5
1 Ársskýrsla 2010 Bókasafn Akraness Lykiltölur 2010: Útlánuð gögn 66.047 (58.401)* Útlán á íbúa: 10 safngögn ( 8,9 ) Skráðir lánþegar í árslok 2010: 1.802 (1.726) Gestakomur: 3 vikur árið 2010 skoðaðar, í mars, júlí og nóvember. 204 gestir að jafnaði á dag eða 51.400 gestir á ári ( taldið í apríl-júní 2009, 145 gestir á dag eða 32.190 gestir ) Heimsóknir (skipulagðar) leikskólabarna: (10) heimsóknir ; (177) börn Heimsóknir grunnskólanema: 8 (13 ) heimsóknir ; 100 (327 nemandi) Heimsóknir barna á leikjanámskeiðum: 7 (5 ) heimsóknir, 140 (88 börn) Þjónustutími: 40 (40) klst á viku /þjónustudagar: 252 (222) Netkaffitölvur: ekki talið 2010, ekki talið 2009 Svöfusalur: 13 nemandi (1), Próftökur : 72 ( 83) Starfsfólk: 6 (6) manns 5.25 (5.38) stöðugildi Íbúafjöldi 1. des. 2010: 6.600 (6.559) *(Til samanburðar eru tölur frá árinu áður í sviga). Inngangur Mjög góð aðsókn var að Bókasafni Akraness allt árið og lánþegum fjölgaði í hverjum mánuði allt síðastliðið ár. Staðsetning bókasafnins í verslunarkjarna gefur góða raun. Um 11,5 % útlánaaukning varð milli áranna 2009 og 2010, en um 4% aukning var milli áranna 2008 og 2009. Bókasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn deila með sér húsnæði og eru rekin sem ein heild, samrekstur. Faglega starfa söfnin sjálfstætt, hvert miðað við sinn lagaramma. Bókasafnið starfar samkv. lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997. Söfnunum var gert að spara í rekstri á árinu, líkt og öðrum stofnunum bæjarins. Stöðugildum hefur fækkað og útlánatími var skertur. Ekki var opið á laugardögum yfir vetrartímann þetta árið. Þá var dregið úr kaupum á bókum og tímaritum sagt upp. Ekki ráðið í fjarveru héraðsskjalavarðar, en bæjarbókavörður og deildarstjóri tóku að sér verkefni í héraðsskjala- og ljósmyndasafni. Stjórn safnsins Í skipuriti Akraneskaupstaðar heyrir bókasafnið undir Akranesstofu. Verkefnastjóri er Tómas Guðmundsson. Formaður stjórnar Akranesstofu er Gunnhildur Björnsdóttir. Starfsfólk: Í árslok voru 5,25 stöðugildi við bókasafnið. Við bókasafnið starfa: Halldóra Jónsdóttir (100%) bæjarbókavörður, Nanna Þóra Áskelsdóttir (100%) deildarstjóri, og bókaverðirnir Ásta Björnsdóttir (100 %), Erla Dís Sigurjónsdóttir (85%) og Helgi Steindal (100 %). Auður Sigurðardóttir bókavörður lét af störfum 1. maí, en hún hafði starfað við bókasafnið sem fastráðin frá því í september 2005. Sigríður Beinteinsdóttir bókavörður / ræsting og kaffiumsjón (100%), lét af störfum í júní. Hún hafði starfað við safnið frá október 1999. Við starfi ræstingu og kaffiumsjón tók Valborg Reisenhaus (40%). Berglind Inga Guðmundsdóttir (100%) var ráðin í sumarafleysingu bókavarða. Í atvinnuátaksvinnu var ráðin Ásta Gunnarsdóttir í 11 vikur (50 % ). Freyr Karlsson kom til starfa frá haustdögum, við bókasafnið í 3 klst á viku. Hann kemur frá Fjöliðjunni, vinnu og hæfingarstað. Fjórir starfsmannafundir vour haldnir á árinu. Frá v.: Auður, Sigríður og Hafdís. Endurmenntun Nýráðnir bókaverðir sóttu tvö grunnnámskeið hjá Landskerfi bókasafna. Allir starfsmenn bókasafnsins sóttu Landsfund Upplýsingar, 16.- 18. september. Landsfundurinn var haldinn á Hótel Stykkishólmi. Í samstarfi við Bókasafn Mosfellsbæjar var viðgerðar- og plöstunarnámskeið í bókasafninu.

Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

1

Ársskýrsla 2010 Bókasafn Akraness Lykiltölur 2010: Útlánuð gögn 66.047 (58.401)* Útlán á íbúa: 10 safngögn ( 8,9 ) Skráðir lánþegar í árslok 2010: 1.802 (1.726) Gestakomur: 3 vikur árið 2010 skoðaðar, í mars, júlí og nóvember. 204 gestir að jafnaði á dag eða 51.400 gestir á ári ( taldið í apríl-júní 2009, 145 gestir á dag eða 32.190 gestir ) Heimsóknir (skipulagðar) leikskólabarna: (10) heimsóknir ; (177) börn Heimsóknir grunnskólanema: 8 (13 ) heimsóknir ; 100 (327 nemandi) Heimsóknir barna á leikjanámskeiðum: 7 (5 ) heimsóknir, 140 (88 börn) Þjónustutími: 40 (40) klst á viku /þjónustudagar: 252 (222) Netkaffitölvur: ekki talið 2010, ekki talið 2009 Svöfusalur: 13 nemandi (1), Próftökur : 72 ( 83) Starfsfólk: 6 (6) manns 5.25 (5.38) stöðugildi Íbúafjöldi 1. des. 2010: 6.600 (6.559) *(Til samanburðar eru tölur frá árinu áður í sviga). Inngangur Mjög góð aðsókn var að Bókasafni Akraness allt árið og lánþegum fjölgaði í hverjum mánuði allt síðastliðið ár. Staðsetning bókasafnins í verslunarkjarna gefur góða raun. Um 11,5 % útlánaaukning varð milli áranna 2009 og 2010, en um 4% aukning var milli áranna 2008 og 2009. Bókasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn deila með sér húsnæði og eru rekin sem ein heild, samrekstur. Faglega starfa söfnin sjálfstætt, hvert miðað við sinn lagaramma. Bókasafnið starfar samkv. lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997. Söfnunum var gert að spara í rekstri á árinu, líkt og öðrum stofnunum bæjarins. Stöðugildum hefur fækkað og útlánatími var skertur. Ekki var opið á laugardögum yfir vetrartímann þetta árið. Þá var dregið úr kaupum á bókum og tímaritum sagt upp. Ekki ráðið í fjarveru héraðsskjalavarðar, en bæjarbókavörður og deildarstjóri tóku að sér verkefni í héraðsskjala- og ljósmyndasafni. Stjórn safnsins Í skipuriti Akraneskaupstaðar heyrir bókasafnið undir Akranesstofu. Verkefnastjóri er Tómas Guðmundsson. Formaður stjórnar Akranesstofu er Gunnhildur Björnsdóttir. Starfsfólk: Í árslok voru 5,25 stöðugildi við bókasafnið. Við bókasafnið starfa: Halldóra Jónsdóttir (100%) bæjarbókavörður, Nanna Þóra Áskelsdóttir (100%) deildarstjóri, og bókaverðirnir Ásta Björnsdóttir (100 %), Erla Dís Sigurjónsdóttir (85%) og Helgi Steindal (100 %). Auður Sigurðardóttir bókavörður lét af störfum 1. maí, en hún hafði starfað við bókasafnið sem fastráðin frá því í september 2005. Sigríður Beinteinsdóttir bókavörður / ræsting og kaffiumsjón (100%), lét af störfum í júní. Hún hafði starfað við safnið frá október 1999. Við starfi ræstingu og kaffiumsjón tók Valborg Reisenhaus (40%). Berglind Inga Guðmundsdóttir (100%) var ráðin í sumarafleysingu bókavarða. Í atvinnuátaksvinnu var ráðin Ásta Gunnarsdóttir í 11 vikur (50 % ). Freyr Karlsson kom til starfa frá haustdögum, við bókasafnið í 3 klst á viku. Hann kemur frá Fjöliðjunni, vinnu og hæfingarstað. Fjórir starfsmannafundir vour haldnir á árinu.

Frá v.: Auður, Sigríður og Hafdís.

Endurmenntun

Nýráðnir bókaverðir sóttu tvö grunnnámskeið hjá Landskerfi bókasafna. Allir starfsmenn bókasafnsins sóttu Landsfund Upplýsingar, 16.- 18. september. Landsfundurinn var haldinn á Hótel Stykkishólmi. Í samstarfi við Bókasafn Mosfellsbæjar var viðgerðar- og plöstunarnámskeið í bókasafninu.

Page 2: Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

2

Útlán Útlánuð safngögn voru samtals 66.047 (58.401). Útlán frá afgreiðslutölvu voru 66.047 (56.785), útlán á SHA 845 (1016) og útlán á Höfða 560 ( 600). Bókin heim lánaði 1.584 ( 2.506) safngögn. Þess má geta að öll lán á hljóðbókum frá Blindrabókasafninu lánast beint frá Blindrabókasafninu, en áður hafði bókasafnið milligöngu með lánin. Bókasafnið aðstoðar sjónskerta lánþega við val á safngögnum og mun gera áfram ef þess er óskað. Aukning útlána milli ára er 7.646 (2.245) safngögn eða 11,5% (3,8 %) aukning. Útlán á íbúa eru 10 (8.9) safngögn. Útlán hafa aukist verulega allt s.l. ár og árið þar á undan. Útlán og endurlán eftir mánuði:

� 2010 2009 � Janúar 5.187 5.424 � Febrúar 5.062 4.784 � Mars 6.950 5.270 � Apríl 4.902 5.055 � Maí 4.571 4.420 � Júní 5.568 5.690 � Júlí 6.775 8.709 � Ágúst 5.721 34 (safnið flytur) � Sept 5.179 262 (safnið flytur) � Okt 5.576 7.125 � Nóv 5.437 6.064 � Des 5.119 5.564 � Alls: 66.047 58.401

Millisafnalán. Útlán og endurlán Bókasöfn- MSL Til safna Frá söfnum 2010 24 542 100 2009 22 334 62

Millisafnalán er mikilvægur þjónustuþáttur í starfsemi bókasafnsins og fer sú þjónusta vaxandi. Lánþegar og gestir Í árslok 2010 áttu 1.802 (1.726) lánþegar gild bókasafnskort. Samningur á milli Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar um gagnkvæm réttindi lánþega er í fullu gildi og hefur gefist vel, en hefur þó mest verið í formi millisafnalána. Í AKRAV er 21 lánþegi með lögheimili í Borgarnesi og dreifbýli. Þessir lánþegar fengu lánuð 531 safngögn frá Akranesi. Í BORAV eru 4 lánþegar með lögheimili á Akranesi og fengu að láni 213 safngögn frá Borgarnesi. Nýir lánþegar: Nýir lánþegar 2010 2009 Karlar (kk) 203 199 Konur (kv) 263 295 Samtals: 466 519 Konur eru aðeins í meirihluta nýrra lánþega, en hlutfallið milli kynja er býsna jafnt árið 2010, sem er óvanalegt. Í heildina eru konur í miklum meirihluta lánþega eða 68% lánþega.

Þjónusta við lánþega Auk hefðbundinnar bókasafnsþjónustu sér bókasafnið um þjónustu við stofnanir, þ.e. Dvalarheimilið Höfða og Sjúkrahús Akraness. Aldraðir og aðrir þeir sem ekki komast í bókasafnið geta fengið hljóðbækur eða bækur sendar heim, Bókin heim, sem er lánþeganum að kostnaðarlausu. Ein skipsáhöfn fær bókakassa reglulega frá bókasafninu. Bókin heim, þjónustar um 10 (12) einstaklingum, að jafnaði á mánuði. Lán til þessa hóps voru 1.584 safngögn. Að jafnaði, í hverjum mánuði, notfærðu sér 35 (50) manns bókasafnsþjónustu á Sjúkrahúsinu ( sjúklingar). Lán til þessa hóps voru 845 safngögn.

Að jafnaði notuðu 10 (16) heimilsmenn á Dvalarheimilinu Höfða bókasafnsþjónustu, í mánðui. Lán til þessa 10 einstaklinga voru 560 safngögn yfir árið.

Page 3: Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

3

Barnastarf Bókasafnið býður leikskólanemendum í safnheimsóknir. 12 (10) skipulagðar heimsóknir voru á árinu og komu 175 (177) börn. Heimsóknirnar tengdust m.a. Bangsadeginum, sem haldin er hátíðlegur í október ár hvert og Norrænni bókasafnaviku í nóvember. 60 börn tóku þátt í getraun í tilefni af Bangsadegi 27. október. Verðlaun fengu Viktoría Pálsdóttir 7 ára, Börkur Bernharð Sigmundsson 5 ára og Ísabella Cabrita 9 ára. Safnfræðsla. Öllum nemendum í 4. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla ásamt kennara /skólasafnskennara er boðið í heimsókn í safnið og fá þeir kynningu á safninu og starfsemi þess. Samtals voru 8 (13) kynningar fyrir 74 (327) nemendur. Yfir sumartímann heimsóttu börn á Leikjanámskeiðum Skátafélagsins bókasafnið og tók sagnaþulan Þóra Grímsdóttir á móti börnunum og sagði sögur. 7 (7) heimsóknir og 140 (88) börn. Leikjanámskeið Fjörfiska kom í eina heimsókn , “setti upp vinnusmiðju” og afraksturinn var sýning í bókasafninu. Alls 7 börn tóku þátt í því verkefni. Unnið í samvinnu við Rauða krossinn, Akranesdeild. Bókaverðlaun barnanna voru afhent 29. apríl. Þetta eru þátttökuverðlaun, en grunnskólanemar á Akranesi og nágrenni tóku að venju þátt í vali á bestu barnabók ársins, frumsaminni annars vegar og þýddri hins vegar. Börnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Þátttakendur á Akranesi voru 261 barn á aldrinum 6 – 12 ára. Sumarlestur, Einu sinni var var, er fastur liður í starfsemi safnsins. Þetta var í fimmta sinn sem efnt var til Sumarlesturs í bókasafninu, með þessum hætti. Lesturinn stóð yfir frá 1. júní til 31. júlí. Þátttakendur voru á aldrinum 6- 12 ára . 145 (123) börn skráðu sig til leiks, en virkir lesendur voru 120 (105). Samtals lásu börnin 1.639 (1122 ) bækur eða 101.196 (54.896) blaðsíður. Um 40 (40) börn tóku þátt í uppskeruhátíðinni HúllumHæ, sem var að þessu sinni er haldin á Safnasvæðinu að Görðum, fimmtudaginn 12. ágúst. Hátíðin hófst með því að farið var í Ratleik og veitt voru þátttökuverðlaun. Að lokum var boðið upp á Svala og Prins Póló. Meginmarkmið með sumarlestri er að börnin æfa sig í lestri og að njóta góðra bóka.

Styrktaraðilar verkefnisins: Verslunin Ozone gaf aðalvinnining. Aðrir sem styrktu verkefnið voru Penninn, Krónan, Íslandsbanki og Landsbankinn

Safnkostur Heildarfjöldi titla í árslok 2010 voru 35.008 (33.534) Heildareign eintaka í árslok 2010 var 71.001 (68.593) Eintakaeign eftir efnistegund í árslok 2010:

Bækur: 49.973 (48.227 ) Geisladiskur, cd : 786 (754) Geisladiskur/hljóðbók: 546 (402) Innb. tímarit: 1.655 (1.620) Tímaritshefti: 16.232 (15.776) Myndband: 540 (542) Mynddiskur: 672 (577) Snælda/hljóðbók: 265 (407) Tölvugögn: 65 (57) Annað: 267 (231) Samtals: 71.001 (68.593)

Þess má geta að safnið keypti á árinu bækur á arabísku, frá Sigrúnu Valsdóttur bóksala í Kaíró. Markhópurinn er hópur nýbúa á Akranesi sem eiga arabísku sem móðurmál. Námsver – Svöfusalur Á vorönn voru tvö námskeið á vegum Jafnréttishúss og Vinnumálastofnunar. „ Íslenska fyrir atvinnulausa íbúa á Akranesi, af erlendum uppruna “. Akraneskaupstaður var styrktaraðili að verkefninu. Um 40 nemar sóttu þessi námskeið (2 x 60 klst). Á haustönn hófu 10 nemendur fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Salurinn var mikið nýttur til próftöku eða samtals 72 (83) próf sem nemendur frá H.A., H.Í, Háskólanum á Bifröst, Hólum og Keili tóku. Námsmenn geta fengið aðgang að námsverinu fyrir utan hefðbundis afgreiðslutíma

Page 4: Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

4

og var aðgangurinn fullnýttur. Starfsemi í Svöfusal er skipulögð í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Sýningar Á „Veggnum “ voru sýningar í samstarfi við Kirkjuhvol, listasetur. Sýnd voru ný verk í eigu Listasafns Akraneskaupstaðar Október 2009 - janúar 2010:Verk eftir Ingibjörgu Ottósdóttir

Mars – apríl: Bjarni Þór Bjarnason, Maí – júní: Jón Hreggviðsson, mynd eftir Ragnar Lár, gjöf til bókasafnsins frá húsnefnd Félagsheimilisins Rein September – október: Matthildur Arnalds

Aðrar sýningar:

Júní: Þórný Elísdóttir, Vitateig 3 sýndi mæðra- og feðradagskort. Júní – ágúst: Sýning á verkum krakka á námskeiði “Gaman saman”. Að verkinu stóðu frístundamiðstöðin Þorpið, frístundahópurinn Fjörfiskar í samvinnu við Akranesdeild Rauða krossins, Tónlistarskólans og fleiri aðila. Október: Sýning í tilefni af kvennafrídeginum, 24. október. Nóvember: Listaverk barna af leikskólanum Akrasel til sýnis á Vökudögum

Viðburðir Í nóvember komu nemendur úr Brekkubæjarskóla og tóku þátt í menningarmóti og þar sem þau kynntu Norðurlöndin. Þetta var hluti af dagskrá í Norrænni bókasafnaviku. Norræn bókasafnavika var haldin hátíðleg í nóvember, í samvinnu við Norræna félagið á Akranesi, með hefbundri dagskrá. Aðalgestur og upplesari þetta árið var Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri. Lesið var úr Völuspá. Á Vökudögum var bókmenntadagskrá í samvinnu við Snorrastofu. Þorsteinn frá Hamri rithöfundur og Bragi Þórðarson fyrrv. bókaútgefandi leiddu dagskrá um bókina „ Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi “. Bókmenntakvöld var í desember. Gestir voru rithöfundarnir Steinunn Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir. Lesið var úr nýútkomnum verkum þeirra, Heimanfylgjan og Brúður . Þá sungu félagar úr Kammerkór Akraness nokkur lög við ljóð eftir Hallgrím Pétursson. Styrkir Bókasafnið hlaut styrk frá Menningarráði Vesturlands v/ Bókmenntadagskrár á jólaföstu. Rannís styrkti verkefnið “Fjársjóður úr fórum bókasafns Haralds Sigurðssonar og Sigrúnar Ástrósar “. Verkefnastjóri: Nanna Þóra Áskelsdóttir, Haraldarsafn er sérsafn bóka á Bókasafni Akraness um Ísland og íslenska landafræði sem var áður í eigu Haralds Sigurðssonar, bókavarðar og heiðursdoktors Sagnfræðingafélagsins. Í ár hófst verkefnið „Fjársjóður úr fórum bókasafns Haralds og Sigrúnar Ástrósar“ þar sem unnið er að því að mynda, skrá og kynna valin verk úr

safninu. Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar veitti 250 þúsund króna styrk til fyrsta áfanga verkefnisins. Í þeim áfanga voru valdar 10 bækur úr safninu, bókfræðiupplýsingar þeirra bættar, sumt nýskráð og titilsíður bókanna myndaðar auk valinna myndasíðna. Upplýsingar um bækurnar má finna á Gegni og þaðan má jafnframt komast á heimasíðu Bókasafns Akraness þar sem finna má myndir úr bókunum og kynningu á efni þeirra. Landsmælingar Íslands aðstoðuðu við verkið.

Viðhorf viðskiptavina Samkvæmt Þjónustukönnun Capacent Gallup í október 2010 eru íbúar á Akanesi ekki ánægðir með hvernig Akraneskaupstaður sinnir menningarmálum, samanborið við önnur sveitarfélög. Af 16 sveitarfélögum var Akranes í 14 sæti. Ekki var nánar skilgreint hvað menning er. Að öðru leiti kom Akranes mjög vel út í umræddri könnun, t.d. hvað varðar þjónustu við eldri borgara. Sá hópur sækir bókasafnið vel og má gera ráð fyrir að eldri borgarar líti á þjónustu bókasafnsins, sem eina af grunnþjónustu Akraneskaupstaðar og sé ánægður með bókasafnsþjónustuna. Bókasafnið sinnir þessum hóp með þjónustunni Bókin heim og reglulegri þjónustu við Höfða, dvalarheimili.

Page 5: Ársskýrsla 2010 Bókasafn AkranessBörnin völdu Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson og Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

5

Annað Bókasafninu berast oft góðar gjafir. Á árinu 2010 barst safninu tímaritagjöf frá Friðrik Eldjárn Kristinssyni, tímartitin Spegilinn, Andvari, Óðinn og Lögrétta (nokkur blöð). Þóra Björk Kristinsdóttir gaf safninu Lions – fréttir, frá upphafi útgáfu til dagsins í dag. Ákveðið var að færa Lions-fréttir til varðveislu í Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu. Fjölmargir aðrir færðu safninu gjafir, en vildu ekki láta nafn síns getið. Öllum velunnurum safnsins eru færðar þakkir fyrir hlýhug í garð safnsins. Bókasafn Akraness sá um Landsfund Upplýsingar 17.-18. september, ásamt söfnum á Vesturlandi. Bæjarbókavörður var formaður Landsfundarnefndar. Fundurinn var haldinn á Hótel Stykkishólmi. Fundurinn var velsóttur af starfsfólki bókasafna af öllum tegundum, víðs vegar af landinu. Í febrúar 2011 Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður / forstöðumaður safna á Dalbraut 1 Fjármál bókasafns, héraðsskjalasafns og ljósmyndasafns: ( með fyrirvara um breytingar 16.02.11) Tekjur og styrkir: 6.498.812

Þar af tekjur af útlánum: 2.921.504

Laun og launatengd gjöld: 33.653.322

Bækur, tímarit, dvd, cd: 4.158.056

Innri leiga: 46.902.638

Rekstrargjöld: 850.120

Rekstarniðurstaða: 85.564.136