4
32. ÁRG. 1. TBL. Páskar 2011 Við upphaf fermingarguðsþjónustu 10. apríl s.l. Safnaðartíðindin eru kveðja frá kirkjunni þinni, áminning um starfið sem þar er unnið. starfsemi er öllum ætluð og á ábyrgð alls safnaðarfólks. Þar má enginn láta sem honum komi það ekki við og þurfi ekki að leggja hönd á plóg. Enda er það svo, að návist kirkjunnar gefur það sem máli skiptir á þeim stundum lífsins þar sem mest er í húfi, hvort sem það er á gleðistundum eða þar sem erfiðleikar mæta. Nú fer páskahátíðin í hönd, þar sem minnst er þeirrar atburðarásar í sögunni sem tekur af allan vafa um að Guð himnanna er til staðar, hvort sem það er til þess að gefa gleði eða styrkja í erfiðleikum. Látum okkur koma það við, þess er þörf í lífi okkar. Gerum það í kirkjunni okkar sem er helguð heilögum boðskap um nálægð Guðs. Gleðilega hátíð. Valgeir Ástráðsson Gleðilega hátíð Komum saman til að þakka Guði Kynnið ykkur dagskrá Seljakirkju í kyrruviku og um páska á baksíðu paskar2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 14.4.2011 14:51 Page 1

32. ÁRG. 1. TBL Páskar 2011 · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 1. TBL. Páskar 2011 Við upphaf fermingarguðsþjónustu 10. apríl s.l. Safnaðartíðindin eru kveðja frá kirkjunni

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 32. ÁRG. 1. TBL. Páskar 2011

    Við upphaf fermingarguðsþjónustu 10. apríl s.l.

    Safnaðartíðindin eru kveðja frá kirkjunni þinni,áminning um starfið sem þar er unnið. Sústarfsemi er öllum ætluð og á ábyrgð allssafnaðarfólks. Þar má enginn láta sem honumkomi það ekki við og þurfi ekki að leggja hönd áplóg. Enda er það svo, að návist kirkjunnar gefurþað sem máli skiptir á þeim stundum lífsins þarsem mest er í húfi, hvort sem það er ágleðistundum eða þar sem erfiðleikar mæta.

    Nú fer páskahátíðin í hönd, þar sem minnst erþeirrar atburðarásar í sögunni sem tekur af allanvafa um að Guð himnanna er til staðar, hvort semþað er til þess að gefa gleði eða styrkja íerfiðleikum. Látum okkur koma það við, þess erþörf í lífi okkar. Gerum það í kirkjunni okkar semer helguð heilögum boðskap um nálægð Guðs.Gleðilega hátíð.

    Valgeir Ástráðsson

    Gleðilega hátíðKomum saman til að þakka Guði

    Kynnið ykkurdagskrá Seljakirkjuí kyrruviku og umpáska á baksíðu

    paskar2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 14.4.2011 14:51 Page 1

  • Kvöldguðsþjónustur í sumarGuðsþjónustur Seljakirkju verða nú ísumar, eins og undanfarin sumur,kvöldguðsþjónustur og hefjast kl. 20.Það er gott að koma til kirkjunnarsinnar á sumarkvöldi, þakka liðna dagaog biðja fyrir nýrri viku, starfi og leik.Við allar guðsþjónusturnar verðuraltarisganga, þar sem kristinn söfnuðurá sérstakan hátt nálgast Drottin. Það erþarft að eiga þannig stundir, nýta sérþað að eiga góða kirkju og samfélagsem þar er. Tökum þannig þátt íguðsþjónustum sumarsins.

    Barna- ogunglingakórinnBarnakórinn hefur starfað vasklegaundir stjórn Önnu MargrétarÓskarsdóttur. Lokatónleikar kórsinsverða í kirkjunni laugardaginn 21. maíkl. 14. Vert er að fylgjast með þar ognjóta þess sem börnin hafa verið aðvinna við í vetur. Til tónleikanna eruallir velkomnir.

    ViðhaldsframkvæmdirhússinsÁ liðnu ári þurfti að sinna all nokkrumviðhaldsframkvæmdum viðSeljakirkju. Endurnýja varð stórahluta af stýrikerfi loftræstingar og hitaí kirkjusalnum. Þá þurfti einnig aðsinna nýjum en eðlilegum kröfumeldvarnareftirlits. Allar slíkarframkvæmdir eru að sjálfsögðukostnaðarsamar, en snertir töluvertþegar mikill niðurskurður hefur verið.En kirkjuhúsið er stolt safnaðarins, þarþurfum við ávallt að halda öllu vel við.

    Heimasíða kirkjunnarFréttir af starfi Seljasafnaðar má finnaá heimasíðu. Þar er einnig að finnaupplýsingar um söfnuðinn, starfsfólkog sögu. Slóðin erhttp://www.seljakirkja.is

    2

    FréttirGuðsþjónusta hestafólks 15. maí

    Það er alltaf mikill viðburður á hverjuvori þegar hestafólk fer ríðandi tilguðsþjónustu í Seljakirkju. Hóparkoma frá Víðidalnum, Almannadal,Andvaravöllum, Heimsenda,Gustssvæðinu og jafnvel víðar að. Ábílastæðinu við Seljakirkju er sett upptraust gerði fyrir hrossin. Á síðasta ári

    voru þar um 140 hross á meðanguðsþjónustan stóð yfir.Guðsþjónusta er í höndum heimafólks.Þar koma líka hinir hressu félagar„Brokk – kórsins“, með stjórnandasínum, Magnúsi Kjartanssyni og flytjatónlist. Haraldur Örn Gunnarsson,framkvæmdarstjóri Landsmótshestamanna stígur í stólinn ogprédikar. Guðsþjónustan er til aðsyngja saman og þakka Guði. Aðlokinni guðsþjónustunni verður sest aðkirkjukaffi. Þá er gleði í góðum hópi.Til guðsþjónustunnar eru allirvelkomnir, hvort sem komið er á hestieða ekki.

    Kvöldgöngur til kirkju - samstarfsverkefni safnaðanna í BreiðholtiÍ Breiðholtshverfunum eru söfnuðirvið Breiðholtskirkju, Fella- ogHólakirkju og kirkjuna okkar,Seljakirkju. Allt frá stofnunsafnaðanna hefur verið gott samstarfog unnið að fjölbreyttumsamstarfsverkefnum. Undanfarin tvösumur hafa söfnuðirnir skipulagtkirkjugöngur, þar sem gengið er fráeinni kirkju til annarrar þar sem tekiðer þátt í guðsþjónustu. Göngurnar hafaverið vel sóttar og hefur verið ákveðiðað halda uppteknum hætti nú í sumar.Lagt verður upp í göngutúrinn kl. 19og guðsþjónusturnar hefjast kl. 20.Fyrsta gangan verður 29. maí ogverður þá gengið frá Fella- ogHólakirkju til Seljakirkju. Þann 5. júní

    verður svo gengið frá Seljakirkju ogtekið þátt í guðsþjónustu íBreiðholtskirkju. Ekki verður gengið áhvítasunnunni en þann 19. júní verðurhringnum lokað þegar gengið verðurfrá Breiðholtskirkju og tekið þátt íguðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju.Það er hollt að taka þátt í góðumgöngutúr að gefandi tilefni.

    Að lokinni guðsþjónustu 8. maí n.k.verður haldinn aðalsafnaðarfundurSeljasóknar. Sá fundur fjallar umskýrslur og reikninga safnaðarins ogþar eru fluttar skýrslur starfsdeildannamörgu. Einnig er þar kosið tilábyrgðar og stjórnunarstarfasafnaðarins. Atkvæðisrétt ásafnaðarfundi hefur allt þjóðkirkju-

    Aðalfundur Seljasóknar 8. maífólk, sem býr í Seljahverfi og hefurnáð 16 ára aldri. Starf safnaðarinshvílir á herðum safnaðarfólks.Mikilvægt er að allir axli þá ábyrgð ogtaki þátt í ákvarðanatöku um starf ogstefnumótun. Safnaðarfólk, sem annkirkjunni sinni skyldi því taka þátt íþeim fundi.

    paskar2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 14.4.2011 14:51 Page 2

  • 3

    Fjármál - kirkjustarf

    Umræða um niðurskurð og breytingará starfssemi í kjölfar þess er ekkiskemmtileg, en engu að síður áköfþessa dagana. Þar er verið að vega aðýmsum grunnstoðum samfélagsins,eins og umönnun og menntunbarnanna okkar í skólakerfinu, reksturheilbrigðiskerfisins, svo eitthvað sénefnt. Það er nú einu sinni þannig aðöll sú nauðsynlega starfsemi er bundinfjárhag og kostnaði. Það á líka við umsafnaðarstarf kirkjunnar.Fjárhagur safnaðanna hvílir alfarið ásóknargjöldum, sem fólkið ísöfnuðunum leggur fram sem nokkurskonar félagsgjald. SöfnuðirÞjóðkirkjunnar, eins og samtök allraannarra trúfélaga, byggja á framlögumþeirra sem tilheyra viðkomanditrúfélagi. Í samræmi við samning semum það var gerður, annast hiðopinbera innheimtu þeirra framlagafyrir öll skráð trúfélög, þjóðkirkju-söfnuði sem og annarra. Þar liggur tilgrundvallar ákveðin upphæð á hverneinstakling, sem trúfélaginu tilheyrir.Í ólgu ástandsins nú, sem allir

    þekkja, hefur þetta gjald verið skertverulega, meðhöndlað reyndar eins ogþað sé framlag hins opinbera en ekki

    innheimta. Bein skerðing ásafnaðargjöldum, sem sóknarfólksjálft greiðir en skilar sér ekki tilstarfsins, er ríflega 20%. Þessigríðarlega skerðing hefur komiðákaflega illa við safnaðarstarf um alltland. Í söfnuði eins og Seljasöfnuði,þar sem viðamikið starf er rekið, gefurauga leið að sú tekjuskerðing hefuróhjákvæmilega áhrif á alla starfsemiog rekstur húsnæðisins. Þar hefurverið reynt að halda í horfi. Okkur villþað til að þannig hefur verið haldið árekstri safnaðarins frá upphafi, aðgætni hefur alltaf verið viðhöfð. Þaðkemur m.a. fram í því aðbyggingaskuldir leggjast ekki eins hartað okkur og víða gerist í öðrumsöfnuðum. Sóknarnefnd og starfsfólkvinnur nú að hagræðingu ogskipulagningu. Svo getur orðið aðdraga þurfi úr einhverju í starfisafnaðarins.Auðvitað þarf alls staðar að spara,líka skera niður. En það þarf aðstanda vörð um grunngildin. Trauststarf safnaðarins er nauðsynlegra þvímeir sem að herðir. Við þurfum aðstanda vörð um það starf. Það er áábyrgð okkar allra. Við eigum gottkirkjuhús, kirkjumiðstöð sem iðar aflífi alla daga vikunnar. Starfið þar ermikilvægt nú. Á margan hátt getumvið lagt okkar til. Fyrst og fremst meðþátttöku í því starfi, árvekni í því aðbera það fyrir brjósti. Stöndum þarsaman.

    Safnaðartíðindi Seljasóknar32. árg. 1. tbl. Páskar 2011

    Seljakirkjav/Raufarsel 109 Reykjavík. s: 567 0110

    Ritstjórn og ábyrgð: Sr. Valgeir ÁstráðssonÚtlitshönnun: Gísli B. Björnsson

    Umbrot: Sr. Ólafur Jóhann BorgþórssonPrentun: Svansprent hf.

    Upplag: 3000 eintök.

    AfmælikvenfélagsinsTímamót eru hjá kvenfélaginu nú íár. Það var stofnað árið 1981, fyrirþrjátíu árum, á fyrsta starfsárisafnaðarins, sem hóf störf árið 1980.Þá strax tók hópur dugnaðarkvennasig saman og stofnaði félagið með þáhugsjón að styðja starf safnaðarins.Fyrsti formaður kvenfélagsins varAðalheiður Hjartardóttir. Sannarlegahefur tekist á þrjátíu ára ferli að vinnasöfnuðinum og starfi hans á marganhátt. Þær gjafir sem KvenfélagSeljasóknar hefur fært kirkjunni eruótaldar, flestar stórvirki. Það erhverjum söfnuði ómetanlegt að hafaslíkan bakhjarl. Núverandi formaðurkvenfélagsins er Vilborg LindaIndriðadóttir. Megi heill og blessunfylgja starfi kvenfélagsins.

    VetrarlokbarnastarfsinsVetrarstarfinu í flestum deildumbarnastarfsins er nú að ljúka.Drengjastarfið í K.F.U.M ogstúlknastarfið í K.F.U.K hefur þegarhaft síðustu fundi og bíður tilhaustsins. Barna- og unglingakórinner með lokatónleika 21. maí n.k.Síðasta barnaguðsþjónusta vetrarinsverður með fjölskylduguðsþjónustupáskadag kl. 11.Frímerkjaklúbburinn mun starfafram í miðjan maí. En guðsþjónusturverða að sjálfsögðu hvern helgan dag,svo sem alltaf er. Samvera eldri borgara, 26. apríl

    uppstigningardagur, 2. júníSíðasta menningarsamvera eldriborgara í vetur verður þriðjudaginn26. apríl og hefst kl. 18. Þá munGuðmundur Ármann Pétursson,framkvæmdarstjóri Sólheima segja frástarfsemi þar í sögu og nútíð. HaukurGuðlaugsson, organisti og fyrrumsöngmálastjóri Þjóðkirkjunnar leikur áorgel kirkjunnar. Þar verður slegið áýmsa þá strengi sem okkur eru kærir.

    Uppstigningardagur, sem nú er 2. júní,er dagur aldraðra í söfnuðum landsins.Þá er eldri borgurum sérstaklega boðiðtil guðsþjónustu í kirkjunni okkarHún hefst kl. 14 og að henni lokinni erboðið til kaffidrykkju ísafnaðarheimilinu, þar sem gefst færiá að spjalla saman og njóta þess aðvera saman.

    paskar2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 14.4.2011 14:51 Page 3

  • 17. apríl pálmasunnudagurkl. 11 Barnaguðsþjónustakl. 14 Fermingarguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Valgeir Ástráðsson prédikarkl. 20 Kvöldguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar.Þorvaldur Halldórsson stýrir tónlistinni.

    21. apríl skírdagurkl. 10.30 Fermingarguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikarkl. 14 Fermingarguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Valgeir Ástráðsson prédikarkl. 20 Kvöldguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar22. apríl föstudagurinn langi

    kl. 11 GuðsþjónustaSr. Valgeir Ástráðsson prédikar Píslarsagan lesin. Litanían sungin.Í guðsþjónustunni verður frumflutt verk ætlað föstudeginum langa eftir Tómas Guðna Eggertsson, við texta eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.Guðsþjónustunni verður útvarpað beint á Rás 1

    24. apríl páskadagurkl. 8 Morgunguðsþjónusta

    Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.Lúðraleikur undir forystu Odds Björnssonar.

    kl. 11 FjölskylduguðsþjónustaUmsjón: Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson.Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Önnu Margrétar Óskarsdóttur.

    kl. 11 Guðsþjónusta í SkógarbæSr.Valgeir Ástráðsson prédikar.

    25. apríl annar páskadagurkl. 14 Fermingarguðsþjónusta - Altarisganga

    Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar.26. apríl

    kl. 18 Menningarvaka eldri borgaraGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima segir frá sögu og starfi Sólheima.Haukur Guðlaugsson fyrrum söngmálastjóri, flytur tónlistina.

    Kór Seljakirkju syngur við guðsþjónusturnar.Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

    Guðsþjónustur í Seljakirkju í kyrruviku og um páska

    paskar2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 14.4.2011 14:51 Page 4