24
HERINN VAR LÍFLÍNA HLÍN EINARS Hvellur • Smiðjuveg 30, 200 Kópavogur • www.hvellur.com • s: 577 6400 Opið virka daga 9:00 - 18:00 og 12:00 - 16:00 á laugardögum. Murray sláttuvélar frá Hvelli Loksins eru gæða sláttuvélarnar aftur fáanlegar á Íslandi, allar vélarnar eru framleiddar í Evrópu með nýjustu umhverfisvænum gæðamótorum frá Briggs og Stratton. Varist eftilíkingar!! Heimilisvélin. Verð kr. 69.739,- Murray EQ400 Briggs & Stratton 450E Series 125cc OHV bensínmótor. Sláttubreidd 46 cm Afturkast með 60 l poka og möguleika á “Mulching” 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 18 cm hjól Tvær saþátta hæðarstillingar Stóra heimilisvélin með drifi. Verð kr. 89.362,- Murray EQ500X Ready Start Briggs & Stratton 575EX Series 140cc OHV bensínmótor. Sláttubreidd 46 cm Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t. Afturkast með 60 l poka og “Mulching” (hökkun) 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 18 og 28 cm hjól Ein saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól. Fyrir Atvinnumannin og Sveitarfélög. Verð kr. 125.771,- Murray EQ700X Ready Start Briggs & Stratton 750EX Series 161cc DOV bensínmótor. Sláttubreidd 53 cm Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t. Afturkast með 70 l poka og “Mulching” (hökkun) 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 20 og 28 cm hjól Ein saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól. KINNALITUR VERÐUR AÐ VERA Í SNYRTITÖSKUNNI 6 LAUGARDAGUR 28.05.16 SÍÐASTA VÍGI HOMMA- FÓBÍUNNAR Á FERÐ UM VESTURLAND Mynd | Hari STILLIR VÆNTINGUM Í HÓF VEGNA EM-MYNDAR LAMBALUNDIR LÆKNISINS AÐ FLJÓTA ER ÁVÍSUN Á RÓLEGRA LÍF

28 05 2016 amk

Embed Size (px)

DESCRIPTION

amk, fréttatíminn, iceland, news

Citation preview

Page 1: 28 05 2016 amk

HERINN VAR LÍFLÍNA

HLÍN EINARS

Hvellur • Smiðjuveg 30, 200 Kópavogur • www.hvellur.com • s: 577 6400Opið virka daga 9:00 - 18:00 og 12:00 - 16:00 á laugardögum.

Murray sláttuvélar frá HvelliLoksins eru gæða sláttuvélarnar aftur fáanlegar á Íslandi, allar vélarnar eru framleiddarí Evrópu með nýjustu umhverfisvænum gæðamótorum frá Briggs og Stratton.

Varist eftilíkingar!!

Heimilisvélin. Verð kr. 69.739,-

Murray EQ400Briggs & Stratton 450E Series 125cc OHV bensínmótor.Sláttubreidd 46 cmAfturkast með 60 l poka og möguleika á “Mulching”6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm18 cm hjólTvær saþátta hæðarstillingar

Stóra heimilisvélin með drifi. Verð kr. 89.362,-

Murray EQ500X Ready StartBriggs & Stratton 575EX Series 140cc OHV bensínmótor.Sláttubreidd 46 cmSjálfkeyrandi drif 3.6 km/t.Afturkast með 60 l poka og “Mulching” (hökkun)6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm18 og 28 cm hjólEin saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól.

Fyrir Atvinnumannin og Sveitarfélög. Verð kr. 125.771,-

Murray EQ700X Ready StartBriggs & Stratton 750EX Series 161cc DOV bensínmótor.Sláttubreidd 53 cmSjálfkeyrandi drif 3.6 km/t.Afturkast með 70 l poka og “Mulching” (hökkun)6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm20 og 28 cm hjólEin saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól.

KINNALITUR VERÐUR AÐ VERA Í SNYRTITÖSKUNNI 6

LAUGARDAGUR 28.05.16

SÍÐASTA VÍGI HOMMA- FÓBÍUNNAR

Á FERÐ UM VESTURLAND

Myn

d | H

ari

STILLIR VÆNTINGUM Í HÓF VEGNA EM-MYNDAR

LAMBALUNDIR LÆKNISINS

AÐ FLJÓTA ER ÁVÍSUN Á RÓLEGRA LÍF

Page 2: 28 05 2016 amk

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Ég er á mjög góðum stað í dag. En ég var virki-lega veik á þessum tíma og mjög langt niðri andlega. Ég glími við

jaðar persónuleikaröskun sem getur orðið mjög slæm. En það er samt alls ekki afsökun,“ segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Sykur.is, og vísar þar til atburðarásar sem átti sér stað fyrir ári þegar hún og Malín Brand sendu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, fjárkúgunarbréf. Þær voru handteknar í kjölfarið og bíða þess nú hvort ákært verði í málinu eða ekki.

Langaði til að gera eitthvaðSkömmu síðar kom svo upp annað mál í tengslum við nauðgun sem Hlín segist hafa orðið fyrir af hálfu fyrrum samstarfsfélaga síns. Hinn meinti nauðgari kærði þær systur fyrir fjárkúgun en hann greiddi þeim sjö hundruð þúsund krónur fyrir að kæra sig ekki. Hlín lagði þó að lokum fram nauðgunarkæru á hendur honum. Bæði málin eru enn til rannsóknar.

Hlín hefur hins vegar ekki setið auðum höndum og beðið eftir málalyktum. Fyrst um sinn dró hún sig reyndar alveg í hlé, horfði ekki á fréttir og útilokaði sig alveg frá samfélaginu, en vissi að það gat ekki gengið til lengdar. Eftir að hafa dvalið á geðdeild í viku og fengið viðeigandi aðstoð fór hún á endurhæfingarlífeyri, enda metin óvinnufær. Hún hafði samt löngun til að gera eitthvað og leitaði sér að verkefnum.

Fékk ástæðu til að fara á fætur„Það sem bjargaði mér í raun-inni var að í september 2015 fór ég niður í Hertex, sem er nytja-markaður Hjálpræðishersins, staðsettur rétt hjá heimili mínu, og bauð fram krafta mína. Ég veit ekki ennþá af hverju ég fór þang-að, en verkefnastjórinn tók mér fagnandi og bauð mig velkomna. Ég hef nú verið í sjálfboðavinnu

þar í marga mánuði og sinnt ýms-um verkefnum. Það var það sem kom mér aftur af stað. Ég hafði ástæðu til að fara á fætur og fara út úr húsi. Hjálpræðisherinn var minn stökkpallur aftur út í lífið. Svo þróaðist þetta þannig að ég fór meira að sinna markaðsstörfum heldur en að vera í versluninni. Út frá því fór ég svo að skrifa á Sykur.is, hjá Kvennablaðinu og nú er ég orðin ritstjóri þar,“ segir Hlín sem er mjög þakklát Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, ritstjóra Kvenna-blaðsins, fyrir að hafa trú á sér og hafa treyst henni fyrir þessu verkefni.

Dómari í spurningaþætti„Ég er aftur farin að vinna við það sem ég elska. Vinnutíminn minn er sveigjanlegur og ég vinn mikið heima, sem styrkir sam-bandið við börnin mín. Ég held ég myndi ekki treysta mér í að vinna hefðbundinn vinnutíma, frá 9 til 5, ekki í dag,“ viðurkenn-ir Hlín sem tekur jafnframt fram að hún sé dugleg að vinna í sjálfri sér og þiggja þá hjálp sem henni býðst.

Hlín tekur annars öllum verk-efnum fagnandi og þau hafa ýms-um toga komið inn á borð til henn-ar á síðustu mánuðum. Hún fer til að mynda með hlutverk dómara í nýjum spurningaþáttum sem nefn-ast Ghettó betur og eru í umsjón Steinda jr. og verða sýndir á Stöð 2 í sumar, en í þáttunum gerir Hlín svolítið grín að sjálfri sér.

Hjálpræðisherinn var stökkpallur aftur út í lífið

Hlín Einarsdóttir veit enn ekki hvort hún verður ákærð fyrir að senda fyrrverandi forsætisráðherra fjárkúgunarbréf á síðasta ári. Hún reynir að hugsa ekki of mikið um hvernig málið fer. Hægt og rólega hefur hún fikrað sig aftur út í lífið

og er nú aftur farin að vinna við það sem hún elskar

„Steindi hafði samband við mig og þetta er bara fyndið. Ég verð að geta hlegið að þessu. Ég hef mik-inn húmor og hlæ mikið alla daga. Ef ég get gert grín að sjálfri mér svona þá er það bara gott.“

„Fólk horfir ekki undarlega“Aðspurð hvernig viðmóti hún hafi mætt frá fólki eftir atburðina síðasta sumar, segir Hlín ekki nokkurn mann hafa minnst á mál-ið við sig. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt. Sama hvar ég kem þá eru allir ótrúlega almennilegir og fólk horfir ekki undarlega á mig,“ segir Hlín og brosir. „Góður vinur minn ráðlagði mér að bera höfuðið átt og brosa framan í alla. Og ég hef gert það. Ég vil bara reyna að halda áfram.“

Hlín veit sjálf ekki hver staðan á málum hennar er hjá lögreglunni, en hún segist ekki óttast niður-stöðuna, hver sem hún verður. „Ég verð að taka því sem koma skal. Ég get ekki breytt neinu, nema sjálfri mér og reynt að verða betri manneskja. Leggja mitt af mörkum til samfélagsins. Ég er að gera það mikið af frábærum hlutum núna að ég hugsa ekki of mikið um þetta. Fyrir sex til átta mánuðum fór ég ekki út úr húsi en hingað er ég komin í dag. Það er eiginlega alveg ótrú-legt.“

Missti alla tenginguHlín hafði ver-ið veik í þó nokkurn tíma áður en atburða-rásin með bréfið fór af stað. En veikindin ágerð-ust mjög hratt síðasta vor. „Ég var búin að vera í sambandi með manni um tíma og ég var mjög lasin í því sambandi. Virkilega lasin. Sambandinu lauk en svo var mér nauðgað í apríl og þá missti ég alla tengingu við raunveruleikann. Þegar ég lít til baka þá veit ég ekki hvaða kona þetta var. Mér finnst ég vera að horfa á bíómynd.

Þetta var auðvitað ég, en samt ekki.“

Þorir ekki aftur í sambandHlín hefur verið á lyfjum vegna veikindanna en er nú hægt og ró-lega að minnka skammtinn. „Ég vil helst ekki taka lyf. Dagsdaglega er ég ekki lasin. Þetta brýst fram þegar ég þarf að takast á við erf-iðar tilfinningar. Þá veikist ég. Ég held ég fari aldrei aftur í samband. Ég er mjög hrædd við það. Stund-um fer ég inn á Tinder en spyr

sjálfa mig strax hvað ég sé eigin-lega að gera. Ég hef engan áhuga á þessu. Það hentar mér mjög vel að vera einhleyp þó vissulega sé það stundum erfitt fjárhagslega.“

Hlín á tvö börn, 10 og 12 ára, sem eru að mestu leyti hjá henni. Hún segir þau hafa verið ótrúlega skilningsrík vegna veikinda móð-ur sinnar. „Börnin mín hafa lítið þurft að finna fyrir þessu, sem bet-ur fer. Það tækluðu allir í kringum mig þetta mál rosalega vel og ég og börnin mín erum bestu vinir.“

…viðtal 2 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Líður vel Hlín segist vera á mjög góðum stað í dag, en fyrir ári

var hún virkilega veik af jaðar persónuleikaröskun. Mynd | Hari

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • [email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, [email protected]; Kidda Svarfdal, [email protected] og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, [email protected]. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.

Steindi hafði samband við mig og þetta er bara fyndið.

Ég verð að geta hlegið að þessu. Ég hef mikinn húmor og hlæ mikið alla daga. Ef ég get gert grín að sjálfri mér svona þá er það bara gott

Page 3: 28 05 2016 amk
Page 4: 28 05 2016 amk

Það er ferlega þreytandi að þurfa sífellt að vera að laga og passa upp á varalitinn. Hægt er að nota ýmsar leiðir til þess að láta vara-litinn endast betur, þar á meðal þessi þrjú skref.

1 Skrúbbaðu varirnar létt með hringlaga hreyfingum og notaðu svo góðan varasalva.

Þannig fjarlægir þú dautt skinn og nærir varirnar, sem gerir það að verkum að áferð varalitarins verður fallegri.

2 Settu örlítið af fljótandi farða eða hyljara yfir varirnar. Þetta dempar bleika litinn

á vörunum þannig að ef þú velur ljósan varalit þá nýtur hann sín betur. Einnig nýtist farðinn sem grunnur fyrir varalitinn þannig að hann helst frekar á vörunum.

3 Notaðu rakagefandi varalit, farðu eina umferð og púðr-aðu létt yfir varirnar. Farðu

svo aðra umferð með varalit. Þerr-aðu varirnar í lokin með pappírs-þurrku.

Láttu varalitinn endast allan daginn

Aðaláherslan verður á húðina í förðunartísku sumarsinsFallegur kinnalitur er nauðsynlegur í snyrti-budduna á þessum árstíma

Augnförðun í björtum, bláum litum er vinsæl.

Það er rosalega margt í gangi en svona sam-kvæmt því sem ég hef séð á tískupöllun-um erlendis er mikil

áhersla á húðina og að leyfa henni að njóta sín. Ljómandi húð verð-ur mjög áberandi, „highlight“ og léttar skyggingar,“ segir Sara Dögg Johansen sem er þekkt nafn í förðunarbransanum á Íslandi og annar eigenda Reykjavík Make Up School, þegar hún er spurð að því hverju við megum eiga von á í förðunartískunni í sumar.

Samhliða ljómandi húð eig-um við annað hvort eftir að sjá áberandi augnförðun eða æpandi varaliti. „Ef við tökum áfram mið af tískupöllunum þá erum við að tala um létta og náttúrulega augn-förðun með til dæmis rauðum vörum eða alveg öfugt, áberandi augnförðun og „nude“ varir.“

Sara segir bjarta, bláa liti vera vinsæla á augun núna, bæði í formi augnskugga og „eyeliner“ og að þá sé slík förðun pöruð með minna áberandi varalit. „Lykilat-riði í sumar er að leggja áherslu á annað hvort varir eða augu, ekki bæði,“ segir Sara sem þorir þó ekki að lofa að trendin af tískupöll-unum nái endilega alla leið til Íslands.

Gerviaugnhár hafa verið mjög vinsæl á meðal íslenskra kvenna undanfarið og virðast vinsæld-ir þeirra ekkert vera að dvína. „Gerviaugnhár hafa komið rosa-lega sterkt inn upp á síðkastið og þeirri tísku er hvergi nærri lokið, það eru eiginlega bara allir með slík augnhár í dag,“ segir Sara.

„Við eigum eftir að sjá íslenskar stelpur leggja mikla áherslu á augnhárin í sumar, úrvalið af

augnhárum er orðið mjög fjöl-breytt og hægt að fá svo falleg nátt-úruleg augnhár. Þú getur fengið stök augnhár, hálf og heil þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Augnhárin munu fá að njóta sín í sumar og alveg óþarfi að hafa augnskugga eða „eyliner“ með. Ljómandi húð og falleg augnhár eru alveg nóg. Og láta svo fallegt gloss setja punktinn yfir i-ið.“

Sara segir glossið yfirleitt detta út yfir vetrartímann en koma svo aftur þegar sólin fer að skína. „Glossið dettur alltaf inn þegar líða fer að sumri. Ferskjulitað gloss er vinsælt núna og svo gloss í rauð-um tónum. Það er einmitt mjög gaman að sjá hvað rauðar varir eru að koma sterkt inn núna, af því þær eru yfirleitt frekar tengdar jólunum.“

Það sem er nauðsynlegt í snyrti-budduna í sumar, að mati Söru, er fallegur kinnalitur. „Kinna-litur verður alltaf rosalega vinsæll á sumrin. Hann gefur andlitinu ákveðinn frískleika og ljóma. Bæði „highlight“ og kinnalitur gefa and-litinu líf og bjartara yfirlit. Kinna-litur er algjört „möst“ yfir sumar-tímann.“

Sara Dögg Johansen, annar eigenda Reykjavík Make Up School.

Rauðar varir verða áberandi í sumar.

4 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Dove brúnkukrem er gott fyrirhúðina og frábært fyrir útlitið

Tveir styrkleikar – fyrir ljósa/miðlungsdökka húð og fyrir miðlungsdökka/dökka húð.

Nú renna 8 kr. af öllum seldum Dove vörum til The Body Project sem vinnur að bættri líkamsmynd stúlkna á Íslandi. Lesið meira um verkefnið á www.sonnfegurd.is

#sönnfegurð

Rakagefandi húðkrem sem byggir smám saman upp fallega brúnan húðlit. Inniheldur náttúrulega litarefnið DHA og Cell-Moisturisers® sem næra húðina og metta hana af raka.

Smáratorgi, KópavogiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00

Vínlandsleið, GrafarholtiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00

Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi

60%50%

50%

40%40%

LÁGMARKS-AFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ

40%60%

Page 5: 28 05 2016 amk

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár.Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

Page 6: 28 05 2016 amk

á Tenerife með GamanFerðum!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

LYON f rá

9.999 kr.*

DUBLIN f rá

7.999 kr.*

NICE

9.999 kr.*

STOKKHÓLMUR f rá

7.999 kr.*

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

EDINBORG f rá

9.999 kr.*

VERTUMEMM!

jún í - sept .

maí - jún í

jú l í - okt .

jún í - des .

jún í - sept .

Eitt stærsta heilsufars-vandamál nútímans er streita og flot er mjög gott svar við því. Að fljóta í þyngdarleysi í

vatni losar um streitu og veitir gífurlega vellíðan,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, sem á og rekur heilsuhofið Systrasamlagið á Sel-tjarnarnesi, ásamt systur sinni Jó-hönnu Kristjánsdóttur.

Þegar systurnar opnuðu Systra-samlagið fyrir þremur árum var eitt af því fyrsta sem þær gerðu að efna til samflota. „Við byrjuðum nú bara eins og hverjir aðrir nörd-ar upp í Neslaug,“ segir Guðrún og hlær. „Okkur fannst vöruhönnuð-urinn Unnur Valdís Kristjánsdóttir vera með gullmola í höndunum en hún hannaði flothettu og fóta-flot sem gerir það að verkum að þú getur gjörsamlega sleppt þér og flotið í laug. Við próf-uðum hönnunina og sáum strax að þarna var eitthvað sem við þyrftum að koma á framfæri við al-menning, þannig að við fórum að efna til samflota þar sem fólk gat fengið lánaðar hettur og prófað.“

Að sögn Guðrúnar hefur orðið sannkölluð sprenging síðan þær systur voru fyrst að láta sig fljóta fyrir þremur árum. „Það hef-ur orðið sprenging hvað vinsældir flotsins varðar, það hefur eiginlega orðið einhverskonar vakning og að láta sig fljóta hefur aldrei verið vinsælla. Núna eru þó nokkrar sundlaugar farnar að bjóða upp á samflot og við finnum ótrúlegan áhuga allsstaðar frá, bæði frá Ís-lendingum og ferðamönnum.“

Mikið hefur verið rannsakað hvaða áhrif flot hefur á heilann. „Svokallaðir flottankar hafa verið mjög vinsælir í Bandaríkjunum og víðar. Þá fer fólk inn í flot og lætur sig fljóta í söltuðu vatni í klukku-tíma og eru vísindamenn mikið að rannsaka núna hvaða áhrif það hefur á heilann að fljóta um í þyngdarleysi. Þessar rannsóknir hafa verið að koma alveg rosalega vel út. Vísbendingar eru um að fólk sé að ná svo mikilli slökun í

flotinu að það geti til dæmis unnið á áfallastreituröskun og þyngri málum.“

Guðrún segir flot hafa ótal marga og magnaða kosti. „Það fyrsta sem fólk upplifir yfirleitt að loknu floti er rosalega góð-ur nætursvefn. Að láta sig fljóta í þyngdarleysi er líka verkjastillandi og tekur álag af hryggnum. Flotið jafnar blóðþrýsting, getur hjálpað þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða, dregið úr mígreni og haft góð áhrif á andlega sjúkdóma á borð við þunglyndi.

Guðrún á erfitt með að lýsa því

hversu dásamlegt það er að láta sig fljóta í laug eða potti utandyra og horfa upp í himininn. „Þetta er svo góð leið til þess að slaka á, hugleiða og fá hlé frá daglegu amstri. Flot kemur á jafnvægi á milli heilahvela og gagnast mjög til dæmis skapandi fólki og íþrótta-mönnum til þess að sjá hluti fyrir sér. Með því að koma á jafnvægi á milli heilahvela getur flot meðal annars eflt hugmyndaflæði. Það hefur einnig sýnt sig að þeir sem stunda flot reglulega eru miklu ró-legri í daglegu lífi og láta streituna síður ná til sín.“

Að láta sig fljóta hefur magnaða kostiHefur sýnt sig að þeir sem stunda flot reglulega eru miklu rólegri í daglegu lífi og láta streituna síður ná til sín

Að fljóta í þyngdarleysi er góð leið til þess að slaka á og hugleiða.

Flot hefur aldrei verið vinsælla.

…heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

„Við byrjuðum

nú bara eins

og hverjir aðrir

nördar upp í

Neslaug,“

Page 7: 28 05 2016 amk

Bio-Kult og jafnvægi líkamansGóðgerlar, hvítlaukur og grape fruit seedUnnið í samstarfi við Icecare

Íris Asmundardottir er a fullu i framhaldsskolanami og æfir ballett i rumlega tuttugu klukkustundir a viku asamt þvi

að vinna sem aðstoðarkennari i ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar eg lærði að stærsti hluti onæmiskerfisins væri i meltingarfærunum akvað eg að gera eins og eg gæti til að stuðla að eðlilegri meltingu og jafnvægi. Eg ætla mer langt i ballettinum og mer hefur undanfarin tvo ar hlotnast sa heiður að fa að stunda nam við sumarskola Boston Ballet asamt þvi að hafa tekið tima bæði i Steps on Broadway og i London. Eg tek Bio-Kult Candea a hverjum degi samhliða heilsusamlegu mataræði og er sjaldan þreytt og hlakka nær undantekningarlaust að takast a við verkefni dagsins”.

Guðbjorg Gisladottir ber Bio-Kult einnig vel soguna. „Eftir að eg komst a akveðinn aldur for eg að finna i auknum mæli fyrir oþægindum vegna

breytinga i slimhuðinni, en eftir að eg byrjaði að nota Bio-Kult Candea fann eg storkostlegan mun a mer. Í gegnum tiðina hef eg einnig glimt við allskonar vandamal tengt ojafnvægi i floru likamans og finn eg að Bio-Kult Candea er að virka rosalega vel fyrir mig,“ segir Guðbjorg. Bio-Kult fyrir alla

Innihald Bio-Kult Candea- -hylkjanna er oflug blanda af vinveittum gerlum asamt hvitlauk og grape seed extract. Bio-Kult Candea hylkin stuðla að eðlilegu florujafnvægi og stuðla að eðlilegri meltingu. Vinnur meðal annars a brjostsviða, huðvandamalum og roða i huð.

Bio-Kult Original er einnig oflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmafloruna. Bio- -Kult Candea og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjolkandi mæður og born. Folk með mjolk- ur- og sojaoþol ma nota vorurnar. Mælt er með Bio-Kult i bokinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell- -McBride.

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare. Mynd | Hari.

Hvítari tennur með Gum Original WhiteTennurnar verða hvítari með Gum Original White munnskoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

Guðbjörg Gísladóttir losnaði við óþægindi breytinga í slímhúðinni eftir að hún byrjaði að taka Bio-Kult Candeá.

Unnið í samstarfi við Icecare

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og ohreinindi og

veita tonnunum vernd. Tannlæknar mæla með Gum vorunum. „Vorulinan er breið og goð og i henni ma finna allt fra tannburstum og Soft Picks tannstonglum til tannhvittunarefna. Serfræðingar Gum eru fljotir að tileinka ser nýjungar og mæta þorfum folks sem er virkilega gott i þessum geira,“ segir Solveig Guðlin Sigurðardottir, vorumerkjastjori hja Icecare.

Engin bleikiefniGum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og ohreinindi og tennurnar fa sinn upprunalega lit. Baðar vorurnar innihalda fluor og ma nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg ahrif a almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað natturulega vorn tannanna. „Hvittunarlinan, Original White, er mjog goð þvi hun virkar vel en folk fær samt sem aður ekki tannkul. Slipimassinn er agnarsmar svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvittunartannkrem.“ Solveig segir það einnig kost að Original

White linan viðhaldi arangri eftir lýsingarmeðferð a tannlæknastofu. „Soft Picks tannstonglarnir eru mitt uppahald þvi þeir komast vel a milli tannanna og innihalda engan vir og eru rikir af fluori. Þetta eru frabærir einnota tannstonglar sem virka eins og millitannburstar en þa er hægt að hafa i veskinu eða heima fyrir framan sjonvarpið.“ Hvittunarvorurnar innihalda serstaka blondu sem Gum hefur einkaleyfi a og hreinsar betur en bleikiefni. Vorurnar eru faanlegar i Lyfju, Apotekinu og að auki i flestum oðrum apotekum og i hillum heilsuverslana.

Vörulínan frá Gum Original White inniheldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

…heilsa7 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Page 8: 28 05 2016 amk

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

BOSTON f rá

15.999 kr.*

WASHINGTON D.C. f rá

15.999 kr.*

MONTRÉAL f rá

15.999 kr.*

TENERIFE f rá

17.999 kr.*

WOW ALL ALEIÐ!

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

okt . - des .

sept . - des .

maí - jún í

okt . - des .

TORONTO f rá

15.999 kr.*sept . - des .

…matur 8 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Lambalundir í hvítlauk, sambal oelek og límónuLæknirinn í eldhúsinu töfrar fram ljúffengar lambalundir með áhrifum frá Austurlöndum fjærLambalundir eru gjarnan taldar besti bitinn af lambinu, en það fer auðvitað alveg eftir því hvernig farið er með hráefnið. Kjöt af háls-inum getur líka verið algert sæl-gæti ef kokkurinn vandar sig. En lambalundirnar er vissulega fyrir-hafnarlítið að gera dásamlegar og svo þurfa þær ekki langan tíma á grillinu áður en þær eru tilbúnar á matarborðið.

Sambal er sterk sósa frá Aust-urlöndum fjær, algengust er hún frá Indónesíu og Malasíu. Hún er mestmegnis gerð úr rauðu chili og síðan bragðbætt m.a. með lauk, sítrónusafa og fleiri kryddtegund-um. Hvert svæði á síðan sína gerð af sambal með mismunandi áferð og viðbótarhráefnum.

Fyrir fjóra:800 g lambalundir2 msk sambal oelek2 msk jómfrúarolía

4 hvítlauksrif½ rauður chilipiparbörkur af heilli límónusafi úr límónusalt og pipar

Aðferð:1. Skolið og þerrið lambalundir

og setjið í skál. 2. Hellið jómfrúarolíu saman við

ásamt sambal. 3. Brytjið hvítlauk og chili smátt

og setjið saman við.4. Skafið börkinn af límónunni

(bara græna hlutann, ekki þann hvíta), saxið mjög smátt og sáldrið yfir kjötið.

5. Kreistið límónusafa yfir og bragðbætið með salti og pipar.

6. Blandið öllum hráefnunum vandlega saman og maríner-ið í minnst klukkustund (helst lengur).

7. Grillið á háum hita í tvær mín-

útur á hvorri hlið (háð þykkt kjötsins).

8. Hvílið í nokkrar mínútur áður en lundirnar eru sneiddar niður svo þær nái að jafna sig.

Bulgursalat með papríkum, fetaosti og þurrkuðum apríkósumBulgur er hveitiafurð sem er al-geng í matargerð Miðausturlanda. Það er oftast gert úr durum hveiti þó að hægt sé að framleiða það úr öðrum hveititegundum. Þetta hráefni á sér langa sögu og hefur verið framleitt síðan 2800 árum fyrir Krist. Þó að þetta sé kannski fyrsta framleidda matvaran þá hefur það ágæta kosti eins og að innihalda mikið af trefjum þar sem hismið er að miklu leyti not-að við framleiðsluna.

Annar augljós kostur er að það er ljúffengt og að auki skemmtileg tilbreyting frá því að nota kartöfl-ur, hrísgrjón eða kúskús.

Fyrir fjóra:3 dl bulgur6 dl kjúklingasoð1 rauð paprika1 græn paprika1 rauðlaukur2 hvítlauksrif50 g þurrkaðar apríkósur100 g fetaostur2 msk fersk sítrónumelissa2 msk fersk myntasafi úr einni límónu4 msk góð jómfrúarolíasalt og pipar

Aðferð:1. Útbúið bulgur eftir leiðbeining-

um á pakkanum nema í staðinn fyrir vatn er það eldað upp úr kjúklingasoði.

2. Skerið paprikurnar og rauð-laukinn í bita og blandið við bulgur ásamt maukuðum hvít-lauk.

3. Skerið apríkósurnar gróft niður

og bætið í bulgursalatið. 4. Skerið fetaostinn í bita og

blandið saman við. 5. Saxið myntuna og

sítrónumelissuna gróflega og sáldrið yfir salatið.

6. Blandið saman jómfrúarolíunni og límónusafanum, smakkið til með salti og pipar og dreifið yfir herlegheitin.

Page 9: 28 05 2016 amk

ferðir ... alla föstudaga og [email protected]

Á ferð um Vesturland 10 16

Page 10: 28 05 2016 amk

...ljósmyndasýninguna Skorradal-ur allt árið – eyðibýli sem er sýning utanhúss við eyðibýlið Stálpastaði í Skorradal. Myndasmiður er Krist-ín Jónsdóttir á Hálsum og verður sýningin opnuð 11. júní næstkom-andi.

...fyrirlestur Kristrúnar Heim-isdóttur lög-fræðings sem ber nafnið „Heims-borgari gerist sveitakona“ í Snorrastofu í Reykholti,

þriðjudaginn 31. maí klukkan

20.30. Fyrirlesturinn fjallar um frú Önnu Bjarnadóttur kennara, kennslubókahöfund og prestsfrú Reykholti, en hún lést árið 1991, 94 ára að aldri.

...ljósmyndasýningu Sigurjóns Einarssonar, Refir og menn, sem unnin er í samstarfi við Safnahús. Hún mun standa yfir frá 21. apríl til 11. nóvember 2016 í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Fram til 1. maí verður opið á virkum dögum 13-18, en í maí, júní, júlí og ágúst verður einnig opið 13-17 um helgar og á hátíðis-dögum. Eftir 1. september tekur vetrartími aftur við þar sem lok-að verður um helgar. Sýndar eru ljósmyndir Sigurjóns Einarssonar af refaveiðimönnum við vetrar-veiði.

…ferðir 10 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Opnunartími sundlaugar:ATH.: hætt er að hleypa ofan í laugina

30 mínútum fyrir lokun

Mánudagar:kl. 07:30-21:00

Þriðjudagar:kl. 07:30-21:00

Miðvikudagar:kl. 07:30-21:00

Fimmtudagar:kl. 07:30-21:00

Föstudagar:kl. 07:30-21:00

Laugardagar:kl. 10:00-17:00

Sunnudagar:kl. 10:00-17:00

Börnum yngi en tíu ára er óheimilt að fara í sund nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er �mmtán ára eða eldri. Ábyrgðarmaður tekur fulla ábyrgð á barni og fylgir því alltaf hvort sem er í lauginni eða í pottunum.

Sundlaugin í Ólafsvík

Ennisbraut 11 355 SnæfellsbærSími: 433-9910

Á Vesturlandi eru margir sögufrægir staðir og náttúruperl-ur sem vert er að skoða. Auðvitað er

ekkert gaman skoða alltaf bara þessa klassísku túristastaði en sum-ir þeirra eru einfaldlega þannig að maður verður að berja þá augum, að minnsta kosti einu sinni um æv-ina. Þó það sé ekki nema bara til að geta sagst hafa komið þangað. Svo er um að gera að ferðast og skoða meira út frá þessum stöðum og upplifa ósnortna íslenska náttúru eins og hún gerist best.

BreiðafjörðurBreiðafjörðurinn nær á milli Vestfjarðakjálkans og Snæfellsness og er vistkerfið þar er einstakt fyrir margra hluta sakir. Fuglalífið er fjölskrúðugt og selir sjást víða. Aðalheimkynni hafarnarins, sjald-gæfasta og langstærsta íslenska ránfuglsins, eru við Breiðafjörð en þar halda nú til um 40 pör.Sagt er að eyjarnar á Breiðafirði séu óteljandi, en víða eru þær þétt saman og mynda eyjaklasa sem

hafa fengið sér nöfn. Til dæmis Svefneyjar, Bjarnareyjar og Skál-eyjar. Vinsælt er hjá ferðamönn-um að fara í siglingu um eyjarnar með viðkomu í Flatey þar sem fólk upplifir gjarnan sem það fari aftur í tímann, enda nútímaþægindi þar af skornum skammti.

DeildartunguhverUm er að ræða vatnsmesta hver í Evrópu en hann er samheiti yfir nokkra hveri sem ná yfir um fimmtíu metra svæði. Deildar-tunguhver er í Reykholtsdal, um 37 kílómetra frá Borgarnesi. Úr hverunum koma um 180 lítrar af 100 gráðu heitu vatni á hverri sek-úndu. Hverinn er friðaður en vatni úr honum er dælt til Borgarness og Akraness.

EiríksstaðirEiríkur rauði og kona hans, Þjóð-hildur, reistu sér bú að Eiríksstöð-um í Haukadal ef marka má Eiríks sögu rauða. Talið er að Leifur heppni sé þar fæddur.Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur á

árunum 1997 til 1999. Þá kom í ljós skáli frá tíundu öld og eru rústir hans sýnilegar. Reist hefur verið tilgátuhús á Eiríksstöðum og var lögð áhersla á að styðjast við rúst-irnar, rannsóknir og fornt verklag. Þar er lifandi safn þar sem leið-sögumenn eru klæddir að fornum sið og leiða gesti um söguna.

GlymurGlymur í Botns-dal í Hvalfirði er hæsti foss Ís-lands. Botnsdalur er að miklu leyti skógi vaxinn og þar er notalegt

að fara í lautarferðir á góðvirðis-dögum. Vinsælt er að ganga upp að Glymi og tekur gangan um þrjá

til fjóra klukkutíma, en gengið er frá bílastæðinu inni í Botnsdal. Gönguleiðin er ekki fyrir alla enda er hún torfarin á sumum stöðum. Í fyrstu er gengið eftir merkt-um stíg og síðar troðnum slóða. Farið er í gegnum hellisskúta og gengið niður að Botnsá, en til að komast yfir ána þarf fólk að fikra sig eftir viðardrumbi og styðjast við vír. Í framhaldinu tekur við brött brekka með lausri möl en þegar upp er komið er gönguleiðin þokkalega greið þangað sem foss-inn sést.

HraunfossarÓtal fossar spretta úr hraunjaðr-inum og falla í Hvítá. Einstaklega falleg náttúruperla og margar gönguleiðir eru í boði um svæðið.

Meðal annars er hægt að ganga að Barnafossum. Sagan segir stein-bogi frá náttúrunnar hendi hafi hér áður fyrr verið sem brú yfir Hvítá, en eftir að tvö börn féllu í ána við að fara yfir brúna hafi móðir þeirra höggvið niður bog-ann. Barnafoss er talinn draga nafn sitt af þessu atviki.

SnæfellsjökullMargir telja sig finna fyrir sterkum áhrifum frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orku-stöðvum jarðar. Aðrir vilja einfald-lega njóta fegurðar Snæfellsjökuls í góðu veðri. Þeir sem hyggja á ferðir á jökulinn þurfa að kynna sér vel aðstæður og ástand hans. Þá er óvönu fólki ráðlagt að ganga á jökulinn með leiðsögumanni.

Vesturland: Sniðugt að sjá...

Svamlaðu í ölkelduvatni á LýsuhóliÞað er fátt skemmtilegra að gera yfir sumartímann en að skella sér í sund í góðu veðri. Það ættu að vera hæg heimatökin að komast í sund á Vesturlandi, en fimmt-án sundlaugar eru skráðar á því svæði á sundlaugar.is. Sumar þeirra eru reyndar kennslulaugar fyrir skólasund og því aðeins opn-ar á skólatíma.

Sérlega skemmtileg er Lýsu-hólslaug en í henni er náttúrulega heitt ölkelduvatn beint úr jörðu. Ölkelduvatnið er mjög steinefna-

ríkt og talið afar hollt og græð-andi. Engum efnum er blandað í vatnið. Á Lýsuhóli er að finna sundlaug og tvo heita potta. Þeir sem hyggja á langa sundspretti ættu þó líkleg að leita annað, enda er laugin lítil og kannski frekar ætluð til þess að njóta útiverunnar og töfra ölkelduvatnsins í fallegu umhverfi.

Áhugaverðir staðir á VesturlandiÞað geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Vesturlandi, bæði útivist og náttúrufegurð, eða hvort tveggja

Page 11: 28 05 2016 amk

www.fi.is

FERÐ

ÆTLU

N 2

01

6FER

ÐA

FÉLAG

ÍSLAN

DS

Skráðu þig inn – drífðu þig út

Ferðir við allra hæfi

FERÐ

ÆTLU

N 2

01

6FER

ÐA

FÉLAG

ÍSLAN

DS

Laugavegurinn

FERÐ

ÆTLU

N 2

01

6FER

ÐA

FÉLAG

ÍSLAN

DS

Hornstrandir

FERÐ

ÆTLU

N 2

01

6FER

ÐA

FÉLAG

ÍSLAN

DS

Langidalur - Þórsmörk

- Dagsferðir

- Fjallaskíða- ferðir

- Ferðafélag barnanna

- Lengri ferðir

- Hjólaferðir

- Ferðafélag unga fólksins

Samstarfsaðili FÍ

Page 12: 28 05 2016 amk

…ferðirkynningar

12 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Hálendi Íslands er fyrir alla, unga sem aldnaKynning í samstarfi við Hálendisferðir

Hálendisferðir gera sem flestum kleift að kynn-ast náttúruperlum Ís-lands

„Ég stofnaði Hálendisferðir með það að markmiði að kynna á aðgengilegan hátt, fólki á öllum aldri, lítt þekktar en magnaðar náttúruperlur utan alfaraleiðar. Til dæmis Þjórsáver, Kerlingarfjöll og Torfajökulssvæðið (utan Lauga-vegar).

Ísland er að vaxa svo hratt sem ferðamannaland og margir vin-sælustu ferðamannastaðir lands-ins eru að verða yfirfullir af fólki. Það er sannarlega áhugavert

að kynnast því sem er þar fyrir utan,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir, stofnandi og eigandi Hálendis-ferða.

Ósk segir hálendi Íslands ekki vera aðeins fyrir þrautþjálfað úti-vistarfólk heldur fyrir alla, bæði konur og karla, unga sem aldna. „Okkar markmið er að gera sem flestum kleift að kynnast nátt-úruperlum Íslands. Ferðirnar eru iðulega með farangurstrússi og þurfa ferðafélagar því ekki að bera þungar byrgðar.“

Í samvinnu við Margréti H. Blöndal hefur Ósk einnig þróað sérstakar fjölskylduferðir á forsendum barna og unglinga. Gönguferðir í Þjórsárver og um háhitasvæði Torfajökuls eru hins

vegar ekki ætlaðar börnum. „Í þessar ferðir hafa stálpaðir unglingar fengið að koma með. Svo eru hlaupaferðirnar okkar al-veg frábærar því þar er yfirferðin meiri og maður nær að sjá svo mikið. Í þeim er hægt að sjá svæði sem tæplega er hægt að skoða fótgangandi nema með því að bera tjald og vistir.“

Að sögn Óskar upplifir fólk mikla kyrrð og fegurð í hálendis-ferðum. „Við leggjum einnig mikið upp úr samveru og dekstrum við fólk með ljúffengum krásum á hverju kvöldi úr vönduðu hráefni.“

Nánari upplýsingar um Hálendisferðir má nálgast á heimasíðu þeirra, www.halendisferdir.is

Náttúruperlur Úr ferð Hálendisferða um Kerlingarfjöll og Þjórsáver.

3 skemmtilegir staðir til gönguferða á VesturlandiVesturland býður upp á ótal möguleika til gönguferða

Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar, hvít-fyssandi jökulár, fjölbreytt dýra-og fuglalíf auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa, sem segja ótal sögur um liðna tíð og sambýli manns og náttúru. Einnig gengur ferðalangurinn víða fram á sérkenni-legar höggmyndir Páls Guðmundssonar myndhöggv-ara, sem skerpa oft svip landsins á nærgætinn hátt við náttúruna. Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og Ok.

Akrafjall. Einkar formfagurt fjall séð frá Akranesi, mjög víðsýnt er af fjallinu. Vinsælar gönguleiðir upp á Háahnúk (555m) sem er syðri tindurinn eða Geirmundartind (643 m). Gestabók er á Háahnúki. Akrafjall er eitt þeirra fjalla sem er tiltölulega auðvelt að ganga á og hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel. Það þarf ekki mikla reynslu eða dýran útbúnað til að ganga á Akrafjall þó nauðsynlegur hlífðarfatnaður og lágmarks þrek verði að vera til staðar.

Þegar göngunni lýkur er tilvalið að fara niður á Langasand, gera þar teygjuæfingar og láta svo þreytuna líða úr sér í sundi og slökun eða í heita pottinum í Jaðarsbakkalaug

Grábrók er stærsti gígurinn af þremur í stuttri gossprungu. Göngustígar liggja upp á Grábrók. Gangan er við flestra hæfi og einstakt útsýni er af Grábrók yfir Borgarfjarðarhérað.

FOCUS FJALLAHJÓL, ÞÝSK GÆÐI Í GEGN

Fjallahjól

Focus Whistler Pro 29r Focus Whistler Evo 29r

Focus Whistler Core Donna 27r Focus Whistler Elite 29r 99.900 kr.

Shimano XT 20gíra, Tektro glussa-diskabremsur og RockShox dempari með læsingu í stýri.

Shimano Alivio 27gíra, Tektro glussa-diskabremsur og dempari með læsingu í stýri.

Shimano Altus 21gíra, Shimano diskabremsur og dempari. Shimano Acera 27gíra, Tektro Auriga glussa-diskabremsur og læsanlegur dempari.

188.900 129.000

89.900 99.900

GÆÐA FJALLAHJÓL Á FRÁBÆRUM VERÐUM

Dalshrauni 13Hafnarfjörður565 [email protected]

hjolasprettur.is

Fatnaður

Pumpur

Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

Hjálmar

Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

Page 13: 28 05 2016 amk

Kynning í samstarfi við Munaðarnes Restaurant

Rétt við þjóðveginn á milli Baulu og Bifrastar er Mun-aðarnes Restaurant, falinn fjársjóður, þar sem hægt

er að borða góðan mat og njóta Borgarfjarðar í kyrrð og ró í fallegu umhverfi. „Þetta er ótrúlega vel varðveittur staður sem fáir vita af. Við erum ekki nema um 600 metra frá þjóðveginum,“ segir Sigurður Karlsson, annar eigenda staðarins. Hann tók við rekstrinum á síðasta ári, ásamt félaga sínum, Ragnari Kristinssyni, en þeir eru þekktir í sveitinni sem Siggi og Raggi enda aldrei kallaðir annað.

„Við tókum við hérna í flýti og höfum ekki séð eftir því eina ein-ustu mínútu. Munaðarnes er fullt af orku og þegar maður þarf að skreppa til Reykjavíkur þá langar mann alltaf bara að drífa sig heim,“ bætir Siggi við.

Allt heimabakaðMunaðarnes Restaurant er op-inn frá klukkan 10 á morgnana til 21 á kvöldin. Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boð-ið er upp á allt frá salötum upp í steikur og allir skammtar eru vel úti látnir. „Flaggskipið okkar á matseðlinum er humarsúpan. Svo erum við með allt heimabakað. Við bökum sjálfir bæði brauð og kökur og það hefur mælst mjög vel fyrir. Mottóið okkar er að fólk fari glatt og satt frá okkur.“

Á Munaðarnesi Restaurant er einnig ráðstefnusalur sem tekur 100 manns í sæti og get-

ur veitingastaðurinn því tekið á móti stórum hópum. Við höfum til dæmis fengið til okkar kóra í æf-ingabúðir yfir heila helgi og svo höfum við verið að fá stærri hópa í mat, 50 til 70 manns. Ætli há-markið sé ekki 110 til 120 manns. Svo ætlum við að vera með EM í beinni í sumar.“

Hostel opnaðEn það er ekki eina afþreyingin á staðnum því búið er setja upp sýninguna Goðheima, 25 fermetra

líkan eftir Hauk Halldórsson, þar sem hægt er að fá hljóðleiðsögn um híbýli goðanna gegn vægu gjaldi. Á næstu vikum verður svo opnað hostel við veitingastaðinn,

en um er að ræða svefnsal með rúmum fyrir tíu manns.

„Þetta er frábær staður til að koma á og njóta þess að sitja á pallinum í góðu sumarveðri. Við

erum með stóran suðurpall og í fyrra fór hitinn hjá okkur nokkra daga í röð upp í 30 gráður. Svo erum við Raggi líka svo skemmti-legir,“ segir Siggi.

…ferðirkynningar

13 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Unnið í samstarfi við Hótel Rjúkanda

Við Vegamót á Snæfells-nesi er Hótel Rjúkandi, 14 herbergja vistvænt hótel með kaffihúsi sem

breytist í glæsilegan veitingastað þegar rökkva tekur. Staðurinn er yfir 70 ára gamall en hefur ver-ið rekinn af hjónunum Gísla og Hrefnu síðan 1998, fyrst sem búð og bensínafgreiðsla, síðan sem sjoppa og loks frá árinu 2013 sem hótel og hugguleg matstofa – kaffihús á daginn og veitingastað-ur á kvöldin.

„Þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir leggja hönd á plóg-inn,“ segir Sigrún Erla Eyjólfsdótt-ir. Hún kom heim frá Barcelona árið 2013 og skellti sér í rekstur-

inn ásamt systur sinni Ólöfu og mökum þeirra. „Við skiptum út pylsupottinum fyrir almennilega kaffivél þannig að kaffiþyrstir

ferðalangar geta fengið nýmalað kaffi á ferð sinni um Snæfellsnes-ið,“ segir Sigrún Erla.

Á daginn er staðurinn kaffihús þar sem boðið er upp á súpur, heimabakað focaccia-brauð og bakkelsi sem frú Hrefna bak-ar af mikilli alúð í eldhúsinu. Á kvöldin er síðan boðið upp á a la carté matseðill þar sem áhersla er lögð á íslenskt hráefni af Snæ-fellsnesinu. „Okkar markmið er að skapa persónulegan stað þar sem eigendur koma að öllum þáttum starfseminnar ásamt frá-bæru starfsfólki. Við fáum allt hráefni úr næsta nágrenni. Fisk-

inn sækjum við út á nes, bláskel-in kemur úr Stykkishólmi, kjötið frá nágrönnum okkar á bónda-bæjum í kring og grænmetið, kryddjurtirnar og blómin frá garðyrkjumiðstöð hérna skammt frá. Hjá okkur er íslenskt hrá-efni í öndvegi en við erum með spænska kokka þannig að matur-inn verður aldrei rammíslenskur að framsetningu heldur virkilega

ljúffengur og fallega framsettur,“ segir Sigrún Erla.

Ferðamenn eru stærstur hluti viðskiptavina en að sögn Sigrún-ar Erlu eykst fjöldi Íslendinga á veitingastaðnum stöðugt. „Það gleður hjarta okkar að Íslendingar komi og fái sér að borða góðan mat við Vegamót í stað pylsunn-ar eða rækjusamlokanna á öðrum stöðum.“

Kaffihús sem breytist í veitingastað þegar rökkva tekurFjölskyldufyrirtæki á Vegamótum leggur sál sína í þjónustuna

Það er samhentur hópur sem vinnur á Hótel Rjúkanda.

Sími: 7889100Tölvupóstur: [email protected]íða: rjukandi.comFacebook: Hotel RjúkandiTwitter: @RjukandiInstagram: RjukandiKaffihúsið er opið frá klukkan 10 til 18 alla daga og veitingastaðurinn frá 18 til 21.30

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Munaðarnes Restaurant á heimasíðunni www.munadarnesrestaurant.is og á facebook-síðu veitingastaðarins: www.facebook.com/MunadarnesRestaurant/

Hótel Rjúkandi, við Vegamót á Snæfellsnesi

Munaðarnes Restaurant

Pylsupottinum var skipt út fyrir kaffivél. Klattarnir eru heimabakaðir og einstak-lega lystugir.

Veitingasalurinn á Hótel Rjúkanda er glæsilegur.

Fiskur dagsins á Hótel Rjúkanda.

Falinn fjársjóður við þjóðveginnMunaðarnes Restaurant er staðsettur á milli Baulu og Bifrastar, aðeins 600 metra frá þjóðveginum. Þeir Siggi og Raggi bjóða upp á fjölbreyttan matseðil þar sem humarsúpan er flaggskipið og brauð og kökur baka þeir sjálfir

Page 14: 28 05 2016 amk

Unnið í samstarfi við Sæferðir

Sæferðir í Stykkishólmi eiga og reka tvo báta í Breiðafirði. „Við erum með tvo báta, það er ferjan

Baldur sem fer yfir til Vestfjarða og líka í dagsferðir til Flateyj-ar. Einnig erum við með Særúnu, sem fer í útsýnisferðir í kringum Suðureyjar,“ segir Nadine Walter, sölu- og markaðsstjóri Sæferða.

Nadine segir það vera ótrúlega skemmtilega upplifun að koma út í Flatey, sérstaklega fyrir fjöl-skyldur. „Flatey er auðvitað ein af náttúruperlum landsins og þekkt fyrir sitt einstaka tíma-leysi. Að rölta um eyjuna er eins og að fara aftur til fortíðar. Hús-in í gamla þorpinu hafa verðið gerð upp í litskrúðugum gömlum stíl og þau er virkilega gaman að skoða. Sömuleiðis er kirkjan ákaflega áhugaverður viðkomu-staður en loft hennar er í raun eitt stórt málverk eftir Baltasar Samper. Náttúran í Flatey er líka einstök og fuglalífið sérstaklega fjölbreytt.“

Sæferðir leggja mikla áherslu á að bjóða upp á eitthvað fyrir alla og er þetta nú þriðja sum-

arið sem fyrirtækið gefur út sérstök Flateyjar-fjársjóðskort fyrir börnin. Í raun er um að ræða einskonar ratleik og hefur það vakið mikla kátínu hjá yngri kynslóðinni. „Hægt er að nálg-ast kortin í miðasölu Sæferða áður en haldið er út í ferjuna. Kortinu fylgir einnig sjónauki, enda væri seint hægt að tala um alvöru fjársjóðsleit án þess hátt-ar tækjabúnaðar,“ segir Nadine og hlær við. Kortunum er síðan skilað inn útfylltum í veitingasölu Baldurs og er aldrei að vita nema þar leynist einhver glaðningur.

Siglingin út í Flatey tekur einn og hálfan tíma, gestir hafa svo tvo og hálfan tíma eða leng-ur til þess að skoða sig um og njóta. Siglt er tvisvar á dag á sumr-in, frá 1. júní - 31. ágúst. Um borð í Baldri er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega sem notið geta útsýnis-ins á meðan siglingu stendur. „Síðan má ekki gleyma Vestfjörðunum, en Vestfirðirnir þykja algjörlega einstakir með öll sín fögru fjöll og firði,“ bætir Nadine við.

Skemmtisiglingaskipið Særún fer í útsýnisferðir í kringum Suðureyjar sem hafa verið geysi-lega vinsælar. „Í þessum ferðum er siglt um eyjarnar í Breiðafirði. Skipstjórinn okkar er leiðsögu-maður og segir hann farþeg-um frá umhverfinu. Eins er sagt frá þjóðsögum og ævintýrum af víkingum úr norðri, skelfilegum skessum og hafmeyjum úr djúp-inu. Dularfullt bergið er skoðað og ásamt fjölskrúðugu fuglalíf-inu,“ útskýrir Nadine.

Svæðið í kringum Suðureyjar iðar af fuglalífi á sumrin. „Það má meðal annars sjá toppskarfa, ritu, kríu, fýl, æðarkollu og stundum jafnvel haförninn, kon-ung íslenskra fugla. Hápunktur ferðanna er svo þegar skeldýr líkt og hörpuskel, ígulker, krabb-ar og krossfiskar eru dregin um

borð af botni sjávar og farþegum boðið að

smakka á þessu ferska sjávarfangi. Boðið er upp á við-eigandi sósur með kræsingunum – meðal annars soya, wasabi og engifer og köllum við þetta Vík-ingasushi.“

Útsýnisferðirnar eru misjafn-lega langar, hægt er að fara styttri ferðir og svo ferðir sem taka yfir tvo tíma. Nadine segir ferðirnar skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna. „Kannaðir eru sterkustu sjávarfallastraum-ar við Íslandsstrendur og svo er alveg einstaklega gaman fyrir börnin að upplifa og smakka það sem kemur beint úr sjónum.“

Sæferðir bjóða einnig upp á veisluferðir fyrir hópa. „Þá er siglt með hópa hring um Suður-eyjar Breiðafjarðar, fuglalíf og ýmis náttúrufyrirbrigði skoðuð. Svo er boðið upp á glæsilegt hlaðborð á heimleiðinni. Svona ferðir eru tilvaldar fyrir alls kon-ar viðburði, til dæmis afmæli, bekkjarmót og starfsmannafé-

lög, svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum upp á að sérsníða ferðir að þörfum hvers og eins hóps,“ segir Nadine.

Frekar upplýsingar um sigl-ingar á vegum Sæferða og bók-anir má nálgast á saeferdir.is, undanfarin ár hefur fyrirtæk-ið einnig verið með leik í gangi á Facebooksíðu sinni, Seato-ursiceland, þar sem viðskiptavin-ir geta nælt sér í stéttarfélags-afslátt og verður sá leikur aftur í gangi núna í sumar.

Sæferðir bjóða upp á fjölbreyttar og ævintýralegar siglingarEinstök upplifun fyrir alla fjölskylduna

Farþegum gefst tækifæri á að smakka ferskt sjávarfang.

Náttúran í Flatey er

líka einstök

og fuglalífið

sérstaklega

fjölbreytt.“

Sæferðir í Stykkishólmi reka tvo báta, Baldur og Særúnu.

Fólki gefst nægur tími til þess að skoða sig um í Flatey.

Svæðið í kringum Suðureyjar iðar af fuglalífi á sumrin.

Særún siglir útsýnisferðir í kringum Suðureyjar.

…ferðirkynningar

14 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Page 15: 28 05 2016 amk

Krauma – náttúrulaugar opnaðar um miðjan júlí næstkomandiLangþráður draumur loksins að verða að veruleika

Sigurbjörg Björnsdóttir, síðasti eigandi Deildartunguhvers, með hverinn í baksýn.

Unnið í samstarfi við Krauma-náttúrulaugar

Tvær fjölskyldur hófu, árið 2015, uppbyggingu við Deildartunguhver, bræðurnir Dagur og

Sveinn Andréssynir, og eiginkon-ur þeirra, Bára Einarsdóttir og Jóna Ester Kristjánsdóttir. Dagur og Sveinn eru uppaldir í Deildar-tungu og slitu barnsskónum í nágrenni við þennan vatnsmesta hver Evrópu.

„Það var búinn að vera draum-ur hjá okkur í yfir 10 ár að byggja eitthvað upp við Deildartungu-hver, en það var svo fyrir tæp-lega þremur árum sem við fórum að tala um þetta af fullri alvöru,“ segir Bára Einarsdóttir, einn eigenda Krauma náttúrulauga sem byggðar eru á bernskuslóð-um bræðranna Dags og Sveins.

Jörðin Deildartunga hefur ver-ið í eigu sömu ættar í yfir 200 ár. Síðasta eigandi Deildartungu-hvers hét Sigurbjörg Björns-dóttir (1886-1984) og var hún amma tveggja eiganda Krauma. Hún var lengst af húsfreyja í Deildartungu og stýrði þar stóru heimili. Sigurbjörg þekkti vel hversu góð áhrif heita vatnið hafði á sál og líkama og bauð ítrekað bæði heitt vatn og land til uppbyggingar á heilsulind við Deildartunguhver. Því miður varð aldrei neitt af slíkri uppbyggingu á meðan hún lifði.

„Nú er þessi draumur okk-ar allra loksins að verða að veruleika en Krauma – náttúru-laugar verða opnaðar um miðjan júlí næstkomandi og almenningi þannig gert kleift að baða sig í þessu heilnæma steinefnaríka vatni Deildartunguhvers,“ segir Bára.

Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. „Tvær lauganna eru stórar og rúmgóð-

ar, aðrar tvær eru kuðungslaga og ein er stór diskur þar sem gestir geta bæði slakað á í vatni og baðað sig í sólinni á sama tíma. Síðast en ekki síst er kald-ur pottur, 5-8 °C, fyrir þá sem vilja koma blóðinu almennilega á hreyfingu. Laugarnar okkar inni-halda hreint og ómengað vatn beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni úr Rauðsgili, upprunnið í heiðum undan öxlum Oks, minnsta jökuls á Íslandi,“ segir Bára.

Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hrein-leiki þess tryggður með miklu vatnsrennsli í laugarnar. Allar laugarnar eru byggðar úr svartri slípaðri steypu með hófstilltri lýsingu í vatninu. Þrep og hand-rið tryggja öruggt aðgengi og hellulagnir eru allar upphitaðar.

Gufuböð Krauma eru tvö, í aðskildum byggingum. „Timbur-bekkir eru í húsunum og er gufan fengin með því að úða hveravatni inn í rýmin undir bekkjunum. Sól-ey Organics mun svo útbúa fyrir okkur ilmolíur til þess að hafa í gufunum, annars vegar olíu með slakandi ilmi og svo aðra örvandi.“

Til þess að fá fullkomna slökun stendur gestum til boða dvöl í hvíldarherbergi á laugasvæðinu. „Þar verða þægilegir legubekkir frá GÁ húsgögnum þar sem gest-ir geta slakað á við ljúfa tónlist og snark frá arineldi,“ segir Bára.

Að sögn Báru taka búnings-klefar fyrir laugarnar 140 manns alls. „Læstur skápur er í boði fyrir hvern og einn og svo bjóð-um við upp á rúmgóð snyrtiborð

með stórum speglum og góðri lýsingu.“

Byggingar Krauma eru alls rúmlega 600 fermetrar. „Í aðal-byggingunni er veitingastaður sem rúmar 60 manns í sæti og

annað eins á útisvæði. Við ætlum að bjóða upp á sem mest af mat úr héraði og ferskt hráefni. Svo er setustofa þar sem gestir geta látið fara vel um sig og keypt veitingar af barnum.“

Eigendur Krauma, Dagur og Sveinn Andréssynir, ásamt eiginkonum sínum, Báru Einarsdóttur og Jónu Ester Kristjánsdóttur.

Þrívíddarmynd af því hvernig Krauma – náttúrulaugar koma til með að líta út.

Krauma – náttúrulaugar verða opnaðar um miðjan júlí næstkomandi.

…ferðirkynningar

15 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Það var búinn að vera draum-ur hjá okkur í yfir 10 ár að

byggja eitthvað upp við Deildar-tunguhver, en það var svo fyrir tæp-lega þremur árum sem við fórum að tala um þetta af fullri alvöru

Page 16: 28 05 2016 amk

Gönguferðin þín er á utivist.is

Fjölbreyttar ferðir bíða þín

www.utivist.is

Gönguferðir Hjólaferðir Jeppaferðir

Langar ferðir Stuttar ferðir Jöklaferðir

Bækistöðvaferðir Fjallaferðir Fjöruferðir

Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - Sími 562 1000 - [email protected]

Opið alla virka daga kl. 12-17

Page 17: 28 05 2016 amk

Ekkert mál Harpa segir lítið vesen að búa til sín eigin garðhúsgögn

Vel nýtt Ágústa vildi nýta plássið á svölunum sínum betur og bjó til grill úr vörubrettum

Skenkur Tanja Maren málaði brettin, setti hellur ofan á og úr varð þessi glæsilegi skenkur

Síðastliðin ár hefur það verið vinsælt að föndra hina ýmsu hluti úr vöru-brettum. Vörubretti er víða hægt að fá gefins, hjá

til dæmis heildsölum og stærri versl-unum, þau geta þess vegna verið bæði ódýr og skemmtileg lausn - það eina sem þú þarft er svolítið hug-myndaflug.

Þær Ágústa, Harpa og Tanja Maren hafa allar útbúið virkilega skemmtilega hluti úr vörubrettum, allt frá grilli yfir í garðhúsgögn.

„Vörubrettin fékk ég í gegnum fjölskylduna og dýnurnar keypti ég í Góða hirðinum, svo nældi ég mér bara í lök úr Rúmfatalagernum sem ég setti utan um. Þannig að þetta kostaði nú bara nánast ekki neitt,“ segir Harpa Ólafsdóttir félagsráð-gjafi sem tók sig til og útbjó glæsileg garðhúsgögn úr vörubrettum.

Að sögn Hörpu var lítið vesen að búa til sín eigin garðhúsgögn. „Ég bara rétt pússaði brettin svo enginn fengi flís. Ætli mesta vesenið hafi ekki verið að mála þau, ég sé kannski svolítið eftir því. Núna eru brettin orðin dálítið veðruð og ég þarf sennilega að mála þau aftur, sem er eiginlega kvíðvænlegt,“ segir Harpa hlæjandi.

Harpa vill nú ekki eigna sér hug-myndina og segist nokkuð viss um að hún hafi rekið augun í hana á Pinterest og er afar ánægð með að hafa framkvæmt hana. „Við notum

húsgögnin ótrúlega mikið, svo kom-ast líka bara svo margir fyrir á þeim. Við höfum haldið heilu partíin á pallinum.“

Tanja Maren er námsmaður sem býr í lítilli íbúð á Stúdentagörðun-um. „Ég er í dýru námi og bý í lítilli íbúð þannig að mig vantaði ódýr húsgögn í stofuna sem tækju ekki of mikið pláss,“ segir Tanja sem útbjó skenk úr vörubrettum og götuhell-um með hjálp föður síns.

„Mig hefur alltaf langað að gera eitthvað úr vörubrettum, þannig að ég skoðaði mig mikið um á netinu og þá kviknaði hugmyndin að skenknum. Það eru ótrúlega margar hugmyndir bæði á Instagram og Pinterest.“

Tanja segir skenkinn hafa kostað nánast ekki neitt og vekur hann mikla athygli allra sem koma í heim-sókn.

„Við pússuðum brettin og máluð-um, það eina sem kostaði okkur eitt-hvað var málningin. Svo settum við hellur ofan á þannig að hægt væri að raða hlutum á skenkinn. Ég er alveg rosalega ánægð með hann og allir sem ég fæ í heimsókn koma strax auga á hann. Það eru meira að segja þó nokkrir búnir að búa til sinn eigin skenk og senda mér myndir.“ Ágústa Jónsdóttir nemi á hönnunar-braut í Tækniskólanum útbjó hvorki meira né minna en eitt stykki grill úr vörubrettum og götuhellum.

„Ég hafði séð svona borð, þar sem

Vörubretti bjóða upp á ótrúlega marga möguleikaHægt er að útbúa virkilega skemmtilega hluti úr vörubrettum, allt frá grilli yfir í garðhúsgögn

vörubretti eru sett upp á hlið og hellur ofan á og það var hugmyndin sem ég lagði upp með til að byrja með. Þetta átti bara að vera borð undir blóm og dúllerí á svölunum hjá mér. Svo langaði mig agalega að hafa grill en svalirnar hjá mér eru rosalega litlar þannig að hefðbundið grill hefði bara tekið allt plássið. Ég þurfti að finna leið til þess að nýta svalirnar sem best og lagði höfuðið því í bleyti og þannig kviknaði þessi hugmynd,“ segir Ágústa.

Ágústa hefur gaman að því að finna sniðugar lausnir og leiðir til þess að nýta gamla hluti. „Ég hef sérstaklega gaman að vörubrettum, þau bjóða nefnilega upp á svo ótrú-lega marga möguleika sem þurfa ekki að kosta mikið. Eini kostað-urinn við þetta grill var grindin og bakkinn undir kolin. Bæði keypti ég í Góða hirðinum á einhverjar 600 krónur. Vörubrettin fékk ég gefins hjá Bónus í Skeifunni og svo auglýsti ég bara eftir einhverjum sem var að losa sig við hellur.“

Grillið er búið til úr tveimur vörubrettum og kærastinn henn-ar Ágústu sá um að saga úr fyrir grillinu. „Það eina sem við gerð-um var að saga bút úr og svo leggja hellurnar á, en þær eru 30x30 og smellpassa þess vegna á svona bretti. Svo grillum við á þessu bæði hamborgara og pylsur og þetta er bara alveg eins og hið besta kolagrill.“

Lífgaðu upp á rýmið með fallegum blómapottumGrænar inniplöntur og hvers kyns hengiplöntur hafa átt miklum vin-sældum að fagna undanfarin misseri. Það er mikil prýði að fallegum og vel hirtum plöntum, þær gefa hvaða rými sem er svolítinn lit, líf og hlýju. Að koma plöntunum fyrir í fallegum pottum er svo það sem setur punktinn yfir i-ið og er úrvalið af blómapottum orðið virkilega skemmti-legt og fjölbreytt.

Stílhreint Hvítir pottar eru alltaf klassískir og sóma sér vel í hvaða rými sem er.

Hangandi Hægt er að fá ílát undir hengi-plöntur í mörgum skemmtilegum útgáfum.

Upplyfting Plöntustandur frá Ferm Living gerir plöntuna nánast að fallegu húsgagni.

Kopar Koparpotta er hægt að fá í alls konar stærðum og gerðum. Þeir eru fallegir og njóta sín vel með græna litnum.

alla föstudaga og laugardaga

… heimili og hönnun17 | amk… LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2016

Page 18: 28 05 2016 amk

Krossgátan

Lausn síðustu krossgátuAllar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net

TUNGUMÁL GULLHÚFA S VERÐURHLJÓÐFÆRI

MAÐUR L ÖGN HINN SEINNI

SKOTMARK

LYFSALI S K O T S K Í F AA P Ó T E K A R I F

ÓÐ Æ R F A R A S TN Ó T TVEIR EINS

KRAFS L L STARFS-GREIN ÓNN A

GRÁTUR

ERFIÐI S N Ö K T AUR

STAÐFESTA F O R

VIÐLAG

POT

NET

DEYJA

FRESTUR

BRENNA

MESSING LSNJÓ-HRÚGA

Í RÖÐ S K A F L LÖGUR

GARGA S A F IG L O T T A HEILU

ÓÞURFT

MÆLI-EINING Ó G A G N SAMTALKÍMA

L Á G U R STORKUN

FARMRÚM Ö G R U N FORMÓÐIR ÁBURÐUR VSTUTTUR

BOLMAGN

E T A SLÆMA

DRULLA I L L A HANKI S N A G IGR Ú

STOÐGRIND

SAFNA SAMAN S T E L L SAMHYGÐ

STILLA S A M Ú ÐA N S A GÖSLA

NARSL S U L L AFÆÐU

FJAND-SKAPUR M A TSVARA

UALDIN-LÖGUR

SAMÞYKKI M U S T TVEIR EINS

TRÉ O O FUGL

KK NAFN H A N AFREKUR

G J A R NTÚNA

GEYMSLU-TURN E N G J A FÆDDI

TEMUR Ó LÁN Á L FLÝTIR

FORM A S I TÓNN

MATJURT N Ó T A DYLGJUR ALVELDIHOLU-FISKUR

ASUÐUR-

ÁLFA

GIMSTEINN A F R Í K A NUDDA

KOSTUR N U G G AÞEI

S S MJÖG

GERST A L L ÁTT

HRYGGJA S V SVALL

TÆTA R A L LUL A O S ÖRLÁTUR

AUÐ Ó S P A R BORG

SAMTALS R Ó MLAND Í ASÍU

A

G

F

R

R

I

I

M

T

M

BLÖKK

FÁLM

U

T

R

A

REMMU-JURT

L

M

Í

A

A

L

SJÓ

Í VIÐBÓT

U

S

R

Æ

T

EFTIRRIT

ÓVÆGINN

N

A

Í

G

Ð

Ð

ÓVILJUGUR

PRÓF-GRÁÐA

A

Ó

KORN

F

M

Ú

A

S

Í

BLÍSTUR

SJÚK-DÓMUR

S

F

HALLI

L

S

A

K

U

Á

T

I

SVÍ-VIRÐING

FLAT-ORMUR

ÓREIÐA

my

nd

: R

en

au

d d

'av

ou

t d

'au

eR

sta

ed

t (

CC

By

-s

a 2

.5)

294

Sudoku miðlungs

5 8 9 2

6 7 3

3 4 7

8 5 1

8 5 1 6

1

1 9

7 5 3

7

Sudoku þung

3 5 9 2

6 8

5 3

2 5 1 6

9

5 4 7 3

6 3

8 4

2 9 5

SKJÓTUR REIPI KÚA-SKÍTUR

STERTUR

LITAREFNIÓNEFNDUR GEISLA

FJANDANS

KVK NAFN

SAM-SVÖRUN

ÁN

AÐA LAGFÆRA

Í RÖÐ

STELA

Í RÖÐ

SJÓN

MISSA

FÝSN

MAR

NÖLDRA

STAGL

HOLA

MATJURT

DUGLAUS

VISNA

MUN

ÞRÁTTA

EYÐI-LEGGJA

TUNNURKULNA

VERNDAÐUR

FASTA STÆRÐVÉLRÁÐ

KÆKUR

KVK NAFNÁNA SKÝLI

KALDUR

SKJÓLA

ÁN

FUGLBYLGJAST

BRODDUR

TENGILL

VESKI

GLATA

SKÍTA

SÝNIS-HORN

HVÍLD

PRETTADYGGUR

TREYSTA

SPRIKL

UNG

FAG

VIÐSKIPTI

FÆÐANEFNIST

ÚT

RÍKI Í ARABÍU

Á FÆTI

AFTURENDI

TÍMABIL

VARKÁRNI

SÍLL

FLAT-ORMUR

TEIP BAKTALRÖST

MOLA

STOPPA Í

YFIRSTÉTT

RÓTA

MJAKA

NÝR

TVEIR EINS

STÓ

HEIMSÁLFA

HEILA

VÖRU-MERKI

SLANGA

FLAN

SKILABOÐ

ELDHÚS-ÁHALD

ÉTANDI

SÖNGLA

HÁÐ

SLAPPUR

BERIST TIL

KJAFTUR

TÁLKN-BLÖÐ

TÓNLEIKAR

ÞÖRF

VÆTA

TVEIR EINS

VELTA

SKORDÝR

BLÁSA

ÁTT

TEGUND

Í RÖÐ

295

…heilabrot 18 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Page 19: 28 05 2016 amk

Fasteignasala venjulega fólksins...

Nýbýlavegur 8. - 200 Kópavogur - S: 527 1717 - dom

usnova@dom

usnova.is - ww

w.dom

usnova.is

Haukur Hdl.Lgf Guðný Lögfr.Lgf Magnús Hrl.Lgf Sigurberg Hdl.Lgf Vilborg Lgf

Hrund Ágústa Víðir Agnar

Þórir Vera Páll Hafdís

Guðný Diðrik Ármann Kristín

Sveinn Björgvin Hrafn Óskar

Page 20: 28 05 2016 amk

Laugardagur 28.05.16 Sunnudagur 29.05.16rúv

07.00 KrakkaRÚV10.35 Leiðin til Frakklands (6:12) Í þættinum er farið yfir lið allra þátttökuþjóðanna á Evrópumótinu í knattspynu í sumar, styrkleika þeirra og veik-leika og helstu stjörnur kynntar til leiks. e.11.05 Menningin (37:50) Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. 11.25 Í garðinum með Gurrý (4:6) e.11.55 Hæpið (2:2) (Landa-mæri 2) e.12.25 Vestfjarðarvíkingurinn e.13.30 Kvöldstund með Jools Holland e.14.35 Íslensku björgunarsveit-irnar (Fjallabjörgun) e.15.20 Lottóhópurinn (1:6) (The Syndicate) e.16.20 Vísindahorn Ævars (Galileo Galilei)16.30 Ævar vísindamaður e.16.55 Sterkasti maður Íslands17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (146:300)18.05 Krakkafréttir vikunnar18.25 Íþróttaafrek Íslendinga (2:2) e.18.54 Lottó (40:70)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Áramótaskaup 200920.40 Vatnarisinn (Mee-Shee: The Water Giant)22.20 The Guilt Trip (Með mömmu í för) Bráðfyndin gamanmynd með Barböru Streisand og Seth Rogen í aðalhlutverkum. 23.55 The Carnage (Illdeil-ur) e.01.10 Útvarpsfréttir í dag-skrárlok (70)

skjár 111:15 Dr. Phil11:55 The Tonight Show with Jimmy Fallon13:55 The Voice (25:26)15:25 Survivor (13:15)16:10 Kitchen Nightmares (3:4)

16:55 Top Gear (5:8)17:45 Black-ish (19:24)18:10 Saga Evrópumótsins (11:13)19:05 Difficult People (7:8)19:30 Life Unexpected (8:13)20:15 The Voice (26:26)21:45 Waiting…23:20 The 40 Year Old Virgin01:20 Edison03:00 Law & Order: UK (6:8)03:45 CSI (14:18)04:30 The Late Late Show with James Corden05:10 The Late Late Show with James Corden05:50 Pepsi MAX tónlist

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut12:00 Umræðan/30 mínútur e.13:00 Umræðan/Kjörklefinn e.14:00 Lífið/Ég bara spyr e.15:00 Lóa og lífið15:30 Bankað upp á16:00 Lífið/Mannamál e.17:00 Olísdeildin e.18:00 Atvinnulífið e.18:30 Matjurtir e.18:45 Allt er nú til e.19:00 Umræðan / Ritstjórarnir e.20:00 Lóa og lífið20:30 Bankað upp á21:00 Lífið/Ég bara spyr22:00 Lífið/Mannamál23:00 Umræðan/Þinghóll

N416:30 Hvítir mávar17:00 Að norðan17:30 Mótorhaus (e)18:00 Milli himins og jarðar18:30 Að austan19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur20:30 Íslendingasögur21:00 Að vestan21:30 Hvítir mávar22:00 Að norðan22:30 Mótorhaus (e)23:00 Að austan

rúv07.00 KrakkaRÚV10.10 Áramótaskaup 200911.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (21:50) e.11.25 Eyðibýli (3:6) e.12.05 Börn eru rót alls ills (Børn er roden til alt ondt) Ný heimildarmynd frá DR. e.13.25 Halldór ÁsgeirssonHeimildarmynd um Halldór Ásgeirsson myndlistarmann. e.14.10 Humarsúpa innifalin e.15.00 Konur rokka e.16.05 Á sömu torfu (Common Ground) e.16.20 Attenborough: maður-inn á bakvið myndavélina e.17.15 Basl er búskapur (11:11)17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (147:300)18.00 Stundin okkar (9:22) e.18.25 Leiðin til Frakklands (8:12)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Eyðibýli (4:6) Ný þátta-röð um eyðibýli á Íslandi. 20.25 Refurinn Ný íslensk heimildarmynd um íslenska refinn. 21.00 Indian Summers (2:10)21.50 Borða, sofa, deyja (Äta sova dö) Sænsk verðlauna-mynd. Ung kona frá austur Evrópu sem vinnur í verksmiðju í Svíþjóð, þarf að taka afdrifa-ríka ákvörðun þegar henni er sagt upp í hagræðingarskyni. Leikstjóri: Gabriel Pichler. Leikarar: Nermina Lukac, Milan Dragisic og Jonathan Lampinen.23.35 Vitnin (1:6) (Øyevitne) e.00.35 Útvarpsfréttir í dag-skrárlok (71)

skjár 115:30 Growing Up Fisher (9:13)15:50 Philly (21:22)16:35 Life is Wild (3:13)17:20 Parenthood (11:22)18:05 Stjörnurnar á EM 2016 (10:12)18:35 Leiðin á EM 2016 (12:12)

19:05 Parks & Recreation (7:13)19:25 Top Gear: The Races (7:7)20:15 Scorpion (24:25)21:00 Law & Order: Special Victims Unit (12:23)21:45 The Family (7:12) Dramatísk þáttaröð með frábær-um leikurum. Drengur sem hvarf sporlaust fyrir áratug snýr óvænt aftur til fjölskyldu sinnar. 22:30 American Crime (7:10)23:15 Penny Dreadful (1:10)00:00 Hawaii Five-0 (24:25)00:45 Limitless (7:22) Dramatísk þáttaröð sem byggð er á sam-nefndri kvikmynd sem skartaði Bradley Cooper í aðalhlutverki. 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (12:23)

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut12:00 Þjóðbraut á sunnudegi14:00 Bankað upp á e.14:30 Lóa og lífið e.15:00 Lífið/Fólk með Sirrý e.16:00 Lífið/Ég bara spyr e.17:00 Atvinnulífið e.17:30 Matjurtir e.17:45 Allt er nú til e.18:00 Lífið/Mannamál e.19:00 Umræðan/30 mínútur e.20:00 Heimilið/Afsal21:00 Okkar fólk21:30 Kokkasögur22:00 Heimilið/Afsal e.23:00 Okkar fólk e.23:30 Kokkasögur e.

N416:30 Íslendingasögur17:00 Að vestan17:30 Hvítir mávar18:00 Að norðan18:30 Mótorhaus (e)19:00 Milli himins og jarðar19:30 Að austan20:00 Skeifnasprettur20:30 Að Norðan21:00 Skeifnasprettur21:30 Íslendingasögur

FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIР[email protected]

40% AFSLÁTTUR

RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM

RÚMFÖT | BARNADÚNSÆNGUR | ILMVÖRUR | ELDHÚSVÖRUR | BARNAFÖT | O.M.FL.

LÝKUR Á MORGUN

Þjóðbraut SigurjónsHringbraut Þjóðbraut á

sunnudegi, kl. 10. Sigurjón M. Egilsson er kominn yfir á Hring-braut og stjórnar spennandi umræðuþætti um málefni líðandi stundar, bæði á sjónvarpstöð-inni Hring-braut og útvarps-stöðinni sem er á bylgjulengd 89,1. Fróðlegir þættir um eyðibýli

RÚV Eyðibýli sunnudag kl. 19.45. Áhugaverð þáttaröð um eyðibýli á Íslandi í umsjón Guðna Kolbeinssonar. Rætt er um byggingu býlanna og spjallað við fólk sem tengist svæðunum á einn eða annan hátt. Þættirnir byggja að hluta á bókunum Eyðibýli á Íslandi, virkilega fróðlegir þættir sem áhugafólk um eyðibýli ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Þorsteinn Guð-mundsson fer til Hríseyjar

RÚV Humarsúpa innifalin sunnudag kl. 14.10. Skemmtileg heimildarmynd um ferð Þorsteins Guðmundssonar til Hríseyjar þar sem hann á að vera með uppistand. Fylgst er með skrautlegu ferðalagi grínistans frá Reykjavík til Hríseyjar þar sem hann syngur lög, borðar skyndibita og hugsar upphátt um kynlíf og jólin.

Heimildarmynd um íslenska refinn

RÚV Refurinn sunnudag kl. 20.25. Ný og áhugaverð heimildar-mynd um íslenska refinn í leikstjórn Guðbergs Davíðssonar. Myndin fjallar um ævintýralegan lífsferil refsins, líf refafjölskyldu og örlög hennar í harðbýlu landi.

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.-á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið:Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.

0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE& GUATEMALA

…sjónvarp 20 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Page 21: 28 05 2016 amk

„Mér finnst ég aldrei hafa tíma til að horfa á alla þættina sem mig langar að horfa á en það er fátt betra en að hlamma sér í sófann og horfa á góðan krimma. Skiptir litlu hvort þeir eru bresk-ir eða bandarískir en ég hef enn ekki komið mér í að horfa á þessa skandin-avísku.

Þessa dagana er ég að horfa á Elem-entary, The Blacklist, Criminal Minds og White Collar á milli þess sem ég horfi á George Gentley, Midsomer Murders og Endeavour. Þegar ég er ekki að horfa á venjulega krimma horfi ég aðallega á

þætti eins og Daredevil, Supernatural og Preacher, sem mætti kalla krimma á öðru „leveli“.

Uppáhaldskrimmarnir mínir eru þeir sem ég get horft á aftur og aftur. Poirot, Miss Marple og Miss Fisher‘s Murder Mysteries eru þar á meðal og eiga bún-ingarnir og hið einfalda en skemmtilega „whodunit“ stóran þátt í því.

Þrátt fyrir ást mína á þessari tegund þátta fíla ég ekki nærri því alla og gekk til dæmis Bones gjörsamlega fram af mér í vitleysunni og „one-linerar“ hans Horatio í CSI: Miami voru fyrir neðan allar hellur.

En, uppi í sófa, undir teppi með góðan krimma í imbanum, þá líður mér einna best.“

SófakartaflanHelga Dís Björgúlfsdóttir, þjóð-fræðingur og blaðamaður

Líður best undir teppi að horfa á krimma

Íslensk náttúra. Ilmandi mosi og ægifögur �allasýn. Þú kastar mæðinni og virðir fyrir þér fegurðina; Kirkjufell, þetta sérstæða, hnarreista flaggskip Snæfellsnessins. Við höfum nýtt okkur íslensk �allagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram.

Af nýrri gamanþáttum eru Broad City, 30 Rock og Parks & Rec í miklu uppáhaldi og rosalega

ferskt að fá sjónvarpsefni frá sjónarhorni kvenna.

Mynd | Hari

MatildaNetflix Matilda. Skemmtileg

mynd fyrir alla fjölskylduna að horfa á. Matilda er ljúf og klár stúlka sem er talsvert ólík dónalegum og leiðinlegum foreldrum sínum. Matilda getur ekki beðið eftir því að byrja í skóla en þar bíður hennar ekki mikið betra umhverfi en heima hjá henni. Það er ekki fyrr en Matilda uppgötvar yfirnáttúrulega krafta sína að hlutirnir fara að snúast henni í hag. Með aðalhlutverk fara Danny Devito, Rita Pearlman og Mara Wilson.

…sjónvarp21 | amk… LAUGARDAGUR 28.MAÍ 2016

Hvernig á að losa sig við gæjann?

Netflix How to Lose a Guy in 10 Days. Sykursæt rómantísk gamanmynd með Kate Hudson og Matthew McConaughey í aðalhlut-verkum. Blaðamaðurinn Andie Anderson ákveður að skrifa grein um það hvernig á að losa sig við kærastann á 10 dögum. Þegar hún fer á stúfana eftir kærasta verður Benjamin Barry á vegi hennar – en hann er nýbúinn að veðja við vini sína um að hann geti gert hvaða konu sem er ástfangna af sér. Úr verður ótrúlega skemmtileg atburðarás sem allir geta hlegið að.

Gömul klassík með Juliu Roberts

Stöð 2 My Best Friend s Wedding laugardag kl. 19.55. Stórskemmtileg mynd með Julia Roberts, Cameron Diaz, Rupert Everett og Dermot Mulroney í aðalhlutverkum. Julianne og Michael gerðu með sér samning þegar þau voru ung um að ef þau væru bæði ennþá á lausu þegar þau yrðu 28 ára myndu þau giftast hvort öðru. Nú eru þau orðin 28 ára og Michael hyggur á hjónaband með annarri konu. Í sömu andrá áttar Julianne sig á að Michael er stóra ástin í lífi hennar og einsetur sér að stöðva yfirvofandi brúð-kaup.

Þú átt póstNetflix You ve got Mail. Ljúf

og notalega mynd með Tom Hanks og Meg Ryan í aðalhlutverkum. Kathleen Kelly á í dularfullum tölvupóstsamskiptum við nafn-lausan netverja og leynir því fyrir sambýlismanni sínum. Á sama tíma stendur hún í ströngu í starfi en Kathleen rekur litla sæta bókabúð sem á undir högg að sækja eftir að stór bókaverslanakeðja opnaði hinumegin við götuna. Kathleen leitar ráða hjá dularfulla pennavini sínum og hann gefur henni góð ráð. Á endanum ákveða þau að hittast og málin taka óvænta stefnu.

Page 22: 28 05 2016 amk

Ofurhjónin Kim Kardashian og Kanye West hafa hótað fyrrverandi lífverði þeirra 10 milljón dollara lögsókn ef hann beygir sig ekki og biðst afsökunar.

Lífvörðurinn Steve Stanulis komst í fréttirnar þegar hann opn-aði sig við hvern sem á vegi hans varð um ástæður brottrekstrar hans frá hjónunum sem að hans sögn var vegna þess að hann hafði heillað Kim upp úr skónum og Kanye hafi orðið afbrýðisamur. Hjónakornin neita þessu alfarið og segja Stanulis ljúga. Vandamál

lífvarðarins lausmálga er að hann skrifaði undir trúnaðaryfirlýsingu þar sem hann sór þess eið að segja aldrei nokkurn tíma nokkuð um Kim, Kanye eða Kardashi-an-klanið. Þetta hafa lögfræðingar hjónanna bent hon-

um á með því að minna hann á að í trúnaðaryfirlýsingunni er gert

ráð fyrir 10 milljón dollara (1,3 milljörðum íslenskra króna) í skaðabætur ef hann opnar munninn um hjúin.

Stanulis stendur því frammi fyrir þeim kostum að verða gjaldþrota eða biðj-ast afsökunar opinberlega. Samkvæmt erlendum miðlum

þarf hann ekki einu sinni að viðurkenna að hann hafi logið – aðeins að biðjast afsökunar. Og hversu erfitt er það?

Gefur út bók um kynni sín af Michael Jackson

Sjö árum eftir andlát Michael Jackson gefur Shana Mangatal út bók um kynni sín af Michael og mun bókin heita „Michael and Me“. Bókin kemur út á þessu ári og mun Shana segja frá rómantísku sambandi þeirra, misheppnuð-um hjónaböndum söngvarans og ásökunum sem á hann bárust um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Shana segist aðeins nýlega hafa getað skoð-að myndir af Michael og segir að dauði hans

hafi reynst sér mjög erfiður. Hún fór svo að lesa dagbækur sínar frá þeim tíma sem þau voru saman og ákvað að gefa út bók. Henni finnst fólk ekki minnast Michael á þann hátt sem hann eigi skilið.

„Michael hafði alveg áhuga á konum og var alls ekki „kynlaus“, eins og oft er sagt um hann,“ segir Shana.

Kim Kardashian nakin á nýKim Kardashian er ekki hætt að taka af sér nektarmyndir en hún er

þekkt fyrir að vera langt frá því að vera feimin við að fækka fötum. Nú er 6 mánuðir síðan Kim átti sitt seinna barn og hún telur sig meira en tilbúna til að láta taka af sér nektarmyndir. Hún hefur grennst mikið og í næstu myndatöku ætlar hún að vera allsnakin. Fólk virðist ekki fá nóg af Kim en allar nektarmyndir sem af henni birtast leggja internetið á hliðina og hún elskar athyglina svo allir eru að græða.

Eva Longoria giftistEva Longoria og José „Pepe“ Bastón gengu í

hjónaband um síðustu helgi í Valle de Bravo í Mexíkó en það er heimabær José „Pepe“. Eva bauð auðvitað frægu og flottu vinum sínum í veisluna en meðal viðstaddra voru Ricky Martin, Victoria og David Beckham, Melanie Griffith, Vanessa Williams og Mario Lopez. Mikið var um dýrðir og viðstaddir skemmtu sér konunglega fram á rauða nótt og margir birtu æðislegar myndir á Instagram.

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Stór þáttur í því sem ger-ir hinsegin fólki erfitt fyrir í íþróttum er þögn. Stundum fer þögn-in jafnvel út þöggun.

Þá er skortur á fyrirmyndum og umhverfi þar sem búið er að af-greiða þetta upp á yfirborðið með skilaboðum um það sé allt í lagi að vera samkynhneigður eða trans, eða þar fram eftir götunum,“ seg-ir María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate og jafningja-fræðari á vegum Samtakanna '78.

Mikilvægt frumkvæðiHún hélt fyrirlestur á hádegis-fundi á vegum ÍSÍ, KSÍ og Samtak-anna '78 um málefni hinsegin fólks innan íþrótta, sem haldinn var á miðvikudag, og lýsti meðal annars reynslu sinni af því að vera hinseg-in íþróttamanneskja á Íslandi í dag.

„Fyrir mér snýst þetta um að búa til vettvang til að ræða þessi mál opinskátt. Það er mikilvægt að við hjá íþróttahreyfingunni tökum frumkvæði og búum til gott umhverfi fyrir alla okkar skjól-stæðinga og félaga. Svona umræða tekur sig ekki sjálf og það er mikill vilji til að gera vel.“

Hefur upplifað fordómaSjálf hefur María lent í aðstæðum þar sem hún hefur upplifað óvissu og óöryggi með það hvernig því yrði tekið ef hún segði frá því að hún væri hinsegin og að henni þætti óþægilegt að hlusta á enda-lausa hommabrandara. „Þar var um að ræða fólk sem ég lít mikið upp til í minni grein og þorði ekki að opna á mér munninn. Sem bet-ur fer hef ég aldrei upplifað slíkt í mínu félagi eða íþróttasambandi. Ég kem úr lítilli íþróttagrein þar sem við erum öll náin og miklir uppeldisfélagar. En ég hef til dæm-is verið á erlendum vettvangi þar sem allt er ópersónulegra, þar sem

ég hef persónulega upplifað for-dóma,“ segir María sem einnig hef-ur heyrt margar reynslusögur frá félögum sínum í öðrum íþrótta-greinum sem hafa orðið fyrir mjög slæmu aðkasti.

Þá þekkir hún dæmi þess að efnilegt íþróttafólk hafi hrökklast

frá íþrótt sinni vegna fordóma. „Það er almennt viðurkennt að töluvert er um brottfall hinsegin fólks úr íþróttum. En það er eitt-hvað sem ætti ekki að vera erfitt að taka á með góðu forvarnarstarfi og með því að bjóða upp á góðar fyrirmyndir og vinsamlegt um-hverfi,“ segir María.

Allt á réttri leið„Það er stundum talað um að íþróttaheimurinn sé síðasta vígið,“ segir hún aðspurð hvort þetta hafi ekki breyst til batnaðar á síðustu árum. „Sérstaklega í knattspyrn-unni, strákamegin. Þeir eru telj-andi á fingrum annarrar handar sem hafa verið hreinskilnir með það hverjir þeir eru meðan á keppnisferlinum stendur.

Ég held samt, að minnsta kosti í okkar samfélagi, þá sé þetta allt á leið í rétta átt.“

Lausmáll lífvörður í bobbaKim og Kanye hóta lögsókn

Þögnin er gullin Ofurhjónin Kim Kardashian og Kanye West vilja ekki láta blaðra um einka-lífið sitt. Nordic Photos/Getty Images

Úpps! Steve Stanulis hefði sennilega betur sleppt því að tala um Kim og Kanye. Nordic

Photos/Getty Images

Íþróttaheimurinn er síðasta vígiðMaría Helga Guðmundsdóttir lýsti reynslu sinni af því að vera hinsegin í íþróttum. Hún þekkir fordóma af eigin raun og þótti erfitt að hlusta á fólk sem hún lítur upp til segja hommabrandara í hennar viðurvist

Hrökklast burt María segir það almennt viðurkennt að töluvert brottfall hinsegin fólks sé úr íþróttum vegna fordóma í þeirra garð og óvinsamlegs umhverfis. Mynd | Hari

Það er almennt viðurkennt að töluvert er um brottfall hinsegin

fólks úr íþróttum. En það er eitthvað sem ætti ekki að vera erfitt að taka á með góðu forvarnarstarfi og með því að bjóða upp á góðar fyrirmyndir.

…fólk 22 | amk… LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016

Page 23: 28 05 2016 amk
Page 24: 28 05 2016 amk

Ný tónlist væntanlegSöngkonan Svala Björgvins-

dóttir og maður hennar, Einar Egilsson, hafa verið að semja og taka upp nýja tónlist frá því í október á síðasta ári, fyrir nýtt tónlistar-verkefni sem heitir Blissful. Efnið mun líta dagsins ljós á næstu vikum en þau hafa stofnað Instagram-reikning þar sem þau birta myndir sem tengjast verkefninu og aðdáendur geta því gert sér einhverja hugarlund um hvers má vænta. Hjónin hafa verið búsett í Los Angeles um árabil og ljóst er að þau eru að gera góða hluti í borg englanna.

Forsetabók frestastÚtgáfu bókar Guðna Th.

Jóhannessonar, sagnfræðings og forsetaframbjóðanda, um sögu forsetaembættisins sem koma átti út á vegum Forlagsins, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er einföld: Guðni er sjálfur í framboði og langlíklegust-ur til að verða næsti forseti, ef eitthvað er að marka skoðana-kannanir. Forlagsmenn eru þó rólegir – sjálfsagt alveg til í að bíða í átta ár með útgáfu bókar-innar.

Hildur skoðar tilboðSöngkonan Hildur, sem sló í

gegn með laginu I’ll Walk with You, skoðar nú atvinnutilboð sem henni hafa borist að undanförnu. Hildur var ein þeirra sem var látin fara í fjöldauppsögnum hjá Plain Vanilla í síðasta mánuði eftir þriggja ára starf hjá fyrirtækinu sem er þekktast fyrir spurningaleikinn Quiz Up. Hildur hefur þó nóg að gera því að hún er leggja lokahönd á nýtt lag og myndband með því.

Nýjar peysur frá JúníformMikið úrval

Nýjar gallabuxurMargir litir og margar gerðir

Verð frá 8.990 kr.-

Kringlunni | sími 534 0066

alla föstudaga og laugardaga

3 milljónir fékk fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir í styrk úr Hönnunarsjóði til að þróa áfram fatamerki sitt MAGNEA.

Bilaðir dagar í gangiSölvi Tryggvason er að leggja lokahönd á myndina Jökullinn logar, sem fjallar um leið íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu„Það verður örugglega æðislegt þegar maður fer á forsýninguna á sinni eigin mynd, þó þetta séu dálítið bilaðir dagar sem eru í gangi akkúrat núna,“ segir Sölvi Tryggvason, höfundur og fram-leiðandi myndarinnar Jökullinn logar, sem fjallar um leið íslenska landsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi. Sölvi er nú að leggja lokahönd á myndina, sem frum-sýnd verður 3. júní næstkomandi, og er að dag og nótt. „Á sama tíma

og við erum að kynna myndina og skipuleggja það að koma henni í bíó þá erum við að leggja lokahönd á sjálfa myndina,“ útskýrir hann.

Um er að ræða fyrstu mynd Sölva og þó hann hafi tölu-verða reynslu af þáttagerð þá er heilmargt sem hefur komið hon-um á óvart. „Það eru svo mörg smáatriði við gerð bíómyndar sem eru öðruvísi en þegar maður er að gera sjónvarpsþætti. Margt mun flóknara. Þegar fram í sótti fór ég

líka í hlutverk framleiðandans, þannig þetta hefur verið góður skóli fyrir mig.“ Aðspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því þegar hann lagði af stað í þetta ver-kefni árið 2014, hve mikil vinna biði hans, er svarið einfalt: „Nei.“

Sölvi er nokkuð viss um að þeim hafi tekist að gera góða mynd og viðtökurnar við stiklu úr henni hafa verið mjög góðar. „Það er hins vegar ótrúlega erfitt að spá fyrir um hvernig gengur og ég

hef í gegnum tíðina lært að stilla væntingum í hóf.“

En hvað tekur við hjá honum þegar allri vinnu við myndina er lokið? „Ég er á þeim stað núna að ég ætla að klára þetta verk-efni þannig að ég geti sagt að ég hafi lagt allt í þetta. Og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera svo,“ segir Sölvi sem gerir þó ráð fyrir að smá hvíld verði kærkom-in. | slr

Nóg að gera Sölvi er viss um að tekist hafi að gera góða mynd