16
LÉTTU BYRÐINNI AF ÞÉR Hvíld frá hamaganginum Acerola lögmálið Umbreytingin hefst þar 11 leiðir til þess að segja ég elska þigHvernig maður gefur ástvini sérstaka tilfinningu BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 2 tbl. 2011

Tengsl 2 tbl 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

LÉTTU BYRÐINNI AF ÞÉR Hvíld frá hamaganginum Acerola lögmálið Umbreytingin hefst þar 11 leiðir til þess að segja „ég elska þig“ Hvernig maður gefur ástvini sérstaka tilfinningu

Citation preview

Page 1: Tengsl 2 tbl 2011

LÉTTU BYRÐINNI AF ÞÉRHvíld frá hamaganginum

Acerola lögmáliðUmbreytingin hefst þar

11 leiðir til þess að segja„ég elska þig“Hvernig maður gefur ástvini sérstaka tilfinningu

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 2 tbl. 2011

Page 2: Tengsl 2 tbl 2011

Á PERSÓNULEGU NÓTUNUMEin óafmáanleg minning mín úr

bernsku er um dreng á mínum aldri sem gekk við hækjur. Í hvert skipti sem hann steig í hægri fót sveiflaðist vinstri fótur slyttislega nokkrum þumlungum yfir jörðinni. Hann var í ósamstæðum brúnum leðurskóm og vinstri skórinn var

greinilega minni en sá hægri. „Lömunarveiki“ sagði móðir mín til útskýringar þegar drengurinn var kominn í heyrnarfjarlægð. „Vinstri fóturinn er hættur að vaxa,“ „mun fóturinn einhvern tímann ná hinum?“ spurði ég. „Nei,“ sagði hún, „skaðinn er varanlegur.“ Ég gerði mér í hugarlund hvernig drengnum hlyti að vera innanbrjósts, vitandi að líkaminn yrði aldrei alveg heill.

Flest okkar geta þakkað Guði fyrir tvo heilbrigða fætur. Hann útbjó okkur líka með tvo aðra „fætur“ og þeir eru jafnvel enn mikilvægari fyrir almenna velllíðan okkar – „það sem við erum“ og „það sem við gerum“, skaphöfn okkar og köllun.

Ef þetta tvennt þróast samhliða og stöðugt, hefur lífið samfellu og jafnvægi. Ef við einbeitum okkur að öðru en vanrækjum hitt, missum við það. Ef við vanrækjum „það sem við erum“ sem gerist oft, hættum við að vaxa tilfinningalega og andlega eins og við ættum að gera.

Til allrar hamingju er slík skemmd á andanum ekki óbætanleg eins og líkamleg fötlun eftir lömunarveiki og aðra bæklunarsjúkdóma. Við getum ætíð unnið að því að færa líf okkar í rétt jafnvægi og Guði er alltaf ljúft að vinna með okkur að því marki. Reyndar vill Hann ekkert fremur en að hjálpa okkur að þroskast eins og við megnum og verða fólkið sem Hann veit að við getum orðið.

Þú ert mikilvægur í augum Guðs sem og hamingja þín og heilsa. Þú ert sköpun Hans og þú ert Honum mjög hjartfólginn en þú ert líka alltaf að þróast. Þetta eintak af Tengslum segir frá nokkrum leiðum sem tryggja að þú haldir áfram að vaxa, heilbrigður og heill.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2010 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

2 tbl. 2011

2

Page 3: Tengsl 2 tbl 2011

Við upplifum öll aðstæður sem skilja eftir djúp spor á anda okkar. Ég upplifði þannig aðstæður fyrir nokkrum árum. Þegar ég var á bæn, sagði Jesús við mig: „Bráðum verður trú þín prófuð en óttastu ekki. Þetta verður tími uppstokkunar.“

Tíu dögum síðar sneri ég öfugt í Landrover-bifreið sem hafði farið út af veginum og ofan í skurð en við vorum á leið til hjálparstarfa á afskekktu svæði í Purkina Faso í V-Afríku.

Næstu dagana man ég óljóst, en ég fór á spítala, fékk upphringingar og var margspurð út í slysið og ég man þakklætisorð til Guðs fyrir vernd Hans. Við vorum fimm í bílnum og slysið hefði getað valdið dauða en aðeins eitt okkar hafði meiðst en það var viðbeinsbrot.

Guð getur snúið öllum aðstæðum til góðs og þetta slys var engin undantekning frá því. Við upplifðum gestrisni og samúð sem er algeng

ForvarnarviðhaldEftir Fátima Porras

meðal Afríkubúa. Öllum, allt frá leigubílstjórum til lækna og sendiherra, var mjög umhugað um líðan okkar. Ég kunni jafnvel enn frekar að meta samstarfsmenn mína sem létu ekki högg, marbletti eða viðbeinsbrot hindra sig í að hjálpa til í munaðarleysingjahælum og afskekktum þorpum.

Það sem hafði mest áhrif á mig var samt nokkuð sem Guð kenndi mér um andlegt líf mitt. Eins og hjól röðun í Landrovernum sem hafði verið gallaður og valdið slysinu, þarfnast andinn líka viðhalds. Ef ég gái ekki reglulega að andlegu ástandi minu, get ég komist í ólag vegna steinkasts eða ójafna á vegi lífsins – vegna vandamála, vonbrigða, missis og svo framvegis. Ef þessi andlega óreiða er ekki leiðrétt, gæti ég við næstu slæmu ójöfnu misst tökin, snúist út af veginum og endað öfug úti í skurði.

Að viðhalda andlegu lífi okkar með bænum, góðum hágæða áhrifum og guðrækilegu lífi er eins mikilvægt

fyrir hamingju okkar og velsæld og viðhald ökutækja er fyrir öryggi á vegum úti. Þegar við vinnum í því að halda við andlegu lífi okkar og hugum að styrkleikum og veikleikum, getum við betur brugðist við þeim aðstæðum sem við mætum. Trú okkar á kærleika Guðs og umhyggju mun eins og stuðarar minnka áhrifin af ójöfnum á veginum, rétt forgangsröð mun halda okkur á vegi Guðs og líf okkar mun færa okkur þangað sem Guð vill að við förum.

Eigðu góða ferð!

Fátima Porras er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Spáni. ■

3

Page 4: Tengsl 2 tbl 2011

1. Markus 1:35

2. Lukas 6:12

3. Lukas 22:39,41

léttu byrðinni af þér

Ég legg fyrir þig gátu. Hvað gæti virst auka vinnuna núna en minnkað hana til lengri tíma litið? Hér koma nokkrar ábendingar. Í Biblíunni er minnst á það hvað eftir annað og þeir sem hafa lagt mest af mörkum fyrir Guð hafa treyst á það. Það er hugtak sem breytir lífinu en líka hugtak sem erfitt er að höndla vegna þess að það fer gegn venjulegum skilningi.

Svarið er „að hvíla í Jesú.“ Það merkir að stöðva það sem við erum að fást við og taka svolítinn tíma í að verða hljóð og setja í samband við Jesú í andanum, til þess að endurnýjast og endurlíf-gast. Síðan þurfum við að taka þennan hvíldaranda með okkur til þess verks sem við vorum að sinna áður en við báðum, svo aðstæðurnar hvíli ekki svo þungt á okkur og geri okkur loks úrvinda. Þetta virðist einfalt en er ekki svo auðvelt í framkvæmd, einkum í fyrstu. Ein ástæðan fyrir þessu sem er fyrirferðarmikil er að þetta fer gegn eðlislægri tilhneigingu okkar. Þegar við eigum svo annríkt viljum við síst draga úr hraðanum, gefa okkur tíma til að biðja og lesa Guðs Orð og láta Hann tala til okkar. Það er ekki

Eftir Maria Fontaine

4

Page 5: Tengsl 2 tbl 2011

það sem okkur langar til að gera eða virðist skynsamlegt þegar við keppumst við fyrir lokafrest eða þegar allir eru að flýta sér í kringum okkur.

En ef við virðum fyrir okkur líf þeirra sem hafa afrekað mikið fyrir Guð, sjáum við mörg dæmi um fólk sem treystir á þessa lífsreglu. Reyndar þurfti sjálfur Jesús á slíkum stundum hvíldar og endurnýjunar að halda, samkvæmt mörgum frásögnum guðspjallanna. Ein frásögnin segir frá því að eftir að hafa farið á fætur löngu fyrir sólarupprás, fór Hann á afvikinn stað til þess að biðjast fyrir.1 Önnur frásögn greinir frá því að Hann baðst fyrir alla nóttina2 og í enn annarri að það var vani Hans að fara til Ólífufjallsins til þess að biðja.3

Flest okkar þurfa á gerbreyttu hugarfari að halda í þessu tilliti. Við þurfum að venja okkur af að halda að við eigum svo annríkt og að við ættum að demba okkur í verkin en við skulum hugsa í staðinn, Dásamlegi Jesús, hér er tækifæri fyrir Þig til að skerast í leikinn og hjálpa eins og Þér einum er lagið.

Við lærum ekki að hvíla í Drottni ef við gerum ekki okkar hluta með því að draga okkur í hlé frá hamaganginum. Ef við

höfum átt mjög annríkt og síðan þegar hugurinn þarfnast hvíldar þá vanalega kaffæra okkur hugsanir um það sem við eigum ógert.

En ef við getum vanið okkur á að stöðva vinnu okkar nógu lengi til að varpa áhyggjum okkar yfir á Jesú og fá nýjan styrk og andagift frá Honum, verðum við ekki jafn fjötruð í vítahring þess að ofgera okkur og heltast aftur úr við verkin. Í stað þess myndum við jákvæða hringrás þar sem Hann styrkir okkur fyrir komandi verk og niðurstaðan verður sú að trú okkar eykst og við vörpum byrði okkar á herðar Hans og treystum því að Hann muni sjá um hlutina.

Við viljum öll finna friðinn, gleðina og viskuna sem Jesús getur veitt okkur þegar við erum í návist Hans en prófið kemur þegar við snúum okkur aftur að vinnunni. Allt of oft yfirgefum við ríki rósemdar, friðar og óteljandi möguleika og förum að gera allt sem við getum og áður en við vitum af því erum við komin aftur í hamaganginn.

Að hvíla í Jesú merkir að við reynum ekki að bera byrðarnar sjálf. Það merkir að varpa þeim stöðugt aftur á herðar Jesú. Það merkir að við gerum okkar hluta með því að biðja, svo Hann geti

borið þungann. Það merkir að meta tímann með Guði nógu mikils til þess að mynda tíma fyrir Hann og hafa þess vegna meiri blessun og Anda í öllu sem við gerum, vegna þess að við höfum látið Jesús bera þungann með því að biðja heldur en að reyna að bera hann sjálf.

Það er auðvelt að fara í okkar eigið litla „hlaupahjól“ og finnast við þurfa að hlaupa til þess að halda í við aðra og finnast við ekki komast neitt í raun og veru. Áður en við lendum þar þurfum við að vera nógu skynsöm til þess að biðja Jesús um að fá að vera samferða Honum aftur.

Að gera þá breytingu getur hafið hringrás styrks, lausnar undan þrýstingi og komið á hringrás raunverulegra framfara. Ef við hvílum í Jesú, ef við tökum okkur tíma með Honum, ef við ýtum byrðum okkar yfir á sterkar herðar Hans og leyfum Honum að vinna í andanum, munum við hafa styrk og tíma fyrir hvað sem er og allt annað sem við þurfum virkilega að koma í verk.

María Fontaine og eiginmaður hennar Peter Amsterdam eru forstöðumenn fyrir Alþjóðlegu fjölskyldunni. ■

Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

—Jesús, Matteus 11:28–30

Eftir Maria Fontaine

5

Page 6: Tengsl 2 tbl 2011

Ég var í uppnámi. Klukkan var tvö. Ég var nýbúinn með öll samtöl og gerði mér skyndilega ljóst hversu lítið af peningum ég var með á mér. Ég var í verslunarmiðstöð og hafði aðeins nokkur sent og ekkert ATN-kort í vasanum. Ég þurfti að vera viðstödd námskeið í Voice-akademíunni síðar um daginn. Án klinks fyrir strætó myndi ég ekki komast í tæka tíð. Ég hafði ekki einu sinni næga peninga til þess að komast heim. Ég óð áfram gegnum verslunarmiðstöðina, hamstola, örvæntingarfull, ergileg. Hvernig kom ég mér í þetta klandur? Í ringulreiðinni heyrðist kunnug rödd. Stöðvaðu og hlustaðu.Á hvað? ansaði ég ólundarlega.Hlustaðu á mig. Og hlustaðu á sjálfa þig ganga af göflunum! Það versta í heimi er að ana áfram þegar maður er ráðþrota. Ég gaf Jesú gaum. Ókei, þú hefur rétt fyrir þér. – Ég er ráðþrota. Treystu mér.Hverju hafði ég að tapa? Ég stöðvaði og baðst fyrir. „Kæri Jesús, Ég reyni að treysta þér. Vertu svo vænn að hjálpa mér.“ Auðvitað vildi ég sjá peninga birtast úr engu fyrir augum mér. Það þarf ekki að vera mikið – bara nóg til þess að komast á akademíuna og svo heim.Ég horfði í kringum mig. Ekkert.Treystu mér. Sagði Hann aftur. Það er nægur tími þar til námskeiðið hefst.Nægur tími? Ég var ekki viss.Ég hægði ferðina niður í „treystandi“ hraða og vonaði að við það myndi hugur minn róast. Ergelsið minnkaði, ég fór jafnvel að að raula með sjálfri mér. Röddin virtist vera að stýra skrefum mínum, segjandi mér hvaða beygju ég ætti að taka í hinni geysilega stóru verslunarmiðstöð.Siðan sá ég þær, þær sátu á veitingastað beint fyrir

Tíminn

framan mig! Ég hafði hitt Joy og Honey þrem vikum áður. Þær voru fyrirsætur í viðskiptalífinu og einu kvenkyns eineggja tvíburarnir í atvinnugreininni á staðnum. Þær komu auga á mig og veifuðu, spenntar yfir þessum óvænta fundi. Eða var þetta óvænt? Klukkustund síðar kvöddumst við og ég skundaði burt. Jesús hafði vissulega látið peningana birtast fyrir augum mér úr engu en á eigin hátt. Joy hafði beðið mig um að teikna mynd af þeim saman og krafðist þess að fá að greiða fyrir hana á staðnum.Nú hafði ég skotsilfrið sem ég þarfnaðist. Ég komst á námskeiðið í tæka tíð. Ég komst heim heil á húfi. Ég stóð í þakkarskuld við litla rödd.Núna, þegar hugur minn er í uppnámi – hvernig kom ég mér í þetta klandur? – veit ég að allt sem ég þarf að gera er að taka mér svolítinn tíma til þess að stoppa og hlusta og fá hjálp frá Jesú.

Nyx Martinez er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Filippseyjum. ■

búinnEftir Nyx Martinez

6

Page 7: Tengsl 2 tbl 2011

1. Galatabréfið 5:22–23

Ef maður ferðast til hitabeltislanda er gaman að prófa hressandi glas af safa úr litlu, rauðu náttúruundri, acerola-ávextinum. Hann hefur 32 sinnum meira magn C-vítamíns en sítrus-ávöxtur og einnig öfluga andoxunareiginleika en er tiltölulega óþekktur annars staðar í heiminum.

Við höfðum einu sinni acerola-tré í garðinum – aðeins eitt, en þetta eina, litla tré gaf svo mikinn ávöxt af sér að það var næstum alltaf kanna af safanum á kvöldverðarborðinu. Ég minnist stunda á letilegum dögum þegar við tíndum og borðuðum ávöxtinn beint af trénu, heitan og sætan af sólinni.

Ég uppgötvaði líka mikilvæga líkingu þess við andlegt líf mitt. Eins og við á um mörg hitabeltistré hefur acerola-tréð ekki sérstakan blómgunartíma. Í fyrstu virtust koma ávextir

Acerola-lögmáliðEftir Christopher Thomas

þegar því hentaði. Stundum var tréð alsett hundruðum rauðum blettum. Öðrum stundum þurfti ég að gá að ávöxtunum. Hvers vegna, hafði ég ekki hugmynd um.

Það var aðeins að nokkrum tíma liðnum sem nágranni minn afhjúpaði leyndarmál acerola-trésins. Það gefur af sér ávöxt í réttu hlutfalli við vatnsmagnið sem það fær. Eftir rigningarkafla er acerola-tréð þakið ávöxtum en á þurrviðristímum er það ávaxtalaust.

Við fórum að vökva tréð okkar tvisvar eða þrisvar á dag og tréð gaf af sér meiri ávöxt en við gátum torgað. En ef við urðum of upptekin við annað eða gleymdum þessu, hætti framleiðslan smám saman.

Út frá þessu sjónarhorni er ekkert leyndardómsfullt við að eiga blómlegt, andlegt líf. Tréð er sál okkar og vatnið er Orð Guðs. Ávextirnir eru afleiðingin, hin greinilegu áhrif vatns á okkur og magn ávaxta sem við gefum af okkur eru í réttu hlutfalli við hversu mikið „vatn“ við vökvum „tréð“ með.

„En ávöxtur andans er kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi.“ 1 Virðist þessi upptalning vera of góð til þess að vera sönn þegar líf þitt er annars vegar? Ja, reyndu að leggja svolítið meiri vinnu í þetta tré þitt. Reyndu að vökva það oft og gáðu hvort það fari ekki að framleiða þessa dásamlegu ávexti sem breyta lífum og heiminum. Það er ómögulegt að vera í nálægð við hjarta Guðs án þess að umbreytast, alveg eins og það er ómögulegt að vökva acerola-tréð og sjá ekki fljótt gnægð bragðgóðra ávaxta sem skreyta greinar þess.

Christopher Thomas er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Brasilíu. ■

Sæll er sá maður…er hefur yndi af lögmáli Drottins. Hann er sem tré gróðursett hjá rennandi lækjum og ber ávöxtinn á réttum tíma.—Sálmarnir 1:1-3

7

Page 8: Tengsl 2 tbl 2011

1. Bréfið til Hebrea 13:8

Bjart sólskin barst inn um gluggann þegar ég dró rúmteppið yfir rúmið og mig grunaði ekki hversu ógleymanlegur dagur þetta yrði.Ég hvíslaði bæn til Guðs og bað Jesú að blessa kvið-skannagreininguna sem ég átti að fara í þarna um morguninn. Ég spurði líka hvort Hann vildi segja mér eitthvað vegna dagsins sem framundan var og heyrði gamalkunna rödd Hans í huganum. „Ég mun berjast fyrir þig. Ég mun mæta hverri þraut með þér.“

Þessi orð voru hughreystandi en líka einkennileg. Á liðnu ári hafði tugur lækna rannsakað mig sökum leyndardómsfullrar röskunar í meltingarveginum og ég hafði farið í jafnmargar rannsóknir. Engin þessara rannsókna hafði verið sérstaklega erfið. Hvers vegna ætti vanaleg skannagreining að vera öðruvísi?

Seinna um morguninn, á spítalanum, sprautaði hjúkrunar-

ORÐ SEM BJÖRGUÐU LÍFI

fræðingur litarefni í mig til þess að mynda andstæðu og fá greinilegri mynd í rannsókninni og fór síðan út úr herberginu til að forðast geislun frá vélinni. Þegar helmingi rannsóknarinnar var lokið, barst vökvinn í blóðstrauminn. Brennandi sársauki fór um líkama minn og mikill þrýstingur myndaði fast tak um lungun. Ég tók andköf, ég reyndi að öskra en hálsinn hafði þrengst svo mikið að ég gat tæplega hvíslað.

Sársaukinn jókst stöðugt. Allt hringsnerist í kringum mig og hálsinn og andlitið þrútnaði. Ég gat varla opnað augun. Ennisholurnar herptust saman með miklum sársauka. Ég gat ekki gert mér ljóst hvað væri á seyði. Ég reyndi að vera róleg. Þetta liði hjá, sagði ég við sjálfa mig hvað eftir annað.

Þetta voru ofnæmisviðbrögð við litarefninu, komst ég að síðar – aukakvilli sem getur verið banvænn fyrir astmasjúklinga eins og mig. Svo virtist sem

hjúkrunarfólkinu hefði sést yfir astmasjúkdóminn þegar sjúkrahúsið gerði áætlanir um skannagreiningu.

Loks var skannagreiningin yfirstaðin og hjúkrunarfræðingurinn kom aftur. Ég staulaðist á fætur og hóstaði óskaplega. Bólgið andlitið og bólginn hálsinn voru þakin rauðum blettum. Hjúkrunar-fræðingurinn gerði sér ljóst að eitthvað alvarlegt var að, hjálpaði mér að leggjast á rúm í grenndinni og kallaði á lækni. Þegar hann spurði hvar mér væri illt, gat ég ekki hreyft kjálkann til þess að segja honum það. „Færið hana strax á gjörgæsludeild,“ skipaði hann fyrir. „Þetta er mjög alvarlegt!“

Læknir á bráðadeildinni rannsakaði mig og lét pabba minn vita um niðurstöðu rannsóknarinnar en pabbi minn var með mér á sjúkrahúsinu. „Hjartslátturinn er óskýr, blóðþrýstingurinn lækkar hratt og mjög lítið af súrefni fer um lungu

Eftir Evelyn Sichrovsky

8

Page 9: Tengsl 2 tbl 2011

hennar. Hún er í eitrunarsjokki.“Pabbi hringdi til fjölskyldu og vina og bað þá um að biðja fyrir mér. Hann

kreisti hönd mina og ég greindi örvæntingu í augum hans. Hin óúttalaða niðurstaða læknisins sló mig. Hann vissi ekki hvort ég lifði þetta af.

Hjúkrunarfræðingur flýtti sér að tengja mig við öndunarvél og sprauta mig með mótefni við eitrinu. „Andaðu!“ knúðu þær á. Ég barðist við það en fann að ég var að renna út í myrkur – hljótt, sársaukalaust alltumlykjandi myrkur.

Skyndilega rifjuðust upp orð Jesú. „Ég mun berjast fyrir þig. Ég mun mæta hverri þraut með þér.“ Styrkur og ákveðni sem hefði aðeins getað verið frá Honum, drógu mig úr myrkrinu. Ég barðist við að opna augun og anda að mér.

Sársaukinn náði aftur óbærilegum styrkleika. Krampi fór um útlimi mína. Ég gat ekki hugsað, enn síður beðið. Önnur bylgja deyfandi myrkurs hvolfdist yfir mig. Mig skorti afl til þess að streitast á móti og fannst ég vera að hverfa smám saman.

Aftur rifjuðust upp orð Jesú. „Ég mun berjast fyrir þig. Ég mun mæta hverri þraut með þér.“

Um leið og ég hélt mér í þessi orð, fann ég styrk til þess að halda áfram að berjast, halda áfram að anda.

Eftir tveggja klukkustunda baráttu var ég úr hættu, hafði lifað af!Þegar pabbi leiddi mig út af sjúkrahúsinu var ég enn svolítið vönkuð en

hjarta mitt fullt af þakklæti og gleði. Jesús hafði bjargað lífi mínu! Hann er sannarlega eins og Biblían greinir frá, „er í gær í dag hinn sami og um aldir.“1

Ég er svo fegin að ég skyldi gefa mér tíma til þess að biðja Hann að tala til mín þennan morgun. Það hafði virst svo lítið, næstum því ómak, en orðin sem hann mælti til mín urðu lífsbjörg mín.

Evelyn Sichrovsky er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taiwan. ■

ORÐ SEM BJÖRGUÐU LÍFIL O F O R Ð U M

V E R N D

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér. —Sálmarnir 23:4a

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. —Sálmarnir 46:1

„Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig.“ —Sálmarnir 50:15

Því að þín vegna býður hann út englum sínum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.—Sálmarnir 91:11

Gangir þú gegnum vötnin þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig og loginn skal eigi granda þér. —Jesaja 43:2

9

Page 10: Tengsl 2 tbl 2011

Eitt af því sem Jesús vill kenna okkur – og það er eitt af því verðmætasta sem við getum nokkurn tímann lært – er að ráðfæra okkur við Hann þegar við ákveðum okkur. Hann vill að við heyrum beint og persónulega frá Honum og gera svo það sem Hann sýnir okkur. Það gildir bæði fyrir stór mál og hversdagsleg mál. Hann vill að við berum upp við Hann sérstakar spurningar svo að Hann geti fært okkur sérstök svör.

Að heyra frá Jesú og láta Hann koma að daglegu lífi okkar er nokkuð sem getur fært hlutina til betri vegar. Ef við lærum að stöðva athafnir okkar, bera upp spurningar okkar við Drottin og hlusta á tilsögn Hans, mun það leysa mörg vandamál vegna þess að við finnum svörin sem við þörfnumst.

Ef þú hefur ekki lært að láta Jesú tala til þín, biddu Hann að kenna þér það. Hann langar til þess og gerir það. Það er gjöf sem þú þarft aðeins að biðja um. Þegar Hann hefur gefið þér gjöfina,

A Ð H E Y R A F R Á JESÚ Eftir Peter Amsterdam

þarftu að læra að nýta hana vel. Það krefst æfingar. Þú æfir það með því að gefa Honum mörg tækifæri til þess að tala við þig.

Ég hef komist að því að jafnvel eftir að Jesús hefur upphaflega vísað leiðina við eitthvert verkefni, vill Hann að ég spyrji Hann af og til til þess að sjá hvort ég haldi réttri stefnu.

Hann vill að ég haldi rásinni opinni svo Hann geti talað til mín ef Hann hefur nýjar upplýsingar eða vill að ég haldi í nýja átt.

Það er ekki nóg að biðja í upphafi verks: „Jesús, hjálpaðu mér við þetta,“ og halda síðan áfram að gera hlutinn. Ef þú stöðvar ekki af og til til þess að spyrja Hann hvort Hann hafi eitthvað fleira að segja þér varðandi þetta verk eða hvernig eigi að fara að því, geturðu misst af miklu af hjálpinni Hans.

Þú verður sífellt að gefa gaum að Honum því að stundum getur verið að Hann vilji breyta um stefnu. Það er eins og þú sért stýrismaður á skipi og Jesús sé skipstjórinn. Þú tekur stefnuna á sjó út og þú ert kunnugur í

heild áttinni sem þú átt að fara í. Ef áfangastaður þinn er í vestri, byrjarðu á því að fara í vestur. En síðan eftir svolítinn tíma gæti skipið hafa borið af leið vegna strauma eða storms, þannig að skipstjórinn Jesús, sem veit upp á hár hvar þú ert staddur á hverjum tíma, gæti sagt þér að þú þurfir að laga stefnuna svolítið til norðvesturs eða suðvesturs. En ef þú gefur ekki gaum að skipstjóranum varðandi núverandi stefnu, ef þú opnar ekki rásina svo Jesús geti talað við þig og leiðbeint þér með tilliti til stefnubreytingar, muntu annað hvort ekki enda þar sem Hann vill að þú farir eða fara krókaleiðir til áfangastaðarins.

Þú verður að vera opinn til þess að taka á móti leiðbeiningum Jesú – þú þarft að vera áfjáður í að heyra og fús að feta leiðina sem Hann segir þér frá.

Mikilvægustu skilyrði fyrir því að heyra frá Jesú eru (1) að vilja einlæglega finna og gera það sem Hann veit að er best fyrir alla sem koma að málinu, (2) biðja Jesú að hjálpa þér að gera greinarmun

10

Page 11: Tengsl 2 tbl 2011

1. Matteus 7:7; Jakobsbréf 4:2

SKREF FYRIR

SKREF

á Hans röddu og þínum eigin hugsunum, (3) trúa á að þér hafi verið veitt guðdómleg leiðsögn eins og Biblían greinir frá og að þú munir fylgja henni eins vel og þér er unnt og hefur þekkingu til (4) trúa því að skilaboðin sem þú færð beint frá Honum séu frá Honum (5) hafa trú til þess að fylgja þeim.

Þetta er ekki hlutur sem þú getur lært á einni nóttu, einkum ef þú ert ekki þegar vanur því að leita til Jesú með vandamál þín og spurningar í bæn. Það krefst æfingar og sjálfsstjórnar en ekki láta það draga úr þér kjark. Byrjaðu á fáum litlum skrefum – barnsskrefum ef þú vilt. Þegar þú lærir að heyra frá Honum skref fyrir skref, muntu spara tíma, hlutirnir ganga hraðar fyrir sig og auðveldar. Þú munt gera færri mistök og þú kemur meiru í verk.

Peter Amsterdam og kona hans Maria Fontaine eru forstöðumenn Alþjóðlegu fjölskyldunnar. ■

A Ð D R A G A

LÆRDÓM AF GUÐI

Eftir Maria Fontaine

Við getum farið gegnum lífið og fa rið á mis við marga þá hluti sem Guð er að reyna að kenna okkur. Sumir hlutir liggja í augum uppi en aðrir gera það ekki og við ge-tum farið á mis við lærdóminn ef við spyrjum Hann ekki eða opnum ekki augu okkar fyrir því sem Hann er að reyna að sýna okkur gegnum reynslu okkar.

Því meira sem við biðjum yfir hlutum áður en þeir fara í hönd, þeim mun frekar getur Hann hjálpað okkur og þeim mun betur mun rætast úr þeim. Það er jafn mikilvægt að biðja yfir útkomunni, einkum þegar hlutirnir fara ekki eins og við væntum eða vildum. Ef við gefum okkur tíma til að íhuga hlutina og biðja yfir þeim, getur Hann hjálpað okkur að læra af allri reynslu. Lexían er tilstaðar ef við biðjum um hana en hins vegar ef við biðjum ekki um hana, öðlumst við hana ósjaldan ekki.1

1111

Page 12: Tengsl 2 tbl 2011

Lokafrestur til að skila ritgerð nálgaðist hratt og ég var tæplega hálfnuð. Ég hafði unnið hratt og ákaft og hugurinn var núna of stressaður til þess að hugsa skýrt, augun voru of þreytt til þess að sjá skýrt og axlirnar voru stífar af að sitja lengi hokin yfir tölvulyklaborðinu.

Loks sleit ég mig frá borðinu sem á voru bókastaflar og blöð og hörfaði að nærliggjandi glugga til þess að taka mér hlé. Þegar ég hóf augun og sá fallegan bláan himin og skínandi sól fyrir ofan nálægar íbúðarblokkir, sá ég fugl sem flaug tigulega. Hugur minn reis með honum. Ég gleymdi vinnunni andartak og naut sem snöggvast hinnar dásamlegu sköpunar Guðs. Hugurinn varð endurnýjaður og ég undraðist lögun og litbrigði skýjanna – þúsundir tonna af vatni sem flutu fyrirhafnarlaust hátt uppi yfir höfðum okkar. Um leið og ég dró djúpt að mér golunni sem barst inn um opinn gluggann, þakkaði ég Guði og lofaði Hann fyrir gæsku Hans og umhyggju. Ég hóf lofgjörðina á því sem bar fyrir augu og endaði á fáeinum af mörgum dásamlegum hlutum sem Hann hefur gert fyrir mig gegnum árin. Með hverjum andardrætti og hverri hugsun, slakaði ég svolítið meira á huga og líkama og verkjandi axlirnar urðu svolítið slakari.

markmið með

hléiEftir Elsa Sichrovsky

Þegar ég kom aftur að borðinu var ég algjörlega endurnærð. Þriggja mínútna hléið hafði gert kraftaverk. Ég fékkst við ritgerðina af endurnýjuðum krafti og einbeitingu. Mér til undrunar miðaði mér betur með ritgerðina næsta klukkutímann en síðustu tvo tíma. Meira að segja þegar ég las síðurnar voru færri mistök en ég vænti. Þegar ég kom að lokafrestinum hafði ég tíma aflögu.

Ég var svo spennt yfir uppgötvun minni að ég ákvað að beita þessu „lofgjörðarhléi“ á önnur svið lífsins og ég hef komist að því að áhrifin eru stórkostleg. Auk þess að minnka streitu, hefur það bætt skapið, bætt tengsl við aðra, hæfileikann til þess að leysa vandamál, skipulagsgáfu mína og fleira.

Líf mitt hefur ekki orðið vandamálalaust síðan ég fór að iðka lofgjörð en að stöðva til þess að þakka Guði fyrir gæsku Hans og einbeita mér að blessunum sem ég hlýt, veitir mér styrk til þess að mæta öllu sem verður á vegi mínum. Lofgjörðin hefur gert gleðistundirnar gleðilegri og erfiðleika síður erfiða. Hún tekur ekki langan tíma – stundum minna en mínútu – en ég hef komist að því að hún skiptir sköpum í heiminum.

Elsa Sichrovskyer félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Taiwan. ■

12

Page 13: Tengsl 2 tbl 2011

Sp. Þið segið að Guð geti og vilji snúa persónulegum veikleikum í styrkleika. Ég hef beðið yfir því en fram til þessa hefur ekkert breyst. Hvers vegna svarar Guð ekki bænum mínum?

Sv. Svo virðist sem þú búist við að Guð vinni kraftaverk í þér á einni nóttu, þar sem einskis er vænst af þér nema að vilja og biðja fyrir betri frammistöðu. Þannig gerast hlutirnir ekki. Guð mun gera fyrir þig það sem Hann einn er fær um en Hann væntir þess líka að þú gerir það sem þú getur. Þetta tvennt þarf að eiga sér stað. Persónulegur vöxtur er samvinna.

Guð heyrði bæn þína og færði bænasvarið inn á svið hins mögulega um leið og þú baðst en núna fer það eftir þér hvort svarið verði að raunveruleika; þú þarft að koma fram sem breyttur maður þótt þér finnist þú ekki breyttur. Ef þú baðst í þá veru að vera síður neikvæður og síður gagnrýninn á aðra, t.d., þá þarftu að leggja þig fram um að vera jákvæður og sjá góðu hliðarnar á fólki. Guð mun innblása þér góðar hugsanir og hjálpa þér að vera á varðbergi gagnvart því neikvæða og gagnrýni, en þá verðurðu að fylgja leiðsögn Hans og velja viljandi hið góða og hafna hinu vonda. Að óska þess að breytast og biðja yfir því var rétt val en nú þarftu að velja þetta aftur og aftur þar til það verður að vana.

Innri breyting er ferli sem krefst skuldbindingar, tíma, átaks og þolinmæði en hún er meðal þess besta sem við upplifum í lífinu.

SVÖR VIÐ SPURNINGUM ÞÍNUM

Hvernig innri breyting virkar

Guð skapaði okkur „eftir sinni mynd“1 Hann er ekki búinn að því. Þetta er áframhaldandi ferli. Við búum öll frá fæðingu yfir grundvallar hliðum sem eru einnig í eðli Hans – við erum eilífar andlegar verur með getu til að rökhugsa, elska, greina milli rétts og rangs – en að þróa guðlega skapgerð er ferli sem tekur allt lífið. Það er líka ein af megin ástæðunum fyrir því að við fæðumst á jörðinni. Hvaða fyrirmyndum ættum við að keppa að? Eftirfarandi Bibliuvers veita

frekar góða mynd af því:

Matteus 5:3–12

1 Korintubréf, kafli 13

Galatabréf 5:22–23

Filippíbréf 2:3–7

2 Pétursbréf 1:5–8

Hvert vandamál hefur fólgið í sér tækifæri til að byggja upp skapgerð og því erfiðara sem það er, þeim mun meiri möguleiki á að byggja upp andlegt líf og siðferðisstyrk. Postulinn Páll sagði, „vér fögnum líka þrengingunum með því að vér vitum að þrengingin veitir þolgæði.“2 Kringumstæður þínar eru tímabundnar en skapgerðin varir að eilífu.—Rick Warren, The Purpose Driven Life

1. Fyrsta Mósebók 1:27

2. Rómverjabréf 5:3-4

Hvers vegna vandamál?

F Æ Ð S L U L E S T U R Að þróa skaphöfn

13

Page 14: Tengsl 2 tbl 2011

Ef þú ert að leita að leiðum til að veita ástvinum þínum tilfinningu um að vera sérstakir og vel metnir eru hér nokkrar hugmyndir til að ýta þér af stað.

1. Orðaðu það. Þessi þrjú litlu orð – „ég elska þig“ – eru enn besta leiðin til að tryggja að ástvinir þínir viti það. Segðu þau oft.

2. Segðu þeim hvers vegna. Hvað gerir manneskjuna sérstaka fyrir þér. Segðu honum eða henni það og segðu nákvæmlega hvers vegna. Í hvert skipti sem þú finnur eitthvað nýtt til að dást að eða þakka fyrir, segðu frá því.

3. Taktu tíma til að elska. Að verja tíma með einhverjum segir honum; „Þú ert mikilvægari fyrir mér en allt annað sem ég gæti verið að gera núna.“

4. Ekki bíða eftir sérstöku tilefni. Litlar óvæntar gjafir og gjafir til minningar um eitthvað, geta stundum gefið betur til kynna ást en stórar gjafir á afmælisfdegi eða jólum og hver dagur færir tækifæri til slíks.

5. Vertu stefnufastur. Þegar allt gengur vel getur ástartjáning látið hlutina ganga enn betur og þegar annað hvort ykkar á vondan dag, getur kærleikstjáning breytt því.

6. Vertu ástúðlegur. Faðmaðu. Snertu. Rannsóknir hafa sýnt að líkamlegur og andlegur hagur er af mannlegri snertingu.

11 Leiðir til þess að segja „ég elska þig.“

Hvernig maður gefur ástvinum sínum tilfinningu um að vera sérstakur

7. Vertu hjálpsamur. Að leggja sig í líma við að vera hjálpsamur eða gera meira en manni ber, er merki um umhyggju; það segir: „Hamingja þín er mér mikilvæg“ og „ég vil gera daginn svolítið betri fyrir þig.“

8. Hlustaðu með hjartanu. Leggðu þig fram um að skilja sannarlega hinn aðilann fremur en að gera ráð fyrir að þú skiljir hann nú þegar.

9. Auðsýndu virðingu. Góð sambönd byggjast á gagnkvæmri virðingu fyrir góðum kostum hvors annars. Leitaðu tækifæra til að sýna ástvinum þínum að þú trúir á þá.

10. Vertu óeigingjarn. Að láta þarfir og óskir ástvina þinna hafa forgang sýnir að hamingja þeirra og vellíðan skiptir þig meira máli en þín eigin hamingja.

11. Hættu að vera á varðbergi. Það er oft auðmýkjandi að opna sig og lofa öðrum að sjá sinn innri mann en það er nauðsynlegur hluti þess að sameina hjörtu og huga. ■

U P P S P R E T T A NEf þú vilt fá meiri kærleika inn í líf þitt, farðu þá til

uppsprettunnar. Jesús á meiri kærleika en þú hefur nokkurn tímann getað ímyndað þér og þú færð hann

ef þú biður um hann. Það hefst á þeirri stundu er þú býður Honum að vera hluti af lífi þínu með því að

biðja látlausrar bænar eins og þessarar:Jesús, ég trúi á þig og opna hjarta mitt fyrir þér. Amen.

14

Page 15: Tengsl 2 tbl 2011

Hversu miklu munar ekki um ytri kraftsuppsprettu! Áður en þreskivélin var uppgötvuð seint á átjándu öld, krafðist það umtalsverðs tíma og áreynslu að skilja kornið frá stilkinum og hýðinu. Nú á tímum gera dísel- og bensínknúnar kornskurðarvélar verkin við að uppskera, binda og þreskja og einn einstaklingur getur uppskorið meira á einum degi en hundrað einstaklingar gátu áður.

Þú getur beitt sama lögmáli á eigin vinnu, hver sem hún er. Verið getur að þér finnist þú vinna vel og komir miklu í verk með eigin átaki eins og þreskimönnunum þótti eflaust fyrr á tímum. En eins og þeim er þér líklega þannig farið að hinar ýmsu áskoranir daglegs lífs valda því að þér finnst þú uppgefinn og þurrausinn. Hvers vegna ættirðu að þreskja vandamál lífsins „í höndunum“ þegar stór „þreskivél“ er tiltæk sem ekki er rekin af þínum eigin blóði, svita og tárum, heldur af óendanlegum krafti Guðs? Vélina virkja bænir.

Stöðvaðu núna og skrifaðu á blað megin verkefni dagsins og biddu síðan Guð að veita þér leiðsögn, styrk, hæfni, þolinmæði, kærleika eða hvaðeina sem þú þarfnast til að leysa þau rétt af hendi og heimtaðu eitt af fyrirheitunum um kraft. Eftir því sem verkunum vindur fram og nýir þættir koma til skjalanna, biddu þá aftur í samræmi við það. Ef óvænt áskorun kemur í ljós, rístu þá upp og mættu henni með krafti Guðs – biddu. Legðu þig fram um að gera þetta næstu fáeina daga og sjáðu hvernig bænin skiptir sköpum. ■

Efling þínF Y R I R H E I T U M K R A F T

Sá Guð er gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan.—Síðari Samúelsbók 22:33

Drottinn, enginn nema þú getur hjálpað lítilmagnanum gegn hinum voldugu.—Síðari Króníkubók 14:11

Eitt sinn hefir Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það: „Hjá Guði er styrkleikur.“—Sálmarnir 62:12

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.—Jesaja 40:29

…þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.—Jesaja 40:31

Og hann (Jesús) hefur svarað mér: „Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ —2 Korintubréf 12:9

Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.—Filippíbréfið 4:13

Andleg æfing

15

Page 16: Tengsl 2 tbl 2011

Þú ert sérstakur. Þú ert ekki bara einn af margnum – þú ert sérstakur fyrir mér. Mér er kunnugt um hverja hugsun þína, ég þekki þig persónulega og núna tala ég persónulega til þín. Biddu mig að tala til þín hvenær sem þú vilt, þegar þú ert kátur eða hryggur eða bara þegar þú vilt fá góðan félagskap. Ég vil glaður tala við þig um hvað sem er, hvenær sem þú þarfnast þess.

Segðu mér frá vandamálum þínum og ég mun veita þér sæta hughreystingu, leiðsögn og svör. Léttu af þér yfir á Mig. Ég ræð við hverja þá byrði sem þú leggur á herðar Mér. Ég veiti gaumgæfilega athygli hverri áhyggju og ræð blíðlega fram úr henni. Vertu nákvæmur svo að ég geti veitt nákvæm svör. Ég mun veita þér allt sem þú þarfnast og meira til. Best af öllu þá munum við njóta fallegrar vináttu þegar við eyðum tíma saman.

Þú getur leitað til Mín hvenær sem er, hvar sem þú ert staddur. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að ég eigi of annríkt eða vilji ekki vera í samvistum við þig. Ég vil alltaf vera í samvistum við þig. Ég elska að eyða tíma með þér og ég vildi gjarnan að eyða meiri tíma með þér. Hvenær sem þú tekur þér stund með Mér, bæti ég hlutina. Ef við gætum það, myndi ég vera á þessum hljóða stað með þér dag og nótt, að eilífu!

KÆRLEIKSBOÐSKAPUR JESÚ

Náinn og persónulegur