1
VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Laxness í lifandi myndum Nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Sýndar eru flestar þær myndgerðir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins. Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmynda- hátíð. Um er að ræða sýningu á kvikmyndinni Paradísarheimt föstudaginn 27. apríl, kl. 20. Hægt verður að sækja miða í þjónustuver Mosfellsbæjar – en einnig í miðasölu við innganginn. Vonandi verður svo mikil aðsókn að uppselt verði á sýninguna, en fyrstir koma – fyrstir fá. Sýningar framundan: FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 17:40 SALKA VALKA (126 mínútur) 20:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur) FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur) 20:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa) Frítt inn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins LAUGARDAGUR 28. APRÍL 18:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur) 20:00 BREKKUKOTSANNÁLL (145 mínútur stytt útgáfa) Paradísarheimt Frumsýnd: 6. desember 1980 Tegund: Sjónvarpsmynd í þremur hlutum Framleiðandi: Norður-þýska sjónvarpið í samvinnu við Nordvision NDR og SF Swiss Leikstjórn og handrit: Rolf Hädrich, aðstoðarleik- stjórn: Sveinn Einarsson Leikarar: Jón Laxdal, Fríða Gylfadóttir, Róbert Arnfinnsson, Helga Bachman, Arnheiður Jónsdóttir, Dietmar Schönherr, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Anna Björns og María Guðmundsdóttir Paradísarheimt kom út samtímis á Íslandi og í Svíþjóð árið 1960. Sagan segir frá Steinari Steinssyni, bónda í Steina- hlíðum. Hann hverfur frá búi sínu og fjölskyldu til að lifa meðal mormóna í Utah, þar sem hann telur sig hafa fundið fyrirheitna landið, hinn endanlega sannleika.

Laxness í lifandi myndum

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Laxness í lifandi myndum

Greta Salóme kvödd á MiðbæjartorginuMosfellingurinn Greta Salóme er eins og flestum er kunnugt fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið. Hún er höfundur lagsins Mundu eftir mér sem hún flytur sjálf ásamt Jóni Jósepi Snæbjörns-syni. Áður en dúettinn heldur utan verða haldnir kveðjutónleikar hér í Mosfellsbæ. Tónleikarnir fara fram á Miðbæjartorginu föstudaginn 11. maí kl. 13. Stefnt er að því að nemendum á öllum skólastigum í Mosfellsbæ verði sérstaklega boðið. Viðburðurinn verður partur af hátíðarhöldum á afmælisári Mosfellsbæjar sem fagnar 25 ára afmæli í ágúst.

- Stærsta frétta- og auglýsingablaðið í Mosfellsbæ12

Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og ól-ympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag héraðsskjalavarða hafið samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengd-um skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað áhugavert sem kemur í ljós.

Tilgangurinn með samstarfinu er að hvetja íþróttafélög og héraðssambönd á Íslandi til að varðveita sögu sína og halda því til haga sem telst verðmætt í sögulegu samhengi. Íþróttahreyfingin og héraðs-skjalasöfnin um allt land munu nú taka höndum saman og hvetja bæði forsvars-menn íþróttafélaga, íþróttahéraða og þá aðila sem hafa unnið í íþróttahreyfingunni til að kíkja upp á háaloft eða í kassann í kjallaranum og koma því sem finnst á rétt-

an stað. Helsta markmiðið með þessu átaki er að gögnin séu skráð á réttan stað og ekki síst geymd á öruggum stað.

Skjalasöfn íþróttafélaganna eru frum-heimildir og vitnisburður um starfsemi þeirra, hugsjónir, baráttuna, þrotlausar æfingar til að ná árangri, töp og glæsta sigra, dugnað og elju einstakra einstaklinga við uppbyggingu félaganna, oft í ólaunuðu sjálfboðaliðastarfi. Mikilvægt er að skjala-söfn íþróttafélaganna glatist ekki, heldur séu varðveitt tryggilega og séu aðgengileg á einum stað.

Nánar má fræðast um verkefnið á heima-síðu Héraðsskjalavarða www.heradsskjala-safn.is

Forsvarsmenn félaga í Mosfellsbæ eru hvattir til að hafa samband við Birnu Mjöll á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar varðandi mögulegar afhendingar.

F.v. Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður Árnesinga; Birna Mjöll Sigurðardóttir héraðs-skjalavörður Mosfellsbæjar; Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður Reykjavíkur; Ólafur Rafnsson formaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands; Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður Kópavogs og Örn Andrésson formaður afmælisnefndar ÍSÍ. Sjá má á borðinu járnkassann og trékassann utan um mótabók Ungmennafélaganna Aftureldingar og Drengs.

Átak í söfnun skjala og minja um íþróttastarf

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Laxness í lifandi myndumNú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Sýndar eru flestar þær myndgerðir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins.

Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmynda- hátíð. Um er að ræða sýningu á kvikmyndinni Paradísarheimt föstudaginn 27. apríl, kl. 20.

Hægt verður að sækja miða í þjónustuver Mosfellsbæjar – en einnig í miðasölu við innganginn. Vonandi verður svo mikil aðsókn að uppselt verði á sýninguna, en fyrstir koma – fyrstir fá.

Sýningar framundan:

FIMMTUDAGUR 26. APRÍL17:40 SALKA VALKA (126 mínútur)20:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)

FÖSTUDAGUR 27. APRÍL17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur)20:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa)Frítt inn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins

LAUGARDAGUR 28. APRÍL18:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)20:00 BREKKUKOTSANNÁLL (145 mínútur stytt útgáfa)

Mosfellsbær afmælismerki Stórt/lítið: Öll almenn prentun (o�sett)

Grænn litur: CMYK 43 0 100 60

Paradísarheimt Frumsýnd: 6. desember 1980 Tegund: Sjónvarpsmynd í þremur hlutum Framleiðandi: Norður-þýska sjónvarpið í samvinnu við Nordvision NDR og SF Swiss Leikstjórn og handrit: Rolf Hädrich, aðstoðarleik-stjórn: Sveinn Einarsson Leikarar: Jón Laxdal, Fríða Gylfadóttir, Róbert Arnfinnsson, Helga Bachman, Arnheiður Jónsdóttir, Dietmar Schönherr, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Anna Björns og María Guðmundsdóttir

Paradísarheimt kom út samtímis á Íslandi og í Svíþjóð árið 1960. Sagan segir frá Steinari Steinssyni, bónda í Steina-hlíðum. Hann hverfur frá búi sínu og fjölskyldu til að lifa meðal mormóna í Utah, þar sem hann telur sig hafa fundið fyrirheitna landið, hinn endanlega sannleika.

Hreinsunarátak hafið í MosfellsbæDagana 20. apríl – 13. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Nú hillir í vorið og því tímabært að fjarlægja rusl eftir veturinn.Starfsmenn Áhaldahúss verða á ferðinni á þessu tímabili og fjar-lægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Fólk er hvatt til að setja garðaúrgang í poka og binda greinaafklippur í knippi. Gert er ráð fyrir að úrgangur verði sóttur fyrir utan lóðarmörk dagana fram til 13. maí.