22
Komdu í nám! Námskrá haust 2014 Hljóðsmiðja Viltu vinna í upptökuveri eða sem hljóðmaður í leikhúsi eða í sjónvarpi? Grafísk hönnunarsmiðja Hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent- og vefmiðla. Minecraft Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Skrifstofuskóli Ætlaður þeim sem vinna skrifstofustörf. MENNTUN ER MÁTTUR Þekking í þína þágu Starfstengd námskeið Markviss stjórnun – Sterkari stjórnandi. Tölvuforritun Byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að læra forritun. C++ Kvikmyndasmiðja Kvikmyndasmiðja er hagnýtt verklegt nám þar sem námsmenn kynnast grunnþáttum kvikmynda- gerðar. Þátttakendur öðlast heildstæða þekkingu á lyfjagjöf til aldraðra. Öldrunarlyfjafræði Reykjanes - Geopark Langar þig að fræðast um jarðfræðiundur sem eru einstök á heimsvísu og fallega náttúru? Moviemaker

MSS námskrá haust 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Námskrá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Haustið 2014

Citation preview

Page 1: MSS námskrá haust 2014

Komdu í nám!Námskrá haust 2014

Hljóðsmiðja

Viltu vinna í upptökuveri eða sem hljóðmaður í leikhúsieða í sjónvarpi?

Grafískhönnunarsmiðja

Hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent- og vefmiðla.

Minecraft

Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Skrifstofuskóli

Ætlaður þeim sem vinna skrifstofustörf.

MENNTUN ER MÁTTUR

Þekkingí þína þágu

Starfstengd námskeið

Markviss stjórnun – Sterkari stjórnandi.

Tölvuforritun

Byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að læra forritun.

C++

Kvikmyndasmiðja

Kvikmyndasmiðja er hagnýtt verklegt nám þar sem námsmenn kynnast grunnþáttum kvikmynda-gerðar.

Þátttakendur öðlast heildstæða þekkingu á lyfjagjöf til aldraðra.

Öldrunarlyfjafræði

Reykjanes - Geopark

Langar þig að fræðast um jarðfræðiundur sem eru einstök á heimsvísu og fallega náttúru?

Moviemaker

Page 2: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 3

Náms- og starfsráðgjöf

Hjá MSS starfa þrír náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við markmiðasetningu, metið áhugasvið, færni og persónu-lega styrkleika. Þá getur verið gott að leita til þeirra þegar þörf þykir að efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf.

Ráðgjafar MSS búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að gerð ferilskrár, geta aðstoðað við atvinnuumsóknina og gefið allar upplýsingar varðandi raunfærnimat.

Upplýsingar veita:

Anna Lóa Ólafsdóttir  Náms- og starfsráðgjafi, netfang: [email protected]

Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: [email protected]

Steinunn B. Jónatansdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: [email protected]

Ráðgjöf

MSS býður upp á ráðgjöf/sálgæslu yfir lengra tímabil fyrir einstaklinga sem þurfa á eftirfylgni að halda í kjölfar áfalla eða persónulegra erfiðleika.

Hver tími 7.500 kr. Hafið samband við Önnu Lóu Ólafsdóttur náms- og starfs-ráðgjafa og diplóma í sálgæslu, netfang: [email protected]

Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum. Þú getur skrifað okkur eða hringt í síma 421 7500.

Af hverju nám!

Það er ekki óalgengt að fólk segi: „af hverju ætti ég að fara í nám, er orðinn svo gamall/gömul, svo er engin trygging að ég fái betri vinnu eða hærri laun“!

• Nám snýst ekki bara um eitt lokamarkmið, að ná sér í prófskírteini.• Það snýst ekkert síður um hvað þú uppskerð á leiðinni. Þú ert að: auka þekkingu og færni, efla þrautseigju, læra ný vinnubrögð, upplifa meira sjálfstæði, kynnast fólki, kynnast sjálfum þér betur, breyta viðhorfi og hugsun og síðast en ekki síst þá öðlastu meira sjálfstraust.

Nám snýst um bæði ytri og innri þætti – það sem gerist innra með þér er ekkert síður mikilvægt. Mikilvægið felst ekki í prófgráðunni heldur ferðalaginu í kringum hana!

Námsgeta minnkar ekki með aldrinum – viltu koma með okkur í ferðalag?

Hönnun, myndskreytingar og umbrot: M74. Studio | [email protected] | m74studio.net

Page 3: MSS námskrá haust 2014

Markviss stjórnun – sterkari stjórnandi, Reykjanes – Geopark, Tölvuforritun, iPad, MindManager hugarkort, Minecraft.

Viltu læra eitthvað nýtt og spennandi?

C++

Page 4: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 5

Hefjum nám að nýjuBrottfall hefur þótt mjög hátt í íslenska skólakerfinu. Þar af leiðandi er fjöldi einstaklinga sem hefur ekki lokið framhaldsskólaprófi né hefur formleg starfsréttindi.En þó fjöldi einstaklinga hafi ekki lokið prófi á „réttum tíma“ þá er staðreyndin sú að það er aldrei of seint að byrja aftur. Við tökum við öllum og aðstoðum einstaklinga við að finna út hvaða nám hentar og reynum að auðvelda þeim fyrstu skrefin í námi. Fjöldi einstaklinga sem hefur byrjað nám sitt hjá MSS t.d. í Aftur í nám, Grunnmennta-skólanum og Menntastoðum, hefur síðan haldið áfram í öðrum menntastofnunum og lokið iðn- eða háskólanámi.Aðrir hafa tekið námsleiðir sem hafa beina skírskotun í tiltekin störf eins og Skrifstofuskólann, Færni í ferða-þjónustu, nám tengt leikskólum og félagsþjónustu eða Sölu-, markaðs- og rekstrarnám. Það skiptir máli að muna að það er aldrei of seint að byrja og allir eiga að geta fundið leið til að hefja nám að nýju á sínum forsendum.

Símenntun hjá fyrirtækjumInnan MSS er sérstök deild sem aðstoðar fyrirtæki varðandi símenntun starfsmanna. Það getur verið greining á símenntunarþörfum starfsmanna, námskeið eða fyrir- lestrar fyrir starfsfólk og styrkjamöguleikar.Þá starfa ráðgjafar hjá stofnuninni sem hafa boðið upp á viðtöl innan fyrirtækja til að kanna líðan starfsfólks og hugmyndir varðandi starfsþróun. MSS hefur þjónustað fyrirtæki eins og IGS, ISS á Íslandi, Samskip, N1, Olís, Kaffitár og Skólamat með góðum árangri.

Fjarnám á háskólastigiSveigjanleiki í námi er orðið eitt aðalsmerki flestra skóla-stofnana í dag. Margir skólar bjóða upp á að nemendur geti búið nánast hvar sem er og stundað fjarnám. Fjölgun nemenda á Suðurnesjum er gott dæmi um þetta en hér stunda margir fjarnám við háskóla án þess að þurfa að huga að breyttri búsetu. MSS veitir þessum nemendum aðstöðu til að stunda nám sitt með því að veita aðgang að húsnæði fyrir heimanám, kennsluaðstöðu og prófaðstöðu.

Þín leið – fáðu aðstoð fagmannaHjá MSS starfa þrír náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við mark- miðasetningu, metið áhugasvið, færni og persónulega styrkleika. Þá getur verið gott að leita til þeirra þegar þörf þykir að efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf. Ráðgjafarnir vinna við að aðstoða einstak-linga til að finna hvað þeir vilja læra og hvaða leiðir henta einstaklingnum best. Ráðgjöfin er í boði fyrir alla og er gjaldfrjáls og hvetjum við fólk til að nýta sér þessa þjónustu.

Við bjóðum alla velkomna til okkar í vetur og hlökkum til að taka á móti ykkur.

Guðjónína SæmundsdóttirForstöðumaður MSS

Fyrir hvern er MSS?

Við hjá MSS höfum gjarnan státað okkur af því að þjóna fjölbreyttum hópi fólks.Til okkar kemur fólk sem hefur horfið frá námi á einhverjum tímapunkti, við sjáum um símenntun starfsmanna ýmissa fyrirtækja og bjóðum upp á aðstöðu fyrir háskóla-nemendur í fjarnámi. Því má segja að við séum að sinna fullorðnum einstaklingum á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla.

Page 5: MSS námskrá haust 2014

6 — Haust 2014

Námsbrautir

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Leikskólaliðabrú er 36 eininga nám en stuðningsfulltrúa-brú 39 einingar. Námið er fyrir þá sem eru 22ja ára og eldri, hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum.Kennt er tvisvar í viku.

Leiðbeinandi: Ýmsir,Tími: Hefst 25.08.2014. Kl. 17:10- 20:10 Enn er hægt að skrá sig.

Verð: 103.000 kr.

Félagsliðabrú

Eininganám fyrir þá sem starfa við aðhlynningu og aðstoð í félagsþjónustu og þá sem vinna með fötluðum. Brúin er stytting á félagsliðanámi og tekur 2 ár með vinnu. Kennsla fer fram hjá MSS og í fjarkennslu frá Fræðsluneti Suður-lands. Kennt á mánu- og miðvikudaga kl. 17:15- 20:15.

Leiðendandi: ÝmsirTími: Hefst 1.09.2014 – 16.05.2014 Enn er hægt að skrá sig.

Verð: 92.000 kr.

Aftur í nám - nám fyrir lesblinda

Aftur í nám er námsleið fyrir lesblinda. Námið er 95 kennslustundir þar sem unnið er sérstaklega með lestrar- erfiðleika, einnig er farið í sjálfstyrkingu, íslensku og tölvur. Stuðst er við Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu sem miða að því að námsmenn tileinki sér tækni til að halda athygli og úthaldi við lestur og skrift auk þess að bæta lesskilning.

Leiðbeinandi: Valgerður Snæland JónsdóttirTími: 20.10.2014 – 15.12.2014

Verð: 68.000 kr.

Grafísk hönnunarsmiðja – Grindavík

Margmiðlunarsmiðja, Grafísk hönnun. Þetta er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin:Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og In-Design (umbrot). Markmið námskeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni. Kennt á þriðju- og fimm-tudögum í 10 vikur frá kl. 18:30- 21:30.

Tími: Hefst 21.10.2014Verð: 28.000 kr.

Tölvur og samskipti

Námsleiðin Tölvur og samskipti, gefur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta. Námið er 150 kennslustundir.

Leiðendandi: Ýmsir Tími: 20.10.2014 – 8.12.2014

Verð: kr. 29.000

Page 6: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 7

Enska talkennsla I

Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál.Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raun-verulegar aðstæður. Kennt á mánudögum kl. 17:30- 19:30.

Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirTími: 15.09.2014 – 03.11.2014

Verð: 33.500 kr.

Norska I byrjendur

Farið verður í undirstöður í málfræði, mállýskur, framburð og orðaforða. Þátttakendur eiga að geta spurt um einfalda hluti. Kennsla fer fram á mánudögum. Kl. 17:30- 19:30.

Leiðbeinandi: Helena RúnarsdóttirTími: 15.09.2014 – 03.10.2014

Verð: kr. 33.500

Norska II framhaldsnámskeið

Þráðurinn tekin upp frá norsku I þar sem farið verður í grunnmálfræði og unnið með ýmsa texta til að auka orða- forða og einnig verður unnið töluvert með framburð á norsku „bokmål“. Einnig verður skyggnst inn í norska bók-menntatexta og ævintýri ásamt því að skoða blaðagreinar.Kennt á þriðjudögum kl. 17:30- 19:30.

Leiðbeinandi: Anna Björg IngadóttirTími: 14.10.2014 – 2.12.2014

Verð: kr. 33.500

Tungumálanámskeið

Mind Manager hugarkort

Fjallað er um helstu notkunarmöguleika og hag- nýtar lausnir MindJet við verkefnastjórnun, skipu-lagningu, meðhöndlun upplýsinga, skýrslugerð,kynningar, hugar-flug og samspil við helstuMicrosoft forrit.

Nánari upplýsingar á bls. 13

Page 7: MSS námskrá haust 2014

8 — Haust 2014

Sjúkraliðar – Öldrunarlyfjafræði

Þátttakendur öðlast heildstæða þekkingu á lyfjagjöf til aldraðra og hvaða áhrif lyf hafa á líkamlega og andlega heilsu. Fjallað verður almennt um lyfjagjöf með tilliti til þeirra breytinga sem verða á líkamanum við öldrun.Auk þess verður farið yfir þær breytingar sem geta orðið á skömmtun og verkun lyfja, aukaverkunum og milliverkunum við öldrun. Farið verður yfir nokkra stóra lyfjaflokka, s.s. öndunarfæralyf, hjartalyf, tauga og geðlyf, sykursýkislyf og lyf við hrörnunarsjúkdómum. Námskeiðið er 20 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Bryndís Þóra Þórsdóttir, lyfjafræðingur.Tími: 22, 23, 27 og 28. október, kl. 17.00- 21.00

Verð: 36.000 kr.

Sjúkraliðar – Hjúkrun eftir liðskiptiaðgerð

Á námskeiðinu verður fjallað um hjúkrun einstaklinga fyrir og eftir liðskiptaaðgerð. Helstu áhersluþættir snúa að nauðsynlegum undirbúningi sjúklings fyrir aðgerð og umönnun og eftirlit í kjölfar aðgerðar. Einnig verður fjallað um fylgikvilla og bráð vandamál sem komið geta upp í kjölfar aðgerðar, hreyfingu og sjúkraþjálfun. Námskeiðið er 10 kennslustundir. Kl. 17.00– 21.00

Leiðbeinandi: Kolbrún Kristiansen, hjúkrunarfræðingurM.Sc. Bæklunarskurðdeild LSH.Tími: 18.11.2014 - 19.11.2014

Verð: 18.000 kr.

Dk tölvubókhald

Byrjendanámskeið í notkun dk fjárhags- og viðskipta-mannabókhalds. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem ekki hafa notað dk tölvubókhald áður eða eru á byrjunarreit.Mjög gott námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Kennt verður á mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30- 18:30 (14 skipti).

Leiðbeinandi: Lilja Karlsdóttir viðskiptafræðingurTími: 14.08.2014 – 29.09.2014

Verð: 53.900 kr.

Fundarstjórinn og fundarsköp

Á námskeiðinu lærir þú fundarstjórn, undirstöðu fundar-skapa, meðferð tillagna, umræðustjórnun auk margra annarra þátta er gera fundi markvissa, árangursríka og skilvirka. Námskeiðið er þrjú kvöld, fyrirlestrar og æfingar í bland. Kennslugögn innifalin í verði. Kl. 17:00- 20:00.

Leiðbeinandi: Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingurog bæjarfulltrúi í ReykjanesbæTími: 13., 20. og 27. 10.2014

Verð: kr. 16.900

Starfstengd námskeið

Page 8: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 9

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Leikskólaliðabrú er 36 eininga nám en stuðningsfulltrúabrú 39 eining. Námið er fyrir þá sem eru 22ja ára og eldri og hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu, starfa við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum.

Leiðbeinandi:Tími: Hefst 25.08.2014. Enn er hægt að skrá sig. Kennt er tvisvar í viku frá kl. 17:10- 20:10

Verð: 103.000 kr.

Reykjanes – Geopark

Á Reykjanesskaga má finna jarðfræðiundur sem eru einstök á heimsvísu, fallega náttúru, fjölbreytt mannlíf, áhugaverðar sögur og öfluga ferðaþjónustu. Samskonar námskeið hafa verið kennd í Evrópskum jarðvöngum undanfarin ár. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast fallegri náttúru og áhugaverðu mannlífi svæðisins.

Leiðbeinandi: Eggert Sólberg Jónsson Tími: 22.09.2014 – 14.11.2014

Táknmálsnámskeið

Á námskeiðinu læra nemendur að kynna sig á táknmáli, spyrja og svara einföldum spurningum, gefa einföld fyrir-mæli og lýsa fötum og athöfnum. Þeir læra nöfn mánaða og vikudaga auk þess að segja til um hvað klukkan er.Nemendur læra að tala um nánasta umhverfi sitt og eiga að geta stafað stutt nöfn ásamt fleiru að námskeiði loknu.

Leiðbeinandi: Leiðbeinendur koma frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra.Tími: 25.09 – 23.10.2014. Fimmtud. kl. 17.00- 19:40

Verð: kr. 28.900

Sigur í samkeppni

Viltu læra að lesa í fólk og aðstæður? Námskeiðið er fyrir stjórnendur og starfsfólk í sölu- og þjónustustörfum. Farið er í hvernig við hugsum, bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og þjónustum viðskiptavini. Velgengni veltur á því hvernig við hugsum!Öll námsgögn og greiningar innifaldar.

Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur MBS og ACCTími: 29.09.2014 kl 14:00– 17:00

Verð: 29.000 kr.

Page 9: MSS námskrá haust 2014

Markviss stjórnun – Sterkari stjórnandi

Námskeið fyrir millistjórnendur

Fjögurra daga námskeið sem styrkir og eflir stjórnendur

í starfi. Námið tekur meðal annars á eftirfarandi þáttum:

• Móttaka nýliða á vinnustað

• Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

• Leiðtogahæfni og leiðtogastílar

• Markþjálfun

• Góðir fundir

• Verkefnastjórnun

Leiðbeinendur:

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Dósent við Háskóla

Íslands.

Brynja Bragadóttir, Phd. frá Greining og lausnir.

Falur Harðarson, Mannauðsstjóri Samkaupa.

Unnar Stefán Sigurðsson, Markþjálfi, guðfræðingur

og verkefnastjóri.

Svavar H. Viðarsson, BSc. í verkferlahagfræði og

virðiskeðjustjórnun MSc. í verkefnastjórn

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í náms-

keiðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Starfstengd námskeið

Nýtt

Page 10: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 11

Blogg

Hefur þig langað til að blogga um lífið og tilveruna. Hér er námskeið þar sem þú lærir að gera þína eigin blogg síðu, setja inn efni, myndir og fleira.

Leiðbeinandi: Helgi BieringTími: 9.09.2014 – 04.11.2014

Verð: 10.000 kr.

iPad námskeið

Námskeið þar sem starfsfólk í málefnum fatlaðra koma með þjónustunotendum sínum á iPad námskeið. Kennt verður á ýmis „öpp“ sem nýtast öllum aðilum.

Tími: 11.09.2014 – 02.10.2014Verð: 8.000 kr.

Sjálfstyrking

Villt þú efla þig í daglegu lífi, framkomu, töluðu máli o.s.frv. Þetta námskeið gæti hjálpað þér við það. Kennd verður ræðumennska, snyrtimennska og fleira skemmtilegt.

Tími: 15.09.2014 – 06.10.2014Verð: 8.000 kr.

Listaverk úr ljósmyndum

Á námskeiðinu verður kennt hvernig hægt er að spegla myndir og gera úr þeim listaverk. Nemendur geta nýtt sínar eigin ljósmyndir eða fengið ljósmyndir hjá kennara. Kennt verður á þriðjudögum. kl. 17.00– 19.00.

Leiðbeinandi: Helgi BieringTími: 16.09.2014 – 04.11.2014

Verð: 10.000 kr.

Listasmiðja

Langar þig að læra að sauma einfalda flík? Kjól eða litríkan klút. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Tími: 9.10.2014 – 04.12.2014Verð: 10.000 kr.

Kvikmyndanám

Hefur þig dreymt um að læra alvöru kvikmyndagerð. Á þessu námskeiði verður farið í grunninn að slíku námi.

Tími: 13.10.2014 – 08.12.2014Verð: 10.000 kr.

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Kvikmyndagagnrýni

Á þessu námskeiði verður farið í að skoða kvik-myndir og hvernig gagnrýni á kvikmyndir er byggð upp. Nemendur horfa á ákveðnar myndir sem þau velja í sameiningu, gagnrýna þær og gefa stjörnur. Kennt verður á fimmtudögum.

Leiðbeinandi: Anna Karen Friðriksdóttir Tími: 25.08.2014 – 13.11.2014

Verð: 10.000 kr.

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Page 11: MSS námskrá haust 2014

12 — Haust 2014

Dk tölvubókhald

Byrjendanámskeið í notkun dk fjárhags- og viðskipta-mannabókhalds. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem ekki hafa notað dk tölvubókhald áður eða eru á byrjunarreit. Mjög gott námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Kennt verður á mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30- 18:30 (14 skipti).

Leiðbeinandi: Lilja Karlsdóttir viðskiptafræðingurTími: 14.08.2014 – 29.09.2014

Verð: 53.900 kr.

Tölvur byrjendanámskeið

Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Einnig verður farið í hvað Excel býður upp á. Þá verða kynntir helstu möguleikar veraldarvefsins.Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum.

Leiðbeinandi: Helga María FinnbjörnsdóttirTími: 15.09.2014 - 15.10.2014. Kl. 17:00- 19:00

Verð: 39.000 kr.

iPad og úrval smáforrita (apps)

Viltu læra betur á nokkur helstu öpp sem gagnast vel í allri vinnu þar sem unnið er með texta, myndir, tal og hljóð? Fá leiðarvísi á íslensku með helstu öppunum? Fá hugmyndir um hvernig nota má öppin í skapandi starfi og þjálfun þar sem nánast allar námsgreinar geta komið við sögu? Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eiga eða hafa aðgang að iPad. Grunnþekking á iPad æskileg.

Leiðbeinandi: Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri TMFTími: 16.09.2014 kl. 16:30– 19:30

Verð: 7.900 kr.

Excel I byrjendur

Grunnnámskeið í töflureikninum Excel þar sem farið verður yfir flipa og tækjaslá forrits með það að markmiði að nemendur nái tökum á einföldum reikniaðgerðum. Útlitsmótun og uppsetning fyrir útprentun kynnt og nemendur fá æfingu í einföldum útreikningi. Kennt verður á fimmtudögum.

Leiðbeinandi: Helga María FinnbjörnsdóttirTími: 02.10.2014 – 30.10.2014

Verð: 20.000 kr.

iPad í námi, leik og þjálfun

Flott fræðslunámskeið fyrir fagfólk og foreldra. Viltu fræðast um hvernig nota má ipad á skemmtilegan og skapandi hátt í skólanum og heima? Kynna þér betur ýmsar stillingar og góð ráð sem auðvelda vinnuna og gerir fleirum kleift að nýta sér ipad í námi, leik og þjálfun?

Leiðbeinandi: Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingurTími: 18.09.2014. Kl. 16:30- 19:30

Verð: 7.900 kr.

Tölvuforritun I

Byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að læra forritun. Farið verður í tölvuhögun, ýmis forritunarmál skoðuð og borin saman, forritunarumhverfi sett upp og hafist handa við að skoða forritunarmálið C++. Frábært námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér forritun og þá möguleika sem forritun hefur upp á að bjóða. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 20:00- 22:00 (6 skipti).

Leiðbeinandi: Hafsteinn Hjartarson B. Sc í hugbúnaðarverkfræðiTími: 6.10.2014 – 23.10.2014

Verð: 27.000 kr.

Tölvunámskeið

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Page 12: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 13

MindManager hugarkort

Fjallað er um helstu notkunarmöguleika og hagnýtar lausnir MindJet við verkefnastjórnun, skipulagningu, meðhöndlun upplýsinga, skýrslugerð, kynningar, hugar-flug og samspil við helstu Microsoft forrit. Farið verður í helstu aðgerðir forritsins sem flokkast undir þróaðri aðgerðir, s.s. að vinna með hugarkort og að flytja gögn inn og út úr MindJet í önnur kerfi. Kennslubók á íslensku fylgir með.

Leiðbeinandi: Hildur Hrönn OddsdóttirTími: 23.09.2014 og 29.09.2014

Verð: 43.000 kr.

Grafísk hönnunarsmiðja – Grindavík

Margmiðlunarsmiðja Grafísk hönnun. Þetta er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og In-Design (umbrot). Markmið námskeiðsins er að náms-menn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni. Kennt á þriðju- og fimmtudögum í 10 vikur kl. 18:30-21:30

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Hefst 21.10.2014

Verð: 28.000 kr

Minecraft

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Farið verður í öll helstu atriði er tengjast leiknum og ernámskeiðið fyrir byrjendur eða lengra komna. Sjá nánar á heimasíðu MSS hvað þátttakandi þarf aðvera búin að gera áður en námskeiðið hefst.

Minecraft fyrir 6-9 áraLeiðbeinandi: Sólveig Sif GuðmundsdóttirTími: 4. og 5. október kl. 09:30- 12:30

Verð: kr.12:900 Minecraft fyrir 10-13 áraLeiðbeinandi: Sólveig Sif GuðmundsdóttirTími: 4. og 5. október kl. 13:00- 16:00

Verð: kr.12:900

Nýtt

Nýtt

Page 13: MSS námskrá haust 2014

14 — Haust 2014

Pure Ebba - heilsa fyrir alla

Á fyrirlestrinum gefur Ebba góð ráð sem skipta miklu máli fyrir góða heilsu, andlega sem líkamlega. Þar má til dæmis nefna: Lífsnauðsynlega fitu, af hverju hún er svona mikilvæg og hvar við fáum hana? Hvar við fáum góð prótein og hvers vegna þau skipta máli. Hvað er heill, hreinn matur? Hún kennir ennfremur og sýnir meðferð allskyns hráefna úr jurtaríkinu.

Leiðbeinandi: Ebba Guðný GuðmundsdóttirTími: 11.09.2014. Kl. 19:00- 20:30

Verð: 6.500 kr.

GPS staðsetningartæki og rötun

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði í meðferð GPS tækja. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og stað- setningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunar-möguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni.

Leiðbeinandi: Einar Eysteinsson Tími: 22., 24. og 27. september 2014

Verð: 29.500 kr.

Ebba - Hollara jólanammi / Grindavík

Sjónvarpsgyðjan Ebba heldur fyrirlestur um hollan lífstíl og hvernig við getum útbúið okkur góðgæti sem hefur góð áhrif á heilsuna. Á fyrirlestrinum mun Ebba leiðbeina um hvernig best er að bera sig að til gera eitthvað gott sem þarf þó ekki að vera óhollt áður en jólahátíðin, mesta sykurtímabil ársins gengur í garð.

Leiðbeinandi: Ebba Guðný GuðmundsdóttirTími: 6.11.2014. Kl. 19:00- 20:30

Verð: 7.000 kr.

Veski undir heklunálar

Þátttakendur gera veski undir heklunálar undir leiðsögn leiðbeinanda og er tilbúinn efnispakki innifalinn í náms-gjaldinu. Þátttakendur komi með eigin saumavélar og áhöld eins og skæri, títuprjóna, blýanta, strokleður og glósubók.  Leiðbeinandi: Hanna VilhjálmsdóttirTími: 2.10.2014 kl. 18:00- 21:00

Verð: 10.900 kr.

Trésmíði fyrir konur

Flott námskeið fyrir konur sem vilja læra að smíða. Þátt- takendur fá leiðsögn í réttum vinnubrögðum við trésmíða- vélar og handverkfæri fyrir trésmíði, samsetningu, sam-límingu, pússningu og lökkun. Smíðaður er eldhúskollur með loki þar sem hægt er að geyma ýmislegt. Kennsla fer fram á þriðju- og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 20:50 (6 skipti). Allt efni er innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Gunnar Valdimarsson húsasmíðameistari Tími: 30.09.2014 – 16.10.2014

Verð. 55.000 kr.

Tómstundanámskeið

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Nýtt

Page 14: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 15

Saumanámskeið fyrir byrjendur

Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali í samráði við leiðbeinanda. Farið verður yfir notkun og stillingar saumavélarinnar. Þátttakendur læra að taka upp snið og leggja snið rétt á efni auk þess sem þeir fá leiðsögn við val á efnum.

Leiðbeinandi: Hanna VilhjálmsdóttirTími: 30. september, 7. og 14. október kl. 18:00- 20:30

Verð: 21.000 kr.

Viltu gera þitt eigið skartgripatré?

Þátttakendur fá að gera skartgripatré, pússa það og mála í sínum eigin litum. Allt efni er innifalið í verði og búið verður að saga niður efni í skartgripatréð til að flýta fyrir. Námskeiðið tekur tvö kvöld og er gert ráð fyrir því að mála skartgripatréð seinna kvöldið. Allt efni innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Harpa MagnúsdóttirTími: 6. nóv. kl.17:30- 20:30 og 10. nóv. kl. 17:30- 19:30

Verð: 15.900 kr.

Vín og tapas - Grindavík

Fátt er hægt að hugsa sér betra en vín og tapas á huggu- legri kvöldstund. Smakkað verður á nokkrum víntegundum og nokkrum tapasréttum undir handleiðslu Dominique sem leiðbeinir hvað passar best með hverju en hún tengir saman vín og mat af einstakri fagkunnáttu og áratuga reynslu. 

Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson frá VínskólanumTími: 2.10.2014. Kl. 20:00- 22:00

Verð: 5.500 kr.

Rússneskt hekl

Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðu í rússnesku hekli. Þátttakendur gera einfalt stykki t.d. þvottastykki eða lítið handklæði. Þátttakendur geta keypt heklunál og framlengingu af leiðbeinanda á 2.000 krónur.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 7.10.2014. Kl. 18:00 – 21:00

Verð: 6.500 kr.

Saumanámskeið framhald

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið saumanámskeiði fyrir byrjendur. Þátttakendur sauma flík að eigin vali í sam- ráði við leiðbeinenda. Þátttakendur komi með eigin saumavélar og áhöld eins og tvinna, skæri, títuprjóna, blýanta, strokleður, reglustiku, fataefni og glósubók.

Leiðbeinandi: Hanna Vilhjálmsdóttir  Tími: 28. október, 4. og 11. nóvember kl. 18:00- 20:30

Verð: 21.000kr.

Heklaðar jólaseríur

Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra að hekla bjöllur utan um seríu. Einnig er kennt hvernig á að stífa bjölluna. Þátttakendur komi með heklunál númer 1,5 og garn sem hentar í bjöllurnar. Gott er að þátttakendur hafi smá grunn í hekli.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 4.11.2014. Kl. 18:00- 21:00

Verð: 6.500 kr.

Harðangur og klaustur

Byrjað verður á að kenna undirstöðu í harðangurssaumi. Einkenni harðangursaðferðarinnar er flatsaumur, stólpi sem kastað er yfir fyllingar í útklippt göt. Í harðangri er saumaður flatsaumur, sem myndar nokkurs konar blokkir /þyrpingar sem raðast yfirleitt nokkrar saman.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 30.10., 6.11 og 13.11.2014. Kl. 18:00- 21:00

Verð: 16.900 kr.

Handmálun og spaði

Námskeið þar sem unnið verður með olíu á striga. þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd sem farið er með heim að loknu námskeiði, stærð myndar 20 x 80. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Allt efni er innifalið í verði bæði litir og blindrammar á striga.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba)Tími: 12.11.2014. Kl. 17:30- 20:30

Verð: 11.000 kr.

Nýtt

Page 15: MSS námskrá haust 2014

16 — Haust 2014

Skrautskrift byrjendanámskeið – Reykjanesbæ

Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðuatriði skraut-skriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu. Þátttakendur hafa með sér skrifblokk eða stílabók.Innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk.

Leiðbeinandi: Jens GuðmundssonTími: 13. 18. og 20. nóvember kl. 17:30 – 21:30

Verð: 10.900 kr.

Heklaðar jólakúlur eða snjókorn

Á námskeiðinu verður kenndur grunnurinn að hekluðum snjókornum og jólakúlum sem tilvalið er að nota sem jólaskraut. Þátttakendur velja á milli hvort þeir vilja hekla jólakúlur eða snjókorn á námskeiðinu. Sýndar verða ýmsar útgáfur af hekluðu skrauti auk þess sem sýnt verður hvernig á að stífa það.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 18.11.2014. Kl. 18:00- 21:00

Verð: 6.500 kr.

Tómstundanámskeið

Moviemaker heimavideógerð

Þátttakendur læra að gera stuttar myndir úr mynd- skeiðum sem þau hafa tekið sjálf.Notast verður við Windos moviemaker. ATH að Windos moviemaker er eingöngu fáanlegur fyrir windostölvur. Ekki er þörf á því að þátttakendur komi með eigin tölvur en æskilegt að það sé komið með myndefnið á tölvutæku formi svo sem USB lykli eða skrifað á geisladisk.

Leiðbeinandi: Birgir Freyr BirgissonTími: 13. og 15. október, kl. 17:00- 21:00

Verð: 14.000 kr.

Page 16: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 17

Gæsaflautun

Farið verður í grunnatriði sem snúa að því að blása í gæsa-flautur af ýmsum mismunandi gerðum. Einnig verður farið yfir flautur þeirra sem á námskeiðinu verða til að athuga hvort þær séu í lagi. Nemendur taki með sér flautur. Mælt er með Zink grágæsa og zink Heiða-gæsaflautum til notkunar og æfinga á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Kjartan LorangeTími: 17.09.2014. Kl. 19:30- 22:00

Verð: kr. 2.000

Íslenskar lækningajurtir

Viltu læra að tína og nota íslenskar lækningajurtir? Á námskeiðinu verður kennt hvernig á að tína, þurrka og geyma jurtir. Farið verður yfir virk efni í jurtum og notkun ýmssa algengra íslenskra jurta í daglegu lífi. Einnig verður kennt að útbúa jurtate, seyði, tinktúrur og jurtablöndur, auk uppskrifta að jurtablöndum. Námskeiðsgögn innifalin.

Leiðbeinandi: Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir BSc.Tími: 14.10.2014. Kl. 20:00- 21:30

Verð: kr. 3.000

Silfurnámskeið – Sandsteypa

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá að hanna og smíða hálsmen í vax sem þeir síðan taka mót af í sérstökum sandi. Svo er brætt silfur og hellt í mótin, hreinsað og fægt. Sandsteypa er kjörin leið til að framleiða einfaldari gripi og hefur mannkynið notast við þessa aðferð frá bronsöld. Námskeiðið hentar öllum og ekki er þörf á sér-stakri kunnáttu.

Leiðbeinandi: Þorgrímur Kolbeinsson Tími: 3.11.2014 – 4.11.2014. Kl. 19:30- 22:00

Verð: kr. 8.000

Námskeið haldin af Þekkingarsetri Suðurnesja í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum haust 2014.

Nýtt

Page 17: MSS námskrá haust 2014

18 — Haust 2014

Íslenska 1

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.08.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska 2

Markmiðið er að nemendur þjálfi sig í að skilja, tala, lesa, skrifa og hlusta á íslensku. Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að nemendur noti tungumálið sér til gagns og gamans.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 18.08.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska 3

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Áfram áhersla á að þjálfa alla þætti tungumálsins: skilning, hlustun, tal, lestur og ritun.Málfræði þjálfuð enn frekar. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.08.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska 4

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Áfram áhersla á að þjálfa alla þættir tungumálsins: skilning, hlustun, tal, lestur og ritun.Málfræði þjálfuð enn frekar. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.08.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska 5

Námskeið fyrir þá sem náð hafa góðum tökum á íslensku en vilja styrkja sig enn frekar og fá þjálfun í notkun málsins. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeiðið hefst 26.08.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska 6

Námskeiðinu er ætlað að vera stig á milli íslensku 5 og Grunnmenntaskóla, Menntastoða eða annarra bóklegra námsleiða. Lögð er áhersla á lestur, lesskilning, ritun og upplýsingaöflun. Kennsluaðferðir og verkefni miða að því að nemendur öðlist tiltekinn grunn í íslensku sem gagnast þeim í áframhaldandi bóklegu námi.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: Fyrsta námskeið hefst 1.09.2014 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Íslenska fyrir útlendingaÍslenskunámskeiðin eru kennd í öllum bæjarfélögunum á Suðurnesjum.

Page 18: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 19

Íslenska tal

Námskeið fyrir þá sem vilja styrkja talfærni og þjálfa íslenskan framburð. Unnið verður með bókmenntatexta, kvikmyndir, dagblöð og tímarit og efni af netinu verður ríkur þáttur í verkefnavinnu. Verkefnin stuðla öll að því að þjálfa tal, skilning og samskiptafærni.

Leiðbeinandi: Sveindís ValdimarsdóttirTími: Fyrsta námskeið hefst 2.09.2014Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Verð: 35.000 kr.

Kvikmyndasmiðja I

Kvikmyndasmiðja er hagnýtt verklegt nám þar sem námsmenn kynnast grunnþáttum kvikmyndagerðar. Markmið náms er að námsmaður tileinki sér sjálf- stæð og öguð vinnubrögð sem krafist er við kvik-myndagerð, lestur myndmáls, hljóðvinnslu og eftir-vinnslu kvikmynda.

Nánari upplýsingar á bls. 20

Hljóðsmiðja I

Megintilgangur námsins er að veita nemendum innsýn inn í heim hljóðmannsins, hvort sem er starfsmanns í upptökuveri eða sem hljóðmanns í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi eða við lifandi tónlistarflutning.

Nánari upplýsingar á bls. 20

Page 19: MSS námskrá haust 2014

20 — Haust 2014

Hljóðsmiðja I

Megintilgangur námsins er að veita nemendum innsýn inn í heim hljóðmannsins, hvort sem er starfsmanns í upptökuveri eða sem hljóðmanns í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi eða við lifandi tónlistarflutning. Á námskeiðinu er kennd einföld hljóðvinnsla samkvæmt verklýsingum og fyrirmælum verkstjóra. Námskeiðið er haldið í samstarfi við upptökuverið Geimstein.

Hljóðsmiðja II

Hljóðsmiðja II sjálfstætt framhald af Hljóðsmiðju I. Í Hljóðsmiðju II er farið dýpra í starf hljóðmanns en gert er í Hljóðsmiðju I. Nemendur sem lokið hafa Hljóð-smiðju I og II ásamt fullnægjandi einingafjölda úr fram-haldsskóla hafa lokið fullnægjandi kröfum til að sækja um í hljóðtækninám Tækniskólans.

Kvikmyndasmiðja I

Kvikmyndasmiðja er hagnýtt verklegt nám þar sem námsmenn kynnast grunnþáttum kvikmyndagerðar. Markmið náms er að námsmaður tileinki sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð sem krafist er við kvikmyndagerð, lestur myndmáls, hljóðvinnslu og eftirvinnslu kvikmynda.Megináhersla er lögð á að námsmenn öðlist færni með námi gegnum vinnu, þannig að þeir afli sér þekkingar og leikni með vinnu sinni.

Menntastoðir – Fjarnám

Námið er með fjarnámssniði, þ.e.a.s. heimaverkefni og tímaverkefni verða leyst í fjarnámi en nemendur mæta í staðlotur með u.þ.b. 6 vikna millibili. Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, upplýsingatækni, enska, danska, námstækni og bókfærsla. Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu.

Menntastoðir – Staðnám 1

Námið er kennt fimm daga vikunnar kl. 08:30 – 15:10. Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, upp-lýsingatækni, enska, danska, námstækni og bókfærsla.Í staðnámi 1 er 50 einingum lokið á 5 mánuðum. Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu.

Menntastoðir – Staðnám 2

Námið er kennt fimm daga vikunnar kl. 08:30 – 15:10. Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, upplýsinga-tækni, enska, danska, námstækni og bókfærsla. Í staðnámi 2 er 50 einingum lokið á 10 mánuðum. Fyrri önn: UTN, námstækni og 2 önnur fög (íslenska/enska/stærðfræði/danska). Kennt er skv. stundaskrá stað- náms 1. Stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms. Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu.

Námskeið sem hefjast í janúar 2015

Page 20: MSS námskrá haust 2014

Haust 2014 — 21

Grunnmenntaskóli MSS

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á áfram-haldandi nám.

Skrifstofuskóli MSS

Námsleiðin er ætluð þeim sem vinna almenn skrif-stofustörf eða þeim sem hafa hug á því að starfa á þeim vettvangi. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrif- stofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áfram-haldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Sterkari starfsmaður - Tölvur og samskipti

Námsleiðin Tölvur og samskipti, gefur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta. Námið er 150 kennslustundir. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati.

Sölu- markaðs og rekstrarnám

Sölu- markaðs og rekstrarnám er ætlað fólki á vinnu-markaði sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við sölustörf eða hefur hug á að stofna til eigin reksturs. Tilgangur námsins er að veita námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu,- markaðs-, og rekstrarmála. Helstu námsþættir eru: Markmiðasetning og tímastjórnun, sölutækni, við-skiptatengsl, markaðsfræði, samskipti, framsögn og framkoma, markaðsrannsóknir, excel við áætlanagerð, markaðssetning á samfélagsmiðlum, samningatækni, frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja, verkefnastjórnun, gerð kynningarefnis, gerð viðskiptaáætlana.

Reykjanes – Geopark

Á Reykjanesskaga má finna jarðfræðiundur sem eru einstök á heimsvísu, fallega náttúru, fjölbreytt mannlíf, áhugaverðar sögur og öfluga ferðaþjónustu. Samskonar námskeið hafa verið kennd í Evrópskum jarðvöngum undanfarin ár.

Nánari upplýsingar á bls. 9

Page 21: MSS námskrá haust 2014

22 — Haust 2014

Íslenska 1

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir; skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp. Námskeið fara af stað alla önnina.

Tími: 9.09.2014 – 04.11.2014Verð: 10.000 kr.

Íslenska 2

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp. Námskeið fara af stað alla önnina.

Leiðbeinandi: ÝmsirTími: 11.09.2014 – 06.11.2014

Verð: 35.000 kr.

Grafísk hönnunarsmiðja

Margmiðlunarsmiðja Grafísk hönnun. Þetta er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og InDesign (umbrot). Markmið námskeiðsins er að nám-smenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni. Kennt á þriðju- og fimmtudögum í 10 vikur.

Tími: 21.10.2014. Kl. 18:30- 21:30Verð: 28.000 kr.

Vín og tapas

Fátt er hægt að hugsa sér betra en vín og tapas á huggu- legri kvöldstund. Smakkað verður á nokkrum víntegundum og nokkrum tapasréttum undir handleiðslu Dominique sem leiðbeinir hvað passar best með hverju en hún tengir saman vín og mat af einstakri fagkunnáttu og áratuga reynslu. 

Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson frá Vínskólanum Tími: 2.10.2014. Kl. 20:00- 22:00

Verð: 5.500 kr.

Ebba - Hollara jólanammi

Sjónvarpsgyðjan Ebba heldur fyrirlestur um hollan lífstíl og hvernig við getum útbúið okkur góðgæti sem hefur góð áhrif á heilsuna. Á fyrirlestrinum mun Ebba leiðbeina um hvernig best er að bera sig að til gera eitthvað gott sem þarf þó ekki að vera óhollt áður en jólahátíðin, mesta sykurtímabil ársins gengur í garð.

Leiðbeinandi: Ebba Guðný GuðmundsdóttirTími: 6.11.2014. Kl. 19:00- 20:30

Verð: 7.000 kr.

Námskeið í Grindavík

Nýtt

Nýtt

Page 22: MSS námskrá haust 2014

Ert þú að hugsa um að fara í nám?

Hefur þú verið á námskeiði nýlega?

• Samkvæmt nýjum reglum SVS er nú hægt að fá endurgreitt 75% af námskostnaði. Styrkupphæðin getur numið allt að 90.000 kr. á ári.

• Markmið með nýjum reglum SVS er að hvetja félagsmenn til aukinnar þátttöku í símenntun.

Kynntu þér nýjar reglur SVS á www.starfsmennt.is eða hjá þínu stéttarfélagi.

*Að uppfylltum skilyrðum styrkveitingar

Að Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks standa SA, VR og LÍV.