47
1 BA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum „Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist af reisn, heilindum og sjálfstæði án alls ofbeldis“ Elín Arnbjörnsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2015

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

  • Upload
    others

  • View
    8

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

1

BA ritgerð

Félagsráðgjöf

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum

„Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist af reisn, heilindum og sjálfstæði án alls ofbeldis“

Elín Arnbjörnsdóttir

Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2015

Page 2: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist
Page 3: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

3

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum

„Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist af reisn, heilindum og

sjálfstæði án alls ofbeldis“

Elín Arnbjörnsdóttir

151281-4279

Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsráðgjöf

Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir

Félagsráðgjafardeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2015

Page 4: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

4

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum

”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist af reisn,

heilindum og sjálfstæði án alls ofbeldis”

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA í Félagsráðgjöf og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Elín Arnbjörnsdóttir, 2015 Prentun: Samskipti ehf Reykjavík, Ísland, 2015

Page 5: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

Útdráttur

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum er málaflokkur sem hefur í gegnum tíðina verið

falinn. Í þessari ritgerð verður eftirfarandi rannsóknarspurningum svarað: Eru aldraðir

líklegir til að verða beittir ofbeldi? Hvað er það sem gerir það að verkum að aldraðir eru

beittir ofbeldi? Hvert er hlutverk félagsráðgjafa þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu

gegn öldruðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við ofbeldi gegn öldruðum?

Við gagnaöflun var leitast notast við hin ýmsu gagnasöfn eins og ProQuest, Google,

Hagstofu Íslands, vef Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins, vef Landlæknis og

hinum ýmsu vefum ásamt því að notast var við hinar ýmsu fræðilegu bækur.

Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að aldraðir eru í mikilli hættu á að verða

beittir ofbeldi og vanrækslu, eða um 2-10%. Það sem gerir aldraða líklega til að verða fyrir

ofbeldi er það að þeir verða háðir umönnunaraðilum sem eiga erfitt með að þola það álag

sem umönnunni fylgir. Mikill aldur ásamt andlegri og líkamlegri skerðingu hins aldraða

eykur áhættuna á ofbeldi og vanrækslu og eru gerendur ofbeldis og vanrækslu gegn

öldruðum ættingjar hins aldraða í meirihluta. Þar kemur starf félagsráðgjafa að góðum

notum þar sem hlutverk félagsráðgjafa er að veita ráðgjöf, aðstoða og leiðbeina bæði

þeim aldraða og aðstandendum þeirra um þau mál sem varða hinn aldraða. Til þess að

sporna við ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum er helst að opna betur umræðuna um

málefnið, veita betri aðstoð, fræðslu, kennslu og betri úrræði fyrir aldraða og

aðstandendur þeirra.

Page 6: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

6

Efnisyfirlit

Útdráttur ..................................................................................................................... 5

Myndayfirlit ................................................................................................................. 7

1 Inngangur ................................................................................................................ 8

2 Fræðileg umfjöllun ................................................................................................ 10

2.1 Öldrun og helstu kenningar .............................................................................. 11

2.1.1 Hvað er öldrun?.......................................................................................... 11

2.1.2 Helstu kenningar um öldrun ...................................................................... 12

2.2 Lög og stefnumótun í öldrunarþjónustu ........................................................... 15

2.2.1 Málefni aldraðra ........................................................................................ 15

2.2.2 Stefnumótun í málefnum aldraðra ............................................................ 16

2.3 Félagsráðgjöf ..................................................................................................... 18

2.3.1 Þróun félagsráðgjafar á sviði öldrunar á Íslandi........................................ 18

2.3.2 Starf félagsráðgjafa með öldruðum .......................................................... 19

2.4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum............................................................... 21

2.4.1 Ofbeldi og vanræksla á Íslandi ................................................................... 21

2.4.2 Tegundir ofbeldis ....................................................................................... 23

2.4.3 Rannsóknir á ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum .................................. 24

4.4.3 Áhættuþættir ofbeldis ................................................................................ 29

4.4.4 Afleiðingar ofbeldis og vanrækslu ............................................................. 31

4.5 Eru aldraðir líklegir til að verða beittir ofbeldi og/eða vanrækslu? .................. 33

5 Niðurstöður ........................................................................................................... 35

6 Lokaorð ................................................................................................................. 39

Heimildaskrá .............................................................................................................. 41

Page 7: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

7

Myndayfirlit

Mynd 1. Mannfjöldaspá 2015-2065 67 ára og eldri ................................................. 11

Mynd 2. Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum. ....................................................... 26

Mynd 3. Samanburðarrannsókn '07........................................................................ 27

Mynd 4. Samanburðarrannsókn '08........................................................................ 27

Mynd 5. Rannsókn á Spáni – gerendur. .................................................................... 28

Page 8: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

8

1 Inngangur

Flestir telja að það séu sjálfsögð mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld, án ofbeldis

og vanrækslu. Eins og aðrir aldurshópar þá eiga aldraðir jafnan rétt á að lifa

mannsæmandi lífi, hvort sem það er í eigin húsnæði eða á stofnunum. Ekki eru þó allir

sem hafa tækifæri til að lifa eins og þeir helst myndu kjósa og geta verið margar ástæður

fyrir því.

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 telst aldraður einstaklingur vera

sá sem hefur náð 67 ára aldri. Hins vegar má benda á að síðustu áratugi hefur meðalaldur

þjóða verið að hækka og gefur það til kynna að aldur einstaklinga muni hækka áfram

næstu áratugi. Því ber að gefa gaum, því með hækkandi aldri þurfa að fylgja breyttar

áherslur í málefnum aldraðra (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Aldraðir eiga rétt á að lifa lífi þar sem líf þeirra hefur þýðingu og að búa við virðingu

og umhyggju. Allir eiga rétt á að lifa lífi án ofbeldis og eru aldraðir ekki undanskyldir þeim

rétti. Ofbeldi gegn öldruðum hefur lengi vel verið falið vandamál, ástæðan fyrir því er talin

vera sú að þeir séu ólíklegir til að tilkynna til yfirvalda að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi. Auk

þess er talið að aldraðir séu sérstaklega varnarlausir þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu

(Sev‘er, 2009). Enn fremur er talið að heilabilaðir og heilsuveilir aldraðir einstaklingar séu

sérstaklega berskjaldaðir þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu (WHO, 2011).

Starf félagsráðgjafa er veigamikið og fjölbreytt. Félagsráðgjafar sinna einstaklingum

á öllum aldursstigum, ekki síst öldruðum og aðstandendum þeirra með því að veita þeim

ráðgjöf, aðstoð, stuðning og leiðbeiningar til að auðvelda þeim ferlið sem fylgir því að

verða aldraður.

Tilgangur ritgerðarinnar er að vekja athygli á því hversu alvarlegt ofbeldi gegn

öldruðum getur verið, ásamt því að sýna fram á þá nauðsyn að rannsaka betur algengi og

alvarleika ofbeldisins. Einnig verður skoðað hvort vöntun á stefnumótun í málaflokknum

geti haft áhrif á stöðu aldraðra.

Helstu takmarkanir verkefnisins var skortur á heimildum um ofbeldi gegn öldruðum

á Íslandi en þó hafa verið gerðar rannsóknir um málaflokkinn undanfarin ár.

Heimildaleit þessarar ritgerðar var þannig framkvæmd að notast var við gagnasöfn á

borð við ProQuest, Pubmed og Google. Einnig var leitað að gögnum á vef Hagstofu Íslands,

Page 9: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

9

vef Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins, vef Landlæknis og hinum ýmsu vefum

ásamt því að notast var við fræðilegar bækur.

Þær rannsóknarspurningar sem höfundur leitast við að svara í þessari ritgerð eru

eftirfarandi: Eru aldraðir líklegir til að verða beittir ofbeldi? Hvað er það sem gerir það að

verkum að aldraðir eru beittir ofbeldi? Hvert er hlutverk félagsráðgjafa þegar kemur að

ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við ofbeldi gegn

öldruðum?

Page 10: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

10

2 Fræðileg umfjöllun

Í þessum hluta verður fjallað um þá þætti sem viðkoma fræðilegri umfjöllun um ofbeldi

og vanrækslu gegn öldruðum. Það er að segja, hvað sé öldrun og hverjar séu helstu

kenningar um öldrun, þau lög sem fjalla um málefni aldraða og umönnun þeirra, hver sé

stefnumótun í málefnum aldraðra, hvert sé starf félagsráðgjafa með öldruðum og þróun

félagsráðgjafar á sviði öldrunar. Einnig verður fjallað um ofbeldi og vanrækslu á Íslandi,

hverjar séu tegundir ofbeldis, helstu rannsóknir á sviðinu, hverjir séu áhættuþættir bæði

gerenda og þolenda ásamt helstu afleiðingum ofbeldis og vanrækslu og að lokum hvort

aldraðir séu líklegir til að verða beittir ofbeldi.

Page 11: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

11

2.1 Öldrun og helstu kenningar

Samkvæmt íslenskum lögum eru þeir sem náð hafa 67 ára aldri taldir aldraðir (Lög um

málefni aldraðra nr. 125/1999). Hér verður fjallað um það hvað sé öldrun og hverjar séu

helstu kenningar um öldrun og hvað þær innihalda en þær eru hlutverkakenningin,

virknikenningin, hlédrægnikenningin, samfellukenningin, Eden hugmyndafræðina og

kenningin um jákvæða öldrun.

2.1.1 Hvað er öldrun?

Á Íslandi hefur öldruðum einstaklingum fjölgað mikið en til samanburðar má nefna að á

sjöunda áratug síðustu aldar voru 8,5% þjóðarinnar 65 ára og eldri en voru orðnir 11,8%

árið 2004. Mesta fjölgunin er á einstaklingum yfir áttræðu en á árunum 1961-1970 voru

þeir 1,4% en 3,1% árið 2004. Þessi þróun er talin líkleg til að halda áfram og

mannfjöldaspár gera ráð fyrir því að árið 2040 verði hlutfall aldraðra orðið 20,9%

(Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Mynd 1. Mannfjöldaspá 2015-2065 67 ára og eldri

Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (2014) yfir 50 ára tímabil, eða frá 2015-2065 gefur

til kynna að einstaklingar 67 ára og eldri muni aukast umtalsvert, eða frá 38.221 árið 2015

til 103.781 árið 2065. Gera þarf ráð fyrir að þessi fjölgun aldraðra muni þýða að fleiri þurfi

aukna þjónustu og einnig má gera ráð fyrir að fjölþættari úrræða sé þörf (Sigurveig H.

Sigurðardóttir, 2006).

3822145314

5391362871

7067976013

8088286649

9142898586

103781

0

20000

40000

60000

80000

100000

120000

2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 2050 2055 2060 2065

Mannfjöldaspá 2015-206567 ára og eldri

Page 12: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

12

2.1.2 Helstu kenningar um öldrun

Almennt má segja að öldrunarþjónusta byggi á kenningum úr ýmsum greinum sem

byggðar eru á rannsóknum (Lymbery, 2005; Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006). Kenningar

í félagsráðgjöf eru mikilvægur grunnur fræðilegs starfs og hlutverk þeirra er að auka

skilning og bjóða enn fremur upp á ákveðin sjónarhorn og aðferðir sem hægt er að vinna

útfrá (Thompson, 2010). Þessar aðferðir eru þó ekki ákvarðaðar fyrirfram heldur er í

verkahring félagsráðgjafans að velja bestu nálgunina í hverju máli fyrir sig (Healy, 2005).

Viðhorfsbreytingar innan öldrunarfræða um skipulag og rekstur öldrunarþjónustu

hafa orðið undanfarinn áratug en þó sérstaklega í sambandi við vinnulag á dvalar- og

hjúkrunarheimilum. Kenningar í öldrunarfræðum eru eins mismunandi og þær eru margar

en þær helstu eru hlutverkakenningin, virknikenningin, hlédrægnikenningin,

samfellukenningin, Eden hugmyndafræðina og kenningin um jákvæða öldrun. Hér á eftir

verður fjallað í stuttu máli um þessar kenningar.

Elsta kenningin um félagslega öldrun er hlutverkakenningin en hún er frá 1942 og er

hún um að einstaklingurinn aðlagist að öldrunarferlinu og breyttum hlutverkum sem

aldrinum fylgja. Kenningin segir að aldraðir aðlagist á tvenna vegu, annars vegar

einstaklingar sem eiga erfitt með að sætta sig við breytt hlutskipti í lífinu, að geta ekki

sinnt þeim hlutverkum sem þeir hafa fram að þessu sinnt og að þurfa að sætta sig við ný

félagsleg tengsl. Svo eru það þeir sem eiga auðvelt með að aðlagast þeim breytingum sem

hafa átt sér stað við starfslok og taka á móti nýjum félagslegum tengslum með æðruleysi.

Nýju félagslegu tengslin eru til dæmis það að verða háður maka eða börnum á einn eða

annan hátt. Helsti galli hlutverkakenningarinnar er sá að það er lögð mikil áhersla á

hrörnun og missi í stað þess að huga að því jákvæða sem getur fylgt því að eldast

(Hooyman og Kiyak, 2011; Kart, 1997). Rannsóknir hafa sýnt að starfslok hafi slæm áhrif

á sjálfsmynd aldraðra vegna þess að þá hefur einstaklingurinn ekki neinu hlutverki að

gegna og er í raun orðinn að samfélagslegu vandamáli (Berk, 2007; Kart, 1997). Þessi

viðhorf voru hluti af ástæðunni að löggjöf um aldraða varð að veruleika (Phillipson og

Baars, 2007).

Í beinu framhaldi af hlutverkakenningunni kom virknikenningin en hún er byggð á

niðurstöðum rannsókna sem sýnt hafa að virkir aldraðir einstaklingar eru ánægðari með

lífið en þeir sem ekki eru virkir. Þrátt fyrir þær líkamlegu og vitsmunalegu hindranir sem

Page 13: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

13

aldraðir standa oft frammi fyrir þá séu andlegar og félagslegar þarfir þeirra þær sömu

(Kart, 1997). Virknikenningin segir að lífshamingja aldraðra velti á því hvort ný hlutverk

komi í stað þeirra sem þeir geta ekki lengur sinnt. Helsta gagnrýnin á virknikenninguna er

sú að andleg og líkamleg heilsa hafi meira að segja um lífshamingju en það hversu virkt

fólk er (Berk, 2007).

Árið 1961 var hlédrægnikenningin fyrst sett fram af þeim Cumming og Henry

(Hooyman og Kiyak, 2011; Kart, 1997; Phillipson og Baars, 2007) en kenningin hefur haft

mjög mikil áhrif á uppbyggingu í öldrunarþjónustu víðsvegar um heiminn. Samkvæmt

hlédrægniskenningunni draga einstaklingar sig í hlé frá samfélaginu smám saman því eldri

sem þeir verða (Kart, 1997; Phillipson og Baars, 2007). Þetta ferli er óumflýjanlegt að mati

Cumming og Henry og í rauninni væri það nauðsynlegt fyrir bæði einstaklinginn og

samfélagið. Með þessu fær hinn aldraði að draga sig í hlé þegar geta hans minnkar og

samfélagið nær að aðlagast á meðan (Berk, 2007; Hooyman og Kiyak, 2011). Helsta

gagnrýni á þessar kenningar er að hún staðlar öldrunarferlið og heldur því fram að allir

eldist á sama hátt. Að aldraðir séu sérstakur þjóðflokkur sem eigi að búa saman á dvalar-

og hjúkrunarheimilum (Westerhof og Tulle, 2007).

Á áttunda áratugnum var samfellukenningin lögð fram en með henni var gerð tilraun

til þess að finna jafnvægi á milli hlédrægnikenningarinnar og virknikenningarinnar.

Kenningin snýr að því að fólk haldi í persónuleg einkenni þrátt fyrir háan aldur og að

aldraðir séu ekki sérstakur þjóðflokkur heldur séu þeir einungis eldri útgáfa af þeim sem

þeir áður voru. Þeir sem voru virkir verða virkir og þeir sem voru rólegir verða rólegir

(Hooyman og Kiyak, 2011; Kunemund og Kolland, 2007). Samfellukenningin segir að

samfella lífsins geti verið mismunandi en að of lítil samfella valdi vanlíðan. Þá segir

kenningin að of mikil samfella geti einnig valdið vanlíðan og best sé þegar samfellan er

hæfileg en þá hafa breytingar í lífi einstaklingsins orðið á viðráðanlegum hraða og verið í

samræmi við væntingar bæði einstaklingsins sjálfs og samfélagsins (Kart, 1997). Áherslur

kenningarinnar eru að lágmarka streitu sem getur fylgt þessum breytingum og aðlagast

smám saman (Berk, 2007).

Eden hugmyndafræðin var þróuð í lok síðustu aldar af dr. William Thomas sem var

yfirlæknir á hjúkrunarheimili í Bandaríkjunum. Thomas vildi meina að öldrunarstofnanir

Page 14: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

14

ættu ekki að vera öldrunarstofnanir heldur heimili fyrir þá sem þar búa. Hann lagði

áherslu á að heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk hefði færni og getu til þess að segja

skoðanir sínar og óskir (Hooyman og Kiyak, 2011). Áhersla hefur einnig verið lögð á

valdeflingu og aukna vellíðan bæði fyrir heimilisfólk og starfsfólk heimilanna. Sjálfstæði

og hlutverk íbúanna í að annast bæði plöntur og dýr eða jafnvel að sinna sjálfboðastarfi

taldi Thomas að væri mjög mikilvægt (Brownie, 2011). Draga verði úr þeim valdaþrepum

sem almennt hafa samkvæmt hugmyndafræðinni einkennt heilbrigðisstofnanir og að

læknar ráði ekki yfir íbúum heldur sé jafnræði á milli allra á heimilinu, hvort sem um er að

ræða heimilisfólk eða starfsfólk. Lögð sé minni áhersla á stífa dagskrá og að boðið sé upp

á fleiri valkosti fyrir íbúa (Hooyman og Kiyak, 2011).

Rannsóknir hafa sýnt fram á að heimilisfólki á hjúkrunarheimilum sem starfa

samkvæmt Eden hugmyndafræðinni virðist leiðast minna og er ekki eins hjálparþurfi og

þeir sem búa á sjúkrastofnunum (Brownie, 2011; Hooyman og Kiyak, 2011). Niðurstöður

rannsókna hafa einnig sýnt fram á að starfsfólk er töluvert jákvæðara og hefur meiri

samúð og skilning með heimilisfólkinu (Rosher og Robinson, 2005). Rannsókn Brownie

(2011) sem gerð var á dvalar- og hjúkrunarheimilum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sýndu að

þær stofnanir sem nýttu sér Eden hugmyndafræðina hafa minnkað notkun geðlyfja,

fækkun varð á sýkingum, heimilisfólk varð félagslyndara og leiddist þar af leiðandi síður.

Þessi áhrif komu þó ekki alltaf fram hjá bæði heimilisfólki og starfsfólki fyrr en ári eftir að

hugmyndafræðin var innleidd (Coleman, Looney, O‘Brien og Ziegler, 2002).

Með yngstu kenningunum er kenningin um jákvæða öldrun en þar er lögð áhersla á

jákvæðar hliðar þess að eldast og tilraun gerð til þess að vega upp á móti þeim stöðluðu

hugmyndum samfélagsins um að fátt annað en hrörnun, einangrun og bið eftir dauðanum

fylgi öldrun. Aldraðir eiga að vera stoltir af framlagi sínu til samfélagsins og eiga að njóta

alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða, sama á hvaða aldri þeir eru (Gergen og Gergen,

2002).

Page 15: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

15

2.2 Lög og stefnumótun í öldrunarþjónustu

Til þess að almenningur geti átt réttindi þarf að hafa lög og reglugerðir í hinum ýmsu

málefnum. Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 eiga að tryggja það að aldraðir

einstaklingar hafi ákveðin réttindi sem henta þeim best. Reglulega þarf að leggja fram

stefnumótun í málefnum aldraðra til að halda í við þróun mannsins, því heimurinn í dag

er ekki eins og heimurinn var fyrir nokkrum áratugum síðan. Hér verður fjallað um lög um

málefni aldraðra, stefnumótun í málefnum aldraðra ásamt umönnun og þjónustu við

aldraða.

2.2.1 Málefni aldraðra

Fjallað er um málefni aldraðra í fleiri en einum lögum en málefni aldraðra koma til að

mynda til sögu í lögum um málefni fatlaðra (nr. 125/1999), lögum um félagsþjónustu

sveitarfélaga (nr. 40, 1991), lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007), lögum um

almannatryggingar (nr. 100/2007), lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), lögum um

félagslega aðstoð (99/2007) og lögum um húsnæðismál (44/1998).

Lög um málefni aldraðra (nr. 125/1999) skipta öldrunarþjónustu í tvennt, almenna

þjónustu og stofnanaþjónustu. Almenn þjónusta er þjónusta sem inniheldur félagslega

heimaþjónustu, heimahjúkrun, dagvistun og þjónustuíbúðir sem rekin eru af

sveitarfélögunum. Stofnanaþjónusta er vistun á dvalarheimilum, sambýlum og íbúðir sem

hannaðar eru sérstaklega fyrir aldraða.

Að gæta þess að félagsleg heimaþjónusta, stoðþjónusta, sérstök búsetuúrræði,

félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta sé tryggð fyrir aldraða einstaklinga er liður í lögum

um málefni aldraðra (nr. 125/1999). Félagsleg heimaþjónusta er öll sú aðstoð sem veitt

er öldruðum einstaklingum sem þurfa á því að halda til þess að geta búið sem lengst á

sínu eigin heimili. Innan félagslegrar heimaþjónustu er meðal annars félagslegur

stuðningur, þrif, innkaup og heimahjúkrun. Stoðþjónusta er einnig úrræði sem nýtt er til

þess að einstaklingar geti búið lengur á eigin heimili en sú þjónusta er utan heimilis og

flokkast sem dagvistanir og hvíldarinnlagnir á hjúkrunarheimilum (Heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytið, 2003). Sérstök búsetuúrræði eru þjónustuíbúðir sem byggðar

eru með þarfir aldraðra einstaklinga í huga með margskonar þjónustu og öryggiskerfi.

Félagsþjónusta felur í sér að aðstoða hinn aldraða, þjónusta og veita honum ráðgjöf. Þessi

Page 16: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

16

þjónusta nýtist meðal annars í að sjá til þess að veita þeim sem þess þurfa heimsendan

mat, félagsráðgjöf, félagslega heimaþjónustu og félags- og tómstundastarf.

Heilbrigðisþjónusta þarf að vera aðgengileg öllum og eru aldraðir einstaklingar ekki þar

undanskildir. Meðal þess sem fellur undir heilbrigðisþjónustu eru dvalar- og

hjúkrunarrými sem bjóða uppá umönnun og meðferð utan sjúkrahúsa fyrir þá

einstaklinga sem ekki geta búið lengur á eigin heimili. (Lög um málefni aldraðra nr.

125/1999).

Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007) segir að heilbrigðisþjónusta sé hjúkrun,

lækningar, heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, hjálpartækjaþjónusta, sjúkraflutningar og

þjónusta heilbrigðisstarfsmanna til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla sjúkdóma,

efla heilbrigði og endurhæfa sjúklinga, hvort sem er á hjúkrunarheimilum eða á

sjúkrahúsum. Helsta markmið þessara laga er að allir landsmenn eigi möguleika á að fá

sem allra bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á til þess að efla heilsu þeirra, hvort sem

um er að ræða líkamlega-, andlega- eða félagslega þjónustu.

Þróun þjónustu til aldraðra einsaklinga á Íslandi hefur verið í samræmi við lög og í

stefnumótun stjórnvalda má sjá að aðaláherslan er sú að veita þjónustu sem er sem

fjölþættust og hægt er til þeirra aldraðra sem búa enn á þeirra eigin heimili til þess að þeir

geti viðhaldið sjálfstæði sínu sem lengst (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003).

2.2.2 Stefnumótun í málefnum aldraðra

Hér á landi hefur verið unnið markvisst að því að sameina og samhæfa þá þjónustu sem

er í boði, til að mynda með sameiningu ráðuneyta en stefnumótun fyrir aldraða og

málaflokkurinn er á hendi ríkisins, þrátt fyrir að sveitarfélögin veiti margvíslega þjónustu

(Velferðarráðuneytið, e.d.a.).

Verkefni Velferðarráðuneytisins skiptist á milli félags- og húsnæðismálaráðherra og

heilbrigðisráðherra. Verkefnin eru margs konar, velferðar- og fjölskyldumál,

heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál svo eitthvað sé

nefnt. Undir ráðherrunum eru margir málaflokkar og má þar nefna málefni aldraðra sem

lýtur að þjónustu við aldraða, félagsþjónustu sveitarfélaga, almannatrygginga og

heilbrigðisþjónustu. Meðal starfa ráðuneytisins er einnig uppbygging og þjónusta á

hjúkrunarheimilum (Velferðarráðuneytið, e.d.a.).

Page 17: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

17

Þegar kemur að málefnum aldraðra eru stjórnvöldum margra landa mikið í mun að

huga vel að þessum málaflokki þar sem meðalaldur þjóða hækkar frá ári til árs eins og

fram kom hér að framan. Stefnumótun, úrræðaþróun og áhugi rannsakenda á

málaflokknum hefur aukist eins og sést til dæmis í starfi Sameinuðu þjóðanna. Sett var

fram aðgerðaáætlun árið 2002 af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem átti að

vinna að til ársins 2015 en þar var þó eingöngu fjallað um húsnæðismál aldraðra. Talin var

þörf á því að endurskoða stefnumótun í málefnum aldraðra vegna mikillar fólksfjölgunar,

hækkandi meðalaldurs og hlutfallslegrar aukningar aldraðra sem fer ört vaxandi

(Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003). Með þessar upplýsingar í huga gæti

verið nauðsynlegt að meta hvort einstaklingar geti búið í eigin húsnæði eða hvort það

þurfi að fá rými á stofnunum.

Íslensk stjórnvöld stefna að því að aldraðir geti búið eins lengi og mögulegt er á

heimilum sínum (Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999). Yfir 80% af fólki sem er orðið 80

ára eða eldra býr við það góða heilsu að það getur búið heima fái það viðeigandi stuðning

og aðstoð (Velferðarráðuneytið, 2011). Til að aldraðir geti haldið virðingu sinni og

sjálfstæði þarf að efla þjónustu við þá en það er gert með aukinni heimahjúkrun,

félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat, dagvistun, hvíldarinnlögnum og betri

aðgengi að viðeigandi hjálpartækjum (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2006;

Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Þróun í búsetumálum aldraðra hefur verið frekar stofnanamiðuð þrátt fyrir áherslu

stjórnvalda til að stuðla að sjálfstæðari búsetu aldraðra. Það sést best á því að

hjúkrunarrými eru oft á tíðum staðsett á sjúkrahúsum og þjónusta í heimahúsum er að

mörgu leyti ekki fullnægjandi (Steinunn Kristín Jónsdóttir, 2009). Hér á landi hefur þróunin

verið frekar í þá átt að leggja áherslu á hjúkrunarrými en það er dýrasta þjónustustigið.

Sú þróun er ekki í samræmi við stefnumótun stjórnvalda Íslands né þróunina á hinum

Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að hátt hlutfall aldraðra fái aðstoð hér á landi er hún

takmörkuð og Ísland leggur minnst til málaflokksins miðað við hin Norðurlöndin (Hagstofa

Íslands, 2008; Hagstofa Íslands, 2009; Steinunn K. Jónsdóttir og Sigurveig H.

Sigurðardóttir, 2009).

Page 18: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

18

2.3 Félagsráðgjöf

Aldraðir búa margir við góða heilsu og þurfa ekki allir mikla aðstoð. Það á þó ekki við um

alla þar sem aukin öldrun þjóðarinnar eykur líkur á þjónustuþörfinni, hvort sem er í félags-

eða heilbrigðisþjónustu (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006). Hér verður fjallað um starf

félagsráðgjafa á sviði öldrunar og þróun félagsráðgjafar á sviði málefna aldraðra.

2.3.1 Þróun félagsráðgjafar á sviði öldrunar á Íslandi

Þróun félagsráðgjafar á sviði öldrunar hér á landi tók breytingum árið 1962 þegar

starfsemi Skrifstofu framfærslumála í Reykjavík var skipt upp í tvær deildir. Önnur deildin

sá um almenna félagsráðgjöf á meðan hin sá um framfærslumál. Þegar fjölgun varð meðal

aldraðra í Reykjavík var stofnuð ellimáladeild sem sá um að sinna þessum málaflokki og

árið 1965 var ellimálafulltrúi ráðinn á deildina (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Félagsráðgjafar sem sinntu félagsráðgjafastarfi á sviði öldrunar á sjúkrahúsum komu

jafnframt fyrst til starfa árið 1975 en áður höfðu félagsráðgjafar aðeins unnið á almennum

deildum. Margir sjúklinganna á almennum deildum sjúkrahúsanna voru aldraðir og sáu

félagsráðgjafar því mikið um aldraða og fjölskyldur þeirra (Sigurveig H. Sigurðardóttir,

2006).

Á sama tíma tók til starfa öldrunarlækningadeild Landspítalans þar sem rík áhersla

var lögð á að félagsráðgjafar með löggild réttindi myndu sinna starfinu. Fyrstu tvö árin

gengu mjög vel en þegar eini þáverandi starfsmaður deildarinnar sagði upp störfum var

enginn félagsráðgjafi við störf í tvö ár. Ákveðið var að enginn myndi verða ráðinn nema

hafa löggild réttindi. Árið 1979 var loks ráðinn félagsráðgjafi með tilskilin réttindi og

þekkingu í öldrunarmálum. Á þessum tíma voru félagsráðgjafar af skornum skammti og

vinna með öldruðum var ekki vinsælt svið innan stéttarinnar (Sigurveig H. Sigurðardóttir,

2006).

Árið 1983 var opnuð fyrsta öldrunardeildin á Borgarspítalanum og

öldrunarlækningardeild ári síðar. Frá upphafi hefur félagsráðgjafi unnið á þessum

deildum. 1996 voru St. Jósefsspítalinn og Borgarspítalinn sameinaðir í einn spítala og

fengu þeir nafnið Sjúkrahús Reykjavíkur. Við þessa sameiningu varð til öldrunarsvið og sú

stefna mótuð að á Landakoti myndi verða sérhæfð sjúkrahúsþjónusta fyrir aldraða

(Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Page 19: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

19

Unnið var í þverfaglegu teymi á sviði öldrunar á Landspítala – háskólasjúkrahúsinu í

Fossvogi og við Hringbraut frá árinu 1996 en útskriftar- og öldrunarteymi tók til starfa

2004 sem hafði að í för með sér nýjar áherslur sem þjónuðu líka sjúklingum sem voru

undir 67 ára aldri. Félagsráðgjafar hafa verið virkir þátttakendur í teymisvinnu á öllum

deildum sjúkrahúsanna ásamt öðrum fagstéttum sem þar starfa.

Öldrunarlækningadeildirnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Hátúni voru sameinaðar 1997 og

var starfsemin flutt á Landakot. Árið 2001 voru bráðaöldrunardeildir sjúkrahúsanna

fluttar í Fossvoginn (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

2.3.2 Starf félagsráðgjafa með öldruðum

Þegar kemur að þjónustu við aldraða eru margar fagstéttir sem koma að því að rannsaka,

þróa og veita öldrunarþjónustu og gegna félagsráðgjafar þar lykilhlutverki. Boðið er upp

á þjónustu félagsráðgjafa á öldrunarstofnunum og annarri öldrunarþjónustu sem leið til

þess að bregðast við kröfum þess aldraða og aðstandenda þeirra. Félagsráðgjafar sinna

fjölbreyttu ráðgjafastarfi og þarfir aldraðra skjólstæðinga eru eins ólíkar og margar eins

og þeirra sem yngri eru (Farley, Smith og Boyle, 2009).

Rannsóknir á störfum félagsráðgjafa á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa sýnt fram

á að aldraðir og aðstandendur þeirra meta þjónustuna mjög mikils. Félagsráðgjafar

aðstoða fjölskyldur við að aðlagast þeim breyttu aðstæðum sem þær standa frammi fyrir,

útskýra öldrunarferlið og þá sjúkdóma sem gætu hrjáð hinn aldraða. Aðstoða einnig við

að fylla út viðeigandi gögn og leiðbeina fjölskyldum í opinberri stjórnsýslu um réttindi og

möguleika á þjónustu (Farley, Smith og Boyle, 2009).

Hlutverk félagsráðgjafa er mikilvægt þegar kemur að því að meta þörf aldraðra fyrir

þjónustu og tryggja að þeir fái þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni. (Lymbery, 2005;

Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006). Hafi aldraður einstaklingur verið háður umönnun

aðstandanda eða ef ósætti ríkir í fjölskyldunni getur aðkoma félagsráðgjafa verið mjög

mikilvæg og getur hann þá þurft að vera eins konar sáttamiðlari. Sorgarráðgjöf er einn

hluti af þeirri ráðgjöf sem félagsráðgjafi veitir, hvort sem sorgin snýr að töpuðu sjálfstæði,

sorg aðstandanda yfir því að sá aldraði þekki þau ekki lengur eða aðstoð vegna útfarar

eða eignaskipta (Lymbery, 2005).

Page 20: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

20

Félagsráðgjafar þurfa að hafa heildarsýn að leiðarljósi við störf sín þó svo þeir hafi

sérfræðiþekkingu á sínu sviði ásamt því að búa yfir ákveðinni grunnþekkingu á sem

flestum hliðum öldrunarferlisins, auk þess þurfa félagsráðgjafar að geta unnið í

þverfaglegri samvinnu. Þeir þurfa einnig að þekkja takmörk sinnar fagþekkingar og geta

greint hvenær sé þörf á að kalla til annars konar sérfræðing. Þeir þurfa að vera meðvitaðir

um að öll aðstoð sem miðar að því að bæta heilsu, líðan eða aðstæður einstaklingsins

eykur líkurnar á því að vinna þeirra beri árangur. Aðrar fagstéttir sem félagsráðgjafar

vinna með í öldrun eru meðal annars læknar, næringarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar

og sjúkraþjálfarar (Lymbery, 2005). Hlutverk félagsráðgjafa var lengi vel að veita þjónustu

sem skjólstæðingarnir tóku á móti en í dag er áhersla lögð á notendasamráð þ.e. að

skjólstæðingurinn sé með í ráðum og mætti segja að velferðarþjónustan í dag sé orðin

notendamiðaðri (Thompson, 2009).

Page 21: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

21

2.4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum

Hægt er að skilgreina ofbeldi gegn öldruðum á margan hátt en sú skilgreining sem oftast

er notuð í rannsóknum og fræðilegum samantektum er sú sem WHO setti fram en hún er

„Ofbeldi gegn öldruðum er skilgreint sem einstök eða endurtekin athöfn eða skortur á

athöfn sem á sér stað í sambandi þar sem traust á að vera ríkjandi og veldur hinum

aldraða skaða eða andlegri þjáningu“ (WHO, 2002a).

Eins og ofbeldi gagnvart öðrum getur ofbeldi gegn öldruðum átt sér margar

birtingarmyndir. Það getur falið í sér að veita ekki viðeigandi og nauðsynlega meðferð,

notkun lyfja, notkun óheimilaðra líkamlegra fjötra eða notkun einangrunar sem refsingu

eða til þæginda umönnunaraðila (Muehlbauer o.fl., 2006). Ofbeldi gegn öldruðum er talið

vera vandamál hjá öllum stéttum þjóðfélaga, óháð fjárhagsstöðu og á sér stað í öllum

löndum (WHO, 2002b).

2.4.1 Ofbeldi og vanræksla á Íslandi

Í september 2006 samþykktu stjórnvöld Íslands að gerð yrði aðgerðaáætlun vegna

ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis. Aðgerðaáætlunin var í tvennu lagi og

skiptist þannig að í öðrum hlutanum var stefnt að aðgerðum vegna ofbeldis gegn börnum

en í hinum gegn konum. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að koma í veg fyrir að börn

og konur yrðu fyrir ofbeldi á heimilum sínum eða fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Fyrsti hluti aðgerðaráætlunarinnar snéri að börnum og var markmið þess hluta

áætlunarinnar skipt niður í aðra fimm hluta. Sá fyrsti var að auka fyrirbyggjandi aðgerðir

sem stuðla að viðhorfsbreytingum í þjóðfélaginu og opna umræðuna um það ofbeldi

gegn börnum sem á sér stað. Það átti að gera með því að veita stuðning við foreldra

ungbarna og smábarna með svefnvanda og óværð, foreldrafærniþjálfun og

foreldrafræðslu.

Annar hluti var að styrkja stafsfólk stofnana í því að sjá þau einkenni sem börn sem

beytt hafa verið ofbeldi hafa og koma þeim til aðstoðar með því að auka þekkingu á

ofbeldi og einkennum þess meðal starfsfólks sem starfar með börnum og unglingum

ásamt því að auka samstarf meðal þeirra, kenna rétt viðbrögð vegna ofbeldis á börnum,

gera starfsfólki grein fyrir tilkynningarskyldu skv. barnaverndarlögum, með

læknisrannsóknum á börnum, menntun fagstétta, árlegum fræðsludegi og rannsóknum á

ofbeldi gegn börnum.

Page 22: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

22

Þriðji hlutinn var að tryggja aðstoð til þeirra barna sem eru þolendur ofbeldis á heimili

eða kynferðislegu ofbeldi með því að hafa eftirlit með málsmeðferð barnaverndarmála,

skýrslutökum af börnum, meðferðarúrræðum fyrir börn og lögreglurannsóknum á ofbeldi

gegn börnum.

Fjórði hlutinn var að rjúfa þennan vítahring ofbeldis með því að styrkja betur þau

meðferðarúrræði sem til eru fyrir gerendur, það átti að gera með því að útbúa

meðferðarúrræði fyrir unga gerendur og með meðferðum í afplánun.

Seinni hluti aðgerðaráætlunarinnar snéri að aðgerðum vegna ofbeldis á heimilum og

kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Markmið þessa hluta var einnig skipt niður í fjóra hluta

og var sá fyrsti að auka fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að

viðhorfsbreytingum í samfélaginu með kynningarátaki, fræðslu til almnennings, gátlista

til notkunar í mæðravernd og leiðbeinandi aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélög.

Annar hluti aðgerðaráætlunarinnar var að styrkja starfsfólk stofnana í því að sjá

hvaða einkenni er hægt að sjá vegna kynbundins ofbeldis og aðstoða þolendur

ofbeldisins. Það átti að gera með aukinni þekkingu starfsfólks sem í starfi sínu hlúa að

þolendum kynbundins ofbeldis og auka samstarf þeirra, að vera með aðstoð og bjóða

uppá meðferð fyrir þolendur heimilisofbeldis, auka menntun fagstétta, handbók um

heimilisofbeldi, handbók fyrir heilbrigðisstéttir, reglulegir samráðsfundir, árlegur

fræðsludagur, söfnun tölfræðiupplýsinga, rannsókn á kynbundnu ofbeldi, könnun á

umfangi kynbundins ofbeldis meðal ákveðinna hópa kvenna og könnun á umfangi

heimilisofbeldis gegn körlum.

Þriðji hlutinn var að tryggja þolendum heimilisofbeldis og kynferðislegs ofbeldis

viðeigandi aðstoð með því að útvega þolendum þeim viðeigandi aðstoð. Það yrði gert

með verklagsreglum lögreglu, réttargæslumönnum, nálgunarbanni og úttektum á

réttarúrræðum.

Fjórði hlutinn var að rjúfa ofbeldismynstrið með því að styrkja þau meðferðarúrræði

sem til eru fyrir gerendur svo þeir eigi þess kost að fara í meðferð til þess að rjúfa

vítahringinn. Það yrði gert með meðferðarúrræðum fyrir gerendur og

meðferðarúrræðum meðan á afplánun stendur (Velferðarráðuneytið, e.d.).

Page 23: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

23

2.4.2 Tegundir ofbeldis

Helstu flokkar ofbeldis gegn öldruðum eru andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi

ásamt fjárhagslegri misnotkun og vanrækslu. Andlegt ofbeldi lýsir sér helst þannig að

gerendur nota orð eða framkomu á niðrandi hátt gagnvart þolanda. Einnig getur verið um

félagslega einangrun að ræða og útilokun þar sem þolandi fær ekki að taka ákvarðanir um

eigið líf þó svo hann sé í fullkomnu ásigkomulagi til að taka slíkar ákvarðanir. Andlegt

ofbeldi á einnig við þegar einstaklingi er meinað að iðka þá trú sem hann kýs og er jafnvel

neyddur til að taka þátt í trúaarathöfnum gegn vilja hans (Sev‘er, 2009). Hótanir á borð

við að þolandi verði yfirgefinn, að senda hann á stofnun eða að honum verði refsað á einn

eða annan hátt er einnig litið á sem andlegt ofbeldi ásamt skertri tjáningar- og

persónulegu frelsi og sviptingu á rétti til einkalífs (Welfel, Danzinger og Santoro, 2000).

Líkamlegt ofbeldi á sér stað þegar gerandi skaðar þolanda af ráðnum hug með

barsmíðum, hrindingum eða bruna. Einnig telst það vera líkamlegt ofbeldi að vera

bundinn þannig að það svipti frelsi einstaklingsins. Að þvinga einstakling til að nærast eða

taka inn lyf sem þeir kæra sig ekki um að taka eða að nota lyf til að halda einstaklingnum

rólegum gegn vilja hans eru talin sem líkamlegt ofbeldi (Heath, Kobylarz, Brown og

Castano, 2005: Wefel o.fl., 2000).

Kynferðislegt ofbeldi er það ofbeldi sem minnst hefur verið rætt um. Umræðan um

málefnið er óþægileg en kynferðislegt ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd þó fáir trúi því

að aldraðir einstaklingar séu beittir því (Sev‘er, 2009). Það sem telst vera kynferðislegt

ofbeldi er þegar einstaklingur hefur neitað kynlífsathöfnum, getur ekki gefið upplýst

samþykki sitt fyrir slíkum athöfnum vegna andlegra eða líkamlegra takmarkana, áreitni af

kynferðislegum toga eða klámfengir brandarar (Teitelman, 2006).

Á vef Morgunblaðsins (Mbl.is, 2015) var birt frétt þess efnis að aldraður maður hefði

verið ákærður fyrir að nauðga konunni sinni en hún þjáðist af elliglöpum og Alzheimer.

Ástæður ákærunnar voru þær að kona hans hefði ekki verið fær um að veita upplýst

samþykki sitt fyrir samræðinu vegna líkamlegs og andlegs ástands hennar. Maðurinn

neitaði alfarið sök þar sem konan hafði ekki neitað honum um samræði, heldur hafi þau

eingöngu verið að njóta hvors annars eins og þau höfðu gert allan þann tíma sem þau hafi

verið gift en konan lést í ágúst 2014 á hjúkrunarheimilinu sem hún hafði verið búsett á.

Starfsmenn á hjúkrunarheimilinu höfðu bent manninum á það að vegna ástands hennar

Page 24: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

24

væri hún ekki í ástandi til að gefa samþykki sitt í skilningi laganna en hann hafi samt sem

áður notið samræðis með henni. Í apríl 2015 var svo kveðinn upp dómur í málinu þar sem

maðurinn var sýknaður af ákærunni (CBSnews, 2015).

Fjárhagsleg misnotkun er þegar umönnunaraðili eða annar einstaklingur misnotar

aðstöðu sína til að ná fram fjárhagslegum hagnaði í eigin þágu. Stuldur á fjármunum er

algengasta formið en í sumum tilfellum hefur umönnunaraðili verið skipaður

fjárhaldsmaður hins aldraða og hafi því óhindraðan aðgang að fjármálum hans (Welfel

o.fl., 2000). Einnig telst það sem fjárhagsleg misnotkun þegar gerandi, með yfirgangi,

misnotar eigur og aðstöðu þolanda, hvort sem það er í formi þjófnaðar, falsana, kúgana

eða okurs. Þegar börn þolanda neita að flytja út af heimili þolanda og taka ekki þátt í

rekstri þess og viðhaldi, flokkast það sem fjárhagsleg misnotkun. Oft á tíðum hafa aldraðir

verið plataðir til að gefa fjármuni og jafnvel neyddir til að breyta erfðaskrá sinni (Sev‘er,

2009).

Vanræksla á sér stað þegar einstaklingur fær ekki næringu, klæði, húsaskjól,

læknisþjónustu, persónulegt hreinlæti og öryggi sem umönnunaraðili á að sjá um (Dyer,

2005). Vanræksla er sá flokkur ofbeldis gegn öldruðum sem er hvað algengastur gagnvart

þeim sem eru háðir öðrum og er jafnframt mjög falinn og erfitt að greina þolendur þess

(Sev‘er, 2009). Greining er oftast fengin með frásögnum þolenda eða umönnunaraðilum

þeirra ásamt því að styðjast við læknisskoðanir og niðurstöður rannsókna (Dyer, 2005).

GUmönnunaraðilar sem vanrækja þann sem þeir eru að annast þurfa ekki endilega að

gera það af af ráðnum hug, heldur er stundum umönnunaraðilinn einfaldlega ekki nógu

fær um að annast þolanda eins og þörf er á (Wefel o.fl., 2000).

2.4.3 Rannsóknir á ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum

Áður fyrr var ofbeldi gegn öldruðum ekki talið vandamál sem þurfti að huga að. Ekki fyrr

en farið var að tala opinberlega um heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum eftir miðja

síðustu öld, eða á árunum 1960-1970. Þá var farið að viðurkenna þann vanda að aldraðir

voru einnig beittir ofbeldi (Wolf, Daichman og Bennett, 2002; WHO, 2002a). Fyrsta birta

umfjöllunin um ofbeldi gegn öldruðum var birt í British Scientific Journals árið 1975. Það

var bréf sem bar heitið „Ömmu barsmíðar“ (e. Granny battering) þar sem læknir skrifaði

Page 25: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

25

um áhyggjur sínar af ofbeldi gegn öldruðum og mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn

áttuðu sig á því að aldraðir verði einnig fyrir ofbeldi (Burston, 1975).

Þá var farið að rannsaka hversu mikið vandamál ofbeldi gegn öldruðum væri og

áratug síðar staðfestu rannsóknir áhyggjur þessa læknis því ofbeldi gegn öldruðum í

Bandaríkjunum var orðið að stóru vandamáli (Muehlbauer o.fl., 2006). Þessar rannsóknir

gerðu það að verkum að heilbrigðis-, félags-, og réttarkerfin fóru að sýna þessum

málaflokki verulegan áhuga (WHO, 2011). Fyrsta rannsóknin sem gerð var í Bretlandi um

málaflokkinn var birt árið 1990 og staðfestu niðurstöður hennar að ofbeldi gegn

öldruðum væri mjög stórt heilbrigðisvandamál þar í landi (Ogg og Bennett, 1992).

Í umræðunni um áhættutengda þætti ofbeldis gegn öldruðum er sjaldan talað um

almennt viðhorf til öldrunar. Neikvæðar staðalímyndir og neikvæð viðhorf í garð aldraðra

má segja að brjóti á rétti þeirra á ýmsa vegu því rannsóknir sýna að bæði yngri og eldri

kynslóðir búa yfir neikvæðum hugmyndum um það hvað felist í því að vera aldraður

einstaklingur (WHO, 2011). Eitt af þeim sjónarmiðum sem fólk hefur um aldraða er að

aldraðir missi alla stjórn á eigin lífi þegar það eldist, verði viðkvæmir, veikburða og þurfi

að treysta mikið á að aðrir sjái um þá. Sjónarmið sem þetta auðveldar fólki að beita ofbeldi

án þess að fá samviskubit eða að það sjái eftir því að beita þann aldraða ofbeldi. Þetta

sjónarmið gerir fólki líka auðveldara að sjá hinn aldraða sem einhvern til að misnota og

vanrækja (WHO, 2011).

Það er mjög mikilvægt að gerendur séu gerðir ábyrgir fyrir ofbeldi sem þeir beita og

vanrækslu, hvernig svo sem þeir tengjast þolendum sínum. Þau afbrot sem eru síst

tilkynnt eru ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum. Jafnvel þó þau séu tilkynnt er talið

ólíklegt að það endi með sakfellingu (Sev‘er, 2009). Árið 2007 setti dómari í Kanada

jákvætt fordæmi í slíkum málum þegar hann sakfelldi mann sem hafði játað að hafa beitt

móður sína miklu ofbeldi og vanrækslu. Hann hafði lokað hana inni í mjög illa hirtum

kjallara svo dögum skipti án þess að gefa henni mat eða drykk sem endaði með dauða

hennar. Móðirin hafði verið 78 ára gömul og með Alzheimer í langan tíma. Aðstæður

hennar höfðu verið hræðilegar og angaði allt húsið af hægðum og þvagi (Small, 2007;

Sev‘er, 2009).

Rannsókn á viðhorfum, þekkingu og reynslu starfsfólks í heimaþjónustu í Reykjavík á

ofbeldi gegn öldruðum sýndi að á síðustu 12 mánuðum hafði rúmur fjórðungur aðspurðra

Page 26: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

26

séð eða haft sterkan grun um að ofbeldi ætti sér stað. 44% starfsmenn heimahjúkrunar

greindu frá ofbeldi eða gruns um ofbeldi af hálfu starfsfólks (Sigrún Ingvarsdóttir, 2010).

Sigrún Ingvarsdóttir (2006) birti grein á vef Reykjavíkurborgar sem bar heitið Er

ofbeldi gegn öldruðum algengt á Íslandi? þar sem hún fjallar um umfang ofbeldis gegn

öldruðum. Sigrún gerði grein fyrir því að tölur um umfang ofbeldis væru rokkandi því

misjafnt væri hvernig gagna væri aflað en að talið væri að þolendur ofbeldis, 65 ára og

eldri væri á bilinu 2-10% í hverju landi.

Rannsóknir benda til þess að ákveðnir áhættuþættir geti aukið líkur á ofbeldi af

einhverju tagi gegn öldruðum. Veikburða og heilsuveilir aldraðir einstaklingar eru í meiri

hættu á að verða fyrir vanrækslu og ofbeldi. Rannsókn sem gerð var á Íslandi meðal 1176

einstaklinga á landsbyggðinni og 600 manna úrtaks að auki í Reykjavík um hagi og viðhorf

eldri borgara á aldrinum 67-80 ára sýndi að 90,9% þeirra sem svöruðu könnuninni bjuggu

í eigin húsnæði og af þeim voru 30,2% sem bjuggu einir. Eins og sjá má á mynd 2 höfðu

14,7% svarenda orðið varir við að vanræksla eða ofbeldi af hendi ættingja eða

samfélaginu ætti sér stað (Reykjavíkurborg, Landssamband eldri borgara,

félagsmálaráðuneytið og Öldrunarráð Íslands, 2007).

Mynd 2. Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum.

Gerð var önnur rannsókn til samanburðar en hún náði aðeins til eldri borgara í

Reykjavík. Rannsóknin náði til 1000 einstaklinga á aldrinum 80 og eldri. 74,6% þeirra sem

svöruðu bjuggu í eigin húsnæði og af þeim voru 57,6% sem bjuggu einir. Eins og sjá má á

myndum 3 og 4 höfðu 17,4% svarenda orðið varir við að vanræksla eða ofbeldi af hendi

2,9%5,7%

6,0%

85,3%

Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum

Já, af skyldmennum Já, af samfélaginu Já, bæði af skyldmennum og samfélaginu Nei

Page 27: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

27

ættingja eða samfélaginu hafi átt sér stað árið 2007 en niðurstöður sýndu að 7,8%

svarenda hefði orðið varir við það sama árið 2008. Athygli vakti að mun fleiri einstaklingar

bjuggu einir í rannsókninni í Reykjavík og færri urðu varir við ofbeldi og vanrækslu gegn

eldri borgurum þar en á landinu öllu. Því má segja að búseta sé minni áhættuþáttur í

Reykjavík en yfir landið í heild (Reykjavíkurborg, 2008).

Mynd 3. Samanburðarrannsókn ´07. Mynd 4. Samanburðarrannsókn ´08

Í Bretlandi var gerð athyglisverð rannsókn þar sem 2100 einstaklingar á aldrinum 66

ára og eldri voru spurðir um ofbeldi og vanrækslu. Í rannsókninni var ofbeldi skilgreint

sem líkamlegt, andlegt, kynferðislegt ofbeldi ásamt fjárhagslegri misbeitingu. Niðurstöður

sýndu að 2,6% höfðu orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu af hendi fjölskyldumeðlima, vina

eða starfsfólki umönnunar síðastliðna 12 mánuði. Ef teknir voru með í tölurnar nágrannar

og kunningjar hækkaði sú tala úr 2,6% í 4%. Einnig kom fram að konur voru líklegri en

karlar til að verða beittar einhvers konar ofbeldi og vanrækslu og líkurnar á illri meðferð

voru meiri fyrir þá einstaklinga sem voru með slæma heilsu, þunglyndi og með minni

lífsgæði en aðrir. Gerendur ofbeldisins og vanrækslunnar voru í 51% tilvika makar, 49%

tilvika aðrir fjölskyldumeðlimir, 13% starfsfólk umönnunar og 5% voru vinir. Sumir

þolendurnir greindu frá fleirum en einum geranda. Karlmenn eru líklegri til að vera

gerendur en í rannsókninni kom fram að 80% gerenda voru karlmenn þegar kom að

ofbeldi eða vanrækslu en 56% tilvika þegar um fjárhagslega misbeitingu var að ræða. Í

53% tilvika bjuggu gerendur með þolendum. Þolendur töldu sig verða fyrir alvarlegu

ofbeldi í 43% tilvika en 33% töldu sig verða fyrir afar alvarlegu ofbeldi. Algengasta form

3,7% 7,0%

6,6%

82,7%

Samanburðarrannsókn '07

Já, af skyldmennum

Já, af samfélaginu

Já, bæði af skyldmennum og samfélaginu

Nei

2,4% 3,0%2,4%

92,2%

Samanburðarrannsókn '08

Já, af skyldmennum

Já, af samfélaginu

Já, bæði af skyldmennum og samfélaginu

Nei

Page 28: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

28

ofbeldisins var andlegt ofbeldi (O‘Keeffe, Hills, Doyle, Claudine, Scholes, Constantine o.fl.,

2007).

Á Spáni var gerð rannsókn árið 2006 þar sem aldraðir, 64 ára og eldri og óformlegir

umönnunaraðilar þeirra voru spurðir út í ofbeldi. Þar kom fram að 1% þeirra höfðu orðið

fyrir ofbeldi árið 2005 en 4,6% umönnunaraðilanna greindu hins vegar frá því að hafa beitt

aldraðan einstakling ofbeldi sama ár. Hafi einstaklingurinn þurft umönnun allan daginn

hækkaði tíðnin úr 4,6% í 5,7% og aukst ofbeldið með aukinni þörf hins aldraða fyrir

aðstoð. Rúmlega helmingur umönnunaraðilanna sinntu umönnuninni einir en þeir sem

fengu aðstoð fengu hana helst frá eiginmanni, systur eða félagsþjónustu. Eins og sjá má á

mynd 5 voru þeir umönnunaraðilar sem beittu ofbeldi eða vanrækslu í 60% tilvika börn

hins aldraða, 22,8% makar, 11,4% tengdabörn og minnst var um önnur skyldmenni, eða

5,8%.

Mynd 3. Rannsókn á Spáni – gerendur.

Um 73% umönnunaraðilar sem beittu ofbeldi greindu frá því að

umönnunarhlutverkið væri yfirgripsmikið og að þeir væru yfirbugaðir á meðan 54% þeirra

sem ekki beittu ofbeldi. Hátt í 96% umönnunaraðilanna vildu meina að samskiptin við

hinn aldraða hefðu verið góð áður en umönnun hófst en að umönnunin hafi haft neikvæð

áhrif fyrir um 19% þeirra. Neikvæðu áhrifin voru helst í samskiptum við maka. Um 32%

greindu frá því að umönnunin hefði neikvæð áhrif á vinnu þeirra en 50,6% þeirra sem

höfðu verið á vinnumarkaði áður en umönnun hófst. Meira en helmingur umönnunaraðila

þurfti að hætta á vinnumarkaði. Nærri 55% svarenda sögðust yfirbugaðir af

60,0%22,8%

11,4%

5,8%

Rannsókn á Spáni - gerendur

Makar Uppkomin börn Tengdabörn Aðrir ættingjar

Page 29: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

29

umönnunarhlutverkinu og rúmlega 54% fannst þeim skorta frítíma (Iborra, 2008). Fleiri

rannsóknir hafa einnig sýnt fram á neikvæð áhrif umönnunarhlutverksins á atvinnu

umönnunaraðila (Cox, Parsons og Kimbolko, 1988; Masuy, 2009).

4.4.3 Áhættuþættir ofbeldis

Það er mjög mikilvægt fyrir alla sem koma að málefnum aldraðra að þekkja þá

áhættuþætti sem finna má í fari bæði gerenda og þolenda. Áhættuþættir gera

einstaklinga líklegri til að beita eða verða beittir ofbeldi. Helstu áhættuþættirnir hjá

þolendum eru taldir vera vitræn skerðing, slæmt líkamlegt ástand og langvinn veikindi en

það eru atriði sem gerir hinn aldraða oft háðan öðrum þegar kemur að athöfnum daglegs

lífs (Muehlbauer og Crane, 2006).

Helstu áhættuþættir sem sjá má hjá þolendum eru meðal annars taldir að vera

kvenkyns, eldri en 74 ára og vera með mikla líkamlega eða andlega skerðingu. Aldraðir

með Alzheimer og aðrar gerðir heilabilunar, þunglyndi eða önnur geðræn vandamál, sýna

árásargirni, eru félagslega einangraðir, með lélegt tengslanet, fátækt og kynþáttur eru í

mikilli áhættu (Zhang o.fl., 2010; Sever, 2009; WHO, 2011: Post o.fl., 2010; Conner o.fl,

2011; Iborra, 2008). Samkvæmt Sev‘er (2009) eru aldraðir sem búa ekki í upprunalegu

heimalandi sínu og tala ekki það tungumál sem talað er í landinu í sérstaklega mikilli

áhættu fyrir ofbeldi. Þessir einstaklingar geta átt í erfiðleikum með að tjá sig almennilega

eða að nokkru leyti um ástand sitt, þekkja ekki hver réttindi sín eru og vita jafnvel ekki

hvert á að leita til að fá hjálp (Sev‘er, 2009). Í mörgum tilvikum er þolandi algerlega háður

geranda og er líklegri til að verða beittur ofbeldi en aðrir aldraðir, þá sérstaklega þeir sem

þurfa sólarhringsumönnun (Iborra, 2008; WHO, 2011).

Aðstandendur aldraðra með heilabilun á borð við Alzheimer eru í meiri áhættu á að

verða gerendur ofbeldis en aðstandendur aldraðra sem ekki eru með heilabilun (Iborra,

2008). Talið er að ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlima í garð hins aldraða með Alzheimer

tengist krefjandi hegðun hins aldraða þar sem hann sýnir oft á tíðum ofbeldisfulla og

sundrandi hegðun (Pillemer og Suitor, 1992).

Umönnun flestra aldraðra fer fram á heimilum þeirra en þar eru færri

öryggisráðstafanir sem gera það að verkum að fleiri tækifæri skapast fyrir ofbeldi og

aðstæður fyrir vanrækslu þróast, bæði viljandi og óviljandi (Kirsch, 2009). Aldraðir sem

búa einir eru taldir líklegri til að vera í minni áhættu á að verða beittir einhvers konar

Page 30: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

30

ofbeldi en þeir einstaklingar sem búa með fjölskyldumeðlimum. Aftur á móti eru þeir sem

búa einir taldir vera í meiri hættu á að verða fyrir fjárhagslegri misnotkun (Pillemer o.fl.,

1988; Pillemer o.fl., 1992; Lachs o.fl., 1997; O‘Keeffe o.fl., 2007).

Meirihluti þolenda eru konur þegar kemur að öllum tegundum ofbeldis samkvæmt

nýlegum rannsóknum. Ýmsar samfélagslegar ástæður geta þó verið að hafa áhrif á

niðurstöður þessara rannsókna þar sem konur segja frekar frá ofbeldi en karlar (Iborra,

2008; O‘Keeffe o.fl., 2007; Thomas, 2000). Ein ástæða þess að konur séu í meirihluta

þolenda gæti verið sú að konur lifa lengur en karlar og líkur á ofbeldi teljast hærri með

auknum aldri. Því má gera ráð fyrir því að tíðni ofbeldis gegn konum muni halda áfram að

vera há. Flestar konur eyða síðustu árunum sínum einar, á stofnunum eða með öðrum

þar sem þær eru háðar umönnunar annarra á meðan karlmenn eyða síðustu árunum með

maka sínum (Sev‘er, 2009).

WHO (2011) greinir jafnframt frá því að samkvæmt nýlegum rannsóknum séu

þolendur ofbeldis konur í 60-75% tilfella. Hins vegar sýndu eldri rannsóknir að aldraðir

karlmenn væru í jafn mikilli áhættu og konur þegar kemur að því að verða beittir ofbeldi

af hendi maka, uppkomnum börnum sínum og öðrum ættingjum (Pillemer og Finkelhor,

1988; Podnieks, 1993). Karlmenn eru taldir síður líklegri til að leita eftir hjálp og eru oft

lengur í ofbeldisaðstæðunum vegna þess að þeir telji frekar að það sé merki um veikleika

og hjálparleysi að vera þolandi ofbeldis (Roberto o.fl., 2007).

Í flestum tilvikum ofbeldis gegn öldruðum er um maka eða fjölskyldumeðlim að ræða.

Ofbeldi af hendi starfsmanna í umönnun eða náinna vina er talið mun sjaldgæfara en af

hendi ættingja (Biggs o.fl., 2009). Á Írlandi gerðu Naughton o.fl. (2010) rannsókn um

ofbeldi gegn öldruðum og sýndi rannsókn þeirra að þeir sem beita aldraða ofbeldi í

heimahúsum eru í 50% tilvika uppkomin börn, 24% tilvika aðrir ættingjar og 20% tilvika

makar. Þessar niðurstöður stangast á við aðrar rannsóknir þar sem komið hefur fram að

flestir verði fyrir ofbeldi af hendi maka. Rannsókn Naughton og félaga (2010) sýndi fram

á að uppkomin börn séu jafn líkleg til að verða gerendur í fjárhagslegri misnotkun og

makar en makar eru líklegri til að verða gerendur í andlegu, líkamlegu og kynferðislegu

ofbeldi (Biggs o.fl., 2009; WHO, 2011).

Þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að sinna umönnun aldraðs ættingja getur það skapað

mikið álag á fjölskyldur. Það á sérstaklega við ef fjölskyldan hefur lítið eða ekkert

Page 31: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

31

stuðningsnet í kringum sig. Þeir þættir sem sem skapað geta álag á umönnunaraðila eru

taldir vera takmarkaðar upplýsingar um öldrun og þau veikindi sem geta skapast á seinni

árum, skortur á getu, þjálfun og ófullnægjandi úrræði til að styðja við umönnunaraðila

(WHO, 2011). Á Spáni var gerð rannsókn sem sýndi að 72% umönnunaraðila sem beitt

höfðu aldraða ofbeldi sögðu að aðstæðurnar sem umönnunaraðili lifði við væri

yfirþyrmandi (Iborra, 2008). Rannsóknir gefa þó ekki til kynna að álag á umönnunaraðila

sé aðalorsökin á því að ofbeldið eigi sér stað (Philips, 2000; Reis og Nahmiash, 1998).

Aldraðir einstaklingar verða einnig fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna sem sinna

umönnun þeirra. Post og félagar (2010) gerðu rannsókn á ofbeldi gegn öldruðum á

bandarískum stofnunum, rannsóknin leiddi í ljós að helsti áhættuþáttur ofbeldis af hendi

starfsmanna var hegðunarvandamál hins aldraða. Skilgreiningin á hegðunarvandamáli var

mótþrói við umönnun, dónalegt orðbragð og líkamleg ógnun hins aldraða. Einnig sýndu

niðurstöður að aukin líkamleg skerðing og aukin þörf hins aldraða fyrir aðstoð leiddi til

þess að umönnunin olli meira álagi og kröfum á starfsfólkið. Stór áhættuþáttur fyrir bæði

andlegt ofbeldi og vanrækslu taldist vera ef hinn aldraði þurfti á aðstoð að halda við

daglegar athafnir og var með lélega líkamlega virkni. Öryggisráðstafanir á stofnunum og

heimilum eiga að vernda hinn aldraða frá viðvarandi og yfirvofandi ofbeldi á stofnunum

(Post o.fl., 2010).

4.4.4 Afleiðingar ofbeldis og vanrækslu

Afleiðingar andlegs ofbeldis getur verið kvíði, þunglyndi, hræðsla, depurð, fát, hjálparleysi

og svefntruflanir (Sigrún Ingvarsdóttir, 2009). Rannsóknir hafa sýnt fram á að aldraðir

einstaklingar sem hafa verið beittir ofbeldi þjást af kvíða, þunglyndi,

sjálfsmorðshugleiðingum, skömm, samviskubiti, eru óhamingjusamir og þjást einnig af

félagslegri einangrun (WHO, 2011). Aldraðir eru verr á sig komnir líkamlega en þeir sem

yngri eru, skaði á líkama þeirra grær seint og illa, auk þess sem þeir eru viðkvæmari fyrir

beinbrotum. Beinbrot hjá öldruðum einstaklingum getur haft þær afleiðingar að þeir ná

sér aldrei að fullu og getur jafnvel leitt til dauða á meðan þeir sem yngri eru taka jafnan

aðeins nokkrar vikur að jafna sig að fullu (Cooney, Howard og Lawlor, 2006; Sev‘er, 2009).

Þegar aldraðir eru beittir kynferðislegu ofbeldi eru afleiðingarnar einnig taldar vera enn

alvarlegri en þegar ungt fólk verður fyrir kynferðislegu ofbeldi (Teitelman, 2006). Talið er

að afleiðingar fjárhagslegrar misnotkunar séu margvíslegar, fólk geti hætt upplifað það að

Page 32: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

32

geta ekki borgað reikningana sína og hefur jafnvel ekki ráð á brýnustu nauðsynjum eins

og lyfjum og matvörum. Fjárhagsleg misnotkun getur orðið það alvarleg að hún geti leitt

til húsnæðisleysis hins aldraða og að hann þurfi að sleppa því að nýta sér þá þjónustu sem

er honum nauðsynleg, það getur verið bæði læknisþjónusta og heimaþjónusta (Sigrún

Ingvarsdóttir, 2009). Auk þess sem ofbeldið skerði lífsgæði hins aldraða eru sterk tengsl á

milli aukins sjúkdómsástands og hærri dánartíðni (Perel-Levin, 2008).

Skipta mætti afleiðingum ofbeldis í skammtímaafleiðingar og langtímaafleiðingar.

Skammtímaafleiðingar koma í ljós um leið og ofbeldið hefur átt sér stað en

langtímaafleiðingar eru einkenni sem rekja má til ofbeldisins löngu eftir að ofbeldinu

lýkur. Rannsóknir sem hafa verið gerðar um afleiðingar ofbeldis greina í flestum tilvikum

um skammtímafleiðingar (Velferðarráðuneytið, 1998).

Skammtímaafleiðingar ofbeldis eru tilfinningaleg viðbrögð, þróun neikvæðrar

sjálfsmyndar, líkamlegar kvartanir sem ekki eiga sér neinar líkamlegar skýringar,

samskiptavandamál og ýmis önnur félagsleg vandamál. Þolendur kynferðislegrar

misnotkunar upplifa oft mikla röskun á hæfileikum til tengslamyndunar og byggir það að

mestu á því að traust þeirra til annarra verður lítið sem ekkert vegna þeirra svika sem þeir

hafa orðið fyrir með ofbeldinu.

Langtímaaðfleiðingar ofbeldis eru þau sömu og skammtímaafleiðingar nema að þau

vara í langan tíma, verða þrálát og draga úr getu þolanda til að takast á við daglegt líf,

takmarka valkosti í námi, starfi og samskiptum. Séu þessi einkenni ekki meðhöndluð á

réttan hátt geta þau valdið persónuleikaröskun sem erfiðara er að bæta eftir lengri tíma

(Velferðarráðuneytið, 1998).

Page 33: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

33

4.5 Eru aldraðir líklegir til að verða beittir ofbeldi og/eða vanrækslu?

Þegar einstaklingar verða aldraðir og lífslokin nálgast verða þeir oft á tíðum veikburða og

ófærir um að sjá um sig dags daglega. Það getur gert það að verkum að hinn aldraði þarf

að stóla á að aðrir sjái um þá og varnarleysi þeirra gegn ofbeldi verður meira. Því er full

ástæða til að huga að öryggisráðstöfunum sem tryggja öryggi þeirra og mannréttindi. Að

koma í veg fyrir ofbeldi og hlúa að vernd aldraðra ætti því að vera forgangsatriði í

samfélaginu (Perel-Levin, 2008).

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gegn öldruðum sýna að á milli 4-6%

aldraðra hafa orðið fyrir einhverju ofbeldi á eigin heimili og eru aldraðir líklega einnig í

meiri hættu á að verða beittir ofbeldi á stofnunum en almennt er haldið (WHO, 2002a;

Wolf o.fl., 2002). Rannsókn sem gerð var af Acierno o.fl. (2010) gefur til kynna að 11,4%

aldraðra verða beittir einhvers konar ofbeldi á hverju ári en hafa ber í huga að þær

prósentur um ofbeldi gegn öldruðum séu í raun og veru ekki rétt tala því leiða má líkum

að því að þær tölur gefi ekki alveg rétta mynd því svo fáir tilkynna um ofbeldi gegn

öldruðum (Clancy, MacDaid, O‘brian og O‘Neill, 2011). Cooper o.fl. (2006) rannsökuðu

ofbeldi gegn öldruðum í ellefu Evrópulöndum og var Ísland á meðal þeirra.

Niðurstöðurnar sýndu fram á að sama hlutfall var að sjá á ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi

og á nágrannalöndum okkar. Ef niðurstöður eru skoðaðar þá gefur þessi rannsókn til

kynna að um 4.500 aldraðir einstaklingar séu beittir ofbeldi á hverju ári á Íslandi (Hagstofa

Íslands, 2011).

Rannsóknirnar hér að framan gefa glöggt til kynna að margir aldraðir einstaklingar

búa við ofbeldi og vanrækslu, hvort sem litið er á rannsóknir sem hafa verið gerðar hér á

landi eða erlendis. Þar sem meðalaldur einstaklinga hækkar með ári hverju eins og kemur

fram á Hagstofu Íslands (2014) og stefnu stjórnvalda um að gera sem flestum öldruðum

kleift að búa sam lengst á eigin heimili (Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999) má gera

ráð fyrir að ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum muni aukast til muna nema gripið verði

til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir þá þróun. Fagfólk sem starfar með öldruðum

og aðstandendum þeirra gegna þar lykilhlutverki. Góður stuðningur fagaðila og önnur

úrræði sem öldruðum og aðstandendum þeirra býðst geta bætt líðan þeirra svo um

munar (Sigrún Ingvarsdóttir, 2010). Úrræði eins og stuðningshópar (Lachs og Pillemer,

1995) og skammtímainnlagnir sem eru ætlaðar til að hvíla aðstandendur frá umönnun

Page 34: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

34

hjálpað umönnunaraðilum að takast á við það álag sem fylgir umönnunarhlutverkinu

(Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003; Lachs og Pillemer, 1995).

Page 35: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

35

5 Niðurstöður

Í þessum kafla verða helstu niðurstöður teknar saman og rannsóknarspurningunum

svarað sem komu fram í inngangi en þær voru: Eru aldraðir líklegri til að verða beittir

ofbeldi en aðrir aldurshópar? Hvað er það sem gerir það að verkum að aldraðir eru beittir

ofbeldi? Hvert er hlutverk félagsráðgjafa þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu gegn

öldruðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við ofbeldi gegn öldruðum?

Fjölgun íslenskra aldraðra einstaklinga hefur verið stöðug undanfarna áratugi og er

mesta fjölgunin hjá öldruðum eldri en 80 ára. Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gefur til

kynna að fjölgun einstaklinga 67 ára og eldri verði frá 38.221 árið 2015 til 103.781 árið

2065 (Hagstofa Íslands, 2014).

Helstu kenningar í félagsráðgjöf eru hlutverkakenningin, virknikenningin,

hlédrægnikenningin, samfellukenningin, Eden hugmyndafræðin og kenningin um

jákvæða öldrun. Allar eru þessar kenningar mjög mikilvægar í starfi félagsráðgjafa því

þarfir aldraðra eru mjög mismunandi eins og annarra einstaklinga.

Sú kenning sem hefur verið við líði lengst er hlutverkakenningin en hún fjallar um það

að einstaklingar fái ný hlutverk og ný tengsl við starfslok. Þessar breytingar fara misvel í

einstaklinga en þær skiptast helst á tvo vegu, þá sem taka fagnandi á móti breytingunum

og þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við breytt hlutverk (Hooyman og Kiyak, 2011;

Kart, 1997).

Virknikenningin er byggð á rannsóknum sem sýna að virkir aldraðir einstaklingar séu

hamingjusamari en aðrir. Að lífshamingja aldraðra velti á því að ný hlutverk komi í stað

þeirra sem þeir geta ekki sinnt lengur (Kart, 1997).

Hlédrægnikenningin hefur haft mikil áhrif á uppbyggingu öldrunarþjónustu víðsvegar

um heiminn en samkvæmt henni draga einstaklingar sig í hlé frá samfélaginu þegar geta

þeirra minnkar til að sinna fyrri hlutverkum og að samfélagið nái að aðlagast því jafnóðum

(Berk, 2007; Hooyman og Kiyak, 2011).

Samfellukenningin var lögð fram til að reyna að finna jafnvægi á milli

hlédrægnikenningarinnar og virknikenningarinnar. Hún snýst um það að einstaklingar

haldi í persónuleg einkenni þó þeir eldist. Að þeir sem hafi ávallt verið virkir haldi því

áfram á elliárunum og að þeir sem hafi verið rólegir haldi því áfram (Hooyman og Kiyak,

Page 36: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

36

2011; Kunemund og Kolland, 2007). Best sé að allar breytingar séu gerðar á rólegum

hraða því það lágmarki þá streitu sem fylgt getur þeim breytingum sem á sér stað (Kart,

1997).

Eden hugmyndafræðin er frekar ný af nálinni en hún fjallar um það að

öldrunarstofnanir ættu að vera heimili fyrir þá sem þar búa í stað þess að vera stofnanir.

Áhersla er lögð á sjálfstæði, valkosti og hlutverk íbúanna til að annast plöntur og dýr. Að

það þurfi að draga úr þeim valdaþrepum sem hafa einkennt heilbrigðisstofnanir og auka

jafnræði, bæði íbúanna og starfsfólks. Hugmyndafræðin á að gera það að verkum að

íbúum leiðist minna og sé ekki eins hjálparþurfi og þeir sem búi á stofnunum (Hooyman

og Kiyak, 2011).

Kenningin um jákvæða öldrun leggur áherslu á að það geti verið jákvætt að eldast,

ekki bara hrörnun, einangrun og bið eftir dauðanum. Að aldraðir eigi að geta notið þess

sem lífið hafi upp á að bjóða (Gergen og Gergen, 2002).

Málefni aldraðra koma ekki aðeins fram í kenningum því ýmis lög koma einnig við

sögu en málefni aldraðra koma fram í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, lögum

um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991,

lögum um heilbrigðisþjónustu nr. Nr. 40/2007 o.fl. Lög um málefni aldraðra (nr.

125/1999) skipta öldrunarþjónustu í tvennt, almenna þjónustu og stofnanaþjónustu.

Almenn þjónusta telst sem félagsleg heimaþjónusta, dagvistun og þjónustuíbúðir, s.s.

þjónusta sem aldraðir fá á meðan þeir búa enn í eigin húsnæði. Stofnanaþjónusta telst

sem vistun á dvalarheimilum, sambýlum og íbúðum ætlaðar öldruðum. Helsta markmið

laga sem koma að málefnum aldraðra er að allir eigi möguleika á bestu

heilbrigðisþjónustu sem möguleg er (Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999).

Stefnumótun í málefnum aldraðra hefur aðallega verið í tengslum við húsnæðismál

aldraðra. Stefnan hefur verið að gera öldruðum einstaklingum kleift að búa sem lengst í

eigin húsnæði með aðstoð heimaþjónustu, heimsendum mat, dagvistun,

hvíldarinnlögnum og betra aðgengi að viðeigandi hjálpartækjum. Þrátt fyrir stefnu um að

einstaklingar geti verið lengur í eigin húsnæði hefur þróunin verið sú að mesta áherslan

hefur verið á hjúkrunarheimili og er Ísland það land sem leggur minnsta fjármagn til

þjónustu í heimahús af Norðurlöndunum (Hagstofa Íslands, 2008; Hagstofa Íslands, 2009;

Page 37: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

37

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003; Steinunn K. Jónsdóttir og Sigurveig H.

Sigurðardóttir, 2009).

Þróun félagsráðgjafar hefur verið að taka breytingum jafnt og þétt síðan um miðja

síðustu öld. Félagsráðgjafar höfðu aðeins verið að vinna á almennum deildum fram til

ársins 1975 en þá var fyrsti félagsráðgjafinn á sviði öldrunar ráðinn. Starfinu fylgir

fjölbreytt ráðgjafastarf því þarfir aldraðra eru eins ólíkar og annarra skjólstæðinga. Eins

og kom fram að framan hafa rannsóknir sýnt fram á að þjónustan sem er í boði er mikils

metin af öldruðum og aðstandendum þeirra. Félagsráðgjafar sinna ýmsum störfum er

tengjast mati á þjónustuþörf, ráðgjöf, sáttamiðlun og að vera tengiliður fyrir

skjólstæðinga sína við ríkisstofnanir (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Meðal þess sem félagsráðgjafar sinna eru rannsóknir og ráðgjöf vegna ofbeldis og

vanrækslu á öldruðum. Stjórnvöld á Íslandi hafa gert aðgerðaráætlun til að sporna við

almennu ofbeldi og vanrækslu, hvort sem það er gegn börnum, konum, karlmönnum eða

öldruðum. Ofbeldið getur átt sér hinar ýmsu myndir, það er líkamlegt, andlegt,

kynferðislegt, fjárhagslegt og í formi vanrækslu (Farley, Smith og Boyle, 2009; Lymbery,

2005; Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006).

Rannsóknir á ofbeldi og vanrækslu hafa gefið til kynna að aldraðir einstaklingar sem

beittir hafa verið ofbeldi eru á bilinu 2-10% en ekki er þó hægt að alhæfa um að það sé

endanlega tala því margir aldraðir tilkynna ekki þegar brotið hefur verið á þeim (Sigrún

Ingvarsdóttir, 2010). Flestir þeirra sem beita aldraða ofbeldi eru tengdir hinum aldraða

fjölskylduböndum. Rannsókn sem gerð var á Spáni en náði til margra landa gaf til kynna

að flestir gerendurnir væru makar, eða 60% gerenda, 22,8% voru uppkomin börn þess

aldraða og 17,2% tengdabörn og aðrir ættingjar. Flestir gerendur sögðu frá því í

rannsóknum að umönnunarhlutverkið sem þeir væru að sinna væri mjög erfitt og

yfirgripsmikið. Fleiri rannsóknir hafa gefið í skyn að yfirgripsmikil umönnun tengist oft

ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum (Iborra, 2008).

Talið er að ákveðnir áhættuþættir séu til staðar þegar kemur að bæði þolendum og

gerendum ofbeldis og vanrækslu gegn öldruðum. Áhættuþættir þolenda er t.d. það að

vera kona, vera yfir 74 ára aldri og eiga við mikla líkamlega og andlega skerðingu,

heilabilaðir eru í sérstaklega mikilli áhættu. Áhættuþættir gerenda eru aldraðir karlkyns

makar og uppkomin börn sem sinna umönnunarhlutverki heilabilaðs aldraðs ættingja

Page 38: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

38

(Zhang o.fl., 2010; Sever, 2009; WHO, 2011: Post o.fl., 2010; Conner o.fl., 2011; Iborra,

2008).

Nýlegar rannsóknir benda á að konur séu í meirihluta þolenda, skýringuna má jafnvel

finna í því að konur segja frekar frá ofbeldi, konur lifa lengur en karlar og með hækkandi

aldri aukast líkur á ofbeldi. Samkvæmt WHO (2011) eru konur í hlutverki þolenda í 60-

75% tilfella, skýringuna má jafnvel finna í því að aldraðir karlmenn segja síður frá því þeir

líta frekar á ofbeldið sem veikleika eða hjálparleysi að verða beittir ofbeldi (WHO, 2011).

Það að fjölskyldumeðlimir þurfi að sinna öldruðum ættingja skapar oft mikla streitu

og álag á fjölskyldur, sérstaklega ef fjölskyldan hefur lítið eða ekkert stuðningsnet í

kringum sig. Því er mikilvægt að góðar upplýsingar um öldrun og veikindi á efri árunum

séu í seilingarfjarlægð ásamt því að umönnunaraðilar fái þjálfun og að betri úrræði séu til

staðar (WHO, 2011; Iborra, 2008; Philips, 2000; Reis og Nahmiash, 1998).

Afleiðingar ofbeldis geta verið mjög alvarlegar en þær geta verið kvíði, þunglyndi,

sjálfsmorðshugleiðingar, skömm, samviskubit, óhamingja og félagsleg einangrun svo

eitthvað sé nefnt. Afleiðingar ofbeldis á aldraða einstaklinga geta verið meiri og verri en

á þá sem yngri eru því aldraðir eru viðkvæmari fyrir líkamlegum skaða þar sem aldraðir

eru viðkvæmari fyrir beinbrotum og líkami þeirra grær bæði seint og illa. Huga þarf vel að

öldruðum einstaklingum sem orðið hafa fyrir einhvers konar ofbeldi og eru

félagsráðgjafar þar fremst í flokki (Cooney, Howard og Lawlor, 2006; Sev‘er, 2009; WHO,

2011).

Niðurstöður rannsókna sýna að aldraðir eru veikari fyrir ofbeldi og vanrækslu en

margir aðrir aldursflokkar. Ætla má að ástæður þess sé að finna í því að aldraðir

einstaklingar sem þurfa á umönnun annarra og séu með heilabilun á borð við Alzheimer

reyna meira á umburðarlyndi aðstandenda og annarra umönnunaraðila (Heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytið, 2003; Lachs og Pillemer, 1995).

Page 39: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

39

6 Lokaorð

Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi þess að hlúa vel að öldruðum og ættum að

telja það vera forréttindi að eldast. Öll eigum við möguleika á að verða öldruð og því er

mikilvægt að huga að því að vera með úrræði til staðar fyrir okkur þegar að því kemur.

Það er ekki nóg að hugsa að við séum ekki orðin öldruð ennþá og því sé enn tími til stefnu

til að betrumbæta þau úrræði sem eru nú þegar í boði.

Í dag eru tæplega 40.000 aldraðir einstaklingar á Íslandi og þurfum við að bæta hag

þeirra í náinni framtíð. Það er ekki síður mikilvægt að huga að öllum hliðum þess að verða

aldraður, því eins og fram kemur í þessari ritgerð verða margir aldraðir fyrir ofbeldi og

vanrækslu og það er eitthvað sem verður að stöðva. En til að koma í veg fyrir að ofbeldi

og vanræksla verði að enn stærra vandamáli í framtíðinni þarf að framkvæma fleiri og

ýtarlegri rannsóknir hér á landi.

Hér á landi er ekki til ákveðin stefna um málefni aldraðra þegar kemur að ofbeldi og

vanrækslu. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur og byrja að setja fram skýra stefnu til

að koma í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum því þessi málaflokkur gleymist

oft á tíðum því það er ekki mikið í umræðunni að aldraðir verði fyrir ofbeldi. Margir í

samfélaginu gera sér ekki grein fyrir því að ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum sé í raun

og veru eitthvað sem sé til. Því er nauðsynlegt að opna umræðuna og fá yfirvöld til að

gefa málefninu meiri gaum.

Eins og fram kemur í ritgerðinni eru aldraðir beittir ofbeldi og þá helst af hendi

umönnunaraðila. Til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn öldruðum þarf fyrst og fremst að

vekja athygli á vandamálinu í samfélaginu og opna umræðuna. Einnig er mikilvægt að

huga vel að umönnunaraðilum því mikið álag á umönnunaraðila eykur líkur á ofbeldi og

vanrækslu.

Hlutverk félagsráðgjafa þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu gegn öldruðum er að

huga vel að þeim aldraða og aðstandendum hans með ráðgjöf, aðstoð og leiðbeiningum

um þau réttindi sem þau hafa.

Við erum að verða eldri og fleiri með hverju árinu sem líður og er aukin tíðni ofbeldis

og vanrækslu gegn öldruðum virkilegt áhyggjuefni. Vandinn stigmagnast með aukinni

tíðni ofbeldis og vanrækslu samhliða auknum fjölda aldraðra.

Page 40: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

40

„Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist af reisn, heilindum og

sjálfstæði án alls ofbeldis“ (WHO, 2011).

Page 41: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

41

Heimildaskrá

Acierno, R., Hernandez, M. A., Amstadter , A. B., Resnick, H. S., Steve, K., Muzzy, W. o.fl.

(2010). Prevalence and correlates of emotional, physical, sexual, and financial

abuse and potential neglect in the United States: The national elder

mistreatment study. American Journal of Public Health, 100(2), 292-297.

Berk, L. E. (2007). Development Through the Lifespan (4. Útgáfa). Boston: Allyn and

Bacon.

Biggs, S., Manthorpe, J.,Tinker, A. Doyle, M. og Erens, B. (2009). Mistreatment of older

people in the United Kingdom: Findings from the first national prevelance study.

Journal of Elder Abuse & Neglect, 21(1), 1-14.

Brownie, S. (2011). A culture change in aged care: The Eden Alternative (TM). Australian

Journal of Advanced Nursing, 29(1), 63-68.

Burston, G. R. (1975). Granny - battering. British Medical Journal, 592.

CBSnews. (2015). Ex-Iowa lawmaker acquitted of sexually abusing wife who had

dementia. Sótt 24. Apríl 2015 af http://www.cbsnews.com/news/henry-rayhons-

former-iowa-state-lawmaker-acquitted-of-sexually-abusing-wife-who-had-

dementia/

Clancy, M., MacDaid, B., O'Brian, J. G. og O'Neill, D. (2011). National profiling of elder

abuse referrals. Age and Ageing, 40(3), 346-352.

Coleman, M. T., Looney, S., O‘Brien, J. og Ziegler, C. (2002). The Eden alternative:

findings after 1 year of implementation. The Journals of Gerontology, 57(7), 422-

427.

Conner, T., Prokhorov, A., Page, C., Fang, Y., Xiao, Y. og Post, L. A. (2011). Impairment

and abuse of elderly by staff in long-term care in Michigan: Evidence from

structural equation modeling. Journal of Interpersonal Violence, 26(1), 21-33.

Cooney, C., Howard, R. og Lawlor, B. (2006). Abuse of vulnerable people with dementia

by their cares: can we identify those most of risk. International Journal of Geriatric

Psychiatry, 21, 564-571.

Cox, E. O., Parsons, R. J. og Kimbolko, P.J. (1988). Social Servicese and Intergenerational

Caregivers: Issues for Social Work [Rafræn útgáfa]. Social Work, 33, 430-434.

Page 42: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

42

Dyer, C. B. (2005). Neglect assessment in elderly persons. Jhe Journal of Ferontology, 60,

1000-1001.

Farley, O. W., Smith, L. L. og Boyle, S. W. (2009). Introduction of Social Work. Boston:

Allyn and Bacon.

Gergen, M. M. og Gergen, K. J. (2002). Positive aging: New Images for a new age. Ageing

International, 1(27), 3-23.

Hagstofa Íslands. (2008). Stofnanaþjónusta og dagvistir aldraðra 2001-2006. Sótt 20.

Janúar af http://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=7683

Hagstofa Íslands. (2009). Stofnanaþjónusta og dagvistir aldraðra 2008. Sótt 20. janúar

2015 af http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4080

Hagstofa Íslands. (2011). Mannfjöldaþróun 2010. Hagtíðindi, 96(18), 1-24

Hagstofa Íslands. (2014). Spá um mannfjölda eftir aldri og kyni 2014-2065. Sótt 16. apríl

2015 af

http://hagstofa.is/?PageID=2593&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/

varval.asp?ma=MAN09010%26ti=Sp%E1+um+mannfj%F6lda+eftir+kyni+og+aldri

+2014%2D2065+++++%26path=../Database/mannfjoldi/mannfjoldaspa2010/%2

6lang=3%26units=Fj%F6ldi

Healy, K. (2005). Social Work Theories in Context. London: Palgrave MacMillan.

Heath, J. M., Kobylarz, F. A., Brown, M. og Castano, S. (2005). Interventions from home-

based geriatric assessment of adult protective service clients suffering elder

mistreatment. Journal og American Geriatrics Society, 53, 1538-1542.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. (2003). Skýrsla stýrihóps um stefnumótun í

málefnum aldraðra til ársins 2015. Reykjavík: Heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytið

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. (2006). Ný sýn – Nýjar áherslur. Áherslur

heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í öldrunarmálum. Sótt 20. janúar 2015 af

http://www.velferdarraduneyti.is/media/frettir/Ny_syn_-_nyjar_aherslur.pdf

Hooyman, N. R. Og Kiyak, H. A. (2011). Social Gerontology. A multidisciplinary

perspective (9. Útgáfa). Boston: Pearson.

Page 43: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

43

Iborra, M. I. (2008). Elder abuse in the family in Spain. Valencia: Queen Sofia Center.

Sótt 20. febrúar 2015 af http://www.inpea.net/reportsrecources.html

Kart, D. S. (1997).Sociological theories of aging. Í The Realities of Aging, an introduction

to gerontology (5. útgáfa), 200-231. Boston: Allyn and Bacon.

Kirsch, N. R. (2009). Elder abuse: detection and pretoction. Topics in Geriatric

Rehabilitation, 25(4), 346-354.

Kunemund, H. og Kolland, F. (2007). Work and retirement. Í Bond, J., Peace, S.,

Dittmann-Kohli, F. og Westerhof, G. (ritstjórar), Ageing in Society. London: Sage

Publications Ltd.

Lachs, M. S. Og Pillemer, K. (1995). Abuse and Neglect of Elderly Persons [Rafræn

útgáfa]. The New England Journal of Medicine, 332, 437-443.

Lachs, M. S., Williams, C.S., O‘Brian, S., Hurst, L. og Horwitz, R. (1997). Risk factors for

reported elder abuse and neglect: A nine-year observation cohort study. The

Gerontologist, 37(4), 469-474.

Lymbery, M. (2005). Social Work with Older People. Context, policy and Practice.

London: Sage Publications Ltd.

Lög um almannatryggingar nr. 100/2007

Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991

Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

Lög um húsnæðismál nr. 44/1998

Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999

Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992

Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008

Margrét Margeirsdóttir. (2001). Fötlun og samfélag. Reykjavík: Háskólaútgáfan

Masuy, A. J. (2009). Effect of caring for an older person on women‘s lifetime

participation in work [Rafræn útgáfa]. Ageing & Society, 29, 745-763.

Morgunblaðið. (2015). Getur manneskja með elliglöp gefið samþykki? Sótt 22. Apríl

2015 af

Page 44: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

44

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/04/08/getur_manneskja_med_elliglop_g

efid_samthykki/

Muehlbauer, M. og Crane, P. A. (2006). Elder abuse and neglect. Journal of Psychosocial

Nursing, 44(11), 43-48.

Naughton, C., Drennan, J., Treacy, M. P., Lafferty, A., Lyons, I., Phelan, A. O.fl. (2010).

Abuse and neglect of older people in Ireland: Report on the national study of

elder abuse and neglect. Dublin: National Centre for the Protection of Older

People.

O‘Keeffe, M., Hills, A., Doyle, M., Claudine, M., Scholes, S., Constantine, R., o.fl. (2007).

UK Study of Abuse and Neglect of Older People. Prevalence Survey Report.

London: National Center for Social Research. Sótt 28. febrúar 2015 af

http://www.natcen.ac.uk/media/308684/p2512-uk-elder-abuse-final-for-

circulation.pdf

Ogg, J. og Bennett, G. (1992). Elder abuse in Britain. British Medical Journal, 305(6860),

998-999.

Perel-Levin, S. (2008). Discussing screening for elder abuse at primary health care level.

London: World Health Organization.

Philips, L. R. (2000). Domestic violence and ageing women. Feriatric Nursing, 21(4), 188-

195.

Phillipson, C. og Baars, J. (2007). Social theory and social ageing. Í Bond, J., Peace, S.,

Dittmann-Kohli, F. Og Westerhof, G. (ritstjórar), Aging in Society, 167-185.

London: Sage Publications Ltd.

Pillemer, K. og Finkelhor, D. (1988). Prevalence of elder abuse: a random sample survey.

The Gerontologist, 28(1), 51-57.

Pillemer, K. og Suitor, J. J. (1992). Violence and violent feelings: What causes them

among family caregivers? Journal of Gerontology, 47(4), 165-172.

Podnieks, E. (1993). National survey on abuse of the elderly in Canada. Journal of Elder

Abuse & Neglect, 4(1), 5-58.

Page 45: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

45

Post, L., Page, C., Conner, T., Prokhorov, A., Fang, Y. Og Biroscak, B. J. (2010). Elder

abuse in long-term care: Types, patterns, and risk factors. Research on Ageing,

32(3), 323-348.

Reis, M. og Nahmiash, D. (1998). Validation of the indicators of abuse (IOA) screen.

Gerentologist, 38(4), 471-480.

Reykjavíkurborg, Landssamband eldri borgara, Félagsmálaráðuneytið og Öldrunarráð

Íslands. (2007). Hagir og viðhorf eldri borgara. Viðhorfsrannsókn. Sótt 14. mars

2015 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Rannsokn-a-

hogum-eldri-borgara-2007-landid-allt.pdf

Reykjavíkurborg. (2008). Hagir og viðhorf eldri borgara. Viðhorfsrannsókn. Sótt 14. mars

2015 af

http://eldri.reykjavik.is/portaldata/1/Resources/velferdarsvid/rannsoknir_kanna

nir/vidhorfskonnun_eldri_borgara_2008.pdf

Roberto, K. A., Teaster, P. B. og Nikzad, K. A. (2007). Sexual abuse of vulnerable young

and old men. Journal of Interpersonal Violence, 22(8), 1009-1023.

Rosher, R. B. og Robinson, S . (2005). The Eden alternative: Impact on student attitudes.

Educational Gerontology, 31, 273-282.

Sev'er, A. (2009). More than wife abuse that has gone old: A conceptual model for

violence against the aged in Canada and the U.S. Journal of Comparative Family

Studies, 40(2), 279-292.

Sigrún Ingvarsdóttir. (2006). Er ofbeldi gegn öldruðum algengt á Íslandi? Sótt 29. mars

2015 af http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4089/171_read-

2593/171_page-37/

Sigrún Ingvarsdóttir. (2009). Ofbeldi gegn öldruðum. Viðhorf, þekking og reynsla

starfsfóloks í hiemaþjónustu. Óbirt Masters ritgerð, Háskóli Íslands.

Sigrún Ingvarsdóttir. (2010). Ofbeldi gegn öldruðum. Viðhorf, þekking og reynsla

starfsfólks í heimaþjónustu. MA-ritgerð: Háskóli Íslands, félagsráðgjafadeild. Sótt

3. mars 2015 af

http://skemman.is/stream/get/1946/4256/12362/1/PDF_fixed.pdf.

Page 46: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

46

Sigurveig H. Sigurðardóttir. (2006). Aldraðir – fræðin og framtíðin. Í Sigrún Júlíusdóttir

og Halldór Sig. Guðmundsson (ritstjórar), Heilbrigði og heildarsýn: Félagsráðgjöf í

Heilbrigðisþjónustu. Reykjavík: Háskólaútgáfa og Rannsóknarsetur í barna og

fjölskylduvernd.

Small, P. (8. Febrúar 2007). Landmark conviction in abused mother's death. Sótt af

http://www.thestar.com/News/article/179502

Stefán Ólafsson, Karl Sigurðsson og María J. Ammendrup. (1999). Lífskjör, lífshættir og

lífsskoðun eldri borgara í Íslandi 1988-1999. Kynslóðagreining og samanburður á

milli landa. Sótt 22. janúar 2015 af

http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Eldri_borgarar.pdf

Steinunn Kristín Jónsdóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir. (2009).

Steinunn Kristín Jónsdóttir. (2009). Sérhannað húsnæði aldraðra: Stefnumótun og

löggjöf á Íslandi 1983-2008. Óbirt Meistararitgerð: Háskóli Íslands. Sótt 12.

febrúar 2015 af http://skemman.is/handle/1946/4080

Teitelman, J. (2006). Sexual abuse of older adults: Appropriate response for health and

human services providers. Journal og Health and Human Services Administration,

29, 209-227.

Thomas, C. (2000). National Center on Elder Abuse. The National Elder Abuse Incidence

Study.

Thompson, N. (2009). Understanding Social Work (3. útgáfa). Basingstoke: Palgrave

MacMillan.

Thompson, N. (2010). Theorizing Social Work Practice. Basingstoke: Palgrave MacMillan.

Velferðarráðuneytið. (1998). Skýrsla starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra.

Sótt 14. apríl 2015 af

http://www.velferdarraduneyti.is/verkefni/heilbrigdisthjonusta/rit-og-

skyrslur/nr/29665

Velferðarráðuneytið. (2008). Stefna í málefnum aldraðra til næstu ára. Sótt 5. apríl 2015

af

http://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/malefni_aldradra/Almennt/nr/44

17

Page 47: Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum - Heim | Skemman · 2018. 10. 15. · 4 Ofbeldi og vanræksla gegn öldruðum ”Það þarf að tryggja öldruðum líf þar sem lífið einkennist

47

Velferðarráðuneytið. (2011). Árangur heilbrigðisáætlunar til 2010. Lokaskýrsla. Sótt 7.

apríl 2015 af

http://www.velferdarraduneyti.is/media/ritogskyrslur2011/Arangur-

heilbrigdisaaetlunar-Lokaskyrsla_2001-2010_03_05.pdf

Velferðarráðuneytið. (e.d.). Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs

ofbeldis. Sótt 23. apríl 2015 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-

skjol/AdgerdaaetlunVegnaOfbeldis.pdf

Velferðarráðuneytið. (e.d.a.). Um Velferðarráðuneytið. Sótt 21. janúar 2015 af

http://www.velferdarraduneyti.is/raduneyti/um-raduneytid/

Welfel, E. R., Danzinger, P.R. og Santoro, S. (2000). Mandated reporting of

abuse/mailtreatment of elder adults: A primer for counsellors. Journal og

Counseling & Development, 78, 284-292.

Westerhof, G. J. og Tulle, E. (2007). Meanings of ageing and old age: discursive contexts,

social attitudes and personal identities. Í Í Bond, J., Peace, S., Dittmann-Kohli, F.

Og Westerhof, G. (ritstjórar), Aging in Society, 167-185. London: Sage

Publications Ltd.

WHO. (2002a). World report on violence and health. Geneva: World Health

Organization.

WHO. (2002b). Active ageing: A policy framework. Madrid: World Health Organization.

WHO. (2011). European report on preventing elder maltreatment. Copenhagen: World

Health Organization.

Wolf, R., Daichman, L. og Bennett, G. (2002). Abuse of the elderly. Í WHO, World report

on violence and health (bls. 123-145). Geneva: World Health Organization.

Zhang, Z., Schiamberg, L. B., Oehmke, J., Barboza, G. E., Griffore, R. J., Post, L. A. Ofl.

(2010). Neglect of older adults in Michigan nursing homes. Journal of Elder Abuse

and Neglect, 23(1), 58-74.