29
Mál að meta Þróunarverkefni tíu grunnskóla um námsmat veturinn 2010 - 2011 BORGARHVERFI 2 Í REYKJAVÍK

Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

Þróunarverkefni tíu grunnskóla um námsmat veturinn 2010 - 2011

BORGARHVERFI 2 Í REYKJAVÍK

Page 2: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Efnisyfirlit Aðdragandi og undirbúningsvinna .......................................................................................................... 1

Markmið verkefnisins.............................................................................................................................. 2

Skipulag, umfang og framkvæmd vinnunnar .......................................................................................... 3

Sameiginleg dagskrá vetrarins ............................................................................................................ 3

Verkefni unnin í einstökum skólum .................................................................................................... 6

Ráðstöfun styrkjar ................................................................................................................................. 19

Mat á verkefninu ................................................................................................................................... 20

Niðurstöður ....................................................................................................................................... 20

Ályktanir ............................................................................................................................................ 25

Kynning á verkefninu ............................................................................................................................ 26

Page 3: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

1

Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik- grunn- og framhaldsskóla, sem fólu í sér veigamiklar breytingar

frá fyrri lögum. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til

skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu

námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til

að takast á við nám á viðkomandi námsbraut.

Þessar breytingar gera auknar kröfur um námsmat í grunnskólum. Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2007

segir eftirfarandi um námsmat:

Hverjum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat miðar að því að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstökum nemendum eða hópum gengur að ná settum markmiðum. Megintilgangur námsmats er því sá að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram.

Námsmat á að veita nemendum og foreldrum og forráðamönnum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms.

Ný aðalnámskrá kom út á þessu ári. Með þeim breytingum sem þar eru boðaðar á námsmati er ljóst

að yfirgripsmikil þekking kennara og skólastjórnenda á námsmati er mikilvæg sem aldrei fyrr.

Þróun námsmatsaðferða og kennsluhátta er verkefni sem aldrei er lokið og verða kennarar og

stjórnendur stöðugt að vega og meta það starf sem fer fram og leitast við að undirbúa nemandann

sem best undir að takast á við það sem framundan er.

Til þess að auka þekkingu, færni og víðsýni stjórnenda og kennara í tíu skólum í Laugardal og Háaleiti

í Reykjavík – svonefnt Hverfi 2 - var ákveðið að efna til sameiginlegs þróunarverkefnis um námsmat.

Skólarnir sem um ræðir eru: Álftamýrarskóli, Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóli, Hvassaleitisskóli,

Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli, Réttarholtsskóli, Safamýrarskóli og Vogaskóli.

Leiðbeinandi og stjórnandi verkefnisins var fenginn Ingvar Sigurgeirsson prófessor við

Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Honum til aðstoðar var skipaður stýrihópur með fulltrúum frá

öllum skólunum. Hann skipuðu eftirfarandi: Agla Ástbjörnsdóttir (Fossvogsskóla), Ágúst Pétursson

(Vogaskóla), Brynhildur Ólafsdóttir (Álftamýrarskóla), Dögg Lára Sigurgeirsdóttir (Langholtsskóla),

Guðrún Gísladóttir (Hvassaleitisskóla), Guðrún Gunnarsdóttir (Safamýrarskóla), Kristín Björg

Knútsdóttir (Álftamýrarskóla), Jón Páll Haraldsson (Laugalækjarskóla), Kristín Pétursdóttir

(Breiðagerðisskóla), Mariella Thayer (Réttarholtsskóla) og Sigríður Heiða Bragadóttir

(Laugarnesskóla). Stýrihópurinn hittist mánaðarlega á haustmisseri og þrisvar á vormisseri.

Page 4: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

2

Markmið verkefnisins Eins og fram kom í styrkumsókn til KÍ þá voru eftirfarandi markmið lögð til grundvallar:

Vinna að námsmatsstefnu skólanna.

Skapa vettvang fyrir kennara og stjórnendur skólanna til að dýpka þekkingu sína á

fjölbreyttum og áhugaverðum námsmatsaðferðum, einkum þeim sem henta í

einstaklingsmiðuðu námi.

Gefa kennurum og öðrum starfsmönnum tækifæri til að þróa námsmatsaðferðir sínar með

skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra (milli skólanna, samstarfsfólks,

starfsmanna í öðrum skólum, foreldra)

Efla þekkingu á innlendum og erlendum heimildum um námsmatsaðferðir.

Page 5: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

3

Skipulag, umfang og framkvæmd vinnunnar Hver skóli skipaði eigið námsmatsteymi sem gjarnan voru í fulltrúar stjórnenda, kennara af öllum

aldursstigum, fulltrúi fyrir list- og verkgreinar og fulltrúi fyrir sérkennara. Námsmatsteymið hafði það

hlutverk að skipuleggja starfið innan skólanna á meðan verkefninu stóð.

Verkefnið var í tveimur áföngum, haust og vor. Á haustmisseri hittust námsmatsteymi skólanna einu

sinni í mánuði (ágúst–desember) og ræddu ýmsar hliðar námsmats. Fyrsti fundur var mánudaginn

16. ágúst í Laugalækjarskóla. Á vormisseri stýrðu teymin þróunarstarfi um námsmat, hvert í sínum

skóla. Starfið á vormisseri hófst með sameiginlegum starfsdegi 3. janúar 2011 og lauk með

sameiginlegu málþingi sem haldið var í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í lok apríl þar sem

verkefnin sem unnin hafa verið í skólunum voru kynnt.

Sameiginleg dagskrá vetrarins 16. ágúst: Efst á baugi í námsmati:

Erindi: Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennardeild HÍ.

Leitast var við að gefa yfirlit um stefnur og strauma í námsmati um þessar mundir og bregða upp

dæmum úr skólum hér á landi þar sem námsmat hefur verið í deiglu. Sjá m.a. á kennsluaðferða-

vefnum á þessari slóð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/kennsluadferdir/namsmat.htm

20. september: LEIÐSAGNARMAT (e. Formative Assessment)

Erindi: Berglind Axelsdóttir og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir kennarar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

fjölluðu um leiðsagnarmat. Skjámyndir og dæmi um matsverkefni er að finna á vef verkefnisins.

Einnig var rætt um og bent á bókina Assessment for Learning: Putting it into Practice eftir Paul Black

o.fl. (2003). Einnig var bent á greinina Að hafa forystu um þróun námsmats eftir Ingibjörgu Ernu

Pálsdóttur sem birtist í Netlu í nóvember 2007.

18. október: Að meta það sem við viljum að nemendur læri: Lykilþættir í vönduðu námsmati

Erindi: Erna Ingibjörg Pálsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Álftanesskóla Staður: Álftamýrarskóli.

Skjámyndir Ernu er að finna á vef verkefnisins. Erna sagði mikilvægt að nemendur skilji

námsmarkmiðin til fullnustu, að námsmatið væri í samræmi við markmið námsins og mæti þá þætti

sem verið væri að þjálfa. Námsmat á ekki að vera einstakt atvik heldur er betra fyrir nemendur og

kennara að það sé samfellt. Skilgreina þarf tilgang námsmatsins og spyrja; hvaða þætti á að leggja

megináherslu á í náminu, hvaða leiðir eru mest viðeigandi til að nemendur nái settum markmiðum

og hvernig birtast niðurstöður námsmatsins. Námsmat er ekki einungis til þess gert að safna og miðla

upplýsingum um stöðu nemenda eða að meta hversu mikið nemendur hafa lært á ákveðnum

tímapunkti heldur snýst það jafnframt um að hjálpa nemendum að læra (leiðsögn).

15. nóvember: Námsmöppur og óhefðbundin próf

Auður Ögmundsdóttir kennari í Ölduselsskóla og Sigrún Cortes kennari við Salaskóli sögðu frá reynslu

sinni af verkmöppum (námsmöppum, e. portfolio) og óhefðbundnum prófum.

Skjámyndir þeirra eru á vef verkefnisins.

13. desember: Fundur í Réttarholtsskóla

Stýrihópar úr öllum skólum: samræða um starfið í skólunum eftir áramót.

Page 6: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

4

3. janúar 2011 kl. 13.00–16.00: Skriða, Menntavísindasviði HÍ

Öllum kennurum skólanna tíu boðið. Tvö erindi voru á dagskrá:

Ingvar Sigurgeirsson: Efst á baugi um námsmat

Erna Ingibjörg Pálsdóttir: Námsmat – í upphafi skyldi endirinn skoða

Skjámyndir þeirra er að finna á vef verkefnisins.

Dagskrá 15. febrúar 2011, kl. 14.30–16.00. Stigskipt dagskrá fyrir alla kennara skólanna

Yngsta stig:

Eygló Friðriksdóttir skólastjóri og Hólmfríður Kristjánsdóttir stigstjóri yngsta stigs í

Sæmundarskóla: Námsmat í Sæmundarskóla (áhersla á byrjendakennslu)

Miðstig:

Sigrún Cortes kennari í Salaskóla: Námsmat á miðstigi, óhefðbundin próf

Unglingastig:

Linda Heiðarsdóttir kennari í Laugalækjarskóla: Námsmat á unglingastigi: Námsmöppur og

leiðarbækur

Sæmundur Helgason og Kristín Kristmundsdóttir: „Gísli í anda Gardner"

Íþróttakennsla:

Erla Gunnarsdóttir kennari í Hamraskóla: Námsmat í íþróttum

List og verkgreinar:

Fríða Kristinsdóttir kennari í Laugalækjarskóla. Dæmi um námsmat í list- og verkgreinum.

Kristinn Svavarsson aðstoðarskólastjóri í Laugarnesskóla: Dæmi um námsmat í list- og

verkgreinum.

Skjámyndir úr þessum erindum er að finna á vef verkefnisins.

Uppskeruhátíð 26. apríl, frá kl. 13.00–16.00

Dagskráin fór fram í Laugarnes- og Laugalækjarskóla og var í fimm málstofum:

Námsmat í 1.–4. bekk

Að safna í Sarpinn. Sarpurinn er leiðarbók í 3. og 4. bekk í Laugarnesskóla og þar með hluti af

leiðsagnarmati. Nemandi skráir í lok tíma eða í lok dags í Sarpinn um nám sitt og

námsframmistöðu með rökstuddum skýringum eða dæmum. Tilgangurinn er að nemandinn

ígrundi nám sitt og verði meðvitaður um það sem hann lærir. Kynnir: Helen Símonardóttir

Námsmat og tengsl þess við námsmarkmið og nám nemenda. Sóknarkvarðar (matskvarðar)

í íslensku og stærðfræði í 1.–7. bekk (Breiðagerðisskóla). Kynnir Guðlaug Ólafsdóttir

Kynning á námsmati á yngsta stigi í Vogaskóla. Sagt verður frá fyrirkomulagi námsmats í 1.–

4 . bekk. Námsmatið er einstaklingsmiðað leiðsagnarmat. Kynntir verða matslistar í íslensku

og stærðfræði, sjálfsmatslistar nemenda og matslistar kennara. Þeir sem kynna: Sigurbjörg

Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir

Page 7: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

5

Námsmat í 4. bekk Fossvogsskóla. Meðal annars verður fjallað um upplýsingar til foreldra

um námsmat, gátlista yfir námsþætti sem liggja til grundvallar námsmati í íslensku og

stærðfræði, atrennukannanir og matsblað fyrir foreldraviðtöl Um kynninguna sjá Agla

Ástbjörnsdóttir og Elsa Herjólfsdóttir Skogland

Námsmat í 5.–7. bekk

Leiðarljós í stærðfræði. Í 5. og 6. bekk í Laugarnesskóla er unnið með markmið, áætlanir og

sjálfsmat í stærðfræði sem hluta af leiðsagnarmati. Með þessari nálgun stefnum við að því að

nemendur verði meðvitaðri um eigin stöðu í námi og taki aukna ábyrgð á námi sínu. Kynnir:

Rúna Björg Garðarsdóttir

Námsmat í stærðfræði í 5.–7. bekk í Hvassaleitisskóla. Sagt frá markmiðsmiðaðri kennslu

og hvernig áætlanagerð liggur fyrir. Einfalt leiðsagnarmat sem hjálpar nemandanum að sjá

stöðu sína og auðveldar þannig undirbúning fyrir próf. Vægi námsmats á sem sanngjarnastan

hátt. Kynnir: Lilja Írena Guðnadóttir

Námsmat og tengsl þess við námsmarkmið og nám nemenda. Sóknarkvarðar (matskvarðar)

í íslensku og stærðfræði í 1.–7. bekk (Breiðagerðisskóla). Kynnir Rannveig Guðmundsdóttir

Fjölbreytt námsmat með sögurömmum á miðstigi í Langholtsskóla (Leifur Eiríksson,

Norðurlöndin og Snorrasaga). Kynnir: Dögg Lára Sigurgeirsdóttir

Gátlistar: Markmið og sjálfsmat nemenda - hluti af einstaklingsmiðuðu námi.

Í vetur fór af stað vinna hjá öllum kennurum skólans tengd námsmati. Hún hefur það að

markmiði að efla meðvitund kennara, nemenda og foreldra gagnvart þeim markmiðum sem

unnið er að hverju sinni. Lögð er áhersla á algjört samræmi hjá öllum kennurum hvað

uppsetningu og orðalag snertir þegar listarnir eru búnir til og að þeir séu skýrir og skiljanlegir

nemendum. Listarnir þjóna þeim tilgangi að vera nemendum, kennurum/teymum ákveðið

leiðarljós í gegnum hverja lotu og minnka líkur á því að nemendur/kennarar missi sjónar á

tilgangi eða markmiðum námsins. Kynnir: Helga Helgadóttir – 5.–7. bekkur

Námsmat á unglingastigi

Að meta umfangsmikil lokaverkefni í 10. bekk. Sagt frá marklista sem notaður er við mat á

lokaverkefnum í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Kynnir: Hilmar Hilmarsson

Námsmat í stærðfræði í Réttarholtsskóla. Kynnir: Ásta Ólafsdóttir

Gátlistar fyrir alla. Farin er af stað vinna við að taka upp notkun gátlista á öllum

kennslustigum í Álftamýrarskóla til að gera nemendur, foreldra og kennara meðvitaðri um

markmið í hverju fagi fyrir sig. Í kjölfarið var ákveðið að samræma útlit, uppsetningu og

notkun gátlistanna í skólanum. Kynnir: Brynjar M. Ólafsson

Námsmat í Moodle. Ágúst Tómasson segir frá tilraun með notkun á Moodle-

námsumsjónarkerfinu í unglingastigi Vogaskóla. Sérstaklega verða rafræn próf og

skilaverkefni í Moodle kynnt og einnig notkun einkunnabókar í kerfinu.

Markmiðum miðlað til nemenda og tengsl við mat (Laugalækjarskóli). Kynningu annast

Erika Frodell, Gry Ek Gunnarsson, Guðrún Björg Karlsdóttir og Þórunn Sleight

Námsmat á list- og verkgreinum

Námsframvinda í hönnun og smíði í Hvassaleitisskóla. Jafningjamat, sjálfsmat, ferilmöppur

o.fl. Kynnir: Gunnar B. Pálsson

Page 8: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

6

Marklisti í list- og verkgreinum í Réttarholtsskóla. Kynnir: Maríella Thayer

Listamappan mín (Vogaskóli). Verkefninu er ætlað að gera nemendum betur kleift að skilja

samhengið milli verklýsinga, hönnunarferlis, vinnubragða og lokaafurðar. Með því að halda

til haga öllum verkefnum nemenda í öllum listgreinum, á sama stað, öðlast þeir mikilvæga

yfirsýn yfir þekkingu sína og færni og þannig eflist sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust í

listgreinum og ekki síður sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Freyja Rut Emilsdóttir

kynnir verkefnið.

Námsmat í íþróttum

Árangursbók í íþróttakennslu Vogaskóla. Bókin verður kynnt, hugmyndafræði hennar,

tilangur og notkun. Sýnishornum verður dreift og fagleg umræða um bókina í kjölfarið. Um

kynninguna sjá Ragnar Vignir og Jóhannes Níels Sigurðsson íþróttakennarar

Verkefni unnin í einstökum skólum Hér á undan var gerð grein fyrir hinni sameiginlegu dagskrá. Jafn mikilvægur þáttur í Máli að meta

var starfið í hverjum skóla fyrir sig. Á valdi hvers skóla var að sníða þá vinnu að sínum þörfum. Lagt

var til að í hverjum skóla væri stofnað námsmatsteymi sem skipulegði vinnuna. Eins og sjá má á

eftirfarandi yfirliti frá skólunum má sjá að afraksturinn varð mjög fjölbreyttur, en um leið ólíkur eftir

skólum:

Álftamýrarskóli

Gátlistar: Markmið og sjálfsmat nemenda - hluti af einstaklingsmiðuðu námi

Í Álftamýrarskóla starfaði fimm manna teymi undir stjórn skólastjóra. Í teyminu voru Helga

Helgadóttir, Brynjar M. Ólafsson, Kristín B. Knútsdóttir, Þórunn Traustadóttir og Fanný

Gunnarsdóttir. Teymið fundaði einu sinni í mánuði í allan vetur og fór á allar kynningar

þróunarverkefnisins fyrir áramót. Kennarar Álftamýrarskóla hafa verið að þróa námsmatsaðferðir í

einstaklingsmiðuðu námi síðastliðin fjögur ár. Unnið hefur verið með rúbrikkur (e. rubricks,

marklista) og fjölbreytt námsmat. Einnig hefur skólinn verið í þróunarverkefni um gæði náms í

samstarfi við tvo aðra skóla og John Morris skólastjóra í Essex á Englandi. Í því verkefni hafa

starfsmenn verið að vinna við að endurskoða markmið til að efla vitund kennara, nemenda og

foreldra um það sem verið er að vinna með hverju sinni. Teyminu fannst eðlilegt að vinna

námsmatsverkefnið í tengslum við þetta verkefni þar sem markmið beggja verkefna fara algjörlega

saman.

Brynjar M. Ólafsson, sem er stærðfræðikennari í unglingadeild, hefur stýrt teymi síðastliðin tvö ár

sem hefur það markmið að samræma stærðfræðikennslu frá 1.–10. bekk í skólanum. Í tengslum við

það verkefni áttu kennarateymi skólans að útbúa markmiðalista/gátlista í stærðfræði. Brynjar, ásamt

kennurum í 4/5. bekk, var búinn að ljúka þeirri vinnu í desember og kynntu þá vinnu á kennarafundi.

Í framhaldi af þeirri kynningu var ákveðið að frá og með áramótum myndu allir kennarar búa til

markmiðslista/gátlista fyrir hvert og eitt fag en byrja á stærðfræði og íslensku. Lögð var áhersla á

samræmi hjá öllum kennurum hvað varðar uppsetningu og orðalag og að listarnir væru skýrir og

skiljanlegir nemendum. Listarnir áttu að vera leiðarljós fyrir nemendur og kennara í gegnum hverja

lotu og námsmat síðan að byggjast á þessum listum. Hver kennari eða kennarateymi áttu að skila

einum lista fyrir miðjan febrúar og vista á sameign. Námsmatsteymið fór yfir alla lista og gerði

athugasemdir ef það þurfti. Almennt má segja að listarnir hafi verið mjög vel unnir og þjónað sínum

Page 9: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

7

tilgangi. Annar skiladagur fyrir nýja gátlista var síðan í apríl. Stefnt er að því, næsta vetur, að allir

kennarar búi til slíka lista fyrir hverja einustu lotu vetrarins. Í starfsmannasamtölum kom fram að

allflestir kennarar notuðu listana og voru mjög ánægðir með þessa vinnu.

Sýnishorn af listunum verða á heimasíðu þróunarverkefnisins.

Breiðagerðisskóli

Í Breiðagerðisskóla unnu allir kennarar skólans að matskvörðum í stærðfræði og íslensku. Þar sem

námsmat er hluti af námi nemenda lögðu starfsmenn áherslu á mikilvægi þess að markmiðin væru

skýr. Verkefnið fékk nafnið Námsmat og tengsl þess við námsmarkmið og nám nemenda.

Námsmarkmiðin eiga að vera aðgengileg fyrir nemendur þannig að þeir geti skipulagt nám sitt og

sett sér markmið út frá þeim.

Markmið verkefnisins var:

að þróa heildstæða stefnu í námsmati skólans með áherslu á matskvarða í öllum

námsgreinum

að kenna nemendum að nýta sér matskvarða til að sjá hvar þeir eru staddir og setja sér

markmið

að þróa sjálfsmatsaðferðir nemenda

að þróa frekara námsmat í skólanum með áherslu á þátttöku nemenda og foreldra

að námsmatið verði einstaklingsmiðað og verða námsmatsblöðin unnin út frá matskvörðum

Verkefninu var skipt niður í fjögur þrep og hefur vinnan í vetur tengst vinnu á fyrsta þrepi en það er

gerð matskvarða í íslensku og stærðfræði. Gerð matskvarða er flókið ferli og því var ákveðið að fara

þá leið að allir kennarar tæku þátt í að vinna matskvarða í íslensku og stærðfærði. Með því fengju

allir reynslu í gerð matskvarða og umræða skapaðist um hugmyndafræðina á bak við þá. Auk þess er

mikilvægt fyrir kennara í öllum greinum að hafa yfirsýn yfir markmið í þessum grunn- greinum, þar

sem þær tengjast öllu námi.

Ætlunin er að vinna matskvarða í öllum greinum og hafa matskvarðana sýnilega í stofum fyrir

nemendur og kenna þeim að nýta sér þá við að setja sér markmið í náminu. Kvörðunum er ekki skipt

eftir árgöngum þannig að nemendur truflist ekki af því, heldur skoði hvar þeir eru staddir burt séð frá

aldri. Kennarar verða þó með kvarðana aldursskipta hjá sér, þar sem stærsti hópur nemenda er að

vinna að sömu markmiðum. Nemendur verða þjálfaðir í að nota matskvarða til að sjá hvar þeir eru

staddir í náminu, setja sér markmið og skoða með aðstoð kennara og foreldra hvaða leiðir eru færar

að markmiðum. Ætlunin er að kynna kvarðana fyrir foreldrum og nemendum í nemendaviðtölum og

fá þannig foreldra til að koma með sínar hugmyndir að leiðum til að barn þeirra nái þeim

markmiðum sem það hefur sett sér. Sjálfsmat verður einn liður fyrir nemendann til að meta hvernig

til hafi tekist og meta hvað gekk vel og hvað fór úrskeiðis. Foreldraviðtöl verða notuð til að fara yfir

þessa þætti og einnig er ætlunin að kynna sér það sem Mentor hefur að bjóða í sjálfsmati nemenda.

mat kennara er að þessi nálgun nýtist mjög vel til að þróa áfram einstaklingsmiðað nám í skólanum

og þjálfa nemendur í að setja sér markmið og verða þannig ábyrgari í eigin námi. Þessi leið gefur

einnig foreldrum meiri hlutdeild í námi barna sinna.

Þriðja þrepið er svo námsmatið sjálft – hvaða leiðir skólinn fer við að meta nám nemenda. Þegar eru

komnar upp hugmyndir, en frekari úrvinnsla er eftir. Þar á m.a. að þróa áfram sjálfsmat nemenda og

tengja það við vinnu þeirra við að setja sér markmið út frá matskvörðum.

Page 10: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

8

Fjórða þrepið er gerð námsmatsblaðs, en hugmyndin er að vinna það með hliðsjón af matskvörðum

þannig að tekin séu saman þau atriði sem nemandinn á að hafa náð tökum á samkvæmt markmiðum

og merkt við þau atriði sem hafa náðst og hvað það er sem huga þarf betur að. Þannig verður

námsmatið leiðsegjandi fyrir nemendur og foreldra.

Mat kennara er að vinnan í vetur hafi farlið vel af stað og er fyrirhugað að halda áfram næsta vetur

að vinna að þessu verkefni. Sótt hefur verið um styrk til Sprotasjóðs til að vinna áfram að verkefninu

með aðstoð ráðgjafa.

Matskvarðar í íslensku og stærðfræði eru tilbúnir þó að eftir sé að yfirfara þá og og samræma

orðalag og annað. Það verður gert næsta haust.

Fossvogsskóli

Á haustdögum skipaði skólastjóri í námsmatsteymi sem átti að sjá um útfærslu þróunarverkefnisins

innanhúss. Í teyminu voru Agla Ásbjörnsdóttir, Árni Freyr Sigurlaugsson, Magnea Antonsdóttir,

Óskar S. Einarsson og Ægir Rúnar Sigurbjörnsson.

Starf teymisins og kennarahópsins

Teymið sótti alla þá fyrirlestra sem í boði voru og fundaði í skólanum um útfærsluna innanhúss.

Á einum þessara funda skipulagði teymið umræðufundi sem allir kennarar skólans tóku þátt í.

Kennurum var skipt í umræðuhópa og fengu umræðupunkta til að vinna út frá. Umræðupunktum

var skilað í þar til gerða möppu á tölvusameign í skólanum. Punktarnir voru teknir saman og unnið úr

þeim. Af umræðunum sem fram fóru má helst sjá að kennarar skólans eru sáttir við þá braut sem

skólinn er á í námsmatsmálum og vilja halda fjórskiptum kvarða með skriflegum umsögnum. Það sem

helst má bæta að allra mati er að koma með skilgreiningar á kvarðanum, þ.e. útskýra hvað liggur að

baki og hafa það sýnilegt á vitnisburðarblaði nemenda.

Á þessum sama fundi sögðu kennarar frá því hvernig námsmati þeirra er háttað. Einnig hvernig

upplýsingagjöf til foreldra og nemenda vegna námsmats er háttað.

Námsmatsteymið hefur á þessu skólaári hvatt kennara til þess að prófa nýjar leiðir í námsmati, þeim

var sérstaklega bent á að lesa bók Þóru Bjarkar Jónsdóttur (2008) um leiðsagnarmat. Á

starfsmannafundum í vetur hefur verið jafningjafræðsla og oftar en ekki hefur eitthvað verið kynnt

sem tengist námsmati. Margir hafa komið að máli við fulltrúa teymisins og sagt frá ýmsum

nýjungum í fyrirlögn kannana, má þar nefna atrennukannanir og heimapróf. Þá hvatti teymið

sérstaklega til þess að allir kennarar myndu prófa nemenda- og jafningjamat.

Unnið hefur verið að drögum að nýrri skólanámskrá og mun sú vinna halda áfram næsta vetur.

Nýlega fengu kennarar skólans kynningu á Leiðsagnarmati Mentor og er mikill áhugi á því innan

skólans að taka það upp jafnvel næsta vetur.

Framhaldið

Auk þessa þróunarverkefnis eru mörg verkefni í gangi sem taka sinn tíma af þeim sem sameiginlegur

er í skólanum og skólastjóri getur ráðstafað. Það er ósk teymisins að námsmatsmálin fái meira rými í

fundardagatali næsta skólaárs.

Það er ljóst að margir kennarar hafa farið nýjar leiðir í námsmati í vetur. Verkefnin framundan snúast

kannski fyrst og fremst um það að samræma námsmatið enn frekar, koma skólanámskránni í betra

Page 11: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

9

horf, í takt við nýja aðalnámskrá og athuga hvort grundvöllur sé til að taka upp Leiðsagnarmat

Mentors.

Þróunarverkefnið Mál að meta er vonandi upphaf að gróskumiklu námsmatsstarfsári í Fossvogsskóla

næsta skólaár.

Hvassaleitisskóli

Umræður og skoðanaskipti hafa farið fram í kennarahópnum og mál skoðuð frá ólíkum hliðum. Á

haustönn lásu kennarar sér til um ýmsar leiðir í námsmati og ræddu innan námsgreina. Ýmis form

námsmats voru lögð fyrir og árangur metinn. Einnig var tímanum varið í að skoða vitnisburðablöð og

gátlista frá öðrum skólum.

Í vetur höfum við komið betra skipulagi á námsmat okkar, samhæft og mótað ný vitnisburðablöð

sem gefa betri upplýsingar um náms- og félagsfærni nemenda. Ákveðið var að vinna með afmarkaða

þætti í námsmati og innleiða breytingaferlið í hægum markvissum skrefum.

Í samstarfinu þóttu árangursríkast skólaheimsóknir og kynningar á þeim námsmatsleiðum sem

höfðu reynst vel í öðrum skólum. Námsmat á að vera upplýsandi um námslega stöðu nemenda og

stefna að framförum þeirra. Mikil umræða var meðal kennara um tímafrekt skráningarferli sem fylgir

auknu námsmati og voru kennarar sammála um að það mætti ekki koma niður á aðalstarfinu,

kennslunni.

Næsta skólaár munum við fullvinna vitnisburðablöð og taka í notkun, gera skráningar í Mentor um

námsmarkmið og námsmat meira upplýsandi fyrir nemendur og foreldra og leita eftir samvinnu við

kennara í öðrum skólum.

Langholtsskóli

Í Langholtsskóla hefur námsmatsáherslan legið í því að kennarar endurskoði markmiðin sem þeir

vinna eftir og eru í skólanámskrá skólans. Markmið í öllum fögum eru komin í Mentor og ætlunin er

að þau verði sýnileg nemendum og foreldrum í haust. Unnið hefur verið að þessu verkefni þar sem

kennarar hafa í sameiningu skoðað og breytt markmiðum þannig að þau verði skýrari fyrir

nemendur, foreldra og kennara. Þannig verður námsframvinda nemandans gagnvirkari og sýnilegri.

Sýnishorn af verkefnum og námsmati verða á vef þróunarverkefnisins.

Yngsta stig

Aðaláhersla á lestur. Allar námsgreinar eru í vinnslu. Þrepin eru 20 talsins fyrir 1.–10. bekk.

Stærðfræði í 4. bekk.

Ritun í 4. bekk – sjálfsmat nemenda samkvæmt gátlistum.

Miðstig

Unnið með námsframvinduna í ensku.

Samfélagsfræðigreinar í 5. og 6. bekk: Leifur Eiríksson, Norðurlöndin, Snorrasaga: Sjálfsmat,

jafningjamat, foreldramat, heimapróf og munnlegt próf.

Unglingastig

Stærðfræði

Íslenska

Danska

Page 12: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

10

Þemadagar í mars (áratugur). Nemendur settu sér markmið og mátu sjálfir vinnuna við lok

þemadaganna. Afurð, kynning og vinnuferli metin.

List og verkgreinar

Heimilisfræði: Foreldramat og jafningjamat.

Textíl: Leiðarbækur: leiðsagnarmat þar sem nemandinn sér námsframvinduna og bókin leiðir

nemendur áfram stig af stigi.

Stærðfræði

Allir stærðfræðikennarar voru á námskeiði í vetur um þrautalausnir og eflingu skilnings

nemenda á stærðfræði með leiðsagnarmati. Við námsmat var athygli beint að þátttöku

nemenda í lausnaferlinu, skýringum og mismunandi lausnaleiðum.

Laugalækjarskóli

Stýrihópur fyrir Mál að meta var skipaður innan skólans haustdögum og starfaði hann yfir veturinn

og skipulagði dagskrána innan skólans. Nokkrir fundir voru einnig sameiginlegir með kennararáði.

Í stýrihópnum sátu eftirtalin: Soffía Guðmundsdóttir fyrir 7. og 8. bekk, Nanna Ævarsdóttir fyrir 9. og

10. bekk, Kristín Jóhannsdóttir fyrir list- og verkgreinar og Jón Páll Haraldsson fyrir hönd stjórnenda.

Stýrihópurinn ákvað að leggja fram tillögur að viðfangsefnum til að þróa í hópastarfi kennara. Eftir

forkönnun meðal kennara á haustdögum lagði hópurinn fram níu tillögur að viðfangsefnum.

Kennarar fengu að velja sér viðfangsefni og völdu sig í hópa þar með. Á endanum urðu til fjórir

vinnuhópar með eftirtalin viðfangsefni:

Að setja markmið í forgrunn og gera nemendur meðvitaða um þau.

Að lesa flókinn texta; mat á skilningi nemenda.

Þróun viðmiða fyrir vinnueinkunn nemenda

Að nota sóknarkvarða (rubric) við mat, almennt séð.

Fyrsti hópurinn tók saman aðferðir og dæmi sem reynst höfðu vel til að gera nemendur meðvitaða

um þau markmið sem stefnt er að, að gera nemendur þátttakendur í framsetningu markmiða og svo

að semja sín eigin markmið. Hópurinn flutti erindi á uppskeruhátíð Máls að meta og er glærusýningu

þeirra að finna á vef verkefnisins.

Annar hópurinn er sjálfsprottinn hópur sem var þegar starfandi þegar Mál að meta hófst – hópurinn

er gjarnan kenndur við Ólaf Örn Pálmarsson náttúrufræðikennara. Upphaflegt viðfangsefni hópsins

var að móta aðferðir um það hvernig hægt er að leiðbeina nemendum að við lestur texta sem er

þeim tiltölulega flókinn, hvernig kynna megi og þjálfa notkun á nýjum orðaforða. Samfara Máli að

meta glímdi hópurinn við þá spurningu hvernig meta megi skilning nemenda við þessar sömu

aðstæður.

Þriðji og fjórði hópurinn unnu mikið saman. Vinnueinkunn nemenda hefur verið talsvert í brennidepli

undanfarin misseri enda fær hún aukið vægi nú þegar skólaeinkunnir einar liggja til grundvallar

inntöku í framhaldsskóla. Afraksturinn varð sóknarkvarði (rubric), grunnplagg sem nota má til að

reikna út vinnueinkunn í ólíkum fögum. Hvert fag getur aðlagað kvarðann að aðstæðum. Ennfremur

samræmdi hópurinn önnur viðmið um vægi þátta í vinnueinkunn og tengingu við námsmöppukerfi

skólans. Sóknarkvarðann getur að líta á vef Máls að meta.

Page 13: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

11

Seinni tvö verkefnin voru kynnt á umbótadegi starfsmanna að vori.

Vinnan í hópunum gekk vel og skilaði því sem vonast var til. Helst olli vonbrigðum hve kennarar

dreifðust lítið á hópa því fjölmörg viðfangsefni voru í boði. Er þar þó að hluta við stjórnendur að

sakast að setja ekki skýrari skilyrði um skipan í hópa.

Laugarnesskóli

Vinnan á haustönn

Strax í upphafi var skipað teymi í skólanum til að vinna að verkefninu. Í teyminu voru: Helen

Símonardóttir, fulltúi fyrir 3. og 4. bekk, Rúna Björg Garðarsdóttir fyrir 5. og 6. bekk, Sigrún Sif

Karlsdóttir fyrir 1. og 2. bekk og Hulda Guðrún Geirsdóttir, fulltrúi list- og verkgreina. Kristinn

Svavarsson aðstoðarskólastjóri kom að teyminu þegar hann hóf störf við skólann í lok september.

Námsmatsteymið sótti sex fundi og fyrirlestra sem haldnir voru í tengslum við verkefnið og hittist

þess á milli í skólanum til að ráða ráðum sínum. Stjórnendur skólans tókust á við það verkefni að

móta tillögur að námsmatsstefnu Laugarnesskóla. Haft var að leiðarljósi að allir kennarar skólans

hefðu sama skilning á orðum og hugtökum við námsmatið. Einnig var lögð áhersla á að samræma

hvaða tölur á bilinu 1–10 stæðu að baki bókstöfum, því einhverjir kennarar höfðu hug á að birta

einkunnir á þann hátt. Ástæða þessarar samræmingar er sú að auðveldara er að vinna með töluleg

gögn en gögn byggð á bókstöfum. Afrakstur þessarar vinnu var kynntur á kennarafundi á

haustdögum og kennarar beðnir að koma með tillögur að breytingum. Námsmatsteymið vann síðan

úr breytingatillögum kennara og fundaði fjórum sinnum til að móta tillögurnar í það form sem síðan

var borið undir kennarafund. Virðist hafa náðs víðtæk sátt og samstaða um áherslur í námsmati og

birtingarformi þess. Stefnuna má sjá á heimasíðu verkefnisins.

Að öðru leyti var vinnan samkvæmt áætlun verkefnisstjóra.

Vinnan á vorönn

Vinnan á vorönn hófst með sameiginlegum fundi skólanna 3. janúar. Auk sameiginlegra funda

skólanna allra héldu kennarar Laugarnesskóla tólf fundi til að ráða ráðum sínum og móta og vinna

með námsmatshugmyndir. Í janúar var haldinn fundur með öllum kennurum skólans til að ákveða

hvaða námsmatsaðferðir ætti að leggja áherslu á. Niðurstaðan var að í þróunarvinnunni skyldi leggja

áherslu á leiðsagnarmat og tóku allir kennarar þátt í því starfi. Meðlimir námsmatsteymisins leiddu

starfið og skipulögðu fundi. Undir lokin prófuðu kennarar að nota aðferðir þær sem þeir voru með í

vinnslu til að kanna hvernig þær reyndust. Mikil samvinna og frjóar samræður einkenndu vinnu þessa

hóps. Afrakstur þessarar vinnu var kynntur kennurum á kennarafundi og öllum gerð grein fyrir því að

ætlunin væri að vinna samkvæmt námsmatsstefnunni og hugmyndum teymisins frá og með haustinu

2011.

Hugmyndirnar voru einnig kynntar kennurum annarra skóla á fundum á vorönninni. Á uppskeruhátíð

verkefnisins 26. apríl voru þrír kennarar Laugarnesskóla með erindi þar sem þeir kynntu vinnu sinna

hópa og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Voru þar kynnt verkefnin Að safna í Sarpinn, Leiðarljós í

stærðfræði og Rafrænar verkmöppur í list- og verkgreinum (sjá í dagskránni hér að framan). Afurðir

þessara verkefna má sjá á vef þróunarverkefnisins.

Page 14: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

12

Námsmatsverkefni

Hér að neðan er gerð grein þeim verkefnum sem unnin voru í tengslum við þróunarverkefnið Mál að

meta í Laugarnesskóla. Öll byggja verkefnin byggja á og eru gerð með hliðsjón af námsmatsstefnu

skólans sem nefnd var hér að framan. Afurðir þessara verkefna má sjá á vef þróunarverkefnisins.

1. og 2. bekkur

Teymisstjóri var Sigrún Sif Karlsdóttir. Eftir kynningu á leiðsagnarmati urðu kennarar 1.og 2. bekkjar

fljótt sammála um að það sem myndi gagnast best væri að þróa skorlista sem myndi auðvelda að

meta hvar nemandi stæði í stærðfræði og íslensku. Einnig voru gerðir skorlistar fyrir framsögn, skrift

og ritun.

Skort hefur á samfellu í námsmati milli árganga og stundum hafa kennarar breytt áherslum í því

augnamiði að bæta námsmatið en það hafa oftar en ekki verið geðþóttaákvarðanir. Rætt var um að

tímabært væri að hafa sama birtingaform á námsmati 1. bekkjar og annarra árganga og að reyna að

breyta því á þessu skólaári. Samkomulag um það náðist ekki.

Lokaverkefni hópsins er í raun uppkast því hópurinn hefur ekki hist eftir að listarnir voru tilbúnir,

rætt þá og gert athugasemdir. Engu að síður eru þeir góð vinnuplögg og hafa nýst hópnum vel í

vetur. Verkefni næsta vetrar er að klára listana og samræma birtingaform einkunna.

3. og 4. bekkur

Teymisstjóri var Helen Símonardóttir

Að safna í sarpinn

Vinnuhópurinn samanstóð af sjö umsjónarkennurum í 3. og 4. bekk auk skólasafnskennara. Hópurinn

hittist sjö sinnum á tímabilinu 11. janúar til 12. apríl. Á fyrsta vinnufundi kynnti verkefnastjóri

leiðsagnarmat fyrir kennurum og í framhaldi tók hópurinn ákvörðun um að leiðsagnarmat þessara

árganga yrði byggt á leiðarbók. Næstu fundir fóru í að setja markmið með leiðarbókinni og svara þar

með spurningunni: „Hvernig gagnast leiðarbókin nemendum, kennurum og foreldrum?“ Á fundunum

sömdu kennarar í sameiningu spurningar í bókina sem nemendur svara til að ná fram markmiðunum

sem sett voru.

Markmið með leiðarbókinni er

að nemandi ígrundi nám sitt

að nemandi komi hugsunum sínum í orð með skráningu

að nemandi meti frammistöðu sína

að kennari fái nánari sýn á námsframvindu nemenda

að foreldrar fái innsýn í nám barna sinna

Átta spurningar eru innan á bókarkápu.

Hvað lærði ég í dag?

Hvað lærði ég í þessum tíma?

Hvað vissi ég áður?

Hvernig gekk mér?

Hvað var áhugavert?

Hvað fannst mér erfiðast?

Hvað þarf ég að læra betur?

Page 15: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

13

Hvar get ég leitað mér frekari upplýsinga um efnið?

Vegna ungs aldurs nemendanna var ákveðið að hafa spurningarnar númeraðar svo auðvelda mætti

þeim skrifin í bókina. Kennari ákveður að nota eina til tvær spurningar eftir kennslustund eða eftir

heila kennsludag. Á vinnufundum var einnig ákveðið að í lok hverrar annar gefur umsjónarkennari

nemandanum umsögn á lausu blaði og telur fram það sem gott er og það sem betur má fara.

Foreldrar fá einnig tækifæri til að meta skrif barn síns, bókin verður send heim í lok hverrar annar

með eyðublaði þar sem foreldrar skrá tvær stjörnur og eina ósk, tvö jákvæð ummæli og eitt sem

betur má fara og fylgir það blað bókinni.

Nytsemi leiðarbókarinnar

Á fundunum ræddu kennarar um það hvernig kennari getur notað leiðarbókina við undirbúning fyrir

foreldraviðtöl einnig geta foreldrar notað efni úr bókinni til umfjöllunar í viðtali. Jafnframt að

nemandi getur valið bókina eða ákveðnar síður úr bókinni í Gullakistuna (verkefni sem hann/hún er

stolt af).

Reynslan

Kennarar bjuggu til leiðarbókina úr 10 hvítum A4 blöðum sem þeir brutu saman í A5. Ástæðan fyrir

hvítum blöðum er að þannig geta nemendur haft frjálsari hendur með tjáninguna, jafnvel teiknað

myndir til að hjálpa sér að útskýra og muna. Nemendur fengu bókina í hendur og útskýringar með.

Nauðsynlegt er að kenna nemendum að skrifa í Sarpinn. Til að byrja með er gott að taka afmarkað

efni fyrir sem nemendur eiga að skrá, t.d. nýtt hugtak í einhverju fagi eða orðskýringu í

bókmenntum. Það þarf að krefja nemendur um góð svör við spurningunum og krefja þá um að tiltaka

hvað þeir hafa lært, ekki eingöngu að þeir hafi lært nýtt orð eða hugtak. Reynslan hefur sýnt sig að

það getur reynst erfitt í upphafi fyrir nemendur en æfingin skapar meistarann. Kennari getur látið

nemendur vita að morgni hvað verður spurt um í lok dags svo þeir hafi daginn til að hugsa sig um og

þannig auðvelda þeim skrifin í lok dagsins. Reynslan hefur einnig kennt kennurum að nemendur í 3.

bekk eiga almennt erfiðara með þessa skráningu en nemendur í 4. bekk. Það getur reynst „klárum“

nemendum erfitt og mjög krefjandi að koma hugsun sinni á blað. Margir vilja sleppa með „Ég lærði

ekki neitt“ þá verður kennarinn að leiða nemendur áfram.

Framhaldið og útfærsluatriði

Sarpinn má með sama hætti nota með nemendum í 5. og 6. bekk og jafnvel krefja þá um enn frekari

rökstuðning eða meiri skrif. Útfæra má hugmyndina fyrir nemendur í 1. og 2. bekk þannig að

nemendur koma munnlega skilaboðum til kennarans,t.d. á leið út úr skólastofunni. Mikilvægt er að

gera leiðarbókina að föstum lið hjá nemandanum, krefja hann til horfa til baka og rifja upp hvað það

var sem hann lærði, hvernig það gekk og hvað þarf að læra betur, þ.e. að hann ígrundi nám sitt betur

og meira.

Page 16: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

14

Forsíða Sarpsins Foreldramatið

5. og 6. bekkur

Leiðarljós í stærðfræði

Kennarar 5. og 6. bekkjar tóku fyrir þáttinn sjálfsmat, markmiðssetning og áætlanagerð og í

leiðsagnarmati. Teymisstjóri var Rúna B. Garðarsdóttir.

Byrjað var á því að skoða markmið, áætlanir og sjálfsmat í stærðfræði í þessum tveimur árgöngum.

Þessir þrír þættir voru settir saman á eitt blað sem nefnt var „leiðarljós“ og nemendur vinna eftir í

stærðfræði. Hópurinn endurskoðaði markmið með hverjum námsþætti og aðlagaði að þroska

nemenda. Þessi markmið höfðu verið endurskoðuð í vinnu með nemendum og er ætlunin að halda

þeirri vinnu áfram næsta vetur. Næst var að vinna áætlun með hverjum námsþætti, en þá vinnu

unnu kennarar samhliða undirbúningi fyrir kennslu á þeim þáttum sem unnið var með nemendum

undir vor. Stefnt er að því að ljúka þessu á næsta skólaári.

Sjálfsmat nemenda er miðað við markmiðin sem tekin hafa verið saman fyrir hvern námsþátt.

Nemendur hafa prófað þetta matsform og gengið vel. Á næsta ári er stefnt að því að safna saman og

útbúa ítarefni með hverjum námsþætti svo og grunn að stöðuprófum og lokaprófum sem hægt er að

aðlaga að námi og kennslu hvers árgangs.

Staðan nú

Enn sem komið er koma nemendur ekki að markmiðsetningunni né áætlanagerðinni. Að virkja

nemendur í markmiðssetningu og áætlanagerð er spennandi viðbót við þessa vinnu sem bíður betri

tíma. Nemendur hafa hins vegar prófað að nota markmiðin og áætlunina. Einnig hafa þeir metið

stöðu sína út frá markmiðunum. Það er trú hópsins eftir þessa stuttu reynslu með nemendum, að

„leiðarljósið“ nýtist þeim til að:

auka sjálfstæði þeirra í vinnubrögðum

Page 17: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

15

auka ábyrgð þeirra á eigin námi

gera þá meðvitaðri um stöðu sína í námsgreininni

Hópurinn sér fyrir sér að þessi vinna nýtist í fleiri greinum. Formið má auðveldlega aðlaga að

náttúrufræði og einnig gæti það hentað í öðrum árgöngum, bæði eldir og yngri.

Framhaldið

Hálfnað er verk þá hafið er. Búið er að vinna grunn sem nú þarf að slípa til og fullmóta. Hópurinn

gerir sér vonir um að fá tækifæri til þess í skólaþróun næsta vetrar um leið og hann innleiðir þessa

vinnu með nemendum.

Myndin sýnir vinnuferlið í stærðfræði:

List- og verkgreinar

Í hópnum list- og verkgreinar eru mjög ólíkar námsgreinar. Þar sem hver námsgrein hefur sína

sérstöðu og áherslur auk þess sem möguleikar til sameiginlegra aðferða er takmarkaður urðu mikil

skoðanaskipti á fundum teymisins. Sumir voru ánægðir með námsmat sitt og vildu helst engu breyta

en aðrir voru tilbúnir í að þróa það og bæta.

Á fyrstu fundunum var lögð áhersla á að kynna leiðsagnarmat og voru allir á því að það væri mikið

notað, þó sérstaklega í list og verkgreinum. Einnig voru kennarar ásáttir um að auka bæri ábyrgð

nemenda á eigin námi, láta þá gera sér markmið og vinna með sjálfsmat nemenda. Kennarar voru

einnig ásáttir með að koma á jafningjamati í því augnamiði að fá nemendur til vanda betur til verka.

Nemendur eru líklegir til að vanda vinnu sína ef þeir vita að aðrir nemendur muni meta þá. Umræða

á fundunum leiddi ýmislegt af sér varðandi markmiðssetningu í beinum tengslum við námsmat og

eru flestir kennarar búnir að vinna mjög góð markmið og námsmatsramma. Tryggt á að vera að

markmiðin sýni nemendum til hvers er ætlast af þeim, hvað hver og einn á að læra og kunna skil á.

Matskvarðar eiga að upplýsa nemendur um hvort þeir hafi náð markmiðum eða hvar þeir séu

staddur á leið sinni að markmiðunum.

Kennarar hafa lagt sig alla fram í námsmatsþróuninni og mikill metnaður er fyrir því að námsmatið

nái að leiðbeina nemendum og sýna þeim fram á stöðu sína. Kennarar greinanna fengu frelsi til að

Markmið kynnt fyrir bekknum í

upphafi kafla.

Unnið eftir áætlun

Sjálfsmat

nemendur meta stöðu sína m.v. markmið

Þættir sem þarf að æfa betur

þjálfaðir.

Ítarfefni

Greinandi stöðupróf út frá

markmiðum kaflans.

Lokapróf eftir nokkra kafla.

Ítarefni heim og/eða unnið með það í upprifjun.

Page 18: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

16

móta námsmatið í samræmi við sérstöðu námsgreinanna enda eru þær ólíkar í eðli sínu eins og áður

sagði. Sumar tengjast sviðslistum en aðrar sjónlistum og enn aðrar verklegum þáttum (performance /

product). Kennararnir hafa sett fram markmið hver í sinni grein byggð á Aðalnámskrá grunnskóla og

setja þau í samræmi við aðstæður sem eru í skólanum og þann tíma sem hver grein fær til umráða á

stundatöflum nemenda. Markmiðin eru skilgreind, ákveðið er hvað á að meta, hvaða aðferðir verði

notaðar og hvaða kröfur séu gerðar um kunnáttu. Þeir hafa flestir gert sér matskvarða sem sýnir

stöðu nemenda með hliðsjón af markmiðum.

Á fundunum báru kennarar saman bækur sínar og skipst var á skoðunum. Hér að neðan eru lýsingar

á matsaðferðum nokkurra greina.

Rafrænar verkmöppur

Sameiginlegur áhugi er hjá list og verkgreinakennurum á að koma á rafrænum vinnumöppum. Slíkar

möppur þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að gefa nemandanum yfirsýn yfir verk sín með aðstoð

kennara og gera verk nemenda sýnileg foreldrum sem ná þá betur að fylgjast með framvindu

námsins. Kennurum finnst þessi nálgun áhugaverð en hún krefst grunnvinnu sem þarf að vinna og

einnig meiri tölvu og tæknikunnáttu. Lagði kennarahópurinn því til að fá þá þjálfun inn í símenntun

næsta vetrar og vilja með því gera þessa hugmynd að veruleika.

Tónmennt

Tónmenntakennari skólans vann með sjálfsmat nemenda og gerði matskvarða sem byggður var á

námsmatstefnu skólans.

Myndmennt og textílmennt

Kennarar i textíl og myndmennt gerðu matskvarða sem byggðir eru á námsmatsstefnu skólans.

Einnig gerðu þeir tilraunir með sjálfsmat nemenda.

Íþróttir

Íþróttakennarar höfðu bent á að þeirra námsgrein hefði nokkra sérstöðu þar sem að mestu er um

huglægt mat að ræða. Þeir skráðu áherslur í námsmati fyrir íþróttir þar sem fram kemur vægi

einstakra þátta í einkunn nemenda. Þeir eru einnig að þróa einkunnagjöf í sundi og eru búnir að gera

sér kvarða sem sýnir hvaða tala stendur að baki einkunn í bókstöfum.

Hönnun og smíði

Í hönnun og smíði hefur kennari verið að þróa og setja niður fyrir sér fjölþætt námsmat þar sem

margir þættir eru metnir og ættu að gefa heildstæða mynd af frammistöðu nemenda. Þetta er gert í

þeirri viðleitni að meta frammistöðu nemenda í flestu því sem skiptir máli í vinnu og ástundun. Einnig

hefur kennarinn unnið með sjálfsmat nemenda og gert blöð sem hjálpa eiga nemendum að hafa

yfirsýn yfir það sem gert hefur verið.

Réttarholtsskóli

Í Réttarholtsskóla hélt fjögurra manna stýrihópur utan um starfið. Hópurinn fundaði og miðlaði af

fremsta megni til kennara því sem gerðist á vettvangi verkefnisins. Allir kennarar völdu sér

viðfangsefni til þróa og skiptust þau í stórum dráttum í fernt:

matskvarða vegna lokaverkefnis

fjölbreytt námsmat í stærðfræði þar sem m.a. var leitast við að móta vinnubrögð við mat á

vinnubrögðum

Page 19: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

17

drög að samræmdu námsmati í verk- listgreinum

mat á ritsmíðum nemenda.

Litið er svo á að þótt sú vinna sem unnin var í vetur endaði ekki með heildarendurskoðun á

námsmatsstefnu skólans hafi hún gefið kennurum tækifæri til að dýpka þekkingu sína á

áhugaverðum námsmatsaðferðum. Afrakstur vetrarins er mikilvægt vegarnesti á næstu misserum

þegar unnið verður að því að útfæra fyrirmæli nýrrar aðalnámskrár um námsmat.

Vogaskóli

Námsmatsteymi var skipað kennurum af öllum stigum, auk list- og verkgreinakennara. Fundir

haustsins mæltust misvel fyrir enda misjafnt hvað fólk hafði fram að færa og hversu vel tókst til.

Í Vogaskóla er námsmatsvinna sífellt í gangi. Þar hefur áður verið fengist við þróunarverkefni þar

sem lagður var grunnur að áframhaldandi vinnu sem vissulega hefur haldið áfram á hverju stigi fyrir

sig. Töluverður munur er á námsmati eftir stigum og einnig er munur á mati í list og verkgreinum

annars vegar og íþróttum hinsvegar. Áherslan hefur verið á gagnsæi og upplýsingamiðlun auk

fjölbreytni í matsaðferðum. Við tókum ákvörðun um að færa þetta verkefni inn í þá vinnu sem fyrir

var á stigunum og þætta hana inn í þá námsmatsumræðu sem þar er í gangi. Þau verkefni sem vísað

er til hér að neðan verða aðgengileg á vef verkefnisins.

Á yngsta stigi var unnið mjög heildstætt með námsmat í íslensku og stærðfræði og skil á því til

foreldra fyrir nokkrum árum. Þar voru unnir matsrammar með mjög skilgreindum þrepum, allt

færnimiðað. Kennarar tóku þá ákvörðun að endurskoða þessa matsramma í vetur sem sinn þátt í

þessu verkefni. Árangurinn var síðan kynntur í málstofu í Laugarnesskóla.

List- og verkgreinakennarar tóku ákvörðun um að samþætta þetta verkefni öðru þróunarverkefni

sem tveir kennarar, þær Birgitta Baldursóttir og Freyja Rut Emilsdóttir voru að vinna. Þær nefna

verkefnið: Listamappan mín Verkefninu er ætlað að gera nemendum betur kleift að skilja samhengið

milli verklýsinga, hönnunarferlis, vinnubragða og lokaafurðar. Með því að halda til haga öllum

verkefnum nemenda í öllum listgreinum, á sama stað, öðlast þeir mikilvæga yfirsýn yfir þekkingu sína

og færni og þannig eflist sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust í listgreinum og ekki síður sjálfstæði og

frumkvæði í vinnubrögðum. Í verk- og listgreinum er grunnurinn í námsmatinu rúbrikka sem notuð er

til mats á verkefnum jafnóðum og þeim er lokið. Þessi rúbrikka krefur kennara og nemanda um

samtal um afurð, þar sem farið er yfir ferlið og einstaka þætti þess. (Þessar rúbrikkur eru að

fyrirmynd frá Ingunnarskóla og hafa gefið góða raun.) Hér er því verið að tvinna saman sjálfsmat,

leiðsagnarmat og fleiri þætti á áhrifaríkan hátt.

Á miðstigi fór vinnan ekki í einn farveg, kennarar voru að vinna að mismunandi verkefnum og kemur

sú vinna til með að halda áfram. Megináherslan fór þar í samþættingu list og verkgreina.

Á unglingastigi ákvað fólk að einbeita sér að lokaverkefni 10. bekkinga sem hefur tíðkast hér eins og í

flestum skólum í hverfinu. Undanfarin ár hefur mat á verkefninu og öll umgjörð þess verið í

endurskoðun og þótti tilvalið að fella þessa vinnu inn í þá endurskoðun enda allir kennarar á

unglingastigi, utan einn, sem tengjast lokaverkefninu. Vinnan þar var með fókus á markmiðsetningu

og matsramma, hugsunin var einnig að styrkja leiðsagnarþáttinn með aukinni áherslu á verkfundi

með leiðsagnarkennara. Einnig voru margir verkferlar unnir samhliða þeirri vinnu.

Þegar reynt er að leggja mat á verkefnið og hverju það skilaði inn í skólann verður að hafa í huga að

hér er um huglægt mat að ræða. Þeir sem voru í samstarfshópnum og sóttu alla fyrirlestrana fengu

Page 20: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

18

að sjálfsögðu meira út úr vinnunni en hinir. Það vakti ekki vinsældir hjá mörgum í kennarahópnum að

taka fyrsta dag eftir jólafrí í fræðsluerindi og hið sama má segja um fyrsta dag eftir páska, fólk fékk

mjög misjafna dóma hjá félögum sínum fyrir sitt framlag.

Erfitt er að leggja dóm á hvernig til hefur tekist í heild. Fólk er almennt vakandi fyrir nýjungum í

námsmati sem og kennsluaðferðum og hægt er að fullyrða að þessi vinna hefur náð að efla

umræðuna og sennilega dýpka hana í mörgum tilvikum. Hafa verður í huga að ekki eru allir jafn

reiðubúnir að leggja á sig mikla umframvinnu við verkefni sem það fær ekki greitt sérstaklega fyrir.

Við í samstarfshópnum fundum vel að það þótti sjálfsagt að við ynnum vinnuna.

Fólk er mislangt komið í að þætta leiðsagnarmat inn í sitt skipulag og það er sennilegt að slík vinna

muni halda áfram af meiri krafti en áður. Nokkuð vantaði á að umræða um leiðsagnarmat 3. janúar

dygði til að kveikja áhuga á efninu. Samt er vitað að margir eru í sínu horni að lesa sig til um

matsaðferðir og heimasíða Ingvars Sigurgeirssonar er fróðleiksbrunnur sem undirritaður hefur

endurnýjað kynni sín við og það á við um fleiri starfsmenn skólans.

Annað sem kom út úr þessu verkefni var að tekin var ákvörðun um að endurvekja reglulega

kynningarfundi í skólanum; fundi þar sem einstakir kennarar eða kennarahópar miðla því sem þeir

eru að vinna hver í sínu horni. Slíkur fundur var haldinn í apríl og gaf góða raun.

Eftir situr að hugmyndirnar á bak við þetta verkefni eru svo stórar að einn vetur er varla nema

upphitun. Margir eru þeirrar skoðunar að skólastarfið hefði gott af markvissri umræðu um áherslur í

námsmati og sameiginlegt tungutak, bæði í umræðum um nám og mat á því og ekki síður í skilum til

nemenda og forráðamanna. Þá má nefna mikilvægi þess að kennarar komi sér upp sameiginlegan

orðaforða um námsmat. Þar er stórum spurningum ósvarað, jafnvel grundvallarspurningum.

Page 21: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

19

Ráðstöfun styrkjar

Verkefni Einingarverð Kostnaður

15 fyrirlestrar 29.000 435.000

Ráðgjöf og verkefnisstjórn 600.000

Samtals 1.035.000

Page 22: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

20

Mat á verkefninu

Niðurstöður Eins og sjá má í skýrslum skólanna hér að framan hefur verkefnið þróast með mismunandi hætti

innan skólanna. Í sumum þeirra hefur námsmat verið í þróun um nokkurt skeið, í öðrum hefur

þessum þætti minna verið sinnt eins og gengur. Í öllum tilvikum virðist verkefnið engu að síður hafa

verið lóð á vogarskál aukinnar umræðu, auk þess sem ýmsir þættir hafa verið teknir til

endurskoðunar. Víða var fengist við að endurskoða markmið. Margir kusu að þróa matslista,

matskvarða, rúbrikkur og vitnisburðarblöð. Eins voru margir kennarar að huga að sjálfsmati. Þess er

vænst að þau ýmsu gögn sem til urðu verði öðrum aðgengileg á heimasíðu verkefnisins sem finna má

á þessari slóð: http://notendur.hi.is/ingvars/Skolathroun/Hverfi_2/index.htm

Ákveðið var að ráðast í rafræna könnun meðal kennara og stjórnenda í kjölfar þróunarverkefnisins.

109 manns svöruðu könnuninni af tæplega 300 kennurum við skólana tíu. Í inngangstexta að henni

stóð eftirfarandi:

Svör svið spurningum dreifðust eins og hér segir, í fyrri talnadálki er jafnan fjöldi svara og hlutfall í

þeim seinni, tilgreint í prósentum. Myndrit sýnir fjölda svara. Þar sem fjöldi svara er 109 eru

fjöldatölur og prósentur mjög áþekkar.

Verkefninu Mál að meta er nú formlega að ljúka, þótt vonandi muni það stuðla að ferkari vinnu

skóla, kennarahópa og einstaklinga. Með fylgjandi könnun langar okkur í stýrihópi Máls að meta til

að skoða hvernig kennurum hafi gagnast verkefnið.

Eftirfarandi markmið voru sett í upphafi:

Að vinna að námsmatsstefnu skólanna.

Að skapa vettvang fyrir kennara og stjórnendur skólanna til að dýpka þekkingu sína á

fjölbreyttum og áhugaverðum námsmatsaðferðum, einkum þeim sem henta í

einstaklingsmiðuðu námi.

Að gefa kennurum og öðrum starfsmönnum tækifæri til að þróa námsmatsaðferðir sínar

með skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra (milli skólanna, samstarfsfólks,

starfsmanna í öðrum skólum, foreldra)

Að efla þekkingu á innlendum og erlendum heimildum um námsmatsaðferðir.

Fylgjandi könnun leitar vísbendinga um hvernig til hafi tekist og þá einkum hvað varðar þrjú

síðasttöldu markmiðin. Þegar fjallað er um „Mál að meta“ eða „verkefnið“ hér að neðan er talað í

víðu samhengi. Bæði er þá horft til sameiginlegra fyrirlestra með öðrum skólum í hverfinu,

mögulegra fyrirlestra innan skólans þíns, umræðufunda innan skólans, umræðufunda með

kennurum úr öðrum skólum og svo verkefnavinnu innan skólans í tengslum við þróunarverkefnið.

Page 23: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

21

Við hvaða skóla starfar þú? Álftamýrarskóla 12 11%

Breiðagerðisskóla 15 14%

Fossvogsskóla 6 6%

Hvassaleitisskóla 14 13%

Langholtsskóla 12 11%

Laugalækjarskóla 14 13%

Laugarnesskóla 15 14%

Réttarholtsskóla 10 9%

Safamýrarskóla 3 3%

Vogaskóla 7 6%

Merktu við það sem þér finnst best lýsa starfinu þínu: Kennari á yngsta stigi 30 28%

Kennari á miðstigi 17 16%

Kennari á unglingastigi 38 35%

Kennari í íþróttum, list- eða verkgreinum

23 21%

1. Mál að meta hefur aukið áhuga minn á námsmati.

Mjög sammála 22 20%

Frekar sammála 51 47%

Hvorki né 30 28%

Frekar ósammála 4 4%

Mjög ósammála 2 2%

2. Mál að meta hefur aukið þekkingu mína á námsmati.

Mjög sammála 23 21%

Frekar sammála 57 52%

Hvorki né 21 19%

Frekar ósammála 5 5%

Mjög ósammála 2 2%

Page 24: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

22

3. Ég kynntist áhugaverðun námsmatsaðferðum í verkefninu.

Mjög sammála 22 20%

Frekar sammála 55 50%

Hvorki né 26 24%

Frekar ósammála 5 5%

Mjög ósammála 1 1%

4. Mál að meta hefur aukið áhuga minn á námsmati í einstaklingsmiðuðu námi.

Mjög sammála 11 10%

Frekar sammála 41 38%

Hvorki né 48 44%

Frekar ósammála 5 5%

Mjög ósammála 3 3%

5. Mál að meta hafði áhrif á það námsmat sem ég sinnti í vetur.

Mjög sammála 17 16%

Frekar sammála 45 41%

Hvorki né 30 28%

Frekar ósammála 12 11%

Mjög ósammála 4 4%

6. Mál að meta mun hafa áhrif á námsmat sem ég sinni næsta vetur.

Mjög sammála 32 29%

Frekar sammála 51 47%

Hvorki né 18 17%

Frekar ósammála 3 3%

Mjög ósammála 3 3%

Page 25: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

23

7. Ég hef lesið meira af efni um námsmat í vetur en aðra vetur.

Mjög sammála 18 17%

Frekar sammála 41 38%

Hvorki né 35 32%

Frekar ósammála 9 8%

Mjög ósammála 6 6%

8. Mér þóttu sameiginlegu fyrirlestrarnir gagnlegir.

Mjög sammála 12 11%

Frekar sammála 61 56%

Hvorki né 25 23%

Frekar ósammála 5 5%

Mjög ósammála 5 5%

9. Mér þótti verkefnavinnan í skólanum mínum gagnleg.

Mjög sammála 21 19%

Frekar sammála 49 45%

Hvorki né 31 28%

Frekar ósammála 5 5%

Mjög ósammála 1 1%

10. Mér þóttu aldurs-/fagskiptu umræðufundirnir fyrir kennara í öllu hverfinu gagnlegir.

Mjög sammála 33 30%

Frekar sammála 33 30%

Hvorki né 28 26%

Frekar ósammála 7 6%

Mjög ósammála 5 5%

Page 26: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

24

11. Ég myndi vilja áframhaldandi aldurs-/fagskipta umræðufundi fyrir kennara úr öllu hverfinu.

Mjög sammála 38 35%

Frekar sammála 29 27%

Hvorki né 29 27%

Frekar ósammála 3 3%

Mjög ósammála 8 7%

12. Það er gagnlegt fyrir kennara að margir skólar standi saman að verkefni sem þessu.

Mjög sammála 49 45%

Frekar sammála 32 29%

Hvorki né 22 20%

Frekar ósammála 3 3%

Mjög ósammála 2 2%

Með því að gefa svörum tölugildi þar sem mjög ósammála gaf 1 stig en mjög sammála gaf 5 stig og allt þar í milli, var hægt að reikna skor sem sjá má í eftirfarandi tveimur töflum. Fyrst kemur fjöldi svara og þá meðalskor :

Meðalskor einstakra kennarahópa:

Kennari á miðstigi 17 3,88

Kennari á yngsta stigi 30 3,87

Kennari í íþróttum, list- eða verkgreinum 23 3,75 Kennari á unglingastigi 38 3,65

Meðalskor einstakra skóla:

Fossvogsskóli 6 4,06

Laugarnesskóli 15 4,00

Laugalækjarskóli 14 3,87

Vogaskóli 7 3,86

Breiðagerðisskóli 15 3,75

Álftamýrarskóli 12 3,73

Safamýrarskóli 3 3,73

Langholtsskóli 12 3,68

Hvassaleitisskóli 14 3,58

Réttarholtsskóli 10 3,44

Meðalskor allra sem svöruðu var 3,77

Page 27: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

25

Ályktanir Með hliðsjón af þeim markmiðum sem sett voru í upphafi má draga eftirfarandi ályktanir.

Markmið 1: Vinna að námsmatsstefnu skólanna

Fram kemur í skýrslum frá skólunum að fæstir skólanna luku við gerð námsmatsstefnu en engu að

síður kom fram að verkefnið lagði góðan grunn fyrir þá vinnu. Skólarnir munu ljúka þeirri vinnu á

næsta skólaári með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá. Við teljum að þessu markmiði hafi verið náð að

hluta.

Markmið 2: Skapa vettvang fyrir kennara og stjórnendur skólanna til að dýpka þekkingu sína á

fjölbreyttum og áhugaverðum námsmatsaðferðum, einkum þeim sem henta í einstaklingsmiðuðu

námi

Um 70% kennara eru frekar eða mjög sammála þeim fullyrðingum að verkefnið hafi aukið þekkingu

og áhuga þeirra á námsmati og kynnt þeim áhugaverðar námsmatsaðferðir. Einungis 48% þeirra telja

þó að verkefnið hafi aukið áhuga þeirra á námsmati í einstaklingsmiðuð námi, 44% segja að verkefnið

hafi hvorki aukið áhugann né dregið úr honum. Við teljum að þessu markmið hafi verið náð nokkuð

vel en huga þurfi frekar að námsmati í einstaklingsmiðuðu námi.

Markmið 3: Gefa kennurum og öðrum starfsmönnum tækifæri til að þróa námsmatsaðferðir sínar

með skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra (milli skólanna, samstarfsfólks,

starfsmanna í öðrum skólum, foreldra)

57% kennara segja verkefnið hafi nú þegar haft áhrif á það námsmat sem þeir sinna en 76% telja að

það muni hafa áhrif á næsta skólaári. Um 2/3 kennara segja að sameiginlegir fundir og verkefnavinna

hafi verið gagnlegir og 72% þeirra vilja hafa tækifæri til að hitta kennara úr nágrannaskólum á

komandi skólaári til að deila góðum hugmyndum. Við teljum að þessu markmiði hafi verið náð.

Markmið 4: Efla þekkingu á innlendum og erlendum heimildum um námsmatsaðferðir

55% kennara segjast hafa lesið meira efni um námsmat í ár en fyrri ár. Við teljum að þessu markmiði

hafi verið náð að hluta, meiri áherslu hafi mátt leggja á þennan þátt.

Í opnum svörum kennara kemur einnig og ítrekað fram að þeir hefðu viljað meiri fræðslu í formi

fyrirlestra, meiri stýringu innan skólanna og markvissari leiðsögn. Ennfremur kom þar fram

áhugaverð hugmynd um að með hverri kennslubók sem gefin væri út fylgdi bæði markmið og

námsmatslistar.

Á heildina litið teljum við að þróunarverkefnið Mál að meta hafi heppnast vel og áhrifa þess muni

gæta í skólunum nokkur ár í viðbót. Í kjölfarið er lag fyrir starfsfólk skólana að vinna að eigin

námsmatsstefnu og að fræðast meira um nýtt form á einkunnagjöf sem fylgir nýrri Aðalnámskrá

grunnskóla. Eins og sjá má af skýrslum skólanna eru áform uppi um það í mörgum þeirra.

Page 28: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

26

Kynning á verkefninu Öll gögn sem urðu til í verkefninu - skýrslur, námsmatsverkefni og önnur gögn – eru eða verða

fyrirliggjandi á sérstökum vef um námskeiðið, sjá á þessari slóð:

http://notendur.hi.is/ingvars/Skolathroun/Hverfi_2/index.htm

Að auki munu heimasíður allra skólanna vísa á þann vef og jafnvel birta eigið efni sem rekja má til

þróunarverkefnisins.

Fyrir hönd stýrihóps verkefnisins,

Brynhildur Ólafsdóttir

Jón Páll Haraldsson

Sigríður Heiða Bragadóttir

Ingvar Sigurgeirsson

Page 29: Mál að meta - University of Iceland · 2011. 8. 26. · Kynning á verkefninu ..... 26 . Mál að meta 1 Aðdragandi og undirbúningsvinna Árið 2008 voru ný lög sett um leik-

Mál að meta

27

Tilvísanir Black, P.; Harrison, C.; Clare, C.; Marshall, B. og Wiliam, D. (2003) Assessment for Learning: Putting it

into Practice. Maidenhead: Open University Press

Erna Ingibjörg Pálsdóttir. (2007). Að hafa forystu um þróun námsmats. Netla – veftímarit um uppeldi

og menntun. (Grein birt 21. nóvember). Sótt á þessa slóð:

http://netla.khi.is/greinar/2007/010/index.htm

Þóra Björk Jónsdóttir. (2008). Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat. [Útg.st. ekki getið]: Höfundur.