15
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 2. tbl. 5. árg. 2007 febrúar Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 Herrakvöld Fylkis var á dagskrá að kvöldi bóndadags og tókst mjög vel að þessu sinni. Fylkismenn og gestir þeirra troðfylltu Fylkishöllina og all- ir skemmtu sér konunglega eins og sést á meðfylgjandi mynd. Við birtum 40 myndir frá herrakvöldinu á bls. 8, 9 og 10. ÁB-mynd EÁ Vantar þig afmælisgjöf fyrir veiðimann? Kíktu þá á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum Gröfum nafn veiðimanns á boxið - Uppl. í síma 698-2844 Nýr veitingastaður Frábær matur á frábæru verði Fyrirtæki: Pantið og sækið í hádeginu Enski boltinn á breiðtjaldi Lynghálsi 4 Sími: 564-4488 Lynghálsi 4 Sími: 564-4488 Hlegið á herrakvöldi Hlegið á herrakvöldi

Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Citation preview

Page 1: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

2. tbl. 5. árg. 2007 febrúar Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

Herrakvöld Fylkis var á dagskrá að kvöldi bóndadags og tókst mjög vel að þessu sinni. Fylkismenn og gestir þeirra troðfylltu Fylkishöllina og all-ir skemmtu sér konunglega eins og sést á meðfylgjandi mynd. Við birtum 40 myndir frá herrakvöldinu á bls. 8, 9 og 10. ÁB-mynd EÁ

Vantar þig afmælisgjöf fyrir veiðimann?Kíktu þá á Krafla.isÍslenskar laxa- og silungaflugurí hæsta gæðflokki í fallegum tréboxumGröfum nafn veiðimanns á boxið - Uppl. í síma 698-2844

Nýr veitingastaðurFrábær matur á frábæru verði

Fyrirtæki: Pantið og sækið í hádeginuEnski boltinn á breiðtjaldi

Lynghálsi 4Sími: 564-4488

Lynghálsi 4Sími: 564-4488

Hlegið á herrakvöldiHlegið á herrakvöldi

Page 2: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Sorglegir atburðirSorglegir atburðir tengdir börnum og ungu fólki hafa undan-

farnar vikur leikið aðalhlutverkið í fjölmiðlum. Nægir hér aðnefna Byrgið og Breiðavík.

Nú liggur fyrir að líf og framtíð fjölmargra Íslendinga semdvöldust á þessum stöðum í leit að hjálp og umhyggju var lagt írúst. Ungir drengir voru meðhöndlaðir sem skepnur í Breiða-vík af fullorðnu fólki. Vissulega er Breiðavík mun lengra fráokkur í tímanum. Nánast er hægt að fullyrða að slíkir hlutirgerist ekki og gætu ekki gerst í dag. Hreint ótrúlegir hlutir semgerst hafa í Byrginu eru auðvitað mjög alvarlegir ekki síst fyr-ir þær sakir að þeir eru að gerast í nútímanum. Á 21. öldinni.

Undarlegt er að hundruð milljóna hafa streymt úr ríkissjóðií Byrgið eftirlitslaust. Auðvelt verður að laga þau mistök. Erf-iðara verður hins vegar að bæta sjúku fólki sem leitaði í Byrg-ið skaðann sem það varð fyrir þar. Það verður hins vegar aðgera strax með öllum tiltækum ráðum.

Reynslan af Byrgismálinu sýnir í eitt skipti fyrir öll að fag-mennskan á að ráða ríkjum í meðferðarmálum. Það á ekki aðgeta gerst að trúarhópar eða trúfélög geti kynnt sig út á við semmeðferðarstofnanir og sogað til sín fúlgur fjár á gjörsamlegafölskum forsendum. Sem betur fer hefur félagsmálaráðherrabrugðist skjótt við í þessum málum. Fórnarlömbin fá aðstoð ánæstu dögum og svo á auðvitað að greiða fórnrlömbunum fráBreiðavík bætur sem eru sæmandi og skipta máli. Þar erumvið ekki að tala um 3 milljónir eins og einn örlátur alþingis-maður nefndi um daginn. Nær væri að tala um 15-20 milljónirá mann til þeirra sem verst urðu úti og voru sendir nauðugir íopið fangið á glæpamönnum. Stefán Kristjánsson

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

T E X T U R Ewww.texture.is • Sími 566 8500

h á r s t o f a

Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir sveinum eða meisturum í heils- og hálfsdagsstörf á nýjum og líflegum vinnustað.

Atvinnutækifæri

Nýr leikskóliopnar 1. mars í Norðlinga-

holtinuNýr leikskóli í Norðlingaholti

opnar formlega 1. mars n.k.Leikskólinn er fjögurra deildaog er við Sandavað 7. Leikskól-inn kemur til með að taka inn 88börn í heildina.

Fyrstu 10 börnin byrja í að-lögun 1. mars og næstu 10 þann15. mars. Leikurinn og skapandihugsun verða aðaláherslur leik-skólans en einnig verður lögðáhersla á leik, gleði, rólegheit,umhverfismennt og mikið for-eldrasamstarf.

Lóðin er mjög stór og mikiðer lagt upp úr því að hún séhluti af náttúrunni.

Leikskólinn í Norðlingaholtier hannaður af Manfred Vil-hjálmssyni og er einstaklegafalleg bygging. Leikskólastjórier Guðrún Sólveig Vignis og að-stoðarleikskólastjóri er Aðal-heiður Björk Matthíasdóttir.Hægt er að ná í þær í síma 5172566.

Upplýsingar um innritun ískólann veitir Halldóra ÓlöfÁgústsdóttir, innritunarfulltrúiþjónustumiðstöðvar Árbæjar ogGrafarholts í síma 411 1200.

Ljóðaskógurinn er liður í dags-skrá Borgarbókasafns á Vetrarhá-tíð Reykjavíkur dagana 22. til 24.febrúar. Ljóðaskógurinn, semunninn er af starfsfólki Ársafns,verður opnaður með ljóðagöngu íElliðaárdalnum frá Rafveituheim-ilinu í Elliðaárdal laugardaginn24. febrúar kl. 14.

Sara Halldórsdóttir bókasafns-og upplýsingafræðingur sagði aðhugmyndin að Ljóðaskóginumhefði kviknað á ráðstefnu um lest-ur og lestrarmenningu barna ogunglinga sem hún sótti sl. haust.Hugmyndin er að færa bókasafniðút til fólksins og glæða enn frekaráhugann á lestri. Ljóðin eruhengd í tré við göngustíg í dalnumen ljóð eru þeirrar náttúru að

hvert þeirra er heill heimur út affyrir sig. Bókmenntagöngur Borg-arbókasafn hafa notið sívaxandivinsælda, en þær hafa verið fast-ur liður í kynningarstarfi safns-ins undanfarin ár.

Ársafn verður þriggja ára í lokfebrúar og safnstjórinn, ÓskarGuðjónsson, segir að Árbæingarhafi tekið safninu fagnandi. AukÁrbæjar falla Grafar- og Norð-lingaholt undir þjónustusvæðisafnsins, en í raun starfar Borgar-bókasafn undir kjörorðunum -Ein borg - eitt safn!!!. Lánþegareru á öllum aldri eða frá níu mán-aða til níræðs og fyrir eldri borg-ara sem ekki komast á safnið ersérþjónusta sem kallast Bókin

heim. Auk bóka um allt millihimins og jarðar er boðið upp átímarit, geisladiska, DVD, tungu-málanámskeið til útláns. Heiturreitur er á safninu þannig að fólkgetur komið með eigin tölvur ogtengt þær inn á internetið eneinnig er hægt að kaupa aðgangað tölvum safnsins. Margir stórirvinnustaðir eru í nágrenni safns-ins og kemur starfsfólk þeirragjarna í hádegishléi og lítur í dag-blöðin yfir kaffisopa eða kíkir ítímarit.

Ársafn er opið alla virka dagafrá 11:00 - 19:00 og á sunnudögumfrá 12:00 - 17:00. Verið velkomin.

Ársafn-Bókasafnið við borgar-dyrnar.

Óskar Guðjónsson safnstjóri Ársafns og Sara Halldórsdóttir, deildarbókavörður safnsins.

Bókasafn í ljóðaskógi- ljóðaganga í Elliðaárdal frá Rafveituheimilinu laugardaginn 24. febrúar kl. 14

Page 3: Arbaejarbladid 2.tbl 2007
Page 4: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir,Dóa, og Einar Sverrisson, Melbæ 31,eru matgæðingar okkar að þessusinni. Gómsætar uppskriftir þeirrafara hér á eftir:

Föstudags-Ýsa800 gr. roð og beinlaus ýsuflök.Einn stór laukur.7 msk. Sweat-Relish.

7 msk. ananaskurl.2 tsk. karrý.Smekk-magn af salti.Slatti af rifnum osti.

Sósa4 msk. smjörlíki3 msk. hveiti3 dl. mjólk.1 dl. ananassafi.

Brúnið fiskinn á pönnu. Einniglaukinn við lágan hita þar til hannverður glær.

Kryddið með karrýi og salti. Setj-ið í eldfast mót. Sweat-Relish og an-anas dreift yfir.

Bakið sósuna upp og hellið hennisíðan yfir. Að lokum eru herlegheit-in þakin vel með rifnum osti.

Setjið mótið í ofninn og bakið við200 gráður í um það bil 15 mínútur.

Berið fram með nýjum íslenskumkartöflum eða þá hrísgrjónum oghvítlauksbrauði.

Súkkulaðikaka með appelsínubragði

Deig250 gr. dökkt súkkulaði.

250 gr. smjör.170 gr. flórsykur.80 gr. hveiti.4 egg.1 appelsína.

Sósa3 dl. vatn.1 msk. sykur.1 appelsína (safi + börkur).

1 askja jarðarber (söxuð).

Súkkulaði, smjör og flórsykurbrætt saman (hitað í vatnsbaði).Munið að hræra vel í á meðan.

Sigtið hveitið í hrærivélaskál ogblandið súkkulaðiblöndunni samanvið.

Bætið eggjunum útí, einu í einu.Kreistið safann úr annarri appelsín-unni og blandið út í degið.

Setjið deigið í smelluform og bak-ið í 25 mínútur við 180°C.

Látið kökuna kólna vel áður enhún er tekin úr forminu.

Hrærið saman vatni, appelsínus-afa, sykri og slatta af rifnum appel-sínuberki.

Sjóðið þar til lögurinn þykknar.Leyfið sósunni að kólna og setjið síð-an jarðarberin útí.

Hellið sósunni yfir kökuna og ber-ið fram með sælkerakaffi.

Verði ykkur að góðu,Dóa og Einar

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirEinar Sverrisson og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir með barnabörnin sín Einar og Bjarna Þór og einnigheimilisköttinn Skorra. = ÁB-mynd PS

Föstudagsýsa og súkkulaði-

kaka meðappelsínubragði

Skora á Elvu og Pál Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir og Einar Albert Sverrisson, Melbæ 31, skora á Elvu Ön-

undardóttur og Pál Karlsson, Norðurási 6, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað.Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í mars.

- að hætti ,,Dóu’’ og Einars

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða

Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til þess að finna jafnvægi og betri líðan.

Höfuðbeina og Fæðuóþolsmælingar.Svæðanudd. Bowen. Skynhreyfiþjálfun.

Heilun. Reiki-Heilun. Detox meðferð. SRT/andleg svörunarmeðferð.

Page 5: Arbaejarbladid 2.tbl 2007
Page 6: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Á hverju ári gerir RANNSÓKNIR& GREINING rannsókn sem lögð erfyrir í grunnskólum landsins og erúrtakið nemendur í 8., 9. og 10. bekk.Árið 2006 var níunda árið sem slíkrannsókn var gerð. Yfirskrift rann-sóknarinnar er, ,,Ungt fólk 2006’’, ogviðkemur menntun, menningu, tóm-stundum, íþróttaiðkun og framtíðar-sýn íslenskra ungmenna.

Niðurstöður þessarar viðamiklurannsóknar er hægt að skoða fyrirlandið í heild sinni, eftir bæjarfélög-um, hverfum Reykjavíkur og jafnveleinstaka skólum. Í hugum flestra erÁrbær og Grafarholt sitt hvort hverf-ið en vegna borgarhlutaskiptingar

Reykjavíkurborgar þá eru sameigin-legar niðurstöður fyrir hverfin ífyrrnefndri rannsókn.

Kynningarfundur var haldinn 30.janúar sl. að frumkvæði Þjónustu-miðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.Til fundarins voru boðaðir fulltrúarskólanna, foreldrafélaga, kirkjunnar,heilsugæslunnar, lögreglu ogíþróttafélaganna í hverfunum. Áfundinum kynnti starfsmaður Rann-sóknar og greiningar helstu niður-stöður rannsóknarinnar fyrir hverf-in. Miklar og góðar umræður sköp-uðust á fundinum og greinilegt varað ýmislegt kom fundarmönnum áóvart.

Almennt má segja að unglingar íÁrbæ og Grafarholti hafi komið velút úr þessari rannsókn. Í flestum til-fellum eru krakkarnir í hverfunumekki frábrugðin öðrum unglingum íborginni eða á landinu öllu þegarkemur að neyslu vímuefna, þátttökuí íþróttum, líðan í skóla svo eitthvaðsé nefnt.

Samt sem áður er vert að skoðaþau atriði sem ekki komi vel út írannsókninni. Ef niðurstöður rann-sóknarinnar eru skoðaðar kemur íljós að útivistartíminn virðist ekkivera virtur hjá stórum hluta nem-enda í Árbæ og Grafarholti því 58%nemenda í 9. og 10. bekk sögðust einusinni eða oftar hafa farið út að kvöldiog komið heim eftir miðnætti sl. 7daga á undan þeim degi sem könnun-in var framkvæmd. Til viðmiðunarvar hlutfallið 42% í Reykjavík og46% á landinu í heild. Ef litið er tilþess hversu margir nemendur hafaverið úti eftir klukkan tíu þrisvarsinnum eða oftar síðastliðna 7 dagaer hlutfall nemenda í Árbæ og Graf-arholti 50% miðað við 41% nemandaí Reykjavík og 40% nemenda á lands-vísu.

Munn- og neftóbaksnotkun meðalnemenda í 10. bekk í Árbæ og Grafar-holti árið 2006 var talsvert algengarief miðað er við alla nemendur íReykjavík og á landinu í heild.Þannig sögðust 11% nemanda íhverfunum hafa notað munntóbak20 sinnum eða oftar um ævina þegarrannsóknin var gerð miðað við 5 %nemenda í Reykjavík og á landinu íheild. Hlutfall nemenda í Árbæ ogGrafarholti sem höfðu notað neftó-

bak 20 sinnum eða oftar um ævinaárið 2006 var 14% en í Reykjavík varhlutfallið 7% og á landinu öllu var

það 10%.Þegar spurt var um neyslu munn-

og neftóbaks síðastliðna 30 daga komí ljós að hlutfall nemenda í hverfun-um sem höfðu notað munntóbakeinu sinni eða oftar á þessu tímabilivar 17% árið 2006 en í Reykjavík allrivar hlutfallið 8% og á landinu í heildvar það 7%. Sambærileg spurningum neftóbaksneyslu leiddi í ljós aðhlutfall nemenda í 10. bekk í Árbæog Grafarholti var 21% miðað við11% í Rekjavík og 15% á landinuöllu. Hlutfall nemenda í 10. bekk íhverfunum sem sagðist hafa notaðmunn- eða neftóbak þrisvar sinnumeða oftar síðastliðna 30 daga árið2006 var einnig talsvert hærra miðaðvið nemendur í Reykjavík og á land-inu í heild. Þess má geta að nemend-ur í 9. og 8. bekk í Árbæ og Grafar-holti skáru sig ekki eins úr í neyslumunn- og neftóbaks eins og nemend-ur 10. bekkjar.

Þó ástandið hjá nemendum í 8., 9.og 10. bekk í Árbæ og Grafarholti séalmennt gott eru nokkur atriði sem

þarf að skoða nánar og kemur það tilkasta þeirra sem koma að forvarnar-málum í hverfunum. Starfsfólk Þjón-ustumiðstöðvar Árbæjar og Grafar-holts mun á næstunni skoða í sam-vinnu við skólana og foreldrafélögþeirra hvort tilefni er til að fá nánarikynningu á þessum niðurstöðum.

Hér hefur einungis verið greintfrá litlum hluta þeirra niðurstaðnasem fram kom í skýrslu Rannsóknarog greiningar sem gerð var á nem-endum í Árbæ og Grafarholti.Áhugasömum er bent á að skýrslaner aðgengileg í heild inni á vef þjón-ustumiðstöðvarinnar, www.reykja-vik.is/arbaer og eða á www.reykja-vik.is/grafarholt .

Kristinn J. Reimarsson Verkefnis-stjóri hjá Þjónustumiðstöð

Árbæjar og GrafarholtsÞorleifur Kr. Níelsson Félagsráð-

gjafi hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Nýjar DVDmyndir

+ ein eldriá kr. 350,-

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Bæjarhálsi 1 - 110 RvkOpnunartími: 08.30 - 16.00

Sími: 411 1200Netfang:

[email protected]íða:

www.reykjavik.is/arbaerwww.reykjavik.is/grafarholt

IngibjörgSif Antons-dóttir, sál-fræðingur,hefur hafiðstörf við þjón-ustumiðstöðÁrbæjar ogGrafarholts.Ingibjörg út-skrifaðist meðCand. Psychgráðu frá Há-skóla Íslands 2006. Lokaverkefni fjall-aði um samanburð á börnum semgreinast með einhverfu á leikskóla oggrunnskólaaldri. Ingibörg útskrifaðistmeð BA gráðu frá sama skóla árið 2000.

Ingibjörg vann við atferlismeðferð ábörnum með einhverfu á leikskóla og íheimahúsum 1998 - 2003. Einnig vannhún á skammtímaheimli fyrir börnmeð frávik í þroska og hegðun 1996 -2000. Ingibjörg mun koma með fullumkrafti inn í sérfræðiráðgjöf fyrir leik-og grunnskóla. Ingibjörg Sif er boðinhjartanlega velkomin til starfa.

Hagir og líðan nemenda í 8., 9. og10. bekk í Árbæ og Grafarholti

Ingibjörg Siftekur til starfa

Hafið er sérstakt heilsueflingar-átak á meðal eldri borgara í Árbæ ogGrafarholti. Íbúar geta valið umdans, stafgöngu (10 tíma námskeið),göngu-eða skokk, leikfimi og síðan

fengið kennslu á líkamsræktartækiní Árbæjarþreki (10 tíma námskeið).Þetta er íbúum allt að kostnaðar-lausu. Átakið fer vel af stað og hefurverið góð mæting í flesta tíma og er

óhætt að segja að mikil ánægja sé ámeðal íbúa með þetta framtak.

Nánari upplýsingar í félagsmið-stöðinni Hraunbæ 105

Sigvaldi Þorgilsson danskennari kennir línudans.

Heilsuefling í Árbæ og Grafarholti

Krakkarnir í hverfunum 2006:

SkalliHraunbæ 102 Sími: 567-2880

Page 7: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Besta vörnin í netverslun í dag

Tilvalin gjöf fyrirvandláta veiðimenn!

Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Flugubox úr mangóviði og viðgröfum nafn veiðimannsins á

boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

,,Flugurnar hans Krist-jáns Gíslasonar fráKrafla.is eru alltaf tilstaðar í mínum flugu-boxum og hafa reynstmér ómissandi í lax- ogsilungsveiði. Flugubox-in frá Kröflu eru stór-glæsileg,’’ segir SturlaÖrlygsson

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröflu-flugunum í Hofsá sl. sumar.

Sjón er sögu ríkari!!Kíktu á www.Krafla.isÞar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Hágæðaflugur - íslensk hönnun

Page 8: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðHerrakvöld Fylkis 20078

Árbæjarblaðið Herrkvöld Fylkis 20079

Sturlu skipaverkfræðingi þótti maturinn afbragð.

Frá vinstri: Valdi í Texta, Gummi Sig. og Friðrik vélfræðingur.

Frá vinstri Lúðvík Andreasson, Pálmi Lord, Viktor Steinarsson , ElvarHólm Ríkharðsson, Grímur Brandsson.

Guðmundur Baldursson Sölustjóri hjá Ræsi og Þorsteinn Sigurðssonsviðstjóri á Hafró.

Kristinn Steingrímsson og Ólafur Eggertsson.

Frá vinstri Björn Vignir Björnsson, Stefán S. Stefánsson og Jón ÞórJúlíusson.

Fremstur er Knútur Sölvi Hafsteinsson, Jóhann Páll Símonarson ogÁgúst Hafsteinsson.

Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Logi Ragnarsson Formaðurherrakvöldsnefndar.

Sigmar Steingrímsson sjávarlífræðingur og Þorsteinn Helgason list-málari og arkitekt.

Jóhann Þórarisson fyrrv. smíðakennari í Árbæjarskóla, Ragnar Guð-mundsson fyrrv. yfirk. í sama skóla og svo Toni fyrrv. knattspyrnukappi.

Hvað getur maður sagt. Guðjón L. Sigurðsson, Ómar S. Gíslason, Jón G. Birgisson, Arnar Hilmarsson.

Frá vinstri Steinar Friðgeirsson, Jón Magngeirsson, Runólfur Þorláksson ogséra Þór Hauksson.

Orginal Fylkismenn Pétur Stefánsson og Jón Árnason.

Þarna eru menn komnir á trúnó.

Séra Hjálmar fór auðvitað á kostum sem ræðumaður kvöldsins.

Gylfi Einarsson og Pétur Ólafsson.

Nonni og Jói.

Elsti Fylkismaðurinn Halldór Jakobsson lét sig ekki vanta, hann er hérásamt tengdasyni sínum Jóni Hjaltasyni.

Kristján Már Unnarsson ásamt dætrum sínum Maríu og Kristínu, enþær spila báðar með meistaraflokki Fylkis, en þær voru að aðstoða ísalnum.

Hjálmar Jónsson (83) fyrrv. formaður Fylkis lét sig ekki vanta frekaren oft áður

Jón Þorsteinn formaður stjórnar SPV, Árni Helgason fjárfestir í Lond-on og Atli Örn Jónsson framkv.stjóri bankaþjónustu SPV.

Villi hinn eini sanni og náttúrlega Alfreð, siðan koma Steinn Halldórsson formaður KRR og Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar.

Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar Spari-sjóðanna og Bjarni útibússtjóri SPV í Árbæ.Þessir voru í miklu stuði.

Fullt húsHerrakvöld Fylkis var að venju á bóndadaginn og tókst skemmtunin mjög

vel að þessu sinni. Fylkismenn og gestir fylltu Fylkishöllina og allir skemmtusér konunglega.

Séra Hjálmar Jónsson var ræðumaður kvöldsins og vakti hann mikla lukkusem og skemmtikrafturinn og eftirherman Jóhannes Kristjánsson. Veislu-stjóri var Gísli ,,Út og suður’’ Einarsson og ku það þegar frágengið að þeir fé-lagar mæti á herrakvöldið að ári.

Við látum annars myndirnar tala að venju hér í opnunni og á næstu síðueinnig en myndirnar tók Einar Ásgeirsson.

Page 9: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðHerrakvöld Fylkis 200710

Þessa þekkja allir.

Guðmann vallarstjóri, Guðjón bryggjusmiður, Ólafur Eyktarskelfir ogÓskar bólstrari.

Það moraði af þjóðþekktum mönnum.

Bara gaman.

Gísli Einarsson og Jóhannes Kristjánsson brugðu sér í allra kvikindalíki og verða á næsta ári.

Tommi, Mebu-Bjössi og Marteinn fyrrv. Þjálfari Fylkis. Ekki er vitaðum nöfnin á þessum 2 guttum sem tróðu sér inn í myndina en það erallt í góðu, þeir hafa bara viljað vera með á mynd af frægum mönnum.

Magnús Ingvarsson Kennari við Fjölbraut í Breiðholti og Bjarni íNings.

Einar, Helgi og Tryggvi.

Hér má sjá þrjár kempur Eldri flokks Fylkis sem hafa munað tímanatvenna. Samtals hafa þeir skorað 1783 mörk á ferlinum. Frá vinstri:Magnús Ingvason, Gunnar Stefán Jónasson og Daníel Gunnarsson.

Oddgeir langhlaupari hafði bara gaman af þessu.

Myndir:Einar

Ásgeirsson

Teddi Kúbufari.

Ólafur Hannibalsson.

Séra Þór Hauksson.

Þorsteinn útibússtjóri Landsbankans í Árbæ og Ólafur Loftsson gjald-keri Fylkis til áratuga. Sagt er um Ólaf, að ef hann láti út eina vætt silf-urs fái hann tvær vættir gulls til baka.

Page 10: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Frábær f eb rúar í O rkuver inu

Frábær f eb rúar í O rkuver inu

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfunEgilshöllinni

Simi: 594 9630

www.orkuverid.is

Skólakort12.990.-

Tveir fyrir einn á átaksnámskeiðum.Hefjast 21. febrúar

Sex mánaðakort19.990.-

Árbæjarblaðið Ritstjórn og auglýsingar

Sími: 587-9500

Árbæjarblaðið Fréttir11

Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 stóðfyrir þorrablótum nú um sl. helgi. Áföstudag var þorrablót haldið i Árbæog var góð mæting og fólk skemmti sérhið besta.

Raddbandafélag Reykjavíkurskemmti með söng og hlaut góðar und-irtektir. Ólafur B. Ólafsson stýrði svofjöldasöng og lék fyrir dansi á harmon-ikkuna sína. Fjöldi fólks mætti ogskemmti sér konunglega.Borðin svignuðu undan kræsingum.

Fjölmenni áþorrablóti í Árbænum

Þorrablótin njóta alltaf mikilla vinsælda og fjölmennt var í Hraunbænum sl. föstudag.

Page 11: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Þjónustumiðstöðvar Reykja-víkurborgar eru blómin í vasahvers hverfis. Með tilkomuþeirra hefur yfirbragð þjónustu-kjarna í hverfum gjörbreyst ogíbúar leita með fjölbreytt erindisín til miðstöðvanna. Gömlu,,borgarhlutaskrifstofurnar"hýstu eingöngu verkefni tengdvelferðarmálum en hugmynda-fræði þjónustumiðstöðvannasnýst um að öll verkefni, vanda-mál og viðfangsefni íbúannafinni sér farveg í þjónustumið-stöðvum. Hreyfing, fjölmenning,húsnæði, leikskólar, íbúasam-tök, félagsstarf eldri borgara,hverfamenning, hátíðir og for-varnir.

Viðfangsefni hverrar fjöl-skyldu eru leyst þverfaglega áþjónustumiðstöðvunum, sér-fræðingar og faglegir ráðgjafarvinna í teymum og því hefur

náðst góður árangur í málefnumfjölskyldna sem áður var vísað ámilli stofnanna.

Þjónustumiðstöðvarnar vorustofnaðar á síðasta kjörtímabiliog Samfylkingarfólk barðist öt-ullega fyrir þeirri stjórnkerfis-breytingu. Ein þjónustumiðstöð,Miðgarður í Grafarvogi, hefurþó verið starfandi í 9 ár og þarhefur náðst einstaklega góðurárangur með þverfaglegri sam-vinnu allra í hverfinu.

Hverfisráð

Samfylkingin hefur alla tíðlagt áherslu á sterk hverfi og aðhverfisráðin tíu séu pípulögnfyrir íbúa hverfisins til að komaskoðunum sínum og áhyggjum áframfæri. Í hverfisráðunum sitjaþrír kjörnir fulltrúar og vinnanáið með framkvæmdastjórahverrar þjónustumiðstöðvar.

Nútímalegir stjórnarhættirbyggja á sífellt auknu samráðivið íbúana sem kallar á öflughverfisráð. Hlutverk hverfisráðaer margþætt; að stuðla að hverskonar samstarfi innan hverfi,móta stefnu og leggja fram tillög-ur á vett-vangi borg-arráðs. Ým-is skipu-lagsmálfara til um-sagnarhverfis-ráða, ýmishagsmuna-samtökkynna sínastarfsemi í hverfisráðunum ográðsmenn eru mikilvægir tengil-iðir við íbúa hvers hverfis; endagjarnan búsettir í hverfunum ogþekkja þau vel af eigin reynslu.

Hverfisráðin eru vettvanguríbúasamráðs, félagasamtaka, at-vinnulífs og borgaryfirvalda.Íbúar verða sí-fellt meðvitaðrium sitt nærum-hverfi og þjón-

ustumiðstöðv-arnar eru geys-imikilvægurhlekkur í þeirrikeðju. Það voru því kaldar kveðj-ur frá meirihluta borgarstjórnar

að vængstýfa hverfisráðin meðþví að taka frá þeim það fjár-magn sem þau höfðu yfir að

ráða. Fjármagn semhverfisráðin gátu ráð-stafað beint til íbúa-samtaka, hverfishá-

tíða, hverfisblaðaog ýmissa við-burða innan hverf-anna. Nú þurfaframfaraöflin íborginni að gangabónleið til borgar-stjóra og það gagn-rýnir Samfylking-in harðlega. Vald-dreifing og valdefl-ing eiga að vera

leiðarljós í nútíma-legri stjórnsýslu.Þannig byggjum viðupp sterk hverfi í

henni Reykjavík.

ÁrbæjarblaðiðFréttir12

Kæru viðskiptavinir!Dagana 16. nóvember til 7. desember fá allir viðskiptavinirokkar sem panta lit og strípur PARAFIN handarmeðferð

Hafið samband til að fá frekari upplýsingar

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Við erum byrjaðar að vinna með hárlengingar!Sítt hár á 120 mínútum! 100% mennskt hár! Hægt að nota aftur og aftur! 99%

ósýnilegt Hágæða hárlengingar Frekari upplýsingar hjá okkur í síma 567-6330

Oddný Sturludóttir,borgarfulltrúi og for-maður BorgarmálaráðsSamfylkingarinnar,skrifar:

Hverfin í borginni

Page 12: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Árbæjarblaðið Fréttir13

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500

Ljóðin í skóginum

Borgarbókasafn-Ársafn býður til ljóðagöngu í Elliðaárdalnum laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00

undir leiðsögn Úlfhildar Dagsdóttur og Jónínu Óskarsdóttur. Skáldin Einar Már Guðmundsson og Ingunn Snædal

slást með í för. Safnast verður saman við Rafveituheimilið og tekur gangan

um eina klukkustund.

Sýningin Ljóðaskógur er liður í dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar og verða ljóðin í skóginum út apríl.

Allir velkomnir.

Þorrablótað íGrafar-

holti

Góugleðimeð nýju

sniðiHin árlega Góugleði Fylkis er á

dagskrá laugardaginn 17. febrúarog verður gleðin með nokkruöðru sniði en vant er.

Þema kvöldsins er svart/hvíttog húsið verður opnað kl. 19. Sal-urinn verður skreyttur hátt oglágt og nú verður herrunumhleypt inn í fjörið kl. 11.30 í fyrstaskipti. Er það vel við hæfi á 40 áraafmælisári félagsins.

Ræðumaður kvöldsins verðurGuðfinna Bjarnadóttir, fráfar-andi rektor Háskólans í Reykja-vík og veislustjóri útvarpsmaður-inn Freysi.

Undirbúingsnefndin vonar aðallar konur eigi heimangengt ogmætti og styðji stelpurnar íFylki. Ekki veitir af því það erkostnaðarsamt að halda úti öflugikvennaliði og Góugleðinu ermjög mikilvæg fjáröflun fyrirmeistaraflokk kvenna.

Og nú er bara að taka laugar-dagskvöldið frá og mæta.

Stella Kristjánsdóttir (t.v.) og Soffía Felixdóttir stjórnuðu þorrablótinuá Þórðarsveig.

Á laugardag var haldið þorrablótfyrir Grafarholtsbúa í salnum aðÞórðarsveig 3.

Þorrablótið fór fram á vegum Fé-lagsmiðstöðvarinnar að Hraunbæ105 og þótti takast mjög vel. Þar varmikið sungið og skemmtu allir sérmjög vel. Skemmtiatriði voru aðhætti heimamanna og spilað varbingó.

Fjöldi fólks skemmti sér á þorra-blótinu.

Page 13: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir14

Egilshöllinni Sími: 594-9630www.orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Húsfélagaþjónusta SPV er öflugur liðsauki

Góður liðsauki við rekstur húsfé-lagaHúsfélagaþjónusta SPV léttir starf gjald-kera húsfélaga verulega með traustri ráð-gjöf. Þjónustan sparar tíma og fyrirhöfn oger sérsniðin að þörfum hvers húsfélags,fjármál húsfélagsins verða öruggari og bók-haldið aðgengilegra.

Húsfélagaþjónustan felur m.a. í sér:. Innheimtuþjónustu þar sem gjöld húsfé-lagsins eru innheimt með greiðsluseðlumsem sendir eru greiðendum. Gjaldkera ersendur reglulega listi yfir greidda ogógreidda greiðsluseðla..Greiðsluþjónustu þar sem greiddir erureikningar húsfélagsins á réttum tíma oggjaldkera sent reglulega yfirlit þar um..Árlegt rekstraruppgjör. Færslur semmyndast í innheimtu- og greiðsluþjónust-unni eru grunnur að bókhaldi húsfélagsins.Um hver áramót sendir SPV gjaldkera hús-

félagsins sundurliðað yfirlit yfir tekjur oggjöld fyrra árs..Hagstæð framkvæmdalán til viðhalds-verkefna með sveigjanlegum lánstíma..Viðskiptayfirlit fyrir hverja íbúð..Netbanka þar sem gjaldkeri fær góða yf-irsýn yfir fjármálin. Þar hefur gjaldkeriávallt upplýsingar um stöðu sjóðs og við-skiptayfirlit yfir hvern greiðanda.

Starfsmenn SPV leggja metnað sinn í aðveita faglega og persónulega ráðgjöf þarsem markmiðið er að stuðla að traustu lang-tímasamstarfi við sérhvert húsfélag.

Allar nánari upplýsingar um húsfélaga-þjónustu SPV má fá með því að hringja ísíma 575-4083 eða með því að senda tölvu-póst á [email protected]. SPV býður húsfélögumkynningu á þjónustu sinni á húsfélags-fundi.

Útibú SPV í Árbæ, miðstöð ráðgjafar og þjónustu.

Auglýsing

Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.Netverslun með tölvubúnað og rekstrarvöru

www.bst.is Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760

Þriðjudaginn 23. janúar var opið hús í félagsmiðstöð-inni Hraunbæ 105. Kynning var á því starfi sem er í boðifram á vor. Leiðbeinendur voru á staðnum og veittu upp-lýsingar um námskeiðin og tekið var á móti skráningum.Óhætt er að segja að þessi viðburður hafi heppnast velþví rúmlega 100 manns mættu og kynntu sér starfið ogþáðu kaffi og kleinur.

Verið er að leggja aukna áherslu á heilsueflingu í starfi

félagsmiðstöðvarinnar og virðist það falla í góðan jarð-veg á meðal notenda. Sérstök kynningarnámskeið í staf-göngu og líkamsrækt, í samvinnu við Árbæjarþrek, eruað fara af stað í næstu viku og er mjög góð skráning á þaunámskeið sem og í leikfimi og dans.

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar má sjá á heimasíðuþjónustumiðstöðvarinnar www.reykjavik.is/arbaer

Spurst fyrir um postulínsmálun á opnu húsi.

100 mættu í kaffi og kleinur

8 vikna aðhaldsnámskeiðfyrir konur hefst 6. mars

Kennt er á þri/fim og fös kl. 17.00-18.00

Frjáls mæting í aðra tíma og tækjasal ásamt kennslu

Skráning hafin í síma 5676471Verð: 14500

Fylkisvegi 6 - Sími 567-6471

Page 14: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Kristín Þóra Kristjánsdóttir hefuropnað ljósmyndastofu í Árbænum oger hún til húsa að Rofabæ 9.

,,Ég hef verið viðloðandi ljós-myndabransann frá barnæsku þvíforeldrar mínir stofnuðu framköll-unarþjónustuna Myndsýn árið 1979en þá var ég 11 ára gömul. Þar vannég í öllum fríum og svo með skólan-um þegar kom fram á menntaskóla-árin. Ég fór á samning hjá Skyggnu-Myndverk, og útskrifaðist meðsveinspróf í ljósmyndun vorið 1993.Ég dreif mig strax um haustið íMeistaraskólann og útskrifaðist semljósmyndameistari,’’ segir KristínÞóra í samtali við Árbæjarblaðið.

,,Þá var ég komin með ljósmynd-astúdíó á Grettisgötunni ásamtnokkrum öðrum ljósmyndurum ogvar einnig heilmikið farin að myndabekkjarmyndir í skólum í Reykjavík.

Settist ég aftur á skólabekk árið2000 og þá í California State Univer-sity, Chico. Þar var ég í tvö ár og lagðiáherslu á stafræna vinnslu ljós-mynda og grafíkvinnslu.

Þegar heim kom fór ég aftur aðvinna hjá Myndsýn og tók við rekstriþess fyrirtækis árið 2003. Ég rak þaðþar til Hans Petersen keypti rekstur-inn fyrir rúmu ári síðan,’’ segirKristín Þóra.

,,Fyrir nokkrum mánuðum fréttiég af þessu húsnæði í Rofabænum ogþar sem ég bý í ca. 10 metra fjarlægðþá hentaði þetta auðvitað mjög vel.Húsnæðið er ekki stórt en mjög fíntfyrir stúdíóið en tölvuvinnslunavinn ég heima hjá mér svo ég er ekkimeð viðveru á stofunni nema eftirsamkomulagi.

Ég hef verið svolítið í því að litahluta af myndum og hafa annaðsvart-hvítt eða brúntónað.

Ég er þessa dagana að taka niðurpantanir fyrir fermingarmyndatök-ur og einnig eru útskriftarpantanirað byrja. Þeir sem eru skipulagðastireru líka farnir að panta brúðkaups-

myndatökur fyrir sumarið.Öllum myndatökum skila ég í fal-

legu hvítu albúmi sem er í stærðinniA5 en myndirnar eru í stærð 10x15cm. Fólk getur valið um myndatökumeð 14 eða 20 myndum, ýmist lit,svart-hvítar eða hálflitaðar. Brúð-kaupsmyndirnar eru oft stærri ogoft fylgi ég brúðhjónum yfir daginn,kem jafnvel á hárgreiðslustofuna áð-ur en ég kem í kirkjuna, eftir það för-um við á stofuna og þegar veður leyf-ir finnst mér mjög gaman að fara

með þau niður í Elliðaárdal og síðaní veisluna. Þessi brúðkaup þurfaauðvitað stærri og veglegri albúm.Öllum myndatökum fylgir geisla-diskur með 50-100 myndum í lit,svart-hvítu og nokkrum hálflituð-um, og auðvitað eru miklu fleirimyndir í þeim tilfellum sem ég mætií kirkju eða í veislu. Allar frekariupplýsingar er hægt að finna á vef-síðunni www.myndataka.is Síminner 861-1968 og netfangið er [email protected]

15

Árbæjarblaðið Fréttir

Viðloðandi ljósmynda-bransann frá barnæsku

Kristín Þóra opnar ljósmyndastofu að Rofabæ 9

Kristín Þóra með myndavélina.

Atvinnu-húsnæðióskast

til leiguCa 50-80 ferm.verslunar eða

skrifstofu-húsnæði óskast

til leigu.Snyrtileg

aðkoma skilyrði.

Uppl. í síma699-1322 / 698-2844

Page 15: Arbaejarbladid 2.tbl 2007

Gerðu mikið úr litlu!

to

n/

A

Þetta er vekjaraklukka

Hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins gerir þú mikið úr litlu. Á þriðjudögum

færðu t.d. 500 kr. SMS inneign aukalega þegar fyllt er á Frelsi frá Símanum fyrir

2.000 kr. eða meira í Heimabankanum. Fáðu góða aðstoð við fjármálin svo þú

getir gert mikið úr litlu. Nánari upplýsingar á www.spar.is eða í næsta sparisjóði.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Ef þú setur GSM síma inn í stórt glasvirkar það eins og magnari. Það erskemmtilegt að vakna við syngjandiglamur á hverjum morgni!

SPV - Sparisjóður vélstjóra - Hraunbæ 119 - Aðalsími 575 4000 - Þjónustuver 575 4100 - [email protected] - www.spv.is