76
Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla Norðurál Desember 2017

Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla

Norðurál

Desember 2017

Page 2: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

Efnisyfirlit

0 Samantekt 1

1 Áætlun um stórslysavarnir 2

1.1 Öryggis- og heilbrigðisstefna Norðuráls (SSK-759) 2

1.2 Áætlun um heilbrigðis- og öryggismál Norðuráls á Grundartanga (GSK 1016) 2

1.3 Neyðarstjórn og útkallslistar 4

1.4 Starfsþjálfun 4

1.4.1 Viðbragðsteymi 4

1.4.2 Nýliðafræðsla 5

1.4.3 Þjálfun verktaka 5

1.5 Greining og mat á stórslysahættum 5

1.6 Hvernig öryggi er tryggt í rekstrinum 6

1.6.1 Öryggisreglur fyrir verktaka 6

1.7 Hönnun og skipulag endurbóta 6

1.8 Undirbúningur neyðartilfella 6

1.9 Innra eftirlit með öryggisstjórnunarkerfinu 7

1.10 Úttekt og endurskoðun 8

2 Lýsing á umhverfi starfsstöðvar 9

2.1 Staðhættir 9

2.1.1 Vatnafar 10

2.1.2 Veðurfar 10

2.2 Lýsing á hættum frá umhverfi og fyrir umhverfi 11

2.2.1 Starfstöðvar sem tengst geta stórslysum. 11

2.2.2 Starfsstöðvarlýsing 11

3 Lýsing á hættulegum efnum 13

3.1 Hættuleg efni og lýsing á aðstæðum. 13

3.2 Viðbrögð við umhverfisfrávikum 14

4 Mat á stórslysahættu. 16

4.1 Niðurstaða áhættumats 16

4.2 Umfjöllun um einstök efni 16

4.2.1 Krýólít – versta hugsanlega tilfellið 16

4.2.2 Kragasalli. 18

4.2.3 Própan gas. 18

Page 3: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

4.2.4 Vélaolía. 18

4.2.5 Spennaolía 19

4.3 Aðferðafræði. 19

5 VARNIR OG VIÐBÚNAÐUR 22

5.1 Viðbragðs- og rýmingaráætlanir 22

5.2 Neyðarbúnaður 22

5.3 Viðvörunarkerfi Norðuráls 23

5.4 Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar 23

5.5 Brunavarnir þar til slökkvilið mætir 23

6 Neyðaráætlun innri 25

6.1 Aðgerðastjóri 25

6.2 Hlutverk og skipun neyðarstjórnar. 25

6.3 Aðgerðalýsing 25

6.4 Tilkynningar 25

6.5 Stjórnflæðirit – samskipti og aðgerðir 26

6.6 Starfsmannavernd 28

6.7 Upplýsingar til almannvarna 28

6.8 Þjálfun starfsfólks og verktaka vegna slysavarna 28

6.9 Umhverfisverndun 28

7 Ytri neyðaráætlun 30

8 Viðauki I Öryggisblöð 33

Page 4: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

Töflur

Tafla 3-1 Hættuleg efni í notkun hjá Norðurál ......................................................................... 13

Tafla 4-1 Niðurstaða hættugreiningar – sviðsmyndagreining og efnaáhættumats (EcoOnline)

................................................................................................................................................ 16

Tafla 4-2 Sviðsmyndagreining - gátlisti ................................................................................... 20

Tafla 4-3 Mat á líkum .............................................................................................................. 21

Tafla 4-4 Mat á afleiðingum .................................................................................................... 21

Myndir

Mynd 2-1 Yfirlitsmynd yfir nánasta umhverfi Norðuráls ............................................................ 9

Mynd 2-2 Yfirlitsmynd af Grundartanga (birt með leyfi frá Faxaflóahöfnum) ............................ 9

Mynd 2-3 Vindrós fyrir Grundartanga sem hlaðið var niður 15.02.2016 af

http://www.vindatlas.vedur.is/# (64,360N 21,716V) ................................................................ 11

Mynd 2-4 Yfirlit yfir framleiðsluferli Norðuráls. ........................................................................ 12

Mynd 3-1 Öryggisteikning - yfirlit ............................................................................................ 14

Mynd 3-2 Öryggisteikning – steypuskáli, gaslögn .................................................................. 15

Mynd 4-1 Möguleg orsakaröð í gasleka (*BLEVE: Boiling Liquid expanding vapour explosion)

................................................................................................................................................ 18

Mynd 4-2 Sviðsmyndagreining - aðferð .................................................................................. 19

Mynd 6-1 Viðbragðsferill vegna neyðar .................................................................................. 26

Mynd 6-2 Öryggisteikning – Aðveitustöð og spennarými ....................................................... 27

Mynd 6-3 Öryggisteikning - Frárennsli .................................................................................... 29

Page 5: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls
Page 6: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

2

1 Áætlun um stórslysavarnir

Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls til að uppfylla kröfur um stórslysavarnir vegna

meðhöndlunar og geymslu á hættulegum efnum. Það sem hér kallast stórslys er skv.

reglugerð nr 160/2007 “atvik á borð við stórfellda efnamengun, eldsvoða eða sprengingu

sem stafar af stjórnlausri atburðarrás við rekstur starfsstöðvar og stofnar heilsu og/eða

umhverfis á vinnustaðnum eða fyrir utan hann í mikla hættu”. Norðurál er með vottað

öryggisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur OHSAS 18001 og stefnir að því að vera þekkt

sem öruggur vinnustaður þar sem kapp er lagt á að öll vinnuaðstaða sé eins örugg og

kostur er. Starfsmenn eru þjálfaðir til að sinna störfum sínum á öruggan hátt og að þeir

viti hvernig á að bregðast við ef eitthvað kemur uppá til að draga úr áhrifum stórslysa á

fólk og umhverfi. Nánari upplýsingur um hættumat, viðbúnað og neyðaráætlanir eru í

köflum 2 - 7.

1.1 Öryggis- og heilbrigðisstefna Norðuráls (SSK-759)

Norðurál hefur öryggi og heilbrigði fólks í fyrirrúmi. Norðurál leggur áherslu á virkan þátt

starfsmanna í forvörnum og stöðugum umbótum. Norðurál stuðlar að aukinni öryggis- og

heilbrigðisvitund með fræðslu og þjálfun. Norðurál uppfyllir lög og reglur um öryggis- og

heilbrigðismál.

Öryggis- og heilbrigðismarkmið

► Að vera öruggur vinnustaður

► Aukin þátttak starfsmanna í forvörnum

► Að vernda heilsu starfsmanna

1.2 Áætlun um heilbrigðis- og öryggismál Norðuráls á Grundartanga (GSK 1016)

Stjórnendur Norðuráls taka ábyrgð á því að vinnuumhverfi fyrirtækisins sé laust við

fyrirséða hættu fyrir starfsfólk, verktaka og gesti. Rík áhersla er lögð á stöðugar

endurbætur í heilbrigðis- og öryggismálum fyrirtækisins.

Hjá Norðuráli eru heilbrigði, öryggi og slysavarnir forgangsatriði. Allir starfsmenn og

verktakar eru upplýstir um skyldur sem varða heilsu þeirra og öryggi og tryggt er að þeir

fái næga fræðslu og þjálfun til að uppfylla þessar skyldur. Jafnframt er ætlast til þess að

hver og einn leysi verk sín af hendi í samræmi við öryggisskyldur og sé ávallt hæfur til

sinna starfa. Öryggi í starfi og árvekni gagnvart öryggi vinnufélaganna eru skilyrði til

starfa hjá Norðuráli.

Norðurál framfylgir, eða fer fram úr, opinberum kröfum um heilbrigði og öryggi á

vinnustöðum, kröfum móðurfélagsins Century Aluminum og fylgir leiðbeiningum og

kröfum Vinnueftirlits ríkisins um heilbrigði og öryggi á vinnustöðum.

Öryggis- og heilbrigðismarkmið

Norðurál ásetur sér að vinnustaðurinn sé slysalaus og að ótryggar aðstæður fyrirfinnist

ekki. Starfsfólkið er áhugasamt og vel þjálfað, það leysir störf sín eftir öruggum

starfsferlum og sinni öryggisskyldum sínum samviskusamlega.

Skipulag

Öryggisnefnd Norðuráls stýrir framkvæmd öryggis- og heilbrigðismála undir forystu

framkvæmdastjórar Norðuráls á Grundartanga. Hlutverk nefndarinnar er að hafa

yfirumsjón með öllum kerfum og ferlum á sviði öryggis- og heilbrigðismála, móta stefnu

og áætlanir og forgangsraða nýtingu aðfanga, auk þess að tryggja að öryggis- og

heilbrigðisstefnunni sé framfylgt.

Page 7: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

3

Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisnefnd (ÖHU) er starfandi og á val á nefndarmönnum á

að spegla þverskurð af fyrirtækinu. ÖHU nefndin kemur saman eigi sjaldnar en einu sinni

á ársfjórðungi.

Öryggisstjóri er yfir öryggisdeildinni og heyrir hann beint undir framkvæmdastjóra

Norðuráls á Grundartanga og hefur ábyrgð og vald til að tryggja þróun og uppsetningu

árangursríks og virks öryggiskerfis.

Umbótateymi í öryggis- og heilbrigðismálum eru mynduð eftir þörfum til að taka á

einstökum atriðum og leysa þau. Þátttakendur í umbótateymunum eru valdir með hliðsjón

af því hvaða færni þarf til að leysa viðkomandi verkefni og valið á þeim á helst að spegla

þverskurð af fyrirtækinu. Þessi teymi eru svo leyst upp þegar umbótunum hefur verið

komið í kring.

Hlutverk og ábyrgð

Yfirmenn deilda bera fulla ábyrgð á þróun, framkvæmd og stöðugum úrbótum sem lúta

að öryggis- og heilbrigðismálum á vinnustað og að kröfum um öryggi og heilbrigði sé að

fullu framfylgt.

Allir starfsmenn og verktakar bera ábyrgð á því að framfylgja kröfum um öryggi og

heilbrigði á vinnustaðnum og að auðsýna öryggi í starfi. Það er í þeirra valdi að

sniðganga ónauðsynlega áhættu.

Lykilferli

► Að allt starfsfólk og verktakar öðlist tilskilda þekkingu og þjálfun til að sinna störfum

sínum á öruggan hátt. Engum skal leyft að sinna mikilvægum störfum án þess að hafa

viðeigandi yfirsýn og þjálfun og hafa fullnægt hæfnisskilyrðum og öðlast réttindi.

► Að allt starfsfólk og verktakar haldi vinnusvæðum sínum hreinum, hættulausum og

snyrtilegum þannig að ástand eigna á svæðinu sé alltaf eins og best verður á kosið.

► Að það hafi forgang hjá öllu starfsfólki að auðsýna frumkvæði í að bera kennsl á

óöruggar aðstæður eða hegðun og finna viðeigandi úrræði.

► Að viðurkenningar- og eflingarferli sé þróað og komið á til að hvetja til öruggrar

hegðunar og draga úr óöruggu atferli.

► Að árangursrík samskiptakerfi, sem lúta að öryggis- og heilbrigðismálum, séu þróuð,

útfærð og stöðugt endurbætt til að tryggja lárétt og lóðrétt samskipti og að svörun eigi

sér ávallt stað.

► Að stöðugt sé verið að greina og aðlaga þá öryggis- og heilbrigðisþætti sem er

ábótavant. Aðgerðaáætlanir þróaðar og útfærðar til að takast á við óæskilega

framvindu.

► Að þróa þarf margþætta ársöryggisáætlun með hlutlægum mælingum og

ársmarkmiðum og framkvæma hana á virkan hátt til að viðhalda stöðugum

endurbótum á öryggisferlum og frammistöðu. Útfærslu áætlunarinnar stýrt á virkan

hátt, framfarir endurskoðaðar og mældar ársfjórðungslega.

► Að reglulegt innra og ytra skipulagsmat sé lagt á framgöngu starfsmanna og verktaka

með hliðsjón af því hvernig til tekst að framfylgja öryggis- og heilbrigðisstefnu

fyrirtækisins. Jafnframt sé horft til þess hvernig þeim gengur að fara eftir einstökum

liðum áætlana um öryggis og heilbrigðismál á vinnustaðnum og gögnin síðan notuð til

stöðugra endurbóta.

► Að viðurkenndir heilbrigðisstarfsmenn (læknir eða hjúkrunarfræðingur) sinni eftirliti

með heilsu starfsfólks áður en til ráðningar kemur. Þeir fylgist síðan reglubundið með

heilsu starfsmanna, með skoðun og viðtölum (sérstök áhersla á starfsmenn sem vinna

Page 8: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

4

við framleiðslu og viðhald). Jafnframt verði vísað á heilsumælingar utan vinnustaðar

og aðstoð veitt við frekari forvarnir og áætlanir um heilsueflingu.

1.3 Neyðarstjórn og útkallslistar

Neyðarstjórn er kölluð saman þegar hætta vofir yfir sem getur orsakað meiriháttar tjón,

getur leitt til mannskaða, rekstrarstöðvunar fyrirtækisins og/eða umhverfisóhappa, eða ef

slíkur atburður hefur þegar átt sér stað.

Hlutverk neyðarstjórnar er að koma í veg fyrir manntjón, umhverfisóhöpp og síðan tjón á

búnaði og tækjum eftir fremsta megni.

Neyðarstjórn myndar framkvæmdastjórn Norðuráls á Grundartanga ásamt öryggisstjóra

Norðuráls. Framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga er formaður

neyðarstjórnarinnar.

Forstjóri,og framkvæmdastjóri viðskipta-, þróunar og samskiptasviðs sjá um öll samskipti

við fjölmiðla.

Góð samskipti og skilvirkar boðleiðir eru lykilatriði í öllum neyðarviðbrögðum. Tetra

stöðvar einfalda, auðvelda og bæta samskiptaleiðir og tryggja bein samskipti milli

neyðarstjórnar, viðbragðsteymis og utanaðkomandi aðstoðar.

Til að kalla eftir aðstoð frá viðbragðsteymi þá má hringja beint í Tetra númer meðlima

viðbragðsteymis eða í neyðarlínu 1-1-2. Ef hringt er í neyðarlínu 1-1-2 þá sendir

neyðarlínan SMS til neyðarstjórnar, viðbragðsteymis og viðbragðshóps og útlistar

upplýsingar um atvik, slys eða um aðsteðjandi hættu.

1.4 Starfsþjálfun

Mat er lagt á nauðsynlega starfsþjálfun einstakra starfsmanna strax við ráðningu. Sama

er gert í öllum tilfellum þegar verktakar þurfa að vinna á starfssvæðinu.

Verktakar sem starfa á athafnasvæði Norðuráls þurf að stimpla sig inn og út af svæðinu

til að auka öryggi þeirra. Gert til að vita hverjir eru á athafnarsvæði NA ef rýma þarf

svæðið.

Við mat á starfsþjálfunarþörf er sérstaklega tekið tillit til:

► Þörf starfsmanna og verktaka fyrir starfsþjálfun vegna hættustýringar og

stórslysavarna.

Farið er eftir VLR 650 um þjálfun og starfsþróun.

Gestum er kynnt sérstaklega öryggisreglur vinnustaðarins og fá afhentan

upplýsingabækling í upphafi heimsóknar.

1.4.1 Viðbragðsteymi

Viðbragðsteymið mynda vaktstjóri kerskála og liðstjórar hverrar vaktar ásamt

viðbragðshóp skipuðum lykilstarfsmönnum Norðuráls. Tryggt er að minnst 8-10 manna

viðbragðsteymi sé á hverri vakt.

Vaktstjóri kerskála er stjórnandi viðbragðsteymis. Hlutverk viðbragðsteymis er að

bregðast við hverskonar neyð, aðsteðjandi hættu, óvæntum atvikum, umhverfisóhöppum

og slysum. Viðbragðsteymið skal koma í veg fyrir frekari slys eða tjón á búnaði og

tækjum eftir fremsta megni.

Allir starfandi vaktstjórar og meðlimir viðbragðsteymis hjá Norðuráli hafa hlotið

grunnþjálfun í brunavörnum. Stefnt er að því að allir meðlimir viðbragðsteymis fari á

endurmenntunarnámskeið einu sinni á ári í skyndihjálp og ýmis konar viðbrögðum við vá.

Page 9: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

5

Reglulega fara fram æfingar á rýmingu og viðbrögðum gagnvart þeim hættum sem settar

eru fram í Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls. Tilgangur æfinganna er að undirbúa

meðlimi neyðarstjórnar og viðbragðsteymis til að minnka áhættu á röngum viðbrögðum í

neyð, og til að rýna aðgerðir með tilliti til veikleika í viðbragðs aðgerðum og ferlum.

1.4.2 Nýliðafræðsla

Allir nýliðar hjá Norðurál fara í gegnum dagsnámskeið fyrir upphaf starfs þar sem farið er

yfir ýmis atriði. Á námskeiðinu er starfsemi og saga fyrirtækisins kynnt og farið yfir

starfsmannamál, en megin uppistaða námskeiðsins er umfjöllun um öryggis- og

umhverfismál. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um stefnu Norðuráls í öryggismálum,

persónuhlífar, helstu hættur, áhættugreiningar og áhættuskimun og neyðarviðbrögð. Auk

þess er farið með nýliða í vettvangsferð um vinnusvæðið.

Starfsmenn í framleiðsludeildum fá auk þess afhent nýliðaþjálfunarhefti þegar þeir hefja

störf. Heftinu er ætlað að halda utan um þjálfun nýliða á fyrstu vikum í starfi og þar er

ítarlegur gátlisti til að halda utan um það sem mikilvægt er talið að nýliðar fái upplýsingar

um. Markmið nýliðabæklingsins er að allir starfsmenn hljóti faglega þjálfun þegar þeir

hefja störf. Bæklingurinn er ætlaður stjórnanda til utanumhalds og sem gátlisti sem ber að

fylla út og telst starfsmaður ekki hafa lokið þjálfun fyrr en bæklingnum er skilaður

útfylltum. Með slíkum viðmiðum er reynt að samræma þjálfun starfsmanna eins og

frekast er unnt. Þjálfunin stendur yfir í þrjá mánuði, en lengur ef þess þarf.

Allir starfsmenn sækja námskeið í Öruggu atferli innan sex mánaða í starfi. Í Öruggu

atferli er áhersla lögð á jafningjafræðslu, eftirfylgni og frumkvæði starfsmanna sjálfra til að

auka öryggi á vinnusvæðinu. Þá sækja starfsmenn ýmis öryggisnámskeið eftir þörfum,

sem dæmi má nefna fallvarnanámskeið og lásanámskeið (Læsa – merkja – prófa).

1.4.3 Þjálfun verktaka

Þjálfun verktaka er framkvæmd skv. Öryggis- og heilbrigðisstefnu Norðuráls. Allir

verktakar fara í gengum hefðbundið öryggisnámskeið fyrir verktaka. Einnig er gerð krafa

um ítarlegri þjálfun, skv. viðkomandi verkefnum, t.a.m. fallvarnarnámskeið, Læsing-

Merking-Prófun og innganga í lokað rými.

1.5 Greining og mat á stórslysahættum

Hjá Norðurál fer almennt áhættumat á störfum fram samkvæmt VLR 637 Áhættumat

starfa. Í því áhættumati er tekið á notkun hættulegra/varsamra efna og metnar líkur á

stórslysum og afleiðingar slysa. Efnaáhættumat fer einnig fram í gegnum EcoOnline sem

er hugbúnaður sem heldur utan um efnamál og öryggisblöð.

Við greiningu og mat á stórslysahættum vegna efnanotkunar var einnig beitt s.k.

sviðsmyndargreiningu (scenario analysis). Metnar voru afleiðingar meiri háttar

slyss/óhappa á svæðum þar sem töluverð hætta er á að slík slys geti orðið. Hættan getur

stafað af miklu magni hættulegra efna sem geta orsakað hættu fyrir umhverfi og

starfsmenn í formi eitrunar og/eða elds og sprengihættu.

Reynsla aðila er að hættan af slíkum slysum sé einkum þríþætt, þ.e.

► Leki hættulegra efna á vökvaformi

► Leki eitraðra loftegunda

► Eld og sprengihætta

Slys sem þessi geta leitt af sér mengun á grunnvatni og/eða yfirborðsvatni, afleiddum

eldsvoðum og eitrunum alls konar.

Page 10: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

6

Eftirfarandi efni sem er að finna á starfsvæði Norðuráls og falla undir ákvæði reglugerðar

nr. 160/2007, 1 viðauka, kryolite, kragasalli. Auk þeirra er notkun og geymsla á gasi og

olíu áhættumetin.

Þar sem að mesta magn er af krýólíti á einum stað eru verstu hugsanlegu tilfellin að

þessi efni geti dreifst yfir stórt svæði vegna einhverra utanaðkomandi atvika. Líkur á því

eru þó metnar mjög litlar.

Á 3-5 ára fresti sér öryggisstjóri um að áhættumat og mat á stórslysahættum sé

endurskoðað

1.6 Hvernig öryggi er tryggt í rekstrinum

Öryggisstjórnkerfi Norðuráls er vottað í samræmi við körfur OHSAS 18001:2007. Ferlar

fyrirtækisins á sviði öryggi og heilbrigði hafa verið skilgreindir og eru í stöðugri

endurskoðun. Gerðar hafa verið verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar fyrir mismunandi

störf þar sem tekið er tillit til þeirrar áhættu sem fylgir starfinu/starfstöðinni. Gefin hefur

verið út Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls sem heldur utan um öll viðbrögð og

rýmingaráætlanir vegna hugsanlegra slysa og óhapp á athafnasvæði Norðuráls.

Markmið Norðuráls er að tryggja öryggi, í rekstri, stöðvun og í viðhaldi. Áhættumat starfa

hefur verið gert fyrir alla starfsemi Norðuráls og niðurstöður þess og lýsingar á verkferlum

er aðgengilegt á verkefnavef.

Verklagsreglur fyrir Innri úttektir, áhættumat og ÖHU skoðanir, Rýni stjórnenda,

Breytingastjórnun, úrbætur/umbætur og ábendingar er að finna í gæðahandbók

Norðuráls.

Skjöl öryggisstjórnunarkerfisins eru aðgengileg öllum viðeigandi á innra neti Norðuráls í

Gæðahandbók.

1.6.1 Öryggisreglur fyrir verktaka

Öryggisreglur fyrir verktaka Norðuráls hf hafa verið settar fram til að tryggja að þeir lúti

sömu kröfum og aðrir starfsmenn Norðuráls hvað varðar lög og reglur um öryggi og

heilbrigði á vinnustað og viðbótarkörfur sem fyrirtækið setur fram.

1.7 Hönnun og skipulag endurbóta

Breytingastjórnun (Management of Change).

VLR 637 Áhættumat starfa og LBN-875 Hvenær skal framkvæma áhættugreiningu segja

að áhættugreiningu skuli framkvæma þegar breytingar eru í vændum eða hafa átt sér

stað í vinnuumhverfinu eða á búnaði. Markmiðið er að tryggja að hönnun, bygging og

viðhald sé í samræmi við öryggiskröfur. Breytingastjórnun nær til breytinga á störfum,

húsnæði, framleiðsluháttum, efni, tækjum, verklagi hugbúnaði og utanaðkomandi

aðstæðum sem geta haft áhrif á stórslysavarnir fyrirtækisins. Nær til breytinga sem þarf

að gera strax, til bráðbirgða, endanlegra og vegna neyðartilvika.

1.8 Undirbúningur neyðartilfella

Verstu sviðsmyndir stórslysa voru metnar með sviðsmyndagreiningu (Scenario analysis).

Lýst nánar í kafla 4.

Viðbragðs- og rýmingaráætlunar Norðuráls Grundartanga hefur verið gefin út og er

aðgengileg hjá fyrirtækinu. Hún inniheldur allar upplýsingar er varða viðbrögð og rýmingu

vegna hugsanlegra slysa og óhappa á athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga. Nánari

upplýsingar um varnir og viðbúnað eru í kafla 5 og kafli 6 er samantekt um neyðaráætlun

Page 11: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

7

innri. Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls Grundartanga heldur utan um

neyðaráætlun innri og ytri. Ytri neyðaráætlun er í kafla 7.

Reglulega fara fram æfingar á rýmingu og viðbrögðum gagnvart þeim hættum sem settar

eru fram í viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls Grundartanga. Tilgangur æfinganna

er að undirbúa meðlimi neyðarstjórnar og viðbragðsteymis til að minnka áhættu á röngum

viðbrögðum í neyð, og til að rýna aðgerðir með tilliti til veikleika í viðbragðsaðgerðum og

ferlum. Viðbragðs- og rýmingaráætlunin er rýnd með reglulegu millibili (að lágmarki

annað hvert ár) til þess að mæta breyttum forsendum á svæðinu. Einnig er áætlunin rýnd

eftir æfingar eða óhöpp eftir því sem við á.

Hjá Norðuráli á Grundartanga skiptist viðbúnaðarstig í tvennt eftir alvarleika óhapps eða

stærðargráðu áhættu sem vofir yfir.

► 1. stig. Minniháttar slys eða áhætta

► 2. stig. Alvarlegt slys eða mikil áhætta

Ýmsar ástæður geta legið að baki þeirri ákvörðun að rýma þurfi athafnasvæðið eða

einstakar byggingar. Þær geta verið vegna rekstrarstopps, slysa, umhverfisóhappa,

eldsvoða eða náttúruhamfara. Mögulegar náttúruhamfarir á athafnasvæði Norðuráls á

Grundatanga eru fárviðri, jarðskjálftar, eldgos, öskufall ofl.

1.9 Innra eftirlit með öryggisstjórnunarkerfinu

Öryggisstjórnunarkerfinu er í stöðugri endurskoðun. Skilgreindar hafa verið aðferðir við

að uppfæra og endurbæta kerfið með breyttum aðstæðum (VLR 637 Áhættumat starfa

og LBN-875 Hvenær skal framkvæma áhættugreiningu) og við að nýta reynslu af

tilvikum (VLR-647 Frávikaskráning).

► Innri úttektir fara reglulega fram skv. kröfum OHSAS 18001 í samræmi við VLR 512

Innri úttektir. Gerðar eru úttektaráætlanir þar sem kemur fram hvaða svæði og hvaða

störf skal taka út

► Haldið er utan um öll slys og þau eru skráð og viðbrögð við þeim í samræmi við VLR

647 Frávikaskráning. Öll slys eru skráð, sem og næstum því slys, tjón,

öryggisábendingar og umhverfisfrávik. Öryggisstjóri hefur umsjón með varðveislu

slysatilkynninga. Hann ber ábyrgð á tilkynningum slysa til hlutaðeigandi aðila og

annarri úrvinnslu sem tilheyrir. Daglega er tekin saman niðurstaða dagsins. Vikulega

er tekin saman samantekt vikuskýrsla sem er tekið til umræðu á vikulegum fundi

stjórnenda um öryggis-, heilbrigðis og umhverfismál. Mánaðarlega er tekið saman

yfirlit yfir mánuðinn. Niðurstöðurnar eru teknar til umræðu í ÖHU nefnd á 3 mánaða

fresti.

► Vikulega er farið í svokallaðar „bónus“ göngur. Í úttektinni er farið yfir öryggisatriði,

sem hafa áhrif á bónus til starfsmanna. Hvert frávik er skráð og gerður er úrbótalisti

yfir þau atrið sem þurfa lagfæringar við. Niðurstöður eru kynntar starfsmönnum.

► Dagleg fer stjórnandi frá öryggisdeild um starfssvæðin

► Haldið er utan um vöktun og skráning á efnum í EcoOnline. .

► Reglubundið mat fer fram hjá fyrirtækinu. Það er gert í formi áhættugreininga (VLR

637 Áhættumat starfa) sem gerðar eru eftir þörfum. Öryggisblöð eru til hjá viðkomandi

deildum og eru þau aðgengileg starfsmönnum.

► Reglulega eru haldnar æfingar vegna viðbragðsáætlana. Einnig eru rýmingaráætlanir

og neyðaráætlanir yfirfarðar og samræmdar.

► Einu sinni ári er öryggis- og heilbrigðisstefnan rýnd á rýnifundi stjórnenda

Page 12: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

8

1.10 Úttekt og endurskoðun

Viðhaldsúttektir á öryggisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur OHSAS 18001 fara fram

einu sinni á ári og sér BSI á Íslandi um þær. Eftir þörfum koma síðan erlendir ráðgjafar

og taka út öryggisstjórnunarkerfið. Niðurstöður úttekta eru notaðar til að greina þörf fyrir

úrbætur/umbætur á öryggisstjórnunarkerfinu.

Vinnueftirlit ríkisins sér um að fyrirtæki vinni eftir reglugerð nr 160/2007 um varnir gegn

hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. Vinnueftirlitið leggur mat á hvort áætlun

um stórslysavarnir, öryggisskýrsla og neyðaráætlun rekstraraðila sé fullnægjandi.

Reglugerð nr 160/2007 er með stoð í lögum nr 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og

öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

Endurskoðun á áætlun um stórslysavarnir fer fram eftir þörfum og eigi sjaldnar en á 5 ára

fresti er þessi öryggisskýrsla uppfærð og send til viðeigandi aðila. Yfirstjórn rýnir

öryggisstjórnunarkerfið í Rýni stjórnenda í samræmi við VLR 519 Rýni stjórnenda.

Page 13: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

9

2 Lýsing á umhverfi starfsstöðvar

2.1 Staðhættir

Á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er járnblendiverksmiðja Elkem, álver Norðuráls,

fóðurverksmiðja Líflands auk nokkurra fyrirtækja í léttum iðnaði. Norðurál hóf rekstur í

júní 1998 en Íslenska járnblendifélagið haustið 1979. Nánasta umhverfi iðnaðarsvæðisins

á Grundartanga einkennist af móum og mýrlendi en á stöku stað eru hæðardrög þar sem

sést í berggrunninn. Mýrlendið hefur að stærstum hluta verið ræst fram. Norðan við

iðnaðarsvæðið er Eiðisvatn, um 2 km2 að stærð, en austan þess er mun minna vatn,

Hólmavatn. Landinu hallar lítillega frá ströndinni en aðdýpi sjávar er mikið. Frá

Grundartanga er mikil fjallasýn til allra átta. Yfirlitsmynd af nánasta umhverfi Norðuráls er

á mynd 2-1 og yfirlitsmynd yfir Grundartanga á mynd 2-2.

Mynd 2-1 Yfirlitsmynd yfir nánasta umhverfi Norðuráls

Mynd 2-2 Yfirlitsmynd af Grundartanga (birt með leyfi frá Faxaflóahöfnum)

Page 14: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

10

Samgöngur á svæðinu eru góðar. Hringvegurinn er í næsta nágrenni iðnaðarsvæðisins á

Grundartanga, aðeins 17 km eru til Akraness, 28 km til Borgarness og eftir tilkomu

Hvalfjarðarganga er vegalengdin til Reykjavíkur 44 km.

2.1.1 Vatnafar

Í nágrenni Grundartanga eru nokkur smávötn eða tjarnir. Þeirra stærst er Eiðisvatn sem

er um 2 km2. Í Eiðisvatn renna nokkrir lækir en ein frekar vatnslítil á, Urriðaá, rennur úr

vatninu til vesturs í Leirárvog. Vatnið er grunnt, alls staðar innan við eins metra djúpt.

Austan Eiðisvatns er Hólmavatn sem er um 0,5 km2 og úr því rennur Kalmansá til

Hvalfjarðar. Á milli Eiðisvatns og Hólmavatns er Kríltjörn en Katanestjörn er sunnar.

Katanestjörn hefur að mestu verið ræst fram.

Berggrunnur Hvalfjarðarsvæðisins er frekar þéttur og því lítt vatnsleiðandi. Þessir

eiginleikar berggrunnsins setja mark sitt á vatnafar svæðisins. Á iðnaðarlóðinni á

Grundartanga er grunnvatnsborð á eins til tveggja metra dýpi og grunnvatnsrennsli er til

sjávar.

2.1.2 Veðurfar

Á Hvalfjarðarsvæðinu ríkir veðurfar sem stjórnast mikið af hafinu, það er milt og rakt að

vetrarlagi og svalt að sumarlagi. Sjálfvirk veðurmælingastöð er við Grundartangahöfn í

eigu og umsjón Faxaflóahafnar. Mæld er vindátt, vindhraði og mesta vindhviða. Hitastig,

loftraki, úrkoma, sólgeislun og loftþrýstingur er mældur í mælistöð sem staðsett er á

túninu rétt norðan járnblendiverksmiðjunnar. Mælingar hófust í september 1994.

Mælingarnar voru samfelldar til ársins 1997 en frá mars 1997 til janúar 2000 eru

allmargar eyður í gögnunum. Einnig eru til veðurmælingar frá árunum 1978-1979 á

Skollholti, sem staðsett er innan iðnaðarlóðarinnar, rétt norðan við kerskálana.

Samanburður Veðurstofu Íslands á gögnunum frá 1978-1979 og meðaltali áranna 1949-

1968 gaf til kynna að mælingarnar frá áttunda áratugnum væru svipaðar og

langtímameðaltalið og því marktækt viðmið til að meta dreifingu loftborinnar mengunar.

Vindáttir á Grundartanga eru algengastar af austan þar sem suðuaustanáttin er

algengust. Síðan koma norðaustan- og austanáttir og saman mælast þessar austanáttir

í um 40-50% tilvika. Sunnan og vestanáttir eru mun sjaldgæfari en helst mælist vindur að

suðvestan eða í kringum 10% tilvika. Norðan- og vestanáttir eru mjög sjaldgæfar á

Grundartanga. Meðfylgjandi er mynd af vindrós sem hlaðið var niður 15.02.2016 af

http://www.vindatlas.vedur.is/#.

Page 15: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

11

Mynd 2-3 Vindrós fyrir Grundartanga sem hlaðið var niður 15.02.2016 af

http://www.vindatlas.vedur.is/# (64,360N 21,716V)

2.2 Lýsing á hættum frá umhverfi og fyrir umhverfi

2.2.1 Starfstöðvar sem tengst geta stórslysum.

Hættuleg efni eru geymd á svæðum þar sem að ytra umhverfi á ekki að stafa hætta af.

Þar sem mikið magn af Krýólít/baðefni er á einum stað er versta hugsanlega tilfellið að

kryólít geti dreifst yfir stórt svæði. Spennaolía flokkast ekki sem hættuleg umhverfi eða

fólki en er flokkuð sem spilliefni í samræmi við reglugerð nr 184/2002 um skrá yfir

spilliefni og annan úrgang.

► Krýólít er að finna í baðefnavinnslunni sem staðsett er í sér byggingu strandmegin við

álverið fyrir miðju kerskálabyggingunum.

► Stærsti hluti af spennaolíunni er í Aðveitustöð og afriðlarýmum fyrir Kerlínu 1 og 2.

Einnig er spennaolían á spennum sem eru í dreifistöðvum víðsvegar um

verksmiðjusvæðið ásamt svæði við súrálssíló.

Önnur efni sem flokka má sem hættuleg eru kragasalli, própan gas, vélaolía (díselolía)

og spennaolía. Þessi efni eru í það litlu magni að þau falla fyrir utan reglugerðina. .

► Kragasalli er annars vegar geymdur í 1.8 tonna stórsekkjum í gámageymslu við

Skautsmiðju og hins vegar í 4.5 tonna gámasílóum. Efni úr stórsekkjum er sett eftir

þörfum í síló. Engar greinanlegar orsakir gætu orðið til þess að kargasallin dreifist um

svæði, en ef svo ólíklega vildi til stafar hvorki mönnum né umhverfi meiri hætta af

efninu, en við eðlilegar rekstraraðstæður.

► Própangas tankurinn er sunnan við steypuskála og er um 20m3 og tekur um 8 tonn af

fljótandi gasi.

► Vélaolíu er að finna á tveimur stöðum við verksmiðjuna. Olíutankar eru staðsettir við

vestan við vörugeymslu og á austursvæði.

2.2.2 Starfsstöðvarlýsing

Árið 2015 voru um 312.000 tonn af áli framleidd á Grundartanga. Framleiðsla á áli í álveri

Norðuráls á Grundartanga fer fram í 520 kerum í fjórum kerskálum. Kerin eru lokuð og

tengd þurrhreinsivirkjum sem hreinsa útblástur sem kerin skila frá sér. Súrál er flutt frá

Page 16: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

12

höfn í gegnum lokað kerfi og þaðan í kerin. Í kerunum er það klofið með rafmagni í

súrefni og hreint ál. Kolaskaut bindast súrefninu með bruna á meðan það er ennþá í

kerunum. Þessu ferli er stjórnað með tölvustýrðu stjórnkerfi. Í hverju keri eru 20 skaut

sem skipt er um á 30 daga fresti. Skautin eru steypt við skautgaffla í skautsmiðjunni áður

en þeim er komið fyrir í kerunum. Hvert nýtt skaut er um 1200 kg en eyðist smám saman

og að notkun lokinni eru eftir um 250 kg af skautleifum. Skautin eru flutt aftur í

skautsmiðjuna þar sem skautleifarnar eru hreinsaðar af skautgafflinum, muldar niður og

sendar utan þar sem þær eru endurunnar sem hráefni í ný skaut. Nýtt skaut er steypt á

skautgaffalinn og ferlið endurtekur sig. Í hverju keri eru framleitt um 1,5 tonn af áli á dag.

Álið er flutt í steypuskálann þar sem málminum er safnað í steypuofna sem hver tekur um

60 tonn. Þegar málmurinn hefur náð kjörhitastigi fyrir steypu (720°C) er ofninum lyft og

málminum rennt í steypumót og steyptur í um 22 kg hleifa. Hleifarnir eru bundnir í stæður

sem vega um 1 tonn og fluttir þannig gámum á markað. Myndin hér á eftir sýnir

framleiðsluferli Norðuráls.

Mynd 2-4 Yfirlit yfir framleiðsluferli Norðuráls.

Norðurál vinnur eftir vottuðu öryggisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur OHSAS 18001

þar sem helstu störfum og verkferlum er lýst og þeim hættum sem geta komið upp.

Tækjum og verkfærum sem nota á við viðkomandi verk er lýst, framkvæmd verksins,

helstu áhættuþáttum sem skal hafa í huga og gefin eru ráð um viðbrögð við aðstæðum

þar sem hætta getur skapast. Verklagsreglurnar er að finna í gæðahandbók á innra

netinu.

Metið er að engar hættur séu á fjarsvæðum í kringum Norðurál vegna notkunar á

hættulegum efnum sem fjallað er um í þessari skýrslu. Næsti nágranni er

Járnblendifélagið og uppfylla öll mannvirki NA kröfur brunavarna varðandi

brunafjarlægðir.

Í kafla 3 er fjallað um hættuleg efni sem eru til staðar í því magni þau getu hugsanlega

verið upptök stórslysa. Þar er öryggisteikning sem sýnir svæði þar sem efnin geymd eru.

Yfirlit yfir búnað sem er á svæðinu er að finna í kafla 5 og yfirlit um innri neyðaráætlun í

kafla 6.

Page 17: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

13

3 Lýsing á hættulegum efnum

Eftirfarandi listi (Tafla 3-1) er yfir þau efni sem er að finna á starfsvæði Norðuráls og falla

undir ákvæði reglugerðar nr. 160/2007, 1 viðauka, 2. hluta. Mynd 3-1 sýnir hvar þessi

efni eru staðsett, ásamt staðsetningu brunahana, aðkomu slökkviliðs og söfnunarsvæða.

Öryggisblöð (SDS) fyrir efnin má finna í viðauka I.

3.1 Hættuleg efni og lýsing á aðstæðum.

Tafla 3-1 Hættuleg efni í notkun hjá Norðurál

Hættuleg efni - Yfirlit

Efni

Hámarks-

magn

[tonn]

Staður Lýsing á aðstæðum

Kragasalli

CAS: 64743-05-1

CAS: 65996-93-2

20-50 Skautsmiðja

Hámarksmagn á svæðinu er u.þ.b. 20-50 tonn. Kragasalli er

annars vegar geymdur í 1.8 tonna stórsekkjum í gámageymslu

við Skautsmiðju og hins vegar í 4.5 tonna gámasílóum. Efni úr

stórsekkjum er sett eftir þörfum í síló.

Þar sem að mest er af kragasallanum á einum stað í sílói inni í

skautsmiðju er ekki talið að mönnum eða lífríki stafi sérstök

hætta vegna dreifingar efnisins um svæðið. Efnin eru

tregbrennanleg bikefni sem geta verið eldnærandi.

Cryolite/ Krýólít

CAS:15096-52-3

CAS: 1377-53-6

8300 Kerskálar

Endurvinnsla

8300 tonn af krýólít eða raflausnarefni er fljótandi í kerum

rafgreiningarinnar í kerskála. Umfram lausn er sogin af kerum

og fer í efnisvinnslu (9 - 12 tonn á dag) þar sem efnið er látið

storkna, malað og sett í sekki sem geymdir eru í gám (u.þ.b.

1,5 tonna einingar).

Þar sem mikið magn af krýólít er á einum stað er versta

hugsanlega tilfelli að efnið geti dreifst yfir stórt svæði.

Própangas

CAS: 74-98-6 8

Steypuskáli

Skautsmiðja

20 m3 gastankur er sunnan við steypuskála sem tekur 8 tonn

af fljótandi gasi. Einnig eru gaskútar geymdir við hliðina á

skrifstofu skautsmiðjunnar. Gas er tiltækt sem varaleið til

upphitunar á bakskautum. Í steypuskála er gas notað til

hitunar á hjóli við steypulínur og sem varaleið til hitunar á

steypulínum, sem jafnan eru rafhitaðar. Í skautsmiðju er gas

notað við upphitun á skauttindum og til hitunar á efsta hluta

rafskauta.

Nánari teikningar af gaslögnum og lokum og neyðarlokum má

finna á teikningum fyrir steypuskála (Mynd 3-2) og

skautsmiðju (Mynd 3-3). Þær eru einnig a finna í

viðbragðsáætlun Norðuráls.

Vélaolía

(dieselolía)

CAS: 68334-30-5

45 Lager

Tankur fyrir litaða olíu (40.000l.) er staðsettur vestan við

vörugeymslu við olíuafgreiðslu. Olíutankurinn er notaður til að

fylla á farartæki (lyftara, hjólaskóflur og dráttarbílar) sem

staðsett eru innan girðingar Norðuráls. Þau farartæki sem dælt

er á úr olíutanknum, 110 stk, taka frá 50-200 l. og er dælt á

þau einu sinni á dag að jafnaði. Annar olíutankur er á

austursvæði (3900 l).

Spennaolía

CAS: 64742-53-6

930

Dreift um

svæðið

Spennaolía er notuð til einangrunar og kælingar á spennum.

Stærsti hluti af spennaolíunni er í Aðveitustöð og afriðlarýmum

fyrir Kerlínu 1 og 2. Einnig er spennaolían á spennum sem

eru í dreifistöðvum víðsvegar um verksmiðjusvæðið ásamt

svæði við súrálssíló.

Page 18: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

14

3.2 Viðbrögð við umhverfisfrávikum

Ef umhverfisslys eiga sér stað og efni sleppa út úr lokuðum kerfum skal hafa samband

við Norðurál í síma 430 1000 eða í neyðarlínuna 112. Þegar hringt er í Neyðarlínuna fær

neyðarstjórn fyrirtækisins skilaboð.

Mynd 3-1 Öryggisteikning - yfirlit

Page 19: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

15

Mynd 3-2 Öryggisteikning – steypuskáli, gaslögn

Mynd 3-3 Öryggisteikning – skautsmiðja, gaslögn

Page 20: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

16

4 Mat á stórslysahættu.

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 160/2007 hefur eftirfarandi mat verið lagt á líkur á

stórslysum í tengslum við notkun og geymslu á efnum sem falla undir reglugerðina. Líkur

á stórbruna eru litlar en sprengi- og eldhætta eru til staðar vegna mikils magns af

própangasi sem geymt er í einum tanki. Krýólít er flokkað sem hættulegt fólki og umhverfi

og þar sem mest af því er geymt á einum stað er versta hugsanlega tilfellið að krýólít

dreifist yfir stórt svæði .

4.1 Niðurstaða áhættumats

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 160/2007 var lagt mat á líkur á stórslysum í

tengslum við notkun efnum sem falla undir reglugerðina. Við áhættumatið var stuðst við

upplýsingar í öryggisblöðum, um notkun, magn og aðstæður í geymslu. Þau efni sem mat

er lagt á í tengslum við stórslysahættu eru valin vegna eiginleika þeirra (eiturefni og/eða

hættuleg efni) og efni sem eru í einhverju magni á vinnusvæðinu.

Niðurstaða áhættumatsins eru í meðfylgjandi töflum. Við mat á afleiðingum stórslysa var

niðurstaðan í öllum tilfellum að afleiðingar flokkuðust sem mjög litlar eða meðal.

Krýólít er flokkað sem hættulegt fólki og umhverfi og þar sem mest af því er geymt á

einum stað er versta hugsanlega tilfellið að krýólít dreifist yfir stórt svæði

Líkur á stórbruna eru litlar en sprengi- og eldhætta eru til staðar vegna mikils magns af

própangasi sem geymt er í einum tanki.

Tafla 4-1 Niðurstaða hættugreiningar – sviðsmyndagreining og efnaáhættumats (EcoOnline)

Efni: Efna

útlausn/umhverfi Eldsvoði Sprengingar

Heilbrigði

/fólk

Kragasalli Mjög lítil Mjög lítil Mjög lítil Meðal

Krýólít Meðal Mjög lítil Mjög lítil Meðal

Própan gas Mjög lítil Meðal Meðal Mjög lítil

Vélaolía/díselolía Meðal Mjög lítil Mjög lítil Meðal

Spennaolía Mjög lítil Mjög lítil Mjög lítil Mjög lítil

Öryggisstjóri ber ábyrgð á að áhættumatið sé endurskoðað ef fram koma nýjar kröfur

varðandi meðhöndlun efnanna og/eða nýjar upplýsingar um skaðsemi þeirra.

Unnið er að uppbyggingu hafnarsvæðisins á Grundartanga. Þar er þegar álverksmiðjan

og járnblendiverksmiðjan. Ljóst er að frekari uppbygging á iðnaðarsvæðinu getur leitt til

aukinnar hættu sem tengist þeirra starfsemi sem þar verður reist. Rekstraraðilar

Norðuráls fylgjast með allri uppbyggingu svæðisins, en endanleg skoðun einstakra kosta

er í höndum hafnaryfirvalda og rekstaraðila einstakra eininga.

4.2 Umfjöllun um einstök efni

4.2.1 Krýólít – versta hugsanlega tilfellið

Þar sem mikið er af krýólíti á einum stað er versta hugsanlega tilfellið að efnið gæti dreifst

yfir stórt svæði vegna einhverra utanaðkomandi atvika. Efnið er flokkað sem eiturefni og

hættulegt umhverfinu. Ekki er talið að efnið geti komist í ferskvatn og valdið þannig

umhverfismengun, en leysni efnisins í vatni er lítil. Ekki er talið að mönnum eða lífríki stafi

sérstök hætta vegna dreifingar efnanna um svæðið, þar sem að efnið er meðhöndlað og

Page 21: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

17

geymt innandyra. Með réttri meðhöndlun og notkunar viðeigandi hlífðarbúnaðar er ekki

talin mikil hætta á að mönnum eða lífríki stafi hætta af meðhöndlun þess.

Eftirfarandi upplýsingar er að finna í öryggisblaði fyrir efnið.

► Áhrif kryólíts/raflausnarefnis á heilsu

Fast efni, korn og duftkennt, grátt og/eða brúnleitt á litinn, lyktarlaust. Efnið samanstendur af

efnablöndu krýólíts, súráls, álflúoríðs og kalsíumflúoríðs. Efnið flokkast ekki sem sprengi- eða

eldfimt.

Möguleg heilsufarsáhrif krýolíts:

Augu: Lítil erting

Húð: Veldur vægri ertingu og hætta á útbrotum ef snerting er viðvarandi.

Inntaka: Ef efnið er innbyrt í miklu magni, orsakar velgju og uppsölu, krampa í maga og

niðurgangi. Einnig auknum hjartslætti og lifrartruflunum.

Innöndun: Veldur ertingu í nefi og hálsi og veldur hósta. Ef mengun er mikil og viðvarandi er

hætta á sárindum í hálsi, blóðnösum og bronkítis og jafnvel lungnaskaða.

► Áhrif annarra innihaldsefna á heilsu:

Flúóríð (ál- og kalsíumflúoríð) getur valdið ertingu í augum, slímhimnu, húð og í öndunarvegi.

Fúóríð getur safnast upp í beinum (fluorosis) sem kemur fram á röntgen myndum samfara stirðleika

í liðum og í stoðkerfi. Langvarandi meðhöndlun í magni yfir mengunarmörkum getur valdið

astmaköstum. Súrál hefur lítil áhrif fá heilsu.

► Áhrif á heilsu vegna efna sem myndast ef efni brotnar niður:

Flúrvetnisgas getur myndast við hátt hitastig (>500°C) við ákveðin rakaskilyrði. Það getur orsakað

alvarlega ertingu í augum, slímhimnu, húð og öndunarvegi. Skyndilegur hár styrkur flúrvetnis getur

orsakað hósta, vökvauppsöfnun í lungum (pulmonary edema), sem getur leitt til dauða. Áhrifin geta

komið í ljós allt að 24 klst. seinna.

Efnið flokkast sem hættulegt heilsu og ertandi skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og

umbúðir efna og efnablandna, en hún byggir á CLP reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008.

► Áhrif á umhverfi

Almennar upplýsingar/

Eituráhrif á vistkerfi Efnið er flokkað sem eiturefni fyrir ferskvatnslífverur, sjá kafla 12 um

frekari áhrif á vatnalífverur.

Stöðugleiki: Efnið flokkast sem stöðugt við eðlilegar aðstæður.

Efnið flokkast sem hættulegt umhverfinu skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og

umbúðir efna og efnablandna, en hún byggir á CLP reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008.

Visteituráhrif Efnið er flokkað sem eiturefni fyrir ferskvatnslífverur.

Regnbogasilungur, LC50, 96 klst. 47 mg/l

Krabbadýr, Daphnia pulex, EC50, 48 klst., 5 mg/l

Þörungar, Scenedesmus quadricauda, NOEC, 96 klst.,5000 mg/l

Hreyfanleiki Loft: berst sem ry

Vatn/jarðvegur: Lítil leysni og hreyfanleiki

Jarðvegur: Ásogast á steinefni og lífrænan jarðveg.

Þrávirkni og niðurbrot Upplýsingar um lífrænt niðurbrot liggja ekki fyrir.

► Önnur skaðleg áhrif/athugasemdir

Niðurbrot efnisins er mjög háð náttúrulegum aðstæðum. Þar skiptir pH, hitastig, oxunarstig

jarðvegs, samsetning o.fl. máli.

Page 22: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

18

Ljóst er að sérstakar aðstæður þurfa að skapast til þess að veruleg hætta tengist notkun

efnisins. Þar sem efnið er meðhöndlað í sérstöku rými, fjarri geymslu annarra efna sem

geta brunnið eru litlar lýkur á að það geti náð hita yfir 500°C sem þarf til þess að það

klofni og myndi flúorvetni. Sama á við um óeðlilegar rekstraraðstæður sem leitt geta til

þess að efnið dreifist um stórt svæði. Erfitt er að ímynda sér aðstæður sem geta leitt til

þess.

4.2.2 Kragasalli.

Kragasalli er annars vegar geymdur í 1.8 tonna stórsekkjum í gámageymslu við

Skautsmiðju og hins vegar í 4.5 tonna gámasílóum. Efni úr stórsekkjum er sett eftir

þörfum í síló . Þar sem að mest er af kragasallanum á einum stað í sílói inni í skautsmiðju

er ekki talið að mönnum eða lífríki stafi sérstök hætta vegna dreifingar efnisins um

svæðið. Efnið eru tregbrennanlegt bikefni sem geta verið eldnærandi. Lítil áhætta er

metin vegna kragasallans.

4.2.3 Própan gas.

Própan gas er geymt á einum stað sunnan við steypuskála. Þar er 20 m3 tankur sem

tekur 8 tonn af fljótandi gasi. Gasið er notað til upphitunar á deiglum og áltökurörum á

deigluverkstæði í kerskála. Gas er einnig tiltækt sem varaleið til upphitunar á

bakskautum. Í steypuskála er gas notað til hitunar á hjóli við steypulínur og sem varaleið

til hitunar á steypulínum, sem jafnan eru rafhitaðar. Í skautsmiðju er gas notað við

upphitun á skauttindum og til hitunar á efsta hluta rafskauta. Gasið er leitt á

notkunarstaðin í gasleiðslum. Reglulegt eftirlit er með gasleiðslunum. Meðfylgjandi er

yfirlit yfir möguleg óhöpp sem að tengst geta gasleka.

Mynd 4-1 Möguleg orsakaröð í gasleka (*BLEVE: Boiling Liquid expanding vapour explosion)

4.2.4 Vélaolía.

Vélaolía er geymd á einum stað. Olíuafgreiðslan var tekin í notkun árið 2009 og uppfylla

geymslutankar uppfylla allar kvaðir um gerð og útfærslu sem settar eru í gildandi lögum

Gaslosun

Óhapp

bilun

Gasleki án íkveikju

Gasleki

kveiknar í strax

Eldur

Gasleki orsakar

sprengifima blöndu

Síðbúin íkveikja

Gassprenging

Enginn skaði

Búnaður skemmist

Slys verða á fólki

Eldur

Eldur og BLEVE*

Page 23: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

19

og reglum. Olíutankur fyrir litaða olíu er 40.000L og staðsettur vestan við vörugeymsluna

og er aðstaðan hönnuð í samræmi við allar nýjust kvaðir um lekavarnir. Helsta hætta sem

tengist olíutönkunum er leki út í umhverfið og tilheyrandi grunnvatnsmengun. Stöðin

vestan við verksmiðjuna er hönnuð samkvæmt ströngustu kröfum um mengunarvarnir og

hætta á mengun talin óveruleg. Hætta slysum vegna eldsvoða eða sprenginga er metin

lítil.

4.2.5 Spennaolía

Stærsti hluti af spennaolíunni er í Aðveitustöð og afriðlarýmum fyrir Kerlínu 1 og 2.

Einnig er spennaolían á spennum sem eru í dreifistöðvum víðsvegar um

verksmiðjusvæðið ásamt svæði við súrálssíló. Hámarksmagn er 930 tonn. Gengið er frá

spennum þannig að ekki sé hætta á mengun jarðvegs, grunnvatns eða yfirborðsvatns.

Spennar sem standa utanhúss eru í olíuheldri þró. Helsta hætta sem tengist spennaolíu

er leki út í umhverfið og valdið tilheyrandi grunnvatnsmengun. Hætta á mengun er

óveruleg. Hætta slysum vegna eldsvoða eða sprenginga er metin lítil.

4.3 Aðferðafræði.

Sviðsmyndargreining (Scenario Analysis). er greiningaraðferð sem notuð er til þess að

sjá fyrir ímyndaða atburði og reyna að átta sig á mögulegum afleiðingum þeirra. Þessi

aðferðarfræði er notuð til þess að meta afleiðingar meiri háttar slyss/óhappa á svæðum

þar sem töluverð hætta er á að slík slys geti orðið. Hættan getur stafað af miklu magni

hættulegra og/eða varasamra efna sem geta orsakað hættu fyrir umhverfi og starfsmenn

í formi eitrunar og/eða elds og sprengihættu. Reynsla aðila er að hættan af slíkum

slysum sé einkum þríþætt, þ.e:

► Leki hættulegra efna á vökvaformi.

► Leki eitraðra loftegunda.

► Eld og sprengihætta.

Slys sem þessi geta mengað grunnvatni og/eða yfirborðsvatni, valdið eldsvoða og alls

konar eitrun sem getur skaða fólk og umhverfi. Aðferðinni má lýsa myndrænt á

eftirfarandi hátt:

Stórslys

Leki (mjög oft)

Eldur / sprenging (oft)

Gas leki (sjaldan)

jarðvegs-

mengun

yfirborð

vatn

grunnvatn grunnvatn

eitrað gas afleittdur

eldur eitrað gas

slökkvi- vatn

eitrun eitrun

Mynd 4-2 Sviðsmyndagreining - aðferð

Page 24: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

20

Þessari aðferð var beitt til þess að meta afleiðingar hugsanlegra stórslysa sem gætu

orðið vegna efna sem geymd eru á verksmiðjusvæðinu.

Helstu skrefin í sviðsmyndagreiningunni eru sett fram í meðfylgjandi gátlista ( Tafla 4-3)..

Það er gert til að tryggja að sem flest atriði sem geta farið úrskeiðis komi til umfjöllunar. Ekki er

farið út í mat á einstaka þáttum nema það sé mat þeirra sem framkvæma greininguna að

ástæða sé til frekari skoðunar.

Tafla 4-2 Sviðsmyndagreining - gátlisti

1. Aðstæður og áhættuþættir Aðstæður staðreyndar og mat lagt á hættuleg efni.

Mat á hættu sem tengist einstökum efnum, dæmi eituráhrif, eldhætta,

umhverfiseitur (hættulegt lífríki)

Mat á hámarks magni einstakra efna á viðkomandi svæði.

2. Hugsanleg slys Mat á hugsanlegum slysum sem geti orðið til þess að hættuleg efni berist út

í umhverfi.

Mat lagt á hvort vökvi geti valdið jarðvegsmengun, kannað með útsleppi

eldfimra vökva eða gastegunda og útsleppi sem getur leitt af sér eitrað gas.

Mat er lagt á röð atburða sem gæti leitt til slíkra óhappa

(útstreymis/útsleppis), svo sem slys, óhapp við meðhöndlun, flutninga,

skemmdir við tengingar og leka í gámum eða geymslum.

Metið hámarks magn sem gæti lekið út. Magnið sem reiknað er með að geti

lekið þarf að vera í samræmi við hugsanleg slys/óhapps.

3. Afleiðingar Mat á afleiðingum útsleppis hættulegra efna eða gastegunda.

Afleiðingarnar geta leitt til mengunar yfirborðsvatns eða grunnvatns,

eldsvoða, sprengingar eða eitrunar.

4. Umfang Mat lagt á umfang afleiðinganna. T.d. má nota reiknilíkön eða samanburð

við þekkt sambærileg slys.

Reikna má út styrk efna sem í menguðu vatni og meta styrk mengunarefna

í menguðum jarðvegi.

Meta má umfang mögulegs elds og hugsanlegrar sprengingar (nota má t.d.

VCE = vapour cloud explosions, BLEVE = boiling liquid expansion vapour

explosion)

Reikna út dreifingu þungra eitraðra gastegunda.

5. Yfirlit yfir

öryggisleiðbeiningar og

neyðaráætlanir.

Lista upp allar neyðar- og viðbúnaðaráætlanir sem eru ætlaðar til þess að

hindra stórslys.

Tilgreina hvernig dregið er úr mögulegri áhættu með markvissum

aðgerðum.

Taka saman yfirlit yfir allar viðbúnaðaráætlanir og viðbragslýsingar.

6. Líkindi atburðar Meta líkindi þess að stórslys, af þessari gerð, geti orðið. Notið flokkunina

mjög litlar, litlar, meðal, miklar, mjög miklar.

Meta líkurnar með því að nota aðferðir eins og “fault tree” og “event tree

evaluation”

7. Hættumat Meta mikilvægi áhættunnar fyrir reksturinn, taka tillit til umfangs

afleiðinganna og líkunum á slysi.

8. Tillaga að úrbótum Lista upp allar tillögur að aðgerðum sem ætlaðar eru til þess að draga úr

áhættu, eða komið geta í veg fyrir slys.

Forgangsraða aðgerðum sem komið geta í veg fyrir eða dregið geta úr

áhættu, dregið geta úr því magni af hættulegum efnum sem geta streymt út

og aukið geta öryggi og dregið úr afleiðingu óhapps.

Við mat og flokkun á áhættu er vegnar saman annars vegar afleiðing (vægi) álags eða

heilsutjóns og hins vegar líkur á álagi.

Page 25: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

21

Tafla 4-3 Mat á líkum

1 Mjög litlar

Hverfandi líkur á stórslysi, líkur metnar þannig að stórslys verði

sjaldnar en á 100 ára fresti.

2 Litlar

Mjög litlar líkur á stórslysi, líkur metnar þannig að stórslys verði

sjaldnar en á 50 – 100 ára fresti.

3 Meðal

Litlar líkur á stórslysi, líkur metnar þannig að stórslys verði

sjaldnar en á 10 – 50 ára fresti.

4 Miklar

Líkur á stórslysi, líkur metnar þannig að stórslys verði sjaldnar

en á 5 – 10 ára fresti.

5 Mjög miklar

Líkur á stórslysi, líkur metnar þannig að stórslys verði sjaldnar

en á 3 – 5 ára fresti.

Tafla 4-4 Mat á afleiðingum

1 Mjög lítill Lítil sem engin áhrif

2 Lítill Litlar líkur á slys eða skemmdum á búnaði

3 Meðal Nokkrar líkur á slysum eða skemmdum á búnaði

4 Mikill Alvarleg, slys tjón

5 Mjög mikill Mjög alvarlega afleiðinga, dauðsföll

Page 26: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

22

5 VARNIR OG VIÐBÚNAÐUR

5.1 Viðbragðs- og rýmingaráætlanir

Fyrirtækið hefur gefið út sérstaklega Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðurál

Grundartanga. Viðbrögð og rýming vegna hugsanlegra slysa og óhappa á athafnasvæði

Norðuráls á Grundartanga er lýst þar og þannig er stuðlað að því að allt starfsfólk

bregðist við hættum á sem skilvirkastan hátt.

Áætlunin er aðgengileg öllum vaktstjórum, liðstjórum, formönnum, birgðastjóra og

framkvæmdastjórum Norðuráls á Grundartanga.

Áætlunin er geymd á eftirtöldum stöðum ► Innri vef Norðuráls

► Hjá vaktstjóra steypuskála

► Hjá vaktstjóra kerskála

► Hjá vaktstjóra skautsmiðja

► Hjá öryggisstjóra

► Hjá framkvæmdarstjóra umhverfis- og verkfræðisviðs.

► Öllum verkstæðum og kersmiðju (8)

► Neyðarherbergi framkvæmdastjórnar Akrafjall

► Slökkviliðsstjórinn á Akranesi

Viðbragðs- og rýmingaráætlunin er rýnd með reglulegu millibili (að lágmarki annað hvert

ár) til þess að mæta breyttum forsendum á svæðinu. Einnig er áætlunin rýnd eftir æfingar

eða óhöpp eftir því sem við á. Allt starfsfólk Norðuráls er ábyrgt fyrir því að koma með

ábendingar, leiðréttingar og benda á nauðsynlegar uppfærslur. Ábyrgðaraðili skjalsins er

Öryggisstjóri Norðuráls.

Innri neyðaráætlun er í kafla 6.

Samvinna er höfð við yfirstjórn almannavarna á viðkomandi svæði varðandi

neyðaráætlanir til nota utan starfsstöðva sjá kafla 7.

5.2 Neyðarbúnaður

Neyðarbúnaður er til staðar sem hægt er að grípa til ef óhöpp verða.

► Sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi (hægt að setja handvirkt á ef þörf). Það er tengt inn á

viðurkennda vaktstöð.

► Brunaslöngur

► Handslökkvitæki

► Kolsýrutæki, 30 kg á vagni

► Dufttæki, 50 kg á vagni

► Léttvatnsslökkvitæki

► Sjúkrakassar

► Neyðarsímar

► Neyðarsturtur eru á rannsóknastofu og í steypuskála

► Augnskolunarbúnaður

► Neyðarlýsing

► Neyðartaska (til að gefa t.d. súrefni)

► Neyðarherbergi

► Hjartarstuðtæki, 3 stk

Page 27: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

23

Viðhald og eftirlit með búnaði er á ábyrgð Öryggisstjóra. Verktaki fer yfir allan sjálfvirkan

búnað og gefur skýrslu til Öryggisstjóra. Verktaki fer yfir slökkvitæki og sjúkrakassa 1 x á

ári.

5.3 Viðvörunarkerfi Norðuráls

Viðvaranir vegna hættu á stórslysum vegna hættulegra efna geta verið margs konar. Í

sumum tilfellum tilkynna starfsmenn um óhöpp og þá eru neyðarsímar staðsettir

víðsvegar um starfstöðina og geta starfsmenn hringt í neyðarnúmer. Æfingar haldnar

reglulega skv. fyrirframákveðinni áætlun.

Eftirfarandi búnaður getur gefið til kynna að um hættuástand sé að ræða

► Brunaviðvörunarkerfi

► Gasskynjarar

► Hæðafingur á gastanki nemur yfirfyllingu tanks, bjöllur fara í gang

► Starfsmenn tilkynna óhöpp

5.4 Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Brunavarnaráætlun 2012-2016 fyrir starfssvæði Slökkviliðs Akraness og

Hvalfjarðarsveitar liggur fyrir og er í henni sérstakur kafli sem fjallar um helstu hætturnar

sem tengjast slökkvistarfi hjá Norðurál.

Þar er fjallað m.a. um eftirfarandi atriði:

► Á verksmiðjusvæðinu eru olíugeymar sem standa í steyptum öryggisgryfjum

► Olíugildrur í lögnum

► Propangastankur - sprengihætta

► Krýólít – ætandi efni

► Áloxíðgjall – ammóníak myndun, sprengihætta, ekki nota vatn við slökkvistörf

► Líkur á stórbruna eru ekki miklar en sprengi- og eitrunarhætta er til staðar

Brunavarnaráætlunin er aðgengileg á vef Mannvirkjunarstofnunar:

http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Slokkvilidasvid/Brunavarnaraaetlun/Brunav

arna%C3%A1%C3%A6tlun%202012-2016%20-%20Akranes%20og%20Hv.pdf

Áætlunin leggur grunn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila

sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Brunavarnaráætlunin tekur á

mönnun, skipulagningu, tækjabúnaði, menntun og þjálfun slökkviliðs Akraness.

Fyrir liggur samstarfssamningur á milli SAH og Norðuráls.

5.5 Brunavarnir þar til slökkvilið mætir

8-10 meðlimir viðbragðsteymis takast á við fyrsta viðbragð þar til slökkviklið mætir.

Viðbragðsteymis bergst við hverskonar neyð, aðsteðjandi hættu, óvæntum atvikum,

umhverfisóhöppum og slysum. Viðbragðsteymið skal koma í veg fyrir frekari slys eða tjón

á búnaði og tækjum eftir fremsta megni.

Viðbragðsteymi hefur samráð við neyðarstjórn og kalla til viðbótar aðstoðar ef þarf.

- Ef slys eru á fólki: Læknir, sjúkrabíll, lögregla, vinnueftirlit, (áfallahjálp).

- Ef eldur eða umhverfisóhapp: Slökkvilið, lögregla.

- Ef bilun: Viðhaldsstjóri, rafveitustjóri.

Page 28: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

24

Meðlimir viðbragðsteymi eru þjálfaðir í fyrstu viðbrögðum við bruna og sinna þeir

brunavörnum þar til slökkvilið mætir á staðinn. Allir starfandi vaktstjórar og meðlimir

viðbragðsteymis hjá Norðuráli hafa hlotið grunnþjálfun í brunavörnum. Stefnt er að því að

allir meðlimir viðbragðsteymis fari á endurmenntunarnámskeið einu sinni á ári í

skyndihjálp og ýmis konar viðbrögðum við vá.

Page 29: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

25

6 Neyðaráætlun innri

Fyrirtækið hefur gefið út Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðurál Grundartanga og er

aðgengileg hjá Norðurál. Viðbrögð og rýming vegna hugsanlegra slysa og óhappa á

athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga er lýst þar og þannig er stuðlað að því að allt

starfsfólk bregðist við hættum á sem skilvirkastan hátt.

Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls Grundartanga heldur utan um neyðaráætlun

innri og ytri.

Nánari upplýsingar um varnir og búnað eru í kafla 5 og kafli 6 er samantekt um

neyðaráætlun innri.

6.1 Aðgerðastjóri

Í neyðartilfellum er æðsti starfsmaðurinn á vettvangi ábyrgur fyrir stjórn aðgerða þar til

hann er leystur af hólmi af formanni neyðarstjórnar eða, ef um er að ræða slys á fólki, af

lögreglu þegar hún er komin á vettvang.

Á vöktum er æðsti starfsmaður á vettvangi ábyrgur fyrir aðgerðum þar til hann er leystur

af hólmi af vaktstjóra kerskála. Þó er hann leystur af hólmi af lögreglu ef slys á fólki eiga

sér stað eða slökkviliðsstjóra ef um bruna eða spilliefnaleka er um að ræða.

Ef neyðarboð á sér stað skal formaður neyðarstjórnar (eða staðgengill/vaktstjóri kerskála)

taka yfir stjórn aðgerða.

6.2 Hlutverk og skipun neyðarstjórnar.

Neyðarstjórn myndar framkvæmdastjórn Norðuráls á Grundartanga ásamt öryggisstjóra

Norðuráls. Framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga formaður neyðarstjórnarinnar.

Neyðarstjórn er kölluð saman þegar yfir vofir hætta sem getur orsakað meiriháttar tjón

sem getur leitt til mannskaða, rekstrarstöðvunar fyrirtækisins og/eða umhverfisóhappa,

eða ef slíkur atburður hefur þegar átt sér stað. Hlutverk neyðarstjórnar er að koma í veg

fyrir manntjón, umhverfisóhöpp og síðan tjón á búnaði og tækjum eftir fremsta megni.

Mikilvægt er að einn meðlimur neyðarstjórnar sjái um að halda skráningu yfir helstu

aðgerðir sem framkvæmdar eru til að hægt sé að gefa skýrslu um ástand mála til

viðeigandi aðila.

Neyðarstjórn kemur saman í fundarherberginu Akrafjall staðsett á neðri hæð

aðalskrifstofu, þar er farið yfir stöðu mála og aðgerðir samræmdar

6.3 Aðgerðalýsing

Um leið og neyð skapast skulu þeir starfsmenn sem eru á vettvangi gefa úr viðvörun annað hvort með því að gangsetja viðvörunarkerfi eða hafa samband við viðkomandi vaktstjóra sem hefur samband við neyðarlínu sem sendir SMS á útkalllista og í framhaldi af því tekur neyðarstjórn ákvörðun um næstu skref m.t.t. til umfangs hættuástands. Stjórnflæðirit vegna viðbragða við neyð er sýnt á mynd 6.1. Hjá Norðuráli á Grundartanga eru skilgreind 2 viðbragðsstig, eftir alvarleika óhapps eða stærðargráðu áhættu sem vofir yfir. Viðbúnaðarstigunum tveimur er lýst hér að neðan ásamt viðeigandi viðbragðsaðgerðum. Aðgerðum er lýst nánar í Viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls,

6.4 Tilkynningar

Um leið og neyð skapast skulu þeir starfsmenn sem eru á vettvangi gefa út viðvörun

annað hvort með því að gangsetja viðvörunarkerfi eða hafa samband við viðkomandi

vaktstjóra.

Page 30: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

26

Sá sem tilkynnir slys á að gefa upplýsingar um:

► Aðstæður við slys

► Hættuleg efni sem um er að ræða

► Gögn sem tiltæk eru til að meta áhrif slyssins á fólk og umhverfi

► Neyðarráðstafanir sem gripið er til

Ef slys hafa orðið á fólki hefur yfirmaður, öryggisstjóri eða fulltrúi úr neyðarstjórn

samband við aðstandendur. Eftir atvikum skal haft samráð við lögreglu og/eða prest

vegna upplýsinga til aðstandenda.

Haft er samband við forstjóra Norðuráls og hann upplýstur um stöðuna.

Forstjóri,og framkvæmdastjóri viðskipta-, þróunar og samskiptasviðs sjá um öll samskipti

við fjölmiðla.

6.5 Stjórnflæðirit – samskipti og aðgerðir

Mynd 6-1 Viðbragðsáætlun vegna neyðar

Atvik

Kalla til

viðbragðsteymi í

gengum TETRA

Felur

viðbragðsteymi

að aðstoða við

móttöku

neyðaraðila

Hringir í 112 –

eftir aðstæðum

Vaktstjóri/

ViðbragðsteymiNeyðarstjórnStarfsmaður

Utanaðkomandi

aðstoð

Veitir fyrstu

hjálp

Alvarlegt slys

eða

umhverfisvá

Lítið

Tekur ákv. um

framhald

Neyðarstjórn

tekur stjórn á

vettvangi og

eftir atvikum í

samráði við

ytri

viðbragðsaðila

Metur

aðstæður og

upplýsir forstj.

Norðuráls,

frkstj. viðsk. og

þróunar ásamt

forstj. Century

Aluminum

Hringja í

1-1-2

Hringja í

vaktstjóra/

liðstjóra

Sjá aðgerðar-

áætlun

neyðarstjórnar

VIÐBRAGÐSFERILL - NEYÐ

Felur meðlimi

viðbragðsteymis

að kalla til

neyðarstjórn

Sinnir slysi

Sjúkraflutninga

menn sækja

slasaða

Slökkvilið

slekkur eld

Slökkvilið veitir

viðbrögð

vegna

bráðamengun

ar

Forstj. Norðuráls

og frkstj. viðsk. og

þróunar

Samskipti við

fjölmiðla

Page 31: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

27

Mynd 6-2 Öryggisteikning – Aðveitustöð og spennarými

Page 32: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

28

6.6 Starfsmannavernd

Viðvörunarkerfi fer í gang og ef rýma þarf svæði er það gert í samræmi við

rýmingaráætlanir sem liggja frammi á hverjum stað og eru einnig aðgengilegar hjá

öryggisstjóra, útgönguleiðir eru merktar og allir starfsmenn hafa fengið viðeigandi þjálfun

í viðbrögðum við slysum. Viðvaranir geta verið margs konar. Eftirfarandi búnaður getur

gefið til kynna að um hættuástand sé að ræða og er þeim lýst nánar í kafla 5 um Varnir

og búnað.

► Brunaviðvörunarkerfi

► Gasskynjarar

► Hæðafingur á gastanki nemur yfirfyllingu tanks

Í sumum tilfellum tilkynna starfsmenn um óhöpp og þá eru neyðarsímar staðsettir

víðsvegar um starfstöðina og get starfsmenn hringt í neyðarnúmer. Æfingar eru haldnar á

reglulega skv. fyrirframákveðinni áætlun.

6.7 Upplýsingar til almannvarna

Ef stórslys á sér stað skal tilkynna það strax slökkviliði og lögreglu. Lögregla skal síðan

tilkynna Vinnueftirliti ríkisins, Umhverfisstofnun og yfirstjórn almannavarna á viðkomandi

stað.

6.8 Þjálfun starfsfólks og verktaka vegna slysavarna

Meðlimir viðbragðsteymi eru þjálfaðir í fyrstu viðbrögðum við bruna og sinna þeir

brunavörnum þar til slökkvilið mætir á staðinn. Allir starfandi vaktstjórar og meðlimir

viðbragðsteymis hjá Norðuráli hafa hlotið grunnþjálfun í brunavörnum. Stefnt er að því að

allir meðlimir viðbragðsteymis fari á endurmenntunarnámskeið einu sinni á ári í

skyndihjálp og ýmis konar viðbrögðum við vá.

Nýir starfsmenn og verktakar fá þjálfun sem felst m.a. kynning á öryggismálum

fyrirtækisins og kennsla í meðferð og notkun handslökkvitækja. Mikil áhersla er lögð á

öryggismál í öllum störfum.

6.9 Umhverfisverndun

Samkvæmt niðurstöðu hættugreiningar eru taldar litlar líkur á að þau efni sem falla undir

stórslysareglugerð dreifist um svæðið. Þar sem að öll efnin eru efni sem notuð eru í

daglegri starfsemi álversins eru starfsmenn þeirra starfstöðva þar sem unnið er með þau

sérþjálfaðir við meðhöndlun þeirra. Ekki er talið að umhverfinu stafi sérstök hætta þó að

efnin dreifist um svæði og litlar líkur á að efnin geti skaðað lífríkið.

Komi upp bráðamengunarhætta innan álvers Norðuráls á Grundartanga sem valdið getur

hættu utan álverslóðarinnar ber neyðarstjórn ábyrgð á samræmingu viðbragða Norðuráls

á Grundartanga og ytri viðbragðsaðila. Ytri viðbragðsaðilar eru eftirfarandi

► Umhverfisstofnun ber ábyrgð á viðbrögðum við mengun á landi, í lofti og á sjó utan

hafnarsvæða

► Hafnastjóri ber ábyrgð á viðbrögðum við mengun á sjó innan hafnarsvæða

► Vettvangsstjóri Almannavarna ber ábyrgð á ytri viðbrögðum og öryggi almennings

Neyðarstjórn stjórnar aðgerðum innan starfssvæðis Norðuráls Grundartanga og ber

ábyrgð á því að ytri viðbragðsaðili hafi ávallt nýjustu upplýsingar um framvindu atburða

innan álverslóðarinnar. Neyðarstjórn skal strax upplýsa um hvaða efni er um að ræða og

gefa upplýsingar um eiginleika efnanna og þær hættur sem þau geta valdið

viðbragðsaðilum. Þær upplýsingar er að finna í öryggisskýrslu og á öryggisblöðum

viðkomandi efna. Mynd 6-3 sýnir frárennsli svæða í sjó.

Page 33: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

29

Aðgerðastjóri almannavarna er alfarið ábyrgur fyrir upplýsingagjöf til almennings í

samræmi við SÁBF verkþáttaskipurit almannavarna sbr. kafla 5.2.1 í kennsluriti

almannavarna um skipulag uppsetningu og framkvæmd aðgerða vegna slysa.

Neyðarstjórn Norðuráls Grundartanga er ábyrg fyrir að koma réttum upplýsingum

til aðgerðastjóra almannavarna.

Mynd 6-3 Öryggisteikning - Frárennsli

Page 34: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

30

7 Ytri neyðaráætlun

INNGANGUR Ytri neyðaráætlun segir til um neyðaraðgerðir utan athafnasvæðis Norðuráls á

Grundartanga vegna mögulegra stórslysa eða annarrar hættu sem stafað geta frá

starfsemi álversins og ógnað geta umhverfi og utanaðkomandi aðilum.

Rekstraraðili Norðurál Grundartangi ehf. Grundartanga 301 Akranes S: 430 1000 Faxnúmer: 430 1001 Netfang: [email protected] kt. 570297-2609 Aðgerða- og vettvangsstjórn í héraði Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í

viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa

almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða kross

Íslands, fulltrúa slökkviliðs svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum

hverju sinni. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð í

Reykjavík.

Aðgerðastjóri Lögreglustjórinn á Vesturlands eða sá sem hann tilnefnir stýrir aðgerðum þegar

almannavarnaástand ríkir á því svæði sem ytri neyðaráætlun tekur til. Hann ásamt

slökkviliðsstjóranum á Akranesi hafa yfirumsjón með ráðstöfunum á svæðinu til að hindra

frekara tjón eða skaða sem kynni að verða á fólki eða umhverfi í samræmi við

neyðaráætlun Norðuráls.

Vettvangsstjóri Vettvangsstjóri fer með heildarstjórn og samhæfingu á vettvangi og er æðsti stjórnandi á

vettvangi og stjórnar vettvangi í umboði lögreglustjórans á Vesturlandi. Vettvangsstjóri er

fulltrúi allra starfseininga á vettvangi (lögreglu, sjúkraliðs, slökkviliðs og björgunarsveita

o.s.frv.) og tryggir samhæfðar aðgerðir á vettvangi. Vettvangsstjóri eða vettvangsstjórn

er tenging vettvangs við aðgerðastjórn. Æðsti yfirmaður lögreglunnar á Vesturlandi

skipar vettvangsstjóra.

EFNI SEM MEÐHÖNDLUÐ ERU HJÁ NORÐURÁLI

Kragasalli Eldhætta

Krýólít Getur verið ertandi fyrir fólk og flokkast sem eiturefni fyrir ferskvatnslífverur

LPS gas Eldhætta/sprengihætta

Svartolía Eldhætta

Díselolía Eldhætta

LEKI Hætta á mengun á sjó og landi með neikvæðum áhrifum á lífríki og umhverfi sem og hættu á íkveikju. Lekaþrær, olíugirðingar og olíuupptökutæki eru ætluð til að lágmarka skaða. BRUNI Við mikinn bruna myndast oft reykur sem veldur m.a. öndunarerfiðleikum ásamt öðrum óþægindum. Slökkvikerfi, viðbrögð slökkviliðs, lekaþrær og laus froðuslökkvibúnaður er til tiltækur á staðnum.

Page 35: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

31

SPRENGING Talin er lítil hætta á sprengingu af gashylkjum eða olíutönkum. Tilkynningar Sími: 112 Ef stórslys á sér stað í starfsstöð eða komi upp atvik sem leitt geta til stórslyss í álveri Norðuráls á Grundartanga skal neyðarstjórn álversins tilkynna atvik án tafar til Neyðarlínunnar (slökkvilið og lögregla). Að því loknu skal neyðarstjórn stýra aðgerðum innan athafnasvæðisins í samræmi við viðbragðs- og rýmingaráætlun. Lögreglu ber að tilkynna Vinnueftirliti ríkisins, Umhverfisstofnun og yfirstjórn almannavarna um slys eða yfirvofandi hættu. Samræming Neyðarstjórn Norðuráls á Grundartanga ber ábyrgð á samræmingu aðgerða innan starfssvæðis. Í neyðartilfellum er hún ábyrg fyrir viðbrögðum og öryggi fólks innan svæðisins í samræmi við viðbragðs- og rýmingaráætlun Norðuráls á Grundartanga. Neyðarstjórn þarf að vera í beinum samskiptum við aðgerðastjórn lögreglustjóra. Aðgerðastjórn lögreglustjóra og neyðarstjórn álversins bera ábyrgð á samræmingu aðgerða innan og utan álverslóðarinnar. Hlutverk aðgerðastjórnar er að meta þörf fyrir aðkomu ytri viðbragðsaðila í samvinnu við neyðarstjórn Norðuráls. Varnir starfsstöðvar Vettvangsstjóri lögreglustjóra og neyðarstjórn sjá um fyrstu greiningu aðstæðna á vettvangi og umfang neyðarviðbragða. Komi upp neyðarástand innan álvers Norðuráls á Grundartanga fer skipulag ytri viðbragða eftir verkþáttaskipulagi almannavarna (SÁBF) um skipulag, uppsetningu og framkvæmd aðgerða á vettvangi. Lögreglustjórinn á Vesturlandi eða staðgengill hans er aðgerðastjóri þegar almannavarnaástand ríkir og skipuleggur m.a. björgunar- og hjálparstarf og stýrir neyðaraðgerðum í samvinnu við samhæfingar og stjórnstöð. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar sér um slökkvistörf og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (sjúkrahúsið á Akranesi) um sjúkraflutninga á starfssvæði álversins. Varnir umhverfis Komi upp stórslysahætta innan álvers Norðuráls á Grundartanga sem valdið getur hættu

utan álverslóðarinnar ber neyðarstjórn ábyrgð á samræmingu viðbragða Norðuráls á

Grundartanga og ytri viðbragðsaðila.

Ytri viðbragðsaðilar geta verið eftirfarandi:

• Lögregla

• Slökkvilið

• Hafnastjóri

• Sjúkraflutningamenn

• Umhverfisstofnun

• Heilbrigðisstarfsfólk

• Landhelgisgæslan

• Björgunarsveitir

• Rauðakrossdeildir

• Heilbrigðisfulltrúi

• Almannavarnanefndarfulltrúi

• Vegagerð Upplýsingadreifing Neyðarstjórn Norðuráls stjórnar aðgerðum innan starfssvæðis Norðuráls á Grundartanga

og ber ábyrgð á því að ytri viðbragðsaðilar hafi ávallt nýjustu upplýsingar um framvindu

Page 36: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

32

atburða innan álverslóðarinnar. Neyðarstjórn skal strax upplýsa um hvaða efni er um að

ræða og gefa upplýsingar um eiginleika efnanna og þær hættur sem þau geta valdið

viðbragðsaðilum. Þær upplýsingar er að finna í öryggisskýrslu og á SDS blöðum

viðkomandi efna.

Aðgerðastjóri almannavarna annast upplýsingagjöf til almennings. Nágrönnum

starfsstöðvar skal tilkynnt um hættu (í gegnum síma, tölvupóst, útvarpstilkynningu eða á

annan fljótvirkan máta) og gefnar upplýsingar og ráðleggingar um viðbrögð (við sprengi-,

eld-, efnamengunar-, eldreykshættu) .

Neyðarstjórn Norðuráls á Grundartanga er ábyrg fyrir að koma réttum

upplýsingum til aðgerðastjórnar (lögreglu og slökkviliðs).

Page 37: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisskýrsla Stórslysavarnir

33

8 Viðauki I Öryggisblöð

Kragasalli : CAS: 64743-05-1; CAS: 65996-93-2

Cryolite/ Krýólít: CAS: 1377-53-6

Própangas: CAS: 74-98-6

Vélaolía (dieselolía): CAS: 68334-30-5

Spennaolía: CAS: 64742-53-6

Page 38: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 1 of 8

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1.1 Söluheiti/vöruheiti Kragasalli

1.2 Notkun:

Takmörkun á notkun:

Við álframleiðslu.

Aðeins ætlað til iðnaðarnotkunar (SU3)

1.3 Söluaðili :

Sími:

Netfang:

Heimasíða

Blendi ehf

515 0400

[email protected]

1.4 Eitrunarmiðstöð LSH

Neyðarlínan sími

Veitir upplýsingar í síma um eiturefni og leiðbeiningar um það sem á

að gera ef fólk verður fyrir eitrun. Sími: 5432222

112

2. HÆTTUGREINING

Eftirfarandi áhrif eiga við Bakað bik (Pitch, coal tar, high-temeperature)

2.1 Flokkun

Flokkun skv. EC regl. Nr. 1272/2008

Húðnæm, 1, H317

Stökkbr ,1B, H340

Krabb. 1A, H350

Eit. á æxlun, 1B, H360

Hæt.vatnaumhverfi, H413

2.2 Merkingar

Merking skv. EC regl. Nr. 1272/2008

Hættumerki:

Viðvörunarorð:

Hættusetningar:

Hætta

H317 Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð

H340 Getur valdið erfðagöllum

H350 Getur valdið krabbameini

H360 Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði

Varnaðarsetningar: Forvarnir

P103 Lesið merkimiðann fyrir notkun.

P201 Aflið sérstakra leiðbeininga fyrir notkun

P202 Nauðsynlegt er að lesa og skilja allar viðvaranir áður en efnið er notað

P261 Gætið þess að anda ekki inn ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi.

P272 Ekki skal farið með vinnuföt af vinnustað hafi þau óhreinkast af efninu.

P280 Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.

Viðbrögð

P302+P352 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni.

P308+P313 EF um váhrif eða hugsanleg váhrif er að ræða: Leitið læknis.

P333 + P313 Ef efnið ertir húð eða útbrot koma fram: Leitið læknis.

P362+P364 Farið úr fötum, sem óhreinkast af efninu, og þvoið fyrir næstu notkun.

P321 Gott að nota ólífuolíu til að hreinsa ef berst á húð.

Geymsla

Page 39: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 2 of 8

P405 Geymist á læstum stað

Förgun

P501Fargið innihaldi/íláti hjá viðurkenndum aðila

2.3 Aðrar hættur Önnur áhrif sem koma ekki fram við flokkun:

Ryk getur valdið ertingu við innöndun og í snertingu við slímhúð og augu, UV geislun getur

magnað ertingu.

Langvarandi snerting við efnið getur valdið krabbameini, getur valdið arfgegnum skaða, dregið úr

frjósemi, valdið fósturskaða, ofnæmi við innöndun og snertingu við húð. Getur valdið útbroti og

exemi.

Ertandi gas og gufa getur myndast við eld

3. SAMSETNING INNIHALDSEFNA/UPPLÝSINGAR UM INNIHALDSEFNI

Innihaldsefni: Skautleifar (Petrol coke, calcinated), bik, úr háhitakoltjöru

CAS-nr: EB-nr Innihaldsefni: Styrkur

(%) Hættuflokkun

Hættu-

merki

64743-05-1 265-210-9 Skautleifar (stærsti hluti; Petrol coke,

calcinated) 75-80% Ekki flokkað -

65996-93-2 266-028-2

Bik, úr háhitakoltjöru; bik;

[Leif úr eimingu háhitakoltjöru. Svart,

fast efni með mýkingarmarki u.þ.b. á

bilinu 30 til 180 oC (86 til 356 oF). Að

mestu úr flókinni blöndu arómatískra

vetniskolefna með þremur eða fleiri

samrunnum hringum.]

15-25%

Húðnæm, 1, H317

Stökkbr ,1B, H340

Krabb. 1A, H350

Eit. á æxlun, 1B, H360

Hæt.vatnaumhverfi, H413

HSK07

HSK08

Hætta

Texti hættusetninga sjá lið16

4. RÁÐSTAFANIR OG SKYNDIHJÁLP

Leitið læknisaðstoðar, ef vart verður við óþægindi

4.1 Fyrstu viðbrögð við slysum

Innöndun Flytja skal hinn slasaða út undir ferskt loft og halda honum rólegum á meðan skoðun fer fram. Ef öndun er erfið, skal gefa súrefni. Sækja læknishjálp, ef með þarf.

Snerting við hörund Fjarlægja tafarlaust mengaðan fatnað og þvo hörund með sápu og vatni. Gott að nota ólífuolíu til að hreinsa. Ef um bruna er að ræða þá kælið strax með vatni. Ef um er að ræða exem eða aðra húðkvilla skal leita læknishjálpar og taka þessar leiðbeiningar með.

Snerting við augu Skola skal augu vandlega með vatni í að minnsta kosti 15 mínútur. Fjarlægið snertilinsur, ef þær eru fyrir hendi, og galopnið augun.

Ef einkenni ertingar hverfa ekki, hafið samband við lækni.

Haldið áfram að skola.

Inntaka Skola skal munninn vandlega. EKKI framkalla uppsölu. Ef til þess kemur, ber að halda höfðinu niðri til þess að magaspýja fari ekki í lungun. Sækið læknishjálp tafarlaust.

Ef viðkomandi er með meðvitund má gefa vatn eða mjólk að drekka til að þynna magainnihald.

4.2 Mikilvægustu einkenni og áhrif

- bráða og síðbúin.

Innöndun: Erting öndunarfæra

Snerting við hörund: bráðið efnið veldur bruna, fast efni myndar ryk, erting magnast við sólarljós.

4.3 Ábendingar til læknis Meðhöndlið í samræmi við einkennin. Einkenni geta verið einstaklingsbundin. Leitið upplýsinga hjá Eitrunarmiðstöð, sjá lið 1.4.

Page 40: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 3 of 8

5. RÁÐSTAFANIR VEGNA SLÖKKVIAÐGERÐA

5.1 Slökkvitæki/leiðbeiningar Komið fólki burt af slysstað og fjarlægið gáma af hættusvæði ef það er mögulegt án þess að valda óþarfa hættu. Kælið gáma með því að úða yfir þá vatni.

Hentug slökkviúrræði Froða, þurrefnisduft, koltvísýringur (CO2) eða vatnsúði (water spray jet).

Óvenju eld- og sprengihætta Efnin eru tregbrennanleg bikefni sem geta verið eldnærandi. Við hitun og eld kunna eiturgufur/lofttegundir að myndast. Gufur eru þyngri en loft og kunna að breiðast út nálægt jörðu í átt að eldsupptökum.

5.2 Sérstök hætta

Hættuleg brennsluefni

Ekki fara inn í lokað rými nema í sértökum búnaði. Forðist að sprauta vatni beint inn í lokaða geymslu.

Kolefnisoxíð. (CO) getur myndast við eld.

5.3 Ráðgjöf til slökkviliðsmanna Notið súrefnisgrímur og efnaþolin hlífðarföt. Forðist bein vatnsbuna sem getur dreift brennandi efni. Ef notaður er koltvísýringur getur kæling verið of lítil til þess að koma í veg enduríkviknun

6. RÁÐSTAFANIR EF EFNI FER ÓVART TIL SPILLIS EÐA ER LOSAÐ FYRIR SLYSNI

6.1 Varúðarráðstafanir Notið öndunargrímur til varnar áhrifa af reyk/ryki/loftbornum ögnum.

6.2 Umhverfisverndarráðstafanir Komið í veg fyrir að efnið komist í niðurföll eða frárennsliskerfi.

6.3 Hreinsunaraðferðir Sópið efnið saman og mokið upp.

Efni þessu og ílátum þess verður að farga sem hættulegu spilliefni – sjá lið 13.

6.4 Tilvísun í aðra liði Sjá lið 8 um persónuvarnir og um í lið 13 um förgun

7. MEÐHÖNDLUN OG GEYMSLA

7.1 Örugg meðhöndlun Forðist rykmyndun. Notið hlífðarbúnað sbr. lið 8. Mælt er með góðri loftræsingu þar sem meðhöndlun á sér stað. Forðast ber innöndun á gufum og ryki og snertingu við hörund og augu.

Þvo skal hendur vandlega eftir meðhöndlun. Hlíta ber góðum hreinlætisvenjum sem tíðkast í iðnaði. Forðist neistagjafa og stöðurafmagn.

7.2 Örugg geymsla Geymið kurlað efnið í lokuðum umbúðum. Geyma skal efnið á þurrum stað með nægilegri loftræstingu. Geymið ekki nálægt matvælum.

7.3 Sértæk, endanleg notkun

Á ekki við.

8. TAKMÖRKUN VÁHRIFA/PERSÓNUHLÍFAR

8.1 Mengunarmörk efna í umhverfi starfsmanna- Ísland, reglugerð nr. 390/2009:

Efni CAS nr. Fyrir 8 klst Þakgildi

Kolaryk, (kímreykur, örfínt ryk), 2 mg/m3

Fjölhringa arómatísk vetniskolefni (PAH 0,2 mg/m3

Koltjörubik, rokgjarn hluti, leysanlegt í

benseni

65996-93-2 0,2 mg/m3

Aðrar upplýsingar um viðmiðunarmörk

DNEL/ PNEC gildi eru ekki tiltæk fyrir þessa efnablöndu.

Page 41: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 4 of 8

8.2 Takmörkun váhrifa

Tækniúrræði: Tryggja þarf góða loftræsingu ef efnið er geymt innandyra.

Neyðarsturta, augnskolunarbúnaður og aðstaða til að þvo andlit og

hendur þurfa að vera til staðar.

Notkun persónuhlífa

-Öndunarvernd Notið öndunargrímur eftir aðstæðum. Síur fyrir lífræn leysiefni og ryk,

þéttleiki sía P3, rykgrímur. Við blöndun á efnunum skal nota sjálfvirkar

heilgrímur.

-Handvernd Notið hlífðarhanska (EN374)

-Augnavernd Notið viðurkennd hlífðargleraugu.

-Húðvernd Notið viðeigandi hlífðarföt til að koma í veg fyrir endurtekna eða langæja

snertingu við hörund. Notið varnarkrem fyrir óvarða húð. Velja skal

hlífðarfatnað skv. CEN stöðlum og í samráði við birginn. Leita skal ráða hjá

yfirmanni á staðnum.

Almennt/ Hreinlætisúrræði Geymið ekki nálægt matvælum. Þvoði hendurnar í vinnuhléum og í lok

vinnudags.

8.2.3 Váhrifavarnir vegna umhverfis

Fylgið lögum og reglugerðum varðandi losun í umhverfið

9. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐILEGIR EIGINLEIKAR

9.1 Eðlis- og efnafræðilegar upplýsingar - Mikilvægar heilsu, öryggis og umhverfislegar upplýsingar

Útlit /eðlisástand Fast efni, svartar perlur

Litur Svart

Lykt Tjöruilmur

Lyktarmörk -

Sýrustig (pH) -

Bræðslumark/ frostmark -

Upphafssuðumark og suðumarksbil 80-120 °C

Blossamark >550 °C

Uppgufunarhraði

Eldfimi ( fast efni, lofttegund) Efnin eru tregbrennanleg bikefni sem geta verið eldnærandi

Eldfimimörk í lofti efri mörk/neðri mörk %

m.v. rúmtak eða sprengimörk

-

Gufuþrýstingur < 50 hPa, 120 °C

Eðlismassi gufu -

Eðlismassi 1,63 g/cm3

Leysni -

Vatnsleysni Leysist ekki í vatni

Deilistuðull (n-oktanól/vatn) -

Sjálfsíkveikjuhitastig -

Seigja -

Sprengifimi -

Oxunareiginleikar -

Page 42: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 5 of 8

9.2 Aðrar upplýsingar Leysanlegt í leysum: ether, hydronapthalenes, 1,2-dichloromethan,

benzen

10. STÖÐUGLEIKI OG HVARFGIRNI

10.1 Hvarfgirni

Efnið er ekki hvarfgjarnt við hefðbundnar aðstæður. Við hitun losna

fjölhringa vetniskolefni.

10.2 Efnafræðilegur stöðugleiki Efnið er stöðugt við allar eðlilegar aðstæður. Efnið getur brunnið ef það

kemst í snertingu við eld (hátt hitastig).

10.3 Hugsanleg hættuleg

efnahvörf/hættuleg fjölliðun

Hættuleg fjölliðun gerist ekki.

10.4 Ástand/skilyrði sem forðast ber Snerting við opinn eld og mjög háan hita.

10.5 Efni sem forðast ber, ósamrýmanleg

efni

Engar sérstakar hættur.

10.6 Hættulegar niðurbrotsvörur Efnið brotnar ekki niður eða hvarfast við önnur efni við eðlilegar

kringumstæður. Við hitun losna fjölhringa arómatísk vetniskolefni (PAH).

11. EITUREFNAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Eiturefnaupplýsingar eiga við Bik – CAS nr. 65996-93-2

Efnaþættir Rannsóknaniðurstöður

Bráðaeitrun

Bik – CAS nr. 65996-93-2 Inntaka, húð LD50 >2000 mg/kg (rotta).

Húðæting/erting Ekki ertandi.

Alvarlegur augnskaði/augnerting Ekki ertandi.

Næming öndunarfæra eða húð Getur valdið ofnæmi, sólarljós getur magnað áhrif.

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur, Getur valdið stökkbreytingu.

Krabbameinsvaldandi áhrif Getur valdi krabbameini.

Eiturhrif á æxlun Inntaka NOAEL: 400 mg/kg (hæglangvinn, rotta).

Getur valdið ófrjósemi og skaða fóstur.

Sértæk eituráhrif á marklíffæri STOT (eitt

skipti)

Á ekki við.

Sértæk eituráhrif á marklíffæri STOT

(endurtekið)

Á ekki við.

Ásvelgingarhætta Á ekki við.

12. VISTFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Efnið er fast efni og á því formi sem það er selt berst það lítt eða ekki út í umhverfið

12.1 Visteituráhrif

Efnisþættir Rannsóknaþættir

Bik; CAS nr: 65996-93-2:

48 klst EL50 Vatnahryggleysingjar : >100 mg/L

48 klst NOELR Vatnahryggleysingjar: 100 mg/L

72 klst EL50 Þörungar og vatnagróður: 220 mg/l (vaxtahraði)

72 klst EL 50 Þörungar og vatnagróður: 153 mg/l (lífmassi)

72 klst NOELR Þörungar og vatnagróður: <10mg/L ( vaxtarhraði og

lífmassi)

42 d NOEC Fiskur: 4µg/L

96 klst LL50 Fiskur: 128 mg/l

Page 43: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 6 of 8

12.2 Þrávirkni og niðurbrot Brotnar ekki auðveldlega niður.

12.3 Uppsöfnun í lífverum Á ekki við.

12.4 Hreyfanleiki í jarðvegi Á ekki við.

12.5 Niðurstöður á mati PBT og vPVB

eiginleikum

Flokkast ekki sem með PBT og vPVB eiginleikum.

12.6 Önnur skaðleg áhrif Ekki vitað.

13. ATRIÐI VARÐANDI FÖRGUN

Skautleifar flokkast ekki sem spilliefni og má því eyða sem hefðbundnum úrgangi

Tjöruleifar flokkast sem spilliefni og þarf að eyða af viðurkenndri spilliefnamóttöku.

Úrgangskóði Skilgreining úrgangs

100317 úrgangur sem inniheldur tjöru frá framleiðslu forskauta

14. UPPLÝSINGAR VARÐANDI FLUTNING

Efnið lýtur reglum um hættulega vöru á vegum (ADR/RID), með flugi (ICAO/IATA) eða um hættulega vöru í sjóflutningum

(IMDG).

14. 3 Hættuflokkur

Hættulegt fyrir vatnaumhverfi

Hættuflokkun:

Grunnkröfur

Flutningur á landi

(ADR/RID):

Flutningur á sjó (IMDG): Flutningur í lofti:

(ICAO/IATA):

14.1 UN númer 3077 3077 3077

14.2 Heiti UMHVERFISSPILLANDI

EFNI, Á FÖSTU FORMI,

NOS, (Benzo(a)pyrene,

Dibenz(a,h)anthracene)

UMHVERFISSPILLANDI

EFNI, Á FÖSTU FORMI,

NOS, (Benzo(a)pyrene,

Dibenz(a,h)anthracene)

UMHVERFISSPILLANDI

EFNI, Á FÖSTU FORMI,

NOS, (Benzo(a)pyrene,

Dibenz(a,h)anthracene)

14.3 Hættuflokkur (Class) 9 9 9

14.4 Flutningsflokkun (PG) III III III

14.5 Umhverfisleg hætta Já Já Já

14.6 Sérstaka

varúðarráðstafanir

Starfsmenn sem

meðhöndla varasöm efni

þurfa sérstaka þjálfun

Starfsmenn sem

meðhöndla varasöm efni

þurfa sérstaka þjálfun

Starfsmenn sem

meðhöndla varasöm efni

þurfa sérstaka þjálfun

Viðbótarupplýsingar Jarðgangakóði E

Page 44: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 7 of 8

14.7 Flutningar búlkafarms skv. II. viðauka við MARPOL-samninginn frá ´73/78 og IBC-kóðanum. Á ekki við

15. UPPLÝSINGAR VARÐANDI REGLUVERK

Efnið er merkt skv. reglugerð EC reglugerð. Nr. 1272/2008 og reglugerð. 415/2014 með síðari breytingum

Innihald: Skautleifar ( 75-80%) og Bik, úr háhitakoltjöru; bik; (15-25%)

15.1 Sértæk ákvæði/löggjöf fyrir efnið eða blönduna vegna öryggis, heilbrigðis og umhverfis:

EU-reglugerðir EC No.1907/2006 (REACH), EC No. 1272/2008 (CLP), 67/548 EB (DSD),

1999/45 EB (DPD), 96/82/EB (Seveso tilskipun)

Íslenskar reglugerðir Innihaldsefni uppfylla kröfur reglugerðar nr 888/2015 um skráningu, mat,

leyfisveitingar og takmarkanir (REACH).

Um heilsuvernd starfsmanna gildir reglugerð nr. 553/2004 um verndun

starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum.

Um mengunarmörk efna í umhverfi starfsmanna á Íslandi gildir reglugerð

390/2009 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á

vinnustöðum.

Takmarkanir á notkun : Farið eftir leiðbeiningum um notkun efnisins.

15.2 Efnaöryggismat Efnaöryggisskýrsla hefur ekki verið gerð fyrir Kragasalla.

Efnaöryggisskýrsla er til fyrir innihaldsefnið Bakað bik (Pitch, coal tar, high

temperature) – C: 65996-93-2

16. AÐRAR UPPLÝSINGAR

Breytingar frá síðustu útgáfu

Upplýsingar á öryggisblaði uppfærðar í samræmi við nýjar reglur um flokkun og merkingar.

Skammstafanir:

DNEL: Áhrifaleysismörk (Derived No Effect level)

PNEC: Engin fyrirsjánleg áhrif (Predicted No Effect Concentration)

ADR: European agreement concerning the international carriage of Dangerous goods by Road

IMDG: International Maritime Dangerous Goods

IATA: International Air Transport Association

ADN: European Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Inland Waterways

EL: Effective loading

NOELR: No-observed effect loading rate

NOEC: No observed effect concentration

LL: Lethal load

Yfirlit yfir hættusetningar sem vísað er í lið 3 á öryggisblaðinu með orðréttum texta

Hættusetningar H317 Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð (3.4 — Húðnæming, Undirflokkur 1)

H340 Getur valdið erfðagöllum <tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo

óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér> (3.5 —

Stökkbreytandi áhrif í kímfrumum, Undirflokkar 1A, 1B)

H350 Getur valdið krabbameini < tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo

óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér > (3.6 —

Krabbameinsvaldandi áhrif, Undirflokkar 1A, 1B)

H360 Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði < tilgreinið sérstök

áhrif ef þau eru kunn > < tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé

að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér > (3.7 — Eiturhrif á æxlun,

Undirflokkar 1A, 1B)

Page 45: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Kragasalli bls 8 of 8

Heimildir

Öryggisleiðbeiningar þessar eru unnar eftir bestu þekkingu og upplýsingum frá framleiðanda (DEZA) um flokkun á Biki,

úr háhitakoltjöru; bik; (15-25%) í föstu formi.

Skautleifar sem eru aðalinnihaldsefnið flokkast ekki sem hættulegt efni.

Öryggisblaðið er unnið af VSÓ Ráðgjöf fyrir Blendi ehf. Nánari upplýsingar um efnið er hægt að fá hjá Blendi

Aðferðir sem notaðar voru við flokkunina í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008

Flokkun Aðferð við flokkun

Húðnæm, 1, H317 External tool: ECETOC TRA workers v3 (Target risk assement tool)

Stökkbr ,1B, H340 Mat á útsetningu skv. Measured HH, measured exposure level

Krabb. 1A, H350 Mat á útsetningu skv. Measured HH, measured exposure level Eit. á æxlun, 1B, H360 Mat á útsetningu skv. Measured HH, measured exposure level Hæt.vatnaumhverfi, H413 EUSES útreikningar (The European Union System for the Evaluation of Substances

Ráðleggingar um menntun og þjálfun: Kynna þarf upplýsingar á þessu öryggisblaði fyrir þeim sem meðhöndla efnið.

Notkun vörunnar er á ábyrgð notenda.

Dags:02.03.2016

3. útgáfa (þýtt og staðfært )

Page 46: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 1 of 9

1. AUÐKENNING EFNISINS EÐA EFNABLÖNDUNNAR OG FÉLAGSINS EÐA FYRIRTÆKISINS

1.1 Söluheiti/vöruheiti

Vörukóði

EB.nr:

Skráningarnúmer (REACH)

CAS nr:

Krýólít/raflausnarefni

237-410-6

01-2119511565-43-0019 (trisodium hexafluoroaluminate)

13775-53-6

1.2 Notkun

Raflausnarefni notað í rafgreiningarkerum við framleiðslu á áli,

framleiðsla á krýólíti og pökkun á krýólít.

Meiri upplýsingar um sértæka notkun og váhrifasviðsmyndir er

hægt er að nálgast hjá Norðuráli.

1.3 Söluaðili :

Sími:

Netfang:

Heimasíða

Norðurál, ehf, Grundartanga, 301 Akranes

430 1000

[email protected]

http://www.nordural.is/

1.4 Eitrunarmiðstöð LSH

Neyðarlínan sími

Veitir upplýsingar í síma um eiturefni og leiðbeiningar um það sem á

að gera ef fólk verður fyrir eitrun. Sími: 5432222

112

2. HÆTTUGREINING

2.1 Flokkun

Flokkun skv. EC regl. Nr. 1272/2008

Bráð eiturhrif 4, H332

STOT RE 1, H372

Hæt. vatnaumhverfi, H411

2.2 Merkingar

Merking skv. EC regl. Nr. 1272/2008

Hættumerki:

Viðvörunarorð: Hætta

Hættusetningar H332 Hættulegt við innöndun (3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), Undirflokkur 4)

H362 May cause harm to breast-fed children

H372 Skaðar líffæri við langvinn eða endurtekin váhrif (3.9 — Sértæk eiturhrif á

marklíffæri — endurtekin váhrif, Undirflokkur 1)

H411 Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif (4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi —

langvinn eiturhrif, Undirflokkur 2)

Varnaðarsetningar: P102 Geymist þar sem börn ná ekki til.

P260 Andið ekki að ykkur ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi.

Page 47: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 2 of 9

P264 Þvoið hendur vandlega eftir meðhöndlun

P270 Neytið ekki matar, drykkjar eða tóbaks við notkun þessarar vöru.

P273 Forðist losun út í umhverfið

P314 Leitið læknis ef lasleika verður vart.

P501 Fargið innihaldi/íláti hjá viðurkenndum aðila

2.3 Aðrar hættur Álflúoríð og Kalsíum flúoríð:

Flúóríð getur valdið ertingu í augum, slímhimnu, húð og í öndunarvegi. Flúóríð getur

safnast upp í beinum (fluorosis) sem kemur fram á röntgen myndum samfara

stirðleika í liðum og í stoðkerfi.

Langvarandi meðhöndlun í magni yfir mengunarmörkum getur valdið astmaköstum.

Súrál hefur lítil áhrif fá heilsu.

Áhrif á heilsu vegna efna sem myndast ef efni brotnar niður:

Flúrvetnisgas getur myndast við hátt hitastig (>500°C) við ákveðin rakaskilyrði. Það

getur orsakað alvarlega ertingu í augum, slímhimnu, húð og öndunarvegi.

Skyndilegur hár styrkur flúrvetnis getur orsakað hósta, vökvauppsöfnun í lungum

(pulmonary edema), sem getur leitt til dauða. Áhrifin geta komið í ljós allt að 24 klst.

seinna.

3. SAMSETNING INNIHALDSEFNA/UPPLÝSINGAR UM INNIHALDSEFNI

Innihaldsefni: Krýólíti ( Na3AlF6), súráli (Al203), álflúoríð (AlF3) og kalsiumflúoríð (CaF2)

CAS-nr: EB-nr Innihaldsefni:

Styrk

ur

(%)

Hættuflokkun Hættu-

merki

15096-52-3

13775-53-6

239-148-8

237-410-6

Krýólít (Trisodium

hexafluoroaluminate) 80-82

SEM-EV 1, H372o Bráð eit. 4, H332, Áhrif vegna barna á brjósti, H362 Langv. eit. á vatn 2 , H411

HSK08

HSK07

HSK09

Hætta

7784-18-1 232-051-1 Álflúoríð 10-11 Ekki flokkað

7789-75-5 232-188-7 Kalsíumflúoríð 5-5,5 Ekki flokkað

1344-28-1 215-691-6 Súrál 2-3 Ekki flokkað

Texti hættusetninga sjá lið16

4. RÁÐSTAFANIR OG SKYNDIHJÁLP

Leitið læknisaðstoðar, ef vart verður við óþægindi

4.1 Fyrstu viðbrögð við slysum

Innöndun Flytjið viðkomandi í ferskt loft. Ef um er að ræða meðvitundarlausan eða alvarlega slasaðan einstakling , skal öndunarvegi haldið opnum, ef viðkomandi andar og vart er við púls,. Framkvæmið hjartahnoð ef sá slasaði andar ekki og engin merki eru um púls. Hafið strax samband við lækni.

Snerting við hörund Þvoið vel með vatni og mildri sápu.

Page 48: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 3 of 9

Snerting við augu Skolið augu með rennandi vatni í minnst 15 mínútur, haldið auganu vel opnu. Hafið samband við lækni ef erting er viðvarandi.

Inntaka Við inntöku, framkallið þynningu með því að drekka vatn. Ráðlagt magn er 30ml fyrir börn og meira en 250ml fyrir fullorðna. Aldrei skal gefa meðvitundarlausum vatn eða fæðu . Framkallið EKKI uppsölu. Hafið strax samband við lækni.

4.2 Mikilvægustu einkenni og áhrif

- bráða og síðbúin.

Erting í slímhúð, augum og á húð

Óþægindi í öndunarvegi.

Langvarandi útsetning/snerting við mikið magn af krýólíti getur orsakað kölkun í beinum( bone fluorosis)

4.3 Ábendingar til læknis Gefa má sjúklingi 1% lausn af calsíum gluconati.

5. RÁÐSTAFANIR VEGNA SLÖKKVIAÐGERÐA

Efnið er ekki eldfimt

5.1 Slökkvitæki/leiðbeiningar

Hentug slökkviúrræði Notið slökkviefni samkvæmt aðstæðum, en nota skal vatn þar sem hægt er að koma því við. Nota vatnið hóflega vegna hættu fyrir umhverfið.

Óvenju eld- og sprengihætta Ekki þekkt

5.2 Sérstök hætta Vetnisflúorgas getur myndast ef efnið hitnar yfir 500°C í námunda við raka

5.3 Ráðgjöf til slökkviliðsmanna Þeir sem annast slökkviliðsstörf skulu klæðast hlífðarbúning ferskloftsöndunarbúnaði og klæðast efnagalla.

6. RÁÐSTAFANIR EF EFNI FER ÓVART TIL SPILLIS EÐA ER LOSAÐ FYRIR SLYSNI

6.1 Varúðarráðstafanir Notið viðeigandi persónuhlífar ( liður 8)

6.2 Umhverfisverndarráðstafanir Forðist að láta efnið berast í niðurföll og grunnvatn. Tilkynnið viðkomandi yfirvöldum ef umtalsvert magn fer út í umhverfið.

6.3 Hreinsunaraðferðir Beitið þurrum aðferðum við hreinsum / sog / ryksugur. Forðist rykmyndun. Hreinsið svæðið með miklu vatni.

6.4 Tilvísun í aðra liði Sjá lið1 um neyðarnúmer, lið 8 um persónuvarnir og um í lið 13 um förgun

7. MEÐHÖNDLUN OG GEYMSLA

7.1 Örugg meðhöndlun Varist snertingu við húð og augu. Forðist rykmyndun. Haldið fjarri hvarfgjörnum efnum og forðist að hita efnið yfir þau mörk að það fer að brotna niður.

7.2 Örugg geymsla Geyma á þurrum og vellofræstum stað.

Geyma í viðurkenndum umbúðum (plastpokum).

7.3 Sértæk, endanleg notkun Engar upplýsingar

Page 49: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 4 of 9

8. TAKMÖRKUN VÁHRIFA/PERSÓNUHLÍFAR

8.1 Mengunarmörk efna í umhverfi starfsmanna- Ísland, reglugr. nr. 390/2009:

Efni CAS nr. Fyrir 8 klst Þakgildi

HF gas <0,6 mg/Nm3 2,5 mg/Nm3

Ryk < 5 mg/Nm3

8.1.2 Aðrar upplýsingar um viðmiðunarmörk: Ekki fyrir hendi

8.1.3 DNEL - Áhrifaleysismörk (Derived No Effect level)

DNEL fyrir krýólít ( trisodium hexafluoroaluminate)

Váhrif Váhrifa leið DNEL/DMEL gildi

Kerfistengd áhrif/bráð áhrif Innöndun 99,8 mg/m3

Staðbundin áhrif/bráð áhrif Innöndun 99,8 mg/m3

Kerfistengd áhrif/langtíma áhrif Gegnum húð 1020mg/kg líkamsþyngd/dag

Staðbundin áhrif/langtíma áhrif Inn öndun 0,1 mg/m3

DNEL fyrir krýólít (vetnisflúoríð)

Váhrif Váhrifa leið DNEL/DMEL gildi Krítísk áhrif

Kerfistengd áhrif/bráð áhrif

(DNEL fyrir 15 mín útsetningu)

Innöndun 2,5 mg/m3 Erting

Langtíma áhrif – innöndun

(DNEL fyrir 8 klst útsetningu)

Innöndun 1,5 mg/m3 Beinkölkun (fluorosis)

8.1.4 PNEC - Engin fyrirsjáanleg áhrif (Predicted No Effect Concentration): vatn, setlög, jarðvegur

PNEC Gildi Matstuðull

PNEC vatn ( ferskvatn) 0.0048 mg/L 1000

PNEC vatn ( sjór) 0,00048 mg/L 10000

PNEC vatn (slitrótt losun) 0,048 mg/L 100

PNEC ferskvatn, bætt við 0,2 mg/L

PNEC sjór, bætt við 1,4 mg/L

PNEC set ( ferskvatn) 30,5 mg/kg set þurrvigt

PNEC set (sjór) 214 mg/°kg set þurrvigt

PNEC jarðvegur 6.02 mg/kg set þurrvigt

PNEC plant -air 0,2 µg/m3

PNEC skólpstöð >8,7 mg/L 10

8.2 Takmörkun váhrifa

Tækniúrræði: Loftræsting þarf að vera fullnægjandi og í samræmi við að styrkur sé undir

heilsuverndarmörkum. Neyðarsturtur og augnskol eiga að vera til staðar.

Leitið til öryggisstjóra um nauðsynlegan öryggisbúnað sem hentar

vinnuumherfinu.

Notkun persónuhlífa

-Öndunarvernd Notið viðeigandi öndunargrímu. Mælt er með öndunargrímu N95 þegar

hætta er á myndun vetnisflúoríðs.

Page 50: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 5 of 9

-Hand- og húðvernd Notið viðeigandi ( mælt með OVC) hanska og viðeigandi hlífðarfatnað til að

forðast snertingu efnis við húð.

-Augnavernd Notið öryggisgleraugu

Almennt/ Hreinlætisúrræði Ekki borða mat eða neyta drykkjar á vinnusvæðinu. Reykingar á að banna.

Fylgið almenum hreinlætis- og umgengisreglum

8.2.3 Váhrifavarnir vegna umhverfis

Fylgið lögum og reglugerðum varðandi losun í umhverfið

9. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐILEGIR EIGINLEIKAR

9.1 Eðlis- og efnafræðilegar upplýsingar - Mikilvægar heilsu, öryggis og umhverfislegar upplýsingar

Útlit /eðlisástand Fast efni, duftkennt/ kornótt/sandur

Litur Grátt/brúnleitt

Lykt Lyktarlaust

Lyktarmörk Á ekki við

Sýrustig (pH) Á ekki við

Bræðslumark/ frostmark 1009-1012°C

Upphafssuðumark og suðumarksbil Á ekki við

Blossamark Á ekki við

Uppgufunarhraði

Eldfimi ( fast efni, lofttegund) Ekki eldfimt

Eldfimimörk í lofti efri mörk/neðri

mörk % m.v. rúmtak eða sprengimörk

Á ekki við

Gufuþrýstingur Á ekki við

Eðlismassi 1,05-1.15 g/cm3

Vatnsleysni 0,602 g/l við 25 °C

Deilistuðull (n-oktanól/vatn) Ekki hægt

Sjálfsíkveikjuhitastig Á ekki við

Seigja Á ekki við

Sprengifimi Ekki sprengifimt

Oxunareiginleikar Ekki oxandi

Efnaformúla 3NaF*AlF3, Al2O6, AlF3, CaF2

9.2 Eðlisfræðilegar hættur Á ekki við

9.2 Aðrar upplýsingar Engar

10. STÖÐUGLEIKI OG HVARFGIRNI

10.1 Hvarfgirni

Snerting við sterka sýru myndar vetnisflúoríð. Það myndast einnig

við hitun yfir 500°C við raka í lofti.

10.2 Efnafræðilegur stöðugleiki Stöðugt við eðlilegar kringumstæður, geymslu og flutning.

Page 51: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 6 of 9

10.3 Hugsanleg hættuleg

efnahvörf/hættuleg fjölliðun

Undir venjulegum kringumstæðum við meðhöndlun, geymslu og

flutning er engin hætta fyrir hendi .

10.4 Ástand/skilyrði sem forðast ber Snertingu við sterka sýru og sterka basa. Snerting við sterka sýru

myndar vetnisflúoríð. Það myndast einnig við hitun yfir 500°C við

raka í lofti

10.5 Efni sem forðast ber,

ósamrýmanleg efni

Sterkar sýrur

10.6 Hættulegar niðurbrotsvörur Vetnisflúoríð

11. EITUREFNAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

11.1 Eiturefnafræðileg áhrif

Efnið getur orsakað ertingu í augum, húð og í efri hluta öndunarvegar. Einkenni geta verið astmi, varanlegur lungnaskaði og húðvandamál.

Bráðaeitrun

Efni CAS nr. Rannsóknaniðurstöður - Áhrif LD50

Krýólít 15096-52-3

13775-53-6

Inntaka LD50 > 2000 mg/kg (Rottur).

Inntaka LDLo = 9000 – 12000 mg/kg (Kanínur).

Áloxíð 1344-28-1 Inntaka LD50 > 5000 mg/kg (Rottur).

Kalsíumflúóríð 7789-75-5 Inntaka LD50 = 4250 mg/kg (Rottur).

Stöðug útsetning fyrir efninu og hár styrkur getur leitt til flúoreitrunar í tönnum og beinum ( fluorosis)

Skyndilegur hár styrkur flúrvetnis; sem getur myndast við hátt hitastig (>500°C) við ákveðin rakaskilyrði, getur orsakað hósta, vökvauppsöfnun í lungum (pulmonary edema), sem getur leitt til dauða. Áhrifin geta komið í ljós allt að 24 klst seinna.

Húðæting/erting Gögn sýna ekki fram á ertingu

Alvarlegur augnskaði/augnerting Ekki ertandi

Næming öndunarfæra eða húð Engin næming

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur Ekki þekkt

Krabbameinsvaldandi áhrif Ekki þekkt

Eiturhrif á æxlun Ekki þekkt . Getur haft áhrif á brjóstmylkinga

Sértæk eituráhrif á marklíffæri STOT (eitt skipti) Vantar gögn

Sértæk eituráhrif á marklíffæri STOT (endurtekið) Innöndun og inntaka á efninu getur valdið skaða á

líffærum við langtíma og síendurtekna notkun (bein,

lungu)

Ásvelgingarhætta Innöndun á efninu getur valdið skaða á líffærum við langtíma og síendurtekna notkun (bein, lungu)

12. VISTFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Efnið flokkast sem hættulegt umhverfinu skv. reglugerð 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og

efnablanda. Efnið er eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif (4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn

eiturhrif, Undirflokkur 2)

12.1 Visteituráhrif

Efnisþættir Rannsóknaþættir

Page 52: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 7 of 9

Fiskur, Salmo gairdneri, LC50 47mg/l 96h

Fiskur, Brachydanio rerio LC50 99 mg/l 96h

Krabbadýr, Daphina magna EC50; 48h 156 mg/l

Þörungar, Scenedesmus subspicatus LC50; 72h 240 mg/l

Þörungar, Scenedesmus quadricauda NOEC; 96h 5000 mg/l

Ferskvatnsþörungar Pseudokirchneriella subcapitata

(tested as: Selenastrum capricornutum)

ErC50; 72h 8.8 mg/l

Ferskvatnsþörungar Pseudokirchneriella subcapitata

(tested as: Selenastrum capricornutum)

NOErC; 72h 1.0 mg/l

12.2 Þrávirkni og niðurbrot Upplýsingar um lífrænt niðurbrot liggja ekki fyrir.

12.3 Uppsöfnun í lífverum LogPow á ekki við. Flúoríð getur safnast fyrir í

jurtaríkinu.

12.4 Hreyfanleiki í jarðvegi Loft: berst sem ryk

Vatn/jarðvegur: Lítil leysni og hreyfanleiki

Jarðvegur: Ásogast á steinefni og lífrænan jarðveg.

12.5 Niðurstöður á mati PBT og vPVB eiginleikum Flokkast ekki sem með PBT og vPVB eiginleikum.

12.6 Önnur skaðleg áhrif Ekki vitað

13. ATRIÐI VARÐANDI FÖRGUN

Fara þarf eftir gildandi lögum og reglum viðkomandi svæðis um förgun efnisins, auk gildandi krafna í

starfsleyfi.

Efninu og umbúðum skal meðhöndla sem spilliefni.

Mælt er með að efnið sé endurunnið/endurnýtt eins og kostur er.

Úrgangskóði Skilgreining úrgangs

10 03 99 Úrgangur sem er ekki tilgreindur með öðrum hætti

Alltaf skal hafa samband við viðeigandi yfirvöld til að staðfesta úrgangsflokk.

14. UPPLÝSINGAR VARÐANDI FLUTNING

Efnið fellur undir reglugerð um flutninga á hættulegum farmi

4.3 Hættuflokkun:

Hættulegt umhverfinu

Page 53: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 8 of 9

Grunnkröfur

Flutningur á landi (ADR/RID): Flutningur á sjó (IMDG): Flutningur í lofti:

(ICAO/IATA):

14.1 UN

númer

3077 3077 3077

14.2 Heiti Umhverfisskaðlegt efni, fast

efni, raflausn

(ENVIRONMENTALLY

HAZARDOUS SUBSTANCE,

SOLID,

(TRISODIUMHEXAFLUOROAL

UMINATE)

Umhverfisskaðlegt efni, fast

efni, raflausn

(ENVIRONMENTALLY

HAZARDOUS SUBSTANCE,

SOLID,

(TRISODIUMHEXAFLUOROA

LUMINATE

Umhverfisskaðlegt efni, fast

efni, raflausn

(ENVIRONMENTALLY

HAZARDOUS SUBSTANCE,

SOLID,

(TRISODIUMHEXAFLUOROA

LUMINATE

14.3

Hættuflokkur

(Class)

9 9 9

14.4

Flutningsflokk

un (PG)

III III III

14.5

Umhverfisleg

hætta

Já Já Já

14.6 Sérstaka

varúðarráðstaf

anir

Starfsmenn sem meðhöndla

varasöm efni þurfa sérstaka

þjálfun

Starfsmenn sem meðhöndla

varasöm efni þurfa sérstaka

þjálfun

Starfsmenn sem meðhöndla

varasöm efni þurfa sérstaka

þjálfun

Viðbótarupplý

singar

Jarðgangakóði E

14.7 Flutningar búlkafarms skv. II. viðauka við MARPOL-samninginn frá ´73/78 og IBC-kóðanum. Á ekki við.

15. UPPLÝSINGAR VARÐANDI REGLUVERK

Efnið er merkt skv. reglugerð EC reglugerð. Nr. 1272/2008 og reglugerð. 415/2014 með síðari breytingum

Innihald: Krýólít ( Na3AlF6), súrál (Al203), álflúoríð (AlF3) og kalsiumflúoríð (CaF2)

15.1 Sértæk ákvæði/löggjöf fyrir efnið eða blönduna vegna öryggis, heilbrigðis og umhverfis:

EU-reglugerðir EC No.1907/2006 (REACH), EC No. 1272/2008 (CLP)

Íslenskar reglugerðir Innihaldsefni uppfylla kröfur reglugerðar nr 888/2015 um

skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir (REACH).

Um heilsuvernd starfsmanna gildir reglugerð nr. 553/2004 um

verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á

vinnustöðum.

Um mengunarmörk efna í umhverfi starfsmanna á Íslandi gildir

reglugerð 390/2009 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr

mengun á vinnustöðum.

Takmarkanir á notkun : Farið eftir leiðbeiningum um notkun efnisins.

Page 54: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Öryggisblað (MSDS): Samkvæmt reglugerð nr. 888/2015 (REACH) og CLP- Reglugerð ESB nr. 1272/2008

Krýólít - Trisodiumhexafluoroaluminate- bls 9 of 9

15.2 Efnaöryggismat Efnaöryggisskýrsla hefur verið gerð fyrir krýólít.

16. AÐRAR UPPLÝSINGAR

4. útg. Breytingar frá síðustu útgáfu

Úrgangskóði í lið 13 leiðréttur

Skammstafanir:

STOT RE: Sértæk eiturhrif á marklíffæri, endurtekin váhrif.

PBT: Þrávirk efni sem safnast fyrir í lífverum og eru eitruð.

DNEL: Áhrifaleysismörk (Derived No Effect level)

PNEC: Engin fyrirsjáanleg áhrif (Predicted No Effect Concentration)

LD50: Lethal Dose 50% - skammtur sem drepur í 50% tilfella- banvænn skammtur

ADR: Reglur um millilandaflutninga á hættulegum farmi á vegum.

IMDG: Alþjóðlegur kóði um siglingu með hættulegan varning

IATA: International Air Transport Association

ADN Reglur um flutning hættulegra efna á skipgengum vatnaleiðum.

Yfirlit yfir hættusetningar sem vísað er í lið 3 á öryggisblaðinu eru með orðréttum texta

Hættusetningar H332 Hættulegt við innöndun (3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), Undirflokkur 4)

H362 Getur skaðað börn á brjósti ( 3.7- Eituráhrif á æxlun, Undirflokkur til viðbótar, Áhrif

á mjólkurmyndun eða mjólkurgjöf)

H372 Skaðar líffæri við langvinn eða endurtekin váhrif (3.9 — Sértæk eiturhrif á

marklíffæri — endurtekin váhrif, Undirflokkur 1)

H411 Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif (4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi —

langvinn eiturhrif, Undirflokkur 2)

Heimildir

Öryggisleiðbeiningar þessar eru unnar eftir bestu þekkingu og upplýsingum frá framleiðanda Norðuráli um

áhrif á heilsu, öryggi og umhverfi og í samræmi við gildandi reglugerðir. Skautleifar sem eru

aðalinnihaldsefnið flokkast ekki sem hættulegt efni. Notkun vörunnar er á ábyrgð notenda.

Öryggisblað unnið af VSÓ Ráðgjöf fyrir Norðurál. Nánari upplýsingar um efnið hægt að fá hjá Norðuráli.

Ráðleggingar um menntun og þjálfun: Kynna þarf upplýsingar á þessu öryggisblaði fyrir þeim sem

meðhöndla efnið

Dags:29.04.2016

4. útgáfa (þýtt og staðfært )

Page 55: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 1

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

óm2.1 :

M—M«Hætta

1. Nafnið á efni/blöndu og hlutafélagi/fyrirtæki

1.1. EfnisauðkenniVöruheiti : Propan / AGA Gas

Öryggisleiðbeining nr. : IG008_IS

1.2. Æskileg notkun efnis og notkun sem ber að var astÆskileg notkun efnis : Iðnaðar og faglegt. Notið samkvæmt áhættugreiningu notenda.

Stilligas / Viðmiðunargas. Notkun á rannsóknarstofu. Hafið samband við birgja ef frekariupplýsinga er þörf.

Óráðlögð notkun efnis : Fyrir notanda.

1.3. Upplýsingar um útgefanda öryggisblaðsAuðkenni fyrirtækis : ÍSAGA ehf.

Breiðhöfða 11110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

1.4. Neyðarsími Neyðarsími : 112 (24h)

2. Hættulegir eiginleikar

2.1. Flokkun efnis eða blönduÁhættuflokkun og kóðaflokkun samkvæmt EC 1272/2008 (CLP)

• Eðlisfræðilegar hættur : Afar eldfim lofttegund - Flokkur 1 - Hætta (H220)Inniheldur lofttegund undir þrýstingi, gæti sprungið við upphitun - Fljótandi lofttegund- Varúð (H280)

Flokkur EC 67/548 eller EC 1999/45

: F+; R12

2.2. MerkimiðiMerking samkvæmt EC 1272/2008 (CLP)

• Hættu myndtákn

M— M«ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 56: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 2

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

2. Hættulegir eiginleikar

• Númer hættu myndtákns : GHS02 - GHS04

• Boðmerking : Hætta

• Hættusetningar : H220 - Afar eldfim lofttegund.H280 - Inniheldur lofttegund undir þrýstingi, gæti sprungið við upphitun.

• Varúðarsetning - Fyrirbyggjandi : P210 - Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. — Reykingar

bannaðar.

- Viðbrögð : P377 - Eldur í lekandi gasi Reynið ekki að slökkva eldinn nema hægt sé að stöðva lekann áöruggan máta.P381 - Fjarlægið alla hita- og neistagjafa ef það er óhætt.

- Geymsla : P403 - Geymist á vel loftræstum stað.

2.3. Önnur vá: Engin.

3. Innihald/upplýsingar um efnisþætti

3.1. Efni/ 3.2. Framleiðsla

Efni.CAS-nrEG-nr (DSD) (CLP)

Index-nr

Própan : <= 95 % Flam. Gas 1 (H220)74-98-6 F+; R12Press. Gas Liq. (H280)

200-827-9601-003-00-5

01-2119486944-21-

n-Bútan : >/= 5 % Flam. Gas 1 (H220)106-97-8 F+; R12Press. Gas Liq. (H280)

203-448-7601-004-00-0

01-2119474691-32-

Inniheldur engin efni eða efnishluta sem hefur áhrif á flokkun vörunnar.* 1: Tekið fyrir í Annex IV / V REACH, undanþegið frá skráningu.* 2: Skráður fyrningartími ekki útrunninn.* 3: Þarf ekki að skrá. Efnið framleitt eða innflutt < 1t/ár.Allar V-setningar sjá kafla 16. Allar H-setningar sjá kafla 16.

4. Skyndihjálp - neyðarviðbrögð

4.1. Lýsing á neyðarviðbrögðumInnöndun : Fjarlægið slasaða á ómengað svæði og hafið á ykkur súrefnis öndunarbúnað. Haldið

slösuðum heitum og rólegum. Hringið á lækni, Neyðarlínu, 112. Gefið skyndihjálparöndun eföndun stöðvast.

Snerting við húð : Skolið með vatni í minnst 15 mínútur ef vökvi hellist niður.

Íkoma í augu : Skolið augu strax með vatni í minnst 15 mínútur.

Inntaka : Inntaka er ekki talin möguleg.

4.2. Mikilvægustu einkenni og áhrif, bráðaeinkenn i og síðkomin einkenni: Hár styrkleiki getur valdið köfnun. Einkenni geta verið lömun/meðvitundarleysi. Einstaklingur

þarf ekki að verða var við eigin köfnun.Tilvísun í kafla 11.

4.3. Fyrstu skyndihjálparviðbrögð og önnur sértæk viðbrögð: Engin.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 57: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 3

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

4. Skyndihjálp - neyðarviðbrögð

5. Viðbrögð við bruna

5.1. SlökkvibúnaðurÆskileg efni til að slökkva eld : Vatnsúði eða mistur.

Óæskileg efni til að slökkva eld : Koldíoxíð.Notið ekki vatnsbunu til að slökkva.

5.2. Sértækar hættur sem efnið eða blandan getur orsakaðSértækar hættur : Í eldi getur hylkið brostið eða sprungið.

Hættuleg brennanleg framleiðsla : Koldíoxíð.

5.3. Leiðbeiningar fyrir slökkviliðSérstakar aðferðir : Slökkvið ekki brennandi gasleka. Sjálfsíkveikja/sprenging getur orðið. Slökkvið alla aðra elda.

Ef mögulegt er, stoppið efnisleka.Viðhafðu eftirlit í samræmi við aðliggjandi elds. Nálægð og hitageislun getur valdið því aðtankar/hylki rifni. Kældu tanka og hylki með vatni úr öruggri fjarlægð. Skolið ekki mengaðslökkvivatn niður í niðurfall.Færið umbúðir frá eldi ef hægt er án áhættu.Notið vatnsúða eða mistur til að berja niður eldmökk ef hægt er.

Sérstakur öryggisútbúnaður : Í litlu rými, notið súrefnis öndunarbúnað.Staðal öryggisklæði og tæki (súrefnisinnihaldandi öndunarbúnað) fyrir slökkviliðsmenn.EN 469: Öryggisklæði fyrir slökkviliðsmenn. EN 659: Öryggsihanska fyrir slökkviliðsmenn.Staðall EN 137 - súrefnisinnihaldandi þrýstihylki fyrir öndunarbúnað með andlitsgrímu.

6. Viðbrögð vegna leka eða útblásturs vegna mista ka

6.1. Varnir fyrir einstaklinga, hlífðarfatnaður o g viðbrögð í neyðarástandi: Neyðarsvæði.

Reynið að stöðva leka.Tryggið nægjanleg loftskipti.Fjarlægið efni sem geta valdið íkveikju.Takið tillit til hættu á sprengifimri blöndu í lofti.Forðist að fara niður í holræsi, kjallara og grunna eða aðra staði þar sem gasið getur safnastsaman.Bregðist við í samræmi við gildandi neyðaráætlun.Hafið upprúllað.

6.2. Umhverfisvarnir: Reynið að stöðva leka.

6.3. Aðferðir og tækni til að hirðunar og hreinsu nar: Loftræst svæði.

6.4. Í samræmi við aðra liði: Sjá einnig lið 8 og 13.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 58: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 4

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

7. Meðhöndlun og geymsla

7.1. Örugg meðferðÖrugg notkun vörunnar : Búnaður skal vera jarðtengdur.

Skolið loft úr kerfinu áður en gasi er hleypt á.Geymist aðskilið frá neistagjöfum (einnig frá stöðurafmagni).Reykið ekki þegar verið er að nota efnið.Áhættugreinið hvort hugsanlega myndist sprengifimt andrúmsloft eða útbúnaður þurfi að verasprengiprófaður.Athugið að nota aðeins neistafrí verkfæri.Verndið augu, andlit og húð fyrir vökvaskvettum.Notið réttan búnað sem er gerður fyrir gasið, þrýsting þess og hita. Hafið samband við birgjaef spurningar vakna.Einungis hæfir starfsmenn skulu meðhöndla gashylki undir þrýstingi.Efnið skal það meðhöndlað á öruggan og þrifalegan hátt.Gangið úr skugga um að allt gaskerfið hafi verið (eða sé reglulega) lekaleitað fyrir notkun.Athugið þrýstijafnara í tækjauppsetngu.Varist að losa efnið út í andrúmsloftið.Andið ekki gasinu inn.

Örugg meðhöndlun gasumbúðanna : Sjá leiðbeiningar um meðhöndlun gashylkja.Komið í veg fyrir bakflæði inn í hylkið.Verjið hylki fyrir hnjaski; dragið ekki, né veltið, rennið eða látið hylki falla.Þegar hylki er flutt, þótt um stutta vegalengd sé að ræða, notið vagn (kerru, handvagn o.s.frv.)sem gerður er fyrir hylkjaflutning.Fjarlægið ekki öryggishettu af hylki fyrr en hylki hefur verið tryggilega skorðað við vegg eðahandrið eða komið fyrir í hylkjagrind og tilbúið til notkunar.Ef notandi uppgötvar eitthvert vandamál við notkun á hylkjalokum skal hann hætta notkun oghafi samband við birgja.Reynið aldrei að gera við eða breyta hylkjaloka eða öryggisloka eða þrýstilétti.Birgja skal tilkynnt án tafar um skemmdan hylkjaloka.Haldið hylkjaloka og gengjum lausum við olíu og feiti.Látið hylkjahettu eða tappa á hylkið þegar hylkið hefur verið aftengt búnaði.Lokið hylkjaloka eftir notkun og þegar hylki er tómt, jafnvel meðan hylkið er tengt við útbúnað.Reynið aldrei að flytja gas frá einu hylki/tank yfir á annað.Notið aldrei eld eða rafmagnshitatæki til að auka þrýsting í hylki/tanki.Takið ekki miða af né skemmið sem seljandi hefur á hylkjum til sannkenna innihald þeirra.Hylki skal geyma upprétt og tryggilega fest svo þau falli ekki.

7.2. Örugg geymsla og/eða slæm skilyrði: Geymið aðskilið frá oxandi gastegundum og öðrum oxandi efnum.

Allur rafmagnsútbúnaður í geymsluhúsnæði skal vera gerður til notast í sprengifimuandrúmslofti.Geymið hylki undir 50°C í vel loftræstu rými.Kannið reglur og staðbundin ákvæði varðandi geymslu hylkja/tanka.Hylki/tanka skal ekki geyma þar sem aðstæður geta valdið ryðgun þeirra.Hylki skal geyma upprétt og tryggilega fest svo þau falli ekki.Hylki í geymslu skulu ástandsathuguð reglulega og lekaleituð.Hylkjahetta yfir loka skal vera á.Geymið hylki frá hættu á eldi og frá hitagjöfum og neistum.Haldið frá brennanlegu efni.

7.3. Sértæk notkun: Engin.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 59: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 5

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

8. Skilyrt notkun/persónuhlífar og öryggi

8.1. ÖryggisþættirDNEL: Afleidd mörk (eða stig) þar semáhrifin eru engin

: Engin gögn aðgengileg.

DMEL: Lágmarks magn til áhrifa (Starfsmenn)

: Engin gögn aðgengileg.

PNEC: Styrkur þar sem engin áhrif erufyrirsjáanleg

: Engin gögn aðgengileg.

8.2. Afmörkuð notkun8.2.1. Verkheimild : Tæknilega þétt kerfi skal vera lekaleitað reglulega.

Góð almenn og staðbundin loftræsting skal vera til staðar.Gasskynjari ætti að vera til staðar þegar eldfimt gas/eim er losað.Haldið styrkleika fyrir neðan sprengimörk.Haldið styrkleika fyrir neðan vinnumörk.Athugið reglur um vinnuheimild t.d. varðandi viðhaldsvinnu.

8.2.2. Hlífðarbúnaður : Áhættugreining skal framkvæmd og skráð fyrir hvern starfsvettvang til að meta áhættusamfara notkun efnisins og til að velja réttan hlífðarbúnað. Eftirfarandi ráðleggingum ætti aðfylgja.Velja skal hlífðarbúnað í samræmi við EN / ISO staðla.

• Augn/andlits vörn : Notið öryggisgleraugu með hliðarhlíf.Notið hlífðargleraugu eða andlitshlíf við áfyllingu eða þegar barki er aftengdur.Staðall EN 166 - Öryggisgleraugu.

• Vörn fyrir húð - Handarhlíf : Notið hlífðahanska þegar gasumbúðir eru meðhöndlaðar.

Saðall EN 388 - Hlífðarhanskar gegn álaghættu.

- Annað : Hugsið um að nota hlífðarbúnað vegna stöðurafmagns.Staðall EN ISO 14116- Eldtefjandi efni.Staðall EN ISO 1149-5 -Öryggisklæði: Rafleiðni eiginleikar.Notið öryggisskó við meðhöndlun hylkja.Staðall EN ISO 20345 Öryggisbúnaður - Öryggisskór.

• Öndunarvörn : Nota skal sjálföndunarbúnaður (SCBA) eða yfirþrýst loftleiðsla með grímu þegarsúrefnisskortur er í lofti.Staðall EN 137 - súrefnisinnihaldandi þrýstihylki fyrir öndunarbúnað með andlitsgrímu.

• Hitahætta : Notið kuldahanska þegar fyllt er á milli eða þegar áfyllibarkar eru aftengdir.Staðall EN 511 - Frostþolnir hanskar.

8.2.3. Viðbúnaður vegna : Í samræmi við staðbundnar reglur vegna losunar út í andrúmsloft. Sjá kafla 13 um meðferð áumhverfismengunar spilligasi.

9. Eðlis- og efnaeiginleikar

9.1. Upplýsingar og grundvallar eðlis- og efnaeig inleikaÚtlitEðlisfræðilegt ástand við 20°C / 101. : Gas.3kPaLitur : Blandan inniheldur eitt eða fleiri efni sem hafa eftirfarandi lit:

Litarlaust.

Lykt : Lykt efnis er ekki alltaf hægt að greina, lyktin er huglæg og ekki ónothæf til að vara viðofurmagni efna.Blandan inniheldur eitt eða fleiri efni sem hafa eftirfarandi lykt:Sætt.

Lyktarþröskuldur : Lyktarskyn er huglægt og ónógt til að nota sem viðvörun vegna yfirmagns í lofti.

pH gildi : Ekki nothæft í gasblöndur.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 60: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 6

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

9. Eðlis- og efnaeiginleikar

Sameindaþungi [g/mol] : Ekki nothæft í gasblöndur.

Bræðslumark [°C] : Ekki nothæft í gasblöndur.

Suðumark [°C] : Ekki nothæft í gasblöndur.

Kveikjumark [°C] : Ekki nothæft í gasblöndur.

Uppgufunarhraði (eter=1) : Ekki nothæft í gasblöndur.

Eldfimi [hlutfalls % í lofti] : Svið eldfimi ekki þekkt.

Uppgufunarþrýstingur [20°C] : Gildir ekki.

Hlutfallslegur þéttleiki, gas (loft=1) : Þyngra en loft.

Leysanleiki í vatni [mg/l] : Leysanleiki efna í mixtúrunni í vatn:• Própan : 75 • n-Bútan : 88

Hlutfallsstuðull n-oktanól/vatn [log : Ekki nothæft í gasblöndur.Kow]Seigja 20°C [mPa.s] : Gildir ekki.

Sprengieiginleikar : Gildir ekki.

Oxunareiginleiki : Engin.

9.2. Aðrar upplýsingarÖnnur gildi : Gasgufan er þyngri en loft. Getur safnast saman í lokuðu rými, sérstaklega niður við jörð eða

neðanjarðar.

10. Stöðugleiki og hvarfgirni

10.1. Hvarfgirni: Ekki bein hætta önnur en áhrifum sem lýst er hér að neðan.

10.2. Stöðugleiki efnis: Stöðugt efni við venjulegar aðstæður.

10.3. Hættur af varasömum efnahvörfum: Getur hvarfast kröftuglega við oxandi efni.

Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti.

10.4. Aðstæður sem skal forðast: Má ekki verða fyrir hita/neistum/opnum eldi/heitum hlutum.- Reykingar bannaðar.

10.5. Ósamrýmanlegar aðstæður: Fyrir viðbótarupplýsingar um samhæfni sjá ISO 11114.

10.6. Hættuleg hvarfefni: Við venjulegar aðstæður við geymslu og notkun myndast ekki hættuleg samsetning.

11. Eitrunar upplýsingar

11.1. Upplýsingar um áhrif eitrunarBráðaeitrun : Gastegundin veldur engum þekktum eitrunum.

Rottupróf innöndun LC50 [ppm/4klst] : • Própan : > 20000

Húðæting/erting : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Alvarlegur augnskaði/erting : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Afnæming öndunarvegs eða húðar : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Krappameinsvaldandi : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Erfðagallar : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Ófrjósemiseitrun : frjósemi : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Ófrjósemiseitrun : barn í móðurkviði : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 61: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 7

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

11. Eitrunar upplýsingar

Sértæk eitrun á líffæri - einstök váhrif : Ekki þekkt áhrif vörunnar.

Sértæk eitrun á líffæri - endurtekin : Ekki þekkt áhrif vörunnar.áhrifHætta við öndun : Ekki nothæft fyrir gas eða gasblöndur.

12. Vistrænar upplýsingar

12.1. Vistræn eitrun: Flokkunar viðmiðunum er ekki hægt að ná.

Metanlegt : Flokkunar viðmiðunum er ekki hægt að ná.

EC50 48klst - Daphnia magna [mg/l] : • Própan : 27.1• n-Bútan : 14.2

EC50 72h - Algae [mg/l] : • Própan : 11.9• n-Bútan : 7.7

LC50 96 klst - fiskur [mg/l] : • Própan : 49.9• n-Bútan : 24.1

12.2. Stöðugleiki - niðurbrjótanleiki: Engin gögn aðgengileg.

Metanlegt : Engin gögn aðgengileg.

12.3. Eiginleiki efnis að safnast upp: Engin gögn aðgengileg.

Metanlegt : Engin gögn aðgengileg.

12.4. Tilfærsla efnis í jörðu: Engin gögn aðgengileg.

Metanlegt : Engin gögn aðgengileg.

12.5. Niðurstaða PBT og vPvB greiningar: Engin gögn aðgengileg.

Metanlegt : Ekki flokkað sem PBT eða vPvB.

12.6. Önnur skaðleg áhrifÁhrif á ósonlagið : Engin.

Áhrif á hlýnun jarðar : Ekki þekkt áhrif vörunnar.Ekki þekkt áhrif vörunnar.

13. Förgun

13.1. Aðferðir við förgun: Sleppið ekki út í andrúmsloft þar sem hætta er á að sprengifim blanda myndist með

andrúmslofti. Úrgangsgas á að brenna í brennara með einstefnuloka.Tryggið að ekki sé farið fram úr losunarheimildum yfirvalda eða þess sem getið er ívinnuheimild.Sleppið gasinu ekki í afföll, kjallara, göng eða aðra staði þar sem gasið gæti lokast inni.Se EIGA dokument Doc.30 “Disposal of Gases, downloadable at http://www.eiga.org formere vejledning i vedrørende egnet bortskaffelse.Hafið samband við birgja ef frekari upplýsinga er þörf.

Listi yfir hættulegan úrgang : 16 05 04: Gas undir þrýstingi í hylkjum (þ.m.t. halon) eru hættuleg efni.

13.2. Viðbótar upplýsingar: Engin.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 62: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 8

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

14. Upplýsingar vegna flutnings

14.1. UN-númerUN-númer : 1965

ADR, IMDG, IATA merking

óm: 2.1 :

14.2. UN proper shipping nameLandflutningar (ADR/RID) : KOLVETNIS GASBLANDA, SAMANÞJAPPAÐ, N.O.S. (Própan)

Loftflutningar (ICAO-TI / IATA-DGR) : HYDROCARBON GAS MIXTURE, LIQUEFIED, N.O.S. (Propane)

Sjóflutningar (IMDG) :HYDROCARBON GAS MIXTURE, LIQUEFIED, N.O.S. (Propane)

14.3. Hættulfokkun flutningaLandflutningar (ADR/RID)Flokkur : 2

Flokkunarkóði : 2 F

Nr. varnaðar- og hættusetningar : 23

Gangnatakmörkun : B/D: Bannað að flytja um jarðgöng efnisflokka B, C, D og E í flutningstanki . Aðrir flutningar:Bannað að flytja efnisflokka D og E um jarðgöng.

Loftflutningar (ICAO-TI / IATA-DGR)Flokkur/Deild (áhætta) : 2.1

Sjóflutningar (IMDG)Flokkur/Deild (áhætta) : 2.1

Neyðarnúmeraskrá (EmS) - Eldur : F-D

Neyðarnúmeraskrá (EmS) - Leki : S-U

14.4. UmbúðaflokkurLandflutningar (ADR/RID) : Gildir ekki.

Loftflutningar (ICAO-TI / IATA-DGR) : Gildir ekki.

Sjóflutningar (IMDG) : Gildir ekki.

14.5. UmhverfishættaLandflutningar (ADR/RID) : Engin.

Loftflutningar (ICAO-TI / IATA-DGR) : Engin.

Sjóflutningar (IMDG) : Mengunarvaldur sjávar.

14.6 Sérstök öryggisákvæðiUmbúðalýsing(ar) :

P200

Landflutningar (ADR/RID) : P200

Loftflutningar (ICAO-TI / IATA-DGR)Farþegi og flutningsvara flugvéla : DO NOT LOAD IN PASSENGER AIRCRAFT.

Loftflutningar eingöngu : Allowed.

Vörulýsing - Loftflutningar eingöngu : 200

Sjóflutningar (IMDG) : P200

Sérstök öryggisákvæði : Forðist að flytja gasið á bifreiðum þar sem farangursrými er ekki skilið frá ökumannsrými.Látið bílstjóra fá skriflegar leiðbeiningar varðandi flutning ef til óhapps eða slyss kæmi.Við flutninga:Sjáið til þess að nægileg loftræsting sé til staðar.-Öll hylki skulu tryggilega fest.-Tryggið að allir lokar séu lokaðir og ekki leki.-Tryggið að verndartappi eða gengjulok (í sérstökum tilfellum) sé rétt sett á.Tryggið að hylkjahetta sé rétt sett á og föst.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 63: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síðu : 9

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR Endurskoðuð útgáfa Nr: : 1

Dagsetning : 4 / 2 / 2016

Leysir af hólmi : 4 / 2 / 2016

Propan / AGA Gas IG008_IS

14. Upplýsingar vegna flutnings

14.7. Flutningur af magni samkvæmt Annex II í MARP OL 73/78 og IBC CodeFlutningur af magni samkvæmt Annex : Gildir ekki.II í MARPOL 73/78 og IBC Code Opinbert nafn í flutningum : KOLVETNIS GASBLANDA, SAMANÞJAPPAÐ, N.O.S. (Própan)

Packing instruction : P200

Áhættuflokkun flutninga : 2

Umhverfishætta : Engin.

Proper shipping name : HYDROCARBON GAS MIXTURE, LIQUEFIED, N.O.S. (Propane)

Class : 2.1

IMDG-Marine pollutant : Mengunarvaldur sjávar.

Proper shipping name (IATA) : HYDROCARBON GAS MIXTURE, LIQUEFIED, N.O.S. (Propane)

Class : 2.1

15. Gildandi ákvæði

15.1. Lög/reglur um efni eða efnablöndur sem gilda um öryggi, heilsu og umhverfiESB reglur

Seveso regulation 96/82/EC : Nær yfir.

Lög og reglur

Landslög : Sjáið til þess að staðar eða opinberum ákvæðum sé fylgt.

15.2. Áhættugreining efna: Ekki er þörf á að gera áhættugreiningu fyrir þessa vöru.

16. Aðrar upplýsingar

Merki um breytingar : Endurskoðað öryggisblað í samræmi við Evrópusambandsreglu (EU) nr. 453/2010.

Kennsluráðleggingar : Sjáið til þess að starfsmaður fái fræðslu um brennanleika efnis.Gashylki með þrýstingi.Gashylki með þrýstingi.

Frekari upplýsingar : Flokkað í samræmi við útreikningaaðferðar í reglum (EC) 1272/2008 CLP/(EC) 1999/45 DPD.Öryggisleiðbeiningarnar hafa verið samdar í samræmi við evrópsk ákvæði og gildir í öllumlöndum sem hafa undirgengist þau ákvæði.

Listi yfir allar H-setningar í reit 3. : R12 : Mjög eldfimt.

Listi yfir allar H-setningar í reit 3. : H220 - Afar eldfim lofttegund.H280 - Inniheldur lofttegund undir þrýstingi, gæti sprungið við upphitun.

Riftunarákvæði : Áður en notkun efnis hefst í nýrri framleiðslu eða tilraun skal skoða efnisinnihalda tækja oggera áhættugreiningu.Efni þessa ritaða máls er gert að vel athuguðu máli og öll atriði talin rétt þegar það er prentað.Ekki er tekin ábyrgð á skaða sem gæti orsakast af notkun þessa skjals.

ÍSAGA ehf.Breiðhöfða 11 110 Reykjavík IcelandSími: 577 [email protected]

Page 64: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 1 af 7

1. útgáfa 01.11.2014

Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

1.1 Vörukenni: DíselolíaVörunúmer: -

1.2 Viðeigandi og tilgreind notkun efnis eða blöndu og notkun sem ráðið er frá:Viðeigandi notkun Eldsneyti.Notkun sem ráðið er frá Engar upplýsingar fyrirliggjandi.

1.3 Söluaðili: N1 Framleiðandi: Statoil ASA (Mongstad)Dalvegur 10-14 Forusbeen 50201 Kópavogur N-4035, Stavanger, Noregi

Sími: 535 9000 00-47-56-34-40-00Netfang:Veffang:

1.4 Neyðarsímanúmer: Eitrunarmiðstöð LSH veitir upplýsingar allan sólarhringinn um viðbrögð við slysum með hættuleg efni. Sími 543 2222. Neyðarlínan, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningar; sími 112.

2. Hættugreining

2.1 Flokkun efnisins eða blöndunnar:Flokkun skv. reglugerð EB 1272/2008 (CLP):

H304 Getur verið banvænt ef kyngt og komist í öndunarveg. Eit. v. ásvelg. 1H315 Veldur húðertingu Húðert.2H332 Hættulegt við innöndun Bráð eit.(innöndun) 4H351 Grunað um að geta valdið krabbameini Krabb.2H373 Getur skaðað líffæri við langvinn eða endurtekin váhrif SEM-EV 2H411 Eitrað lífi í vatni með langvinnum áhrifum Langv. eit. á vatn. 2

Xn H20 Hættulegt við innöndunXi H38 Ertir húðCarc.Cat.3 H40 Getur valdið varanlegu heilsutjóniN H51/53 Eitrað vatnalífverum, getur haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni

H65 Hættulegt: getur valdið lungnaskaða við inntöku

2.2 Merkingaratriði:Merking skv. reglugerð EB 1272/2008 (CLP):

Hættutákn

Viðvörunarorð HÆTTA

Hættusetningar H304 Getur verið banvænt ef kyngt og komist í öndunarveg.H315 Veldur húðertinguH332 Hættulegt við innöndunH351 Grunað um að geta valdið krabbameiniH373 Getur skaðað líffæri við langvinn eða endurtekin váhrifH411 Eitrað lífi í vatni með langvinnum áhrifum

Öryggisblað (MSDS)

[email protected] [email protected] www.statoil.com

Flokkun skv. tilskipunum EB 67/548 og 1990/45 (með síðari breytingum). (Ísl. reglugerð 236/1990 með síðari breytingum):

Page 65: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 2 af 7

Varnaðarsetningar P102 Geymist þar sem börn ná ekki til.P261 Andið ekki að ykkur ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi.P210 Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum.

— Reykingar bannaðar.P280 Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.P301+P310 EFTIR INNTÖKU: Hringið umsvifalaust í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni.

Framkallið ekki uppköst.P331 EKKI framkalla uppköst.P332+P313 Ef efnið ertir húð: Leitið læknis.P501 Fargið innihaldi/íláti hjá viðurkenndri spilliefnamóttöku.

2.3 Aðrar hættur:Inniheldur: Brennsluolíur, díselolíu.

PBT/VPvB: Varan inniheldur engin efni sem flokkast sem PBT eða vPvB.

Sjá einnig 11. og 15. lið.

3. Samsetning innihaldsefna / upplýsingar um innihaldsefni

3.1 Efni: Á ekki við

3.2 Blöndur:

Brennsluolíur, díselolíaSkráningarnúmer ECHA 01-2119484664-27-0019 Innihald % 85-100Raðnúmer - Varnaðarmerki: Xi, Xn, N, Carc.Cat.3EINECS, ELINECS 269-822-7 H-setningar H20, H38, H40, H51/53, H65

CAS 68334-30-5 Flokkun, hættumerkingHættuflokkun/Hættusetningar (CLP)

EtýlhexýlnítratSkráningarnúmer ECHA - Innihald % 0,05Raðnúmer - Varnaðarmerki: XnEINECS, ELINECS 248-363-6 H-setningar H20/21, H44CAS 27247-96-7 Flokkun, hættumerking Hættulegt heilsuHættuflokkun/Hættusetningar

FitusýrumetýlesterSkráningarnúmer ECHA 01-2119471664-32-0004 Innihald % 0-7Raðnúmer - Varnaðarmerki: -EINECS, ELINECS 267-015-4 H-setningar -CAS 67762-38-3 Flokkun, hættumerking -Hættuflokkun/Hættusetningar

-

Annað: Inniheldur að hámarki 10 mg/kg af brennisteini.

Sjá texta H-setninga í 16. lið. Sjá flokkun efnisins í 2. lið.

4. Ráðstafanir í skyndihjálp

4.1 Lýsing á ráðstöfunum í skyndihjálp:

Almennt Leitið læknis ef vafi leikur á ástandi hins slasaða. Sýnið öryggisblaðið.Innöndun Tryggið ferskt loft. Haldið hinum slasaða rólegum og heitum. Veitið öndunaraðstoð, reynist

það nauðsynlegt. Leitið læknis hverfi óþægindi ekki fljótlega.Snerting við húð Hreinsið húð vandlega með sápu og miklu vatni. Fjarlægið mengaðan fatnað og skó og

hreinsið vandlega áður en notkun hefst að nýju. Leitið læknis ef einkenni hverfa ekki fljótlega.Snerting við augu Skolið strax með miklu vatni í a.m.k. 15. mín. og haldið augum vel opnum. Leitið læknis ef

einkenni hverfa ekki fljótlega. Fjarlægið augnlinsur fyrir skolun.

(PBT: Þrávirkt, safnast upp í lífverum, eitrað. vPvB: Afar þrávirkt, safnast mjög fyrir í lífverum).

Ertandi, Hættulegt heilsu, Hættulegt umhverfinu,

Eit.v.ásvelg.1 - H304, Húðert.2 - H315, Bráð eit.4 - H332, Krabb.2 - H351, SEM-EV 2 - H373, Langv.eit.á vatn.2 - H411

Bráð eit.4 - H312, Bráð eit.4 - H332

Page 66: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 3 af 7

Inntaka Gefið strax 1-2 mjólkur- eða vatnsglös að drekka í litlum skömmtum, sé hinn slasaði með fullrimeðvitund. Framkallið EKKI uppköst. Kasti hinn slasaði upp, haldið höfði lágt þannig að efnið berist ekki í lungu. Leitið læknis.

Bruni Skolið með vatni þar til dregur úr verkjum. Fjarlægið fatnað sem ekki er fastur við húð. Leitiðlæknis eða bráðamóttöku. Haldið áfram skolun þar til hinn slasaði kemst undir læknishendur.

Til hjálparliða Gætið ávallt að eigin öryggi þegar um er að ræða váhrif af völdum efnavara. Notið persónu-hlífar. Hreinsið húð þegar hjálparstarfi er lokið.

4.2 Helstu skaðleg einkenni og áhrif, bæði bráð og tafin:Hættulegt við innöndun. Getur reynst banvænt við ásvelgingu í lungu. Grunað um að geta valdiðkrabbameini. Ertir húð. Getur skaðað líffæri við langvinn eða endurtekin váhrif.

4.3 Upplýsingar um tafarlausa læknisumönnun og sérstaka meðferð sem þörf er á:Gefið súrefni sé um öndunarerfiðleika að ræða. Haldið hinum slasaða heitum. Gætið þess að hjálparliðar hafi upplýsingar um eðli eitrunar og geti gert nauðsynlegar varúðarrráðstafanir.

5. Ráðstafanir vegna slökkviaðgerða

5.1 Slökkvibúnaður:Hentugur slökkvibúnaður: Koldíoxíð, froða, slökkviduft, vatnsúði. Kælið umbúðir með vatnsúða og/eða fjarlægið af

brunasvæði, sé það unnt án áhættu.Óhentugur slökkvibúnaður: Beinn vatnsgeisli, getur orsakað slettur og dreift eldi.

5.2 Sérstakar hættur af völdum efnisins eða blöndunnar:Við bruna geta myndast reykur, kolefnisoxíð, hálfbrunnin vetniskolefni, og eitraðar og daunillar gufur.

5.3 Ráðgjöf fyrir slökkviliðsmenn:Tryggið góða loftræstingu. Forðist innöndun reyks og gufu.Notið sjálfstæðan öndunarbúnað og fullan hlífðarfatnað. Hreinsið upp efni frá slökkvistarfi og mengað vatn skv. 6. lið og fargið skv. 13. lið.

6. Ráðstafanir ef efni fer óvart til spillis eða er losað fyrir slysni

6.1 Öryggisráðstafanir fyrir fólk, hlífðarbúnaður og neyðarráðstafanir:Tryggið góða loftræstingu. Reykið ekki. Forðist innöndun og snertingu við húð og augu.Rýmið mengað svæði. Fjarlægið eld- og neistagjafa sé það unnt.Notið viðeigandi persónuhlífar, sér í lagi hanska. Vinnið vindmegin við mengað svæði. Mælt er með notkun efnahelds hlífðarfatnaðar (t.d. skv. EN-943-2).

6.2 Varúðarráðstafanir vegna umhverfisins:Stöðvið leka og dreifingu með byggingu varnargarða. Komið í veg fyrir að efnið berist í niðurföll, grunnvatn eða jarðveg. Vara flýtur á vatnsyfirborði.

6.3 Aðferðir og efni til afmörkunar og hreinsunar:Notið óbrennanleg ísogsefni svo sem sand, kísilgúr eða jarðveg. Setjið í þar til gerð ílát og fargið sbr. 13.lið.

6.4 Tilvísun í aðra liði: Sjá liði 8. og 13.

7. Meðhöndlun og geymsla

7.1 Varúðarráðstafanir um örugga meðhöndlun:Tryggið góða loftræstingu. Forðist innöndun gufu og snertingu við húð og augu. Reykið ekki. Geymið fjarri háu hitastigi og eld- og neistagjöfum. Tæmdar umbúðir geta innihaldið efnaleifar.Hreinsið hendur í vinnuhléum og þegar vinnu er lokið. Tryggið skýrar merkingar á vinnusvæði.Geymið vöruna fjarri matvælum og dýrafóðri. Farið úr menguðum fatnaði og hlífðarbúnaði áðuren komið er á svæði þar sem matar er neytt eða farið á salerni. Hreinsið vandlega áður en notkun hefst að nýju. Notið viðeigandi persónuhlífar, hanska/klæðnað, augn- og andlitshlífar.Tryggið aðgang að rennandi vatni og augnskoli á vinnusvæði.

7.2 Örugg geymsluskilyrði, þ.m.t. vegna mögulegs ósamrýmanleika:Geymið í vel luktum upprunalegum umbúðum á köldum, þurrum, vel loftræstum stað með takmörkuðu aðgengi. Geymið fjarri matvælum, dýrafóðri og leikföngum barna.

Page 67: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 4 af 7

7.3 Sértæk, endanleg notkun:Eldsneyti.

8. Váhrifavarnir / persónuhlífar

8.1 Takmörkunarfæribreytur:Vísað er til laga og reglugerða um mengun og loftgæði á vinnustöðum. Gera ætti mengunarmælingar á vinnustað til að tryggja að styrkur mengandi efna sé innanviðmiðunarmarka.

Efni: 8 klst ppm 8 klst mg/m3 Athugasemdir

Díselolía - 50 - - Olíugufur

Díselolía - 1 - - Olíuúði

Díselolía (CAS 68334-30-5)Notkunarsvið vöru Snertileið Lýsing áhrifa Mæliaðferð Gildi EiningAtvinnutengt Skammtíma DNEL 4300 mg/m3/15m

Atvinnutengt Langtíma DNEL 2,9 mg/m3/8klst

Atvinnutengt Langtíma DNEL 1,3 mg/m3/24klst

Atvinnutengt Langtíma DNEL 68 mg/m3/8klst

Atvinnutengt Langtíma DNEL 20 mg/m3/24klst

Atvinnutengt Skammtíma DNEL 2600 mg/m3/15m

Umhverfi Ferskvatn PNEC 0,08 mg/l

DNEL Derived no effect levelPNEC Predicted no effect concentration

8.2 Váhrifavarnir:Tæknileg atriði Notið einungis á stöðum með fullnægjandi loftræstingu. Notið lokuð kerfi, punktsog eða aðrar

aðferðir til að halda styrk efnisins sem lægstum. Sé þetta ekki nægilegt til að halda styrk undir viðmiðunarmörkum, ætti að nota öndunarbúnað. Það á aðeins við séu viðmiðunarmörkgefin upp í þessum lið. Reykið ekki. Tryggið aðgang að sturtu og augnskoli á vinnustað.

Hreinsið húð vandlega eftir meðhöndlun efnavara, áður en nokkurs er neytt, farið er á salerni,og þegar vinnu er hætt. Gætið varúðar þegar farið er úr menguðum fatnaði.Hreinsið mengaðan fatnað vandlega áður en hann er tekinn aftur í notkun. Sjáið til þess að augnskol og sturtur séu nærri vinnusvæði. Haldið vörunni fjarri matvörum.

Persónuhlífar

Augnhlífar Notið hlífðargleraugu af viðurkenndri gerð með hliðarvörn (EN 166).Húð - hendur Notið viðeigandi, efnaþolna hlífðarhanska t.d. úr nítrílgúmmíi. (EN 374).

Gegnstreymistími: >8 klst. Skiptið oft um hanska við vinnu með vöruna.Húð - annað Mælt er með notkun efnahelds langerma vinnufatnaðar (EN 13034).Öndunarfæri Sé loftræsting ófullnægjandi, eða fari styrkur yfir við miðunarmörk, notið viðurkennda

öndunargrímu með síu ætlaða lífrænum gufum (gerð A).(EN 136 -140 - 145).Við mjög háan styrk gufu ætti að nota sjálfstæðan öndunarbúnað.

Umhverfi Tryggið að losun sé innan leyfðra marka.

9. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar

9.1 Upplýsingar um eðlis- og efnafræðilega grunneiginleika:Eðlisástand: VökviLykt: Einkennandi díselolíulyktLitur: BrúnnBræðslumark: -40- +6°CSuðumark: 141-500°CBlossamark: 65°CEldfimi: BrennanlegtSjálftendrunarmörk í lofti: >225°CGufuþrýstingur: 0,40 (kPa 40°C)Eðlismassi (15°C): 0,8-0,91 g/cm3Leysni í vatni: ÓleysanlegtSeigja: >1,3 mm2/s (20°C)

Þakgildi 15mín ppm

Þakgildi 15mín mg/m3

Fólk, ísog/húð (NOAEC)

Fólk, ísog/húð (NOEL)

Fólk, ísog/húð (NOAEL)

Fólk, innöndun (NOEL)

Fólk, innöndun (NOEL)

Fólk, innöndun (NOAEC)

Page 68: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 5 af 7

9.2 Aðrar upplýsingar:Rennslismark: -40- +6°C

10. Stöðugleiki og hvarfgirni

10.1 Hvarfgirni:Lítil.

10.2 Efnafræðilegur stöðugleiki:Stöðugt við venjulegar notkunaraðstæður og skv. leiðbeiningum framleiðanda

10.3 Möguleiki á hættulegu efnahvarfi:Ekki vænst.

10.4 Skilyrði sem ber að varast:Hátt hitastig, eld- og neistagjafar.

10.5 Ósamrýmanleg efni:Sterkir oxarar.

10.6 Hættuleg niðurbrotsefni:Við bruna og niðurbrot geta myndast reykur, kolefnisoxíð og eitraðar og daunillar gufur.

11. Eiturefnafræðilegar upplýsingar

11.1 Upplýsingar um eiturefnafræðileg áhrif:

Bráð eiturhrif:

Brennsluolíur, díselolía (CAS 68334-30-5)Gildi Niðurstaða Eining Dýrateg/Aðferð Athugasemdir

Bráð eiturhrif, inntaka >7600 mg/kg Efnið er ekki flokkunarskylt

Bráð eiturhrif, ísog um húð 4300 mg/kg/dag Efnið er ekki flokkunarskylt

Bráð eiturhrif, innöndun 4,1 mg/L 4klst

Húðæting/erting Ertandi (kanína) OECD 404

Alvarlegur augnskaði Neikvætt (kanína 72klst) OECD 405 Efnið er ekki flokkunarskylt

Næming, húð eða öndunarfæri Neikvætt (hamstur) OECD 406 Efnið er ekki flokkunarskylt

Stökkbreytingar kímfruma Neikvætt (rotta 3000 kg/kg) Efnið er ekki flokkunarskylt

Krabbamein Getur valdið krabbbameini mús (3 vikur)

Eitrun æxlunarfæra NOAEC Neikvætt 125 mg/kg/dag rotta (20 d) Efnið er ekki flokkunarskylt

Sértæk eiturhrif á marklíffæri (eitt skipti) Rannsóknaniðurstöður liggja ekki fyrir

Efnið er ekki flokkunarskylt

Ásvelgingarhætta Getur valdið lungnabólgu við inntöku eða uppköst. Rannsóknaniðurstöður liggja ekki fyrir

12. Vistfræðilegar upplýsingar

12.1 Eiturhrif:Eitrað lífi í vatni með langvinnum áhrifum. (Díselolía (CAS 68334-30-5))

Brennsluolíur, díselolía (CAS 68334-30-5)Gildi Niðurstaða Tími Dýrategund Aðferð

Eiturhrif 21 mg/l 96 klst FiskarEiturhrif 68 mg/l 48 klst DaphniaEiturhrif 22 mg/l 72 klst Þörungar (langvinn eiturhrif)Langvinn eiturhrif NOEL 0,083 mg/l 14 d FiskarLangvinn eiturhrif NOEC 0,21 mg/l 21 d DaphniaÞrávirkni og niðurbrot Sum innihaldsefni brotna treglega niðurUppsöfnun í lífverum Getur safnast fyrir í lífríki í vatniDreifanleiki í jarðvegi Lítill dreifanleiki í jarðvegi og setlögum.Mat á PBT / vPvB Flokkast ekki sem slíktAnnað Efnið hefur staðbundin áhrif á sýrustig vatns

LD50 rotta (OECD 420)

LD50 kanína (OECD 402)

LC50 rotta (OECD 403)

Sértæk eiturhrif á marklíffæri (endurtekin)

Getur valdið skaða á líffærum. 500 mg/kg/dag (rotta 90d), Innöndun NOAEC >1710 mg/m3)

LL50

EL50

IL50

Page 69: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 6 af 7

13. Förgun

13.1 Aðferðir við meðhöndlun úrgangs:

Vara Farga skal efninu samkvæmt gildandi lögum og reglum. Úrgang af efninu skal merkja vel og koma í spilliefnamóttöku. Tæmið umbúðir vandlega. Hellið ekki í niðurföll.

Skv. reglugerð nr. 184/2002 yfir spilliefni og annan úrgang er varan í eftirfarandi flokkum:13 07 01 (brennsluolíur og dieselolía)15 02 02 (íseyg efni, síunarefni (þ.m.t. olíusíur sem ekki eru tilgreindar með öðrum hætti),

þurrkur, og hlífðarfatnaður sem eru menguð með hættulegum efnum)

Óhreinar umbúðir Óhreinar umbúðir skal meðhöndla eins og vöruna sjálfa. Fylgið leiðbeiningum sé ætluninað hreinsa og endurnýta umbúðir. Athugið að tæmdar umbúðir geta innihaldið efnaleifar.

14. Upplýsingar um flutninga

ADR: VarúðarmerkingUN Númer 1202Efnisheiti v. flutninga: DIESEL FUELHættuflokkur: 3Hættuundirflokkur: 30Pökkunarflokkur: IIIMengunarhætta: Já (umbúðir >5 l)Takmörkun v. jarðganga: D/E

IATA:UN Númer 1202Efnisheiti v. flutninga: DIESEL FUELHættuflokkur: 3Pökkunarflokkur: III

IMDG:UN Númer 1202Efnisheiti v. flutninga: DIESEL FUELHættuflokkur: 3Pökkunarflokkur: IIIEMS: -Sjávarmengandi: Já (umbúðir >5 l, merkist sem MP (Marine pollutant))

15. Upplýsingar varðandi regluverk

15.1 Sértæk ákvæði/löggjöf fyrir efnið eða blönduna vegna öryggis, heilbrigðis og umhverfis:Varan fellur undir eftirfarandi reglugerðir: 1907/2006 (REACH), 1272/2008 (CLP), 67/548 EB (DSD), 1999/45 EB (DPD), 96/82/EB (Seveso tilskipun)

15.2 Efnaöryggismat:Efnaöryggismat hefur farið fram á eftirfarandi: Brennsluolíur, dieselolía (269-822-7)

16. Aðrar upplýsingar

Tryggið þekkingu starfsmanna á innihaldi þessa öryggisblaðs.Varan er skráð hjá Eitrunarmiðstöð LSH.

Texti allra hættusetninga sem vikið er að á þessu öryggisblaði

H20 Hættulegt við innöndunH20/21 Hættulegt við innöndun og í snertingu við húðH38 Ertir húðH40 Getur valdið varanlegu heilsutjóniH44 Sprengifimt við upphitun í lokuðu rýmiH51/53 Hættulegt: hætta á alvarlegu heilsutjóni við inntöku við langvarandi notkunH65 Hættulegt: getur valdið lungnaskaða við inntöku

Page 70: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

Síða 7 af 7

H304 Getur verið banvænt ef kyngt og komist í öndunarveg.H312 Hættulegt í snertingu við húðH315 Veldur húðertinguH319 Veldur alvarlegri augnertinguH332 Hættulegt við innöndunH351 Grunað um að valda krabbameiniH373 Getur skaðað líffæri við langvinn eða endurtekin váhrifH411 Eitrað lífi í vatni með langvinnum áhrifum

Útgáfa: 1Dags: 01.11.2014

Öryggisblað þetta er þýtt af Gunnari Þórðarsyni efnaverkfræðingi.

Öryggisblað þetta er byggt á þeirri þekkingu sem fyrir liggur á útgáfudegi þess, um möguleg áhrif efnisins á heilsu, öryggi og umhverfi.

Það felur ekki í sér neina ábyrgð á efniseiginleikum og á einungis við um vöruna eins og hún kemur frá seljanda.

Það er alltaf á ábyrgð notanda vörunnar að nauðsynlegar öryggisráðstafanir séu gerðar og að þær séu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Notkun vörunnar er á ábyrgð notanda. Atvinnurekendur bera ábyrgð á útgáfu notkunarleiðbeininga sem eiga við þeirra vinnuumhverfi.

Frumheimild: STATOILSIKKERHETSDATABLADDIESEL

Útgáfa: 23.08.2011

Kemur í stað: 24.02.2011

Page 71: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

1. A

Söluheiti v

Heiti vörun

Erlendur b

Dreifingar

Neyðarnú 

2. Á

Flokkun: Áhrif á he

Umhverfis

 

3. S

Efnaheiti: HEimi (úr jameðhöndl2,6-dítertb 

4. S

Við innönd

t

Auðkenni efn

vöru:

nnar:

birgir:

aðili:

mer:

Áhættugreini

ilsu:

sáhrif:

Samsetning /

Hættuflokkun: arðolíu), vetnisuð, létt, nafte

bútyl-4-metylfe

Skyndihjálpa

dun:

nis. Upplýsin

NYTRO 10

Einangrand

Nynas AB P.O. Box 10S-121 29 SSweden ProductHSE

RST Net ehÁlfhellu 6 221 HafnarfÍsland Sími 577 [email protected]

112 Sjúkra

ing.

Varan flokkInnöndun gsnerting viðsnertingu viLífrænt niðuef það bersVið háan hihálkumyndu

/ upplýsingar

s- enauðug enól

rviðbrögð.

Farið í hreinviðvarandi.

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

ngar um selja

0XN

di olía.

0700 TOCKHOLM

[email protected]

hf

fjörður

050, fax 577 1

abifreið, slökkv

kast ekki sem ufu eða úða g

ð húð þurrkar ið augu. urbrot gerist ht út. Hætta erta myndast eun þar sem ef

r um innihald

CAS-nr.

64742-5

128-37-0

nt loft ef erting

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 1 / 6

anda efnis.

m

1057

vilið og lögreg

hættuleg heilgetur valdið ehúðina og ge

hægt þannig ar á mengun ja

eldfimar gufur fnið fer niður.

dsefni.

: EB-n

53-6 265-

0 204-

g kemur fram

MSDS

gla.

lsu eða umhvertingu í önduetur valdið erti

að efnið er lenarðvegs og vaog niðurbrots

nr.: S

156-6 9

881-4 0

. Leitið læknis

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

verfi skv. gildanarfærum. Laingu. Getur va

ngi að hverfa atns. sefni. Hætta e

Styrkur %:

9,7

,3

s ef óþægind

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

andi reglum.angvarandi aldið ertingu

úr umhverfin

er á

T H45

-

i eru

1 Þ 0

ÓK

í

u

Page 72: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

Snerting v

Snerting v

Við inntök

 

5. V

Viðeiganslökkvim

Slökkvimmá nota ástæðum 

6. V

Varúðarrpersónuö

Umhverfis

Hreinsuna

 

7. M

Meðhöndl

Geymsla:

 

8. T

Tæknilega

Persónuhl

t

við húð:

við augu:

ku:

Viðbrögð við

ndi iðill:

miðill sem ekkiaf öryggis-

m:

Viðbrögð við

ráðstafanir/-öryggi:

sráðstafanir:

araðferðir:

Meðhöndlun

un:

Takmörkun v

ar aðgerðir:

lífar;

Þurrkið straSkolið straxSkolið munumtalsvert m

eldsvoða.

Viðeigan

vatnsúðai Notið ekk

efnaleka.

Notið viðeigef um mikinFarið eins fljHindrið að emagn berstNotið timbuefnið og láti

og geymsla.

Viðhafið gónotað við háeða úði þanGeymið viðer vegna no

váhrifa / pers

Vélræn loftrmeðhöndlunofhitnun. Ge

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

ax af og þvoiðx vandlega meninn vel með magn. Framk

di slökkvimið

a. ki háþrýsta va

gandi persónun leka er að rjótt og hægt eefnið berist í nt út í umhverfiursag, sand, jaið í viðeigand

.

ðar varúðarveáan hita eða nnig að þörf s venjulegan u

otkunar.

ónuhlífar.

ræsting og frán efnisins. Noeymið við ráð

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 2 / 6

ð húðina vandeð nægu vatnvatni. Leitið l

kallið ekki upp

ill er duft, kols

atnssprautu.

uhlífar við hreiræða. Notið her úr fötum seniðurföll, vatnið þarf að látaarðveg eða ön

di ílát, merkt ti

enjur og hreinmeð háhraðaé á loftræstin

umhverfishita

ásog draga úrotið hitastjórntlagðar aðstæ

MSDS

dlega með mikni. æknis ef tekið

pköst.

sýra (CO2) eð

insunarstörf, hanska við að em mengast ansfarvegi eða a viðkomandi nnur óvirk efnl förgunar (sjá

nlæti við meðfa verkfærum bngu.

eða við lægs

r loftmengun. tæki ef efnið e

æður.

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

klu vatni og sá

ð hefur verið

ða froða. Einn

t.d. heilgalla, þurrka upp m

af efninu. jarðveg. Ef uyfirvöld vita

ni til að hefta oá lið 13)..

ferð efnisins. beitt geta myn

sta hita sem n

Notið olíuþoler hitað til að

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

ápu.

inn

nig má nota

hanska og stminniháttar lek

mtalsvert

og hreinsa up

Ef efnið er ndast gufur

nauðsynlegur

inn búnað viðhindra

1 Þ 0

ÓK

tígvél ka.

pp

ð

Page 73: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

Vörn fyrir

Vörn fyrir

Vörn fyrir

Vörn fyrir

Hreinlæti v

Mengunar 

9. E

Ástand / ú

Suðumark

Bráðnuna

Rennslism

Blossama

Hætta á sj

Niðurbrots

Gufuþrýst

Seigja:

Eðlisþyng

Leysni:

Deilistuðu

Sýrustig, P 

10. S

Stöðugleik

Aðstæður

Efni sem s

Hættuleg

t

öndun:

augu:

hendur:

húð:

við vinnu:

rmörk skv. reg

Eðlis- og efna

útlit / lykt:

k:

rmark:

mark:

ark:

jálfíkveikju: shitastig:

ingur:

d:

ll, n-oktanól/v

PH gildi:

Stöðugleiki o

ki:

r sem skal forð

skal varast:

niðurbrotsefn

Notið öndunvinnuferli. Eframleiðslulí HlífðargleraOlíuþolnir heða PVC við374:1-3:94 o Notið viðeig

Viðhafið góðsem menga

glugerð 390/2

afræðilegir e

Jarðolí> 250°C– 60°C – 60°C 144°C > 270°C> 280°C160 Pa7,6 cSt879 kg/Leysist

vatn: Log Pow

N/R

og hvarfgirni.

Efnið eðast: Ofhitnu

Sterkir ni: Eldfimt

andrúm

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

nargrímu meðEkki er þörf á öínu með afso

augu ef hættalífðarhanskarð endurtekna og CEN 388:9gandi hlífðarfa

ðar varúðarveast af efninu. Þ

2009

eiginleikar.

a, seigfljótandC

C C

ascal við 100°t vid 40°C /m3 við 15°Ct ekki í vatni.

w > 6

.

er stöðugt við un. oxunarmiðlar

t gas sem einmslofti við hita

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 3 / 6

ð síu A1P2 eðöndunargrímugi eða loftræs

a er á slettum.r úr neopren,

eða langvara94 til hliðsjónatnað ef hætta

enjur og hreinÞvoið hlífðarfa

di / gulleit eða

°

Leysist í lífræ

venjulegar að

r. nig getur veri

a > 270°C.

MSDS

ða A2P2 ef efu ef efnið er nstingu. . nítrílgúmmíi, andi notkun. Har. a er á snertin

nlæti við meðfatnað reglule

a glær / lyktar

ænum leysum

ðstæður. Niðu

ð eitrað. Hæt

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

fnið er notað hnotað í sjálfvir

acrílnítrílbútaHafið CEN 42

gu við efnið.

ferð efna. Farga.

rlítil.

urbrot hefst v

tta er á sjálfík

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

heitt í opnu rkri

aðíengúmmíi 20:94, CEN

rið úr fötum

id ≥ 280°C.

kveikju í

1 Þ 0

ÓK

Page 74: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

 

11. E

Áhrif við in

Í snertingu

Í snertingu

Við inntök

Bráð eitur

Langtímaá

 

12. V

Dreifing/af

Líffræðileg

 

13. F

Förgun vö

Úrgangsflo

Förgun um

Leiðbeinintæmingu:

t

Eiturefnafræð

nnöndun:

u við húð:

u við augu:

ku:

rhrif:

áhrif:

Vistfræðilega

fdrif:

g áhrif:

Förgunarleið

örunnar:

okkun:

mbúða:

ngar um

ðilegar upplý

Endurtekin ehita getur vaEndurtekin eGetur valdi Getur valdiðLítil eiturvirkhúð séu > 5Rannsóknir

ar upplýsinga

Hreyfanbrotnar60% m>1000,skaðlegGrunnoLog Pow

möguleuppsöf

beiningar.

Ekki er litið

eða dreggjameðhöndla er. Flokkur 13 jarðolíum ogOlíumenguðumbúðum mkemur ekki Tunnur og u.þ.b. 10° þ

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

ýsingar.

eða langvaraaldið ertingu íeða langvararoða og særinð ógleði, uppkkni. Rannsókn5000 mg/kg.

benda ekki ti

ar.

nleiki er lítill þr hægt niður;

m.v. CO2. Gög sem eru lítil gum langtímaolían er með L

w er notað til aegrar uppsöfnfnun.

á leifar af ónoar í umbúðumþær í samræ

03 07; einangg eru án klórsðum umbúðumá farga eðafram í reglumsamsvarandiþar til ekki lek

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 4 / 6

ndi innöndun í öndunarfærundi snerting gndum. köstum og niðnir benda til a

il að efnið sé

þar sem efniðrannsóknir ben benda til aðeiturhrif. Ran

aáhrifum í vatLog Pow á biliað meta upps

nunar. Stærð

otaðri olíu semm má ekki losaæmi við lög og

grunar- eða vs. m skal farga endurvinna á

m. umbúðir: Sn

kur lengur úr h

MSDS

gufu eða úðaum. getur valdið þ

ðurgangi. að LD50 gildi v

ofnæmisvald

leysist ekki uenda til að fruð LC50 gildi fynsóknir bendni. nu > 3,9 - >6,söfnun í fiski. kolvetnamólik

m hættuleg sa eða skilja efg reglur. Endu

armaflutnings

á sama hátt oá sama hátt o

úið tunnunni áhenni (< 1 dro

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

a sem mynda

urri húð og er

ið inntöku og

andi.

upp í vatni. Grumniðurbrot srir grunnolíuna ekki til hætt

,0. Gildi > 3,0 be

kúlana dregur

pilliefni. Afgaftir í umhverfiurvinnið gaml

sjarðolíur, sem

og olíunni sjáog almennt so

á hvolf og haopi á 15 mínú

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

ast við háan

rtingu.

í snertingu v

runnolían é á bilinu 20-

na í vatni sé tu á

endir til r úr hættu á

anga af olíu nu, heldur skala olíu ef hæg

m gerðar eru

lfri. Hreinumorp, ef annað

llið henni um tum). Seigja

1 Þ 0

ÓK

al gt

úr

Page 75: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

Einnota eðpokar:

 

14. F

Efnið fellu

Flutningur

Flutningur

Flutningur

Vinnueftirl 

15. U

Varnaðarm

Varan er e

Íslensk sé

Reglugerðvinnustöð

t

ða fjölnota

Flutningur.

r ekki undir re

r á landi:

r á sjó:

r í lofti:

lit ríkisins gef

Umbúðamerk

merkingar skv

ekki merkinga

érlög, regluge

ð nr. 553/2004um.

efnisins ferkulda. Naumá senda ímeira er efFylgið leiðbbeina soginrenni út. LeFargið einnReglur um 738/2003.

eglur um flutn

ADR/RID floNafn efnis: VarúðarmeIMDG flokkEms: Nafn efnis: VarúðarmeICAO/IATA Nafn efnis: Varúðarme

ur upplýsinga

kingar og up

v. reglugerð 2

arskyld skv. g

rðir eða reglu

4 um verndun

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

r eftir hitastigi ðsynlegt getuí endurvinnsluftir en 1% af ebeiningum franu að leifunumeifum í botni mnota pokum smeðferð og f

ninga á hættu

okkur:

rki: ur:

rki: flokkur:

rki: ar um reglur u

plýsingar um

236/1990 m. s

ildandi reglum

ur sem um vör

n starfsmanna

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 5 / 6

og mikilvægtur verið að sku þegar hún hefninu. amleiðanda pom eða með þvmá ná með þvkv. reglum. flokkun úrgan

legum farmi.

SÞ-nr.:

Hættunr.: SÞ-nr.: MFAG:

SÞ-nr.:

um flutninga á

m reglur sem

s. br. og tilskip

m. Varan er e

runa gilda:

a gegn hættu

MSDS

t er að tæminafa út mjög shefur verið tæ

okans. Fjarlæví að lyfta pokví að rúlla pok

gs: Reglugerð

Númer o

Pökkunar Pökkuna

SjávarmePökkunar

á hættulegum

m varða notku

punum 67/54

kki skilgreind

á heilsutjóni

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

g sé ekki frameiga efnishlut

æmd. Fargið tu

ægja má leifar kanum þannigkanum upp í á

ð 184/2002, r

g bókstafur:

rflokkur: rflokkur:

engandi: rflokkur:

efnum.

un efnisins e

8/EB og 1999

sem hættule

af völdum efn

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

mkvæmd í ta. Tunnuna unnunni ef

með því að g að leifarnar átt að soginu.

reglug.

eða vörunnar

9/45/EB:

egt efni.

na á

1 Þ 0

ÓK

.

r.

Page 76: Stórslysavarnir vegna hættulegra efna Öryggisskýrsla · 2017-12-18 · Öryggisskýrsla Stórslysavarnir 2 1 Áætlun um stórslysavarnir Þessi kafli lýsir áætlun Norðuráls

RST Net

 

16. A

Skjal þetta

Gert þann

Dagsetnin

Unnið af:

 

t

Aðrar upplýs

a er byggt á þ

Nn: 0ng frumrits: 0

R

ingar.

þýðingu af SANYNAS AB, S06.02.2010, R03.03.2008, NRST Net ehf,

EFN

ÖRYGGISNYT

Bl

AFETY DATA Stockholm, SvRST Net ehfNYNAS AB Álfhellu 6, 22

N 6.3.7.1

SBLÖÐ MTRO 10XN

ls 6 / 6

SHEET fyrir veden

21 Hafnarfirði

MSDS

Nytro 10XN e

.

Útgáfa Ábm. Dags.

GÆÐ

einangrunarol

S

01.03.201

ÐAHANDBÓ

líu frá:

1 Þ 0

ÓK