26
Greinargerð vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri Starfsfólk leikskólans Pálmholts . Leikskólinn Pálmholt 2011

Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð vegna skýrslu

um stjórnkerfi skóla á

Akureyri

Starfsfólk leikskólans Pálmholts

.

Leikskólinn Pálmholt

2011

Page 2: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 1

Efnisyfirlit

Inngangur ................................................................................................................................... 2

Stjórnun/skólastjórinn ................................................................................................................ 3

Umræða .................................................................................................................................. 4

Deildarstjórar .............................................................................................................................. 7

Umræða .................................................................................................................................. 8

Faglegt námssamfélag og teymisvinna .................................................................................... 11

Umræða ................................................................................................................................ 12

Menning skóla .......................................................................................................................... 13

Umræða ................................................................................................................................ 13

Samrekstur skólastofnanna ....................................................................................................... 14

Vangaveltur og spurningar ....................................................................................................... 17

Lokaorð .................................................................................................................................... 20

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 21

Page 3: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 2

Inngangur

Þann 26. maí síðastliðinn kom út skýrsla um úttekt á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Birnu

Maríu Svanbjörnsdóttur og Trausta Þorsteinsson. Meginmarkmið úttektarinnar var að varpa

ljósi á og átta sig á áherslum, eðli og umgangi starfssviðs skólastjóra í leik- og grunnskólum

Akureyrarbæjar, leita hagræðingar í rekstri og faglegu starfi skólanna og koma með tillögur

þar um. Rannsóknarspurning skýrslunnar er: Í hverju felst starf skólastjóra, hverju má breyta

og hvernig, til að tryggja fjárhagslegan ávinning án þess að skerða faglegt starf skólanna? Í

skýrslunni er bent á að einungis sé um að ræða tillögur sem snúa að miklum breytingum á

stjórnkerfi leikskólanna. Starfsfólk Pálmholts treystir því að svo sé og að tekið verði mið af

þeim athugasemdum sem fram koma hjá rýnihópum.

Í ljósi þess að meðal tillagna skýrslunnar er að sameina leikskólana Flúðir og

Pálmholt, segja upp skólastjórunum tveimur og ráða einn skólastjóra ásamt því að segja upp

öllum deildarstjórum hefur starfsfólk leikskólans Pálmholts sett saman eftirfarandi

greinargerð. Í henni eru færð rök fyrir því að þessar og fleiri tillögur skýrslunnar séu settar

fram án þess að nógu vel sé gætt að því að standa vörð um það mikla faglega starf sem fram

fer í leikskólunum. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að innleiða hugmyndafræði framsækinnar

forystu en staðreyndin er sú að leikskólinn vinnur að miklu leyti nú þegar eftir þeirri

hugmyndafræði. Góðir skólastjórar og deildarstjórar dreifa ábyrgð og byggja upp sterka

liðsheild. Nær væri að styrkja þá svo að þeir geti sinnt sínu faglega og stjórnunarlega

leiðtogahlutverki enn betur. Við eigum erfitt með að sjá hvernig þær tillögur sem fram koma í

úttektarskýrslunni muni skila betri gæðum inn í skólastarfið og sömuleiðis er erfitt að átta sig

á hver fjárhagslegur ávinningur yrði samfara þeim. Við eigum því erfitt með að koma auga á

þann ávinning sem breytingarnar hefðu í för með sér og finnst þær ekki vera í samræmi við

þær niðurstöður og tillögur sem fram koma í viðtalsrannsókn sem byggir á ítarlegum viðtölum

við alla skólastjóra í leik- og grunnskólum á Akureyri.

Í greinargerðinni er fræðilegur kafli um hlutverk, ábyrgð og vald skólastjóra og

deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur

skólastofnanna. Á eftir hverjum kafla er síðan umræða um þessa þætti ásamt spurningum og í

lok greinargerðarinnar eru settar fram vangaveltur og spurningar um innihald skýrslunnar sem

við óskum eftir að fá nánari svör við.

Page 4: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 3

Stjórnun/skólastjórinn

Stjórnun leikskóla er í höndum skólastjórnenda, þeir hafa faglega forystu um mótun og

uppbyggingu skólastarfsins. Stjórnendur skulu stuðla að jákvæðum samskiptum og trausti í

starfsmannahópnum og virkja mannauð hans (Skólastefna KÍ 2011-2014). Í 5. grein laga um

leikskóla nr. 90/2008 segir að við leikskóla skuli vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í

umboði rekstraraðila. Leikskólastjóri stjórnar daglegum rekstri og starfi leikskóla og gætir

þess að leikskólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir, Aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá

og önnur gildandi fyrirmæli. Leikskólastjóri stuðlar að samstarfi milli foreldra, starfsfólks

leikskóla og annars fagfólks með velferð barna að markmiði. Leikskólastjóri boðar til

kennara- og starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir og gerir rekstraraðila og sveitarstjórn

grein fyrir starfsemi leikskóla í ársskýrslu.

Skólastjórinn er mjög mikilvægur og engin önnur staða hefur meiri möguleika til að hafa

áhrif á að viðhalda og efla hæfni skólans (Sergiovanni, 2001). Sá sem er í forystu hefur

viðurkennt vald og í mörgum tilvikum hefur hann líka lögmætt vald. Þannig vald hefur t.d.

skólastjóri, hann stjórnar skólanum, ber ábyrgð á starfi hans og veitir faglega forystu. Með

áhrifaforystu er leitast við að skapa umhverfi þar sem hægt er að fylkja mönnum um tilteknar

hugmyndir, laða fram sameiginlega sýn og ná samstöðu um að hrinda málum í framkvæmd

(Rúnar Sigþórsson og fl. 1999). Margar lýsandi rannsóknir hafa verið gerðar á störfum

skólastjóra þar sem rannsakendur hafa kortlagt helstu hlutverk skólastjóra og nokkuð skýr

mynd er komin á störf þeirra. Það er áberandi hve stór hluti starfsins felst í því að tala við

aðra, einstaklingslega eða hópa og þannig er skólum stjórnað. Samkvæmt þessum

rannsóknum er sjaldan laus tími hjá skólastjórum en það sem virðist vera mikilvægasta

hlutverk skólastjóra er að vera á staðnum og gefa munnleg og markviss fyrirmæli. Þetta

kemur heim og saman við niðurstöður rannsóknar sem sýndu að 50% af vinnutíma

skólastjórans er varið utan skrifstofu hans og skólastjórar þurfa oft að breyta um framkomu og

stíl í takt við viðfangsefni hverju sinni. Mörg dagleg viðfangsefni skólastjóra eru óskráð og

engin markviss skráning er til yfir verkefni sem þeir sinna dags daglega í formi fundagerða

eða skýrslna. Störf skólastjóra eru fjölbreytt og mörg verkefni þarfnast skjótrar afgreiðslu á

skynsamlegan máta (Sergiovanni, 2001, og Hoy og Miskel, 2001).

Í rannsókn Hauks Viggóssonar er sýnt fram á að nálægð milli skólastjóra og kennara sé

mikilvæg góðu og virku skólastarfi. Þar kemur fram að stórir skólar hindra nálægð og jafnvel

mjög hæfir stjórnendur í stórum skólum hafa litla möguleika á að leiða uppeldisstarf skólans

Page 5: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 4

m.a. vegna tímaskorts. Áhrifamáttur skólastjóra er óvéfengjanlegur þegar talað er um

árangursríkt skólastarf (Haukur Viggósson, 1998).

Þó skólastjórar séu ekki mikið í beinni kennslu er áhrifamáttur þeirra óbeinn eins og

margar niðurstöður hafa bent á og eru gæði skólastarfsins í þeirra höndum. Vitað er að störf

skólastjóra hafa bein áhrif á námsárangur nemenda og samverkandi áhrif skólastjóra og gæða

skólastarfs eru mjög mikil. Sergiovanni segir að árangursrík skólastjórnun felist m.a. í því að

hafa samráð við stjórnun og vinna við hlið undirmanna sinna og gera þá þar með að

meðstjórnendum. Margt er talið hafa áhrif á starfsánægju kennara og meðal þátta er að eftir

því sem kennurum líður betur í starfi, sinni þeir kennslunni af meiri metnaði og áhuga sem

leiðir af sér að þeir eru líklegri til að þróa sig áfram í starfi. Stjórnandi sem nær árangri getur

verið fylgismaður góðra hugmynda og gilda og leitast við að byggja upp stjórnunarmagn

annarra þannig að skólastjórinn sé stjórnandi stjórnenda (Sergiovanni, 2001 og Hoy og

Miskel, 2001).

Í rannsókn Örnu H. Jónsdóttur um starfsánægju og stjórnun í leikskólum kom fram að þar

sem leikskólastjórinn var þátttakandi, faglega sýnilegur og nálægur í daglegu starfi var

starfsfólk jafnframt ánægt. Starfsfólk lýsti jafnframt óánægju með litla þátttöku og faglega og

félagslega fjarlægð leikskólastjóra í daglegu starfi. Það reyndi bæði á leikskólastjóra og

deildarstjóra sem faglega leiðtoga ef stuðla átti að almennri starfsánægju. Óánægja kom fram

hjá starfsfólki þegar hvorki leikskólastjóri né deildarstjóri sinntu þeim verkefnum sem

stuðluðu að heildarþróun leikskólastarfsins og möguleikum þess til persónulegs þroska og

árangurs (Arna H. Jónsdóttir, 1999) .

Umræða

Starfsmenn hvers skóla eru auðlind hans. Sergiovanni (2006) talar um mikilvægi þess að

skólastjórinn sé „fremstur meðal jafningja“ og sé starfsfólki sínu fyrirmynd í orðum og

gjörðum. Einnig er lögð áhersla á að farsælir stjórnendur séu sýnilegir, haldi nánum tengslum

við starfsmenn, nemendur og foreldra og hafi áhuga og metnað fyrir námi og framförum

nemenda og starfsmanna sinna.

Eins og fram kemur hér að framan hafa margar rannsóknir verið gerðar á störfum

leikskólastjóra og sýna þær fram á að mikilvægasta hlutverk skólastjóra er að vera á staðnum

og gefa munnleg og markviss fyrirmæli, vera sýnilegur í starfi og hafa góða yfirsýn yfir

starfsemina. Nálægð milli skólastjóra og kennara er mikilvæg góðu og virku skólastarfi.

Ólafur Arngrímsson (2011) skólastjóri Stjórutjarnarskóla hefur hvað lengsta reynslu af

Page 6: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 5

sameiningu leik- og grunnskóla á Íslandi. Ólafur skrifaði bréf til skólamálayfirvalda í

Reykjavík þann 21.02.2011 þar sem hann deilir á sameiningatillögur Reykjavíkurborgar. Í

bréfi hans kemur fram að stjórnun tveggja eða fleiri skóla þar sem skólastjórinn er ekki

staðsettur á öllum starfstöðvum verður aldrei skilvirk. Starfsfólk verður óánægt og starfsfólk

og verkstjórar verða óánægðir þar sem þeir telja sig sinna hlutverki skólastjórans á staðnum

en fá ekki umbunað í launum eins og þeir ættu í raun að fá. Vantraust og sambandsleysi

skapast því milli móðurskóla og útistöðvar. Þeir skólastjórar sem Ólafur ræddi við eru

sammála þessu og þá skipti fjarlægðin milli starfsstöðva ekki máli. Margrét Pála Ólafsdóttir

höfundur Hjallastefnunnar (1. júní, 2011) tekur í sama streng þegar hún lýsir þeirri skoðun

sinni að með því að vera með einn skólastjóra yfir tveimur starfsstöðvum verði stjórnandinn

ekki sú fagmanneskja sem skólastjóra beri að vera sama hversu fær hann sé. Miklar líkur séu á

að skólastjórinn verði einhvers konar skuggastjórnandi og að einhver annar taki óopinbert

vald ekki síst í þeirri starfsstöð sem hefur minna af stjórnandanum að segja. Þá kom fram í

máli Margrétar Pálu að hennar reynsla væri sú að stærð skóla hefði áhrif á innra starf og

rekstur stofnunarinnar. Sagði hún þriggja til fjögurra deilda leikskóla almennt ganga vel en

stærri skólar væru flóknari í stjórnun. Stjórnandinn eða „mamman í húsinu“ þurfi

tvímælalaust að vera til staðar. Þetta sagði hún þó vera meira tilfinningu sína og að rannsóknir

skorti þeim til staðfestingar.

Með því að auka álag á skólastjórann og taka hann úr tengslum við fólkið í skólanum

er skapað óöryggi í starfsmannahópnum sem börnin munu skynja. Við teljum að með því að

sameina leikskólana Pálmholt og Flúðir sé verið að vinna þvert á þessi fræði og gegn

niðurstöðum rannsókna á störfum skólastjóra. Skólastjórinn yrði minna á hvorum stað fyrir

sig, minna sýnilegur og kæmi til með að eiga erfiðara með að hafa góða yfirsýn yfir

starfsemina sem fram fer í fjórum húsum í dag. Nálægð milli skólastjóra og kennara yrði

minni í kjölfarið. Ef til þess kæmi væri það í mótsögn við það sem fram kemur í skýrslunni

þar sem lögð er áhersla á að skólastjórinn sé sýnilegur, truflandi, ögrandi og styðjandi. Í

rannsókn Hauks Viggóssonar (1998) kemur fram að stórir skólar hindra nálægð og jafnvel

mjög hæfir stjórnendur í stórum skólum hafa litla möguleika á að leiða faglegt starf skólans í

hvoru húsi fyrir sig m.a. vegna tímaskort. Þetta staðfestir einnig Karl Frímannsson (6. júní,

2011) skólastjóri Hrafnagilsskóla. Hann segir að annars vegar þurfi skólastjóri að vera

sýnilegur á vettvangi, eigi hann að vera sá daglegi leiðtogi sem starfsfólk ber traust til. Hins

vegar talar hann um að starfshlutföllum í stjórnun hafi fækkað í sínu tilfelli við samrekstur

leik- og grunnskóladeildar og gefi það auga leiða að minni tími sé til ráðstöfunar til að vera

gjaldgengur í daglegum störfum við bæði skólastigin sem eru í sitt hvoru húsinu. Ef tillaga um

Page 7: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 6

að stöður deildarstjóra verði felldar niður nær fram að ganga er ljóst að meira álag verður á

skólastjórann sjálfan eins og Karl Frímannsson vísar til.

Í kjölfar viðtalsrannsóknar á störfum skólastjóra í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar

sem átti sér stað í desember s.l. kannaði skólastjóri Pálmholts viðhorf kennara sinna til

eftirtalinna spurninga:

Skiptir máli að hafa skólastjóra staðsettan við leikskóla? Hvers vegna?

Hvaða áhrif hefði breyting á staðsetningu skólastjóra á þitt starf og gæði menntunar og

þjónustu við skólann?

Kennarar skiluðu svörunum nafnlaust og var svörunin 100%. Þar kom fram að kennarar telja

allir mjög mikilvægt að skólastjórinn hafi aðsetur innan skólans. Eftirfarandi svör lýsa svörum

kennaranna:

Já mjög miklu, hann heldur utan um starfið. Hugsar um hagsmuni starfsfólks, hver

starfsmaður þarf að geta leitað til skólastjóra um hin ýmsu mál. Skólastjóri þarf að

þekkja starfsfólkið sitt og þarf að vera viðstaddur fyrir það. Skólastjóri getur

ómögulega sett sig inn í mál starfsmanna og tekið sanngjarnar ákvarðanir miðaðar

við starfsheildina ef hann er ekki viðstaddur. Einnig skiptir miklu að starfshópurinn sé

ekki of stór og tel ég að skólastjórar geti ekki sinnt einum af mikilvægustu þáttum

starfsins, starfsmannamálum vel ef hann er yfir það stórri stofnun að hann hefur ekki

yfirsýn og er ekki sýnilegur. Það myndast of mikil fjarlægð sem hefur síðan áhrif á

starfið í heild. Bestu leikskólarnir eru þeir sem eru faglegir og búa yfir góðum

starfsanda. Það tekst ekki með því að hafa yfirmanninn víðsfjarri.

Stuðningur minnkar og ég tel mikla ringulreið geta komið upp ef enginn skólastjóri er

á staðnum. Skólastjóri er það sterka afl sem nauðsynlegt er að hafa til að sækja til ef

eitthvað kemur upp á.

Líðan mín yrði ekki jafn góð, þjónusta við starfsfólk og foreldra sem og börnin yrði

mun minni. Ég tel að metnaður og fagmennska myndi minnka þar sem yfirmaður væri

ekki á staðnum og hann réði ekki við svo stóra stofnun.

(Starfsmannakönnun Pálmholts, 2010)

Þessi svör kennara Pálmholts falla nokkuð vel að fræðunum sem og áliti ofangreindra aðila og

því full ástæða til að fara að öllu með gát og skoða málin gaumgæfilega ofan í kjölinn áður en

ákvarðanir eru teknar.

Einnig er vert að benda á að lítil sem engin reynsla er af svo stórri sameiningu sem

sameining leikskólanna Pálmholts og Flúða yrði með 130 – 140 börnum. Við höfum nýleg

sameiningadæmi frá Seltjarnarnesi og Sauðárkróki en þau eru aðeins árs gömul og treysta

stjórnendur þeirra sér tæplega til að leggja raunhæft mat á sameininguna með tilliti til

Page 8: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 7

reksturs, fagmennsku og sýnileika stjórnandans. Þó voru báðir skólastjórarnir jákvæðir fyrir

verkefninu en töluðu báðir um að þeir ynnu mikið og á öðrum staðnum þótti skólastjóranum

erfitt að vera sýnilegur á tveim stöðum (Soffía Guðmundsdóttir, 02. júní, 2011, Anna Jóna

Guðmundsdóttir 07. júní, 2011).

Deildarstjórar

Skólastjórinn er sá sem ætti að hafa faglega forystu og oft er það þannig en með breyttri stöðu og

hlutverkum skólastjóra virðist fagleg forysta hans hafa vikið að einhverju leyti fyrir daglegri

umsýslu. Bæði skólastjórar og kennarar telja að mikil ábyrgð hvíli á deildarstjórum og þeir sinni

ekki síst faglegum viðfangsefnum eins og þróunarstörfum, sjálfsmati skóla og skólanámskrá. Sá

aukni tími til stjórnunar sem fæst með ráðningu deildarstjóra virðist því í verulegum mæli nýttur

til að styrkja undirstöður hins faglega starfs. Skólastjórar eru almennt ánægðir með störf

deildarstjóra og telja að þeir efli faglegt starf skólanna (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannesson og

Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008).

Rannsóknir sýna að starfsfólk leikskóla kýs að deildarstjórar líti á það sem jafningja og

stuðli að góðum samskiptum og samvinnu (Arna H. Jónsdóttir, 1999). Niðurstöður rannsóknar

Gold (2004) um árangursríkar stjórnunaráherslur bentu til þess að mikilvægt væri fyrir stjórnendur

að vinna saman sem teymi til þess að ná árangri í starfi. Sergiovanni (2006) er á sama máli og

telur að skólastjórnendur eigi að leiða starfið í samvinnu við aðra stjórnendur og að veita þeim

stuðning.

Þeir sem eru næstir skólastjóra að völdum, þ.e.a.s. millistjórnendur, eru oft og tíðum

mikilvægustu hlekkirnir þegar kemur að bættum kennslu- og námsþáttum vegna nálægðar sinnar

við nemendur, kennara og skólastarfið í heild (Sergiovanni, 2001). Í rannsókn Barkar Hansen,

Ólafs H. Jóhannsonar og Steinunnar Helgu Lárusdóttur kemur fram að tilkoma deildarstjóra hefur

skapað skólastjórum aukið svigrúm til að sinna ýmsum mikilvægum málaflokkum. Tæplega 70%

skólastjóra telja að þeir hafi fengið aukinn tíma til að sinna stefnumótun fyrir skólann, þ.e. vinnu

við að marka skólunum sérstöðu í skólanámskrá og öðrum gögnum sem birta áherslur hans.

Einnig gefst skólastjórum aukinn tími til að sinna daglegri stjórnun en 56% skólastjóra segjast

hafa meiri tíma til að sinna þessum verkþætti, 49% skólastjóra í rannsókninni segjast hafa meiri

tíma til að sinna ráðgjöf við starfsfólk og er það í samræmi við að starfsfólk hefur færst ofar á

forgangslista skólastjóra. Hlutfall þeirra sem telja að aukinn tími hafi skapast til að vinna við gerð

endurmenntunar- og þróunaráætlana er 47% en þessir þættir beinast að því að styrkja innviði

Page 9: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 8

skólans. Tilkoma deildarstjóra virðist almennt hafa skapað skólastjórum aukinn tíma til að sinna

mörgum mikilvægum viðfangsefnum (Börkur Hansen o.fl., 2008).

Störf millistjórnenda í skólum snúast að miklu leyti um að samhæfa og samstilla hina ýmsu

þætti í starfsemi skólanna í takt við þá stefnu sem mörkuð hefur verið. Þessi störf eru að ýmsu

leyti vandasöm. Til þess að vel takist til þurfa millistjórnendur að hafa góða þekkingu á skólastarfi

í heild ekki síður en þeim afmörkuðu viðfangsefnum sem þeir þurfa að sinna. Færni í mannlegum

samskiptum ræður miklu eins og hjá öllum sem taka að sér stjórnun og forystu (Rúnar Sigþórsson

o.fl., 1999). Hlutverk stjórnenda í skólastofnun er margþætt og flókið og tengist mörgum

persónum innan hennar. Þetta á einnig við um deildarstjóra en sem stjórnandi þarf hann að vera

hæfur til góðra samskipta. Hann þarf að vera trúr sínum gildum og viðhorfum og leiða starfið í

samvinnu við aðra stjórnendur og starfsfólk. Lykillinn að góðum árangri er að veita forystu þar

sem tjáskipti skipa stóran sess, að byggja upp liðsheild og þróa teymisvinnu og nota til þess

faglega dómgreind og að veita öðrum tækifæri til þess að leiða starfið áfram. Deildarstjóri þarf

jafnframt að nota hvatningu og stuðning þegar hann veitir öðrum forystu (Sergiovanni, 2006).

Dreifð forysta getur því verið árangursrík leið í stjórnun innan leikskólans.

Harris og Spillane (2008) skoða dreifða forystu í ljósi fræða og rannsókna. Þar skoða þau

tengsl á milli dreifðar forystu og skipulagsbreytinga innan stofnunar og áhrif þess konar forystu á

árangur í starfi. Þar kemur fram að rannsóknir á þessu sviði gefa til kynna að dreifð forysta geti

haft jákvæð áhrif á skipulagsbreytingar í stofnunum og þróun í starfi. Til þess að sú verði raunin

þá verði þeir sem hafa formlegt vald sem stjórnendur að skapa menningu, aðstæður og tækifæri

þar sem dreifð forysta er möguleg og þar sem hún getur blómstrað. Slík valddreifing útheimtir að

stjórnendur, skólastjórar jafnt sem deildarstjórar, búi yfir heildarsýn og hæfni svo þeir geti greint

helstu þræði starfsins skólanum til framdráttar .

Umræða

Eins og fram kemur hér að framan telja bæði skólastjórar og kennarar að mikil ábyrgð hvíli á

deildarstjórum og þeir sinni ekki síst faglegum viðfangsefnum eins og þróunarstörfum, sjálfsmati

og skólanámskrá. Sá aukni tími til stjórnunar sem fæst með tilkomu deildarstjóra virðist því í

verulegum mæli nýttur til að styrkja undirstöður hins faglega starfs og hefur skapað skólastjórum

aukið svigrúm til að sinna ýmsum mikilvægum málaflokkum. Skólastjórar eru almennt ánægðir

með störf deildarstjóra og telja að þeir efli faglegt starf skólanna (Börkur Hansen o.fl. 2008).

Sergiovanni (2006) er á sama máli og telur að skólastjórnendur eigi að leiða starfið í samvinnu við

aðra stjórnendur og að veita þeim stuðning. Einnig talar Sergiovanni um að millistjórnendur séu

oft á tíðum mikilvægustu hlekkirnir þegar kemur að bættum kennslu- og námsþáttum vegna

Page 10: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 9

nálægðar sinnar við nemendur, kennara og skólastarfið í heild. Störf millistjórnenda í skólum

snúast að miklu leyti um að samhæfa og samstilla hina ýmsu þætti í starfsemi skólanna í takt við

þá stefnu sem mörkuð hefur verið.

Dreifð forysta getur því verið árangursrík leið í stjórnun innan leikskólans og mikilvægi

deildarstjóra er því ótvírætt. Staðreyndin er sú að góðir skólastjórar dreifa ábyrgð og það gera

einnig góðir deildarstjórar, þeir byggja upp sterka liðsheild innan deildarinnar og starfa í raun eftir

hugmyndafræði framsækinnar forystu. Mikilvægt er að okkar mati að standa vörð um stöðu

deildarstjóra innan leikskólanna og styrkja þá enn frekar í starfi svo þeir geti sinnt sínu mikilvæga

starfi sem faglegir og stjórnunarlegir leiðtogar.

Vitnað er í rannsókn Berglindar Hallgrímsdóttur (2010) í úttektarskýrslu um

stjórnkerfi skóla á Akureyri. Höfundar skýrslunnar benda á að þar komi fram að staða

deildarstjóra sé óskýr og raunverulegt vald þeirra lítið. Eftir að hafa kynnt okkur ritgerðina og

helstu niðurstöður hennar, koma ýmsar aðrar upplýsingar fram sem skipta máli við úttekt á

störfum deildarstjóra. Má þar nefna að samkvæmt rannsókninni telja deildarstjórar sig vera

faglega leiðtoga. Þeir leggja áherslu á að nýta mannauðinn út frá hæfileikum og áhugasviði

starfsmanna og má því segja að þeir hafi í raun verið að dreifa forystu. Svo virðist sem

stjórnunarlegar áherslur í starfi deildarstjóra beri árangur því allir voru þeir sammála um að

unnið væri eftir stefnu skólans og námsskrá hans (Berglind Hallgrímsdóttir 2010). Það má því

segja að áherslur deildarstjóra í leikskólum stuðli að teymisvinnu og faglegu námssamfélagi.

Í skýrslunni kemur fram að styðja þurfi við forystu leikskólanna og létta á álagi

leikskólastjóra vegna starfsmannamála. Á sama tíma er lagt til að stöður deildarstjóra verði

lagðar niður vegna þess hve hátt hlutfall fagmenntunar er í leikskólum Akureyrarbæjar. Hvers

vegna er ekkert minnst á ógnanir og tækifæri við þá tillögu sem snýr að því að leggja niður

deildarstjórastöður? Við teljum að með því að leggja niður deildarstjórastöður sé verið að

auka álag á skólastjóra en ekki styðja við hann þar sem að deildarstjórar eru m.a. tengiliðir við

skólastjóra. Gera skýrsluhöfundar sér fyllilega ljóst hvert sé hlutverk og starfssvið

deildarstjóra í leikskóla? Deildarstjóri í 100% stöðu starfar á deildinni með börnunum a.m.k.

35 klst. á viku og undirbúningstími hans eru 5 klst. Samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra í

leikskóla er verksvið hans eftirfarandi:

- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og

þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni

Page 11: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 10

- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan

deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.

- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks

deildarinnar.

- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.

- Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu

við leikskólastjóra.

- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.

- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu

eftir þörfum.

- Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun,

dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

- Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins

og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum

og foreldrum/forráðamönnum þeirra.

- Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

- Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er

aðstoðar annarra sérfræðinga.

- Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í

samráði við leikskólastjóra.

- Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og

varðar starfsemi leikskólans.

- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun

deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

(Starfslýsing deildarstjóra, 2011)

Ef tillögurnar verða að veruleika, hvernig hafa menn þá hugsað sér framkvæmd þeirra

m.t.t. launakjara leikskólakennara? Yrðu laun allra leikskólakennara hækkuð miðað við aukna

ábyrgð? Hver tæki að sér verkefni deildarstjóra sem getið er um í starfslýsingu hans? Hvernig

yrði ábyrgð dreift ef aðeins 1-2 leikskólakennarar eru á deild? Ef leggja á niður

deildarstjórastöður þurfa þá ekki allar stöður á deildum að vera skipaðar leikskólakennurum

og stangast það ekki á við regluna um 90% fagmenntun starfsmanna sem nú er í gildi

samkvæmt ákvörðun skólanefndar? Í skýrslu OECD (2006) kemur fram að umfram allt sé

Page 12: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 11

mikilvægt að starfsfólk skóla skuli vera vel menntað. Við erum sammála því og teljum reglu

Akureyrarbæjar um að eingöngu 90% stöðugilda skuli vera skipað fagmenntuðu fólki mikla

afturför í annars metnaðarfullu skólastarfi bæjarins.

Deildarstjórar í 100% starfi eiga fimm undirbúningstíma á viku sem nægir oft ekki fyrir

þá til undirbúnings. Eins og staðan er í dag nægir oft ekki sú afleysing sem er í leikskólum til

að leysa alla undirbúningstíma og forföll sem verða í starfsmannahópnum. Ef staða

deildarstjóra verður felld niður hefur það í för með sér meira álag á hinn almenna starfsmann

þar sem störf hans verða augljóslega sett í hendurnar á hinum almenna leikskólakennara og

óljóst verður hver á að vera faglegur leiðtogi deildarinnar og hver ber ábyrgð. Þetta aukna

álag bitnar svo að lokum á börnunum, sem síst mega við því á krepputímum þegar hriktir í

öllum stoðum. Við starfsfólk Pálmholts eigum því mjög erfitt með að koma auga á þann

faglega og fjárhagslega ávinning sem sameiningar eiga að hafa í för með sér og að ekki sé

minnst á þá hugmynd að fella niður deildarstjóra í kjölfarið! Þau rök þurfa að vera mjög sterk

og vega þyngra en sá fórnarkostnaður sem breytingin gæti haft í för með sér.

Faglegt námssamfélag og teymisvinna

Stjórnendateymi skóla með skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra, stýrir rekstri

skóla, vinnur að skólaþróun með markvissri skólanámskrá, gætir að því að efla og viðhalda

fagþekkingu starfsfólksins og ber ábyrgð á að nemendur fái kennslu við hæfi hvers og eins

þannig að allir nái árangri. Þrátt fyrir að kennarar geti leitað ráðgjafar á ýmsum stöðum er það

fyrst og fremst hlutverk einstaklinga í stjórnendateymi, með skólastjórann í fararbroddi, að

vera faglegir leiðtogar innan skólans (Ásta Bjarney Elíasdóttir, 2011).

Skólateymi er hópur einstaklinga með hæfileika og heildarsýn, sem vinna að því að

móta sameiginleg markmið fyrir nemendur með áhrifaríkum námsþáttum og aðferðum

(Friend og Cook, 2003). Teymisvinna gefur kennurum tækifæri á að vinna saman að

verkefnum og er leið til að ná betri árangri. Fagleg teymi gefa kennurum tækifæri til að þróa

og læra í starfi, þau skapa námsumhverfi og nýjar leiðir, umræðu um kennslu og nám þar sem

notaðar eru aðferðir starfendarannsókna. Slík teymi nálgast kennslu á nýjan hátt, þar sem farið

er dýpra í kennsluaðferðir og nám nemenda út frá þörfum þeirra. Kennarar sem vinna í teymi

þurfa að hafa skýr markmið hvað varðar kennslu og nám og hvernig þeir geti þróað starf sitt

(Jolly, 2007).

Faglegt námssamfélag samanstendur af hópi sérfræðinga sem deila sameiginlegum

markmiðum og tilgangi, afla sér stöðugt nýrrar þekkingu og miða að því að bæta starfshætti

Page 13: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 12

sína. Þetta er hálfgerð hringrás þar sem nám er að jafnaði fellt inn í daglegt starf kennara, þeir

öðlast nýja þekkingu, prófa hana og öðlast enn meiri þekkingu fyrir vikið. Þetta gera þeir með

samvinnu og teymisvinnu. Áhrifaþættir á námssamfélag geta verið menningarlegir þættir s.s.

viðhorf fólks og gildismat, skipulag skólans og forysta skólans sem hefur tvímælalaust áhrif á

menningu og uppbyggingu skólans (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010).

Umræða

Í leikskólum í dag er unnið í margskonar teymum. Á Pálmholti eru nokkur skólateymi sem

vinna að því að móta sameiginleg markmið fyrir nemendur með áhrifaríkum námsþáttum og

aðferðum eins og fram kemur hér að framan. Sem dæmi má nefna teymi sem vinnur að;

umhverfismennt, lestrarkennslu og málþroska, SMT-skólafærni og öryggismálum. Einnig er

hér öflugt stjórnendateymi sem hefur m.a. það hlutverk með skólastjórann í fararbroddi að

vera faglegir leiðtogar innan skólans. Þess má geta að nú stendur yfir teymisvinna vegna

samstarfs leik- og grunnskóla, skólarnir sem vinna þar saman í teymi eru Lundarskóli,

Lundarsel, Flúðir og Pálmholt. Öll þessi vinna er unnin innan skólatímans og án þess að til

komi aukin afleysing fyrir teymin til að funda. Þetta hefur oft hefur verið erfitt þar sem börnin

dvelja í skólanum allan daginn og því lítill tími sem hvert teymi fær til að sinna þessum

þáttum.

Í umræðu og tillögukafla skýrslunnar er bent á að ein leið til að styrkja og hlúa að

forystuhlutverki skólastjóra sé að koma á markvissri teymisvinnu allra í skólanum. Þetta gæti

verið árangursrík leið en kallar jafnframt á stóraukinn tíma fyrir teymisvinnu. Kennsluskylda

kennara í leikskólum er 90% og deildarstjóra 87.5%. Við veltum því fyrir okkur hvort til séu

tillögur að leiðum til að teymisvinna verði möguleg? Á að stytta skóladag barnanna til að

koma við teymisvinnu eða á að auka fjármagn inn í leikskólana þannig að hægt verði að funda

á yfirvinnutíma?

Í skýrslunni er lagt til að skólastjórar í hverju skólahverfi vinni saman í teymi eins og

gert er í Partille í Svíþjóð. Þess ber að geta að þar eru skólastjórnendur ekki ábyrgir fyrir

mötuneytum, þrifum né húsvörslu. Í viðtalsrannsókninni kemur fram að leikskólastjórar vilja

hafa ritara og húsvörð í starfsmannahópnum og ef það væri möguleiki að samnýta þessa

starfskrafta með grunnskólunum þá væri það kostur. Þetta kemur (þó) hvergi fram í

skýrslunni.

Page 14: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 13

Menning skóla

Þeir þættir í stofnanamenningu sem skapa skólamenningu okkar eru; gildi, trú, hefðir,

siðvenjur, saga skólans; sögur, goðsagnir, hetjur, hetjusögur af kennurum, nemendum og

foreldrum sem og viðmið um hegðun sem einkennir stofnunina. Allir þessir þættir skarast og

þar sem það gerist skapast skólamenningin sjálf (Owens, 2011). Menning getur aldrei orðið til

nema í samskiptum manna. Það sem í rauninni gefur hugtakinu menning merkingu er með

hvaða hætti fólk tengist saman, hvernig það gerir hlutina og hvaða meginreglur það virðir

(Börkur Hansen, 2003). Börkur Hansen (2003) talar um að mikilvægi menningar sé gríðarlegt

fyrir stofnanir almennt og er hlutverk stjórnandans lykilatriði í menningarsköpuninni. Því má

líta á stjórnun í skóla sem menningarmótun sem beinist að því að byggja markvisst upp hefðir

og starfshætti í þeim tilgangi að ná settum markmiðum sem leiða til aukinna gæða.

Menningarleg forysta felst í að skapa og festa í sessi menningu sem sérkennir skólann,

eitthvað sem aðgreinir þinn skóla frá öðrum. Skólastjórinn þarf að skapa samstöðu um tilgang

skólastarfsins og gildi sem eiga að vera ráðandi við framkvæmd þess. Festa þau í sessi sem

sérkennandi starfsmenningu skólans (Sergiovanni, 2001).

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að mikilvægt er að tengja nýjar hugmyndir markvisst

menningu sérhvers skóla, annars koma þær ekki til framkvæmda. Mikilvægt er að stjórnendur

séu meðvitaðir um að hugmyndir sem eru mótaðar utan skóla geti þurft að aðlaga að

menningu sérhvers skóla. Kennarar þurfa leiðsögn og tíma til að meðtaka breytingar á eigin

forsendum til að vera tilbúnir að breyta frá því sem verið hefur til þess að geta tileinkað sér

hið nýja. Breytingarferlið þarfnast því mikils undirbúnings og tíma og verður að vera undir

markvissri forystu stjórnenda. Þegar breyta þarf menningu stofnana eins og leikskóla getur

það verið mjög erfitt og þá sérstaklega sterkri menningu. Það er eflaust eitt af því erfiðasta

sem stjórnendur þurfa að takast á við því menning getur haft svo mikil áhrif á skólastarfið.

Áhrif hennar geta verið meiri en áhrif annarra þátta svo sem yfirvalda, skólastjórnenda,

leikskólakennara og jafnvel foreldra (Börkur Hansen, 2003).

Umræða

Eins og fram kemur hér að framan er afar mikilvægt að tengja hugmyndir markvisst

menningu hvers skóla. Sérstaklega á það við þar sem menning er sterk, eins og raunin er á

Pálmholti. Það er mikilvægt að vita fyrir hvað skólamenning stendur, hvað sé mikilvægt og að

hverju skuli stefnt. Því þurfum við kennarar að vera gagnrýnir á hvað greinir okkar skóla frá

öðrum. Það skiptir einnig miklu máli fyrir skólamenninguna hvernig stjórnvöld búa að

skólum. Hér á landi eru erfiðir tímar í skólakerfinu þar sem niðurskurður er mikill og því

Page 15: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 14

vafasamt að fara um leið í svo róttækar breytingar og fyrirhugaðar eru samkvæmt skýrslunni.

Börkur Hansen greinir frá bandarískum rannsóknum þar sem skoðað var hvaða áhrif það hefði

á innra starf skóla þegar boð um breytingar á skólastarfinu kæmu utanfrá. Niðurstaðan var sú

að mikilvægt væri að tengja nýjar hugmyndir markvisst menningu sérhvers skóla, annars

kæmu þær ekki til framkvæmda sem skildi. Mikilvægt er að stjórnendur séu meðvitaðir um þá

tengingu að hugmyndir sem eru mótaðar utan skóla geti þurft að aðlaga að menningu sérhvers

skóla (Börkur Hansen, 2003).

Skólastjórinn er sá aðili innan skólastofnunar sem hefur hvað mest áhrif á menningu

og staðblæ vinnustaðarins og því er mikilvægt að honum takist vel til við ákvarðanatökur og

fleira. Einnig teljum við nauðsynlegt að hann sé sýnilegur í starfi og hafi góða yfirsýn yfir

starfsemina. Með því að sameina Pálmholt og Flúðir er að okkar mati ekki verið að tengja

breytingarnar menningu sérhvers skóla. Pálmholt hefur afar sterka menningu byggða á langri

sögu skólans og því væri verið að brjóta blað í merkilegri sögu hans, en leikskólinn er t.d. elsti

leikskóli landsins utan höfuðborgarsvæðisins.

Pálmholt er jafngamalt leikskólakennarastéttinni og varðveitir því bæði sögu skólans

og stéttarinnar. Því má segja að mikil menningarsöguleg verðmæti séu til staðar í skólanum

og er það okkar skoðun að bæjaryfirvöld ættu að leggja metnað sinn í að varðveita og hlú að

þeim. Húsið sem er orðið sextíu ára og gott betur mætti vel byggja við þannig að heildarmynd

þess héldist en aðstaða bætt til samræmis við nýjar kröfur. Þá mætti einnig auka rými skólans

og uppfylla fjöldaviðmið sem fram koma í skýrslunni enda útileiksvæði ríkulegt.

Samrekstur skólastofnanna

Rannsóknarspurningin sem skýrsluhöfundar lögðu upp með var eftirfarandi: „Í hverju felst

starf skólastjóra, hverju má breyta og hvernig, til að tryggja fjárhagslegan ávinning án þess

að skerða faglegt starf skólanna?“ Við teljum að þessari spurningu hafi ekki verið svarað í

skýrslunni.

Árið 2008 var sveitarfélögum veitt lagaleg heimild til að reka saman leik-, grunn

og/eða tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Heimildin var veitt til að koma til móts við

óskir sveitarfélaga, sér í lagi fámennra sveitarfélaga, sem sum hver höfðu átt í erfiðleikum

með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa eða sáu hagræðingarmöguleika

felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólum sveitarfélagsins (Ólafur Arngrímsson, 2006).

Við teljum Akureyrarbæ vera að nýta sér þetta ákvæði í lögum á forsendum sem ekki eru til

staðar í bæjarfélaginu. Akureyrarbær flokkast ekki undir fámennt sveitarfélag og hefur ekki

Page 16: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 15

átt í erfiðleikum með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa. Þvert á móti

höfum við dæmi um að Akureyrarbær sé að hafna ráðningum faglærðra í leikskólum útaf 90%

reglunni. Fjárhagslega hagræðingin sem skapast við sameiningu Pálmholts og Flúða er afar

lítil, en raskið á skólastarfinu gæti orðið mikið ef til breytinganna kemur.

Þann 21. mars síðastliðinn barst sveitarfélögum bréf frá umboðsmanni barna þar sem

lýst er yfir verulegum áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði í leik- og grunnskólum og

áhrifum hans á börn. Sveitafélögum ber skylda til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi sbr. 3.

og 12. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Leik- og grunnskólar eru mikilvæg kjölfesta í

lífi barna og hafa breytingar þar óhjákvæmilega áhrif á líf barnanna og þá sérstaklega þeirra

sem standa höllum fæti. Niðurskurður í menntakerfinu getur haft alvarlegar afleiðingar í för

með sér eins og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa reynslu af. Sem dæmi má nefna alvarlega

námserfiðleika nemenda, félagsleg vandamál og aukningu á barnaverndarmálum. Að endingu

nefnir umboðsmaður barna að hagsmunir barna eigi ávallt að ganga framar fjárhagslegum

hugsmunum sveitafélaga (Umboðsmaður barna, 2011).

Farið var í tilraunverkefni með samrekstur leikskólanna Tjarnarborgar og Öldukots í

Reykjavík 2009-2010. Í starfsmannakönnun sem gerð var á samrekstrinum kom fram að

flestir starfsmenn töldu faglegan ávinning engan en auk þess hefur fjárhagslegur ávinningur

breytinganna ekki skilað sér (Berglind Hansen, Kolbrún Vigfússdóttir og Valgerður E.

Þorvaldsdóttir, 2010). Þann 8. mars síðastliðinn birtist grein á Vísi.is eftir Huldu

Ásgeirsdóttur skólastjóra Tjarnarborgar og Öldukots. Þar deilir hún harðlega á

sameiningartillögur leikskóla í Reykjavík m.a. þar sem breytingaferli séu erfið, fjárhagslegur

ávinningur ekki nægjanlegur og sameiningar kalli á aukið álag á millistjórnendur.

Í skýrslunni koma fram hugmyndir um að sameina Pálmholt og Flúðir með óbreyttu

fyrirkomulagi. En af hverju er þá verið að sameina? Aðalbreytingin yrði þá að fækkað yrði

um einn skólastjóra. Stærri skóli krefst aukinnar stjórnunar og því er alls óvíst að

launakostnaður stjórnenda yrði mikið lægri við þessa sameiningu. Má þar nefna sem dæmi að

á Sauðarkróki er 9 deilda leikskóli með skólastjóra, tveimur aðstoðarskólastjórum í 100%

stöðuhlutfalli og 9 deildarstjórar (Leikskólinn Ársalir, 2011). Á Seltjarnarnesi er 9 deilda

leikskóli með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra báðir í 100% stöðuhlutfalli. Auk þess er þar

leikskólafulltrúi (verkefnastjóri) í 50% stöðu og 9 deildarstjórar (Leikskóli Seltjarnarness,

2011). Á Öldukoti og Tjarnarborg eru 2 aðstoðarskólastjórar í 100% stöðu sem og skólastjóri

(Berglind Hansen, Kolbrún Vigfússdóttir og Valgerður Erna Þorvaldsdóttir, 2010).

Greinar eftir hina ýmsu höfunda hafa birst undanfarið varðandi fjárhagslega stöðu

landsins. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifaði grein um það svigrúm sem nú

Page 17: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 16

hefur myndast í ríkisfjármálum sem veldur því að hægt að er efla menntun svo fátt eitt sé

talið. Niðurskurður sé á undanhaldi og nú taki við aðhald (Steingrímur J. Sigfússon, 2011).

Sóley Tómasdóttir (2011) varaborgarfulltrúi nefnir í grein sinni að borgarstjórn hafi mögulega

brugðist borgarbúum með sameiningum í skólamálum. Þessi hagræðing skilar lægri upphæð

heldur en sú fjárhæð sem var afgangs í aðalsjóð fyrir árið 2010. Vanhugsaður niðurskurður er

að mati hennar jafn hættulegur og vanhugsaðar fjárfestingar og mikilvægt er að grunnþjónusta

sé tryggð.

Gunnar Gíslason hafði orð á því á kynningarfundi þann 26. maí 2011, að sameiningar

tillögurnar snérust ekki um sparnað en þá spyrjum við hvaða önnur ástæða liggi fyrir? Í

skýrslunni koma ekki fram haldbærar sannanir um faglegan eða fjárhagslegan ávinning

þessara breytingatillagna, við höfum aftur á móti fært fyrir því sterk rök að þeir skólar sem

hafa farið í sameiningar hafa ekki skilað þeim árangri sem til stóð. Þykir okkur óhæft að fara

út í þessar sameiningar liggi rökin ekki fyrir. Útgjöld til reksturs leik- og grunnskóla á

Akureyri eru næst lægst á öllu landinu þrátt fyrir að vera með hæstu fagmenntunina.

Undanfarin ár hafa leikskólar Akureyrarbæjar skilað mjög góðu faglegu starfi sem og staðið

undir rekstrarlegum viðmiðum. Með þær viðurkenningar sem leikskólar á Akureyri hafa

fengið og miðað við samanburð á rekstri og fagmenntun viljum við spyrja, er sá fjárhagslegi

og faglegi ávinningur sem talinn er koma út úr þessum tillögum það mikill að vert er að leggja

upp í svo veigamiklar breytingar án betur rökstuddra sannana um að hann náist? Ef horft er í

að hagnaður Akureyrarbæjar var töluverður þá finnst okkur hart að verið sé að ganga á

stofnanir sem hafa verið vel reknar til fjölda ára (Ársreikningur Akureyrarbæjar, 2010).

Á blaðsíðu 27 í skýrslunni eru talin upp þær ógnanir og þau tækifæri sem gætu orðið

við sameiningu leikskólanna Pálmholts og Flúða. Þar segir að með breytingunum verði aukin

fagleg og rekstarleg hagræðing, sterkari og faglegri starfskjarni, aukinn sveigjanleiki, aukin

tækifæri til samvinnu starfsfólks, sterkari stjórnun og að lokum að barnahópurinn yrði

fjölbreyttari. Við gerum athugasemdir við þær hugmyndir um tækifæri sem þarna koma fram

og óskum eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

a) Hvernig verður til sterkari stjórnun með því að taka út deildarstjóra og fækka

leikskólastjórum samhliða því að auka umsvif leikskólastjóra.

b) Hvað er fagleg hagræðing?

c) Hvaða rekstrarlega hagræðing verður til?

d) Hvað veldur því að sveigjanleiki eykst?

e) Hvað tryggir það að starfskjarninn verði sterkari og faglegri?

f) Verður barnahópurinn fjölbreyttari? Ef svo er hvaða tækifæri gefur það?

Page 18: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 17

Haft var eftir Gunnari Gíslasyni á fundi með starfsfólki Pálmholts og Flúða þann 26. maí

sl. að hann óttaðist ekki að leikskólakennarar segðu upp störfum ef af þessum

breytingartillögum yrði. Nú hefur komið í ljós að leikskólakennurum hefur fækkað í

Reykjavík eftir sameiningar og breytingar þar. Margir hafa sagt upp störfum og búist er

við fleiri uppsögnum í haust. Haft er eftir Fjólu Þorvaldsdóttur varaformanni FL í samtali

við Morgunblaðið þann 5. júlí 2011 að fólki hugnist ekki að vinna í þessu breytta

starfsumhverfi. Því viljum við spyrja eftirfarandi spurninga:

a) Er gert ráð fyrir að fjöldi fagmenntaðra haldist óbreyttur ef af sameiningu verður?

b) Hvernig verður brugðist við ef mikið verður um uppsagnir leikskólakennara?

c) Verður öllu starfsfólki sagt upp ef af sameiningu verður og þeir endurráðnir aftur sem

það kjósa?

Fyrir hrun voru áform uppi um að nýtt húsnæði yrði byggt fyrir Pálmholt árið 2013.

Húsnæðið er orðið gamalt og því mun á næstum árum þurfa að gera ákveðnar breytingar. Þær

tillögur sem nú eru gerðar að breytingum kalla á aukin fjárútlát eins og allar breytingar. Ef

loka á eða endurbæta Pálmholt eftir nokkur ár því er þá verið að fara í kostnaðarsamar og

erfiðar breytingar núna? Hver eru rökin fyrir því að ekki skuli byggt nýtt húsnæði fyrir

Pálmholt eða byggt við og það húsnæði sem fyrir er endurbætt?

Í skýrslunni er skortur á samstarfi skólastiganna gagnrýndur. Viljum við því benda á að nú

þegar er samstarfið mikið og í stöðugri þróun. Skólarnir Pálmholt, Flúðir, Lundasel og

Lundaskóli fengu t.d. nýverið styrk úr Sprotasjóði til að þróa starfið enn frekar.

Vangaveltur og spurningar

1. Í skýrslunni er nýting leikskólaplássa í Reykjavík borin saman við Akureyri en í

Reykjavík nýta yfir 20% fleiri börn vistun í 8-10 tíma. Akureyrarbær býður ekki uppá

skólavist í leikskólum yfir 8,5 tíma og hefur sú staðreynd áhrif á útreikninga ef ekki er

tekið tillit til þess. Er gert ráð fyrir þessum mun í myndum 2 og 3 í skýrslunni?

2. Það skal áréttað að leikskólar eru uppeldis- og menntastofnun en ekki gæsluvellir. Í

skýrslunni kemur fram að gæsluhlutverk leikskólanna hafi verið ríkjandi til langs tíma.

Í Aðalnámskrá leikskóla frá 1999 kemur hins vegar fram að leikskólinn sé fyrsta

skólastigið og var það sett í lög árið 1994. Í lögum er leikskólinn skildgreindur sem

uppeldis- og menntastofnun en ekki gæslustofnun. Frá árinu 1996 hafa

Page 19: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 18

leikskólakennarar lokið 3 ára háskólanámi til að öðlast leikskólakennararéttindi og í

dag er námið 5 ár sem lýkur með meistaraprófi. Í ljósi þessa þykir okkur sú fullyrðing

að leikskólinn hafi sinnt gæsluhlutverki síðastliðin ár ekki standast og viljum við biðja

skýrsluhöfunda um að gera nánari grein fyrir þessari skoðun sinni. Viljum við meina

að þessi ummæli séu ómakleg í garð leikskólakennara og lýsi vanþekkingu á starfi

okkar.

3. Í skýrslunni kemur fram að það sem taki mestan tíma og orku stjórnenda séu

starfsmannamál sem eru erfið og ill leysanleg vegna mikilla forfalla starfsfólks, lítillar

skuldbindingar/liðsheildar, sveigjanleika og lausnaleitar hins almenna

kennarara/starfsmanns til starfsins. Þarna er verið að draga saman niðurstöður

viðtalsrannsóknar stjórnenda. Þessi fullyrðing er að okkar mati röng og ekki rétt farið

með þær upplýsingar sem fram komu í viðtalsrannsókninni þar sem einungis einn

skólastjóri notar þessa lýsingu á starfsmannamálum. Þar kemur vissulega fram að

starfsmannatengd mál séu tímafrek og krefjandi en einnig að þau séu mest gefandi.

Þessi samantekt stingur í augun þar sem rekstur leikskóla gengi ekki eins vel og raun

ber vitni án sveigjanleika og skuldbindingar starfsmanna við starfið. Varðandi forföll

væri ástæða til að kanna hvort mikið og stöðugt álag geti haft þau áhrif að starfsfólk

leikskóla er jafn mikið frá vinnu vegna veikinda og raun ber vitni.

4. Skýrslan er unnin af einstaklingum sem báðir eru grunnskólakennaramenntaðir og

finnst okkur skýrslan bera þess merki. Við viljum því spyrja hvort skýrsluhöfundar

hafi næga þekkingu á hlutverki og stöðu leikskólans til að setja fram hugmyndir um

sameiningu og þær ógnanir og tækifæri sem því fylgir.

5. Leikskólastarf snýst umfram allt um menntun og velferð barna sem leikskólann sækja.

Á einum stað í skýrslunni kemur fram að nám og líðan barnanna þurfi að vera í

forgangi. Það kemur hinsvegar fram í skýrslunni að nýta eigi „eðlileg forföll“

nemenda og þeim skólum er hampað sem innrita fleiri börn en rými segja til um.

Afleysingaprósenta hefur nú verið lækkuð úr 8,33% niður í 7%. Fram kemur í

viðtalsrannsókninni að veikindi starfsmanna séu töluverð og afleysingarprósentan nái

vart að standa undir fjarveru kennara. Því er varasamt að nýta „eðlileg förföll“

nemenda. Viljum við því spyrja hvort eðlilegt geti talist að innrita fleiri börn en rými

Page 20: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 19

segir til um á þeim forsendum að ,,eðlileg forföll” komi í veg fyrir að of mörg börn

séu í leikskólanum? Er nám og líðan barnanna sett í forgang með þessum aðgerðum?

6. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun að í ljósi mikillar fagmenntunar í leikskólum sé

ástæða til að segja upp deildarstjórum og dreifa ábyrgð til hins almenna

leikskólakennara. Hlutfall fagmenntunar í leikskólum er 77.5% en 99,9% í

grunnskólum Akureyrarbæjar. Ef rökin fyrir því að leggja niður stöður deildarstjóra

eru mikil fagmenntun væri þá ekki skynsamlegra að gera tilraun með það í

grunnskólunum fyrst? Þar er fagmenntun meiri en í leikskólum og ef vel tekst til þar

væri hægt að skoða þetta í leikskólunum.

Page 21: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 20

Lokaorð

Síðastliðin ár hefur kreppt verulega að leikskólum bæjarins og teljum við að enn frekari

aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir

börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það. Þegar samfélög ganga í gegnum

efnahagskreppur og aukið álag leggst á fjölskyldur er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að

velferð barna. Eðlilegra er á tímum sem þessum að auka fjármagn til menntamála og styðja

þannig við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að höggva enn frekar í þær. Við teljum að

ekki sé næg reynsla komin á sameiningar sem þegar hafa verið gerðar til þess að þær geti

verið fordæmisgefandi. Við verðum að horfa til framtíðar og ef ekki er vandað til verks gæti

kostnaðurinn orðið meiri þegar fram í sækir heldur en nú er.

Við teljum að álag á leikskólastjóra hafi verið mjög mikið undanfarin ár og alltaf er

verið að auka við verkefnin sem þeim er falið að sinna. Starfsfólk Pálmholts sér enga ástæðu

til að breyta stjórnkerfi leikskólanna í þá átt sem lagt er til í skýrslunni. Miklu frekar mætti

styðja við leikskólastarfið í formi handleiðslu, aukins tíma fyrir þá teymisvinnu sem þegar fer

fram í skólunum sem og sjálfsmat og annað sem lýtur að skólaþróun og krefst sameiginlegs

tíma allra starfsmanna. Einnig þarf að rannsaka ástæður mikillar fjarveru starfsfólks og auka

afleysingarprósentu þannig að hún tryggi menntun og þjónustu við nemendur. Í dag kemur

ekki inn afleysing vegna kaffitíma starfsmanna sem gerir það að verkum að t.d. á Pálmholti

vantar um eitt stöðugildi til að manna deildir vegna lögbundinna kaffitíma og kemur það niður

á gæðum og þjónustu. Að lokum teljum við brýnt að leysa langvarandi vanda leikskólanna

hvað skort á húsverði og ritara varðar. Við förum fram á það að þeim vangaveltum og

spurningum sem settar hafa verið fram í greinargerð þessari verði svarað þar sem við teljum

ýmislegt sem fram kemur í skýrslunni ekki nægilega skýrt og/eða rökstutt.

Unnið af starfsfólki Pálmholts;

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, Anna María Steindórsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Berglind

Bergvinsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Heiðdís Björk Karlsdóttir, Helen

Ármannsdóttir, Hugrún Sigmundsdóttir, Jónína Auður Sigurðardóttir, Ólöf Pálmadóttir,

Sigrún Ella Meldal og Sigrún Finnsdóttir.

Page 22: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 21

Heimildaskrá

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Anna Þóra Baldursdóttir. (2003). Kennarar og kulnun. Í Börkur Hansen, Ólafur H.

Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir (ritstjórar), Fagmennska og forysta – Þættir

í skólastjórnun (bls. 49-61). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Arna H. Jónsdóttir. (1999). Starfsánægja og stjórnun í leikskólum. Óbirt M.Ed. ritgerð.

Reykjavík: KHÍ.

Arna H. Jónsdóttir. (2005), Fagþróun leikskólakennara. Kynjamyndir í skólastarfi. Í Arna H.

Jónsdóttir, Steinunn H. Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir (ritstjórar), bls 125-149.

Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Ársreikningur Akureyrarbæjar 2010, sótt 7. júní 2011 af

http://www.akureyri.is/media/vefmyndir/akureyri/pdf/Arsreikningur---

Akureyrarbaejar-2010-(2).pdf

Ásta Bjarney Elíasdóttir. (2011). Hvað ert þú að vilja upp á dekk? Fagleg ráðgjöf stjórnenda

til kennara. Óbirt M.Ed- ritgerð. Háskóli Íslands: Menntavísindasvið.

Berglind Hallgrímsdóttir. (2010). Deildarstjórar í leikskólum: hlutverk og vald. Óbirt M.Ed-

ritgerð Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Berglind Hansen, Kolbrún Vigfússdóttir og Valgerður E. Þorvaldsdóttir, (2010), Skýrsla-

Tilraun um samrekstur leikskólanna Tjarnarborgar og Öldukots 2009-2010.

Leikskólasvið: Reykjavíkurborg.

Birna María Svanbjörnsdóttir og Trausti Þorsteinsson, (2011), Stjórnkerfi skóla á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri: Miðstöð skólaþróunar HA.

Page 23: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 22

Blandford, S. (1997). Middle management in schools. How to managing and teaching for an

effective school. London: Pitman Publishing.

Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson. (1998). Skólastarf og gæðastjórnun. Reykjavík:

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannesson og Steinunn Helga Lárusdóttir. (2008). Breytingar á

hlutverki skólastjóra í grunnskólum – kröfur, mótsagnir og togstreita. Uppeldi og

menntun, 17(2). Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

Börkur Hansen. (2003). Stofnanamenning og stjórnun. Í Börkur Hansen, Ólafur H.

Jóhannesson og Steinunn Helga Lárusdóttir (ritstj.), Fagmennska og forysta. Þættir í

skólastjórnun (bls. 49-61) Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

Friend M. og Cook L. (2003). Interactions Collaboration Skills for School Professionals

(4. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon.

Gold A. (2004). Values and Leadership. London: Institute of Education, University of

London.

Guðný Guðbjörnsdóttir. (2007). Menntun, forysta og kynferði. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Harris, A. og Spillane J. (2008). Distributed leadership through the looking glass. [Rafræn

útgáfa]. Management in Education. 22(1), bls 31-34. British Educational Leadership,

Management & Administration Society.

Haukur Viggósson, (1998), I fjärran blir fjällen blå; En komparativ studie af isländska och

svenska grundskolor samt sex fallstudier om närhet som en förutsättning för

pedagogiskt lederskap. Lunds Universitet.

Hoy, Wayne K. Og Cecil G. Miskel. (2001). Educational Administration. Theory, research,

and practice, 6. Útg. New Yourk: McGraw-Hill.

Hulda Ásgeirsdóttir, sótt 30. maí 2011 af

http://www.visir.is/kaeri-jon---bref-til-borgarstjora/article/2011110309115

Page 24: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 23

Ingileif Ástvaldsdóttir. (2009). Skólastjórnun og mótun skólamenningar í nýjum grunnskólum.

Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Háskóli Íslands:

Menntavísindasvið.

Jolly A. (2007). Team-Oriented Teaching. Teacher magasin. Sótt 18. Janúar 2011 af

http://www.teachermagazine.org/tsb/articles/2007/10/25/01jolly.h01.html

Kjarasamningar leikskólakennarar, sótt 20. júní 2011 af http://www.ki.is/pages/1341

Leikskólinn Ársalir, sótt 12. júní 2011 af http://www.skagafjordur.is/default.asp?cat_id=909

Leikskóli Seltjarnarness, sótt 12. júní 2011 af

http://leikskoli.seltjarnarnes.is/leikskolinn/starfsfolk/

Lög um leikskóla nr. 78/1994.

Lög um leikskóla nr. 90/2008.

OECD . (2006). Starting Strong II: Early childhood eduction and care. Paris: OECD.

Owens, G.R. og Valesky, C.T. (2011). Organizational behavior in education: An adaptive

leadership and school reform (10. Útgáfa). Boston, MA:Allyn & Bacon.

Ólafur Arngrímsson. (2006). Skóli er fámennu samfélagi mikilvægur. Sveitarstjórnarmál (1).

Bls 10-11.

Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa

Eggertsdóttir og Mel West. (1999). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda.

Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Sergiovanni, T. (2001). The Principalship. A reflective practice perspective. Boston: Allyn

and Bacon.

Page 25: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 24

Sergiovanni, T. (2006). The Principalship. A Reflective PracticePerspective, 5. útg. Boston,

Allyn and Bacon.

Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. (2007, 17. okt.).

Deildarstjórar í grunnskólum. Hver er afstaða skólastjóra og kennara til starfsins,

hlutverks þess og mikilvægis? Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 7. júní

2011 af http://netla.khi.is/greinar/2007/008/prent/index.htm

Skólastefna KÍ 2011-2014, sótt 1. júlí 2011 af

http://www.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=12429

Sóley Tómasdóttir, 2011, sótt 27. júní 2011 af http://soleytomasdottir.is/

Starfslýsing deildarstjóra, sótt 9. júní 2011 af http://fl.ki.is/?PageID=2851

Starfsmannakönnun Pálmholts (Óbirt), (2010), Skiptir máli að hafa skólastjóra staðsettan við

leikskólann? Hvers vegna?

Steingrímur J. Sigfússon, 2011, sótt 3. júní 2011 af

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5062&p=112646

Umboðsmaður barna, 2011, sótt 20 júní 2011 af

http://www.barn.is/adalsida/finna/adalsida_-_syna_meira/?ew_0_a_id=375540

Munnleg heimild:

Karl Frímannsson, 06.06. 2011. (Tölvupóstur)

Ólafur Arngrímsson, 06.07. 2011.

Gunnar Gíslason, 26.05. 2011.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 01.06.2011. (Símtal)

Soffía Guðmundsdóttir, 02.06.2011. (Símtal)

Anna Jóna Guðmundsdóttir, 07.06.2011. (Tölvupóstur)

Page 26: Umsögn vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri · deildarstjóra, faglegt námssamfélag og teymisvinnu, menningu skóla og samrekstur skólastofnanna. Á eftir hverjum

Greinargerð starfsmanna Pálmholts vegna skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri

Leikskólinn Pálmholt v/Þingvallastræti 600 Akureyri sími: 462-3941 netfang: [email protected] 25