the Planet

Preview:

DESCRIPTION

This is a book I made as a class-project. It's a childrens book, in Icelandic, that describes some rather unusual societies and their inhabitants in rhyme.

Citation preview

Ari Hlynur Guðmundsson

Til er pláneta sem heitir engu nafni,

þó furðuverur lifi þar og dafni.

Samfélög tvö lifa á plánetu þessari,

Og af hópunum tveimur er annar ögn hressari.

Fyrst ber að segja frá Skribbaldaþjóð,

ekki er hún neitt sérlega góð.

Þau skribba og skribba allan liðlangan daginn,

Við peningaöflun eru sérlega lagin.

Peningurinn eini drottnar yfir öllum,

og fær hann að sitja á öllum þeirra flöggum.

En Doðrarnir enga peninga þekkja...

...og ekki að slá, né stríða, né hrekkja.

En leika sér dátt allann liðlangan daginn,

og leggjast ei til hvílu,

þó gaula byrji maginn.

Neih! Þeir opna bara munninn og segja: Aaaaaa!

En hvað gerist þá? Jah, þa er nú þa.

Neih! Þeir opna bara munninn og segja: Aaaaaa!

En hvað gerist þá? Jah, þa er nú þa.

Þá flugur birtast og til þeirra fljúga,

ég segi þér satt því ég kann ey að ljúga.

En furðulegast er,

við flugurnar hér,

að þær líta út eins og... ég veit ekki hvað!

Það þyrfti nú ljóðskáld til að segja þér það.

En lítt þú nú á,

og segðu svo frá.

Flugur þessar eru kynlegir kvistir,

en fleiri en doðrum í þær lystir...

Þá ber að segja frá blómunum stóru,

þau háma í sig flugur sem hafa ekki glóru,

og beint upp í munninn á blómunum fóru.

En Skribbarnir sitja við skribborð og skribba,

samir við sig og leyfa sér fátt...

...Nema einn dag á ári og þá er nú kátt!

Þeir setja upp hattinn,

þann eina er leyfður.

Þeir geyma skattinn,

hann situr óhreyfður.

Þeir dusta af sér rykið,

og hrista á sér spikið.

En í guðanna bænum,

...ekki of mikið!

Doðrarnir líka,

klæða sig fínt.

Frá flíkum til flíka,

sem þeir geta sýnt.

En ekki skal segja,

í augnablik.

Að í fötin sér smeygja,

við stök tilvik.

Því það er, skal ég segja þér,

af og frá.

Þetta sér sérhver,

sem lítur þá á,

ef hann á þá,

leið þar hjá.

Inniskó ljúfa,

með pláss fyrir tá.

Eða pulsu húfa,

sem glansar smá á. Allt þetta má,

og meira til.

Þeir segja bara: Já!

Því það gefur þeim yl.

En nú við kveðja skulum,

og hætta þessum þulum.

...Ekki gleyma að veifa!

Þessum verum skulum leyfa,

áfram sig að þreyfa,

og huganum að dreifa.

Þessi frásögn, sem sögð er í rímum, segir frá plánetu sem ber ekkert nafn. Hún ber ekkert nafn því íbúar hennar hafa engan áhuga á nöfnum, né umheiminum. Íbúar þessir eru annarsvegar Skribbaldar; alvarlegir, fúlir, skipulagðir og með peninga á heilanum, og hinsvegar Doðrar; Uppátækjasamir, glaðlindir og skapandi. Við förum í ferðalag um heim þeirra og kynnumst þeirra siðum og venjum svo og nokkrum, öðrum, sannkölluðum furðuverum!

Recommended