32
Mörður lögmaður Frá félagsdeild LMFÍ Pistill formanns Frá fræðslunefnd LMFÍ Meistaramót LMFÍ í golfi [email protected] 7. árg. Október 4 / 2001 L ÖGMANNA BLAÐIÐ L ÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls. 19 Útgefandi: Lögmannafélag Íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Ritnefnd: Bjarki H. Diego hrl. Björn L. Bergsson hrl. Ragnar H. Hall hrl. Ingimar Ingason, frkv.stj. LMFÍ Forsætisfundur norrænu lög- mannafélagana Bls. 28 Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Undirskrift víxil- útgefanda Bls. 10 Lögmannafélag Íslands 90 ára 1911 -2001 Ragnhildur Arnljóts- dóttir, formaður Lögfræðingafélags Íslands Víðtækt samstarf lögfræðinga Bls. 9

LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi [email protected] 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Mörður lögmaður

Frá félagsdeild LMFÍ

Pistill formanns

Frá fræðslunefnd LMFÍ

Meistaramót LMFÍ í golfi

[email protected]

7. árg. Október 4 / 2001

LÖGMANNABLAÐIÐ

LÖGMANNABLAÐIÐ

Björn Daníelsson

Hugleiðingar umörorkumatsmenn

Bls. 19

Útgefandi:Lögmannafélag Íslands

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:Jóhannes Karl Sveinsson hrl.

Ritnefnd:Bjarki H. Diego hrl.

Björn L. Bergsson hrl.Ragnar H. Hall hrl.

Ingimar Ingason,frkv.stj. LMFÍ

Forsætisfundurnorrænu lög-

mannafélagana

Bls. 28

Jóhannes KarlSveinsson hrl.

Undirskrift víxil-útgefanda

Bls. 10

Lögmannafélag Íslands90 ára

1911 -2001

Ragnhildur Arnljóts-dóttir, formaður

LögfræðingafélagsÍslands

Víðtækt samstarflögfræðinga

Bls. 9

Page 2: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

2 Lögmannablaðið

Síminn hringdi eina nóttina fyrir stuttuheima hjá Merði. Svefndrukkinn reishann upp við dogg og svaraði, _hjá

Merði lögmanni góðan dag“. Allur drungihvarf hins vegar eins og dögg fyrir sólu þeg-ar ábúðarfull en þó frekari leyndardómsfullrödd, fannst Merði, kynnti sig frá Ávana- ogfíkniefnadeildinni. Sæluhrollur hríslaðist nið-ur hrygginn á Merði. Loksins, loksins, loksinsskilaði það árangri að standa þessar bakvakt-ir hjá Lögmannafélaginu. Og loksins hringdialvöruglæpadeild hjá Löggunni. Mörður hafðinefnilega lengi öfundað í leyni kollegana semgátu smellt í góm í kokkteilboðunum og tal-að kæruleysislega um þetta og hitt stórmáliðsem þeir voru að vinna að; Stóra kókaínmál-ið, Stóra E-pillumálið, Næststærsta E-pillumál-ið, Stóra Lúðumálið og hvað þau nú öll hétu.Nú kæmist Mörður loksins í þennan fríðaflokk og þyrfti ekki alltaf að segja sömu sög-una af því þegar að hann fékk frænda sinn úrGrindavík sýknaðan af ölvunarakstri vegnaþess að Löggan ruglaðist á blóðsýni.

Það var guðsþakkarvert að nú stólaði hannekki á ónýta píptækið frá Lögmannafélaginuheldur sendi löggunni símbréf með upplýs-ingum um öll möguleg og ómöguleg síma-númer sem hægt yrði að ná í Mörð í þessaviku; símann á kontórnum, géessemminn,símann heima og meira að segja hjá mömmuef hann skryppi í kjötbollur í brúnni. Þaðhafði greinilega skilað þessum árangri. Hannvar kominn í feitt, í deildina með stóru strák-unum.

Pínulítið sljákkaði hins vegar eitt augnarblikí Merði þegar ábúðarfulla, en þó frekar leynd-ardómsfulla röddin spurði hvort hann gengiundir viðurnefninu Mörder? Það væri nefnin-lega þannig, útskýrði röddin, að þeir hefðugripið barmfríða austantjaldssnót á Keflavík-urflugvelli með „bland í poka“. Hún hefðisagst vera að fara að vinna sem listdansmærá veitingahúsi sem raunar góðkunningi lögg-unar ræki í miðborginni en kollegi hennar,sem hefði áður verið á Íslandi, hefði benthenni á að tala við Mörder lögmann ef húnlenti í einhverju klandri. Hann væri sá besti -

og svo líka rausnarlegur í tipsinu. Það varekki laust við að kímni gætti í ábúðarfullu, enþó leyndardómsfullu röddinni, er hann barMerði þessi tíðindi. Mörður ákvað að látaþetta ekkert á sig fá, stórmál væri nú einusinni stórmál. Mannaði hann sig því upp ogsagðist verða kominn eftir kortér.

Á leiðinni velti Mörður sæll stöðunni fyrirsér. Nú gæfi hann öðrum ekkert eftir ígómsmellingunum í kokkteilboðunum. Næsthvarflaði hugurinn að því hvort hann yrðiekki að koma við hjá Guðsteini strax í fyrra-málið og fá sér nýtt, dálítið áberandi bindi -hann myndi örugglega komast í sjónvörpinþegar snótin yrði leidd fyrir dómara til að látastimpla gæsluvarðhaldsúrskurðinn sem Lögg-an væri með tilbúinn. Hann þyrfti strax aðræða við stúlkuna um að það borgaði sig aðbera höfuðið hátt en ekki vera að húka und-ir einhverri hettu á meðan gengið væri fyrirframan myndavélarnar - það væri ekki verraef smá aukabúhnykkur fengist út úr málinuþegar alþjóð sæi Mörð vera að gæta hags-muna fagurra kvenna - jafnvel þó starfsgreinstúlkunnar væri kannski eitthvað umdeilanlegog tilefnið líka. Þar sem stúlkan væri útlend-ingur myndi örugglega ekki vera neitt vanda-mál að fá Lögguna til að koma með hana innum aðaldyrnar á dómhúsinu frá Lækjartorgi,þar fara þeir hvort sem er alltaf með útlend-inga, sérstaklega ef þeir eru svartir og svo-leiðis - Torgið væri svo miklu skemmtilegribakgrunnur fyrir myndatökuna, fannst Merði,heldur en ruslatunnurnar hjá Tíuellefu viðbakdyrnar.

Merði fannst hins vegar leiðinlegt að svoþyrfti stúlkukornið að dúsa árum saman ísteininum fyrst hún var með svona pillur. Jasvona eru nú víst varnaðaráhrifin af löngumfangelsisdómum, hugsaði Mörður, íslenskubófarnir flytja bara inn fólk frá láglaunasvæð-um á sultarlaunum í hennar tilfelli með lof-orði um gott djobb á listdansstað að launum.Það þarf barasta að fara að stofna útibú fránýbúasamtökunum þarna austur á Hrauni.

Af Merði lögmanni

Page 3: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Dómsmálaráðuneytið skip-aði nýlega nefnd til aðgera tillögur að breyting-

um á lögum um lögmenn. Í nefnd-ina voru skipuð Björn Friðfinns-son, Jón Thors, Bryndís Helgadótt-ir, Björg Thorarensen og frá Lög-mannafélagi Íslands, Helgi Birgis-son varaformaður félagsins oggreinarhöfundur.

Lögmannalögin hafa nú fengiðnær þriggja ára reynslutíma en þau

tóku gildi 1. janúar 1999. Reynslanaf lögunum er um sumt góð enannað má betur smíða til aðskerpa inntak laganna og auðveldaframkvæmd þeirra.

Ekkert liggur fyrir á þessu stigihverjar verða tillögur nefndarinnartil dómsmálaráðherra.

Samt er ekki úr vegi, og enginntrúnaður brotinn, að nefna nokkraraf þeim hugmyndum sem nú eruræddar í nefndinni. Gefst lög-mönnum þá kostur á að koma áframfæri sjónarmiðum sínum viðokkur nefndarmenn. Hér skuluþessar hugmyndir taldar:

– Fækka í Úrskurðarnefnd lög-manna sem starfar samkvæmt 3.gr. lögmannalaganna. Ástæðurþess að við viljum fækka nefndar-mönnum eru tvær: Mikill kostnað-ur af starfi úrskurðarnefndarinnaren fjórðungur árgjalda okkar á síð-asta ári fór til að greiða þennankostnað. Í nefndinni sitja fleiri enlögmenn eins og menn vita og ernefndin því launuð. Samkvæmtlögunum ber félagið allan kostnað.Þá er líklegra að fækkun í nefnd-inni auðveldi fremur störf nefndar-innar þótt vönduð málsmeðferðyrði tryggð eftir sem áður. Dómurfleiri en þriggja manna er vissulegaalgjör undantekning í íslensku rétt-arkerfi. Hugmyndin er að fækkanefndarmönnum úr fimm í þrjá.Verði einn kosinn af LMFÍ, einn

skipaður af dómsmálaráðherraeftir tilnefningu Dómstólaráðs, ogeinn af Hæstarétti og verði sá, einsog nú, úr röðum lögmanna semfullnægja skilyrðum til að gegnaembætti hæstaréttardómara.

– Setja skýrari ákvæði um réttútlendinga til að starfa sem lög-menn hér á landi. Skilgreina þarfhvaða skilyrðum þeir þurfi að upp-fylla og hvernig LMFÍ fari með eft-irlits- og agavald gagnvart þessumlögmönnum. Með sama hætti þarfskýrari ákvæði um rétt íslenskralögmanna til að starfa sem lög-menn á erlendri grundu.

– Öflun héraðsdómslögmanns-réttinda. Sá galli hefur verið áprófraun til öflunar réttinda til aðvera héraðsdómslögmaður að flest-ir sem prófraunina þreyta komanánast beint frá prófborði í laga-deild. Námskeiðið til öflunarhéraðsdómslögmannsrét t indaverður þannig beint framhald aflaganáminu og er það miður.Ákveðin starfsreynsla, t.d. 6 mán-uðir á lögmannsstofu eða 1 ár semaðstoðarmaður dómara eða viðsambærileg störf er skynsamlegurog nauðsynlegur undanfari öflunarhdl. réttinda. Þá hefur einnig veriðrætt hvort verkleg prófraun eigi aðvera fólgin í flutningi eins munn-lega flutts máls fyrir héraðsdómiþótt ekki verði gerðar kröfur til aðmál sé flókið eða stórt eins og áðurvar um prófmál.

– Öflun hæstaréttarlögmanns-réttinda. Í 9.gr. lögmannalagannaer lýst skilyrðum til þess að öðlastréttindi til að vera hæstaréttarlög-maður. Þar segir m.a. að viðkom-andi þurfi að hafa haft hdl. réttindií 5 ár og flutt ekki færri en 30 málmunnlega fyrir héraðsdómi eðasérdómstóli. Þá þurfi að flytja 2prófmál fyrir Hæstarétti en sérstökprófnefnd metur hvaða mál full-

3Lögmannablaðið

Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður LMFÍ

Pistill formannsEndurskoðun laga um lögmenn nr. 77/1998

Lögmannafélag ÍslandsÁlftamýri 9, 108 Reykjavíksími (telephone): 568-5620bréfsími (telefax): 568-7057

tölvupóstur (E-mail): [email protected]íða: www.lmfi.is

Stjórn L.M.F.Í.Ásgeir Thoroddsen hrl.,

formaðurHelgi Birgisson hrl.,

varaformaðurÁrsæll Hafsteinssson hdl.,

gjaldkeriLára V. Júlíusdóttir hrl.,

ritariHelgi Jóhannesson hrl.,

meðstjórnandi

Starfsfólk L.M.F.Í.Ingimar Ingasson,framkvæmdastjóri

Jóna Kristjana Kristinsdóttir,félagsdeild

Guðný Gísladóttir, ritari

Blaðið er sent öllum félags-mönnum.

Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn:kr. 1.500 + vsk.

Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk.

Netfang ritstjórnar: [email protected]

Prentun:Ísafoldarprentsmiðja

Umsjón auglýsinga:Öflun ehf., sími 533 4440

ÁsgeirThoroddsen,hrl.

Page 4: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

nægi því að geta verið prófmál.Verulegrar óánægju hefur gættmeð framkvæmd þessa fyrirkomu-lags um prófmál og að nefndingerir miklar kröfur til þess að mál-in séu stór og flókin þannig að lög-maðurinn sýni að hann ráði viðslík mál. Kosti það lögmenn oftverulega vinnu og kostnað aðvinna mál fyrir prófnefnd sem húnsíðan samþykkir ekki sem prófmál.Bent er á að misskilnings gæti viðþessa framkvæmd, það sé ekkiverið að prófa héraðsdómslög-menn í lögum og túlkun laga held-ur hvort þeir kunni að undirbúamál til flutnings og kunni að flytjamál sómasamlega fyrir Hæstarétti.Mál þurfi ekki að vera stór né flók-in til þess að héraðsdómslögmaðurgeti sýnt að hann sé fullfær til þess.Rætt er í nefndinni hvort breytaeigi þessu fyrirkomulagi, t.d. fjölgaí staðinn málum sem lögmaðurinnþurfi að hafa flutt í héraði, gerakröfu til þess að ákveðinn fjöldimála þeirra sé munnlega flutteinkamál sem nái áfrýjunarfjárhæð,og jafnvel að lögmaður geti aðeins

flutt, sem prófmál í Hæstarétti, málsem hann flutti sjálfur í héraði. Þáfái Hæstiréttur heimild til að leggjatil við dómsmálaráðherra að áðurútgefin réttindi til að vera hæsta-réttarlögmaður verði felld niður.

– Breyta orðalagi 1. mgr. 15. gr.laganna, þar sem segir að taki lög-maður við starfi sem ósamrýman-legt sé handhöfn lögmannsrétt-inda, skulu réttindi hans felld nið-ur og orðalagi 2. mgr. 15. gr. um aðlögmaður afsali sér réttindum sín-um. Hefur þetta orðalag mælst illafyrir og standist jafnvel ekki aðmenn séu sviptir réttindum sínum.Í staðinn yrðu lögmannsréttindigerð óvirk meðan þannig stendurá.

– Breyta ákvæði 2. mgr. 28. gr.þannig að úrskurða megi lögmenntil greiðslu málskostnaðar þegarsérstaklega stendur á, vegna málasem fara fyrir úrskurðarnefnd lög-manna. Rétt sé að víkka þessaheimild úrskurðarnefndar.

– Bæta ákvæði í lögin sem heim-ila stjórn Lögmannafélags Íslandsað leggja til við dómsmálaráðherra

að málflutningsréttindi lögmanns,sem er í vanskilum með árgjald,verði felld niður. Nú er sá einnkostur að stjórn LMFÍ krefjist gjald-þrotaúrskurðar yfir viðkomandisem er óþarflega niðurlægjandi ogdýr leið þegar lögmaður afsalar sérekki sjálfur lögmannsréttindumsínum.

– Setja skýrari reglur um skilfjárvörsluyfirlýsinga, þ.e. hverskonar yfirlýsingu leggja þurfi framog hvaða gögn trúnaðarendur-skoðandi geti krafið lögmenn um,komi til rannsóknar að beiðnistjórnar LMFÍ. Einnig að setja innákvæði sem heimili LMFÍ að krefjalögmann, sem fela hefur þurft trún-aðarendurskoðanda að gera bó-haldsúttekt hjá, um kostnað afslíkri úttekt. Ekki sé sanngjarnt aðaðrir lögmenn beri kostnað af þeir-ri vinnu.

– Kveða skýrar á um þaðhvenær sé heimilt að nota starfs-heitið lögmaður, héraðsdómslög-maður eða hæstaréttarlögmaðursbr. 2. mgr. 29. greinar og víðar.

4 Lögmannablaðið

KJARAN EHF • SÍÐUMÚLI 12 • 108 REYKJAVÍKSÍMAR 510 5520 • 510 5500

WWW.KJARAN.IS

Gerðu kröfur til fullkomins öryggis,og minnkaðu líkurnar á að upplýsingar

í fyrirtækinu komist í rangar hendur.

Þú getur valið millifjölmargra EBA pappírstætara,

allt eftir því hvað hentarbest þinni starfssemi.

Upplýsingaleki getur orðiðfyrirtækjum dýrkeyptur.

Pappírstætarartryggja fullkomið öryggi innan fyrirtækis þíns O

TTÓ

AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

Page 5: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls
Page 6: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

6 Lögmannablaðið

Haustið er farið að láta á sérkræla eftir ágætt sumar ogfélagsdeildin er einnig far-

in af stað með verkefni vetrarinseins og sumir lögmenn hafa aðminnsta kosti tekið eftir í formitölvupósts frá deildinni.

Ýmislegt er döfinni í vetur svosem námskeið fyrir lögmenn ogstarfsmenn þeirra, en fyrirhugað erað auka þjónustuna við félags-menn LMFÍ á landsbyggðinni ogstarfsmenn þeirra með námskeiða-haldi úti á landi. Verður meðalannars haldið símsvörunarnám-skeið á Akureyri 11. október næst-komandi.

Sýning félagsdeildar áHótel Lofleiðum

Þann 14. september var haldinkynning á vörum og þjónustu sam-starfsfyrirtækja félagsdeildar. Meðalfyrirtækja sem þar kynntu vörursínar var EJS, sem kynnti DELL far-tölvur og PALM lófatölvur, Á. Guð-mundsson kynnti nýja línu í skrif-stofuhúsgögnum, Europay Íslandkynnti fyrirtækjakortið og posa fyr-ir lögmenn, Kjaran Tæknibúnaðurkynnti nýja kynslóð af stafrænumljósritunarvélum ásamt pappírstæt-urum og Gagnageymslan kynntiheildarlausnir á geymslu skjala ogþjónustu því tengdu. Öll framan-greind fyrirtæki hafa gert samningvið félagsdeild um veruleg afslátt-arkjör bæði á vörum og þjónustu.Hvet ég lögmenn að kynna sér af-sláttarkjörin því um umtalsverðanafslátt er að ræða. Einnig varnokkrum fyrirtækjum í tölvugeiran-um boðið að kynna forrit sem sér-staklega eru skrifuð fyrir lögmenn.Það voru: H.H. hugbúnaður semkynnti tímaskráningarforritiðStund, Lánstraust, sem kynnti Rétt-arríkið og VOG, og loks Landstein-ar sem kynntu IL+ 2.1, hlutaskrár-kerfi og fleira. Einnig kynnti fyrir-

tækið Arcis öryggislausnir fyrir far-tölvur, rafrænt undirskriftarkerfi ogdulritun á tölvupósti og skjölumsvo eitthvað sé nefnt.

Sýningin tókst framar öllum von-um og mættu tæplega 100 manns,sem er mun fleira en mættu á síð-ustu sýningu. Karl K. Karlsson hf.kynnti Remy Martin Cognac ogbjór við ágætar undirtektir gesta.Sýning sem þessi var haldin öðrusinni og er ekki loku fyrir þaðskotið að leikurinn verði endurtek-inn síðar.

Posar á lögmannsstofurFélagsdeild barst nýlega fyrirspurnfrá lögmanni sem vildi kanna hvorthægt væri að semja um þóknun hjágreiðslukortafyrirtækjum fyrir lög-menn í félagsdeild. Fáir lögmenneða stofur taka við greiðslukortumen eins og öllum er kunnugt erorðið fátítt að fólk noti peninga-seðla í sínum viðskiptum. Flestirnota hins vegar greiðslukort, hvortsem um er að ræða debet- eðakreditkort. Þeir lögmenn sem ann-ast mál einstaklinga hafa eflaustþurft að senda út reikninga semekki hafa verið greiddir fyrr enseint og um síðir. Er því ljóst aðtöluverður tími og vinna sparast eftekið er við kortum. Nú hefur fé-lagsdeild LMFÍ samið við EuropayÍsland og Visa Ísland um uppsetn-ingu á posum og þóknun til korta-fyrirtækjanna, sem telja verðurmjög vel viðunandi. Tilboðið gild-

ir til 1. desember og jafnframtstendur lögmönnum í félagsdeildtil boða að fá stofngjald fellt niðuraf posanum til 1. desember.

Lögmenn sem hafa áhuga á aðsækja um posa geta haft sambandannað hvort við EUROPAY Íslandeða VISA, en gera þarf samning viðbáða aðila vegna móttöku kortaþeirra. Nóg er að hafa sambandvið annan aðilann. Samningarverða sendir í pósti til umsækj-enda.

Vinsamlegast hafið samband viðeinhvern eftirtalinna aðila: EURO-PAY Ísland - Verslunarsvið, sími:550 1656, Fanney S. Jóhannsdóttir -sími: 550 1598 - [email protected] -Harpa Jóhannesdóttir, sími - 5501597- [email protected], eða VISA Ís-land, Daða Má Steinþórsson í síma525 2013- [email protected] . Upplýs-ingar um tilboðið eru veittar hjá fé-lagsdeild þar sem þóknunarpró-sentan er trúnaðarmál. Leiga fyrirposavélar er kr. 2.400.- á mánuðiauk vsk. Stofngjald vegna samn-ings er ríflega 2.200.- hjá hvoru fyr-irtæki. Þegar allir samningar hafaverið undirritaðir kemur aðili fráRás-Þjónustunni og tengir posann.Ef gerðir eru raðgreiðslusamningargilda aðrar reglur, þar sem um erað ræða samninga með og ánábyrgðar kortafyrirtækjanna. Er þáum misháa þóknun að ræða.

Lögmönnum er bent á dómHæstaréttar í máli nr. 441/1998 semfjallar um þóknun vegna debet -og kredikorta, þar sem fram kemurað bannað sé að bæta þóknunvegna kortaviðskipta við útseldaþjónustu.

Heimasíða LMFÍÁ málþingi Lögmannafélags Ís-lands og Dómarafélags Íslands áÞingvöllum í vor var heimasíðaLMFÍ opnuð. Handbók lögmannaer nú á heimasíðu félagsins og er

Jóna K. Kristinsdóttir

Fréttir frá félagsdeildJóna K.Kristinsdóttir

Page 7: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

7Lögmannablaðið

félagatalið uppfært um leið ogbreytingar berast félaginu. Eru lög-menn hvattir til að tilkynna allarbreytingar um vinnustað, aðsetur,síma og fleira til félagsins, þannigsvo að félagatalið verði sem réttasthverju sinni. Á heimasíðunni ereinnig að finna nýjan lið „Þjónu-skrá lögmanna“, þar sem lögmenngeta nú skráð sig á heimasíðunnieftir þeim sérsviðum sem þeirsinna og sett ítarlegri upplýsingaren fram koma í venjulegri skrán-ingu. Skrifstofu félagsins berastfjölmörg símtöl á dag þar sem ósk-að er eftir upplýsingum um lög-menn og ábendingar um val á lög-mönnum eftir málaflokkum. Félag-ið hefur fram til þess ekki bent áeinstaka lögmenn, en beinir fyrir-spurnum á heimasíðu félagsins þarsem allir sjálfstætt starfandi lög-menn eru skráðir og hægt er aðnálgast frekari upplýsingar í þjón-ustuskránni. Lögmenn eru hvattirtil þess að kynna sér þjónustu-skránna og senda inn ítarlegriskráningar en fram koma í venju-legri skráningu.

Njáluferð 1. septemberFélagsdeildin er ung að árum ogstarfsemin enn í mótun. Sú hug-mynd skaut upp kollinum í vor aðefna til fræðslu- og skemmtiferðarmeð haustinu. Ákveðið var að faraá Njáluslóðir og var sú ferð farin 1.september síðastliðinn. Erfitt varað átta sig á eftirspurn fyrir slíkaferð en lengi vel voru aðeins tveirskráðir en síðan tók skráninginkipp og fór upp í tæplega 60manns á einni viku. Einhverjirduttu þó út og ferðahópurinn end-aði í ríflega 40 manns sem lögðu afstað í ferðina. Það er ljóst að áhugifyrir slíkum ferðum er fyrir hendiog ekki síst hjá lögmönnum ásmærri stofunum.

KarnovtilboðÍ sumar sendi félagsdeild ThomsonForlaget í Danmörku fyrirspurn umtilboð í vefútgáfu af UFR ogKarnov, en all margir lögmenn erunú áskrifendur að Karnov og/eðaUFR í bókaformi. Thomson

Forlaget tók ekki illa í hugmyndinaen lét þess getið að aldrei fyrrhefði verið gert tilboð fyrir félaga-samtök. Skilyrði fyrir tilboði væriað einhver fjöldi hefði áhuga og fé-lagið þyrfti að ábyrgjast greiðslurfyrir áskriftinni. Sendur var úttölvupóstur til lögmanna í félags-deild og létu viðbrögðin létu ekkiá sér standa, en tæplega 50 lög-menn eða stofur sýndu tilboðinuáhuga. Formlegt tilboð er þó ekkienn komið þegar línur þessar eruskrifaðar en það verður sent út tillögmanna um leið og það berst. Efað tilskilinn fjöldi næst, þá mun

fjárhæðin verða skuldfærð afgreiðslukortum og félagið væntan-lega greiða reikninginn til Thom-son.

JólaballÞó að jólin séu kannski ekki efst íhuga fullorðinna nú í október, þáer ekki langt til jóla. Hér á árumáður hélt Lögmannafélagið jólaböllfyrir lögmenn og starfsfólk á lög-mannsstofum en smám samanminnkaði þátttakan og voru jóla-böll því lögð af. fyrir nokkru síðan.Nú hefur hins vegar fjölgað mjög ífélaginu og yngra fólk að koma innsem er með börn á „Adam átti synisjö“ aldrinum. Félagsdeildin hefurþví ákveðið að gera tilraun oghalda jólaball í ár. Verið er að leitaað hentugu húsnæði fyrir ballið,jólasveinum og hljómsveit. Allaruppástungur eru vel þegnar og af-not af ódýru húsnæði væri auðvit-að það besta. Nánar verður til-kynnt um ballið síðar.

Lögmenn eru hvattir tilþess að kynna sér þjón-

ustuskrána og senda innítarlegri skráningar enfram koma í venjulegri

skráningu.

Lögmenn spiluðu fótboltavið fanga á Litla Hrauni

Frá árinu 1989 hafa lögmenn spilað fótbolta við fanga áLitla Hrauni og var ekki gerð undantekning þetta árið.Í ár fór svo að fangar unnu með 8 mörkum gegn 7.

Þetta er í þriðja sinn að fangar vinna en í ár voru þeir meðfeikisterkt lið. Standa vonir manna til að lið þeirra verði veru-lega breytt að ári!

Í liði lögmanna voru: Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., fyrir-liði, Anton Björn Markússon, hdl., Steinar Guðgeirsson hdl.,Ólafur Garðarsson, hrl., Jóhannes Albert Sævarsson, hrl.Smári Hilmarsson, hdl. og Gunnar Jónsson, hrl. í marki.

Ávallt er spilað á malarvellinum á Litla Hrauni. Eftir leiksetjast menn síðan niður og gæða sér á kók og Prins Pólo íboði lögmanna. Er þetta orðin hefð sem þó var óvart rofinfyrir tveimur árum þegar einn lögmaðurinn kom með kók ogHraun súkkulaði. Það þótti ekki við hæfi og hefur Prinsinnverið í boði síðan.

Fréttaritari

Page 8: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Skil fjárvörsluyfirlýsingavegna ársins 2000.

Þann 1. september s.l. rann útfrestur lögmanna til að skila innfjárvörsluyfirlýsingum fyrir árið2000. Enn á all stór hópur lög-manna eftir að skila inn yfirlýs-ingu, staðfestri af löggiltum end-urskoðanda og eru þeir hvattir tilað ganga frá sínum málum hiðfyrsta.

Greiðsla árgjalda til LMFÍ fyriryfirstandandi ár.

Gíróseðlar vegna síðari hlutaárgjalds til Lögmannafélags Ís-lands fyrir yfirstandandi ár, vorusendir félagsmönnum í lok ágústs.l., en gjalddagi var 1. október.Þeir lögmenn, sem enn hafa ekkigengið frá greiðslu árgjaldsins,eru hvattir til að greiða það hiðfyrsta. Einnig er þeir félagsmenn

sem ekki hafa greitt fyrri hluta ár-gjaldsins, beðnir um að bæta úrþví, en ógreiddar gjaldfallnar ár-gjaldsskuldir verða sendar í inn-heimtu innan tíðar.

Samúðarkveðjur frá CCBE tilABA og til bandarísku þjóðar-innar.

CCBE, samtök evrópskra lög-mannafélaga, sem Lögmannafé-lag Íslands er aðili að, sendibandaríska lögmannafélaginu(ABA), meðlimum þess ogbandarísku þjóðinni, samúðar-kveðjur vegna atburðanna íBandaríkjunum 11. september s.l.Í skeyti Dr. Rubert´s Wolff, for-manns CCBE, til William´s G.Paul, formanns bandaríska lög-mannafélagsins, segir m.a. aðlögmannastéttin í gjörvallri Evr-ópu sé slegin yfir því grimmdar-

lega hryðuverki sem framið varog fordæmi jafnframt hvers kynsofbeldi. Einnig kemur fram í bréfiDr. Wolff’s að CCBE lýsi yfir full-um stuðningi við að verja og við-halda frelsi og réttlæti.

Endurskoðun lögmannalaganr. 77/1998.

Eins og fram kemur í grein for-manns félagsins hér að framan,þá ákvað dómsmálaráðuneytiðnýlega að hefja undirbúning aðendurskoðun á lögum nr.77/1998, um lögmenn, í ljósi ým-issa vankanta sem fram hafakomið við framkvæmd þeirra.Stefnt er að því að kynna félags-mönnum þær tillögur sem framkoma á efni laganna, á sérstök-um félagsfundi, þegar þær liggjafyrir.

8 Lögmannablaðið

máttur stafrænnarljósritunar

Meiri myndgæði og lægrirekstrarkostnaður en í eldrigerðum ljósritunarvéla

Stafræn vinnsla gefur nýjamöguleika í meðhöndlun skjalaog eykur framleiðni

Þægilegt og samræmtnotendaviðmót (LCD)

Tölvutenging og mikið úrvalnetkorta gefa aukið notagildi

Minolta DiALTA stafrænar ljósritunar-vélar eru mun umhverfisvænni

OTT

Ó A

UG

LÝSI

NG

ASTO

FA

KJARAN EHF • SÍÐUMÚLI 12 • 108 REYKJAVÍKSÍMAR 510 5520 • 510 5500

WWW.KJARAN.IS

Molar frá LMFÍ

Page 9: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

9Lögmannablaðið

Orð eru til alls fyrst.

Formaður Lögmannafélags Ís-lands gerði í leiðara síðastatbl. Lögmannablaðsins grein

fyrir hugmyndum sínum um aukiðsamstarf starfandi félaga lögfræð-inga hér á landi og viðræðum viðforsvarsmenn annarra félaga umþað efni.

Lögfræðingafélag Íslands tekuraf heilum hug þátt í viðræðum umað efla samstarf á vettvangi lög-fræðinga enda er slíkt skref rökréttframhald af hugmyndum sem for-svarsmenn Lögfræðingafélagsinshafa reifað bæði í ræðu og riti áundanförnum misserum. Rétt er aðvekja athygli á því að með því aðstíga slíkt skref fylgjum við for-dæmum frá félögum lögfræðinga áöðrum Norðurlöndum, þar semfræðslu- og útgáfustarfsemi allralögfræðinga hefur verið sameigin-leg um árabil. Í Danmörku og Sví-þjóð hafa lögfræðingar,viðskipta-fræðingar, hagfræðingar og skyldargreinar sameinast um félög semeru hagsmunafélög í víðri merk-ingu þess orðs og í Noregi ogFinnlandi eru starfandi lögfræð-ingafélög sem rekin eru með svip-uðu sniði.

Öll þessi félög eru stéttarfélögsem sinna víðtækri þjónustu oghagsmunagæslu fyrir félaga sína,þ. á m. með öflugri fræðslu ogendurmenntun.

Þeim sem taka að sér að vera íforsvari fyrir félög lögfræðinga berá hverjum tíma skylda til að fjallainnan sinna vébanda um hvaðeinasem eflt getur félagsmenn í dagleg-um störfum þeirra og styrkt stéttinaí heild. Í Lögfræðingafélagi Íslandseru nú hátt í 1.000 félagsmenn.Æskilegt er að á sameiginlegumvettvangi allra starfandi lögfræð-inga sé fjallað um ýmis grundvall-aratriði s.s. uppbyggingu menntun-ar lögfræðinga og viðurkenningu ástörfum þeirra og réttindum. Lög-fræðingafélagið hefur undanfariðfjallað um aukið samstarf við laga-deild Háskóla Íslands og hug-myndir um samráðsvettvang þess-ara aðila hafa verið reifaðar óform-lega. Félagið hefur átt afar gottsamstarf við Hollvinafélag laga-deildar og vinnur nú ásamt því fé-lagi að þróun hugmyndar umstyrktarsjóð til rannsókna og starfs-

menntunar á sviði lögfræði. StjórnLögfræðingafélagsins hefur rættum það hvort félagið eigi að takatil formlegrar umfjöllunar upp-byggingu náms lögfræðinga hér álandi og starfsréttindi þeirra semljúka prófi í lögfræði, ekki síst íljósi þess að svo virðist sem innanskamms muni þrír hérlendir há-skólar bjóða uppá mismunandinám í lögfræði. Kröfur um sérhæf-ingu og öfluga símenntun, ekki sístá sviði alþjóðlegra réttarreglna, oggreiða upplýsingaöflun aukast meðári hverju og í því ljósi væri æski-legt að félög lögfræðinga þróuðuöflugt samstarf við erlend heildar-samtök lögfræðinga. Lögfræðinga-félag Íslands hefur um árabil áttformlegt samstarf við heildarsam-tök lögfræðinga á Norðurlöndum.Stjórn félagsins undirbýr nú kynn-ingu fyrir forsvarsmenn allra félagalögfræðinga hér á landi á starfsemiþessara heildarsamtaka systrafé-laga okkar. Með slíkri kynningu villLögfræðingafélagið gefa fulltrúumannarra félaga kost á að kynna sérmismunandi uppbyggingu heildar-samtaka lögfræðinga í hverju landifyrir sig, þannig að nýta megi þærupplýsingar þegar tekin verður af-staða til samstarfs félaga lögfræð-inga hér á landi í framtíðinni. Lög-fræðingafélagið hefur jafnframt íhuga að bjóða fulltrúum laganemaað slíkri kynningu til þess að heyrasjónarmið þeirra sem í framtíðinnimunu njóta þjónustu okkar.

Það er ósk Lögfræðingafélags Ís-lands að félög lögfræðinga muni afframsýni vinna sameiginlega að þvíað styrkja lögfræðinga til þess aðtakast á við stórauknar kröfur tilsérþekkingar bæði hér á landi og íhinu alþjóðlegu starfsumhverfi.

Það er okkar hlutverk.

Lögfræðingafélag Íslandstekur af heilum hug þátt í

viðræðum um að eflasamstarf á vettvangi

lögfræðinga

RagnhildurArnljótsdóttir,skrifstofustjóri,formaður L.Í.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, skrifstofustjóri,formaður Lögfræðingafélags Íslands

Víðtækt samstarf lögfræðinga.Félög lögfræðinga á öðrum Norðurlöndum

Endurrit hæsta-réttardóma

L.M.F.Í. lætur fjölfalda ogsendiráskrifendum endur-

rit hæstaréttardómaámánaðarfresti.

Endurritin eru í lausblaða-formi og með efnisyfirliti.

Áskrift er hægt að panta áskrifstofu L.M.F.Í., í

síma 568-5620.

Page 10: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Fáir eru þeir löggerningar semhafa fengið eins yfirgrips-mikla umfjöllun fyrir íslensk-

um dómstólum og víxlar. Fjöldinnallur af dómum er til um stofnunog glötun víxilréttar og tilvikin semum ræðir eru fjölskrúðug. Hérverður fjallað stuttlega um eitt skil-yrði þess að víxilréttur stofnist,skjal hafi víxilgildi að formi til.

Í 8. tl. 1. gr. víxillaga nr. 93/1993er kveðið á um að í víxli skuli veraundirskrift þess sem gefur víxilinnút. Álitaefnið snertir þær kröfursem gera verður til auðkenningar ánafni útgefandans, þ.e. hvernigundirritunin er framkvæmd oghvar hún er staðsett á víxlinum.

Tilefni þessarar umfjöllunar erúrskurður Héraðsdóms Reykjanessfrá 23. maí 2001 (í málinu nr. Y-1/2001, Fiskmarkaður Suðurnesjahf. gegn Sparisjóði Hornarfjarðarog nágrennis). Úrskurðurinn varekki kærður til Hæstaréttar, enhann verðskuldar engu að síðurumfjöllun á prenti þar sem að teljamá að hann hafi gildi við skýringuá umræddu ákvæði víxillaganna.

1. Hefðbundin skýringkröfu um undirritun

útgefandaHin hefðbundna skýring á skilyrðivíxillaganna um undirritun útgef-anda er tvímælalaust sú, að undir-ritunin þarf að uppfylla tvö skil-yrði:• Að vera rituð með eigin hendi

útgefanda – eða einhvers semhann veitir umboð til undirritun-ar, og

• Að vera staðsett undir meginmálivíxilsins eða vísa a.m.k. til meg-inmálsins.Nokkur dæmi er að finna um

staðfestingu á þessum kröfum í ís-lenskri dómaframkvæmd og kenn-ingum fræðimanna.

Í dómi landsyfirréttar frá 20.nóvember 1916 (Mál nr. 54/1916)

er að finna úrlausn um skýringusambærilegs ákvæðis eldri víxil-laga. Þar var málum þannig háttaðað nafn útgefanda víxilsins varekki ritað eigin hendi undir víxil,en þess í stað notaður nafnstimpill,,en ekkert nafn viðritað” eins ogsegir í dómnum. Rétturinn taldi aðþetta form á undirskrift víxilsinsfullnægði ekki fyrirmælum víxil-laga og víxillinn veitti því ekki víx-ilrétt.

Í riti Dr. Ólafs Lárussonar, Víxlarog tékkar, er því lýst að krafa víx-illaga þýddi að þessu leyti að nafnútgefanda ætti að standa sem und-irskrift undir texta skjalsins og aðþað yrði ,,að vera skrifað, þ.e. letr-að með þeim hætti, að það að al-mannadómi jafngildi undirskrifthlutaðeigandi aðila.“ Ólafur bentihins vegar á að nafnið þyrfti ekkiað vera ritað af útgefanda sjálfumheldur hefði skjalið víxilgildi þóttútgefandi hefði handsalað öðrummanni nafn sitt undir víxilinn eðaþað væri ritað á víxilinn samkvæmtumboði. Skýringar Ólafs voru ísamræmi við kenningar norrænnafræðimanna.

Rétt er að geta þess hugtakið,,undirskrift“ er talið mega túlkastnokkuð vítt. Bendir Preben Lyngsø

á það í skýringarriti sínu með dön-sku víxillögunum að ekkert sé þvíí vegi að útgefandinn gefi þriðjamanni umboð til útgáfu víxils, oggildi þá einu hvort umboðsmaður-inn riti eigið nafn fyrir hönd útgef-andans, eða riti hreinlega sjálfurnafn útgefandans án þess að getaum umboðið. Jafnframt skal þessgetið hér að ekki skiptir máli varð-andi þessa formkröfu víxillagahvort undirritun sé fölsuð eða gerðaf ólögráða manni. Krafan um und-irskrift útgefanda er talin vera upp-fyllt þrátt fyrir að nafnritunin séóskýr, ólæsileg, eingöngu eiginnafn útgefanda eða t.d. listamanns-nafn hans.

2. Ný viðhorf?Með nútímalegri viðskiptaháttumog breytingum almennt við stað-festingu útgáfu löggerninga er ekkiúr vegi að huga að því hvort ein-hver ,,afsláttur” kunni að vera gef-inn af þeim kröfum um undirrituneigin hendi sem hér var lýst aðframan. Til skoðunar koma ,,vél-rænar“ áritanir, s.s. með tölvu-prentun eða stimpli svo eitthvað sénefnt.

Að því er varðar tékkalögin (þarsem jafnframt er rætt um undirritunútgefanda) er talið í nýrri fræði-kenningum að ekki verði lengurgerð krafa til handritunar útgef-anda. Spurningin er því sú hvortsamsvarandi breyting hafi orðið ámargnefndu ákvæði víxillaganna.

Í dómi bæjarþings Reykjavíkurfrá 31. maí 1990 (í máli nr.6987/1990) var kveðinn uppdómur í útivistarmáli þar sem út-gefandi víxils stefndi sjálfur greið-anda og samþykkjanda til greiðslunokkurra víxla. Stefndi sótti ekkiþing en var sýknaður í málinu meðþeim rökum að nafn útgefandahefði verið vélritað og að skýrabæri 8. tl. 1. gr. víxillaga þannig aðmeð undirskrift væri átt við hand-

10 Lögmannablaðið

Jóhannes Karl Sveinsson hrl.

,,Undirritun“ víxilútgefanda

Að því er varðar tékkalög-in (þar sem jafnframt er

rætt um undirritun útgef-anda) er talið í nýrri

fræðikenningum að ekkiverði lengur gerð krafa tilhandritunar útgefanda.

Spurningin er því súhvort samsvarandi

breyting hafi orðið ámargnefndu ákvæði

víxillaganna.

Page 11: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

11Lögmannablaðið

ritaða undirskrift þess sem sæi umútgáfu víxilsins. Var því talið aðskjalið hefði ekki víxilgildi, þráttfyrir að útgefandi væri sjálfur ístöðu stefnanda málsins og útgáfanværi ekki með neinum hætti ve-fengd.

Í þessum dómi tvímælalaustbyggt á því að undirritun þurfi aðvera handritun en ekki sé neittsvigrúm til annars konar staðfest-ingar. Af dóminum má jafnframtdraga þá ályktun að það skiptiengu máli þótt að útgefandi stað-festi sjálfur eftirá að hafa gefiðvíxil út. Það tímamark sem ræðurer útgáfudagurinn og hvort aðnafnritunin hafi þá átt sér stað. Síð-ari athafnir skipta því væntanlegaekki máli, enda er undirritun útgef-anda formskilyrði víxilréttar enekki efnisskilyrði.

3. Nánar um umboð tilútgáfu víxils

Eins og minnst var á hér að fram-an er talið að útgefandi geti gefiðöðrum manni umboð til að undir-rita víxil fyrir sína hönd. Um mat áþví hvort gilt umboð teljist hafaverið fyrir hendi gilda almennarreglur samningaréttar en skortur áumboði teldist þó tæplega leiða tilógildis skuldbindinga annarra víx-ilskuldara.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykja-ness frá 23. maí s.l. í málinu nr.Y-1/2001 háttaði þannig til að við-fest við hefðbundinn tryggingar-víxil vegna yfirdráttarheimildar varumboð til banka að fylla víxilinn útog innheimta vegna skuldar á til-teknum ávísanareikningi. Undirmeginmáli víxilsins var vélritaðnafn og heimilisfang útgefandansen þar ritaði forsvarsmaður hansekki eigin hendi. Hins vegar varundirskrift hans að finna á umboðitil útfyllingar (sem fest var við víx-ilinn) og jafnframt hafði forsvars-maðurinn undirritað framsal á bak-hlið víxilsins f.h. útgefandans.Þannig var því nafnritunin á tveim-ur stöðum á skjalinu, þótt ekkiværi hana að finna í þar til gerðumreit á víxilforminu. Víxilhafinn byg-gði á því að umboðsyfirlýsingin

hefði verið hluti víxilsins ogþannig í raun um eitt og samaskjalið að ræða. Héraðsdómurféllst ekki á þessi rök og benti á aðum tvo mismunandi gerninga væriað ræða (víxilinn og umboðið)sem hafi sjálfstætt gildi hvor gagn-vart öðrum. Fjárnám sem gert hafðiverið hjá útgefandanum var þvífellt úr gildi með vísan til þess aðvíxilréttur hefði ekki stofnast.

* * *Niðurstaðan af þessari stuttu út-

tekt er sú að ekki virðist hafa ver-ið horfið frá þeirri kröfu sem tví-mælalaust var höfð í huga við setn-ingu víxillaganna árið 1933, að út-gefandi víxils riti undir víxilskjaliðeigin hendi. Ekki virðist hafa átt sérstað samsvarandi breyting á túlkunog varðandi fyrirkomulag á útgáfutékka, þar sem viðurkennt er aðvélræn undirritun geti verið nægi-leg. Ekki virðist skipta máli þótt út-gefandi viðurkenni eftirá að hafastaðið að útgáfu víxilsins, ef víxill-inn var á annað borð ekki undirrit-aður af honum. Og engu breytirþótt ritað sé undir framsal, t.d. ábakhlið víxils, af þeim sem til-greindur var sem útgefandi. Víxill-inn er í því tilviki óútgefinn ogenginn réttur til að framselja.

Ekki virðist hafa átt sérstað samsvarandi breyt-

ing á túlkun og varðandifyrirkomulag á útgáfu

tékka, þar sem viðurkennter að vélræn undirritun

geti verið nægileg.

AÐFARARGERÐIReftir Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómara

Fæst hjá Bóksölu stúdenta og á skrifstofu L.M.F.Í.

—— o 0 o ——

Aðrar bækur útgefnar af Námssjóði L.M.F.Í.:

Dómar um bótaábyrgð hins opinbera 1920-1984

Dómar í félagarétti 1968-1988

Dómar í sjóréttarmálum 1965-1982

Dómar um veðréttindi 1920-1988

Dómar í skaðabótamálum 1979-1988

Dómar í skaðabótamálum 1973-1978

Dómar um almennt einkamálaréttarfar

———————————————————————————————

Námssjóður Lögmannafélags Íslands

Page 12: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

12 Lögmannablaðið

Afleiðusamningar - Nýjar gerðir fjár-málasamninga

Ætlað lögfræðingum ogöðrum sem áhuga hafa.

Fjallað verður um ein-stakar tegundir afleiðusamninga, aðallega valrét-tarsamninga (options), skiptasamninga (swaps) ogframvirka samninga (futures/forwards). Framangreindhugtök verða útskýrð og farið yfir helstu grunnatriðiþeirra. Farið verður sérstaklega yfir þær lagareglur semgilda um afleiðusamninga og þau lögfræðilegu áli-taefni er snúa að skjalagerð vegna slíkra samninga.

Kennari: Bjarki Diego hrl. Tími: 15. okt. kl. 16:00-19:00.

Enska laganna: SamningagerðHagnýtt grunnnámskeið í

ensku lagamáli, sniðið aðþörfum íslenskra lögfræðin-ga og lögmanna sem eigasamskipti við erlenda aðila.

Markmið námskeiðsins er að auka lesskilning ogskilning á hugtakanotkun og uppbyggingu mismunan-di samninga sem skrifaðir eru á ensku. Áhersla er lögðá að byggja upp faglegan orðaforða og að kynna réttanotkun algengra orða, orðasambanda og hugtaka.Einnig verður fjallað um grundvallarhugtök í engilsax-nesku lagakerfi og venju- og fordæmisrétti (common-law) einkum á sviði samningaréttar. Stuttir fyrirlestrar,hagnýtar æfingar og umræður.

Kennarar: Erlendína Kristjánsson lögfræðingur ogenskukennari og Kári Gíslason MA í lögfræði ogensku.

Tími: Þri. og fim. 6. - 22. nóv. kl. 16:15-19:15 (6x).

Lög um lausafjárkaupÆtlað lögmönnum.Kynnt verða ný lög um

lausafjárkaup nr. 50/2000sem tóku gildi 1. júní 2001.Lögð verður sérstök áhersla á að gera grein fyrir þeimbreytingum og nýmælum sem felast í lögunum og áhri-fum þeirra í framkvæmd. Námskeiðið verður í fimmhlutum.

Námskeiðsverð er jafnaðarverð sem miðast við aðþátttakendur sæki þrjá hluta námskeiðsins. Þó er þátt-takendum heimilt að sækja alla hlutana án aukagjalds.

Umsjón: Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri íiðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.

Kennarar: Guðjón Axel Guðjónsson, Jónína S.Lárusdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Hrafnkell Óskars-son lögfræðingar.

Tími: 13., 15., 20., 21. og 22. nóv. kl. 17:00-19:00.

Mannréttindareglur í stjórnarskrá ogalþjóðasamningum

Ætlað lögfræðingum.Gefið verður yfirlit yfir

mannréttindaákvæði stjórna-rskrárinnar og alþjóðlegamannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Hliðsjónverður tekin af ákvæðum alþjóðasamninga um man-nréttindi og dómaframkvæmd á þessu sviði.

Kennari: Björg Thorarensen lögfræðingur og skrif-stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.

Tími: 15. og 16. jan. 2002 kl. 16:00-19:00.

Skráning hjá Endurmenntunarstofnun HáskólaÍslands. Upplýsingar í síma 525-4444- tölvupóst-ur: [email protected] og heimasíða:www.endurmenntun.is

Námskeið fyrir lögmenn áhaustönn 2001

Námskeið hjá Endurmenntunarstofnun. Í samstarfi við LögfræðingafélagÍslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands. Skráning fer framhjá Endurmenntun HÍ í síma 525-4444, tölvupóstur [email protected],veffang: www.endurmenntun.is

15. október

6. - 22.nóvember

15. og 16.janúar

13/15/20/21/22nóvember

Page 13: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

13Lögmannablaðið

Námskeið hjá félagsdeild LMFÍ, haldin íkennslusal félagsins að Álftamýri 9,Reykjavík. Skráning fer fram hjá félagsdeildLMFÍ í síma 568-5620, tölvupó[email protected], veffang: www.lmfi.is

Hagnýt atriði í samskiptumlögmanna og vátryggingafélaga

Á sviði vátrygginga reynirá ýmis lög sem lögmennþekkja, svo sem skaðabó-talög, umferðarlög, lög umaðbúnað, öryggi og hollustu ávinnustöðum, lög umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, lögumbrunatryggingar o.fl.

Fjallað verður um líkamstjón, munatjón og almenntfjártjón og þau gögn sem afla þarf svo hægt sé takaafstöðu til bótaskyldu og gera tjónið upp.

Í líkamstjónum koma til skoðunar umferðar- ogvinnuslys og m.a. fjallað um umboð, læknisvottorð,matsgerðir, könnun á sjúkrasögu, endurgreiðslu áútlögðum kostnaði og þær upplýsingar sem nauðsyn-legar eru til uppgjörs á tjóni, t.d. varðandi launatekjur,reiknað endurgjald, skattframtöl o.fl. Í munatjónum

ábyrgðartrygginga og í starfsábyrgðartryggingumverður fjallað um matsgerðir og uppgjör tjóna og fariðyfir verklag varðandi tjón á skipum.

Kennari: Birgir G. Magnússon, hdl. Staður: Kennslusalur LMFÍ að Álftamýri 9,

Reykjavík.Tími: 24. október 2001 kl. 16:00-19:00.Verð: Félagsdeild: kr. 8.000.- Almennt verð: 11.000.

Störf verjenda og réttargæslumanna. Fjallað verður um hlut-

verk og störf verjenda ogréttargæslumanna í opin-berum málum, á rannsók-narstigi og fyrir dómi, með hliðsjón af réttarreglum umréttindi og skyldur þeirra og nýlegum dómumHæstaréttar.

Kennarar: Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hdl. og SifKonráðsdóttir, hrl.

Staður: Kennslusalur LMFÍ að Álftamýri 9,Reykjavík.

Tími: 6. og 7. nóvember 2001 frá kl. 16:00-19:00.Verð: Félagsdeild: kr. 13.000.- Almennt verð:

15.000.-.

6. og 7.nóvember

Námskeið fyrir starfsmenn álögmannsstofum haustönn 2001

Námskeið hjá FÉLAGSDEILD LMFÍ. Skrán-ing fer fram hjá félagsdeild LMFÍ í síma568-5620, tölvupóstur [email protected], veffang:www.lmfi.is Lágmarksfjöldi er 10 manns.

Að veita afburða þjónustu.Markmið námskeiðsins er

að auka vitund þátttakendaum mikilvægi þjónustu ogum leið að auka færni til aðveita góða þjónustu. Tekið er fyrir hvað þjónustuvilji er,hvaðan hann kemur og hvernig hægt er að ýta undirhann. Einnig verður fjallað um mikilvægi góðrarframkomu og viðmóts gagnvart viðskiptavininum.Mikilvægi innri viðskiptavina er undirstrikuð í þjón-ustuveitingu, samvinna þverfaglegra hópa innanfyrirtækisins sem og frumkvæði og ábyrgð starfsmannaá eigin líðan á vinnustað. Markmið námskeiðisins ereinnig að þátttakendur þekki rætur þjónustuvilja oghvernig hægt er að efla hann og virkja í daglegu starfideilda. Að auka skilning þeirra á mikilvægi góðrarframkomu og viðmóts gagnvart viðskiptavininum.

• Þjónustuvilji. Greining á þörfum viðskiptavinarins• Innri og ytri viðskiptavinir• Frumkvæði og framtakssemi• Samtalstækni og virk hlustun• Tryggð viðskiptavinaViðskiptavinir gera sífellt meiri kröfur og eru mun

meðvitaðri um þjónustu og gæði en áður. Mikilvægt erþví fyrir starfsmenn að geta greint þarfir viðskiptavinar-ins og vita hvernig þjónustu þeir þarfnast. Starfsmennþurfa að miða þjónustuna að þörfum viðskiptavinarinsmeð hag hans að leiðarljósi. Fjallað er um mikilvægiþess að geta brugðið upp skýrri mynd af væntingumviðskiptavinarins og tryggt gott samband við viðskipta-vininn svo hann komi aftur. Lykilatriði í þjónustu erum.a. hæfni, kurteisi, trúverðugleiki, viðbrögð, áreiðan-leiki og skilningur.

Leiðbeinandi: Þórunn Elva Guðjohnsen, ráðgjafi ogþjálfari IMG.

Tími: 13. nóvember 2001 frá kl. 13:00-17:00.Staður: Kennslustofa LMFÍ að Álftamýri 9, ReykjavíkVerð: Félagsdeild: kr. 13.500.-Almennt verð kr. 16.000.-

13.nóvember

24.október

Page 14: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Meistaramót lögmannaí golfi var haldið 7.september sl. eða

fyrsta föstudag í september einsog ár hvert. Að þessu sinni var

leikið á Leynisvellinum á Akra-nesi, sem nú er orðinn glæsi-legur 18 holu golfvöllur.

Metþátttaka var í mótinu,enda 45 stórkylfingar mættir til

leiks á öllum aldri og öllumstigum golfíþróttarinnar. Veðr-ið var, eins og oft í septembermjög gott gluggaveður, en þeg-ar út var komið var Kári heldursterkur, enda slíkt ekki óal-gengt á Skaganum.

Sjóvá Almennar tryggingar hf.kostuðu mótið að þessu sinnimeð glæsilegu framlagi ogbuðu keppendum upp á pott-rétt að leik loknum og drykkmeð, auk forláta verðlauna-gripa úr gleri. Þakkar golf-nefnd lögmannafélagsins SjóvaAlmennum fyrir glæsilega kost-un, sem mikill sómi var af. Þáber að nefna að EJS gaf nándar-verðlaun á tveimur par 3 hol-um.

Úrslit mótsins urðu þessi:Næstur holu 4. braut: Helgi

BragasonNæstur holu 18. braut: Birgir

Már Ragnarsson

Fyrsta sæti án forgjafar:Gísli HallAnnað sæti án forgjafar: Valgarður SigurðssonÞriðja stræti án forgjafar: Ásgeir Á. Ragnarsson

Fyrsta sæti með forgjöf: Jóhannes B. BjörnssonAnnað sæti með forgjöf: Tómas ÁrnasonÞriðja sæti með forgjöf:Gísli Hall

Það er því Jóhannes B.Björnsson sem getur kallað sigfélagsmeistara næsta árið. Meðþessu móti lauk miklu golf-sumri, þar sem lögmenn ogvelunnarar vörðu alla titla sínafrá fyrra ári. Fullt hús annaðárið í röð. Frábær árangur.

Með kveðju,Golfnefndin.

14 Lögmannablaðið

Vínsmökkunarnámskeið með Einari Thoroddsen, lækni

og vínáhugamanni.

Félagsdeild stendur fyrir

vínsmökkunarnámskeiði þann

29. nóvember nk. frá kl. 20:30 og fram eftir

kvöldi. Námskeiðið verður haldið í

kennslusal LMFÍ að Álftamýri 9. Einar mun

koma með að minnsta kosti 9 tegundir af

léttvíni en hann er annálaður fyrir kunnáttu í

meðferð og smökkun á vínum.

Verð : Félagsdeild kr. 4.000.-Almennt : kr. 5.000.-

Skráning fer fram hjá félagsdeild ísíma 568 5620 eða með tölvupósti á

netfang [email protected]

Meistaramót lögmanna í golfiÁsgeir Á. Ragnarsson, hdl.

Page 15: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

15Lögmannablaðið

Þegar sól tekur að hækka álofti styttist vinnutími margralögmanna í annan endann.

Sjá má margan þaulsetinn puðar-ann taka að ókyrrast upp úr há-deginu og gá til veðurs í tíma ogótíma. Þessu veldur hin illræmdaog bráðsmitandi golfbaktería. Lög-mannafélag Íslands hefur veittþjáðum félagsmönnum sínum líkní formi skipulegra golfiðkana ummargra ára skeið. Þátttakan hefuraukist ár frá ári og nú er svo kom-ið að færri komast jafnan að envilja, þegar att er kappi við aðrarstéttir.

Golfsumarið 2001 náðist sámerki árangur að lögmenn unnusigur í árlegum viðureignum við

lækna, endurskoðendur og tann-lækna. Er það mál manna að verð-launabikarahilla LögmannafélagsÍslands sé tekin að svigna og að í

stað hillunnar þurfi að koma upphillusamstæðu.

Lögmannablaðinu þótti við hæfiað birta í hausttölublaði sínunokkrar myndir af lögmönnum viðgolfiðkan á vegum félags síns.Myndirnar eru úr einkasafni Stef-áns Pálssonar, hæstaréttarlög-manns, sem veitti góðfúslegan að-gang og heimild til birtingar. Ekkier hægt að láta það hjá líða að getaþess að kylfingurinn og ljósmynd-arinn Stefán tók stórstígum fram-förum í sumar svo eftir var tekið.Það er aldrei of seint.

Myndirnar eru teknar í minning-armóti um Guðmund Markússon,sem haldið var á golfvelli Oddfell-owa, og á Strandarvelli á Rangár-völlum þar sem lögmenn unnuglæstan sigur á læknum.

Golfsumarið miklaSpekingar spjalla. Bernhard Bogason hdl., Baldvin Björn Haraldsson hdl.

og Jóhannes Karl Sveinsson hrl.

Gestur Jónsson hrl. setur hina árlegu keppni lögmanna og lækna á Hellu.Kylfingar fylgjast spenntir með

Page 16: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

16 Lögmannablaðið

Þann 14. september varhaldin sýning á vegumfélagsdeildar LMFÍ og

fyrirtækja sem gert hafasamninga við félagsdeild um

afsláttarkjör fyrir lögmenn.Einnig tóku þátt í sýningunnifyrirtæki í tölvugeiranum semkynntu forrit fyrir lögmenn.Fjöldi lögmanna lagði leið

sína á sýninguna eða tæplega100 manns. Karl K. Karlssonhf. bauð gestum upp áKoníak og bjór við ágætarundirtektir gesta.

Benedikt Ólafsson, hdl. og Elinborg J. Björnsdóttir, hdl. Einar Gautur Steingrímsson, hrl., og Margrét Kjartans-dóttir, lögfr. fulltrúi Europay skoða málin

Fulltrúar EJS kynntu DELL fartölvur og Palm lófatölvur Fulltrúar Europay kynntu fyrirtækjakortið og tóku viðposaumsóknum.

Jóna K. Kristinsdóttir

Frá sýningu félagsdeildarFrá sýningu félagsdeildar LMFÍ og samstarfsaðila að

Hótel Loftleiðum 14. sepetember

Page 17: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

17Lögmannablaðið

Arcis kynnti öryggislausnir fyrir fartölvur og fleira.

Framkvæmdastjóri Læknafélagsins; Ásdís J. Rafnar,hrl. og framkvæmdastjóri LMFÍ Ingimar Ingason.

Sverrir Tynes hjá Gagnageymslunni

Íris B. Viðarsdóttir hjá Logos skoðar stóla fyrir nýjuskrifstofuna hjá Á. Guðmundssyni.

Fulltrúar frá GÁJ lögfræðistofu mættu og skoðuðu nýj-ungar.

Kjaran hf. kynnti njá kynslóð ljósritunarvéla.

Page 18: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

18 Lögmannablaðið

Inngangur:LMFÍ hefur um nokkurra ára

skeið verið í samstarfi við Lögfræð-ingafélag Íslands, Dómarafélag Ís-lands og EndurmenntunarstofnunHáskóla Íslands um námskeiða-hald og endurmenntun. Í sumartók stjórn LMFÍ þá ákvörðun aðsegja upp samningnum við Endur-menntunarstofnun. Kom þettaeinkum til af því að LMFÍ taldi sig

ekki ráða nægilega miklu umhvaða námskeið voru í boði aukþess sem samstarfið uppfyllti ekkivæntingar LMFÍ að öllu leyti.

Háskólinn í Reykjavík:Fræðslunefnd LMFÍ, auk fræðslu-nefnda hinna félaganna sem nefndvoru hér að framan, hafa verið íviðræðum við Háskólann í Reykja-

vík um endurmenntun fyrir lög-fræðinga. Gert er ráð fyrir að þvísamstarfi verði formlega hleypt afstokkunum um næstu áramót.LMFÍ lítur mjög björtum augum tilþess samstarfs, enda hefur Háskól-inn í Reykjavík á að skipa afarmetnaðarfullu starfsfólki og fyrstaflokks aðstöðu til kennslu. Gert erráð fyrir að lögmenn muni eigaþess kost að sækja námskeið sam-bærileg þeim sem í boði hafa ver-ið, en að auki verði endurmennt-unarmöguleikarnir víkkaðir tilmuna.

Lengra nám – viðskipta-tengd fög:

Ein af þeim breytingum sem fyrir-hugað er að verði á endurmennt-unarkostum fyrir lögmenn, er aðHáskólinn í Reykjavík mun, aukþess sem nefnt hefur verið, bjóðaupp á viðameira og lengra endur-menntunarnám fyrir lögfræðinga.Þannig stendur til að setja samannám í rekstar- og viðskiptafræðifyrir lögfræðinga, en í slíku námiyrði um að ræða kennslu í ýmsumviðskiptatengdum fögum s.s. bók-haldi, lestri ársreikninga o.fl. aukþess sem hægt væri að flétta inn íþað nám kennslu í verðbréfarétti,rekstri lögmannsstofa, svo eitthvaðsé nefnt. Ekki hefur verið gengiðfrá nákvæmri útfærslu á þessum at-riðum ennþá, en ljóst er að mögu-leikarnir eru margir.

Endurmenntun mikilvæg:Ljóst er að ein forsenda þess aðhægt sé að bjóða upp á vandaðalögfræðiþjónustu er að lögmennséu í sífelldri endurmenntun. Sam-starfið við Háskólann í Reykjavíkgetur að mati LMFÍ opnað margardyr í því sambandi og tryggt lög-mönnum vandaða og fjölbreyttavalkosti á sviði endurmenntunar íframtíðinni.

Háskólinn í Reykjavíkmun, auk þess sem nefnthefur verið, bjóða upp á

viðameira og lengra end-urmenntunarnám fyrir

lögfræðinga.

Útleiga áfundarsalLögmenn geta fengið

leigðan fundarsal á jarðhæðí húsnæði félagsins undirt.d. skiptafundi, gerðardóms-mál o.fl.

Salurinn rúmar u.þ.b. 20-25 manns ef setið er viðborð en annars eru sæti fyr-ir um 35-40 manns.

Leiguverðið er 2.500krónur fyrir klukkustundinaauk virðisaukaskatts.

Einnig er hægt að pantakaffiveitingar.

Helgi Jóhannesson, hrl. formaður fræðslunefndar LMFÍ.

Aukin tækifæri til endurmenntunarHelgiJóhannesson.,hrl.

Page 19: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

IInngangur - vandamálin

Í þessari yfirlitsgrein vil ég benda átvö vandamál sem tengd eru þeirrispurningu hverjir séu hæfir til aðmeta varanlega fjárhagslega örorkusamkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr.50/1993 með síðari breytingum,sbr. lög 37/1999 (hér eftir nefndSkl): Í fyrsta lagi er spurt hverjirhafa nægjan-lega þekkingu til aðmeta varanlega fjárhagslega örörkuskv. 5. gr. Skl. Í öðru lagi er spurthvort gera eigi sérstakar hæfnis-kröfur til þeirra sem meta varan-lega fjárhagslega örorku skv. 5. gr.Skl.

Að gefnu tilefni vil ég taka fram,að í yfirlitsgrein þessari felst á eng-an hátt gagnrýni á þá lækna ogaðra sem framkvæma mat á varan-legri fjárhagslegri örorku skv. 5. gr.Skl í dag, enda er mér kunnugt umað flestir þeir sérfræðingar semsinna þessu starfi eru afar færir ásínu sviði. Tilefni þessara hugleið-inga er að vekja athygli á að þeimkröfum sem gerðar eru til mats-manna skv. gildandi rétti, þ.e. Skl,virðist ekki alltaf vera fullnægt íframkvæmd.

IIKröfur um

sérfræðimenntunEins og kunnugt er, hefur Skl veriðbreytt þannig, að Örorkunefndsem starfar skv. 10. gr. lagannamun fyrst og fremst vera áfrýjunar-stig, sbr. 9. gr. laga 37/1999, sem ertöluverð breyting frá því sem áðurvar, þegar mál gátu farið beint fyr-ir nefndina, án þess að áður lægifyrir eiginlegt sérfræðilegt álit umvaranlega miska og örorku tjón-þola. Bæði tjónþola og þeim semábyrgð bar á tjóninu var heimilt aðleita til Örorkunefndar á frumstigi,án þess að samkomulag þyrfti aðvera um þá málsmeðferð.

Meginreglan nú er, samkvæmt

skýru orðalagi 1. mgr. 10 Skl, aðfyrst á að liggja fyrir „sérfræðilegtálit um örorku og/eða miskastigtjónþola,“ [eða þá læknisfræðileguþætti skv. 2. og 3. gr. sem metaþarf til þess að uppgjör bóta sam-kvæmt lögunum geti farið fram] tilað mál verði lagt fyrir Örorku-nefnd, nema málsaðilar standisameiginlega að matsbeðni beinttil nefndarinnar. Tekið er fram ígreinargerð með 9. gr. laga37/1999, að breytingin sé fyrst ogfremst gerð til að létta álagi afÖrorkunefnd, en áfram sé það„meginhlutverk nefndarinnar aðstuðla að því, að viðunandi sam-ræmi geti fengist um matsniður-stöður“ (Alþt. A deild 1998-99 s.1298 o.áfr.).

Undirstrika verður hins vegar íþessu sambandi, að engin breytinger gerð með 9. gr. – eða öðrumákvæðum – laga 37/1999 á þeimreglum og sjónarmiðum sem gildaum hvaða kröfur séu gerðar tilmenntunar þeirra sem meta varan-lega örorku og varanlegan miskahjá tjónþola, enda er grunnhug-myndin eftir sem áður sú, að um séræða mat á varanlegum læknis-

fræðilegum miska, og varanlegrifjárhagslegri örorku. Er því hægtað vísa til upphaflegu laganna semgiltu 1. júli 1993 hvað þetta varðar,ásamt sömu meginreglu sem áframer stuðst við í núverandi lögum, enþessa reglu má líka leiða af grein-argerð laganna og eðli máls. Fyrirutan þessar heimildir er hægt aðvísa til dómaframkvæmdar, fræði-skoðana, annarrar löggjafar, og – tilsamanburðar – dansks réttar.

II.1.Skl, greinargerðir með

þeim, og eðli máls(1) Í 2. mgr. 10. gr. Skl kemur fram,að í Örorkunefnd eigi sæti þrírmenn, þar sem tveir skuli veralæknar og einn lögfræðingur, semeinnig skal vera formaður nefndar-innar. Þannig eru ótvírætt gerðarkröfur um lögfræðilega og læknis-fræðilega menntun þeirra sem sitjaí nefndinni og eru frá því engarundantekningar, sbr. skýrt orðalag10. gr. að þessu leyti. Verður því aðætla að sú regla gildi að breyttubreytanda um alla þá sem fram-kvæma örorkumat samkvæmt Skl,enda er verið að meta sams konartjón, hvort sem Örorkunefnd met-ur það eða sérstakir matsmenn.

(2) Í greinargerð með Skl, einsog þau voru orðuð þann 1. júli1993, kemur m.a. fram í athuga-semdum með 10. gr. laganna: „Effrumvarpið verður að lögum verð-ur gerbreyting á forsendum oggrunni örorkumats. Horfið verðurfrá mati sem í aðalatriðum er taliðlæknisfræðilegt. Í stað þess kemursvonefnt fjárhagslegt örorkumatsem felur í sér álit á því hvort ogað hve miklu leyti geta tjónþola tilað afla vinnutekna hefur skerstvaranlega. Vegna þessa er nauð-synlegt að örorkumat verði ekkieinungis í höndum lækna“. Skýraverður þetta orðalag greinargerðar-innar í samræmi við það sem kem-

19Lögmannablaðið

Í fyrsta lagi er spurthverjir hafa nægjanlega

þekkingu til að metavaranlega fjárhagslega

örörku

BjörnDanielssonPh.D. stud.

Cand. jur. Björn Danielsson, Ph.D. stud.

Hugleiðingar um örorkumatsmenn

Page 20: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

ur beint fram í 10. gr. Skl, þ.e. aðmatsgerðir Örorkunefndar séuframkvæmdar af lög-fræðingi oglækni (læknum). Þegar sagt er að„örorkumat [sé] ekki einungis íhöndum lækna“ er þannig án vafafyrst og fremst átt við lögfræðinga(samanburðarskýring).

(3) Í greinargerð með 10. gr. Skl,eins og þau eru orðuð eftir breyt-ingar sem gerðar voru með 9. gr.laga 37/1999, kemur ekki beintfram hvaða sérfræðingar eigi aðframkvæma grunnmatið vegna var-anlegrar fjárhagslegrar örorku, var-anlegs miska, eða vegna þeirralæknisfræðilegu þátta sem mælt erfyrir um í 2. gr. (atvinnutjón) og 3gr. (þjáningarbætur) laganna. Þögngreinargerðinnar – burtséð frá þeir-ri staðreynd að talað er um læknis-fræðilega þætti – verður því aðskýra svo, að sömu reglur gildi umþessa matsmenn eins og um Ör-orkunefnd hvað varðar menntun,þ.e. lögfræði- og læknismenntun,enda er verið að meta sams konartjón, og engin rök til að gera minnieða aðrar kröfur til sérfræðiþekk-ingar þeirra sem framkvæmagrunnmatið.

(4) Af eðli máls leiðir loks, aðþað eru fyrst og fremst læknar oglögfræðingar sem hafa nægjanlegaþekkingu á þeim málaflokki semsérfræðimatið varðar. Læknirinnhefur einn nægjanlega þekkingu álíkamlegum og andlegum áverkumtjónþola, og lögfræðingurinn hefureinn nægjanlega þekkingu á tjóns-hugtakinu og öðrum þáttum semvarða skaðabótaábyrgð t.d. hinnisvokölluðu tjónstak-mörkunar-skyldu tjónþola. Læknirinn geturmeð öðrum orðum ekki unniðmatið faglega án lög-fræðingsins,og lögfræðingurinn getur ekkiunnið matið faglega án læknisins.Lögfræðingurinn hefur sjaldnastlæknismenntun og læknirinn ersjaldnast löglærður.

II.2.Dómaframkvæmd

Það finnast engir Hæstaréttardóm-ar, þar sem reynt hefur beint áspurninguna hverjir séu hæfir –

eða ekki hæfir – til að meta varan-lega fjáragslega örorku skv. 5. gr.Skl. Spurningin er þó sérstak-legaraunhæf eftir þær breytingar semgerðar voru á 10. gr. Skl með 9. gr.laga 37/1999, þar sem gert er ráðfyrir að fyrir liggi ákveðið grunn-mat áður en matsbeðni er send tilÖrorkunefndar, nema málsaðilarstandi saman að beiðni bent tilnefndarinnar. Aftur á móti mábenda á, að í framkvæmd eru dóm-kvaddir matsmenn jafnan lög-fræðilega- og læknisfræðilegamenntaðir, þ.e. læknir (læknar) oglögfræðingur (lögfræðingar) metasameiginlega varanlega fjárhags-lega örorku skv. 5. gr. Skl – og eft-ir atvikum einnig annað tjón –samkvæmt upplýsingum frá Hér-aðsdómi Reykjavíkur. Sjá einnig tilsamanburðar t.d. H 1999.1666(tveir læknar og einn lögfræðing-ur) og fyrir gildistöku Skl t.d. H1995.2194 ásamt 1995.3252 (einnlæknir og einn lögfræðingur)

Dómaframkvæmd svarar hinsvegar spurningunni óbeint þannig,að það er matsbeiðandi sem berhallann af því ef hann fær ófæraneða vanhæfan aðila til að sinnamatinu, sbr. t.d. H 1995.704 (kæru-mál). Málsatvik í því máli voru eft-irfarandi: Lögmaður stefnandagerði í líkamstjónamáli athuga-semdir við þá hugmynd dómara aðdómkvaddur yrði lögfræðingur oglæknir til að meta tjón tjónþola, enmatsbeiðandi var stefndi (trygging-arfélag). Lögmaðurinn gerði nánartiltekið athuga-semdir við að annarmatsaðili væri lögfræðingur, oglutu mótmælin að því, að lögfræð-ingur sem matsmaður, hefði ekkitil að bera meiri þekkingu en dóm-arar þeir, sem myndu leggja end-anlegan dóm á deiluefnið, sbr. 2.mgr. 60. gr. laga 91/1991. Lögmað-urinn gerði hins vegar engar at-hugasemdir við að dómkvaddiryrðu tveir læknar. Þessu mótmæltilögmaður stefnda og gerði kröfuum að annar matsaðili væri lög-fræðingur. Benti hann á, að fyrirhendi væru lögfræðingar semhefðu sér-staka þekkingu á þvíágreiningsefni, sem matsmönnum

er ætlað að leggja mat á, ogreynslu á því sviði. Í héraðdómikom fram, að það væri stefndi semgreiddi fyrir matið og um sönnun-argildi mats-gerðarinnar færi eftiröðrum atvikum sem síðar kynnuað koma til. Síðan segir: „Sam-kvæmt efni fram lagðrar mats-beiðni lögmanns stefnda þykirekki óeðlilegt, að annar dóm-kvaddra matsmanna sé lögfræðing-ur og er ekki leitt í ljós neitt það,sem mælir sérstaklega gegn því.Ber því að taka til greina þá kröfulögmanns stefnda, að annar dóm-kvaddra matsmanna verði lögfræð-ingur“ (s. 705 o.áfr.). Hæstirétturtók einnig fram, að það væri stefn-di sem hefði óskað eftir matsgerð-inni, og það væri hann semgreiddi fyrir matið. Síðar segir: „Viðúrlausn um efnishlið málsins kem-ur í hlut héraðsdómara að metasönnunargildi matsgerðarinnar, þará meðal, hvort einhverjir þeirbrestir kunni að vera á þekkingumatsmanna á matsefninu, semáhrif hafa á gildi hennar. Standa þáengin rök til þess að játa sóknarað-ila rétt til þeirrar íhlutunnar í mála-tilbúnað varnaraðila, sem hér erdeilt um“. Hinn kærði úrskurðurvar því staðfestur (s. 704 o.áfr.).

Með öðrum orðum gildir hérsami útgangspunktur og endranærum frjálst sönnunarmat í rétt-arfari, sbr. t.d. til samanburðarummæli Hjartar Torfasonar í H1995.2200 (sératkvæði), sem enneiga við, butséð frá þeim takmörk-unum sem settar hafa verið í Skl ogönnur lög sem gilda um útreikningbóta vegna líkamstjóns (s. 2200):„Samkvæmt almennum reglum umskaðabætur utan samninga hafadómstólar að meginstefnu haft umþað sjálfstætt og endanlegt mat,hver væri hæfileg fjárhæð bóta fyr-ir slys á mönnum, hvort heldurvegna fjártjóns eða miska, ogákvarðað hana einstaklingsbundið.Hefur sönnun um það, hvað bætaþurfi, verið háð meginreglu réttar-farslaga um frjálst sönnunnarmatdómenda. [..]“. Dómarinn vísaði tilmeginreglu í 61. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála í

20 Lögmannablaðið

Page 21: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

þessu sambandi, þar sem m.a. seg-ir í 3. mgr.: „Þann einn má dóm-kveðja til að fram-kvæma mat semer orðinn 20 ára að aldri, er að ölluleyti óaðfinnanlegt vitni um það at-riði sem á að meta og hefur nauð-synlega kunnáttu til að leysa starf-ann af hendi eða annars þá kunn-áttu sem bestrar er kostur. [..]“.

Skoðun á dómaframkvæmd gef-ur því ótvírætt til kynna að mat áfjárhagslegri örorku sé einnig lög-fræðilegt vandamál. Er sú niður-staða eðlileg þegar um er að ræðaskaðabótarétt vegna líkamstjóns,þar sem mjög flókin álitaefni getatvinnast saman. Er þar m.a. aðnefna tjónstakmörkunar-skyldutjónþola, reglur um sönnun, o.fl.álitaefni sem hafa mikla þýðinguvið mat á varanlegu tjóni tjónþola.Ég lít því svo á, að þegar 61. gr.laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála mælir fyrir um nauðsyn-lega kunnáttu eða þá kunnáttu sembestrar er kostur, er eðli máls sam-kvæmt eðlilegt að lögfræðingur oglæknir meti varanlega fjárhagslegaörorku tjónþola sameiginlega.

II.3.Fræðiskoðanir, önnur lög-

gjöf og danskur rétturViðar M. Matthíasson, prófessorvið Lagadeild Háskóla Íslands, ereinn af þeim fáu sem skrifað hefurstutta lögfræðigrein um mat á var-anlegri fjárhagslegri örorku skv. 5.gr. Skl, sbr. Úlfljótur, tímarit laga-nema 1998 (2. tbl.) s. 171 o.áfr. Ás. 192 segir hann m.a. eftirfarandi:„[..]. Það má [..] fullyrða, að mat ávaranlegri örorku eitt og sér verð-ur einungis framkvæmt af læknieða sérfræðingi með sambærilegaþekkingu á líkamstjóninu og af-leiðingum þess. Telja verður rétt,að með læknin-um eða sérfræð-ingnum við matsstörfin, sé maðursem sérfróður er um flesta af öðr-um þáttum, sem til skoðunnarkoma. Má nefna lögfræðing, við-skiptafræðing, löggiltan endur-skoðanda, félagsfræðing/sálfræð-ing eða aðra, sem hafa sérstakaþekkingu á málefnum vinnumark-aðarins“.

Við þessi orð höfundarins verð-ur að gera nokkrar athugasemdir:

Í fyrsta lagi er erfitt að átta sig áhvað höfundur á við með að ann-ar sérfræðingur en læknir geti haftsambærilega þekkingu á líkams-tjóninu og afleiðingum þess. Teljaverður að læknir verði ávallt aðvera tilkvaddur til að meta varan-lega fjárhagslega örorku, enda erhann einn fær um sinna mati á lík-amlegu og andlegu tjóni tjónþola,þótt vissulegi geti líka legið fyrirgögn frá sálfræðingi og öðrum sér-fræðingum í málinu.

Í öðru lagi virðist höfundurleggja ofuráherslu á þekkingu ámálefnum vinnumarkaðarins, enekki þekkingu á tjónshugtakinu,sem er afar flókið, enda efni í heiladoktorsritgerð. Þeim sem hefurskilning á tjónshugtakinu ætti jú aðvera tækt að afla sér upplýsingaum málefni vinnumarkaðarins. Íframkvæmd er einnig mikilvægt aðgengið sé að ákveðnum sérfræði-aðilum til að meta tjónið, þ.e. lög-fræðingi og lækni. Önnur fram-kvæmd gæti skapað ágreining umhæfni hinna einstöku matsmanna.

Í þriðja lagi orðar höfundurinnþað að mínum dómi of varfærnis-lega, að annar aðili en læknir eigilíka að vera í hverju matsmáli, sbr.orðalagið „telja verður rétt...“. Aðmínu mati hefði verið skynsam-legra að segja að annað væri rangt.

Arnljótur Björnsson, þáv. pró-fessor við lagadeild Háskóla Ís-lands, hefur skrifað stutta lögfræði-lega grein um mat á varanlegri ör-orku samkvæmt eldri rétti sem birter í bókinni Kaflar úr skaðabóta-rétti (1990) s. 387 o.áfr. Á s. 390fjallar höfundur um hverjir úr-skurða örorku? Þar kemur fram aðlæknar skeri úr um, hvort örorka

sé varanleg; það séu þeir sem metiörorkuna, og að matsgerð læknis-ins nefnist örorkumat. Þá kemurfram að örorkumati megi skjóta tillæknaráðs, ef viss skilyrði séu fyrirhendi, og að önnur leið til að leitasérfræðlegrar umsagnar um ör-orkumat sé að fá dómkvadda mats-menn (lækna) til að láta í ljós álitum örorkumat eða meta sjálfstættörorku tjón-þola, sbr. H 1989.653og H 1989.1061. Sú leið sé hinsvegar ekki oft farin.

Við þessi orð höfundar verðurað gera nokkrar athugasemdirskv. núgildandi rétti (þ.e. Skl):

Í fyrsta lagi, fer í dag fram mat ávaranlegri fjárhagslegri örorkutjónþola, ef talið er að hann muniverða fyrir tekjuskerðingu í fram-tíðinni. Fyrir gildistöku Skl varþetta mat læknisfræðilegt og stuðstvið örorkumatsskrár, sem að mestuvoru miðaðar við skerðingu á lík-amlegri vinnu. Munurinn á þessutvennu er mikill eins og kemurfram í ofannefndri grein Viðars M.Matthíassonar, og er óhætt aðsegja, að hið fjárhagslega örorku-mat sé mun flóknara en hið lækn-isfræðilega. Það verður því ekkilengur aðeins á færi lækna að metavaranlega örorku.

Í öðru lagi þá er orðið mun al-gengara nú að lögmenn og aðrirsem vinna við slysamál í tengslumvið uppgjör líkamstjóna, dóm-kveðji matsmenn til að meta varan-lega (fjárhagslega) örorku. Í fram-kvæmd eru dæmi um að fyrir dóm-ara liggi fjórar matsgerðir á tjónitjónþola, þ.e. grunnmat, mat fráÖrorkunefnd, mat dómkvaddramatsmanna og loks yfirmat dóm-kvaddra matsmanna. Ástæða þessasýnist fyrst og fremst vera skortur árökstuðningi í matsgerðunum –e.t.v. vegna vöntunar á sérfræði-kunnáttu.

Mikilvægt er hins vegar að ruglaekki saman mati á varanlegri ör-orku samkvæmt Skl og mati á var-anlegri örorku skv. annarri löggjöf.Hef ég þá einkum í huga þau skil-yrði sem þarf að uppfylla til að fábætur frá almannatryggingum ogbætur samkvæmt kjarasamningum

21Lögmannablaðið

Skoðun á dómafram-kvæmd gefur því ótvírætttil kynna að mat á fjár-

hagslegri örorku sé einniglögfræðilegt vandamál.

Page 22: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

þegar maður verður fyrir líkams-tjóni sem leiðir af sér skerta starfs-getu. Kanna verður a.m.k. til hlítarhvaða tjón sé verið að meta í hin-um síðarnefndu tilvikum, þ.e.læknisfræðilega- eða fjárhagslegaörorku. Í þessu sam-hengi er réttað undirstrika, að um mat á varan-legri örorku samkvæmt svokölluðubrotaþolalögum og sjúklingatrygg-ingarlögum gilda sömu reglur og íSkl (burtséð frá bótatakmörkun-um). Læknir og lögfræðingur verðaþví einnig að koma hér að meðsömu rökum.

Eins og kunnugt er, eru íslenskuSkl dönsk að stofni til, sbr. Erstatn-ingsansvarsloven (Eal) frá 1984.Skv. 10. gr. þeirra laga hefur bæðitjónþoli og sá sem ber ábyrgð átjóninu heimild til að leita tilArbejdsskadestyrrelsen til að fáumsögn um varanlegan læknis-fræðilegan miska og varanlega fjár-hagslega örorku, en sú stofnunhefur í vinnu mikinn fjölda læknaog lögfræðinga sem sinna þessumati sameiginlega. Það er skemstfrá því að segja, að í framkvæmderu nær undantekningarlaust öllmál sem varða varanlega fjárhags-lega örorku í Danmörku send tilArbejdsskadestyrrelsen. Gildir þaðt.d. hjá dönskum tryggingarfélög-um, sem – eins og Íslandi – erustærstu bótagreiðendurnir vegnalíkamstjóna, en innanhúslæknir fé-laganna tekur aðeins að sér aðmeta varanlegan miska, og hjáa.m.k. einu félagi aðeins þegar umer að ræða fullorðna einstaklinga.

III Frekari kröfur til mats-manna

Hitt álitaefnið sem taka þarf af-stöðu til varðandi „hæfi“ þeirramatsmanna sem meta varanlegafjáragslega örorku er, hvort sér-stakar kröfur – umfram almennarkröfur um sérfræðimenntun –verði að gera til þeirra lækna oglögfræðinga sem meta (miska- og)örorkustig tjónþola?

Á að gera kröfur til þess aðlæknirinn sé sérfræðingur í bækl-unarlækningum, o.s.frv. og á gerakröfur til þess að lögfræðingurinn

eigi að baki sérfræðinám í skaða-bótarétti með sérstaka áherslu átjónshugtakið (og/eða líkamstjóna-rétt) o.s.frv.?

III.1. Auknar menntunar-kröfur

Fyrrnefnd grein Viðars M. Matthías-sonar sem birt er í Úlfljóti 1998 (2.tbl) s. 171 o.áfr. sýnir að hve mörguer að gæta þegar meta þarf varan-lega fjárhagslega örorku tjónþola.Um er að ræða ákveðin sjónarmiðsem hafa verður í huga, sem síðanfjölmargar undantekningar eru frá.Ég vísa í þessu samhengi aftur tilþeirra atriða sem talin eru upp í 3.mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, þ.e. kröfunnarum að matsmaður – fyrir utan 20ára aldur og að viðkomandi séóaðfinnanlegt vitni – hafi nauðsyn-lega kunnáttu til að leysa af hendistarfann, eða hann hafi þá kunn-áttu sem bestrar er kostur. Það ermeð öðrum orðum ekki á hendihvaða læknis og lögfræðings semer að vinna að matsgerð um varan-lega fjárhagslegra örorku tjónþola.Gera verður einhverjar lág-markskröfur í þeim efnum, þannigað matsmaður hafi a.m.k. þá kunn-áttu sem „bestrar er kostur“.

Vandamálið sem við er etja íþessu sambandi er hins vegar hvelítið er um hreina sérfræðinga hérá landi, einkum á sviði lögfræðinn-ar, og hefur því jafnan sá einstak-lingur sem metur tjónþola til ör-orku ekki sérstaka menntun í lík-amstjónarétti. Þvert á móti erudæmi um að matsmenn (einkumlögfræðingar) sem meta örorku ogvaranlega miska tjónþola, séu sér-fræðingar á allt öðru sviði en þvísem hér um ræðir. Þá eru hinirsömu aðilar jafnan í fullu aðalstarfihjá öðrum, og því oft mjög tíma-snauðir, auk annarra ókosta semfylgir því að vinna störf í auka-vinnu. Er þar helst að nefna þannókost, ef matsmaður tekur aðeinsað sér fá matsmál, að hann skortiyfirsýn og fylgi ekki jafnræði í sínumati samanborið við önnur möt (áöðrum tilsvarandi tjónum), sbr.nánar hér fyrir neðan.

III.2. Auknar kröfur umyfirsýn

Í greinargerð með 10. gr. Skl, einsog hún var orðuð með 9. gr. laga37/1999, kemur m.a. fram að hlut-verk Örorkunefndar sé (líka) aðsinna ákveðnu jafnræðishlutverki,eða eins og þetta er orðað í grein-argerðinni „að stuðla að því aðviðunandi samræmi geti fengistum matsniðurstöður“ (Alþt. 1998s. 1298 o. áfr.). Ennfremur er hægtað benda á eftirfarandi orð greinar-gerðar með 10. gr Skl, eins og húnvar orðuð þann 1. júli 1993; “[..].Einnig þykir sjálfsagt að hér álandi sé aðeins einn aðili sem hef-ur með höndum mat á varanlegriörorku. [..]“, og er þá átt við Ör-orkunefnd sem starf-ar skv. 10. gr.Skl.

Hugsunin er væntanlega sú, aðþað sé ótækt að hinir ýmsu læknar(og lögfræðingar) sem hefðu þessiverk ella með höndum séu meðósamræmi í niðurstöðum sínumvarðandi sambærileg tjón hjá tjón-þolum. Tjónþoli á ekki að getagengið á milli matsmanna og feng-ið mismunandi örorkumat. Á samahátt eins og gengur og gerist hjádómstólunum, er þannig reynt aðskapa ákveðinn grundvöll fyrirvenju á réttarsviðinu, þar semmönnum er ekki mismunað.Ákveðin stöðlun, þrátt fyrir ein-stak-lingsbundið mat, er með öðr-um orðum grunnhugmynd Skl,eins og má berlega lesa úr greinar-gerð laganna.

Niðurstaðan af þessum orðumog vangarveltum er því sú, aðmjög mikilvægt sé að þeir lög-fræðingar og læknar sem sinnamati á varanlegri fjárhagslegri ör-orku skv. 5. gr. Skl séu með miklayfirsýn yfir gildandi rétt á réttar-sviðinu. Sá matsmaður sem meturtjónþola á grunnstigi verður þan-nig að hafa hugmynd um „hver ségildandi réttur“; en svar við þeirrispurningu fæst aðeins með því aðskoða hvaða mat Hæstiréttur legg-ur á matsgerðir vegna varanlegrarfjárhagslegrar örorku skv. 5. gr.Skl., eða meta hvaða mat rétturinnmyndi leggja til grundvallar ef

22 Lögmannablaðið

Page 23: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

23Lögmannablaðið

hann fengi vandamálið til úrlausn-ar. Það er því að vera mjögóheppilegt, ef matsmaður af ein-hverjum ástæðum hefur ónógayfirsýn yfir réttarsviðið, þar semalmennu jafnræði verður ekki fylgtí slíkum tilvikum.

III.3. Aukinn kostnaðurÞað virðist vera nokkuð mismun-andi í framkvæmd hvort grunnmat-ið á varanlegri fjárhagslegri örorkuog varanlegum læknisfræðilegummiska, er framkvæmt af einumlækni eða tveimur (eða í undan-tekningartilvikum einum lækni ogeinum lögfræðingi). Þegar trygg-ingarfélög eiga hlut að máli virðistvenjan vera sú, að félagið tilnefnieinn lækni og lögmaður tjónþolatilnefni einn lækni. Í öðrum mála-flokkum virðast hins vegar veramörg dæmi um að aðeins einnlæknir sé tilnefndur sem matsmað-ur til að meta þessa sömu bóta-þætti

Það gefur augaleið, ef ávalltverður a.m.k. að skipa einn lög-fræðing og einn lækni til að metavaranlegt tjón tjónþola, þá verðaeins manns mötin úr sögunni, semþýðir jafnan aukin útgjöld fyrirhverja matsgerð, þ.e. 50 % hækk-un. Þótt þetta sé auðvitað áhyggju-efni fyrir þá bótagreiðendur semaðeins hafa fengið einn lækni tilmeta tjónið, verður að benda á, aðhjá þessari breytingu verður ekkikomist, ef fylgja á gildandi réttiskv. Skl. Grunnmatið á að veraframkvæmt af lækni og lögfræð-ingi. Hvernig að þeirri tilnefninguverður staðið í framkvæmd eraukatriði.

IV. Lokaorð – lausnvandamálanna?

Niðurstaða mín er af þessumvangaveltum er ótvírætt sú, aðhætta eigi að senda tjónþola tiltveggja lækna sem meta sameigin-lega varanlega fjárhagslega örorkuskv. 5. gr. Skl. Hið rétta er að lækn-ir og lögfræðingur eiga að metaþetta tjón sameiginlega þannig aðlöggjafarviljanum sé fylgt í fram-kvæmd. Og auðvitað verður að

gera kröfur um að þessir mats-menn rökstyðji matsgerðir sínar ít-arlega, þar sem niðurstaða þeirrahefur annars mjög takmarkað gildisem sönnunargagn innan eða utanréttar. Bæði bótagreiðandi og tjón-þoli eiga jú kröfu á því að mats-gerð sé rökstudd, sbr. til hlið-sjón-ar ákvæði 4. gr. reglugerðar umstarfsháttu Örorkunefndar.

Það er þó ekki víst að tilnefning

læknis og lögfræðings leysi öll þauvandamál sem að ofan eru greindeða þá almennu óánægju sem virð-ist ríkja varðandi hvernig að mats-gerðunum er staðið. Það verðurhins vegar að gera þá kröfu tilþeirra sem vinna með slysamál ítengslum við uppgjör líkams-tjónaað þeir fullnægi lágmarksformkröf-um í því sambandi – annað er ekkisanngjarnt gagnvart tjónþolanum.A.m.k. verður að gera þá kröfu tillögmanna að þeir leiðbeini skjól-stæðingum sínum í samræmi viðgildandi rétt, þannig að skjólstæð-ingarnir hafi möguleika á að grípainn, og hafna því að læknir (lækn-ar) verði eingöngu látinn meta var-anlega fjárhagslega örorku.

Höfundur vinnur að doktorsrit-gerð innan líkamstjónaréttar.

Niðurstaða mín er afþessum vangaveltum er

ótvírætt sú, að hætta eigiað senda tjónþola til

tveggja lækna sem metasameiginlega varanlega

fjárhagslega örorku

Gerð HæstaréttarágripaTek að mér að útbúa ágrip til Hæstaréttar.

Vönduð vinnubrögð og sanngjarnt verð.

Hef góða meðmælendur.

Una ÁrnadóttirGSM 691 0347

Netfang: [email protected]

Atvinna óskastEnsku og íslenskumælandi lögfræðingur frá Suður-Afríku

óskar eftir starfi á lögmannsstofu.

Talar góða íslensku auk ensku. Hefur einnig lokið BA íensku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands og kennirlagaensku hjá Endurmenntunarstofun Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Erlendína Kristjánsson í síma:552 6350 eða [email protected].

Page 24: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

24 Lögmannablaðið

Vinsamlegast athugið að allar breyting-ar á félagatali eru uppfærðar reglulegaá heimasíðu félagsins.Vefslóðin er www.lmfi.is

Ný málflutningsréttindifyrir Hæstarétti Íslands.Hörður Felix Harðarsson, hrl.

Ný málflutningsréttindi fyr-ir Héraðsdómi.Elísabet Þórisdóttir, hdl.Búnaðarbanki Íslands hf.Austurstræti 5155 ReykjavíkS: 525-6000 - Fax: 525-6249

Erna Guðmundsdóttir, hdl.BSRBGrettisgata 89101 ReykjavíkS: 562-6688 - Fax: 562-9106

Friðrik Friðriksson, hdl.Innheimtustofnun sveitarfélagaLágmúla 9108 ReykjavíkS: 568-6099 - Fax: 568-6299

Hjalti Árnason, hdl.Lögmenn sf.Skipholti 50c105 ReykjavíkS: 561-8200 - Fax: 561-8201

Högni Friðþjófsson, hdl.Íslandsbanki FBAKirkjusandiS. 560-8766 - Fax: 580-5099

Ingunn Ólafsdóttir, hdl.Póst-og fjarskiptastofnunSmiðjuvegur 68-70200 KópavogurS: 510-1500 - Fax: 510-1509

Nökkvi Már Jónsson, hdl.Landslög ehf.Hafnargata 31230 KeflavíkS: 421-1733 - Fax: 421-4733

Ólafur Jóhannes Einarsson, hdl.Logos lögmannsþjónusta ehf.Efstaleiti 5103 ReykjavíkS: 540-0300 - Fax: 540-0301

Sigurður Valgeir Guðjónsson, hdl.Fyrirtækjaþjónusta Kaupþings hf.Ármúla 13108 ReykjavíkS: 515-1500 - Fax: 515-1509

Stefán Þór Bjarnason, hdl.Landsbanki Íslands, fyrirtækjasviðLaugavegi 77155 ReykjavíkS: 560-6000 - Fax: 552-9759

Endurútgefin málflutningsréttindifyrir Héraðsdómi. Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, hdl.BorgarverkfræðingurSkúlatún 2105 ReykjavíkS: 563-2300 - Fax: 5632310

Anna Linda Bjarnadóttir, hdl.Geitlandi 6108 ReykjavíkS. 894-6090 - Fax: 552-9490

Aðalsteinn Þorsteinsson, hdl.ByggðastofnunÁrtorg 1550 Sauðárkrókurs: 455-5400 - Fax: 455-4669

Sigrún Benediktsdóttir, hdl.LögfræðiþjónustanKlapparstíg 25-27101 ReykjvíkS: 562-0822 - Fax: 562-0822

Nýtt aðsetur:Árni Páll Árnason, hdlEvrópuráðgjöf sf.Lækjargötu 4101 ReykjavíkS: 552-3680 - Fax: 552-3650

Logos Lögmannsþjónusta sf. hefur flutt að Efstaleiti 5, 103Reykjavík.

Nýr vinnustaður:Ágúst Þórhallsson, hdl.Fjarvernd-verðbréfÞingholtsstræti 27101 ReykjavíkS: 590-9012 - Fax: 590-9012

Guðmundur St. Ragnarsson, hdl.Lögstofan ehf.Skipholti 50d105 ReykjavíkS: 544-4340 - Fax: 511-3410

Helgi Teitur Helgason, hdl.Lögheimtan ehf.Geislagötu 5600 AkureyriS: 462-4606 - Fax: 462-4745

Jón Finnbogason, hdl.Kaupþing, markaðsviðskiptiÁrmúla 13108 ReykjavíkS: 515-1421 - Fax: 515-1599

Ólöf Nordal, hdl.Viðskiptaháskólinn á Bifröst311 BorgarnesiS: 433-3000 - Fax: 4333001

Sonja M. Hreiðarsdóttir, hdl.FjármálaráðuneytiðArnarhváli150 ReykjavíkS: 560-9200 - Fax: 562-8280

Vala Valtýsdóttir, hdl.Tax.is hf.Hamraborg 10, 5 hæð.200 KópavogurS: 555-6000 - Fax: 555-6045

Sigurður Sigurjónsson, hrl.LögfræðiþjónustanHús verslunarinnarKringlan 7, 2. hæð103 ReykjavíkS: 520- 5588 - Fax: 568-9948

IMA – Íslenskur málflutningur ogalþjóðaráðgjöf ehf. hefurbreytt nafni sínu í:Landwell Kringlunni 4-12 Pósthólf 3068103 ReykjavíkS: 550-0500 - Fax: 550-0505

Ásgeir Á. Ragnarsson hdl.asge i r. ragnarssons@is . l andwel l -global.com

Baldvin Björn Haraldsson hdl.baldvin.hara ldsson@is . landwel l -global.comEinar B. Árnason [email protected]

Lög ehf. og Skattar og ráðgjöf ehf.hafa sameinast undir nafninu:Tax.is hf.Hamraborg 10, 5 hæð200 KópavogurS: 555-6000 - Fax: 555-6045

Bjarnfreður Ólafsson [email protected] G. Gunnarsson [email protected]ðar Valdimarsson [email protected]ðjón Ólafur Jónsson [email protected] Valtýsdóttir [email protected]

Breytingar á félagatali

Page 25: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls
Page 26: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

Félagsdeildin er ung að árum ogstarfsemin enn í mótun. Sú hug-mynd skaut upp kollinum í vor aðefna til fræðslu- og skemmtiferðarmeð haustinu. Ákveðið var að faraá Njáluslóðir og var sú ferð farin 1.september síðastliðinn. Erfitt varað átta sig á eftirspurn fyrir slíkaferð en lengi vel voru aðeins tveirskráðir en síðan tók skráninginkipp og fór upp í tæplega 60manns á einni viku. Einhverjirduttu þó út og ferðahópurinn end-aði í ríflega 40 manns sem lögðu afstað í ferðina. Það er ljóst að áhugifyrir slíkum ferðum er fyrir hendiog ekki síst hjá lögmönnum ásmærri stofunum.

26 Lögmannablaðið

Benedikt Ólafsson, hdl., Elinborg J. Björnsdóttir, hdl.Ólafur Sigurgeirsson, hrl. og frú og Páll Arnór Pálsson,hrl.

„Hann leysti hvers manns vandræði er á fund hanskom.“ Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl. í forgrunni.

Frá veislu í miðaldarskálanum á Hvolsvelli. Hópurinn við kirkjuna í Hlíðarenda.

Frá Njáluferð

„... gagnorður og skjótorður en þó löngum vel stilltur.“ Kristján Stefánsson,hrl., Ragnar H. Hall, hrl., Hilmar Ingimundarson, hrl., Ásgeir Magnússon,hrl., og frú.

Page 27: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

27Lögmannablaðið

„Þeir voru höfðingjar, miklir feðgar og lögmenn miklir.Hilmar Ingimundarson, hrl. og Logi Egilsson, hdl.

„Ærinn hafa þeir klækiskap“,gætu þessir höfðingjarverið að segja um gesti sína, lögmennina

Starfsmenn þeirra Hilmars og Kristjáns komu í ferðina og átti stofan góð-ar stundir.

Benedikt Ólafsson, hdl., glaðbeittur.

� Stund var unnið í samráði við lögmenn.� Hægt að velja um fjölnot eða einstaklingsnot.� Heldur utan um starfsmenn, viðskm., mál, tíma o.fl.� Listun á starfsm. viðskm., málum og tímum.� Auðvelt í notkun.� Fjölbreytileiki í skýrslum að eigin vali.� O.fl., o.fl., o.fl…….

H H hugbúnaður ehf.Sími 557-8271www.simnet.is/hjorturh - netfang [email protected]

Stund tímaskráningaforrit

Page 28: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

I.

Dagana 23-25. ágúst s.l. fórfram árlegur forsætisfund-ur norrænu lögmannafé-

laganna, sem að þessu sinni varhaldinn í Øye á vesturströnd Nor-egs. Ýmis athyglisverð mál komutil umræðu í tengslum við skýrslurlögmannafélaganna fyrir síðastastarfsár, m.a. í tengslum við mis-munandi reglur um ábyrgð lög-manna í störfum sínum og heimildþeirra til að takmarka þá ábyrgð.Kynntar voru nýjar reglur í Finn-landi um opinbera réttaraðstoð,þar sem finnska ríkið stefnir að þvíað 80% einstaklinga þar í landi getifengið slíka aðstoð ókeypis. Einnigvar rætt um vaxandi kröfu hins op-inbera í Noregi um aukna sam-keppni milli lögmanna og lækkunþóknunar fyrir þjónustu við ein-staklinga. Á sama tíma hefur hinsvegar verið tekinn upp 24% virðis-aukaskattur á lögmannþjónustu,sem fyrirtæki fá endurgreiddan eneinstaklingar hins vegar ekki. Þávar farið yfir breytingar á fjölda ogsamsetningu félagsmanna í lög-

mannafélögunum, en fjölgun fé-lagsmanna milli ára virðist allsstað-ar vera staðreynd, nema í Svíðþjóð,þar sem þeim fækkaði lítillega milliára. Fjöldi félagsmanna í norskalögmannafélaginu er í kringum5.200, 3.215 eru í því sænska, um4.000 félagsmenn eru í danska lög-mannafélaginu og í því finnska erufélagsmenn um 1.500 talsins. Tilsamanburðar eru félagsmenn í

LMFÍ rúmlega 600. Séu þessar töl-ur skoðaðar út frá íbúafjölda ánorðurlöndunum, þá kemur í ljósað í Finnlandi er einn lögmaður áhverja 3.300 íbúa, einn á hverja2.700 í Svíþjóð, einn lögmaður er áhverja 1.330 í Danmörku og í Nor-egi hlutfallið einn á hverja 820íbúa. Hlutfallið hér á landi er einnlögmaður á hverja 470 íbúa, en rétter þó að hafa í huga við skoðunþessara talna að ekki er alls staðarskylduaðild að lögmannafélögum ánorðurlöndunum, auk þess semsumsstaðar geta aðeins sjálfstættstarfandi lögmenn og fulltrúar þeir-ra verið félagsmenn, en ekki lög-menn sem starfa hjá fyrirtækjumeða stofnunum, svo sem er hér álandi. Þá kann það einnig að hafaáhrif að í Finnlandi hafa lögmennekki einkarétt á málflutningi.

II.Auk kynningar og umræðna umskýrslur lögmannafélaganna fyrirsíðasta starfsár voru megin við-fangsefni forsætisfundarins þrjú aðþessu sinni. Fyrsta mál til umræðuvar spurningin um það hvort lög-mannafélögin ættu að freista þessað auka hrif sín innan InternationalBar Association (IBA), og jafnframtum hugsanlega samvinnu félag-anna á þessum vettvangi, líkt oggert er á vettvangi CCBE. Helsturökin fyrir því að auka þátttöku íIBA eru þau að vaxandi alþjóða-væðing í lögmennsku nær út fyrirEvrópu og þar af leiðandi út fyrirlögsögu CCBE. Slíkt yki án efaupplýsingastreymi, enda væruskráðir meðlimir í IBA um 16.000talsins frá 183 ríkum, þ.m.t. lög-mannafélög sem hefðu um2.500.000 meðlimi innan sinna vé-banda. Hins vegar væri sá agnúi ástarfi samtakanna að markmiða-

28 Lögmannablaðið

Formenn lögmannafélaganna á Norðurlöndum. Frá vinstri: ÁsgeirThoroddsen, Jon Stokholm (DK), Axel Calissendorff (SV), Helge Aarseth(NO) og Matti Manner (F).

Hlutfallið hér á landi ereinn lögmaður á hverja

470 íbúa

IngimarIngason

Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ

Forsætisfundur norrænulögmannafélaganna

Page 29: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

stýring væri flókin og erfið, aukþess sem samsetning þeirra, þ.e.blanda af félagasamtökum og ein-staklingum, hefðu skapað viðvar-andi ágreining. Þá væru áhrifBandaríkjanna hugsanlega of mikiltil þess að hægt væri að ná árangrií sama mæli og innan CCBE, en tilþess að norðurlöndin kæmust tiláhrifa innan IBA, þyrftu þau aðvæntanlega að tryggja sér for-mannsstöðu í samtökunum. Loksmætti ekki vanmeta þýðinguCCBE, sem stendur norðurlöndun-um nær, þar sem þau eru hluti afEvrópu og evrópskri lagahefð.Engin niðurstaða fékkst í málið, enfélögin mun áfram vinna í þvínæstu misseri.

III.Annað viðfangsefni fundarins snériað áhrifum aukinnar alþjóðavæð-ingar á störf og starfsumhverfi lög-manna á Norðurlöndunum. Í fram-söguerindi Helge Aarseth, for-manns norska lögmannafélagsins,fjallaði hann um það hvernig um-hverfi lögmennskunnar mótaðist afþeirri starfsemi sem skjólstæðingarhefðu með höndum hverju sinniog þyrftu þjónustu fyrir. Nefndihann í því sambandi olíuvinnslu,fiskveiðar og flutningastarfsemisem mikla áhrifavalda á þjónustulögmannsstofa í Noregi á undan-förnum áratugum. Þetta hefðieinnig áhrif á rekstrarform stofa,sem mótaðist af því hvernig hægtværi að veita skjólstæðingum sembesta þjónustu. Benti Helge á að ídag teldist það ófullnægjandi þjón-usta ef lögmannstofa gæti ekkisinnt þörfum skjólstæðinga sinnafyrir lögfræðiþjónustu utan lands-steinanna. Hins vegar væri misjafntværi hverning stofur uppfylltuþessar kröfur. Þeir möguleikar semfyrir hendi eru fyrir lögmannsstofurtil að veita slíka þjónustu eru til aðmynda að hafa eigin skrifstofuerlendis, vera hluti að alþjóðlegrilögmannsstofu, vera í samstarfi viðtilteknar erlendar stofur eða veraaðili að keðju lögmannsstofa, þarsem hægt væri að nálgast sérhæfðaþjónustu á ólíkum sviðum víða um

29Lögmannablaðið

Hótel Union í Øye, þar sem þingið fór fram.

Mynd frá þingstörfum.

Ásgeir Thoroddsen og Helge Aarseth, formaður norska lögmannafélagsinsræða málin.

Page 30: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

heim. Ekki skipti hins vegar málimeð hvaða formerkjum þjónustanværi, heldur sú staðreynd að lög-menn þyrftu að geta boðið skjól-stæðingum sínum upp á „one stopshopping“ á sviði lögmennsku.

Í erindi sínu fjallaði Helge Aar-seth einnig um aukningu á sam-runa lögmannstofa á norðurlönd-unum við fjölþjóðlegar lögfræði-stofur, auk vaxandi millilandasam-

starfs stofa sín á milli. Þróunin ásíðustu árum hafi jafnframt veriðsú, í kjölfar alþjóðavæðingar, aðlögmannsstofur réðu til sín lög-menn eða aðra sérfræðinga fráþeim ríkjum sem viðskipti skjól-stæðinganna taka til, með það fyr-ir augum að tryggja að til staðarværi þekking á gildandi lögum ogreglum þeirra ríkja sem hlut ættuað máli. Frjálst flæði vinnuafls ágrundvelli EES-samningsins gerði

lögmannsstofum auðveldara umvik að ráða til sín erlenda lögfræð-inga og lögmenn, en slíkt skapaðieinnig vandamál þegar kæmi framí mismunandi kröfum og því hverætti að sinna eftirliti og agavaldigagnvart þeim sem starfa á grund-velli réttinda sem aflað væri í öðruríkin en starfsríki. Slík vandamálþyrfti að leiða til lykta á grundvellisameiginlegra reglna. Einnig værimikið um samstarf lögmannstofainnan norðurlandanna og samstarflögmannsstofa í Skandinavíu viðstofur í Þýskalandi. Þá væri þróun-in vaxandi í þá átt að alþjóðlegrarlögmannsstofur opnuðu starfs-stöðvar á norðurlöndunum, semsvo innlendar stofur gengju inn í.

IV.Þriðja og síðasta umræðuefnið áforsætisfundinum varðandi skipu-lag lögmannafélaganna á meðferðog miðlun upplýsinga, bæði innávið til félagsmanna og ekki síður útá við, þ.e. gagnvart almenningi í

30 Lögmannablaðið

Deja vú.Sæl frænka. Það var víst rosalega huggulegt

þarna í Bláa lóninu um daginn á ráðstefnunnimeð Dabba Odds og có. Margir mættir og svonaflottur fundur. Samt sá maður í blöðunum aðþetta var dáldil endurvinnsla, Jón Steinar að ríf-ast við Sigurð Líndal sem reifst við Hrafn Braga-son sem reifst við Jón Steinar. Eins og maður hafiekki heyrt þetta áður. Hvað var annars Ástráðurkommi að segja þarna, eitthvað um að Hæstirétt-ur stæði ekki í fæturnar af því hann væri svoeinsleitur ... annars veit ég það ekki en mérfannst hann Stráði nú langhuggulegastur af þeimöllum að sjá.

Lax.is.Hæ aftur, ég sá þarna í Lögmannablaðinu að

það var verið að stofna lögfræðistofu sem heitirtax púntur is. Þetta er svona eitthvað internet máleins og lína púntur net eða oz púntur com.Svakalega eru lögfræðingarnir orðnir vel með á

nótunum nú til dags, eitthvað annað en í gamladaga.

Gæi.Ég er alveg að hætta, en ég verð að segja þér

að Bíbí frænka er með þennan fjallmyndarlegaunga lögmann úr vesturbænum að vinna fyrir sigí þriðja skilnaðarmálinu. Hún var eitthvað aðrenna hýru auga til drengsins, en hann fór vístallur í kerfi, stamaði og fór að tala um að þaðþyrfti nú að setja reglur um svona ,,aðstöðu”. Svofrétti hún að hann hefði sent sérstaka tillögu aðreglum til lögmannafélagsins. Þær eru víst svona:

,,Hefji lögmaður ástar- og/eða kynlífssambandaf einhverju tagi við skjólstæðing/a sinn/sína,hvort sem er af sama og/eða gagnstæðu kyni,einn eða fleiri, skal hann án ástæðulauss dráttarsegja sig frá máli viðkomandi skjólstæðings/a ogfela málið lögmanni af gagnstæðu kyni, aðfengnu samþykki skjólstæðingsins á vali lög-mannsins.“ Algjör fýlupúki þessi gæi.

[email protected]

GutenbergEins og stafur á bók

Síðumúla 16-18 • Sími 533 2525 • Fax 533 2550

Page 31: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls

gegnum fjölmiðla. Hafði Arvid Jac-obsen, fjölmiðlafulltrúi norska lög-mannafélagsins framsögu um þaðefni. Í umræðum sem á eftir fylgdukom í ljós að lögmannafélögin ánorðurlöndunum hafa mjög svip-aðar aðferðir við að koma innrimálefnum félaganna á framfæri viðfélagsmenn. Þannig eru flest félög-in með með útgáfu lögmanna-blaða, fréttabréfa og handbóka,auk þess sem þau halda úti heima-síðu með fjölbreyttu efni. Hinsvegar kom fram að félögin standimjög mismunandi að kynningu ogframlagningu upplýsinga gagnvartalmenningi og samskiptum viðfjölmiðla, enda félögin misvel ístakk búin til að sinna slíku. Í Nor-egi starfar sérstakur upplýsingafull-trúi sem hefur með höndum sam-skipti við fjölmiðla og stýrir þvíhvaða málefni eru send þeim tilkynningar, en í Danmörku er sér-stakur ráðgjafi framkvæmdastjóratil aðstoðar í þessum málum. Í Sví-þjóð og Finnlandi starfa hins vegarsérstakar nefndir sem meta þaðhvaða efni komið er á framfæri viðfjölmiðla. Í Finnlandi er auk þessráðgjafi sem vinnur með nefndinnivið mótun upplýsingastefnu, ásamtþví sem nefndin heldur reglulegafundi með tengiliðum sínum hjáviðkomandi miðlum. Auk sam-skipta við fjölmiðla hafa upplýs-ingafulltrúar og/eða nefndir félag-anna reglulega fundi með þing-nefndum, þingmönnum og emb-ættismönnum, þar sem fram fergagnkvæmt upplýsingastreymi umþau málefni sem hæst ber hverjusinni. Hafa Danir gengið einnalengst í kynningu á lögfræðilegummálefnum fyrir almenningi og hafakostað til þess umtalsverðum fjár-hæðum. Þannig hefur danska lög-mannafélagið staðið fyrir þáttagerðfyrir sjónvarp, þar sem settir eru á

svið atburðir byggðir á tilteknumdómsmálum, þar sem atvik eruskoðuð út frá lögfræðilegu sjónar-horni og réttarstaða aðila skýrð.Einnig hefur félagið staðið fyrir

gerð útvarpsþátta um lögfræði, aukþess sem lögmenn hafa veriðfengnir til að sitja fyrir svörum á út-varpsstöðum á besta útsendingar-tíma.

31Lögmannablaðið

Page 32: LÖGMANNA BLAÐIÐ - Forsíða · Meistaramót LMFÍ í golfi Groa@leiti.is 7. árg. Október 4 / 2001 LÖGMANNA BLAÐIÐ Björn Daníelsson Hugleiðingar um örorkumatsmenn Bls