16
UMFAÐMAÐU ÓREIÐUNA Hvað gera skal þegar þú getur ekki breytt hlutunum Sá sem gerir gæfumuninn Tak Guðs á trúnni Fullnægja Hvenær er nóg komið? BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 8 tbl. 2011

Tengsl 08 aug 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

UMFAÐMAÐU ÓREIÐUNA Hvað gera skal þegar þú getur ekki breytt hlutunum Sá sem gerir gæfumuninn Tak Guðs á trúnni Fullnægja Hvenær er nóg komið?

Citation preview

Page 1: Tengsl 08 aug 2011

UMFAÐMAÐU ÓREIÐUNAHvað gera skal þegar þú getur ekki breytt hlutunum

Sá sem gerir gæfumuninnTak Guðs á trúnni

FullnægjaHvenær er nóg komið?

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 8 tbl. 2011

Page 2: Tengsl 08 aug 2011

8 tbl. 2011

Á P E R S Ó N U L E G U N ÓT U N U M

Sumir segja að hamingjan sé það sem við gerum úr henni. Því meiri tíma sem ég ver með sérstökum vini mínum þeim mun sannfærðari verð ég um sannleika þessara orða.

Fyrir fjórum árum var hann farsæll kaupsýslumaður. Þá fékk einn af starfsmönnum

hans taugaáfall og mætti með byssu á svæðið, staðráðinn í að drepa eins marga menn og hann gæti. Tilraun til þess að afvopna manninn endaði á því að vinur minn missti hönd og auga. Þegar hann útskrifaðist af spítalanum nokkrum mánuðum síðar var hann búinn að missa sparifé sitt. Við konan mín hittum hann þegar við vorum að vinna sem sjálfboðaliðar í athvarfi fyrir heimilislausa, þar sem hann dvaldist. Á þeim tímapunkti var hann líka kominn með parkinssonsveiki og banvænt húðkrabbamein. Hann gat varla gengið eða stigið upp úr stól óstuddur, en hann var meðal kátustu og jákvæðustu manna sem ég hef kynnst.

Síðan þá hefur hann flutt frá athvarfinu í íbúð en hann er á litlum bótum. Tveir uppskurðir komu í veg fyrir að krabbameinið breiddist út og lyf og meðferð hjálpa honum að fást við parkinsonsveikina. Á slæmum dögum er samt lítið sem hann fær gert. Að fylgja honum til læknis eða í innkaup hefur kennt mér mikið. Hann hefur leynilega áætlun, sama hvað við tökum okkur fyrir hendur eða hversu erfitt það er fyrir hann: Ekki yfirgefa neinn án þess að brosa. Og honum heppnast alltaf ætlunarverk sitt. Hann lærir nöfn allra og segir þau þegar hann kveður glaðlega og man þau næst. Hann finnur leiðir til þess að byggja upp fólk og er gjafmildur á hrós. Hann segir útjaskaða brandara. Hann gerir grín að sjálfum sér. Hvað sem er til þess að bæta andrúmsloftið.

Margt fólk í hans stöðu myndi kenna Guði um ófarirnar eða verða bitur, en ekki þessi vinur minn. „Það er ekki góður lífsmáti – ég á margt eftir ólifað“ hefur hann sagt.

Hamingjan er það sem við gerum úr henni.Keith PhillipsFyrir Tengsl

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2011 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

Page 3: Tengsl 08 aug 2011

Ég man ennþá þegar ég fann í fyrsta sinn hverju nokkrar mínútur í sköpun Guðs fá áorkað. Ég var í grunnskóla og leitaði í ofboði að týndri stílabók sem ég þurfti að hafa til taks í kennslustund næsta dag. Því meir sem ég leitaði þeim mun ringlaðri og ergilegri varð ég. Ég var reið og gráti nær þegar móðir mín kom inn í herbergið. Þegar hún sá ógöngur mínar stakk hún upp á því að ég færi út og fengi mér ferskt loft og sólbað. „Kannski færir það þér nýja orku og endurnærir hugann.“

Níu ára gamall hugur minn gat ekki séð skynsemina í þessu en ég gaf því samt séns. Þegar ég hljóp niður

Guð er æðsti listamaðurinn. Guð leit á sköpun sína er henni miðaði áfram og sjá, hún var góð; þegar Hann hafði lokið sköpuninni sá Hann að það var „harla gott.” Hinum mikla listamanni geðjaðist augljóslega vel að heiminum. Þetta var heimur fullur af dásamlegum hlutum, formum og hreyfingu, heimur yfirfljótandi af glæsilegum litum eins og lit regnbogans og lit rósarinnar, fullur af glæsilegri áferð eins áferð bjórfeldsins og áferð magnólíulaufsins, fullur af glæsilegum ilmi eins og ilmi roðarunnans og geitatoppsins, fullur af glæsilegum hljóðum eins og þrumugný og lækjarnið og fullur af glæsilegu bragði eins og vatnsmelónu og súkkulaði.—Clyde S. Kilby

stíginn gegnum garðinn, andaði ég að mér fersku vorloftinu og baðaði mig í heitu sólskininu. Ég nam staðar til þess að finna ilminn af nýútsprungnum blómum og settist við liljutjörnina og horfði á gullfiskana skjótast fram hjá um leið og vatnið kitlaði fætur mina. Þegar ég sneri aftur inn í húsið, mundi ég skyndilega að ég hafði skilið eftir stílabókina á milli sófapúðanna í stofunni þar sem ég hafði setið og horft á sjónvarpið kvöldið áður. Mér var létt og ég var endurnærð. Mamma hafði á réttu að standa.

Í lífi mínu sem fullorðin hef ég oft beitt þessari æskulexíu. Þegar áskoranir lífsins gera mig niðurdregna,

E I N H V E RM É R

STÆRRIEftir Eldora Sichrovsky

þegar vinnan er of erfið og álagið of mikið, þykir mér vænt um að verja nokkrum mínútum úti í náttúrunni. Hvort sem um er að ræða nokkrar pottaplöntur í gluggakistu eða stórkostlegt útsýni frá fjallstindi, er eitthvað stórkostlegt við handaverk Guðs í margbreytilegum og litríkum heimi sem umlykur mig. Hann endurlífgar huga minn og anda.

Það veitir dásamlega öryggiskennd að muna að dásamleg sköpun Hans og líf mitt eru í höndum einhvers mér stærri.

Eldora Sichrovsky er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taiwan. ■

3

Page 4: Tengsl 08 aug 2011

Það eru dæmi um að fólk sé of alvörugefið og taki hluti of alvarlega, einkum sjálft sig. Að geta hlegið að sjálfum sér er mikill kostur og gerir mann auðmjúkan. Fólk sem getur ekki hlegið að eigin mistökum eða getur ekki tekið mistökum annarra með húmor er annaðhvort of stolt eða hefur strangt viðhorf til lífsins.

Guð vildi að við nytum lífsins og Hann hefur veitt okkur getu, skilningarvit og umhverfi til þess að njóta þess. Reyndar eru meginmarkmið okkar í lífinu „að elska Guð og njóta Hans að eilífu,“ eins og Marteinn Lúter sagði einu sinni.

Ef Guð vill að við séum eitthvað, þá er það að vera hamingjusöm.1 Það er fleira sem gleður okkur umfram nokkurn annan í veröldinni. Við njótum hamingjusamrar elsku Jesú sem tekur allar byrðar okkar og ber allar áhyggjur okkar og gerir alltaf sorgir okkar léttari. Jesús segir að ok Hans sé ljúft og byrði Hans létt.2

Ef þér finnst ok Hans of þung byrði, getur verið að þú sért ekki „að varpa allri áhyggju yðar á Hann.“3 Ef til vill ertu að bera of mikið og draga hlassið með mikilli áreynslu, ein/n þíns liðs, í stað þess að láta Guð gera það með mætti Sínum, kærleika, náð og styrk. Hann segir „án Míns getið þér alls ekkert gjört.“4 „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, Hann mun bera umhyggju fyrir þér.“5

1. Sálmarnir 146:5

2. Matteus 11:28–30

3. 1 Pétursbréf 5:7

4. Jóhannes 15:5

5. Sálmarnir 55:22

6. Matteus 5:12

7. „Solitude,”fyrst gefin

út 1883

Hér er hamingjan!Eftir David Brandt Berg

4

Page 5: Tengsl 08 aug 2011

1. Sálmarnir 144:15

2. Sálmarnir 37:4

3. 2 Korintubréf 3:17

H E I LÖ G H A M I N G J A

Guð er ekki hryggur Guð; Hann er hamingjusamur Guð sem vill að við séum líka hamingjusöm. Í Biblíunni stendur, „sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.”1 Það er einmitt meiningin með hjálpræðinu að frelsa okkur frá þjáningu, sársauka og dauða. Guð er ekki skrímsli sem reynir að neita þér um allt og gera þig vansæla/n. Hann elskar lífið og skapaði það þér til ánægju. Hann skapaði þennan dásamlega heim til þess að þú lifðir í honum og nytir hans og Hann gaf þér dásamlegan líkama, huga og hjarta til þess að njóta hans. Hann mun jafnvel veita þér það sem hjarta þitt girnist þegar þú gleðst yfir honum.2

—David Brandt Berg

Trú mín er glaðvær. Ég trúi af öllu hjarta að Jesús elski okkur og vilji að við séum hamingjusöm. Ekki aðeins það heldur vill Hann að við njótum lífsins og Hann vill njóta ævi okkar með okkur. „Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.”3 Frelsandi trú Hans og frelsi anda Hans leyfir okkur að njóta margra skemmtana lífsins um leið og við göngum með Honum. Við þurfum ekki að velja á milli hamingjunnar og að þóknast Drottni. Við getum fengið hvort tveggja!—Maria Fontaine

og reynslu, svo þú getur ímyndað þér undrun mína þegar hann gerði hlé á uppvaskinu, með hendurnar í vatninu og leit á mig brosandi og sagði, „Húmor – að geta hlegið þegar þig langar til að gráta.“

Þannig að við skulum alltaf leitast við að brosa gegnum tárin. Sólargeisli er jafnvel enn fallegri í miðri rigningu. Höfum svolítið meira af sól og hlátri og minna af drunga og dómum. Veröldin þekkir nóg af hel, sýnum henni svolítið meira af himnum. „Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum.“6 Eins og ameríska skáldið Ella Wheeler Wilcox ritaði, „Hlæðu og heimurinn hlær með þér. Gráttu og þú grætur einn. Því hin hrygga, gamla Jörð verður að fá gleðina lánaða, þar eð hún hefur sjálf nóg af vandamálum.“7

Verum glaðvær! Ekki vera drungaleg/ur og önug/ur ; þú gætir orðið eins og gamla múldýrið Jenný. Eftir að hafa heyrt heilan sunnudag þráfaldlega sagt „nei“ og „ekki“ á búgarði langleits afa síns, sem var

strangtrúaður, reikaði aumingja Johnny litli út í hlöðugerðið og

klappaði Jenný á langa múlann. „Elsku Jenný, þú hlýtur að vera

ógurlega trúuð,“ sagði hann, „þú ert svo langleit – alveg

eins og afi!“ Þannig ímyndar sumt fólk sér

að trúin sé. Hafðu ekki þannig trú! ■

Þegar ég var ungur maður, dvaldist trúboði hjá foreldrum mínum um tíma, en hann hafði kristnað land sem áður var lokað fyrir Fagnaðarerindinu. Kvöld eitt þegar hann hjálpaði okkur að þvo upp, var ég hrifinn af auðmýkt hans og þokka og hversu hamingjusamur og glaður hann var. Hér var maður sem hafði áorkað miklu fyrir Drottin og vaskaði auðmjúkur upp með mér.

Þar eð ég ætlaði sjálfur að verða trúboði, spurði ég spurningar

sem ég bjóst við að hann myndi kunna svarið við, ef nokkur: „Hvaða kostum

finnst þér trúboði þurfa helst að vera

búinn?“ Ég bjóst við einhverju hátíðlegu og viturlegu svari sem byggðist á ríkri visku hans

5

Page 6: Tengsl 08 aug 2011

Sumir kristnir söfnuðir og sum önnur trúarbrögð kenna að þjáning og dapurleiki séu til marks um andlegheit og trúrækni, bþegar hið gagnstæða ætti að eiga við. Guð vill ekki að trú sé sorgleg og Jesús fylgdi vissulega ekki þeirri stefnu.

Ég get ekki séð hvernig hægt er að höndla hamingjuna án þess að dýpstu þörfum sé mætt. Þótt fólk ætti allt sem hugurinn girntist efnislega, þyrfti það eitthvað til að svala andlegu hungri. Guði sé lof að Jesús gerir það!

Trú mín veitir mér hamingju og vinnan veitir mér einnig hamingju vegna þess að með henni geri ég fólki eitthvað gott. Þegar ég er veikur eða verð fyrir missi eða stend frammi fyrir erfiðleikum getur verið að ég sé ekki hamingjusamur um tíma, en jafnvel slíkt ástand dregur ekki úr almennri hamingju. Má vera að líkamlegt ástand mitt eða yfirstandandi aðstæður séu ekki ákjósanlegar, en ég get samt verið hamingjusamur í anda. Það er lítið

sem veldur óhamingju. Það eina sem mér dettur í hug er að ég óska þess að annað fólk sé jafn hamingjusamt og ég. Það er eina óskin eða þörfin sem ég hef – ósk um að hjálpa öðrum að skilja hversu mikið Jesús hefur að gefa, svo að þeir geti einnig orðið hamingjusamir. Þess vegna gríp ég hvert tækifæri til að hvetja aðra til þess að hleypa Honum inn í hjarta sitt og líf sitt, vegna þess að ég veit að þeir munu uppgötva sömu hamingju og ég hef fundið. Ef fólk sér að ég er hamingjusamur en það ekki, veltir það fyrir sér hvað geri gæfumuninn og vill sjálft öðlast hann. Gæfumunurinn er auðvitað Jesús.

David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar. „Sá sem gerir gæfumuninn“ er umbreytt frá „Hallelujah for Happiness,“ útgefin í fyrsta sinn í maí 1975. ■

G L E Ð I Í D R OT T N IAð eiga gleði í Drottni er hluti af því að vera kristin fyrirmynd, en það er ekki eina ástæðan fyrir því að við sækjumst eftir henni; því við þörfnumst hennar líka sjálf „Gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.”1 Sú gleði fæst með því að eiga stundir með Jesú. „gleðignótt er fyrir augliti þínu”2 Hún fæst við það að drekka í sig Orðið - „þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.”3 og gleðin finnst með því að framkvæma (iðka) Orðið – „þér vitið þetta og þér eruð sælir ef þér breytið eftir því.”4—Maria Fontaine

G R E I Ð A L E I Ð I NSanna, varanlega ánægju er ekki að finna í eignum eða í vissum kringumstæðum, heldur að hafa samfélag við Guð og fylgja áætlun Hans fyrir líf okkar.—Virginia Brandt Berg

Sásem gerir gæfumuninn

1. Nemehiabók 8:10

2. Sálmarnir 16:11

3. Jóhannes 15:11

4. Jóhannes 13:17 KJV

Eftir David Brandt Berg

6

Page 7: Tengsl 08 aug 2011

Um daginn, að kvöldi til, horfðum við konan mín á sólar lagið af veröndinni og héldum áfr am að horfa þar til stjörnurnar komu fr am. Eins og vanalega birtist skær stjarna fyrst. Um það bil klukkustund síðar var hún enn skærasta stjarnan á himninum á þessu tungllausa kvöldi, stöðugt skin hennar var meira en hinna stjarnanna.

Hún hafði auðvitað óréttlátt forskot á hinar stjörnurnar þar sem þetta var í reynd Venus, sem þykist vera stjarna, en er reikistjarna. Hún gefur ekki frá sér neina birtu eins og tunglið, heldur endurvarpar aðeins birtu sólarinnar.

Mér flaug í hug að fyrst tunglið og Venus geta skinið svo skært en eru þó daufar og ljóslausar í sjálfum sér, þarf ég ekki að hafa áhyggjur af eigin andlegri speglun – mæli góðvildar og guðrækni eins og hún blasir við mér eða öðrum. Allt sem ég þarf raunverulega að gera er að vera til staðar til þess að endurvarpa ljósi Guðs

Þetta litla Ljós mitt Eftir David Bolick

S K Í N Þ ÚLjós er aðeins hægt að sjá þegar það endurvarpast af hlutum, en jafnvel rykkorn eins lítið og það er, getur skinið eins og demantur ef það svífur um í sólskini. Ef rykið væri ekki til staðar, sæirðu ekki ljósið og ef ljósið væri ekki þarna gætirðu ekki séð rykið. Það þarf hvort tveggja að vera til staðar. Skaparinn er sjáanlegur í endurvarpi hins skapaða.2 „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.”3—David Brandt Berg

1. 1 Korintubréf 13:12 KJV

2. Rómverjabréf 1:20

3. Matteus 5:16

þegar það skín á mig. Sú staðreynd gefur mér ekki leyfi til þess að láta sitja á hakanum og verða andlegur aulabárður, en það veitir frelsi að vita að ég þarf ekki að vera annar en ég er.

Þessi reynsla varð til þess að ég sá kunnugt vers í Biblíunni í nýju ljósi – „Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu“1. Ég hafði alltaf beitt þessu versi til þess að sjá Guð og hinn andlega heim, en nú sé ég að versið á líka við um hvernig annað fólk sér Guð í mér, í endurvarpi. Það er sama hvað ég reyni, þá get ég ekki breytt eðli mínu fremur en að pláneta eða tungl getur breytt sér í stjörnu. Þegar Guð skín á mig gerir Hann þá umbreytingu. Verið getur að ég hafi ekki glansandi og skínandi endurskins yfirborð en ljós Hans er nógu bjart til þess að ég verði ein af stjörnum Hans.

David Bolick er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Mexíkó. ■

7

Page 8: Tengsl 08 aug 2011

1. Filippíbréfið 4:6–7 TLB

2. Sálmarnir 46:10

3. NASB

4. Jesus Calling (Thomas Nelson, 2004), xii

5. Jesaja 26:3

u n D i r Á L A G I ?

Eftir Maria Fontaine

viðvörunarmerkin, í öðru lagi þurfum við að læra að varpa áhyggjum okkar yfir á Hann og treysta því að Hann geri verkið í gegnum okkur, á Hans hátt og á Hans tíma. „Ekki hafa áhyggjur af neinu. Í stað þess skaltu biðja yfir öllu; segðu Guði frá þörfum þínum og gleymdu ekki að þakka fyrir svör Hans. Ef þú gerir þetta muntu upplifa frið Guðs sem er miklu dásamlegri en hugur mannsins getur skilið. Friður Hans mun halda huga þínum og hjarta hljóðum og rólegum, þegar þú treystir á Jesúm Krist.“1

Að forgangsraðaÁlagið er óvinurinn! Það á einkum

við um kristið fólk vegna þess að þegar okkur finnst við vera undir álagi, er það fyrsta sem verður fyrir barðinu á því, af verkefnalista okkar, er tími okkar með Guði, en hann er það sem við þörfnumst mest.

Verið getur að þú sért skipulagðasta manneskja í heiminum. Ef þú vanrækir þarfir andans muntu þjást. Persónuleg hamingja og fullnægja, góð tengsl við aðra, elja og hinir hlutirnir sem skipta mestu máli í lífinu, fer að mestu leyti eftir andlegu ástandi þínu og maður heldur andanum sterkum og heilbrigðum með því að lesa og

Þegar svo virðist sem meira sé að gera en tími er fyrir, er auðvelt að vera undir álagi. Okkur finnst við ekki koma nógu í verk eða ekki nógu fljótt, svo við leggjum okkur enn frekar fram. En (stað)reyndin er sú að þegar við gerum það gerum við venjulega minna og komum minna í verk.

Streita hindrar okkur á ýmsa vegu. Hún eykur álagið á taugakerfið sem minnkar hugræna skerpu. Hún veldur því að okkur hættir til að ana áfram svo að við erum ekki eins varkár og bænrækin og við ættum að vera og okkur hættir til að gera mistök. Hún kæfir andagift. Hún gerir okkur önug og síður samvinnufús. Hún getur sneitt okkur lífsgleðinni! Með því að vera hallur undir streitu, vinnur maður gegn öllu gagnlegu.

Álag? – eða friður?Að læra að þekkja merkin um við

séum að spennast upp og taka síðan til okkar ráða til þess að sporna gegn álagi er líklega gagnlegasti vaninn sem við getum tamið okkur þegar við erum í vinnunni – og besta leiðin til þess er að biðja Guð um hjálp.

Í fyrsta lagi þurfum við að biðja Guð að hjálpa okkur að sjá fyrstu

8

Page 9: Tengsl 08 aug 2011

„Vertu kyrr og veistu að ég er Guð.”2 Einnig er hægt að segja „Vertu kyrr”: „Slakaðu á,” „Slepptu takinu,” og „Hættu að keppast.”3 Þetta er ginnandi boð frá Guði um að varpa frá sér áhyggjum og sækjast eftir nærveru Hans. Ég trúi að Guð lengi meira eftir þessum hljóðu stundum með okkur en okkur.—Sarah Young4

Varpaðu frá þér því sem þú ert að gera sem og áhyggjum þínum og einbeittu þér að Guði og hinni óbrigðulu ást Hans og umhyggju. Þegar andi þinn á annað borð er beindur að Guði, mun afgangurinn fylgja auðveldlega á eftir.—Maria Fontaine

Guð getur leyst öll þín vandamál í einni andrá. Hann getur endurnært anda þinn á einu djúpu andartaki. Hann getur skírt hugsanir þínar með einum ljúfum votti af himneskri tónlist. Hann getur þurrkað burt ótta þinn og tár með einni lítilli hvíldarstund í fullkomnum friði sem Hann veitir þegar hugur þinn dvelur hjá Honum, og Honum einum, vegna þess að þú treystir Honum.5

—David Brandt Berg

hugleiða Orð Guðs og gefa sér tíma til að elska og vera elskuð/aður af Honum.

Þegar þú snýrð þér að Guði til þess að fá hjálp er það eins og að opna þrýstingsloka andans; en ef þú reynir að gera allt sjálf/ur mun þrýstingurinn halda áfram að aukast.

Til þess að öðlast fullkominn frið Guðs, þarftu að eyða tíma með Honum; til þess að verja tíma með Guði þarftu að treysta því að Hann hafi stjórn á því áríðandi verki sem þú þarft að vinna; og til þess að treysta Honum þarftu að skilja og meðtaka þann dásamlega sannleika að Hann elskar þig svo mikið að Hann vill hjálpa þér á öllum sviðum lífsins.

Honum er umhugað um þig og hamingju þína. Hann vill taka þátt. Hann langar til að hjálpa þér með vinnuna og Hann mun hjálpa þér að svo miklu leyti sem þú leyfir Honum það. Hann mun létta byrðina ótrúlega mikið ef þú aðeins biður Hann um það. Hann mun sefa ýfðar taugar þínar, róa huga þinn og sýna þér hvað gera skuli.

Guð hefur öll svörinAuðvitað er líka mikilvægt að

biðja til Guðs og biðja um hjálp við að skipuleggja vinnuna. Biðstu fyrir áður en þú byrjar daginn og aftur

þegar nýir þættir bætast við og Hann mun veita þér andagift og hugmyndir sem munu lýsa upp veginn og gera hann einfaldan svo að þú verðir ekki fyrir þrýstingi eins og þú fannst fyrir í byrjun vinnunnar.

Þú munt undrast hversu nákvæmur Guð getur verið í tilsögn sinni varðandi verkefnalistann og vinnutilhögunina. Hann mun sýna þér hvernig þú átt að forgangsraða, Hann mun sýna þér hvernig best og skilvirkast er að vinna verkið. Hann mun hjálpa þér að sneiða hjá mörgum tímafrekum vandamálum sem valda álagi með því að minna þig á hluti sem þú hefur gleymt, eða ekki gefið gaum að ellegar vissir ekkert um. Hann mun líka áorka að ást Hans skín í gegn til þín, sama hvað þú þarft að gera. Það mun frekar en nokkuð annað gera verk þín skilvirkari, létta byrði þína og varpa birtu á líf þeirra sem umgangast þig.

Maria Fontaine og eiginmaður hennar Peter Amsterdam fara fyrir Alþjóðlegu fjölskyldunni, kristilegu trúfélagi. ■

9

Page 10: Tengsl 08 aug 2011

Umfaðmaðu óreiðuna

Eftir Dulcinea Fox

Þessa dagana er lífið fullt af óvissu fyrir marga, þar á meðal mig. Ég var að harma þessa staðreynd við vinkonu mína um daginn þegar hún sagði: „Kannski þarftu bara að umfaðma óreiðuna.“Umfaðma óreiðuna? Hægara sagt en gert. Mér líkar ekki óreiða. Ég þekki ekki marga sem líkar hún. En vinkona mín vakti mig til umhugsunar.

Nokkrum dögum síðar var ég búin að skokka í um 30 mínútur, þegar ég stóð skyndilega í hellirigningu eftir nokkra þru-muskruðninga. Og ég meina hellirigningu. Það var hvergi hægt að koma auga á afdrep, þannig að eina ráðið var að flýta sér heim. Ég dró djúpt að mér andann og lagði af stað.

Eftir u.þ.b. 5 mínútna hlaup datt mér röð hugsana í hug. Af hverju hljóp ég svona óðslega? Og hvað vildi ég forðast? Ég var þegar holdvot. Fötin á mér voru mettuð af vætu. Það að koma sem fljótast heim gerði mig ekkert

þurrari. Skyndilega virtust áhyggjur af að verða blautur svolítið heimskulegar. Ég íhugaði aftur valkostina. Umfaðma óreiðuna!

Ég stöðvaði spretthlaupið og einbeitti mér að því að njóta þrumnanna og eldinganna, fossandi rign-ingarinnar, skruðninganna, lækjanna þar sem áður voru stígar – þessa alls. Það var upplífgandi!

Upp að þeim punkti hafði ég verið að gráta geg-nblautt ástand mitt – blaut, klístrug og óþægileg fötin; hárið sem klístraðist við andlit og háls; hina gegnb-lautu skó sem skvömpuðu í við hvert skref. En um leið

og ég tók til greina að þetta varð ekki umflúið, gat ég gefið eftir fyrir náttúruö-flunum, slakað á og jafnvel notið göngunnar heim.

Sumum hlutum komumst við ekki undan. Til dæmis lítils háttar óreiðu. Lífið hefur tilhneigingu til að stilla okkur upp við vegg. En ef við hættum að berjast gegn því sem við getum ekki breytt og sættum okkur við ástandið eins og það er, setjum við okkur í betri stöðu og gerum það besta úr hlutunum.

Dulcinea Fox er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Mexíkó. ■

10

Page 11: Tengsl 08 aug 2011

Eftir Andrew Mateyak

Fullnægja„Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja.“1 Þessi orð fóru um hug minn þegar ég var að vaska upp eftir morgunmatinn. Var þetta hægt? Gæti ég raunverulega orðið ánægður þótt ég hefði ekkert nema fötin og fæðuna? Páll postuli ritaði: „Ég hef lært að láta mér nægja það sem fyrir hendi er.“2 Það átti ekki við um mig. Það hefur vissulega hent mig að ég óskaði mér að ég hefði þá umframhluti sem ég sé aðra njóta. Ég hef ekki alltaf verið ánægður. Hvernig gat ég verið fullnægður hafandi aðeins mat og föt? spurði ég sjálfan mig þegar ég lauk við uppvaskið.

Eins og verið væri að svara spurningu minni beindist athygli mín að sjö mánaða gamalli frænku minni, Kylie, en hún lék sér ánægð og hljóðlát um leið og hún kjamsaði á eplasneið. Hún virtist greinilega fullnægð – friðurinn og róin uppmáluð. En hvað hafði hún? Bleiu og eplasneið, samt var hún sannarlega ánægð.

Ég hafði fengið svar. Kylie hafði ekki áhyggjur af því hvort hún fengi mat á morgun eða hvort hún yrði

LEIÐIN TIL FULLNÆGJU

Ekki eyðileggja það sem þú átt með því að þrá það sem þú átt ekki. —Epikúrus (341–270 f.Kr.)

TÍhugaðu aðeins hversu hamingjusöm/samur þú yrðir ef þú misstir allt sem þú átt núna og fengir það síðan aftur; þá yrðirðu fullnægður. —Ókunnur höfundur

Fullnægja felst í dýrri perlu og sá sem borgar hana og fórnar tíu þúsund löngunum til þess, gerir viturleg og hamingjurík kaup. —John Balguy (1686–1748)

1. 1 Tímóteusarbréf 6:8

2. Filippíbréfið 4:11

uppiskroppa með bleiur. Hún hafði matinn sinn, hún hafði fatnað og hún var sannarlega ánægð, hún treysti því að mamma hennar myndi annast hana og láta hana fá nákvæmlega það sem hún þarfnaðist, þegar hún þarfnaðist þess.

Ég gerði mér ljóst að mér ætti að vera eins farið – hamingjusamur og ánægður með það sem Guð gefur mér og ég ætti að treysta Guði, að Hann gæfi mér hluti sem ég sannarlega þarfnaðist. Og ég er hamingjusamur núna. Ég hef ekki aðeins fæðu, föt og efnisleg þægindi, heldur hef ég nokkuð sem miljónir manna í heiminum hafa ekki. Ég hef Jesú og gjöf Hans hjálpræðið. Ég á skyldmenni, heilsu mína og vini. Ég hef Kylie litlu sem elskar mig út af lífinu. Ég hef sannarlega allt sem ég þarfnast. Ég er sannarlega fullnægður!

Andrew Mateyak er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Filippseyjum. ■

11

Page 12: Tengsl 08 aug 2011

Q&ASVÖR VIÐ SPURNINGUM

ÞÍNUM

Endurheimtu ánægjunaSp: Ég er ekki jafn hamingjusöm og ég var þegar ég var yngri.

Hvernig get ég aftur orðið jafn lífsglöð og ég var?

Hlutirnir sem barnið elskar dvelja í hjartafylgsnum allt til efri ára.—Khalil Gibran (1883–1931)

Sv: Það kemur að þeim punkti hjá flestum fullorðnum að þeir horfa á barn alsælt að leik og óska sér að þeir gætu farið aftur í tímann og upplifað eins og það. Börn að leik virðast hamingjusöm, áhyggjulaus og kát yfir lífinu. Þau hlæja mikið, það er auðvelt að skemmta þeim og þau eru spent yfir einföldustu hlutum. Þau hafa sín vandamál og eru særð eins og fullorðnir, en þau eru sveigjanleg. Börn lifa fyrir líðandi stund og eru yfirleitt ánægðari í lengri tíma en fullorðnir. Hér koma nokkrar leiðir til þess að fanga aftur nokkuð af töfrum bernskunnar. Enduruppgötvaðu heiminn í kringum þig. Líttu nánar á hluti sem mynda baksvið í lífi þínu – brum á trjánum sem þú gengur fram hjá á leiðinni út í bíl, sólargeisla sem berast inn um eldhúsgluggann, hvít ský á heiðum himni, köngulóarvef yfir niðurfallinu.Njóttu matarins. Ekki aðeins borða og hlaupa af stað; hægðu ferðina og hugsaðu um matinn og njóttu hans.Hvenær bjóstu fyrst til þennan rétt? Hvaða uppáhaldsrétti áttu núna sem þér líkaði ekki sem barn?Farðu á námskeið. Börn hafa ekki tíma til að þróa hversdagslegan vanagang vegna þess að þau eru upptekin við að uppgötva nýja hluti. Fáðu þér nýja tómstundaiðkun eða taktu upp á eitthverju nýju. Lestu bók eftir nýjan rithöfund. Ferðastu, þótt ekki sé nema í þykjustunni með ferðabæklingi. Verðlaunaðu sjálfa/n þig. Settu markmið fyrir vikuna og veittu þér verðlaun þegar þú nærð því. Tilhlökkun er ein besta hvötin og hún virkar fyrir öll aldursskeið.

Ræddu við barn. Ef þú vilt öðlast nýtt sjónarhorn, skaltu spyrja barn um nánast hvað sem er. Greind, viska, hugarflug, von og viðkvæmni – börn hafa þetta allt til að bera. Vertu ekki hissa á því að ýmsar gamlar hugsanir úr bernsku rifjast upp.Stöðvaðu sýslan þína. Heimurinn ferst ekki þótt þú hættir að framkvæma í nokkrar mínútur. Slakaðu á. Hugsaðu hamingjuhugsanir. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn.Vertu þakklát/ur fyrir lífið. Barn getur verið yfir sig ánægt með ódýra gjöf,að fá tækifæri til þess að fara út og fara í ókeypis róló í almenningsgarði. Hugsaðu um litlu hlutina sem þú hefur og þakkaðu fyrir þá. ■

12

Page 13: Tengsl 08 aug 2011

Vissirðu að „hamingja“ er eitt af nöfnum Guðs? Í Sálmunum, versi 43:4, merkir hið upphaflega hebreska El Simchah Giyl framúrskarandi gleði Guð. Guð skapaði okkur í eigin mynd þannig að af því leiðir að Hann vill að við séum einnig hamingjusöm.

Dýpsta hamingjan hlýst af persónulegu sambandi við Guð.

…gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.—Sálmarnir 16:11

En allir þeir er leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér.—Sálmarnir 40:16

Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði!—Sálmarnir 144:15

„Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar verði fullkominn.“—Jóhannes 15:11

Hið skapaða er barmafullt af hamingju lofandi Skaparann.

Hagarnir klæðast hjörðum og dalirnir hyljast korni. Allt fagnar og syngur.—Sálmarnir 65:13

Himinninn gleðjist og jörðin fagni, hafið drynji og allt sem í því er…öll tré skógarins kveði fagnaðaróp.—Sálmarnir 96:11–12

Lofsyngið þér himnar og fagna þú, jörð! Hefjið gleðisöng, þér fjöll!—Jesaja 49:13

Trú á gæsku Guðs leiðir til hamingju.

Sæll er sá… er setur von sína á Drottin Guð sinn.—Sálmarnir 146:5

Þér hafið ekki séð hann en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði.—1 Pétursbréf 1:8

Jafnvel þegar á bjátar, getur Guð veitt okkur gleði.

Alla ævi stendur náð hans. Að kveldi gistir oss grátur en gleðisöngur að morgni.—Sálmarnir 30:5

Þótt fíkjutréð blómgist ekki og víntrén beri engan ávöxt, þótt gróði ólívutrésins bregðist og akurlöndin gefi enga fæðu; þótt sauðfé hverfi úr réttinni og engin naut verði eftir í nautahúsunum, þá skal ég þó gleðjast í Drottni.—Habakkuk 3:17–18

Við getum ætíð glaðst yfir sáluhjálp okkar.

Ég gleðst yfir Drottni, sál mín fagnar yfir Guði mínum, því hann hefur klætt mig klæðum hjálpræðisins.—Jesaja 61:10 ■

If you would like to experience the deep, abiding happiness the Bible speaks of, you can. It begins with receiving Jesus as your Savior. Simply pray:

Jesús, ég trúi á þig og vil öðlast þá hamingju sem þú og faðir þinn lofa. Ég bið þig, komdu inn í líf mitt. Amen.

FÆÐSLULESTUR

Hamingjan er innan seilingar

13

Page 14: Tengsl 08 aug 2011

Við gerum okkur sjálf hamingjusöm ellegar vansæl. Magn vinnunnar er það sama.—Carlos Castaneda (1925–1998)

Ákveddu að vera hamingjusöm/samur og þú og gleðin munuð mynda skjöld gegn erfiðleikum.—Helen Keller (1880–1968)

Manninum lætur að telja vandamál sín en hann telur ekki gleðiefnin. Ef hann teldi þau eins og honum bæri sæi hann að hverju hlutskipti fylgir næg hamingja.—Fyodor Dostoevsky (1821–1881)

Hamingjan felst ekki í kringumstæðum okkar, heldur í okkur sjálfum. Hún er ekki nokkuð sem við sjáum, eins og t.d. regnboga eða finnum t.d. hita frá eldi. Hamingjan er eitthvað sem við erum.—John B. Sheerin (1906–1992)

Hamingjan er fiðrildi en þegar við eltum það er það alltaf utan seilingar en ef þú sest hljóðlega niður mun það kannski koma niður til þín.—Nathaniel Hawthorne (1804–1864)

UMHUGSUNARPUNKTAR

heimagerð HAMINGJA

Ég lærði það fyrir löngu að þeir eru hamingjusamastir sem gera mest fyrir aðra. —Booker T. Washington (1856–1915)

Sönn hamingja felst í andlegum eiginleikum, svo sem kærleika, samúð, þolinmæði, umburðarlyndi, fyrirgefningu o.s.frv. Því það eru þessir eiginleikar sem færa bæði okkur og öðrum hamingju.—14.andi Dalai Lama (f. 1935)

Listin að vera hamingjusamur felst í getu til draga hamingju (fá) út úr venjulegum hlutum.—Henry Ward Beecher (1813–1887)

Það er ekki hægt að lifa hamingjusöm til æviloka nema að lifa frá degi til dags.—Margaret Bonnano (b. 1950)

Ef við leggjum okkur fram um að færa öðrum hamingju, getum við ekki komið í veg fyrir að hún komi til okkar einnig. Til þess að öðlast gleði verðum við að gefa hana og til þess að halda henni verðum við að dreifa henni.—John Templeton (1912–2008)

Hamingjan fer ekki eftir ytri hlutum, heldur hvernig við sjáum þá.—Leo Tolstoy (1828–1910)

Ef við hættum aðeins að reyna að vera hamingjusöm, myndum við skemmta okkur ansi vel.—Edith Wharton (1862–1937)

Leitastu við að gera góðverk og þú munt komast að því að hamingjan hleypur þig uppi.—James Freeman Clarke (1810–1888)

Það er Guði þóknanlegt þegar þú fagnar eða hlærð frá innstu hjartarótum.—Marteinn Lúter (1483–1546)

Sönn hamingja fæst ekki með persónulegri leit eftir eigingjörnum skemmtunum og fullnægju, heldur fæst hún við það að finna Guð og færa öðrum kærleika Hans og líf og færa fólki hamingju. Þá mun hamingjan elta þig og gagntaka þig án þess að þú sækist eftir henni fyrir sjálfa/n þig.—David Brandt Berg (1919–1994) ■

14

Page 15: Tengsl 08 aug 2011

Biblían segir margt um göngur. Okkur er ráðlagt að ganga á Guðs vegum1, ganga í góðvild2, ganga í andanum3, ganga sómasamlega4, ganga í kærleika5, ganga viturlega6, ganga í sannleika7, ganga samboðið Drottni8.

En hvað um skiptin þegar þú veist ekki hvaða leið skal ganga? Myrkur hefur hulið leið þína; þétt þoka gerir leiðina áfram ógreinilega. Fótfesta þín er ótrygg og þú veist hreinlega ekki hvaða leið þú átt að fara. Það er kominn tími á trúargöngu9. Við getum gengið í trú án þess að vita nákvæmlega hvert við erum að fara eða hvað hendir næst, vegna þess að við göngum ekki ein. Þegar við áköllum Drottin gengur hann með okkur10 og vísar okkur veginn.11 Jesús lofaði „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins..“12

Þessi æfing er áminning um þessa mikilvægu lífsreglu. Ímyndaðu þér að þú sért að ganga um götur ókunnrar borgar eða eftir ómerktum stíg í sveit. Það er

rökkur þegar þú kemur að þrískiptum gaffallöguðum gatnamótum. Ættirðu að fara til vinstri, hægri eða fara beint áfram? Nú skaltu ímynda þér að Jesús komi við hlið þér (að hlið þinni). „Gjör mér kunnan veg er ég á að ganga,“13 biður þú. Jesús hefur vasaljós í hendinni. Hann beinir ljósinu niður veginn sem þú ættir að fara og fer síðan að ganga með þér. Nærvera Hans veldur því að ótti þinn hverfur. Þú veist að þú ert á réttum vegi.

Nú skaltu hugsa um ákvörðun eða vandamál sem þú stendur frammi fyrir og hefur ekki svar við. Fylgdu sama ferli. Ákallaðu Drottin og biddu Hann að sýna þér hvert þú eigir að fara eða hvað þú eigir að gera næst. Láttu Hann lýsa veg þinn með ljósi sínu – kannski með versi eða ritningarstað eða kannski með orðum sem koma í hugann eða verður innri vissa, sem Hann veitir. Þegar þú heldur áfram í áttina sem Hann hefur sýnt þér, skaltu treysta því að Hann sé með þér. Það er ekkert að óttast. ■

2

Komið, göngum í ljósi Drottins. —Jesaja 2:5

Þú munt aldrei ganga ein/n ef þú hefur Jesú í hjarta þér og hönd þína í hendi Hans.—David Brandt Berg

1. Fimmta Mósebók 10:12

2. Orðskviðirnir 2:20

3. Galatabréfið 5:16

4. Rómverjabréfið 13:13

5. Efesusbréfið 5:2

6. Kólossubréfið 4:5

7. 3 Jóhannesarbréf 4

8. Kólossubréfið 1:10

9. 2 Korintubréf 5:7

10. Leviticus 26:12

11. Jesaja 30:21

12. Jóhannes 8:12

13. Sálmarnir 143:8

Andleg Æfing

T R Ú A R G A N G A

15

Page 16: Tengsl 08 aug 2011

Sumir telja að þeir geti ekki verið hamingjusamir nema þeir séu lausir við vandamál. Það er allt í lagi á meðan allt leikur í lyndi en um leið og eitthvað neikvætt gerist stingst nál í blöðruna þeirra og hamingjan sem þeir fundu fyrir, hverfur. Sökum þess að þeir láta kringumstæður ráða hamingjustigi sínu, eru þeir alltaf að brynja sig gegn næstu vonbrigðum og geta aldrei slakað nógsamlega á til þess að skemmta sér eða líka við lífið. Þeir munu aldrei finna varanlega hamingju með slíku viðhorfi.

Hamingjan sem ég býð fer ekki eftir kringumstæðum sem breytast eins og veðrið. Heldur ræðst hamingjan af nærveru minni og fyrirheitum sem breytast aldrei. Kringumstæður breyta ekki eilífum sannindum.

„Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“1 Þú getur ekki alveg sneitt hjá vandamálum lífsins en þú getur risið yfir þau. Þú getur ekki strax fengið allt sem ég hef heitið þér og áætlað fyrir þig en þú getur fengið forsmekk að því hvenær sem er og hvar sem er. Ég get lyft anda þínum úr jarðsviðinu þar sem hamingjan er brothætt og inn í himneska sviðið þar sem hún er föst eins og klettur. Því meiri tíma sem þú verð með Mér og Orði Mínu, þar sem þú drekkur í þig kærleika Minn og sjónarhorn Mitt á lífið, þeim mun betur muntu vera undirbúin/n undir óhjákvæmileg skin og skúrir lífsins og þeim mun hamingjusamari verður þú.

KÆRLEIKSKVEÐJA FRÁ JESÚ

Hér sé hamingja

1. Jóhannes 16:33