16
STIKLUSTEINAR Að stýra því erfiða fleyi lífinu Áskorun breytinga Að gera allar breytingar jákvæðar Eyðistaðir Blindgata eða hlið örlaganna? BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 6 tbl. 2011

Tengsl 6 tbl 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

STIKLUSTEINAR-Að stýra því erfiða fleyi lífinu, Áskorun breytinga-Að gera allar breytingar jákvæðar Eyðistaðir-Blindgata eða hlið örlaganna?

Citation preview

Page 1: Tengsl 6 tbl 2011

STIKLUSTEINARAð stýra því erfiða fleyi lífinu

Áskorun breytingaAð gera allar breytingar jákvæðar

EyðistaðirBlindgata eða hlið örlaganna?

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 6 tbl. 2011

Page 2: Tengsl 6 tbl 2011

Á P E R S Ó N U L E G U N ÓT U N U M

Að kvöldi 9. desember árið 1914 olli sprenging bruna í stórri vísindalegri rannsóknarstofu í West Orange, New Jersey. A.m.k. tíu byggingar eyðilögðust og við það eyðilögðust margra ára

rannsóknir og þróunarvinna. Eingöngu eignartjón var metið á 7 millljón dollara (143 milljón dollarar á núvirði). „Þarna fuðra öll mistökin okkar upp,“ sagði stofnandi rannsóknarstofunnar þegar hann horfði á logana. „Þótt ég sé 67 ára gamall,“ sagði hann við fréttamann New York Times sem var á vettvangi, „byrja ég upp á nýtt á morgun.“ Í fréttablaði næsta dags var tilkynning um að allir 7000 starfsmenn rannsóknarstofunnar skyldu gefa sig fram strax til að hefja enduruppbygginguna. Stórslys minni í sniðum hefðu dregið kjark úr hverjum sem er öðrum, en áratuga tilraunastarfsemi Thomas Edison hafði sjóað hann þannig að hann leit á áföll sem tækifæri.Flest umskipti sem ég og þú stöndum frammi fyrir eru ekki næstum því eins hrikaleg og ofangreint tilvik, en tvennt eiga þau sameiginlegt með víti Edisons. Í fyrsta lagi fá þau okkur til að standa frammi fyrir vali, hvert sem eðli þeirra er: Hvernig bregðumst við við breyttum kringumstæðum okkar? Í öðru lagi: Slíkar breytingar breyta okkur til hins betra eða verra, eftir því hvernig við bregðumst við. Fyrst ber að nefna að jákvætt hugarfar og ákveðni eru voldug tæki þegar kemur að því að gera sem best úr erfiðum kringumstæðum; en þegar til sögunnar kemur hjálp frá almáttugum Guði aukast möguleikar okkar margfalt á góðri niðurstöðu. „Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann.“1

Síðan ber að nefna að ef við biðjum Guð að gera okkur að betri mönnum við hverja áskorun sem við mætum, mun Hann gera það. „Og þetta er sú djörfung sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.“ Reyndar er bænin „bættu mig“ ein af eftirlætisbænum Guðs sem Honum er ljúft að svara.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

1. Síðari Kroníkubók 16:9

2. 1 Jóhannesarbréf 5:14

6 tbl. 2011

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2011 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

Page 3: Tengsl 6 tbl 2011

Orðið „eyðilagður“ dugar engan veginn til þess að lýsa líðan minni þennan dag fyrir fjórum árum. Aðstæður sem ég réði ekki við virtust sammælast gegn mér. Mér hafði verið sagt upp starfi sem ég hafði lagt mig mikið fram við að sinna í næstum fjórtán ár. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið því vel í fyrstu. Ég var ýmist reiður eða þunglyndur. Ég gat einfaldlega ekki séð leiðina fram né gat ég gert mér ljóst hvernig fjölskyldan ætti að komast af án teknanna sem hún var vön. Skein sólin þetta sumar? Ég man það ekki.

Davíð konungur Forn-Ísraels stríddi líka við örvæntingu og sumu af þeirri baráttu var lýst í Sálmunum. Ég samsamaði mig við hann og þjáningu hans. „Úr djúpinu ákalla ég þig Drottin, Drottinn, heyr þú raust mina.“1 „Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín meðan hjarta mitt örmagnast. Hef mig upp á bjarg sem

og tækifæri til að sinna nýjum áhugamálum.

Síðan réði algjör tilviljun því að ég fór í starfsþjálfun og hóf nýtt lífsstarf – tækifæri sem mér hefði ekki borist, hefði ég enn verið í sama gamla starfinu. Ég er hamingjusamari og hef meiri lífsfyllingu í mínum nýju kringumstæðum og fjölskyldan kemst betur af en áður. Þetta voru mikil umskipti sem ég hefði sennilega ekki ráðist í ef ég hefði ekki neyðst til þess, en það sem virtust vera endalok urðu í raun nýtt upphaf.

Ég klifraði yfir á bjargið og Hann hélt mér uppréttum.

Chris Hunt er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Englandi.

1. Sálmarnir 130:1–2

2. Sálmarnir 61:2

3. Rómverjabréf 8:18,

Eftir Chris Hunt

mér er of hátt.“2 Það var bjarg sem ég gat reitt mig á, bjarg sem ég gat endurbyggt líf mitt á. Það bjarg var Jesús Kristur.

Þar eð ég var atvinnulaus, hafði ég nægan tíma. Ég sökkti mér niður í orð Guðs, gaumgæfði fyrirheit Hans og hugsaði um Hann þegar ég var á göngu, vann í garðinum eða hvíldist. Smám saman komst aftur á hugarró og friður. Vandamál virtust ekki svo illvíg þegar ég hafði á ný leitt hugann að eilífum sannindum og gildum. Á endanum gat ég verið sammála Páli postula þegar hann sagði: „Ég lít svo á að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð sem á oss mun opinberast.“3

Smám saman átti ég meira annríkt. Ég fann hlutastarf en við fjölskyldan urðum að flytja í minna húsnæði. Að minnka við sig kostaði aðlögun en það hafði sína kosti – einfaldan lífsstíl, minna álag, færri flækjur

Bjargið

3

Page 4: Tengsl 6 tbl 2011

1. Fyrsta Mósebók 3:19

2. Opinberun Jóhannesar 1:8

3. Malakí 3:6

4. Sálmarnir 119:89

5. Jósúa 23:14

6. Hebreabréf 13:8

7. Önnur Mósebók 3:14

8. Sálmarnir 46:4

Allt bReYtist en JESÚS brEYtist ALdrei

Eftir David Brandt Berg

ÓumbreytanlegurEftir Virginia Brandt Berg

Þegar Guð sendi Móses til þess að leiða börn Ísrael út úr Egyptalandi, sagði Hann við hann: Svo skaltu segja Ísraelsmönnum: Nafn Guðs er „ÉG ER“ ekki „ÉG VAR“ heldur „ÉG ER“7. En dásamlegur raunveruleiki! Hvílik fullvissa! Hvílíkt öryggi!„Það eru vötn sem gleðja mannsins hjarta.“8 Svo margt í lífinu breytist. Svo margar lindir þorna. Svo margar ánægjuuppsprettur hverfa með tímanum. En gleði og friður hins kristna manns þornar ekki upp, því að hann á upptök sín í æðri, eilífri uppsprettu – hinum óumbreytanlega Guði.

Trúboðinn og forstöðukonan Virginia Brandt Berg (1886–1968) var móðir David Brandt Berg.

Eins visst og nótt fylgir degi, fylgir birta myrkri. Eins visst og sólin rís, hnígur hún einnig til viðar. Eins visst og regn fellur, tekur það einnig upp aftur. Eins visst og „af mold ertu og til moldar skaltu aftur hverfa.“1, verður að vera sífelld fæðing, líf, dauði, endurlífgun. Hringrásin verður að fullkomnast – fullkominn hringur eilífðarinnar – sem Guð hannaði, Hann er upphafið og endirinn, alfa og omega.2

Guð hreyfir. Hann er hreyfandi Guð. Hann er aldrei kyrr. Hann er alltaf að gera, fara, segja og koma á breytingum á hverju sviði sköpunarinnar. Hann er aldrei kyrrstæður nema hvað varðar Hann sjálfan – „Ég Drottinn hefi ekki breytt mér“ 3 – nema hvað varðar börn Hans – „Orð þitt Drottinn varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum“4 nema hvað varðar framtíðina. Fyrirheiti til barna Hans – „…ekkert hefur brugðist af öllum þeim fyrirheitum er Drottinn Guð yðar hefur gefið yður. Öll hafa þau ræst, ekkert af þeim hefur brugðist.“5

„Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“6 Allt breytist en Jesús breytist aldrei.6

Abide with me; fast falls the eventide;The darkness deepens; Lord with me abideWhen other helpers fail and comforts flee,Help of the helpless, O abide with me.

Swift to its close ebbs out life’s little day;Earth’s joys grow dim; its glories pass away;Change and decay in all around I see;O Thou who changest not, abide with me.—Henry Francis Lyte (1793–1847)

David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar.

4

Page 5: Tengsl 6 tbl 2011

Framþróun getur verið tvíeggjað sverð. Annars vegar er hún dásamleg vegna þess að hún færir okkur nær markmiðum okkar en hins vegar getur breytingin sem hún hefur í för með sér valdið óþægindum, óstöðugleika og óöryggi. Við viljum öðlast kostina en óskum okkur að við gætum komist hjá hinu erfiða umskiptatímabili. Það væri indælt en er ekki raunhæft.

Það er manninum eðlislægt að berjast gegn breytingum en við getum sigrast á þeirri hvöt; sérhvert okkar getur valið að vera framvörður breytinga.

Ein uppástunga um leið til þess að berast með bylgju breytinga er sú að brynja sig ekki gegn henni og vænta þess ekki að útkoman verði slæm. Brimbrettamaður heldur ekki uppi brimbrettinu til þess að stöðva bylgjuna.

Þess í stað rær hann með höndunum í sömu átt og aldan fer áður en hún kemur, þannig að þegar aldan kemur til hans berst hann með henni. Hann treystir því að aldan lyfti honum og beri hann og það traust umbreytir upplifuninni í lífgandi upplifun.

Á breytingartímum er bráðnauðsynlegt að halda í óbrigðula, alvísa ást Guðs. Minntu sjálfa/n þig á að Guð er við stjórnvölinn og Hann ber hag þinn fyrir brjósti. Það er sama hvað hefur átt sér í fortíðinni eða gerist í framtíðinni, Guð er fasti punkturinn. Hann er himneski hirðirinn þinn og Hann leiðir þig ekki í villu eða á óheillabraut. Kærleikur Hans til þín mun aldrei minnka. Styrkur Hans og kraftur mun aldrei þverra.

Þegar þú hefur fullvissu um stuðning slíks krafts geturðu tekið skini og skúrum lífsins á jákvæðan hátt. Þegar þú hefur eignað þér fyrirheitið „þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs“, hugsarðu í möguleikum frekar en vandamálum. Fyrir hvaða nýja möguleika opnar þessi breyting? Hvernig getur Guð hjálpað þér að snúa neikvæðri stöðu í jákvæða? Það kallast trúarvon.

Slíka trú öðlast maður við að verja tíma með Guði, með því að lesa orð Hans, úthella hjarta sínu fyrir Honum, láta Hann tala til sín og með því að lofa Hann fyrir gæsku Hans. En ef þú ert upptekin/n af að ráða fram úr hlutunum á eigin spýtur ellegar ef þú vanrækir þarfir andans, hefurðu ekki þá trú sem nauðsynleg er á breytingartímum. Taktu frá tíma fyrir Guð á hverjum degi og gerðu hann að helgistund. Með því að hafa persónulegt samneyti við Guð, mun Hann styrkja þig og endurnýja anda þinn. Þá ertu viðbúin/n öllu, því þú munt hafa fullvissu um að Guð mun leiða þig í gegnum vandann.Maria Fontaine og maður hennar, Peter Amsterdam, stjórnedur alþjóðar-fjölskyldunnar.

1. Malakí 3:6

2. Sálmarnir 23:1

3. Jeremía 29:11

4. Jeremía 31:1

5. Júdasarbréfið 25

6. Rómverjabréfið 8:28

7. Jesaja 40:31

ÞRÓUN merkir BREYTINGAR

Eftir Maria Fontaine

Ein af mótsögnum lífsins er að við viljum að hlutirnir gangi betur, en við viljum ekki að þeir breytist.

—David Brandt Berg

5

Page 6: Tengsl 6 tbl 2011

Eyðistaðir„Ertu héðan?“„Já, frú“„Það hlýtur að vera erfitt að búa

á svona afskekktum stað. Verðurðu ekki einmana og leiður?“

„Nei, frú,“ svaraði hann „vegna þess að Guð er hér. Ég sé Hann í náttúrunni…“ Hann fór að telja upp. „Það eru kameljón, sléttuúlfar, skröltormar, hlaupagaukar að skjótast eftir eðlum, kóngsernir á höttunum eftir hérum. Og af þessum þurra og sendna jarðvegi færir Guð okkur drekaávöxtinn og nopales (þyrnóttar perur).“ Hreinskilni hans og ákefð voru frískandi jafnt sem óvænt.

Síðar þegar við

Að standa á

fætur og fara

héldum áfram að aka gegnum það sem virtust endalaus gróðurvana öræfi, íhugaði ég orð unga mannsins og minntist annarra sem Guð vitjaði í eyðimörkum.

Hagar flýði út í eyðimörkina en Guð fann hana þar og blessaði hana (1. Mósebók 16. kafli).

Móse fékk kall frá Guði í Sinaí-eyðimörkinni (2. Mósebók 3:1-10) og þar færði Hann honum boðorðin

10. (2. Mósebók 19:1,3)Elía leitaði skjóls í gróðursnauðri eyðimörk og

heyrði rödd Guðs þar. (Fyrri Konungabók 29:7,8,13)

Jóhannes skírari bjó í eyðimörkinni þar til hann fékk köllun frá Guði um að undirbúa komu Messíasar. (Lúkas 1:80, 3:2)

Jesú var freistað af Satan og yfirvann hann í eyðimörk þar sem Hann hafði leitað skjóls áður en Hann hóf opinberlega klerkskap sinn. (Matteus 4:1)

Guð sendi Filippus til þess að útskýra veg hjálpræðisins fyrir eþíópískum geldingi á eyðimerkurvegi. (Postulasagan 8:26-39)

Ert þú að fara í gegnum þurra, mannlausa og eyðilega reynslu? Hertu upp hugann, Guð er í eyðimörkinni.

Marie Boisjolyer félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Mexíkó.

Eyðimörkin og hið þurra landið skulu gleðjast og blómgast sem lilja… Þau skulu fá að sjá vegsemd Drottins og prýði Guðs vors.—Jesaja 35:1–2

Eftir Marie Boisjoly

Camino tedioso. ¡No se duerma! (Spænska, þýðir: Tilbreytingarlaus vegur. Sofnið ekki!”) Þetta var ekki fyrsta viðvörunin af þessu tagi sem við höfðum ekið fram hjá. Eins langt og augað eygði hafði í margar klukkustundir verið lítið annað að sjá en óendanleg eyðimerkursvæði, sagularo og candulabra kaktusar og einstaka mesquite runnar. Við maðurinn minn vorum að fara yfir Chihuahua eyðimörkina í Mexíkó, þriðju stærstu eyðimörk Vesturheims.

Nokkru síðar stöðvuðum við við bensínstöð – eina húsið sem við höfðum séð í meira en eina klukkustund – og ég steig út úr bílnum til þess að teygja úr mér. Þegar maðurinn minn var að borga fyrir bensínið, briddaði ég upp á samtali við ungan afgreiðslumann.

CAMINO TEDIOSO. ¡NO SE DUERMA!

6

Page 7: Tengsl 6 tbl 2011

Ef þér finnst þú hafa gert mistök, þú stefnt í ranga átt og að mörg ætlunarverk þín hafi misfarist, þá ertu í góðum félagsskap. Mörgum hetjum Guðs í Biblíunni var líkt farið en þær lærðu af mistökum sínum. Og Guð kom til þeirra þar sem þær sátu í miðju skipbroti brostinna vona og færði þeim nýja lífsvon. Þess er Hann megnugur þegar við gefumst upp á eigin áætlunum og ákveðum að prófa Hans áætlanir. Hann færir okkur ný markmið svo að við fáum vaxið og förum í rétta átt og síðan hjálpar Hann okkur að ná þessum markmiðum. Veittu Honum tækifæri. Leyfðu Honum að færa þér þá góðu hluti sem Hann á fólgna handa þér. —Nana Williams

Lærðu af gærdeginum, lifðu fyrir daginn í dag og vonaðu að morgundagurinn færi þér góða hluti.—Albert Einstein

Misstu aldrei vonina. Dag einn muntu sjá að allt hefur loks komið heim og saman. Það sem þú hefur alltaf vonað hefur loks ræst. Þú munt líta til baka og hlæja að því sem hefur átt sér stað og þú munt spyrja sjálfa/n þig hvernig komst ég í gegnum þetta allt?—Höfundur ókunnur

Gerðu þann hlut sem þú telur að þú getir ekki gert. Láttu þér mistakast. Reyndu aftur. Láttu þér ganga betur í annað sinn. Eina fólkið sem aldrei hrasar er fólkið sem aldrei klifrar hátt. Þetta er þín stund. Eigðu hana.—Oprah Winfrey

Hefurðu nokkurn tímann prófað? Nokkurn tímann mistekist? Prófaðu aftur. Láttu þér mistakast aftur. Láttu þér mistakast betur.—Samuel Beckett

Eyddu ekki orku í að hylja mistök þín. Lærðu af mistökunum og haltu áfram til næstu áskorunar, það er allt í lagi að mistakast. Ef þér mistekst ekki, ert þú ekki að vaxa.—H. Stanley Judd

Ég er ekki dæmd/ur fyrir skiptin sem mér mistekst, heldur skiptin sem mér lánast og velgengnisskiptin eru í beinu hlutfalli við skiptin sem mér getur mistekist og haldið áfram að reyna.—Tom Hopkins

Andstreymi hreyfir við mörk viðtekinnar frammistöðu. Þar til manneskja lærir af reynslunni um að hún geti lifað af andstreymi, er hún treg til þess að ögra sjálfri sér og hreyfa við mörkum. Mistök fá manneskju til þess að endurhugsa viðtekið ástand.—John C. Maxwell

Feldu sjálfa/n þig draumnum. Enginn sem reynir að vinna stórvirki og mistekst er mislukkaður. Hvers vegna? Vegna þess að hann getur verið viss um að honum lánaðist í mikilvægustu orrustu lífsins – hann sigraðist á óttanum við að prófa. —Robert H. Schuller

Hvað sem er dásamlegt getur gerst á því andartaki þegar þú gefst ekki upp en heldur áfram að trúa.—David Brandt Berg

Að standa á

fætur og fara

PUNKTAR TIL UMHUGSUNAR

7

Page 8: Tengsl 6 tbl 2011

það sem við báðum um var í reynd steinn sem aðeins virtist vera brauð, en Hann reyndi að gefa okkur brauð sem í skammsýni okkar virtist vera steinn.2

Myrkir tímarMarkmið Guðs eru ekki alltaf skýr við fyrstu sýn en þú getur alltaf verið viss um að þú ert í umsjá Hans og hlutirnir munu á endanum samverka til góðs á einhvern hátt. Þegar tímarnir eru erfiðir verðurðu að halda í þá vitneskju að Guð elskar þig, þrátt fyrir erfiðleika, rugling, vonbrigði, hjartasár eða missi. Kærleikur Hans er óumbreytanlegur, stöðugur og óendanlegur. Hvað sem fyrir kemur, sama hversu illa hlutirnir líta út (fyrir að vera), sama hversu erfið baráttan er, sama hversu göngin eru löng og myrk, sama hversu þjáningin er mikil, elskar Hann þig. Hann er ekki spar á kærleika sinn. Hann útdeilir ekki svolitlum kærleika hér og svolitlum kærleika þar um leið og þú hefur unnið til hans. Hann úthellir alltaf kærleika sínum frjálst og af gnægð.

Jafnvel þegar allt er sem erfiðast er Hann „ástvinur sem er tryggari en bróðir.“3 „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“4 Hann er til staðar í myrkrinu. Hann er til staðar í réttarhaldinu. Hann er til staðar í óreiðunni. Hann er til staðar í dýpinu. Hann er til staðar því Hann elskar

UMBRE Y T T ÚR R IT UM

DAV ID BR ANDT BERG

Næst þegar þér finnst þú vera niðurdregin/n og ómöguleg/ur getur verið að þú sért í þann veginn að uppgötva hversu nálægur og umhyggjusamur Guð er, því það er þegar erfiðleikarnir eru hvað mestir í lífinu að við komumst að því að Hann er alltaf við hlið okkar. Guð elskar okkur, vill okkur aðeins það besta og er þess umkominn að mynda úr öllu því sem hendir okkur jákvæða (niðurstöðu) útkomu – jafnvel úr vandamálum. Hver erfiðleiki eða vonsvik geta orðið að stiklusteinum sem leiða okkur á hærra svið.

Kær áætlun GuðsGuð hefur lofað í orði sínu „að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs.“1 Hann lætur aldrei neitt henda þig, barnið Hans, sem er þér ekki til góðs. Þótt verið getur að margt hafi komið fyrir þig sem virtist ekki gott á þeim tímapunkti, muntu fyrr eða síðar finna út, ef þú hefur ekki gert það nú þegar, að á einhvern hátt var reynsla þín til góðs.

Bænasvör Guðs eru óendanlega fullkomin en stundum svarar Hann ekki á þann hátt er við væntum vegna þess að Hann sér fram á veginn og veit að óskir okkar myndu vera til tjóns fyrir okkur eða aðra ef Hann léti þær rætast. Oft komumst við að því síðar að

ST IKLU STEINAR

8

Page 9: Tengsl 6 tbl 2011

ÞEGAR HLUTIRNIR FARA Á VERRI VEG Eftir Abi F. May

Spámaðurinn Habakkuk vissi hvað það hafði að segja að treysta Guði sama hversu illa gengi.

Þótt fíkjutréð blómgist ekkiog víntrén beri engan ávöxt, þótt gróði olíutrésins bregðistog akurlöndin gefi enga fæðu, þótt sauðfé hverfi úr réttinniog engin naut verði eftir í nautahúsunum,þá skal ég þó gleðjast í Drottni, fagna yfir Guði hjálpræðis míns. Drottinn Guð er styrkur minn!Hann gjörir fætur mína sem hindannaog lætur mig ganga eftir hæðunum.—Habakkuk 3:17–19

Ef Habakkuk hefði fæðst 2500 árum síðar, hefði hann kannski orðað það á þennan hátt:

Þótt verksmiðjum sé lokaðog bóndabæir verði gjaldþrota;þótt efnahagslífið gangi illaog störf glatist;Þótt gengið lækkiog innistæður hverfi;þrátt fyrir það getum við glaðst í lifandi kærleiksríkum Guðiþví við getum treyst Honum;Hann mun halda okkur uppi;kærleikur Hans mun leiða mig gegnum erfiðleikaog áfram til betri hluta.

þig. Hann er til staðar til þess að vera þér til fulltingis.Hann vill ekki horfa á þig þjást og vera óhamingju-

sama/n en Hann veit að þessi reynsla getur gert þig að betri manni eða konu, sem Hann veit að þú getur orðið.

Leið að dýrðÞegar þú kemur að enda lífsins og lítur til baka á

allt sem henti þig, muntu sjá hversu heitt Guð elskaði þig og hversu trúfastlega Hann annaðist þig alla leiðina, einkum þegar þú áttir erfitt. Það verður ljóst að steinarnir á leiðinni voru ekki settir þar til þess að þú myndir hnjóta um þá, heldur áttu þeir að vera stiklusteinar að betri hlutum.

Þannig að þrátt fyrir krappar beygjur á leið þinni, mundu þá að Jesús er með þér. Honum er annt um þig og Hann mun valda því að jafnvel „verstu“aðstæður samverki til góðs fyrir þig. Hann hefur lofað því.

Til þess að fræðast meira um hvernig má sigrast á prófunum og raunum lífsins, skaltu panta bæklinginn Obstacles are for Overcoming hjá Get Activated forlaginu hjá einu af póstföngunum á 2. síðu.

1. Rómverjabréfið 8:28

2. Sjá Matteus 7:7–11.

3. Orðskviðir 18:24

4. Sálmarnir 23:4

ST IKLU STEINAR

9

Page 10: Tengsl 6 tbl 2011

Look abroad through nature’s range,Nature’s mighty law is change.

—Robert Burns (1759–1796)

Útsýnið úr glugganum mínum

Æ Ð R U L E YS I S B Æ N I NGuð, gefðu okkur…

Æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt,hugrekki til að breyta því sem við fáum breytt,visku til að greina þar á milli,þolinmæði fyrir hluti sem taka tíma,þakklæti fyrir allt sem við höfum ogumburðarlyndi gagnvart þeim sem eiga í annars konar baráttufrelsi til að lifa utan takmarkana fortíðarinnar og getu til að finna kærleikann sem þú berð til okkar og við til hvers annars ogstyrk til að standa á fætur og reyna aftur, þótt okkur finnist það vonlaust.

—Reinhold Niebuhr (1892–1971)

Eftir Abi F. May

Mánuð eftir mánuð, árstíð eftir árstíð breytist stöðugt útsýnið úr glugganum mínum.

Í janúar eru trén nakin og grasið er visnað, broddótt og brúnt.

Í mars eru merki um nýtt líf. Lítil brum hafa komið fram á greinunum. Blóm berjast við að stingast í gegnum regnblautan jarðveginn sem hefur enn keim af morgunfrosti. Fuglar eru komnir á ný og eru uppteknir af að leita sér að æti og búa til hreiður. Fjarlæg brekka hefur svolitla græna slikju – nýtt gras er að gróa fram úr brúnum leifum síðasta árs.

Í maí-mánuði hafa hnapparnir þróast yfir í blóm. Nýtt lauf springur út daglega. Runnarnir og trén iða af lífi. Það virðist sem gróskumikið grænt teppi hafi verið breitt út og það látið fylla öll auð svæði. Það er mikil hreyfing í brekkunni. Í aðra áttina eru nýfædd lömb sem hnipra sig nálægt mæðrum sínum, í hina áttina bíta kýr gras af frjósömum engjum.

Í júlí er hvert tré sem séð verður hulið tjaldhimni af laufi. Blómabeðin í bakgarðinum mínum eru í fullum blóma, gefandi af sér flekki af gulum, bleikum, rauðum og hvítum lit. Skærgrænt túnið er doppótt af litlum, hvítum freyjubrám með skærum gulum blómum. Söngfuglar flögra á milli greina.

Í október falla laufin af trjánum. Nokkur blóm berjast við að lifa af en sérhver kaldur haustvindur feykir burt sífellt fleiri krónublöðum.

Í nóvember er brekkan enn á ný tóm. Dýrin hafa verið tekin í skjól og trén eru nakin nema fyrir léttan snjósalla. Varla nokkur afklofi græns litar er eftir.

Breytingar eru háttur náttúrunnar. Guð gefi að við fögnum breytingum með jafn miklum myndugleik og þokka og heimurinn í kringum okkur.

Abi F. May er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni og einn af höfundum Tengsla.

10

Page 11: Tengsl 6 tbl 2011

Sp: Ég kýs stöðugleika og vanagang fremur en miklar breytingar og leikræna tilburði en það síðasttalda virðist vera óumflýjanlegt. Það kemur mér úr jafnvægi. Hvernig lærist mér að taka á breyttum aðstæðum þannig að þær skeki ekki heim minn jafn mikið og raun ber vitni?

Sv: Þú hefur á réttu að standa; breytingar eru óumflýjanlegar. Reyndar er lífið röð óendanlegra bugðna og beygja. Að vaxa úr grasi tekur u.þ.b. 20 ár, að verða sú manneskja sem Guð vill að við séum tekur allt lífið. Að hjálpa börnum okkar að vaxa breytir okkur næstum því jafn mikið og þeim. Þegar ástvinir okkar verða fyrir áföllum hefur það einnig áhrif á okkur. Tengsl á hverju stigi þróast stöðugt. Mál sem snerta stóru myndina – efnahagslíf, stjórnmál og umhverfi – hafa áhrif á okkur. Við fáum ekki umflúið breytingar, en við getum lært að færa okkur þær í nyt. Svona ferðu að því:

Greindu málin. kildu hliðarnar sem þú hefur stjórn á frá þeim sem þú hefur ekki stjórn á og feldu hinar síðast-töldu Guði sem hefur endanlega stjórn á öllu.

Skildu málin. Skildu á milli praktískra hliða og tilfinningalegra hliða og taktu á þeim út frá því. Saman geta þær virst yfirþyrmandi en ein í einu eru þær vanalega viðráðanlegar.

Hafðu opinn huga. Aðferðin sem þú hefur notað eða leiðin sem þú hefur valið getur hafa virkað sæmilega til þessa en verið getur að aðrar leiðir séu betri.

Leitaðu stuðnings í hjálp Guðs. Verið getur að kringumstæður séu yfirþyrmandi en ekkert er yfir-þyrmandi fyrir Guði. „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt.“1 Þetta er Guðsþátturinn.

Vertu jákvæð/ur. Einbeittu þér að tækifærum í stað fyrirstaða.

Finndu stuðning og styddu aðra. Verið getur að það séu fleiri viðriðnir málið. Skipstu á upplýsingum um málið og finndu leið til að láta hlutina ganga, öllum til hagsbóta.

Vertu þolinmóð/ur. Framfarir eru oft þriggja skrefa ferli – eitt skref aftur á bak og tvö skref fram.

Hugsaðu langt fram í tímann. „…Hann(Guð) sem byrjaði í yður góða verkið mun fullkomna það allt til dags Jesú Krists.“2

1. Matteus 19:26 2. Filippíbréfið 1:6

Q&ASVÖR VIÐ SPURNINGUM

ÞÍNUM

Skekin af breytingum lífsins

B Æ N F Y R I R B R E Y T I N G A R T Í M AHimneski Faðir, sköpun Þín breytist stöðugt – árstíðir og hringrásir eru á sífelldri hreyfingu. Hjálpaðu mér að fljóta með með þeim hætti að vera ekki hrædd/ur við að segja skilið við þægindi, venjur og vanagang heldur uppgötva nýja hluti. Hjálpaðu mér að leggja út á nýjar lendur í stað þess að styðjast við öryggi hins þekkta. Hjálpaðu mér að staðna ekki, heldur taka framförum og halda áfram að þroskast. Hjálpaðu mér fyrst og fremst að breytast eins og þú vilt að ég geri svo að ég geti orðið allt það sem Þú veist að ég er fær um að verða..

11

Page 12: Tengsl 6 tbl 2011

Biddu Guð um hjálp.Ef réttlátir hrópa þá heyrir

Drottinn og úr nauðum þeirra frelsar hann þá.—Sálmarnir 34:17

Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.—Sálmarnir 86:7

Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.—Hebreabréf 4:16

Treystu því að Guð leysi vandann

Og sjá ég er með þér og varðveiti þig, hvert sem þú fer….því að ekki mun ég yfirgefa þig fyrr en ég hefi gjört það sem ég hef þér heitið.—1. Mósebók 28:15

…þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér, því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá er til þín leita. —Sálmarnir 9:10

Varpið því eigi frá yður djörfung yðar. Hún mun hljóta mikla umbun. Þolgæðis hafið þér þörf til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. —Hebreabréf 10:35–36

Minntu sjálfa/n þig á gæsku og trúfesti Guðs.

Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað. —Jesaja 54:10

Vér vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs. —Rómverjabréfið 8:28

…Hann sem byrjaði í yður góða verkið, mun fullkomna það allt til dags Jesú Krists. —Filippíbréfið 1:6

Þakkaðu Honum fyrir bænasvör.

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.—Sálmarnir 107:1

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðnir og þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. —Filippíbréfið 4:6–7 1. Rómverjabréf 10:17; Sálmarnir 18:30

FÆÐSLULESTUR

Stjórn KREPPU

Hugleiddu fyrirheiti Guðs.Miskunn Drottins varir frá eilífð

til eilífðar við… mun(um) að breyta eftir boðum hans.—Sálmarnir 103:17–18

Þú ert skjól mitt og skjöldur; ég vona á orð þitt. —Sálmarnir 119:114

Allt það sem áður er ritað er ritað oss til uppfræðingar til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri. —Rómverjabréfið 15:4

Til er leið til þess að halda í vonina, jafnvel í miðri kreppu. Því meir sem við lesum og drekkum í okkur Orð Guðs, þeim mun meiri verður trúin og þeim mun meir treystum við því að Hann muni annast okkur.1

12

Page 13: Tengsl 6 tbl 2011

Ég veit ekki á hvaða plánetu ég dvaldist þegar ég taldi að þegar ég yrði foreldri myndi færni sem ég þarfnaðist koma af sjálfu sér. Það leið ekki á löngu þar til mér varð ljóst að foreldrahlutverkið var hörkuvinna fyrir utan óteljandi, óviðjafnanleg gleðiefni sem það hefur fært mér í lífinu. Að vera foreldri hefur knúð mig til þess að laga metnað minn og forgangsatriði til þess að þau hæfðu nýjum veruleika. Hver dagur hefur að geyma lærdóm um leið og ég laga mig að þörfum barnanna. —Katiuscia Giusti

Börnin halda okkur í skefjum. Hlátur þeirra kemur í veg fyrir að hjarta okkar harðni. Draumar þeirra tryggja að við missum ekki hvötina til að bæta heiminn. Þau hafa mestu

reglufesti sem þekkist. —Rania, drottning Jórdaníu,

blaðið Hello

Enginn lofaði mér nokkurn tímann að það yrði auðvelt og það er það ekki. En að sjá börn mín vaxa hefur fært mér mikla umbun sem og þegar þau taka mikilsháttar ákvarðanir og þegar þau hefja för sína í lífinu á eigin spýtur sem sjálfstæðir, sterkir og viðkunnanlegir einstaklingar. Og mér líkar einnig sú manneskja sem ég er að verða. Að eignast börn hefur gert mig mannlegri, sveigjanlegri, auðmýkri og spurulli. —Ókunnur faðir

Foreldrahlutverkið getur verið ergjandi og erfitt þegar litið er á að það felist í stjórnun á uppvexti. En þegar litið er á það sem tækifæri fyrir hinn fullorðna til þess að vaxa, þá getur foreldrah-lutverkið verið skapandi og hvetjandi umfram allt annað sem lífið býður upp á. Það veitir okkur tækifæri til að bæta okkur og víkka út sjóndeildarhringinn þegar við erum fyrirmynd barna okkar með tilliti til þeirra eiginleika sem við

viljum sjá þau gædd. Fyrir nokkur okkar veitir það tækifæri til

að verða foreldrið sem við höfðum ekki sjálf.

—Jack C. Westman, M.D.

Foreldrahornið

Að þroskast saman

Ef ég gæti alið barnið mitt upp afturmyndi ég byggja sjálfstraustið fyrst og húsið síðan,ég myndi mála með fingrum og benda síðurég myndi leiðrétta síður og tengjast beturég myndi líta af klukkunni og horfa meiraég myndi fara í fleiri gönguferðir og leika mér meira með flugdrekaég myndi ekki látast vera alvarleg, heldur leika mér alvarlegaég myndi hlaupa um fleiri engi og horfa á fleiri stjörnur,ég myndi faðma meira og toga síður.—Diane Loomans

Það eru ekki aðeins börn sem vaxa. Foreldrar vaxa líka. Eins og við horfum á börnin til þess að sjá þannig hvað þau gera með líf sitt horfa þau á okkur til þess að sjá hvað við gerum með okkar líf. Ég get sagt börnum mínum að teygja sig í sólina, allt og sumt sem ég get gert er að teygja mig sjálf í hana. —Joyce Maynard

13

Page 14: Tengsl 6 tbl 2011

12

34

5Hver?„Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin!“1 Þú ert ein/n af þeim.

Hvað?Í þessu samhengi merkir „lofa“ „þakklætisfull virðing eða lotning.“ Lof er vegsömun á gæsku Guðs og náð. Það beinir athygli okkar frá vandamálunum okkar og að eðli og skapgerð Guðs sjálfs. Það er ekki nákvæmlega það sama og að þakka Honum. Þegar við þökkum Guði viðurkennum við það sem Hann hefur gert fyrir okkur; en við lofum Guð fyrir að vera sá sem Hann er og fyrir kostina sem Hann hefur að geyma, óháð kringumstæðum okkar.

Hvar?Hvar sem er. Þar sem þú ert núna staddur/stödd dugar vel.

Hvenær?Hver gleðst ekki þegar hann nær takmarki sínu, tekur á móti verðlaunum, fær nýtt starf, fær launahækkun eða eignast barn eða barnabarn? Það er örðugra að lofa það þegar okkur mistekst, missum vinnuna, verðum fyrir fjárhagslegum áföllum eða verðum veik. Það er erfitt að lofa Guð þegar okkur langar minnst til þess, en þegar þannig stendur á er einmitt nauðsynlegt að lofa Guð og lofgjörð hefur mest áhrif á ástandið.

Hvers vegna?Biblían greinir okkur frá því að öll sköpunin lofi Guð.2 Og það er vegna þess að Hann verðskuldar að vera lofaður. „Syngið Drottni, öll lönd, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal heiðingjanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra þjóða. Því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur.“3

Lofgjörð kemur einnig okkur sjálfum til góða. Hún knýr okkur til samneytis við kærleiksríkan Guð,4 og styrkir samband okkar við Hann,5 og styrkir okkur andlega.6 Þegar við beinum hugsunum okkar að Guði og lofum Hann fyrir gæsku Hans, endurnýjar Hann andann, eykur trú okkar og fyllir okkur friði og gleði. Lofgjörð breytir sýn okkar á vandamálum okkar.7

Hvernig?Talaðu við Guð hljóðlega frá hjartanu eða upphátt. Biddu til Guðs, syngdu, hrópaðu, stökktu jafnvel af gleði – hvaðeina sem þig langar að gera til þess að tjá þakklæti. Ef þú veist ekki fyrir hvað þú ættir að lofa Guð, koma hér nokkrar hugmyndir til þess að koma þér af stað:

Lofaðu Guð fyrir náð Hans.8

Lofaðu Guð fyrir gæsku Hans.9

Lofaðu Guð fyrir góðvild Hans.10

Lofaðu Guð fyrir hjálpræðið.11

Iðkaðu lofgjörðina!Hvert er mesta vandamálið sem þú stendur núna frammi fyrir? Lýstu því fyrir sjálfum/sjálfri þér með nokkrum orðum, jafnvel með því að skrifa það á blað, en dveldu ekki við það. Nú skaltu ýta því aftast í huga þér með því að lofa Guð fyrir þá góðu hluti sem Hann hefur gert fyrir þig í fortíðinni og fyrir loforð Hans um að annast þig í nútíð og framtíð.

1. Sálmarnir 150:6

2. Sálmarnir 148:7–10; 19:1; 148:2–3

3. 1 Kroníkubók 16:23–25

Andleg æfing

4. Sálmarnir 100:4

5. Orðskviðirnir 8:17

6. Sálmarnir 28:7

7. Sálmarnir 43:5

8. Efesusbréfið 1:6

9. Sálmarnir 135:3

10. Sálmarnir 117

11. Efesusbréfið 2:8–9

Hin 6 H lofgjörðarinnar

og 1 I

6

14

Page 15: Tengsl 6 tbl 2011

LEIÐIN HEIM

Eftir Scott Montrose

Ég var að hlusta á Frankie Miller syngja „Langur vegur heim“ þegar kvæðið fékk persónulega merkingu.

Ó, það er langur vegur heimeinn í myrkrinu,þegar allir söngvar þínir hafa þagnaðog lífið gengur bara;það er langur vegur heim.

Þú ert sá eini sem veist um allar mílurnar sem ég hef fariðá leið minni aftur heim.

Ég hafði oft áður heyrt þennan söng en í þetta skipti var hann öðruvísi. Það virðist langur vegur heim þegar maður gerir sér ljóst að maður hefur villst í lífinu, eins og var með mig.

Þetta hófst með einni rangri ákvörðun sem leiddi til annarrar rangrar ákvörðunar. Áður en ég vissi af var kominn spírall niður á við. Mér fannst vera komin gjá milli

FA Ð M U R F Ö Ð U R I N SGuð hafnar okkur aldrei eða hættir að elska okkur. Hann missir aldrei vonina varðandi okkur, sama hversu langt við höfum reikað af leið. Þannig að ef þér finnst þú vera fjarri Guði, þarftu aðeins að opna hjarta þitt og taka á móti kærleika Hans og fyrirgefningu.1 Ef þú vilt byrja að fara veg Guðs, ef þú snýrð þér að Honum og reynir að finna leiðina heim, mun Faðirinn koma hlaupandi til þín og taka á móti þér opnum örmum.2—David Brandt Berg

Til þess að finna leiðina að elskandi faðmi Guðs, skaltu byrja það með því að biðja eftirfarandi bæn:

Jesús, ég vil kynnast Þér og upplifa kærleik Þinn. Ég opna hjarta mitt og býð Þér inn. Amen.

Guðs og mín og ég var flæktur í klungri eigingirni og stolts.

Fyrsta skrefið aftur í fang Föðurins var að viðurkenna fyrir sjálfum mér og Honum að ég hafði komið óreiðu á hlutina og þarfnaðist hjálpar Hans. Þetta olli ekki því að tíminn færi aftur á bak eða að allt lagaðist skyndilega – ég átti langan veg ófarinn - en þetta var byrjunin.

Annar söngur hófst – hin hrjúfa rödd Frankies söng „Þú ert stjarnan.“

Þú gafst mér von þegar allt var týnt í kringvar tilgangslaust að reyna…

Ferðaleiðin er svo ljóssíðan þú komst inn í líf mitt…

Þú ert stjarnan,hið skínandi ljósog morgunninn sem rennur upp…

Morgunninn rennur upp. Þú ert stjarnanofar storminum.

1. Jesaja 1:18; 1 Jóhannes 1:9

2. Lúkas 15:18–24

Aftur hafði ég heyrt þessi orð ótal sinnum en nú virtust þau hafa verið samin sérstaklega fyrir mig. Kærleikur Guðs var stjarnan og ljósið sem ruddist gegnum myrkrið, leiðarljós gegnum storminn. Hann veitti mér von þegar ég sá enga von, tilgang þegar ég hafði engan tilgang. Hann veitti vilja til þess að halda förinni áfram. Skyndilega virtist vegurinn ekki svo seinfarinn.

Scott Montrose er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Englandi

15

Page 16: Tengsl 6 tbl 2011

Þegar þú nærð botni, þegar draumar víkja fyrir vonbrigðum, þegar allt sem þú hefur unnið hörðum höndum að ónýtist, er stutt í örvilnan. Í alvarlegum tilvikum gætirðu jafnvel freistast til að binda enda á þetta allt, á þessari stundu.

Það er þá sem þú verður að muna að þú varst skapaður/sköpuð í ákveðnum tilgangi og sá tilgangur er ekki einstakur eða rætist á einu augnabliki: hann er margslunginn og flókinn. Svo lengi sem þú lifir, geturðu áorkað einhverju fleira, einhverju sem þér er ætlað að koma í verk og það er ávallt meira sem hægt er að fá út úr lífinu. Endir eins draums merkir ekki endi allra drauma. Alveg eins og árstíðir koma og fara í hringrás sinni, koma og fara tímabil velgengni eða tafa, fullnægju eða vonbrigða, ánægju eða dapurleika. Kannski ertu dapur núna en það varir ekki að eilífu.

Því fyrr sem þú biður mig að sýna þér hvað ég hafi næst fyrir þig, þeim mun fyrr finnur þú nýja hvat-ningu og tilgang. Það besta gæti verið handan næsta horns en það muntu aldrei vita ef þú stöðvar hér. Taktu í hönd mér og láttu mig leiða þig yfir í nýja árstíð fulla af gagnsemi og fullnægju.

KÆRLEIKSKVEÐJA FRÁ JESÚ

Árstíđir lífsins