20
SVARTUR HU DUR PRESTSI S

Svartur hundur prestsins - leikskra

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskra fyrir Svartan hund prestins a flettiformi

Citation preview

Page 1: Svartur hundur prestsins - leikskra

SVARTUR HU DUR PRESTSI S

Page 2: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 3: Svartur hundur prestsins - leikskra

Auður Ava Ólafsdóttir

SVARTUR HUNDUR PRESTSINSLeikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir

Leikmynd: Elín Hansdóttir

Búningar: Helga Björnsson

Sviðshreyfingar og dans: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson

Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

Aðstoðarmaður leikstjóra: Edda Arnljótsdóttir

Hljóðstjórn: Irma Þöll Þorsteinsdóttir

Leikmunir, yfirumsjón: Ásta Sigríður Jónsdóttir

Hárkollugerð og förðun, yfirumsjón: Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Þóra Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjón: Berglind Einarsdóttir

Umsjónarmaður Kassans og sýningastjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir

Leikmyndarsmíði og málun: Sæmundur Andrésson

Svartur hundur prestsins hlaut undirbúningsstyrk frá Prologos, Leikritunarsjóði Þjóðleikhússins.

Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 6. viðfangsefni Frumsýning í Kassanum 17. september 2011

Page 4: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 5: Svartur hundur prestsins - leikskra

Kristbjörg Kjeld

Margrét Vilhjálmsdóttir

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Atli Rafn Sigurðarson

Baldur Trausti Hreinsson

ÆTTMÓÐIRIN, STEINGERÐUR

ELDRI DÓTTIRIN, MARTA

YNGRI DÓTTIRIN, MAGDALENA

SONURINN, SKARPHÉÐINN

TENGDASONURINN, NJÁLL

Page 6: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 7: Svartur hundur prestsins - leikskra

ELDRI DÓTTIR: Ég segi bara sannleikann. (Þögn).Í víðustu merkingu.ÆTTMÓÐIR: Það er svo mikill leikur í sann-leikanum. Eru ekki málvísindin dásamleg?SONUR: Í víðustu merkingu?ELDRI DÓTTIR: Þú getur ekki bara tekið sannleikann í þínar hendur og ákveðið hver mér finnst að þú sért. Þú getur ekki ráðið því hvað ég man.

Í Svörtum hundi prestsins takast persónurnar á um hvað sé sannleikur og hver sé hin rétta mynd af fortíðinni.

Áður en ég hófst handa við að skrifa Svartan hund prestsins velti ég því fyrir mér hver væri sterkasta tilfinning samtímans í íslensku samfélagi eftir allt sem gengið hefur á. Niðurstaðan var sú að fólk treystir ekki lengur og finnst það ekki vita hver sannleikurinn er.

Það má segja að einn aðalhvatinn að tilurð verksins hafi verið sú uppgötvun að minnið sé staðsett á svipuðum stað í heila og ímyndunaraflið. Þar sem

tilfinningar móta sýn okkar á fortíðina er ekki til neitt sem heitir sameiginlegar minningar. Það sem við teljum okkur muna er skáldskapur!

ÆTTMÓÐIR: Adam var svo laghentur, hann var alltaf að smíða úti í bílskúr. Heilu dagana. Svo kom hann kannski inn með hnífaparaskúffu handa mér.YNGRI DÓTTIR: Fínt á mömmu hárið.ELDRI DÓTTIR: Ég fór með hana í litun.

Eitt af því sem tekist er á um í verkinu er það hver sé handhafi sannleikans og hver hafi yfirráð yfir minningum. Hver á copyright á minningum í fjölskyldu, hver á söguna?

Í skáldsögum mínum má víða finna þá hugmynd að orð dugi skammt til að gera veruleikanum skil. Þar sem leikrit byggir tilvist sína á samtölum, fór ég að velta fyrir mér hvert væri inntak samtala. Hvernig talar fólk saman, segjum til dæmis í vöffluboði? Fjölskylda er smáheimur og stór hluti leikbókmennta heimsins fjallar einmitt um fjölskyldur. Í leikritinu Svartur hundur prestsins er farin sú klassíska leið að smætta átök innan þjóðfélags niður í valdabaráttu innan fjölskyldu.

Undirliggjandi er sú grundvallarspurning hvort tungumálið sé tæki til að byggja brú á milli manna og skilja heiminn eða hvort það sé tæki til að ná völdum yfir heiminum og réttlæta þau völd. Samtöl þar sem tilfinningar eru með í spilinu eru sjaldan málefnaleg. Þau snúast gjarnan um það að

Viðbrögð Auðar Övu Ólafsdóttur við nokkrum punktum varðandi Svartan hund prestsins

Copyright minninganna

Page 8: Svartur hundur prestsins - leikskra

hafa á réttu að standa og endurspegla valdabaráttu einstaklinga. Þannig verður tungumálið stjórntæki. Það er engin tilviljun að gamla konan í verkinu hefur sérstakan áhuga á málvísindum.

ÆTTMÓÐIR: Málvísindi. Guð minn góður hvað ég hefði viljað fara í málvísindi… Orðmyndunarfræði… drottinn minn dýri... hljóðkerfisfræði, samanburðarmálfræði, málnotkunarfræði, málgerðafræði... aukafallsfrumlög, varðveisla þágufalls í þolmynd… hvað ég hefði notið mín í málvísindum... Maður hefði farið á málvísindaþing út um allan heim... Til Katalóníu...TENGDASONUR: Er það nú akkúrat það sem heimurinn þarfnast? ÆTTMÓÐIR: Já, hvaðan orðin koma, menn þurfa að vita það.

Og ættmóðirin hefur líka sérstakan áhuga á tungumáli fugla.

Síðan eru plott leikrits allt annar handleggur en viðfangsefni þess. Þau plott sem drífa leikrit áfram á yfirborðinu eru ekki það sem verkin fjalla um.

Dans gegnir veigamiklu hlutverki í leikritinu.Ég ákvað strax í upphafi að skapa leikhúsdans-

verk í samvinnu við danshöfund. Í ljósi þeirra spurninga sem ég hef verið upptekin af um hlutverk tungumálsins í tjáningu einstaklingsins vildi ég fá aðra rödd inn í verkið og þótti rökrétt, bæði vegna þess að dans hefur verið mikilvægur í mínu lífi og í ljósi grósku í íslenskum nútímadansi, að dans yrði þáttur í byggingu og inntaki verksins. Dansinn er orðlausi hluti persónusköpunarinnar.

ÆTTMÓÐIR: Vill ekki einhver kaffi?TENGDASONUR. Nei, takkÆTTMÓÐIR: Vill ekki einhver kaffi?ELDRI DÓTTIR: Nei, takk mamma.

ÆTTMÓÐIR: Vill ekki einhver kaffi?YNGRI DÓTTIR: Nei, takk mamma ÆTTMÓÐIR: Ég helli þá uppá.

Í Svörtum hundi prestsins er boðið til vöfflu­samsætis og matur kemur talsvert við sögu líkt og í skáldsögum þínum.

Og þá væri rökrétt að spyrja hvort bygging verks eftir kvenleikskáld væri „like a mess in the kitchen“ eða eldhússkápaóreiða, eins og einhvern tímann var komist að orði? Í því sambandi má þó minna á að sögulegt hlutverk kvenna hefur verið að taka til eftir þá sem drasla til. Hún er merkileg þessi þörf að matast og mörg söguleg uppgjör hafa átt sér stað við matborðið. Það er rétt að verkið kallast á við langa hefð matarsamsæta í leikhúsi. Í Svörtum hundi prestsins er það reyndar karlmaður sem bakar vöfflurnar.

Í verkinu er varpað fram ýmsum spurningum um fjölskylduna.

Page 9: Svartur hundur prestsins - leikskra

Fjölskyldur eru allavega samsettar. Ef ekki er til að dreifa sameiginlegri reynslu og minningum, má spyrja hvort „blóðskyldleiki“ nægi til að mynda fjölskyldu? Mér skilst að stórfjölskyldur geti verið lengi að jafna sig eftir tilfinningalegt álag sem fylgir því að blanda geði saman í fermingarveislum og stórafmælum. Á móti er í verkinu teflt heims-fjölskyldunni sem við berum öll ábyrgð á.

Sem höfundur hef ég áhuga á því sem er handan við normið, hinu frábrugðna. Fjölskyldan í verkinu er kannski svolítið sérstök en ekkert furðulegri en íslenskar fjölskyldur. Leikhús snýst um sam-mannlegan veruleika í stækkaðri eða ýktri mynd. Leikarar fara ekki í margra ára háskólanám til að læra að haga sér eðlilega enda væri þá lítið gaman í leikhúsi. Sem minnir okkur aftur á það að höfundur er vitaskuld ekki einn að verki í leikriti heldur er textinn sem hann leggur fram, handritið að leikverki, aðeins fyrri hluti sköpunarferlis.

Auður Ava Ólafsdóttir lærði listfræði í París og vinnur sem listfræðingur auk þess sem hún er rithöfundur. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands og hefur kennt lista sögu víða, svo sem við myndlistar- og leiklistar -deild Listaháskóla Íslands og við MR. Hún er safn stjóri

Listasafns HÍ og hefur skrifað um myndlist og unnið við sýningarstjórn á Íslandi og erlendis.

Auður hefur gefið út þrjár skáldsögur, Upphækkaða jörð (1998), Rigningu í nóvember (2004), Afleggjarann (2007) og eina ljóðabók, Sálminn um glimmer (2010).

Fyrir Rigningu í nóvember hlaut hún Bók-menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og fyrir Afleggjarann Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin. Afleggjarinn var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 og í kjölfarið var skáldsagan þýdd á dönsku og frönsku. Afleggjarinn hefur hlotið frábæra dóma og viðtökur erlendis og verið metsölubók undanfarna mánuði í Frakklandi. Bókin hefur hlotið tvenn bókmenntaverðlaun í Frakklandi (Prix Pages des libraires fyrir bestu evrópsku skáldsöguna 2010 og Prix du roman venu d´ailleurs 2011 fyrir bestu erlendu skáldsöguna) og ein bókmenntaverðlaun í Kanada (Prix des libraires du Québec 2011 fyrir bestu erlendu skáldsöguna). Þá hefur hún verið tilnefnd til sex annarra bókmenntaverðlauna í Frakklandi, meðal annars til hinna virtu Femina-verðlauna. Í haust kemur skáldsagan út í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, á Spáni og Ítalíu.

Svartur hundur prestsins er fyrsta leikrit Auðar Övu.

Ljós

myn

dari:

Ant

on B

rink.

Page 10: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 11: Svartur hundur prestsins - leikskra

Eitt af því sem einkennir leiksýningar þínar, og hefur kannski birst hvað skýrast í leikstjórn þinni á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, er samruni listgreinanna, hvernig leiklist, dans, hljóð, tónlist, myndlist og texti eru virkjuð saman í eina heild, til að skapa nýtt listaverk.

Ég skynja bæði kvikmyndir og leikhús sem nákvæmlega þetta: samruna listgreina. Hann er miðlægur og á að vera það. Ég held beinlínis að annað sé svik við list og möguleika leikhússins eða kvikmyndanna. Mér finnst samspil, díalóg í víðtækustu merkingu, vera lykilorð í leikhúsi. Ein af birtingarmyndum þess er samspil listgreinanna. Samspilið, stefnumótið, býr til eitthvað nýtt, eitthvað sem er stærra en hver grein fyrir sig. Á sama hátt og góð leikverk eru alltaf stærri en sá raunveruleiki sem þau vísa í.

Á undanförnum árum hefur þú meðal annars tekist á við ýmis meistaraverk heimsbókmenntanna og leikverk Halldórs Laxness sem leikstjóri, en einnig ný verk íslenskra höfunda eins og nú. Viltu segja okkur frá nálgun þinni við ný, íslensk verk og samvinnu leikstjórans við íslenska höfunda?

Þetta er mikilvæg spurning, á hvaða hátt vinnan við ný verk íslenskra höfunda er öðruvísi en verk úr safni leikbókmenntanna. Munurinn er tvenns konar. Annars vegar sú staðreynd að höfundurinn er lifandi og hægt að nálgast hann. Hins vegar og ekki síður, verkið er nýtt, sem þýðir að það hefur aldrei áður verið sviðsett. Fyrir leikstjóra er það spennandi og jafnframt mikil ábyrgð sem getur verið skelfandi ef maður fer að hugsa of mikið um það.

En eitt er víst, þetta er mjög langt viðbótarferli í vinnu leikstjórans, ég er ekki að segja það til að kvarta, ég er að benda á staðreynd. Það er algjörlega nauðsynlegt að vinna þessa margra mánaða undirbúningsvinnu vegna nýrra verka. Leikrit heldur áfram að þróast og lúta aðlögun að

Samspil er lykilorð í leikhúsiSvör Kristínar Jóhannesdóttur leikstjóra við nokkrum spurningum um Svartan hund prestsins og fleira.

Page 12: Svartur hundur prestsins - leikskra

sviði svo að segja fram að frumsýningu. Þá er það einmitt lífsspursmál að vera að dansa við höfund sem skilur að leiksýning er (eins og allir vita) sjálfstætt listaverk þar sem leikstjórinn er listrænn stjórnandi, byggt á öðru listaverki, leiktexta þar sem leikskáldið er listrænn stjórnandi. Það er ákaflega mikilvægt að átta sig á því að þetta eru tvö sjálfstæð listaverk. Sem betur fer hef ég verið svo heppin að vinna með mjög samstarfsfúsum höfundum sem skilja þetta djúpum skilningi.

Í framhaldi af þessu hygg ég að aldrei verði lögð nógu mikil áhersla á þetta undirbúningsskeið nýrra leikverka hjá leikhúsunum. Höfundar sjálfir verða líka að átta sig á mikilvægi þess, leikstjórar og leikhússtjórnendur.

Kvenleikstjórar eru í minnihluta í leikhúsi og

kvikmyndum hér á Íslandi. Hvað myndir þú segja um stöðu kvenleikstjóra og mismunandi nálgun karla og kvenna við leikstjórnina?

Flestallt sem skiptir meginmáli í þessum efnum er ómeðvitað. Þar með er frekar erfitt að orða það á skýran og ótvíræðan hátt. Þarna liggja ofan á okkur aldalangar venjur og hefðir og þjóðfélagsmunstur. Ekki bara varðandi stöðu og atvinnuþáttöku kvenna almennt, heldur eru þarna í gangi dýpri þættir sem snerta vald og völd, réttinn til valda, hefðir og viðhorf til beitingar valds. Þetta eru hlutir sem þarf að spekúlera í varðandi stöðu kvenleikstjóra. Og það er mikilvægt að íhuga þetta án fordóma og fyrirframhugmynda, án upphrópana.

Sem leikstjóri trúi ég á díalóg, samtal. Ekki einræður, einstefnu, fyrirskipanir. Setja fram hugmynd, fá gagnhugmynd, þá verður þriðja hugmyndin best og svo framvegis.

Nú veit ég vel að fráleitt er að líta svo á að karl-leikstjórar mónólógeri og kvenleikstjórar aðhyllist allir díalóg. Hins vegar er það umhugsunarefni hvort aldagömul menning og hlutverkaleikir valdi því að karlmenn noti vald öðruvísi, meðal annars vegna þess að það er ætlast til þess af þeim. Konur hafa oft tileinkað sér aðferðir og nálgun karla til þess að lifa af. En sem sagt, við eigum langt í land og verðum að spekúlera í jafnréttismálum fordómalaust, jafnt konur sem karlar.

Viltu segja eitthvað um þau höfundareinkenni Auðar Övu sem hafa hrifið þig, og þú ert að vinna með í sýningunni?

Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt myndi ég segja umhugsun um hlutverk og hlutverkaleiki, ég held að það sé mikilvægur þanki í verkum Auðar.

Í Svörtum hundi er farið á mjög leikhúsvænan hátt yfir alls kyns landamæri, til dæmis varðandi hlutverk kynjanna og hlutverk mismunandi aldurs-skeiða. Sýnt er fram á hvað við erum föst í fáránlega skilyrtum viðbrögðum við úreltum hugmyndum.

Að átta sig á þessu held ég að hljóti að vera fyrsta

Page 13: Svartur hundur prestsins - leikskra

skrefið til þess að vinna að breytingum á okkur og þjóðfélaginu. Fyrst menn eru alltaf að tala um þetta, þá verður að byrja á skilyrtum viðbrögðum, úreltum hugmyndum. Ég vona innilega að við gerum það.

En mér fannst ennfremur mjög freistandi að verkið býður upp á samspil listgreinanna. Þetta bauð svo upp á að vinna með frábærum listamönnum, hverjum á sínu sviði. Það er ómetanleg reynsla.

Verkið er líka ögrandi vegna þess að þetta er ekki línusöguleikhús heldur fjallar um ástand. Fjölskylduástand.

Það sem vakti strax athygli mína var hvað allar persónurnar eru rammvilltar í eigin lífi. Þau eru inni í völundarhúsi „dysfunctional“ eða misvirkrar fjölskyldu. Stóra leyndarmálið lúrir undir niðri. Tungumálið frelsar þau ekki, þótt þau haldi það

kannski. Samtöl þeirra gera ekki annað en senda þau ennþá lengra inn í völundarhúsið.

Smám saman fór þetta að minna sífellt meir á ástand íslensku þjóðarinnar í kringum hrunið, misvirknina, blinduna, afneitunina. Þannig er þetta fjölskylduástand birtingarmynd þjóðfélagsástands.

En kjarninn í minni vinnu við sviðsetninguna felst í þessari dásamlegu hassidísku dæmisögu sem mér þykir mjög vænt um:

Barnið horfði á gamla manninn dansa. Hann virtist ætla að dansa endalaust.

– Afi, af hverju ertu að dansa svona?– Sjáðu til, barnið mitt, maðurinn er eins og

skoppara kringla. Jafnvægi, göfgi og virðingu nær hann ekki nema með hreyfingu. Og með því að vinda ofan af sér verður maðurinn til. Gleymdu því aldrei.

Page 14: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 15: Svartur hundur prestsins - leikskra

Svartur hundur prestsins er fyrsta verkefni þitt í leikhúsi hér á landi, en þú hefur á undanförnum árum skapað þér nafn sem myndlistarmaður, hér heima, í Þýskalandi og víðar um Evrópu. Viltu segja frá því hvernig það hefur verið fyrir þig sem myndlistarmann að vinna í leikhúsi, og hvernig vinnan tengist því sem þú hefur áður verið að gera í myndlistinni.

Það sem ég hef verið að fást við í myndlist undanfarin ár er mjög svipað leikhúsi og leikmyndum, nema að því leyti að þá hefur það verið sýningargesturinn sjálfur sem tekur að sér hreyfingu í rýminu í stað leikaranna. En það sem mér fannst góð tilbreyting við það að vinna í leikhúsi var að fá að vinna út frá hugarheimi einhvers annars, það er að segja að fá handrit upp í hendurnar sem útgangspunkt. Ég er vön að vinna út frá núllpunkti, sem getur stundum verið aðeins einmanalegra ferli.

Viltu segja frá því hvernig leikritið orkaði á þig sem leikmyndarhöfund þegar þú last það og byrjaðir að vinna með það, og hvernig hugmyndin að leikmyndinni varð til?

Ég las handritið margoft og heillaðist af því hvað textinn bjó yfir mörgum lögum raunveruleikans. Mig langaði til að gera leikmynd sem væri frekar hefðbundin við fyrstu sýn, en flosnaði svo upp á einhvern hátt þegar liði á verkið, eins og rýmið væri í senn stofa gamallar konu og hugarrými eða tilbúningur. En það sem skipti mig líka höfuðmáli þegar ég var að hugsa um leikmyndina var að hún byði upp á marga möguleika fyrir leikarana, það er að segja að þau hefðu frelsi til að notfæra sér leikmyndina á skapandi hátt í vinnuferlinu. Svolítið eins og að setja leir á borðið og sjá svo hvað gerist.

Svör Elínar Hansdóttur

leikmyndar-höfundar við spurningum

um leikhús og myndlist

Að setja leir á borðið og sjá hvað gerist

Page 16: Svartur hundur prestsins - leikskra
Page 17: Svartur hundur prestsins - leikskra

Kristín Jóhannesdóttir nam bókmenntafræði og kvikmyndafræði í Montpellier og París og lauk maîtrise og DEA í kvikmyndafræðum. Hún lauk lokaprófi frá CLCF í kvikmyndaleikstjórn. Kristín er höfundur handrita, framleiðandi og leikstjóri kvikmyndanna Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni, og hefur einnig leikstýrt í sjónvarpi og útvarpi. Í Þjóðleikhúsinu leikstýrði hún Strompleik, Brennuvörgunum og Utan gátta, og hún hefur leikstýrt sex sýningum í Borgarleikhúsinu. Hún hlaut Grímuna fyrir leikstjórn á Utan gátta, en sýningin hlaut alls sex Grímuverðlaun.

Elín Hansdóttir útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ 2003 og Kunsthochschule Berlin-Weissensee 2006. Hún hefur getið sér orð fyrir stórar innsetningar sem byggja á rýmisrannsóknum þar sem einstaklingurinn er í forgrunni í hreyfingu sinni í gegnum verkið. Hún hefur sýnt meðal annars á Frieze Projects í London, ZKM í Karlsruhe, Den Frie Utstillingsbygning í Kaupmannahöfn og Wood Street Galleries Pittsburgh. Hún gerði leikmynd og búninga fyrir verkið On Misunderstanding eftir Margréti Bjarnadóttur sem var frumsýnt í Hamburg og verður sýnt í Kassanum í vetur.

Helga Björnsson lauk námi í fatahönnun frá Les Arts Decoratives í París og starfaði um árabil sem aðalhönnuður við Haute Couture í tískuhúsi Louis Feraud í París. Hún hefur einnig hannað fatnað og ýmsa fylgihluti fyrir íslensk fyrirtæki og starfar nú sjálfstætt við hönnun. Hún hannaði búninga fyrir Íslandsklukkuna, Silkitrommuna, Hjálparkokkana, Aurasálina og Óreisteiu hjá Þjóðleikhúsinu, fyrir Cavalleria og Pagliacci hjá Íslensku óperunni og fyrir edda.ris hjá leikhópnum Bandamenn. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir búninga sína í Íslandsklukkunni.

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir lærði danssmíði við School of New Dance Development í Amsterdam og samtímadans við P.A.R.T.S. í Brussel 2006–2010. Hún hefur samið ýmis sviðslistaverk, dansað í verkum hér á landi og erlendis og kennt klassískan listdans. Hún dansar nú í sýningu belgíska danshöfundarins Wim Vandekeybus, Radical Wrong. Hún er meðlimur í Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunni, en sá hópur var tilnefndur til Grímunnar sem danshöfundur ársins 2009 og 2010. Hún er meðlimur í sviðslistabandinu John the Houseband sem dansar tónleika og syngur danssmíðar.

Gísli Galdur Þorgeirsson hefur starfað á mörgum sviðum tónlistar, leikið með ýmsum hljómsveitum og unnið sem plötusnúður víða um heim, sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu og við gerð hljóðmynda fyrir leikverk, gjörninga og videóverk. Hann er meðlimur í leikhópnum Ég og vinir mínir sem setti upp Húmanímal í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Verði þér að góðu í Þjóðleikhúsinu. Hann sá um tónlist og hljóðmynd í sýningu Þjóðleikhússins á Gerplu og tónlist í Allir synir mínir. Hann hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd í Húmanímal og var tilnefndur fyrir Gerplu og Verði þér að góðu.

Halldór Örn Óskarsson nam ljósahönnun við The Bristol Old Vic Theatre School í Bretlandi. Hann hefur lýst á fimmta tug sýninga, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Íslands og LA. Hann er nú fastráðinn við Þjóðleikhúsið, en meðal nýlegra verkefna hans hér eru Lér konungur, Hedda Gabler, Bjart með köflum, Íslandsklukkan, Brennuvargarnir, Hænuungarnir, Utan gátta og Þrettándakvöld. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Ófögru veröld og Utan gátta, og var tilnefndur fyrir Jesus Christ Superstar, Héra Hérason, Íslandsklukkuna og Lé konung.

Page 18: Svartur hundur prestsins - leikskra

Kristbjörg Kjeld útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1958 og hefur leikið fjölda burðar-hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópum, LR og í kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Sjálfstætt fólk, Strompleikurinn, Halti Billi, Græna landið, Mýrarljós, Sumardagur, Utan gátta, Hænuungarnir og Hedda Gabler. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Hænuungana og var tilnefnd fyrir Halta Billa, Mýrarljós og Heddu Gabler. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Mömmu Gógó, Kaldaljós og Mávahlátur og Polar Lights verðlaunin í Múrmansk fyrir Mömmu Gógó.

Margrét Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1994 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu og víðar, sem og í kvikmyndum. Hún hefur leikstýrt eigin verkum, meðal annars Gyðjunni í vélinni, Orbis Terræ Ora og Hnykli. Meðal verkefna hér eru Lér konungur, Ívanov, Sædýrasafnið, Sumardagur, Sjálfstætt fólk og Grandavegur 7. Hún hlaut Grímuna fyrir Lé konung og var tilnefnd fyrir Ívanov, Dínamít og Eldhús eftir máli. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Mávahlátur og var tilnefnd fyrir Fálka og Brúðgumann. Hún leikur í Vesalingunum í vetur.

Nanna Kristín Magnúsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1999 og hefur farið með fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu og víðar. Hún er einn af stofnendum Vesturports. Meðal verkefna hér eru Fagnaður, Virkjunin, Böndin á milli okkar, Vegurinn brennur, Ríkarður þriðji og Veislan. Hún lék meðal annars í kvikmyndunum Sporlaust, Villiljósi, Foreldrum, Sveitabrúðkaupi og Kóngavegi. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Foreldra sem leikkona og einnig sem einn handritshöfunda og framleiðenda og var tilnefnd fyrir Sporlaust og Brim. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Rauða spjaldið.

Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur farið með fjölda hlutverka við Þjóðleikhúsið, hjá leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Lér konungur, Allir synir mínir og Gerpla. Hann leikstýrði Brák á Söguloftinu og Frida ... viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Lé konung og var tilnefndur fyrir Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mýrinni. Hann leikur hér í Dagleiðinni löngu í vetur.

Baldur Trausti Hreinsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá leikhópum og í kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Lér konungur, Allir synir mínir, Sögustund, Oliver, Frida… viva la vida, Kardemommubærinn, Sumarljós, Macbeth, Vígaguðinn, Konan áður, Gott kvöld og Sitji guðs englar. Hann hefur farið með aðalhlutverk í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi. Hann leikur í Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu og Vesalingunum hér í vetur.

Sérstakar þakkir: Hátækni.Sýningin tekur rúma tvo tíma. Eitt hlé.Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Útlit: PIPAR\TBWA. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Miðasölusími: 551 1200. Netfang miðasölu: [email protected] Netfang Þjóðleikhússins: [email protected] Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.Í sýningunni er leikin tónlist eftir Gísla Galdur Þorgeirsson og tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars Cold Song eftir Purcell í flutningi Klaus Nomi og We’re All Gonna Die eftir Scout Niblett í flutningi Jens Lekman.Í sýningunni er farið með brot úr ljóði eftir Saffó í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.

Page 19: Svartur hundur prestsins - leikskra

DAGLEIÐI LA GA

AFMÆLIS-VEISLAN

eftir Eugene O´ eillí leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur

eftir Harold Pinter í leikstjórn Baltasars Kormáks

Frumsýnt í Kassanum

í febrúar

Frumsýnt í Kassanum

í mars

Eitt frægasta og magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar.

Eitt allra skemmtilegasta leikrit nóbelsskáldsins Harolds Pinters.

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í VETUR!

Page 20: Svartur hundur prestsins - leikskra