20
LISTAVERKIÐ YASMINA REZA

Listaverkið - leikskra

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskra Listaverksins a flettiformati

Citation preview

Page 1: Listaverkið - leikskra

LISTAVERKIÐ YASMINA REZA

Page 2: Listaverkið - leikskra
Page 3: Listaverkið - leikskra

Yasmina Reza

LISTAVERKIÐ

Leikstjórn: Guðjón Pedersen

Leikmynd: Guðjón Ketilsson

Búningar: Guðjón Ketilsson og Leila Arge

Lýsing: Lárus Björnsson

Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helgason

Þýðing: Pétur Gunnarsson

Sýningarstjóri: Kristín Hauksdóttir

Hvíslari: Heiða Ólafsdóttir

Hljóðstjórn: Halldór Snær Bjarnason, Sigurvald Ívar Helgason

Leikmunir, yfirumsjón: Högni Sigurþórsson

Förðun, yfirumsjón: Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Þóra Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjón: Leila Arge

Stóra sviðið, yfirumsjón: Viðar Jónsson

Leikmyndarsmíði og málun: Sviðsmenn Þjóðleikhússins

Skartgripasmíði: Sigurður Ingi Bjarnason/Sign

Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 8. viðfangsefni Frumsýning á Stóra sviðinu 29. september 2011

Page 4: Listaverkið - leikskra
Page 5: Listaverkið - leikskra

Ingvar E. SigurðssonSeRge

Baltasar Kormákur MaRk

Hilmir Snær GuðnasonIvan

Page 6: Listaverkið - leikskra
Page 7: Listaverkið - leikskra

Leikrit Reza hafa verið þýdd á 35 tungumál og sýnd í leikhúsum allt frá Moskvu til Broadway, meðal annars hjá Royal Shakespeare Company, Breska þjóðleikhúsinu, Berliner Ensemble, Schaubühne í Berlín, Burgtheater í Vín og Dramaten í Stokkhólmi.

Yasmina Reza fæddist í París árið 1959. Hún stundaði nám í leikhúsfræði við Nanterre-háskólann í París og lærði leiklist við Jacques Lecoq leik listarskólann. Hún hóf feril sinn í leikhúsinu sem leikkona en fyrsta verk hennar, Conversations après un enterrement, var sett á svið árið 1987. Leikritið vakti mikla athygli og vann til virtustu leiklistarverðlauna Frakka, Molière- verðlaunanna, og verðlauna franska leikskálda-félagsins SACD sem besta verk nýliða í leikritun.

Þremur árum síðar sýndi Théâtre de La Colline leikritið La Traversée de l’hiver. Þriðja leikrit hennar var L’Homme du hasard, en verkið var ekki sett upp fyrr eftir að Listaverkið hafði slegið í gegn, eða árið 1995.

Yasmina Reza skrifaði Listaverkið með þrjá þekkta franska leikara í huga, Pierre Vaneck, Pierre Arditi og Fabrice Luchini, og léku þeir í frumuppfærslu verksins í Comédie des Champs Elysées í París árið 1994. Sýningin sló samstundis í gegn. Við Molière-verðlaunaafhendinguna hlaut hún fjölda verðlauna og var verkið valið besta leikrit ársins. Listaverkið hefur unnið til fjölda eftirsóttra verðlauna utan Frakklands, meðal annars í Þýskalandi og Bretlandi, þar sem það vann til Laurence Olivier-verðlaunanna. Þegar verkið var sýnt á Broadway hlaut það hin eftirsóttu Tony-verðlaun, en Yasmina Reza var fyrsta leikskáldið sem ekki tilheyrir hinum enskumælandi heimi sem vann til þeirra.

Listaverkið var fyrsta leikrit Reza sem sýnt var á Íslandi, en verkið var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins árið 1997 og sýnt um langt skeið við miklar vinsældir. Sýningin var flutt yfir í Loftkastalann, hún var sýnd á Akureyri og henni var boðið í leikför til Litháen. Áhorfendur sýningarinnar á sínum tíma voru á tólfta þúsund. Listrænir aðstandendur sýningarinnar voru þeir sömu og nú, Guðjón Pedersen leikstýrði, Guðjón Ketilsson gerði leikmynd og Pétur Gunnarsson þýddi verkið. Einnig fóru þeir Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason með sömu hlutverk og í sýningunni nú.

Leikrit Reza Lífið þrisvar sinnum (Trois versions de la vie) var frumsýnt með stuttu millibili í nokkrum

Yasmina RezaFranska skáldkonan Yasmina Reza er

eitt alvin sælasta leiks káld samtímans. Listaverkið er frægasta leikrit hennar og hefur verið sýnt víðsvegar um heiminn allt frá því það var frumflutt í Frakklandi árið 1994. Önnur leikrit Yasminu Reza hafa einnig átt vinsældum að fagna og hún hefur jafnframt skrifað bækur og kvikmyndahandrit.

Page 8: Listaverkið - leikskra

leikhúsum í Evrópu haustið 2000. Í uppfærslunni í París steig Yasmina Reza sjálf á svið eftir langt hlé. Þjóðleikhúsið setti upp Lífið þrisvar sinnum á Stóra sviðinu árið 2002. Leikendur voru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Leikstjóri var Viðar Eggertsson.

Sjötta leikrit Yasminu Reza, sem ber heitið Une pièce espagnole, var frumsýnt árið 2004.

Leikritið Vígaguðinn (Le Dieu du Carnage) var frumsýnt í Zürich í Sviss í árslok 2006 og Þjóðleikhúsið setti verkið upp á Smíðaverkstæðinu í ársbyrjun 2008, á sama tíma og verkið var sviðsett í París. Leikarar voru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Leikstjóri var Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Vígaguðinn hlaut Laurence Olivier- verðlaunin og Tony-verðlaunin árið 2009 og væntanleg er kvikmynd Romans Polanskis byggð á leikritinu.

Nýjasta leikrit Reza er Comment vous racontez la partie, sem kom út fyrr á þessu ári.

Fyrsta bók Reza var Hammerklavier (1997) en hún samanstendur af sjálfsævisögulegum frásögnum og skáldskap. Bókin vann til nóvelluverðlauna frönsku akademíunnar. Reza hefur einnig sent frá sér skáldsögurnar Une désolation (1999), Adam Haberberg (2003) og Dans la luge d’Arthur Schopenhauer (2004). Nulle part, sem er safn stuttra texta í anda Hammerklavier, kom út árið 2005. Haustið 2007 sendi Reza frá sér bókina L’aube le soir ou la nuit, um Nicolas Sarkozy og kosningabaráttu hans þegar hann var kjörinn forseti Frakklands. Yasmina Reza leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd árið 2009, Chicas, með Emmanuelle Seigner í aðal-hlutverki.

Leikrit Yasminu Reza þykja flest fremur aðgengileg en um leið og þau eru fyndin fjalla þau um alvarlega hluti. Oft eiga sér stað í verkunum hatrömm átök, þar sem margvísleg málefni og ýmis álitamál blandast inn í orðaskak persónanna, svo sem hugmyndir um hvað sé list, siðferðilegar og heimspekilegar spurningar um ábyrgð einstaklingsins frammi fyrir hörmungum heimsins, eða kenningar um eðli himingeimsins. Yasminu Reza finnst stundum of mikið gert úr því að leikrit hennar séu fyndin, og heldur því fram að í raun séu þau afar sorgleg. Sjálf lýsir hún verkum sínum sem fyndnum harmleikjum, undir gamansömu yfirborðinu búi sorg og örvænting.

Ljó

smy

nd

: Car

ole

Bel

aïch

e

Page 9: Listaverkið - leikskra
Page 10: Listaverkið - leikskra
Page 11: Listaverkið - leikskra

Listaverkið í Þjóðleikhúsinu 1997

Hvernig hafið þið nálgast Listaverkið núna?Ingvar: Við ákváðum að vera ekkert að reyna að

rifja upp gömlu sýninguna sérstaklega, og horfðum til dæmis ekki á myndbandsupptöku af henni. Í stað þess vildum við láta verkið koma til okkar á ný og sjá svo til hvað yrði líkt og áður og hvað ekki. Þegar við byrjuðum að takast á við verkið á ný á sviðinu þá rifjaðist hinsvegar svo margt upp, alveg óvænt. Bæði hvað varðar sýninguna sjálfa, en einnig komu upp í hugann minningar frá þessum tíma, og jafnvel gamlar tilfinningar. Stundum finnst mér ég ósjálfrátt fara í sömu spor og áður, en er jafnvel ekki viss, og það er svolítið einkennileg tilfinning.

Hilmir: Við erum meðvitaðir um það að leikhúsið og leikstíllinn tekur stöðugum breytingum frá einum tíma til annars, án þess að fólk átti sig

Viðtal við Baltasar Kormák, Hilmi Snæ Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson

Það er ekki oft sem það gerist á Íslandi að leiksýning er sett á svið að nýju vel rúmum áratug eftir frumsýningu með sömu leikurum í sömu hlutverkum en Listaverkið var frumsýnt með þeim Baltasar, Hilmi Snæ og Ingvari í hlutverkum vinanna þriggja á Litla sviði Þjóðleikhússins árið 1997. Leikstjóri og leikmyndarhöfundur sýningarinnar voru Guðjón Pedersen og Guðjón Ketilsson rétt eins og nú.

Þeir Hilmir Snær, Baltasar og Ingvar voru 28, 31 og 33 ára þegar þeir frumsýndu Listaverkið. Baltasar og Ingvar höfðu útskrifast úr Leiklistarskólanum sjö árum áður og liðin voru þrjú ár frá því að Hilmir útskrifaðist. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og þeir hafa hver með sínum hætti verið áberandi í íslensku leikhúslífi og tekist á við fjölmörg hlutverk á leiksviði og í kvikmyndum, auk þess sem Hilmir og Baltasar eru í hópi fremstu leikstjóra okkar.

Spjallið sem hér fer á eftir átti sér stað í salar - kynnum hárgreiðslu- og förðunardeildar þar sem hárgreiðslumeistarar leikhússins snyrtu hár og skegg þeirra félaga fyrir svokallað ljósmynda - rennsli, en þá eru teknar ljósmyndir af sýningunni.

Tekist á við Listaverkið fjórtán árum síðar

Page 12: Listaverkið - leikskra

endilega nákvæmlega á því að hvaða leyti. Nú eru liðin fjórtán ár frá því að við mótuðum þessa sýningu fyrst, og við vissum að ef við myndum sækja aftur í sama leikstíl væri alls ekki víst að það myndi virka eins vel og þá, einfaldlega vegna þess að samhengið er annað. Það hefur verið gaman að reyna að finna nýja fleti á verkinu, en auðvitað höfum við líka stokkið til baka, og erum að einhverju leyti að endurtaka sumt, vegna þess að okkur hefur fundist það eiga við núna, rétt eins og þá.

Í sýningunni 1997 voruð þið í svipmiklum gervum, notuðuð til dæmis hárkollur og bumbur. En það er kannski lýsandi fyrir ólíka nálgun nú, að hárgreiðslumeistararnir fara mjög fínlega í það að breyta útliti ykkar.

Ingvar: Það má lýsa því þannig að við höfum verið að nálgast verkið varlega núna. Við förum á vissan hátt nær okkur sjálfum við persónusköpunina og það helst í hendur við þá staðreynd að við erum nær persónunum í aldri. Kannski hefur þetta þau áhrif að við verðum nær fólkinu sem kemur til að horfa á sýninguna. Á sínum tíma vorum við í það yngsta til að leika þessa menn, og þá varð þörfin fyrir það að breytast á sviðinu og búa til afgerandi persónur meiri.

Hilmir: Við vorum yngri og höfðum minni reynslu sem leikarar, og þurftum kannski þess vegna að hafa meira fyrir því að gera eitthvað úr verkinu. Maður finnur það sem leikari að maður nálgast verkefni á annan hátt í dag en áður, þegar maður var yngri var meira offors í manni sem leikara, meiri kraftur og læti. Listaverkið er gamanleikrit, en núna erum við meira að leyfa gríninu að koma bara út úr verkinu, í stað þess að búa það til sjálfir.

Er eitthvað í verkinu sem þið lesið á ólíkan hátt nú en áður, í ljósi þess að við lifum nú á öðrum tímum, eða er Listaverkið í raun tímalaus saga um vináttu?

Baltasar: Fyrir mér er Listaverkið fyrst og fremst verk um vináttu, og þannig séð tímalaust, þótt það

gerist nálægt okkur í tíma. Umræðan um listina í verkinu er fyrst og fremst eins og neistinn sem kveikir eldinn, hvatinn sem kemur sögunni af stað. Verkið kemur meðal annars inn á það hvernig vinátta getur breyst og þróast, og hvernig við þurfum að vera tilbúin til að takast á við breytingar í samböndum okkar við fólk. Gjarnan er litið svo á að það sé merki um sterkan persónuleika að eiga alltaf sömu vinina, en auðvitað er sannleikurinn sá að fólk getur vaxið hvert frá öðru. Fólk getur hinsvegar orðið verulega örvæntingarfullt þegar það áttar sig skyndilega á því að það á í raun mjög fátt sameiginlegt með besta vini sínum - eða maka sínum. Verkið fjallar líka um óttann við að verða einn, að vera skilinn eftir, að eldast.

Vinirnir þrír í verkinu hafa ekki verið tilbúnir til að leyfa vináttu sinni að þróast, en það er eðli sambanda að þau breytast með tímanum. Þessi þrá eftir því sem var, einhverri gamalli tilfinningu gagnvart öðrum, minnir á það þegar maður heyrir af fólki sem ákveður að leita uppi gamla kærustu eða kærasta á Facebook. Þetta fólk langar til að upplifa aftur sömu tilfinningar, gamla stinginn, lætur jafnvel til skarar skríða og finnur svo til gríðarlegs tómleika, því að það að stökkva svona aftur í tímann er dæmt til að mistakast.

Hilmir: Það hefur annars komið okkur á óvart hvað leikritið hefur ríka tilvísun til samtímans. Ýmis umfjöllunarefni, eins og ólík viðhorf til listarinnar, eru enn ofarlega á baugi.

Líkt og Mark, Serge og Ívan hafið þið þrír verið vinir um langa hríð.

Ingvar: Já, það kemur fram í verkinu að þeir hafa verið vinir í fimmtán ár, en í raun finnst manni að þeir hljóti að hafa þekkst lengur, vinátta þeirra er þannig. Við Baltasar höfum verið vinir í um 25 ár og svo kynntumst við Hilmi nokkru síðar.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess hvernig tíminn líður við að takast á við þetta verk, fjórtán árum síðar. Á einhvern hátt finnst mér ég ekki vera

Page 13: Listaverkið - leikskra
Page 14: Listaverkið - leikskra
Page 15: Listaverkið - leikskra

fjórtán árum eldri núna. Maður breytist í útliti, en það er svo margt sem breytist ekki þrátt fyrir aukinn þroska. Það er til dæmis gaman að sjá gömul fjölskylduvídeó af sjálfum sér, og sjá hvernig taktar, atferli, hreyfimynstur og skapferli halda sér.

Baltasar: Ég upplifi þetta ekki svona, þegar ég lít til baka og horfi á sjálfan mig finnst mér þetta ekki vera ég. En samt sér maður sjálfan sig ekki breytast. Maður horfir í spegilinn og sér ekki breytinguna, dag frá degi. En svo hittir maður kannski gamlan vin, og sér allt í einu í honum hvernig maður sjálfur hefur elst. Eitthvað þessu líkt gæti gerst núna, einhverjir sem sáu sýninguna á sínum tíma og svo aftur núna, gætu séð hvað þeir hafa sjálfir elst!

Ef Serge, Mark og Ívan myndu fara á Listaverkið í Þjóðleikhúsinu saman, hvernig myndu þeir upplifa þessa sýningu?

Ingvar: Serge myndi fyrst og fremst meta sýninguna út frá því hverjir stæðu að henni, og vinsældir og staða höfundarins myndi líklega skipta hann mestu máli. Hann myndi ekki spyrja sjálfan sig að því hvað honum fyndist, heldur myndi hann vega sýninguna og meta í listrænu og samfélagslegu samhengi – og mat hans yrði að sjálfsögðu falskt!

Baltasar: Mark myndi náttúrulega finnast þetta vera óttalegt rugl, og fullkomlega ástæðulaust að setja upp heila leiksýningu um hvítt málverk. Honum myndi varla þykja leikstjórnin upp á marga fiska, og hvað þá leikmyndin. Haugur af pappakössum – var verið að spara í þessu leikhúsi eða hvað?

Hilmir: Ívan myndi hlæja sig alveg máttlausan að sýningunni, því að þarna sæi hann vini sína lifandi komna. Hann myndi skellihlæja – alveg þangað til Mark og Serge myndu segja honum að þetta væri bara rugl, þessi sýning hefði ekki fjallað um neitt. Þá færi hann að efast. Og í lok kvöldsins fyndist honum þetta eiginlega ekkert fyndið, bara frekar sorglegt...

Viðtal: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Page 16: Listaverkið - leikskra
Page 17: Listaverkið - leikskra

Baltasar Kormákur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Hann hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum, og leikstýrt leiksýningum og kvikmyndum. Hann hefur leikstýrt hér átta sýningum, nú síðast Gerplu, og leikstýrir hér Afmælisveislunni í vetur. Hann hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Þetta er allt að koma og Pétur Gaut, og var tilnefndur fyrir Gerplu og Ívanov. Kvikmyndir hans hafa hlotið fjölda verðlauna, hérlendis sem erlendis, m.a. Discovery verðlaunin í Toronto og Kristalshnöttinn í Karlovy Vary. Hann rekur framleiðslufyrirtækið Sögn sem framleitt hefur fjölda kvikmynda.

Guðjón Ketilsson lauk myndlistar námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og stundaði framhaldsnám við Nova Scotia College of Art and Design í Kanada. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga, hérlendis sem erlendis, og eru verk hans í eigu helstu listasafna landsins. Hann gerði leikmynd fyrir sýningu Egg-leikhússins á Ellu og fyrir kvik myndirnar Svart og sykurlaust og Guð er ekki til og vann við ýmsar leikmyndir útileikhússins Svart og sykurlaust. Hann gerði leikmynd og búninga fyrir sýningar Frú Emilíu á Gregor og Djöflum.

Guðjón Pedersen útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Frú Emilíu – leikhúsi og víðar, meðal annars í Tékklandi, Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi, nú síðast Kirsuberjagarðinum. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 2000–2008. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi leikhússins Frú Emilía og stofnandi og listrænn leiðtogi götu leikhús flokksins Svart og sykurlaust. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Menningar verðlauna DV og hlaut verðlaunin fyrir Rómeó og Júlíu.

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Hann hefur farið með fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar og hefur leikið í mörgum kvikmyndum. Hann hefur leikstýrt sýningum í Þjóð leikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Nemenda leikhúsinu og í Íslensku óperunni. Hann hefur oft verið tilnefndur til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í Veislunni og Ég er mín eigin kona og fyrir leikstjórn sína á Fjölskyldunni. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mávahlátur. Hann leikur í Heimsljósi og Dagleiðinni löngu í Þjóðleik húsinu í vetur.

Ingvar E. Sigurðsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur leikið fjölda hlutverka hérlendis sem erlendis. Síðasta hlutverk hans hér er Jón Hreggviðsson í Íslands klukkunni. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur farið með hátt á þriðja tug hlutverka í íslenskum og erlendum kvikmyndum. Hann hefur fimm sinnum fengið Edduverðlaunin, meðal annars fyrir Mýrina. Hann hlaut Grímuna fyrir Íslands klukkuna og Pétur Gaut og var tilnefndur fyrir Djúpið, Rústað og Hamskiptin. Hann leikur í Afmælis veislunni og í Gæludýrunum á vegum Blink hér í vetur.

Page 18: Listaverkið - leikskra

Sýningin tekur um klukkustund og fjörutíu mínútur. Ekkert hlé.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Útlit: PIPAR\TBWA. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Miðasölusími: 551 1200. Netfang miðasölu: [email protected] Netfang Þjóðleikhússins: [email protected]íða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is

Lárus Björnsson hóf störf hjá Þjóð leik húsinu haustið 2006 eftir tuttugu ára starf hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lárus hefur lýst á annað hundrað leiksýningar, meðal annars fyrir Þjóðleik húsið, Leikfélag Reykjavíkur, Íslensku óperuna, Nemendaleikhúsið, Íslenska dansflokkinn, Loft kasta lann, Leikfélag Íslands og Þjóðleikhús Færeyinga. Hann hefur verið tilnefndur til Grímunnar fyrir lýsingu í Öllum sonum mínum, Við sáum skrímsli, Íslandsklukkunni, Gerplu, Í Óðamansgarði, Engis prettum, Woyzeck, Bakkynjum, Draumleik, Híbýlum vindanna, Chicago, Stingray og Kryddlegnum hjörtum.

Leila Arge útskrifaðist sem kjóla klæðskeri úr fataiðndeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1999. Hún hefur unnið við sérsaum, búningagerð og hönnun á Íslandi og í Færeyjum. Leila hefur verið fastráðin við búningadeild Þjóðleikhússins frá árinu 2006 og hefur meðal annars gert búninga fyrir Norway Today, Fíusól, Sögustund og Listaverkið.

Pétur Gunnarsson á 38 ára rit höfundarferil að baki og hefur sent frá sér 38 verk af ólíku tagi: skáldsögur, ljóð, greinasöfn, leikrit, texta fyrir hljómplötu, leikverk, efni fyrir útvarp og sjónvarp og þýðingar. Nýjustu verk hans eru greinasafnið Péturspostilla (2010) og tveggja binda skáldfræðiverk um Þórberg Þórðarson, ÞÞ í fátæk tarlandi (2007) og ÞÞ í forheimskunarlandi (2009). Í haust kemur út þýðing hans á tímamótaverki franska mannfræðingsins Claude Lévi-Strauss, Regnskóga beltið raunamædda. Pétur hefur hlotið fjölda viður kenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Page 19: Listaverkið - leikskra

HREINSUNeftir Sofi Oksanení leikstjórn Stefáns Jónssonar

Frumsýntá Stóra sviðinuí október

Áleitið og óvægið skáldverk sem vakið hefur mikið umtal.Í senn saga um baráttu kúgaðra og niðurlægðra einstaklinga og reynslu heillar þjóðar af harðstjórn og ófrelsi.

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í VETUR!

Page 20: Listaverkið - leikskra