14
Símenntunaráætlun Norðlingaskóla skólaárið 2009-2010 NORÐLINGASKÓLI

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Citation preview

Page 1: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla

skólaárið 2009-2010

NORÐLINGASKÓLI

Page 2: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

1

Efnisyfirlit

I.  Inngangur .......................................................................................................................... 2 

II.  Ferli við gerð símenntunaráætlunar ..................................................................... 2 

III.  Rökstuðningur ................................................................................................................ 3 Stefna skólans .......................................................................................................... 3 

Skólaþróunaráætlun ............................................................................................... 3 

Matsfundir ................................................................................................................. 3 

Kjarasamningur KÍ og SR ....................................................................................... 3 

Þarfagreining starfsfólks ......................................................................................... 4 

Stefna Reykjavíkurborgar ...................................................................................... 5 

IV.  Framkvæmd ...................................................................................................................... 5 Áherslur fyrir áramót: ............................................................................................ 5 

Áherslur eftir áramót: ............................................................................................ 5 

Tímasett dagskrá fyrir áramót ............................................................................. 5 

V.  Skráning símenntunar ................................................................................................. 9 

VI.  Lokaorð ............................................................................................................................. 9 

FYLGISKJÖL .......................................................................................................................... 10 

Page 3: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

2

I. Inngangur Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Símenntunaráætlun Norðlingaskóla gerir ráð fyrir þátttöku allra starfsmanna og að allir fái tækifæri til að eflast í starfi. Áhersla er lögð á að allir séu sáttir við áætlunina og finni í henni það sem eflir þá í starfi og styrkir fagvitund.

Símenntunin fer aðallega fram á skipulögðum starfsramma starfsfólks en einnig utan starfstíma skólans að höfðu samráði við starfsfólk. Við gerð dagskrár símenntunaráætlunarinnar var reynt að koma til móts við óskir starfsfólks eins og mögulegt er. Hér á eftir verður símenntunaráætlun Norðlingaskóla og skipulagi gerð skil.

II. Ferli við gerð símenntunaráætlunar

Símenntunaráætlun

2009-2010

Unnið af stjórnunarteymi skólans

Undirbúningur:

Starfsfólk skilar inn símenntunarhugmyndum fyrir sjálft sig, fyrir starfsmannahópinn og skólann í heild (sjá fylgiskjöl 1 og 2).

Úrvinnsla:

Símenntunaráætlun sett saman út frá þörfum og væntingum starfsfólks Norðlingaskóla. Starfsfólk fær afrit af áætluninni sem einnig er sett á innranet skólans.

Starfsmannafundur:

Stjórnendateymi vinnur úr hugmyndum starfs-fólks og kynnir fyrir starfsmönnum á starfs-mannafundi.

Fræðsla :

Starfsfólk sækir nám-skeið og þá fræðslu sem er í boði og deilir með öðrum þannig að þekkingin komi inn í starfsmannahópinn.

Skólastjórnendur minna fólk á skráningu símenntunar á miðju ári og meta árangur í lok skólaárs.

Eftirfylgni - Mat:

Í lok árs skila starfsmenn skriflegu yfirliti yfir símenntun ársins (sjá fylgiskjal 3). Símenntun er m.a. metin í lok skólaárs á matsfundum.

Page 4: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

3

III. Rökstuðningur Símenntunaráætlun Norðlingaskóla byggir á:

1. Stefnu skólans sem er unnin í sameiningu af þeim sem standa að skólanum, starfsfólki, nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Á henni grundvallast allt starf skólans og er sérstök áhersla lögð á:

• að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

• að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar.

• að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir.

• að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga en hún stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni.

• að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum.

• að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með öflugu samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman.

• að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og vinni að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag. Til að ná settum markmiðum og framfylgja stefnu skólans mun í símenntunaráætlun næsta skólaárs verða lögð sérstök áherslu á að styrkja og efla liðsheild meðal starfsfólks og leggja þannig grunn að góðum árangri í skólastarfi.

2. Skólaþróunaráætlun en hún er unnin á grunni mats á skólastarfi. Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra. Matsteymi skólans stýrir matsvinnunni, ákveður áherslur, gerir umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinnur úr upplýsingum, þ.e. sér um alla úrvinnslu og skýrslugerð.

3. Matsfundum: Þrisvar á ári eru haldnir svokallaðir matsfundir starfsamanna. Þetta eru rýnifundir sem miða að því að draga fram með eigindlegum matsaðferðum það sem vel er gert í skólastarfinu en ekki síður að finna það sem hægt er að bæta og til þarf til að gera starfið markvissara. Hver starfsmaður undirbýr sig og síðan fer fram gagnrýnin samræða. Unnið er úr þessum fundum og þar koma ætíð fram atriði sem snúa að símenntun og starfsþróun starfsfólks.

4. Kjarasamningum KÍ og SR: Í handbók Kennarasambands Íslands um gildandi kjarasamninga segir m.a. um endurmenntun að hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Endurmenntun kennara skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennarahópar sæki skilgreinda endurmenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar fyrir endurmenntun og kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig staðið er að þessum málum með þarfir nemenda, kennara og

Page 5: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

4

heildarmarkmið skólans í huga. Endurmenntun utan starfstíma skóla skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skóla og undir verkstjórn skólastjóra. Starfsmannafélag Reykjavíkur leggur áherslu á að vinna markvisst að símenntunarmálum félagsmanna. Starfsmenn skuli eiga kosta á fræðslu og símenntun til að auka við þekkingu sína og faglega hæfni. Gert er ráð fyrir að hver stofnun setji fram áætlun um starfsþróun fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna í samræmi við starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar.

5. Þarfagreiningu starfsfólks: Gerð var könnun meðal starfsfólks um áherslur símenntunar skólaárið 2009 - 2010. Var könnunin tvískipt, annars vegar fyrir kennara og hins vegar aðra starfsmenn. Allir fengu eyðublað (sbr. fylgiskjöl 1 og 2) þar sem þeir voru beðnir um að koma með tillögur um eftirfarandi:

• Þarfir skólans varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári • Þarfir kennarahópsins til símenntunar á yfirstandandi skólaári • Þarfir sínar sem einstaklings varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári.

Þegar niðurstöður lágu fyrir voru óskir flokkaðar í sex flokka: Hópefli/Samskipti, Læsi, Námsmat, Upplýsinga- og tæknimennt, Útikennsla og Annað (sjá töflu 1):

Tafla 1 Þarfagreining starfsfólks

Hópefli - Samskipti Læsi Námsmat Upplýsinga- og

tæknimennt Útikennsla Annað

• Hópefli - Hjólaferð í Kaldársel

• Námskeið: Jákvæðar leiðir til bættrar hegðunar

• Námskeið: Atferlisþjálfun f. börn m. einhverfu

• Styrkja teymin • Utanaðkomandi

fyrirlesarar v/styrkingar starfsanda

• Hópefli - haustferð • Fyrirlestur (t.d.

atferlisfræðingur) um hvernig á að fyrirbyggja óæskilega hegðun og tryggja öryggi starfsmanna. Hagnýt ráð og aðferðir

• Fræðast um afleiðingar og einkenni kynferðislegs áreitis og ofbeldis við börn

• Hreyfistund: Allir finni sér hreyfingu við hæfi. Sniðugt væri að kennarar kæmu sér saman í hreyfihópa í líkingu við matarklúbbshópana, t.d. göngu-, sund-, fótbolta-, skokkhópur o.fl.

• Ferð á Old Trafford • Þorvald Þorsteinsson

aftur í hús • Kulnun í starfi -

námskeið og umræður • Dagleg hreyfing

• Þjónusta við dyslexíunemendur

• Námskeið í byrjendalæsi

• Lestratækni f. unglingastig - hraðlestrar-námskeið

• Námskeið í byrjendalæsi

• Bernskulæsi • Læsisnámskeið - frá

Akureyri • Lestrarnámskeið

• Leiðsagnarmat og samræming á námsmati , í öllum námsgreinum og smiðjunámi

• Námsmatsaðferðir (leiðsagnarmat, einstaklingsmiðun o.þ.h.)

• Námskeið í námsmati í verkgreinum

• Samhæft utanumhald á mörkum og mætingu nemenda

• Viðfangsefni/áherslur > samræming í námsmati, orðalag og áherslur á námsmatið

• Tölvuvinnsla • Upplýsingatækni í

skólastarfi • Hreyfimyndagerð-

stuttmyndagerð – heimasíðugerð

• Vefuppsetning • Upplýsingatækni (t.d.

ef internetið dettur út að við gætum bjargað okkur)

• Kennsluhugbúnaður • Heimasíðugerð • Tölvunámskeið

(heimasíðugerð, notkun forrita, notkun tölvu og tækni í kennslu, Exel, MindManager, Publisher, o.fl.)

• Tölvunámskeið fyrir byrjendur

• Myndavélanámskeið

• Fræðsla í náttúrufræðikennslu.

• Útikennslunámskeið (t.d. tillögur í stærðfræði, íslensku og fleiri námsgreinum)

• Björnslundur: námskeið t.d. Tálgað í tré og önnur útiskólanámskeið. Fá kynningu Noregsfara á námskeiðinu sem þær sóttu.

• Grænfána - eitthvað og umhverfismennt yfirleitt

• Fjallahjólanámskeið

• Kennsluaðferðir • Fjölbreyttir

kennsluhættir • Tímastjórnun • Þátttaka í

fræðslufundum og námskeiðum á vegum fagfélaga

• Þátttaka í sérhæfðum námskeiðum

• Lestur fagrita/-bóka leshringur

• Skapandi skrif - ritgerðarvinna

• Skyndihjálp • Logos-námskeið • Skriftarnámskeið • Eitthvað tengt

markmiðssetningu • Stærðfræði • Tákn með tali • Nýta þekkingu fagfólks

innan skólans • Námskeið í

raddbeitingu • CAT-kassinn

námskeið • Skólaheimsóknir

Page 6: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

5

6. Stefnu Reykjavíkurborgar: Grunnskólar í Reykjavík njóta sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu, áherslur og markmið. Starfsfólk á kost á að þroskast í góðu starfsumhverfi og skólinn er lærdómssamfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Símenntun starfsfólks er lykill að skólaþróun. Allir skólar hafa virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess (úr stefnu Reykjavíkurborgar).

IV. Framkvæmd Símenntunaráætlunin skiptist í sex megin flokka: Hópefli/Samskipti, Læsi, Námsmat, Upplýsinga- og tæknimennt, Útikennsla og Annað, sjá töflu 1. Nákvæm tímasetning áhersluatriða fyrir áramót fer hér á eftir en tímasetningar atburða eftir áramót munu liggja fyrir í desember.

Áherslur fyrir áramót: • Hópefli/Samskipti,

o Haldið áfram með námskeið um teymisvinnu. o Hreyfistund. o Fræðslufyrirlestur.

• Læsi o Stefnumörkunarteymi vinnur áfram og kynnir niðurstöður eftir áramót.

• Námsmat: o Stefnumörkunarteymi vinnur áfram og kynnir niðurstöður eftir áramót.

• Upplýsinga- og tæknimennt o Örnámskeið í desember sem starfsfólk velur sig inn á (t.d. Exel, MindManager, Word,

póstkerfi, kennsluforrit, Mentor, Publisher). • Útikennsla

o Hálfur starfsdagur með norsku nemunum í Björnslundi (samstarfsverkefni með Rauðhól).

• Annað: o Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðum á vegum fagfélaga. o Kynningar á eftirtektarverðri vinnu teyma. o Skólaheimsóknir.

Áherslur eftir áramót: • Fjölbreyttir kennsluhættir (Ingvar Sigurgeirsson, Rúnar Sigþórsson)

o Heildrænt skipulag námsgreina. o Einstaklingsmiðaðra nám - áhersla á sterka nemendur. o Inntak námskráa.

• Læsi (kynning læsisteymis og fyrirlestur t.d. Rósa Eggertsdóttir, Þóra Björk Jónsdóttir) • Kynning skólaheimsókna og Noregsfara

Tímasett dagskrá fyrir áramót Hér fer á eftir dagskrá símenntunar í Norðlingaskóla haustið 2009 með fyrirvara um breytingar:

Page 7: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

6

Október Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.

1.

2.

5.

6

7.• 16:00-17:00

Starfsmannafundur

8.

9.

12. • 15:00-15:30

Starfsmannafundur • 15:30 Undir-

búningur SMIÐJA (2.11.-4.12.)

13. • 14:30-16:00

Björnslundarteymi hittist

14 • 15:00-16:00

Eftirtektarvert úr 8. - 10. bekk

• 16:00 -17:00 Stefnumörkunar-teymi skoðuð

15.

16.

19. • •15:30-17:00

Stefnumörkunar-teymi

20.

21. • 15:00-15:30

Starfsmannafundur • 15:30 Undir-

búningur SMIÐJA

22.

23.

VETRAR-LEYFI

26.

VETRARLEYFI

27.

28.• 15:00-15:30

Starfsmannafundur •15:30 SMIÐJUR

(lokahnykkur)

29.

30.

Page 8: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

7

Nóvember

Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.

2. • 15:00-16:00 Eftir-

tektarvert úr 5.-7. bekk • 16:00-17:00 Stefnu-

mörkunarteymi

3.

4. • 15:00-17:00

Teymisnámskeið (Samstilling/ Sjálfsskoðun)

5.

6.

9. • 15:00-16:00 Eftir-

tektarvert úr list- og verkgreinum

• 16:00-17:00 Stefnu-mörkunarteymi

10.

11. •15:00-15:30

Starfsmannafundur • 15:30-17:00

Fyrirlestur um samskipti - Einar Gylfi Jónsson

12.

13.

16. STARFSDAGUR • 08:30-09:00

Starfsmannafundur • 09:00-12:00 almenn

vinna

• 13:00-17:00 Björnslundur (Norðmenn/ Rauðhóll)

17.

18. • 15:00-16:00 Eftir-

tektarvert úr 3.-4. bekk • 15:30-17:00:

Teymisnámskeið (Bjargir)

19.

20.

23. • 15:00-17:00

Umræður um námsmat og námssjóð

24.

25. • 15:00-15:30

Starfsmannafundur • 15:30-17:00:

Teymisnámskeið (Ákvarðanir)

26.

27.

30. • 15:00-16:00 Eftir-

tektarvert úr 1.-2. bekk • 16:00-17:00 Stefnu-

mörkunarteymi

Page 9: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

8

Desember Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.

1.

2. • 15:00-17:00

Starfsmanna-fundur JÓLASMIÐJUR

3.

4.

7. • 15:00-17:00

Örnámskeið í upplýsinga- og tæknimennt

8. • 15:00-17:00

Örnámskeið í upplýsinga- og tæknimennt

9. • 15:30-17:00

Starfsmanna-fundur

10. • 15:00-17:00

Örnámskeið í upplýsinga- og tæknimennt

11.

14.

15.

16.

17.

JÓLASKÓLI

18.

21.

22.

23.

24.

25.

28.

29.

30.

31.

Sundurliðað skipulag um fyrirlestra og námskeið vorannar 2010 verður dreift til starfsmanna í janúar 2010.

Ljóst er að aðaláherslur á vorönn verður áframhaldandi þróun starfshátta, aukin fjölbreytni í námi og kennslu og læsi.

Page 10: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

9

V. Skráning símenntunar Mikilvægt er að hver og einn haldi utan um eigin símenntun á þar til gerð eyðublöð (fylgiskjal 3) sem skilað er inn til skólastjórnanda í lok maí. Þar sem símenntun er hluti af starfi starfsmanna, sérstaklega kennara, er það afar mikilvægt hverjum og einum að hann hafi yfirlit yfir þá símenntun sem hann hefur tekið þátt í og stundað árlega.

VI. Lokaorð Þegar staða skólans og starfsfólks hafði verið metin var þörfum forgangsraðað. Sérstakt tillit var tekið til óska starfsfólks sem fram komu í könnun og starfsmannaviðtölum og allra leiða leitað til að fella saman óskir starfsmanna og forgangsröð skólans. Niðurstaðan var sú að megin áherslur í símenntunaráætlun Norðlingaskóla skólaárið 2009-2010 eru á eftirtalda þætti: hópefli/samskipti, læsi, námsmat, upplýsinga- og tæknimennt og útikennsla.

Framkvæmd símenntunaráætlunarinnar verður að stærstum hluta innan skólans en leitað verður út fyrir skólann eftir fyrirlesurum og ráðgjafaþjónustu einstaklinga. Allt starfsfólk mun taka þátt í símenntunaráætlun skólans eftir því sem við á.

Tíma sem starfsfólk ver til símenntunar verður metinn samkvæmt skilgreiningum kjarasamninga viðkomandi starfsmanns. Allir starfsmenn fá þar til gert eyðublað (fylgiskjal 3) til að halda utan um tíma sem fer í símenntun. Símenntun starfsfólks dreifist yfir allt skólaárið. Umsjónarmenn ákveðinna námskeiða hverju sinni halda skrá yfir þátttöku. Sæki starfsmaður sérhæfð námskeið, ráðstefnur, námsstefnur, fræðslufundi, fari í skólaheimsóknir o.fl. utan skólans mun skólinn taka þátt í kostnaði skv. ákveðnum reglum sem starfsfólki hafa verið kynntar. Einnig er starfsfólki bent á sjóði þá sem hægt er að sækja um styrki.

Mat á framkvæmd símenntunaráætlunarinnar fellur undir þær sjálfsmatsaðgerðir sem skólinn beitir. Sjálfsmat er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð og verður ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vinna að því. Þegar sjálfmatsskýrsla liggur fyrir verða tillögur um úrbætur unnar út frá niðurstöðum.

Símenntunaráætlun þessi var kynnt á starfsmannafundi 7. október 2009 við góðar undirtektir starfsfólks og samstaða var um framkvæmd.

Page 11: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

10

FYLGISKJÖL

Page 12: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

11

FYLGISKJAL 1

Page 13: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

12

FYLGISKJAL 2

Page 14: Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009-2010

Símenntunaráætlun Norðlingaskóla 2009 - 2010

13

Nafn. skólaárið 2009-2010

Heiti námskeiðs/fyrirlestrar Dags. Tímafj. Fyrirlesari Staðfest.

Annað (heimsóknir, lestur ofl)

Símenntun starfsfólks Norðlingaskóla

FYLGISKJAL 3