35
Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

Háskólinn á Akureyri2015-2016

unak.is

Page 2: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

EfnisyfirlitSvona er Háskólinn á Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3

Háskólabærinn Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4

Háskólinn á Akureyri í hnotskurn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Hjúkrunarfræði BS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Iðjuþjálfunarfræði BS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum MS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Félagsvísindi BA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

Fjölmiðlafræði BA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Nútímafræði BA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Sálfræði BA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Rannsóknartengt meistaramám í félagsvísindum MA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Kennarafræði BEd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25

Menntunarfræði MEd og viðbótarpróf á meistarastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27

Menntavísindi MA og viðbótarnám á meistarastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29

Lögfræði BA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31

Lögfræði ML . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Heimskautaréttur (Polar Law) LLM/MA/Diplóma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35

Líftækni BS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39

Sjávarútvegsfræði BS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41

Viðskiptafræði BS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43

Rannsóknartengt meistaranám í auðlindafræðum MS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45

Rannsóknartengt meistaranám í viðskiptafræði MS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47

Uppbygging námsleiða (töflur) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49-53

Íslandsklukkan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Þjónusta við nemendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57

Háskólalíf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

Félagslíf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61

Upplýsingar fyrir umsækjendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63

Page 3: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

2 3

Metnaður er nauðsynlegur til að ná árangri, auka þekkingu sína og færni. Hann knýr okkur áfram í starfi og leik. Metnaður er ríkjandi þáttur í samfélagi Há-skólans á Akureyri enda hefur skólinn vaxið öruggum skrefum frá því hann var stofnaður árið 1987. Það ger-ist ekki í tómarúmi. Nemendur, kennarar, stjórnendur skólans og samfélagið á Akureyri hafa saman skapað háskólasamfélag sem hefur sérstöðu, ekki aðeins á Íslandi, heldur víðar. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám og rannsóknir á sviðum sem aðrir háskólar bjóða ekki upp á og keppir að auki við aðra háskóla á hefð-bundnari fræðasviðum. Við ætlum okkur til framtíðar að vera í forystu í sjávarútvegsfræðum, fjölmiðlafræði og rannsóknum sem snúa að norðurslóðum. Í þessu samspili sérhæfingar og fjölbreytni liggur ekki síst styrkur skólans.

Skóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Skóli er samfélag. Háskólinn á Akureyri er litríkt samfélag fræðimanna og nemenda sem hefur sett mikinn svip á höfuðstað Norðurlands. Stærð sam-félagsins gerir það að verkum að vægi hvers og eins er meira en við þekkjum í stærri skólum. Við hlökkum til að taka á móti þér og sjá þig vaxa sem einstakling í Háskólanum á Akureyri.

Hver og einn hefur mikið fram að færa – Háskólinn á Akureyri er samfélag sem hlustar

Eyjólfur Guðmundsson rektor

Page 4: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

4 5

??????

Akureyri. Margt er hægt að rita um þetta átján þúsund manna vaxandi bæjarfélag við Eyjafjörð. Fallegur og gróinn bær sem oft er kallaður höfuðstaður Norður-lands. Spurðu Akureyring um veðrið og það er alltaf gott. Alltaf. Kannski er veður hugarástand. Það er í það minnsta gott hugarástand. Háskólinn á Akureyri er stór og vaxandi hluti af samfélaginu. Líklega er Akureyri eini eiginlegi háskólabærinn á Íslandi.

Mannlífið á Akureyri er fjölbreytt og lifandi, allt frá kaffi-húsum til menningarstofnana sem laða að sér hæfileika- ríkt fólk frá öllu landinu. Tónleikar, leikhús, myndlist, bókmenntir. Hér bjó eini rokkarinn í þjóðskáldastétt, Davíð Stefánsson, sjálft sálmaskáldið Matthías Jochums-son, Nonni og allir eiga þeir sitt eigið hús.

Það er einfalt að vera umhverfisvænn á Akureyri, allt innan seilingar. Spurðu Akureyring til vegar og hann segir þér til upp og niður, út og inn og norður og suður. Og það er aldrei langt að fara. Í mesta lagi 10 mínútna gangur ef þú hleypur.

Akureyri er íþróttabær. Rétt er að kynna sér helstu fylkingar áður en maður blandar sér í heitar umræður um íþróttir á Akureyri. Gult er ekki rautt og rautt verð-ur aldrei gult. Aðstaðan er til fyrirmyndar, hvort sem þú stundar fimleika, knattspyrnu, handknattleik, blak, golf, sund, skotfimi, vilt henda þér í íshokkí og ekki má gleyma krullunni. Þá er líka fjöldi líkamsræktarstöðva. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Fyrir ofan og allt um kring er einstök náttúra. Fjöll sem sumir vilja klífa og aðrir renna sér niður. Þetta er allt undir þér komið. Eins og lífið. Hvað þú vilt. Hvað þig langar.

Hvernig sem fer. Hvað sem þú ákveður. Á Akureyri ertu alltaf velkomin(n).

Háskólabærinn Akureyri

Page 5: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

6 7

Háskólinn á Akureyri í hnotskurn Háskólinn á Akureyri (HA) leggur áherslu á kennslu í smærri hópum sem skilar sér í persónulegum og gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem gott aðgengi nemenda er að kennurum . HA er alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölmargar námsleiðir, bæði í grunn- og framhaldsnámi . Nær allt nám sem kennt er við HA er hægt að stunda bæði í staðarnámi og fjarnámi .Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsgreinar sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félags-vísindi . Samstarf við atvinnulífið og ýmsar stofnanir er sérstök lyftistöng og veitir nemendum innsýn í það umhverfi sem bíður þeirra eftir háskólanám . Háskólinn á Akureyri er á einstaklega fallegum stað í hjarta Akureyrarbæjar .

NámsumhverfiÖll kennsla við Háskólann á Akureyri fer fram á einu svæði og eru húsakynni háskólans með því besta sem gerist . Húsnæði háskólans er nýlegt og er aðstaða nemenda og kennara til náms og kennslu framúrskarandi . Við upphaf náms fá nemendur afhent aðgangskort og hafa þannig aðgang að lesrýmum skólans hvenær sem er .

FjarnámSífellt fleiri velja að stunda fjarnám og nú er svo komið að um helmingur nemenda við Háskólann á Akureyri eru fjarnemar . Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að mynda nemendahópa þar sem boðið er upp á fjarnám og því er námsframboðið skipulagt í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land en kennt er til yfir 20 staða . Þar hafa nemendur vinnuaðstöðu, nettengingu, aðgengi að myndfundabúnaði og aðstöðu til próftöku . Lokapróf eru í flestum tilvikum tekin hjá fræðslu-og símenntunarmiðstöðvunum . Námið fer að mestu fram um netið en til stuðnings eru námslotur og myndfundir . Mikilvægt er því að fjarnemar hafi aðgang að öflugri nettengingu . Fyrirkomulag fjarnámsins er mismunandi eftir greinum og má lesa um fyrirkomulagið við hverja námsgrein í þessu riti . Fjarnám er stundað ýmist sem fullt nám samhliða dagskóla eða nám sem er sniðið að þörfum þeirra sem stunda fjarnám samhliða starfi .

Alþjóðlega viðurkennd menntastofnun sem setur nemendur í öndvegiHáskólinn á Akureyri hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis á öllum fræðasviðum sínum, þ . e . í auðlindavísindum, félagsvísindum og heilbrigðisvísindum . Auk þess fékk háskólinn bestu fáanlegu einkunn í viðamikilli stofnanaúttekt sem fram fór á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla skólaárið 2013-2014 . Nefnd erlendra sérfræðinga ásamt fulltrúa íslenskra stúdenta annaðist úttektina en hún var liður í samræmdu gæðastarfi íslenskra háskóla sem er umbótamiðað og með megináherslu á námsumhverfið og nemendur . Í niðurstöðum segist úttektar- nefndin bera traust (confidence) til háskólans, bæði hvað varðar akademískt starf og námsumhverfi . Jafnframt eru tíunduð ýmis atriði þar sem háskólinn hefur sýnt fram á góða starfshætti, t .d . varðandi framboð á fjarnámi, gæða- starf, húsnæði og námsumhverfi, markaðsstarf, bókasafnsþjónustu, öflun upplýsinga með könnunum, virkni nemenda í starfsemi háskólans og síðast en ekki síst í fjármálastjórn .

Gildi Háskólans á AkureyriFramsækni: Háskólinn á Akureyri tileinkar sér bestu fáanlegu þekkingu og tækni við kennslu, rannsóknir og þróun . Hann sækir fram af víðsýni í framlínu vísinda og fræða . Jafnrétti: Í starfi sínu leggur Háskólinn á Akureyri áherslu á að nemendur og starfsfólk nái árangri í námi og starfi óháð fötlun, kynhneigð, kyni, kynþætti, lífsskoðun, trúarbrögðum og uppruna .Sjálfstæði: Háskólinn á Akureyri er sjálfstætt lærdóms- og þekkingarsamfélag sem hefur gagnrýna og sjálf- stæða hugsun að leiðarljósi .Traust: Nemendur og samfélag geta treyst því að öll vinna og samskipti við Háskólann á Akureyri byggi á grunni þar sem haldgóð menntun, gagnrýnin hugsun, vönduð vinnubrögð og heill samfélagsins eru höfð að leiðarljósi .

Page 6: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

8 9

HeilbrigðisvísindasviðHjúkrunarfræðideild

Meginmarkmið hjúkrunarfræðinnar er að efla heilbrigði skjólstæðinga sinna, bæta líðan þeirra í veikindum og stuðla að auknum lífsgæðum, hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, fjölskyldum eða samfélaginu í heild . Hjúkrunarfræðin er margþætt og getur eflt og styrkt þá sem hana stunda á margvíslegan hátt .

Áherslur námsinsHjúkrunarfræði er fræðigrein sem skoðar þarfir einstaklinga og fjölskyldna þeirra á öllum aldursstigum; heilbrigða og sjúka; samskipti, fræðsluþarfir og viðhorf . Hjúkrunarfræðinámið við HA hefur getið sér gott orð og er alþjóðlega viðurkennt . Það hefur tekið mið af þeirri þróun sem hefur orðið í fræðigreininni . Námið er byggt á sterkum faglegum grunni í raunvísindum, hug- og félagsvísindum auk hjúkrunarfræðigreinum . Strax á fyrsta ári fara nemendur út um allt land í klínískt nám . Reynslan hefur sýnt að námsumhverfið í hjúkrunar-fræðináminu við skólann er jákvætt og í hverjum nemendahópi eru í kringum 50 manns . HA er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á fjarnám í hjúkr-unarfræði .

Möguleikar að námi loknuHjúkrunarfræði er nám sem getur gefið þér tækifæri til þess að vinna hvar sem er í heiminum . Möguleikarn-ir eru margir . Þú getur t .d . unnið á heilbrigðisstofnun-um, í heimahúsum, við kennslu, sölustörf, með börnum í skóla eða farið til þróunarlandanna . Þú getur líka farið í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis .

Er hjúkrunarfræði fyrir þig?• Hefur þú áhuga á að vinna með fólki?• Hefur þú áhuga á heilsu og forvörnum?• Hefur þú áhuga á að auka þekkingu þína á samspili

ólíkra þátta sem hafa áhrif á heilsuna?

• Hefur þú áhuga á að vita hvernig bregðast á við í bráðatilfellum?

• Hefur þú áhuga á að vita meira um hvernig hægt er að takast á við langvinna sjúkdóma?

• Viltu eiga möguleika á að geta valið um mismunandi starfsvettvang?

Fyrirkomulag námsKennsla fer fram við Háskólann á Akureyri og á netinu . Nemendur eru búsettir víðs vegar um landið, á Akureyri sem annars staðar . Fjarnám fer fram sam-hliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Námsefni er aðgengilegt á lokuðum vefsíðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti og fleira . Gerð er krafa um að allir nemendur komi einu sinni til tvisvar á hverju misseri í fimm til tíu daga námslotur sem haldnar eru í húsakynnum háskólans og taki þátt í verklegri þjálfun og umræðutímum .

Aðgengi að kennurum og samnemendumMest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíður námskeiða og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda, bæði staðarnema og fjarnema, eftir samkomulagi . Nemend-ur nýta ýmsar samskiptaleiðir við námið, s .s . umræðu-þræði og Facebook-hópa .

Upplýsingar um námið veitirIngibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvís-indasviðs, sími 460 8036, netfang: ingibs@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 49

Hjúkrunarfræði BS4 ára nám, 240 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Hjúkrunarfræði við HA er alþjóðlegt nám og hægt er að starfa við fagiðhvar sem er í heiminum

Í námi mínu við HA fannst mér skipta mestu máli jákvætt og hvetjandi viðmót kennara ásamt persónulegu og hlýlegu umhverfi . Það er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég sóttist eftir að fá vinnu við skólann .

Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA

Page 7: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

10 11

HeilbrigðisvísindasviðIðjuþjálfunarfræðideild

Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og lífsgæði fólks, eflingu og samfélagsþátttöku .

Áherslur námsinsNámið byggir á heilbrigðis-, líf- og félagsvísindum, þar sem lögð er áhersla á iðju fólks og lífsgæði þess . Í náminu er miðlað til nemenda þekkingu og viðhorfum sem endurspegla stöðu og þróun iðjuþjálfunarfræði á hverjum tíma . Nemendum er kennt hvernig skuli veita vandaða þjónustu og vinna í samstarfi við notendur . Horft er á hvernig umhverfi, t .d . á heimili og vinnustað, og einstaklingsþættir hafa áhrif á færni og þátttöku fólks í samfélaginu og skoðaðar ýmsar leiðir til úr-lausna . Vettvangsnám er samtals 25 vikur og fer fram í fjölbreytilegu starfsumhverfi iðjuþjálfa víða um land .

Möguleikar að námi loknuIðjuþjálfar menntaðir í HA starfa meðal annars innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu, hjá félagasamtökum og á almennum markaði . Ýmsir hafa kosið að fara í frekara nám á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s .s . í lýðheilsufræðum eða stjórnun . Alþjóðleg viðurkenning námsins opnar möguleika á frekara námi og störfum erlendis .

Er iðjuþjálfunarfræði fyrir þig?• Hefur þú áhuga á fólki og langar til að vinna með því

við að efla heilsu þess, virkni og lífsgæði?• Hefur þú áhuga á því sem fólk tekur sér fyrir hendur

og hvernig það hefur áhrif á líf fólks?• Hefur þú velt fyrir þér þjónustu innan heilbrigðis-,

félags- og menntamála og hvort hún komi til móts við þarfir allra þegna samfélagsins?

• Skiptir þátttaka allra í samfélaginu máli í þínum huga?

• Viltu taka þátt í að bæta hag barna, fullorðinna og aldraðra?

• Viltu vinna að forvörnum og breyttu viðhorfi til fatlaðs fólks?

Fyrirkomulag námsKennsla fer fram við Háskólann á Akureyri og á netinu . Nemendur eru búsettir víðs vegar um landið, á Akureyri sem annars staðar . Fjarnám fer fram sam-hliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Námsefni er aðgengilegt á lokuðum vefsíðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti og fleira . Gerð er krafa um að allir nemendur komi einu sinni til tvisvar á hverju misseri í vikulangar námslotur, sem haldnar eru í húsakynnum Háskólans á Akureyri, og taki þátt í verklegri þjálfun og umræðutímum .

Aðgengi að kennurum og samnemendum Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíður námskeiða og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda, bæði staðarnema og fjarnema, eftir samkomulagi . Nemend-ur nýta ýmsar samskiptaleiðir við námið, s .s . umræðu-þræði og Facebook-hópa .

Upplýsingar um námið veitirIngibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8036, netfang: ingibs@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 49

Iðjuþjálfunarfræði BS4 ára nám, 240 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í iðjuþjálfunarfræði

Að loknu námi í iðjuþjálfun við HA fékk ég fjölbreytt og spennandi stjórnunarstarf sem felur í sér að innleiða nýja sýn og áherslur í þjónustu við geðfatlaða . Námið nýtist mér á hverjum degi í lífi og starfi .

Ólafur Örn Torfason, iðjuþjálfi og forstöðumaður búsetuþjónustu

Page 8: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

12 13

HeilbrigðisvísindasviðFramhaldsnámsdeild

Hefur þú áhuga á að efla þig og vinna þvert á ólík svið heilbrigðisvísinda? Þá gæti þverfaglegt diplóma- eða meistaranám í heilbrigðisvísindum verið eitthvað fyrir þig . Lögð er áhersla á virkni nemenda og umræður . Að jafnaði eru verkefni í stað prófa . Kennt er í lotum og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með því . Námslotur eru fjórar á hverju misseri, ein í mánuði, einn sólarhringur fyrir hvert námskeið . Í tengslum við mörg námskeiðin eru haldin opin málþing eða ráð-stefnur .

Áherslur námsinsÍ náminu eru nokkur skyldunámskeið . Að öðru leyti skipuleggja meistaranemar námið í samráði við leiðbeinanda sinn og nýta meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða erlendis, sem samræmast áherslu þeirra í náminu . Ef þú hefur áhuga á einhverju tilteknu sérsviði er einnig boðið upp á mörg sérfræðisvið . Meistaranámið veitir prófgráðuna MS í heilbrigðisvísindum (120 ECTS) og diplómanámið veitir prófgráðuna Diplómagráða í heilbrigðisvísindum (45 ECTS) . Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar . Þetta eru þeir námskrárþættir sem eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi námskeiða, og leiðarljós í kennsluháttum og námsmati .

Fyrir hverja er námið?Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið BS námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með að öllu jöfnu fyrstu einkunn frá viðurkenndri háskólastofnun .

Margvíslegir möguleikar að námi loknuNemendur sem hafa útskrifast með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum vinna á ýmsum sviðum og oftast á því sérsviði sem þeir hafa valið sér í framhaldsnáminu . Þá hafa ýmsir haldið áfram námi og farið í dokt-orsnám . Margir starfa í stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga á sínu sérsviði .

Upplýsingar um námið veitirIngibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvís-indasviðs, sími 460 8036, netfang: ingibs@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 49

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum MS2 ára nám, 120 ECTS einingar, staðbundið lotunám1 árs diplómanám, 45 ECTS einingar, staðbundið lotunám

Meistaranám í heilbrigðisvísindum við HA miðar að því að fólk geti stundað námið með vinnu

Einn skemmtilegasti hluti námsins er að hitta heilbrigðisstarfsmenn úr ýmsum fagstéttum og ræða málin . Námið krefst mikils af nemendum og góð skipulagning er nauðsynleg .

Unnur Pétursdóttir, MS í heilbrigðisvísindum og formaður Félags sjúkraþjálfara

Page 9: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

14 15

Hug- og félagsvísindasviðFélagsvísindadeild

Félagsvísindanámið er fjölbreytt námsleið þar sem er lögð áhersla á að skoða samspil einstaklings, samfé-lags og menningar á ýmsum sviðum mannlífsins út frá forsendum helstu greina félagsvísindanna .

Áherslur námsins Nám í félagsvísindum er byggt á grundvelli félags-fræði, mannfræði og stjórnmálafræði . Lögð er áhersla á að veita nemendum skilning á eðli hópa, stofnana og samfélaga, forsendum samstöðu og átaka og helstu áhrifaþáttum samfélagsbreytinga . Jafnframt fá nemendur þjálfun í skipulagningu og framkvæmd rannsókna af ýmsu tagi . Nemendur hafa umtalsvert val í námi sínu og geta t .d . lagt sérstaka áherslu á byggðafræði, ferðamálafræði, kynjafræði, norður-slóðafræði, þróunarhagfræði og æskulýðsfræði . Mögulegt er að taka hluta námsins við aðra innlenda eða erlenda háskóla .

Möguleikar að námi loknu Nám í félagsvísindum er krefjandi og opnar ýmsar dyr . Hinn fjölbreytti grunnur námsins nýtist til starfa hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis jafnt sem erlendis . Brautskráðir nemendur hafa því náð góðum árangri á vinnumarkaði . Nám í félagsvísindum er jafnframt mjög góður grunnur fyrir hvers konar framhaldsnám á sviði félagsvísinda við íslenska og erlenda háskóla .

Eru félagsvísindi fyrir þig?• Hvers vegna fremja sumir glæpi en aðrir ekki?• Hvað er málið með jafnrétti kynjanna? • Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á fólkið á norðurslóðum?• Hvar liggja valdaþræðirnir í samfélaginu?• Hvaða máli skiptir fjölmiðlanotkun ungs fólks?• Eru byggðir landsins í sókn?

Fyrirkomulag fjarnámsFjarnámið er óháð stað og hægt að stunda það hvaðan sem er ef viðkomandi er í góðu tölvusambandi . Námsefnið og kennslan eru aðgengileg á lokuðum vef-síðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti eða aðrar aðferðir . Gerð er krafa um að fjarnemar komi á hverri önn í sérstakar námslotur sem haldnar eru í húsakynnum Háskólans á Akureyri .

Aðgengi að kennurum og samnemendumFjarnámið fer fram samhliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíður námskeiðanna og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda eftir samkomulagi . Í námslotum vinna staðarnemar og fjarnemar saman í tímum, en auk þess er hópvinna um ýmis verkefni algeng og í slíkum verkefnum vinna staðar- og fjarnemar iðulega saman, gjarnan í sérstökum Facebook-hópum .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 50

Félagsvísindi BA3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Áhersla á öflugt fjarnám gefur nemendum tækifæri til að búa í heimabyggð sinni en stunda krefjandi og skemmtilegt námí félagsvísindum við HA

Námið í félagsvísindum við HA er bæði fjölbreytt og skemmtilegt . Það veitir frábæran grunn fyrir framtíðarstarf og fyrir frekara nám á ýmsum sviðum .

Sonja Gunnarsdóttir, enskukennari í Barcelona

Page 10: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

16 17

Hug- og félagsvísindasviðFélagsvísindadeild

Fjölmiðlafræðin er fræðigrein sem skoðar fjölmiðla, stöðu þeirra og áhrif í samfélaginu . Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í fjölmiðlafræði til BA prófs .

Áherslur námsinsFjölmiðlafræðinámið tekur mið af þeirri þróun sem hefur orðið á þessu sviði í helstu háskólum á Vestur-löndum . Það er gert með því að tengja saman faglega þekkingu og færni í framsetningu, sem er viðfangsefnið í svonefndum blaðamannaháskólum, og fræðilega þekkingu og aðferðafræði sem er undirstaðan í hefð-bundnu háskólanámi . Nemendur fá verklega þjálfun, til að mynda í prent- og ljósvakamiðlun, samhliða því að þeir fá fræðilega skólun í samfélagslegri, lagalegri og siðferðilegri umgjörð blaðamennsku og fjölmiðlunar .

Möguleikar að námi loknuFjölmiðlafræðingar frá HA hafa fengið mjög góðar viðtökur á vinnumarkaði og margir þeirra eru nú við störf á íslenskum fjölmiðlum eða í einhvers konar upplýsinga-miðlun . Aðrir hafa kosið að fara í framhaldsnám erlendis á ýmsum sviðum, s .s . markaðsfræði, stjórnmálafræði, kynjafræði og ýmsum fjölmiðlatengdum greinum, enda opnar fjölmiðlafræði einmitt dyr til slíks .

Er fjölmiðlafræði fyrir þig? • Hefur þú velt fyrir þér hvort allt sé satt sem birtist í

fjölmiðlum og hvort fjölmiðlaveruleikinn sé kannski manngerður sýndarveruleiki?

• Ert þú tilbúin(n) til að vinna við að miðla upplýsing-um í fjölmiðlum eða annars staðar eða jafnvel túlka upplýsingar og greina?

• Vilt þú skapa þér fjölbreytta möguleika á framhalds-námi og opna dyr í ýmsar áttir?

• Langar þig að skyggnast bak við tjöldin og skilja hvernig fjölmiðlarnir virka og prófa að búa sjálf(ur) til fjölmiðlaefni?

• Hefur þú velt fyrir þér hver munurinn er á samfélags-miðlum og hefðbundnum miðlum?

Fyrirkomulag fjarnámsFjarnámið er óháð stað og hægt að stunda það hvaðan sem er ef viðkomandi er í góðu tölvusambandi . Náms-efnið og kennslan eru aðgengileg á lokuðum vefsíðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti eða aðrar aðferðir . Gerð er krafa um að fjarnemar komi á hverri önn í sérstakar námslotur sem haldnar eru í húsakynnum Háskólans á Akureyri .

Aðgengi að kennurum og samnemendumFjarnámið fer fram samhliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíður námskeiðanna og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda eftir samkomulagi . Í námslotum vinna staðarnemar og fjarnemar saman í tímum, en auk þess er hópvinna um ýmis verkefni algeng og í slíkum verkefnum vinna staðar- og fjarnemar iðulega saman, gjarnan í sérstökum Facebook-hópum .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 50

Fjölmiðlafræði BA3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Á hverju ári hafa fjölmiðlafræðinemar ritstýrt og skrifað jólablað Vikudags, staðarblaðs á Akureyri, sem dreift er víða á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur vakið mikla athygli

Fjölmiðlafræðin er áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt nám, bæði fræðilegt og verklegt . Það býr mann vel undir framtíðina, hvort sem þú hyggur á starf eða frekara nám á sviði fjölmiðla .

Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður og handhafi bresku útvarpsverðlaunanna, British Public Radio Award, árið 2013

Page 11: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

18 19

Hug- og félagsvísindasviðFélagsvísindadeild

Hvenær hófst þessi nútími? Ekki í gær eða fyrradag –heldur með iðnbyltingunni á 18 . og 19 . öld . Nútíminn birtist í lífsháttum okkar, hugmyndaheimi og samfé-lagsgerð,sem er spennandi að kynna sér .

Áherslur námsinsNútímafræði er rétta námið fyrir þá sem vilja öðlast skýra, gagnrýna hugsun sem byggir á breiðri þekkingu á þróun samfélagsins og verða þannig meðvitaðir ríkisborgarar og neytendur í samfélagi nútímans . Námið er blanda af heimspeki, siðfræði, sagnfræði og samfé-lagsgreinum . Mörg valnámskeið eru í boði og góðir möguleikar á skiptinámi bæði innanlands og erlendis .

Möguleikar að námi loknuNám í nútímafræði miðar að því að efla víðsýni, þroska og tjáningu . Slíkir eiginleikar eru eftirsóttir hjá fyrir-tækjum, samtökum, sveitarfélögum og stofnunum, t .d . á sviði menningarmála, kennslu, upplýsingamiðlunar og fréttamennsku . Námið býr nemendur einnig undir framhaldsnám í ólíkum greinum hug- og félagsvísinda, allt frá mannfræði til siðfræði og sagnfræði .

Er nútímafræði fyrir þig?• Hefur þú gaman af að rökræða um álitamál sam-

tímans?• Viltu öðlast dýpri skilning á rótum þeirra og skilja

betur hvað einkennir nútímann?• Viltu bregðast við kröfu samtímans um sveigjanleika

og víðsýni með því að kynnast aðferðum ólíkra fræðigreina?

• Hefur þú áhuga á að miðla efni til almennings eða faghópa?

• Viltu verða þér úti um breiðan grunn til frekara náms í ýmsum greinum hug- og félagsvísinda?

• Viltu auka færni þína í að hugsa, greina og tjá þig á rökréttan, gagnrýninn og árangursríkan hátt?

Fyrirkomulag fjarnámsFjarnámið er óháð stað og hægt að stunda það hvaðan sem er ef viðkomandi er í góðu tölvusambandi . Náms-efnið og kennslan eru aðgengileg á lokuðum vefsíðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti eða aðrar aðferðir . Gerð er krafa um að fjarnemar komi á hverri önn í sérstakar námslotur sem haldnar eru í húsakynnum Háskólans á Akureyri .

Aðgengi að kennurum og samnemendumFjarnámið fer fram samhliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara í gegnum vefsíður námskeiðanna og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda eftir samkomulagi . Í námslotum vinna staðarnemar og fjarnemar saman í tímum, en auk þess er hópvinna um ýmis verkefni algeng og í slíkum verkefnum vinna staðar- og fjarnemar iðulega saman, gjarnan í sérstökum Facebook-hópum .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 50

Nútímafræði er ein af sex námsgreinum við HA sem ekki er kennd við aðra háskóla á Íslandi

Nútímafræði BA3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Háskólinn á Akureyri er skapandi og krefjandi vinnustaður en jafnframt þægilegur þar sem maður nær góðum tengslum við bæði samstarfsfólk og nemendur .

Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild HA

Page 12: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

20 21

Hug- og félagsvísindasviðFélagsvísindadeild

Af hverju líður mér svona? Hvers vegna gerði ég þetta? Af hverju get ég ekki hætt að pæla í þessu? Í sál-fræðinni leggjum við áherslu á að reyna að skilja mannlega hegðun, hugsun og tilfinningar .

Áherslur námsinsSálfræði við Háskólann á Akureyri er spennandi og krefjandi nám . Nemendur öðlast grunnþekkingu á ýmsum sviðum sálfræðinnar, meðal annars í þroska barna, sálfræðilegum hliðum þess að eldast, sálmeina-fræði, taugasálfræði, sálmælingum, félagssálfræði, atferlisfræði og vinnusálfræði . Í náminu öðlast nem-endur færni í aðferðum rannsókna, meðal annars með því að taka virkan þátt í rannsóknum . Mikil áhersla er lögð á virka umræðu meðal nemenda og kennara . Þannig þjálfast nemendur í gagnrýnni hugsun .

Möguleikar að námi loknuBrautskráðir nemendur starfa meðal annars við rannsóknir, sem forvarnafulltrúar, taka kennsluréttindi og starfa sem kennarar . Aðrir fara í áframhaldandi nám og öðlast starfsréttindi sem sálfræðingar og starfa margir þeirra sem skólasálfræðingar, á sjúkrahúsum, við ráðgjöf og ýmiskonar meðferðarvinnu . Auk þess veitir námið sterkan grunn fyrir annað framhaldsnám á ólíkum sviðum sálfræðinnar og tengdum greinum eins og í mannauðsstjórnun og fjölskylduráðgjöf .

Er sálfræði fyrir þig? • Veltir þú fyrir þér hvers vegna við hegðum okkur eins

og við gerum?• Vilt þú skilja hugarstarf mannsins betur? • Langar þig í fjölbreytt nám sem opnar þér dyr að

margvíslegu framhaldsnámi?• Hefur þú áhuga á að vinna með fólki?

Fyrirkomulag fjarnámsFjarnámið er óháð stað og hægt að stunda það næstum hvaðan sem er ef viðkomandi er í góðu tölvusambandi . Námsefnið og kennslan eru aðgengileg á lokuðum vefsíðum viðkomandi námskeiðs og getur þar verið um að ræða upptökur á kennslustundum, talsettar glærur, bein gagnvirk samskipti eða aðrar aðferðir . Gerð er krafa um að fjarnemar komi á hverri önn í sérstakar námslotur sem haldnar eru í húsakynn-um Háskólans á Akureyri .

Aðgengi að kennurum og samnemendumFjarnámið fer fram samhliða staðarnámi og mynda staðar- og fjarnemar einn heildstæðan nemendahóp . Mest öll samskipti fjarnema og kennara fara fram í gegnum vefsíður námskeiðanna og samskiptakerfi tengd þeim . Auk þess hafa kennarar ýmist sérstaka viðtalstíma í síma eða taka við fyrirspurnum og erindum nemenda eftir samkomulagi . Í námslotum vinna staðarnemar og fjarnemar saman í tímum, en auk þess er hópvinna um ýmis verkefni algeng og í slíkum verkefnum vinna staðar- og fjarnemar iðulega saman og nýta sér ýmiskonar tækni til þess .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 50

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á sálfræði í fjarnámi

Sálfræði BA3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Upplifun mín af fjarnáminu í sálfræði við HA var frábær . Ég stundaði námið samhliða atvinnumannaferli mínum og er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að stunda 100% nám samhliða vinnunni .

Margrét Lára Viðarsdóttir, atvinnumaður í fótbolta

Page 13: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

22 23

Hug- og félagsvísindasviðFélagsvísindadeild

Rannsóknartengt meistaranám í félagsvísindum veitir nemendum þekkingu á afmörkuðu sviði félagsvísind-anna og hæfni til fjölbreyttra starfa og auk þess færni í vísindalegum vinnubrögðum . Meistaranámið skapar jafnframt traustan grunn fyrir doktorsnám í félagsvísindum .

Áherslur námsinsMeistaranemar taka 30 ECTS einingar við HA eða aðra innlenda eða erlenda háskóla samkvæmt námsáætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins í samráði við leiðbeinanda . Meistaranemar vinna 90 ECTS eininga meistaraverkefni sem getur verið ein lengri ritgerð eða fleiri styttri sem tengjast saman með skýrum hætti . Hver nemandi nýtur stuðnings meistaranefndar viðurkenndra sérfræðinga á viðkomandi sviði .

Fyrir hverja er námið?Væntanlegir nemendur skulu hafa lokið BA eða BS gráðu við viðurkennda háskóla og fengið samþykki væntanlegs leiðbeinanda fyrir rannsóknarhugmynd sinni .

Möguleikar að námi loknuNámið veitir góðan undirbúning fyrir sérfræði- og rannsóknarstörf á ýmsum sviðum félagsvísindanna . Jafnframt opnar námið margvíslega möguleika á doktorsnámi við innlenda og erlenda háskóla .

Upplýsingar um námið veitirÞóroddur Bjarnason, prófessor, sími 460 8652, netfang: thoroddur@unak .is

Rannsóknartengt meistaranám í félagsvísindum MA2 ára nám, 120 ECTS einingar

Námið hentar sérstaklega nemendum sem vilja vinna sjálfstætt að skýrt afmörkuðu viðfangsefni

Loksins fann ég meistaranám sem endurspeglar bæði áhuga minn og starfsreynslu . Í samvinnu við leiðbeinanda minn við HA skipulögðum við einstaklingsmiðað meistaranám í félagsvísindum með áherslu á vinnumarkaðsmál .

Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra

Page 14: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

24 25

Hug- og félagsvísindasviðKennaradeild

Kennaranám veitir traustan undirbúning til starfs á stærsta vinnumarkaði landsins: í leikskólum, grunnskól-um og framhaldsskólum . Í kennaradeild er veitt örugg þekking á undirstöðuþáttum kennarastarfsins og markviss þjálfun til virkrar þátttöku í lifandi menntasam-félagi .

Áherslur námsinsNám til BEd prófs í kennarafræði er fyrri hluti fimm ára náms til MEd prófs sem er forsenda kennslu-réttinda . Fyrsta árið er sameiginlegt öllum nemendum, á öðru ári velja nemendur sér námsleið í samræmi við það skólastig sem þeir hyggjast starfa á og á þriðja námsári auka nemendur enn við sérhæfingu sína með vali á kjörsviði . Markmið námsins er að veita nemend-um alhliða innsýn í kennarafræði og undirbúa þá fyrir frekara nám í fræðum sínum .

Kjörsvið til BEd prófs eru þrjú:• Leikskólastig – áhersla á leikskóla og 1 .–3 . bekk í

grunnskóla• Grunnskólastig 1 – áhersla á grunnskóla• Grunnskólastig 2 – áhersla á grunnskóla og byrj-

unar áfanga í framhaldsskólaHeimilt er að leita kjörsviðssérhæfingar í öðrum háskóladeildum innan og utan HA .

Möguleikar að námi loknuNám til BEd prófs veitir ekki sérstök starfsréttindi en það er mikilvægur undirbúningur fyrir frekara nám til kennsluréttinda .

Er kennarafræði fyrir þig?• Hefur þú einlægan áhuga á ungu fólki?• Hefur þú ánægju af að ræða og lesa um uppeldis-

og skólamál?• Finnst þér miklu skipta hvernig staðið er að menntun

barna og unglinga?• Áttu gott með að vinna með öðrum? • Hefurðu gaman af nýjum hugmyndum og síbreyti-

legum viðfangsefnum?

Fyrirkomulag fjarnámsKennsla til BEd prófs fer fram samtímis í staðarnámi og fjarnámi . Fjarnemar taka þátt í kennslustundum um myndfundabúnað og sækja tíma til fræðslu- og símenntunarmiðstöðva sem eru í samstarfi við HA . Að auki þurfa þeir að koma í nokkrar námslotur til Akureyrar sem auglýstar eru sérstaklega .

Aðgengi að kennurum og samnemendum Fjarnemar hafa jafnt aðgengi að námsgögnum frá kennara og annarri þátttöku innan hvers námskeiðs og staðarnemar á námsvef hvers námsáfanga . Aðgengi að kennurum er gott og þeir svara reglulega erindum sem send eru með tölvupósti .

Upplýsingar um námið veitaTorfhildur S . Þorgeirsdóttir, deildarstjóri, sími 460 8042, netfang: torfhild@unak .is Heiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Yfirgnæfandi meirihluti brautskráðra kennara frá kennaradeild HA hefur farið til starfa í heimabyggð að námi loknu

Kennarafræði BEd3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Kennaranámið við HA er ögrandi og áhuga-vert nám sem glaðbeittir kennarar ná stöðugt að tengja við raunveruleikann .

Heiðar Ríkharðsson, nemandi í kennarafræðum

Page 15: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

26 27

Hug- og félagsvísindasviðKennaradeild

Nám til MEd prófs í menntunarfræðum veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum . Í náminu hljóta nemendur haldgóða fræðilega undirstöðu sem tengd er væntanlegum starfsvettvangi þeirra með löngu samfelldu vettvangsnámi og æfingakennslu .

Áherslur námsinsÍ meistaranámi til MEd prófs er fólk menntað til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum jafnframt því sem hæfni þess til að stunda frekara nám er aukin . Sérstök rækt er lögð við verklega þjálfun kennaraefna með samfelldu vettvangsnámi og æfingakennslu . Náminu lýkur með meistaraprófsritgerð .

Kjörsvið til MEd prófs eru þrjú: • Leikskólastig• Grunnskólastig• FramhaldsskólastigNemendur geta sótt um að taka hluta námsins við aðra háskóla .

Fyrir hverja er námið?MEd nám er ætlað þeim sem lokið hafa bakkalárprófi (BEd/BA/BS) eða sambærilegu námi og vilja afla sér kennsluréttinda . Krafa er gerð um ákveðna tímasókn í námskeið og viðveru í vettvangsnámi og æfinga-kennslu . Viðbótarnám í menntunarfræði er ætlað þeim sem hafa lokið meistaraprófi í kennslugrein fram-haldsskóla og hyggjast afla sér kennsluréttinda .

Möguleikar að námi loknuAð loknu MEd prófi færð þú eða getur sótt um leyfisbréf til kennslu á því skólastigi sem þú hefur sérhæft þig til, þ .e .a .s . í leikskólum, grunnskólum eða framhaldsskólum ellegar þú getur starfað annars staðar í menntakerfinu . Markmiðið með viðbótarnám í menntunarfræðum er að mennta fólk til starfa í menntakerfinu jafnframt því sem hæfni þess til að stunda frekara nám er aukin .

Fyrirkomulag námsKennsla fer fram með breytilegu sniði, sem staðarnám eða fjarnám með stuðningi myndfundabúnaðar (samkennt með staðarnámi), rafræns kennslukerfis, tölvusamskiptum og í staðbundnum námslotum á Akureyri en nemandi ræður námshraða sínum . Vettvangsnám og æfingakennsla fer fram á vettvangi, í skólum .

Upplýsingar um námið veitaTorfhildur S . Þorgeirsdóttir, deildarstjóri, sími 460 8042, netfang: torfhild@unak .isHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Menntunarfræði MEd og viðbótarnám á meistarastigi2 ára nám, 120 ECTS einingar, lotunám1 árs viðbótarnám, 60 ECTS einingar, lotunám

Í meistaranámi til MEd prófs er fólk menntað til starfa í menntakerfinu jafnframt því sem hæfni þess til að stunda frekara nám er aukin

Skemmtilegast fannst mér að læra Íslandssögu, grenndarfræði og líffræði . Nú kenni ég í heima- byggð minni, Þorlákshöfn, og get varla hugsað mér skemmtilegra eða meira gefandi starf .

Anna Sólveig Ingvadóttir, grunnskólakennari og fyrrum fjarnemi HA

Page 16: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

28 29

Hug- og félagsvísindasviðKennaradeild

MA nám í menntavísindum eykur sérhæfingu og sérþekkingu innan fræðasviðsins . Þar gefst nemendum tækifæri til að dýpka þekkingu sína á ákveðnum þáttum innan menntavísinda með það að markmiði að auka starfshæfni þegar á vettvang er komið .

Áherslur námsinsMeistaranám til MA prófs skiptist í kjarnanámskeið, skyldunámskeið á áherslusviðum og meistaraprófsrit-gerð . Í kjarna verða allir að taka tvö námskeið, annað í aðferðafræði og hitt í menntavísindum . Áherslusvið eru sex, sjá töfluna á bls . 51 . Fjöldi eininga á áherslu-sviði ræðst af stærð meistaraprófsritgerðar sem skal falla að áherslusviðinu . Nemendur geta sótt um að taka hluta námsins við aðra háskóla .

Fyrir hverja er námið?Meistaranám til MA prófs er ætlað þeim sem vilja efla starfshæfni sína og sérþekkingu á sviði menntavísinda . Við upphaf náms skráir nemandi sig á tilgreint áherslusvið eða í almennt nám án slíkrar sérhæfingar . Til þess að komast í MA nám þarftu að hafa lokið bakkalárprófi með að lágmarki annarri einkunn .

Möguleikar að námi loknuNám í menntavísindum er sniðið fyrir þá sem þegar hafa öðlast leyfisbréf til kennslu og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig sem kennara eða stunda rannsóknir og fræði á þekkingarsviðinu . Þá er námið undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám í

menntavísindum . Viðbótarnámi í menntavísindum er ætlað að efla nemendur til þess að takast á við störf í menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar á sviði menntavísinda jafnframt því sem hæfni þess til að stunda frekara nám er aukin .

Fyrirkomulag námsKennsla fer fram í lotum sem flestar eru kenndar í staðarnámi . Hægt er að stunda fullt nám en nemandi ræður námshraða sínum . Aðgengi að kennurum er gott og þeir svara reglulega erindum sem send eru með tölvupósti .

Upplýsingar um námið veitaTorfhildur S . Þorgeirsdóttir, deildarstjóri, sími 460 8042, netfang: torfhild@unak .is Heiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Menntavísindi MA og viðbótarnám á meistarastigi2 ára nám, 120 ECTS einingar, lotunám1 árs viðbótarnám, 60 ECTS einingar, lotunám

Meistaranám til MA prófs er ætlað þeim sem vilja efla starfshæfni sína og sérþekkingu á sviði menntavísinda

Ég vil leggja mitt af mörkum til að stuðla að öflugri kennaramenntun á landsbyggðinni og fæ jafnframt tækifæri til að starfa með framsæknu fólki á sviði rannsókna í mennta- og náttúru-vísindum .

Brynhildur Bjarnadóttir, lektor í náttúruvísindum

Page 17: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

30 31

Hug- og félagsvísindasviðLagadeild

Lög og reglur snerta líf okkar með einhverjum hætti á svo til hverjum degi allt frá vöggu til grafar . Fyrir fæðingu á fóstur rétt til lífs og eftir andlát á einstak-lingur rétt til æruverndar, það er því ekkert lögum eða lögfræði óviðkomandi .

Áherslur námsinsMeginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu í undirstöðuatriðum lögfræðinnar með áherslu á lagaframkvæmd á Íslandi, annars staðar í Evrópu og í alþjóðlegu samhengi . Nemendur takast á við grunngreinar íslenskrar lögfræði og kynnast lögum og rétti í sögulegu, félagslegu og heimspekilegu samhengi og nýta ennfremur aðferðir saman-burðarlögfræði þar sem það á við . Nemendur læra að fjalla með gagnrýnum hætti um lög, lögfræði og tengd efni . Nemendur þjálfast í að setja fram og skilgreina fræðileg álitamál og öðlast færni í faglegri og fræði-legri framsetningu lögfræðilegra viðfangsefna, bæði munnlega og skriflega, jafnt á íslensku sem ensku .

Möguleikar að námi loknuNámið er góður undirbúningur undir framhaldsnám í lögfræði hér á landi og erlendis . Námið nýtist einnig vel sem fræðileg undirstaða fyrir framhaldsnám í öðrum greinum, s .s . alþjóðasamskiptum, alþjóðastjórn-málum og skyldum greinum . Nemendur sem hafa lokið BA námi við skólann hafa einnig farið í starfsnám erlendis, s .s . hjá Sameinuðu þjóðunum, Þróunarsjóði EFTA og sendiráðinu í Brussel .

Er lögfræði fyrir þig?• Vilt þú þekkja rétt þinn?• Vilt þú geta hjálpað öðrum?• Vilt þú eiga kost á fjölbreyttum atvinnutækifærum

að námi loknu? • Vilt þú vita hvernig samfélagið virkar?• Hefur þú áhuga á lögum?

Fyrirkomulag námsBA námið er kennt í lotum svo nemendur sitja aðeins eitt námskeið í senn og er hverju námskeiði lokið á þremur vikum . Námsmat byggir á símati sem þýðir að ekki er um að ræða stór lokapróf eða próftíðir, aðeins verkefni, ritgerðir og hlutapróf yfir önnina .

Aðgengi að kennurum og samnemendumÁrgangar eru litlir og mikill samgangur á meðal nemenda sem leiðir til þess að nemendur kynnast ekki aðeins sínum árgangi, heldur einnig árgöngunum á undan og eftir . Aðgengi að kennurum er gott og þeir svara erindum í tímum, í viðtalstímum eða með tölvupósti eftir eðli erindis hverju sinni .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Lögfræði BA3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám

Nemendur læra hagnýtan málflutning og fá að spreyta sig í sýndarréttarhöldum fyrir innlendum og erlendum dómstólum

Í lögfræðinni við HA fékk ég djúpan skilning á viðfangsefninu og tileinkaði mér öguð vinnubrögð sem reynst hafa mér ómetanlegt veganesti .

Ingólfur Friðriksson, sendiráðsritari í utanríkisþjónustu Íslands

Page 18: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

32 33

Hug- og félagsvísindasviðLagadeild

Lögfræði kemur sér vel undir flestum kringumstæðum, hvort sem er í einkalífinu, á vinnumarkaðnum eða annars staðar . Til að mynda er flest það sem við lesum eða sjáum í fréttum á einhvern hátt tengt lögfræði .

Áherslur námsinsMarkmiðið er að nemendur læri hagnýta íslenska lögfræði og öðlist góða þekkingu á meginsviðum íslensks réttar, s .s . réttarfars, stjórnsýsluréttar, refsiréttar, kröfuréttar o .fl . Flestir kennarar í meistara-náminu eru starfandi lögmenn eða lögfræðingar stofnana og hafa hagnýta reynslu úr atvinnulífinu sem þeir nýta sér í kennslu . Í náminu eru tekin fyrir raun-hæf verkefni til að undirbúa nemendur fyrir hefðbund-in störf lögfræðinga .

Fyrir hverja er námið?ML nám í lögfræði er fyrir þá sem lokið hafa BA gráðu við Háskólann á Akureyri eða annarri sambærilegri gráðu . Miðað er við meðaleinkunn 7 að lágmarki (eða sambærilega einkunn í öðru einkunnakerfi) .

Möguleikar að námi loknuNámið er góður grunnur fyrir hefðbundin störf lög-fræðinga eða frekara framhaldsnám . Meðal útskrif-aðra lögfræðinga frá Háskólanum á Akureyri eru lögmenn, bæði sjálfstætt starfandi og sem fulltrúar á stærri stofum, fulltrúar sýslumanna, lögfræðingar í ráðuneytum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum, fasteignasalar, fulltrúar tryggingarfélaga, gæðastjórar o .fl . Möguleikarnir eru nær endalausir þar sem lögfræði er mjög hagnýtt nám og getur opnað margar dyr .

Fyrirkomulag námsNámsmat byggir á símati sem þýðir að ekki er um að ræða 100% lokapróf, heldur fer námsmat fram í að minnsta kosti tveimur þáttum, sem geta verið í formi verkefna, ritgerða, eða prófa . Ólíkt BA náminu eru námskeið í ML náminu kennd yfir misserið en ekki á þremur vikum í senn .

Upplýsingar um námið veitirHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Lögfræði ML 2 ára nám, 120 ECTS einingar, staðarnám

Laganemar HA eiga möguleika á starfsnámi hjá dómstólum, sýslumanni, bæjarlögmanni og einnig innan ráðuneyta og lögmannsstofa meðan á námi stendur

Ég bý vel að þeirri þekkingu og reynslu sem ég öðlaðist í laganáminu, en þar lærði ég m .a . að skoða hlutina með gagnrýnum hætti sem er mikilvægt í störfum mínum sem lögmaður .

Júlí Ósk Antonsdóttir, hdl .-lögmaður og eigandi Lögmannsstofunnar IRIS

Page 19: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

34 35

Hug- og félagsvísindasviðLagadeild

Fá svæði í heiminum hafa verið jafn umtöluð undan-farin ár og norðurskautssvæðið . Ástæðan er m .a . sú að áhrif loftslagsbreytinga geta umbylt búsetuháttum, auðlindanýtingu og vöruflutningum á norðurslóðum . Óvíst er hvernig núgildandi löggjöf dugar í því sam-bandi . Þróun mála á norðurslóðum á örugglega eftir að verða viðfangsefni lögfræðinnar um langan tíma og mikil og spennandi verkefni bíða þeirra sem hyggja á nám í heimskautarétti .

Heimskautaréttarnámið er einnig hluti West Nordic Studies Masters Programme, sem er alþjóðlegt samstarf háskóla um þverfaglegt meistaranám í vestnorrænum fræðum . Frekari upplýsingar er að finna á westnordicstudies .net

Áherslur námsins Heimskautaréttur er alfarið kenndur á ensku . Nám í heimskautarétti tekur á lagaumhverfi norður- og suðurskautsins . Í náminu er lögð áhersla á þau svið alþjóðalaga, landsréttar og svæðisbundins réttar sem tengjast heimskautasvæðunum . Tekið er á við-fangsefnum umhverfislaga og fjölbreytni lífríkisins, mannréttinda, hafréttar, laga um sjálfbæra þróun og auðlindir, þar á meðal álitamálum er varða fullveldi og deilur um markalínur á sjó og landi, réttindi frum-byggja í norðri, sjálfstjórn, stjórnfestu svo og landa- og auðlindakröfur á heimskautasvæðunum . Í náminu er mikið lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við háskóla víðs vegar um heiminn .

Fyrir hverja er námið? Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BA eða BS gráðu eða sambærilegu námi við viðurkennda háskóla .

Möguleikar að námi loknuMeistaranám í heimskautarétti er bæði ætlað löglærð-um (LLM) sem og þeim sem ekki hafa lagt stund á nám í lögfræði (MA) . Námið undirbýr nemendur fyrir störf m .a . hjá opinberum stofnunum eða einkafyrir-tækjum, alþjóðasamtökum, frjálsum félagasamtökum, frumbyggjaþjóðum á norðurskautssvæðinu, í háskólum eða rannsóknastofnunum . Meistaranámið (LLM og MA) er einnig góður undirbúningur fyrir doktorsnám eða frekari rannsóknir á málefnum heimskautanna .

Upplýsingar um námið veitaRachael Lorna Johnstone, formaður lagadeildar, netfang: rlj@unak .isHeiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8039, netfang: heida@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 51

Heimskautaréttur (Polar Law) LLM/MA/Diplóma2 ára MA nám, 120 ECTS einingar, staðarnám1 ½ árs LLM nám, 90 ECTS einingar, staðarnám1 árs diplómanám, 60 ECTS einingar, staðarnám

Meistaranám í heimskautarétti við HA er það fyrsta og eina sinnar tegundar og er námsbrautin einstök á heimsvísu

I was so thrilled with the Polar Law programme at this modern university which has lively international student environment and highly qualified professors from all over the world – even from Australia! All this in a cosy little town .

Federica Scarpa, Project Manager and former student in Polar Law

Page 20: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

36 37

Viðskipta- og raunvísindasviðAuðlindadeild

Líftækni er í mikilli sókn, bæði hérlendis sem og á alþjóðlegum vettvangi . Mjög mörg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafa risið á síðustu árum á Íslandi . Meginástæða þessa er sú að Ísland hefur margt að bjóða hvað varðar aðgengi að orku og hreinu vatni sem vinnur vel saman með framleiðslu á líftækniafurðum .

Áherslur námsinsLíftækninámið er spennandi og krefjandi nám og markmiðið er að skapa góðan grunn til rannsókna-starfa, bæði í opinberum stofnunum og fyrirtækjum . Líftækni er í raun tól til að búa til verðmæti úr þeim auðlindum sem við búum yfir, bæði auðlindum sjávar og lands . Tvö megináherslusvið eru í líftæknináminu, annars vegar fara nemendur á svið er tengist auðlind-um beint (auðlindalíftækni), en þá taka nemendur meira af áföngum á sviði viðskipta- og rekstrargreina sem gefur þeim grunn til starfa í líftæknifyrirtækjum . Hins vegar fara nemendur meira inn á svið heilbrigðis-líftækni, sem gefur þeim góðan grunn til starfa á rannsóknastofum að námi loknu . Bæði svið eru góður grunnur til áframhaldandi náms .

Möguleikar að námi loknuÍ dag eru starfrækt mörg líftæknifyrirtæki sem geta nýtt sér krafta þeirra sem útskrifast í líftækni . Nefna má Íslenska erfðagreiningu, Orf líftækni, Primex og Lýsi . Auk þess að vinna í líftæknifyrirtækjum þá vinna þó nokkrir útskrifaðir nemendur hjá opinberum stofnunum eins og t .d . Matís og Umhverfisstofnun . Einnig hefur óvenjuhátt hlutfall nemenda farið í framhaldsnám að loknu BS námi, bæði í meistaranám og doktorsnám .

Er líftækni fyrir þig?• Hefur þú áhuga á náttúruvísindum?• Vilt þú eiga kost á fjölbreyttu starfsvali? • Hefur þú áhuga á auðlindum Íslands og veðmæta-

sköpun?• Hefur þú áhuga á að fá góðan grunn fyrir fram-

haldsnám á sviði líftækni?

Fyrirkomulag fjarnámsHægt er að vera í líftækni hvar sem er á landinu og jafnvel innan ákveðinna marka erlendis . Koma þarf í tvær vikur á hverri önn til Akureyrar til að gera tilraunir og fara í verklega tíma í sumum áföngum . Nemendur geta líka skipt á milli staðarnáms og fjarnáms eftir þörfum . Algengt er að fjarnemar taki námið á lengri tíma en 3 árum, sérstaklega ef þeir eru í hlutavinnu með námi .

Aðgengi að kennurum og samnemendumAllir fyrirlestrar eru teknir upp og eru aðgengilegir bæði fjarnemum og staðarnemum alla önnina . Lögð er áhersla á að hitta fjarnema og ræða við þá í fjarnema- vikum og þess utan er lögð áhersla á að fjarnemar geti hringt í kennara hvenær sem er dagsins .

Upplýsingar um námið veitirJóhann Örlygsson, brautarstjóri, sími 460 8511, netfang: jorlygs@unak .isÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 53

Mörg líftæknifyrirtæki hafa sprottið upp á Íslandi vegna aðstæðna sem landið býr yfir, þ.e. hrein endurnýjanleg orka og vatn eru til staðar

Líftækni BS 3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Í líftækni lærir þú allt í senn öguð vinnubrögð lífvísinda og undirstöðugreinar í viðskipta-fræði . Á sama tíma er ýtt undir að sköpunar-gleðin og hugmyndaflugið fái lausan tauminn .

Guðný Vala Þorsteinsdóttir, meistaranemi í líftækni

Page 21: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

38 39

Viðskipta- og raunvísindasviðAuðlindadeild

Diplómanámið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru- og lífvísindum en hafa ekki gert upp hug sinn hvert skal stefna .

Náttúru- og auðlindafræði snerta alla þætti daglegs lífs og er jafnframt grunnurinn að sjálfbærri nýtingu auðlinda . Diplómanámið er fyrir þá sem hafa áhuga á náttúrufræðum almennt en eru kannski ekki búnir að gera upp hug sinn varðandi framhaldið . Diplómanámið er boðið í samstarfi við Háskólann á Hólum .

Áherslur námsins Námið er almennt háskólanám í náttúru- og lífvísind-um og byggir á langri reynslu Háskólans á Akureyri á sviði auðlindafræða og veitir traustan grunn í helstu kenningum og aðferðafræði náttúruvísinda . Þannig nýtist námið vel þeim sem að námi loknu vilja dýpka þekkingu sína á því sviði eða halda í aðrar áttir . Námið er að mestu sameiginlegt öðrum brautum deildarinnar . Mikil áhersla er lögð á að bjóða nemendum vandaða kennslu í vísindalegum vinnubrögðum með verklegum æfingum, vettvangsferðum og með vinnu í verkefnum . Kennarar við deildina hafa allir mikla reynslu af rannsóknum sem tryggir aðgang nemenda að nýjustu þekkingu á þessu sviði . Boðið er upp á tvö áherslusvið: náttúruvísindagrunn og auðlindagrunn .

Möguleikar að námi loknuMöguleiki er að klára þriðja árið til BS prófs í líftækni eða sjávarútvegsfræði við HA eða ljúka BS prófi í fiskeldi frá Háskólanum á Hólum . Þá er einnig hægt að halda til náms við aðra háskóla í náttúru- og auðlindagreinum . Diplómanámið hentar þeim sem vilja bæta þekkingu sína á grunngreinum náttúrufræða, t .d . kennurum .

Er náttúru- og auðlindafræði fyrir þig? • Vilt þú öðlast þekkingu á náttúru- og umhverfismálum? • Hefur þú áhuga á náttúrufræðum?

• Hefur þú áhuga á fiskeldi, líftækni, sjávarútvegs-fræði en ert ekki tilbúin(n) til að velja strax?

• Hefur þú áhuga á CSI?• Langar þig í nám sem byggir á raunvísindagrunni?

Fyrirkomulag fjarnámsAllir fyrirlestrar í dagskóla eru teknir upp og eru upptökurnar settar á kennsluvef skólans . Koma þarf í tvær vikur á hverri önn til Akureyrar til að gera tilraunir og fara í verklega tíma í sumum áföngum . Fjarnemar mæta í staðbundnar lotur í verklegar æfingar tvisvar sinnum tvær vikur á misseri .

Aðgengi að kennurum og samnemendum Allir fyrirlestrar eru teknir upp og eru aðgengilegir bæði fjarnemum og staðarnemum alla önnina . Lögð er áhersla á að hitta fjarnema og ræða við þá í fjarnema- vikum og þess utan er lögð áhersla á að fjarnemar geti hringt í kennara hvenær sem er dagsins .

Upplýsingar um námið veitaÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .isHjörleifur Einarsson, deildarformaður, 460 8502, netfang: hei@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 53

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma2 ára nám, 120 ECST einingar, staðarnám og fjarnám

Nemendur í náttúru- og auðlindafræði hafa nánast án undantekninga haldið áfram námi til BS prófs

Page 22: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

40 41

Viðskipta- og raunvísindasviðAuðlindadeild

Íslenskur sjávarútvegur skapar um þúsund milljónir króna í útflutningstekjur hvern virkan dag . Hann hefur einnig skapað sér mjög gott orðspor erlendis og er talinn einn hinn framsæknasti í heimi .

Áherslur námsinsSjávarútvegsfræðinámið er spennandi og krefjandi nám og er markmiðið að veita góðan grunn til stjórn-unarstarfa í öllum sjávarútvegsgreinum . Sjávarútveg-urinn er í raun langt ferli frá auðlindinni um veiðarnar og vinnsluna og þar til vara er tilbúin á disk neytenda í fjarlægum löndum . Alls staðar í þessu ferli þarf að huga að þáttum eins og gæðum, sjálfbærni og hagkvæmni . Nemendur í sjávarútvegsfræði öðlast því þekkingu á ýmsum sviðum, meðal annars um vistfræði hafsins, um helstu veiði- og vinnsluaðferðir, um rekstur fyrirtækja og um mikilvægi markaða og markaðssetningar . Námið er því mjög fjölbreytt og í raun einstakt í íslenskri námsflóru .

Möguleikar að námi loknuStærstu vinnuveitendur sjávarútvegsfræðinga eru stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi svo sem Samherji, HB Grandi og Vinnslustöðin, allt fyrirtæki sem eru burðar- ásar í sínu samfélagi . Sjávarútvegsfræðingar starfa annars mjög víða innan íslenskra sjávarútvegsfyrir-tækja, þeir eru framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, skipstjórar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar og margt fleira . Margir þeirra reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis . Reynslan hefur sýnt að námið nýtist einnig víðar því allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar nú utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis í fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum .

Er sjávarútvegsfræði fyrir þig?• Vilt þú eiga kost á fjölbreyttu starfsvali? • Hefur þú áhuga á auðlindum Íslands og verðmæta-

sköpun?• Hefur þú áhuga á að vinna í alþjóðlegu umhverfi?• Hefur þú áhuga á sjávarúrvegi, hvort sem þú hefur

starfað þar eða ekki?

Fyrirkomulag fjarnámsHægt er að vera í sjávarútvegsfræði hvar sem er á landinu og jafnvel innan ákveðinna marka erlendis . Koma þarf í tvær vikur á hverri önn til Akureyrar til að gera tilraunir og fara í verklega tíma í sumum áföng-um . Nemendur geta líka skipt á milli staðarnáms og fjarnáms eftir þörfum . Algengt er að fjarnemar taki námið á lengri tíma en 3 árum, sérstaklega ef þeir eru í hlutavinnu með námi .

Aðgengi að kennurum og samnemendumAllir fyrirlestrar eru teknir upp og eru aðgengilegir bæði fjarnemum og staðarnemum alla önnina . Lögð er áhersla á að hitta fjarnema og ræða við þá í fjarnema- vikum og þess utan er lögð áhersla á að fjarnemar geti hringt í kennara hvenær sem er dagsins .

Upplýsingar um námið veitirHreiðar Þór Valtýsson, brautarstjóri, sími 460 8920, netfang: hreidar@unak .isÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 53

Sjávarútvegsfræði BS3 ára nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Á Íslandi hafa sprottið upp fjölmörg hátæknifyrirtækií kringum sjávarútveginn. Mörg þeirra eru nú orðin stór nöfn á sínu sviði erlendis

Það versta við sjávarútvegsfræðinámið er að þurfa að útskrifast og fara . Kosturinn er hins vegar að það er hægt að halda góðu sam- bandi við starfsfólk HA, jafnvel þótt námi sé lokið .

Jón Ingi Björnsson, innkaupastjóri IcefreshGmbH, Frankfurt, Þýskalandi

Page 23: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

42 43

Viðskipta- og raunvísindasviðViðskiptadeild

Viðskiptafræðimenntun nýtist víða í samfélaginu hvort sem nemendur kjósa að vinna hjá fyrirtækjum, stofnunum eða félagasamtökum . Viðskiptafræðin er víðtækt nám og opnar fjölbreytileiki námsins margar dyr fyrir nemendum, hvort sem þeir hafa hug á frekari námi eða fara út á vinnumarkaðinn .

Áherslur námsins Nemendur geta valið hvort þeir leggja áherslu á stjórnun og markaðsfræði eða stjórnun og fjármál . Nemendur læra meðal annars að búa til viðskipta-, markaðs- og kynningaráætlanir . Lögð er áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir . Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í náminu .

Möguleikar að námi loknu Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar og starfa meðal annars sem ráðgjafar, framkvæmdastjórar, fjármálastjórar, starfsmannastjórar, markaðsstjórar og verkefnastjórar . Námið hefur reynst góður grunnur fyrir þá sem fara í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis .

Er viðskiptafræði fyrir þig? • Vilt þú eiga kost á fjölbreyttu starfsvali? • Hefur þú áhuga á markaðsmálum?• Hefur þú áhuga á fjármálum?• Hefur þú áhuga á stjórnun?• Langar þig í framhaldsnám sem byggir á viðskipta-

fræðilegum grunni?

Fyrirkomulag fjarnámsAllir fyrirlestrar í dagskóla eru teknir upp og eru upptökurnar settar á kennsluvef skólans . Nemendur taka þátt í umræðum og verkefnavinnu og hafa samskipti sín á milli og við kennara á kennsluvef . Nemendur sem leggja stund á fjarnám í viðskiptafræði geta þannig sinnt námi sínu óháð stað og stund . Fjarfundir eru haldnir tvisvar sinnum á hverri önn . Þá er mælst til þess að nemendur mæti á sína fjarstaði og hitti kennara og aðra nemendur . Einnig eru nem-endur hvattir til að mæta í Háskólann á Akureyri einu sinni á önn í vinnulotu sem er haldin um miðbik hverrar annar . Þá er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendum boðið að hlusta á gestafyrirlesara og vinna að hinum ýmsu verkefnum .

Aðgengi að kennurum og samnemendumFjarnemar geta til dæmis haft samskipti við kennara og samnemendur í fjarfundum, í vinnulotu sem haldin er einu sinni á önn og á kennsluvef skólans . .

Upplýsingar um námið veitaÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .is Guðmundur Kristján Óskarsson, deildarformaður, sími 460 8616, netfang: gko@unak .is

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins má finna á bls. 53

Viðskiptafræði BS3 ára nám, 180 ECST einingar, staðarnám og fjarnám

Nemendur í viðskiptafræði sýndu fram á mögulega lækkun á framleiðslukostnaði hjá Kalda um 31% á ári í verkefnavinnu í Gæðastjórnun

Námið í viðskiptafræði við HA hefur undirbúið mig vel bæði fyrir atvinnulífið og meistara-námið . Ég lærði að tileinka mér öguð vinnu- brögð, samvinnu og öðlaðist þekkingu sem ég bý að alla ævi .

Hrafnhildur Haraldsdóttir, bókhalds- og innheimtufulltrúi við Verkmenntaskólann á Akureyri

Page 24: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

44 45

Viðskipta- og raunvísindasviðAuðlindadeild

Rannsóknartengt meistaranám í auðlindafræðum veitir nemendum þekkingu og hæfni í vísindalegum vinnu-brögðum og leikni til að takast á við flókin verkefni, hvort sem er innan háskóla eða fyrirtækja . Meistara-námið er einnig mikilvægur áfangi í átt að doktors- námi .

Áherslur námsinsSkipulag meistaranáms í auðlindafræðum er á margan hátt ólíkt því sem gildir á bakkalárstigi . Til að mynda er ekki fyrirliggjandi ákveðin námskrá meistaranáms, heldur er námið einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fylgir eigin námskrá sem er sérsniðin að þörfum hans og þess rannsóknarverkefnis sem hann vinnur að á námstímanum . Rannsóknarverkefnið er stærsti hluti námsins og er ýmist 60 eða 90 ECTS einingar að umfangi . Verkefnið vinnur nemandinn undir handleiðslu eins af sérfræðingum skólans, en auk aðalleiðbeinanda eru einnig kallaðir til einn til tveir ráðgefandi sérfræðingar, gjarnan utan skólans, sem tryggja að verkefnið standist alþjóðlegar gæðakröfur . Þá hvetur deildin nemendur til að taka hluta námsins við erlenda háskóla . Verkefninu lýkur með opinni vörn og skilum meistararitgerðar sem að jafnaði er rituð á ensku .

Fyrir hverja er námið? Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BS gráðu í náttúru- eða raunvísindafræðum við viðurkennda háskóla .

Möguleikar að námi loknu Námið veitir góðan undirbúning undir ýmis sér-fræðistörf á sviðum sem tengjast rannsóknarverkefn-inu, auk aðgangs að doktorsnámi á tengdum fræðasviðum við jafnt innlenda sem erlenda háskóla . Meðal starfa að námi loknu má nefna rannsóknastörf í líftæknifyrirtækjum, sérfræðistörf á rannsóknastofn-unum, verkfræðistofum o .fl ., auk kennslu og rann-sókna í háskólum .

Upplýsingar um námið veitirOddur Vilhelmsson, prófessor, sími 460 8514, netfang: oddurv@unak .isÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .is

Rannsóknartengt meistaranám í auðlindafræðum MS2 ára nám, 120 ECTS einingar

Hver nemandi fylgir eigin námskrá sem er sérsniðin að þörfum hans

Námið er allt í senn krefjandi, áhugavert og persónulegt . Þverfagleiki námsins gerði það að verkum að eftir nám buðust mér mjög fjölbreytilegir starfsmöguleikar .

Arnheiður Rán Almarsdóttir, framkvæmdastjóri MýSköpunar

Page 25: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

46 47

Viðskipta- og raunvísindasviðViðskiptadeild

Rannsóknartengt meistaranám í viðskiptafræði veitir einstaklingum tækifæri til að öðlast dýpri skilning og yfirgripsmeiri þekkingu á þeim sviðum sem þeir velja sjálfir með aðstoð leiðbeinanda .

Áherslur námsins Rannsóknartengt meistaranám í viðskiptafræði er á margan hátt ólíkt því námi sem er á bakkalárstigi . Til að mynda liggur ekki fyrir ákveðin námskrá meistara-náms heldur er námið einstaklingsmiðað . Þannig fylgir hver nemandi eigin námskrá sem er sérsniðin að þörfum hans og þess rannsóknarverkefnis sem hann vinnur að á námstímanum . Rannsóknarverkefnið er viðamesti hluti námsins og ýmist 60 eða 90 ECTS einingar að umfangi . Að lágmarki skal nemandi ljúka námskeiðum sem samsvara 30 ECTS einingum og þar af hið minnst 10 ECTS einingum í rannsóknaraðferð-um .

Fyrir hverja er námið?Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BS gráðu í viðskiptafræði við viðurkennda háskóla .

Möguleikar að námi loknu Meistaranám í viðskiptafræði gerir nemendum kleift að velja úr fjölbreyttum stjórnunarstöðum hjá fyrir-tækjum, stofnunum og félagasamtökum . Markmiðið er að nemendur tileinki sér góðan skilning og færni við rannsóknir og hagnýtingu fræðanna .

Upplýsingar um námið veita Guðmundur Kristján Óskarsson, deildarformaður, sími 460 8616, netfang: gko@unak .isÁsa Guðmundardóttir, skrifstofustjóri, sími 460 8037, netfang: asa@unak .is

Rannsóknartengt meistaranám í viðskiptafræði MS2 ára nám, 120 ECTS einingar

Meistaranám í viðskiptafræði gerir nemendum kleift að velja úr fjölbreyttum stjórnunarstöðum hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum

Meistaranámið í HA var vel upp byggt, hópurinn góður og námið skemmtilegt . Það hefur nýst vel í þeim fjölmörgu verkefnum sem maður fæst við dags daglega í mínu starfi .

Björn Gíslason, rekstrar- og verkefnastjóri hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi

Page 26: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

48 49

Hjúkrunarfræði BS1. ár 2. ár 3. ár 4. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Hjúkrunarfræði I

Heimspeki

Líffærafræði I

Vefja- og frumulíffræði

Vinnulag í háskólanámi

Lífefnafræði

Hjúkrunarfræði II

Líffærafræði II

Fósturfræði

Lífeðlisfræði

Vöxtur og þroski

Heilsufélagsfræði

Hjúkrunarfræði III

Líkamsmat

Heilsusálfræði

Sýkla-, ónæmis- og veirufræði

Heilbrigðisfræðsla I

Hjúkrunarfræði IV

Lyfjafræði

Meinafræði

Barneignir, heilbrigði kvenna og fjölskyldunnar

Geðhjúkrun og geðsjúkdómafræði

Hjúkrun fullorðinna I

Hand- og lyflækningafræði I

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Heilsugæsla I

Hjúkrun fullorðinna II

Hand- og lyflækningafræði II

Öldrunarhjúkrun

Barnahjúkrun og barnasjúkdóma-fræði

Bráðahjúkrun

Heilsugæsla II

Stjórnunarfræði

Lokaverkefni

Heilbrigðisfræðsla II

Málstofa í hjúkrunarfræðum

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Iðjuþjálfunarfræði BS1. ár 2. ár 3. ár 4. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Heimspeki

Inngangur að iðjuþjálfun

Líffærafræði I

Vefja- og frumulíffræði

Vinnulag í háskólanámi

Hugmyndafræði og kenningar í iðjuþjálfun

Iðja I – Leikur og tómstundaiðja

Líffærafræði II

Lífeðlisfræði

Vöxtur og þroski

Heilsufélagsfræði

Heilsusálfræði

Hreyfingafræði

Iðja II - Eigin umsjá

Líffærafræði III

Heilbrigðisfræðsla

Hegðun og heilastarf

Inngangur að íhlutun

Matsaðferðir

Meinafræði

Vettvangsnám I

Geðheilsa

Iðja III – Störf

Tæknileg úrræði og hjálpartæki

Vefrænir sjúkdómar

Vettvangsnám II

Iðjuþjálfun aldraðra

Iðjuþjálfun barna og unglinga

Iðjuþjálfun fullorðinna I

Iðjuþjálfun fullorðinna II

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Stjórnun og handleiðsla

Vettvangsnám III

Þjónusta iðjuþjálfa I – Samþætting og vinnulag

Þjónusta iðjuþjálfa II – Nýsköpun og þróun

BS lokaverkefni í iðjuþjálfunarfræði

Málstofa í iðjuþjálfun

Vettvangsnám IV

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum MS (120 ein.)

Kjarni (30 ein.) Áherslusvið (30 ein.) Lokaverkefni (60 ein.)

Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta (10 ein .)

Eigindlegar rannsóknir (10 ein .)

Megindlegar rannsóknir (10 ein .)

Nemendur geta valið almennt svið eða sérsvið (skyldunámskeið á sérsviði (10 ein.) og valnámskeið á sérsviði (20 ein.)Nemendur geta m.a. valið:

Endurhæfing, efling og lífsgæði (10 ein .)

Krabbamein og líknarmeðferð (10 ein .)

Langvinn veikindi og lífsglíman (10 ein .)

Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita (5 eða 10 ein .)

Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi (10 ein .)

Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun (10 ein .)

Geðheilbrigði (5 eða 10 ein .)

Heilsugæsla og heilsuefling (10 ein .)

Nemar geta einnig sótt valnámskeið við aðra innlenda eða erlenda háskóla með samþykki deildarformanns og viðkomandi leiðbeinanda í meistaraverkefni.

Meistararannsókn

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum, diplómanám (45 ein.)

Kjarni (10 ein.) Áherslusvið (30 ein.) Lokaverkefni

Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: Staða, stefnur og straumar (10 ein .)

Á heilbrigðisvísindasviði HA eru sex námskeið í boði:

Endurhæfing, efling og lífsgæði (10 ein .)

Krabbamein og líknarmeðferð (10 ein .)

Langvinn veikindi og lífsglíman (10 ein .)

Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita (5 eða 10 ein .)

Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi (10 ein .)

Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun (10 ein .)

Geðheilbrigði (5 eða 10 ein .)

Heilsugæsla og heilsuefling (10 ein .)

Diplómaritgerð (5 ein .)

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum Námið er vel skipulagt og skemmtilegt . Ég var mjög ánægð með kennarana og leiðbeinanda minn . Það er líka frábært að koma til Akureyrar og skipta um umhverfi og kynnast nýju fólki .

Ástþóra Kristinsdóttir, hjúkrunarstjóri og ljósmóðir á Heilsugæslustöðinni Hvammi, Kópavogi

Page 27: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

50 51

Menntavísindi MA og viðbótarnám á meistarastigiKjarni 20 ein. Áherslusvið 10–60 ein. Lokaverkefni 40–90 ein.

Álitamál í skólastarfiEigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir

Almennt sviðLestrarfræðiNámskrá og starfsþróunOpinber stefnumótun, menntastefna og þróun skólaSérkennslufræðiStjórnun og forysta

Meistaraprófsritgerð á áherslusviði (40, 60 eða 90 einingar)

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Lögfræði BA1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Rómarréttur Inngangur að íslenskri lögfræðiÞjóðaréttur Vinnubrögð og gagnrýnin hugsun Réttarsaga ÍslandsLögfræðitorg

RéttarheimildafræðiSaga, þróun og einkenni meginlandsréttarLögskýringar Saga, þróun og einkenni fordæmisréttar Kennileg lögfræðiLögfræðitorg

EinkamálaréttarfarInngangur að refsi- og eignarréttiMálstofur í lögfræðiÞættir í stjórnsýsluréttiRéttarfélagsfræði

Hagnýtur málflutningur IAlþjóðlegur einkamálaréttur Siðfræði starfsgreinaCapita selecta BA-verkefni í lögfræði

MannréttindalögfræðiEvrópuréttur I: Stofnanir og réttarheimildir ESB/EESStjórnskipunarfræði Inngangur að samningaréttiRéttindafræði

Hagnýtur málflutningur IIEvrópuréttur II: Innri markaður ESB, EES o .fl . Hafréttur Samanburðarstjórnskipunarréttur BA verkefni í lögfræði Val - Málflutn ings keppni

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Heimskautaréttur (Polar Law) LLM/MA/Diplóma1. ár 2. ár

Haust Vor Haust Vor

Suðurskautsréttur Alþjóðasamvinna: Stjórnun og öryggiHagþróun og hagkerfi norðurslóða Inngangsnámskeið í norðurslóðafræðiÞjóðaréttir

Stjórnun umhverfismála á norðurslóðumFrumbyggjarétturHafréttur IHafréttur IISamfélög og menning á norðurslóðumAtvinnugreinar á sviði siglinga og auðlinda hafsins á heimskautasvæð-unumStjórnfesta, ábyrgðarskylda og gegnsæiUmhverfisverndarlög og fjölbreytni lífríkisins

Lokaritgerð til LLM/MA prófs í heimskautarétti

Lokaritgerð til MA prófs í heimskautarétti

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Félagsvísindi Námsárin mín hjá HA voru mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími . Mér finnst að námið hafi hjálpað mér að öðlast bæði víðsýni og sjálfstraust sem ég hefði ekki viljað missa af á lífsleiðinni . Elvý G . Hreinsdóttir, BA í félagsvísindum

Félagsvísindi BA1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

FélagsvísindatorgIðnbylting og hnattvæðingSaga mannsandansVinnulag í háskólanámiInngangur að þjóð félagsfræðum

Inngangur að fjölmiðlafræðiEigindlegar rannsóknarað-ferðirFélagsvísindatorgRannsóknarað-ferðir og tölfræðileg greiningValnámskeið á áherslusviðiValnámskeið á áherslusviði

Rannsóknarað-ferðir í félagsvísindum IIIEinstaklingur og samfélagMannfræðileg greiningRannsóknarverk-efni I (á áherslusviði)Valnámskeið á áherslusviði

Félagsgerð Íslands: Þjóðfélagsþróun og þéttbýlisvæðingHagfræðileg greiningStjórnmálafræði-leg greiningValnámskeið á áherslusviðiVal - Inngangur að norðurslóðafræði

KynjafræðiAlþjóðastjórnmál/Alþjóðasamskipti Rannsóknarverk-efni II (á áherslusviði)Kenningar í félagsvísindum Val - Þróunar - hagfræðiValnámskeið á áherslusviðiValnámskeið á áherslusviði

BA verkefni í félagsvísindum 12e Val - Afbrot og frávikValnámskeið á áherslusviðiValnámskeið á áherslusviðiVal - Þjóðir og menning á norðurslóðum

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

FjölmiðlafræðiNámið er vel skipulagt og það er mikill kostur að geta hlustað á fyrirlestrana þegar mér hentar .Freydís Eir Freysdóttir, fjarnemi í fjölmiðlafræði frá Grimsby

Fjölmiðlafræði BA1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Félagsvísindatorg I

Vinnulag í háskólanámi

Iðnbylting og hnattvæðing

Saga mannsandans

Inngangur að þjóð- félagsfræðum

Upplýsingarýni

Félagsvísindatorg II

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Inngangur að fjölmiðlafræði

Afbygging 20 . aldar

Stjórnmálaleg greining

Fjölmiðlarýni I

Einstaklingur og samfélag

Mannfræðileg greining

Fjórða valdið I, fjölmiðlasaga

Prentmiðlun

Fjölmiðlarýni II

Fjölmiðlar nær og fjær

Bundið val

Fjórða valdið II, fjölmiðlakenningar

Ljósvakamiðlun

Málstofa í nútímafræði

Alþjóðastjórnmál/ Alþjóðasamskipti

Íslenskir fjölmiðlar I

Kynjafræði

Bundið val

Staða og ábyrgð fjölmiðlamanns

Hagfræðileg greining

Íslenskir fjölmiðlar II

Bundið val

BA verkefni í fjölmiðlafræði

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

NútímafræðiTeaching at HA has meant establishing a university in the very sense of the word „universitas“ i .e . contributing to the study of universal truths, the develop-ment of an international environment, and the nurturing of open-minded cosmopolitan minds .Giorgio Baruchello, prófessor við félagsvísinda-deild HA

Nútímafræði BA1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Félagsvísindatorg I

Hugmyndasaga

Iðnbylting og hnattvæðing

Upplýsingarýni

Vinnulag í háskólanámi

Inngangur að þjóðfélagsfræðum

Félagsvísindatorg II

Afbygging 20 . aldar

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Inngangur að fjölmiðlafræði

Siðfræði og álitamál

Valnámskeið

Málstofa í nútímafræði I

Íslenskir fjölmiðlar I

Kynjafræði

Nútímahugtakið

Saga mannsandans

Málstofa í nútímafræði II

Bundið val

Bundið val

Bundið val

Bundið val

Málstofa í nútímafræði III

Fjórða valdið I, fjölmiðlasaga

Einstaklingshyggja og þjóðerni

Bundið val

Bundið val

Málstofa í nútímafræði IV

Fjórða valdið II, fjölmiðlakenningar

BA verkefni

Bundið val

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Sálfræði Helstu kostirnir við námið var nálægðin við kennarana og samheldni nemend-anna . Námið veitti mér góðan grunn sem nýttist mér vel í mínu framhalds-námi .Hjalti Jónsson, sálfræðingur við VMA

Sálfræði BA1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Félagsvísindatorg I

Heimspeki

Saga mannsandans

Vinnulag í háskólanámi

Vinnu- og skipulagssálfræði

Inngangur að þjóðfélagsfræðum

Félagsvísindatorg II

Þroski fullorðinna

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Atferlisfræði

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Þroskasálfræði

Rannsóknarað-ferðir í félagsvísindum

Rannsóknarað-ferðir í atferlisgreiningu

Hugfræði

Líffræðilegar undirstöður hegðunar

Heilsusálfræði

Fíkn

Félagssálfræði

Klínísk sálfræði

Próffræði

Tilraunasálfræði

BA verkefni I

Heilinn, sjúkdómar og lyf

Kynjafræði

Manngerðir

Námssálfræði

BA verkefni II

Hagnýting sálfræði

Hugræn taugasálfræði

Sálfræðimeðferðir

Val

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Kennarafræði BEd1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Hagnýt íslenskaHugmyndasagaSjónlistir og tónlistSkólafræðiVinnulag í háskólanámi

Íslenska fyrir kennaraSaga og samfélagSiðfræði og lífsleikniRannsóknaraðferðir og tölfræðileg greiningÞroskasálfræði

Sérhæfing eftir vali á skólastigi:- Leikskólastig - Grunnskólastig 1 - Grunnskólastig 2

Sérhæfing eftir vali á skólastigi:- Leikskólastig - Grunnskólastig 1 - Grunnskólastig 2

Sérhæfing eftir vali á kjörsviði:- Nám og kennsla á aaleikskólastigi - Hugvísindi og tungumál - Listir, menning og aamargmiðlunKjörsvið tekið í öðrum deildum innan eða utan HA

BEd ritgerðSérhæfing eftir vali á kjörsviði:- Nám og kennsla á leikskólastigi - Hugvísindi og tungumál - Listir, menning og margmiðlunKjörsvið tekið í öðrum deildum innan eða utan HA

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Menntunarfræði MEd og viðbótar-nám á meistarastigi4. ár 5. ár

Haust Vor Haust Vor

Kjarni (15 ein .)Kjörsvið (15 ein .):- Leikskólastig- Grunnskólastig- Framhaldsskólastig

Kjarni (10 ein .)Kjörsvið (20 ein .):- Leikskólastig- Grunnskólastig- Framhaldsskólastig

Vettvangsnám (10 ein .)Æfingakennsla (20 ein .)

Meistaraprófs-ritgerð (30 ein .)

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Lögfræði ML1. ár 2. ár

Haust Vor Haust Vor

Kröfuréttur IRefsiréttur ISamningaréttur Skaðabóta-rétturSkattarétturLokaverkefni á meistarastigi

Kröfuréttur IIRefsiréttur IIFélagaréttur Lokaverkefni á meistarastigi

Eignarréttur Stjórnskipunar-réttur Stjórnsýsluréttur Fullnusturéttar-far I: Aðfarargerðir Fullnusturéttar-far II: Nauðungarsölur Fullnusturéttar-far III: Skiptaréttur

Sakamálaréttarfar VinnurétturFjölskylduréttur Lokaverkefni á meistarastigi

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Page 28: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

52 53

Viðskiptafræði BS – stjórnun og fjármál1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólanámiStjórnun I Hagnýt stærðfræði IMarkaðsfræði IFjárhagsbók-hald

Gæðastjórnun IÁrsreikningurinnRannsóknarað-ferðir og tölfræðileg greining Rekstrarhag-fræði IRekstrarstjórnun

Fjármál I (fyrirtækja)Kostnaðarbók-haldHagnýtar aðgerðarann-sóknirTölfræðileg greining - Hagrann-sóknirSkattskil

Alþjóðavið-skiptiStjórnun II (mannauður)Fjármál II (fjármála-markaðir)Stærðfræði IIÞjóðhagfræði I

BSc ritgerð*StefnumótunMarkaðssetning þjónustuFjármál III (afleiður)Viðskiptalög-fræðiVal*

BSc ritgerð*Vöruþróun og nýsköpunÁætlanagerðViðskiptabréfa- og verðbréfamark-aðsrétturStjórnun III (skipulags-heildin)Val , verkefna- stjórnun*

*Hægt er að velja á milli þess að skrifa BSc ritgerð og þess að taka tvö valnámskeið .

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Viðskiptafræði BS – stjórnun og markaðsfræði1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólanámiStjórnun I Hagnýt stærðfræði IMarkaðsfræði IFjárhagsbók-hald

Gæðastjórnun IÁrsreikningur-innRannsóknar-aðferðir og tölfræðileg greining Rekstrarhag-fræði IRekstrarstjórn-un

Fjármál I (fyrirtækja)Kostnaðarbók-haldHagnýtar aðgerðarann-sóknirMarkaðsrann-sóknir - Spurninga-kannanir Skattskil

Alþjóðavið-skiptiStjórnun II (mannauður)Fjármál II (fjármála-markaðir)Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál)Þjóðhagfræði I

BSc ritgerð*StefnumótunMarkaðssetn-ing þjónustuNeytenda-hegðunViðskiptalög-fræðiVal*

BSc ritgerð*Vöruþróun og nýsköpunÁætlanagerðMarkaðsleg boðmiðlunStjórnun III (skipulags-heildin)Val , verkefna- stjórnun*

*Hægt er að velja á milli þess að skrifa BSc ritgerð og þess að taka tvö valnámskeið .

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Sjávarútvegsfræði Tækifærið að komast í skiptinám er einstakt og ég sé ekki eftir því að hafa farið til Kanada til að kynnast nýjum skóla og annarri menningu . Þessi ákvörðun hefur víkkað sjóndeildar-hringinn minn og hef ég öðlast reynslu sem mun nýtast mér alla ævi . Ég skora á alla að prófa skiptinám . Magnús Blöndal Gunnarsson, nemi í sjávarútvegsfræði

Sjávarútvegsfræði BS1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólaHagnýt stærðfræðiLíffræðiAlmenn efnafræðiÍslenskur sjávarútvegur

Rannsóknar-aðferðir og tölfræðileg greiningStærðfræði IIÖrverufræðiHagnýt efnafræðiFiskifræði

Eðlisfræði IHaf- og veðurfræðiMarkaðsfræði IFjárhagsbókhaldFjármál I (fyrirtækja)

Rekstrarhag-fræðiÁrsreikningarFiskur sem matvæliVinnslutækniÞjóðhagfræði

VeiðitækniSjávarlíffræðiStofnstærðar-fræðiFiskeldiAlþjóðlegur sjávarútvegur

RekstrarstjórnunValAuðlinda- og umhverfishag-fræðiLokaverkefni fyrri hlutiLokaverkefni seinni hluti

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Líftækni BS - áherslusvið auðlindalíftækni1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólaHagnýt stærðfræðiLíffræðiAlmenn efnafræðiLíftækni

Rannsóknar-aðferðir og tölfræðileg greiningVistfræðiÖrverufræðiHagnýt efnafræðiStærðfræði II

Eðlisfræði ILífefnafræðiErfðafræðiStjórnun IVal

LífeðlisfræðiValMatvælafræðiRekstrarstjórnunSameindaerfða-fræði

Lífupplýsinga-tækniLíftæknileg örverufræðiÓnæmisfræðiFjármál I (fyrirtækja)Hópaverkefni

Gæðafram-leiðsluferlarValValLokaverkefni fyrri hlutiLokaverkefni seinni hluti

Líftækni BS - áherslusvið heilbrigðislíftækni1. ár 2. ár 3. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólaHagnýt stærðfræðiLíffræðiAlmenn efnafræðiLíftækni

Rannsóknar-aðferðir og tölfræðileg greiningVistfræðiÖrverufræðiHagnýt efnafræðiStærðfræði II

Eðlisfræði ILífefnafræðiErfðafræðiVefja- og frumulíffræðiLíffærafræði

LífeðlisfræðiValMatvælafræðiSameindaerfða-fræði Val

Lífupplýsinga-tækniLíftæknileg örverufræðiÓnæmisfræðiHópaverkefniVal

Gæðafram-leiðsluferlarMeinafræðiLyfjafræðiLokaverkefni fyrri hlutiLokaverkefni seinni hluti

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Náttúru- og auðlindafræði, diplómanám

1. árAuðlindagrunnur 2. ár

Náttúruvísindagrunnur 2. ár

Haust Vor Haust Vor Haust Vor

Vinnulag í háskólaHagnýt stærðfræðiLíffræðiAlmenn efnafræðiSkipa- og sjávarútvegs-mál (eða fiskeldi)

Rannsóknar- aðferðir og tölfræðileg greiningÖrverufræðiHagnýt efnafræðiStærðfræði IIFiskifræði

Eðlisfræði IHaf- og veðurfræðiSjávarlíffræðiFjárhagsbók-haldFjármál I

Stofnstærðar-fræðiVistfræðiFiskur sem matvæliVinnslutækniVal

Lífupplýsinga-tækniLíftæknileg örverufræðiÓnæmisfræðiValHópaverkefni

Gæðafram-leiðsluferlarValValLokaverkefni fyrri hlutiLokaverkefni seinni hluti

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

Velja með tilliti til hugsanlegs framhalds við HA eða samstarfsskóla okkar hvað varðar fiskeldi, matvælafræði, umhverfisfræði og hugsanlegra annarra greina .

Page 29: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

54 55

Stórbrotnar furður og raunsannir atburðir er yfirskrift listaverksins Íslandsklukkan eftir Kristin E. Hrafnsson. Akureyrarbær færði bæjarbúum verkið að gjöf 1. des-ember 2001. Fyrirmynd klukkunnar er fengin úr Hóla-dómkirkju og er tónn hennar lægsta G. Efst á klukkunni er áletrun sem er upptalning allra ártala Íslandssögunn-ar frá árinu 874 til 2000.

Íslandsklukkunni er hringt 1. desember árlega, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000.

Íslandsklukkan

Þetta verk var gert til minningar um 1000 ára kristnitökuafmæli og landafundi í vesturheimi og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu . 1 . desember ár hvert verða slegin saman saga þjóðarinnar og hljómur samtímans .

Page 30: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

56 57

Þjónusta við nemendurBókasafn og upplýsingaþjónusta Á bókasafni hafa nemendur aðgang að fræðibókum og á vef safnsins eru opin margvísleg rafræn gagnasöfn og tímarit sem tengjast fræðasviðum háskólans . Starfsfólk safnsins leggur áherslu á að veita nemendum faglega og persónulega þjónustu . Það veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit og annast einnig kennslu og þjálfun nem-enda í upplýsingalæsi, þ .e . að finna, hagnýta og meta áreiðanleika upplýsinga með ábyrgum hætti .

LesaðstaðaSérstök rými sem ætluð eru til lesturs og vinnu eru á bókasafni og í Miðborg á Sólborg . Með aðgangskortum að húsnæðinu hafa nemendur aðgang að lesrýmum á bókasafni allan sólarhringinn .

TölvuumhverfiNemendur hafa aðgang að tölvuveri á Sólborg auk þess sem fartölvueign nemenda er mikil og fer ört vaxandi . Hægt er að tengjast þráðlausu neti í öllum húsum og með því móti geta nemendur unnið á eigin tölvur á háskóla-svæðinu .

Náms- og starfsráðgjöfKrafa háskólans um sjálfstæð vinnubrögð og vinnuframlag kemur nemendum oft á óvart . Eitt af hlutverkum náms- og starfsráðgjafa er að veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að tileinka sér agaðar námsvenjur, góða námstækni og tímastjórnun . Háskólaárin geta verið tími mikilla breytinga hjá nemendum, bæði persónulegra og félagslegra, og námsálag er oft mikið . Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum um hvernig hægt er að bregðast við því . Hugmynda- og aðferðafræðin sem byggt er á er að efla nemandann til vitundar um eigin verðleika og hæfileika til að leita lausna . Náms- og starfsráðgjafi sér um málefni fatlaðra nemenda og nemenda sem eiga við hvers konar námsörðugleika að stríða og veitir væntanlegum nemendum ráðgjöf og leiðbeinir þeim um námsval .

Náms- og starfsráðgjafi Háskólans á Akureyri:Solveig Hrafnsdóttir MSc – Sími: 460 8034 – Netfang: radgjof@unak .is

Opnir viðtalstímar eru alla virka daga kl . 13:30–14:30 . Einnig er hægt að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjafa utan þess tíma .

SkiptinámNemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla í gegnum nemendaskiptaáætlanir á borð við Erasmus og Nordplus . Um er að ræða eins til tveggja missera nám og eru ferða- og uppihaldsstyrkir í boði . Auk þess er háskólinn með tvíhliða samninga við nokkra háskóla utan Evrópu . Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri hefur umsjón með nemendaskiptum sem og öðrum erlendum samskiptum og aðstoðar nemendur við umsóknir um skiptinám .

Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri:Rúnar Gunnarsson - Sími 460 8035 – Netfang: international@unak .is – heimasíða: www .unak .is/skiptinam

Ávinningur við nemendaskipti er umtalsverður fyrir nemendur . Þeirra á meðal eru: • Aukin tungumálakunnátta • Reynsla af nýju skólakerfi• Þekking á siðum og venjum annarra þjóða• Reynsla sem nýtist í atvinnulífi síðar meir

Page 31: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

58 59

HáskólalífStúdentagarðarNemendur Háskólans á Akureyri geta sótt um að búa á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FÉSTA) . Í boði er allt frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða . Garðarnir eru á fimm stöðum á Akureyri, allir í göngufæri við háskólasvæðið . Nýjustu byggingarnar eru við Kjalarsíðu og voru þær teknar í notkun haustið 2008 . Í Kjalarsíðunni eru 40 glæsilegar íbúðir í tveimur húsum . Sérstakar reglur gilda um úthlutun nemendahúsnæðis og er öllum nemendum velkomið að senda inn umsókn . Umsóknarfrestur um vetrarvist rennur út 20 . júní ár hvert en ef óskað er eftir sumarvist skal skila inn umsókn fyrir 1 . mars . Á vef FÉSTA, www .festaha .is eru allar upplýsingar um verð, stærð, staðsetningu og búnað íbúðanna/herbergjanna . Þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð .

NýnemadagarNemendur Háskólans á Akureyri koma víðs vegar að og lögð er áhersla á að allir upplifi að þeir séu velkomnir frá fyrsta degi . Til að hrista hópinn saman er dagskrá á haustin sem kallast nýnemadagar . Vinnuumhverfi og þjón-usta við nemendur eru kynnt, auk þess sem nýnemar nota tímann til að vinna saman og kynnast eldri nemendum og starfsfólki . Öflugt félagslíf er við skólann og skipuleggja nemendafélögin dagskrá fyrir nemendur til að kynnast því skemmtilega starfi sem þau standa fyrir . Mikilvægt er að allir nýnemar taki þátt í nýnemadögunum þar sem það hjálpar til við að kynnast skólanum, aðlagast náms- og háskólaumhverfinu og lagður er grunnur að góðum námsárangri .

Hreyfing Hreyfisalur Háskólans á Akureyri er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja stunda líkamsrækt ókeypis í skólanum . Mjög góð aðstaða er til lyftinga og annarrar hreyfingar auk þess sem boxpúði er í salnum . Þá eru bæði hlaupa-bretti og æfingahjól til staðar ásamt góðri búningaaðstöðu .

RannsóknirSköpun nýrrar þekkingar er einn af hornsteinum Háskólans á Akureyri . Kennarar við háskólann eru virkir í rann-sóknum á fræðasviðum sínum og hafa niðurstöður rannsókna þeirra vakið verðskuldaða athygli og birst í mörg-um virtustu vísinda- og fræðitímaritum samtímans . Innan háskólans er lögð áhersla á hagnýt viðfangsefni í nærsamfélaginu jafnt sem fræðileg viðfangsefni í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn . Allmörg rannsóknasetur eru jafnframt starfandi innan vébanda háskólans og má þar nefna Heimskautaréttarstofnun, Heilbrigðisvísindastofnun, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA, Rannsóknasetur um ofbeldi, Sjávarútvegsmiðstöð og Miðstöð skólaþróunar . Við Háskólann á Akureyri eru tiltölulega fáir nemendur á hvern kennara og áhugasömum nemendum veitast því fjölmörg tækifæri til þátttöku í rannsóknum á margvísleg-um sérsviðum háskólans .

Page 32: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

60 61

FélagslífFélag stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA)Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við skólann og er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta .

FSHA hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bak við aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda . Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmál-um, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint .

Félagslíf nemenda er öflugt . Skipulagning þess er í höndum FSHA og nemendafélaga deildanna . Hápunktar í félagslífinu eru nýnemadagar, sprellmót, ólympíuleikar, próflokadjamm, árshátíð og vísindaferð til Reykjavíkur . Allir geta fundið skemmtanir við sitt hæfi . Sem dæmi eru reglulegir íþróttatímar í hverri viku í íþróttahúsum bæjarins þar sem nemendur geta stundað þær íþróttir sem þeir kjósa .

Innan FSHA eru starfrækt sex nemendafélög . Hlutverk nemendafélaganna er að standa vörð um hagsmuni nemenda innan sinnar deildar, efla félagslífið sem og tengsl nemenda við atvinnulífið . Meðal atburða sem nemendafélögin standa fyrir eru vísindaferðir, pubquiz, nýnemakvöld og fleira .

Þá gefa sum aðildarfélögin út tímarit ár hvert, til dæmis gefa laganemar út fræðirit sem nefnist Lögfræðingur .

Sjáðu hvað er um að vera á fsha .is og Facebook .

Innan FSHA eru starfrækt sex nemendafélög: • Eir, félag heilbrigðissviðsnema• Kumpáni, félag félagsvísindanema• Magister, félag kennaranema• Reki, félag viðskiptafræðinema• Stafnbúi, félag auðlindanema • Þemis, félag laganema

Page 33: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

62 63

Upplýsingar fyrir umsækjendurInntökuskilyrðiNemendur sem hefja grunnnám skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi . Nemendur sem hefja framhaldsnám skulu hafa lokið bakkalárprófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi . Til viðbótar benda fræðasvið háskólans umsækjendum á undirbúning sem er mikilvægur til að standast þær kröfur sem gerðar eru . Inntökuskilyrðum er nánar lýst í umfjöllun um hvert fræðasvið á www .unak .is

Umsóknarfrestur til 5. júníUmsóknarfrestur um grunn- og framhaldsnám, jafnt staðarnám, fjarnám og lotunám er til 5 . júní .

Rafrænar umsóknirSótt er rafrænt um nám á vef háskólans, www .unak .is . Þegar rafrænni umsókn er lokið fær umsækjandi veflykil og getur fylgst með framgangi umsóknarinnar . Athugið að svar við umsókn er einungis rafrænt .

Fylgigögn með umsóknSkila þarf staðfestu ljósriti úr framhaldsskóla (ljósrit/afrit með bláum stimpli og undirritun) af öllu stúdentsprófs-skírteininu og/eða öðrum sambærilegum prófskírteinum . Sérstök fylgigögn þarf vegna umsókna um framhalds-nám, sjá nánar á vef háskólans, www .unak .is

Fylgigögn sendist í bréfapósti til:Háskólinn á AkureyriNemendaskrá, SólborgNorðurslóð 2600 Akureyri

Skrásetningargjald – eindagi 10. júlíSkrásetningargjald er 75 . 000 kr . sem greiðist með greiðsluseðli í netbanka fyrir 10 . júlí . Eftir þann tíma reiknast 15% álag á skrásetningargjaldið og sé það ekki greitt fyrir 10 . ágúst er litið svo á að umsækjandi hafi afþakkað boð um skólavist háskólaárið 2015-2016 . Skrásetningargjald er almennt óafturkræft .

Hlökkum til að sjá þig!Nánari upplýsingar á www .unak .is eða um netfangið unak@unak .is

Page 34: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri, 2015

Umsjón: Kristín Ágústsdóttir

Prófarkalestur: Bragi V. Bergmann

Hönnun og umbrot: Íslenska Auglýsingastofan og Stíll

Ljósmyndir: Auðunn Níelsson og Daníel Starrason

Prentun: Ásprent

Page 35: Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri 2015

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð600 AkureyriSími: 460 8000netfang: [email protected]