsjóð. Hafðu samband. Við bjóðum persónulega og faglega ráðgjöf.

• lífeyrissjóði og eftirlaunum

• vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa

• skipulegum sparnaði

• uppbyggingu eigna

Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is

AN

TO

N &

B

ER

GU

R

Page 18: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

18 Framadagar Háskólanna 2014 19 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Applicon ehf, sem áður var hugbúnaðarsvið Nýherja, var stofnað árið 2005 við kaup á danska upplýsingatæknifyrirtækinu AppliCon.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Applicon starfar á Íslandi, í Svíþjóð og Danmörku

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 120 starfsmenn í 3 löndum, þar af um 50 á Íslandi.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Flestir eru tölvunarfræðingar, verk-fræðingar eða viðskiptafræðingar.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, oftast.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, það kemur fyrir. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Að viðkomandi búi yfir greinandi hugsun, góðum þjónustu- og samskiptahæfileikum og falli vel í hóp skemmtilegra starfsfélaga hjá Applicon.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk Applicon er að efla viðskiptavini til að ná markmiðum sínum með viðskiptahugbúnaði í fremstu röð, faglegri ráðgjöf og þjónustu. Framtíðarsýn: Að vera leiðandi á sviði sölu og þjónustu viðskiptahugbúnaðar. Að vera besti vinnustaðurinn fyrir starfsmenn á sviði upplýsingatækni.

Viðskiptastefna Applicon: Sala á viðskipta-hugbúnaði (SAP, Advent, Vigor) og tengdum lausnum. Hugbúnaðarráðgjöf, – þjónusta og vöruþróun.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Applicon býður upp á fjölbreytt störf í upplýsingatækni, í góðu samstarfi við starfsfélaga í Danmörku og Svíþjóð. Við erum staðsett í Nýherjahúsinu í Borgartúni. Við rekum öflugt starfsmannafélag og mórallinn er glaðvær og óformlegur. Gott mötuneyti og æðislegt kaffi.

Applicon www.applicon.is

C C

A A

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

6

6

D D

B B

Mannvit er eitt öfl ugasta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni. Við tökumst á við ögrandi verkefni í

fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi á fl estum sviðum verk- og tæknifræði. Mannvit er fjölskylduvænt fyrirtæki með öfl ugt

félagslíf sem leggur sig fram um að gera starfsfólki sínu kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Gildin okkar eru:

Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Árangur í verki

Framtíð á fleygiferð

[email protected] » www.meniga.is » @meniga

Hefur þú brennandi áhuga á upplýsingatækni?Langar þig að vita hvernig hugbúnaður Meniga sem nú nær til 15 milljón notenda um allan heim varð til og hvernig það er að vinna hjá fyrirtækinu? Kíktu í spjall hjá starfsmönnum Meniga en vöruhönnuðir, viðskiptastjórarog hugbúnaðarfólk mun taka á móti gestum.

Við hlökkum til að sjá þig!

Page 19: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

18 Framadagar Háskólanna 2014 19 Framadagar Háskólanna 2014

C C

A A

1

1

2

2

3

3

4

4

5

5

6

6

D D

B B

Mannvit er eitt öfl ugasta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni. Við tökumst á við ögrandi verkefni í

fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi á fl estum sviðum verk- og tæknifræði. Mannvit er fjölskylduvænt fyrirtæki með öfl ugt

félagslíf sem leggur sig fram um að gera starfsfólki sínu kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Gildin okkar eru:

Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Árangur í verki

Framtíð á fleygiferð

[email protected] » www.meniga.is » @meniga

Hefur þú brennandi áhuga á upplýsingatækni?Langar þig að vita hvernig hugbúnaður Meniga sem nú nær til 15 milljón notenda um allan heim varð til og hvernig það er að vinna hjá fyrirtækinu? Kíktu í spjall hjá starfsmönnum Meniga en vöruhönnuðir, viðskiptastjórarog hugbúnaðarfólk mun taka á móti gestum.

Við hlökkum til að sjá þig!

Page 20: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

20 Framadagar Háskólanna 2014 21 Framadagar Háskólanna 2014 c

Arion banki www.arionbanki.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Bankinn var stofnaður þann 18. október 2008 (þá Nýi Kaupþing banki hf.). Arion banki á rætur að rekja aftur til ársins 1930 og byggir á grunni Búnaðarbanka Íslands, Kaupþings, Sparisjóðs Mýrarsýslu, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Arion banki er eingöngu með starfsemi á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Starfsmenn eru um 980 í 960 stöðugildum.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Í Arion banka starfar fjölbreyttur hópur fólks sem kemur úr ýmsum áttum. Flestir eru með viðskiptafræðimenntun en þar á eftir kemur hagfræði, tölvunarfræði, verkfræði og lögfræði. Einnig eru starfsmenn með bakgrunn úr öðrum greinum eins og hug-vísindum, félagsvísindum, heilbrigðisvísindum og raungreinum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, Arion banki auglýsir árlega eftir starfsfólki í sumarstörf. Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf 2014 er til og með 2. mars. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is/storf.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, bankinn vill gjarnan nýta sér það ef þau eru gagnleg fyrir bankann. Áhugasömum er bent á að hafa samband við starfsmannaþjónustu Arion banka.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar nýrra starfsmanna er tekið mið af reynslu umsækjenda. Skoðuð er almenn reynsla ásamt fleiri þáttum en ekki síst er árangur í námi metinn. Við ráðningar í sumarstörf er leitað að hæfileikaríkum og góðum námsmönnum. Þeir sumarstarfsmenn sem standa sig vel í starfi geta fengið tækifæri á áframhaldandi ráðningu til framtíðar í bankanum ef það stendur til boða.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem veitir alhliða bankaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu með framúrskarandi þjónustu og sérsniðnum lausnum. Bankinn starfar á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu byggðakjörnum landsins og leggur sitt af mörkum til uppbyggingar atvinnulífs og samfélags. Markmið bankans er að ná afgerandi stöðu til lengri tíma á íslenskum bankamarkaði hvað varðar arðsemi, skilvirkni og þjónustuframboð.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Þeir sem vilja starfa hjá framsæknu fyrirtæki í krefjandi og skemmtilegu umhverfi og öðlast lærdómsríka reynslu sem mun nýtast í framtíðarverkefnum eru hvattir til að sækja um starf hjá Arion banka. Bankinn kappkostar að búa vel að starfsfólki sínu enda er það kjarninn í starfsemi hans.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að vinna ferilskrána sína vel. Fyrstu kynni geta haft mikið að segja og því skiptir máli að vandað sé til verks. Umfram allt hvetjum við fólk til að vera samkvæmt sjálfu sér og undirbúa sig vel áður en sótt er um draumastarfið.

Page 21: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

20 Framadagar Háskólanna 2014 21 Framadagar Háskólanna 2014

Bláa kortið borgar sig

Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslá� hjá �ölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitusem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur só� appið með því að skanna QR kóðann.

Page 22: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

22 Framadagar Háskólanna 2014 23 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Stofnað 11. júní 2002.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 18

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Viðskiptafræði og tengd fög 100%.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Mögulega.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Mögulega. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Heiðarleiki, jákvæðni og brennandi áhugi fyrir að starfa í síbreytilegu umhverfi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Atlantsolíu er að bjóða ávallt samkeppnis-hæft verð á eldsneyti, gott aðgengi að sölustöðvum og einfaldleika í þjónustu sem og að tryggja hæft, áhugasamt og traust starfsfólk sem starfar í heilbrigðu og fjölskylduvænu umhverfi.

Hvað rekur Atlantsolía margar stöðvar? Í dag eru bensínstöðvar félagsins 19 talsins, þær nýjustu á Egilsstöðum og Stykkishólmi.

Atlantsolía www.atlantsolia.is

Page 23: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

22 Framadagar Háskólanna 2014 23 Framadagar Háskólanna 2014

Leiðandi

TölvunarfræðiStjórnun

Verkfræði

WWW.AIESEC.IS

Alþjóðleg

Starfstækifæri

Powered by:

Page 24: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

24 Framadagar Háskólanna 2014 25 Framadagar Háskólanna 2014 c

Bandalag háskólamanna BHM www.bhm.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Bandalag háskólamanna (BHM) var stofnað árið 1958

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?BHM starfar á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?BHM er félagasamtök 26 stéttarfélaga með um 10.000 félagsmenn sem starfa á almennum og opinberum vinnumarkaði. Hjá BHM starfa nú 16 starfsmenn en ef starfsmenn aðildarfélaganna eru taldir með eru starfsmenn um 40.

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Flest allir starfsmenn bandalagsins og félaganna eru háskólamenntaðir og koma af flestum sviðum háskólanáms.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Almennt eru ekki ráðnir sumarstarfsmenn.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, sérstaklega á sviði lögfræði, hagfræði og félagsvísinda. Verksvið BHM er vinnuréttur, félagsleg réttindi, jafnréttismál, staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði og gæði háskólamenntunar.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Fagleg kunnátta, metnaður til góðra verka og góðir samskiptahæfileikar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Að vera málsvari háskólamanna í þjóðfélaginu, hvort sem litið er til launa, réttinda eða menntastefnu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?BHM er málsvari háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Árangur í starfi á vettvangi BHM kemur öllum háskólamenntuðum til góða og því kappsmál fyrir alla háskólanema að stuðla að því að hann verði sem mestur. Starf á vettvangi aðila vinnumarkaðar er afar fjölbreytt og kallar á rík tengsl við vinnumarkaðinn allan og samskipti við stjórnvöld og alþjóðatengsl. Hlutdeild háskólamennaðra á íslenskum vinnumarkaði er vaxandi til framtíðar og starfið því líklegt til að aukast að umfangi með tímanum.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri? Ísland þarf að vera ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk. Þannig að tryggt sé að sú fjárfesting sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar.

Page 25: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

24 Framadagar Háskólanna 2014 25 Framadagar Háskólanna 2014

 

 

Í tilefni Framadaga háskólanna 2014 

Kæri háskólastúdent, 

Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með að vera kominn svo langt í námi að val á starfi sé næst 

á dagskrá. Vel gert! 

Ég vil líka þakka þér fyrir að leggja þitt af mörkum við að efla hlut þekkingar á íslenskum 

vinnumarkaði. Nýlegar greiningar benda allar ótvírætt til þess að vöxtur og efling atvinnulífsins þarf 

fyrst og fremst að byggja á nýsköpun og sprotastarfi auk þess að efla áfram hinar rótgrónari 

atvinnugreinar. Hvort tveggja kallar á sérmenntað vinnuafl og skapandi hugsun. Þar kemur þú 

sterk(ur) inn. 

Þekking er alþjóðleg auðlind og ekki bundin við landamæri. Hún nýtist alls staðar, þróast alls staðar 

þar sem rækt er lögð við hana. Í ljósi smæðar landsins okkar má fastlega búast við því að þú þurfir, í 

lengri eða skemmri tíma, að sækja þér frekari þjálfun í þínu fagi út fyrir landsteinana. Þú skalt fyrir 

alla muni gera það, ef þú átt þess kost. 

BHM hefur að meginstefnu að tryggja að íslenskur vinnumarkaður sé á hverjum tíma aðlaðandi og 

eftirsóknarverður fyrir ungt langskólagengið fólk. Samfélagið okkar nýtur ótvírætt góðs af því að 

háskólamenntaðir einstaklingar sæki þekkingu út í heim og finni henni síðan stað hér hjá okkur. Á 

það jafnt við um framþróun í eldri greinum og innleiðingu nýrra.  

Um þessar mundir er á brattann að sækja. Stefna stjórnvalda og atvinnulífsins á árunum eftir hrun, 

sem einkenndist af því að hækka fyrst og fremst lægstu laun, varð þess valdandi að háskólamenntaðir 

voru látnir sitja eftir og störf þeirra féllu í verði.  

Því er það núna forgangsmál BHM, sem aldrei fyrr, að ná fram leiðréttingu á þessari skekkju. 

Samanburður launa okkar fólks við nágrannalönd þolir ekki frekari afturför.  

Framtíð vinnumarkaðarins er þekking, með öðrum orðum; þú ert framtíðin. 

Og framtíðin er núna.  

Með kærri kveðju, 

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM 

BHM, heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, stendur vörð um hagsmuni háskólafólks allt 

frá námsárum.  

Kíktu við á básnum okkar og segðu okkur hvernig framtíðin lítur út í þínum augum. 

Page 26: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

26 Framadagar Háskólanna 2014 27 Framadagar Háskólanna 2014 c

Betware www.betware.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1998

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Íslandi, Danmörku, Spáni og Serbíu

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 121

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Flest starfsfólk Betware er með tölvunar-fræðimenntun en einnig eru starfandi hjá Betware viðskiptafræðingar, verkfræðingar, iðnaðartæknifræðingar, matvælafræðingur, bókasafnsfræðingur, markaðsfræðingar og fleira.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Við höfum sjaldan boðið upp á sumarstörf.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við höfum leitast eftir góðu samstarfi við háskólana og höfum tekið þátt í minni og stærri verkefnum með nemendum. Ef nemendur hafa góða hugmynd og/eða áhuga á verkefni hjá

okkur þá er lang vænlegast að senda okkur póst á [email protected].

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Þekking og hæfni á því sviði sem við erum að leita að hverju sinni skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Heiðarleiki, eldmóður og samvinna eru einnig eiginleikar sem við kunnum að meta.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna okkar er að þróa lausnir fyrir leikjafyrirtæki (lotterí) sem stuðla að því að þau geti náð til sinna viðskiptavina á árangursríkan hátt með áherslur á Internetið, farsíma og aðra gagnvirka miðla.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Við bjóðum upp á hvetjandi starfumhverfi þar sem hæfni starfsfólks fær að njóta sín, góðan aðbúnað og frábæran starfsanda. Einnig erum við með öflugt mentora kerfi sem gera fyrstu skrefin á vinnustaðnum árangursríkari.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við höfum mjög oft tækifæri fyrir tölvunarfræðinga/hugbúnaðarverkfræðinga þannig að þó að við séum ekki að auglýsa þá hvetjum við bæði kynin að hafa samband.

Við gerum LottóBetware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfirsig í að þróa lausnir fyrir lotterí iðnaðinn. Betware erí eigu NOVOMATIC fyrirtækjasamsteypunnar sem erstærsti framleiðandi og rekstraraðili búnaðar fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu.

Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þarsem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líðivel á vinnustaðnum.

Við bjóðum spennandi tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk, bæðikonur og karla. Láttu okkur vita af þér og sendu okkur póst á [email protected]

betware.com

Differentiate with Betware’s Gaming Platform

Page 27: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

26 Framadagar Háskólanna 2014 27 Framadagar Háskólanna 2014

Við gerum LottóBetware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfirsig í að þróa lausnir fyrir lotterí iðnaðinn. Betware erí eigu NOVOMATIC fyrirtækjasamsteypunnar sem erstærsti framleiðandi og rekstraraðili búnaðar fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu.

Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þarsem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líðivel á vinnustaðnum.

Við bjóðum spennandi tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk, bæðikonur og karla. Láttu okkur vita af þér og sendu okkur póst á [email protected]

betware.com

Differentiate with Betware’s Gaming Platform

Page 28: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

28 Framadagar Háskólanna 2014 29 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Saga Capacent hófst árið 1990 þegar Íslenskar markaðsrannsóknir voru stofnaðar.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Við störfum á Íslandi en eigum gott samstarf við systurfyrirtæki okkar á Norðurlöndunum.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Starfsmenn eru um 100. Flestir þeirra starfa á skrifstofu Capacent í Borgartúni í Reykjavík en jafnframt er fyrirtækið með skrifstofu á Akureyri og starfsmenn á Sauðárkróki.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Algengasta grunnmenntun starfsmanna Capacent er sálfræði en hjá okkur starfar hópur með mjög fjölbreytta menntun. Þar eru verkfræðingar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar, stjórnmálafræðingar og tölvunarfræðingar svo dæmi séu tekin. Margir starfsmenn hafa lokið meistara- eða doktorsnámi, t.d. MBA, eða gráðum í hagfræði, stjórnsýslufræði, atferlisfræði og fjármálum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Við erum ekki með formlega stefnu um sumarstörf

Capacent www.capacent.is

en erum reiðubúin að skoða áhugaverðar hugmyndir um tímabundin verkefni.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við erum opin fyrir því að eiga samvinnu við afburðanemendur um áhugaverð lokaverkefni.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Hlutverk Capacent er að vinna að framförum viðskiptavina og starfsmanna.

Við nýtum þekkingu okkar og reynslu til að veita viðskiptavinum ráðgjöf, upplýsingar og lausnir sem skila árangri. Starfið hjá Capacent er áskorun sem þroskar og eflir starfsmenn.

Við rekum stærstu ráðningarþjónustu landsins, höfum yfirburði í markaðs- og viðhorfsrannsóknum og hjá okkur starfar öflugt ráðgjafateymi. Sérstaða okkar felst í að flétta saman þekkingu og reynslu á sviði rannsókna, ráðgjafar og ráðninga á víðtækari hátt en þekkist á markaðnum. 

Við byggjum ráðgjöf okkar á markvissri greiningu og tengjum saman nýjustu þekkingarstrauma, rannsóknir og hagnýta nálgun. Nálægð, samvinna og miðlun margvíslegrar sérþekkingar innan hópsins gerir Capacent að einstöku fyrirtæki.

Page 29: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

28 Framadagar Háskólanna 2014 29 Framadagar Háskólanna 2014

Cyren www.cyren.com - www.cyren.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Fyrirtækið var stofnað árið 1991 í Ísrael en árið 2012 sameinaðist það Friðriki Skúlasyni ehf. á Íslandi og Eleven GmbH í Þýskalandi.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?CYREN er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Skrifstofur fyrirtækisins eru staðsettar í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ísrael og á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Í heildina starfa yfir 200 manns hjá fyrirtækinu og um 25 af þeim eru staðsettir á Íslandi.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?Menntun starfsmanna er af ýmsum toga. Í kjarnastarfseminni eru fyrst og fremst starfsmenn með menntun í raungreinum eins og tölvunarfræði, verkfræði og stærðfræði. Í öðrum deildum eru starfsmenn með fjölbreytta flóru af háskólamenntun.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?CYREN þróar vírusleitartækni, ruslpóstsíur og veföryggislausnir. Í dag veitir CYREN mörgum af stærstu netfyrirtækjum heims hugbúnaðarlausnir sem þau nýta til að tryggja tölvuöryggi fyrir milljónir notenda sinna. Þar má nefna Google, Panda Security, F-Secure og Check Point. Allar hugbúnaðarlausnir CYREN eru þróaðar þannig að samstarfsaðilar geti auðveldlega aðlagað þær að sínum þörfum og nýtt í sinni eigin tækni.

CYREN byggir tækni sína á einkaleyfisvernduðum aðferðum sem hafa verið þróaðar innan fyrirtækisins og á gríðarmiklum gagnagrunni færslna, sem er einstakur í iðnaðinum. Framúrskarandi leitartækni CYREN veitir samstarfsaðilum skýrt samkeppnisforskot í þeirri öru þróun sem á sér stað í upplýsingatækni. Framtíðarmarkmið CYREN er að fyrirtækið verði leiðandi á sviði tölvuöryggis og bjóði framúrskarandi öryggislausnir fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Í fari starfsmanna leitum við fyrst og fremst eftir því að þeir hafi brennandi áhuga á þeim verkefnum sem þeir taka að sér.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá fyrirtækinu er mjög sérhæfð starfsemi sem býður upp á margvísleg tækifæri fyrir fólk með menntun í raungreinum. CYREN er með öflugt félagslíf og skemmtilegan starfsanda. Spennandi tímar eru framundan hjá CYREN og við getum boðið hugbúnaðarstörf sem eru einstök á Íslandi.

Page 30: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

30 Framadagar Háskólanna 2014 31 Framadagar Háskólanna 2014 c

CCP www.ccpgames.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1997

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Ísland, Kína (Shanghai), Bandaríkjunum (Atlanta og San Francisco) og Bretlandi (Newcastle)

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Það eru samtals um það bil 550 starfandi hjá CCP

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Það er allur gangur á því; tölvunarfræði,verkfræði af einhverju tagi, stjórnun, verkefnastjórnun, listir og hönnun, viðskiptafræði, stærðfræði, eðlisfræði og fleira. Þetta er svona það helsta en svo eru líka einstaklingar með aðra mjög sérhæfða menntun inni á milli.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Það er ekki mikið um það nei en það kemur þó fyrir.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við erum ekki með neina stefnu hvað þetta varðar, þannig að það yrði hver nemandi fyrir sig að semja við starfsmann innan fyrirtækisins. Það hafa verið unnin lokaverkefni hjá okkur en þegar uppi er staðið þá er þetta spurning um þörfina á slíku verkefni og tíma. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Reynsla og/eða menntun skiptir miklu en við vinnum í teymum þannig að það er grundvallaratriði að fólkið sem við ráðum inn vinni vel í hópum, séu jákvæðir og með stöðugan áhuga á að bæta sig og

læra nýja hluti. Þetta er svona það helsta en það er mjög margt sem spilar inn í þegar við veljum fólk til starfa hér hjá CCP.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Við viljum auðvitað fyrst og fremst hafa viðskiptavini okkar ánægða með vörur okkar og vinnum við hart að því alla daga. Eins og er, erum við búin að gefa út tvo leiki og svo erum við með tvo aðra í vinnslu, sem koma vonandi út í nánustu framtíð.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?CCP er metnaðargjarnt fyrirtæki sem hefur náð langt á tiltölulega stuttum tíma. Umhverfið er mjög dýnamískt og hlutirnir gerast nokkuð hratt. Það er aldrei dauð stund og teymin reyna stöðugt að finna nýjar leiðir til að ná markmiðum sínum. Erum einnig að byggja upp öflugt starfsþróunarprógram svo starfsmenn okkar geti þróast vel í starfi. Fyrir utan það, þá hugsum við vel um starfsfólkið okkar, erum með góða vinnuaðstöðu og fín hlunnindi. Einnig erum við með mjög virkt og skemmtilegt félagslíf fyrir þá sem eru í starfsmannafélaginu okkar.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Aldrei að gefast upp; setjið ykkur markmið og ekki hætta fyrr en þið hafið náð þeim. Ef viljinn er fyrir hendi, þá er nánast allt hægt, þó leiðin geti orðið löng og erfið.

Page 31: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

30 Framadagar Háskólanna 2014 31 Framadagar Háskólanna 2014

GROW WITH USOur universe is expanding

www.ccpgames.com/jobs

With offices in

Atlanta, Silicon Valley, Reykjavik,

Newcastle, and Shanghai

Page 32: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

32 Framadagar Háskólanna 2014 33 Framadagar Háskólanna 2014 c

Meistaranám í viðskiptafræðiMaster Studies in Business

Meistaranám í viðskiptafræði meðáherslu á markaðsfræðiMaster Studies in Business withemphasis on Marketing

Meistaranám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskiptiMaster Studies in Business with emphasis onMarketing and International Business

Meistaranám í klínískri sálfræðiMSc in Clinical Psychology

Meistaranám í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsstjórnun og vinnusálfræðiMaster Studies in Business with emphasison Human Resource Management andOrganisational Psychology

Meistaranám í endurnýjanlegum orkuvísindum - Íslenski orkuháskólinnMSc in Sustainable Energy Science- Iceland School of Energy

Meistaranám í orkuverkfræði- Íslenski orkuháskólinnMSc in Renewable Energy Engineering- Iceland School of Energy

NÝJUNGAR ÍMEISTARANÁMIOPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRÁ 5. FEBRÚAR Á HR.IS

MEISTARA- OG DOKTORSNÁM ER VIÐALLAR DEILDIR HÁSKÓLANS:

• Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir, aðferðafræði og nýsköpun.

• Kennarar eru í fremstu röð á sínu sviði.

• Nemendur geta í mörgum tilvikum valið námskeið eftir eigin áhugasviðum.

• Takmarkaður nemendafjöldi stuðlar að góðum tengslum nemenda og kennara.

• Námskeið eru bæði fræðileg og hagnýt.

• Fjölbreyttar rannsóknir í nánu samstarfi við atvinnulífið og vísindasamfélagið.

• Nemendur eru hvattir til að heimsækja þær erlendu mennta- og rannsóknarstofnanir sem eru í samstarfi við HR.

• Öflug náms- og starfsráðgjöf er í HR og rekin er atvinnuþjónusta sem miðlar störfum til nemenda.

AF HVERJU FRAMHALDSNÁM VIÐ HR?

Lagadeild• Meistaranám í lögfræði

Tækni- og verkfræðideild• Byggingarverkfræði• Framkvæmdastjórnun• Fjármálaverkfræði• Rekstrarverkfræði• Heilbrigðisverkfræði• Rafmagnsverkfræði• Vélaverkfræði• Orkuverkfræði• Orkuvísindi• MPM - Master of Project Management• Íþróttavísindi og þjálfun• Heilsuþjálfun og kennsla

Tölvunarfræðideild• Tölvunarfræði• Hugbúnaðarverkfræði• Máltækni

Viðskiptadeild• Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði• Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði• Markaðsfræði• Viðskiptafræði • Fjármál fyrirtækja• Reikningshald og endurskoðun• Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind• MBA-nám• Klínísk sálfræði

Page 33: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

32 Framadagar Háskólanna 2014 33 Framadagar Háskólanna 2014

Meistaranám í viðskiptafræðiMaster Studies in Business

Meistaranám í viðskiptafræði meðáherslu á markaðsfræðiMaster Studies in Business withemphasis on Marketing

Meistaranám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskiptiMaster Studies in Business with emphasis onMarketing and International Business

Meistaranám í klínískri sálfræðiMSc in Clinical Psychology

Meistaranám í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsstjórnun og vinnusálfræðiMaster Studies in Business with emphasison Human Resource Management andOrganisational Psychology

Meistaranám í endurnýjanlegum orkuvísindum - Íslenski orkuháskólinnMSc in Sustainable Energy Science- Iceland School of Energy

Meistaranám í orkuverkfræði- Íslenski orkuháskólinnMSc in Renewable Energy Engineering- Iceland School of Energy

NÝJUNGAR ÍMEISTARANÁMIOPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRÁ 5. FEBRÚAR Á HR.IS

MEISTARA- OG DOKTORSNÁM ER VIÐALLAR DEILDIR HÁSKÓLANS:

• Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir, aðferðafræði og nýsköpun.

• Kennarar eru í fremstu röð á sínu sviði.

• Nemendur geta í mörgum tilvikum valið námskeið eftir eigin áhugasviðum.

• Takmarkaður nemendafjöldi stuðlar að góðum tengslum nemenda og kennara.

• Námskeið eru bæði fræðileg og hagnýt.

• Fjölbreyttar rannsóknir í nánu samstarfi við atvinnulífið og vísindasamfélagið.

• Nemendur eru hvattir til að heimsækja þær erlendu mennta- og rannsóknarstofnanir sem eru í samstarfi við HR.

• Öflug náms- og starfsráðgjöf er í HR og rekin er atvinnuþjónusta sem miðlar störfum til nemenda.

AF HVERJU FRAMHALDSNÁM VIÐ HR?

Lagadeild• Meistaranám í lögfræði

Tækni- og verkfræðideild• Byggingarverkfræði• Framkvæmdastjórnun• Fjármálaverkfræði• Rekstrarverkfræði• Heilbrigðisverkfræði• Rafmagnsverkfræði• Vélaverkfræði• Orkuverkfræði• Orkuvísindi• MPM - Master of Project Management• Íþróttavísindi og þjálfun• Heilsuþjálfun og kennsla

Tölvunarfræðideild• Tölvunarfræði• Hugbúnaðarverkfræði• Máltækni

Viðskiptadeild• Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði• Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði• Markaðsfræði• Viðskiptafræði • Fjármál fyrirtækja• Reikningshald og endurskoðun• Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind• MBA-nám• Klínísk sálfræði

Page 34: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

34 Framadagar Háskólanna 2014 35 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?9. október 1998

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 200.000 starfsmenn í 150 löndum

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu ?Hjá Deloitte á Íslandi starfa u.þ.b. 200 starfsmenn

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)U.þ.b. 85% starfsmanna eru með háskólagráðu. Flestir starfsmenn okkar hafa úrskrifast úr við-skiptafræði frá HÍ, HR, Bifröst og HA. Rúmlega þrið jungur starfsmanna hefur lokið meistaranámi í reiknin shaldi og endurskoðun frá HÍ eða HR. Hjá Deloitte á Íslandi starfa líka einstaklingar menntaðir í lögfræði, hagfræði, verkfræði, félagsfræði alþjóða-fræði, stærðfræði, tölvunarfræði, grafískri hönnun, upplýsinga öryggisfræðum o.fl.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Háannatími í starfsemi okkar er utan sumartímans. Það gerir það að verkum að við ráðum ekki háskólanema í sumarstörf.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema?Tengslin á alþjóðavísu, vel skilgreindir starfs-þróunar möguleikar, þjálfun endurskoðunarnema, verkefnin sem fengist er við í starfinu og menning vinnu staðarins sem einkennist af hjálpsemi og samvinnu.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Þegar við ráðum fólk með réttu fagþekkinguna, skimum við fyrir eftirfarandi eiginleikum í fari umsækjenda; Áhuga á faginu, heiðarleika og siðferði, samstarfshæfni, nákvæmni, greiningarhæfni og sjálfstæðri hugsun.

Hvernig eru möguleikar á starfsþróun?Þeir eru miklir en ráðast af áhuga og getu hvers og eins. Við höfum vel skilgreinda starfsþróunarbraut frá því að fólk er ráðið inn t.d. sem aðstoðarmenn endurskoðenda í að verða löggiltir endurskoðendur eða stjórnendur hjá Deloitte.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?• Hlutverk Deloitte er að hjálpa viðskiptavinum

og starfsfólki að skara fram úr.• Deloitte stefnir að því að• vera arðsamasta sérþekkingarfyrirtæki á

Íslandi• vera framsæknasta sérþekkingarfyrirtæki á

Íslandi og leiðandi í nýsköpun• vera talinn ákjósanlegasti vinnuveitandinn

með besta starfsfólkið• stækka hraðast allra sérþekkingarfyrirtækja

á Íslandi og vera með mestu veltu• vera þekkt fyrir heilindi og framúrskarandi

þjónustu

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Lærir svo lengi sem lifir!

Deloitte www.deloitte.com

Page 35: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

34 Framadagar Háskólanna 2014 35 Framadagar Háskólanna 2014

Page 36: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

36 Framadagar Háskólanna 2014 37 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Segja má að saga EFLU verkfræðistofu hafi hafist fyrir rúmum fjörtíu árum með stofnun Verkfræðistofu Suðurlands árið 1973.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?EFLA er með meginstarfsemi á Íslandi og í Noregi en er með ráðgjöf um allan heim. EFLA starfrækir dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Rússlandi, Frakklandi, Póllandi, Dúbaí og Tyrklandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Hjá EFLU starfa um 240 manns, þar af eru 47 manns 30 ára eða yngri.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á yfir 25 ólíkum sviðum háskólamenntunar, sérstaklega á sviði verk- og raunvísinda. Um 80% starfsmanna eru með B.Sc., M.Sc., eða P.Hd gráður.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?EFLA hefur á hverju sumri ráðið inn fjölda námsmanna og er alltaf að leita að hæfileikaríku og áhugasömu starfsfólki. Nú þegar búið að ráða um 10 manns fyrir sumarið 2014 og enn er verið að leita eftir góðu fólki.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, það er hefð fyrir því og er sérstakt svið hjá EFLU, sem kallast Nýsköpun og rannsóknir, helgað þessum málaflokki. Nú þegar hafa mörg lokaverkefni verið unnin með EFLU.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? EFLA telur nauðsynlegt er að hafa góða undirstöðu í einhverjum af helstu sviðum fyrirtækisins. Við leitum af opnum og efnilegum nemendum sem spyrja spurninga og sýna sjálfstæði. EFLA leggur mikinn metnað í að hafa alla aldurshópa í störfum hjá fyrirtækinu. Heiðarleiki og dugnaður eru mikilvægir eiginleikar og tungumálakunnátta er mikilvæg EFLU þar sem markaðssvæðin utan Íslands fara stækkandi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið, með því að veita alhliða ráðgjöf í verk- og tæknifræði, ásamt því að stunda þróunarstarfsemi og rannsóknir á tengdum sviðum. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust. Hjá EFLU er „allt mögulegt“

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? EFLA er framsækið fyrirtæki sem er tilbúið til að fara nýjar leiðir. Starfsmenn geta unnið sig hratt inn í heildarverk með ábyrgð. Nýir starfsmenn fá góða leiðsögn og það er gaman að vinna hjá EFLU.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Miklu skiptir að nemendur standi sig almennt vel í náminu. Að þeir temji sér og sýni öllum viðfangsefnum áhuga. Tungumálakunnátta skiptir miklu máli, bæði enska og norræn mál.

EFLA www.efla.is

EFLA HF.

Við viljum tala við þig!

Page 37: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

36 Framadagar Háskólanna 2014 37 Framadagar Háskólanna 2014 EFLA HF.

Við viljum tala við þig!

Page 38: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

38 Framadagar Háskólanna 2014 39 Framadagar Háskólanna 2014 c

EFTA www.efta.int

When was the institution founded? The EFTA Surveillance Authority was founded in 1994 as part of the entry into force of the EEA Agreement, which was signed in 1992.

In what countries do you operate?The Authority is based in Brussels, and monitors Iceland’s, Liechtenstein’s and Norway’s (the EEA EFTA States) compliance with the EEA Agreement.

How many employees are working for the institution?The workplace is very international. We are about 70 dedicated employees from 14 different nationalities, making it an interesting and dynamic place to be.

What is your company’s division in terms of education?Most of our employees are lawyers, but we also employ candidates with other backgrounds. For example economists for positions in the State Aid and Competition Directorate, veterinarians in Food Safety and other experts from different fields in the Internal Market Directorate. In administration we are looking for people with education from business and administration, IT technology and human resources.

Do you offer summer jobs to university students?No, we do not offer summer jobs. But for recent graduates and young professionals, we offer an interesting traineeship. It lasts for 10 months, and the candidates will be working either for the Competition and State Aid Directorate, the Internal Market Directorate, the Legal and Executive Affairs Department or with Press and Information. We offer 6 candidates the opportunity of a lifetime to move to Brussels and work with EEA/EU law

in practice. The candidates receives a monthly allowance of 1.445€, free accommodation in Brussels (furnished apartment), health and travel insurance coverage, and travel costs upon taking up and leaving the traineeship are reimbursed.

What qualities matter the most when hiring new staff?We look for candidates that work efficiently and accurately, but who are also dynamic and outgoing. Academic qualifications and skills are important as well as proof of genuine interest in and knowledge about EU/EEA matters. As English is our working language, good oral and drafting skills in English are essential.

Any good advice for students/something else you would like to share? At the Authority as case handlers we mainly employ candidates with some years of experience, and with specialisation in EU/EEA law. Apart from working a couple of years within a field related to EU/EEA law, to increase your chances of qualifying for a job with the Authority, we recommend to specialise in EU/EEA law during your studies. And focus as much as possible on acquiring good oral and drafting skills in English. Any international experience which you can acquire either from university exchange or work will definitely be considered to be an advantage. The traineeship we offer is a great way for recent graduates to kick start their career and get a taste of what it is like to work for the Authority and in Brussels with EU and EEA law.

Page 39: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

38 Framadagar Háskólanna 2014 39 Framadagar Háskólanna 2014

Frekari upplýsingar um starfsnám hjá ESA getur þú fundið á heimasíðu okkar: www.eftasurv.int/trainee

Starfsnám í Brussel:Viltu fræðast meira um ESB/EES

- Íris Ísberg, fyrrum lærlingur hjá ESA, vinnur núna sem lögfræðingur hjá

Hogan Lovells lögfræðistofunni

Page 40: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

40 Framadagar Háskólanna 2014 41 Framadagar Háskólanna 2014 c

Ernst & Young www.ey.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Ernst & Young ehf, nú kallað EY, var stofnað 1. desember 2002.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? EY er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í um 150 löndum um allan heim, með um 167.000 starfsmenn.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá EY á Íslandi starfa um 60 starfsmenn.

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Flestir starfsmenn okkar eru viðskiptafræðingar og rúmlega helmingur starfmanna hefur lokið meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Hjá EY starfa líka einstaklingar menntaðir í lögfræði, hagfræði, verkfræði, tölvunarfræði ofl.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Við bjóðum ekki upp á sumarstörf en höfum verið með nema í starfsnámi.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já ef efnið tengist starfsemi okkar

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningarVið leitum eftir afburða námsmönnum og viljum einnig að viðkomandi sé heiðarlegur, áhugasamur, jákvæður, sýni frumkvæði og vinni vel í teymi.Viðkomandi þarf að sýna persónulega og faglega ábyrgð, hafa hugrekki til að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa metnað til að ná langt.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Eitt af markmiðum okkar er að skapa umhverfi til að vera eftirsóttur vinnustaður sem laðar að besta fólkið og bestu viðskiptavinina. Að vera leiðandi fyrirtæki á þeim mörkuðum sem við störfum á með góð tengsl við umhverfi okkar

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?EY er í flokki fremstu fyrirtækja á heimsvísu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og veitum starfsmönnum okkar mikinn stuðning ásamt vel skipulagðri og skilvirkri starfsþróun. Verkefni fyrirtækisins er fjölbreytt og hjá okkur starfar góður og samhentur hópur starfsmanna.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Ef þú hefur áhuga á endurskoðun, hefur frumkvæði og metnað til að ná langt, hafðu þá samband við okkur.

Page 41: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

40 Framadagar Háskólanna 2014 41 Framadagar Háskólanna 2014

Félag Sameinuðu þjóðanna www.un.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Félag Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi var formlega stofnað í apríl 1948, en svipuð félög voru stofnuð í öllum aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna um heim allan ásamt heimssamtökunum World Federation of United Nations Association (WFUNA). Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Félög Sameinuðu þjóðanna má finna í yfir 100 löndum og standa þau að kynningu á málefnum Sameinuðu þjóðanna í sínu landi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Einn starfsmaður starfar hjá félaginu á Íslandi en fjölmargir starfsnemar koma að starfsemi þess sem og sjálfboðaliðar, stjórnarmenn/konur og endurskoðendur. Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Fjölmargir háskólanemar starfa með félaginu sem starfsnemar eða sjálfboðaliðar. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Sameinuðu þjóðirnar leita eftir ungu hæfileikaríku fólki í starfsþjálfunarstöðvar um allan heim. "Young professional programme" eru starfsþjálfunarbúðir sem undirbúa verðandi starfsnema fyrir starfsframa hjá Sameinuðu þjóðunum. Starfsþjálfunarbúðirnar eru hannaðar er fyrir þá sem eru yngri en 32 ára, með háskólagráðu, tala ensku og búa í aðilar landi Sameinuðu þjóðanna. Skoðið careers.un.org fyrir nánari upplýsingar. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Svo sannarlega! Félag Sameinuðu þjóðanna á

Íslandi hefur unnið með háskólanemum til margra ára að sameiginlegum verkefnum sem hafa einnig verið í formi lokaverkefna á háskólastigi. Félagið er því opið fyrir því að vinna með háskólanemum að verkefnum sem tengjast Sameinuðu þjóðunum stofnunum þeirra og málefnum.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Sameinuðu þjóðirnar veita fólki einstök tækifæri til að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi við ýmis störf til stuðnings alþjóðaverkefna. Samtökin leita eftir hæfu og áhugasömu fólki með sterka trú á markmiðum samtakana, sem eru tilbúnin að taka að sér gefandi alþjóðleg störf á mismunandi vettvangum í heiminum. Hægt er að sækja störfin á svæðisskrifstofum Sameinuðu þjónustuna um heim allan. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Skoðið www.un.is og careers.un.org eða hafið samband í gegnum [email protected] !

Page 42: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

42 Framadagar Háskólanna 2014 43 Framadagar Háskólanna 2014 c

Greenqloud www.greenqloud.is

When was the company founded? February 2010

In what countries do you operate?Headquarters in Iceland with customers globally in 81 countries (so far)

How many employees are working for the company?35

What is your company’s division in terms of education?Our team is diverse but predominantly comprised of bachelor and graduate degree holders in computer science, engineering, International Business and Marketing.

Do you offer summer jobs to university students?Yes

Are you interested in having students do their thesis in cooperation with the company? Yes. We’ve had a few students incorporate GreenQloud into thesis studies successfully and we enjoyed working with these students.

What qualities matter the most when hiring new staff?Our products and services are world class because the team creating them are also world class. We expect our staff to have strong expertise in the areas in which they are being hired, be dedicated to personal accountability and be self-motivated. Our team is very diverse, representing 15 different nationalities and both genders, all operating under our commitment to each other and our guiding principles.

What is the company’s strategy and goals?GreenQloud has 3 objectives: Make the cloud easier to use, cost effective and capitalize on clean renewable energy resources to lead the ICT industry to a sustainable future.

Why should students apply for a job with your company? GreenQloud offers big career opportunities in a multi-billion dollar international cloud computing industry. The company is young and on a healthy growth trajectory, which presents opportunities for career acceleration.

Framtíðin ert þú

www.pwc.is/storf

PwC | Skógarhlíð 12 | 112 Reykjavík | S. 550 5300

PwC á Íslandi er framsækið og taust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem skilgreinir sig sem þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.

Page 43: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

42 Framadagar Háskólanna 2014 43 Framadagar Háskólanna 2014

Framtíðin ert þú

www.pwc.is/storf

PwC | Skógarhlíð 12 | 112 Reykjavík | S. 550 5300

PwC á Íslandi er framsækið og taust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem skilgreinir sig sem þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.

Page 44: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

44 Framadagar Háskólanna 2014 45 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hagvangur www.hagvangur.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Hagvangur var stofnaður 1971 og hefur frá þeim tíma verið leiðandi aðili í að aðstoða fólk við að finna sér draumastarfið.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Starfsemi Hagvangs er fyrst og fremst á Íslandi en við getum haft milligöngu um ráðningar út um allan heim í gegnum þátttöku okkar í EMA Partners International. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 10 starfsmenn

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Flestir starfsmenn Hagvangs eru háskólamenntaðir í viðskiptafræði eða vinnusálfræði, um það bil helmingurinn með MS eða Phd gráður.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Ef rétta fólkið sýnir frumkvæði og áhuga erum við opin.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, tvímælalaust, sérstaklega ef fram kemur áhugaverð hugmynd sem tengist ráðningum. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við viljum einstaklinga sem eru klárir í kollinum, faglega sterkir, þora og vilja útvíkka þægindahringinn en eru jafnframt nógu skynsamir til að fara sér ekki að voða í þeirri útvíkkun!

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Að miðla víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði ráðninga, ráðgjafar og mannauðsstjórnunar til innlendra og erlendra fyrirtækja. Veita þeim aðgang að nýjustu þekkingu og bestu þjónustu sem völ er á. Lögð er áhersla á erlent samstarf við EMA Partners International (,,head-hunting") og Hogan Assessment Systems til að tryggja nýjustu gæði á sviði ráðninga og persónuleikaprófa.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá Hagvangi fá þeir tækifæri til að þróast hratt, takast á við áskoranir og gera það besta úr hæfileikum sínum. Sterkir nemendur með brennandi áhuga á ráðningum sem hafa ofangreinda eiginleika og vilja vinna í þéttu og persónulegu umhverfi finna ekki betri vinnustað.

Page 45: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

44 Framadagar Háskólanna 2014 45 Framadagar Háskólanna 2014

Háskóli Íslands www.hi.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní 1911 og er því að verða 103 ára. Hann er elsti háskóli landsins.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Háskóli Íslands starfar einungis á Íslandi en starfrækir rannsóknasetur víða um land auk þess sem hann á í víðtæku samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir um allan heim, m.a. um nemenda- og starfsmannaskipti.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Fastráðnir starfsmenn Háskóla Íslands eru 1350.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfs menn útskrifaðir) Yfir 90% starfsmanna háskólans hafa lokið háskólamenntun af öllum fræðasviðum. 

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Háskóli Íslands hefur undan-farin ár tekið þátt í átaksverkefni á vegum Vinnu-málastofnunar um sumarstörf fyrir nemendur og atvinnuleitendur. 

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Störf innan Háskóla Íslands eru fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna en eiginleikar eins og frumkvæði, sjálfstæði í vinnu-brögðum og góð samskiptahæfni eru mikilvægir.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Háskóli Íslands er einn

stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa auk rúmlega fjórtán þúsund nemenda, rúmlega þrettán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn. Meginhlutverk háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn. Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki, að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.

Góð ráð til nemenda/annað sem þið viljið koma á framfæri? Háskóli Íslands er öflugur alþjóðlegur rann-sóknaháskóli og leiðandi menntastofnun. Háskóli Íslands er í stöðugri sókn enda í hópi þrjú hundruð bestu háskóla í heiminum samkvæmt hinum virta lista Times Higher Education World University Rankings. Háskólar í heiminum eru um 17.000 talsins og er Háskóli Íslands því á meðal þeirra 2% háskóla sem hæst eru metnir. Háskólinn hefur markviss tengsl við íslenskt atvinnulíf. Hann eflir íslenskt samfélag með árangri sínum í kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Sá mikil árangur gefur skólanum færi á að vinna náið með virtum mennta- og rannsóknastofnunum í öllum heimshlutum. Þannig skapar skólinn ungu fólki tækifæri heima og að heiman. Við Háskóla Íslands starfar stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara sem hefur stundað bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. Mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Í því sambandi vegur þyngst á metunum samstarf við Landspítalann, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og fleiri íslenskar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum öflugt þekkingarnet sem er eftirsótt af vísindamönnum um allan heim.

Page 46: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

46 Framadagar Háskólanna 2014 47 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hreyfing www.hreyfing.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1998

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Á Íslandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu ? Um 80 manns

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar, næringar-fræðingar, viðskiptafræðingar, markaðsfræðingar, snyrtifræðingar, sálfræðingar, líffræðingur, viðurkenndur bókari o.fl.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Framsækið, metnaðarfullt og lifandi vinnustaður.Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Reynsla, hæfni, jákvætt viðhorf og persónuleiki.

Hvernig eru möguleikar á starfsþróun ?Góðir.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Hlutverk /MarkmiðHeilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon spa stuðlar að bættri heilsu og vellíðan.Stefna Heilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon spa eykur orku og vellíðan viðskiptavina sinna með fjölbreyttum lausnum í líkamsþjálfun og einstökum Blue Lagoon Spa meðferðum. Þjónustan er veitt með persónulegu viðmóti og af hlýjum hug.Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?

Page 47: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

46 Framadagar Háskólanna 2014 47 Framadagar Háskólanna 2014

When was the company founded? IIIM was founded in late 2009 as a non-profit research institute, with the express aim to catalyze innovation in industry and academia.

In what countries do you operate? IIIM’s headquarters are in Reykjavik, Iceland. The Institute has numerous collaborators in many parts of the world, including University of Madrid (Spain), University of Palermo's Robotics Lab (Italy), CADIA at Reykjavík University, IDSIA in Lugano (Switzerland), CMLabs (UK), Össur hf and CCP Games Inc. Iceland.

How many employees are working for the company? Over a dozen people work at IIIM in R&D. In addition we have numerous advisors that contribute to IIIM projects, and Affiliate and Visiting Researchers from various parts of the world, such as Canada, US, and Europe.

What is your company’s division in terms of education? Most of the staff are specialists in – and have diverse experiences with – research and development in a varied set of fields within artificial intelligence, simulation, and software development. More information can be found on www.iiim.is.

Do you offer summer jobs to university students? Absolutely. Motivated, qualified students have an opportunity to work at IIIM on IIIM’s cutting-edge projects, and get on a one-to-one basis with Iceland’s top experts in these fields of research.

Are you interested in having students do their thesis in cooperation with the company? Yes. IIIM aims to offer students a wide range of opportunities, some of which cannot be found anywhere else, for example cutting-edge robotics

projects and new real-world problems, and to integrate their work into larger systems – something which is typically not offered in the standard university environment. Such work is usually done in collaboration with the student's advisor at the university where they are studying. IIIM may offer ambitious students an opportunity to work as interns after graduation, either as a permanent place of work or as an intermediate stepping-stone into industry and other academic labs.

What qualities matter the most when hiring new staff? Knowledge of and interest in artificial intelligence, simulation, dynamic systems, robotics, real-world application, and related areas. Strong programming and software development is not a must, but is typically part of our employees' skill set. Evidence of a good track record in prior positions is important – in both theoretical or hands-on experience.

What is the company’s strategy and goals? By bridging between academia and industry, IIIM’s goal is to increase and improve knowledge creation, knowledge transfer, collaboration, and be a catalyst of innovation and high-technology development.

Why should students apply for a job with your company? For students deciding which direction to take in their studies, or post-graduation, IIIM offers a unique opportunity to see how the academic innovation environment differs from that in industry, as IIIM bridges the (oftentimes blue-sky) research undertaken by academic researchers in universities and the down-to-earth product- and services-related R&D work done in companies. IIIM’s high-tech focus is challenging in a fun and exciting way.For more information on IIIM go to www.iiim.is

IIIM www.iiim.is

Transparent letters

Page 48: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

48 Framadagar Háskólanna 2014 49 Framadagar Háskólanna 2014 c

Icelandic Group www.icelandic.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Fyrirtækið var stofnað árið 1942, undir nafninu Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Icelandic Group er með starfsstöðvar á Íslandi (Reykjavík og Sandgerði), Bretlandi, Spáni, Belgíu, Japan og Kína.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Heildarfjöldi starfsmanna á heimsvísu er um 1900, þar af um 130 á Íslandi.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Icelandic hefur ekki boðið upp á sumarstörf, en það er til endurskoðunar.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við erum opin fyrir að skoða tillögur að lokaverkefnum sem gætu nýst fyrirtækinu.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Heiðarleiki, frumkvæði, kraftur og gleði!

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Stefna fyrirtækisins er að auka neyslu á sjávarfangi á þeim mörkuðum sem Icelandic starfar á. Til að ná þessu markmiði þurfum við að vera markaðsdrifið fyrirtæki, sem er leiðandi í þróun nýrra vara byggða á þörfum neytenda. Við rekum fyrsta flokks vinnsluhús sem tryggja sveigjanleika, gæði og stuttan viðbragðstíma og vinnum náið með lykilbirgjum í íslenskum sjávarútvegi og norsku eldi til að tryggja öruggan og skjótan aðgang að auðlindinni.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Icelandic Group er rótgróið fyrirtæki með ríka sögu í helstu atvinnugrein Íslendinga, sjávarútvegi. Fyrirtækið er fimmta stærsta fyrirtæki Íslands og með alþjóðlega starfsemi og spennandi áform um vöxt.

Page 49: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

48 Framadagar Háskólanna 2014 49 Framadagar Háskólanna 2014

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti ...… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Að sjá verðmæti…þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti ...… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Page 50: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

50 Framadagar Háskólanna 2014 51 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Intellecta var stofnað árið 2000.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu ?Í dag starfa 11 ráðgjafar hjá fyrirtækinu.

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfs-menn útskrifaðir) Starfsmenn eru meðal annars menntaðir í félagsvísindum, fjármálum, stjór-nun, sálfræði, viðskiptum og verkfræði og búa yfir umfangsmikilli reynslu í ráðgjöf og rekstri.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Mögulega. Slíkt fer eftir fyrirliggjandi verkefnum og stöðu þeirra.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Hugmyndir þarf að skoða í hvert skipti og fer það eftir efnistökum verkefnisins og hvaða möguleikar eru á tengingu við verkefnastöðuna hverju sinni.

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema?Hjá Intellecta starfa reyndir og hæfileikaríkir einstaklingar sem fást við fjölbreytt verkefni á

sviði ráðgjafar, ráðninga og rannsókna. Verkefnin hafa jafnframt fræðilega og hagnýta tengingu sem skapar verðmætan starfsvettvang fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri á Íslandi.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Persónuleiki, viðhorf, reynsla og menntun viðkomandi einstaklings.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Stefna Intellecta byggir á að til að leysa erfiðustu vandamálin þurfum við besta fólkið. Leiðarljós Intellecta er að vinna markvisst að því að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini. Vinna okkar og ráðgjöf er þeirra ávinningur. Við vinnum með viðskiptavinum en ekki fyrir þá. Starfsmenn Intellecta leggja áherslu á fagmennsku og að halda algjörum heiðarleika og trúnaði gagnvart viðskiptavinum. Þrátt fyrir að sannleikurinn geti verið sár, þá er það hlutverk okkar að koma honum til viðskiptavina.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Jákvætt hugarfar skiptir mestu máli. Tækifærin leynast handan við hornið en mismunandi er hversu opnir einstaklingar eru í að finna þau. Glaðlegt viðmót og þolinmæði geta skilað þér langt.

Intellecta www.intellecta.is

Page 51: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

50 Framadagar Háskólanna 2014 51 Framadagar Háskólanna 2014

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Isavia var stofnað árið 2010 við samruna Keflavíkurflugvallar og Flugstoða en á rætur að rekja til stofnunar Flugmálastjórnar Íslands árið 1945. Félagið sér um rekstur og uppbyggingu flugvalla landsins og flugleiðsögu í flugstjórnarsvæði Íslands. Meginþættir starfseminnar eru á Keflavíkurflugvelli, á sviði flugleiðsögu og í innanlandskerfinu. Aðalskrifstofur eru við Reykjavíkurflugvöll.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá móðurfélagi Isavia starfa tæplega 700 manns. Auk þess starfa hjá dótturfélögum 140 hjá Fríhöfninni og 37 hjá Tern. Starfsfólk Isavia á fjölbreytta menntun að baki. Algengustu greinar eru viðskiptafræði, tölvunarfræði, tæknifræði og verkfræði.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Á hverju ári vinna háskólanemar nokkur lokaverkefni í samstarfi við Isavia og Tern, dótturfélag þess. Flest eru verkefnin á sviði flugleiðsögu og flugvallarreksturs en auk þess eru möguleikar á verkefnum tengdum Keflavíkurflugvelli, innanlandskerfinu og fleiri þáttum starfseminnar. Isavia hefur gert samstarfssamning við HR og HÍ um styrki til meistara- og doktorsverkefna. Styrkirnir hljóða samtals upp á 27 milljónir á þremur árum. Innan flug- og ferðaþjónustugeirans er fjöldi spennandi viðfangsefna til rannsókna, meðal annars á sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði, lögfræði, ferðamálafræði, viðskipta- og hagfræði.

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Isavia er hátæknifyrirtæki í atvinnugrein sem

fer stækkandi með ári hverju. Sífellt er unnið að nýsköpun og þær framkvæmdir sem unnar eru á vegum fyrirtækisins eru umfangsmikil og stór verkefni. Mikið er lagt upp úr frumkvæði og ábyrgð starfsfólks auk þess sem ávallt er unnið að því að efla þekkingu og færni og skapa gott starfsumhverfi.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Við ráðningar er tekið mið af menntun, reynslu og meðmælum. Einnig skiptir samskiptafærni og góð almenn þekking miklu máli auk þekkingar á sviði starfsins.

Hvernig eru möguleikar á starfsþróun? Eins og hjá öðrum fyrirtækjum eru góðir möguleikar á starfsþróun fyrir metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk sem stendur sig vel. Auk þess fer fram viðamikil fræðsla, grunn- og síþjálfun innan fyrirtækisins, undir merkjum Isaviaskólans. Markmið skólans er að byggja upp þekkingu og færni sem samrýmist hlutverki, markmiðum og framtíðarsýn Isavia með það að leiðarljósi að skila starfsfólki sem er ánægt í starfi, kann vel til verka og þekkir vel hvaða hlutverki aðrar starfseiningar félagsins gegna. Þannig skapar fyrirtækið frjóan jarðveg fyrir starfsfólkið til að þróast í starfi.

Isavia www.isavia.is

Page 52: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

52 Framadagar Háskólanna 2014 53 Framadagar Háskólanna 2014 c

Ístak www.istak.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Ístak var stofnað árið 1971. Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Í dag starfar fyrirtækið á Íslandi, í Noregi og á Grænl andi. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Um 400 Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Stærstur hluti stjórnenda hjá Ístaki hefur lokið verk-tækni eða iðnnámi af einhverju tagi. Um 50 – 60 stjórnendur hafa menntun á sviði byggingarverk- eða tæknifræði. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já – Hjá Ístaki er mikill vilji til að taka þátt í verkefnum sem nýst geta fyrirtækinu.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Ístak leitast etir að ráða aðila sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þurfa oft á tíðum að vera tilbúnir að leggja hart að sér, við ólíkar aðstæður, í skemmtilegu starfsumhverfi og vinna fjarri heimabyggð. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Stefna Ístaks er að skila verkefnum á tilskyldum tíma og af umsömdum gæðum. Í stefnu Ístaks er rík áhersla lögð á að allir starfsmann komi heilir

heim frá vinnu og að komið sé fram við umhverfi og náttúru af virðingu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá Ístaki er að finna fjölmörg tækifæri fyrir ungt og áhugasamt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í iðn, verk og tæknistörfum. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Skorum á áhugasama um að sækja um sumarstarf á heimasíðu Ístaks www.istak.is.

Page 53: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

52 Framadagar Háskólanna 2014 53 Framadagar Háskólanna 2014

Traustur verktaki

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

102

763

Það er vandfundið það verkefni í mannvirkjagerð sem ÍSTAK getur ekki leyst.

Með vel menntuðu, hæfu og reyndu starfsfólki, fjölbreyttum tækjakosti, stórvirkum vinnuvélum og flutningatækjum, eru okkur allir vegir færir.

Fjölmörg mannvirki, innanlands sem utan, bera vitni um traust vinnubrögð ÍSTAKS.

ÍSTAK hf. Bugðufljóti 19 270 Mosfellsbæ Sími 530 2700 Fax 530 2724 www.istak.is [email protected]

Page 54: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

54 Framadagar Háskólanna 2014 55 Framadagar Háskólanna 2014 c

Íslandsbanki www.islandsbanki.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Íslandsbanki og forverar eiga rætur að rekja til ársins 1875

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Á Íslandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 988

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Um það bil 65% starfsmanna eru háskólamenntaðir, flestir á sviði viðskipta-, hagfræði-, verkfræði- eða tölvunarfræði.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við skoðum allar áhugaverðar hugmyndir sem falla að starfseminni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? • Jákvætt viðhorf

• Frumkvæði og samskiptahæfni• Áhugi á heildarmynd og vilji til að læra • Taka ábyrgð – “að vera ekki sama”• Þekking og verkfærni fyrir viðkomandi starf• Dugnaður – þrautseigja – úthald

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Íslandsbanki býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Framtíðarsýn bankans er að vera #1 í þjónustu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?• Árangursdrifin menning þar sem árangri er

fagnað• Starfsmenn taka þátt í mótun bankans• Hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi og

öflug liðsheild• Hreinskiptin og uppbyggileg samskipti þar

sem gagnkvæm virðing ríkir• Öflugt félagsstarf sem hvetur til heilbrigðs

lífernis

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?• Vertu forvitin(n )og haltu áfram að læra• Settu þér markmið• Temdu þér jákvætt viðhorf

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Afsláttur í Appinufyrir námsmenn

#Alltafaðlæra

Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.

Íslandsbanka Appið

Hafðu yfirsýn yfir spennandi vildartilboð

Námsmenn í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu. Ef þú ert nú þegar með Appið þarftu að uppfæra það til að skoða tilboðin.

Njóttu þess að vera í Námsvild Íslandsbanka og fylgstu með frábærum vildartilboðum og sérstökum námsmannatilboðum í Appinu!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

94

6

Page 55: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

54 Framadagar Háskólanna 2014 55 Framadagar Háskólanna 2014 islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Afsláttur í Appinufyrir námsmenn

#Alltafaðlæra

Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.

Íslandsbanka Appið

Hafðu yfirsýn yfir spennandi vildartilboð

Námsmenn í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu. Ef þú ert nú þegar með Appið þarftu að uppfæra það til að skoða tilboðin.

Njóttu þess að vera í Námsvild Íslandsbanka og fylgstu með frábærum vildartilboðum og sérstökum námsmannatilboðum í Appinu!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

94

6

Page 56: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

56 Framadagar Háskólanna 2014 57 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvað er JCI?JCI stendur fyrir Junior Chamber International. JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig. Undirstaða starfsins er að efla einstaklinginn, gefa tækifæri til að vaxa í leik og starfi og gera hann þannig hæfari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi. Meðal samstarfsaðila JCI eru Sameinuðu Þjóðirnar, International Chamber of Commerce (ICC) og AIESEC

Í hvaða löndum starfar félagið?JCI starfar um allan heim og hefur yfir 5000 aðildarfélög í yfir 115 löndum

Hversu margir félagar eru í félaginu?Hjá JCI Íslandi eru skráðir rétt rúmlega 100 félagar. Í heimssamtökunum eru félagar í kringum 200.000.Hver er skipting háskólamenntunar innan félagsins? (Af hvaða sviðum eru félagar útskrifaðir)Í JCI eru fólk úr öllum sviðum samfélagsins og með mismunandi bakgrunn. Margir eru háskólamenntaðir, aðrir hafa byggt upp annarskonar reynslu svo sem í fyrirtækjarekstri og öðru. Innan JCI eru tækifæri til að byggja upp tengslanet við ólíka hópa samfélagsins. Oft hafa myndast viðskiptasambönd milli félaga, félagar fá vinnu hjá öðrum félögum og sterk vinasambönd myndast.

Hvað er það við ykkar félag sem gerir það spennandi í augum háskólanema?Að klífa upp metorðastigann er langt ferli sem tekur alla ævi. Að vera í félagasamtökum sem styðja við bakið á manni á þessari leið getur gert gæfumuninn. JCI er vettvangur til að sækja gagnleg námskeið, víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.

Hjá JCI getur þú:kynnst nýju fólki og stækkað tengslanetið þitt, sótt fjölbreytt námskeið og viðburði, aukið færni þína í framkomu og ræðumennsku, lært að stýra fundum og rita fundargerðir, verið hluti af alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks, tekið þátt í samfélagslega bætandi verkefnum, öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist á atvinnumarkaði, sótt um styrki til verkefna.

Hver er stefna félagsins og markmið?Hlutverk: Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því að stuðla að jákvæðum breytingum Sýn: Að vera leiðandi alþjóðleg hreyfing ungra samfélagsþegna

Hvernig er hægt að taka þátt í JCI?Skráðu þig á næsta ókeypis kynningarnámskeið JCI sem verður haldið þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 20 í JCI húsinu. Skráning fer fram á vef JCI, www.jci.isEinnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected].

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Frumkvæði og vilji til að bæta sig.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Hérna eru nokkur viskukorn af námskeiðunum okkar:• Vissir þú að mjög margir óttast meira það

að flytja ræðu fyrir framan hóp af fólki en að deyja?

• Fundur án dagskrár er eins og veitingastaður án matseðils.

• Leiðin að markmiðinu þarf að vera skýr.• Og að lokum tilvitnun frá Fernando Sánchez

Arias, fyrrverandi heimsforseta JCI: “Klífið fjallið á þann veg að þegar þið náið toppnum, þá mun fólkið í kringum fagna með ykkur.“

JCI www.jci.is

Page 57: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

56 Framadagar Háskólanna 2014 57 Framadagar Háskólanna 2014

Page 58: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

58 Framadagar Háskólanna 2014 59 Framadagar Háskólanna 2014 c

Kilroy www.kilroy.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Vörumerkið KILROY kom til sögunnar árið 1991, hins vegar er hægt að rekja sögu fyrirtækisins allt til ársins 1948. KILROY Iceland ehf. var stofnað árið 2011.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Fyrirtækir starfar á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Hollandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Það eru yfir 300 starfsmenn hjá KILROY International.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu málivið ráðningar?Ástríða og reynsla af ferðalögum. Menntun eða alþjóðleg reynsla erlendis er kostur.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkurlokaverkefni?Við erum jákvæð og opin fyrir því. Áhugasamir geta haft samband við Jakob Ómarsson ([email protected]).

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema?KILROY er mjög vel þekkt vörumerki á Norðurlöndunum og á sér langa og farsæla sögu. Á þeim mörkuðum sem við störfum á er KILROY stærsti ráðgjafi ungs fólks í ferða- og menntamálum.

Við bjóðum upp á vörur og þjónustu sérstaklega hannaða fyrir okkar markhóp á nútímalegan og faglegan máta.

Page 59: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

58 Framadagar Háskólanna 2014 59 Framadagar Háskólanna 2014

FERÐALAG UM

HEIMINN BREYTTI LÍFI MÍNU– CARLIJN

Hannaðu þína

heimsreisu! Verð frá: 267,000 kr.

kilroy.is

Page 60: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

60 Framadagar Háskólanna 2014 61 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað? KPMG ehf. var stofnað 4. september 1974.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?KPMG starfar í 155 löndum og starfa um 155.000 starfsmenn hjá félaginu á heimsvísu.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu ?Hjá KPMG á Íslandi starfa um 220 starfsmenn.

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Viðskiptagreinar (90%), lögfræði (5%) og önnur menntun (5%)

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Eins og málum er háttað í dag er ekki útlit fyrir ráðningar á sumarstarfsmönnum.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Erum opin fyrir því að láta vinna fyrir okkur verkefni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Góð menntun, reynsla og metnaður til að ná langt.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Starfsfólk bætir við sig þekkingu og eykur verðmæti sitt umtalsvert með því að vinna hjá KPMG enda eru starfsmenn eftirsóttir á vinnumarkaði og bera hróður félagsins víða. Félagið er aðili að alþjóðlegu neti KPMG og er góður kostur fyrir þá sem hugsa um framtíðarmöguleika sína í alþjóðlegu samhengi.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Ef þú hefur áhuga á viðskiptum, hefur frumkvæði, átt gott með að vinna með öðrum og hefur samskiptahæfileika skaltu hafa samband við okkur.

KPMG www.kpmg.is

StarfStækifæri

Hvernig sérð þú framtíðina

fyrir þér?

kpmg.is

Page 61: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

60 Framadagar Háskólanna 2014 61 Framadagar Háskólanna 2014

StarfStækifæri

Hvernig sérð þú framtíðina

fyrir þér?

kpmg.is

Page 62: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

62 Framadagar Háskólanna 2014 63 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Kauphöllin á Íslandi var stofnuð árið 1985 undir nafninu Verðbréfaþing. Árið 2006 var Kauphöllin sameinuð norrænu Kauphöllinni OMX sem síðan varð hluti af NASDAQ árið 2008. Kauphöllin á Íslandi hefur því frá árinu 2008 verið hluti af NASDAQ OMX Group kauphallarsamstæðunni, undir nafninu NASDAQ OMX Iceland.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?NASDAQ OMX starfrækir 24 markaði um allan heim. Höfuðstöðvar NASDAQ OMX eru í New York í Bandaríkjunum, en að auki starfar fyrirtækið á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum og víðar um heim.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu ?Hjá Kauphöllinni starfa 17 starfsmenn en hjá NASDAQ OMX Group í heild starfa rúmlega 3600 manns.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Ef tækifæri gefst erum við opin fyrir því, bæði hér og erlendis.

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema?NASDAQ OMX er alþjóðlegt fyrirtæki með viðskiptavini út um allan heim. Við erum ekki bara kauphallarfyrirtæki sem þjónar mörkuðum í hverju landi fyrir sig, heldur erum við einnig öflugt þjónustu- og sölufyrirtæki fyrir ýmsar tæknivörur sem og annars konar þjónustu til skráðra fyrirtækja. Við störfum í spennandi umhverfi og tökum þátt í að móta fjármálaumhverfið í síbreytilegu umhverfi. Kauphöllin á Íslandi er hluti af stóru alþjóðlegu fyrirtæki, þar sem hæfileikar og sérþekking starfsmanna er mikil. Við erum í faglegu alþjóðlegu samstarfi við systurkauphallir okkar og höfum því

gott tengslanet víða um heim. Lögð er áhersla á að vinnuaðstaða starfsmanna sé sem best, starfsandi góður og að starfsumhverfi byggist á liðsheild, þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að auka hæfni sína og þekkingu í þágu beggja aðila.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningarAuk þess að meta menntun og reynslu umsækjanda lítum við til einkunnarorða okkar sem eru nýsköpun, gegnsæi, ástríða, skilvirkni og heilindi. Í okkar umhverfi treystum við á færni og heilindi hvers og eins - það er mikilvægt að valinn maður sé í hverju rúmi. Starfsmenn okkar verða að geta unnið skilvirkt og sjálfstætt, en jafnframt að eiga auðvelt með að vinna í hópi. Það er mikilvægt að geta verið sveigjanlegur og lausnamiðaður, með góða samskiptahæfileika og þjónustulund.

Hvernig eru möguleikar á starfsþróun ?NASDAQ OMX býður upp á mismunandi námskeið og leiðir til að auka við þekkingu allra sinna starfsmanna og hjálpa þeim að þróa sig í starfi. Námskeið fara fram í gegnum netvarp eða með beinum hætti. Við að starfa hjá NASDAQ OMX opnast ýmsar leiðir til starfsþróunar og/eða tækifæra innan samstæðunnar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Stefna NASDAQ OMX er: NASDAQ OMX is where INNOVATION meets ACTION—fueling the world's economic growth one investor, one company, one market at a time.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri?Við hvetjum þig til að kynna þér markaðinn og starfsemi Kauphallarinnar. Kíktu við á www.nasdaq-omxnordic.com og fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/nasdaqomxiceland.

Kauphöllin www.nasdaqomxnordic.com

Page 63: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

62 Framadagar Háskólanna 2014 63 Framadagar Háskólanna 2014

Landsnet www.landsnet.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Landsnet hf. var stofnað árið 2005 og er stofnað á grundvelli raforkulaga sem voru samþykkt á Alþingi árið 2003.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Landsneti starfa um 120 manns.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Rúmlega helmingur starfsmanna er með háskólapróf, þar af er mjög stór hluti þeirra með framhaldsmenntun úr háskóla. Stærstur hluti háskólamenntaðra starfsmanna eru verk- og tæknifræðingar en hjá fyrirtækinu starfar einnig fólk með fjölbreytta menntun s.s. á sviði viðskipta- og hagfræði, landfræði, tölvunarfræði og félagsvísinda. Auk þess starfar stór hópur rafiðnmenntaðra starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Landsnet býður upp á sumarstörf fyrir háskólanema auk tímabundinna verkefna s.s. milli fyrstu og annarrar háskólagráðu.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Landsnet hefur boðið upp á nokkur verkefni ár hvert sem nemar geta unnið í samstarfi við fyritækið og nýtt sem lokaverkefni í B.Sc. eða Masters námi.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Landsnet sækist eftir einstaklingum sem eru

tilbúnir að vinna skv. gildum félagsins sem eru áreiðanleiki, framsækni, hagsýni og virðing.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Landsnets er að mæta þörfum raforkumarkaðarins til lengri tíma með uppbyggingu næstu kynslóðar flutningskerfis sem byggir á umhverfisvænum lausnum.Framtíðarsýn Landsnets er að vera traust raforkuflutningsfyrirtæki sem styður við verðmætasköpun í samfélaginu og starfar í sátt við umhverfið.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá fyrirtækinu starfar stór hópur sérfræðinga sem er að vinna að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. Lögð er áhersla á að sumarstarfsmenn fái að takast á við raunhæf verkefni í sumarstörfum sínum. Þannig leggur Landsnet sitt af mörkum við að viðhalda og auka þekkingu á sviði raforkuflutnings. Framtíðarstarfsmenn fá tækifæri til að vinna að sérhæfðum verkefnum með reynslumiklum sérfræðingum á sínu sviði. Landsnet býður upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun, öryggismál, heilsu og velferð, gæðamál og samræmingu einkalífs og vinnu.

Annað sem þið viljið koma á framfæri? Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá Landsneti í sumarstarfi eða í framtíðarstarfi kynntu þér þá málið á heimasíðu félagsins www. landsnet.is. Þar getur þú líka lagt inn starfsumsókn.

Page 64: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

64 Framadagar Háskólanna 2014 65 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Landsvirkjun var stofnuð þann 1. júlí árið 1965. Stofnun fyrirtækisins má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Starfsemi Landsvirkjunar er fyrst og fremst á Íslandi en dótturfélag fyrirtækisins LandsvirkunPower sinnir þó einstaka verkefnum og ráðgjöf erlendis.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá fyrirtækinu starfa um 260 starfsmenn víðsvegar um landið.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Alþjóðaviðskipti, auðlindahagfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, byggingaverkfræði, eðlisfræði, efnafræði, efnaverkfræði, félagsfræði, fjármála-fræði, fjármálaverkfræði, fjölmiðlafræði, forða-fræðingur, franska, grunnskólakennari, hagfræði, iðnaðarverkfræði, íslenska, jarðeðlisfræði, jarð-fræði, kerfisfræði, landafræði, landslagsarkitektúr, leikari, lífefnafræði, líffræði, lögfræði, mannfræði, markaðsfræði, MBA, olíuverkfræði, rafmagns- og tölvunarverkfræði, rafmagnstæknifræði, rafmagns verkfræði, raforkuverkfræði, sagnfræði, sameindalíffræði, sálfræði, stjórnmálafræði, sæska, tæknifræði, tölvunarfræði, vatnalíffræði, verkefnastjórnun, véla- og iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, viðhaldsfræði, viðskiptafræði, vinnusálfræði.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Ár hvert ræður Landsvirkjun háskólanema í

sumarstörf. Fyrirtækið leggur sig fram við að ráða nemendur í verkefni sem tengjast námi en einnig er um að ræða ýmis afleysingarstörf.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Landsvirkjun er ávallt opin fyrir aukinni samvinnu við háskólanema og þáttöku í lokaverkefnum þeirra. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við leitumst við að ráða fjölbreyttan hóp einstaklinga með ólíkan bakgrunn. Við allar ráðningar eru gildi fyrirtækisins, framsækni, ráðdeild og traust höfð að leiðarljósi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki sem hefur í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi við háskólanema. Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi og sumarstarf hjá Landsvirkjun er gott veganesti fyrir Háskólanema.

Landsvirkjun www.landsvirkjun.is

Page 65: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

64 Framadagar Háskólanna 2014 65 Framadagar Háskólanna 2014

Mótum framtíðina saman!Ísland er eitt örfárra landa í heiminum sem vinnur allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum – vatni, jarðvarma og vindi. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera í fremstu röð á þessu sviði.

Hjá Landsvirkjun hugsar stór og fjölbreyttur hópur fólks með margvíslega menntun marga áratugi fram í tímann. Ekki bara verkfræðingar og stærðfræðingar, heldur einnig sálfræðingar og bókasafnsfræðingar, land- og umhverfisfræðingar, viðskiptafræðingar og líffræðingar.

Taktu þátt í að móta framtíðina með okkur.

Page 66: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

66 Framadagar Háskólanna 2014 67 Framadagar Háskólanna 2014 c

Landsbankinn www.landsbankinn.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Landsbankinn hf. var stofnaður 9. október 2008 en saga forvera hans nær allt aftur til ársins 1886.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Landsbankinn starfar á Íslandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?1. janúar 2014 eru 1265 starfsmenn í 1183 stöðugildum

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)45% starfsmenna eru með háskólamenntun56% eru með viðskipta og hagfræðimenntun, 12% eru með tölvunar- eða kerfisfræðimenntun, 8% eru með verkfræðimenntun, 7% eru með lögfræðimenntun og 17% eru með aðra háskólamenntun.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, en það ræðst af verkefnastöðu hverju sinni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við leggjum m.a. áherslu á menntun, starfsreynslu, persónueiginleika og einkunnir við ráðningar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins með víðtækasta útibúanetið. Landsbankinn veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma

viðskiptasamböndum. Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans þar sem við ætlum að vera í forystuhlutverki á fjármálamarkaði. Stefna Landsbankans hvílir á fjórum meginstoðum sem allar verða að vera í jafnvægi. Þessar stoðir eru öflug liðsheild sem vísar til mannauðs bankans og hugarfars starfsmanna, traustir inniviðir sem vísar til verklags, fjárhagslegs styrks, áhættustýringar og aga í rekstri, ánægðir viðskiptavinir sem vísar til þjónustu við viðskiptamenn og gagnkvæms ávinnings af langtíma viðskiptasambandi og síðast en ekki síst er það ávinningur samfélags og eigenda sem gefur til kynna það hlutverk sem Landsbankinn hefur í samfélaginu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Landsbankinn býður upp á tækifæri til að vaxa og þróast í fjölbreyttum verkefnum og getur boðið samkeppnishæf laun.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Vandið til við umsókn og framsetningu ferilskrár, komið vel undirbúin í viðtöl og síðast en ekki síst, verið þið sjálf.

Njóttu þess að vera í námi

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000

Náman léttir námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum,

námslánaþjónustu, fjölbreyttum sparnaðarleiðum,

fríðindum og sveigjanlegri þjónustu.

Kynntu þér kosti Námunnar á www.naman.is og á Facebook.

Darri Rafn HólmarssonNámufélagi

Page 67: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

66 Framadagar Háskólanna 2014 67 Framadagar Háskólanna 2014

Njóttu þess að vera í námi

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000

Náman léttir námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum,

námslánaþjónustu, fjölbreyttum sparnaðarleiðum,

fríðindum og sveigjanlegri þjónustu.

Kynntu þér kosti Námunnar á www.naman.is og á Facebook.

Darri Rafn HólmarssonNámufélagi

Page 68: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

68 Framadagar Háskólanna 2014 69 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Mannvit var stofnað árið 2008 við sameiningu Hönnunar hf., VGK hf. sem veitt hafa verkfræðiráðgjöf síðan 1963 og Rafhönnunar hf. frá 1969.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? 8 starfsstöðvar á Íslandi, Noregi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Bretlandi, Chile, Bandaríkjunum.Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfa um 300 verkfræðingar og tæknimenntað starfsfólk með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu.

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) 47% MA/MS, 32% BA/BS , 3% PhD, 18% með aðra menntun. Alls hafa starfsmenn stundað nám við 60 háskóla í 17 löndum. Flestir starfsmenn eru útskrifaðir úr verkfræði, tæknifræði og jarðvísindum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já. Hægt er að sækja um sumarstörf á heimasíðu Mannvits www.mannvit.is.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já.

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Ögrandi verkefni í fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi á flestum sviðum verk- og tæknifræði. Allir nýir starfsmenn fá nýliðafræðslu um starfsemi fyrirtækisins, þjálfunaráætlun og mentor sem hefur

það hlutverk að styðja við og halda utan um þjálfun nýrra starfsmanna. Mannvit er fjölskylduvænt fyrirtæki og leggur sig fram um að gera starfsfólki sínu kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Hjá Mannviti er öflugt félagslíf og góð sameiginleg starfsmannaaðstaða.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Að umsækjandi uppfylli kröfur um menntun, reynslu og hafi brennandi áhuga á krefjandi verkefnum.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri? Við hvetjum nemendur til að kynna sér fyrirtækið á heimasíðu þess www.mannvit.is og www.mannvit.com.

Mannvit www.mannvit.is

Page 69: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

68 Framadagar Háskólanna 2014 69 Framadagar Háskólanna 2014

Marel www.marel.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Marel var stofnað 1983.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá okkur starfa yfir 4.000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Stærstu skrifstofur okkar eru á Íslandi,Hollandi,Danmörku,Englandi og Bandaríkjunum.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Á Íslandi eru um 500 starfsmenn en heildarfjöldi starfsmanna er um 4000.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já við höfum gert það. Flest þeirra eru tengd framleiðslu en einnig hugbúnaðargerð,hönnun og fleiru.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, á heimasíðu er hlekkur á lokaverkefni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Það fer auðvitað eftir starfinu en við leggjum mikið uppúr faglegum metnaði, frumkvæði og áræðni og hugviti almennt en á því byggir grunnur og árangur Marel.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Markmið okkar er að vera í fararbroddi í þróun og markaðssetningu á tækja-búnaði og þjónustu við fisk-, kjöt- og kjúklingaframleiðendur.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Við teljum að innan Marel séu óþrjótandi tækifæri fyrir hæft fólk að láta að sér kveða í fyrirtæki sem er brautryðjandi á sínu sviði. Alþjóðlega umhverfið okkar gefur fólki líka einstakt tækifæri til að vinna með fólki og viðskiptavinum um allan heim. Sú reynsla er mjög dýrmæt.

Page 70: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

70 Framadagar Háskólanna 2014 71 Framadagar Háskólanna 2014 c

Marorka www.marorka.com

Hvenær var fyrirtækið stofnað?2002

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Höfuðstöðvar Marorku eru á Íslandi, Marorka er einnig með starfsstöð í Dubai og áformar að opna starfsstöðvar í Norður Evrópu og Singapore. Viðskiptavinir Marorku eru staðsettir um allan heim.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?50 manns.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Bakgrunnur starfsmanna Marorku er fjölbreyttur en flestir eru með menntun á sviði verk- og tölvunarfræði.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já við höfum boðið nemendum af völdum sviðum sumarstörf.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já Marorka hefur unnið náið með háskóla-umhverfinu.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við leitum af kraftmiklu og drífandi fólki sem

getur unnið sjálfstætt og í hópi, sem er tilbúið að takast á við áskoranir og sýnir frumkvæði í starfi. Við ráðningu höfum við að leiðarljósi að leita að eftirfarandi eiginleikum: Heiðarleika, jákvæðni, brennandi áhugi á starfi og vilji og geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Markmið Marorku er að stuðla að ánægju í starfi, að bjóða uppá gott starfsumhverfi þar sem hver og einn starfsmaður tekst á við krefjandi verkefni með góðan stuðning samstarfsmanna og stjórnenda að baki.

Marorka er vaxandi alþjóðlegt fyrirtæki og leiðandi á sínu sviði því leitum við að starfskröftum sem hafa metnað í starfi, jákvæðni og sveigjanleika.

Annað sem þið viljið taka fram?Við viljum skila umhverfinu í betra ásigkomulagi til barnanna okkar en við tókum við því og byggja upp betra samfélag.

/ / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Styrktarsjóður Isavia veitir styrki til verkefna sem tengjast flugi.

Styrkirnir eru ætlaðir meistara- og doktorsnemum við HÍ og HR. Nánari upplýsingar á isavia.is/styrkir og hjá háskólunum.

Isavia styrkirnámsmenn

Page 71: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

70 Framadagar Háskólanna 2014 71 Framadagar Háskólanna 2014

/ / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Styrktarsjóður Isavia veitir styrki til verkefna sem tengjast flugi.

Styrkirnir eru ætlaðir meistara- og doktorsnemum við HÍ og HR. Nánari upplýsingar á isavia.is/styrkir og hjá háskólunum.

Isavia styrkirnámsmenn

Page 72: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

72 Framadagar Háskólanna 2014 73 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1. Janúar 2007

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Megin starfsemi fer fram á Íslandi. Erlend samstarfsverkefni eru þó mikilvægur vaxtabroddur hjá fyrirtækinu, þ.á.m. rannsóknarverkefni á vegum rammaáætlunar ESB og ráðgjafaverkefni á norðurlöndunum og þróunarsamvinna í Afríku.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?110 starfsmenn um allt land

Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, ár hvert eru nemendur ráðnir til að starfa við rannsóknarverkefni og þjónustumælingar.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, fjölmargir nemendur hafa unnið lokaverkefni fyrir Matís. Ár hvert er fjöldinn allur af nemendum í meistara- og doktorsnámi að vinna verkefni í samstarfi við okkur. Nemendur á öllum fræðisviðum eru hvattir til að

senda helstu upplýsingar til [email protected] ef áhugi er fyrir hendi.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Gildi fyrirtækisins lýsa vel þeim eiginleikum sem við leitum eftir í fari starfsfólks okkar: Frumkvæði, heilindi, metnaður, sköpunarkraftur.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Vera í forystu í nýsköpun og rannsóknum á matvælum og líftækni í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis og vera samkeppnishæf á alþjóðlega vísu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Matís ohf. er einstakt fyrir tæki á íslandi en það er stærsta sinnar tegundar á sviði matvælarannsókna hérlendis. Rannsóknir sem fara fram hjá Matís eru mjög fjölbreyttar en þær ná yfir frá „haga til maga“, allt frá fiskveiðum, fiskeldi og landbúnaðar yfir í vinnslutækni, neytendarannsókna og vöruþróunar. Matur er þó ekki það eina er rannsakað innan veggja þess. Einnig fara fram fjölbreyttar rannsóknir á sviði líftækni og erfðafræði en fyrirtækið býr yfir einum fullkomnasta tækjabúnaði á þessu sviði á landinu. Matís veitir einnig ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Þessi fjölbreytileiki í starfssemi fyrirtækisins hefur vakið mikinn áhuga almennings og nemenda á háskólastigi allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2007.

Góð ráð til nemenda / annað sem þið viljið koma á framfæri? Vanda skal gerð ferilskráar en með henni er umsækjandi að kynna sig og hvað hann hefur að bjóða fyrirtækinu. Þar sem samkeppni er mikil um störf er mikilvægt að kynna sig á sem bestan hátt en illa gerðar ferilskrár geta haft neikvæð áhrif.

Matís www.matis.is

Page 73: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

72 Framadagar Háskólanna 2014 73 Framadagar Háskólanna 2014

Okkar rannsóknir– allra hagur

Matís ohf. • Vínlandsleið 12 • 113 Reykjavík • Sími 422 5000 • Fax 422 5001 • [email protected] • www.matis.is

Mælingar og miðlun Líftækni og lífefni Öryggi, umhverfi og erfðir Nýsköpun og neytendur Vinnsla, virðisaukning og eldi

FramandiSkapandiLeitandi

Matís býður nemendum að vinna lokaverkefni og einstök verkefni í samstarfi við fyrirtækið

Við tökum einnig við umsókn-um vegna sumarstarfa.

Komdu og kynntu þér málið á bás Matís á Framadögum.

Page 74: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

74 Framadagar Háskólanna 2014 75 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?2009

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 70

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði, hagfræði, grafísk hönnun, sagnfræði o.fl.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Nei, yfirleitt ekki

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, það kemur til greina.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Góð greind, dugnaður, metnaður, frumkvæði og samskiptahæfni

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Stefna Meniga er að verða leiðandi þekkingarfyrirtæki á heimsvísu á sviði veflausna fyrir heimilisfjármál. Meniga leggur ennfremur áherslu á að auka ávinning viðskiptavina sinna af þjónustunni, bæði með því að leysa fleiri verkefni fyrir þá og með því að eiga samstarf við fjármálafyrirtæki um að útvíkka þjónustuna til smásöluaðila á viðkomandi markaði.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Meniga var stofnað árið 2009 og starfsmenn fyrirtækisins eru um 70 talsins. Fyrirtækið er því í örum vexti og nóg af áskorunum. Við bjóðum upp á krefjandi og skemmtileg verkefni og fjölskylduvænan og skemmtilegan vinnustað.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Njótið námsins og vandið og undirbúið vel viðtöl og ferilskrá þegar kemur að því að sækja um störf.

Meniga www.meniga.is

Page 75: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

74 Framadagar Háskólanna 2014 75 Framadagar Háskólanna 2014

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Ný sköpunar miðstöð Íslands (www.nmi.is) var stofnuð árið 2007. Nýsköpunarmiðstöð er burða rás í stuðnings umhverfi nýsköpunar á Íslandi og íslensku rann sóknasamfélagi. Hjá Nýsköpunarmiðstöð geta frumkvöðlar og fyrirtæki fengið upplýsingar um allt sem viðkemur viðskiptahugmyndum og almennum atvinnurekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess sem miðstöðin vinnur að hagnýtum rannsóknum og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, efnistækni, efnagreininga og orku. Nýsköpunarmiðstöð sinnir jafnframt þjónusturannsóknum af ýmsu tagi svo sem tjónagreiningu, prófunum á byggingarefnum, hljóðmælingum og efnamælingum tengdum iðnaði, landbúnaði og umhverfisvöktun.

Hversu margir starfa hjá fyrirtækinu?Í upphafi árs 2014 voru starfsmenn 87 talsins. Hver er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? Öll starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands veltur á hæfu og frjóu starfsfólki og tengslum þess við atvinnulífið og frumkvöðla framtíðarinnar. Menntunarstigið er hátt og spannar víðtækt svið og fer hlutfall starfsmanna með doktorspróf sífellt hækkandi.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Sumarið 2010 tóku Vinnu mála-stofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri aðilar höndum saman og hrintu af stað verkefni til að skapa atvinnu fyrir skólafólk og virkja atvinnuleitendur. Vonast er til að hægt verði að halda endurtaka þetta verkefni næsta sumar.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Tekið er vel í þær hugmyndir að verkefnum sem berast og reynt eftir mætti að koma á samstarfi með verkefni. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur einnig

komið á samstarfi milli frumkvöðlafyrirtækja og nema varðandi lokaverkefni. Á síðunni: www.verkefnamidlun.is geta nemendur og fyrirtæki tengst í gegnum verkefnavinnu.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Framúrskarandi faglegheit, jákvæðni, ör yggi og samsömun með framtíðarsýn Nýsköpunar-miðstöðvar. Sköpun, samstarf og samfélagsleg ábyrgð eru okkar kjarnagildi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Öflug og virk þátttaka í íslensku atvinnulífi og burðarás í alþjóðlegu samstarfi. Markmið Nýsköpunarmiðstöðvar er að hafa ætíð á að skipa hæfasta starfsfólki sem völ er á til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Í dag má segja að helstu einkenni starfsmannahópsins sé umfangsmikil þekking og þverfagleg færni sem leitt hefur til aukinnar samvinnu og framúrskarandi árangurs á ólíkum sviðum.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá okkur?Það sem er sérstaklega spennandi er sú fjölbreytni í verkefnavali og störfum sem raunin er hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Krafist er sérhæfingar á ólíkum sviðum en ekki síður spennandi er þáttakan í uppbyggilegu rannsóknastarfi og stuðningi við íslenska frumkvöðla og þar með íslenskt atvinnulíf.

Góð ráð til nemenda?Áður en farið er afstað í atvinnuleit er gott fyrir nemendur að kortleggja markaðinn út frá persónulegu áhugasviði því slík samtvinning tryggir ekki einungis að fyrirtæki og stofnanir fái til liðs við sig öfluga einstaklinga sem reiðubúnir eru að takast á við krefjandi verkefni heldur einnig að vinnan verði áhugaverð og skemmtileg.

NMÍ www.nmi.is

Page 76: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

76 Framadagar Háskólanna 2014 77 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Nýherji hóf starfsemi sína þann 2. apríl 1992, með samruna IBM á Íslandi hf. og Skrifstofuvéla-Sund.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Nýherji starfar á Íslandi en félagið á ýmis dótturfélög sem eru með starfsemi í Danmörku og Svíþjóð.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 260 manns starfa hjá Nýherja en í kringum 400 vinna hjá Nýherja og dótturfélögum á Íslandi (Nýherji, Applicon og TM Software) og hátt í 100 til viðbótar í dótturfélögum erlendis.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir). Hjá Nýherja er bakgrunnur starfsmanna fjölbreyttur. Flestir háskólamenntaðir starfsmenn hafa menntun á sviði tölvunar- og verkfræði. Einnig er þó nokkuð af starfsmönnum með kerfisfræði og tæknimenntun á öðrum skólastigum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, það er alltaf eitthvað um það.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við erum alveg til í að skoða það.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Góð samskiptafærni, gott þjónustuviðhorf, áhugi á upplýsingatækni og árangursdrifni eru almennir þættir sem horft er til í flestum störfum.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að vera leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á sviði upplýsingatækni.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Nýherji er frábær vinnustaður. Þar starfa snillingar í fjölbreyttum og krefjandi störfum innan tæknigeirans. Þekking starfsmanna ásamt góðum starfsanda og starfsánægju skipa höfuðsess hjá okkur. Starfsmenn hafa góð tækifæri til starfsþróunar og vaxta hjá fyrirtækinu og taka virkan þátt í þróun upplýsingatækni fyrir íslenskt atvinnulíf. Við bjóðum líka upp á gott félagslíf, fjölbreytt klúbbastarf og gott mötuneyti.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Allar nánari upplýsingar um störf og Nýherja sem vinnustað má nálgast á heimasíðu okkar, www.nyherji.is/atvinna.

Nýherji www.nyherji.is

Nýherji er eitt öflugasta og skemmtilegasta tæknifyrirtæki landsins.

Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, uppbyggingu þekkingar og framúrskarandi þjónustu.Kíktu í Nýherjabásinn á Framadögum og sjáðu framtíðina í nýju ljósi.

Kíktu inn í framtíðinaá Framadögum!

Glæsilegt Samsung

snjallúr dregið úr

potti!

Taktu þátt í skemmti-

legum „selfie“ leik á

Nýherjabásnum.

Page 77: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

76 Framadagar Háskólanna 2014 77 Framadagar Háskólanna 2014

Nýherji er eitt öflugasta og skemmtilegasta tæknifyrirtæki landsins.

Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, uppbyggingu þekkingar og framúrskarandi þjónustu.Kíktu í Nýherjabásinn á Framadögum og sjáðu framtíðina í nýju ljósi.

Kíktu inn í framtíðinaá Framadögum!

Glæsilegt Samsung

snjallúr dregið úr

potti!

Taktu þátt í skemmti-

legum „selfie“ leik á

Nýherjabásnum.

Page 78: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

78 Framadagar Háskólanna 2014 79 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1999.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Orkuveitan og dótturfélög hennar starfa á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?420 starfsmenn.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Menntun og bakrunnur háskólamenntaðra starfsmanna er fjölbreyttur, hjá Orkuveitunni starfa;s verkfræðingar, viðskiptafræðingar, jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, landfræðingar, lög fræðingar, rekstrarhagfræðingar, tölvunar-fræðingar, forðafræðingar, hagfræðingar, íslensku fræðingar, jarðefnafræðingar, líf fræðingar, viðskiptalögfræði, vinnuvistfræðingar o.fl.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, Orkuveitan ræður á hverju ári háskóla-mennaða sumarstarfsmenn í fjölbreytt verkefni.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Sé um að ræða verkefni sem gagnast starfssemi Orkuveitunnar lítum við það jákvæðum augum. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Störf Orkuveitu Reykjavíkur eru mjög fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna sem aftur stýrir því hvaða þættir vega þyngst við ráðningar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Orkuveita Reykjavíkur er orku- og veitufyrirtæki sem á hagkvæman og sjálfbæran hátt tryggirlífsgæði og hæfni samfélagsins. Orkuveita Reykjavíkur framleiðir, dreifir og selur heitt vatn og kalt, rafmagn og annast uppbyggingu og rekstur fráveitu og gagnaveitu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Fyrir þá nemendur sem áhuga að starfa í orkuiðnaði, þá er starfsemin fjölbreytt og nemendur geta öðlast dýrmæta starfsreynslu.

Orkuveita Reykjavíkur www.or.is

Page 79: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

78 Framadagar Háskólanna 2014 79 Framadagar Háskólanna 2014 Framsýni - Hagsýni - Heiðarleiki www.or.is

Orkuveita ReykjavíkurSJÁLFSÖGÐ LÍFSGÆÐI

Orkuveita Reykjavíkur er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Hjá okkur vinnur traustur hópur starfsmanna í fjölbreyttum verkefnum með það að markmiði að sjá viðskiptavinum fyrir húshitun, drykkjarvatni, rafmagni og fráveitu.

Page 80: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

80 Framadagar Háskólanna 2014 81 Framadagar Háskólanna 2014 c

OZ www.oz.com

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?OZ er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur. Einnig er OZ að reka starfsstöðvar í Suður Ameríku og Austur Evrópu, sem eru byrjunar markaðir fyrir OZ þjónustuna.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Í ársbyrjun 2014 eru starfsmenn um 20 talsins.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Hjá OZ starfa aðalega tæknimenntaðir einstaklingar. Í hópnum eru Phd ásamt doktorsnema, en einnig eru sjálfmenntaðir ofurhugar í teyminu.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, OZ hefur gert það undanfarið og með góðri reynslu. OZ vill alltaf vera með púlsinn á kraftmiklum snillingum sem hafa áhuga á að vinna með litlum sprotafyrirtækjum sem byggja á kraftmikilli framtíðarsýn.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?OZ hefur mikinn áhuga á slíku samstarfi. Við trúum því að það gæti verið gæfuskref fyrir bæði nemann og fyrirtækið.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Framsýni, sjálfstæði, áhugi og eldmóður. Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?OZ er að byggja upp nýjar aðferðir við að upplifa hverskonar video afþreyingu. Þar má nefna upplifun á nýjum tegundum sjónvarpsstöðva sem

munu riðja sér rúms með þeim möguleikum sem OZ hefur uppá að bjóða.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá OZ ríkir metnaður í takt við gleði. Við erum með framtíðarsýn um þjónustu sem á erindi til notenda út um allan heim. Hjá OZ er teymi sem hræðist ekki að keppa við fyrirtæki eins og Apple, Google eða Sony. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Nemendur ættu að velja sprotafyrirtæki sem sinn fyrsta kost sem vinnustað. Ekki fara í gömlu rótgrónu fyrirtækin. Takið áhættu. Sláist í teymin með ungu sprotafyrirtækjunum sem vilja breyta heiminum!

Page 81: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

80 Framadagar Háskólanna 2014 81 Framadagar Háskólanna 2014

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Fyrirtækið rekur sögu sína aftur til ársins 1924 á Íslandi.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?PwC er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í 158 löndum um heim allan.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Á Íslandi starfa um 100 manns hjá PwC. Á heimsvísu eru starfsmennirnir 185.000 og er PwC stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Yfir 90% starfsmanna eru háskólamenntaðir. Flestir hafa viðskiptafræðimenntun (Bs.próf, meistarapróf eða eru löggiltir endurskoðendur), þá eru einnig nokkrir með lögfræðimenntun, kennaramenntun eða aðra háskólamenntun.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?PwC hefur stundum ráðið inn háskólanema á sumrin, en það fer þó eftir verkefnastöðu.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, við hjá PwC erum mjög opin fyrir láta vinna fyrir okkur lokaverkefni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Að umsækjandi sé áhugasamur, jákvæður, búi yfir ákveðinni þekkingu, hafi hæfileika til að vinna vel með fólki og sé vinnusamur.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? PwC er öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á viðskiptalífið og að gera rétta hluti fyrir viðskiptavini, starfsmenn og samfélagið.Stefna PwC er að nýta sameiginlega þekkingu og reynslu starfsmanna til að miðla verðmætum til okkar viðskiptavina. Þess vegna eru jákvæð viðhorf, vellíðan starfsmanna, góður starfsandi og samskipti sem einkennast af gagnkvæmri virðingu mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í okkar starfi, starfi sem einkennist af fagmennsku, þekkingu og samvinnu.Við ætlum að vera einstakt þjónustufyrirtæki sem kemur alltaf fyrst upp í hugann þegar talað er um þjónustufyrirtæki.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?PwC er þekkingarfyrirtæki sem leggur mikla áherslu á fagmennsku og hjá fyrirtækinu starfa margir sérfræðingar. Verkefni fyrirtækisins eru fjölbreytt og mikil tengsl við íslenskt viðskiptaumhverfi og alþjóðlega umhverfið. Þá starfar þar mjög góður og samhentur hópur starfsmanna og lagt er upp úr góðum starfsanda.

PwC www.pwc.is

Page 82: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

82 Framadagar Háskólanna 2014 83 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Árið 1973.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Á Íslandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 180.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Stærsti hlutinn er útskrifaður úr tölvu- og tækni námi s.s. tölvunarfræði og kerfisfræði. Einnig starfa verkfræðingar, viðskiptafræðingar, heimspekingar o.fl. innan fyrirtækisins.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já við sækjumst eftir því og er algengt er að háskólanemar komi í sumarstarf og fái fasta vinnu að námi loknu.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já ekki spurning, þá sérstaklega tengt nýsköpun í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Fagmennska, frumkvæði og traust skipta mestu máli. Eins er mikilvægt að vera jákvæður og gott að kunna á hljóðfæri.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? RB byggir þjónustu sína á öflugum innviðum, þekkingu, rekstrar- og gagnaöryggi.Markmið RB er að gegna lykilhlutverki í hagræðingu innan íslenska fjármálamarkaðarins með því að

lækka upplýsingatæknikostnað fjármálafyrirtækja.RB er alhliða þjónustumiðstöð og stefnir á að vera fyrsti valkostur fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, frumkvæði og traust eru undirstaða allra verka.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Við viljum hvetja nemendur til að kynna sér RB með opnum huga þegar farið verður í að leita að sumarvinnu eða framtíðarvinnu eftir útskrift. RB er ávallt opið fyrir því að heyra í góðu fólki sem getur hjálpað okkur við að byggja upp framtíðina í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja.

Reiknistofa bankanna www.rb.is

www.rb.is

Taktu þátt í Instaleiknum okkar #rbframtid

ÁRNASYNIR

Page 83: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

82 Framadagar Háskólanna 2014 83 Framadagar Háskólanna 2014 www.rb.is

Taktu þátt í Instaleiknum okkar #rbframtid

ÁRNASYNIR

Page 84: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

84 Framadagar Háskólanna 2014 85 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Félagið var stofnað 1990 og tók þá við rekstri rótgróins sjóflutningafyrirtækis sem haldið hafði uppi farsælum millilandasiglingum í hálfa öld.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Samskip starfrækja skrifstofur í Ástralíu, Brasilíu, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Rússlandi, Spáni, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi, Víetnam, Kína, Suður-Kóreu, Bandaríkjunum, Belgíu, Írlandi, Skotlandi, Úkraínu og Ítalíu.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Um 500 manns á Íslandi en samtals um 1300.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Um 100 manns eru háskólamenntaðir hjá Samskipum á Íslandi.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, Samskip auglýsa sumarstörf og þar er öllum frjálst að sækja um.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, hér hafa mörg lokaverkefni verið unnin síðustu árin og einnig höfum við haft nokkra nema í

starfsnámi. Einnig leita margir nemar til okkar með minni verkefni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Þekking, reynsla og hæfni umsækjenda og hvort viðkomandi komi til með að aðlagast menningu Samskipa og geti lifað eftir gildunum okkar.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Samskip eru alþjóðlegt félag sem býður flutninga og tengda þjónustu á sjó, landi og í lofti. Frá stofnun félagsins árið 1990 hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt, bæði með kaupum á öðrum félögum og vegna innri vaxtar. Samskip bjóða upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta gámaflutningsþjónustu um alla Evrópu og frysti- og framhaldsflutninga um allan heim. Félagið starfrækir skrifstofur í yfir 20 löndum í fimm heimsálfum og eru starfsmenn um 1.300 talsins. Starfsfólk Samskipa tileinkar sér gildi félagsins í starfi sínu, sem eru þekking, frumkvæði og samheldni. Við leggjum áherslu á góðan aðbúnað og vinnuaðstöðu starfsfólks. Starfsfólki býðst fjölbreyttir möguleikar til fræðslu og starfsþróunar. Við leggjum áherslu á metnaðarfullt fræðslustarf sem nær til alls starfsfólks. Boðið er uppá markvissa og fjölbreytta þjálfun bæði fyrir hópa og einstaklinga. Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsfólks og Samskipa.

Samskip www.samskip.is

www.samskip.com

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

72

7

Saman náum við árangri

Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

Page 85: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

84 Framadagar Háskólanna 2014 85 Framadagar Háskólanna 2014 www.samskip.com

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

72

7

Saman náum við árangri

Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

Page 86: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

86 Framadagar Háskólanna 2014 87 Framadagar Háskólanna 2014 c

á heilindi og jákvæð viðhorf.

Hvað er það við ykkar fyrirtæki sem gerir það spennandi í augum háskólanema? Síminn er reynslumikið og leiðandi íslenskt fyrirtæki sem býr yfir mikilli þekkingu. Hjá Símanum gefst tækifæri á að vinna að áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum, starfsumhverfið er lifandi með öflugri teymisvinnu. Lögð er áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks og möguleika til starfsþróunar. Félagslífið innan fyrirtækisins er mjög öflugt. Reglulega eru haldnir viðburðir eins og keilumót, árshátíð, gleðistundir (happy-hour) og spilakvöld svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru einnig öflug félög innan Símans sem sjá um að skipuleggja viðburði fyrir meðlimi, má þar nefna Golfklúbbinn, LAN-Símann og auðvitað Starfsmannafélag Símans.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Símann stefnir að því að vera leiðandi fyrirtæki sem auðgar lífið, eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta- og upplýsingatækni. Síminn leggur jafnframt áherslu á að hafa góð áhrif á samfélagið með samfélagslega ábyrgum starfsháttum og að vera góður vinnustaður þar sem starfsmenn eru ánægðir og viðskiptavinum líður vel.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Þegar kemur að atvinnu -leit er mikilvægt að vanda ferilskrár og huga vel að viðmóti og framkomu.

Síminn www.siminn.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Síminn var stofnaður árið 1906

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Við störfum að mestu leyti á Íslandi en Síminn á að auki upplýsingatæknifyrirtækið Síminn DK sem er í Danmörku

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Hjá Símanum starfa um það bil 550 starfsmenn

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Innan Símans er að finna fólk með víðtæka menntun á sviði tölvunarfræði, verk- og tæknifræði, viðskipta og stjórnunar. Innan Símans er einnig að finna starfsmenn með menntun á sviði raun-, félags og hugvísinda.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að læra og tileinka sér nýja hluti, er með sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Við leggjum jafnframt mikla áherslu

Page 87: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

86 Framadagar Háskólanna 2014 87 Framadagar Háskólanna 2014

Nú getur þú horft á RÚV, Stöð 2, Skjáinn og fleiri stöðvar undir sæng, farið á Frelsið og spólað útsendinguna tvo klukkutíma til baka. Þú gætir líka valið úr þúsundum mynda í SkjáBíói í strætó.

Það kostar ekkert að nota appið fyrstu þrjá mánuðina en þjónustan kostar 490 kr. á mánuði eftir það.

Vertu í sterkara sambandi við Sjónvarp Símans með snjalltækjunum þínum.

Ná í

appið!

Sjónvarp Símans hvar og hvenær sem er með nýja appinu

Ath. að skilmálar Apple heimila ekki leigu á myndefni með smáforriti í Apple tækjum. Unnt er að leigja myndefni gegnum önnur tæki (Android eða myndlykil) og nálgast síðan efnið í Apple tæki.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

51

62

4

EN

NE

MM

/ N

M6

109

6

Sjónvarp Símans nú loksins

fáanlegt í strætóskýlinu

Page 88: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

88 Framadagar Háskólanna 2014 89 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1978

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Ísland, Svíþjóð, Noregi og Danmörk. Síðan geta verkefnin verið víðsvegar um heiminn.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Tæplega 50 fastir starfsmenn. 150 stöðugildi á hverju ári, með verktökum.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Aðallega tæknimenntun, viðskiptamenntun, kvikmyndagerð og fjölmenntun.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Nei því miður höfum við ekki tekið að okkur lærlinga í svona stuttan tíma en við bjóðum uppá starfsnám sem stendur yfir í 12 til 18 mánuði.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Já, alveg klárlega.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Sköpunargleði, fagmennska, metnaður og ástríða.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Markmið og stefna fyrirtækisins er að verða leiðandi framleiðslufyrirtæki í Evrópu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Sagafilm er mjög lifandi og skapandi vinnustaður ásamt því að vera mjög uppbyggjandi og ómetanleg reynsla sem fólk fær fyrir hvert verkefni sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Sagafilm vinnur nú að því að setja á fót svokallað “Talent Lab” þar sem hæfileikaríkt ungt fólk getur komið að hugmyndum sínum og fengið þá aðstoð sem það þarfnast s.s. búnað, aðstöðu og fagmannlegt álit. T.d. hljómsveit sem vill gera tónlistarvídjó, einstaklingar sem vilja gera stuttmynd, mynd í fullri lengd eða bara vídjóblogg. Að þá mun Sagafilm veita þessum aðilum aðstoð við gerð verkefnana. Talent Lab verður auglýst innan tíðar.

Sagafilm www.sagafilm.is

Page 89: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

88 Framadagar Háskólanna 2014 89 Framadagar Háskólanna 2014

Sjávarklasinn www.sjavarklasinn.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Íslenski sjávarklasinn (sem sér um Verkefnamiðlun) hóf starfsemi árið 2011.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Íslenski sjávarklasinn starfar á Íslandi en við sinnum alþjóðlegum verkefnum með fyrirtækjum í Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum og Kanada.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Sjö, þar af fjórir í fullu starfi.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Flestir starfsmenn eru útskrifaðir með BA, MS eða PHD gráðu í hagfræði- og/eða viðskiptafræði. Einnig eru starfsmenn með menntun í sjávarútvegsfræðum og alþjóðaviðskiptum.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, síðastliðin tvö sumur höfum við verið með sumarstörf fyrir 8-12 nemendur.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já. Við höfum mikinn áhuga á að fá góða nemendur til þess að vinna með okkur verkefni um sjávarútveg eða tengdar greinar.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Nemendur þurfa að geta unnið fjölbreytt verkefni, vera óhræddir við að taka frumkvæði og ófeimnir við að koma fram með nýjar hugmyndir.Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Við tengjum saman fólk og fyrirtæki í ýmsum greinum sem tengjast sjávarútvegi eða hafinu þannig að samlegðaráhrif myndast, þekking ólíkra aðila nýtist saman og ný tækifæri og sprotar verða til. Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi og haftengdum greinum er okkar aðal markmið. Um leið leggjum við okkar af mörkum við að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi sjávarútvegsins og þeirrar fjölbreyttu atvinnustarfsemi sem honum tengist.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Við bjóðum upp á skapandi en jafnframt krefjandi og lifandi umhverfi þar sem hægt er að öðlast verðmæta reynslu og tengslanet fyrir framtíðina.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Einkunnir segja ekki allt en mikilvægt er að vanda til verka þegar ferilskrá og kynningarbréfi er skilað inn með umsókn. Þetta eru fyrstu kynni fyrirtækis af nemenda og geta skipt sköpum.

Page 90: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

90 Framadagar Háskólanna 2014 91 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Stokkur Software var stofnað 2008 en hóf fullan rekstur árið 2010

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Aðalstarfsemi fer fram á Íslandi. Við höfum unnið með erlendum fyrirtækjum að sértækjum lausnum og sent starfsmenn erlendis vegna slíkra verkefna.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 13 starfsmenn

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði eru aðalsviðin en erum líka með viðskiptafræðinga.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Við getum boðið sumarstörf í sölu.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já, ef það á við. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Hjá Stokki starfar eingöngu hæfileikaríkt, nýjungagjarnt og bráðskemmtilegt starfsfólk og því nauðsynlegt að nýjir liðsmenn deili þeim eiginlegum.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að smíða frábær öpp sem eru notendavæn og þægileg í notkkun.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Við bjóðum frábær tækifæri til að læra app forritun í vaxandi geira, öðlast reynslu og vinna hjá leiðandi fyrirtæki á sviði app gerðar.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Það eru engin vandamál, bara lausnir.

Stokkur www.stokkur.is

Page 91: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

90 Framadagar Háskólanna 2014 91 Framadagar Háskólanna 2014

Page 92: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

92 Framadagar Háskólanna 2014 93 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað? 1986

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Íslandi

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 100 starfsmenn

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) • 98%+ háskólamenntun • Tölvunarfræði

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? já Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? • Samskipti og samvinna • Frumkvæði • Sjálfstæði

• Jákvæðni • Félagslega sterk(ur) • Tilbúin(n) að sanna sig í starfi • Hreinskilni

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? • Að þróa hugbúnaðarvörur fyrir innlendan og

erlendan markað • Að veita viðskiptavinum framúrskarandi

þjónustu og ráðgjöf á sviði hugbúnaðarþróunar • Að stuðla að velgengni viðskiptavina með

skýr markmið og áherslu á arðsemi verkefna • Að auka á skilvirkni viðskiptaferla hjá

viðskipta vinum til að bæta samkeppnisstöðu og auka verðmæti

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Spenanndi fyrirtæki sem er að vinna í hugbúnaðar-gerð fyrir alþjóðlegan markað.Mikil tækifæri að byggja upp fjölbreytta reynslu Góðir framtíðarmöguleikar

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Kynnið ykkur vel fyrirtækið sem þið ætlið að sækja um starf hjá og þá sérstaklega hvert fyrirtækið er að stefna og hvernig fyrirtækið á samlegð með ykkar markmiðum. Ekki vera feimin að hafa samband

TM Software www.tmsoftware.is

Page 93: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

92 Framadagar Háskólanna 2014 93 Framadagar Háskólanna 2014

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1971

Í hvaða löndum starfar fyrirtækiðÁstralía - Bandaríkin - Frakkland - HollandÍsland (HQ) - Ítalía - Japan - KanadaKína - Kórea - Mexico - Noregur -SpánnSuður Afríka - Svíþjóð - Þýskaland - UK

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 2.200 í heildina – þar af tæplega 400 á Íslandi

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Hjá Össuri er um það bil 50% starfsmanna með háskólamenntun. Menntun starfsmanna er fjölbreytt en flestir eru útskrifaðir úr tækni og verkfræðideild, viðskiptafræðideild og tölvunarfræðideild.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?JáHafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við höfum verið dugleg við að fá meistaranema til að vinna lokaverkefni hjá okkur Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Við leggjum áherslu á að ráða til okkar hæfa og metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Okkar markmið er að

gera því fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem völ er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu sem gerir okkur kleift að rækta þetta hlutverk sífellt betur. Við viljum að vörur okkar og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina, því aðeins þannig verður Össur áfram leiðandi á sínu sviði. Stefna Össurar felst í því að hanna tæknilegar gæðalausnir og bæta hreyfanleika. Við nýtum gildi okkar og sérstæða þekkingu til að byggja upp varanlegt samstarf. Á þann hátt náum við árangri í starfi og látum sýn okkar um að fólk njóti sín til fulls verða að veruleika.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Tækifæri til að vera hluti af metnaðarfullum hópi sem leggur sig fram við að gera fólk kleift að lifa án takmarkana

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Vel gerð ferilskrá og góður undirbúningur fyrir ráðningarviðtal er lykilatriði við starfsleit.

Össur www.ossur.is

Page 94: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

94 Framadagar Háskólanna 2014 95 Framadagar Háskólanna 2014 c

Valitor www.valitor.is

Hvenær var fyrirtækið stofnað? Fyrirtækið var stofnað árið 1983. Það hét upphaflega VISA Ísland en nafni þess var breytt árið 2007 í Valitor.

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? Evrópa er starfsvettvangur Valitor en viðskiptatengslin teygja sig víðar. Skrifstofur fyrirtækisins eru á Íslandi, í Danmörku og á Englandi.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?155

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Alls hafa 53% starfsmanna háskólapróf, stærstur hluti þeirra er tölvunarfræðingar, kerfisfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar og lögfræðingar.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Það er lítið um sumarráðningar.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni? Við erum opin fyrir því. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar? Að viðkomandi hafi lifandi áhuga á að ná árangri og samsami sig við gildin okkar sem eru frumkvæði, forysta, traust og samvinna.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar sem starfar á alþjóðlegum vettvangi og leggur áherslu á frumkvæði,

nýsköpun og traust. Valitor hefur frá öndverðu verið í forystu á íslenska kortamarkaðnum um þjónustu, nýjungar og hagkvæmni. Jafnframt eru alþjóðaviðskipti orðin stór þáttur í starfsemi félagsins. Fyrirtækið vill efla þjónustuhæfni sem lýtur að nánu samstarfi við viðskiptavininn og taka virkan þátt í framþróun á tækni í greiðslumiðlun á Íslandi sem og á alþjóðlegum mörkuðum.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur? Valitor er fyrirtæki með traustar stoðir á Íslandi en sér vaxtatækifæri á alþjóðlegum mörkuðum.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Verið opin fyrir tækifærum. Þau leynast oft í ólíklegum störfum.

Valitor // Dalshrauni 3, 220 Hafnarfjörður // 525 0000 // www.valitor.is

SAMVINNAVið erum lifandi fyrirtæki þar sem allir leggjast á árar til að ná framúrskarandi árangri. Með starfsgleði og sterkri liðsheild nýtum við hæfileika okkar enn betur.

Vinnum saman!

FRUMKVÆÐI // SAMVINNA // FORYSTA // TRAUST

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

4-0

22

6

Page 95: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

94 Framadagar Háskólanna 2014 95 Framadagar Háskólanna 2014 Valitor // Dalshrauni 3, 220 Hafnarfjörður // 525 0000 // www.valitor.is

SAMVINNAVið erum lifandi fyrirtæki þar sem allir leggjast á árar til að ná framúrskarandi árangri. Með starfsgleði og sterkri liðsheild nýtum við hæfileika okkar enn betur.

Vinnum saman!

FRUMKVÆÐI // SAMVINNA // FORYSTA // TRAUSTH

VÍT

A H

ÚS

IÐ/S

ÍA

14

-02

26

Page 96: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

96 Framadagar Háskólanna 2014 97 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1986

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Höfuðstöðvar á Íslandi og dótturfyrirtæki í Noregi og Chile.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? 24 starfsmenn á Íslandi, 2 í Noregi og 10 í Chile

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)6 rafmagnsverkfræðingar, 3 vélaverkfræðingar, 1 skipa- og tölvuverkfræðingur, 2 tölvuverkfræðingar, 1 stærðfræðingur, 3 viðskiptafræðingar, 1 markaðsfræðingur, 1 fiskeldisfræðingur, 6 sjávarútvegsfræðingar og 1 dýralæknir.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já við erum opin fyrir því, hafið samband við Björgu, [email protected]

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Já við erum opin fyrir því, hafið samband við Björgu, [email protected] Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Áhugi, metnaður og hæfileiki til að vinna sjálfstætt.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Framtíðarsýn okkar er að vera besti kosturinn í að telja og stærðarmæla lifandi fiska.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Hjá VAKA gefst tækifæri á að vinna raunhæf verkefni sem er frábær undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Endilega kynnið ykkur auglýsingu frá VAKA og HÍ um launað þróunar- og rannsóknar verkefni á heimasíðu VAKA, www.vaki.is.

Vaki www.vaki.is

Page 97: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

96 Framadagar Háskólanna 2014 97 Framadagar Háskólanna 2014

Veritas er móðurfélag 4 fyrirtækja sem öll starfa í heilbrigðisþjónustu en þau eru Vistor, Distica, Artasan og MEDOR.

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Fyrirtækið var stofnað árið 1956 og hét þá Pharmaco. Við störfum aðeins á Íslandi en erum að mestu að þjóna erlendum birgjum.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu? Alls starfa nú 175 starfsmenn hjá okkur.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins?Það er aðeins misjafnt eftir félögum hvernig menntunin starfsmanna er samsett en meirihluti starfsmanna eru háskólagengnir. Lang flestir eru útskrifaður úr hjúkrunarfræði, lyfjafræði eða öðrum raunvísindagreinum. Viðskiptamenntun og vörustjórnun er líka bakgrunnur nokkurra.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Við ráðum í sumarstörf en nær eingöngu í störf fyrir ófaglærða í vöruhúsum.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við höfum tekið vel í að láta vinna fyrir okkur lokaverkefni en aðallega hafa það verið starfsmenn okkar sem stunda nám í háskólum sem unnið hafa slík verkefni.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Varðandi ráðningar þá eru það viðhorf einstaklinga sem mestu ráða þegar aðrar hæfniskröfur hafa verið uppfylltar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Stefna og markmið fyrirtækja okkar er að vaxa og dafna á heilbrigðismarkaði. Við lifum gildin okkar sem eru hreinskiptni, áreiðanleiki og framsækni og segja þau allt um hvers vegna háskólanemar ættu að sækjast eftir starfi hjá okkur.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Besta ráðið til nemenda í atvinnuleit er að skoða hvernig fyrirtæki eru rekin og hverjir eru þar við stjórnvölinn því menn læra mest af góðum stjórnendum.

Veritas www.veritas.is

Page 98: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

98 Framadagar Háskólanna 2014 99 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1932

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið? VERKÍS er með starfsemi á Íslandi, Noregi, Grænlandi, Póllandi, Búlgaríu og Úkraínu, að auki starfar Verkís í Chile í gegnum fyrirtækið GeoThermHydro sem einnig er í eigu ÍSOR. Verkís sinnir einnig verkefnum út um allan heim, og má þar nefna verkefni á Indlandi, Kína, Chile og Kenía.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Um 350 manns.

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna er um 78%, þar af eru um 68% verk- og tæknifræðimenntaðir. Af þeim eru byggingarverk- og tæknifræðingar um 39%, rafmagnsverk- og tæknifræðingar um 14%, vélaverk- og tæknifræðingar um 14% og iðnaðar- og hátækniverkfræðingar um 2%.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema? Já, á hverju ári bjóðum við sumarstarfsmenn velkomna til starfa að spennandi verkefnum.

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við skoðum slíkt með mjög jákvæðum augum. VERKÍS er t.d. með samstarfssamning við HR varðandi leiðbeinendur í lokaverkefnum í tæknifræði, iðnfræði sem og mastersverkefni í verkfræði eða tengdum greinum.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?VERKÍS einsetur sér að ráða vel menntað starfsfólk sem býr yfir sjálfstæði, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum. Áhersla er lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð og vilja til að tileinka sér nýjungar.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið?Hlutverk VERKÍS er að veita vandaða og faglega ráðgjöf. VERKÍS stefnir að því að ná framúrskarandi árangri á öllum sviðum starfseminnar með vel skipulögðu fyrirtæki sem styðst við heilsteypta og skýra stefnu í öllu sínu starfi. Á Íslandi ætlar VERKÍS að vera í fremstu röð í ráðgjöf í verkfræði og tengdum greinum og ná sömuleiðis markverðri fótfestu erlendis. VERKÍS kappkostar að láta gott af sér leiða fyrir viðskiptavini, starfsmenn sína, samstarfsaðila, þjóðfélagið og umhverfið. VERKÍS setur sér markmið sem eru unnin af stjórnendum og starfsmönnum, samþykkt í framkvæmdastjórn og staðfest af stjórn. Árangur er mældur og eftirfylgni er með því að sett markmið náist.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?VERKÍS er elsta verkfræðistofa landsins. Þar starfa sérfræðingar á öllum sviðum verkfræðinnar að mjög fjölbreyttum verkefnum. Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og öflugu félagslífi.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Við hvetjum nemendur til þess að vanda til verka þegar sótt er um starf hjá Verkís en mikilvægt er að fylla vel út umsóknareyðublað á heimasíðunni (www.verkis.is) ásamt því setja öll tilheyrandi skjöl með s.s. áfangayfirlit, ferilskrá og meðmæli.

Verkís www.verkis.is

Page 99: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

98 Framadagar Háskólanna 2014 99 Framadagar Háskólanna 2014

Page 100: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

100 Framadagar Háskólanna 2014 101 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?Vodafone á Íslandi var stofnað 2003 við samruna þriggja fjarskiptafyrirtækja Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Vodafone á Íslandi á dótturfyrirtækið Vodafone í Færeyjum. Við vinnum jafnframt náið með alþjóðafyrirtækinu Vodafone Group, sem starfar í yfir 30 löndum og er með samstarfsaðila í 40 löndum til viðbótar. Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?Það eru um 360 starfsmenn sem starfa hjá Vodafone. Hvernig er skiptingin háskólamenntunar innan fyrirtækisins?(Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir)Skiptingin er afar drefið, en flestir starfsmenn eru með menntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða viðskiptafræði. Rúmlega 50% af starfsfólki eru með háskólamenntun og þar af eru 7% með mastersgráðu. Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Við erum svo heppin að vera með mikið af

háskólanemum í hlutastarfi og koma þeir jafnan inn í þau sumarstörf sem í boði eru. Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Við höfum alltaf áhuga á spennandi verkefnum sem gætu nýst fyrirtækinu og öllum hugmyndum er tekið fagnandi. Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Að fólk sýni frumkvædði og hafi raunverulegan áhuga á starfinu sem það er að sækja um. Viðmót umsækjenda getur líka haft allt að segja um valið.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?Fjarskiptaheimurinn er gríðarlega spennandi og þróunin innan hans er mikil. Við segjum oft að við tökum verkefnin okkar hátíðlega en ekki okkur sjálf og eru þessi verkefnin mörg og margvísleg. Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri?Við umsóknir um störf skiptir miklu að vanda ferilskrár og koma vel undirbúin í öll starfsviðtöl.

Vodafone www.vodafone.is

Page 101: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

100 Framadagar Háskólanna 2014 101 Framadagar Háskólanna 2014

Page 102: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

102 Framadagar Háskólanna 2014 103 Framadagar Háskólanna 2014 c

Hvenær var fyrirtækið stofnað?1995

Í hvaða löndum starfar fyrirtækið?Wise er með skrifstofur í Reykjavík, Akureyri og í Halifax, Kanada.Viðskiptavinir Wise eru á fimmta hundruð víðs vegar um heiminn: í Evrópu, Asíu, USA og Eyjaálfu.

Hversu margir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu?76 manns

Hvernig er skipting háskólamenntunar innan fyrirtækisins? (Af hvaða sviðum eru starfsmenn útskrifaðir) Yfir 90% af okkar starfsfólki er háskólamenntað af ýmsum sviðum og má þá helst nefna: tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði og viðskiptafræði.

Bjóðið þið upp á sumarstörf fyrir háskólanema?Já, við höfum boðið upp á einhver sumarstörf

Hafið þið áhuga á að láta vinna fyrir ykkur lokaverkefni?Það gæti komið til greina. Hvert tilfelli skoðað sérstaklega.

Hvaða eiginleikar skipta ykkur mestu máli við ráðningar?Persónuleiki, reynsla, menntun og góð mannleg samskipti.

Hver er stefna fyrirtækisins og markmið? Að vera framúrskarandi í þjónustu og gerð lausna á sviði viðskiptalausna.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um starf hjá ykkur?

Wise hefur verið í örum vexti bæði innanlands sem erlendis og er leiðandi á sviði viðskiptalausna fyrir flestar gerðir fyrirtækja og stofnanna. Starfsfólk Wise er metnaðarfullt og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu.

Góð ráð til nemenda/ annað sem þið viljið koma á framfæri? Eldmóður og þekking - vera áreiðanlegur bæði í starfi sem einkalífi er vænlegt til árangurs.

Wise www.wise.is

Wise lausnir ehf.Borgartún 26, 105 ReykjavíkHafnarstræti 102, 600 Akureyrisími: 545 3200 » [email protected]

- snjallar lausnir

545 3200 wise.is [email protected]

Dynamics NAV

Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag.

Lausnin veitir góða y�rsýn y�r reksturinn á sviði �árhagsstjórnunar, framleiðslu, skýrslugerðar og sölu- og markaðssetningar.

Notendavæn og sveigjanleg lausn sem einfalt er að bæta við ker�seiningum eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Wise hefur sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði: viðskiptagreindar, �ármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og �utninga.

Snjallar lausnir- fyrir stærri sem smærri fyrirtæki

Page 103: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

102 Framadagar Háskólanna 2014 103 Framadagar Háskólanna 2014

Wise lausnir ehf.Borgartún 26, 105 ReykjavíkHafnarstræti 102, 600 Akureyrisími: 545 3200 » [email protected]

- snjallar lausnir

545 3200 wise.is [email protected]

Dynamics NAV

Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag.

Lausnin veitir góða y�rsýn y�r reksturinn á sviði �árhagsstjórnunar, framleiðslu, skýrslugerðar og sölu- og markaðssetningar.

Notendavæn og sveigjanleg lausn sem einfalt er að bæta við ker�seiningum eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Wise hefur sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði: viðskiptagreindar, �ármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og �utninga.

Snjallar lausnir- fyrir stærri sem smærri fyrirtæki

Page 104: Kynningarbæklingur Framadaga Háskólanna 2014

104 Framadagar Háskólanna 2014 104 Framadagar Háskólanna 2014 c

Okkar rannsóknir– allra hagur

Ljótur en ómenguð auðlind

Hvort sem fiskurinn er fallegur eða ljótur þá er hann góður kostur sem hlutiaf hollu mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Ekki þurfa neytendur heldur aðhræðast óæskileg efni sem oft finnast í sjávarfangi frá öðrum hafsvæðumenda er hreinleiki og hollusta íslenskra sjávarafurða ótvíræð.

9

8

7

6

5

4

3

2

1

0Dioxin DL-PCB Dioxin og DL-PCB

0,1 0,2

3

4

PG/g

WH

O-T

EQ (B

laut

vigt

)

Dæmi um magn óæskilegra efna í skötusel(þrávirk lífvirk efnasambönd)

0,3

8

5

4

3

2

1

0

Dioxin DL-PCB

5

4

3

2

1

0

Dioxin DL-PCB

5

4

3

2

1

0

Dioxin DL-PCB

Rauðspretta Karfi Ufsi

Ísland ESB mörk

Fleiri dæmi um magn óæskilegra efna(þrávirk lífvirk efnasambönd)

Ljótur

Hlutverk Matís er að efla sam keppnis -

hæfni íslenskra afurða og atvinnu -

lífs, bæta lýðheilsu og tryggja mat-

vælaöryggi og sjálfbæra nýtingu

um hverfisins með rannsóknum, ný-

sköpun og þjónustu.

Hollt og hreint íslenskt sjávarfang = traust í viðskiptum = auknar gjaldeyristekjur.

Hvort sem fiskurinn er fallegur eða ljótur þá er hann góður kostur sem hluti af hollu mataræði og heilbrigðum lífstíl. Ekki þurfa neytendur heldur að hræðast óæskileg efni sem oft finnast í sjávarfangi frá öðrum hafsvæðum enda er hreinleiki og hollusta íslenskra sjávarafurða ótvíræð.

Matís ohf | Skúlagötu 4101 Reykjavík | 422 5000 | www.matis.is

en ómenguð auðlind

anon

ymus

|

66

34

3 6

6

Á heimasíðu Matís er haldið utan um öflugan gagnagrunn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi og þar má glögglega sjá styrkleika íslenska fiskins. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir íslenska neytendur en ekki síður fyrir fyrirtæki í útflutningi á íslenskum sjávarafurðum.

Teikningar af fiskum eftir Jón Baldur Hlíðberg

Á heimasíðu Matís er haldið utan um öflugan gagnagrunn um óæskileg efni í íslensku sjávarfangiog þar má glögglega sjá styrkleika íslenska fisksins. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir íslenska neytendur en ekki síður fyrir fyrirtæki í útflutningi á íslenskum sjávarafurðum.

Hlutverk Matís er að efla samkeppnis-hæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu og tryggja matvæla-öryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Matís ohf. | Vínlandsleið 12113 Reykjavík | 422 5000 | www.matis.is