36

Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson
Page 2: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

Efnisyfirlit

Bæjarstjórn og nefndir .................................................. 2Forstöðumenn 2002....................................................... 3Ávarp bæjarstjóra .......................................................... 4Yfirstjórn .......................................................................... 6Fræðslu- og menningarsvið........................................... 7Félagssvið ...................................................................... 12Tækni- og umhverfissvið .............................................. 13Hitaveita Seltjarnarness ............................................. 15Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis .................................. 16Ársreikningur 2002...................................................... 17Rekstrarreikningur ....................................................... 18Efnahagsreikningur ..................................................... 1931. desember 2002 ..................................................... 20Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002 .............................. 21Skýringar ....................................................................... 22

Page 3: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

2

Bæjarstjórn og nefndirBæjarstjórn og nefndirBæjarstjórn og nefndirBæjarstjórn og nefndirBæjarstjórn og nefndir

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar

Ásgerður Halldórsdóttir

Árni Einarsson

Bjarni Torfi Álfþórsson

Guðrún Helga Brynleifsdóttir

Inga Hersteinsdóttir

Jónmundur Guðmarsson

Sunneva Hafsteinsdóttir

Endurskoðendur

Deloitte & Touche

Lárus Finnbogason

Ágúst Heimir Ólafsson

Skoðunarmenn

Stefán Pétursson

Guðmundur Einarsson

Almannavarnarnefnd

Inga Hersteinsdóttir

Þorvaldur K. Árnason

Bláfjallanefnd

Hildur Jónsdóttir

Félagsmálaráð

Sigrún Edda Jónsdóttir

Bjarni Torfi Álfþórsson

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Edda Kjartansdóttir

Fulltrúaráð Brunabótafélags Ísl.

Jón Hákon Magnússon

Fjárhags- og launanefnd

Ásgerður Halldórsdóttir

Inga Hersteinsdóttir

Guðrún H. Brynleifsdóttir

Fulltrúaráð SSH

Inga Hersteinsdóttir

Guðrún H. Brynleifsdóttir

Fulltrúaráð Sorpu

Pétur Árni Jónsson

Stefán Bergmann

Gjafasj. Sigurgeirs Einarssonar

Jón Jónsson

Ásgerður Halldórsdóttir

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis

Erna Nielsen

Ingibjörg Benediktsdóttir

Landsþing Samb. ísl. sveitarfél.

Jónmundur Guðmarsson

Ásgerður Halldórsdóttir

Guðrún H. Brynleifsdóttir

Menningarnefnd

Sólveig Pálsdóttir

Bjarki Harðarson

Bjarni Dagur Jónsson

Arnþór Helgason

Jakob Þór Einarsson

Reykjanesfólkvangur

Hildur Jónsdóttir

Skipulags- og mannvirkjanefnd

Inga Hersteinsdóttir

Tómas Már Sigurðsson

Ingimar Sigurðsson

Guðrún H. Brynleifsdóttir

Stefán Bergmann

Skólanefnd

Bjarni Torfi Álfþórsson

Gunnar Lúðvíksson

Lárus B. Lárusson

Sunneva Hafsteinsdóttir

Árni Einarsson

Umhverfisnefnd

Ingimar Sigurðsson

Magnús Örn Guðmundsson

Margrét Pálsdóttir

Stefán Bergmann

Kristín Ólafsdóttir

Veitustofnanir - stjórn

Jónmundur Guðmarsson

Atli Atlason

Guðmundur Jón Helgason

Jens Andrésson

Guðjón Jónsson

Æskulýðs- og íþróttaráð

Ásgerður Halldórsdóttir

Sjöfn Þórðardóttir

Sigrún Edda Jónsdóttir

Árni Einarsson

Nökkvi Gunnarsson

Page 4: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

3

FFFFForororororssssstttttöðumenn 2002öðumenn 2002öðumenn 2002öðumenn 2002öðumenn 2002

Bæjarstjóri

Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní)

Bæjarritari

Álfþór B. Jóhannsson

Skjalastjóri

Ása Þórðardóttir

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Lúðvík Hjalti Jónsson

Grunnskólafulltrúi

Óskar J. Sandholt

Leikskólafulltrúi/Kennsluráðgjafi Gróttu

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Skólastjóri Mýrarhúsaskóla

Fríða Regína Höskuldsdóttir

Skólastjóri Valhúsaskóla

Sigfús Grétarsson

Skólastjóri tónlistarskóla

Gylfi Gunnarsson

Leikskólastjóri Mánabrekku

Dagrún Ársælsdóttir

Leikskólastjóri Sólbrekku

Soffía Guðmundsdóttir

Sálfræðingur

Margrét Ólafsdóttir (frá 1. september)

Iðjuþjálfi

Erla Sveinbjörnsdóttir

Þroskaþjálfi

Ingibjörg Jónsdóttir

Bæjarbókavörður

Pálína Magnúsdóttir

Framkvæmdastjóri íþróttamannvirkja/Íþróttafulltrúi

Haukur Geirmundsson

Sviðsstjóri félagsþjónustusviðs/félagsmálastjóri

Snorri Aðalsteinsson

Félagsráðgjafi

Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir

Öldrunarfulltrúi

Jónína Þóra Einarsdóttir

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Einar Norðfjörð

Bæjartæknifræðingur

Haukur Kristjánsson

Garðyrkjustjóri

Steinunn Árnadóttir

Bæjarverkstjóri

Björn Stefánsson

Hitaveitustjóri

Jón H. Björnsson

Skipurit Seltjarnarnesbæjarer tók gildi 1. janúar 2003.

Page 5: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

4

ÁÁÁÁÁvvvvvarararararp bæjarp bæjarp bæjarp bæjarp bæjarssssstjórtjórtjórtjórtjóraaaaa

Árið 2002 var viðburðaríkt ár í sögu Seltjarnarness. Ný bæjarstjórn tók við um miðjan júní í kjölfarsveitarstjórnarkosninga og nýbreytni og framtakssemi einkenndi lífið í bænum.

Þegar litið er um öxl finnst mér metnaður og ábyrgð hafa einkennt starfsemi Seltjarnarnesbæjar árið 2002.Metnaðurinn endurspeglaðist í viðleitni til að gera Seltjarnarnes að enn betri bæ, ábyrgðin í virðingu fyrirverðmætum. Um leið og við leggjum okkur fram frá degi til dags, ber okkur einnig að hafa augastað álangtímahagsmunum bæjarins og búa í haginn fyrir framtíðina. Á tímum rekstrarvanda allmargra sveitarfélagameð tilheyrandi þrýstingi á sameiningu þeirra við önnur bæjarfélög er mikilvægt að tryggja sérstöðu ogsjálfstæði Seltirninga þegar til lengri tíma er litið. Skipulag og framkvæmdir á Hrólfsskálamel og Suðurströndá grundvelli íbúaþings eru eitt dæmi um mikilvægt skref í þá átt.

Seltirningar hafa lengi getað státað af vel reknum bæ þar sem saman fara hagkvæmur rekstur, góð þjónustaog lágar álögur. Ábyrgð í rekstri bæjarsjóðs er í senn lykillinn að góðri þjónustu við íbúana og besta tryggingþess að við munum áfram verða sjálfstætt, eftirsóknarvert og bjargálna samfélag. Brýnasta verkefni bæjarstjórnarer því að varðveita þann stöðugleika sem einkennt hefur bæinn en um leið sækja fram í því skyni að styrkjastöðuna í samkeppni við önnur sveitarfélög um lífsgæði og þjónustu. Reyndin er að sú stoð berframtíðarhagsmuni okkar Seltirninga uppi. Við höfum lengi verið í hópi best reknu bæjarfélaga landsins ogmeð árangri í rekstri og uppbyggingu skapast skilyrði til að efla þjónustuna, lækka skuldir eða lækka álögur.Á næstu 4 árum mun hvert heimili að jafnaði greiða vel á fjórðu milljón króna til bæjarins í formi opinberragjalda. Á bæjarfulltrúum hvílir sú skylda að nýta þetta fé með ábyrgum og árangursríkum hætti í þágu allrabæjarbúa en jafnframt leita leiða til að gera jafn vel eða betur með minni tilkostnaði. Að seilast í vasaskattgreiðenda eða efna til skulda til að fjármagna aukin útgjöld, eru ekki verðugar lausnir þegar til lengritíma er litið.

Goðsögnin um að Seltjarnarnes sé „ríkt“ bæjarfélag á ekki við rök að styðjast, a.m.k. ekki í þeim skilningi aðvið liggjum á digrum sjóðum. Á hinn bóginn hefur Seltjarnarnes verið skynsamlega rekið bæjarfélag þar semvel hefur tekist að spila úr takmörkuðu fjármagni í þágu íbúanna. Á þessu tvennu er mikilvægur greinarmunur,sem vert er að halda til haga. Hver einasta króna, sem bærinn aflar, skilar sér aftur til íbúanna í formiþjónustu, nýrra fjárfestinga eða niðurgreiðslu langtímaskulda.

Í ársskýrslunni er drepið á alla helstu málaflokka er lúta að starfsemi bæjarins jafnframt því sem gerð er greinfyrir helstu viðburðum og verkefnum á hverju sviði fyrir sig. Því verður innihald ársskýrslunnar ekki tíundaðsérstaklega hér. Þó er vert að nefna að um 56% af tekjum bæjarins eða meira en önnur hver króna rennur tilfræðslumála. Seltjarnarnesbær er á meðal þeirra sem mestu verja til skólamála en um leið á meðal þeirra semuppskera hvað mest ef mið er tekið af námsárangri. Mikilvægt er að þetta fjármagn skili sér með semáhrifaríkustum hætti til nemenda og stuðli þannig að auknum árangri. Virk fjármálastjórn skólanna ogfjárhagsleg ábyrgð stjórnenda eru því á meðal brýnna verkefna.

Útivist, íþróttaiðkun og almenn heilsuefling byggja á að skilyrði séu fyrir hendi til að bæjarbúar fái notiðslíkra lífsgæða. Íþróttastarf og útivist blómstra á Seltjarnarnesi. Í Íþróttafélaginu Gróttu eru um 600 iðkendur,fjölmennur trimmklúbbur setur svip á bæinn og vel á fjórða hundrað manns eru í Golfklúbbi Ness. Aðstaða tilheilsuræktar og útivistar á Seltjarnarnesi hefur verið efld mjög á síðustu árum með lagningu göngustíga,

Page 6: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

5

skipulagningu opinna útivistarsvæða og varðveislu þeirra náttúrugæða, sem bæjarfélagið státar af. Tillögur umbyggingu gervigrasvallar og gagngerar endurbætur á Sundlaug okkar eru á döfinni og efling Nesstofusvæðissem útivistarperlu er á dagskrá í kjölfar vel heppnaðs íbúaþings.

Það eru fleiri aldursflokkar en þeir yngstu sem hafa notið vaxandi þjónustu á Seltjarnarnesi. Hlutfall eldriborgarahér sem annars staðar hefur farið vaxandi og því er mikilvægt að þjónusta bæjarins taki mið af þessari staðreyndmeð fjölbreyttri þjónustu fyrir þennan aldurshóp. Fjölgun almennra íbúða gerir eldri Seltirningum mögulegt aðminnka við sig húsnæði án þess að flytjast úr bænum eða fórna sjálfstæði sínu. Fyrirhugaðri bygginguíbúðahúsnæðis á Hrólfsskálamel og Suðurströnd er ekki síst ætlað að koma til móts við þessa þörf. Fjölgunþjónustuíbúða fyrir aldraða er einnig sérstakt umhugsunarefni svo betur verði komið til móts við vaxandieftirspurn eftir íbúðum af þessu tagi í bænum. Bygging öldrunarsjúkrahúss á Seltjarnarnesi eða í næsta nágrennier einnig forgangsverkefni. Vera má að slíkri þjónustu við aldraða verði best komið á hratt og örugglega ísamstarfi við Reykjavíkurborg með staðsetningu í Vesturborginni en starfshópur á vegum bæjarins, sem meðalannars er skipaður tveimur fulltrúum eldri Seltirninga, vinnur nú að stefnumótun í málefnum aldraðra.

Líkt og ársskýrslan ber með sér var rekstur bæjarsjóðs í góðu jafnvægi á síðasta ári þó umtalsverðar breytingará reglum um reikningsskil íslenskra sveitarfélaga torveldi samanburð við fyrri ár. Skýr aðgreining er nú á milliafkomu bæjarsjóðs annars vegar og fyrirtækja á vegum bæjarins hins vegar. Hin nýja framsetning verður þómjög til bóta þegar frá líður og mun í senn efla tilfinningu bæjaryfirvalda fyrir rekstrinum og skerpa sýn íbúannaí forgangsröðun og meðferð opinberra fjármuna. Er það fagnaðarefni að upplýsingum um ráðstöfun á almannafésé komið til íbúa með kerfisbundnum hætti og er útgáfa þessarar ársskýrslu liður í þeirri viðleitni. Í fyrra námuskatttekjur bæjarsjóðs um 1.220 m.kr. en heildartekjur urðu um 1.414 m.kr. Rekstur málaflokka utan afskrifta oglífeyrisskuldbindinga nam um 1.284 m.kr. sem er um 90% af heildartekjum. Nokkuð vel tókst að halda utan umrekstur einstakra stofnana að frátöldum fræðslumálum en þar urðu útgjöld allnokkuð hærri en ráðgert var íendurskoðaðri fjárhagsáætlun.

Sérstök ástæða er til að þakka öllu starfsfólki Seltjarnarnesbæjar fyrir vel unnin störf á árinu 2002 og einkaránægjulegt samstarf á liðnum vetri. Vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar og starfsfólks Seltjarnarnesbæjar einnig færaþeim Sigurgeiri Sigurðssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og Álfþóri B. Jóhannssyni, fyrrum bæjarritara, innilegarþakkir fyrir áratuga farsæl störf í þágu Seltirninga en þeir létu báðir af störfum á síðasta ári.

Það er brýnt og sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að Seltjarnarnes verði talið eftirsóknarverðasta bæjarfélaglandsins og að því marki ber óhikað að stefna. Um leið og við skyggnumst fram á veginn og íhugum hvaðaáskoranir eru á næsta leiti, er brýnt að minnast þess að rétt samspil metnaðar, stefnufestu, fyrirhyggju og framsýnier staðgott veganesti til framtíðar.

ÁÁÁÁÁvvvvvarararararp bæjarp bæjarp bæjarp bæjarp bæjarssssstjórtjórtjórtjórtjóraaaaa

Page 7: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

6

Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Seltjarnarness er skipuð sjöbæjarfulltrúum. Kosið var til bæjarstjórnar ímaí 2002 og er hún skipuð fjórum fulltrúumfrá Sjálfstæðisflokki og þremur fulltrúum fráNeslistanum. Forseti bæjarstjórnar frá júní2002 er Ásgerður Halldórsdóttir. SigurgeirSigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri, lét afstörfum á árinu eftir 40 ára farsælt starf.Jónmundur Guðmarsson tók við star f ibæjarstóra í júní 2002.

Bæjarstjórn heldur fundi að jafnaði tvisvar ímánuði og á árinu voru haldnir 20 fundir.Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í fundarsalá bæjarskrifstofum, Austurströnd og eruöllum opnir.

Bæjarskrifstofur

Bæjarskrifstofur Seltjarnarness eru til húsaað Austurströnd 2. Á bæjarskrifstofum var áárinu 2002 sameiginlegt skrifstofuhald fyrirf jármála- og stjórnsýslusvið og félags-þjónustusvið. Fræðslu- og menningarsvið vartil húsa í Mýrarhúsaskóla eldri og tækni- ogumhverfissvið í Bygggörðum.

Í lok árs var nýtt skipurit samþykkt og íkjölfarið var gerð sú breyting að stjórnsýslafræðslu- og menningarsviðs f luttist ábæjarskrifstofur en félagsþjónustusvið íGamla Mýrarhúsaskóla.

Á bæjarskrifstofum er leitast við að veitaviðskiptavinum bæjarins og bæjarbúum sembesta þjónustu og upplýsingar um starfsemibæjarins og afgreiðslu mála í stjórnkerfinu.Sífellt meiri áhersla er lögð á að nýtaupplýsingatækni í þjónustu við þá sem leitatil bæjarskrifstofanna.

Meginverkefni bæjarskrifstofu er umsjón ogeftirlit með daglegum fjármálalegum rekstri,starfsmannahaldi, upplýsingagjöf og þjón-ustu við bæjarbúa. Á bæjarskrifstofu fereinnig fram innheimta á öllum kröfumbæjarsjóðs, þ.m.t. fasteignagjöldum.

Álagning skatta

Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun samþykktibæjarstjórn að hafa gjaldstig útsvars 12,46%.Álagningu fasteignagjalda er mjög í hófstillt og er með því lægsta sem gerist hjásveitarfélögum. Álagning ársins 2002 varmeð eftirfarandi hætti:

Fasteignaskattur0,36% af fasteigna- og lóðamati.

Vatnsgjald0,15% af fasteigna- og lóðamati.

Lóðarleiga0,75% af lóðarmati.

SorpgjaldKr. 4.800,- á tunnu eða íbúð.

Starfsmannamál

Í lok ársins lét Álfþór B. Jóhannsson, bæjar-ritari, af störfum eftir tæplega 30 ára starfhjá bænum.

Í starfsmannastefnu Seltjarnarnesbæjar semsamþykkt var á árinu 2001 koma fram skýrmarkmið bæjarstjórnar um að ráða hæft ogáhugasamt starfsfólk til starfa og skapa þvígóða vinnuaðstöðu. Einnig er lögð áherslaá að efla gagnkvæmt traust og samstarfmeðal starfsfólks og að treysta góð samskiptistarfsmanna og bæjarbúa.

YfYfYfYfYfiririririrssssstjórtjórtjórtjórtjórn / Fn / Fn / Fn / Fn / Frrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningasviðasviðasviðasviðasvið

Fræðslu- og menningarsvið

Samkvæmt skipuriti Seltjarnarnesbæjar fráárinu 1996 heyra leikskólar, grunnskólar,tónlistarskóli, lúðrasveit, bókasafn, íþrótta-mál, æskulýðsmál, tómstundamál, náttúru-gripasafn og menningarmál undir fræðslu-og menningarsvið. Frá og með árinu 2003verða íþróttamál, æskulýðsmál og tóm-stundamál sérstakt svið skv. skipulags-breytingum sem samþykktar voru í bæjar-stjórn og sjá má á blaðsíðu 3.

Skólaskrifstofa SeltjarnarnessÍ byrjun árs tók Hrafnhildur Sigurðardóttirvið starfi leikskólafulltrúa. Hrafnhildur erjafnframt kennsluráðgjafi og umsjónar-maður Fræðasetursins í Gróttu. MargrétÓlafsdóttir sálfræðingur tók við starfi sínusem skólasálfræðingur í september eftirtveggja ára leyfi.

Starfsmenn skólaskrifstofu voru í árslok 20026 í 5,4 stöðugildum.

UmferðarátakAð frumkvæði skólaskrifstofu var gefinn útbæklingurinn „Á leið í Mýró“, sem varsamstarfsverkefni skólanefndar og skipulags-,umferðar- og hafnarnefndar. Bæklingnumvar dreift til allra barna í Mýrarhúsaskólaen honum er ætlað að fá börn og foreldra tilað huga gaumgæfilega að öruggustugönguleið í skólann eða öruggasta staðnumtil að hleypa börnunum úr bílunum, veljiforeldrar að aka þeim. Foreldrar erusérstaklega hvattir til að láta börnin gangaí skólann þar sem vegalengdir til Mýrarhúsa-skóla eru hvergi óhóflega langar og öll börnhafa gott af hreyfingunni.

Page 8: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

7

Til fræðslumála var varið780,7 millj. kr. til rekstrareða 63,1% af skatttekjum.

Grótta

Skólaskrifstofa hefur umsjón með Fræða-setr inu í Gróttu. Kennsluráðgjaf i oghúsvörður eru starfandi við setrið og tekiðer á móti hópum er þangað sækja. Góðaðstaða er í húsinu til að taka á móti hópumog ýmis búnaður til kennslu, rannsókna,verkefnavinnslu og vettvangsferða. Einniger aðstaða til funda og námskeiðahalds ástaðnum, auk þess sem hægt er að gista.

Kynningarbæklingur var gefinn út í apríl2002 og var honum dreift í öll hús áSeltjarnarnesi. Af því tilefni var efnt til„Gróttudags“ þar sem gestir gátu skoðaðlífríkið í fjörunni. Boðið var upp á vöfflukaffií Fræðasetrinu, auk þess sem gestum gafstkostur á að fara upp í vitann. Um 400manns komu í Gróttu þennan dag en þarfyrir utan heimsóttu tæplega 600 mannsFræðasetrið á árinu 2002.

Flóðatöflu hefur verið komið fyrir á Snopputil að vegfarendur geti athugað hvenær færter út í eyju. Sömuleiðis geta þeir sem eru aðhuga að flóði og fjöru farið inn á heimasíðubæjarins, en þar er einnig að finna ýmsaraðrar upplýsingar um Fræðasetrið.

Grunnskólar

Grunnskólar bæjarins eru tveir, Mýrarhúsa-skóli með 1.-6. bekk og Valhúsaskóli með 7.-10. bekk. Heildarfjöldi nemenda á árinuvar 753.

MýrarhúsaskóliHaustið 2002 voru samtals 454 nemendurskráðir við skólann í 23 bekkjardeildum.Piltar voru 253 og stúlkur 201.

Nemendur 4. bekkja þreyttu samræmd prófhaustið 2002. Normaldreifð einkunn skólansvar 5,3 í íslensku og 5,3 í stærðfræði.

Í ágúst var sett upp fólkslyfta sem auðveldarmjög aðgengi fatlaðra um skólann. Fráupphafi ársins var öllum nemendum skólansboðið upp á að kaupa heitar skólamáltíðir íhádegi. Ríflega helmingur nemenda nýtir sérskólamáltíðirnar einu sinni eða oftar í viku.Gangbrautavarsla hefur verið efld viðNesveg og eru nú tveir gangbrautarverðir ámorgnana sem aðstoða börnin á gangbraut-um við skólann.

Ritþjálfum hefur verið komið fyrir í sérstakrikennslustofu og er það mikið hagræði þarsem tími til uppsetningar og frágangstækjanna hverju sinni sparast.

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eiga grunnskólar að innleiða aðferðirtil að meta skólastarfið. Menntamálaráðu-neytið gerir síðan úttekt á sjálfsmatsaðferð-um skóla á f imm ára fresti. Með bréfimenntamálaráðuneytisins til bæjarstjórnarí janúar 2002 var greint frá því að komiðværi að Mýrarhúsaskóla og að KPMG hefðiverið falin framkvæmdin. Gögnum varsafnað og sjálfsmatsskýrslu skilað ti lskoðunaraðila. KPMG skilaði síðan niður-stöðum sínum í mars og er óhætt að segjaað skólinn hafi komið vel út.

ValhúsaskóliHaustið 2002 voru 299 nemendur skráðir ískólann í 15 bekkjardeildum. Piltar voru 141og stúlkur 158.

Nemendur 7. bekkja þreyttu samræmd prófhaustið 2002. Normaldreifð einkunn skólansvar 6,3 í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Í 10. bekk

voru normaldreifðar einkunnir 5,1 í stærðfræði,5,2 í íslensku, 6,2 í dönsku, 5,3 í ensku og 5,5 ínáttúrufræði.

Miklar framkvæmdir voru við skólann sumarið2002. Viðbygging skólans var tekin í notkun ískólabyrjun. Þar eru sérstofur í líffræði, eðlis- ogefnafræði, stórt tölvuver og ein almenn kennslu-stofa. Stefnt er að því að búnaður í þessum stofumverði með því besta sem boðið er upp á í skólumí dag.

Ný húsgögn eru komin í stofurnar, skápar ogaðrar fastar innréttingar. Í tölvuverinu eru 28nemendatölvur og þær eru allar með flötum skjátil að minnka geislun, hita og þurrt loft. Þá hefurnýbyggingin verið tengd inn á tölvukerfi skólansmeð ljósleiðara við nýja móðurtölvu. Jafnframteru 14 nemendatölvur í gamla tölvuverinu. Þessiaukni tölvukostur gefur tækifæri til að nýtatölvurnar í kennslu í einstökum námsgreinum. Ínýbyggingunni er einnig hvíldarsvæði fyrirnemendur með sófum og sófaborðum.

Í eldri skólabyggingunni var snyrtingum ogfatahengi kennara breytt og sett upp skrifstofafyrir deildarstjóra. Stofa 21 var tekin undirstuðnings- og sérkennslu, en stofunni er hýstisérkennslu var breytt í vinnuherbergi kennara.Búið er að endurnýja húsgögn og innréttingar ístofu 22 og skápa í eldra tölvuveri. Jafnframt erukomnar nýjar innréttingar í vinnuherbergikennara og stofu 23.

Unnið hefur verið að frekari brunavörnum meðþví að setja upp brunavarnarhurðir ogöryggisgler í hurðir sem afmarka brunahólf. Nýttþjófavarnarkerfi hefur verið sett upp í nýbygg-ingunni og öryggismyndavélar í tengslum viðtölvuverið.

FFFFFrrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningarararararsviðsviðsviðsviðsvið

Tónlistarskóliog lúðrasveit

5,0%Nemendurutanbæjar

1,7%

Valhúsaskóli14,9%

Mýrarhúsaskóli22,2%

Annað5,6%

Mánabrekka6,6%

Sólbrekka7,1%

Page 9: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

8

Tónlistarskóli

Á árinu voru 250 nemendur í skólanum ogkennarar 20 í rúmlega 12 stöðugildum.Skólastarfið í upphafi árs litaðist talsvert afverkfalli sem stóð yfir í fimm vikur haustið2001. Í kjarasamningum er tókust í kjölfarverkfalls var ger t ráð fyrir að skólaártónlistarskóla lengdist í áföngum og tók fyrrihluti þeirrar lengingar gildi haustið 2002. Íjúnímánuði síðastliðnum tók SkólalúðrasveitSeltjarnarness þátt í tónlistarmóti sem haldiðvar í Gautaborg og vann þar til fyrstuverðlauna í sínum aldursflokki.

Fjórir nemendur skólans tóku þátt í tónlistar-móti sem haldið var í Færeyjum dagana 1. -11. júlí 2002 en þar hittust nemendur fráNoregi og Færeyjum auk Íslands.

Leikskólar

Selt jarnarnesbær rekur tvo leikskóla,Mánabrekku og Sólbrekku. Öll börn íárgöngunum 1997-2000, sem sóttu um vistáður en úthlutun fór fram síðastliðið vor ogfjögur börn fædd 2001, hafa fengið leikskóla-pláss. Alls voru 205 börn í skólunum.

Leikskólar Seltjarnarness hafa sýnt frumkvæðiog áræðni í nýsköpun á sviði leikskólastarfs.Með tölvunámi í leikskóla og tónlistar-kennslu, ásamt umhverfis- og náttúrufræðslu,hafa skólarnir vakið eftirtekt víða um landog mikið verið leitað til þeirra um leiðsögnog ráð.

MánabrekkaVegna fjölgunar barna í skólanum vorugerðar nokkrar breytingar á húsnæðiskólans. Fjölgað var fatahólfum í fata-herbergi e ldr i barnanna og öðrumþurrkskáp bætt við. Salernisaðstöðu íanddyrinu var breytt og svæðið gert rýmra.Settar voru upp bókahillur fyrir barnabóka-safn leikskólans og það flutt í miðrýmihússins. Nýtt garðhlið var sett upp og sinntárlegu viðhaldi á lóðinni.

Um áramót var 101 barn skráð á aldrinum2ja til 6 ára í leikskólanum. Dvalarstundirbarnanna á dag voru samtals 816 klst.

Stefna leikskólans hefur frá upphafi veriðumhverfis- og náttúruvernd. Leitast er við aðflétta stefnuna inn í allt starfið meðbörnunum, t.d. með því að gera lítinngrænmetisgarð þar sem ræktað er lífræntgrænmeti. Einnig með endurvinnslu, flokkuná sorpi, heimajarðgerð, pappírsgerð, ræktun,náttúruupplifunum og beinni fræðslu inniog úti í vettvangsferðum. Í þemavinnu sl.vetur hefur verið unnið með steina, ullar-flóka, jarðleir og ýmiskonar verðlausanefnivið í anda stefnunnar. Þá lúta öllinnkaup, endurnýting, þvottar, hreinsiefni,þrif, notkun trefjaklúta o.fl. svo og umgengnivið hús og húsbúnað, sömu lögmálum. ÁDegi umhverfisins í maí fékk leikskólinn viður-kenningu frá Landvernd og fleiri frjálsumfélagasamtökum um náttúruvernd, fyrir gottstarf að umhverfismálum í bæjarfélaginu.

FFFFFrrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningarararararsviðsviðsviðsviðsvið

SólbrekkaÁ árinu voru nokkrar breytingar gerðar ávinnuaðstöðu starfsfólks. Undirbúnings- ogviðtalsherbergi voru stækkuð til muna oglokað var inngöngudyrum á norðurhliðhússins. Einnig voru breytingar gerðar áfataherbergjum eldri barnanna og bætt viðsalernum á tveimur deildum.

Nú eru skráð104 börn á aldrinum 2- 6 ára íleikskólanum. Dvalarstundir barnanna ádag voru samtals 812 klst.

Stefna leikskólans er að mynda órofa heild ítilveru barnanna með því að nýta leikinnog hin mörgu afbrigði hans í daglegu lífibarnanna í leikskólanum undir yfirskriftinni„Leikum og lærum“. Unnið er á þeimfjölmörgu námssviðum sem Aðalnámskrámælir fyrir um. Leikjastundir barnanna hafaverið skipulagðar út frá hinum fjölbreyttaefnivið sem í boði er fyrir börnin. Má þarnefna kubbaleiki, hlutverkaleiki, mynd-sköpun, fín- og grófhreyfileiki, tónlist ogmálörvunarleiki. Þemastar f skólans sl.skólaár var „Landið mitt Ísland“ þar sem lögðer áhersla á að kynna börnunum þaðþjóðfélag sem við búum í, menningu þess,hefðir og siði.

Á eldri deildum skólans var unnið samkvæmtsvonefndri könnunaraðferð (project ap-proach) þar sem lögð er áhersla á að börninkomi sjálf með hugmyndir og leiðir aðviðfangsefninu.

Page 10: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

9

FFFFFrrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningarararararsviðsviðsviðsviðsvið

Bókasafn Seltjarnarness

Safnið er til húsa á efri hæð Heilsugæslu-stöðvar Seltjarnarness, gengið inn frá Skóla-braut. Það er opið allt árið um kring,mánudaga kl. 12-22 og þriðjudaga tilföstudaga kl. 12-19. Opið var á laugardögumfrá október til apríl milli 13 og 16. Samiafgreiðslutími var sumar og vetur fyrir utanlaugardagslokun yfir sumartímann.

Safnkostur í byrjun árs 2002 var 43.814eintök samkvæmt skráningu í tölvukerfi.Aðföng bóka í formi kaupa eða gjafa voru6.330 eintök, þar af 1.446 nýtt efni, enafskrifuð voru 3.070 eintök. Auk þess voruskráð eintök af eldra efni. Bókakostur telstþví vera 47.074 eintök. Þess utan á safnið744 myndbönd, nokkur tungumálanámskeið,332 hljóðbækur, 553 geisladiska og 58margmiðlunargögn. Í tímaritagrunn eruskráð 5.787 eintök, eða um 140 titlar af nýjumog gömlum tímaritum og blöðum.

Í árslok voru um 5.000 lánþegar skráðir ítölvukerfi safnsins. Á árinu voru nýskráðirum 500 lánþegar í safnið. Heildarútlánársins voru 67.428. Það eru um 14,6 bækurá hvern íbúa á Seltjarnarnesi sem er 7%aukning frá 2001.

Á árinu var boðið upp á sögustundir fyrir 3til 6 ára börn á miðvikudögum kl. 15:00 til15:40 frá janúar til desember. Mæting vargóð og var aukning frá fyrra ári. Dagskrásögustundanna var birt í mánaðarlegumbæklingi sem fékk nýtt og endurbætt útlit áárinu.

Bókasafnið var með verðlaunagetraunir fyrirbörn og tók mikill fjöldi barna þátt í þeim.Fjórar getraunir voru á árinu, páskagetraunþar sem páskaegg voru í verðlaun, sumar-

getraun, haustgetraun og bangsagetraun.Markmiðið var að hafa getraunirnarskemmtilegar og leiðbeinandi fyrir börnin íupplýsingaleit á bókasafninu.

Síðastliðið sumar var Bókasafn Seltjarnar-ness með Sumarlestur sem hófst strax að skólaloknum. Nemendur 2. bekkjar tóku þátt íverkefninu og var markmiðið að auka færnií lestri með því að lesa einnig á sumrin.Þátttakan var góð og fengu allir verðlaunog viðurkenningar á uppskeruhátíð semhaldin var í september.

Í október var Bangsadagur en þá er alltafsérstök dagskrá á bókasafninu þar sembörnin lesa bangsasögur, lita bangsamyndir,taka þátt í bangsahappdrætti og fá viður-kenningar.

Þema Norrænu bókasafnsvikunnar varNorðurlandaráð 50 ára þar sem lögð varáhersla á norrænt efni í eigu safnsins.Leiklistarfélag Seltjarnarness flutti leiklesturúr sögunni Jólatréð úr bókinni Ósýnilegabarnið eftir Tove Janson og smásaganFámálir gestir, úr ritsafninu Töfralampinneftir William Heinesen, var lesin.

Samstarfssamningur við Mýrarhúsaskóla ogValhúsaskóla um að safnið tæki að sérfrágang á gögnum safnanna í skólunumgekk vel. Í samningnum felst að BókasafnSeltjarnarness skráir, flokkar, plastar og sérum að gagnagrunnar safnanna séu upp-færðir og réttir.

Samningur sem gerður var við Borgarbóka-safn árið 2000 var endurnýjaður sjálfkrafa,enda hefur komið í ljós að hann gefur góðaraun. Almenn ánægja er með samninginn ábáða bóga.

Menningarnefnd

Hlutverk nefndarinnar er m.a. að efla lista-og menningarlíf á Seltjarnarnesi.

Á árinu 2002 voru styrkveitingar samþykktartil eftirfarandi aðila: Leiklistarfélags Seltjarn-arness, Jóns Axels Egilssonar myndlistar-manns, nemenda í Tónlistarskóla Seltjarnar-ness, Selkórsins, til að fjármagna ferð hansásamt Söngsveitinni Fílharmóníu til St. Pét-ursborgar í september, og KammerkórsSeltjarnarneskirkju vegna tónleikaferðar tilTékklands í október.

Í maí var farið í árvissa fuglaskoðun umSuðurnes undir leiðsögn Stefáns Bergmanns.Að fuglaskoðun lokinni var frumsýnt íValhúsaskóla myndbandið „Lífríki í landiSeltjarnarness“ sem Kvik hf. vann fyrirMenningarnefnd. Myndbandið lýsir fugla-lífinu á og við Seltjarnarnes allan ársinshring og einnig lífríkinu í sjónum viðströndina. Myndbandið er t i l sölu ábæjarskrifstofu og bókasafni en skólar ogleikskólar bæjarins fengu eintök til að nýtavið kennslu og leik í skólastarfi.

Einkasýningar á verkum bæjarlistamanna2000 og 2001, Rúnu Gísladóttur og Messí-önnu Tómasdóttur, voru haldnar í Húsimálaranna á Eiðistorgi frá 7. september til21. september. Á þriðja hundrað manns sóttusýningarnar opnunardaginn og hljómsveitinKuran Swing hélt uppi stemmningu á torginuen Íslandsbanki fjármagnaði tónleikana.

Að tilstuðlan menningarnefndar tók ÁsdísÓlafsdóttir listfræðingur að sér að skrifamánaðarlega pistla í Nesfréttir um listaverkí eigu bæjarins. Hver pistill ásamt mynd afviðkomandi listaverki birtist samhliða á

Til menningarmála varvarið 40.9 millj. kr. tilrekstrar eða 3,3% af

skatttekjum.

Annað0,7%

Söfn2,6%

Page 11: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

10

heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Fyrsti pistill-inn í röðinni Listaverk mánaðarins birtist íseptember 2002.

Alls bárust nefndinni 9 umsóknir umbæjarlistamann 2002. Fyrir valinu varðtónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og fórútnefningin fram með viðhöfn í sal Lyfja-fræðingafélagsins í Nestofu 4. október.

Lögð voru drög að þriggja daga menning-arhátíð í júní 2003.

Messíana Tómasdóttir, bæjarlistamaður Sel-tjarnarness 2001, gaf Seltjarnarnesbæ verkeftir sjálfa sig, 3 myndir unnar á plexiglerog var þeim komið fyrir á bókasafni bæjarinsí samráði við listakonuna sjálfa. Keypt varverk eftir Herdísi Tómasdóttur veflistakonu,en hún var bæjarlistamaður Seltjarnarness1997. Verk ið hefur ver ið sett upp íValhúsaskóla.

Á árinu barst náttúrugripasafninu gjöf fráÞresti Eyvinds, steinasafn föður hans semhann gaf safninu. Einnig var fjárfest íæðarkóngi í safnið.

Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Til Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness teljastíþróttasalir, sundlaug og knattspyrnuvellir.Á árinu var mikið fjallað um heildarskipulagíþróttamannvirkja og framtíðina í þeimefnum. Margrét Leifsdóttir arkitekt var fengintil þess að vinna að skipulagstillögum. Íþeirri tillögugerð gefur að líta stórvægilegarbreytingar á svæði sundlaugar, byggingugervigrasvallar á Hrólfsskálamel og hagræð-ingu á staðsetningu búningsklefa.

Úttekt var gerð á viðhaldi og orkunotkun ísundlaug og íþróttahúsi. Um þá vinnu sá

FFFFFrrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningarararararsviðsviðsviðsviðsvið

verkfræðifyrirtækið Vista og má búast viðhagræðingu í þeim efnum, sérstaklega ísundlaug.

ÍþróttahúsStarfsemi íþróttahúsa var með hefðbundnumhætti hvað varðar fjölda starfsmanna ogdagleg störf. Framkvæmdir voru aðeins áviðhaldssviðinu og þær helstar að gólfið ístóra salnum var lakkað, loftræstikerfi varhreinsað að hluta til og loks var málað þarsem mest mæðir á. Annað viðhald varhefðbundið og hlutum haldið í horfinu eftirefnum. Sökum mikillar notkunar á íþróttahúsivar gripið til þess ráðs að þrífa sali I og II ánóttunni.

Tímanotkun í íþróttahúsi var með eftirfarandihætti: Grótta nýtti 171 stund, grunnskólar 69stundir og almenningur 29 stundir. Samtals269 stundir á viku.

SundlaugMikil vinna hefur verið lögð í undirbúningá breytingu á sundlauginni og mun þeirrivinnu haldið áfram þangað til hafist verðurhanda við framkvæmdir. Búið er að kynnahugmyndir arkitekts og hafa þær mælst velfyrir.

Stærstu viðhaldsaðgerðirnar hafa verið íbiðstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmdafyrir utan smáaðgerðir eins og viðhald dæla,blöndunartækja, lagna og málningarvinnu.Þar fyrir utan var stýrikerfi sundlaugarendurnýjað, loftræstistokkar hreinsaðir,pottar fúgaðir, stofngreinar og forhitari ísnjóbræðslukerfi bílaplans endurnýjaðir oggert við sæti í gufuklefa.

Alls sóttu 142.342 gestir sundlaugina á árinu.Í sundlauginni er boðið upp á sundleikfimi

fjórum sinnum í viku undir leiðsögn sjúkra-þjálfara og geta allir gestir sundlaugar tekiðþátt í henni án þess að greiða sérstaklegafyrir þá þjónustu.

KnattspyrnuvellirUmhirða og viðhald grasvallar á Valhúsa-hæð hefur undanfarin ár verið í umsjónknattspyrnudeildar Gróttu í samstarfi viðGolfklúbb Ness. Völlurinn var með verstamóti sl. sumar, en nokkrir samverkandi þættirvalda því. Fyrir utan hefðbundið viðhald varvöllurinn gataður meira en venjulega ogsíðan voru 160 rúmmetrar af sandi settiryfir allt svæðið til þess að jafna völlinn. Þettaverður svo endurtekið í vor þegar ljóst er aðekki muni frysta aftur. Fenginn var fagaðilit i l þess að leiðbeina með aðgerðir ísamvinnu við garðyrkjustjóra bæjarins. Búister við að umferð um völlinn geti hafist seinnihluta júnímánaðar.

Fyrirhugað var að hefja framkvæmdir viðgervigrasvöll á árinu en ákveðið var að frestaþeim framkvæmdum þar sem hugsanlegt erað staðsetningu hans verði breytt.

Íþróttamenn Seltjarnarness 2002Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram 12.mars og var mikið fjölmenni saman komiðaf því tilefni. Þetta kjör hefur verið árvissviðburður í nokkur ár í umsjón ÆSÍS semvill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta,stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi áSeltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita aðbæjarfélagið styður við bakið á því.

Íþróttamenn Seltjarnarness 2002 eru SigríðurMaría Sigmarsdóttir skylmingakona ogJónatan Arnar Örlygsson dansari.

Til æskulýðs- og írþóttamálavar varið 253,7 millj. kr. til

rekstrar eða 20,51% afskatttekjum.

ÍþróttafélagiðGrótta3,6%

Sundlaug5,5%

Íþróttahús6,9%

Selið1,3%

Annað3,3%

Page 12: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

11

AnnaðStarfsemi í íþróttamiðstöð er mjög fjölbreyttog eru salir og vistarverur leigðar til ýmissahópa og einstaklinga. Á árinu voru ballett-skóli, leikfimi, nuddstofa og fótaaðerðastofameð aðstöðu í íþróttamiðstöð auk Trimm-klúbbs Seltjarnarness er hafði aðsetur ísundlauginni

Félagsmiðstöðin Selið

Aðalstarfsemi félagsmiðstöðvarinnar er yfirvetrartímann. Þá er aðaláherslan lögð átómstundastarf unglinga, s.s. klúbbastarf,námskeið, útvarpssendingar, ferðalög ogfleira. Selið er aðallega opið unglingum fráaldrinum 13-16 ára þ.e.a.s. nemendum í 8.,9. og 10. bekk. Eftir að Selið tók við umsjónmeð félagslífi Valhúsaskóla hefur nemenda-ráð skólans auk annarra nefnda og starfs-menn Selsins séð um skipulagningu ogframkvæmd uppákoma og annarra við-burða í skólanum og í Selinu.

Á vorönn voru að meðaltali 19 unglingar íopnu dagstarfi, en 30 unglingar í kvöldstarfi.Samanlagt eru það 49 unglingar yfir daginn.Mætingameðaltal hjá 10-12 ára börnum var16 börn á vorönn. Á haustönn voru 16unglingar í opnu dagstarfi, en 24 unglingarí kvöldstarfi, samtals 40 unglingar yfirdaginn.

Á vorönn sóttu 90 manns námskeið hjáSelinu og á haustönn sóttu 103 einstaklingarnámskeið. Alls komu í Selið um 4.000 gestirárið 2002.

Vetrarstarfi félagsmiðstöðvarinnar lauk í lokmaí og hófst þá undirbúningur fyr i rsumarstarfið en það eru m.a. sumarnám-skeiðin sem haldin eru fyrir 6 - 12 ára börn.

Í boði voru leikja-, survivor- og knattspyrnu-námskeið. Námskeiðin voru vel sótt ogheildarfjöldi þátttakenda var um 407 börnog þar af 261 einungis á leikjanámskeiðum.

Samvinna skólanna og Selsins hefur veriðmjög góð. Frá og með 1. sept. 2000 tók Seliðvið félagslífi Valhúsaskóla, þ.e.a.s. starfsfólkSelsins vinnur á skólaböllum og situr fundimeð nemendaráði Valhúsaskóla. Einnstarfsmaður Selsins er umsjónarmaður meðþessu samstarfi og er í samvinnu viðfélagsmálakennara hjá skólanum. Starfs-maðurinn er menntaður í leiklist og sér hannm.a. um að halda námskeið og setja uppleikrit í skólunum. Hann er einnig meðklúbbastarf fyrir Selið sem tengist leiklist eneinnig er unnið með Leiklistarfélagi Seltjarn-arness, en það er með æfingaaðstöðu íMýrarhúsa- og Valhúsaskóla.

Samstarf foreldrafélags Valhúsaskóla ogSelsins vegna sameiginlegs ferðalags 10.bekkjar var endurtekið síðastliðið vor eftirað samræmdum prófum lauk. Fór þá einnstarfsmaður Selsins ásamt tveimur starfs-mönnum skóla í skíðaferðalag á Snæfellsnesmeð 39 unglinga, en að þessu sinni fórenginn fulltrúi foreldrafélags með í ferðina.

Starfsemi er í húsnæði Selsins nær alla dagavikunnar því ýmsir félagahópar á vegumSeltjarnarnesbæjar hafa fengið að nýta séraðstöðuna í Selinu. Má þar nefna Trimm-klúbbinn sem hefur verið með fyrirlestra álaugardagsmorgnum og ýmsa íþróttahópafrá Gróttu sem notað hafa aðstöðuna fyrirfundi eða skemmtidagskrár. Unglingahljóm-sveit hefur verið að æfa um helgar. Nokkurbekkjarkvöld Mýrahúsaskóla hafa veriðhaldin í Selinu auk afmæla. Eldri borgarar

hafa nýtt sér aðstöðu Selsins tvo morgna íviku til þess að koma saman og spila billjard.

Öskudagsskemmtunin er samvinnuverkefniÆskulýðs- og Íþróttaráðs og ForeldrafélagsMýrarhúsaskóla. Framkvæmdaaðilar erufélagsmiðstöðin Selið og ForeldrafélagMýrarhúsaskóla.

Selið sá um skipulagningu og dagskrá áhátíðarhöldum Seltjarnarnesbæjar á sumar-daginn fyrsta ásamt íþróttafélaginu Gróttu.Einnig sá Selið um skipulagningu og dagskráá hátíðarhöldum Seltjarnarnesbæjar á 17.júní.

Foreldraröltið er starfrækt yfir vetrarmán-uðina og er rölt á föstudags- og laugardags-kvöldum. Skipulag er unnið af Selinu ísamvinnu við Foreldrafélag Valhúsaskóla.Bekkjaráðsfulltrúar 8., 9. og 10. bekkjar fáúthlutað ákveðnum helgum en fulltrúarnirraða sjálfir foreldrum á vaktir og erutengiliðir við Selið. Reynslan af þessufyrirkomulagi er góð og er þátttaka íforeldraröltinu betri fyrir vikið.

Félagssvið

Á árinu varð sú breyting á starfsmannahaldisviðsins að félagsráðgjafi fór úr 75% starfi ífullt starf og aðild félagsþjónustu að starfisálfræðings var hætt en félagsþjónustanhafði áður haft 15% hlutdeild í star f isálfræðings og heyrir starf hans nú að ölluleyti undir fræðslu- og menningarsvið.

FélagsmálaráðFélagsmálaráð starfar samkvæmt lögum umfélagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 ogfer með verkefni barnaverndarnefndar skv.barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þá fer ráðiðmeð verkefni jafnréttisnefndar, sbr. lög um

FFFFFrrrrræðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningæðslu- og menningarararararsvið / Fsvið / Fsvið / Fsvið / Fsvið / Félagssviðélagssviðélagssviðélagssviðélagssvið

Page 13: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

12

jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karlanr. 96/2000. Félagsmálaráð tók við verkefn-um húsnæðisnefndar þegar nýtt ráð komsaman eftir kosningar.

Fjöldi þjónustuþegaÖll erindi sem berast til félagsþjónustunnareru skráð. Upplýsingar um persónulegmálefni eru trúnaðargögn og varðveitt semslík.

Í kringum 500 fjölskyldur nota einhverjaþætti félagslegrar þjónustu Seltjarnarnes-bæjar ár hvert. Þar af leituðu 282 fjölskyldureftir félagslegri þjónustu en í sumum tilvikumhöfðu starfsmenn frumkvæði að því að veitaaðstoð. Er um talsverða aukningu að ræðamilli ára að þessu sinni.

Aðrir þjónustuþættir félagssviðs eru tilvísuná dagmæður og eftirlit með starfsemi þeirra,umsóknir um viðbótarlán, mötuneytisþjón-usta aldraðra og öryrkja, heimsending matar,og félagsstarfsemi aldraðra, en um 220fjölskyldur nýttu sér þessa þjónustuliði.

Barnavernd og fjárhagsaðstoðSkráðum barnaverndarmálum fjölgaði um11 frá fyrra ári. Tilkynningum á grundvellibarnaverndarlaga fjölgaði, m.a. frá lögreglu.Fjárhagsaðstoð var veitt 46 fjölskyldum. 43fjölskyldur fengu aðstoð í formi styrks og 3af þeim einnig lán. Þrjár fjölskyldur fengueingöngu lán enda sótt um aðstoðina á þeimforsendum. Til fjárhagsaðstoðar var varið6.081.600,- kr. Beinir styrkir voru 5.807.413,-kr. en lán 274.185,- kr. að teknu tilliti tilendurgreiðslna.

Húsaleigubætur67 fjölskyldur fengu húsaleigubætur á árinusem er fjölgun um 18 fjölskyldur frá fyrraári. Þessi aukning skýrist af fleiri íbúðum íleigu í bæjarfélaginu en oft áður. Einnig fánemendur, sem leigja herbergi á nemenda-eða stúdentagörðum, húsaleigubætur skv.breytingu sem gerð var á reglugerð þar um.Sækja þeir um bæturnar til þess sveitarfélagssem þeir eiga lögheimili í þó svo að þeirdvelji tímabundið annars staðar við nám.Samtals var varið 7.066.143.- kr. í bæturnar,en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endurgreiddi3.893.445.- kr. eða 55%.

HeimilisþjónustaHeimilisþjónusta var veitt á 112 heimilum áárinu. Heimilisþjónusta er veitt öldruðum,öryrkjum og öðrum þeim sem ekki getaannast dagleg heimilisstörf.

FerðaþjónustaAlls voru eknar 6245 ferðir með fatlaða ogaldraða á árinu. Virðist vera komið ákveðiðjafnvægi í þörfina á þessari þjónustu húnjókst mikið fyrir nokkrum árum. Ferðum erúthlutað skv. ákveðnum reglum og er hver

umsókn metin með hliðsjón af fötlun og þörfá ferðafjölda. Notendur greiða sjálfir 80.- krí fargjald fyrir hverja ferð.

Liðveisla við fatlaðaLiðveisla er veitt samkvæmt lögum ummálefni fatlaðra. Markmiðið með liðveisluer að rjúfa einangrun fatlaðra, gera þeimkleift að njóta menningar og afþreyingar,komast út meðal fólks. Alls fengu 14 aðilarliðveislu á árinu en auk þess höfðu 2umsóknir um liðveislu í lok ársins veriðsamþykktar en ekki hafði tekist að ráðastarfsmann til þess að veita liðveisluna.

Þjónusta við aldraðaÁ Skólabraut 3 – 5 eru 38 verndaðarþjónustuíbúðir fyr i r a ldraða. F lestaríbúðirnar eru eignaríbúðir en einnig eru þar4 leiguíbúðir. Eigendaskipti urðu á þremuríbúðum á árinu. Seltjarnarnesbær úthlutaríbúðunum og annast endursölu þeirra. ÍEiðismýri 30 eru 26 þjónustuíbúðir fyrir 60ára og eldri . Allar íbúðirnar þar erueignaríbúðir. Seltjarnarnesbær á sal í húsinuog einnig aðstöðu fyrir húsvörð.

Öldruðum stendur til boða að fá keyptanmat alla daga vikunnar í matsal í þjónustu-kjarna við Skólabraut 3 - 5. Alls voru seldar5675 máltíðir á árinu. Þar af var 1731 máltíðsend á heimili.

Hárgreiðslustofa hefur boðið upp á hár-greiðslu á Skólabraut 3-5. Boðið er upp áfótsnyr tingu hjá fótaaðgerðafræðingi íÍþróttamiðstöðinni sem er steinsnar fráíbúðum aldraðra. Sérbúið bað og aðstaðaer fyrir þá sem þarfnast aðstoðar við böðun.Sjúkraliði annast þessa þjónustu.

FFFFFélagssviðélagssviðélagssviðélagssviðélagssvið

Til félagsmála var varið100,1 millj. kr. til rekstrareða 8,2% af skatttekjum.

Fjárhagsaðstoð,bætur og styrkir

0,8%

Annað2,6%

Öldrunarmál2,8%

Félagslegtíbúðarhúsnæði

2,0%

Page 14: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

13

Vistunarmál aldraðra21 aðili var á vistunarskrám á árinu, þar afvoru 16 metnir í þörf fyrir að fá vistun áhjúkrunarheimilum en 5 í þjónustuhúsnæði.Á árinu fengu 7 vistun, þar af 4 í hjúkrunar-rými en 3 í þjónusturými. Þá voru í ársloknokkrir tímabundið á sjúkrastofnunum ámeðan beðið er eftir hjúkrunarheimilisrými.

Í desember var lögð fram í félagsmálaráðiskýrsla um málefni aldraðra á Seltjarnarnesisem félagsmálastjóri tók saman. Skýrsla þessivar gerð að beiðni bæjarstjórnar og varskýrslunni vísað til umfjöllunar í bæjarstjórnað lokinni afgreiðslu félagsmálaráðs.

Félagsstarf aldraðra hefst í september árhvert og stendur fram í maí en hlé er gertyfir sumarið. Félagsstarfið fer fram í þjón-ustukjarna í íbúðum aldraðra, Skólabraut3-5. Í janúar og september ár hvert er eldriborgurum send dagskrá yfir starfsemina. Þáer einnig hægt að fá upplýsingar á heimasíðuSeltjarnarnesbæjar.

DaggæslumálÍ árslok voru starfandi 7 dagmæður áSeltjarnarnesi. Engin dagmóðir lét af störfumá árinu og enginn nýr aðil i sótti umstarfsleyfi . Í árslok voru 35 börn hjádagmæðrum. Af þeim voru 25 búsett áSeltjarnarnesi en 10 í Reykjavík. Talsvert ereinnig um að börn búsett á Seltjarnarnesiséu í daggæslu hjá dagmæðrum í Reykjavík.

Daggæsla barna hjá dagmömmum erniðurgreidd og algengast er að greidd sédaggæsla fyrir börn frá eins árs aldri en lítiðer um að yngri börn séu í daggæslu. Hefurlenging fæðingarorlofs m. a. haft áhrif þará.

Félagsleg húsnæðismálFélagsmálaráð fer með félagsleg húsnæðis-mál skv. samþykkt bæjarstjórnar 12. júní2002. Helstu verkefnin í húsnæðismálum eruúrvinnsla og afgreiðsla umsókna umviðbótarlán. Umsóknum um viðbótarlánfjölgaði mjög á árinu. Alls sóttu 33 umviðbótarlán og 31 umsókn var samþykkt.Önnur verkefni í félagslegum húsnæðis-málum eru úthlutanir leiguíbúða í eigubæjarsjóðs og húsnæðisnefndar. Ein leigu-íbúð var keypt á árinu en engin leiguíbúð,sem þegar var í leigu, kom til endurúthlut-unar. Bæjarstjórn Seltjarnarness fór þess áleit við félagsmálaráðherra að aflétt yrðikaupskyldu og forkaupsrétti bæjarfélagsinsvegna félagslegra eignaríbúða og kaupleigu-íbúða í sveitarfélaginu. Ráðherra féllst áerindið og aflétti kaupskyldu.

JafnréttismálUnnið var samkvæmt jafnréttisáætlunbæjarins. Jafnréttisnefnd Seltjarnarness héltí lok janúar tvö námskeið í jafnréttisfræðslu.Námskeiðin voru ætluð stjórnendum ogdeildarstjórum hjá Seltjarnarnesbæ. HelgaGuðrún Jónasdóttir jafnréttisráðgjafi stóðfyrir námskeiðunum

Áfengis- og vímuefnavarnir /forvarnirMeðal verkefna á þessu sviði var vímuvarn-arvika sem var haldin dagana 21. til 25.október. Að henni standa ýmsir aðilar,félagasamtök og stofnanir. Tilefni vímuvarn-arvikunnar var að frá árinu 1996 hefur veriðstarfandi samráðshópur lögreglu, félagsþjón-ustu og bæjarfulltrúa sem í samvinnu viðýmsa aðila hratt af stað vímuvarnaráætluntil fjögurra ára frá árinu 1998 fram til ársins

2002. Markmiðið með þessari áætlun varað fá bæjarbúa til að stilla sig saman í átakigegn vímuefnaneyslu unglinga.

Tækni og umhverfissvið

SkipulagsmálÁ árinu 2001 hafði verið unnið að gerðaðalskipulagskorts fyrir Seltjarnarnes. Þann12. desember 2002 var boðað til kynningar-fundar á aðalskipulaginu og um leið kynnttillaga í vinnslu að deiliskipulagi fyrirHrólfsskálamel. Er skemmst frá því að segjaað segja að hvorki kortið né tillagan hlutuekki góðar viðtökur, sérstaklega ekki hiðsíðarnefnda. Aðalskipulagið var síðanauglýst og frestur til að gera athugasemdirvar til 28. janúar 2002. Höfðu þá borist um300 athugasemdir varðandi skipulag áHrólfsskálamel.

Helstu athugasemdir voru eftirfarandi:

♦ Nýtingarhlutfall of hátt.

♦ Aukinn umferðarþungi á svæðinu.

♦ Óskað er eftir blandaðri byggð.

♦ Byggð þrengir að skólalóð.

♦ Háhýsabyggð skyggir á útsýni.

Á fundi skipulagsnefndar þann 8. mars varsamþykkt samhljóða að fresta vinnu viðaðalskipulag Seltjarnarness og deiliskipulagHrólfsskálamels fram yfir sveitarstjórnarkosn-ingar.

Eftir kosningarnar 25. maí voru skipulags-nefnd og byggingarnefnd sameinaðar í einanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd.

Á fundi skipulags- mannvirkjanefndar í júlívar samþykkt samhljóða að standa fyriríbúaþingi um haustið í þeim tilgangi að

FFFFFélagssvið / Télagssvið / Télagssvið / Télagssvið / Télagssvið / Tækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhverererererfffffissviðissviðissviðissviðissvið

Page 15: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

14

móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið í heildog jafnframt að fá hugmyndir sem flestraSeltirninga að nýtingu þeirra svæða sem eftirer að skipuleggja á Seltjarnarnesi.

Íbúaþingið var haldið undir slagorðinuNESIÐ í nýju ljósi, laugardaginn 9. nóvemberí Valhúsaskóla. Það tókst að öllu leyti sérlegavel og sýndu bæjarbúar málinu mikinnáhuga og mættu um 300 manns til þingsinssem gerði það hið fjölsóttasta er haldið hefurverið hér á landi.

Samantekt á helstu niðurstöðum íbúaþings-ins var síðan kynnt bæjarbúum þriðjudags-kvöldið 12. nóvember í Valhúsaskóla. Þargætti margra nýrra sjónarmiða og að matinefndarmanna í skipulags- og mannvirkja-nefnd liggur eftir íbúaþingið mikill og góðurefniviður sem nýtast mun við endurskoðunaðalskipulags bæjarins sem nú stendur yfir.

Unnið var að fleiri verkefnum á árinu, m.a.var haldið áfram skipulagsvinnu vegnastaðsetningar dælustöðvar við Tjarnarstíg.

Í lok ársins 2002 lauk vinnu við gerð svæð-isskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Á árinu var unnið að gerð deiliskipulagsvesturhverfis í samvinnu við Valdísi Bjarna-dóttur arkitekt og er þeirri vinnu að mestulokið.

Umferðarmál voru mikið til umræðu á árinuog þá sérstaklega við skóla bæjarins. Samiðvar við Gunnar Inga Ragnarsson verkfræð-ing um að vera nefndinni til ráðgjafar í þeimumferðarmálum sem voru á döfinni.

Í upphafi skólaárs voru gerðar breytingar áaðkomu skólanna til reynslu í eitt ár. Ekki er

TTTTTækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhvækni- og umhverererererfffffissviðissviðissviðissviðissvið

annað að sjá en þær hafi mælst vel fyrir.Ennfremur voru sett upp ný gangbrautarljósá Nesvegi. Einnig var unnið að tillögum umendurgerð Lindarbrautar.

ByggingarmálStaða byggingarmála á Seltjarnarnesieinkennist af því að bærinn er að mestufullbyggður. Einungis eru 11 íbúðarhúsalóðiróbyggðar. Lóðir þessar hafa verið bygging-arhæfar í fjölmörg ár og er orðið tímabærtað beita þrýstingi til að koma þeim íbyggingu.

Á árinu var ekki hafin smíði nýs íbúðarhússá Seltjarnarnesi en lokið við smíði fimmíbúða.

Lokið var við stækkun Valhúsaskóla á árinuog var viðbyggingin tekin í notkun í upphafiskólaárs. Í byggingunni, sem er 472 m² erufimm kennslustofur og tengigangar. Millitengibyggingar og eldri hluta skólans er gertráð fyrir að garður geti komið síðar.

Aðalhönnuður byggingarinnar er Vilhjálm-ur Hjálmarsson arkitekt. Loftorka hf. íBorgarnesi reisti viðbygginguna og skilaðiaf sér tilbúinni undir tréverk. Verktaki aðlokafrágangi var Sérverk ehf. Í Valhúsaskólavar einnig unnið við endurbætur á nokkrumkennslustofum og kennarastofu í eldra húsiásamt brunavörnum.

Á árinu var unnið að endurbótum í Áhalda-húsi bæjarins, utan- og innanhúss.

Í Gróttu var breytingum innanhúss í gamlavitavarðarhúsinu haldið áfram samkvæmtuppdráttum Páls Gunnlaugssonar arkitekts.Verktaki var Kristján Jónsson byggingameist-ari.

Verklegar framkvæmdir

Vinna starfsmanna áhaldahúss hefur íauknum mæli breyst úr nýframkvæmdum íviðhalds- og þjónustuvinnu við bæjarbúa ogstofnanir bæjarins.

Unnið var að viðhaldi í dreif ikerfumvatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Aukning erí allri umhirðu bæjarins. Víða var unnið aðfrágangi, þökulögn og almennri viðhalds-vinnu í gatnaker f i og frárennslisker f ibæjarins. Einnig sá Áhaldahúsið um viðhaldstrætisvagnaskýla.

Helstu verkþættir í malbikun voru viðgerðirá malbiki og lagning yfir lags á götur.Verulegt átak var gert í viðgerðum malbiks íallflestum götum bæjarins. Lagt var malbiks-yfirlag á Sólbraut, neðst á Vesturströnd, ákafla Nesbala frá Lindarbraut vestur fyrirgatnamótin í Nesbala, á hluta Skólabrautarnæst Valhúsaskóla og á hluta af Melabraut.Vegur út í Suðurnes frá Nesbala að golfskálavar breikkaður og lögð yfir klæðning.

Akstursleið milli Skólabrautar og Suður-strandar að Valhúsaskóla var lokað og merkthr ingtorg við hei lsugæslustöð vestansundlaugar en hringtorgið á að endurbætanæsta ár. Ætlast er til að foreldrar, sem akabörnum að Valhúsaskóla, stöðvi í hringtorg-inu og hleypi börnunum út og aki síðan tilbaka niður á Suðurströnd. Gerð varakstursleið frá Suðurströnd vestan líkams-ræktars töðvar að Mýrarhúsaskóla ogútbúinn hringakstur í portinu. Einnig ermöguleiki að setja börnin úr á bílastæðinorðan við Mýrarhúsaskóla.

Á árinu 2002 var unnið að breytingum áumferðarmerkjum til samræmis við breyttanleyfilegan hámarkshraða og einnig gert átak

Til tækni- og umhverfismálavar varið 377,6 millj. kr. til

rekstrar eða 29,2% afskatttekjum.

Götur-,holræsi o.fl.

4,3%

Þjónustumiðstöð5,2%

Vatnsveita2,3%

Hitaveita4,8%

Fráveita4,4%

Almenningsgarðarog útivist

2,4%Bruna- og

almannavarnir2,1%

Hreinlætismál2,5%

Annað1,3%

Page 16: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

15

TTTTTækni- og umherækni- og umherækni- og umherækni- og umherækni- og umherfffffissvið / Hitissvið / Hitissvið / Hitissvið / Hitissvið / Hitaaaaavvvvveiteiteiteiteita Seltjara Seltjara Seltjara Seltjara Seltjarnarnarnarnarnarnessnessnessnessness

í að mála 30 km hraðamerkingar á götur ííbúðahverfum. Einnig var unnið að öðrummerkingum til að auka öryggi vegfarenda.

Við Vallarbraut var gangstétt endurnýjuð ogsamhliða voru jarðstrengir endurnýjaðir oglögð ídráttarrör. Í flestum götum bæjarinsvar gert við gangstéttir og kantsteina. ÍSuðurnesi er árlegt viðhald á malarstígmeðfram sjónum.

Í samvinnu við Reykjavíkurborg, Kópavogsbæog Garðabæ var byggð hreinsi- og dælustöðvið Ánanaust sem tekin var í notkun íársbyrjun 1998. Skólp er þar hreinsað ogdælt út fyrir Akurey. Búið er að tengjafráveitukerfi norðanmegin af Seltjarnarnesivið stöðina. Unnið er að því að tengja alltfrárennsli Seltjarnarnesbæjar í sniðræsi ogleiða það að dælustöðvum sem dæla því tilhreinsistöðvar við Ánanaust.

Engar stór framkvæmdir voru á vegumvatnsveitunnar á árinu. Unnið var aðviðhaldi, viðgerðum og lekaleit. Endur-nýjaðir voru brunahanar við Bakkavör 34,Barðaströnd 1, Kirkjubraut 18, Valhúsabraut31 og Vallarbraut 1. Stofnlokar voruendurnýjaðir á nokkrum stöðum í dreifikerf-inu. Heimæðar að nokkrum húsum voruendurnýjaðar og stofnheimæð að Barða-strönd 15-25.

GarðyrkjudeildLokið var við að leggja úthaga á Valhúsa-hæð. Þar með er sá hluti hæðarinnar semáður var gróðursnauður melur, klæddur íúthagakápu.

Unnið var við frágang á lóð viðbyggingarValhúsaskóla. Umhverfið kringum hana varlagfært, hellulagt og þökulagt. Lokið var við

umhverfi Hákarlaskúrs í sumar. Þökulagt varað nánasta umhverfi skúrsins. Í næstanágrenni var einnig komið fyrir drykkjarfontiog hellulagt í kringum hann. Einnig varumhverfi dælustöðvar Hitaveitu lagfært.

Við göngustíg hjá Kotagranda var sett uppskýli úr timbri fyrir sjósundmenn, einnig munskýlið nýtast vel fuglaskoðurum svo oggöngumönnum. Á stíga við ströndina fráborgarmörkum hefur verið komið fyrirmörgum nýjum ruslafötum. Frágangi viðgöngustíga á Suðurströnd var lokið í sumar.

Í nálægð við dælustöð á horni Suðurstrandarog Lindarbrautar var hlaðinn lágur veggurúr sjávargrjóti, grjótlögð stétt og þökumkomið fyrir innan við. Við bæjarskrifstofurvar lokið við að ganga frá lóðinni upp viðhúsið. Molnað hefur stöðugt úr berginu svoað hæðarmunur var orðinn nokkur. Honumvar eytt með hlöðnum vegg og þökulagtinnan við. Þarna rennur lind niður úrhæðinni og var komið fyrir steini er tekurvið vatninu og er hann mikið notaður affuglum.

VinnuskólinnFjöldi unglinga, sem sótti um vinnu hjávinnuskólanum, var um 230. Verkefnin eruhefðbundin, þ.e. hirðing á gróðurbeðumbæjarins og stofnana, sláttur á stofnana-lóðum og opnum svæðum. Gróðursett vorusumarblóm, leiktæki máluð, gróðri gefinnáburður o.s.frv. Einnig voru unglingarfengnir til að slá lóðir fyrir ellilífeyrisþega.Unglingarnir voru til aðstoðar á Vallarbraut-arvell i , leikja og fræðslunámskeiðum,skólagörðunum og ýmsum íþróttanám-skeiðum. Félagslíf í vinnuskólanum var mjöggott.

Umhverfisfræðsla fer fram í samvinnu viðSorpu. Haldin voru námskeið í forvörnumáfengis- og fíkniefna fyrir alla aldurshópa.Lokadagurinn var haldinn í Heiðmörk þarsem farið var í ýmsa leiki. Bærinn var velþr i f inn og voru ungl ingarnir mjögvinnusamir.

SkólagarðarStarfsmenn voru 2 við garðana og fjöldibarnanna um 50 talsins. Sumarið var erfitttil ræktunar, bæði var vindasamt og blautt,þannig að uppskeran var ekki eins og bestgerist. Engu að síður var starfið vel heppnaðog þátttakendur ánægðir.

Hitaveita Seltjarnarness

Vatnsverð var óbreytt allt árið; kr. 37,00 pr.m3. Meðalvinnslan árið 2002 var 45,3 l/s,sem er sú sama og síðastliðin ár, utan ársins2001 þegar hún var 44,7 l/s. Heildar vinnslaárið 2002 var um 1.440.000 tonn.

Nýtt orkureikninga- og innheimtukerfi vartekið í notkun hjá veitunni sl. haust. Kerfiðnefnist ORKA og kemur í staðinn fyrir kerfiðGEYSI. Nýja kerfið er þjónustað af hugbún-aðar fyr ir tækinu Vigor, dóttur fyrir tækiTölvuMynda og sérhannað fyrir orkuveitur.Það geymir viðskipta- og notkunarsöguheitavatnsnotenda með skýrum hætti.

Vorið 2002 gaf veitan út bækling ti lkynningar á starfsemi sinni og var honumdreift í öll hús á veitusvæðinu. Ýmsarupplýsingar koma þar fram, svo semsamanburður á kostnaði miðað við aðrarhitaveitur, ráðleggingar um stillingu búnaðarí húsum, gjaldskrá, eðlileg notkun og kostirog gallar salts jarðhitavatns.

Page 17: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

16

HeilbrHeilbrHeilbrHeilbrHeilbrigðisefigðisefigðisefigðisefigðiseftirtirtirtirtirlit Kjósarlit Kjósarlit Kjósarlit Kjósarlit Kjósarsvsvsvsvsvæðisæðisæðisæðisæðis

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

Árið 2002 var fimmtánda starfsár Heil-brigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Það er rekiðsameiginlega af Kjósarhrepp, Mosfellsbæ ogSeltjarnarnesi. Hlutverk heilbrigðiseftirlits erað sjá um að ákvæðum laga nr. 7/1998, umhollustuhætti og mengunarvarnir, sé fram-fylgt. Einnig ákvæðum reglugerða, heilbrigð-issamþykkta og ákvæðum í sérstökum lögumog reglum sem heilbrigðisnefndum er, eðakann að vera falið að annast framkvæmd á.Starfsmenn hei lbr igðiseft i r l i ts ins eruÞorsteinn Narfason og Árni Davíðsson, báðirlíffræðingar.

Á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins geta mennsvo nálgast fundargerðir heilbrigðisnefndar,skýrslur, lagasafn, starfsleyfisskilyrði fyrirstarfsleyfisskyld fyrirtæki og hvaðeina semtengist starfsemi þess. Slóðin er: http//www.eftirlit.is.

MatvælaeftirlitSamkvæmt matvælareglugerð eiga öllmatvælafyrirtæki að hafa sett upp viðurkenntinnra eftirlitskerfi. Hlutverk heilbrigðiseftirlitser að viðurkenna slík kerfi og leiðbeina viðuppsetningu þeirra. Fyrirtækjum með innraeftirlit fjölgaði um 19 á árinu og voru 45fyrirtæki komin með innra eftirlit í árslok.Má nú nánast heita að flest fyrirtæki, semeiga að hafa innra eftirlit, séu komin meðþað.

Haldið var áfram með þá stefnu að veitafyrirtækjum án innra eftirlits starfsleyfi meðskilyrði um að innra eftirliti yrði komið áinnan þriggja mánaða. Þessi stefna hefurgefist vel.

Hitastig í matvælum var athugað í reglu-bundnu eftirliti með matvælafyrirtækjum.Hitastig var mælt í kælum, frystum og í matsem var haldið heitum eða köldum. Ástandkæla var almennt ágætt en kröfur umúrbætur voru gerðar þegar það átti við.

Sýni af matvælum eru tekin í tengslum viðsamstarfsverkefni heilbrigðiseftirlitssvæðaog þegar fram koma matarsýkingar. Einnigþegar hitastig, hreinlæti, hráefni eðavinnubrögð gefa til kynna að matvæli séuvarhugaverð. Heilbrigðiseftirlitið tók þátt í8 verkefnum á landsvísu þar sem gerlaástandmatvæla var kannað. Einnig tók það þátt í 3verkefnum þar sem merkingar matvæla vorukannaðar. Frá niðurstöðum þessara verkefnaer greint í skýrslu um eftirlitsverkefniHollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftir-lits sveitarfélaga 2002.

Engar ábendingar bárust vegna matar-eitrunar á árinu sem hægt var að sanna aðmætti rekja til mengaðra matvæla.

NeysluvatnGæði vatns í sveitarfélaginu eru mikil þarsem vatnið kemur úr dreifikerfi eða vatns-bóli. Sýni í Kjós voru tekin hjá rekstraraðilum.

HundaeftirlitMeð hundasamþykktum, sem eru í gildi íMosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, er litið svoá að hundahald sé leyft í bæjarfélögunummeð þeim takmörkunum sem getið er í sam-þykktunum. Í Kjósarhreppi hefur ekki veriðsett sérstök samþykkt um hundahald.

Eftirliti með dýrahaldi var fylgt eftir skv.ströngu verklagi sem tekið var upp á árinu.Það fólst í því að allar kvartanir voru skráðarog þeim komið ti l dýraeftirl itsmanns.

Dýraeftirlitsmaður fylgdi kvörtun eftir meðbréfi eða heimsókn. Ef það bar ekki árangurtók Heilbrigðiseftir lit Kjósarsvæðis viðmálinu og knúði fram úrbætur samkvæmtlögum með því að skrifa bréf til eigenda þarsem honum var gefinn tímabundinn fresturtil úrbóta. Ef bréfið bar ekki árangur vargefinn lokafrestur. Ef eigandi lét ekki segjastvar gripið til lokaaðgerðar sem fólst t.d. í aðbanna viðkomandi að halda dýr í bæjar-félaginu.

Ingimundur Helgason sinnti starfi hunda-eftirlitsmanns á Seltjarnarnesi. Skv. upplýs-ingum úr hundaskráningarkerfi Seltjarnar-ness eru 114 hundar skráðir á Seltjarnarnesií árslok. Þar af voru 27 hundar nýskráðir.Afskráðir hundar voru níu. Kvartanir vegnahunda voru 28 árið 2002. Handsamaðirhundar voru níu, þar af sjö hundar afSeltjarnarnesi og tveir úr Reykjavík. Enginkærumál vegna hunda komu upp á árinu.Nokkur misbrestur er á að eigendur hundaþrífi upp eftir hunda sína.

MeyndýraeyðingMeindýraeyðing Reykjavíkurborgar sá umeyðingu meindýra á Seltjarnarnesi. Í skýrsluGuðmundar Björnssonar verkstjóra kemurfram að eitrað hafi verið kerfisbundið íholræsabrunna og í fjörur, auk þess sem sinnthafi verið kvör tunum vegna rottu- ogmúsagangs. Notuð voru um 186 kg af eitri.Alls bárust fimm kvartanir vegna rottna ogtólf vegna músa. Ein kvörtun barst vegnakatta og var einn köttur handsamaður ogfluttur í Kattholt.

Page 18: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

17

Ársreikningur 2002Ársreikningur 2002Ársreikningur 2002Ársreikningur 2002Ársreikningur 2002

Áritun endurskoðenda og skoðunarmanna

Til bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar

Við höfum endurskoðað ársreikning sveitarsjóðs og samantekinn ársreikningbæjarsjóðs Seltjarnarness og stofnana og fyrirtækja hans fyrir árið 2002.Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit umsjóðstreymi og skýringar. Ársreikningurinn er lagður fram af bæjarstjórn og áábyrgð hennar í samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti semvið látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar.

Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju á Íslandi. Samkvæmtþví ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanlegvissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðuninfelur í sér athugun á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðirog upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnigí sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eruvið gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum aðendurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á.

Við viljum vekja athygli á skýringarlið nr. 2 í ársreikningnum, þar sem gerð ergrein fyrir breyttum reikningsskilaaðferðum og framsetningu ársreikningsbæjarsjóðs Seltjarnarness. Þessar breyttu reikningsskilaaðferðir gera samanburðv ið ársre ikn inga fyr r i ára torve ldan, þar sem veru legar munur er áreikningsskilaaðferðum sem er beitt við gerð ársreiknings 2002 og þeimaðferðum sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við gerð reikningsskilabæjarsjóðs Seltjarnarness.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu bæjarsjóðsSeltjarnarness á árinu 2002, efnahag hans 31. desember 2002 og breytingu áhreinu vel tufé á ár inu 2002, í samræmi v ið lög, reglugerðir og góðareikningsskilavenju sveitarfélaga á Íslandi.

Reykjavík, 14. maí 2003

Við undirritaðir kjörnir skoðunarmenn bæjarsjóðs Seltjarnarness höfum yfirfariðársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2002. Við höfum fengið þærupplýsingar sem við höfum óskað eftir og sjáum engar ástæður til athugasemda.Með vísan til þess og áritunar endurskoðenda leggjum við til að ársreikningurinnverði samþykktur.

Seltjarnarnesi, 8. maí 2003

Áritun bæjarstjórnar og bæjarstjóra

Að áliti bæjarstjórnar og bæjarstjóra Seltjarnarness koma fram í ársreikningiþessum allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðusamstæðu bæjarsjóðs, rekstrarniðurstöðu ársins og fjárhagslegri þróun á árinu.Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög, reglugerðir og auglýsingar umársreikninga sveitar félaga, en í ársreikningnum er gerð grein fyrir helstureikningsskilaaðferðum og breytingum sem á þeim hafa orðið frá fyrra ári.

Ársreikningurinn hefur að geyma samantekinn ársreikning bæjarfélagsins ogsto fnana og fy r i r tæk ja þess og ársre ikn ing sve i tars jóðs . Samkvæmtrekstrarreikningi námu rekstrartekjur í samanteknum ársreikningi bæjarsjóðs1.512 milljónum króna, en þar af voru rekstrartekjur sveitarsjóðs 1.414 milljónirkróna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum var neikvæð um 63milljónir króna, en hún var jákvæð um 26,6 milljónir króna hjá sveitarsjóði.

Heildareignir samkvæmt samanteknum ársreikningi voru 2.614 milljónir króna,en heildareignir sveitarsjóðs voru 2.415 milljónir króna. Eigið fé samkvæmtsamanteknum ársreikningi var 1.480 milljónir króna og hlutfall eiginfjár afheildareignum var 57%. Eigið fé sveitarsjóðs var 1.423 milljónir króna ogeiginfjárhlutfall 59%.

Bæjarstjórn Seltjarnarness og bæjarstjóri staðfesta hér með ársreikningbæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2002 með undirritun sinni.

Seltjarnarnesi, 14. maí 2003

Bæjarstjórn

B æ j a r s t j ó r iB æ j a r s t j ó r iB æ j a r s t j ó r iB æ j a r s t j ó r iB æ j a r s t j ó r i

Page 19: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

18

RekstrarreikningurRekstrarreikningurRekstrarreikningurRekstrarreikningurRekstrarreikningur

Page 20: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

19

EfnahagsreikningurEfnahagsreikningurEfnahagsreikningurEfnahagsreikningurEfnahagsreikningur

Page 21: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

20

31. desember 200231. desember 200231. desember 200231. desember 200231. desember 2002

Page 22: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

21

Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002Yfirlit um sjóðsstreymi árið 2002

Page 23: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

22

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 24: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

23

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 25: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

24

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 26: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

25

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 27: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

26

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 28: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

27

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 29: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

28

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 30: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

29

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 31: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

30

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 32: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

31

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 33: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

S E LT J A R N A R N E S B Æ R

32

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 34: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

á R S S K Ý R S LA 2 0 0 2

33

SkýringarSkýringarSkýringarSkýringarSkýringar

Page 35: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson

Umbrot/hönnun: Seltjarnarnesbær ÓJSKápumynd er tekin í Gróttu

Page 36: Bæjarstjórn og nefndir - seltjarnarnes.is · áRSSKÝRSLA 2002 3 Forstöðumenn 2002 Bæjarstjóri Jónmundur Guðmarsson (frá 15. júní) Bæjarritari Álfþór B. Jóhannsson