16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Föstudagur 25. apríl 2014 · 16. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak Ekki sátt við flokkinn sinn – sjá bls. 10 og 13. „Ég hef ekki farið dult með það, að ég hef ekki verið neitt sátt við flokkinn minn. Mér finnst ekki rétt að bjóða mig fram á nýjan leik fyrir þann flokk. Eins leiðinlegt og mér finnst það nú, því að hér í Ísafjarðarbæ er mikið af góðu fólki í þeim flokki.“ – Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, forseti bæjarstjórn- ar, er í viðtali vikunnar. Velheppnuð tónlistarhátíð!

Stofnað 14. nóvember 1984 · Föstudagur 25. apríl 2014 · 16. tbl. · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Föstudagur 25. apríl 2014 · 16. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Stofnað 14. nóvember 1984 · Föstudagur 25. apríl 2014 · 16. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

    Ekki sátt við flokkinn sinn

    – sjá bls. 10 og 13.

    „Ég hef ekki farið dult með það, að ég hefekki verið neitt sátt við flokkinn minn. Mér finnstekki rétt að bjóða mig fram á nýjan leik fyrirþann flokk. Eins leiðinlegt og mér finnst þaðnú, því að hér í Ísafjarðarbæ er mikið afgóðu fólki í þeim flokki.“ – AlbertínaFriðbjörg Elíasdóttir, forseti bæjarstjórn-ar, er í viðtali vikunnar.

    Velheppnuðtónlistarhátíð!

  • 22222 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Bæjarráð Ísafjarðarbæjar villað bærinn eigi milligöngu um aðaflaheimildir verði keyptar afVísi hf. Á fundi bæjarráðs í síð-ustu viku var lagt fram minnis-blað Daníels Jakobssonar, bæjar-stjóra, um atvinnumál á Þingeyriog hefur Daníel verið falið aðsenda stjórnendum Vísis bréf umkaup á aflaheimildum. Í minnis-blaðinu kemur fram að eftir aðVísir tilkynnti um lokun fisk-vinnslunnar á Þingeyri var setturá laggirnar vinnuhópur á vegumbæjaryfirvalda og Atvinnuþróun-arfélags Vestfjarða og jafnframthefur Byggðastofnun komið aðstarfi hans. Aflaheimildirnar sembærinn vill að verði keyptar afVísi eru þær sem voru lagðar inní Fjölni hf. sem var félag í eiguVísis og fleiri aðila.

    Í minnisblaðinu segir: „ÞegarVísir kom að Þingeyri árið 1999var stofnað félagið Fjölnir hf.Það fór af stað með 500 m.kr.hlutafé en því til viðbótar voruteknar 500 m.kr. að láni og fyrirþetta keyptar aflaheimildir. Í ljósi

    þess að til þessa samstarfs viðVísi var stofnað á þessum for-sendum og til þess að styrkjabyggð á Þingeyri má þykja sann-gjarnt að Vísir selji þessar afla-heimildir aftur til þess aðila semað vill hefja þarna starfsemi. Ekkier lagt til að bærinn kaupi þessarheimildir heldur hafi milligönguog hugsanlega einhverja aðkomuað kaupunum.“

    Aðgerðaráætlun starfshópsinser í þremur liðum. Auk þess aðkaupa kvóta af Vísi er lagt til aðÞingeyri fái úthlutað allt að 500tonna sértækum byggðakvóta ogað samkomulag verði gert viðVísi um eignir fyrirtækisins áÞingeyri. Á fundi bæjarráðs varþví enn fremur beint til Alþingisog innanríkisráðherra að vinnuvið Dýrafjarðargöng verði flýtt íljósi mikilvægis þeirra fyrir at-vinnulíf á Vestfjörðum. „ Hönn-un ganganna er lokið og tilbúintil útboðs, þar af leiðandi er enginfyrirstaða í því að þau verði boðinút,“ segir í fundargerð.

    [email protected]

    Vilja að Vísirselji kvótann

    Nemendur í grunnskólum áVestfjörðum voru 882 haustið2013, samkvæmt upplýsingumfrá Hagstofu Íslands. Nemendumfækkaði um 21 (2,3%) frá fyrraári eftir, þegar þeir voru 903.Fjölgun var í fimm skólum afþrettán, nemendafjöldi stóð í staðí einum skóla en fækkun var í sjöskólum. Í Grunnskóla Önundar-

    fjarðar voru nemendur alls 17bæði 2012 og 2013. Í GrunnskólaBolungarvíkur fjölgaði nemend-um mest eða um 26 (23,6%).Voru þeir alls 136 á síðasta ári. ÍReykhólaskóla fjölgaði um þrjá(8,6%)nemendur og voru þeir 38árið 2013. Í Grunnskóla Vestur-byggðar fjölgaði um sex (5,8%)og voru nemendur 110 á síðasta

    ári. Í grunnskólanum á Drangs-nesi fjölgaði um tvo og voru nem-endur 13 (18,2%)árið 2013.Nemendum í Súðavíkurskólafjölgaði um tvo (9,5%) og voruþeir 23 á síðasta ári.

    Í Grunnskólanum á Suðureyrifækkaði nemendum um tvo(5,3%) og voru þeir 36 talsinsárið 2013. Í Grunnskólanum á

    Ísafirði fækkaði nemendum um33 (8,6%) og voru þeir 349 ásíðasta ári. Nemendum í Grunn-skólanum á Þingeyri fækkaði umníu (23,7%) og voru þeir 29 ásíðasta ári. Í Grunnskólanum áTálknafirði fækkaði nemendumum fjóra (7,5%) og voru þeir 49árið 2013. Í Finnbogastaðaskólafækkaði um einn (16,7%) og voru

    nemendur fimm talsins á síðastaári. Nemendum í Grunnskólan-um á Hólmavík fækkaði um níu(11,5%) og voru þeir 69 á síðastaári.

    Og loks í Grunnskólanum áBorðeyri fækkaði nemendum umtvo (20%) en þeir voru átta talsinsárið 2013.

    [email protected]

    Nemendum á Vestfjörðum fækkaði um 2,3%Grunnskólinn á Ísafirði.

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 33333

  • 44444 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

    Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,

    Sigurjón J. Sigurðsson.Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, [email protected]

    Smári Karlsson, 866-7604, [email protected]ýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, [email protected]: Litróf ehf.

    Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

    á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

    Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

    Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

    fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

    Ritstjórnargrein

    Glöggt er gestsaugað

    Spurning vikunnar

    Berð þú traust til lögreglunnar?

    Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

    Alls svöruðu 514.Já sögðu 412 eða 80%Nei sögðu 102 eða 20%

    Vestfirðingar hafa trúlega öðrum Íslendingum fremur mátt sætta sigvið sumarkomuna, samkvæmt Almanakinu, hvað sem tíðarfari líður.Harpan er gengin í garð og þar við situr. Huggun er að þá eru alla jafnanveðurfarslega erfiðustu mánuðir ársins að baki og í vændum betri tíð meðblóm í haga og kýrnar teknar að leika við kvurn sinn fingur, eins og Kiljanorðaði það.

    Sumarið í Ísafjarðarbæ er um margt annað nú á tímum en fyrir nokkrumárum, að ekki sé mælt í áratugum, að slepptu tíðarfari. Látum að mestuliggja hjá garði breytingar sem augað fær numið, svo sem Silfurtorgið,sem fyrri tíma virtur rithöfundur og blaðamaður tók svo djúpt í árinni aðværi fegursta bæjartorgið á Íslandi, og hellulagningu tiltekinna gatna áEyrinni, sem kemur til með að draga upp allt aðra og fegurri mynd af bæj-arhlutanum, en áður hefur gefið að líta.

    Mestu hræringarnar sem orðið hafa í bæjarfélaginu yfir sumartímanner ferðamannastraumurinn, ekki hvað síst fjöldinn sem skemmtiferðaskipinkoma með, nokkuð sem þekktist ekki fyrir tiltölulega fáum árum.

    Þar sem ferðafólkið, sem þarna um ræðir, hefur stuttan stans þá vaknarspurningin: Eftir hverju leitar þetta fólk, margt hvert kemur frá milljónmanna samfélögum, hverju á það von á við komuna í þetta litla ogfámenna byggðarlag?

    Að öllum líkindum leitar það fyrst eftir því sem kalla mætti kjarna, mið-punkti þar sem líkindi væru á mannlífi og verslun. Þar höfum við Silfur-torgið, sem við getum verið stolt af. Ekki er úr vegi að rifja upp ummælierlendra gesta, að heimsborgarblærinn á þessu litla samfélagi, hafi komiðþeim verulega á óvart. Slíkum gæðastimpli má ekki glata.

    Neðstikaupstaðurinn hefur óumdeilt aðdráttarafl fyrir ferðamanninn.Þar er sagan á bak við stöðu bæjarfélagsins í dag. Aðkallandi er að bygg-ingu byggðasafnsins verði hrundið í verk. Glæsileik Safnahússins verðurað halda á lofti. Það eitt og sér er perla.

    Einn er sá staður ónefndur sem gæti verið fastur viðkomustaður ferða-mannsins, enda stutt að rölta þangað frá hafnarbakkanum: Jónsgarður. Ínýjasta Ársriti Sögufélags Ísfirðinga er rakin sama Blómagarðsins, einsog hann hét í augum Ísfirðinga allt frá því fyrstu skrefin voru stigin, af fá-einum hugsjónamönnum, í þá átt að breyta ösku- og ruslahaug, stórgrýtis-urð og gömlum vatnsfullum mógröfum í blóma og trjágarð, til sönnunarþess að slíkur gróður gæti þrifist hér um slóðir, þar til brautryðjandanum,Jóni skraddara, var auðsýndur sá heiður að tengja garðinn nafni hans.Annað sæmir ekki en að Jónsgarði verði sómi sýndur. Í fullum sumarskrúðayrði hann án nokkurs vafa einn af áfangastöðunum sem ferðamenn sækt-ust eftir að skoða í stuttu stansi við komuna til Ísafjarðar. Jónsgarður ísínum besta skrúða yrði bæjarprýði. s.h.

    „Undirritaðir bæjarfulltrúar íbæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mót-mæla því sem komið hefur framaf hálfu Isavia að ekki sé til fjár-magn til að laga Þingeyrarflug-völl svo að hann nýtist sem vara-flugvöllur fyrir Ísafjarðarflug-völl. Nýlega var opinberað aðIsavia hafi verið rekið með 3,2milljarða króna hagnaði á síðastarekstrarári. Því er það krafa okkarað strax verði farið í að laga Þing-eyrarflugvöll. Öllu tali um aðekki sé til fjármagn er hér meðvísað til föðurhúsanna,“ segir íályktun bæjarstjórnar Ísafjarðar-bæjar.

    Kristján Andri Guðjónsson,bæjarfulltrúi Í lista lagði fram

    framangreinda tillögu að ályktunog sagði við það tilefni: „Ég lasþað, og þið hafið sennilega lesiðþað fleiri, að það er alltaf veriðað segja að það séu ekki til neinirpeningar til að laga þennan bless-aða völl og svo rakst ég á þaðnúna held ég í síðustu viku aðISAVIA, sem grenjar og grenjarog segist aldrei eiga peninga, aðþeir voru, eða Isavia var rekiðmeð 3,2 milljarða króna hagnaðisíðasta ári.“

    Í viðtali við BB nýverið sagðiFriðþór Eydal upplýsingafulltrúiIsavia, ekkert fé fást til að endur-bæta flugbrautina á Þingeyri enslitlag brautarinnar er stórskemmt.Á samgönguáætlun ársins sé ekki

    gert ráð fyrir að fara í lagfæringará flugbrautinni og það ráðist al-gjörlega af ráðuneyti og Alþingihvað verðigert í framtíðinni. „Viðstöndum frammi fyrir mörgumverkefnum og takmörkuðu fjár-magni og því verða einhver verkútundan,“ sagði Friðþór.

    Hagnaður Isavia, sem annastrekstur og uppbyggingu allraflugvalla og flugleiðsöguþjón-ustu í landinu og er leiðandi fyrir-tæki í ferðaþjónustu, nam ríflega3,2 milljörðum króna í fyrra semer aukning upp á um 2,5 milljarðakróna frá árinu 2012. Tekjurfélagsins námu alls 19,8 millj-örðum króna og jukust um 1.414milljónir króna, eða 7,7%.

    Tali um að ekki sé til fjár-magn vísað til föðurhúsanna

    „Þetta voru bara ljómandi góð-ir páskar. Stórslysalausir en aðvísu varð stórtjón á Sandfells-lyftunni,“ segir Gautur Ívar Hall-dórsson, forstöðumaður skíða-svæðis Ísafjarðarbæjar. Á laugar-dag flæktist eitt jójó milli klafaog vírs við 12. staur þar sem spennaá vírnum er einna mest og er þaðumfangsmikið verk að laga það.Mögulega þarf að panta varahlutifrá Þýskalandi en ekki er búið aðmeta tjónið til fulls. Starfsmennskíðasvæðisins eru úrræðagóðir

    og var fenginn snjóbíll frá björg-unarsveitinni í Bolungarvík tilað ferja skíðafólk upp brekkunaog segir Gautur Ívar að fólk hafibara tekið því vel og mörgumþótti spennandi að fara með snjó-bílnum. Hann segir ólíklegt aðlyftan fari aftur í gang fyrr ennæsta vetur.

    Skíðasvæðið var lokað á föstu-daginn langa vegna veðurs. „Allirviðburðir á svæðinu gengu velþó við þurfum að færa nokkraviðburði til á milli daga. Solla

    stirða og íþróttaálfurinn komuog vöktu lukku hjá krökkunum,“segir hann. Færra fólk var á skíð-um á páskunum miðað páskana ífyrra. „Það var leiðindaspá fyrirpáskana og það held ég að ráðimestu um það að færra fólk komvestur.“ Starfsmenn skíðasvæð-isins eru að vonum útkeyrðir eftirafar annasama daga. „Ég sagðivið strákana að það væri algjörtvinnubann í dag. Mannskapurinner útkeyrður,“ segir Gautur Ívar.

    [email protected]

    Góðir skíðapáskar þráttfyrir veður og tjón á lyftu

    Um 800 manns voru í Tungudal þegar mest var.

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 55555

  • 66666 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Fundir á Ísafirði

    · Kynningarfundir fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra.· Spjallfundir fyrir foreldra.

    Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðraKynningarfundur ADHD samtakanna verður haldinn á Ísafirði

    mánudaginn 28. apríl kl. 14:30 í sal Grunnskólans á Ísafirði,Austurvegi, í samvinnu við velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaðurstarfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- ogfélagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum

    eða fullorðnum með ADHD. Foreldrar eru velkomnir.Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin?

    Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaðurstjórnar ADHD samtakanna og Björk Þórarinsdóttir

    gjaldkeri ADHD samtakanna kynna samtökin.

    Spjallfundur fyrir foreldraKl. 20:00 í sal Grunnskólans á Ísafirði, Austurvegur, verðurspjallfundur sem Björk og Elín Stýra fyrir foreldra barna og

    ungmenna með ADHD. Ekki er um fyrirlestur að ræða. Hvetjum foreldra barna í leik-, grunn- og framhaldsskólum til að mæta.

    Fundirnir eru öllum opnir og kosta ekkert.Nánari upplýsingar á skrifstofu ADHD samtakanna í síma 581 1110.

    ADHD samtökin verða á Ísafirðimánudaginn 28. apríl 2014.

    Ríkissaksóknari hefur ákært 22ára karlmann fyrir íkveikju í Fána-smiðjunni í Norðurtangahúsinuá Ísafirði sumarið 2012. Vátrygg-ingafélag Íslands krefst þess aðmaðurinn verði dæmdur til aðgreiða 52 milljónir króna í skaða-bætur vegna skemmda sem trygg-ingafélagið þurfti að bæta. Nærtvö ár eru liðin frá íkveikjunni,sem átti sér stað í júní 2012.Fánasmiðjan var í kjölfarið lokuðí um hálft ár, en fljótlega eftirbrunann var ákveðið að ráðast íendurbyggingu. Fljótlega varðljóst að um íkveikju hafði veriðað ræða, en málið taldist ekkiupplýst fyrr en í mars 2013.

    Greiðlega gekk að slökkvaeldinn á sínum tíma, þótt að-stæður á vettvangi hafi veriðerfiðar vegna mikils reyks en þeg-

    ar upptök eldsins fundust var auð-velt að slökka hann enda hafðilítið súrefni komist í hann oghann ekki náð að dreifa sér. Ekk-ert fólk var í húsinu, en lögreglahafði náð að hlaupa upp og niðurstigaganga hússins og gekk úrskugga um að húsið væri mann-laust áður en slökkvistörf hófust.

    Í brunanum skemmdust næröll tæki, lager og búnaður félags-ins. Þó slapp silkiprentvélin semprentar fyrirtækjafánana. Hennivar mjög fljótlega komið í gangaftur eftir brunann og þannig héltstarfsemin áfram en fánar voruprentaðir annars staðar fyrirviðskiptavini Fánasmiðjunnar.Fánasmiðjan var opnuð meðviðhöfn í janúar í fyrra eftir aðbúið var að hreinsa út brunarúst-irnar og koma upp nýjum búnaði.

    Ákærður fyrir að kveikja í

    Sveitarstjórn Súðavíkur hefurveitt Ester Rut Unnsteinsdóttur,forstöðukonu MelrakkasetursÍslands í Súðavík, lausn frá störf-um í sveitarstjórn og nefndar-störfum frá 1. apríl síðastliðnum.Ester Rut segir ástæðuna veram.a. þá að hún sé að undirbúadoktorsvörn 19. maí og því sémikið annríki hjá henni. „Það ermikið að gera hjá mér vegnaþessa og einnig er vinnan mínkrefjandi og ég sá bara ekki framá að geta sinnt störfum mínum ísveitarstjórn almennilega framað lokum kjörtímabilsins. Ég ertalsvert mikið fyrir sunnan endastarfa ég hjá Náttúrufræðistofnunog sinni eingöngu rannsóknar-verkefnum og faglegri vinnuMelrakkasetursins,“ segir EsterRut.

    Hún segir að Jónas Gunnlaugs-son muni sjá um reksturinn ásamtStephen Midgley og lausafólki.

    „Maðurinn minn missti sína vinnufyrir vestan og er byrjaður í nýrrivinnu fyrir sunnan. Við höfumauglýst húsið okkar í Eyrardal tilsölu og munum líklega flytja ívor, því miður. Hjartað er þófyrir vestan og Melrakkasetriðer svo nátengt mínum verkefnumað ég mun áfram sinna því semforstöðumaður rannsóknasviðsog sem stjórnarmaður. Ég varáður með annan fótinn fyrir vest-an og nú verð ég þannig aftur ogsinni áfram rannsóknum á refum,bæði á Hornströndum og á lands-vísu,“ segir Ester Rut.

    Erindi hennar var tekið fyrir áfundi sveitarstjórnar og við þaðtækifæri var henni þakkað fyrirgóð störf fyrir hönd sveitarfé-lagsins og ánægjulegt samstarf ásviði sveitarstjórnarmála. EsterRut hefur setið í sveitarstjórn fyrirL-listann frá síðustu sveitar-stjórnarkosningum, 2010.

    Ester Rut hættirí sveitarstjórn

    Ester Rut Unnsteinsdóttir.

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 77777

  • 88888 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Ferðaþjónustan er viðkvæm

    StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

    bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

    og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

    bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

    um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

    Stakkur skrifar

    Ferðaþjónustan er atvinnugreinin sem stjórnmálamenn, bæðií stjórn og stjórnarandstöðu á Alþingi blína á sem lausnina áatvinnu og efnahag Íslands. Sama gera stjórnmálamenn semstýra sveitarfélögunum. Allir sjá tækifæri alls staðar. En erbrautin slétt og felld framundan þótt gjaldeyristekjur af ferða-þjónustu séu nú meiri en af áli annars vegar og sjávarfangi hinsvegar? Svarið er einfalt og það er nei. Að mörgu er að gæta,einkum ef ætlunin er að þessi atvinnugrein verði til framtíðarundirstaða gjaldeyrisöflunar. Nokkur hættumerki er að sjá viðsjónarrönd. Við hefur blasað að þeir sem þjónusta flug, sem eraðgangurinn að Íslandi og ekki verður án verið, hafa að því erbest verður séð talið sig vera í þeirri aðstöðu að geta með hótunum að beita verkföllum fengið sitt fram. Fleiri vandamál blasavið sem leysa verður hið fyrsta.

    Ljóst má vera af töfunum einum sem fjögurra stunda vinnu-stöðvun veldur að ekki er verið að ýta undir álit erlendra ferða-manna á Íslandi og Íslendingum. Enginn skilji þessi orð á þannveg að ekki sé mark tekið á því sem segir í góðri bók, að verð-ugur sé verkamaðurinn launa sinna. Verkföll njóta ekki hylli

    neinna nema verkfallsmanna hverju sinni. Jafn létt er skilja þaðog hitt að vilja fá betri laun fyrir vinnu sína. Þó situr í þankanum,að verkfallsvopninu er ekki beitt í tíð svo kallaðra vinstristjórna, en lítt sparað þegar þær stjórnir sem kenna má til hægrikomast að völdum. Tímabilið frá 1. febrúar 2009 til 23. maí2013 var tíðindalítið í verkfallsgeiranum. Nú ber nýrra við.Verkföll þeirra sem afgreiða flug eða sinna því eru skaðlegferðaþjónustunni og langtímaáhrif kunna að verða all nokkur.Við þekkjum vandann sem skapaðist er Eyjafjallajökull gaus.Allt var gert til að halda flugi svo landið einangraðist ekki ogskaði atvinnulífs yrði sem minnstur. Munu þeir sem sinna þjón-ustu við flugið sætta sig við að verkfallsrétturinn leiði til minniatvinnu á endanum og tapaðra þjóðartekna?

    Stórt mál bíður umfjöllunar ekki bara á þessum vettvangiheldur á sviði stjórnmála bæði ríkis og sveitar. Það er hvernigvinsælir heimsóknarstaðir ferðamanna, innlendra og útlendraverði verndaðir fyrir átroðslu og níðslu. Sé náttúran þjóðinnieins mikils virði og sumir háværir þingmenn láta væri þeim far-sælast að koma með lausnir í stað upphrópana. Það er hlutverkið.

    „Það gekk allt smurt og einsog átti að vera, nema kannski réttí byrjun. En það reddaðist, þaðkomu um þrjátíu tónlistarmennmeð rútu á föstudeginum og mérfannst ótrúlega frábært hve marg-ir nenntu að hoppa út upp í rútu.Það er sko ekki sjálfgefið að allirséu svona liðlegir,“ segir BirnaJónasdóttir rokkstjóri tónlistar-hátíðarinnar Aldrei fór ég suðursem fór fram um helgina. „Mérþykir reyndar veðurguðirnir hafalélegan húmor, geggjað veðurfyrir og eftir helgina en leiðinlegtveður á helginni. Núna stend éghérna úti á peysunni bara að sópaog ganga frá,“ segir hún.

    Aðeins eitt atriði forfallaðisten það var Kött Grá Pjé sem átti

    að koma fram á föstudagskvöld-inu. Engu að síður stigu þrettánatriði á svið það kvöld því meist-ari Páll Óskar Hjálmtýsson hljópí skarðið. Fyrstu nótur kvöldsinsslóg Ísfirðingurinn Þórunn ArnaKristjánsdóttir ásamt búgíbandiSkúla mennska. Þá tók Hemúll-inn frá Hólmavík við og að sögnBirnu rokkstjóra átti hann eittbesta atriði hátíðarinnar. „Hannsló alveg í gegn, var rosalegaflottur. Soffía Björg var líka frá-bær. Hún var ein af þeim semkomu með rútunni, tveimur atrið-um var ýtt fram fyrir Soffíu ámeðan beðið var eftir henni ogsvo þegar hún mætti þá fór húnbara beint upp á svið, fékk ekkieinu sinni pissupásu!“ segir

    Birna. Þetta kvöld spiluðu einnighljómsveitirnar Rythmatik, Con-talgen Funeral, VIO, Mammút,Maus, Hermigervill, Dusty Mill-er og tónlistarmennirnir RúnarÞórisson og Cell7.

    Á laugardeginum startaði Línalangsokkur kvöldinu með glensifyrir yngstu kynslóðina. Um rest-ina af kvöldinu sáu hljómsveit-irnar og tónlistarmennirnir umen það voru Markús and the Div-ersion Sessions, Solar, Kaleo,Snorri Helgason, Grísalappalísa,Highlands, Dj. Flugvél og Geim-skip, Helgi Björnsson og Stór-sveit Vestfjarða, Hjaltalín, Sól-stafir og Retro Stefson.

    Aðspurð um fjölda tónleika-gesta segir Birna hann svipaðann

    og undanfarin ár en hann hafidreifst betur. „Bæði kvöldin byrj-uðu rólega en svo fjölgaði jafnog þétt eftir því sem leið á. Þaðsetti samt strik í reikninginn þess-ar tvær flugvélar sem ekki kom-ust á föstudeginum,“ segir hún.Fæstir létu veðrið á sig fá en þaðskipti um ham á nokkurra mín-útna fresti. Bylur, sól, slydda, él,rok, nefndu það. Þétt og góð dag-skrá hátíðarinnar sá um að haldahlýjunni í mannfjöldanum en 25hljómsveitir og listamenn komufram í gömlu steypustöðinni. Þeirsem ekki höfðu tök á að mæta ástaðinn gátu stillt útvarpstæki síná Rás 2.

    „Ég er búin að vera sambandivið bæði lögregluna og þá sem

    voru í gæslunni og ég hef ekkiheyrt af neinum stórum vanda-málum hingað til í tengslum viðhátíðina sem er frábært. Þessuvar öllu saman slúttað á páskadagþegar við buðum tónlistarmönn-unum og upp á páskadinner íFjósinu í Arnardal en fyrr umdaginn fórum við með þau tilBolungarvíkur þar sem lærðumLindy hop og skelltum okkur síð-an í sund þar sem Dj Óli Dórispilaði tónlist fyrir okkur. Svofóru flestir ef ekki allir í gær, égheld að það hafi farið héðan sexflugvélar og í þeim öllum var aðmestu fólk frá okkur. Þetta erbúið að vera alveg æðislegt, frá-bært fólk sem kom að þessu ölluog hjálpaði okkur,“ segir Birna.

    Tónleikagestir létu veðrið Aldrei á sig fá

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 99999

    Auglýsing um breytinguá skipulagi, Eyrin á Ísafirði

    - AusturvegurÍ samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísa-

    fjarðarbæjar samþykkt ofangreinda breytingu á deiliskipulagi á fundisínum þann 10. apríl 2014.

    Skipulagssvæðið, sem er 1,62 ha, er miðsvæðis á Eyrinni á Ísafirði ogí jaðri miðbæjarins. Svæðið tekur til lóðar Grunnskólans á Ísafirði viðAðalstræti og Austurveg, Austurvegar 2, 9 og 11 og Silfurgötu 1 og 3auk aðliggjandi hluta gatna og almenningsgarðsins Austurvallar.

    Meginbreyting deiliskipulagsins felst í að Austurvegi milli grunnskólans(Aðalstræti 36) og Austurvallar (Austurvegar 5) og Sundhallarinnar(Austurvegur 9) er lokað að fullu, í stað þess að vera skilgreindur semvistgata með lokun á skólatíma. Lóð skólans stækkar sem þessari lok-un nemur.

    Aksturstenging Aðalstrætis og Austurvegar breytist einnig, þannigað akstursleiðin verður rýmri. Þar er jafnframt gert ráð að lokað verðifyrir vélknúinni umferð milli kl. 07:40 og 14:00 þá daga sem starfsemier í Grunnskólanum á Ísafirði.

    Áfram er gert ráð fyrir bílastæðum á horni Austurvegar og Aðalstrætisen ekki gert ráð fyrir bílastæðum innan skólalóðar, nema vegna að-komu fatlaðra. Bílastæði á lóðum Sundhallarinnar (Austurvegur 9) ogTónlistarskólans (Austurvegur 11) eru nánast óbreytt frá gildandi skipu-lagi, sem og bílastæði í Austurvegi austan skólalóðarinnar. Aðkoma aðAusturvegi 7 verður áfram um lóð Sundhallarinnar (Austurvegar 9) líkt ogí gildandi skipulagi.

    Byggingarreitur innan Austurvallar (Austurvegur 5) er felldur út.Fallið er frá breytingu sem gerð var á gildandi deiliskipulagi árið 2006,

    þar sem gert var ráð fyrir að rífa Silfurgötu 5 og Brunngötu 20 ásamt þvífæra Brunngötu og stækka skólalóðina sem þessu nemur. Einnig erskólalóðin færð fjær Silfurgötu til að rýma fyrir bílastæðum.

    Við gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar falla úr gildi tvær fyrribreytingar sem taka til skipulagssvæðisins, þ.e.:

    - Lóð tónlistaskóla Ísafjarðar, samþykkt 7. 5. 1998 - Skólasvæði við Austurveg og Aðalstræti 36 á Ísafirði, samþykkt 17. 7. 2006Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýslu-

    húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 25. apríl 2014 til og með 6. júní 2014. Þeim semtelja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera at-hugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal inn athugasemdumá bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1,Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir til-skilinn frest teljast samþykkir henni.

    Ísafirði 14. apríl 2014.Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri

    umhverfis- og eignasviðs.

  • 1010101010 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Sælkeri vikunnar er Ragnar Sveinbjörnsson í Bolungarvík

    Djúsí partý vængir og Mexico bollurDjúsí partý vængir og Mexico bollurDjúsí partý vængir og Mexico bollurDjúsí partý vængir og Mexico bollurDjúsí partý vængir og Mexico bollurKomst yfir þessa uppskrift

    als ekki fyrir löngu og er hún ímiklu uppáhaldi hjá stór fjöl-skylduni.

    Tveir bakkar af kjúklinga-vængjum.

    ca 2 dl af hveiti.Slatti af salt og pipar (mérfinnst betra að hafa nóg afsalt og pipar, saltið gerir hannstökkan)Hveiti, salt og pipar sett í

    plastpoka og blandað saman.Vængjunum er síðan bætt útí,

    lokað fyrir pokan og hristið.Raðað á ofnplötu og skellt inn

    í ofn á 200° í ca 20-25 mín

    Dúndur mexico bollur500 gr. hakk.100 gr. rifinn Mexiko ostur.1. dl. brauðrasp.100 gr. Kotasæla.200 gr. rifinn ostur.1 bréf Taco krydd.1 stk. Egg.50 gr. Rifinn laukur.5 dl. Salsa sósa (helt yfir)

    Öllu hrært saman nema rifnumosti og salsa. Búið til bollur (égnenni því ekki og bý bara tilhleif) Salsa sósu dreyft yfir ásamtrifna ostinum. Sett inn í 180°heitan ofn í 25-30 mín. Borðiðfram með nachos, guatamole,ostasósu, sýrðum rjóma og góðusalati.

    Ég skora á vinafólk mitt þauHelenu Sævarsdóttir og ÁgústSvavar Hrólfsson í Bolungarvíkum að vera næstu sælkerar.

    Flokkarnir eiga ekkertað vera að þvælast fyrir

    Albertína Friðbjörg Elíasdóttirer forseti bæjarstjórnar Ísafjarð-arbæjar og verkefnastjóri FabLabhjá Nýsköpunarmiðstöð Íslandsá Ísafirði. Hún er þrautreynd ífélagsmálum af ýmsu tagi þóttaðeins sé hún komin fáein ár yfirþrítugt. Athygli hefur vakið, aðvið kosningarnar í vor gefur húnekki kost á sér til áframhaldandistarfa í bæjarstjórn fyrir sinngamla flokk, Framsóknarflokk-inn, eftir eitt kjörtímabil semvaramaður og síðan sem oddvitiflokksins í bæjarstjórn á því kjör-tímabili sem núna er að ljúka.Komið er inn á ástæður þessasíðar í þessu viðtali. Svo er aldreiað vita nema eitthvað verði spjall-að um mataruppskriftir, matar-gerð og matarboð. Og sitthvaðfleira.

    Naumast eru margir sem getatalist rótgrónari Ísfirðingar, kann-ski öllu heldur Skutulsfirðingar,en Albertína Friðbjörg.

    „Já, það er alveg rétt. Báðirforeldrar mínir eru ættaðir úrSkutulsfirðinum, og reyndar Ön-undarfirðinum líka. Afi minn íföðurætt er fæddur og uppalinnhér á Grænagarði og móðurfjöl-skyldan er einnig héðan úr Skut-ulsfirðinum og frá Ingjalds-sandi,“ segir hún.

    Albertína er alnafna ömmusinnar, Albertínu Friðbjargar Elí-asdóttur (1906-1987), sem áttiheima á Brautarholti í Skutuls-firði og síðar á Grænagarði. Húner elst þriggja barna IngibjargarSvavarsdóttur og Elíasar Odds-sonar. Systkini hennar eru Þór-unn Anna, sem er viðskiptafræð-ingur og starfar hjá Ríkisskatt-stjóra á Akureyri, og Oddur, sem

    lærði kvikmyndagerð og starfar íReykjavík.

    Félagsfræði, fjölmiðla-fræði, sálfræði, landfræðiEftir grunnskóla á Ísafirði var

    Albertína fyrst tvö ár í Mennta-skólanum á Ísafirði en fór síðan íMenntaskólann við Hamrahlíð.

    „Ætli það hafi ekki bara veriðuppreisnargirnin, sem kemurgjarnan upp í fólki á þessum ár-um, löngunin að breyta til, kann-ski er grasið grænna hinum meg-in. Ég hef alltaf hálfpartinn séðeftir að hafa ekki klárað stúdents-prófið í MÍ, en þetta voru líkaákaflega skemmtileg ár í MH ogég eignaðist þar marga góða vini.Í framhaldinu fór ég í HáskólaÍslands, tók fyrsta árið í sálfræð-inni og seinni tvö árin í grunn-náminu í félagsfræði. Seinna tókég í sama skóla mastersnám ílandfræði með áherslu á byggða-fræði, að rannsaka hvers vegnavið búum þar sem við búum ogtengslin sem myndum við staðinaþar sem við búum.“ Albertínalauk árið 2005 BA-próf í félags-fræði með fjölmiðlafræði semaukagrein og 28 einingar í sál-fræði. Árið 2012 lauk hún síðanMSc-prófi í landfræði og nefndistlokaverkefni hennar Ég á Ísafjörðog Ísafjörður á mig, staðartengslog staðarsamsemd í samhengivið búsetuval.

    Síðan hefur starfsferill hennarverið meira og minna fyrir vestanog ferilskráin er óneitanlega fjöl-breytt þó að hér verði aðeins stikl-að á stóru.

    „Um tíma eftir að ég laukgrunnnáminu í Háskóla Íslandsstarfaði ég í barnaverndarmál-

    unum á Skóla- og fjölskylduskrif-stofu Ísafjarðarbæjar. Eftir þaðkenndi ég einn vetur í Grunn-skólanum á Flateyri. Það fannstmér alveg óskaplega gaman. Svofór ég að vinna hjá HáskólasetriVestfjarða, þar sem ég hef í raun-inni verið með annan fótinn síðanog er þar enn í hlutastarfi. Það ervinna sem mér líkar mjög vel.Núna vinn ég líka hjá Nýsköp-unarmiðstöð Íslands á Ísafirði viðverkefni sem nefnist FabLab.“

    Alla tækni má notabæði til góðs og ills

    – Er það ekki þar sem hægt erað prenta út skammbyssur?

    „Til dæmis,“ segir Albertínaog hlær. „Reyndar værum við núekkert sérstaklega hrifin af því.En það er svo merkilegt með allatækni, og nýja tækni sérstaklega,að það er hægt að nota allt bæðitil góðs og ills. Það gerir hinsvegar tæknina ekki endilegaslæma þó að það sé hægt að mis-nota hana.“

    – Alfreð Nóbel komst nú aðraun um það.

    „Já, svo sannarlega, með dýna-mítið.“

    – En hvað er FabLab eiginlega,svo við sleppum útprentun áskammbyssum?

    „FabLab er svokölluð stafrænsmiðja og í rauninni má segja aðþar sé hægt að smíða hvað semer. Þessi hugmynd byrjaði íMassachusetts Institute of Tech-nology (MIT) í Bandaríkjunum.Þar voru menn í fyrsta lagi aðvelta fyrir sér hvernig væri hægtað auka áhuga fólks á því að nýtasér tæknina. Það er munur á þvíað nota tækni, vera hlutlaus not-

    andi, og síðan að nýta hana til aðskapa eitthvað meira. Þarna varætlunin að fá fólk til að hugsameira um það hvernig það getibúið til nýja hluti. Þeir voru meðsvo skemmtilegar græjur á rann-sóknastofunum hjá sér og ákváðuað hleypa fólki þar inn og sjáhvað myndi koma út úr því.

    Þetta svínvirkaði og núna erukomnar svona smiðjur út um all-an heim, sem bæði starfa meðskólum, eins og við hér störfummeð menntaskólanum og grunn-skólunum á svæðinu, og með al-menningi. Við hleypum krökk-unum inn til að hvetja þau til aðskapa eitthvað, reyna að breytahugsunarhættinum þannig að þauséu ekki bara notendur, og svo erþað allur almenningur. Smiðjaner opin öllum og það kostar ekkertað koma og nota tækin, fólk borg-ar bara fyrir efnisnotkun. Hug-myndin er ekki síður að hvetjafólk almennt til að hugsa á nýjanhátt um það hvernig við búumhlutina til.

    Ég held að fyrir svæði eins oghér sé gríðarlega dýrmætt að hafaaðgang að smiðju líkt og FabLab.Þarna hafa bæði almenningur ogfyrirtæki á svæðinu, sem og börn-in okkar í gegnum skólana, tæki-færi á að læra að nýta sér og notabestu fáanlegu tækni til að skapaog hanna nýja hluti.“

    Prentar líkt og kransa-kökur eru búnar til

    – Tækin sem þú talar um, hverskonar tæki eru það?

    „Við erum með þrívíddar-prentara, eins og þú minntist á,sem getur prentað út hluti á svip-aðan hátt og kransakökur eru

    búnar til. Hann bræðir plast ogfer síðan hring eftir hring ogbyggir hlutinn upp. Svo erumvið með laserskera sem sker ograstar í nánast allt. Auk þess erumvið með lítinn fræsi, sem viðnotum einkum til að fræsa raf-rásir, en hann má líka nota semþrívíddarskanna. Þá erum viðmeð stóran yfirfræsara sem viðerum aðallega að nota til að vinnameð timbur og plast, hann ernokkuð stór eða þrír metrar sinn-um einn og hálfur. Loks erumvið með vínylskera sem við not-um til að búa til vegglímmiðasem eru svo vinsælir í dag. Hanner nokkuð einfaldur að því leytiað hann sker einfaldlega útlínur,en skapar þannig límmiða semfólk notar í glugga og á vegginahjá sér til að skreyta. Við erumþó fyrst og fremst með hann tilað skera mjúkar kopar-rafrásirsem til dæmis má nota til aðleiða rafmagn í föt.

    Svo erum við með fullkomiðrafeindaverkstæði og erum meðalannars að leika okkur meðArduino stýribretti og RaspberryPi smátölvur. Ég er einmitt aðvinna í því þessa dagana að komaá eins konar Arduino „sauma-klúbb“, þ.e. að fá fólk sem hefuráhuga á að læra á og vinna meðArduino að hittast reglulega ogvinna saman að því að lærameira.“

    – Hvað eruð þið mörg semvinnið þarna á FabLab?

    „Í rauninni er það bara ég, ensíðan eru það kennarar í mennta-skólanum og grunnskólunumsem koma með nemendur og erumér líka til halds og trausts. Envið erum þrjár sem störfum hér

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 1111111111

    við Nýsköpunarmiðstöð Íslandsá Ísafirði, auk mín þær Arna LáraJónsdóttir og Sigríður Ólöf Krist-jánsdóttir.“

    Kannski fleiriklaufar í eldhúsinu

    – Helstu áhugamál í frístund-um? Matargerðin hefur nú ekkifarið framhjá vinum þínum íbloggheimum og á Facebook ...

    „Já, mér finnst óskaplega gam-an að elda. En mér fannst þaðekki! Mér fannst það bara hrein-lega hundleiðinlegt! En ég heflengi safnað uppskriftabókum,held að ég eigi núna hátt í tvöhundruð bækur. Þyrfti nú eigin-lega að telja þær! Fyrir ári voruþær orðnar 150 og ég hef bættvel í safnið síðan.

    Svo vaknaði ég einn daginnfyrir tæpum þremur árum oghugsaði með mér að ég þyrfti aðfara að nota þessar bækur eitt-hvað. Ég ákvað að byrja aðblogga og segja frá því þegar égvar að prófa uppskriftirnar í bók-unum. Þetta leiddi svo til þess aðég er farin að halda reglulegamatarboð. Ég býð vinum ogkunningjum í mat og fæ þá til aðprófa alls konar furðulega hlutisem mér dettur í hug að gera.“

    – Svo tekurðu og birtir fjöldamynda af framvindunni viðtilbúninginn á hverjum rétti.

    „Já, hugmyndin hefur þróast.Fyrst var hugmyndin að setjaþetta inn og hafa eina mynd með,en svo hugsaði ég að kannskiværu fleiri klaufar í eldhúsinu enég og þá væri þægilegt að hafamynd af hverju skrefi. Og líka tilað sýna, að það sem ég er að eldaer ekkert fullkomið. Ég er ekkineitt að hugsa um að elda eitthvaðfullkomið, heldur að sýna að þaðgeta allir eldað góðan mat. Maðurþarf bara að þora að prófa,“ segirAlbertína.

    „Helsti vandinn varðandi mat-arboðin er að koma öllum fyrir.Mér finnst svo gaman að fá fólkí mat og gaman að gefa því aðborða. Þetta er eitthvað sem éghef frá ömmu minni á Seljalands-veginum. Ég er annars svo heppinað eiga góða vini sem eru alltafboðnir og búnir að koma ogsmakka. Því fleiri, því betra! Égréðst þess vegna í það síðastasumar að endurskipuleggja eld-húsið mitt, reif vegg og stækkaðiþað um helming til að koma fleir-um fyrir. Það hefur verið virki-lega skemmtileg framkvæmd enhefði verið ómöguleg ef ekkihefði verið fyrir vini og ættingjasem lögðu hönd á plóg.“

    Organisti í afleysingum– Fleira sem þú hefur gaman

    af að fást við í tómstundum?„Já, það er nú eitt sem ég er

    ekki viss um að svo margir vitium. Ég er organisti í afleysingumí kirkjunum hérna í kring, einkumá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.Ég dett þarna inn þegar organist-arnir á stöðunum vilja fá frí. Þá

    hef ég líka verið að grípa í leið-sögn á Hesteyri á sumrin fyrirHafstein og Kiddý. Hesteyri ersannast sagna staðurinn sem égleita á til að hlaða batteríin. Þaðer eitthvað alveg einstakt viðþann stað, bæði róin og kyrrðin,en ekki síður þessi áminning semfelst í sögu staðarins.“

    – Organisti í afleysingum, seg-irðu. Varstu í tónlistarskóla á fyrritíð?

    „Já, ég var í tónlistarskólanumhér á Ísafirði frá sex ára aldri ogþangað til ég var átján ára. Svoþegar ég flutti aftur heim árið2003 byrjaði ég fljótlega aftur.Ég var alla tíð með sama tónlistar-kennarann, Elínu Jónsdóttur, ogég á henni að mikið að þakka,einkum að ég hafi enst svonalengi. Við náðum vel saman,einkum seinni árin. Elín kenndireyndar líka pabba þegar hannvar í tónlistarskólanum í gamladaga og tók svo við mér og svo

    hættum við saman þegar ég tókáttunda stigið fyrir fjórum árum.“

    – Lærðirðu á fleiri hljóðfærien píanó?

    „Nei, en ég lærði söng. Veitekki hvort það varð til neinsgagns! Það var meira bara tilgamans. En það var líka óskap-lega gaman, ég lærði hjá henniGuðrúnu Jónsdóttur. Hún er svolifandi og skemmtilegur kennari.Þetta var 1996-97, tveir vetureða eitthvað. Bara til að prófa.

    Tónlistarskólinn var mjög stórhluti af mínu uppeldi. Ég er þakk-lát foreldrum mínum að hafa ekkigefist upp á mér, sem og Ellu. Éghefði aldrei haldist svona lengi ítónlistarnáminu án hennar hvatn-ingar. Núna er ég ákaflega ánægðmeð þetta, það er gaman að getasest niður og spilað.“

    Stórfjölskyldan mjögvirk í félagsmálum

  • 1212121212 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    – Þú ert félagsmálafrík – veiteiginlega ekki hvort mér leyfistað nota það orð. Hvernig kom þaðtil?

    „Það er góð spurning, eins ogstundum er sagt. Mamma ogpabbi voru alltaf mjög virk í fé-lagsmálum og amma mín ekkisíður. Það má raunar segja aðstórfjölskyldan hafi alltaf veriðmjög virk í félagsmálum. Afi varnáttúrlega í verkalýðsmálum ogSkíðafélaginu. Fólkið mitt er aliðupp við að það sé sjálfsagt aðtaka þátt í málunum. Ég er alinupp við að þátttaka í samfélags-málum sé mikilvæg, að það sémikilvægt að leggja sitt af mörk-um. Það má svo segja að viðhorfmín til þátttöku í samfélaginuhafi síðan haft áhrif á námsvalmitt, en þegar ég var í félagsfræð-inni var líka einmitt verið að spáí það hvernig samskipti fólks írauninni skapa samfélagið.“

    – Þú varst virk í félagsstarfistrax í Menntaskólanum á Ísa-firði.

    „Já, ég var ritari nemendafé-lagsins einn vetur og var líka ískólanefnd. Í grunnskóla var égformaður nemendafélagsins í tí-unda bekk. Það er einmitt þaðsem amma mín innprentaði mérvarðandi félagsstörf: Maður áekki að segja nei. Hún sagði aðkonur væru svo gjarnar á að þoraekki, en þegar mér byðist tæki-færi til þátttöku í félagsmálum,þá ætti ég að grípa það. Og ég hef

    reynt að gera það. Það er líka svorosalega gaman, því maður lendirí undarlegustu og óvæntustuhlutum þegar maður er tilbúinntil að taka þátt!“

    Við sjáum bara hvernigástandið er á Alþingi!

    Eins og sagði í upphafi hefurAlbertína átt sæti í bæjarstjórn

    Ísafjarðarbæjar það kjörtímabilsem nú er að ljúka. Hún er þar íoddvitasæti Framsóknarflokks-ins, sem skipar meirihluta í bæj-arstjórn ásamt Sjálfstæðisflokkn-

    um, og gegnir starfi forseta bæj-arstjórnar. Kjörtímabilið á undanvar hún varamaður í bæjarstjórn.Hvað segir hún um reynsluna afstarfinu í bæjarstjórn?

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 1313131313

    Störf hjá EimskipFlytjanda á Ísafirði

    Eimskip leitar að öflugum einstaklingum til starfa hjá Eimskip Flytjandaá Ísafirði. Um er að ræða tímabundin störf við akstur og vöruhúsaþjón-ustu og framtíðarstarf á skrifstofu.

    Fulltrúi á skrifstofu, 50% starfshlutfall - framtíðarstarfHelstu verkefni eru móttaka og afhending vöru, skráningar vörufylgi-

    bréfa og almenn þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Umsækj-endur þurfa að búa yfir góðri almennri tölvukunnáttu.

    Bílstjóri - sumarafleysingarBílstjóri sinni reglubundnum akstri til Reykjavíkur. Vinnutími er frá kl.

    16:00-24:00 alla virka daga. Meirapróf (C) er skilyrði fyrir ráðningu ogréttindi til að aka með tengivagn (CE) eru æskileg.

    Vöruhúsaþjónusta - sumarafleysingHelstu verkefni eru vörumóttaka og vöruafgreiðsla. Vinnutími er frá

    kl. 08:00-17:00 allra virka daga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lyft-araréttindi (J).

    Nánari upplýsingar um störfin veitir Hafþór Halldórsson, svæðisstjóriEimskips á Vestfjörðum í símum 525 7891 og 825 7081 eða á netfang-inu [email protected]. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu Eimskips,www.eimskip.is, og hvetjum við áhugasama til að sækja um. Umsókn-arfrestur er til 2. maí 2014.

    Hreint sakarvottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip. Öllum um-sóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

    „Þetta hefur gengið ótrúlegavel. Þetta kjörtímabil í Ísafjarð-arbæ hefur verið alveg einstaktað því leyti hvað samstarfið milliallra hefur gengið vel. Auðvitaðkoma upp mál þar sem fólk erósammála, en það hefur ekkivaldið neinum leiðindum tillengri tíma. Við höfum alltaf get-að talað saman og reynt að násameiginlegri niðurstöðu. Málþar sem ekki hefur verið sameig-inleg niðurstaða eru undantekn-ingar. En það væri í rauninnióeðlilegt ef við værum alltaf sam-mála. Við höfum ekkert endilegaverið að taka afstöðu eftir meiri-hluta og minnihluta, og það finnstmér mjög jákvætt. Við sjáumbara hvernig ástandið er á Al-þingi! Þannig ástand er ekki nein-um til gagns.

    Á kjörtímabilinu erum við búinað ná verulega flottum árangri,til dæmis í rekstri bæjarfélagsins.Við erum búin að snúa honumvið úr stórum mínus í plús. Égheld að það sé ekki síst því aðþakka, að við höfum reynt aðvinna hlutina saman og ræða mál-in á milli funda, halda samskipta-leiðunum opnum. Það hefur líkatekist mjög vel samstarfið milliokkar Gísla Halldórs og ÖrnuLáru og það er sannarlega eitt-hvað sem ég mun sakna.“

    Miklir sameiginlegirhagsmunir Vestfirðinga

    – Svo ertu líka stjórnarformað-ur Fjórðungssambands Vestfirð-inga.

    „Já, ég hef verið það, þetta erfjórða árið, og þau hafa sannar-lega verið mér dýrmæt. Það hefurlíka verið óskaplega skemmti-legt. Ég starfaði hjá Fjórðungs-sambandinu um tíma og lærðiþar að meta mikilvægi þess aðvið Vestfirðingar stöndum samanog vinnum saman. Samgöngurn-ar gera okkur á stundum mjögerfitt fyrir í þeim efnum. En þóað margt sé ólíkt á milli svæðaog sveitarfélaga, þá eigum viðmargra og mikilla sameiginlegrahagsmuna að gæta. Það verstasem við gerðum væri að dragameð einhverjum hætti úr því sam-starfi.“

    – Hefur oft verið einhver tog-streita á milli svæða á Vestfjörð-um í þessu starfi innan Fjórð-ungssambandsins?

    „Auðvitað er alltaf einhver tog-streita, þeir stóru eru stórir ogþeir litlu eru litlir. En ég held aðokkur hafi tekist nokkuð vel áundanförnum árum að komastað sameiginlegri niðurstöðu ímálum frekar en að einhver sémeira ráðandi en annar. Þar gildirþað sama og annars staðar hvemikilvægt það er að setjast niðurog ræða málin í hreinskilni.Stundum kemur upp pirringur,en ef fólk er opið fyrir því að talasaman og ná sameiginlegri niður-stöðu, þá er hægt að gera frábærahluti.

    Að sumu leyti hafa þessi síð-

    ustu fjögur ár vissulega líka veriðerfið, við höfum verið að ganga ígegnum miklar breytingar. Með-al annars hafa sveitarfélögin tekiðvið málefnum fatlaðra. UmsvifFjórðungssambandsins hafa auk-ist úr því að vera með einn starfs-mann, framkvæmdastjórann, uppí það að vera með fimm starfs-menn, og veltan komin í það aðvera á við lítið sveitarfélag. Þaðer auðvitað í samræmi við ákvarð-anir síðustu ríkisstjórnar að færafleiri verkefni til sveitarfélag-anna, sem og þann vilja sveitar-stjórnarfólks að styrkja Fjórð-ungssambandið og samstarfsveitarfélaga á Vestfjörðum.“

    Lítill skilningurhjá ríkisvaldinu

    – Varðandi verkefni sem færðhafa verið frá ríkinu til sveitarfé-laganna á seinni árum, grunn-skólarnir á sínum tíma og nú síð-ast málefni fatlaðra – finnst þérað ríkið hafi látið nægilega tekju-stofna fylgja?

    „Nei, það er einfalt að svaraþeirri spurningu. Og það er alvegsama hvernig við berjumst umog bendum á að við þurfum meirafjármagn, þá er ekki sérlega mik-ill skilningur á því hjá ríkisvald-inu. Maður veltir fyrir sér hvenærkomið sé að þeim tímapunkti aðvið segjum einfaldlega: Við tök-um ekki við fleiri verkefnum.

    Sem dæmi má nefna samningvið landshlutasamtökin um al-menningssamgöngur. Þar feng-um við svo grátlega lítinn peningmeð, að það er skammarlegt. Þaðer ekki hægt að reka neinar al-menningssamgöngur fyrir þannpening. Og varðandi málefni fatl-aðra komu upp alls konar reikni-villur og hlutir sem gengu ekkiupp. En þar voru sem betur fersett endurskoðunarákvæði þann-ig að verið er að vinna að því aðrétta þann hlut.

    Síðan er stöðugt verið að breytalögum og auka skyldur okkar, tildæmis varðandi grunnskólana, ánþess að fjármagn fylgi. Því miðurer það nú svo, að við þurfumpeninga til að geta annast verk-efnin almennilega.“

    Ekki sátt við flokkinn– Fram hefur komið, að þú

    ætlar ekki að gefa kost á þéráfram til starfa í bæjarstjórn Ísa-fjarðarbæjar. Hvers vegna ekki?

    „Ástæðurnar fyrir því eru fleirien ein. Ég hef ekki farið dult meðþað, að ég hef ekki verið sátt viðflokkinn minn. Mér finnst ekkirétt að bjóða mig fram á nýjanleik fyrir þann flokk. Eins leiðin-legt og mér finnst það nú, því aðhér í Ísafjarðarbæ er mikið afgóðu fólki í þeim flokki, fólkisem mér þykir óskaplega væntum og hefur þótt vænt um að fáað starfa með. En stundum verðurmaður einfaldlega að fylgja sinnisannfæringu.

    Auk þess er það ekki auðveldvinna að starfa í sveitarstjórn, þó

    að mér hafi þótt það óskaplegaskemmtilegt. Innst inni langarmig auðvitað að halda áfram. Ensvo koma stundir þegar maður erþreyttur. Ekki síst á tímum þegarverið er að skera niður alla hlutitil að koma rekstrinum á réttankjöl, sem betur fer hefur tekist.Það hefur þýtt að við höfum þurftað gera breytingar sem hafa veriðerfiðar og maður hefur ekki alltafverið fullkomlega sáttur við. Þaðer þó ekki ástæðan fyrir því að éger að hætta, heldur miklu frekarað mér þykir þetta góður tíma-punktur til að fá aðeins ráðrúmtil að draga andann.“

    – Einhverjar getsakir hafaheyrst og sést þess efnis að þúmyndir hugsanlega bjóða þigfram á einhverjum öðrum lista?Kemur það ekki til greina?

    „Jú, það kæmi alveg til greina,en það væri auðveldara sagt engert, því að ég hef ákveðnarskyldur gagnvart flokksfélaginuhérna heima. Útfærslan á því yrðikannski dálítið flókin, að verakjörinn fulltrúi fyrir einn flokk

    og ætla svo að fara í framboðfyrir einhvern annan.“

    – Nú hittist þannig á, að rík-isstjórnin er mynduð af sömustjórnmálaflokkum og þeim semstanda að meirihlutanum í Ísa-fjarðarbæ. Er það rétt að himinnog haf skilji á milli þessara flokkaannars vegar í ríkisstjórninni oghins vegar í Ísafjarðarbæ?

    „Já. Mér finnst það til dæmishafa komið berlega í ljós í bók-unum gagnvart Evrópusamband-inu og fleiri málefnum núna ný-verið.“

    Gætum alveg einsverið óflokksbundin

    „Varðandi starf í sveitarstjórn-um hallast ég annars meira ogmeira að því, að það eigi ekki aðvera flokkspólitískt. Í sveitar-stjórnarmálum hljótum við ein-faldlega að vilja fá fólk sem villstarfa fyrir sveitarfélagið sitt. Viðhöfum ekkert verið að takaákvarðanir í bæjarstjórn Ísafjarð-arbæjar út frá flokkspólitískumsjónarmiðum. Hvað það varðar

    gætum við þess vegna alveg einsverið óflokksbundin.

    Mér finnst flokkapólitík ekkerteiga heima í svona litlu samfélagiþar sem við erum að takast á viðmál sem snerta slíka pólitík ekkineitt. Við erum einfaldlega aðreyna að taka ákvarðanir út fráþví hvað er best fyrir sveitarfé-lagið. Þar eiga flokkarnir ekkertað vera að þvælast fyrir. Stundumhefur það kannski pirrað ein-hverja að maður skyldi ekki veraakkúrat á flokkslínunni, ég fórekki í bæjarstjórn til að gætahagsmuna neins nema sveitarfé-lagsins.

    Hvað mig varðar hefur aðeinseitt skipt máli í störfum mínum íbæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ogstjórn Fjórðungssambands Vest-firðinga: Hvað er best fyrir Ísa-fjarðarbæ, hvað er best fyrir Vest-firði?

    Með þessar spurningar að leið-arljósi hef ég reynt að gera mittbesta.“

    – Hlynur Þór Magnússon.

  • 1414141414 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014

    Krossgátan

    Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

    Laugardagur 26. aprílLaugardagur 26. aprílLaugardagur 26. aprílLaugardagur 26. aprílLaugardagur 26. aprílkl. 11:45 South.pton. - Evertonkl. 14:00 Swansea - Aston Villa

    kl. 14:00 Fulham - Hullkl. 14:00 Stoke - Tottenhamkl. 14:00 WBA - West Ham

    kl. 16:30 Man. Utd - Norwichkl. 18:00 Real M. Osasuna

    Sunnudagur 27. aprílSunnudagur 27. aprílSunnudagur 27. aprílSunnudagur 27. aprílSunnudagur 27. aprílkl. 11:00 Sunderland - Cardiffkl. 13:00 Liverpool - Chelsea

    kl. 15:00 Valencia - Atletico Mkl. 15:00 Crystal P - Man. Citykl. 19:00 Villarreal - Barcelona

    Mánudagur 28. aprílMánudagur 28. aprílMánudagur 28. aprílMánudagur 28. aprílMánudagur 28. apríl19:00 Arsenal - Newcastle

    Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands26. apríl 1834: 26. apríl 1834: 26. apríl 1834: 26. apríl 1834: 26. apríl 1834: Tvö skip ogfjórtán bátar fórust í skyndi-

    legu ofsaveðri á Faxaflóa ogmeð þeim fjörutíu og tveir.

    26. apríl 1966:26. apríl 1966:26. apríl 1966:26. apríl 1966:26. apríl 1966: Akraborg komí síðasta sinn til Borgarness.Þá hafði áætlunarferðum

    með skipum milli Reykjavíkurog Borgarness verið haldið

    uppi í hálfan áttunda áratug.27. apríl 1915: 27. apríl 1915: 27. apríl 1915: 27. apríl 1915: 27. apríl 1915: Gullfoss lagðiaf stað til New York og komþaðan mánuði síðar. Hann

    var fyrstur íslenskra skipa meðíslenskum skipstjóra og

    íslenskri skipshöfn til að siglamilli Íslands og Ameríku síðan

    á dögum Leifs heppna.27. apríl 1977:27. apríl 1977:27. apríl 1977:27. apríl 1977:27. apríl 1977: Önnur gos-

    hrina Kröfluelda hófst en stóðaðeins í þrjá daga.

    28. apríl 1819:28. apríl 1819:28. apríl 1819:28. apríl 1819:28. apríl 1819: Tugthúsið íReykjavík var gert að em-bættisbústað fyrir stiftamt-

    mann, samkvæmt konungs-úrskurði. Þar eru nú skrifstofurforseta Íslands og forsæðis-

    ráðherra landsins.29. apríl 1967:29. apríl 1967:29. apríl 1967:29. apríl 1967:29. apríl 1967: Brandur,

    breskur landhelgisbrjótur,strauk úr Reykjavíkurhöfn með

    tvo íslenska lögreglumenn.

    Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Breytileg átt, 3-8 m/s og lítils-háttar rigning. Hiti 3-10 stig.

    Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Norðanátt og skúrir eða él

    norðantil, en bjartviðri suðra.Hiti 2-12 stig, hlýjast syðst.

    Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Norðanátt með dálitlum

    éljum norðantil eð skúrumsyðra. Kólnandi veður.

    HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

  • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 1515151515

    Lausn á síðustu krossgátu

    Sudoku þrautir

    Þjónustuauglýsingar

    smáarTil leigu er 2ja herb. íbúð. Uppl.gefur Bernharð í síma 848 0938.

    Til sölu eru eftirtaldar bækur,Saga Hornstrendinga, Sléttu-hreppur, Saga Strandmanna,Saga Alþingis, Æviskrár Stranda-manna, Einar Jónsson mynd-höggvari og Grallarinn. Uppl. ísíma 557 7957.

    Erfitt undir-búningstímabil

    Fyrsti leikur meistaraflokkskarla hjá BÍ/Bolungarvík á kom-andi keppnistímabili verður gegnTindastóli á Torfnesvelli laugar-daginn 10. maí. Jörundur ÁkiSveinsson, þjálfari segir að und-irbúningur liðsins í vetur hafi ver-ið erfiður. „Hópurinn er tvískipt-ur, hluti af honum fyrir sunnanog hluti fyrir vestan og við höfumekki náð að æfa almennilega sam-an í vetur. Þá hafa erfiðar að-stæður fyrir vestan í vetur ekkihjálpað til. Við misstum líkamenn eftir síðasta tímabil og höf-um ekki almennilega náð að fyllaþeirra skörð. Það verður að við-urkennast að við erum talsvert áeftir hinum liðunum í undirbún-ingi“ segir Jörundur Áki.

    Leikmannahópurinn er ekkifullskipaður en Jörundur Áki áallt eins von á því að við hannbætist einn til tveir leikmenn.„Hópurinn er mjög lítill. Við eig-um unga og efnilega stráka enþeir eru kannski ekki alveg klárirí að spila mjög stórt hlutverkmeð liðinu í sumar. Við lögðumupp með það í haust að gefa ung-um leikmönnum tækifæri og þeirhafa fengið talsverðan spilatímaí æfingaleikjunum í vetur en viðþurfum að leyfa 16 ára strákumað koma hægt inn í þetta,“ segirJörundur Áki.

    Meistaraflokkurinn verðurallur á Ísafirði um páskana viðæfingar og verður það í fyrstasinn síðan í september sem alltliðið æfir saman. Í dag verðurleikinn æfingaleikur við Hörð ágervigrasinu á Torfnesi. Sann-kallaður bæjarslagur í vændum.

    Ekki nægjan-legt fjármagn

    „Fjármagn til gatnakerfis hefurþví miður ekki verið nægjanlegtsvo hægt sé að halda því við.Segja má að á flestum árum séum að ræða hjálp í viðlögum, þóhafa nokkrar götur verið endur-nýjaðar. Æskilegt væri að fjár-magn malbiks gatna væri um 50millj. annað hvert ár. Þá hefurfjármagn til viðhalds ekki veriðnægjanlegt til að uppfylla allarkröfur sem gerðar eru,“ segirmeðal annars í minnisblaði Jó-hanns Birkis Helgasonar.

  • 1616161616 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014