30
Norðurþing Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík HÖNNUNARSAMEPPNI SAMKEPPNISLÝSING ÚTBOÐ NR. 21061 Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið Sveitarfélögin Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins FSR Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands AÍ

Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

Norðurþing

Nýtt hjúkrunarheimili

á Húsavík

HÖNNUNARSAMEPPNI

SAMKEPPNISLÝSING

ÚTBOÐ NR. 21061

Verkkaupi:

Heilbrigðisráðuneytið

Sveitarfélögin Norðurþing, Tjörneshreppur,

Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit

Umsjónaraðili:

Framkvæmdasýsla ríkisins FSR

Samstarfsaðili:

Arkitektafélag Íslands AÍ

Page 2: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 1

Efnisyfirlit

1 Almenn atriði ............................................................................................................... 3

1.1 Inngangur................................................................................................................................3

1.2 Verkkaupi ................................................................................................................................3

1.3 Yfirlit yfir verkefnið ..................................................................................................................3

1.4 Samkeppnisform .....................................................................................................................4

1.5 Lykildagsetningar (frá Ríkiskaupum) ......................................................................................4

1.6 Áherslur dómnefndar ..............................................................................................................5

1.7 Verðlaun .................................................................................................................................5

1.8 Tungumál samkeppninnar ......................................................................................................5

1.9 Höfundarréttur tillagna ............................................................................................................5

1.10 Varðveisla tillagna ..................................................................................................................6

2 Tilhögun samkeppninnar ............................................................................................ 6

2.1 Þátttökuréttur ..........................................................................................................................6

2.2 Afhending samkeppnisgagna .................................................................................................6

2.3 Ítargögn eru tilgreind í kafla 2.6 Samkeppnisgögn. ................................................................6

2.4 Dómnefnd og ritari dómnefndar ..............................................................................................6

2.5 Trúnaðar og umsjónarmaður - Ríkiskaup ...............................................................................7

2.6 Samkeppnisgögn ....................................................................................................................7

2.7 Vettvangsskoðun ....................................................................................................................8

2.8 Fyrirspurnir -Ríkiskaup – TendSign ........................................................................................8

2.9 Samkeppnistillögur – innihald og skil .....................................................................................9

2.10 Merking, afhending og skilafrestur ...................................................................................... 10

2.11 Sýning - rafræn .................................................................................................................... 12

2.12 Rýnifundur ........................................................................................................................... 12

3 Lýsing verkefnis ........................................................................................................ 12

3.1 Markmið ............................................................................................................................... 12

3.2 Keppnissvæðið .................................................................................................................... 13

3.3 Nánasta umhverfi ................................................................................................................ 14

3.4 Byggingarreitur .................................................................................................................... 15

3.5 Náttúru- og veðurfar ............................................................................................................ 15

3.6 Almenn starfsemislýsing ...................................................................................................... 16

3.7 Húsrýmisáætlun ................................................................................................................... 17

3.7.1 Hjúkrunarrými, einkarými ...................................................................................... 17

3.7.2 Sameiginleg rými eininganna ............................................................................... 18

3.7.3 Sameiginleg rými hjúkrunarheimilisins, miðlæg ................................................... 20

3.7.4 Önnur rými hjúkrunarheimilisins ........................................................................... 21

3.7.5 Útisvæði ................................................................................................................ 21

3.8 Gerð og gæði byggingar ...................................................................................................... 21

3.8.1 Listskreyting .......................................................................................................... 22

Page 3: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 2

3.8.2 Hönnun lóðar ........................................................................................................ 22

3.8.3 Tæknilegar útfærslur............................................................................................. 22

3.8.4 Grunnkerfi ............................................................................................................. 22

3.9 Kostnaðarviðmið .................................................................................................................. 23

4 Verk í kjölfar samkeppni ........................................................................................... 25

4.1 Hönnunar- og framkvæmdatími ........................................................................................... 25

4.2 Hagnýting keppnistillagna.................................................................................................... 25

4.3 Þóknun hönnuða, samningur .............................................................................................. 25

4.4 Trygging hönnuða ................................................................................................................ 25

5 Samþykki keppnislýsingar ........................................................................................ 26

6 Umsögn Arkitektafélags Íslands .............................................................................. 28

Page 4: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 3

1 Almenn atriði

1.1 Inngangur

Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík.

Ákveðið hefur verið að byggja nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík fyrir 60 íbúa. Nýja heimilið er

samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Tjörneshrepps,

Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og mun leysa eldri byggingar af hólmi sem ekki

uppfylla lengur nýtíma viðmið um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Við bygginguna mun

hjúkrunarrýmum á svæðinu einnig fjölga um sex rými.

Vel hefur gefist að halda hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili þar sem kröfur til

aðbúnaðar hafa breyst frá því sem áður var. Þær kröfur snúast fyrst og fremst um að skapa

heimili fyrir einstaklinga sem heilsu sinnar vegna geta ekki lengur búið á eigin vegum með

viðeigandi stuðningi og þarfnast daglegrar hjúkrunar og umönnunar.

Samkvæmt viðmiðum um byggingu hjúkrunarheimila sem velferðarráðuneytið gaf út árið

2014, eru áherslur nú aðrar en áður voru settar. Í stað stórra stofnana með sjúkrastofum á

fjölmennum hjúkrunardeildum, er gert ráð fyrir litlum einingum fyrir 6-12 íbúa. Lögð er áhersla

á að skapa aðstæður sem líkjast einkaheimilum eins og kostur er en um leið mæta þörfum

þeirra sem hafa skerta getu til athafna daglegs lífs. Jafnframt þarf aðbúnaður að stuðla að

góðum vinnuaðstæðum starfsfólks, m.a. með framsækinni notkun velferðartækni sem sífellt

fleygir fram.

Hönnun hjúkrunarheimilis sem fyrst og fremst er heimili ólíkra einstaklinga með heila ævi í

farteskinu en einnig vinnustaður annarrar kynslóðar, þarf að sameina þetta allt; kynslóðir og

margbreytileika, einkalíf og vinnu. Heimilið þarf að standa undir nafni sem heimili, styðja

einstaklinginn til virkni á eigin forsendum og vera honum það skjól sem hann hefur þörf fyrir í

daglegu lífi.

Staðsetning nýja hjúkrunarheimilisins undir hlíðum Húsavíkurfjalls með stórkostlegt útsýni yfir

bæinn og Kinnarfjöll, mun vafalaust gefa innblástur fyrir sköpunargáfu hönnuða og eiga þátt

í hönnun byggingarinnar. Hönnunin er verðug áskorun fyrir færa og metnaðarfulla hönnuði

sem um leið leggja sitt af mörkum til að skapa fallegt og gott heimili fyrir íbúa.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

1.2 Verkkaupi

Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Norðurþing, verkkaupar þessa verkefnis, bjóða til opinnar hönnunarsamkeppni, það er framkvæmdasamkeppni, um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík, nánar tiltekið á afmörkuðu samkeppnissvæði norðan við hjúkrunarheimilið Hvamm og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. . Auk þess eru sveitarfélögin Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjasveit verkkaupar verkefnisins en þar fer Norðurþing með umboð þeirra gagnvart heilbrigðisráðuneyti og framkvæmdasýslu ríkisins. Nýtt hjúkrunarheimili á að þjóna þeim öldruðu borgurum í Norðurþingi, Tjörneshreppi, Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit sem þörf hafa á hjúkrunarrýmum sökum aldurs og/eða veikinda.

1.3 Yfirlit yfir verkefnið

Fyrirhugað er að reisa nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Áætlað er að alls verði þar um að

ræða 60 hjúkrunarrými. Samkvæmt viðmiðum þarfnast 60 hjúkrunarrými 3900 m2

húsnæðis. Sú stærð er lágmarks viðmið og hafa sveitarfélögin bætt við viðbótarrýmum sem

koma fram í húsrýmisáætlun. Nýbyggingin á að leysa hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun

Norðurlands og hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Hvammi af hólmi.

Page 5: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 4

Bygginguna skal hanna í samræmi við stefnu í öldrunarmálum og viðmið heilbrigðisráðuneytisins sem sett eru fram í ritinu; Skipulag hjúkrunarheimila. Lágmarksviðmið um byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma. Önnur útgáfa: Júní 2014. Sjá fylgiskjal A. Þar koma fram lágmarksviðmið sem hönnuðir skulu virða.

Hanna skal bygginguna með vistvænar lausnir að leiðarljósi og eru keppendur hvattir til

að kynna sér rit Framkvæmdasýslu ríkisins um vistvænar byggingar (fylgiskjal E). Á

síðari stigum verður umfang vistvænnar hönnunar ákveðið. Huga skal að stefnu sem

fram kemur í ritinu Menningarstefna í mannvirkjagerð, Stefna íslenskra stjórnvalda í

byggingarlist (fylgiskjal B).

Markmið er að búa heimilismönnum vistlegt heimili þar sem mannréttindi, mannúð og

virðing eru í heiðri höfð. Umhverfi, aðstæður og skipulag á hjúkrunarheimili skal byggt

á þeirri meginreglu að heimilismönnum sé eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem

flestum athöfnum daglegs lífs og að eiga hlut að ákvörðunum sem varða þá sjálfa og

þeirra nánasta umhverfi. Gert er ráð fyrir litlum einingum sem skiptast annars vegar í

rúmgott einkarými fyrir hvern og einn, ígildi stúdíóíbúðar og hins vegar sameiginlegt

rými fyrir íbúa og starfsfólk viðkomandi einingar, meðal annars með eldunaraðstöðu,

borðstofu og dagstofu.

Samkvæmt áður greindum viðmiðum er gert ráð fyrir að hámarki 65 fermetra brúttórými fyrir hvert hjúkrunarrými. Inni í þeirri fermetratölu er einkarými íbúans, sameiginlegt rými íbúa í hverri einingu, stoðrými og aðstaða starfsfólks. Einkarými hvers íbúa skal að lágmarki vera 28 m2 nettó að meðtöldu innangengu baðherbergi.

Stefnt er að því að útboð á verklegri framkvæmd, á grundvelli hönnunarteikninga, verði

auglýst í lok apríl 2021 og byggingin verði tekin í notkun í lok árs 2023.

1.4 Samkeppnisform

Samkeppnin fer fram í samræmi við samkeppnislýsingu þessa og byggir á

leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins: Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni,

20.12.2011, að öðru leiti en því að hér er um að ræða rafræna afhendingu gagna og

rafræn skil. Um samkeppni þessa gilda lög nr. 120/2016 um opinber innkaup.

Opin samkeppni:

Um er að ræða opna hönnunarsamkeppni, þ.e. framkvæmdasamkeppni, og er hún opin

öllum samanber kafla 2.1 Þátttökuréttur.

Að lokinni samkeppni óskar verkkaupi eftir að keppendur myndi hönnunarteymi um tillöguna sem samanstendur af þeim hönnuðum sem að verkinu þurfa að koma t.d. arkitektum, verkfræðingum, landslagsarkitektum og innanhúshönnuðum.

1.5 Lykildagsetningar (frá Ríkiskaupum)

Auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 14.12.2019

Samkeppnisgögn afhent 14.12.2019 (sjá nánar kafla 2.2)

Skilafrestur fyrirspurna (nr. 1) 7.1.2020 (sjá nánar kafla 2.8)

Svör við fyrirspurnum (nr. 1) 17.1.2020 (sjá nánar kafla 2.8)

Page 6: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 5

Lokaskilafrestur fyrirspurna (nr. 2) 7.2.2020 (sjá nánar kafla 2.8)

Lokasvör við fyrirspurnum (nr. 2) 17.02.2020 (sjá nánar kafla 2.8)

Skilafrestur tillagna – fyrir kl. 15.00 21.02.2020 (sjá nánar kafla 2.10)

ATH kerfið lokast kl. 15.00

Stefnt er að því að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun apríl 2020. (sjá nánar kafla 2.11)

1.6 Áherslur dómnefndar

Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi

samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til. Hún leggur áherslu á að tillögur

höfunda uppfylli markmið samkeppninnar sbr. 3.1.

Niðurstöður dómnefndar verða gefnar út á vefsíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is, á

vefsíðu Sveitarfélagsins Norðurþings www.nordurthing.is, á vefsíðu FSR, www.fsr og

á vefsíðu Arkitektafélags Íslands www.ai.is.

Dómnefnd stefnir að því í niðurstöðum sínum sem gefnar verða út, að fjalla sérstaklega

um hverja tillögu fyrir sig en ef fjöldi tillagna verður mikill verður fjallað um tillögurnar í

hópum.

1.7 Verðlaun

Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að kr. 10.000.000 án vsk.– Veitt verða þrenn

verðlaun, 1, 2, og 3, verðlaun og verða 1. verðlaun að lágmarki helmingur af

heildarverðlaunaupphæð.

Auk þess hefur dómnefnd umboð til að veita öðrum tillögum viðurkenningu fyrir allt að

kr. 1.000.000. Dómnefnd getur einnig veitt viðurkenningar án peningaverðlauna.

Komi í ljós eftir að nafnleynd hefur verið rofin að keppandi hafi ekki átt rétt til þátttöku í

samkeppninni, m.a. þar sem hann hafi ekki uppfyllt skilyrði til þátttöku samkvæmt grein

2.1 eða ekki vakið athygli á tengslum við dómnefndarmann, skal verkefnisstjóri svipta

hlutaðeigandi verðlaunum. Skulu þá næstu keppendur færðir upp um sæti. Áður en til

sviptingar verðlauna kemur skal verkefnisstjóri gefa viðkomandi keppanda kost á að

koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Verkkaupi hyggst nýta sér niðurstöðu samkeppninnar, sjá kafla 4 Verk í kjölfar

samkeppni.

1.8 Tungumál samkeppninnar

Tungumál þessarar samkeppni er íslenska og sama á við um verkefnið sjálft eftir

samkeppnina. Öll gögn keppenda svo sem fyrirspurnir, greinargerðir og útskýringar á

teikningum við skil tillögu, skulu vera á íslensku. Svör við fyrirspurnum verða á íslensku.

1.9 Höfundarréttur tillagna

Varðandi höfundarrétt tillagna vísast í Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, kafla

3.3.4 Höfundarréttur tillagna.

Page 7: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 6

1.10 Varðveisla tillagna

Öllum samkeppnistillögum verður skilað rafrænt til Arkitektafélags Íslands (AÍ) að

samkeppni lokinni að fenginni heimild verkkaupa. Tillögurnar verða að lokum varðveittar

í rafrænu formi hjá Hönnunarsafni Íslands samkvæmt samningi milli safnsins og A.Í.

2 Tilhögun samkeppninnar

2.1 Þátttökuréttur

Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil að undanskildum eftirfarandi aðilum:

a. Reka ráðgjafaþjónustu eða aðra atvinnustarfsemi með aðila í dómnefnd.

b. Dómnefndarmaður er tengdur aðila, sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

c. Vinnur að verkefni með aðila í dómnefnd, svo sem í samstarfshópi fleiri

ráðgjafa sem vinna sameiginlega fyrir einn og sama aðilann í öðru verkefni.

Þá hafa þeir sem tóku þátt í undirbúningi samkeppninnar eða hafa komið að

undirbúningi verkefnisins á fyrri stigum ekki þátttökurétt.

Þar sem nafnleynd er viðhöfð í samkeppninni bera þátttakendur sjálfir ábyrgð á að gæta

að því að ekki séu þau tengsl við dómnefnd er áhrif geta haft á þátttökurétt viðkomandi

þátttakanda og þar með hæfi áðurnefndra aðila. Í því felst meðal annars að þátttakendur

bera sjálfir ábyrgð á því að ekki séu þau tengsl til staðar sem kveðið er á um í þessari

grein. Þátttakandi sem telur að fyrir hendi séu þau tengsl sem kveðið er á um skal

tilkynna trúnaðar- og umsjónarmanni samkeppninnar um það skriflega. Verkefnisstjóri

samkeppninnar skal taka ákvörðun um það innan 10 daga hvort viðkomandi

dómnefndarmaður víki sæti eða aðrar viðeigandi ráðstafanir gerðar. Auk dómnefndar

og starfsmanna hennar (ritara, trúnaðar- og umsjónarmanns, sérfræðinga), er þátttaka

óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, er þeim nátengdur eða vinnur

að verkefnum með þeim. Þá hafa þeir sem tóku þátt í undirbúningi samkeppninnar ekki

þátttökurétt. Meginreglan varðandi hæfi þátttakenda er sú að þeir sjálfir beri ábyrgð á

hæfi sínu. Sjá einnig grein 3.2.4 Dómnefndarstörf í Leiðbeiningum um

hönnunarsamkeppni.

2.2 Afhending samkeppnisgagna

Þessi samkeppni er rafræn. Til að nálgast þátttökuskjölin þurfa menn að skrá sig inn á

nýtt rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa: www.TendSign.is. Athugið að þátttaka í hönnun-

arsamkeppni er háð því að leiðbeiningum um innsendar tillögur sé fylgt.

Tillöguhöfundar uppfylli leiðbeiningar um nafnleynd og leiðbeiningum þar af lútandi sé

fylgt. Hægt er að nálgast þessar upplýsingar annarsvegar á vefsíðu Ríkiskaupa og hins

vegar sem fylgigögn í TendSign.is undir verkefninu.

Það að nálgast gögnin án nafnleyndar er öllum heimilt í þessari opnu samkeppni. Það

er einungis varðandi þátttöku, þ.e. innsendar tillögur og fyrirspurnir og svör þar sem

nafnleyndar er krafist.

2.3 Ítargögn eru tilgreind í kafla 2.6 Samkeppnisgögn.

Forval Ekki var um forval að ræða í þessari samkeppni.

2.4 Dómnefnd og ritari dómnefndar

Verkkaupi hefur tilnefnt eftirtalda aðila í dómnefnd:

Page 8: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 7

Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu, formaður

Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns,

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:

Jakob E. Líndal arkitekt FAÍ,

Guðmundur Gunnarsson arkitekt FAÍ.

Ritari dómnefndar er:

Anna Sofía Kristjánsdóttir, arkitekt FAÍ/MNAL, verkefnisstjóri FSR

Dómnefnd hefur valið að geta kallað til eftirtalda sérfræðinga til aðstoðar við

dómnefndarstörf:

Ármann Óskar Sigurðsson verkefnastjóri/tæknifræðingur FSR.

Guðrún Fanney Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu

Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN

2.5 Trúnaðar og umsjónarmaður - Ríkiskaup

Trúnaðar- og umsjónarmaður samkeppninnar er:

Indriði Waage

Ríkiskaup

Borgartúni 7c

105 Reykjavík.

Sími: 530 1400,

Fax: 530 1414.

Netfang: [email protected]

Verkefnisstjóri samkeppnisferilsins á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins er:

Anna Sofía Kristjánsdóttir, verkefnastjóri/arkitekt.

2.6 Samkeppnisgögn

Eftirtalin eru samkeppnisgögn þessarar samkeppni. Ítargögn eru öll önnur gögn en

samkeppnislýsing:

• Samkeppnislýsing.

Ítargögn sem aðgengileg verða á rafrænu útboðssvæði gagnanna í tendsign.is eru:

• Viðmið um skipulag hjúkrunarheimila. Önnur útgáfa: Júní 2014 ( Fylgiskjal A)

• Menningarstefna í mannvirkjagerð, Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist.

(fylgiskjal B)

• Leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins um kaup á ráðgjöf (fylgiskjal C)

• Afstöðumynd af keppnissvæði (fylgiskjal D)

• Rit Framkvæmdasýslu ríkisins um vistvænar byggingar. (fylgiskjal E)

• Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings – Lýsing (fylgiskjal F)

• Þrívíddarlíkan, sem vinnugagn (Fylgiskjal G)

• Loftmyndir: H1, H2, H3 H4 og H5 (fylgiskjöl H)

Page 9: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 8

• Ljósmyndir af samkeppnissvæðinu og nærliggjandi byggingum; I 1, 2 og 3

(Fylgiskjöl I )

• Grunnmyndir, sneiðingar og útlit af Hvammi (Fylgiskjöl Í 0, 1, 2, 3, 4 og 5)

• Vindatlas (Fylgiskjal J)

• Húsrýmisáætlun (fylgiskjal K)

• Reglugerð nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða ( Fylgiskjal L) Vefsíða:

http://www.vinnueftirlit.is/media/upload/files/log_og_reglur/reglur_og_reglugerdir

_sem_heyra_undir_vinnuverndarlog/581_1995.pdf

• Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti ( Fylgiskjal M) Vefsíða:

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/941-2002

• Viðmiðunarreglur um veitingarstaði og veitingasölur ( Fylgiskjal N)

• Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni 20.12.2011, (Fylgiskjal O). Vefsíða:

https://www.fsr.is/media/utgefid-efni/Leidbeiningar-um-honnunarsamkeppnir.pdf

• Leiðbeiningar um BREEAM og Blágrænar ofanvatnslausnir (Fylgiskjal P)

• Leiðbeiningar um nafnleynd (Fylgiskjal R)

• Afstöðumynd í DWG (Fylgiskjal S)

• Jarðvegskannanir (Fylgiskjal T)

Sjá einnig kafla 2.2 Afhending keppnisgagna.

Í meðferð rafrænna skjala skal áréttað að dómnefnd er bundin trúnaði.

2.7 Vettvangsskoðun

Ekki verður boðað til vettvangsskoðunar í þessari samkeppni en þátttakendur eru hvattir

til að kynna sér aðstæður á lóðinni og nágrenni.

2.8 Fyrirspurnir -Ríkiskaup – TendSign

Fyrirspurnir skal senda, í gegnum TendSign útboðskerfið, með því að fara í Spurningar

og svör og bæta við nýjum skilaboðum. Ýtið á græna takkann Senda spurningu til að

spurningu sé komið á framfæri. Eins og fram kemur er það einungis viðtakandi, þ.e.

umsjónar og trúnaðarmaður sem fær spurninguna en allar spurningar og svör við þeim

eru birtar innan kerfis.

Trúnaðarmaðurinn flokkar fyrirspurnir og tekur af öll auðkenni sé því fyrir að fara. Hann

beinir fyrirspurnum til dómnefndar, eða leitar svara þar sem það á við, í samráði við

verkefnastjóra samkeppninnar.

Page 10: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 9

Um er að ræða tvo formlega fyrirspurnatíma, sjá tímasetningar í kafla 1.5

Lykildagsetningar samkeppninnar. Öll svör og tilkynningar eru sett á vef Ríkiskaupa.

Keppendur eru hvattir til að fylgjast reglulega með vefnum.

Þátttakendum er sérstaklega bent á að nýta sér fyrri fyrirspurnatímann.

Vakin er athygli á að upplýsingar, fyrirspurnir og svör við þeim verða eingöngu

birt á vef útboðskerfisins TendSign undir verkefnanúmerinu 21061 Ríkiskaup

Kerfið sendir einhverja upplýsingapósta á þá sem hafa skráð sig fyrir gögnum í

keppni en keppendur bera sjálfir alla ábyrgð á að fylgjast með fyrirspurnum og

svörum í kerfinu, sem og að athuga póst á þau netföng sem skráð hafa verið til

leiks.

Sjá einnig kafla 3.2.2 Fyrirspurnir í ritinu Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni.

2.9 Samkeppnistillögur – innihald og skil

Keppendur skulu skila gögnum (senda) rafrænt í pdf-formi á slóð Ríkiskaupa:

TendSign.is, fyrir kl. 15:00 að íslenskum tíma þann dag sem skilgreindur er sem

lokaskilafrestur og fram kemur í grein 1.5. Leiðbeiningar þar að lútandi má sjá á

heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Skila skal eftirfarandi gögnum:

TEIKNINGAR:

• Skipulagsuppdráttur (með norður upp) í mkv. 1:2000, sem sýni afstöðu lóðar og

byggingar til núverandi byggðar.

• Afstöðumynd (með norður upp) í mkv. 1:500, sem sýnir svæðið og tengsl við

nágrenni.

• Grunnmyndir, skurðmyndir og útlit í mælikvarðanum 1:200.

• Fjarvíddar og rúmteikningar (þrívíddarmyndir), og/eða ljósmyndir að vali höfunda.

• Skýringarmyndir (riss) að vali höfunda.

Tillöguarkir (teikningar) skulu vera í stærð A1 (594x841 mm) skilað rafrænt á pdf-formi.

Allur texti skal ritaður á vélrænan hátt.

Tillöguarkir skulu ekki vera fleiri en 4.

Lagt er til að tillöguarkir, A1, verði láréttar (landscape).

Keppendur skulu gera grein fyrir röðun tillöguarka í hægra horni að neðan.

ÖNNUR GÖGN:

DWG-GRUNNAR:

Keppendur mega búast við að dómnefndarfulltrúar kalli eftir DWG.grunnum í rafrænu

formi ef þeirra er þörf við yfirferð á tillögum.

Page 11: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 10

GREINARGERÐ:

Keppendur eru beðnir um að skila inn, rafrænt með tillögunni, greinargerð í A3 - í pdf:

• Þar sem lýst er megininntaki tillögunnar, helstu forsendum, markmiðum og

áherslum tillöguhöfunda. Texti skal vera hnitmiðaður og miða er við um 1000 orð.

• Lýsing á skipulagi, helstu stærðum, efnisnotkun og tæknilegum útfærslum. Þar

skal gerð grein fyrir þeim atriðum sem dómnefnd leggur áherslu á, samanber kafla

1.6 Áherslur dómnefndar og 3.1 Markmið auk annarra atriða sem keppendur vilja

skýra frá.

• Lýsing á frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa,

lofta og veggja innanhúss, loftræstingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða

og öðru því sem getur haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

• Rýmistöflu keppenda skal birta í greinargerð.

Birta skal smækkuð afrit allra uppdrátta í greinargerðinni í A3-stærð og gæta ber þess

að samræmi sé milli texta á uppdráttum og í greinargerð.

RÝMISTAFLA:

Rýmistafla sem fylgir samkeppnisgögnum (Fylgiskjal L), er excel-skjal. Þar eru upptalin

þau rými sem lögð voru til grundvallar við rýmisáætlun verkefnisstjórnar. Höfundum ber

að skila rýmistöflu með tillögum sínum og er mælst til þess að fyrrgreind rýmistafla verði

notuð og skal hún þá fyllt út eins og texti hennar segir til um. Rýmistölur fyrir einstök

rými skulu vera nettóstærðir. Enn fremur skal gefa upp brúttóstærð fyrir heildarstærð

húss. Leyfð verða minniháttar frávik í stærð rýma sem kalla má auka- og sameiginleg

rými en ekki eru leyfð frávik hvað varðar stærð hvers hjúkrunarrýmis á einstakling.

Líkön og/eða önnur gögn, sem ekki er beðið um í keppnislýsingu, verða ekki lögð fyrir

dómnefnd.

2.10 Merking, afhending og skilafrestur

MERKING GAGNA:

Skilagögn eru 4 skrár og skal merkja skrárnar með eftirfarandi hætti. (Þar sem 7 stafa

NÚMER (tala) er auðkennisnúmer tillögu þá er í lagi að nota sömu 7 stafa tölu („random-

númerið“) og valin var fyrir TendSign).

Gögn skal merkja sem hér segir:

• Tillaga – númer.pdf: Auðkenna skal öll tillögugögn með sjö stafa tölu, að vali

tillöguhöfundar, í 2x7 sm stóran reit í hægra horni að neðan hverrar

tillöguarkar.

• Greinargerð - númer.pdf

• Rýmistafla - númer.xlsx

• Grunnmyndir – númer.pdf

• Þess skal gætt sérstaklega að ekki komi fram neinar upplýsingar um

tillöguhöfund á gögnum sem send eru til Ríkiskaupa.

Page 12: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 11

AFHENDING GAGNA:

Öll gögn, sem beðið er um samkvæmt grein 2.9, skal senda rafrænt á slóð Ríkiskaupa:

í gegnum TendSign. Velja skal: Búa til tilboð og senda inn í gegnum kerfið. Athugið að

heiti tilboðs sé sjö stafa random númer og farið svo í gegnum næstu skref þar til á loka

skrefinu er tilboðið sent inn rafrænt. Allir sem sent hafa inn tilboð fá um það

staðfestingarpóst á netfangið sem tengist skráningarupplýsingum viðkomandi. Í

hönnunarsamkeppni skal það vera nýtt netfang og því er það á ábyrgð viðkomandi

þátttakanda að athuga og staðfesta að pósturinn hafi borist á það netfang til

staðfestingar á því að tillagan hafi verið móttekin í kerfinu.

SKILAFRESTUR TILLAGNA:

Tillögum skal skila sem hér segir: (Setja inn á TendSign)

Senda skal tillögurnar rafrænt í pdf formi til trúnaðar- og umsjónarmanns hjá

Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, Reykjavík , í gegnum TendSign sem og fram kemur hér

að ofan, í síðasta lagi á þeim tíma og þeim degi sem fram kemur í kafla 1.5

Lykildagsetningar.

Page 13: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 12

Ófrávíkjanlegt skilyrði þess að tillögu sé veitt viðtaka og hún dæmd er að henni sé skilað

á réttum tíma samkvæmt framangreindu og að nafnleyndar sé gætt.

Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum á þeim tíma sem um er getið í kafla 1.5

Lykildagsetningar.

Þegar dómnefnd hefur lokið störfum sendir trúnaðar- og umsjónarmaður út tilkynningu

til þátttakenda þar sem þeir eru beðnir um að senda inn „nafnamiða“ á A4 formi þar sem

fram koma upplýsingar um hönnuði. Þegar líða fer að því að dómnefnd skili inn

niðurstöðum er mikilvægt að þátttakendur fylgist vel með tölvupósti þeim sem stofnaður

var vegna samkeppninnar.

Um rof nafnleyndar verður farið í samræmi við Leiðbeiningar Ríkiskaupa um rafræna

þátttöku. Leiðbeiningar þar að lútandi má sjá á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Ákvæði um dómnefndarálit er að finna í grein 3.2.6 í Leiðbeiningum um

hönnunarsamkeppni.

Verkkaupi gefur út dómnefndarálit á rafrænu formi.

2.11 Sýning - rafræn

Eftir að úrslit liggja fyrir verður haldin sýning á öllum innsendum tillögum, í 6 vikur, á

vefslóðum þeirra aðila sem að samkeppninni standa, þ.e. Ríkiskaupa www.rikiskaup.is,

á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins: www.stjornarradid.is, á vefsíðu Sveitarfélagsins

Norðurþings www.nordurthing.is, á vefsíðu FSR, www.fsr.is og á vefsíðu

Arkitektafélags Íslands www.ai.is.

2.12 Rýnifundur

Í samræmi við grein 3.3.2 í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni, verður haldinn

rýnifundur innan eins mánaðar frá verðlaunaafhendingu.

3 Lýsing verkefnis

3.1 Markmið

Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögur um hönnun húss og lóðar fyrir nýtt

hjúkrunarheimili á Húsavík í sveitarfélaginu Norðurþing í samræmi við stefnu í

öldrunarmálum og viðmið heilbrigðisráðuneytisins um Skipulag hjúkrunarheimila í júní

2014 - Lágmarksviðmið um byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma

(fylgiskjal A).

Úrlausnir keppenda skulu byggja á samkeppnislýsingu þessari og áður greindum

viðmiðum ráðuneytisins. Aðlaga þarf kröfur að aðstæðum á staðnum.

Markmið:

• Að nýbyggingin falli vel að landi og aðliggjandi byggð þannig að hún myndi

samræmda heild með byggingum sem fyrir eru í næsta nágrenni en gefi um leið

heildinni áhugavert yfirbragð í bæjarmyndinni.

• Að fyrirkomulag nýbyggingarinnar á lóðinni bjóði upp á gott aðgengi og samspil

bygginganna allra, ásamt heilsueflandi og gróðurríkum útisvæðum. Íbúar njóti

útsýnis til fjalla og yfir bæinn eftir því sem kostur er á.

• Að skapa skjólgóð og sólrík rými til útvistar fyrir heimilismenn og góða aðkomu

að lóð.

Page 14: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 13

• Að fá fram hugmyndir að vistlegu heimili fyrir einstaklinga sem þurfa á

langvarandi umönnunar- og hjúkrunarþjónustu að halda.

• Að vistarverur almennt og herbergi einstaklinga séu haganlega útfærð og tekið

tillit til einstaks umhverfis og útsýnis.

• Að tryggð sé góð vinnuaðstaða starfsmanna.

• Að horft sé til framtíðar í velferðartækni- og öðrum tæknilegum lausnum er

auðveldað geta daglegt líf heimilisfólks og vinnuaðstöðu starfsmanna.

• Að ytra og innra fyrirkomulag sé til fyrirmyndar hvað varðar aðgengi og

öryggismál.

• Að byggingin verði hagkvæm með hliðsjón af framkvæmda- og rekstrarkostnaði

byggingarinnar.

• Að húsnæðið tryggi hagkvæmni í daglegum rekstri eins og í starfsmannahaldi.

Þar er m.a. átt við að starfsfólk geti haft góða yfirsýn innan eininga og á milli

eininga og jafnframt að helstu vegalengdir verði sem stystar.

• Að nýbygging endurspegli vandaða byggingarlist er fellur vel að umhverfi sínu.

• Að umhverfissjónarmið og vistvæn hönnun verði höfð að leiðarljósi við útfærslu

byggingar og lóðar. Á síðari stigum hönnunar verður horft til vistferilskostnaðar

(e. life cycle cost) m.a. við val á byggingarefnum.

3.2 Keppnissvæðið

Keppnissvæðið er afmarkað á uppdrætti, fylgiskjal D. Innan þess eru lóðirnar Auðbrekka 4, Vallholtsvegur 15 og óbyggt svæði í hlíðinni þar fyrir ofan. Svæðið er alls um 2,3 ha að stærð. Afmörkun lóðar fyrir nýbygginguna verður ákveðin að samkeppni lokinni. Lóðamörk Auðbrekku 4 og Vallholtsvegar 15 eru sýnd á uppdrætti til skýringar en gera má ráð fyrir að þau breytist þegar niðurstaða samkeppninnar liggur fyrir.

Mynd 1, loftmynd af keppnissvæði og nágrenni.

Page 15: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 14

Talsverður landhalli er á keppnissvæðinu og er staðsetning hjúkrunarheimilisins í brattri hlíðinni krefjandi og áhugavert viðfangsefni fyrir hönnuði. Mikilvægt er að byggingin sé hönnuð með það í huga að hún vinni vel með nálægri byggð, að hún liggi vel í landi og sé í góðum tengslum við aðliggjandi útivistarsvæði og aðra starfsemi á svæðinu. Unnt er að stuðla að lifandi umhverfi í næsta nágrenni við heimilið með fjölbreyttum og aðlaðandi útisvæðum og góðum göngutengingum við nálæga starfsemi, s.s. þjónustuíbúðir við Litla-Hvamm og íbúðir fyrir eldri borgara við Útgarð.

Gert er ráð fyrir að aðkoma að nýju hjúkrunarheimili verði frá Skálabrekku í suð-austri og Auðbrekku í norð-vestri.

Á uppdrætti (fylgiskjal D) eru fornleifar, háspennustrengur og göngustígar sýnd til skýringar.

3.3 Nánasta umhverfi

Mynd 2, Afstöðumynd með lóðamörkum og afmarkaðan 5.200 m2 byggingarreit.

Á yfirlitsmynd af lóðinni, sbr. fylgiskjölum D, H og I, er fyrirhugað byggingarsvæði

staðsett í brekkunni norð-austan við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Keppnissvæðið

(merkt með rauðri línu á mynd 2), er um 2,3 ha. að stærð. Nýtt hjúkrunarheimili skal

vera í tengingu við núverandi húsnæði Dvalarheimilisins Hvamms upp í brekkuna norð-

austan megin, líkt og húsrýmisáætlunin gerir ráð fyrir. Á svæðinu er starfrækt

heilbrigðisstofnun (HSN) með heilsugæslu, sjúkradeild, hjúkrunardeild og annarri

stuðningsþjónustu og hjúkrunarheimilið Hvammur. HSN á Húsavík er rekin á vegum

ríkisins en Dvalarheimilið Hvammur er í eigu og rekstri þeirra fjögurra sveitarfélaga sem

að hinu nýja hjúkrunarheimili standa. Þó eru samningar milli þessara aðila um að HSN

sinni framkvæmdastjórn dvalarheimilisins þannig að samstarfið er mikið milli

stofnananna. Í næsta nágrenni til vesturs við Útgarð, eru íbúðir ætlaðar 55 ára og eldri

Page 16: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 15

og sunnan við þær íbúðir, eða við Litla Hvamm, eru búsetuíbúðir fyrir aldraða.

Íbúðabyggð er í hlíðinni við Auðbrekku, norðan við fyrirhugaða nýbyggingu og

sömuleiðis til suð-austurs við Skálabrekku. Hið nýja hjúkrunarheimili mun taka við öllum

þeim sem nú dvelja í hjúkrunarrýmum á Dvalarheimilinu Hvammi og meiningin er að

smærri búseturéttaríbúðum fyrir eldri íbúa verði fjölgað í því húsi í kjölfarið.

Svæði á suðurhluta Vallholtsvegar 15 er óbyggt og er keppendum frjálst að flétta

hugmyndir um hlutverk þess inn í tillögur sínar, t.a.m. fyrir bílastæði, útivist eða

leiksvæði. Frá botnlanga Skálabrekku er göngustígur upp í hlíð Húsavíkurfjalls.

Með hliðsjón af hugmyndafræðinni sem liggur fyrir um rekstur hjúkrunarheimilisins er

vert að skapa tengingu við starfsemi í næsta nágrenni s.s. þjónustuíbúðir aldraðra. Með

því að skapa aðlaðandi útisvæði á lóð nýs hjúkrunarheimilis og góðar göngutengingar,

er unnt að stuðla að lifandi umhverfi í næsta nágrenni við heimilið.

Lögð er áhersla á að byggingar myndi skjólgóð og aðlaðandi rými til útiveru eða

ræktunar, með tilliti til ríkjandi vindátta. Þá er einnig tekið tillit til þess að útsýni yfir bæinn

er mikilvægt. Hafa ber í huga hvernig nýbygging geti aðlagast landslagi og byggðinni

sem fyrir er og stutt við gönguleiða- og stígatengingar. Vinna við breytingu á

Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 er í ferli og nýtt deiliskipulag fyrir

heilbrigðisstofnanirnar verður unnið í kjölfar samkeppninnar.

Mynd 3. Horft frá suðri, núverandi hjúkrunarheimili. Mynd 3. Séð frá byggingarlóð úr norðaustri

3.4 Byggingarreitur

Byggingarreitur fyrir nýtt hjúkrunarheimili er 5.200 m2 að stærð og er gert ráð fyrir að

nýbyggingin sé innan hans nema keppendur geti sýnt fram á verulegan ávinning af öðru

fyrirkomulagi. Gera skal ráð fyrir tengingu frá nýju hjúkrunarheimili við núverandi

byggingu/byggingar innan lóðar Vallholtsvegar 15. Starfsemi verður að einhverju leyti

sameiginlega í nýja hjúkrunarheimilinu og Dvalarheimilinu Hvammi og er því mikilvægt

að huga að hagkvæmri tengibyggingu hvað varðar kostnað, rýmismyndun jafnt innan

og utanhúss og tillit sé tekið til ásýndar svæðisins.

3.5 Náttúru- og veðurfar

Veðurfar á Íslandi, líkt og á öðrum norðlægum svæðum, hefur breyst á þann veg að nú

fellur meiri rigning og minni snjór á láglendi en áður. Spár gera ráð fyrir að úrkoma aukist

um 2–3% fyrir hverja gráðu sem hlýnar og líklegt er að ákefð úrkomu aukist og að

dögum án úrkomu fækki. Hitastig hefur hækkað og meira að vetri (desember til mars)

en sumarlagi (júní til september).

Þegar vindrós Veðurstofu Íslands fyrir Húsavík er skoðuð fyrir allt árið, á 10 ára tímabili

(fylgiskjal J), sést að algengasta vindáttin er norðanáttin, en einnig er norð-vestanáttin

Page 17: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 16

algeng. Þar mælist sjaldan hrein vestanátt og norð-austanátt er heldur ekki algeng,

líklega sökum Húsavíkurfjalls.

Þegar skoðað er vindatlas fyrir Húsavík, má sjá að hvassast er í suð-suð-austanátt, og

töluverður vindur í sunnanátt. (Fylgiskjal J).

Frá botnlanga Skálabrekku er göngustígur upp í hlíð Húsavíkurfjalls sem hæglega gæti

verið tengdur göngustíganeti að lóðinni.

Fyrirhugað er að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt rýmistöflu eða um 4.200 m2 á allt

að þremur hæðum, (sjá nánar í húsrýmisáætlun, fylgiskjal K).

Jarðvegskannanir hafa farið fram á lóðinni og niðurstöður eru skráðar í sér skjal.

(Fylgiskjal T). Í hlíðinni ofan keppnissvæðisins er jarðsprunga og svæði meðfram henni

skilgreint sem svæði undir náttúruvá í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Innan

þess svæðis má ekki reisa varanlegar byggingar. Mörk svæðis undir náttúruvá er sýnt

á uppdrætti.

3.6 Almenn starfsemislýsing

Hanna skal nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík, í sveitarfélaginu Norðurþingi, með samtals

60 hjúkrunarrýmum. Öll hjúkrunarrýmin skulu vera einstaklingsrými með

einkabaðherbergi. Öll hönnun skal vera a.m.k. í fullu samræmi við lágmarksviðmið og

aðrar leiðbeiningar, sjá fylgiskjöl.

Lagt er til að fjöldi rýma á heimiliseiningu verði 6 – 12.

Stöðugildi starfsmanna hjúkrunarheimilisins gætu orðið um 60. Reikna má með um 14

- 18 starfsmönnum á dagvakt við hjúkrun og umönnun og um 10 - 12 á kvöldvakt og um

4 starfsmönnum á næturvakt, auk 4 - 6 í eldhúsi á dagtíma og 2 - 3 í ræstingu.

Hugmyndafræði

Eftirfarandi er útdráttur úr 1. kafla ritsins Skipulag hjúkrunarheimila, júní 2014, þar sem

fjallað er um hugmyndafræði uppbyggingar og skipulags hjúkrunarheimila samkvæmt

stefnu heilbrigðisráðuneytisins.

Hjúkrunarheimili eru eins og nafnið bendir til, heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er

ekki lengur fært um að búa á eigin vegum með viðeigandi stuðningi og þarf á umönnun

og hjúkrun að halda. Skipulag hjúkrunarheimilis, þ.e. húsnæði, staðsetning þess,

umhverfi og skipulag á daglegum rekstri, þarf að taka mið af þessu. Því þarf að leggja

áherslu á að skapa aðstæður sem líkjast eins og kostur er húsnæði, skipulagi og

aðstæðum á einkaheimilum fólks.

Umhverfi, aðstæður og skipulag á hjúkrunarheimili skal byggt á þeirri meginreglu að

íbúum sé eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs

og að eiga hlut að ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Lögð

skal áhersla á að skapa aðstæður þannig að öllum líði sem best á heimilinu, jafnt íbúum,

starfsmönnum svo og aðstandendum og gestum sem vilja dvelja með íbúum, jafnvel

daglangt.

Í stað stórra stofnana með sjúkrastofum á fjölmennum hjúkrunardeildum er gert ráð fyrir

litlum einingum [viðmið: 6-12 íbúar á einingu] sem skiptast annars vegar í rúmgott

einkarými fyrir hvern og einn og hins vegar sameiginlegt rými fyrir íbúa og starfsfólk

viðkomandi einingar, meðal annars með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Litlar

einingar og heimilislegt umhverfi eykur nánd og samveru íbúa og starfsfólks.

Hjúkrunarheimili þarf að vera góður, heimilislegur og skapandi vinnustaður fyrir þá sem

þar vinna. Mikilvægt er að hönnun, skipulag húsnæðisins og tækjabúnaður tryggi

Page 18: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 17

starfsfólkinu góðar vinnuaðstæður í samræmi við lög og reglur um aðbúnað,

hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Hugmyndafræði hjúkrunarheimila þarf að taka mið af eftirtöldum þáttum: Að búa

heimilismönnum vistlegt heimili þar sem mannréttindi, mannúð og virðing eru í heiðri

höfð. Að skapa heimilismönnum öryggi með viðeigandi félagslegum og heilsufarslegum

stuðningi. Að veita heimilismönnum alla nauðsynlega umönnun, hjúkrun og læknishjálp.

Að styðja og styrkja sjálfsmynd og sjálfræði heimilismanna.

3.7 Húsrýmisáætlun

Í húsrýmisáætlun er miðað við nettóstærðir einstakra rýma og skal hún lögð til

grundvallar við tillögugerð. Í töflu skal einnig koma fram hver brúttóstærð húss er.

Samkvæmt húsrýmisáætlun er hámarks rýmisþörf hjúkrunarheimilisins um 4.200 m²

brúttó, það er með einkarýmum, stoðrýmum og viðbótarrýmum sveitarfélagsins. Tekið

skal fram að hér er um viðmiðunarstærðir rýma að ræða og er þátttakendum heimilt að

víkja frá stærðum einstakra rýma (en ekki heildarstærð hússins eða stærð á sérhverju

einkarými heimilismanna) telji þeir tilefni til. Sjá húsrýmisáætlun, fylgiskjal K.

Mikil áhersla er lögð á að gott flæði sé í daglegum störfum fyrir starfsfólk og innangengt

sé milli nýs hjúkrunarheimilis og núverandi dvalarheimilis aldraðra sem og

Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), til að gefa færi á góðri samnýtingu starfsfólks.

Þó ber að gæta aðgreiningar þar sem annars vegar er um heimili að ræða en hins vegar

sjúkrastofnun þar sem annars konar starfsemi fer fram.

Í brúttófermetratölu er allt rými byggingarinnar, þar með talið allt gangarými, snyrtingar

(salerni), anddyri, forstofa, geymslur, tæknirými, inn- og útveggir.

Nettóflatarmál byggingar er samanlagt nettóflatarmál einstakra rýma (gólfflatarmál mælt

milli veggja).

Farið er fram á að keppendur skili rýmistöflu er sýni brúttóstærð byggingarinnar og

nettóstærðir allra helstu rýma.

3.7.1 Hjúkrunarrými, einkarými

Einkarými hvers heimilismanns skal vera eitt herbergi og innangengt úr því inn á einkabaðherbergi hans. Þar skal taka tillit til að íbúinn geti farið með loftabraut úr herbergi á baðherbergi. Herberginu skal unnt að skipta niður í svefnkrók og setustofu. Setustofa þarf að rúma húsgögn, svo sem lítinn sófa, einn til tvo stóla, sófaborð og sjónvarp. Í baðherbergi skal vera handlaug, salernisskál og sturta. Það skal vera rúmgott þannig að góð vinnuaðstaða sé fyrir tvo starfsmenn til aðstoðar heimilismanni, m.a. komast beggja vegna að rúmi með nauðsynleg hjálpartæki. Á salerni eða í sturtu er gerð krafa um að hægt sé að veita aðstoð á þrjá vegu og að handföng séu beggja vegna salernis. Í öllum einkarýmum skal vera mögulegt að hafa lítinn ísskáp og unnt að nota tölvu, síma og sjónvarp. Ekki er gert ráð fyrir eldunaraðstöðu í einkarýmunum. Í hverju herbergi verður fataskápur þar sem heimilismaður geymir föt sín og ýmsa smáhluti. Í honum verður fatahengi, hillur og skúffur. Læst öryggishólf er í fataskápnum fyrir persónulega muni, skartgripi og önnur verðmæti. Þar verði t.d hægt að geyma lyfjarúllur einstaklinganna. Rými verður einnig í skápnum til að geyma lín og sængurfatnað. Heimilismaður skal geta horft út um glugga í set- og svefnkróki hvort sem hann er sitjandi eða liggjandi. Uppi við loft skal unnt að koma fyrir lyftibúnaði með rafdrifinni lyftu á braut svo lyfta megi

heimilismanni úr hjólastól eða flytja hann í setustofu hans eða inn á baðherbergi og

setja hann niður í réttri stöðu við þau tæki sem þar eru. Breidd dyra í einkarými skal

vera næg til að unnt sé að flytja íbúa um þær í sjúkrarúmi. Dyragættir eiga að vera án

þröskulda.

Page 19: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 18

Gera skal ráð fyrir lokuðu dyragati á milli tveggja herbergja á einum til tveimur stöðum

í hverri einingu þannig að hjón eða sambýlisfólk geti búið saman.

Hvert einkarými skal vera að lágmarki 28 m2 nettó að meðtöldu baðherbergi.

Keppendur skulu sýna nokkra valkosti á fyrirkomulagi innan einkarýmisins þar sem sjá

má ólíkar lausnir á staðsetningu svefnaðstöðu og setustofu heimilismanns.

Dæmi um staðsetningu á baðherbergishurð sem auðveldar flutning á braut frá rúmi inn

á bað má sjá á skissum hér að neðan.

Mynd 4. Skissur 1 og 2

3.7.2 Sameiginleg rými eininganna

A. Setustofa, borðstofa, opið eldhús, aðstaða starfsmanna

Í sameiginlegu rými heimilisfólks í hverri einingu skal vera rúmgóð setustofa og

borðstofa með eldunaraðstöðu sem þjónar öllum heimilismönnum og starfsmönnum

einingarinnar. Auk þess skal aðstaða starfsmanna tengjast því rými.

Í setustofu skal vera aðstaða fyrir alla heimilismenn einingarinnar í sæti samtímis, ásamt

aðstöðu fyrir gesti. Þar getur m.a. farið fram örvun, dagleg samvera, einstaklings- og

hópþjálfun. Í sameiginlega rýminu skal huga að lögnum fyrir sjónvarp, tölvu og

skjávarpa. Æskilegt er að hægt verði að nýta veggi til að varpa myndum á. Á síðari

stigum hönnunar verður tekin afstaða til búnaðarkaupa.

Í borðstofu skal vera rými fyrir alla heimilismenn einingarinnar ásamt starfsfólki. Allir

skulu geta setið við borð og matast samtímis, jafnvel þó allir heimilismenn séu í

hjólastól.

Gera skal ráð fyrir litlu opnu eldhúsi í hverri einingu og skal það tengjast borðstofu

heimilismanna þar sem matur verður framreiddur. Þar skal vera unnt að taka við

fullbúnum mat frá matreiðslueldhúsinu og sinna einfaldri matargerð fyrir heimilismenn

og starfsmenn einingarinnar. Auk þess verði þar hægt að hita kaffi og te og baka. Allur

borðbúnaður einingarinnar verði geymdur þar og þveginn upp.

Í eldhúsunum skal gera ráð fyrir vaski, uppþvottavél, eldavél, bakarofni, viftu, stórum

ísskáp með litlu frystihólfi, kaffivél, örbylgjuofni og skápum. Aðstaðan í opna eldhúsinu

skal miðast við að heimilismenn geti fylgst með eða tekið þátt í matargerð og bakstri.

Jafnframt skal aðstaðan stuðla að góðri líkamsbeitingu starfsfólks t.d. með uppþvottavél

í réttri vinnuhæð. Sorpaðstaða í eldhúsum sem og annarstaðar á hjúkrunarheimilinu

skal gera ráð fyrir flokkun sorps.

Page 20: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 19

Keppendur skulu sýna meginfyrirkomulag eldhúsa auk fyrirkomulags í borð- og

setustofu eininganna.

Stakstæð handlaug til handþvotta skal vera í nálægð við sameiginlega rýmið.

Gera skal ráð fyrir að borðstofa, setustofa, eldhús og aðstaða starfsmanna myndi

sameiginlegt rými í hverri einingu. Sjái keppendur möguleika á að tengja tímabundið

saman sameiginleg rými tveggja eininga eða fleiri til að mögulegt sé að mynda stærri

sameiginleg rými til ákveðinna nota, eins og til hátíðarhalda, er óskað eftir að þeir kynni

þann möguleika. Engu að síður er lögð áhersla á að ekki sé vikið frá markmiði um

heimilislegt umhverfi.

Góðir gluggar skulu vera á borð- og setustofu sem unnt er að sjá út um hvort sem fólk

stendur eða situr.

Aðstaða fyrir starfsmenn

Nálægt sameiginlegum rýmum heimilismanna í hverri einingu fyrir sig, skal vera

skrifstofuaðstaða með fundaraðstöðu fyrir 4-5, tölvutengingu fyrir 2 og læstum

geymsluskápum fyrir trúnaðarskjöl. Starfsfólk skal hafa aðgang að læstum hirslum

(töskuskápum) fyrir persónulega muni sína.

Snyrtingar

Gera skal ráð fyrir snyrtingum fyrir starfsmenn í hverri einingu. Jafnframt gert ráð fyrir

snyrtingum fyrir gesti á hverri hæð. Sjá reglugerðir nr. 581/1995 um húsnæði

vinnustaða og nr. 941/2002 um hollustuhætti í fylgiskjölum L og M.

Lyfjaherbergi

Gera skal ráð fyrir læstri geymslu/lyfjaskáp fyrir lyf á hverri einingu. Jafnframt skal gera

ráð fyrir sameiginlegu, miðlægu lyfjaherbergi með góðum hillum og litlu vinnuborði til að

flokka og útbúa lyfjaskammta auk plássi fyrir lyfjaísskápi og vaski.

B. Stoðrými í hverri einingu

Skol

Aðstaða skal vera fyrir skol með tæki til sótthreinsunar á bekjum, þvagflöskum og

þvottaskálum. Gera skal ráð fyrir vaski við hlið sótthreinsitækis og vinnusvæði til beggja

hliða. Auk þess skal gera ráð fyrir hillum og skápum. Heimilt er að hafa þvotta- og

skolaðstöðu saman í rými með ákveðinni aðgreiningu er lýtur að sótthreinsun.

Þvottahús

Aðstaða skal vera til þvotta á öllum fatnaði heimilismanna og líni. Heimilt er að sameina

skol og þvottaaðstöðu þyki það hentugt. Auk þess skal gera ráð fyrir aðstöðu til að

strauja og ganga frá þvotti. Nauðsynlegt er að hafa rými fyrir línlager og tauvagna sem

notaðir eru til að flytja hreint lín inn á einkarými heimilismanna.

Ræsting

Gert er ráð fyrir ræstiklefa. Hann má samnýta fyrir allar einingarnar ef það þykir

hentugra en nauðsyn er að hann sé aðgengilegur í daglegum störfum. Þar skal vera

rúm fyrir ræstivagna, vask og öll nauðsynleg áhöld til ræstinga og hillur fyrir

hreinlætisvörur.

Geymslurými/-skápar í einingum

Huga skal að geymslurými fyrir hjúkrunarvörur innan eininganna annað hvort litlum

geymslum eða rúmgóðum skápum á göngum. Ef hentugra þykir, má sameina

Page 21: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 20

geymslurými fyrir hjúkrunarvörur milli eininganna en nauðsyn er að það sé aðgengilegt

í daglegum störfum.

Sorpgeymsla

Tryggja þarf hverri einingu aðstöðu fyrir sorp en stærri sorpgeymslu með aðstöðu fyrir

sorpflokkun má sameina milli eininga. Taka þarf tillit til að sorp sé flokkað.

C. Útisvæði eininganna

Gera skal ráð fyrir skjólgóðu og sólríku útisvæði með greiðu aðgengi fyrir heimilismenn

og gesti þeirra frá hverri heimiliseiningu. Kostur er ef aðgengi er út undir bert loft, beint

úr herbergi íbúa.

3.7.3 Sameiginleg rými hjúkrunarheimilisins, miðlæg

Rými sem fjallað er um hér á eftir eru sameiginleg fyrir allar einingarnar.

Anddyri, forstofa

Lögð er áhersla á rúmt og aðlaðandi anddyri. Þar skal vera aðstaða fyrir móttöku pósts.

Aðstaða fyrir starfsmenn

Gera skal ráð fyrir sameiginlegri fundaraðstöðu fyrir 10 – 12. Þar verði möguleiki á að

koma fyrir tölvutengingum fyrir 3-4 vinnustöðvar, ljósritun og prentun, geymslu

skrifstofuvara og gagna. Gera þarf ráð fyrir skrifstofuaðstöðu fyrir yfirmann hjúkrunar og

miðlægum hjúkrunarvöru- og lyfjalager.

Búningsaðstaða

Gert er ráð fyrir búningsherbergi fyrir starfsfólk. Skal það vera tvískipt, fyrir karla og

konur eða í því afmarkað rými sem hægt er að loka til að skipta um föt. Í búningsherbergi

skal vera beint aðgengi að sturtu og snyrtingu. Þar skulu vera læstir skápar fyrir alla

starfsmenn fyrir fatnað og persónulega muni starfsmanna. Gera skal ráð fyrir þvottavél

og þurrkara í rýminu. Sjá reglugerð nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða í fylgiskjali G.

Sjúkraþjálfun

Gert er ráð fyrir sameiginlegu rými fyrir sjúkraþjálfun og þjálfunaraðstöðu fyrir

heimilismenn. Stærð rýmisins skal geta rúmað 5-8 heimilismenn hverju sinni auk

starfsfólks og aðstoðarfólks.

Fjölnotasalur

Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir sameiginlegum samkomusal /fjölnotasal, fyrir íbúa

hússins fyrir viðburði og mannfagnaði o.fl.

Baðaðstaða fyrir íbúa

Gera skal ráð fyrir tveimur baðherbergjum með baðkeri og lyftibúnaði auk nauðsynlegra

hjálpartækja fyrir íbúa.

Geymsla fyrir hjálpartæki og fleira

Gert er ráð fyrir geymslu fyrir ýmis konar hjálpartæki svo sem hjólastóla, súrefnissíur,

vökvastatíf, standlyftara, hjúkrunarvörur og fleira. Almennt er þó gert ráð fyrir að

hjólastólar og göngugrindur heimilismanna verði í einstaklingsrýmunum.

Framreiðslueldhús

Gert er ráð fyrir framreiðslueldhúsi í byggingunni þar sem framreiddur verður matur fyrir

heimilismenn, þjónustuþega dagdvalar og starfsfólk.

Page 22: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 21

Áætlanir gera ráð fyrir að boðið verði upp á heitan mat í hádeginu auk morgunmatar,

eftirmiðdagshressingar, kvöldmatar og kvöldhressingar. Gert er ráð fyrir að matreiðsla

fari að mestu fram annarstaðar og matur fluttur til eininganna þar sem hann verði borinn

fram en gera skal ráð fyrir að léttari máltíðir geti verið undirbúnar í eldhúsum

heimiliseininganna.

Keppendur skulu sýna megin fyrirkomulag hagkvæms framreiðslueldhúss auk

fylgirýma. Eldhúsið skal uppfylla kröfur laga og reglugerða, m.a. sem varða heilbrigðis-

og byggingarmál, og viðmiðunarreglur um vinnustaði og veitingasölur í fylgiskjöl M og

N.

Gera skal ráð fyrir starfsmannainngangi með búningsaðstöðu í nánd við eldhús. Gera

skal ráð fyrir þeim möguleika að nota starfsmannainngang einnig sem þjónustuinngang

við eldhús fyrir önnur aðföng.

3.7.4 Önnur rými hjúkrunarheimilisins

Tæknirými

Gera þarf ráð fyrir tæknirými fyrir inntök, stjórnbúnað o.fl.

Geymsla og hleðsla fyrir rafskutlur

Gert er ráð fyrir geymslu með a.m.k. 6 hleðslutengingum fyrir rafskutlur sem ekki þarf

að rúmast innan heildarflatarmálsins.

Tengigangur

Gera þarf ráð fyrir tengigangi milli Hvamms og nýbyggingar. Gangurinn þarf að vera

staðsettur á sem hagkvæmastan hátt fyrir innri starfsemi bygginganna.

3.7.5 Útisvæði

Sorp, sorpgámar á útisvæði ofl.

Gera skal ráð fyrir a.m.k. 14 m2 sérstöku, yfirbyggðu rými fyrir sorpflokkun eða

nægjanlega stórt fyrir 6 sorpgáma (110x120 cm) og 4 tunnur á lóðinni. Aðkoma sorpbíla

og aðgengi starfsfólks að þeim skal vera hindrunarlaus. Lögð er áhersla á snyrtilegan

frágang gámasvæðis og hagkvæma staðsetningu. Staðsetning sýnd á

skipulagsuppdrætti.

Gera skal ráð fyrir yfirbyggðu svæði undir hjólageymslu.

Aðkoma sjúkrabíla og annarra ökutækja til fólksflutninga á útisvæði

Huga skal að greiðri og skjólgóðri aðkomu fyrir þessi ökutæki.

3.8 Gerð og gæði byggingar

Miða skal við að allur frágangur byggingar og lóðar sé vandaður og endingargóður.

Tillöguhöfundar skulu gera grein fyrir efnisvali og uppbyggingu hússins bæði á

teikningum og í greinargerð. Byggingin skal falla vel að nánasta umhverfi, útisvæði

skulu vera sólrík og skjólgóð og vanda skal alla heildarhönnun á frágangi kringum húsið.

Almennt skal gera ráð fyrir hefðbundnum frágangi í rýmum nema þar sem annað er

tekið fram. Taka skal tillit til sólarljóss og afstöðu þess til einstakra rýma. Gera skal ráð

fyrir að íbúar njóti útsýnis á bæinn úr vistarverum sínum.

Gæta skal að aðgengi fyrir alla og að umferð um húsið sé trygg og auðveld.

Page 23: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 22

3.8.1 Listskreyting

Reglur um listskreytingu í opinberum byggingum eru gefnar út af Listskreytingarsjóði

og er aðilum bent á að kynna sér þær af þessu tilefni.

3.8.2 Hönnun lóðar

Keppendur skulu gera tillögu um mótun og nýtingu lóðarinnar s.s. gangstígum,

tengingum við aðliggjandi útivistarsvæði, bílastæðum, sameiginlegum útisvæðum

íbúanna og svæði fyrir sorpgáma. Einnig skal gera grein fyrir aðgengi slökkviliðs og

sjúkrabíla. Lögð er áhersla á aðlaðandi hönnun útisvæða og að hún sé í samræmi við

viðmiðin í fylgiskjali nr. B.

Mælst er til þess að hönnuðir horfi til blágrænna ofanvatnslausna við hönnun og frágang

lóðar. (Fylgiskjal P).

3.8.3 Tæknilegar útfærslur

Í þessum kafla er lýst kröfum sem gerðar munu verða til hönnunar byggingarinnar og

hafa bein áhrif á útfærslu byggingarinnar.

Keppendur þurfa ekki að lýsa tæknikerfum, nema þau hafi sérstök áhrif á útfærslu

byggingarinnar. Athuga þarf að salarhæð þarf að tryggja fullnægjandi rými fyrir

loftræstilagnir.

3.8.4 Grunnkerfi

Grunnkerfi eru öll þau kerfi sem þurfa að vera í byggingunni svo hægt sé að uppfylla

kröfur starfseminnar og þarfir íbúanna sem þar búa, samanber samkeppnislýsing þessi

og ritið Skipulag hjúkrunarheimila (fylgiskjal A).

Gera skal ráð fyrir öllum hefðbundnum grunnkerfum s.s:

• Heimtaugar

• Fráveitukerfi

• Neysluvatnskerfi

• Loftræsikerfi

• Hitakerfi

• Rafkerfi o Heimtaugar o Lagnaleiðir o Jarðskaut o Stofn- og undirdreifikerfi o Innilýsingarkerfi o Útilýsingarkerfi o Neyðarlýsingarkerfi o Loft- hita- og kælistýrikerfi o Heimtaug boðveitu o Fjarskiptalagnakerfi o Brunaviðvörunarkerfi

Sérkerfi eru öll þau kerfi sem íbúar og starfsfólk þurfa að hafa með tilliti til rekstrar-,

þæginda- og öryggissjónarmiða.

Sérkerfi sem hér skal gert ráð fyrir a.m.k eru:

• Dyrasímakerfi – aðgangsstýrikerfi – myndavélakerfi við innganga

• Sjúkrakallkerfi með þráðlausum möguleika

• Lyftibúnaðarkerfi rafdrifið á braut í einstaklingsrýmum

Page 24: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 23

• Möguleiki á myndavélakerfi í tengslum við aðstöðu starfsmanna

Efnisval

Gera skal grein fyrir burðarkerfi byggingarinnar og efnisvali. Almennt skulu rými búin

góðum og slitsterkum efnum. Hurðarbúnaður skal vera endingargóður og lyklakerfi

samræmt (masterskerfi).

Keppendur skilgreini lofthæð en verkkaupi leggur áherslu á aðlaðandi og hagkvæma

byggingu og að hægt verði að nota hefðbundinn tæknibúnað t.d. í hjúkrunarrýmum.

Rafkerfi

Hönnuðir skulu gera ráð fyrir hefðbundnum kröfum til raflagnakerfis. Gera skal ráð fyrir

síma- og tölvunotkun í einstaklingsrýmum, sameiginlegu rými og þar sem starfsmenn

hafa starfsaðstöðu. Brunaviðvörunarkerfi skal vera í samræmi við reglur.

Lýsingarhönnun (Ljósvist)

Kröfur munu vera gerðar um lýsingarhönnun, sem bæði er sniðin að þörfum heimilisins

og er með vistvænar áherslur.

Hljóðhönnun (Hljóðvist)

Kröfur um hljóðvist skulu miðast við þá starfsemi sem fram fer í húsinu í samræmi við

gildandi reglugerðir og staðla. Við hljóðvistarhönnun er mikilvægt að hafa í huga

sérþarfir fyrir einstaklinga sem þurfa á langvarandi umönnunar- og hjúkrunarþjónustu

að halda.

Loftræsing

Um hönnun loftræsingar vísast til gildandi reglugerðar. Ganga skal út frá því að húsið

verði náttúrulega loftræst þar sem því verður við komið og huga skal að sólarálagi. Gera

þarf ráð fyrir að gott þjónustuaðgengi sé að öllum loftræsibúnaði.

Sorp

Gera skal ráð fyrir flokkun sorps í gámum, afgirtum innan lóðar. Sjá einnig umfjöllun

um sorp í kafla 3.6.5 Útisvæði og 3.7.2 Hönnun lóðar.

3.9 Kostnaðarviðmið

Ekki er ætlast til þess að keppendur skili inn kostnaðaráætlun með tillögum sínum, en

á dómsstigi verða þær tillögur, sem að mati dómnefndar koma til álita, stærðar- og

kostnaðarreiknaðar.

Verkkaupi gerir ráð fyrir að framkvæmdakostnaður (verktakakostnaður) húss og lóðar

verði um 515 þús. kr/m² m/vsk (vísitala sept. 2019) fyrir nýbygginguna og skulu

keppendur halda sig innan þess ramma. Ofangreindar tölur innihalda eingöngu beinan

verktakakostnað án magnbreytinga og auka-/viðbótaverka. Hönnun, umsjón og eftirlit,

opinber gjöld og laus búnaður er ekki inni í ofangreindum tölum.

Þóknun til hönnuða er áætluð um 11,5% af framkvæmdarkostnaði eða um 230 m.kr.

m/vsk. Innifalið í þóknuninni er m.a. hönnun vegna LCC, BIM og BREEAM.

Verkefnið verður unnið í stafrænu upplýsingalíkani (BIM, Building Information Model),

sem inniheldur efnislega og hagnýta eiginleika byggingarinnar í þrívíðu hlutbundnu

líkani.

Keppendur skulu sýna kostnaðargát og er miðað við að allur frágangur byggingarinnar og lóðar hennar sé vandaður og viðhaldskostnaður í lágmarki. Þær kröfur verða gerðar við endanlega hönnun mannvirkisins að tekið verði tillit til vistferilskostnaðar (e. life cycle cost).

Page 25: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 24

Framkvæmdasýsla ríkisins leitast við að vera í farabroddi við innleiðingu á vistvænum

áherslum í byggingariðnaði. Stofnunin leggur mikið upp úr því að sýna fordæmi, vera

fyrirmynd og tryggja gæði og fagmennsku í opinberum framkvæmdum í takt við stefnu

stjórnvalda. FSR styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM (Building Research

Establishment Environmental Assessment Method) í stærstu verkefnum

stofnunarinnar. Markmiðið með kerfinu er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum

yfir líftíma bygginga með því að stuðla að umhverfisvænni hönnun og heilsusamlegra

umhverfi fyrir notendur. Miða skal við að „very good“ einkunn náist fyrir þetta verkefni.

Þátttakendur eru eindregið hvattir til þess að kynna sér BREEAM og huga að því að

hönnun endurspegli kröfur kerfisins frá frumdrögum. (Fylgiskjal P).

Sjá nánar um BREEAM kerfið á eftirfarandi tenglum:

https://www.breeam.com/

https://www.fsr.is/samstarf/vistvaenarbyggingar/

Tillagan skal uppfylla öll skilyrði, sem lýst er í samkeppnislýsingu þessari, fylgja

húsrýmisáætlun, uppfylla tæknilegar kröfur, o.s.frv.. Í tillögunni skal gera grein fyrir

frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa, lofta og veggja

innanhúss, loftræstingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða og öðru því sem getur

haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

Page 26: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 25

4 Verk í kjölfar samkeppni

4.1 Hönnunar- og framkvæmdatími

Gert er ráð fyrir að fylgja eftirfarandi tímaáætlun:

Úrslit samkeppninnar kynnt Sjá kafla 1.5 Lykildagsetningar

Hönnun lokið og útboðsgögn tilbúin ágúst 2021

Framkvæmdir hefjast september 2021

Framkvæmdum lokið og bygging tekin í notkun ágúst 2023

Almennur fyrirvari er gerður vegna fjárveitinga til verksins.

Sjá einnig umfjöllun í kafla 4.3. Þóknun hönnuða, samningur.

4.2 Hagnýting keppnistillagna

Verkkaupi stefnir að því að ganga til samninga við höfunda þeirrar tillögu sem dómnefnd

mælir með til áframhaldandi hönnunar á húsinu. Almennur fyrirvari er gerður vegna

fjárveitinga til verksins.

Falli verkkaupi frá frekari áformum um að framkvæma skv. 1. verðlaunatillögunni um

heiti verkefnis eða byggingar eða óski verkkaupi að ráða annan aðila til verksins, en

dómnefnd hefur mælt með, skal greiða 1. verðlaunahafa bætur vegna verkefnismissis,

sem nemur 100% af upphæð 1. verðlauna.

Verkkaupi öðlast afnotarétt af verðlaunuðum og viðurkenndum tillögum, með þeim

takmörkunum sem höfundarlög setja.

4.3 Þóknun hönnuða, samningur

Farið er fram á að hönnuðir myndi teymi um heildarhönnun byggingarinnar.

Heildarhönnunin verði í fullu samræmi við niðurstöðu samkeppninnar.

Í kafla 3.9 kemur fram þóknun til hönnuða sem er prósentuhlutfall af

framkvæmdakostnaði. Verkkaupi setur þó þann fyrirvara að ef samningar nást ekki, þá

getur hann leitað til þeirra aðila sem fengu önnur verðlaun í samkeppninni og samið við

þá um útfærslu á sinni tillögu. Einn samningur verður gerður við allt hönnunarteymið

og skal teymið koma sér saman um hönnunarstjóra verksins og mun hann sjá um alla

samræmingu á gögnum hönnuða.

4.4 Trygging hönnuða

Verði af óviðráðanlegum orsökum ekkert af fyrirhuguðu verkefni, innan tveggja ára, skal

verkkaupi greiða verðlaunahöfundum, eða þeim hönnuðum sem samið hefur verið við

um verkið, jafnvirði verðlaunaupphæðar tillögunnar í bætur.

Page 27: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 26

5 Samþykki keppnislýsingar

Keppnislýsing þessi og samningur milli A.Í., heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélagsins

Norðurþings er grundvöllur samkeppninnar.

Keppnislýsingin er samþykkt af verkkaupum og dómnefndarfulltrúum.

Reykjavík __________________

F. h. heilbrigðisráðuneytisins

______________________________

Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu

F. h Sveitarfélagsins Norðurþings

______________________________

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings

Page 28: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 27

Með undirritun sinni lýsa dómnefndarfulltrúar því yfir að þeir muni dæma eftir ákvæðum

keppnislýsingarinnar.

Dómnefnd:

____________________________

Guðlaug Einarsdóttir, formaður

___________________________ ___________________________

Anna Birna Jensdóttir Kristján Þór Magnússon

___________________________ __________________________

Guðmundur Gunnarsson Jakob Líndal

Page 29: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

FSR SF-016 útg. 5 28

6 Umsögn Arkitektafélags Íslands

Samkeppnislýsing þessi og samningur milli A.Í., heilbrigðisráðuneytis og

Sveitarfélagsins Norðurþings f.h. er grundvöllur samkeppninnar.

Samkeppnislýsingin er samþykkt af verkkaupa og dómnefndarfulltrúum.

F.h. Arkitektafélags Íslands

___________________________

Karl Kvaran formaður AÍ

Page 30: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík...FSR SF-016 útg. 5 2 3.8.2 Hönnun lóðar ..... 22 FSR SF-016 útg. 5 3 1 Almenn atriði 1.1 Inngangur Samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

Undirritunarsíða

Guðlaug Einarsdóttir Kristján Þór Magnússon

Anna Birna Jensdóttir Guðmundur Gunnarsson

Jakob Emil Líndal Karl Kvaran