27
Sköpunarkraftur Að virkja hinn innri brunn Erla Anna Ágústsdóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016

Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

Sköpunarkraftur

Að virkja hinn innri brunn

Erla Anna Ágústsdóttir

Lokaritgerð til BA-prófs

Listaháskóli Íslands

Hönnunar- og arkitektúrdeild

Desember 2016

Page 2: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir
Page 3: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

Sköpunarkraftur:

Að virkja hinn innri brunn

Erla Anna Ágústsdóttir

Lokaritgerð til BA-prófs í grafískri hönnun

Leiðbeinandi: Marteinn Sindri Jónsson

Grafísk hönnun

Hönnunar- og arkitektúrdeild

Desember 2016

Page 4: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

Ritgerð þessi er 6 eininga lokaritgerð til BA-prófs í grafískri hönnun.

Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Page 5: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

Útdráttur

Miðað við framboð á bókum tengdum viðfangsefninu sköpunarkraftur þá mætti draga þá

ályktun að fjöldi fólks glími við stöðnun í sköpunarstarfi sínu. Undanfarna áratugi hafa

nýsköpun og sköpunarkraftur orðið mikilvægir hlutar þess að ná árangri í þróuðum

hagkerfum. Sköpun á sér nefnilega ekki aðeins stað í hinum svokölluðu skapandi greinum

heldur einnig t.d. í læknavísindum, umhverfismálum, tækniþróun o.s.frv. Í þessari ritgerð

verður leitast eftir því að finna meginorsakir stöðnunar í sköpunarstarfi. Í þeim tilgangi

voru 11 bækur valdar sem áttu það allar sameiginlegt að fjalla um sköpunarkraft og vera

á listum yfir vinsælustu bækur af þessu tagi á vefnum. Rannsókn þessi leiddi í ljós að

meginþemu bókanna voru fjögur; 1) ritskoðun hugans, 2) ótti við óttann, 3) mikilvægi þess

að framkvæma eitthvað og 4) að vera, og ekki vera, með meðvitund. Tilgangur þessarar

rannsóknar var að sjá hvort að samhljómur væri með bókunum og hvort að það væru

einhverjar lausnir til staðar á vandamálum tengdum þessum meginþemum. Þá var hug-

takið innsæi haft að leiðarljósi við gerð ritgerðarinnar og í því samhengi var skoðað hvort

aðferðir hugleiðslu væru raunhæfar lausnir til að losa um sköpunarkraftinn. Niðurstaða

þessarar rannsóknar er sú að hugleiðsla getur verið gott verkfæri til að losa um

sköpunarkraftinn og hún hefur jafnvel verið talin viðurkennd leið til að efla hann.

Page 6: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

4

Efnisyfirlit

Inngangur .................................................................................................................................. 5

1. Bækur um sköpunarkraftinn .............................................................................................. 8

1.1. Ritskoðun hugans ........................................................................................................... 8

1.2. Ótti við óttann .............................................................................................................. 10

1.3. Mikilvægi þess að framkvæma eitthvað .................................................................... 13

1.4. Að vera, og ekki vera, með meðvitund ....................................................................... 14

2. Baráttan og bókin: fæðing innsæis ................................................................................... 16

2.1. Að vera í núvitund ....................................................................................................... 17

Lokaorð ................................................................................................................................... 20

Heimildaskrá ........................................................................................................................... 22

Myndaskrá .............................................................................................................................. 25

Page 7: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

5

Inngangur

Undafarna áratugi hafa nýsköpun og sköpunarkraftur orðið að mikilvægum hluta þess að

ná árangri í þróuðum hagkerfum. Þörfin fyrir skapandi lausnir hefur aukist því nútíma-

vandamál krefjast oft á tíðum skapandi innsæis til að finna viðeigandi lausnir en innsæi

er ákveðin tenging við undirmeðvitund okkar. Við tökum ákvarðanir út frá innsæi okkar

og þess vegna getur það spilað stórt hlutverk í lífi okkar.1

Hugtakið sköpun getur verið flókið að útskýra enda er það í raun bundið við

ímyndunarafl okkar. En sköpun getur verið hugmynd, kenning eða tónverk. Hún getur líka

verið eitthvað haldbært eins og uppfinning eða málverk.2 Þegar við sköpum þá mótum við

eitthvað nýtt og miðlum því áfram. Við búum eitthvað til og gerum uppgötvanir. Í gegnum

sköpun aukum við forvitni okkar og áhuga. Við virkjum ímyndunaraflið og leikum okkur

með möguleikana sem búa í umhverfi okkar.3 Sköpun er ekki eingöngu bundin við hinar

skapandi greinar heldur er hún líka mikilvæg t.d. í læknavísinum og tækniþróun.4

Það getur verið erfitt að mæla sköpunarkraft, enda var niðurstaða ráðstefnu um

sköpunarkraft í Brussel árið 2009 að hann væri í raun ekki mælanleg eining.5 Það er ekki

þar með sagt að sköpunarkraftur sé ekki nytsamlegur. Þess þó heldur gætu innsæi og

sköpunarkraftur verið mikilvægari í dag en nokkurn tímann áður því „innsæi er lykillinn

að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að dafna og takast á við nútíma-

samfélag“6 eins og kemur fram á vefsíðu Bíó Paradís um heimildarmyndina Innsæi.

Ef við lítum á fyrstu manngerðu steinverkfærin sem ákveðna sköpun má segja að

sköpun hafi fylgt mannkyninu í a.m.k 2,6 milljón ár.7 Það er sköpunarkraftinum að stórum

hluta að þakka að við gerum nýjar uppgötvanir og sagan sýnir okkur að afkoma mann-

kynsins hafi í raun byggst á því að vera skapandi. Við höfum notast við hugvit og sköpun

1 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, „5 leiðir að innsæinu,“ Stundin, 29. október 2016. Sótt 24. nóvember 2016

á http://stundin.is/frett/5-leidir-ad-innsaeinu/. 2 „Creativity,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 5. október 2016. Sótt 10. október 2016 á

https://en.wikipedia.org/wiki/Creativity. 3 „Áhersla á ensku og raungreinar,“ mbl.is, 27. mars 1999. Sótt 10. október 2016 á http://www.mbl.is/

greinasafn/grein/458371/. 4 Siyana Sokolova, „The Importance of Creativity and Innovation in Business,“ Linked In, 9. febrúar 2015.

Sótt 19. október 2016 á https://www.linkedin.com/pulse/importance-creativity-innovation-business-siyana-

sokolova. 5 Andrea Saltelli, „28. Concluding remarks,“ Measuring Creativity: Proceedings for the Conference, “Can

Creativity Be Measured?”, Ernesto Villalba ritstýrði, Luxemborg: Publications Office of the European

Union, 2009, bls. 419. 6 „Innsæi – The Sea Within,“ Bíó Paradís. Sótt 9. nóvember 2016 á https://bioparadis.is/kvikmyndir/innsaei/. 7 „Timeline of historic inventions,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 14. október 2016. Sótt

15. október 2016 á https://en.wikipedia.org/wiki/Timeline_of_historic_inventions.

Page 8: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

6

t.d. til að kveikja eld, búa til hlý föt og lyf við sjúkdómum. Þökk sé sköpunarkraftinum þá

finnum við lausnir á vandamálum sem snúa að lífsafkomu okkar.

Þessu til rökstuðnings þá hefur því verið haldið fram að í gegnum tilviljanakenndar

stökkbreytingar hafi formæður og -feður okkar þróað með sér taugakerfi þar sem nýjar

uppgötvanir örva ánægjustöð heilans einfaldlega af því að afkoma þeirra stóð og féll með

hæfileikum þeirra til nýsköpunar.8 Hugvit manneskjunnar gerði það að verkum að hún átti

betri möguleika á að lifa af í skilyrðum náttúrunnar. Því má segja að sköpunarkraftur sé

hluti af þróun okkar og spili stórt hlutverk í hagsæld okkar og bættum lífsskilyrðum.9

Það er þó ljóst að mannkynið hefur ekki

aðeins notað sköpunarkraftinn sem verkfæri í

lífsbaráttunni. Hellamálverk, sem eru talin vera allt

að 40.000 ára gömul, eru gott dæmi um það. Þó að

endanlegri niðurstöðu á tilgangi þeirra hafi ekki

verið náð og margir telja að þær hafi eingöngu verið

gerðar í fegurðar- og tjáningarskyni10 þá er ákveðin

alúð í þau lögð. Eins og sjá má á myndinni þá er

ljóst að manneskjan sem málaði verkið lagði mikla

vinnu í smáatriðin í verkinu. Ef verkinu hafi eingöngu ætlað að þjóna tilgangi upplýsinga-

miðlunar, t.d. sem ábending til annarra veiðimanna um að á þessu svæði væri að finna

vísunda til að veiða, þá hefði einföld teikning verið fullnægjandi. Það má því segja að

ákveðnum hliðum sköpunarkraftsins hafi fylgt fegurðarskyn og jafnvel einhvers konar

andleg upplifun. Við sjáum vísbendingar um sköpunarkraft mannsins alls staðar í kringum

okkur. Getan til að dreyma eða ímynda sér hvað sem er og gera það að raunveruleika er

greinileg, hvort sem það er verk á sviði myndlistar, tónlistar, tækni eða arkitektúrs o.s.frv.11

En þó það megi segja að þetta sé hluti af getu mannkynsins þá virðist vera að við

séum að fjarlægjast hana því skv. framboði á bókum tengdum þessu viðfangsefni þá er stór

hluti fólks að kljást við það vandamál að nálgast sköpunarkraftinn. Þá er t.d. ástæðan fyrir

því að ég ákvað að skrifa þessa ritgerð sú að ég sjálf glímdi við skapandi kreppu meðan ég

8 Mihaly Csikszentmihalyi, Creativity: Flow and the Psychology of Discovery and Invention, New York:

HarperCollins Publishers, 1996, bls. 109. 9 „2d. First Technologies: Fire and Tools,“ Ancient Civilizations Online Textbook. Sótt 21. október 2016 á

http://www.ushistory.org/civ/2d.asp. 10 „Hellamálverk,“ Wikipedia: Frjálsa alfræðiritið, síðast breytt 10. nóvember 2014. Sótt 6. október 2016 á

https://is.wikipedia.org/ wiki/Hellam%C3%A1lverk. 11 Dennis Leap, „The Mystery of Human Creativity Explained,” The Trumpet, febrúar 2012. Sótt 22. október

2016 á https://www.thetrumpet.com/article/8960.24.141.0/the-mystery-of-human-creativity-explained#

comments.

Mynd 1. Málverk af vísundi

í Altamira-hellinum á Spáni.

Talið er að verkið sé um 20.000

ára gamalt.

Page 9: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

7

leitaði að viðfangsefni ritgerðarinnar, sem ég segi betur frá síðar. En sú glíma veitti mér

innblástur, innsæi og nýja sýn á þessa skapandi hindrun sem virðist vera í vegi margra

miðað við framboð bókanna.

Ég valdi 11 þessara bóka af listum á netinu yfir þær bestu eða vinsælustu bækur

sem skapandi manneskjur verða að lesa. Þessar bækur voru þó einungis brotabrot af þeim

bókum sem tengjast viðfangsefninu sköpunarkraftur og þetta úrtak er því lítill hluti af þeim

bókum sem birtust á þessum listum. Úrvalið byggðist á því hversu oft hver bók birtist á

listunum ásamt aðgengileika mínum að þeim. Tilgangur þess að lesa þessar bækur er að

athuga hvaða upplýsingar leynast þar um hvernig nálgast megi sköpunarkraftinn. Mér

leikur nefnilega forvitni á að vita hvort að þær innihaldi sömu upplýsingarnar um þau

vandamál sem snúa að skorti á sköpunarkrafti. Eru einhver sameiginleg þemu sem

höfundar bókanna skrifa um? Eða eru þær kannski jafn ólíkar og þær eru margar?

Þá vil ég einnig að tengja viðfangsefnið við hugmyndina um núvitund og í því

samhengi ætla ég að nýta eigið innsæi við skrif þessarar ritgerðar. Mig langar þá að athuga

hvort við getum nýtt okkur aðferðir hugleiðslu og núvitundar til þess að efla sköpunar-

kraftinn? Er það e.t.v. viðurkennd leið til þess að efla hann? Ef svo er, hvað er það við

þær aðferðir sem gerir okkur móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum?

Page 10: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

8

1. Bækur um sköpunarkraftinn

Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The

Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir Twyla Tharp, Sköpunarkjarkur

eftir David og Tom Kelley, Ignore Everybody eftir Hugh MacLeod, Thinking Fast and

Slow eftir Daniel Kahneman, Steal like an Artist eftir Austin Kleon, Big Magic eftir

Elizabeth Gilbert, Fiskað í djúpinu eftir David Lynch og Imagine eftir Jonah Lehrer.

Það má segja að sjónarhorn höfunda bókanna séu afar ólík. Sumir höfundanna

gefa lesendum sínum ráðleggingar sem eru vandlega íhugaðar meðan aðrar bækur inni-

halda beinskeitt ráð eða reglur er varða sköpun og sköpunarkraftinn. Flestar bækurnar eiga

það þó sameiginlegt að höfundar þeirra skrifa reynslusögur tengdar ráðleggingunum sem

gefa þeim meira vægi. Lesandinn fær því ákveðna innsýn inn í heim rithöfundanna og/eða

fólks sem starfa við skapandi störf.

Það sem kom mest á óvart, fyrir utan fjöldann af bókunum sem fjalla um þetta

efni, var að í úrtakinu sem ég valdi af handahófi virtust bækurnar margar hverjar í stórum

dráttum vera sammála um það hvernig öðlast megi sköpunarkraftinn og hvaða ástæður

liggja að baki þess að fólk staðnar í sköpunarstarfi sínu. Þrátt fyrir ólík sjónarhorn rithöf-

undanna þá var ákveðinn sameiginlegur hljómgrunnur í textum þeirra. Ég ákvað því að

draga fram þau málefni þar sem bækurnar voru samhljóða og varpa ljósi á þau meginþemu

sem bækurnar eiga sameiginleg.

1.1. Ritskoðun hugans

Bækurnar The Artist’s Way, The Creative Habit, Big Magic, Thinking Fast and Slow,

Imagine og Sköpunarkjarkur fjalla allar á einn eða annan hátt um það innra eðli okkar til

að ritskoða okkur sjálf, þ.e.a.s. hvernig við eigum það til að dæma hugsanir okkar, jafnvel

áður en við náum að fullmóta þær. Í bókinni The Artist’s Way talar Julia Cameron t.d.

bókstaflega um Ritskoðarann. Til nánari útskýringa þá segir hún að heilinn okkar skiptist

í tvennt; vinstra og hægra heilahvel. Í því vinstra greinum við samhengi, tíma, rökfræðilega

þekkingu og tal. Hún segir að þar skynjum við hættur í umhverfinu okkar og ræðir um það

hvernig sá eiginleiki hefur hjálpað mannkyninu að lifa af. Í hinu hægra skynjum við

sköpun, mynstur, rými og samhengi. Í því vinstra finnum við Ritskoðarann, röddina sem

segir þér að passa þig á ókunnugum hlutum en í dag eru þessir hlutir ekki villt dýr úti í

náttúrunni heldur nýjar hugmyndir. Hún segir að þegar kemur að nýjum hugmyndum þá

þurfum við að læra að lækka í Ritskoðaranum og til þess að skola hann út mælir hún með

Page 11: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

9

því að skrifaðar séu morgunsíður þar sem allar hugsanir eru settar á blað. Með þessum

æfingum getum við aftengst Ritskoðaranum og hleypt sköpunarkraftinum að.12

Twyla Tharp mælir í raun með því sama í bók sinni The Creative Habit þó að

hún fari ekki út í sömu skilgreiningar á vinstra og hægra heilahveli. Hún skrifar að þegar

stöðnun á sér stað þá sé gott að skoða hugsanir sínar og umhverfi sitt. Hún bendir á að við

séum oft upptekin af neikvæðum hugsunum sem að draga okkur niður frekar en byggja

okkur upp. Til að bæta úr þessu mælir hún með því að spyrja sig hvað það sé í umhverfinu

sem hefur neikvæð áhrif á hugsanir okkar og hvernig við getum tekist á við þessar hugsanir

svo að nýjar og vonandi jákvæðari hugsanir komist að.13

Í Big Magic talar Elizabeth Gilbert um Píslarvottinn en skv. Gilbert er hann orka

sem er „dimm, alvarleg, karlmennskuleg, full valdskipunar, bókstafstrúar, ströng, lang-

rækin og ákaflega stíf.“14 Mótvægið við það er hins vegar Bragðarefurinn en sú orka er

„létt, slóttug, án kyngreiningar, andatrúar, uppreisnargjörn, full frumeðlis og sífellt

breytileg.“15 Píslarvotturinn elskar t.d. orðið nei og vill engar breytingar meðan Bragða-

refurinn segir alltaf já og er opinn fyrir breytingum. Skv. minni ályktun þá mætti staðsetja

Píslarvottinn við hlið Ritskoðarans í vinstra heilahveli og Bragðarefinn þá í því hægra.

Bræðurnir David og Tom Kelley lýsa slíkri innri baráttu einnig í bókinni Sköpunar-

kjarkur en þar ræða þeir um eðlisviðhorfið sem er sífellt að hvísla að þér efasemdaspurn-

ingum á meðan að þroskaviðhorfið vill hins vegar láta slag standa. „Spurningin er, á hvora

röddina ætlar þú að hlusta?“16 Þarna sé ég líkindi með Ritskoðaranum, Píslarvottinum og

eðlisviðhorfinu og með þroskaviðhorfinu og Bragðarefnum.

Daniel Kahneman fer örlítið kerfisbundnari leið í skilgreiningu sinni í bókinni

Thinking, Fast and Slow. Hann kallar þessi einkenni hugsana okkar Kerfi 1 og Kerfi 2.

Hann segir að Kerfi 1 starfi á afar sjálfvirkan hátt fullt eðlishvata á meðan að Kerfi 2 er

kerfi hugsunar og greiningar.17 „Eitt af verkefnum Kerfis 2 er að sigrast á hvötum Kerfis 1.

12 Julia Cameron, The Artist’s Way: A Spiritual Path to Higher Creativity, New York: J.P. Tarcher, 2002,

bls. 9-14. 13 Twyla Tharp, The Creative Habit: Learn It and Use It for Life: A Practical Guide, New York: Simon &

Schuster, 2003, bls. 189-190. 14 „[...] dark, solemn, macho, hierarchical, fundamentalist, austere, unforgiving, and profoundly rigid.“ Sjá:

Elizabeth Gilbert, Big Magic: Creative Living beyond Fear, New York: Riverhead Books, 2015, bls. 222. 15 „[...] light, sly, transgender, transgressive, animist, seditious, primal, and endlessly shape-shifting.“ Sjá:

Gilbert, Big Magic, bls. 222. 16 David Kelley og Tom Kelley, Sköpunarkjarkur: Að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn innra með okkur

öllum, Bergsteinn Sigurðsson þýddi, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2014, bls. 41. 17 Daniel Kahneman, Thinking, Fast and Slow, New York: Farrar, Strauss and Giroux, 2011, bls. 21-24.

Page 12: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

10

Með öðrum orðum, Kerfi 2 er í forsvari fyrir sjálfsstjórnun.“18 Mín ályktun væri því sú

að Kerfi 1 mætti staðsetja í hægra heilahvelinu en Kerfi 2 því vinstra.

Í bókinni Imagine vitnar Jonah Lehrer hins vegar í Friedrich Nietzsche í skil-

greiningu sinni á starfsemi heilans en í bókinni The Birth of Tragedy (Die Geburt der

Tragödie aus dem Geiste der Musik) talar Nietzsche um tvær erkitýpur, báðar fengnar úr

grískri goðafræði. Það eru bræðurnir Appollón og Díónýsus en Appollón var guð skyn-

seminar og Díónýsus guð upplausnar. Nietzsche talar því um Díónísísku hvötina þar sem

við finnum löngun til breytinga og listsköpunar og andstæðan við þetta er Appólónísk hvöt.

Í dag, skv. Lehrer, er Díónísíska hvötin kölluð sundurhverf hugsun eða hugsun sem finnur

fjölbreyttar, sundurleitar og nýstárlegar lausnir á ákveðnu vandamáli.19 Appólóníska hvötin

er hins vegar kölluð samleitin hugsun sem er tilvalin þegar við viljum leysa vandamál á

ákveðinn og rökrænan hátt út frá fyrirliggjandi upplýsingum.20 Hér áætla ég því að

Appólóníska hvötin sé hluti að vinstra heilahveli en Díónísíska hvötin því hægra.

Höfundar þessara ólíku bóka virðast því vera sammála um að skipta mætti virkni

heilans í tvennt, að önnur virknin sinni starfi ritskoðunar og að hún sé eitthvað sem við

þurfum að vera afar meðvituð um. Því þrátt fyrir mismunandi heiti og ólíkar leiðir í skil-

greiningum höfundanna á þessum einkennum hugsanna okkar þá þykir mér frekar ljóst

að þeir eru í raun að ræða um sama hlutinn; þessa innri hvöt okkar til þess að ritskoða

hugsanir okkar og dæma þær.

1.2. Ótti við óttann

Flestar bækurnar fjalla einnig, á einn hátt eða annan, um óttann og hvernig hann hefur áhrif

á sköpunargáfu okkar. Franklin D. Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði að það

eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.21 Þegar kemur að sköpunarkrafti þá má

segja að orð hans eigi sannarlega við því „þótt margt hafi verið sagt og skrifað um óttann

við mistök, er hann samt sem áður ein helsta hindrunin á vegi sköpunarkraftsins,“ 22 eins og

skrifað er í bókinni Sköpunarkjarkur. Hið sanna er þó að við höfum í gegnum aldirnar þurft

á óttanum að halda til að lifa af.

18 „One of the tasks of System 2 is to overcome the impulses of System 1. In other words, System 2 is in

charge of self-control.“ Sjá: Kahneman, Thinking, Fast and Slow, bls. 26. 19 Orðabanki Íslenskrar málstöðvar. Sótt 2. nóvember 2016 á http://ordabanki.hi.is/wordbank/terminfo?

idTerm=470997&mainlanguage=EN. 20 Jonah Lehrer, Imagine: How Creativity Works, Boston: Houghton Mifflin Harcourt, 2012, bls. 64-65. 21 „Ræður óttinn för?,“ mbl.is, 3. desember 2009. Sótt 4. desember 2016 á http://www.mbl.is/greinasafn/

grein/1312864/. 22 Kelley, Sköpunarkjarkur, bls. 48.

Page 13: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

11

Þróunin gerði þér gott með því að koma fyrir óttaviðbrögðum innra með þér, því ef þú

óttaðist ekkert þá myndir þú lifa stuttu, brjáluðu, heimsku lífi. Þú myndir ganga inn í

flæðandi bílaumferð. Þú myndir ráfa inn í skóg og vera étin af björnum. Þú myndir

hoppa inn í risaöldur við strendur Hawaii þó þú værir dræmur sundmaður. […] En þú

þarft ekki á ótta þínum að halda á sviði skapandi tjáningar.23

Í bókinni Measuring Creativity, sem er samantekt af umræðu og fyrirlestrum ráðstefnu

sem haldin var í Brussel árið 2009, er fjallað um mikilvægi sköpunar í nútímasamfélaginu,

sérstaklega í samhengi við fjármálahrunið árið 2008. Þar er mikið rætt um ótta við mistök

og hvernig hægt sé að breyta menntakerfinu sem í dag kennir okkur að forðast áhættur og

mistök. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að sköpun sé nærð í umhverfi sem virðir fjöl-

breytni, byggir á umburðarlyndi og sé opið fyrir nýjum hugmyndum.24 Því ef við erum

sífellt hrædd við að; fólk dæmi okkur, koma með nýjar hugmyndir, eltast við „draumóra“

eða verða ekki rík þá þorum við ekki að skapa nýjar hugmyndir.

Þessu er Mihaly Csikszentmihalyi án efa sammála en hann segir í bók sinni Flow

að í dag sé ekki viðurkennt að vera áhugamaður á ákveðnu sviði. Þ.e.a.s. ef þú nýtur ekki

skjótrar velgengni t.d. sem rithöfundur þá er það talið vera tímaeyðsla og sjálfseftirlæti.

Þetta verður því til þess að fólk lætur af ástríðu sinni fyrir eitthvað sem almennt þykir vera

meira „skynsamlegt“.25 Það má því e.t.v. segja að við höfum skapað ákveðið flokkunar-

kerfi fyrir störfin sem okkur standa til boða. Mary Douglas, mannfræðingur, setti fram

kenningu um þetta kerfi árið 1966. Hún sagði að skynjun okkar búi til ákveðna flokkun á

umhverfið svo við getum staðsett fyrirbæri og hugmyndir en að sérhvert kerfi skapi alltaf

einhverjar afgangsstærðir sem passa ekki. Það verður því óhreint eða hlutur á röngum

stað.26 Ef þetta er skoðað í samhengi við textann hans Csikszentmihalyi þá má e.t.v. áætla

að skapandi störf eiga stundum í hættu á að vera flokkuð sem óeftirsóknarverð og þ.a.l.

óhrein. Þau verða eitthvað sem við forðumst og jafnvel óttumst.

Vandamálið virðist því ekki eingöngu vera okkar innri ótti við að mistakast heldur

einnig ákveðinn ótti tengdur hinu ytra umhverfi okkar. Menntakerfið síðustu ár hefur t.d.

23 „Evolution did well to install a fear reflex within you, because if you didn’t have any fear, you would lead

a short, crazy, stupid life. You would walk into traffic. You would drift off into the woods and be eaten by

bears. You would jump into giant waves off the coast of Hawaii, despite being a poor swimmer. […] But you

do not need your fear in the realm of creative expression.“ Sjá: Gilbert, Big Magic, bls. 22. 24 Hélène Clark, „27. Closing speech to the conference, ‘Can creativity be measured?’,“ Measuring

Creativity: Proceedings for the Conference, “Can Creativity Be Measured?”, Ernesto Villalba ritstýrði,

Luxemborg: Publications Office of the European Union, 2009, bls. 416. 25 Mihaly Csikszentmihalyi, Flow: The Phychology of Optimal Experience, New York: HarperCollins

e-books, 2008, bls. 131. 26 Valdimar Tr. Hafstein, „Graffítí: List á röngum stað,“ Lesbók Morgunblaðsins, 25. janúar 2003, bls. 8.

Sótt 4. desember 2016 á http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256306.

Page 14: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

12

ekki lagt áherslur á skapandi greinar, heldur raungreinar og ensku.27 Í mörg ár hafa

skapandi greinar því ekki hlotið ákveðna viðurkenningu innan menntakerfisins sem án

efa hefur haft mótandi áhrif á ungt fólk. Árið 2013 voru þó gerðar breytingar þar á en í

Aðalnámskrá grunnskóla það árið var sköpun nefnd sem einn af grunnþáttum menntunar

en þar segir:

Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða

öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva

forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá

fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og

leit. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn getur verið umbun sköpunarinnar

í sjálfu sér. Sköpun brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi og veitir nýja sýn á

fyrirbæri og viðteknar hugmyndir.28

Víðteknar hugmyndir, líkt og kemur fram í ofangreindum texta, eru t.d greyptar í það

efnahags- og samfélagslega kerfi sem við höfum byggt upp. Við keppumst flest við að

eignast hluti eins og hús, bíl og auðvitað starfið sem færir okkur allt þetta. Svo margir

fórna ástríðu eða áhuga sínum fyrir vel borgað starf. Hugh Macleod lýsir þessu í bók sinni

Ignore Everybody en þar segir hann einnig að umhverfið sem við búum í sé hagfræðileg

uppbygging þar sem skortur á frumlegri hugsun sé verðlaunaður.29 Það sem hann á líklega

við er að sem starfsmaður innan flestra fyrirtækja færð þú yfirleitt greitt fyrir að vinna eftir

fyrirfram ákveðnu kerfi en ekki fyrir að koma með nýjar hugmyndir. Þú ert starfskraftur en

ekki sköpunarkraftur og, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, þá búa flest fyrirtæki

til þetta tiltekna starfsumhverfi.30

Ótti virðist því spila gríðarlegt hlutverk þegar kemur að heftingu sköpunarkraftsins

og breytir ekki hvort það er hinn innri ótti, t.d. við að mistakast, eða hinn ytri ótti, t.d. við

að missa vel launað starf. Ytri skilyrði taka þátt í að skapa innra umhverfi hugans þar sem

Ritskoðarinn nýtur sín og hann er fyrstur til að segja þér að hlutirnir muni ekki ganga upp

ef þú reynir að gera eitthvað nýtt. Lehrer talar mikið um þennan innri ótta í Imagine en

hann segir að ótti sé ein helsta ástæðan fyrir því að við setjum hömlur á okkar eigin

27 „Áhersla á ensku og raungreinar.“ 28 Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti 2011 – greinasvið 2013, Reykjavík: Mennta- og menningar-

málaráðuneyti, 2013, bls. 24. Sótt 11. október 2016 á http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_

greinanamskrar _netutgafa_2013.pdf. 29 Hugh MacLeod, Ignore Everybody: And 39 Other Keys to Creativity, New York: Portfolio, 2009, bls. 30. 30 „13 Ways Companies Kill Creativity, “ MBA. Sótt 12. október 2016 á http://www.onlinemba.com/blog/

13-ways-companies-kill-creativity/.

Page 15: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

13

sköpunarkraft og skrifar að „við erum svo hrædd við að spila ranga nótu eða segja eitthvað

rangt að við endum með ekkert.“31

Þá vill Cameron leiðbeina lesendum sínum við að leysa upp þennan ótta í The Artist

Way með því að læra að þekkja hann og eðli hans. Þar spila morgunsíðurnar hennar stórt

hlutverk en hún notar þær sem tól til sjálfsþekkingar- og styrkingar. Hún segir að við

getum notað þessa aðferð, ásamt öðrum, til að sigrast á ótta okkar og fara út fyrir þessi

skapandi höft.32

1.3. Mikilvægi þess að framkvæma eitthvað

Þriðja atriðið sem stóð upp úr sem meginþema í bókunum var mikilvægi þess að fram-

kvæma eitthvað. Ef að við hlustum á Ritskoðarann og leyfum óttanum að ráða þá sköpum

við okkur ákveðið fangelsi, ákveðið aðgerðarleysi. Um leið og við sleppum tökum af

þessum hömlum og förum að trúa á eigin getu til framkvæmda þá opnum við okkur fyrir

nýjum tækifærum, lausnum og nálgunum. Við opnum fyrir ákveðna auðlind sem ekki

eingöngu bundin við listgreinar.33 En til að uppgötva þessa auðlind þá þýðir ekki að sitja

og bíða eftir að hún birtist. Við þurfum að fara og leita hennar. Við verðum að byrja að

skapa eitthvað áður en við náum að skapa eitthvað einstakt.

Í þeim tilgangi mælir Cameron með listamannastefnumóti í The Artist Way sem er í

raun stefnumót við þína innri listakonu/mann. Markmiðið með því er að taka frá vikulegan

tíma til að næra sköpunarkraft þinn, án ytra áreitis frá t.d. fjölskyldu, vinnu og vinum.

Cameron ráðleggur því lesendum sínum að gefa sér tíma til að sinna sköpun sinni því ef

þú gefur þér tíma til að gera eitthvað skapandi þá mun óhjákvæmilega eitthvað koma út úr

því. Óháð því hvort það verður eitthvað sem þú telur vera gott eða ekki þá verður sá tími

aldrei að augnablikum sem urðu einskisnýt. 35

Tharp mælir í raun með því sama í The Creative Habit en hennar leið er þó örlítið

öfgakenndari. Hún er sjálf með lista yfir hluti sem hún forðast því hún segir að þeir taki

athygli hennar frá sköpuninni, t.d. bíómyndir eða bakgrunnstónlist. Þetta kallar hún fórnir

sem hún færir, ekki bara til þess að losa um pláss í huganum eða stundaskránni, heldur

einnig fórnir sem hún færir hugmyndafræðilegum guðum sköpunarinnar. Með þessum

fórnum hefur hún meiri tíma og andlega getu til að einbeita sér að sköpun sinni.36

31 „[…] we are so worried about playing the wrong note or saying the wrong thing that we end up with

nothing at all.“ Sjá: Lehrer, Imagine, bls. 104. 32 Cameron, The Artist’s Way, bls. 7. 33 Kelley, Sköpunarkjarkur, bls. 14-15. 35 Cameron, The Artist’s Way, bls. 18. 36 Tharp, The Creative Habit, bls. 26-28.

Page 16: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

14

Austin Kleon hallast meira að aðferð Cameron frekar en Tharp í bókinni Steal like an

Artist. Hann mælir með hóflegri aðferð sem felst í því að fólk komi sér upp daglegri

rútínu sem getur verið algjörlega óháð skapandi störfum. Hvort sem það er áhugamál eða

dagvinna þá neyðir þessi rútína þig til þess að búa til tíma fyrir skapandi iðkun. „Að koma

á fót og halda við ákveðinni rútínu getur verið mun mikilvægara en að hafa nægan tíma.

Aðgerðarleysi er dauði sköpunarkraftsins.“37

Það er því ljóst að mikilvægi þess að framkvæma eitthvað er ansi mikið. Ef við

sitjum og bíðum eftir að eitthvað skapandi gerist þá munum við líklega bíða í afar langan

tíma. Við verðum að búa til vandamál sem heilinn getur einbeitt sér að og hjálpað okkur

að leysa. Vandamálin geta verið að finna söguþráð í bók, viðfangsefni í málverki, rímur í

ljóði eða lækning við sjúkdómi. En við verðum að vera ötul við vinnu af því að skapandi

ferli þarfnast oftast seiglu. Við verðum að geta horft í langan tíma á ákveðið vandamál þar

til það skýrist. Það leysist ekki fyrirvaralaust með skyndilegu innsæi heldur birtist svarið

smám saman eftir mikla vinnu.38 Við þurfum því á ákveðinni þrautseigju að halda áður

en að innsæið og sköpunarkrafturinn geti látið á sér kræla.

Þá gildir það sama þegar kemur að skorti á innblæstri. Eins og Gilbert skrifar í

Big Magic þá er gott að snúa sér að næsta verkefni, halda þrautseigjunni gangandi og búa

eitthvað til, framkvæma eitthvað, hvað sem er og að lokum þá mun innblásturinn láta á sér

kræla aftur.39

1.4. Að vera, og ekki vera, með meðvitund

Fjórða og síðasta meginþemað má segja að tengist meðvitund en á tvo ólíka vegu. Annars

vegar að vera með fullri meðvitund meðan við erum vakandi og hins vegar að vera með

meðvitund þegar hugmyndir læðast aftan að okkur, jafnvel í svefni.

Í The Creative Habit fjallar Twarp um það hversu stórt hlutverk heppni spilar í lífi

þess sem starfar við sköpun og mikilvægi þess að vera á staðnum og nægilega vakandi til

að átta þig á því þegar heppnin á sér stað. Í þessu samhengi nefnir hún þegar Charles

Goodyear missti óvart efnablöndu sína ofan á eldavél árið 1839 og fann upp gúmmíið.

Málið var hinsvegar að hann hafði eytt miklum tíma í að reyna að búa til teygjanlegt og

endingargott efni. Hann bjó til ákveðið vandamál til að leysa og fyrir einskæra tilviljun

þá lenti lausnin í höndum hans en það var hitabreytingin á efnablöndunni sem gerði gæfu-

37 „Establishing and keeping a routine can be even more important than having a lot of time. Inertia is the

death of creativity.“ Sjá: Austin Kleon, Steal like an Artist: 10 Things Nobody Told You about Being

Creative, New York: Workman Pub., 2012, bls. 124. 38 Lehrer, Imagine, bls. 56. 39 Gilbert, Big Magic, bls. 254.

Page 17: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

15

muninn.40 Ef hann hefði ekki verið meðvitaður um möguleikana í mistökunum þá hefði

lausnin e.t.v. gengið honum úr greipum.

Lehrer segir svipaða sögu í Imagine en henni er þó öfugt farið. Verkfræðingurinn

Spencer Silver, sem uppgötvaði límið á Post-It miðunum meðan hann vann hjá 3M

fyrirtækinu, átti í miklum vandræðum með að nýta þetta nýja lím þar sem það var afar

veikt og límdist illa. Hann reyndi í 5 ár og hélt nokkar málstofur þar sem hann fjallaði

um þetta nýja, ónýtanlega lím. Það var ekki fyrr en Art Fry, annar verkfræðingur hjá

fyrirtækinu, sótti málstofu hjá Silver að hjólin fóru að snúast því nokkrum vikum eftir

málstofuna var Fry staddur á kóræfingu. Hann var vanur að nota litla miða til að merkja

sálmana sem æfa átti í sálmabók sinni en miðarnir duttu sífellt út. Það var ekki fyrr en

þarna sem að hann áttaði sig á því til hvers límið hans Silver var nýtanlegt sem leiddi til

þess að Post-It miðarnir voru uppgötvaðir.41 Kelley-bræðurnir taka þetta ágætlega saman

í Sköpunarkjarki þegar þeir skrifa:

Farsælir vísindamenn hljóti að hafa verið einkar móttækilegir fyrir svona heppilegum

tilviljunum, því vísindasagan er uppfull af slíkum dæmum. Penisilín, gangráðar,

sakkarín, öryggisgler og fjöldi annarra nýjunga urðu til vegna þess að vísindamenn

áttuðu sig á að mistök eða glappaskot leiddu nýja uppgötvun í ljós.42

Þessi eiginleiki, að vera vakandi og sjá möguleika í mistökum og umhverfi okkar, getur því

verið stór hluti þess að öðlast velgengni í sköpunarstarfinu. En skv. Tharp þá þurfum við

ekki endilega að vera fyllilega vakandi til að sjá þessa möguleika.

Í þessu samhengi segir hún frá uppfinningamanninn Thomas Edison og „hugsana-

stól“ hans. Vopnaður tveim stálkúlum og álformum bjó hann til „hugsanastól“ sem hann

nýtti sér þegar hann vildi fá nýjar hugmyndir. Þá settist hann með kúlurnar í höndunum

og leyfði sér að slaka á. Með tímanum náði hann ákveðnu ástandi þar sem hann var á milli

svefns og vöku. Í kjölfarið missti hann boltana ofan á málmformin sem sköpuðu hávaða

og vöktu hann. Á þessum tímapunkti skrifaði hann niður allar þær hugmyndir sem voru

í höfði hans, án þess að dæma þær. Þessi aðferð gerði honum kleift að opna sig og leyfa

hugmyndum að flæða.43

40 Tharp, The Creative Habit, bls. 121. 41 Lehrer, Imagine, bls. 46-49. 42 Kelley, Sköpunarkjarkur, bls. 115. 43 Tharp, The Creative Habit, bls. 100.

Page 18: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

16

Kelley-bræðurnir nefna svipaða aðferð og hvernig hún getur nýst okkur þegar

við erum stopp í verkefnum okkar. Þeirra leið er hins vegar að skapa kjöraðstæður fyrir

afslappaða athygli þegar vekjaraklukkan hringir, meðan við erum enn „í hálfmeðvituðu

hugarástandi mitt á milli svefns og vöku.“44 Lehrer nefnir þetta sama ástand í Imagine og

vitnar í Yo-Yo Ma, heimskunnan sellóleikara. Ma segist upplifa þetta ástand þegar hann

er að vakna á morgnana en ástæðu þess segir hann vera að þar sem hann sé hálfsofandi þá

geti hann hlustað á það sem undirmeðvitundin er að segja honum og því skapist hálfgert

stjórnlaust ástand í huga hans sem hann hafi þó fulla stjórn á. Hann segir einnig að í þessu

ástandi fái hann sínar bestu hugmyndir.45

David Lynch, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, orðaði þessa veiði í undirmeðvitund-

inni ágætlega í bók sinni Fiskað í djúpinu þegar hann skrifaði:

Hugmyndir eru eins og fiskar. Ætli maður að veiða litla fiska heldur maður sig á

grynningum. En ætli maður á hinn bóginn að krækja í þann stóra er nauðsynlegt að

sækja dýpra. Í djúpinu eru fiskarnir bæði kröftugri og tærari. […] Því meira sem

vitund manns og athygli vex og víkkar því dýpra hverfur maður í áttina að þessum

upptökum og þeim mun stærri fiska krækir maður í.46

Eins og áður var sagt þá stóðu þessi fjögur meginþemu upp úr við lestur bókanna. Dæmin

sem nefnd eru við hvern kafla eru hvergi nærri tæmandi og ég hefði getað nefnt önnur

dæmi úr fleiri bókum. Ég valdi hins vegar þessi dæmi því þau rökstyðja helst, að mínu

mati, þær niðurstöður sem ég fékk úr bókunum; að þessi fjögur þemu spila stór hlutverk

í vandamálum er snerta skapandi stöðnun. En ef þetta eru vandamálin, hver er þá lausnin?

2. Baráttan og bókin: fæðing innsæis

Að mínu mati þá var lausnin hvergi eins ljós og í bókinni hans David Lynch. Þar kemur

greinilega fram að honum finnst að íhugun, eða innhverf íhugun eins og hann kallar það, sé

leiðin til að losa um skapandi stíflur.47 Til að útskýra hvers vegna mitt innsæi sagði mér að

Lynch væri með lausnina þá langar mig að segja aðeins frá því hvers vegna ég ákvað að

skrifa um efni þessarar ritgerðar.

Fyrir lok fyrstu annar minnar í Listaháskóla Íslands hafði ég ákveðið viðfangsefnið

í lokaritgerðinni og lokaverkefninu mínu. Vissan veitti mér öryggi og þægindaramma. Í lok

44 Kelley, Sköpunarkjarkur, bls. 92. 45 Lehrer, Imagine, bls. 92. 46 David Lynch, Fiskað í djúpinu: íhugun, vitund og sköpunarkraftur, Sigurður Hróarsson þýddi, Reykjavík:

Prentsmiðjan Oddi hf., 2009, bls. 11. 47 Sama heimild, bls. 37-38.

Page 19: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

17

2. árs míns í skólanum fór ég á útskriftarsýningu 3. árs nemenda í Listasafni Reykjavíkur

og er ég kom að einu verkinu þá stoppaði hjartað í mér. Viðfangsefnið var keimlíkt minni

hugmynd. Það skal tekið fram að hér var um einskærra tilviljun að ræða enda hafði ég ekki

sagt neinum frá mínum plönum. En hugmyndirnar voru svo líkar að ég varð að hætta við

hana og það má segja að heimur minn hafi hrunið. Næsta sumri, sem átti að nýtast í frekari

lestur og upplýsingaöflun, eyddi ég í óvissu um hvað gera

skyldi. Þægindaramminn hvarf og ég lenti á einhverskonar vegg.

Allar hugmyndir voru ómögulegar og ég óttaðist að mér myndi

mistakast. Þarna birtust Ritskoðarinn ásamt óttanum og fengu

þeir að ráða ríkjum í margar vikur en hvað gerðist? Ekkert. Ég

hóf því örvæntingafulla leit að lausn á sköpunarleysi mínu og

reyndi að finna bækur á netinu sem gætu aðstoðað mig en ég

hvorki valdi né las neina af þeim. En tilviljun varð til þess að ég

fékk bók að gjöf. Bókin heitir Ný jörð og er eftir rithöfundinn og

andlega leiðtogann Eckhart Tolle. Minn innri grafíski hönnuður

var nú ekki mikið spenntur yfir henni í byrjun þar sem ég gerði

þau algengu mistök að dæma bókina eftir kápunni. En að lokum lét ég til leiðast og ákvað

að lesa hana. Ég kynntist núvitund og hún breytti lífi mínu. Ekki bara varðandi sköpunar-

vandamál mitt heldur öllu lífi mínu. Ritskoðarinn og óttinn minn hurfu. Ég byrjaði að gera

hluti og framkvæma eitthvað. Ekki endilega skapandi hluti heldur bara hluti sem ég hafði

áhuga á. Ég fór t.d. að lesa meira efni frá Tolle og skoðaði greinar og vefsíður honum

tengdum. Ein af þeim vefsíðum leiddu mig svo að efni þessarar ritgerðar. Á síðunni er birt

upptaka af málþingi þar sem Tolle ásamt öðrum andlegum leiðtogum ræddu um mikilvægi

sköpunar, ekki aðeins fyrir nútíðina heldur líka framtíðina.49 Á þeirri stundu gerðist

eitthvað, punktar mynduðu línur sín á milli og hugmyndin að efni ritgerðarinnar fæddist.

2.1. Að vera í núvitund

Til nánari útskýringa þá er núvitund aldagömul hugleiðsluaðferð þar sem athyglinni er

beint að líðandi stundu. Með henni opnast hugurinn og við lærum að vera forvitin án dóms

eða gagnrýni. Að vera í núvitund og að íhuga er að róa hugann og þekkja okkur sjálf betur.

Vissulega snertu fleiri höfundar en Lynch á þessum fleti núvitundar. Tharp mælir

t.d. með því í The Creative Habit að sitja kyrr í 10 mínútur og leyfa undirmeðvitundinni að

49 „Creativity: Educating the Heart and Mind,“ Golden Rule Project. Sótt 4. desember 2016 á http://golden

ruleproject.org/educating-the-heart-and-mind-creativity/.

Mynd 2. Íslenska

bókakápan á Ný Jörð

eftir Eckhart Tolle.

Page 20: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

18

koma upp á yfirborðið.50 Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á það að einn helsti styrkur

skapandi manneskju er að vera í andlegu jafnvægi51 og að íhugun geti þar spilað stórt hlut-

verk.52 Cameron segir t.d. að hún áliti morgunsíðurnar vera ákveðið form að hugleiðslu.53

Lynch gerir þó sterkari tengingu milli innsæis og hugleiðslu en hann skrifar:

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að hægt sé að skerpa og víkka innsæi með íhugun. Kafa

ofan í eigið sjálf. […] Við það vex innsæið og þroskast og við verðum betur í stakk

búinn til að leysa úr vandanum – vita hvenær eitthvað er ekki alveg rétt og finna leið

til að láta það ganga upp.54

Þessar aðferðir hugleiðslu og víkkun innsæis geta því aðstoðað okkur við að opna fyrir

sköpunarkraftinn innra með okkur og vísa okkur leiðina. Við verðum að leyfa okkur að

hætta að dæma og óttast, framkvæma eitthvað og vera meðvituð. Þannig opnast fyrir

möguleika sem við e.t.v. sáum ekki fyrir eða vissum ekki af.

Rannsóknir hafa sýnt að með hugleiðslu er hægt að örva hægri hluta heilans.55 Ég

álykta svo að það er ástæðan fyrir því af hverju hún getur veitt okkur hæfileikann til að

skola út óttann og Ritskoðarann, eflt getu okkar til að vera virk og með fulla meðvitund.

Hugleiðslan örvar svæði sem eru ekki venjulega virk í umhverfi okkar sem er í raun byggt

upp á rökfræðilegri þekkingu þar sem hagkerfi og framleiðsla skapa kapítalískt umhverfi.56

En hvernig getur núvitund aðstoðað við þessi skapandi vandamál? Tolle segir í bók

sinni, Ný jörð, að mannfólk í dag samsami sig of mikið við röddina í höfðinu. Við lítum

svo á að þessi rödd sé „ég“ en raunveruleikinn er ekki svo. „Þessi villandi sjálfskennd er

það sem Albert Einstein sem hafði djúpt innsæi, ekki aðeins í veruleika rúms og tíma

heldur einnig í mannlegu eðli, kallaði „sjónvillu vitundarinnar“.“57 Það sem Tolle og

Einstein eru að segja er að við erum ekki röddin í höfði okkar. Við erum ekki af því við

hugsum, eins og franski heimspekingurinn René Descartes taldi,58 heldur erum við af því

við vitum að við hugsum. Þessi vitund, sem veit af hugsunum okkar, er kjarni okkar.

50 Tharp, The Creative Habit, bls. 30. 51 Mihaly Csikszentmihalyi, Creativity: Flow and the Psychology of Discovery and Invention, New York:

HarperCollins Publishers, 1996, bls. 23. 52 Sama heimild, bls. 63. 53 Cameron, The Artist’s Way, bls. 13-14. 54 Lynch, Fiskað í djúpinu, bls. 55. 55 „Meditation synchronizes the brain,“ Brainwave Research Institute. Sótt 25. nóvember 2016 á https://

www.brainwave-research-institute.com/meditation-synchronizes-the-brain.html. 56 „What is Capitalism?,“ World Socialist Movement. Sótt 4. desember 2016 á http://www.worldsocialism.org

/english/what-capitalism. 57 Eckhart Tolle, Ný jörð, Björn Jónsson þýddi, Reykjavík: Bókaforlagið Bifröst, 2013, bls. 24. 58 „Cogito ergo sum,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 29. nóvember 2016. Sótt 5. desember

2016 á https://en.wikipedia.org/wiki/Cogito_ergo_sum.

Page 21: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

19

Heilinn er í raun verkfæri, tól sem við getum nýtt til að leysa vandamál. Í núvitund náum

við betur að átta okkur á þessu verkfæri okkar. Við getum einnig nýtt þessa hugleiðslu-

aðferð til að skapa „hugsanastólinn“ hans Edison því með þessum æfingum þjálfum við

okkur í að ná betra sambandi við undirmeðvitund okkar. Við náum að efla hið hálfmeð-

vitaða hugarástand sem Kelley-bræðurnir nefndu.

Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla geti bætt fókus, minnkað áhyggjur, kvíða og

þunglyndi, bætt vitrænan skilning og skapandi hugsun, skerpt ákvarðanagetu og getu til

að leysa verkefni ásamt mörgum öðrum ávinniningum.59 Vandamál sem urðu e.t.v. til við

þessa samsömum við „ég-ið“. En ef við látum af þessari samsömun og skilgreiningu okkar

á hvað „ég“ er, þá sjáum við hugmyndir ekki sem „góðar“ eða „slæmar“, þær verða bara

hugmyndir. Við sleppum tökum af Ritskoðaranum okkar og leyfum hugsuninni að vinna

fyrir okkur á óhlutdrægan hátt. Við hættum að óttast dóm annarra því „ég-ið“ stendur

hvorki né fellur út frá áliti annara. Við verðum einnig betur sett til að framkvæma eitthvað,

óháð fyrirfram ákveðnum væntingum og meðvitund eykst. Það er því margt sem bendir til

þess að hugleiðsla sé afar nytsamlegt verkfæri til að takast á við vandamál, vandamál sem

snúa ekki aðeins að efni þessarar ritgerðar, heldur einnig á heildrænan hátt fyrir lífið allt.

En ef ályktun mín er rétt varðandi það að bækurnar 11 innihaldi þessi fjögur

meginþemu eða vandamál, hvers vegna eiga svona margir í vandræðum með að nálgast

sköpunarkraftinn? Ef vandamálið er svona augljóst, hvers vegna er ekki búið að finna lausn

á því? Csikszentmihalyi útskýrir það mjög vel í bókinni Flow en hann segir að þetta sé

alveg eins og þegar fólk veit hvernig það á að lifa heilbrigðu lífi. Við vitum hvað er okkur

óhollt en það er bara auðveldara sagt en gert að hætta t.d. að drekka, reykja eða borða

óhollt. „Allir vita hvað þarf til, allir vilja gera það, þó er það ómögulegt fyrir svo marga.“60

Við virðumst því eiga erfitt með að færa ákveðnar fórnir og leggja á okkur vinnu sem

krefst mikils, þó að við vitum yfirleitt að við fáum á endanum að sjá árangur erfiðisins.

59 Giovanni, „Scientific Benefits of Meditation – 76 Things You Might Be Missing Out On,“ Live and Dare:

Master Your Mind, Master Your Life. Sótt 25. nóvember 2016 á http://liveanddare.com/benefits-of-

meditation/. 60 „[…] everyone knows what it takes, everyone wants to do it, yet it is next to impossible for so many.“ Sjá:

Csikszentmihalyi, Flow, bls. 7.

Page 22: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

20

Lokaorð

Þó segja megi að sköpunarkraftur sé hluti af getu mannkynsins þá virðist svo vera að við

höfum fjarlægst þessa getu okkar með tímanum. Stór hluti fólks virðist eiga í vandræðum

með að nálgast sköpunarkraftinn og Tharp bendir t.d. á að margir halda jafnvel að hann

sé einhverskonar guðleg gjöf eða blessun sem aðeins örfáir öðlast.61 Sköpunarkrafturinn

virðist því frekar vera talin vera einhverskonar dularfull orka sem fáir hafa aðgang að

en ekki hluti af getu okkar allra.

Atriðin sem komu fyrir í bókunum og tengdust þessu vandamáli við að nálgast

sköpunarkraftinn voru mörg og ólík. Þessi fjögur meginþemu sem ég tók fyrir voru valin

því það voru þau sem ég tók eftir að endurtóku sig í flestum bókanna. Ótti, ritskoðun

hugans, aðgerðar- og meðvitundarleysi virtust, fyrir mér, vera meginvandamálin þegar

kom að stöðnun í sköpun. E.t.v. gæti mín persónulega reynsla átt þar í hlut en reynsla getur

eflt innsæið og hjálpað til þegar kemur að ákvarðanatökum.

Vissulega væri eflaust hægt að nota morgunsíðurnar hennar Cameron eða önnur

verkfæri eða ráð sem sumar bækurnar gefa. Það er líklega engin röng leið til að takast á við

þessi meginatriði þegar kemur að stöðnun í sköpunarstarfi. Rökin á bakvið hugleiðslu sem

nytsamlegt verkfæri eru þó sterk því rannsóknir sýna að iðkun hugleiðslu örvar hægri hluta

heilans.62 Skv. því sem kom fram í bókunum um skiptingu hægra og vinstra heilahvels og

ólíka virkni þar á milli þá má áætla að í hægri hluta heilans leynist sköpunarkraftur okkar

og innsæi. Með því að hugleiða og virkja

bæði svæði heilans getum við mun betur

varðveitt upplýsingar og unnið úr þeim.63

Upplýsingar birtast okkur ekki lengur sem

samhengislausar staðreyndir heldur myndum

við tengingar sem e.t.v. voru ekki til staðar

og þannig getum við sem dæmi stuðlað að

nýsköpun. Skv. því sem sagan segir okkur

þá virðist velgengni okkar í framtíðinni

standa og falla með þessum hæfileika okkar. Sem dæmi má nefna að nútímasamfélög í

61 Tharp, The Creative Habit, bókakápa. 62 „Meditation synchronizes the brain.“ 63 „Left Brain Vs Right Brain,“ UCMAS Mental Math Schools: Discover the Genius Within. Sótt 25.

nóvember 2016 á http://ucmas.ca/our-programs/whole-brain-development/left-brain-vs-right-brain/.

Mynd 3. Teikning eftir Hugh MacLeod.

Page 23: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

21

þróuðum ríkjum eru að glíma við stór vandamál sem snúa t.d. að heilsufari, umhverfis-

vernd, menntun, hagkerfinu og svo mætti lengi telja. En svo eru það vandamálin sem við

eigum eftir að uppgötva. Í heimildarmyndinni Innsæi kemur t.d. fram að „65% af skóla-

krökkum í dag eiga eftir að vinna störf í framtíðinni sem hafa ekki verið fundin upp.“64

Hæfileikar okkar á sviði sköpunar skipta því miklu máli þegar kemur að því að skapa

framtíð okkar.

Spurningin er, viljum við að sú framtíð verði áfram í megindráttum uppbyggð af

rökfræðilegri þekkingu þar sem hagkerfi og framleiðsla ráða ríkjum eða ætlum við að

sleppa tökum af „ég-inu“og skapa umhverfi án ótta með jafnvægi að leiðarljósi?

64 „Innsæi – The Sea Within.“

Page 24: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

22

Heimildaskrá

Prentaðar heimildir:

Andrea Saltelli, „28. Concluding remarks,“ Measuring Creativity: Proceedings for the

Conference, “Can Creativity Be Measured?”, Ernesto Villalba ritstýrði, bls. 419-

420, Luxemborg: Publications Office of the European Union, 2009.

Cameron, Julia, The Artist’s Way: A Spiritual Path to Higher Creativity, New York: J.P.

Tarcher, 2002.

Csikszentmihalyi, Mihaly, Creativity: Flow and the Psychology of Discovery and

Invention, New York: HarperCollins Publishers, 1996.

Csikszentmihalyi, Mihaly, Flow: The Phychology of Optimal Experience, New York:

HarperCollins e-books, 2008.

Gilbert, Elizabeth, Big Magic: Creative Living beyond Fear, New York: Riverhead Books,

2015.

Hélène Clark, „27. Closing speech to the conference, ‘Can creativity be measured?’,“

Measuring Creativity: Proceedings for the Conference, “Can Creativity Be

Measured?”, Ernesto Villalba ritstýrði, bls. 415-417, Luxemborg: Publications

Office of the European Union, 2009.

Kahneman, Daniel, Thinking, Fast and Slow, New York: Farrar, Strauss and Giroux, 2011.

Kelley, David og Tom Kelley, Sköpunarkjarkur: Að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn

innra með okkur öllum, Bergsteinn Sigurðsson þýddi, Reykjavík: Vaka-Helgafell,

2014.

Kleon, Austin, Steal like an Artist: 10 Things Nobody Told You about Being Creative, New

York: Workman Pub., 2012.

Lehrer, Jonah, Imagine: How Creativity Works, Boston: Houghton Mifflin Harcourt, 2012.

Lynch, David, Fiskað í djúpinu: íhugun, vitund og sköpunarkraftur, Sigurður Hróarsson

þýddi, Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi hf., 2009.

MacLeod, Hugh, Ignore Everybody: And 39 Other Keys to Creativity, New York:

Portfolio, 2009.

Tharp, Twyla, The Creative Habit: Learn It and Use It for Life: A Practical Guide, New

York: Simon & Schuster, 2003.

Tolle, Eckhart, Ný jörð, Björn Jónsson þýddi, Reykjavík: Bókaforlagið Bifröst, 2013.

Page 25: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

23

Vefheimildir:

„13 Ways Companies Kill Creativity,“ MBA. Sótt 12. október 2016 af

http://www.onlinemba.com/blog/13-ways-companies-kill-creativity/.

„2d. First Technologies: Fire and Tools,“ Ancient Civilizations Online Textbook. Sótt

21. október 2016 á http://www.ushistory.org/civ/2d.asp.

Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti 2011 – greinasvið 2013, Reykjavík: Mennta-

og menningarmálaráðuneyti, 2013. Sótt 11. október á http://vefir.nams.is/namsmat/

pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf.

„Áhersla á ensku og raungreinar,“ mbl.is, 27. mars 1999. Sótt 10. október 2016 á

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/458371/.

„Creativity,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 5. október 2016. Sótt 10.

október 2016 á https://en.wikipedia.org/wiki/Creativity.

„Creativity: Educating the Heart and Mind,“ Golden Rule Project. Sótt 4. desember 2016 á

http://goldenruleproject.org/educating-the-heart-and-mind-creativity/.

„Cogito ergo sum,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 29. nóvember 2016.

Sótt 5. desember 2016 á https://en.wikipedia.org/wiki/Cogito_ergo_sum.

Giovanni, „ Scientific Benefits of Meditation – 76 Things You Might Be Missing Out On,“

Live and Dare: Master Your Mind, Master Your Life. Sótt 25. nóvember 2016 á

http://liveanddare.com/benefits-of-meditation/.

„Hellamálverk,“ Wikipedia: Frjálsa alfræðiritið, síðast breytt 10. nóvember 2014. Sótt 6.

október á https://is.wikipedia.org/wiki/Hellam%C3%A1lverk.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, „5 leiðir að innsæinu,“ Stundin, 29. október 2016. Sótt

24. nóvember á http://stundin.is/frett/5-leidir-ad-innsaeinu/.

„Innsæi – The Sea Within,“ Bíó Paradís. Sótt 9. nóvember 2016 á

https://bioparadis.is/kvikmyndir/innsaei/.

Leap, Dennis, „The Mystery of Human Creativity Explained,” The Trumpet, febrúar 2012.

Sótt 22. október 2016 á https://www.thetrumpet.com/article/8960.24.141.0/the-

mystery-of-human-creativity-explained#comments.

„Left Brain Vs Right Brain,“ UCMAS Mental Math Schools: Discover the Genius Within.

Sótt 25. nóvember á http://ucmas.ca/our-programs/whole-brain-development/left-

brain-vs-right-brain/.

Page 26: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

24

„Meditation synchronizes the brain,“ Brainwave Research Institute. Sótt 25. nóvember á

https://www.brainwave-research-institute.com/meditation-synchronizes-the-

brain.html.

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar. Sótt 2. nóvember 2016 á http://ordabanki.hi.is/

wordbank/terminfo?idTerm=470997&mainlanguage=EN.

„Ræður óttinn för?,“ mbl.is, 3. desember 2009. Sótt 4. desember á http://www.mbl.is/

greinasafn/grein/1312864/.

Sokolova, Siyana, „The Importance of Creativity and Innovation in Business,“ Linked In,

9. febrúar 2015. Sótt 19. október á https://www.linkedin.com/pulse/importance-

creativity-innovation-business-siyana-sokolova.

„Timeline of historic inventions,“ Wikipedia: The Free Encyclopedia, síðast breytt 14.

október 2016. Sótt 15. október á https://en.wikipedia.org/wiki/Timeline_of_historic

_ inventions.

Valdimar Tr. Hafstein, „Graffítí: List á röngum stað,“ Lesbók Morgunblaðsins, 25. janúar

2003. Sótt 4. desember 2016 á http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256306.

„William Ralph Inge Quotes,“ BrainyQuote. Sótt 19. október 2016 á http://www.

brainyquote.com/quotes/quotes/w/williamral137059.html.

„What is Capitalism?,“ World Socialist Movement. Sótt 4. desember 2016 á http://www.

worldsocialism.org/english/what-capitalism.

Annað:

Kristinn R. Þórisson, „Creativity/Sköpunargáfur,“ fyrirlestur, Listaháskóli Íslands,

22. nóvember 2016.

Page 27: Sköpunarkraftur · 2018. 10. 12. · Bækurnar 11 sem ég las voru Creativity og Flow eftir Mihaly Csikszentmihalyi, The Artist’s Way eftir Julia Cameron, The Creative Habit eftir

25

Myndaskrá

Mynd 1: Thompson, Helen, „Rock (Art) of Ages: Indonesian Cave Paintings Are 40.000

Years Old,“ Smithsonian.com. Sótt 6. október 2016 á

http://www.smithsonianmag.com/science-nature/rockart-ages-indonesian-cave-

paintings-are-40000-years-old-180952970/?no-ist.

Mynd 2: „Ný jörð“, Forlagið Bókabúð. Sótt 25. nóvember á

https://www.forlagid.is/vara/ny-jor%C3%B0-kilja/.

Mynd 3: MacLeod, Twitter-uppfærsla, birt 16. janúar 2014. Sótt 26. nóvember á

https://mobile.twitter.com/hughcards/status/423952995240648704.