391
ÍSAT2008 Íslensk atvinnugreinaflokkun Handbók

ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

ÍSAT2008Íslensk atvinnugreinaflokkun

Handbók

Page 2: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

ÍSAT2008Íslensk atvinnugreinaflokkun

Útgefandi

Hagstofa ÍslandsBorgartúni 21a150 Reykjavík

Sími: 528 1000Bréfasími: 528 1098

Netfang: [email protected]: www.hagstofa.is

Kápa og umbrot: Hagstofa ÍslandsPrentun: Prentsmiðjan Oddi ehf.Upplag: 600

ISBN 978-9979-770-33-6 (prentútgáfa)ISBN 978-9979-770-41-1 (vefútgáfa)

Verð: kr. 4.900

Forsíðumynd: Íslenskt bygg undir Glóðafeyki í SkagafirðiLjósmyndari: Kristinn Ingvarsson

© Hagstofa Íslands 2009

Um rit þetta gilda ákvæði höfundalaga. Vinsamlegast getið heimildar.

Page 3: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Formáli

Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE, 2. endurskoðun (hér eftir nefnd erlendu heiti sínu, NACE Rev. 2), sem gefin var út með reglugerð sambandsins árið 2006 og tók gildi 1. janúar 2008. Atvinnugreinaflokkunin er bind-andi í opinberri hagskýrslugerð í aðildarríkjum Evrópusambandsins, svo og í aðildarríkjum EFTA vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og skuldbindinga ríkjanna um samstarf í hagskýrslugerð á grundvelli hans.

ÍSAT2008 leysir af hólmi ÍSAT95 sem byggðist á NACE Rev. 1. og hefur verið beitt í íslenskri hagskýrslu-gerð frá árinu 1995. Evrópska atvinnugreinaflokkunin NACE er byggð á atvinnugreina flokkun Samein-uðu þjóðanna, ISIC, og hefur NACE Rev. 2 tekið mið af þeim breytingum sem orðið hafa á ISIC við 4. endurskoðun hennar. NACE Rev. 2 er niðurstaða fimm ára samráðsferils undir forystu Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem tók til hagstofa EES-ríkja, ýmissa samtaka atvinnuvega innan EES, Evrópska seðlabankans og Hagstofu Sameinuðu þjóðanna.

ÍSAT2008 var gefin út með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 1247, 12. desember 2007, og tók gildi 1. janúar 2008. Eldri atvinnugreinaflokkunin, ÍSAT95, féll þá jafnframt úr gildi. ÍSAT2008 verður beitt við flokkun atvinnustarfsemi í árstölum frá og með árinu 2008. Jafnframt er stefnt að því, þar sem því verður við komið, að hagtölur fyrri ára, þar sem ÍSAT95 hefur verið beitt, verði endurflokkaðar eftir ÍSAT2008. Þjóðhagsreikningar munu þó fyrst verða flokkaðir samkvæmt ÍSAT2008 frá og með september 2011, til samræmis við ákvarðanir Eurostat, og munu þá ná aftur til ársins 1990.

Texti NACE Rev. 2 var þýddur af Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og síðan staðfærður og aðlagaður af vinnuhópi innan Hagstofunnar sem einnig bar ábyrgð á að skipta upp einstökum atvinnugreinum miðað við íslenskar þarfir í samráði við ýmis hagsmunasamtök. Endurkóðun fyrirtækja samkvæmt ÍSAT2008 var svo gerð í nánu samstarfi við ríkisskattstjóra og var þjónustuvefur embættisins meðal annars nýttur við það verk. Öllum þeim sem lagt hafa verkinu lið eru færðar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð og samvinnu.

Ritið er tvískipt. Í fyrri hlutanum, köflum 1 til 6, er fjallað um hugmyndafræðina á bak við NACE-flokkunar kerfið (og þar með ÍSAT2008), sögu þess og tengsl þess við önnur flokkunarkerfi. Einnig er þar farið ýtarlega í þær viðmiðunarreglur sem gilda um flokkun fyrirtækja og rekstrareininga í atvinnugreinar. Í seinni hlutanum, köflum 7 til 9, er flokkunarkerfið birt. Í sjöunda kafla er yfirlit yfir skiptingu ÍSAT2008 í bálka og deildir. Í áttunda kafla er heildaryfirlit yfir flokkunarkerfið og í níunda kafla er flokkunarkerfið með skýringum. Í viðaukum er svo að finna vörpun á atvinnugreinum úr ÍSAT95 yfir í ÍSAT2008 og ýtarlega atriðisorðaskrá.

Af hálfu Hagstofunnar báru þau Haraldur Þorbjörnsson, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Magnús Kári Bergmann og Stefán Þór Jansen hitann og þungann af þessu verki.

Hagstofu Íslands í janúar 2009 Ólafur Hjálmarsson

Page 4: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

EFnisyFirlit

Formáli 3

Inngangur 71. Skýringar við ÍSAT2008 9

1.1 Tilgangur flokkunarkerfisins 91.2 Rekstrarform ræður ekki atvinnugreinaflokkun 91.3 Flokka skal eftir aðalstarfsemi 91.4 Flokkunarkerfið 101.5 Dæmi um flokkun 111.6 Starfsemislýsingar til að auðvelda flokkun 121.7 Breytingar frá ÍSAT95 til ÍSAT2008 13

2. Inngangur og aðdragandi NACE 162.1 NACE og samhæft kerfi atvinnugreinaflokkunar og vöruflokkunar 162.2 Gildissvið og einkenni 172.3 Sögulegur bakgrunnur og lagaumhverfi NACE 18

3. Tengsl milli NACE og annarra flokkana 203.1 Tengsl við alþjóðlegar flokkanir 203.2 Tengsl við aðrar flokkanir Evrópusambandsins 223.3 Tengsl við aðrar fjölþjóðlegar flokkanir 233.4 Samantektir fyrir þjóðhagsreikninga 24

4. Skilgreiningar og meginreglur NACE 264.1 Viðmiðanir sem eru hafðar að leiðarljósi við samningu NACE 264.2 Aðalstarfsemi, aukastarfsemi og stoðstarfsemi 27

5. Flokkunarreglur fyrir starfsemi og einingar 285.1 Grundvallarreglur um flokkun 285.2 Fjölþætt og samþætt starfsemi 295.3 Reglur fyrir sértæka starfsemi 315.4 Reglur og skilgreiningar er varða tiltekna bálka 33

6. Orðskýringar 36

Yfirlitstöflur 39 Skipting í bálka og deildir 41 Yfirlit yfir flokkunarkerfið 43

Page 5: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Íslensk atvinnugreinaflokkun 61A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 63B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 77C Framleiðsla 88D Rafmagns-, gas- og hitaveitur 192E Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 195F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 201G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 211H Flutningur og geymsla 233I Rekstur gististaða og veitingarekstur 243J Upplýsingar og fjarskipti 247K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 259L Fasteignaviðskipti 266M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 268N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 279O Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 291P Fræðslustarfsemi 295Q Heilbrigðis- og félagsþjónusta 300R Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 308S Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 315T Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota 323U Starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt 324X Óþekkt starfsemi 325

Viðauki 327Samsvörunarskrá ÍSAT95 ÍSAT2008 329

Atriðisorðaskrá 353

Page 6: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 7: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur

Page 8: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 9: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 9

1. skýringar við Ísat2008

1.1 Tilgangur flokkunarkerfisins

Íslensk atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008, er fimm stafa kerfi sem beita skal í hagskýrslugerð til að flokka efnahagsstarfsemi í atvinnugreinar. Flokkunarkerfið hefur að geyma 664 atvinnugreinar. Kerfið er byggt á atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins (ESB) sem nefnist NACE1 Rev. 2 og vísar til annarrar endurskoðunar hennar. ÍSAT2008 leysir af hólmi ÍSAT95 sem byggðist á fyrstu endurskoðun atvinnugreinaflokkunar ESB, NACE Rev. 1.

Tilgangurinn með atvinnugreinaflokkuninni er að gera kleift að greina á milli mismunandi atvinnu-greina og draga saman skyldar greinar. Brýnt er að þetta sé unnt við gerð hagskýrslna og greiningu hagtalna um framleiðslu, veltu, atvinnu, laun, fjárfestingu, notkun framleiðsluþátta, hagvöxt o.fl. Nánar tiltekið má segja að markmiðið með flokkun í atvinnugreinar sé eftirfarandi:

Flokkunin gerir kleift að bera saman stöðu ólíkra atvinnugreina á tilteknum tíma og þróun þeirra •frá einu ári til annars eða yfir lengra tímabil. Með þessu má fá vitneskju um mikilvægi greinanna — atvinnuskiptingu þjóðarinnar — og mismunandi vöxt þeirra og viðgang.Atvinnugreinaflokkun gefur kost á athugunum á framvindu innan tiltekinna greina, á umsvifum, •rekstri og efnahag, hvort starfseminni hafi farið fram eða aftur.Samhæfð flokkun efnahagsstarfsemi eftir atvinnugreinum í mismunandi ríkjum gefur færi á •samanburði milli ríkja sem væri marklaus ef ríkin beittu ekki samræmdu og einhlítu flokkunarkerfi.

1.2 rekstrarform ræður ekki atvinnugreinaflokkun

Við flokkun efnahagsstarfsemi skiptir rekstrarform starfseminnar ekki máli; fyrirtæki og einstakling-ar sem fást við sams konar efnahagsstarfsemi tilheyra sömu atvinnugrein. Á sama hátt skiptir ekki máli hvaða tækni er beitt við starfsemina, hvort hún er hefðbundin eða nýmóðins, hvort hún byggist á handverki eða tölvutækni o.s.frv. Þá skiptir ekki heldur máli við flokkun í atvinnugreinar hvar starf-semin fer fram, á landi eða sjó, eða í hvaða landshluta. Þannig má nefna að vinna við raflagnir um borð í togara fellur undir raflagnir en ekki fiskveiðar.

Atvinnugreinaflokkunin snýst um flokkun skyldrar eða óskyldrar starfsemi, ekki um flokkun á afurðum starfseminnar, en um það gilda sérstakar afurða- eða vöruflokkanir. Á hinn bóginn má oft rekja tiltekn-ar afurðir eða þjónustu beint til ákveðinnar starfsemi og má því oft ákvarða aðalstarfsemi fyrirtækis út frá þeirri vöru sem framleidd er eða þjónustu sem fyrirtækið býður.

1.3 Flokka skal eftir aðalstarfsemi

Atvinnugreinaflokkun þeirrar rekstrareiningar fyrirtækis eða stofnunar sem í hlut á ræðst af aðal-starfsemi hlutaðeigandi einingar.

Aðalstarfsemi fyrirtækis (rekstrareiningar) er sú starfsemi sem skilar mestu vinnsluvirði. Upplýsingar um skiptingu á vinnuvirði fyrirtækis eru oft ekki tiltækar og verður þá að ákvarða aðalstarfsemi þess á grundvelli annarra stærða sem þekktar eru, svo sem veltu, fjölda ársverka, launagreiðslna eða talna um framleiðslu og sölu.

Aukastarfsemi fyrirtækis er starfsemi í annarri atvinnugrein en aðalstarfsemi þess. Aukastarfsemi telst ekki sérstök rekstrareining nema reikningshald hennar sé aðgreint að því marki að unnt sé að gefa upp tölur um umfang rekstrarins, a.m.k. um framleiðsluverðmæti eða veltu, launakostnað og starfs-mannafjölda.

Þegar finna skal flokkunarnúmer fyrir fyrirtæki er það engum vandkvæðum bundið ef fyrirtækið er ein rekstrareining. Stundi fyrirtækið margvíslega starfsemi, sem hver fellur undir sitt númer í atvinnugreinaflokkuninni, þarf að beita hugtökunum aðal- og aukastarfsemi til þess að unnt sé að flokka fyrirtækið í rétta atvinnugrein. Til þess þarf skýrar reglur.

1 „NACE“ er dregið ef franska heitinu „Nomenclature générale des Activités économiques dans“.

Efnahagsstarfsemi flokkuð í atvinnugreinar

Greint á milli ólíkra atvinnugreina

Flokkun skyldrar eða óskyldrar starfsemi

Aðalstarfsemi

Aukastarfsemi

Flokkunarnúmer fundið

Page 10: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

10 InngAngur

Áður er nefnd sú meginregla að fyrirtæki er flokkað eftir aðalstarfsemi sinni eins og hún er skilgreind hér á undan. Við ákvörðun aðalstarfseminnar er æskilegast að farið sé eftir vinnsluvirði hennar, þ.e. virðis aukanum sem til verður í fyrirtækinu. Þegar fyrirtæki stundar fleiri en eina starfsemi getur stundum reynst flókið að meta hvaðan mesti virðisaukinn er sprottinn og er þá lagt mat á launa-greiðslur eða fjölda starfsmanna annars vegar og/eða framleiðslu eða sölu hins vegar. Ef framleiðsla fer fram á mörgum framleiðslustigum, sem tilheyra hver sinni atvinnugrein, er aðalstarfsemin talin til þeirrar greinar sem lokaframleiðslan fellur undir. Þessi regla á þó aðeins við að ekki liggi fyrir upplýs-ingar um milliveltu innan fyrirtækisins. Að öðrum kosti ræður sú starfsemi sem er umfangsmest eins og endranær.

Bæði aðal- og aukastarfsemi fyrirtækis tengist ýmissi stoðstarfsemi, svo sem við bókhald, tölvuþjón-ustu, sölu og markaðsstarfsemi og fleira þess háttar. Stoðstarfsemi eða stoðdeild fyrirtækis er þjónustu starfsemi við starfsemi þess og telst óaðskiljanlegur hluti af aðal- eða aukastarfsemi enda sé afrakstur stoðstarfseminnar ekki ætlaðar til sölu utan fyrirtækisins. Slíka starfsemi á því ekki að skilja frá aðal- eða aukastarfsemi fyrirtækisins við flokkun í atvinnugreinar og skal hún ekki fá sérstakt atvinnugreinanúmer. Gildir þá einu þótt stoðstarfsemin hafi aðskilið reikningshald.

1.4 Flokkunarkerfið

Eins og fram er komið liggur atvinnugreinaflokkun ESB, NACE Rev. 2, til grundvallar ÍSAT2008. Flokkun in er stigskipt þannig að fyrst eru greindir grófustu flokkar eða yfirflokkar en síðan verður flokkunin æ sérgreindari. Í flokkunarkerfinu er skyldri starfsemi skipað saman í bálka, deildir, flokka og greinar eftir því hversu nákvæm flokkunin er.

NACE-kerfið er þannig:

Fyrsta þrep flokkunarinnar skiptir atvinnuvegum í • bálka sem merktir eru bókstöfunum A til T. Bálkar eru 21 að tölu.Annað þrep flokkunarinnar skiptir bálkum í • deildir atvinnuvega og eru þær merktar með tveimur tölustöfum. Deildir eru 87 að tölu.Þriðja þrep flokkunarinnar skiptir deildum í • flokka atvinnugreina og eru þeir merktir með þremur tölustöfum. Flokkarnir eru 272 að tölu.Fjórða þrep flokkunarinnar skiptir flokkum í einstakar • atvinnugreinar og eru þær merktar með fjórum tölustöfum. Þessar atvinnugreinar eru 615 að tölu.

Íslensk atvinnugreinaflokkun – ÍSAT2008 er fimm stafa flokkun sem samsvarar algerlega NACE Rev. 2 á fjóra stafi þeirrar flokkunar. Fimmti stafur ÍSAT2008 er fenginn þannig að fjögurra stafa atvinnugrein er skipt í tvær eða fleiri greinar. Eru þær þá merktar með fimmta tölustafnum og kemur hann á eftir punkti. Til að gæta samræmis eru allar aðrar atvinnugreinar einnig merktar fimm stafa tölu sem þá endar á 0. Af þessu leiðir að flokkun á fjóra og fimm stafi er hin sama nema í þeim dæmum að gert sé ráð fyrir frekari sundurliðun á fimmta staf.

Við sundurliðun fjögurra stafa greina í fimm stafa atvinnugreinanúmer fjölgar atvinnugreinum um 49. Fjöldi atvinnugreinanúmera er því alls 664 í ÍSAT2008.

Mynd 1 sýnir ÍSAT-flokkunina og þrep hennar:

Farið sé eftir vinnsluvirði aðalstarfsemi

Stoðstarfsemi

Skyldri starfsemi skipað í bálka, deildir, flokka og

greinar

Fimmti stafur ÍSAT2008

Page 11: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 11

Bálkur C skiptist í 24 tveggja stafa deildir, 10–33. Hver tveggja stafa deild skiptist síðan í mismarga þriggja stafa flokka. Deild 10, matvælaframleiðsla, skiptist í níu þriggja stafa flokka, 10.1–10.9. Dæmið sýnir flokka 10.1 og 10.2.

Flokkur 10.1, kjötiðnaður, skiptist í þrjár atvinnugreinar eins og dæmið sýnir. Hér má sjá að flokkunin er hin sama á fjórða og fimmta staf eins og algengast er í ÍSAT2008. Flokkur 10.2 er óskiptur á fjórða staf en skiptist í fimm atvinnugreinar á fimmta staf ÍSAT. Ástæðan fyrir þessari tilhögun er sú að ÍSAT2008 fylgir NACE Rev. 2 á fjóra stafi eins og áður sagði, og NACE skipar allri fiskvinnslu í eina atvinnugrein í 10.20. Hér er hins vegar þörf á ýtarlegri sundurliðun fyrir íslenskar aðstæður og því verður sú skipting að eiga sér stað á fimmta staf.

1.5 Dæmi um flokkun

Sem dæmi um hvernig flokka ber tiltekna starfsemi má benda á bílaréttingar.

Skjót athugun á þeim bálkum sem til greina koma sýnir að bílaréttingar hljóta að falla undir bálk G, heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Bálkur G skiptist í þrjár tveggja stafa deildir:

Deild 45 – Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum.•Deild 46 – Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum.•Deild 47 – Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum.•

Aftur er auðvelt að sjá að bílaréttingar falla undir deild 45 og að deildir 46 og 47 koma ekki til álita.

Deild 45 skiptist í fjóra þriggja stafa flokka:

45.1 – Sala vélknúinna ökutækja, þó ekki vélhjóla.•45.2 – Bílaviðgerðir og viðhald.•

Ýtarlegri sundurliðun fyrir íslenskar aðstæður

Bílaréttingar falla undir bálk G

Mynd 1. Dæmi um flokkun atvinnugreina í flokkunarkerfinu.

nACErev. 2 ÍSAT2008

C Framleiðsla

10 Matvælaframleiðsla

10.1 Kjötiðnaður

10.11 10.11.0 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti

10.12 10.12.0 Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti

10.13 10.13.0 Framleiðsla á kjötafurðum

10.2 10.20 Fiskvinnsla; vinnsla krabbadýra og lindýra

10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra

10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýra

10.20.3 Mjöl- og lýsisvinnsla

10.20.4 Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum

10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra

Bálkur

Deild

Flokkur

Grein

Atvinnugreinanúmer ÍSAT2008

Page 12: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

12 InngAngur

45.3 – Sala varahluta og aukabúnaðar í bíla.•45.4 – Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og aukabúnaðar til þeirra.•

Samkvæmt þessu hljóta bílaréttingar að falla undir flokk 45.2. Sá flokkur skiptist loks í fjórar fimm stafa atvinnugreinar og er þá fullri sundurliðun náð:

45.20.1 – Almenn bílaverkstæði.•45.20.2 – Bílaréttingar og -sprautun.•45.20.3 – Dekkjaverkstæði og smurstöðvar.•45.20.4 – Bón- og þvottastöðvar.•

Samkvæmt þessu ber að flokka bílaréttingar í atvinnugrein 45.20.2.

Í mörgum tilvikum er ekki nauðsynlegt að rekja sig svo nákvæmlega eftir flokkunarkerfinu, heldur dugir að fletta upp í atriðisorðaskrá. Það krefst þess þó að hlutaðeigandi þekki flokkunarkerfið og uppbyggingu þess þannig að þess megi gæta að ákvörðun um staðsetningu tiltekinnar starfsemi sé í samræmi við meginreglur flokkunarinnar.

Nánar er fjallað um flokkunarreglur fyrir starfsemi og rekstrareiningar í 5. kafla.

1.6 Starfsemislýsingar til að auðvelda flokkun

ÍSAT2008 hefur að geyma sérstakar skýringar og lýsingar á starfsemi til að hjálpa til við ákvarðanir um flokkun á starfsemi. Í langstærstum hluta útgáfunnar, sem geymir ÍSAT2008, fylgja lýsingar fimm stafa númerum. Þessar lýsingar eru ýmist þýddar og staðfærðar eftir NACE Rev. 2 eða samdar sérstaklega með hliðsjón af innlendum aðstæðum. Í starfsemislýsingunum koma fram þrenns konar upplýsingar og þær eru settar fram eins og sýnt er á mynd 2:

Staðsetning sé í samræmi við meginreglur

Lýsingar fylgja fimm stafa númerum

Mynd 2. Dæmi um lýsingu á starfsemi atvinnugreinar.

nACErev. 2 ÍSAT2008

10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra.

Til þessarar greinar telst:

• Verkun,flökunogfrystingbotnfisksogannarra fiskitegunda.

• Frystingárækju,humriogöðrumkrabbadýrum.

• Frystingáhörpudiskogöðrumlindýrum.

Til þessarar greinar telst einnig:

• Útgerðvinnsluskipasemeingöngutakaviðaflaannarra fiskiskipa en stunda ekki veiðar sjálf.

Til þessarar greinar telst ekki:

• Fiskvinnslaumborðífiskiskipum,sjá03.11.2.

Undir fyrirsögninni „Til þessar ar greinar telst“ kemur fram hver eru megineinkenni hlutaðeigandi starfsemi.

Undir fyrirsögninni „Til þessarar greinar telst einnig“ er síðan talin upp starfsemi sem tilheyrir atvinnugreininni en kemur þó ekki fram berum orðum í heiti greinarinnar eða meginlýsingunni.

Í þriðja lagi er svo undir fyrirsögninni „Til þessar ar greinar telst ekki“ talin upp skyld starfsemi sem fellur ekki undir umrædda atvinnugrein og er þar vísað í þá atvinnugrein sem umrædd starfsemi fellur undir.

Page 13: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 13

Í starfsemislýsingunum eru notaðar eftirfarandi skammstafanir:

ót.a.s. ótilgreint annars staðaro.þ.h. og þess háttars.s. svo semo.s.frv. og svo framvegisþ.m.t. þar með talið

1.7 Breytingar frá ÍSAT95 til ÍSAT2008

Heildareinkenni atvinnugreinaflokkunarinnar haldast óbreytt enda þótt nokkrar reglur um notkun hennar hafi breyst og viðmiðanir við uppbyggingu flokkunarinnar, svo og framsetning skýringa, hafi verið endurskoðaðar.

Ný hugtök hafa verið tekin upp í efsta flokkunarþrepi ásamt nýrri sundurliðun til þess að endurspegla mismunandi framleiðsluhætti og nýtilkomnar atvinnugreinar. Samtímis því hefur verið reynt að halda byggingu flokkunarinnar óbreyttri á öllum þeim sviðum þar sem breyting á grundvelli nýrra hugtaka er ekki beinlínis nauðsynleg.

Sundurliðun flokkunarinnar í ÍSAT2008 er orðin talsvert meiri en í ÍSAT95 þar sem atvinnugreinum fjölgar úr 623 í 664. Í þjónustustarfsemi sér þess stað í öllum þrepum, m.a. því efsta, en í annarri starfsemi, s.s. landbúnaði, hefur nákvæmari sundurliðun einkum áhrif í lægri flokkunarþrepunum.

Breytingar á uppbyggingu

Í ÍSAT95 voru 17 bálkar og 62 deildir en í ÍSAT2008 er 21 bálkur og 88 deildir. Í efsta þrepi atvinnu-greina flokkunarinnar er hægt að bera suma bálka saman við fyrri útgáfur hennar. En upptaka nýrra hugtaka í bálkaþrepið, t.d. bálkur J, „Upplýsingar og fjarskipti“, kemur í veg fyrir að þetta sé unnt í öllum tilvikum.

Í töflu 1 á næstu síðu er sett fram samsvörun milli bálka í ÍSAT95 og ÍSAT2008. Taflan sýnir eingöngu grófa samsvörun milli bálka, þ.e. „einn á móti einum“. Frekari upplýsinga er þörf til þess að koma á fullri samsvörun.

Heildareinkenni óbreytt

Ný hugtök, ný sundurliðun

21 bálkur og 88 deildir

Page 14: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

14 InngAngur

Breytingar á milli ÍSAT95 og ÍSAT2008 eru of margar til að unnt sé að telja þær allar upp hér en helstu breytingar eru tilgreindar hér á eftir.

Bálkarnir í ÍSAT95 fyrir landbúnað og fiskveiðar hafa verið sameinaðir í ÍSAT2008. Á hinn bóginn er nú talsvert nákvæmari sundurliðun í þessum nýja bálki A (Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar). Þar með er komið til móts við ítrekaðar óskir um meiri sundurliðun í atvinnugreinaflokkun Hagstofu Samein-uðu þjóðanna, einkum vegna þess hve landbúnaður hefur mikla þýðingu í atvinnulífi margra þróunar-landa.

Búnar hafa verið til nýjar deildir fyrir mikilvægar nýjar atvinnugreinar eða gamlar atvinnugreinar sem hafa fengið meira efnahagslegt eða félagslegt vægi en áður var, s.s. deild 21 (Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar) og deild 26 (Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum). Gildissvið þeirrar síðarnefndu er frábrugðið deild 30 (Framleiðsla á skrifstofuvélum og tölvum) í ÍSAT95 þannig að hún hentar nú betur með tilliti til hagskýrslna um hátæknistarfsemi. Aðrar nýjar deildir á borð við deild 11 (Framleiðsla á drykkjarvörum) og 31 (Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum) eru afleið-ing skiptingar fyrirliggjandi deilda og hafa því efnisþættir þeirra hækkað úr flokkaþrepi í deildarþrep.

Helstu breytingar

Nýjar deildir fyrir mikil­vægar atvinnugreinar

Ísat95 Ísat2008

Bálkur Lýsing Bálkur Lýsing

A Landbúnaður, dýraveiðar og skógræktA Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

B Fiskveiðar

C Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

D Iðnaður C Framleiðsla

E VeiturD Rafmagns-, gas- og hitaveitur

E Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun

F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

g Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta g Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

H Hótel- og veitingahúsarekstur I Rekstur gististaða og veitingarekstur

I Samgöngur og flutningarH Flutningur og geymsla

J Upplýsingar og fjarskipti

J Fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar K Fjármála- og vátryggingastarfsemi

K Fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

L Fasteignaviðskipti

M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

n Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

L Opinber stjórnsýsla; almannatryggingar O Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

M Fræðslustarfsemi P Fræðslustarfsemi

n Heilbrigðis- og félagsþjónusta Q Heilbrigðis- og félagsþjónusta

O Önnur samfélagsþjónusta, félagastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl.

r Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi

S Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi

P Heimilishald með launuðu starfsfólki T Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota

Q Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt u Starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt

Tafla 1. Samsvörun á milli bálka í ÍSAT95 og ÍSAT2008.

Page 15: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 15

FlestaraðrardeildiríbálkiC(Framleiðsla)íÍSAT95eruóbreyttar,nemadeild22(Útgáfustarfsemiogprentiðnaður) og 37 (Endurvinnsla) en mikilvægir hlutar þeirra hafa verið fluttir í aðra bálka (sjá hér á eftir).

Viðgerðir og uppsetning á vélum og búnaði, sem var áður flokkað undir framleiðslu samsvarandi tegundar af búnaði, er nú tilgreint sérstaklega í deild 33 (Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja). Allar sérhæfðar viðgerðir eru nú flokkaðar sérstaklega í ÍSAT2008 enda þótt ekki hafi verið búinn til yfirflokkur fyrir „Viðgerðir“.

Nýr bálkur E (Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun) í ÍSAT2008 nær yfir starfsemi nokkurra deilda í ÍSAT95, þ.m.t. deild 90 (Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi) og deild 41 (Vatnsveitur). Einnig flokkast stór hluti af deild 37 (Endurvinnsla) í ÍSAT95 undir þennan nýja bálk.

Viðgerðir á hlutum til einka- og heimilisnota voru fjarlægðar úr bálki G (Verslun og ýmis viðgerða-þjónusta) í ÍSAT95. Samt sem áður er viðgerðum á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum haldið í bálki G, deild 45 í ÍSAT2008 (samsvarandi deild 50 í ÍSAT95), með tilliti til samanburðarhæfi og samfelldni.

Sundurliðun í bálki I (Rekstur gistiaðstaða og veitingarekstur) er höfð meiri í ÍSAT2008 en ÍSAT95 til þess að unnt sé að endurspegla mismunandi eðli og sérhæfingu innan þessarar starfsemi.

Nýr bálkur J (Upplýsingar og fjarskipti) í ÍSAT2008 tengir saman starfsemi við framleiðslu og dreifingu upplýsinga- og menningarafurða, aðferðir við að senda eða dreifa þessum afurðum, ásamt gögnum eða orðsendingum, og starfsemi á sviði upplýsingatækni ásamt vinnslu gagna og annarri þjónustu-starfsemi á sviði upplýsinga. Helstu þættir þessa bálks eru útgáfustarfsemi, þ.m.t. útgáfa á hugbúnaði (deild 58), starfsemi á sviði kvikmyndagerðar og hljóðupptöku (deild 59) starfsemi á sviði útvarps- og sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerðar (deild 60), starfsemi á sviði fjarskipta (deild 61), þjónustu-starfsemi á sviði upplýsingatækni (deild 62) og önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsinga (deild 63). Þessa starfsemi var að finna í bálkum D (Iðnaður), I (Samgöngur og flutningar), K (Fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta) og O (Önnur samfélagsþjónusta, félagastarfsemi, menn-ingarstarfsemi) í ÍSAT95 og hefur því mikil áhrif á samanburðarhæfi við fyrri útgáfur. Samt sem áður er þessi nýja meðhöndlun á upplýsinga- og fjarskiptastarfsemi rökréttari en í fyrri útgáfum því að hún byggist á eðli viðkomandi starfsemi.

Bálkur K í ÍSAT95 (Fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta) hefur verið skipt upp í þrjá bálka í ÍSAT2008. Fasteignaviðskipti eru nú sérstakur bálkur (bálkur L) sökum stærðar og mikilvægis í þjóðhagsreikningum. Önnur starfsemi sem flokkuð var í bálk K í ÍSAT95 færist í ÍSAT2008 undir bálk M (Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi) og bálk N (Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta). Tölvuþjónusta og skyld þjónusta (deild 72 í ÍSAT95) tilheyrir ekki lengur þessum bálki. Viðgerðir á tölvum eru flokkaðar með viðgerðum á hlutum til einka- og heimilisnota í bálki S en útgáfa á hugbúnaði og starfsemi á sviði upplýsingatækni er flokkuð í nýjum bálki J.

Skilgreining á fræðslustarfsemi (bálkur P) hefur verið víkkuð til þess að ná sérstaklega yfir sérhæft íþrótta- og listnám og aðra fræðslustarfsemi og einnig yfir sérhæfða stoðstarfsemi.

Nákvæmari sundurliðun er nú í bálki Q (Heilbrigðis- og félagsþjónusta) sem leiðir til þess að í stað einnar deildar í ÍSAT95 koma þrjár deildir í ÍSAT2008. Þá hefur starfsemi við dýralækningar verið felld brott úr þessum bálki og gerð að deild í bálki M (Fagleg, vísindaleg og tæknileg starfsemi). Umfang þessa bálks hefur þannig verið þrengt, nær einungis yfir „heilbrigðis- og félagsþjónustu“ og er þar með betra mælitæki fyrir þennan mikilvæga hluta efnahagslífsins.

Mikilvægir þættir í bálki O (Önnur samfélagsþjónusta, félagastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl.) í ÍSAT95, hafa í ÍSAT2008 verið fluttir í bálka E (Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun) og J (Upplýsingar og fjarskipti) sem er lýst hér að framan. Starfsemin, sem eftir er, hefur verið endurflokkuð í tvo nýja bálka fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi (bálkur R) og aðra þjónustustarfsemi (bálkur S). Af þewim sökum hefur starfsemi á borð við skapandi listir, starfsemi bókasafna og fjárhættustarfsemi verið hækkuð upp í deildarþrep. Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota tilheyra nú þessum nýja bálki S.

Í viðauka (bls. 327) er að finna samsvörunarskrá á milli ÍSAT95 og ÍSAT2008.

Viðgerðir og uppsetning á vélum og búnaði

Bálkur E nýr bálkur

Meiri sundurliðun í bálki I

Bálkur J nýr bálkur

Bálki K skipt í þrjá bálka

Mikilvægir þættir fluttir milli bálka

Page 16: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

16 InngAngur

2. inngangur og aðdragandi naCE

2.1 nACE og samhæft kerfi atvinnugreinaflokkunar og vöruflokkunar

NACE er notað til að tákna ýmsar atvinnugreinaflokkanir sem orðið hafa til í Evrópusambandinu frá árinu 1970. NACE er rammi fyrir söfnun og framsetningu hagskýrslugagna eftir atvinnustarfsemi á sviði efnahagslegra hagskýrslna (t.d. framleiðslu, atvinnumála, þjóðhagsreikninga) og öðrum hagskýrslusviðum.

Hagtölur sem byggjast á NACE eru samanburðarhæfar á evrópskum vettvangi og yfirleitt á alþjóða-vettvangi. Notkun NACE er lögboðin innan Evrópska hagskýrslukerfisins og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu.

Alþjóðlegt kerfi atvinnugreinaflokkunar

Samanburðarhæfi hagtalna sem byggjast á NACE á alþjóðavettvangi er til komið af því að hún er hluti samþætts hagskýrsluflokkunarkerfis sem einkum hefur þróast á vegum Hagstofu og Hagskýrslu-nefndar Sameinuðu þjóðanna. Á mynd 3 er kerfinu lýst af evrópskum sjónarhóli.

ISIC• (International Standard Industrial Classification of all economic activities) er atvinnugreina-flokkun Sameinuðu þjóðanna.CPC• (Central Product Classification) er afurðaflokkun Sameinuðu þjóðanna.Hs • (The Harmonized Commodity Description and Coding System) er „tollskrá“ Alþjóðatolla-stofnunarinnar, þ.e. vöruskrá fyrir utanríkisverslun.CPa • (Classification of Products by Activity) er afurðaflokkun ESB/EES.ProdCom • (Community Production) er vöruskrá ESB/EES.Cn • (Combined Nomenclature) er „tollskrá“ ESB, þ.e. vöruskrá fyrir utanríkisverslun.sitC• (Standard International Trade Classification) er vöruflokkun Sameinuðu þjóðanna fyrir utanríkis verslun.

Slíkt samhæft kerfi leiðir til þess að hagtölur á mismunandi hagskýrslusviðum verða samanburðar-hæfar. Þetta hefur t.d. í för með sér að unnt er að bera hagtölur um framleiðslu á vörum (samkvæmt PRODCOM) saman við hagtölur um viðskipti með vörur milli ríkja (samkvæmt CN). Nánari upplýsingar um kerfið og þætti þess er að finna í 3. kafla.

Rammi fyrir söfnun og framsetningu

hagskýrslugagna

Hagtölur samanburðar hæfar

Á heimsvísu ISIC

NACE CPA

HS SITC

CNPRODCOM

Innlendarútgáfur af

CPA

Innlendarútgáfur af PRODCOM

CPC

Innlendar útgáfur af

NACE

Starfsemi Afurðir Vörur

Í Evrópusambandinu og/eða á Evrópska efnahagssvæðinu

Í einstökum ríkjum

Frá grunn�okkun til a�eiddrar �okkunar. Flokkanir tengjast með samskonar uppbyggingu.

Frá grunn�okkun til a�eiddrar �okkunar. Tengsl �okkana koma fram í samsvörunartö�u.

Tengsl koma fram í samsvörunartö�u.

Mynd 3. Samhæft kerfi atvinnugreinaflokkunar og vöruflokkunar

Page 17: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 17

NACE byggist á atvinnugreinaflokkun Hagstofu Sameinuðu þjóðanna (ISIC) en er sundurliðaðri. Í ISIC og NACE eru nákvæmlega sömu liðir í efstu þrepunum en í NACE er meiri sundurliðun þegar neðar dregur.

Til að tryggja samanburðarhæfi á alþjóðavísu eru skilgreiningar og viðmiðunarreglur, sem ákveðið er að nota í NACE innan Evrópusambandsins, í samræmi við það sem birt er í inngangi að ISIC.

2.2 gildissvið og einkenni

Hagtöluleg flokkun

Allar athuganir, sem birta á sem hagskýrslur, þarf að flokka kerfisbundið. Með flokkunum er almengi hagtölulegra athugana skipt í mengi, sem eru eins einsleit og kostur er, með tilliti til einkenna viðfangs könnunarinnar.

Hagtöluleg flokkun einkennist af eftirfarandi:

Tæmandi úttekt á því almengi sem er til athugunar.(a) Flokkum sem skarast ekki: hverja einingu skal aðeins setja í einn flokk.(b) Aðferðafræðilegum meginreglum sem gefa kost á samræmdri skiptingu eininga í mismunandi (c) flokka.

Nánar tiltekið einkennist stigskipt flokkun af æ nákvæmari skiptingu, sem gerir kleift að safna upplýs-ingum og setja þær fram í mismunandi flokkunarþrepum.

nACE sem flokkun Evrópusambandsins á atvinnustarfsemi

NACE er evrópsk flokkun á atvinnustarfsemi. Hún tekur til almengis efnahagsstarfsemi sem er skipt þannig að unnt er að tengja NACE-kóða við þá hagskýrslueiningu sem hefur viðkomandi starfsemi með höndum.

Um efnahagsstarfsemi er að ræða þegar þættir á borð við fjárfestingarvörur, vinnuafl, framleiðslu-aðferðir eða ýmis aðföng eru sameinuð til að framleiða sérstakar vörur eða þjónustu. Þannig einkenn-ist efnahagsstarfsemi af notkun framleiðsluþátta, framleiðsluferli og framleiðslu afurða (vöru eða þjónustu).

Starfsemi, eins og hún er skilgreind hér, getur verið eitt einfalt vinnsluferli (t.d. vefnaður) en getur einnig tekið til fjölbreytilegra undirþátta, sem hver um sig er tilgreindur í mismunandi flokkum (t.d. er framleiðsla á bíl margvísleg starfsemi, s.s. málmsteypa, málmsmíði, logsuða, samsetning, sprautun o.s.frv.). Ef framleiðsluferlið er skipulagt sem samþætt röð grunnstarfsemi innan sömu hagskýrslu-einingar telst öll samsetningin vera ein starfsemi.

gildissvið og takmarkanir nACE

Í NACE er ekki greint á milli tegundar eignarhalds, lögforms eða vinnumáta framleiðslu einingar þar eð slíkar viðmiðanir varða ekki einkenni sjálfrar starfseminnar. Einingar með sams konar atvinnustarfsemi eru settar í sömu atvinnugrein, án tillits til þess hvort þær eru (hluti af) fyrirtæki með réttarstöðu lögaðila, einstaklingsfyrirtæki eða opinbert fyrirtæki, hvort móðurfyrirtækið er erlend rekstrarein-ing eða ekki eða hvort einingin er ein starfsstöð eða fleiri. Þess vegna eru engin tengsl milli NACE og geiraflokkunar í þjóðhagsreikningakerfinu (SNA) eða í evrópska þjóðhagsreikningakerfinu (ESA).

Atvinnustarfseminni er lýst óháð því hvort verk eru unnin með vélarafli eða handafli eða hvort hún á sér stað í verksmiðju eða á heimili. „Nútímalegt“ eða „hefðbundið“ er ekki notað sem viðmiðun í NACE.

Í NACE er ekki greint á milli formlegrar og óformlegrar eða löglegrar og ólöglegrar framleiðslu. Unnt er að flokka sérstaklega (óháð NACE) eftir eignarréttarfyrirkomulagi, félagsformi eða vinnumáta. Með víxlflokkun við NACE gætu fengist gagnlegar viðbótarupplýsingar.

Meiri sundurliðun í NACE en ISIC

Nákvæm skipting

Einkenni efnahagsstarfsemi

Einingar með sams konar atvinnustarfsemi settar í

sömu atvinnugrein

Víxlflokkun

Page 18: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

18 InngAngur

Í NACE er sjaldnast greint á milli starfsemi sem rekin er á markaðsgrundvelli og starfsemi utan markað ar, eins og skilgreint er í þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA) og Evrópu-sambandsins (ESA), jafnvel þótt þessi greinarmunur sé mikil vægur í þjóðhags reikninga kerfinu. Sundur liðun atvinnustarfsemi samkvæmt þessari meginreglu er eftir sem áður gagnleg ef gögnum er safnað um starfsemi sem á sér stað bæði á markaðsgrundvelli og utan markað ar. Þessa viðmiðun má síðan víxlflokka við flokka í NACE. Í NACE er þjónusta utan markaðar einungis veitt hjá opinberum stofnunum eða sjálfseignarstofnunum sem þjóna heimilum, einkum á sviði fræðslustarfsemi, heilbrigðis þjónustu, félagsþjónustu o.s.frv.

Í NACE eru flokkar fyrir ýmiss konar framleiðslu á vörum og þjónustu á heimilum, til eigin nota. Verið getur að þessir flokkar vísi þó einungis til hluta af atvinnustarfsemi heimilis vegna þess að auðgrein-anleg starfsemi heimila er flokkuð með viðkomandi starfsemi í NACE.

uppbygging og kóðun nACE

NACE felur í sér stigskipta uppbyggingu (eins og ákveðið er í NACE-reglugerðinni), inngangsvið-miðunarreglur og skýringar. Uppbyggingu NACE er lýst í reglugerðinni sem hér segir:

Fyrsta þrep, auðkennt með einum bókstaf (bálkar).•Annað þrep, auðkennt með tveimur tölustöfum (deildir).•Þriðja þrep, auðkennt með þremur tölustöfum (flokkar).•Fjórða þrep, auðkennt með fjórum tölustöfum (greinar).•

Kóðinn fyrir bálkaþrepið er ekki hluti af kóða atvinnugreinaflokkunarinnar þar sem auðkennd er deild, flokkur og grein sem lýsa tiltekinni starfsemi. Til dæmis er „Framleiðsla á lími“ auðkennd með kóðanum 20.52 og er 20 kóðinn fyrir deildina, 20.5 er kóðinn fyrir flokkinn og 20.52 er kóðinn fyrir greinina. Bálkur C, sem þessi grein tilheyrir, sést ekki í kóðanum sjálfum.

Deildir eru kóðaðar í samfelldri röð. Þó hafa verið skilin eftir nokkur „bil“ til þess að hægt sé að setja inn viðbótardeildir án þess að breyta þurfi kóðuninni algjörlega. Þessi bil eru höfð í bálkum þar sem mestar líkur eru á að þörf sé fyrir viðbótardeildir. Í þessu skyni eru eftirtalin kóðunarnúmer deilda ónotuð í NACE Rev. 2: 04, 34, 40, 44, 48, 54, 57, 67, 76, 83 og 89.

Í tilvikum þar sem tilteknu flokkunarþrepi er ekki skipt enn frekar er sett „0“ í sæti kóðans fyrir næstu nákvæmari sundurliðun. Til dæmis er 75.00 kóði greinarinnar „Dýralækningar“ vegna þess að deildinni „Dýralækningar“ (kóði 75) er hvorki skipt í flokka né greinar. Greinin „Bjórgerð“ er kóðuð sem 11.05 vegna þess að deildinni „Framleiðsla á drykkjarvörum“ (kóði 11) er ekki skipt í flokka en flokknum „Framleiðsla á drykkjarvörum“ (kóði 11.0) er skipt í greinar.

Hvenær sem kostur er á eru afgangsflokkar eða -greinar, sem merktar eru „annað“ og/eða „ót.a.s.“ (ótilgreint annars staðar), auðkennd með tölustafnum 9 (t.d. flokkur 13.9 „Framleiðsla á annarri textíl-vöru“ og grein 13.99 „Framleiðsla á annarri ótalinni textílvöru“).

2.3 Sögulegur bakgrunnur og lagaumhverfi nACE

Frá nICE til nACE rev. 2

„Nomenclature des Industries établies dans les Communautés Européennes“ (NICE) (Flokkun atvinnugreina í Evrópubandalaginu) var þróuð á árunum 1961 til 1963. Í upphaflegu útgáfunni (1961) er notuð grófflokkun í þrjá tölustafi. Í endurskoðuðu útgáfunni (1963) er meiri sundurliðun. NICE tók til námuiðnaðar, orkuiðnaðar, framleiðsluiðnaðar, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar.

Árið 1965 var „Nomenclature du commerce dans la CEE“ (NCE) (Flokkun viðskipta og verslunar innan Evrópubandalagsins) samin til að ná yfir alla viðskiptastarfsemi.

Árið 1967 var samin flokkun fyrir þjónustu og þar næst fyrir landbúnað, hvort tveggja grófflokkað.

„Nomenclature générale des activités économiques dans les Communautés Européennes“ (NACE – Almenna atvinnugreinaflokkunin innan Evrópubandalagsins) var samin árið 1970. Eins og heitið gefur í skyn náði þessi flokkun yfir alla atvinnustarfsemi.

Markaðsstarfsemi og starfsemi utan markaðar

Stigskipt uppbygging

Bálkar

Deildir og viðbótardeildir

Flokkun atvinnugreina í Evrópubandalaginu

Page 19: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 19

Á þessari fyrstu útgáfu NACE voru aðallega tveir annmarkar:

Þar eð hún var ekki hluti af löggjöf bandalagsins var gögnum oft safnað samkvæmt fyrirliggjandi •innlendri flokkun aðildarríkjanna og síðan umbreytt í NACE en við það urðu gögnin ekki nógu samanburðarhæf,NACE 1970 var ekki samin innan viðurkennds alþjóðlegs ramma og var hún því lítt hæf til saman-•burðar við aðrar alþjóðlegar flokkarnir á atvinnustarfsemi.

Því var ákveðið að laga flokkunina að alþjóðlegum stöðlum. Í sameiginlegum starfshópi Hagstofu Sameinuðu þjóðanna og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) unnu fulltrúar Eurostat og full-trúar aðildarríkja Evrópusambandsins í nánu samstarfi að þriðju endurskoðun atvinnugreinaflokkunar Hagstofu Sameinuðu þjóðanna (ISIC, 3. endurskoðun) sem Hagskýrslunefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í febrúar 1989.

Starfshópur á vegum Eurostat með fulltrúum aðildarríkjanna samdi síðan endurskoðaða útgáfu af NACE sem nefnist NACE Rev. 1. Við efnisskipan ISIC Rev. 3, var bætt við atvinnugreinum til þess að endurspegla evrópska starfsemi sem ekki kom nógu vel fram í ISIC. NACE Rev. 1 var innleidd með reglugerð ráðsins nr. 3037/90 frá 9. október 1990.

Árið 2002 átti sér stað minni háttar uppfærsla á NACE Rev. 1, er nefnist NACE Rev. 1.1.2 Við þá endur-skoðun bættust við nokkrir liðir og sumir fengu nýjar fyrirsagnir. Markmiðið með uppfærslunni var að endurspegla

nýja starfsemi, sem ekki var til þegar NACE Rev. 1 var samin (t.d. þjónustuver),•starfsemi sem annaðhvort vegna tæknibreytinga eða skipulagsbreytinga skipti augljóslega meira •máli eftir að samningu NACE Rev. 1 var lokið,leiðréttingu á villum í NACE Rev. 1.•

Árið 2002 hófst vinna við endurskoðun atvinnugreinaflokkunarinnar. Reglugerðin um NACE Rev. 2 var samþykkt í desember 2006. Hún tekur til ákvæða um framkvæmd NACE Rev. 2 og samræmdrar breyt-ingar úr NACE Rev. 1.1 yfir í NACE Rev. 2 á ýmsum hagskýrslusviðum. Almennt ber að nota NACE Rev. 2 fyrir hagtölur um atvinnustarfsemi sem á sér stað frá og með 1. janúar 2008.

nACE-reglugerðir

Aðildarríkin og framkvæmdastjórnin ákváðu að notkun NACE skyldi lögboðin í Evrópusambandinu. Þess vegna eru ákvæði þar að lútandi í reglugerðum um NACE. Hagskýrslur sem aðildarríkin gera og fela í sér flokkun á atvinnustarfsemi skal taka saman samkvæmt NACE eða innlendri flokkun sem byggist á henni.

Vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og skuldbindinga ríkjanna um samstarf í hagskýrslu gerð á grundvelli hans er aðildarríkjum EFTA einnig skylt að taka upp NACE.

NACE-reglugerðir gera einstökum ríkjum kleift að nota innlenda útgáfu sem byggist á NACE. Innlendu útgáfurnar verða þó að vera innan hins skipulega og stigskipta ramma NACE. Flest ríkin hafa samið innlendar útgáfur, oftast með því að bæta við 5. tölustafnum til nota innanlands.

Framkvæmdastjórnin og nefnd hagstofustjóra aðildarríkjanna (hagskýrsluáætlunarnefndin) eiga að fylgjast með framkvæmd reglugerðarinnar, gera minni háttar breytingar (t.d. að endurspegla tæknibreytingar) og hafa samráð við alþjóðlegar stofnanir sem sinna flokkun atvinnustarfsemi.

2 NACE Rev. 1.1 var ekki innleidd á Íslandi.

Tveir annmarkar

Flokkunin löguð að alþjóðlegum stöðlum

Minni háttar stigbót 2002

Reglugerðin um NACE Rev. 2 samþykkt 2006

NACE lögboðin í Evrópu­sambandinu

Fylgst með framkvæmd reglugerðarinnar

Page 20: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

20 InngAngur

3. tEngsl milli naCE og annarra Flokkana

Í þessum kafla er greint frá tengslum milli NACE og annarra tengdra flokkunarkerfa (sbr. mynd 3 á bls. 16). Fyrst í stað er tengslum við alþjóðlegar flokkanir, sem byggjast á kerfi Sameinuðu þjóðanna, lýst nokkuð nákvæmlega þar sem NACE og margar flokkanir Evrópusambandsins endurspegla með ýmsu móti samsvarandi flokkanir á heimsvísu. Þessu næst er sýnt fram á tengsl við aðrar flokkanir Evrópu-sambandsins. Að lokum eru tilgreind tengsl við aðrar fjölþjóðlegar flokkanir ásamt þeirri heildarupp-byggingu sem notuð er með tilliti til þjóðhagsreikninga.

Á RAMON, miðlara Eurostat fyrir lýsigögn, eru veittar upplýsingar um alþjóðlegar, svæðisbundnar og innlendar hagskýrsluflokkanir sem þróaðar hafa verið fyrir mörg hagskýrslusvið, svo sem efnahags-lega greiningu, umhverfismál, fræðslustarfsemi, starfsgreinar, þjóðhagsreikninga o.s.frv. Upplýsing-arnar taka til mismunandi þátta, þ.m.t. almennrar lýsingar, uppbyggingar flokkunar (þ.e. kóða og vöruliða), skýringa, taflna til samanburðar á flokkunum, aðferðafræðilegra skjala og annarra almennra upplýsinga í tengslum við flokkun.

Almennur aðgangur að RAMON-miðlaranum á Vefnum er á eftirfarandi veffangi: http://www.europa.eu.int/comm/eurostat/ramon/.

3.1 Tengsl við alþjóðlegar flokkanir

Hin alþjóðlega fjölskylda hagskýrsluflokkana

Þessi alþjóðlega samstæða efnahagslegra og félagslegra hagskýrsluflokkana byggist á flokkunum sem eru tilgreindar í flokkunarskrá Sameinuðu þjóðanna og Hagskýrslunefnd Sameinuðu þjóðanna eða aðrar þar til bærar milliríkjanefndir hafa endurskoðað og samþykkt sem viðmiðunarreglur fyrir hagskýrslugerð sem varðar efnahagsstarfsemi, mannfjölda, vinnuafl, heilbrigðisþjónustu, fræðslu-starfsemi, opinbera félagsþjónustu, landafræði, umhverfismál, tímanotkun og ferðaþjónustu. Hún nær einnig yfir þær flokkanir á líkum viðfangsefnum sem eru tilgreindar í skránni og leiða af eða tengjast alþjóðlegum flokkunum og eru fyrst og fremst, en ekki eingöngu, notaðar svæðisbundið eða í einstökum löndum (eins og NACE og afurðaflokkun ESB, CPA).

Innan þessarar alþjóðlegu samstæðu efnahagslegra og félagslegra hagskýrsluflokkana er greint á milli þriggja aðaltegunda: grunnflokkana, afleiddra flokkana og tengdra flokkana.

Grunnflokkanir í samstæðunni eru þær efnahagslegu og félagslegu flokkanir sem leiða af alþjóð-legum samningum og Hagskýrslunefnd Sameinuðu þjóðanna eða önnur þar til bær milliríkjanefnd samþykkir, s.s. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF), Menningar mála-stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) eða Alþjóðatolla-stofnunin (WCO), allt eftir efnissviði. Grunnflokkanir njóta þannig víðtækrar viðurkenningar og opinbers samþykkis og mælt hefur verið með þeim sem grundvallarreglum við gerð afleiddra flokkana. Þær má nota sem líkan við gerð eða endurskoðun annarra flokkana, bæði með tilliti til uppbyggingar og eðlis og skilgreiningar flokka. Atvinnugreinaflokkun Sameinuðu þjóðanna (ISIC) er grunnflokkun fyrir flokkun atvinnustarfsemi.

Afleiddar flokkanir byggjast á grunnflokkunum. Unnt er að semja afleiddar flokkanir annað hvort með því að taka upp uppbyggingu og flokka grunnflokkunarinnar, sem síðan má hugsanlega auka við, eða þær má semja með því að endurskipuleggja eða taka saman liði úr einni eða fleiri grunnflokk-unum. Afleiddar flokkanir eru oft sniðnar að notkun á innlendum eða fjölþjóðlegum vettvangi. NACE er afleidd flokkun ISIC.

Tengdar flokkanir eru þær sem vísa að hluta til í grunnflokkanir og fyrir samanburð hagtalna eru samsvörunartöflur nauðsynlegar. NAICS – Atvinnugreinaflokkun Norður-Ameríku (sjá hér á eftir) er tengd flokkun ISIC.

Inngangur

Miðlari Eurostat fyrir lýsigögn

Viðmiðunarreglur fyrir hagskýrslugerð

Grunnflokkanir, afleiddar og tengdar flokkanir

NACE afleidd flokkun ISIC

Page 21: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 21

Samþætt flokkunarkerfi Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnugreinar og afurðir

Hagskýrslunefnd Sameinuðu þjóðanna gerði árið 1989 tillögu um flokkanir sem saman mynda samþætt kerfi fyrir flokkun á starfsemi, vörum og þjónustu og unnt væri að nota í ólíkum tegundum efnahagslegra hagskýrslna um víða veröld. Atvinnugreinaflokkun Sameinuðu þjóðanna (ISIC), afurðaflokkun Sameinuðu þjóðanna (CPC), alþjóðleg vöruflokkunarskrá Sameinuðu þjóðanna (SITC) og hagræna vöruflokkunin BEC eru meginstoðir þessa kerfis og milli þeirra eru sterk innbyrðis tengsl:

ISIC er til flokkunar á starfsemi.•CPC er til flokkunar á vörum og þjónustu (afurðum).•SITC er samandregin vöruflokkunarskrá til notkunar í hagskýrslum um utanríkisviðskipti.•BEC• 3 er hagræn flokkun á vörum í samandregna flokka eftir notkun.

Að því er vörur varðar eru vöruliðir og undirliðir úr Samræmdu vöruskránni (nefnd Harmonized System eða HS eftir hinu enska heiti sínu, The Harmonized Commodity Description and Coding System) notaðir bæði í CPC og SITC sem grunnflokkar. Þannig samsvarar hver vöruliður í neðsta þrepi CPC nákvæmlega a.m.k. einum HS-vörulið eða samsafni tveggja eða fleiri HS-vöruliða og undirliða. Fyrir kemur, einkum í landbúnaði, að HS-vörulið er skipt á nokkra liði í CPC.

HS er alþjóðleg tollvöruflokkun sem Alþjóðatollastofnunin hefur samið fyrir utanríkisverslun. HS er notuð bæði fyrir tollskrá og hagskýrslur um utanríkisverslun. HS-flokkunin hefur stigskipta uppbygg-ingu og hefur að geyma nákvæmar skilgreiningar og einkenni fyrir u.þ.b. fimm þúsund vörur. Henni er skipt í 96 kafla og er hver þeirra auðkenndur með tveimur tölustöfum. Köflum er skipt í vöruliði, sem aftur skiptast í undirliði. Liðir eru auðkenndir með fjórum tölustöfum og undirliðir með sex tölustöfum. Enda þótt HS taki aðallega til vöru, þ.e. efnislegrar framleiðsluvöru, tekur hún einnig til rafmagns. HS tekur ekki beint til þjónustu, heldur efnislegrar „birtingarmyndar“ þjónustu (t.d. teikn-inga arkitekta, hugbúnaðardisklinga, jafnvel upprunalegra listaverka og fornmuna sem eru eldri en 100 ára o.s.frv.). Hún tekur einnig til vöru sem ekki er nýframleidd, s.s. notaðs tækjabúnaðar. Síðasta endurskoðun HS átti sér stað árið 2007.

Í CPC er vörum raðað eftir efnislegum einkennum og eftir því hvers eðlis vörur eru eða þjónustan sem veitt er. Þessi viðmiðun tekur t.d. til tegundar hráefnis sem er notað, framleiðsluferlisins sem beitt er, til hvers vörurnar eru ætlaðar o.s.frv. Enda þótt þessi viðmiðun sé oft sú sama og notuð er fyrir flokkun atvinnustarfsemi er CPC ekki afurðaflokkun sem er háð flokkun á atvinnustarfsemi. Af þeirri ástæðu eru kóðar CPC óháðir ISIC.

Þrátt fyrir þetta er þó í CPC tekið tillit til efnahagslegs uppruna sem viðmiðun. Samkvæmt þessari viðmiðun (sem hefur verið tekin upp í ESB á NACE og CPA) sameinar vöruflokkun í einum flokki vörur eða þjónustu sem er framleiðsla einungis einnar atvinnustarfsemi. Af þeim sökum var reynt að skilgreina vöruliði í neðsta þrepi CPC þannig að hægt væri að setja eins margar vörur í því þrepi og unnt er í einn flokk ISIC. Þannig er í útgefnu riti CPC sýnd samsvörun milli undirflokka þeirrar flokkunar og viðkomandi flokks í ISIC. Beiting uppruna sem viðmiðunar er þó ekki alltaf raunhæf, jafnvel þótt notuð sé nákvæmasta sundurliðun í HS.

Endurskoðuð útgáfa CPC, 2. útgáfa, var samþykkt í Hagskýrslunefnd Sameinuðu þjóðanna í mars 2006.

SITC fylgir hefðbundinni röðunarreglu þar sem helstu forsendurnar fyrir flokkun eru hráefnið sem notað er, stig framleiðslu og endanleg notkun.

Tilgangurinn með BEC er að endurflokka gögn, sem tekin eru saman á grundvelli SITC, í samandregna flokka sem hentar fyrir efnahagslega greiningu, sem byggist á þeim greinarmun sem gerður er í þjóð-hagsreikningakerfinu (SNA) milli fjárfestingarvöru, hálfunninnar vöru, varanlegrar eða forgengilegrar neysluvöru. Engin bein tengsl eru milli ISIC og BEC, þar eð sú síðarnefnda endurraðar flokkum SITC í 19 BEC-flokka. BEC var endurskoðað árið 1986 á grundvelli þriðju endurskoðunar SITC. Eftir það hefur skilgreiningu á BEC-flokkum verið breytt á stigi HS-undirliða til þess að endurspegla breytingar sem gerðar voru á HS árin 2002 og 2007.

3 Classification by Broad Economic Categories: Defined in Terms of SITC, Rev. 3, Statistical Papers, No. 53/Rev. 3 and corrigendum (United Nations publication, Sales No. E.86.XVII.4 and Corr. 1).

Starfsemi, vörur og þjónusta

Nákvæmar skilgreiningar á 5.000 vörum

Tillit tekið til efnahagslegs uppruna

Engin bein tengsl milli ISIC og BEC

Page 22: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

22 InngAngur

Tengsl nACE við ISIC

NACE er afleidd flokkun af ISIC. Á öllum þrepum NACE eru einstakir liðir (bálkar, deildir, flokkar, greinar) skilgreindir þannig að þeir eru annað hvort alveg eins og einstakir liðir ISIC eða hlutmengi í þeim. Fyrsta og annað þrep ISIC Rev. 4 (bálkar og deildir) eru alveg eins og bálkar og deildir í NACE Rev. 2. Þriðja og fjórða þrepi (flokkar og greinar) ISIC Rev. 4 er skipt enn frekar í NACE Rev. 2 til að uppfylla evrópskar þarfir. Flokkum og greinum NACE Rev. 2 er þó alltaf hægt að safna í þá flokka og greinar ISIC Rev. 4 sem þeir eru leiddir af. Markmiðið með frekari sundurliðun í NACE Rev. 2 samanborið við ISIC Rev. 4 er að fá fram flokkun sem hentar betur skipulagi evrópsks efnahagslífs.

Kóðar ISIC og NACE eru eins að svo miklu leyti sem unnt er. En til þess að auðvelt sé að greina flokkunar kerfin hvort frá öðru hefur NACE punkt á milli tveggja fyrstu tölustafanna (deild) og tveggja síðustu tölustafanna (flokkar og greinar). Þar sem sumir flokkar og greinar ISIC Rev. 4 hafa verið sundur liðaðir í NACE-flokka og -greinar, án þess að bæta við stigskiptum þrepum, víkja sumir kóðar ISIC frá samsvarandi kóðum NACE. Starfsemi í tilteknum flokki eða grein getur því haft annan talnakóða í NACE Rev. 2 en í ISIC Rev. 4.

Tengsl milli nACE og annarra alþjóðlegra flokkana

Hjá Sameinuðu þjóðunum, eða öðrum milliríkjastofnunum, hafa verið þróaðar aðrar flokkanir sem hafa einhver tengsl við ISIC eða nýta sér hluta hennar við skilgreiningu á eigin umfangi eða flokkum. Af þeim sökum tengjast þær einnig NACE.

Þessar flokkanir hafa verið þróaðar með tilliti til hagskýrslugerðar um störf, atvinnu, útgjöld, fræðslu-mál, ferðaþjónustu og umhverfismál. Þær helstu eru eftirfarandi:

Útgjaldaflokkunhinsopinbera(COFOG).•Alþjóðlega menntunarflokkunin (ISCED).• 4

Alþjóðlega starfaflokkunin (ISCO).• 5

Hliðarreikningur fyrir ferðaþjónustu (TSA).• 6

Flokkun upplýsinga- og fjarskiptatæknigeira (ICT).• 7

Áhugasamur lesandi getur fundið sundurliðaðar upplýsingar á vefsíðu hagskýrsludeildar Sameinuðu þjóðanna (http://unstats.un.org/unsd/cr/registry/class_default.asp).

3.2 Tengsl við aðrar flokkanir Evrópusambandsins

Afurðaflokkun ESB (CPA)

CPA er evrópsk útgáfa CPC og þjónar sama tilgangi og hún. Enda þótt CPA sé evrópsk hliðstæða CPC er hún oftast nákvæmari en CPC og frábrugðin henni að því er uppbyggingu varðar. Við þróun CPA hefur Evrópusambandið tekið upp efnahagslegan uppruna sem viðmiðun með NACE sem grunn-flokkun. Uppbygging CPA samsvarar því NACE upp að fjórða þrepi (greinar). Undirflokkum í CPC er yfirleitt endurraðað eftir efnahagslegum uppruna. Tengslin milli CPA og NACE Rev. 2 eru augljós í kóðun CPA; í öllum þrepum hennar er kóðun fyrstu fjögurra talnanna alveg eins og sú sem notuð er í NACE Rev. 2 með afar fáum undantekningum. Sem tæki við dagleg hagskýrslustörf getur CPA, rétt eins og aðrar afurðaflokkanir, verið gagnleg við að ákvarða hvaða afurðir eru einkennandi fyrir einstaka starfsemi. Þó ber að hafa í huga að tengsl starfsemi og afurða eru í ákveðnum tilvikum samkvæmt venju, þ.e. þegar mismunandi starfsemi með mismunandi framleiðsluferli getur af sér sömu afurðir.

4 Alþjóðlega menntunarflokkunin (ISCED 1997) (París, UNESCO, nóvember 1997).5 Alþjóðlega starfsgreinaflokkunin (ISCO-1988) Genf, ILO, 1988).6 Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, Efnahags- og framfarastofnunin, Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaferðamála-

stofnunin, Tourism Satellite Account: Recommended Methodological Framework, Statistical Papers, No. 80 (United Nations publication, Sales No. E.01.XVII.9).

7 www.oecd.org.

Kóðar ISIC og NACE svipaðir

Flokkanir með tengsl við ISIC

Samsvarar NACE upp að fjórða þrepi

Page 23: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 23

Tollskrá ESB (Cn)

CN8 er flokkun sem notuð er innan ESB sem tollskrá eða vöruskrá fyrir hagskýrslugerð um utanríkis-verslun. Flokkunin var tekin upp árið 1988 og er nákvæmari en HS. Vöruliðir í HS eru auðkenndir með átta tölustöfum en í CN bætast tveir tölustafir við viðkomandi HS-kóða. Hún er endurskoðuð ár hvert og sem reglugerð ráðsins er hún lögbundin í aðildarríkjunum.

Vöruskrá ESB (PrODCOM)

PRODCOM9 er flokkunarkerfi Evrópusambandsins fyrir framleiðslutölur um námuvinnslu og iðnaðar-framleiðslu (þ.e. að undanskilinni annarri þjónustu en „iðnaðarþjónustu“). Vörulistinn (PRODCOM-list), sem framleiðslutölur byggjast á, er endurskoðaður ár hvert og hefur sérstök PRODCOM-nefnd það verk með höndum. Vöruliðir í PRODCOM eru fengnir úr sameinuðu tollskránni (CN) en kóðun PRODCOM er frekari sundurliðun á CPA. Liðir í PRODCOM eru kóðaðir með átta tölustöfum og eru sex fyrstu tölustafirnir sambærilegir tölustöfum CPA. PRODCOM tengist því CPA og er þess vegna í samræmi við hana. Tengslin við CPA efla tengslin við NACE og þar með er hægt að greina hvaða fyrirtæki hafa framleitt vörurnar, en tengslin við CN gera kleift að bera saman framleiðslutölur og hagtölur um utanríkisverslun.

3.3 Tengsl við aðrar fjölþjóðlegar flokkanir

nAICS

NAICS er atvinnugreinaflokkun Norður-Ameríku. Það var mótað á miðjum tíunda áratugnum til þess að setja fram sameiginlegar skilgreiningar fyrir atvinnulíf Kanada, Mexíkó og Bandaríkjanna og auðvelda þar með efnahagslega greiningu á þjóðarbúskap landanna þriggja. Grundvöllur NAICS er framleiðslumiðaður hugmyndarammi þar sem einingar eru flokkaðar en ekki starfsemi. Af því leiðir að verulegur munur er á uppbyggingu ISIC og NAICS. Þó er unnt að draga saman hagtölugögn, sem safnað er samkvæmt NAICS, í tveggja tölustafa deildir ISIC Rev. 4/NACE Rev. 2 sem tryggir saman-burðar hæfi gagnanna. Í mörgum tilvikum eru tengsl með meiri sundurliðun möguleg. Nákvæmar upplýsingar um samræmi milli NAICS og ISIC eru birtar á vefsíðu NAICS, www.census.gov/naics eða www.statcan.ca/.

AnZSIC

Stöðluð atvinnugreinaflokkun Ástralíu og Nýja-Sjálands (ANZSIC) þjónar báðum löndum við gerð og greiningu hagskýrslna um iðnað. Við gerð ANZSIC var mikil áhersla lögð á samræmingu við alþjóðlega staðla. ISIC Rev. 3 var notuð sem grunnflokkun. Víðtæka samsvörun milli ANZSIC og ISIC er að finna á vefsíðunni: www.statistics.gov.au. ANZSIC er miklu líkari ISIC og NACE heldur en NAICS því uppbygg-ingin fylgir uppbyggingu ISIC í stórum dráttum, þannig að unnt er að draga flokka og sundurliðaðri þrep saman í tveggja tölustafa deildir ISIC. Þess vegna er unnt að laga gögn samkvæmt ANZSIC að gögnum ISIC og NACE með nokkuð nákvæmri sundurliðun.

Aðrar flokkanir

Auk aðildarríkja ESB hafa Noregur, Sviss og Ísland skuldbundið sig til þess að nota innlenda útgáfu er byggist á NACE. Þar að auki fara u.þ.b. 10 önnur lönd utan ESB, þ.e. umsóknarlönd á borð við Króatíu og Tyrkland, eftir NACE við flokkun atvinnustarfsemi. Yfir 150 lönd í heiminum nota atvinnugreinaflokkanir sem byggjast á NACE eða ISIC.

8 Combined Nomenclature – frekari sundurliðun á samræmdri skrá (Harmonized System) (http://ec.europa.eu/taxation_customs/customs/customs_duties/tariff_aspects/combined_nomenclature/index_en.htm).

9 http://europa.eu.int/eur-lex/lex/Result.do?arg0=prodcom&arg1=&arg2=&titre=titre&chlang=en&RechType=RECH_mot&idRoot=2&refinecode=LEG*T1%3DV111%3BT2%3DV1%3BT3%3DV1&Submit=Search.

Framleiðslutölur um námu­vinnslu og iðnaðarfram­

leiðslu

Einingar flokkaðar en ekki starfsemi

Áhersla á samræmingu við alþjóðlega staðla

Page 24: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

24 InngAngur

3.4 Samantektir fyrir þjóðhagsreikninga

Tvær staðlaðar samantektir flokka úr ISIC og NACE eru notaðar við framsetningu á þjóðhagsreikn-ingum margvíslegra ríkja. Önnur þeirra er nefnd gróf samantekt þar sem bálkum úr ISIC og NACE er safnað í 10–11 yfirflokka. Hin er nefnd meðalgróf samantekt þar sem deildum er safnað í 38 flokka. Samantektirnar tvær eru ekki óaðskiljanlegur hluti ISIC og NACE en þær eru fullkomlega samþættar við stigskipta uppbyggingu þeirra (gróf söfnun, bálkar, meðalgróf söfnun, deildir, flokkar og greinar). Töflur 2 og 3 hér á eftir sýna þessar samantektir.

„Gróf samantekt“ og „meðalgróf samantekt“

Bálkar Ísat2008

1 A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

2 B, C, D og E Framleiðsla, námugröftur, veitustarfsemi og meðhöndlun úrgangs

2a C Þar af: Framleiðsla

3 F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

4 G, H og I Heildsala og verslun, samgöngur og geymslusvæði, rekstur veitinga- og gististaða

5 J Upplýsingar og fjarskipti

6 K Fjármála- og vátryggingastarfsemi

7 L Fasteignaviðskipti

8 M og N Ýmis sérhæfð þjónusta

9 O, P og Q Opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónusta

10 R, S, T og U Önnur starfsemi

Tafla 2. Atvinnugreinaflokkun fyrir þjóðhagsreikninga, „gróf samantekt“ (A*10 flokkunin).

Page 25: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 25

Bálkar Ísat2008 deildir

1 A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 01–03

2 B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 05–09

3 CA Matvæla- og drykkjavöruiðnaður; tóbaksiðnaður 10–12

4 CB Textíl-, fata- og leðuriðnaður 13–15

5 CC Trjá og pappírsiðnaður, prentun 16–18

6 CD Framleiðsla á koksi og hreinsuðum olíuvörum 19

7 CE Framleiðsla á efnum og efnavörum 20

8 CF Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar 21

9 CG Gúmmí- og plastvöruframleiðsla, gler-, leir- og steinefnaiðnaður 22 + 23

10 CH Framleiðsla málma og málmvara að undanskildum vélum og búnaði 24 + 25

11 CI Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum 26

12 CJ Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum 27

13 CK Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum 28

14 CL Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum 29 + 30

15 CM Önnur framleiðsla, viðhald og uppsetning vélbúnaðar og tækja 31–33

16 D Rafmagns-, gas- og hitaveitur 35

17 E Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 36–39

18 F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 41–43

19 G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 45–47

20 H Flutningur og geymsla 49–53

21 I Rekstur gististaða og veitingarekstur 55 + 56

22 JA Útgáfa,hljóð-ogmyndmiðlun 58–60

23 JB Fjarskipti 61

24 JC Þjónusta og starfsemi á sviði upplýsingatækni 62 + 63

25 K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 64–66

26 L Fasteignaviðskipti 68

27 MA Starfsemi á sviði lögfræði, bókhalds, stjórnunar, arkitektúrs og verkfræði; tæknilegar prófanir og greining

69–71

28 MB Vísindarannsóknir og þróunarstarf 72

29 MC Önnur fagleg, vísindaleg eða tæknileg starfsemi 73–75

30 N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 77–82

31 O Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 84

32 P Fræðslustarfsemi 85

33 QA Heilbrigðisþjónusta 86

34 QB Umönnun á dvalarheimilum og félagsþjónusta án dvalar á stofnun 87 + 88

35 R Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 90–93

36 S Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 94–96

37 T Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota 97 + 98

38 U Starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt 99*

Tafla 3. Atvinnugreinaflokkun fyrir þjóðhagsreikninga, „meðalgróf samantekt“ (A*38 flokkunin).

Page 26: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

26 InngAngur

4. skilgrEiningar og mEginrEglur naCE

4.1 Viðmiðanir sem eru hafðar að leiðarljósi við samningu nACE

Viðmiðanir sem notaðar eru til þess að skilgreina og afmarka flokka á hvaða þrepi sem er byggjast á mörgum þáttum, t.d. hugsanlegri notkun flokkunar og því hvort gögn eru tiltæk. Þessum viðmið-unum er beitt á ýmsa vegu í ólíkum þrepum flokkunarinnar: Í viðmiðunum fyrir nákvæma sundur-liðun er tekið tillit til þess hversu líkir þættir í raunverulegu framleiðsluferli eru, en það skiptir litlu máli við grófflokkun.

Viðmiðanir fyrir atvinnugreinar

Við skilgreiningu atvinnugreina (mesta sundurliðun) í NACE skiptir mestu hvernig starfsemi er tengd saman og skipt niður á framleiðslueiningar. Það á að tryggja að greinar NACE henti til ýtarlegrar atvinnugreinaflokkunar og að einingar, sem falla undir einstakar greinar, séu eins sambærilegar og kostur er að því er varðar starfsemina sem er stunduð.

NACE Rev. 2, sem endurspeglar fjórðu endurskoðun ISIC, gefur framleiðsluferlinu meira vægi þegar einstakar greinar eru skilgreindar. Þetta þýðir að starfsemi er flokkuð saman þegar ferli við framleiðslu vöru eða þjónustu er sambærilegt og notuð er svipuð tækni.

Þar að auki eru greinar NACE skilgreindar þannig að eftirtalin tvö skilyrði skulu uppfyllt eftir því sem unnt er:

Framleiðsla á þeirri tegund vöru og þjónustu, sem einkennir tiltekna grein, sé meginhluti fram-(a) leiðslu þeirra eininga sem eru flokkaðar í greinina.Í greininni séu þær einingar sem framleiða mest af þeirri vöru og þjónustu sem einkennir hana.(b)

Annað veigamikið atriði við skilgreiningu greina í NACE er hlutfallslegt mikilvægi þeirrar starfsemi sem telja ber með. Að öllu jöfnu eru hafðar sérstakar greinar fyrir starfsemi sem útbreidd er í flestum Evrópusambandslöndum eða er sérlega mikilvæg fyrir efnahagsstarfsemi í heiminum. Til að ná fram samanburðarhæfi á alþjóðavísu hafa tilteknar greinar verið teknar upp í ISIC og því einnig í NACE.

Viðmiðanir fyrir flokka og deildir

Andstætt því sem á við um greinar skiptir raunverulegt framleiðsluferli og tækni, sem beitt er við framleiðsluna, minna máli sem viðmiðun við grófflokkun. Í efstu þrepum (bálkum) eru almenn einkenni framleiddrar vöru og þjónustu, ásamt mögulegri notkun hagtalna, t.d. innan ramma þjóðhags reikninga, mikilvægur þáttur.

Helstu viðmiðanir við afmörkun flokka og deilda í NACE varða eftirtalin einkenni framleiðslueininga:

Eðli framleiddrar vöru og þjónustu.•Hvernig nota á vörurnar og þjónustuna.•Framleiðsluþættir, ferli og tækni við framleiðsluna.•

Með hliðsjón af eðli framleiddrar vöru og þjónustu er tillit tekið til efnislegrar samsetningar og vinnslustigs afurða og þess hvaða tilgangi þær þjóna. Greining á milli flokka í NACE eftir eðli framleiddrar vöru og þjónustu myndar grundvöll fyrir flokkun framleiðslueininga eftir því hve lík hráefnin eru og hver tengsl milli þeirra eru, svo og hvaðan eftirspurnin kemur og hvaða markaðir eru fyrir afurðirnar.

Viðmiðunum beitt á ýmsa vegu í ólíkum þrepum

Einingar séu eins sambærilegar og kostur er

Almenn einkenni framleiddrar vöru og

þjónustu mikilvæg

Efnisleg samsetning og vinnslustig afurða

Page 27: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 27

Vægi þeirra viðmiðana sem lýst er hér að framan er breytilegt milli flokka. Í nokkrum tilvikum (t.d. við framleiðslu matvæla, textílefna, fatnaðar, leðurs, véla og tækjabúnaðar, auk þjónustustarfsemi) tengjast þættirnir þrír svo sterkt að enginn vandi er að gefa viðmiðunum vægi. Að því er varðar hálf-unnar vörur hefur efnisleg samsetning, auk vinnslustigs hluta, oftast mest vægi. Sé framleiðsluferli vara flókið er notkun, aðferðir og skipulag framleiðslunnar oft látið ganga fyrir efnislegri samsetningu þeirra.

4.2 Aðalstarfsemi, aukastarfsemi og stoðstarfsemi

Eining getur tekið til fleiri en einnar atvinnustarfsemi sem lýst er í einum eða fleiri flokkum NACE.

Aðalstarfsemi hagskýrslueiningar er sú sem stuðlar að mestum virðisauka þeirrar einingar. Aðal-starfsemi er ákveðin með „píramídaflokkuninni“ (sjá kafla 5.2) og ekki er nauðsynlegt að hún sé 50% eða meira af samanlögðum virðisauka einingar.

Aukastarfsemi er hvaða önnur starfsemi einingarinnar sem er ef hún framleiðir vörur fyrir þriðja aðila eða innir af hendi þjónustu við hann. Virðisauki af aukastarfsemi verður að vera minni en virðisauki aðalstarfseminnar.

Greina þarf á milli aðalstarfsemi og aukastarfsemi annars vegar og stoðstarfsemi hins vegar. Aðal-starfsemi og aukastarfsemi hafa oftast stuðning af fleiri en einni stoðstarfsemi, s.s. reikningshaldi, flutningum, birgðahaldi, innkaupum, sölukynningu, viðgerðum og viðhaldi o.s.frv. Stoðstarfsemi þjónar því einungis þeim tilgangi að styðja við aðal- eða aukastarfsemi einingar með því að leggja til vörur eða þjónustu sem eru eingöngu til notkunar í þeirri einingu.

Um er að ræða stoðstarfsemi ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:

Hún þjónar eingöngu viðkomandi einingu eða einingum.•Notkun framleiðsluþátta hennar eykur við heildarkostnað einingarinnar.•Framleiðslan (oftast þjónusta, sjaldan vörur) er ekki hluti af fullunninni vöru einingarinnar og leiðir •ekki til vergrar fjármunamyndunar.Samanburðarhæf starfsemi af svipaðri stærð á sér stað í svipuðum framleiðslueiningum.•

Eftirtalin starfsemi telst t.d. ekki til stoðstarfsemi:

Framleiðsla á vörum og þjónustu sem er hluti fjármunamyndunar, t.d. byggingarframkvæmdir fyrir •eigin reikning sem væru flokkaðar sérstaklega undir byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð ef gögn liggja fyrir; hugbúnaðargerð.Framleiðsla afurða sem eru að verulegu leyti seldar á markaði, jafnvel þótt hluti þeirra sé notaður í •tengslum við aðalstarfsemi.Framleiðsla á vörum og þjónustu sem síðar verða óaðskiljanlegur hluti framleiðslu aðal- eða auka-•starfsemi (t.d. framleiðsla í deild fyrirtækis á kössum fyrir pökkun á eigin vörum).Framleiðsla á orku, jafnvel þótt öll framleiðslan sé notuð í móðureiningunni.•Kaup á vörum til endursölu í óbreyttu ástandi.•Rannsóknir og þróun, þar eð sú starfsemi er ekki þjónusta sem er notuð við núverandi framleiðslu.•

Í öllum þessum tilvikum skal, ef sérgreindar upplýsingar liggja fyrir, greina á milli sérstakra eininga sem telja má rekstrareiningar og flokka þær síðan eftir starfsemi.

Vægi viðmiðana

Aðalstarfsemi er sú sem stuðlar að mestum

virðisauka

Stoðstarfsemi styður aðal­ og/eða aukastarfsemi

einingar

Greint á milli rekstrareininga

Page 28: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

28 InngAngur

5. FlokkunarrEglur Fyrir starFsEmi og Einingar

5.1 grundvallarreglur um flokkun

Hver eining sem skráð er í fyrirtækjaskrá til hagskýrslugerðar10 fær einn kóða samkvæmt NACE, þ.e. samkvæmt aðalatvinnustarfsemi. En það er sú starfsemi sem stuðlar að mestum virðisauka einingar-innar.

Í því einfalda tilviki að eining reki aðeins eina atvinnustarfsemi ákvarðast aðalstarfsemi þeirrar einingar af þeim flokki í NACE sem lýsir þeirri starfsemi. Ef eining rekur fleiri en eina atvinnustarfsemi (aðra en stoðstarfsemi, sbr. kafla 5.2) ákvarðast aðalstarfsemin á grundvelli þess virðisauka sem tengist hverri starfsemi samkvæmt þeim reglum sem settar eru fram hér á eftir.

Virðisauki er grunnhugtak við flokkun einingar samkvæmt atvinnustarfsemi. Brúttóvirðisauki er skilgreindur sem mismunurinn á framleiðslu og aðfanganotkun. Virðisauki er samtala á framlagi hverrar efnahagslegrar einingar til vergrar landsframleiðslu.

Staðganga fyrir virðisauka

Til þess að geta ákvarðað meginstarfsemi einingar verður að þekkja til starfsemi hennar og samsvar-andi hlutdeild í virðisauka. Þegar ekki er unnt að fá upplýsingar um reiknaðan virðisauka af mismun-andi starfsemi verður að ákvarða atvinnugreinaflokkunina út frá staðgönguviðmiðunum. Slíkar viðmiðanir geta verið:

Framleiðslaa. : Verg framleiðsla einingarinnar sem rekja má til þeirra vara eða þjónustu sem tengist hverri – starfsemi. Sala eða velta í þeim vöruflokkum sem falla undir hverja starfsemi.–

Laun og vinnuaflb. :Laun vegna mismunandi starfsemi.– Fjöldi starfsfólks sem tekur þátt í mismunandi atvinnustarfsemi einingarinnar.– Vinnutími starfsfólks sem reiknast á mismunandi starfsemi einingarinnar.–

Staðgönguviðmiðanir skal nota í stað gagna um virðisauka sem ekki eru fyrir hendi til að fá sem mesta nálgun við þær niðurstöður sem hefðu fengist á grundvelli gagna um virðisauka. Notkun staðgöngu-viðmiðana breytir þó ekki þeim aðferðum sem eru notaðar til að ákvarða aðalstarfsemina því að þær eru eingöngu rekstrarleg nálgun á gögnum um virðisauka.

Einföld notkun áðurnefndra staðgönguviðmiðana getur verið villandi og er það alltaf þegar uppbygg-ing staðgönguviðmiðana er ekki í beinu hlutfalli við (óþekktan) virðisauka.

Þegar notuð er sala (velta) í stað virðisauka skal taka tillit til þess að í ákveðnum tilvikum er hlutfall veltu og virðisauka ekki gefið. Verslunarvelta er t.d. oftast miklu lægra hlutfall af virðisauka en velta í framleiðslu. Jafnvel í framleiðslu geta vensl milli sölu og vinnsluvirðis framleiðslunnar verið breytileg innan hverrar starfsemi og milli þeirra. Að því er suma starfsemi varðar er velta skilgreind á sértækan hátt en það veldur því að samanburður við aðra starfsemi, t.d. fjármálaþjónustu eða vátrygginga-starfsemi, kemur ekki að gagni. Sömu forsendur skal hafa í huga þegar gögn um verga framleiðslu eru notuð sem staðgönguviðmiðun.

Í fjölmörgum einingum er stunduð verslun auk annarrar starfsemi. Í þeim tilvikum eru tölur um verslunar veltu óhentugustu vísarnir fyrir óþekkta hlutdeild verslunarinnar í vinnsluvirðinu. Verslunar-álagning (mismunur á milli verslunarveltu og kaupa á vörum til endursölu, leiðrétt m.t.t. breytinga á birgðum) er miklu betri vísir. Hins vegar geta álagningarhlutföll verið breytileg innan heildsölu- og smásölustarfsemi og einnig frá einni verslunarstarfsemi til annarrar. Þar að auki þarf að hafa í huga þær sértæku flokkunarreglur sem sjá má í kafla 5.4.

10 Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2186/93.

Einn kóði samkvæmt aðalatvinnustarfsemi

Virðisauki grunnhugtak við flokkun einingar

Starfsemi einingar og samsvarandi hlutdeild

í virðisauka

Staðgönguviðmiðanir rekstrarleg nálgun

Hlutfall veltu og virðisauka ekki alltaf gefið

Hentugir og óhentugir vísar

Page 29: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 29

Svipaðar varúðarráðstafanir verður að hafa í huga við beitingu staðgönguviðmiðana sem byggjast á notkun framleiðsluþátta. Hlutfallið milli launa eða vinnuaflsnotkunar annars vegar og vinnsluvirðis hins vegar er ekki áreiðanlegt ef vinnuaflsnotkun er mismunandi í ólíkum greinum starfseminnar. Vinnuafls notkun getur verið afar breytileg eftir atvinnustarfsemi og einnig eftir starfsemi innan sömu greinar í NACE. Dæmi um þetta er framleiðsla vöru í handiðnaði samanborið við vélvædda fram-leiðslu.

5.2 Fjölþætt og samþætt starfsemi

Fyrir kemur að verulegur hluti af starfsemi einingar fellur undir fleiri en eina grein í NACE. Þetta kann að stafa af lóðréttri samþættingu starfsemi (t.d. skógarhögg ásamt sögun eða vinna í leirvinnslu ásamt múrsteinsframleiðslu) eða láréttri samþættingu starfsemi (t.d. framleiðsla á brauðvörum ásamt framleiðslu sælgætis úr súkkulaði) eða einhverri annarri samsetningu á starfsemi innan einingar. Í slíkum tilvikum ber að flokka eininguna samkvæmt reglunum sem settar eru fram í þessum lið.

Ef starfsemi einingar fellur undir tvær greinar samkvæmt NACE er líklega önnur þeirra með meira en 50% af vinnsluvirði einingarinnar, nema svo ólíklega vilji til að hlutur hvorrar greinar sé jafnmikill, þ.e. 50%. Sú starfsemi sem er meira en 50% af vinnsluvirðinu er aðalstarfsemin og flokkun einingarinnar í NACE ákvarðast af henni.

Þegar þannig háttar að tvenns konar starfsemi er stunduð í sömu einingu, starfsemi sem fellur í fleiri en tvær greinar samkvæmt NACE, og engin þeirra skilar meira en 50% af vinnsluvirði einingarinnar, verður að ákvarða atvinnugreinaflokkun þeirrar einingar með því að nota píramídaflokkunina sem lýst er hér á eftir.

Píramídaflokkunin (ofan og niður)

Píramídaflokkunin fylgir stigskiptri meginreglu: Flokkun einingar í neðsta flokkunarþrep verður að vera í samræmi við flokkun einingarinnar í efri flokkunarþrepum kerfisins. Til að fullnægja þessu skil-yrði ber fyrst að tilgreina viðeigandi sæti í efsta þrepi og fara síðan ofan og niður úr einu þrepi í annað, eða sem hér segir:

Greining á þeim a. bálki sem er með mestan hluta af virðisauka einingarinnar.Greining á þeirri b. deild sem er með mestan hluta af virðisauka innan þessa bálks.Greining á þeim c. flokki sem er með mestan hluta af virðisauka innan þessarar deildar.Greining á þeirri d. grein sem er með mestan hluta virðisauka innan þessa flokks.

Dæmi: Í einingu fer eftirtalin starfsemi fram (hlutfall með tilliti til virðisauka):

Bálkur Deild Flokkur grein Lýsing á greininni Hlutfall

C

25 25.9 25.91 Framleiðsla á stáltunnum og svipuðum ílátum 10%

28

28.1 28.11 Framleiðsla hreyfla og hverfla, þó ekki í loftför, ökutæki eða vélhjól 6%

28.2 28.24 Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum 5%

28.9 28.93 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu 23%

28.95 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu 8%

G 46

46.1 46.14 Umboðsverslun með vélar, iðnaðarvélar, skip og loftför 7%

46.6 46.61 Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra 28%

M 71 71.1 71.12 Verkfræðistarfsemi og skyld tæknileg ráðgjöf 13%

Tafla 4. Eining greind.

Page 30: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

30 InngAngur

Greining á viðkomandi bálki undir:Bálki C Framleiðsla 52%Bálki G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 35%Bálki M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 13%

Greining á viðkomandi deild í bálki C:Deild 25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði 10% Deild 28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum 42%

Greining á viðkomandi flokki innan deildar 28:Flokkur 28.1 Framleiðsla á vélum til almennra nota 6%Flokkur 28.2 Framleiðsla á öðrum vélum til almennra nota 5%Flokkur 28.9 Framleiðsla á öðrum sérhæfðum vélum 31%

Greining á viðkomandi grein í flokki 28.9:Grein 28.93 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu 23%Grein 28.95 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu 8%

Rétt grein er því 28.93 „Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu“, enda þótt stærsti virðisaukahlutinn tengist grein 46.61 „Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra“. Þetta má sjá á mynd 4 hér að neðan.

Sökum frávika milli ISIC og NACE að því er varðar þrep fyrir flokka og greinar kann beiting píramída-flokkunarinnar á NACE að leiða til annarrar röðunar heldur en fæst með því að beita aðferðinni á ISIC. Eftir því sem kostur er ætti að byrja á því að fylgja þessari aðferð við ISIC og síðan við NACE. Það myndi tryggja samræmingu við flokkanir á heimsvísu.

Sé píramídaflokkuninni beitt á bálk G, „Heildverslun og smásöluverslun“, þarfnast hún sérstakrar aðlögunar. Sjá nánar um það í kafla 5.4.

Breytingar á aðalstarfsemi einingar

Breyting getur orðið á aðalstarfsemi einingar, annað hvort skyndilega eða smám saman yfir lengri tíma og annað hvort vegna árstíðabundinna þátta eða þess að tekin er ákvörðun um að breyta starfseminni. Enda þótt öll þessi tilvik kalli eftir breytingu á flokkun einingar geta of tíðar breytingar

Frávik milli ISIC og NACE

Of tíðar breytingar geta valdið ósamræmi

28.93 28.95 46.14 46.61 71.12

28.9

Allar atvinnugreinar

46.1

46 71

46.6 71.128.228.125.9

25

42%

6% 5% 31%

23% 8%

10%

52% 35% 13%

28.91 28.11 28.24

28

G MC

Mynd 4. Ákvarðanatré fyrir aðalatvinnugrein í dæminu sem tiltekið er hér að framan.

Page 31: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 31

valdið ósamræmi milli hagskýrslna til skamms tíma (mánaðarlega og ársfjórðungslega) og lengri tíma, en það gerir úrvinnslu þeirra afar snúna.

Þegar tvenns konar starfsemi er stunduð í einingu og hvor tveggja starfsemin er um 50% af virðisauk-anum verður að setja stöðugleikareglur til að komast hjá örum breytingum sem endurspegla ekki verulega breytingu efnahagslegs veruleika. Samkvæmt þessari reglu skal breyting á aðalstarfsemi eiga sér stað þegar núverandi aðalstarfsemi hefur verið undir 50% af virðisaukanum í a.m.k. tvö ár.

Hvernig fara skal með lóðrétt samþætta starfsemi

Lóðrétt samþætting á starfsemi verður þegar mismunandi framleiðslustig fylgja hvert á eftir öðru í sömu einingu og þegar framleiðsla eins ferlis verður aðföng næsta ferlis. Dæmi um algenga lóðrétta samþættingu eru skógarhögg og sögun, malarnám og vegagerð eða framleiðsla fatnaðar í textílverk-smiðju.

Þegar stuðst er við NACE Rev. 2 skal fara með lóðrétta samþættingu eins og hverja aðra fjölþætta starfsemi, þ.e. aðalstarfsemi einingarinnar er sú starfsemi sem er með stærsta hluta virðisaukans, eins og ákvarðað er með píramídaflokkuninni. Þessi meðferð hefur breyst frá fyrri útgáfum NACE. Um lóðrétta samþættingu við sérstakar aðstæður í landbúnaði, sjá kafla 5.4.

Ef ekki er unnt að ákvarða virðisauka eða staðgöngu fyrir einstök þrep í lóðrétt samþættu ferli út frá bókhaldi einingarinnar sjálfrar er hægt að styðjast við samanburð sambærilegra eininga. Að öðrum kosti getur mat á hálfunnum eða fullunnum vörum byggst á markaðsverði.

Hvernig fara skal með lárétt samþætta starfsemi

Lárétt samþætting á starfsemi verður þegar fleiri en ein starfsemi er stunduð á sama tíma og notaðir eru sömu framleiðsluþættir. Beita verður meginreglunni um virðisauka eftir píramídaflokkuninni, sömu varúðarráðstafanir við notkun staðgöngu og tilgreindar eru hér að framan eiga við hér.

5.3 reglur fyrir sértæka starfsemi

Starfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi og útvistun á starfsemi

Í þessum þætti eru eftirfarandi hugtök notuð:

Verkkaupia. = eining sem hefur samningsbundin tengsl við aðra einingu (verktaka) í því skyni að eftir láta henni einhvern hluta af öllu framleiðsluferlinu.Verktakib. = eining sem sér um ákveðna starfsemi samkvæmt samningsbundnum tengslum við verkkaupa. Einnig hefur hugtakið „undirverktaki“ verið notað. Í NACE er tilgreint að starfsemi sem verktaki sér um sé „gegn þóknun eða samkvæmt samningi“.Útvistunc. = samningsbundið fyrirkomulag sem felur í sér að verktaki annist ákveðna starfsemi fyrir verkkaupa samkvæmt því.

Dæmi um hluta starfsemi sem hægt er að útvista eru: framleiðslustarfsemi, vinnumiðlun, stoðþjón-usta o.s.frv.

Verkkaupi og verktaki geta verið með starfsemi á sama efnahagssvæði eða á mismunandi efnahags-svæðum, en staðsetningin hefur ekki áhrif á flokkun þeirra.

Verktakar, þ.e. einingar sem annast starfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi, eru jafnan flokk-aðir með einingum sem framleiða sömu vörur eða þjónustu fyrir eigin reikning, nema í verslun (sjá kafla 5.4 hér á eftir og skýringar við bálk G).

Við framleiðslu útvegar verkkaupi verktaka tækniforskriftir fyrir framleiðslustarfsemina í tengslum við það efni sem notað er. Efni, sem er notað (hrávara eða hálfunnin vara), er ýmist útvegað af (í eigu) verkkaupa eða ekki. Dæmi um slíka starfsemi eru málmframleiðsla (málmsmíði, málmsteypa, logskurður, stönsun og málmsteypuvinna), málmvinnsla (t.d. krómhúðun), framleiðsla og frágangur fatnaðar og sambærilegir undirstöðuhlutar af framleiðsluferlinu.

Stöðugleikareglur

Lóðrétt samþætting eins og hver önnur fjölþætt

starfsemi

Sambærilegar einingar bornar saman

Tækniforskriftir fyrir framleiðslustarfsemi

Page 32: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

32 InngAngur

Verkkaupa, sem útvistar umbreytingarferli að öllu leyti, skal einungis flokka undir framleiðslu ef hann er eigandi þess hráefnis sem notað er sem aðföng í framleiðsluferlinu (og er því eigandi lokaafurð-arinnar).

Verkkaupa, sem einungis útvistar umbreytingarferli að hluta, skal flokka undir framleiðslu. Í öllum öðrum tilvikum skal flokka verkkaupa samkvæmt meginreglunni um virðisauka.

Að því er varðar útvistun vinnumiðlunar skal í fyrsta lagi greina á milli þess hvort hún er ótímabundin eða tímabundin og í öðru lagi hvort verktakinn þjónar einum eða fleiri verkkaupum:

Ef útvistun er tímabundin er verkkaupi flokkaður í þá starfsemi sem í raun á sér stað en verktaki er •flokkaður í 78.20 (Starfsmannaleigur).Ef útvistun er ótímabundin er verkkaupi flokkaður í þá starfsemi sem í raun á sér stað en verktaki er •flokkaður í í 78.30 (Önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi).Ef útivistun er ótímabundin og verktakinn þjónar einungis einum verkkaupa skal flokka bæði verk-•kaupa og verktaka í þá starfsemi sem á sér stað í reynd.Ef útivistun er ótímabundin og verktaki þjónar fleiri en einum verkkaupa, sem hafa svipaða •starfsemi með höndum, skal flokka bæði verkkaupa og verktaka í þá starfsemi sem á sér stað í reynd.Ef útivistun er ótímabundin og verktaki þjónar fleiri en einum verkkaupa, sem hafa mismunandi •starfsemi með höndum, skal flokka verktakann í 78.30 (Önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi).

Meðferð framleiðslu útvistaðrar starfsemi í Afurðaflokkun Evrópusambandsins (CPA)

Hér að ofan var greint frá því að yfirleitt fari flokkun á starfsemi ekki eftir því hvort hún fer fram fyrir eigin reikning, gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Enda þótt ekki sé greint á milli slíkrar starfsemi í NACE er framleiðslan misjöfn eftir því hvort aðföngin, sem notuð eru, eru í eigu framleiðslueiningar-innar eða ekki. Í seinna tilvikinu er framleiðsla starfseminnar sú þjónusta sem veitt er og verður fastur hluti af aðföngunum og er það sem verktakanum er greitt fyrir.

Þess vegna er í CPA oftast greint á milli vara sem eru framleiddar fyrir eigin reikning og þeirrar þjónustu sem veitt er vegna varanna gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Sérstakir flokkar og undirflokkar, oftast kóðaðir zx.yy.9 og zx.yy.99, eru með fyrirsögninni „starfsemi undirverktaka sem hluti af framleiðslu á …“

Í CPA 2002 kallast þessi framleiðsla „iðnaðarþjónusta“ en „framleiðsluþjónusta“ í Afurðaflokkun Sameinuðu þjóðanna (CPC) 2. útg.

uppsetning á staðnum

Einingar, þar sem einkum er stunduð uppsetning eða samsetning á hlutum eða búnaði í byggingum, eru flokkaðar undir byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (deild 43).

Uppsetning á vélum og öðrum búnaði, sem ekki er vegna bygginga eða mannvirkjagerðar, er flokkuð í 33.2 „Uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni“.

Viðgerðir og viðhald

Einingum sem annast viðgerðir eða viðhald á vörum er skipað í einhvern eftirtalinna flokka, allt eftir tegund vöru:

Flokkur 33.1 „Viðgerðir á málmvörum, vélum og búnaði“.a. Deild 43 „Sérhæfð byggingarstarfsemi“.b. Flokkur 45.2 „Bílaviðgerðir og viðhald“.c. Deild 95 „Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota“.d.

Einingar sem sjá um grannskoðun loftfara, eimreiða og skipa eru flokkaðar í sömu grein og eining-arnar sem framleiða þau.

Útvistun vinnumiðlunar

Framleiðsla misjöfn eftir því hvort aðföng eru í eigu

einingar eða ekki

Page 33: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 33

5.4 reglur og skilgreiningar er varða tiltekna bálka

Hér eru settar fram reglur og skilgreiningar sem taka ber tillit til við flokkun eininga í sérstaka bálka. Almennar lýsingar, skilgreiningar og einkenni bálka koma fram í skýringum við bálkana.

Bálkur A: Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

Í landbúnaði er algengt að sundurliðun virðisauka valdi erfiðleikum ef eining ræktar t.d. vínber og framleiðir vín úr eigin vínberjum eða ræktar ólífur og framleiðir olíu úr eigin ólífum. Í þessum tilvikum er hentugasta áætlaða breytan „fjöldi vinnustunda“ og beiting hennar á þessa lóðrétt samþættu starfsemi leiðir oftast til þess að einingar eru flokkaðar undir landbúnað. Ef hið sama á við um aðrar landbúnaðarafurðir eru einingar flokkaðar undir landbúnað samkvæmt venju til þess að tryggja samræmda meðferð.

Bálkur g: Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

Í bálki G, verslun, er greint á milli heildverslunar og smásöluverslunar, að undanskilinni verslun með vélknúin ökutæki. Verið getur að eining stundi lárétt samþætta starfsemi í mismunandi myndum: bæði heildverslun og smásöluverslun, sölu í verslunum eða utan verslana, eða að einingin selji margs konar vörur. Ef vörurnar, sem einingin selur, falla ekki undir neina grein sem skýrir a.m.k. 50% virð-isaukans þarf að gæta sérstakrar varúðar við píramídaflokkunina og íhuga að bæta við þrepum.

Innan deildar 46, „Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum“, verður fyrst að huga að því að bæta við þrepi til aðgreiningar: flokki 46.1 „Umboðsverslun gegn þóknun eða samkvæmt samn-ingi“ og samtölu flokka 46.2–46.9. Því þarf fyrst að ákveða á grundvelli meginreglunnar um virðisauka hvor þessara möguleika á við eininguna. Ef valið er samsafn 46.2–46.9 er næsta skref að greina á milli „Ósérhæft“ og „Sérhæft“ (sjá hér á eftir). Að lokum er valið á milli flokka og greina, alltaf með því að hafa hliðsjón af píramídaflokkuninni.

Mynd 5 sýnir ákvarðanatré sem notað er til að raða einingu undir sérstaka grein í deild 46, „Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum“.

Innan deildar 47 „Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum“ verður fyrst að huga að því að bæta við þrepi til aðgreiningar: samtölu flokka 47.1–47.7 „Smásöluverslun í verslunarrými“ og samsafn flokka 47.8–47.9 „Smásöluverslun sem er ekki í verslunarrými“. Því þarf fyrst að ákveða á grundvelli meginreglunnar um virðisauka hvor þessara tveggja möguleika eigi við eininguna. Ef valið er samsafnið „Smásöluverslun í verslunarrými“ er næsta skref að greina á milli „Ósérhæft“ og „Sérhæft“ (sjá hér á eftir). Að lokum er valið á milli flokka og greina, alltaf með hliðsjón af píramídaflokkuninni.

Sundurliðun virðisauka getur valdið erfiðleikum

Gæta þarf varúðar við píramídaflokkunina

Ef til vill þarf að bæta við þrepi til aðgreiningar

Ákvörðun tekin á grundvelli meginreglunnar

um virðisauka

Deild 46

46.2 46.3 46.4 46.5 46.6 46.7

Sérhæfð og ósérhæfð heildverslun

46.2−46.9

Ósérhæfð46.9

Sérhæfð46.2−46.7

Umboðsverslun gegn þóknun eða

samkvæmt samningi46.1

Mynd 5. Ákvarðanatré til að raða einingu undir sérstaka grein í deild 46.

Page 34: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

34 InngAngur

Mynd 6 sýnir ákvarðanatré sem notað er til að raða einingu undir sérstaka grein í deild 47, „Smásöluverslun“.

Bæði í heildverslun og smásöluverslun fer sundurgreiningin „sérhæft“ og „ósérhæft“ eftir fjölda greina sem seldu vörurnar falla undir, þar sem hver grein er a.m.k. 5% (og minna en 50%) af virðis-aukanum:

Ef seldu vörurnar falla undir fjórar greinar eða færri í hvaða flokki sem er frá 46.2 til 46.7 (fyrir a. heildverslun) eða frá 47.2 til 47.7 (fyrir smásöluverslun) telst einingin sérhæfð. Þá er nauðsynlegt að ákvarða aðalstarfsemina með því að beita píramídaflokkuninni á grundvelli virðisaukans, velja aðalflokkinn fyrst og þar næst grein innan hans, eins og sýnt er í töflu 5:

Ef seldu vörurnar falla undir fimm eða fleiri greinar í hvaða flokki sem er frá 46.2 til 46.7 (fyrir b. heildverslun) eða frá 47.2 til 47.7 (fyrir smásöluverslun) er einingin flokkuð sem ósérhæfð. Í smá-söluverslun fer hún því í flokk 47.1. Ef matvæli, drykkjarvörur og tóbak eru a.m.k. 35% af virðisauka skal einingin flokkuð í grein 47.11. Í öllum öðrum tilvikum skal hún flokkuð í grein 47.19.

Deild 47

47.2 47.3 47.4 47.5 47.6 47.7

Í verslunarrými47.1−47.7

Sérhæfð47.2−47.7

Ósérhæfð47.1

Á sölubásum og mörkuðum

47.8

Annað47.9

Matvörur47.11

Annað47.19

Ekki í verslunarrými47.8−47.9

Mynd 6. Ákvarðanatré til að raða einingu undir sérstaka grein í deild 47.

Tafla 5. Aðalstarfsemi ákvörðuð fyrir fjórar greinar.

Tafla 6. Aðalstarfsemi ákvörðuð fyrir fimm greinar.

deild dæmi a dæmi B dæmi C

47.21 30% 30% 20%

47.25 5% 15% 5%

47.62 45% 40% 35%

47.75 20% 15% 40%

Aðalstarfsemi Deild 47.62 Deild 47.21 Deild 47.75

deild dæmi a dæmi B dæmi C

47.21 5% 20% 5%

47.22 10% 15% 5%

47.42 15% 10% 45%

47.43 25% 10% 40%

47.54 45% 45% 5%

Aðalstarfsemi Deild 47.19 Deild 47.11 Deild 47.19

Page 35: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 35

Bálkur K: Fjármálastarfsemi og vátryggingastarfsemi Bálkur M: Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

Í bálki K hafa verið teknar upp tvær greinar sem ná út fyrir hefðbundinn ramma NACE um hagræna framleiðslu, nánar tiltekið grein 64.20 „Starfsemi eignarhaldsfélaga“ og 64.30 „Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög“. Einingar sem flokkaðar eru í þessar greinar hafa engar tekjur af sölu afurða og ráða sjaldan starfsfólk (nema hugsanlega einn einstakling eða fleiri sem eru lagalegir forsvarsmenn). Stundum eru þessar einingar kallaðar „látúnsskilti“ (skúffufyrirtæki), „póstkassafyrir-tæki“ eða „rekstrareiningar um sérverkefni“ (e. special purpose entities) þar eð þær hafa einungis nafn og heimilisfang. Þær eru fjölmargar í sumum löndum vegna hagstæðs skattaumhverfis.

Ef eining er flokkuð samkvæmt þessum tveimur greinum skal einnig gefa gaum að öðrum greinum (tvær þeirra í bálki M, deild 70), nánar tiltekið greinum 70.10 „Starfsemi höfuðstöðva“ og 70.22 „Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf“.

• Grein 64.20 „Starfsemi eignarhaldsfélaga“ vísar til starfsemi eignarhaldsfélaga þar sem aðal-starfsemin felst í eignarhaldi á fyrirtækjahópi en ekki í því að reka hann eða stjórna honum.Grein 64.30 „Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög“ er sértilvik innan NACE þar eð •hún vísar ekki til efnahagsstarfsemi, heldur til eininga.Grein 66.30 „Stýring verðbréfasjóða“ tekur til starfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi.•Grein 70.10 „Starfsemi höfuðstöðva“ tekur til umsjónar með tengdum einingum, framleiðslueftirlits •og daglegrar stjórnunar.Grein 70.22 „Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf“ tekur til starfsemi við ráðgjöf sem tengist •málefnum á borð við áætlanagerð við stefnumótun og skipulag fyrirtækja, markaðsmarkmið og -stefnu, starfsmannastefnu o.s.frv.

Greining á aðalstarfsemi einingar með margs konar starfsemi, af þeim toga sem um getur hér að framan, skal sem fyrr byggjast á meginreglunni um virðisauka. Taka skal tillit til þess að hagnaður af sölu eigna skapar ekki virðisauka og er honum því sleppt.

Bálkur O: Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

Í NACE er ekki greint á milli geira þjóðarbúskaparins (samkvæmt skilgreiningu þjóðhagsreikninga) sem tilteknar stofnanaeiningar tilheyra. Þar að auki er enginn flokkur í NACE sem lýsir allri starfsemi sem hið opinbera annast. Af þeim sökum eru ekki allar ríkisstofnanir flokkaðar í bálk O „Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar“. Einingar með starfsemi á innlendum, svæðis bundnum eða staðbundnum vettvangi, sem raðast undir önnur svið NACE, eru flokkaðar í viðeigandi bálk. Til að mynda fer skóli á framhaldsskólastigi, sem ríki eða sveitarfélög reka, í flokk 85.3 (bálk P) og opinbert sjúkrahús er sett í flokk 86.10 (bálk Q). Hins vegar eru ekki eingöngu ríkisstofnanir flokkaðar í bálk O, þar eru einnig flokkaðar einkareknar einingar sem annast dæmigerða „opinbera stjórnsýslu“.

Bálkur T: Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota

Deild 97 tekur eingöngu til starfsemi einkaheimila sem vinnuveitanda heimilishjúa. Framleiðsla þessar ar starfsemi telst til framleiðslu í þjóðhagsreikningum og af þeirri ástæðu og með tilliti til tiltek-inna kannana hefur þessi deild verið tekin upp í NACE Rev. 2. Starfsemi starfsliðs á einkaheimilum er ekki flokkuð hér. Til dæmis ber að flokka barnagæslu í 88.91, þvott á líni í 96.01 og störf herbergis-þjóna í 96.9 o.s.frv.

Í gagnasöfnum á borð við vinnumarkaðsrannsóknir eða rannsóknir á tímanotkun hefur komið í ljós að þörf er fyrir að lýsa starfsemi til eigin nota. Enda þótt markaðsstarfsemi sé oftast lýst samkvæmt fyrirliggjandi reglum um rétta tilgreiningu á kóða NACE hefur reynst erfitt að beita þessum reglum á starfsemi til eigin nota þar eð vandasamt er að meta virðisaukann, öfugt við markaðsstarfsemi. Þessi starfsemi tengir oft saman landbúnaðarstarfsemi, byggingarstarfsemi, framleiðslu textílvara, viðgerðir og aðra þjónustu. Fyrir hagskýrslur um fyrirtæki hefur deild 98 enga þýðingu, en öðru máli gegnir um rannsóknir sem ná yfir starfsemi heimila og starfsemi vegna lífsviðurværis.

Einingar sem hafa einungis nafn og heimilisfang

Nánar tiltekið

Enginn flokkur lýsir allri starfsemi hins opinbera

Þörf fyrir að lýsa starfsemi til eigin nota

Page 36: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

36 InngAngur

6. orðskýringar

Í þessum orðalista er frekari lýsing á sumum hugtökum sem notuð hafa verið hér að framan. Reynt hefur verið af fremsta megni að sjá til þess að lýsingar séu í samræmi við skilgreiningar á hugtökum þegar þau eru notuð í öðru samhengi, en lýsingunum er þó ekki ætlað að gefa orðum altæka eða endanlega þýðingu. Tilgangurinn með þessum orðalista er að notandi atvinnugreinaflokkunarinnar eigi auðveldra með að túlka hana rétt.

Afurð er afrakstur atvinnustarfsemi. Það er almennt heiti sem er notað um vörur og þjónustu.

Sérstök aukaafurð er afurð sem tengd er framleiðslu annarra afurða í sama flokki í tæknilegu tilliti en er ekki framleidd í neinum öðrum flokki (til dæmis melassi tengdur framleiðslu sykurs). Sérstakar aukaafurðir eru notaðar sem ílag til framleiðslu annarra afurða. Almenn aukaafurð (þ.e. aukaafurð sem tilheyrir ekki eingöngu einum flokki) er afurð sem í tæknilegu tilliti er tengd framleiðslu annarra afurða en er framleidd í fleiri flokkum (t.d. er vetni sem verður til við jarðolíuhreinsun í tæknilegu tilliti tengt vetni sem er framleitt í jarðolíuefnaiðnaði og við kolun og er eins og það vetni sem framleitt er í þeim flokki sem aðrar grunnefnaafurðir tilheyra).

Fjárfestingarvörur eru vörur, aðrar en efnisaðföng og eldsneyti, sem eru notaðar til framleiðslu annarra vara og/eða þjónustu. Til þeirra teljast verksmiðjubyggingar, vélbúnaður, eimreiðar, vöruflutningabifreiðar og dráttarvélar. Jarðnæði er yfirleitt ekki talið til fjárfestingarvara.

Framleiðsla er starfsemi sem leiðir af sér afurð. Hugtakið er ekki eingöngu notað fyrir greinar í landbúnaði, námuvinnslu eða iðnaði, heldur fyrir alla atvinnustarfsemi. Einnig er það notað um þjón-ustustarfsemi. Nota má sértækari hugtök til að tilgreina framleiðslu: þjónustustarfsemi, vinnslu, iðnaðarframleiðslu o.s.frv., allt eftir því hvaða atvinnugrein átt er við. Mæla má framleiðslu með ýmsu móti, annað hvort eftir magni eða virði.

Öll starfsemi í bálki C. Bæði heimilisiðnaður og starfsemi í stórum stíl teljast með. Athuga skal að rekstur þungaiðnaðar eða þungavinnuvéla getur einnig fallið undir aðra bálka.

Framleiðsluvörur þegar framleiðsluferli þeirra er lokið.

Framleiðsluvörur sem eru unnar að einhverju leyti en þarfnast frekari vinnslu áður en þær eru tilbúnar til notkunar. Þær kunna að vera seldar öðrum framleiðendum eða fluttar til undirverktaka til frekari vinnslu. Dæmi um þetta eru steyptir málmhleifar sem seldir eru eða fluttir til fullvinnslu annars staðar.

Vélar og búnaður sem einkum er ætlaður til notkunar á heimilum, t.d. þvottavélar til heimilisnota.

Ummyndunarferli (eðlisfræðilegt ferli, efnavinnsla, handvirkt ferli eða annað) sem notað er við vöru-framleiðslu, einkum framleiðslu nýrrar vöru (neysluvöru, hálfunninnar vöru eða fjárfestingarvöru), svo og við vinnslu notaðrar framleiðsluvöru eða þjónustu til atvinnugreina eins og skilgreint er í bálkum B (námuiðnaður), C (framleiðsluiðnaður), D (framleiðsla og dreifing á rafmagni, gasi og gufu), E (vatns-veita, frárennsli, meðhöndlun úrgangs og afmengun) og F (byggingariðnaður).

Vélar og búnaður sem einkum er ætlaður til notkunar í húsnæði sem ekki er til heimilisnota, t.d. vélaverkfæri, þvottavélar fyrir þvottahús.

Ferli sem m.a. þjónar þeim tilgangi að vernda tilteknar framleiðsluvörur, ljá þeim tiltekna eiginleika eða koma í veg fyrir skaðleg áhrif sem notkun þeirra kynni að öðrum kosti að hafa í för með sér. Dæmi eru meðferð nytjaplantna, viðartegunda, málma og úrgangs.

Ummyndun er ferli sem breytir eðli, samsetningu eða formi hráefna, hálfunninna eða fullunninna vara, svo að til verða nýjar framleiðsluvörur.

Afurð

Aukaafurð

Fjárfestingarvörur

Framleiðsla

Framleiðsluiðnaður

Fullunnin vara

Hálfunnin vara

Heimilistæki og ­vélar

Iðnaðarferli

Iðnaðarvélar

Meðferð

Ummyndun

Page 37: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

InngAngur 37

Verslunarvara er vara sem framboð er á og eftirspurn er eftir á markaði. Hún getur verið fjölda-framleidd, einstakur hlutur (Mona Lisa) eða efnislegur miðill fyrir veitingu þjónustu (hugbúnaðar-disklingur). Þetta hugtak er notað við tollvöruflokkun.

Vergur virðisauki eða vergt vinnsluvirði á grunnverði er skilgreint sem mismunur á framleiðsluvirði á grunnverði og aðfanganotkun á innkaupsverði.

Alþjóðlegar skammstafanir

ANZSIC The Australian and New Zealand Standard Industrial Classification (Atvinnugreinaflokkun Ástralíu og Nýja Sjálands)

BEC Broad Economic Categories(Utanríkisverslunarflokkun Sameinuðu þjóðanna eftir hagrænum flokkum)

CN Combined Nomenclature (Vöruskrá ESB fyrir utanríkisverslun)

COFOG ClassificationofFunctionsofGovernment(Útgjaldaflokkunhinsopinbera)

CPA Classification of Products by Activity (Afurðaflokkun ESB)

CPC Central Product Classification (Afurðaflokkun Sameinuðu þjóðanna)

EEA European Economic Area (Evrópska efnahagssvæðið, EES)

EEC European Economic Community (Efnahagsbandalag Evrópu)

EFTA European Free Trade Association (Fríverslunarsamtök Evrópu)

ESA European System of National and Regional Accounts (Þjóðhagsreikningakerfi ESB)

EES Evrópska efnahagssvæðið

ESB Evrópusambandið

EU European Union (Evrópusambandið)

Eurostat Hagstofa Evrópusambandsins

HS The Harmonized Commodity and Coding system (Vöruskrá (tollskrá) Alþjóðatolla stofnunarinnar)

ILO International Labour Organization (Alþjóðavinnumálastofnunin)

IMF International Monetary Fund (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn)

ISCED International Standard Classification of Education (Alþjóðlega menntunarflokkunin)

ISCO International Standard Classification of Occupations (Alþjóðlega starfaflokkunin)

ISIC International Standard Industrial Classification of all economic activities (Atvinnugreinaflokkun Sameinuðu þjóðanna)

ÍSAT Íslensk atvinnugreinaflokkun

NACE Nomenclature générale des Activités économiques dans les Communautés européennes (Atvinnugreinaflokkun ESB)

NAICS The North American Industry Classification System (Atvinnugreinaflokkun Norður-Ameríku)

PRODCOM Vöruskrá ESB

RAMON Miðlari Eurostat fyrir lýsigögn http://ec.europa.eu/eurostat/ramon/index.cfm?TargetUrl=DSP_PUB_WELC

SITC Standard International Trade Classification (Vöruflokkun Sameinuðu þjóðanna fyrir utanríkisverslun)

SNA System of National Accounts (Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna)

SPC Statistical Programme Committee (Hagskýrsluáætlunarnefnd ESB)

UN United Nations (Sameinuðu þjóðirnar)

UNESCO United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization (Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna)

WCO World Customs Organization (Alþjóðatollastofnunin)

WHO World Health Organization (Alþjóðaheilbrigðismálastonunin)

Verslunarvara

Virðisauki/vinnsluvirði

Page 38: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 39: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

YFIrLITSTöFLur

Page 40: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 41: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 41

skiPting Í Bálka og dEildir

Bálkar Deildir

A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 01–03B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 05–09C Framleiðsla 10–33D Rafmagns-, gas- og hitaveitur 35E Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 36–39F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 41–43G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 45–47H Flutningar og geymsla 49–53I Rekstur gististaða og veitingarekstur 55–56J Upplýsingar og fjarskipti 58–63K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 64–66L Fasteignaviðskipti 68M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 69–75N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 77–82O Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 84P Fræðslustarfsemi 85Q Heilbrigðis- og félagsþjónusta 86–88R Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 90–93S Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 94–96T Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota 97–98U Starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt 99

Page 42: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 43: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 43

yFirlit yFir FlokkunarkErFið

a landBÚnaður, skÓgrÆkt og FiskvEiðar

01 ræktun nytjajurta og búfjárrækt, veiðar og tengd þjónustustarfsemi 01.1 Ræktun nytjajurta annarra en fjölærra 01.11 01.11.0 Kornrækt (að undanskildum hrísgrjónum), ræktun belgjurta og olíufræja 01.12 01.12.0 Hrísgrjónarækt 01.13 Ræktun grænmetis og melóna, róta og hnýðis 01.13.1 Ræktun á aldingrænmeti og papriku 01.13.2 Ræktun á kartöflum 01.13.9 Ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði 01.14 01.14.0 Ræktun sykurreyrs 01.15 01.15.0 Tóbaksræktun 01.16 01.16.0 Ræktun trefjajurta 01.19 Önnur ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar 01.19.1 Blómarækt 01.19.9 Önnur ótalin ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar 01.2 Ræktun fjölærra nytjajurta 01.21 01.21.0 Ræktun á þrúgum 01.22 01.22.0 Ræktun hitabeltisávaxta og ávaxta frá heittempraða beltinu 01.23 01.23.0 Ræktun sítrusávaxta 01.24 01.24.0 Ræktun kjarnaávaxta og steinaldina 01.25 01.25.0 Ræktun annarra ávaxta og hnetna af trjám og runnum 01.26 01.26.0 Ræktun olíuríkra ávaxta 01.27 01.27.0 Ræktun jurta til drykkjargerðar 01.28 01.28.0 Ræktun krydd-, ilm- og lyfjajurta 01.29 01.29.0 Ræktun annarra fjölærra nytjajurta 01.3 01.30 01.30.0 Plöntufjölgun 01.4 Búfjárrækt 01.41 01.41.0 Ræktun mjólkurkúa 01.42 01.42.0 Önnur nautgriparækt 01.43 01.43.0 Hrossarækt og ræktun annarra dýra af hrossaætt 01.44 01.44.0 Úlfaldaræktogræktundýraafúlfaldaætt 01.45 01.45.0 Sauðfjár- og geitarækt 01.46 01.46.0 Svínarækt 01.47 Alifuglarækt og eggjaframleiðsla 01.47.1 Alifuglarækt 01.47.2 Eggjaframleiðsla 01.49 Ræktun annarra dýra 01.49.1 Loðdýrabú 01.49.2 Æðarrækt og æðardúnstekja 01.49.9 Ræktun annarra ótalinna dýra 01.5 01.50 01.50.0 Blandaður búskapur 01.6 Þjónustustarfsemi við landbúnað og starfsemi eftir uppskeru nytjajurta 01.61 01.61.0 Þjónustustarfsemi við ræktun nytjajurta 01.62 01.62.0 Þjónustustarfsemi við búfjárrækt 01.63 01.63.0 Starfsemi að lokinni uppskeru 01.64 01.64.0 Vinnsla fræja fyrir sáningu 01.7 01.70 01.70.0 Veiðar og tengd þjónustustarfsemi

02 Skógrækt og skógarhögg 02.1 02.10 Skógrækt og önnur starfsemi tengd skógrækt 02.10.1 Rekstur gróðrastöðva fyrir skógartré 02.10.9 Skógrækt og önnur ótalin starfsemi tengd henni 02.2 02.20 02.20.0 Skógarhögg 02.3 02.30 02.30.0 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré 02.4 02.40 02.40.0 Þjónustustarfsemi við skógrækt

Page 44: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

44 Yfirlitstöflur

03 Fiskveiðar og fiskeldi 03.1 Fiskveiðar 03.11 Fiskveiðar í sjó 03.11.1 Útgerðsmábáta 03.11.2 Útgerðfiskiskipa 03.11.3 Hvalveiðar 03.12 03.12.0 Ferskvatnsveiði 03.2 Eldi og ræktun í sjó og vatni 03.21 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó 03.22 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni

B námugrÖFtur og vinnsla HráEFna Úr JÖrðu

05 Kolanám 05.1 05.10 05.10.0 Steinkolanám 05.2 05.20 05.20.0 Brúnkolanám

06 Vinnsla á hráolíu og jarðgasi 06.1 06.10 06.10.0 Vinnsla á hráolíu 06.2 06.20 06.20.0 Vinnsla á jarðgasi

07 Málmnám og málmvinnsla 07.1 07.10 07.10.0 Járnnám 07.2 Nám annarra málma en járns 07.21 07.21.0 Nám á úran- og þórínmálmgrýti 07.29 07.29.0 Nám annarra málma en járns

08 nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu 08.1 Grjót-, sand- og leirnám 08.11 08.11.0 Grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám 08.12 08.12.0 Malar-, sand- og leirnám 08.9 Nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu 08.91 08.91.0 Nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og áburðargerðar 08.92 08.92.0 Mótekja 08.93 08.93.0 Saltnám 08.99 08.99.0 Nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu

09 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu 09.1 09.10 09.10.0 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi 09.9 09.90 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

C FramlEiðsla

10 Matvælaframleiðsla 10.1 Kjötiðnaður 10.11 10.11.0 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti 10.12 10.12.0 Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti 10.13 10.13.0 Framleiðsla á kjötafurðum 10.2 10.20 Fiskvinnsla; vinnsla krabbadýra og lindýra 10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra 10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýra 10.20.3 Mjöl- og lýsisvinnsla 10.20.4 Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum 10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra 10.3 Vinnsla ávaxta og grænmetis 10.31 10.31.0 Vinnsla á kartöflum 10.32 10.32.0 Framleiðsla á ávaxta- og grænmetissafa 10.39 10.39.0 Önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis 10.4 Framleiðsla á jurta- og dýraolíu og feiti 10.41 10.41.0 Framleiðsla á olíu og feiti 10.42 10.42.0 Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis 10.5 Framleiðsla á mjólkurafurðum 10.51 10.51.0 Mjólkurbú og ostagerð

Page 45: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 45

10.52 10.52.0 Ísgerð 10.6 Framleiðsla á kornvöru, mjölva og mjölvavöru 10.61 10.61.0 Framleiðsla á kornvöru 10.62 10.62.0 Framleiðsla á mjölva og mjölvavöru 10.7 Framleiðsla á bakarís- og mjölkenndum vörum 10.71 10.71.0 Framleiðsla á brauði, nýju sætabrauði og kökum 10.72 10.72.0 Framleiðsla á tvíbökum og kexi, framleiðsla á geymsluþolnu sætabrauði og kökum 10.73 10.73.0 Framleiðsla á pastavörum og svipuðum vörum 10.8 Framleiðsla á öðrum matvælum 10.81 10.81.0 Sykurframleiðsla 10.82 10.82.0 Framleiðsla á súkkulaði og sælgæti; kakói 10.83 10.83.0 Te- og kaffivinnsla 10.84 10.84.0 Framleiðsla á bragðefnum og kryddi 10.85 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum 10.86 10.86.0 Framleiðsla á jafnblönduðum matvælum og sérfæði 10.89 10.89.0 Önnur ótalin framleiðsla á matvælum 10.9 Fóðurframleiðsla 10.91 10.91.0 Framleiðsla húsdýrafóðurs 10.92 10.92.0 Framleiðsla gæludýrafóðurs

11 11.0 Framleiðsla á drykkjarvörum 11.01 11.01.0 Eiming, hreinsun og blöndun áfengra drykkja 11.02 11.02.0 Framleiðsla á víni úr þrúgum 11.03 11.03.0 Framleiðsla annarra ávaxtavína 11.04 11.04.0 Framleiðsla á öðrum óeimuðum, gerjuðum drykkjarvörum 11.05 11.05.0 Bjórgerð 11.06 11.06.0 Maltgerð 11.07 11.07.0 Framleiðsla á gosdrykkjum, ölkelduvatni og öðru átöppuðu vatni

12 12.0 12.00 12.00.0 Framleiðsla á tóbaksvörum

13 Framleiðsla á textílvörum 13.1 13.10 13.10.0 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum 13.2 13.20 13.20.0 Textílvefnaður 13.3 13.30 13.30.0 Frágangur á textílum 13.9 Framleiðsla á annarri textílvöru 13.91 13.91.0 Framleiðsla á hekluðum og prjónuðum dúk 13.92 13.92.0 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði 13.93 13.93.0 Framleiðsla á gólfteppum og mottum 13.94 13.94.0 Framleiðsla á köðlum, seglgarni og netum 13.95 13.95.0 Framleiðsla á trefjadúk og vörum úr þeim, þó ekki fatnaði 13.96 13.96.0 Framleiðsla annarra tækni- og iðnaðartextíla 13.99 13.99.0 Framleiðsla á annarri ótalinni textílvöru

14 Fatagerð 14.1 Framleiðsla á fatnaði, þó ekki úr loðskinni 14.11 14.11.0 Framleiðsla á leðurfatnaði 14.12 14.12.0 Vinnufatagerð 14.13 14.13.0 Framleiðsla á öðrum yfirfatnaði 14.14 14.14.0 Framleiðsla á nærfatnaði 14.19 14.19.0 Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutum 14.2 14.20 14.20.0 Framleiðsla á vörum úr loðskinnum 14.3 Framleiðsla á prjónuðum og hekluðum fatnaði 14.31 14.31.0 Framleiðsla á sokkum og sokkavörum 14.39 14.39.0 Framleiðsla á öðrum prjónuðum og hekluðum fatnaði

15 Framleiðsla á leðri og leðurvörum 15.1 Sútun á leðri; framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum, reiðtygjum

og skyldum vörum, sútun og litun loðskinna 15.11 15.11.0 Sútun leðurs; sútun og litun á loðskinni 15.12 15.12.0 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og áþekkum vörum; reiðtygjum og skyldum vörum 15.2 15.20 15.20.0 Framleiðsla á skófatnaði

Page 46: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

46 Yfirlitstöflur

16 Framleiðsla á viði, viðarvörum og korki, önnur en húsgagnagerð; framleiðsla á vörum úr hálmi og fléttuefnum

16.1 16.10 16.10.0 Sögun, heflun og fúavörn á viði 16.2 Framleiðsla á vörum úr viði, korki, hálmi og fléttiefnum 16.21 16.21.0 Framleiðsla á viðarspæni og plötum að grunni til úr viði 16.22 16.22.0 Framleiðsla á samsettum parketgólfum 16.23 16.23.0 Framleiðsla á öðrum trésmíðavörum til bygginga 16.24 16.24.0 Framleiðsla á umbúðum úr viði 16.29 16.29.0 Framleiðsla á annarri viðarvöru; framleiðsla á vörum úr korki, hálmi og fléttiefnum

17 Framleiðsla á pappír og pappírsvöru 17.1 Framleiðsla á pappírskvoðu, pappír og pappa 17.11 17.11.0 Framleiðsla á pappírskvoðu 17.12 17.12.0 Framleiðsla á pappír og pappa 17.2 Framleiðsla á vörum úr pappír og pappa 17.21 17.21.0 Framleiðsla á bylgjupappír og -pappa og umbúðum úr pappír og pappa 17.22 17.22.0 Framleiðsla á heimilis- og hreinlætisvörum úr pappír og pappa 17.23 17.23.0 Framleiðsla á skrifpappír og skrifstofuvörum úr pappír og pappa 17.24 17.24.0 Framleiðsla á veggfóðri 17.29 17.29.0 Framleiðsla á annarri pappírs- og pappavöru

18 Prentun og fjölföldun upptekins efnis 18.1 Prentun og tengd þjónustustarfsemi 18.11 18.11.0 Prentun dagblaða 18.12 18.12.0 Önnur prentun 18.13 18.13.0 Undirbúningur fyrir prentun 18.14 18.14.0 Bókband og tengd þjónusta 18.2 18.20 18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis

19 Framleiðsla á koksi og hreinsuðum olíuvörum 19.1 19.10 19.10.0 Koksframleiðsla 19.2 19.20 19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum

20 Framleiðsla á efnum og efnavörum 20.1 Framleiðsla á grunnefnum til efnaiðnaðar, áburði og köfnunarefn-

issamböndum, plastefnum og syntetísku gúmmíi í óunnu formi 20.11 20.11.0 Framleiðsla á iðnaðargasi 20.12 20.12.0 Framleiðsla á lit og litarefnum 20.13 20.13.0 Framleiðsla á öðrum ólífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar 20.14 20.14.0 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar 20.15 20.15.0 Framleiðsla á tilbúnum áburði og köfnunarefnissamböndum 20.16 20.16.0 Framleiðsla á plasthráefnum 20.17 20.17.0 Framleiðsla á syntetísku gúmmíi til úrvinnslu 20.2 20.20 20.20.0 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum efnum til nota í landbúnaði 20.3 20.30 20.30.0 Framleiðsla á málningu, lökkum og svipuðum þekjuefnum, prentbleki og fylli- og þéttiefnum 20.4 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingern-

ingar- og fægiefnum, ilmvatni og snyrtivörum 20.41 20.41.0 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingerningar- og fægiefnum 20.42 20.42.0 Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum 20.5 Framleiðsla á öðrum efnavörum 20.51 20.51.0 Framleiðsla á sprengiefnum 20.52 20.52.0 Framleiðsla á lími 20.53 20.53.0 Framleiðsla á ilmolíum 20.59 20.59.0 Framleiðsla á annarri ótalinni efnavöru 20.6 20.60 20.60.0 Framleiðsla gerviþráðar

21 Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar 21.1 21.10 21.10.0 Framleiðsla á efnum til lyfjagerðar 21.2 21.20 21.20.0 Lyfjaframleiðsla

22 Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum 22.1 Framleiðsla á gúmmívörum 22.11 22.11.0 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og hjólbarðaslöngum, sólun notaðra gúmmíhjólbarða 22.19 22.19.0 Framleiðsla á öðrum gúmmívörum 22.2 Framleiðsla á plastvörum

Page 47: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 47

22.21 22.21.0 Framleiðsla á plötum, þynnum, slöngum og prófílum úr plasti 22.22 Framleiðsla á umbúðaplasti 22.22.1 Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi 22.22.9 Framleiðsla á öðru umbúðaplasti 22.23 22.23.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti 22.29 22.29.0 Framleiðsla á öðrum plastvörum

23 Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum 23.1 Framleiðsla á gleri og vörum úr gleri 23.11 23.11.0 Framleiðsla á flotgleri 23.12 23.12.0 Skurður og vinnsla á flotgleri 23.13 23.13.0 Framleiðsla á glerílátum 23.14 23.14.0 Framleiðsla á glertrefjum 23.19 23.19.0 Framleiðsla og vinnsla á öðru gleri, þ.m.t. glervara til tæknilegra nota 23.2 23.20 23.20.0 Framleiðsla á eldföstum vörum 23.3 Framleiðsla á byggingarefnum úr leir 23.31 23.31.0 Framleiðsla á flísum og hellum úr leir 23.32 23.32.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr brenndum leir 23.4 Framleiðsla á annarri postulíns- og leirvöru 23.41 23.41.0 Framleiðsla á heimilisvörum og skrautmunum úr leir og postulíni 23.42 23.42.0 Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir og postulíni 23.43 23.43.0 Framleiðsla á einangrurum og tengjum úr leir 23.44 23.44.0 Framleiðsla á annarri leirvöru til tæknilegra nota 23.49 23.49.0 Framleiðsla á öðrum leirvörum 23.5 Framleiðsla á sementi, kalki og gifsi 23.51 23.51.0 Sementsframleiðsla 23.52 23.52.0 Kalk- og gifsframleiðsla 23.6 Framleiðsla á vörum úr steinsteypu, sementi og gifsi 23.61 23.61.0 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu 23.62 23.62.0 Framleiðsla á byggingarefni úr gifsi 23.63 23.63.0 Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu 23.64 23.64.0 Framleiðsla á steinlími 23.65 23.65.0 Framleiðsla á vörum úr trefjasementi 23.69 23.69.0 Framleiðsla á öðrum vörum úr steinsteypu, sementi og gifsi 23.7 23.70 23.70.0 Steinsmíði 23.9 Framleiðsla á öðrum vörum úr málmlausum steinefnum 23.91 23.91.0 Framleiðsla á vörum til slípunar 23.99 23.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum steinefnum

24 Framleiðsla málma 24.1 24.10 24.10.0 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi 24.2 24.20 24.20.0 Framleiðsla á rörum, pípum, holum prófílum og tengihlutum úr stáli 24.3 Framleiðsla á öðrum vörum úr frumunnu stáli 24.31 24.31.0 Kalddráttur stanga 24.32 24.32.0 Kaldvölsun flatstáls 24.33 24.33.0 Kaldmótun 24.34 24.34.0 Kalddráttur víra 24.4 Framleiðsla góðmálma og málma sem ekki innihalda járn 24.41 24.41.0 Framleiðsla góðmálma 24.42 24.42.0 Álframleiðsla 24.43 24.43.0 Blý-, sink- og tinframleiðsla 24.44 24.44.0 Koparframleiðsla 24.45 24.45.0 Framleiðsla annarra málma sem ekki innihalda járn 24.46 24.46.0 Vinnsla á kjarnorkueldsneyti 24.5 Málmsteypa 24.51 24.51.0 Járnsteypa 24.52 24.52.0 Stálsteypa 24.53 24.53.0 Steypa léttmálma 24.54 24.54.0 Steypa annarra málma sem ekki innihalda járn

25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði 25.1 Framleiðsla á byggingarefni úr málmi 25.11 25.11.0 Framleiðsla á burðarvirkjum og byggingareiningum úr málmi 25.12 25.12.0 Framleiðsla á hurðum og gluggum úr málmi

Page 48: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

48 Yfirlitstöflur

25.2 Framleiðsla á geymum, kerum og ílátum úr málmi 25.21 25.21.0 Framleiðsla á miðstöðvarofnum og -kötlum 25.29 25.29.0 Framleiðsla á öðrum geymum, kerum og ílátum úr málmi 25.3 25.30 25.30.0 Framleiðsla á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum 25.4 25.40 25.40.0 Vopna- og skotfæraframleiðsla 25.5 25.50 25.50.0 Eldsmíði og önnur málmsmíði; sindurmótun 25.6 Meðhöndlun og húðun málma, vélvinnsla 25.61 25.61.0 Meðhöndlun og húðun málma 25.62 25.62.0 Vélvinnsla málma 25.7 Framleiðsla á eggjárni, verkfærum og ýmiss konar járnvöru 25.71 25.71.0 Framleiðsla á hnífapörum, hnífum, skærum, o.þ.h. 25.72 25.72.0 Framleiðsla á lásum og lömum 25.73 25.73.0 Framleiðsla á verkfærum, þó ekki vélknúnum 25.9 Framleiðsla annarra málmvara 25.91 25.91.0 Framleiðsla á stáltunnum og svipuðum ílátum 25.92 25.92.0 Framleiðsla á umbúðum úr léttmálmi 25.93 25.93.0 Framleiðsla á keðjum, fjöðrum og vörum úr vír 25.94 25.94.0 Framleiðsla á boltum og skrúfum 25.99 25.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum málmvörum

26 Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum 26.1 Framleiðsla á rafeindaíhlutum og spjöldum 26.11 26.11.0 Framleiðsla á rafeindaíhlutum 26.12 26.12.0 Framleiðsla á fullbúnum rafeindaspjöldum 26.2 26.20 26.20.0 Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði 26.3 26.30 26.30.0 Framleiðsla fjarskiptabúnaðar 26.4 26.40 26.40.0 Framleiðsla á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði 26.5 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu, úrum og klukkum 26.51 26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu 26.52 26.52.0 Framleiðsla á úrum og klukkum 26.6 26.60 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, rafmagnslækninga og rafmagnslækningameðferðar 26.7 26.70 26.70.0 Framleiðsla á optískum tækjum og ljósmyndabúnaði 26.8 26.80 26.80.0 Framleiðsla á segul- og optískum miðlum

27 Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum 27.1 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum, spennubreytum og dreifi- og stjórnbúnaði fyrir rafmagn 27.11 27.11.0 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum og spennubreytum 27.12 27.12.0 Framleiðsla á dreifi- og stjórnbúnaði fyrir raforku 27.2 27.20 27.20.0 Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma 27.3 Framleiðsla á leiðslum, köplum og leiðslubúnaði 27.31 27.31.0 Framleiðsla á ljósleiðaraköplum 27.32 27.32.0 Framleiðsla á öðrum rafeinda- og rafmagnsvírum og köplum 27.33 27.33.0 Framleiðsla á leiðslubúnaði 27.4 27.40 27.40.0 Framleiðsla á rafljósabúnaði 27.5 Framleiðsla á heimilistækjum 27.51 27.51.0 Framleiðsla rafknúinna heimilistækja 27.52 27.52.0 Framleiðsla heimilistækja, annarra en rafknúinna 27.9 27.90 27.90.0 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði

28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum 28.1 Framleiðsla á vélum til almennra nota 28.11 28.11.0 Framleiðsla hreyfla og hverfla, þó ekki í loftför, ökutæki eða vélhjól 28.12 28.12.0 Framleiðsla á vökvaaflsbúnaði 28.13 28.13.0 Framleiðsla á öðrum dælum og þjöppum 28.14 28.14.0 Framleiðsla á krönum og lokum 28.15 28.15.0 Framleiðsla á legum, tannhjólum, drifum og drifbúnaði 28.2 Framleiðsla á öðrum vélum til almennra nota 28.21 28.21.0 Framleiðsla á ofnum, bræðsluofnum og brennurum 28.22 28.22.0 Framleiðsla á lyftitækjum og færslubúnaði 28.23 28.23.0 Framleiðsla á skrifstofuvélum og –búnaði, þó ekki tölvum og jaðarbúnaði 28.24 28.24.0 Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum 28.25 28.25.0 Framleiðsla á kæli- og loftræstibúnaði, þó ekki til heimilisnota 28.29 28.29.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum til almennra nota 28.3 28.30 28.30.0 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og skógrækt

Page 49: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 49

28.4 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi og smíðavélum 28.41 28.41.0 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi 28.49 28.49.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum smíðavélum 28.9 Framleiðsla á öðrum sérhæfðum vélum 28.91 28.91.0 Framleiðsla á vélum til málmvinnslu 28.92 28.92.0 Framleiðsla á vélum til mannvirkjagerðar, námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu 28.93 28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu 28.94 28.94.0 Framleiðsla á vélum fyrir textíl-, fata- og leðurframleiðslu 28.95 28.95.0 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu 28.96 28.96.0 Framleiðsla á vélum til plast- og gúmmívinnslu 28.99 28.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum sérhæfðum vélum

29 Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum 29.1 29.10 29.10.0 Framleiðsla vélknúinna ökutækja 29.2 29.20 29.20.0 Smíði yfirbygginga fyrir vélknúin ökutæki og framleiðsla tengivagna 29.3 Framleiðsla á íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra 29.31 29.31.0 Framleiðsla á raf- og rafeindabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra 29.32 29.32.0 Framleiðsla á öðrum íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

30 Framleiðsla annarra farartækja 30.1 Skipa- og bátasmíði 30.11 30.11.0 Smíði skipa og annarra fljótandi mannvirkja 30.12 30.12.0 Smíði skemmti- og sportbáta 30.2 30.20 30.20.0 Framleiðsla eimreiða og járnbrautarvagna 30.3 30.30 30.30.0 Framleiðsla á loft- og geimförum og tengdum vélbúnaði 30.4 30.40 30.40.0 Framleiðsla á hernaðarökutækjum 30.9 Framleiðsla ótalinna farartækja 30.91 30.91.0 Framleiðsla vélhjóla 30.92 30.92.0 Framleiðsla á reiðhjólum, barnavögnum og farartækjum fyrir hreyfihamlaða 30.99 30.99.0 Framleiðsla annarra ótaldra farartækja

31 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum 31.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum 31.01 31.01.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum fyrir atvinnuhúsnæði 31.02 31.02.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum í eldhús 31.03 31.03.0 Framleiðsla á dýnum 31.09 31.09.0 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum

32 Framleiðsla, ót.a.s. 32.1 Smíði skartgripa, skrautmuna og skyldra vara 32.11 32.11.0 Myntslátta 32.12 32.12.0 Skartgripasmíði og skyld framleiðsla 32.13 32.13.0 Framleiðsla á óekta skartgripum og skyldum vörum 32.2 32.20 32.20.0 Hljóðfærasmíði 32.3 32.30 32.30.0 Framleiðsla á íþróttavörum 32.4 32.40 32.40.0 Framleiðsla á spilum og leikföngum 32.5 32.50 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga 32.9 Önnur framleiðsla 32.91 32.91.0 Framleiðsla á sópum og burstum 32.99 32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla

33 Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja 33.1 Viðgerðir á málmvörum, vélum og búnaði 33.11 33.11.0 Viðgerðir á málmvörum 33.12 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði 33.13 33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum 33.14 33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði 33.15 33.15.0 Viðgerðir og viðhald á skipum og bátum 33.16 33.16.0 Viðgerðir og viðhald á loftförum og geimförum 33.17 33.17.0 Viðgerðir og viðhald á öðrum ótöldum flutningatækjum 33.19 33.19.0 Viðgerðir á öðrum búnaði 33.2 33.20 33.20.0 Uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni

Page 50: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

50 Yfirlitstöflur

d raFmagns-, gas- og HitavEitur

35 rafmagns-, gas- og hitaveitur 35.1 Raforkuframleiðsla, flutningur og dreifing 35.11 35.11.0 Framleiðsla rafmagns 35.12 35.12.0 Flutningur rafmagns 35.13 35.13.0 Dreifing rafmagns 35.14 35.14.0 Viðskipti með rafmagn 35.2 Gasframleiðsla; dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur 35.21 35.21.0 Gasframleiðsla 35.22 35.22.0 Dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur 35.23 35.23.0 Viðskipti með gas um leiðslur 35.3 35.30 35.30.0 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita

E vatnsvEita, FrávEita, mEðHÖndlun Úrgangs og aFmEngun

36 36.0 36.00 36.00.0 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns

37 37.0 37.00 37.00.0 Fráveita

38 Sorphirða, meðhöndlun og förgun sorps; endurnýting efnis 38.1 Sorphirða 38.11 38.11.0 Söfnun hættulítils sorps 38.12 38.12.0 Söfnun hættulegs úrgangs 38.2 Meðhöndlun og förgun úrgangs 38.21 38.21.0 Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps 38.22 38.22.0 Meðhöndlun og förgun hættulegs úrgangs 38.3 Endurnýting efnis 38.31 38.31.0 Niðurrif á ónýtum hlutum 38.32 38.32.0 Endurnýting flokkaðra efna

39 39.0 39.00 39.00.0 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

F ByggingarstarFsEmi og mannvirkJagErð

41 Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna 41.1 41.10 41.10.0 Þróun byggingarverkefna 41.2 41.20 41.20.0 Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

42 Mannvirkjagerð 42.1 Vegagerð og lagning járnbrauta 42.11 42.11.0 Vegagerð 42.12 42.12.0 Lagning járnbrauta og neðanjarðarjárnbrauta 42.13 42.13.0 Brúarsmíði og jarðgangagerð 42.2 Gerð þjónustumannvirkja 42.21 42.21.0 Gerð þjónustumannvirkja fyrir vatn 42.22 42.22.0 Bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og fjarskipti 42.9 Bygging annarra mannvirkja 42.91 42.91.0 Gerð vatnsmannvirkja 42.99 42.99.0 Bygging annarra ótalinna mannvirkja

43 Sérhæfð byggingarstarfsemi 43.1 Niðurrif og undirbúningur byggingarsvæðis 43.11 43.11.0 Niðurrif 43.12 43.12.0 Undirbúningsvinna á byggingarsvæði 43.13 43.13.0 Tilraunaboranir og borvinna 43.2 Raflagnir, pípulagnir og önnur starfsemi við uppsetningu í byggingariðnaði 43.21 43.21.0 Raflagnir 43.22 43.22.0 Pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa 43.29 43.29.0 Önnur uppsetning í mannvirki 43.3 Frágangur bygginga 43.31 43.31.0 Múrhúðun 43.32 43.32.0 Uppsetning innréttinga 43.33 43.33.0 Lagning gólfefna og veggefna

Page 51: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 51

43.34 Málningarvinna og glerjun 43.34.1 Málningarvinna 43.34.2 Glerjun 43.39 43.39.0 Annar frágangur bygginga 43.9 Önnur sérhæfð byggingarstarfsemi 43.91 43.91.0 Vinna við þök 43.99 43.99.0 Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi

g HEild- og smásÖluvErslun, viðgErðir á vÉlknÚnum ÖkutÆkJum

45 Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum 45.1 Sala vélknúinna ökutækja, þó ekki vélhjóla 45.11 45.11.0 Bílasala 45.19 Sala á öðrum vélknúnum ökutækjum og tengivögnum, þó ekki vélhjólum 45.19.1 Sala á húsbílum og húsvögnum 45.19.9 Sala á öðrum ótöldum vélknúnum ökutækjum og tengivögnum 45.2 45.20 Bílaviðgerðir og viðhald 45.20.1 Almenn bílaverkstæði 45.20.2 Bílaréttingar og -sprautun 45.20.3 Dekkjaverkstæði og smurstöðvar 45.20.4 Bón- og þvottastöðvar 45.3 Sala varahluta og aukabúnaðar í bíla 45.31 45.31.0 Heildverslun með varahluti og aukabúnað í bíla 45.32 45.32.0 Smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla 45.4 45.40 45.40.0 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og aukabúnaðar til þeirra

46 Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum 46.1 Umboðsverslun gegn þóknun eða samkvæmt samningi 46.11 46.11.0 Umboðsverslun með hráefni úr landbúnaði, lifandi dýr, textílhráefni og hálfunna vöru 46.12 46.12.0 Umboðsverslun með eldsneyti, málmgrýti, málma og íðefni til iðnaðarnota 46.13 46.13.0 Umboðsverslun með timbur og byggingarefni 46.14 46.14.0 Umboðsverslun með vélar, iðnaðarvélar, skip og loftför 46.15 46.15.0 Umboðsverslun með húsgögn, heimilisbúnað og járnvörur 46.16 46.16.0 Umboðsverslun með textílefni, fatnað, loðfelda, skófatnað og leðurvörur 46.17 Umboðsverslun með matvöru, drykkjarvöru og tóbak 46.17.1 Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir 46.17.2 Fiskmarkaðir 46.17.9 Umboðsverslun með aðra matvöru, drykkjarvöru og tóbak 46.18 46.18.0 Umboðsverslun sem sérhæfir sig í sölu á öðrum tilteknum vörum eða vöruflokkum 46.19 46.19.0 Blönduð umboðsverslun 46.2 Heildverslun með hráefni úr landbúnaði og lifandi dýr 46.21 46.21.0 Heildverslun með korn, óunnið tóbak, fræ og dýrafóður 46.22 46.22.0 Heildverslun með blóm og plöntur 46.23 46.23.0 Heildverslun með lifandi dýr 46.24 46.24.0 Heildverslun með húðir, skinn og leður 46.3 Heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak 46.31 46.31.0 Heildverslun með ávexti og grænmeti 46.32 46.32.0 Heildverslun með kjöt og kjötvöru 46.33 46.33.0 Heildverslun með mjólkurafurðir, egg, matarolíu og -feiti 46.34 46.34.0 Heildverslun með drykkjarvörur 46.35 46.35.0 Heildverslun með tóbaksvöru 46.36 46.36.0 Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti 46.37 46.37.0 Heildverslun með kaffi, te, kakó og krydd 46.38 Heildverslun með fisk og önnur matvæli 46.38.1 Heildverslun með fisk og fiskafurðir 46.38.9 Heildverslun með önnur ótalin matvæli 46.39 46.39.0 Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak 46.4 Heildverslun með heimilisbúnað 46.41 46.41.0 Heildverslun með textílvöru 46.42 46.42.0 Heildverslun með fatnað og skófatnað 46.43 46.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvörp, sjónvörp og tengdar vörur 46.44 Heildverslun með postulín, glervöru og hreingerningarefni 46.44.1 Heildverslun með postulín og glervöru

Page 52: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

52 Yfirlitstöflur

46.44.2 Heildverslun með hreingerningarefni 46.45 46.45.0 Heildverslun með ilmvötn og snyrtivörur 46.46 46.46.0 Heildverslun með lyf og lækningavörur 46.47 46.47.0 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað 46.48 46.48.0 Heildverslun með úr og skartgripi 46.49 46.49.0 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota 46.5 Heildverslun með upplýsinga- og fjarskiptatæki 46.51 46.51.0 Heildverslun með tölvur, jaðartæki fyrir tölvur og hugbúnað 46.52 46.52.0 Heildverslun með rafeinda- og fjarskiptabúnað og tengda hluti 46.6 Heildverslun með aðrar vélar, tæki og hluti til þeirra 46.61 46.61.0 Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra 46.62 46.62.0 Heildverslun með smíðavélar 46.63 46.63.0 Heildverslun með vélbúnað til námavinnslu, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar 46.64 46.64.0 Heildverslun með vélar til textíliðnaðar, sauma- og prjónavélar 46.65 46.65.0 Heildverslun með skrifstofuhúsgögn 46.66 46.66.0 Heildverslun með aðrar skrifstofuvélar og tæki 46.69 Heildverslun með aðrar vélar og tæki 46.69.1 Heildverslun með skipsbúnað, veiðarfæri og fiskvinnsluvélar 46.69.9 Heildverslun með aðrar ótaldar vélar og tæki 46.7 Önnur sérhæfð heildverslun 46.71 46.71.0 Heildverslun með fast, fljótandi og loftkennt eldsneyti og skyldar vörur 46.72 46.72.0 Heildverslun með málma og málmgrýti 46.73 46.73.0 Heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki 46.74 46.74.0 Heildverslun með járnvöru, búnað til pípu- og hitalagna og hluti til þeirra 46.75 46.75.0 Heildverslun með efnavörur 46.76 46.76.0 Heildverslun með aðrar hálfunnar vörur 46.77 46.77.0 Heildverslun með úrgangsefni og brotajárn 46.9 46.90 46.90.0 Blönduð heildverslun

47 Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum 47.1 Blönduð smásala 47.11 47.11.1 Stórmarkaðir og matvöruverslanir 47.11.2 Söluturnar 47.19 47.19.0 Önnur blönduð smásala 47.2 Smásala á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki í sérverslunum 47.21 47.21.0 Smásala á ávöxtum og grænmeti í sérverslunum 47.22 47.22.0 Smásala á kjöti og kjötvöru í sérverslunum 47.23 47.23.0 Fiskbúðir 47.24 47.24.0 Smásala á brauði, kökum, sætabrauði og sælgæti í sérverslunum 47.25 47.25.0 Smásala á drykkjarvöru í sérverslunum 47.26 47.26.0 Smásala á tóbaksvörum í sérverslunum 47.29 47.29.0 Önnur smásala á matvælum í sérverslunum 47.3 47.30 47.30.0 Bensínstöðvar 47.4 Smásala á upplýsinga- og fjarskiptabúnaði í sérverslunum 47.41 47.41.0 Smásala á tölvum, jaðarbúnaði og hugbúnaði í sérverslunum 47.42 47.42.0 Smásala á fjarskiptabúnaði í sérverslunum 47.43 47.43.0 Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði í sérverslunum 47.5 Smásala á öðrum heimilisbúnaði í sérverslunum 47.51 47.51.0 Smásala á textílvörum í sérverslunum 47.52 Smásala á járn- og byggingarvöru, málningu og gleri í sérverslunum 47.52.1 Smásala á járn- og byggingarvöru í sérverslunum 47.52.2 Smásala á málningu í sérverslunum 47.53 47.53.0 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg- og gólfefnum í sérverslunum 47.54 47.54.0 Smásala á heimilistækjum í sérverslunum 47.59 Smásala á húsgögnum, ljósabúnaði og öðrum ótöldum heimilisbúnaði í sérverslunum 47.59.1 Smásala á húsgögnum í sérverslunum 47.59.2 Smásala á ljósabúnaði í sérverslunum 47.59.3 Smásala á hljóðfærum í sérverslunum 47.59.9 Smásala á öðrum ótöldum heimilisbúnaði í sérverslunum 47.6 Smásala á vörum sem tengjast menningu og afþreyingu í sérverslunum 47.61 47.61.0 Smásala á bókum í sérverslunum 47.62 47.62.0 Smásala á dagblöðum og ritföngum í sérverslunum 47.63 47.63.0 Smásala á tónlistar- og myndupptökum í sérverslunum 47.64 47.64.0 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum

Page 53: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 53

47.65 47.65.0 Smásala á spilum og leikföngum í sérverslunum 47.7 Smásala á öðrum vörum í sérverslunum 47.71 Smásala á fatnaði í sérverslunum 47.71.1 Fataverslanir 47.71.2 Barnafataverslanir 47.72 Smásala á skófatnaði og leðurvörum í sérverslunum 47.72.1 Smásala á skófatnaði í sérverslunum 47.72.2 Smásala á leðurvörum í sérverslunum 47.73 47.73.0 Lyfjaverslanir 47.74 47.74.0 Smásala á lækninga- og hjúkrunarvörum í sérverslunum 47.75 47.75.0 Smásala á snyrtivörum og sápum í sérverslunum 47.76 Smásala á blómum, plöntum, fræjum, áburði, gæludýrum og gæludýrafóðri í sérverslunum 47.76.1 Smásala á blómum, plöntum, fræjum og áburði í sérverslunum 47.76.2 Smásala á gæludýrum og gæludýrafóðri í sérverslunum 47.77 47.77.0 Smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum 47.78 Önnur smásala á nýjum vörum í sérverslunum 47.78.1 Smásala á gleraugum og sjóntækjum í sérverslunum 47.78.2 Smásala á ljósmyndavörum í sérverslunum 47.78.3 Starfsemi listmunahúsa og listaverkasala 47.78.9 Önnur ótalin smásala á nýjum vörum í sérverslunum 47.79 47.79.0 Smásala á notuðum vörum í verslunum 47.8 Smásala úr söluvögnum og á mörkuðum 47.81 47.81.0 Smásala á mat-, drykkjar- og tóbaksvörum úr söluvögnum og á mörkuðum 47.82 47.82.0 Smásala á textílvörum, fatnaði og skófatnaði úr söluvögnum og á mörkuðum 47.89 47.89.0 Smásala á öðrum vörum úr söluvögnum og á mörkuðum 47.9 Smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða á mörkuðum 47.91 47.91.0 Smásala póstverslana eða um Netið 47.99 47.99.0 Önnur smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða á mörkuðum

H Flutningar og gEymsla

49 Flutningar á landi og eftir leiðslum 49.1 49.10 49.10.0 Farþegaflutningar með járnbrautarlestum milli borga 49.2 49.20 49.20.0 Vöruflutningar með járnbrautarlestum 49.3 Aðrir farþegaflutningar á landi 49.31 49.31.0 Farþegaflutningar á landi, innanbæjar og í úthverfum 49.32 49.32.0 Rekstur leigubíla 49.39 49.39.0 Aðrir farþegaflutningar á landi 49.4 Vöruflutningar á vegum og flutningsþjónusta 49.41 Vöruflutningar á vegum 49.41.1 Akstur sendibíla 49.41.2 Akstur vörubíla 49.41.9 Aðrir vöruflutningar á vegum 49.42 49.42.0 Flutningsþjónusta 49.5 49.50 49.50.0 Flutningar eftir leiðslum

50 Flutningar á sjó og vatnaleiðum 50.1 50.10 50.10.0 Millilanda- og strandsiglingar með farþega 50.2 50.20 50.20.0 Millilanda- og strandsiglingar með vörur 50.3 50.30 50.30.0 Farþegaflutningar á skipgengum vatnaleiðum 50.4 50.40 50.40.0 Vöruflutningar á skipgengum vatnaleiðum

51 Flutningar með flugi 51.1 51.10 Farþegaflutningar með flugi 51.10.1 Farþegaflutningar með áætlunarflugi 51.10.2 Farþegaflutningar með leiguflugi 51.2 Vöruflutningar með flugi og geimferðir 51.21 51.21.0 Vöruflutningar með flugi 51.22 51.22.0 Geimferðir 52.1 52.10 52.10.0 Vörugeymsla

52 Vörugeymsla og stoðstarfsemi fyrir flutninga 52.2 Stoðstarfsemi fyrir flutninga 52.21 52.21.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á landi

Page 54: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

54 Yfirlitstöflur

52.22 52.22.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á sjó og vatni 52.23 52.23.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi 52.24 52.24.0 Vöruafgreiðsla 52.29 52.29.0 Önnur þjónusta tengd flutningum

53 Póst- og boðberaþjónusta 53.1 53.10 53.10.0 Almenn póstþjónusta 53.2 53.20 53.20.0 Önnur póst- og boðberaþjónusta

i rEkstur gististaða og vEitingarEkstur

55 rekstur gististaða 55.1 55.10 Hótel og gistiheimili 55.10.1 Hótel og gistiheimili með veitingaþjónustu 55.10.2 Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustu 55.2 55.20 55.20.0 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða 55.3 55.30 55.30.0 Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi 55.9 55.90 55.90.0 Önnur gistiaðstaða

56 Veitingasala og -þjónusta 56.1 56.10 56.10.0 Veitingastaðir 56.2 Veisluþjónusta og önnur veitingaþjónusta 56.21 56.21.0 Veisluþjónusta 56.29 56.29.0 Önnur ótalin veitingaþjónusta 56.3 56.30 56.30.0 Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.

J uPPlýsingar og FJarskiPti

58 Útgáfustarfsemi 58.1 Bókaútgáfa, tímaritaútgáfa og önnur útgáfustarfsemi 58.11 58.11.0 Bókaútgáfa 58.12 58.12.0 Útgáfaskráaogpóstlista 58.13 58.13.0 Dagblaðaútgáfa 58.14 58.14.0 Tímaritaútgáfa 58.19 58.19.0 Önnur útgáfustarfsemi 58.2 Hugbúnaðarútgáfa 58.21 58.21.0 Útgáfatölvuleikja 58.29 58.29.0 Önnur hugbúnaðarútgáfa

59 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

59.1 Starfsemi á sviði kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis 59.11 59.11.0 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni 59.12 59.12.0 Eftirvinnsla kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis 59.13 59.13.0 Dreifing á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni 59.14 59.14.0 Kvikmyndasýningar 59.2 59.20 59.20.0 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

60 Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð 60.1 60.10 60.10.0 Útvarpsútsendingogdagskrárgerð 60.2 60.20 60.20.0 Sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð

61 Fjarskipti 61.1 61.10 61.10.0 Fjarskipti um streng 61.2 61.20 61.20.0 Þráðlaus fjarskipti 61.3 61.30 61.30.0 Gervihnattafjarskipti 61.9 61.90 61.90.0 Önnur fjarskiptastarfsemi

62 Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni 62.0 Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni 62.01 62.01.0 Hugbúnaðargerð 62.02 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni 62.03 62.03.0 Rekstur tölvukerfa 62.09 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni

Page 55: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 55

63 Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu 63.1 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi, vefgáttir 63.11 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi 63.12 63.12.0 Vefgáttir 63.9 Önnur starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu 63.91 63.91.0 Starfsemi fréttastofa 63.99 63.99.0 Önnur ótalin starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu

k FJármála- og vátryggingastarFsEmi

64 Fjármálaþjónusta, þó ekki starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða 64.1 Fjármálafyrirtæki 64.11 64.11.0 Starfsemi seðlabanka 64.19 64.19.0 Önnur fjármálafyrirtæki 64.2 64.20 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga 64.3 64.30 64.30.0 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög 64.9 Önnur fjármálaþjónusta, þó ekki vátryggingafélög og lífeyrissjóðir 64.91 64.91.0 Fjármögnunarleiga 64.92 64.92.0 Önnur lánaþjónusta 64.99 64.99.0 Önnur ótalin fjármálaþjónusta, þó ekki vátryggingafélög og lífeyrissjóði

65 Vátryggingafélög, endurtryggingafélög og lífeyrissjóðir, þó ekki lögboðnar almannatryggingar

65.1 Vátryggingar 65.11 65.11.0 Líftryggingar 65.12 65.12.0 Skaðatryggingar 65.2 65.20 65.20.0 Endurtryggingar 65.3 65.30 65.30.0 Lífeyrissjóðir

66 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu og vátryggingum 66.1 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki þjónusta vátryggingafélaga og lífeyrissjóða 66.11 66.11.0 Stjórnun fjármálamarkaða 66.12 66.12.0 Starfsemi við miðlun verðbréfa og hrávörusamninga 66.19 66.19.0 Önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum 66.2 Starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum 66.21 66.21.0 Áhættu- og tjónamat 66.22 66.22.0 Starfsemi umboðsmanna og miðlara í vátryggingum 66.29 66.29.0 Önnur starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum 66.3 66.30 66.30.0 Stýring verðbréfasjóða

l FastEignaviðskiPti

68 Fasteignaviðskipti 68.1 68.10 68.10.0 Kaup og sala á eigin fasteignum 68.2 Fasteignaleiga 68.20 Fasteignaleiga 68.20.1 Leiga íbúðarhúsnæðis 68.20.2 Leiga atvinnuhúsnæðis 68.20.3 Leiga á landi og landréttindum 68.3 Fasteignaviðskipti gegn þóknun eða samkvæmt samningi 68.31 68.31.0 Fasteignamiðlun 68.32 68.32.0 Fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt samningi

m sÉrFrÆðilEg, vÍsindalEg og tÆknilEg starFsEmi

69 Lögfræðiþjónusta og reikningshald 69.1 69.10 69.10.0 Lögfræðiþjónusta 69.2 69.20 69.20.0 Reikningshald, bókhald og endurskoðun; skattaráðgjöf

70 Starfsemi höfuðstöðva, starfsemi við rekstrarráðgjöf 70.1 70.10 70.10.0 Starfsemi höfuðstöðva 70.2 Rekstrarráðgjöf 70.21 70.21.0 Almannatengsl

Page 56: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

56 Yfirlitstöflur

70.22 70.22.0 Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf

71 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegar prófanir og greining 71.1 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf 71.11 71.11.0 Starfsemi arkitekta og skyld tæknileg ráðgjöf 71.12 Verkfræðistarfsemi og skyld tæknileg ráðgjöf 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf 71.12.2 Starfsemi á sviði landmælinga; jarðfræðilegar rannsóknir 71.2 71.20 71.20.0 Tæknilegar prófanir og greining

72 Vísindarannsóknir og þróunarstarf 72.1 Rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði 72.11 72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni 72.19 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði 72.2 72.20 72.20.0 Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum

73 Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir 73.1 Auglýsingastarfsemi 73.11 73.11.0 Auglýsingastofur 73.12 73.12.0 Auglýsingamiðlun 73.2 73.20 73.20.0 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir

74 önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 74.1 74.10 74.10.0 Sérhæfð hönnun 74.2 74.20 74.20.0 Ljósmyndaþjónusta 74.3 74.30 74.30.0 Þýðingar- og túlkunarþjónusta 74.9 74.90 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

75 75.0 75.00 75.00.0 Dýralækningar

n lEigustarFsEmi og ýmis sÉrHÆFð ÞJÓnusta

77 Leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga 77.1 Leiga á vélknúnum ökutækjum 77.11 77.11.0 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 77.12 77.12.0 Leiga á vörubifreiðum 77.2 Leiga á munum til einka- og heimilisnota 77.21 77.21.0 Leiga á tómstunda- og íþróttavörum 77.22 77.22.0 Leiga á myndböndum og -diskum 77.29 77.29.0 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og heimilisnota 77.3 Leiga á öðrum vélum og búnaði 77.31 77.31.0 Leiga á landbúnaðarvélum og -tækjum 77.32 77.32.0 Leiga á vinnuvélum og tækjum til byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar 77.33 77.33.0 Leiga á tölvum, skrifstofuvélum og -búnaði 77.34 77.34.0 Leiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum 77.35 77.35.0 Leiga á loftförum 77.39 77.39.0 Leiga á öðrum ótöldum vélum og búnaði 77.4 77.40 77.40.0 Leiga á hugverkum og skyldum eignum sem ekki njóta höfundarréttar

78 Atvinnumiðlun 78.1 78.10 78.10.0 Ráðningarstofur 78.2 78.20 78.20.0 Starfsmannaleigur 78.3 78.30 78.30.0 Önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi

79 Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta 79.1 Starfsemi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda 79.11 79.11.0 Ferðaskrifstofur 79.12 79.12.0 Ferðaskipuleggjendur 79.9 79.90 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og tengd starfsemi

80 öryggis- og rannsóknarstarfsemi 80.1 80.10 80.10.0 Einkarekin öryggisþjónusta 80.2 80.20 80.20.0 Starfsemi við öryggiskerfaþjónustu 80.3 80.30 80.30.0 Rannsóknarstarfsemi

Page 57: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 57

81 Fasteignarumsýsla, hreingerningarþjónusta og skrúðgarðyrkja 81.1 81.10 81.10.0 Blönduð fasteignarumsýsla 81.2 Hreingerningarþjónusta 81.21 81.21.0 Almenn þrif bygginga 81.22 81.22.0 Önnur þrif á byggingum og í iðnaði 81.29 81.29.0 Önnur ótalin hreingerningarþjónusta 81.3 81.30 81.30.0 Skrúðgarðyrkja

82 Skrifstofuþjónusta og önnur þjónusta við atvinnurekstur 82.1 Skrifstofuþjónusta 82.11 82.11.0 Blönduð skrifstofuþjónusta 82.19 82.19.0 Ljósritun, meðferð skjala og önnur sérhæfð skrifstofuþjónusta 82.2 82.20 82.20.0 Símsvörun og úthringiþjónusta 82.3 82.30 82.30.0 Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum 82.9 Önnur þjónusta við atvinnurekstur 82.91 82.91.0 Innheimtuþjónusta og upplýsingar um lánstraust 82.92 82.92.0 Pökkunarstarfsemi 82.99 82.99.0 Önnur ótalin þjónusta við atvinnurekstur

o oPinBEr stJÓrnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

84 Opinber stjórnsýsla, varnarmál og almannatryggingar 84.1 Æðsta stjórnsýsla ríkis, löggjafarstörf og framkvæmd efnahags- og félagsmála 84.11 84.11.0 Almenn stjórnsýsla og löggjöf 84.12 84.12.0 Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta- og menning-

armála og félagsmála, þó ekki almannatryggingar 84.13 84.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna 84.2 Utanríkisþjónusta, dómstólar, löggæsla og björgunarstarfsemi 84.21 84.21.0 Utanríkisþjónusta 84.22 84.22.0 Varnarmál 84.23 84.23.0 Dómstólar og fangelsi 84.24 84.24.0 Löggæsla og almannaöryggi 84.25 84.25.0 Slökkviliðs- og björgunarstarfsemi 84.3 84.30 84.30.0 Almannatryggingar

P FrÆðslustarFsEmi

85 Fræðslustarfsemi 85.1 85.10 85.10.0 Fræðslustarfsemi á leikskólastigi 85.2 85.20 85.20.0 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi 85.3 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi 85.31 85.31.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám 85.32 85.32.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi – iðn- og verknám 85.4 Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi 85.41 85.41.0 Fræðslustarfsemi á á viðbótarstigi 85.42 85.42.0 Fræðslustarfsemi á háskólastigi 85.5 Önnur fræðslustarfsemi 85.51 85.51.0 Íþrótta- og tómstundakennsla 85.52 85.52.0 Listnám 85.53 85.53.0 Ökuskólar, flugskólar o.þ.h. 85.59 85.59.0 Önnur ótalin fræðslustarfsemi 85.6 85.60 85.60.0 Þjónusta við fræðslustarfsemi

Q HEilBrigðis- og FÉlagsÞJÓnusta

86 Heilbrigðisþjónusta 86.1 86.10 86.10.0 Sjúkrahús 86.2 Læknisþjónusta og tannlækningar 86.21 86.21.0 Heilsugæsla og heimilislækningar 86.22 86.22.0 Sérfræðilækningar 86.23 86.23.0 Tannlækningar 86.9 86.90 Önnur heilbrigðisþjónusta

Page 58: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

58 Yfirlitstöflur

86.90.1 Starfsemi sjúkraþjálfara 86.90.2 Starfsemi sálfræðinga 86.90.3 Rannsóknarstofur í læknisfræði 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta

87 umönnun á dvalarheimilum 87.1 87.10 87.10.0 Dvalarheimili með hjúkrun 87.2 87.20 87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis og vímuefnamisnotkunar 87.3 87.30 Dvalarheimili fyrir aldraða og fatlaða 87.30.1 Dvalarheimili fyrir aldraða 87.30.2 Heimili fyrir fatlaða 87.9 87.90 87.90.0 Önnur ótalin dvalarheimili

88 Félagsþjónusta án dvalar á stofnun 88.1 88.10 88.10.0 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og fatlaða 88.9 Önnur félagsþjónusta án dvalar á stofnun 88.91 Dagvistun barna 88.91.1 Starfsemi dagmæðra og önnur dagvistun ungbarna 88.91.2 Starfsemi skóladagheimila og frístundaheimila 88.99 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun

r mEnningar-, ÍÞrÓtta- og tÓmstundastarFsEmi

90 Skapandi listir og afþreying 90.0 Skapandi listir og afþreying 90.01 90.01.0 Sviðslistir 90.02 90.02.0 Þjónusta við sviðslistir 90.03 90.03.0 Listsköpun 90.04 90.04.0 Rekstur húsnæðis og annarrar aðstöðu fyrir menningarstarfsemi

91 91.0 Starfsemi safna og önnur menningarstarfsemi 91.01 91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna 91.02 91.02.0 Starfsemi safna 91.03 91.03.0 Rekstur sögulegra staða og bygginga og áþekkra ferðamannastaða 91.04 91.04.0 Starfsemi grasagarða, dýragarða og þjóðgarða

92 92.0 92.00 92.00.0 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi

93 Íþrótta- og tómstundastarfsemi 93.1 Íþróttastarfsemi 93.11 93.11.0 Rekstur íþróttamannvirkja 93.12 93.12.0 Starfsemi íþróttafélaga 93.13 93.13.0 Heilsu- og líkamsræktarstöðvar 93.19 93.19.0 Önnur íþróttastarfsemi 93.2 Starfsemi tengd tómstundum og skemmtun 93.21 93.21.0 Starfsemi skemmti- og þemagarða 93.29 93.29.0 Önnur ótalin skemmtun og tómstundastarf

s FÉlagasamtÖk og Önnur ÞJÓnustustarFsEmi

94 Starfsemi félagasamtaka 94.1 94.11 94.11.0 Starfsemi samtaka í atvinnulífinu og félaga atvinnurekenda 94.12 94.12.0 Starfsemi fagfélaga 94.2 94.20 94.20.0 Starfsemi stéttarfélaga 94.9 Starfsemi annarra félagasamtaka 94.91 94.91.0 Starfsemi trúfélaga 94.92 94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka 94.99 Starfsemi ótalinna félagasamtaka 94.99.1 Starfsemi húsfélaga íbúðareigenda 94.99.9 Starfsemi annarra ótalinna félagasamtaka

95 Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota 95.1 Viðgerðir á tölvum og fjarskiptabúnaði 95.11 95.11.0 Viðgerðir á tölvum og jaðarbúnaði

Page 59: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Yfirlitstöflur 59

95.12 95.12.0 Viðgerðir á fjarskiptabúnaði 95.2 Viðgerðir á hlutum til einka- og heimilisnota 95.21 95.21.0 Viðgerðir á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði 95.22 95.22.0 Viðgerðir á heimilistækjum og heimilis- og garðyrkjuáhöldum 95.23 95.23.0 Viðgerðir á skófatnaði og leðurvörum 95.24 95.24.0 Viðgerðir á húsgögnum og áklæðum 95.25 95.25.0 Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum 95.29 95.29.0 Viðgerðir á öðrum hlutum til einka- og heimilisnota

96 önnur þjónustustarfsemi 96.0 Önnur þjónustustarfsemi 96.01 96.01.0 Þvottahús og efnalaugar 96.02 Hárgreiðslu- og snyrtistofur 96.02.1 Hársnyrtistofur 96.02.2 Snyrtistofur 96.03 96.03.0 Útfararþjónustaogtengdstarfsemi 96.04 96.04.0 Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h. 96.09 96.09.0 Önnur ótalin þjónustustarfsemi

t atvinnurEkstur innan HEimilis, ÞJÓnustu-starFsEmi og vÖruFramlEiðsla til Eigin nota

97 97.0 97.00 97.00.0 Heimilishald með launuðu starfsfólki

98 Þjónustustarfsemi og framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota 98.1 98.10 98.10.0 Framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota 98.2 98.20 98.20.0 Ýmis konar þjónustustarfsemi á heimilum í eigin þágu

u starFsEmi stoFnana og samtaka mEð ÚrlEndisrÉtt

99 99.0 99.00 99.00.0 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt

X ÓÞEkkt starFsEmi 99.99.9 Óþekkt starfsemi

Page 60: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 61: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

ÍSLEnSK ATVInnugrEInAFLOKKun

Page 62: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 63: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 63

nacerev. 2 ÍSAT2008

a landBÚnaður, skÓgrÆkt og FiskvEiðar

Til þessa bálks telst nýting náttúruauðlinda úr jurta- og dýra ríkinu. Bálkurinn tekur til starfsemi sem lýtur að ræktun nytjajurta, dýraeldi og búfjárrækt, skógrækt, skógarhögg og uppskeru eða söfnun ann arra plantna, nýtingu dýra eða dýraafurða á bújörðum eða kjör lendi þeirra.

01 ræktun nytjajurta og búfjárrækt, veiðar og tengd þjónustustarfsemi

Í þessari deild er gerður greinarmunur á tvenns konar grunn starf semi, framleiðslu matjurta og framleiðslu dýraafurða. Til þessarar deildar teljast lífrænir landbúnaðarhættir og einnig ræktun erfða breyttra nytjajurta og erfðabreyttra dýra. Til þessarar deildar telst bæði ræktun á opnum ökrum og í gróðurhúsum.

Einnig telst til þessarar deildar þjónustustarfsemi tengd landbúnaði og dýraveiðum.

Í flokki 01.5 (Blandaður búskapur) er farið gegn reglum varðandi skil greiningu á aðal-starfsemi. Þar er tekið til greina að á mörgum bújörðum er ræktun matjurta og búfjárrækt stunduð jöfnum hönd um og því oft tilviljunarkennt í hvorn flokkinn þær fara.

Til landbúnaðarstarfsemi telst ekki frekari vinnsla landbúnaðar afurða (deild 10 og 11 (Fram-leiðsla matvæla og drykkja) og deild 12 (Framleiðsla á tóbaksvörum)) en sem þarf til að útbúa þær fyrir frumsölumarkaði.

Til þessarar deildar telst ekki jarðvinnsla (t.d. stallagerð í land búnaði, framræsla o.s.frv.) sem er flokkuð í bálk F (Mannvirkjagerð). Einnig eru hér undanskilin samtök um mark-aðssetningu og sölu landbúnaðarafurða sem flokkuð eru í bálk G (Verslun).

01.1 ræktun nytjajurta annarra en fjölærra

Til þessa flokks telst ræktun nytjajurta annarra en fjölærra, þ.e. plantna sem lifa ekki lengur en tvö vaxtartímabil. Til hans telst einn ig ræktun þessara plantna til fræframleiðslu.

Page 64: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

64 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.11 Kornrækt (að undanskildum hrísgrjónum), ræktun belgjurta og olíufræja

01.11.0 Kornrækt (að undanskildum hrísgrjónum), ræktun belgjurta og olíufræja

Til þessarar greinar teljast allar tegundir kornræktar, ræktun belgjurta og olíufræja á opnum ökrum.

Til þessarar greinar telst:Kornrækt, s.s. ræktun á hveiti, maískorni, dúrru, byggi, rúgi, höfrum, hirsi og öðrum •korntegundum, ót.a.s.Ræktun belgjurta, s.s. ræktun á baunum, hestabaunum, kjúklinga baunum, •augn baunum, linsubaunum, ertum, dúfnabaunum og öðrum belgjurtumRæktun olíufræja, s.s. ræktun á sojabaunum, jarðhnetum, baðmullar fræjum, •kristpálma, hörfræjum, sinnepsfræjum, nígerurtafræjum, repjufræjum, saffranfræjum, sesamfræjum, sólblóma fræjum og öðrum olíufræjum

Til þessarar greinar telst ekki:Hrísgrjónarækt, sjá 01.12•Sykurmaísrækt, sjá 01.13.9•Ræktun fóðurmaíss, sjá 01.19.9•Ræktun olíuríkra aldina, sjá 01.26•

01.12 Hrísgrjónarækt

01.12.0 Hrísgrjónarækt

01.13 ræktun grænmetis og melóna, róta og hnýðis

01.13.1 ræktun á aldingrænmeti og papriku

Til þessarar greinar telst:Ræktun á aldingrænmeti, s.s. gúrkum, eggaldinum, tómötum, melónum og öðru •aldin grænmetiRæktun á papriku•

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun piparávaxta, eldpapriku og annarra krydd- og ilmjurta, sjá 01.28•

01.13.2 ræktun á kartöflum

01.13.9 ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði

Til þessarar greinar telst:Ræktun á blað- og stilkgrænmeti, s.s. hvítkáli, blómkáli, spergilkáli, salati, spínati, •ætiþistlum, spergli og öðru blað- og stöngulgrænmetiRæktun á gulrótum•Ræktun á gulrófum og næpum•Ræktun á sveppum og jarðsveppum•Ræktun annarra rótarávaxta, lauka og hnýðisgrænmetis, s.s. ræktun á næpum, lauk, •hvítlauk, blaðlauk og öðrum skyldum matjurtum Ræktun grænmetisfræja, þ.m.t. sykurrófufræja, önnur rófufræ undanskilin (01.19.9)•Ræktun sykurrófna•Ræktun á öðru ótöldu grænmeti•

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun sveppagrós, sjá 01.30•

Page 65: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 65

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.14 ræktun sykurreyrs

01.14.0 ræktun sykurreyrs

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun sykurrófna, sjá 01.13.9•

01.15 Tóbaksræktun

01.15.0 Tóbaksræktun

01.16 ræktun trefjajurta

01.16.0 ræktun trefjajurta

Til þessarar greinar telst:Baðmullarræktun•Ræktun jútu og annarra bastspunatrefja•Hör- og hampræktun•Ræktun sísal og annarra spunatrefja af agavaætt•Ræktun abaca, ramí og annarra spunatrefja úr jurtaríkinu•Ræktun annarra trefjajurta•

01.19 önnur ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar

01.19.1 Blómarækt

Til þessarar greinar telst:Ræktun á blómum og blómafræjum•Framleiðsla afskorinna blóma og blómknappa•

01.19.9 önnur ótalin ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar

Til þessarar greinar telst ræktun allra annarra nytjaplantna sem eru ekki fjölærar:Ræktun á fóðurnæpu, beðju, fóðurrófum, smára, alfalfa, esparsettnum, fóðurmaís og •öðru grasi, fóðurkáli og áþekkum fóðurvörumRæktun á bókhveiti•Ræktun rófufræja (að undanskildum sykurrófufræjum) og fræja fóðurplantna•Ræktun humals•

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun krydds, ilmjurta og lyfjajurta sem ekki eru fjölærar, sjá 01.28•

01.2 ræktun fjölærra nytjajurta

Til þessarar greinar telst ræktun fjölærra nytjajurta, þ.e. plantna sem lifa lengur en tvö vaxtartímabil og annaðhvort visna eftir hvert vaxtartímabil eða lifa og vaxa áfram. Ræktun fjölærra nytjajurta til fræframleiðslu telst einnig til þessarar greinar.

Page 66: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

66 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.21 ræktun á þrúgum

01.21.0 ræktun á þrúgum

Til þessarar greinar telst:Ræktun á þrúgum og vínberjum á vínekrum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á víni, sjá 11.02•

01.22 ræktun hitabeltisávaxta og ávaxta frá heittempraða beltinu

01.22.0 ræktun hitabeltisávaxta og ávaxta frá heittempraða beltinu

Til þessarar greinar telst:Ræktun ávaxta frá hitabeltinu og heittempraða beltinu, s.s. ræktun á lárperum, •banönum, döðlum, fíkjum, mangó, papæjualdinum og öðrum ávöxtum frá hitabeltinu eða heittempraða beltinu

01.23 ræktun sítrusávaxta

01.23.0 ræktun sítrusávaxta

Til þessarar greinar telst:Ræktun sítrusávaxta, s.s. ræktun á sítrónum, appelsínum, greipaldinum og öðrum •sítrusávöxtum

01.24 ræktun kjarnaávaxta og steinaldina

01.24.0 ræktun kjarnaávaxta og steinaldina

Til þessarar greinar telst:Ræktun kjarnaávaxta og steinaldina, s.s. ræktun á eplum, apríkósum, kirsuberjum, •ferskjum, perum, plómum og öðrum kjarnaávöxtum og steinaldinum

01.25 ræktun annarra ávaxta og hneta af trjám og runnum

01.25.0 ræktun annarra ávaxta og hneta af trjám og runnum

Til þessarar greinar telst:Ræktun berja, s.s. ræktun á bláberjum, rifsberjum, garðaberjum, kíví, hindberjum, •jarðarberjum og öðrum berjumRæktun ávaxtafræja•Ræktun á ætum hnetum, s.s. ræktun á möndlum, kasúhnetum, kastaníuhnetum, •heslihnetum, pistasíuhnetum, valhnetum og öðrum hnetumRæktun annarra ávaxta af trjám og runnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun á kókoshnetum, sjá 01.26•

Page 67: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 67

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.26 ræktun olíuríkra ávaxta

01.26.0 ræktun olíuríkra ávaxta

Til þessarar greinar telst:Ræktun olíuríkra ávaxta, s.s. ræktun á kókoshnetum, ólífum, olíupálma og öðrum •olíuríkum ávöxtum

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun á sojabaunum, jarðhnetum og öðrum olíufræjum, sjá 01.11•

01.27 ræktun jurta til drykkjargerðar

01.27.0 ræktun jurta til drykkjargerðar

Til þessarar greinar telst:Ræktun jurta til drykkjargerðar, s.s. ræktun á kaffi, te, maté, kakói og öðrum jurtum til •drykkjargerðar

01.28 ræktun krydd- , ilm- og lyfjajurta

01.28.0 ræktun krydd- , ilm- og lyfjajurta

Til þessarar greinar telst:Ræktun krydd- og ilmjurta, s.s. ræktun á pipar, múskati, anís, kanil, negul, engiferi, •vanillu og öðrum krydd- og ilmjurtumRæktun lyfja- og eiturlyfjaplantna•

01.29 ræktun annarra fjölærra nytjajurta

01.29.0 ræktun annarra fjölærra nytjajurta

Til þessarar greinar telst:Ræktun grasi•Ræktun gúmmítrjáa til söfnunar á latexi•Ræktun á jólatrjám•Trjárækt til trjákvoðuvinnslu•

Page 68: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

68 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.3 Plöntufjölgun

01.30 Plöntufjölgun

01.30.0 Plöntufjölgun

Til þessarar greinar telst framleiðsla allra útplöntunarplantna til framhaldsræktunar, þ.m.t. græðlingar, villisprotar og ungplöntur til beinnar plöntufjölgunar eða ræktun plöntustofns til ágræðslu þar sem valinn græðlingur er ágræddur í því skyni að planta honum síðar til nytjaplöntuframleiðslu.

Til þessarar greinar telst:Fjölgun plantna til útplöntunar•Ræktun plantna til skreytinga, þ.m.t. torfþökur•Ræktun lifandi plantna til framleiðslu blómlauka, hnýðis og róta; græðlinga og •gróðurkvista; sveppagrósRekstur gróðrarstöðva fyrir tré, að undanskildum gróðrarstöðvum fyrir skógartré•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur gróðrarstöðva fyrir skógartré, sjá 02.10.1•

01.4 Búfjárrækt

Til þessa flokks telst eldi og ræktun allra dýra nema lagardýra.

Til þessa flokks telst ekki:Vistun og umhirða húsdýra, sjá 01.62•Framleiðsla á húðum og skinnum úr sláturhúsum, sjá 10.11•

01.41 ræktun mjólkurkúa

01.41.0 ræktun mjólkurkúa

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun mjólkurkúa•Framleiðsla hrámjólkur úr kúm eða vísundum•

Til þessarar greinar telst ekki:Mjólkurvinnsla, sjá 10.51•

01.42 önnur nautgriparækt

01.42.0 önnur nautgriparækt

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun nautgripa og vísunda til kjötframleiðslu•Framleiðsla nautgripasæðis•

Page 69: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 69

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.43 Hrossarækt og ræktun annarra dýra af hrossaætt

01.43.0 Hrossarækt og ræktun annarra dýra af hrossaætt

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun hrossa, asna, múlasna eða múldýra•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur hesthúsa fyrir útreiðar og kappreiðar, sjá 93.19•

01.44 Úlfaldarækt og ræktun dýra af úlfaldaætt

01.44.0 Úlfaldarækt og ræktun dýra af úlfaldaætt

01.45 Sauðfjár- og geitarækt

01.45.0 Sauðfjár- og geitarækt

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun sauðfjár og geita•Framleiðsla hrámjólkur úr kindum og geitum•Framleiðsla óunninnar ullar•

Til þessarar greinar telst ekki:Rúningur sauðfjár gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 01.62•Framleiðsla ullar af sláturfé, sjá 10.11•Mjólkurvinnsla, sjá 10.51•

01.46 Svínarækt

01.46.0 Svínarækt

01.47 Alifuglarækt og eggjaframleiðsla

01.47.1 Alifuglarækt

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun alifugla, s.s. kjúklinga, kalkúna, anda, gæsa og perluhænsna•Rekstur klakstöðva fyrir alifugla•

Til þessarar greinar telst ekki:Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti, sjá 10.12•

01.47.2 Eggjaframleiðsla

01.49 ræktun annarra dýra

01.49.1 Loðdýrabú

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun á loðdýrum, s.s. minkum, refum og kanínum•Framleiðsla loðskinna á búum•

Page 70: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

70 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.49.2 Æðarrækt og æðardúnstekja

01.49.9 ræktun annarra ótalinna dýra

Til þessarar greinar telst:Eldi og ræktun gæludýra (að undanskildum fiski), s.s. ræktun á köttum, hundum, •páfagaukum, hömstrum o.þ.h.Eldi og ræktun annarra lifandi dýra, s.s. ræktun á fuglum og skordýrum•Framleiðsla á skriðdýra- eða fuglshömum á búum•Rekstur ormabúa, sniglabúa, o.s.frv.•Silkiormarækt, framleiðsla silkiormahjúpa•Býflugnarækt og framleiðsla á hunangi og býflugnavaxi•Ræktun annarra dýra, ót.a.s. •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla húða og skinna af veiddum dýrum, sjá 01.70•Rekstur froska-, krókódíla-, burstaormabúa, sjá 03.21, 03.22•Rekstur fiskeldisstöðva, sjá 03.21, 03.22•Vistun og þjálfun gæludýra, sjá 96.09•Alifuglarækt, sjá 01.47.1•

01.5 Blandaður búskapur

01.50 Blandaður búskapur

01.50.0 Blandaður búskapur

Til þessarar greinar telst þegar búfjárrækt og framleiðsla á nytjajurtum er stunduð jöfnum höndum. Heildarumfang búrekstrar er ekki ákvarðandi þáttur. Ef annaðhvort framleiðsla nytjajurta eða búfjárrækt í tiltekinni einingu skilar meira en 66% af vergum hagnaði fellur starfsemin ekki undir þennan flokk, heldur skal telja hana til búskapar með nytjajurtir eða búfé eftir því sem við á.

Til þessarar greinar telst ekki:Blandaður búskapur með nytjajurtir, sjá flokk 01.1 og 01.2•Blönduð búfjárrækt, sjá flokk 01.4•

01.6 Þjónustustarfsemi við landbúnað og starfsemi eftir uppskeru nytjajurta

Til þessa flokks telst starfsemi tengd landbúnaðarframleiðslu og starfsemi áþekk landbún-aði, sem ekki er innt af hendi í framleiðsluskyni (þ.e.a.s. til uppskeru landbúnaðar afurða), gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Einnig telst hér með starfsemi eftir uppskeru, sem felur í sér forvinnu landbúnaðarafurða fyrir frumsölumarkað.

Page 71: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 71

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.61 Þjónustustarfsemi við ræktun nytjajurta

01.61.0 Þjónustustarfsemi við ræktun nytjajurta

Til þessarar greinar telst:Landbúnaðarstarfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi, s.s. undirbúningur •akra, úðun nytjaplantna, uppskera, illgresis- og meindýraeyðing í tengslum við landbúnað Viðhald landbúnaðarjarða í góðu ástandi fyrir landbúnað og í góðu vistvænu ástandi•Rekstur áveitubúnaðar í landbúnaði•

Til þessarar greinar telst einnig:Útleigalandbúnaðarvélameðstjórnendumogstarfsliði•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi að lokinni uppskeru, sjá 01.63•Landslagsarkitektúr, sjá 71.11•Starfsemi jarðræktarfræðinga og landbúnaðarráðunauta, sjá 74.90•Skrúðgarðyrkja, gróðursetning, sjá 81.30•Skipulagning landbúnaðarsýninga og -hátíða, sjá 82.30•

01.62 Þjónustustarfsemi við búfjárrækt

01.62.0 Þjónustustarfsemi við búfjárrækt

Til þessarar greinar telst:Landbúnaðarstarfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi, s.s. starfsemi sem •stuðlar að æxlun, vexti og ræktun dýra, nytmælingar, rekstur hjarða, hagaganga, rúningur sauðfjár, vistun og umhirða húsdýra

Til þessarar greinar telst einnig:Hrossatamningar•Starfsemi járningamanna•

Til þessarar greinar telst ekki:Útvegunárýmisemeinungiserætlaðtilaðvistadýr,sjá68.20•Starfsemi dýralækna, sjá 75.00•Bólusetning dýra, sjá 75.00•Vistun gæludýra, sjá 96.09•

Page 72: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

72 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

01.63 Starfsemi að lokinni uppskeru

01.63.0 Starfsemi að lokinni uppskeru

Til þessarar greinar telst:Vinnsla nytjaplantna fyrir frummarkaði, þ.e. hreinsun, snyrting, flokkun, sótthreinsun, •þurrkun, vaxhjúpun, fægingBaðmullarhreinsun•Vinnsla tóbakslaufa, t.d. þurrkun•Vinnsla kakóbauna, t.d. afhýðing•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla framleiðanda á landbúnaðarafurðum, sjá samsvarandi grein í flokki 01.1, 01.2 •eða 01.3Stilkhreinsun og endurþurrkun tóbaks, sjá 12.00•Markaðsstarfsemi umboðsmanna og samvinnufélaga, sjá deild 46•Heildverslun með hráefni úr landbúnaði•

01.64 Vinnsla fræja fyrir sáningu

01.64.0 Vinnsla fræja fyrir sáningu

Til þessarar greinar telst öll starfsemi eftir uppskeru í því skyni að bæta hæfni fræja til áframhaldandi ræktunar með því að fjarlægja efni sem er ekki hluti af fræjunum, fræ sem eru of smá, sködduð eftir vélar eða skordýr, óþroskuð fræ og einnig að minnka raka í fræjum fyrir geymslu þeirra. Til þessarar starfsemi telst það að þurrka, hreinsa, flokka og meðhöndla fræ þar til þau eru sett á markað. Meðhöndlun erfðabreyttra fræja telst hér með.

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun fræja, sjá flokk 01.1 og 01.2•Vinnsla olíu úr fræjum, sjá 10.41•Rannsóknir til að þróa eða breyta fræjum, sjá 72.11•

01.7 Veiðar og tengd þjónustustarfsemi

01.70 Veiðar og tengd þjónustustarfsemi

01.70.0 Veiðar og tengd þjónustustarfsemi

Til þessarar greinar teljast:Veiðar í atvinnuskyni•Þegar dýr eru tekin (dauð eða lifandi) til matar, til að nýta af þeim loðskinn, skinn eða til •að nota þau í rannsóknum, setja í dýragarða eða hafa þau sem gæludýrFramleiðsla á loðskinnum, skriðdýra- eða fuglshömum af veiddum dýrum•

Til þessarar greinar teljast einnig:Veiðar sjávarspendýra á landi, s.s. rostungs og sels•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á loðskinnum, skriðdýra- eða fuglshömum á búum, sjá flokk 01.49•Eldi veiðidýra á búum, sjá 01.49•Hvalveiðar, sjá 03.11.3•Framleiðsla á húðum og skinnum frá sláturhúsum, sjá 10.11•Veiðar í íþrótta- eða tómstundaskyni og tengd þjónustustarfsemi, sjá 93.19•Þjónustustarfsemi til að kynna veiðar, sjá 94.99.9•

Page 73: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 73

nacerev. 2 ÍSAT2008

02 Skógrækt og skógarhögg

Til þessarar deildar telst framleiðsla bolviðar sem og söfnun afurða sem ekki eru tré en vaxa villt í skógum. Fyrir utan timburframleiðslu fást af skógræktarstarfsemi afurðir sem eru lítið unnar, s.s. eldiviður, viðarkol, viðarspænir og bolviður sem notaður eru í óunnu formi. Þessi starfsemi getur farið fram í náttúrulegum eða ræktuðum skógum.

Ekki telst með frekari vinnsla viðar sem hefst með sögun og heflun viðar, sjá deild 16.

02.1 Skógrækt og önnur starfsemi tengd skógrækt

02.10 Skógrækt og önnur starfsemi tengd skógrækt

02.10.1 rekstur gróðrastöðva fyrir skógartré

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun jólatrjáa, sjá 01.29•Rekstur gróðrarstöðva fyrir önnur tré, 01.30•

02.10.9 Skógrækt og önnur ótalin starfsemi tengd henni

Til þessarar greinar telst:Ræktun trjáa á rót, t.d. gróðursetning, umplöntun, grisjun og verndun skóglendis og •skógi vaxinna svæðaRæktun kjarrskóga og trjáa til vinnslu viðarkvoðu og eldiviðar•

Þessi starfsemi getur farið fram í náttúrulegum eða ræktuðum skógum.

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun jólatrjáa, sjá 01.29•Söfnun sveppa og annarra afurða sem vaxa villt í skógum en eru ekki tré, sjá 02.30•Framleiðsla viðarspænis og agna, sjá 16.10•

02.2 Skógarhögg

02.20 Skógarhögg

02.20.0 Skógarhögg

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla bolviðar fyrir iðnaðarframleiðslu sem byggir á skógarnytjum•Framleiðsla bolviðar sem er notaður óunninn, s.s. girðingarstaura og staura til ýmissa •notaSöfnun og framleiðsla viðar til orkuframleiðslu•Söfnun og framleiðsla skógarhöggsleifa til orkuframleiðslu•Framleiðsla viðarkols í skógi (með hefðbundnum aðferðum)•

Afurðir af þessari starfsemi geta verið trjábolir, spænir eða eldiviður.

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun jólatrjáa, sjá 01.29•Ræktun trjáa á rót, t.d. gróðursetning, umplöntun, grisjun og verndun skóglendis og •svæða með trjáviði, sjá 02.10.9Söfnun afurða sem vaxa villtar í skógum en eru ekki tré, sjá 02.30•Framleiðsla viðarspænis og agna, sjá 16.10•Framleiðsla viðarkola með eimingu á viði, sjá 20.14•

Page 74: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

74 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

02.3 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré

02.30 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré

02.30.0 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré

Til þessarar greinar telst:Söfnun afurða sem vaxa villtar, s.s. söfnun á sveppum, berjum, hnetum, kork, harpeis, •balsam, malarhálm, akarni, mosa og skóf

Til þessarar greinar telst ekki:Stýrð ræktun á einhverjum þessara afurða (að undanskilinni ræktun korktrjáa), •sjá deild 01Ræktun sveppa eða jarðsveppa, sjá 01.13.9•Ræktun á berjum eða hnetum, sjá 01.25•Söfnun eldiviðar, sjá 02.20•Framleiðsla viðarspænis, sjá 16.10•

02.4 Þjónustustarfsemi við skógrækt

02.40 Þjónustustarfsemi við skógrækt

02.40.0 Þjónustustarfsemi við skógrækt

Til þessarar greinar telst framkvæmd hluta af rekstri skógræktar gegn þóknun eða samkvæmt samningi.

Til þessarar greinar telst:Þjónusta við skógrækt, s.s. talning trjáa, ráðgjafarþjónusta vegna skógvörslu, mat á •timbri, slökkvistarf vegna skógarelda, eyðing skaðvalda og skógverndÞjónusta við skógarhögg, s.s. flutningur trjábola innan skógar•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur gróðrarstöðva fyrir skógartré, sjá 02.10.1•Framræsla skóglendis, sjá 43.12•Hreinsun byggingarsvæðis, sjá 43.12•

Page 75: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 75

nacerev. 2 ÍSAT2008

03 Fiskveiðar og fiskeldi

Til þessarar deildar teljast fiskveiðar og fiskeldi sem tekur til nýtingar fiskveiðiauðlinda úr sjó, ísöltu vatni eða ferskvatni í því skyni að veiða eða safna fiski, krabbadýrum, lindýrum og öðrum sjávarlífverum og -afurðum.

Þjónustustarfsemi tengd fiskveiðum og fiskeldi á sjó eða í vatni telst til þeirrar atvinnu-greinar sem hún tengist.

Til þessarar deildar telst ekki: Vinnsla á fiski, krabbadýrum eða lindýrum í verksmiðjum í landi eða á •verksmiðjuskipum, sjá 10.20 Smíði eða viðgerð á skipum og bátum, sjá 30.1 og 33.15 •Fiskveiðar í íþrótta- eða tómstundaskyni, sjá 93.19 •

03.1 Fiskveiðar

Til þessa flokks teljast fiskveiðar, þ.e. veiðar, söfnun og tínsla í því skyni að safna villtum, lifandi vatnalífverum (aðallega fiski, krabbadýrum og lindýrum), þ.m.t. hvalveiðar.

03.11 Fiskveiðar í sjó

03.11.1 Útgerð smábáta

Til þessarar greinar telst:Útgerðbátaundir15brúttótonnumaðstærð•

03.11.2 Útgerð fiskiskipa

Til þessarar greinar telst:Útgerðtogara•Útgerðfrystitogaraogannarravinnsluskipa•Útgerðloðnuskipaogsíldarbáta•Útgerðannarrabátaogskipayfir15brúttótonnumaðstærð•

Til þessarar greinar telst einnig:Útgerðskipasemstundabæðiveiðarogvinnslu•

Til þessarar greinar telst ekki:Útgerðvinnsluskipasemeingöngutakaviðaflaannarrafiskiskipaenstundaekki•veiðar sjálf, sjá 10.20.1

03.11.3 Hvalveiðar

Til þessarar greinar telst ekki:Veiðar annarra sjávarspendýra, t.d. rostunga og sela, sjá 01.70•Vinnsla hvala á verksmiðjuskipum, sjá 10.11•

Page 76: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

76 BÁLKur A » Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar

nacerev. 2 ÍSAT2008

03.12 Ferskvatnsveiði

03.12.0 Ferskvatnsveiði

Til þessarar greinar telst:Fiskveiðar í atvinnuskyni í vötnum•Veiðar ferskvatnskrabbadýra og -lindýra•Veiðar vatnadýra sem lifa í fersku vatni•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla fisks, krabbadýra og lindýra, sjá 10.20•Fiskveiðieftirlit, verndun og varsla fiskveiðisvæða, sjá 84.24•Veiðar í íþrótta- eða tómstundaskyni og tengd þjónusta, sjá 93.19•Rekstur friðaðra svæða fyrir fiskveiðar í íþróttaskyni, sjá 93.19•

03.2 Eldi og ræktun í sjó og vatni

Til þessa flokks telst eldi og ræktun vatnalífvera (s.s. fisks, lindýra, krabbadýra og plantna).

03.21 Eldi og ræktun í sjó

03.21.0 Eldi og ræktun í sjó

Til þessarar greinar telst:Fiskeldi í sjó•Framleiðsla á ungviði humars, rækju og tvískelja (ostruskel, o.þ.h.); seiðaframleiðsla•Ræktun á þara og öðru ætu þangi•Ræktun krabbadýra, tvískelja og annarra lin- og vatnadýra í sjó•

Til þessarar greinar telst einnig:Fiskeldi í ísöltu vatni•Fiskeldi í kerum eða geymum fylltum af söltu vatni•Rekstur seiðastöðva (sjávar)•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur svæða fyrir fiskveiðar í tómstundaskyni, sjá 93.19•

03.22 Eldi og ræktun í ferskvatni

03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni

Til þessarar greinar telst:Fiskeldi í ferskvatni, þ.m.t. eldi skrautfiska•Ræktun krabbadýra, tvískelja, annarra lin- og vatnadýra í fersku vatni•Rekstur seiðastöðva (ferskvatns)•Froskeldi•

Til þessarar greinar telst ekki:Fiskeldi í kerum eða geymum fylltum af söltu vatni, sjá 03.21•Rekstur svæða fyrir fiskveiðar í tómstundaskyni, sjá 93.19•

Page 77: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 77

nacerev. 2 ÍSAT2008

B námugrÖFtur og vinnsla HráEFna Úr JÖrðu

Til námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu telst vinnsla jarðefna í föstu formi (kola og málmgrýtis), í vökvaformi (jarðolíu) eða gass (jarðgass). Námuvinnslan getur farið fram með mismunandi hætti, s.s. neðanjarðar- eða yfirborðsnámugreftri, rekstri borhola, jarð-efnavinnslu á hafsbotni, o.s.frv.

Til þessa bálks telst viðbótarstarfsemi í því skyni að vinna hráefni fyrir markað, t.d. mölun, sáldun, hreinsun, þurrkun, flokkun, hreinsun málma, þétting jarðgass og stykkjun elds-neytis í föstu formi. Þessi starfsemi er oft framkvæmd af sömu einingu og nemur hráefnið úr jörðu og/eða af öðrum þar nálægt.

Starfsemi við námugröft er flokkuð í deildir, flokka og greinar eftir því hvaða jarðefni er framleitt mest af. Deildir 05 og 06 varða námugröft og vinnslu hráefna úr jarðefnaeldsneyti (kol, brúnkol, jarðolía, gas), deildir 07 og 08 varða málmgrýti, ýmis steinefni og hráefni úr jörðu.

Hluti tæknilegrar vinnslu í þessum bálki, einkum að því er varðar gas- og olíuvinnslu, getur einnig verið í höndum sérhæfðra eininga og flokkast sem iðnaðartengd þjónusta undir deild 09.

Til þessa bálks telst ekki:Vinnsla unninna efna, sjá bálk C (Framleiðsla)•Notkun unninna efna við byggingar án frekari ummyndunar þeirra, sjá bálk F •(Byggingarstarfsemi)Átöppun náttúrlegs lindar- og ölkelduvatns við uppsprettur og borholur, sjá 11.07•Mölun, sáldun eða önnur meðhöndlun tiltekinna jarðefna, grjóts og steinefna sem fer •ekki fram í tengslum við námugröft og vinnslu jarðefna, sjá 23.9

Page 78: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

78 BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

nacerev. 2 ÍSAT2008

05 Kolanám

Til vinnslu jarðefnaeldsneytis telst námuvinnsla og sú starfsemi (t.d. flokkun, hreinsun, þjöppun og önnur vinnsla sem þarf fyrir flutninga, o.þ.h.) sem leiðir til markaðshæfrar vöru.

Til þessarar deildar telst ekki koksun (sjá 19.10), þjónusta sem tengist kolanámi (sjá 09.90) eða framleiðsla kolamylsnuköggla (sjá 19.20).

05.1 Steinkolanám

05.10 Steinkolanám

05.10.0 Steinkolanám

Til þessarar greinar telst:Steinkolanám•Hreinsun, fínmulning, þjöppun, og önnur vinnsla kola til að flokka, auka gæði eða •auðvelda flutninga

Til þessarar greinar telst einnig:Steinakolavinnsla úr kolasalla á námusvæðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Brúnkolanám, sjá 05.20•Mótekja, sjá 08.92•Þjónustustarfsemi fyrir steinkolanám, sjá 09.90•Könnunarboranir fyrir kolanám, sjá 09.90•Koksofnar til framleiðslu á eldsneyti í föstu formi, sjá 19.10•Framleiðsla steinkolaköggla, sjá 19. 20•Vinna við að þróa eða undirbúa land fyrir kolanám, sjá 43.12•

05.2 Brúnkolanám

05.20 Brúnkolanám

05.20.0 Brúnkolanám

Til þessarar greinar telst:Brúnakolanám•Hreinsun, vatnssneyðing, fínmulning, þjöppun brúnkola til að auka gæði, auðvelda •flutninga eða geymslu

Til þessarar greinar telst ekki:Steinkolanám, sjá 05.10•Mótekja, sjá 08.92•Þjónustustarfsemi fyrir brúnkolanám, sjá 09.90•Könnunarboranir fyrir kolanám, sjá 09.90•Framleiðsla brúnkolaköggla, sjá 19.20•Vinna við að þróa eða undirbúa land fyrir kolanám, sjá 43.12•

Page 79: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 79

nacerev. 2 ÍSAT2008

06 Vinnsla á hráolíu og jarðgasi

Til þessarar deildar telst framleiðsla hráolíu, nám og vinnsla olíu úr olíuleir og olíusandi, framleiðsla jarðgass og endurvinnsla kolvatnsefnis. Til þessarar deildar telst starfsemi við rekstur og/eða uppbygging á olíu- og gassvæðum. Til slíkrar starfsemi má telja borun, frágang og undirbúning borhola og alla aðra starfsemi við úrvinnslu olíu og gass þar til það er flutt frá vinnslustað.

Til þessarar deildar telst ekki:Þjónusta á olíu- og gasvinnslustað, gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 09.10•Olíu- og jarðgasleit, sjá 09.10•Tilraunaboranir og borun, sjá 09.10•Hreinsun hráolíuafurða, sjá 19.20•Rannsóknir og kortlagning á sviði jarðeðlisfræði, sjá 71.12.2•

06.1 Vinnsla á hráolíu

06.10 Vinnsla á hráolíu

06.10.0 Vinnsla á hráolíu

Til þessarar greinar telst:Vinnsla á hráolíu•

Til þessarar greinar telst einnig:Vinnsla á bikkenndum leir eða olíuleir og tjörusandi•Framleiðsla hráolíu úr bikkenndum leir og sandi•Aðferðir til að vinna hráolíu, s.s. að umhella, fjarlægja salt og vatnssneyða•

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónustustarfsemi við olíu- og jarðgassvinnslu, sjá 09.10•Olíu- og jarðgassleit, sjá 09.10•Framleiðsla hreinsaðra hráolíuafurða, sjá 19.20•Vinnsla á fljótandi jarðolíugasi við hreinsun jarðolíu, sjá 19.20•Rekstur leiðslna, sjá 49.50•

Page 80: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

80 BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

nacerev. 2 ÍSAT2008

06.2 Vinnsla á jarðgasi

06.20 Vinnsla á jarðgasi

06.20.0 Vinnsla á jarðgasi

Til þessarar greinar telst:Vinnsla á jarðgasi•Þétting jarðgass til flutnings og endurgösun á því•Skiljun á rokgjörnum kolvetnishlutum og leiðsla þeirra í burtu•Hreinsun brennisteins úr jarðgasi•

Til þessarar greinar telst einnig:Vinnsla fljótandi kolvatnsefnis sem fengið er með þéttingu eða hitasundrun•

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónustustarfsemi við olíu- og jarðgassvinnslu, sjá 09.10•Olíu- og jarðgassleit, sjá 09.10•Vinnsla á fljótandi jarðolíugasi við hreinsun jarðolíu, sjá 19.20, sjá 19.20•Framleiðsla á iðnaðargasi, sjá 20.11•Rekstur leiðslna, sjá 49.50•

Page 81: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 81

nacerev. 2 ÍSAT2008

07 Málmnám og málmvinnsla

Til þessarar deildar telst nám jarðefna sem innihalda málm (málmgrýti) sem fer fram með vinnslu neðan- eða ofanjarðar, jarðefnavinnslu á hafsbotni o.þ.h. Einnig telst hér önnur starfsemi tengd vinnslu málmgrýtis, s.s. mölun, mulningur, þvottur, þurrkun, sindrun, glæðing eða síun málmgrýtis, skiljun með þyngdarafli eða fleytingu.

Til þessarar deildar telst ekki:Brennsla brennisteinskíss, sjá 20.13•Framleiðsla súráls, sjá 24.42•Rekstur málmbræðsluofna, sjá deild 24•

07.1 Járnnám

07.10 Járnnám

07.10.0 Járnnám

Til þessarar greinar telst:Nám og stykkjun málmgrýtis sem fyrst og fremst er nýtt vegna járninnihalds•

Til þessarar greinar telst ekki:Nám og vinnsla brennisteinskíss og segulkíss (að brennslu undanskilinni), sjá 08.91•

07.2 nám annarra málma en járns

Til þessa flokks telst nám málmgrýtis sem inniheldur ekki járn.

07.21 nám á úran- og þórínmálmgrýti

07.21.0 nám á úran- og þórínmálmgrýti

Til þessarar greinar telst:Málmgrýtisnám sem fyrst og fremst er nýtt vegna úran- og þóríninnihalds: bikblendis •o.þ.h.Bæting slíks málmgrýtis•Framleiðsla gulköku•

Til þessarar greinar telst ekki:Auðgun úran- og þórínmálmgrýtis, sjá 20.13•Framleiðsla úranmálms úr bikblendi eða öðru málmgrýti, sjá 24.46•Bræðsla og hreinsun úrans, sjá 24.46•

Page 82: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

82 BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

nacerev. 2 ÍSAT2008

07.29 nám annarra málma en járns

07.29.0 nám annarra málma en járns

Til þessarar greinar telst:Nám og vinnsla málmgrýtis sem fyrst og fremst er nýtt vegna innihalds annarra málma •en járnsál (báxít), kopar, blý, sink, tin, mangan, króm, nikkel, kóbalt, mólybden, vanadíum, •o.þ.h.góðmálmar: gull, silfur, platínum•

Til þessarar greinar telst ekki:Nám og vinnsla úran- og þórínmálmgrýtis, sjá 07.21•Framleiðsla súráls, sjá 24.42•Framleiðsla efna úr kopar eða nikkel, sjá 24.44, 24.45•

Page 83: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 83

nacerev. 2 ÍSAT2008

08 nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu

Til þessarar deildar telst námugröftur og grjótnám, einnig telst hér uppmokstur ársets, mölun grjóts og notkun sjávarfitja. Afurðirnar eru einkum notaðar til bygginga (t.d. sandur, steinar o.þ.h.), framleiðslu efnis (t.d. leir, gifs, kalsíum o.þ.h.), framleiðslu íðefna o.þ.h.

08.1 grjót-, sand- og leirnám

08.11 grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám

08.11.0 grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám

Til þessarar greinar telst:Grjótnám, grófsnyrting og sögun steina til legsteina- og höggmyndagerðar eða •bygginga, s.s. marmari, granít, sandsteinn o.þ.h.Brot og mölun steina til skrautsteinagerðar og bygginga•Grjótnám, mölun og brot kalksteins•Gifs- og anhýdrítnám•Krítarnám og nám óbrennds dólómíts•

Til þessarar greinar telst ekki:Nám steinefna til efnaiðnaðar og áburðargerðar, sjá 08.91•Framleiðsla brennds dólómíts, sjá 23.52•Skurður, mótun og fínpússun steina utan grjótnáma, sjá 23.70•

08.12 Malar-, sand- og leirnám

08.12.0 Malar-, sand- og leirnám

Til þessarar greinar telst:Gröftur og mokstur eftir sandi til byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar og til annarra •iðnaðarnotaMalar- og grjótmulning•Sandnám•Leirnám, nám eldfasts leirs og postulínsleirs•

Til þessarar greinar telst ekki:Nám bikkennds sands, sjá 06.10•

Page 84: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

84 BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

nacerev. 2 ÍSAT2008

08.9 nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu

08.91 nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og áburðargerðar

08.91.0 nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og áburðargerðar

Til þessarar greinar telst:Nám og vinnsla á náttúrulegum fosfötum og kalíumsöltum•Nám og vinnsla á hreinum brennisteini•Nám og vinnsla á brennisteins- og segulkísi (að brennslu undanskilinni)•Nám og vinnsla á náttúrlegu baríumsúlfati og karbónati (þungspati), bórsýrusalti og •náttúrlegum magnesíumsúlfötum (kieseríti)Nám og vinnsla jarðlitarefna og flússpata og annarra steinefna sem eru aðallega •verðmæt vegna þess að úr þeim má vinna íðefni

Til þessarar greinar telst einnig:Nám og vinnsla á gúanói•

Til þessarar greinar telst ekki:Saltnám, sjá 08.93•Brennsla brennisteinskíss, sjá 20.13•Framleiðsla tilbúins áburðar og niturefnasambanda, sjá 20.15•

08.92 Mótekja

08.92.0 Mótekja

Til þessarar greinar telst:Vinnsla á mó úr gröf•Stykkjun á mó•

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónustustarfsemi tengd mótekju, sjá 09.90•Framleiðsla á gróðurmoldarblöndum úr mó, náttúrulegum jarðvegi, sandi, leir, áburði •o.þ.h., sjá 20.15Framleiðsla á vörum úr mó, sjá 23.99•

Page 85: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 85

nacerev. 2 ÍSAT2008

08.93 Saltnám

08.93.0 Saltnám

Til þessarar greinar telst:Saltnám neðanjarðar, þ. á m. með upplausn og dælingu•Framleiðsla á salti með uppgufun á sjó eða annars konar saltvatni•Mölun, hreinsun og vinnsla salts af framleiðanda•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla á matarsalti , t.d. joðbættu salti, sjá 10.84•Framleiðsla á drykkjarhæfu vatni með uppgufun saltvatns, sjá 36.00•

08.99 nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu

08.99.0 nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu

Til þessarar greinar telst:Nám og vinnsla ýmissa jarðefna og efna•efni til slípunar, asbest, kísilsalli, náttúrlegt grafít, tálgusteinn, feldspat o.þ.h.•skrautsteinar, kvars, gljásteinar o.þ.h.•náttúrlegt asfalt og jarðbik•

Page 86: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

86 BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu

nacerev. 2 ÍSAT2008

09 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu

Til þessarar deildar telst sérhæfð þjónustustarfsemi við námuvinnslu gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Til hennar teljast leitarrannsóknir með hefðbundnum leitar-aðferðum, s.s. töku borkjarna og jarðfræðiathuganir sem og boranir, tilraunaboranir eða endurboranir eftir olíu og jarðefnum sem innihalda málma eða önnur efni (málmleysingja). Önnur dæmigerð þjónusta er bygging undirstaða fyrir olíu- og gasborholur, steyping fóðurröra í olíu- og gasholur, hreinsun holna, austur eða örvun rennslis úr olíu- eða gasborholum, vatnstæming eða dæling úr námum, fjarlæging lausra jarðlaga frá námum o.s.frv.

09.1 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi

09.10 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi

09.10.0 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi

Til þessarar greinar telst:Þjónustustarfsemi við vinnslu á jarðolíu- og gasi, gegn þóknun eða samkvæmt •samningi:

rannsóknarstarfsemi í tengslum við vinnslu jarðolíu eða gass, t.d. hefðbundnar »leitaraðferðir, s.s. jarðfræðiathuganirstefnuborun og endurborun, upphaf borunar, uppsetning borturna, viðgerð »og sundurhlutun þeirra; steyping fóðurröra í olíu- og gasborholur, dæling úr borholu, stíflun og lokun á borholumþétting og endurgösun á jarðgasi á vinnslustað fyrir flutning »þjónusta við ræsingu og dælingu gegn gjaldi eða samkvæmt samningi »tilraunaborun í tengslum við vinnslu jarðolíu eða gass »

Til þessarar greinar telst einnig:Slökkvistarf á olíu- og gassvæðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónustustarfsemi sem rekstraraðilar olíu- eða gassvæða inna af hendi, sjá 06.10, 06.20•Sérhæfðar viðgerðir á námuvélum, sjá 33.12•Þétting og endurgösun, sem fer fram utan vinnslustaðar, á jarðgasi fyrir flutning, •sjá 52.21Rannsóknir á sviði jarðeðlisfræði, jarðfræði- og jarðskjálftarannsóknir, sjá 71.12.2•

Page 87: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur B » námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 87

nacerev. 2 ÍSAT2008

09.9 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

09.90 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

Til þessarar greinar telst:Þjónustustarfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi í tengslum við •námustarfsemi í deild 05, 07 og 08þjónusta við rannsóknir, t.d. hefðbundnar leitaraðferðir, s.s. taka kjarnasýna og •jarðfræðiathuganirþjónusta við ræsingu og dælingu samkvæmt samningi eða gegn þóknun•tilraunaboranir•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur náma eða grjótnáma samkvæmt samningi eða gegn þóknun, sjá deild 05, 07 •eða 08Sérhæfðar viðgerðir á námuvinnuvélum, sjá 33.12•Þjónusta við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir samkvæmt samningi eða gegn þóknun, •sjá 71.12.2

Page 88: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

88 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

C FramlEiðsla

Framleiðsla felst í eðlisfræðilegri eða efnafræðilegri ummyndun efnis, efna eða eininga þannig að úr verði nýjar afurðir, þó þessi skilgreining dugi ekki sem ein algild viðmiðun fyrir framleiðslu (sjá athugasemd um vinnslu úrgangs hér á eftir). Framleidda varan er unnin úr afurðum úr landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, námuvinnslu eða vinnslu annarra hráefna úr jörðu og einnig afurðum úr annarri framleiðslustarfsemi. Ef umtalsverð breyt-ing, endur nýjun eða endursmíði er gerð á vörum telst það yfirleitt vera framleiðsla.

Framleiðslan getur verið fullunnin í þeim skilningi að hún er tilbúin til nýtingar eða neyslu eða hálfunnin, þ.e. ílag í frekari framleiðslu. Til dæmis er framleiðsla sem fæst úr álhreinsun það ílag sem notað er við frumframleiðslu áls, hráál er ílagið í vírdrátt áls og álvír er ílagið í framleiðslu unninna vírafurða.

Framleiðsla sérhæfðra eininga og hluta til véla og tækja, fylgihluta og aukabúnaðar með vélum og tækjum er að jafnaði flokkuð í sama flokk og framleiðsla þeirra véla og tækja sem hlutarnir og fylgihlutirnir eru ætlaðir. Framleiðsla ósérhæfðra íhluta og hluta til véla og tækja, t.d. framleiðsla hreyfla, stimpla, rafhreyfla, rafbúnaðar, ventla, tannhjóla og keflalega er flokkuð í viðeigandi framleiðsluflokk án tillits til þess í hvaða vélum og tækjum þessir hlutir verða notaðir. Gerð sérhæfðra íhluta og fylgihluta með mótun eða pressun plastefnis telst þó til flokks 22.2

Samsetning íhluta framleiddra afurða er talin framleiðsla. Þar með talið er samsetning framleiddra afurða annaðhvort úr íhlutum sem framleiddir eru á staðnum eða aðkeyptir.

Endurnýting úrgangs, þ.e. vinnsla úrgangs í endurunnið hráefni er flokkuð í flokk 38.3 (Endur nýting efnis). Þótt endurnýting úrgangs geti falið í sér ummyndun efnis telst hún ekki til framleiðslu. Megintilgangur slíkrar starfsemi er meðhöndlun eða vinnsla úrgangs og þess vegna er hún flokkuð í bálk E (Vatnsveita, skólpveitur, meðhöndlun úrgangs og afmengun). Framleiðsla á nýjum vörum (andstætt endurunnu hráefni) er þó flokkuð með framleiðslu jafnvel þótt úrgangur sé notaður sem ílag í slíkri vinnslu. Til dæmis er fram-leiðsla silfurs úr filmuúrgangi talin vera framleiðsluferli.

Sérhæft viðhald og viðgerðir á iðnaðar-, verslunar- og svipuðum vélum og tækjum er almennt flokkað í deild 33 (Viðgerðir, viðhald og uppsetning véla og tækja). Þó eru viðgerðir á tölvum og vörum til einka- og heimilisnota flokkaðar í deild 95 (Viðgerðir á tölvum og vörum til einka- og heimilisnota) og viðgerðir á ökutækjum flokkaðar í deild 45 (Heildsala, smásala og viðgerðir á ökutækjum).

Þegar uppsetning véla og tækja fer fram sem sérhæfð starfsemi er hún flokkuð í 33.20.

Page 89: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 89

nacerev. 2 ÍSAT2008

Athugasemd: Mörk milli framleiðslu og annarra bálka í flokkunarkerfinu geta verið óskýr. Að jafnaði felur starfsemin í framleiðslubálkinum í sér ummyndun efnis í nýjar afurðir. Útkomaframleiðslunnarernývara.Skilgreiningináþvíhvaðfelstínýrrivörugeturþó verið fremur huglæg. Til skýringar er eftirfarandi starfsemi talin vera framleiðsla í atvinnugreina flokkuninni:

Vinnsla á ferskum fiski sem fer ekki fram á fiskiskipi (sjá 10.20)•Gerilsneyðing og átöppun mjólkur (sjá 10.51)•Leðurvinna (sjá 15.11) •Viðarvarnir (sjá 16.10)•Prentverk og tengd starfsemi (sjá 18.1)•Sólun hjólbarða (sjá 22.11)•Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu (sjá 23.63)•Rafhúðun, málmhúðun, hitameðferð málms og fágun (sjá 25.61)•Endursmíði eða endurframleiðsla á vélum (t.d. hreyfla fyrir bifreiðar, sjá 29.10)•

Á hinn bóginn getur starfsemi verið flokkuð í öðrum bálkum jafnvel þótt hún feli í sér umbreytingarferli (þ.e. starfsemin ekki flokkuð sem framleiðsla). Meðal þessa er:

Skógarhögg, flokkað í bálk A (Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar),•Vinnsla málmgrýtis og annarra jarðefna, flokkaðar í bálk B (Námuvinnsla og vinnsla •annarra hráefna úr jörðu),Mannvirkjagerð og starfsemi við samsetningu sem fer fram á byggingarsvæði, flokkuð •í bálki F (Byggingastarfsemi)Starfsemi við pökkun, endurpökkun eða átöppun afurða, s.s. vökva eða íðefna, flokkun •úrgangs, málningarblöndun eftir pöntun og málmskurður eftir pöntun, meðhöndlun sem leiðir ekki af sér annars konar vöru er flokkuð í bálk G (Heildsala og smásala, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum).

Page 90: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

90 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

10 Matvælaframleiðsla

Til þessarar deildar telst vinnsla afurða í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum í fæðu og drykk fyrir menn og dýr, einnig telst til hennar framleiðsla ýmiss konar millistigsvöru sem eru ekki beinlínis matvæli. Starfsemin leiðir oft af sér tengdar afurðir sem eru meira eða minna virði (t.d. húðir af slátruðu eða olíukökur úr olíuframleiðslu).

Atvinnugreinum í þessari deild er raðað eftir afurðum: kjöti, fiski, ávöxtum, grænmeti, feiti og olíu, mjólkurvörum, kornafurðum, bökunar og mjölafurðum, öðrum matvælum og dýrafóðri. Framleiðslan getur verið innt af hendi fyrir eigið fyrirtæki og einnig fyrir þriðja aðila.

Til þessarar deildar telst ekki matargerð á veitingahúsum og mötuneytum.

Starfsemi getur talist vera framleiðsla (t.d. starfsemi sem innt er af hendi í bakaríum og kjötverslunum sem selja unnið kjöt o.þ.h. þar sem seld er eigin framleiðsla) jafnvel þótt vörurnar séu í smásölu í eigin verslun framleiðandans. Ef vinnslan er lítil og leiðir ekki til raunverulegrar umbreytingar er einingin þó flokkuð undir heildsölu og smásölu (bálkur G).

Framleiðsla dýrafóðurs úr sláturúrgangi eða aukaafurðum sláturhúsa er flokkuð undir 10.9, vinnsla matar- og drykkjarúrgangs í endurunnið hráefni er flokkuð undir 38.3 og förgun matar- og drykkjarúrgangs í 38.21.

10.1 Kjötiðnaður

10.11 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti

10.11.0 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti

Til þessarar greinar telst:Rekstur sláturhúsa þar sem fram fer slátrun, snyrting og pökkun á kjöti, s.s. nautakjöti, •svínakjöti, lambakjöti og hrossakjötiFramleiðsla á nýju, kældu eða frystu kjöti í heilum skrokkum eða stykkjum•

Til þessarar greinar telst einnig:Vinnsla hvala á landi eða á sérútbúnum skipum•Vinnsla húða og skinna frá sláturhúsum.•Vinnsla svínafeiti og annarrar dýrafitu til manneldis•Vinnsla innmats úr dýrum•Vinnsla ullar af sláturfé•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla fuglafeiti til manneldis, sjá 10.12•Pökkun kjöts, gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 82.92•

Page 91: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 91

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.12 Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti

10.12.0 Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti

Til þessarar greinar telst:Rekstur sláturhúsa þar sem fram fer slátrun, snyrting og pökkun á alifuglakjöti•Framleiðsla á nýju, kældu eða frystu alifuglakjöti•Vinnsla á fuglafeiti til manneldis•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á fiðri og dún, þó ekki æðardúnstekja•

Til þessarar greinar telst ekki:Pökkun kjöts, gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 82.92•Æðardúnstekja, sjá 01.49.2•

10.13 Framleiðsla á kjötafurðum

10.13.0 Framleiðsla á kjötafurðum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á þurrkuðu, söltuðu eða reyktu kjöti•Framleiðsla á unnum kjötafurðum: s.s. framleiðsla á pylsum, bjúgum, áleggi, blóðmör •og lifrapylsu, kæfu og skinku

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á tilbúnum, frosnum kjöt- og alifuglaréttum, sjá 10.85•Framleiðsla á súpum með kjöti, sjá 10.89•Heildverslun með kjöt, sjá 46.32•Pökkun kjöts, sjá 82.92•

10.2 Fiskvinnsla; vinnsla krabbadýra og lindýra

10.20 Fiskvinnsla; vinnsla krabbadýra og lindýra

10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra

Til þessarar greinar telst:Verkun, flökun og frysting botnfisks og annarra fiskitegunda•Frysting á rækju, humri og öðrum krabbadýrum•Frysting á hörpudiski og öðrum lindýrum•

Til þessarar greinar telst einnig:Útgerðvinnsluskipasemeingöngutakaviðaflaannarrafiskiskipaenstundaekki•veiðar sjálf

Til þessarar greinar telst ekki:Fiskvinnsla um borð í fiskiskipum, sjá 03.11.2•

10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýra

Til þessarar greinar telst:Saltfiskverkun og síldarsöltun•Skreiðarverkun og hersla fiskhausa•Harðfiskverkun og verkun hákarls•Önnur söltun, þurrkun eða hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýra •

Page 92: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

92 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.20.3 Mjöl- og lýsisvinnsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fiskimjöli•Framleiðsla á mjöli og soðkjarna úr fiski og öðrum sjávardýrum, óhæft til manneldis•Bræðsla búklýsis•

Til þessarar greinar telst ekki:Bræðsla lýsis úr fisklifur, sjá 10.41•

10.20.4 Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum

Til þessarar greinar telst:Niðursuða á fiski, krabbadýrum og lindýrum•Niðurlagning í saltpækil og á dósir•Framleiðsla á kavíar og kavíarlíki•Framleiðsla annars lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum eða lindýrum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á tilbúnum fiskréttum, sjá 10.85•

10.20.9 önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra

Til þessarar greinar telst:Reyking á fiski og öðrum fiskafurðum•Vinnsla á ferskum fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum•Þörungavinnsla, vinnsla á þara og þangi•Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og lindýra•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla hvals á landi eða á sérútbúnum skipum, sjá 10.11•

10.3 Vinnsla ávaxta og grænmetis

10.31 Vinnsla á kartöflum

10.31.0 Vinnsla á kartöflum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla forsoðinna, forsteiktra og frosinna kartaflna •Framleiðsla kartöflustöppu í duftformi•Framleiðsla á kartöfluflögum o.þ.h.•Framleiðsla á kartöflumjöli •

Til þessarar greinar telst einnig:Afhýðing kartaflna í verksmiðju•

10.32 Framleiðsla á ávaxta- og grænmetissafa

10.32.0 Framleiðsla á ávaxta- og grænmetissafa

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ávaxta- eða grænmetissafa•Framleiðsla á þykkni úr nýjum ávöxtum og grænmeti•

Page 93: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 93

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.39 önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis

10.39.0 önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla matvæla sem eru aðallega úr ávöxtum eða grænmeti, að undanskildum •tilbúnum réttum sem eru frystir eða niðursoðnirVinnsla ávaxta, hneta eða grænmetis til geymslu, s.s. frysting, þurrkun, niðursuða og •lagning í olíu eða edikFramleiðsla á sultu, ávaxtamauki og -hlaupi•Ristun hneta•Framleiðsla á matvælum úr hnetum•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla unninna matvæla úr ávöxtum og grænmeti sem þola illa geymslu, s.s. •salöt, tófu og afhýtt eða niðurskorið grænmeti

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla mjöls, fín- eða grófmalaðs, úr þurrkuðum belgávöxtum, sjá 10.61•Varðveisla ávaxta og hneta í sykri, sjá 10.82•Framleiðsla á tilbúnum grænmetisréttum, sjá 10.85•Framleiðsla á tilbúnu þykkni eða seyði, sjá 10.89•

10.4 Framleiðsla á jurta- og dýraolíu og feiti

Til þessa flokks telst framleiðsla á óhreinsuðum og hreinsuðum olíum og feiti úr grænmeti eða dýrum, að undanskilinni vinnslu eða hreinsun svínafeitis og annarrar dýrafitu til mann-eldis.

10.41 Framleiðsla á olíu og feiti

10.41.0 Framleiðsla á olíu og feiti

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla óhreinsaðrar jurtaolíu, s.s. olífuolíu, sojaolíu, pálmaolíu, sólblómaolíu, •baðmullarfræsolíu, repjuolíu, kolsa- eða sinnepsolíu og línolíu Framleiðsla olíuríks jurtamjöls úr olíuríkum fræjum, hnetum og kjörnum•Framleiðsla hreinsaðrar jurtaolíu, s.s ólífuolíu og sojaolíu •Vinnsla jurtaolíu, s.s. blástur, suða, vatnssneyðing og vetnisbinding •

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á dýraolíu og -feiti sem er ekki ætluð til manneldis•Bræðsla lýsis úr fisklifur•Framleiðsla á baðmullardúni, olíukökum og öðrum úrgangsafurðum úr olíuframleiðslu•

Til þessarar greinar telst ekki:Bræðsla búklýsis, sjá 10.21.3•Vinnsla og hreinsun svínafeiti og annarrar dýrafitu til manneldis, sjá 10.11•Blautmölun korns, sjá 10.62•Framleiðsla á ilmolíum, sjá 20.53•Meðferð á olíu og feiti með efnavinnslu, sjá 20.53•

Page 94: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

94 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.42 Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis

10.42.0 Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á smjörlíki•Framleiðsla blandaðs viðbits•Framleiðsla á blandaðri feiti til matreiðslu•

10.5 Framleiðsla á mjólkurafurðum

10.51 Mjólkurbú og ostagerð

10.51.0 Mjólkurbú og ostagerð

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á nýrri, gerilsneyddri og fitusprengdri mjólk í fljótandi formi •Framleiðsla á mjólkurdrykkjum•Framleiðsla á rjóma úr gerilsneiddri og fitusprengdri nýmjólk •Framleiðsla á þurrmjólk eða niðursoðinni mjólk, ýmist með eða án sætuefna •Framleiðsla á mjólk eða rjóma í föstu formi•Framleiðsla á smjöri•Framleiðsla á skyri, súrmjólk, jógúrt og öðrum sýrðum mjólkurafurðum•Framleiðsla á osti og ystingi•Framleiðsla á mysu•Framleiðsla á ostefni (kasíni) eða mjólkursykri (laktósa)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hrámjólk (úr kúm), sjá 01.41•Framleiðsla á hrámjólk (úr ám, geitum, hryssum, ösnum, o.þ.h.), sjá 01.43, 01.44, 01.45•Framleiðsla á mjólkurafurðum úr jurtaríkinu og ostalíki, sjá 10.89•

10.52 Ísgerð

10.52.0 Ísgerð

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rjómaís og öðrum ís til matar •

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi ísbúða, sjá 56.10•

Page 95: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 95

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.6 Framleiðsla á kornvöru, mjölva og mjölvavöru

Til þessa flokks telst gróf- eða fínmölun á korni eða grænmeti, mölun, hreinsun og slípun hrísgrjóna og einnig framleiðsla á mjölblöndum eða deigi úr þessum afurðum. Til þessa flokks telst einnig blautmölun korns og grænmetis og framleiðsla á mjölva og mjölvavöru.

10.61 Framleiðsla á kornvöru

10.61.0 Framleiðsla á kornvöru

Til þessarar greinar telst:Kornmölun: framleiðsla á hveiti, hýðislausu korni, hveitimjöli eða- kögglum, rúgi, •höfrum, maís eða öðru korniMölun á hrísgrjónum: framleiðsla á afhýddum, möluðum, slípuðum, sykurhúðuðum •eða forsoðnum hrísgrjónum, framleiðsla á hrísmjöliMölun á grænmeti: framleiðsla gróf- eða fínmalaðs mjöls úr þurrkuðum baunum, rótar- •eða hnýðisbelgjurtum eða ætum hnetumFramleiðsla á morgunkorni•Framleiðsla á hveitiblöndum og unnu blönduðu hveiti og deigi til brauð-, köku- og •kexgerðar

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á kartöflumjöli, sjá 10.31•Blautmölun korns, sjá 10.62•

10.62 Framleiðsla á mjölva og mjölvavöru

10.62.0 Framleiðsla á mjölva og mjölvavöru

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á mjölva úr hrísgrjónum, kartöflum, maís o.þ.h.•Blautmölun korns•Framleiðsla á glúkósa, glúkósasírópi, maltósa, inúlíni o.þ.h.•Framleiðsla á glúteni•Framleiðsla á tapíóka og tapíókalíki úr mjölva•Framleiðsla á kornolíu•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á mjólkursykri (laktósa) , sjá 10.51•Framleiðsla á reyr- eða rófusykri, sjá 10.81•

10.7 Framleiðsla á bakarís- og mjölkenndum vörum

Til þessa flokks telst framleiðsla á bakarísvörum, makkarónum, núðlum og svipuðum vörum.

10.71 Framleiðsla á brauði, nýju sætabrauði og kökum

10.71.0 Framleiðsla á brauði, nýju sætabrauði og kökum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á brauði, sætabrauði, kökum, bökum o.þ.h. •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á mjölkenndum vörum (pasta), sjá 10.73•Framleiðsla á geymsluþolnu sætabrauði, sjá 10.72•

Page 96: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

96 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.72 Framleiðsla á tvíbökum og kexi, framleiðsla á geymsluþolnu sætabrauði og kökum

10.72.0 Framleiðsla á tvíbökum og kexi, framleiðsla á geymsluþolnu sætabrauði og kökum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á tvíbökum, kexi og smákökum, og annarri „þurri“ bakarísvöru•Framleiðsla á geymsluþolnu sætabrauði og kökum•Framleiðsla á sætu eða söltuðu nasli (smákökum, stökku kexi, saltstöngum o.þ.h.) •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á kartöfluflögum, sjá 10.31•

10.73 Framleiðsla á pastavörum og svipuðum vörum

10.73.0 Framleiðsla á pastavörum og svipuðum vörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á pasta, s.s. makkarónum og núðlum, einnig soðnu eða fylltu •Framleiðsla á kúskús•Framleiðsla á niðursoðnum eða frystum pastavörum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á súpu með pasta, sjá 10.89•

10.8 Framleiðsla á öðrum matvælum

Til þessa flokks telst framleiðsla á sykri og sætindum, tilbúnum máltíðum og réttum, kaffi, te og kryddi og einnig rotgjörnum og sérstökum matvælum.

10.81 Sykurframleiðsla

10.81.0 Sykurframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla eða hreinsun á sykri (súkrósa) og gervisykri úr reyr-, rófu-, hlyn- og •pálmasafaFramleiðsla á sykursírópi•Framleiðsla á melassa•Framleiðsla á hlynsírópi og -sykri•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á glúkósa, glúkósasírópi, maltósa, sjá 10.62•

10.82 Framleiðsla á súkkulaði og sælgæti; kakói

10.82.0 Framleiðsla á súkkulaði og sælgæti; kakói

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á súkkulaði og sælgæti úr súkkulaði •Framleiðsla á sælgæti úr sykri, s.s. karamellum, brjóstsykri, hálstöflum, núggati, kremi, •hvítu súkkulaðiKakóframleiðsla •Framleiðsla á tyggigúmmíi•Varðveisla ávaxta, hneta, ávaxtahýðis og annarra plöntuhluta með sykri gegn •skemmdum

Page 97: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 97

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.83 Te- og kaffivinnsla

10.83.0 Te- og kaffivinnsla

Til þessarar greinar telst:Koffeinsneyðing og kaffibrennsla•Framleiðsla á kaffivörum, s.s. möluðu kaffi, uppleysanlegu kaffi, kaffikjarna og kaffidufti•Framleiðsla á kaffilíki•Blöndun tes og matés•Framleiðsla á kjarna og blöndum úr te eða maté•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á jurtaseyði (mintu, járnurt, baldursbrá o.þ.h.)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ínúlíni, sjá 10.62•Framleiðsla á áfengum drykkjum, bjór, víni og gosdrykkjum sjá deild 11•Vinnsla jurtavara til lyfjagerðar, sjá 21.10•

10.84 Framleiðsla á bragðefnum og kryddi

10.84.0 Framleiðsla á bragðefnum og kryddi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kryddi, sósum og bragðefnum, s.s. majónsósu, remúlaði, sinnepi og •tómatsósuFramleiðsla ediks•

Til þessarar greinar telst einnig:Vinnsla á matarsalti, t.d. joðbættu salti•

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun kryddjurta, sjá 01.28•

10.85 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum

10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á tilbúnum (þ.e. unnum, krydduðum og elduðum) máltíðum og réttum, frystum, í lofttæmdum umbúðum eða niðursoðnum. Þessir réttir eru oftast í umbúðum og merktir til endursölu.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kjöt- eða alifuglaréttum•Framleiðsla á fiskréttum •Framleiðsla á grænmetisréttum•Framleiðsla á frosnum pitsum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á unnum matvælum sem er hætt við skemmdum, s.s. samlokum, sjá 10.89•Smásala á tilbúnum máltíðum og réttum í verslunum, sjá 47.11, 47.29•Heildsala á tilbúnum máltíðum og réttum, sjá 46.38•Verktakar við veitingarekstur, sjá 56.29•

Page 98: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

98 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.86 Framleiðsla á jafnblönduðum matvælum og sérfæði

10.86.0 Framleiðsla á jafnblönduðum matvælum og sérfæði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fæði til sérstakra næringarfræðilegra nota, s.s. barnamatur, stoðmjólk •og annað stoðfæði, orkusnautt og orkuskert fæði ætlað sem megrunarfæði, sérfæði í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi, glútenlaust fæði og fæði ætlað til að bæta upp mikla vöðvaáreynslu

10.89 önnur ótalin framleiðsla á matvælum

10.89.0 önnur ótalin framleiðsla á matvælum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á súpum og seyðum•Framleiðsla á gervihunangi•Framleiðsla á unnum matvælum sem er hætt við skemmdum, s.s samlokum og pitsum, •óelduðumFæðubótarefnum og öðrum matvælum, ót.a.s.•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á geri•Framleiðsla á mjólkurafurðum úr jurtaríkinu og ostalíki•Framleiðsla á eggjaafurðum, eggjaalbúmíni•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla unninna matvæla, sem er hætt við skemmdum, úr ávöxtum og grænmeti, •sjá 10.39Framleiðsla á tilbúnum máltíðum, sjá 10.85•Framleiðsla á áfengum drykkjum, bjór, víni og gosdrykkjum sjá deild 11•

10.9 Fóðurframleiðsla

10.91 Framleiðsla húsdýrafóðurs

10.91.0 Framleiðsla húsdýrafóðurs

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á húsdýrafóðri, þ.m.t. kjarnað dýrafóður og fæðubótarefni í fóðri•Vinnsla óblandaðs húsdýrafóðurs•

Til þessarar greinar telst einnig:Meðhöndlun sláturúrgangs til framleiðslu dýrafóðurs•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fiskimjöli í dýrafóður, sjá 10.20•Starfsemi þar sem úr verða aukaafurðir sem nota má sem dýrafóður án sérstakrar •meðhöndlunar, t.d. olíufræ (sjá 10.41) og leifar úr kornmölun (sjá 10.61)

Page 99: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 99

nacerev. 2 ÍSAT2008

10.92 Framleiðsla gæludýrafóðurs

10.92.0 Framleiðsla gæludýrafóðurs

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla gæludýrafóðurs fyrir hunda, ketti, fugla, fiska o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst einnig:Meðhöndlun sláturúrgangs til framleiðslu dýrafóðurs•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fiskimjöli í dýrafóður, sjá 10.20•Starfsemi þar sem úr verða aukaafurðir sem nota má sem dýrafóður án sérstakrar •meðhöndlunar, t.d. olíufræ (sjá 10.41) og leifar úr kornmölun (sjá 10.61)

Page 100: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

100 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

11 Framleiðsla á drykkjarvörum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á drykkjarvörum, þó ekki:Framleiðsla ávaxta- og grænmetissafa, sjá 10.32•Framleiðsla á drykkjum úr mjólk, sjá 10.51•Framleiðsla á kaffi-, te- og matévörum, sjá 10.83•

11.0 Framleiðsla á drykkjarvörum

11.01 Eiming, hreinsun og blöndun áfengra drykkja

11.01.0 Eiming, hreinsun og blöndun áfengra drykkja

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla eimaðra áfengra drykkja, s.s. viskí, koníak, gin, líkjörar og blandaðir drykkir •Blöndun áfengra drykkja•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á óeimuðum, áfengum drykkjum, sjá 11.03, 11.04•Einungis átöppun og merking, sjá 46.34 (ef innt af hendi sem hluti af heildsölu) og 82.92 •(ef innt af hendi gegn þóknun eða samkvæmt samningi)Framleiðsla á syntetísku etanóli, sjá 20.14•Framleiðsla á etanóli úr gerjuðum efnum, sjá 20.14•

11.02 Framleiðsla á víni úr þrúgum

11.02.0 Framleiðsla á víni úr þrúgum

Til þessarar greinar telst:Víngerð•Framleiðsla á freyðivíni•Víngerð úr þrúgusafaþykkni•

Til þessarar greinar telst einnig:Blöndun, hreinsun og átöppun víns•Framleiðsla á lítið áfengu eða óáfengu víni•

Til þessarar greinar telst ekki:Einungis átöppun og merking, sjá 46.34 (ef innt af hendi sem hluti af heildsölu) og 82.92 •(ef innt af hendi gegn þóknun eða samkvæmt samningi)

11.03 Framleiðsla annarra ávaxtavína

11.03.0 Framleiðsla annarra ávaxtavína

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gerjuðum en óeimuðum áfengum drykkjum, s.s. sake, eplavíni, peruvíni •og öðru ávaxtavíni

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á miði og blönduðum drykkjum sem innihalda alkóhól•

Til þessarar greinar telst ekki:Einungis átöppun og merking, sjá 46.34 (ef innt af hendi sem hluti af heildsölu) og 82.92 •(ef innt af hendi gegn þóknun eða samkvæmt samningi)

Page 101: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 101

nacerev. 2 ÍSAT2008

11.04 Framleiðsla á öðrum óeimuðum, gerjuðum drykkjarvörum

11.04.0 Framleiðsla á öðrum óeimuðum, gerjuðum drykkjarvörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vermút o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Einungis átöppun og merking, sjá 46.34 (ef innt af hendi sem hluti af heildsölu) og 82.92 •(ef innt af hendi gegn þóknun eða samkvæmt samningi)

11.05 Bjórgerð

11.05.0 Bjórgerð

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á bjór, einnig framleiðsla á lítið áfengum eða óáfengum bjór•

11.06 Maltgerð

11.06.0 Maltgerð

11.07 Framleiðsla á gosdrykkjum, ölkelduvatni og öðru átöppuðu vatni

11.07.0 Framleiðsla á gosdrykkjum, ölkelduvatni og öðru átöppuðu vatni

Til þessarar greinar telst framleiðsla á óáfengum drykkjum (að undanskildum óáfengum bjór og víni):

Framleiðsla á ölkelduvatni og öðru átöppuðu vatni•Gosdrykkjaframleiðsla•Framleiðsla á ávaxtadrykkjum með eða án viðbætts sykurs•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla ávaxta- og grænmetissafa, sjá 10.32•Framleiðsla á drykkjum úr mjólk, sjá 10.51•Framleiðsla á kaffi-, te- og matévörum, sjá 10.83•Framleiðsla á óáfengu víni, sjá 11.02•Framleiðsla á óáfengum bjór, sjá 11.05•Einungis átöppun og merking, sjá 46.34 (ef innt af hendi sem hluti af heildsölu) og 82.92 •(ef innt af hendi gegn þóknun eða samkvæmt samningi)

Page 102: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

102 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

12 Framleiðsla á tóbaksvörum

12.0 Framleiðsla á tóbaksvörum

12.00 Framleiðsla á tóbaksvörum

12.00.0 Framleiðsla á tóbaksvörum

Til þessarar greinar telst ekki:Ræktun eða frumvinnsla tóbaks, sjá 01.15, 01.63•

Page 103: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 103

nacerev. 2 ÍSAT2008

13 Framleiðsla á textílvörum

Til þessarar deildar telst forvinnsla og spuni á textíltrefjum og einnig textílvefnaður, frágangur á textílum og fatnaði, framleiðsla á tilbúnum textílvörum (t.d. líni til heim-ilisnota, ábreiðum og teppum), að undanskildum fatnaði. Ræktun náttúrlegra trefja telst til deildar 01 en framleiðsla á syntetískum trefjum er flokkuð í grein 20.60. Framleiðsla á fatnaði telst til deildar 14.

13.1 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum

13.10 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum

13.10.0 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum

Til þessarar greinar telst forvinnsla og spuni á textíltrefjum úr ýmsu hráefni, s.s. silki, ull, öðrum dýra-, jurta- eða tilbúnum trefjum, pappír eða gleri.

Til þessarar greinar telst:Forvinnsla textíltrefja, s.s hespun og þvottur á silki, hreinsun fitu og mors úr ull og litun •ullarreyfis, kembing á öllum tegundum dýra-, jurta- og tilbúinna trefjaSpuni og vinnsla á garni og þræði fyrir vefnað eða saumaskap til frekari vinnslu, s.s. •að berja hör og að skapa áferð á, snúa, brjóta saman, kaðalbregða og baða garn úr gerviþráðum

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á pappírsgarni•

Til þessarar greinar telst ekki:Forvinnsla sem innt er af hendi í tengslum við landbúnað, sjá 01•Að leggja í bleyti plöntur sem gefa af sér textíltrefjar úr jurtaríkinu (júta, hör, •kókostrefjar), sjá 01.16Hreinsun baðmullar, sjá 01.63•Framleiðsla á gervitrefjum og hörrudda, framleiðsla á eingirni (þ.m.t. framleiðsla •háþolins þráðar og gólfteppaþráðar) úr gervitrefjum, sjá 20.60Framleiðsla á glertrefjum, sjá 23.14•

Page 104: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

104 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

13.2 Textílvefnaður

13.20 Textílvefnaður

13.20.0 Textílvefnaður

Til þessarar greinar telst textílvefnaður úr ýmsu hráefni, s.s. silki, ull, öðrum dýra-, jurta- eða tilbúnum trefjum, pappír eða gleri.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á grófofnu efni úr bómull, ull, kambgarni eða silki, þ.m.t. úr blöndu •gerviþráða (pólýprópýlen o.þ.h.)Framleiðsla á öðrum ofnum dúk úr hör, ramí, hampi, jútu, bastspunatrefjum og •sérstöku garni

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á ofnum flosdúk, handklæðafrottéefni, grisjum o.þ.h.•Framleiðsla ofinna dúka úr glertrefjum•Framleiðsla á ofnum þræði úr kolefni og aramíði•Framleiðsla á ofnu gerviloðskinni•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á prjónuðum og hekluðum dúk, sjá 13.91•Framleiðsla á gólfklæðningu úr textíl, sjá 13.93•Framleiðsla á ofnum borðum, sjá 13.96•Framleiðsla á óofnum dúk og flóka, sjá 13.99•

13.3 Frágangur á textílum

13.30 Frágangur á textílum

13.30.0 Frágangur á textílum

Til þessarar greinar telst frágangur á textílum og fatnaði, þ.e. bleiking, litun, sútun og svipuð starfsemi.

Til þessarar greinar telst:Bleiking og litun textíltrefja, garns, dúks og textílvöru, þ.m.t. fatnaði •Sútun, þurrkun, gufumeðferð, afhleyping, viðgerð, mersivinnsla textíla og textílvöru, •þ.m.t. fatnaði

Til þessarar greinar telst einnig:Bleiking á gallabuxum•Felling og svipuð vinna við textíla•Vatnseinangrun, húðun, að bera á gúmmí eða gegndreypa keyptan fatnað•Silkiprent á textíla og fatnað•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á textílefni sem er gegndreypt, húðað, hjúpað eða lagskipt með gúmmíi •og gúmmíið er aðalefnið, sjá 22.19

Page 105: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 105

nacerev. 2 ÍSAT2008

13.9 Framleiðsla á annarri textílvöru

Til þessa flokks telst framleiðsla á vörum úr textílum, s.s. tilbúnum textílvörum, gólfteppum og mottum, reipum, ofnum borðum, leggingum, þó ekki fatnaði.

13.91 Framleiðsla á hekluðum og prjónuðum dúk

13.91.0 Framleiðsla á hekluðum og prjónuðum dúk

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla og vinnsla á heklaðri og prjónaðri álnavöru:•

ofinn flosdúkur og handklæðafrottéefni »net, áklæði og gluggatjöld og slík efni gerð á Raschel eða svipaðar vélar »annarri prjón- eða heklvoð, t.d. gerviloðskinni »

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á neti, áklæðum og gluggatjöldum úr blúnduefni, prjónaðar á Raschel eða •svipaðar vélar, sjá 13.99Framleiðsla á prjónuðum og hekluðum fatnaði, sjá 14.39•

13.92 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði

13.92.0 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á tilbúinni vöru úr hvers kyns textílefni, þ.m.t. úr prjónuðu eða hekluðu •efni:

ábreiður »sængurlín, borðlín, bað- eða eldhúslín »stungnar ábreiður, dúnsængur, púðar, sessur, koddar, svefnpokar o.þ.h. »

Framleiðsla á tilbúinni vefnaðarvöru til heimilisnota:•gluggatjöld, gardínukappar, rúmteppi, hlífðaráklæði á húsgögn eða vélar o.þ.h. »rykklútar, uppþvottastykki og svipaðar vörur, björgunarvesti, fallhlífar o.þ.h. »

Framleiðsla á annarri tilbúinni vefnaðarvöru:•yfirbreiðslur, tjöld, viðlegubúnaður, segl, sóltjöld, lausar yfirbreiðslur fyrir bíla, vélar »eða húsgögn o.þ.h.fánar, auglýsingaborðar, veifur o.þ.h. »

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á handofnum veggteppum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á textílvöru til tæknilegra nota, sjá 13.96•

13.93 Framleiðsla á gólfteppum og mottum

13.93.0 Framleiðsla á gólfteppum og mottum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gólfklæðningu úr textíl, s.s. gólfteppum, mottum, teppaflísum og •gólfklæðningu úr stungnum flóka

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á mottum úr fléttuefni, sjá 16.29•Framleiðsla á gólfklæðningu úr korki, sjá 16.29•Framleiðsla á seigri gólfklæðningu, s.s. vinýl, línóleum, sjá 22.23•

Page 106: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

106 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

13.94 Framleiðsla á köðlum, seglgarni og netum

13.94.0 Framleiðsla á köðlum, seglgarni og netum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á seglgarni, snæri, reipi og kaðli úr textíltrefjum eða -ræmum og því um •líku, þótt varan sé gegndreypt, húðuð, hjúpuð eða klædd með gúmmíi eða plastefniFramleiðsla á hnýttu neti úr seglgarni, snæri eða reipi•Framleiðsla á vörum úr reipi eða neti, s.s. fiskinetum og nótum, fríholtum, •lestunarstroffum, reipum og köðlum með málmhringjum o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hárneti, sjá 14.19•Framleiðsla á kaðli úr vír, sjá 25.93•Framleiðsla á fiskiháfum fyrir sportveiðimenn, sjá 32.30•

13.95 Framleiðsla á trefjadúk og vörum úr þeim, þó ekki fatnaði

13.95.0 Framleiðsla á trefjadúk og vörum úr þeim, þó ekki fatnaði

Til þessarar greinar telst öll starfsemi sem tengist textílum eða textílvörum, ót.a.s., í deildum 13 eða 14, sem felur í sér fjölda vinnsluferla og framleiðslu margs konar vöru.

13.96 Framleiðsla annarra tækni- og iðnaðartextíla

13.96.0 Framleiðsla annarra tækni- og iðnaðartextíla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ofnum borðum, þ.m.t. dúkar með uppistöðu en án ívafs, gerðir með •líminguFramleiðsla á dúk, gegndreyptum, húðuðum, hjúpuðum eða lagskiptum með plastefni•Framleiðsla á málmgarni eða yfirspunnu málmgarni, gúmmíþræði og gúmmísnúru, •hjúpað með textílefni, textílgarni eða -ræmu, hjúpað, gegndreypt, húðað eða klætt með gúmmíi eða plastefniFramleiðsla á hjólbarðadúk úr háþolnu gervigarni•Vatnsslöngur, belti eða reimar fyrir gírskiptingar eða færibönd (einnig styrkt með •málmi eða öðru efni), kvarnagrisja, síudúkurBorðar í bifreiðar•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á beltum fyrir gírskiptingar eða færibönd úr textílefni, garni eða snæri, •gegndreyptu, húðuðu, hjúpuðu eða lagskiptu með gúmmíi, þar sem gúmmíið er aðalefnið, sjá 22.19Framleiðsla á plötum og þynnum úr holgúmmíi eða plasti með textílum sem eru •eingöngu til styrkingar, sjá 22.19, 22.21Framleiðsla á efni úr ofnum málmvír, sjá 25.93•

Page 107: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 107

nacerev. 2 ÍSAT2008

13.99 Framleiðsla á annarri ótalinni textílvöru

13.99.0 Framleiðsla á annarri ótalinni textílvöru

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á flóka•Framleiðsla á tjulli og öðrum netdúk, blúndu og útsaumi sem metravöru, í ræmum eða •mótífFramleiðsla á þrýstingsnæmu límbandi úr tauefni•Framleiðsla á skóreimum úr textílefnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gólfklæðningu úr stungnum flóka, sjá 13.93•Framleiðsla á vatti úr textílefnum og á vattvörum, s.s. dömubindi og tíðatappar, sjá •17.22

Page 108: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

108 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

14 Fatagerð

Til þessarar deildar telst öll framleiðsla á fatnaði (tilbúnum eða sérsniðnum) og fylgihlutum úr öllum efnum. Til deildar 14 telst einnig loðskinnaiðnaður (loðskinn og fatnaður).

Til þessarar deildar teljast þó ekki fataviðgerðir, sjá 95.29

14.1 Framleiðsla á fatnaði, þó ekki úr loðskinni

Til þessa flokks telst framleiðsla á fatnaði. Efnið sem notað er getur verið hvers kyns og getur verið húðað, gegndreypt eða gúmborið.

14.11 Framleiðsla á leðurfatnaði

14.11.0 Framleiðsla á leðurfatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fatnaði úr leðri eða samsettu leðri, þ.m.t. fylgihlutir úr leðri fyrir iðnað t.d. •leðursvuntur fyrir logsuðu

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fatnaði úr loðskinni, sjá 14.20•Framleiðsla á íþróttahönskum og -höfuðfötum úr leðri, sjá 32.30•Framleiðsla á eldvarnarflíkum og öryggisfatnaði, sjá 32.99•

14.12 Vinnufatagerð

14.12.0 Vinnufatagerð

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skófatnaði, sjá 15.20•Framleiðsla á eldvarnarflíkum og öryggisfatnaði, sjá 32.99•

14.13 Framleiðsla á öðrum yfirfatnaði

14.13.0 Framleiðsla á öðrum yfirfatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á öðrum yfirfatnaði úr ofnu, prjónuðu eða hekluðu efni, trefjadúk o.þ.h. •fyrir karla, konur og börn, s.s. kápum, jakkafötum og drögtum, jökkum, buxum og pilsum

Til þessarar greinar telst einnig:Klæðskeraþjónusta•Framleiðsla á hlutum í vörur innan flokksins•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fatnaði úr loðskinnum (að undanskildum höfuðfötum), sjá 14.20•Framleiðsla á fatnaði úr gúmmíi og plastefnum sem eru ekki samsett með saumi •heldur skeytt saman, sjá 22.19, 22.29Framleiðsla á eldvarnarflíkum og öryggisfatnaði, sjá 32.99•

Page 109: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 109

nacerev. 2 ÍSAT2008

14.14 Framleiðsla á nærfatnaði

14.14.0 Framleiðsla á nærfatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á undirfötum og náttfötum úr ofnu, prjónuðu eða hekluðu efni, blúndum •o.þ.h. fyrir karla, konur og börn, s.s. skyrtur, stuttermabolir, nærbuxur, náttföt, morgunsloppar, blússur, undirpils, brjóstahöld, lífstykki o.þ.h.

14.19 Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutum

14.19.0 Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ungabarnafatnaði, æfingagöllum, skíðagöllum, sundfötum o.þ.h.•Framleiðsla á höttum og húfum•Framleiðsla á öðrum fylgihlutum fatnaðar, s.s. hönskum, beltum, sjölum, bindum, •hálsklútum, hárnetum o.þ.h.

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á höfuðfötum úr loðskinni•Framleiðsla á ósóluðum skófatnaði úr textílefni•Framleiðsla á hlutum í vörur innan flokksins•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á sokkum og sokkavörum, sjá 14.31•Framleiðsla á skófatnaði, sjá 15.20•Framleiðsla á höfuðfötum til íþróttaiðkunar, sjá 32.30•Framleiðsla á öryggishöfuðfötum, sjá 32.99•Framleiðsla á eldvarnarflíkum og öryggisfatnaði, sjá 32.99•

14.2 Framleiðsla á vörum úr loðskinnum

14.20 Framleiðsla á vörum úr loðskinnum

14.20.0 Framleiðsla á vörum úr loðskinnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vörum úr loðskinni:•

fatnaður og fylgihlutir úr loðskinni »samsetningar loðskinna, s.s. úr lengdum loðskinnum, mottum, flekum og ræmum »ýmsar vörur úr loðskinni, s.s. teppi, ófylltar sessur, fægiklútar til iðnaðarnota »

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á óunnu loðskinni, sjá 01.4, 01.70•Framleiðsla óunninna húða og skinna, sjá 10.11•Framleiðsla á gerviloðskinni, sjá 13.20, 13.91•Framleiðsla á höfuðfötum úr loðskinni, sjá 14.19•Framleiðsla á fatnaði með loðskinsleggingum, sjá 14.19•Sútun og litun loðskinna, sjá 15.11•Framleiðsla á stígvélum eða skóm með hlutum úr loðskinni, sjá 15.20•

Page 110: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

110 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

14.3 Framleiðsla á prjónuðum og hekluðum fatnaði

14.31 Framleiðsla á sokkum og sokkavörum

14.31.0 Framleiðsla á sokkum og sokkavörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á sokkavöru, þ.m.t. sokkar og sokkabuxur•

14.39 Framleiðsla á öðrum prjónuðum og hekluðum fatnaði

14.39.0 Framleiðsla á öðrum prjónuðum og hekluðum fatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á prjónuðum eða hekluðum fatnaði og öðrum vörum sem unnar eru eftir •sérstöku sniði, s.s. peysum, vestum og áþekkum vörum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á prjónuðum og hekluðum textílum, sjá 13.91•Framleiðsla á sokkavörum, sjá 14.31•

Page 111: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 111

nacerev. 2 ÍSAT2008

15 Framleiðsla á leðri og leðurvörum

Til þessarar deildar telst sútun og litun loðskinns og umbreyting á húðum í leður með sútun eða verkun og framleiðsla á leðurvörum. Til hennar telst einnig framleiðsla svipaðra vara úr öðrum efnum (gervileðri eða leðurlíki), s.s. skófatnaður úr gúmmíi og ferðatöskur úr textílefnum.

15.1 Sútun á leðri; framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum, reiðtygjum og skyldum vörum, sútun og litun loðskinna

Til þessa flokks telst framleiðsla á leðri og loðskinni og á vörum úr því.

15.11 Sútun leðurs; sútun og litun á loðskinni

15.11.0 Sútun leðurs; sútun og litun á loðskinni

Til þessarar greinar telst:Sútun og litun á húðum og skinni•Framleiðsla á verkuðu þvottaskinni, verkuðu bókfelli, lakkleðri eða málmhúðuðu leðri•Framleiðsla á samsettu leðri•Skröpun, sútun, bleiking, rúning og reyting loðskinna og húða•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á húðum og skinnum sem hluti af búskap, sjá 01.4•Framleiðsla á húðum og skinnum sem hluti af slátrun, sjá 10.11•Framleiðsla á leðurfatnaði, sjá 14.11•Framleiðsla á gervileðri sem er ekki unnið úr náttúrulegu leðri, sjá 22.19, 22.29•

15.12 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og áþekkum vörum; reiðtygjum og skyldum vörum

15.12.0 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og áþekkum vörum; reiðtygjum og skyldum vörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og áþekkum vörum úr leðri, samsettu leðri •eða öðru efni, s.s. plastþynnum, textílefni, súlfuðum trefjum eða pappa þar sem notuð er sama tækni og við leðurFramleiðsla á reiðtygjum, hnökkum og skyldum vörum•Framleiðsla á úrólum sem ekki eru úr málmi (t.d. úr vefnaði, leðri, plasti)•Framleiðsla á ýmsum vörum úr leðri eða samsettu leðri, s.s. drifreimum og •pakkningum Framleiðsla á skóreimum úr leðri•Framleiðsla á svipum og keyrum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á leðurfatnaði, sjá 14.11•Framleiðsla á hönskum og höttum úr leðri, sjá 14.19•Framleiðsla á skófatnaði, sjá 15.20•Framleiðsla á hjólahnökkum, sjá 30.92•Framleiðsla á úrólum úr málmi, sjá 32.12 og 32.13•Framleiðsla á öryggisbeltum fyrir línumenn og önnur belti til nota í sérstökum •starfsgreinum, sjá 32.99

Page 112: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

112 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

15.2 Framleiðsla á skófatnaði

15.20 Framleiðsla á skófatnaði

15.20.0 Framleiðsla á skófatnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á skófatnaði úr hvers kyns efni, með hvers kyns vinnslu, þ.m.t. mótun (sjá •undantekningar hér á eftir)Framleiðsla á leðurhlutum fyrir skófatnað, s.s. framleiðsla á yfirhlutum og hlutum •yfirhluta, hæla, ytri og innri sóla Framleiðsla á ökklahlífum, legghlífum og áþekkum vörum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ósóluðum skófatnaði úr textílefni, sjá 14.19•Framleiðsla á viðarhlutum fyrir skó (t.d. hælar og skóleistar), sjá 16.29•Framleiðsla á hælum, sólum og öðrum gúmmíhlutum fyrir skófatnað, sjá 22.19•Framleiðsla á plasthlutum í skófatnað, sjá 22.29•Framleiðsla á bæklunarskóm, sjá 32.50•Framleiðsla á skíðaskóm, sjá 32.30•

Page 113: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 113

nacerev. 2 ÍSAT2008

16 Framleiðsla á viði, viðarvörum og korki, önnur en húsgagnagerð; framleiðsla á vörum úr hálmi og fléttuefnum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á viðarvörum, s.s. timbri, krossvið, spónaplötum, viðarílátum, viðargólfum, burðargrindum úr viði og forsmíðuðum viðarbyggingum. Í framleiðsluferlinu felst sögun, heflun, mótun, plasthúðun og samsetning viðarvöru úr trjábolum eða timbri sem hægt er að saga enn frekar niður eða móta í rennibekkjum eða öðrum tækjum. Einnig að hefla eða pússa timbur eða annan umbreyttan við eftir á og setja saman í fullunnar vörur, s.s. umbúðir.

Að sögun undanskilinni er þessari deild að mestu skipt niður eftir framleiðsluafurðum.

Til þessarar deildar telst ekki húsgagnaframleiðsla (31.0) eða uppsetning innréttinga úr viði o.þ.h. (43.32, 43.33, 43.39).

16.1 Sögun, heflun og fúavörn á viði

16.10 Sögun, heflun og fúavörn á viði

16.10.0 Sögun, heflun og fúavörn á viði

Til þessarar greinar telst:Sögun, heflun og vinnsla viðar•Flögun, birking eða höggning trjábola•Framleiðsla á ósamsettum viðargólfklæðningum•Framleiðsla á viðarull, viðarmjöli, flögum, ögnum•

Til þessarar greinar telst einnig:Þurrkun viðar•Gegndreyping eða efnafræðileg meðhöndlun á viði með fúavörn eða öðrum efnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Skógarhögg og framleiðsla óunninna trjábola, sjá 02.20•Framleiðsla á spónaplötum sem eru nógu þunnar til að nota í krossvið, viðarbretti og •þiljur, sjá 16.21Framleiðsla á þakspæni, og skrautlistum úr viði, sjá 16.23•Framleiðsla á eldiviðarkubbum eða pressuðum viði, sjá 16.29•

Page 114: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

114 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

16.2 Framleiðsla á vörum úr viði, korki, hálmi og fléttiefnum

Til þessa flokks telst framleiðsla á vörum úr viði, korki, hálmi eða fléttiefnum, þ.m.t. samsettum vörum.

16.21 Framleiðsla á viðarspæni og plötum að grunni til úr viði

16.21.0 Framleiðsla á viðarspæni og plötum að grunni til úr viði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á spæni sem eru nógu þunnur fyrir spónlögn, krossvið eða til annarra nota:•

pússaður, litaður, húðaður, gegndreyptur, styrktur (með pappa- eða efnisundirlagi) »gerður í formi mótífa »

Framleiðsla á krossviði, spónlögðum plötum og svipuðum lagskiptum viðarplötum og •þynnumFramleiðsla á plötum með réttuðum flögum og öðrum spónaplötum•Framleiðsla á trefjaplötum (MDF)•Framleiðsla á hertum viði•Framleiðsla á límdum lagskiptum viði, lagskiptum viðarspæni•

16.22 Framleiðsla á samsettum parketgólfum

16.22.0 Framleiðsla á samsettum parketgólfum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á samsettum fjölum og stöfum í parketgólf og panilborð •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ósamsettum viðargólfum, sjá 16,10•

16.23 Framleiðsla á öðrum trésmíðavörum til bygginga

16.23.0 Framleiðsla á öðrum trésmíðavörum til bygginga

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á viðarvörum sem einkum eru ætlaðar til notkunar í byggingariðnaði:•

bitar, sperrur, þakstífur og forsmíðaðir þakgrindarbitar úr viði »hurðir, gluggar, gluggahlerar og karmar, með eða án málmhluta, s.s. lama og lása »stigar, handrið og hvers konar listar og þakspónn úr viði »

Framleiðsla á forsmíðuðum byggingum eða byggingaeiningum, að stærstum hluta úr •viði, t.d. gufuböðFramleiðsla á færanlegum húsum•Framleiðsla á milliveggjum úr viði (þó ekki frístandandi)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á innréttingum o.þ.h., sjá 31.01, 31.02, 31.09•Framleiðsla á frístandandi viðarskilrúmum, sjá 31.01, 31.02, 31.09•

Page 115: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 115

nacerev. 2 ÍSAT2008

16.24 Framleiðsla á umbúðum úr viði

16.24.0 Framleiðsla á umbúðum úr viði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á umbúðakössum, öskjum, grindum, hylkjum og áþekkum umbúðum, úr •viðiFramleiðsla á vörubrettum, kassabrettum og öðrum farmbrettum, úr viði•Framleiðsla á tunnum, kerum, bölum og öðrum beykisvörum úr viði•Framleiðsla á kapalkeflum úr viði•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ferðatöskum, sjá 15.12•Framleiðsla á töskum úr fléttuefni, sjá 16.29•

16.29 Framleiðsla á annarri viðarvöru; framleiðsla á vörum úr korki, hálmi og flétti-efnum

16.29.0 Framleiðsla á annarri viðarvöru; framleiðsla á vörum úr korki, hálmi og fléttiefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ýmis konar viðarvörum:•

viðarsköft og hlutir fyrir verkfæri, kústa, bursta »leistar og blokkir fyrir stígvél og skó úr viði, herðatré »búsáhöld og eldhúsbúnaður úr viði »útskornar styttur og skrautmunir, innlögð tré og viðarmósaik »viðarskrín undir skartgripi, hnífapör og áþekkar vörur »viðarspólur, snældur, kefli, tvinnakefli og áþekkar vörur úr renndum viði »aðrar viðarvörur »

Vinnsla á náttúrulegum korki, framleiðsla á mótuðum korki•Framleiðsla á vörum úr náttúrulegum eða mótuðum korki, þ.m.t. gólfklæðningar•Framleiðsla á fléttum og vörum úr fléttiefnum: mottur, ábreiður, skermar, töskur o.þ.h.•Framleiðsla á körfum og tágavöru•Framleiðsla á eldiviði og kögglum til orku úr pressuðum viði eða efnum sem koma •þess í stað svo sem kaffi- eða sojabaunakorgi Framleiðsla á viðarrömmum fyrir spegla og myndir•Framleiðsla á römmum fyrir listmálunarstriga•Framleiðsla á viðarhlutum fyrir skó (t.d. hælar og skóleistar)•Framleiðsla á handföngum fyrir regnhlífar, stafi o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á mottum eða ábreiðum úr textílefni, sjá 13.92•Framleiðsla á ferðatöskum, sjá 15.12•Framleiðsla á skófatnaði úr tré, sjá 15.20•Framleiðsla á eldspýtum, sjá 20.51•Framleiðsla á viðarspólum og -keflum sem eru hluti af textílvélum, sjá 28.94•Framleiðsla á húsgögnum, sjá 31.0•Framleiðsla á leikföngum úr tré, sjá 32.40•Framleiðsla á burstum og sópum, sjá 32.91 •Framleiðsla á líkkistum, sjá 32.99•

Page 116: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

116 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

17 Framleiðsla á pappír og pappírsvöru

Til þessarar deildar telst framleiðsla á vörum úr pappírskvoðu, pappír og pappa.

Skipta má starfsemi í þessari deild í þrjá meginþætti: Framleiðsla pappírskvoðu felst í því að aðskilja sellulósatrefjarnar frá öðru efni í viðnum eða að leysa upp og fjarlægja blek úr notuðum pappír og bæta við virkum efnum til að styrkja bindingu trefjanna. Fram-leiðsla á pappír felur í sér að setja kvoðu á netefni sem hreyfist þannig að úr verði samfelld örk. Umbreyttar pappírsvörur eru gerðar úr pappír og öðrum efnum með ýmis konar aðferðum.

Pappírsvörurnar geta verið áprentaðar (t.d. veggfóður, gjafapappír, o.s.frv.) svo fremi sem prentunin er ekki meginmarkmiðið.

Framleiðsla á kvoðu, pappír og pappa sem heildsöluvöru telst til flokks 17.1 en til hinna flokkanna telst framleiðsla meira unnins pappírs og pappírsvara.

17.1 Framleiðsla á pappírskvoðu, pappír og pappa

17.11 Framleiðsla á pappírskvoðu

17.11.0 Framleiðsla á pappírskvoðu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á bleiktri, hálfbleiktri og óbleiktri pappírskvoðu með kraftvirkum, •kemískum eða hálfkemískum aðferðumFjarlæging bleks og framleiðsla á kvoðu úr úrgangspappír•

17.12 Framleiðsla á pappír og pappa

17.12.0 Framleiðsla á pappír og pappa

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á pappír og pappa sem ætlaður er til frekari iðnaðarvinnslu•

Til þessarar greinar telst einnig:Frekari vinnsla á pappír og pappa: •

húðun, hjúpun og gegndreyping pappírs og pappa »framleiðsla á krepuðum eða krumpuðum pappír »

Framleiðsla á handunnum pappír•Framleiðsla á dagblaðapappír og öðrum prent- eða skrifpappír•Framleiðsla á sellulósavatti og vef úr sellulósatrefjum•Framleiðsla á kalkipappír eða fjölritunarpappír í rúllum eða stórum örkum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á bylgjupappír og pappa, sjá 17.21•Framleiðsla á meira unnum vörum úr pappír, pappa eða pappírskvoðu, sjá 17.22, 17.23, •17.24, 17.29Framleiðsla á hjúpuðum eða gegndreyptum pappír þar sem hjúpurinn eða •gegndreypiefnið er aðalefnið, sjá atvinnugreinina þar sem framleiðsla hjúpsins eða gegndreypiefnisins er flokkuðFramleiðsla á sandpappír, sjá 23.91•

Page 117: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 117

nacerev. 2 ÍSAT2008

17.2 Framleiðsla á vörum úr pappír og pappa

17.21 Framleiðsla á bylgjupappír og -pappa og umbúðum úr pappír og pappa

17.21.0 Framleiðsla á bylgjupappír og -pappa og umbúðum úr pappír og pappa

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á bylgjupappír- og pappa•Framleiðsla á umbúðum úr bylgjupappír og -pappa•Framleiðsla á umbúðum úr gegnheilum pappa•Framleiðsla á öðrum umbúðum úr pappír og pappa•Framleiðsla á sekkjum og pokum úr pappír•Framleiðsla á skjalakössum og áþekkum vörum fyrir skrifstofur •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á umslögum, sjá 17.23•Framleiðsla á mótuðum eða þrykktum vörum úr pappírskvoðu (t.d. eggjabakkar, •mótaðir pappadiskar úr pappírskvoðu), sjá 17.29

17.22 Framleiðsla á heimilis- og hreinlætisvörum úr pappír og pappa

17.22.0 Framleiðsla á heimilis- og hreinlætisvörum úr pappír og pappa

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á heimilis- og hreinlætispappír og vörum úr sellulósavatti, s.s. bollum og •diskum, salernispappír, eldhúsrúllum, handþurrkum, dömubindum, tíðatöppum og bleiumFramleiðsla á vatti úr textíl og vattvörum: dömubindi, tíðatappar o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á sellulósavatti, sjá 17.12•

17.23 Framleiðsla á skrifpappír og skrifstofuvörum úr pappír og pappa

17.23.0 Framleiðsla á skrifpappír og skrifstofuvörum úr pappír og pappa

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á prent- og skrifpappír•Framleiðsla á pappír til tölvuútprentunar•Framleiðsla á sjálfafritunarpappír•Framleiðsla á fjölritunarstenslum og kalkipappír•Framleiðsla á límkenndum eða límbornum pappír•Framleiðsla á umslögum og bréfkortum•Framleiðsla á öskjum, pokum og skrifmöppum sem innihalda ýmiss konar bréfsefni•Framleiðsla á pappírsvörum til nota í kennslu og viðskiptum (glósubækur, •möppur, bókhaldsbækur, eyðublöð o.þ.h.) þar sem prentaðar upplýsingar eru ekki aðaleinkennið

Til þessarar greinar telst ekki:Prentun, sjá 18.1•

Page 118: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

118 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

17.24 Framleiðsla á veggfóðri

17.24.0 Framleiðsla á veggfóðri

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á veggfóðri og svipuðum veggklæðningarefnum, þ.m.t. vinýlhúðað •veggfóður og veggfóður úr textílefni

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á veggfóðri úr plasti, sjá 22.29•

17.29 Framleiðsla á annarri pappírs- og pappavöru

17.29.0 Framleiðsla á annarri pappírs- og pappavöru

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á merkimiðum•Framleiðsla á síupappír- og pappa•Framleiðsla á pappírs- og pappakeflum, spólum, snældum o.þ.h.•Framleiðsla á eggjabökkum og öðrum mótuðum umbúðum úr pappírskvoðu o.þ.h.•Framleiðsla á partývörum úr pappír•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á spilastokkum, sjá 32.40•Framleiðsla á spilum og leikföngum úr pappír eða pappa, sjá 32.40•

Page 119: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 119

nacerev. 2 ÍSAT2008

18 Prentun og fjölföldun upptekins efnis

Til þessarar deildar telst prentun dagblaða, bóka, tímarita, eyðublaða, heillaóskakorta og annars efnis sem og tengd þjónustustarfsemi, s.s. bókband og plötugerð. Þjónustu-starfsemi og afurðir hennar (prentplata, innbundin bók, tölvudiskur eða tölvuskrá) eru óaðskiljanlegur hluti prentiðnaðarins.

Ferli við prentun fela í sér ýmsar aðferðir við að flytja mynd af plötu, skjá eða tölvuskrá yfir á annan miðil, s.s. pappír, plastefni, málm, textílvörur eða við. Þekktasta aðferðin felur í sér að mynd er flutt af plötu eða skjá yfir á miðilinn með offsetvinnslu, djúpprentun, silki-prentun eða flexóprentun.

Til þessarar deildar telst einnig fjölföldun upptekins efnis, s.s. geisladiskar, myndbands-upptökur, hugbúnaður á diskum o.þ.h.

Til þessarar deildar telst ekki útgáfustarfsemi (sjá bálk J).

18.1 Prentun og tengd þjónustustarfsemi

Til þessa flokks telst prentun dagblaða, bóka, tímarita, eyðublaða, heillaóskakorta og annars efnis sem og tengd þjónustustarfsemi, s.s. bókband og plötugerð. Prentun getur farið fram með ýmsum aðferðum og á mismunandi efni.

18.11 Prentun dagblaða

18.11.0 Prentun dagblaða

Til þessarar greinar telst einnig:Prentun annarra tímarita sem koma út a.m.k. fjórum sinnum í viku •

Til þessarar greinar telst ekki:Útgáfaprentaðsmáls,sjá58.1•Ljósritun skjala, sjá 82.19•

Page 120: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

120 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

18.12 önnur prentun

18.12.0 önnur prentun

Til þessarar greinar telst:Prentun tímarita sem koma út sjaldnar en fjórum sinnum í viku •Prentun bóka og bæklinga, nótna og tónlistarhandrita, korta, landabréfabóka, •veggspjalda, verðlista, útboðs- og skráningarlýsinga og annarra prentaðra auglýsinga, frímerkja, ávísana og annarra öryggisskjala, snjallkorta, dagbóka, dagatala og öðru viðskiptatengdu prentuðu máli, prentun á bréfsefni og annað prentað mál með leturprentun, offsetprentun, prentmyndagerð, flexóprentun, sáldprentun og hvers konar önnur prentun, t.d. í fjölritunarvélum, tölvuprenturum, upphleypingarvélum og hitaprentvélumPrentun beint á textílefni, plast, gler, málm, við og leir•

Til þessarar greinar telst einnig:Prentun á miða eða merkimiða (offsetprentun, djúpprentun, flexóprentun o.þ.h.)•

Til þessarar greinar telst ekki:Silkiprentun á textíla og fatnað, sjá 13.30•Framleiðsla á bréfsefni (glósubækur, möppur, skrár, bókhaldsbækur, eyðublöð o.þ.h.) •þar sem prentaðar upplýsingar eru ekki aðaleinkennið, sjá 17.23Útgáfaprentaðsmáls,sjá58.1•

18.13 undirbúningur fyrir prentun

18.13.0 undirbúningur fyrir prentun

Til þessarar greinar telst:Setning, ljóssetning, gagnainnsetning, þ.m.t. skönnun og ljóskennsl stafa (OCR), •rafrænt umbrotUndirbúningur gagnaskráa fyrir ýmsa miðla (pappír, geisladiska, Netið)•Plötugerð, þ.m.t. myndsetning og plötusetning (við prentvinnslu með letur- og •offsetprentun)Undirbúningur sívalnings: gröftur eða æting sívalninga við djúpprentun•Plötuvinnsla: „úr tölvu á plötu“ (CTP) (einnig ljósmyndafjölliðuplötur)•Undirbúningur platna og lita til upphleyptrar stönsunar eða prentunar•Annar undirbúningur fyrir prentun•

Page 121: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 121

nacerev. 2 ÍSAT2008

18.14 Bókband og tengd þjónusta

18.14.0 Bókband og tengd þjónusta

Til þessarar greinar telst:Bókband og frágangur bóka, bæklinga, tímarita, verðlista o.þ.h. með broti, skurði, •snyrtingu, samsetningu, saumi, saumþræði, bókbandi með lími, skurði og klæðningu, lauslegum saumi, gullstönsun, gormabindingu og plastvírsbindinguBókband og frágangur áprentaðs pappírs eða pappa með broti, stönsun, borun, •götun, upphleypingu, festingu, límingu, plasthúðunÞjónusta við frágang vegna geisladiska•Frágangur vegna póstþjónustu, s.s. aðhæfing fyrir viðskiptavini og frágangur umslaga •Önnur starfsemi við frágang, s.s. litun, stönsun, ljósritun með blindraletri•

18.2 Fjölföldun upptekins efnis

18.20 Fjölföldun upptekins efnis

18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis

Til þessarar greinar telst:Fjölföldun á frumeintökum hljómplatna, geisladiska og banda með tónlist eða öðrum •hljóðupptökumFjölföldun á frumeintökum geisladiska og banda með kvikmyndum eða öðrum •myndbandsupptökumFjölföldun á frumeintökum hugbúnaðar og gagna á diskum og böndum•

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun prentaðs máls, sjá 18.11, 18.12•Útgáfahugbúnaðar,sjá58.2•Framleiðsla og dreifing kvikmynda og myndbanda á DVD-diskum eða svipuðum •miðlum, sjá 59.11, 59.12, 59.13Fjölföldun kvikmynda til dreifingar í kvikmyndahúsum, sjá 59.12•Framleiðsla á frumeintökum til framleiðslu á upptökum eða hljóðefni, sjá 59.20•

Page 122: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

122 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

19 Framleiðsla á koksi og hreinsuðum olíuvörum

Til þessarar deildar telst umbreyting hráolíu og kola í afurðir. Aðalvinnsluferlið er hreinsun jarðolíu, þ.e. að skilja hráolíuna með tækni eins og sundrun og eimingu.

Til þessarar deildar telst framleiðsla á gasi, s.s. etani, própani og bútani sem afurða frá olíuhreinsunarstöðvum.

Til þessarar deildar telst ekki framleiðsla á ofantöldu gasi með öðrum aðferðum (20.14), framleiðsla á iðnaðargasi (20.11), vinnsla á náttúrlegu gasi (metani, etani, bútani eða própani) (06.20) og framleiðsla á eldsneytisgasi öðru en jarðolíugasi (35.21).

Framleiðsla á efnum úr hreinsaðri olíu er flokkuð í deild 20.

19.1 Koksframleiðsla

19.10 Koksframleiðsla

19.10.0 Koksframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Rekstur koksofna•Framleiðsla á koksi og hálfkoksi•Framleiðsla á biki og bikkoksi•Framleiðsla á gasi fyrir koksofna•Framleiðsla á jarðkolum og brúnkolatjöru•Stykkjun á koksi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla eldsneytisköggla úr kolum, sjá 19.20•

19.2 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum

19.20 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum

19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á fljótandi eða loftkenndu eldsneyti eða öðrum vörum úr hráolíu, tjörukenndum steinefnum o.þ.h. Hreinsun jarðolíu felur í sér eina eða fleiri af eftir farandi starfsemi: þáttun, bein eiming hráolíu, sundrun.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á eldsneyti fyrir hreyfla, s.s. bensín, steinolíu o.þ.h.•Framleiðsla á öðru eldsneyti, s.s. léttri og þungri brennsluolíu og brennslugasi •Framleiðsla á smurolíu og feiti úr olíu, þ.m.t. úr úrgangsolíu•Framleiðsla á vörum til olíuefnaiðnaðar og til framleiðslu vegklæðningar•Framleiðsla á ýmsum tengdum vörum, s.s. terpentínu, paraffíni, vasilíni o.þ.h.•Framleiðsla eldneytisköggla úr stein- og brúnkolum•Framleiðsla á jarðolíukögglum•Blöndun á lífrænu eldsneyti, þ.e. blöndun alkóhóls og olíu •

Page 123: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 123

nacerev. 2 ÍSAT2008

20 Framleiðsla á efnum og efnavörum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á lífrænum og ólífrænum efnasamböndum. Gerður er greinarmunur á framleiðslu grunnefna til efnaiðnaðar í fyrsta undirflokknum (20.1) og framleiðslu á vörum úr grunnefnum efnaiðnaðar sem tilheyra hinum undirflokkunum.

20.1 Framleiðsla á grunnefnum til efnaiðnaðar, áburði og köfnunarefnis-samböndum, plastefnum og syntetísku gúmmíi í óunnu formi

20.11 Framleiðsla á iðnaðargasi

20.11.0 Framleiðsla á iðnaðargasi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fljótandi eða samþjöppuðum ólífrænum gastegundum til efnaiðnaðar •eða lækninga, s.s. súrefni, köfnunarefni, vatnsefni og eðalgasi, t.d. koltvísýringi

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla á jarðgasi, sjá 06.20•Framleiðsla á brennslugastegundum í olíuhreinsunarstöðvum, sjá 19.20•Framleiðsla á loftkenndu eldsneyti úr kolum, úrgangi o.þ.h., sjá 35.21•

20.12 Framleiðsla á lit og litarefnum

20.12.0 Framleiðsla á lit og litarefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á lit og litarefnum úr hvers konar efnum í óunnu eða kjörnuðu formi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á málningu o.þ.h., sjá 20.30•

20.13 Framleiðsla á öðrum ólífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar

20.13.0 Framleiðsla á öðrum ólífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á efnaþáttum (að undanskildum iðnaðargastegundum og grunnmálmum)•Framleiðsla á ólífrænum sýrum, þó ekki saltpéturssýru•Framleiðsla á alkalí, lút og öðrum ólífrænum bösum, þó ekki ammoníaki•Framleiðsla á öðrum ólífrænum efnasamböndum•Brennsla járnkís•Framleiðsla á eimuðu vatni•

Til þessarar greinar telst einnig:Auðgun úrans- og þórínmálmgrýtis•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á iðnaðargasi, sjá 20.11•Framleiðsla á köfnunarefnisáburði og köfnunarefnissamböndum, sjá 20.15•Framleiðsla á ammoníaki, nítrötum og skyldum vörum, sjá 20.15•Framleiðsla á málmum, sjá deild 24•

Page 124: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

124 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

20.14 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar

20.14.0 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til efnaiðnaðar

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ensímum og öðrum lífrænum efnasamböndum•Framleiðsla á viðarkolum•Framleiðsla á syntetísku glýseróli•Framleiðsla á syntetískum arómatískum vörum•Eiming koltjöru•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á plastefnum í óunnu formi, sjá 20.16•Framleiðsla á syntetísku gúmmíi í óunnu formi, sjá 20.17•Framleiðsla á hráu glýseróli, sjá 20.41•Framleiðsla á náttúrlegum, ilmolíum, sjá 20.53•Framleiðsla á salisýl- og O-asetýlsalisýlsýru, sjá 21.10•

20.15 Framleiðsla á tilbúnum áburði og köfnunarefnissamböndum

20.15.0 Framleiðsla á tilbúnum áburði og köfnunarefnissamböndum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á óblönduðum og blönduðum áburði sem inniheldur köfnunarefni, fosfat •eða kalíum o.þ.h.Framleiðsla á hrá fosfötum og hráum, náttúrlegum kalíumsöltum•Framleiðsla á saltpéturs- og brennisteinssaltpéturssýru, ammoníaki, ammoníumklóríði, •ammoníumkarbónati, nítrötum og kalíumnítrötum

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á gróðurmoldarblöndum sem eru aðallega úr mó•Framleiðsla á gróðurmoldarblöndum úr náttúrulegum jarðvegi, sandi, leir og •steinefnum

Til þessarar greinar telst ekki:Gúanónám, sjá 08.91•Framleiðsla á efnaafurðum til nota í landbúnaði, s.s. skordýra- og illgresiseyði, sjá 20.20•

Page 125: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 125

nacerev. 2 ÍSAT2008

20.16 Framleiðsla á plasthráefnum

20.16.0 Framleiðsla á plasthráefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á plasti í óunnu formi:•

fjölliðum, s.s. etýlen-, própýlen-, stýren-, vinýlklóríð-, vinýlasetat- og akrýlfjölliður »pólýamíð »fenól- og epoxídharpeis og pólýúretön »alkýð- og pólýesterharpeis og pólýetrar »silíkon »jónaskiptar að meginstofni úr fjölliðum »

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á sellulósa og kemískum afleiðum hans•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gervitrefjum og syntetískum trefjum, þræði og garni, sjá 20.60•Tæting á plastvörum til endurvinnslu, sjá 38.32•

20.17 Framleiðsla á syntetísku gúmmíi til úrvinnslu

20.17.0 Framleiðsla á syntetísku gúmmíi til úrvinnslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á syntetísku gúmmíi til úrvinnslu, s.s. faktis•Framleiðsla á blöndum úr syntetísku og náttúrulegu gúmmíi eða efnum sem svipar til •gúmmís (t.d. balata)

20.2 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum efnum til nota í landbúnaði

20.20 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum efnum til nota í landbúnaði

20.20.0 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum efnum til nota í landbúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á skordýraeyði, nagdýraeyði, sveppaeyði, illgresiseyði, sæfiefni•Framleiðsla á efnum er hefta spírun og stýra plöntuvexti•Framleiðsla á sótthreinsiefnum (til nota í landbúnaði og annars staðar)•Framleiðsla á öðrum efnaafurðum til nota í landbúnaði, ót.a.s.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á áburði og köfnunarefnissamböndum, sjá 20.15•

Page 126: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

126 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

20.3 Framleiðsla á málningu, lökkum og svipuðum þekjuefnum, prentbleki og fylli- og þéttiefnum

20.30 Framleiðsla á málningu, lökkum og svipuðum þekjuefnum, prentbleki og fylli- og þéttiefnum

20.30.0 Framleiðsla á málningu, lökkum og svipuðum þekjuefnum, prentbleki og fylli- og þéttiefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á málningu og lökkum, smeltlökkum eða lakkmálningu•Framleiðsla á tilbúnum litarefnum og litum•Framleiðsla á bræðsluhæfu smeltlakki og glerungi og svipuðum efnablöndum•Framleiðsla á kítti, spartli o.þ.h.•Framleiðsla á þéttiefni og svipuðum efnablöndum til fyllingar eða fyrir yfirborð, þ.m.t. •fúavarnarefniFramleiðsla á lífrænum samsettum upplausnarefnum og þynnum•Framleiðsla á tilbúnum málningar- eða lakkeyðum•Framleiðsla á prentbleki•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á litum og litarefnum, sjá 20.12•Framleiðsla á skrif- og teiknibleki, sjá 20.59•

20.4 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingerningar- og fægiefnum, ilmvatni og snyrtivörum

20.41 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingerningar- og fægiefnum

20.41.0 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum, hreingerningar- og fægiefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á lífrænum, yfirborðsvirkum efnum•Framleiðsla á pappír, vatti, flóka o.þ.h., húðað eða hjúpað með sápu eða hreinsi- og •þvottaefnumFramleiðsla á glýseróli•Framleiðsla á sápu, að undanskilinni húðsápu•Framleiðsla á yfirborðsvirkum blöndum, s.s. þvottaefnum í föstu og fljótandi formi, •uppþvottaefnum og mýkingarefnumFramleiðsla hreinsi- og fægiefnum, s.s. ilm- og lyktareyðandi efnum, bóni og •fægiefnum fyrir leður, við, gler, málm og bifreiðar

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á aðgreindum efnasamböndum, sjá 20.13, 20.14•Framleiðsla á syntetísku glýseróli úr olíuafurðum, sjá 20.14•

Page 127: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 127

nacerev. 2 ÍSAT2008

20.42 Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum

20.42.0 Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ilmvatni og rakspíra•Framleiðsla á snyrti- og förðunarvörum •Framleiðsla á sólvarnar- og sólbrúnkuvörum•Framleiðsla á hand- eða fótsnyrtivörum•Framleiðsla á hársápu, hárlakki og öðrum hársnyrtiefnum•Framleiðsla á tannkremi og öðrum tannhirðuefnum, þ.m.t. efnum til að festa •gervigómaFramleiðsla á vörum til nota við rakstur•Framleiðsla á svitalyktareyði og baðsöltum•Framleiðsla á háreyðingarvörum•Framleiðsla á húðsápu•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinnsla og hreinsun á náttúrlegum ilmolíum, sjá 20.53•

20.5 Framleiðsla á öðrum efnavörum

Til þessa flokks telst framleiðsla sprengiefna og flugeldavöru, líms, ilmolíu og annarra ótal-inna efnafræðilegra vara, t.d. efni til ljósmyndagerðar (þ.m.t. filmur og ljósnæmur pappír), samsettar blöndur til nota í rannsóknum og við greiningar o.þ.h.

20.51 Framleiðsla á sprengiefnum

20.51.0 Framleiðsla á sprengiefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á skotpúðri•Framleiðsla á sprengiefnum og flugeldavörum, þ.m.t. hvellhettur, forsprengjur, •merkjablys o.þ.h.

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á eldspýtum•

20.52 Framleiðsla á lími

20.52.0 Framleiðsla á lími

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á lími og tilbúnu límefni, þ.m.t. lím og límefni úr gúmmíi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gelatíni o.þ.h., sjá 20.59•

Page 128: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

128 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

20.53 Framleiðsla á ilmolíum

20.53.0 Framleiðsla á ilmolíum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kjarna eða þykkni úr náttúrulegum ilmjurtum og ilmefnum•Framleiðsla á blöndum af ilmvörum til framleiðslu á ilmvötnum eða mat•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á syntetískum arómatískum vörum, sjá 20.14•Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum, sjá 20.42•

20.59 Framleiðsla á annarri ótalinni efnavöru

20.59.0 Framleiðsla á annarri ótalinni efnavöru

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ljósnæmum plötum, filmum, ljósnæmum pappír o.þ.h.•Framleiðsla á efnablöndum til nota við ljósmyndagerð•Framleiðsla á gelatíni o.þ.h.•Framleiðsla ýmis konar efnavöru, s.s. tilbúnum olíum, íseyðingarefnum, bætiefnum í •smurolíur og samsettum prófefnum til nota í greiningum og rannsóknum

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á skrif- og teiknibleki•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á efnafræðilega skilgreindum vörum sem ekki eru í smásölupakkningum, •sjá 20.13, 20.14Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum, sjá 20.14•Framleiðsla á prentbleki, sjá 20.30•Framleiðsla á límefnum úr asfalti, sjá 23.99•

20.6 Framleiðsla gerviþráðar

20.60 Framleiðsla gerviþráðar

20.60.0 Framleiðsla gerviþráðar

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á garni og kaðli úr einþráðungum gerðum úr tilbúnum trefjum •Framleiðsla á tilbúnum stutttrefjum sem hvorki eru kembdar né greiddar eða að öðru •leyti unnar til spunaFramleiðsla á syntetísku eða gerviþráðgarni, þ.m.t. háþolið garn•Framleiðsla á einþráðungum og ræmum úr tilbúnum trefjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Spuni þráðar úr syntetískum trefjum, sjá 13.10•Framleiðsla á garni úr tilbúnum stutttrefjum, sjá 13.10•

Page 129: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 129

nacerev. 2 ÍSAT2008

21 Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar

Til þessarar deildar telst framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar. Til hennar telst einnig framleiðsla á kemískum lyfjum og jurtalyfjum.

21.1 Framleiðsla á efnum til lyfjagerðar

21.10 Framleiðsla á efnum til lyfjagerðar

21.10.0 Framleiðsla á efnum til lyfjagerðar

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á virkum efnum sem notuð eru vegna lyfjafræðilegra eiginleika sinna við •framleiðslu á lyfjum, s.s. sýklalyfjum, vítamínum, salisílsýru og O-asetýlsalisílsýruVinnsla á blóði•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á kemískt hreinum sykrum•Vinnsla á kirtlum og framleiðsla á kirtilvökva o.þ.h.•

21.2 Lyfjaframleiðsla

21.20 Lyfjaframleiðsla

21.20.0 Lyfjaframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á lyfjum, s.s. mótsermi og öðrum blóðþáttum, bóluefni, ýmsum öðrum •lyfjum, þ.m.t. smáskammtalyfjumFramleiðsla á getnaðarvarnarefnum til nota útvortis og hormónalyfjum til •getnaðarvarnarFramleiðsla á beinmyndunarsementi•Framleiðsla á lyfjablöndum til greiningar, þ.m.t. þungunarpróf•Framleiðsla á geislavirku efni til greiningar•Framleiðsla á líftæknilyfjum•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á gegndreyptu vatti, grisjum, bindum, sáraumbúðum til lækninga og •seymi til skurðlækninga o.þ.h.Vinnsla jurtavara til lyfjagerðar (mölun, flokkun)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á jurtaseyði (minta, járnurt, baldursbrá o.þ.h.), sjá 10.83•Framleiðsla á tannfyllingarefni og tannsementi, sjá 32.50•Heildsala lyfja, sjá 46.46•Smásala lyfja, sjá 47.73•Rannsóknir og þróun á lyfjum og líftæknilyfjum, sjá 72.1•Pökkun lyfja, sjá 82.92•

Page 130: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

130 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

22 Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum

Þessi deild einkennist af þeim hráefnum sem notuð eru við framleiðsluna. Samt sem áður þýðir það ekki að allar framleiðsluvörur úr þessum hráefnum séu flokkaðar hér.

22.1 Framleiðsla á gúmmívörum

22.11 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og hjólbarðaslöngum, sólun notaðra gúmmí-hjólbarða

22.11.0 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og hjólbarðaslöngum, sólun notaðra gúmmíhjólbarða

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum fyrir ökutæki, færanlegar vélar, loftför, leikföng, •húsgögn og til annarra notaFramleiðsla á hjólbarðaslöngum í hjólbarða•Framleiðsla á hjólbarðasólum og felguböndum fyrir sólun hjólbarða o.þ.h.•Sólun notaðra hjólbarða•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á viðgerðarefnum fyrir slöngur, sjá 22.19•Hjólbarða- og slönguviðgerðir, umfelgun og dekkjaskipti, sjá 45.20•

Page 131: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 131

nacerev. 2 ÍSAT2008

22.19 Framleiðsla á öðrum gúmmívörum

22.19.0 Framleiðsla á öðrum gúmmívörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á öðrum vörum úr náttúrlegu eða syntetísku gúmmíi:•

plötur, blöð, ræmur, stangir, prófílar »pípur, rör og slöngur »belti eða reimar fyrir færibönd eða drifbúnað »hreinlætisvörur úr gúmmíi, s.s. getnaðarvarnir »fatnaður úr gúmmíi (aðeins ef skeyttur saman en ekki saumaður saman) »gúmmísólar og aðrir gúmmíhlutar til skófatnaðar »uppblásanlegar gúmmídýnur »gúmmíþráður og -snæri »gúmmíhringir, -tengi og -þéttar »

Framleiðsla á gúmmípenslum•Framleiðsla á pípuleggjum úr hörðu gúmmíi•Framleiðsla á kömbum, hárspennum, hárrúllum og öðru slíku úr hörðu gúmmíi•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á viðgerðarefnum úr gúmmíi•Framleiðsla á textílefni gegndreyptu, húðuðu, hjúpuðu eða lagskipuðu með gúmmíi •þar sem gúmmíið er aðalefniðFramleiðsla á blautbúningum og kafarabúningum úr gúmmíi•Framleiðsla á kynlífsvörum úr gúmmíi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hjólbarðadúk, sjá 13.96•Framleiðsla á fatnaði úr teygjuefni, sjá 14.14, 14.19•Framleiðsla á skófatnaði úr gúmmíi, sjá 15.20•Framleiðsla á lími og límefnum úr gúmmíi, sjá 20.52•Framleiðsla á uppblásanlegum flekum og bátum, sjá 30.11, 30.12•Framleiðsla á gúmmídýnum úr holgúmmíi án áklæðis, sjá 31.03•Framleiðsla á íþróttabúnaði úr gúmmíi, að fatnaði undanskildum, sjá 32.30•Framleiðsla á gúmmíleikföngum, sjá 32.40•Endurvinnsla á gúmmíi, sjá 38.32•

22.2 Framleiðsla á plastvörum

Til þessa flokks telst vinnsla nýrra eða notaðra (þ.e. endurunninna) plastresína í hálf-unnar eða fullunnar vörur með aðferðum á borð við þrýstimótun, mótun með útpressun, sprautu mótun, blástursmótun og afsteypun.

22.21 Framleiðsla á plötum, þynnum, slöngum og prófílum úr plasti

22.21.0 Framleiðsla á plötum, þynnum, slöngum og prófílum úr plasti

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hálfunnum plastvörum: s.s. plötur, þynnur, kubbar, filmur, himnur, •ræmur, o.þ.h úr plasti (einnig sjálflímandi)Framleiðsla á fullunnum plastvörum: s.s. leiðslum, rörum, slöngum og hlutum til þeirra •úr plastiSellófanfilmur eða -þynnur•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á plasthráefnum, sjá 20.16•

Page 132: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

132 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

22.22 Framleiðsla á umbúðaplasti

22.22.1 Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fiskikössum og kerum•Framleiðsla á lokum á fiskiker•Framleiðsla á netakúlum úr plasti•

22.22.9 Framleiðsla á öðru umbúðaplasti

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á plastvörum til pökkunar vöru, s.s. pokum, sekkjum, kössum, öskjum, •kútum, flöskum o.þ.h. úr plasti

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ferðatöskum og handtöskum úr plasti, sjá 15.12•

22.23 Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti

22.23.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hreinlætistækjum úr plasti, s.s. baðkerum, sturtubotnum, vöskum og •salernisskálum Framleiðsla á öðrum byggingarvörum úr plasti, s.s. hurðum, gluggum, körmum, •rimlatjöldum, gólflistum, vegg- og loftklæðningumFramleiðsla á slitsterku gólfefni, s.s.vinýldúki og línóleumdúki•Framleiðsla á einangrunarplasti•

22.29 Framleiðsla á öðrum plastvörum

22.29.0 Framleiðsla á öðrum plastvörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á borðbúnaði, eldhúsáhöldum og baðherbergisbúnaði úr plasti•Framleiðsla á ýmsum plastvörum, s.s. höfuðbúnaði, einangrunartengjum, hlutum til •ljósabúnaðar, ýmsum flíkum (aðeins ef límdar saman en ekki saumaðar), fylgihlutum fyrir húsgögn, styttum, böndum fyrir drifbúnað og færibönd, límböndum, greiðum o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ferðatöskum úr plasti, sjá 15.12•Framleiðsla á skófatnaði úr plasti, sjá 15.20•Framleiðsla á húsgögnum úr plasti, sjá 31.01, 31.02, 31.09•Framleiðsla á íþróttabúnaði úr plasti, sjá 32.30•Framleiðsla á plastleikföngum, sjá 32.40•Framleiðsla á búnaði úr plasti til lækninga og tannlækninga, sjá 32.50•Framleiðsla á plastvörum til augnlækninga, sjá 32.50•Framleiðsla á hjálmum og öðrum öryggisbúnaði úr plasti, sjá 32.99•

Page 133: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 133

nacerev. 2 ÍSAT2008

23 Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á vörum sem unnar eru að einhverju leyti úr stein-efnum. Framleiðsla á gleri og glervörum, leirvörum, flísum og brenndum leirvörum, gifsi og sementi úr hráefnum í fullunnar vörur telst til þessarar deildar ásamt framleiðslu á tilhoggnum og frágengnum steini og öðrum steinvörum.

23.1 Framleiðsla á gleri og vörum úr gleri

23.11 Framleiðsla á flotgleri

23.11.0 Framleiðsla á flotgleri

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á flotgleri, þ.m.t. vírlagt, litað eða skyggt flotgler•

23.12 Skurður og vinnsla á flotgleri

23.12.0 Skurður og vinnsla á flotgleri

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hertu eða lagskiptu flotgleri•Framleiðsla á glerspeglum•Framleiðsla á marglaga einangrunargleri•

23.13 Framleiðsla á glerílátum

23.13.0 Framleiðsla á glerílátum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á flöskum og öðrum ílátum úr gleri eða kristal•Framleiðsla á glösum og öðrum heimilisvörum úr gleri eða kristal•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á leikföngum úr gleri, sjá 32.40•

23.14 Framleiðsla á glertrefjum

23.14.0 Framleiðsla á glertrefjum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á glertrefjum, þ.m.t. glerull og óofnum vörum úr glerull•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla ofinna dúka úr glergarni, sjá 13.10•Framleiðsla á ljósleiðarakapli fyrir gagnasendingar eða beinar myndsendingar, sjá 27.31•

Page 134: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

134 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

23.19 Framleiðsla og vinnsla á öðru gleri, þ.m.t. glervara til tæknilegra nota

23.19.0 Framleiðsla og vinnsla á öðru gleri, þ.m.t. glervara til tæknilegra nota

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á glervörum fyrir rannsóknarstofur, hreinlætisvörum og lyfjavörum úr gleri•Framleiðsla á klukkugleri eða úrgleri, sjóngleri og sjónglerjahlutum sem ekki eru •fullunnir sem sjónglerFramleiðsla á glervörum til nota í gerviskartgripi•Framleiðsla á einangrunarefnum og -tengjum úr gleri•Framleiðsla á glerhylkjum fyrir lampa•Framleiðsla á glerstyttum•Framleiðsla á gleri í stöngum eða pípum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fullunnum sjónglerjum og sjónglerjahlutum, sjá 26.70•Framleiðsla á sprautum og öðrum læknisfræðilegum búnaði í rannsóknarstofur, sjá •32.50

23.2 Framleiðsla á eldföstum vörum

23.20 Framleiðsla á eldföstum vörum

23.20.0 Framleiðsla á eldföstum vörum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á hálfunnum vörum úr málmlausum steinefnum sem eru annaðhvort unnin úr jörðu eða með grjótnámi, s.s. sandur, möl eða leir.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á eldföstu steinlími og steypu o.þ.h.•Framleiðsla á eldfastri leirvöru:•

hitaeinangrandi leirvörur úr kísilsalla »eldfastir múrsteinar, hellur, flísar o.þ.h. »eimingarflöskur, deiglur, múffur, stútar, leiðslur, pípur o.þ.h. »

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á eldföstum hlutum sem innihalda magnesít, dólómít eða krómít•

23.3 Framleiðsla á byggingarefnum úr leir

23.31 Framleiðsla á flísum og hellum úr leir

23.31.0 Framleiðsla á flísum og hellum úr leir

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á óeldföstum flísum úr leir fyrir eldstó eða veggi, mósaíkflísar o.þ.h.•Framleiðsla á óeldföstum flísum og gangstéttarhellum úr leir•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstum leirvörum sjá 23.20•Framleiðsla á gervisteinum, sjá 22.23•

Page 135: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 135

nacerev. 2 ÍSAT2008

23.32 Framleiðsla á byggingarvörum úr brenndum leir

23.32.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr brenndum leir

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á byggingarefnum úr leir sem ekki er eldfastur, s.s. múrsteinum, þakflísum, •pípum og rennumFramleiðsla á gólfhellum úr brenndum leir•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstum leirvörum sjá 23.20•Framleiðsla á öðrum vörum úr leir en eldföstum eða byggingarefnum, sjá 23.4•

23.4 Framleiðsla á annarri postulíns- og leirvöru

Til þessa flokks telst framleiðsla á fullunnum vörum úr málmlausum steinefnum sem annaðhvort eru unnin úr jörðu eða með grjótnámi, s.s. sandur, möl eða leir.

23.41 Framleiðsla á heimilisvörum og skrautmunum úr leir og postulíni

23.41.0 Framleiðsla á heimilisvörum og skrautmunum úr leir og postulíni

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á borðbúnaði og öðrum heimils- og hreinlætisvörum úr leir•Framleiðsla á styttum og öðrum skrautvörum úr leir•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gerviskartgripum, sjá 32.13•Framleiðsla á leikföngum úr leir, sjá 32.40•

23.42 Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir og postulíni

23.42.0 Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir og postulíni

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir, t.d. vöskum, baðkerum og salernisskálum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstum leirvörum sjá 23.20•Framleiðsla á byggingarefnum úr leir, sjá 23.3•

23.43 Framleiðsla á einangrurum og tengjum úr leir

23.43.0 Framleiðsla á einangrurum og tengjum úr leir

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafmagnseinangrurum og -tengjum úr postulíni•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstum leirvörum, sjá 23.20•

Page 136: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

136 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

23.44 Framleiðsla á annarri leirvöru til tæknilegra nota

23.44.0 Framleiðsla á annarri leirvöru til tæknilegra nota

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á leirvörum til nota á rannsóknarstofum, í efnaiðnaði og öðrum iðnaði•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gervisteinum, sjá 22.23•Framleiðsla á eldföstum leirvörum, sjá 23.20•Framleiðsla á byggingarefni úr leir, sjá 23.3•

23.49 Framleiðsla á öðrum leirvörum

23.49.0 Framleiðsla á öðrum leirvörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á leirpottum, leirkrukkum og áþekkum vörum sem notaðar eru til flutninga •eða pökkunar á vörumFramleiðsla á leirvörum, ót.a.s.•

23.5 Framleiðsla á sementi, kalki og gifsi

23.51 Sementsframleiðsla

23.51.0 Sementsframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á sementi, þ.m.t. portlandsementi, álsementi, slaggsementi og súperfosfat •sementi

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstu steinlími, steinsteypu o.þ.h., sjá 23.20•Framleiðsla á tilbúnu og þurrblönduðu sementi og steinlími, sjá 23.63, 23.64•Framleiðsla á vörum úr sementi, sjá 23.69•Framleiðsla á sementi til nota í tannlækningum, sjá 32.50•

23.52 Kalk- og gifsframleiðsla

23.52.0 Kalk- og gifsframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á óleskjuðu og leskjuðu kalki og hýdrólísku kalki•Framleiðsla á gifsefni úr brenndu gifsi eða brenndu súlfati•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á brenndu dólómíti•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á vörum úr gifsi, sjá 23.62, 23.69•

Page 137: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 137

nacerev. 2 ÍSAT2008

23.6 Framleiðsla á vörum úr steinsteypu, sementi og gifsi

23.61 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu

23.61.0 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á byggingarefni úr steypu, sementi eða vörum úr gervisteini fyrir •húsbyggingar eða aðra mannvirkjagerð, s.s. flísum, hellusteinum, múrsteinum, þynnum, þiljum, pípum og stólpumFramleiðsla á tilbúnum byggingareiningum úr sementi, steinsteypu eða gervisteini •fyrir húsbyggingar eða mannvirkjagerð

23.62 Framleiðsla á byggingarefni úr gifsi

23.62.0 Framleiðsla á byggingarefni úr gifsi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gifsvörum fyrir byggingariðnað, s.s. plötum, þynnum og þiljum•

23.63 Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu

23.63.0 Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu og múrblöndum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldfastri steypu, sjá 23.20•

23.64 Framleiðsla á steinlími

23.64.0 Framleiðsla á steinlími

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á steinlími í duftformi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á eldföstu steinlími, sjá 23.20•Framleiðsla á múrblöndum, sjá 23.63•

23.65 Framleiðsla á vörum úr trefjasementi

23.65.0 Framleiðsla á vörum úr trefjasementi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á byggingarefni úr jurtahlutum (tréull, hálmi, reyr, sefi) sem bundið er með •sementi, gifsi eða öðru bindiefni úr steinefnumFramleiðsla á vörum úr asbest- eða sellulósatrefjasementi o.þ.h., s.s. báruplötum, •öðrum plötum, þiljum, flísum, leiðslum, pípum, tönkum, kerum, vatnsskálum, handlaugum, krukkum, húsgögnum og gluggakörmum

Page 138: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

138 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

23.69 Framleiðsla á öðrum vörum úr steinsteypu, sementi og gifsi

23.69.0 Framleiðsla á öðrum vörum úr steinsteypu, sementi og gifsi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á öðrum vörum úr steinsteypu, gifsi, sementi eða gervisteini, s.s. styttum, •húsgögnum, vösum og blómapottum

23.7 Steinsmíði

23.70 Steinsmíði

23.70.0 Steinsmíði

Til þessarar greinar telst:Skurður, mótun og fínpússun steina til nota sem byggingarefni, sem legsteinar, til •vegagerðar, sem þakefni o.þ.h.Framleiðsla á húsgögnum úr steini•

Til þessarar greinar telst ekki:Grjótnám, sjá 08.11•Framleiðsla á kvarnarsteinum, slípunarsteinum og áþekkum vörum, sjá 23.9•

23.9 Framleiðsla á öðrum vörum úr málmlausum steinefnum

23.91 Framleiðsla á vörum til slípunar

23.91.0 Framleiðsla á vörum til slípunar

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kvarnarsteinum, skerpingar- eða fægisteinum og náttúrlegum eða •tilbúnum vörum til slípunar, t.d. sandpappír

23.99 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum steinefnum

23.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum steinefnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á núningsþolnu efni og hlutum úr því sem eru að stofni til úr steinefnum •eða sellulósaFramleiðsla á einangrunarefnum úr steinefnum, s.s. steinull, gjallull og svipuðum •einangrunarefnum úr steinefnum Framleiðsla á vörum úr ýmsum steinefnum, s.s. unnum gljásteini og vörum úr •gljásteini, brúnkolum, grafíti (öðrum en rafmagnsvörum) o.þ.h.Framleiðsla á vörum úr asfalti eða áþekku efni, s.s. malbiki, límefnum úr asfalti og •kolatjörubikiKolefnis- og grafíttrefjar og vörur (að undanskildum rafskautum og rafmagnstækjum)•Framleiðsla á gervikórund•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á glerull og óofnum vörum úr glerull, sjá 23.14•Framleiðsla á grafítrafskautum, sjá 27.90•

Page 139: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 139

nacerev. 2 ÍSAT2008

24 Framleiðsla málma

Til þessarar deildar telst framleiðsla hrámálma úr málmgrýti eða brotajárni. Til þessarar deildar telst einnig framleiðsla á málmblöndum sem fást með því að blanda öðrum efnum við hreina málma. Afurðin sem fæst við bræðslu og hreinsun, oftast málmhleifar, er notuð við áframhaldandi vinnslu sem felst í að valsa, draga og móta þannig að úr verði þynnur, ræmur, stangir eða vír og, ef í bráðnu formi, að steypa málm og aðrar vörur úr málmum.

24.1 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi

Til þessa flokks telst vinnsla járngrýtis, framleiðsla steypujárns í bráðnu eða föstu formi, framleiðsla á stáli úr steypujárni og framleiðsla járnblendis.

24.10 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi

24.10.0 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á steypujárni og spegiljárni í grófsteypustykkjum, blokkum, korni, dufti •eða á öðru óunnu formiFramleiðsla á járnblendi•Framleiðsla á mjög hreinu járni með rafgreiningu eða öðrum efnafræðilegum ferlum•Endurbræðsla brotajárns•Framleiðsla á járnsalla•Framleiðsla á hálfunnum vörum úr stáli•Framleiðsla á heit-, kald-, og flatvölsuðum vörum úr stáli•Framleiðsla á efni úr stáli til nota í járnbrautarteina•

Til þessarar greinar telst ekki:Kalddráttur stanga, sjá 24.31•

24.2 Framleiðsla á rörum, pípum, holum prófílum og tengihlutum úr stáli

24.20 Framleiðsla á rörum, pípum, holum prófílum og tengihlutum úr stáli

24.20.0 Framleiðsla á rörum, pípum, holum prófílum og tengihlutum úr stáli

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á heildregnum rörum og pípum steyptum úr stáli, sjá 24.52•

24.3 Framleiðsla á öðrum vörum úr frumunnu stáli

Til þessa flokks telst framleiðsla á öðrum vörum með kaldvinnslu á stáli.

24.31 Kalddráttur stanga

24.31.0 Kalddráttur stanga

Til þessarar greinar telst:Dráttur stanga og gegnheilla prófíla úr stáli með kalddrætti, fínpússun eða rennismíði•

Til þessarar greinar telst ekki:Dráttur á vír, sjá 24.34•

Page 140: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

140 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

24.32 Kaldvölsun flatstáls

24.32.0 Kaldvölsun flatstáls

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á húðuðum eða óhúðuðum flatvölsuðum stálvörum í vafningum eða •beinum lengjum, innan við 600 mm á breidd

24.33 Kaldmótun

24.33.0 Kaldmótun

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á opnum prófílum með áframhaldandi mótun í völsunarvél eða •fellingamyndun á pressu fyrir flatvalsaðar vörur úr stáliFramleiðsla á kaldmótuðum eða kaldbeygðum, riffluðum plötum eða •samlokueiningum.

24.34 Kalddráttur víra

24.34.0 Kalddráttur víra

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á dregnum stálvír með kalddrætti stálvírsteina•

Til þessarar greinar telst ekki:Dráttur stanga og gegnheilla prófíla úr stáli, sjá 24.31•Framleiðsla á vörum unnum úr vír, sjá 25.93•

24.4 Framleiðsla góðmálma og málma sem ekki innihalda járn

24.41 Framleiðsla góðmálma

24.41.0 Framleiðsla góðmálma

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla góðmálma og hreinsun á óunnum eða unnum góðmálmum, s.s. gulli, silfri, •platínum o.þ.h. úr málmgrýti eða málmleifum Framleiðsla á málmblöndum úr góðmálmi•Framleiðsla á hálfunnum vörum úr góðmálmi•Framleiðsla á silfri sem sett er á ódýra málma•Framleiðsla á gulli sem sett er á ódýra málma eða silfur•Framleiðsla á platínum og málmum úr platínuflokki sem sett er á gull, silfur eða ódýra •málma

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á vír úr þessum málmum með drætti•Framleiðsla á flögum úr góðmálmi•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skartgripum úr góðmálmi, sjá 32.12•Steypa málma sem ekki innihalda járn, sjá 24.53 og 24.54•

Page 141: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 141

nacerev. 2 ÍSAT2008

24.42 Álframleiðsla

24.42.0 Álframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á áli úr súráli•Framleiðsla á áli með hreinsun brotaáls með rafgreiningu•Framleiðsla á álblendi•Framleiðsla á hálfunnu áli•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á álvír með drætti•Framleiðsla á súráli•Framleiðsla á álpappír til umbúða•

Til þessarar greinar telst ekki:Steypa málma sem ekki innihalda járn, sjá 24.53 og 24.54•

24.43 Blý-, sink- og tinframleiðsla

24.43.0 Blý-, sink- og tinframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á blýi, sinki og tini úr málmgrýti•Framleiðsla á blýi, sinki og tini við hreinsun með rafgreiningu á blý-, sink- og tinleifum •og -úrgangiFramleiðsla á blý-, sink- og tinblöndum•Framleiðsla á hálfunnu blýi, sinki og tini•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á vír úr þessum málmum með drætti•

Til þessarar greinar telst ekki:Steypa málma sem ekki innihalda járn, sjá 24.53 og 24.54•

24.44 Koparframleiðsla

24.44.0 Koparframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kopar úr málmgrýti•Framleiðsla á kopar með hreinsun á koparleifum og -úrgangi með rafgreiningu •Framleiðsla á koparblendi•Framleiðsla á kveikiþræði eða -leiðurum•Framleiðsla á hálfunnum kopar•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á koparvír með drætti •

Til þessarar greinar telst ekki:Steypa málma sem ekki innihalda járn, sjá 24.53 og 24.54•

Page 142: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

142 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

24.45 Framleiðsla annarra málma sem ekki innihalda járn

24.45.0 Framleiðsla annarra málma sem ekki innihalda járn

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á krómi, mangani, nikkel o.þ.h. úr málmgrýti eða oxíði•Framleiðsla á krómi, mangani, nikkel o.þ.h. við hreinsun með rafgreiningu og •álhitahreinsun króm-, mangan-, nikkelleifum og -úrgangi o.þ.h.Framleiðsla á málmblöndum úr krómi, mangan, nikkel o.þ.h.•Framleiðsla á hálfunnu krómi, mangan, nikkel o.þ.h.•Framleiðsla á nikkelsteini•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á vír úr þessum málmum með drætti•

Til þessarar greinar telst ekki:Steypa málma sem ekki innihalda járn, sjá 24.53 og 24.54•

24.46 Vinnsla á kjarnorkueldsneyti

24.46.0 Vinnsla á kjarnorkueldsneyti

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á úranmálmi úr úransteindum eða öðru málmgrýti•Bræðsla og hreinsun úrans•

24.5 Málmsteypa

Til þessa flokks telst framleiðsla á hálfunnum vörum og ýmis konar steyptri vöru með steypuvinnslu.

Til þessa flokks telst ekki:Framleiðsla á fullunnum steyptum vörum, s.s. miðstöðvarkötlum og -ofnum (25.21) og •steyptum hlutum til heimilisnota (25.99)

24.51 Járnsteypa

24.51.0 Járnsteypa

Til þessarar greinar telst:Steypa á hálfunnum vörum úr járni•Framleiðsla steyptra hluta úr grájárni•Framleiðsla hluta úr steypujárni með kúlugrafíti•Framleiðsla steyptra hluta til að hamra úr steypujárni•Framleiðsla á steypujárnsrörum og tengihlutum•

Page 143: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 143

nacerev. 2 ÍSAT2008

24.52 Stálsteypa

24.52.0 Stálsteypa

Til þessarar greinar telst:Steypa á hálfunnum vörum úr stáli•Framleiðsla steyptra hluta úr steypustáli•

24.53 Steypa léttmálma

24.53.0 Steypa léttmálma

Til þessarar greinar telst:Steypa á hálfunnum vörum úr áli, magnesíum, títani, sinki o.þ.h.•Framleiðsla steyptra hluta úr léttmálmi•

24.54 Steypa annarra málma sem ekki innihalda járn

24.54.0 Steypa annarra málma sem ekki innihalda járn

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla steyptra hluta úr þungmálmum•Framleiðsla steyptra hluta úr góðmálmum•Mótsteypa steyptra málma sem ekki innihalda járn•

Page 144: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

144 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði

Til þessarar deildar telst framleiðsla á „hreinum“ málmvörum (s.s. málmhlutum, gámum og burðareiningum) sem oftast eru kyrrstæðar og óhreyfanlegar, andstætt því sem er í deildum 26-30 sem taka til framleiðslu á samsetningum og samstæðum slíkra málmvara (stundum með öðrum efnum) svo úr verða flóknari einingar.

Framleiðsla á vopnum og skotfærum telst einnig til þessarar deildar.

Til þessarar deildar telst ekki:Sérhæfð viðgerðar- og viðhaldsstarfsemi, sjá flokk 33.1•Sérhæfð uppsetning véla og annarrar framleiðsluvöru í byggingar, sjá 33.20•

25.1 Framleiðsla á byggingarefni úr málmi

Til þessa flokks telst framleiðsla á byggingarefni úr málmi (s.s. málmgrindur eða hlutar fyrir byggingariðnað).

25.11 Framleiðsla á burðarvirkjum og byggingareiningum úr málmi

25.11.0 Framleiðsla á burðarvirkjum og byggingareiningum úr málmi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á málmburðargrindum eða hlutum þeirra fyrir byggingariðnað (turnar, •möstur, grindarbitar, brýr o.þ.h.)Framleiðsla á burðargrindum úr málmi til iðnaðarnota (burðargrindum fyrir •bræðsluofna, búnaði til að lyfta hlutum og færa þá o.þ.h.)Framleiðsla á forsmíðuðum byggingum að mestum hluta úr málmi, s.s. vinnuskúrum •og klefaeiningum í sýningarhallir

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hlutum í skipa- eða aflkatla, sjá 25.30•Framleiðsla á skipshlutum, sjá 30.11•

25.12 Framleiðsla á hurðum og gluggum úr málmi

25.12.0 Framleiðsla á hurðum og gluggum úr málmi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hurðum, gluggum, körmum, hlerum og hliðum úr málmi•Framleiðsla á milliveggjum úr málmi til að festa í gólf•

25.2 Framleiðsla á geymum, kerum og ílátum úr málmi

Til þessa flokks telst framleiðsla á geymum, miðstöðvarkerfum og -kötlum.

25.21 Framleiðsla á miðstöðvarofnum og -kötlum

25.21.0 Framleiðsla á miðstöðvarofnum og -kötlum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafmagnsofnum og vatnshiturum, sjá 27.51•

Page 145: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 145

nacerev. 2 ÍSAT2008

25.29 Framleiðsla á öðrum geymum, kerum og ílátum úr málmi

25.29.0 Framleiðsla á öðrum geymum, kerum og ílátum úr málmi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kerum, geymum o.þ.h., oftast uppsettum til nota fyrir geymslu eða •framleiðsluFramleiðsla á málmílátum undir samþjappað eða fljótandi gas•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ámum, tunnum, brúsum, fötum, kössum o.þ.h. úr málmi til flutninga og •pökkunar á vörum (óháð stærð), sjá 25.91Framleiðsla á flutningagámum, sjá 29.20•

25.3 Framleiðsla á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

25.30 Framleiðsla á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

25.30.0 Framleiðsla á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gufukötlum og öðrum gufuaflskötlum•Framleiðsla á aukabúnaði fyrir gufukatla, s.s. eimsvölum, forhiturum, yfirhiturum, •gufusöfnurum og -geymumFramleiðsla á hlutum í skipa- eða aflkatla•

Til þessarar greinar telst einnig:Smíði og vinnsla röra fyrir lagnakerfi •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á miðstöðvarofnum og -kötlum, sjá 25.21•Framleiðsla á gufuhverflasamstæðum, sjá 28.11•Framleiðsla á samstæðuskiljum, sjá 28.99•

25.4 Vopna- og skotfæraframleiðsla

25.40 Vopna- og skotfæraframleiðsla

25.40.0 Vopna- og skotfæraframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á þungavopnum •Framleiðsla á byssum, skotvopnum og skotfærum •Framleiðsla á sprengjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hvellhettum, flugeldum eða merkjablysum, sjá 20.51•Framleiðsla á sverðum, byssustingjum o.þ.h., sjá 25.71•Framleiðsla á skriðdrekum o.þ.h., sjá 30.40•

Page 146: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

146 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

25.5 Eldsmíði og önnur málmsmíði; sindurmótun

Til þessa flokks telst almenn starfsemi við meðhöndlun málma, s.s. eldsmíði eða þrýst-ismíði sem fer fram gegn gjaldi eða samkvæmt samningi.

25.50 Eldsmíði og önnur málmsmíði; sindurmótun

25.50.0 Eldsmíði og önnur málmsmíði; sindurmótun

Til þessarar greinar telst:Eldsmíði, þrýstismíði, stönsun og völsun málma•Sindurmótun: framleiðsla málmhluta úr málmsalla með hitameðhöndlun (glæðingi) •eða með þrýstingi

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á málmsalla, sjá 24.1, 24.2•

25.6 Meðhöndlun og húðun málma, vélvinnsla

Til þessa flokks telst almenn starfsemi við meðhöndlun málma, s.s. húðun, greyping, götun, fágun, rafsuða o.þ.h. sem fer fram gegn gjaldi eða samkvæmt samningi.

25.61 Meðhöndlun og húðun málma

25.61.0 Meðhöndlun og húðun málma

Til þessarar greinar telst:Málmhúðun, skauthúðun o.þ.h. •Hitameðferð málms•Sandblástur og hreinsun málma•Litun, gröftur eða prentun á málma•Húðun málma með öðrum efnum en málmum, s.s. plöstun, smeltun og lökkun•Herðing og fæging málms•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi járningamanna, sjá 01.62•Málmhúðun plastefna, sjá 22.29•Völsun góðmálma á ódýra málma eða aðra málma, sjá 24.41, 24.42, 24.43, 24.44•

25.62 Vélvinnsla málma

25.62.0 Vélvinnsla málma

Til þessarar greinar telst:Málmvinnsla, s.s. að gata, renna, fræsa, tæra, hefla, samslípa, rýma út, jafna, saga, slípa, •skerpa, fága, rafsjóða og splæsaMálmskurður og málmstunga með leysigeislum•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi járningamanna, sjá 01.62•

Page 147: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 147

nacerev. 2 ÍSAT2008

25.7 Framleiðsla á eggjárni, verkfærum og ýmiss konar járnvöru

Til þessa flokks telst framleiðsla á hnífum, hnífapörum, ýmsum handverkfærum úr málmi og ýmiss konar járnvöru.

25.71 Framleiðsla á hnífapörum, hnífum, skærum, o.þ.h.

25.71.0 Framleiðsla á hnífapörum, hnífum, skærum, o.þ.h.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hnífum og hnífpörum til heimilisnota, s.s. hnífum, göfflum og skeiðum•Framleiðsla á annars konar eggjárnsvöru, s.s. eldhússöxum, rakhnífum, rakblöðum, •skærum og hárklippumFramleiðsla á sverðum, byssustingjum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ýmsum kerum (pottar, katlar o.þ.h.), borðáhöldum (skálar, föt o.þ.h.) eða •borðbúnaði (diskar, undirskálar o.þ.h.), sjá 25.99Framleiðsla á hnífum og hnífapörum úr góðmálmi, sjá 32.12•

25.72 Framleiðsla á lásum og lömum

25.72.0 Framleiðsla á lásum og lömum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hengilásum, læsingum, lyklum, lömum o.þ.h.•Framleiðsla á hjörum og ýmiss konar járn og málmvöru fyrir byggingar, húsgögn, •ökutæki o.þ.h.

25.73 Framleiðsla á verkfærum, þó ekki vélknúnum

25.73.0 Framleiðsla á verkfærum, þó ekki vélknúnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hnífum og skurðarblöðum í vélar eða tæki•Framleiðsla á handverkfærum, s.s. töngum og skrúfjárnum•Framleiðsla á handverkfærum fyrir landbúnað; garðverkfæri•Framleiðsla á sögum og sagarblöðum•Framleiðsla á borum, málmskerum og fræsurum o.þ.h. •Framleiðsla á járnsmíðaverkfærum, s.s. steðjum•Framleiðsla á mótakössum og mótum (að undanskildum hrámálmssteypumótum)•Framleiðsla á pressum•Framleiðsla á skrúfstykkjum, þvingum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á vélknúnum handverkfærum, sjá 28.24•Framleiðsla á hrásteypumótum, sjá 28.91•

Page 148: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

148 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

25.9 Framleiðsla annarra málmvara

Til þessa flokks telst framleiðsla á ýmis konar málmvörum, s.s. dósum og fötum, nöglum, boltum og róm, búsáhöldum úr málmi, málmfestingum, skipsskrúfum og akkerum o.þ.h. til ýmissa nota á heimili og í iðnaði.

25.91 Framleiðsla á stáltunnum og svipuðum ílátum

25.91.0 Framleiðsla á stáltunnum og svipuðum ílátum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fötum, dósum, tunnum og kössum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á geymum og kerum, sjá 25.2•

25.92 Framleiðsla á umbúðum úr léttmálmi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ýmsum umbúðum úr léttmálmi, s.s. niðursuðudósum undir mat og •drykkjarvöru, túpum, öskjum og kössum sem hægt er að brjóta samanFramleiðsla á málmlokum•

25.93 Framleiðsla á keðjum, fjöðrum og vörum úr vír

25.93.0 Framleiðsla á keðjum, fjöðrum og vörum úr vír

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á köplum úr málmi, vírfléttum og áþekkum hlutum•Framleiðsla á óeinangruðum eða einangruðum málmköplum sem ekki er hægt að •nota til að leiða rafmagnFramleiðsla á húðuðum eða kjörnuðum vír•Framleiðsla á vörum úr vír, s.s. gaddavír, girðingarvír, grindur, netefni, vírdúkur•Framleiðsla á húðuðum rafskautum til rafbogasuðu•Framleiðsla á nöglum og nálum•Framleiðsla á fjöðrum, s.s. blaðfjöðrum, gormfjöðrum og fjaðrablöðum •Framleiðsla á keðjum, að undanskildum aflfærslukeðjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fjöðrum í klukkur eða úr, sjá 26.53•Framleiðsla á vír og kapli til rafmagnsdreifingar, sjá 27.32 •Framleiðsla á aflfærslukeðjum, sjá 28.15•

25.94 Framleiðsla á boltum og skrúfum

25.94.0 Framleiðsla á boltum og skrúfum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hnoði, skífum og áþekkum vörum sem ekki eru snittaðar•Framleiðsla á boltum, skrúfum, róm og áþekkum snittuðum vörum•

Page 149: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 149

nacerev. 2 ÍSAT2008

25.99 Framleiðsla á öðrum ótöldum málmvörum

25.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum málmvörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á búsáhöldum úr málmi:•

borðbúnaður: diskar, undirskálar o.þ.h. »pottar, katlar o.þ.h. »borðáhöld: skálar, föt o.þ.h. »skaftpottar, steikarpönnur önnur áhöld til eldunar og nota á matarborði »lítil handknúin eldhústæki og fylgihlutir »hreinsileppar úr málmi »

Framleiðsla smíðaíhluta úr sinki: rennur, kjölur, baðker, vaskar, handlaugar og áþekkir •hlutirFramleiðsla á málmvörum fyrir skrifstofur, að undanskildum húsgögnum•Framleiðsla á peningaskápum, geymsluhólfum, brynvörðum hurðum o.þ.h.•Framleiðsla á ýmis konar málmvörum:•

skipsskrúfur og blöð fyrir skipsskrúfur »akkeri »bjöllur »spennur, sylgjur, krókar »málmstigar »merki úr málmi, þ.m.t. umferðarmerki »

Framleiðsla á pokum úr málmþynnum•Framleiðsla sísegla úr málmi•Framleiðsla á lofttæmikönnum og -flöskum úr málmi•Framleiðsla á málmskjöldum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á sverðum og byssustingjum, sjá 25.71•Framleiðsla á innkaupakerrum, sjá 30.99•Framleiðsla á húsgögnum úr málmi, sjá 31.01, 31.02, 31.09•Framleiðsla á íþróttavörum, sjá 32.30•Framleiðsla á leikföngum, sjá 32.40•

Page 150: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

150 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

26 Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á tölvum, jaðarbúnaði fyrir tölvur, fjarskiptabúnaði og hliðstæðum rafeindavörum og einnig framleiðsla íhluta fyrir slíkar vörur.

Til þessarar deildar telst einnig framleiðsla á sjónvörpum, útvörpum, hljómtækjum og skyldum búnaði, búnaði til mælinga, prófunar, leiðsagnar og eftirlits, búnaði til geislunar, rafmagnslækninga og rafmagnslækningameðferðar, sjóntækja og sjóntækjabúnaðar og framleiðsla segul- og ljósrænna miðla.

26.1 Framleiðsla á rafeindaíhlutum og spjöldum

26.11 Framleiðsla á rafeindaíhlutum

26.11.0 Framleiðsla á rafeindaíhlutum

Til þessarar greinar telst framleiðsla hálfleiðara og annarra íhluta fyrir rafeindabúnað.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafeindaþéttum•Framleiðsla á rafeindaviðnámum•Framleiðsla á örgjörvum•Framleiðsla á rafeindarörum•Framleiðsla á auðum prentrásaspjöldum•Framleiðsla á samrásum (flaumrænar, stafrænar eða blandaðar)•Framleiðsla á díóðum, smárum og tengdum stakrænum búnaði•Framleiðsla á spankeflum (t.d. jöfnunarspólur, spólur, spennubreytar) sem •rafeindaíhlutumFramleiðsla á rafeindakristöllum og kristallasamstæðum•Framleiðsla á segulliðum, rofum og ferjöldum í rafeindabúnað•Framleiðsla á teningum eða þynnum, hálfleiðurum, fullunnum eða hálfunnum•Framleiðsla á skjáíhlutum (plasma-, fjölliðu-, vökvakristalsskjáir (LCD))•Framleiðsla á ljósgjafadíóðum (LED)•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á prentarasnúrum, skjásnúrum, USB-snúrum, tengjum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Prentun snjallkorta, sjá 18.12•Framleiðsla á tölvu- og sjónvarpsskjám, sjá 26.20, 26.40•Framleiðsla á mótöldum (flutningsbúnaður), sjá 26.12•Framleiðsla á röntgenlömpum og áþekkum geislunarbúnaði, sjá 26.60•Framleiðsla á optískum vörum og tækjum, sjá 26.70•Framleiðsla á straumfestum fyrir flúrljós, sjá 27.11•Framleiðsla á rafliðum, sjá 27.12•Framleiðsla á raflagnabúnaði, sjá 27.33•Framleiðsla á fullgerðum tækjum er flokkuð annars staðar og tekur mið af flokkun •tækjanna

Page 151: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 151

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.12 Framleiðsla á fullbúnum rafeindaspjöldum

26.12.0 Framleiðsla á fullbúnum rafeindaspjöldum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fullbúnum prentrásaspjöldum•Ásetning íhluta á prentrásaspjöld•Framleiðsla tengikorta (t.d. hljóð, mynd, stjórnkort, net, mótöld)•

Til þessarar greinar telst ekki:Prentun snjallkorta, sjá 18.12•Framleiðsla á auðum prentrásaspjöldum, sjá 26.11•

Page 152: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

152 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.2 Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði

26.20 Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði

26.20.0 Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði

Til þessarar greinar telst framleiðsla og/eða samsetning tölva, s.s. stórtölva, borðtölva, fartölva og tölvumiðlara og jaðarbúnaði fyrir tölvur, s.s. geymslubúnaði og ílags-/frálagstækjum (prentarar, skjáir, lyklaborð).

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á borðtölvum•Framleiðsla á fartölvum•Framleiðsla á stórtölvum•Framleiðsla á lófatölvum (t.d. PDA)•Framleiðsla á seguldiskadrifum, vasadrifum og öðrum geymslubúnaði•Framleiðsla á geisladrifum (t.d. CD-RW, CD-ROM, DVD-ROM, DVD-RW) •Framleiðsla á prenturum•Framleiðsla á skjám•Framleiðsla á lyklaborðum•Framleiðsla á öllum gerðum músa, stýripinna og stýrikúlna•Framleiðsla á tölvumiðlurum•Framleiðsla á skönnum, þ.m.t. strikamerkjaskönnum•Framleiðsla á snjallkortalesurum•Framleiðsla á sýndarveruleikahjálmum•Framleiðsla á skjávörpum •

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á tölvuútstöðvum á borð við hraðbanka og sölukassa sem starfa ekki •vélræntFramleiðsla á fjölvirkum skrifstofubúnaði sem hægt er að nota til tveggja eða fleiri •eftirfarandi verka: prentunar, skönnunar, ljósritunar eða símbréfasendinga

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun upptekins efnis (tölvumiðlar, hljóð, mynd o.þ.h.), sjá 18.2•Framleiðsla á rafeindaíhlutum og rafeindasamstæðum til nota í tölvur og jaðarbúnað, •sjá 26.12Framleiðsla á innri/ytri tölvumótöldum, sjá 26.12•Framleiðsla á tengikortum, einingum og samstæðum, sjá 26.12•Framleiðsla á fjarskiptabúnaði, sjá 26.30•Framleiðsla á stafrænum samskiptarofum, gagnasamskiptabúnaði (t.d. brýr, beinar, •gáttir), sjá 26.30Framleiðsla á geisladiskaspilurum og spilurum fyrir stafræna mynddiska o.þ.h. sjá 26.40•Framleiðsla á sjónvarpsskjám, sjá 26.40•Framleiðsla á myndbandsleikjum með stjórnborði, sjá 26.40•Framleiðsla á óáteknum ljós- og segulmiðlum til nota í tölvur eða önnur tæki, sjá 26.80•

Page 153: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 153

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.3 Framleiðsla fjarskiptabúnaðar

26.30 Framleiðsla fjarskiptabúnaðar

26.30.0 Framleiðsla fjarskiptabúnaðar

Til þessarar deildar telst framleiðsla síma- og gagnasamskiptabúnaðar sem notaður er til að flytja merki rafrænt með vírum eða þráðlaust, s.s. búnaður til útvarps- og sjónvarps-útsendinga og þráðlausra fjarskipta.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á símum og símbréfabúnaði•Framleiðsla á símaskiptibúnaði fyrir fyrirtæki•Framleiðsla á gagnasamskiptabúnaði, s.s. brúm, beinum og gáttum•Framleiðsla á útsendingar- og móttökuloftnetum•Framleiðsla á búnaði fyrir kapalsjónvarp•Framleiðsla á símboðum•Framleiðsla á hljóðvera- og útsendingarbúnaði fyrir útvarp og sjónvarp, þ.m.t. •sjónvarpsmyndavélarFramleiðsla á mótöldum•Framleiðsla á þjófavarnar- og brunaviðvörunarkerfum tengd stjórnstöð•Framleiðsla á útvarps- og sjónvarpssendum•Framleiðsla á fjarstýringum o.þ.h. sem nota innrautt merki•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafeindaíhlutum og undireiningum til nota í fjarskiptabúnað, þ.m.t. innri/•ytri tölvumótöld, sjá 26.12Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði fyrir tölvur, sjá 26.20•Framleiðsla á hljóð- og myndbandabúnaði til heimilisnota, sjá 26.40•Framleiðsla á GPS tækjum, sjá 26.51•

26.4 Framleiðsla á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

26.40 Framleiðsla á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

26.40.0 Framleiðsla á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á sjónvörpum og útvörpum•Framleiðsla á myndbandstækjum og fjölföldunarbúnaði, stafrænum myndspilurum og •upptökutækjumFramleiðsla á hljóðupptöku- og fjölföldunarkerfum•Framleiðsla á hljómflutningstækjum og hátalarakerfum•Framleiðsla á myndbandstökuvélum til heimilisnota•Framleiðsla á mögnurum fyrir hljóðfæri og hátalarakerfi•Framleiðsla á hljóðnemum•Framleiðsla á geisladiskaspilurum og spilurum fyrir stafræna mynddiska•Framleiðsla á heyrnartólum •Framleiðsla á leikjatölvum•

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun upptekins efnis (tölvumiðlar, hljóð, mynd), sjá 18.2•Framleiðsla á tölvuskjám og jaðarbúnaði í tölvur, sjá 26.20•Framleiðsla á fjarskiptabúnaði, sjá 26.30•Framleiðsla á stafrænum myndavélum, sjá 26.70•Framleiðsla á tölvuspilum með föstum leikjum (óútskiptanlegum), sjá 32.40•

Page 154: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

154 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.5 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu, úrum og klukkum

26.51 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu

26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu

Til þessarar greinar telst framleiðsla á kerfum og tækjum til leitar, greiningar, leiðsögu, stýringar, loftferða og siglinga, sjálfvirkum stjórnrofum og gangstillum fyrir tækjabúnað, s.s. hitunar-, loftræsti- og kælibúnað, verkfæri og tæki til að mæla, sýna, gefa til kynna, skrá, senda og stýra hitastigi, raka, þrýstingi, lofttæmi, brennslu, rennsli, magni, seigju, þéttni, sýrustigi, styrk og snúning, vökvamælar og teljarar, tæki til að mæla og prófa eiginleika rafmagns og rafmagnsmerkja, tæki og kerfisbúnaður til greiningar á efna- og eðlisfræðilegri samsetningu eða magni efnasýna sem eru á föstu formi, vökvaformi, loftkennd eða úr samsettum efnum, önnur mæli- og prófunartæki og hlutar til þeirra.

Framleiðsla á mæli-, prófunar- og leiðsögubúnaði sem ekki gengur fyrir rafmagni (að undanskildum einföldum verkfærum) er meðtalin hér.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á tækjum í loftför•Framleiðsla á prófunarbúnaði fyrir útblástur ökutækja•Framleiðsla á tækjum til veðurfræðirannsókna•Framleiðsla á prófunar- og skoðunarbúnaði til greiningar efnislegra eiginleika•Framleiðsla á síritum•Framleiðsla á tækjum til geislagreiningar og -eftirlits•Framleiðsla á tækjum til landmælinga•Framleiðsla á hitamælum, þó ekki til nota í læknisfræðilegum tilgangi•Framleiðsla á rakastillum•Framleiðsla á miðstöðvarstillum•Framleiðsla á loga- og brennslustillum•Framleiðsla á litrófsmælum•Framleiðsla á loftþrýstimælum•Framleiðsla á notkunarmælum (t.d. fyrir vatn, gas og rafmagn)•Framleiðsla á rennslismælum og búnaði til talningar•Framleiðsla á jarðsprengju- og málmleitartækjum•Framleiðsla á búnaði til leitar, greiningar, leiðsögu, loftferða og siglinga, þ.m.t. •hljóðduflFramleiðsla á GPS-staðsetningartækjum•Framleiðsla á mæli- og skráningarbúnaði (t.d. ökuritum)•Framleiðsla á hreyfiskynjurum•Framleiðsla á ratsjám•Framleiðsla á greiningartækjum fyrir rannsóknarstofur (t.d. tækjum til blóðrannsókna)•Framleiðsla á vigtum og vogum fyrir rannsóknarstofur, súrefniskössum og ýmsum •öðrum búnaði sem ætlaður er til mælinga, prófana o.þ.h. á rannsóknarstofum Framleiðsla á öðrum mæli- og stýribúnaði, s.s. tækjum til geislunarmælinga, síritum, •hitamælum (að undanskildum tvímálma lækningahitamælum) og tækjum til veðurfræðirannsókna

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á geislunartækjum og búnaði til læknisfræðilegra prófana , sjá 26.60•Framleiðsla á optískum staðsetningarbúnaði, sjá 26.70•Framleiðsla á talritum, sjá 28.23•Framleiðsla á vigtum (öðrum en vogum sem notaðar eru á rannsóknarstofum), •hallamælum, málböndum o.þ.h., sjá 28.29Framleiðsla á einföldum verkfærum til mælinga (t.d. málböndum og þykktarmælum), •sjá framleiðslugrein í samræmi við aðalefnið sem notað er

Page 155: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 155

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.52 Framleiðsla á úrum og klukkum

26.52.0 Framleiðsla á úrum og klukkum

Til þessarar greinar telst smíði á úrum, klukkum og tækjum til tímamælinga og hlutum til þeirra.

Til þessarar greinar telst:Smíði úra og klukkna af öllum gerðum•Framleiðsla á úra- og klukkukössum, þ.m.t. kassar úr góðmálmum•Framleiðsla á tímaskráningarbúnaði og búnaði til að mæla, skrá og sýna tímabil •með úr- eða klukkuverki eða samfasa hreyfli, s.s. framleiðsla á stöðumælum, stimpilklukkum, tíma- og dagsetningarstimplum og tímastillumFramleiðsla á tímarofum og öðrum rofum með úr- eða klukkuverki eða samfasa hreyfli, •s.s. tímalásumFramleiðsla á íhlutum fyrir klukkur og úr, s.s. gangverki, fjöðrum, skífum, vísum, plötum •og öðrum hlutum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á úrólum sem ekki eru úr málmi (úr textíl, leðri, plasti), sjá 15.12•Framleiðsla á úrólum úr málmi, sjá 32.12, 32.13•

26.6 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

26.60 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

Til þessarar greinar telst framleiðsla á raftækjabúnaði til lækninga, greininga og meðferðar, s.s. segulómtæki, ómsjár, rafhjartaritar og holsjár; framleiðsla á geislunartækjum til nota við sjúkdómsgreiningu, læknisfræðilegar meðferðir, iðnað, rannsóknir, vísindi o.þ.h. Geislun getur verið beta-, gamma-, röntgen- eða önnur jónandi geislun.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á geislunartækjum•Framleiðsla á röntgentækjum•Framleiðsla á tölvusneiðmyndatækjum•Framleiðsla á heilaskönnum•Framleiðsla á segulsneiðmyndatækjum•Framleiðsla á leysitækjum til lækninga•Framleiðsla á holspeglunarbúnaði til lækninga•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á tækjum til að meðhöndla matvæli og mjólk með geislun•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á ljósabekkjum, sjá 28.99•

Page 156: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

156 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

26.7 Framleiðsla á optískum tækjum og ljósmyndabúnaði

26.70 Framleiðsla á optískum tækjum og ljósmyndabúnaði

26.70.0 Framleiðsla á optískum tækjum og ljósmyndabúnaði

Til þessarar greinar telst framleiðsla á optískum tækjum og linsum, s.s. sjónaukum, smásjám (að undanskildum rafeinda-, róteinda-), prismum og linsum (að undanskildum augnlinsum). Til þessara greinar telst einnig framleiðsla á ljósmyndabúnaði, s.s. mynda-vélum og ljósmælum.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á optískum speglum•Framleiðsla á optískum staðsetningarbúnaði•Framleiðsla á ljósfræðilegum búnaði til stækkunar•Framleiðsla á ljósmyndavélum (fyrir filmur og stafrænar)•Framleiðsla á kvikmynda- og skyggnusýningarvélum•Framleiðsla á myndvörpum fyrir glærur•Framleiðsla á optískum búnaði og tækjum til mælinga og prófana (s.s. •brunavarnabúnaði, ljósmælum til ljósmyndunar, fjarlægðarmælum)Framleiðsla á linsum, ljóssmásjám og optískum sjónaukum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skjávörpum, sjá 26.20•Framleiðsla á sjónvarps- og myndbandstökuvélum sem notaðar eru í atvinnuskyni, sjá •26.30Framleiðsla á myndbandstökuvélum til heimilisnota, sjá 26.40•Framleiðsla á fullgerðum búnaði úr leysiíhlutum, sjá framleiðslugrein eftir gerð •vélbúnaðar (t.d. leysitæki til lækninga, sjá 26.60)Framleiðsla á ljósritunarvélum, sjá 28.23•Framleiðsla á vörum til augnlækninga, sjá 32.50•

26.8 Framleiðsla á segul- og optískum miðlum

26.80 Framleiðsla á segul- og optískum miðlum

26.80.0 Framleiðsla á segul- og optískum miðlum

Til þessarar greinar telst framleiðsla segul- og ljósrænna upptökumiðla, s.s. óátekin segulbönd og snældur fyrir hljóð- og myndefni, óáteknir disklingar, óáteknir geisladiskar og harðir diskar.

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun upptekins efnis (tölvumiðlar, hljóð, mynd o.þ.h.), sjá 18.2•

Page 157: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 157

nacerev. 2 ÍSAT2008

27 Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á vörum sem framleiða, dreifa og nota rafmagn. Einnig er meðtalin framleiðsla á rafmagnsljósabúnaði, merkjabúnaði og rafknúnum heimilis tækjum.

Til þessarar deildar telst ekki framleiðsla á rafeindavörum (sjá deild 26).

27.1 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum, spennubreytum og dreifi- og stjórnbúnaði fyrir rafmagn

Til þessa flokks telst framleiðsla aflspenna, dreifispenna og sérhæfðra spennubreyta, rafhreyfla, rafala og hreyfilrafalasamstæðna.

27.11 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum og spennubreytum

27.11.0 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum og spennubreytum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á öllum rafhreyflum og spennubreytum: jafnstraums-, riðstraums- og alstraumsrafhreyflum (AC, DC og AC/DC).

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafhreyflum (að undanskildum ræsihreyflum í brunahreyfla)•Framleiðsla á rafknúnum dreifispennum•Framleiðsla á rafsuðuspennum•Framleiðsla á straumfestum fyrir flúrljós (þ.e. straumbreytum)•Framleiðsla á spennistöðvum fyrir dreifingu rafmagns•Framleiðsla á spennustillum fyrir sendingu og dreifingu rafmagns•Framleiðsla á rafölum (að undanskildum rafhleðslu riðstraumsrafölum fyrir •brunahreyfla)Framleiðsla á hreyfilrafalasamstæðum (að undanskildum búnaði fyrir •hverflarafalasamstæður)

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á spennum og rofum sem eru rafeindaíhlutir, sjá 26.12•Framleiðsla á búnaði til rafsuðu og -lóðunar, sjá 27.90•Framleiðsla á hálfleiðandi áriðlum, afriðlum og umbreytum, sjá 27.90•Framleiðsla á hverflarafalasamstæðum, sjá 28.11•Framleiðsla á ræsihreyflum og rafölum í brunahreyfla, sjá 29.31•

Page 158: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

158 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

27.12 Framleiðsla á dreifi- og stjórnbúnaði fyrir raforku

27.12.0 Framleiðsla á dreifi- og stjórnbúnaði fyrir raforku

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á aflrofum•Framleiðsla á stjórnborðum fyrir dreifingu rafmagns•Framleiðsla á rafliðum•Framleiðsla á rásum fyrir rafmagnstöflur•Framleiðsla á öryggjum•Framleiðsla á rafskiptibúnaði•Framleiðsla á rafmagnsrofum (að undanskildum þrýstihnöppum, smellirofum, •segulliðum, veltirofum)Framleiðsla á rafalasamstæðum fyrir aflvélar •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rofum fyrir rafrásir, s.s. þrýstihnöppum og smellirofum, sjá 27.33•

27.2 Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma

27.20 Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma

27.20.0 Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma

Til þessarar greinar telst framleiðsla á hleðslurafhlöðum og öðrum rafhlöðum:Framleiðsla á einhleðslurafhlöðum, s.s. rafhlöðum sem innihalda mangandíoxíð, •kvikasilfuroxíð eða silfuroxíðFramleiðsla á rafgeymum, þ.m.t. hlutar til þeirra, s.s. skiljur, ílát og hlífar•Framleiðsla á blý rafgeymum•Framleiðsla á nikkelkadmín (NiCad) rafhlöðum•Framleiðsla á nikkelmálmhýdríð (NiMH) rafhlöðum•Framleiðsla á litíumrafhlöðum•Framleiðsla á þurrrafhlöðum•Framleiðsla á vökvarafhlöðum•

27.3 Framleiðsla á leiðslum, köplum og leiðslubúnaði

27.31 Framleiðsla á ljósleiðaraköplum

27.31.0 Framleiðsla á ljósleiðaraköplum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ljósleiðarakapli fyrir gagnasendingar•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á glertrefjum eða -þræði, sjá 23.14•Framleiðsla á ljósleiðarasamstæðum eða -samsetningum með tenglum eða öðrum •aukabúnaði, sjá eftir því hvar viðkomandi búnaður flokkast, t.d. 26.11

Page 159: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 159

nacerev. 2 ÍSAT2008

27.32 Framleiðsla á öðrum rafeinda- og rafmagnsvírum og köplum

27.32.0 Framleiðsla á öðrum rafeinda- og rafmagnsvírum og köplum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á einangruðum vírum og köplum úr stáli, kopar, áli•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla (dráttur) víra, sjá 24.34, 24.41, 24.42, 24.43, 24.44, 24.45•Framleiðsla á tölvuköplum, prentaraköplum, USB-köplum og áþekkum •kapalsamstæðum eða samsetningum, sjá 26.11Framleiðsla á raftækjataugum með einangruðum vírum og tenglum, sjá 27.90•Framleiðsla á kapalsamstæðum, rafleiðslukerfum og áþekkum kapalsamstæðum eða •samsetningum í bifreiðar, sjá 29.31

27.33 Framleiðsla á leiðslubúnaði

27.33.0 Framleiðsla á leiðslubúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á safnteinum, raftenglum (að undanskildum rofbúnaði)•Framleiðsla á lekastraumsrofum •Framleiðsla á perustæðum•Framleiðsla á yfirspennuvörum og háspennukeflum•Framleiðsla á rofum fyrir raflagnir (t.d. þrýstingsrofar, þrýstihnappar, smellurofar, •veltirofar)Framleiðsla á rafmagnstenglum eða -innstungum•Framleiðsla á dósum fyrir raflagnir (t.d. tengikössum, úttaksdósum, rofadósum)•Framleiðsla á rafmagnsleiðslum og -tengjum•Framleiðsla á búnaði fyrir háspennustaura og -möstur til flutnings á rafmagni•Framleiðsla á leiðslum úr plasti sem leiða ekki rafstraum, þ.m.t. tengikassar úr plasti, •skjáir og annað sambærilegt, tengihlutir lína fyrir skaut úr plasti og rofalok

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á einangrurum úr leir, sjá 23.43•Framleiðsla á tenglum, innstungum og rofum sem eru íhlutir, sjá 26.11•

Page 160: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

160 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

27.4 Framleiðsla á rafljósabúnaði

27.40 Framleiðsla á rafljósabúnaði

27.40.0 Framleiðsla á rafljósabúnaði

Til þessarar greinar telst framleiðsla á ljósaperum og lömpum og hlutum til þeirra (að undanskildu glerefni í ljósaperur), rafljósabúnaði og hlutum til hans (að undanskildum raflagnabúnaði).

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á úrhleðslu-, gló-, flúr-, útfjólubláum, innrauðum o.þ.h. lömpum, búnaði og •perumFramleiðsla á loftljósabúnaði•Framleiðsla á borðlömpum •Framleiðsla á ljósum á jólatré•Framleiðsla á kubbum í rafmagnsarna•Framleiðsla á vasaljósum•Framleiðsla á luktum (t.d. karbíðs-, rafmagns-, gas-, bensín- og steinolíu-)•Framleiðsla á kastljósum •Framleiðsla á búnaði til götulýsingar (að undanskildum umferðarmerkjum)•Framleiðsla á ljósabúnaði fyrir samgöngutæki (t.d. fyrir ökutæki, loftför og báta)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á glervörum og glerhlutum fyrir ljósabúnað, sjá 23.19•Framleiðsla á leiðslum sem leiða straum fyrir ljósabúnað, sjá 27.33•Framleiðsla á loft- eða baðviftum með innbyggðum ljósabúnaði, sjá 27.51•Framleiðsla á rafmerkjabúnaði, s.s. umferðarljósum, sjá 27.90•Framleiðsla á rafmagnsskiltum, sjá 27,90•

27.5 Framleiðsla á heimilistækjum

Til þessa flokks telst framleiðsla á litlum raftækjum til heimilisnota og rafknúnum heimilis-tækjum, viftum, ryksugum, rafknúnum gólfhreinsivélum, eldunarbúnaði, þvottavélum, kæliskápum, frystiskápum og frystikistum og öðrum rafknúnum og órafknúnum heimilis-tækjum, s.s. uppþvottavélum, vatnshiturum og sorpkvörnum. Til þessa flokks telst fram-leiðsla á heimilistækjum sem ganga fyrir rafmagni, gasi eða öðru eldsneyti.

Page 161: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 161

nacerev. 2 ÍSAT2008

27.51 Framleiðsla rafknúinna heimilistækja

27.51.0 Framleiðsla rafknúinna heimilistækja

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafmagnstækjum til heimilisnota, s.s. kæliskápum, frystum, þvottavélum •og þurrkurum, uppþvottavélum, gufugleypum, ryksugum, sorpkvörnum, blöndurum, safapressum, rafmagnsrakvélum og rafmagnstannburstumFramleiðsla á rafmagnshitunartækjum til heimilisnota, s.s. eldavélum, örbylgjuofnum, •brauðristum, kaffivélum, rafmagnsábreiðum, rafknúnum vatnshiturum, straujárnum, hárþurrkum og krullujárnum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á kæliskápum og frystum til atvinnunota, loftræstitækjum í herbergi, •föstum hitatækjum, loftræsti- og útblástursviftum til atvinnunota, eldunarbúnaði til atvinnunota, þvottavélum, þurrkurum og pressunarvélum til atvinnunota og ryksugum til atvinnunota, sjá deild 28Framleiðsla á saumavélum til heimilisnota, sjá 28.94•Uppsetning miðlægra ryksugukerfa, 43.29•

27.52 Framleiðsla heimilistækja, annarra en rafknúinna

27.52.0 Framleiðsla heimilistækja, annarra en rafknúinna

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á órafknúnum eldunar- og hitunarbúnaði til heimilisnota, s.s. órafknúnum •hitatækjum, eldavélum, eldstóm, ofnum, vatnshiturum og eldunarbúnaði

Page 162: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

162 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

27.9 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði

27.90 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði

27.90.0 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði

Til þessarar greinar telst framleiðsla á ýmsum rafbúnaði öðrum en hreyflum, rafölum og spennum, rafhlöðum og rafgeymum, leiðslum og leiðslubúnaði, ljósabúnaði eða heim-ilistækjum.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á hleðslutækjum fyrir rafhlöður•Framleiðsla á rafknúnum hurðaopnurum og lokunarbúnaði•Framleiðsla á rafmagnsbjöllum•Framleiðsla á hreinsibúnaði sem beitir úthljóðstækni (ultrasonic), þó ekki fyrir •rannsóknar- og tannlæknastofurFramleiðsla á hálfleiðandi áriðlum, afriðlum, efnarafölum, spennuheldnum aflgjöfum •og aflgjöfum sem ekki eru spennuheldnirFramleiðsla á órjúfanlegum aflgjöfum (UPS)•Framleiðsla á yfirspennurafrásum•Framleiðsla á tækjasnúrum, framlengingarsnúrum og öðrum raftækjataugum með •einangruðum vírum og tenglumFramleiðsla á kolefnis- og grafítrafskautum, -raftengjum og öðrum rafvörum úr kolefni •og grafítFramleiðsla á rafeindahröðlum•Framleiðsla á rafmagnsþéttum, -viðnámum, eimsvölum, og sambærilegum vörum•Framleiðsla á rafseglum•Framleiðsla á sírenum•Framleiðsla á rafeindastigatöflum•Framleiðsla á rafmagnsskiltum•Framleiðsla á rafmerkjabúnaði, s.s. umferðarljósum•Framleiðsla á rafmagnseinangrurum (þó ekki úr gleri eða postulíni), leiðslum og •tengjum úr ódýrum málmiFramleiðsla á rafbúnaði og -íhlutum brunahreyfla•Framleiðsla á búnaði til rafsuðu og -lóðunar, þ.m.t. handstýrðir lóðboltar•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafeinangrurum úr postulíni, sjá 23.43•Framleiðsla á kolefnis- og grafíttrefjum og vörum (að undanskildum rafskautum og •rafbúnaði), sjá 23.99Framleiðsla á afriðlum sem eru rafeindaíhlutir, samrásum sem eru spennustillar, •samrásum sem eru umriðlar, rafrænum þéttum, rafrænum viðnámum og sambærilegum búnaði, sjá 26.12Framleiðsla á spennum, hreyflum, rafölum, rofbúnaði, rafliðum og stjórnbúnaði fyrir •iðnað, sjá 27.1Framleiðsla á rafhlöðum, sjá 27.20•Framleiðsla á fjarskipta- og orkuleiðslum, leiðslubúnaði sem leiðir straum og •leiðslubúnaði sem ekki leiðir straum, sjá 27.3Framleiðsla á ljósabúnaði, sjá 27.40•Framleiðsla á heimilistækjum, sjá 27.5•Framleiðsla á búnaði (ekki fyrir rafmagn) til málmsuðu og -lóðunar, sjá 28.29•Framleiðsla á þéttingum úr kolefni eða grafít sjá 28.29•Framleiðsla á rafbúnaði í bifreiðar, s.s. rafölum, riðstraumsrafölum, kertum, •kveikjurafleiðslukerfum, rafkerfum fyrir rúður og hurðir, spennustillum, sjá 29.31

Page 163: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 163

nacerev. 2 ÍSAT2008

28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á föstum, hreyfanlegum eða handstýrðum búnaði, án tillits til þess hvort hann er hannaður fyrir iðnað, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, landbúnað eða til heimilisnota. Til þessarar deildar telst einnig framleiðsla á sérhæfðum búnaði til farþega- eða vöruflutninga innan afmarkaðs svæðis.

Í þessari grein er gerður greinarmunur á framleiðslu á vélum til sérhæfðra nota, þ.e. vélum sem notaðar eru eingöngu í einni atvinnugrein eða í þröngum hópi atvinnugreina, og vélum til almennra nota, þ.e. vélum sem notaðar eru í mörgum atvinnugreinum.

Til þessarar deildar teljast einnig sérhæfðar vélar sem ekki eru tilgreindar annars staðar í flokkuninni, hvort sem þær eru notaðar við framleiðslu eða ekki, s.s. búnaður fyrir skemmtigarða.

Til þessarar deildar telst ekki framleiðsla á málmvörum til almennra nota (deild 25), tengdum stjórnbúnaði, tölvubúnaði, mæli- og prófunarbúnaði, dreifi- og stjórnbúnaði fyrir raforku (deildir 26 og 27) og vélknúnum ökutækjum til almennra nota (deildir 29 og 30).

28.1 Framleiðsla á vélum til almennra nota

28.11 Framleiðsla hreyfla og hverfla, þó ekki í loftför, ökutæki eða vélhjól

28.11.0 Framleiðsla hreyfla og hverfla, þó ekki í loftför, ökutæki eða vélhjól

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á brunahreyflum, að undanskildum drifvélum í ökutæki, loftför og vélhjól, •s.s. skipshreyflum og hreyflum í járnbrautirFramleiðsla á stimplum, stimpilhringjum, blöndungum og sambærilegum hlutum í alla •brunahreyfla, dísilhreyfla o.þ.h.Framleiðsla á sog- og útblástursventlum í brunahreyfla•Framleiðsla á hverflum og hlutum til þeirra, s.s. vind-, gufu-, gas- og vatnsaflshverflum, •vatnshjólum og hlutum til þeirraFramleiðsla á gufuhverflasamstæðum•Framleiðsla á hverflarafalasamstæðum•Framleiðsla á hreyflum til iðnaðarnota•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafölum (að undanskildum hverflarafalasamstæðum), sjá 27.11•Framleiðsla á aflvélarafalasamstæðum (að undanskildum hverflarafalasamstæðum, sjá •27.11)Framleiðsla á rafbúnaði í brunahreyfla, sjá 27.90•Framleiðsla á hreyflum sem knúnir eru þrýstilofti í ökutæki, loftför eða vélhjól, sjá 29.10, •30.30, 30.91Framleiðsla á þotuhreyflum og skrúfuhverflum, sjá 30.30•

Page 164: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

164 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.12 Framleiðsla á vökvaaflsbúnaði

28.12.0 Framleiðsla á vökvaaflsbúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vökva- og loftknúnum íhlutum, þ.m.t. vökvadælum, vökvaaflshreyflum, •vökva- og þrýstiloftstrokkum, vökva- og loftþrýstilokum, vökva- og loftslöngum og tengihlutumFramleiðsla á loftdælibúnaði til að nota í loftþrýstikerfum•Framleiðsla á vökvaaflskerfum•Framleiðsla á búnaði fyrir vökvaskipt drif•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á þjöppum, sjá 28.13•Framleiðsla á dælum fyrir búnað sem ekki er vökvaknúinn, sjá 28.13•Framleiðsla á ventlum fyrir aflbúnað sem ekki er vökvaknúinn, sjá 28.14•Framleiðsla á aflfærslubúnaði, sjá 28.15•

28.13 Framleiðsla á öðrum dælum og þjöppum

28.13.0 Framleiðsla á öðrum dælum og þjöppum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á loft- eða lofttæmisdælum, loft- eða öðrum gasþjöppum•Framleiðsla á vökvadælum, með eða án mælitækja•Framleiðsla á dælum sem hannaðar eru til ísetningar í brunahreyfla, s.s. olíu-, vatns- og •eldsneytisdælum í vélknúin ökutæki o.þ.h.

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á handdælum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á vökva- og loftaflsbúnaði, sjá 28.12•

28.14 Framleiðsla á krönum og lokum

28.14.0 Framleiðsla á krönum og lokum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á krönum og lokum til iðnaðarnota, þ.m.t. stjórnlokum og inntakskrönum•Framleiðsla á krönum og lokum fyrir hreinlætistæki•Framleiðsla á krönum og lokum í hitunarkerfi, þ.m.t. hitastillilokum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á lokum úr óhertu súlfuðu gúmmíi, gleri eða leir, sjá 22.19, 23.19 eða 23.44•Framleiðsla á sog- og útblástursventlum í brunahreyfla, sjá 28.11•Framleiðsla á vökva- og loftþrýstilokum og loftdælibúnaði fyrir loftþrýstikerfi, sjá 28.12•

Page 165: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 165

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.15 Framleiðsla á legum, tannhjólum, drifum og drifbúnaði

28.15.0 Framleiðsla á legum, tannhjólum, drifum og drifbúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kúlu- og keflalegum og hlutum til þeirra•Framleiðsla á aflfærslubúnaði, s.s. drifsköftum og sveifum (kambásum, sveifarásum •o.þ.h.), leghúsum og áslegumFramleiðsla á tannhjólum, drifum, gírkössum og öðrum hraðaskiptum•Framleiðsla á tengslum og ástengslum•Framleiðsla á sveifluhjólum og reimhjólum•Framleiðsla á liðhlekkjakeðjum•Framleiðsla á aflfærslukeðjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á öðrum keðjum, sjá 25.93•Framleiðsla á búnaði fyrir vökvaskiptingar, sjá 28.12•Framleiðsla á þrýstistýrðum skiptingum, sjá 28.12•Framleiðsla á (rafsegulknúnum) tengslum, sjá 29.31•Framleiðsla á undireiningum búnaðar til aflfærslu sem eru hlutar ökutækja eða loftfara, •sjá deildir 29 og 30

28.2 Framleiðsla á öðrum vélum til almennra nota

28.21 Framleiðsla á ofnum, bræðsluofnum og brennurum

28.21.0 Framleiðsla á ofnum, bræðsluofnum og brennurum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafknúnum ofnum og öðrum hitunarofnum fyrir iðnað og •rannsóknarstofur, þ.m.t. brennsluofnarFramleiðsla á brennurum•Framleiðsla á föstum rafmagnshiturum, þ.m.t. rafmagnshiturum fyrir sundlaugar•Framleiðsla á föstum búnaði til upphitunar fyrir heimili, ekki fyrir rafmagn, s.s. •vatnshitun, sólarhitun, olíuhitun og áþekkum hitunarbúnaðiFramleiðsla á rafmagnshiturum til heimilisnota (blástursofnum, varmadælum o.þ.h.) •og blástursofnum sem ekki eru rafknúnir

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á vélkyndurum, ristum, öskuhreinsitækjum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á bökunarofnum fyrir heimili, sjá 27.51•Framleiðsla á þurrkofnum fyrir landbúnað, sjá 28.93•Framleiðsla á ofnum fyrir brauðgerðarhús, sjá 28.93•Framleiðsla á þurrkurum fyrir við, pappírsdeig, pappír eða pappa, sjá 28.99•Framleiðsla á sótthreinsunartækjum til nota við lækningar, skurðlækningar og á •rannsóknarstofum, sjá 32.50Framleiðsla á ofnum fyrir rannsóknarstofur, sjá 32.50•

Page 166: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

166 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.22 Framleiðsla á lyftitækjum og færslubúnaði

28.22.0 Framleiðsla á lyftitækjum og færslubúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á handstýrðum eða aflknúnum vélum til að lyfta, færa, hlaða eða losa:•

blakkalyftibúnaður og talíur, vindur, koppvindur og tjakkar »bómur, kranar, hreyfanlegar lyftigrindur, klofberar o.þ.h. »vinnuvagnar, einnig búnir lyfti- eða færslubúnaði, einnig sjálfknúnir, til nota í »verksmiðjum (þ.m.t. handvagnar og hjólbörur)vélrænn búnaður og iðnaðarþjarkar, sérhannaðir til að lyfta, færa, hlaða eða losa »

Framleiðsla á færiböndum, svifbrautum o.þ.h.•Framleiðsla á lyftum, rúllustigum og göngufæriböndum•Framleiðsla á hlutum sérhönnuðum fyrir lyfti- og færslubúnað•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fjölnýtum iðnþjörkum, sjá 28.99•Framleiðsla á sívinnslulyftum og -færiböndum til nota neðanjarðar, sjá 28.92•Framleiðsla á vélskóflum, gröfum og ámokstursvélum, sjá 28.92•Framleiðsla á flotkrönum, járnbrautakrönum, kranabifreiðum, sjá 30.11, 30.20•Uppsetning á lyftum, sjá 43.29•

28.23 Framleiðsla á skrifstofuvélum og -búnaði, þó ekki tölvum og jaðarbúnaði

28.23.0 Framleiðsla á skrifstofuvélum og -búnaði, þó ekki tölvum og jaðarbúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á reiknivélum, bókhaldsvélum og afgreiðslukössum•Framleiðsla á ljósritunarvélum og prentdufthylkjum•Framleiðsla á stimpil-, póst- og flokkunarvélum•Framleiðsla á ritvélum og hraðritunarbúnaði•Framleiðsla á bókbandsbúnaði fyrir skrifstofur•Framleiðsla á mynttalningar- og myntpökkunarvélum•Framleiðsla á hefturum, göturum, heftilosurum og blýantsyddurum•Framleiðsla á krítar- og tússtöflum•Framleiðsla á talritum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði, sjá 26.20•

28.24 Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum

28.24.0 Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum, s.s. hjól og stingsögum, borvélum •og brothömrum, handstýrðum slípivélum, naglabyssum, fræsurum, heflurum, heftibyssum, skrúfvélum og loftknúnum hnoðbyssum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skiptiverkfærum í handverkfæri, sjá 25.73•

Page 167: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 167

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.25 Framleiðsla á kæli- og loftræstibúnaði, þó ekki til heimilisnota

28.25.0 Framleiðsla á kæli- og loftræstibúnaði, þó ekki til heimilisnota

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á kæli- eða frystibúnaði til iðnaðarnota, þ.m.t. samsetningu íhluta•Framleiðsla á loftræstitækjum, einnig í vélknúin ökutæki•Framleiðsla á viftum, þó ekki til heimilisnota•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á viftum og kæli- eða frystibúnaði til heimilisnota, sjá 27.51•

28.29 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum til almennra nota

28.29.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum til almennra nota

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vogum (öðrum en næmum vogum til nota á rannsóknarstofum), s.s. •heimilis og búðavogum, pallvogum, bílavogum og vigtum.Framleiðsla á vélum og tækjum til síunar og hreinsunar á vökva•Framleiðsla á tækjum til að sprauta, dreifa eða úða vökva eða dufti, s.s. úðabyssum, •slökkvitækjum, sandblástursvélum og gufuhreinsivélumFramleiðsla á pökkunar- eða umbúðavélum, s.s. vélum til að fylla, loka, innsigla eða •merkjaFramleiðsla á vélum til að hreinsa eða þurrka flöskur og til að blanda kolsýru í •drykkjarvörurFramleiðsla á vélakosti til eimingar eða hreinsunar fyrir olíuhreinsunarstöðvar, •efnaiðnað, drykkjarvöruiðnað o.þ.h.Framleiðsla á sléttipressum eða öðrum völsunarvélum og völsum til þeirra (þó ekki •fyrir málma og gler)Framleiðsla á miðflóttaaflsvindum•Framleiðsla á sjálfsölum•Framleiðsla á hlutum í vélar til almennra nota•Framleiðsla á hallamálum, málböndum og áþekkum handverkfærum, •nákvæmnitækjum vélsmiða (að undanskildum ljósnæmnitækjum)Framleiðsla á búnaði til málmsuðu og -lóðunar, ekki rafknúnum•Framleiðsla á kæliturnum og áþekkum tækjum til kælingar með endurstreymisvatni•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á næmum vogum (til nota á rannsóknarstofum), sjá 26.51•Framleiðsla á viftum og kæli- eða frystibúnaði til heimilisnota, sjá 27.51•Framleiðsla á búnaði til rafsuðu og -lóðunar, sjá 27.90•Framleiðsla á úðunartækjum til notkunar í landbúnaði, sjá 28.39•Framleiðsla á völsunarvélum fyrir málm eða gler og völsum til þeirra, sjá 28.91, 28.99•Framleiðsla á þurrkofnum fyrir landbúnað, vélbúnaði til síunar eða hreinsunar á •matvælum, sjá 28.93Framleiðsla á rjómaskilvindum, sjá 28.93•Framleiðsla á tauþurrkurum til nota í atvinnuskyni, sjá 28.94•Framleiðsla á prentvélum fyrir textíl, sjá 28.94•

Page 168: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

168 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.3 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og skógrækt

28.30 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og skógrækt

28.30.0 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og skógrækt

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á dráttarvélum sem notaðar eru í landbúnaði og skógrækt•Framleiðsla á sláttuvélum, þ.m.t. garðsláttuvélum•Framleiðsla á tengivögnum til nota í landbúnaði•Framleiðsla á landbúnaðarvélum til vinnslu jarðvegs, sáningar eða áburðargjafar, s.s. •plógum, mykjudreifurum og sáningarvélumFramleiðsla á vélbúnaði til uppskeru og þreskjunar, s.s. uppskeruvélum, þreskivélum •og flokkunarvélumFramleiðsla á mjaltavélum•Framleiðsla á úðunartækjum til notkunar í landbúnaði•Framleiðsla á ýmsum landbúnaðarvélum, s.s. vélum til alifugla- og býflugnaræktunar, •vélum til að hreinsa, aðgreina eða flokka egg og ávexti

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á óvélknúnum landbúnaðarhandverkfærum, sjá 25.73•Framleiðsla á færiböndum til nota í landbúnaði, sjá 28.22•Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum, sjá 28.24•Framleiðsla á rjómaskilvindum, sjá 28.93•Framleiðsla á dráttarbifreiðum fyrir tengivagna, sjá 29.10•Framleiðsla á öðrum tengivögnum en til nota í landbúnaði, sjá 29.20•

28.4 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi og smíðavélum

Til þessa flokks telst framleiðsla á vélum til mótunar á málmi og smíðavélum til vinnslu úr málmi og öðrum efnum (viði, beini, steini, harðgúmmíi, harðplasti o.þ.h.).

28.41 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi

28.41.0 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á smíðavélum til vinnslu úr málmi•Framleiðsla á smíðavélum til að renna, bora, fræsa, móta, hefla, gata, slípa o.þ.h.•Framleiðsla á smíðavélum til að stansa eða pressa•Framleiðsla á hjámiðjupressum, vökvapressum, vökvahemlum, fallhömrum, •eldsmíðavélum o.þ.h.Framleiðsla á dragbekkjum, skrúfgangsvölsunarvélum eða vélum til vinnslu úr vírum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skiptiverkfærum í handverkfæri, sjá 25.73•Framleiðsla á búnaði til málmsuðu og -lóðunar, sjá 27.90•

Page 169: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 169

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.49 Framleiðsla á öðrum ótöldum smíðavélum

28.49.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum smíðavélum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á smíðavélum til að vinna úr viði, beini, steini, harðgúmmíi, harðplasti •o.þ.h. Framleiðsla á efnisfestingum fyrir smíðavélar•Framleiðsla á deilihausum og öðrum sérhæfðum aukabúnaði fyrir smíðavélar•Framleiðsla á föstum vélum til að negla, hefta, líma, eða setja saman á annan hátt, við, •kork, bein, harðgúmmí eða -plast o.þ.h.Framleiðsla á föstum snúnings- eða höggborum, sverfivélum, hnoðvélum, •spónskurðartækjum o.þ.h.Framleiðsla á pressum til framleiðslu á spónaplötum o.þ.h.•Framleiðsla á rafhúðunarvélum•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á hlutum og fylgihlutum fyrir þessar smíðavélar•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skiptiverkfærum í handverkfæri, sjá 25.73•Framleiðsla á handstýrðum rafknúnum lóðboltum og -byssum, sjá 27.90•Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum, sjá 28.24•Framleiðsla á vélbúnaði til nota í málm- eða málmsteypismiðjum, sjá 28.91•Framleiðsla á vélum til námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu, sjá 28.92•

28.9 Framleiðsla á öðrum sérhæfðum vélum

Til þessa flokks telst framleiðsla á sérhæfðum vélum, þ.e. vélum sem notaðar eru eingöngu í einni atvinnugrein eða litlum hópi atvinnugreina. Þó að flestar þeirra séu notaðar í öðrum framleiðsluferlum, s.s. matvæla- eða textílframleiðslu, telst einnig til þessa flokks fram-leiðsla á sérhæfðum vélbúnaði fyrir annan iðnað (þó ekki framleiðsluiðnað), s.s. flugtaks-búnaði eða búnaði fyrir skemmtigarða.

28.91 Framleiðsla á vélum til málmvinnslu

28.91.0 Framleiðsla á vélum til málmvinnslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vélum og tækjum til meðhöndlunar á heitum málmi, s.s. •málmbreytiofnum, hrámálmssteypumótum, bræðsluvélum og steypuvélum Framleiðsla á völsunarvélum og völsum til slíkra véla•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á dragbekkjum, sjá 28.41•Framleiðsla á mótakössum og mótum (að undanskildum hrámálmssteypumótum), sjá •25.73Framleiðsla á vélum til málmsteypumótunar, sjá 28.99•

Page 170: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

170 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.92 Framleiðsla á vélum til mannvirkjagerðar, námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu

28.92.0 Framleiðsla á vélum til mannvirkjagerðar, námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á sívinnslulyftum og -færiböndum til nota neðanjarðar•Framleiðsla á borvélum, skerum, brunna- og gangagerðarvélum•Framleiðsla á vélum til að meðhöndla steinefni, sálda, flokka, aðskilja, þvo, mylja o.þ.h.•Framleiðsla á steypuhrærivélum•Framleiðsla á jarðvinnuvélum, s.s. jarðýtum, vegheflum, völturum, vélskóflum og •ámokstursvélumFramleiðsla á fallhömrum og stauratogurum, steypudreifurum, malbiksdreifurum, •vélum til að leggja steypuklæðningu o.þ.h.Framleiðsla á dráttarvélum til nota við mannvirkjagerð eða námugröft•Framleiðsla á blöðum fyrir ýtur og veghefla•Framleiðsla á námatrukkum (demburum)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á lyftitækjum og færslubúnaði, sjá 28.22•Framleiðsla á öðrum dráttarvélum, sjá 28.39, 29.10•Framleiðsla á smíðavélum til smíða úr steini, þ.m.t. vélum til að kljúfa eða hreinsa grjót, •sjá 28.49Framleiðsla á steypubílum, sjá 29.10•

28.93 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu

28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vélum og tækjum til matvælavinnslu, s.s. vélum til kjöt-, fisk-, og •alifuglavinnslu, vélum til sælgætis- og drykkjarvöruframleiðslu og öðrum vélum til matvælaframleiðsluFramleiðsla á vélum fyrir mjólkuriðnað, s.s. rjómaskilvindum, ostagerðarvélum og •öðrum vélum til vinnslu mjólkurvaraFramleiðsla á vélum fyrir kornmölun, s.s. vélum til að framleiða mjöl og til að hreinsa, •aðgreina eða flokka fræ, korn, eða þurrkaða belgávexti Framleiðsla á þurrkvélum til nota í landbúnaði•Framleiðsla á pressum, marningsvélum o.þ.h. til að búa til vín, eplavín, ávaxtasafa •o.þ.h.Framleiðsla á vélum fyrir bökunariðnað eða til að búa til makkarónur, spagettí eða •áþekkar vörur, s.s. brauðgerðarofnum, deigvinnslu-, mótunar- og skurðarvélumFramleiðsla á vélum til vinnslu á feiti eða olíu úr dýra- eða jurtaríkinu•Framleiðsla á vélum til vinnslu á tóbaki og til framleiðslu á vindlingum eða vindlum, •píputóbaki, munntóbaki eða neftóbaki. Framleiðsla á vélum til matvælavinnslu á hótelum og veitingastöðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á tækjum til að meðhöndla matvæli og mjólk með geislun, sjá 26.60•Framleiðsla á vélum til pökkunar og vigtunar, sjá 28.29•Framleiðsla á vélum til að hreinsa, aðgreina eða flokka egg, ávexti eða aðra uppskeru •(að undanskildum fræjum, korni og þurrkuðum belgávöxtum), sjá 28.30

Page 171: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 171

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.94 Framleiðsla á vélum fyrir textíl-, fata- og leðurframleiðslu

28.94.0 Framleiðsla á vélum fyrir textíl-, fata- og leðurframleiðslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vélum til forvinnslu og spuna á textíltrefjum, þráðarframleiðslu og •frágangs textílaFramleiðsla á vélum fyrir þvottahús, t.d. strau- og pressunarvélum, þvottavélum og •þurrkurumFramleiðsla á prjónavélum og saumavélum og íhlutum þeirra•Framleiðsla á vélum til leðurvinnslu:•

vélar til framleiðslu, sútunar eða vinnslu á húðum, skinnum eða leðri »vélar til framleiðslu eða viðgerðar á skófatnaði eða öðrum vörum úr húðum, »skinnum, leðri eða loðskinnum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á pappírs- eða pappaspjöldum fyrir jacquardvélar, sjá 17.29•Framleiðsla á þvottavélum og þurrkurum til heimilisnota, sjá 27.51•Framleiðsla á sléttipressum, sjá 28.29•Framleiðsla á vélum til nota í bókbandi, sjá 28.99•

28.95 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu

28.95.0 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á vélum til að framleiða pappírsdeig, pappír og pappa, pappírs- og •pappavörur

28.96 Framleiðsla á vélum til plast- og gúmmívinnslu

28.96.0 Framleiðsla á vélum til plast- og gúmmívinnslu

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á búnaði til vinnslu á mjúku gúmmíi eða plasti eða til framleiðslu á •vörum úr þessum efnum, s.s. strengsprautum, mótunarvélum, loftknúnum vélum til framleiðslu eða endursólunar hjólbarða og annarra véla til framleiðslu tiltekinna vara úr gúmmíi eða plasti

Page 172: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

172 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

28.99 Framleiðsla á öðrum ótöldum sérhæfðum vélum

28.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum sérhæfðum vélum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á sérhæfðum vélum sem ekki eru flokkaðar annars staðar.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á þurrkurum fyrir við, pappírsdeig, pappír eða pappa•Framleiðsla á prent- og bókbandsvélum og vélum fyrir stoðstarfsemi prentunar •Framleiðsla á vélum til framleiðslu flísa, múrsteina, mótaðs leirdeigs, pípa, •grafítrafskauta, töflukríta o.þ.h.Framleiðsla á fjölnota þjörkum til sérhæfðra nota•Framleiðsla á ýmiss konar vélum og tækjum til sérhæfðra nota:•

vélar til að setja saman rafmagns- eða rafeindalampa, -rör (loka) eða perur »vélar til framleiðslu eða heitvinnslu á gleri eða glervörum, glertrefjum eða -garni »vélar eða tæki til sundurgreiningar á samsætum »

Framleiðsla á ljósabekkjum•Framleiðsla á hringekjum, rólum, skotbökkum og öðrum búnaði fyrir skemmtigarða•Framleiðsla á miðlægum smurningskerfum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á heimilistækjum, sjá 27.5•Framleiðsla á ljósritunarvélum o.þ.h., sjá 28.23•Framleiðsla á vélbúnaði eða tækjum til vinnslu á harðgúmmíi, harðplasti o.þ.h., sjá •28.49Framleiðsla á hrásteypumótum, sjá 28.91•

Page 173: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 173

nacerev. 2 ÍSAT2008

29 Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum

Til þessarar deildar telst framleiðsla á vélknúnum ökutækjum til farþega- eða vöruflutn-inga. Framleiðsla ýmissa hluta og fylgihluta, auk framleiðslu á tengivögnum, er meðtalin hér.

Viðhald og viðgerðir á ökutækjum sem framleidd eru í þessari deild flokkast í 45.20.

29.1 Framleiðsla vélknúinna ökutækja

29.10 Framleiðsla vélknúinna ökutækja

29.10.0 Framleiðsla vélknúinna ökutækja

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á fólksbifreiðum•Framleiðsla á atvinnuökutækjum, s.s. vöruflutningabifreiðum, steypuhræribifreiðum, •dælubifreiðum, götusópurum, dráttarbifreiðum fyrir tengivagna o.þ.h.Framleiðsla á strætisvögnum og áætlunarbifreiðum•Framleiðsla á hreyflum í ökutæki•Framleiðsla á undirvögnum fyrir vélknúin ökutæki•Framleiðsla annarra vélknúinna ökutækja, s.s. vélsleðum, torfæruökutækjum, •kartbílum, golfbílum og ökutækjum til nota jafnt á láði og legi

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafhreyflum (að undanskildum ræsihreyflum), sjá 27.11•Framleiðsla á ljósabúnaði fyrir vélknúin ökutæki, sjá 27.40•Framleiðsla á stimplum, stimpilhringjum og blöndungum, sjá 28.11•Framleiðsla á dráttarvélum til nota í landbúnaði, sjá 28.30•Framleiðsla á dráttarvélum og námutrukkum (demburum) til nota við mannvirkjagerð •eða námugröft, sjá 28.92Framleiðsla á yfirbyggingum fyrir vélknúin ökutæki, sjá 29.20•Framleiðsla á rafhlutum fyrir vélknúin ökutæki, sjá 29.31•Framleiðsla á íhlutum og fylgihlutum fyrir vélknúin ökutæki, sjá 29.32•Viðhald, viðgerðir og breytingar á vélknúnum ökutækjum, sjá 45.20•

29.2 Smíði yfirbygginga fyrir vélknúin ökutæki og framleiðsla tengivagna

29.20 Smíði yfirbygginga fyrir vélknúin ökutæki og framleiðsla tengivagna

29.20.0 Smíði yfirbygginga fyrir vélknúin ökutæki og framleiðsla tengivagna

Til þessarar greinar telst:Smíði yfirbygginga, þ.m.t. ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki•Útbúnaðurallragerðavélknúinnaökutækjaogtengivagna•Framleiðsla á tengivögnum til vöruflutninga, tjaldvögnum, hjólhýsum o.þ.h. •Framleiðsla á flutningsgámum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á tengivögnum sem eru sérstaklega hannaðir til nota í landbúnaði, sjá •28.30Framleiðsla á íhlutum og aukabúnaði fyrir yfirbyggingar vélknúinna ökutækja, sjá 29.32•Framleiðsla á ökutækjum sem dráttardýrum er beitt fyrir, sjá 30.99•

Page 174: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

174 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

29.3 Framleiðsla á íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

29.31 Framleiðsla á raf- og rafeindabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

29.31.0 Framleiðsla á raf- og rafeindabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á rafbúnaði í vélknúin ökutæki, s.s. rafölum, riðstraumsrafölum, kertum, •kveikjurafleiðslukerfum, rafkerfum fyrir rúður og hurðir, spennustillum og ísetning aðkeyptra mæla í mælaborð

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á rafgeymum í ökutæki, sjá 27.20•Framleiðsla á ljósabúnaði fyrir vélknúin ökutæki, sjá 27.40•Framleiðsla á rafbúnaði og íhlutum fyrir brunahreyfla, sjá 27.90•Framleiðsla á dælum í vélknúin ökutæki og hreyfla, sjá 28.13•

29.32 Framleiðsla á öðrum íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

29.32.0 Framleiðsla á öðrum íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á ýmsum íhlutum og aukabúnaði í vélknúin ökutæki, s.s. hemlum, •gírkössum, öxlum, hjólum, höggdeyfum, vatnskössum, hljóðdeyfum, útblástursrörum, hvarfakútum, tengslum, stýrishjólum, stýrisstöngum og stýrisvélumFramleiðsla á íhlutum og aukabúnaði fyrir yfirbyggingar vélknúinna ökutækja, s.s. •bílsætum, öryggisbeltum, loftpúðum, hurðum og stuðurum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hjólbörðum, sjá 22.11•Framleiðsla á gúmmíslöngum og -beltum og öðrum gúmmívörum, sjá 22.19•Framleiðsla á stimplum, stimpilhringjum og blöndungum, sjá 28.11•Viðhald, viðgerðir og breytingar vélknúinna ökutækja, sjá 45.20•

Page 175: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 175

nacerev. 2 ÍSAT2008

30 Framleiðsla annarra farartækja

Til þessarar deildar telst framleiðsla á öðrum farartækjum og íhlutum til þeirra, s.s. skipa- og bátasmíði, framleiðsla á eimreiðum og járnbrautarvögnum, loft- og geimförum.

30.1 Skipa- og bátasmíði

Til þessa flokks telst smíði skipa, báta og annarra fljótandi mannvirkja.

30.11 Smíði skipa og annarra fljótandi mannvirkja

30.11.0 Smíði skipa og annarra fljótandi mannvirkja

Til þessarar greinar telst smíði skipa, að undanskildum skemmti- eða sportförum, og fljót-andi mannvirkja:

Smíði fiskiskipa og fiskvinnsluskipa•Smíði annarra skipa sem notuð eru í atvinnuskyni, s.s. farþegaskip, ferjur, •vöruflutningaskip, tankskip og dráttarbátarSmíði herskipa•

Til þessarar greinar telst einnig:Smíði svifnökkva (að undanskildum svifnökkvum til tómstundaiðkunar)•Smíði borpalla•Smíði á öðrum fljótandi mannvirkjum, s.s. flotkvíum, dýpkunarprömmum, fljótandi •landgöngubrúm, baujum, fljótandi tönkum, prömmum, flotkrönum og uppblásnum flekum, þó ekki til tómstundaiðkunarFramleiðsla á einingum í skip og fljótandi mannvirki•

Til þessarar greinar telst ekki:Sérhæfðar viðgerðir og viðhald skipa og fljótandi mannvirkja, sjá 33.15•Framleiðsla á skipshlutum, öðrum en skipsskrokkum, s.s. seglum (13.92), skrúfum og •akkerum úr járni eða stáli (25.99) og skipsvélum (28.11)Framleiðsla á leiðsögutækjum, sjá 26.51•Framleiðsla á ljósabúnaði í skip, sjá 27.40•Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum til nota jafnt á láði og legi, sjá 29.10•Framleiðsla á uppblásanlegum skemmtibátum eða -flekum, sjá 30.12•Niðurrif skipa, sjá 38.31•Innrétting báta, sjá 43.3•

Page 176: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

176 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

30.12 Smíði skemmti- og sportbáta

30.12.0 Smíði skemmti- og sportbáta

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á uppblásanlegum bátum og flekum•Smíði seglbáta, einnig með hjálparvél•Smíði vélknúinna skemmti- og sportbáta•Smíði svifnökkva til tómstundaiðkunar•Framleiðsla á sjóþotum•Framleiðsla annarra skemmti- og sportbáta, s.s. kanóum, kajökum, árabátum og •kænum

Til þessarar greinar telst ekki:Viðhald, viðgerðir eða breytingar á skemmtibátum, sjá 33.15•Framleiðsla hluta í skemmti- og sportbáta, s.s. seglum (13.92), skrúfum og akkerum úr •járni eða stáli (25.99) og skipsvélum (28.11)Framleiðsla á seglbrettum og brimbrettum, sjá 32.30•

30.2 Framleiðsla eimreiða og járnbrautarvagna

30.20 Framleiðsla eimreiða og járnbrautarvagna

30.20.0 Framleiðsla eimreiða og járnbrautarvagna

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á eimreiðum•Framleiðsla á sjálfknúnum fólks- eða vöruflutningavögnum fyrir járnbrautir eða •sporbrautir, viðhalds- eða þjónustuvögnumFramleiðsla á járnbrautarvögnum fyrir járn- eða sporbrautir, ekki sjálfknúnum, s.s. •farþegavögnum, vöruflutningavögnum, verkstæðisvögnum, kranavögnum og kolavögnumFramleiðsla á sérhæfðum hlutum í eimreiðar eða járnbrautarvagna fyrir járn- eða •sporbrautir, s.s. hjólasamstæðum, öxlum og hjólum, hemlum og hlutum til þeirra, krók- og tengibúnaði, höggdeyfum og hlutum til þeirra, fjöðrunarbúnaði, grindum fyrir vagna og eimreiðar og yfirbyggingum

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á eimreiðum og sporreiðum til námuvinnslu•Framleiðsla á vélrænum merkja-, öryggis- eða umferðarstjórnbúnaði fyrir járnbrautir, •sporbrautir, vatnaleiðir, vegi, bifreiðastæði, flugvelli o.þ.h.Framleiðsla á sætum í járnbrautarvagna•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á samsettum festibúnaði fyrir járnbrautarspor, sjá 25.99•Framleiðsla á rafhreyflum, sjá 27.11•Framleiðsla á rafknúnum merkja-, öryggis eða umferðarstjórnbúnaði, sjá 27.90•Framleiðsla á hreyflum og hverflum, sjá 28.11•

Page 177: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 177

nacerev. 2 ÍSAT2008

30.3 Framleiðsla á loft- og geimförum og tengdum vélbúnaði

30.30 Framleiðsla á loft- og geimförum og tengdum vélbúnaði

30.30.0 Framleiðsla á loft- og geimförum og tengdum vélbúnaði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á flugvélum, þyrlum, svifflugum, svifdrekum, loftskipum og loftbelgjum•Framleiðsla á hlutum og aukabúnaði í loftför sem teljast til þessarar greinar:•

stærri einingar, s.s. bolir, vængir, hurðir, stýrisfletir, lendingarbúnaður, »eldsneytis geymar, hreyfilhús o.þ.h.skrúfur, þyrlar og skrúfublöð »vélar og hreyflar í loftför »hlutar til þotuhreyfla og skrúfuþotuhverfla í loftför »

Framleiðsla á flughermum •Framleiðsla á geimförum og skotvögnum, gervihnöttum, könnunarhnöttum, stöðvum •á sporbraut, geimferjum

Til þessarar greinar telst einnig:Grannskoðun og breytingar á loftförum eða hreyflum þeirra•Framleiðsla á sætum í loftför•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á fallhlífum, sjá 13.92•Framleiðsla á fjarskiptabúnaði í gervihnetti, sjá 26.30•Framleiðsla á mælitækjum fyrir flugför og flugleiðsögukerfum, sjá 26.51•Framleiðsla á ljósabúnaði í loftför, sjá 27.40•Framleiðsla á hlutum til ræsibúnaðar og öðrum rafhlutum í brunahreyfla, sjá 27.90•Framleiðsla á stimplum, stimpilhringjum og blöndungum, sjá 28.11•

30.4 Framleiðsla á hernaðarökutækjum

30.40 Framleiðsla á hernaðarökutækjum

30.40.0 Framleiðsla á hernaðarökutækjum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á skriðdrekum•Framleiðsla á brynvörðum hernaðarökutækjum til nota jafnt á láði og legi•Framleiðsla á öðrum hernaðarökutækjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á vopnum og skotfærum, sjá 25.40•

Page 178: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

178 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

30.9 Framleiðsla ótalinna farartækja

30.91 Framleiðsla vélhjóla

30.91.0 Framleiðsla vélhjóla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á bifhjólum, skellinöðrum og reiðhjólum með hjálparvél•Framleiðsla á vélum í vélhjól•Framleiðsla á hliðarvögnum•Framleiðsla á íhlutum og aukabúnaði fyrir vélhjól•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á reiðhjólum, sjá 30.92•Framleiðsla á farartækjum fyrir hreyfihamlaða, sjá 30.92•

30.92 Framleiðsla á reiðhjólum, barnavögnum og farartækjum fyrir hreyfihamlaða

30.92.0 Framleiðsla á reiðhjólum, barnavögnum og farartækjum fyrir hreyfihamlaða

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á reiðhjólum, ekki vélknúnum, þ.m.t. tvímenningsreiðhjól, barnahjól og •þríhjólFramleiðsla á hlutum og aukabúnaði fyrir reiðhjól•Framleiðsla á farartækjum fyrir hreyfihamlaða, einnig vélknúnum•Framleiðsla á íhlutum og aukabúnaði í farartæki fyrir hreyfihamlaða•Framleiðsla á barnavögnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á reiðhjólum með hjálparvél, sjá 30.91•Framleiðsla á leikföngum á hjólum, hönnuð fyrir börn til að sitja á, þ.m.t. reiðhjól og •þríhjól úr plasti, sjá 32.40

30.99 Framleiðsla annarra ótaldra farartækja

30.99.0 Framleiðsla annarra ótaldra farartækja

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á handknúnum ökutækjum, s.s. farangurskerrum, handvögnum, sleðum •og innkaupakerrum Framleiðsla á ökutækjum sem dráttardýrum er beitt fyrir, s.s. eineykisvögnum, •asnakerrum og líkvögnum

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skrautvögnum fyrir veitingahús, s.s. eftirréttavögnum og matarvögnum, •sjá 31.01

Page 179: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 179

nacerev. 2 ÍSAT2008

31 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum

Til þessarar deildar telst framleiðsla húsgagna, innréttinga og tengdra vara úr hvers kyns efni, þó ekki úr steini, steypu og keramík. Framleiðsluaðferðirnar sem notaðar eru í fram-leiðslu á húsgögnum eru staðlaðar aðferðir við mótun efnis og samsetningu íhluta, þ.m.t. skurður, mótun og plasthúðun. Hönnun vörunnar, bæði hvað varðar útlit og notagildi, er mikilvægur þáttur í framleiðsluferlinu.

31.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum

31.01 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum fyrir atvinnuhúsnæði

31.01.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum fyrir atvinnuhúsnæði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á stólum og sætum fyrir skrifstofur, vinnuherbergi, hótel, veitingastaði og •opinbera staðiFramleiðsla á stólum og sætum fyrir leikhús, kvikmyndahús o.þ.h.•Framleiðsla á sérstökum húsgögnum fyrir verslanir, s.s. afgreiðsluborðum, •sýningarkössum og hillumFramleiðsla á skrifstofuhúsgögnum•Framleiðsla á húsgögnum fyrir rannsóknarstofur•Framleiðsla á húsgögnum fyrir kirkjur og skóla•

Til þessarar greinar telst einnig:Framleiðsla á skrautvögnum fyrir veitingahús, s.s. eftirréttavögnum og matarvögnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á krítartöflum, sjá 28.23•Framleiðsla á sætum í bíla, járnbrautarvagna og loftför, sjá 29.32, 30.20, 30.30•Framleiðsla á húsgögnum til nota við lækningar, skurðlækningar, tannlækningar eða •dýralækningar, sjá 32.50Uppsetning húsgagnaeininga, skilveggja, húsgagna og búnaðar á rannsóknarstofum, •sjá 43.39

31.02 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum í eldhús

31.02.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum í eldhús

31.03 Framleiðsla á dýnum

31.03.0 Framleiðsla á dýnum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á dýnum, s.s. dýnum sem búnar eru fjöðrum eða innbyggðu stoðefni og •dýnum úr holgúmmíi eða plasti án áklæðisFramleiðsla á rúmbotnum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á vindsængum, sjá 22.19•

Page 180: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

180 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

31.09 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum

31.09.0 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á húsgögnum fyrir svefnherbergi, stofur, garða o.þ.h.•Framleiðsla á baðinnréttingum, fataskápum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst einnig:Frágangur á húsgögnum, s.s. úðun, málun, yfirborðsmeðferð og bólstrun•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á koddum, sessum, púðum, stungnum ábreiðum og dúnsængum, sjá 13.92•Framleiðsla á húsgögnum úr keramík, steypu og steini, sjá 23.42, 23.69, 23.70•Framleiðsla á ljósabúnaði eða lömpum, sjá 27.40•Framleiðsla á sætum í bíla, járnbrautarvagna og loftför, sjá 29.32, 30.20, 30.30•Endurbólstrun og lagfæringar á húsgögnum, sjá 95.24•

Page 181: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 181

nacerev. 2 ÍSAT2008

32 Framleiðsla, ót.a.s.

Til þessarar deildar telst framleiðsla ýmissa vara sem ekki eru flokkaðar annars staðar. Þar sem þetta er afgangsdeild geta framleiðsluaðferðir, hráefnisaðföng og notkun framleiðslu-varanna verið mjög mismunandi og hafa þau viðmið sem almennt eru notuð til að flokka greinar í deildir ekki verið notuð hér.

32.1 Smíði skartgripa, skrautmuna og skyldra vara

Til þessa flokks telst skartgripasmíði, myntslátta og framleiðsla gerviskartgripa.

32.11 Myntslátta

32.11.0 Myntslátta

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á mynt, þ.m.t. löglegri mynt og heiðurspeningum, einnig úr góðmálmum•

32.12 Skartgripasmíði og skyld framleiðsla

32.12.0 Skartgripasmíði og skyld framleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla unninna perla•Framleiðsla á unnum eðalsteinum og hálfeðalsteinum, þ.m.t. vinnsla eðalsteina til •iðnaðar og vinnsla syntetískra eða endurgerðra eðalsteina eða hálfeðalsteinaVinnsla demanta•Framleiðsla skartgripa úr góðmálmum eða ódýrum málmum húðuðum góðmálmi, •eðalsteinum eða hálfeðalsteinum, samsetningu góðmálma og eðalsteina eða hálfeðalsteina eða úr öðrum efnumFramleiðsla á gullsmíðavörum úr eðalmálmum eða ódýrum málmum klæddum •góðmálmum, s.s. borðáhöldum, borðbúnaði, skálum, baðherbergisbúnaði, skrifstofu- eða skrifborðsbúnaði, gripir til trúariðkunarFramleiðsla á vörum úr góðmálmi til tæknilegra nota eða nota á rannsóknarstofum (að •undanskildum tækjabúnaði og hlutum til þeirra), s.s. deiglum, spöðum, forskautum til rafhúðunar o.þ.h. Framleiðsla á armböndum, úrólum og vindlingaöskjum úr góðmálmi•

Til þessarar greinar telst einnig:Leturgröftur á vörur úr góðmálmum og öðrum málmum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á úrólum sem ekki eru úr málmi (úr tauefni, leðri, plasti), sjá 15.12•Framleiðsla á úrólum úr málmi, þó ekki góðmálmi, sjá 32.13•Framleiðsla á hlutum úr ódýrum málmum sem eru plettaðir með góðmálmum (að •undanskildum gerviskartgripum), sjá deild 25Framleiðsla á úrkössum, sjá 26.53•Framleiðsla á gerviskartgripum, sjá 32.13•Viðgerðir á skartgripum, sjá 95.25•

Page 182: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

182 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

32.13 Framleiðsla á gerviskartgripum og skyldum vörum

32.13.0 Framleiðsla á gerviskartgripum og skyldum vörum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á glysvarningi eða gerviskartgripum:•

hringar, armbönd, hálsmen og áþekkir skartgripir úr ódýrum málmum sem eru »plettaðir með góðmálmumskartgripir með gervisteinum, s.s. óhreinum eðalsteinum, gervidemöntum o.þ.h. »

Framleiðsla á úrólum úr málmi (að undanskildum góðmálmi)•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á skartgripum úr góðmálmum eða skartgripum húðuðum góðmálmum, •sjá 32.12Framleiðsla á skartgripum með ekta eðalsteinum, sjá 32.12•Framleiðsla á úrólum úr góðmálmi, sjá 32.12•

32.2 Hljóðfærasmíði

32.20 Hljóðfærasmíði

32.20.0 Hljóðfærasmíði

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á strengjahljóðfærum•Framleiðsla á strengjahljóðfærum með nótnaborði, þ.m.t. sjálfvirk píanó•Framleiðsla á hljómborðspípuorgelum, þ.m.t. stofuorgelum og áþekkum •hljómborðshljóðfærum með lausum málmfjöðrumFramleiðsla á dragspilum og áþekkum hljóðfærum, þ.m.t. munnhörpum•Framleiðsla á blásturshljóðfærum•Framleiðsla slaghljóðfæra•Framleiðsla hljóðfæra, þar sem hljóðið er framkallað á rafrænan hátt•Framleiðsla á spiladósum, skemmtiorgelum, gufuorgelum o.þ.h.•Framleiðsla á hlutum og aukabúnaði hljóðfæra, s.s. taktmælum, tónkvíslum, •tónflautum, kortum, skífum og keflum fyrir sjálfvirk vélknúin hljóðfæri o.þ.h.Framleiðsla á blístrum, gjallarhornum og öðrum hljóðmerkjaáhöldum fyrir blástur•

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun átekinna hljóð- og myndbanda og diska, sjá 18.2•Framleiðsla á hljómflutningstækjum, hljóðnemum, mögnurum, hátölurum, •heyrnartólum og sambærilegum hlutum, sjá 26.40Framleiðsla á leikfangahljóðfærum, sjá 32.40•Lagfæring orgela og annarra sögulegra hljóðfæra, sjá 33.19•Útgáfaátekinnahljóð-ogmyndbandaogdiska,sjá59.20•Píanóstillingar, sjá 95.29•

Page 183: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 183

nacerev. 2 ÍSAT2008

32.3 Framleiðsla á íþróttavörum

32.30 Framleiðsla á íþróttavörum

32.30.0 Framleiðsla á íþróttavörum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á vörum til íþróttaiðkunar og útivistar (að undan-skildum fatnaði og skófatnaði).

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á varningi og búnaði úr hvers kyns efni til íþróttaiðkunar og íþróttaleikja •innan- og utandyra:

harðir, mjúkir og uppblásanlegir boltar »spaðar og kylfur »skíði, skíðaskór, bindingar og stafir »seglbretti og brimbretti »búnaður fyrir sportveiðimenn, þ.m.t. fiskiháfar »búnaður fyrir veiðar, fjallgöngur o.þ.h. »íþróttahanskar og -höfuðföt úr leðri »litlar sundlaugar, vaðlaugar o.þ.h. »skautar, hjólaskautar o.þ.h. »bogar og lásbogar »tækjabúnaður fyrir íþróttahús, líkamsræktarstöðvar eða fyrir frjálsar íþróttir »

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á seglum fyrir báta, sjá 13.92•Framleiðsla á íþróttafatnaði, sjá 14.13•Framleiðsla á reiðtygjum, hnökkum og skyldum vörum, sjá 15.12•Framleiðsla á íþróttaskóm, sjá 15.20•Framleiðsla á vopnum og skotfærum til sportveiði, sjá 25.40•Framleiðsla á málmlóðum til nota við lyftingar, sjá 25.99•Framleiðsla á íþróttafarartækjum öðrum en sleðum o.þ.h., sjá deildir 29 og 30•Framleiðsla á bátum, sjá 30.12•Framleiðsla á biljarðborðum, sjá 32.40•Viðgerðir á íþróttavörum, sjá 95.29•

Page 184: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

184 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

32.4 Framleiðsla á spilum og leikföngum

32.40 Framleiðsla á spilum og leikföngum

32.40.0 Framleiðsla á spilum og leikföngum

Til þessarar greinar telst framleiðsla á brúðum, leikföngum og spilum (þ.m.t. rafrænum spilum), tómstundalíkönum og farartækjum fyrir börn (að undanskildum reiðhjólum og þríhjólum úr málmi).

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á brúðum, brúðufötum og fylgihlutum•Framleiðsla á tuskudýrum•Framleiðsla leikfangahljóðfæra•Framleiðsla á spilastokkum, borð- og samkvæmisspilum•Framleiðsla á rafrænum spilum, s.s. skáktölvum •Framleiðsla á smækkuðum líkönum og áþekkum tómstundalíkönum, rafmagnslestum, •byggingarsettum o.þ.h.Framleiðsla á kúluspilum, sjálfsalaleiktækjum, biljarðborðum, sérstökum borðum fyrir •fjárhættuspil o.þ.h.Framleiðsla á leikföngum á hjólum, hönnuð fyrir börn til að sitja á, þ.m.t. reiðhjól og •þríhjól úr plastiFramleiðsla á púsluspilum, þrautum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á myndbandsleikjum með stjórnborði, sjá 26.40•Framleiðsla á reiðhjólum, sjá 30.92•Ritun og útgáfa hugbúnaðar fyrir myndbandsleiki með stjórnborði, sjá 58.21, 62.01•

Page 185: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 185

nacerev. 2 ÍSAT2008

32.5 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga

32.50 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga

32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga

Til þessarar greinar telst búnaður og húsgögn fyrir rannsóknarstofur, tæki til skurðlækn-inga og annarra lækninga, búnaður og vörur til skurðlækninga, búnaður og vörur til tann-lækninga og tannréttinga og gervitennur.

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á skurðstofutjöldum•Framleiðsla á tannsementi og öðru tannfyllingarefni (að undanskildu lími eða sementi •fyrir gervitennur), tannvaxi og öðrum tannlækningavörum úr gipsefniFramleiðsla á ofnum fyrir tannsmíðastofur•Framleiðsla á hreinsibúnaði með úthljóðstækni og sótthreinsunartækjum•Framleiðsla á húsgögnum til nota í læknisfræðilegum tilgangi, s.s. skurðar- og •skoðunarborðum, sjúkrahúsrúmum og tannlæknastólumFramleiðsla á plötum og skrúfum í bein, sprautum, nálum, holleggjum, holnálum o.þ.h.•Framleiðsla á tækjum til tannlækninga•Framleiðsla á gervitönnum, brúm o.þ.h., unnar á tannsmíðastofum•Framleiðsla á gervilíkamshlutum og búnaði til bæklunarlækninga, stoðtækjum•Framleiðsla á heyrnartækjum•Framleiðsla á gerviaugum úr gleri•Framleiðsla á lækningahitamælum•Framleiðsla á vörum til augnlækninga, gleraugum, sólgleraugum, linsum, snertilinsum •og hlífðargleraugumFramleiðsla á tækjum til eimingar og miðflóttaaflsvindum til nota á rannsóknarstofum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á lími eða sementi fyrir gervitennur, sjá 20.42•Framleiðsla á raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar, sjá 26.60•Framleiðsla á gegndreyptu vatti, sáraumbúðum til lækninga o.þ.h., sjá 21.20•Framleiðsla á hjólastólum, sjá 30.92•Starfsemi sjóntækjafræðinga, sjá 47.78.1•

32.9 önnur framleiðsla

32.91 Framleiðsla á sópum og burstum

32.91.0 Framleiðsla á sópum og burstum

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á sópum og burstum, þ.m.t. burstum sem eru íhlutir vélbúnaðar, •handstýrðum vélrænum gólfsópum, þveglum og fjaðrakústum, málningarpenslum, -púðum og -rúllum, skaftþvögum og öðrum burstum, sópum, þveglum o.þ.h.Framleiðsla á skó- og fataburstum•

Page 186: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

186 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

32.99 önnur ótalin framleiðsla

32.99.0 önnur ótalin framleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á öryggis- og hlífðarbúnaði:•

framleiðsla á eldvarnarflíkum og öryggisfatnaði »framleiðsla á öryggisbeltum fyrir línumenn og öðrum beltum til starfstengdra nota »framleiðsla á björgunarbúnaði úr korki »framleiðsla á öryggishjálmum og öðrum öryggisbúnaði úr plasti og málmi fyrir »einstaklingaframleiðsla á eldvarnargöllum fyrir slökkvilið »framleiðsla á eyrnatöppum »framleiðsla á gasgrímum »

Framleiðsla á alls kyns pennum og blýöntum, einnig vélknúnum•Framleiðsla á ritblýjum•Framleiðsla á dagsetningar-, innsiglis- eða tölusetningarstimplum, handstýrðum •tækjum til prentunar með upphleyptu letri og annarrar prentunar, handprentunarsettum, tilbúnum ritvélarborðum og blekpúðumFramleiðsla á hnattlíkönum•Framleiðsla á regnhlífum, sólhlífum, göngustöfum og setustöfum•Framleiðsla á hnöppum, þrýstitölum, smellum, smelluhnöppum, rennilásum•Framleiðsla á kveikjurum•Framleiðsla á vörum til persónulegra nota, s.s. reykjarpípum, greiðum, hárspennum, •ilmúðurum, hitaflöskum og öðrum hitageymum til einka- eða heimilisnota, hárkollum, gerviskeggi og gerviaugabrúnumFramleiðsla á ýmsum vörum, s.s. kertum, kertakveikjum o.þ.h., gerviblómum, -ávöxtum •og -laufum, partývörum, handsíum og handsáldum, klæðskeragínum og líkkistumFramleiðsla á blómakörfum, -vöndum, -krönsum og áþekkum vörum•Uppstoppun dýra•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á kveikjum í kveikjara, sjá 13.99•Framleiðsla á vinnu- og þjónustufatnaði (t.d. sloppum til nota á rannsóknarstofum, •vinnugöllum og einkennisbúningum), sjá 14.12Framleiðsla á partývörum úr pappír, sjá 17.29•

Page 187: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 187

nacerev. 2 ÍSAT2008

33 Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja

Til þessarar deildar teljast sérhæfðar viðgerðir og viðhald á vélum, tækjum og öðrum vörum sem framleiddar eru í bálki C.

Til þessarar deildar telst einungis starfsemi á sviði sérhæfðra viðgerða og viðhalds. Verulegur hluti viðgerða er einnig í höndum framleiðenda véla, tækja og annarra vara. Flokkun eininga sem stunda starfsemi á sviði viðgerða og framleiðslu er í samræmi við vinnsluvirði sem leiðir til þess að samtengdar atvinnugreinar flokkast oft undir framleiðslu vörunnar. Sama regla gildir um samtengda verslun og viðgerðir.

Endursmíði eða endurframleiðsla á vélum og búnaði telst framleiðslustarfsemi og flokkast því með öðrum viðkomandi deildum í þessum bálki.

Viðgerðir og viðhald fjárfestingavara eða neysluvara flokkast yfirleitt undir viðgerðir og viðhald heimilisbúnaðar (t.d. viðgerðir á húsgögnum til nota á skrifstofum og heimilum, sjá 95.24).

Til þessarar deildar telst einnig sérhæfð uppsetning á vélum. Þó flokkast uppsetning á tækjum sem eru óaðskiljanlegir hlutar bygginga eða áþekkra mannvirkja, s.s. uppsetning raflagna, rúllustiga eða loftræstikerfa, undir byggingarstarfsemi.

Til þessarar deildar telst ekki:Hreinsun á iðnaðarvélum, sjá 81.22•Viðgerðir og viðhald á tölvum og fjarskiptabúnaði, sjá 95.1•Viðgerðir og viðhald á heimilisbúnaði, sjá 95.2•

33.1 Viðgerðir á málmvörum, vélum og búnaði

33.11 Viðgerðir á málmvörum

33.11.0 Viðgerðir á málmvörum

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á málmvörum úr deild 25Viðgerðir á geymum, kerjum og ílátum úr málmi•Viðgerðir á stáltunnum til flutninga•Viðgerðir og viðhald á vatnsgufuaflshverflum og öðrum gufuaflshverflum•Viðgerðir og viðhald á aukabúnaði fyrir gufukatla, s.s. eimsvölum, forhiturum, •yfirhiturum, gufusöfnurum og -geymumViðgerðir og viðhald kjarnakljúfa, að undanskildum samstæðuskiljum•Viðgerðir og viðhald á hlutum í skipa- eða aflkatla•Viðgerðir á málmhúð miðstöðvarofna og -katla•Viðgerðir og viðhald á skotvopnum•Viðgerðir og viðhald á innkaupakerrum•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir á miðstöðvarhitunarkerfum o.þ.h., sjá 43.22•Viðgerðir á vélrænum lokunarbúnaði, öryggisskápum o.þ.h., sjá 80.20•

Page 188: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

188 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

33.12 Viðgerðir á vélbúnaði

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á iðnaðarvélum og tækjabúnaði, s.s. skerp-ing eða uppsetning vélblaða og vélsaga, viðgerðir á vélum og tækjum til nota í landbúnaði og öðrum þunga- og iðnaðarvélum og -tækjum (t.d. gaffallyfturum og öðrum færslubún-aði fyrir vörur, smíðavélum, kælibúnaði, vinnuvélum, og vélbúnaði til námugraftrar), vélum og tækjabúnaði sem teljast til deildar 28.

Til þessarar greinar telst: Viðgerðir og viðhald á vélum sem eru ekki fyrir vélknúin ökutæki•Viðgerðir og viðhald á dælum, þjöppum og tengdum búnaði•Viðgerðir og viðhald á vökvaaflsbúnaði•Viðgerðir á ventlum, drifum og drifbúnaði•Viðgerðir og viðhald á ofnum til nota í iðnaði•Viðgerðir og viðhald á færslubúnaði fyrir vörur•Viðgerðir og viðhald á kælibúnaði og loftræstitækjum til iðnaðarnota•Viðgerðir og viðhald á vélum til almennra nota í atvinnuskyni•Viðgerðir á aflknúnum handverkfærum•Viðgerðir og viðhald á málmskurðar- og málmmótunarvélum og fylgihlutum•Viðgerðir og viðhald á öðrum vélaverkfærum•Viðgerðir og viðhald á landbúnaðarvélum og vélum til nota í skógrækt og skógarhöggi•Viðgerðir og viðhald á vélum til málmvinnslu•Viðgerðir og viðhald á vélum til námugraftrar, byggingarstarfsemi og vinnslu olíu- og •jarðgassViðgerðir og viðhald á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksiðnað•Viðgerðir og viðhald á vélum fyrir framleiðslu textílfatnaðar og leðurvöru•Viðgerðir og viðhald á vélum til pappírsvinnslu•Viðgerðir og viðhald á vélum til plast- og gúmmívinnslu•Viðgerðir og viðhald á öðrum sérhæfðum vélum í deild 28•Viðgerðir og viðhald á tækjum til vigtunar•Viðgerðir og viðhald á sjálfsölum, afgreiðslukössum, ljósritunar-, reikni- og ritvélum•

Til þessarar greinar telst ekki: Viðgerðir og viðhald á bræðsluofnum og öðrum hitunarbúnaði, sjá 43.22•Uppsetning, viðgerðir og viðhald á lyftum og rúllustigum, sjá 43.29•Viðgerðir á tölvum, sjá 95.11•

Page 189: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 189

nacerev. 2 ÍSAT2008

33.13 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á vörum sem framleiddar eru í flokkum 26.5, 26.6 og 26.7 að undanskildum þeim sem teljast til heimilisbúnaðar.

Til þessarar greinar telst: Viðgerðir og viðhald á búnaði til mælinga, prófunar, leiðsagnar og eftirlits sem telst •til flokks 26.5, s.s. tækjum í hreyfla í loftför, prófunarbúnaði fyrir útblástur vélknúinna ökutækja, prófunar-, og skoðunarbúnaði á eðlis-, raf- og efnafræðilegum eiginleikum, tækjum til veðurfræðirannsókna, landmælinga, geislagreininga og -eftirlitsViðgerðir og viðhald á búnaði til geislunar, rafmagnslækninga og •rafmagnslækningameðferðar sem telst til greinar 26.60, s.s. segulsneiðmyndatækjum, ómsjám, gangráðum, heyrnartækjum, hjartaritum, holsjám til rafmagnslækninga og geislunartækjum

Til þessarar greinar teljast einnig viðgerðir á optískum tækjum og búnaði sem telst til greinar 26.70, s.s. sjónaukum, smásjám (að undanskildum rafeinda-, róteinda-), strend-ingum og linsum (að undanskildum augnlinsum) og ljósmyndabúnaði, ef notkun þeirra er einkum viðskiptalegs eðlis.

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir á ljósritunarvélum, sjá 33.12•Viðgerðir og viðhald á tölvum og jaðarbúnaði; skjávörpum, sjá 95.11•Viðgerðir og viðhald á fjarskiptabúnaði, sjá 95.12•Viðgerðir á sjónvarps- og myndbandstökuvélum sem notaðar eru í atvinnuskyni, sjá •95.12Viðgerðir á myndbandstökuvélum til heimilisnota, sjá 95.21•Viðgerðir á úrum og klukkum, sjá 95.25•

33.14 Viðgerðir á rafbúnaði

33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á vörum í deild 27, að undanskildum heimilis tækjum (27.5).

Viðgerðir og viðhald á aflspennum, dreifispennum og sérhæfðum spennubreytum•Viðgerðir og viðhald á rafhreyflum, rafölum og hreyfilrafalasamstæðum•Viðgerðir og viðhald á rofbúnaði og rafmagnstöflubúnaði•Viðgerðir og viðhald á rafliðum og stjórnbúnaði fyrir iðnað•Viðgerðir og viðhald á rafhlöðum og rafgeymum•Viðgerðir og viðhald á rafknúnum ljósabúnaði og leiðslubúnaði fyrir rafrásir•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir og viðhald á heimilistækjum, sjá 95.22•Viðgerðir og viðhald á tölvum og jaðarbúnaði fyrir tölvur, sjá 95.11•Viðgerðir og viðhald á fjarskiptabúnaði, sjá 95.12•Viðgerðir og viðhald á sjónvarps-, útvarps og hljómtækjum og skyldum búnaði, sjá •95.21Viðgerðir á úrum og klukkum, sjá 95.25•

Page 190: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

190 BÁLKur C » Framleiðsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

33.15 Viðgerðir og viðhald á skipum og bátum

33.15.0 Viðgerðir og viðhald á skipum og bátum

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á skipum og bátum. Þó flokkast endursmíði og breytingar skipa undir deild 30.

Til þessarar greinar telst:Viðgerðir og viðhald á skipum•Viðgerðir og viðhald á skemmtibátum•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir á skips- og bátavélum, sjá 33.12•Úreldingogniðurrifskipa,sjá38.31•

33.16 Viðgerðir og viðhald á loftförum og geimförum

33.16.0 Viðgerðir og viðhald á loftförum og geimförum

Til þessarar greinar telst:Viðgerðir og viðhald á loftförum (að undanskildum breytingum, grannskoðun og •endursmíði)Viðgerðir og viðhald á hreyflum loftfara•

Til þessarar greinar telst ekki:Grannskoðun og endursmíði loftfara, sjá 30.30•

33.17 Viðgerðir og viðhald á öðrum ótöldum flutningatækjum

33.17.0 Viðgerðir og viðhald á öðrum ótöldum flutningatækjum

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á öðrum flutningatækjum í deild 30, að undanskildum vélhjólum og reiðhjólum.

Til þessarar greinar telst:Viðgerðir og viðhald á eimreiðum og járnbrautarvögnum (að undanskildum •breytingum eða endursmíði)Viðgerðir á kerrum og vögnum sem dráttardýrum er beitt fyrir•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum, sjá 45.20•Viðgerðir á hreyflum í eimreiðar, sjá 33.12•Viðgerðir og viðhald á vélhjólum, sjá 45.40•Viðgerðir á reiðhjólum, sjá 95.29•

Page 191: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur C » Framleiðsla 191

nacerev. 2 ÍSAT2008

33.19 Viðgerðir á öðrum búnaði

33.19.0 Viðgerðir á öðrum búnaði

Til þessarar greinar telst:Viðhald og viðgerðir á fiskinetum •Viðgerðir á köðlum, reiðum, lérefti og segldúkum•Viðgerðir á geymslupokum fyrir áburð og íðefni•Viðgerðir eða endurbætur á viðarbrettum, fötum eða tunnum til sjóflutninga, og •áþekkum hlutumViðgerðir á kúluspilum og öðrum sjálfsalaleiktækjum•Lagfæring orgela og annarra sögulegra hljóðfæra•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir á húsgögnum til nota á skrifstofum og heimilum, lagfæring húsgagna, sjá •95.24Viðgerðir á reiðhjólum, sjá 95.29•Viðgerðir og breytingar á fatnaði, sjá 95.29•

33.2 uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni

33.20 uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni

33.20.0 uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni

Til þessarar greinar telst sérhæfð uppsetning á vélum. Þó flokkast uppsetning á tækjum sem eru óaðskiljanlegir hlutar bygginga eða áþekkra mannvirkja, s.s. uppsetning rúllustiga, raflagna, þjófavarnarkerfa eða loftræstikerfa, undir byggingarstarfsemi.

Til þessarar greinar telst:Uppsetning iðnaðarvéla í iðjuverum•Samsetning á stýribúnaði fyrir iðnaðarframleiðslu•Uppsetning á öðrum búnaði til atvinnunota, s.s. fjarskiptabúnaði, stórtölvum og •skyldum búnaði, búnaði til geislunar og rafmagnslækninga Sundurhlutun umfangsmikilla véla og búnaðar•Starfsemi millusmiða•Standsetning véla•Uppsetning búnaðar fyrir keilubrautir•

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning á lyftum, rúllustigum, sjálfvirkum hurðum, ryksugukerfum o.þ.h., sjá 43.29•Uppsetning hurða, stiga, útstillinga í búðum, húsgagna o.þ.h., sjá 43.32 •Uppsetning á heimilistölvum, sjá 62.09•

Page 192: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

192 BÁLKur D » rafmagns-, gas- og hitaveitur

nacerev. 2 ÍSAT2008

d raFmagns-, gas- og HitavEitur

Til þessa bálks telst starfsemi á sviði rafmagns-, jarðgass-, gufu-, hitaveita o.þ.h. um fast grunnvirki (net) lína, leiðslna og röra. Umfang netsins skiptir ekki meginmáli; einnig er meðtalin dreifing á rafmagni, gasi, gufu, heitu vatni o.þ.h. í iðngörðum eða íbúða-byggingum.

Til þessa bálks telst því starfsemi raforku- og gasveita sem framleiða, stýra og dreifa raforku eða gasi.

Til þessa bálks telst ekki rekstur vatns- og fráveitu, sjá bálk E. Til þessa bálks telst ekki heldur flutningur á gasi um leiðslur (yfirleitt um langar vegalengdir), sjá 49.50.

35 rafmagns-, gas- og hitaveitur

35.1 raforkuframleiðsla, flutningur og dreifing

Til þessa flokks telst framleiðsla á raforku, flutningur frá framleiðslustað til dreifing-armiðstöðva, og dreifing til notenda.

35.11 Framleiðsla rafmagns

35.11.0 Framleiðsla rafmagns

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla raforku með jarðhita, kjarnorku, vatnsafli, gashverflum, dísilolíu, •endurnýjanlegri orku o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla rafmagns með brennslu úrgangs, sjá 38.21•

35.12 Flutningur rafmagns

35.12.0 Flutningur rafmagns

Til þessarar greinar telst:Rekstur kerfa fyrir flutning á rafmagni frá framleiðslustaðnum til dreifikerfisins•

35.13 Dreifing rafmagns

35.13.0 Dreifing rafmagns

Til þessarar greinar telst:Rekstur kerfa (þ.e. sem samanstanda af línum, staurum, mælum og leiðslum) sem •dreifa raforku, frá framleiðslustaðnum eða flutningskerfinu, til neytenda

35.14 Viðskipti með rafmagn

35.14.0 Viðskipti með rafmagn

Til þessarar greinar telst:Sala á rafmagni til notenda•Starfsemi miðlara eða umboðsaðila á sviði raforku sem sjá um sölu rafmagns um •orkudreifikerfi sem aðrir rekaStarfsemi markaðstorga fyrir viðskipti með raforku og flutning hennar•

Page 193: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur D » rafmagns-, gas- og hitaveitur 193

nacerev. 2 ÍSAT2008

35.2 gasframleiðsla; dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur

Til þessa flokks telst framleiðsla á gasi og dreifing á jarðgasi eða tilbúnu gasi til neytenda um veitukerfi. Meðtalin eru markaðsfyrirtæki eða miðlarar gass sem sjá um sölu jarðgass um dreifikerfi sem aðrir reka.

Aðskilinn rekstur gasleiðslna sem tengja framleiðendur gass við dreifingaraðila, eða milli byggðarkjarna, yfirleitt um langar vegalengdir, telst ekki til þessarar greinar og flokkast með annarri starfsemi á sviði flutninga um leiðslur.

35.21 gasframleiðsla

35.21.0 gasframleiðsla

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla á gasi úr aukaafurðum úr landbúnaði eða úr úrgangi•Framleiðsla á loftkenndu eldsneyti með tilteknu varmagildi, með hreinsun, blöndun og •öðrum aðferðum, úr ýmsum tegundum gass þ.m.t. jarðgasi

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á óunnu jarðgasi, sjá 06.20•Rekstur koksofna, sjá 19.10•Framleiðsla á hreinsuðum jarðolíuafurðum, sjá 19.20•Framleiðsla á iðnaðargasi, sjá 20.11•

35.22 Dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur

35.22.0 Dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur

Til þessarar greinar telst ekki:Flutningur gass um leiðslur (um langan veg), sjá 49.50•

35.23 Viðskipti með gas um leiðslur

35.23.0 Viðskipti með gas um leiðslur

Til þessarar greinar telst:Sala á gasi um leiðslur til notenda•Starfsemi gasmiðlara eða umboðsaðila sem sjá um sölu gass um gasdreifikerfi sem •aðrir rekaMarkaðstorg fyrir viðskipti með loftkennt eldsneyti og flutning þess•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildsala á loftkenndu eldsneyti, sjá 46.71•Smásala á flöskugasi, sjá 47.78.9•

Page 194: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

194 BÁLKur D » rafmagns-, gas- og hitaveitur

nacerev. 2 ÍSAT2008

35.3 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita

35.30 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita

35.30.0 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita

Til þessarar greinar telst:Framleiðsla, söfnun og dreifing á gufu og heitu vatni til hitunar, sem orkugjafa og til •annarra notaFramleiðsla og dreifing á kældu lofti og vatni til kælingar•Framleiðsla á ís til iðnaðarnota•

Page 195: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 195

nacerev. 2 ÍSAT2008

E vatnsvEita, FrávEita, mEðHÖndlun Úrgangs og aFmEngun

Til þessa bálks telst starfsemi sem tengist meðhöndlun (þ.m.t. söfnun, meðferð og förgun) úrgangs í ýmsu formi, s.s. iðnaðar- eða heimilisúrgangs í föstu eða fljótandi formi, og á menguðum svæðum. Frálaginu eftir meðhöndlun úrgangs og skólps er ýmist fargað eða notað sem ílag annarra framleiðsluferla. Starfsemi vatnsveita er einnig flokkuð undir þennan bálk þar sem hún tengist oft eða fellur undir starfsemi á sviði meðferðar frárennslis.

36 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns

Til þessarar deildar telst öflun, meðferð og dreifing vatns til heimilis- og iðnaðarnota. Meðtalin er vatnsöflun frá ýmsum uppsprettum ásamt dreifingu eftir ýmsum leiðum.

36.0 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns

36.00 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns

36.00.0 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns

Til þessarar greinar telst:Vatnsöflun úr ám, stöðuvötnum, brunnum o.þ.h.•Öflun regnvatns•Hreinsun vatns til vatnsveitu•Afseltun sjávar eða grunnvatns til framleiðslu vatns sem meginvöru•Dreifing vatns um leiðslur, með vörubifreiðum eða eftir öðrum leiðum•Rekstur áveituskurða•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur vökvunarbúnaðar til nota í landbúnaði, sjá 01.61•Meðhöndlun skólps til að koma í veg fyrir mengun, sjá 37.00•Flutningur vatns um leiðslur (um langar vegalengdir), sjá 49.50•

Page 196: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

196 BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun

nacerev. 2 ÍSAT2008

37 Fráveita

Til þessarar deildar telst rekstur fráveitukerfa eða skólphreinsistöðva sem safna, meðhöndla og farga skólpi.

37.0 Fráveita

37.00 Fráveita

37.00.0 Fráveita

Til þessarar greinar telst:Rekstur fráveitukerfa eða skólphreinsistöðva•Söfnun og flutningur skólps og regnvatns með hjálp fráveitukerfis, söfnunaríláta, tanka •og annarra flutningatækja (ökutæki fyrir skólphreinsun o.þ.h.)Tæming og hreinsun safnþróa og rotþróa, skólpviðtaka og -pytta, viðhald ferðasalerna•Meðhöndlun frárennslis með eðlis-, efna- og líffræðilegum aðferðum, s.s. þynningu, •gróf- eða fínsíun, botnfellingu o.þ.h.Viðhald og hreinsun á holræsum •

Til þessarar greinar telst ekki:Afmengun yfirborðsvatns og grunnvatns á mengunarstað, sjá 39.00•Hreinsun og stíflulosun frárennslisröra í byggingum, sjá 43.22•

Page 197: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 197

nacerev. 2 ÍSAT2008

38 Sorphirða, meðhöndlun og förgun sorps; endurnýting efnis

Til þessarar deildar telst söfnun, meðhöndlun og förgun úrgangsefna. Til hennar teljast einnig staðbundnir flutningar á úrgangsefnum og rekstur starfstöðva til endurnýtingar efna (þ.e. þeirra sem flokka endurnýtanleg efni frá sorpi).

38.1 Sorphirða

Til þessa flokks telst söfnun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum með sorptunnum, -gámum o.þ.h. Til hans telst t.d. heimilissorp, notaðar rafhlöður, notuð olía og feiti til matar gerðar, olíuúrgangur frá skipum og notuð olía frá bifreiðaverkstæðum, auk úrgangs frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi.

38.11 Söfnun hættulítils sorps

38.11.0 Söfnun hættulítils sorps

Til þessarar greinar telst:Söfnun hættulítils úrgangs í föstu formi (þ.e. sorps) innan afmarkaðs svæðis, s.s. •sorphirða frá heimilum og fyrirtækjum með sorptunnum, gámum o.þ.h. Söfnun endurvinnanlegs efnis•

Til þessarar greinar telst einnig:Söfnun úrgangs frá byggingar- og niðurrifsstarfsemi•Söfnun og brottnám braks, s.s. spreks og grjótmulnings•Rekstur stöðva fyrir tilfærslu hættulítils sorps•

Til þessarar greinar telst ekki:Söfnun hættulegs úrgangs, sjá 38.12•Rekstur urðunarstaða til förgunar hættulítils sorps, sjá 38.21•Rekstur starfstöðva þar sem blandað endurnýtanlegt efni, s.s. pappír, plast o.þ.h. er •flokkað niður í aðgreinda flokka, sjá 38.32

38.12 Söfnun hættulegs úrgangs

38.12.0 Söfnun hættulegs úrgangs

Til þessarar greinar telst söfnun hættulegs úrgangs í föstu eða fljótandi formi, þ.e. úrgangs sem inniheldur sprengiefni, oxunarefni, eldfim efni, eiturefni, ertandi efni, skaðleg efni, krabbameinsvalda, tærandi efni, smitefni eða önnur efni og efnablöndur sem eru skaðleg heilsu manna og umhverfi. Hún getur einnig falið í sér greiningu, meðhöndlun, pökkun og merkingu úrgangs til flutninga.

Til þessarar greinar telst:Söfnun hættulegs úrgangs, s.s.:•

notaðrar olíu frá flutningastarfsemi eða bifreiðaverkstæðum »hættulegs lífræns úrgangs »kjarnorkuúrgangs »notaðra rafhlaða o.þ.h. »

Rekstur stöðva fyrir tilfærslu hættulegs úrgangs•

Til þessarar greinar telst ekki:Afmengun og hreinsun mengaðra bygginga, námusvæða, jarðvegs, grunnvatns, t.d. •fjarlæging asbests, sjá 39.00

Page 198: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

198 BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun

nacerev. 2 ÍSAT2008

38.2 Meðhöndlun og förgun úrgangs

Til þessa flokks telst meðhöndlun og förgun úrgangs með mismunandi aðferðum, s.s. meðhöndlun lífræns úrgangs til förgunar, meðhöndlun og förgun eitraðra dýra eða hræja og, meðhöndlun og förgun niðurbrjótanlegs geislavirks úrgangs frá sjúkrahúsum o.þ.h., losun úrgangs á landi eða í vatn, urðun sorps, förgun notaðra vara sem innihalda skaðleg úrgangsefni, s.s. kæliskápa, förgun úrgangs með brennslu. Meðtalin er einnig söfnun orku sem myndast í brennsluferli úrgangs.

Til þessarar greinar telst ekki:Meðhöndlun og förgun skólps, sjá 37.00•Endurnýting efnis, sjá 38.3•

38.21 Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps

38.21.0 Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps

Til þessarar greinar telst meðhöndlun og förgun hættulítils sorps á föstu eða fljótandi formi:

Rekstur urðunarstaða til förgunar hættulítils sorps•Förgun hættulítils sorps með brennslu eða öðrum aðferðum sem einnig geta leitt til •framleiðslu rafmagns eða gufu, lífgass, ösku eða annarra aukaafurða til frekari nota o.þ.h.Meðhöndlun lífræns úrgangs til förgunar•

Til þessarar greinar telst ekki:Brennsla hættulegs úrgangs, sjá 38.22•Rekstur starfstöðva þar sem blandað endurnýtanlegt efni, s.s. pappír, plast, notaðar •drykkjardósir og málmar, er flokkað niður í aðgreinda flokka, sjá 38.32Afmengun, hreinsun lands, vatns; minnkun eiturefna, sjá 39.00•

38.22 Meðhöndlun og förgun hættulegs úrgangs

38.22.0 Meðhöndlun og förgun hættulegs úrgangs

Til þessarar greinar telst meðhöndlun og förgun hættulegs úrgangs á föstu eða fljótandi formi, þ.m.t. úrgangs sem inniheldur sprengiefni, oxunarefni, eldfim efni, eiturefni, ertandi efni, krabbameinsvalda, tærandi efni, smitefni eða önnur efni og efnablöndur sem eru skaðleg heilsu manna og umhverfi.

Til þessarar greinar telst:Rekstur stöðva til meðhöndlunar hættulegs úrgangs•Meðhöndlun og förgun eitraðra lifandi dýra eða dýrahræja•Brennsla hættulegs úrgangs•Förgun notaðra vara sem innihalda skaðleg úrgangsefni, s.s. kæliskápa•Meðhöndlun, förgun og geymsla geislavirks kjarnorkuúrgangs, þ.m.t.: •

meðhöndlun og förgun niðurbrjótanlegs geislavirks úrgangs frá sjúkrahúsum sem »brotnar niður á meðan á flutningi stendurhjúpun, undirbúningur og önnur meðhöndlun kjarnorkuúrgangs til geymslu »

Til þessarar greinar telst ekki:Endurvinnsla kjarnorkueldsneytis, sjá 20.13•Brennsla hættulítils úrgangs, sjá 38.21•Afmengun, hreinsun lands, vatns; minnkun eiturefna, sjá 39.00•

Page 199: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 199

nacerev. 2 ÍSAT2008

38.3 Endurnýting efnis

38.31 niðurrif á ónýtum hlutum

38.31.0 niðurrif á ónýtum hlutum

Til þessarar greinar telst niðurrif alls kyns ónýtra hluta (bíla, skipa, tölva, sjónvarpa og annars búnaðar) til endurnýtingar efna.

Til þessarar greinar telst ekki:Förgun notaðra vara sem innihalda skaðleg efni, s.s. kæliskápa, sjá 38.22•Niðurrif bíla, skipa, tölva, sjónvarpa og annars búnaðar til endursölu nothæfra hluta, •sjá bálk G

38.32 Endurnýting flokkaðra efna

38.32.0 Endurnýting flokkaðra efna

Til þessarar greinar telst vinnsla úrgangs og brotajárns í endurunnið hráefni, yfirleitt með vélrænu eða efnafræðilegu ferli:

Vélræn pressun málmúrgangs frá notuðum bílum, þvottavélum, reiðhjólum o.þ.h.•Vélræn samþjöppun stórra hluta úr járni•Tæting málmúrgangs úr sér genginna ökutækja o.þ.h.•Aðrar aðferðir við vélræna meðhöndlun, s.s. skurður eða þjöppun til að minnka •umfangEndurvinnsla málma úr úrgangi frá ljósmyndaiðnaði, t.d. festivökva eða •ljósmyndafilmum og -pappírEndurvinnsla gúmmís, s.s. á notuðum hjólbörðum til framleiðslu endurunnins hráefnis•Flokkun og þjöppun á plasti til framleiðslu endurunnins hráefnis til röra, blómapotta, •vörubretta o.þ.h.Vinnsla (hreinsun, bræðsla, mölun) á plast- eða gúmmíúrgangi í litlar agnir•Flokkun, hreinsun og mölun glers•Mölun, hreinsun og flokkun annars úrgangs, s.s. úrgangs frá niðurrifsstarfsemi til •öflunar endurunnins hráefnisVinnsla notaðrar olíu og feiti til matargerðar í endurunnið hráefni•Vinnsla annars úrgangs og úrgangsefna frá matvæla-, drykkjar- og tóbaksiðnaði í •endurunnið hráefni

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á nýjum fullunnum vörum úr endurunnu hráefni, s.s. að spinna garn •úr tættu textílefni, búa til pappírsdeig úr pappírsúrgangi, endursóla hjólbarða eða framleiða málm úr málmúrgangi, sjá tilsvarandi greinar í bálki C (Framleiðsla)Endurvinnsla kjarnorkueldsneytis, sjá 20.13•Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps, þ.m.t. framleiðsla moltu og endurnýting orku •við brennsluferli hættulítils sorps, sjá 38.21Meðhöndlun og förgun eitraðs, mengaðs úrgangs; niðurbrjótanlegs geislavirks •úrgangs frá sjúkrahúsum o.þ.h., sjá 38.22Heildsala á endurnýtanlegu efni, sjá 46.77•

Page 200: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

200 BÁLKur E » Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun

nacerev. 2 ÍSAT2008

39 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

Til þessarar deildar telst afmengun, þ.e. hreinsun mengaðra mannvirkja og svæða, jarðvegs, yfirborðs- eða grunnvatns.

39.0 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

39.00 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

39.00.0 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

Til þessarar greinar telst:Afmengun jarðvegs og grunnvatns með t.d. vélrænum, efna- eða líffræðilegum •aðferðumAfmengun iðjuvera eða -svæða, þ.m.t. kjarnorkuvera og -svæða•Afmengun og hreinsun yfirborðsvatns eftir mengunarslys, t.d. með söfnun •mengunarefna eða með notkun íðefnaHreinsun olíuleka og annarrar mengunar á landi, í yfirborðsvatni, sjó og höfum, þ.m.t. •strandsvæðumFjarlæging asbests, blýmálningar og annarra eiturefna•Önnur sérhæfð eftirlitsstarfsemi á sviði mengunarvarna•

Til þessarar greinar telst ekki:Hreinsun vatns til vatnsveitu, sjá 36.00•Meðhöndlun og förgun sorps og hættulegs úrgangs, sjá 38.21 og 38.22•Sópun og vatnsúðun gatna o.þ.h., sjá 81.29•

Page 201: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 201

nacerev. 2 ÍSAT2008

F ByggingarstarFsEmi og mannvirkJagErð

Til þessa bálks telst almennur byggingariðnaður og sérhæfð starfsemi við bygginga- og mannvirkjagerð. Til hans teljast nýbyggingar, viðgerðir, viðbyggingar og breytingar, uppsetning forsmíðaðra bygginga eða mannvirkja á byggingarlóð og einnig tímabundin mannvirki.

Í almennri byggingarstarfsemi felst bygging íbúðarhúsnæðis, skrifstofuhúsnæðis, versl-ana, opinberra bygginga o.þ.h., eða mannvirkjagerð, s.s. gerð vega, brúa, ganga, flugvalla, hafna og annarra vatnsmannvirkja, fráveitukerfa, iðnaðar- og íþróttamannvirkja.

Þessi vinna getur verið fyrir eigin reikning eða gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Hluti vinnunnar, og stundum jafnvel öll vinnan, getur verið falin undirverktökum. Eining sem ber heildarábyrgð á byggingarverkefni er flokkuð hér.

Meðtaldar eru einnig viðgerðir á byggingum og mannvirkjum.

Til þessa bálks telst smíði bygginga í heild sinni (deild 41), mannvirkjagerð í heild sinni (deild 42), auk sérhæfðrar byggingarstarfsemi, ef hún fer einungis fram sem hluti af byggingar ferlinu (deild 43).

Leiga á vinnuvélum með stjórnanda er flokkuð með sérhæfðri byggingarstarfsemi sem þessar vélar eru notaðar til.

Ef þessi starfsemi fer fram án þess að sala byggingar sé fyrirhuguð, heldur með rekstur þeirra í huga (t.d leiga á rými í þessu húsnæði, framleiðslustarfsemi í þessum verum), er eining in ekki flokkuð hér heldur í samræmi við starfsemi rekstursins, þ.e. fasteignir, fram-leiðsla o.þ.h.

Page 202: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

202 BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

nacerev. 2 ÍSAT2008

41 Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna

Til þessarar deildar telst bygging húsnæðis. Til hennar teljast nýbyggingar, viðgerðir, viðbyggingar og breytingar, uppsetning forsmíðaðra bygginga eða mannvirkja á byggingar lóð og einnig tímabundin mannvirki.

41.1 Þróun byggingarverkefna

41.10 Þróun byggingarverkefna

41.10.0 Þróun byggingarverkefna

Til þessarar greinar telst:Þróun byggingarverkefna, einnig fyrir íbúðabyggingar, sem felst í því að sameina •fjárhagslega, tæknilega og efnislega þætti til að koma byggingarverkefnunum í framkvæmd með sölu í huga

Til þessarar greinar telst ekki:Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, sjá 41.20•Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; þjónusta tengd verkefnastjórnun á sviði •byggingarverkefna sjá 71.1

41.2 Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Til þessa flokks telst bygging íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis fyrir eigin reikning til sölu, gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Utankaup hluta af eða jafnvel öllu byggingar-ferlinu eru möguleg. Ef einungis er um að ræða framkvæmd sérhæfðra hluta byggingar-ferlis, er starfsemin flokkuð í deild 43.

41.20 Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

41.20.0 Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Til þessarar greinar telst:Smíði á íbúðarhúsnæði, s.s. einbýlis- og fjölbýlishúsum•Smíði á öðru húsnæði, s.s. verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, sjúkrahúsum, •skólum, hótelum og veitingastöðum, byggingum til trúariðkunar, bílastæðahúsum og vörugeymslumSamsetning og uppsetning forsmíðaðra bygginga á byggingarstað•

Til þessarar greinar telst einnig:Að gera upp eða standsetja íbúðarbyggingar•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; þjónusta tengd verkefnastjórnun á sviði •byggingarverkefna sjá 71.1

Page 203: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 203

nacerev. 2 ÍSAT2008

42 Mannvirkjagerð

Til þessarar deildar telst gerð vega, brúa, ganga, flugvalla, hafna, fráveitukerfa, iðnaðar-mannvirkja, mannvirkja til íþróttaiðkunar utandyra o.þ.h. Þessi vinna getur farið fram fyrir eigin reikning, gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Hluti vinnunnar getur verið falinn undirverktaka.

42.1 Vegagerð og lagning járnbrauta

42.11 Vegagerð

42.11.0 Vegagerð

Til þessarar greinar telst:Gerð vega, gatna og annarra aksturs- og gangbrauta•Vinna við yfirborð gatna, vega, brúa eða ganga, s.s malbikun, málun og aðrar •merkingar, uppsetning vegriða og umferðamerkjaLagning flugbrauta•

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning götulýsingar og rafmagnsmerkja, sjá 43.21•Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; þjónusta tengd verkefnastjórnun á sviði •byggingarverkefna sjá 71.1

42.12 Lagning járnbrauta og neðanjarðarjárnbrauta

42.12.0 Lagning járnbrauta og neðanjarðarjárnbrauta

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning ljósabúnaðar og rafmagnsmerkja, sjá 43.21•Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; þjónusta tengd verkefnastjórnun á sviði •byggingarverkefna sjá 71.1

42.13 Brúarsmíði og jarðgangagerð

42.13.0 Brúarsmíði og jarðgangagerð

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning ljósabúnaðar og rafmagnsmerkja, sjá 43.21•Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; þjónusta tengd verkefnastjórnun á sviði •byggingarverkefna sjá 71.1

Page 204: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

204 BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

nacerev. 2 ÍSAT2008

42.2 gerð þjónustumannvirkja

42.21 gerð þjónustumannvirkja fyrir vatn

42.21.0 gerð þjónustumannvirkja fyrir vatn

Til þessarar greinar telst lagning leiðslna og bygging tengdra mannvirkja.

Til þessarar greinar telst:Mannvirkjagerð fyrir hitaveitur, vatnsveitur o.þ.h.•Gerð fráveitukerfa (þ.m.t. viðgerðir), skólpförgunar- og dælustöðva•

Til þessarar greinar telst einnig:Borun eftir vatni•

Til þessarar greinar telst ekki:Verkefnastjórnun sem tengist mannvirkjagerð, sjá 71.1•Gerð stíflna og ræsa, sjá 42.91•

42.22 Bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og fjarskipti

42.22.0 Bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og fjarskipti

Til þessarar greinar telst:Mannvirkjagerð fyrir fjarskipta- og raflínur, orkuver•

Til þessarar greinar telst ekki:Verkefnastjórnun sem tengist mannvirkjagerð, sjá 71.1•

42.9 Bygging annarra mannvirkja

42.91 gerð vatnsmannvirkja

42.91.0 gerð vatnsmannvirkja

Til þessarar greinar telst:Gerð hafna og flóðgarða, smábátahafna o.þ.h.•Gerð stíflna •

Til þessarar greinar telst ekki:Verkefnastjórnun sem tengist mannvirkjagerð, sjá 71.1•

Page 205: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 205

nacerev. 2 ÍSAT2008

42.99 Bygging annarra ótalinna mannvirkja

42.99.0 Bygging annarra ótalinna mannvirkja

Til þessarar greinar telst:Bygging iðnaðamannvirkja, að undanskildu húsnæði, s.s. hreinsunarstöðva og •efnaverksmiðjaByggingarframkvæmdir, aðrar en bygging húsnæðis, s.s. mannvirkja til íþróttaiðkunar •utandyra

Til þessarar greinar telst einnig:Skipting lands í lóðir með umbótum á landi (t.d. gatnagerð o.þ.h.)•

Til þessarar greinar telst ekki:Skipting lands án umbóta á landi, sjá 68.10•Uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni, sjá 33.20•Verkefnastjórnun sem tengist mannvirkjagerð, sjá 71.1•

Page 206: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

206 BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

nacerev. 2 ÍSAT2008

43 Sérhæfð byggingarstarfsemi

Til þessarar deildar telst sérhæfð byggingarstarfsemi sem er yfirleitt sérhæfð á einu sviði eftir tegund mannvirkja og krefst sérstakrar hæfni eða sérstaks búnaðar, s.s. vinna við grunna, vinna við burðarvirki, steypuvinna, uppsetning vinnupalla, þakklæðning o.þ.h. Uppsetning mannvirkja úr stáli er meðtalin ef hlutir til þeirra eru ekki framleiddir af sömu einingu. Sérhæfð byggingarstarfsemi er aðallega framkvæmd af undirverktökum, en ef um er að ræða viðgerðir er verkið oftast unnið milliliðalaust fyrir eiganda eignarinnar.

Meðtalin er uppsetning hvers konar búnaðar sem nauðsynlegur er til að viðkomandi mannvirki gegni hlutverki sínu. Þessi starfsemi fer yfirleitt fram á byggingarstað, þótt hluti verksins geti farið fram á verkstæðum. Meðtalin er starfsemi á borð við pípulagnir, uppsetningu hitunar- og loftræstikerfa, loftneta, viðvörunarkerfa og önnur rafmagns-vinna, uppsetning úðakerfa, lyfta og rúllustiga o.þ.h. Einnig er meðtalin vinna við einangrun (vatns, hita, hljóðs), vinna með málmplötur, vinna við kælitæki sem notuð eru í atvinnuskyni, uppsetning lýsingar- og merkjakerfa fyrir vegi, járnbrautir, flugvelli, hafnir o.þ.h. Einnig eru meðtaldar viðgerðir af sama tagi og framangreind starfsemi.

Einnig er meðtalin starfsemi á sviði lokafrágangs bygginga, s.s. glerjun, múrhúðun, málun, flísalagning gólfa og veggja eða klæðning með öðrum efnum (lagning parkets, teppa-lagning, veggfóðrun o.þ.h.), slípun gólfa, frágangur tréverks o.þ.h. Einnig eru meðtaldar viðgerðir af sama tagi og framangreind starfsemi.

Leiga á búnaði með stjórnanda er flokkuð með tengdri byggingarstarfsemi.

43.1 niðurrif og undirbúningur byggingarsvæðis

Til þessa flokks telst starfsemi við undirbúning svæða fyrir byggingarstarfsemi, þ.m.t. fjarlæging mannvirkja sem fyrir eru.

43.11 niðurrif

43.11.0 niðurrif

Til þessarar greinar telst:Niðurrif bygginga og annarra mannvirkja•

43.12 undirbúningsvinna á byggingarsvæði

43.12.0 undirbúningsvinna á byggingarsvæði

Til þessarar greinar telst:Hreinsun byggingarsvæða•Jarðvegsvinna, s.s. uppgröftur, uppfylling, jöfnun lands og sléttun byggingarsvæða, •skurðgröftur, grjóthreinsun og sprengingarUndirbúningur námusvæðis, s.s. fjarlæging yfirborðsjarðvegs og önnur vinna og •undirbúningur námusvæðis, að undanskildum olíu- og jarðgassvæðum

Til þessarar greinar telst einnig framræsla byggingarsvæða og lands til ræktunar- eða skógar nytja.

Til þessarar greinar telst ekki:Boranir brunna vegna olíu- eða jarðgasvinnslu, sjá 06.10, 06.20•Afmengun jarðvegs, sjá 39.00•Boranir fyrir vatnsbrunnum, sjá 42.21•

Page 207: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 207

nacerev. 2 ÍSAT2008

43.13 Tilraunaboranir og borvinna

43.13.0 Tilraunaboranir og borvinna

Til þessarar greinar telst:Boranir og taka borkjarna í tilraunaskyni í tengslum við byggingar, jarðeðlisfræðilegar •og jarðfræðilegar athuganir eða í öðrum svipuðum tilgangi

Til þessarar greinar telst ekki:Boranir brunna vegna olíu- eða jarðgasvinnslu, sjá 06.10, 06.20•Tilraunaboranir og þjónustustarfsemi á námusvæðum, sjá 09.90•Boranir fyrir vatnsbrunnum, sjá 42.21•Boranir námustokka, sjá 43.99•Olíu- og jarðgasleit, rannsóknir á sviði jarðeðlisfræði og jarðfræði- og •jarðskjálftarannsóknir, sjá 71.12.2

43.2 raflagnir, pípulagnir og önnur starfsemi við uppsetningu í byggingar-iðnaði

Til þessa flokks telst starfsemi við uppsetningu rafkerfa, pípulagna, hitunar- og loftræstikerfa, lyfta o.þ.h.

43.21 raflagnir

43.21.0 raflagnir

Til þessarar greinar telst uppsetning rafkerfa í hvers konar byggingar og mannvirki:Raflagnir og raftengi•Símalagnir, tölvulagnir, gervihnattadiskar, ljósleiðarar o.þ.h.•Lýsingarkerfi, brunaboðar og þjófavarnarkerfi•Lagning raflýsingar og merkjakerfa fyrir vegakerfi, flugvelli og hafnir•

Til þessarar greinar telst ekki:Bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og fjarskipti, sjá 42.22•Eftirlit og fjargæsla rafrænna öryggiskerfa, s.s. þjófa- og brunavarnarkerfi, þ.m.t. •uppsetning og viðhald þeirra, sjá 80.20

43.22 Pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa

43.22.0 Pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa

Til þessarar greinar teljast pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa, einnig viðbætur, breytingar, viðhald og viðgerðir.

Til þessarar greinar telst:Uppsetning á eftirfarandi í byggingar eða önnur mannvirki:•

pípulögnum, hreinlætistækjum og loftræstibúnaði »bræðsluofnum, kæliturnum »gasbúnaði »úðakerfi til brunavarna og úðakerfi fyrir grasflatir »

Page 208: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

208 BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

nacerev. 2 ÍSAT2008

43.29 önnur uppsetning í mannvirki

43.29.0 önnur uppsetning í mannvirki

Til þessarar greinar telst uppsetning búnaðar að undanskildum raf-, pípulagna-, hitunar- og loftræstikerfum eða iðnaðarvélum í byggingar og mannvirki.

Til þessarar greinar telst:Uppsetning búnaðar í byggingar eða önnur mannvirki, s.s. uppsetning á lyftum, •rúllustigum, sjálfvirkum hurðum, eldingavörum, ryksugukerfum og hita eða hljóðeinangrun

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning iðnaðarvéla, sjá 33.20•

43.3 Frágangur bygginga

43.31 Múrhúðun

43.31.0 Múrhúðun

Til þessarar greinar telst:Múrhúðun eða pússning bygginga eða annarra mannvirkja innan eða utanhúss•

43.32 uppsetning innréttinga

43.32.0 uppsetning innréttinga

Til þessarar greinar telst:Ísetning hurða (þó ekki sjálfvirkra hurða eða snúningshurða), glugga, dyra- og •gluggakarma Uppsetning eldhúsinnréttinga, innbyggðra skápa, stiga, verslunarinnréttinga o.þ.h. •Frágangur innanhúss, t.d. vinna við loft, færanlega skilveggi o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning sjálfvirkra hurða og snúningshurða, sjá 43.29•

43.33 Lagning gólfefna og veggefna

43.33.0 Lagning gólfefna og veggefna

Til þessarar greinar telst:Lagning gólf- og veggefna í hús og önnur mannvirki:•

keramíkflísar, steyptar flísar eða skornar steinflísar fyrir veggi og gólf, arinhleðsla »parket og annað gólfefni úr viði, veggklæðning úr viði »teppi og línóleumdúkar, einnig úr gúmmíi og plasti »terrassó, marmari, granít eða steinflögur á gólf eða veggi »veggfóður »

Page 209: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 209

nacerev. 2 ÍSAT2008

43.34 Málningarvinna og glerjun

43.34.1 Málningarvinna

Til þessarar greinar telst:Málun bygginga innanhúss og utan•Málun mannvirkja•

43.34.2 glerjun

Til þessarar greinar telst:Ísetning glers, spegla o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Ísetning glugga, sjá 43.32•

43.39 Annar frágangur bygginga

43.39.0 Annar frágangur bygginga

Til þessarar greinar telst:Hreinsun nýbygginga eftir smíði þeirra•Annar lokafrágangur á byggingum, ót.a.s.•

Til þessarar greinar telst ekki:Vinna við þök, sjá 43.91•Starfsemi innanhússhönnuða, sjá 74.10•Almenn hreinsun á byggingum og öðrum mannvirkjum að innanverðu, sjá 81.21•Sérhæfð hreinsun bygginga innanhúss og utan, sjá 81.22•

43.9 önnur sérhæfð byggingarstarfsemi

43.91 Vinna við þök

43.91.0 Vinna við þök

Til þessarar greinar telst:Uppsetning þaks og þakklæðning•Þakviðgerðir•

Page 210: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

210 BÁLKur F » Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

nacerev. 2 ÍSAT2008

43.99 önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi

43.99.0 önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi

Til þessarar greinar telst:Sérhæfð byggingarstarfsemi sem krefst sérstakrar hæfni eða sérstaks búnaðar:•

vinna við raka- og vatnsþéttingu, fjarlæging raka úr byggingum »járnabinding »múrhleðsla og steinlögn »að setja upp og taka sundur vinnupalla, að undanskilinni leigu á vinnupöllum »uppsetning stáleininga sem ekki eru eigin framleiðsla »uppsetning reykháfa og iðnaðarofna »

Háþrýstiþvottur, sandblástur og áþekk vinna við byggingar utanhúss•Leiga á krönum og öðrum vinnuvélum, sem ekki er hægt að flokka undir ákveðna •tegund byggingarstarfsemi, með stjórnanda

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á vinnuvélum og búnaði án stjórnanda, sjá 77.32•

Page 211: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 211

nacerev. 2 ÍSAT2008

g HEild- og smásÖluvErslun, viðgErðir á vÉlknÚnum ÖkutÆkJum

Til þessa bálks telst heildsala og smásala (þ.e. sala án umbreytingar) á hvers konar vörum og þjónusta sem tengist vörusölu. Til þessa bálks teljast einnig viðgerðir á vélknúnum ökutækjum og vélhjólum.

Til sölu án umbreytinga telst einnig sú starfsemi (eða meðhöndlun) sem almennt er talin tengjast verslun, t.d. sundurgreining, flokkun og samsetning vara, blöndun vara (t.d. víns), átöppun (með eða án hreinsun á flöskum fyrir átöppun), pökkun, skipting farms og endur-pökkun fyrir dreifingu í smærri hlutum, geymsla (einnig í frysti eða kæli), hreinsun og þurrkun landbúnaðarafurða.

Til deildar 45 telst öll starfsemi sem tengist sölu og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum og vélhjólum en til deilda 46 og 47 telst öll önnur sölustarfsemi. Greinarmunurinn milli deildar 46 (heildsala) og deildar 47 (smásala) byggist á ríkjandi tegund viðskiptavina.

45 Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum

Til þessarar deildar telst öll starfsemi (að undanskilinni framleiðslu og leigu) sem tengist vélknúnum ökutækjum og tengivögnum, s.s. heild- og smásala á nýjum og notuðum ökutækjum, viðgerðir og viðhald á ökutækjum og heild- og smásala á varahlutum og aukabúnaði fyrir vélknúin ökutæki og vélhjól. Einnig er meðtalin starfsemi umboðssala sem stunda heildsölu eða smásölu á ökutækjum, þ.m.t. á Netinu.

Til þessarar deildar telst einnig starfsemi á borð við þvott og bón á ökutækjum o.þ.h.

Til þessarar deildar telst ekki starfsemi bensínstöðva.

45.1 Sala vélknúinna ökutækja, þó ekki vélhjóla

45.11 Bílasala

45.11.0 Bílasala

Til þessarar greinar telst:Heild- og smásala á nýjum og notuðum ökutækjum (léttari en 3,5 tonn), þó ekki •vélhjólum:

einkabílar og önnur vélknúin ökutæki til farþegaflutninga, þ.m.t. sérhæfð ökutæki, »s.s. sjúkrabifreiðar og smárútur

Til þessarar greinar telst ekki:Heild- og smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla, sjá 45.3•Heild og smásala á vélhjólum, sjá 45.40•

Page 212: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

212 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

45.19 Sala á öðrum vélknúnum ökutækjum og tengivögnum, þó ekki vélhjólum

45.19.1 Sala á húsbílum og húsvögnum

Til þessarar greinar telst:Heild- og smásala á nýjum og notuðum ökutækjum og tengivögnum sem búin eru til •útilegu, s.s. húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum

45.19.9 Sala á öðrum ótöldum vélknúnum ökutækjum og tengivögnum

Til þessarar greinar telst:Heild- og smásala á nýjum og notuðum ökutækjum (3,5 tonn eða þyngri), s.s. •áætlunarbifreiðum, vöruflutningabifreiðum og tengivögnum

Til þessarar greinar telst einnig:Heild- og smásala á torfærutækjum (3,5 tonn eða þyngri)•

Til þessarar greinar telst ekki:Heild- og smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla, sjá 45.3•Heild og smásala á vélhjólum, sjá 45.40•

45.2 Bílaviðgerðir og viðhald

45.20 Bílaviðgerðir og viðhald

45.20.1 Almenn bílaverkstæði

Til þessarar greinar telst:Viðgerðir á bílvélum og íhlutum í vélar•Almennt eftirlit, stillingar og skoðanir•Ryðvörn•Uppsetning hluta og aukabúnaðar sem ekki er þáttur í framleiðsluferlinu•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðhald og viðgerðir á vélhjólum, sjá 45.40•Dráttarþjónusta og vegaaðstoð, sjá 52.21•

45.20.2 Bílaréttingar og -sprautun

Til þessarar greinar telst:Viðgerðir á yfirbyggingum og íhlutum bíla•Sprautun og málun•

45.20.3 Dekkjaverkstæði og smurstöðvar

Til þessarar greinar telst:Hjólbarða- og slönguviðgerðir, uppsetning eða skipti•Starfsemi smurstöðva•

Til þessarar greinar telst ekki:Sólun notaðra hjólbarða, sjá 22.11•

45.20.4 Bón- og þvottastöðvar

Til þessarar greinar telst:Þvottur, bón o.þ.h.•

Page 213: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 213

nacerev. 2 ÍSAT2008

45.3 Sala varahluta og aukabúnaðar í bíla

Til þessa flokks telst heildverslun og smásala á varahlutum, íhlutum, verkfærum og aukabúnaði fyrir bíla, s.s. kertum, rafgeymum, ljósa- og rafmagnsbúnaði, hjólbörðum og hjólbarðaslöngum.

45.31 Heildverslun með varahluti og aukabúnað í bíla

45.31.0 Heildverslun með varahluti og aukabúnað í bíla

45.32 Smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla

45.32.0 Smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla

45.4 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og aukabúnaðar til þeirra

45.40 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og aukabúnaðar til þeirra

45.40.0 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og aukabúnaðar til þeirra

Til þessarar greinar telst:Heildsala og smásala á vélhjólum, þ.m.t. reiðhjólum með hjálparvél •Heildsala og smásala, þ.m.t. umboðssala og póstverslun, hluta og aukabúnaðar í •vélhjólViðhald og viðgerðir á vélhjólum•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með reiðhjól og hluti og aukabúnað til þeirra, sjá 46.49•Smásala á reiðhjólum og hlutum og aukabúnaði til þeirra, sjá 47.64•Viðgerðir og viðhald á reiðhjólum, sjá 95.29•

Page 214: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

214 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46 Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum

Til þessarar deildar telst heildverslun fyrir eigin reikning, gegn þóknun eða samkvæmt samningi (umboðssala).

Heildverslun er endursala (sala án umbreytinga) nýrra og notaðra vara til smásala, milli fyrir tækja, s.s. notenda í iðnaði, í verslun, á stofnunum, í fagstarfsemi eða endursölu til annarra heildsala, eða starfsemi umboðsaðila eða miðlara við kaup á vörum fyrir, eða sölu á vörum til, slíkra aðila eða fyrirtækja. Helstu fyrirtæki eru heildsalar sem hafa eignarrétt á vörunum sem þeir selja, s.s. heildverslun kaupmanna eða milliliða, dreifingaraðilar í iðnaði, innflytjendur, útflytjendur, samvinnufélög kaupenda, söluútibú og söluskrifstofur.

Oft setja heildsalar sjálfir saman vörur; sundurgreina þær og flokka í stórar vörusend-ingar; skipta upp farmi, endurpakka og dreifa þeim aftur í smærri einingum; geyma, kæla, afgreiða og stilla upp vörum í verslunum og sjá um sölukynningar fyrir viðskiptavini sína.

Til þessarar deildar telst ekki:Heildsala á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum, sjá 45.1, 45.4•Heildsala á fylgihlutum til vélknúinna ökutækja, sjá 45.31, 45.40•Leiga og rekstrarleiga á vörum, sjá deild 77•Pökkun vara í föstu formi og átöppun vara í fljótandi eða loftkenndu formi, þ.m.t. •blöndun og síun fyrir þriðja aðila, sjá 82.92

46.1 umboðsverslun gegn þóknun eða samkvæmt samningi

Til þessa flokks telst:Starfsemi umboðssala, vörumiðlara og allra annarra heildsala sem stunda verslun fyrir •hönd annarra og fyrir reikning annarraStarfsemi viðskiptamiðlara eða þeirra sem stunda verslunarviðskipti fyrir hönd •umbjóðanda, þ.m.t. á Netinu.

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi heildverslunar uppboðshúsa, þ.m.t. á Netinu•

46.11 umboðsverslun með hráefni úr landbúnaði, lifandi dýr, textílhráefni og hálfunna vöru

46.11.0 umboðsverslun með hráefni úr landbúnaði, lifandi dýr, textílhráefni og hálfunna vöru

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.12 umboðsverslun með eldsneyti, málmgrýti, málma og íðefni til iðnaðarnota

46.12.0 umboðsverslun með eldsneyti, málmgrýti, málma og íðefni til iðnaðarnota

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

Page 215: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 215

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.13 umboðsverslun með timbur og byggingarefni

46.13.0 umboðsverslun með timbur og byggingarefni

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.14 umboðsverslun með vélar, iðnaðarvélar, skip og loftför

46.14.0 umboðsverslun með vélar, iðnaðarvélar, skip og loftför

Til þessarar greinar telst umboðsverslun með vélar, þ.m.t. skrifstofuvélar og tölvur, iðnaðar vélar, skip og loftför.

Til þessarar greinar telst ekki:Umboðsverslun með vélknúin ökutæki, sjá 45.1•Uppboð á vélknúnum ökutækjum, sjá 45.1•Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.5, 46.6•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.15 umboðsverslun með húsgögn, heimilisbúnað og járnvörur

46.15.0 umboðsverslun með húsgögn, heimilisbúnað og járnvörur

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.16 umboðsverslun með textílefni, fatnað, loðfelda, skófatnað og leðurvörur

46.16.0 umboðsverslun með textílefni, fatnað, loðfelda, skófatnað og leðurvörur

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.17 umboðsverslun með matvöru, drykkjarvöru og tóbak

46.17.1 umboðsverslun með fisk og fiskafurðir

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.17.2 Fiskmarkaðir

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.17.9 umboðsverslun með aðra matvöru, drykkjarvöru og tóbak

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

Page 216: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

216 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.18 umboðsverslun sem sérhæfir sig í sölu á öðrum tilteknum vörum eða vöruflokkum

46.18.0 umboðsverslun sem sérhæfir sig í sölu á öðrum tilteknum vörum eða vöruflokkum

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•Starfsemi umboðsmanna í vátryggingum, sjá 66.22•Starfsemi fasteignasala, sjá 68.20•

46.19 Blönduð umboðsverslun

46.19.0 Blönduð umboðsverslun

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun í eigin nafni, sjá 46.2 til 46.9•Smásala umboðssala utan verslana, sjá 47.99•

46.2 Heildverslun með hráefni úr landbúnaði og lifandi dýr

46.21 Heildverslun með korn, óunnið tóbak, fræ og dýrafóður

46.21.0 Heildverslun með korn, óunnið tóbak, fræ og dýrafóður

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með korn og fræ•Heildverslun með olíurík aldin•Heildverslun með óunnið tóbak•Heildverslun með dýrafóður og hráefni úr landbúnaði, ót.a.s.•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með textíltrefjar, sjá 46.76•

46.22 Heildverslun með blóm og plöntur

46.22.0 Heildverslun með blóm og plöntur

46.23 Heildverslun með lifandi dýr

46.23.0 Heildverslun með lifandi dýr

46.24 Heildverslun með húðir, skinn og leður

46.24.0 Heildverslun með húðir, skinn og leður

Page 217: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 217

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.3 Heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak

46.31 Heildverslun með ávexti og grænmeti

46.31.0 Heildverslun með ávexti og grænmeti

46.32 Heildverslun með kjöt og kjötvöru

46.32.0 Heildverslun með kjöt og kjötvöru

46.33 Heildverslun með mjólkurafurðir, egg, matarolíu og -feiti

46.33.0 Heildverslun með mjólkurafurðir, egg, matarolíu og -feiti

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með mjólkurafurðir•Heildverslun með egg og eggjaafurðir•Heildverslun með neysluhæfa jurta- eða dýraolíu og -feiti•

46.34 Heildverslun með drykkjarvörur

46.34.0 Heildverslun með drykkjarvörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með áfenga drykki•Heildverslun með óáfenga drykki•

Til þessarar greinar telst einnig:Kaup á víni í heildsölupakkningum og átöppun án umbreytinga•

Til þessarar greinar telst ekki:Blöndun víns eða eimaðra, brenndra vína, sjá 11.01 og 11.02•

46.35 Heildverslun með tóbaksvöru

46.35.0 Heildverslun með tóbaksvöru

46.36 Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti

46.36.0 Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti•Heildverslun með bakarísvöru•

46.37 Heildverslun með kaffi, te, kakó og krydd

46.37.0 Heildverslun með kaffi, te, kakó og krydd

Page 218: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

218 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.38 Heildverslun með fisk og önnur matvæli

46.38.1 Heildverslun með fisk og fiskafurðir

46.38.9 Heildverslun með önnur ótalin matvæli

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með önnur ótalin matvæli •Heildverslun með gæludýrafóður•

46.39 Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak

46.39.0 Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak

46.4 Heildverslun með heimilisbúnað

46.41 Heildverslun með textílvöru

46.41.0 Heildverslun með textílvöru

Til þessarar greinar telst heildverslun með garn, vefnað, lín til heimilisnota, og aðra smáhluti sem fylgja textílvörum eins og nálar, saumþráð o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með textíltrefjar, sjá 46.76•

46.42 Heildverslun með fatnað og skófatnað

46.42.0 Heildverslun með fatnað og skófatnað

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með fatnað og skófatnað, þ.m.t. íþróttafatnað•Heildverslun með fylgihluti, s.s. hanska, bindi og regnhlífar•Heildverslun með loðskinnsvöru•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með skartgripi, sjá 46.48•Heildverslun með leðurvörur, sjá 46.49•Heildverslun með sérhæfðan skófatnað til íþróttaiðkunar, s.s. skíðaskó, sjá 46.49•

46.43 Heildverslun með heimilistæki, útvörp, sjónvörp og tengdar vörur

46.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvörp, sjónvörp og tengdar vörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með ísskápa, frystiskápa, eldavélar, uppþvottavélar, þurrkara, þvottavélar, •örbylgjuofna o.þ.h.Heildverslun með útvörp, sjónvörp, hljómflutningstæki, myndbandstæki o.þ.h.•Heildverslun með ljósmyndabúnað og sjóntæki•Heildverslun með rafknúin hitunartæki•Heildverslun með átekin hljóð- og myndbönd, geisladiska (CD), stafræna diska (DVD)•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með óátekin hljóð- og myndbönd, geisladiska, stafræna diska, sjá 46.52•Heildverslun með saumavélar, sjá 46.64•

Page 219: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 219

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.44 Heildverslun með postulín, glervöru og hreingerningarefni

46.44.1 Heildverslun með postulín og glervöru

46.44.2 Heildverslun með hreingerningarefni

46.45 Heildverslun með ilmvötn og snyrtivörur

46.45.0 Heildverslun með ilmvötn og snyrtivörur

46.46 Heildverslun með lyf og lækningavörur

46.46.0 Heildverslun með lyf og lækningavörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með lyf og lækningavörur, s.s. áhöld og tæki fyrir lækna og sjúkrahús, •hjálpartæki fyrir sjúka og fatlaða

46.47 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað

46.47.0 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með húsgögn til heimilisnota•Heildverslun með teppi•Heildverslun með ljósabúnað•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með skrifstofuhúsgögn, sjá 46.65•

46.48 Heildverslun með úr og skartgripi

46.48.0 Heildverslun með úr og skartgripi

46.49 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota

46.49.0 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með viðar-, tágar-, korkvörur o.þ.h.•Heildverslun með reiðhjól og hluti og aukabúnað til þeirra•Heildverslun með ritföng, bækur, tímarit og dagblöð•Heildverslun með leðurvörur og fylgihluti til ferðalaga•Heildverslun með hljóðfæri•Heildverslun með spil og leikföng•Heildverslun með íþróttavörur, þ.m.t. sérhæfðan skófatnað, s.s. skíðaskó•Heildverslun með aðrar ótaldar vörur til heimilisnota•

Til þessarar greinar telst ekki: Heildverslun með íþróttafatnað, sjá 46.42•

Page 220: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

220 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.5 Heildverslun með upplýsinga- og fjarskiptatæki

Til þessa flokks telst heildverslun með upplýsinga- og fjarskiptatæki, þ.e. tölvur, fjarskipta-búnað og tengda hluti.

46.51 Heildverslun með tölvur, jaðartæki fyrir tölvur og hugbúnað

46.51.0 Heildverslun með tölvur, jaðartæki fyrir tölvur og hugbúnað

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með tölvur og jaðarbúnað fyrir tölvur•Heildverslun með hugbúnað•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með rafræna íhluti, sjá 46.52•Heildverslun með skrifstofuvélar og -búnað, sjá 46.66•

46.52 Heildverslun með rafeinda- og fjarskiptabúnað og tengda hluti

46.52.0 Heildverslun með rafeinda- og fjarskiptabúnað og tengda hluti

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með síma- og fjarskiptabúnað•Heildverslun með óátekin hljóð- og myndbönd, disklinga, geisladiska (CD) og stafræna •diska (DVD)Heildverslun með rafeindaloka og -lampa•Heildverslun með hálfleiðara•Heildverslun með örflögur og samrásir•Heildverslun með prentrásir•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með átekin hljóð- og myndbönd, geisladiska, stafræna diska, sjá 46.43•Heildverslun með tölvur og jaðarbúnað í tölvur, sjá 46.51•

46.6 Heildverslun með aðrar vélar, tæki og hluti til þeirra

Til þessa flokks telst heildverslun með sérhæfðar vélar, tæki og hluti til hvers konar iðnaðar og vélar til almennra nota.

46.61 Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra

46.61.0 Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með landbúnaðarvélar og -tæki, s.s. plóga, mykjudreifara, sáningsvélar, •uppskeruvélar, þreskivélar, mjaltavélar, vélar til alifuglaræktar og dráttarvélar til nota í landbúnaði og skógrækt

Til þessarar greinar telst einnig:Heildverslun með garðsláttuvélar•

Page 221: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 221

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.62 Heildverslun með smíðavélar

46.62.0 Heildverslun með smíðavélar

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með hvers konar smíðavélar fyrir alls kyns efni•

Til þessarar greinar telst einnig:Heildverslun með tölvustýrðar smíðavélar•

46.63 Heildverslun með vélbúnað til námavinnslu, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar

46.63.0 Heildverslun með vélbúnað til námavinnslu, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar

46.64 Heildverslun með vélar til textíliðnaðar, sauma- og prjónavélar

46.64.0 Heildverslun með vélar til textíliðnaðar, sauma- og prjónavélar

Til þessarar greinar telst einnig:Heildverslun með tölvustýrðar vélar til textíliðnaðar og tölvustýrðar sauma- og •prjónavélar

46.65 Heildverslun með skrifstofuhúsgögn

46.65.0 Heildverslun með skrifstofuhúsgögn

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með vörur sem flokkast í 31.01 (Framleiðsla á skrifstofu- og •verslunarhúsgögnum)

46.66 Heildverslun með aðrar skrifstofuvélar og tæki

46.66.0 Heildverslun með aðrar skrifstofuvélar og tæki

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með tölvur og jaðarbúnað, sjá 46.51•Heildverslun með rafeindahluti og síma- og fjarskiptabúnað, sjá 46.52•

46.69 Heildverslun með aðrar vélar og tæki

46.69.1 Heildverslun með skipsbúnað, veiðarfæri og fiskvinnsluvélar

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með skipsbúnað•Heildverslun með veiðarfæri og annan búnað og vélar til fiskveiða og fiskvinnslu•

Page 222: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

222 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.69.9 Heildverslun með aðrar ótaldar vélar og tæki

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með flutningatæki að undanskildum vélknúnum ökutækjum og •reiðhjólumHeildverslun með iðnaðarþjarka•Heildverslun með rafþræði og rofa og annan rafbúnað til iðnaðarnota•Heildverslun með önnur rafföng, s.s. rafhreyfla og spenna•Heildverslun með annan vélbúnað ót.a.s. til nota í iðnaði (þó ekki til nota við •námuvinnslu, byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð og textíliðnað), verslun og leiðsögu og annarri þjónustu

Til þessarar greinar telst einnig:Heildverslun með mælitæki og -búnað•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með vélknúin ökutæki, tengivagna og hjólhýsi, sjá 45.1•Heildverslun með hluti til vélknúinna ökutækja, sjá 45.31•Heildverslun með vélhjól, sjá 45.40•Heildverslun með reiðhjól, sjá 46.49•

46.7 önnur sérhæfð heildverslun

Til þessa flokks telst önnur sérhæfð heildverslun sem flokkast ekki undir aðra flokka í þessari deild. Til hans telst heildverslun með hálfunnar vörur, að undanskildum land-búnaðar afurðum, sem yfirleitt eru ekki ætlaðar til heimilisnota.

46.71 Heildverslun með fast, fljótandi og loftkennt eldsneyti og skyldar vörur

46.71.0 Heildverslun með fast, fljótandi og loftkennt eldsneyti og skyldar vörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með eldsneyti vélknúinna ökutækja, feiti, smurefni, olíur, s.s.:•

viðarkol, kol, koks, viðareldsneyti og nafta »hráolíu, jarðolíu, dísileldsneyti, bensín, eldsneytisolíu, olíu til upphitunar og »steinolíujarðolíugas, bútan- og própangas »smurolíur og -feiti, hreinsaðar jarðolíuafurðir »

46.72 Heildverslun með málma og málmgrýti

46.72.0 Heildverslun með málma og málmgrýti

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með málmgrýti (með eða án járns)•Heildverslun með málma í frumgerðum (með eða án járns)•Heildverslun með hálfunnar málmvörur ót.a.s. (með eða án járns)•Heildverslun með gull og aðra góðmálma•

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með málmúrgang, sjá 46.77•

Page 223: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 223

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.73 Heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki

46.73.0 Heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með við og timbur•Heildverslun með málningu og lakk•Heildverslun með byggingarefni, s.s. sand og möl•Heildverslun með veggfóður og gólfefni, þó ekki teppi (sjá 46.47)•Heildverslun með flotgler•Heildverslun með hreinlætistæki, s.s. baðker, handlaugar og klósett•Heildverslun með forsmíðaðar byggingar•

46.74 Heildverslun með járnvöru, búnað til pípu- og hitalagna og hluti til þeirra

46.74.0 Heildverslun með járnvöru, búnað til pípu- og hitalagna og hluti til þeirra

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með járnvöru og lása•Heildverslun með tengihluti og festingar•Heildverslun með vatnshitara•Heildverslun með lagnir til hreinlætistækja, s.s. leiðslur, pípur, tengihluti, krana, t-laga •stykki, tengi og gúmmíslöngurHeildverslun með handverkfæri, s.s. hamra, sagir, skrúfjárn og önnur handverkfæri•

46.75 Heildverslun með efnavörur

46.75.0 Heildverslun með efnavörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með íðefni til iðnaðar:•

anilín, prentlit, ilmolíur, iðnaðargas, efnalím, litunarefni, gerviresín, metanól, »paraffín, lyktar- og bragðefni, sóta, iðnaðarsölt, -sýru og -brennistein, sterkjuafleiður o.þ.h.

Heildverslun með áburð og efnaafurðir til nota í landbúnaði•

46.76 Heildverslun með aðrar hálfunnar vörur

46.76.0 Heildverslun með aðrar hálfunnar vörur

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með plastefni í frumgerðum•Heildverslun með gúmmí•Heildverslun með textíltrefjar o.þ.h.•Heildverslun með pappír í búlkum•Heildverslun með eðalsteina•

Page 224: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

224 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

46.77 Heildverslun með úrgangsefni og brotajárn

46.77.0 Heildverslun með úrgangsefni og brotajárn

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með úrgang, brotajárn og efni til endurvinnslu, þ.m.t. að safna, flokka, •aðgreina og taka í sundur vörur, s.s. bíla til öflunar endurnýtanlegra hluta, pökkun og endurpökkun, geymsla og afgreiðsla, en án raunverulegs umbreytingarferlis

Til þessarar greinar telst einnig:Niðurrif bíla, tölva, sjónvarpa og annars búnaðar til endursölu nothæfra hluta•

Til þessarar greinar telst ekki:Sorphirða frá heimilum og iðnaði, sjá 38.1•Meðhöndlun úrgangs til förgunar en ekki til frekari nota í framleiðsluferli í iðnaði, sjá •38.2 Vinnsla úrgangs og brotajárns og annarra hluta í endurunnið hráefni þegar •raunverulegt umbreytingarferli er nauðsynlegt (hægt er að nota endurunna hráefnið beint í framleiðsluferli í iðnaði en það er ekki fullunnin vara), sjá 38.3Niðurrif bíla, tölva, sjónvarpa og annars búnaðar til endurnýtingar efna, sjá 38.31•Niðurrif skipa, sjá 38.31•Tæting bíla með vélrænni aðferð, sjá 38.32•Smásala á notuðum vörum, sjá 47.79•

46.9 Blönduð heildverslun

46.90 Blönduð heildverslun

46.90.0 Blönduð heildverslun

Til þessarar greinar telst:Heildverslun með sérhæfða vöru sem ekki telst til ofangreindra flokka•Heildverslun með fjölda vörutegunda án sérhæfingar•

Page 225: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 225

nacerev. 2 ÍSAT2008

47 Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum

Til þessarar deildar telst endursala (sala án umbreytinga) búða, stórverslana, sölubása, póstverslana, farandsala o.þ.h. á nýjum og notuðum vörum.

Smásöluverslun er fyrst flokkuð eftir tegund söluaðila (smásala í verslunum: flokkar 47.1 til 47.7, smásala, ekki í verslunum: flokkar 47.8 og 47.9). Til smásölu í verslunum telst einnig smásala á notuðum vörum (grein 47.79). Smásala í verslunum er enn fremur flokkuð niður í sérhæfða smásölu (flokkar 47.2 til 47.7) og blandaða smásölu (flokkur 47.1). Framan-greindum flokkum er síðan skipt niður eftir þeim vörum sem þar eru seldar. Sala sem ekki fer fram í verslunum er aðgreind í samræmi við verslunarform, s.s. smásala í sölubásum og mörkuð um (flokkur 47.8) og önnur smásala sem fer ekki fram í verslunum, t.d. póstverslun, farandsala, sjálfsalar o.þ.h. (flokkur 47.9).

Vörurnar sem eru seldar í þessari deild takmarkast við vörur sem yfirleitt eru kallaðar neysluvörur eða smásöluvörur. Því eru vörur sem fara yfirleitt ekki í smásölu, s.s. korn, málmgrýti, iðnaðarvélar o.þ.h., undanskildar. Til þessarar deildar telst einnig sala á vörum, s.s. einkatölvum, ritföngum, málningu eða timbri, þó að þessar vörur séu ekki einvörð-ungu seldar til einka- eða heimilisnota. Venjubundin meðhöndlun í verslun hefur ekki áhrif á grunngerð varningsins og getur hún falið í sér t.d. flokkun, aðgreiningu, blöndun og pökkun.

Til þessarar deildar telst einnig smásala í umboðssölu og smásala uppboðshúsa.

Til þessarar deildar telst ekki:Sala bænda á landbúnaðarafurðum, sjá deild 01•Framleiðsla og sala á vörum sem flokkast almennt sem framleiðsla í deildum 10–32•Sala á vélknúnum ökutækjum, tengivögnum og hlutum til þeirra, sjá deild 45•Verslun með korn, málmgrýti, hráolíu, iðnefni, járn og stál, iðnaðarvélar og -búnað, sjá •deild 46Sala á matvælum og drykkjarvörum til neyslu á staðnum og sala á matvælum til að •taka með sér, sjá deild 56Leiga á vörum til einka- og heimilisnota til almennings, sjá flokk 77.2•

47.1 Blönduð smásala

Til þessa flokks telst blönduð smásala, s.s. í stórmörkuðum eða deildaskiptum verslunum.

47.11 Blönduð smásala með matvöru, tóbak eða drykkjarvörur sem aðalvörur

47.11.1 Stórmarkaðir og matvöruverslanir

Til þessarar greinar telst:Starfsemi verslana þar sem auk sölu á matvælum, drykkjarvörum og tóbaki er verslað •með margvíslega aðra vöru, s.s. fatnað, húsgögn, heimilistæki, járnvöru og snyrtivöru

47.11.2 Söluturnar

Til þessarar greinar telst:Smásala í sjoppum og söluturnum með aðaláherslu á vissar tegundir matvöru, svo og •sælgæti, drykkjarvöru og tóbak, sem opnir eru utan venjulegs verslunartíma, t.d. um nætur og helgar

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi skyndibitastaða, sjá 56.10•Leiga á myndböndum og -diskum, sjá 77.22•

Page 226: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

226 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.19 önnur blönduð smásala

47.19.0 önnur blönduð smásala

Til þessarar greinar telst:Smásala ýmissa vara þar sem matvörur, drykkjarvörur eða tóbak eru ekki aðalvörur•Starfsemi deildaskiptra verslana með blandaða smásölu, þ.m.t. fatnað, húsgögn, •tækjabúnað, járnvöru, snyrtivörur, skartgripi, leikföng, íþróttavörur o.þ.h.

47.2 Smásala á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki í sérverslunum

47.21 Smásala á ávöxtum og grænmeti í sérverslunum

47.21.0 Smásala á ávöxtum og grænmeti í sérverslunum

47.22 Smásala á kjöti og kjötvöru í sérverslunum

47.22.0 Smásala á kjöti og kjötvöru í sérverslunum

47.23 Fiskbúðir

47.23.0 Fiskbúðir

Til þessarar greinar telst:Smásala á fiski, krabbadýrum og lindýrum í sérverslunum •

47.24 Smásala á brauði, kökum, sætabrauði og sælgæti í sérverslunum

47.24.0 Smásala á brauði, kökum, sætabrauði og sælgæti í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á brauði, kökum og sætabrauði án reksturs eigin bakarís•Smásala á konfekti og sælgæti í sérverslunum•Rekstur ísbúða•

47.25 Smásala á drykkjarvöru í sérverslunum

47.25.0 Smásala á drykkjarvöru í sérverslunum

Til þessarar greinar teljast sérverslanir með áfengar og óáfengar drykkjarvörur sem ekki eru til neyslu á staðnum

47.26 Smásala á tóbaksvörum í sérverslunum

47.26.0 Smásala á tóbaksvörum í sérverslunum

47.29 önnur smásala á matvælum í sérverslunum

47.29.0 önnur smásala á matvælum í sérverslunum

Page 227: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 227

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.3 Bensínstöðvar

47.30 Bensínstöðvar

47.30.0 Bensínstöðvar

Til þessarar greinar telst ekki:Heildsala á eldsneyti, sjá 46.71•Smásala á fljótandi jarðolíugasi til eldunar eða hitunar, sjá 47.78.9•

47.4 Smásala á upplýsinga- og fjarskiptabúnaði í sérverslunum

Til þessa flokks telst smásala á upplýsinga- og fjarskiptabúnaði, s.s. tölvum og jaðarbúnaði, fjarskiptabúnaði, útvörpum og sjónvörpum í sérverslunum.

47.41 Smásala á tölvum, jaðarbúnaði og hugbúnaði í sérverslunum

47.41.0 Smásala á tölvum, jaðarbúnaði og hugbúnaði í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á tölvum, leikjatölvum og jaðartækjum fyrir tölvur•Smásala á hugbúnaði, þ.m.t. tölvuleikjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á óáteknum böndum og diskum, sjá 47.63•

47.42 Smásala á fjarskiptabúnaði í sérverslunum

47.42.0 Smásala á fjarskiptabúnaði í sérverslunum

47.43 Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði í sérverslunum

47.43.0 Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á útvarps- og sjónvarpstækjum•Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði•Smásala á geisla- og DVD spilurum og upptökutækjum•

47.5 Smásala á öðrum heimilisbúnaði í sérverslunum

Til þessa flokks telst smásala á heimilisbúnaði, s.s. textíl, járnvöru, teppum, raftækjum eða húsgögnum, í sérverslunum.

47.51 Smásala á textílvörum í sérverslunum

47.51.0 Smásala á textílvörum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á fatnaði, sjá 47.71•Smásala á gluggatjöldum, sjá 47.53•

Page 228: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

228 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.52 Smásala á járn- og byggingarvöru, málningu og gleri í sérverslunum

47.52.1 Smásala á járn- og byggingarvöru í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á járnvöru•Smásala á flotgleri•Smásala á öðru byggingarefni, s.s. viði, hreinlætistækjum og múrsteinum•Smásala á efni og tækjum til viðgerða og viðhalds•

Til þessarar greinar telst einnig:Smásala á innréttingum•Smásala á garðsláttuvélum•

47.52.2 Smásala á málningu í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á málningu, lakki og lakkmálningu•

47.53 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg- og gólfefnum í sérverslunum

47.53.0 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg- og gólfefnum í sérverslunum

47.54 Smásala á heimilistækjum í sérverslunum

47.54.0 Smásala á heimilistækjum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á eldavélum, ofnum, örbylgjuofnum•Smásala á uppþvottavélum, þvottavélum og þurrkurum•Smásala á kaffivélum, ryksugum, saumavélum og öðrum rafknúnum heimilistækjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði, sjá 47.43•Smásala á heimilistækjum sem ekki eru rafknúin, sjá 47.59•

47.59 Smásala á húsgögnum, ljósabúnaði og öðrum ótöldum heimilisbúnaði í sérverslunum

47.59.1 Smásala á húsgögnum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á fornmunum, sjá 47.79•

47.59.2 Smásala á ljósabúnaði í sérverslunum

47.59.3 Smásala á hljóðfærðum í sérverslunum

Page 229: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 229

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.59.9 Smásala á öðrum ótöldum heimilisbúnaði í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á búsáhöldum og hnífapörum, leirtaui, glervöru, postulíni og leirvöru til •heimilisnotaSmásala á viðar-, kork- og tágavöru•Smásala á á öryggiskerfum, s.s. læsibúnaði, peningaskápum og öryggisgeymslum, án •uppsetningar- eða viðhaldsþjónustuSmásala á heimilistækjum sem ekki eru rafknúin•Smásala á búsáhöldum og heimilistækjum ót.a•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á fornmunum, sjá 47.79•

47.6 Smásala á vörum sem tengjast menningu og afþreyingu í sérverslunum

Til þessa flokks telst smásala sérverslana á vörum sem tengjast menningu og tómstundum, s.s. sala á bókum, dagblöðum, tónlistar- og myndbandsupptökum, íþróttabúnaði, spilum og leikföngum.

47.61 Smásala á bókum í sérverslunum

47.61.0 Smásala á bókum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á notuðum bókum eða fornbókum, sjá 47.79•

47.62 Smásala á dagblöðum og ritföngum í sérverslunum

47.62.0 Smásala á dagblöðum og ritföngum í sérverslunum

47.63 Smásala á tónlistar- og myndupptökum í sérverslunum

47.63.0 Smásala á tónlistar- og myndupptökum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á tónlistarupptökum, hljóðböndum, geisladiskum og snældum•Smásala á myndböndum og stafrænum diskum (DVD)•

Til þessarar greinar telst einnig:Smásala á óáteknum böndum og diskum•

47.64 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum

47.64.0 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á íþróttavörum, veiðarfærum, viðlegubúnaði, bátum og reiðhjólum•

47.65 Smásala á spilum og leikföngum í sérverslunum

47.65.0 Smásala á spilum og leikföngum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á leikjatölvum, sjá 47.41•Smásala á hugbúnaði, þ.m.t. tölvuleikjum, sjá 47.41•

Page 230: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

230 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.7 Smásala á öðrum vörum í sérverslunum

Til þessa flokks telst sala í sérverslunum með ákveðna vörulínu sem tilheyrir ekki öðrum flokkum, s.s. fatnað, skófatnað og leðurvörur, lyf og lyfjavörur, úr, minjagripi, hreingerningar efni, blóm, gæludýr o.fl. Einnig er meðtalin smásala á notuðum vörum í sérverslunum.

47.71 Smásala á fatnaði í sérverslunum

47.71.1 Fataverslanir

Til þessarar greinar telst:Starfsemi herra-, kven-, og blandaðra fataverslana•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á barnafatnaði í sérverslunum, sjá 47.71.2•Smásala á textílvörum, sjá 47.51•

47.71.2 Barnafataverslanir

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á barnavögnum og búnaði fyrir smábörn, sjá 47.78.9•

47.72 Smásala á skófatnaði og leðurvörum í sérverslunum

47.72.1 Smásala á skófatnaði í sérverslunum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á sérhæfðum skófatnaði til íþróttaiðkunar, s.s. skíðaskóm, sjá 47.64•

47.72.2 Smásala á leðurvörum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst einnig:Smásala á töskum, ferðatöskum, möppum o.þ.h. úr leðri og leðurlíki•

47.73 Lyfjaverslanir

47.73.0 Lyfjaverslanir

47.74 Smásala á lækninga- og hjúkrunarvörum í sérverslunum

47.74.0 Smásala á lækninga- og hjúkrunarvörum í sérverslunum

47.75 Smásala á snyrtivörum og sápum í sérverslunum

47.75.0 Smásala á snyrtivörum og sápum í sérverslunum

47.76 Smásala á blómum, plöntum, fræjum, áburði, gæludýrum og gæludýrafóðri í sérverslunum

47.76.1 Smásala á blómum, plöntum, fræjum og áburði í sérverslunum

47.76.2 Smásala á gæludýrum og gæludýrafóðri í sérverslunum

Page 231: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 231

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.77 Smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum

47.77.0 Smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum

47.78 önnur smásala á nýjum vörum í sérverslunum

47.78.1 Smásala á gleraugum og sjóntækjum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi sjóntækjafræðinga•

47.78.2 Smásala á ljósmyndavörum í sérverslunum

47.78.3 Starfsemi listmunahúsa og listaverkasala

47.78.9 önnur ótalin smásala á nýjum vörum í sérverslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á minjagripum og trúarlegum munum•Smásala á barnavögnum og búnaði fyrir smábörn•Smásala á brennsluolíu, flöskugasi, kolum og eldiviði til heimilisnota•Smásala á vopnum og skotfærum•Smásala á frímerkjum og mynt•Smásala á öðrum ótöldum nýjum vörum í sérverslunum•

47.79 Smásala á notuðum vörum í verslunum

47.79.0 Smásala á notuðum vörum í verslunum

Til þessarar greinar telst:Smásala á notuðum bókum, fornmunum og öðrum notuðum vörum•Starfsemi uppboðshúsa (smásala)•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á notuðum vélknúnum ökutækjum, sjá 45.1•Starfsemi sem tengist uppboðum á Netinu og öðrum uppboðum (smásala) utan •verslana, sjá 47.91, 47.99Starfsemi veðlánara, sjá 64.92•

47.8 Smásala úr söluvögnum og á mörkuðum

47.81 Smásala á mat-, drykkjar- og tóbaksvörum úr söluvögnum og á mörkuðum

47.81.0 Smásala á mat-, drykkjar- og tóbaksvörum úr söluvögnum og á mörkuðum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á tilbúnum réttum til neyslu á staðnum (t.d. pylsuvagnar), sjá 56.10•

47.82 Smásala á textílvörum, fatnaði og skófatnaði úr söluvögnum og á mörkuðum

47.82.0 Smásala á textílvörum, fatnaði og skófatnaði úr söluvögnum og á mörkuðum

Page 232: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

232 BÁLKur g » Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum

nacerev. 2 ÍSAT2008

47.89 Smásala á öðrum vörum úr söluvögnum og á mörkuðum

47.89.0 Smásala á öðrum vörum úr söluvögnum og á mörkuðum

Til þessarar greinar telst:Smásala á öðrum vörum úr söluvögnum eða á mörkuðum, s.s. gólfteppum •og -mottum, bókum, spilum og leikföngum, heimilistækjum, tónlistar- og myndbandsupptökum

47.9 Smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða á mörkuðum

Til þessa flokks telst smásöluverslun póstverslana, um Netið, í heimahúsum, sjálfsölum o.þ.h.

47.91 Smásala póstverslana eða um netið

47.91.0 Smásala póstverslana eða um netið

Til þessarar greinar telst smásala með póstverslun eða um Netið, þ.e. þegar kaupandi velur vöru eftir auglýsingu, vörulista, upplýsingum á vefsíðu eða öðrum auglýsingaleiðum og leggur inn pöntun með pósti, í gegnum síma eða um Netið. Vörurnar sem keyptar eru getur viðskiptavinur annaðhvort halað niður beint af Netinu eða fengið þær sendar.

Til þessarar greinar telst einnig:Bein sala gegnum sjónvarp, útvarp og síma•Smásöluuppboð á Netinu•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á Netinu á vélknúnum ökutækjum og hlutum og aukabúnaði til þeirra, sjá •flokka 45.1, 45.3, 45.4

47.99 önnur smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða á mörkuðum

47.99.0 önnur smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða á mörkuðum

Til þessarar greinar telst:Smásala á hvers konar vörum á hvern þann hátt sem telst ekki til fyrrgreindra greina, •s.s. með sjálfsölum og með beinni sölu eða í heimahúsumStarfsemi uppboðshúsa utan verslana (smásala)•Smásala umboðssala (utan verslana)•

Page 233: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur H » Flutningur og geymsla 233

nacerev. 2 ÍSAT2008

H Flutningur og gEymsla

Til þessa bálks telst farþega- og vöruflutningur, hvort sem um er að ræða áætlunarflutn-ing eða ekki, á vegum, vatni eða í lofti, um járnbrautir og leiðslukerfi. Til þessa bálks telst einnig tengd starfsemi, s.s. flugstöðvar, umferðarmiðstöðvar, bílastæði, vöruafgreiðslur, vörugeymslur o.þ.h. Meðtalin í þessum bálki er leiga á samgöngutækjum með ökumanni eða stjórnanda. Einnig er meðtalin póst- og boðberaþjónusta.

Til þessa bálks telst ekki:Verulegar viðgerðir eða breytingar á flutningatækjum eða vélknúnum ökutækjum, sjá •flokk 33.1 eða 45.2Gerð, viðhald og viðgerðir á vegum, járnbrautum, höfnum, flugvöllum, sjá deild 42•Leiga á flutningatækjum án ökumanns eða stjórnanda, sjá 77.1, 77.3•

49 Flutningur á landi og eftir leiðslum

Til þessarar deildar telst farþega- og vöruflutningur á vegum og járnbrautum, svo og vöruflutningur eftir leiðslum.

49.1 Farþegaflutningur með járnbrautarlestum milli borga

49.10 Farþegaflutningur með járnbrautarlestum milli borga

49.10.0 Farþegaflutningur með járnbrautarlestum milli borga

Til þessarar greinar telst einnig:Rekstur svefnvagna eða veitingavagna sem er samþættur rekstri járnbrautarfyrirtækja•

Til þessarar greinar telst ekki:Farþegaflutningur um samgöngukerfi í þéttbýli og úthverfum, sjá 49.31•Starfsemi umferðarmiðstöðva, sjá 52.21•Rekstur grunnvirkis járnbrauta og skyld starfsemi, sjá 52.21•Rekstur svefn- eða veitingavagna ef hann er aðskilin eining, sjá 55.90, 56.10•

49.2 Vöruflutningur með járnbrautarlestum

49.20 Vöruflutningur með járnbrautarlestum

49.20.0 Vöruflutningur með járnbrautarlestum

Til þessarar greinar telst ekki:Birgða- og vörugeymsla, sjá 52.10•Starfsemi fragtstöðva, sjá 52.21•Rekstur grunnvirkis járnbrauta og skyld starfsemi, sjá 52.21•Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•

Page 234: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

234 BÁLKur H » Flutningur og geymsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

49.3 Annar farþegaflutningur á landi

49.31 Farþegaflutningur á landi, innanbæjar og í úthverfum

49.31.0 Farþegaflutningur á landi, innanbæjar og í úthverfum

Til þessarar greinar telst:Farþegaflutningur um samgöngukerfi í þéttbýli og úthverfum. Flutningsmáti getur •verið mismunandi, s.s. flutningur með strætisvögnum, sporvögnum, rafknúnum strætisvögnum, neðanjarðarlestum o.þ.h. Flutningur fer fram samkvæmt leiðakerfi og fylgir oftast tímaáætlun og hefur viðdvöl við tilteknar biðstöðvar.

Til þessarar greinar telst einnig:Áætlunarferðir frá borg til flugvallar eða frá borg til umferðarmiðstöðva•

Til þessarar greinar telst ekki:Farþegaflutningur með járnbrautarlestum milli borga, sjá 49.10•

49.32 rekstur leigubifreiða

49.32.0 rekstur leigubifreiða

Til þessarar greinar telst einnig:Önnur leiga á einkabifreiðum með ökumanni•

49.39 Annar farþegaflutningur á landi

49.39.0 Annar farþegaflutningur á landi

Til þessarar greinar telst:Annar farþegaflutningur á vegum, s.s áætlunarferðir með hópbifreiðum, •skoðunar ferðir og aðrar óreglubundnar ferðir með langferðabifreiðumRekstur svifbrauta, togbrauta og kláfa ef þeir eru ekki hluti af samgöngukerfi í þéttbýli, •úthverfi eða borgarkjarna

Til þessarar greinar telst einnig:Rekstur skólabifreiða og hópbifreiða til flutninga á starfsmönnum•Farþegaflutningur með ökutækjum sem dregin eru af mönnum eða dýrum•

Til þessarar greinar telst ekki:Sjúkraflutningur, sjá 86.90.9•

49.4 Vöruflutningur á vegum og flutningsþjónusta

49.41 Vöruflutningur á vegum

49.41.1 Akstur sendibíla

Til þessarar greinar telst:Leiga á sendibílum með bílstjóra•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur sendibílastöðva, sjá 52.21•Pökkunarþjónusta fyrir flutninga, sjá 52.29•

Page 235: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur H » Flutningur og geymsla 235

nacerev. 2 ÍSAT2008

49.41.2 Akstur vörubíla

Til þessarar greinar telst:Leiga á vörubílum með bílstjóra•Þungaflutningur á opnum bílum•

49.41.9 Annar vöruflutningur á vegum

Til þessarar greinar telst:Vöruflutningur á vegum eftir reglubundnum leiðum og tímaáætlun•Annar þungaflutningur á lokuðum bílum, s.s. tankbílum•

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruafgreiðsla, sjá 52.21•

49.42 Flutningsþjónusta

49.42.0 Flutningsþjónusta

Til þessarar greinar telst:Flutningsþjónusta við fyrirtæki og heimili með flutningum á vegum•

49.5 Flutningur um leiðslur

49.50 Flutningur um leiðslur

49.50.0 Flutningar um leiðslur

Til þessarar greinar telst:Flutningur á gasi, vökva, vatni og öðrum vörum um leiðslur•

Til þessarar greinar telst einnig:Rekstur dælustöðva•

Til þessarar greinar telst ekki:Dreifing á náttúrulegu eða tilbúnu gasi, vatni eða gufu, sjá 35.22, 35.30, 36.00•Flutningur á vatni, vökva o.þ.h. með vörubifreiðum, sjá 49.41•

Page 236: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

236 BÁLKur H » Flutningur og geymsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

50 Flutningur á sjó og vatnaleiðum

Til þessarar deildar telst farþega- eða vöruflutningur á vatnaleiðum, einnig áætlunarferðir. Einnig er meðtalinn rekstur dráttar- eða stjakbáta, leigubáta, ferja, báta o.þ.h. til skoðunar-ferða, skemmtisiglinga eða kynnisferða. Þó að staðsetning sýni hvar skilin á milli flutn-inga á sjó og flutninga á skipgengum vatnaleiðum liggja ræður gerð skips sem notað er úrslitum um þau. Flutningur með hafskipum fellur undir flokka 50.1 og 50.2, en flutningur með öðrum skipum fellur undir flokka 50.3 og 50.4.

50.1 Millilanda- og strandsiglingar með farþega

Til þessa flokks telst farþegaflutningur með skipum sem hönnuð eru til millilanda- eða strandsiglinga. Einnig er meðtalinn farþegaflutningur á stórum stöðuvötnum o.þ.h. þegar sambærileg skip eru notuð.

50.10 Millilanda- og strandsiglingar með farþega

50.10.0 Millilanda- og strandsiglingar með farþega

Til þessarar greinar telst:Farþegaflutningur með millilanda- og strandsiglingum, einnig áætlunarferðir, s.s. •rekstur ferja og rekstur báta til skoðunarferða, skemmtisiglinga eða kynnisferða

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á skemmtibátum með áhöfn til millilanda- og strandsiglinga (t.d. til •fiskveiðiferða)

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi veitingastaða og kráa um borð í skipum ef hún fer fram sem aðskilin eining, •sjá 56.10, 56.30Leiga á skemmtibátum og -snekkjum án áhafnar, sjá 77.21•Leiga á skipum og bátum án áhafnar, til nota í atvinnuskyni, sjá 77.34•Rekstur „fljótandi spilavíta“, sjá 92.00•

50.2 Millilanda- og strandsiglingar með vörur

Til þessa flokks telst vöruflutningur með skipum sem hönnuð eru til millilanda- eða strandsiglinga. Einnig er meðtalinn vöruflutningur á stórum stöðuvötnum o.þ.h. þegar sambærileg gerð skipa er notuð.

Page 237: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur H » Flutningur og geymsla 237

nacerev. 2 ÍSAT2008

50.20 Millilanda- og strandsiglingar með vörur

50.20.0 Millilanda- og strandsiglingar með vörur

Til þessarar greinar telst:Vöruflutningur með millilanda- og strandsiglingum, einnig áætlunarferðir•Flutningur með drætti eða stjökun pramma, olíuborpalla o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á skipum með áhöfn til millilanda- og strandsiglinga með vörur•

Til þessarar greinar telst ekki:Vörugeymsla, sjá 52.10•Rekstur hafna og annarrar tengdrar starfsemi, s.s. skipakvíar, hafnsaga, uppskipun, •björgun skipa, sjá 52.22Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•Leiga á skipum og bátum án áhafnar í atvinnuskyni, sjá 77.34•

50.3 Farþegaflutningur á skipgengum vatnaleiðum

Til þessa flokks telst farþegaflutningur á skipgengum vatnaleiðum með skipum sem ekki henta til sjóflutninga.

50.30 Farþegaflutningur á skipgengum vatnaleiðum

50.30.0 Farþegaflutningur á skipgengum vatnaleiðum

Til þessarar greinar telst:Farþegaflutningur á ám, skipaskurðum, vötnum og öðrum skipgengum vatnaleiðum, •þ.m.t. innan hafna

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á skemmtibátum með áhöfn til farþegaflutnings á skipgengum vatnaleiðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á skemmtibátum og -snekkjum án áhafnar, sjá 77.21•

50.4 Vöruflutningur á skipgengum vatnaleiðum

Til þessa flokks telst vöruflutningur á skipgengum vatnaleiðum með skipum sem ekki henta til sjóflutninga.

50.40 Vöruflutningur á skipgengum vatnaleiðum

50.40.0 Vöruflutningur á skipgengum vatnaleiðum

Til þessarar greinar telst:Vöruflutningur á ám, skipaskurðum, vötnum og öðrum skipgengum vatnaleiðum, •þ.m.t. innan hafna

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á skipum með áhöfn til vöruflutninga á skipgengum vatnaleiðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•Leiga á skipum og bátum án áhafnar í atvinnuskyni, sjá 77.34•

Page 238: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

238 BÁLKur H » Flutningur og geymsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

51 Flutningur með flugi

Til þessarar deildar telst farþega- eða vöruflutningur með loft- eða geimförum.

Til þessarar deildar telst ekki:Grannskoðun loftfara eða hreyfla loftfara, sjá 33.16•Rekstur flugvalla og -stöðva, sjá 52.23•

51.1 Farþegaflutningur með flugi

51.10 Farþegaflutningur með flugi

51.10.1 Farþegaflutningur með áætlunarflugi

Til þessarar greinar telst:Farþegaflutningur með flugi eftir reglubundnum leiðum og tímaáætlun•

51.10.2 Farþegaflutningur með leiguflugi

Til þessarar greinar telst:Leiguflug fyrir farþega•Skoðunar- og kynnisferðir með flugi•

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á loftförum með áhöfn til farþegaflutnings•Almenn flugstarfsemi, s.s. farþegaflutningur flugklúbba til kennslu eða skemmtunar•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á loftförum án áhafnar, sjá 77.35•

51.2 Vöruflutningur með flugi og geimferðir

51.21 Vöruflutningur með flugi

51.21.0 Vöruflutningur með flugi

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á loftförum með flugmanni til vöruflutninga•

51.22 geimferðir

51.22.0 geimferðir

Til þessarar greinar telst:Geimskot gervihnatta og geimfarartækja•Vöru- og farþegaflutningur í geimnum•

Page 239: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur H » Flutningur og geymsla 239

nacerev. 2 ÍSAT2008

52 Vörugeymsla og stoðstarfsemi fyrir flutninga

Til þessarar deildar telst vörugeymsla og stoðstarfsemi fyrir flutninga, s.s. rekstur samgöngumannvirkja (t.d. flugvalla, hafna, jarðganga, brúa o.þ.h.), starfsemi flutninga-miðlunar og vöruafgreiðslu.

52.1 Vörugeymsla

52.10 Vörugeymsla

52.10.0 Vörugeymsla

Til þessarar greinar telst:Rekstur á vörugeymslum og -skemmum fyrir alls kyns vörur, s.s. kæli- og •frystigeymslum, geymsluturnum fyrir korn, geymslutönkum o.þ.h.

Til þessarar greinar telst einnig:Vörugeymsla á fríverslunarsvæðum•

Til þessarar greinar telst ekki:Bifreiðastæði fyrir vélknúin ökutæki, sjá 52.21•Rekstur geymsluaðstöðu til útleigu, sjá 68.20•Leiga á auðu rými, sjá 68.20•

52.2 Stoðstarfsemi fyrir flutninga

Til þessarar deildar telst stoðstarfsemi á sviði farþega- eða vöruflutninga, s.s. rekstur hluta samgöngugrunnvirkis eða starfsemi sem tengist vöruafgreiðslu rétt fyrir eða strax eftir flutning eða milli flutningsáfanga. Rekstur og viðhald allrar flutningsaðstöðu er meðtalin.

52.21 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á landi

52.21.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á landi

Til þessarar greinar telst:Starfsemi sem tengist flutningi á farþegum, dýrum eða vörum á landi:•

rekstur umferðarmiðstöðva, stöðva til vöruafgreiðslu, járnbrautarstöðva o.þ.h. »rekstur vega, brúa, jarðganga, bifreiðastæða eða bílskýla, reiðhjólastæða og »vetrargeymslna hjólhýsa

Dráttarþjónusta og vegaaðstoð•

Til þessarar greinar telst einnig:Þétting gass til flutnings•

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•

Page 240: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

240 BÁLKur H » Flutningur og geymsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

52.22 Þjónustustarfsemi tengd flutningi á sjó og vatni

52.22.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningi á sjó og vatni

Til þessarar greinar telst:Starfsemi sem tengist flutningi á farþegum, dýrum eða vörum á vatni:•

rekstur hafna og hafnarmannvirkja »rekstur skipastiga o.þ.h. »starfsemi á sviði leiðsagnar og hafnsögu og starfsemi skipalægja »dráttarbáta- og björgunarþjónusta, þ. á m. starfsemi kafara »rekstur vita »

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•Rekstur smábátahafna, sjá 93.29•

52.23 Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi

52.23.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi

Til þessarar greinar telst:Starfsemi sem tengist flutningi á farþegum, dýrum eða vörum með flugi:•

rekstur flugstöðva o.þ.h. »starfsemi flugvalla og flugumferðarstjórn »þjónustustarfsemi á flugvöllum o.þ.h. »

Til þessarar greinar telst einnig:Slökkvistörf og brunavarnarþjónusta á flugvöllum•

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruafgreiðsla, sjá 52.24•Rekstur flugskóla, sjá 85.53•

52.24 Vöruafgreiðsla

52.24.0 Vöruafgreiðsla

Til þessarar greinar telst:Ferming og afferming vöru eða farangurs óháð ferðamáta við flutning•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur umferðarmiðstöðva, flugvalla, hafna o.þ.h., sjá 52.21, 52.22 og 52.23•

Page 241: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur H » Flutningur og geymsla 241

nacerev. 2 ÍSAT2008

52.29 önnur þjónusta tengd flutningum

52.29.0 önnur þjónusta tengd flutningum

Til þessarar greinar telst:Áframsending vöru•Undirbúningur eða skipulagning flutningastarfsemi á vegum, sjó eða í lofti•Skipulagning vörusendinga (þ.m.t. að sækja og afhenda vörur og vörusendingar)•Gerð flutningsskjala og farmbréfa•Starfsemi tollvarða•Starfsemi flutningsmiðlara fyrir flutning á sjó og í lofti•Miðlun skipa- og flugvélarýmis•Umsýsla við vöruafgreiðslu, t.d. tímabundin pökkun til þess eins að verja vöru meðan á •flutningi stendur, losun, sýnataka og vigtun vöru

Til þessarar greinar telst ekki:Boðberaþjónusta, sjá 53.20•Ökutækja-, sjó-, loft- og flutningstryggingar, sjá 65.12•Starfsemi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, sjá 79.1•Aðstoð við ferðamenn, sjá 79.90•

Page 242: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

242 BÁLKur H » Flutningur og geymsla

nacerev. 2 ÍSAT2008

53 Póst- og boðberaþjónusta

Til þessarar deildar telst póst- og boðberaþjónusta, s.s. að sækja, flytja og senda bréf og böggla eftir ýmsum leiðum. Staðbundin afhendingar- og sendiboðaþjónusta er einnig meðtalin.

53.1 Almenn póstþjónusta

53.10 Almenn póstþjónusta

53.10.0 Almenn póstþjónusta

Til þessarar greinar telst starfsemi póstþjónustu sem er rekin samkvæmt skuldbindingu um alþjónustu. Til starfseminnar telst notkun grunnvirkis alþjónustu, þ.m.t. smásölustaðir, aðstaða til flokkunar og vinnslu, og póstleiðir til söfnunar og afhendingar pósts. Afhend-ing getur náð yfir bréfapóst, þ.e. bréf, póstkort, prentuð blöð (dagblöð, tímarit, auglýs-ingaefni o.þ.h.), litla böggla, vörur eða skjöl. Einnig er meðtalin önnur þjónusta sem er nauðsynleg til stuðnings við slíka starfsemi.

Til þessarar greinar telst:Söfnun, flokkun, flutningur og afhending (innanlands og milli landa) bréfapósts og •(póst) böggla og pakka af póstþjónustu sem fellur undir alþjónustuskyldu. Um einn eða fleiri flutningsmáta getur verið að ræða og getur starfsemin farið fram með notkun eigin samgöngutækja eða með almenningssamgöngumSöfnun bréfapósts og böggla úr póstkössum eða á pósthúsum•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi á sviði póstgíró, -banka og -ávísana, sjá 64.19•

53.2 önnur póst- og boðberaþjónusta

53.20 önnur póst- og boðberaþjónusta

53.20.0 önnur póst- og boðberaþjónusta

Til þessarar greinar telst:Söfnun, flokkun, flutningur og afhending, fyrirtækja sem falla ekki undir •alþjónustu skyldu (innanlands og milli landa), á bréfapósti, bögglum og pökkum. Um einn eða fleiri flutningsmáta getur verið að ræða og getur starfsemin farið fram með notkun eigin samgöngutækja eða með almenningssamgöngum.

Til þessarar greinar telst einnig:Heimsendingarþjónusta•

Til þessarar greinar telst ekki:Vöruflutningur, sjá (eftir því hver flutningsmátinn er) 49.20, 49.41, 50.20, 50.40, 51.21, •51.22

Page 243: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur I » rekstur gististaða og veitingarekstur 243

nacerev. 2 ÍSAT2008

i rEkstur gististaða og vEitingarEkstur

55 rekstur gististaða

Til þessarar deildar telst gistiþjónusta til stuttrar dvalar fyrir ferðamenn og aðra gesti. Einnig er meðtalin gistiþjónusta til lengri tíma, s.s. fyrir nema og starfsmenn. Sumar einingar bjóða einungis upp á gistiaðstöðu meðan aðrar bjóða upp á gistiaðstöðu, máltíðir og/eða aðstöðu til tómstundaiðkunar.

Til þessarar deildar telst ekki starfsemi sem tengist langtímaleigu íbúðarhúsnæðis í mánuð eða ár í senn, sjá bálk L.

55.1 Hótel og gistiheimili

55.10 Hótel og gistiheimili

55.10.1 Hótel og gistiheimili með veitingaþjónustu

Til þessarar greinar telst ekki:Útvegunheimilaogíbúða,meðeðaánhúsgagna,tillengritíma,oftastheilanmánuð•eða ár, sjá deild 68

55.10.2 Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustu

Til þessarar greinar telst ekki:Útvegunheimilaogíbúða,meðeðaánhúsgagna,tillengritíma,oftastheilanmánuð•eða ár, sjá deild 68

55.2 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða

55.20 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða

55.20.0 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða

Til þessarar greinar telst gistiþjónusta, einkum fyrir gesti sem dvelja í stuttan tíma, í full-búnu rými þar sem eru setustofur, borðstofur og svefnherbergi og fullbúin eldhús eða gistiaðstaða með húsgögnum og eldunaraðstöðu. Viðbótarþjónusta sem er veitt er í lágmarki eða engin.

Til þessarar greinar telst gistiaðstaða á:Orlofsdvalarstöðum fyrir börn og öðrum orlofsheimilum•Gestaíbúðum og smáhýsum•Bústöðum og kofum án þjónustu•Farfuglaheimilum og fjallaskálum•

Til þessarar greinar telst ekki:Gistiþjónusta í fullbúnu gistirými til stuttrar dvalar með daglegum þrifum og •veitingaþjónustu, sjá 55.10Útvegunheimilaogíbúða,meðeðaánhúsgagna,tillengritíma,oftastheilanmánuð•eða ár, sjá deild 68

Page 244: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

244 BÁLKur I » rekstur gististaða og veitingarekstur

nacerev. 2 ÍSAT2008

55.3 Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi

55.30 Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi

55.30.0 Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi

Til þessarar greinar telst:Rekstur tjaldsvæða, hjólhýsasvæða, tómstundabúða og búða til skot- og fiskveiða fyrir •gesti sem dvelja í stuttan tímaRekstur svæða með aðstöðu fyrir húsbíla, hjól- og fellihýsi•

55.9 önnur gistiaðstaða

55.90 önnur gistiaðstaða

55.90.0 önnur gistiaðstaða

Til þessarar greinar telst veiting gistiþjónustu til styttri eða lengri dvalar í einstaklings-herbergi, sameiginlegum herbergjum eða svefnsölum fyrir nema, farandverkamenn (árstíða bundnir) og aðra einstaklinga.

Til þessarar greinar telst:Stúdentagarður•Heimavist í skólum•Gistiheimili fyrir starfsmenn•Leiguherbergi•

Page 245: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur I » rekstur gististaða og veitingarekstur 245

nacerev. 2 ÍSAT2008

56 Veitingasala og -þjónusta

Til þessarar deildar telst veitingasala þar sem eru seldar fullbúnar máltíðir eða drykkir tilbúið til neyslu, hvort sem það er á hefðbundnum veitingastöðum, í sjálfsafgreiðslu eða til að taka með, hvort sem er með eða án sætisaðstöðu. Meginmáli skiptir að máltíðirnar sem boðið er upp á eru tilbúnar til neyslu, ekki aðstaðan þar sem veitingasalan fer fram.

56.1 Veitingastaðir

56.10 Veitingastaðir

56.10.0 Veitingastaðir

Til þessarar greinar telst sala á mat til viðskiptavina, hvort sem þjónað er til borðs eða um sjálfsgreiðslu á mat er að ræða, á máltíð sem neytt er á staðnum, tekin með eða send heim.

Til þessarar greinar teljast:Veitingastaðir•Kaffistofur•Skyndibitastaðir•Staðir sem selja mat til að taka með sér•Ísbílar•Pylsuvagnar og aðrir færanlegir veitingavagnar•Tilreiðsla matar í markaðsbásum•

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi veitingastaða og kráa sem tengist flutningum, ef hún fer fram innan •aðskildra eininga, s.s. um borð í ferjum

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala matvæla í sjálfsölum, sjá 47.99•Veitingarekstur samkvæmt samningi, sjá 56.29•

56.2 Veisluþjónusta og önnur veitingaþjónusta

Til þessa flokks telst starfsemi sem tengist veitingaþjónustu fyrir einstaka atburði eða sérstakt tímabil og veitingarekstur sérleyfishafa í íþróttamiðstöðvum eða sambærilegum mannvirkjum.

56.21 Veisluþjónusta

56.21.0 Veisluþjónusta

Til þessarar greinar telst veitingaþjónusta sem byggir á samningi við viðskiptavininn, á þeim stað sem viðskiptavinurinn tiltekur, fyrir ákveðinn viðburð.

Page 246: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

246 BÁLKur I » rekstur gististaða og veitingarekstur

nacerev. 2 ÍSAT2008

56.29 önnur ótalin veitingaþjónusta

56.29.0 önnur ótalin veitingaþjónusta

Til þessarar greinar telst veitingaþjónusta sem byggir á samningi við viðskiptavininn.

Til þessarar greinar telst:Verktakar við veitingarekstur fyrir flutningafyrirtæki•Veitingarekstur samkvæmt samningi í íþróttamiðstöðvum eða sambærilegum •mannvirkjumRekstur mötuneyta eða kaffistofa (t.d. í verksmiðjum, á skrifstofum, sjúkrahúsum eða •í skólum) samkvæmt samningi

56.3 Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.

56.30 Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.

56.30.0 Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.

Til þessarar greinar telst tilreiðsla og framleiðsla drykkja til neyslu á staðnum.

Til þessarar greinar telst einnig:Safabarir•Færanleg drykkjasala•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur diskóteka og dansstaða án sölu drykkja, sjá 93.22•

Page 247: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 247

nacerev. 2 ÍSAT2008

J uPPlýsingar og FJarskiPti

Til þessa bálks telst framleiðsla, dreifing og miðlun upplýsinga, menningarafurða og gagna auk fjarskipta, starfsemi á sviði upplýsingatækni, gagnavinnslu og önnur þjónustu-starfsemi á sviði upplýsinga.

Meginþættir þessa bálks eru útgáfustarfsemi (deild 58), þ.m.t. útgáfa á hugbún-aði, kvikmyndagerð og hljóðupptaka (deild 59), útvarps- og sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð (deild 60), fjarskipti (deild 61), upplýsingatækni (deild 62) og önnur þjónustu-starfsemi á sviði upplýsinga (deild 63).

Til útgáfu telst öflun útgáfuréttar að efni (hugverki) og sú vinna sem felst í því að gera efnið aðgengilegt almenningi, s.s. með fjölföldun og dreifingu. Til þessa bálks teljast öll útgáfuform (á prenti, rafrænt eða hljóðrænt, á Netinu og margmiðlunarefni, s.s. uppsláttar-rit á CD-ROM o.þ.h.).

Starfsemi sem tengist framleiðslu og dreifingu á sjónvarpsefni nær yfir deildir 59, 60 og 61, sem endurspegla mismunandi áfanga í þessu ferli. Einstakir framleiðsluþættir, s.s. kvikmyndir, sjónvarpsþættir o.þ.h. tilheyra deild 59 en gerð fullbúinnar sjónvarpsdagskrár úr framleiðsluþáttum sem tilheyra deild 59 eða öðrum framleiðsluþáttum (s.s. fréttum sem sendar eru út í beinni útsendingu), telst til deildar 60. Til deildar 60 telst einnig útsending framleiðanda á eigin dagskrá. Dreifing fullgerðrar sjónvarpsdagskrár af þriðja aðila, þ.e. án nokkurra breytinga á efni, telst til deildar 61. Sú dreifing sem telst til deildar 61 getur verið um dreifikerfi, gervihnött eða kapalkerfi.

58 Útgáfustarfsemi

Til þessarar deildar telst útgáfa bóka, bæklinga, pésa, orðabóka, alfræðirita, landa bréfa-bóka, landabréfa og sjókorta, útgáfa dagblaða, tímarita, skráa og póstlista og önnur útgáfustarfsemi, auk útgáfu hugbúnaðar.

Til útgáfu telst öflun útgáfuréttar að efni (hugverki) og sú vinna sem felst í því að gera efnið aðgengilegt almenningi, s.s. með fjölföldun og dreifingu. Til þessarar deildar teljast öll útgáfuform (á prenti, rafrænt eða hljóðrænt, á Netinu, margmiðlunarefni svo sem uppsláttar rit á CD-ROM.), að undanskilinni útgáfu kvikmynda.

Til þessarar deildar telst ekki útgáfa kvikmynda, myndbanda og kvikmynda á stafrænum mynddiskum (DVD) eða áþekkum miðli (deild 59) né framleiðsla á frumeintökum fyrir hljómplötur eða hljóðefni (deild 59) Einnig er undanskilin prentun (sjá 18.11, 18.12) og fjölföldun upptekins efnis (sjá 18.20).

Page 248: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

248 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

58.1 Bókaútgáfa, tímaritaútgáfa og önnur útgáfustarfsemi

Til þessa flokks telst útgáfa bóka, dagblaða, tímarita, póstlista og annarra verka t.d. ljósmynda, póstkorta, veggspjalda og eftirmynda listaverka. Þessi verk einkennast af því að tilurð þeirra felur í sér hugverkasköpun og njóta þau yfirleitt höfundarréttarverndar.

58.11 Bókaútgáfa

58.11.0 Bókaútgáfa

Til þessarar greinar telst starfsemi á sviði útgáfu bóka á prentuðu, rafrænu (geisladiskar, rafeinda skjáir o.þ.h.) eða hljóðrænu formi eða á Netinu.

Meðtalin er:Útgáfabóka,bæklinga,pésaogáþekkútgáfa,þ.m.t.útgáfaorðabókaogalfræðirita•Útgáfalandabréfabóka,landabréfaogsjókorta•Útgáfahljóðbóka•Útgáfaalfræðiritao.þ.h.ágeisladiskum(CD-ROM)•

Til þessarar greinar telst ekki:Útgáfahnattlíkana,sjá32.99•Útgáfaauglýsingaefnis,sjá58.19•Útgáfatónlistar-ognótnabóka,sjá59.20•Starfsemi sjálfstætt starfandi höfunda, sjá 74.90, 90.03•

58.12 Útgáfa skráa og póstlista

58.12.0 Útgáfa skráa og póstlista

Til þessarar greinar telst útgáfa skráa yfir staðreyndir og upplýsingar. Framsetning skránna er vernduð en ekki efnið sjálft. Þessar skrár geta komið út á prentuðu eða rafrænu formi.

Til þessarar greinar telst:Útgáfapóstlista•Útgáfasímaskráa•Útgáfaannarraskráaogsamantekinnarita,t.d.dómaframkvæmdir,lyfjaskráro.þ.h.•

58.13 Dagblaðaútgáfa

58.13.0 Dagblaðaútgáfa

Til þessarar greinar telst útgáfa dagblaða, þ.m.t. auglýsingablaða, sem koma út a.m.k. fjórum sinnum í viku. Blöðin geta verið gefin út á prentuðu eða rafrænu formi, þ.m.t. á Netinu.

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi fréttastofa, sjá 63.91 •

Page 249: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 249

nacerev. 2 ÍSAT2008

58.14 Tímaritaútgáfa

58.14.0 Tímaritaútgáfa

Til þessarar greinar telst útgáfa tímarita sem koma út sjaldnar en fjórum sinnum í viku. Tímaritin geta verið gefin út á prentuðu eða rafrænu formi, þ.m.t. á Netinu. Meðtalin er útgáfa útvarps- og sjónvarpsdagskráa.

58.19 önnur útgáfustarfsemi

58.19.0 önnur útgáfustarfsemi

Til þessarar greinar telst:Útgáfa,s.s.ávöruskrám,ljósmyndum,stungum,póstkortum,tækifæriskortum,•veggspjöldum, eftirmyndum listaverka, auglýsingaefni og öðru prentuðu efniVefútgáfa á hagtölum og öðrum upplýsingum•

Til þessarar greinar telst ekki:Útgáfaauglýsingablaðasemkomaúta.m.k.fjórumsinnumíviku,sjá58.13•

58.2 Hugbúnaðarútgáfa

58.21 Útgáfa tölvuleikja

58.21.0 Útgáfa tölvuleikja

58.29 önnur hugbúnaðarútgáfa

58.29.0 önnur hugbúnaðarútgáfa

Til þessarar greinar telst:Útgáfatilbúins(ekkisérsniðins)hugbúnaðar,þ.m.t.yfirfærslaeðaaðlögun•hugbúnaðar, sem ekki er sérsniðinn, fyrir tiltekinn markað fyrir eigin reikning

Til þessarar greinar telst ekki:Fjölföldun hugbúnaðar, sjá 18.20•Smásala á hugbúnaði sem ekki er sérsniðinn, sjá 47.41•Framleiðsla á hugbúnaði sem ekki tengist útgáfu, þ.m.t. yfirfærsla og aðlögun •hugbúnaðar sem ekki er sérsniðinn fyrir tiltekinn markað, gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 62.01

Page 250: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

250 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

59 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

Til þessarar deildar telst framleiðsla á kvikmyndum hvort sem er á filmu, myndbandi eða diski, ætlaðar til beinnar sýningar í kvikmyndahúsum eða í sjónvarpi. Til þessarar deildar telst einnig stoðstarfsemi, s.s. klipping, hljóðsetning o.þ.h., dreifing kvikmynda og annarra hreyfimynda til annarra atvinnugreina, auk sýninga kvikmynda og annarra hreyfimynda. Kaup og sala á dreifingarrétti á kvikmyndum eða öðrum hreyfimyndum er einnig meðtalin.

Til þessarar deildar telst einnig hljóðupptaka, þ.e. framleiðsla á upprunalegum hljóðrit-unum, kynning og dreifing þeirra. Tónlistarútgáfa auk þjónustustarfsemi á sviði hljóð-upptöku í hljóðveri eða annars staðar.

59.1 Starfsemi á sviði kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis

Til þessarar deildar telst framleiðsla á kvikmyndum hvort sem er á filmu, myndbandi eða diski, ætlaðar til beinnar sýningar í kvikmyndahúsum eða í sjónvarpi. Til þessarar deildar telst einnig stoðstarfsemi, s.s. klipping, hljóðsetning o.þ.h., dreifing kvikmynda og annarra hreyfimynda til annarra atvinnugreina, auk sýninga kvikmynda og annarra hreyfimynda. Kaup og sala á dreifingarrétti á kvikmyndum eða öðrum hreyfimyndum er einnig meðtalin.

59.11 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni

59.11.0 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni

Til þessarar greinar telst framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum, sjónvarpsefni (sjónvarpsþáttum, heimildarmyndum o.þ.h.), eða auglýsingum í sjónvarpi.

Til þessarar greinar telst ekki:Afritun filma (að undanskilinni fjölföldun kvikmyndafilma til sýningar í •kvikmyndahúsum) auk fjölföldunar á frumeintökum hljóð- og myndbanda, geisladiska eða stafrænna mynddiska, sjá 18.20Heildverslun með átekin og óátekin myndbönd, geisladiska og stafræna mynddiska •(DVD), sjá 46.43 og 46.52Smásala á myndböndum, geisladiskum og stafrænum mynddiskum (DVD), sjá 47.63•Starfsemi á sviði eftirvinnslutækni, sjá 59.12•Hljóðupptaka og upptaka á hljóðbókum, sjá 59.20•Sjónvarpsútsendingar, sjá 60.2•Vinnsla kvikmynda sem ekki eru gerðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn, sjá 74.20•Starfsemi umboðsmanna eða -skrifstofa á sviði leiklistar eða annarra listgreina, sjá •74.90Útleigaámyndböndumogstafrænummynddiskum(DVD)tilalmennings,sjá77.22•Kóðuð textun í rauntíma (þ.e. samtímis) á beinum sjónvarpsútsendingum frá fundum •og ráðstefnum, sjá 82.99Sjálfstætt starfandi leikarar, teiknimyndateiknarar, leikstjórar, sviðshönnuðir og •sérhæfðir tæknimenn, sjá 90.0

Page 251: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 251

nacerev. 2 ÍSAT2008

59.12 Eftirvinnsla kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis

59.12.0 Eftirvinnsla kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis

Til þessarar greinar telst starfsemi eins og klipping, yfirfærsla á filmu/myndband, innsetn-ing kreditlista og þýðingatexta, kóðuð textun, tölvugrafík, teikni- og brúðumyndagerð, tæknibrellur, framköllun og vinnsla hreyfimynda, starfsemi á vinnustofum þar sem vinnsla með kvikmyndafilmur fer fram og starfsemi á vinnustofum fyrir teikni- eða brúðumyndir.

Til þessarar greinar telst ekki:Afritun filma (að undanskilinni fjölföldun kvikmyndafilma til sýningar í •kvikmynda húsum) og fjölföldun á frumeintökum hljóð- og myndbanda, geisladiska eða stafrænna mynddiska (DVD), sjá 18.20Heildverslun með átekin og óátekin myndbönd, geisladiska og stafræna mynddiska •(DVD), sjá 46.43 og 46.52Smásala á myndböndum, geisladiskum og stafrænum mynddiskum (DVD), sjá 47.63•Vinnsla kvikmynda sem ekki eru gerðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn, sjá 74.20•Útleigaámyndböndumogstafrænummynddiskum(DVD)tilalmennings,sjá77.22•Sjálfstætt starfandi leikarar, teiknimyndateiknarar, leikstjórar, sviðshönnuðir og •sérhæfðir tæknimenn, sjá 90.0

59.13 Dreifing á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni

59.13.0 Dreifing á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni

Til þessarar greinar telst dreifing á kvikmyndum, myndböndum, stafrænum mynddiskum (DVD) og áþekkri framleiðslu til kvikmyndahúsa, sjónvarpsstöðva og sýningaraðila. Kaup á dreifingarrétti á kvikmyndum, myndböndum og stafrænum mynddiskum telst einnig til þessarar greinar.

Til þessarar greinar telst ekki:Afritun kvikmyndafilma auk hljóð- og myndbanda, fjölföldun á frumeintökum •geisladiska eða stafrænna mynddiska (DVD), sjá 18.20Heildverslun og smásala á áteknum myndböndum og stafrænum mynddiskum (DVD), •sjá 46.43 og 47.63

59.14 Kvikmyndasýningar

59.14.0 Kvikmyndasýningar

Til þessarar greinar teljast kvikmynda- eða myndbandasýningar í kvikmyndahúsum eða á öðrum sýningarstöðum.

Til þessarar greinar telst einnig starfsemi kvikmyndaklúbba.

Page 252: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

252 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

59.2 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

59.20 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

59.20.0 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa

Til þessarar greinar telst framleiðsla á upprunalegum hljóðupptökum, s.s. segulbönd og geisladiskar. Einnig telst til þessarar greinar útgáfa, kynning og dreifing á hljóðupptökum til heildsala, smásala eða beint til almennings.

Til þessarar greinar telst einnig þjónustustarfsemi á sviði hljóðupptöku í hljóðveri eða annars staðar, þ.m.t. framleiðsla á hljóðrituðu útvarpsefni (þ.e. ekki beinar útsendingar).

Til þessarar greinar telst einnig starfsemi á sviði tónlistarútgáfu, þ.e. öflun og skráning höfundarréttar að tónverkum, kynning, leyfisveiting og notkun þessara verka í upptökum, útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndum, lifandi flutningi, á prenti og í öðrum miðlum. Þær rekstrar-einingar sem sjá um þessa starfsemi geta átt höfundarrétt að tónverkunum eða séð um hann fyrir hönd rétthafa. Meðtalin hér er útgáfa tónlistar- og nótnabóka.

Page 253: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 253

nacerev. 2 ÍSAT2008

60 Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð

Til þessarar deildar telst framleiðsla efnis eða öflun dreifingarréttar á efni og útsending þess, s.s. skemmtiefni, fréttaefni, umræður og þess háttar í útvarpi og sjónvarpi. Til þess-arar deildar telst einnig útsending gagna sem er yfirleitt samþætt útsendingum í útvarpi eða sjónvarpi. Hægt er að nota mismunandi tækni við útsendingar, þ.e. þráðlausar útsend-ingar, útsendingar um gervihnött, kapalkerfi eða Netið. Til þessarar deildar telst einnig framleiðsla á dagskrárefni (t.d. fréttum, íþróttum, fræðsluefni o.þ.h.) fyrir þriðja aðila til almennrar útsendingar.

Til þessarar deildar telst ekki dreifing efnis í kapalsjónvarpi eða annars konar áskriftar-sjónvarpi (sjá deild 61).

60.1 Útvarpsútsendingar

60.10 Útvarpsútsending og dagskrárgerð

60.10.0 Útvarpsútsending og dagskrárgerð

Til þessarar greinar telst einnig: ÚtvarpsútsendingarumNetið(útvarpsstöðvaráNetinu)•Útsendinggagnasemersamþættútvarpsútsendingum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hljóðrituðu útvarpsefni, sjá grein 59.20•

60.2 Sjónvarpsútsending og dagskrárgerð

60.20 Sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð

60.20.0 Sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð

Til þessarar greinar telst gerð heildar sjónvarpsdagskrár úr aðkeyptu dagskrárefni (t.d. kvikmyndir, heimildamyndir o.þ.h.) og eigin dagskrárgerð (t.d. fréttir og beinar útsend-ingar) eða samsetningu úr hvoru tveggja.

Útsendingarþessararsjónvarpsdagskrárgeturannaðhvortveriðávegumframleiðslu-einingarinnar eða dreift af þriðja aðila, s.s. kapalfyrirtækjum.

Dagskrárgerðin getur verið almenn eða sérhæfð (s.s. fréttir, íþróttir, fræðsluefni o.þ.h.).Til þessarar greinar telst dagskrárgerð sem send er út í opinni dagskrá og dagskrárgerð sem er aðgengileg í gegnum áskrift. Einnig er meðtalin starfsemi myndveitna (video-on-demand).

Til þessarar greinar telst einnig útsending gagna sem er samþætt sjónvarpsútsendingum.

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á sjónvarpsþáttum og auglýsingum sem tengjast ekki útsendingum, sjá •grein 59.11Samsetning sjónvarpsstöðvapakka og dreifing hans án dagskrárgerðar, sjá deild 61•

Page 254: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

254 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

61 Fjarskipti

Til þessarar deildar telst starfsemi á sviði fjarskipta og tengd þjónustustarfsemi, þ.e. dreif-ing tals, gagna, texta, hljóðs og hreyfimynda. Fjarskiptabúnaðurinn sem notaður er í þessari starfsemi getur byggst á stakri tækni eða samsettri tækni. Sú starfsemi sem fellur undir þessa deild snýst um dreifingu efnis en ekki gerð þess.

Þegar um er að ræða útsendingu sjónvarpsmerkja getur starfsemin falið í sér samsetningu sjónvarpsstöðvapakka til dreifingar.

61.1 Fjarskipti um streng

61.10 Fjarskipti um streng

61.10.0 Fjarskipti um streng

Til þessarar greinar telst rekstur, viðhald eða útvegun aðgangs að búnaði til að dreifa tali, gögnum, texta, hljóði og hreyfimyndum með fjarskiptatækni um streng, s.s.:

Rekstur og viðhald skipti- og sendibúnaðar sem sendir boð frá einum stað til annars •um jarðlínu, með örbylgjum eða samsetningu af jarðlínu- og gervihnattatengingu Rekstur kapaldreifikerfa (t.d. fyrir dreifingu gagna og sjónvarpsmerkja)•Láta í té ritsímaþjónustu og aðra fjarskiptaþjónustu, sem ekki er fyrir raddflutning, •með eigin búnaði

Til þessarar greinar telst einnig:Kaup á aðgengi og netflutningsgetu af eigendum og rekstraraðilum og veiting •fjarskiptaþjónustu til heimila og fyrirtækja um þennan búnaðVeiting aðgangs að Netinu af rekstraraðila grunnvirkis fjarskipta um streng•

Til þessarar greinar teljast ekki:Endurseljendur á sviði fjarskipta, sjá 61.90•

61.2 Þráðlaus fjarskipti

61.20 Þráðlaus fjarskipti

61.20.0 Þráðlaus fjarskipti

Til þessarar greinar telst:Rekstur, viðhald eða útvegun aðgangs að búnaði til að dreifa tali, gögnum, texta, •hljóði og hreyfimyndum með þráðlausri fjarskiptatækniViðhald og rekstur farsímakerfa, boðkerfa og annarra þráðlausra fjarskiptakerfa•

Til þessarar greinar telst einnig:Kaup á aðgengi og netflutningsgetu af eigendum og rekstraraðilum og veiting •þráðlausrar fjarskiptaþjónustu (þó ekki gervihnattafjarskipti) til fyrirtækja og heimila um þennan búnaðVeiting aðgangs að Netinu af rekstraraðila grunnvirkis þráðlausra fjarskipta•

Til þessarar greinar teljast ekki:Endurseljendur á sviði fjarskipta, sjá 61.90•

Page 255: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 255

nacerev. 2 ÍSAT2008

61.3 gervihnattafjarskipti

61.30 gervihnattafjarskipti

61.30.0 gervihnattafjarskipti

Til þessarar greinar telst:Rekstur, viðhald eða veiting aðgangs að búnaði til að dreifa tali, gögnum, texta, hljóði •og hreyfimyndum með hjálp grunnvirkis gervihnattafjarskiptaMiðlun myndar, hljóðs og texta frá sjónvarps- og útvarpsrásum beint inn á heimili •neytenda gegnum gervihnattakerfi (dagskrárgerð fer yfirleitt ekki fram innan þeirra eininga sem teljast til þessarar greinar)

Til þessarar greinar telst einnig veiting aðgangs að Netinu af rekstraraðila grunnvirkis gervihnattafjarskipta.

Til þessarar greinar teljast ekki:Endurseljendur á sviði fjarskipta, sjá 61.90•

61.9 önnur fjarskiptastarfsemi

61.90 önnur fjarskiptastarfsemi

61.90.0 önnur fjarskiptastarfsemi

Til þessarar greinar telst:Rekstur á sérhæfðum fjarskiptabúnaði, s.s. gervihnattasporun, fjarmælingar boðskipta •og starfsemi ratsjárstöðvaRekstur gervihnattaútstöðva og tilheyrandi aðstöðu sem tengist rekstrarlega einu eða •fleiri landsnetum fyrir fjarskipti og getur sent eða móttekið boð frá gervihnattakerfum Veiting aðgangs að Netinu um net milli viðskiptavinar og netveitu sem ekki er í eigu •eða stjórnað af netveitunni, s.s. innhringiaðgangur að Netinu o.þ.h.Að veita fjarskiptaþjónustu með fjarskiptasambandi sem þegar er til staðar, s.s. VOIP •(talsamband yfir Netið sem byggist á IP-samskiptareglum)Endurseljendur á sviði fjarskipta (þ.e. kaup og endursala netflutningsgetu án •viðbótarþjónustu)

Til þessarar greinar telst ekki:Netveita í höndum rekstraraðila fjarskiptavirkis, sjá 61.10, 61.20, 61.30•

Page 256: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

256 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

62 Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni

Til þessarar deildar telst miðlun sérfræðiþekkingar á sviði upplýsingatækni, s.s. að veita hugbúnaðarþjónustu, skipuleggja og hanna tölvukerfi sem samþætta tölvuvélbúnað, hugbúnað og samskiptatækni, stjórna og reka tölvukerfi viðskiptavina ásamt annarri starfsemi á sviði tölvutengdrar sérfræði- og tækniþjónustu.

62.0 Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni

62.01 Hugbúnaðargerð

62.01.0 Hugbúnaðargerð

Til þessarar greinar telst starfsemi við að skrifa, breyta, prófa, skjala, aðlaga og þjónusta hugbúnað til að mæta sérþörfum viðskiptavina.

Til þessarar greinar telst ekki:Útgáfahugbúnaðarpakka,sjá58,29•Yfirfærsla eða aðlögun hugbúnaðar, sem ekki er sérsniðinn fyrir tiltekinn markað, fyrir •eigin reikning, sjá 58.29Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni, sjá 62.02•

62.02 ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

62.02.0 ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

Til þessarar greinar telst skipulag og hönnun tölvukerfa sem samþætta tölvur, hugbúnað og samskiptatækni. Þjónustan getur innifalið tengda þjálfun.

Til þessarar greinar telst ekki:Aðskilin uppsetning hugbúnaðar eða vélbúnaðar, lagfæring eftir tölvuhrun, sjá 62.09•

62.03 rekstur tölvukerfa

62.03.0 rekstur tölvukerfa

Til þessarar greinar telst stjórnun og rekstur tölvukerfa viðskiptavina og/eða gagnavinnslu-búnaðar, auk tengdrar stoðþjónustu.

62.09 önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni

62.09.0 önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni

Til þessarar greinar telst önnur starfsemi varðandi upplýsingatækni og tölvur sem ekki er flokkuð annars staðar, s.s. lagfæring eftir tölvuhrun, uppsetning einkatölva og þjónusta við uppsetningu hugbúnaðar.

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning stórtölva og svipaðra tölva, sjá 33.20•Hugbúnaðargerð, sjá 62.01•Tölvuráðgjöf, sjá 62.02•Rekstur tölvukerfa, sjá 62.03•Gagnavinnsla og hýsing, sjá 63.11•

Page 257: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti 257

nacerev. 2 ÍSAT2008

63 Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu

Til þessarar deildar telst starfsemi sem tengist vefleitargáttum, gagnavinnslu og hýsingu, auk annarrar starfsemi sem snýst fyrst og fremst um upplýsingaveitu.

63.1 gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi, vefgáttir

63.11 gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi

63.11.0 gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi

Meðtalin er starfsemi á sviði sérhæfðrar hýsingar á borð við vefhýsingu, kerfisleigur og kerfis veitur.

Til starfsemi sem tengist gagnavinnslu telst fullvinnsla gagna og sérhæfðra skýrslna úr gögnum sem viðskiptavinir leggja fram eða rafræn vinnsla gagna og gagnaskráningar-þjónusta, þ.m.t. starfsemi við rekstur gagnagrunna.

63.12 Vefgáttir

63.12.0 Vefgáttir

Til þessarar greinar telst:Rekstur vefsetra sem nota leitarvél til að koma upp og viðhalda yfirgripsmiklum •gagnagrunnum með vefföngum og efni af Netinu sem auðvelt er að leita íRekstur annarra vefsetra sem virka sem vefgáttir að Netinu, s.s. fjölmiðlasíður sem •uppfæra efni reglulega

Til þessarar greinar telst ekki:Útgáfabóka,dagblaða,tímaritao.þ.h.áNetinu,sjádeild58•ÚtsendingáNetinu,sjádeild60•

63.9 önnur starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu

Til þessa flokks telst starfsemi fréttastofa ásamt allri annarri starfsemi sem tengist upplýsinga þjónustu.

Til þessa flokks teljast ekki:Bóka- og skjalasöfn, sjá 91.01•

63.91 Starfsemi fréttastofa

63.91.0 Starfsemi fréttastofa

Til þessarar greinar teljast:Fréttamiðlar og fréttastofur sem sjá fjölmiðlum fyrir fréttum, myndum og greinum•

Til þessarar greinar teljast ekki:Óháðir blaðaljósmyndarar, sjá 74.20•Óháðir blaðamenn, sjá 90.03•

Page 258: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

258 BÁLKur J » upplýsingar og fjarskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

63.99 önnur ótalin starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu

63.99.0 önnur ótalin starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu

Til þessarar greinar telst önnur starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu sem ekki er flokkuð annars staðar:

Upplýsingaþjónusta gegnum síma•Upplýsingaleitarþjónusta samkvæmt samningi eða gegn þóknun•Fjölmiðlavöktun o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst ekki:Símsvörunarþjónusta, sjá 82.20•

Page 259: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi 259

nacerev. 2 ÍSAT2008

k FJármála- og vátryggingastarFsEmi

Til þessa bálks telst starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þ.m.t. vátrygginga- og endurtrygginga starfsemi, starfsemi lífeyrissjóða og stoðþjónusta fjármálaþjónustu.

Til þessa bálks telst einnig starfsemi við eignarhald, s.s. starfsemi eignarhaldsfélaga og starfsemi fjárvörslusjóða, sjóða og annarra fjársýslufélaga.

64 Fjármálaþjónusta, þó ekki starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða

Til þessarar deildar telst starfsemi við öflun fjármagns og ráðstöfun fjármuna í öðrum tilgangi en vegna vátrygginga eða lífeyrissjóða eða lögboðinna almannatrygginga.

64.1 Fjármálafyrirtæki

Til þessa flokks telst öflun fjármagns í formi hefjanlegra innlána, þ.e. fjármunir sem eru fastar peningalegar fjárhæðir og aflað er frá degi til dagsog, að undanskilinni starfsemi seðlabanka, aðallega aflað frá öðrum en fjármálafyrirtækjum.

64.11 Starfsemi seðlabanka

64.11.0 Starfsemi seðlabanka

64.19 önnur fjármálafyrirtæki

64.19.0 önnur fjármálafyrirtæki

Til þessa flokks telst móttaka innlána og/eða ígildi þeirra og veiting lánsfjár eða fjár-mögnun ar. Lánveitingar geta verið með ýmsu móti, s.s. lán, veðlán, kreditkort o.s.frv. Aðrar fjármálastofnanir en seðlabankar inna yfirleitt þessa starfsemi af hendi:

Bankar•Sparisjóðir•Samvinnubankar•

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi póstgíró og póstsparisjóða•Sérhæfðar stofnanir sem veita lán til húsnæðiskaupa og stunda einnig •innlánastarfsemi

Til þessarar greinar telst ekki:Stofnanir sem ekki stunda innlánastarfsemi en veita lán til húsnæðiskaupa, sjá 64.92•Vinnsla á kreditkortaviðskiptum og starfsemi við uppgjör, sjá 66.19•

Page 260: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

260 BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

64.2 Starfsemi eignarhaldsfélaga

64.20 Starfsemi eignarhaldsfélaga

64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga

Starfsemi eignarhaldsfélaga felst í að eiga hlutafé í öðrum fyrirtækjum án þess að þau sjálf framleiði eða bjóði þjónustu að nokkru marki. Eignarhaldsfélög sem teljast til þessarar greinar veita fyrirtækjum sem þau eru með hlutdeild í ekki neina aðra þjónustu, þ.e. þau veita ekki öðrum einingum forstöðu eða stjórna þeim.

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga atvinnuhúsnæðis, sjá 68.20.2•Virk stjórn félaga eða fyrirtækja, stefnumótandi áætlanagerð og ákvarðanataka •félagsins, sjá 70.10

64.3 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög

64.30 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög

64.30.0 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög

Til þessarar greinar teljast lögaðilar sem hafa þann tilgang að safna verðbréfum eða öðrum fjáreignum, án þess að stýra þeim, fyrir hönd hluthafa eða rétthafa. Söfnin eru þannig sniðin að þau uppfylli sérstaka fjárfestingareiginleika, s.s. dreifingu, áhættu, ávöxtun og verðflökt. Þessir lögaðilar geta fengið ávöxtun, arð og aðrar eignatekjur en hafa fátt eða ekkert starfsfólk og engar tekjar af sölu eða þjónustu.

Til þessarar greinar teljast:Verðbréfasjóðir•Fjárfestingarsjóðir•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi eignarhaldsfélaga, sjá 64.20•Lífeyrissjóðir, sjá 65.30•Stýring fjárvörslusjóða, sjá 66.30•

64.9 önnur fjármálaþjónusta, þó ekki vátryggingafélög og lífeyrissjóðir

Til þessa flokks telst önnur fjármálaþjónusta en sú sem fjármálafyrirtæki annast.

Til þessa flokks telst ekki:Starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða, sjá deild 65•

64.91 Fjármögnunarleiga

64.91.0 Fjármögnunarleiga

Til þessarar greinar telst:Leiga þar sem leigutíminn nær yfir væntanlegan líftíma eignarinnar og leigutakinn fær •allan ávinning af notkun hennar og tekur á sig alla áhættu sem tengist eignarhaldi á henni. Eignarhald getur ýmist verið framselt síðar eða ekki. Slík leiga nær til alls eða því sem næst alls kostnaðar, þar með talið vaxta

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstrarleiga, sjá deild 77, eftir því hvaða tegund vöru eru leigð út•

Page 261: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi 261

nacerev. 2 ÍSAT2008

64.92 önnur lánaþjónusta

64.92.0 önnur lánaþjónusta

Til þessarar greinar telst fjármálaþjónusta sem tengist fyrst og fremst lánveitingum stofn-ana sem stunda ekki fjármálaþjónustu þar sem lánveitingar geta verið með ýmsu móti, s.s. lán, veð, kreditkort, o.s.frv. Eftirfarandi þjónusta er veitt:

Neytendalán•Fjármagna alþjóðleg viðskipti•Veita peningalán utan bankakerfisins•Þjónusta sérhæfðra stofnana sem veita lán til húsnæðiskaupa en stunda ekki •innlánastarfsemiÞjónusta veðlánabúða og veðlánara•

Til þessarar greinar telst ekki:Lánveitingar sérhæfðra stofnana til húsnæðiskaupa sem einnig stunda •innlánastarfsemi, sjá 64.19Rekstrarleiga, sjá deild 77•

64.99 önnur ótalin fjármálaþjónusta, þó ekki vátryggingafélög og lífeyrissjóðir

64.99.0 önnur ótalin fjármálaþjónusta, þó ekki vátryggingafélög og lífeyrissjóðir

Til þessarar greinar telst:Önnur fjármálaþjónusta sem tengist fyrst og fremst miðlun fjármagns með öðrum •hætti en lánveitingum:

starfsemi á sviði kröfuviðskipta »gerð skiptasamninga, valréttarsamninga og annarra áhættuvarnasamninga »starfsemi félaga sem annast uppgjör vegna líftrygginga dauðvona fólks »

Fjárfestingar fyrir eigin reikning, s.s. áhættufjárfestingarfélög og fjárfestingarhópar•

Til þessarar greinar telst ekki:Fjármögnunarleiga, sjá 64.91•Verðbréfaviðskipti fyrir hönd annarra, sjá 66.12•Kaup og sala, leiga og útleiga fasteigna, sjá deild 68•Innheimta reikninga án þess að kaupa upp skuldina, sjá 82.91•Styrkveitingar félagasamtaka, sjá 94.99.9•

Page 262: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

262 BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

65 Vátryggingafélög, endurtryggingafélög og lífeyrissjóðir, þó ekki lögboðnar almannatryggingar

Til þessarar deildar teljast gerð samninga og móttaka iðgjalda vegna lífeyristrygginga og vátryggingasamninga þar sem iðgjöld eru nýtt til fjárfestinga í því skyni að byggja upp safn fjáreigna sem nota skal til að mæta framtíðarkröfum. Til þessarar deildar teljast frumtryggingar og endurtryggingar.

65.1 Vátryggingar

Til þessa flokks teljast líftryggingar og lífendurtryggingar með eða án sparifjársöfnunar og skaðatryggingar.

65.11 Líftryggingar

65.11.0 Líftryggingar

Til þessarar greinar telst:Gerð samninga og móttaka iðgjalda vegna líftrygginga og líftryggingasamninga, •vátryggingasamningar um örorkubætur og vátryggingasamningar vegna dauðsfalls af völdum slyss og vegna missis á útlim

65.12 Skaðatryggingar

65.12.0 Skaðatryggingar

Til þessarar greinar telst:Önnur vátryggingaþjónusta en vegna líftrygginga, s.s. slysa- og brunatryggingar, •sjúkratryggingar, ferðatryggingar, eignatryggingar, bifreiða-, sjó-, flug- og farmtryggingar, tryggingar vegna fjárhagslegs skaða og ábyrgðartryggingar.

65.2 Endurtryggingar

65.20 Endurtryggingar

65.20.0 Endurtryggingar

Til þessarar greinar telst starfsemi sem felur í sér yfirtöku allrar eða hluta þeirrar áhættu sem tengist gildandi vátryggingasamningum og eru upphaflega gerðir af öðrum trygg-ingafélögum.

Page 263: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi 263

nacerev. 2 ÍSAT2008

65.3 Lífeyrissjóðir

65.30 Lífeyrissjóðir

65.30.0 Lífeyrissjóðir

Til þessarar greinar teljast lögaðilar (þ.e. sjóðir, kerfi og/eða fyrirkomulag) sem hafa það að markmiði að greiða út eftirlaunalífeyri einungis til launþega eða sjóðsfélaga. Meðtalin eru eftirlaunakerfi með fyrirfram skilgreind réttindi og einnig einstaklingskerfi þar sem greiðslur eru skilgreindar út frá framlagi sjóðsfélaga.

Til þessarar greinar telst:Eftirlaunakerfi starfsmanna•Lífeyrissjóðir•

Til þessarar greinar telst ekki:Stýring eftirlaunasjóða, sjá 66.30•Lögboðnar almannatryggingar, sjá 84.30•

Page 264: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

264 BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

66 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu og vátryggingum

Til þessarar deildar telst þjónusta sem felur í sér eða er nátengd fjármálaþjónustu en er ekki fjármálaþjónusta í sjálfu sér. Sundurliðunin í þessari deild fer eftir eðli fjármála-viðskipta eða fjármögnunar.

66.1 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki þjónusta vátryggingafélaga og lífeyrissjóða

Til þessa flokks telst uppsetning staðbundinna og rafrænna markaða í þeim tilgangi að auðvelda viðskipti með hlutabréf, kaupréttarsamninga, skuldabréf eða hrávörusamninga.

66.11 Stjórnun fjármálamarkaða

66.11.0 Stjórnun fjármálamarkaða

Til þessarar greinar telst rekstur og eftirlit með fjármálamörkuðum af öðrum en opinberum yfirvöldum, s.s. starfsemi kauphalla.

66.12 Starfsemi við miðlun verðbréfa og hrávörusamninga

66.12.0 Starfsemi við miðlun verðbréfa og hrávörusamninga

Til þessarar greinar telst:Viðskipti á fjármálamörkuðum fyrir hönd annarra (t.d. hlutabréfamiðlun) og tengd •starfsemiVerðbréfaviðskipti•Viðskipti með hrávörusamninga•Gjaldeyrisviðskipti, o.s.frv.•

Til þessarar greinar telst ekki:Miðlun á mörkuðum fyrir eigin reikning, sjá 64.99•Eignastýring gegn þóknun eða samkvæmt samningi, sjá 66.30•

66.19 önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

66.19.0 önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

Til þessarar greinar telst önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu:Vinnsla á fjármálaviðskiptum og starfsemi við uppgjör, þ.m.t. vegna •kreditkortaviðskiptaFjárfestingaráðgjöf•Starfsemi ráðgjafa og miðlara vegna veðlána•

Til þessarar greinar telst einnig:Þjónusta við fjárvörslu og verðmætavörslu gegn þóknun eða samkvæmt samningi•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi umboðsmanna og miðlara í vátryggingum, sjá 66.22•Stýring fjárvörslusjóða, sjá 66.30•

Page 265: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur K » Fjármála- og vátryggingastarfsemi 265

nacerev. 2 ÍSAT2008

66.2 Starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum

Til þessa flokks teljast umboðsmenn sem koma fram fyrir hönd annarra (þ.e. miðlarar) við sölu lífeyris- og vátryggingasamninga eða annarra réttinda og vátrygginga- og eftirlauna-tengdri þjónustu, s.s. uppgjör tryggingakrafna og stýringu fyrir þriðja aðila.

66.21 Áhættu- og tjónamat

66.21.0 Áhættu- og tjónamat

Til þessarar greinar telst:Mat vátryggingakrafna, s.s. tjónauppgjörs, áhættu og tjónamats, niðurjöfnunar- og •tjónauppgjörsUppgjör vátryggingakrafna•Þjónusta við afgreiðslu vátrygginga•

Til þessarar greinar telst ekki:Verðmat fasteigna, sjá 68.31•Mat í öðrum tilgangi, sjá 74.90•Skoðunarstarfsemi, sjá 80.30•

66.22 Starfsemi umboðsmanna og miðlara í vátryggingum

66.22.0 Starfsemi umboðsmanna og miðlara í vátryggingum

Til þessarar greinar telst starfsemi umboðsmanna og vátryggingamiðlarar við miðlun lífeyris trygginga og vátrygginga- og endurtryggingasamninga.

66.29 önnur starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum

66.29.0 önnur starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum

Til þessarar greinar telst:Starfsemi sem lýtur að eða er nátengd vátryggingum og lífeyristryggingum (að •undanskilinni fjármálaþjónustu, uppgjöri tryggingakrafna og starfsemi umboðsmanna vátrygginga), s.s. stjórnun við björgun og tryggingafræðileg þjónusta

Til þessarar greinar telst ekki:Sjóbjörgun, sjá 52.22•

66.3 Stýring verðbréfasjóða

66.30 Stýring verðbréfasjóða

66.30.0 Stýring verðbréfasjóða

Til þessarar greinar telst starfsemi við eignastýringu og stýring verðbréfasjóða, fjárfestinga sjóða og eftirlaunasjóða gegn þóknun eða samkvæmt samningi.

Page 266: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

266 BÁLKur L » Fasteignaviðskipti

nacerev. 2 ÍSAT2008

l FastEignaviðskiPti

Til þessa bálks teljast störf leigusala, fasteignasala og/eða miðlara sem varða eitt eða fleiri eftirfarandi atriða: að selja eða kaupa fasteignir, leigja fasteignir, veita aðra fasteignaþjón-ustu á borð við fasteignamat eða vörslu samnings sem óháður þriðji aðili. Starfsemi sem telst til þessa bálks getur varðað eigin eignir eða leigðar og getur farið fram gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Einnig er meðtalin bygging mannvirkja með viðhaldi eignar-réttar eða leigu slíkra mannvirkja.

Til þessa bálks teljast umsjónarmenn fasteigna.

68 Fasteignaviðskipti

68.1 Kaup og sala á eigin fasteignum

68.10 Kaup og sala á eigin fasteignum

68.10.0 Kaup og sala á eigin fasteignum

Til þessarar greinar telst:Kaup og sala á eigin fasteignum eða leigðum fasteignum, s.s. íbúðarhúsum og öðrum •byggingum, lóðum

Til þessarar greinar telst einnig:Skipting lands í lóðir, án umbóta á landi•

Til þessarar greinar telst ekki:Þróun byggingarverkefna með sölu í huga, sjá 41.10•Skipting og umbætur á landi, sjá 42.99•

68.2 Fasteignaleiga

68.20 Fasteignaleiga

68.20.1 Leiga íbúðarhúsnæðis

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstur á eigin eða leigðu íbúðarhúsnæði•Að útvega heimili og íbúðir, með eða án húsgagna, til lengri tíma, oftast heilan mánuð •eða ár

Til þessarar greinar telst einnig:Þróun byggingarverkefna fyrir eigin starfsemi•Rekstur hjólhýsasvæða sem ætluð eru til langtímadvalar•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur hótela, gistiheimila, tjaldstæða, hjólhýsastæða og annarrar gistiaðstöðu sem •ekki er íbúðarhúsnæði eða er ætluð til stuttrar dvalar, sjá deild 55

Page 267: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur L » Fasteignaviðskipti 267

nacerev. 2 ÍSAT2008

68.20.2 Leiga atvinnuhúsnæðis

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstur á eigin eða leigðu atvinnuhúsnæði•

68.20.3 Leiga landi og landréttindum

Til þessarar greinar telst:Leiga og umsýsla eigin eða leigðra lóða, lands og hlunninda er þeim fylgja•Starfsemi veiðifélaga•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi stangveiðifélaga og sala veiðileyfa, sjá 93.19•

68.3 Fasteignaviðskipti gegn þóknun eða samkvæmt samningi

68.31 Fasteignamiðlun

68.31.0 Fasteignamiðlun

Til þessarar greinar telst starfsemi fasteignasala:Milliganga við kaup, sölu og leigu á fasteignum gegn þóknun eða samkvæmt •samningiRáðgjafar- og matsþjónusta í tengslum við kaup, sölu og leigu á fasteignum, gegn •þóknun eða samkvæmt samningiStarfsemi óháðs þriðja aðila sem sér um vörslu samnings varðandi fasteignaviðskipti•

Til þessarar greinar telst ekki:Lögfræðiþjónusta, sjá 69.10•

68.32 Fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt samningi

68.32.0 Fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt samningi

Til þessarar greinar telst ekki:Lögfræðiþjónusta, sjá 69.10•Blönduð stoðþjónusta sem tengist húsnæði, sjá 81.10•Umsjón með aðstöðu á borð við herstöðvar, fangelsi og aðra aðstöðu, sjá 81.10•

Page 268: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

268 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

m sÉrFrÆðilEg, vÍsindalEg og tÆknilEg starFsEmi

Til þessa bálks telst sérhæfð fagleg, vísinda- og tæknistarfsemi. Þessi starfsemi krefst mikill ar þjálfunar og með henni er notendum veitt aðgengi að sérhæfðri þekkingu og færni.

69 Lögfræðiþjónusta og reikningshald

Til þessarar deildar telst málflutningur vegna hagsmuna eins aðila gagnvart öðrum aðila, hvort sem hann fer fram fyrir rétti eða öðrum dómsaðilum, af aðilum sem eru félagar í lögmannafélagi eða undir eftirliti slíkra aðila, s.s. ráðgjöf og málflutningur í einkamálum, refsimálum og í tengslum við vinnudeilur. Til hennar telst einnig frágangur lagaskjala, s.s. stofnsamþykkta, samstarfssamninga eða sambærilegra skjala í tengslum við stofnun fyrirtækja, einkaleyfi og höfundarrétt, frágang afsala, erfðaskráa, vörsluskjala, o.s.frv., auk annarrar starfsemi lögbókenda, fógeta, réttarþjóna, gerðardómsmanna, matsmanna og oddamanna. Til hennar telst einnig reikningshald, endurskoðun og bókhaldsþjónusta.

69.1 Lögfræðiþjónusta

69.10 Lögfræðiþjónusta

69.10.0 Lögfræðiþjónusta

Til þessarar greinar telst:Málflutningur vegna hagsmuna eins aðila gagnvart öðrum, hvort sem hann fer fram •fyrir rétti eða öðrum dómsaðilum, af aðilum sem eru félagar í lögmannafélagi eða undir eftirliti slíkra aðila, s.s. ráðgjöf og málaflutningur í einkamálum, refsimálum og í tengslum við vinnudeilurAlmenn ráðgjöf og frágangur lagaskjala, s.s. í tengslum við stofnun fyrirtækja, •einkaleyfi og höfundarrétt, frágang afsala og erfðaskráaÖnnur starfsemi lögbókenda, fógeta, réttarþjóna, gerðardómsmanna, matsmanna og •oddamanna

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi dómstóla, sjá 84.23•

69.2 reikningshald, bókhald og endurskoðun; skattaráðgjöf

69.20 reikningshald, bókhald og endurskoðun; skattaráðgjöf

69.20.0 reikningshald, bókhald og endurskoðun; skattaráðgjöf

Til þessarar greinar telst:Bókhald•Gerð eða endurskoðun reikningsskila•Skoðun reikninga og vottun á áreiðanleika þeirra•Gerð skattaskýrslna fyrir einstaklinga og fyrirtæki•Ráðgjafarstarfsemi og málflutningur fyrir hönd viðskiptavina gagnvart •skattayfirvöldum

Til þessarar greinar telst ekki:Gagnavinnsla- og framsetning gagna í töflur, sjá 63.11•Rekstrarráðgjöf, s.s. hönnun kerfa fyrir reikningshald, verklag við fjárhagseftirlit og •rekstrarbókhald, sjá 70.22Innheimtustarfsemi, sjá 82.91•

Page 269: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 269

nacerev. 2 ÍSAT2008

70 Starfsemi höfuðstöðva, starfsemi við rekstrarráðgjöf

Til þessarar deildar telst ráðgjöf og aðstoð við fyrirtæki og aðrar stofnanir um rekstrar-tengd málefni, s.s. áætlanir um stefnumótun og skipulag, fjármálaáætlanir og gerð fjárhags áætlana, ráðgjöf í markaðs- og mannauðsmálum, framleiðsluáætlanir og stjórnunar áætlan ir. Til hennar telst einnig eftirlit og stjórnun annarra eininga sama félags eða fyrirtækis, þ.e. starfsemi höfuðstöðva.

70.1 Starfsemi höfuðstöðva

70.10 Starfsemi höfuðstöðva

70.10.0 Starfsemi höfuðstöðva

Til þessarar greinar telst eftirlit og stjórnun annarra eininga félagsins eða fyrirtækisins, umsjón með stefnumótandi áætlanagerð og skipulagi og ákvarðanatöku í félaginu eða fyrir tækinu. Einingar í þessari grein fara með rekstrarstjórn og stýra daglegum rekstri tengdra eininga.

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi eignarhaldsfélaga, sem ekki taka þátt í stjórnun, sjá 64.20•

70.2 rekstrarráðgjöf

70.21 Almannatengsl

70.21.0 Almannatengsl

Til þessarar greinar telst ráðgjöf, leiðbeiningar og rekstraraðstoð við fyrirtæki og aðrar stofnanir um almannatengsl.

Til þessarar greinar telst ekki:Auglýsingastofur, sjá 73.1•Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir, sjá 73.20•

Page 270: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

270 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

70.22 Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf

70.22.0 Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf

Til þessarar greinar telst ráðgjöf, leiðbeiningar og rekstraraðstoð við fyrirtæki og aðrar stofnanir um rekstrartengd málefni, s.s. áætlanir um stefnumótun og skipulag, fjár-málaáætlanir og gerð fjárhagsáætlana, ráðgjöf í markaðs og mannauðsmálum, fram-leiðsluáætlanir og stjórnunaráætlanir.

Til þjónustu tengdri rekstri getur talist ráðgjöf, leiðbeiningar eða rekstraraðstoð við fyrir-tæki og opinbera stjórnsýslu að því er varðar:

Hönnun kerfa fyrir reikningshald, verklag við fjárhagseftirlit og rekstrarbókhald•Áætlanagerð, skipulag, árangur og eftirlit, upplýsingastjórnun, o.s.frv.•

Til þessarar greinar telst ekki:Hönnun tölvuhugbúnaðar fyrir reikningshaldskerfi, sjá 62.01•Lögfræðiráðgjöf og málflutningsþjónusta, sjá 69.10•Reikningshald, bókhald, endurskoðun og skattaráðgjöf, sjá 69.20•Ráðgjafarstarfsemi arkitekta og verkfræðinga, sjá 71.11, 71.12.1•Ráðgjafarstarfsemi í umhverfismálum, jarðræktarfræði, öryggismálum og sambærileg •ráðgjöf, sjá 74.90Námsráðgjöf, sjá 85.60•

Page 271: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 271

nacerev. 2 ÍSAT2008

71 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegar prófanir og greining

Til þessarar deildar telst arkitektaþjónusta, verkfræðiþjónusta, eftirlit með byggingar-framkvæmdum og þjónusta vegna kannana og kortlagningar. Til hennar telst einnig framkvæmd eðlis- og efnafræðilegra prófana og annarra prófana í greiningarskyni.

71.1 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf

Til þessa flokks telst arkitektaþjónusta, verkfræðiþjónusta, eftirlit með bygging-arframkvæmdum, landmælingar, kortagerð o.þ.h.

71.11 Starfsemi arkitekta og skyld tæknileg ráðgjöf

71.11.0 Starfsemi arkitekta og skyld tæknileg ráðgjöf

Til þessarar greinar telst:Ráðgjafarstarfsemi á sviði arkitektúrs, s.s. hönnun bygginga og áætlanagerð, skipulag •borga og bæja, landslagsarkitektúr

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi tölvuráðgjafa, sjá 62.02, 62.09•Innanhússhönnuðir, sjá 74.10•

71.12 Verkfræðistarfsemi og skyld tæknileg ráðgjöf

71.12.1 Starfsemi verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf

Til þessarar greinar telst:Verkfræðihönnun og skyld ráðgjafarstarfsemi vegna:•

byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar »vélbúnaðar, iðnferla og verksmiðja »verkefna sem fela í sér byggingaverkfræði, vatnsverkfræði, umferðarverkfræði »útfærslu og framkvæmdar verkefna á sviði rafmagns- og rafeindaverkfræði, »námuverkfræði, efnaverkfræði, véla-, iðnaðar- og kerfisverkfræði, verkfræðilegrar öryggisstjórnunarvatnsstjórnunarverkefna »

Útfærslaverkefnasemfelaísérloftræsti-,kæli-,hreinlætis-og•mengunarvarnaverkfræði, hljómburðarverkfræði, o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Þróun eða útgáfa tengds hugbúnaðar, sjá 58.29, 62.01•Starfsemi tölvuráðgjafa, sjá 62.02, 62.09•Tæknilegar prófanir, sjá 71.20•Rannsóknir og þróunarstarfsemi og tengd verkfræði, sjá 72.1•

Page 272: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

272 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

71.12.2 Starfsemi á sviði landmælinga; jarðfræðilegar rannsóknir

Til þessarar greinar telst:Jarðeðlisfræði-, jarðfræði- og jarðskjálftarannsóknir•Starfsemi á sviði landmælinga, s.s. varðandi land- og svæðarannsóknir, •vatnafræðilegar rannsóknir og starfsemi á sviði kortagerðar og rúmtaksupplýsinga

Til þessarar greinar telst ekki:Tilraunaboranir í tengslum við námurekstur, sjá 09.10, 09.90•Þróun eða útgáfa tengds hugbúnaðar, sjá 58.29, 62.01•Tæknilegar prófanir, sjá 71.20•

71.2 Tæknilegar prófanir og greining

71.20 Tæknilegar prófanir og greining

71.20.0 Tæknilegar prófanir og greining

Til þessarar greinar telst framkvæmd eðlisfræðilegra og efnafræðilegra prófana og annarra prófana í greiningarskyni á öllum gerðum efnis og vara:

Prófanir á hljóði og titringi•Prófanir á samsetningu og hreinleika jarðefna, o.þ.h.•Starfsemi á sviði hollustuhátta í matvælaframleiðslu, þ.m.t. sýnataka og eftirlit •dýralækna í tengslum við matvælaframleiðsluPrófanir á eðlisfræðilegum eiginleikum og hæfni efna, s.s. styrk, þykkt, endingu, •geislun, o.þ.h.Hæfis- og áreiðanleikaprófanir•Afkastaprófanir á samsettum vélum, s.s. hreyflum, bifreiðum og rafeindabúnaði•Röntgenprófanir á logsuðu og samskeytum•Bilanagreining•Prófanir og mælingar á umhverfisvísum, s.s. loftmengun, vatnsmengun o.þ.h.•Vottun vara, s.s. neytendavara, ökutækja, loftfara, þrýstiíláta og kjarnorkuvera•Reglulegar umferðaröryggisprófanir á ökutækjum•Prófanir með því að nota líkön eða eftirlíkingar (t.d. loftfara, skipa, stíflna, o.þ.h.)•Rekstur lögreglurannsóknarstofa•

Til þessarar greinar telst ekki:Prófanir á sýnishornum úr dýrum, sjá 75.00•Myndgreining, prófanir og greining á læknisfræðilegum sýnishornum og sýnishornum •úr tönnum, sjá 86

Page 273: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 273

nacerev. 2 ÍSAT2008

72 Vísindarannsóknir og þróunarstarf

Til þessarar deildar telst þrenns konar starfsemi í rannsóknum og þróun: Grunnrannsóknir: tilraunastarf eða fræðileg vinna sem fer fram fyrst og fremst til að 1) afla nýrrar þekkingar á grundvallarþáttum fyrirbæra án ákveðins tilgangs eða áforma um hagnýta notkun. Hagnýtar rannsóknir: frumrannsókn sem fer fram í því skyni að afla nýrrar þekkingar 2) sem beinist fyrst og fremst að sérstökum raunhæfum tilgangi eða að því að ná ákveðnu markmiði. Þróunarstarf: kerfisbundin vinna, sem byggir á þekkingu sem fyrir er og fengist hefur 3) með rannsóknum og/eða hagnýtri reynslu, sem miðar að því að framleiða ný efni, vörur og tæki, koma á nýjum ferlum, kerfum og þjónustu og að bæta verulega þau sem þegar hafa verið framleidd eða komið á.

Rannsóknum og þróunarstarfi í þessari deild er skipt í tvo flokka: raunvísindi og verkfræði; félags- og hugvísindi.

Til þessarar deildar telst ekki:Markaðsrannsóknir, sjá 73.20•

72.1 rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði

Til þessa flokks teljast grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir, þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði.

72.11 rannsóknir og þróunarstarf í líftækni

72.11.0 rannsóknir og þróunarstarf í líftækni

Til þessarar greinar teljast rannsóknir og þróunarstarf í líftækni:Rannsóknir og þróunarstarf á kjarnsýrum (DNA/RNA)•Rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við prótín og sameindir•Rannsóknir og þróunarstarf í frumu- og vefjaræktun og vefjatækni•

72.19 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði

72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði

Til þessarar greinar telst:Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði en á sviði líftækni:•

rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum »rannsóknir og þróunarstarf í verkfræði og tækni »rannsóknir og þróunarstarf í læknavísindum »rannsóknir og þróunarstarf í búvísindum »þverfaglegar rannsóknir og þróun, aðallega í raunvísindum og verkfræði »

Page 274: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

274 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

72.2 rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum

72.20 rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum

72.20.0 rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum

Til þessarar greinar teljast einnig:Þverfaglegar rannsóknir og þróun, aðallega í félags- og hugvísindum•

Til þessarar greinar teljast ekki:Markaðsrannsóknir, sjá 73.20•

Page 275: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 275

nacerev. 2 ÍSAT2008

73 Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir

73.1 Auglýsingastarfsemi

73.11 Auglýsingastofur

73.11.0 Auglýsingastofur

Til þessarar greinar telst alhliða þjónusta á sviði auglýsinga, þ.m.t. ráðgjöf og gerð auglýs-ingaefnis:

Gerð og framkvæmd auglýsingaherferða:•gerð auglýsinga fyrir dagblöð, tímarit, útvarp, sjónvarp, á netið og í aðra miðla »gerð og uppsetning auglýsingaskilta og -spjalda, upplýsingaspjalda, útstillinga í »búðarglugga, auglýsinga á bifreiðum og hópferðabílum; hönnun sýningarsaladreifing eða afhending á auglýsingaefni eða sýnishornum »

Stjórnun markaðsátaka og annarrar auglýsingastarfsemi, s.s. vörukynningar, •markaðsráðgjöf og auglýsingar með markpósti

Til þessarar greinar telst ekki:Prentun auglýsingaefnis, sjá 58.19•Framleiðsla auglýsinga fyrir útvarp, sjónvarp og kvikmyndahús, sjá 59.11•Markaðsrannsóknir, sjá 73.20•Auglýsingaljósmyndun, sjá 74.20•Skipulagning ráðstefna og vörusýninga, sjá 82.30•Starfsemi við fjöldasendingar með pósti (póstáritanir, forflokkun, o.þ.h.), sjá 82.19•

73.12 Auglýsingamiðlun

73.12.0 Auglýsingamiðlun

Til þessarar greinar telst:Gerð birtingaráætlana, birtingarráðgjöf og birtingartengd þjónusta•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi við almannatengsl, sjá 70.21•

73.2 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir

73.20 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir

73.20.0 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir

Til þessarar greinar telst:Rannsóknir á markaðsmöguleikum, vitund og þekkingu á vörum og þjónustu og •innkaupavenjum neytenda í þeim tilgangi að fara í söluherferð og þróa nýjar vörur og þjónustu, þ.m.t. tölfræðileg greining á niðurstöðumSkoðanakannanir um stjórnmála-, efnahags- og félagsleg málefni og tölfræðileg •greining á þeim

Page 276: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

276 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

74 önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

74.1 Sérhæfð hönnun

74.10 Sérhæfð hönnun

74.10.0 Sérhæfð hönnun

Til þessarar greinar telst:Tískuhönnun tengd textílum, fatnaði, skóm, skartgripum, húsgögnum og annarri •tískuvöru og einnig öðrum vörum fyrir einstaklinga eða heimiliStarfsemi iðnhönnuða•Starfsemi grafískra hönnuða•Starfsemi innanhússhönnuða•

Til þessarar greinar telst ekki:Hönnun og forritun vefsíða, sjá 62.01•Arkitektúr- og verkfræðihönnun, sjá 71.11, 71.12.1•

74.2 Ljósmyndaþjónusta

74.20 Ljósmyndaþjónusta

74.20.0 Ljósmyndaþjónusta

Til þessarar greinar telst:Ljósmyndun í atvinnuskyni: •

myndatökur af fólki, t.d. fyrir vegabréf, skólamyndir, brúðkaupsmyndir o.þ.h. »auglýsingaljósmyndun, myndatökur fyrir útgáfufyrirtæki, tískuljósmyndir, »ljósmyndun húsa og mannvirkja, landslagsmyndatökur og myndatökur fyrir ferðamannakynninguljósmyndun úr lofti »

Vinnsla mynda:•framköllun, prentun og stækkun negatífa eða kvikmynda fyrir viðskiptavini »prentstofur fyrir ljósmyndir og filmuframköllun »hraðframköllun (ekki hluti af ljósmyndavöruverslun) »uppsetning á skyggnum »eftirmyndun og endurgerð eða lagfæring á ljósmyndum »

Starfsemi blaðaljósmyndara•

Til þessarar greinar telst einnig:Afritun skjala á örfilmur•

Til þessarar greinar telst ekki:Smásala á ljósmyndavörum í sérverslunum, sjá 47.78.2•Vinnsla kvikmyndafilma sem tengjast kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum, sjá 59.12•Starfsemi á sviði kortagerðar og rúmtaksupplýsinga, sjá 71.12.2•Rekstur ljósmyndasjálfsala, sjá 96.09•

Page 277: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 277

nacerev. 2 ÍSAT2008

74.3 Þýðingar- og túlkunarþjónusta

74.30 Þýðingar- og túlkunarþjónusta

74.30.0 Þýðingar- og túlkunarþjónusta

74.9 önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

74.90 önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

74.90.0 önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

Til þessarar greinar telst margs konar þjónustustarfsemi sem krefst yfirgripsmikillar sérfræðilegrar, vísindalegrar og tæknilegrar færni og kunnáttu.

Til þessarar greinar telst:Starfsemi miðlara sem annast kaup og sölu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þó •ekki fasteignamiðlunStarfsemi við einkaleyfamiðlun (að annast kaup og sölu einkaleyfa)•Verðmat á öðru en fasteignum og vegna vátrygginga (mat á fornmunum, skartgripum, •o.þ.h.)Starfsemi við veðurspár•Öryggisráðgjöf•Jarðræktarráðgjöf, umhverfisráðgjöf og ráðgjafarstarfsemi önnur en í arkitektúr, •verkfræði eða stjórnun

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi umboðsmanna eða umboðskrifstofa fyrir hönd einstaklinga sem felst •yfirleitt í því að afla verkefna í kvikmyndum, leiksýningum eða öðrum afþreyingar- eða íþróttasýningum og að koma bókum, leikritum, listmunum, ljósmyndum o.þ.h. á framfæri við útgefendur, framleiðendur o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Heildverslun með notuð vélknúin ökutæki á uppboðum, sjá 45.1•Uppboð á netinu (smásala), sjá 47.91•Starfsemi uppboðshúsa (smásala), sjá 47.99•Starfsemi fasteignamiðlara, sjá 68.3•Bókhaldsþjónusta, sjá 69.20•Starfsemi stjórnunarráðgjafa, sjá 70.22•Starfsemi ráðgjafa í arkitektúr og verkfræði, sjá 71.1•Iðnaðar- og vélahönnun, sjá 71.1•Sýnataka og eftirlit dýralækna í tengslum við matvælaframleiðslu, sjá 71.20•Uppsetning á auglýsingum og önnur auglýsingahönnun, sjá 73.11•Gerð standa og annarra sýningaeininga og -staða, sjá 73.11•Skipulagning ráðstefna og vörusýninga, sjá 82.30•Starfsemi óháðra uppboðshaldara, sjá 82.99•Stjórnun tryggðaráætlana (s.s. vildarkorta fyrirtækja), sjá 82.99•Ráðgjöf um fjármál heimila, sjá 88.99•

Page 278: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

278 BÁLKur M » Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

75 Dýralækningar

75.0 Dýralækningar

75.00 Dýralækningar

75.00.0 Dýralækningar

Til þessarar greinar telst:Lækningar dýra og eftirlit með heilbrigðri framleiðslu dýra•

Starfsemin er innt af hendi af menntuðum dýralæknum á dýraspítölum, í vitjunum á bóndabýli eða einkaheimili, á hundaræktarstöðvum, eigin dýralæknastofum og skurð-stofum eða annars staðar.

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi í klínískri meinafræði og önnur greiningarstarfsemi sem snýr að dýrum•Sjúkraflutningar dýra•

Til þessarar greinar telst ekki:Vistun húsdýra sem felur ekki í sér heilsugæslu, sjá 01.62•Nytmælingar, gelding alihana og starfsemi sem tengist tæknifrjóvgun, sjá 01.62•Vistun gæludýra sem felur ekki í sér heilsugæslu, sjá 96.09•

Page 279: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 279

nacerev. 2 ÍSAT2008

n lEigustarFsEmi og ýmis sÉrHÆFð ÞJÓnusta

77 Leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga

Til þessarar deildar telst leiga fjármuna annarra en fjáreigna, s.s. leiga á bifreiðum, tölvum, neytendavörum og vélum og tækjum til atvinnurekstrar í skiptum fyrir reglubundnar greiðslur. Deildin skiptist niður í leigu á:

Ökutækjum•Búnaði til tómstunda- og íþróttaiðkunar og búnaði til einka- og heimilisnota•Vélum og tækjum til atvinnurekstrar•

Til þessarar deildar telst ekki:Fjármögnunarleiga, sjá 64.91•Leiga fasteigna, sjá bálk L•Leiga búnaðar með stjórnanda, sjá viðkomandi grein eftir því hvaða starfsemi fer fram •með þessum búnaði, t.d. mannvirkjagerð (bálkur F), flutningar (bálkur H)

77.1 Leiga á vélknúnum ökutækjum

77.11 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum

77.11.0 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á fólksbifreiðum og öðrum léttum vélknúnum ökutækjum (undir •3,5 tonn)

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á bifreiðum eða léttum vélknúnum ökutækjum með ökumanni, sjá 49.39•Leiga á vélhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum, sjá 77.39•

77.12 Leiga á vörubifreiðum

77.12.0 Leiga á vörubifreiðum

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á vörubifreiðum, tengivögnum og öðrum þungum vélknúnum •ökutækjum (yfir 3,5 tonn)Leiga á húsbílum•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á þungaflutningabifreiðum eða vörubifreiðum með ökumanni, sjá 49.41•

77.2 Leiga á munum til einka- og heimilisnota

Til þessa flokks telst leiga á munum fyrir einstaklinga og heimili og einnig leiga búnaðar til tómstunda- og íþróttaiðkunar og leiga myndbanda. Starfsemi felur yfirleitt í sér leigu á munum til skamms tíma en þó getur leigusamningurinn í sumum tilvikum verið til lengri tíma.

Page 280: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

280 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

77.21 Leiga á tómstunda- og íþróttavörum

77.21.0 Leiga á tómstunda- og íþróttavörum

Til þessarar greinar telst leiga á búnaði til tómstunda- og íþróttaiðkunar:Skemmtibátar, kanóar, seglbátar•Skíði, reiðhjól og annar íþróttabúnaður•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á skemmtibátum og seglbátum með áhöfn, sjá 50.10, 50.30•Leiga á myndböndum og -diskum, sjá 77.22•Leiga á öðrum munum til einka- og heimilisnota, ót.a.s., sjá 77.29•Leiga á skemmti- og tómstundatækjum sem hluti af aðstöðu til tómstundaiðkunar, sjá •93.29

77.22 Leiga á myndböndum og -diskum

77.22.0 Leiga á myndböndum og -diskum

Til þessarar greinar telst leiga á myndböndum, plötum, geisladiskum, stafrænum mynd-diskum (DVD) o.þ.h.

77.29 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og heimilisnota

77.29.0 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og heimilisnota

Til þessarar greinar telst:Leiga einstaklinga eða fyrirtækja á hvers kyns munum ótöldum annars staðar til •heimilis- eða einkanota:

textílvörur, fatnaður og skófatnaður »húsgögn, leirvara og glervara, eldhús- og borðbúnaður, raftæki og heimilistæki »skartgripir, hljóðfæri, leikmunir og leikbúningar »bækur, fagtímarit og tímarit »vélar og búnaður sem áhugamenn nota eða er notaður í tómstundum, t.d. tæki »fyrir viðgerðir á heimilumblóm og jurtir »rafeindabúnaður til heimilisnota »

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á bifreiðum, sjá 77.1•Leiga á tómstunda- og íþróttavörum, sjá 77.21•Leiga á myndböndum og mynddiskum, sjá 77.22•Leiga á vélhjólum og hjólhýsum, sjá 77.39•Leiga á skrifstofuhúsgögnum, sjá 77.33•Starfsemi bóka- og skjalasafna, sjá 91.01•Leiga þvottahúsa á líni, vinnufatnaði o.þ.h., sjá 96.01•

Page 281: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 281

nacerev. 2 ÍSAT2008

77.3 Leiga á öðrum vélum og búnaði

77.31 Leiga á landbúnaðarvélum og -tækjum

77.31.0 Leiga á landbúnaðarvélum og -tækjum

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á vélum og tækjum til nota í landbúnaði og skógrækt án •stjórnanda

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á vélum og tækjum til nota í landbúnaði og skógrækt með stjórnanda, sjá 01.61, •02.40

77.32 Leiga á vinnuvélum og tækjum til byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar

77.32.0 Leiga á vinnuvélum og tækjum til byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á vélum og tækjum til nota við byggingar og mannvirkjagerð án •stjórnanda Leiga á verk- og vinnupöllum án vinnu við að reisa þá og taka þá niður•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á vinnuvélum og tækjum til byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar með •stjórnanda, sjá 43

77.33 Leiga á tölvum, skrifstofuvélum og -búnaði

77.33.0 Leiga á tölvum, skrifstofuvélum og -búnaði

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á skrifstofuvélum og -búnaði, s.s tölvum og jaðarbúnaði fyrir •tölvur, ljósritunarvélum, afgreiðslukössum og skrifstofuhúsgögnum

77.34 Leiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum

77.34.0 Leiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum án stjórnanda, s.s. •bátum og skipum til nota í atvinnuskyni

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum með stjórnanda, sjá deild 50•Leiga á skemmtibátum, sjá 77.21•

77.35 Leiga á loftförum

77.35.0 Leiga á loftförum

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á loftförum án áhafnar, s.s. flugvélum, þyrlum og loftbelgjum•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á loftförum með áhöfn, sjá deild 51•

Page 282: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

282 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

77.39 Leiga á öðrum ótöldum vélum og búnaði

77.39.0 Leiga á öðrum ótöldum vélum og búnaði

Til þessarar greinar telst:Leiga og rekstrarleiga á öðrum vélum og búnaði án stjórnanda:•

hreyflar og hverflar »smíðavélar »námu- og olíuvinnslubúnaður »sérhæfður búnaður fyrir útvarp, sjónvarp og fjarskipti »búnaður til kvikmyndaframleiðslu »mæli- og stjórntæki »aðrar vélar og búnaður til nota í vísindum, viðskiptum eða iðnaði »

Leiga og rekstrarleiga á vélhjólum, hjólhýsum, tjaldvögnum o.þ.h.•

Til þessarar greinar telst einnig:Leiga á húsnæðis- eða skrifstofugámum•Leiga á gámum og vörubrettum•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á reiðhjólum, sjá 77.21•Leiga á tækjum og búnaði til nota í landbúnaði og skógrækt, sjá 77.31•Leiga á vélum og tækjum til byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar, sjá 77.32•Leiga á skrifstofuvélum og -tækjum, þ.m.t. tölvur, sjá 77.33•

77.4 Leiga á hugverkum og skyldum eignum sem ekki njóta höfundarréttar

77.40 Leiga á hugverkum og skyldum eignum sem ekki njóta höfundarréttar

77.40.0 Leiga á hugverkum og skyldum eignum sem ekki njóta höfundarréttar

Til þessarar greinar telst starfsemi sem felur í sér að öðrum eru heimiluð afnot af hugverkum og skyldum eignum og er eigandanum greitt fyrir notkunina með þóknun eða leyfisgjaldi. Leiga þessara eigna getur verið með ýmsu móti, s.s. leyfi til fjölföld-unar, notkun á framleiðsluferlum eða vörum, rekstur fyrirtækja samkvæmt einkasöluleyfi (franchise) o.þ.h.

Til þessarar greinar telst:Leiga hugverka (að undanskildum verkum sem njóta höfundarréttar, s.s. bækur eða •hugbúnaður)Móttaka þóknana eða leyfisgjalds fyrir notkun á:•

eignum vörðum með einkaleyfi »vörumerkjum eða þjónustumerkjum »vöruheitum »réttindum til rannsókna á jarðefnum »samningi um einkasöluleyfi (franchise) »

Til þessarar greinar telst ekki:Öflun á réttindum og útgáfu, sjá deildir 58 og 59•Framleiðsla, fjölföldun, flutningur og dreifing á verkum sem njóta höfundarréttar •(bækur, hugbúnaður, myndir), sjá deildir 58 og 59

Page 283: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 283

nacerev. 2 ÍSAT2008

78 Atvinnumiðlun

78.1 ráðningarstofur

78.10 ráðningarstofur

78.10.0 ráðningarstofur

Til þessarar greinar telst:Leit eftir starfsfólki, umsögn, val og ráðning, þ.m.t. leit og ráðning stjórnenda•Ráðningarstofur á netinu•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi umboðsmanna eða -skrifstofa á sviði leiklistar eða lista, sjá 74.90•

78.2 Starfsmannaleigur

78.20 Starfsmannaleigur

78.20.0 Starfsmannaleigur

Til þessarar greinar telst starfsemi við að útvega fyrirtækjum starfsmenn tímabundið, þar sem starfsmennirnir sem eru útvegaðir eru starfsmenn starfsmannaleigunnar. Starfsmanna leigurnar hafa ekki beint eftirlit með starfsmönnum sínum á vinnustað viðskipta vinarins.

78.3 önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi

78.30 önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi

78.30.0 önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi

Til þessarar greinar telst önnur þjónusta á sviði starfsmannahalds fyrir viðskiptavini. Fyrirtæki sem flokkast hér eru fulltrúar viðskiptavinarins gagnvart starfsmönnum hans í málum er varða laun, skatta og önnur fjárhags- eða starfsmannamál en bera ekki ábyrgð á stjórnun og eftirliti með starfsmönnum.

Til þessarar greinar telst ekki:Að annast starfsmannahald ásamt því að reka fyrirtækið, sjá grein í viðkomandi •atvinnustarfsemi fyrirtækisins

Page 284: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

284 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

79 Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta

Til þessarar greinar telst starfsemi sem einkum felst í því að selja ferðir, hópferðir, farmiða og gistingu í heildsölu eða smásölu til almennings eða fyrirtækja og starfsemi við undirbúning og samsetningu ferða sem seldar eru hjá ferðaskrifstofum eða beint af ferðaskipuleggjendum og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu, s.s. bókunarþjónusta. Einnig er meðtalin þjónusta leiðsögumanna og fararstjóra.

79.1 Starfsemi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda

79.11 Ferðaskrifstofur

79.11.0 Ferðaskrifstofur

Til þessarar greinar telst starfsemi sem einkum felst í því að bjóða fram og selja alferðir, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, innan lands eða erlendis. Ferðaskrifstofur geta jafnframt haft með höndum alla þá þjónustu sem ferðaskipuleggj-endur veita, hvort sem hún er í formi alferða eða ekki.

79.12 Ferðaskipuleggjendur

79.12.0 Ferðaskipuleggjendur

Aðilar sem, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavina, setja saman, bjóða fram og selja eftirfarandi þjónustu:

Skipulagningu og sölu ferða til hópa og einstaklinga og skipulagningu á ferðum, dvöl, •afþreyingu og frístundaiðju, innan lands og erlendisHvers konar umboðs- og endursölu farmiða með skipum, bifreiðum, flugvélum eða •járnbrautumAfþreyingu, svo sem hestaferðir, vélsleðaferðir, fljótasiglingar og ævintýraferðir með •sérútbúnum ökutækjumFerðir og veitingar sem hluta af veittri þjónustu•

Til þessarar greinar telst ekki :Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum, sjá 82.30•

79.9 önnur bókunarþjónusta og tengd starfsemi

79.90 önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu

79.90.0 önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu

Til þessarar greinar telst:Önnur bókunarþjónusta í ferðaþjónustu, s.s. bókun á ferðum, gistingu, veitingastöðum •og bílaleigubílumMiðasala fyrir leikhús, íþróttir og aðrar skemmtanir og afþreyingu•Aðstoð við ferðamenn, s.s. upplýsingaþjónusta, starfsemi leiðsögumanna og •fararstjóra, ferðakynningar

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, sjá greinar 79.11 og 79.12•

Page 285: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 285

nacerev. 2 ÍSAT2008

80 öryggis- og rannsóknarstarfsemi

Til þessarar deildar telst þjónusta tengd öryggismálum, s.s. rannsóknar- og leynilögreglu-þjónusta, vöktunar- og öryggisþjónusta, flutningur peninga eða annarra verðmæta, rekstur rafrænna öryggiskerfa, s.s. þjófa- og brunavarnarkerfi, þegar um er að ræða fyrst og fremst fjargæslu þessara kerfa. Rekstur slíkra öryggiskerfa felur einnig oft í sér sölu, uppsetningu og viðhaldsþjónustu. Ef sala, uppsetning og viðhaldsþjónusta er veitt sérstaklega þá er sú starfsemi ekki meðtalin hér, heldur flokkuð með smásölu, byggingar-framkvæmdum o.s.frv.

80.1 Einkarekin öryggisþjónusta

80.10 Einkarekin öryggisþjónusta

80.10.0 Einkarekin öryggisþjónusta

Til þessarar greinar telst: Vöktunar- og öryggisþjónusta•Flutningur peninga eða annarra verðmæta•Þjónusta með brynvarða bíla•Lífvarðaþjónusta•Þjónusta við töku fingrafara•Öryggisvarðaþjónusta•

Til þessarar greinar telst ekki:Löggæsla og öryggisþjónusta á vegum ríkis og sveitarfélaga, sjá 84.24•

Page 286: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

286 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

80.2 Starfsemi við öryggiskerfaþjónustu

80.20 Starfsemi við öryggiskerfaþjónustu

80.20.0 Starfsemi við öryggiskerfaþjónustu

Til þessarar greinar telst:Vöktun og fjargæsla rafrænna öryggiskerfa, s.s. þjófa- og brunavarnarkerfi, þ.m.t. •uppsetning og viðhaldUppsetning, viðgerð, og stilling á vélrænum- eða rafeindalæsibúnaði, peningaskápum •og öryggisgeymslum í tengslum við vöktun og fjargæslu

Aðilar sem annast þessa starfsemi geta einnig annast sölu öryggiskerfa, vélrænna lása eða rafeindalása, peningaskápa og öryggisgeymslna.

Til þessarar greinar telst ekki:Uppsetning öryggiskerfa, s.s. þjófa- og brunavarnarkerfa, þegar vöktun og fjargæsla er •ekki hluti þessara kerfa, sjá 43.21Smásala öryggiskerfa, vélræns eða rafeindalæsibúnaðar, peningaskápa og •öryggisgeymslna, án eftirlits-, uppsetningar- eða viðhaldsþjónustu, sjá 47.59Öryggisráðgjafar, sjá 74.90•Löggæsla og öryggisþjónusta á vegum ríkis og sveitarfélaga, sjá 84.24•Lyklasmíði, 95.29•

80.3 rannsóknarstarfsemi

80.30 rannsóknarstarfsemi

80.30.0 rannsóknarstarfsemi

Til þessarar greinar telst rannsóknar- og leynilögregluþjónusta.

Page 287: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 287

nacerev. 2 ÍSAT2008

81 Fasteignarumsýsla, hreingerningarþjónusta og skrúðgarðyrkja

Til þessarar deildar telst ýmis stoðþjónusta á athafnasvæði verkkaupa, s.s. þrif bygg-inga af öllum gerðum, bæði innanhúss og utan, þrif á iðnaðarvélum, þrif á hópbifreiðum, flugvélum o.þ.h., sótthreinsun og eyðing meindýra í byggingum, skipum o.þ.h., flöskuhreinsun, götusópun, snjómokstur, viðhald og gerð garða og grænna svæða.

81.1 Blönduð fasteignarumsýsla

81.10 Blönduð fasteignarumsýsla

81.10.0 Blönduð fasteignarumsýsla

Til þessarar greinar telst miðlun á starfsfólki til að annast blandaða stoðþjónustu á athafna svæði verkkaupa, s.s. almenn þrif innanhúss, viðhald, sorphirða, öryggis- og eftirlits þjónusta, dreifing pósts, móttaka, þvottur og tengd þjónusta. Þessi stoðþjónusta er unnin af starfsfólki sem tekur ekki þátt í eða er ábyrgt fyrir meginrekstri eða -starfsemi verkkaupa.

Til þessarar greinar telst ekki:Veiting aðeins einnar tegundar stoðþjónustu (t.d. almenn þrif innanhúss), sjá •viðeigandi grein eftir því hvaða þjónusta er veittMiðlun starfsfólks til að stjórna og reka í heild sinni starfsstöð verkkaupa, s.s. hótel, •veitingahús eða sjúkrahús, sjá greinina sem viðkomandi starfsemi telst tilStjórn og rekstur tölvukerfa á staðnum og/eða gagnavinnsluaðstöðu viðskiptavinar, sjá •62.03Rekstur fangelsa og betrunarhúsa samkvæmt samningi eða gegn þóknun, sjá 84.23•

81.2 Hreingerningarþjónusta

Til þessa flokks telst starfsemi við almenn þrif innanhúss á öllum gerðum bygginga, þrif á byggingum að utan, sérhæfð þrif bygginga eða önnur sérhæfð þrif, þrif á iðnaðarvélum, þrif á tönkum tankbifreiða og tankskipa, sótthreinsun og eyðing meindýra í byggingum og iðnaðarvélum, flöskuhreinsun, götusópun og snjómokstur.

Til þessa flokks telst ekki meindýraeyðing í landbúnaði, gufuhreinsun, sandblástur og áþekk starfsemi við byggingar að utan (Byggingarstarfsemi), hreinsun á teppum og mottum, vegg- og gluggatjöldum (Önnur þjónustustarfsemi). Einnig eru undanskilin þrif á nýjum byggingum strax að lokinni byggingu þeirra (Byggingarstarfsemi).

81.21 Almenn þrif bygginga

81.21.0 Almenn þrif bygginga

Til þessarar greinar teljast almenn (ekki sérhæfð) þrif á öllum gerðum bygginga.

Til þessarar greinar telst ekki:Sérhæfð þrif, s.s. gluggaþvottur, hreinsun reykháfa, arna, kamína, ofna, brennsluofna, •katla og loftræstikerfa, sjá 81.22

Page 288: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

288 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

81.22 önnur þrif á byggingum og í iðnaði

81.22.0 önnur þrif á byggingum og í iðnaði

Til þessarar greinar telst starfsemi við:Þrif utanhúss á byggingum af öllum gerðum•Sérhæfð þrif á byggingum, s.s. gluggahreinsun, hreinsun reykháfa og arna, kamína, •ofna, brennsluofna, katla og loftræstikerfaÞrif á iðnaðarvélum•Önnur ótalin þrif á byggingum og í iðnaði•

Til þessarar greinar telst ekki:Háþrýstiþvottur, sandblástur og áþekk vinna við byggingar utanhúss, sjá 43.99•

81.29 önnur ótalin hreingerningarþjónusta

81.29.0 önnur ótalin hreingerningarþjónusta

Til þessarar greinar telst:Sótthreinsun og eyðing meindýra•Hreinsun og viðhald sundlauga•Þrif á lestum, hópbifreiðum, flugvélum o.s.frv.•Þrif á tönkum tankbifreiða og tankskipa•Flöskuhreinsun•Götusópun og snjómokstur•Önnur ótalin þrif•

Til þessarar greinar telst ekki:Meindýraeyðing í landbúnaði, sjá 01.61•Þrif á bifreiðum, bílaþvottur, sjá 45.20.4•

81.3 Skrúðgarðyrkja

81.30 Skrúðgarðyrkja

81.30.0 Skrúðgarðyrkja

Til þessarar greinar telst:Gróðursetning, og viðhald skrúðgarða, almenningsgarða og grænna svæða fyrir •íþróttir og útivistHirðing garða, runna og trjáa fyrir fyrirtæki og heimili•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla plantna og trjáa í atvinnuskyni, sjá deildir 01, 02•Viðhald landbúnaðarjarða í góðu ástandi fyrir landbúnað og í góðu vistvænu ástandi, •sjá 01.61Tjráræktarstöðvar og gróðrarstöðvar fyrir skógartré, sjá 01.30, 02.10.1•Jarðvegsvinna, sjá bálk F•Landslagshönnun og landslagsarkitektúr, sjá 71.11•

Page 289: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 289

nacerev. 2 ÍSAT2008

82 Skrifstofuþjónusta og önnur þjónusta við atvinnurekstur

Til þessarar deildar telst ýmis konar dagleg þjónusta í tengslum við stjórnun og skrifstofu-rekstur og einnig föst reglubundin stoðstarfsemi í fyrirtækjum fyrir aðra gegn þóknun eða samkvæmt samningi.

Til þessarar deildar telst öll þjónusta við atvinnurekstur sem ekki er flokkuð annars staðar.

Aðilar sem flokkast undir þessa deild útvega ekki starfslið sem annast heildarrekstur fyrirtækis.

82.1 Skrifstofuþjónusta

Til þessarar greinar telst ýmis konar dagleg þjónusta í tengslum við stjórnun og skrifstofu-rekstur, s.s. móttaka, fjárhagsleg áætlanagerð, gerð og skráning reikninga, starfsmanna-hald og póstþjónusta, o.þ.h., fyrir aðra samkvæmt samningi eða gegn þóknun.

Til þessa flokks telst einnig stoðstarfsemi fyrir aðra samkvæmt samningi eða gegn þóknun sem er föst reglubundin stoðstarfsemi sem fyrirtæki og stofnanir sjá venjulega um sjálf.

Aðilar í þessum flokki útvega ekki starfslið sem annast heildarrekstur fyrirtækis. Aðilar sem annast einn sérstakan þátt í slíkri starfsemi eru flokkaðar samkvæmt þeirri starfsemi sem um ræðir.

82.11 Blönduð skrifstofuþjónusta

82.11.0 Blönduð skrifstofuþjónusta

Til þessarar greinar telst ýmis konar blönduð dagleg þjónusta í tengslum við stjórnun og skrifstofurekstur, s.s. móttaka, fjárhagsleg áætlanagerð, gerð og skráning reikninga, starfs-mannahald og póstþjónusta fyrir aðra samkvæmt samningi eða gegn þóknun.

Til þessarar greinar teljast ekki:Aðilar sem annast einungis einn af fyrrgreindum þjónustuþáttum, sjá viðkomandi •atvinnugreinStarfsmannaleigur, sjá 78.20•

82.19 Ljósritun, meðferð skjala og önnur sérhæfð skrifstofuþjónusta

82.19.0 Ljósritun, meðferð skjala og önnur sérhæfð skrifstofuþjónusta

Til þessarar greinar telst ýmis sérhæfð skrifstofuþjónusta: Ljósritun, afritun og prentun þegar um er að ræða minni verkefni•Meðferð skjala•Ritstýring eða prófarkalestur skjala•Vélritun, ritvinnsla og umbrot•Ritaraþjónusta, hljóðritun eða afritun skjala•Útleigapósthólfaogönnurpóst-ogpóstsendingaþjónusta,s.s.forflokkun,póstáritun,•o.s.frv. (að undanskildum auglýsingum með fjöldapóstsendingum)Önnur skjalaafritunarþjónusta sem ekki felur í sér prentþjónustu, s.s. offsetprentun, •hraðprentun, stafræn prentun

Til þessarar greinar telst ekki:Prentun skjala (offsetprentun, hraðprentun, o.s.frv.), sjá 18.12•Sérhæfð hraðritunarþjónusta, sjá 82.99•

Page 290: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

290 BÁLKur n » Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

82.2 Símsvörun og úthringiþjónusta

82.20 Símsvörun og úthringiþjónusta

82.20.0 Símsvörun og úthringiþjónusta

82.3 Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum

82.30 Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum

82.30.0 Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum

Til þessarar greinar telst skipulagning, kynning og/eða stjórnun atburða, s.s. atvinnuvega-sýninga og kaupstefna, þinga, ráðstefna og funda óháð því hvort innifalið sé stjórnun og útvegun starfsliðs til að annast aðstöðuna þar sem atburðirnir fara fram.

82.9 önnur þjónusta við atvinnurekstur

Til þessa flokks telst innheimtuþjónusta, fyrirtæki sem veita upplýsingar um lánstraust og öll þjónustustarfsemi sem veitt er fyrirtækjum og flokkast ekki annars staðar.

82.91 Innheimtuþjónusta og upplýsingar um lánstraust

82.91.0 Innheimtuþjónusta og upplýsingar um lánstraust

Til þessarar greinar telst:Innheimta á kröfum fyrir viðskiptavini•Söfnun upplýsinga, s.s. um lána- og atvinnusögu einstaklinga og lánasögu fyrirtækja •og veiting slíkra upplýsinga til fjármálastofnana, smásala og annarra sem þurfa að meta lánstraust þessara aðila

82.92 Pökkunarstarfsemi

Til þessarar greinar telst:Pökkunarstarfsemi gegn þóknun eða samkvæmt samningi•

Til þessarar greinar telst ekki:Tilfallandi pökkunarstarfsemi í tengslum við flutninga, sjá 52.29•

82.99 önnur ótalin þjónusta við atvinnurekstur

82.99.0 önnur ótalin þjónusta við atvinnurekstur

Til þessarar greinar telst:Hraðritunarþjónusta •Kóðuð textun á beinum sjónvarpsútsendingum frá fundum og ráðstefnum•Strikamerkingaþjónusta•Fjáröflunarþjónusta gegn þóknun eða samkvæmt samningi•Sjálfstætt starfandi uppboðshaldarar•Stjórnun tryggðaráætlana (s.s. vildarkortafyrirtæki)•

Til þessarar greinar telst ekki:Innsetning kreditlista eða þýðingatexta í kvikmyndum eða á myndbandsspólum, sjá •59.12

Page 291: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur O » Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 291

nacerev. 2 ÍSAT2008

o oPinBEr stJÓrnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

Til þessa bálks telst umsýsla fyrir hið opinbera, yfirleitt í höndum opinberrar stjórnsýslu. Í þessu felst setning og túlkun laga og tilsvarandi reglugerða þeirra, auk stjórnunaráætlana sem byggja á þeim, löggjafarstarf, skattlagning, landvarnir, allsherjarregla og almanna-öryggi, útlendingaeftirlit, utanríkisþjónusta og stjórnun opinberra áætlana. Til þessa bálks telst einnig starfsemi á sviði almannatrygginga.

Laga- eða stofnanaleg staða ræður í sjálfu sér ekki úrslitum er kemur að flokkun starfsemi undir þennan bálk, heldur öllu fremur að starfsemin sé sama eðlis og tilgreint er í fyrr-greindri málsgrein. Þetta þýðir að starfsemi sem flokkast annars staðar í atvinnugreina-flokkuninni heyrir ekki undir þennan bálk jafnvel þótt hún sé í höndum opinberra aðila. Til dæmis heyrir stjórnun skólakerfisins (þ.e. reglugerðir, eftirlit og námsskrár) undir þennan bálk, en sjálf kennslan gerir það ekki (sjá bálk P), einnig flokkast fangelsis- eða hersjúkrahús undir heilbrigðismál (sjá bálk Q). Á sama hátt getur sum starfsemi sem lýst er í þessum bálki heyrt undir óopinbera aðila.

84 Opinber stjórnsýsla, varnarmál og almannatryggingar

84.1 Æðsta stjórnsýsla ríkis, löggjafarstörf og framkvæmd efnahags- og félagsmála

84.11 Almenn stjórnsýsla og löggjöf

84.11.0 Almenn stjórnsýsla og löggjöf

Til þessarar greinar telst:Starfsemi löggjafar- og framkvæmdavalds í tengslum við stjórnsýslu samfélagsins í •heild. Þetta á jafnt við um starfsemi á vegum ríkis og sveitarfélaga. Til þessarar greinar telst að jafnaði ekki aðeins stjórnsýsla ráðuneytanna heldur einnig þær ríkisstofnanir sem heyra undir þau, svo og stjórnir, ráð o.þ.h., að því marki sem þessar stofnanir hafa stjórnsýslu á hendi.Fjármál hins opinbera, skattheimta og -eftirlit, tollstjórn•Almenn starfsemi í tengslum við starfsmannahald og starfsmannastefnu ríkis og •sveitarfélagaStjórnun og framkvæmd almennra efnahags- og félagsmála, opinber skrásetning og •hagskýrsluþjónusta

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur á fasteignum ríkis og sveitarfélaga, sjá 68.2, 68.3•Rekstur á opinberum skjalasöfnum, sjá 91.01•

Page 292: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

292 BÁLKur O » Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

nacerev. 2 ÍSAT2008

84.12 Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmála og félags-mála, þó ekki almannatryggingar

84.12.0 Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmála og félagsmála, þó ekki almannatryggingar

Til þessarar greinar telst:Stjórn ríkis og sveitarfélaga á heilbrigðismálum, fræðslu- og menningarmálum, •íþróttamálum, tómstundastarfi, umhverfismálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Til þessarar greinar telst ekki aðeins stjórnsýsla ráðuneytanna heldur einnig þær ríkisstofnanir sem heyra undir þau, svo og stjórnir og ráð o.þ.h., að því marki sem þessar stofnanir hafa stjórnsýslu á hendi. Hins vegar er sjálf þjónustan, sem einstakar stofnanir (sjúkrahús, skólar o.s.frv.) inna af hendi, ekki talin hér heldur með þeim greinum sem viðkomandi starfsemi fellur undir

Til þessarar greinar telst ekki: Fráveita, sorphirða og förgun sorps, sjá deildir 37, 38, 39•Almannatryggingar, sjá 84.30•Fræðslustarfsemi, sjá bálk P•Heilbrigðisþjónusta, sjá deild 86•Söfn og aðrar menningarstofnanir, sjá deild 91•Íþróttastarfsemi eða annað tómstundastarf, sjá deild 93•

84.13 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna

84.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna

Til þessarar greinar telst:Stjórn ríkis og sveitarfélaga á málefnum atvinnuvega, hvers konar eftirliti, •skipulagsmálum, orkumálum, veitum og samgöngum, fjarskiptum og ferðamálum. Einnig fellur stjórn atvinnumála og vinnumarkaðar og byggðaáætlanir og byggðaþróun undir þessa grein. Til þessarar greinar telst ekki aðeins stjórnsýsla ráðuneytanna heldur einnig þær ríkisstofnanir sem heyra undir þau, svo og stjórnir og ráð o.þ.h., að því marki sem þessar stofnanir hafa stjórnsýslu á hendi. Hins vegar er sjálf þjónustan, sem einstakar opinberar stofnanir, t.d. rafveitur og hitaveitur, inna af hendi, ekki talin hér heldur með þeim greinum sem viðkomandi starfsemi fellur undir

84.2 utanríkisþjónusta, dómstólar, löggæsla og björgunarstarfsemi

Til þessa flokks teljast utanríkismál, varnarmál og starfsemi er varðar löggæslu og almannaöryggi.

84.21 utanríkisþjónusta

84.21.0 utanríkisþjónusta

Til þessarar greinar telst:Utanríkisráðuneytið, sendiráð og ræðisskrifstofur erlendis, sendinefndir eða starfslið á •skrifstofum alþjóðastofnanaStarfsemi er tengist kynningu á íslenskri menningu og önnur kynningarstarfsemi •erlendisAðstoð við erlend ríki, hvort sem hún er í höndum alþjóðastofnana eða ekki•

Til þessarar greinar telst ekki:Alþjóðleg hamfara- eða flóttamannahjálp, sjá 88.99•Starfsemi erlendra sendiráða og sendifulltrúa, sjá 99.00•

Page 293: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur O » Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 293

nacerev. 2 ÍSAT2008

84.22 Varnarmál

84.22.0 Varnarmál

Til þessarar greinar telst:Stjórn landvarna og hermála•

Til þessarar greinar teljast ekki:Almannavarnir, sjá 84.24•

84.23 Dómstólar og fangelsi

84.23.0 Dómstólar og fangelsi

Til þessarar greinar telst:Stjórnun og rekstur dómstóla og dómskerfis, þ.m.t. ríkissaksóknari•Gerðardómur í einkamálum•Stjórn fangelsismála og veiting betrunarþjónustu, þ.m.t. endurhæfingarþjónusta, óháð •því hvort stjórn og rekstur hennar er í höndum hins opinbera eða í einkarekstri, gegn þóknun eða samkvæmt samningi

Til þessarar greinar telst ekki:Ráðgjöf og málsvörn í einkamálum, refsimálum og öðrum málum, sjá 69.10•

84.24 Löggæsla og almannaöryggi

84.24.0 Löggæsla og almannaöryggi

Til þessarar greinar telst:Sú starfsemi sem innt er af hendi hjá almennum lögregluembættum •Útlendingaeftirlit•Starfsemi rannsóknarlögreglu•Landhelgisgæsla•Almannavarnir•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur rannsóknastofa lögreglu, sjá 71.20•Stjórnun varnar- og hermála, sjá 84.22•

84.25 Slökkviliðs- og björgunarstarfsemi

84.25.0 Slökkviliðs- og björgunarstarfsemi

Til þessarar greinar telst:Starfsemi slökkviliða sveitarfélaga•Starfsemi björgunarsveita, slysavarnarfélaga og annarra er sinna björgun vegna t.d. •sjóslysa, stórslysa á landi og náttúruhamfara

Til þessarar greinar teljast ekki:Slökkvistörf og brunavarnir vegna skógarelda, sjá 02.40•Slökkvistörf á olíu- og gasvinnslusvæðum, sjá 09.10•Slökkvistörf og brunavarnaþjónusta á flugvöllum, sjá 52.23•

Page 294: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

294 BÁLKur O » Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar

nacerev. 2 ÍSAT2008

84.3 Almannatryggingar

84.30 Almannatryggingar

84.30.0 Almannatryggingar

Til þessarar greinar telst:Starfsemi sem tengis lögbundnum sjúkra-, slysa-, lífeyris- og atvinnuleysistryggingum•Greiðslur bóta í fæðingarorlofi•

Til þessarar greinar telst ekki:Lífeyrissjóðir, sjá 65.30•Velferðar- og félagsþjónusta (án dvalar á stofnun eða heimili), sjá 88.10, 88.99•

Page 295: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur P » Fræðslustarfsemi 295

nacerev. 2 ÍSAT2008

P FrÆðslustarFsEmi

Til þessa bálks telst kennsla á öllum stigum og í öllum námsgreinum, hvort sem er í dagskólum eða kvöldskólum. Kennslan getur einnig verið í bréfaskóla og í formi fjar-kennslu.

Talin er með jafnt kennsla ýmissa skólastofnana í hinu almenna skólakerfi og fullorðins-fræðsla. Á sérhverju stigi almenna skólakerfisins telst einnig með sérkennsla fyrir líkam lega eða andlega fatlaða nemendur.

Sundurliðun í þessum bálki byggist á flokkun námsstiga samkvæmt alþjóðlegu menntunar flokkuninni (ISCED 1997).

Til þessa bálks telst einnig kennsla sem snýr aðallega að íþrótta- og tómstundaiðkun, s.s. tennis eða golf og þjónustustarfsemi á sviði menntunar.

85 Fræðslustarfsemi

85.1 Fræðslustarfsemi á leikskólastigi

85.10 Fræðslustarfsemi á leikskólastigi

85.10.0 Fræðslustarfsemi á leikskólastigi

Til þessarar greinar telst:Fræðslustarfsemi í leikskóla (menntun áður en grunnskólastig hefst)•Starfsemi menntastofnana sem bjóða upp á nám í flokki O samkvæmt alþjóðlegu •menntunarflokkuninni, ISCED

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi dagforeldra og önnur dagvistun ungbarna, sjá 88.91.1•

85.2 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi

85.20 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi

85.20.0 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi

Til þessarar greinar telst:Bóklegt nám og tengdur lærdómur sem gefur nemendum góða grunnmenntun í lestri, •skrift og reikningi ásamt undirstöðuskilningi í öðrum greinum, s.s. sögu, landafræði, náttúrufræði, félagsvísindum, myndmennt og tónmenntStarfsemi menntastofnana sem bjóða upp á nám í flokki 1 samkvæmt alþjóðlegu •menntunarflokkuninni, ISCED

Til þessarar greinar telst ekki:Fullorðinsfræðsla eins og hún er skilgreind í 85.5•Frístundaheimili og skóladagheimili, sjá 88.91.2•

Page 296: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

296 BÁLKur P » Fræðslustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

85.3 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi

Til þessa flokks telst starfsemi menntastofnana sem bjóða upp á nám í flokkum 2 og 3 samkvæmt alþjóðlegu menntunarflokkuninni, ISCED.

Til þessarar greinar telst ekki:Fullorðinsfræðsla eins og hún er skilgreind í 85.5•

85.31 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi — bóknám

85.31.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi — bóknám

Til þessarar greinar teljast skólar sem veita almenna kennslu til stúdentsprófs og gefa aðgang að æðra námi í almennum eða sérhæfðum háskóla, t.d. tækniháskóla og kenn-araháskóla. Viss sérhæfing eftir deildum eða brautum á sér stað sem fyrst og fremst er ætlað að skapa forsendur fyrir frekara námi án þess að í því felist nokkurt starfsval.

85.32 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi — iðn- og verknám

85.32.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi — iðn- og verknám

Til þessarar greinar teljast skólar sem veita iðn- og verkmenntafræðslu í löggildum iðngreinum svo og aðra starfsmenntun á lægra stigi en þeir skólar sem veita menntun á háskólastigi skv. 85.4. Á sama skólastigi er einnig margvísleg starfsmenntunarfræðsla utan iðn- og verkmenntaskóla til undirbúnings fyrir ákveðið starf, t.d. fyrir sjúkraliða, tækni-teiknara og lyfjatækna.

Til þessarar greinar telst einnig:Leiðsögumannanám•Matreiðslu-, hótel- og veitinganám•Nám í snyrtifræði og hársnyrtiiðn•Starfsþjálfun í tölvuviðgerðum•Nám til skipstjórnarréttinda•Ökuskólar fyrir atvinnubílstjóra (meirapróf)•Flugskólar fyrir atvinnuflugmenn•

Til þessarar greinar telst ekki:Tækni- og starfsmenntun á háskólastigi, sjá 85.4•Listnám til skemmtunar, tómstundaiðkunar og sjálfsþroska, sjá 85.52•Ökuskólar sem ekki eru ætlaðir atvinnuökumönnum, sjá 85.53•Starfsþjálfun vegna félagsþjónustu án dvalar á stofnun eða heimili, sjá 88.10, 88.99•

85.4 Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi

Til þessa flokks telst bóklegt nám á háskólastigi þar sem inntökuskilyrði eru að jafnaði prófskírteini af framhaldsskólastigi.

Til þessarar greinar telst ekki:Fullorðinsfræðsla eins og hún er skilgreind í 85.5•

Page 297: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur P » Fræðslustarfsemi 297

nacerev. 2 ÍSAT2008

85.41 Fræðslustarfsemi á viðbótarstigi

85.41.0 Fræðslustarfsemi á viðbótarstigi

Til þessarar greinar telst:Fræðslustarfsemi að loknu framhaldskólanámi sem getur þó ekki talist á háskólastigi, •s.s. fræðslustarfsemi til undirbúnings fyrir háskólanám Starfsemi menntastofnana sem bjóða upp á nám í flokki 4 samkvæmt alþjóðlegu •menntunarflokkuninni, ISCED

85.42 Fræðslustarfsemi á háskólastigi

85.42.0 Fræðslustarfsemi á háskólastigi

Til þessarar greinar telst:Fræðslustarfsemi sem lýkur með háskólagráðu•Starfsemi menntastofnana sem bjóða upp á nám í flokkum 5 og 6 samkvæmt •alþjóðlegu menntunarflokkuninni, ISCED

Til þessarar greinar telst einnig:Skólar á háskólastigi sem kenna sviðslistir•

85.5 önnur fræðslustarfsemi

85.51 Íþrótta- og tómstundakennsla

85.51.0 Íþrótta- og tómstundakennsla

Til þessarar greinar teljast búðir og skólar sem bjóða upp á íþróttakennslu fyrir hópa og einstaklinga. Undanskilið er bóklegt nám, framhaldsskóla og háskólanám.

Til þessarar greinar telst:Íþrótta-, leikfimi- og sundkennsla•Reiðkennsla og reiðskólar•Faglærðir leiðbeinendur, kennarar og þjálfarar í íþróttum, s.s. einkaþjálfarar•Kennsla í bardagalistum•Jógakennsla•

Til þessarar greinar telst ekki:Listnám, sjá 85.52•Námskeið á vegum íþróttafélaga, sjá 93.12•

Page 298: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

298 BÁLKur P » Fræðslustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

85.52 Listnám

85.52.0 Listnám

Til þessarar greinar telst myndlistar-, leiklistar- og tónlistarnám. Þeir sem bjóða upp á slíkt nám bjóða upp á formlega skipulagða kennslu, aðallega til tómstundaiðkunar, skemmt-unar eða sjálfsþroska, en slík kennsla veitir ekki framhalds- eða háskólagráðu.

Til þessarar greinar telst:Tónskólar og önnur tónlistarkennsla•Myndlistarkennsla•Danskennsla og dansskólar•Leiklistarskólar (þó ekki á háskólastigi)•Skólar sem kenna sviðslistir (þó ekki á háskólastigi)•Ljósmyndaskólar (þó ekki til atvinnuljósmyndunar)•

Til þessarar greinar telst ekki:Tungumálakennsla, sjá 85.59•

85.53 ökuskólar, flugskólar o.þ.h.

85.53.0 ökuskólar, flugskólar o.þ.h.

Til þessarar greinar telst:Starfsemi ökukennara og ökuskóla, þó ekki fyrir atvinnuökumenn•Fræðsla fyrir þá sem ætla að þreyta einkaflugmannspróf og stýrimannapróf á •smábátum, en ekki þá sem eru að nema til atvinnumannsréttinda

Til þessarar greinar telst ekki:Ökuskólar fyrir atvinnuökumenn og flugskólar fyrir atvinnuflugmenn, sjá 85.32•Nám til skipstjórnarréttinda, sjá 85.32•

85.59 önnur ótalin fræðslustarfsemi

85.59.0 önnur ótalin fræðslustarfsemi

Til þessarar greinar telst:Fræðslustarfsemi sem ekki er hægt að flokka eftir stigum•Bókleg einkakennsla•Námsmiðstöðvar sem bjóða upp á stuðningskennslu•Fagnámskeið til prófaundirbúnings•Tungumálakennsla og kennsla í samræðulist•Tölvukennsla•Trúarbragðakennsla •

Til þessarar greinar telst einnig:Björgunarþjálfun•Ræðuþjálfun•Kennsla í hraðlestri•

Til þessarar greinar telst ekki:Fullorðinsfræðsla í lestri og skrift, sjá 85.20•

Page 299: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur P » Fræðslustarfsemi 299

nacerev. 2 ÍSAT2008

85.6 Þjónusta við fræðslustarfsemi

85.60 Þjónusta við fræðslustarfsemi

85.60.0 Þjónusta við fræðslustarfsemi

Til þessarar greinar telst:Námsráðgjöf•Starfsemi nemendaráðgjafar•Starfsemi við prófmat•Starfsemi við prófhald•Skipulagning nemendaskipta•

Til þessarar greinar telst ekki:Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum, sjá 72.20•

Page 300: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

300 BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

Q HEilBrigðis- og FÉlagsÞJÓnusta

86 Heilbrigðisþjónusta

Til þessarar deildar telst starfsemi sjúkrahúsa til almennra eða sérhæfðra lækninga, skurðlækninga, geðlækninga og fíkniefnameðferða. Einnig telst hér starfsemi hressing-arhæla, hjúkrunarheimila, geðsjúkrahúsa, endurhæfingarstöðva, og annarra heilbrigð-isstofnana sem veita greiningar- og læknismeðferð. Til þessarar deildar teljast einnig læknaviðtöl og læknismeðferð hjá heimilislæknum, sérfræðingum og skurðlæknum, svo og starfsemi tannlækna og tannréttingar.

Til þessarar deildar telst einnig starfsemi á heilbrigðissviði sem ekki fer fram á sjúkrahúsum eða undir handleiðslu lækna heldur aðila sem hafa tilskilin réttindi til að meðhöndla sjúklinga.

86.1 Sjúkrahús

86.10 Sjúkrahús

86.10.0 Sjúkrahús

Til þessarar greinar telst:Starfsemi deildskiptra sjúkrahúsa, heilsuhæla, endurhæfingarstöðva og annarra •stofnana innan heilbrigðiskerfisins þar sem tekið er við sjúklingum til innlagnar og þeim veitt dagleg hjúkrun og sérfræðiþjónusta lækna

Til þessarar greinar telst einnig:Þjónusta rannsóknarstofa og tækniaðstaða, þ.m.t. á sviði geislunar- og •svæfingar þjónustuMatarþjónusta ásamt annarri þjónustu á sjúkrahúsum•

Til þessarar greinar teljast ekki:Tæknilegar prófanir og greiningar sem ekki eru af læknisfræðilegum toga, sjá 71.20•Dýralækningar, sjá 75.00•Tannlækningar, sjá 86.23•Rannsóknarstofur í læknisfræði, sjá 86.90.3•Sjúkraflutningar, sjá 86.90.9•Ýmis umönnun á dvalarheimilum, með og án hjúkrunar, sjá 87•

86.2 Læknisþjónusta og tannlækningar

Til þessa flokks teljast læknaviðtöl og -meðferðir hjá almennum og sérhæfðum læknum, s.s. skurðlæknum og tannlæknum.

Þessi starfsemi getur farið fram á einkastofum, heilsugæslustöðvum, göngudeildum sjúkrahúsa og læknastofum sem tengjast fyrirtækjum, skólum og elliheimilum, og einnig á heimilum sjúklinga.

Page 301: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta 301

nacerev. 2 ÍSAT2008

86.21 Heilsugæsla og heimilislækningar

86.21.0 Heilsugæsla og heimilislækningar

Til þessarar greinar telst:Ráðgjöf og meðferð hjá heilsugæslu- og heimilislæknum sem getur farið fram á •einkastofum lækna, heilsugæslustöðvum og göngudeildum sjúkrahúsa

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónusta við sjúklinga á legudeildum, sjá 86.10•Starfsemi tengd lækningum, s.s. starfsemi ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og •sjúkraþjálfara, sjá 86.90.1

86.22 Sérfræðilækningar

86.22.0 Sérfræðilækningar

Til þessarar greinar telst:Ráðgjöf og meðferð hjá sérfræðilæknum•

Til þessarar greinar telst ekki:Þjónusta við sjúklinga á legudeildum, sjá 86.10•Starfsemi ljósmæðra, sjúkraþjálfara og annarra sem veita læknisfræðilega þjónustu, sjá •86.90

86.23 Tannlækningar

86.23.0 Tannlækningar

Til þessarar greinar teljast:Almennar eða sérhæfðar tannlækningar, t.d. tannviðgerðir, tannholslækningar og •barnatannlækningar, munnmeinafræðiTannréttingar•

Til þessarar greinar teljast einnig:Tannlækningar á skurðstofum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gervitönnum, gervigómum og hjálpartækjum hjá tannsmiðum, sjá 32.50•Þjónusta við sjúklinga á legudeildum, sjá 86.10•Starfsemi aðila sem veita skylda þjónustu og tannlæknar, s.s. tannfræðinga, sjá 86.90•

Page 302: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

302 BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

86.9 önnur heilbrigðisþjónusta

86.90 önnur heilbrigðisþjónusta

86.90.1 Starfsemi sjúkraþjálfara

86.90.2 Starfsemi sálfræðinga

86.90.3 rannsóknarstofur í læknisfræði

Til þessarar greinar teljast:Rannsóknarstofur í læknisfræði, s.s. röntgenrannsóknarstofur og rannsóknarstofur til •blóðgreininga

Til þessarar greinar teljast ekki:Tæknilegar prófanir og greiningar sem ekki eru af læknisfræðilegum toga, sjá 71.20•Prófanir á sviði hollustuhátta í matvælaframleiðslu, sjá 71.20•

86.90.9 önnur ótalin heilbrigðisþjónusta

Til þessarar greinar telst:Öll önnur heilbrigðisþjónusta sem fer ekki fram á sjúkrahúsum eða undir handleiðslu •læknis eða tannlæknis, s.s. starfsemi hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, eða annarra aðila sem veita skylda þjónustu á sviði sjónmælinga, vatnslækninga, iðjuþjálfunar, talþjálfunar, smáskammtalækninga, hnykklækninga, nálastungna o.þ.h.Starfsemi þessi getur verið innt af hendi hjá heilbrigðisþjónustustofnunum sem •tengjast fyrirtækjum, rannsóknarstofum, skólum, dvalarheimilum fyrir aldraða, stéttarfélögum, meðferðarstofnunum utan sjúkrahúsa og á einkastofum, heimilum sjúklinga eða annars staðar

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi aðila sem veita skylda þjónustu og tannlæknar, s.s. tannfræðingar sem geta •unnið fjarri tannlæknum en eru háðir reglubundnu eftirliti þeirraBlóðbankar, sæðisbankar, líffærabankar o.þ.h.•Sjúkraflutningar með hvaða flutningsmáta sem er •

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á gervitönnum, gervigómum og hjálpartækjum hjá tannsmiðum, sjá 32.50•Sjúkrahús, sjá 86.10•Læknis- og tannlæknisþjónusta, sjá 86.2•

Page 303: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta 303

nacerev. 2 ÍSAT2008

87 umönnun á dvalarheimilum

Til þessarar deildar telst umönnun á dvalarheimilum ásamt annaðhvort hjúkrun, eftirliti eða annars konar umönnun sem íbúar þarfnast. Aðstaðan er mikilvægur þáttur í starfsem-inni og umönnunin sem er veitt er blanda af heilbrigðis- og félagsþjónustu þar sem heilbrigðis þjónustan felst aðallega í hjúkrun.

87.1 Dvalarheimili með hjúkrun

87.10 Dvalarheimili með hjúkrun

87.10.0 Dvalarheimili með hjúkrun

Til þessarar greinar teljast:Elliheimili með hjúkrun•Hressingarhæli með hjúkrun•Hvíldarheimili með hjúkrun•Hjúkrunarheimili•

Til þessarar greinar telst ekki:Heimahjúkrun, sjá deild 86•Elliheimili með lágmarks- eða enga hjúkrun, sjá 87.30.1•Félagsþjónusta með gistiaðstöðu, sjá 87.90•

87.2 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis og vímuefna-misnotkunar

87.20 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis og vímuefnamis-notkunar

87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis og vímuefnamisnotkunar

Til þessarar greinar telst umönnun fólks á dvalarstofnunum (en ekki hjúkrun á sjúkra-húsum) sem er með þroskahömlun, þjáist af geðsjúkdómum eða misnotar vímuefni. Stofnanirn ar bjóða upp á gistingu, mat, gæslu og ráðgjöf og einhverja heilbrigðisþjónustu.

Til þessarar greinar teljast:Meðferðarheimili fyrir þá sem þjást af áfengissýki eða lyfjafíkn•Dvalarheimili fyrir þroskahefta•Áfangaheimili fyrir geðsjúka•

Til þessarar greinar teljast ekki:Geðsjúkrahús, sjá 86.10•Félagsþjónusta með gistiaðstöðu, s.s. athvarf fyrir heimilislausa, sjá 87.90•

Page 304: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

304 BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

87.3 Dvalarheimili fyrir aldraða og fatlaða

87.30 Dvalarheimili fyrir aldraða og fatlaða

Til þessarar greinar telst aðstoð og persónuleg umönnun aldraðra og fatlaðra sem eru ekki færir um að sjá um sig að fullu sjálfir eða vilja ekki búa sjálfstætt. Þjónustan felur yfirleitt í sér gistiaðstöðu, mat, eftirlit og aðstoð í daglegu lífi. Í sumum tilfellum bjóða þessi heimili upp á faglega hjúkrun fyrir íbúa í sjálfstæðri aðstöðu á staðnum.

87.30.1 Dvalarheimili fyrir aldraða

Til þessarar greinar teljast:Elliheimili með lágmarkshjúkrun•Þjónustuíbúðir•Hvíldarheimili fyrir aldraða án hjúkrunar•

Til þessarar greinar teljasst ekki:Elliheimili með hjúkrun, sjá 87.10•Félagsþjónusta með gistiaðstöðu þar sem læknismeðferð eða menntun eru ekki •mikilvægir þættir, sjá 87.90

87.30.2 Dvalarheimili fyrir fatlaða

Til þessarar greinar teljast:Sambýli fyrir fatlaða•Þjónustuíbúðir•Hvíldarheimili fyrir fatlaða án hjúkrunar•

Til þessarar greinar telst ekki:Félagsþjónusta með gistiaðstöðu þar sem læknismeðferð eða menntun eru ekki •mikilvægir þættir, sjá 87.90

Page 305: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta 305

nacerev. 2 ÍSAT2008

87.9 önnur ótalin dvalarheimili

87.90 önnur ótalin dvalarheimili

87.90.0 önnur ótalin dvalarheimili

Til þessarar greinar telst aðstoð og persónuleg umönnun einstaklinga, að undanskildum öldruðum og fötluðum, sem eru ekki færir um að sjá um sig að fullu sjálfir eða vilja ekki búa sjálfstætt.

Til þessarar greinar telst:Sólarhrings umönnun barna og annarra sem hafa skerta hæfni til að sjá um sig sjálfir, •þar sem læknismeðferð eða menntun eru ekki mikilvægir þættir starfseminnar, s.s. barnaheimili og athvarf fyrir heimilislausa

Starfsemin getur verið í höndum opinberra eða einkarekinna stofnana.

Til þessarar greinar telst einnig:Áfangaheimili fyrir fólk sem glímir við félags- og persónuleg vandamál •Áfangaheimili fyrir afbrotamenn•Unglingaheimili•

Til þessarar greinar telst ekki:Hjúkrun á dvalarheimilum, sjá 87.10•Dvalarheimili fyrir aldraða og fatlaða, sjá 87.30•Starfsemi á sviði ættleiðinga, sjá 88.99•Athvarf fyrir fórnarlömb hamfara, sjá 88.99•

Page 306: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

306 BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta

nacerev. 2 ÍSAT2008

88 Félagsþjónusta án dvalar á stofnun

Til þessarar deildar telst ýmis konar félagsleg aðstoð sem er veitt beint til viðskiptavina. Til starfsemi þessarar deildar telst ekki gistiþjónusta, nema hún sé tímabundin.

88.1 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og fatlaða

88.10 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og fatlaða

88.10.0 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og fatlaða

Til þessarar greinar telst:Félagsþjónusta, ráðgjöf, velferðarþjónusta og svipuð þjónusta við aldraða og fatlaða •á heimilum þeirra eða annars staðar sem er veitt af opinberum eða einkareknum stofnunum, sjálfshjálparstofnunum og sérfræðingum sem stunda ráðgjöf:

vitjanir til aldraðra og fatlaðra »dagvistun fyrir aldraða eða fullorðna fatlaða einstaklinga »starfstengd endurhæfing og þjálfun fyrir fatlaða einstaklinga að því tilskildu að sá »þáttur sem snýr að menntun sé takmarkaður

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi sem er sambærileg þeirri sem er lýst í þessari grein, en með gistingu, sjá •87.30

Page 307: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur Q » Heilbrigðis- og félagsþjónusta 307

nacerev. 2 ÍSAT2008

88.9 önnur félagsþjónusta án dvalar á stofnun

88.91 Dagvistun barna

88.91.1 Starfsemi dagforeldra og önnur dagvistun ungbarna

Til þessarar greinar telst ekki:Fræðslustarfsemi á leikskólastigi, sjá 85.10•

88.91.2 Starfsemi skóladagheimila og frístundaheimila

88.99 önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun

88.99.0 önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun

Til þessarar greinar telst:Félagsþjónusta, ráðgjöf, velferðarþjónusta, flóttamannahjálp og svipuð þjónusta •við einstaklinga og fjölskyldur á heimilum þeirra eða annars staðar sem er veitt af opinberum eða einkareknum stofnunum og hjálparstofnunum:

velferðar- og leiðbeiningarþjónusta við börn og unglinga »starfsemi á sviði ættleiðinga »ráðgjöf varðandi fjármál heimila, hjónabands- og fjölskylduráðgjöf »hverfissamtök »þjónusta við fórnarlömb hamfara, flóttamenn, innflytjendur o.fl. »starfstengd endurhæfing og þjálfun fyrir atvinnulausa að því tilskildu að sá þáttur »sem snýr að menntun sé takmarkaðurákvörðun um rétt til félagslegrar aðstoðar, leigubóta o.þ.h. »góðgerðastarfsemi, s.s. fjáröflun eða önnur stoðstarfsemi sem tengist »félagsþjónustu

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi sem er sambærileg þeirri sem er lýst í þessari grein, en með gistingu, sjá •87.90

Page 308: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

308 BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

r mEnningar-, ÍÞrÓtta- og tÓmstundastarFsEmi

Til þessa bálks telst ýmis konar starfsemi á sviði menningar, skemmtunar og tómstunda, s.s. listsýningar, tónleikar, rekstur safna, fjárhættuspil, íþróttir og tómstundaiðkun.

90 Skapandi listir og afþreying

Til þessarar deildar telst rekstur aðstöðu og veiting þjónustu á sviði menningar og afþreyingar. Þar meðtalin er framleiðsla, kynning og þátttaka í viðburðum eða sýningum ætlaðar almenningi, listsköpun, hugvit eða tæknikunnátta til framleiðslu listaverka og til listflutnings.

Til þessarar deildar telst ekki:Rekstur safna, grasa- og dýragarða, varðveisla sögulegra staða og starfsemi þjóðgarða, •sjá deild 91Starfsemi á sviði íþrótta, skemmtunar og tómstunda, sjá deild 93.•

Í sumum tilvikum eru þeir sem veita þjónustu eða aðstöðu á sviði menningar, afþreyingar eða tómstundaiðkunar flokkaðir undir aðrar deildir, s.s.:

Framleiðsla og dreifing kvikmynda og myndbanda, sjá 59.11, 59.12, 59.13•Kvikmyndasýningar, sjá 59.14•Útvarps-ogsjónvarpsútsendingar,sjá60.1,60.2•

90.0 Skapandi listir og afþreying

90.01 Sviðslistir

90.01.0 Sviðslistir

Til þessarar greinar teljast uppfærslur á leiksýningum, óperusýningum og listdanssýn-ingum eða tónleikahald og annað sýningahald þar sem listamenn koma fram:

Starfsemi listhópa, fjölleikaflokka eða leikhópa og hljómsveita•Starfsemi sjálfstætt starfandi listamanna, s.s. leikara, dansara, tónlistarmanna og •fyrirlesara

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi umboðsmanna eða umboðsskrifstofa á sviði leiklistar eða lista, sjá 74.90•Hlutverkaval, sjá 78.10•

90.02 Þjónusta við sviðslistir

90.02.0 Þjónusta við sviðslistir

Til þessarar greinar telst þjónusta við sviðslistir vegna uppfærslna á leiksýningum, óperusýningum, listdanssýningum eða tónleikahaldi o.þ.h.:

Starfsemi leikstjóra, framleiðenda, sviðshönnuða og leikmyndasmiða, sviðsmanna, •ljósamanna o.þ.h.

Til þessarar greinar telst einnig starfsemi framleiðenda eða skipuleggjenda listflutnings.

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi umboðsmanna eða umboðsskrifstofa á sviði leiklistar eða lista, sjá 74.90•Hlutverkaval, sjá 78.10•

Page 309: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 309

nacerev. 2 ÍSAT2008

90.03 Listsköpun

90.03.0 Listsköpun

Til þessarar greinar telst:Starfsemi listamanna, s.s. myndhöggvara, málara, skopmyndateiknara og leturgrafara•Starfsemi rithöfunda, á öllum sviðum bókmennta, þ.m.t. tæknileg skrif•Starfsemi sjálfstætt starfandi blaðamanna•Forvarsla og lagfæringar á listaverkum, s.s. málverkum•

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á styttum, öðrum en frumgerðum listaverka, sjá 23.70•Lagfæring orgela og annarra sögulegra hljóðfæra, sjá 33.19•Framleiðsla kvikmynda og myndbanda, sjá 59.11, 59.12•

90.04 rekstur húsnæðis og annarrar aðstöðu fyrir menningarstarfsemi

90.04.0 rekstur húsnæðis og annarrar aðstöðu fyrir menningarstarfsemi

Til þessarar greinar telst:Rekstur tónleika- og leikhúsa og annarrar aðstöðu fyrir menningarstarfsemi•

Til þessarar greinar telst ekki:Rekstur kvikmyndahúsa, sjá 59.14•Starfsemi við miðasölu, sjá 79.90•Rekstur safna, sjá 91.02•

Page 310: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

310 BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

91 Starfsemi safna og önnur menningarstarfsemi

Til þessarar deildar telst starfsemi bóka- og skjalasafna, rekstur listasafna, grasa- og dýragarða, rekstur sögulegra staða og starfsemi þjóðgarða. Til hennar telst einnig varðveisla og sýning muna, staða og náttúruverðmæta sem hafa sagnfræðilegt, menningar legt eða menntunarlegt gildi (t.d. svæði á náttúruminjaskrá).

Til þessarar deildar telst ekki:Starfsemi á sviði íþrótta, skemmtunar og tómstunda, s.s. rekstur baðstranda og •skemmtigarða, sjá deild 93

91.0 Starfsemi safna og önnur menningarstarfsemi

91.01 Starfsemi bóka- og skjalasafna

91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna

Til þessarar greinar telst:Starfsemi almenningsbókasafna og sérhæfðra bókasafna við ýmsar stofnanir og •fyrirtækiStarfsemi skjalasafna •Flokkun og skráning•Heimildarleit fyrir notendur•Þjónusta ljósmynda- og hreyfimyndasafna•

91.02 Starfsemi safna

91.02.0 Starfsemi safna

Til þessarar greinar telst:Starfsemi safna annarra en bóka- og skjalasafna, s.s. listasafna, minjasafna, •náttúrugripasafna og tæknisafna.

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi listmunahúsa og listverkasala, sjá 47.78.3•Viðgerðir á listaverkum og safnmunum, sjá 90.03•Starfsemi bókasafna og skjalasafna, sjá 91.01•

91.03 rekstur sögulegra staða og bygginga og áþekkra ferðamannastaða

91.03.0 rekstur sögulegra staða og bygginga og áþekkra ferðamannastaða

Til þessarar greinar telst:Rekstur og varðveisla sögulegra staða og bygginga•

Til þessarar greinar telst ekki:Endurnýjun og viðgerðir á sögulegum stöðum og byggingum, sjá bálk F•Rekstur þjóðgarða og varðveisla náttúruverndarsvæða, sjá 91.04•

Page 311: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 311

nacerev. 2 ÍSAT2008

91.04 Starfsemi grasagarða, dýragarða og þjóðgarða

91.04.0 Starfsemi grasagarða, dýragarða og þjóðgarða

Til þessarar greinar telst:Rekstur grasa- og dýragarða•Rekstur þjóðgarða, þ.m.t. varðveisla náttúruverndarsvæða•

Til þessarar greinar telst ekki:Skrúðgarðyrkja og garðrækt, sjá 81.30•

Page 312: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

312 BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

92 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi

92.0 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi

92.00 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi

92.00.0 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi

Til þessarar greinar telst fjárhættu- og veðmálastarfsemi:Sala á happdrættismiðum, lottó•Rekstur spilakassa•Rekstur fjárhættuspila á Netinu•Starfsemi veðmangara og önnur veðmálastarfsemi•Rekstur spilavíta•

Page 313: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 313

nacerev. 2 ÍSAT2008

93 Íþrótta- og tómstundastarfsemi

Til þessarar deildar telst starfsemi á sviði tómstunda, skemmtunar og íþrótta (að undan-skilinni starfsemi safna, varðveislu sögulegra staða, starfsemi grasa-, dýra- og þjóðgarða, fjárhættu- og veðmálastarfsemi).

Til þessarar deildar telst ekki leiklist, tónlist og önnur listastarfsemi og afþreying, s.s. uppfærslur á leiksýningum, óperusýningum og listdanssýningum eða tónleikahald og annar lifandi flutningur á sviði, sjá deild 90.

93.1 Íþróttastarfsemi

93.11 rekstur íþróttamannvirkja

93.11.0 rekstur íþróttamannvirkja

Til þessarar greinar telst:Rekstur sundstaða•Rekstur íþróttahúsa•Rekstur knattspyrnuvalla, golfvalla, skíðasvæða, frjálsíþróttavalla, keilusala og annarrar •aðstöðu til íþróttaviðburða innan húss og utan

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á tómstunda- og íþróttabúnaði, sjá 77.21•Starfsemi heilsuræktarstöðva, sjá 93.13•Starfsemi almenningsgarða og baðstranda, sjá 93.29•

93.12 Starfsemi íþróttafélaga

93.12.0 Starfsemi íþróttafélaga

Til þessarar greinar telst starfsemi íþróttafélaga sem gefa meðlimum sínum tækifæri til íþróttaiðkunar, hvort sem þau eru atvinnumanna-, hálfatvinnumanna- eða áhugamanna-félög.

Til þessarar greinar telst:Rekstur knattspyrnufélaga, keilufélaga, sundfélaga, golffélaga, hnefaleikafélaga, •skákfélaga, frjálsíþróttafélaga, skotfélaga o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Íþróttakennsla, sjá 85.51•Rekstur íþróttamannvirkja, sjá 93.11•

93.13 Heilsu- og líkamsræktarstöðvar

93.13.0 Heilsu- og líkamsræktarstöðvar

Til þessarar greinar teljast ekki:Sjálfstætt starfandi íþróttakennarar og einkaþjálfarar, sjá 85.51•

Page 314: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

314 BÁLKur r » Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

93.19 önnur íþróttastarfsemi

93.19.0 önnur íþróttastarfsemi

Til þessarar greinar telst:Starfsemi keppnishaldara eða skipuleggjenda íþróttaviðburða, með eða án aðstöðu•Starfsemi íþróttamanna á eigin vegum, dómara, tímavarða o.þ.h.•Starfsemi íþróttadeilda og eftirlitsaðila•Starfsemi sem tengist kynningu á íþróttaviðburðum•Starfsemi stangveiðifélaga og sala veiðileyfa•Þjónusta fyrir skot- og fiskveiði sem íþrótta- eða tómstundaiðkun•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á íþróttabúnaði, sjá 77.21•Starfsemi veiðifélaga, sjá 68.20.3•Starfsemi íþrótta- og leikjaskóla, sjá 85.51•Starfsemi íþróttaleiðbeinenda, -kennara, -þjálfara, sjá 85.51•Starfsemi almenningsgarða og baðstranda, sjá 93.22, 93.23•

93.2 Starfsemi tengd tómstundum og skemmtun

Til þessa flokks teljast aðilar sem reka aðstöðu eða veita þjónustu til að uppfylla fjölbreyttar þarfir um tómstundastarf.

Til þessa flokks telst ekki íþróttastarfsemi og leiklist, tónlist og önnur liststarfsemi.

93.21 Starfsemi skemmti- og þemagarða

93.21.0 Starfsemi skemmti- og þemagarða

Til þessarar greinar telst ýmis konar afþreyingarstarfsemi, s.s. rekstur á vélknúnum leiktækjum, vatnsleiktækjum, skemmtunum og þemasýningum.

93.29 önnur ótalin skemmtun og tómstundastarf

93.29.0 önnur ótalin skemmtun og tómstundastarf

Til þessarar greinar telst önnur ótalin starfsemi sem tengist skemmtun og tómstundum (að undanskildum skemmti- og þemagörðum):

Rekstur smábátahafna•Hestaleigur•Leiga á skemmti- og tómstundatækjum sem hluti af aðstöðu til tómstundaiðkunar•Starfsemi sem tengist baðströndum, þ.m.t. leiga á búningsklefum, læstum skápum, •stólum o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Rými og aðstaða til stuttrar dvalar gesta í tómstundagörðum, skógum og á •tjaldsvæðum, sjá 55.30Hjólhýsagarðar, tjaldsvæði og tómstundabúðir, sjá 55.30•Leik- og fjölleikaflokkar, sjá 90.01•

Page 315: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 315

nacerev. 2 ÍSAT2008

s FÉlagasamtÖk og Önnur ÞJÓnustustarFsEmi

Til þessa bálks telst starfsemi félagasamtaka, viðgerðir á tölvum og búnaði til einka- og heimilisnota og ýmis konar persónuleg þjónustustarfsemi sem er ótalin annars staðar í flokkunarkerfinu.

94 Starfsemi félagasamtaka

Til þessarar deildar telst starfsemi samtaka sem eru fulltrúar ákveðinna hagsmunahópa eða miðla hugmyndum sínum til almennings. Í þessum samtökum eru yfirleitt félagsaðilar en auk þeirra geta þeir sem standa fyrir utan samtökin haft hag af starfsemi þeirra. Megin-flokkun þessarar deildar ákvarðast af tilgangi samtakanna, þ.e. hagsmunum vinnuveit-enda, sjálfstætt starfandi einstaklinga og vísindasamfélaginu (flokkur 94.1), hagsmunum starfsfólks (flokkur 94.2) eða miðlun hugmynda og starfsemi sem tengist trúmálum, stjórn-málum, menningu, menntun eða tómstundum (flokkur 94.9).

94.1 Starfsemi samtaka í atvinnulífinu, félaga atvinnurekenda og annarra fagfélaga

94.11 Starfsemi samtaka í atvinnulífinu og félaga atvinnurekenda

94.11.0 Starfsemi samtaka í atvinnulífinu og félaga atvinnurekenda

Til þessarar greinar telst:Starfsemi félaga og samtaka sem hafa að markmiði að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja •almennt, efla hag ákveðinna atvinnugreina eða styðja við atvinnuþróun á ákveðnu landsvæði án tillits til atvinnugreinar. Starfsemin felst fyrst og fremst í að miðla upplýsingum og fræðslu, vera málsvari greinarinnar gagnvart stjórnvöldum, annast kynningarstarf og sjá um kjarasamninga

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi stéttarfélaga, sjá 94.20•

94.12 Starfsemi fagfélaga

94.12.0 Starfsemi fagfélaga

Til þessarar greinar telst:Starfsemi samtaka þar sem hagsmunir félagsmanna liggja einkum í ákveðinni •fræðigrein, sérfræðistarfi eða tæknisviði, s.s. fagfélög lækna, lögfræðinga, endurskoðenda, verkfræðinga, arkitekta o.þ.h.Starfsemi samtaka sérfræðinga sem starfa á sviði vísinda, menntunar eða menningar, •s.s. samtök rithöfunda, málara, ýmis konar listflytjenda, blaðamanna o.þ.h.Starfsemin felst fyrst og fremst í því að miðla þekkingu um viðkomandi sérsvið, •ákvarða reglur um hvað teljist eðlilegir starfshættir, vera málsvari gagnvart stjórnvöldum og almenningi og annast kynningarstarf

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi fræðafélaga•

Til þessarar greinar telst ekki:Fræðslustarfsemi á vegum þessara samtaka, sjá deild 85•

Page 316: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

316 BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

94.2 Starfsemi stéttarfélaga

94.20 Starfsemi stéttarfélaga

94.20.0 Starfsemi stéttarfélaga

Til þessarar greinar teljast:Samtök launamanna sem hafa það fyrst og fremst að markmiði að bæta eða vinna að •bættum kjörum á vinnustað auk þess að skipuleggja sameiginlegar aðgerðir

Til þessarar greinar telst ekki:Fræðslustarfsemi á vegum þessara samtaka, sjá deild 85•

94.9 Starfsemi annarra félagasamtaka

94.91 Starfsemi trúfélaga

94.91.0 Starfsemi trúfélaga

Til þessarar greinar telst:Starfsemi trúfélaga eða einstaklinga sem veita þjónustu í kirkjum, moskum, hofum, •samkunduhúsum eða annars staðarStarfsemi munka- og nunnuklaustra og annarra trúarlegra athvarfa•

Til þessarar greinar telst ekki:Fræðslustarfsemi á vegum trúfélaga, sjá deild 85•Heilbrigðisþjónusta á vegum trúfélaga, sjá deild 86•Félagsþjónusta á vegum trúfélaga, sjá deildir 87 og 88•

94.92 Starfsemi stjórnmálasamtaka

94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka

Til þessarar greinar telst:Starfsemi stjórnmálasamtaka og hliðarsamtaka, s.s. ungliðahreyfingar sem tengjast •stjórnmálaflokki

94.99 Starfsemi ótalinna félagasamtaka

94.99.1 Starfsemi húsfélaga íbúðareigenda

Til þessarar greinar telst:Umsjón og umsýsla vegna sameiginlegra útgjalda húsfélaga íbúðareigenda•

Page 317: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 317

nacerev. 2 ÍSAT2008

94.99.9 Starfsemi annarra ótalinna félagasamtaka

Til þessarar greinar telst:Starfsemi samtaka sem tengjast ekki beint stjórnmálaflokki og þjóna hagsmunum •er varða almannaheill með fræðslu- og kynningarstarfi, stjórnmálaáhrifum, fjáröflun o.þ.h.:

baráttusamtök og andófshreyfingar »umhverfisverndarsamtök »samtök sem starfa í þágu samfélags- og menntamála, s.s. hverfasamtök og »foreldrafélögsamtök sem vinna að málefnum ákveðinna þjóðfélagshópa, t.d. þjóðernis- og »minnihlutahópastarfsemi þjóðræknisfélaga, þ.m.t. átthagafélög »

Neytendasamtök og leigjendasamtök•Félög bifreiðaeigenda•Tómstundafélög og -klúbbar, s.s. skátafélög, rótarýklúbbar, stúkur o.þ.h.•Æskulýðsfélög, ungmennafélög, nemendafélög, bræðrafélög o.þ.h.•Félög áhugamanna á sviði menningar, skemmtunar eða tómstunda (að •undanskildum íþróttum eða leikjum), s.s. ljóða-, bókmennta- og bókafélög, sögufélög, garðyrkjufélög, kvikmynda- og ljósmyndafélög, tónlistar- og listafélög, handverksfélög, félög safnara, skemmtifélög

Til þessarar greinar telst einnig:Styrkveitingar félagasamtaka eða annarra•

Til þessarar greinar telst ekki:Starfsemi íþróttafélaga, sjá 93.12•Starfsemi fagfélaga, sjá 94.12•

Page 318: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

318 BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

95 Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota

95.1 Viðgerðir á tölvum og fjarskiptabúnaði

95.11 Viðgerðir á tölvum og jaðarbúnaði

95.11.0 Viðgerðir á tölvum og jaðarbúnaði

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á:Borðtölvum og fartölvum•Seguldiskadrifum, vasadrifum og öðrum geymslubúnaði•Geisladrifum (CD-RW, CD-ROM, DVD-ROM, DVD-RW)•Prenturum, skjám, lyklaborðum, músum og stýripinnum•Tölvumiðlurum•Skönnum, þ.m.t. strikamerkjaskönnum•Snjallkortalesurum•Tölvuskjávörpum•

Til þessarar greinar teljast einnig viðgerðir og viðhald á:Tölvuútstöðvum á borð við hraðbanka (ATM) og sölukassa (POS) •Lófatölvum (PDA)•

Til þessarar greinar telst ekki:Viðgerðir og viðhald á mótöldum flutningsbúnaðar, sjá 95.12•

95.12 Viðgerðir á fjarskiptabúnaði

95.12.0 Viðgerðir á fjarskiptabúnaði

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á:Símum og bréfasímum•Mótöldum flutningsbúnaðar•Fjarskiptasendibúnaði (t.d. beinum, netabrúm og mótöldum)•Talstöðvum og viðtækjum•Sjónvarps- og myndbandstökuvélum til atvinnunota•

95.2 Viðgerðir á hlutum til einka- og heimilisnota

Til þessa flokks teljast viðgerðir og viðhald á búnaði til einka- og heimilisnota.

95.21 Viðgerðir á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

95.21.0 Viðgerðir á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á: Sjónvörpum og útvörpum•Myndbandstækjum, geislaspilurum og spilurum fyrir stafræna mynddiska•Myndbandstökuvélum til heimilisnota•

Page 319: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 319

nacerev. 2 ÍSAT2008

95.22 Viðgerðir á heimilistækjum og heimilis- og garðyrkjuáhöldum

95.22.0 Viðgerðir á heimilistækjum og heimilis- og garðyrkjuáhöldum

Til þessarar greinar teljast:Viðgerðir og viðhald á heimilistækjum, s.s. kæliskápum, eldavélum, þvottavélum, •þurrkurum og loftræstitækjumViðgerðir og viðhald á heimilis- og garðyrkjuáhöldum, s.s. garðsláttuvélum, •kantskerum, klippum, snjó- og laufblásurum

Til þessarar greinar teljast ekki:Viðgerðir á vélknúnum handverkfærum, sjá 33.12•Viðgerðir á miðlægum loftræstikerfum, sjá 43.22•

95.23 Viðgerðir á skófatnaði og leðurvörum

95.23.0 Viðgerðir á skófatnaði og leðurvörum

Til þessarar greinar teljast viðgerðir og viðhald á skófatnaði og leðurvörum, þ.m.t. ferðatöskum.

95.24 Viðgerðir á húsgögnum og áklæðum

95.24.0 Viðgerðir á húsgögnum og áklæðum

Til þessarar greinar telst:Endurbólstrun, viðgerðir og lagfæringar á húsgögnum og áklæði þ.m.t. •skrifstofuhúsgögnum

95.25 Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum

95.25.0 Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum

Til þessarar greinar teljast:Viðgerðir á úrum, klukkum og hlutum til þeirra, s.s. úrkössum og -hlífum úr hvers konar •efni, o.þ.h.Viðgerðir og breytingar á skartgripum•

Til þessarar greinar teljast ekki:Viðgerðir á stimpilklukkum, tíma-/dagsetningarstimplum, tímalásum o.þ.h., sjá 33.13•

Page 320: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

320 BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

95.29 Viðgerðir á öðrum hlutum til einka- og heimilisnota

95.29.0 Viðgerðir á öðrum hlutum til einka- og heimilisnota

Til þessarar greinar teljast:Viðgerðir á reiðhjólum•Viðgerðir og breytingar á fatnaði•Viðgerðir á íþróttavörum (að undanskildum byssum)•Viðgerðir á bókum•Viðgerðir á hljóðfærum (að undanskildum orgelum og sögulegum hljóðfærum) og •píanóstillingarViðgerðir á hlutum til tómstundaiðkunar og öðrum hlutum til einka- og heimilisnota•

Til þessarar greinar teljast ekki:Viðgerðir á vélknúnum handverkfærum, sjá 33.12•Viðgerðir á byssum, 33.11•

Page 321: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 321

nacerev. 2 ÍSAT2008

96 önnur þjónustustarfsemi

96.0 önnur þjónustustarfsemi

96.01 Þvottahús og efnalaugar

96.01.0 Þvottahús og efnalaugar

Til þessarar greinar telst:Þvottur, straujun, þurrhreinsun, pressun á fatnaði og textílvörum, t.d. teppum og •gluggatjöldum, jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtækiLeiga þvottahúsa á líni, vinnufatnaði o.þ.h.•Sjálfsafgreiðsluþvottahús•

Til þessarar greinar telst ekki:Leiga á fatnaði öðrum en vinnufatnaði, jafnvel þótt hreinsun þessa fatnaðar sé •órjúfanlegur þáttur starfseminnar, sjá 77.29Viðgerðir og breytingar á fatnaði o.þ.h., sjá 95.29•

96.02 Hárgreiðslu- og snyrtistofur

96.02.1 Hársnyrtistofur

Til þessarar greinar telst:Þvottur, klipping, lagning, litun, skolun og hárliðun fyrir konur og karla á hárgreiðslu- •eða rakarastofum, rakstur og skeggsnyrting

Til þessarar greinar telst ekki:Framleiðsla á hárkollum, sjá 32.99•

96.02.2 Snyrtistofur

Til þessarar greinar telst:Andlitsnudd, hand- og fótsnyrting, förðun o.þ.h.•

96.03 Útfararþjónusta og tengd starfsemi

96.03.0 Útfararþjónusta og tengd starfsemi

Til þessarar greinar telst:Öll almenn útfararþjónusta, s.s. skipulagning og umsjón greftrana og líkbrennslu•Útfararþjónustafyrirgæludýr•Líksnyrting•Leiga eða sala á leiðum•Viðhald á leiðum og grafhýsum•

Page 322: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

322 BÁLKur S » Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi

nacerev. 2 ÍSAT2008

96.04 nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.

96.04.0 nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.

Til þessarar greinar telst:Starfsemi nuddstofa, sólbaðsstofa, gufu- og eimbaða, stofa sem bjóða upp á •grenningarmeðferðir o.þ.h.

Til þessarar greinar telst ekki:Sjúkranudd og -meðferð, sjá 86.09•Starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva, sjá 93.13•

96.09 önnur ótalin þjónustustarfsemi

96.09.0 önnur ótalin þjónustustarfsemi

Til þessarar greinar telst:Starfsemi stjörnuspekinga og spíritista•Félagsleg starfsemi, s.s. fylgdarþjónusta, stefnumótaþjónusta, þjónusta •hjúskaparmiðlunarGæludýraþjónusta, s.s. vistun, snyrting, gæsla og þjálfun gæludýra•Ættfræðifélög•Starfsemi húðflúr- og götunarstofa•Starfsemi skóburstara, burðarmanna, þjóna sem leggja bílum o.þ.h.•Rekstur sjálfsala sem tengjast persónulegri þjónustu (ljósmyndaklefar, vogir, •geymsluskápar með myntlás, o.þ.h.)Önnur þjónustustarfsemi, ót.a.s.•

Til þessarar greinar teljast ekki:Dýralækningar, sjá 75.00•

Page 323: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur T » Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota 323

nacerev. 2 ÍSAT2008

t atvinnurEkstur innan HEimilis, ÞJÓnustustarFsEmi og vÖruFramlEiðsla til Eigin nota

97 Heimilishald með launuðu starfsfólki

97.0 Heimilishald með launuðu starfsfólki

97.00 Heimilishald með launuðu starfsfólki

97.00.0 Heimilishald með launuðu starfsfólki

Til þessarar greinar telst heimilishald með launuðu starfsfólki, s.s. húshjálp, matreiðslu-menn, framreiðslumenn, herbergisþjónar, brytar, starfsfólk við þvotta, garðyrkjumenn, hliðverðir, hestasveinar, bílstjórar, eftirlitsmenn, barnfóstrur, einkakennarar og ritarar.

98 Þjónustustarfsemi og framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota

98.1 Framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota

98.10 Framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota

98.10.0 Framleiðsla á heimilum á ýmis konar vöru til eigin nota

Til þessar greinar telst framleiðsla á heimilum á ýmis konar vörum til lífsviðurværis, þ.e. heimilishald þar sem framleiddar eru vörur til eigin nota.

98.2 Þjónustustarfsemi á heimilum í eigin þágu

98.20 Þjónustustarfsemi á heimilum í eigin þágu

98.20.0 Þjónustustarfsemi á heimilum í eigin þágu

Til þessarar greinar telst ýmis konar þjónustustarfsemi heimila til lífsviðurværis.

Page 324: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

324 BÁLKur u » Starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt

nacerev. 2 ÍSAT2008

u starFsEmi stoFnana og samtaka mEð ÚrlEndisrÉtt

99 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt

99.0 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt

99.00 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt

99.00.0 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt

Til þessarar greinar telst:Starfsemi alþjóðlegra stofnana, s.s. Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana á vegum •Sameinuðu þjóðanna, svæðisstofnanir, o.s.frv., Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn, Alþjóðatollastofnunin, Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Samband olíuútflutningsríkja (OPEC), Evrópusambandið, Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), o.s.frv.

Til þessarar greinar telst einnig:Starfsemi sendiráða, sendinefnda og fulltrúa erlendra ríkja þegar starfsemin er talin í •dvalarlandinu, en ekki í því landi sem skipar þá fulltrúa

Page 325: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

BÁLKur X » Óþekkt starfsemi 325

nacerev. 2 ÍSAT2008

X ÓÞEkkt starFsEmi

99.99.9 Óþekkt starfsemi

Page 326: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 327: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

VIðAuKI

Page 328: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 329: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 329

samsvÖrunarskrá ÍSAT95 ÍSAT2008

ÍSAT95 ÍSAT2008

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.11.0 Kornrækt (að undanskildum hrísgrjónum), ræktun belgjurta og olíufræja

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.64.0 Vinnsla fræja fyrir sáningu

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.63.0 Starfsemi að lokinni uppskeru

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.29.0 Ræktun annarra fjölærra nytjajurta

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.28.0 Ræktun krydd- , ilm- og lyfjajurta

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.19.9 Önnur ótalin ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.16.0 Ræktun trefjajurta

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.15.0 Tóbaksræktun

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.14.0 Ræktun sykurreyrs

01.11.1 Kornrækt, grasrækt og önnur ræktun, þó ekki kartöflurækt

01.12.0 Hrísgrjónarækt

01.11.2 Kartöflurækt 01.13.2 Ræktun á kartöflum01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.13.9 Ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.19.9 Önnur ótalin ræktun nytjajurta sem ekki eru fjölærar01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.13.1 Ræktun á aldingrænmeti og papriku01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.11.0 Kornrækt (að undanskildum hrísgrjónum), ræktun

belgjurta og olíufræja01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.28.0 Ræktun krydd- , ilm- og lyfjajurta01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 02.30.0 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.64.0 Vinnsla fræja fyrir sáningu01.12.1 Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla 01.30.0 Plöntufjölgun01.12.2 Blómarækt 01.19.1 Blómarækt01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.25.0 Ræktun annarra ávaxta og hneta af trjám og runnum01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 02.30.0 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.64.0 Vinnsla fræja fyrir sáningu01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.63.0 Starfsemi að lokinni uppskeru01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.28.0 Ræktun krydd- , ilm- og lyfjajurta01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.26.0 Ræktun olíuríkra ávaxta01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.24.0 Ræktun kjarnaávaxta og steinaldina01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.23.0 Ræktun sítrusávaxta01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.22.0 Ræktun ávaxta frá hitabeltinu og heittempraða

beltinu01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.21.0 Ræktun á þrúgum01.13.0 Ræktun ávaxta og berja 01.27.0 Ræktun jurta til drykkjargerðar01.21.0 Nautgriparækt 01.41.0 Ræktun mjólkurkúa01.21.0 Nautgriparækt 01.42.0 Önnur nautgriparækt01.22.1 Sauðfjárrækt 01.45.0 Sauðfjár- og geitarækt01.22.2 Hrossarækt 01.43.0 Hrossarækt og ræktun annarra dýra af hrossaætt01.23.0 Svínarækt 01.46.0 Svínarækt

Page 330: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

330 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

01.24.0 Alifuglarækt 01.47.2 Eggjaframleiðsla01.24.0 Alifuglarækt 01.47.1 Alifuglarækt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.42.0 Önnur nautgriparækt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.43.0 Hrossarækt og ræktun annarra dýra af hrossaætt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.45.0 Sauðfjár- og geitarækt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.46.0 Svínarækt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.47.1 Alifuglarækt01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.47.2 Eggjaframleiðsla01.25.1 Blönduð búfjárrækt 01.41.0 Ræktun mjólkurkúa01.25.2 Loðdýrabú 01.49.1 Loðdýrabú01.25.9 Önnur ótalin búfjárrækt 01.49.2 Æðarrækt og æðardúnstekja01.25.9 Önnur ótalin búfjárrækt 01.49.9 Ræktun annarra ótalinna dýra01.30.0 Blandaður búskapur jarðyrkju og búfjárræktar 01.50.0 Blandaður búskapur01.41.1 Þjónusta við jarðyrkju 01.63.0 Starfsemi að lokinni uppskeru01.41.1 Þjónusta við jarðyrkju 01.61.0 Þjónustustarfsemi við ræktun nytjajurta01.41.2 Skrúðgarðyrkja 81.30.0 Skrúðgarðyrkja01.42.0 Þjónusta við búfjárrækt önnur en dýralækningar 01.62.0 Þjónustustarfsemi við búfjárrækt01.50.0 Dýraveiðar og tengd þjónusta 01.70.0 Veiðar og tengd þjónustustarfsemi02.01.0 Skógrækt og skógarhögg 02.10.9 Skógrækt og önnur ótalin starfsemi tengd henni02.01.0 Skógrækt og skógarhögg 02.30.0 Söfnun afurða sem vaxa villtar en eru ekki tré02.01.0 Skógrækt og skógarhögg 02.20.0 Skógarhögg02.01.0 Skógrækt og skógarhögg 02.10.1 Rekstur gróðrastöðva fyrir skógartré02.01.0 Skógrækt og skógarhögg 01.29.0 Ræktun annarra fjölærra nytjajurta02.02.0 Þjónusta tengd skógrækt og skógarhöggi 02.40.0 Þjónustustarfsemi við skógrækt05.01.1 Togaraútgerð 03.11.2 Útgerðfiskiskipa05.01.2 Útgerðvinnsluskipa 03.11.2 Útgerðfiskiskipa05.01.3 Útgerðfiskiskipayfir10brl.,þóekkitogaraog

vinnsluskipa03.11.2 Útgerðfiskiskipa

05.01.4 Smábátaútgerð 03.11.1 Útgerðsmábáta05.01.5 Útgerðhvalveiðiskipa 03.11.3 Hvalveiðar05.02.1 Seiðaeldi 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó05.02.1 Seiðaeldi 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni05.02.2 Land- og kvíaeldi 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó05.02.2 Land- og kvíaeldi 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni05.02.3 Hafbeitarstöðvar 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó05.02.4 Eldi sjávardýra 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó05.02.4 Eldi sjávardýra 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni05.02.5 Ræktun og veiði í ám og vötnum 03.22.0 Eldi og ræktun í ferskvatni05.03.0 Þjónusta við fiskveiðar 52.10.0 Vörugeymsla05.03.0 Þjónusta við fiskveiðar 35.30.0 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita10.10.0 Steinkolanám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu10.10.0 Steinkolanám 05.10.0 Steinkolanám10.10.0 Steinkolanám 19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum10.20.0 Brúnkolanám 05.20.0 Brúnkolanám10.20.0 Brúnkolanám 19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum10.20.0 Brúnkolanám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu10.30.0 Mótekja 19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum10.30.0 Mótekja 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu10.30.0 Mótekja 08.92.0 Mótekja11.10.0 Vinnsla á hráolíu og jarðgasi 06.20.0 Vinnsla á jarðgasi11.10.0 Vinnsla á hráolíu og jarðgasi 06.10.0 Vinnsla á hráolíu

Page 331: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 331

ÍSAT95 ÍSAT2008

11.20.0 Tækniþjónusta tengd hráolíu- og jarðgassvinnslu 09.10.0 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi

12.00.0 Nám á úran- og þórínmálmgrýti 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

12.00.0 Nám á úran- og þórínmálmgrýti 07.21.0 Nám á úran- og þórínmálmgrýti13.10.0 Járnnám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu13.10.0 Járnnám 07.10.0 Járnnám13.20.0 Nám annarra málma en járns, þó ekki úran- og

þórínmálmgrýtis09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu13.20.0 Nám annarra málma en járns, þó ekki úran- og

þórínmálmgrýtis07.29.0 Nám annarra málma en járns

14.11.0 Grjótnám til bygginga og mannvirkjagerðar 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

14.11.0 Grjótnám til bygginga og mannvirkjagerðar 08.11.0 Grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám

14.12.0 Kalksteins-, gifs- og krítarnám 08.11.0 Grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám

14.12.0 Kalksteins-, gifs- og krítarnám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

14.13.0 Flögubergsnám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

14.13.0 Flögubergsnám 08.11.0 Grjótnám til skrautsteinagerðar og til bygginga, kalksteins-, gifs-, krítar- og flögubergsnám

14.21.0 Malar- og sandnám; vikurnám 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr jörðu

14.21.0 Malar- og sandnám; vikurnám 08.12.0 Malar-, sand- og leirnám14.22.0 Leirnám, þ.m.t. vinnsla postulínsleirs 08.12.0 Malar-, sand- og leirnám14.22.0 Leirnám, þ.m.t. vinnsla postulínsleirs 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu14.30.0 Nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og

áburðargerðar08.91.0 Nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og

áburðargerðar14.30.0 Nám og vinnsla á steinefnum til efnaiðnaðar og

áburðargerðar09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu14.40.0 Saltvinnsla 10.84.0 Framleiðsla á bragðefnum og kryddi14.40.0 Saltvinnsla 08.93.0 Saltnám14.40.0 Saltvinnsla 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu14.50.0 Nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu 08.99.0 Nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu14.50.0 Nám og vinnsla annarra ótalinna hráefna úr jörðu 09.90.0 Þjónustustarfsemi fyrir vinnslu annarra hráefna úr

jörðu15.11.0 Slátrun, vinnsla og geymsla kjöts, þó ekki

alifuglakjöts10.11.0 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti

15.12.0 Slátrun, vinnsla og geymsla alifuglakjöts 10.12.0 Slátrun og vinnsla á alifuglakjöti15.13.0 Kjötiðnaður 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum15.13.0 Kjötiðnaður 10.13.0 Framleiðsla á kjötafurðum15.20.1 Frysting fiskafurða 10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra15.20.2 Saltfiskverkun 10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra15.20.3 Síldarsöltun 10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra15.20.4 Hersla 10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra15.20.5 Harðfiskverkun 10.20.2 Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra

Page 332: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

332 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

15.20.6 Vinnsla á fersku sjávarfangi 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum15.20.6 Vinnsla á fersku sjávarfangi 10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra15.20.7 Mjöl- og lýsisvinnsla 10.20.3 Mjöl- og lýsisvinnsla15.20.8 Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum15.20.8 Lagmetisiðja og framleiðsla sjávarrétta 10.20.4 Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum

og lindýrum15.20.9 Önnur ótalin fiskvinnsla 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum15.20.9 Önnur ótalin fiskvinnsla 10.20.9 Önnur ótalin vinnsla fiskafurða, krabbadýra og

lindýra15.22.0 Hvalvinnsla 10.11.0 Slátrun og vinnsla á kjöti, þó ekki alifuglakjöti15.22.0 Hvalvinnsla 10.41.0 Framleiðsla á olíu og feiti15.31.0 Vinnsla á kartöflum 10.31.0 Vinnsla á kartöflum15.32.0 Framleiðsla ávaxta- og grænmetissafa 10.32.0 Framleiðsla á ávaxta- og grænmetissafa15.33.0 Önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis 10.85.0 Framleiðsla á tilbúnum máltíðum og réttum15.33.0 Önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis 10.39.0 Önnur ótalin vinnsla ávaxta og grænmetis15.41.0 Framleiðsla óhreinsaðrar olíu og feiti 10.41.0 Framleiðsla á olíu og feiti15.42.0 Framleiðsla hreinsaðrar olíu og feiti 10.41.0 Framleiðsla á olíu og feiti15.43.0 Framleiðsla smjörlíkis og svipaðrar feiti til manneldis 10.42.0 Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis15.51.0 Mjólkurbú og ostagerð 10.51.0 Mjólkurbú og ostagerð15.52.0 Ísgerð 10.52.0 Ísgerð15.61.0 Framleiðsla á kornvöru 10.61.0 Framleiðsla á kornvöru15.62.0 Framleiðsla á mjölva og mjölvavöru 10.62.0 Framleiðsla á mjölva og mjölvavöru15.71.1 Framleiðsla húsdýrafóðurs 10.91.0 Framleiðsla húsdýrafóðurs15.71.2 Framleiðsla fiskeldisfóðurs 10.91.0 Framleiðsla húsdýrafóðurs15.71.3 Framleiðsla þörungamjöls 10.91.0 Framleiðsla húsdýrafóðurs15.72.0 Framleiðsla gæludýrafóðurs 10.92.0 Framleiðsla gæludýrafóðurs15.81.0 Brauðgerðir og bakarí 10.71.0 Framleiðsla á brauði, nýju sætabrauði og kökum15.82.0 Kex- og kökuframleiðsla 10.72.0 Framleiðsla á tvíbökum og kexi, framleiðsla á

geymsluþolnu sætabrauði og kökum15.83.0 Sykurframleiðsla 10.81.0 Sykurframleiðsla15.84.0 Súkkulaði- og sælgætisgerð; kakóframleiðsla 10.82.0 Framleiðsla á súkkulaði og sælgæti; kakói15.85.0 Framleiðsla á pastavörum og svipuðum vörum 10.73.0 Framleiðsla á pastavörum og svipuðum vörum15.86.0 Te- og kaffiframleiðsla 10.83.0 Te- og kaffivinnsla15.87.0 Krydd- og bragðefnaframleiðsla 10.84.0 Framleiðsla á bragðefnum og kryddi15.88.0 Framleiðsla á jafnblönduðum matvælum, sjúkra- og

sérfæði10.86.0 Framleiðsla á jafnblönduðum matvælum og sérfæði

15.89.0 Annar ótalinn matvælaiðnaður 10.89.0 Önnur ótalin framleiðsla á matvælum15.91.0 Framleiðsla eimaðra áfengra drykkja 11.01.0 Eiming, hreinsun og blöndun áfengra drykkja15.92.0 Framleiðsla á hráum spíritus 20.14.0 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til

efnaiðnaðar15.92.0 Framleiðsla á hráum spíritus 11.01.0 Eiming, hreinsun og blöndun áfengra drykkja15.93.0 Framleiðsla á léttu víni 11.02.0 Framleiðsla á víni úr þrúgum15.94.0 Framleiðsla annarra ávaxtavína 11.03.0 Framleiðsla annarra ávaxtavína15.95.0 Framleiðsla á vermút og svipuðum víntegundum 11.04.0 Framleiðsla á öðrum óeimuðum, gerjuðum

drykkjarvörum15.96.0 Bjórgerð 11.05.0 Bjórgerð15.97.0 Maltgerð 11.06.0 Maltgerð15.98.0 Framleiðsla gosdrykkja og svipaðra drykkja 11.07.0 Framleiðsla á gosdrykkjum, ölkelduvatni og öðru

átöppuðu vatni16.00.0 Tóbaksiðnaður 12.00.0 Framleiðsla á tóbaksvörum17.10.0 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum 13.10.0 Forvinnsla og spuni á textíltrefjum17.20.0 Vefnaður 13.20.0 Textílvefnaður17.30.0 Frágangur á textílum 13.30.0 Frágangur á textílum

Page 333: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 333

ÍSAT95 ÍSAT2008

17.40.1 Seglagerðir 13.92.0 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði17.40.2 Framleiðsla textílvöru til heimilis- og innanhússnota 13.92.0 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði17.40.9 Önnur framleiðsla á tilbúinni textílvöru 13.92.0 Framleiðsla á tilbúinni spunavöru annarri en fatnaði17.51.0 Framleiðsla á teppum og mottum 13.93.0 Framleiðsla á gólfteppum og mottum17.52.1 Framleiðsla á köðlum, garni og netum 13.94.0 Framleiðsla á köðlum, seglgarni og netum17.52.2 Veiðarfæragerð 13.94.0 Framleiðsla á köðlum, seglgarni og netum17.52.2 Veiðarfæragerð 33.19.0 Viðgerðir á öðrum búnaði17.53.0 Framleiðsla á trefjadúk, ekki ofnum, og vörum úr

honum, þó ekki fatnaði13.95.0 Framleiðsla á trefjadúk og vörum úr þeim, þó ekki

fatnaði17.54.0 Framleiðsla annarrar ótalinnar textílvöru 13.99.0 Framleiðsla á annarri ótalinni textílvöru17.54.0 Framleiðsla annarrar ótalinnar textílvöru 13.96.0 Framleiðsla annarra tækni- og iðnaðartextíla17.60.0 Framleiðsla á hekl- og prjónvoð 13.91.0 Framleiðsla á hekluðum og prjónuðum dúk17.71.0 Sokkaframleiðsla 14.31.0 Framleiðsla á sokkum og sokkavörum17.72.0 Peysuframleiðsla 14.39.0 Framleiðsla á öðrum prjónuðum og hekluðum

fatnaði18.10.0 Framleiðsla á leðurfatnaði 14.11.0 Framleiðsla á leðurfatnaði18.21.0 Framleiðsla á vinnufatnaði 14.12.0 Vinnufatagerð18.22.0 Framleiðsla á yfirfatnaði, þó ekki vinnufatnaði 14.13.0 Framleiðsla á öðrum yfirfatnaði18.23.0 Framleiðsla á undirfatnaði 14.14.0 Framleiðsla á nærfatnaði18.24.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum fatnaði og fylgihlutum 32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla18.24.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum fatnaði og fylgihlutum 14.19.0 Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutum18.30.0 Sútun og litun loðskinna; framleiðsla úr loðskinnum 15.11.0 Sútun leðurs; sútun og litun á loðskinni18.30.0 Sútun og litun loðskinna; framleiðsla úr loðskinnum 14.20.0 Framleiðsla á vörum úr loðskinnum19.10.0 Sútun á leðri 15.11.0 Sútun leðurs; sútun og litun á loðskinni19.20.0 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og skyldum

vörum og reiðtygjum32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla

19.20.0 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og skyldum vörum og reiðtygjum

15.12.0 Framleiðsla á ferðatöskum, handtöskum og áþekkum vörum; reiðtygjum og skyldum vörum

19.30.0 Framleiðsla á skófatnaði 15.20.0 Framleiðsla á skófatnaði19.30.0 Framleiðsla á skófatnaði 22.19.0 Framleiðsla á öðrum gúmmívörum20.10.0 Sögun, heflun og fúavörn á viði 16.10.0 Sögun, heflun og fúavörn á viði20.20.0 Framleiðsla á krossviði, spónarplötum o.þ.h. 16.21.0 Framleiðsla á viðarspæni og plötum að grunni til úr

viði20.30.1 Framleiðsla einingahúsa og byggingareininga úr viði

og öðrum efniviði16.22.0 Framleiðsla á samsettum parketgólfum

20.30.1 Framleiðsla einingahúsa og byggingareininga úr viði og öðrum efniviði

16.23.0 Framleiðsla á öðrum trésmíðavörum til bygginga

20.30.9 Framleiðsla annars efnis til húsasmíða úr viði og öðrum efniviði

16.22.0 Framleiðsla á samsettum parketgólfum

20.30.9 Framleiðsla annars efnis til húsasmíða úr viði og öðrum efniviði

16.23.0 Framleiðsla á öðrum trésmíðavörum til bygginga

20.40.0 Framleiðsla á umbúðum úr viði 33.19.0 Viðgerðir á öðrum búnaði20.40.0 Framleiðsla á umbúðum úr viði 16.24.0 Framleiðsla á umbúðum úr viði20.51.0 Framleiðsla annarrar viðarvöru 16.29.0 Framleiðsla á annarri viðarvöru; framleiðsla á vörum

úr korki, hálmi og fléttiefnum20.52.0 Framleiðsla vöru úr korki, hálmi og fléttiefnum 16.29.0 Framleiðsla á annarri viðarvöru; framleiðsla á vörum

úr korki, hálmi og fléttiefnum20.52.0 Framleiðsla vöru úr korki, hálmi og fléttiefnum 32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla21.11.0 Framleiðsla á pappírskvoðu 17.11.0 Framleiðsla á pappírskvoðu21.12.0 Framleiðsla á pappír og pappa 17.12.0 Framleiðsla á pappír og pappa21.21.0 Framleiðsla á bylgjupappa og umbúðum úr pappír

og pappa17.21.0 Framleiðsla á bylgjupappír og -pappa og umbúðum

úr pappír og pappa21.22.0 Framleiðsla vöru til heimilis- og hreinlætisnota úr

pappír og pappa17.22.0 Framleiðsla á heimilis- og hreinlætisvörum úr pappír

og pappa

Page 334: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

334 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

21.23.0 Framleiðsla á skrifpappír og skrifstofuvörum úr pappír og pappa

17.23.0 Framleiðsla á skrifpappír og skrifstofuvörum úr pappír og pappa

21.24.0 Framleiðsla veggfóðurs 17.24.0 Framleiðsla á veggfóðri21.25.0 Framleiðsla annarrar pappírs- og pappavöru 17.29.0 Framleiðsla á annarri pappírs- og pappavöru22.11.1 Bókaútgáfa með starfrækslu eigin prentsmiðju 58.11.0 Bókaútgáfa22.11.1 Bókaútgáfa með starfrækslu eigin prentsmiðju 58.12.0 Útgáfaskráaogpóstlista22.11.2 Bókaútgáfa án starfrækslu eigin prentsmiðju 58.11.0 Bókaútgáfa22.11.2 Bókaútgáfa án starfrækslu eigin prentsmiðju 58.12.0 Útgáfaskráaogpóstlista22.12.1 Dagblaðaútgáfa með starfrækslu eigin prentsmiðju 58.13.0 Dagblaðaútgáfa22.12.2 Dagblaðaútgáfa án starfrækslu eigin prentsmiðju 58.13.0 Dagblaðaútgáfa22.13.0 Tímaritaútgáfa 58.14.0 Tímaritaútgáfa22.14.0 Útgáfaáhljóðrituðuefni 59.20.0 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa22.15.0 Önnur útgáfustarfsemi 58.19.0 Önnur útgáfustarfsemi22.21.0 Prentun dagblaða 18.11.0 Prentun dagblaða22.22.1 Offsett- og hæðarprentun 18.12.0 Önnur prentun22.22.2 Sáldprentun 18.12.0 Önnur prentun22.22.9 Önnur ótalin prentun 18.12.0 Önnur prentun22.23.0 Bókband og frágangur prentaðs máls 18.14.0 Bókband og tengd þjónusta22.24.0 Prentsmíð 18.13.0 Undirbúningur fyrir prentun22.25.0 Önnur starfsemi tengd prentiðnaði 18.13.0 Undirbúningur fyrir prentun22.25.0 Önnur starfsemi tengd prentiðnaði 18.14.0 Bókband og tengd þjónusta22.31.0 Fjölföldun hljóðritaðs efnis 18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis22.32.0 Fjölföldun myndefnis 18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis22.33.0 Fjölföldun tölvuefnis 18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis23.10.0 Koxframleiðsla 19.10.0 Koksframleiðsla23.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum 19.20.0 Framleiðsla á hreinsuðum olíuvörum23.30.0 Framleiðsla efna til kjarnorkueldsneytis 24.46.0 Vinnsla á kjarnorkueldsneyti24.11.0 Framleiðsla á iðnaðargasi 20.11.0 Framleiðsla á iðnaðargasi24.12.0 Framleiðsla á lit og litarefnum 20.12.0 Framleiðsla á lit og litarefnum24.13.0 Framleiðsla á öðrum ólífrænum grunnefnum til

efnaiðnaðar20.13.0 Framleiðsla á öðrum ólífrænum grunnefnum til

efnaiðnaðar24.14.0 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til

efnaiðnaðar20.14.0 Framleiðsla á öðrum lífrænum grunnefnum til

efnaiðnaðar24.15.0 Framleiðsla á tilbúnum áburði o.fl. 20.15.0 Framleiðsla á tilbúnum áburði og

köfnunarefnissamböndum24.16.0 Framleiðsla á plasthráefnum 20.16.0 Framleiðsla á plasthráefnum24.17.0 Framleiðsla á gervigúmmíi til úrvinnslu 20.17.0 Framleiðsla á syntetísku gúmmíi til úrvinnslu24.20.0 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum

efnum til nota í landbúnaði20.20.0 Framleiðsla á skordýra- og illgresiseyði og öðrum

efnum til nota í landbúnaði24.30.0 Framleiðsla á málningu, þekju-, fylli- og þéttiefnum 20.30.0 Framleiðsla á málningu, lökkum og svipuðum

þekjuefnum, prentbleki og fylli- og þéttiefnum24.41.0 Framleiðsla á hráefnum til lyfjagerðar 21.10.0 Framleiðsla á efnum til lyfjagerðar24.42.0 Lyfjagerð 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og

tannlækninga24.42.0 Lyfjagerð 21.20.0 Lyfjaframleiðsla24.51.0 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum,

hreingerningar- og fægiefnum20.41.0 Framleiðsla á sápu, hreinsi- og þvottaefnum,

hreingerningar- og fægiefnum24.52.0 Ilmvatns- og snyrtivöruframleiðsla 20.42.0 Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum24.61.0 Framleiðsla á sprengiefnum 20.51.0 Framleiðsla á sprengiefnum24.62.0 Límframleiðsla 20.52.0 Framleiðsla á lími24.63.0 Framleiðsla á rokgjörnum olíum 20.53.0 Framleiðsla á ilmolíum24.64.0 Framleiðsla á efnum til ljósmyndagerðar 20.59.0 Framleiðsla á annarri ótalinni efnavöru24.65.0 Framleiðsla á hljóð- og myndböndum, seguldiskum

og segulböndum fyrir tölvur26.80.0 Framleiðsla á segul- og optískum miðlum

Page 335: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 335

ÍSAT95 ÍSAT2008

24.66.0 Annar ótalinn efnaiðnaður 20.59.0 Framleiðsla á annarri ótalinni efnavöru24.70.0 Framleiðsla gerviþráðar 20.60.0 Framleiðsla gerviþráðar25.11.0 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og

hjólbarðaslöngum22.11.0 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og

hjólbarðaslöngum, sólun notaðra gúmmíhjólbarða25.12.0 Sólun notaðra hjólbarða 22.11.0 Framleiðsla á gúmmíhjólbörðum og

hjólbarðaslöngum, sólun notaðra gúmmíhjólbarða25.13.0 Önnur gúmmívöruframleiðsla 22.19.0 Framleiðsla á öðrum gúmmívörum25.21.0 Framleiðsla á plötum, rörum o.þ.h. úr plastefnum 33.20.0 Uppsetning á vélum og búnaði til nota í

atvinnuskyni25.21.0 Framleiðsla á plötum, rörum o.þ.h. úr plastefnum 22.21.0 Framleiðsla á plötum, þynnum, slöngum og prófílum

úr plasti25.22.0 Framleiðsla á umbúðaplasti 22.22.9 Framleiðsla á öðru umbúðaplasti25.23.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti 22.23.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr plasti25.24.1 Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi 22.22.1 Framleiðsla á plastvörum til nota í sjávarútvegi25.24.9 Önnur ótalin plastvöruframleiðsla 22.29.0 Framleiðsla á öðrum plastvörum26.11.0 Framleiðsla á glerplötum 23.11.0 Framleiðsla á flotgleri26.12.0 Skurður og vinnsla á glerplötum og rúðugleri 23.12.0 Skurður og vinnsla á flotgleri26.13.0 Framleiðsla gleríláta 23.13.0 Framleiðsla á glerílátum26.14.0 Glerullarframleiðsla 23.14.0 Framleiðsla á glertrefjum26.15.0 Annar gleriðnaður 23.19.0 Framleiðsla og vinnsla á öðru gleri, þ.m.t. glervara til

tæknilegra nota26.21.0 Framleiðsla á nytjaleirmunum og skrautmunum 23.41.0 Framleiðsla á heimilisvörum og skrautmunum úr leir

og postulíni26.22.0 Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir og postulíni 23.42.0 Framleiðsla á hreinlætistækjum úr leir og postulíni26.23.0 Framleiðsla á einangrurum og einangrunarefni úr

postulíni23.43.0 Framleiðsla á einangrurum og tengjum úr leir

26.24.0 Framleiðsla annarrar leirvöru til tæknilegra nota 23.44.0 Framleiðsla á annarri leirvöru til tæknilegra nota26.25.0 Önnur leirmuna- og postulínsgerð 23.49.0 Framleiðsla á öðrum leirvörum26.26.0 Framleiðsla eldfastrar leirvöru 23.20.0 Framleiðsla á eldföstum vörum26.30.0 Framleiðsla á flísum og hellum úr leir og postulíni 23.31.0 Framleiðsla á flísum og hellum úr leir26.40.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr brenndum leir 23.32.0 Framleiðsla á byggingarvörum úr brenndum leir26.51.0 Sementsframleiðsla 23.51.0 Sementsframleiðsla26.52.0 Kalkframleiðsla 23.52.0 Kalk- og gifsframleiðsla26.53.0 Gifsframleiðsla 23.52.0 Kalk- og gifsframleiðsla26.61.0 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu 23.61.0 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu26.62.0 Framleiðsla á bygggingarefni úr gifsi 23.62.0 Framleiðsla á byggingarefni úr gifsi26.63.0 Framleiðsla tilbúinnar steinsteypu 23.63.0 Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu26.64.0 Framleiðsla steinlíms 23.64.0 Framleiðsla á steinlími26.65.0 Framleiðsla á vörum úr trefjasementi 23.65.0 Framleiðsla á vörum úr trefjasementi26.66.0 Framleiðsla annarrar vöru úr steinsteypu, sementi

og gifsi23.69.0 Framleiðsla á öðrum vörum úr steinsteypu, sementi

og gifsi26.70.0 Steinsmíði 23.70.0 Steinsmíði26.81.0 Framleiðsla slípisteina og slípiefna 23.91.0 Framleiðsla á vörum til slípunar26.82.1 Steinullarframleiðsla 23.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum

steinefnum26.82.2 Þakpappaframleiðsla 23.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum

steinefnum26.82.9 Annar ótalinn steinefnaiðnaður, þó ekki

málmiðnaður23.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vörum úr málmlausum

steinefnum27.10.0 Járn- og stálframleiðsla; framleiðsla spegiljárns 24.10.0 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi27.21.0 Framleiðsla steypujárns- og steypustálsröra 24.51.0 Járnsteypa27.22.0 Framleiðsla járn- og stálröra 24.20.0 Framleiðsla á rörum, pípum, holum prófílum og

tengihlutum úr stáli27.31.0 Kalddráttur 24.31.0 Kalddráttur stanga27.32.0 Kaldvölsun flatjárns og flatstáls 24.32.0 Kaldvölsun flatstáls

Page 336: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

336 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

27.33.0 Kaldmótun 24.33.0 Kaldmótun27.34.0 Vírdráttur 24.34.0 Kalddráttur víra27.35.0 Önnur ótalin frumvinnsla á járni og stáli; framleiðsla

járnblendis, þó ekki spegiljárns24.10.0 Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi

27.41.0 Framleiðsla góðmálma 24.41.0 Framleiðsla góðmálma27.42.0 Álframleiðsla 24.42.0 Álframleiðsla27.43.0 Blý-, sink- og tinframleiðsla 24.43.0 Blý-, sink- og tinframleiðsla27.44.0 Koparframleiðsla 24.44.0 Koparframleiðsla27.45.0 Framleiðsla annarra málma sem ekki innihalda járn 24.45.0 Framleiðsla annarra málma sem ekki innihalda járn27.51.0 Járnsteypa 24.51.0 Járnsteypa27.52.0 Stálsteypa 24.52.0 Stálsteypa27.53.0 Málmsteypa úr léttmálmum 24.53.0 Steypa léttmálma27.54.0 Önnur málmsteypa 24.54.0 Steypa annarra málma sem ekki innihalda járn28.11.0 Framleiðsla og viðgerðir á burðarvirkjum og

byggingareiningum úr málmi25.11.0 Framleiðsla á burðarvirkjum og byggingareiningum

úr málmi28.12.0 Framleiðsla og viðgerðir á byggingarvöru úr

málmum25.12.0 Framleiðsla á hurðum og gluggum úr málmi

28.21.0 Framleiðsla og viðgerðir geyma, kera og íláta úr málmum

25.29.0 Framleiðsla á öðrum geymum, kerum og ílátum úr málmi

28.21.0 Framleiðsla og viðgerðir geyma, kera og íláta úr málmum

33.11.0 Viðgerðir á málmvörum

28.22.0 Framleiðsla og viðgerðir miðstöðvarofna og miðstöðvarkatla

25.21.0 Framleiðsla á miðstöðvarofnum og -kötlum

28.22.0 Framleiðsla og viðgerðir miðstöðvarofna og miðstöðvarkatla

33.11.0 Viðgerðir á málmvörum

28.30.0 Framleiðsla og viðgerðir á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

33.11.0 Viðgerðir á málmvörum

28.30.0 Framleiðsla og viðgerðir á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

25.30.0 Framleiðsla á gufukötlum, þó ekki miðstöðvarkötlum

28.40.0 Eldsmíði, önnur málmsmíði og viðgerðir; sindurmótun

25.50.0 Eldsmíði og önnur málmsmíði; sindurmótun

28.51.0 Meðferð og húðun málma 25.61.0 Meðhöndlun og húðun málma28.52.0 Almenn málmsmiðjuþjónusta og blikksmíði 25.62.0 Vélvinnsla málma28.61.0 Framleiðsla og viðgerðir á hnífum, verkfærum og

ýmis konar járnvöru25.71.0 Framleiðsla á hnífapörum, hnífum, skærum, o.þ.h.

28.61.0 Framleiðsla og viðgerðir á hnífum, verkfærum og ýmis konar járnvöru

33.11.0 Viðgerðir á málmvörum

28.62.0 Framleiðsla og viðgerðir á verkfærum 28.49.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum smíðavélum28.62.0 Framleiðsla og viðgerðir á verkfærum 33.11.0 Viðgerðir á málmvörum28.62.0 Framleiðsla og viðgerðir á verkfærum 25.73.0 Framleiðsla á verkfærum, þó ekki vélknúnum28.62.0 Framleiðsla og viðgerðir á verkfærum 28.92.0 Framleiðsla á vélum til mannvirkjagerðar,

námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu28.63.0 Framleiðsla á lásum og lömum 25.72.0 Framleiðsla á lásum og lömum28.71.0 Framleiðsla og viðgerðir á stáltunnum og svipuðum

ílátum25.91.0 Framleiðsla á stáltunnum og svipuðum ílátum

28.72.0 Framleiðsla á umbúðum úr léttmálmum 25.92.0 Framleiðsla á umbúðum úr léttmálmi28.73.0 Framleiðsla á vörum úr vír 25.93.0 Framleiðsla á keðjum, fjöðrum og vörum úr vír28.74.0 Framleiðsla á boltum, skrúfum, keðjum og fjöðrum 25.94.0 Framleiðsla á boltum og skrúfum28.74.0 Framleiðsla á boltum, skrúfum, keðjum og fjöðrum 25.93.0 Framleiðsla á keðjum, fjöðrum og vörum úr vír28.75.0 Önnur ótalin málmsmíði og viðgerðir 32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla28.75.0 Önnur ótalin málmsmíði og viðgerðir 25.71.0 Framleiðsla á hnífapörum, hnífum, skærum, o.þ.h.28.75.0 Önnur ótalin málmsmíði og viðgerðir 25.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum málmvörum29.11.0 Framleiðsla og viðgerðir hreyfla og hverfla, þó ekki í

loftför, bíla og vélhjól28.11.0 Framleiðsla hreyfla og hverfla, þó ekki í loftför,

ökutæki eða vélhjól29.12.0 Framleiðsla og viðgerðir á dælum og þjöppum 28.12.0 Framleiðsla á vökvaaflsbúnaði

Page 337: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 337

ÍSAT95 ÍSAT2008

29.12.0 Framleiðsla og viðgerðir á dælum og þjöppum 28.13.0 Framleiðsla á öðrum dælum og þjöppum29.12.0 Framleiðsla og viðgerðir á dælum og þjöppum 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði29.13.0 Framleiðsla og viðgerðir á krönum og lokum 28.14.0 Framleiðsla á krönum og lokum29.14.0 Framleiðsla og viðgerðir á legum, tannhjólum,

drifum og drifbúnaði33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.14.0 Framleiðsla og viðgerðir á legum, tannhjólum, drifum og drifbúnaði

28.15.0 Framleiðsla á legum, tannhjólum, drifum og drifbúnaði

29.21.0 Framleiðsla og viðhald á bræðsluofnum og brennurum

43.22.0 Pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa

29.21.0 Framleiðsla og viðhald á bræðsluofnum og brennurum

28.21.0 Framleiðsla á ofnum, bræðsluofnum og brennurum

29.22.0 Framleiðsla og viðhald á lyftitækjum, spilum og öðrum færslubúnaði

28.22.0 Framleiðsla á lyftitækjum og færslubúnaði

29.22.0 Framleiðsla og viðhald á lyftitækjum, spilum og öðrum færslubúnaði

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.23.0 Framleiðsla og viðhald á kæli- og loftræstitækjum til annarra nota en heimilisnota

28.25.0 Framleiðsla á kæli- og loftræstibúnaði, þó ekki til heimilisnota

29.24.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til almennra nota

26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu

29.24.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til almennra nota

28.29.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum til almennra nota

29.24.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til almennra nota

28.94.0 Framleiðsla á vélum fyrir textíl-, fata- og leðurframleiðslu

29.24.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til almennra nota

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

29.31.0 Dráttarvélasmíði og viðhald 28.30.0 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og skógrækt

29.31.0 Dráttarvélasmíði og viðhald 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði29.32.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til nota í

landbúnaði og skógrækt28.30.0 Framleiðsla á vélum til nota í landbúnaði og

skógrækt29.32.0 Framleiðsla og viðhald annarra véla til nota í

landbúnaði og skógrækt33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.40.0 Framleiðsla smíðavéla og viðhald 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði29.40.0 Framleiðsla smíðavéla og viðhald 28.41.0 Framleiðsla á vélum til mótunar á málmi29.40.0 Framleiðsla smíðavéla og viðhald 28.24.0 Framleiðsla á aflknúnum handverkfærum29.40.0 Framleiðsla smíðavéla og viðhald 27.90.0 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði29.40.0 Framleiðsla smíðavéla og viðhald 28.49.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum smíðavélum29.51.0 Framleiðsla og viðhald véla til málmvinnslu 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði29.51.0 Framleiðsla og viðhald véla til málmvinnslu 28.91.0 Framleiðsla á vélum til málmvinnslu29.52.0 Framleiðsla og viðhald véla til námuvinnslu,

sementsframleiðslu, mannvirkjagerðar o.fl.33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.52.0 Framleiðsla og viðhald véla til námuvinnslu, sementsframleiðslu, mannvirkjagerðar o.fl.

28.92.0 Framleiðsla á vélum til mannvirkjagerðar, námugraftrar og vinnslu hráefna úr jörðu

29.53.1 Framleiðsla og viðhald vélvirkra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.53.1 Framleiðsla og viðhald vélvirkra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað

28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu

29.53.2 Framleiðsla og viðhald tölvustýrðra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.53.2 Framleiðsla og viðhald tölvustýrðra véla fyrir fiskiðnað og annan matvælaiðnað

28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu

29.53.9 Framleiðsla og viðhald véla fyrir drykkjarvöru- og tóbaksiðnað

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.53.9 Framleiðsla og viðhald véla fyrir drykkjarvöru- og tóbaksiðnað

28.93.0 Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu

Page 338: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

338 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

29.54.0 Framleiðsla og viðhald véla fyrir textíl-, fata- og leðuriðnað

33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.54.0 Framleiðsla og viðhald véla fyrir textíl-, fata- og leðuriðnað

28.94.0 Framleiðsla á vélum fyrir textíl-, fata- og leðurframleiðslu

29.55.0 Framleiðsla og viðhald véla fyrir pappírsiðnað 33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði29.55.0 Framleiðsla og viðhald véla fyrir pappírsiðnað 28.95.0 Framleiðsla á vélum til pappírs- og pappaframleiðslu29.56.0 Framleiðsla og viðhald annarra ótalinna sérhæfðra

véla33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

29.56.0 Framleiðsla og viðhald annarra ótalinna sérhæfðra véla

28.99.0 Framleiðsla á öðrum ótöldum sérhæfðum vélum

29.56.0 Framleiðsla og viðhald annarra ótalinna sérhæfðra véla

28.96.0 Framleiðsla á vélum til plast- og gúmmívinnslu

29.60.0 Vopna- og skotfæraframleiðsla 25.40.0 Vopna- og skotfæraframleiðsla29.60.0 Vopna- og skotfæraframleiðsla 30.40.0 Framleiðsla á hernaðarökutækjum29.71.0 Framleiðsla rafmagnstækja til heimilisnota 27.51.0 Framleiðsla rafknúinna heimilistækja29.72.0 Framleiðsla heimilistækja, þó ekki rafmagnstækja 27.52.0 Framleiðsla heimilistækja, annarra en rafknúinna30.01.0 Framleiðsla á skrifstofuvélum 28.23.0 Framleiðsla á skrifstofuvélum og –búnaði, þó ekki

tölvum og jaðarbúnaði30.02.0 Framleiðsla á tölvum og öðrum gagnavinnsluvélum 26.20.0 Framleiðsla á tölvum og jaðarbúnaði31.10.0 Framleiðsla og viðgerðir rafhreyfla, rafala og

spennubreyta26.12.0 Framleiðsla á fullbúnum rafeindaspjöldum

31.10.0 Framleiðsla og viðgerðir rafhreyfla, rafala og spennubreyta

27.11.0 Framleiðsla á rafhreyflum, rafölum og spennubreytum

31.10.0 Framleiðsla og viðgerðir rafhreyfla, rafala og spennubreyta

33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði

31.20.0 Framleiðsla og viðhald á búnaði fyrir dreifingu og stjórnkerfi raforku

33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði

31.20.0 Framleiðsla og viðhald á búnaði fyrir dreifingu og stjórnkerfi raforku

27.33.0 Framleiðsla á leiðslubúnaði

31.20.0 Framleiðsla og viðhald á búnaði fyrir dreifingu og stjórnkerfi raforku

27.12.0 Framleiðsla á dreifi- og stjórnbúnaði fyrir raforku

31.30.0 Framleiðsla á einangruðum vírum og strengjum 26.12.0 Framleiðsla á fullbúnum rafeindaspjöldum31.30.0 Framleiðsla á einangruðum vírum og strengjum 27.31.0 Framleiðsla á ljósleiðaraköplum31.30.0 Framleiðsla á einangruðum vírum og strengjum 27.32.0 Framleiðsla á öðrum rafeinda- og rafmagnsvírum og

köplum31.30.0 Framleiðsla á einangruðum vírum og strengjum 27.33.0 Framleiðsla á leiðslubúnaði31.40.0 Framleiðsla og viðgerðir á rafgeymum og rafhlöðum 27.20.0 Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma31.50.0 Framleiðsla og viðgerðir á ljósabúnaði og lömpum 27.40.0 Framleiðsla á rafljósabúnaði31.61.0 Framleiðsla og viðgerðir raftækja í hreyfla og

ökutæki29.31.0 Framleiðsla á raf- og rafeindabúnaði í vélknúin

ökutæki og hreyfla þeirra31.62.0 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna raftækja 33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði31.62.0 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna raftækja 27.90.0 Framleiðsla á öðrum rafbúnaði32.10.0 Framleiðsla og viðgerðir á rafeindalömpum og

öðrum íhlutum rafeindatækja26.11.0 Framleiðsla á rafeindaíhlutum

32.10.0 Framleiðsla og viðgerðir á rafeindalömpum og öðrum íhlutum rafeindatækja

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

32.20.0 Framleiðsla og viðgerðir útvarps- og sjónvarpssenda og tækja fyrir símtækni og símritun

26.30.0 Framleiðsla fjarskiptabúnaðar

32.20.0 Framleiðsla og viðgerðir útvarps- og sjónvarpssenda og tækja fyrir símtækni og símritun

95.12.0 Viðgerðir á fjarskiptabúnaði

32.30.0 Framleiðsla sjónvarps- og útvarpstækja, hátalara, loftneta og skyldrar vöru

26.40.0 Framleiðsla á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og skyldum búnaði

32.30.0 Framleiðsla sjónvarps- og útvarpstækja, hátalara, loftneta og skyldrar vöru

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

Page 339: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 339

ÍSAT95 ÍSAT2008

33.10.0 Framleiðsla og viðhald á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

33.10.0 Framleiðsla og viðhald á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum

33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði

33.10.0 Framleiðsla og viðhald á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum

32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga

33.10.0 Framleiðsla og viðhald á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum

26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

33.20.0 Framleiðsla og viðhald á leiðsögutækjum og búnaði til mælinga, eftirlits og prófana

26.51.0 Framleiðsla á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu

33.20.0 Framleiðsla og viðhald á leiðsögutækjum og búnaði til mælinga, eftirlits og prófana

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

33.30.0 Framleiðsla og viðhald á stjórnbúnaði fyrir iðnaðarframleiðslu

33.20.0 Uppsetning á vélum og búnaði til nota í atvinnuskyni

33.30.0 Framleiðsla og viðhald á stjórnbúnaði fyrir iðnaðarframleiðslu

33.14.0 Viðgerðir á rafbúnaði

33.30.0 Framleiðsla og viðhald á stjórnbúnaði fyrir iðnaðarframleiðslu

33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum

33.40.0 Framleiðsla á sjóntækjum, ljósmyndavélum o.þ.h. 33.13.0 Viðgerðir á rafeindabúnaði og optískum tækjum33.40.0 Framleiðsla á sjóntækjum, ljósmyndavélum o.þ.h. 26.70.0 Framleiðsla á optískum tækjum og ljósmyndabúnaði33.50.0 Úr-ogklukkusmíði 26.52.0 Framleiðsla á úrum og klukkum34.10.0 Bílaverksmiðjur 29.10.0 Framleiðsla vélknúinna ökutækja34.10.0 Bílaverksmiðjur 30.91.0 Framleiðsla vélhjóla34.20.0 Smíði yfirbygginga og framleiðsla tengi- og

aftanívagna29.20.0 Smíði yfirbygginga fyrir vélknúin ökutæki og

framleiðsla tengivagna34.30.0 Framleiðsla á íhlutum og aukahlutum í bíla 29.32.0 Framleiðsla á öðrum íhlutum og aukabúnaði í

vélknúin ökutæki og hreyfla þeirra35.11.0 Skipasmíði og skipaviðgerðir 33.15.0 Viðgerðir og viðhald á skipum og bátum35.11.0 Skipasmíði og skipaviðgerðir 30.11.0 Smíði skipa og annarra fljótandi mannvirkja35.12.0 Smíði og viðgerðir skemmti- og sportbáta 30.12.0 Smíði skemmti- og sportbáta35.12.0 Smíði og viðgerðir skemmti- og sportbáta 33.15.0 Viðgerðir og viðhald á skipum og bátum35.20.0 Smíði og viðgerðir járnbrautar- og sporvagna 30.20.0 Framleiðsla eimreiða og járnbrautarvagna35.20.0 Smíði og viðgerðir járnbrautar- og sporvagna 33.17.0 Viðgerðir og viðhald á öðrum ótöldum

flutningatækjum35.30.0 Smíði og viðgerðir loftfara og geimfara 30.30.0 Framleiðsla á loft- og geimförum og tengdum

vélbúnaði35.30.0 Smíði og viðgerðir loftfara og geimfara 33.16.0 Viðgerðir og viðhald á loftförum og geimförum35.41.0 Framleiðsla bifhjóla 45.40.0 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og

aukabúnaðar til þeirra35.41.0 Framleiðsla bifhjóla 30.91.0 Framleiðsla vélhjóla35.42.0 Framleiðsla reiðhjóla 30.92.0 Framleiðsla á reiðhjólum, barnavögnum og

farartækjum fyrir hreyfihamlaða35.43.0 Framleiðsla og viðgerðir farartækja fyrir fatlaða 30.92.0 Framleiðsla á reiðhjólum, barnavögnum og

farartækjum fyrir hreyfihamlaða35.43.0 Framleiðsla og viðgerðir farartækja fyrir fatlaða 95.29.0 Viðgerðir á öðrum hlutum til einka- og heimilisnota35.50.0 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna farartækja 33.17.0 Viðgerðir og viðhald á öðrum ótöldum

flutningatækjum35.50.0 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna farartækja 30.99.0 Framleiðsla annarra ótaldra farartækja36.11.0 Sófa- og stólaframleiðsla; bólstrun 31.01.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum fyrir

atvinnuhúsnæði36.11.0 Sófa- og stólaframleiðsla; bólstrun 31.02.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum í eldhús36.11.0 Sófa- og stólaframleiðsla; bólstrun 31.09.0 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum36.11.0 Sófa- og stólaframleiðsla; bólstrun 95.24.0 Viðgerðir á húsgögnum og áklæðum36.12.0 Framleiðsla á skrifstofu- og verslunarhúsgögnum, þó

ekki stólum31.01.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum fyrir

atvinnuhúsnæði

Page 340: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

340 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

36.13.0 Innréttingasmíði 31.02.0 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum í eldhús36.13.0 Innréttingasmíði 31.09.0 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum36.14.0 Annar húsgagnaiðnaður og húsgagnaviðgerðir 95.24.0 Viðgerðir á húsgögnum og áklæðum36.14.0 Annar húsgagnaiðnaður og húsgagnaviðgerðir 31.09.0 Framleiðsla á öðrum húsgögnum og innréttingum36.15.0 Dýnuframleiðsla 31.03.0 Framleiðsla á dýnum36.21.0 Myntslátta 32.11.0 Myntslátta36.22.0 Skartgripasmíði og önnur ótalin gull- og silfursmíði 32.12.0 Skartgripasmíði og skyld framleiðsla36.30.0 Hljóðfærasmíði 32.20.0 Hljóðfærasmíði36.40.0 Sportvörugerð 32.30.0 Framleiðsla á íþróttavörum36.50.0 Leikfangagerð 32.40.0 Framleiðsla á spilum og leikföngum36.61.0 Framleiðsla óekta skartgripa 32.13.0 Framleiðsla á óekta skartgripum og skyldum vörum36.62.0 Burstagerð 32.91.0 Framleiðsla á sópum og burstum36.63.0 Annar ótalinn iðnaður 32.99.0 Önnur ótalin framleiðsla37.10.0 Endurvinnsla málma og brotajárns 38.31.0 Niðurrif á ónýtum hlutum37.10.0 Endurvinnsla málma og brotajárns 38.32.0 Endurnýting flokkaðra efna37.20.0 Endurvinnsla á öðru en málmum 38.32.0 Endurnýting flokkaðra efna40.10.0 Rafmagnsveitur 35.12.0 Flutningur rafmagns40.10.0 Rafmagnsveitur 35.13.0 Dreifing rafmagns40.10.0 Rafmagnsveitur 35.14.0 Viðskipti með rafmagn40.10.0 Rafmagnsveitur 35.11.0 Framleiðsla rafmagns40.20.0 Gasveitur 35.21.0 Gasframleiðsla40.20.0 Gasveitur 35.22.0 Dreifing á loftkenndu eldsneyti um leiðslur40.20.0 Gasveitur 35.23.0 Viðskipti með gas um leiðslur40.30.0 Hitaveitur 35.30.0 Hitaveita; kæli- og loftræstiveita41.00.0 Vatnsveitur 36.00.0 Vatnsveita, öflun og meðferð vatns45.11.0 Niðurrif bygginga og jarðvegsvinna 43.11.0 Niðurrif45.11.0 Niðurrif bygginga og jarðvegsvinna 43.12.0 Undirbúningsvinna á byggingarsvæði45.12.0 Boranir vegna bygginga og mannvirkja 43.13.0 Tilraunaboranir og borvinna45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.91.0 Gerð vatnsmannvirkja45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 41.20.0 Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.13.0 Brúarsmíði og jarðgangagerð45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.22.0 Bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og

fjarskipti45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 43.91.0 Vinna við þök45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.99.0 Bygging annarra ótalinna mannvirkja45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.11.0 Vegagerð45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.21.0 Gerð þjónustumannvirkja fyrir vatn45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 43.99.0 Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi45.20.0 Húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð 42.12.0 Lagning járnbrauta og neðanjarðarjárnbrauta45.31.0 Raf- og boðlagnir; starfsemi rafverktaka 43.21.0 Raflagnir45.32.0 Einangrun 43.29.0 Önnur uppsetning í mannvirki45.33.0 Pípulagnir 43.22.0 Pípulagnir, uppsetning hitunar- og loftræstikerfa45.41.0 Múrverk 43.31.0 Múrhúðun45.42.0 Húsasmíði og uppsetning innréttinga 43.32.0 Uppsetning innréttinga45.43.0 Lagning gólf- og veggefna, þó ekki úr viði 43.33.0 Lagning gólfefna og veggefna45.44.1 Málningarvinna 43.34.1 Málningarvinna45.44.2 Glerjun 43.34.2 Glerjun45.45.0 Annar frágangur bygginga 43.39.0 Annar frágangur bygginga45.50.0 Leiga á vinnuvélum með stjórnanda 43.99.0 Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi50.10.1 Bílasala með nýja bíla 45.19.1 Sala á húsbílum og húsvögnum50.10.1 Bílasala með nýja bíla 45.11.0 Bílasala50.10.1 Bílasala með nýja bíla 45.19.9 Sala á öðrum ótöldum vélknúnum ökutækjum og

tengivögnum50.10.2 Bílasala með notaða bíla 45.19.1 Sala á húsbílum og húsvögnum

Page 341: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 341

ÍSAT95 ÍSAT2008

50.10.2 Bílasala með notaða bíla 45.11.0 Bílasala50.10.2 Bílasala með notaða bíla 45.19.9 Sala á öðrum ótöldum vélknúnum ökutækjum og

tengivögnum50.20.0 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir 45.20.4 Bón- og þvottastöðvar50.20.0 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir 45.20.3 Dekkjaverkstæði og smurstöðvar50.20.0 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir 45.20.2 Bílaréttingar og -sprautun50.20.0 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir 45.20.1 Almenn bílaverkstæði50.20.0 Bílaviðgerðir og viðhald; hjólbarðaviðgerðir 52.21.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á landi50.30.0 Sala vara- og fylgihluta í bíla 45.31.0 Heildverslun með varahluti og aukabúnað í bíla50.30.0 Sala vara- og fylgihluta í bíla 45.32.0 Smásala á varahlutum og aukabúnaði í bíla50.40.0 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og torfærutækja,

auka- og varahluta í þau45.40.0 Sala, viðhald og viðgerðir vélhjóla og hluta og

aukabúnaðar til þeirra50.50.0 Bensínstöðvar 47.30.0 Bensínstöðvar51.11.0 Umboðsverslun með hráefni úr landbúnaði, lífdýr,

hráefni til vefjariðnaðar og hálfunna vöru46.11.0 Umboðsverslun með hráefni úr landbúnaði, lifandi

dýr, textílhráefni og hálfunna vöru51.12.0 Umboðsverslun með eldsneyti, málmgrýti, málma

og efnavöru46.12.0 Umboðsverslun með eldsneyti, málmgrýti, málma

og íðefni til iðnaðarnota51.13.0 Umboðsverslun með timbur og byggingarefni 46.13.0 Umboðsverslun með timbur og byggingarefni51.14.0 Umboðsverslun með vélar og vélbúnað,

iðnaðarvélar, skip og loftför46.14.0 Umboðsverslun með vélar, iðnaðarvélar, skip og

loftför51.15.0 Umboðsverslun með húsgögn, heimilisbúnað,

járnvöru og verkfæri46.15.0 Umboðsverslun með húsgögn, heimilisbúnað og

járnvörur51.16.0 Umboðsverslun með vefnaðarvöru, fatnað,

skófatnað og leðurvöru46.16.0 Umboðsverslun með textílefni, fatnað, loðfelda,

skófatnað og leðurvörur51.17.1 Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir 46.17.1 Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir51.17.2 Fiskmarkaðir 46.17.2 Fiskmarkaðir51.17.9 Umboðsverslun með aðra matvöru en fisk,

drykkjarvöru og tóbak46.17.9 Umboðsverslun með aðra matvöru, drykkjarvöru og

tóbak51.18.0 Umboðsverslun með aðra tiltekna vöru og

vöruflokka46.18.0 Umboðsverslun sem sérhæfir sig í sölu á öðrum

tilteknum vörum eða vöruflokkum51.19.0 Umboðsverslun með margs konar vöru 46.19.0 Blönduð umboðsverslun51.21.0 Heildverslun með korn, fræ og dýrafóður 46.21.0 Heildverslun með korn, óunnið tóbak, fræ og

dýrafóður51.22.0 Heildverslun með blóm og plöntur 46.22.0 Heildverslun með blóm og plöntur51.23.0 Heildverslun með lífdýr 46.23.0 Heildverslun með lifandi dýr51.24.0 Heildverslun með húðir, skinn og leður 46.24.0 Heildverslun með húðir, skinn og leður51.25.0 Heildverslun með óunnið tóbak 46.21.0 Heildverslun með korn, óunnið tóbak, fræ og

dýrafóður51.31.0 Heildverslun með ávexti og grænmeti 46.31.0 Heildverslun með ávexti og grænmeti51.32.0 Heildverslun með kjöt og kjötvöru 46.32.0 Heildverslun með kjöt og kjötvöru51.33.0 Heildverslun með mjólkurafurðir, egg, olíu til

manneldis og feiti46.33.0 Heildverslun með mjólkurafurðir, egg, matarolíu og

-feiti51.34.0 Heildverslun með áfengi og aðra drykkjarvöru 46.34.0 Heildverslun með drykkjarvörur51.35.0 Heildverslun með tóbaksvöru 46.35.0 Heildverslun með tóbaksvöru51.36.0 Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti 46.36.0 Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti51.37.0 Heildverslun með kaffi, te, kakó og krydd 46.37.0 Heildverslun með kaffi, te, kakó og krydd51.38.0 Heildverslun með fisk og fiskafurðir 46.38.1 Heildverslun með fisk og fiskafurðir51.39.0 Heildverslun með önnur matvæli, drykkjarvöru og

tóbak46.38.9 Heildverslun með önnur ótalin matvæli

51.39.0 Heildverslun með önnur matvæli, drykkjarvöru og tóbak

46.39.0 Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak

51.41.0 Heildverslun með vefnaðarvöru 46.41.0 Heildverslun með textílvöru51.42.1 Heildverslun með fatnað 46.42.0 Heildverslun með fatnað og skófatnað51.42.2 Heildverslun með skófatnað 46.42.0 Heildverslun með fatnað og skófatnað

Page 342: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

342 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

51.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvarps- og sjónvarpstæki, lampa, rafmagnstæki o.þ.h.

46.47.0 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað

51.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvarps- og sjónvarpstæki, lampa, rafmagnstæki o.þ.h.

46.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvörp, sjónvörp og tengdar vörur

51.44.1 Heildverslun með postulín og glervöru 46.44.1 Heildverslun með postulín og glervöru51.44.2 Heildverslun með hreingerningarefni 46.44.2 Heildverslun með hreingerningarefni51.45.0 Heildverslun með ilmvatn og snyrtivöru 46.45.0 Heildverslun með ilmvötn og snyrtivörur51.46.0 Heildverslun með lyf og lækningavörur 46.46.0 Heildverslun með lyf og lækningavörur51.47.1 Heildverslun með húsgögn 46.47.0 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað51.47.2 Heildverslun með teppi og önnur gólfefni 46.47.0 Heildverslun með húsgögn, teppi og ljósabúnað51.47.3 Heildverslun með úr, sjóntæki og ljósmyndavörur 46.43.0 Heildverslun með heimilistæki, útvörp, sjónvörp og

tengdar vörur51.47.3 Heildverslun með úr, sjóntæki og ljósmyndavörur 46.48.0 Heildverslun með úr og skartgripi51.47.4 Heildverslun með leikföng 46.49.0 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota51.47.5 Heildverslun með bækur, blöð og ritföng 46.49.0 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota51.47.9 Heildverslun með annan ótalinn varning til

heimilisnota46.49.0 Heildverslun með aðrar vörur til heimilisnota

51.51.0 Heildverslun með fast, fljótandi og gaskennt eldsneyti og skyldar vörur

46.71.0 Heildverslun með fast, fljótandi og loftkennt eldsneyti og skyldar vörur

51.52.0 Heildverslun með óunna málma og málmgrýti 46.72.0 Heildverslun með málma og málmgrýti51.53.0 Heildverslun með timbur, byggingarefni og

málningu46.73.0 Heildverslun með timbur, byggingarefni og

hreinlætistæki51.54.0 Heildverslun með járnvöru, vöru til pípu- og

hitalagna og búnað til þeirra46.74.0 Heildverslun með járnvöru, búnað til pípu- og

hitalagna og hluti til þeirra51.55.0 Heildverslun með efnavöru 46.75.0 Heildverslun með efnavörur51.55.0 Heildverslun með efnavöru 46.76.0 Heildverslun með aðrar hálfunnar vörur51.56.0 Heildverslun með önnur hráefni og hálfunnin efni 46.76.0 Heildverslun með aðrar hálfunnar vörur51.57.0 Heildverslun með úrgangsefni og brotajárn 46.77.0 Heildverslun með úrgangsefni og brotajárn51.61.0 Heildverslun með smíðavélar til málm- og trésmíða 46.62.0 Heildverslun með smíðavélar51.62.0 Heildverslun með vélar til mannvirkjagerðar 46.63.0 Heildverslun með vélbúnað til námavinnslu,

byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar51.63.0 Heildverslun með vélar til vefjariðnaðar og sauma-

og prjónavélar46.64.0 Heildverslun með vélar til textíliðnaðar, sauma- og

prjónavélar51.64.1 Heildverslun með tölvur, ritvélar o.þ.h. 46.66.0 Heildverslun með aðrar skrifstofuvélar og tæki51.64.1 Heildverslun með tölvur, ritvélar o.þ.h. 46.51.0 Heildverslun með tölvur, jaðartæki fyrir tölvur og

hugbúnað51.64.2 Heildverslun með skrifstofubúnað 46.65.0 Heildverslun með skrifstofuhúsgögn51.64.2 Heildverslun með skrifstofubúnað 46.66.0 Heildverslun með aðrar skrifstofuvélar og tæki51.65.1 Heildverslun með veiðarfæri og fiskvinnsluvélar 46.69.1 Heildverslun með skipsbúnað, veiðarfæri og

fiskvinnsluvélar51.65.9 Heildverslun með annan ótalinn búnað og vélar til

nota í iðnaði, verslun, siglingum og flugi46.52.0 Heildverslun með rafeinda- og fjarskiptabúnað og

tengda hluti51.65.9 Heildverslun með annan ótalinn búnað og vélar til

nota í iðnaði, verslun, siglingum og flugi46.69.9 Heildverslun með aðrar ótaldar vélar og tæki

51.66.0 Heildverslun með landbúnaðarvélar og -tæki og hluti til þeirra

46.61.0 Heildverslun með landbúnaðarvélar, -tæki og hluti til þeirra

51.70.0 Önnur heildverslun 46.90.0 Blönduð heildverslun52.11.1 Stórmarkaðir með minnst 400 m² verslunarrými 47.11.1 Stórmarkaðir og matvöruverslanir52.11.2 Matvöruverslun með minna en 400 m² verslunarrými 47.11.1 Stórmarkaðir og matvöruverslanir52.11.3 Söluturnar 47.11.2 Söluturnar52.12.0 Önnur blönduð smásala 47.19.0 Önnur blönduð smásala52.21.0 Ávaxta- og grænmetisverslun 47.21.0 Smásala á ávöxtum og grænmeti í sérverslunum52.22.0 Kjötbúðir 47.22.0 Smásala á kjöti og kjötvöru í sérverslunum52.23.0 Fiskbúðir 47.23.0 Fiskbúðir

Page 343: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 343

ÍSAT95 ÍSAT2008

52.24.0 Smásala á brauði, kökum og sætabrauði 47.24.0 Smásala á brauði, kökum, sætabrauði og sælgæti í sérverslunum

52.25.0 Áfengisverslun 47.25.0 Smásala á drykkjarvöru í sérverslunum52.26.0 Tóbaksverslun 47.26.0 Smásala á tóbaksvörum í sérverslunum52.27.0 Önnur smásala á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki í

sérverslunum47.29.0 Önnur smásala á matvælum í sérverslunum

52.31.0 Apótek 47.73.0 Lyfjaverslanir52.32.0 Smásala lækninga- og hjúkrunarvöru 47.74.0 Smásala á lækninga- og hjúkrunarvörum í

sérverslunum52.33.0 Snyrtivöru- og sápuverslun 47.75.0 Smásala á snyrtivörum og sápum í sérverslunum52.41.0 Vefnaðarvöruverslun 47.51.0 Smásala á textílvörum í sérverslunum52.42.1 Kvenfataverslun 47.71.1 Fataverslanir52.42.2 Herrafataverslun 47.71.1 Fataverslanir52.42.3 Barnafataverslun 47.71.2 Barnafataverslanir52.42.4 Blönduð fataverslun 47.71.1 Fataverslanir52.43.1 Skóverslun 47.72.1 Smásala á skófatnaði í sérverslunum52.43.2 Leðurvöruverslun 47.72.2 Smásala á leðurvörum í sérverslunum52.44.1 Húsgagnaverslun 47.59.1 Smásala á húsgögnum í sérverslunum52.44.2 Teppaverslun 47.53.0 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg-

og gólfefnum í sérverslunum52.44.3 Gluggatjaldaverslun 47.53.0 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg-

og gólfefnum í sérverslunum52.44.4 Lampa- og raftækjaverslun 47.59.2 Smásala á ljósabúnaði í sérverslunum52.44.5 Búsáhaldaverslun 47.59.9 Smásala á öðrum ótöldum heimilisbúnaði í

sérverslunum52.45.1 Smásala á heimilistækjum 47.54.0 Smásala á heimilistækjum í sérverslunum52.45.2 Smásala á útvarps- og sjónvarpstækjum 47.43.0 Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði í

sérverslunum52.45.3 Smásala á hljómplötum, geisladiskum o.þ.h. 47.63.0 Smásala á tónlistar- og myndupptökum í

sérverslunum52.45.4 Hljóðfæraverslun 47.59.3 Smásala á hljóðfærum í sérverslunum52.45.9 Smásala á heimilistækjum, útvarps- og

sjónvarpstækjum47.54.0 Smásala á heimilistækjum í sérverslunum

52.45.9 Smásala á heimilistækjum, útvarps- og sjónvarpstækjum

47.43.0 Smásala á hljóð- og myndbandsbúnaði í sérverslunum

52.46.1 Byggingar- og járnvöruverslun 47.52.1 Smásala á járn- og byggingarvöru í sérverslunum52.46.2 Málningar- og veggfóðurverslun 47.52.2 Smásala á málningu í sérverslunum52.46.2 Málningar- og veggfóðurverslun 47.53.0 Smásala á teppum, mottum, gluggatjöldum, vegg-

og gólfefnum í sérverslunum52.47.0 Bóka- og ritfangaverslun 47.61.0 Smásala á bókum í sérverslunum52.47.0 Bóka- og ritfangaverslun 47.62.0 Smásala á dagblöðum og ritföngum í sérverslunum52.48.1 Gleraugna- og sjóntækjaverslun 47.78.1 Smásala á gleraugum og sjóntækjum í sérverslunum52.48.2 Ljósmyndavöruverslun 47.78.2 Smásala á ljósmyndavörum í sérverslunum52.48.3 Skartgripaverslun 47.77.0 Smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum52.48.4 Úraverslun 47.77.0 Smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum52.48.5 Gjafavöruverslun 47.78.9 Önnur ótalin smásala á nýjum vörum í sérverslunum52.48.6 Sportvöruverslun 47.64.0 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í

sérverslunum52.48.7 Leikfangaverslun 47.65.0 Smásala á spilum og leikföngum í sérverslunum52.48.8 Blómaverslun 47.76.1 Smásala á blómum, plöntum, fræjum og áburði í

sérverslunum52.48.9 Garðplöntustöðvar; túnþökusala 47.76.1 Smásala á blómum, plöntum, fræjum og áburði í

sérverslunum52.49.1 Gæludýraverslun 47.76.2 Smásala á gæludýrum og gæludýrafóðri í

sérverslunum

Page 344: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

344 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

52.49.2 Listmuna- og listaverkaverslun; gallerí 47.78.3 Starfsemi listmunahúsa og listaverkasala52.49.3 Smásala á tölvum, skrifstofuvélum, símum og

fjarskiptabúnaði47.42.0 Smásala á fjarskiptabúnaði í sérverslunum

52.49.3 Smásala á tölvum, skrifstofuvélum, símum og fjarskiptabúnaði

47.41.0 Smásala á tölvum, jaðarbúnaði og hugbúnaði í sérverslunum

52.49.4 Smásala á tjaldvögnum 45.19.1 Sala á húsbílum og húsvögnum52.49.5 Smásala á reiðhjólum 47.64.0 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í

sérverslunum52.49.6 Smásala á barnavögnum og búnaði fyrir smábörn 47.78.9 Önnur ótalin smásala á nýjum vörum í sérverslunum52.49.9 Önnur ótalin smásala í sérverslunum 47.78.9 Önnur ótalin smásala á nýjum vörum í sérverslunum52.50.0 Smásala með notaða muni í verslunum 47.79.0 Smásala á notuðum vörum í verslunum52.61.0 Póstverslun og önnur fjarverslun 47.91.0 Smásala póstverslana eða um Netið52.62.0 Markaðir 47.81.0 Smásala á mat-, drykkjar- og tóbaksvörum úr

söluvögnum og á mörkuðum52.62.0 Markaðir 47.82.0 Smásala á textílvörum, fatnaði og skófatnaði úr

söluvögnum og á mörkuðum52.62.0 Markaðir 47.89.0 Smásala á öðrum vörum úr söluvögnum og á

mörkuðum52.63.0 Önnur smásala utan verslana 47.79.0 Smásala á notuðum vörum í verslunum52.63.0 Önnur smásala utan verslana 47.91.0 Smásala póstverslana eða um Netið52.63.0 Önnur smásala utan verslana 47.99.0 Önnur smásala, ekki í verslunum, úr söluvögnum eða

á mörkuðum52.71.0 Viðgerðir á skóm og öðrum leðurvörum 95.23.0 Viðgerðir á skófatnaði og leðurvörum52.72.0 Viðgerðir á rafmagnsheimilistækjum 95.22.0 Viðgerðir á heimilistækjum og heimilis- og

garðyrkjuáhöldum52.72.0 Viðgerðir á rafmagnsheimilistækjum 95.21.0 Viðgerðir á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum og

skyldum búnaði52.73.0 Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum 95.25.0 Viðgerðir á úrum, klukkum og skartgripum52.74.0 Aðrar ótaldar viðgerðir á hlutum til einkanota og

heimilisnota95.29.0 Viðgerðir á öðrum hlutum til einka- og heimilisnota

55.11.0 Hótel með veitingasölu 55.10.1 Hótel og gistiheimili með veitingaþjónustu55.12.0 Hótel og gistiheimili án veitingasölu 55.10.2 Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustu55.21.0 Farfuglaheimili og fjallaskálar 55.20.0 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða55.22.0 Tjaldstæði, þ. á m. hjólhýsastæði 55.30.0 Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi55.23.0 Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin

gisting55.20.0 Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða

55.23.0 Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting

55.90.0 Önnur gistiaðstaða

55.30.1 Matsölustaðir 56.10.0 Veitingastaðir55.30.2 Skemmtistaðir með matsölu 56.10.0 Veitingastaðir55.40.0 Krár, kaffihús, dansstaðir o.fl. 56.30.0 Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.55.51.0 Mötuneyti 56.29.0 Önnur ótalin veitingaþjónusta55.52.0 Sala á tilbúnum mat 56.21.0 Veisluþjónusta60.10.0 Járnbrautasamgöngur 49.10.0 Farþegaflutningar með járnbrautarlestum milli

borga60.10.0 Járnbrautasamgöngur 49.20.0 Vöruflutningar með járnbrautarlestum60.21.0 Akstur strætisvagna og áætlunarbíla 49.31.0 Farþegaflutningar á landi, innanbæjar og í

úthverfum60.21.0 Akstur strætisvagna og áætlunarbíla 49.39.0 Aðrir farþegaflutningar á landi60.22.0 Akstur leigubíla 49.32.0 Rekstur leigubíla60.23.0 Aðrir farþegaflutningar á vegum 49.39.0 Aðrir farþegaflutningar á landi60.24.1 Akstur sendibíla 49.41.1 Akstur sendibíla60.24.1 Akstur sendibíla 49.42.0 Flutningsþjónusta60.24.2 Akstur vörubíla 49.41.2 Akstur vörubíla60.24.2 Akstur vörubíla 49.42.0 Flutningsþjónusta

Page 345: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 345

ÍSAT95 ÍSAT2008

60.24.3 Akstur flutningabíla 49.41.9 Aðrir vöruflutningar á vegum60.24.3 Akstur flutningabíla 49.42.0 Flutningsþjónusta60.30.0 Flutningur eftir leiðslum 49.50.0 Flutningar eftir leiðslum61.10.0 Millilanda- og strandsiglingar 50.10.0 Millilanda- og strandsiglingar með farþega61.10.0 Millilanda- og strandsiglingar 50.20.0 Millilanda- og strandsiglingar með vörur61.20.0 Samgöngur á vatnaleiðum 50.30.0 Farþegaflutningar á skipgengum vatnaleiðum61.20.0 Samgöngur á vatnaleiðum 50.40.0 Vöruflutningar á skipgengum vatnaleiðum62.10.0 Áætlunarflug 51.21.0 Vöruflutningar með flugi62.10.0 Áætlunarflug 51.10.1 Farþegaflutningar með áætlunarflugi62.20.0 Leiguflug og þjónustuflug 51.21.0 Vöruflutningar með flugi62.20.0 Leiguflug og þjónustuflug 51.10.2 Farþegaflutningar með leiguflugi62.30.0 Geimferðir 51.22.0 Geimferðir63.11.0 Vöruafgreiðsla 52.24.0 Vöruafgreiðsla63.12.0 Vörugeymslur 52.10.0 Vörugeymsla63.21.0 Bílastöðvar; önnur þjónusta tengd flutningum á

landi52.21.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á landi

63.22.0 Önnur þjónusta tengd flutningum á sjó og vatnaleiðum

52.22.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum á sjó og vatni

63.23.0 Önnur þjónusta tengd flutningum í lofti 52.23.0 Þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi63.30.0 Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 79.11.0 Ferðaskrifstofur63.30.0 Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 79.12.0 Ferðaskipuleggjendur63.30.0 Rekstur ferðaskrifstofa og önnur ótalin ferðaþjónusta 79.90.0 Önnur bókunarþjónusta og önnur starfsemi tengd

ferðaþjónustu63.40.0 Önnur flutningamiðlun 52.29.0 Önnur þjónusta tengd flutningum64.11.0 Almenn póstþjónusta 53.10.0 Almenn póstþjónusta64.12.0 Boðberaþjónusta, þó ekki almenn póstþjónusta 53.20.0 Önnur póst- og boðberaþjónusta64.20.0 Síma- og fjarskiptaþjónusta 61.10.0 Fjarskipti um streng64.20.0 Síma- og fjarskiptaþjónusta 61.20.0 Þráðlaus fjarskipti64.20.0 Síma- og fjarskiptaþjónusta 61.30.0 Gervihnattafjarskipti64.20.0 Síma- og fjarskiptaþjónusta 61.90.0 Önnur fjarskiptastarfsemi65.11.0 Rekstur seðlabanka 64.11.0 Starfsemi seðlabanka65.12.0 Rekstur banka og sparisjóða 64.19.0 Önnur fjármálafyrirtæki65.21.0 Eignarleiga 64.91.0 Fjármögnunarleiga65.22.1 Fjárfestingarlánasjóðir 64.92.0 Önnur lánaþjónusta65.22.2 Starfsemi greiðslukortafyrirtækja 64.92.0 Önnur lánaþjónusta65.23.1 Verðbréfasjóðir 64.30.0 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð

fjársýslufélög65.23.1 Verðbréfasjóðir 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga65.23.9 Önnur ótalin fjármálastarfsemi 64.99.0 Önnur ótalin fjármálaþjónusta, þó ekki

vátryggingafélög og lífeyrissjóðir65.23.9 Önnur ótalin fjármálastarfsemi 64.30.0 Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð

fjársýslufélög65.23.9 Önnur ótalin fjármálastarfsemi 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga66.01.0 Líftryggingar 65.11.0 Líftryggingar66.01.0 Líftryggingar 65.20.0 Endurtryggingar66.02.1 Sameignarsjóðir 65.30.0 Lífeyrissjóðir66.02.2 Séreignarsjóðir 65.30.0 Lífeyrissjóðir66.02.9 Aðrar lífeyristryggingar 65.30.0 Lífeyrissjóðir66.03.0 Skaðatryggingar 65.12.0 Skaðatryggingar66.03.0 Skaðatryggingar 65.20.0 Endurtryggingar67.11.0 Kauphallarstarfsemi 66.11.0 Stjórnun fjármálamarkaða67.12.0 Verðbréfamiðlun 66.12.0 Starfsemi við miðlun verðbréfa og hrávörusamninga67.12.0 Verðbréfamiðlun 66.30.0 Stýring verðbréfasjóða

Page 346: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

346 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

67.13.0 Önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu 66.19.0 Önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu, þó ekki vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

67.20.0 Starfsemi tengd vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

66.29.0 Önnur starfsemi tengd vátryggingum og lífeyrissjóðum

67.20.0 Starfsemi tengd vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

66.21.0 Áhættu- og tjónamat

67.20.0 Starfsemi tengd vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum

66.22.0 Starfsemi umboðsmanna og miðlara í vátryggingum

70.11.0 Lóða- og byggingarumsýsla, fjármögnun og sala fasteigna

41.10.0 Þróun byggingarverkefna

70.12.0 Kaup og sala á eigin fasteignum 68.10.0 Kaup og sala á eigin fasteignum70.20.1 Leiga íbúðarhúsnæðis 68.20.1 Leiga íbúðarhúsnæðis70.20.2 Leiga atvinnuhúsnæðis 68.20.2 Leiga atvinnuhúsnæðis70.20.3 Leiga á landi og landréttindum 68.20.3 Leiga á landi og landréttindum70.20.3 Leiga á landi og landréttindum 93.19.0 Önnur íþróttastarfsemi70.31.0 Fasteignamiðlun 68.31.0 Fasteignamiðlun70.32.1 Starfsemi húsfélaga íbúðareigenda 94.99.1 Starfsemi húsfélaga íbúðareigenda70.32.9 Annar fasteignarekstur 68.32.0 Fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt

samningi70.32.9 Annar fasteignarekstur 81.10.0 Blönduð fasteignarumsýsla71.10.0 Bílaleiga 77.11.0 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum71.21.0 Leiga annarra tækja til landflutninga 77.12.0 Leiga á vörubifreiðum71.22.0 Báta- og skipaleiga 77.34.0 Leiga á búnaði til flutninga á sjó- og vatnaleiðum71.23.0 Leiga á loftförum 77.35.0 Leiga á loftförum71.31.0 Leiga landbúnaðarvéla og -tækja 77.31.0 Leiga á landbúnaðarvélum og -tækjum71.32.0 Leiga vinnuvéla og tækja til byggingariðnaðar 77.32.0 Leiga á vinnuvélum og tækjum til

byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar71.33.0 Leiga á skrifstofuvélum og tölvum 77.33.0 Leiga á tölvum, skrifstofuvélum og -búnaði71.34.0 Önnur ótalin véla- og tækjaleiga 77.39.0 Leiga á öðrum ótöldum vélum og búnaði71.40.1 Myndbandaleiga 77.22.0 Leiga á myndböndum og -diskum71.40.9 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og

heimilisnota77.21.0 Leiga á tómstunda- og íþróttavörum

71.40.9 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og heimilisnota

77.29.0 Leiga á öðrum ótöldum munum til einka- og heimilisnota

72.10.0 Ráðgjöf varðandi tölvuvélbúnað 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni72.20.0 Hugbúnaðargerð; ráðgjöf varðandi hugbúnað 62.01.0 Hugbúnaðargerð72.20.0 Hugbúnaðargerð; ráðgjöf varðandi hugbúnað 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni72.20.0 Hugbúnaðargerð; ráðgjöf varðandi hugbúnað 58.29.0 Önnur hugbúnaðarútgáfa72.20.0 Hugbúnaðargerð; ráðgjöf varðandi hugbúnað 58.21.0 Útgáfatölvuleikja72.30.0 Gagnavinnsla 62.03.0 Rekstur tölvukerfa72.30.0 Gagnavinnsla 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi72.40.0 Rekstur gagnabanka 63.12.0 Vefgáttir72.40.0 Rekstur gagnabanka 63.11.0 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi72.40.0 Rekstur gagnabanka 58.19.0 Önnur útgáfustarfsemi72.40.0 Rekstur gagnabanka 58.12.0 Útgáfaskráaogpóstlista72.50.0 Viðhald og viðgerðir á skrifstofu- og bókhaldsvélum

og tölvum33.12.0 Viðgerðir á vélbúnaði

72.50.0 Viðhald og viðgerðir á skrifstofu- og bókhaldsvélum og tölvum

95.11.0 Viðgerðir á tölvum og jaðarbúnaði

72.60.0 Önnur starfsemi tengd tölvum og gagnavinnslu 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni73.10.0 Rannsóknir og þróunarstarf í raun- og

tæknivísindum72.11.0 Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni

73.10.0 Rannsóknir og þróunarstarf í raun- og tæknivísindum

72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði

73.20.0 Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum 72.20.0 Rannsóknir og þróunarstarf í félags- og hugvísindum

Page 347: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 347

ÍSAT95 ÍSAT2008

74.11.0 Lögfræðiþjónusta 69.10.0 Lögfræðiþjónusta74.12.0 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun og skattaráðgjöf 69.20.0 Reikningshald, bókhald og endurskoðun;

skattaráðgjöf74.13.0 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir 73.20.0 Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir74.14.1 Landbúnaðarráðunautar 02.40.0 Þjónustustarfsemi við skógrækt74.14.1 Landbúnaðarráðunautar 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg

starfsemi74.14.1 Landbúnaðarráðunautar 70.22.0 Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf74.14.9 Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 85.60.0 Þjónusta við fræðslustarfsemi74.14.9 Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 02.40.0 Þjónustustarfsemi við skógrækt74.14.9 Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg

starfsemi74.14.9 Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 70.21.0 Almannatengsl74.14.9 Rekstrarráðgjöf, þó ekki í landbúnaði 70.22.0 Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf74.15.0 Rekstur eignarhaldsfélaga 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga74.15.0 Rekstur eignarhaldsfélaga 70.10.0 Starfsemi höfuðstöðva74.20.1 Verkfræðiráðgjöf og önnur tækniráðgjöf við

byggingarframkvæmdir og mannvirkjagerð71.12.1 Starfsemi verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf

74.20.2 Verkfræðiráðgjöf varðandi framleiðslu- og véltækni 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf74.20.3 Starfsemi arkitekta og tækniráðgjöf tengd

byggingum71.11.0 Starfsemi arkitekta og skyld tæknileg ráðgjöf

74.20.4 Jarðfræðilegar rannsóknir og könnun jarðefna 71.12.2 Starfsemi á sviði landmælinga; jarðfræðilegar rannsóknir

74.20.5 Könnun lands 71.12.2 Starfsemi á sviði landmælinga; jarðfræðilegar rannsóknir

74.20.6 Einkaleyfisskrifstofur 69.10.0 Lögfræðiþjónusta74.20.6 Einkaleyfisskrifstofur 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg

starfsemi74.20.9 Önnur tækniráðgjöf verkfræðinga og tæknifræðinga 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga og skyld tæknileg ráðgjöf74.30.0 Tæknilegar prófanir og greining 71.20.0 Tæknilegar prófanir og greining74.40.1 Starfsemi auglýsingastofa 73.11.0 Auglýsingastofur74.40.9 Önnur auglýsingastarfsemi 73.11.0 Auglýsingastofur74.40.9 Önnur auglýsingastarfsemi 73.12.0 Auglýsingamiðlun74.50.0 Vinnumiðlun og ráðningarþjónusta 78.10.0 Ráðningarstofur74.50.0 Vinnumiðlun og ráðningarþjónusta 78.20.0 Starfsmannaleigur74.50.0 Vinnumiðlun og ráðningarþjónusta 78.30.0 Önnur þjónusta tengd starfsmannahaldi74.60.0 Eftirgrennslan og öryggisþjónusta 80.10.0 Einkarekin öryggisþjónusta74.60.0 Eftirgrennslan og öryggisþjónusta 80.20.0 Starfsemi við öryggiskerfaþjónustu74.60.0 Eftirgrennslan og öryggisþjónusta 80.30.0 Rannsóknarstarfsemi74.70.0 Ræstingar, sótthreinsun og meindýraeyðing 81.21.0 Almenn þrif bygginga74.70.0 Ræstingar, sótthreinsun og meindýraeyðing 81.22.0 Önnur þrif á byggingum og í iðnaði74.70.0 Ræstingar, sótthreinsun og meindýraeyðing 81.29.0 Önnur ótalin hreingerningarþjónusta74.81.0 Ljósmyndaþjónusta 74.20.0 Ljósmyndaþjónusta74.82.0 Pökkunarstarfsemi 82.92.0 Pökkunarstarfsemi74.83.1 Þýðingar og túlkun 74.30.0 Þýðingar- og túlkunarþjónusta74.83.2 Skrifstofuþjónusta 82.11.0 Blönduð skrifstofuþjónusta74.83.2 Skrifstofuþjónusta 82.19.0 Ljósritun, meðferð skjala og önnur sérhæfð

skrifstofuþjónusta74.83.2 Skrifstofuþjónusta 82.20.0 Símsvörun og úthringiþjónusta74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 77.40.0 Leiga á hugverkum og skyldum eignum sem ekki

njóta höfundarréttar74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 63.99.0 Önnur ótalin starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 74.10.0 Sérhæfð hönnun74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 74.90.0 Önnur ótalin sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg

starfsemi

Page 348: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

348 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 82.30.0 Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 82.91.0 Innheimtuþjónusta og upplýsingar um lánstraust74.84.0 Önnur ótalin viðskipti og sérhæfð þjónusta 82.99.0 Önnur ótalin þjónusta við atvinnurekstur75.11.0 Almenn stjórnsýsla og löggjöf 84.11.0 Almenn stjórnsýsla og löggjöf75.12.0 Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta-

og menningarmála og félagsmála, þó ekki almannatryggingar

84.12.0 Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmála og félagsmála, þó ekki almannatryggingar

75.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna 84.13.0 Stjórnsýsla í þágu atvinnuveganna75.14.0 Þjónustustarfsemi fyrir hið opinbera 81.10.0 Blönduð fasteignarumsýsla75.14.0 Þjónustustarfsemi fyrir hið opinbera 84.11.0 Almenn stjórnsýsla og löggjöf75.21.0 Utanríkisþjónusta 84.21.0 Utanríkisþjónusta75.22.0 Varnarmál 84.22.0 Varnarmál75.23.0 Dómstólar og fangelsi 84.23.0 Dómstólar og fangelsi75.24.0 Löggæsla 84.24.0 Löggæsla og almannaöryggi75.25.0 Slökkviliðs- og björgunarstarfsemi 84.25.0 Slökkviliðs- og björgunarstarfsemi75.30.0 Almannatryggingar 84.30.0 Almannatryggingar80.10.0 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi 85.20.0 Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi80.21.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám 85.31.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám80.22.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - iðn- og

verknám85.32.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi – iðn- og

verknám80.30.0 Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi 85.41.0 Fræðslustarfsemi á viðbótarstigi80.30.0 Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi 85.42.0 Fræðslustarfsemi á háskólastigi80.41.0 Ökuskólar, flugskólar o.fl. 85.53.0 Ökuskólar, flugskólar o.þ.h.80.42.1 Öldungadeildir framhaldsskóla 85.31.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám80.42.1 Öldungadeildir framhaldsskóla 85.32.0 Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi – iðn- og

verknám80.42.2 Tónlistarskólar 85.52.0 Listnám80.42.9 Önnur fullorðinsfræðsla og ótalin fræðsla 85.59.0 Önnur ótalin fræðslustarfsemi80.42.9 Önnur fullorðinsfræðsla og ótalin fræðsla 85.51.0 Íþrótta- og tómstundakennsla80.42.9 Önnur fullorðinsfræðsla og ótalin fræðsla 85.60.0 Þjónusta við fræðslustarfsemi85.11.1 Deildskipt sjúkrahús 86.10.0 Sjúkrahús85.11.2 Sjúkrahús með takmarkaða sérfræðiþjónustu 86.10.0 Sjúkrahús85.11.3 Endurhæfing 87.10.0 Dvalarheimili með hjúkrun85.11.3 Endurhæfing 86.10.0 Sjúkrahús85.11.4 Hjúkrunarvistun 87.10.0 Dvalarheimili með hjúkrun85.11.5 Áfengismeðferð 87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis

og vímuefnamisnotkunar85.11.5 Áfengismeðferð 86.10.0 Sjúkrahús85.12.1 Heilsugæsla 86.21.0 Heilsugæsla og heimilislækningar85.12.2 Sérfræðiþjónusta lækna 86.22.0 Sérfræðilækningar85.13.1 Tannlækningar 86.23.0 Tannlækningar85.13.2 Tannsmíðar 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og

tannlækninga85.14.1 Starfsemi sjúkraþjálfara 86.90.1 Starfsemi sjúkraþjálfara85.14.2 Starfsemi sálfræðinga 86.90.2 Starfsemi sálfræðinga85.14.3 Rannsóknarstofur í læknisfræði 86.90.3 Rannsóknarstofur í læknisfræði85.14.4 Sjúkraflutningar 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta85.14.9 Önnur heilbrigðisþjónusta 86.90.9 Önnur ótalin heilbrigðisþjónusta85.20.0 Dýralækningar 75.00.0 Dýralækningar85.31.1 Heimili fyrir börn og unglinga 87.90.0 Önnur ótalin dvalarheimili85.31.2 Vistun á einkaheimilum 87.90.0 Önnur ótalin dvalarheimili85.31.3 Dvalarheimili fyrir aldraða 87.30.1 Dvalarheimili fyrir aldraða85.31.4 Heimili fyrir fatlaða 87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis

og vímuefnamisnotkunar

Page 349: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Samsvörunarskrá 349

ÍSAT95 ÍSAT2008

85.31.4 Heimili fyrir fatlaða 87.30.2 Heimili fyrir fatlaða85.31.5 Stofnanir fyrir fíkniefnaneytendur og

áfengissjúklinga87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis

og vímuefnamisnotkunar85.31.9 Aðrar stofnanir 87.20.0 Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar, geðheilbrigðis

og vímuefnamisnotkunar85.31.9 Aðrar stofnanir 87.90.0 Önnur ótalin dvalarheimili85.32.1 Daggæsla í heimahúsum 88.91.1 Starfsemi dagmæðra og önnur dagvistun ungbarna85.32.2 Leikskólar og önnur dagvistun barna 85.10.0 Fræðslustarfsemi á leikskólastigi85.32.2 Leikskólar og önnur dagvistun barna 88.91.1 Starfsemi dagmæðra og önnur dagvistun ungbarna85.32.3 Skóladagheimili 88.91.2 Starfsemi skóladagheimila og frístundaheimila85.32.4 Félagsmiðstöðvar og æskulýðsstarfsemi 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun85.32.5 Heimaþjónusta 88.10.0 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og

fatlaða85.32.6 Dagvistun fyrir fullorðna 88.10.0 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og

fatlaða85.32.7 Þjálfunarstöðvar, verndaðir vinnustaðir o.þ.h. 88.10.0 Félagsþjónusta án gistiaðstöðu fyrir aldraða og

fatlaða85.32.8 Líknarfélög og annað hjálparstarf félagssamtaka 94.99.9 Starfsemi annarra ótalinna félagasamtaka85.32.8 Líknarfélög og annað hjálparstarf félagssamtaka 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun85.32.9 Félagsráðgjöf og félagsleg aðstoð 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun85.33.1 Minningar- og styrktarsjóðir 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun85.33.9 Önnur ótalin félagsleg aðstoð án dvalar á stofnun 88.99.0 Önnur ótalin félagsþjónusta án dvalar á stofnun90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld

starfsemi38.12.0 Söfnun hættulegs úrgangs

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

38.21.0 Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

38.22.0 Meðhöndlun og förgun hættulegs úrgangs

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

38.11.0 Söfnun hættulítils sorps

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

81.29.0 Önnur ótalin hreingerningarþjónusta

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

39.00.0 Afmengun og önnur þjónusta við meðhöndlun úrgangs

90.00.0 Skólpveitur, sorphreinsun, hreinsunardeildir og skyld starfsemi

37.00.0 Fráveita

91.11.0 Félagastarfsemi atvinnuveganna og vinnuveitenda 94.11.0 Starfsemi samtaka í atvinnulífinu og félaga atvinnurekenda

91.12.0 Starfsemi fagfélaga 94.12.0 Starfsemi fagfélaga91.20.0 Starfsemi stéttarfélaga 94.20.0 Starfsemi stéttarfélaga91.31.1 Þjóðkirkjan 94.91.0 Starfsemi trúfélaga91.31.9 Önnur trúfélög 94.91.0 Starfsemi trúfélaga91.32.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka 94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka91.33.0 Önnur ótalin félagastarfsemi 94.99.9 Starfsemi annarra ótalinna félagasamtaka92.11.0 Framleiðsla kvikmynda og myndbanda 59.20.0 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa92.11.0 Framleiðsla kvikmynda og myndbanda 59.11.0 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og

sjónvarpsefni92.11.0 Framleiðsla kvikmynda og myndbanda 59.12.0 Eftirvinnsla kvikmynda, myndbanda og

sjónvarpsefnis92.12.0 Dreifing kvikmynda og myndbanda 59.13.0 Dreifing á kvikmyndum, myndböndum og

sjónvarpsefni92.13.0 Rekstur kvikmyndahúsa 59.14.0 Kvikmyndasýningar92.20.0 Starfsemi útvarps- og sjónvarpsstöðva 60.10.0 Útvarpsútsendingogdagskrárgerð92.20.0 Starfsemi útvarps- og sjónvarpsstöðva 60.20.0 Sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð92.31.0 Starfsemi listamanna 90.01.0 Sviðslistir

Page 350: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

350 Samsvörunarskrá

ÍSAT95 ÍSAT2008

92.31.0 Starfsemi listamanna 90.02.0 Þjónusta við sviðslistir92.31.0 Starfsemi listamanna 90.03.0 Listsköpun92.32.0 Rekstur húsnæðis og aðstöðu fyrir

menningarstarfsemi90.04.0 Rekstur húsnæðis og annarrar aðstöðu fyrir

menningarstarfsemi92.33.0 Rekstur skemmtigarða 93.21.0 Starfsemi skemmti- og þemagarða92.34.0 Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 90.01.0 Sviðslistir92.34.0 Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 93.29.0 Önnur ótalin skemmtun og tómstundastarf92.34.0 Önnur ótalin menningar- og afþreyingarstarfsemi 85.52.0 Listnám92.40.0 Starfsemi sjálfstæðra fréttastofa 74.20.0 Ljósmyndaþjónusta92.40.0 Starfsemi sjálfstæðra fréttastofa 63.91.0 Starfsemi fréttastofa92.40.0 Starfsemi sjálfstæðra fréttastofa 90.03.0 Listsköpun92.51.1 Almenningsbókasöfn 91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna92.51.2 Þjóðbókasafn, rannsóknar- og háskólabókasöfn 91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna92.51.3 Skjalasöfn 91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna92.52.0 Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra

staða og bygginga91.02.0 Starfsemi safna

92.52.0 Starfsemi annarra safna og varðveisla sögulegra staða og bygginga

91.03.0 Rekstur sögulegra staða og bygginga og áþekkra ferðamannastaða

92.53.0 Rekstur grasagarða, dýragarða og þjóðgarða 91.04.0 Starfsemi grasagarða, dýragarða og þjóðgarða92.61.0 Rekstur íþróttamannvirkja 93.11.0 Rekstur íþróttamannvirkja92.62.0 Íþróttafélög; önnur íþróttastarfsemi 85.51.0 Íþrótta- og tómstundakennsla92.62.0 Íþróttafélög; önnur íþróttastarfsemi 93.12.0 Starfsemi íþróttafélaga92.62.0 Íþróttafélög; önnur íþróttastarfsemi 93.19.0 Önnur íþróttastarfsemi92.71.0 Happdrætti og veðmálastarfsemi 92.00.0 Fjárhættu- og veðmálastarfsemi92.72.0 Önnur ótalin tómstundastarfsemi 93.29.0 Önnur ótalin skemmtun og tómstundastarf93.01.0 Þvottahús og efnalaugar 96.01.0 Þvottahús og efnalaugar93.02.0 Hárgreiðslu- og snyrtistofur 96.02.1 Hársnyrtistofur93.02.0 Hárgreiðslu- og snyrtistofur 96.02.2 Snyrtistofur93.03.0 Útfararþjónusta 96.03.0 Útfararþjónustaogtengdstarfsemi93.04.0 Heilsuræktarstarfsemi, sólbaðstofur o.þ.h. 85.51.0 Íþrótta- og tómstundakennsla93.04.0 Heilsuræktarstarfsemi, sólbaðstofur o.þ.h. 93.13.0 Heilsu- og líkamsræktarstöðvar93.04.0 Heilsuræktarstarfsemi, sólbaðstofur o.þ.h. 96.04.0 Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.93.05.0 Önnur ótalin persónuleg þjónustustarfsemi 96.09.0 Önnur ótalin þjónustustarfsemi95.00.0 Heimilishald með launuðu starfsfólki 97.00.0 Heimilishald með launuðu starfsfólki97.00.0 Engin starfsemi 99.99.9 Óþekkt starfsemi98.00.0 Ótilgreind starfsemi 99.99.9 Óþekkt starfsemi99.00.1 Starfsemi Varnarliðsins 99.00.0 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með

úrlendisrétt99.00.9 Erlend sendiráð og önnur alþjóðastarfsemi 99.00.0 Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með

úrlendisrétt

Page 351: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

ATrIðISOrðASKrÁ

Page 352: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,
Page 353: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 353

atriðisorðaskrá

AAfgreiðsluborð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Afgreiðslukassar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Afgreiðslukassar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Afmengun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Afskorin blóm, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.1Agúrkur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Akkeri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Akríl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Akstur fatlaðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.39.0Akstur flutningabíla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.9Akstur sendibíla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.1Akstur vörubíla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Aldingrænmeti, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Alfræðirit, útgáfa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.11.0Alifuglafóður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Alifuglakjöt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.12.0Alifuglakjöt, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Alifuglar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Alifuglar, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.12.0Alkalímálmar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Alkóhóllausir drykkir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Almannatengsl. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .70.21.0Almannatryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.30.0Almannavarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.24.0Almenningsbókasöfn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Almenningsgarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.30.0Alþingi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Alþjóðastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.00.0Alþjóðastofnanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.00.0Ammóníak, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Andlitsfarði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Andófshreyfingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Anilín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Apótek. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.73.0Appelsínur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.23.0Appelsínusafi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Appelsínusafi, hreinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0Argon, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Arinn, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Arkitektar, starfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Asbest, fjarlæging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Asbest, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Asbestþráður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Asnar, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.43.0Athvarf fyrir atvinnulausa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Athvarf fyrir heimilislausa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Atvinnuhúsnæði, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.2Atvinnuleysistryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.30.0Auglýsingaefni, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Auglýsingamiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.12.0

Auglýsingamyndataka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Auglýsingar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Auglýsingar, hönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.11.0Auglýsingastofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.11.0Augnlæknar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.22.0Aukahlutir í bíla, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Axlabönd, heildverslun, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0

ÁÁburðadreyfarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Áburðadreyfarar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Áburður, tilbúinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Áburður, tilbúinn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Áfangaheimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Áfangaheimili fyrir geðsjúka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Áfangastaðir fyrir áfengissjúklinga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Áfangastaðir fyrir fíkniefnaneytendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Áfengi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Áfengi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Áfengi, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.25.0Áfengi, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.9Áfengir drykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Áfengismeðferð án dvalar á stofnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Áfengismeðferð án læknisþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Áfengismeðferð með læknisþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.10.0Áhaldaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Áhættu- og tjónamat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.21.0Áhættufjárfestingarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.99.0Áhættusjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.30.0Áhöld og tæki fyrir sjúkrahús, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Ál (báxít), nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Ál til málmsmíða, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Ál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Álblöndur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Álegg, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Álmelmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Álpappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Álplötur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Álsement, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.51.0Álvír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Ámokstursvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Árabátar, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Ásláttarhljóðfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Átthagafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Átöppun, eigin framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Ávaxta- og grænmetisverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.21.0Ávaxtadrykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Ávaxtadrykkir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Ávaxtadrykkir, sykraðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Ávaxtasafi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Ávaxtasafi, hreinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0

Page 354: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

354 Atriðisorðaskrá

Ávaxtasaft, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Ávaxtavín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.03.0Ávaxtavín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Ávaxtaþykkni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0Ávextir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.31.0Ávextir, pökkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.61.0Ávextir, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 01.2Ávextir, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.21.0Ávextir, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Áætlunarbifreiðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Áætlunarbifreiðar, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.9Áætlunarferðir með hópferðabílum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.39.0Áætlunarflug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.10.1

BBaðföt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Baðföt, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Baðföt, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Baðherbergismunir úr leir eða postulíni, framleiðsla . . .23.41.0Baðker, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Baðker, keramík, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Baðker, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Baðker, sink, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Baðker úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Baðker úr postulíni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Baðmull, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.16.0Baðolíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Baðstrandastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Baðsölt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Bakarí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Bakarísvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Bakkar úr álpappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0Bakkar úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Balsam, söfnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.30.0Bananar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.22.0Bankar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.19.0Barir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Barnafataverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.2Barnaföt, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Barnaföt, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.2Barnaheimili, sólarhringsumönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Barnakerrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.92.0Barnamatur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Barnamatur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Barnaskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.20.0Barnavagnar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.92.0Barnavagnar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Barnavagnar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Basar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Battar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Baunir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Bárujárn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.50.0Bátageymslur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Bátaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.34.0Bátaleiga til tómstundagamans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Bátar, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.15.0Bátasmíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Beinamjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0

Beinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Belgjurtir, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Belti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Bensín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Bensín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Bensín, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.30.0Bensínstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.30.0Ber, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Ber, söfnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.30.0Beykisvörur úr við, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.24.0Bifhjól, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Bifreiðaskoðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Bifreiðastæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bifreiðastöðvar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bifreiðaumboð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Bik, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Bikkox, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Billjarðsborð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Billjarðsstofur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Bindi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Bindi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Bindi, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Birfeiðaverkstæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.1Birgðageymslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Birtingarráðgjöf, auglýsingamiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.12.0Bílabón, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Bílaeldsneyti, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.30.0Bílageymslur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bílaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.11.0Bílamálun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.2Bílapartasala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Bílar, smásala og heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Bílaréttingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.2Bílasala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Bílasprautun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.2Bílastæði, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bílastöðvar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bílatryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Bílauppboð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Bílaverksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Bílaviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.1Bílaþvottur og -bónun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.4Bílflautur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Bílhurðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Bílljós, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Bílskýli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bílsæti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Bjálkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Bjór, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.05.0Bjór, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Bjöllur úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Björgunarfélög, þó ekki slysavarnafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Björgunarskip . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Björgunarstarfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.25.0Björgunarsveitir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.25.0Björgunarvesti úr korki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Björgunarvesti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Björgunarþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0

Page 355: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 355

Blaðlaukur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Blandaður búskapur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.50.0Blandarar, heimilisnot, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Blandarar, heimilisnot, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Blautsápa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Blásturshljóðfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Bleiking textíla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.30.0Bleiur úr bómull, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Bleiur úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Blek, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Blekpúðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Blikksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Blossaperur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Blóðbankar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Blóðbankar, óháðir sjúkrahúsrekstri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Blóðmör, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Blóm, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.22.0Blómafræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.1Blómahnappar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.1Blómakörfur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Blómapottar úr steypu, gifsi o.þ.h., framleiðsla . . . . . . . . . .23.69.0Blómarækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.1Blómasala, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Blómaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Blómavikur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Blómkál, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Blómknappar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.1Blómlaukar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.22.0Blúndur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Blúndur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Blúndur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Blússur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Blússur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Blússur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Blý, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.43.0Blý, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Blýantar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Blöð, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Blöðrur, gúmmí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Blöðrur, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Blönduð bú, jarðyrkja og búfjárrækt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.50.0Blönduð fataverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Blönduð smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.19.0Blönduð umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.19.0Blöndungar fyrir brunahreyfla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Boðberaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Boðlagnir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Bogar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Boglampar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Bolir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Bollar úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Bollar úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Boltar fyrir íþróttir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Boltar og skrúfur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.94.0Boranir vegna bygginga og mannvirkja . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.13.0Boranir vegna vinnslu olíu og gass úr jörðu. . . . . . . . . . . . . .09.10.0Borð fyrir heimili, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Borðbúnaður úr leir eða postulíni, framleiðsla. . . . . . . . . . .23.41.0

Borðbúnaður úr leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Borðbúnaður úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Borðbúnaður úr silfri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Borðbúnaður, ekki úr góðmálmum, framleiðsla. . . . . . . . .23.41.0Borðbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Borðbúnaður, keramík, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Borðbúnaður, leiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Borðbúnaður, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Borðdúkar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Borðlampar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Borðsalt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Borðspil, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Borðstofuborð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Borðstofuborð, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Borðtuskur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Borðvín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Borhamrar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Borpallar, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Borvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Bókaprentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Bókaskápar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Bókaskápar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Bókaskápar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Bókasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Bókaútgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.11.0Bókband. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.14.0Bókbandsvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Bókfell, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Bókhald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.20.0Bókhaldsbækur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Bókhaldsþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.20.0Bókhveiti, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Bókmennta- og bókafélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Bóksalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.61.0Bókunarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.90.0Bóluefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Bóluefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Bómull, spuni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Bómullarefni, vefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Bón, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Bónstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.4Bragðefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Bragðefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Brauð, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Brauð, ný, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Brauðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Brauðristir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Brauðristir, rafknúnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Brauðsamlokur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Bremsur, ökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Brennarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Brennisteinn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Brennisteinn, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.91.0Brennisteinskís, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.91.0Brennisteinssaltpéturssýra, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Brennivín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Brennsluofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Brennsluofnar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9

Page 356: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

356 Atriðisorðaskrá

Brennsluolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Brennsluolía, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Brennt dólómít, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.52.0Bréfabindi úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Bréfaflokkunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Bréfaklemmur úr vír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Bréfsefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Brimbretti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Brjóstahaldarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Brjóstsykur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Brotajárn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Brunahreyflar, ekki í loftför, bíla og vélhjól,

framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Brunaslöngur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.96.0Brunatrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Brunaviðvörunarkerfi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Brunaviðvörunarkerfi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Brunaviðvörunarkerfi, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Brunaviðvörunarkerfi, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.20.0Brunnar, borun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Brúarsmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.13.0Brúnkol, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .05.20.0Brúnkolstjara, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Brúsar úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0Brýning málma. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Brýr, gjaldtaka, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Bræðsluofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Burðargrindur úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Burðarpokar, pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Burðarpokar, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Burðarvirki úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Burstagerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Burstar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Buxur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Buxur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Buxur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Búðarborð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Búklýsi, bræðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Búsáhaldaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Búsáhöld, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Búsáhöld, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Búsáhöld, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Búsáhöld, tré, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Bygg, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Byggingar og mannvirkjagerð, mælingar . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Byggingar og mannvirkjagerð, verkfræðiráðgjöf . . . . . . .71.12.1Byggingar, niðurrif . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.11.0Byggingar, uppsetning forsmíðaðra eininga . . . . . . . . . . . . .41.20.0Byggingarefni úr gifsi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.62.0Byggingarefni úr trefjasementi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Byggingarefni, brenndur leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Byggingarefni, gifs, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.62.0Byggingarefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Byggingarefni, jurtahlutir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Byggingarefni, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Byggingarefni, steypa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.63.0Byggingarefni, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.13.0Byggingareiningar úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0

Byggingareiningar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Byggingareiningar úr steinsteypu, framleiðsla . . . . . . . . . .23.61.0Byggingarfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Byggingaríhlutir úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Byggingaríhlutir úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Byggingarkranar með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Byggingarsvæði, framræsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.12.0Byggingartimbur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Byggingartæknifræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Byggingarverkefni, þróun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .41.10.0Byggingarverkfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Byggingarvörur úr brenndum leir, framleiðsla. . . . . . . . . . .23.32.0Byggingarvörur úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Byggingarvörur úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Byggingarvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Byggingarvörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Byggingarvöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Byggingasteinar, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Bylgjupappi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Bylgjupappi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Býflugnarækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Bæklunarlækningar, búnaður til, framleiðsla. . . . . . . . . . . . .32.50.0Bækur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Bækur, prentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Bækur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.61.0Bækur, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.11.0Bændaafleysingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Bætiefni í olíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Bökunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Bökunarvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Bökur með fyllingu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Bökur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0

CChili-pipar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.28.0

DDagatöl, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Dagatöl, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Dagblaðadreifing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Dagblaðapappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Dagblöð, dreifing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Dagblöð, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Dagblöð, prentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.11.0Dagblöð, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Dagblöð, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.13.0Dagforeldrar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.91.1Dagvistun barna í heimahúsum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.91.1Dagvistun barna í leikskólum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.10.0Dagvistun fullorðinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Dagvistun aldaðra og fatlaðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Dansskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Dansstaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Dekk, bílar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.31.0Dekk, bílar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.32.0Demantaslípun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Derhúfur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Diskar, pappi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0

Page 357: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 357

Diskaþurrkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Diskótek . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Dísilhreyflar í skip og báta, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Dísilolía, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Dísilolía, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Dísilolía, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.30.0Dómstólar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.23.0Dósaopnarar, rafknúnir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Dósir úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0Dósir, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Dragtir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Dráttarbátar, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Dráttarbátaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Dráttarbílaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Dráttarvélar með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Dráttarvélar til landbúnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . .28.30.0Dráttarvélar til landbúnaðarnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Dráttarvélar til mannvirkjagerðar, framleiðsla . . . . . . . . . . .28.92.0Dráttarvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Dráttarvélar, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Dreifibúnaður fyrir raforku, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Dreifing auglýsingaefnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Dreifing blaða og tímarita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Dreifispennar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0Dreifispennar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Dreifispennar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.14.0Drifbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.15.0Drifbúnaður, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Drifreimar úr gúmmíi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Drifreimar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Drykkjarvara, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Drykkjarvara, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.9Drykkjarvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.0Drykkjarvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.25.0Dúfnabaunir, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Dúkar úr pappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Dúkkur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Dúkkur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Dúklagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Dúkur úr glertrefjum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Dúkur, ofinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Dúkur, prjónaður eða heklaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Dúnhreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Dúnn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Dúrru, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Dvalarheimili á sviði þroskahömlunar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Dvalarheimili fyrir aldraða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.30.1Dvalarheimili fyrir þroskahefta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Dvalarheimili með hjúkrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.10.0DVD spilarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Dyrarammar, málmur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Dyrasími, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Dyrasími, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Dýnur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.03.0Dýr, lifandi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.23.0Dýr, lifandi, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Dýrafeiti, ekki ætluð til manneldis, framleiðsla . . . . . . . . . .10.41.0Dýrafeiti, ætluð til manneldis, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0

Dýrafóður, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Dýragarðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.04.0Dýrahótel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Dýralækningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .75.00.0Dýraolía, ekki til manneldis, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Dýraspítalar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .75.00.0Dýraveiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.70.0Dýraverndarfélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Dýraverndunarsamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Dælur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Dælustöðvar, bygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Dælustöðvar, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.50.0Dömubindi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0

EEdik, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Eðalgas, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Eðalsteinar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Eðalsteinar, slípun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Efnaafurðir til nota í landbúnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .20.20.0Efnaafurðir til nota í landbúnað, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Efnahvatar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Efnalaugar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Efnaverkfræðingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Efnavörur til iðnaðarnota, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Efnavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Efnavörur, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Egg, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.2Egg, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Eggaldin, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Eggjabakkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Eggjabakkar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Eggjaduft, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Eignarhaldsfélög, starfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.20.0Eignarleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.91.0Eignastýring . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.30.0Eignatryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Eimað vatn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Eimaðir áfengir drykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Eiming koltjöru . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Eimreiðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Einangrarar úr leir og postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . .23.43.0Einangrun í hús og önnur mannvirki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Einangrunarefni úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Einangrunargler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Einangrunartengi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Einingar í innréttingar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Einkakennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Einkaleyfi, miðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Einkaleyfi, ráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Einkaþjálfarar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.51.0Einkennisbúningar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.12.0Einkennisbúningar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Einkennisbúningar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Einkennisföt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.12.0Einnota borðbúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Einþráðungar úr tilbúnum trefjum, framleiðsla. . . . . . . . . .20.60.0Eiturefni, fjarlæging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0

Page 358: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

358 Atriðisorðaskrá

Eldavélar til heimilisnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Eldavélar, ekki rafmagns, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Eldavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Eldavélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Eldavélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Eldfastar vörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Eldföst leirvara, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Eldhúsinnréttingar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.02.0Eldhúsinnréttingar, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Eldhúsrúllur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Eldhúsrúllur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Eldhústæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Eldhústæki, handknúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Eldhúsvaskar, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Eldhúsvaskar, trefjasement, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Eldingaleiðarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.33.0Eldiviður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Eldiviður, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Eldsmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.50.0Eldsneyti, fljótandi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Eldsneyti, fljótandi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Eldsneyti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Eldsneyti, gaskennt, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Eldsneyti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Eldsneyti, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.30.0Eldsneyti, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Eldsneytiskögglar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Eldsneytisstangir í kjarnkljúfa, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . .24.46.0Eldspýtur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0Eldstæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Elliheimili með hjúkrun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.10.0Elliheimili með lágmarkshjúkrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.30.1Endur, eldi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Endurbræðsla brotajárns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Endurhæfingarstofnanir fyrir áfengissjúka . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Endurhæfingarstofnanir fyrir fíkniefnaneytendur. . . . . . .87.20.0Endurhæfingarstöðvar fyrir fatlaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Endurhæfingarstöðvar með læknisþjónustu. . . . . . . . . . . . .86.10.0Endurnýting flokkaðra efna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.32.0Endurskoðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.20.0Endurtrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.20.0Endurvinnsluefni, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Ensím, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Eplasafi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Eplasafi, hreinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0Eplavín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.03.0Epli, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.24.0Epoxýresín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Erfðaskrár, gerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Erlend sendiráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.00.0Esparettur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.9Eyðublöð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Eyrnatappar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0

FFagfélög, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.12.0Fagtímarit, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.14.0Fallhamrar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0

Fallhlífar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Fangelsi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.23.0Farangurskerrur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.99.0Fararstjórar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.90.0Farartæki fyrir hreyfihamlaða, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .30.92.0Farartæki fyrir hreyfihamlaða, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Farfuglaheimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.20.0Farsímar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Farsímar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Farsímar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.42.0Farsímar, viðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.12.0Farsímaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.20.0Farþegaflutningar á skipgengum vatnaleiðum. . . . . . . . . .50.30.0Farþegaflutningar, áætlunarferðir með rútum. . . . . . . . . . .49.39.0Farþegaflutningar, áætlunarflug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.10.1Farþegaflutningar, járnbrautalestir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.10.0Farþegaflutningar, leiguflug. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.10.2Farþegavagnar, lestir framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Fasteignamiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.31.0Fasteignarekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.32.0Fasteignasalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.31.0Fasteignaumsýsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.10.0Fasteignir, kaup og sala á eigin reikning . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.10.0Fataburstar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Fataefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Fataefni, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Fatahönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Fataskápar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Fataverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Fataviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Fatnaður úr gúmmíi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Fatnaður úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Fatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Fatnaður, leður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.11.0Fatnaður, loðskinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.20.0Fatnaður, notaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Fatnaður, prjónaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.39.0Fatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Fatnaður, smásala úr söluvögnum og á mörkuðum . . . .47.82.0Fatnaður, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Fatnaður, undirföt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Fatnaður, vinnuföt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.12.0Fatnaður, yfir-, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Faxtæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Faxtæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Faxtæki, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.42.0Faxtæki, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.12.0Fánar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Feiti fyrir vélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Feiti til manneldis, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.42.0Feiti til manneldis, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Feiti, ekki til manneldis, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Feiti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Feiti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Feldspat, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Felgubönd fyrir sólningu hjólbarða, framl. . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Fellihýsi og tjaldvagnar, geymsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Fellihýsi, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.1

Page 359: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 359

Ferðafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Ferðaskipuleggjendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.12.0Ferðaskrifstofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.11.0Ferðatívolí. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.21.0Ferðatrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Ferðatöskur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Ferðatöskur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Ferðatöskur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.72.2Ferjur, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .50.10.0Ferjur, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Ferrófosfór, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Ferrómangan, kolefnisríkt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Ferskvatnsveiði í atvinnuskyni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.12.0Félagsmálastofnanir sveitarfélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.12.0Félagsmiðstöðvar fyrir aldraða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Félagsráðgjafar, sjálfstætt starfandi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Félagsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Félög atvinnurekenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.11.0Fiður og dún, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Fiðurhreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Filmur, framköllun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Filmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Fimleikatæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Fiskabúr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Fiskafurðir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Fiskbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.23.0Fiskeldi í ferskvatni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.22.0Fiskeldi í sjó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.21.0Fiskeldisfóður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Fiskhausar, hersla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Fiskiker úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.1Fiskiskip, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Fiskkassar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.1Fiskmarkaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.2Fiskmjölsverksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Fiskréttir, tilbúnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.85.0Fiskur og fiskafurðir, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.1Fiskur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Fiskur, reyking . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9Fiskur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.23.0Fiskur, söltun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Fiskútflutningur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Fiskveiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 03.1Fiskveiðar, búnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Fjaðrir fyrir farartæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Fjaðrir í úr og klukkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Fjallaskálar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.20.0Fjargæsla öryggiskerfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.20.0Fjarskiptabúnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Fjarskiptabúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Fjarskiptabúnaður, sérhæfður, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.90.0Fjarskiptabúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.42.0Fjarskiptakerfi, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Fjarskipti um gervihnött, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.30.0Fjarskipti um streng, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.10.0Fjarskipti, bygging þjónustumannvirkja . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.22.0Fjarskipti, þráðlaus, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.20.0

Fjarstýringar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Fjarverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.91.0Fjárfesting fyrir eigin reikning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.99.0Fjárfestingarlánasjóðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.92.0Fjárfestingarráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.19.0Fjárfestingasjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.30.0Fjárhættuspil á Netinu, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Fjármál hins opinbera . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Fjármálaráðuneytið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Fjármögnunarleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.91.0Fjárvörslusjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.30.0Fjáröflunarþjónusta gegn þóknun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.99.0Fjölbrautaskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.31.0Fjölföldun hljóðritaðs efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Fjölföldun myndefnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Fjölföldun tölvuefnis. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Fjölföldun upptekins efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Fjölliður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Fjölmiðlavöktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.99.0Fjölritun, prentun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Fjölritunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Fjölskylduráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Flatál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Flatkökur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Flauel, vefnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Flísalagning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Flísar úr eldföstum leir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Flísar úr leir eða postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.31.0Flísar úr steinsteypu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Flísar, eldfastar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Flísar, gler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Flísar, keramík, óeldfastar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.31.0Fljótandi landgöngubrýr, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Flokkunarvélar fyrir skrifstofur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Flosefni, prjónað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Flotbryggjur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Flotgler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.11.0Flotgler, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Flotgler, skurður og vinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Flotgler, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Flotkranar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Flóðgarðar, bygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.91.0Flóki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Flóttamannabúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Flóttamannaráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Flugafgreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0Flugbrautir, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Flugeldar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0Flugeldar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Flugeldhús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.21.0Flugfrakt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.21.0Flugmótorar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Flugmótorar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.16.0Flugskólar, atvinnuflugmenn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Flugskólar, einkaflugmenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.53.0Flugstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0Flugstöðvar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0Flugumferðarstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0

Page 360: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

360 Atriðisorðaskrá

Flugvallarútur, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.31.0Flugvellir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0Flugvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Flugvélar, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Flugvélaverkfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Flugvélaverksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Flutningamiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.29.0Flutningar eftir leiðslum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.50.0Flutningaskip, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Flutningsgámar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Flutningsþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.42.0Flúrperur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Flögg, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Flögg, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Flögubergsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Flöskugas, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Flöskur úr gleri eða kristal, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Flöskur, gler, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Flöskur, málmur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Flöskur, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Foreldrafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Fornbókasalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Fornbókaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Fornmunaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Fornmunir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Fornmunir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Forritun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Forritun, aðlögun hugbúnaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Forseti Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Forsmíðaðar byggingar að mestu úr járni,

framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Forsmíðaðar byggingar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Forsmíðaðar byggingareiningar úr steinsteypu,

framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Forsmíðaðar byggingareiningar úr timbri,

framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Forsætisráðuneytið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Fosföt, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.91.0Fóðurblöndur fyrir gæludýr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.92.0Fóðurblöndur fyrir húsdýr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Fóðurblöndur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Fóðurbætiefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Fóðurbætir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Fóðurkál og áþekkar fóðurvörur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.9Fóðurmaís, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.9Fóðurrófur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.19.9Fóðurvogir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Fólksbílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Fólksbílar, heildsala og smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Fólksbílar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.11.0Fótaaðgerðafræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Fótameinafræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Fótboltavellir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Frakkar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Frakkar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Frakkar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Framhaldsskólar, bóknám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.31.0Framhaldsskólar, iðn- og verknám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0

Framleiðendur, sviðslistir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.02.0Framlengingarsnúrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Franskar kartöflur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Frágangur bygginga, lokafrágangur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.39.0Frágangur fatnaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.30.0Frágangur textíla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.30.0Frárennslisrör, viðhald og hreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .37.00.0Fráveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .37.00.0Fráveitur, smíði tengdra mannvirki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Freyðivín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Fréttaljósmyndarar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Fréttamenn, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.03.0Fréttastofur, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.91.0Frímerki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Frímerki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Frímerkjaklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Frímerkjaverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Frímerkjavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Frístundaheimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.91.2Frísvæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Frotte-efni, prjónað eða heklað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .13.91.0Frystar til heimilisnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Frystar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Frystar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Frystihús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frystikerfi, ekki fyrir heimili, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.25.0Frysting á humri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frysting á hvalkjöti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Frysting á hörpudiski . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frysting á kartöflum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Frysting á loðnu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frysting á rækju. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frysting loðnuhrogna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Frystiskápar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Frystiskip, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Frystitogarar, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Frystivélar til iðnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.25.0Frystivélar til iðnaðarnota, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Fræ, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Fræ, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Fræ, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.64.0Fræðafélög, starfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.12.0Fræðslustarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85Fræðslustarfsemi á viðbótarstigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.41.0Fræsing málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Fræslustarfsemi á háskólastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.42.0Fullorðinsfræðsla, iðn- og verknám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Fúavarnarefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Fúavörn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Fylgdarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Fylgihlutir með fatnaði, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Fylgihlutir með fatnaði, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Fylliefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Fyrirlesarar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Fyrirtækjasala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Fæðingarorlof, greiðslur bóta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.30.0Fæðurbótaefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Fægiefni til hreingerningar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0

Page 361: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 361

Fægiefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Fægiefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Færanleg veitingasala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Færanlegir skilveggir, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Færibönd úr gúmmíi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Færibönd úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Færibönd, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Förðunarvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Förgun hættulegs úrgangs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.22.0Fötur úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0

gGaddavír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Gagnabjörgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.09.0Gagnasamskiptabúnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Gagnavhýsing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.11.0Gagnavinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.11.0Gallerí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3Galvanísering. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Gammosíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.31.0Gardínuefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Gardínuefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Gardínuefni, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Garðhúsgögn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Garðhúsgögn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Garðplöntur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.30.0Garðplöntur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Garðsláttuvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Garðsláttuvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Garðsláttuvélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Garðstöðvar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Garðtæki í sérverslun, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Garðverkfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Garðverkfæri, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Garðyrkjufélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Garn úr syntetísku eða gerviþráði, framleiðsla . . . . . . . . . .20.60.0Garn úr tilbúnum trefjum, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.60.0Garn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Garn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Garn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Gas til iðnaðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Gas, dreifing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.22.0Gas, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.21.0Gas, viðskipti með . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.23.0Gas, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .06.20.0Gas, þjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .09.10.0Gasbúnaður, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Gasframleiðsla, úr kolum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Gasgrímur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Gashitunarkerfi, uppsetning og viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Gashverflar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Gasolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Gatarar fyrir skrifstofur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Gatnagerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Gámar til flutninga, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Geimfarartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Geimflutningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.22.0Geimskot gervihnatta og geimfarartækja . . . . . . . . . . . . . . . .51.22.0

Geisladiskar (cd), áteknir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Geisladiskar (cd), fjölföldun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Geisladiskar (cd), óáteknir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Geisladiskar (cd), smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Geisladiskar (cd), upptaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Geisladiskar (cd), útgáfa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Geisladiskar (cd), útleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Geisladiskaspilarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Geisladiskaspilarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Geisladiskaspilarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Geisladrif, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Geislamælar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Geislaspilarar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Geislavirk frumefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.46.0Geislskynjarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Geislunarbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Geislunartæki, viðgerð og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.13.0Geitaeldi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Geitamjólk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Geitur, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Gelatín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Ger, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Ger, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Gerviblóm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Gervigúmmí, óunnið, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.17.0Gervihnattadiskar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Gervihnattadiskar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Gervihnattadiskar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Gervihnettir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Gervihunang, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Gervihunang, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Gervileður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Gervileður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Gervilíkamshlutar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Gerviloðskinn, ofin, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Gerviloðskinn, prjónuð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Gerviloðskinn, vefnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Gervitennur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Gervitungl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Gerviþráður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.60.0Getraunastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Geymslustarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Gifs, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.52.0Gifs, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Gifsplötur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.62.0Gifsvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.69.0Gin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Girðingar, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Girðingarnet, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Gistiheimili án veitingaþjónstu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.10.2Gistiheimili með veitingaþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.10.1Gínur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Gírkassar fyrir ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Gjafavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Gjafavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Gjafavöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Gjaldeyrisviðskipti. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.12.0Gjallull, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0

Page 362: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

362 Atriðisorðaskrá

Gler í úr og klukkur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Gler, hert, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Gler, litað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.11.0Gler, skyggt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.11.0Gler, vírbent, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.11.0Gler, vírlagt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.11.0Gleraugnaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.1Gleraugu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Gleraugu, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.1Glerblástur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Glereinangrarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Glerílát, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Glerjun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.34.2Glermunir, blásnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Glerplötur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Glerrör, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Glerslípun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Glerstangir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Glersteinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Glerstyttur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Glertrefjar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.14.0Glerull, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.14.0Glervörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.1Glervörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Gljáslípun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Gljásteinar, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Glóperur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Gluggar, ísetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Gluggar, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Gluggar, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Gluggar, viður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Gluggarammar úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Gluggatjaldaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Gluggatjöld, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Gluggatjöld, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Gluggatjöld, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Gluggatjöld, textíll, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Gluggaþvottur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.22.0Glúkósasíróp, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Glúkósi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Glúten, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Glýseról, hrátt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Glýseról, tilbúið, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Glös úr gleri eða kristal, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Glös úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Glös, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Glös, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.1Glös, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Golfbílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Golfklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Golfvellir, bygging. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.99.0Golfvellir, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Gormar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Gosdrykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Gosdrykkir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Góðmálmar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0Góðmálmar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Góðmálmar, hráir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0

Gólfefni, annað, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Gólfefni, korkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Gólfefni, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Gólfefni, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Gólfefni, teppi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Gólfflísar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.31.0Gólfhellur úr brenndum leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Gólfklæðing úr steinefnum, lagning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Gólfklæðingarefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Gólflagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Gólflistar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Gólfmottur úr textílum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.93.0Gólfslípun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Gólfteppaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Gólfteppi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.93.0Gólfteppi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Gólfteppi, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0GPS-staðsetningartæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Grafísk hönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Granít, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Grannskoðun flugvéla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Grasagarðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.04.0Grasrækt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.29.0Grájárn, steyptir hlutir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Greiðslukortafyrirtæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.92.0Greiður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Greipaldin, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.23.0Grill, rafmagn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Grindur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Grisja, vefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Grjót, mölun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Gróðrarstöðvar fyrir skógartré . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.10.1Gróðrarstöðvar fyrir tré (þó ekki skógartré) . . . . . . . . . . . . . .01.30.0Gróðurmoldarblöndur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Grunnskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.20.0Grunnvatn, hreinsun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Græðlingar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.30.0Grænmeti, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.31.0Grænmeti, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.21.0Grænmeti, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Grænmetisfræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Grænmetiskraftur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Grænmetisréttir, tilbúnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.85.0Grænmetissafi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0Grænmetisþykkni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.32.0Gröfur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Gufuböð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.04.0Gufuböð úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Gufugleypar til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Gufugleypar til heimilisnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Gufugleypar til heimilisnota, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Gufuhreinsun á veggflötum o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Gufuhverflar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Gufukatlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.30.0Gull, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Gull, hrátt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0Gull, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Gullsmiða- / skartgripaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0

Page 363: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 363

Gullsmíðaverkstæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Gullsmíðaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Gullsmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Gullvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.48.0Gullvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Gulrætur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Gúmmí, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Gúmmí, syntetískt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.17.0Gúmmíburstar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmíbönd, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmídekk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Gúmmídýnur, uppblásanlegar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmífatnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmíhjólbarðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Gúmmíhjólbarðar, sólun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Gúmmílím, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.52.0Gúmmípakkningar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmíplötur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmíprófílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmírör, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmíslöngur í hjólbarða, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Gúmmíslöngur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Gúmmíslöngur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Gúmmíslöngur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Gúmmísólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmístigvel, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúmmístigvel, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Gúmmísvampdýnur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.03.0Gúmmítré, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.29.0Gúmmívalsar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Gúmmíþétti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Gúrkur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Gæludýr, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.23.0Gæludýr, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Gæludýr, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.2Gæludýrafóður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.92.0Gæludýrafóður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Gæludýrafóður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.2Gæludýrasnyrting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Gæludýraverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.2Gærur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Gæsir, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Göngudeildir sjúkrahúsa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Göngustafir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Götuljós, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Götumálun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Götusópar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Götusópun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.29.0

HHafbeitarstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.21.0Hafnarmannvirki, bygging. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.91.0Hafnarmannvirki, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Hafnir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Hafnsöguþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Hafrahringir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Haframjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Hafrar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0

Hagsmunafélög, önnur en félög vinnumarkaðarins . . . .94.99.9Hallarmál, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Hamborgarastaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Hamrar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Hamrar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Handáburður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Handföng úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Handgerður pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Handklæðafrotte, vefnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Handklæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Handklæði, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Handklæði, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Handlaugar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Handlaugar, málmur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Handlaugar, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Handlaugar, postulín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Handlaugar, stál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Handrið úr járni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Handrið úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Handsnyrtivörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Handsnyrtivörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Handsnyrtivörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Handtöskur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Handvagnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.99.0Handverkfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Handverkfæri, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Handverkfæri, vélknúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Handverksfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Handþurrkur úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Handþurrkur úr pappír, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Hanskar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Hanskar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Hanskar, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Hanskar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Happdrætti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Harðfiskverkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Harðir diskar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0Hattar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Hattar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Hattar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Hákarl, verkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Hálfeðalsteinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Hálfleiðarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Hálfleiðarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Hálfunnar vörur úr eðalmálmum, framleiðsla. . . . . . . . . . . .24.41.0Hálfunnar vörur úr járni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Hálsklútar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Hálsklútar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Hálsklútar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Hárgreiðslustofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.02.1Hárgreiður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Hárklippur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Hárkollur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Hársnyrtivörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Hársnyrtivörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Hárspennur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Háskólabókasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Háskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.42.0

Page 364: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

364 Atriðisorðaskrá

Hátalarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hátalarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Hátalarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Háþrýstidælur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Háþrýstiþvottur bygginga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Heflar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Heflun timburs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Heftarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Heftibyssur, véldrifnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Heiðurspeningar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.11.0Heilaskannar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Heilsufæði, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.29.0Heilsugæslustöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Heilsuhæli með læknisþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.10.0Heilsuræktarstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.13.0Heimahjálp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Heimahjúkrun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Heimasala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.99.0Heimavist í skólum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.90.0Heimaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Heimili fyrir börn og unglinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Heimilisbúnaður, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Heimilishald með launuðu starfsfólki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .97.00.0Heimilishjálp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Heimilislæknar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Heimilistæki, ekki rafknúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Heimilistæki, ekki rafknúin, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Heimilistæki, rafknúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Heimilistæki, rafknúin, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Heimilistæki, rafknúin, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Heimilistæki, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Heimilistæki, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.22.0Hekluð voð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Hellulögn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.30.0Hellur í gólf úr brenndum leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Hellur úr leir eða postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.31.0Hellur úr steinsteypu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Hemlar fyrir bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hengilásar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Herðatré úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Herðing málms. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Hernaðarökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.40.0Herrafataverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Herskip, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Herskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Hersla á fiski . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Hestaíþróttavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Hestakerrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.99.0Hestaleigur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Hestamannafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Hestar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.43.0Hestar, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Hestar, tamning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Heyrnartól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Heyrnartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Heyrnartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Heyrnartæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Heyrnartæki, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.74.0

Heyrnartæki, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.13.0Héraðsskjalasöfn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Hillur í verslanir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Hitabeltisávextir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.22.0Hitaeinangrun, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Hitaflöskur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Hitalagnaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Hitamælar, aðrir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Hitamælar, lækninga, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Hitamælar, lækninga, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Hitastillar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Hitastillar, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.20.0Hitastillilokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Hitaveitur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.30.0Hitaveitur, smíði tengdra mannvirki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Hitaventlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Hitunartæki, rafknúin til heimilisnota, framleiðsla . . . . . .27.51.0Hitunartæki, rafknúin, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Hjarir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Hjartagangráðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Hjartagangráðar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.13.0Hjálpartæki fyrir sjúka og fatlaða, heildsala . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Hjálpartæki fyrir sjúka og fatlaða, smásala . . . . . . . . . . . . . . .47.74.0Hjól fyrir járnbrautavagna, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Hjól fyrir vélknúin farartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hjólaskautar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Hjólaskautar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Hjólastólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.92.0Hjólbarðar fyrir vélhjól, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Hjólbarðar, bílar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.31.0Hjólbarðar, bílar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.32.0Hjólbarðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Hjólbarðar, reiðhjól , framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Hjólbarðar, sólun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Hjólbarðarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.3Hjólbarðaslöngur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Hjólbarðasólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Hjólbörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Hjólhýsastæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.30.0Hjólhýsi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Hjólhýsi, geymsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Hjólhýsi, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.1Hjólsagir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Hjónabandsmiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Hjúkrunarfræðingar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Hjúkrunarheimili. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.10.0Hjúkrunarvistun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.10.0Hjúkrunarvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Hjúkrunarvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.74.0Hlaupabretti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Hleðslutæki fyrir rafhlöður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Hlerar úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Hlerar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Hlið úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Hlífðarfatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Hlífðargleraugu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Hljóðbækur, útgáfa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.11.0Hljóðbönd, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0

Page 365: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 365

Hljóðbönd, óátekin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0Hljóðbönd, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Hljóðdeyfar úr eldföstum leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Hljóðeinangrun bygginga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Hljóðeinangrun, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Hljóðfærasmíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Hljóðfæraverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.3Hljóðfæraviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Hljóðfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Hljóðfæri, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Hljóðfæri, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.3Hljóðkerfi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Hljóðkútar fyrir bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hljóðkútar, ökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hljóðmagnarakerfi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hljóðnemar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hljóðritað efni, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Hljóðritað efni, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Hljóðupptaka. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Hljóðupptökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hljóðver . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Hljómflutningstæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hljómflutningstæki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Hljómplötur, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Hljómplötur, upptaka. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Hljómplötuspilarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Hljómplötuspilarar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Hljómplötuspilarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Hljómplötuútgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Hljómplötuverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Hljómsveitir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Hljómtæki, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.21.0Hnakkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Hnattlíkön, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Hnefaleikafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Hnetur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Hnetur, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Hnetusmjör, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Hnífapör úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Hnífapör, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Hnífapör, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Hnífar til heimilisnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Hnoðnaglar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Hnykkjarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Holleggir til læknisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Holræsi, viðhald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .37.00.0Hópferðaakstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.39.0Hótel án veitingaþjónstu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.10.2Hótel með veitingaþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.10.1Hraðbankar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Hraðboðastarfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Hraðlestur, kennsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Hraðritunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Hraðritunarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.99.0Hráfosföt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Hrájárn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Hrákol, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Hráolía, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0

Hráolía, vinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .06.10.0Hráolíu- og jarðgasvinnsla, tengd þjónusta . . . . . . . . . . . . . .09.10.0Hrástál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Hrátóbak, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Hráull, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Hreindýraveiðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.70.0Hreingerning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.21.0Hreingerningarefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Hreingerningarefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Hreinlætistæki úr leir og postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . .23.42.0Hreinlætistæki úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Hreinlætistæki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Hreinlætistæki, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Hreinlætistæki, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Hreinlætistæki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Hreinlætistæki, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Hreinlætisvörur úr gúmmíi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Hreinsiefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Hreinsiefni, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Hreinsiþurrkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Hreinsun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Hreinsun nýbygginga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.39.0Hressingarhæli með hjúkrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.10.0Hreyfilhlutar í vélhjólahreyfla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hreyfiskynjarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Hreyflar í báta og skip, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Hreyflar í loftför, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Hreyflar í vélhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.91.0Hreyflar í vörubíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Hreyflar í ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Hreyflar til iðnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Hringekjur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Hrísgrjón, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Hrísgrjón, mölun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Hrísgrjón, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.12.0Hrísmjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Hrísmjöl, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Hrogn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Hrogn, söltun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Hrossarækt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.43.0Hrossaræktarfélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Hrossatamningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Hugbúnaðargerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Hugbúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.51.0Hugbúnaður, sérsmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Hugbúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Hugbúnaður, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.09.0Hugbúnaður, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.29.0Humar, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Humarveiðibátar, útgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Hunang, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Hundahótel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Hundaræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Hundasnyrting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Hundaþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Hurðir í bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hurðir úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Hurðir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0

Page 366: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

366 Atriðisorðaskrá

Hurðir, ísetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Hurðir, málmur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Hurðir, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Hurðir, viður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Húðflúr- og götunarstofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Húðir frá sláturhúsum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Húðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Húðir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Húðsápa, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Húðun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Húfur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Húfur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Húfur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Húsbílar, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.1Húsbyggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .41.20.0Húsdýraáburður, dreifing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.61.0Húsdýrafóður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Húsdýrasala, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Húsdýravistun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Húseiningar úr steinsteypu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Húsfélög fyrirtækja með launuðu starfsfólki . . . . . . . . . . . . .81.10.0Húsfélög fyrirtækja, án launaðs starfsfólks . . . . . . . . . . . . . . .68.32.0Húsfélög íbúðareigenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.1Húsgagnaábreiður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Húsgagnaáklæði, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Húsgagnalökkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Húsgagnasmiðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Húsgagnaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Húsgögn fyrir atvinnuhúsæði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Húsgögn úr steini, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.70.0Húsgögn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31Húsgögn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Húsgögn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Húsgögn, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Húsgögn, viðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.24.0Húsgögn, yfirborðsmeðferð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Húsmæðrafélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Húsnæði, standsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .41.20.0Húsvagnar, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Hvalkjöt, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Hvallýsi, bræðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Hvalmjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Hvalveiðiskip, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.3Hvarfakútar fyrir ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Hveiti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Hveiti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Hveiti, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Hvellettur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0Hverfisteinar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Hverflar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Hvítkál, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Hvítvín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Hýdrólískt kalk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.52.0Hæfingarstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Hækjur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Hælar, fyrir skófatnað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Hænur, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1

Hönnunarstarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Hörpudiskur, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1

IIðjuþjálfar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Iðnaðargas, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Iðnaðarofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Iðnaðartextílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.96.0Iðnaðarvélar, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Iðnaðarvélar, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.20.0Iðnaðarþjarkar, handstýrðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Iðnaðarþjarkar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Iðnhönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Iðnskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Iðnþjarkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Illgresiseyðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Illgresiseyðir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Ilmefni fyrir húsakynni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Ilmefni fyrir ilmvötn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.53.0Ilmefni fyrir matvæli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.53.0Ilmolíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.53.0Ilmolíur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Ilmúðarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Ilmvatn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Ilmvatn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Ilmvökvi, eimaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.53.0Ilmvötn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Innanhússhönnuðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Innheimtuþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.91.0Inniskór, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Inniskór, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Innkaupakerrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.99.0Innkaupakerrur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Innkaupapokar úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Innkaupapokar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Innréttingar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Innréttingar, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Inntakslokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Internet, uppboð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.91.0Internetþjónusta, veiting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.90.0Inúlín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0

ÍÍbúðalánasjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.92.0Íbúðarhúsnæði, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.1Íhlutir í bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Ílát úr gleri eða kristal, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Ílát úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.29.0Ílát úr pappa og pappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Ílát úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Ís til matar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.52.0Ís, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Ísbílar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Ísbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Ísetning glers og spegla o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.34.2Ísetning hurða, glugga o.þ.h.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Íseyðingarefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0

Page 367: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 367

Ísfisktogarar, útgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Ísskápar til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Ísskápar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Íþrótta- og tómstundakennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.51.0Íþróttabúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Íþróttabúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Íþróttabúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Íþróttadómarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Íþróttafatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Íþróttafatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Íþróttafatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Íþróttafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Íþróttahanskar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Íþróttahús, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Íþróttaleikvangar, bygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.99.0Íþróttaleikvangar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Íþróttamannvirki, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Íþróttasambönd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Íþróttaskór, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Íþróttaskór, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Íþróttavörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Íþróttavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Íþróttavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0

JJaðartæki fyrir tölvur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Jafnblönduð matvæli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Jafnstraumsrafalar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0Jakkaföt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Jakkaföt, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Jakkaföt, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Jakkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Jakkar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Jakkar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Jarðaber, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Jarðbik, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Jarðefnakönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Jarðfræðilegar rannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Jarðgangabor, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Jarðgangagerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.13.0Jarðgas, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Jarðgas, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .06.20.0Jarðgasleit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Jarðgögn, gjaldtaka, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Jarðhnetur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Jarðræktarráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Jarðsprengjuleitartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Jarðvegskönnun vegna byggingarframkvæmda . . . . . . .43.13.0Jarðvegsverktakar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.12.0Jarðvegsvinna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.12.0Jarðvegsvinnuvélar fyrir landbúnað, framleiðsla . . . . . . . .28.30.0Jarðvegsvinnuvélar fyrir landbúnað, heildsala . . . . . . . . . .46.61.0Jarðvegur, afmengun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Jarðvinnuvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Jarðýtur með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Jarðýtur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Járn, kaldmótun, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.33.0

Járn, kaldvalsað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Járnabinding bygginga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Járnastangir, kalddráttur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.31.0Járnastangir, valsaðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnblendi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnbrautastöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Járnbrautir, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.12.0Járnbrautir, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.17.0Járnframleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnkís, brennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Járnnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.10.0Járnplötur, valsaðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnprófílar, valsaðir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnrör, ekki steypt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Járnrör, steypt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Járnsalli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Járnsteypa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Járnvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Járnvörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Járnvörur, steyping. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Járnvörur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Jógúrt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Jógúrt, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Jólatré, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.22.0Jólatré, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.29.0Jólatrésseríur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Jurtalyf, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Jurtamjöl, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Jurtaolíur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Jurtaseyði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Jurtate, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Jurtate, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.37.0Jurtate, til lækninga, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Jurtate, til lækninga, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Jurtavörur til lyfjagerðar, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0

KKaðlar úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Kaðlar úr tilbúnum trefjum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.60.0Kaðlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.94.0Kaðlar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Kaðlar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0Kafarastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Kaffi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Kaffi, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.37.0Kaffi, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.27.0Kaffi, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.29.0Kaffibarir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Kaffibrennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Kaffihús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Kaffihús, megináhersla á matsölu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Kaffilíki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Kaffivélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Kaffivélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Kaffivélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Kakó, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Kakó, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.37.0

Page 368: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

368 Atriðisorðaskrá

Kakó, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.27.0Kakómjólk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Kakómjólk, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Kalddráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.31.0Kaldmótun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.33.0Kaldvölsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Kalíumsölt, hrá, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Kalk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.52.0Kalk, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Kalkframleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.52.0Kalkipappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Kalkipappír, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Kalkúnarækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Kambgarn, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Kambgarn, vefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Kampavín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Kanínur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.1Kanínur, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Kanóar, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Kantsteinar úr steinsteypu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Kaplar til iðnaðarnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Kaplar, einangraðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.32.0Karamellur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Kartöfluflögur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kartöflumjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kartöflur, afhýðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kartöflur, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kartöflur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.31.0Kartöflur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.2Kartöflur, vinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kartöflustappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Kasín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Kassar úr léttmálmum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Kassar úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Kassar úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Kastarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Kasúhnetur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Katlar úr járni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Katlar, rafmagns, til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . .27.51.0Kattahótel. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Kattarsandur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Kauphallarstarfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.11.0Kaviar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Kavíar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.4Kál, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Keðjur, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Kefli úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Keilubrautir, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.20.0Keilusalir, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Kennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85Keppnishaldarar (íþróttir) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Ker, geymar o.þ.h. úr málmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.29.0Kerfisleigur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.11.0Kerfisveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.11.0Kertastjakar, járn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Kerti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Kettir, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Kex, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0

Kex, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Kexframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Kindur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Kirkjugarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.03.0Kirkjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.91.0Kirsuber, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.24.0Kirtlavökvi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.10.0Kírópraktorar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Kjarnaávextir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.24.0Kjarnorkueldsneyti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.46.0Kjarnorkuúrgangur, meðhöndlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.22.0Kjólaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Kjólaefni, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Kjólameistarar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Kjólar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Kjólar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Kjólar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Kjúklingar, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Kjörbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.11.1Kjöt og kjötvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.22.0Kjöt, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Kjöt, vinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Kjötálegg, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Kjötbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.22.0Kjötkraftsteningar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Kjötkraftur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Kjötkraftur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Kjötmjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Kjötslátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Kjötvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Kjötvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Klakstöðvar fyrir alifugla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.47.1Klaustur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.91.0Klefaeiningar úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Klossar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Klossar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Klósett, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Klósett, keramík, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Klósett, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Klósettpappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Klósettsetur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Klósettsetur, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Klukkugler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Klukkuhús, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Klukkusmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Klukkuviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.25.0Klukkuvísar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Klæðningar úr áli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Klæðskerar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Knattspyrnufélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Knattspyrnuvellir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Koks, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Koks, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Kol, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Kol, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Kolagas, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.10.0Kolanám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .05Kolaofn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0

Page 369: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 369

Kolaofnar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Koltvísýringur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Kommóður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Kommóður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Kommóður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Konfekt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Konfekt, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Konfekt, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Koníak, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Kopar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.44.0Kopar, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Koparframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.44.0Korkvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Korkvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Korkvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Korn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Kornflögur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Korngeymslur, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Kornmölun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Kornmölunarvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Kornolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Kornrækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Kornvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Kóbalt, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Kórund, tilbúinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Krabbadýr, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Kraftsperrur úr stáli eða járni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Kranar í hitunarkerfi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Kranar í hreinlætistæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Kranar með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Kranar og lokar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Kranar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Kranar, lyftitæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Krár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Kreppappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Kristalsverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Kristalsvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.1Krít, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Krossviður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Krossviður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Krókar, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Króm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Króm, frumvinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Króm, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Krómframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Krómhúðun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Krukkur úr leir eða postulíni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . .23.49.0Krukkur úr trefjasementi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Krullujárnum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Krydd, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Krydd, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.37.0Kryddjurtir, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.28.0Kryddplöntur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.28.0Kryddsósur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Kubbar, leikföng, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Kúlulegur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.15.0Kúlupennar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Kúluspil, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0

Kúskus, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.73.0Kústar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Kútagas, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Kvars, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Kveikjarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Kveikjarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Kveikjukerti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Kveikjur fyrir brunahreyfla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Kveikjurafalar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Kvenfataverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Kvennaathvarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Kvikmynda- og skyggnusýningarvélar, framleiðsla . . . . .26.70.0Kvikmyndahús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.14.0Kvikmyndaklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.14.0Kvikmyndaklúbbar, áhugamanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Kvikmyndasýningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.14.0Kvikmyndir, dreifing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.13.0Kvikmyndir, eftirvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.12.0Kvikmyndir, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Kvikmyndir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Kvikmyndir, upptaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Kvöldskólar fyrir fullorðna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Kynbótastöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Kyndiolía, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Kynlífsvörur úr gúmmíi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Kæfa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Kæfa, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Kæligas, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Kæligeymslur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Kælikerfi, ekki til heimilisnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . .28.25.0Kælikerfi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Kælikerfi, uppsetning og viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Kæliskápar, til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Kæliskápar, til heimilisnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Kæliskápar, til heimilisnota, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Kælitæki til iðnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.25.0Kælitæki til iðnaðarnota, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Köfnunarefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Köfnunarefni, vörur úr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Kökugerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Kökur, geymsluþolnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Kökur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Kökur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Kölnarvatn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Könnur úr gleri eða kristal, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Könnur, gler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Körfubílar, leiga með stjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Körfur og tágavörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0

LLagerinnréttingar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Lagmeti úr fiskafurðum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.4Lakkframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Lakkleður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Lakkmálning, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Lakkrís, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Lakkrís, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Lakkrís, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0

Page 370: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

370 Atriðisorðaskrá

Lamir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Lampa- og raftækjaverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.2Lampabúðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.2Lampahlutar úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Lampar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Lampaskermar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Landakort, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Landakort, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.61.0Landakort, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.11.0Landbúnaðarhrávörur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Landbúnaðarráðunautar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Landbúnaðartæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Landbúnaðarvélar án stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Landbúnaðarvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Landbúnaðarvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Landbúnaðarvélar, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Landbúnaðarvélar, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Landbúnaðarvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Landbúnaður, blandaður búskapur jarðyrkju

og búfjárræktar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.50.0Landbúnaður, hráefni, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Landhelgisgæsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.24.0Landmælingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Landslagsarkitektar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Landslagshönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Laukur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Lausblaðamöppur úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Lausblaðamöppur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Lánstraustupplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.91.0Lásar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Lásar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Lásar, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Leður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Leður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Leður, sútun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Leðurfatnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.11.0Leðurfatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Leðurvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Leðurvörur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Leðurvörur, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.23.0Leðurvöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.72.2Legghlífar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.31.0Legsteinar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.70.0Legur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.15.0Leiðsögubúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Leiðsögubúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Leiðsögumenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.90.0Leiga á atvinnuhúsnæði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.2Leiga á bátum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.34.0Leiga á bátum til tómstundagamans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Leiga á bílum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.11.0Leiga á blómum og plöntum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á borðbúnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á bókum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á búningum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á byggingarkrönum með stjórnanda . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Leiga á dráttarvélum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Leiga á fatnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0

Leiga á flugvélum án áhafnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.35.0Leiga á flugvélum með áhöfn, til farþegaflutninga . . . . .51.10.2Leiga á flugvélum með áhöfn, til vöruflutninga . . . . . . . . .51.21.0Leiga á gámum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á geisladiskum (cd) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Leiga á glervörum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á gullvörum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á heimilistækjum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á hljóðfærum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á hugverkum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.40.0Leiga á húsbílum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.12.0Leiga á húsgögnum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á húsvögnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á íbúðarhúsnæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.1Leiga á íþróttabúnaði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á kanóum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á landbúnaðarvélum án stjórnanda. . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Leiga á landi og landréttindum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.3Leiga á leikmunum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á leirvörum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á ljósakerfum og hljóðkerfum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á ljósritunarvélum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Leiga á loftförum án áhafnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.35.0Leiga á loftförum með áhöfn, til farþegaflutninga . . . . . .51.10.2Leiga á myndböndum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Leiga á mynddiskum (dvd) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Leiga á mælibúnaði án umsjónamanns. . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á námubúnaði án stjórnenda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á olíuvinnslubúnaði án stjórnenda . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á rafbúnaði til heimilisnota. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á reiðhjólum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á samkomutjöldum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á sendibílum með bílstjóra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.1Leiga á silfurvörum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á sjálfsalaleiktækjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á sjónvörpum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á skartgripum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á skemmtibátum án áhafnar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á skipum, án áhafnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.34.0Leiga á skíðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á skrifstofuvélum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Leiga á textílvörum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á tjaldvögnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á tjöldum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á tómstundabátum án áhafnar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Leiga á tölvum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Leiga á vélhjólum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á vélum og tækjum til heimilisnota . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á vikublöðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.29.0Leiga á vinnupöllum án uppsetningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Leiga á vinnuvélum án stjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Leiga á vinnuvélum með stjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Leiga á vinnuvélum og tækjum til bygginga-

framkvæmda án stjórnenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Leiga á vörubílum með bílstjóra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Leiga á vörubrettum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Leiga á vöruflutningabifreiðum án bílstjóra. . . . . . . . . . . . . .77.12.0Leiga á vörum til frístunda og íþrótta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0

Page 371: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 371

Leiga og rekstrarleiga á búnaði til kvikmyndaframleiðslu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0

Leigjendasamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Leigubílar, akstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.32.0Leigubílastöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Leigubílastöðvar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Leiguflug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.10.2Leigumiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.31.0Leikarar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Leikfangaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.65.0Leikföng, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Leikföng, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Leikföng, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.65.0Leikhús, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Leikjatölvur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Leikjatölvur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Leikjatölvur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Leiklistarskólar, þó ekki á háskólastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Leiklistastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Leikskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.10.0Leikstjórar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.02.0Leiktækjarekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Leir, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.12.0Leirmunir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Leirpottar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.49.0Leirtau, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Leirvörur til nota á rannsóknarstofum, framleiðsla . . . . .23.44.0Leirvörur til nota í efnaiðnaði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .23.44.0Leirvörur til tæknilegra nota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .23.44.0Lendingarbúnaður, flug, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Lestarsæti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Leturgröftur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Leturgröftur á gull- og silfurmuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Leynilögregluþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.30.0Leysiefni, lífræn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Léttmálmur, umbúðir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Léttmjólk, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Léttvín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Lifrarkæfa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Lifrarkæfa, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Listafélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Listamenn, þó ekki sviðslistamenn, sjálfstætt

starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.03.0Listamiðstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Listaskólar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Listasöfn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.02.0Listaverk, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Listaverk, lagfæringar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.03.0Listaverk, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3Listaverkasala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3Listdansflokkar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Listmunahús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3Listmunaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3Listmunir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Listmunir, umboðsverlsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.18.0Listnám, þó ekki á háskólastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Litarefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.12.0Litarefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0

Litarefni, tilbúin, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Litgreining . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Litir fyrir gler, postulín o.þ.h., framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Litir fyrir myndlist, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Litir, tilbúnir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Litrófsmælar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Litun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Litun textíla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.30.0Litur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.12.0Lífdýr, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.23.0Lífdýr, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Lífeyrissjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.30.0Líffærabankar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Lífræn efnasambönd, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Lífræn yfirborðsvirk efni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Lífstykki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Lífstykki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Lífstykki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Líftrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.11.0Líftækni, rannsóknir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.11.0Lífvarðaþjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.10.0Líkamsræktarstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.13.0Líkbrennsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.03.0Líkjörar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Líkkistur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Líkön úr plasti , framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Líkön úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Lím, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.52.0Lím, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Límbandshaldarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Límbönd, pappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Límbönd, pappír, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Límbönd, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Límefni úr bikkenndum efnum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Límmiðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Límtré, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Límtré, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Lín, útleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Ljósabúnaður fyrr ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Ljósabúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Ljósabúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Ljósabúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.2Ljósagler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Ljósagler, slípun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Ljósakrónur, rafmagn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Ljósamenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.02.0Ljósaperur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Ljósaskilti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Ljósaverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.2Ljósleiðarakaplar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.31.0Ljósmyndabúnaður og sjóntæki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Ljósmyndabúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Ljósmyndafilmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Ljósmyndafilmur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Ljósmyndafilmur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Ljósmyndagerð, efni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Ljósmyndaklefar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Ljósmyndaklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9

Page 372: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

372 Atriðisorðaskrá

Ljósmyndapappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Ljósmyndaplötur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Ljósmyndarar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Ljósmyndaskólar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Ljósmyndastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Ljósmyndavélar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Ljósmyndavélar, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Ljósmyndavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Ljósmyndavöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Ljósmyndaþjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Ljósmyndun úr lofti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Ljósmæður, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Ljósritun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Ljósritunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Ljósritunarvélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.66.0Ljósritunarvélar, heildverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.66.0Ljósritunarvélar, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Ljósritunarvélar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Ljósritunarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Ljóssetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Loðband, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Loðdýr, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.1Loðdýrafóður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.91.0Loðna, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Loðnubræðslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Loðnuhrogn, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Loðnuskip, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Loðskinn, sútun og litun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Loðskinnsfatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.20.0Loðskinnsfatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Loðskinnsfatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Loðskinnsvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.20.0Loðskinnsvörur, hattar og húfur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .14.19.0Loðskinnsvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Loðskinnsvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Loðskinnsvörur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Lofstskip, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Loftbelgir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Loftför, leiga án áhafnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.35.0Loftför, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Loftför, viðgerð og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.16.0Loftklæðning, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Loftklæðning, plast, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Loftnet, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Loftnet, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Loftnet, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Loftnet, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Loftnet, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.12.0Loftpressur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.13.0Loftpumpur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.13.0Loftpúðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Loftræstibúnaður, uppsetning og viðgerð . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Loftræstikerfi til iðnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .28.25.0Loftræstitæki til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Lofttæmisdælur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.13.0Loftþrýstimælar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Logsuða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Lok á fiskiker úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.1

Lokar til iðnaðarnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Lottó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Lóða- og bygggingarumsýsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .41.10.0Lóðboltar, handstýrðir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Lugt, reiðhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Lugt, vélhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Lyf, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Lyf, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Lyf, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.73.0Lyfjagerð, hráefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.10.0Lyfjarannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.19.0Lyfjaverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.73.0Lyfjavörur úr gleri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Lyfjavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Lyftibúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Lyftur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Lyftur, uppsetning og viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Lyklaborð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Lyklaborð, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.51.0Lyklaborð, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Lyklar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Lyklasmíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.72.0Lyktarefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Lykteyðandi efni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Lýsi, hreinsað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Læknar, heilsugæslu- og heimilislæknar . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Læknar, sérfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.22.0Lækningatæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Lækningavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Lækningavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.74.0Lögfræðiaðstoð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Lögfræðistarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Lögfræðiþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Löggæsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.24.0Lögreglurannsóknarstofur, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Lögregluskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Lökkun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Löndunarþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.24.0

MMagnarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Maís, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Maísolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Majónsósa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Majónsósa, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Makkarónur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.73.0Makkarónur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Malarnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.12.0Malbik, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Malbikun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Malbikunarverksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Malbikunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Malt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.06.0Maltsykur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Mangan, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Mangan, frumvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Mangan, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Mannvirkjagerð, verkfræðiráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1

Page 373: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 373

Marhálmur, söfnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.30.0Markaðsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.11.0Markaðsrannsóknir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.20.0Markaðsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.11.0Markissur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Markissur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Markissur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Marmari, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.11.0Matarfeiti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.42.0Matarolía, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Matarolía, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Matsölustaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Matur, tilbúinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.85.0Matur, tilbúinn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Matvara, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.9Matvælaeftirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Matvælarannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Matvæli og drykkjarvörur, blönduð heildverslun . . . . . . .46.39.0Matvörur smásala úr söluvögnum og á mörkuðum . . . .47.81.0Málaraléreft, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Málarapenslar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Málarapenslar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Málarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.34.1Málararúllur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Málararúllur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Málband, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Málmaleit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Málmar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Málmar, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Málmgrýti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Málmgrýti, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Málmhúðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Málmhúsgögn, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Málmkaplar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Málmlok, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Málmsmíðaviðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.11.0Málmsteypa úr góðmálmum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Málmsteypa úr léttmálmum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.53.0Málmsteypa úr þungmálmum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Málmstigar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Málmúrgangur, tæting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.32.0Málmvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Málmvinnsla, vélar fyrir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.41.0Málmvörur, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.11.0Málning, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Málning, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Málning, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.2Málningarpenslar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Málningarvinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.34.1Málningarvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Málningavöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.2Meðalalýsi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Meðferðaheimili fyrir fíkla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Meðferðardeildir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.22.0Megrunarfæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Megrunarfæði, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Meinatæknar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Meindýraeyðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.29.0

Meindýraeyðing í skógum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.40.0Meindýraeyðing, landbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.61.0Melassi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.81.0Melónur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Mengunarvarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Menningarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Menningarhús, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Menningarmiðstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Menntaskólar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.31.0Merkimiðar úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Merkimiðar úr pappír, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Merkimiðar úr textíl, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Merkjabúnaður, rafknúinn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Merkjabúnaður, vélknúinn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Miðasala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.90.0Miðasjálfsalar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Miðasjálfsalar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Miðlar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Miðstöðvarkatlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.21.0Miðstöðvarofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.21.0Miðstöðvarofnar, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.11.0Millilanda- og strandsiglingar, farþegaflutningar . . . . . . .50.10.0Millilanda- og strandsiglingar, vöruflutningar . . . . . . . . . . .50.20.0Milliveggir úr málmi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.12.0Minjagripaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Minjagripir úr steini, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.70.0Minjagripir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Minjasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.02.0Minkur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.1Minningarsjóðir ótengdir félagsþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Minningarsjóðir sem tengjast félagsþjónustu . . . . . . . . . . .88.99.0Minnjagripaverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Mjaltavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Mjaltavélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Mjólkurafurðir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Mjólkurbú. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Mjólkurdrykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Mjólkuriðnaður, vélar fyrir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Mjólkuriðnaður, vélar fyrir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Mjólkurkýr, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.41.0Mjólkursykur (laktósi), framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Mjólkurvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Mjólkurvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Mjöl- og lýsisvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Mjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Mjölvavörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Mjölvi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Morgunkorn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Morgunkorn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Morgunsloppar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Mottur úr fléttiefnum, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Mottur úr stungnum flóka, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.93.0Mottur úr textíl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.93.0Mottur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Módel, leikföng, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Mór, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Mósaíkflísar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.31.0Mósaíkflísar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0

Page 374: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

374 Atriðisorðaskrá

Mótakassar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Mótekja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.92.0Mótöld, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Móvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Mulningsvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Munntóbak, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Munnþurrkur úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Múrarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.31.0Múrhúðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.31.0Múrsteinar úr steinsteypu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Múrsteinar, ekki eldfastir úr leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Múrsteinar, eldfastir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Múrsteinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Myndavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Myndavélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Myndavélar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Myndbandaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Myndbandstæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Myndbandstæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Myndbandstæki, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Myndbandstökuvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Myndbandstökuvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Myndbandstökuvélar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Myndbönd, átekin, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Myndbönd, dreifing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.13.0Myndbönd, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Myndbönd, óátekin, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0Myndbönd, óátekin, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Myndbönd, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Mynddiskar (dvd), áteknir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Mynddiskar (dvd), fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Mynddiskar (dvd), óáteknir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0Mynddiskar (dvd), óáteknir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Mynddiskar (dvd), smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Mynddiskar (DVD), upptökutæki, smásala. . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Mynddiskar (dvd), útleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Mynddiskar, upptökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Mynddiskar, upptökutæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Myndefni, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Myndhöggvarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.03.0Myndvarpar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Mynt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.11.0Mynt, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Myntflokkunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Myntslátta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.11.0Mysa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Mýkingarefni í þvott, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Mæðravernd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Mælingar vegna bygginga og mannvirkja. . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Mælitæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Mælitæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Möl, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Möl, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.12.0Möppur úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Möppur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Möppur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Möppur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Mörframleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0

Möstur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Mötuneyti. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.29.0

nNagalbyssur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Nagdýraeyðir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Naglalakk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Naglar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Naglar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Nasl (þó ekki úr kartöflum), framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Natrínlútur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Nauðungaruppboð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.10.0Nautgriparækt, mjólkurkýr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.41.0Nautgriparækt, önnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.42.0Nautgripir, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Nálar til lækninga, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Nálar til lækninganota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Nálar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Nálastunga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Námskeiðahald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Námsmannaíbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.90.0Námsmannasamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Námsráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.60.0Námustarfsemi, tengd þjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .09.90.0Náttföt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Náttkjólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Náttúrgripasöfn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.02.0Náttúrulyf, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Náttúrulyf, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Neftóbak, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Net, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Netakúlur úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.1Netaverkssmiðjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.94.0Netaverkstæði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0Neytendalán. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.92.0Neytendasamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Niðurrif á ónýtum hlutum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.31.0Niðurrif bygginga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.11.0Niðurrif, bílar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.31.0Niðursuða, fiskafurðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.4Niðursuðudósir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Nikkel, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.45.0Nikkel, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Nítröt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Notaðar bækur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Notaðar vörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Notaðir munir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Notkunarmælar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Nótur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Nótur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.3Nuddstofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.04.0Núðlur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.73.0Núggat, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Nytjajurtir, aðrar en fjölærar, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 01.2Nytjajurtir, fjölærar, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 01.1Nytjaleirmunir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Nytjalist, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Nytjalist, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.3

Page 375: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 375

Nytjaplöntur, vinnsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.63.0Nýmjólk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Nærfataverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Nærfatnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Nærfatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Nærfatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Næringarráðgjafar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Næturklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0

OOddveifur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Offsetprentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Offsettljósmyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Ofin efni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Ofnar fyrir bakarí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Ofnar fyrir iðnaðarnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Ofnar til húshitunar, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Ofnar til matargerðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Ofnar, kola- og olíu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Ofnar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Olía og feiti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Olía og feiti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Olía til manneldis, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Olía, ekki til manneldis, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Olíufræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Olíukynding, uppsetning og viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Olíukökur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Olíumengun, hreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .39.00.0Olíuofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.52.0Olíur, rokgjarnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.53.0Olíur, tilbúnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Olíuríkir ávextir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.26.0Olíuvörur, hreinsaðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Opinber hagskýrslugerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Opinber stjórnsýsla, almenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Optísk tæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Optísk tæki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Optísk tæki, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.13.0Orgel, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0Orgelstillingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Ostagerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Ostaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.29.0Ostur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Ostur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0

ÓÓáfengir drykkir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Óáfengir drykkir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.25.0Óekta skartgripir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.13.0Ólífrænar sýrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Ólífrænir basar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Ólífuolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Ómtæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Ónæmisvarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Órjúfanlegir aflgjafar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Óþekkt starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.99.9

PPakkningar úr gúmmíi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Palmín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.42.0Pappabollar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappadiskar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappaframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappaglös, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappakassar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Pappi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappi, gegndreyping . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappi, húðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappír til heimilisnota, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Pappír til prentiðnaðar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Pappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappír, gegndreyping . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappír, húðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Pappír, ljósnæmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Pappír, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.18.0Pappírsbleiur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappírsdeig, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.11.0Pappírsdúkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappírsgarn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Pappírskvoða, endurvinnsla, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . .17.11.0Pappírskvoða, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.11.0Pappírskvoða, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Pappírsmunnþurrkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Pappírsvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Pappírsvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Paprika, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Paraffín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Paraffín, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Parket, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.22.0Parketgólf, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Parketlistar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.22.0Partývörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Partývörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Partývörur, pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Partývörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Pastaréttir, tilbúnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.85.0Pastavörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.73.0Pastavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Peningakassar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Peningaskápar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Peningaskápar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Penísillín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Pennar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Pennaveski, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Pennaveski, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Perlur, unnar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Perur, rafmagn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Perur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.24.0Perustæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.33.0Peysur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.39.0Peysur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Peysur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Pils, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Pils, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Pils, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1

Page 376: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

376 Atriðisorðaskrá

Pitsur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Pitsur, frosnar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.85.0Pitsustaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Píanó, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Píanóstillingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Pípulagnaefni, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Pípulagnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Píputóbak, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Píputóbak, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.35.0Píputóbak, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Plast, óunnið, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Plastefni í frumgerðum, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Plasteinangrun, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Plastfatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Plastfilma, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Plastglös, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Plasthanskar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Plasthimnur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Plasthráefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Plastiðnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22.2Plastílát, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Plastkassar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Plastlím, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.52.0Plastmöppur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Plastpokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Plastskálar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Plastumbúðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Platína, hrá, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0Platínum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0Platínum, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Plágueyðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Plágueyðir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Plógar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Plógar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Plöntufjölgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.30.0Plöntur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.22.0Plönturæktun, þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.61.0Plötubúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Plötugerð, prentsmíð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Plötur úr trefjasementi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Plötur, ál, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Plötur, blý, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, gúmmí, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Plötur, kopar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, króm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, mangan, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, nikkel, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, sellulósasement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Plötur, sink, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, tin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Plötur, valsað stál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Plötuspilarar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Pokar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Pokar, pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Pokar, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Poppkorn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Portlandsement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.51.0Postulín og gler, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.1

Postulín og gler, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Postulínsmunir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Pottar úr leir eða postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.49.0Pottar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Pólíúretan, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Pólýester, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Póstgíróþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.19.0Póstkort, heildverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Póstkort, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Póstlistar, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.12.0Póstverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.91.0Póstþjónusta, almenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.10.0Prammar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Prentarar fyrir tölvur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Prentarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Prentarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.51.0Prentarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Prentarasnúrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Prentblek, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Prentblek, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Prentlitir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Prentpappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Prentrásaspjöld, auð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Prentrásaspjöld, fullbúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.12.0Prentrásir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Prentsmiðja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18.1Prentsmíð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Prentun á fatnað o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentun bóka. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentun dagblaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.11.0Prentun í fjölritunarvélum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentun í ljósritunarvélum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentun í tölvuprenturum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentun tímarita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Prentvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Pressunarvélar fyrir þvottahús, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Prjónaefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Prjónaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Prjónagarn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Prjónagarn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Prjónagarn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Prjónavélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Prjónavélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.64.0Prjónavöruverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Prjónvoð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.91.0Prófanir, tæknilegar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Prófarkalestur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Prófílar úr áli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Prófílar úr gúmmíi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Prófílar úr járni, kaldmótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.33.0Prófílar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Prófílar úr stáli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Prófílar úr stáli, kaldmótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.33.0Prófunarbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Púðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Púðar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Púðar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Púður, sprengiefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0

Page 377: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 377

Púsluspil, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Pússning innanhúss og utan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.31.0Pylsur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Pylsur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Pylsuvagnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Pökkunarstarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.92.0Pökkunarvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0

rRafalar fyrir ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Rafalar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0Rafalasamstæður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Rafbúnaður, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Rafbúnaður, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.14.0Rafeindabúnaður, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.13.0Rafeindahraðlar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Rafeindaíhlutir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Rafeindarör, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Rafeindarör, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Rafgeymar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.20.0Rafhlöður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.20.0Rafhlöður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Rafhreyflar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0Rafhúðun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Rafhúðunarvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.49.0Rafkatlar til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafkatlar til heimilisnota, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Raflagnir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Rafliðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Rafliðir, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.14.0Raflínulagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.22.0Raflýsing fyrir vegakerfi o.þ.h., lagning og viðgerðir . . .43.21.0Raflýsing, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Rafmagn, bygging þjónustumannvirkja . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.22.0Rafmagn, dreifing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.13.0Rafmagn, flutningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.12.0Rafmagn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.11.0Rafmagn, viðskipti með . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35.14.0Rafmagnsbjöllur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Rafmagnsinnstungur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.33.0Rafmagnskatlar til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafmagnskveikjur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Rafmagnsofnar til heimilisnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafmagnsofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafmagnsofnar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Rafmagnsskilti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Rafmagnstenglar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.33.0Rafmagnsteppi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafmagnstæki til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rafmagnsverkfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Rafmerkjabúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Rafræn spil, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Rafræn spil, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Rafræn spil, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Rafseglar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Rafskiptibúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Rafsuða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Rafsuðuspennar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0

Raftækjabúnaður til lækninga, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Rafverktakar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Rakagjafar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.30.0Rakagjafar, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.11.0Rakastýrar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Rakaþétting bygginga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Rakhnífar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Rakspíri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Rakvélablöð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Rakvélablöð, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Rakvélar, rafmagnsknúnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Rammagerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Rammalistar úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Rammalistar úr viði, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Rannsóknarbókasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Rannsóknarstofur í læknisfræði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.3Rannsóknartæki úr gleri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Rannsóknartæki úr leir eða postulíni, framleiðsla. . . . . . .23.44.0Rannsóknir í búvísindum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.19.0Rannsóknir í félagsvísindum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.20.0Rannsóknir í hugvísindum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.20.0Rannsóknir í læknavísindum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.19.0Rannsóknir í málvísindum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.20.0Rannsóknir í raunvísindum og verkfræði . . . . . . . . . . . . . . . . .72.19.0Rannsóknir í uppeldis- og menntamála. . . . . . . . . . . . . . . . . . .72.20.0Ratsjá, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0Ratsjárstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.90.0Rauðvín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Ráðgjafastarfsemi á sviði skógræktar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.40.0Ráðgjafastarfsemi á sviði upplýsingatækni. . . . . . . . . . . . . . .62.02.0Ráðgjafastöðvar, börn og unglingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Ráðgjöf arkitekta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Ráðgjöf efnaverkfræðinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Ráðningarstofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .78.10.0Ráðstefnur, skipulagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.30.0Refur, rætkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.1Regnföt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Regnföt, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Regnföt, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Regnhlífar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Regnhlífar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Reiðhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.92.0Reiðhjól, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Reiðhjól, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Reiðhjól, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Reiðhjól, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.29.0Reiðhjólaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Reiðskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.51.0Reiðtygi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Reiðtygi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Reiðtygi, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Reiknivélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Reiknivélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.66.0Rekaviður, vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Rekstrarleiga á vinnuvélum og tækjum til

byggingaframkvæmda án stjórnenda. . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Rekstrarleiga á skipum og bátum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.34.0Rekstrarleiga á loftförum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.35.0

Page 378: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

378 Atriðisorðaskrá

Rekstrarleiga á tölvum og skrifstofubúnaði . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Rekstrarleiga á öðrum vélum og búnaði án

stjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Rekstrarleiga fólksbifreiða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.11.0Rekstrarleiga landbúnaðarvéla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.31.0Rekstrarleiga vörubifreiða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.12.0Rekstrarráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .70.22.0Rekstur tölvukerfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.03.0Remúlaði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Rennilásar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Rennilásar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Rennilásar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Rennismíði málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Repjufræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Reykjarpípur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Réttingar málma. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Rifsber, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Rimlagluggatjöld úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Rimlagluggatjöld úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Rimlagluggatjöld, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Ristaðar hnetur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Ritaraþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Ritföng, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Ritföng, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Rithandarsérfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Rithöfundar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.03.0Ritvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Ritvélar, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Ríkissaksóknari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.23.0Rjómaís, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.52.0Rjómaostur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Rjómaostur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Rjómaskilvindur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Rjómaskilvindur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Rjómi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Rjúpnaveiði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.70.0Rottueitur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Rotþrær, tæming . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .37.00.0Rúðugler, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Rúðugler, slípun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Rúg, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Rúgmjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.61.0Rúllugardínur úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Rúllugardínur úr textíl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Rúllugardínur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Rúllugardínur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Rúllugardínur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Rúllustigar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Rúllustigi, uppsetning og viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.29.0Rúm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Rúm, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Rúm, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Rúmbotnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.03.0Rúmdýnur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.03.0Rúmfatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Rúmteppi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Rúskinn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Rútuferðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.39.0

Ryðvörn ökutækja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.1Ryksugur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Ryksugur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Ryskugur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Ræðisskrifsofur erlendis. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.21.0Ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.00.0Ræðunámskeið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Rækja, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Rækjubátar, útgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Rækjufrystiskip, útgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Ræktunarsambönd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Ræktunarstöðvar húsdýra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Rær, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.94.0Ræstiefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Röntgenbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Röntgenrannsóknarstofur, óháðar sjúkrahússrekstri . . .86.90.3Rör úr áli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Rör úr brenndum leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Rör úr eldföstum leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Rör úr gleri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Rör úr gúmmíi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Rör úr járni eða stáli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Rör úr steinsteypu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Rör úr steypujárni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Rör úr steypustáli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.52.0Rör úr trefjasementi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Rör, blý, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Rör, kopar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, króm, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, mangan, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, nikkel, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Rör, sellulósasement, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Rör, sink, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Rör, stál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Rör, steypa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Rör, tin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Röratengi úr áli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Röratengi úr járni eða stáli, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0

SSafabarir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Safapressur til heimilisnota, rafknúnar, framleiðsla . . . . .27.51.0Safapressur til heimilisnota, rafknúnar, heildsala. . . . . . . .46.43.0Sagarblöð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Sagir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Sagnfræðifélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Sala veiðileyfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Salat, ferkst, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Salat, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Salat, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Salernispappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Salernispappír, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Salernisskálar úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Salernisskálar úr postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Salernisskálar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Salisílsýra, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.10.0

Page 379: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 379

Saltfiskverkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Saltfiskverkun um borð í togurum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Saltnám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.93.0Saltpéturssýra, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Saltstangir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Sambýli fyrir fatlaða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.30.2Sambýli fyrir þroskahamlaða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Samkomusalir fyrir listviðburði, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Samlokuplötur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Samlokur úr brauði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Samtök í atvinnulífinu, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.11.0Sandblástur bygginga utanhúss. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Sandblástur málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Sandblástursvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Sandpappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Sandur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Sandur, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.12.0Sauðfé, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Sauðfé, slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Sauðfjárböðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Sauðfjárrækt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Saumavarningur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Saumavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Saumavélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.64.0Saumavélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Saumavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Saumavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Saumaþráður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Saumaþráður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Saumaþráður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Saumþráður, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Sáldprentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Sálfræðingar, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.2Sálfræðiráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.2Sáningarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Sáningarvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Sápa, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Sápa, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Sápa, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Seðlabanki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.11.0Segl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Segl, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Segl, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Seglbátar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Seglbátar, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Seglbretti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Segldúksábreiður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Seglgarn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.94.0Seglgarn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Segulbandstæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Segulbandstæki, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Segulbandstæki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Segulbönd, átekin, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Segulbönd, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Segulbönd, óátekin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0Segulbönd, óátekin, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Segulbönd, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.63.0Seguldiskar, óáteknir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.80.0

Segulkveikjur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Segulsneiðmyndatæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Sellófanfilmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Sellulósafjölliður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Sellulósatrefjar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Sellulósavatt, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.12.0Sellulósi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.11.0Selveiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.70.0Sement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.51.0Sendiráð, erlend á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99.00.0Sendiráð, íslensk erlendis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.21.0Servíettur úr pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Sesamfræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Sessur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Seyði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Seyði, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Sérhæfð þrif . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.22.0Sérverslun með matvæli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.29.0Silfur, hrátt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.41.0Silfur, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Silfurmunir, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Silfursmíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Silfurvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.48.0Silfurvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Silki, spuni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Silkiefni, vefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Silkiprentun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Sindurmótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.50.0Sink, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.43.0Sink, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Sinnep, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Sinnepsfræ, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Síðbuxur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Sígarettukveikjarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Sígarettupappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Sígarettupappír, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Sígarettur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Sígarettur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.35.0Sígarettur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Sígarettutóbak, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Sígarettutóbak, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.35.0Sígarettutóbak, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Síldarbátar, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Síldarbræðslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.3Síldarsöltun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Sílikon, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Símaboðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Símar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Símar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Símar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.42.0Símar, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.12.0Símaskrár, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.12.0Símasvörun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.20.0Símaverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.91.0Símsvarar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Sírenur í bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Sírenur, rafknúnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Síritar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.51.0

Page 380: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

380 Atriðisorðaskrá

Síróp, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.81.0Sítrónur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.23.0Síupappi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Síupappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Sjampó, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Sjampó, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Sjálfsafgreiðsluþvottahús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Sjálfsalaleiktæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Sjálfsalaleiktæki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Sjálfsalaleiktæki, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Sjálfsalar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Sjálfsalar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.99.0Sjálfsalar, viðgerð og viðhald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Sjóeldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.21.0Sjónaukar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Sjónaukar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Sjónaukar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.2Sjóngler, frumvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Sjóntækjafræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.1Sjóntækjaverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.1Sjónvarpsefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Sjónvarpsefnis, eftirvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.12.0Sjónvarpseftirlitskerfi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Sjónvarpsmyndavélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Sjónvarpsskápar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Sjónvarpsstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .60.20.0Sjónvarpsútsendingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .60.20.0Sjónvarpsviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.21.0Sjónvörp, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Sjónvörp, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Sjónvörp, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Sjóstangaveiði, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Sjóþotur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Sjúkraflutningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Sjúkraflutningar dýra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .75.00.0Sjúkrafæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Sjúkrahús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.10.0Sjúkrahúsrúm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Sjúkrahússtæki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Sjúkranuddarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Sjúkratrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Sjúkraumbúðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Sjúkraþjálfarar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.1Sjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Skaðatrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Skannar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Skartgripasmiðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Skartgripasmíði úr góðmálmum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Skartgripasmíði úr öðru en góðmálmum. . . . . . . . . . . . . . . . .32.13.0Skartgripaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Skartgripir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.48.0Skartgripir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Skartgripir, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.25.0Skattaráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69.20.0Skattheimta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Skautar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Skautar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Skákfélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0

Skáktölvur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Skálar, gler eða kristal, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.13.0Skálar, leir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.49.0Skálar, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Skátafélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Skeiðvellir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Skeifur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Skelfiskvinnsla, frysting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.1Skellinöðrur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.91.0Skellinöðrur, heildsala og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Skemmti- og sportbátar, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.12.0Skemmtibátahöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Skemmtibátaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.21.0Skemmtibátar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Skemmtigarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.21.0Skemmtistaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.30.0Skemmtistaðir með matsölu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Skerpingarsteinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Skeyting, prentsmíð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Skilti úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Skilti úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Skilti, ljós, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Skinka, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.13.0Skinka, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Skinn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Skip, breytingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Skip, leiga án stjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.34.0Skip, niðurrif . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.31.0Skip, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Skip, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Skip, viðgerð og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.15.0Skipaafgreiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Skipamiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.29.0Skipasala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Skipasmíðastöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Skipastigar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Skipaverkfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Skipsbúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Skipshreyflar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Skipshreyflar, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Skipsskrúfur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Skipsstjórnarskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Skipulagshönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.11.0Skíðafatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Skíðagallar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Skíðaskór, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Skíðasvæði, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Skíði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Skíði, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Skíði, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Skjalakassar úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Skjalasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Skjásnúrur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Skjávarpar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Skoðanakannanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.20.0Skoðunar- og kynnisferðir með flugi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.10.2Skolskálar úr postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Skonsur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0

Page 381: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 381

Skordýr, eldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.9Skordýraeyðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Skordýraeyðir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.75.0Skotfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Skotfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.40.0Skotfæri, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Skotpúður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0Skotveiðivörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Skotvopn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.40.0Skotvopn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Skotvopn, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.11.0Skóburstar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Skóburstun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Skófatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Skófatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Skófatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.72.1Skófatnaður, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Skófatnaður, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.23.0Skógarhögg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.20.0Skógrækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.10.9Skógrækt, þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.40.0Skólabílar, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.39.0Skólabókasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Skóladagheimili. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.91.2Skólagarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Skólahúsgögn, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Skólamyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0Skólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85Skólavörur, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Skólphreinsistöðvar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .37.00.0Skólpveitur, lagning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Skóreimar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Skósólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.20.0Skósverta, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Skóverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.72.1Skóviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.23.0Skraddarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Skrautmunir úr leir eða postulíni, framleiðsla. . . . . . . . . . . .23.41.0Skrautmunir úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Skrautsteinar, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .08.99.0Skrautvarningur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Skreiðarverkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.2Skrifborð fyrir skrifstofur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Skrifborðsgripir úr gulli eða silfri, framleiðsla . . . . . . . . . . . .32.12.0Skrifpappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Skrifpappír, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Skrifpappír, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Skrifstofuáhöld, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Skrifstofuhúsgögn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Skrifstofuhúsgögn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.65.0Skrifstofuhúsgögn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Skrifstofuvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Skrifstofuvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.66.0Skrifstofuvélar, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Skrifstofuvélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Skrifstofuvélar, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Skrifstofuvörur, pappír og pappi, framleiðsla . . . . . . . . . . . .17.23.0Skrifstofuvörur, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0

Skrifstofuvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Skrifstofuþjónusta, blönduð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.11.0Skrifstofuþjónusta, sérhæfð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Skrín úr viði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Skrúðgarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.04.0Skrúðgarðyrkja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.30.0Skrúfjárn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Skrúfstykki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Skrúfur, flug, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Skrúfur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.94.0Skrúfur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Skrúfur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Skurðþreskivél, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Skurðþreskivélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Skúrar úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Skyggnusýningarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Skyndibitastaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Skyr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Skyrtur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Skyrtur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Skyrtur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Skæri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Sköft úr viði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Skönnun, undirbúningur fyrir prentun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Slátrun alifugla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.12.0Sláttuvélar til heimilisnota, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.22.0Sláttuvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Sláttuvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Sláttuvélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Sláturhús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Slípiefni í duftformi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Slíping málma. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Slípivélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Slípun málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Slysatrygging. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Slysavarnafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.25.0Slökkvibílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Slökkvilið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.25.0Slökkvilið á flugvöllum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.23.0Slökkvistarf á olíu- og gassvæðum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .09.10.0Slökkvistarf vegna skógarelda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.40.0Slökkvitæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Slöngur, gúmmí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Slöngur, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Smábarnavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Smábarnavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Smábátahafnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.29.0Smábátaútgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.1Smákökur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Smákökur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Smásjár, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Smásjár, optískar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Smáskammtalækningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Smásöluuppboð á Netinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.91.0Smeltlakk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Smergilsteinar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.91.0Smíðahlutir, sink, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Smíðaverkfæri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0

Page 382: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

382 Atriðisorðaskrá

Smíðavélar fyrir málmsmíði, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.62.0Smíðavélar fyrir trésmíðaverkstæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.49.0Smíðavélar fyrir trésmíði, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.62.0Smíðavélar, tölvustýrðar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.62.0Smjör, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Smjör, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Smjörlíki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.42.0Smjörlíki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.33.0Smokkar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Smurfeiti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Smurolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Smurolía, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Smurstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.3Snafs, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Snafs, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Snertilinsur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Snertilinsur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Snertilinsur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.1Sniglaeitur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Snjókeðjur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Snjómokstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.29.0Snuð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Snúrur, tölvur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Snyrti- og förðunarvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Snyrtiskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Snyrtistofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.02.2Snyrtitöskur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Snyrtivörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Snyrtivörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Snyrtivörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Snældur úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Snældur úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Soðkjarnar úr lifrarbræðslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Soðkjarnar úr loðnu- og síldarbræðslu, framleiðsla. . . . .10.20.3Soglokar í brunahreyfla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Sojabaunaolía, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Sojabaunir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.11.0Sokkabuxur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.31.0Sokkar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.31.0Sokkar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Sokkar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Sorp, hættulegt, meðhöndlun og förgun. . . . . . . . . . . . . . . . .38.22.0Sorp, hættulítið, meðhöndlun og förgun . . . . . . . . . . . . . . . . .38.21.0Sorpbrennslustöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.21.0Sorpílát, tæming. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.11.0Sorpkvarnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Sorpstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.21.0Sófar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Sófar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Sófar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Sólahringsvistun fyrir fatlaða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.30.2Sólahringsvistun fyrir þroskahamlaða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Sólarrafhlöður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.90.0Sólarvörn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Sólarvörn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Sólarvörn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Sólbaðsbekkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Sólbaðsstofur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.04.0

Sólber, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.25.0Sólblómaolía, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.41.0Sólgleraugu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Sólgleraugu, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Sólhlífar úr segli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Sólhlífar, aðrar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Sólkrem, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Sólolíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Sóltjöld, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Sólun notaðra hjólbarða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.11.0Sósa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Sósur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Sótavatn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Sótavatn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Sótthreinsun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.29.0Sótthreinsunarefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Sótthreinsunartæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Spagettí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.73.0Spagettí, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Sparisjóðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.19.0Spartl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Spákonur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Spegiljárn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Speglar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Speglar, optískir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.70.0Speglar, slípun og skurður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.12.0Speglar, til læknisnota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Speglar, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.34.2Spennustillar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.11.0Spergilkál, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Spil, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Spil, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Spiladósir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Spilakassar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Spilakassar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Spilaklúbbar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Spilasalir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Spilavíti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Spínat, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Spíri, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Spíri, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Spíritistar, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Splæsing málma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Sportveiðibúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Sportveiðivörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Sportvörugerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Sportvöruverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Spólur úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.29.0Spólur úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Spólur úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Spónaplötur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Spónarplötur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Sprautubyssur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Sprautulökkun bifreiða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.2Sprautur, til lækninganota, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Sprengiefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.51.0Spunaverksmiðjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Spunavélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0

Page 383: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 383

Stangir, ál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Stangir, gler, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Stangir, gúmmí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Stangir, kalddregið stál, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.31.0Stangir, kopar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Stangir, króm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Stangir, mangan, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Stangir, nikkel, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Stangir, plast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.21.0Stangir, valsað stál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Stangveiði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Stangveiðifélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Stangveiðiverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Starfsemi höfuðstöðva . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .70.10.0Starfsmannafélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Starfsmannahald, tengd þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .78.30.0Starfsmannaleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .78.20.0Starfsmenntunarskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Stauratogarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Stál til málmsmíða, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.72.0Stál, kalddráttur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Stál, kaldmótun, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.33.0Stál, kaldvalsað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Stálband, kaldvölsun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Stálkassar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0Stálplötur, valsaðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.10.0Stálprófílar, valsaðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Stálrör, ekki steypt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.20.0Stálrör, steypt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.52.0Stálsmiðjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Stálstangir, valsaðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.32.0Stálsteypa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.52.0Stálvír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Stálvörur, steypun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.52.0Stálþráður, kalddreginn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Steðjar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Stefnumótaþjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Steikingarpönnur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Steinaldin, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.24.0Steinar í gólf úr leir eða postulíni, framleiðsla. . . . . . . . . . . .23.31.0Steinkol, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .05.10.0Steinlím í duftformi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.64.0Steinlím, eldfast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Steinolía, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Steinolía, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Steinsmíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.70.0Steinsteypa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.63.0Steinull, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Steypa, eldföst, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.20.0Steypa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.63.0Steypa, hlutir úr eðalmálmum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Steypa, hlutir úr járni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Steypa, hlutir úr stáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.52.0Steypa, hlutir úr þungmálmum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.54.0Steypa, vörur úr léttmálmum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.53.0Steypubílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Steypueiningaverksmiðjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Steypuhrærivélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0

Steypujárnshlutir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.51.0Steypustöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.63.0Steypuvélar fyrir málmiðnað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . .28.91.0Steypuvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Steypuvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.61.0Stéttarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.20.0Stigar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Stigar, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Stigar, tilbúnir, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Stigar, viður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Stimplagerð, dagsetningar- og númerastimplar . . . . . . . .32.99.0Stimplar fyrir brunahreyfla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Stíflur, bygging. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.91.0Stílabækur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Stjórnlokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Stjórnmálaflokkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.92.0Stjórnsýsla á sviði byggðamála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórnsýsla á sviði dómsmála. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Stjórnsýsla á sviði félagsmála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.12.0Stjórnsýsla á sviði heilbrigðisþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.12.0Stjórnsýsla á sviði iðnaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórnsýsla á sviði kirkjumála. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Stjórnsýsla á sviði landbúnaðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórnsýsla á sviði landvarna og hermála . . . . . . . . . . . . . . . . .84.22.0Stjórnsýsla á sviði menntamála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.12.0Stjórnsýsla á sviði samgöngumála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórnsýsla á sviði sjávarútvegs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórnsýsla á sviði viðskipta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.13.0Stjórntöflur, rafmagn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Stjörnuspekingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Stoðmjólk, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Stoðtæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Stoðtæki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Stoðtæki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.74.0Stofuborð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Stofuborð, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Stofuborð, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Stólar fyrir heimili, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Stólar fyrir heimili, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Stólar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Stórmarkaðir með áherslu á annað en matvöru. . . . . . . . .47.19.0Stórmarkaðir með áherslu á matvöru . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.11.1Straujárn, rafknúin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Straujárn, rafknúin, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Straujárn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Strauvélar fyrir þvottahús, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Strávörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Strengjahljóðfæri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Strengjahljóðfæri, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Strengjahljóðfæri, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.3Strikjamerkingarþjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.99.0Strikjamerkjaprentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.99.0Strætisvagnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Strætisvagnar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.31.0Stuðarar á ökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Sturtubotnar úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Stúdentagarðar, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.1Styrktarsjóðir sem tengjast félagsþjónustu . . . . . . . . . . . . . .88.99.0

Page 384: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

384 Atriðisorðaskrá

Styrktarsjóðir, ótengdir félagsþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Styrkveitingar félagasamtaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Styttur úr leir eða postulíni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Styttur úr steypu, gifsi o.þ.h., framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .23.69.0Styttur, keramík, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.41.0Styttur, plast, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.29.0Styttur, útskornar úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Stýrimannapróf á smábátum, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.53.0Stýripinnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Stýrishjól fyrir ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Stýrisvélar fyrir bíla, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Stöðumælar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Sulta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Sultur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.39.0Sultur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Sumarbúðir fyrir börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.20.0Sumarhúsaleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.20.0Sumarstarf fyrir börn og unglinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Sundfatnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Sundfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.12.0Sundhettur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Sundlaugar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Sundurhlutun bíla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Súkkulaði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Súkkulaði, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Súkkulaði, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Súpur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0Súpur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.9Súrál, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Súrefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Súrmjólk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Sútun á leðri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.11.0Svaladrykkir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Svaladrykkir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Svampdýnur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.03.0Svefnpokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Svefnpokar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Svefnsófar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.09.0Svefnsófar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Svefnsófar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.1Sveifluhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.15.0Sveitaheimili, dvöl barna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Sveitarstjórnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Sveppaeyðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.20.0Sveppir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Sveppir, söfnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.30.0Sverð, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.71.0Sviðsleikarar, sjálfstætt starfandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Sviðsmenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.02.0Svifdrekar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Svifflugur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Svifnökkvar, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Svipur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Svitalyktareyðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Svitalyktareyðir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Svitalyktareyðir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.75.0Svín, eldi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.46.0Svín, slátrun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0

Svínarækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.46.0Svæðameðferð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Sykur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.81.0Sykur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Sykurlíki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.81.0Sykurmaís, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Sykurreyr, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.14.0Sykurrófur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.9Sykursnautt fæði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.86.0Sykurvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Sykurvörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Sykurvörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Sýklalyf, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Sýndarveruleikahjálmar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Sýningarkassar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Sýningarskápar í verslanir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Sýningasalir, hönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .73.11.0Sýningastjórar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.02.0Sæðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Sæðisbankar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.90.9Sælgæti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Sælgæti, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Sælgæti, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Sængur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Sængur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Sængur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Sængurfatnaður, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Sængurlín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Sængurlín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Sængurlín, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Sætabrauð, geymsluþolið, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Sætabrauð, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.24.0Söfn, önnur en bóka- og skjalasöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.02.0Sögufélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Sögulegir staðir, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.03.0Sögun timburs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Söluturnar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.11.2

TTaktmælar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Talíur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Talritar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Tankskip, smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Tannburstar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Tannburstar, rafknúnir, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Tannhjól, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.15.0Tannkrem, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.42.0Tannkrem, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.45.0Tannlæknastólar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Tannlæknavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.46.0Tannlækningaáhöld, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Tannlækningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.23.0Tannréttingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.23.0Tannsement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Tannsmíðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Tannsmíðastofur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.50.0Tapíókamjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.62.0Tágavörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0

Page 385: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 385

Tágavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Tágavörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Te, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.83.0Te, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.37.0Te, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.27.0Te, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.29.0Teiknimyndir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Tengivagnar fyrir landbúnað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Tengivagnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Tengivagnar, heildsala og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45.19Tengsl fyrir ökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Tennisvellir, bygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.99.0Tennisvellir, útleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.11.0Teppaflísar úr textílum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.93.0Teppahreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Teppalagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Teppalögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Teppaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Teppi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Teppi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.47.0Terpentína, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Tertur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.71.0Textílfrágangur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.30.0Textílhráefni, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Textílprentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Textíltrefjar, forvinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Textíltrefjar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Textíltrefjar, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Textílvefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Textílvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Textílvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Textílvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Textílvörur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Tigulsteinar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Tilbúinn áburður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.15.0Tilbúinn áburður, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.12.0Tilbúnar trefjar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.60.0Tilbúnar trefjar, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Tilbúnar trefjar, vefnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Tilraunaborun, jarðfræðirannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.13.0Tilraunaborun, olíu og gasleit. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .09.10.0Timbur, heflun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Timbur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Timbur, sögun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Timbur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.13.0Timbur, þurrkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Tin, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.43.0Tin, nám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.29.0Tíðatappar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Tíma-/dagsetningastimplar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Tímalásar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Tímamælar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Tímarit, dreifing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Tímarit, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Tímarit, prentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Tímarit, útgáfa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.14.0Tímarofar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Tískuljósmyndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.20.0

Tískuverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Tívolí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.21.0Tjakkar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.22.0Tjaldstæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.30.0Tjaldvagnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Tjaldvagnar, heild- og smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.1Tjaldvagnar, leiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.39.0Tjónamat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.21.0Tjónauppgjör. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.21.0Tjöld, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Tjöld, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Tjöld, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Tjörusandur, nám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .06.10.0Togaraútgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Togbátar, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Tollstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.11.0Tollvörugeymslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Tollvörumiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.29.0Torfþökur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.30.0Torfæruhjól, heildsala og smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Torfæruökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Tóbak, óunnið, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.21.0Tóbak, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.15.0Tóbak, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.9Tóbaksvörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Tóbaksvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.35.0Tóbaksvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Tólgarbræðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.11.0Tómatar, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Tómatsósa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Tómstundafélög og -klúbbar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Tómstundavörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Tómstundavörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.65.0Tónbönd, fjölföldun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Tónkvísl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.20.0Tónleikahald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Tónleikahús, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.04.0Tónlistarfélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Tónlistarmenn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90.01.0Tónlistarmyndbönd, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.11.0Tónlistarskólar, þó ekki á háskólastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.52.0Trefjadúkur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.95.0Trefjajurtir, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.16.0Trefjaplötur (MDF), framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Trefjaplötur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Trefjasement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Trefjasementvörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Tré á rót, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.10.9Trébretti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.24.0Trébretti, viðgerð/uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0Trésmíðar innanhúss. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Trévörur til heimilsnota, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Trévörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Trévörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Trillur, útgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.1Trjákol, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Trjákol, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Trjámjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0

Page 386: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

386 Atriðisorðaskrá

Trollgarn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.94.0Trúarbragðakennsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Trúarlegir munir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Trúfélög, starfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.91.0Tryggingafræðileg þjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.29.0Tryggingamiðlarar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.22.0Tryggingasalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.22.0Tröfflur, söfnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.30.0Tungumálaskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Tunnur úr málmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.91.0Tunnur úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.24.0Túlkun og þýðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.30.0Túnþökusala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.76.1Túrbínur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Tússframleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.59.0Tússtöflur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Tvinnakefli úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Tvíbökur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.72.0Tyggigúmmí, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.82.0Tyggigúmmí, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.36.0Tyggigúmmí, nikótín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Tæknileg prófun/greining . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Tækniskólar á framhaldsskólastigi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Tæknisöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.02.0Tækniteiknun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Tölur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Tölur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Tölur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Tölvubúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Tölvubúnaður, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.51.0Tölvubúnaður, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Tölvubúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Tölvubúnaður, viðgerð og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.11.0Tölvuefni, fjölföldun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.20.0Tölvuforritun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Tölvukaplar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Tölvukerfi, rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.03.0Tölvuleikir, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Tölvuleikir, útgáfa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.21.0Tölvuleikir, þróun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Tölvunámskeið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.59.0Tölvupappír, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Tölvuprentarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Tölvur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Tölvur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.51.0Tölvur, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.33.0Tölvur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Tölvur, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.14.0Tölvur, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.09.0Tölvusneiðmyndatæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Tölvuspil, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.41.0Tölvuvélbúnaður, ráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.02.0Töskur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Töskur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Töskur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.72.2Töskuviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.23.0

uUndirbúningur byggingasvæða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.12.0Ull (óunnin), framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.45.0Ull, kembing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Ull, óunnin, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.24.0Ull, spuni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Ullarefni, vefnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Ullarteppi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Ullarþvottur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Umboðsmenn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Umbrot . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Umbúðaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Umbúðaplast, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Umbúðir úr bylgjupappír og -pappa, framleiðsla . . . . . . .17.21.0Umbúðir úr klæddum pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Umbúðir úr léttmálmum, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Umbúðir úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Umbúðir úr pappa, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.76.0Umbúðir úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Umbúðir úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.24.0Umferðamiðstöðvar / vöruafgreiðslur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Umferðarljós, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Umferðarstjórnunarbúnaður, rafrænn, framleiðsla . . . . .27.90.0Umhverfismælingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Umhverfisráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74..90.0Umhverfissamtök. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Umhverfisvísar, mælingar/prófanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Ummönnun fatlaðra, heimahjálp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Umslög, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Umslög, prentun og pökkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.14.0Undanrenna, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Undirbúningur fyrir prentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.13.0Undirfatnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.14.0Undirfatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Undirfatnaður, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Undirvagnar ökutækja, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Ungbarnaeftirlit. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .86.21.0Unglingadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Unglingaheimili. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Unglingaráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Unglingasambýli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Unglingavinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Uppblásanlegir bátar eða flekar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .30.12.0Uppboð á fiski. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.2Uppboðshús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.79.0Upplýsingamiðstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79.90.0Upplýsingarleitarþjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.99.0Upplýsingaþjónusta gegnum síma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.99.0Uppsetning innréttinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Uppsetning málmbygginga, eigin framleiðsla. . . . . . . . . . .25.11.0Uppskeruvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Uppskeruvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.61.0Uppskipunarfyrirtæki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.24.0Uppstoppun dýra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Uppþvottaburstar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.91.0Uppþvottaefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Uppþvottalögur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Uppþvottavélar fyrir heimili, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0

Page 387: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 387

Uppþvottavélar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Uppþvottavélar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Utanborðsmótorar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Utanborðsmótorar, viðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0

ÚÚðakerfi,uppsetningogviðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Úlfaldarækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.44.0Úr,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Úr,heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.48.0Úr,smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Úra-ogklukkuverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.77.0Úran,auðgun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.13.0Úran,bræðslaoghreinsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.46.0Úrannám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .07.21.0Úraviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.25.0Úrgangsefni,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Úrgangsolía,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Úrgangur,ekkihættulegur,söfnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.11.0Úrgangur,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.77.0Úrgangur,hættulegur,söfnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38.12.0Úrgler,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.19.0Úrólar,ekkiúrmálmi,framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15.12.0Úrólar,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.48.0Úrólar,úrgóðmálmi,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Úrólar,úrmálmi,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.13.0Úrsmíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.52.0Útblásturslokaríbrunahreyfla,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Útblástursrör,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Útburðurdagblaða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53.20.0Útfararþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.03.0Útflutninguráfiski . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.38.1Útgáfageisladiska . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Útgáfahljóðritaðsefnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Útgáfahljómplatna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Útgáfapóstkorta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Útgáfatímarita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.14.0Útgáfaveggspjalda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Útgerðfiskiskipa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðfrystiskipa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðfrystitogara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðhumarveiðibáta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðhvalveiðiskipa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.3Útgerðloðnuskipa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðrækjubáta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðrækjufrystiskipa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðsíldarbáta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðsmábáta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.1Útgerðtogbáta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Útgerðvinnsluskipa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Úthringiþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.20.0Útideildirfyrirunglinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Útilegubúnaður,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Útilegubúnaður,smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Útiljós,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Útivistarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Útleigaábílumánstjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.11.0Útleigaábílummeðökumanni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.32.0

Útleigaákrönum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Útleigaálandbúnaðarvélummeðstjórnanda . . . . . . . . . . .01.61.0Útleigaápósthólfum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.19.0Útleigaáskemmtibátummeðáhöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .50.10.0Útleigaáskipum,meðáhöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .50.10.0Útleigaásumarhúsum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .55.20.0Útleigaávinnupöllummeðuppsetningu . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Útleigaávörubílummeðstjórnanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Útleigaþvottahúsaálíni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Útleigaþvottahúsaávinnufatnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Útlendingaeftirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84.24.0Útsaumur,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Útsaumur,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Útsaumur,smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Útskipunarfyrirtæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.24.0Útstillingargínur,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Útstöðvarfyrirtölvur,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.20.0Útvarps-ogsjónvarpstækjaverslanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Útvarpsefni,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59.20.0Útvarpsefni,útsending . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .60.10.0Útvarpssendar,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Útvarpsstöðvar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .60.10.0Útvarpstæki,smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Útvörpfyrirbíla,heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.31.0Útvörpfyrirbíla,smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.32.0Útvörp,framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.40.0Útvörp,heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Útvörp,smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.43.0Útvörp,viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.21.0

VVagnar, handdregnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.99.0Varahlutir fyrir bíla, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.31.0Varahlutir fyrir bíla, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.32.0Varahlutir í vélhjól, heildsala og smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Varðveisla náttúruverndarsvæða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.04.0Varmaskiptir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.21.0Vasaklútar, pappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Vasaklútar, pappír, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Vasaklútar, textíll, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Vasaljós, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.40.0Vasaljós, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Vasar úr steypu gifsi o.þ.h., framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.69.0Vasareiknir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Vasareiknir, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.66.0Vaselín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19.20.0Vaselín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.71.0Vaskar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Vaskar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Vatnamælingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.2Vatnsefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Vatnshitarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Vatnskassar, ökutæki, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Vatnsmelónur, ræktun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.13.1Vatnsslöngur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.96.0Vatnsveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .36.00.0Vatnsveitur, smíði tengdra mannvirki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.21.0Vatnsþétting bygginga og mannvirkja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0

Page 388: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

388 Atriðisorðaskrá

Vatt úr textíl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.22.0Vatteruð teppi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Vax, tilbúið, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Vátryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65.12.0Vátryggingar, önnur þjónusta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.29.0Veðmangarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Veðmálastarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92.00.0Veðurspár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Vefgáttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.12.0Vefhýsing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .63.11.0Vefjariðnaður, hráefni, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.11.0Vefnaðarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vefnaðarvörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Vefnaðarvörur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Vefnaðarvörur, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Vefnaðarvörur, umboðsverslun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.16.0Vefnaðarvöruverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Vefnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Vefnaður, textíl, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.20.0Vefsíðugerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .62.01.0Vegaaðstoð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Vegagerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Vegalaus börn, heimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Vegamerkingar, málun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Vegaskilti, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.99.0Veggdúkur, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Veggfóðrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Veggfóður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.24.0Veggfóður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Veggfóðursverslanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.53.0Veggklæðing úr steinefnum, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Veggklæðing úr viði, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.33.0Veggklæðning, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Veggskilti úr plasti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.23.0Veggspjöld, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Veggspjöld, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.62.0Veggspjöld, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Vegheflar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Vegrið og umferðarmerki, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .42.11.0Veiðarfæri, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.94.0Veiðarfæri, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Veiðarfæri, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.19.0Veiðibúnaður fyrir dýraveiðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Veiðibúnaður fyrir stangaveiði, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Veiðibúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.1Veiðifélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .68.20.3Veiðileyfi, sala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .93.19.0Veiðistangir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Veiðivörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.30.0Veiðivörur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Veiðivörur, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Veifur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Veisluþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.21.0Veitingarekstur um borð í ferjum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Veitingastaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.10.0Veitingaþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .56.29.0Ventlar til iðnaðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.14.0Ventlar, viðgerð og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0

Verðbréfamarkaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.11.0Verðbréfamiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .66.12.0Verðbréfasjóðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .64.30.0Verðlaunapeningar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Verðmat á öðru en fasteignum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Verðmætaflutningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.10.0Verkalýðsfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.20.0Verkfræðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Verkfræðiráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.12.1Verkfæri, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Verkfæri, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Verkfæri, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.15.0Verkmenntaskólar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Verksmiðjuskip, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.11.0Vermút, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.04.0Verndaðir vinnustaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Verslunarhúsgögn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .31.01.0Verslunarskólar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.31.0Vesti, prjónuð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.39.0Vetni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.11.0Vettlingar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.99.0Vélar fyrir alifuglvinnslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir bakarí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir bjórbruggun, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir byggingarstarfsemi, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.64.0Vélar fyrir drykkjavörur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir eggjavinnslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir fataframleiðslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir forvinnslu á textíltrefjum, framleiðsla. . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir forvinnslu grænmetis, framleiðsla. . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir forvinnslu gúmmís, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . .28.96.0Vélar fyrir fóðurframleiðslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir garðyrkju, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir glervinnslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar fyrir gosdrykkjaiðnað, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir grafítrafskaut, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar fyrir kjötvinnslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir korkvinnslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar fyrir landbúnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir leðuriðnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnað, viðgerð . . . .33.12.0Vélar fyrir matvæla, drykkjar- og tóbaksvörur,

framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir málmiðnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.91.0Vélar fyrir málmvinnslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.41.0Vélar fyrir málmvölsun, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.91.0Vélar fyrir meðhöndlun textíls, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir mjólkurvinnslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir múrsteinaframleiðslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar fyrir pappírsiðnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.95.0Vélar fyrir plastvinnslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.96.0Vélar fyrir röraframleiðslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar fyrir sement, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Vélar fyrir skógrækt, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar fyrir skógrækt, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Vélar fyrir skrifstofur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Vélar fyrir steinefnavinnslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Vélar fyrir steypuframleiðslu, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0

Page 389: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 389

Vélar fyrir súkkulaði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Vélar fyrir vinnslu á húðum, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir vinnslu á loðskinnum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir vinnslu á skinnum, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Vélar fyrir þaksteinaframleiðslu, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . .28.99.0Vélar og búnaður, til atvinnunota, uppsetning . . . . . . . . . .33.20.0Vélar til flokkunar ávaxta, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.30.0Vélar til mannvirkjagerðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.92.0Vélar til mannvirkjagerðar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.63.0Vélar til textíliðnaðar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.64.0Vélar, uppsetning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.20.0Vélar, viðgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Vélhjól, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.91.0Vélhjól, heildsala og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Vélhjól, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Vélknúin ökutæki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Vélritunarpappír, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.23.0Vélsleðar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Vélsleðar, heildsala og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Vélsmiðjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.62.0Vélsög, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.24.0Vélsög, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.74.0Videoleigur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.22.0Viðargólf, lagning. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.32.0Viðarkol, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.14.0Viðarplötur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Viðarspónn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.21.0Viðarull, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Viðarvörur, ýmsar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Viðgerðarefni úr gúmmíi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Viðgerðir á boðlögnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Viðgerðir á gull- og silfurmunum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Viðgerðir á pípulögnum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.22.0Viðgerðir á raflögnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Viðgerðir á skartgripum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.12.0Viðgerðir á tölvum og tölvubúnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.11.0Viðgerðir á úrum og klukkum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .95.25.0Viðgerðir á vélbúnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Viðgerðir á vélhjólum og skellinöðrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.40.0Viðhald á frystivélum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Viðhald skipshreyfla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .33.12.0Viðlegubúnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.49.0Viðlegubúnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.64.0Viðnám fyrir rafmagn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . .70.22.0Viður, heflun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Viður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Viður, lökkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Viður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.52.1Viður, sögun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Viður, þurkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Viðvörunarkerfi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Viðvörunarkerfi, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Viðvörunarkerfi, uppsetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Vikublöð, prentun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18.12.0Vikublöð, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.14.0Vikur, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Vikurvörur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0

Villibráð, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.32.0Vindlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12.00.0Vindlar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.35.0Vindlar, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.26.0Vindlar, umboðsverslun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.17.9Vinnsla á blóði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.10.0Vinnsla á ferskum fiskafurðum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9Vinnsla á kartöflum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.31.0Vinnsla á þara og þangi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9Vinnsluskip, útgerð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .03.11.2Vinnufatnaður, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.12.0Vinnufatnaður, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Vinnufatnaður, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1Vinnumiðlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .78.10.0Vinnupallaleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Vinnupallar án uppsetningar, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Vinnuskúrar, málmur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.11.0Vinnuskúrar, viður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Vinnusloppar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.12.0Vinnusloppar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Vinnuvélar án stjórnanda, leiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Vinnuvélar með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Vinnuvélar og tæki til byggingaframkvæmda

án stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Vinnuvélar og tæki til byggingaframkvæmda

án stjórnanda, rekstrarleiga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77.32.0Vinnuvélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.63.0Virk efni í sýklalyf, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.10.0Viskustykki, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Viskustykki, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.41.0Viskustykki, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.51.0Viský, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Vistheimili barna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Vistun á einkaheimilum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.90.0Vistun og umhirða húsdýra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Vitavarsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Vímuefnamisnotkun, meðferð án dvalar á stofnun . . . . .88.99.0Vímuefnamisnotkun, meðferðarheimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Vímuefnaráðgjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0Vín, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.02.0Vín, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Vín, smásala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.25.0Vínber, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.21.0Vínedik, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.84.0Víngerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.03.0Vínýlasetat, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.16.0Vír úr áli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.42.0Vír úr stáli, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Vír, kalddráttur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Vír, vörur úr, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.93.0Vírar, einangraðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.32.0Vírdráttur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .24.34.0Vítamín, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Vodka, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.01.0Vogir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Vopn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.40.0Vopn, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.78.9Vorrúllur, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.89.0

Page 390: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

390 Atriðisorðaskrá

Vottun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Værðarvoðir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Vöktunarþjónusta, einkarekin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.10.0Vökvaaflsbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.12.0Vökvahverflar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.11.0Völsunarvélar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.91.0Vöruafgreiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.24.0Vöruafgreiðsla fyrir flutninga með skipum . . . . . . . . . . . . . . .52.22.0Vörubílapallar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Vörubílar með stjórnanda, útleiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Vörubílar, akstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Vörubílar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Vörubílar, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.9Vörubretti úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.24.0Vöruflutningabifreiðar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.10.0Vöruflutningabifreiðar, heild- og smásala . . . . . . . . . . . . . . . .45.19.9Vöruflutningabifreiðar án bílstjóra, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . .77.12.0Vöruflutningabifreiðar, rekstur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.9Vöruflutningamiðstöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.21.0Vöruflutningar á sjó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .50.20.0Vöruflutningar á skipgengum vantaleiðum . . . . . . . . . . . . . .50.40.0Vöruflutningar með flugi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51.21.0Vöruflutningar, járnbrautalestir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.20.0Vöruflutningavagnar, lestir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.20.0Vörugeymslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .52.10.0Vöruhönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.10.0Vörurskrár, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Vörusýningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .82.30.0

YYddarar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.23.0Yfirborðsmeðhöndlun á málmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.61.0Yfirborðsmeðhöndlun á viði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.10.0Yfirbyggingar bifreiða, viðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.20.2Yfirbyggingar ökutækja, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Yfirhafnir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.13.0Yfirhafnir, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.42.0Yfirhafnir, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.71.1

ÞÞakflísar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.32.0Þakklæðning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.91.0Þakpappi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.99.0Þakpappi, lagning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.91.0Þaksperrur, tré, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.23.0Þaksteinar úr trefjasementi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.65.0Þakviðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.91.0Þeytivindur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.29.0Þéttar úr gúmmí, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Þéttar, fyrir rafeindabúnað, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Þétti úr gúmmi, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.19.0Þéttiefni, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Þéttilistar, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.73.0Þiljur úr gifsi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.62.0Þjálfarar, faglærðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.51.0Þjálfunarstöðvar fyrir fatlaða eða sjúka . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Þjóðgarðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.04.0

Þjóðskjalasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91.01.0Þjófavarnarkerfi fyrir bíla, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Þjófavarnarkerfi fyrir bíla, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.31.0Þjófavarnarkerfi fyrir bíla, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .45.32.0Þjófavörn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Þjófavörn, rafknúin, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.30.0Þjófavörn, uppsetning og viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.21.0Þjónusta við búfjárrækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.62.0Þjónusta við fræðslustarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.60.0Þjónusta við skógrækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .02.40.0Þjónustuíbúðir fyrir aldraða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.30.1Þjónustuíbúðir fyrir fatlaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .87.20.0Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.10.0Þráðlaus fjarskipti. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61.20.0Þráður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.10.0Þrif, almenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.21.0Þrif, sérhæfð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81.22.0Þríhjól, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.40.0Þrúgur, ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.21.0Þrykkilitir, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.30.0Þrýstiloftsventlar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.69.9Þrýstismíði, málmar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.50.0Þungaflutningar, lokaðir bílar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.9Þungaflutningar, opnir bílar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .49.41.2Þungavinnuvélar með stjórnanda, leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . .43.99.0Þungunarpróf, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21.20.0Þurrkarar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Þurrkarar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Þurrkarar, til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Þurrkarar, þvottahús, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Þurrkublöð, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.31.0Þurrkuð blóm, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .32.99.0Þurrkvélar, landbúnaður, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.93.0Þurrmjólk, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.51.0Þurrsápa, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Þvagskálar, keramík, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23.42.0Þvingur, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.73.0Þvottaefni, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20.41.0Þvottaefni, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.44.2Þvottahús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.01.0Þvottapokar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13.92.0Þvottavélar fyrir þvottahús, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .28.94.0Þvottavélar til heimilisnota, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Þvottavélar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0Þvottavélar, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Þyrlur, smíði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30.30.0Þýðingar og túlkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.30.0Þörungamjöl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9Þörungar, hreinsun og þurrkun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9Þörungavinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10.20.9

ÆÆðardúnstekja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.2Æðarrækt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .01.49.2Æfingagallar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14.19.0Æskulýðsfélög. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94.99.9Æskulýðsstarfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0

Page 391: ÍSAT2008 - 2. síðupróförk - low res. · 2015. 10. 15. · Formáli Íslensk atvinnugreinaflokkun — ÍSAT2008 — er byggð á atvinnugreinaflokkun Evrópusambands-ins, NACE,

Atriðisorðaskrá 391

Ættfræðifélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Ættfræðistofur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .96.09.0Ættleiðingarsamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88.99.0

öÖkukennarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.53.0Ökumannshús, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.20.0Ökuskólar, atvinnubílstjórar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .85.32.0Öl, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.05.0Öl, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Ölkelduvatn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11.07.0Ölkelduvatn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.34.0Öndunarvélar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.60.0Örbylgjuofn, heildsala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.43.0Örbylgjuofnar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.51.0Örbylgjuofnar, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.54.0

Örfilmuefni, útgáfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .58.19.0Örflögur, heildsala. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .46.52.0Örgjörvar, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .26.11.0Öryggi fyrir rafmagn, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Öryggi, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27.12.0Öryggisbelti, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0Öryggiskerfi, smásala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47.59.9Öryggiskerfi, þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.20.0Öryggisprófanir ökutækja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71.20.0Öryggisráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .74.90.0Öryggisþjónusta, einkarekin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .80.10.0Öskjur úr léttmálmum, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25.92.0Öskjur úr pappa, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .17.21.0Öskjur úr plasti, framleiðsla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .22.22.9Öskjur úr viði, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .16.29.0Öxlar, framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .29.32.0