7
Dags.: 18.4.2011 Fundargerð frá málþingi Vistmenntarverkefnisins og Vistbyggðarráðs 17.03.2011 í húsnæði Iðunnar fræðslumiðstöðvar kl. 08:30-11:30 Á milli 40 og 50 manns voru mættir á málþingið sem telja má framar vonum og greina mátti töluverðan áhuga meðal fundarmanna. Fundarboð var sent í formi tölvupóstar og var lögð áhersla á að ná til breiðs hóps. Flestir þátttakenda voru arkitektar, fáeinir landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar, einhverjir frá umhverfisverndasamtökum auk embættismanna á sveitarstjórnarstigi. Athygli vakti að meðal fundarmanna var enginn fulltrúi frá byggingargeiranum og enginn frá ráðuneytunum þremur sem boð var sent til (Iðnaðar-, Mennta- og Umhverfisráðuneytunum) eða undirstofnana þeirra. Dagkráin var á þessa leið: 8:30- 8:40 Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs. Hver er sýn Vistbyggðarráðs á menntun til sjálfbærni? 8:40-8:50 Halldór Eiríksson, arkitekt. Sjálfbærara byggt umhverfi á Íslandi. Sérstaða Íslands í vistvænu tilliti. 8:50-9:00 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt og verkefnisstjóri. Vistmenntarverkefnið. 9:00-9:10 Umræður. 9:10-9:30 Sigurður Eyberg Jóhannesson, umhverfisverkfræðingur. Vistspor Íslands og þáttur mannvirkja í því. 9:30-9:50 Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur. Siðfræði og sjálfbærni. 9:50-10:15 Umræður og kaffihlé 10:15-10:45 Umræðuborð – greiningarvinna 1. Hversu vel er hinn almenni neytandi meðvitaður um umhverfisgæði og vistvænar áherslur? 2. Hvernig er hið byggða umhverfi meðhöndlað í sjálfbærnistefnumótun stjórnvalda? 3. Hver er staðan í vistmennt á mismunandi skólastigum og hvernig getur námsumhverfið endurspeglað vistvænar áherslur? 4. Hvaða þýðingu hafa vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun iðnaðarmanna? 5. Hverju skila vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun arkitekta og annarra umhverfishönnuða? 10:45-10:55 Niðurstöður úr hópavinnu kynntar (breiðletrað) 10:55-11:00 Málþingi slitið Niðurstöður frá umræðuborðum: Á meðan á kaffihléi stóð skráðu þátttakendur sig í eftirfarandi umræðuhópa. Á bilinu 5-7 manns voru skráðir í hvern hóp og tóku umræðurnar um 30 mínútur. Að þeim loknum greindi einn aðili frá hverjum hópi frá helstu umræðupunktum og niðurstöðum. Ritari fyrir hvern hóp hafði áður verið valinn (úr vinnuhópi Vistmenntarverkefnisins) og skilaði hann hreinrituðum umræðupunktum til fundarritara eftir málþingið. 1. Hversu vel er hinn almenni neytandi meðvitaður um umhverfisgæði og vistvænar áherslur? Sara Axelsdóttir, arkitekt tók niður og kynnti helstu umræðupunkta. Aðrir í hópnum voru: Jón Kalmannsson, heimspekingur, Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri nattura.is, Orri Gunnarsson

M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

Embed Size (px)

DESCRIPTION

http://ai.is/wp-content/uploads/2011/03/M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01.pdf

Citation preview

Page 1: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

  Dags.: 18.4.2011   Fundargerð

frá málþingi Vistmenntarverkefnisins og Vistbyggðarráðs 17.03.2011 í húsnæði Iðunnar fræðslumiðstöðvar kl. 08:30-11:30 Á milli 40 og 50 manns voru mættir á málþingið sem telja má framar vonum og greina mátti töluverðan áhuga meðal fundarmanna. Fundarboð var sent í formi tölvupóstar og var lögð áhersla á að ná til breiðs hóps. Flestir þátttakenda voru arkitektar, fáeinir landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar, einhverjir frá umhverfisverndasamtökum auk embættismanna á sveitarstjórnarstigi. Athygli vakti að meðal fundarmanna var enginn fulltrúi frá byggingargeiranum og enginn frá ráðuneytunum þremur sem boð var sent til (Iðnaðar-, Mennta- og Umhverfisráðuneytunum) eða undirstofnana þeirra.

Dagkráin var á þessa leið: 8:30- 8:40 Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs. Hver er sýn

Vistbyggðarráðs á menntun til sjálfbærni?

8:40-8:50 Halldór Eiríksson, arkitekt. Sjálfbærara byggt umhverfi á Íslandi. Sérstaða Íslands í vistvænu tilliti.

8:50-9:00 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt og verkefnisstjóri. Vistmenntarverkefnið.

9:00-9:10 Umræður.

9:10-9:30 Sigurður Eyberg Jóhannesson, umhverfisverkfræðingur. Vistspor Íslands og þáttur mannvirkja í því.

9:30-9:50 Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur. Siðfræði og sjálfbærni.

9:50-10:15 Umræður og kaffihlé

10:15-10:45 Umræðuborð – greiningarvinna

1. Hversu vel er hinn almenni neytandi meðvitaður um umhverfisgæði og vistvænar áherslur?

2. Hvernig er hið byggða umhverfi meðhöndlað í sjálfbærnistefnumótun stjórnvalda?

3. Hver er staðan í vistmennt á mismunandi skólastigum og hvernig getur námsumhverfið endurspeglað vistvænar áherslur?

4. Hvaða þýðingu hafa vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun iðnaðarmanna?

5. Hverju skila vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun arkitekta og annarra umhverfishönnuða?

10:45-10:55 Niðurstöður úr hópavinnu kynntar (breiðletrað)

10:55-11:00 Málþingi slitið

Niðurstöður frá umræðuborðum: Á meðan á kaffihléi stóð skráðu þátttakendur sig í eftirfarandi umræðuhópa. Á bilinu 5-7 manns voru skráðir í hvern hóp og tóku umræðurnar um 30 mínútur. Að þeim loknum greindi einn aðili frá hverjum hópi frá helstu umræðupunktum og niðurstöðum. Ritari fyrir hvern hóp hafði áður verið valinn (úr vinnuhópi Vistmenntarverkefnisins) og skilaði hann hreinrituðum umræðupunktum til fundarritara eftir málþingið.

1. Hversu vel er hinn almenni neytandi meðvitaður um umhverfisgæði og vistvænar áherslur?

Sara Axelsdóttir, arkitekt tók niður og kynnti helstu umræðupunkta. Aðrir í hópnum voru: Jón Kalmannsson, heimspekingur, Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri nattura.is, Orri Gunnarsson

 

Page 2: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

skipulagfræðingur og kennari, og Siiri Christine Graupuer (vistmanagement). • Hópurinn ræddi fyrst skilgreiningu á „hinum almenna neytanda” sem „ég og þú; allir sem taka

ákvörðun um neyslu, á öllum forsendum.” • Hvar stöndum við?

o Stóra vandamálið er hve erfitt það er að venja almenning af þeim „lífsgæðum“ sem hann er vanur að hafa aðgang að.

o Merkja má aukna vakningu meðal fólks en þá aðallega hvað varðar innkaup á matvöru, leikföngum án eiturefna, hreingerningarefna til heimilisbrúks o.s.frv.

o Almenningur er ekki nægilega vel meðvitaður um neyslu almennt. Það er ekki nóg að endurvinna dósir o.þ.h., úrgangurinn er samt yfirgnægjandi mikill . Fólk þarf að ganga skrefinu lengra og spyrja sig hvort það þurfi yfirhöfuð á þessu að halda. Það er ekki nóg að versla umhverfisvottaðar vörur og endurvinna, heldur þarf að hugsa málið lengra.

• Í hverju felast lausnirnar?

o Aukinni fræðslu –

Með aukinni fræðslu er vonandi hægt að koma viðhorfsbreytingum af stað.

Almenningur þarf síðan að taka fræðsluna til sín og tileinka sér hana (það vantar fræðslu fyrir almenning).

Almenningur er ekki vís til að fara t.d. á alnetið til að afla sér þekkingar og margir gera sér ekki grein fyrir því að þeir geti haft áhrif á umhverfið. Fólk virðist almennt meðvitað um það að draga úr notkun einkabifreiðar hafi áhrif á umhverfið en aðrir þættir virðast ekki komast í umræðu.

Áhrifaríkasta leiðin til að ná til almennings er í gegnum sjónvarpsefni. Hérlendis vantar aðila sem standa að baki gerðar fræðsluefnis sbr. BBC í Bretlandi sem er virt stofnun og þekkt fyrir að framleiða vandað fræðsluefni.

Hægt væri að hafa einhversskonar fræðslumiðstöð (helst miðsvæðis í borginni) þar sem fólk gæti komið og kynnt sér hvernig megi búa vistvænt – og hvernig auka megi umhverfisgæði.

Til að koma á fót fræðsluefni þarf samvinnu! Hið opinbera þarf að sýna vilja til að vinna með hópum sem hafa þekkingu á efninu.

o Auknu siðferði –

Það er ekki nóg að kenna – heldur þarf að efla siðferðiskenndina svo að hugarfarsbreytingin nái fótfestu.

o Þróa/bjóða viðmið (hvata) til þess að stuðla að aukinni umhverfisvitund–

Það gæti kannski vakið sterkari umhverfisvitund fólks og gefa því einhver viðmið um t.d. hversu mikill úrgangur sé eðlilegt að komi frá 4 manna fjölskuyldu á einni viku, eða hversu mikil vatnsneysla á heimili er.

Almenningur hefur ekki aðgang að viðmiðum þegar kemur að daglegri neyslu á orkulindum (rafmagn, hiti, vatn, bensín o.s.frv.) og vörum.

Nágrannaþjóðir okkar eru okkur framar í þessum málefnum en þar hefur lengi verið lögð áhersla á vandasama meðferð á t.d. heitu vatni og upphitun húsa. Fræðslan þyrfti líka að vera aðgengileg á alnetinu, þar sem fólk gæti sótt sér upplýsingar og t.d. slegið inn hversu mikill úrgangur er á heimilinu og getað séð tölur um hvað „eðlilegt“ telst.

• Erfiðlega hefur gengið að fá opinberar stofnanir til að sýna vistvænum málefnum áhuga. Sjálf Umhverfisstofnun hefur reynst treg til samvinnu í umhverfismálefnum. Stofnunin hefur sýnt lítinn áhuga á þeim hugmyndum sem fram hafa komið frá hinum ýmsu aðilum/hópum varðandi bætta framtíð í vistvænum málefnum. Hér getur vonandi Vistbyggðarráð beitt sér og stuðlað að efldu samráði þeirra sem hafa þekkingu og hins opinbera.

2. Hvernig er hið byggða umhverfi meðhöndlað í sjálfbærnistefnumótun stjórnvalda?

Page 3: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

Magnús Jensson arkitekt tók niður og helstu umræðupunkta og Sigrún Pálsdóttir, heimspekingur kynnti þá. Aðrir í hópnum voru: Hjördís Sigurgísladóttir arkitekt, Málfríður Krisjánsdóttir arkitekt, Anna Soffía Kristjánsdóttir arkitekt, Sigurbergur Árnason arkitekt og Jón Sigurðsson tæknifræðingur.

• Umræður fóru ágætlega af stað, en tími entist ekki til að fara í gegnum allt sem upp kom í umræðunni og varla hægt að tala um sameiginlega niðurstöðu nema þá að mjög margt væri í ólagi og víða í kerfinu minna um efndir en fagrar yfirlýsingar.

• Hópurinn fór skipulega yfir tak stórnvalda, lög, reglugerðir og stofnanir og tak almennings á stjórnvöldum og skortinn á almennum skilningi á málaflokknum og hina brýnu þörf fyrir menntun og upplýsingu.

a. Lög: skipulagslög þykja ekki taka nógu vel á sjálfbærni og ekki heldur mannvirkja og náttúruverndarlög.

b. Reglugerðir: byggingar- og skipulagsreglugerðir fjalla hvorki nóg um né setja fram kröfur varðandi sjálfbærni.

• Ráðuneyti og stofnanir: Umhverfis-, innanríkis- og menntamálaráðuneyti og Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun, Bæja- og borgarráð, -skipulög og byggingarfulltrúar þykja í mesta lagi vera að lofa upp í ermina á sér.

• Verkefni: Staðardagskrá 21 er í uppnámi vegna niðurskurðar.

1. 3. Hver er staðan í vistmennt á mismunandi skólastigum og hvernig getur námsumhverfið endurspeglað vistvænar áherslur?

Hrólfur Karl Cela, arkitekt tók saman fundarpunkta og Hugrún Þorsteinsdóttir, arkitekt greindi frá niðurstöðum. Aðrir þátttakendur voru Árni Friðriksson, arkitekt og Hekla Kristjánsdóttir.

• Helstu umræðupunktar voru eftirfarandi:

a. Byrja nógu snemma – í leikskóla – þar sem smáverkefni eru byggð upp

b. Sjálfbærni - ein af 5 grunnstoðum í samfélaginu

c. Stórt og víðfemt. Halda vinnu áfram milli skólastiga

d. Sjálfbærni meira í sviðsljósinu núna en þó eftir á á Íslandi

e. Kreppan hjálparvið að ræða málin (annað viðmót)

f. Grænfáninn – Landvernd

i. Leikskólar 50%, grunnskólar 50%, framhaldsskólar 30% en aðeins tveir háskólar af sjö!

ii. Skortur á eftirfylgni. Börn eru alin upp í grænfánahugsun en hvað svo?

g. Listgreinakennsla – tækifæri? Sjálfbærni á erindi í öllum greinum

h. Flokkun

i. Dæmi

i. Leikskóli á Kjalarnesi – Árni Friðriksson

ii. Hugmyndir um Kjalarnes sem vistvænt svæði í kringum árið 2000

iii. Skólar sem rísa munu í Úlfarsárdal verða byggðir samkvæmt vistvænum stöðulum (BREEAM). SæmundarskólI?

j. Skólabygging er mikilvægt fræðsluumhverfi og þarf að endurspegla áherslur t.d. rekaviður í samanburði við álplötur?

k. byggir á áhugasömum einstaklingum

l. Ný aðalnámsskrá í burðarliðum

4. Hvaða þýðingu hafa vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun iðnaðarmanna annarsvegar og hinsvegar í grunn- og endurmenntun arkitekta og annarra

Page 4: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

umhverfishönnuða?

Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt tók niður fundarpunkta og greindi frá. Aðrir þátttakendur voru Halldór Eiríksson, arkitekt og meðlimur í stýrihópi Vistmenntar, Dennis Jóhannesson, arkitekt, Björn Jóhannesson, arkitekt, Jóhannes Þórðarson, arkitekt og deildarforseti hönnunardeildar LHI, Margrét Þormar, arkitekt á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs.

• Umræðuefni snérist fyrst og fremst um vistvænar áherslur í grunn-og endurmenntun arkitekta og annarra umhverfishönnuða þar sem enginn þátttakenda var frá iðn/byggingargeiranum og ekki gafst tími að kryfja það málefni.

• Helstu umræðupunktarnir voru eftirfarandi:

a. Ný hugsun, ný lífsýn, ný vinnubrögð

i. Við þurfum að temja okkur ný vinnubrögð og breytta hugsun. Móta þarf nýja líffsýn þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni - „að lifa í sátt við náttúruna“

ii. „Hagvöxtur“ - hinn gullni kálfur markaðshyggjunnar byggði á fáum atriðum, oft brauðfótum og á meðan á græðgisvæðingunni stóð töpuðust bæði saga og raunveruleg gildi. Í rauninni væri stanslaus „hagvöxtur“ ómögulegur miðað við þau neikvæðu vistspor fólgin í ofnýtingu og mengun sem honum fylgdi á alheimsvísu. Við þurfum að temja okkur nýja hugsun og heimssýn, huga að endurnýtingu efna.

b. Menntun arkitekta þá og nú. Hvað gerðist?

i. Menntun arkitekta þá og nú og menntun vs. raunveruleikinn. Sjálfbærni var rauður þráður í menntun / mótun margra arkitekta sem voru við nám í kjölfar olíukreppunnar í kringum 1974 (Græna byltingin) og umræður um nýja og umhverfisvænni orkugjafa og efnismeðhöndlun t.d. sólarorku, jarðvarmapumpur og varmaskipta, vindmyllur, háeinangra byggingar. Þá var einnig mikið rætt um möguleika kynslóða framtíðarinnar til búsetu í borgarsamfélagi m.a. að byggja þétta en lágreista byggð þar sem snertifletir gæfu möguleika til aukinnar samvinnu og samfélagstengsla. Á þessum tíma jókst einnig krafan um að einkabíllinn viki úr öndvegi. Á Íslandi beindist athyglin einnig að tengslum hönnunar við sögu og menningu; að byggja íslensk hús; nota íslenskt efni t.d torfþök og hleðslur; að virða umhverfið og leggja hús í land með tilliti til skjólmyndunar og útsýnis. Hvað gerðist síðan? Hvernig stendur á því að við misstum þráðinn?

c. Efla fræðslu/menntun um vistvæn málefni

i. Efla þarf umræðu um stefnumótun í kennslu og ákvarða hvar fókusinn eigi að liggja.

ii. Bjóða þarf upp á almennt námsefni í vistvænni hugsun sem móta þarf miðað við aldur og þroska viðtakenda og kenna þyrfti slíkt námsefni sem víðast.

iii. Sérstaklega þarf að huga að gæðum í menntun þeirra sem vinna með mótun manngerðs umhverfis.

iv. Efla þarf vistvæn viðhorf í gegnum menntun barna og ungmenna. Almennt séð eru nemendur á öllum skólastigum mjög móttækilegir fyrir nýrri hugsun og vistvænni lífsstíl og mótuðu þar með foreldra og aðra í umhverfinu.

d. Efla gagnrýna hugsun

i. Efla þarf gagnrýna hugsun, spyrja gagnrýninna spurninga í þjóðfélaginu og kenna heimspekilega nálgun. Ungmenni mótast af tíðarandanum sem því miður byggir oft á sýn og framsögu misviturra pólitikusa. Sem dæmi um það má nefna ýmsa öfgahópa sem tekið hefðu völdin á síðustu árum (fyrir hrun) og skekkt alla vitund fólks um raunveruleg lífsgæði og gildi mannlegrar tilveru. Hópurinn var sammála um að mjög vantaði upp gagnrýna hugsun og rannsóknarblaðamennsku hér á landi miðað við t.d Norðurlöndin - hér væri blaðamennska fremur frásögn en að kafað væri undir yfirborðið og kjarninn

Page 5: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

fundinn.

ii. Setja þarf hlutina í sögulegt samhengi - Við, svo ungt þjóðfélag á norðurhjara veraldar hefðum ekki hefð fyrir gagnrýninni, sjálfstæðri hugsun og værum um margt frumstæð þjóð enda stutt síðan þjóðin bjó við mikla fátækt og fáfræði.

e. Áhersla á tengingu efnisvals og sögu (þjóðararfs)

i. Leggja þarf áherslu á að tengja efnisval og við söguna eins og t.d. notkun bárujárns og torfs og gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægt slíkir þættir eru fyrir þjóðararfinn. Mikilvægt væri að setja hönnun í sögulegt samhengi - horfa til baka til tíma torfbæjanna og bárujárnshúsanna, tíma þegar að fólk skynjaði sögu þjóðarinnar, lífsbaráttu forfeðranna, fegurð og notagildi efnanna.

f. Löggjöfin

i. Margt í löggjöfinni er hamlandi og hreinlega byggt á vanþekkingu og jafnvel sérhagsmunum. Endurskoða þarf lög- og reglugerðir m.t.t. sjálfbærni og að arkitektar sem sérfræðingar þurfa að koma að þeirri vinnu.

g. Samstarf við aðrar þjóðir.

i. Auka þarf samvinnu við aðrar þjóðir og er Vistmenntarverkefnið dæmi um slík verkefni sem stuðlar að aukinni þekkingu.

h. Huga að þéttingu byggðar í borgarsamfélagi.

i. Reykjavík þekur landsvæði sem að jafnaði hýsir allt að 700.000 manns erlendis. Mikilvægt að efla vitund fólks um það að lifa í „BORG“ - að við séum ekki óðalsbóndi, hver með sitt tún sbr. einbýlisdrauma fólks síðastliðna áratugi. Hverfa þarf frá amerísku úthverfaskipulagi í Evrópskt borgarsamfélag. Hönnun Björns Ólafssonar á Bryggjuhverfi og Sjálandshvefi er athyglisverð tilraun/framför sem gengur út á það að leggja þriggja hæða hús að gangstéttum og mynda þannig rými, styrkja mynd af götum, torgum og skjólgóðum görðum.

ii. Forðast þarf byggingu háhýsa sem gefa vindstrókum aukinn kraft. Slíkt búsetuform er erfitt fyrir börn og fjölskyldufólk og mannvirkin eru mjög markerandi í umhverfinu.

iii. Hópurinn var sammála um hve við hefðum verið komin á hættulegt stig sem þjóð í græðgisvæðingunni og hrunið hefði forðað sögulegum verðmætum frá tortímingu og okkur frá slysum í mannvirkjagerð eins og nýjar höfuðstöðvar Landsbankans hefðu orðið en þær hefðu veitt sögulegum byggingum í Kvosinni banahöggið.

• Fundarmenn á þessu umræðuborði voru ánægðir með málþingið og hve öll umræða væri hvetjandi til nýrrar hugsunar og framfara. Að ala börn upp í siðfræði, skilgreina „rétta hugsun“ og kenna arkitektúr í samhengi við sitt land. Hluti af því er að vera meðvitaður um sérstöðu Íslands í veðurfari og efnisöflun og gera sér grein fyrir hvaða tækifæri eru og hvar þau liggja.

Virðingarfyllst,

Kristín Þorleifsdóttir

Fundarstjóri og verkefnisstjóri Vistmenntar  

 

Page 6: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01

 

 

 

Page 7: M%C3%A1l%C3%BEing_fundarger%C3%B01