11
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 7. tbl. 5. árg. 2007 júlí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Nýir tímar fyrir tjónaþola: Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á! Árbæingar hafa sem aðrir landsmenn notið einmuna veðurblíðu undnfarnar vikur. Við rákumst á þessa kappa í Árbænum þar sem þeir voru að leika sér í blíðunni með nýja traktorinn sinn. Við birtum fleiri myndir frá rölti okkar um hverfið um síðustu helgi. Sjá bls. 6 og 7. Gjöfin fyrir veiðimenn? Kíktu á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum Gröfum nafn veiðimanns á boxið Uppl. í síma 698-2844

Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Citation preview

Page 1: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

7. tbl. 5. árg. 2007 júlí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu!

Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á!

Árbæingar hafa sem aðrir landsmenn notið einmuna veðurblíðu undnfarnar vikur. Við rákumst á þessa kappa í Árbænum þar sem þeir voru aðleika sér í blíðunni með nýja traktorinn sinn. Við birtum fleiri myndir frá rölti okkar um hverfið um síðustu helgi. Sjá bls. 6 og 7.

Gjöfin fyrirveiðimenn?Kíktu á Krafla.isÍslenskar laxa- og silungaflugur

í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

Gröfum nafn veiðimanns á boxið Uppl. í síma 698-2844

Page 2: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Áfram konur!Af mörgum ágætum fréttum undanfarna daga hér-

lendis var það þó ein frétt sem vakti athygli margra.Eftir óteljandi skýrslur, vinnu margra nefnda ogvinnuhópa, er staðan enn sú, að konur fá ekki greiddsömu laun Íslandi í dag og karlar fyrir sömu vinnu.

Með öðrum orðum. Launamunur kynjanna er ennsá sami á Íslandi eða meiri en hann var fyrir áratugsíðan. Þessi staðreynd er mikill áfellisdómur yfirráðamönum sem lofað hafa öllu fögru. Má nú öllumvera ljóst að allar þær aðferðir sem reyndar hafa ver-ið mörg undanfarin árin til að jafna launamuninnhafa engu skilað. Til að koma málum í það horf aðkonur fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og karl-ar er því aðeins eitt ráð eftir. Setja landslög sembanna launamuninn.

Lengi hefur mér komið á óvart hve konur sjálfareru rólegar yfir þessum ójöfnuði. Virðast íslenskarkonur vera orðnar svo samdauna þessu óréttlæti aðþær gera ekkert til að bæta ástandið. Alla vega ekkineitt hingað til sem skilað hefur árangri.

Er ekki fyrir löngu kominn tími til að konur á Ís-landi geri eitthvað í sínum málum? Grípi til ein-hverra aðgerða sem duga? Ég skil ekki langlundar-geð íslenskra kvenna. Víst er að ef karlar fengju ekkigreidd sömu laun fyrir sömu vinnu og konur værifyrir margt löngu búið að kippa því í liðinn. Ég skoraá konur að gera eitthvað róttækt í sínum málum. Þvíverður ekki trúað að óreyndu að konur ætli að látaþetta yfir sig ganga öllu lengur.

Hreint undarlegur júnímánuður er nú að baki.Örugglega einn þurrasti júní í mjög langan tíma ogvarla hægt að segja að deigur dropi hafi komið úrlofti allan mánuðinn. Hafa margir nýtt sér þettaótrúlega veðurfar til að taka til hendinni í garðinum.Og þeir sem hafa verið iðnir með garðslönguna hafauppskorið vel. Líkast til hefur þörfin fyrir að vökvaaldrei verið meiri en í liðnum mánuði.

Mjög mikið hefur verið um það í sumar að húseig-endur hafi tekið til hendinni og málað hús sín. Hefurviðrað einstaklega vel fyrir málningavinnu utanhúss og verður svo vonandi áfram í júlí fyrir þá semenn eiga eftir að leika listir sínar með rúlluna ogpensilinn.

Með þessu sjötta tölublaði ársins erum við hálfn-uð með árið, sex blöð komin út af 12 á árinu. Nú tök-um við okkur stutta sumarpásu en næsta blað kem-ur út þann 23. ágúst.

Stefán Kristjánsson

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinusparar ekki eingöngu útblástur gróð-urhúsalofttegunda heldur nam fjár-hagslegur sparnaður viðskiptavinaOrkuveitunnar um hundrað þúsundkrónum á hvert heimili á höfuðborgar-svæðinu í fyrra, sé hitaveitan borinsaman við olíukyndinguna, sem húnleysti af hólmi.

Heimilisbuddan nýtur þess

Hitaveitan, sem starfrækt hefur ver-ið frá 1930, kom í stað olíu- og kol-akyndingar og er nú stærsta jarðhita-veita í heimi. Meðan verið var aðbyggja upp kerfið lá oft þykkur kolam-ökkur yfir borginni. Það er liðin tíð enauk hinna jákvæðu umhverfisáhrifahefur hitaveitan haft afgerandi fjár-hagsleg áhrif. Útreikningar sýna aðþað innflutta eldsneyti, sem þurft hefðiað kaupa til húshitunar í fyrra hefði

verið um níu milljörðum króna dýraraen kynding með heitu vatni. Það svar-ar til um 100 þúsund króna á hvertheimili á höfuðborgarsvæðinu. Sé litiðlengra aftur þá hefði innflutta elds-neytið kostað á árunum 1944 til 2006borgarbúa meira en fjóra milljarðabandaríkjadala að núvirði. Upphæðinsvarar til um 270 milljarða íslenskrakróna eða um einnar milljónar króna áhvern landsmann.

Umhverfið nýtur þess ekki síður

Sé reiknað með að í stað hitaveit-unnar hefðu verið notuð kol af meðal-gæðum þá hefði útblástur koltvísýr-ings orðið 100 milljónum tonna meirien ella. Á árinu 2006 varð útblásturþessarar gróðurhúsalofttegundar 3,5milljónum tonna minni vegna þess að

jarðhitinn hefur leyst jarðefnaelds-neyti af hólmi í kyndingu húsa á höf-uðborgarsvæðinu.

Það eru staðreyndir á borð við þess-ar sem vekja mikla athygli meðal er-lendra þjóða nú þegar heimsbyggðinstendur frammi fyrir hlýnun jarðar afvöldum gróðurhúsalofttegunda. Þaðþykir einkar athyglisvert að hægt séspara fé með því að leita umhverfis-vænna lausna. Útreikningarnir semhér er getið hafa verið kynntir á er-lendum vísindaráðstefnum en voru ný-lega uppfærðir að beiðni ClintonFoundation, stofnunar sem kennd ervið fyrrverandi Bandaríkjaforseta ogeinbeitir sér nú að loftslagsmálunum.Þetta kemur fram í nýjasta tölublaðiOrkunnar, fréttabréfi OrkuveituReykjavíkur.

Hægt er nálgast blaðið á vef Orku-veitunnar á slóðinni

Ljósmyndin sýnir kolamökk yfir Reykjavík um 1930. Háteigsvegurinn sést vinstra megin á myndinni og það réttgrillir í Austurbæjarskólann í mekkinum.

100 þúsund krón-ur á hvert heimili

Árbæjarblaðið Auglýsingasími 587-9500

Nýr og glæsilegur leikskóliopnaður í Norðlingaholti

Í byrjun júní var formlega opnað-ur leikskóli í Norðlingaholti. Vil-hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-stjóri var viðstaddur opnunina ogklippti á borða sem tvö barnannahéldu á milli sín. Samkeppni umnafn á skólann var sett á laggirnar ámeðal starfsmanna og foreldrabarna í skólanum og varð nafniðRauðhóll fyrir valinu.

Í Rauðhól er rými fyrir 88 börn áfjórum deildum. Í skólastarfi er lögðáhersla á umhverfisvernd og leikmeð náttúrulegan efnivið. Einnig ervináttan og náin tengsl við fjölskyld-ur barnanna í hávegum höfð og leit-ast er við að kenna börnunum að lifalífinu hægt og njóta þess.

Nýi leikskólinn kemur til móts viðþarfir íbúa í þessu nýja hverfi þarsem mikið er um fjölskyldu-fólk.Arkitekt er Manfreð Vilhjálmsson og

er skólahúsið glæsileg og rúmgóðbygging, hönnuð með þarfir og leik-gleði barnanna að leiðarljósi.

Sterkgulir pýramídar rísa upp úrhúsi, grasfláar ganga sums staðarupp á veggi, aðaldyr eru mynd-skreyttar og spéspegill er nálægtanddyri. Hjarta skólans er rúmgóðursalur með sviði, listasmiðju og mötu-neyti. Þar borða allir saman og erhollusta og góð næring í fyrirrúmi.

Leikskólinn Rauðhóll er í fallegrináttúru við Sandavað 7. Lóðin er stórog mikið er lagt upp úr því að hún séhluti af villtri náttúru. LeikskólinnRauðhóll verður í nánu samstarfi viðNorðlingaskóla, m.a. um notkun áútileikstofu sem býður upp á marg-vísleg tækifæri til náttúruskoðunar.

Leikskólastjóri er Guðrún SólveigVignisdóttir.

Fyrir nokkru auglýstu Þjónustu-miðstöð Vesturbæjar og Þjónustu-miðstöð Árbæjar og Grafarholts eftirsameiginlegum rekstrarstjóra. Áttaumsækjendur sóttu um og gengiðhefur verið frá ráðningu EmmuÁrnadóttur í starfið.

Hún er viðskiptafræðingur aðmennt og með meistaragráðu ímannauðsstjórnun. Emma verður í40% starfi hjá Þjónustumiðstöð Ár-bæjar og Grafarholts og 60% starfihjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

Emma ráðin rekstrarstjóriEmma Árnadóttir.

Page 3: Arbaejarbladid 7.tbl 2007
Page 4: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Hjónin Auðna Ágústsdóttir ogKjartan Gíslason, Lækjarási 17, erumatgæðingar okkar að þessu sinni.Við birtum girnilegar uppskriftirþeirra og skorum á sem flesta aðspreyta sig.

ForrétturMozarella með parmaskinkuog klettasalati

Það sem þarf fyrir fjóra:

4 parma-hráskinkusneiðar.2 stórar kúlur af ferskum mozarell-aosti.Nokkur graslauksstrá.Klettasalat.Furuhnetur.Parmesanostur.Balsamic syrup.

Skerið moserallaostakúlurnar ítvennt. Rúllið hverjum helmingi inní eina parmaskinkusneið. Bindið ut-an um rúlluna með graslauksstrái.

Dreifið u.þ.b. hnefafylli af kletta-

salati á hvern forréttardisk og setjiðparmaskinkurúlluna ofan á.

Ristið furuhneturnar og stráið yf-ir diskinn.

Skerið parmesanostinn í litlarsneiðar og stráið þeim yfir líka.

Droppið balsamiksýrópi yfir aðlistrænum smekk og skreytið e.t.v.með svo sem eins og einu til tveimurgraslauksstráum.

Gott er að bera balsamic sýrópfram sér með þessu svo hver og einngeti fengið sér meira eftir smekk.

AðalrétturLax með sherrýsósu

Uppskrift fyrir 4

1 kg beinhreinsað laxaflak.50-100 gr. gráðostur.2 msk. brætt smjör.Salt og pipar.

Skera laxinn í lítil stykki, ca 5 cm,

gera rauf á ská í stykkið (eins ogvasa) og setja þar í gráðost. Setja íofnfast fat (eða á álpappír/bakka fyr-ir grill). Smyrja með smjörinu ogsetja salt og pipar eftir smekk. Setja í200 gráðu heitan ofn í 6-8 mínútureða á útigrill.

Sherrýsósa

2 dl. meðalsætt sherrý.1 fiskiteningur.Sýrður rjómi 1 dós.Dill (2 msk. þurrkað eða meira. Á aðvera mikið)2 msk. smjör.

Setja sherrý í pott og láta sjóðameð fiskiteningi. Bæta sýrða rjóm-anum út í, láta sjóða smástund. Bætaí dilli og síðast smjöri. Sósan erþunn.

Bera fram með soðnum kartöflumog salati.

EftirrétturBláberjafrauð

Uppskrift fyrir 4.

2 dl. rjómi.1 egg.1 eggjarauða.2 msk. flórsykur.4 msk. bláberjamauk.3 blöð matarlím.

Þeyta rjómann og geyma í kæli.Þeyta egg og sykur saman þar til þaðer ljóst

Eggjahrærunni blandað varlegasaman við rjómann. Matarlímsblöð-in vætt í köldu vatni og síðan bræddyfir vatnsbaði. Kæla matarlímiðmeð hluta af blárberjamaukinu,blanda saman við eggja- og rjóma-hræruna og bæta afgangnum af blá-berjamaukinu út í. Setja í skál eðaeftirréttarglös og kæla í klst.

Verði ykkur að góðu,Auðna og Kjartan

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirAuðna Ágústsdóttir og Kjartan Gíslason ásamt börnum sínum. ÁB-mynd PS

Sósaner málið

Skora á Sigrúnu og GunnbjörnAuðna Ágústsdóttir og Kjartan Gíslason, Lækjarási 17, skora á Sigrúnu Baldursdóttur og

Gunnbjörn Marínóson í Vesturási 49, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað.

- að hætti Auðnu og Kjartans

Kíkið á brúðar-greiðslurá vefsíðu

okkarStubbalubbar.is

Bjóðum einnigupp á förðun.

Kveðja, Helena Hólm,

Hanna, Helena E., Oddný

og Sirrý.

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-3Sími 586 1717 - stubbalubbar.is

Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Page 5: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Taktu þessar með í veiðitúrinn

Iða Krafla gul Krafla rauð Krafla orange

Krafla blá Krafla græn Iða Skröggur

Grænfriðungur Elsa Gríma blá Krafla orange

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Krókurinn Mýsla

Laxaflugur

Tungsten keilutúpur

Íslenska landsliðið í silungaflugum

Kíktu á Krafla.is- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur

- Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Page 6: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Árbæjarblaðið Fréttir7

Árbæingar nutuveðurblíðunnar

Þessar góðu vinkonur voru á ferðinni íGlæsibæ. Þær Edda og Jóhanna voruánægðar með góða veðrið og dúkkan Sarasvaf vært í vagninum.

Við rákumst á þessi hjón á gönguferð með barnið sitt og hundinn. Ferð-inni var heitið á stífluhring sem er afar skemmtileg gönguleið.

Þessir spræku strákar voru að busla í óvenjulegri sundlaug í garðin-um heima hjá sér og nutu veðurblíðunnar.

Þessi fjölskylda var í hjól-reiðatúr um Árbæjarhverf-ið og naut veðurblíðunnar

sl. laugardag.

Á innfelldu myndinni másjá pabbann með litla gutt-

ann á nýstárlegu hjóli.

Þessi föngulegi hópur var að leggja í lokaáfangann heim á leið eftir skemmtilegan hjólreiðatúr.

Þessir ungu félagar skemmtu sér vel í þessum flotta leikfangabíl.

Hress útivistarkona með göngustafina klára á stíflunni.

Þrír fallegir nýgengnir laxar, 5-7 pund, í Elliðaánum en laxarnir blöstu við vegfarendum af stíflunni.

Alveg einstök veðurblíða hefurverið í Reykjavík undanfarnar vikurog hafa íbúar í Árbæjarhverfi, semog öðrum hverfum borgarinnar not-ið útivistar í ríkum mæli.

Við fengum okkur göngutúr umhverfið með myndavélina að vopnisl. laugardag. Hitinn var óvvenjuleg-ur og varla ský að sjá á himni lengidags. Reyndar byrjaði að rigna undirkvöldmatinn en harðir grillarar létuþað ekki á sig fá.

Greinilegt var að stífluhringurinnvar vinæll þennan daginn sem aðrdaga en fjölmargir skelltu sér hring-inn, gangandi eða hjólandi. Heilufjölskyldurnar tóku sig saman ognutu útivistar í frábæru veðri.

Nú má reikna með þegar blaðiðkemur út að veðrið sé á ný orðið eðli-legt en er á meðan er.

Á leið okkar um hverfið hittumvið meðal annars íbúa í Þykkvabæsem voru að undirbúa mikla grill-

veislu, árlega veislu þar sem velflest-ir íbúarnir mæta með grillin ognjóta samvista.

Einnig hittum við fólk sem hafðiallan daginn glímt við að fella gríð-arlega stóra ösp í garði sínum og varbreytingin mikil þegar öspin stórahafði endanlega lotið í gras. Umgrillhátíðina og skógarhggið má lesanánar annars staðar í blaðinu.

- Árbæjarblaðið á ferðinni með myndavélina í einstakri veðurblíðu

Veðurblíðan var einstök um liðna helgi og á efrimyndinni eru hjón á gangi og nutu þauútiverunnar sem og aðrir Árbæingar sem aldreifyr.

Á myndinni til vinstri er grillið tekið tilkostanna í Rofbænum. Ekki er annað að sjáen að þetta sé í öruggum höndum kokksins ámyndinni.

Page 7: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

,,Það sem helst er viðkvæmt fyrirþurrki eru plöntur sem nýbúið er aðplanta. Það á jafnt við um tré runnasumarblóm matjurtir og fjölærar plönt-ur. Nýlagðar þökur eru sérlega við-kvæmar sem og grassáningar,’’ segirGuðmundur Vernharðsson, garðyrkju-fræðingur í gróðrastöðinni Mörk semfagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Eftir mikla þurrkatíð undanfariðleituðum við ráða hjá Guðmundi umvökvun, baráttuna við mosann og klipp-ingu.

,,Mikilvægt er að vökva vel þegarvökvað er þannig að jarðvegurinnblotni vel niður í að minnsta kosti 20 cmdýpi. Ekki er heppilegt að vökva mörg-um sinnum á dag pínulítið í einuþannig að jarðvegurinn blotni jafnvelbara rétt í yfirborðinu. Það dregur úrvexti plantnanna að vera sífellt að baðaþær í köldu vatni í góðu hlýju veðriþegar þær eiga að vera í fullum vexti.Plöntu sem plantað er niður í jörð ernóg að vökva einu sinni á dag ef rétt ogvel er vökvað. Plöntur sem eru í pottumgeta þurft vökvun tvisvar á dag í mikl-um þurrki. Þurrkur er mestur þegarhlýtt er og vindur. Látið ekki smáskúrblekkja ykkur. Ef skúrin er ekki nægi-lega mikil til þess að bleyta þessa 20sentimetra ofan í jörðina þá getið þigsamt þurf að vökva ef útlit er fyriráframhaldandi þurrk, til dæmis daginneftir,’’ segir Guðmundur.

Og þá er það mosinn.,,Merkilegt með mosann sem virtist

eiga alla grasflötina eins og hún lagðisig. Það er eins og hann hafi hörvað. Enskýringin er venjulegast sú að það ergrasið sem er orðið meyra áberandi.

Til að eiga von um að geta gert eitt-hvað varanlegt gegn mosanum þá þarfað skilja mosann. Hvað líkar honum oghvað líkar honum ekki? Til þess að fáfallegan grasblett þarf á sama hátt aðskilja hvað grasinu líkar og hvað gras-inu líkar ekki. Þetta spilar reyndarótrúlega vel saman. Það sem grasinulíkar það mislíkar mosanum og öfugt.

Loft ofan í jarðveginn. Grasið villhafa loftríkan jarðveg. Það er jarðvegsem er hvorki samanklesstur né blaut-ur. Rætur grassins þrífast illa ef ekki ertil staðar súrefni ofan í jarðveginum.Súrefnið minnkar eða hverfur ef jarð-vegur er klesstur eða of blautur. Einniger blautur jarðvegur kaldur og dregurþannig úr vexti. Mosinn vill hafa jarð-veginn rakan. Þannig að þéttur ogblautur jarðvegur hentar honum vel.Hvernig fæst loft ofan í jarðveginn? Efjarðvegur er mjög blautur þá geturþurft að ræsa hann fram með þar tilgerðum framræsisskurðum (drensk-urðum). Mjög er til bóta að hafa mikiðsandinnihald í jarðvegi undir grasi.Sumir hafa jafnvel gengið svo langt aðsetja hreint sandlag í allt að 10 centi-metra undir þökur og reynst vel. En þáþarf að gæta mun betur að vökvun áþökunum á meðan þær róta sig niður úrsandlaginu. Í gömlum þéttum grasflöt-um hefur reynst vel að sandstrá meðallt að 3 cm sandlagi sem þurrkar yfir-borðið til ógagns fyrir mosann. Einniger gott að fara út með stungugaffal ogstinga lárétt ofan í flötinn og ýta gaflin-um fram og til baka þannig að eftir sitjagöt í jarðveginum. Þessi göt hleypa súr-efni ofan í jarðveginn. Það spilar mjögvel saman með götun að setja sand semfyllir í holurnar og heldur þeim þanniglengur virkum. Grasið vill fá nóg aðborða en mosanum er sama um mat.Grasið vill fá sinn áburð en mosinnþrífst mjög vel án allrar áburðargjafar.Hér þarf líka að gæta hófs vegna þessað meiri áburður þýðir meiri garðslátt.Gæta þarf þess í allri meðhöndlun á til-búnum áburði að hann fari jafnt á yfir-borðið. Gras getur mjög auðveldlegasviðið og jafnvel drepist undan ójafnriáburðargjöf.

Gras í samkeppni við tré. Gras geturlátið á sjá í samkeppni við tré um bæðiljós og næringu. Og merkilegt nokk þálíður mosanum bara vel í skuggatrjánna. Er þá ekki bara ráðið að gefagrasinu meiri áburð? En kannski er

ekki meiningin að örva vöxt hjá stórutrjánum.’’

- Nú klæjar mig í fingurna aðdunda mér eitthvað í garðinum,snyrta trén og klippa. En má ég þaðá þessum árstíma? Má ekki baraklippa þegar trén eru í dvala?

,,Sumarklipping á fullmótuðum lim-gerðum gefur þeim skýrar og formfagr-ar línur síðsumars og fram á vetur.Hana skal framkvæma á tímabilinuupp úr miðjum júlí fram í byrjun ágúst.Ef hún er framkvæmd seinna er hættaá að það sem eftir situr eftir klipping-una séu gulnuð laufblöð sem voru kom-in í skugga inn í limgerðinu fyrir klipp-ingu. Ef klippt er fyrr þá vex limgerðiðof mikið eftir klippinguna og línurnaraflagast. Þó að klippt sé á réttum tímaþá getur engu að síður þurft að klippaeinstaka anga seinna í ágúst ef það á aðhalda línunum alveg hreinum og bein-um,’’ segir Guðmundur.

Almenn smávægileg snyrting átrjágróðri. Almennt má framkvæmaá hvaða árstíma sem er.

,,Ef fella á tré þá er mjög gott að geraþað á miðju sumri og þá koma færri rót-arskot upp en ella. En hvort það fæstnokkur garðyrkjumaður til að fram-kvæma verkið á þeim tíma skál ósagtlátið. Það skal hinsvegar alveg forðast ásumrin að klippa trjágróður alveg nið-ur til þess að láta hann endurnýja sig.Það gæti reynst trjáplöntum ofviða áþessum árstíma. Slíkt er betra að fram-kvæma á veturna þegar plönturnar eruí dvala.’’

Gróðrastöðin Mörk umvafingróðri í 40 ár og dafnar enn

Í ár fagnar Gróðrarstöðin Mörk 40ára starfsafmæli og er í dag sankallaðursælureitur.

Gróðrarstöðin var stofnuð þann 1.ágúst 1967 af hjónunum Pétur N Olsenog Mörthu C Björnsson. Í ársbyrjun1999 keyptu Guðmundur Vernharðssonog Sigríður Helga Sigurðardóttir stöð-ina af þeim og reka hana í dag. Gróðrar-

stöðin hefur á að skipa 4 garðykjufræð-ingum auk eigenda. Mörk er staðsett íStjörnugróf í Fossvogi og er alls 5,2hektarar, stór hluti af stöðinni nær yfirí Kópavogi. Í stöðinni eru framleiddarog seldar margar og mismunandi teg-undir trjáa og runna í stærðum allt frá10 cm upp í 4-5 metra, einnig sumar-blóm og fjölærar plöntur og matjurtir.Seinni ár hafa bæst við ávaxtatré svosem epla, plómu, kirsuberja og perutré.Í Mörk eru til sölu vörur sem tilheyra

garðrækt, t.d. mold, áburður, og ker.Í stöðinni eru 30 plasthús sem eru frá

50-256 m2 að stærð. Einnig eru í stöð-inni 2 glergróðurhús, annað er 358 m2og hitt er 150 m2. Í stærra glerhúsinufer fram sáning sumarblóma og dreif-plöntun á tímabilinu febrúar fram íjúní . Síðan tekur við stunga og rætingsumargræðlinga fram á haust .

Í Gróðrarstöðinni Mörk eru 4 heils-ársstarfsmenn en 25 starfsmenn bætastvið yfir sumartímann.

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Sumarið er komið og við erum í sumarskapi!Ert þú að fara erlendis í sól eða ætlar þú að baka þig í Nauthólsvíkinni í sumar?

Hvort sem er þá þarf hárið sólarvörn eins og húðin! Við erum með frábærar sólarvörur fráKÉRASTASE og Redken. Komdu og fáðu ráðgjöf frá fagmönnum.

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Vökvun, klipping og barátta við mosa- Guðmundur Vernharðsson í Gróðrarstöðinni Mörk veitir Árbæingum góðar upplýsingar um garðinn. Mörk 40 ára

Hjónin í Mörk. Guðmundur Vernharðsson og Sigríður Helga Sigurðar-dóttir. ÁB-mynd PS

Page 8: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Atvinnuhúsnæðióskast til leiguCa 50-80 fermetra

verslunar- eða skrifstofuhúsnæði

óskast til leigu.Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Þetta er gjöfin fyrir vandlátuveiðimennina!

Glæsileg flugubox úr MangóviðiGröfum nöfn veiðimanna á boxin

Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is

Árbæjarblaðið Fréttir9

Á ferð okkar í veðurblíðunni umsíðustu helgi rákumst við á frekaróvenjulega sjón í einum garðinum íeinum elsta hluta Árbæjarhverfis-ins. Þar hömuðust íbúarnir við aðfella gríðarháa ösp sem talið er aðhafi verið einir 15 metrar á hæð.

,,Tréð var mjög tignarlegt og krón-umikið. Það var því ekki mikil birtaí garðinum,’’ sögðu íbúarnir oggreinilegt var á ummerkjum aðdæma í garðinum að tréð hafði ekkiverið nein smásmíði. Greinar og laufum allan garðinn.

Þegar öspin loks féll til jarðartöldu viðstaddir árhringina í stofniasparinnar og taldist mönnum til aðtréð væri 25 ára gamalt. Áspir eruvíða orðnar mjög háar í Árbæjar-hverfinu og við heyrðum af fleiriíbúum sem hugsa sér til hreyfings ísumar með sögina.

Aspir eru misvel síðar í görðumvið heimahús. Rætur aspa geta gertóskunda og í garðinum þar sem okk-ur bar að garði höfðu rætur asp-arinnar þegar gert gat á vatnslagnirkalda vatnsins.

,,Það var ein ástæðan fyrir því aðvið ákváðum að fella tréð. Við vorumorðin hrædd við að heita vatnið yrðinæsta fornarlamb asparinnar,’’sögðu íbúarnir við Árbæjarblaðið.

Sagað af miklum móð og skömmu eftir að myndin var tekin féll öspin stóra til jarðar og fylgdi því mikill dynkur.

Skógarhögg í Þykkvabæ- 25 ára gríðarhá ösp felld og skyndilega birti til

Stubburinn snyrtur í lokin. Árhringirnir reyn dust vera 25.

Allt annað líf. Öspin fallin og birtan ræður ríkjum í gerbreyttum garðinum.

Page 9: Arbaejarbladid 7.tbl 2007
Page 10: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

11

Árbæjarblaðið

Spönginni

Sími: 5 700 900

Meindyraeydir.is

Íbúarnir mættu með grillin og fjölmenntu í árlegu grillveisluna í Þykkvabæ.

Árleg grillveisla í götunni,,Við ætluðum að halda þessa

veislu síðar í sumar en einstök veð-urblíðan gerði það að verkum að viðslógum til. Þetta er mikil hátíð hjáokkur og velflestir íbúarnir mætameð grillin sín hér á leikvöllinn og

grilla saman,’’ sagði Jón Magngeirs-son pípulagningameistari í samtalivið Árbæjarblaðið.

Íbúar í Þykkvabæ í Árbænumtóku sig saman síðasta sunnudag oghéldu árlega grillveislu sína á lei-

kvellinum í götunni.Þrátt fyrir að dropar féllu úr lofti

um kvöldmatarleytið létu íbúarnirþað ekki á sig fá og glæsilegar steik-urnar runnu ljúflega niður í mann-skapinn.

Jón Magngeirsson pípulagningameistari og einn forsprakki grillveislunnar í Þykkvabænum.

Lyklakippa og giftingar-

hringurmerktur

Gunnhildihjá Guðrúnu

Ungur drengur gekk fyrirnokkru fram á lyklakippu ágöngustígnum í nágrenni viðÁrbæjarkirkju.

Lyklakippan er nokkuð völd-ug og í leðurhulstri. Þessi samidrengur virðist vera fundvísþví fyrir nokkru fann hann for-láta giftingrhring.

Öruggt er að karlmaður áhringinn því inn í hringnumstendur nafnið Gunnhildur.

Þeir sem telja sig eiga við-komandi hluti geta haft sam-band við Guðrúnu i sima 695-2064.

Rétt er að taka fram að húnsvarar símanum aðeins seinnipart dags eða á kvöldin. Og svoer bara að vona að lyklakippanog giftingarhringurinn ratri tilréttra eigenda.

Page 11: Arbaejarbladid 7.tbl 2007

Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is