16
PAKKINN Sérstök sending frá Guði Hvers vegna ekki? Bænir sem ekki er svaraðHáður bænum Finnið vímuna 1 tbl. 2011 BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

Tengsl jan 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Pakkinn Sérstök sending frá GuðiHvers vegna ekki? Bænir sem „ekki er svarað“Háður bænum Finnið vímuna

Citation preview

Page 1: Tengsl jan 2011

PAKKINNSérstök sending frá Guði

Hvers vegna ekki?Bænir sem „ekki er svarað“

Háður bænumFinnið vímuna

1 tbl. 2011BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

Page 2: Tengsl jan 2011

1 tbl. 2011

PÁ PERSÓNULEGU NÓTUNUMEf þú notar Netið veistu hversu skjót

og auðveld uppspretta upplýsinga það getur verið. Í stað þess að labba yfir í bókasafnið og stara á bókastafla og annað prentefni til þess að staðsetja eitthvað, geturðu fundið það sem þig vanhagar um beint frá heimilinu eða vinnustaðnum

með því einfaldlega að nota leitarvél Netsins og vélrita nokkur lykilorð og smella á „leita“. Strax birtast á tölvuskjánum slóðir til fjölda heimasíðna sem tengjast því sem þú ert að leita að. Að vísu er þetta spurning um að rata á rétta orðið og þú gætir samt þurft að hlaupa yfir nokkuð mikið af efni til þess að finna það sérstaka sem þú ert að leita að - eins og þú þurftir að gera með bókarstaflana – en Netið setur heilan heim af upplýsingum við fingurgóma þína.

Væri það samt ekki stórkostlegt ef Netið gæti leyst vandamál þín, svarað dýpstu spurningum þínum, aðstoðað við að skipuleggja og stjórna daglegu lífi þínu og uppfyllt tilfinningalegar og andlegar þarfir í stað þess að veita þér upplýsingar? Netið gæti aldrei gert þessa hluti en Guð getur það. Ekki aðeins það, heldur er einnig auðveldara og fljótlegra að nálgast Guð en Netið, því Hann útbjó þig með allan nauðsynlegan tölvubúnað þegar Hann skapaði þig. Þú getur náð til Hans hvenær sem er og hvaðan sem er, ókeypis, og það er ekkert happa og glappa ferli tengt því. Hann veit alltaf upp á hár hvers þú þarfnast.

Allt sem þú þarft til þess að veita kerfinu afl, er trú. Þú öðlast trúna með því að lesa þér til um tækið, upplýsingahandbók skaparans, Biblíuna. Ábendingar til trúarstyrkingar má einnig nálgast með því að lesa frá fyrstu hendi frásagnir fólks sem þegar hefur öðlast kraftinn og nýtur blessananna eins og við það að lesa greinarnar í þessari útgáfu af Tengslum. Tengstu Guði, þá geturðu veitt viðtöku, notið og hlotið hag af öllu því sem Hann hefur að bjóða – sem er allt.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2010 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

2

Page 3: Tengsl jan 2011

P

1. Matteus 6:8

Þegar ég var ellefu ára varð ég hugfangin af púsluspilum. Við móðir mín slökuðum á við eldhúsborðið þar sem við röðuðum saman sífellt flóknari púsluspilum. Við lögðum dúk yfir ókláraða púsluspilið á matmálstímum og fjarlægðum hann síðan og hófumst handa við að finna næsta púsl.

Nokkur tími hefur liðið síðan mér hefur gefist tími til að raða saman stóru púsluspili en smábarnið mitt er að læra að raða saman einföldu púsluspili. Ég get litið snöggvast á púslin og auðveldlega séð hvar þau passa en litli strákurinn minn á stundum í erfiðleikum með að finna rétta staðinn fyrir púslið sem hann heldur á. Þegar hann stöðvast og verður ergilegur snýr hann sér til mín og ég kem með uppástungu eða ábendingu. Að endingu finnur hann út hvert púslið á að fara og verður ánægður. Mér þykir vænt um afrekssvipinn sem kemur á hann þegar hann hefur lokið að raða saman púsluspilinu.

Stundum stöndum við frammi fyrir erfiðum aðstæðum sem engin leið virðist vera út úr eða gegnum. Á þeim stundum gerum við okkur ljóst að besti valkosturinn er að „leita til bænarinnar.“ Hversu lík börnum erum við ekki þegar við reynum að púsla saman og ráða í erfiðar aðstæður upp á eigin spýtur þegar Guð er tilbúinn, fús og fær um að hjálpa.

Hann nýtur þess að hjálpa okkur við púsluspil lífsins. Frá Hans sjónarhóli er auðvelt að sjá hvert hvert púsl á að fara og hvaða púsl skal taka næst. Hann raðar ekki púsluspilinu saman fyrir okkur vegna þess að við myndum ekki læra neitt af því ef Hann gerði það. En þegar við stöðvumst getur Hann gefið okkur ábendingu. Hann vinnur með okkur púsl fyrir púsl og púsl fyrir púsl sjáum við myndina skýrast.

Bonita Hele er meðlimur í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi. ■

úsluspiliðEftir Bonita Hele

Það er sannað að púsluspil getur þróað getu til þess að leysa vandamál og það er skemmtileg tómstundaiðkun fyrir alla aldurshópa, allt frá trépúsluspilum til flókinna 10.000 stykkja púsluspila.

Maðurinn með svörin

Guð veit hvers við þörfnumst jafnvel áður en við biðjum um það 1. en vanalega bíður Hann eftir því að við biðjum Hann um það. Stundum kemur stolt okkar og sjálfstæði í veg fyrir það. Við viljum ekki biðja um hjálp vegna þess að við viljum ekki viðurkenna að við höfum ekki lausnina. Svo að við reynum að leysa vandann sjálf að þeim punkti að við verðum ergileg, þegar allt sem við þurfum að gera er að biðja og taka á móti svari Hans. Ef við erum kæn, þá verðum við eins og náunginn sem sagði: „Kannski veit ég ekki svörin en ég þekki manninn með svörin.” Hann er svarið!—David Brandt Berg

3

Page 4: Tengsl jan 2011

4

Drottinn lætur okkur um margt, sem og áhyggjur og bænir. Ef við biðjum aðeins með hálfu hjarta, fáum við hálf svör. Ef við biðjum af öllu hjarta, fáum við hjartanlegt, sterkt svar. Eins og ljósgeisli sem beint er að spegli mun bæn vera endurvarpað eða svarað af sama styrkleika og hún var beðin.

Leikur í biljarð er líka hliðstæða sem hentar. Það eru ýmis tilbrigði við leikinn en öll tilbrigðin eru leikin á sex poka biljarðsborði og hafa öll sama grundvallar takmark: að nota aðalkúlu til þess að slá aðrar kúlur svo þær fari niður í vasana.

Leikmaðurinn hefur stjórn á upprunalegum krafti og stefnu sem setur aðalkúluna í gang og það ræður öllu öðru sem gerist. Gangur bænarinnar er sá sami. Staða hvers einstaklings eða aðstæður sem koma við sögu hafa áhrif á hvað gerist næst en hvernig við biðjum fyrir þeim ræður líka niðurstöðunni. Hvernig við orðum og tjáum bæn okkar og hvernig við biðjum Guð að svara, hefur áhrif eins og hvernig við sláum aðalkúluna. Krafturinn, vinkillinn og snúningurinn sem er settur í höggið hefur allt saman áhrif á niðurstöðuna.

Aðalleikmaðurinn er Guð. Hann sló afgerandi skotið sem tvístraði kúlunum upphaflega. Skot fyrir skot breytið þið Guð og hinir leikmennirnir stöðu kúlnanna. Það eina sem er frábrugðið er að Guð er ekki að reyna að sigra ykkur. Hann er í reynd að reyna að hjálpa ykkur að hafa sigur ef þið eruð á Hans bandi.

Þetta er eins og að vera í tvíliðaleik. Makkerinn þinn er Guð og mótherjinn er djöfullinn og hans sort. Makkerinn þinn, Guð, reynir að koma fyrir kúlunum fyrir næsta skot þitt. En það skiptir vitanlega engu máli hversu vel Guð staðsetur kúlurnar ef þú slærð ekki beinu skoti.

Það skiptir engu máli hversu vel þú miðar, kúlan (einstaklingurinn eða aðstæðurnar sem þú ert að biðja yfir) þarf að vera rétt staðsett til þess að þú getir hæft hana.

Tökum útvarpsbylgjur sem annað dæmi. Setjum sem svo að þú ætlir að senda útvarpsbylgjur um gervihnött, sem einhver hinum megin á hnettinum tekur á móti. Í fyrsta lagi mun sendirinn ekki hafa neitt afl nema að hann sé tengdur við rafmagn. Í öðru lagi þarf senditækið að vera í góðu ástandi. Ef það er í ólagi eða bilað eða er á vitlausri tíðni,

BÆNAKRAFTURBæna

KRAFTURKRAFTURKRAFTUR

BÆNAEftir David Brandt Berg

BÆNABÆNABÆNA KRAFTUR

Page 5: Tengsl jan 2011

5

sendir hann ekki almennilega eða mun ekki koma skilaboðunum til skila á skýran hátt. Einnig þarf loftnetið að vera stillt í þessa átt, í þessari lýsingu, svo að skilaboðin berist í nákvæmlega réttri stefnu til þess að berast í raflið gervihnattarins.

Í þessari lýsingu ert þú sendirinn eða loftnetið, Heilagur andi er aflið og Guðs vilji er gervihnötturinn. Ef tækið þitt er sjálfstillt svo að Heilagur andi sé við stjórnvölinn, þá er ósjálfrátt rétt stillt – afl, geisli, stefna, allt – af tölvu Guðs sjálfs og sendingin getur ekki geigað. Ef þú hins vegar hefur verið að leika þér að talnaskalanum og tækinu, geturðu eyðilagt allt ferlið með því að reyna að gera þetta á þinn hátt. Einnig þarf gervihnötturinn, Guðs vilji, að vera í réttri stöð til þess að endurkasta geislanum niður til móttakandans og móttakandinn þarf að vera í réttri stöðu og þarf að hafa móttökutækið í gangi til þess að taka á móti geislanum.

Áhrifamáttur bænarinnar fer eftir fjórum grundvallarþáttum: stöðu þinni, stöðu Guðs, stöðu persónu eða aðstæðna sem þú ert að biðja yfir og hvernig þú biður.

Í samlíkingunni við biljarð fer áhrifamátturinn eftir stöðu aðalkúlunnar, markkúlunnar, vasans og

hvernig þú skýtur.Þú ræður ekki algjörlega niðurstöðunni,

manneskjan sem þú biður fyrir ræður ekki algjörlega niðurstöðunni og Guð hefur einskorðað sig við að ráða ekki algjörlega niðurstöðunni, heldur láta hana vera háða þessum öðrum þáttum.

Í samlíkingunni við útvarpsbylgjur er staðsetning gervihnattarins föst en notkun hans fer eftir þér og móttökuaðilanum. Með öðrum orðum, Guð hefur ákvarðað stöðu yfiráætlunar sinnar en hvernig þú passar inn í þessa áætlun fer eftir staðsetningu þinni, staðsetningu manneskjunnar eða hlutarins sem þú ert að biðja yfir og hvort þú beinir geislanum rétt að gervihnettinum.

Þannig hefur Guð látið mikið í þínar hendur og í þeirra hendur. Hann mun alltaf sjá um sinn hluta. Ef fyrirbænin er samkvæmt vilja Guðs – það sem Hann veit að kemur sér best fyrir alla sem hlut eiga að máli – og þú og sá sem þú biður fyrir eru rétt staðsett og þú hefur rétta stefnu, þá mun bænin hitta skotmarkið og hafa tilætluð áhrif.

Bænakraftur (Prayer Power) er frá God online, bæklingi í flokknum Mountain StreaMS.

Page 6: Tengsl jan 2011

UMLUKT BÆNUM

Þegar eldri systir mín Evelyn, var 16 ára, fékk hún skyndilega yfirþyrmandi verk í kviðinn. Þegar eldri systir mín Evelyn, var 16 ára, fékk hún skyndilega yfirþyrmandi verk í kviðinn. Um leið og verkurinn jókst fékk hún hita og kastaði upp. Ég man kvíða og örvæntingu okkar allra þegar pabbi fór með hana í skyndingu á næsta sjúkrahús.Læknir á bráðadeild uppgötvaði stóra drepkennda blöðru í kviði Evelyn. Blaðran hafði snúist og stöðvað blóðflæði og hafði valdið hinum mikla verki. Tíminn leið eins og í móðu þegar hún var í skyndi undirbúin undir bráða uppskurð. Við hin báðum ákaft heima hjá okkur um vernd, huggun Jesú og kærleiksríka nærveru Hans.Það var næstum komið miðnætti þegar Evelyn kom úr skurðstofunni í færanlegu rúmi. Það kom í ljós að uppskurðurinn var framkvæmdur rétt í tæka tíð. Blaðran hafði gefið frá sér eitraða vessa og var farin að eyðileggja vefi næst henni. En Evelyn var lifandi og henni var óhætt. Við þökkuðum Jesú fyrir það.Þá fimm daga sem sjúkrahúsvistin tók, óskaði ég þess að ég gæti verið viðstödd allan sólarhringinn þar og aðstoðað við verkin. En ég uppgötvaði að bænir mínar gerðu meira gagn en nærvera mín, því eftir heimsóknartímann varð ég að fara heim. T.d. þegar Evelyn fékk alvarleg ofnæmisviðbrögð gagnvart verkjalyfjum sem voru gefin í æð, held ég að bænir mínar hafi komið að miklu meiri notum fyrir læknana sem þurftu að finna annað ráð, heldur en hughreystingin sem ég hefði getað veitt verandi á staðnum.Bænir fjölskyldu og vina umluktu hana á hverjum degi þar til hún sneri heim og bænum var haldið áfram vikurnar sem batinn tók. „Ég vissi alltaf að þú værir að biðja fyrir mér,“ sagði hún þegar raunin var um

Eftir Eldora Sichrovsky

garð gengin. „Þær veittu mér styrk í erfiðleikunum sem ég mætti og einnig frið, vitandi það að Jesús stæði við stjórnvölinn.“Þekkir þú einhvern sem á í erfiðleikum sem mannlegur máttur fær ekki ráðið við? Áttu ástvin sem lifir í sársauka og þú ert ekki fær um að lina hann? Þráirðu að vera til staðar til þess að annast hann en þú veist ekki með hvaða hætti? Biddu þá til Guðs. Jesús heyrir, Honum er annt um þig og kraftur Hans – efldur fyrir bænir þínar – er takmarkalaus.Þú býrð yfir stórkostlegu afli til þess að hjálpa þeim sem þér þykir vænt um, til þess að byggja brú yfir gjána á milli ykkar og færa þeim bestan mögulegan stuðning og umönnun. Umljúktu ástvini þína með bænum.

Eldora Sichrovsky er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taiwan. ■

6

Page 7: Tengsl jan 2011

Þegar ég var strákur vildi ég umfram allt flytja til fjallanna í nýársbænum mínum. Fjölskylda mín hafði heimsótt ættingja á fjallasvæði yfir jólin og þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði töfra mikils snævar. Ég elskaði hann í botn.Ég bað í einlægni fyrir flutningi fjölskyldu minnar, ég hóf bænirnar í kringum jóladag og hélt þeim áfram góðan spöl fram í janúarmánuð. Í fyrstu var ég viss um að flutningarnir myndu eiga sér stað fljótlega en loks varð ljóst að engir flutningar stæðu fyrir dyrum. Með tíð og tíma jafnaði ég mig á hinni barnalegu þráhyggju en spurningin hjaraði mun lengur í huga mér. Hvers vegna hafði Guð ekki svarað bæn minni? Nú geri ég mér ljóst að Guð svarar alltaf bænum okkar en ekki alltaf strax eða alltaf á þann hátt sem við væntum. Stundum segir Hann „já,“ stundum segir Hann „nei“ og stundum segir Hann „bíddu.“

Hvers vegna ekki?Eftir Samuel Keating

gæfi okkur allt sem við viljum samstundis.Á öðrum stundum getur Guð hafa svarað bæn okkar en okkur líkar einfaldlega ekki hvernig Hann svaraði. Ef við höfum þegar fundið út nákvæmlega hvað við viljum og erum bara að biðja Guð að útvega okkur það en áform okkar eru ekki það sem Hann veit að er okkur fyrir bestu, þá er Hann með því að synja beiðninni, að sýna visku og kærleika. Við þurfum að reyna að láta beiðni okkar falla að áætlunum Hans sem eru miklu víðfeðmari og betri.Og á árunum frá því að ég bað þessa nýársbæn sem virtist ekki verða að veruleika hef ég notið margra snjóþungra vetra í ýmsum löndum og við ýmsar aðstæður. Það kom í ljós að svar Guðs var: „Já, samkvæmt minni tímatöflu.“

Samuel Keating er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og meðútgefandi Tengsla ■

Þegar við vorum börn sáum við eitthvað í búð eða sáum eitthvað sem skólafélagar okkar áttu og við vorum sannfærð um að það myndi gera okkur hamingjusöm að eiga hlutinn. Sum okkar hafa enn þennan hugsunarhátt og láta eins og Guð sé lyfjafræðingur að taka til lyf eftir lyfseðli eða jólasveinninn að merkja við hlut á óskalista okkar.Reyndar svarar Guð ekki sumum bænum á þann hátt sem við æskjum eða búumst við vegna þess að Hann veit að það sem við biðjum um myndi ekki í raun vera okkur eða öðrum til góðs. Við ættum ekki að slá því föstu að Guð hafi ekki hlustað á bænina eða að Hann hafi yfirgefið okkur þegar við fáum ekki strax jákvætt svar frá Honum. Við ættum að hugleiða að kannski vill Hann prófa trú okkar til þess að sjá hvort við elskum Hann og treystum, hvað sem á gengur, sem myndi ekki verða ljóst ef Hann

7

Page 8: Tengsl jan 2011

Það er svo margvíslegur hagur af að eyða tíma með Guði að þú hefur ekki efni á því að gera það ekki. Hann getur hjálpað þér að leysa öll vandamál, svarað öllum spurningum þínum, læknað öll hjartasár þín, huggað þig þegar þú ert sorgmæddur og fært þig nær himnaríki. Listinn er óendanlegur.Bænir breyta hlutum. Þær eru ein leið Guðs til þess að gefa börnum sínum það sem þau þarfnast eða óska sér, að svo miklu leyti sem það er gott fyrir þau og aðra. „Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast ef þér trúið.“ 1

Tíma er vel varið í hljóðri hugleiðslu og hún byggir upp innri styrk sem leiðir þig í gegnum erfiðustu stundir lífsins. „Þegar ég hrópaði bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugmóð er ég fann kraft hjá mér.“ 2

Þú munt finna hvíld og endurnæringu þegar andi þinn er hnýpinn og hugurinn áhyggjufullur. „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.

Eftir Julie Vasquez

Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ 3

Þegar þú hefur falið Guði í bæn eitthvað mál geturðu verið fullviss um að Hann muni sjá um það á þann hátt sem Hann best þekkir. „Vér vitum að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs.“ 4

Þú munt finna huggun þegar depurð og sorg steðja að, fullvissu þegar þú ert þunglyndur og hugrekki til þess að halda áfram veginn þegar þú telur þig ekki geta það. Jesús mun hjálpa þér að sjá erfiðleikana frá öðru sjónarhorni, sjónarhorni sínu og veita þér hugarró. „Hann læknar þá er hafa sundurkramið hjarta og bindur um benjar þeirra.“ 5 „Þegar miklar áhyggjur lögðust á hjarta mitt, hressti huggun þín sálu mína.“ 6.Þú munt verða vitrari þegar þú veitir viðtöku hlutunum sem Drottinn sýnir þér og beitir þeim. „Ef einhvern yðar brestur viska, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast.“ 7.Jesús mun leiðbeina þér gegnum völundarhús lífsins. Þegar þú stendur frammi fyrir vandamálum og erfiðum ákvörðunum mun Hann leiðbeina þér. Hann hefur lofað að kenna þér, byggja upp hugsanir

1. Matteus 21:22

2. Sálmarnir 138:3

3. Matteus 11:28–30

4. Rómverjabréf 8:28

5. Sálmarnir 147:3

6. Sálmarnir 94:19

7. Jakobsbréf 1:5

8. Orðskviðirnir 3:6

9. Jeremía 33:3

HAGUR ÞINNAF BÆNUM

8

Page 9: Tengsl jan 2011

þínar og leiða spor þín. „Mundu til Hans á öllum þínum vegum, þá mun Hann gera stigu þína slétta.“ 8

Hann mun blása þér góðar hugmyndir í brjóst. „Kalla þú á mig og mun Ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega er þú hefir eigi þekkt.“ 9 Jesús mun koma í veg fyrir að sumir erfiðleikar eigi sér stað, með því að vara þig við þeim og svo láta þig fá lausnir við öðrum. „En sá sem á mig hlýðir mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða.“ 10

Þú getur læknast líkamlega. „Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur.“ 11

Hægt er að fyrirgefa þér illverknað. „Þá játaði ég synd mina fyrir þér og fól eigi misgjörð mina.“ 12

Þú munt öðlast innsýn í efnisheiminn sem og hið andlega svið. „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim er elska hann. En oss hefur Guð „opinberað hana fyrir andann. Því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.“ 13

Bænir draga að sér kraft Guðs, þannig að þú getur afkastað meiru og með auðveldari hætti. „Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa… en þeir sem vona á Drottin fá nýjan

kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ 14

Þú munt hafa meiri hugarró. „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar fyrir Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir í Kristi Jesú.“ 15

Þú getur heimtað að Guð sjái fyrir efnislegum þörfum þínum. „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða. Því hver sá öðlast sem biður og sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upplokið verða.“ 16

Jesús mun opna fyrir þér fjársjóði Orðs síns ef þú biður eins og Davíð konungur gerði. „Ljúk upp augum mínum að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu.“ 17

Þú getur öðlast hjálp Guðs jafnvel þegar þú veist ekki hvers skal biðja. „Vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir oss.“18

Greinin „HaGur þinn af BænuM“ var fenGin úr Prayer Power, BæklinGi í Get activated flokknuM.

10. Orðskviðirnir 1:33

11. Jakobsbréf 5:15

12. Sálmarnir 32:5

13. 1 Korintubréf 2:9–10

14. Jesaja 40:29,31

15. Filippíubréfið 4:6–7

16. Matteus 7:7–8

17. Sálmarnir 119:18

18. Rómverjabréf 8:26

AF BÆNUM

9

Page 10: Tengsl jan 2011

Logan ´ hestinum

Hversu oft hefur flesta foreldra ekki langað til að kaupa leikfang handa barni sínu, „af því bara?“ Það var ekkert sérstakt tilefni eða eitthvað sem barnið þarfnaðist eða hafði beðið um – en foreldrið vissi að barnið myndi hafa gaman af því og það vildi að hann eða hún eignaðist það.Nýlega stóð ég frammi fyrir slíkri stöðu vegna eins og hálfs árs gamals sonar míns, Logan. Ég er ekki viss um hvers vegna ég einsetti mér að fá rugguhest handa honum. Kannski var það vegna þess að á uppáhaldsmyndbandi hans var atriði með börnum að rugga sér á rugguhesti eða kannski vegna þess að

PAKKINNEftir Mercy D’Souza

þá muntu gleðjast yfir Drottni og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.—Sálmarnir 37:4

í hvert skipti sem við komum í leikfangabúð í grenndinni bauð búðarafgreiðslumaður honum að leika sér á einum sýningarhestanna og sonurinn kvartaði ekki þegar komið var að því að fara. Satt að segja virtist hann ekki jafn hændur að rugguhestinum og ég en ég gat ekki hætt að hugsa um hversu skemmtilegt væri fyrir hann að eignast svona hest.Vandinn var sá að hann kostaði meira en ég hafði efni á. Ég reyndi að segja sjálfri mér að börn yxu fljótt upp úr leikföngum og verið gæti að Logan myndi ekki leika sér mikið að hestinum en löngunin til að fá honum hest hélt áfram að gera vart við sig.Kvöld eitt vorum við að virða fyrir okkur myndir af leikföngum og ein af myndunum var af rugguhesti. Ég fékk hugdettu og sagði: „Við skulum biðja til Jesú um að þú eignist rugguhest eins og þennan,“ Eftir stutta en einlæga bæn fannst mér ég hafa gert það sem í mínu valdi stóð og gleymdi brátt málinu.Nokkrum dögum síðar fengum við stóran pakka frá vinum sem höfðu sagst ætla að senda til okkar föt handa börnunum. Ég hafði búist við litlum kassa en pakkinn sem kom var fyrirferðarmikill.Ég opnaði kassann og fór að taka upp úr honum. Ímyndið ykkur undrun mina þegar ég kom auga á trérugguhest, grafinn undir fötum og litlum leikföngum, en hesturinn var akkúrat af mátulegri stærð fyrir Logan. Ég gat varla trúað mínum eigin augum. Síðan mundi ég eftir bæn okkar fyrir nokkrum dögum. Guð hafði notað þetta atvik til þess að auka trú okkar.Í hvert skipti sem ég sé hestinn, geri ég mér enn og aftur ljóst hversu heitt Guð elskar okkur – ekki aðeins nógu mikið til þess að mæta þörfum okkar, heldur líka óskum okkar.

Mercy D’Souza ier félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi. ■

10

Page 11: Tengsl jan 2011

Ég geri mér ljóst að bænir eru mikilvægar og ég vil nota þær til að tengjast Guði en ég virðist aldrei hafa

tíma. Hvernig get ég fundið pláss fyrir þær í önnum dagsins?

Samskipti taka tíma, einnig samskipti við Guð. Það er engin undankomuleið. Það eru mistök að halda að tíma varið í bænir

gætu verið betur varið í önnur verkefni. Ef þú verð tíma í að biðja, kemurðu miklu meiru í verk en þú myndir annars gera. Bænir eru fjárfesting. Þegar þú ferð að uppskera blessanirnar muntu velta því fyrir þér hvernig þú fórst að áður án þeirra. Hér koma nokkrar ábendingar til þess að koma þér af stað:

Gerðu meðvitaða tilraun. Eins og ætíð á sér stað þegar nýr vani er myndaður kostar hann stöðuga staðfestu. Með tímanum muntu þó komast að því að þú manst oftar að biðja og gleymir því sjaldnar.

Settu bænir í fyrsta sæti. Maður hefur alltaf tíma fyrir það sem er mikilvægast.

Hafðu ákveðnar stundir fyrir bænir í

Svör við spurningum þínumAflögustund fyrir bæn

daglegum vanagangi þínum. Ef þú bíður með þær þangað til þú ert búinn að öllu, muntu aldrei biðja. Ef þú kemst að því að ein stund dagsins hentar ekki, prófaðu þá aðra. Ef þú missir af bænastundinni einn dag, skaltu ekki gefast upp! Reyndu aftur næsta dag.

Settu þér markmið sem hægt er að ná. Gæði bænanna fara ekki eftir lengd þeirra heldur hversu einlæg og hreinskilin þú ert og hvort þú trúir því að þú fáir bænasvar.

Nýttu þér lausa tíma. Þú getur beðið í kaffihléi, þegar þú ert föst í umferðinni, þegar þú ert að bíða eftir einhverju, meðan þú ert að elda, meðan þú ert í sturtu, þegar þú bíður þess að barnið sofni, meðan þú ferð í göngutúr með hundinn, í raun og veru næstum hvenær sem er.

Biddu fyrir upphaf hvers nýs verks. „Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gera stigu þína slétta.“ 1 Í mörgum tilvikum dugar að biðja með aðeins einni eða tveimur setningum.

Biddu við fyrstu merki um vandræði. Biddu um skýra hugsun, sjálfsstjórn, styrk, andagift eða svör, hvers sem þú þarfnast þá stundina – og Guð mun veita það.2

Sp.

Sv.

„ B I Ð J I Ð Á N A F L Á T S ” 3

Þú þarft ekki að krjúpa á kné og biðja ákaft um að Guð heyri bænina. Þú ættir stöðugt að biðja bænar, sama hvað þú ert að gera – eins og þú myndir gera

standandi. Ef þú biður um leið og þú ert að sýsla hitt eða þetta og biður Guð um visku – mun Hann veita

þér hana.4

—David Brandt Berg

1. Orðskviðir 3:6

2. Matteus 7:7

3. 1 Þessaloníkubréf 5:17

4. Jakobsbréf 1:5

11

Page 12: Tengsl jan 2011

Margbreytileiki gefur lífinu lit. Þessi vissa hefur öðlast sannleiksgildi í bænalífi mínu. Hér koma nokkrir hlutir sem hafa reynst mér vel á mismunandi tímum..

Bænalisti. Þegar ég hóf að taka frá nokkrar mínútur á dag til þess að biðja fyrir öðrum, bað ég einfaldlega fyrir þeim sem komu upp í hugann. En ég komst brátt að því að það voru engin takmörk fyrir fjölda fólks og kringum-stæðna sem þörfnuðust fyrirbæna. Til þess að bænatími minn nýttist vel, þurfti ég að skip-uleggja mig svo ég fór að hafa niðurskrifaðan lista. Ég hef ekki tíma til að biðja fyrir hverju atriði á listanum á hverjum degi, svo ég fylgist með, með því að merkja við hvert atriði um leið og ég bið fyrir því. Þegar ég næ til enda listans, byrja

BÆNAPUNKTAREftir Natalia Nazarova

ég upp á nýtt nýja röð af merkingum. Ég bæti líka við nýjum atriðum þegar ný þörf gerir vart við sig og merki við „Búið“ þegar Guð veitir svar.

Bænafyrirheit. Ég skrifaði fyrirheitavers úr Biblíunni – til dæmis „Biðjið og yður mun gefast“ 1. á lítil spjöld. Þegar ég bið fyrir hverju atriði á lista-num, dreg ég spjald úr bunkanum og beiti því fyrirheiti. [Útgefandi: Ófullkominn lista yfir bænafyrirheit, raðað eftir flokkum, er að finna í Get Activated, í bæklingnum Prayer Power.]

Hugleiðslubæn. Hvergi er ég meðvitaðri um kærleika og umhyg-gju Guðs en þegar ég geng úti í náttúrunni. Þegar ég skynja sýnir og hljóð sköpunarverks Hans, bið ég Hann um að leiða hugsanir mínar að fólki og

kringumstæðum sem þarfnast bæna og síðan bið ég Hann um að annast það eins og Honum einum er lagið.

Að mynda hóp. Stundum skipulegg ég bænafund með vini til að biðjast fyrir í 10-15 mínútur. „Hverja þá bæn sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu mun faðir minn á himnum veita þeim.“2

Koddabæn. Þegar ég get ekki sofið, beini ég hugsunum mínum að öðrum og þörfum þeirra og bið Guð um að annast þá. Ellegar tel ég stundum bles-sanir sem ég nýti með stuttum sérstökum bænum með lofgjörð

og þakkargjörð til Guðs fyrir gæsku Hans. Eftir stutta stund sofna ég vanalega.

Að létta af sér. Þegar mér finnst vandamál eða verkefnið fram undan vera yfirþyrmandi, þá lyfti ég byrði af huga og anda með því að ímynda mér að hvert atriði sé múrsteinn sem ég rétti yfir til Jesú á formi lítillar bænar.

Margbreytileiki. Þegar bænir verða of vanalegar bið ég Jesú um nýja áætlun eða nýja bænaaðferð.

Natalia Nazarova er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Argentínu.

1. Matteus 7:7

2. Matteus 18:19

12

Page 13: Tengsl jan 2011

Breski prédikarinn Charles Spurgeon sem var uppi á 19.öld sagði nokkuð sem útskýrir fyrir mér hlutverk kristins manns með tilliti til bæna. „Eins og listamaðurinn gefur sig að myndinni og skáld gefur sig að klassískri iðju sinni, þannig verðum við að vera ástríðumenn um bænir.“

Þó verð ég að viðurkenna að stundum hef ég átt í erfiðleikum með að halda uppi sterku bænalífi. Málið var ekki að ég vildi ekki biðja – þvert á móti –mér virtist bara erfitt að halda mér að góðum ásetningi mínum. Svo virtist sem ætíð þegar ég reyndi að biðja, kaffærðu hugsanir huga minn og fljótlega var ég flækt í aðra hluti.

Ég ákvað loks að ég þyrfti að komast til botns í málinu. Hvers vegna var þetta svona erfitt? Var það leti, skorti mig áhuga eða átti ég erfitt með einbeitingu? Loks varð mér ljóst að bænagjörð líktist aðgerðarleysi. Ég vissi fræðilega séð að bænir væru nauðsynlegar fyrir líf í Kristi en í reynd fann ég það ekki. Ég er starfsöm kona og þegar ég bað fannst mér ég ekki vera að gera neitt afgerandi.

Þannig varð ég að breyta viðhorfi mínu og sjá hlutina í öðru ljósi. Fyrir mig þýddi það að þegar ég var að biðja fyrir sjúku barni ímyndaði ég mér að ég væri í raun hjá því, að þerra sveitt enni þess. Þegar ég bað fyrir friði í Afríku, ímyndaði ég mér að ég væri í miðjum bardaga að biðja um að honum yrði hætt. Að sjá fyrir mér hlutina í bænum mínum gerði þær lifandi. Það stuðlaði að því að ég tók meiri þátt eins og ég væri að gera eitthvað.

Mér þótti líka koma að notum að koma upp spjaldskrá þar sem ég geymdi upplýsingar um fólk og kringumstæður, sem ég var að biðja yfir en ég flokkaði þær eftir efni. Ég bæti reglulega við bænaóskum sem berast mér og ég bæti við fyrirheitum úr Biblíunni sem eiga við, bæti við nýjum upplýsingum sem koma o.s.frv. og ég skrái hvaða bænum er búið að svara.

Ariana Andreassen er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Tailandi■

Háður bænumEftir Ariana Andreassen K R A F T P U N K T U R

Bænir eru kraftmesta tegund afls sem menn geta búið til. Áhrif bæna á huga og líkama mannsins eru jafn greinileg og seitun kirtla. Það má mæla afleiðingar þeirra á formi aukins glaðlyndis, meiri vitsmunalegs þróttar, meira siðferðilegs þreks og dýpri skilnings á mannlegum samskiptum. Aðeins í bæn náum við algerum samruna huga, líkama og anda sem veitir hinni brothættu mannlegu vöntun óhagganlegan styrk. Þegar við biðjum tengjumst við ótæmanlegri kveikju sem þýtur um alheiminn.—Dr. Alexis Carrel (1873–1944)

13

Page 14: Tengsl jan 2011

„Amma, hvers vegna biðurðu alltaf áður en þú keyrir?“ Spurningin kom frá átta ára barnabarni mínu. Við barnabarn mitt höfðum verið í fríi við ströndina með frændum hans og við vorum u.þ.b. að hefja fimm klukkustunda ferð heim í rigningunni. Tvö barnabörn, drengir, sem voru á líkum aldri og höfðu orðið óaðskiljanlegir, voru með í för.

„Akstur er það hættulegasta sem ég geri,“ sagði ég við hann. „Mér dytti aldrei í hug að aka án þess að fara með bæn. Verið getur að ég gleymi að biðja áður en ég matbý málsverð eða skrifa bréf eða fer í göngutúr en ég gleymi aldrei að biðja áður en ég ek bílnum mínum. Ég treysti á Jesú til þess að ég hljóti vörn fyrir mig og farþega mina. Maður veit aldrei hvað komið getur fyrir.“

Ferðin gekk vel og okkur miðaði vel þrátt fyrir rigninguna. Síðan þegar tvær mílur voru ófarnar að heimilinu ók einhver á hraðbrautina rétt fyrir framan okkur. Ökumaðurinn ók of hratt á regnblautri brau-tinni og missti stjórnina á bílnum sem snerist tvisvar. Atvikið virtist óraunverulegt eins og í bíómynd og ég hafði aðeins tíma til þess að anda frá mér hljóðri bæn, setja á neyðarljós til þess að vara við bílana á eftir mér og stíga á bremsurnar eins fast og ég gat, án þess að valda sjálf slysi. Bíllinn hringsnerist, stöðvaðist þvert á umferðína, hálfur á brautinni og hálfur utan hennar. Ég kom að honum einni til tveimur sekúndum síðar og megnaði að forðast árekstur, en það munaði aðeins nokkrum þumlungum.

„Strákar, sáuð þið þetta?“ spurði ég þegar ég gat andað aftur. „Já, amma,“ svaraði annar drengjanna. „Við hefðum getað lent í

slæmu slysi! En ég veit hvers vegna það skeði ekki – vegna þess að þú baðst til Guðs.“

Ég tel að Jesús láti okkur stundum sjá þau vandræði sem Hann forðar okkur frá, til þess að minna okkur á að Hann er með okkur öllum stundum og vakir yfir okkur og verndar okkur sem svar við bænum. Aðeins himnarnir vita hvaða vandræðum Hann forðar okkur frá sem við sjáum ekki, hvort sem það er við akstur eða gegnum lífið. Hvílíkan félaga, vin og verndara höfum við ekki í Jesú!

Joyce Suttin er félaGi í alþJóðleGu fJölSkyldunni í BandaríkJunuM. ■

BJARGA FRÁ Guð veit hverju Eftir Joyce Suttin

Ekki hefur verið reynt

til fulls að nýta sér

kraft bænarinnar. Ef

við viljum sjá mikil

undur guðdómlegs

krafts og náðar

myndast þar sem

veiklyndi, mistök og

vonbrigði ríkja, skulum

við svara áskorun

Guðs. „Kalla þú á mig

og mun ég svara þér.“1

—Hudson Taylor 

(1832–1905)

1. Jeremía 33:3

14

Page 15: Tengsl jan 2011

A N D L E G Æ F I N GÞessi æfing gæti virst fremur praktísk en andleg en hún er lykill

að andlegri heilsu og andlegum vexti.Ef á heimili þínu finnst hljóður staður án ringulreiðar þar sem

þú getur dregið þig í hlé til þess að biðja eða hugleiða í hljóði eða ef þú býrð í tempruðu loftslagi þar sem þú getur sest úti í náttúrunni á hljóðum þægilegum stað, ertu vel staddur. Meðalheimilið í dag er miðdepill athafnasemi og hávaða, þannig að að finna hljóðan stað til þess að eiga nokkur friðsöm augnablik er meiriháttar áskorun. Margt fólk sættir sig einfaldlega við það en það bitnar á andlegu lífi þess. Í slíku andrúmslofti er auðvelt að verða sljór gagnvart rödd Guðs vegna þess að allur þessi hávaði og ruglingur drekkir Honum. En ef þú getur flúið reglulega í hljótt, friðsamt umhverfi og þú notar tímann til þess að tengjast Guði, muntu finna að andlegt næmi þitt verður skarpara.

Verið getur að þér sé ekki fært að hljóðeinangra herbergi en reyndu að minnsta kosti að finna horn þar sem þú verður fyrir lítilli eða engri truflun og útnefnir „hljóða fylgsnið“ þitt, þar sem þú getur lesið, beðið og hugleitt. Gerðu hornið þægilegt, hafðu góð ljós til lestrar og birgðu hornið upp með Biblíunni, bænagjörðahlu-tum og minnisbók og penna til þess að skrifa niður punkta sem þér dettur í hug þegar þú biður og hugleiðir.

Finndu besta tímann í daglegum vanagangi þínum til þess að draga þig í hlé til hljóða staðarins þíns og gerðu það að vana. Slökktu á símanum og byrjaðu hljóðu stundina á því að leggja vandamál og áhyggjur í duglegar og elskandi hendur Guðs. Stígðu inn í nærveru Guðs.

„En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn sem sér í leynum, mun umbuna þér.“—Matteus 6:6

F Æ Ð S L U L E S T U R

Athyglisverðar bænir í Biblíunni

Gamla testamentið:Móses við brennandi þyrnirunna—Önnur Mósebók 3:1–4:18

Job viðurkennir mikilleik Guðs—Jobsbók 42:1–6

Hanna biður Guð um barn— 1 Samuel 1:10–11—og lofar Guð þegar Hann bænheyrir hana—1 Samuel 2:1–10

Bæn Davíðs um fyrirgefningu—Sálmarnir 51

Bæn Salómons um visku – Fyrri Konungabók 3:6–9

Bæn Elía á Karmelfjalli – Fyrri Konungabók 18:36–39

Bæn Hiskías um frelsun—Síðari Konungabók19:15–19

Bæn Hiskías þegar hann var veikur—Jesaja 38:2–5

Bæn Habakkuks með tilbeiðslu og fögnuð—Habakkuk 3:2–19

Bæn Jónasar í maga hvalsins—Jónas 2:2–9

Nýja testamentið:Faðir vorið—Matteus 6:9–13

Syndari iðrast—Lúkas18:13

Jesús biður fyrir lærisveinum sínum—Jóhannes 17

Bæn Jesú á krossinum—Lúkas 23:34

Nokkrar bænir Páls—Efesusbréfið 1:15–23; 3:14–21; Filippíbréfið 1:3–11; Kólossubréfið 1:9–12

Mikilvægasta bænin......sem þú eða nokkur annar getur nokkurn tímann

beðið – lykillinn að hamingju hér og nú og að eilífu lífi á himnum:

Kæri Jesús, þökk fyrir að deyja fyrir mig. Ég opna núna dyrnar að hjarta mínu og bið þig um að gera svo vel að koma inn í líf mitt og gefa mér gjöf þína eilíft líf. Amen.

HLJÓÐUR STAÐUR

15

Page 16: Tengsl jan 2011

Ég veit allt um þig – gjafir þínar, hæfileika, ég þekki líka veikleika þína, sérvisku þína og skrýtnu hlutina við þig sem gera þig að einstaklingi. – Ég veit um nagandi vandamálin sem þú virðist ekki geta sigrast á og alla hlutina við þig sem trufla þig. Ég veit um óskir hjarta þíns og leyndar langanir. Ekkert er mér hulið.

Mig varðar um vonbrigði þín og hjartasár. Mig varðar um hvernig þér líður. Mig varðar um hvað þér finnst. Mig varðar um erfiðleika og þrengingar sem þú stendur frammi fyrir. Mig varðar um heilsu þína. Mig varðar um efnislegar þarfir þínar. Mig varðar um andlega baráttu þína. Ekki eitt smáatriði lífs þín kemur mér ekki við og ég er hér þér til hjálpar.

Í hvert skipti sem þú lítur upp til Mín er Ég til staðar. Ég heyri bænir þinar og hjarta Mitt er fullt samúðar. Ég þreytist aldrei á að hlusta á þig. Ég er aldrei fjarri. Ég er aldrei of þreyttur eða upptekinn til að hlusta á þig. Ég sný Mér aldrei undan. Ég sef aldrei. Ég hengi aldrei „Ekki ónáða“ skilti á dyrnar. Ég heyri alltaf bænir og svara þeim. Stundum svara Ég ekki á þann hátt sem þú biður Mig eða væntir og stundum sérðu svarið ekki strax en Ég heyri alltaf og svara alltaf.

Kærleiksboðskapur Jesú

Ég er Hér til hjálpar