16
1 TM Software Times Frítt eintak 1. tölublað 1. feb. 2013 Veflausnir blómstra hjá TM Software Í veflausnadeild TM Software starfar öflugur hópur sérfræðinga sem þjón- ustar mörg af flottustu fyrirtækjum landsins við uppsetningu, viðhald og sérþróun á veflausnum þeirra jafnt ytri og innri vefsvæðum, vefver- slunum og farsímalausnum. Mikil velgengni í veflausnum Alls starfa 32 einstaklingar við veflausnir og sérþróun hjá TM Software og undanfarið ár hefur þróunin á markaðnum verið eins- taklega jákvæð og tekjur og afkoma deildarinnar vaxið umfram áætlanir. Það er því óhætt að fullyrða að TM Software er eitt stærsta veffyrirtæki landsins hvort sem horft er til fjölda verkefna, fjölda starfsfólks eða tekna fyrirtækisins af vefverkefnum. Þjónusta TM Software TM Software býður upp á alla þjón- ustu sem tengist veflausnum allt frá þarfagreiningu, hönnun, viðmóts- forritun og sérþróun veflausna. Einnig starfar öflugur ráðgjafahópur innan TM Software sem veitir ráðgjöf og þjónustu við vefstjórnun, leitarvéla- bestun, markaðssetningu á netinu, samfélagsmiðlum og vefmælingum. Veflausnir sem henta þínu fyrirtæki TM Software hefur um árabil skipað sérstöðu á markaðnum fyrir að bjóða upp á fjölbreytt úrval veflausna og vefumsjónarkerfa bæði frá inn- lendum og erlendum aðilum. TM Software hefur átt í farsælu samstarfi við samstarfsaðila sína erlendis um endursölu á vefumsjónarkerfunum VYRE Unify og ContentXXL. Auk þess hefur TM Software í yfir áratug þróað sitt eigið vefumsjónarkerfi, WebMaster, sem nú er í notkun hjá fjölmörgum innlendum fyrirtækjum. Við höfum alltaf lagt áherslu á að velja lausnir sem henta hverju sinni. Töff stöff! frá TM Software Áherslur TM Software á sviði vef- lausna eru mjög skýrar fyrir næstu misserin en þær eru að halda áfram að skapa og þróa veflausnir í fremstu röð og búa til töff stöff fyrir viðskiptavini okkar sem virkar og skilar árangri. Fáránlega flottur hópur sem starfar hjá TM Software Scrummað með Sabre Airlines Solutions - Bls. 2 Húmor og mottur ná til allra - Bls. 4 86 milljónir safnast á áheitavefum frá TM Software - Bls. 5 Farsímavefur á flugi hjá Icelandair - Bls. 6 Með vefinn í vasanum - Bls. 7 Vefurinn hjartað í markaðsátaki Inspired by Iceland - Bls. 8 Ný stjórnarskrá samin í VYRE Unify? - Bls. 9 Samfélagsmiðlarnir - Bls. 10 Skapandi skrif á óskálduðum texta - Bls. 11 Innranet í Confluence er flottur samfélagsmiðill - Bls. 12 Vefverslunin mikilvægur hlekkur í sölukeðju Öryggismiðstöðvarinnar - Bls. 13 Sköpunargleðin er allsráðandi hjá TM Software! - Bls. 14 Ofurhetjudagar TM Software - Bls. 15 Atvinnutækifæri - Baksíða Töff stöff í blaðu... newspaper_tamplet_tm_master.indd 1 7.2.13 13:16:57

TM Software Times

Embed Size (px)

DESCRIPTION

TM Software Times er gefið út af Vef- og sérlausnasviði TM Software.

Citation preview

Page 1: TM Software Times

1

TM Software TimesFrítt eintak1. tölublað 1. feb. 2013

Veflausnir blómstra hjá TM SoftwareÍ veflausnadeild TM Software starfar öflugur hópur sérfræðinga sem þjón­ustar mörg af flottustu fyrirtækjum landsins við uppsetningu, viðhald og sérþróun á veflausnum þeirra jafnt ytri og innri vefsvæðum, vefver­slunum og farsímalausnum.

Mikil velgengni í veflausnumAlls starfa 32 einstaklingar við veflausnir og sérþróun hjá TM Software og undanfarið ár hefur

þróunin á markaðnum verið eins­taklega jákvæð og tekjur og afkoma deildarinnar vaxið umfram áætlanir. Það er því óhætt að fullyrða að TM Software er eitt stærsta veffyrirtæki landsins hvort sem horft er til fjölda verkefna, fjölda starfsfólks eða tekna fyrirtækisins af vefverkefnum.

Þjónusta TM SoftwareTM Software býður upp á alla þjón­ustu sem tengist veflausnum allt frá

þarfagreiningu, hönnun, viðmóts­forritun og sérþróun veflausna. Einnig starfar öflugur ráðgjafahópur innan TM Software sem veitir ráðgjöf og þjónustu við vefstjórnun, leitarvéla­bestun, markaðssetningu á netinu, samfélagsmiðlum og vefmælingum.

Veflausnir sem henta þínu fyrirtækiTM Software hefur um árabil skipað sérstöðu á markaðnum fyrir að bjóða upp á fjölbreytt úrval veflausna og vefumsjónarkerfa bæði frá inn­lendum og erlendum aðilum. TM Software hefur átt í farsælu samstarfi við samstarfsaðila sína erlendis um endursölu á vefumsjónarkerfunum VYRE Unify og ContentXXL. Auk

þess hefur TM Software í yfir áratug þróað sitt eigið vefumsjónarkerfi, WebMaster, sem nú er í notkun hjá fjölmörgum innlendum fyrirtækjum. Við höfum alltaf lagt áherslu á að velja lausnir sem henta hverju sinni.

Töff stöff! frá TM SoftwareÁherslur TM Software á sviði vef­lausna eru mjög skýrar fyrir næstu misserin en þær eru að halda áfram að skapa og þróa veflausnir í fremstu röð og búa til töff stöff fyrir viðskipta vini okkar sem virkar og skilar árangri.

Fáránlega flottur hópur sem starfar hjá TM Software

Scrummað með Sabre Airlines Solutions -

Bls. 2Húmor og mottur ná til allra - Bls. 486 milljónir safnast á áheitavefum frá TM

Software - Bls. 5

Farsímavefur á flugi hjá Icelandair - Bls. 6Með vefinn í vasanum - Bls. 7Vefurinn hjartað í markaðsátaki Inspired by

Iceland - Bls. 8Ný stjórnarskrá samin í VYRE Unify? - Bls. 9

Samfélagsmiðlarnir - Bls. 10Skapandi skrif á óskálduðum texta - Bls. 11Innranet í Confluence er flottur samfélagsmiðill

- Bls. 12Vefverslunin mikilvægur hlekkur í sölukeðju

Öryggismiðstöðvarinnar - Bls. 13Sköpunargleðin er allsráðandi hjá

TM Software! - Bls. 14Ofurhetjudagar TM Software - Bls. 15Atvinnutækifæri - Baksíða

Töff stöff í blaðinu...

newspaper_tamplet_tm_master.indd 1 7.2.13 13:16:57

Page 2: TM Software Times

TM Software Times

2

VEFLAUSNIR TM SOFTWARE

Greining

Þarfagreining

Notendasögur

Leiðarkerfisgreining

Efnisgreining

Hönnun

Wireframes

Viðmótshönnun

Skalanleg hönnun

Hönnunarstaðall

Þróun

Viðmótsforritun

HTML5 / CSS3

Sérþróun

Snjallsímar

Prófanir

Viðmótsprófanir

Tenglaprófanir

Álagsprófanir

Aðgengispróf

Textagerð Ritstjórn Viðhald Mælingar Endurmat

AFHENDING Á VEF

Leitarvélabestun

Leitarorðagreining

Markmiðasetning

Textagerð og ráðgjöf

Mælingar

Netauglýsingar

Leitarorðagreining

Markmiðasetning

PPC (Pay per click)

Mælingar

Samfélagsmiðlar

Ráðgjöf

Námskeið

Auglýsingar

Innleiðing og vöktun

Vefmælingar

Greining og ráðgjöf

Uppsetning

Sérsniðnar lausnir

Markmiðasetning

Við sköpum hjá tmsoftware.is | [email protected]ö� stö�!

Í tilfefni að útgáfu þessa blaðs þá er það einstök gleði að fá að skrifa fáeinar línur um starfsemi TM Software.

Tímapunkturinn er góður þar sem ég hef ekki áður upplifað jafn ánægju­lega tíma í rekstri hugbúnarfyrirtækis þó svo að ég sé búinn að starfa samfl eytt í 22 ár í þessum geira. Ástæður eru margar, í fyrsta lagi frábært samstarfsfólk, ofurhetjur sem hafa bætt árangur TM Software og þar með rekstur fyrirtækisins. Í öðru lagi er það öll tækifærin sem felast í hinni miklu tæknibyltingu og TM Software hefur tekið virkan þátt í að nýta sér. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það fyrst og síðast ofurhetjurnar í hugbúnargerð sem hafa byggt upp eitthvað stórt og fallegt eins og við hjá TM Software höfum upplifað á undanförnum árum.

Mér fi nnast hraðinn og spennan í hugbúnaðargeiranum aldrei hafa verið jafn mikil. Við erum að sjá rótgróin fyrirtæki hverfa á ógnarhraða af sjónarsviðinu á sama tíma og nýjar hugmyndir verða að nýjum og stórum fyrirtækjum. Öll framþróun hefur einhverja snertingu við hugbúnað eða eins og virt alþjóðlegt tímarit fullyrti fyrir stuttu með fyrirsögninni: “Software is eating the world”. Þetta ástand er gríðarlega jákvætt fyrir TM Software, tækifærin eru allstaðar og heimurinn er eitt markaðsvæði.

„Það frjóa andrúmsloft sem skapast hefur í gegnum tíðina á hinum árlega Ofurhetju-degi hefur gagnast okkar viðskiptavinum í virkri verðmætasköpun.“

Í dag er nýsköpun stór hluti af starfsemi TM Software en við höfum markvisst unnið að því að auka áherslu á þennan þátt í okkar rekstri. Einn áfangi í því starfi er að halda hinn árlega Ofurhetjudag. Þá taka starfsmenn sér frí frá hefðbundinni daglegri vinnu og keppast við í 24 tíma að skapa bestu frumgerðina. Það frjóa andrúmsloft sem skapast hefur í gegnum tíðina á hinum árlega Ofurhetjudegi hefur gagnast okkar viðskiptavinum í virkri verðmætasköpun.

TM Software er líka afar stolt af því að eiga metnaðarfulla og kröfuharða viðskiptavini. Í dag eru þetta mörg af framsæknustu fyrirtækjum landsins og eru viðskiptavinir okkar í heild yfi r 3 þúsund talsins í yfi r 70 löndum.

Þegar allt er tekið saman þá er markmið TM Software skýrt; við viljum stöðugt vera að búa til sýnileg verðmæti fyrir okkar viðskiptavini sem skila sér í nýsköpun og bættum rekstri. Glæsilegur árangur og björt framtíð TM Software fær okkur til að skála á föstudögum.

Glæsilegur árangur og björt framtíð TM SoftwareEftir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóra TM Software

Í mars 2011 hóf sjö manna teymi frá vef­ og sérlausnasviði TM Software störf í stóru hugbúnaðarverkefni fyrir Sabre Airline Solutions. Sabre er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi á sviði hugbúnaðar fyrir fl ugfélög og hjá því starfa um 10.000 manns í 60 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dallas í Texas.

Sabre verkefnið, eins og það hefur verið kallað hjá TM Software, fólst í því að tengja stórt fl ugfélag sem notar fl ugvildarpunktakerfi Sabre Airline Solutions við eitt af stærri bandalögum fl ugfélaga í heimi, þannig að viðskiptavinir fl ugfélagsins geti fengið vildarpunkta fyrir fl ug með öðrum fl ugfélögum innan þessa bandalags.

Að þessu verkefni komu fjölmargir hópar og aðilar frá Sabre samstæðunni víðs vegar úr heiminum. Starfsmenn TM Software skiptust niður á tvö teymi sem störfuðu með með teymum Sabre á Íslandi og í Póllandi.

Verkefnið var stórt og viðamikið og tímaramminn þröngur en skila þurfti verkinu rúmum 6 mánuðum síðar. Til að vinna verkið hratt og vel var notast við SCRUM aðferðafræðina og unnið í þriggja vikna sprettum. Þar skipti reynsla TM Software af SCRUM mjög miklu máli og var Hreinn Eggertsson, verkefna­stjóri og Certifi ed Scrum Master frá TM Software fenginn til að leiða annað teymið sem SCRUM MASTER. En SCRUM var valið fyrir þetta verkefni vegna mikillar þekkingar á SCRUM hjá Sabre á Íslandi (áður Calidris).

Hreinn segir að hluti vinnunnar í upphafi hafi falist í því að kenna Sabre meðlimum hópsins í Krakow að nota SCRUM og Agile aðferðir.

„Í fyrstu var verkefnið fólgið í því að ná jafnvægi í framleiðslu hópsins til þess að forritun og prófanir héld­ust í hendur. Þegar jafnvægi var náð var auðveldara að klára áætluð verkefni hvers spretts. Það kom fl jótt í ljós að þrátt fyrir dagleg samskipti gegnum öfl ug fjarskiptaforrit, eru skilvirkustu samskiptin alltaf augliti til auglitis“, segir Hreinn.

Hreinn segir jafnframt að það hafi skipt miklu máli að fá stóran hluta hópsins frá Póllandi til Íslands.

Scrummað með Sabre Airline Solutions

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software

„Innleiðing á SCRUM er alltaf erfi ðari þegar aðilar sama hóps vinna í sitthvoru landinu. Það er því alltaf mikilvægt að fá tækifæri til að vinna tímabundið við hlið annars hópmeðlims, sem annars er staddur í öðru landi“, bætir Hreinn við.

Verkefnið var afhent tveimur mánuðum á eftir áætlun en seinkum var sökum þess að nokkur aðildar­félög innan fl ugfélagabandalagsins voru ekki tilbúin í prófanir innan tímamarka.

Á síðari stigum verkefnisins fl uttist vinnan alfarið yfi r til TM Software og í dag snýst verkefnið að mestu leyti um viðhald og prófunar­ferli með fl ugfélögum sem vilja gerast aðilar að þessu bandalagi valinna fl ugfélaga.  

Það sannaðist mjög fl jótt í þessu verkefni að SCRUM hentaði vel. „Fyrirfram voru þarfi rnar lauslega skilgreindar og því tækifæri að skil gr­eina þær nánar rétt áður en vinna við úrlausn þeirra hófst. Í lok hvers spretts var svo þeim, sem að verkefninu komu, sýndar afurðir hans sem gaf þá rými fyrir breytingar í tíma ef þörf var á þeim. Verkefnið var og er mjög skemmtilegt“, segir Hreinn að lokum.

Hreinn Eggertsson, Certifi ed Scrum Master hjá TM software

newspaper_tamplet_tm_master.indd 2 7.2.13 13:16:58

Page 3: TM Software Times

3

VEFLAUSNIR TM SOFTWARE

Greining

Þarfagreining

Notendasögur

Leiðarkerfisgreining

Efnisgreining

Hönnun

Wireframes

Viðmótshönnun

Skalanleg hönnun

Hönnunarstaðall

Þróun

Viðmótsforritun

HTML5 / CSS3

Sérþróun

Snjallsímar

Prófanir

Viðmótsprófanir

Tenglaprófanir

Álagsprófanir

Aðgengispróf

Textagerð Ritstjórn Viðhald Mælingar Endurmat

AFHENDING Á VEF

Leitarvélabestun

Leitarorðagreining

Markmiðasetning

Textagerð og ráðgjöf

Mælingar

Netauglýsingar

Leitarorðagreining

Markmiðasetning

PPC (Pay per click)

Mælingar

Samfélagsmiðlar

Ráðgjöf

Námskeið

Auglýsingar

Innleiðing og vöktun

Vefmælingar

Greining og ráðgjöf

Uppsetning

Sérsniðnar lausnir

Markmiðasetning

Við sköpum hjá tmsoftware.is | [email protected]ö� stö�!

newspaper_tamplet_tm_master.indd 3 7.2.13 13:16:58

Page 4: TM Software Times

TM Software Times

4

Motturmars er svo sannarlega búinn að vinna sér sess í hugum Íslendinga, jafnt hjá körlum sem konum, enda fara motturnar og skeggvöxtur íslenskra karlmanna ekki framhjá mörgum þegar líður á marsmánuð ár hvert. Átakið var haldið í þriðja sinn í mars á þessu ári.

Mottuáskorun Krabbameinsfélagsins var fyrst hleypt af stokkunum í mars árið 2010 sem hluti af árveknis­ og fjáröflunarátaki í baráttunni gegn krabba­meini hjá körlum.

TM Software sá um að þróa lausnina sem keyrir áheitavef Krabbameins­félagsins www.mottumars.is í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið.

Á þessum þremur árum hafa safnast um 80 milljónir í gegnum vefinn og óhætt að segja að það muni um slíkar fjárhæðir í starfsemi Krabbameinsfélagsins.

„Með því að hafa keppni í gegnum vefinn og tengja að hluta við húmor höfum við náð jafnt til karla sem kvenna með einstökum hætti“

Laila Sæunn Pétursdóttir er markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins og hefur unnið að verkefninu með TM Software undanfarin 2 ár. Hún segir að Mottumarsvefurinn hafi breytt átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

„Við náðum beinni tengingu við samfélagið og sáum hvernig almenningur tók við sér í gegnum vefinn. Vakningin í gegnum vefinn hefur verið gríðarleg bæði sem árvekni og sem fjáröflun. Með því að hafa keppni í gegnum vefinn og tengja að hluta við húmor höfum við náð jafnt til karla sem kvenna með einstökum hætti“, segir Laila.

Laila segir jafnframt að áheitafyrirkomlag eins og Mottumars sé svo sann­arlega spennandi tæki. „Við sjáum alveg fyrir okkur að í framtíðinni getum við nýtt það í fleiri verkefnum“, segir Laila að lokum.

Húmor og mottur ná til allra

Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins

Starfsfólk TM Software gerir fleira en að vefa til góðs. Við höfum undanfarin tvö ár tekið þátt í Reykavíkurmaraþoninu og styrkt góðgerðarfélög og verkefni sem tengj­ast þeim veflausnum sem við höfum tekið þátt í að skapa.

Flottur hópur hlaupagarpa hjá TM Software tók þátt í Reykavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst s.l. og hljóp hópur­inn til styrktar Barnaheillum. TM Software hefur undan­ farið ár unnið með Barnaheill Save the Children Iceland að skemmti legum verkefnum á borð

Vefað og hlaupið til góðsEftir Maríu Franklín Jakobsdóttur

við Heillakeðju barnanna og WoW Cyclothon sem hægt er að skoða betur á www.heillakedjan.is. Verkefnið heillaði okkur og við vildum með áheitasöfnun í maraþoninu styrkja félagið enn frekar.

Alls söfnuðu hlauparar TM Software 114 þúsund krónum fyrir Barnaheill en TM Software styrkti hvern starfsmann um 500 krónur á hvern hlaupinn kílómeter.

Þess má geta að TM Software þróaði einnig vefinn og WebMaster á heitakerfið sem Hlaupastyrkur.is notar.

Nokkrir hlauparar TM Software í 10km hlaupi í Reykavíkurmaraþoni 2012

newspaper_tamplet_tm_master.indd 4 7.2.13 13:17:01

Page 5: TM Software Times

5

Súpernördarnir hjá TM Software hafa ekki undan við að vefa til góðs. Á undanförnum árum hefur TM Software þróað áheitakerfi sem viðbót við WebMaster vefumsjónarkerfið og hefur kerfið verið notað með árangursríkum hætti í tengslum við nokkra af þekktari viðburðum landans t.a.m. í kringum Reykjavíkurmaraþonið á hlaupastyrkur.is og í Mottumarsáskorun Krabbameinsfélagsins á mottumars.is. Það sem af er þessu ári hafa 86 milljónir safnast á áheitavefum sem keyra í áheitakerfi frá TM Software.

86 milljónir safnast á áheitavefum frá TM Software

Mottuáskorun Krabbameinsfélagsins í mars 2012. Upphæð: 29.860.006 kr

Hlaupið til góðs í Reykavíkurmaraþoni, ágúst 2012. Upphæð: 45.987.154 kr.

Alþjóðleg hjólreiðakeppni hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaheill. Upphæð: 3.263.820 kr.

Heillakeðja barnanna 2012 - Save the Children Iceland. Upphæð: 869.500 kr.

Alþjóðlegi Tour de Marel fjáröflunardagurinn 2012. Upphæð: 39.924 €

newspaper_tamplet_tm_master.indd 5 7.2.13 13:17:02

Page 6: TM Software Times

TM Software Times

6

Á fyrri hluta árs 2012 setti Icelandair nýja útgáfu af farsímavef félagsins í loftið. Á sama tíma var tekin í notkun farsímainnritun sem gerir farþegum hjá Icelandair kleift að innrita sig í flug og fá rafrænt brottfararspjald sent beint í símann. Engin þörf er fyrir útprentað brottfararspjald og þægindin aukast til muna.

Farþegar sem ferðast án farang­urs og hafa rafrænt brottfararspjald í símanum geta haldið rakleiðis í öryggishliðið á Keflavíkurflugvelli og

Farsímavefur á flugi hjá Icelandair

sloppið við innritunar­ og farangurs­ raðir á flugvöllum.

Notendur þjónustunnar fara ein­faldlega inn á http://m.icelandair.is og smella á Innritun. Þar er slegið inn bókunarnúmer og eftirnafn og smellt á Áfram. Þegar innritunarferlinu er lokið er rafrænt brottfararspjal (e­miði) sent í farsímann annaðhvort með sms eða í tölvupósti. Þjónustan er í boði á 19 flugvöllum á áfanga­stöðum Icelandair og opnar 36 tímum fyrir brottför.

TM Software sá um hönnun og uppsetningu á farsímavefum ásamt aðlögun á farsímainnritunarlausn Icelandair sem þróuð er af Amadeus (www.amadeus.com). Vefurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og var meðal annars tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2011 sem fram fóru í Tjarnarbíói þann 3. febrúar 2012.

Á vormánuðum var enn bætt við farsímaþjónustu Icelandair og geta farþegar nú sótt allar  helstu upp lýs­ingar um flugið sitt með farsímanum ásamt því að geta uppfært sætisbeiðni, netfang og Saga Club númer.  Einnig er hægt að uppfæra APIS upplýs ingar (Advance Passenger Information System) sem ljúka þarf fyrir innritun í flug til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands.

„Viðskiptavinir Icelandair munu  á komandi mánuðum sjá margar spennandi nýjungar á farsímavef Icelandair“

„Hjá Icelandair horfum við á farsíma sem upplýsinga og dreifi­kanal fyrir félagið. Þess vegna leggj­um við áherslu á það til framtíðar að hafa sem mest af þjón ustu félagsins aðgengilega í gegnum farsíma. Við sjáum mikla möguleika í aukinn þjónustu við viðskipta­vini fyrir og í ferðalaginu sjálfu. Viðskiptavinir Icelandair munu á komandi mánuðum sjá margar spennandi nýjungar á farsíma­ vef Icelandair“.

Árni Sigurðsson, forstöðumaður Distribution and e business Development hjá Icelandair.

54% Íslendinga áttu snjallsíma í október 2012.

44% netnotenda á Íslandi tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma

47% netnotenda á Íslandi hafa tengst netinu utan heimilis og vinnu með þráðlausum smátækjum

86% þeirra sem tengjast neti með farsíma eða snjallsíma nota til þess háhraða farsímatengingu

68,8% lesa tölvupóst á þráðlausum tækjum (að fartölvum og spjaldtölvum undanskildum)

68,7% nota samskiptasíður á þráðlausum tækjum (að fartölvum og spjaldtölvum undanskildum)

67,3% lesa fréttir af vefnum á þráðlausum tækjum (að fartölvum og spjaldtölvum undanskildum)

33%af nettraffík á Facebook nota farsíma eða snjallsíma

Heimild: MMR, október 2012

Heimild: Hagtíðindi 2:2012, 9. okt.

Source: KPCB, október 2011

Tölfræði um snjall-símanotkun

newspaper_tamplet_tm_master.indd 6 7.2.13 13:17:03

Page 7: TM Software Times

7

Nýlegar tölur frá Hagstofunni benda til þess að 44% netnotenda á Íslandi tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma og 86% þeirra sem tengjast neti með farsíma eða snjallsíma nota til þess háhraða farsímatengingu.

Margir hafa eignast slík tæki vegna vinnunnar eða í gegnum sitt fyrirtæki. Snjallsímabyltingin byrjaði fyrir alvöru með fyrstu útgáfunni af iPhone árið 2007. Þá fyrst náðu snjallsímar dreifi ngu til almennings af einhverju viti. Fyrir þann tíma voru það aðallega nördarnir og tækjafíklarnir sem státuðu af svona stássi. Síðan þá hefur Android stýrikerfi ð náð mikilli útbreiðslu með símaframleiðendum eins og Samsung, HTC og LG og ódýrari útgáfur snjall­síma hafa gert almenningi kleift að eignast slík tæki.

Er skalanleg hönnun málið, snjallar vefsíður, farsímavefi r eða snjallsímaforrit (öpp)?

Samkvæmt könnun MMR í nóvember árið 2010 áttu 43% Íslendinga snjallsíma og þeim hefur nú líklega fjölgað umtalsvert síðan þá. Það hefur ekki verið gerð sambærileg rannsókn svo ég viti til síðan 2010 en nýlega stóð Síminn fyrir viðburðinum #siminnforum þar sem fyrirtækið bauð ýmsum hagsmunaðilum og ofurnördum á sinn fund til að kynna fyrir þeim hvað fyrirtækið hyggst gera í nánustu framtíð á snjallsímamarkaðinum. Það sem m.a. mátti skilja af færslum á Twitter og Instagram um viðburðinn er að í kerfum Símans mælist snjallsímanotkun talsvert minni eða um 28% (http://bit.ly/QBRCkc). Líklegt er að tölfræði milli símafyrirtækja sé nokkuð ólík þar sem samsetning á viðskiptavinum er ólík og því ólíklegt að tölfræði Símans endurspegli endilega markaðinn í heild. Ljóst er að önnur símafyrirtæki t.d. Nova á mjög stóra markaðshlutdeild sérstaklega í yngri aldurshópum sem eru mögulega líklegri snjallsímanotendur en eldri kynslóðir.

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að velja réttu lausnina og að mínu mati er rétta forgangsröðin sú að byrja á því að tryggja að vefsíðurnar séu notendavænar á smærri tækjum.

Í ágætri samantekt Þorsteins Mar, vefstjóra hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, á vefnum markadssetning.is (http://bit.ly/RoYtgm) um #siminnforum er einnig greint frá því að Android stýrikerfi ð er meira en tvö­falt vinsælla en iOS í kerfum Símans og að netnotkun stórnotenda í Android er meiri en hjá iPhone.

Hvernig sem tölfræðinni er nákvæmlega háttað hjá símafyrirtækjunum þá er útbreiðslan það mikil að ekki er lengur ásættanlegt að fyrirtæki bjóði notendum upp á ónothæfar vefsíður á smærri skjám eins og á snjallsímum og

spjaldtölvum.Það er fullvíst að viðskipti eiga eftir að færast í auknum mæli yfi r á

smátækin og netverslun í gegnum snjallsíma er sá þáttur sem hraðast vex um þessar mundir á vefl ausnamarkaði. Verslanir og þjónustuaðilar ættu t.d. að fara að huga að því hvernig þær geta selt eða stutt við sölu á vörum sínum og þjónustu beint í gegnum símann.

Fyrirtækin eru að taka við sér og við hjá TM Software verðum vör við að það er mikill áhugi fyrir því að auka þjónustuframboðið á netinu fyrir minni tækin. En þá vakna spurningar um hvaða leiðir séu bestar til að koma til móts við notendur smærri tækja. Er skalanleg hönnun málið, snjallar vefsíður, far­símavefi r eða snjallsímaforrit (öpp)?

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að velja réttu lausnina og að mínu mati er rétta forgangsröðin sú að byrja á því að tryggja að vefsíðurnar séu notenda­vænar á smærri tækjum. Allar vefsíður eru í dag aðgengilegar á farsímum og snjallsímum hvort sem eigendum vefsíðanna líkar það betur eða verr og það er mikilvægt að stjórnendur vefsvæða taki fulla stjórn á upplifun notenda með ólíkar skjástærðir.

Mér hefur fundist að sumir stjórnendur fyrirtæki hreinlega ofmeti öppin og haldi að þau séu svarið við öllu. En gæði smáforritana og hugsanlega þau verkefni sem leysa á með tilteknum smáforritum eru í mörgum tilfellum ekki í takt við kröfur markaðarins. Rannsóknir sýna að fjöldi þeirra smá­forrita sem eru sótt og aðeins notuð einu sinni hefur stórvaxið. Jafnframt er brottfall notenda nokkuð hátt þegar kemur að snjallsímaforritum en kannanir hafa mælt að meðaltali eru eingöngu um 4% notenda enn að nota tiltekið snjall­símaforrit 12 mánuðum eftir uppsetningu. Þetta endurspeglar þá staðreynd að mörg forritanna leysa ekki nægilega aðkallandi verkefni.

Svarið mitt er að sem fyrsta skref er alltaf betra að trygga að vefsvæðið sé notendavænt í öllum tækjum.

Því verður ekki neitað að margvísleg tækifæri eru í því að nota snjall­símaforrit í markaðslegum tilgangi sem part af markaðsátaki eða herferð en verulega skortir á að ef viðmótið sem tekur við notandanum þegar kemur að framtíðarþjónustu stenst ekki væntingar notandans.

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að skilja hvenær hentar að vera með snjall símaforrit og hvenær er betra og hagkvæmara að bjóða frekar upp á vef­lausn til að leysa tiltekin verkefni. Svarið mitt er að sem fyrsta skref er alltaf betra að trygga að vefsvæðið sé notendavænt í öllum tækjum. Við ráðleggjum að fyrst séu kostir skalanlegra vefsíðna skoðaðir. Síðar eða jafnhliða er hægt að huga að því hvort æskilegt sé að bjóða upp á snjallsímaforrit og þá hvaða verkefni sem viðskiptavinir vilja leysa henta vel fyrir snjallsímaforrit og geta betrumbætt upp­lifun notandans enn frekar.

Með vefi nn í vasanumEftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur

Soff ía Þórðardóttir, hópstjóri á vef-og sérlausnasviði TM Software

5 Mobile impacts consumer behaviors throughout the purchase path

The average mobile web user consumes 7.2 hours of media daily.Mobile devices represent 27% of this time.

67%lying in bed

25%commuting

19%in the bathroom while shopping at social gatherings

47%waiting forsomething

while watching TV

22%spending time

with family

39%

2 Mobile device usage is throughout the day

1 Mobile share of time ahead of TV, catching up with online

3 Mobile media activities

15% 15%

4 Comfort with mobile advertising is already greater than TV or online advertising

Which forms of media most impact your purchasing decisions?

48% 47% 46%

66%are more or equally comfortable with mobile advertising vs. TV or online ads

Introduced you to something new

Provided you with better option Helped you �nd

something nearby

Caused you to reconsider a product

42%

23%

26%

13%

11%

14%

In�uenced your in-store purchase

In�uenced you to buy via your mobile

Global

5 ways mobile devices havechanged the way peopleconsume media

$

140

min

117 min

98 min

33 min

49 min

[email protected] @InMobiwww.inmobi.com / / Source: InMobi, Decision Fuel & On Device Research, Mobile Media Consumption Research, Feb 2012

Research Partner:

Social Media

22%

Local Search

7%

Games

18%Entertainment

19%

E-Mail

12%

General Info & Search

14%

Shopping

8%

Hvar notar fólk snjallsíma?

Heimildir:

Hagtíðindi 2:2012, 9. okt. 2012 ­ http://bit.ly/RWy1xp

#siminnforum ­ http://bit.ly/QBRCkc

Markadssetning.is 4. okt 2012 ­ http://bit.ly/RoYtgm

Flurry, October 2011 ­ http://bit.ly/RXLapZ

newspaper_tamplet_tm_master.indd 7 7.2.13 13:17:04

Page 8: TM Software Times

TM Software Times

8

Í kjölfar eldgosanna apríl 2010 sameinuðust íslensk stjórnvöld og ferða­þjónustuaðilar um að hrinda af stað stærsta markaðsátaki Íslandssögunnar þegar verkefnið og markaðsherferðin Inspired by Iceland fór í gang. TM Software tók þátt í þessu verkefni og annaðist uppsetningu vefjar átaksins, sem stóð yfir sumarið 2010 og hafði það að markmiði að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað erlendra ferðamanna.

Vel tókst til með markaðsherferðina og sópaði hún að sér verðlaunum erlendis frá m.a. einum eftirsóttustu auglýsingaverðlaunum í Evrópu, Euro Effie. Hlaut Inspired by Iceland bæði fyrstu verðlaun fyrir bestu herferðina og gullverðlaun fyrir bestu notkunina á samfélagsmiðlum.

Sumarið 2012 endurnýjaði Íslandsstofa samstarfssamning sinn við TM Software og í byrjun september fór þriðja útgáfan af vefnum www.inspired­byiceland.com í loftið. Sá vefur hefur að geyma sýnishorn af því besta sem gert hefur verið í verkefninu undanfarin tvö ár ásamt því að blásið var til nýrrar herferðar undir heitinu Iceland by another name. Þar er ferða mönnum og aðdáendum Íslands boðið að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og gefa Íslandi nýtt nafn. Hundruðir skemmtilegra tillagna hafa borist sem allar eiga það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúru landsins, menningu og þjóðlíf.

Sveinn Birkir Björnsson er verkefnastjóri Promote Iceland á Íslandsstofu og við skutum á hann nokkrum spurningum um þetta skemmtilega verkefni.

Vefurinn hjartað í markaðsátaki Inspired by IcelandEftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur

Hvaða hlutverki hefur vefurinn gengt við markaðsátakið Inspired by Iceland?

Vefurinn hefur frá upphafi verið hjarta verkefnisins. Þegar Inspired by Iceland fór fyrst af stað sumarið 2010 var mikil áhersla lögð á að fá fólk til að koma inn á vefinn til að sýna fram á að hér væri ekki allt á kafi í ösku. Til þess notuðum við bæði mikið af myndböndum ásamt því að streyma frá hágæðavefmyndavélum víða um landið og frá tónleikum í hljómskála­garðinum. Á síðasta ári var vefurinn í aðalhlutverki þegar Íslendingar buðu ferðamönnum heim með heimboðunum sem skráð voru á vefinn. Í ár biðjum við fólk um að segja okkur hvað Íslandi þýðir fyrir það með því að setja á vefinn tillögur að lýsandi nafni fyrir landið. Vefurinn hefur þannig alltaf verið í lykilhlutverki í kynningarstarfi Inspired by Iceland.

Hvað hefur helst staðið upp úr við markaðsátakið Inspired by Iceland?Það sem hefur verið ánægjulegast er að sjá hve Íslendingar hafa verið

tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu með okkur þegar til þeirra hefur verið leitað. Þegar við báðum Íslendinga um að deila með heiminum góðum

fréttum frá Íslandi á svokölluðu Iceland Hour, þá svaraði um þriðjungur þjóðarinnar kallinu. Þegar við leituðum til Íslendinga og báðum þá um að bjóða heim ferðamönnum til að leyfa þeim að kynnast land og þjóð með persónulegri hætti, þá var fjöldi Íslendinga sem var tilbúinn til að taka þátt og bjóða heim ókunnugu fólki. Ég held að þetta hefði hvergi verið hægt nema á Íslandi.

Hvað finnst þér hafa verið lærdómsríkast við markaðsátakið Inspired by Iceland?

Það sem hefur verið lærdómsríkast er að sjá hve hægt er að ná miklum slagkraft í landkynningu þegar allir leggjast á eitt. Inspired by Iceland er samstarfsverkefni stjórnvalda og einkageirans og alls hafa rúmlega 130 fyrirtæki tekið þátt í verkefninu fram á þennan dag. Verkefnið hefur skilað miklum árangri, en það hefur fyrst og fremst verið fyrir samstillt átak þar sem allir leggjast á eitt og tala einni röddu. Við erum lítið land og eyðum ekki hárri upphæð til landkynningar ef við miðum við stærri lönd. Það skiptir því miklu máli fyrir okkur að allir leggist á eitt.

Sveinn Birkir Björnsson, verkefnastjóri Promote Iceland

newspaper_tamplet_tm_master.indd 8 7.2.13 13:17:08

Page 9: TM Software Times

9

Í júní 2010 varð frumvarp um ráðgef­andi stjórnlagaþing að lögum og hálfu ári síðar voru hjólin farin að snúast á fullu við skipulagningu og undirbúning þingsins. Finnur Pálmi Magnússon var ráðinn tæknistjóri Stjórlagaþinngs og það var hans hlutverk að útfæra og upp­fylla kröfuna um að almenningur gæti fylgst með störfum ráðsins á meðan þau færu fram.

Verandi vefnörd af lífi og sál þá kom kom aldrei annað til greina hjá Finni Pálma en að nýta allt það sem Netið og vefurinn hefur upp á að bjóða sem aðal samskiptatækið við almenning.

Það var einnig ljóst frá byrjun að til að koma öllu efninu sem framleitt var við störf ráðsins, bæði í nefndarstarfi og á ráðsfundum, á vefinn eins fljótt og mögulegt var að nauðsynlegt yrði að setja upp skilvirkt ferli þar sem gögnin yrðu unnin jafnóðum inn á vefinn. Því var hannað flæði þar sem fundargerðir, vikulega uppfærð drög og annað efni fór beint inn á innri vef ráðsins og þaðan út á netið eftir yfirlestur.

Finnur Pálmi segir að ráðinu hafi verið skamtaður mjög naumur tími til þessa flókna verkefnis og því var ljóst að það þyrfti að beita öllum ráðum til að stytta verkferla. „Ég starfaði náið með stjórn ráðsins og það var lykil­linn að því að finna hvar netið gæti hjálpað og eins hvernig við gætum haft starfið eins opið og gagnvirkt og raun bar vitni.

Án vefsins hefðu störf stjórnlaga­ráðs farið fram fyrir luktum dyrum og án mikillar þátttöku almennings“, segir

Finnur.Úr varð að Finnur Pálmi fékk nokkra

vefsnillinga í lið með sér við að vinna vefinn þ.á.m. hjá TM   Software og jafnframt var VYRE Unify vefumsjónar­ kerfið sem TM Software er endursöl­uaðili fyrir á Íslandi, fyrir valinu til að keyra vefinn. Finnur Pálmi hafði lítinn tíma til stefnu og vissi af reynslu að hann gat reitt sig á VYRE kerfið til að leysa þau verkefni sem hann þurfti að fást við á skömmum tíma.

En hvað segir Finnur sjálfur um það að nota VYRE.

„Ég tók þátt í að velja og setja upp VYRE kerfið fyrir Icelandair og Símann þegar ég vann hjá TM Software og vann auk þess í þrjú ár hjá VYRE í Bretlandi. Ég hafði þrjá mánuði til að útfæra lausn sem jafnaðist á við vef Alþingis en byði upp á meiri gagnvirkni en áður hefur þekkst hér á landi. Einn af styrkleikum VYRE Unify er hversu fljótlegt er að sérsmíða veflausnir fyrir umsjón á texta sem þarf að flæða milli manna, fara í yfirlestur og birta á mismun­ andi vegu á mörgum stöðum“, segir Finnur og heldur áfram.

„Einnig spilaði inn í að ég var einn í vefdeildinni og hafði takmörkuð fjárrráð. Því lá beinast við að nota þá lausn sem gerði okkur kleift að leysa verkefnið með þessum hætti. Í hverri viku komu upp ný verkefni sem þurfti að leysa og við uppfærðum virkni vefsins nærri daglega. Þá var ómetanlegt að geta leitað til sérfræð­ inga TM Software þegar kom að stærri uppfærslum og fyrir útfæslu á flóknari einingum þar sem tvær hendur og einn haus dugði ekki til“.

Á mettíma var hannaður bæði vefur og innranet fyrir Stjórnlagaráð. Innranetið gengdi lykilhlutverki í forvinnslu efnisins fyrir birtingu á vefnum en stór hluti fundargagna voru unnin beint á Netinu til að hafa ferlið við birtingu upplýs­inga til almennings sem skilvirkast. Uppfærslur á vefnum voru í höndum starfmanna ráðsins en þess má geta að stjórnlagaráð í heild sinni tileinkaði sér Agile vinnubrögð þar sem vinna við hvern kafla nýju stjórnar skrárinnar var unnin í ítrunum þar til lokaniðurstaða var fengin.

Mikið var lagt upp úr opnum samskiptum við fólkið í landinu í gegnum vefinn og hafði það fjölmargar leiðir til að fylgjast með og taka þátt í mótun stjórnarskrárinnar. Mögulegt var að fylgjast með þróun texta í væntanlegu frumvarpi til stjórnarskrár og skrifa athugasemdir við hvern kafla. Beinar út­sendingar frá ráðsfundum voru sendar út á vefsíðunni og Facebook og daglega voru sett inn stutt viðtöl við ráðsfulltrúa inn á Youtube og Facebook. Þannig voru samfélagsmiðlar nýttir eins og best var kostur á.

Finnur segir að viðbrögðin við vefnum hafi verið vonum framar og vefurinn var mikið notaður. „Við fengum 40 þúsund gesti á meðan ráðið starfaði og í seinasta mánuðinum voru 26 þúsund flettingar á vefnum. Mér þótti sérstak­lega vænt um að fá jákvæð erindi frá þeim sem notuðu hann mikið. Bæði frá áhugafólki um störf ráðsins og tæknifólki hér á landi. Þegar Guardian birti svo grein um nálgun okkar á starfið sem fór á forsíðu TechCrunch og Mashable, þá sló nördahjartað auka slag“, játar Finnur stoltur.

Vefurinn og aðferðarfræðin sem Stjórnlagaráð notaði í störfum sínum hafa líka fengið mikla athygli erlendis. Í september s.l. hélt Finnur Pálmi til Helsinki á Open Knowledge & Data ráðstefnuna til að kynna vinnu stjórn­lagaráðs fyrir hópi hundruð gagnanörda og áhugamanna um opin gögn og opna stjórnsýslu og nýlega tók Finnur þátt í hringborðsumræðum hjá Google Ideas þar sem tæknifólk frá Egyptalandi, Líbýu og Sómalíu deildi hugmynd­um og sýndi vefi sem byggðu á aðferðafræðinni sem var notuð á Íslandi.

Þó að störfum Stjórnlagaráðs sé löngu lokið og að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá Íslands hafi verið skilað til Alþingis þá gegnir vefurinn enn þýðingarmiklu hlutverki bæði við að kynna ferlið og frumvarpið sjálft fyrir almenningi jafnt innanlands sem erlendis.

Það verður áhugavert að sjá þegar fram líða stundir hverju þessi vinna Stjórnlagsráðs skilar og hvort að Íslendingar eignist brátt nýja stjórnarskrá sem skrifuð var á Netinu.

Mælendaskrá ráðsins birt á vefnum fyrir alla að sjá

Vefur Stjórnlagaráðs

Finnur Magnússon

Ný stjórnarskrá samin í VYRE Unify?Eftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur.

newspaper_tamplet_tm_master.indd 9 7.2.13 13:17:09

Page 10: TM Software Times

TM Software Times

10

Samfélagsmiðlarnir

FacebookFacebookStærsti samfélagsmiðillinn1000 milljón notendurMyndir eru vinsælarViral dreifi ngFá svör við spurningumLeita álitsHjálpar með SEO.

Twitter500 milljón notendurFólk á faraldsfætiÞað sem er í gangi núna ­ ráðstefnur, hamfarir, bylting...Stuttar tilkynningarSvara fyrirspurnumGrípa inn í umræðu#hashtags

YouTubeNæst stærsta leitarvélinUpplifun ­ fl ott myndataka og skem­mtileg tónlistHD = Betri upplifunGott fyrir SEO ­ Universal searchViral áhrif

Vimeo65 milljón heimsóknir á mánuðiHD “nauðsynlegt”Engar auglýsingar undan/yfi r/eftirKurteisara samfélag en á YouTube

Tumblr76 milljón bloggFjör og grínGIFMyndirReblog ­ gott fyrir SEO

Instagram30 milljón skráðir notendurFlottar myndirGott fyrir efni á bak við tjöldin#hashtags

PinterestMyndir og myndbönd82% kvenmennSendir umferð á vefsíðuna þínaUpplifunInfl uence/tippers

LinkedIn175 milljón notendurFaglegt tengslanetProfessionalCV­ið og deila hvaða greinar/bækur það er að lesa, ekki til að deila fynd­num myndböndum.

Google+100 milljón virkir notendurHjálpar smá með SEOAðal ástæðan til að vera þarna er fyrir SEOFá nýjar vefsíður til að birtast fyrr í leitarniðurstöðum

Flickr51 milljón skráðir notendurFlottar myndirGott fyrir SEOCreative Commons ­ viral áhrifGóð lausn til að hýsa myndir

Foursquare25 milljón notendurTips Good will & BrandingVerðlauna viðskiptaviniLímmiði ­ minna fólk á að tékka sig innBirtast í Foursquare Explore

SoundCloud20 milljón notendurTónlist, viðtöl, podcasts...YouTube fyrir hljóð ­ hýsing, embed, comments, like...Gott til að ná til tónlistaráhugamanna

Fólk vill helst stunda viðskipti við þá sem það treystir. Samfélagsmiðlar geta hjálpað fyrirtækjum að eignast vini og eiga í góðum samskiptum við vinahópinn til að mynda trúnaðar­samband sem góð viðskipti geta grundvallast á.

Samfélagsmiðlarnir eru margir og þeir hafa mismunandi eiginleika og menningu. Það er því mikilvægt að þekkja miðlana og eftir hverju fólk sækist á hverjum miðli.

Grundvallarreglan varðandi öll vinasambönd er sú að það hjálpar að vera vingjarnlegur, áhugaverður,

í reglulegu sambandi og ná góðri tengingu við vinina t.d. í gegnum húmor.

Það er líka gott að hafa í huga að jafnvel í hinum fullkomna heimi er erfi tt að vera virkur á öllum sam­félagsmiðlum. Nauðsynlegt er að velja þá miðla sem henta best fyrir hvert verkefni og hvern markhóp.

Tafl an hér fyrir neðan getur e.t.v. hjálpað við að gera sér grein fyrir því að hvaða miðli fyrirtækið ætti helst að einbeita sér að.

S�félagsmiðl�nir útskýrðir

Twt: Ég að b�ða k��u. #k��a

Faceb�k: Ég elska k��ur

F�rsqu�e: Hérna kaupi ég k��ur

Y�Tu�: Sv�a b�ða ég k��u

Flickr: Ég tek flo�� ��ir af k��um

Instagr�: Hérna g�aldags �� af

Vi�o: Hér stu��� um k��u í HD

L�k�In: Ég sérfræð�gur í að baka k��ur

P�t�t: Hérna góð k��uuppskr�t

G�g�+: Ég G�g� st�fsmaður sem b�ð� k��ur

Tumblr: Hérna GIF �� af ke�i að b�ða k��u

S��Cl�d: Ég v� að semja ný� lag um k��uk��unni m�ni #k��a

newspaper_tamplet_tm_master.indd 10 7.2.13 13:17:11

Page 11: TM Software Times

11

Hollráð til að hjálpa vefsíðunni að klífa hærra á Google

#1 Réttu orðinÞað er mikilvægt að greina og nota á vefsíðunni þau orð og orðasamsetn­ingar sem markhópur þinn notar við leit að vöru eða þjónustu sem þú býður. Hægt er að nota Google Keyword Tool til að greina notkun á ákveðnum orðum og sjá tengd orð. Réttu orðin hjálpa þér að vera meira áberandi á leitarvélunum.

#2 TitillinnÞað er mikilvægt að hafa viðeigandi leitarorð í titli vefsíðunnar (<title> í HTML kóðanum) sem endurspegla efni síðunnar. Titilinn þarf að vera einstakur fyrir hverja síðu. Hann þarf líka að vera áhugaverður til að auka líkurnar á að fólk smelli á hlekk­ inn í leitarniðurstöðum.

#3 HlekkirHlekkir yfir á þína síðu frá hátt metnum vefsíðum hjálpa þér að klifra hærra í leitarniðurstöðum. Gott er vinna markvisst að því að fjölga hlekkjum á vefsíðuna og bæta gæði þeirra.

#4 Efni sem fólk vill benda áÞað er gott að birta reglulega nýtt efni (greinar, myndir, myndbönd...) sem fólk vill deila með öðrum. Bæði svo fólk deili því á samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter...) en líka til að fjölga hlekkjum inn á vefsíðuna þína.

#5 Notendavæn síðaVel skipulagt og notendavænt leiðarkerfi tryggir að bæði leitarvélar og notendur eiga auðveldara með að finna efni vefsíðunnar.

#6 HraðiHraði vefsíðunnar skiptir miklu máli fyrir bæði notendur og sýnileika á leitarvélum. Oftast eru það fjöldi og þyngd mynda sem vega þyngst í svartímanum. Þú getur stytt svartím­ ann með því að þjappa myndum í vefútgáfu, sameina bakgrunnsmyndir í sprite, nota proxy header cache og CDN (content delivery network) til að þjóna dreifðum mörkuðum.

Skoðaðu fleiri hollráð á vefsíðu TM Software http://bit.ly/XaugFV.

Umsjónarmenn vefsvæða þurfa í sífellu að huga að því efni sem birtist á vef­síðum þeirra og með vaxandi vitund um hvernig skapandi leiðir við markaðsetn­ingu með áhugaverðu efni bæði í formi texta, mynda og myndbanda fannst okkur tilvalið að heyra í sérfræðing í ritlist um sköpunarferlið og vinnulagið við að setja saman áhugaverðan og vel saminn texta. Rúnar Helgi Vignisson rithöf­ undur er lektor í ritlist við íslensku­ og menningardeild hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann var gestur á Veflausnadegi TM Software þann 18. október s.l. og fjallaði þar um skapandi skrif á óskálduðum texta og við nýttum tækifærið og spurðum hann spörunum úr varðandi ritlist á vefnum.

Hvaða máli skiptir ritlist þegar kemur að efni og texta á Netinu?Framsetning efnis skiptir alltaf máli, alveg sama hvert viðfangsefnið er. Illa framsett og illa samið efni gerir sig ekkert betur á netinu en annars staðar. Þetta er sérstaklega viðkvæmt þegar kynna skal vöru, þá missir hún

„Mér hefur reynst vel að spyrja sjálfan mig: Hvernig hefði amma eða mamma orðað þessa hugsun á íslensku?“

trúverðuleika við hverja stafsetn­ ingarvillu, hverja ambögu. Hvers vegna ætti kúnninn að treysta fyrirtæki sem ekki getur einu sinni gengið almennilega frá kynningar-texta? Fagmennskan þarf að endur­speglast í kynningarefninu.

Skapandi skrif í óskálduðum texta

Þess vegna skiptir miklu máli að fólk sem skrifar fyrir netið tileinki sér fallegan orðaforða, kunni staðlaða stafsetningu og geti látið setningar tala lipurlega saman. Þessari hæfni verður helst náð með því að lesa og skrifa mikið.

Ekki spillir heldur fyrir ef viðkomandi er svolítið hnyttinn og getur leikið sér með tungumálið þegar það á við.

Hvernig efni á netinu vekur helst áhuga þinn og hvað vekur síst áhuga út frá sjónarhóli ritlistar?

Almennt talað er það efni sem er vel unnið og á fallegu máli. Það getur verið mikil nautn að lesa vel hugsað og vel framsett efni þar sem ekki er nein froða. Ég hef verið rithöfundur í 30 ár og er því fljótur að sjá ambögur og klisjur. Oft reyti ég hár mitt yfir málsmeðferð blaðamanna á net­miðlum, ekki síst þegar um þýddar fréttir er að ræða. Þýðingar krefjast mikillar þekkingar á tveimur málum og auðvelt að verða fótaskortur þegar hraðinn er mikill. Mér hefur reynst vel að spyrja sjálfan mig: Hvernig hefði amma eða mamma orðað þessa hugsun á íslensku?

„Ein hugsun í hverri efnisgrein. Ekki borgar sig að eyða kröftum í að búa til texta sem er margar skjálengdir því lesandi er ólíklegur til þess að skrolla mikið.“

Ertu með einhverjar ráðlegg- ingar til fólks varðandi það hvernig það getur helst verið skapandi þegar kemur að því skrifa óskáldaðan texta?

Þar skiptir mestu að þekkja efnið vel og gefa sér tíma. Einstein sagði einu sinni að hann hugsaði og hugs­ aði en hefði rangt fyrir sér í 99% tilvika. Við þurfum að gefa vitundinni tíma til að melta hlutina, láta hana vinna fyrir okkur í svefni sem vöku. Sköpun er til­raunastarfsemi en líka landkönnun.

Stundum er hægt að nýta aðferðir skáldskaparins við framsetningu á óskálduðu efni. Það má t.d. gera með því að nota sjálfan sig sem persónu í textanum. Þannig getur pistlahöf­undur lýst því hvernig honum gekk að læra á nýtt forrit, sett á svið skemmti lega senu sem kristallar kosti og galla vörunnar. Höfundurinn

þarf þó að gæta þess að verða ekki of sjálfumglaður því þá missir hann tiltrú.

Áður en maður sendir efni frá sér er gott að fá einhvern sem maður treyst ir til þess að lesa yfir. Maður getur orðið blindur á eigin texta og stundum kemur fyrir að maður gleym ir að geta einhvers af því manni finnst það svo sjálfsagt sjálfum. Ekki ætti maður þó að gleypa ábendingar hráar heldur vega þær og meta og umfram allt laga þær að textanum sem um ræðir. Þegar vel tekst til geta ábendingar lesara opnað nýja möguleika í textanum og gert gæfumuninn.

Hvað ættu vefstjórar og um-sjónarmenn vefsvæða að hafa í huga við skrif á texta á hefðbundar vef-síður fyrirtækja ef markmiðið er að gera textann áhugaverðan?

Umsjónarmenn vefsvæða standa frammi fyrir þeirri sérstæðu áskorun að fólk les ekki vefsíður nema að litlu leyti. Það skimar og rannsóknir sýna að það skimar gjarnan í F­mynstri yfir sjáinn.

Þetta þýðir að textinn þarf að vera aðgengilegur fyrir skimandi augu. Það verður best gert með því að hafa hann hnitmiðaðan og vel skipulagðan. Aðalatriðin fremst, hafa línur ekki of langar, láta lofta vel og nýta millifyrirsagnir. Ein hugsun í hverri efnisgrein. Ekki borgar sig að eyða kröftum í að búa til texta sem er margar skjálengdir því lesandi er ólíklegur til þess að skrolla mikið. Ef notaðir eru tenglar er betra að þeir séu áberandi, ekki bara eitt stutt orð sem smella skal á.

Eins sýna rannsóknir að best er að ná til lesenda með því að rita skýrt mál, forðast sértækt fagmál og umfram allt skrum, því þá þarf lesandinn að verja tíma og orku í að reikna út kvaðratrótina til að komast að kjarna málsins.

Hvað finnst þér um bloggformið og hvenær finnst þér það eiga við?

Bloggformið er að mínum skiln­ingi persónulegt form. Á bak við það standa yfirleitt einstaklingar sem vilja viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum eða deila einhverju úr ævi sinni með heiminum. Af því við erum manneskjur höfum við hins vegar mikinn áhuga á öðru fólki og stundum má því nýta blogg til óform­legrar kynningar á vöru eða þjónustu.

Leitarvéla-bestun

Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við HÍ

©Jón Páll Vignisson

newspaper_tamplet_tm_master.indd 11 7.2.13 13:17:11

Page 12: TM Software Times

TM Software Times

12

Innranet í Confluence er flottur samfélagsmiðillEftir Söndru Björg Axelsdóttur, sérfræðing í Atlassian vörum hjá

TM Software

Sandra BjörgAxelsdóttir, sérfræðingur, TM Software

Mörg meðalstór og stærri fyrirtæki hafa á síðastliðnum áratug eða svo komið sér upp innrinetum til að miðla upplýsingum til starfsfólks og til að halda utan um ýmis gögn sem tengjast starfseminni. Flest þessara innrineta hafa verið það sem er kallað top­down innranet þar sem lögð er áhersla á að dreifa upplýsingum niður skipuritið frá stjórnendum til undirmanna.

„Með því að nota Confluence sem innri vef er hægt að sameina hinn hefðbundna innri vef og samvinnusvæði fyrir starfsmenn.“

Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning í þá átt að breyta þessu fyrirkomulagi og gera innrinetin meira í líkingu við samfélagsmiðla á borð við Facebook þar sem starfs­ fólkið eru virkir þátttakendur og upplýs ingaflæðið getur bæði verið upp og niður skipuritið. Þessi þróun og hugmyndafræði hefur verið kölluð Social Business og er nú það sem fles t ir hugbúnaðarframleiðendur leggja áherslu á í sínum lausnum til not kunar í innra umhverfi fyrirtækja.

Eitt af þeim kerfum sem óhætt er að mæla með sem innanhúss samfélagsmiðli er Confluence kerfið frá ástralska hugbúnaðarfyrirtækinu Atlassian. Confluence kerfið kom

fyrst á markað árið 2004 og hefur verið í mikilli sókn og stöðugri þróun síðan. Um helmingur þeirra fyrirtækja sem eru á lista yfir Fortune 500 eru að nota Confluence og má þar nefna fyrirtæki eins og Sony, Facebook, Adobe og Nike. Með því að nota Confluence sem innri vef er hægt að sameina hinn hefðbundna innri vef og samvinnusvæði fyrir starfsmenn.

ÞekkingarbrunnurConfluence kerfið er í grunninn wiki kerfi og að eru þau í eðli sínu ein­föld í notkun. Í Confluence geta allir starfsmenn sett inn efni og upplýs­ ingar á vefinn, hvort sem er með því að blogga eða með því að bæta við wiki síðum inn á aðgangsstýrð svæði í kerfinu. Allir notendur hafa sinn prófíl og geta sett upp sitt einkasvæði með bloggi, verkefnalistum og skjalasöfn­um svo eitthvað sé nefnt. Efni vefsins er hægt að skipuleggja með töggun (e.labels) eða setja upp tré sem hægt er að gera sýnilegt í tækjastiku á vefnum. Í Confluence er einnig öflug leit sem er alltaf aðgengileg efst í tækjastikunni.

„Um helmingur þeirra fyrirtækja sem eru á lista yfir Fortune 500 eru að nota Confluence og má þar nefna fyrirtæki eins og Sony, Facebook, Adobe og Nike.“

SamvinnaÍ Confluence geta verkefna­hópar stofnað svæði (e. space) til að halda utan um verkefni sín og þar með haft allar upplýs­ ingar á einum stað, s.s. fundar­gerðir, verkefnalista, skjölun, tengingar í önnur gögn og fleira. Verkefnahópurinn getur með ein­földum hætti átt samskipti, skrif­ að athugasemdir við skjöl og útdeilt verkefnum. Meðlimir verkefnahóps geta valið að fá tilkynningar þegar efni er uppfært eða nýtt efni sett inn. Allt er þetta stillanlegt af notanda­num sjálfum.

SamfélagsmiðillConfluence býður upp á fjölbreytta samfélagsmiðlavirkni. Meðal aðgerða sem notendur geta nýtt sér er að líka við síður, að setja inn athugasemdir á síður og bloggfærslur, að deila efni með útvöldum notendum og að vakta valið efni. Með þessu móti verður innri vefurinn því ekki eingöngu upplýs­ingagátt fyrir starfsmenn heldur gagn­virkur vefur þar sem allir taka þátt.

Fjölmargar viðbætur (e. add­ons) hafa verið þróaðar fyrir Confluence sem m.a. auka möguleika á útlitshönnun og birtingu gagna. Ein af viðbótunum sem í boði eru fyrir Confluence er HipChat, sem er spjallforrit innan kerfisins og eykur samfélagsvirkni þess.

TM Software hefur verið samstarfsaðili og endursölaðili á hug-búnaði hjá Atlassian síðan árið 2008. Nánari upplýsingar um vöru-framboð TM Software frá Atlassian má finna á vefsíðu TM Software http://bit.ly/W5garx.

Nýlega var stofnuð notendagrúppa á Íslandi fyrir notendur Atlassian hugbúnaðar (AUG - Atlassian User Group). Fyrsti fundur grúppunnar fór framá Slippbarnumá Hótel Marina þann 11. október sl. Grúppan er með Facebook síðu sem má finna hér:http://on.fb.me/UY5Mgb.

Nánari upplýsingar um Confluence má finna á vefsíðu Atlassian http://bit.ly/X5X9mO.

newspaper_tamplet_tm_master.indd 12 7.2.13 13:17:12

Page 13: TM Software Times

13

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildar­lausnir í öryggis­ og velferðarmálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Á síðustu árum hefur TM Software unnið í góðu samstarfi við Öryggismiðstöðina við innleiðingu á fjölbreyttum veflausnum frá TM Software fyrir fyrirtækið.

TM Software sá alfarið um hönnun og innleiðingu á vef og vefverslun fyrir Öryggismiðstöðina. Bæði vefur og vefverslun keyra í WebMaster, íslensku vefumsjónarkerfi þróuðu af TM Software. Vefurinn inniheldur upplýsingar um þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt hafsjó af fróðleik um forvarnir.

Vefverslunin skartar úrvali öryggisvara fyrir heimili jafnt sem fyrirtæki. Vefverslunin heldur utan kynningarefni á vörunum ásamt því að tengingar við Navision tryggja að birgðastaða og verð eru rétt á hverjum tíma.

TM Software hefur líka aðstoðað Öryggismiðstöðina við markaðssetningu á Netinu bæði við útfærslu rafrænna fréttabréfa sem send eru reglulega með póstlistakerfinu Herstjóranum sem einnig er íslenskur hugbúnaður þróaður af TM Software.

TM Software vann jafnframt að uppsetningu á Facebook síðu Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Trausti netráðgjafi miðlar fræðslu til viðskiptavina ásamt því að fjalla um nýjungar og segja fréttir af fyrirtækinu.

Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðvarinnar segir að stefna Öryggismiðstöðvarinnar varðandi Netið sé einföld. „Við ætlum að stórauka þá þjónustu vem við veitum á Netinu á næstu misserum. Vefverslunin okkar fór í loftið í júní 2010. Á svipuðum tíma settum við í loftið rafrænan ráðgjafa á oryggi.is undir nafninu Trausti. Trausti er ráðgjafi sem spyr spurninga og stillir í framhaldinu upp tillögu að öryggiskerfi fyrir heimili og gefur verðtilboð á Netinu. Hvort tveggja hefur aukið til muna sýnileika á vörum okkar og gert viðskiptavinum einfaldara að eiga við okkur viðskipti“.

Ómar segir að salan á Netinu hafi verið góð og aukist jafnt og þétt. „Það er ljóst að Íslendingar eru að færa viðskipti sín í auknum mæli á Netið og kunna að meta einfaldleikann við viðskipti þar. Þá kjósa margir að nýta þá þjónustu sem boðin er í vefversluninni að fá vörur sendar heim að dyrum. Við lítum á vefverslunina sem afar mikilvægan hlekk í sölukeðju okkar og stefnum að því að auka vöruframboð okkar á Netinu verulega á næstunni“, segir Ómar að lokum.

Vefverslunin mikilvægur hlekkur í sölukeðju Öryggismiðstöðvarinnar

„Það er ljóst að Íslendingar eru að færa viðskipti sín í auknum mæli á netið og kunna að meta einfaldleikann við viðskipti þar“.

WEBMASTERNý útgáfa af WebMaster vefumsjónarkerfinu.

www.webmaster.isWebMaster

newspaper_tamplet_tm_master.indd 13 7.2.13 13:17:13

Page 14: TM Software Times

TM Software Times

14

TM Software hefur á síðustu þremur árum tekið markviss skref í átt að því að styðja sköpunargleði í vinnunni bæði í gegnum verkefni og vinnurými. Ofurhetjurdagurinn sem lesa má um á síðunni hér á móti var settur á laggir­nar fyrir þremur árum og vorið 2012 réðumst við svo í róttækar breytingar á vinnurými og aðstöðu starfsfólks á skrifstofunni okkar á 5. hæð í Borgartúni 37 m.a. með uppsetningu á leikherbergi og slökunarstofu þar sem ofur­hetjuþemað er í fyrirrúmi.

Hvatinn að breytingunum var helst sá að vöxtur fyrirtæksins var farinn að valda því að hópar voru farnir að sprengja utan af sér og flytja þurfti hópa til á hæðinni í stærri rými. Einnig sáum við tækifæri í því að færa aðra hópa, sem vinna að svipuðum verkefnum, nær hvor öðrum og hvetja þannig til að þeir myndu samnýta þekkingu betur sín á milli.

Annað veigamikið atriði var sú staðreynd að TM Software deilir húsnæði með móðurfyrirtæki sínu Nýherja en lítið sem ekkert auðkenndi og aðgreindi fyrirtækið frá annarri starfsemi í húsinu.

Á vormánuðum 2012 hófst ferlið með því að lítið teymi var sett saman til að hrinda breytingunum í framkvæmd. Fljólega setti teymið markmið breytinganna á blað en þau voru fyrst og fremst að hagræða í vinnurými starfsfólks, skapa skemmtilegt og skapandi vinnurými, taka vel á móti fólki á hæðinni og vera eftirsóttur vinnustaður.

Því næst var leitað hugmynda á innraneti fyrirtækisins þar sem allt starfs fólk gat komið sínum hugmyndum og áherslum á framfæri. Niðurstöður úr því voru að fólk vildi bjartara og hlýlegra vinnurými með meiri litagleði og sterk ósk kom fram um einhvers konar aðstöðu fyrir starfsfólk til að kúpla sig frá vinnunni og njóta samveru og slaka á.

Sköpunargleðin er allsráðandi hjá TM Software!

Með þetta að leiðarljósi var leitað til innanhússhönnuðar til að aðstoða teymið að hrinda breytingunum í framkvæmd. Við tók tveggja mánaða ferli þar sem Ofurhetjuþemað var haft að leiðarljósi ásamt markmiðum og áhersl­ um starfsfólksins.

Úr varð að vinnurýmið var opnað upp þar sem hólfunin var mest, veggir fjarlægðir og húsgögnum var fækkað til muna til að létta á umhverfinu. Veggir voru málaðir í björtum og líflegum litum og settar voru filmur með ofur­hetjumyndum í glerskilrúm um alla hæðina. Öll fundarherbergi voru tekin í gegn og að lokum var sett upp sérstakt leikherbergi fyrir starfólkið auk lesherbergis sem er n.k. slökunarstofa þar sem bæði er hægt að hafa óform­lega fundi eða sökkva sér í lestur bóka úr bókasafni TM Software.

Niðurstaðan varð líflegt og skemmtilegt vinnuumhverfi og mikil ánægja ríkir meðal starfsfólksins með breytingarnar.

Þú getur skoðað fleiri myndir á vefsíðu TM Software. http://bit.ly/SYQ7eN

newspaper_tamplet_tm_master.indd 14 7.2.13 13:17:15

Page 15: TM Software Times

15

Royal eCommerce teymið sæmt titlinum 2011

Sannar ofurhetjur

Kynningar á lausnum fyrir dómnefnd

Frímann Gunnarsson, veitti starfsfólki innblástur á síðustu Ofurhetjudögum

Ofurhetjur að störfum

Ofurhetjudagarnir eru árlegur viðburður hjá TM Software með n.k. hackathon­fyrirkomulagi þar sem starfsfólk vinnur að sínum eigin hugmyndum og nýjung­ um sem mögulega geta orðið að verkefni eða vöru hjá fyrirtækinu í framtíðinni. Ofurhetjudagarnir eru að haldnir að fyrirmynd ástralska hugbúnaðarfyrirtæksins Atlassian

Ofurhetjudagar TM Software

sem er stamstarfsaðili TM Software og þróar m.a. Jira og Confluence hugbúnaðinn.

Ofurhetjudagarnir eru haldnir í byrjun vetrar og standa herlegheit­ in í einn sólarhring, frá hádegi á fimmtu­degi og fram að hádegi á föstudegi. Þennan sólarhring eru hin daglegu verkefni sett til hliðar og ofurhetjur TM Software vinna

hörðum höndum í 5­7 manna hópum að útfærslu á einhverri nýjung sem keppir svo um hylli þriggja manna gestadómnefndar og áhorfenda.

Kynningar fyrir dómnefnd og öðru starfsfólki fara fram fyrir hádegi á föstudegi og má hver kynn ing eingöngu taka 5 mínútur. Dómnefndinni ber að dæma lausn­irnar eftir gæðum kynningarinn­ar og gæðum lausnarinnar ss. stöðu, nyt semi og tæknilegri nálgun verkefnis­ins. Atkvæði úr sal vega 1/3 á móti dómnefnd.

Sigurvegararnir eru krýndir í lokin og hljóta þeir ofurhetju­

skykkjuna að launum ásamt hetjustat­us fram að næstu keppni. Tilgangur Ofurhetjudagana er að hrista mannskapinn saman í upphafi vetrar, töfra fram skemmtileg verk­efni, skapa nýtt stöff og læra eitthvað nýtt, en umfram allt að hafa gaman að því sem við gerum best.

Næstu ofurhetjudagar munu fara fram þann 1. og 2. nóvember næstkomandi.

newspaper_tamplet_tm_master.indd 15 7.2.13 13:17:24

Page 16: TM Software Times

TM Software Times

16

TM Software á Twitter

Erlendar tekjur tvöfaldast milli ára, eru nú 30% af heildartekjum TM Software. #ofurhetjur http://owl.li/hqOiB

Hulk fylgist grannt með okkur ;)#ofurhetjur @ TM Software http://instagr.am/p/VEpd6Jg1YB/

Nýtt á blogginu: http://owl.li/h1cbuNý útgáfa af WebMaster vefum­sjónarkerfinu. Notendavænna viðmót og betra aðgengi að upplýsingum.

We picked the top 10 add-ons of 2012 for #JIRA, #Confluence & #Stash. From @balsamiq, @yourzephyr, @tempoplugin & more! http://ow.ly/gw2oe

Atvinnulífið þarf fleiri #Agile verkefnaleiðtoga. Eftirspurn mun aukast um 75% fram til ársins 2016. #scrum http://owl.li/fEwth

Meira Töff Stöff!

...þá áttu heima hjá okkur

Ert þú ofurhetja sem er...

Java forritariVið leitum að starfsmönnum sem hafa a.m.k

tveggja ára reynslu í Java forritun (lead devel-

oper). Viðkomandi mun starfa með hópi Java

forritara sem vinna fyrir nokkur af stærri

fyrirtækjum landsins við þróun veflausna og

smáforrita fyrir farsíma. Unnið er í Maven, Spring,

Hibernate, Portlets 1.0/2.0 og JavaScript.

.NET forritariUm er að ræða stöðu í .NET hópi forritara sem

vinna að �ölbreyttum vefverkefnum fyrir stóran

hóp viðskiptavina. Forritun í Microsoft .NET

umhverfi (Visual Studio og C#). Háskólapróf í

tölvunarfræði er æskilegt.

Snillingur í vefmálumVið leitum að snillingum í vefforritun og upp

setningu vefsvæða fyrir stóran hóp viðskiptavina.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða

þekkingu á HTML, CSS, XML/XSL, JavaScript og

jQuery. Góður skilningur á samfélagsmiðlum

nauðsynlegur og reynsla af vefumsjónarkerfum

æskileg.

VefhönnuðurOkkur bráðvantar fleiri vefhönnuði í hópinn til

að vinna að skemmtilegum og kre�andi verk-

efnum fyrir okkar frábæra hóp viðskiptavina.

Viðkomandi þarf að hafa að reynslu af vef-

hönnun, vera jákvæður og samstarfsfús. Um er

að ræða fullt starf en einnig kemur til greina að

ráða freelance vefhönnuði í afmörkuð verkefni.

TM Software leggur áherslu á:

Frábæran starfsanda og liðsheild

Virka endurmenntun í starfi og uppbyggingu

þekkingar og færni

Skapandi vinnuumhverfi og úrvals mötuneyti

Fölskylduvænan vinnutíma

Margvísleg tækifæri til starfsþróunar

TM Software er hugbúnaðarhús sem þróar og

framleiðir hugbúnað fyrir viðskiptavini í

meira en 50 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa 70

hugbúnaðarsnillingar sem hafa náð miklum

árangri í starfi.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Torfi Markússon ráðgjafi hjá Intellecta í síma 578 1145 eða [email protected].

Umsókn með ferilskrá þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf óskast fyllt út á

www.tmsoftware.is/ofurhetjur-oskast. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim

svarað.

TM Software Times

Útgefandi:

TM Software

Borgartúni 37

105 Reykjavík

Ísland

www.tmsoftware.is

[email protected]

Að blaðinu unnu:

Soffía Kristín Þórðardóttir

Ágúst Einarsson

Hannes Agnarsson Johnson

Hreinn Eggertsson

María Franklín Jakobsdóttir

Orri Guðjónsson

Sandra Björg Axelsdóttir

Hildur Jóna Friðriskdóttir

Umbrot og myndvinnsla:

Orri Guðjónsson

Signý Sigurðardóttir

Mark Berge

Prentað af:

Ísafold

Prentað á endurunninn pappír.

newspaper_tamplet_tm_master.indd 16 7.2.13 13:17:25