28
Fylgst með ferðum hnúfubaks n Þekkingarskortur á fari og vetrarút- breiðslu hvala hefur lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn í vísinda- legri ráðgjöf um hvalastofna. Marel sýnir FleXicut í Brussel n FleXicut er ný vél frá Marel sem finn- ur bein í hvítfiskflökum með röntgen- tækni og sker þau svo burt með vatni undir háum þrýstingi. 24 20 Það segir sig sjálft að þar sem útgerð og fiskvinnsla eru á sömu hendi eru það beinir hagsmunir þeirra að fiskverð sé sem lægst. Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður Tæknifyrirtæki í mikilli sókn n Tæknigeiri Íslenska sjávar- klasans hefur verið í þónokkri sókn á undanförnum árum og innan Íslenska sjávarklasans starfa nú um 20 tækni- fyrirtæki. Grunnurinn er sjávarútvegur n Fást framleiðir iðnaðarplast og plexigler en selur að auki vélaí- hluti fyrir sjávarútveg. Átta starfs- menn vinna hjá Fást sem er orðið 25 ára. Lykilinn að langlífi segja þeir vera fjölbreytni. Eitt glæsilegasta skip flotans n Börkur NK 122, nýtt skip Síld- arvinnslunnar, er afar glæsilegt og ætti ekki að væsa um áhöfn- ina. Skipið þykir einstaklega gott sjóskip, með eindæmum lipurt og hentugt til veiða. 16 22 26 8 ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS n Mörg ný fyrirtæki og hugmyndir hafa orðið til í sjávarklasanum á liðnum misserum. Ríflega 80 manns starfa nú í Húsi sjávarklasans sem hýsir bæði reynslumikil fyrirtæki í sjávarútvegi og nýsköpunarfyrirtæki sem eru að þróa nýjar afurðir og lausnir í sjávarklasanum. Skemmtilegt andrúmsloft í Húsi sjávarklasans Suðupottur hugmynda mars 2014 » 3. tbl. » 15. árg. MYND: EVA RúN MICHELSEN

Útvegsblaðið 3.tbl 2014

  • Upload
    goggur

  • View
    229

  • Download
    4

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Fylgst með ferðum hnúfubaksn Þekkingarskortur á fari og vetrarút-breiðslu hvala hefur lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn í vísinda- legri ráðgjöf um hvalastofna.

Marel sýnir FleXicut í Brusseln FleXicut er ný vél frá Marel sem finn-ur bein í hvítfiskflökum með röntgen-tækni og sker þau svo burt með vatni undir háum þrýstingi.

24 20

Það segir sig sjálft að þar sem útgerð og fiskvinnsla eru á sömu hendi eru það beinir hagsmunir þeirra að fiskverð sé sem lægst. Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður

Tæknifyrirtæki í mikilli sóknn Tæknigeiri Íslenska sjávar-klasans hefur verið í þónokkri sókn á undanförnum árum og innan Íslenska sjávarklasans starfa nú um 20 tækni- fyrirtæki.

Grunnurinn er sjávarútvegurn Fást framleiðir iðnaðarplast og plexigler en selur að auki vélaí-hluti fyrir sjávarútveg. Átta starfs-menn vinna hjá Fást sem er orðið 25 ára. Lykilinn að langlífi segja þeir vera fjölbreytni.

Eitt glæsilegasta skip flotansn Börkur NK 122, nýtt skip Síld-arvinnslunnar, er afar glæsilegt og ætti ekki að væsa um áhöfn-ina. Skipið þykir einstaklega gott sjóskip, með eindæmum lipurt og hentugt til veiða.

16 22 268

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

n Mörg ný fyrirtæki og hugmyndir hafa orðið til í sjávarklasanum á liðnum misserum. Ríflega 80 manns starfa nú í Húsi sjávarklasans sem hýsir bæði reynslumikil fyrirtæki í sjávarútvegi og nýsköpunarfyrirtæki sem eru að þróa nýjar afurðir og lausnir í sjávarklasanum.

Skemmtilegt andrúmsloft í Húsi sjávarklasans

Suðupottur hugmynda

m a r s 2 0 1 4 » 3 . t b l . » 1 5 . á r g .

MyNd: Eva RúN MicHELSEN

Page 2: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

2 ú t v e g s b l a ð i ð m a r s 2 0 1 4

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur

Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Guðjón Ó. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 172.267n Afli t/ aflamarks: 113.101

65.7%

ufsin Aflamark: 46.724n Afli t/ aflamarks: 26.732

57.2%

42.8%

42.9%

34.3%

30.8%

Ýsan Aflamark: 30.255n Afli t/ aflamarks: 20.951

69.2%

Karfin Aflamark: 52.858n Afli t/ aflamarks: 30.183

57.1%

2 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StavangerNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Allar gerðir bindivélaStrekkifilmur, plast- og stálbönd

www.isfell.is

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 162.541n Afli t/ aflamarks: 147.970

ufsin Aflamark: 42.847n Afli t/ aflamarks: 36.339

Ýsan Aflamark: 30.894n Afli t/ aflamarks: 28.708

Karfin Aflamark: 45.183n Afli t/ aflamarks: 40.137

91% 84.8%92.9% 88.8%

9% 15.2%7.1% 11.2%

Útvegsblaðið hefur kann-að, meðal fólks í sjávar-útvegi, hversu margir nota spjaldtölvur og far-

síma. Nánast undantekningalaust notar fólk annað eða hvorutveggja daglega. Spjaldtölvur og farsímar eru notaðar til að lesa blöð, vafra um netið og til að skoða heimasíður.

Þessar staðreyndir renna stoðum undir það sem við höf-um fundið, þar sem lestur okkar blaða á netinu eykst sífellt. Um árabil hafa öll okkar blöð verið aðgengileg á netinu, sem er eðli-leg þróun þegar litið er til þess sem er að gerast hér á landi og reyndar um mest allan heim segir Hildur Sif Kristborgardóttir, fram-kvæmdarstjóri Goggs.

Áhersla á rafræna útgáfu,,Í ljósi þess höfum við ákveðið að breyta til. Frá og með næsta tölu-blaði breytum við til. Í stað þess að prenta Útvegsblaðið á dag-blaðapappír ætlum við að gera tvennt. Prenta blaðið í tímarita-formi og senda það til þeirra sem þess óska og svo hafa það enn sýnilegra og aðgengilegra á net-inu,“segir Hildur Sif.

Blaðið verður prentað á vand-aðan pappír, hefur lengri líftíma

og er rafræn útgáfa aðgengileg alltaf á netinu.

Stærstu blöð Goggs koma út að vori og í desember. Ekki er ætl-unin að gera breytingar á þess-um tveim blöðum. Þau verða prentuð á sama hátt og verið hefur, fara í sömu dreifingu og hingað til og þau verða aðgengi-leg á netinu.

Goggur hefur reynslu af raf-rænni útgáfu, enda skiptir hún fyrirtækið sífellt meira máli. Lest-urinn eykst stöðugt og nú er Út-vegsblaðið lesið víða um heim; í Færeyjum, Noregi, Kanada, Namibíu, Spáni, Rússlandi og svona mætti lengi telja.

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, sam-kvæmt rannsóknum sem hafa ver-ið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefð-bundinna blaða minnkar og raf-ræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Við sjáum líka hversu hröð þessi þróun er með blað sem við gefum út á ensku sem heitir Ice-landic Fishing Industry Magazine

eða IFIM en það er t.d aðgengilegt á www.ifim.is og er það prentað aðeins fyrir þá sem vilja kaupa áskrift. Það blað er enska útgáfan af Útvegsblaðinu og höfum við fengið mjög góðan lestur á net-inu, fyrirspurnir um skráningar á póstlista og fleira.

Að sögn Hildar eru fleiri breyt-ingar að vænta hjá Goggi þar sem ætlunin eru að bæta við þjónustuna við fyrirtæki í sjáv-arútvegi. ,,Við erum að stækka við okkur og verður Goggur með markaðs- og kynningarstofu. Þá er hægt að leita til okkar varðandi þjónustu við hönnun á auglýsing-um, kynningarefni, bæklingum, básum, heimasíðum, ímynd, lógó og aðstoð við samfélagsmiðla og fleira. Hjá Goggi vinnur reynslu-mikið starfsfólk í skrifum, hönn-un, prenti, og heimasíðugerð.

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tíma-ritsformi.

Til móts við framtíðina

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tímaritsformi.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Útvegsblaðið tekur breytingum

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefðbundinna blaða minnkar og rafræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-ráðherra mælti nýverið á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fiskeldi sem miðar að því að einfalda

stjórnsýslu, eftirlit og leyfisveitingarferli með greininni. Í frumvarpinu er jafnframt að finna ný-mæli um auknar kröfur til búnaðar í sjókvíaeldi með það að markmiði að verja hagsmuni villtra laxastofna. 

Stjórnsýsluferlar tengdir fiskeldi hafa verið taldir langir og flóknir af mörgum og bent hefur verið á að eftirlit með ólíkum þáttum tengdu fisk-eldi sé á hendi margra stofnanna með tilheyrandi óhagræði, bæði fyrir fyrirtæki og stjórnsýsluna. Er vonast til þess að nýja frumvarpið bæti úr

hvoru tveggja. Þar er t.d lagt til að leyfisveitinga-ferli í fiskeldi verði nú þjónustað og stýrt frá Mat-vælastofnun í stað þriggja opinberra aðila áður og að leyfi verði afgreidd innan sex mánaða frá um-sókn. Verði frumvarpið að lögum mun Matvæla-stofnun einnig sjá um eftirlit með leyfisskyldri starfsemi og gera þjónustusamninga við aðrar stofnanir þar sem það getur átt við.

Í frumvarpinu er sömuleiðis að finna ákvæði um Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem verður m.a. nýttur til að gera burðarþolsmat fyrir sjókvíaeld-issvæði til að tryggja sem besta nýtingu þeirra en skort hefur á grunnrannsóknir því tengdu. Fjöl-mörg önnur atriði er að finna í frumvarpinu sem ætlað er að tryggja sem best samspil greinarinn-ar og umhverfis og byggja undir fiskeldi sem at-vinnugrein til framtíðar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra mælti nýverið á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Mælt fyrir nýju frumvarpi um fiskeldi

Ferlið einfaldað og eftirlit gert skilvirkara

n Jón Kjartansson SU-111 er nú á kol-munnaveiðum við írsku lögsöguna. Ekki er útlitið þar gott ef marka má færslu skipverj-anna á fésbókarsíðu skipsins á miðviku-daginn. „Af okkur er það helst að frétta

að við slóum 240 sml. vestur af Ír-landi, komum hér á mánudagsmorgun eftir rúmlega tveggja sólahringa siglingu frá Eskifirði eftir að verstu loðnuvertíð

um árabil lauk með stæl þar sem kvóti náðist ekki og brunnu flestar útgerðir inni með ein-hvern kvóta. Erum komnir með 600 tonn af kolmuna en lítið hefur verið að sjá hér og veðrið leiðinlegt. Hér eru norsk, rússnesk og færeysk skip líka, veiðin var góð hér fyrir nokkrum dögum en í gegnum tíðina hefur veiðin fjarða út á þessum tíma.

Tregt á kolmunnaveiðum

Endurbótum á netabátnum Magnúsi lokiðn Netabáturinn Magnús SH-205 er nú tilbúinn eftir gagngerar breytingar og endubætur í Skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi. Settur var nýr skutur á bátinn sem lengdist við það um tæpa tvo metra, brúin var stækkuð og henni lyft upp um eina hæð auk þess sem allur búnaður á dekki var settur nýr um borð. Báturinn er nú sem nýr. Magnús fór úr slippnum á Akranesi á föstudag og áformað var að hann færi vestur í Rif á laugardag en síðan fer báturinn fljótlega til veiða því mikill hluta kvóta hans er enn óveiddur. Sem kunnugt er skemmdist báturinn talsvert þegar eldur kom upp í honum í skipa-smíðahúsi Þ&E í ágúst í fyrra en þá var nýbúið að setja nýja skutinn á. Upptök eldsins voru rakin til gamallar eldavélar sem var í eldhúsi

bátsins. Eftir eldsvoðann varð úr að gera við bátinn og ákváðu þá eigendur hans, feðgarnir Sigurður Kristjónsson (Siggi á Skarðsvíkinni) og Sigurður V. Sigurðsson á Hellissandi, að auka við endurbæturnar enn frekar. Magnús verður afhentur eigendunum á næstu dögum.

Page 3: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Með víðtækri samstöðu þjóðarinnar var Eimskipafélag

Íslands stofnað þann 17. janúar 1914. Félagið hefur vaxið

og dafnað í áranna rás og gengið í gegnum gríðarlegar

breytingar bæði í meðvindi og andstreymi.

Árið 2014 er Eimskip alþjóðlegt flutningafyrirtæki með

um 1.400 starfsmenn og starfsstöðvar og

samstarfsaðila víða um heim.

Á þessum merku tímamótum lítum við auðmjúk um öxl

með þakklæti í huga en horfum jafnframt bjartsýn og

full tilhlökkunar til þeirra kre�andi verkefna er bíða

Eimskipafélagsins.

YFIR HAFIÐ OG HEIM Í 100 ÁR

Feðgarnir Pétur Sigurðsson háseti og Sigurður Pétursson skipstjóri um borð í Gullfossi árið 1930. Sigurður var fyrsti skipstjórinn sem ráðinn var til félagsins.

JA

NÚA

R

Page 4: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

4 ú t v e g s b l a ð i ð m a r s 2 0 1 4

Slóg- og beinatankar HB Grandan HB Grandi hefur látið smíða fyrir sig sér-staka tanka á gámaflutningabíla til að flytja slóg og karfabein frá vinnslunni á Granda-garði í Reykjavík til nýrrar beinamjölsverk-smiðju fyrirtækisins á Akranesi. Bílarnir með slógið bakka inn í verksmiðjuhúsið og losa tankana í síló. Verksmiðjan nýja er nýtekin til starfa og afkastar um 55 tonnum á sólar-hring. Áformað er að bræða um 10 þúsund tonn af úrgangi í henni á ári.

Gagnrýna makríl- samkomulagiðn Nýtt samkomulag Norðmanna, Færey-inga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl hefur verið gagnrýnt af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sem segir veiðarnar verði langt frá því að geta talist sjálf-

bærar þar sem að þær heimili mun meiri veiðar en

veiðiráðgjöf Al-þjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um. Talsmaður nefndarinnar, Sjúrdur Skaale, segir það algert grundvallaratriði að fiskveiðiþjóðir haldi sig við veiðiráðgjöf og mikilvægt sé að öll strandríkin nái samkomulagi sín á milli um ákvörðun heildarafla og skiptingu hans. Þegar horft sé til þess líka að of oft komi upp ágrein-ingur um þessi mál þá sé það jafnframt mikil-vægt að hlutaðeigandi ríki komi sér saman um traustan lagalegan grundvöll sem ákvarðanir um veiðar á uppsjávarfiski og flökkustofnum verði byggður á.

T ímaritið IFIM (Icelandic Fishing Industry Magazine) heitir nú Ice-landic Fishing Magazine  og er komið í samstarf við  Íslenska

sjávarklasann um efnistök, dreifingu og kynningu. 

Dreift um allan heimHaukur Már Gestsson, hagfræðingur íslenska sjávarklasans, segir að þetta muni efla blaðið enn frekar og stækka lesendahóp tíma-ritsins, sér í lagi á erlendri grundu. „Við förum með Icelandic Fishing Magazine á sjávarútvegs-sýninguna í Brussel núna í vor og dreifum því þar, þriðja árið í röð. Áður en við förum út mun-um við líka senda blaðið rafrænt á hátt í 5000 er-lenda og innlenda aðila. Eftir heimkomu munum við svo senda blaðið  rafrænt á alla þá sem við höfum tengst á sýningunni,“segir Haukur.

Þá hafa mörg íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi undanfarin ár sent blaðið rafrænt og í prentuðu formi á sína viðskiptavini til að sýna þeim fram á fjölhæfni og kraft íslensks sjávarútvegs.

Kynnum blaðið í Brussel„Það er margt spennandi að gerast í ís-lenskum sjávarútvegi og þar er mikið af skapandi og kröftugu fólki. Icelandic

Fishing Magazine er kjörinn vettvangur til þess að sýna það sem er að gerast hjá okkur, það er svo margt sem við getum verið stolt af. Blaðið okkar dreifist um allan heim og er því í stóru hlutverki þegar það kemur að því að kynna fyrir erlendum aðilum það sem við erum að gera í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Haukur. Samstarfið við Ís-lenska sjávarklasann muni efla blaðið enn frekar þar sem fáir þekki atvinnugreinina betur en klas-inn eða viti meira um það sem sé þar að gerast, eins og ítarlegar greiningar klasans beri vott um.

Á sjávarútvegssýningunni í Brussel verða tveir starfsmenn frá blaðinu á bás 6127-3/6127-4 í höll 4, með Wise og Trackwell.

Samstarf við Íslenska sjávarklasann

dreift á hátt í 5000 erlenda og innlenda aðila

Sigrún Erna Geirsdóttir

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

„Liprar,léttar

og borga með sér“

®

TOGTAUGAR

Guðlaugur Jónsson skipstjóri á nóta- og togveiðiskipinu Ingunn AK

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn

– Veiðarfæri eru okkar fag

„Ég vil ekki sjá neitt annað í stað Dynex Togtaug-anna, þær hafa reynst afskaplega vel og allt gengið upp.

Þær eru auðvitað frábærar í yfirborðsveiði en í allri veiði eru þær liprar og léttar sem skilar sér í minni olíunotkun og betri stjórn á trollinu.

Togtaugarnar fara afskaplega vel með skipið og það er ekkert viðhald á blökkum né rúllum sem þær fara um.

Á þessum tæpu sex árum hefði ég þurft að skipta um vír að minnsta kosti 3-4 sinnum, þannig að til vibótar við alla kostina þá borguðu togtaugarnar líka vel með sér og halda því áfram á komandi árum því þær verða nýttar í grandara, gilsa og fleira.“

10 ú t v E G S B L a ð I ð d e s e m b e r 2 0 1 3

hvert er þitt hlutverk?

- snjallar lausnir

Wise býður �ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk

með mismunandi hlutverk.Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Flest bendir til þess að árið sem nú er að líða hafi verið ágætt í sjáv-arútvegi á heildina litið.

Heildarafli minnkar eilítið en út-flutningur virðist aukast lítillega, fjárfestingar í sjávarútvegi fara hægt og bítandi af stað og hliðar-greinar sjávarútvegs halda áfram að vaxa.

Minni afli en meiri útflutningurHeildarafli sjávarafurða fyrstu 10 mánuði ársins var 1.234 þús-und tonn samanborið við 1.320 þúsund tonn fyrstu 10 mánuði árins 2012 en lækkunina má að mestu rekja til minni loðnuafla á tímabilinu. Útflutningur vex þó í magni en fyrstu 9 mánuði árins voru flutt út 633 þúsund tonn að verðmæti 233 milljarða króna. Heldur minna hafði verið flutt út í september 2012, eða 577 þúsund tonn að andvirði 206 milljarða króna. Athygli vekur stóraukið út-flutningsverðmæti lýsis og mjöls og lækkun í verðmætum á útflutt kíló bolfiskafurða. Útflutnings-verðmæti mjöls og lýsis fyrstu 9 mánuði vex úr 30 milljörðum í 40 milljarða króna á meðan út-flutningsverðmæti bolfiskafurða stendur í stað milli ára þrátt fyrir magnaukningu úr 134 í 160 þús-und tonn milli ára.

Lægra verð fyrir þorskinnÞorskafli er nokkuð meiri á þessu ári en í fyrra. Á síðasta ári höfðu veiðst 346.000 tonn í október sam-aborið við 375.000 tonn í október á þessu ári. Það samsvarar um 30.000 tonna aukningu. Til að setja þá aukningu í samhengi þá jafngildir hún samanlögðum þorskafla Kanadamanna, Færey-inga og Grænlendinga á liðnu ári. Útflutningstölur haldast í hendur við aflaaukningu en heildarverð-mæti fer þó lækkandi í hlutfalli við magn. Það sem af er árs er meðalverð útfluttra þorskafurða 725 kr. á kíló samanborið við 820 kr. á kíló á síðasta ári. Lækkandi verð á alþjóðamörkuðum vegna aukins heimsframboðs spila líklega stærsta hlutverkið í þessari þróun. Verðþrýstingur þessi sann-ar að mikilvægi þess að íslenskum sjávarafurðum sé sköpuð sérstaða á erlendum mörkuðum er meira nú en nokkru sinni fyrr.

Vilholl stjórnvöldNý ríkisstjórn tók við völdum á árinu sem hefur bersýnilega hug á að auka stöðugleika í sjávarútvegi og bæta rekstrarumhverfið í sjávar-klasanum. Boðaðar hafa verið breytingar á veiðigjaldi, kvótasetn-ing makríls og almenn einföldun á regluverki fyrirtækja. Víst þykir að þó ekki þurfi allir að vera á eitt sáttir við þessar aðgerðir þá eru þær til þess fallnar að koma fjár-festingum sjávarútvegsfyrirtækja á skrið aftur, en víða eru teikn á lofti um að sú sé einmitt raunin. Íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi þurfa að vera vakandi fyrir tækifærum í auknum fjárfestingum í innlendum sjávarútvegi. Innan sjávarklasans starfar nú hópur tæknifyrirtækja sem vinnur saman að því að þróa íslenska leið í hönnun fiskiskipa. Íslenska leiðin byggir á áratuga reynslu fyrirtækjanna í að þróa sérhæfðar lausnir fyrir kröfuhörð sjávarútvegsfyrirtæki.

Nýsköpun og nýting heldur skriðiSú vitundarvakning sem átt hefur sér stað undangengin ár í nýtingu aukaafurða náði sennilega hámarki á árinu 2013. Nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja sem nýta aukaafurðir sjávarfangs var stofnaður. Codland samstarfið í Grindavík náði miklu flugi en þar er kominn saman fjöldi fyrirtækja sem hefur það að markmiði að skapa verðmæti úr hverri einustu örðu þess afla sem þar kemur að landi. Þau líftæknifyrirtæki sem lengst hafa náð hér á landi stigu stór skref fram á við. Nægir að nefna dreifingarsamning Kerecis við alþjóðafyrirtækið Medline Industries og markaðssetningu Ensímtækni á kveflyfinu ColdZyme í Svíþjóð. Á sama tíma boða ný fjárlög skerðingu á styrkjum til nýsköpunar og þróunar. Ef sjávar-klasinn á að halda áfram að eflast á þessu sviði er ljóst að einkageirinn þarf að koma af meiri þunga að fjárfestingu í nýsköpun og nýsköp-unarfyrirtækjum. Samstarf útgerða og nýsköpunarfyrirtækja gæti orðið lykillinn að vexti sjávarklas-ans á Íslandi næstu ár.

HAukuR MáR Gestsson, hagfræðingur hjá íslenska sjávarklasanum

Samstarf lykillinn að vexti

Annáll 2013

Nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja sem nýta aukaafurðir sjávarfangs var stofnaður. Codland samstarfið í Grindavík náði miklu flugi en þar er kominn saman fjöldi fyrirtækja sem hefur það að markmiði að skapa verðmæti úr hverri einustu örðu þess afla sem þar kemur að landi.

Haukur Már Gestsson.

I c e l a n d I c F I s h I n g I n d u s t r y M a g a z I n e

I c e l a n d I c F I s h e r I e I n d u s t r y M a g a z I n e

1st edIton ap rIl 201 2 www.IFI M.Is

n Verkefnið Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun sem styrkt var af AVS Rann-sóknasjóð í sjávarútvegi er nú lokið en verk-efnið var unnið í samstarfi Matís, Skagans og Rekstrarfélagsins Eskju. Niðurstöður tilrauna munu nýtast til hönnunar á ofurkæli fyrir heilan

fisk en hingað til hefur CBC-tækni Skagans einkum verið nýtt til að ofurkæla flök. Geymslu-þolstilraun og geymsluspálíkön bentu til að ofur-kæling við –1 °C getur aukið geymsluþol heils fisks um 2–3 daga og geymsluþol flaka um 1 dag m.v. 6 daga gamalt hráefni við vinnslu.

Eykur möguleika á flutningi fersks fisks

Page 5: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Minnum á öfluga þjónustu Ísfells og gott úrval af vörum til togveiða. Hér fyrir ofan má sjá lítið brot af þeim vörum sem Ísfell býður fyrir togveiðar. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.

Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

Allt til togveiða

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

Page 6: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

6 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Það er bara kominn tími á mig og mál til komið að hætta eftir rúmlega hálfa öld á sjó,“ sagði Sigurbergur Hauksson skip-stjóri á Birtingi NK-124 er Útvegsblað-

ið náði sambandi við hann um borð í bátnum á fimmtudag. Þá voru þeir á Birtingi út af Hvalnesi á leið heim til Norðfjarðar úr síðasta túr loðnuvertíð-arinnar. „Síðasta vikan var bara reiðileysi. Við lönd-uðum 450 tonnum í Helguvík í vikunni á undan og svo var bara flotinn í bátaleik um allan sjó en ekkert að hafa.“ Sigurbergur er fæddur 1947 og er því lög-gilt gamalmenni, eins og sagt er. Hann byrjaði á sjó 1963, sextán ára gamall. „Ég byrjaði bara á vertíð-arbátunum heima sem háseti. Hjá Síldarvinnslunni byrjaði ég þegar fyrsti Bjartur kom 1965, minnir mig, þessi Austur-þýski 250 tonna og við vorum mest á síld en svo varð ég strax stýrimaður eftir að ég klár-aði Stýrimannaskólann 1967. Ég byrjaði sem annar stýrimaður á Bjarti en Dýi, Sigurjón Valdimarsson, var þá skipstjóri og Magni Kristjánsson fyrsti stýri-maður. Svo fór Magni sem skipstjóri á annað skip og ég tók við sem fyrsti og annar stýrimaður. Síðan hef

ég ýmist verið fyrsti stýrimaður eða skipstjóri hjá Síldarvinnslunni og lengst af á Berki.“

Sá Birtingur, sem Sigurbergur lýkur ferlinum á er einmitt gamli Börkur, sá sem kom til landsins 1973

og gekk undir nafninu „Stóri Börkur“. Hann hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Beggi segir sjómannsferlinum nú alveg lokið enda sé þetta orðið gott.

Hættir eftir hálfa öld á sjó Sigurbergur Hauksson byrjaði á sjó 16 ára gamall

Haraldur Bjarnason

„Síðasta vikan var bara reiðileysi. Við lönduðum 450 tonnum í Helguvík í vikunni á undan og svo var bara flotinn í bátaleik um allan sjó en ekkert að hafa,“ segir Sigurbergur Hauksson. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

- Fjarlægir beingarð og sker í bita- Tvöföld afköst miðað við handskurð

Sjáðu vélinaí vinnslu

HITTU OKKUR Í BRUSSEL á Seafood Processing Europe

6.-8. maÍ 2014 - Svæði #4, Bás #6115RÖNTGENSTÝRÐ SKURÐARVÉL

SKANNARNemur bein niður í 0,2mm að stærð

REIKNARHámarkar verðmæti fyrir hvert flak

SKERSker í bita eftir forskrift

Víkurhvarfi 8203 Kópavogur

S: (+354) 534 9300F: (+354) 534 9301

[email protected]

Page 7: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

AðAl- fundur VM 4 . a p r í l 2 0 1 4

a ð G r a n d H ó t e l í r e y k j a v í k

dAGskrá:

n Kl. 17.00. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra

n Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins

n Reikningar félagsins og sjóða

n Umræður um skýrslu og reikninga

n Kjör endurskoðenda

n Reglugerða- og lagabreytingar

n Ákvörðun stjórnarlauna

n Lýst kjöri stjórnar og varastjórnar VM í stjórnarkjöri 2014

n Kjör í nefndir og stjórnir sjóða

n Kjör í fulltrúaráð

n Önnur mál

Boðið verður upp á léttar

veitingar að fundi loknum

Page 8: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Verðmyndun á fiski hefur löngum verið deiluefni milli sjómanna og útgerðarmanna sem er

ekki óeðlilegt vegna þess að í raun ákvarðar fiskverð laun sjómanna að stórum hluta. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar svo sem verðlagsráð og verðlagsstofa skiptaverðs svo eitthvað sé nefnt.

Í raun er fiskverð ekki einka-mál sjómanna og útgerðarmanna. Fiskverð ákvarðar ekki eingöngu laun sjómanna heldur einnig tekjur fiskihafna vegna þess að þær eru ákveðið hlutfall af afla-verðmæti. Svo eru stjórnvöld að reyna að finna aðferð til að ákveða sanngjörn veiðigjöld á útgerðir án þess að blanda fiskvinnslunni inn í þá útreikninga.

Það segir sig sjálft að þar sem útgerð og fiskvinnsla eru á sömu hendi eru það beinir hagsmunir þeirra að fiskverð sé sem lægst því lægra fiskverð þýðir minni launa-kostnað og lægri hafnargjöld.Við verðum að þora að tala um þessa hluti eins og þeir eru þó þetta mál fléttist inn í kjaramál. Að mínu

mati eru þessir tveir þættir svo samtvinnaðir að þá þarf að ræða í samhengi.

Þar til fyrir stuttu voru ekki til kjarasamningar fyrir smábáta undir 12 tonnum. Það er athyglis-vert að skoða hvernig ástandið var þar. Engin útgerð hafði sama háttinn á, sumar greiddu hátt

fiskverð og lága skiptaprósentu meðan aðrar greiddu lágt fisk-verð og háa skiptaprósentu og svo framvegis. Í raun sagði það ekkert um kjörin að greiða hátt fiskverð án þess að nefna skiptakjör. Þar var eina raunhæfa viðmiðunin hvað menn höfðu út úr tonninu eins og sjómenn ræddu sín í milli. Eftir að samningar tókust í þessum útgerðarflokki er athyglis-vert hvað einyrkjum fækkar sem landa sínum afla á fiskmarkaði og bátum í föstum viðskiptum eða bátum með eigin fiskvinnslu fjölgar. Sama þróun er búin að eiga sér stað hjá stærri skipunum og því þurfum við að gera það upp við okkur hvort það sé þetta sem við viljum.

Skiljanlega eru sjómenn tregir til viðræðu um lægri skiptapró-sentu því það þýðir lægri laun en krefjast hæsta verðs fyrir aflann eins og samningar segja til um. Útgerðarmenn benda hins vegar á að launakostnaður upp á 40% eða meira sé of hár og hvergi í nágrannalöndunum tíðkist það og eins að enginn atvinnurekstur þoli svo háan launakostnað hvorki hér heima né annars staðar.

Þar sem fiskverð fléttast svo mikið inn í kjaramál þá eiga stjórnvöld erfitt með að grípa inn í þessa deilu, þó allt stefni í að þess gerist þörf. Í fljótu bragði má færa fyrir því rök að við höfum opinbert fiskverð á fiskmörkuðum og gætum því sett lög um að þau skuli notuð í öllum viðskiptum og þá má einnig taka undir þau rök að magnið sé of lítið til að það sé marktækt.

Þá er næsta spurning hvort ekki eigi að skilda allan fisk á markað og þá sé málið leyst. Rökin á móti því eru að þá kæmi óþarfa milliliður sem tæki meira og meira til sín eins og reynslan sýnir með markaðina. Einnig er bent á að með aðskilnaði veiða og vinnslu eyðum við ákveðnu forskoti ís-lenskrar fiskvinnslu á keppinauta okkar með meira afhendingarör-yggi. Einnig benda sömu aðila á að með veiðum og vinnslu á sömu hendi sé stöðugri vinna hjá fisk-vinnslufólki í stað skorpuvinnu eins og tíðkaðist hér áður fyrr.

Miklar breytingar eru í út-gerðarmynstri um þessar mundir, frystiskipum fækkar og fisk-vinnslan færist því í land, sem þýðir að sjómannsstörfum fækkar og hlýtur það að vera sjómönnum áhyggjuefni. Auðvitað eru fleiri en ein ástæða fyrir þessari þróun en ég er sannfærður um að launa-kostnaður útgerðar er einn af áhrifaþáttunum. Einnig spyr ég mig að því af hverju íslenski fiski-skipaflotinn er svona mikið eldri en flotinn í nágrannalöndunum. Athyglisvert væri að bera þessa hluti saman.

Meðan aðilar (sjómenn,útgerð-armenn og stjórnvöld) setjast ekki niður og skoða þessa hluti í víðu samhengi og með opnum huga þá leysist ekki vandinn. Því er það mín skoðun að fleiri en útgerðar-menn og sjómenn komi að þessu máli og það er löngu tímabært.

8 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

UMRæðA Páll JóhAnn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins

Verðmyndun á f iski

Eftir að samningar tókust í þessum útgerðarflokki er athyglisvert hvað einyrkjum fækkar sem landa sínum afla á fiskmarkaði og bátum í föstum viðskiptum eða bátum með eigin fiskvinnslu fjölgar. Sama þróun er búin að eiga sér stað hjá stærri skipunum og því þurfum við að gera það upp við okkur hvort það sé þetta sem við viljum.

MunschplastsuðuvélarSet röraverksmiðja selur plastsuðuvélar frá þýska framleiðandanum Munsch. Vélarnar henta til nýsmíði og viðgerða á plasthlutum.

Hægt er að fá nokkrar gerðir véla ásamt öllum aukabúnaði og plastsuðuþræði sem framleiddur er af Set.

Set ehf. | Eyravegur 41 | 800 Selfoss | Sími: 480 2700 | [email protected] | www.set.is

Set ehf • Röraverksmiðja

Söludeild Set veitir allar nánari upplýsingar í síma 480 2700 eða á [email protected]

Page 9: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Mikil gróska í Húsi sjávarklasans

Nýsköpun, samstarf og framsækni ráða förinni

Hátt í fjörutíu fyrirtæki með haftengda starfsemi hafa nú aðsetur í Húsi sjávarklasans sem nú hefur verið starfrækt í

tvö ár. Unnið er að þriðja og síðasta áfanga hússins.

S J á V A r k l A S I n n

Page 10: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

10 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Á vef Útvegsblaðsins, www.utvegsbladid.is, er hægt að lesa tölublöð blaðsins í rafrænu formi sem og stakar fréttir, greinar og pistla. Þá er þar að finna lista yfir helstu útgerðir og upplýsingar um áskrift.

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Ýmis fyrirtæki innan sjávarklasans hafa á síðustu mánuðum séð ýmis merki þess að meiri trú er á því að kominn sé á meiri stöðugleiki í rekstrarumhverfi greinar-

innar en áður var. Tæknifyrirtæki selja búnað til vinnslu, verkfræðifyrirtæki selja hönnun nýrra skipa, aukinn áhugi er á fiskeldi og fullvinnslu afurða, nýir sjóðir koma fram með fókus á sjávar-auðlindir og áfram mætti telja.

Hlutverk stjórnvalda verður að stuðla að lang-tímastöðugleika í rekstrarumhverfinu. Hlut-verk fyrirtækjanna er að stuðla að aukinni verðmætasköpun. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki nýta auðlindina skynsamar en fyrirtæki í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. En það má gera enn betur.

Það er vel raunhæft að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, einu nafni sjávarklasinn, auki veltu sína um allt að tvö hundruð milljarða á næstu tíu árum. Til þess þurfum við þó að gera meira en það sem gert hefur verið hingað til.

Við þurfum:n Umtalsvert meiri fjárfestingar í nýsköpun eins og fullvinnslu, líftækni o.fl.

n Nýja kynslóð sem sýnir áhuga á að vinna meiri afurðir og markaðssetja úr próteinum hafsins.

Markvissari markaðssókn með íslenskar sjávarafurðir Íslendingum hefur ekki lánast að móta nægilega skýra stefnu í atvinnumálum sem snerta hafið. Kannski er það vegna þess að hafið er alltumlykjandi og við sjáum hreinlega ekki skóginn fyrir trjánum. Kannski er það vegna þess að umræðan um fiskveiðistjórnun hefur verið í algleymingi um árabil. Stefnumótun hefst á því að kortleggja þau tækifæri sem til staðar eru. Tækifærin eru víða. Í fyrsta lagi þarf að fara í markvissa vinnu við að skoða ímynd og markaðsmál íslensks fisks. Í öðru lagi má nefna að frekari úrvinnsla sjávarfangs og fiskimjöls til manneldis, sem fæðubótarefni eða lyf, getur auk-ið útflutningsverðmæti verulega. Í öðru lagi má

nefna tækifæri í sjávarlíftækni en sú grein er talin vaxa um 15-30% á ári á heimsvísu. Þá felast mikil tækifæri í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu en vöxtur þeirra hefur verið ör á síðustu árum. Loks má nefna aðrar greinar eins og fiskeldi, al-þjóðlega ráðgjöf í sjávarútvegsmálum og þjónustu við erlend skip hérlendis en þessi starfsemi hefur ágæta möguleika til þess að vaxa á næstu árum.

Framtíð flestra þeirra greina sem nefndar eru hér að framan, hvílir þó á því að ný kynslóð sýni áhuga á að mennta sig eða þjálfa á ýmsum svið-um sem tengjast þessari stóru atvinnugrein, hvort sem er vélstjórn eða líftækni eða hönnun vara. Þar hefur okkur tekist að ná nokkrum árangri á síðustu árum sem getur skilað sér þegar horft er til framtíðar.

Hlutverk Íslenska sjávarklasans er að tengja saman fólk og fyrirtæki og hlúa að nýjum hug-myndum sem geta skapað verðmæti. Við þurfum að skapa stemmingu í allri greininni sem helst má líkja við stemminguna dagana fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyja. Það eru allir að undirbúa sig fyrir uppskerutíma og það eru einhver stórkostleg athafnagleði í loftinu. Þrátt fyrir að margir tali því miður enn niður sjávartengda starfsemi vill bróðurpartur þjóðarinnar sjá allan sjávarklasann uppskera meiri verðmæti og áhugaverð störf fyrir komandi kynslóð.

Þór Sigfússon, framkvæmdarstjóri Íslenska sjávarklasans skrifar:

Þjóðhátíðarstemmingí sjávarklasanum

Hlutverk Íslenska sjávarklasans er að tengja saman fólk og fyrirtæki og hlúa að nýjum hugmyndum sem geta skapað verðmæti. Við þurfum að skapa stemmingu í allri greininni sem helst má líkja við stemminguna dagana fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Page 11: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Hús sjávarklasans hefur nú verið starfrækt í hartnær tvö ár, en til-gangur þess er að sameina fyrirtæki í haftengdri starfsemi undir einu

þaki þar sem nýsköpun, samstarf og framsækni ráða för. Húsið, sem áður gekk undir nafn-inu Bakkaskemma fékk nýtt hlutverk síðla árs 2012. Þá höfðu staðið yfir framkvæmdir frá því á vordögum á vegum Faxaflóahafna í samstarfi við Íslenska sjávarklasann. Þann 26. septem-ber 2012 var fyrsti áfanginn formlega opnaður með pompi og prakt með rými fyrir 13 fyrirtæki og mættu um 200 manns í opnunarhóf hússins. Skömmu síðar var Frumkvöðlasetur Sjávar-klasans tekið í notkun og við bættust fimm ný nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vaxið og dafnað myndarlega og notið góðs af nábýlinu við eldri og rótgrónari fyrirtæki.

Eftir að starfsemi hófst í Húsi sjávarklasans fór eftirspurn eftir nýju og öðruvísi skrifstofu-húsnæði við höfnina framúr björtustu vonum. Strax á vordögum 2013 hófu Faxaflóahafnir í samstarfi Íslenska sjávarklasann framkvæmd-ir við tvöföldun hússins. Þann 17. janúar 2014, rúmu ári eftir að fyrsti áfanginn var tekinn í notkun, var annar hluti hússins opnaður og bættust þar við 17 skrifstofurými. Mættu rúm-lega 300 manns til að fagna stækkun hússins sem iðaði af lífi eins og það gerir enn í dag en nú starfa um 40 fyrirtæki í húsinu með samtals tæplega 80 starfsmenn. Framkvæmdir á þriðja áfanga hússins standa nú til og áætlað er að við bætist 8 skrifstofurými svo á endanum verði

hér hátt í 60 fyrirtæki með 100 starfsmenn auk kaffihúss með glæsilegt útsýni yfir Reykjavíkur-höfn.

Hús Sjávarklasans er þó talsvert meira en skrifstofuhúsnæði með sjávarsýn. Þar þrífst allskonar starfsemi fyrirtækja sem eiga það öll sammerkt að tengjast hafinu með einum eða öðrum hætti. Hér getur hver sem er gengið á milli og leitað ráða enda er húsið nokkurs konar suðupottur nýrra hugmynda. Þegar gengið er inn í húsið finnst vel fyrir þeim drifkrafti sem knýr áfram nýsköpun og tækniþróun í nýtingu náttúruauðlinda hafsins. Það má jafnvel segja að húsið starfi sem ein heild og að hér starfi eitt stórt fyrirtæki enda hafa fyrirtækin haldið sameiginlega árshátíð undanfarin tvö ár, viku-legt föstudagskaffi þar sem allir koma saman og spjalla yfir kaffibolla auk ýmissa annara óvæntra viðburða.

11 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Suðupottur nýrra hugmynda

Um 40 fyrirtæki starfrækt í húsi sjávarklasans

Eftirspurn eftir nýju og öðruvísi skrifstofuhúsnæði við höfnina mikil.

íSlEnSkI SJáVArklASInn

MarKaðSSEtning fyrir fruMKVöðlavef- og margmiðlunarfyrirtækið avalonia hefur sérhæft sig í veflausnum fyrir sjávarútveg og þjónustar í dag hátt í 70 fyrirtæki. „við hjálpum fyrirtækjum að setja upp vefi, vefverslanir, vörubirtingu og pöntunarlausnir. við hönnum líka vefi frá grunni og gerum margmiðlunarefni fyrir vefinn, eins og t.d kynningarmyndbönd á notkun vöru. Þetta gerum við allt með opnum hugbúnaðarlausnum. Svo höfum við líka séð um uppsetningu á rafrænum ársskýrslum og bæklingum,“ segir Sigurður G. Sigurðsson sem stendur að baki fyrirtækinu ásamt Ársæli Baldurssyni.

avalonia flutti nýverið í Hús íslenska sjávarklas-ans í gegnum samstarf við vestfirska fyrirtækið True Westfjords Trading en avalonia sér um markaðsstarf TWT á alþjóðlegum mörkuðum.

„Um leið munum við þróa áætlanir fyrir frum-kvöðla í sjávarútvegi og horfum eingöngu á Net-ið,“ segir Ársæll. „Þessi þróun markaðsáætlana fyrir frumkvöðla er þungamiðjan í okkar starfi um þessar mundir.“ Muninn á markaðsvinnu fyrir frumkvöðla og önnur fyrirtæki segir Ársæll vera þann að frumkvöðlar séu ekki komnir með þekkt vörumerki, eða brand. ,,við verðum því að þróa það frá því að vera óþekkt í að hafa gildi í markaðssetningu á Netinu.“ Hann segir að þeir muni fara með vöruna alla leið, allt frá frum-kvöðli til kaupanda á netinu. „Það eru margar leiðir til þess að gera það en sú markaðssetn-ing sem við munum bjóða upp á verður hag-kvæm, þar sem frumkvöðlar og sprotar hafa oft ekki mikið fé á milli handanna og hefðbundin markaðssetning er oft mjög kostnaðarsöm. við teljum hins vegar að kostnaður við markaðs-setningu þurfi ekki að vera hár til að vera árang-ursríkur. við höfum reynslu á mörgum sviðum og vitum hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Hann segir alveg ljóst að gríðarleg samkeppni sé um athygli fólks á Netinu og því sé mikilvægt að fyrirtæki hagi sinni markaðssetningu skynsam-lega. „Eftir að þessari þróunarvinnu hjá okkur verður lokið verður ekkert til fyrirstöðu að nota markaðstækni okkar fyrir frumkvöðla í öðrum atvinnugreinum líka þar sem það er alltaf hægt að laga áætlanir að mismunandi fyrirtækjum. við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar geti gert mikið sjálfir þegar okkar vinnu er lokið,“ segir Ársæll að lokum.

Sigurður og ársæll hjá Avalonia.

Þegar gengið er inn í húsið má vel finna fyrir þeim drifkrafti sem knýr áfram nýsköpun og tækniþróun í nýtingu náttúruauðlinda hafsins.

Page 12: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

12 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Verkfræðistofan Navis annast skipa-hönnun, ráðgjöf og eftirlit og er stærsta skipaverkfræðistofa landsins. Stofan vinnur um þessar mundir að

stóru verkefni er lýtur að hönnun frystitogara í Frakklandi.

Mikið um erlend verkefni„Við hönnum skip en tökum líka að okkur hönn-un breytinga, eftirlit með smíði og tjónaskoðun. Í rauninni sinnum við flestu er viðkemur skip-um,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmda-stjóri Navis. Fyrirtækið er ellefu ára og kemur um 80% af veltunni erlendis frá enda hefur stof-an komið að verkefnum í hátt í fjörutíu löndum. Stærsta verkefnið um þessar mundir er hönnun á 100 m frystitogara fyrir franska útgerð. Verk-efnið var boðið stofunni í janúar og er um ár eftir af þeim samningi. Smíði skipsins verður svo boðin út í sumar. „Verkið kom til okkar gegnum Samherja sem tengist frönsku útgerð-inni,“ segir Hjörtur. „Það er því nóg að gera hjá okkur, við erum með undirverktaka og munum bæta við okkur fólki í sumar til að geta annað öllum verkefnum og sinnt föstum viðskipta-vinum.“ Stofan hefur ekki verið með verkefni í Frakklandi áður en hefur unnið mikið t.d í Noregi, Argentínu, Taiwan, Japan og Kína.

„Við þjónum þó íslenskum útgerðum og skipa-félögum líka og veitum ýmsa skipaverkfræði-þjónustu, framkvæmum tjónaskoðanir, bæði á skipum og farmi og þess háttar, sem og ýms-um breytingum á skipum.“ Stofan hefur starfs-mann á Akureyri sem sinnir Norður- og Austur-landi enda hefur Navis verkefni um allt land og

hefur t.d unnið mikið fyrir Síldarvinnsluna á Neskaupstað. Þá má nefna að eitt af nýrri verk-efnum stofunnar er 55 m ísfisktogari sem stíl-aður er inn á innlendar útgerðir.

Mikil þekking samankominNavis er stærsta skipaverkfræðistofa lands-ins og þar hefur því byggst upp mikil sérþekk-ing. „Það hefur líka alltaf verið okkar stefna að vinna sem mest af okkar hönnun hérlendis. Margar stofur láta teikna talsvert fyrir sig er-lendis en við viljum helst halda öllum verkefn-um hér,“ segir Hjörtur. Hann er líka bjartsýnn á horfur á íslenskum markaði. „Ég tel að það sé aukin bjartsýni á framtíðina og efnahags-horfur. Núna er t.d talsvert verið að ræða end-urnýjanir á fiskveiðiflotanum. Við ætlum okk-ur að sjálfsögðu að taka þátt í því.“ Hann segir að það sé sömuleiðis jákvætt að vera kominn í Hús Íslenska sjávarklasans. „Nú er meira sam-ráð og samstarf sem er mjög gott. Við erum t.d komin í hóp sem vinnur náið saman að ýmsum spennandi verkefnum, eins og Green Marine Technology og „Íslenska leiðin“. Það hefur allt-af verið eitthvað samstarf milli sjávarútvegs-fyrirtækja en það hefur verið tilviljanakennt. Núna er samvinnan markviss og í gegnum Ís-lenska sjávarklasann sem hefur skapað nýjan vettvang. Það er því mikill hagur að þessu um-hverfi.“

íSlEnSkI SJáVArklASInn

Sinnum flestu sem viðkemur skipum

Hannar franskan frystitogara

Sigrún Erna Geirsdóttir

Það hefur líka alltaf verið okkar stefna að vinna sem mest af okkar hönnun hérlendis. Margar stofur láta teikna talsvert fyrir sig erlendis en við viljum helst halda öllum verkefnum hér.

navis er stærsta skipaverkfræðistofa landsins og þar hefur því byggst upp mikil sérþekking.

SpEnnanDi að ÞjónuSta SjáVarútVEgHugbúnaðarfyrirtækið Sjónarrönd sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við áætlanagerð og greiningu rekstrarupplýsingar. Hentar aðallega stórum og millistórum fyrirtækjum.

að baki Sjónarrönd standa þeir Þorsteinn Sig-laugsson, Haraldur Haraldsson og Guðmundur Guðlaugsson og er starfsemi fyrirtækisins tví-þætt: annars vegar aðstoðar Sjónarrönd fyrirtæki við áætlanagerð með hugbúnaði sínum valuePl-an og hins vegar greinir það rekstarupplýsingar. að auki hafa þeir líka verið að gera viðskipta-áætlanir, úttektir og greiningar fyrir ýmsa aðila, veita rekstrarráðgjöf o.fl. ,,Það eru aðallega stór og millistór fyrirtæki sem nýta sér valuePlan og eru þau í öllum atvinnugreinum, þ.m.t sjávarút-vegi sem okkur finnst afar spennandi. við komum inn í sjávarútvegsgeirann á síðasta ári en þá kom t.d HB Grandi í viðskipti hjá okkur,“ segir Þorsteinn. valuePlan byggir á raungögnum sem fyrirtækin eiga. „Þetta gengur út á að taka áætl-anagerðina út úr Excel. Hann segir að meginmun-urinn á valuePlan og Excel sé sá að í stóru fyrir-tæki séu sölu- og rekstraráætlunir oft í mörgum deildum og margir starfsmenn vinni með gögnin.

,,Í Excel getur þetta skapað heilmikil vandræði því gögnin liggja á víð og dreif og það getur verið erfitt að samhæfa þau. Í valuePlan eru gögnin aftur á móti í einum gagnagrunni sem allir sækja í. Þetta auðveldar allt utanumhald um verkefnið og verkferlana,“ segir hann. ,,Hvað olap greining-arlausnir varðar þá gerum við lausnir sem greina upplýsingar úr fjárhagskerfum fyrirtækja. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum er þetta oft úr Navision kerfi. við greinum sölu, framleiðslu og markaðs-gögn, í stuttu máli allt sem þeir hafa. við byggj-um á hugbúnaði sem fyrirtækin eiga fyrir, sem er yfirleitt Microsoft umhverfi. Lausnirnar snúast um að notandinn geti velt fyrir sér upplýsingum frá öllum sjónarhornum, í stað þess að vera með fastar skýrslur eins og eru í bókhaldskerfinu. við getum líka tengt lausnirnar tvær, valuePlan og olap greiningarlausnirnar,“ segir Haraldur.

Sjónarrönd flutti inn í Hús Íslenska sjávarklasans 1.desember og segjast þeir vera mjög ánægðir með dvölina, umhverfið sé skemmtilegt og starfsandinn góður. „Það eru forréttindi að fá að vera í þessu húsi, hér er góður andi og frábært að fá að horfa höfnina og umhverfi hennar, lífæð þjóðarinnar, út um gluggann. Hingað koma líka margir og hér er gott að mynda tengslanet sem kemur auðvitað hverju fyrirtæki vel.“

Haraldur og Þorsteinn hjá Sjónarönd.

Page 13: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

SÓKN Á NÝ MIÐ

Nýsköpun í sjávarútvegi er spennandi leiðangur um hafsjó tækifæra. Með vöruþróun og tæknilausnum er hægt að skapa mikil verðmæti en einfaldri hugmynd geta fylgt nýjar og óvæntar áskoranir. Þá er mikilvægt að fá rétta leiðsögn. LEX er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi sem tekur nýjum áskorunum fagnandi. Í okkar öfluga starfsliði mætast haldgóð reynsla og framsækin hugsun í framúrskarandi þjónustu. Fyrir okkur er ekkert mál svo flókið að ekki megi finna á því farsæla lausn.

Borgartúni 26105 ReykjavíkFax 590 2606

Hafnarstræti 94600 AkureyriFax 590 2680

Sími 590 [email protected]

ÍSLE

NSK

A / S

IA.IS

/ LO

G 6

8100

03/

14

Page 14: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

K-Karl ehf er glænýtt fyrirtæki sem starfar á tveimur sviðum. Annars veg-ar veitir K-Karl íslenskum fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við sölu og markaðs-

setningu á erlendum mörkuðum og hins vegar flytur það inn ýmsar vörur fyrir sjávarútvegs-fyrirtæki.

lykill að velgengni að kunna leikreglurnar,,Ég legg áherslu á fyrirtæki sem selja tækja-búnað fyrir matvælaframleiðslu og horfi að-allega til svæða sem ég hef mikla reynslu af,“ segir Kristján Karl Aðalsteinsson, fram-kvæmdastjóri K-Karls. Fyrirtækið er nýstofn-að en Kristján hefur þó mikla reynslu af baki sem sölu og markaðsmaður. Hann segir að markaðssetning sé lykilatriði hjá sölufyrir-tækjum og miklu skipti að standa rétt að þeim málum. ,,Ég greini þörf fyrir vöru á markaði og finn út hvar varan á erindi. Ég skipulegg líka söluferðir, aðstoða við að finna dreifingaraðila og umboðsmenn, gera samninga og get farið með fólki í söluferðir erlendis. Í sölu er nauð-synlegt að gera sér grein fyrir menningarlegum muni milli þjóða og lykillinn að velgengni á mörkuðum er í mörgum tilfellum að kunna að hegða sér samkvæmt þeim reglum sem yfirleitt eru óskrifaðar. Það getur því komið sér vel að hafa einhvern með sér sem hefur reynslu af svæðinu,“ segir Kristján. „Mið Austurlöndin td.

Sádi Arabía, Íran og Írak eru markaðir sem eru mörgum óþekktir en þar gilda aðrar spilareglur þegar kemur að samskiptum og viðskiptum og skipta tengsl þar öllu máli. Einnig eru til mark-aðir sem fáir gera sér grein fyrir að tækifæri leynast“ bætir Kristján við.

Verslunarmiðstöð fyrir sjávarútvegK-Karl flytur líka inn NOCK roðflettivélar, RAD-WAG vogir og björgunarföt frá Thermotic. „Þetta er undirfatnaður sem bæði heldur á þér hita og flýtur í vatni,“ segir Kristján. „Það er þægilegt að vera í þessu og hentar ekki síður þeim sem stunda sjómennsku, snjósleða ferðir, laxveiði eða fara á fjöll.“ Þá vinnur K-Karl með fyrir-tækinu DIS að frekari markaðssetningu á þeirra vörum sem og AWI í Færeyjum sem framleiðir báta. Fleiri upplýsingar um vörurnar má finna á www.karl.is.

Kristján segir mjög ánægjulegt að hafa feng-ið aðstöðu í Húsi íslenska sjávarklasans. „Þetta hús er miðstöð fyrir sjávarútveg, þetta er hring-iðan, og hingað kemur fólk og myndar tengsl-anet. Hérna fær maður hugmyndir og vonandi gefur maður öðrum hugmyndir líka. Ísland er svo lítill markaður að svona samstaða eins og er hérna innan sjávarklasans styrkir okkur mikið, ekki síst í markaðssetningu erlendis.“ Kristján segir að starfsfólk Íslenska Sjávar-klasans ehf. vera að gera aðdáunarverða hluti og hreint undravert að fylgjast með hvernig Þór Sigfússon og hans frábæra starfsfólk hefur byggt upp samstöðu, jákvæðni og þróun innan geirans.

íSlEnSkI SJáVArklASInn

Hérna er hringiðan Nýtt fyrirtæki í innflutningi og ráðgjöf

Dropinn fEr á toppinnÍ vor kemur á markað hágæða kaldunna og kald-pressaða þorskalifrarolían dropi sem unnin verður úr ferskri lifur úr línudregnum vestfirsk-um þorski. Mikill áhugi hefur þegar skapast fyrir olíunni sem hentar einkar vel þeim sem aðhyll-ast lítt unninni matvöru og hráfæðisunnendum.

Fiskurinn kemur frá smábátum

True Westfjords framleiðir hágæða þorskalifrar-olíu, eða lýsi, sem kemur á markað á vordögum. olían verður framleidd í Bolungarvík og er unnin úr ferskri þorskalifur sem kemur frá smábátum sem veiða við Ísafjarðardjúp. Áætlað er að 5-7 manns starfi við framleiðsluna. „olían er kald-unnin og kaldpressuð, líkt og jómfrúar ólivuolía, og hentar því t.d vel hráfæðisunnendum,“ segir olgeir olgeirsson, framkvæmdastjóri True West-fjords Trading, sölu og markaðsfyrirtæki dropa. Hann segir að munurinn á olíunni og hefð-bundnu lýsi vera þann að hefðbundið lýsi sé hit-að en ekki dropi. „Þetta verður 100% þorskalifur sem við bjóðum í fljótandi formi bæði í flöskum og í hylkjum. Hylkin eru unnin úr fiskgelatíni svo þetta er allt mjög náttúrulegt,“ segir hann. Í olíunni eru eingöngu náttúruleg vítamín og eig-inleikar og er engu bætt við í eftirvinnslu. „Þetta er beint frá náttúrunnar hendi. olían verður mun minna unnin en hefðbundið lýsi og er því meiri náttúruvara. Þetta þýðir reyndar að við getum ekki gefið upp nákvæmt magn af a og d vítamíni í hverri flösku þar sem vítamínin munu sveiflast eftir árstíðum og aðstæðum í hafinu.“ olgeir segir að það hafi tekið tvö ár að þróa vinnsluað-ferðina, í nánu samstarfi við fagfólk, og byggir hún á aldargamalli aðferð þegar lýsið var nánast sjálfrennandi.

olgeir segir að búið sé að tryggja hráefnið og munu 15-20 smábátar sjá þeim fyrir lifur. „við stefnum sömuleiðis á algeran rekjanleika þannig að hægt verði að sjá á flöskunni hvaða bátur veiddi fiskinn sem olían var unnin úr og jafnvel veiðisvæðið sjálft.“ Markaðsstarf mun fara á fullt í vor en segir olgeir þó að viðræður séu hafnar við fjöldan allan af erlendum aðilum og í raun séu þeir að velja sér samstarfaðila en ekki öfugt. „Hérlendis eru líka margir sem bíða spenntir eftir að sjá vöruna okkar þótt við höfum ekki farið í formlega kynningu á henni ennþá. Það má t.d geta þess að pólfarinn okkar, hún vilborg anna, fer með flösku af dropa með sér á Everest.“

Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri True West-fjords Trading.

14 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

kristján karl Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri k-karls.

Page 15: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

15 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Hausar og bein þurrkuð og útflutt

Hrogn nýtt í kavíar og önnur matvæli

Lifur í niðursuðuafurðir, lýsi og aðrar omega-3 afurðir

Ensím úr innyflum nýtt í snyrti- og lækningavörur

Beinum umbreytt í prótín fyrir fæðubótarefni og matvælaiðnað

Fiskroði breytt í leður, lækningavörur og kollagen.

Fisksoð og bragðefni úr aukaafurðum

Handa- og fótaáburður úr omega-3 fitusýrum

ÞorSKurinn - MEira En Matur

Sjávarútvegurinn býr við takmark-anir frá náttúrunnar hendi með tilliti til aflamagns. Þess vegna er hámörkun virðis þess afla sem veiða má hverju sinni

sjávarútveginum og sjávarklasanum í heild mikið keppikefli, enda ein augljósasta leið sjávarklasans til auka verðmætasköpun sína og vaxa inn í fram-tíðina.

Veiðar og vinnsla í íslenskum sjávarútvegi hafa tekið nokkuð stórtækum breytingum síðastliðna tvo áratugi. Eitt meginstef þessara breytinga er hagræðing og bætt rekstrarafkoma sjávarútvegsins, meðal annars fyrir tilstilli aflamarkskerfisins og þeirra breytinga sem framsal aflaheimilda fól í sér.

Ótvírætt hafa orðið framfarir í meðferð aflans til að viðhalda gæðum og draga úr rýrnun. Rétt

stærð og lögun kara, kæling og öll vinnubrögð við meðhöndlun aflans, frá fyrstu mínútu þegar hann er dreginn um borð og þar til hann er kominn í hendur neytenda, ásamt fleiri áhrifa-þáttum, hafa þannig skilað eftirtektarverðum árangri og hækkað verulega útflutningsverð-mæti íslensk sjávarfangs. Afhendingaröryggi afurða er lykilhugtak í matvælaiðnaði sam-tímans, ekki síst þegar um ferskvöru er að ræða, og á því sviði hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og söluaðilar þeirra einnig náð öfundsverðum árangri.

En meginskýringin á þessu er breytt viðhorf til framleiðslunnar sem hefur samfara minnkandi aflabrögðum í auknum mæli farið að snúast um gæði fremur en magn. Þannig hefur vöruflokkum

fjölgað, stærri hluti aflans fer nú í verðmætustu afurðaflokkana og nýting aflans er mun betri en áður, meðal annars með tilliti til nýtingar aukahráefnis sem fellur til við hina hefðbundu vinnslu.

Verðmæti framleiðslu aukaafurðanna hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og í tilfelli þorsksins nálgast þau óðum verðmæti hefðbundinnar flakavinnslu. Hér á landi eru aukaafurðir þorsksins nýttar í kavíar, niður-soðna lifur, þurrkaða hausa og bein, bragðefni og önnur matvæli, og í framleiðslu snyrtivara, fæðubótarefnis, leðurs, svo dæmi séu nefnd. Á myndinni hér að ofan gefur að líta nokkra áhugaverðar framleiðsluleiðir aukaafurða þorsksins.

SAMSTARFSAðIlAR íSlENSKA SJáVARKlASANS

Óseyrarbraut 29 220 Hafnarfjörður

PORT OF HAFNARFJORDUR

Page 16: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

16 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi og í skjóli hans hefur myndast svo-kallaður sjávarklasi, þyrping fjölmargra fyrirtækja sem öll tengjast sjávarútvegi,

hafinu eða auðlindum þess með einhverjum hætti. Ein tegund slíkra fyrirtækja eru tæknifyrir-

tæki sjávarklasans á Íslandi, en tæplega 70 íslensk fyrirtæki markaðssetja búnað fyrir útgerð og fisk-vinnslu undir eigin vörumerki. Þessi fyrirtæki hanna, þróa og framleiða tæknibúnað og lausnir sem auka með einhverjum hætti gæði vara annarra fyrirtækja í sjávarútvegi eða skilvirkni fyrirtækj-anna sjálfra. Afurðir tæknifyrirtækjanna tengdar sjávarútvegi eru til dæmis veiðarfæri, vinnslutæki, umbúðir, kælikerfi, upplýsingakerfi og ýmis annar vél- og hugbúnaður. Flest þessara 70 fyrirtækja stunda nú útflutning í einhverjum mæli og sam-anlagður fjöldi starfsmanna sem sinna verkefnum tengdum sjávarklasanum innan þeirra er líklega um 1.000 hér á landi. Tæknigeiri sjávarklasans hefur verið í þónokkri sókn á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa mörg hver stækkað og styrkt stöðu sína á alþjóðamarkaði. Má nefna fyrirtæki eins og NaustMarine sem hannar og selur rafvindur, ski-pahönnunarfyrirtæki á borð við Navis, Skipatækni og Skipasýn, 3X Technology og ýmis önnur tæknifyrirtæki sem bjóða fisk-vinnslulausnir í skip og svona mætti lengi telja. Auk þess hefur íslensk bátasmíði færst í vöxt og fyrirtæki á borð við Trefjar og Seiglu selja íslenska báta undir 15 metrum að lengd á alþjóðamarkaði. Það sem einkennir mörg þessara tæknifyrir-tækja er að þau hafa aukið mark-aðssókn erlendis og starfsmönnum hefur fjölgað nokkuð.

áframhaldandi vöxturVelta íslenskra tæknifyrirtækja í sjávarklasanum nam 66 milljörðum króna á árinu 2012 og jókst um 13% frá árinu áður. Ekki liggja fyrir tölur um veltu á árinu 2013 en margt bendir til þess að óhætt sé að gera ráð fyrir áframhaldandi vexti greinarinn-ar. Því til stuðnings nægir að nefna nýlegan sölu-samning Skagans ehf við færeyskt fiskvinnslufyrir-tæki um uppsetningu á nýju uppsjávarvinnslukerfi í Fuglafirði, en heildarverðmæti hans er metið á um þrjá milljarða króna. Sömuleiðis liggur fyrir að fjárfestingar útgerða fara hægt og bítandi af stað, meðal annars í formi umbreytinga frystiskipa í ísfiskskip. Sú breyting á veiðimynstri kallar vafa-laust á aukna eftirspurn eftir vörum og þjónustu tæknifyrirtækjanna.

Vaxtarkippurinn á árinu 2012 var mestur hjá þeim tæknifyrirtækjum sem framleiða búnað til fiskvinnslu og nam veltuaukning slíkrar fram-leiðslu um 22% milli ára. Veltuaukn-ing fyrirtækja sem hanna og fram-leiða sérhæfðan búnað fyrir skip nam tæpum 5% en vöxtur í sölu veið-arfæra og umbúða var aftur á móti óverulegur. Íslenskur málmiðnaður tengdur sjávarútvegi stendur traust-um fótum og um 40 fyrirtæki í málm-

og málmtækniiðnaði flytja nú út eigin vörur tengd-ar sjávarútvegi.

Smæð aftrar...Í tæknigeira sjávarklasans eru mörg lítil fyrirtæki og ung. 13% veltuaukning milli ára er athyglis-verð og til marks um talsverða grósku á þessu sviði hérlendis. Tæknigeira sjávarklasans tekst þannig að vaxa langt umfram sjávarútveginn sjálfan hér á landi enda er vöxtur þeirra aðra röndina knúinn auknum útflutningi, einkum til nærmarkaða. Tækifærin til sóknar virðast mikil en smæð fyrir-tækjanna og afmörkuð þekking á markaðs- og sölumálum á erlendum mörkuðum aftrar þeim nokkuð auk þess sem svigrúm til nýrra fjárfestinga og áhættusamra þróunarverkefna hefur einnig staðið nokkrum þeirra fyrir þrifum.

...en skapar góðan samstarfsgrundvöllKlasasamstarf tæknifyrirtækja sjávarklasans get-ur skapað grundvöll fyrir frekari vexti, stórtækari þróunarverkefnum og samstarfsátaki í markaðs-setningu erlendis, en öflugt samstarf við útgerðir og fiskvinnslur er einnig afar mikilvægt í þessu samhengi. Sterk tengsl tæknifyrirtækja við ein-staka útgerðir og fiskvinnslur hafa reynst mörgum þeirra sérstaklega vel í uppbyggingu sinni og vöruþróun.

Liðlega 20 tæknifyrirtæki starfa nú innan Ís-lenska sjávarklasans. Fyrirtækin hafa starfað sam-an að verkefnum eins og Green Marine Technology, sem er sameiginlegt markaðsátak tíu umhverf-isvænna fyrirtækja og Íslensku leiðinni þar sem nokkur fyrirtæki hafa tekið höndum saman um að hanna heildstæða íslenska tæknilausn fyrir hönn-un ísfiskskipa.

Gríðarlega mikilvægt nýsköpunar- og þróunarstarf fer fram innan tæknigeira sjávark-lasans, ekki síst með tilliti til breyttra aðstæðna í hafinu og í orku- og umhverfismálum í framtíðinni. Ætli íslenskur sjávarútvegur að skipa sér áfram í fremstu röð þarf að efla samstarf útgerðarinnar við tæknigeirann frekar á sama tíma og tæknifyrirtæk-in sjálf þurfa að hafa frumkvæði að auknu samstarfi sín á milli, til dæmis í markaðsmálum erlendis. Víst er að talsverð tækifæri eru í frekari vexti fjölmargra tæknifyrirtækja sjávarklasans á næstu árum.

Tæknigeiri í sókn Liðlega 20 tæknifyrirtæki starfa nú innan Íslenska sjávarklasans

íSlEnSkI SJáVArklASInn

tæKnigEiri SjáVarKlaSanS á ÍSlanDi velta 66 milljarðar vöxtur 13% (2012) Fjöldi 70 Starfsmenn 1000+

GreenMarineTechnology.is, sameiginlegu markaðsátaki tæknifyrirtækja í sjávarklasanum var hleypt af stokkunum í mars í fyrra í Húsi sjávarklasans. á myndinni sjást Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri íslenska sjávarklasans, Ólafur ragnar Grímsson, forseti íslands og Jóhann Jónasson hjá 3X Technology virða fyrir sér tæknibúnað frá 3X.

Page 17: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

PIPA

R\TB

WA

-SÍA

- 1

40

66

3

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

Aukin verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi felst einnig í því að koma full unn inni gæða vöru á markað á sem hag kvæm ast an hátt. Þetta skilja for ráða menn fyrir tækja sem þurfa að flytja afurð sína sem fyrst til kaup enda. Þeir kjósa í ríkari mæli að velja starf semi sinni stað sem næst alþjóða flug velli, þaðan sem greiðar sam göngur eru allan sólar hringinn.

Ásbrú er við hlið Keflavíkurflugvallar og þar hefur á skömm um tíma mynd ast öflugt sam félag frum kvöðla, fræða og atvinnu lífs. Þetta rúmgóða land svæði er kjörið fyrir hvers konar nýsköpun í sjávar útvegi, en þar er nóg fram boð af hentugu atvinnu hús næði í grennd við fram sækna vinnslu á heilsu tengdum vörum sem sækja kraft sinn í íslenska náttúru.

Hér tekur fiskurinn flugið

Ásbrú – næsti bær við umheiminn!

Page 18: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Síðla árs 2013 gaf Íslenski sjávarklas-inn í þriðja sinn út umfangsmikla greiningu á efnahagslegum um-svifum sjávarklasans á Íslandi. Þar kemur fram að umfang sjávarklas-ans í hagkerfinu vaxi annað árið í

röð, en heildarframlag hans til landsframleiðslu var 28,4% árið 2012. Þar á ofan standi sjávarklas-inn í heild undir 25-35 þúsund störfum eða 15-20% vinnuafls.

Efnahagslegt mikilvægi nær langt út fyrir hina eiginlegu sjósókn

„Þegar rætt er um sjávarútveginn á Íslandi vill um-ræðan oft einskorðast við útgerðina og hinar hefð-bundnu veiðar og vinnslu. Þó umræður um hinn hefðbundna sjávarútveg séu nauðsynlegar, enda hér um stoð íslensks efnahagslífs að ræða, gefa þær ekki alltaf rétta mynd af mikilvægi sjávarút-vegsins fyrir efnahagslega farsæld þjóðarinnar.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og

landbúnaðarráðherra í formála skýrslunnar og heldur áfram: „Sjávarútvegurinn er enda miklu meira en hefðbundnar veiðar og vinnsla og efna-hagslegt mikilvægi þessa grunnatvinnuvegs nær langt út fyrir hina eiginlegu sjósókn.“

Rannsóknir renna föstum stoðum undir þá kenningu að sjávarútvegurinn sé grunnatvinnu-vegur á Íslandi. Það merkir að heildarframlag sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar er mun hærra en sem nemur þeim virðisauka sem mynd-

ast í greininni sjálfri. Þetta heildarframlag má meta með því að telja saman a) beint framlag fisk-veiða og fiskvinnslu, b) virðisauka sem skapast í at-vinnugreinum sjávarklasans sem sjá sjávarútveg-inum fyrir aðföngum eða vinna frekar úr afurðum hans, c) eftirspurnaráhrif, sem er sá virðisauki sem skapast í þeim atvinnugreinum sem sjá starfsfólki í sjávarútvegi og sjávarklasanum fyrir vöru og þjón-ustu og d) virðisauka af sjálfstæðum útflutningi stoðfyrirtækja í sjávarútvegi.

Aukið umfang sjávarklasans

Sjávarklasinn á Íslandi stendur undir 28,4% af landsframleiðslu

18 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

SAMSTARFSAðIlAR íSlENSKA SJáVARKlASANS

Cyan 0% Magenta 16% Yellow 100% Black 0%

Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 25%

Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 50%

Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 80%

íSlEnSkI SJáVArklASInn

Page 19: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

19 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit

Navis ehf Hús Sjávarklasans Grandagarði 16101 Reykjavík

Sími 544 [email protected]

Skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit

• Skipahönnun, bæði breytingar og nýsmíði. Gerð verklýsinga og útboðs ­gagna, kostnaðaráætlanir og mat á tilboðum.

• Eftirlit og umsjón með verkum, hvort sem það eru nýsmíði, breytingar eða viðgerðir.

• Skoðun og ráðgjöf um val á vélbúnaði skipa, hönnun vinnslulína um borð, útvegun tilboða og mat á þeim.

• Hallaprófanir, stöðugleikaútreikningar, þykktar mælingar og tonna­mælingar.

• Tjónaskoðanir og mat á tjónum á skipum, vélum og farmi. Verklýsingar til endurbóta og viðgerða.

• Úttektir af ýmsu tagi, t.d. “Draft eða Bunker Survey”; ástandsskoðanir við kaup, sölu eða leigu skips.

• Ráðgjöf um ISM­ og ISPS­kóða og alhliða ráðgjöf um skipa rekstur og skipa­ og vélaverkfræði.

Samanlagt mynduðu þessir þættir 28,4% af vergri landsframleiðslu á Íslandi árið 2012, sem er aukning frá árinu áður þegar framlag þeirra var metið 27,7%. Sömuleiðis kemur fram í skýrslunni að sjávarklasinn á Íslandi skapar 25-35 þúsund störf, sem samsvarar 15-20% af vinnuafli landsins.

Hliðargreinar sækja framÍ skýrslunni er farið vandlega yfir gang nokkura hliðargreina sjávarútegs á Íslandi svo sem líf-tækni og nýtingu aukaafurða, tæknigeira sjávar-klasans, flutninga og vörustjórnun, sölu og mark-aðsstarfsemi og fiskeldi.

Í kafla um líftækni, nýtingu aukaafurða og full-vinnslu segir að ríflega 35 fyrirtæki starfi nú við fullvinnslu óhefðbundinna afurða af einhverju tagi á Íslandi, allt frá hausaþurrkun og lifrarniður-suðu til framleiðslu græðandi plástra og húðkrema. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var 22 milljarðar króna og jókst um 17% frá fyrra ári. Þá merkja skýrsluhöfundar aukna áherslu á fullvinnslu og bætta nýtingu aukaafurða sem falla til við hefðbundna vinnslu innan sjávarklasans enda felist gríðarleg tækifæri til verðmætasköp-unar á því sviði.

Í skýrslunni kemur fram sjávarútvegur sé í eðli sínu mjög háður góðum samgöngum og flutn-ingum og að sama skapi sé stór hluti af starfsemi í flutningum og vörustjórnun á Íslandi komin til vegna viðskipta við sjávarútveg. Um það bil 35% af útflutningsmagni árið 2012 var sjávarafurðir og um 90% af öllum vöruútflutningi flugleiðis var með ferskar sjávarafurðir, svo dæmi séu tekin. Þá er áætluð velta í flutningum með sjávarafurðir um 17 milljarðar króna og velta í hafnastarfsemi nálægt 7 milljarðar kr.

Miklir vaxtarmöguleikar fiskeldis„Eftir nokkra þrautagöngu við uppbyggingu fisk-eldis hér á landi berast nú jákvæðar fréttir af áformum um framtíðaruppbyggingu greinarinn-ar. Á árinu 2012 var um 7.850 tonnum af eldisfiski

slátrað sem er 57% aukning frá fyrra ári, en taka verður tillit til þess að framleiðslumagnið getur sveiflast mikið milli ára. Tekjur greinarinnar árið 2012 voru bilinu 6-9 milljarðar króna, en tölur um útflutningstekjur greinarinnar eru á nokkru reiki.“ segir Bjarki Vigfússon, hagfræðingur og einn höf-unda skýrslunnar.

Hann bendir á að fréttir berist nú af mörgum fjár-festingaráformum og leyfisumsóknum til fiskeldis sem bæði gætu skapað mikil verðmæti og spilað stórt hlutverk í atvinnuuppbyggingu á lands-byggðinni. Fjárfestingaáformin sem lesa megi út úr gögnum um leyfisumsóknir til fiskeldis gefi til kynna að árið 2030 geti framleiðsla eldisfisks verið allt að því 40-50 þúsund tonn á ári og að árstekjur greinarinnar verði þá um 30 milljarðar að núvirði.

Skýrsluhöfundar benda á lokum á mikilvægi þess að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um efnahagsleg umsvif sjávarútvegs á Íslandi. Með því að breikka sjónarhornið blasi ekki aðeins við önnur mynd af mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenskt atvinnulíf heldur allt önnur sviðsmynd af framtíðarmöguleikum í atvinnuuppbyggingu og aukinni verðmætasköpun tengd sjávarútvegi og auðlindum hafsins.

um það bil 35% af útflutningsmagni árið 2012 var sjávarafurðir og um 90% af öllum vöruútflutningi flugleiðis var með ferskar sjávarafurðir.

Page 20: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

20 ú t v e g s b l a ð i ð m a r s 2 0 1 4

Í byrjun árs 2012 byrjaði Marel á verkefni sem kallað var Apricot en Apricot stendur fyrir Automated Pinbone Removal in COd and whiTe Fish. Apricot verkefnið er unn-

ið í samstarfi við nokkra aðila en Marel bæði á verkefnið og stýrir því. „Við fengum styrk frá Nordic Innovation, sem var háður því að þetta væri samvinna nokkurra norrænna aðila,“ seg-ir Kristján Hallvarðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar fiskiðnaðarseturs hjá Marel. Sam-vinnuaðilarnir eru Sintef í Noregi, sem er rann-sóknarstofnun ekki ósvipuð Matís, Norway Seafood og Faroe Origin í Færeyjum, sem er í meirihlutaeigu Samherja, en Marel taldi æski-legt að hafa Samherja með í verkefninu vegna stærðar þeirra á markaði. Verkefnið snerist um að þróa og smíða vél sem finnur bein í hvítfisk-flökum með háupplausnar röntgentækni og skera flökin síðan með vatni undir háum þrýst-ingi. Vélin, sem nú er á lokastigi, fékk nafnið FleXicut.

nýjungar á næstu misserumByrjað var á verkefninu í byrjun árs 2012 og smíði frumgerðar hófst í október 2013. Var hún tekin í notkun 20.desember. „Það var mjög gaman að sjá fyrsta flakið fara í gegn, sérstaklega fyrir þró-unarteymið. Svona vinna er mikið þolinmæðis-verk og það er frábært að sjá þegar hlutirnir virka raunverulega.“ Hann segir að þróunartími vélar-innar hafi verið óvenju stuttur enda hafi allt þró-unarferlið gengið ótrúlega vel. Um þessar mundir er verið að fínstilla vélina áður en raunverulegar prófanir hefjast inni í fiskvinnslu. ,,Við erum að-allega búin að renna þorski í gegnum hana enda er hann aðalfókusinn hjá okkur. Allur hefðbund-inn fiskur af þessu tagi á hins vegar að geta farið

gegn,“ segir hann. Kristján segir að ýmislegt hafi stuðlað að því að svo vel gekk með þróun vélar-innar. „Bæði erum við að nýta áralanga þekkingu innan Marel á sviði röntgen, róbóta og skurðar-tækni en jafnframt hefur það verið okkur hlið-hollt að nýlega urðu miklar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu og var því skipt upp eftir iðnaði.

,,Einn hluti Marel sinnir núna fiski, annar kjöti og sá þriðji kjúklingi. Þetta hefur gefið okkur betri fókus þar sem fólk er ekki að fást við allar greinar lengur og í kjölfarið hefur skilningur fólks aukist á sinni grein.“

Vélin verður í BrusselMarel mun sýna FleXicut vélina á alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna í Brussel í maí en fram að því verður vélin í prófunum, bæði innanhúss og í fiskvinnslum. Kristján segir ekki endan-lega liggja fyrir hvaða vinnslur verði fyrir val-

Margir spenntir að líta gripinn augum

Ný vél sem finnur beinin með röntgentækni

VIð ERUM í HúSI SJáVARKlASANS

íSlEnSkI SJáVArklASInn

Sigrún Erna Geirsdóttir

kristján Hallvarðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar fiskiðnaðarseturs hjá Marel.

„Grunnurinn var þríþættur: röntgentæknin, vél sem snyrtir laxaflök og hefðbundin skurðarvél.“

Page 21: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

21 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

VIð ERUM í HúSI SJáVARKlASANS PORT-ICE LOGO

CMYK

C=85 - M=50 - Y=0 - K=0

Kristján Gíslasons. 660 5113

Aðalmerki

Klavika Bold

Hönnuður:

Klavika Light

Aðskilið merki

13.06.2013

PANTONE

LETURGERÐ

PANTONE Process Blue

Aðalmerki Aðskilið merki

Dark BlueCMYK: 100c + 74m + 10y + 40kPantone: 654RGB: 0r + 43g + 83b

RedCMYK: 0c + 100m + 100y + 0kPantone: 485RGB: 206r + 23g + 30b

Síðastliðið haust tóku sig saman 18 fyrirtæki, sem starfa innan svonefnds flutninga- og hafnahóps Íslenska sjávarklasans, og mörkuðu sér sameiginlega stefnu um flutninga og vörustjórnun til ársins 2030. Stefnan var sett fram í sérstakri skýrslu þar sem staða greinarinnar er tekin saman og stefna sett til framtíðar, en skýrslan er nú aðgengileg á vef Íslenska sjávarklasans, sjavarklasinn.is.

„Þetta er í fyrsta sinn sem svo breiður hópur úr nær öllum megingreinum flutninga- og hafnarstarfsemi á Íslandi mótar heildstæða langtímastefnu sem miðar að því að styrkja samkeppnisstöðu landsins á þessu sviði.“ segir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum og rit-stjóri stefnunnar. Haukur segir útgáfu stefnumótunarritsins marka ákveðin tímamót fyrir þessar atvinnugreinar.

„útgáfa stefnunnar markar fyrirheit um að byggja megi á sterkum grunni og efla til muna flutningastarfsemi á Íslandi á næstu árum og áratugum.“

Fyrirtækin sem tóku þátt í stefnumótunarvinnunni starfa á sviði flugflutn-inga, skipaflutninga, hafnarstarfsemi, flugvallastarfsemi og ýmissi annarri stoðstarfsemi í tengslum við flutninga og vörustjórnun á Íslandi. Stefnan er afrakstur vinnu þessara fyrirtækja og endurspeglar metnað þeirra til efla og þróa atvinnugreinarnar og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu Ís-lands.

í stefnunni eru þrjú forgangsverkefni sett á oddinn til ársins 2030:1. Ísland verði þjónustumiðstöð vegna fyrirsjáanlegrar efnahagsuppbyggingar á Grænlandi2. Efling rannsókna, þróunar og menntunar á sviði flutninga og vörustjórnunar3. Ísland verði þjónustumiðstöð á Norður-atlantshafi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra tók á móti fulltrúum þeirra fyrirtækja sem standa að stefnunni í október þar sem henni var afhent ritið og efni þess kynnt, en ráðherra skrifar jafnframt for-mála ritsins. Hanna Birna þakkaði fulltrúum Sjávarklasans fyrir skýrsluna og sagði flutningageirann eina mikilvægustu atvinnugrein landsins sem margir gerðu sér þó ekki grein fyrir. Hún væri undir-stöðuatvinnugrein sem þjónaði til dæmis álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Í formála rits-ins segir ráðherra meðal annars: „Með hröðum flutningum hefur okkur Íslendingum tekist að hækka til muna verðmæti einnar okkar helstu auðlindar, sjávarafurða. Í dag komum við ferskum fisk á markaði erlendis innan 48 klukkustunda frá því að hann er veiddur. Flutningur á sjávarafurðum er ekki síður mikilvægur þáttur í því að hámarka virði auðlindarinnar en veiðarnar og vinnslan.“

Þau fyrirtæki sem mynda flutninga- og hafnahóp Íslenska sjávarklasans og tóku þátt í mótun lang-tímastefnunnar eru: akureyrarhöfn, Ekran, Eimskip, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, isavia, Íslands-banki, icelandair cargo, icelandic Group, Landsbankinn, Lex, Mannvit, Jónar Transport, Kadeco, TvG Zimsen, Reykjaneshöfn, Stálsmiðjan og Samskip.

18 fyrirtæKi SEtja StEfnu Í flutninguM og VöruStjórnun til árSinS 2030

„Liprar,léttar

og borga með sér“

®

TOGTAUGAR

Guðlaugur Jónsson skipstjóri á nóta- og togveiðiskipinu Ingunn AK

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn

– Veiðarfæri eru okkar fag

„Ég vil ekki sjá neitt annað í stað Dynex Togtaug-anna, þær hafa reynst afskaplega vel og allt gengið upp.

Þær eru auðvitað frábærar í yfirborðsveiði en í allri veiði eru þær liprar og léttar sem skilar sér í minni olíunotkun og betri stjórn á trollinu.

Togtaugarnar fara afskaplega vel með skipið og það er ekkert viðhald á blökkum né rúllum sem þær fara um.

Á þessum tæpu sex árum hefði ég þurft að skipta um vír að minnsta kosti 3-4 sinnum, þannig að til vibótar við alla kostina þá borguðu togtaugarnar líka vel með sér og halda því áfram á komandi árum því þær verða nýttar í grandara, gilsa og fleira.“

10 ú t v E G S B L a ð I ð d e s e m b e r 2 0 1 3

hvert er þitt hlutverk?

- snjallar lausnir

Wise býður �ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk

með mismunandi hlutverk.Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Flest bendir til þess að árið sem nú er að líða hafi verið ágætt í sjáv-arútvegi á heildina litið.

Heildarafli minnkar eilítið en út-flutningur virðist aukast lítillega, fjárfestingar í sjávarútvegi fara hægt og bítandi af stað og hliðar-greinar sjávarútvegs halda áfram að vaxa.

Minni afli en meiri útflutningurHeildarafli sjávarafurða fyrstu 10 mánuði ársins var 1.234 þús-und tonn samanborið við 1.320 þúsund tonn fyrstu 10 mánuði árins 2012 en lækkunina má að mestu rekja til minni loðnuafla á tímabilinu. Útflutningur vex þó í magni en fyrstu 9 mánuði árins voru flutt út 633 þúsund tonn að verðmæti 233 milljarða króna. Heldur minna hafði verið flutt út í september 2012, eða 577 þúsund tonn að andvirði 206 milljarða króna. Athygli vekur stóraukið út-flutningsverðmæti lýsis og mjöls og lækkun í verðmætum á útflutt kíló bolfiskafurða. Útflutnings-verðmæti mjöls og lýsis fyrstu 9 mánuði vex úr 30 milljörðum í 40 milljarða króna á meðan út-flutningsverðmæti bolfiskafurða stendur í stað milli ára þrátt fyrir magnaukningu úr 134 í 160 þús-und tonn milli ára.

Lægra verð fyrir þorskinnÞorskafli er nokkuð meiri á þessu ári en í fyrra. Á síðasta ári höfðu veiðst 346.000 tonn í október sam-aborið við 375.000 tonn í október á þessu ári. Það samsvarar um 30.000 tonna aukningu. Til að setja þá aukningu í samhengi þá jafngildir hún samanlögðum þorskafla Kanadamanna, Færey-inga og Grænlendinga á liðnu ári. Útflutningstölur haldast í hendur við aflaaukningu en heildarverð-mæti fer þó lækkandi í hlutfalli við magn. Það sem af er árs er meðalverð útfluttra þorskafurða 725 kr. á kíló samanborið við 820 kr. á kíló á síðasta ári. Lækkandi verð á alþjóðamörkuðum vegna aukins heimsframboðs spila líklega stærsta hlutverkið í þessari þróun. Verðþrýstingur þessi sann-ar að mikilvægi þess að íslenskum sjávarafurðum sé sköpuð sérstaða á erlendum mörkuðum er meira nú en nokkru sinni fyrr.

Vilholl stjórnvöldNý ríkisstjórn tók við völdum á árinu sem hefur bersýnilega hug á að auka stöðugleika í sjávarútvegi og bæta rekstrarumhverfið í sjávar-klasanum. Boðaðar hafa verið breytingar á veiðigjaldi, kvótasetn-ing makríls og almenn einföldun á regluverki fyrirtækja. Víst þykir að þó ekki þurfi allir að vera á eitt sáttir við þessar aðgerðir þá eru þær til þess fallnar að koma fjár-festingum sjávarútvegsfyrirtækja á skrið aftur, en víða eru teikn á lofti um að sú sé einmitt raunin. Íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi þurfa að vera vakandi fyrir tækifærum í auknum fjárfestingum í innlendum sjávarútvegi. Innan sjávarklasans starfar nú hópur tæknifyrirtækja sem vinnur saman að því að þróa íslenska leið í hönnun fiskiskipa. Íslenska leiðin byggir á áratuga reynslu fyrirtækjanna í að þróa sérhæfðar lausnir fyrir kröfuhörð sjávarútvegsfyrirtæki.

Nýsköpun og nýting heldur skriðiSú vitundarvakning sem átt hefur sér stað undangengin ár í nýtingu aukaafurða náði sennilega hámarki á árinu 2013. Nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja sem nýta aukaafurðir sjávarfangs var stofnaður. Codland samstarfið í Grindavík náði miklu flugi en þar er kominn saman fjöldi fyrirtækja sem hefur það að markmiði að skapa verðmæti úr hverri einustu örðu þess afla sem þar kemur að landi. Þau líftæknifyrirtæki sem lengst hafa náð hér á landi stigu stór skref fram á við. Nægir að nefna dreifingarsamning Kerecis við alþjóðafyrirtækið Medline Industries og markaðssetningu Ensímtækni á kveflyfinu ColdZyme í Svíþjóð. Á sama tíma boða ný fjárlög skerðingu á styrkjum til nýsköpunar og þróunar. Ef sjávar-klasinn á að halda áfram að eflast á þessu sviði er ljóst að einkageirinn þarf að koma af meiri þunga að fjárfestingu í nýsköpun og nýsköp-unarfyrirtækjum. Samstarf útgerða og nýsköpunarfyrirtækja gæti orðið lykillinn að vexti sjávarklas-ans á Íslandi næstu ár.

HAukuR MáR Gestsson, hagfræðingur hjá íslenska sjávarklasanum

Samstarf lykillinn að vexti

Annáll 2013

Nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja sem nýta aukaafurðir sjávarfangs var stofnaður. Codland samstarfið í Grindavík náði miklu flugi en þar er kominn saman fjöldi fyrirtækja sem hefur það að markmiði að skapa verðmæti úr hverri einustu örðu þess afla sem þar kemur að landi.

Haukur Már Gestsson.

inu, enda margir áhugasamir um að fá hana til sín. Kristján segir að eftir að vélin verði komin í gang í vinnslu verði fólki boðið að koma og skoða hana eftir því sem kostur er. Prófanir munu síð-an standa yfir fram undir sumarið. ,,Það er okkar draumur að á þriðja ársfjórðungi verði hún svo komin í sölu.“ Kristján segir mikinn áhuga vera á vélinni, bæði hérlendis og erlendis, og stærstu markaðirnir séu Ísland og Noregur hvað bolfisk-vinnslu varðar. Í framhaldinu væri síðan ekkert því til fyrirstöðu að laga vélina að eldishvítfiski sem sé mjög stór markaður. Þá séu mörg tækifæri í laxi líka og aðrar tegundir fylgi svo mögulega í kjölfarið. Núna sé fókusinn hins vegar á bolfiski, Íslandi og Noregi.

Margt á teikniborðinuKristján segir að framundan séu ýmsar nýjungar og aukin þjónusta við hvítfiskiðnaðinn. Fyrir utan FleXicut vélina megi t.d nefna aukna sjálfvirkni á ýmsum stöðum vinnslunnar eins og til dæmis í gæðaskoðun og pökkun, með áherslu á enn betri hráefnismeðhöndlun. „Það hefur sem betur fer orðið mikil vakning hvað varðar meðhöndlun hrá-efnis hjá vinnslunum sérstaklega hvað varðar kæl-ingu og sú vakning er líka byrjuð í veiðum. Það má ekki síst þakka Sigurjóni Arasyni hjá Matís sem hefur unnið mikið og ötult starf hvað þetta varðar. Aflameðhöndlun er mjög mikilvæg og það hafa far-ið miklir fjármunir í markaðsetningu til að byggja upp góða ímynd af íslenskum fiski en það þarf mjög lítið til að skemma þá ímynd. Það er auðvelt að brjóta niður en erfitt að byggja upp. Góð hráefn-ismeðhöndlun er gríðarlega mikilvæg og lykilorðin sem við hjá Marel höfum að leiðarljósi eru: Nýting, hráefnismeðhöndlun og sjálfvirkni,“ segir Kristján að lokum.

Það var mjög gaman að sjá fyrsta flakið fara í gegn, sérstaklega fyrir þróunarteymið.

Page 22: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Grunnur þessa fyrirtækis er í sjávarút-vegi. Ég sótti mitt nám í fiskvinnslu-skólann og vann síðan við verkstjórn í frystihúsum í Grindavík og Reykja-

vík til ársins 1985. Fást ehf. var stofnað 1988 en reksturinn hófst ekki af alvöru fyrr en 1990, og hefur staðið óslitið síðan,“ sagði Jón Geirsson framkvæmdastjóri og einn eigenda Fást ehf við Köllunarklettsveg í Reykjavík, þegar Útvegs-blaðið kom í heimsókn. Starfsmenn eru 8 tals-ins. Einn þeirra er Haukur Hlíðberg, sölustjóri, sem hefur starfað hjá Fást í rúmlega 15 ár. Þegar þeir félagar eru spurðir um hvernig nafnið hafi komið til segir Jón það komið frá óperunni. „Við vorum að leita að stuttu einföldu nafni sem hentaði jafnt á Íslandi sem í útlöndum. Menn hugsuðu stórt þá. Þetta er ágætist nafn, fólk hváir oft þegar það heyrir það fyrst og margir halda þetta skammstöfun en það stimplast inn.“ Haukur segir að einn ágætur viðskipta-vinur hafi komið með skýringu á nafninu. Það var „Félag áhugamanna um stangaveiði,“ segir hann og hlær.

til húsa í fyrrverandi gosdrykkjaverksmiðjuJón segir ekki um eiginlega vélaframleiðslu að ræða hjá Fást. „Það eru aðrir sem framleiða þær en við erum með ýmsa íhluti í vélar og annað sem nota þarf í sjávarútvegi. Framleiðsla okkar er hins vegar úr því sem við köllum iðnaðaplast og plexígler. Við erum með rör, öxla, vagnhjól, tannhjól, keðjur og fleira. Fyrirtækið er með öflugan tölvustýrðan fræsara fyrir plastið en hann er einnig jafnvígur á timbur. Síðan getum við beygt plastið og skorið eftir kröfum hvers og eins viðskiptavinar. Svo erum við líka með gróðurhúsaplast sem er tvöfalt og hefur mikla einangrun. Við fáum það hingað í sjö metra löngum plötum. Í fimm laga plasti af því er betri einangrun en í venjulegu tvöföldu gleri. Það sníðum við eftir þörfum.“ Jón ítrekar að grunn-urinn sé í sjávarútvegi og þar séu þeir á heima-velli. Starfsemin byrjaði á Skemmuveginum í Kópavogi. Þar var Fást í stuttan tíma og leiðin lá vestur á Granda. „Við þurftum ekki mikið pláss þá, bara tveir að vinna, svo við leigðum raunar bara eitt herbergi hjá fyrirtæki sem heit-ir Samey, þaðan lá leiðin á Suðurlandsbrautina. Þar fór fyrirtækið að taka snúningin upp á við. Þaðan fórum við á Smiðjuveg í Kópavogi og vor-um þar í tíu ár en árið 2006 komum við hingað í rúmgott húsnæði við Köllunarklettsveg, sem reyndar er að springa utan af okkur núna.“ Þeir Jón og Haukur segja húsið eiga sér merka sögu en lengst af var þar gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas. Þeir segja marg oft búið að byggja við

húsið og fróður maður um sögu þess hefði sagt þeim að hver einasti veggur í því hefði á ein-hverjum tímapunkti verið útveggur.

færibandaefni sem hentar líka dykkjarvöruframleiðendumÞeir félagar segja að húsið hafi verið byggt 1946, fyrir Marshall aðstoðina, sem kom að

mörgu. Lagerpláss fyrirtækisins er stórt, enda um margar tegundir plasts að ræða. Í plexigleri er ekki mikið um framleiðslu á lagervörum. Þó eru blaða- og bæklingastandar til á lager, sem og póstkassar. „Við eigum þetta til í þessum stöðluðu stærðum. Fólk vantar oft eitt og eitt stykki og stundum vantar þetta strax, sérstak-lega á aðalferðamannatímanum,“ segir Jón.

22 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Haraldur Bjarnason

Grunnurinn liggur í sjávarútvegi Fást ehf. við Köllunarklettsveg

Haukur og Jón í afgreiðslusal Fást.

Hús Fást við köllunarklettsveg. Haukur og Jón við fræsrann tæknivædda.

Page 23: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Íhlutir til færibandasmíði hvers konar er í boði hjá Fást. „Þetta er mikið notað í fiskvinnslunni og svo fer líka talsvert af þessu í gosverksmiðj-urnar.“

Enginn gjaldfrestur fékkst í innflutningiEigendur Fást eru fimm talsins. Á þessum 25 árum sem fyrirtækið hefur starfað hafa orðið miklar breytingar í sjávarútveginu. Jón segir að hrunið hafi ekki haft veruleg áhrif á rekst-ur fyrirtæksins. „Okkar lukka er að við erum að þjónusta fyrirtæki í viðhaldi, eins og t.d. vélsmiðjur. Smiðjurekstur og viðhaldsvinn-

an datt ekki svo mikið niður eftir hrun. Þeg-ar lítið er fjárfest í nýjum tækjum þurfa þau eldri viðhald og því fór þetta ekki eins illa hjá

okkur og við óttuðumst. Núna er umhverfið þokkalegt. Eftir að gengið féll svona virðast fyrirtæki sem stunda útflutning standa betur en önnur og þau eru stærsti hópur viðskipta-vina okkar.“

Jón segir umhverfið í innflutningi þó hafa breyst mikið. „Áður fengum við eins til þriggja mánaða gjaldfrest hjá viðskiptavinum en það snarbreyttist við hrunið og þá þurftum við að fyrirframgreiða vöruna. Við þurftum í raun að panta áður en varan var framleidd sem þýddi tveggja til þriggja mánaða bið hjá okkur.“ Hann segir fyrirframgreiðslu tíðkast ennþá því engin breyting hafi orðið á þessu í viðskipta-löndunum. „Það er nánast ekkert framleitt á lager lengur, það þarf að panta allt með fyrir-vara og greiða fyrirfram víðast hvar. Það er sama hvaða hlutur það er hvort það eru plast-plötur eða vagnhjól. Þú pantar bara og ferð í röðina þangað til viðkomandi hlutur er fram-leiddur næst. Fyrir hrun tók þetta um þrjár vikur frá því vara var pöntuð og þar til hún var kominn til okkar sem er svona tveir mánuðir núna.“

Vita ekki alltaf hvar hluturinn endarJón segir viðskiptavinina vera í allri flóru sjáv-arútvegs. „Oft vitum við ekki hvar hluturinn frá okkur lendir þegar viðskiptavinurinn er smiðja. Hann getur þá lent hjá trillukarli eða stórri útgerð eða fiskvinnslu. Mest eru þetta íhlutir í færibönd og vélar, jafnvel frá þeim framleiðendum sem stærstir eru í framleiðslu og útflutningi tæknibúnaðar héðan. Jón segir það hafa lærst strax í upphafi að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. „Við lentum í því í upp-hafi rekstursins að tapa 25% prósentum af árs-veltu í einu gjaldþroti. Sá skóli kenndi okkur að hafa fjölbreytni í rekstrínum. Það sem bjarg-aði okkur þá var að við vorum tveir eigendur að vinna. Við lifðum þetta af og við lærðum af því. Auðvitað erum við alltaf að tapa einhverju á gjaldþrotum á hverju ári, en í mun minna mæli en þá,“ sagði Jón Geirsson.

Haukur sölustjóri segir jafnframt að oft komi fyrir að viðskiptavinir hringi og biðji um ákveðinn hlut sem hafi verið framleiddur hjá þeim. „Kannski höfum við framleitt tíu stykki af þessu en höfðum ekki hugmynd um í hvaða vél það lenti. Þetta getur verið einhver mjög tæknileg græja.“ Jón segir mikla þróunarvinnu vera hjá fyrirtækinu. Það búi vel að mannskap og vélum, ekki síst með nýja tæknivædda fræs-arann.

Hér hjá okkur starfar nú lærður vöruhönnuð-ur í fullu starfi, Í þeirri viðleitni okkar að halda þjónustu við viðskiptavini,“ segir Jón Geirsson, framkvæmdastjóri Fást ehf.

áður fengum við eins til þriggja mánaða gjaldfrest hjá viðskiptavinum en það snarbreyttist við hrunið og þá þurftum við að fyrirframgreiða vöruna. Við þurftum í raun að panta áður en varan var framleidd sem þýddi tveggja til þriggja mánaða bið hjá okkur.

23 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Grunnurinn liggur í sjávarútvegi

Jóhann Guðbjartsson og Grétar Halldórsson velta fyrir sér verkefni.

árni Helgason starfsmaður Fást við vinnu sína.

Bjarni Þór Jóhannsson smíðar plasthluti af nákvæmni.

Haukur og Jón í afgreiðslusal Fást. „Okkar lukka er að við erum að þjónusta fyrirtæki í viðhaldi, eins og t.d. vélsmiðjur. Smiðjurekstur og viðhaldsvinnan datt ekki svo mikið niður eftir hrun. Þegar lítið er fjárfest í nýjum tækjum þurfa þau eldri viðhald og því fór þetta ekki eins illa hjá okkur og við óttuðumst. núna er umhverfið þokkalegt,“ segir Jón Geirsson, framkvæmdarstjóri Fást.

Page 24: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

24 ú t v e g s b l a ð i ð m a r s 2 0 1 4

Flestar tegundir skíðishvala eru far-dýr sem stunda fæðunám á tiltölulega köldum hafsvæðum á sumrin en færa sig í hlýrri sjó áður en burðar- og fengi-tími hefst um miðjan vetur. Allgóð vitn-

eskja er fyrirliggjandi um sumarútbreiðslu og þétt-leika skíðishvala en farmynstur og vetrarútbreiðsla flestra tegunda er lítt þekkt. Þessi „árstíðabundna slagsíða“ á þekkingu manna á hvölum stafar af því að hvalarannsóknir í heiminum hafa lengst af tak-markast af rannsóknum tengdum hvalveiðum, sem einkum fara fram á sumrin. Mjög mikilvægt er að auka rannsóknir á fari og vetrarútbreiðslu hvala, en auk fræðilegs gildis slíkra rannsókna hefur þekk-ingarskortur á þessu sviði lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn í vísindalegri ráðgjöf um ástand hvalastofna.

Á síðustu áratugum hafa komið fram nýjar rann-sóknaaðferðir sem hafa gefið mikilsverðar upplýs-ingar um far skíðishvala en þekkingin er þó enn mjög brotakennd, ekki síst í Norður Atlantshafi. Með ljósmyndum hefur verið sýnt fram á samgang milli

hnúfubaka við Ísland (sumar) og Karíbahafsins (vetur), en að öðru leyti eru vetrarstöðvar íslenskra hvala enn nánast alveg óþekktar. Undanfarinn aldarfjórðung hafa menn bundið miklar vonir við notkun gervitunglasenda til að fylgjast með ferðum hvala og náð nokkrum árangri, en hann hefur þó oftast takmarkast mjög af stuttum endingartíma sendibúnaðar.

Merkingar stórhvala með gervitunglasendum eru ýmsum vandkvæðum háðar umfram merking-

ar landdýra. Ekki er hægt að handsama dýrin til að koma merkinu tryggilega fyrir og því nauðsynlegt að skjóta því úr 10-20 m fjarlægð með lásboga eða sérsmíðaðri loftbyssu (1. mynd). Nauðsynlegt er að sendinum sé komið fyrir ofarlega á baki dýrsins, því loftnetið er einungis ofansjávar í örfáar sekúnd-ur til að ná sambandi við gervihnött, í hvert skipti sem hvalurinn kemur upp. Þá er rafeindabúnaður-inn viðkvæmur fyrir hvers kyns höggum t.d. þegar merkinu er skotið eða vegna „loftfimleika“ sumra hvalategunda t.d. hnúfubaks.

Rannsóknum á ferðum hvala með aðstoð gervi-tunglasenda er m.a. ætlað að svara eftirfarandi spurningum:

Tímasetning fars - Hvenær koma hvalirnir á vor-in og hvenær fara þeir á haustin? Auk þess að hafa almennt fræðilegt gildi er spurningin mikilvæg í tengslum við mat á afráni.

Vetrarstöðvar - Hvar halda hvalirnir til á veturna? Hópast þeir saman á afmörkuðum æxlunarstöðvum eða eru þeir dreifðir um stærra svæði?

Einkenni fars - Farleiðir. Hvaða leið ferðast hval-

Fylgst með ferðum

hnúfubaksGísli A. Víkingsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

Mynd 1Merki skotið í hval með loftbyssu.

Mynd 2 Gervitunglasendir í baki hnúfubaks í Eyja-firði. lítið loftnet sést efst á baki hvalsins.

Page 25: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

25 ú t v e g s b l a ð i ð m a r s 2 0 1 4

irnir til og frá íslensku hafsvæði? Hve hratt fara þeir ? Fara hvalirnir stakir eða í hópum?

Ferðir utan fartíma - Eru dýrin staðbundin hér á sumrin? Er hægt að tengja ferðir þeirra fæðufram-boði? Er samgangur við hvali sem teljast til annarra stofna?

Fyrstu tilraunir til gervitunglamerkinga á hvöl-um við Ísland fóru fram sumarið 1994 en þá tókst að fylgjast með ferðum langreyðar í 45 daga í Irm-ingerhafi. Upp úr síðustu aldamótum færðist auk-inn kraftur í merkingar Hafrannsóknastofnunar og voru helstu viðfangstegundirnar hnúfubakur, hrefna og steypireyður. Hér verður stiklað á stóru í niðurstöðum varðandi hnúfubak. Á árunum 2008-2013 voru merktir 11 hnúfubakar við strendur Ís-lands. Sendingar bárust frá hvölunum í 9-92 daga og fylgja hér nokkur dæmi um niðurstöðurnar.

Þann 6. nóvember 2008 var hnúfubakur merkt-ur í Eyjafirði. Hann yfirgaf Eyjafjörð aðfaranótt 8. nóvember og hélt vestur með Norðurlandinu, fyrir Vestfirði og var kominn í Faxaflóa 13. nóvember (2. mynd). Þessu næst hélt hvalurinn sig í heila viku við Keflavík, en fór þaðan vestur á Eldeyjarbanka og suður fyrir Reykjanes. Frá 24. nóvember til 3. des-ember þegar síðasta staðsetning barst, var hnúfu-bakurinn í Grindavíkurdjúpi, á Selvogsbanka og við Surtsey.

Þann 1. febrúar 2009 var hnúfubakur merktur á Hvalbaksgrunni í loðnurannsóknarleiðangri á R/S Árna Friðrikssyni. Hvalurinn yfirgaf langdrunnið 2 dögum síðar og hélt suðvestlægri stefnu eftir það, en síðast barst merki frá dýrinu 13. febrúar á Char-

lie Gibbs misgengissvæðinu á Norður Atlantshafs-hryggnum (3.mynd).

Tveir hnúfubakar sem merktir voru sama dag, 21. október 2009, í Eyjafirði sýndu gjörólíka hegðun. Annað dýrið hélt nálægt sig merkingarstað í Eyja-firði og Skagafirði þá tæpu tvo mánuði sem fylgst var með því. Hinn hnúfubakurinn hélt fljótlega norður í Íslandshaf og var staddur um 180 km norður af Skaga 26. október (4. mynd). Þaðan synti hnúfu-bakurinn til suðvesturs og eyddi 4 sólarhringum á litlu svæði um 100 km NV af Horni. Þá lá leið hvals-ins suður með vesturströnd landsins, og var hann í sunnanverðum Faxaflóa meginhluta nóvember-mánaðar en færði sig þá suður fyrir Reykjanes þar sem hann hélt til næstu 5 vikurnar, aðallega nálægt landi milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. Óvenju mikið líf var í sjónum á því svæði, bæði hvalir og sjófuglar. Að sögn heimamanna var mikið um síld á Eyrabakkabug á þessum tíma og rak þar dauða síld á fjörur í janúar. Þann 11. janúar synti hvalur-inn vestur í Grindavíkurdjúp og þaðan rösklega suður í höf á næstu dögum. Síðasta sendingin barst frá hnúfubaknum þann 20. janúar, en þá var hann staddur við norðausturjaðar Charlie Gibbs misgeng-issvæðisins á Norður Atlantshafshryggnum, um 1200 km suður af landinu. Meðalsundhraði hvals-ins eftir að hann yfirgaf strandsvæðið var rúmlega 4 sjómílur á klst. Alls hafði þá hvalurinn lagt að baki a.m.k. 6320 km frá því að hann var merktur í Eyja-firði 21. október 2009.

Þann 4. nóvember 2011 var merktur hnúfubakur í hópi 10-15 hnúfubaka í Eyjafirði. Hnúfubakurinn hélt úr Eyjafirði að morgni 6. nóvember og synti mjög ákveðið til norðvesturs og hafði að kvöldi þess dags lagt að baki rúmlega 70 sjómílur (130 km). Þann 7. nóvember synti hvalurinn rólega til suð-vesturs og um hádegi 8. nóvember var hann staddur grunnt úti fyrir Hornströndum. Eftir það hélt hval-urinn hratt suður með vesturströnd landsins og var kominn suður fyrir Reykjanes þann 13. nóvember. Á tímabilinu 14.-17. nóvember var hnúfubakurinn við Vestmannaeyjar og bárust ekki frekari sendingar eftir það.

Hnúfubaksmerkingarnar hafa varpað ljósi á atferli hnúfubaks við landið. Vera skíðishvala á íslensku hafsvæði tengist fyrst og fremst árstíða-bundnu fæðunámi og er því líklegt að niðurstöð-urnar gefi vísbendingar um útbreiðslu helstu fæðu-tegunda. Ekki er ólíklegt að ferðir hnúfubakanna langt norður í höf í nóvember tengist loðnuáti og vera þeirra við Reykjanes kringum áramót virtist tengjast síldargengd á því svæði.

Þótt meginhluti stofnsins fari líklega á haustin suður á æxlunarstöðvar í Karíbahafi og víðar hefur lengi verið vitað að talsvert er um hnúfubak að vetr-arlagi hér við land m.a. á loðnumiðum. Ekki hefur verið ljóst hvort hér sé um vetrarsetuhvali að ræða t.d. ókynþroska dýr sem eiga ekki erindi á æxlunarstöðv-arnar suður í höfum. Gervitunglamerkingarnar hafa sýnt fram á að hluti þessara hnúfubaka yfirgefur ís-lensk hafsvæði og fer langt suður í höf eftir áramót.

Mynd 3 Ferðir hnúfubaks nr. 21791 eftir að hann var merktur í Eyjafirði 6. nóvember 2008.

Mynd 4 Ferðir hnúfubaks nr. 50687 eftir merkingu við Hvalbaksgrunn 1. febrúar 2009.

Mynd 5 Ferðir hnúfubaks nr. 60012 sem var merktur í Eyjafirði 21. október 2009.

Ekki er hægt að handsama dýrin til að koma merkinu tryggilega fyrir og því nauðsynlegt að skjóta því úr 10-20 m fjarlægð með lásboga eða sérsmíðaðri loftbyssu.

Page 26: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Eitt glæsilegasta skip íslenska flotans

Börkur NK 122

Í febrúarmánuði síðastliðnum festi Síldar-vinnslan hf. kaup á norska uppsjávarskip-inu Malene S. Skipið hefur nú fengið nafnið Börkur og hélt í sína fyrstu veiðiferð undir merkjum Síldarvinnslunnar hinn 28. febrú-

ar. Börkur er hið glæsilegasta skip og hefur vakið sérstaka athygli hve vel er búið að áhöfninni um borð. Þegar tekið var á móti skipinu nýju í Noregi var því hiklaust haldið fram að hér væri um að ræða flottasta skipið í norska fiskiskipaflotanum auk þess sem vakin var athygli á því að um væri að ræða næst stærsta skip flotans. Hér á eftir verður saga skipsins rakin en hún er hvorki löng né flókin enda lauk smíði skipsins í árslok 2012 og er það því rétt rúmlega ársgamalt.

Smíðað í tyrklandiÞað var útgerðarfyrirtækið Skårungen í Austevoll í Noregi sem lét smíða skipið í Tyrklandi. Skårun-gen er fjölskyldufyrirtæki og er því stýrt af feðgin-unum Tor Østervold og Malene Skår ásamt Inge Skår, eiginmanni Malene. Og nýja skipinu var einmitt gefið nafn konunnar í brú fyrirtækisins: Malene S. Skrokkur skipsins var smíðaður í skipa-smíðastöðinni HAT-San í Istanbúl en öll frekari vinna fór fram í skipasmíðastöðinn Celiktrans í sömu borg. Veiðibúnaður skipsins var síðan settur í það í Póllandi.

Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 metrar á breidd. Aðalvél þess er 5800 hestöfl af gerðinni MAK, auk þess sem skipið er búið tveimur ljósavélum 1760 kw og 515 kw. Í skip-inu er svonefndur „Diesel-Electric“- búnaður sem þýðir að unnt er að keyra það eingöngu með ljósa-vél og kúpla þá út aðalvélinni. Öflugar hliðarskrúf-ur eru í skipinu, 960 kw, og er það að öllu leyti vel búið til tog- og nótaveiða. Burðargetan er 2500 tonn og er skipið búið öflugum RSW-kælibúnaði

eða 2 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli. Að lokum skal nefnt að unnt er að koma fyrir fellikjöl í þessu glæsilega skipi en slíkur búnaður er í haf-rannsóknaskipum

Skipið fullbúið kostaði um þrjá milljarða ís-lenskra króna miðað við þáverandi gengi og í norskum fjölmiðlum var bent á að útgerðarfélagið hefði sparað mikla fjármuni með því að láta smíða það í Tyrklandi í stað þess að láta smíða það í Nor-egi.

Þegar norska útgerðarfélagið hóf útgerð skips-ins kom í ljós að veiðiheimildirnar sem það hafði yfir að ráða voru ekki nægar til að standa undir hinni miklu fjárfestingu. Þess vegna neyddist fé-lagið til að selja skipið og verða sér úti um annað skip sem væri ódýrara.

innréttingar eins og í skemmtiferðaskipiÞegar skipið var innréttað í Tyrklandi á sínum tíma mun Malene Skår hafa haft umsjón með því verki og hafa ýmsir haft að orði að það sjáist vel að kona hafi þar komið nálægt málum; litaval og smekklegur frágangur beri því glöggt vitni. Þegar skipið kom nýtt til Noregs gerðu fjölmiðlar mikið

úr þessum þætti og vöktu athygli á að innrétt-ingarnar í því væru eins og í skemmtiferðaskipi. Þær væru að miklu leyti úr gegnheilum kjörviði

,marmara og öðrum gæðaefnum. Í skipinu er rými fyrir 26 skipverja og eru klefar áhafnarinnar ein-staklega smekklegir og hlýlegir, messinn er búinn nýtískulegum húsgögnum og inn af honum er setustofa sem myndi sóma sér vel á hvaða gæða-hóteli sem er. Öll vinnurými eru rúmgóð og þægi-leg og á það jafnt við um brúna, vélarými og önnur vinnurými. Í sannleika sagt er vart hægt að hugsa sér fiskveiðiskip þar sem betur er búið að áhöfn.

fer afar vel um menn um borðSkipstjórar á hinum nýja Berki eru Sturla Þórðar-son og Hjörvar Hjálmarsson. Þeir fóru báðir með skipið í fyrstu veiðiferðina eftir að það komst í eigu Síldarvinnslunnar. Þegar skipið hafði verið afhent nýjum eiganda var allt kapp lagt á að gera það klárt til loðnuveiða og síðan var haldið til veiða vestur fyrir land. Í fyrstu var leitað loðnu á Faxaflóa og í Breiðafirði en lítið fannst. Kastað var fjórum sinnum en einungis fékkst svartur karl og hryngd kerling þannig að menn héldu að loðnu-

Hin nýju skip Síldarvinnslunnar í höfn í neskaupstað. Beitir til vinstri og Börkur til hægri. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Börkur nk kastar á loðnumið-unum úti af Vestfjörðum í fyrstu veiðiferðinni eftir að Síldar-vinnslan eignaðist skipið. MyNd: GEiR ZoëGa.

26 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Page 27: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

vertíðin væri á síðasta snúningi. Hinn 3. mars fannst hins vegar loðna úti fyrir Ísafjarðardjúpi og hélt Börkur þangað ásamt öðrum skipum loðnu-flotans. Hinn 4. mars var mokveiði úr þessari ný-fundnu vestangöngu og þá fékkst góð reynsla á hið nýja skip. Hjörvar Hjálmarsson segir svo frá veiðiferðinni og nýja skipinu:

„Skipið er gríðarlega gott sjóskip og sannaðist það rækilega í fyrstu veiðiferðinni. Fyrstu köstin voru ekki árangursrík en eftir að vesturgangan fannst brast á með mokveiði og fengust um 2000 tonn á einum degi. Þetta stóra skip er ótrúlega lip-urt og þægilegt að stunda nótaveiðar á því. Það verður án efa enn betra að stunda á því trollveiðar í úthafinu. Í þessari fyrstu veiðiferð sáum við að það þarf að gera lítilsháttar breytingar á veiðar-færunum. Næturnar eru einfaldlega ekki gerðar fyrir svona borðhátt skip og því þarf að laga þær smávegis.

Skipið er mjög vel búið öllum tækjum og segja má að allur búnaður og öll aðstaða sé fyrsta flokks. Þá fer afar vel um menn þarna um borð enda er ekkert til sparað varðandi frágang í skipinu og því allt eins og best verður á kosið.“

Sturla Þórðarson tekur undir þessi orð Hjörvars og segir að málið sé einfalt: „Þetta er stórt og mikið og gott skip og allir í áhöfninni eru sallaánægðir með það.“ Þá leggur Sturla áherslu á að engin stór vandamál hafi komið upp eftir að skipið komst í hendur Síldarvinnslunnar, þvert á móti megi segja að allt hafi gengið eins og í sögu.

tveimur uppsjávarskipum skipt útÞað er ekki nóg með að Síldarvinnslan hafi fest kaup á nýja Berki og þar með skipt út eldra skipi með sama nafni því að í desembermánuði sl. seldi fyrirtækið uppsjávarskipið Beiti og festi kaup á nýjum Beiti (áður Polar Amaroq) í hans stað. Hinn nýi Beitir hélt í sína fyrstu veiðiferð á vegum Síld-arvinnslunnar hinn 17. febrúar eða tíu dögum áður en nýr Börkur hélt í fyrsta sinn til veiða undir merkjum fyrirtækisins. Hinn nýi Beitir þykir vera afar gott og vel búið skip en það er byggt árið 1997 og er 2148 brúttótonn að stærð. Skipið getur lestað um 2100 tonn og er búið tveimur aðalvélum af gerð-inni MAK og er hvor um sig 3260 hestöfl, þannig að heildarhestaflafjöldi er 6.520. Þá er allur tækja- og veiðibúnaður í skipinu hinn fullkomnasti.

Þegar Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar er spurður um þessi skipa-skipti Síldarvinnslunnar segir hann eftirfarandi:

„Á síðastliðnum mánuðum hefur Síldarvinnsl-an skipt út uppsjávarskipunum Beiti og Berki. Vissulega vorum við með góð skip en stærsti mun-urinn á þeim og þessum nýju felst í hagkvæmni hvað snertir eldsneytisnotkun. Vonast er til að

olíunotkunin verði allt að þriðjungi minni á nýju skipunum og það skiptir sköpum. Sem dæmi þá var gamli Beitir með 11 þúsund hestafla vél en sá nýi er búinn tveimur 3200 hestafla aðalvélum og það dugir að keyra skipið á annarri þeirra. Gamli Börkur var með 7500 hestafla aðalvél en sá nýi með 5800 hestafla vél auk þess sem sá nýi getur keyrt eingöngu á ljósavél sem er 2300 hestöfl. Ef þetta er tekið saman þá þurfum við að ræsa 5500 hestöfl núna til að færa skipin á milli staða í stað 18500 hestafla áður.

Auk minni olíunotkunar mun aukin burðar-geta nýtast fyrirtækinu vel við veiðar á kolmunna og eins þegar gefnir verða út stórir loðnukvótar. Þá munu nýju skipin styðja við enn frekari upp-byggingu á uppsjávarfrystingu fyrirtækisins. Þau munu einnig stuðla að því að markmiðin náist varðandi það að auka verðmætin úr þeim afla-heimildum sem eru til staðar á hverjum tíma með minni tilkostnaði.“

Skipstjórarnir á Berki í brúnni. Sturla Þórðarson til vinstri og Hjörvar Hjálmarsson til hægri. MyNd: ÞoRGEiR BaLdURSSoN.

Stjórnrými vélarúms. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Vélarúmið er rúmgott og vel frá öllu gengið. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Brúin er stór og öll tæki hin fullkomnustu. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

í brúnni er unnt að slappa af og njóta þæginda. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Gangarnir í skipinu eru prýddir listaverkum. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Setustofan myndi sóma sér vel á hvaða gæðahóteli sem er. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

Eldhúsið í skipinu er hið fullkomnasta. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

klefar áhafnarinnar eru rúmgóðir, smekklegir og þægilegir. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

nýtískulegur borðsalur. MyNd: HÁKoN viðaRSSoN.

27 ú t v E G S B l a ð I ð m a r s 2 0 1 4

Page 28: Útvegsblaðið 3.tbl 2014

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.