22
Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 – 2015

Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Námsvísir fyrir 8. bekk

Veturinn 2014 – 2015

Page 2: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Umsjónarkennarar 8.bekkjar Elísabet Sif Helgadóttir, Anna Valgerður Sigurðardóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir

Námstilhögun Nemendum í 8. bekk er kennt í þremur umsjónarhópum í opnum kennslurýmum. Íslenska: Elísabet Auður Torp, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Þuríður Magnúsína Björnsdóttir

Stærðfræði: Anna Valgerður Sigurðardóttir, Elísabet Sif Helgadóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Bryndís Arnardóttir og Unnur Ingadóttir.

Enska: Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Inga Dögg Ólafsdóttir

Danska: Sólveig Sigmarsdóttir Náttúrufræði: Steinunn Húbertína Eggertsdóttir

Lífsleikni: Umsjónarkennarar

Samfélagsfræði: Umsjónarkennarar

Sund: Ágústa Tryggvadóttir og Eygló Hansdóttir

Íþróttir: Sigurður Einar Einarsson og Íris Anna Steinarsdóttir

Áhugasviðsverkefni: Anna Valgerður Sigurðardóttir, Þuríður Magnúsína Björnsdóttir og Dýrfinna

Sigurjónsdóttir Hönnun/smíði: Jóhannes Már Gylfason

Textílmennt: Erna Óðinsdóttir

Heimilisfræði: María Maronsdóttir

Myndmennt: Kristjana Gunnarsdóttir

Fleiri kennarar koma að valfögum nemenda Áhersla er á að nemendur beri ábyrgð á eigin námi. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti. Áherslur í vetur verða á hópvinnu og félagsfærni, sjálfstæði í námi og sjálfsábyrgð. Lögð verður áhersla á framsögn og munnlega kynningu á verkefnum hjá nemendum. Fleiri áherslur sem nefna má eru aukið sjálfstæði í meðferð heimilda og þjálfun í að sækja sér heimildir. Dagsskipulag Kennsla hefst kl. 8:10. Byrjað er á nafnakalli og svo er hafist handa við verkefni dagsins. Frímínútur eru kl. 09:30-09:50 og geta nemendur verið inni í frímínútum sem eru hugsaðar sem næðis- og nestisstund. Nemendur hafa val um að koma með nesti eða vera í mjólkur- og ávaxtaáskrift. Matartíminn er 30 mínútur frá kl.12:35-13:05. Nemendur hafa val um að vera í mataráskrift eða koma með nesti að heiman. Heimanám Nemendur vinna eftir kennsluáætlun í skólanum. Heimanám er skráð inni á Mentor. Námsmat Reglubundið námsmat og einstaklingsbundin skráning á námsframvindu er mjög mikilvæg. Námsmat í Sunnulækjarskóla fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs. Þær matsaðferðir sem beitt er endurspegla áherslur í kennslu og meta alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni. Símat, jafningjamat,

Page 3: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

kannanir, próf og sjálfsmat eru dæmi um matsaðferðir. Við annaskil er tekið saman það sem metið hefur verið yfir önnina og það nýtt til að gefa foreldrum innsýn í stöðu og vinnu nemandans. Í niðurstöðu námsmats kemur fram að hvaða markmiðum vinnan hefur beinst og hvernig hefur tekist að ná þeim markmiðum. Notaðir eru markmiðslistar fyrir hverja námsgrein. Niðurstöður námsmats birtast í formi markmiðslista, umsagnar og einkunna. Hver nemandi skólans á námsmatsmöppu sem skólinn leggur honum til einu sinni við upphaf skólagöngu og hefur hún það hlutverk að geyma námsmatsgögnin.

Námsgreinar Íslenska

Í Aðalnámskrá grunnskóla er gert ráð fyrir að íslenskan fái mikið vægi í öllum aldurshópum.

Íslenskunám í 8. bekk er stundað 6 tíma á viku. Íslenskunámið fer fram í umsjónarhópum og

í heimanámi.

Bekkjunum tveimur er kennt sem einni heild á sameiginlegu svæði. Þar vinna þau í allt að

sex manna hópum. Nemendur fara í litlum hópum inn á sérstakt innlagnarsvæði þar sem

innlögn í námsefni fer fram. Í helmingi íslenskutímanna bætist þriðji kennarinn við.

Sérkennslu er sinnt í öllum tímum af sérkennurum sem ýmist koma inn í bekk eða taka

nemendur út úr hópnum.

Auk þess er íslenskan samþætt öðrum greinum þar sem sífellt er lögð áhersla á ritun,

stafsetningu, munnlega tjáningu og framsögn, orðaforða og málnotkun.

Gert er ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi þar sem nemendur vinna bæði einstaklingslega, í pörum og í hópum. Boðið verður upp á fjölbreytni í kennsluaðferðum eftir því sem viðfangsefni leyfa. Farið verður yfir þau markmið íslensks máls sem námskrá segir til um ásamt því að þjálfa frekar það sem áður er lært. Unnið er í lotum og er námsefni vetrarins skipt niður í 8 þriggja vikna lotur sem hver hefur sínar áherslur og eina upprifjunarlotu. Námsmarkmið

Haustönn

Málfræði Að nemandi

∙ kunni stafrófið ∙ kunni að fletta upp í orðabók og sækja upplýsingar ∙ þekki fallorð, röð fallanna og mun á aðalfalli og aukafalli

Page 4: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ þekki kenniföll nafnorða ∙ þekki mun á fallorðum, sagnorðum og óbeygjanlegum orðum ∙ geti fallbeygt nafnorð með og án greinis, lýsingarorð, fornöfn og greininn sjálfan ∙ þekki reglulega og óreglulega stigbreytingu lýsingarorða ∙ þekki sambeygingu og tengsl hennar við kyn, tölu og fall ∙ átti sig á sterkri og veikri beygingu nafnorða og lýsingarorða ∙ þekki frumtölur og raðtölur ∙ þekki fornöfnin og hlutverk þeirra ∙ geti fundið fornöfn í texta ∙ þekki beygingaratriði fornafna

Stafsetning Að nemandi

∙ þekki reglur um greinarmerkjasetningu ∙ þekki reglur um stóran og lítinn staf ∙ geti beitt reglum til að finna n-fjölda í karlkyns- og kvenkynsnafnorðum ∙ geti beitt minn og mín reglunni til að finna n-fjölda í greini ∙ kunni n- og nn-reglur fornafna, lýsingarorða og nafnorða

Ritun Að nemandi

∙ þekki muninn á setningu, málsgrein og efnisgrein ∙ geti skrifað einnar efnisgreinar ritun og byrjað hana á lykilsetningu ∙ átti sig á mikilvægi ritunarferilsins ∙ þjálfist í að gera drög að ritgerð ∙ geti fært rök fyrir máli sínu

Lestur og framsögn Að nemandi

∙ auki orðaforða sinn og lesskilning ∙ æfist í að halda stuttar kynningar fyrir bekk og nota lykilorð og orðtök ∙ æfist í að túlka orð eða hugtök með leikrænni tjáningu

Bókmenntir Að nemandi

∙ lesi bók og geri grein fyrir efni þeirra og innihaldi ∙ skilji bókmenntahugtökin innri tími, ytri tími, umhverfi og ris ∙ átti sig á hvers kyns sögur goðsögur eru og geti túlkað þær í máli og myndum

Námsefni Skerpa 1, 8 lotubundin vinnuhefti. Smásagnasmáræði , lestrarbók. Skriffinnur. Málfinnur, Tár, bros og takkaskór..

Page 5: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Námsmat Unnið er í lotum. Nemendur skila öllum verkefnum í lok lotu og taka próf. Einkunn hverrar lotu er meðaltal verkefna og prófs. Hver nemandi er með sína viðmiðunartölu og þarf að ná henni. Takist það ekki endurtekur hann prófið og gildir þá einkunn seinna prófsins.

Miðönn

Málfræði Að nemandi

∙ þekki sagnorð og kunni að setja þau í nútíð og þátíð ∙ þekki nafnháttarmerki ∙ kunni sterka og veika beygingu sagnorða ∙ geti beygt sagnorð í kennimyndum ∙ þekki boðhátt og nafnhátt sagnorða ∙ geti fundið stofn sagnorða ∙ þekki óbeygjanleg orð ∙ þekki forsetningar og einkenni þeirra ∙ þekki mun á víðtækum og sértækum orðum ∙ þekki samtengingar og einkenni þeirra ∙ þekki mun á tvíhljóða og einhljóða

Stafsetning Að nemandi

∙ geti nýtt sér stofn sagnorða til að forðast stafavíxl ∙ kunni reglur um hvenær j er ritað ∙ þekki helstu y-reglur ∙ þekki ng- og nk-regluna

Ritun Að nemandi

∙ æfist í smásagnagerð ∙ geti endursagt sögu í rituðu máli ∙ geti sett upp bréf á hefðbundinn hátt

Lestur og framsögn Að nemandi

∙ auki orðaforða sinn og lesskilning ∙ geti myndað sér skoðun og rökstutt hana ∙ æfist í að tala fyrir framan bekk og skýra framburð sinn

Bókmenntir Að nemandi

∙ þekki einkenni ævintýra, þjóðsagna og draugasagna ∙ lesi smásögur og þekki helstu einkenni þeirra ∙ kynnist fornbókmenntunum með því að lesa Hrafnkels sögu Freysgoða

Page 6: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ kynni sér smásögur og helstu einkenni þeirra ∙ læra að greina aðalpersónur frá aukapersónum ∙ myndi sér skoðun á sögu og rökstyðji hana

Námsefni Skerpa 1, 8 lotubundin vinnuhefti. Mályrkja I, lestrarbók. Skriffinnur. Málfinnur. Hrafnkels saga Freysgoða. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Smásögur. Námsmat Unnið er í lotum. Nemendur skila öllum verkefnum í lok lotu og taka próf. Einkunn hverrar lotu er meðaltal verkefna og prófs. Hver nemandi er með sína viðmiðunartölu og þarf að ná henni. Takist það ekki endurtekur hann prófið og gildir þá einkunn seinna prófsins

Vorönn

Málfræði Að nemandi

∙ þekki nokkur algeng atviksorð ∙ þekki einkenni atviksorða ∙ geti fundið stofn sagnorða, nafnorða og lýsingarorða ∙ viti hvað orðhlutarnir heita ∙ geti skipt orðum í orðhluta ∙ þekki rót orða

Stafsetning Að nemandi

∙ geti nýtt sér stofn orða til að rita rétt ∙ þekki reglur um stóran og lítinn staf í viðurnefnum

Ritun Að nemandi

∙ þjálfist í ritun smásagna ∙ þjálfist í að semja ferskeytlur, hefðbundin ljóð og örsögur

Lestur og framsögn Að nemandi

∙ auki orðaforða sinn og lesskilning ∙ æfist í að halda ræður

Bókmenntir Að nemandi

∙ lesi bókina Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson og fjalli um hana ∙ þekki mismunandi tegundir myndmáls og geti greint það í texta ∙ geti greint ljóðstafi ∙ viti mun á hefðbundnu og óhefðbundnu ljóði ∙ geti greint endarím ljóða

Page 7: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ geti túlkað ljóð Námsefni Skerpa 1, 8 lotubundin vinnuhefti. Mályrkja I, lestrarbók. Skriffinnur. Málfinnur, Ljóðspeglar. Námsefni af vef. Upprifjunarhefti. Námsmat Unnið er í lotum. Nemendur skila öllum verkefnum í lok lotu og taka próf. Einkunn hverrar lotu er meðaltal verkefna og prófs. Hver nemandi er með sína viðmiðunartölu og þarf að ná henni. Takist það ekki endurtekur hann prófið og gildir þá einkunn seinna prófsins.

Stærðfræði

Stærðfræði er hverjum manni nauðsynleg til að takast á við daglegt líf og störf og skilja umheim

sinn. Einnig er stærðfræðin ómetanlegur grundvöllur undir allt nám tengt náttúruvísindum,

raunvísindum og fjármálum í síbreytilegu tæknivæddu umhverfi.

Kennslufyrirkomulag

Kenndar eru 6 kennslustundir á viku. Öllum árganginum er kennt samtímis og sjá þrír kennarar um

kennsluna auk sérkennara. Nemendur sitja í 6 manna hópum sem breytast á tveggja vikna fresti. Hver

nemandi fær námsefni við hæfi og fær innlögn úr námsefni í samræmi við efni á sérstöku

innlagnarsvæði. Námsefni vetrarins er skipt upp í 9 lotur. Nemendur fá áætlun fyrir hverja lotu sem

þeir fylgja, markmið þess er að nemendur læra að bera ábyrgð á eigin námi og þjálfist í sjálfstæðum

vinnubrögðum. Áætlun hverrar lotu innheldur markmið, dæmi, verkefni í ferilmöppu og hugtakalista.

Notaðir eru fjölbreyttir kennsluhættir þar á meðal innlögn, einstaklingsmiðað nám, þrautalausnir,

námsleikir, ígrundanir og hópavinna.

Námsmarkmið

Að styrkja almennan talnaskilning hjá nemendum með upprifjun frá fyrri árum.

Að nemendur sýni útreikninga og öll vinna sé vel skipulögð og snyrtileg.

Að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og skýrt lausnaleiðir.

Að nemendur geri sér grein fyrir hvort útkoma sé líkleg með því að nota námundun og slumpreikning.

Að þjálfa nemendur í notkun vasareikna.

Rými

Page 8: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Að nemendur geti reiknað flatarmál og rúmmál mismunandi forma

Að nemendur þekki metrakerfið og kunni að nota mismunandi mælieiningar og geti breytt milli mælieininga

Algebra

Að nemendur þekki röð reikniaðgerða

Að nemendur þekki muninn á stæðu og jöfnu

Að nemendur geti einfaldað stæður og reiknað úr svigum

Að nemendur geti leyst einfaldar jöfnur

Að nemendur geti lýst staðsetningu með hnitum

Að nemendur geti sett upp gildistöflu, teiknað fall, fundið hallatölu og skurðpunkt

Hlutföll, almenn brot og prósentur

Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot

Að nemendur geti skoðað hlutfallslega skiptingu innan hóps og milli hópa.

Að nemendur átti sig á tengslum almennra brota, tugabrota og prósenta

Að nemendur geti fundið prósentu, hluta og heild út frá gefnum upplýsingum

Að nemendur geti nýtt sér breytiþátt í prósentureikningi

Tölur og talnameðferð

Að nemendur þekki frumtölur og geti frumþáttað tölur

Að nemendur kannist við rómverska talnaritun

Að nemendur kannist við hugtök tengd mengjafræði

Að nemendur kunni að gera líkindatré og geti táknað líkindi sem hlutfall tveggja talna

Að nemendur þjálfist við að lesa úr myndritum, geti teiknað myndrit og þekki hugtök tengd þeim

Námsefni

Kennslubækur eru: Átta – 10, bók 1 og 2, Almenn stærðfræði I-III og stoðkennarinn. Ýmis forrit og

aukaefni frá kennara. Einnig verða lagðar fyrir þrautir og önnur verkefni eftir því sem þurfa þykir.

Námsmat

Vinna nemenda er metin með símati yfir veturinn.

Skipting hverrar annar:

Page 9: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Kaflapróf (eftir hvern kafla) 70%

Ferilmappa 20% (vanskil á þessum hluta gefa einkunn 0)

Virkni og vinnubrögð 10%

Ferilmappa

Nemendur skila ferilmöppu í lok hverrar annar. Ferilmappa innheldur þau verkefni sem kennarar

leggja fyrir í hverri lotu t.d. dæmi, sjálfspróf, ígrundanir, teikningar, kynningar og önnur verkefni.

Enska

Enska er kennd fjórum sinnum í viku. Unnið er markvisst að samþættingu færniþáttanna þ.e. lestur,

ritun, hlustun og tal. Lögð verður áhersla á hlustun og samtalsæfingar í lokuðum stofum en þar

verður netið einnig nýtt til upplýsingaleitar og hlustunar. Horft verður á kvikmyndir yfir veturinn og

unnin verkefni út frá þeim.

Inni á svæðum verður farið reglulega í málfræði , ritun og lestur auk ýmissa aukaverkefna og leikja til

að auka orðaforða og þjálfa framburð. Kennari mun setja fyrir lestrarefni en einnig munu nemendur

velja sér frjálst lestrarefni við hæfi. Nemendur eiga að geta nýtt sér þann grunn sem þau hafa í

tungumálinu og temja sér sjálfstæð vinnubrögð. Tekið er mið af einstaklingnum sem fær verkefni við

hæfi. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar, s.s. paravinna, hópaverkefni, ratleikir, hringekja,

þemavinnu, hlutverkaleikir og bein kennsla. Einnig verður einn tími í viku tileinkaður töluðu máli.

Námsmarkmið

Haustönn

Að nemandi:

∙ þekki persónufornöfnin og eignarfornöfnin ∙ Þekki nútíð sagna. ∙ Þekki sagnirnar to be og to have ∙ Reglulegar sagnir í þátíð ∙ öðlist þjálfun í grunnþáttum málfræðinnar og geti beitt henni nokkuð rétt ∙ geti lesið léttan texta sér til gagns og gamans og greint aðalatriði frá aukaatriðum ∙ geti skrifað einfaldan texta um það sem hann hefur horft á, lesið eða heyrt ∙ auki orðaforða sinn jafnt og þétt ∙ geti tjáð sig um daglegt líf og nánasta umhverfi ásamt ýmsu efni sem hann hefur kynnt sér ∙ þjálfist í framburði, áherslum og hrynjanda ∙ skilji aðalatriði þegar hlustað er á sögu, samtal eða frásögn

Miðönn

Að nemandi:

Page 10: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ do, does og did, spurnarorð ∙ óreglulegar sagnir í þátíð ∙ ábendingafornöfn og tilvísunarorð ∙ fleirtala regluleg og óregluleg ∙ óákveðinn greinir – a og an ∙ þekki spurnarorðin, how, what, when, where, why, who og which ∙ geti beitt neitun í sögnunum can, have og be ∙ geti sagt og skrifað hvað klukkan er ∙ þekki fleirtölumyndanir ∙ kunni persónufornöfnin ∙ kunni að beita lýsingarhætti nútíðar –ing með sögninni be, þ.e. samsettri nútíð ∙ þjálfist í að nota eigin orðaforða í ritun og tali ∙ þekki muninn á was og were ∙ þekki muninn á óákveðnum, a/an, og ákveðnum greini, the ∙ geti beitt a/an á réttan hátt ∙ þekki muninn á a og some og some og any ∙ kannist við þátíð sagnarinnar be

Vorönn

Að nemandi:

∙ stigbreyting lýsingarorða ∙ núliðin tíð og framtíð ∙ do sem hjálparsögn ∙ úrfellingarmerki ∙ þekki muninn á how much og how many ∙ geti breytt frumtölu í raðtölu ∙ geti beitt neitun í sögninni do ∙ þekki stigbreytingu lýsingarorða ∙ þekki muninn á einfaldri og samsettri nútíð ∙ þjálfist í að hlusta eftir upplýsingum sem vantar, s.s. í lagatexta ∙ átti sig á mikilvægi þess að beita mismunandi lestraraðferð ∙ geti breytt sögn úr nútíð í þátíð ∙ geti skrifað einfalt bréf/póstkort ∙ þjálfist í að koma fram og tjá sig stuttlega

Námsefni

Spotlight 8, textabók og verkefnabók ásamt hljóðdiski

Bókmenntaverkefni

Námsefni, tónlist og önnur aukaverkefni af veraldarvefnum

Annað námsefni, s.s. krossgátur, orðaforðaverkefni og leikir

Námsmat

Page 11: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Námsmat er byggt á símati (verkefni, jafningjamat, sjálfsmat, smápróf, vinnubrögð og virkni) ásamt

prófi í lok vorannar.

Danska

Nemendur í 8. bekk eru í dönsku 3 kennslustundir á viku. Námskráin eru unnin útfrá Aðalnámskrá

Grunnskóla, hæfnimarkmiðum og grunnþáttum hennar. Áhersla er á færniþættina sex þ.e. lestur,

ritun, talað mál frásögn, talað mál frásögn, menningarlæsi, námstækni og hlustun. Mikilvægt er að

kennsluhættir séu fjölbreyttir þannig að nemendur fái að upplifa tungumálið út frá ólíkum aðferðum,

sem gerir tungumálið meira lifandi.

Nemendur koma til með að vinna bæði sem einstaklingar og í hópum. Nemendur verða með portfoli

möppu en það er mappa þar sem nemendur safna verkefnum sem þeir hafa unnið með . Mappan

speglar þar með vinnu hvers og eins yfir skólaárið. Mappan hefur einnig að geyma sjálfsmat, en það

eru kvarðar fyrir hvern færniþátt tungumálsins þar sem nemendur þurfa að meta stöðu sína og

framvindu í tungumálinu ( einu sinni á hverri önn) í hverjum þætt fyrir sig; lestri, ritun, töluðu máli

samskipti, töluðu máli frásögn og hlustun. Tilgangurinn er að vekja nemendur til umhugsunar um

eigið nám og ábyrgð. Nemendur þurfa einnig að setja sér markmið í byrjun skólaársins sem síðan eru

endurskoðuð við annarskipti og hver og einn ígrundar stöðu sína með tilliti til þeirra markmiða sem

sett voru. Með þessu verða nemendur meðvitaðri um sjálfa sig sem námsmenn og hverju þeir fá

áorkað. Mappan hefur mikið vægi í námsmatinu.

Námsefni: Flest það námsefni sem notast verður við kemur frá kennara. Nemendur verða ekki með

ákveðna lesbók og verkefnabók, heldur er það portfoli mappan sem gegnir lykilhlutverki. Verkefni

með texta fá nemendur alfarið frá kennara þar sem áhersla verður lögð á að reyna á alla færniþætti

tungumálsins. Kvikmyndir 4-5, tölvuverkefni,leikrit, verkefni úr fjölmiðlum,tónlist, spil og leikir.

Hlustun: Nemendur fá markvissa þjálfun í hlustun bæði í formi sérstakra hlustunaræfinga og einnig

sem talað mál í tímum, í tónlist og í kvikmyndum.

Lestur: Nemendur lesta texta frá kennara þar sem nemendur þurfa að beita ólíkum aðferðum við

lesturinn eins og leitarlestri, yfirlitslestri, hraðlestri og nákvæmnislestri. Lestur í tengslum við

tölvuverkefni, lagatexta og texta í kvikmyndum.

Talað mál samtal: Nemendum verður skipt í hópa þar sem unnið er í svokölluðum málahópum, en þá

vinnur kennari með nemendum í smærri hópum þar sem áhersla er á talað mál og framburð.

Nemendur æfi talað mál sem mest í kennslustundum.

Talað mál frásögn: Nemendur fá þjálfun í að tala málið í frásögn. Nemendur geti sagt frá, flutt atriði

eða lýst einhverju sem þeir hafa undirbúið s.s frásögn um sjálfan sig, áhugamál og fjölskyldu. Fyrir

suma reynist þessi þáttur erfiður því margir nemendur eru feimnir við að tjá sig í áheyrn annarra.

Enginn nemandi á að þurfa upplifa óþægilega aðstæður og tillit tekið til þarfa hvers og eins.

Page 12: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Ritun: Nemendur fá markvissa þjálfun í að rita texta bæði í nútíð og þátíð. Þeir þurfa að ná þeirri

færni að geta ritað texta út frá eigin hjarta. Nemendur þurfa að geta ritað texta útfrá endursögn.

Nemendur læra að skrifa orðasambönd og nota þau í ritun texta.

Menningarlæsi: Þessi færniþáttur kemur til með að fléttast inn í aðra færniþætti tungumálsins á

ýmsan hátt. Nemendur verði upplýstir um atriði eins og; skyldleika dönsku og íslensku, menningu og

hefða Danmerkur í samanburði við þeirra eigið land, hvað er líkt með löndunum og hvað er ólíkt.

Námshæfni: Nemendur setja sér markmið og læra að leggja mat á eigin námsframvindu með

ígrundun og sjálfsmati. Hópavinna og samstarf skipar stórt hlutverk í þessum færniþætti, þar sem

nemendur þjálfist í að hlusta á aðra og taka tillit. Nemendur fá einnig reynslu í að beita námsmati og

þar með bera ábyrgð sem er mikilvægur þáttur í náminu. Nemendur munu fá þjálfun í að nota

veforðabók og aðra möguleika veraldarvefsins.

Námsmat verður fjölbreytt. Frammistöðumat en kennari metur nemendur eftir hvern tíma, sjálfsmat

þar sem nemendur meta sjálfan sig með hjálp rubrik kvarða og færa rök fyrir mati sínu, nemendur

nota einnig sjálfsmat í portfoli möppunni þar sem þeir leggja mat á eigin framvindu í tungumálinu.

Jafningjamat, en það er notað í tengslum við hópavinnu þar sem nemendur meta hvern annan. Þetta

námsmat gerir nemendur ábyrga í vinnu sinni í hóp. Leiðsagnarmat þar sem kennari gefur hverjum

nemanda umsögn sem er leiðandi í náminu, þetta á við mat á möppu og ritun sem dæmi. Portfoli

mappa, eða svokallað möppumat, þar sem mappan er metin til einkunnar. Próf eins og

orðaforðapróf, munnleg próf, hlustunarpróf og síðan lokapróf að vori.

Lífsleikni Megináhersla alls vetrarins verður á að byggja upp góðan bekkjaranda, sjálfstraust nemenda, samskiptahæfni og vináttu. Lífsleiknitímar byggjast m.a. á umræðum um ofangreinda þætti ásamt fræðslu um einelti. Á haustönn verður ýmis atriði varðandi námstækni kynnt fyrir nemendum. Á miðönn verður fjallað um efni bókarinnar Höndlaðu hamingjuna á unglingsárunum. Hún fjallar almennt um hvernig líf unglings tekur breytingum á þessu viðkvæma lífskeiði, hvaða vandamál geta komið upp og hvernig er best að taka á þeim. Á vorönn verður m.a. farið í námsefnið Kynlega klippt og skorið sem fjallar um málefni kynjanna. Ýmis félagsmótandi öfl eru skoðuð í spéspegli og athygli beint að ríkjandi gildismati samfélagsins. Námsmarkmið

Haustönn

Að nemandi ∙ verði fær um að byggja upp námsumhverfi sem einkennist af stuðningi og öryggi ∙ geri sér grein fyrir þeim eðlilegu breytingum sem verða á unglingsárunum ∙ átti sig á mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar ∙ læri að skipuleggja tíma og heimanám ∙ þjálfi minni, einbeitingu og lestrartækni ∙ fari yfir önnur atriði svo sem glósur, prófundirbúning og próftöku ∙ setji sér markmið og taki ábyrgð á eigin námi

Page 13: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Námsefni Að ná tökum á tilverunni. Náðu tökum á náminu og verkefni af vefnum nams.is Námsmat Ekkert formlegt námsmat fer fram en vinnusemi, virkni, þátttaka í umræðum og samskipti í hópstarfi í kennslustundum er metin.

Miðönn

Að nemandi ∙ byggi upp sjálfstraust með því að kynnast betur sjálfum sér og öðrum ∙ læri um og þjálfi sig í virkri hlustun og færni í að meta aðra að verðleikum ∙ læri um tilfinningar, hvernig viðeigandi er að tjá þær og skilji hvernig orð og gerðir

hafa áhrif á aðra ∙ átti sig á líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og félagslegum breytingum sem

verða í lífi einstaklings við það að breytast úr barni í ungling ∙ geri sér grein fyrir að mismunandi siðir og reglur geta gilt innan fjölskyldna án þess að

það hafi áhrif á gagnkvæma virðingu og samkennd fjölskyldumeðlima ∙ geri sér grein fyrir áhættu samfara neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna ∙ viti hvað felst í því að tileinka sér holla neysluhætti og svefnvenjur

Námsefni Að ná tökum á tilverunni. Höndlaðu hamingjuna á unglingsárunum, ýmis verkefni frá kennara. Námsmat Ekkert formlegt námsmat fer fram en vinnusemi, virkni, þátttaka í umræðum og samskipti í hópstarfi í kennslustundum er metin.

Vorönn

Að nemandi

∙ læri hvernig maður byggir upp heilbrigða og jákvæða vináttu ∙ geri sér grein fyrir stuðningi og þrýstingi frá jafnöldrum og kunni að bregðast við á

viðeigandi hátt ∙ að læra leiðir til að jafna ágreining í samskiptum við vini og aðra ∙ velti fyrir sér málefnum kynjanna ∙ læri að skoða á gagnrýninn hátt viðtekin gildi og sjálfgefin viðmið ∙ átti sig á fjöldamenningunni og skoði hana á gagnrýninn hátt ∙ öðlist færni í að færa rök fyrir máli sínu. ∙ öðlist færni til samskipta,tjáningar og sjálfsþekkingar ∙ sýni frumkvæði og aðlögunarhæfni í síbreytilegum veruleika

Námsefni Að ná tökum á tilverunni. Kynlega klippt og skorið, ýmis verkefni frá kennara. Námsmat Ekkert formlegt námsmat fer fram en vinnusemi, virkni, þátttaka í umræðum og samskipti í hópstarfi í kennslustundum er metin.

Page 14: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Uppeldi til ábyrgðar

Lögð verður áhersla á að kynna nemendum kenningar um “uppeldi til ábyrgðar” en það er sú uppeldisstefna sem Sunnulækjarskóli starfar eftir. Rætt verður um þær þjóðfélagsbreytingar sem verið hafa og hvernig við erum mismunandi einstaklingar. Farið verður yfir mitt og þitt hlutverk og þarfahringurinn ræddur og skoðaður. Nemendur setja bekkjarreglur og gera bekkjarsáttmála.

Námsmarkmið

Að nemandi ∙ Geri sér grein fyrir hlutverki hvers og eins ∙ Taki þátt í umræðum um hvernig maður ber ábyrgð á sjálfum sér, hegðun,

orðum og gjörðum ∙ Taki þátt í að setja sameiginlegar reglur um samskipti í bekknum ∙ Átti sig á þarfahringnum, sínum eigin þörfum og annarra ∙ Öðlist aukinn sjálfsskilning

Námsefni Ýmis verkefni frá kennara.

Íþróttir

Helstu markmið eru:

Að nemendur efli líkamshreysti og þrek með styrkjandi, liðkandi og úthaldsaukandi æfingum.

Að nemendur bæti við sig færni hinna ýmissa íþróttagreina.

Að hver nemandi fái að njóta sín í þátttöku hinna ýmsu leikja og íþrótta.

Að nemendum líði vel í íþróttatíma og fái að kynnast því að hreyfing er góð og skemmtileg. Öðlist jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar.

Að nemandi tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru og geri sér grein fyrir gildi samvinnu í leik og keppni.

Að nemendur efli á markvissan hátt líkamshreysti og þrek.

Námsefni/námsleiðir:

Notast er við flóknari útfærslur á æfingum og leikjum. Unnið er í einstaklings- og hópaæfingum.

Námsmat:

Símat í formi umsagnar sem tekur mið af virkni, hegðun og félagslegri færni. Þrepamarkmið:

Page 15: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Að nemandi leggi sig fram og taki þátt í þeim æfingum sem verið er að gera

Að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi

Að nemandi mæti í kennslustundir

Að nemandi sé fær um að framkvæma sniðskot í körfuknattleik

Að nemandi sé fær um að kasta 3 kg kúlu 5.50m stelpur 6.50m strákar

Að nemandi sé fær um að hanga í rimlum og lyfta hnjám upp fyrir mjaðmahæð 15 sinnum

Að nemandi sé fær um að halda badmintonflugu á lofti 12 sinnum

Að nemandi sé fær um að framkvæma forhandaruppgjöf yfir net

Að nemandi taki uppstökkspróf án atrennu, nái a.m.k. 25 cm, stelpur og 30 cm strákar

Að nemandi taki staðlað þolpróf, Multistage fitness test og nái a.m.k. þrepi 6 stelpur og 7 strák

Sund

Markmið: Að nemendur taki þátt og hafi ánægju af fjölbreyttum undirbúningsæfingum sem leggja

grunn að getu til að synda: bringusund, skriðsund, baksund og skólabaksund. Þjálfist í ýmsum

möguleikum sundiðkunar til heilsueflingar. Einnig að þau fái jákvæða mynd af sundi og sundkennslu

sbr. aðalnámskrá. Farið yfir reglur og öryggi á sundstað.

Þrepamarkmið:

Að nemandi leggi sig fram í þeim æfingum sem verið er að gera.

Að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi.

Að nemandi mæti í kennslustundir.

400m þolsund – frjáls aðferð - viðstöðulaust; synt á minna en 10 mín (febrúar) .

25m baksund – stílsund (október og apríl).

25m skriðsund á tíma (október og apríl).

Troða marvaða 1 mín (nóvember).

6-8m kafsund – kafa eftir hlut á allt að 2m dýpi og synda til baka. Æfingin endurtekin eftir 10 sek (nóvember).

25m skriðsund-stílsund (september og apríl) .

50m bringusund á tíma (október og mars).

Námsefni / námsleiðir: Ýmsar æfingar og leikir sem henta kunnáttu nemanda í 8.sundstigi, notast við

ýmis áhöld, s.s. blöðkur, flár og hringi.

Námsmat í sundi:

Page 16: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Símat sem tekur mið af ástundun, virkni og hegðun og próf sem miðast við sundkunnáttu 8.

sundstigs.

Náttúrufræði Efnisþættir náttúrufræðikennslu í 8. bekk skiptast í líffræði og eðlisfræði. Á haustönn og miðönn

verða einkenni lífvera skoðuð og á haustönn verður fjallað um eðlisfræði. Námsefninu er skipt í kafla og í lok hvers kafla er próf. Nemendur vinna jafnframt í vinnubók og er hún metin til einkunnar. Við umfjöllun um efnisþættina verður auk námsbókanna stuðst við verklegar æfingar. Eins veður stuðist við ýmis upplýsingarit og Netið auk þess sem reynt verður að nýta fréttir og/eða þjóðfélagsumræðu um málefni sem tengjast efninu. Lögð er áhersla á skipulag og nákvæmni í vinnubrögðum. Samvinna af ýmsu tagi er í bland við einstaklingsvinnu. Mikilvægt er að nemendur sýni áhuga, frumkvæði og sjálfstæði við öflun þekkingar og við úrvinnslu. Nemendur þjálfist í að koma þekkingu sinni á framfæri með fjölbreyttum hætti.

Námsmarkmið

Lífvísindi

Nemandi á að

Getað tileinkið sér vísindaleg vinnubrögð þar sem lögð er áhersla á öflun og flokkun

upplýsinga (á vettvangi, með tilraunum, úr rituðum gögnum, myndböndum,

vefsíðum, margmiðlun), nákvæmni í skráningu og mælingum, skipulagt vinnuferli og skýra

framsetningu niðurstaðna

Kynnast hinni vísindalegu aðferð og þekkja nokkrar mælieiningar og tæki sem notuð eru í

náttúruvísindum

Geta þekkt algengustu frumur í lífverum og mun á lífrænum og ólífrænum efnum

kunna skil á gerð, starfsemi og sérhæfni hjá jurta- og dýrafrumum og mismunandi frumulíffærum

Getað náð valdi á beitingu ýmissa grunnhugtaka varðandi efnaskipti, vöxt, æxlun, þroskun og

hreyfingu lífvera

Geta lýst sameiginlegum einkennum, þörfum og starfsemi lífvera

öðlist grunnþekkingu á helstu hugtökum efnafræðinnar

Kraftur og hreyfing

Nemandi á að

geta lýst eðli og orsökum hreyfinga og notað hugtökin ferð, hraði, hröðun og kraftur

þekkja þyngdarlögmálið og vita að þyngdarkraftur verkar á milli allra hluta

skilja muninn á massa og þyngd

geta notað hugtök eins og þrýsting og eðlismassa og tengt þau fyrirbærum í daglegu lífi

Geta borið saman þrenns konar núningi.

Geta beitt reglu Arkimedesar til þess að skýra hvers vegna hlutir fljóta í vatni.

Page 17: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Geta beitt lögmáli Bernoullis til þess að skýra hegðun hluta á flugi.

Geta tengt hugtökin vinnu, orku og afl.

Geta skýrt hvaða áhrif vélar hafa á vinnu.

Geta skilgreint inntakskraft, skilakraft, kraftahlutfall nýtni.

Geta ýst sex mismunandi gerðum einfaldra véla.

Lýst hreyfingu út frá hugtökunum vegalengd.

Skilgreint hröðun með orðum og formúlu.

Útskýrt hvers vegna jöfn hringhreyfing felur í sér hröðun.

Sett fram þrjú lögmál Newtons um hreyfingu og nefnt dæmi til skýringar um hvert þeirra.

Tengt hugtökin um hröðun fallandi hlutar.

Sett fram þyngdarlögmál Newtons.

Námsefni

Lífheimurinn Litróf náttúrunnar. Kraftur og hreyfing. Myndbönd og ítarefni frá kennara

Kennari:

Steinunn H. Eggertsdóttir

Samfélagsfræði (saga, trúarbragðafræði, landafræði)

Samfélagsfræði er kennd í þriggja anna lotum. Fyrstu önnina verður kennd saga, þá trúarbragðafræði og að lokum landafræði. Í samfélagsfræði er gert ráð fyrir að nemendur lesi heima fyrir kennslustundir og vinni verkefni upp úr kennslubók í kennslustundum. Áhersla er lögð á að hver og einn komi sér upp gagnasafni (möppu) sem inniheldur glósur, ljósrit frá kennara o.fl. Þessi gögn eru metin inn í skólaeinkunn. Í trúarbragðafræði verður lagt upp úr umræðum í tíma þannig að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun og víðsýni hvað varðar mismunandi trúarbrögð. Nemendur vinna bæði einstaklings- og hópaverkefni.

Námsmarkmið

Haustönn

Að nemandi ∙ geti nýtt sér helstu birtingarform sögunnar svo sem munnlegar frásagnir,

kennslubækur, handbækur, aðgengileg fræðirit, margmiðlun, netheima, söfn af ýmsum gerðum, sögustaði og mannvirki

∙ þjálfist í að meta gildi og áreiðanleika og geri grein fyrir afstæði sögulegra frásagna og skýringa

∙ þekki valdastöðu Evrópu og samspil hennar við önnur svæði heims ∙ þekki sjálfstæðisbaráttuna á Íslandi og geti tengt hana við hugmyndastrauma sem

ríktu á þeim tíma ∙ kynnist nokkrum af forystumönnum í þjóðlífi 19. aldar, t.d. Jóni Sigurðssyni, og geti

metið hvað hafði áhrif á skoðanir þeirra og hvernig þeir mótuðu umhverfi sitt

Page 18: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ geri sér grein fyrir stöðu Kaupmannahafnar og Reykjavíkur á 19. öld ∙ kunni góð skil á muni sveitar og borgar á 19. öldinni ∙ hafi kannað og öðlast þekkingu á aðstæðum ungs fólks á fermingaraldri á dögum

sveitasamfélags á Íslandi og geti borið niðurstöður sínar saman við eigin reynslu ∙ kunni góð skil á og geti borið saman stöðu Íslands á 19. og 21. öldinni

Námsefni Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. Aldar, ýmis myndbönd og efni frá kennara. Námsmat Þrjú áfangapróf verða tekin sem gilda samtals 45%. Þemaverkefni gildir 25%. Tvö verkefni í tengslum við efnið, (annað einstaklingsverkefni og hitt hópverkefni) gilda samtals 20%. Vinna og virkni í tímum 10%.

Miðönn

Að nemandi

∙ kunni skil á ritunarsögu Biblíunnar, geri sér grein fyrir ólíkum flokkum rita hennar og eðli þeirra og öðlist nokkra færni í notkun hennar og túlkun valinna biblíutexta

∙ geri sér grein fyrir mikilvægi Biblíunnar í lífi kirkjunnar og kristinna einstaklinga ∙ kynnist helgiritum annarra trúarbragða og völdum textum úr þeim ∙ kunni skil á helstu kristnu trúfélögunum sem starfa hér á landi, hvað greinir þau

hvert frá öðru og hvað þau eiga sameiginlegt og þekki til einingarviðleitni kristinna manna í samtímanum

∙ fáist við siðferðileg viðfangsefni sem tengjast fjölskyldulífi, svo sem samskiptum á heimili, jafnrétti kynjanna, kærleika, gagnkvæmu trausti og virðingu, sáttfýsi og fyrirgefningu

∙ tileinki sér ábyrg samskipti í jafnaldrahópnum með því að fást við viðfangsefni sem tengjast samskiptum kynjanna, vináttu, heiðarleika, trúnaði og orðheldni

∙ temji sér sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum með því að fást við viðfangsefni sem tengjast hópþrýstingi, einurð til að standa við eigin sannfæringu og virðingu fyrir sannfæringu annarra

Námsefni Maðurinn og trúin. Ýmis myndbönd, hljómdiskar og efni frá kennara. Námsmat Áfangapróf verða tekin í faginu sem gilda samtals 50%. Vinnubók gildir 30%. Vinna og virkni í tímum gildir 20%.

Vorönn

Að nemandi ∙ kynnist helstu gerðum kortavarpana og geti reiknað fjarlægðir út frá uppgefnum

mælikvarða

Page 19: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

∙ þekki þróun innri og ytri gerðar jarðar ∙ þekki þau öfl sem breyta jörðinni ∙ þekki hinar ýmsu tegundir auðlinda ∙ þekki helstu hafstrauma og áhrif þeirra á mannlíf á jörðinni ∙ skilji helstu orsakir og afleiðingar veðurs, s.s. úrkomu og vinda ∙ geri sér grein fyrir þeim afleiðingum sem eiga sér stað þegar maðurinn breytir

landslaginu eða ofnýtir auðlindir jarðar ∙ skilji áhrif náttúrufars á athafnir mannanna

Námsefni Landafræði handa unglingum 1. hefti, Kortabók handa grunnskólum, efni frá kennara og af netinu. Námsmat Fimm áfangapróf verða tekin í faginu sem gilda 10% hvert. Vinnubók gildir 30%. Vinna og virkni í tímum gildir 20%.

Áhugasviðsverkefni

Áhugasviðsverkefni er ætlað að koma til móts við þarfir og áhuga nemenda og gefa

nemendum tækifæri á að vinna skapandi verkefni sem þau velja út frá eigin áhugasviði. Gert

er ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi þar sem nemendur hafa val um verkefnavinnu, hvort

þeir vinna einstaklingslega eða í hópum og á hvaða formi þeir skila verkefnum sínum. Áhugi

nemenda á viðfangsefninu er mikilvægur fyrir árangur og vellíðan í skólanum og verða

nemendur því hvattir til þess að velja sér verkefni sem þau hafa áhuga á.

Mikilvægt er að nemendur taki virkan þátt í tímum, sýni sjálfstæði í vinnubrögðum, séu

tilbúnir til að tjá skoðanir sínar og koma fram.

Námsmarkmið

- Að nemandi þjálfist í að velja sér viðfangsefni út frá eigin áhugasviði

- Að nemandi fái þjálfun í samskiptum í hópavinnu

- Að nemandi þjálfist í að skipuleggja og útfæra verkefni, ákveði hvernig verkefnið skuli

unnið og setji upp tímaáætlun

- Nemandi læri að búa til skriflega áætlun um verkefnið

- Nemandi fái þjálfun í flutningi verkefna

Námsefni

Page 20: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Ýmiskonar efni af netinu, frá kennara og aðrar heimildir sem nemendur afla sér.

Námsmat

Öll verkefni verða metin til lokaeinkunnar. Nemendur munu einnig framkvæma jafningjamat

og sjálfsmat. Að auki verður virkni í tímum og samskipti í hópastarfi metin.

Textílmennt

Námsgreinin textílmennt felur bæði í sér þátt hönnunar og handverks. Handverkið á sér djúpar rætur

í menningu okkar. Hönnunin, hvort sem er fyrir fjöldaframleiðslu eða handverk, gegnir ört vaxandi

hlutverki í nútíma samfélagi.

Leitast er við að sameina þessa tvo þætti þannig að nemendur læri handverkið

en um leið fái tækifæri til að hanna sjálfir sína eigin hluti á persónulegan hátt.

Samvinna er á milli smíði og textíl þannig að nemendur geta valið að vild verkefni innan þessara

greina. Kennslutími eru 4 kennslustundir á viku hálfan veturinn.

Námsmarkmið

∙ nota áunna þekkingu í textíl við val viðfangsefna og velji sér verkefni í samræmi við eigin langanir og þarfir

∙ þróa eigin hugmyndir að textílverkefnum. ∙ noti fagbækur og upplýsingatækni ∙ geta unnið eftir tímaáætlun og verklýsingu ∙ þjálfist í að taka tillit til mismunandi túlkunaraðferða og virði eigin verk og annarra ∙ skoði íslenska þjóðbúninginn ∙ geri sér grein fyrir áhrifamætti tísku á daglegt líf ∙ tileinki sér orðaforða textílgreinarinnar ∙ tileinki sér vandvirkni, góða umgengni og rétta meðferð áhalda og véla

Námsefni

Ýmsar handverksbækur, fagtímarit, Hannyrðir í 1.- 3. bekk, Á prjónunum eftir Unni Breiðfjörð,

fjölritað efni frá kennara og efni af Veraldarvefnum.

Námsmat

Page 21: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

Námsmatið byggist á símati og sjálfsmati. Eftirfarandi þættir eru lagðir til grundvallar;

vinnusemi(50%), hugmyndavinna (20%), verkfærni (20%) og hegðun (10%)

Nemendur skrá vikulega framvindu verkefnis síns og vinna síðan sjálfsmat í lok þess.

Viðmiðunarstundaskrá 8. bekkjar

Fag Vikust. Kennari

Íslenska 6 EAT / RR / ÞMB

Stærðfræði 6 ESH / AVS / JÝJ

Enska 4 IDÓ / DS

Danska 3 SólS

Náttúrugreinar 3 SHE

Samfélagsgreinar 3 AVS / ESH / RR

UT. (áhugasv.) 2 AVS / ÞMB

List og verkgreinar 4

Textíl, EÓ

Smíði JMG

Heimilisfræði MM

Myndmennt KG

Leik- og tónlist GLG

Skólaíþróttir 3 Íþróttir 2 SEE / ÍAS

Sund 1 ÁT / EH

Umsjónartími 1 umsj.

Val 2 ---

Page 22: Námsvísir fyrir 8. bekk Veturinn 2014 2015 · 2014-12-04 · Hlutföll, almenn brot og prósentur Að nemendur geti beitt reikniaðgerðunum fjórum á almenn brot Að nemendur

37