4
Andra Sig í Skemmtó

Andri Sig

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Andra Sig í Skemmtó Hilmar Örn S. Arnór Hreiðarsson Baldur Jón Stefán Geir Benedikt Eyfjörð Pétur Geir Hjalti Már 12:00/Nemóstjarna Tappi/5-E Nemó Formaður Spyru Margrét Björnsdóttir Formaður lögsögumanna Formaður 12:00 Listó/NoReflex Daníel Kári Viljinn/Nemó Formaður Baldursbrár 5-E Pétur Lava Verzló legend 12:00 Viljinn/ljósmyndagúru Spaði/Júdas Formaður 6. bekkarráðs Herra Víðó ‘07 Listó Íþró Íþró

Citation preview

Page 1: Andri Sig

Andra Sig í Skemmtó

Page 2: Andri Sig

Kæri Verzlingur

Andri Sigurðsson heiti ég og er í framboði sem formaður Skemmtinefndar Verzlunarskóla Íslands 2011-2012. Ástæða fyrir þessu framboði mínu er brennandi áhugi á starfsemi nemendafélagsins, ég geri mér einnig fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í þessu embætti og tel ég mig færan um að sinna því. Ég tel mig hafa nógu góða reynslu af stjórnunar- og ábyrgðarstöðum til þess að skipuleggja góðan busadag

og stærsta Væl sem Verzlunarkólinn hefur séð.

Arnar GautiVerzló legendRúnar SteinnViljinn/NemóFannar Ingi12:00/NemóstjarnaS. Arnór HreiðarssonListó/NoReflexReynir JónassonFormaður lögsögumanna Arnar SigurðssonListóStefán Geir Nemó

Daniel FreyrÍþró

Margrét BjörnsdóttirFormaður 12:00

Guðmundur HólmHerra Víðó ‘07Baldvin Hugi

12:00Daníel Kári

ÍþróBaldur Jón

Formaður Baldursbrár

Benedikt EyfjörðFormaður Spyru

Hilmar ÖrnTappi/5-E

Unnur Véný5-E

Hjalti MárSpaði/Júdas

Snorri BjörnssonViljinn/ljósmyndagúru

Pétur GeirPétur Lava

Hjalti SigmundssonFormaður 6. bekkarráðs

Stuðningsmenn

Page 3: Andri Sig

• Busadagurinn er einn eftirminnilegasti dagurinn í skólagöngu Verzlinga og er það vegna þess að nokkrir nemendur leggja sig fram við að skipuleggja daginn frá A til Ö. Ef ég næ kjöri verður það mitt helsta markmið að gera þennan dag að ógleymanlegri minningu hjá komandi nýnemum.

• Stofna nýja nefnd sem sér um að taka upp brot af helstu viðburðum nemendafélagsins og klippir saman í stutt myndband sem kemur skömmu síðar inn á nfvi.is eða facebook.

• Það sem nemendafélaginu vantar er nefnd sem hjálpar til við allt græjustúss fyrir hina ýmsu viðburði. Þar má nefna Demó, Vælið, Listó-vikuna, Ljósið o.s.frv. Það eru auðvitað einhverjar miðstjórnarnefndir sem sjá um ýmsa hluti í kring um nemendafélagið og mætti sameina þær nefndir í eina ofur-græjunefnd.

• Markaðsnefndin hefur verið að gera fína hluti í vetur og væri hægt að fá nefndina til að vinna betur með minni nefndunum í söfnun styrkja og auglýsinga. Færir einstaklingar hafa setið í markaðsnefnd hingað til og væri bara synd að vinna ekki meira með þeim og fá þeirra hjálp.

• 3. Bekkjarráð má virkja betur og það má hjálpa þeim við skipulagningu á busakvöldum sem eru þá eingöngu fyrir þriðjubekkinga. Þetta er nú framtíð nemendafélagsins og um að gera að þjappa saman hópnum sem fyrst.

Stefnumál í skemmtó: • Vælið er án efa stærsta verkefnið

sem Skemmtó tekur að sér og hefur umgjörðin í kring um hana verið með eindæmum góð undanfarin ár. Ekki verður breyting þar á og stefni ég á að troðfylla stóra salinn í Háskólabíó í haust. Að fá Vælinu sjónvarpað er ekki efst á listanum en auðvitað mun ég skoða það mál og hafa samband við helstu miðla landsins.

• Það má vel bæta stemminguna á marmarnum í Vælsvikunni, skólahljómsveitin kemur þar sterk inn og væri gaman að fá líka uppistandara eða utanaðkomandi hljómsveitir til að spila á marmaranum í hádegishléum.

• Skólahljómsveitin hefur aldrei verið jafn glæsileg og núna í ár. Mun ég leggja mitt að mörkum í að fá færasta fólk skólans til að leiða saman hesta sína í hljómsveitina á næstu önn. Mun ég svo fá hljómsveitina til að spila eins oft og auðið er í korters- og hádegishléum.

• Busahrekkirnir góðu yrðu teknir upp skömmu fyrir skólasetningu og með stuttu millibili þar sem við viljum ekki að fréttir af hrekkjum berist á milli manna og skemmi fyrir. Svo yrðu þeir sýndir í skólanum ásamt því að verða settir á netið.

• Halda eitt lazer-tag mót á haustönn og svo mun aðsókn og áhugi stjórna því hvort annað verði eftir áramót.

• Hópferð til Akureyrar. Aðsókn á söngvakeppni framhaldsskólanna hefur ekki verið uppá marga fiska frá Verzló. Vil ég bæta það með því að skipuleggja hópferð þangað.

• Starfesmi Skemmtinefndarinnar er búin að róast full mikið eftir áramót og er þá tilvalið að bridda upp á nýjungum, þar má nefna karaoke-kvöld, spilakvöld (Alias o.fl.) o.s.frv.

Stefnumál í stjórn:

Page 4: Andri Sig

Ég og Andri Sig förum way back maður... ég man eftir litla stráknum sem var með mér í handbolta upp alla yngri flokkana. Þvílíkur maður

sem þessi drengur er orðinn!Þegar hann var lítill og ræfilslegur að reyna að skora úr horninu þá datt mér ekki í hug að hann myndi vaxa upp og verða það gull af manni sem að hann er í dag. Ég er kannski með smá harkalegar lýsingar.. en ég meina svona leit maður á þessa yngri gutta í boltanum.. fyrir utan Reyni kannski, en það er önnur saga.Andri eða Drilli sig eins og við strákarnir kjósum að kalla hann er toppnáungi sem að leggur sig fram af alúð í öll þau verk sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta veit ég að því að ég hef starfað með honum í bæjarvinnunni þar sem hann er búinn að vera yfirmaður í þrjú ár þrátt fyrir unga aldur. Það segir mér nógu margt að hann sé gjörsamlega hæfur til þess að stjórna því embætti sem hann gefur kost á sér í. Ég hef sjálfur setið í skemmtinefndinni og veit hve gríðarlega mikil vinna fylgir þessu embætti. Andri hefur sagt mér sjálfur að hann sé tilbúinn að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að gera starf skemmtinefndarinnar eins öflugt og möguleiki er á næsta skólaár!Ekki hika, kjósið Drilla Sig sem formann skemmtinefndar veturinn 2011-2012

Arnar Gauti GuðmundssonSérfræðingur

Stuðningsgreinar

Ég hef sjaldan verið jafn ánægður með Drilla minn Sigurðsson og þegar hann sagði mér að hann ætlaði í framboð til formanns

Skemmtinefndar nemendafélagsins. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að litla rauðhærða krúttið mitt er svo fast og innilega metnaðarfullur fyrir því sem honum þykir gaman að gera. Hann hefur marga fjöruna sopið, þessi eilífðarverslingur, og meðal annars farið sem skiptinemi í annan skóla til að öðlast reynslu og kynnast annars konar framhaldsskólamenningu. Ég ætla ekki að reyna að sannfæra þig um neitt kæri kjósandi, en bið

þig vinsamlegast að koma við í básnum hans Andra og spjalla aðeins við hann sjálfan um lífið og tilveruna og jú það sem hann hefur upp á að bjóða. Það er nokkuð ljóst að hér er á ferðinni frambærilegur ungur drengur, einkar viðkunnanlegur og með meiri lífsreynslu en flestir aðrir frambjóðendur. Og eitt að lokum, kjósið rétt.

Rúnar Steinn RúnarssonSykurpabbi