24
„Það er alveg klárt að við erum að spara olíu um allt að 6% og sótvandamál eru úr sög- unni. Við erum búnir að keyra á þessu „undra meðali“ á línubátnum Ágústi, sem er með gamla Wickman-vél frá því um áramót. Á síð- asta ári notuðum við 605.000 lítra af olíu á skipinu og miðað við það magn gætum við verið að tala um sparnað upp á tvær til þrjár milljónir á ári á hverju skipi. Við vonum hins vegar að komi að stóru tölunum í sparnaði, þegar kemur að viðhaldi því íblöndunarefnið hreinsar óhreinindi úr olíunni, sem leiðir til tærari og betri bruna og ætti að minnka við- haldskostnað. Um það er reyndar ekki hægt að fullyrða að svo komnu máli því þessi til- raun er nánast á frumstigi, en hún lofar góðu,“ segir Andrés Guðmundsson, útgerðar- stjóri línubáta hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Efnið sem um er að ræða nefnist PD-5 Fuel Boost og er framleitt á Írlandi í þrem- ur útgáfum, fyrir skip, fiskimjölsverksmiðj- ur, aðra sem nota brunakatla, bíla og vinnu- vélar. Því er blandað í eldsneyti í hlutfallinu einn á móti tvö þúsund og er notað í bensín, dísilolíu, svartolíur og lífdísel. Efnið er um- hverfisvænt og hættulaust í flutningum og geymslu. Samkvæmt upplýsingum frá fram- leiðandanum, Fuel Tech, bætir efnið nýtingu eldsneytis um 5 til 20%, eykur vélarafl um allt að 5% og minnkar útblástur um allt að 50%. Þessar niðurstöður eru útkoma úr viða- miklum prófunum bæði í skipum, fiskimjöls- verksmiðjum og verksmiðjum sem byggja á sama grunni, flutningabílum og vinnuvélum. Nota þarf efnið í um tvær til þrjár vikur áður en það fer að skila árangri og skilar það hugs- anlega meiru í eldri vélum og þar sem álag á vélar er mikið. Umtalsverður árangur getur náðst Það er fyrirtækið Kemi hf. sem flytur efnið inn og sér Haraldur Jónsson um kynningu á því. „Við erum ekki komnir með efnið í raunveru- lega sölu enn sem komið er. Þrátt fyrir að fyr- ir liggi upplýsingar um mögulega virkni þess frá framleiðandanum, höfum við látið prófa það hér við þær aðstæður, sem það kemur til með að vera notað við og fá okkar eigin nið- urstöður. Þess vegna höfum við fengið all- marga aðila til að reyna efnið og virkni þess fyrir okkur og má þar meðal annarra nefna Þorbjörn hf. í Grindavík, sem notar efnið á línubáta, Ísfélag Vestmannaeyja, sem notar það í fiskimjölsverksmiðju sinni og Kynnis- ferðir sem hefur prófað það á fólksflutninga- bíl. Véltækniskólinn er að gera tilraunir með efnið og enn eru um 15 aðilar í mismunandi rekstri að prófa efnið og eru niðurstöður að skila sér. Endanlega niðurstöður liggja því ekki fyrir, en það er ljóst að umtalsverður ár- angur getur náðst. Efnið hreinsar óhreinindi úr eldsneytinu og auðveldar bruna þess. Því er akki aðeins um beinan sparnað í eldsneyt- isnotkun að ræða, heldur leiðir notkun efnis- ins til minni viðhaldskostnaðar og svo er tvö- falt minni útblástur ótvíræður kostur. Þegar áþreifanlegar niðurstöður liggja fyrir, verður efnið sett í almenna sölu. Efnið kostar sitt svo ávinningurinn verður að vera verulegur til að notkunin borgi sig. Við teljum að svo sé og gerum ráð fyrir að niðurstöðurnar stað- festi það, þegar þær liggja fyrir síðar í mán- uðinum,“ segir Haraldur. Erum að nota minna af olíu Andrés Guðmundsson segir að þeir muni nú nota PD-5 Boost í alla fjóra línubáta útgerð- arinnar og þá komi enn betur í ljós hve mikl- um sparnaði þetta muni skila. Togarar nota margir hverjir meira en fjórum sinnum meira af olíu en línubátarnir. Enn hefur PD-5 Fuel Boost ekki verið reynt í togurum, en þar gæti verið um mun hærri fjárhæðir að tefla vegna meiri olíunotkunar. Bragi Júlíusson, verk- stjóri hjá fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins, segir að þeir hafi verið að nota efnið frá ára- mótum. „Við erum að nota minna af olíu, en skýringin gæti verið önnur en notkun þessa efnis. Við förum yfir stöðuna eftir að loðnu- vertíðinni líkur og þá kemur þetta í ljós. Efn- ið leiðir til hreinni bruna, betri nýtingar og minni mengunar. Við höfum nokkrar vænt- ingar um sparnað, en niðurstöður liggja ekki fyrir enn,“ segir hann. Olíukostnaður útgerðarinnar hefur tvö- faldast á síðustu tveimur til þremur árum. Ljóst er því að mikið getur verið í húfi fyr- ir fiskiskipaflotann sem notar olíu fyrir millj- arða króna á hverju ári. Hvert eitt prósent getur því skilað miklum fjárhæðum í heild- ina. ÚTVEGSBLAÐIÐ Þ J ó N U S T U M I ð I L L S J Á V A R ú T V E G S I N S mars 2012 » 3. tölublað » 13. árgangur Eignarhaldið verður að vera skýrt Þórður Þórðarson á Mánabergi óF-42 Þorskkvóti Færeyinga á Flæmska hattinum Vottun byggð á ströngustu kröfum »18 »20 »6 »8 FRíVAKTIN » Íslenskir sjómenn Frívaktin fjallar um daglegt líf sjó- manna og annarra sem starfa í íslensk- um sjávarútvegi. Þar er að finna sögur af sjónum, viðtöl, reynsluakstur og annað athyglisvert efni. ábyrgð 5 ára * ábyrgð 5 ára * Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu. Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu Nýr SS4 frá Scanmar! Grandagarði 1a 101 Reykjavík Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: [email protected] www.scanmar.no *12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu Nýr SS4 frá Scanmar! Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu Spörum allt að sex prósent Kynna nýtt íblöndunarefni í olíu fyrir fiskiskip, fiskimjölsverksmiðjur, bíla og vinnuvélar: Hjörtur Gíslason skrifar: [email protected] Á síðasta ári notuðum við 605.000 lítra af olíu á skipinu og miðað við það magn gætum við verið að tala um sparnað upp á tvær til þrjár milljónir á ári á hverju skipi. Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri línubáta hjá Þorbirni hf. » Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri línubáta hjá Þorbirni hf. segir að þeir muni nú nota PD-5 Boost í línubáta útgerðarinnar og þá komi enn betur í ljós hve miklum sparnaði þetta muni skila.

Útvegsblaðið, 3. tbl. 2012

  • Upload
    goggur

  • View
    288

  • Download
    0

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Citation preview

„Það er alveg klárt að við erum að spara olíu um allt að 6% og sótvandamál eru úr sög-unni. Við erum búnir að keyra á þessu „undra meðali“ á línubátnum Ágústi, sem er með gamla Wickman-vél frá því um áramót. Á síð-asta ári notuðum við 605.000 lítra af olíu á skipinu og miðað við það magn gætum við verið að tala um sparnað upp á tvær til þrjár milljónir á ári á hverju skipi. Við vonum hins vegar að komi að stóru tölunum í sparnaði, þegar kemur að viðhaldi því íblöndunarefnið hreinsar óhreinindi úr olíunni, sem leiðir til tærari og betri bruna og ætti að minnka við-haldskostnað. Um það er reyndar ekki hægt að fullyrða að svo komnu máli því þessi til-raun er nánast á frumstigi, en hún lofar góðu,“ segir Andrés Guðmundsson, útgerðar-stjóri línubáta hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

Efnið sem um er að ræða nefnist PD-5 Fuel Boost og er framleitt á Írlandi í þrem-ur útgáfum, fyrir skip, fiskimjölsverksmiðj-ur, aðra sem nota brunakatla, bíla og vinnu-vélar. Því er blandað í eldsneyti í hlutfallinu einn á móti tvö þúsund og er notað í bensín, dísilolíu, svartolíur og lífdísel. Efnið er um-hverfisvænt og hættulaust í flutningum og geymslu. Samkvæmt upplýsingum frá fram-leiðandanum, Fuel Tech, bætir efnið nýtingu eldsneytis um 5 til 20%, eykur vélarafl um allt að 5% og minnkar útblástur um allt að 50%. Þessar niðurstöður eru útkoma úr viða-miklum prófunum bæði í skipum, fiskimjöls-verksmiðjum og verksmiðjum sem byggja á sama grunni, flutningabílum og vinnuvélum. Nota þarf efnið í um tvær til þrjár vikur áður en það fer að skila árangri og skilar það hugs-anlega meiru í eldri vélum og þar sem álag á vélar er mikið.

Umtalsverður árangur getur náðstÞað er fyrirtækið Kemi hf. sem flytur efnið inn og sér Haraldur Jónsson um kynningu á því. „Við erum ekki komnir með efnið í raunveru-lega sölu enn sem komið er. Þrátt fyrir að fyr-ir liggi upplýsingar um mögulega virkni þess frá framleiðandanum, höfum við látið prófa það hér við þær aðstæður, sem það kemur til með að vera notað við og fá okkar eigin nið-

urstöður. Þess vegna höfum við fengið all-marga aðila til að reyna efnið og virkni þess fyrir okkur og má þar meðal annarra nefna Þorbjörn hf. í Grindavík, sem notar efnið á línubáta, Ísfélag Vestmannaeyja, sem notar það í fiskimjölsverksmiðju sinni og Kynnis-ferðir sem hefur prófað það á fólksflutninga-

bíl. Véltækniskólinn er að gera tilraunir með efnið og enn eru um 15 aðilar í mismunandi rekstri að prófa efnið og eru niðurstöður að skila sér. Endanlega niðurstöður liggja því ekki fyrir, en það er ljóst að umtalsverður ár-angur getur náðst. Efnið hreinsar óhreinindi úr eldsneytinu og auðveldar bruna þess. Því

er akki aðeins um beinan sparnað í eldsneyt-isnotkun að ræða, heldur leiðir notkun efnis-ins til minni viðhaldskostnaðar og svo er tvö-falt minni útblástur ótvíræður kostur. Þegar áþreifanlegar niðurstöður liggja fyrir, verður efnið sett í almenna sölu. Efnið kostar sitt svo ávinningurinn verður að vera verulegur til að notkunin borgi sig. Við teljum að svo sé og gerum ráð fyrir að niðurstöðurnar stað-festi það, þegar þær liggja fyrir síðar í mán-uðinum,“ segir Haraldur.

Erum að nota minna af olíuAndrés Guðmundsson segir að þeir muni nú nota PD-5 Boost í alla fjóra línubáta útgerð-arinnar og þá komi enn betur í ljós hve mikl-um sparnaði þetta muni skila. Togarar nota margir hverjir meira en fjórum sinnum meira af olíu en línubátarnir. Enn hefur PD-5 Fuel Boost ekki verið reynt í togurum, en þar gæti verið um mun hærri fjárhæðir að tefla vegna meiri olíunotkunar. Bragi Júlíusson, verk-stjóri hjá fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins, segir að þeir hafi verið að nota efnið frá ára-mótum. „Við erum að nota minna af olíu, en skýringin gæti verið önnur en notkun þessa efnis. Við förum yfir stöðuna eftir að loðnu-vertíðinni líkur og þá kemur þetta í ljós. Efn-ið leiðir til hreinni bruna, betri nýtingar og minni mengunar. Við höfum nokkrar vænt-ingar um sparnað, en niðurstöður liggja ekki fyrir enn,“ segir hann.

Olíukostnaður útgerðarinnar hefur tvö-faldast á síðustu tveimur til þremur árum.

Ljóst er því að mikið getur verið í húfi fyr-ir fiskiskipaflotann sem notar olíu fyrir millj-arða króna á hverju ári. Hvert eitt prósent getur því skilað miklum fjárhæðum í heild-ina.

útvEgsblaðiðÞ J ó N U S T U m i ð i L L S J Á V A r ú T V E G S i N S

m a r s 2 0 1 2 » 3 . t ö l u b l a ð » 1 3 . á r g a n g u r

Eignarhaldið verður að vera skýrt

Þórður Þórðarson á mánabergi óF-42

Þorskkvóti Færeyinga á Flæmska hattinum

Vottun byggð á ströngustu kröfum

»18 »20 »6 »8

Frívaktin »

Íslenskir sjómennFrívaktin fjallar

um daglegt líf sjó-

manna og annarra

sem starfa í íslensk-

um sjávarútvegi. Þar

er að finna sögur af sjónum, viðtöl, reynsluakstur og annað

athyglisvert efni.

ábyrgð5ára*

ábyrgð5ára*

Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar.

SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem:• Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)• Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lágabilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Ný rafhlöðutækni - allt að tveggjamánaða ending á rafhlöðuNýr SS4 frá Scanmar!

Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005Netfang: [email protected] • www.scanmar.no*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu

Nýr SS4 frá Scanmar! Ný rafhlöðutækni - allt að tveggjamánaða ending á rafhlöðu

spörum allt að sex prósentKynna nýtt íblöndunarefni í olíu fyrir fiskiskip, fiskimjölsverksmiðjur, bíla og vinnuvélar:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Á síðasta ári notuðum við 605.000 lítra af olíu á skipinu og miðað við það magn gætum við verið að tala um sparnað upp á tvær til þrjár milljónir á ári á hverju skipi. andrés guðmundsson, útgerðarstjóri línubáta hjá Þorbirni hf.

» Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri línubáta hjá Þorbirni hf. segir að þeir muni nú nota PD-5 Boost í línubáta útgerðarinnar og þá komi enn betur í ljós hve miklum sparnaði þetta muni skila.

Enn er beðið frumvarps um stjórnun fiskveiða. Það hef-ur nú verið í vinnslu hjá sjávarútvegs- og landbúnað-arráðuneytinu í nokkurn tíma, eða allt frá því að Stein-grímur J. Sigfússon tók þar við stjórnartaumunum.

Þrátt fyrir að náðst hafi samkomulag hagsmunaaðila og full-trúa stjórnmálaflokkanna innan samstarfshóps fyrrverandi sjávarútvegsráðherra á sínum tíma, er löngu ljóst að ekkert samkomulag er um skipan þessara mála innan stjórnarflokk-anna. Það kom berlega í ljós um leið og niðurstaða samstarfs-hópsins kom fram.

Digrar yfirlýsingar um uppskurð og jafnvel afnám kvótakerf-isins af hálfu núverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga hitta þá nú fyrir eins og svo oft áður. Svo virðist sem vandinn felist að miklu leyti í því hvernig þeir geta komist frá fyrri yf-irlýsingum, án þess að teljast hafa svikið gefin loforð. Núver-andi sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfir að kerfinu verði ekki bylt. En hvernig á þá að breyta því og hvaða hags-muni skal þá hafa að leiðarljósi? Heildarhagsmuni eða sér-hagsmuni.

ráðherra sjávarútvegsmála hefur tekið þá stefnu við samn-ingu nýs frumvarps að hafa hagsmunaaðila ekki með í ráð-um. Kannski er það vegna þess að sátt hefur þegar náðst við þá innan samráðshópsins. Hann þurfi ekkert frekar að ræða við þá. Hann þarf hins vegar að ná sáttum innan raða stjórn-arflokkanna. Þegar hefur komið fram verulegur ágreiningur innan þeirra beggja. Hvorugur þeirra virðist geta náð sáttum innan eigin raða um hvað gera skuli, og takist það á endanum eiga flokkarnir sjálfir eftir að samræma leiðirnar. Allt bendir til þess að það gangi illa. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni. Og slíkt er ekki boðlegt. Ef fram fer sem horfir eru allar lík-ur á að margumtalað frumvarp komi það seint fram að knúin verði fram einhvers konar flýti-meðferð á því til að ná fram breytingum fyrir næsta fiskveiðiár. Það er heldur ekki boðlegt. Til þess er allt of mikið í húfi.

Hjörtur Gíslason

2 Mars 2012 útvEgsblaðið

Vinnsla hófst í haust hjá Artic Odda ehf., á Flateyri en þar er unninn sil-ungur úr eldi Dýrfisks ehf., í Dýrafirði sem er systurfélag Artic Odda. Þetta er regnbogasilungur og er áætlað að slátra um 400 tonnum á þessu ári. Eiríkur Finnur Greipsson, fjármála-stjóri Artic Odda segir að stefnt sé á næstu tveimur árum að stækkun á kvíaeldinu í Dýrafirði upp í um 2.000 tonn á ársgrundvelli. meðalstærð regnbogasilungsins við slátrun er um 4 kg, stundum aðeins meira. Far-ið verður hægt af stað og tekið eitt skref í einu. Gengið var frá samningi milli þrotabús Eyrarodda ehf. og Arc-tic Fish ehf. um kaup á meginhluta eigna þrotabúsins en við undirrit-un hans var greint frá þeim áform-um fyrirtækisins að stefna að því að byggja upp starfsemi með vinnslu á eldisfiski og öðrum sjávarafla.

regnbogasilungurinn er flakað-ur og laustfrystur og fer á Evrópu-markað. Einnig er hafin vinnsla á bolfiski sem fer á markað flakaður og í bitum, bæði frystur og fersk-ur. Ferski fiskurinn fer aðallega á Frakklandsmarkað en sá frysti víðar um Evrópu.

Hjá Artic Odda starfa um 20 manns í dag en með tilkomu fyrir-tækisins hafa atvinnuhorfur á Flat-eyri vænkast verulega, en þær hafa verið fremur slakar allt frá gjaldþroti Eyrarodda hf. málefni fiskvinnsl-unnar á Flateyri voru mjög í brenni-depli á þessu ári, en hvorki gekk né rak svo mánuðum skipti við að koma eignum þrotabúsins í hendur nýrra

eigenda og á meðan var stór hóp-ur fiskvinnslufólks atvinnulaus á staðnum.

Fyrirtækið Lotna hafði keypt hluta af eignum þrotabúsins fyr-ir milligöngu Byggðastofnunar og taldi sig raunar hafa keypt þær allar. Lotnumenn hafa vinnslu í verkun-arhúsi Kambs sem starfaði þar áður og í húsi á bryggjukantinum sem áður hýsti m.a. skrifstofur Hjálms. Til hráefnisöflunar hafa þeir Krist-björgu ÍS-177, 196 brl. bát og fengu nýlega yfirbyggðan plastbát sem er á krókaaflakerfinu.

Svokallaður þörungablómi í Dýrafirði olli nokkru tjóni hjá eldis-fyrirtækinu Dýrfiski ehf. á Þingeyri vorið 2011. Starfsmenn slátruðu um 33 tonnum af regnbogasilungi úr sjókvíunum við Þingeyri vegna þör-

unganna, en gripið var til þess ráðs til þess að auka rýmið í kvíunum. Þörungablóminn sest í tálkn fisks-ins og veldur súrefnisskorti en með auknu rými eykst jafnframt súrefn-ið í kvínni. Eftir þessa slátrun lauk þessari krísu og nú gengur eldið afar vel.

Þörungablómi er afar hröð fjölg-un svifþörunga í sjó eða vatni. Um er að ræða eina tegund þörunga sem fjölgar sér gífurlega og veldur því að sjórinn breytir um lit. Í þörunga-blóma geta verið milljónir fruma í millilítra. Þörungablómi getur valdið miklu tjóni í kvíaeldi vegna þess að það verður súrefnisskortur í sjónum á nóttunni þegar þörungarnir nota súrefni til öndunar. Einnig þverr súr-efnið við rotnun þörunganna þegar þeir deyja.

2.000 tonn af regnbogasilungiatvinnulífið á Flateyri að lifna við með tilkomu artic Odda:

geir a. guðsteinsson skrifar:[email protected]

útvEgsblaðiðÞ J ó N U S T U m i ð i L L S J Á V A r ú T V E G S i N S

leiðari

Ekki boðlegt

Útgefandi: Goggur ehf. kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón m. Egilsson ábm. aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón m. Egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.

Þessi er stAðAn í AflA einstAkrA teGunDA innAn kvótAns:

» Hjá Artic Odda starfa um 20 manns en með tilkomu fyrirtækisins hafa atvinnuhorfur á flateyri vænkast verulega, en þær hafa verið fremur slakar allt frá gjaldþroti eyrarodda hf.

DELTA

VO3

OF OFN WS

Toghlerar

» ufsin aflamark: 42.988n afli t/ aflamarks: 20.197

» karfin aflamark: 139.478n afli t/ aflamarks: 88.361

» Þorskurn aflamark: 139.478n afli t/ aflamarks: 88.361

» Ýsan aflamark: 38.634n afli t/ aflamarks: 24.840

63.4%

63.3%

47%

64,3%

» kristbjörgu ís-177. eiríkur finnur Greipsson, fjármálastjóri Artic Odda segir að stefnt sé á næstu tveimur árum að stækkun á kvíaeldinu í Dýrafirði upp í um 2.000 tonn á ársgrundvelli.

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri

4 Mars 2012 útvEgsblaðið

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar.

Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár.

Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is.

Gerðu verðsamanburð

Toyota rafmagns- og dísellyftarar

„Við erum á leiðinni austur á Vopna-fjörð með loðnu í hrognatöku, 1.600 til 1.800 tonn. Við sjáum svo til hvort eitthvað verður eftir af loðnunni, þegar við komum aftur. Þetta er

langt stím, um þrír sólarhringar og á þeim tíma getur margt breyst. Annars er stefnan sett á kolmunna suður við Færeyjar um mánaðamótin og þá reynum við að frysta ef hann er hæfur til þess,“ sagði Guðmund-

ur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, þegar útvegsblaðið náði tali af honum fyrir helgina. Hann lét annars vel af þessu og sérstak-lega góða veðrinu, sem loksins kom seinnipartinn á miðvikudag. „Ann-ars hefur þetta verið stöðug bræla og leiðindi.“

Makríllinn mikilvægurSíðasta ár gekk mjög vel hjá þeim á Hugin. Þeir fiskuðu fyrir 3,2 millj-arða króna og voru þriðju efstir á verðmætalistanum. „Við erum bara ánægðir með það. Þetta er lítið fyr-irtæki með takmarkaðan kvóta og okkur hefur tekist að gera mikið úr litlu. mest var þetta norsk-íslensk síld og makríll. makríllinn hefur al-veg bjargað okkur og við frystum um 10.000 tonn af honum í fyrra.“

En ef við snúum okkur að vertíð-inni núna, þá er kvóti Hugins að-eins rúm 8.000 tonn, en hann hef-ur verið að fiska annað eins fyrir HB Granda. Það sem Huginn á eftir af eigin kvóta er frekar lítið, en dug-ir kannski í tæplega eina veiðiferð.

„Við byrjuðum óvenju snemma á loðnunni núna, eða um miðjan janú-ar enda mesti kvóti í langan tíma.

Áður skruppum við reyndar suður eftir í kolmunna, en það var bæði lít-ið af honum og hann smár. Annars höfum við ekki verið að byrja fyrr en um miðjan febrúar og þá er loðn-an venjulega gengin upp á grunn-ið. Við byrjuðum á tveimur túrum í frystingu fyrir rússana og svo höf-um við verið að landa í höfnum langt frá miðunum, enda að fiska fyrir HB Granda á Vopnafirði. Segja má að við leggjum ekki í hann fyrir mikið minna en 400 mílur. Við lönduðum til dæmis tvisvar í Færeyjum fyrr á ver-tíðinni. Við fengum 50% hærra verð fyrir loðnuna þar en hér heima, enda borga þeir, sem fjær eru miðunum venjulega meira. Svo höfum við ver-ið að landa á Vopnafirði, svo aflinn er ekki svo mikill. Ekki eins og hjá þeim, sem hafa mikinn kvóta og geta land-að nær miðunum. Þeir eru þá ekki að eyða tímanum í stímið eins og við.

Vertíðin núna hefur annars verið óvenjugóð ef veðrið er undanskilið. Það hefur ekki verið svona mikið af loðnu í mörg undanfarin ár. reynd-ar hefur verð fyrir frysta loðnu ekki

verið neitt sérstakt og því hefur meira farið í bræðslu og svo hrogna-töku. Svo segja menn að útlið fyrir næstu vertíð sé gott, en það á auð-vitað allt eftir að koma í ljós eftir mælingar.

Fjórum sinnum yfir milljón tonnEn svona er þetta hjá okkur. Við reynum að gera mikið úr litlu. Það tókst vel í fyrra, en þessi góði makríl- afli bjargaði okkur alveg. Vonandi gengur okkur jafnvel í ár,“ sagði Guð-mundur Huginn.

Loðnukvóti Íslendinga nú er 591.000 tonn og svo mikill hef-ur aflinn ekki orðið síðan á vertíð-inni 2004/2005, þegar hann varð 640.000 tonn. Síðan hefur hann verið mjög lítill og minnstur vertíð-ina 2008/2009. Þá var engin bein veiði heimiluð, aðeins svokallaður leitarkvóti, sem skilaði þessum afla. Loðnuafli okkar hefur fjórum sinn-um farið yfir milljón tonn á vertíð. Fyrst á vertíðinni 1986/1987 en mestur varð hann 1.249.000 tonn á vertíðinni 1996/1997.

Gerum mikið úr litluHuginn vE fiskaði fyrir 3,2 milljarða króna í fyrra:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» Það hefur ekki verið svona mikið af loðnu undanfarin ár. reyndar hefur verð fyrir frysta loðnu ekki verið neitt sérstakt og því hefur meira farið í bræðslu og svo hrognatöku.

» Guðmundur Huginn Guðmundsson.

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 1

1-10

98

Við erum með hugann við það sem þú ert að gera

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera,

við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Huginn vE fiskaði fyrir 3,2 milljarða króna í fyrra:

Lítils háttar samdráttur varð í útflutningi sjávaraf-urða frá Færeyjum á síðasta ári. Mælt í verðmæt-um varð samdrátturinn 4%. Útflutningur á upp-sjávarfiski og eldisfiski jókst á milli áranna 2010 og 2011, en töluverður samdráttur var í útflutningi á botnfiski og unnum fiskafurðum, þar með talið fiskimjöli samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Færeyja.

Þessi samdráttur skýrist meðal annars af minni veiði, sérstaklega á þorski og ufsa. Mest varð aukningin í verðmætum útflutts uppsjávarfisks. Á síðasta ári skilaði þessi útflutningur 1,1 millj-arði færeyskra króna, 24,5 milljörðum íslenskra króna, eða ríflega 400 milljónum króna meira en árið áður. Uppistaðan í þessari aukn-ingu er makríll. Fiskeldi skilar einnig mun meiru en árið 2010. aukning-in í fyrra nam 4,5 milljörðum ís-lenskra króna, eða 15% og í magni

mælt var aukningin 29%. Þróunin í botnfiskinum er þveröfug. Þar nam samdrátturinn í verðmætum 4,5 milljörðum íslenskra króna eða 14%. af ein-stökum tegundum varð mestur samdráttur í út-flutningi á ufsa og afurðum úr honum. Loks varð töluverður samdráttur í útflutningi á fiskimjöli, mest vegna aukinnar notkunar þess í fiskeldi. Botnfiskur, uppsjávarfiskur og eldisfiskur skiluðu á síðasta ári samtals 89 milljörðum íslenskra króna, eða um 90% alls sjávarvöruútflutningsins.

Heildarútflutningur á öllum vörum frá Fær-eyjum á síðasta ári nam samtals 120 milljörðum

króna. Þar af skilaði útflutningur sjávaraf-urða alls 102,6 milljörðum íslenskra króna, eða 86%. Útflutningur á skipum nam 14 milljörðum króna og þrefaldaðist nærri frá árinu áður. af öðrum varningi en skipum og sjávarafurðum var flutt út fyrir 374 millj-ónir króna.

Færeyingar eiga 2.200 tonna þorsk-kvóta á Flæmska hattinum og nú er í umræðunni þar, hvernig heimild-irnar skuli nýttar. Lögþingsmaður-inn Alfred Olsen vill að línubátarnir fái kvótann og aflanum verði landað í Færeyjum til frekari vinnslu. með því móti gagnist þessar heimildir færeyska samfélaginu best.

Nú fá línubátarnir nokkurn fjár-hagslegan stuðning, þegar þeir sækja á Flæmska hattinn ef þeir nýta sér ekki heimildir til veiða á heimslóðinni. Olsen segir að hann efist ekki um það að verði það nið-urstaðan að línubátarnir fái kvót-ann, muni það leiða til endurnýjun-ar í flotanum. Skip sem frysti aflann um borð muni leysa af hólmi gömul og úrelt skip. með því móti verði nýj-ungar leiddar inn í bæði veiðar og vinnslu og gæði hráefnisins aukist

Hann gerir svo ráð fyrir að fisk-urinn verði unninn frekar í færeysk-um frystihúsum , en það leiði jafn-framt til stöðugleika í vinnu og betri afkomu. Þessi kvóti geti veitt 20 til 25 manns stöðuga vinnu allt árið og honum fylgi jafnframt fleiri afleidd störf.

Hann bendir einnig á að með því að vinna fiskinn áfram í landi, sé verið að vinna hann í þær afurðir, sem gefi mest af sér á heimsmark-aðnum, svo sem flök og saltfisk.

Til þessa hafa frystitogarar veitt kvótann á Hattinum og flakað og fryst um borð. Nú hefur kvóti þeirra í Barentshafi verið aukinn með gagnkvæmum fiskveiðisamningum við rússa. Á móti fá rússar 50.000 tonn af kolmunna og 13.500 tonn af makríl í færeyskri lögsögu. Loks hafa þessir togarar kvóta í úthaf-skarfa á reykjaneshrygg og munu væntanlega fá leyfi til að fiska mak-ríl við Færeyjar. Þeir hafa því tölu-verð verkefni þrátt fyrir að fá ekki að veiða á Flæmska hattinum.

„Tilgangurinn með því að láta línubátana fá kvótann á Flæmska hattinum er að hann nýtist sem best fyrir færeyska samfélagið, það er útgerðarmenn, áhafnir, frystihús, fiskverkafólk og tengda atvinnu. Auk þess að sveitarfélögin og ríkið fái meira út úr hverju kílói af kvót-anum en hingað til,“ segir Olsen í grein á vefnum portal.fo.

6 Mars 2012 útvEgsblaðið

Sköpum frið um sjávarútveginn - það er allra hagur

» nú hefur kvóti færeyinga í Barentshafi verið aukinn með gagnkvæmum fiskveiðisamningum við rússa. Á móti fá rússar 50.000 tonn af kolmunna og 13.500 tonn af makríl í færeyskri lögsögu. myND: PÁLL STEFFANSSON/ViSiTFArOEiSLANDS.cOm.

Línubátarnir fái heimildirnar

Þorskkvóti Færeyinga á Flæmska hattinum:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

ÚtflutninGur frÁ færeyjum Árin 2010 OG 2011 skiPt Á vöruflOkkA mælt í tOnnum

2010 2011 Mismunur %

Botnfiskur 63971 45683 -18288 -29%

Flatfiskur 4524 4242 -281 -6%

Eldisfiskur 35889 46292 10400 29%

Uppsjávarfiskur 157650 178675 21026 13%

Skelfiskur 11195 8217 -2978 -27%

annar fiskur 16535 12008 -4527 -27%

Fiskimjöl og fl. 42442 24109 18334 -43%

Samtals 331205 319227 -12979 -4%

veruleg aukning í uppsjávarfiski

Krosseyri

Ísþykknisvélarnar eru til í �mm mismunandi útgáfum: B útgáfa er venjuleg vél, BP með innbyggðum forkæli, BPH þar sem H stendur fyrir Hydraulic (glussadri�n), BT er hönnuð fyrir hitabeltisnotkun, þar sem sjóhiti er allt að +32°C og BR þar sem R stendur fyrir Rekkaker�.

BP - 105Framleiðslusvið er frá 230 L/klst með 40% íshlutfalli til 490 L/klst með 10% íshlutfalli.

Framleiðslugeta: 14.5 kW/12.470 kcal/klst sem jafngildir 299.000 kcal/sólarhring.

BP - 120Framleiðslusvið er frá 920 L/klst með 40% íshlutfalli til 2.210 L/klst með 10% íshlutfalli.

Framleiðslugeta: 65.0 kW/55.900 kcal/klst sem jafngildir 1.341.000 kcal/sólarhring.

BP - 140Framleiðslusvið er frá 1.780 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.650 L/klst með 10% íshlutfalli.

Framleiðslugeta: 107.0 kW/92.000 kcal/klst sem jafngildir 2.208.000 kcal/sólarhring.

OPTIMAR Iceland | Stangarhyl 6 | 110 Reykjavík | Sími 587 1300 | Fax 587 1301 | www.optimar.is

Tryggirgæðinalla leið!

Optim-Ice® ísþykknið getur orðið allt að

43% þykkt

Optim-Ice® ísþykknið getur orðið allt að

43% þykkt

af viti af viti svellkælann!svellkælann!

Hafðu samband við okkur, við höfum lausnina!Hafðu samband við okkur, við höfum lausnina!

Ætlar þú ekki að gera eitthvað Ætlar þú ekki að gera eitthvað

Þá þarftu aðÞá þarftu að

viðvið Makrílinn?Makrílinn?

Makríll...Makríll...

Ísþykknisvélar

BP - 130Framleiðslusvið er frá 1.380 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.070 L/klst með 10% íshlutfalli.

Framleiðslugeta: 90.0 kW/77.400 kcal/klst sem jafngildir 1.857.000 kcal/sólarhring.

„Lykil skilaboðin til markaðarins eru að við byggjum á ströngustu alþjóð-legum kröfum, ströngustu kröfum sem gerðar eru til fiskveiðistjórn-unar af nokkrum vottunaraðila. Þetta eru kröfur alþjóðasamfélags-ins og ekki verið að grípa inn í mark-miðasetningu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Við erum aðeins að segja að þau þurfi að uppfylla hinar ströngu alþjóðlegu kröfur. Við erum með vönduðustu faggildingu sem völ er á, sem gerir vottunina mun öruggari en ella. Aðrir geta og eru að gera eins, Alaskamenn eru komnir vel af stað, Kanadamenn ætla með sumar af sínum veiðum inn í svona vottun og Ástralía og Nýja-Sjáland eru að skoða að fara þessa leið líka. Auk þess eru fleiri lönd á þessari leið. Þetta er mjög spennandi verk-efni á heimsvísu, þetta er hvorki sér íslenskt verkefni, né svæðis-bundið verkefni, en frumkvæðið er íslenskt,“ segir Kristján Þórarins-son, stofnvistfræðingur hjá LÍú, en hann hefur unnið að undirbúningi vottunar fiskveiða um langt skeið, bæði á vettvangi matvæla- og land-búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð-anna, FAO, og Fiskifélags Íslands.

Ábyrgar fiskveiðarmeð þessu er komin upp ný staða í vottun á fiskveiðum og fiskafurð-um. Ísland reið á vaðið í desember 2010, þegar þorskveiðar Íslending-ar voru vottaðar af írska vottunar-fyrirtækinu Global Trust. Þetta er verkefni sem var sett af stað undir merkjum Fiskifélags Íslands og er nú hjá sjálfseignarstofnun undir nafn-inu Ábyrgar fiskveiðar. Staðallinn sem vottað er eftir byggist á tveim-ur skjölum eða samþykktum frá FAO, matvæla og landbúnaðarstofn-un Sameinuðu Þjóðanna, en Ísland hefur lengi tekið virkan þátt í starfi FAO. „Það fyrra er frá árinu 1995 og fjallar um siðareglur í ábyrgum fisk-veiðum, FAO code of conduct for responsible Fisheries. Það er grund-vallar skjal, sem gífurleg vinna var lögð í. Að þessu komu fulltrúar frá aðildarríkjunum, atvinnugreininni, vísindasamfélaginu, umhverfis-verndarsamtökum og öðrum. Þarna er samþykkt og skjalfest niðurstaða alþjóðasamfélagsins um það hvað telst að hafa góða stjórn á fiskveið-um. Lykillinn í því, þótt önnur atriði skipti líka miklu máli, er svokölluð varúðarnálgun við stjórn fiskveiða, þar sem sett eru ákveðin markmið og varúðarmörk við fiskveiðistjór-nunina til að forðast áhættu við

nýtingu fiskistofnanna. Síðan komu Íslendingar töluvert við sögu á vett-vangi FAO við að koma á fót leiðbein-andi reglum um umhverfismerk-ingar og vottun. Það er hitt skjalið sem staðallinn byggir á, en það er frá 2005 með viðauka frá 2009. Sú vinna hófst með svokölluðu sér-fræðingasamráði á vegum FAO, sem var sérstaklega boðað til og skip-að fulltrúum frá atvinnugreininni, stjórnvöldum, vísindasamfélaginu og umhverfisverndarsamtökum,“ segir Kristján, en hann gegndi for-mennsku í þeirri vinnu.

Þrír megin þættir„Þarna koma fram strangar, al-þjóðlegar, viðurkenndar og sam-þykktar kröfur um vandaða fisk-veiðistjórnun. Þær snúa að þremur megin þáttum. Að öllu sem varðar rannsóknir, fiskveiðiráðgjöf, nýt-ingarstefnu og varúðarleið. Annar þátturinn er sjálf framkvæmd fisk-veiðistjórnunarinnar, þar með tal-ið eftirlit og stjórnun, sem hjá okk-ur er fyrst og fremst á verksviði Fiskistofu. Í þriðja lagi eru það svo aðferðirnar sem beitt er til að tak-marka hættu á neikvæðum áhrifum á vistkerfið. Þessar vottunarleið-beiningar eru grunnurinn að, ekki aðeins okkar verkefni, heldur einn-ig flestum verkefnum á þessu sviði, sem eru nokkur umhverfismerki úti í heimi.

Við höfum valið að nota þessi skjöl sem staðalinn fyrir vottunina, en þetta er jafnframt sá staðall sem stjórnvöld og aðrir þátttakendur í al-þjóðasamfélaginu hafa orðið sam-mála um að geri miklar kröfur og þeir hafa undirgengist. með því að setja þennan staðal, er stefnumörk-unin innan þessa ramma á höndum stjórnvalda. Við erum aftur að spyrja spurningarinnar hvort stjórnvöld fari eftir því alþjóðlega fyrirkomulagi, sem þau hafa sjálf samþykkt. Það er enginn sem getur andmælt því að þetta er vandaðasti staðall sem til er um góða og ábyrga fiskveiðistjór-nun, enda miðar öll fiskveiðistjórnun að þessum staðli í raun í dag.

Raunverulegt valSumir aðrir aðilar, sem eru með vott-unarferli hafa svo verið að byggja á þessu og í sumum tilfellum eru menn að setja kröfur, sem í raun og veru hafa áhrif á markmiða- setningu stjórnvalda. Þá eru komnir til einka-staðlar, sem er stillt upp milli viðkomandi stjórnvalda og mark-aðarins. Þannig er gripið inn í stjórnun fiskveiða með því að viðkomandi aðili set-ur sín eigin viðmið og mark-mið,

sem hann getur síðan breytt eftir hendinni. Þannig geta markmið þess sem vottunina býður, verið önnur en lögmæt markmið stjórnvalda í sum-um tilfellum. Þá eru farin að ráða markmið við vottunina sem eru í raun einkamarkmið tiltekinna hópa í samfélaginu. Þarna er á ferðinni ákveðin hætta, sem mönnum hefur mislíkað og ennfremur sú fákeppni, sem hefur ríkt í vottunarmálum. Við viljum tryggja að um raunverulegt val á vottunaraðilum og leiðum til vottunar sé að ræða. Hættan gæti verið sú að einn einkaaðili á grund-velli einkastaðals, sem hann þar að auki gæti breytt, geti tekið sér það vald, að ráða því hver getur selt fisk á alþjóðlegum mörkuðum og hver ekki. Þá væri alveg sama hvað okkur fyndist um slíkan aðila: þetta væri staða sem formsins vegna, þó ekki væri annað, væri ólíðandi. Ekki væri verjandi að taka þá áhættu að sam-

þykkja slíkt fyrirkomulag. Við höfum í þessum

málum gert ströngustu kröfur. Höfum valið það í uppsetningu þessa verkefnis. Við gerðum samning við Global Trust

certification ltd. á Írlandi,

sem er faggilt vottunarstofa. Fag-gildingin er formleg á vegum fag-gildingaraðila sem starfar með al-þjóðasamtökum faggildingarstofa og fer eftir iSO-staðli og gengur hún út á að tryggja að sá sem vott-ar sé að vinna málefnalega, faglega og kunni til verka. Hann sé í raun og veru að byggja sínar úttektir og síð-an vottorð á þeim staðli, sem unn-ið er eftir. Hann sé að athuga rétta hluti á réttan hátt. Þannig pass-ar faggildingaraðilinn algjörlega upp á að unnið sé réttilega og með trúverðugum hætti að vottuninni sjálfri. Þetta er samskonar fyrir-komulag og notað er við vottun á „Food Safety“ og „0rganic“ í Evrópu Þess má geta að Global Trust er eina vottunarstofan í heiminum sem fengið hefur slíka formlega faggild-ingu samkvæmt iSO staðli til vott-unar ábyrgra fiskveiða. Einnig eru til svokallaðar iSEAL-leiðbeining-ar, sem snúast aðallega um sjálfa staðlasetninguna. mikil umræða hefur verið um þessi málefni, mest meðal fólks sem vinnur í virðis-keðju sjávarafurðanna og á mörk-uðum. Þeir sem hafa gefið sér tíma til að kynna sér það, sem við erum að gera, eru mjög ánægðir með það og sú vitneskja er að breiðast út og viðbrögðin hafa verið mjög já-kvæð.“

En hvernig fara fyrirtæki að því að nýta sér vottun?

„Fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu starfi, þurfa að fá vottun á rekjanleika og fá leyfi til þátt-töku hjá félaginu Ábyrgar fisk-veiðar og greiða fyrir það ákveðið gjald. Síðan eru Ábyrgar fiskveið-ar með samning við Íslandsstofu um markaðs- og kynningarmál. Ís-landsstofa stendur líka nokkurn straum af þeim kostnaði, sem fylgir því að kynna merki og vottun út á við. Búið er að votta þorskveið-ar við Ísland og í vottunarferlinu eru veiðar á ýsu, ufsa og gullkarfa. rétt er að upplýsa að eftir að Ísland reið á vaðið ákváðu Alaskamenn að fara með sínar veiðar í sams-konar vottun. Þorskveiðar Íslend-inga voru fyrstar til að fá vottun og síðan þá eru Alaskamenn komnir með vottum á veiðar á fjórum fiski-tegundum, Kyrrahafslaxi, alaska-ufsa, lúðu og drunga (svartþorski). Ég legg áherslu á að við erum með einu vottunina sem er samkvæmt leiðbeiningum FAO, er framkvæmd af vottunaraðila með vandaða og formlega faggildingu byggða á iSO-stöðlum og er auk þess sjálfkrafa í samræmi við þau sjónarmið sem iSEAL byggir á,“ segir Kristján Þór-arinsson.

Vottun byggð á ströngustu kröfum til fiskveiðistjórnunar:

íslendingar riðu á vaðið Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» „fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu starfi, þurfa að fá vottun á rekjanleika og fá leyfi til þátttöku hjá félaginu Ábyrgar fiskveiðar og greiða fyrir það ákveðið gjald. síðan eru Ábyrgar fiskveiðar með samning við íslandsstofu um markaðs- og kynningarmál.

» kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur

hjá líÚ.

VökvadælurVökvamótorarStjórnbúnaður

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

Vökvakerfislausnir

8 Mars 2012 útvEgsblaðið

mikill árangur hefur náðst í slysa-vörnun til sjós undanfarin ár. Á síð-asta ári fórst til dæmis enginn ís-lenskur sjómaður við skyldustörf og sömu sögu er að segja af árinu 2008. Þessi mikli árangur skýrist ekki af einum einstökum þætti heldur fjöl-þættu átaki mörg ár aftur í tímann. Slysavarnafélagið er reyndar þarna mjög framarlega í flokki, bæði vegna fyrirbyggjandi starfs eins og Slysa-varnaskóla sjómanna og vegna frækilegra björgunarafreka björgun-arsveitanna.

Áætlun um öryggi sjófarenda var á sínum tíma ýtt úr vör, en þar eru aðgerðir fjölmargra aðila samtvinn-aðar.

Siglingastofnun Íslands fer með framkvæmd áætlunarinnar í sam-starfi við verkefnisstjórn. Aðilar að verkefnisstjórn eru: Samgönguráðu-neytið, Slysavarnarfélagið Lands-björg, Landhelgisgæsla Íslands, Samband íslenskra kaupskipaút-gerða, Landsamband íslenskra út-vegsmanna, Landsamband íslenskra smábátaeiganda, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannasamband Íslands. mikið fræðsluefni hefur komið frá þess-ari nefnd en helstu átaksverkefni eru menntun og þjálfun sjómanna, fræðsluefni og miðlun upplýsinga, öryggisstjórnun um borð í skipum, og rannsókna og þróunarverkefni auk útgáfu ýmiskonar efnis á síð-ustu árum.

En margt fleira kemur til og hefur Sigmar Þór Sveinbjörnsson, skipa-skoðunarmaður hjá Siglingastofn-un Íslands tekið saman yfirlit yfir þessa helstu þætti. Þar skipta mestu máli Landhelgisgæslan, þyrlubjörg-unarsveit Varnarliðsins, átak í stöð-ugleika fiskiskipa, björgunarbún-ingar og vinnuflotbúningar, öryggi við netaspil, bætt öryggi hafna, losunar- og sjósetningarbúnað-ur björgunarbáta, Björgvinsbeltið, markúsarnetið, Neyðarnótin Hjálp, rannsóknarnefnd sjóslysa, ýmis annar björgunarbúnaður sem hefur verið lögleiddur og loks björgunar-sveitirnar.

Þyrlur hafa bjargað hundruðum úr sjávarháskaSigmar fer svo í samantekt sinni yfir fjölmarga atburði þar sem fyrrnefnd-ir aðilar koma við sögu. Þar kem-ur fram að á árunum 1999 til 2008 björguðu þyrlur Gæslunnar 203 mönnum úr sjó, eða um 20 að meðal-tali á ári. Hann nefnir meðal annars björgun 16 manns af Baldvin Þor-steinssyni á meðallandssandi 2004 og björgun 39 sjómanna af þremur skipum á einni viku í mars 1997, 19 manns af Víkartindi við Þjórsárósa, 10 manns af Dísarfelli 100 mílur suð-austur af Hornafirði og 10 manns af Þorsteini GK við Krísuvíkurberg.

Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðs-ins var staðsett hér á landi í 35 ár. Á þeim tíma bjargaði hún 300 manns-lífum.

Samkvæmt skýrslu rannsókna-nefndar sjóslysa fyrir árin 1971 til 1986 höfðu á því tímabili farist 53 fiskiskip og með þeim 100 manns, þrír smábátar með þremur mönn-un og sex flutningaskip með ellefu mönnum. Í skýrslunni kom fram að minnsta kosti 31 bát hafði hvolft eða hann farið á hliðina. Orsakir þess að 13 bátar fórust lágu ekki fyrir en gera má ráð fyrir að einhverjum þeirra hafi hvolft eða þeir lagst á hliðina og

síðan sokkið. Af þessu má draga þá ályktun að stöðugleika bátanna hafi verið verulega ábótavant.

Átak í stöðugleikamælingumÁrið 1992 fór af stað átak í stöðug-leika fiskiskipa með markvissum mælingum. Það hófst með stöðug-leikamælingu allra minni þilfarsskipa á Vestfjörðum og í framahaldinu voru öll minni skip og síðan stærri stöðug-leikamæld. mikið af þessum skipum voru með mjög lélegan stöðugleika og varð árangur af þessum mæl-ingum verulegur. Ýmist voru skipin lagfærð eða þau hreinlega úreld. Nú mega stöðugleikagögn skipa ekki vera eldri en tíu ára og þau verður að endurnýja, hafi verulegar breyt-ingar verið gerðar á skipunum á því tímabili.

Árið 1987 voru settar reglur um að í hverju skipi 12 metrar og lengra skyldi búið viðurkenndum björgun-arbúningum fyrir alla um borð og má segja að í lok árs 1988 hafi þetta björgunartæki verið komið í öll skip. Hér var stigið stórt skref í að auka öryggi íslenskra sjómanna en sjó-menn og áhugafólk um öryggismál sjómanna voru lengi búin að berjast fyrir því að fá björgunarbúninga lög-leidda í skip. Strax á eftir setningu reglugerðarinnar sá Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍú) um að kaupa 3.400 björgunarbúninga frá Danmörku til að setja um borð í ís-lensk fiskiskip og gerðir voru samn-ingar um kaup á 1.600 björgunar-búningum til viðbótar. Þetta var gert til að tryggja að sem bestir búningar yrðu valdir fyrir okkar sjómenn. Á sama tíma fór það í vöxt að sjómenn keyptu svokallaða vinnuflotbún-inga sem þeir gátu verið í við vinnu á dekki.

Fjölmörg dæmi eru um það að björgunarbúningar hafi bjargað lífi sjómanna. Þegar flutningaskipið Dís-arfell fórst í mars 1997 var 10 mönn-um af skipinu bjargað úr sjó eftir um tveggja tíma volk innan um gáma, brak og olíubrák. Í þessu tilfelli og fleirum er hægt að fullyrða að menn-irnir hefðu ekki lifað af án björgunar-búninganna.

bætt öryggi í höfnum landsinsÖryggisloki við netaspil, sem Sig-mund Jóhannsson hannaði í kjölfar slyss var settur í alla netabáta og

útrýmdi hreinlega slíkum slysum. Bætt öryggi af ýmsu tagi í höfnum landsins hefur ennfremur leitt til

fækkunar slysa. má þar nefna stiga, bjarghringi, krókstjaka, markúsar-netið, Björgvinsbeltið, ljós á hafnar-

bökkum, girðingar, hlið og fleira. Sigl-ingastofnun hefur nú eftirlit með því að reglum um öryggisbúnað sé fylgt. Samkvæmt skýrslum rannsóknar-nefndar sjóslysa drukknaði 81 mað-ur í höfnum landsins á árunum 1964 til 1991 0g 104 slösuðust við að fara að eða frá skipi á sama tíma.

Sjálfvirkur losunarbúnaður björg-unarbáta hefur sannarlega bjarg-að mörgum mannslífum og má þar nefna Sigmundsgálgann og Olsen-gálgann. Björgvinsbeltið og markús-arnetið hafa verið notuð við björg-un fjölmarga úr sjó og einnig má hér minna á Neyðarnótina Hjálp sem er nýjasta tækið til að ná mönnum úr sjó. Þáttur björgunarsveitanna er þá ótalinn, en þær eru sérstakur kafli í sögunni.

» Áætlun um öryggi sjófarenda var á sínum tíma ýtt úr vör, en þar eru aðgerðir fjölmargra aðila samtvinnaðar.

Samkvæmt skýrslu rannsóknanefndar sjóslysa fyrir árin 1971 til 1986 höfðu á því tímabili farist 53 fiskiskip og með þeim 100 manns, þrír smábátar með þremur mönnun og sex flutningaskip með ellefu mönnum.

útvEgsblaðið Mars 2012 9

Fjölþætt átak í slysavörnum sjómanna á síðustu áratugum hefur leitt til fækkunar dauðaslysa á sjó:

Þyrlur bestu björgunartækin

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

10 Mars 2012 útvEgsblaðið

Fiskifélag Íslands var á síðustu öld eitthvert áhrifamesta félag í at-vinnusögu landsins. Það mótaði stjórnun fiskveiða, það annaðist fræðslu á sviði sjávarútvegs og sá um öflun upplýsinga um veiðar og vinnslu og úrvinnslu þeirra. Fé-lagið var í forystu fyrir flest þau framfara spor sem stigin voru í sjávarútveginum á fyrri hluta síð-ustu aldar og tók þátt í alþjóðleg-um samningum um sjávarútveg, viðskipti með sjávarafurðir og kom við sögu við allar útfærslur á fisk-veiðilögsögu landsins. Það mótaði einnig upphaf hafrannsókna við landið og annarra rannsókna á svið sjávarútvegs. Í lok síðasta árs kom út 100 ára saga félagsins, Undir straumhvörfum. Höfundar verks-ins eru Hjörtur Gíslason, blaðamað-ur og Jón Hjaltason, sagnfræðingur. Þeir skiptu með sér verkum, Hjört-ur fjallaði um seinni 50 árin í sögu félagsins og Jón aðdragandann að stofnun og fyrri 50 árin.

Eins og ráðuneyti, en ráðherrann skorti„Fiskifélag Íslands var stofnað hinn 20. febrúar 1911 til að knýja fram hagsmunamál sjávarútvegsins og má heita að lengi vel hafi ekkert ver-ið framkvæmt í þeim málum án þess að félagið hefði þar hönd í bagga, ým-ist sem hinn stóri gerandi, óbreytt-

ur liðsmaður eða dropinn sem holar steininn. Því er víða komið við í frá-sögninni. Til dæmis segir frá upphafi landhelgisgæslu við Ísland, björgun-

armálum sjómanna og hvernig félagið fékk sjómenn til að hirða karfann – en hann var lengi í þeirra augum hin óþarfasta lífvera jarðarinnar.

Ýkjulaust má fullyrða að ekk-ert félag í sögu þessa lands hefur haft önnur eins áhrif og Fiskifélag Íslands. Um tíma, reyndar alllangt árabil, var það nánast eins og ráðu-neyti nema ráðherrann skorti. Þing-menn leituðu til þess og starfsmenn félagsins fóru utan beinlínis í erind-um er ráðuneytismenn sinna í dag. Þessi staðreynd verður afar ljós við lestur Sögu Fiskifélags Íslands,“ segir Jón Hjaltason. „Af beinhörðum mál-um má benda á að Slysavarnafélag Íslands var beinlínis stofnað fyrir at-beina Fiskifélagsins. Félagið reri að því öllum árum að koma á fót land-helgisgæslu og styrkti með beinum fjárframlögum fyrsta strandvarna-bátinn, Ágúst, sem sumarið 1913 var gerður út til að verja Faxaflóa. Það sinnti fisksölumálum á erlendri grundu, reyndi að tryggja bátaflot-anum olíu á stríðstímum, studdi að fiskeldi, ráðlagði um skipasmíðar og stjórnaði hernaði gegn háhyrning-um, svo eitthvað sé talið.

iðnbyltingin á Íslandi fékk fram-göngu meðal annars með hjálp erind-reka félagsins er fóru um allt land að kenna mönnum að fara með mótora í bátum. Félagið gekkst líka fyrir mót-ornámskeiðum, sem mátti allt eins kalla skóla, þar sem menn fengu hin minni og hin meiri réttindi. Bátafloti landsmanna átti einfaldlega allt sitt undir þessum námskeiðum.

Og úr því minnst er á iðnbyltingu. rannsóknastofa félagsins var braut-ryðjandi en 1965 varð hún einn að-alstofninn í rannsóknastofu fisk-iðnaðarins. Ekki má heldur gleyma Ægi, tímariti félags, er fór um allt land troðinn fróðleik um nýja tíma. menntun og framkvæmdir, var það sem Fiskifélagið stóð fyrir.“

samþykkt fiskiþings réði úrslitum um kvótakerfið„Æði margt merkilegt kemur til kasta Fiskifélags Íslands á síðari hluta sögu þess. má þar nefna út-færslur landhelginnar og ýmis al-þjóðleg samskipti. En án þess að lít-ið sé gert úr einstökum málefnum, mun þó upptaka kvótakerfisins, vera stærsta málið. Samþykkt var á fiskiþingi haustið 1983 að taka upp

kvótakerfi við stjórnun fiskveiða til eins árs til reynslu. Aðdragandinn var í raun töluverður en áður hafi verið tekið upp kvótakerfi við stjór-nun veiða á loðnu og síld. Á þessum fyrstu árum níunda áratugarins blasti við einkennilega döpur mynd af afkomu sjávarútvegsins. Eftir mörg nokkuð góð aflaár og metafla af þorski, 461.000 tonn árið 1981, hallar hratt undan fæti. Sjávarút-vegurinn er rekinn með bullandi tapi með tilheyrandi gengisfelling-um, sem bæta stöðu atvinnugrein-arinnar tímabundið en rýra lífskjör í landinu til lengri tíma. Þorskstofn-inn lætur svo undan vegna mikillar veiði og á árinu 1983 fer þorskafl-inn undir 300.000 tonn og fiski-fræðingar leggja til 200.000 tonna afla á árinu 1984. Fiskiskipaflot-inn hefur stækkað mikið frá byrjun áttunda áratugarins, þegar skut-togaravæðingin hófst og eru skut-togarar á þessum tíma orðnir ríf-lega 100. Afkastagetan er því mikil, langt umfram það sem þarf til að sækja 200.000 tonn af þorski.

Frumkvæði að fiskveiðistjór-nun byggðri á kvótakerfi kemur frá fjórðungsþingi fiskideildanna á Austfjörðum 1981. Aðrir lands-hlutar fylgja Austfirðingum ekki að máli og það gera helstu hags-munasamtök sjávarútvegsins held-ur ekki. Hugmynd Austfirðinganna vex þó smám saman fiskur um hrygg og þegar fiskveiðistjórnun-in virðist komin í blindgötu haustið 1983 verður kvótakerfið ofan á eft-ir miklar umræður. menn standa þá frammi fyrir því að þurfa að laga af-kastagetu flotans að minnsta leyfi-legum þorskafla um langt skeið. úrelding fiskiskipa er nauðsynleg samfara mikilli hagræðingu. Kost-irnir eru þeir í stórum dráttum að hið opinbera kosti úreldinguna eins og tíðkast í öðrum Evrópulöndum, eða láta útveginn sjálfan sjá um hana á eigin kostnað. Það er gert með því að úthluta veiðiheimildum á einstaka báta og skip og hafa þær framseljanlegar, þannig að þeir sem lítið fá í sinn hluta eða vilja hverfa úr útgerð af ýmsum ástæðum, geti selt hinum heimildir sínar og komist út úr greininni með einhverja fjár-muni til að koma undir sig fótun-um í öðru atvinnugreinum. Þannig næst nauðsynleg hagræðing og að-lögun að minni þorskafla án þess að hið opinbera þurfi að kosta til þess einhverjum fjármunum. Jafnframt verði dregið úr hættunni á of mik-illisókn í þorskstofninn.

Fiskiþing samþykkir sem sagt með 26 atkvæðum gegn 3 að leggja til við stjórnvöld að fiskveiðum verði stjórnað með kvótakerfi til eins árs til reynslu á árinu 1984. Fiskiþing er þverskurður af sjávarútveginum og því má segja að það séu skilaboð frá atvinnugreininni í heild að þessi leið skuli farin við fiskveiðistjórnun næsta árið. Alþingi samþykkir svo kvótakerfið í kjölfarið, en líklegt má telja að svo hefði ekki orðið, hefði samþykkt Fiskiþings ekki legið fyr-ir,“ segir Hjörtur Gíslason.

Áhrifamesta félag í atvinnusögunniÍ fararboddi framfara í sjávarútvegi á síðustu öld. Hundrað ára saga Fiskifélags íslands gefin út:

» Höfundar verksins Hjörtur Gíslason og jón Hjaltason. kristján loftsson, formaður stjórnar fiskifélags íslands, er á milli þeirra.

Það sinnti fisksölumál-um á erlendri grundu, reyndi að tryggja bátaflot-anum olíu á stríðstímum, studdi að fiskeldi, ráðlagði um skipasmíðar og stjórn-aði hernaði gegn háhyrn-ingum, svo eitthvað sé talið.

Smíðum allar mögulegar lausniraf burstum í flestar gerðir véla

Burstagerð í 80 ár

burstagerd_3x20.pdf 1 17.2.2012 09:14

ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ Slippurinn Akureyri ehf. Naustatanga 2 600 Akureyri Sími (+354) 460 2900 www.slipp.is

viðhald & búnaður skipa Lögbundin skipaskoðun tekur til fjölmargra þátta:

350 atriði skoðuð í hvert sinnSkipaskoðun er regluleg og lög-bundin á Íslandi. Kröfurnar taka mið af alþjóðlegum reglum um ör-yggi, sjóhæfi og aðbúnað. Haffæri-skírteini fá engin skip, sem ekki uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Skoðunin er að grunni til þrenns konar, bolskoðun, bún-aðarskoðun og vélskoðun. Í hverri þessara skoðana eru tugir atriða sem lúta að öryggismálun skipanna kannaðir, samkvæmt skoðunar-skýrslum fyrir hvern flokk. Samtals eru um 350 atriði skoðuð.

Búnaðarskoðun er gerð á öllum skipum á hverju ári og er farið yfir allt sem er á svokallaðri búnaðar-skoðunarskýrslu. Þar er farið yfir um 140 atriði sem skipt er niður í flokka eftir búnaði. Flokkarnir eru björg-unar- og öryggisbúnaður, skipsskjöl, vottorð og bækur, siglingabúnaður, frágangur og öryggisbúnaður, lúg-ur, legufæri, aðgengi og fleira, kran-ar, vindur og vélbúnaður, stýrishús,

lokunar- og austurbúnaður og loks íbúðir, vinnusvæði og íverusvæði. Sé litið nánar á þætti sem lúta að öryggi og björgunarbúnaði er farið yfir ástand björgunarbáta og losun-arbúnað þeirra. Björgunarbúning-ar eru yfirfarnir, reykköfunartæki, slökkvibúningar, slökkvitæki, flug-eldar og línubyssur. Segja má að öll atriði stór og smá séu skoðuð og ástand þeirra metið.

Það tekur 3 til 4 tíma að gera bún-aðarskoðun á meðal stóru skipi.

Vélskoðun er gerð á tveggja ára fresti og þá er sömuleiðis farið yfir allt á vélskoðunarskýrslunni, en þar eru tæplega 150 atriði skoðuð. Þar eru helstu þættirnir vélbúnað-ur, gangsetning, eldsneytisbúnað-ur, loftrásir, sjó- og austurbúnaður, eldvarnir, hjálparvélar, rafbúnaður, kælikerfi, varahlutir og annar bún-aður. Öll þessi atriði snúast um ör-yggi í einhverri mynd og athygli-vert er að gerðar eru kröfur um að ákveðnir varahlutir séu til staðar.

Bolskoðun er sömu leiðis á tveggja ára fresti, tréskip á hverju

ári, og þarf þá skipið að fara í slipp, þar sem þá eru m.a. skoðaðir botn-lokar og síðulokar, tankar og á fjög-urra ára fresti eru skip þykktarmæld og skoðaðar akkeriskeðjur og bún-aður honum tengdur. Í reglulegri bol-skoðun eru 60 atriði skoðuð og yfir-farin, bæði utan borðs og innan.

Í skoðunarskýrslunum er dálk-ur fyrir dæmingu eða athugasemd-ir tölusettur frá 0 upp í 3. 0 merkir að engar athugasemdir séu gerðar. 1 að málið sé ekki alvarlegt og eig-anda skipsins treyst til að kippa því í liðinn. 2 merkir svo að athugasemd-ir séu nokkuð alvarlegar, en gefnir allt að þrír mánuðir til endurbóta og þarf þá að skoða viðkomandi atriði að nýju. Nokkur atriði í skoðuninni eru merkt með * og er þá tími til úr-bóta mun styttri, eða einn mánuður í fiskiskipum og aðeins vika í farþega-skipum. Loks fá skip ekki haffæri-skírteini sé gerð athugasemd í dálkn-um, sem merktur er 3, fyrr en bætt hefur verið úr því sem fundið var að og þarf þá að endurskoða viðkom-andi atriði.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

útvEgsblaðið Mars 2012 11

kYnninG

Olíuverzlun Íslands hf. var stofnuð 3. október 1927. Frá þeim tíma hef-ur rekstur félagsins verið samofinn útgerðarsögu landsins og félagið þróast í takt við nútímakröfur ís-lensks sjávarútvegs.

„Okkar þjónustunet hefur tekið mið af þörfum sjávarútvegsins á hverjum tíma. Stefna fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum góðar og samkeppnishæfar vörur á sam-keppnishæfu verði, ásamt sveigj-

anlegu sölu- og þjónustukerfi um allt land. Alls eru útsölu-staðir félagsins á rúmlega 60 stöðum á land-inu og starfs-menn þess eru um 400 tals-ins,“ segir Jón ólafur Hall-

dórsson, framkvæmdastjóri sölu-sviðs Olís.

Að hans sögn veitir Olís alhliða þjónustu við allt frá eldsneyti og upp í veiðarfæri. „Það sem gerir þetta mögulegt er útibúastarfsemi félagsins, en við erum með versl-anir eða útibú í öllum helstu höfn-um landsins.“

útgerðarvörudeild OlísVöruúrval Olís nær yfir flest sem snýr að veiðarfærum og rekstrar-vörum, hvort heldur til tog-, línu- eða netaveiða. Einnig leggur fyrir-tækið áherslu á þjónustu við hafnir, bæjarfélög, verktaka og einstak-linga.

„útgerðarvörudeild okkar býð-ur viðskiptavinum heildarlausnir í veiðarfærum frá virtum framleið-endum á samkeppnishæfu verði, persónulega þjónustu og sérfræði-ráðgjöf. Lögð er áhersla á að eiga alltaf á lager helstu vörur sem í boði eru, ásamt því að starfsmenn deild-arinnar aðstoða viðskiptavini við að útvega sérpantanir,“ segir Jón.

„Af öðrum vöruflokkum útgerð-arvörudeildarinnar má nefna keðj-ur, tog- og snurpuvíra, innslu- og kranavíra, toghlera, ýmsar gerðir af netum og línum, blakkir, hnífa, fjölbreytt úrval af sjó- og vinnu-fatnaði, ásamt öryggis- og björg-unarbúnaði, en auk þess þybbur, slöngur, keðjur og lása fyrir hafn-armannvirki.“

Jón segir að starfsmenn útgerð-arvörudeildar Olís séu einnig til taks við hönnun og gerð hvers kyns hífingarbúnaðar og að á víraverk-stæði fyrirtækisins sé veitt öll al-menn þjónusta á vírum, keðjum og þrykkingu á stroffum. Jafnframt annast starfsmenn deildarinnar eftirlit og ráðgjöf varðandi ástand víra og búnaðar í krönum, spilum og verksmiðjum.

„Síðan erum við einnig að þjón-usta fjölmörg netaverkstæði með því að útvega þeim ýmis grunnefni og búnað sem veiðarfæraframleið-endur á Íslandi þurfa.“

Fyrirtækjaþjónusta og útibúastarfsemiEldsneytis- og smurolíudeild Olís sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og smurolíu. Þessar vörur uppfylla

allar ströngustu alþjóðakröfur og staðla og starfsmenn sviðsins eru sérhæfðir vélfræðingar sem veita viðskiptavinum persónulega sér-fræðiráðgjöf um notkun, með-höndlun og rannsóknir á vörunum.

„Við bjóðum viðskiptavinum okkar smurolíurannsóknir í gegn-um alþjóðlegt þjónustunet chevr-on og British Petroleum. Sýnin eru send á rannsóknarstofur þar sem þau eru rannsökuð af sér-fræðingum og niðurstaðan send í formi skýrslu til notenda,“ segir Jón og bætir við að Fjölver ehf. fram-kvæmi olíurannsóknir fyrir Olís hér á landi.

útibú Olís eru staðsett í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins og sjá viðskiptavinum fyrirtækisins fyrir ýmsum rekstrarvörum, auk ráðgjafar og fjölþættrar þjónustu. Olíupantanir eru afgreiddar af dótt-urfyrirtækinu Olíudreifingu ehf.

Olís rekur einnig rekstrarvöru-deild sem sérhæfir sig í sölu á alls kyns hreinsi-, sóthreinsi- og við-haldsefnum, auk annarra rekstrar- vara eins og hreinlætispappír, hreinlætisáhalda, einnota vara o.s.frv. Enn fremur má nefna sölu á efnavörum, verkfærum, rafsuðu-vélum, rafgeymum, gas- og bíla-vörum í miklu úrvali.

„Olís hefur lengi lagt áherslu á hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir fisk- og kjötvinnslur auk annarrar matvælavinnslu sem smám saman hefur þróast í breitt úrval hreinlæt-is- og viðhaldsvara til flestra nota. Starfsmenn rekstrarvörudeildar-innar bjóða heildarlausnir og veita

alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði, gerð þrifaáætlana, eftirlit með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit, o.s.frv.“

Eins og sjá má af þessari upp-talningu spannar vöruúrval ólís margs konar starfsemi og þjónustu sem sniðin eru að íslenskum sjáv-arútvegi. „Því kjósa margir Olís sem aðalbirgja,“ segir Jón.

stefna Olís að standa vörð um náttúru landsinsAð sögn Jóns hefur Olís um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við samfélagsmál og frá árinu 1992 hefur félagið unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum. „Það er stefna fyrirtækisins að standa vörð um náttúru Íslands. Baráttan hefur ekki eingöngu fal-

ist í styrkjum til hinna ýmsu mál-efna á sviði náttúruverndar held-ur einnig í daglegri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins. með það markmið að leiðarljósi var gefin út umhverfisstefna fyrir starfsemi félagins á 70 ára afmæli þess árið 1997.“

með umhverfisstefnu sinni vill Olís stuðla að því að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu. „með-ferð Olís á söluvörum, förgun úr-gangsefna, endurnýtingu umbúða, vöruþróun, byggingu mannvirkja og vali á rekstrarvörum tekur ætíð mið af umhverfisvernd. Olís legg-ur einnig kapp á góðan aðbúnað og umhverfi starfsmanna til að tryggja öryggi, heilbrigði og vellíð-an þeirra,“ segir Jón að lokum.

Þjónusta í öllum helstu höfnum landsins

Þjónustunet Olís tekur mið af þörfum íslensks sjávarútvegs:

» jón ólafur Halldórsson.

12 Mars 2012 útvEgsblaðið

Samþykkt hefur verið tillaga þess efnis frá Íslandi, Ástralíu, Bret-landi, Nýja Sjálandi, Papua Guineu og alþjóðasamtökum sjóbjörgunar-félaga, imrF, að öll skip sem falla undir ákvæði alþjóðasamþykktar um öryggi mannslífa á hafinu , svo-nefndar SOLAS-samþykktir, skuli vera þannig útbúin að áhafnir þeirra geti með skipulögðum hætti bjargað skipreka mönnum úr sjó. Þetta var samþykkt á fundi þeirrar undir-nefndar Alþjóðasiglingamálastofn-unarinnar imO, sem fjallar um hönn-un og búnað skipa.

Þess eru dæmi að skip hafa siglt fram á eða komið til aðstoðar skip-reka mönnun á hafi úti, en hafi eng-an búnað um borð sem sérstaklega er ætlaður til þess að bjarga þessum mönnum um borð í skipin, eða fyrir-fram ákveðnar aðgerðaráætlanir til að fara eftir í slíkum tilvikum. mörg dæmi eru því um að ekki hafi tekist sem skyldi að bjarga fólki í sjó um borð í skip sökum þess að skipin eru borðhá, hafa ekki þá stjórnhæfni að auðvelt sé að ná til þeirra sem eru á reki í sjónum og sökum þess að engar æfingar eru haldnar í þeim tilgangi að þjálfa viðbrögð og bún-að til nota við slíkar aðgerðir.

Frá þessu er greint á heimasíðu Siglingastofnunar. Ísland hefur ásamt Ástralíu og Þýskalandi um nokkurt skeið lagt fram tillögur um þetta efni í viðkomandi undirnefnd, þar sem gert er ráð fyrir að skip séu búin einhverjum þeim búnaði sem gerir mögulegt að bjarga skipreka fólki úr sjó. Þessar tillögur byggja meðal annars á þeim árangri sem náðst hefur á hafsvæðinu við Ís-land við björgun manna úr sjó með notkun björgunarneta, en í dag er gerð krafa um slíkan búnað í öll-um íslenskum fiskiskipum sem eru lengri en 15 metrar. Um þessar til-

lögur náðist ekki fullnægjandi sam-staða.

Undir forustu Ástralíu var á

fundinum lögð fram málamiðlunar-tillaga sem hugsuð var sem síðasta tilraun til þess að ná samstöðu um

orðalag ákvæðis sem yrði hluti SOL-AS samþykktarinnar, þar sem mælt væri fyrir um að skip skuli búin að-gerðaráætlun og þeim búnaði í sam-ræmi við áætlun sem fullnægjandi getur talist og nota má til að ná skip-reka mönnum um borð. Sú tillaga var samþykkt og verður lögð fyrir næsta fund siglingaöryggisnefndar imO til endanlegrar samþykktar.

6 JANÚAR 2012 ÚTVEGSBLAÐIÐ

Hér áður fyrr var það þumalputta-regla að ný skip þyrftu að ná jafn-miklu aflaverðmæti á ári fyrstu árin og skipið kostaði. Frystitogar-arnir hér á landi eru ekki að fiska fyrir þrjá milljarða á ári og eru lík-lega flestir eða allir undir tveimur milljörðum. Ísfisktogararnir eru svo líklega flestir undir einum milljarði í aflaverðmæti. Ég tel að skipin séu orðin of dýr, en nýju skipin í dag eru hreinlega pökkuð af búnaði. Það eru alveg endalausar kröfur hér heima. Síðustu þrjú skipin, sem ég hef teiknað eru fyrir fyrirtæki í Bangladesh. Þar sér maður hinn endann á dæminu, en þar má helst enginn búnaður vera um borð, enda kostar 40 metra togari eins og þeir vilja hann einungis brot af því sem við erum að borga fyrir skipin okk-ar. Þarna mætti kannski fara ein-hverja millileið.

Þá er líka eitt sem menn þurfa að átta sig á, að fari sjávarútveg-urinn að fjárfesta á ný, verður það væntanlega í skipum, sem ekki verða smíðuð hér heima, heldur úti í heimi, líklega mest í Kína eða Pól-landi. Hér heima er engin aðstaða lengur til að smíða alvöru skip. Því myndi fjárfesting af þessu tagi litlu skipta fyrir íslensk atvinnulíf og hagvöxt hér á landi. Nú er stöðugt talað um að útgerðin haldi að sér höndunum í fjárfestingum vegna óvissunnar um kvótakerfið, en

það er fleira sem kemur til. Hlutur áhafnar í tekjum útgerðarinnar er mjög hár. Það sem fer til skipta er of hátt hlutfall en tæknibreyting-ar síðustu ára hafa dregið verulega úr þeim fjölda, sem þarf um borð hverju sinni. Ef horft er til nóta-veiðiflotans og hann borinn sam-an við norska flotann, eru þar mun færri um borð og 10% minna af aflaverðmæti rennur til sjómanna,

sem hafa það þó mjög gott hver og einn. Færri menn bera jafnmikið eða meira frá borði og það gerir út-gerðin líka. Sé litið á fullvinnslu-skipin fara um 40% til skipta og það segja sumir að sé einfaldlega of mikið. Þessi staðreynd hefur vænt-anlega líka áhrif á áhuga útgerðar-innar á því að endurnýja skipin og á þessum málum verður að taka,“ segir Sævar Birgisson.

Aldurinn afstæður?Niðurstaðan af þessu spjalli er kannski einfaldlega sú að endur-nýjun ráðist af fjölmörgum sam-verkandi þáttum, frekar en einum ákveðnum. Auðvitað þarf að end-urnýja ónýt skip, en með mark-vissu viðhaldi á skrokk, vél og öðr-um búnaði er hægt að nýta skipin í áratugi eins og sjá má af Sigurði RE og Víkingi AK og fleiri gömlum skipum. Þannig er ekki hægt að benda á einhvern ákveðinn aldur á skipi, þegar endurnýjunar sé þörf. Hvort meðalaldur flotans er þá 15 eða 25 ár, skiptir kannski ekki öllu máli. Kannski má segja að aldur fiskiskipa sé afstætt hugtak. Sum-ar fiskiskipategundir, eins og skut-togararnir, eru komnar svo langt í hönnun, þróun og tækjabúnaði, að endurnýjunar þar er minni þörf en í öðrum flokkum. Þetta á líklega bæði við frysti- og ísfisktogara. Eins og Sævar bendir á er línuflot-inn í flestum tilfellum frekar gam-all. Þar hefur gömlum skipum ver-ið breytt til línuveiða og þeim vel við haldið. Þarna er á hinn bóginn

meiri þörf endurnýjunar, því ljóst er að ný og sérhönnuð skip til línu-veiða muni nota mun minni orku og væntanlega geta þau einnig orðið afkastameiri. Sævar nefnir einn-ig uppsjávarflotann, en þar mesta breytingin í meðferð aflans um borð til að nýta hann til manneldis. Þá er einnig spurningin um toggetu og orkunotkun þessara skipa.

Ein staðreynd hlýtur þó að blasa við. Það verða að vera ákveðnar fjárhagslegar og rekstrarlegar for-sendur fyrir endurnýjun. Hún verð-ur að borga sig og fyrir henni verða að vera til nægir fjármunir. Óvissa um fiskveiðistjórnun og hugsan-leg upptaka veiðiheimilda hlýtur að letja útgerðarmenn til fjárfesting-ar. Ennfremur er það staðreynd að útvegurinn er nokkuð skuldsettur vegna kaupa á aflaheimildum sam-fara eigendaskiptum á fyrirtækjum, þegar menn hafa verið að selja sig út úr greininni. Í þeim viðskiptum hefur verð á aflahlutdeild klárlega verið alltof hátt. Auðvitað koma inn nýir aðilar, en töluvert skuldsettir og hafa því lítið svigrúm til endur-nýjunar. Sú staðreynd liggur einnig fyrir að undanfarin ár hefur mikið af ráðstöfunarfé útgerðarinnar far-ið í kaup og leigu á aflaheimildum. Það hefur gert hvort tveggja í senn að styrkja hráefnisöflun hennar og draga úr ráðstöfunarfé til annarrar fjárfestingar. Annars hefur mest endurnýjun verið í minni bátun-um, bátum í litlakerfinu svokallaða. Hvað ræður því er hugsanlega minni launakostnaður og aðrir hagstæð-ari þættir. Íslenski fiskiskipaflotinn er enn mjög öflugur þó stærri skip-in séu að meðaltali í 30 ára gömul. Líklega skilar enginn floti í heimin-um jafnmiklum verðmætum á land og sá íslenski og sama má segja um verðmæti á hvern sjómann.

1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Höfuðborgarsvæði 17 18 18 19 20 20 20 22 23 25 26 25

Suðurnes 20 21 21 22 21 22 22 22 22 22 24 24

Vesturland 17 18 19 19 19 20 22 22 23 22 23 23

Vestfirðir 18 18 18 18 19 19 23 23 22 19 20 21

Norðurland vestra 18 17 18 19 18 20 20 22 22 22 23 24

Norðurland eystra 20 20 20 20 20 20 21 22 22 21 22 22

Austurland 17 18 18 19 20 19 22 22 23 21 22 23

Suðurland 23 24 24 24 24 25 24 27 23 26 27 27

FISKISKIPASTÓLLINN EFTIR LANDSVÆÐUM OG GERÐ SKIPA 1999�2010

ÁR OG MEÐALALDUR

Fjöldi skipa hvers árs er miðaður við 31. desember. Að auki eru 4 hvalveiðiskip skráð á höfuðborgarsvæðinu. Heimild: Hagstofa Íslands

Nú er í tísku að tala um vistvænar veiðar og þá helst veiðar á línu. Ef það verður orkunotk-unin sem kemur til með að stýra fiskveiðunum, þá gæti maður ætlað að veiðarnar þróuðust yfir í línu, neta eða snurvoða-veiðar, en ljóst að neta-veiðar eru langódýrastar og síðan veiðar í snurvoð.

MEÐALALDUR ÍSLENSKRA FISKISKIPA ÁRIÐ 2010

BT Tré Stál Plast Annað Alls Meðalaldur

0 til 10 2 0 288 0 290 18

10 til 24 20 25 175 1 221 16

24 til 50 20 21 9 0 50 31

50 til 100 13 27 0 1 41 39

100 til 150 1 14 0 0 15 28

150 til 200 1 19 0 0 20 35

200 til 300 0 30 0 0 30 37

300 til 500 0 39 0 0 39 33

>500 0 36 0 0 36 29

Samtals 57 211 472 2 742 22

» Sævar Birgisson, skipatæknifræð-ingur og einn eigenda Skipasýnar, hefur lengi hannað fiskiskip fyrir Íslendinga og er flestum hnútum í þeim efnum kunnugur.

viðhald & búnaður skipa alþjóðasiglingamálastofnunin vill búa öll skip búnaði til björgunar úr sjó:

Búnaði margra skipa ábótavantHjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» Gert er ráð fyrir að skip séu búin einhverjum þeim búnaði sem gerir mögulegt að bjarga skipreka fólki úr sjó.

Þessar tillögur byggja meðal annars á þeim árangri sem náðst hefur á hafsvæðinu við Ísland við björgun manna úr sjó með notkun björgunarneta.

Þokkalegt hefur verið að gera hjá Slippnum á akureyri upp á síðkastið. verkefnin eru fyrst og fremst málun og tilfallandi viðhald. í síðustu viku var verið að ljúka við niðursetningu á heilfrystibúnaði fyrir bolfisk í togarann norma Mary, sem er í eigu dótturfyrirtækis Samherja í Englandi. Frosti frá Grenivík er uppi í sleðanum ásamt Heru frá Húsavík og Mánaberg er nýkom-ið í þriggja vikna verkefni. Frosti hefur verið seldur til vancouver í kanada, en þar fer hann á bolfiskveiðar. Sömu aðilar keyptu fyrir nokkrum árum Geira Péturs frá Húsavík.

Sigtryggur Guðlaugsson, verkefnastjóri hjá Slippnum, segir að rólegt hafi verið fyrr í vetur og það hafi í raun verið fyrsta daufa tímabilið hjá þeim í langan tíma. nú sé vel bókað fram á sumar, en nokkuð sé um að útgerðir séu að færa slipptökur fram á vorið vegna loðnuveiða. verkefnastaðan sé því bara nokkuð góð.

Frosti í klössun fyrir sölu til Kanada

» frosti hefur verið seldur til vancouver í kanada, en þar fer hann á bolfiskveiðar. sömu aðilar keyptu Geira Péturs frá Húsavík.

útvEgsblaðið Mars 2012 13

„Það er nóg um að vera hjá okkur í Skipavík núna. Veturinn hefur verið mjög góður og mikið bókað af verk-efnum fyrir sumarið,“ segir Sæv-ar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur í Stykkishólmi. „Við höf-um verið með báta uppi í allan vet-ur, en venjulega er tíminn frá því í nóvember og fram í mars frekar daufur. Svo hefur ekki verið núna. Núna erum við með þrjá báta uppi og tvo inni í húsi, en það eru Brimrún og Tálkni BA. Við erum að taka ríflega 40 báta upp á ári.“

Skipavík getur tekið upp skip allt að 450 þungatonn og um 40 metra í lengd og inni í hús geta þeir tekið skip upp að 27 metrum að lengd. Fyr-ir rúmlega tíu árum var farið út í al-menna byggingastarfsemi og fleira á því sviði. meðal annars er Skipavík með töluverð föst verkefni fyrir Ál-verið á Grundartanga.

Sævar segir að það sé helst vandamál núna að fá járniðnað-armenn til starfa. Því miður hafi á tímabili útskrifast mjög lítið af járn-iðnaðarmönnum og það segi vissu-lega til sín.

Fyrirtækið tekur til viðgerðar og viðhalds báta af öllum stærðum og gerðum upp að áðurgreindum stærð-armörkum og Sævar segir að þeir finni aðeins fyrir því að menn hugi að viðhaldinu í hrygningarstoppinu í byrjun apríl, en reyndar falli pásk-arnir með öllum sínum frídögum inn í það. Hann segir að lítið komi til þeirra af verkefnum vegna strandveiðanna þótt töluverður fjöldi báta sé gerður

út á þær við Breiðafjörðinn. Afkom-an af þeim veiðum gefi ekki mikið svigrúm til endurbóta og yfirleitt

dundi menn sjálfir við bátana sína í því kerfi.

„Annars er bara nokkuð bjart yfir

þessu og heldur líflegra en verið hef-ur á þessum árstíma og útlitið fram-undan gott,“ segir Sævar Harðarson.

Ísmar hefur langa reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hefur verið í fararbroddi með nýjungar bæði til sjós og lands. Fyrir-tækið var stofnað árið 1982 og á því 30 ára afmæli á þessu ári. Hjá Ísmar starfa 8 starfsmenn sem allir hafa langa reynslu í þjónustu við sjávarútveginn.

Ein athyglisverð-asta nýjungin sem komið hefur fram síðustu ár er bún-aður sem byggir á hitamyndavélatækni sem gerir sjómönn-um kleift að sjá jafn vel í myrkri og birtu. „Þessi tækni hefur verið að ryðja sér til rúms um borð í öllum gerðum skipa undan-

farið, hvort heldur er sem öryggis- og sigl-ingatæki, eða til notkunar við fyrirbyggj-andi viðhald,“ segir Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar.

Með umboð fyrir FliRÍsmar er með umboð fyrir FLir sem er fyr-irtækið sem þróaði þessa tækni og fram-leiðir hitamyndavélar til hvers konar nota. Nokkur ár eru síðan fyrstu hitamynda-vélarnar voru seldar hérlendis af Ísmar og smám saman hefur notagildi þessar-ar tækni orðið skipstjórnar- og útgerðar-mönnum ljós. „Talsverður hluti flotans er nú kominn með þennan búnað og hafa mörg af okkar öflugustu fyrirtækjum kosið að búa skip sín FLir búnaði, hvort heldur er í brú eða vélarrúmi. Nefna má sem dæmi;

Síldarvinnsluna á Neskaupstað, Skinney-Þinganes, Ísfélagið, Eimskip, Brim, Sam-skip, reyktal, Hafrannsóknarstofnunina, Landhelgisgæsluna og Þorbjörn hf., auk minni útgerða,“ segir Jón Tryggvi.

Að hans sögn hafa skipstjórnarmenn haft á orði að þessi tækni sé ævintýri lík-ust. „Auk þess að flýta mjög fyrir ef finna þarf mann í sjó, eða bæta almennt öryggi á siglingu, þá sjást greinilega hitaskil í

sjónum, svo ekki sé talað um ís, minni báta og reköld.

Eða eins og Guðmundur Bjarnason, skip-stjóri á Árna Friðrikssyni, segir:

„Get ekki hugsað mér að vera án hita-myndavélarinnar þar sem straumskil og jafnvel pönnuköku-ís sést svo greinilega að siglingin verður leikur einn í kolniða myrkri þar sem íshröngl sést vel, sem það gerir ekki í ratsjá.“

búnaðurinn hefur margvísleg not á landi„Einnig eru margvísleg not fyrir hita-myndavélar á landi og sem dæmi þá eru FLir hitamyndavélar notaðar innan fisk-vinnslunnar, stóriðjunnar, pípulagninga-fyrirtækja, rafmagnsfyrirtækja, trygg-ingafélaga, orkufyrirtækja og víðar. mikil þekking hefur byggst upp hjá Ísmar á þessari tækni síðan fyrirtækið hóf sölu á slíkum búnaði og við bjóðum upp á þjón-ustu af þjálfuðum mannskap við hita-myndatöku, t.d. vegna húsarannsókna, pípulagna, rafbúnaðar o.fl.,“ segir Jón Tryggvi.

Auk hinnar nýstárlegu tækni sem lýst er hér að ofan býður Ísmar sjávarútvegnum GPS búnað, AiS tæki, GPS kompása og fleira frá viðurkenndum framleiðendum fyrir allar stærðir skipa.

www.ismar.is

Vaxandi notkun hitamyndavéla um borð í skipumísmar fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári - leiðandi á sínu sviði:

kYnninG

» Brimrún og tálkni til viðhalds í húsi skipavíkur. „við erum að taka ríflega 40 báta upp á ári.“

» Biluð lega í mótor.

» Útsýni úr Beiti nk með hitamyndavél.

viðhald & búnaður skipa Nóg að gera um þessar mundir hjá Skipavík í stykkishólmi:

Þrír bátar uppi og tveir í húsi

14 Mars 2012 útvEgsblaðið

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

„Þetta er fyrsta alvöru loðnuver-tíðin í langan tíma og þótt svo að ákvörðun um aflamark hafi komið seint og leiðindabrælur sett strik í reikninginn við veiðarnar hefur þessi vertíð gengið frábærlega,“ segir Stefán Friðriksson, fram-kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna-eyja. Loðnuvertíðin hefur haft mikil áhrif í Eyjum enda hefur hátt í 20% alls loðnuaflans verið landað þar. Samkvæmt útreikningum Lands-sambands íslenskra útvegsmanna bendir allt til þess að útflutnings-verðmæti loðnuafurða á yfirstand-andi vertíð muni nema allt að 30 milljörðum króna.

Alls var 591 þúsund tonnum út-hlutað til íslenskra skipa á vertíð-inni. Þegar þetta er ritað er þeg-ar búið að veiða langmestan hluta þess eða á að giska 570 þúsund tonn. Nýjar göngur á leið vestur með suðurströndinni fundust í síð-

ustu viku og hleyptu auknu lífi í lokasprett vertíðarinnar. „Hvernig vertíðin leggur sig að endingu velt-ur að vanda mjög á hvernig til tekst með hrognafrystingu en nú þegar er ljóst er að talsvert verður fryst af hrognum á landinu,“ segir Stefán en víða hefur verið unnið á vöktum í vinnslustöðvum um landið.

stór og góð loðnaStefán segir það ánægjulegasta við vertíðina hversu sterkur loðnu-stofninn hefur komið upp eft-ir nokkurra ára lægð. „Við höfum gengið í gegnum óvissuástand með stofninn undanfarin ár og það er því ánægjuefni að hann virðist vera að ná sér á strik. Loðnan sem feng-ist hefur á vertíðinni hefur yfirleitt verið stór og góð til vinnslu,“ segir Stefán og segist bjartsýnn á næstu vertíð enda séu dæmi um að sterkir árgangar haldi uppi veiðinni í tvær vertíðir.

Stóra loðnan, sem mest hefur veiðst af, heldur sig fremst í göng-unum og veiddist mest framan af vertíð. Loðnan hrygnir þriggja ára og drepst almennt eftir hrygningu,

þó ekki alltaf eins og fjögurra ára loðnan staðfestir best. Þriggja ára æargangurinn er sá sem ber veið-ina uppi hverju sinni. reynslan hef-ur þó sýnt að séu loðnuárgangarn-ir mjög stórir leiðir það til þess að hluti stofnins hrygnir ekki fyrr en fjögurra ára.

Gunnþór ingvason, fram-kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, tekur undir orð koll-ega síns í Vestmannaeyjum. Hann telur að ein skýringin á svo kröft-ugum loðnugöngum í vetur sé að óvenju mikið hafi verið af fjögurra ára loðnu í aflanum. „Stærðarsam-setning loðnunnar hefur verið okk-ur hagstæð sem hefur skilað sér í verðmætari afurðum. Á heildina litið hefur þessi vertíð gengið vel þrátt fyrirr óhagstæð veðurskilyrði seinni hluta vertíðarinnar. Skip-stjórar tala um að mikla loðnu sem gefur okkur tilefni til bjartsýni með

að komandi vertíðir verði góðar,“ segir Gunnþór.

Árlegar mælingar frá 1980 Frá því um 1980 hefur verið far-ið árlega í mælingaleiðangra að hausti á tímabilinu frá október til desember til að kanna útbreiðslu og magn ungloðnu. Niðurstöður þess-ara leiðangra hafa verið notaðar til þess að reikna upphafsaflamark fyrir næstu vertíð.

Í skýrslu Hafrannsóknastofnun-arinnar um ástand nytjastofna á Ís-landsmiðum og aflahorfur á fisk-veiðiárinu 2011-2012 sagði m.a. um loðnuna: „Á árunum 2001–2005 virðist útbreiðslusvæði ungloðnu hafa breyst, því erfiðlega gekk að finna og mæla hana og tókst alls ekki sum árin. Haustið 2006 mæld-ist ungloðna í nægu magni til að hægt var að mæla með nokkrum upphafskvóta vertíðina 2007/08 en haustin 2007–2009 fannst lítið af ungloðnu á hefðbundnum slóðum út af Norðvestur- og Norðurlandi. Haustið 2010 fannst mikið af ung-loðnu, einkum í Grænlandssundi og við Austur-Grænland. Þessar niður-stöður gera það mögulegt að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíð-ina 2011/2012.“

LANDSSAmBAND ÍSLENSKrA úTVEGSmANNA

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum um loðnuvertíðina:

„Hefur gengið frábærlega“

útvEgsblaðið Mars 2012 15

Loðnuvertíðin, sem nú er að klárast, er sú besta um margra ára skeið. Fara þarf allt aftur til fiskveiðiársins 2004-2005 til að finna vertíð sem skilaði meiri afla á land.

Hér á eftir fylgir tafla yfir heildafaflamark í loðnu sl. tíu fiskveiði-ár og heildarafla íslenskra skipa. Þess ber að geta hluti aflamarksins fer til annarra skipa en íslenskra (norskra, færeyskra og grænlenskra) vegna milliríkjasamninga þar að lútandi.

bEsta lOðnUvERtíðin í MöRg ÁR

vertíðir Heildaraflamark/ afli íslenskra skipa/ Þúsundir tonna Þúsundir tonna

2001/02 1.300.000 1.051.000

2002/03 1.000.000 765.000

2003/04 875.000 575.000

2004/05 985.000 640.000

2005/06 238 .000 193.000

2006/07 385.000 307.000

2008/09 15.000 15.000

2007/08 207.000 149.000

2009/10 150.000 111.000

2010/11 390.000 322.000

Kvóti settur á loðnuna 1980n aflamarkskerfið – betur þekkt sem kvótakerfið – tók gildi þann 1. janúar 1984 með lögum frá alþingi. Þar með voru settar takmarkanir á veiðar nokkurra helstu fiskistofna eins og þorsks, ýsu, ufsa og karfa. Áður en kvótakerfið tók gildi hafði kvóti hins vegar verið settur á loðnuveiðarnar árið 1980 og síldveiðar fimm árum áður.

n Loðnan er kaldsjávarfiskur sem lifir í norður-atlantshafi í Barents-hafi við ísland, Grænland og kan-ada. við ísland heldur loðnan sig í kalda sjónum fyrir norðan land megnið af ævinni en gengur þó í hlýsjóinn sunnan og suðvestan ís-lands til hrygningar. Loðnan er upp-sjávarfiskur en hún hrygnir botn-lægum eggjum. Mikilvægasta fæða hennar eru krabbaflær, einkum rauðáta og póláta.

Útbreiðsla loðnuseiða á fyrsta ári getur verið allt umhverfis land, enda þótt mergð hennar sé yfirleitt mikil norðan lands. Útbreiðsla eins og tveggja ára ungloðnu er í meira mæli á svæðinu norðan lands og jafnvel norður í íslandshaf, en þó

finnst hún einnig sunnar í hlýrri sjó.

Flestir fiskar, einkum botnfiskar, lifa á loðnu einhvern tíma á ævi-skeiði sínu. Mest kveður að loðnuáti í mars þegar hún gengur til hrygn-ingar. Hún verður þá auðveldari bráð þar sem vaxandi hrognafylling er líkleg til að draga úr hæfni henn-ar til að forðast afrán. Ennfrem-ur dregur hrygningin loðnuna til dauða og er hún þá auðfengin bráð.

Ókynþroska loðna vex mun hæg-ar en sú kynþroska. við kynþrosk-ann eykst vaxtarhraðinn meira hjá hængum en hrygnum. Loðna verður kynþroska þriggja ára en einstaka fiskar verða þó kynþroska árinu fyrr eða seinna.

Kaldsjávarfiskur sem drepst eftir hrygningu

» stefán friðriksson, framkvæmda-stjóri ísfélags vestmannaeyja.

» Gunnþór ingvason, framkvæmda-stjóri síldarvinnslunnar á neskaupstað.

» Úr loðnutúr með ísleifi ve. MYnD: ÓSkar P. FriðrikSSOn

Eftir að hafa hlustað á erindi þitt í Val-höll s.l. haust, þar sem þú fórst yfir breytingartillögur ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn, þá komst ég að því

að hagsmunir meirihluta íbúa sjávarbyggða eru langt í frá ofarlega í ykkar huga.

Það sem ég tel ykkur gera með því að halda uppi stanslausum hatursáróðri gagn-vart útgerðarmönnum er að halda uppi hat-ursfylgi við ríkisstjórnina, sérstaklega hjá almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Ég byggi þessa skoðun mína á því að þú svaraðir ekki spurningum mínum sem snéru að hags-munum atvinnusjómanna og fiskverkafólks í stærri sjávarbyggðunum, hvorki upp í Val-höll, né í tölvupósti. Einnig gekk þér erfiðlega að útskýra hvers vegna nánast hvert einasta hagsmunafélag sjómanna og fiskverkafólks, auk greiningadeilda og hagfræðinefnda, þ.á.m. nefnd skipuð af ríkisstjórninni gæfi frumvarpi ykkar um breytingar á fiskveiði-stjórn falleinkunn.

Í byrjun erindisins kvartaðir þú yfir að erf-itt væri að vinna með hagsmunaaðilum sem væru á móti breytingum á fiskveiðistjórn, þar sem þeir hugsuðu frekar um að tækla mann-inn en boltann. Þessi yfirlýsing er í meira lagi skrýtin, og ekki þarf mikið til að kollvarpa henni. Þú kannski segir okkur hvers vegna útkoma sáttanefndar var „tækluð“ út af borð-inu?

Það má líka geta þess að það fyrsta sem blasti við manni í glærum þínum var orðið sem þú notar yfir útgerðarmenn, þ.e „lénsherrar“, eitthvað sem ekki lýsir beint vináttu og kær-leik í garð útgerðarmanna?

Þegar ríkisstjórnin fór af stað í þá vegferð að innkalla kvótann og gera róttækar breyt-ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þá var það undir því yfirskyni m.a. að gefa fleirum tæki-færi á að stunda útgerð sem og að bæta kjör sjómanna og fiskverkafólks á landsbyggðinni, svona nokkurs konar „Hróa hattar“ ríkisstjórn, en um það snúa spurningar mínar hér á eftir, þ.e. hvernig ykkur hefur tekist að efna þau lof-orð.

Ef þú ákveður að „hunsa að svara eins og þú hefur gert í þrígang þá óska ég eftir því við forystumennSamfylkingar og Vinstri grænna í Vestmannaeyjum að taka við keflinu.

1. niðurfelling sjómannaafsláttarNú situr þú í ríkisstjórn sem samþykkti að fella niður sjómannaafslátt, á meðan ekki er hreyft við dagpeningagreiðslum til opinberra starfs-manna. Furðuleg leið til að sýna atvinnu sjó-mönnum og fjölskyldum þeirra að ykkur sé alvara með að hlúa að landsbyggðarfólki, eða hvað finnst þér?

2. Hækkun aflagjaldsa) Nú kemur hækkun aflagjalds niður á sjáv-arbyggðum sem standa hvað best, sem og smærri og skuldsettari fyrirtækjum (eitthvað sem eflaust kæmi sér mjög illa fyrir nýliða, sem að miklum líkindum yrðu skuldsettari en rótgróin fyrirtæki í greininni), sérstak-lega þar sem meirihluti gjaldsins mun renna inn í ríkissjóð, ekki til þeirra sjávarbyggða þaðan sem gjaldið kemur. miðað við hvernig gjaldinu verður ráðstafað þá tel ég gjaldtök-una hreinan og kláran landsbyggðarskatt, en hvað finnst þér?

b) munu þessar hækkuðu álögur ekki hafa áhrif á lífskjör almennings í Eyjum, sérstak-lega þar sem hlutfallslega hæsta gjaldið mun koma þaðan, og ef ekki hvernig útskýrir þú það?

3. Jöfn dreifing aflaheimilda um landiða) Í hugmyndum ykkar um breytta fiskveiði-stjórn er mikið talað um að dreifa innköll-uðum aflaheimildum jafnt um landið. munu þær aðgerðir ekki hafa í för með sér verri lífs-kjör fyrir fólk sem býr í sjávarbyggðum sem standa vel?

b) Finnst þér að þær byggðir sem standi vel eigi án bóta að missa frá sér aflaheimildir til byggðarlaga sem standa höllum fæti?

c) Kvótatilflutningur mun kalla á fjárfest-ingar á þeim stöðum sem kvótinn mun rata til. Telur þú að uppbygging á einum stað með til-heyrandi fjárfestingum og hnignun á öðrum,

þaðan sem kvótinn verður fluttur frá muni skila þjóðinni arði þegar upp er staðið?

d) Telurðu að með því að flytja kvóta til byggðarlaga sem standa illa og hafa misst mik-ið af fólki frá sér að brottfluttir muni snúa til-baka, ef já á hverju byggir þú þá skoðun þína?

e) Staðreyndin er sú að í mörgum sjávar-byggðum er mikill skortur á starfsfólki inn í greinina. Í flestum tilvikum er það erlent vinnuafl sem fyllir í skarðið. Var það sem sagt hugmynd ykkar að fá erlent vinnuafl til að glæða lífi í sjávarbyggðirnar, ef ekki hverja ætlið þið að fá í staðinn?

f) mun þessi aðgerð ykkar ekki hafa í för með sér fólksflutninga á milli byggðarlaga, þ.e. frá þeim byggðum sem verða fyrir hvað mestri skerðingu yfir til þeirra sem munu taka við kvóta?

4. strandveiðara) Nú var það ætlun ykkar að auka nýliðun í greininni með því að stofna til strandveiða, og þá sérstaklega hjá atvinnu sjómönnum. Sam-kvæmt áreiðanlegum heimildum er nýliðun í strandveiðunum sáralítil. Hvers vegna haf-ið þið í ríkisstjórn ekki gert úttekt á því hver-raunveruleg nýliðun í strandveiðinni er? (svör við þessari spurningu hefur verið mjög erfitt að fá, eitthvað sem mér finnst afar óeðlilegt, miðað við möguleikana til að nálgast þessar upplýsingar og áhersluna sem þið leggið á ný-liðun).

b) Gerið þú þér grein fyrir því að með því stofna til strandveiða réttuð þið stórum hóp fólks mikil verðmæti upp í hendur, þ.s.a.verð-mæti báta hækkaði upp úr öllu valdi? Í þessum gjörning er falin mikil kaldhæðni, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem fyrrverandi útgerðar-menn sem hafa selt frá sér aflaheimildir, en héldu eftir bátum sínum. Þetta fólk getur nú allt í senn, haldið til veiða án þess að greiða gjald fyrir, gerst „lénsherrar“ og leigt frá sér bátinn á uppsprengdu verði, eða selt hann fyr-ir hátt verð. Hvað finnst þér um þessa stað-reynd?

b) margir strandveiðimenn hafa sagt mér frá því að þeir kasti fyrir borð öllum öðrum tegundum en þorski. Hafið þið í stjórnarliðinu óskað eftir úttekt á því hvort satt reynist, ef ekki, hvers vegna?

d) Hvernig er réttindamálum strandveiði-manna háttað hvað varðar stéttarfélög og uppgjör? Til að koma í veg fyrir að strandveiði-menn njóti engra réttinda munuð þið leggja til að þeir þurfi að lögskrá sig og skikka þá í stétt-arfélög?

e) Hyggist þið leggja fram breytingartillög-ur hvað varðar fyrirkomulag veiða, þ.e. til að koma í veg fyrir að tímabilin verði ekki örfáir dagar í hverjum mánuði, eins og staðreyndin er á bestu svæðunum?

f) Nú stóð til að aukning yrði á vinnslu á þeim stöðum sem strandveiðibátar landa, eitt-hvað sem ekki hefur gengið eftir. Hyggist þið í því ljósi þrengja skilyrði strandveiðibáta hvað varðar löndun ogvinnslu sjávarafla?

g) Það er umræða um að eigendur smábáta sem varla eru haffærir fái fluttan afla yfir til sín, bæði af strandveiði- og aflamarksbátum. Einnig er talað um að í einhverjum tilvika sé afli jafnvel skráður á báta sem fara ekki á sjó. Hafið þið óskað eftir því að rannsókn fari fram á þessum ásökunum? Á meðan sóknar-dagakerfið var við lýði var talsvert mikið um það að sóknardagabátar væru að þyggja afla af aflamarksbátum og ég sé enga ástæðu til að það sama gerist í strandveiðikerfinu, þvert á móti.

5. leigupottar og nýliðun í stóra kerfinuEftir erindið sem þú fluttir í Valhöll spurði ég þig hvernig þú sjáir fyrir þér hvernig t.d. ég og bróðir minn sem er velstjóri kæmust inn í út-gerð sem nýliðar.

Þú bentir mér á að við þyrftum bara kaupa-okkur bát, svona eins og við kaupum bíl og byrja svo bara í útgerð, en svarið sló mig sökum þess að í því fólst algjört ráðaleysi um hvernig-framtíðarskipan sjávarútvegsmála eigi að vera, nema að gera upptækar heimildir, punktur.

Fyrir u.þ.b. tveimur árum gastu ekki svar-að bróður mínum um það hvernig þið hygg-ist endurúthluta, eða leigja innkallaðar afla-heimildir. mig langar því að endurtaka leikinn og spyrja mikið til sömu spurninga og hann gerði:

a) Til hversu langs tíma telur þú að þurfi að leigja út aflaheimildir, þannig að komast megi hjá því að gullgrafaraæði grípi um sig með tilheyrandi offjárfestingu, gjaldþrotum og slæmrar umgegni um fiskveiðiauðlindina?

b) Verður ekki að banna leigu á einungis einni tegund til að koma í veg fyrir brottkast, ef já hversu margar tegundir þarf að leigja svo hugsanlega verði hægt að koma í veg fyrir brottkast?

c) Verður sett þak á hversu mikið hvert byggðarlag megi leigja til sín af aflaheimild-um?

e) Verður sett þak á hversu mikið hver út-gerð má leigja til sín?

f) Hvernig ætlið þið að tryggja nýliðun í greininni? munið þið reyna að sporna við því að útgerðarmenn sem hafa selt allt frá sér og hagnast verulega á kvótasölu, og menn sem hafa hafa farið illa að ráði sínu, m.ö.o. orðið gjaldþrota, komist aftur inn í útgerð sem „ný-liðar“?

g) Telur þú að með fjölgun útgerða muni arðsemin aukast, ef já á hverju byggir þú þá skoðun þína?

h) Telur þú að nýliðum í útgerð muni ganga vel að fá lánafyrirgreiðslur hjá bönkum, ef já á hverju byggir þú þá skoðun þína?

6. sanngirni og réttlæti, fyrir hverja?a) Nú hefur t.d. framsýnn og réttlátur útgerð-armaður í Eyjum keypt mikið af aflaheimild-um auk þess að hafa keypt nýjan bát. Þessi útgerðarmaður hefur eins og áður segir verið að kaupa aflaheimildir til að styrkja útgerð-ina, með langtímahagsmuni í huga og með hagsmuni starfsfólks síns að leiðarljósi. Kvót-inn hjá þessu fyrirtæki er verðlagður á 950 milljónir. útgerðarmaðurinn má ekki afskrifa þennan kvóta en þá má ríkið það væntanlega ekki heldur eða hvað?

b) Þessi sami útgerðarmaður hefur keypt skötuselskvóta fyrir um 90 milljónir, en stór hluti hans hefur verið tekið af honum án bóta, hvað finnst þér um það, burtséð frá einhverj-um lagabókstaf?

c) margir af þeim sem hafa notið góðs af því að skötuselskvóti hefur verið hirtur af jafn virtum útgerðarmanni og þeim sem keypti fyrir 90 milljónir eru útgerðarmenn sem hafa farið nokkrar kollsteypur í útgerð, og menn sem hafa selt frá sér en þessir aðilar fá nú tækifæri aftur til að keppa á „jafnréttisgrund-velli“. Telur þú sem sagt réttlætanlegt að gera upptækar heimildir sem keyptar voru til Eyja til að halda uppi vinnu þar, til áður greindra út-gerðarmanna?

d) Hversu mikil nýliðun hefur orðið við þessa aðgerð ykkar?

7. Meint tap ríkisins vegna makrílveiðaNú komst þú fram í fjölmiðlum með þá skoðun þína að ríkið hefði orðið af 9 milljörðum króna vegna makrílveiða, án rökstuðnings. Ef út-gerðir hefðu þurft að leggja þessa upphæð fram hverjar telur þú aðafleiðingarnar hefðu orðið hvað varðar afkomu útgerðarinnar, af-komu fiskvinnslunnar og kjör sjómanna og landverkafólks?

8. tilflutningur á makrílkvótameð reglugerð um makríl, var ákveðið hlutfall makrílkvótans flutt frá uppsjávarskipunum, yfir til skipa og báta í öðrum kerfum. Það var sem sagt tekið frá einum útgerðarmanni og rétt öðrum. Lauslega reiknað kostaði þessi að-gerð samfélagið í Vestmannaeyjum um millj-arð króna.

Finnst þér þessi aðgerð vel heppnuð af hendi ríkisstjórnarinnar og finnst þér hún hafa skapað vissu og öryggi fyrir útgerðir og byggðarlög til að gera áætlanir fram í tímann?

Kosningaloforð ykkar í aðdraganda síðustu kosninga hljóðuðu uppá gagnsæi, opna um-ræðu og samráð við fólkið í landinu, en ekkert af þessu var staðið við eftir að þið „tækluðuð“ sáttarnefndar útkomuna út í hafsauga, enda fór sem fór, þ.e. falleinkunn úr öllum áttum, jafnvel innan ríkisstjórnarinnar. Það er því með ólíkindum að ykkur sem sátuð í sjávar-útvegsnefnd fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sé áfram boðið að hafa hönd í bagga við að um-bylta fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Almenningi á landsbyggðinni blöskrar þessi vinnubrögð og flestum langar að vita hvort þið munið sjá að ykkur og sýna þá sam-félagslegu skyldu að standa fyrir kynningar-herferðum, þar sem þið upplýsið fólk hvaða þýðingu breytingar á fiskveiðistjórn muni hafa á kjör þess og stöðu?

Til að koma í veg fyrir annað stórslysa-frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórn, þá langar fólki einnig að vita hvort þið mun-ið hafa samráð við hagsmunaðila í grein-inni, ásamt bæjar- og sveitarstjórnum þeirra byggðarlaga sem ályktuðu gegn síðasta frumvarpi?

Aðeins til að rifja upp þá hunsaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra að svara opnu bréfi um breytingar á fiskveiðistjórn, slíkt hið sama hafa Jón Bjarnason, fv. sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra og Lilja raf-ney, þáverandi formaður sjávarútvegsnefndar gert. Þetta sama fólk hefur einnig hunsað boð um að heimsækja Eyjar, eitthvað sem segir mér að þau hafi ekki beint fallegan boðskap til að flytja okkur, eða hvað haldið þið Eyjamenn góðir?

Það er ekki bara í sjávarútvegi sem ríkis-stjórn þín hefur hunsað okkur Eyjamenn, en skýrt dæmi um slíkt eru samgöngumálin. Ög-mundur Jónasson, innanríkisráðherra lofaði í einum fréttamiðli opnum fundi í Eyjum þar sem samgöngumálin yrðu rædd, en af þessum fundi hefur ekki orðið.

Á sama hátt og í sjávarútvegsmálunum virðist eina leið meðlima ríkisstjórnarinn-ar sem þurfa að flytja vondan boðskap að skrökva, sleppa því að svara, standa ekki við gefin loforð og allra síst að þurfa horfa auglit-is til auglitis við þá sem þau þurfa að blekkja, eitthvað sem ég tel að útskýri lítinn vilja for-vígismanna ríkisstjórnarinnar til að heim-sækja okkur, sem og aðrar sjávarbyggðir sem standa vel.

Hvort sem okkur líkar illa eða vel við út-gerðarmenn, þá hafa allar breytingar á fisk-veiðistjórn til þessa bitnað á almenningi í Eyj-um. Að undanskilinni hugsanlegri framtíðar breytingu um að skilja á milli veiða og vinnslu, þá sé ég ekkert í kortunum sem mun bæta hag okkar Eyjamanna. Hugmynd ólínu o.fl. að flytja kvóta frá sterkari sjávarbyggðum yfir til þeirra sem standa ver, mun svo sannarlega ekki bæta hag okkar, það sama á við um mikið af öðrum illa útfærðu „jafnræðis“ tillögum rík-isstjórnarinnar.

Að lokum hvet ég alla Eyjamenn að standa saman og krefja forvígismenn ríkisstjórnar-innar um opna og upplýsta umræðu um sjáv-arútvegs- og samgöngumál, á okkar heima-velli í Vestmannaeyjum.

Kveðja, Sigurjón Aðalsteinsson

Sigurjón aðalsteinsson, sjómaður skrifar opið bréf til Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns:

íbúar sjávarbyggða blekktir Nú hefur t.d. framsýnn og réttlátur útgerðarmað-

ur í Eyjum keypt mikið af aflaheimildum auk þess að hafa keypt nýjan bát. Þessi útgerðarmaður hefur eins og áður segir verið að kaupa aflaheimildir til að styrkja útgerðina, með langtímahagsmuni í huga og með hagsmuni starfsfólks síns að leiðarljósi. Kvótinn

hjá þessu fyrirtæki er verðlagður á 950 milljónir. útgerðar-maðurinn má ekki afskrifa þennan kvóta en þá má ríkið það væntanlega ekki heldur eða hvað?

16 Mars 2012 útvEgsblaðið

útvEgsblaðið Mars 2012 17

Fyrir nokkru fór ég til Vopna-fjarðar og Þórshafnar. Á þessum tveimur stöðum eru öflug sjávarútvegsfyrir-

tæki: HB- Grandi á Vopnafirði og Ís-félagið á Þórshöfn. Þarna er mikil vinna og uppbygging. HB- Grandi er með áætlun um fjárfestingar á komandi sumri á Vopnafirði í hús-næði og aðstöðu fyrir um 500 millj-ónir. Ísfélagið er með á prjónunum fjárfestingar á Þórshöfn fyrir um 1,0 milljarð á þessu ári í aðstöðu, tækjum og búnaði. Hjá báðum þessum fyrirtækjum vinna um 60 manns að jafnaði og á álagstím-um s.s. yfir sumarmánuðina hefur starfsmannafjöldi verið tvöfaldur. Það er vinna fyrir alla sem vettlingi geta valdið og skólabörn sem þurfa að fara um langan veg í framhalds-skóla geta svo til fjármagnað skóla-göngu sína með sumarvinnunni.

grunnþjónustaÞar sem sjávarútvegur er uppistað-an í byggðum landsins er undan-tekningarlaust nægt framboð af atvinnu. Það sem háir þessum byggðum er fjölbreytni í atvinnulífi og þar á ríkið að koma að með því að tryggja grunnþjónustuna í sessi og færa störf út á land. Í dag er tæknin orðin þannig að mörg störf er hægt að vinna í gegnum veraldarvefinn. með því að tryggja þessum byggða-lögum örugga þjónustu s.s. gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun þá munu þessi byggðalög vaxa og dafna og skila þjóðarbúinu miklum verðmætum. útflutningur

frá Þórshöfn á síðasta ári nam um 5,0 milljörðum, en íbúar sveitar-félagsins eru rúmlega 500.

stöðugleikimeð ferð minni á þetta svæði rifjast upp hversu mikilvægur sjávarút-vegurinn er og hvað hann skiptir þessi byggðalög miklu máli. Þess vegna hlýtur það að snerta mann sú neikvæða umræða sem er um þenn-an mikilvæga atvinnuveg. Jafn-framt vakna þær spurningar hvort það sé virkilega draumur landans að þessi mikilvæga atvinnugrein búi við óvissu sem á endanum dregur máttinn úr henni þannig að hún sé nánast á heljarþröm.

Það má berlega sjá að eftir mik-inn niðurskurð í aflaheimildum í gegnum árin og miklar hremm-ingar sem þessi grein hefur gengið í gegnum, að betri tímar eru fram-undan. Það skiptir því höfuðmáli að greinin fái að starfa við stöðug-leika og framtíðarsýn. Atvinnu-mál þjóðarinnar verða ekki leyst með kúvendingu á því fiskveiði-stjórnunarkerfi sem er við líði í dag. Atvinnutækifærum fjölgar ekki með því að taka vinnu frá einu byggðalagi og færa til annars. Það skiptir því máli nú þegar sjávarút-vegurinn hefur náð ákveðnu jafn-vægi að beina athygli á þá staði sem þurfa á atvinnu að halda. Fara skipulega í að finna ný störf sem henta hinum dreifðu byggðum og efla grunnþjónustuna og standa vörð um hana. Það er ekki síst mikilvægt að fólk og fyrirtæki á

landsbyggðinni geti treyst því að sú þjónusta og þau störf sem þar eru séu varanleg. Það getur oft verið erfitt að sannfæra fjárfesta um að leggja fjármagn í fyrirtæki úti á landi. Ekki síst vegna þess að grunnþjónustan sem ríkið á að halda uppi er nánast ákveðin ár frá ári og er sífellt erfiðara að standa vörð um hana. Þar má benda á ný-legt dæmi, þegar loka átti stórum hluta af sjúkrahúsinu í Neskaup-stað yfir sumarmánuðina. Það er því enn mikilvægara að þau fyrir-tæki sem ganga vel og starfrækt eru víðsvegar um landið geti búið við lagaumhverfi sem veitir þeim vinnufrið til lengri tíma.

lagabreytingar Það hafa verið gerða ýmsar breyt-ingar á lögum um fiskveiðar. Sumar hverjar hafa gengið vel en aðrar síður vel. með tilkomu úreldinga-sjóða í sjávarútvegi um 1990 voru stofnaðir sjóðir sem sjávarútveg-urinn, sveitarfélögin og þar með fólkið í landinu greiddi í til að úrelda fiskvinnsluhús og skip. Um 1991 varð ákveðin stefnubreyting af hálfu ríkisvaldsins varðandi aðstoð við fyrirtæki. Gjöldum var létt af sjávarútveginum og fyrirtæki urðu að standa á eigin fótum. Í framhaldi af þessu varð ákveðinn samruni, endurskipulagning og hagræðing hjá fyrirtækjum í greininni. Sam-hliða þessu kom framsalsrétturinn inn í lög. með tilkomu hans skapað-ist möguleiki á að flytja tegundir milli skipa og ná með því móti fram

verulegri hagræðingu í stjórnun fiskveiða. Fiskiskip gátu skipst á fisktegundum innbyrðis, þannig að með framsalsréttinum var hægt að ná meiri hagræðingu í vinnslu og veiðum.

Framtíðarsýn Til þess að treysta byggð í landinu þarf framtíðarsýn, sem unnið er eftir. Hentistefnu í landsbyggðar-málum sem rekin hefur verið síð-astliðna áratugi verður að linna. Finna þarf þeim byggðalögum þar sem sjávarútvegur er á undan-haldi ný atvinnutækifæri. Þær afla-heimildir sem til skiptanna eru á Íslandsmiðum koma ekki til með að leysa vanda þeirra. Til margra ára var rekstrarumhverfi sjávarútvegs-ins þannig að ríki og sveitarfélög þurftu að koma honum til hjálpar reglulega. Fiskvinnsla lá niðri ár-lega vikum og mánuðum saman í þorpum landsins og fólkið var at-vinnulaust. Sveitarfélögin breyttu útistandi skuldum í hlutafé og ríkis-valdið felldi gengið og stofnaði hina ýmsu sjóði til að koma honum til hjálpar. Á endanum lenti það óbeint á almenningi að fjármagna rekstur-inn. Frá árinu 1991 hefur sjávarút-vegurinn aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Nú er svo komið að

ákveðið jafnvægi er komið á rekst-urinn. Fyrirtæki hafa fest sig í sessi á ákveðnum stöðum og byggt upp heilsársatvinnu sem jafna má við stóriðju. Festan sem skapast hefur í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja víða um land gerir það að verkum að fólk hefur trú á framtíð staðanna. Það leiðir af sér uppbyggingu og frekari atvinnusköpum á landsbyggðinni.

að lokum Það er bjart framundan í íslensk-um sjávarútvegi, fái hann vinnu-frið. Sem sveitar- og bæjarstjóri og sjómaður til margra ára hugsa ég með hryllingi til þeirra ára þegar sjávarútvegurinn bjó við stöðuga óvissu og taprekstur. reyndar voru leiðir til að gefa nýjum aðilum tæki-færi á að komast inn í kerfið s.s. með Smuguveiðunum frægu. Til þeirra veiða voru keyptir allskonar dallar sem döguðu síðan upp í höfnum landsins. Eitt af því sorglega sem ég upplifði var þegar mikið af smábáta-flotanum fór í úreldingu og tugir vandaðra báta voru sagaðir niður eða seldir úr landi. Það verður því að ætlast til þess nú þegar það virðist vera markmið að kúvenda fiskveiði-stjórnunarkerfinu að ráðamenn líti yfir farin veg með víðsýni, réttlæti og heilbrigða skynsemi í huga.

með því að tryggja þessum byggðalögum örugga þjónustu s.s. gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun þá munu þessi byggða-lög vaxa og dafna og skila þjóðar-búinu miklum verðmætum.

Ólafur Áki ragnarsson skrifar um næga atvinnu þar sem sjávarútvegurinn er undirstaðan:

Betri tímar eru framundan

Maritech er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn. Lausnirnar spanna alla virðiskeðjuna,

frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana

Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstr » » www.maritech.is

- tryggir þér samkeppnisforskot

Sjávarútvegslausnir

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

1. Gallarnir eru fáir og hafa að mínu mati ver-ið oftúlkaðir. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að þeim aðilum sem selt hafa fyrirtæki sín og farið út úr greininni með mikinn hagnað. Það voru eflaust mistök að beita ekki skattkerf-inu á sínum tíma til að tryggja eðlilega hlut-deild þjóðarinnar af því söluverðmæti. En það er gott að vera vitur eftir á. í dag hefur lang-stærstur hluti aflaheimilda skipt um hendur og því verðum við að horfa fram á veginn. taka verður af allan vafa um að fiskveiði-auðlindin sé í eigu þjóðarinnar og hugmynd um nýtingarsamninga til ákveðins tíma við útgerðir er góð. Þar þarf að horfa til nægilega langs tíma til að skapa fyrirtækjum í greininni stöðugleika í sínu rekstrarumhverfi. Eðlilegt er að greitt verði afgjald til ríkissjóðs vegna nýtingarheimilda. Það má þó ekki vera þannig útfært að það hamli eðlilegri fjárfestingu greinarinnar og verður því að taka mark af afkomu fyrirtækja hverju sinni. Of hátt veiði-

gjald kæmi harðast niður á hinum dreifðu byggðum. 2. Markmiðið á að vera að skapa fyrirtækjum í greininni traustan rekstrargrundvöll til lengri tíma og þjóðinni eðlilegt framlag fyrir-tækjanna fyrir nýtingarleyfi. Slík greiðsla fyrir veiðigjald verður að taka mið af afkomu greinarinnar og einstakra fyrirtækja á hverjum tíma.3. Það er að mínu mati komið meira en nóg í potta. Með síðustu breytingum var gengið of langt í að skerða aflaheimildir þeirra sem höfðu áður keypt sér aflaheimildir. í mörgum tilfellum er um að ræða þá staðreynd að menn fengu ekki þá aukningu aflaheimilda sem þeim bar en voru skildir eftir með þær skuldir sem þeir höfðu stofnað til.4. Ég tel að besta leiðin sé að ná víðtækri sátt sem grunnur var lagður að í vinnu sáttanefnd-

arinnar. í framhaldi verður að ríkja stöðugleiki í greininni. Fyrirtæki verða að geta gengið að því til lengri tíma að úthlutun aflaheimilda fylgi fiskveiðiráðgjöf og sveiflist í takt við afrakstursgetu nytjastofnanna. Þannig fái útgerðarfyrirtæki auknar aflaheimildir við aukna afraksturs-getu og taki á sig skerðingar þegar sú staða er uppi.

5. Ég held að allir geti verið sammála um að svigrúm þurfi að vera til staðar til að bregðast við erfiðum aðstæðum í einstökum byggðum. í dag erum við með byggðakvóta, strandveið-ar, línuívilnun og skelbætur. Finna þarf skyn-sama heildarlausn fyrir þessa potta og leiga kemur þar vissulega til greina eins og aðrar lausnir.6. Íslendingar hafa náð einstökum árangri í stjórnun fiskveiða. Markmið kvótakerfisins hafa að mörgu leyti náðst s.s. minnkun fiski-

skipaflotans. Það verður því að vanda mjög til verka þegar farið er í breytingar á kerfi sem hefur verið svo þjóðhagslega hagkvæmt sem raun ber vitni. Þær hugmyndir sem heyrst hafa frá einhverjum þingmönnum stjórnar-flokkanna um breytingar lúta að því að auka félagslegan þátt kerfisins. Það frumvarp sem lagt var fram á vorþingi 2011 er dæmi um eitt-hvað sem má hreinlega ekki eiga sér stað og verður best lýst með orðum utanríkisráðherra sem líkti því frumvarpi við bílslys.

Hjá öðrum þjóðum höfum við fjölmörg dæmi um mistök við stjórn fiskveiða. Þar hefur m.a. verið lögð of mikil áhersla á félags-legan þátt kerfisins. Um leið og við verðum að geta brugðist við til aðstoðar útgerða á þeim stöðum sem eiga undir högg að sækja má slíkt ekki vera í forgrunni okkar fiskveiðistjórnun-arkerfis. Fyrir ísland er arðbær sjávarútvegur ein af grunnstoðum samfélagsins. Því má aldrei gleyma.

18 Mars 2012 útvEgsblaðið

skoðanir um framtíðarskipan fiskveiði-stjórnunar eru mjög skiptar en stjórnar-

frumvarp um hana er væntanlegt.

Væntanlega styttist í frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um skipan fiskveiðistjórnunar til næstu fram-tíðar eða lengur. Ekki fer á milli mála að fisk-veiðilöggjöfin er umdeild og skoðanir á henni

skiptar. Hvort eða hve gölluð löggjöfin sé og hvers konar úr-bótum sé þá þörf á. útvegsblaðið fékk 5 manns, sem tengj-ast sjávarútveginum á ýmsan hátt til að svara eftirfarandi spurningum, í því skyni að varpa ljósi á ágreiningsefnin og hvert stefna beri.

» 1. Hverjir eru helstu gallarnir á núgildandi löggjöf?

» 2. Hvert á að vera meginmarkmið nýrrar lagasetningar um fiskveiðistjórnun?

» 3. Á að taka aukið hlutfall af heildarúthlutun í pottana svokölluðu?

» 4. kemur til greina að taka hluta hugsanlegrar aukn-ingar á þorskveiðiheimildum út fyrir almenna úthlutun samkvæmt aflahlutdeild?

» 5. kemur til greina að hið opinbera taki upp beina leigu á aflaheimildum innan hvers fiskveiðiárs líkt og gert er í skötusel?

» 6. Félagsmálapakki eða bisness?

Fólkið sem svarar spurningum blaðsins eru alþingismenn-irnir Lilja rafney magnúsdóttir frá Vinstri grænum og sjálf-stæðismaðurinn Jón Gunnarsson, Árni Bjarnason, formað-ur Félags skipstjórnarmanna, Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, og Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar runólfssonar hf. Svörin fara hér á eftir:

Eignarhaldið verður að vera skýrt

Framsal veiðiheim-ilda hefur verið allt of frjálst. Skort hefur á skýrar og strangar reglur varðandi framsal-ið sem m.a. hefur leitt til þess að sjómenn hafa verið þröngvaðir til að taka þátt í kvótakaup-um. Þá eru dæmi um að kvótahafar hafi haft atvinnu að því að leigja frá sér veiðiheimildir.

Byggðakvóti hefur skapað fleiri vandmál en hann hefur leyst og hefur allt of oft verið undirrót ósættis og átaka milli þeirra sem telja framhjá sér gengið og hinna sem oftar en ekki hafa verið á réttum stað í pólitík.

1. Frjálsa framsalið bæði það varanlega og líka leigan innan ársins. Þessir þættir hafa leitt til þess að óheft markaðslögmál hafa ráðið ferðinni svo sjávarbyggðirnar búa stöðugt við mikla óvissu um atvinnuöryggi sitt. Þessi óvissa leiðir til þess að íbúar þessara sjávarbyggða halda oft að sér höndum í fjárfestingu á íbúða-húsnæði og í atvinnustarfssemi þar sem allar forsendur gætu gjör-breyst á einni nóttu og eignirnar orðið verðlitlar ef kvótinn er seldur burtu úr byggðarlaginu. Sú þróun sem orðið hefur í háu verði afla-heimilda bæði í varanlegri sölu og leigu hefur leitt til þess að mögu-leikar á nýliðun í greininni er mjög erfiðir og fjárfestingar hafa ekki verið sem skyldi í skipaflotanum og mikið fjármagn verið tekið út úr greininni í einkaneyslu og óskyld-an rekstur og greinin skilin eftir með skuldirnar.2. Markmið með nýrri lagasetn-ingu á að vera að tryggja að sjáv-arauðlindin sé óumdeilt ævarandi sameign þjóðarinnar sem ríkið ráðstafar einungis til nýtingar hverju sinni. Fiskveiðilöggjöfin á að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna og að treysta byggð og atvinnu í landinu ásamt því að tryggja þjóðinni eðlilega

auðlindarentu og að greinin skili arði. Mikil-vægt er að tryggja eðli-lega nýliðun í greininni og tryggja þar jafnræði m.a. með auknu aðgengi til veiða og mæta þar með áliti mannréttinda-nefndar Sameinuðu þjóðanna.

3. Já og byggja upp öflugan leigu-pott sem ríkið býður til leigu innan ársins. 4. Já það kemur til greina að mínu mati svo byggja megi upp leigu-pott sem leigt væri úr eftir gegn-sæjum leikreglum gegnum opin-beran markað.5. Já að sjálfsögðu.6. Þegar útgerðinni var úthlutað kvóta án endurgjalds í upphafi með kvótasetningu og síðan að sömu aðilar gátu framselt hann fyrir háar fjárhæðir í framhaldinu, má líta á að þar hafi verið á ferð-inni einn stærsti félagsmálapakki sem ríkið hefur komið að í íslands-sögunni.

Sjávarútvegur á að vera rekinn þannig að greinin skili arði til allra fyrirtækja sem að greininni koma beint og óbeint og geti borgað starfsfólki sínu til sjós og lands góð laun ásamt því að greinin sýni samfélagslega ábyrgð og þjóðin öll njóti eðlilegrar ávöxtunar á sam-eiginlegri auðlind sinni sem er fisk-urinn í sjónum.

Lilja rafney magnúsdóttir:

Óumdeild sameign þjóðarinnar

Jón Gunnarsson:

Gallarnir oftúlkaðir

útvEgsblaðið Mars 2012 19

Árni Bjarnason:

Ekki forsendur fyrir félags-málapakka1. Að viðgengist hafi í öll þessi ár tvennskonar útgerðir í land-inu. Þ.e.a.s. Leigusalar og leigu-liðar. (Hús-bændur og hjú) Þeir sem yfir aflaheim-ildum ráða hafa í gegn um tíðina getað leigt þær frá sér til annarra fyrir stórfé. Við blasir að (leigulið-arnir) þ.e.a.s. þeir sem gera út á leigukvóta hafa engar raun-hæfar forsendur til þess, þar sem lög kveða á um að útgerð beri að gera upp við sjómenn úr heildar- aflaverðmætum. Ljóst er að þegar leiguverð aflaheim-ilda slagar upp í að vera það sama og það heildarverð sem fæst fyrir aflann, þá getur dæmið ekki gengið upp. Þeir sem ekki veiða sinn kvóta sjálfir hafa ekk-ert með hann að gera. Þetta leiguliðafyrirkomulag er bæði mannskemmandi og niðurlægj-andi fyrir þá sem við það búa. Sú staðreynd að einstaklingar geti labbað út úr greininni með óeðli-lega mikla fjármuni með því að selja veiðiheimildir, hoppi á milli kerfa, sumir oftar en einu sinni og geti um þessar mundir stund-að strandveiðar með bros á vör í boði Jóns Bjarnasonar, reyndar á kostnað atvinnusjómanna sem á sama tíma lepja dauðann úr skel.

Sá raunveruleiki að hér geti ár eftir ár haldist gangandi út-gerðir sem allan sinn feril hafa brotið landslög og kjarasamn-inga, hlunnfarið flesta sem hjá þeim hafa starfað, skipt um kennitölur eins og nærbuxur, eftir að hafa farið á hausinn og eru í ákveðnum tilfellum með dóma á bakinu fyrir alvarleg lög-brot. Að við lýði sé línuívilnun til handa þeim sem róa með land-beitna línu. Þetta hápólitíska fyrirbæri hefur stöðvað eðlilega framþróun í línuveiðum. með sama hætti mætti verðlauna þau kúabú sem héldu sig við að handmjólka kýrnar, með 20 % viðbót á mjólkurkvótann.

Byggðakvóti hefur skapað fleiri vandmál en hann hefur leyst og hefur allt of oft verið undirrót ósættis og átaka milli þeirra sem telja framhjá sér gengið og hinna sem oftar en ekki hafa verið á réttum stað í pólitík.2. Að fiskveiðistjórnunarkerfið verði lagað að afrakstursgetu fiskistofnanna þannig að ís-lenskur sjávarútvegur skili hám-arskarði til þjóðarbúsins með lágmarkstilkostnaði.3. Nei. 4. Þegar aflaheimildir verða komnar á svipað ról og við upp-haf kvótakerfisins þá mætti leggjast yfir hvaða leiðir væru heillavænlegastar fyrir þjóð-félagið varðandi ráðstöfun um-ræddra heimilda. 5. Nei 6. Sjávarútvegur skal rekinn sem sú undirstöðu atvinnu-grein þjóðarinnar sem mest-ar vonir má binda við að komi efnahag landsins í ásættanlegt horf á ný eftir undangengnar hremmingar. meðan verið er að ná því markmiði þá eru ekki for-sendur fyrir félagsmálapakka sem í gegn um tíðina hafa því miður, öðru fremur, tekið mið af atkvæðaveiðum, fremur en þjóðarhag.

1. Skýrari ákvæði hefur vantað inn í lögin um stjórn fiskveiða er varðar eignarhaldið á auðlind-inni í íslenskri landhelgi. Þá hefur vantað betri lagafyrirmæli um takmörk á stærð fyrirtækja, heildaraflahlutdeild og stærð hvað einstaka teg-undir varðar. Ósætti er allt of mikið, sérstaklega er varðar hin upprunalegu skipti þegar veiði-heimildunum var úthlutað á sínum tíma.

núverandi framsalskerfi hefur komið mjög illa við mörg byggðalög og skilið þau eftir í sár-um með tilheyrandi fólksflótta. Skort hefur á samfélags-legar skyldur kvótahafa gagnvart þeim sjávarbyggðum sem veiðiheimildirnar hafa verið fluttar frá.

Skortur á jöfnunar úrræðum gagnvart breytingum í stofnstærð ákveðinna fisktegunda og minnkunar/aukn-ingar kvóta til jöfnunar milli útgerðaflokka, t.d. nýlegt lúðuveiðibann, stórauknar makrílveiðar, minnkandi ýsu-stofn og fl.

Framsal veiðiheimilda hefur verið allt of frjálst. Skort hefur á skýrar og strangar reglur varðandi framsalið sem m.a. hefur leitt til þess að sjómenn hafa verið þröngvaðir til að taka þátt í kvótakaupum. Þá eru dæmi um að kvótahafar hafi haft atvinnu að því að leigja frá sér veiðiheimildir. 2. Meginmarkmið nýrra laga um stjórn fiskveiða á að vera:

tryggja með óyggjandi hætti að nytjastofnar á ís-landsmiðum séu í óskoraðri þjóðareign. við úthlutun veiðiheimilda til einstaklinga eða lögaðila verði gerðir samningar um nýtingu á aflaheimildum með þeim tak-mörkunum sem leiða af lögum og samningum. Um sé að ræða tímabundinn rétt til afnota og hagnýtingar á auð-lindinni gegn nýtingargjaldi.

tekjur af nýtingargjaldinu renni að mestu aftur til þeirra sjávarbyggða sem verða fyrir þessari auknu skatt-heimtu sem samkvæmt fyrirliggjandi tillögum stjórnvalda skipta milljörðum. að öðrum kosti er endanlega verið að ganga frá atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Þá er mikilvægt að lögin stuðli að verndun, sjálfbærni og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á íslandsmiðum. nýt-ing nytjastofna tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu þar sem þekkingin og reynslan er til staðar. að hámarka arðsemi greinarinnar en horfa samt til samfélagsþátta svo sem byggðasjónarmiða.

tryggja gott aðgengi sjávarbyggða að auðlindinni.tryggja réttláta skiptingu heildaraflamarks milli út-

gerðaflokka.

3. Pottarnir, byggðapottur, rækju og skelbóta-pottur, standveiðar og línuívilnun. Miðað við núgildandi lög sé ég ekki ástæðu til að setja aukið hlutfall í pottana, nema til komi veruleg aukning á veiðiheimildum.

Ef auka á magnið í pottana þá getur það verið jákvætt t.d. með því að láta línuívilnun ná til allra dagróðrabáta hvort sem þeir róa með landbeitta línu eða beitningavél af því gefnu að afli þeirra fari til vinnslu innanlands. Einnig gæti ég séð

fyrir mér að byggðapottinum mætti breyta yfir í byggða- ívilnun þar sem bátar fengju ívilnun fyrir að landa í heimahöfn til að forðast brask með kvótann.

Ég trúi því að strandveiðar séu komnar til að vera enda mikilvægar sjávarplássunum enda verði rétt haldið á spil-unum. 4. Ég tel að það komi vel til greina enda fari þorskveiði-heimildirnar yfir 200 þúsund tonn á viðkomandi fisk-veiðiári. Ég tel eðlilegt að núverandi kvótahafar, sem flestir hafa keypt sig inn í kerfið, fái nýtingarrétt sam-kvæmt nýtingarsamningum í allt að 20 ár. Það er upp að 200 þúsund tonnum m.v. núverandi skiptingu milli kerfa og potta. Umfram kvóti fari eftir ákveðinni skiptingu til hlutdeildarhafa, í leigupotta og aðrar ráðstafanir s.s. til sjávarbyggða sem orðið hafa fyrir ófyrirséðum áföllum tengdum sjávarútvegi.5. Í mjög afmörkuðum mæli miðað við núverandi veiði-heimildir og þá einkum í tegundum þar sem um er að ræða meðaflavanda og markaður með aflaheimildir getur ekki leyst vandann. komi hins vegar til þess að veiðiheimildir aukist umfram 20 ára meðaltal s.s. ef þorskveiðiheimildir fara yfir 200 þúsund tonn tel ég að það komi vel til greina að hluti þeirrar úthlutunar fari í beina leigu.6. Ef einhver sátt á að nást verður það að vera blanda af hvoru tveggja. Hins vegar er ég algjörlega ósam-mála þeim sem halda því fram að línuívilnun, byggða-kvóti og strandveiðar tengist svokölluðum félagsmála-pakka. Línuívilnunin og strandveiðarnar hafa sannað gildi sitt fyrir útgerð og vinnslu víða um land. Hins vegar er full þörf á því að laga ýmislegt sem tengist þessum úthlutunum s.s. byggðakvótanum svo hann gagnist útgerðum og vinnslum með þeim hætti sem honum er ætlað samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda á hverjum tíma. Gleymum því ekki að aðgerðir sem byggja á samfélagslegum grunni skila þjóðarbúinu líka verulegum arði.

Aðalsteinn Árni Baldursson:

Framsalið of frjálst

Guðmundur Smári Guðmundsson:

Á að vera á viðskiptagrunni1. Í grunninn er löggjöfin barn síns tíma, öll hugsun við setn-ingu laganna í upphafi þeirra var að takmarka sókn í þorsk. Vænt-ingar manna voru að lagasetn-ingin þyrfti eingöngu að vara óbreytt í örfá ár, eða þangað til að þorskstofninn hjarnaði við. Allur grunnur lagasetningarinnar mið-aðist við bolfisk, og þá sérstaklega þorskinn. Ýmsar takmarkanir á

úthlutun ein-stakra fisk-tegunda voru ekki ígrund-aðar nægjan-lega, svo og höfðu ein-staka aðilar óeðlileg af-skipti af þeim

grunni, s.s skipstjórakvótar og mismunandi hámörk á úthlutun einstakra fisktegunda. Ekki var nægjanlega fyrirséð í lögunum hvernig taka ætti á úthlutun á nýjum fisktegundum, breyttu göngumynstri og svo framvegis. Þessir ágallar eru á margan hátt orsök þeirrar gagnrýni sem lögin hafa allan tímann og sérstaklega nú í seinni tíma fengið á sig.2. Tryggja ákveðinn jöfnuð milli einstakra greina fiskveiða við Ís-land. Bolfiskveiðarnar hafa einar tryggt þann þátt.3. Nei.4. Það yrði til þess að auka á ójöfnuð í greininni og á milli lands-hluta.5. Það er langskynsamlegast að greininn sjái sjálf um millifærslur í kerfinu.6. Íslenskur sjávarútvegur er undirstaða byggðar í landinu, og hefur tryggt með ótrúlegum hætti nokkuð jafna byggð víða um land-ið. Enginn önnur atvinnu-grein kemst nálægt sjávarútveginum í þeim efnum. Allar aðgerðir stjór-nvalda sem snúið hafa beint að atvinnumálum landsbyggðar hafa mistekist. Sjávarútvegur á Íslandi verður að vera á viðskiptagrunni.

Frystitogarinn mánaberg óF-42 kom hingað til lands frá Noregi árið 1987 eftir miklar endurbreytingar á skipinu. Þórður Þórðarson, vél-stjóri, var ráðinn til að hafa eftirlit með breytingunum og hefur allar götur síðan starfað um borð í skip-inu.

Fjórtán ára háseti „Ég byrjaði að stunda sjóinn þegar ég var tíu ára. Þá fór ég með pabba á trillunni hans á handfæraveiðar á sumrin. Fjórtán ára var ég ráðinn sem háseti á síðutogarann Hafliða Si-2 og var á honum um tvö sumur. Eftir það fór ég á Hafnarnesið og árið þar á eftir á 50 tonna bát sem faðir minn átti. Næstu árin var ég háseti á ýmsum öðrum skipum og endaði á að fara í vélstjóranám árið 1974,“ segir Þórður aðspurður um hvernig það kom til að hann lærði vélstjórann.

Þórður tók fyrstu tvo bekkina í vélstjóranáminu á Siglufirði en fór síðan suður árið 1978 og útskrifað-ist úr Vélskólanum tveimur árum seinna. „Að lokinni útskrift var ég á sjó á sumrin og vann í smiðju í reykjavík yfir vetrartímann. Árið 1982 fór ég síðan á námssamning í vélsmiðjunni Gjörva og að hon-um loknum réð ég mig á Arinbjörn rE.“

Mánabergið kemur til sögunnarHaustið 1986 bauðst Þórði að fara til Noregs að fylgjast með endurbreyt-ingum á mánabergi óF-42, en þá var verið að breyta skipinu úr ísfisks-skipi í frystiskip. Skipið hafði áður heitið Bjarni Ben rE og upphaflega komið til landsins árið 1972.

„Þegar ég var ráðinn var mér sagt að Bazan-mAN vélar skipsins væru nánast ónýtar og að ég þyrfti að halda þeim gangandi í þrjú ár til við-bótar þangað til skipt yrði um vélar.

En vélarnar eru enn í fínu standi og að verða fertugar.“

Þórður hefur verið vélstjóri á mánaberginu síðan það kom hing-að til lands í mars 1987. Á þeim tíma hefur einungis þurft að skipta um vinnslubúnað á millidekki og stál í togdekkinu, en að öðru leyti er skip-ið óbreytt frá níunda áratug síðustu aldar.

„mánabergið er 68,7 metrar á lengd og 11,3 metrar á breidd. Skipið er með tvær 1400 hestafla aðalvélar og eina 1400 hestafla ljósavél. Síð-an er 220 hestafla landvél. Þar sem skipið er upphaflega hannað sem ísfisksskip ber millidekkið, sem og annað fyrirkomulag um borð, þess merki. En það er ótrúlegt hvað skip-ið lítur vel út miðað við aldur. Þar

ber helst að þakka góðri umgengni í gegnum árin,“ segir Þórður.

„Það mætti segja að eftir langan og farsælan feril sé ég nokkurn veg-inn orðinn eins og heimaríkur hundur hér um borð. Á þessum 25 árum hef ég unnið með mörgum afbragðsgóð-um mönnum. Þeir Heimir Pálmason,

vélstjóri, og Haraldur rögnvaldsson, annar vélstjóri, hafa einnig verið á skipinu nánast frá upphafi og veitt mér félagsskap í vélarúminu.“

Fljótandi sveitarfélagAðspurður um hvort hann mæli með starfinu fyrir unga upprennandi

vélstjóra segist hann hiklaust gera það. „Þetta er mjög viðamikið nám og að mörgu leyti er hægt að líkja stóru skipi við sveitarfélag. Það þarf að framleiða rafmagn, koma vatni til notenda og sinna öðrum smærri verkefnum sem sveitarfélög sinna á stærri skala. Vélstjórar eru því allt í senn rafvirkjar, píparar, vélsmiðir og vélstjórar. Síðan má ekki gleyma því að lítil endurnýjun hefur átt sér stað í vélstjórastéttinni á undanförnum árum og því vantar vélstjóra.“

Þórður segir starf vélstjóra um borð í íslenskum togurum lítið hafa breyst frá því hann hóf störf á mánaberginu og einu nýjungarnar sem hann nefnir tengjast tölvustýr-ingarbúnaði um borð.

veiðir hreindýrÞórður er giftur Heiðbrá Sæmunds-dóttur, svæfingahjúkrunarfræð-ingi, og eiga þau saman tvö börn, Þórunni, sálfræðinema, og Þórð, menntaskólanema.

Í frístundum sínum stundar vél-stjórinn skotveiði og segist fara á hreindýr þegar hann er svo hepp-inn að fá úthlutað dýri. „Síðan er ég mikið í eldhúsinu heima og pota nið-ur trjáplöntum á Siglunesi við Siglu-fjörð þar sem fjölskyldan á gamalt hús sem langafi minn byggði,“ segir Þórður um það leyti sem hann neyð-ist til að kveðja blaðamann. Næsta vakt er við það að hefjast.

Þórður Þórðarson, vélstjóri á Mánabergi ÓF-42:

Heimaríkur hundurHaraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

Ég byrjaði að stunda sjóinn þegar ég var tíu ára. Þá fór ég með pabba á trillunni hans á hand-færaveiðar á sumrin.

» Þórður á hreindýraveiðum ásamt syninum.

» Þórður ásamt eiginkonu sinni og börnum á siglufirði.

» vélstjórinn talar í símann í vaktklefanum

um borð í mánabergi.

viKan Á

Guðmundur í nesi rE-13: 14/3 2012n „Hugsa sér ... maður er að vera 12 ára gamall !!! en er samt sem áður ung-lamb í flotanum.“

aðalsteinn Jónsson SU-11: 14/3 2012n „Þá er loðnuvertíðin búin og menn búnir að skvera allt upp. núna liggur leiðin suður á bóginn þar sem kolmunninn bíður okkar spenntur. vonandi að menn nái að hvíla sig fyrir átökin....einhverjir ryðblettir sáust á mönn-um í gær eftir þrifin í fyrradag.“

víkingur ak-100: 14/4 2012n „Erum með fullt skip á leið til vopnafjarðar,Eta 15.03 kl 0015.“

Ólafur Bjarnason SH: 15/4 2012n „Ofnbökuð ýsa með grjónum og grænmetis-rjómasósu.......svo fáum við pönnukökur með rjóma í kaffinu!!!!“

Álsey vE-2: 14/4 2012n „Ágætis dagur á loðnumiðunum í dag eða um 1.000 tonn og við bíðum rólegir eftir dagsbirtunni til að reyna að fanga meira og helst af öllu klára að fylla;) vOnanDi!..en þetta er lokalegt, eitt kast var nánast eingöngu karl loðna, þá var ein og ein orðin léttari og á leið í fæðingarorlof;)“

Faxi rE-9: 15/3 2012n „Erum á loðnumiðunum. Bíðum nú eftir dagsbirtunni til að geta byrjað veiðar á ný.“

Þú finnur Útvegsblaðið á Facebook.

36 JANÚAR 2012 ÚTVEGSBLAÐIÐ

Tæp 10% af þorski tekin framhjá aflahlutdeildarkerfinu:

Aldrei hefur hærra hlutfall leyfilegs heild-arafla í þorski farið í pottana svokölluðu en á þessu fiskveiðiári. Leyfilegur heild-arafli þorsks á þessu ári er 177.000 tonn. Fyrir úthlutun innan aflahlutdeildarkerf-isins eru dregin frá því magni 16.852 tonn. Samtals er úthlutuð aflahlutdeild 160.148 tonn. Hlutfallið sem fer í pottana er því um 9,5%. Á síðasta fiskveiðiári var þetta hlut-fall 7,9% en fiskveiðiárin þar áður var hlut-fallið mun lægra eða í kringum 5%, lægst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur því meira en tvöfaldast síðan þá.

Strandveiðar og VS-afli stærsti hlutinnHelsta skýringin á því að mun hærra hlutfall fer nú í pottana er annars vegar strandveið-arnar, sem teknar voru upp á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þær eru fyrst dregnar frá fyrir úthlutun á síðasta fiskveiðiári. Hins vegar að svo kallaður VS-afli, sem áður gekk undir nafninu Hafró-afli er nú áætlaður og dreg-inn frá fyrir úthlutun innan aflamarks árs-ins samkvæmt upplýsingum frá sjávarút-vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í þessa tvo potta renna nú samtals 7.945 tonn af þorski, 5.600 til strandveiðanna og 2.354 í VS-aflann, eða langleiðina í helmingur þess, sem tekinn er útfyrir aflamarkskerfið. Auk þess eru nú tekin frá 300 tonn fyrir áætl-aða frístundaveiði. Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukn-ingin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæð-is hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótan-um, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strand-veiðiflotans í stað 5.600 tonna.

Aðrir pottar eru uppbætur vegna skel-

og rækjuveiða, 1.226 tonn, og línuívilnun, 2.531 tonn. Framlag í þann pott hefur verið minnkað um 844 tonn, en fiskveiðiárin þar á undan hefur þetta framlag verið óbreytt í 3.375 tonnum, eða allt frá því á línuívilnun-in var tekin upp árið 2003. VS-aflinn hefur ekki til þessa verið dreginn frá fyrir úthlut-un til aflamarks og frístundaveiðin held-ur ekki. Byggðakvótinn hefur undanfarin ár verið nálægt 3.000 tonnum af þorski, en fór niður í tæplega 2.700 tonn, þegar leyfilegur heildarafli af þorski var aðeins 130.000 tonn.

Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur heildarafli af þorski 160.000 tonn. 12.672 tonn voru þá tekin frá fyrir úthlutun og komu 147.328 tonn til úthlutunar. Þá voru 4.800 tonn tekin frá vegna strandveið-anna eða 3%, en á þessu fiskveiðiári er hlutfall strandveiðanna 3,2% og magnið 5.600 tonn. Á fiskveiðiárunum næst á und-an, eða frá 2004/2005 eru frádráttarliðirn-ir aðeins þrír, skel- og rækjubætur, byggða-kvóti og línuívilnun og samanlagt hlutfall frá 4,6% upp í 6%.

Undirmálið ekki dregið fráÁrið 2001 var sett heimild til að landa svo-kölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heim-ildin því kölluð VS-heimild. Samkvæmt þessari heimild er skipstjóra leyfilegt að ákveða að allt að 5% botnfiskafla reiknist ekki til aflamarks. Þeim afla skal landa á fiskmarkaði og 20% af aflaverðmæti fara til skipta milli útgerðar og áhafnar. 80% renna til Verkefnasjóðsins. Þessar heimild-ir hafa verið nýttar í vaxandi mæli og mest þegar líður á fiskveiðiárið og þrengist um kvóta. Jafnframt hafa heimildir til löndun-ar á undirmálsfiski utan kvóta verið nýtt-ar töluvert. Þær heimildir hafa ekki verið

metnar og dregnar frá leyfilegum heildar-afla fyrir úthlutun. Síðustu fiskveiðiár hef-ur um 1.300 tonnum af þorski verið landað sem undirmáli.

Eins og áður sagði er VS-aflinn í fyrsta sinn dreginn frá úthlutun til kvóta á þessu fiskveiðiári. Á síðasta ári var 2.100 tonnum af þorski landað samkvæmt þeim heimild-um og á fiskveiðiárinu þar á undan 3.400 tonnum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var 3.900 tonnum landað með þeim hætti.

Eins og fram kemur hér fer hlutfall þorsks, sem tekið er frá fyrir úthlutun afla-marks, vaxandi, enda teknir nýir þætti þar inn og skipta strandveiðarnar þar mestu

máli. Hver framvindan verður í þessum málum er erfitt að spá. Í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fisk-veiða frá því í september 2010 er farið yfir þessi mál og fjallað um mögulegar úrbætur á úthlutun í þessa potta.

Skipt á milli tveggja potta„Það er mat meirihluta starfshópsins; Að endurskoða eigi lagaákvæði um bætur og festa þær í lögum sem hlutfall af heild-arafla í stað magntalna líkt og gert er nú. Með þessu móti verði betur tryggt að þegar um samdrátt í heildarafla er að ræða komi hann jafnt niður á þeim sem bæturnar fá

Hefur meira en tvöfaldast

Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandveiðiflot-ans í stað 5.600 tonna.

Ásafl hefur gott úrval af vélum, rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir báta og stærri skip. Persónuleg þjónusta, snögg og góð afgreiðsla ásmat hagstæðum verðum gerir öll viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar helstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.

Ráðg

jöf –

sala

– þjón

usta

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected] HLUTFALL AF

HEIMILUÐUM ÞORSKAFLA

Fiskveiðiár Magn Hlutfall %

2003/2004 10.924 5,20%

2004/2005 12.503 6,10%

2005/2006 11.959 6,00%

2006/2007 8.879 4,60%

2007/2008 7.378 5,70%

2008/2009 7.444 5,70%

2009/2010 7.888 5,30%

2010/2011 12.762 7,90%

2011/2012 16.852 9,50%

Hlutfall af heimiluðum þorskafla

» Árið 2001 var sett heimild til að landa svokölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofn-unarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heimildin því kölluð VS-heimild.

utvegsbladid.is

Þ J Ó n U S t U M i ð i L L S J Á v a r Ú t v E G S i n S

20 Mars 2012 fRÍVAKTIN

fRÍVAKTIN Mars 2012 21

kjartan Magnússon skurðlæknir stundar grásleppuveiðar ásamt syni sínum frá Jónsnesi við Breiðafjörð:

„Svona viljum við lifa“

Ég hitti hann fyrst í kjallaranum á smíðaverkstæði iðjuþjálfunar á Endurhæfingardeildinni við Grens-ás. Hann var inni á verkstæði að fella grásleppunet. Í þeirri vinnu, að hluta, til fólst endurhæfing hans eft-ir vægt heilablóðfall. Hann gerir út á grásleppu frá Jónsnesi við Breiða-fjörð ásamt Jóhanni syni sínum og hafa þeir feðgar róið þaðan í rúm 40 ár og nýtt önnur hlunnindi jarðar-innar. maðurinn er Kjartan magnús-son, skurðlæknir og grásleppukarl, 84 ára gamall. Hann hefur upplifað ýmislegt á langri ævi og meðal ann-ars sinnti hann stríðshrjáðum fórn-arlömbum rauðu Kmeranna og Pol Potts í Kambodíu í mjög svo frum-stæðu sjúkrahúsi Tælandsmegin við landamærin veturinn 1990 til 1991. Annars starfaði hann sem skurð-læknir á Landakoti og síðan Borgar-spítalanum þar til hann hætti störf-um.

lá fyrir ref undir þarabunka„Ég var að eltast við ref í fyrra sum-ar og lá lengi fyrir honum í fjörunni undir þarabunka sem ég mokaði yfir mig. Ég lá þarna í tvo tíma án þess að ná refnum, en þegar ég stóð upp fann ég einkennilega kuldatilfinn-ingu yfir höfðinu og áttaði mig á því að ég hefði fengið vægt heilablóðfall.

Ég fékk svo aftur smá áfall um haust-ið og eftir það fór ég inn á Grensás, þar sem mér leið afskaplega vel. Ég fékk frábærar móttökur frá starfsliði og læknum og fékk að nota tímann til að fella netin. Ég þakka stúlkunum á iðjuþjálfuninni sérstaklega fyrir það. Þær eru að vinna mjög gott starf þar. Ég náði að fella tæplega 40 net, en yfir úthaldið eyðileggjast allt að 80 net hjá manni. Það er til dæmis mjög slæmt að fá sel í þau, sérstaklega útsel. Hann eyðileggur þau alveg. Þessu verður maður að mæta og eiga nóg af netum, þegar úthaldið hefst,“ segir Kjartan.

selja skinnin til grænlands„Þarna eru mikil hlunnindi auk grá-sleppunnar. mikið æðarvarp, drjúg dúntekja og þétt fuglabyggð er í eyj-unum, en við höfum reyndar ekki verið mikið að taka egg. Viljum held-ur að fuglinn fjölgi sér. Þarna eru líka selátur og við höfum frá upphafi veitt kópa í net auk þeirra sem við fáum í grásleppunetin. Við skjótum hvorki fugl né sel og viljum hvorki spilla se-látrum né fuglabyggð. Gæsin verpir til dæmis við húsvegginn hjá okkur. Við reynum hins vegar að halda aft-ur af tófu mink og hrafni. Þetta eru allt skaðvaldar í varpinu og því miður hefur þessum vargi fjölgað.

yngri sonur minn, Jóhann, hef-ur verið með mér í þessu frá upp-hafi. Annars hefði þetta úthald ekki

gengið upp. mikil vinna fylgir þessu öllu. Við vitjum um netin reglulega og verkum hrognin og söltum, við tínum dúninn og hreinsum hann, við verkum öll selskinn fyrir útflutn-ing og nóg er af öðrum verkum. Ég hef reynslu af því að handleika hníf-inn og því hefur mér gengið vel að verka skinnin. Það má alls ekki koma gat á skinnið. Þá er það óseljanlegt. Svo ótrúlegt sem það má virðast, þá höfum við verið að selja skinnin til Grænlands. Þá skortir skinn eftir að megnið af fólkinu hefur verið flutt í fjölbýlishús og stærri bæjum og höf-uðborginni Nuuk og veiðir ekki eins og áður. Við vorum mest að fá 40 til 50 kópa á sumri en nú hefur það minnkað verulega.

Upp í 80 tunnur á vertíð„Við byrjum ekki að róa fyrr en í maí, en grásleppan gengur fremur seint inn í Breiðafjörðinn. Vertíðin hjá okkur stendur svo fram í júlí eða í 50 daga. Við erum með upp í 50 trossur, 4 til 5 net í trossu, en stundum niður í tvö, þar sem þröngt er. Trossurn-ar leggjum við mjög grunnt, nánast uppi í fjöru. Netjanna er svo vitjað á þriggja daga fresti, þegar til þess gefur, en ekki allra í einu. Norðanátt-in getur reyndar orðið ansi erfið og þrálát svo það geta liðið upp í 10 dag-ar án þess að við komumst á sjó. Við höfum ekki hirt fiskinn, bara hrognin enda höfum við enga aðstöðu til þess

að taka fiskinn í land. Við þurfum því undanþágu frá því ákvæði reglu-gerðarinnar um veiðarnar. Við höf-um mest veitt í 80 tunnur á vertíð og það er mjög gott. Annars hafa vertíð-arnar verið ansi misjafnar.

Þegar við komum með hrognin í land eru þau sett í sigti og látin þorna yfir nóttina. Síðan er saltinu bland-að saman við og kryddi, ef það á við, og hrognin sett í tunnu. Þegar við flytjum þau burt þurfum við að velta hverri tunnu niður á smá bryggju sem við erum með og út í bát til að flytja þau inn í Hólminn og þaðan suður. Við höfum skipt við Jón Ásbjörnsson

frá upphafi og erum mjög sáttir við þau viðskipti,“ segir Kjartan.

Þeir feðgar róa á tveimur litlum trillum, hvor á sínum bát og að sjálf-sögðu báðir með pungaprófið. Þeir gæta þess að vera alltaf í sjónmáli hvor við annan til að geta komið til hjálpar ef með þarf. En hvers vegna er skurðlæknir á efri árum að standa í svona vafstri? „Þetta er það líf, sem við viljum lifa. Í nábýli við nánast ósnortna náttúruna. Við erum búnir að vera að þessu í rúm 40 ár og það hlýtur að segja mikið og ekki lang-ar mig til að hætta,“ segir Kjartan magnússon.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» kjartan magnússon fékk leyfi til þess að fella grásleppunetin meðan hann var í iðjuþálfun á endurhæfingardeildinni á Grensás. Hann fékk aðstöðu á smíðaverkstæðinu og var þakklátur fyrir góða ummönnun og aðstöðu.

Helgi magnússon, háseti á Vigra rE-71, fór nýverið í reynsluakstur á nýjum Porsche cayenne Dies-el frá Bílabúð Benna. Hann segir bílinn vera vel hann-aðan lúxus fjölskyldu-jeppa sem standi að fullu undir nafni Porsche merk-isins.

Líkt og flestir vita er Porsche þekktast fyrir framleiðslu hins frábæra 911 sem hefur verið tákngervingur sportbíls-ins síðan 1963. Þegar Porsche kynnti til sög-unnar fyrsta cayenne bíl-inn árið 2002 líktu margir því við guðlast og sögðu að fram-leiðandinn ætti að halda sig við framleiðslu sportbíla og sleppa því að þreifa fyrir sér á markaði fjöl-skyldubíla.

Undirritaður hefur þó ávallt ver-ið hrifinn af bílnum og það var því með ákveðinni tilhlökkun sem ég settist undir stýri á nýjasta Porsche cayenne bílnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Mikið lagt upp úr þægindum Þegar komið er inn í bílinn sést að framsætin eru vel mótuð og uppfylla allar kröfur um þægindi og stuðning. Ökumaður situr í þægilegri hæð og útsýni er mjög gott. Sætin bjóða bæði upp á upphitun, sem er nauðsynleg á köldum vetrardögum, og kælingu,

sem hjálp-ar á lengri ferð-um eða einfaldlega þegar of heitt er í veðri. Sætin eru, ásamt stýrinu, stillanleg á alla kanta og þau þægilegustu sem undirritaður hefur prófað. Aftursætin eru einnig mjög rúmgóð og stillanleg á marga vegu sem er mjög jákvætt. Á heildina litið er innanrýmið nokkuð gott. Farþega-

rýmið er rúmgott og

langt er á milli fram- og aftur-

sæta. Farang-ursrými mætti

vera örlítið stærra fyrir minn smekk en þó

er leikandi hægt að koma þar fyrir 3-4 golfsettum, sem verður að teljast nokkuð gott. Ef flytja á stærri hluti eru aftursæti niðurfellanleg og verð-ur rýmið við það mjög gott.

Frágangur til fyrirmyndarmælaborðið er fallega hannað

og allar upplýsingar auð-lesanlegar. Þar eru tveir hraðamælar og ann-ar þeirra er staðsettur í beinni sjónlínu við öku-mann. Allir takkar fyr-ir miðstöð, sætishita og fleira eru vel staðsettir og þægilegir í notkun.

Bíllinn er leður-klæddur í hólf og gólf og það er ekkert plast á mælaborðum eða hurðaspjöldum, eins og oft er raunin í dag. Frá-

gangur á öllu er til al-gjörrar fyrirmyndar og

innréttingin ber með sér að maður sé stiginn inn í hreinræktað-an lúxusbíl.

Frábærir aksturseiginleikarBíllinn er hreint afbragð á allan máta, hvort sem horft er til inn-réttingar, sem er einstaklega vel heppnuð að mati undirritaðs, eða aksturseiginleika sem eru frábær-ir. Hin þriggja lítra, sex sílindra dís-elvél, skilar bílnum áreynslulaust áfram og er óhætt að segja að hún hafi komið skemmtilega á óvart sökum afls og sparneytni. Hún býr yfir miklu togi og fer t.d. létt með að draga stórt hjólhýsi fyrir þá sem það kjósa. Nýja átta þrepa Tiptro-nic skiptingin sá einnig um að gera aksturinn einkar ánægjulegan og þægilegan.

Hið fullkomna PmT fjórhjóladrif bílsins gerir það að verkum að akst-ur við allar aðstæður er leikur einn. óhætt er að segja eftir að hafa próf-að bílinn í umferð innanbæjar, í snjó og möl að Porsche cayenne Diesel sé alltaf á heimavelli sama í hvaða að-stæðum hann er.

Hreinræktaður lúxusbíllreynsluakstur Helgi Magnússon, háseti á Vigra rE, reynsluók nýjum Porsche Cayenne Diesel:

Porsche Cayenne Diesel

KEyRslan Skipting: 8 gíra tiptronic með sjálfvirkri Start-Stop tækni.n Dráttargeta: 3.500 kgn tölvubúnaður: Fullkomin aksturstölva með öllum helstu upplýsingum.

vélinn 3.0l turbo Diesel n Hestöfl: 245n tog: 550nmn Hámarkshraði: 220km/klstn Hröðun 0-100 km/klst: 7,6 sekn Eyðsla: 8,5 l – 6,5 l (blandaður akstur 7,2 l) KOstiR:1. Sportlegir aksturseiginleikar.2. innrétting mjög falleg og vel frágengin.3. allur umgangur mjög þægilegur.

ÓKOstiR:1. Farangursrými mætti vera stærra.

HELGi mAGNúSSON háseti á vigra rE

Ég gef Porsche cayenne Diesel 4,5 stjörnur af 5.

» Bíllinn er hreint afbragð á allan máta, hvort sem horft er til innrétt-ingar, sem er einstaklega vel heppnuð að mati undirritaðs, eða aksturseiginleika sem eru frábærir.

22 Mars 2012 fRÍVAKTIN

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

Kassar læsast saman við stöf lun og brettið verður stöðugra

Heildarlausnir fyrirsjó- og landvinnslu

• Skór• Stígvél• Vettlingar• Vinnufatnaður, • Hnífar• Brýni • Bakkar• Einnota vörur o.fl.

• Kassar• Öskjur• Arkir• Pokar• Filmur

Kassar læsast saman við stöflun og brettið

ð öð

rnaður, ð

vörur o.fl.