17
FRAMTÍÐARSKIPULAG ÖLDRUNARMÁLA Á AKRANESI - MARS 2006 -

Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

FRAMTÍÐARSKIPULAG

ÖLDRUNARMÁLA Á AKRANESI

- MARS 2006 -

Page 2: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

2

Page 3: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

3

FRAMTÍÐARSKIPULAG ÖLDRUNARMÁLA

INNGANGUR Á fundi bæjarráðs þann 10. mars 2005 var samþykkt skipan starfshóps sem gera

átti tillögu að heildstæðri öldrunarstefnu kaupstaðarins til næstu ára. Óskað var

eftir tilnefningu tveggja fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, eins fulltrúa stjórnar

Dvalarheimilisins Höfða, auk framkvæmdastjóra SHA og sviðsstjóra

fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar sem leiða skyldi starf hópsins. Í lok október s.l.

barst svar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem fram kom að

ráðuneytið hafi falið deildarstjórunum Hermanni Bjarnasyni og Vilborgu

Ingólfsdóttur að vera hópnum til liðsinnis eftir því sem þörf krefði.

Tillaga bæjarráðs frá 10. mars s.l. var svohljóðandi:

“Í framhaldi af vinnu starfshóps um framtíðarskipulag öldrunarmála frá

júlí 2003, áhuga ýmissa aðila á að koma að uppbyggingu

þjónustustofnana og viðræðna bæjarráðs Akraness við

heilbrigðisráðherra og fulltrúa ráðuneytisins samþykkir bæjarráð

Akraness að leita eftir því við eftirtalda aðila að settur verði á stofn

sameiginlegur starfshópur, sem geri tillögu að framtíðar

þjónustuhlutverki Dvalarheimilisins Höfða og hvernig hátta

megi samstarfi Höfða og félagslegrar heimþjónustu kaupstaðarins við

Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness.

Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins og

eins fulltrúa af stjórn Dvalarheimilisins Höfða, en að auki verði í

starfshópnum framkvæmdastjóri SHA og sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Akraneskaupstaðar sem leiði starf hópsins.

Einnig verði gerð tillaga að þeim meginþáttum þjónustu sem nauðsynlegt

er að gera ráð fyrir í heildstæðri öldrunarstefnu kaupstaðarins til næstu

ára.

Bæjarráð samþykkir að heimila starfshópnum að ráðstafa allt að 1,0 mkr.

til að kaupa að nauðsynlega ráðgjöf og vinnu við verkefnið.

Starfshópurinn vinni að málinu í nánu samráði við bæjarráð.”

Page 4: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

4

Starfshópinn skipuðu þau Sigríður Gróa Kristjánsdóttir formaður stjórnar

Dvalarheimilisins Höfða, Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri SHA og Sólveig

Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs en hópurinn kom saman á sinn fyrsta fund

þann 18. nóv. 2005. Í upphafi var rætt um að gera skyldi tillögur til

bæjarstjórnar að stefnumótun í málefnum aldraðra á Akranesi sem næðu til

ársins 2014.

Starfshópurinn hélt átta fundi m.a. með fulltrúum stjórnar FEBAN, öldrunarlækni

SHA Ólafi Þór Gunnarssyni, fór á fund framkvæmdastjórnar SHA og stjórnar

Dvalarheimilisins Höfða. Farið var til Akureyrar ásamt Guðmundi Páli Jónssyni

bæjarstjóra þar sem heimamenn kynntu húsnæðismál Öldrunarheimila Akureyrar,

öldrunar- og endurhæfingardeildir FSA á Kristnesi og framtíðarstefnu í

búsetuúrræðum fyrir aldraða auk þess sem skoðuð var glæsileg þjónustumiðstöð

fyrir aldraða.

Page 5: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

5

SAMANTEKT OG HELSTU NIÐURSTÖÐUR STARFSHÓPS UM

FRAMTÍÐARSKIPULAG ÖLDRUNARMÁLA Á AKRANESI

• Spár gera ráð fyrir að á næstu tveimur áratugum muni fólki á

eftirlaunaaldri fjölga um allt að 440 á Akranesi eða um tæplega 70% • Markmið íslenskrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 gerir ráð fyrir að um

75% fólks sem er áttatíu ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima

• Tæplega 34% 80 ára og eldri Akurnesinga dvelja í dag á stofnunum til

lengri tíma þar af 24% á hjúkrunardeildum

• Í skýrslu stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015, skipaður af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er áhersla lögð á að huga þurfi markvisst að nýjum úrræðum til að draga úr stofnanavist aldraðra

• Rauði þráðurinn í tillögum starfshóps um framtíðarskipulag öldrunarmála á

Akranesi er að þjónustan sé sveigjanleg á öllum stigum og mæti breytilegum þörfum aldraðra, jafnt á sviði félagslegrar þjónustu, heilbrigðisþjónustu sem og varðandi búsetuvalkosti

• Strax verður hafist handa við aðgerðir sem draga munu úr þörf fyrir

stofnanavistun

• Samþættingu heimaþjónustu á Akranesi verður hraðað og hrint í framkvæmd síðari hluta árs 2006

• Kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar hefjist um mitt ár 2006 með það

í huga að síðar verði boðið upp á sólarhringsþjónustu

• Gjaldfrjáls heimaþjónusta verði veitt þeim öldruðum sem metnir hafa verið í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og bíða heima eftir stofnanavistun

• Fjölbreyttir valkostir verði í boði fyrir aldraða á Akranesi í húsnæðismálum

• Lagt er til að íbúðabygging fyrir aldraða verði reist á Akranesi, á svæðinu

sem afmarkast af Heiðarbraut, Háholti og Kirkjubraut skv. drögum að deiliskipulagi

• Tryggt verði að hluti íbúðanna verði leiguíbúðir í eigu Akraneskaupstaðar

• Á neðstu hæð nýrrar byggingar verði þjónustumiðstöð í 600 fm rými fyrir

félagsstarf og starfsstöð fyrir samþætta heimaþjónustu

• Á næsta áratug verði unnið markvisst að því að breyta starfsemi Dvalarheimilisins Höfða að meginhluta í hjúkrunarheimili og hjúkrunarrýmum fjölgað frá því sem nú er um 19

• Tvíbýli þar sem óskyldir búa saman á Höfða verða aflögð markvisst og svo

hratt sem aðstæður leyfa

• Hluti af hjúkrunarheimilinu verði tvískipt, lokuð Alzheimerdeild

Page 6: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

6

• Gefinn verði kostur á allt að 8 dvalarrýmum fyrir aldraða sem af heilsufars- eða félagslegum ástæðum eru ekki taldir geta nýtt sér aðra valkosti

• Í ljósi íbúaþróunar verði metið á næstu árum hvort nauðsynlegt verður að

nýta byggingarheimildir á reit Höfða í þágu stofnunarinnar

• Formlegt samstarf Höfða og E deildar SHA verði eflt og stefnt að því að öldrunarlæknir annist þjónustu á Höfða

• Starfsemi E deildar SHA breytist á næstu árum og verður skilgreind sem

öldrunarlækningadeild þar sem fram fer þjálfun og mat fyrir aldraða á Vesturlandi í stað langlegu

Page 7: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

7

LÝSING Á NÚVERANDI ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA Á AKRANESI

Á Akranesi bjuggu 1.des. 2005 5.782 og þar af 679 67 ára og eldri eða 11.7% af heildar íbúatölu bæjarins en 10,6% af landinu öllu. 80 ára og eldri eru 3,1% af heildar íbúatölu bæjarins og er það sama og á landinu öllu.

Tafla 1- Fjöldi aldraðra og hlutfallsleg skipting eftir aldurshópum

Aldurshópar 2006 %

67 – 70 ára 156 22,97%

71 – 75 ára 198 29,16%

76 – 80 ára 148 21,80%

81 – 85 ára 94 13,84%

86 – 90 ára 58 8,54%

90 + 25 3,68%

Samtals 679 100,00%

Spá um íbúafjölda á Akranesi í forsendum aðalskipulags frá des. 2004 gerir ráð

fyrir að á næstu tveimur áratugum fjölgi fólki á eftirlaunaaldri um 390-440 eða um

61-69%. Íbúafjöldinn á Akranesi næstu áratugina er áætlaður miðað við þrjár

aðferðir:

Tafla 2 – Mannfjöldaspár

Árið 2003 Árið 2015 Fjölgun

Spá 1 – Eftirlaunaaldur; 67 + 635 780 23%

Spá 2 – Eftirlaunaaldur; 67 + 635 799 26%

Spá 3 – Eftirlaunaaldur; 67 + 635 784 23%

Félagsleg heimaþjónusta Á árinu 2005 veitti fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar þjónustu inn á 129

heimili. Þar af voru heimili aldraðra 100 og heimili öryrkja 29. Dagleg

umsjón er á hendi öldrunarfulltrúa sem er í 100% stöðu. Starfsmenn eru 24

í u.þ.b. 11 stöðugildum.

Viðvera starfsmanns getur verið frá 2 klst. aðra hvora viku og upp í daglega

þjónustu.

Fyrir þjónustuna greiða 40% aldraðra og 52 % öryrkja.

Þjónusta heimahjúkrunar var veitt inn á 55 þeirra heimila sem fá félagslega

heimaþjónustu og 27 einstaklingar sóttu starfsþjálfun á dagdeild Höfða.

Page 8: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

8

Heimsendur matur Matur er sendur inn á heimili aldraðra frá mötuneyti Dvalarheimilisins Höfða á

vegum félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar. Matarsendingar fara að jafnaði inn

á 28 heimili og eru frá því að vera 2 máltíðir á viku upp í alla daga vikunnar.

Einstaklingar greiða kr. 560 fyrir máltíðina og kr. 100 fyrir heimsendingu og

er sá kostnaður greiddur niður af Akraneskaupstað.

Heimahjúkrun Þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi er Akraneskaupstaður og

fjórir hreppar sunnan Skarðsheiðar. Á árinu 2005 fengu 115 einstaklingar

heimahjúkrun þar af 97 aldraðir og farið var í 2.953 vitjanir til hinna öldruðu.

Þessir einstaklingar fá mismikla þjónustu, allt frá tveimur vitjunum á dag

niður í eina vitjum á mánuði, metið út frá mismunandi hjúkrunarþörf hvers og

eins.

Heimahjúkrun er veitt alla virka daga. Ekki er boðið upp á kvöld- og

næturþjónustu og einungis í sérstökum tilfellum er boðið upp á takmarkaða

helgarþjónustu.

Vistunarmat Á árinu 2005 var gert vistunarmat og endurmat fyrir 26 einstaklinga á

Akranesi. Á vistunarskrá eru 32 einstaklingar þar af fimm í mjög brýnni þörf

fyrir dvalarrými. Á dvalarheimilinu Höfða eru einstaklingar í dvalarrýmum sem

eru í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými.

Félagsstarf aldraðra Félagsstarf aldraðra er starfrækt átta mánuði á ári, frá miðjum september og

fram í miðjan maí tvo daga í viku, 3 klst í senn. Boðið er upp á leiðsögn við

ýmiss konar tómstundir og heilsueflingu. Félag eldri borgara stendur fyrir

öflugu félagsstarfi flesta daga vikunnar í sama húsnæði og

Akraneskaupstaður notar fyrir félagsstarf sitt. Samvinna er um skipulagningu

félagsstarfsins og hefst hún á haustin með útgáfu blaðs sem borið er inn á öll

heimili bæjarins þar sem starfið framundan er kynnt og annað það sem snýr

að málefnum eldri borgara á Akranesi.

Dagdeild / starfsþjálfun Dagdeild fyrir aldraða og öryrkja hefur nú verið starfrækt á Dvalarheimilinu

Höfða í 20 ár. Á milli 30 og 35 einstaklingar nýta sér þá þjónustu, en heimild

er fyrir 20 heilsdags pláss.

Dagdeild er á daggjöldum frá ríkinu en auk þess borgar hver einstaklingur

600 kr. fyrir hvern dag sem hann dvelur þar.

Page 9: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

9

Iðjuþjálfun Á heilsugæslustöðinni er starfandi iðjuþjálfi sem gerir heimilisathuganir og

veitir ráðgjöf hjá öldruðum varðandi hjálpartæki. Einn iðjuþjálfi á SHA sinnir

fyrst og fremst inniliggjandi sjúklingum auk þess sem iðjuþjálfi í 70%

stöðugildi er starfandi á Dvalarheimilinu Höfða.

Sjúkraþjálfun Á Akranesi eru starfandi 2 sjúkraþjálfarar með sjálfstæðan rekstur.

Sjúkraþjálfari í 65% stöðugildi starfar við Dvalarheimilið Höfða. Þrír

sjúkraþjálfarar eru starfandi hjá SHA og sinna einkum inniliggjandi sjúklingum.

Öryggishnappar Samkvæmt upplýsingum frá Securitas og Öryggismiðstöðinni eru 27

Akurnesingar með öryggishnapp þar af 25 frá Öryggismiðstöðinni. Í

sjálfseignaríbúðum við Dvalarheimilið Höfða eru veggfastir öryggishnappar sem

tengdir eru við Höfða en það er ekki talið veita nægjanlegt öryggi.

Akstursþjónusta Á árinu 2006 er fyrirhugað að bjóða upp á aksturþjónustu í félagsstarf aldraðra

á vegum Akraneskaupstaðar.

Sjálfseignaríbúðir Á árunum 1984 til 2003 voru reist á lóð Dvalarheimilisins Höfða 31 raðhús –

sjálfseignaríbúðir fyrir aldraða og öryrkja.

Dvalarheimilið Höfði Dvalarheimilið Höfði er skráð sjálfseignarstofnun og er í eigu

Akraneskaupstaðar og sveitarfélaganna fjögurra sunnan Skarðsheiðar.

Upphaflega var heimilið rekið sem hefðbundið dvalarheimili, en á

undanförnum 11 árum hefur hluta þess verið breytt í hjúkrunarheimili, í

samræmi við kröfur tímans. Íbúar eru alls 78, þar af 41 skráður á

hjúkrunardeild. Nettó húsrými á hvern íbúa er milli 20 og 25 fermetrar og

eru flestir í eigin íbúð með baði og öðrum nauðsynlegum útbúnaði. Í 10

íbúðum á hjúkrunardeild eru tveir óskildir íbúar um hverja íbúð. Starfsmenn á

Höfða eru nú 88 í 63 stöðugildum, 37 stg. tilheyra hjúkrunardeild, en 26 stg.

almennu deildunum. Á dvalarheimilinu eru starfandi sex hjúkrunarfræðingar í

4,65 stöðugildum, 17 sjúkraliðar í 12 stg.

E-deild Sjúkrahúss Akraness E-deild er rekin sem hjúkrunar- og endurhæfingardeild þar sem sjúklingar

koma bæði til endurhæfingar í mislangan tíma og til langtímavistunar.

Page 10: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

10

Heilabilunarsjúklingum hefur fjölgað umtalsvert á seinni árum og eru nú 15 af

22 sjúklingum til langtímavistunar vegna heilabilunar.

Fjöldi innlagna árið 2004 var 44, meðalfjöldi sjúklinga á dag var 20,2, fjöldi

legudaga var 7396. Meðalnýting var 91,9%.

Á deildinni starfa 5 hjúkrunarfræðingar í samtals 2,2 stöðugildum, einn

sjúkraliði með sérmenntun í öldrunarhjúkrun í 0,8 stöðugildi og 24 sjúkraliðar

í samtals 15 stöðugildum.

Page 11: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

11

NÝ VIÐHORF OG ÁHERSLUR Í MÁLEFNUM ALDRAÐRA

Í íslenskri heilbrigðisáætlun til 2010 er lögð áhersla á að eitt helsta verkefni

öldrunarþjónustu á næstu árum verði að þróa og samhæfa allt þjónustunet

aldraðra; heimilishjálp, heimahjúkrun, öldrunarlækningadeildir, búsetuvalkosti og

stofnanavistun. Jafnframt að skammtímainnlagnir þurfi að vera mögulegar til að

mæta tímabundnum og félagslegum þörfum hins aldraða og umönnunaraðila

hans. Á þann hátt muni skapast betri forsendur fyrir því að eldri borgarar geti

með viðeigandi stuðningi búið á heimilum sínum utan stofnana og tekið virkan

þátt í daglegu lífi.

Fjölgun aldraðra á næstu áratugum gerir það að verkum að kostnaður við

öldrunarþjónustu mun óefað hækka verulega. Í áætlun heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytisins um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002 – 2007 sem

gefin var út í febrúar 2002 kemur fram að ráðuneytið telur að taka þurfi í notkun

400 – 450 ný hjúkrunarrými á landinu til ársloka 2007, langflest á

höfuðborgarsvæðinu. Hvað varðar Vesturland, þá er tekið fram að þegar á

heildina er litið, sé nægt framboð hjúkrunarrýma fyrir hendi. Hjúkrunarrýmum

hafi t.d. verið fjölgað að undanförnu á Höfða á Akranesi. Í tillögum ráðuneytisins

er því ekki lagt til að hjúkrunarrýmum verði fjölgað í sveitarfélaginu þetta tímabil.

Ljóst er að þörfin fyrir fjölgun stofnanarýma ræðst verulega af því hve vel tekst til

að byggja upp þjónustu við aldraða í heimahúsum og lækka hlutfall aldraðra á

öldrunarstofnunum, líkt og stefnt er að samkvæmt markmiðum

heilbrigðisáætlunar til ársins 2010.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman upplýsingar fyrir heilbrigðis-

og tryggingamálaráðuneytið á verðlagi ársins 2001 þar sem borinn er saman

kostnaður við heimahjúkrun annars vegar og hins vegar við vistun í

hjúkrunarrými. Þar er gert ráð fyrir að kostnaður við rekstur hvers

hjúkrunarrýmis sé um 12.500 kr. á dag. Á hinn bóginn er síðan reiknað með að

kostnaður vegna einstaklings sem fær heimaþjónustu sem felur í sér tvær til

þrjár hjúkrunarvitjanir á dag auk einnar heimsóknar frá félagsþjónustu nemi um

8.000 krónum. Þótt gera megi ráð fyrir að einhver kostnaður sé ótalinn, svo sem

lyfjakostnaður, þá sýnir þetta dæmi að unnt er að veita mikla þjónustu í

heimahúsum og ná samt fram meiri hagkvæmni en með stofnanavistun, jafnvel

með hjúkrunarþjónustu sem er dýrari hluti þjónustunnar.

Tvískipt skipulag þjónustunnar er trúlega ein helsta ástæða þess hve framþróun

hefur verið afar hæg í átt til aukinnar og markvissrar þjónustu við aldraða í

heimahúsum. Annars vegar er um að ræða heimahjúkrun á vegum

heilsugæslunnar sem greidd er af ríkissjóði og hinsvegar félagsleg heimaþjónusta

við aldraða á vegum sveitarfélags. Þetta fyrirkomulag þýðir að stjórnun og

greiðslufyrirkomulag þjónustu við aldraða er ekki á einni hendi. Þá þurfa notendur

Page 12: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

12

þjónustunnar jafnan að greiða fyrir félagslega þáttinn en ekki fyrir

hjúkrunarþáttinn.

Í áðurnefndri samantekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir ráðuneytið er

bent á að líklega sé örðugleikum bundið að ná fram virkri verkefnastjórnun með

hagsmuni skjólstæðingsins að leiðarljósi ef félagsleg og umönnunarsjónarmið eru

ekki samhæfð. Með samhæfingu heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu mætti að

öllum líkindum ná fram samlegðaráhrifum sem væru til þess fallin að skapa aukna

öryggiskennd og betri líðan hinna öldruðu. Í þessu sambandi er hægt að vísa til

reynslunnar og erlendra rannsókna sem gefa til kynna að lífsgæði aldraðra sem

eiga þess kost að búa heima, séu hærri en þeirra sem búa á öldrunarheimilum. Þá

megi á grundvelli sömu rannsókna ráða af viðtölum við heilbrigðisstarfsfólk, að

eftirspurn eftir vistun á öldrunarheimilum í vistrými sé oft sprottin af öryggisleysi

og að jafnvel 5 – 10% sjúklinga á hjúkrunarheimilum gætu verið í þjónusturými

með viðeigandi þjónustu. Hér er vísað til könnunar sem gerð var á öllum

hjúkrunarheimilum og spurt var hve margir skjólstæðingar þeirra gætu með góðri

heimaþjónustu búið sjálfstætt.

Eitt af markmiðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 er að bið eftir

vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en

90 dagar. Ennfremur að yfir 75% fólks, sem er áttatíu ára og eldra sé við svo

góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Því er jafnhliða og

ekki síður talið mikilsvert, að unnið verði að því að mæta þörf fyrir vistun í

þjónusturýmum með öðrum úrræðum en vistun á stofnun. Þá er lögð áhersla á að

heilbrigðisþjónustan verði í auknum mæli að beina kröftum sínum að því að

fyrirbyggja ýmsa óæskilega fylgifiska ellinnar og bregðast við félagslegum og

heilsufarslegum vanda með margþættum stuðningsaðgerðum og endurhæfingu á

forsendum aldraðra sjálfra og án langvarandi stofnanavistunar.

Í skýrslu stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015, sem

skipaður var af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í apríl árið 2000 segir að

huga þurfi að nýjum úrræðum til að draga úr stofnanavist aldraðra. Meðal þess

sem hugað verði að í þessu sambandi sé m.a. að koma á fót leiguíbúðum fyrir

aldraða, jafnvel í tengslum við öldrunarstofnanir. Með því að hnýta saman

þjónustu heilsugæslunnar og hinnar félagslegu þjónustu megi tryggja öryggi

aldraðra og velferð á jafn eðlilegan hátt og annarra þegna samfélagsins. Skoðun

heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á úrræðum sambærilegum þessum

lýtur einkum að kostnaðarhliðinni, m.a. hvort unnt sé að fjármagna byggingu

þeirra þannig að þær verði raunhæfur kostur fyrir aldraða jafnt tekjulága sem

tekjuhærri. Möguleg leið til skoðunar er að hið opinbera veiti fé til uppbyggingar

þessara íbúða og það komi sem styrkur á móti fjármögnun með lánum úr

Íbúðalánasjóði.

Page 13: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

13

ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA Á AKRANESI SEM BÚA HEIMA

Samþætting heimaþjónustu

Í lok árs 2005 var tekin ákvörðun í bæjaráði Akraness um að í samstarfi við SHA

verði komið á fót sameiginlegri stýringu heimaþjónustu á Akranesi án þess að

gerðar verði veigamiklar breytingar á því skipulagi sem er til staðar. Með

ákvörðun bæjaryfirvalda og stjórnar SHA um samþættingu félagslegrar

heimaþjónustu og heimahjúkrunar er ætlunin að byggja upp öfluga og samfellda

þjónustu inni á heimilum fólks til þess að gera því kleift að búa sem lengst heima

og draga úr stofnanavistun. Þjónustan verður áfram rekin annars vegar af

bæjarfélaginu og hins vegar af heilsugæslunni en þessir tveir aðilar gera með sér

samning um sameiginlega stýringu og samræmt skipulag á heimaþjónustu.

Þjónustan mun byggjast á sameiginlegu þjónustumati, samræmdum verkefnalista

og verklagsreglum. Samkomulag verður gert um skilgreiningu á verksviði

starfsmanna í félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þjónustuþörf verður

metin samkvæmt RAI HC mælitæki, sem mælir bæði heilsufarslega og félagslega

þætti.

Á Akranesi hefur ekki verið boðið upp á kvöld- og helgarþjónustu hjá

heimahjúkrun en til þess að þróa áfram þjónustu við aldraða sem búa heima er

mikilvægt að leitað verði leiða til að fjármagna sólarhringsþjónustu.

Gjaldfrjáls félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim öldruðum sem metnir hafa

verið í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými samkvæmt vistunarmati og bíða

heima eftir vistun á Höfða.

Stefnt er að því að seinni hluta ársins 2006 verði teknar upp í samstarfi

félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar heilsueflandi heimsóknir til þeirra

sem verða 75 ára á árinu.

Íbúðir fyrir eldri borgara

Mikilvægt er að fjölbreyttir valkostir

bjóðist öldruðum í húsnæðismálum

sem taki mið af ólíkum efnahag. Í

drögum að deiliskipulagi svæðis sem

afmarkast af Heiðarbraut, Háholti og

Kirkjubraut að lóð Símans er gert ráð

fyrir íbúðabyggingu fyrir eldri borgara.

Við val á staðsetningu húsnæðis fyrir

eldri borgara er mikilvægt að vera í

sem bestum tengslum við hefðbundið

daglegt líf og nauðsynlega þjónustu.

Íbúðirnar yrðu eignaríbúðir að stærstum hluta en einhverjar íbúðir yrðu

leiguíbúðir þar sem leiguíbúðir sérstaklega ætlaðar öldruðum eru ekki í eigu

Akraneskaupstaðar. Með fækkun dvalarheimilisrýma þarf að koma til framboð á

þjónustuíbúðum með fjölbreyttri þjónustu og ákveðnum öryggisþáttum.

Page 14: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

14

Þjónustumiðstöð

Á Kirkjubraut 40 er í tæplega 400 m2 leiguhúsnæði rekið öflugt félagsstarf og þar

hefur FEBAN aðsetur. Vel má hugsa sér að á neðstu hæð í íbúðahúsi ætluðu eldra

fólki verði rekin félagsmiðstöð/þjónustumiðstöð þar sem m.a. starfsstöð fyrir

félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun væri ásamt allri aðstöðu fyrir það

félagsstarf sem í dag er til húsa að Kirkjubraut 40. Gera má ráð fyrir að 600 m2

ættu að nægja til þess að reka öfluga þjónustumiðstöð sem með tíð og tíma

tryggði þá öryggisþætti sem nauðsynlegir eru í húsnæði fyrir eldri borgara þannig

að með réttu sé hægt að kalla íbúðirnar þjónustuíbúðir. Megin kostur

þjónustuíbúða er að íbúar halda persónulegu og fjárhagslegu sjálfstæði sínu og

búa við eins eðlilegt heimilislíf og kostur er.

DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI Frá því að Dvalarheimilið Höfði tók til starfa í febrúar árið 1978 hafa viðhorf og áherslur í heilbrigðis- og félagslegri þjónustu breyst í mikilvægum atriðum, þ.m.t. í öldrunarþjónustu. Stefnan var sú að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld á stofnunum sem sinntu stöðluðum þörfum og stuðla fremur að öryggi en sjálfræði. Hugmyndir seinni ára lúta meira að eflingu heimaþjónustu sem miðar að því að

efla fólk til sjálfshjálpar og gera því kleift að að halda eigið heimili eins lengi og

kostur er. Dvalarheimilið Höfði hefur ávallt leitast við að veita öldruðum

framúrskarandi þjónustu og verið í fararbroddi á sínu sviði á landsvísu.

Tillaga Laugarness að byggingu fjölbýlishúss fyriraldraða

áSólmundarhöfða

Í upphafi nýrrar aldar er ástæða til að horfa fram á veg og setja markið hátt fyrir

komandi eldri kynslóðir um leið og reynsla hins liðna er höfð til hliðsjónar.

Fyrirsjánlegt er að dvalarrýmum á Höfða fækkar í áföngum samhliða bættri

heimaþjónustu, byggingu þjónustuíbúða og að hjúkrunarrýmin verða fyrst og

fremst fyrir alvarlega heilabilaða og þá sem eru í þörf fyrir sérhæfða hjúkrun.

Page 15: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

15

• Lagt er til að á næstu árum verði þeim tíu tveggja manna rýmum þar sem

óskyldir búa fækkað þannig að íbúatala Höfða verði 68 í stað 78.

• Dvalarrými verða áfram til staðar til að mæta þörfum þeirra sem ekki geta

nýtt sér þjónustuíbúðir og heimaþjónustu en þurfa það öryggi sem stofnun

getur boðið. Dvalarýmunum verði fækkað niður í átta samhliða því að fleiri

hjúkrunarrými fást eða svo hratt sem aðstæður leyfa.

• Á næstu átta árum fjölgi hjúkrunarrýmum um 19 með samkomulagi við

heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

• Gert verði ráð fyrir tvískiptri 12 manna deild fyrir Alzheimersjúka í

núverandi húsnæði Höfða með þeim breytingum sem nauðsynlegar eru.

• Efla þarf formlegt samstarf Höfða og E-deildar SHA og hugað verði að því

að öldrunarlæknir E-deildar annist læknisþjónustu við Höfða.

• Samkvæmt deiliskipulagi Sólmundarhöfða er gert ráð fyrir að hægt verði

að byggja þriðju hæðina ofan á elsta hluta Höfða ef og þegar fjölga þarf

hjúkrunarrýmum á Akranesi með stækkandi bæ og fleiri íbúum 80 ára og

eldri.

• Áfram verði gert ráð fyrir rekstri dagdeildar við Dvalarheimilið Höfða

STARFSEMI OG ÞRÓUN ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Á SHA Stefnt er að breytingum á starfsemi öldrunardeildar SHA þar sem nú eru rúm fyrir

22 hjúkrunarsjúklinga. Líklegt er að áherslubreytingar hafi í för með sér 6 – 8

sjúkrarúma fækkun og greining, þjálfun, endurhæfing, ráðgjöf og aðrir þættir fái

aukið vægi.

Gert er ráð fyrir að deildin muni þjóna sem öldrunarlækningadeild fyrir allt

Vesturland í náinni framtíð. Einstaklingar verði því ekki vistaðir á deildinni til

langframa, heldur verði sérhæfð endurhæfing aldraðra þungamiðjan í

starfseminni þar sem sjúklingar fari á ný til síns heima að lokinni meðferð eða að

aðrir búsetukostir verði metnir, s.s. búseta í þjónusturými, hjúkrunarrými eða

aðrir kostir valdir við hæfi.

Þegar hefur verið ráðinn sérfræðingur í öldrunarlækningum í hlutastarf sem hefur

umsjón með lækningaþætti á deildinni og eftirlit með hinni sérhæfðu

endurhæfingu. Þá er boðið upp á göngudeildarþjónustu fyrir aldraða á SHA.

Page 16: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

16

Þjónusta á sviði sérhæfðrar endurhæfingar aldraðra hefur ekki verið boðin áður á

Akranesi. Um er að ræða starfsemi sem hefur þegar verið reynd með góðum

árangri hérlendis, t.d. á Ísafirði. Starfið er unnið í teymisvinnu með aðkomu

öldrunarlæknis, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðings auk annarra

lækna og heilbrigðisstarfsfólks eftir þörfum. Meðferðin er að stofni til rekin sem

fimm daga deild, þ.e. sjúklingurinn leggst inn á spítalann og er þar virka daga

vikunnar en er jafnvel heima um helgar. Eðli málsins samkvæmt geta verið á

þessu frávik, einkum ef sjúklingur á heimili fjarri SHA eða önnur félagsleg eða

heilsufarsleg atriði krefjast. Áður en til innlagnar kemur fer fram mat

öldrunarlæknis á endurhæfingarhæfni einstaklingsins og eftir atvikum koma aðrir

teymismeðlimir að því mati. Slíkt mat getur ýmist farið fram á göngudeild eða á

legudeildum sjúkrahússins. Í upphafi dvalar fer fram ítarlegt mat á getu

sjúklinganna, þar sem m.a. er skoðað andlegt og líkamlegt ástand, styrkur,

úthald og jafnvægi. Á meðan á dvöl stendur er lyfjameðferð sjúklinga einnig

endurskoðuð eftir því sem við á og félagsleg staða metin eftir atvikum.

Öldrunarlæknir hefur einnig móttöku á göngudeild SHA. Göngudeild er m.a.

hugsuð sem eftirfylgd við endurhæfingarsjúklinga, mat á sjúklingum til

endurhæfingar og eftirfylgd með sjúklingum með heilabilunargreiningar. Með tíð

og tíma má gera ráð fyrir að þáttur göngudeildarvinnu í starfinu aukist.

Page 17: Tillögur starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á akranesi, mars 2006

17

HEIMILDIR

Lög nr. 125/1999 um málefni aldraðra, lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, reglugerð nr. 791/2001 um þjónustuhóp aldraðra og vistunarmat aldraðra og reglugerð nr. 299/1990 um Framkvæmdasjóð aldraðra með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 201/1991.

Skýrsla stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík, mars 2003.

Áætlun um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002 – 2007, heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík, febrúar 2002.

Skýrsla samráðshóps um málefni eldri borgara, starfshópur ríkis og Landssambands eldri borgara um málefni aldraðra, Reykjavík, nóvember 2002.

Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 – Langtímamarkmið í heilbrigðismálum, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík 2001.

Tillögur nefndar um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnafirði, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, febrúar 2006.