40
97 ÁRSSKÝRSLA

ÁRSSKÝRSLA 97 - byggdastofnun.is · 2 97 Umsjón:Guðmundur Guðmundsson og Emil Bóasson Uppsetning: Guðrún Hallgrímsdóttir Skýringarmyndir: Lilja Karlsdóttir Prentvinnsla:

Embed Size (px)

Citation preview

97

1

Á R S S K Ý R S L A

2

97

Umsjón:Guðmundur Guðmundsson og Emil BóassonUppsetning: Guðrún HallgrímsdóttirSkýringarmyndir: Lilja Karlsdóttir

Prentvinnsla: Oddi hf.Kort eru birt með leyfi Landmælinga Íslands

97

3

EfnisyfirlitFORMÁLI 5

SKIPULAG OG STARFSEMI 7

VERKEFNI 9Lánveitingar ______________________________________ 9

Styrkveitingar _____________________________________ 9

Dæmi um einstök verkefni _________________________ 9

Atvinnuþróunarstarf ______________________________ 14

Svæðisbundnar byggðaáætlanir ___________________ 16

Byggðabrunnur og upplýsingamál ________________ 16

Erlent samstarf ___________________________________ 17

FJÁRHAGUR OG REKSTUR 19

ÁRSREIKNINGUR 21

ÚTBORGUÐ LÁN 29

ÚTBORGAÐIR STYRKIR 30

LÖG UM BYGGÐASTOFNUN 33

REGLUGERÐ UM BYGGÐASTOFNUN 35

4

97

Stjórnsýsluhúsið, Skagfirðingabraut 21 í Skagafirði Ljósmynd: Mats Wibe Lund

Stjórnsýslumiðstöðin var tekin í notkun 15. október 1993 og var skrifstofa Byggðastofnunar þar til húsa. ÞróunarsviðByggðastofnunar flyst þangað á miðju ári 1998. Í húsinu eru fjölmargir aðilar sem veita ýmsa þjónustu þar á meðalByggingafulltrúi Skagafjarðar, Félagsmálastjóri sveitarfélagsins ásamt sálfræðingi, Ferðamálafulltrúi Skagafjarðar,Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Héraðsdómur Norðurlands vestra, Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Rauði krossÍslands, Svæðisskrifstofa Norðurlands, Ungmennasamband Skagafjarðar, Verkakvennafélagið Aldan og Vinnueftirlitríkisins. Heildarstarfsmannafjöldi í húsinu er um 20 manns.

97

5

FO

RM

ÁLI

FORMÁLIAfkoma Byggðastofnunar var góð annað

árið í röð. Stofnunin skilaði 170 m.kr.hagnaði fyrir óreglulega liði og 54 m.kr.hagnaði þegar tekið hafði verið tillit tilþeirra. Eins og áður var það fyrst ogfremst getan til að færa úr afskriftareikn-ingi útlána sem leiddi til þessarar góðuafkomu. Vegna góðs efnahagsástandsvoru á annað hundrað milljónir króna afafskriftareikningi vegna eldri útlánanotaðar til að mæta afskriftaframlögumvegna nýrra lána. Afskriftaframlag vegnaársins varð því aðeins 5 m. kr.Eigið fé stofnunarinnar er að verðgildi

84 m.kr. hærra en 1992 þegar stofnuninnivar sett reglugerð með því markmiði aðhún héldi ávallt verðgildi eiginfjár.Miklar breytingar á starfsskipulagi

Byggðastofnunar hafa verið samþykktaraf stjórn stofnunarinnar að undanförnu.Á fundi stjórnar 4. nóvember 1997 vareftirfarandi samþykkt: „Fundur stjórnarByggðastofnunar samþykkir að flytjaþróunarsvið stofnunarinnar til Sauðár-króks. Miða skal við að starfsemin nemisex ársverkum. Þessari skipan verði komiðá eigi síðar en 1. júlí á næsta ári.“Á árinu markaði stjórn stefnu um að

skilja sem mest á milli lánastarfsemi stofn-unarinnar og annarrar starfsemi, svo semúttekta og atvinnuþróunarstarfs. Á árinu1998 er stefnt að því að bókfæra sér-staklega kostnað og tekjur hvors hlutafyrir sig þannig að öruggt verði aðlánastarfsemin verði rekin á sjálfbærumgrundvelli svo sem ákveðið hefur verið.Lánastarfsemi stofnunarinnar verður aðöllu leyti á aðalskrifstofu stofnunarinnar.Á stjórnarfundi Byggðastofnunar 10.

febrúar 1998 var eftirfarandi samþykkt:„Stjórn Byggðastofnunar samþykkir aðverða við óskum FjórðungssambandsVestfirðinga og AtvinnuþróunarfélagsAusturlands um að AtvinnuþróunarfélagVestfjarða og AtvinnuþróunarfélagAusturlands yfirtaki starfsemi Byggða-stofnunar á Egilsstöðum og Ísafirði. Enn-fremur að þróunarsvið Byggðastofnunaryfirtaki starfsemi Byggðastofnunar á

Sauðárkróki. Þessi skipan mála komi tilframkvæmda eigi síðar en 1. júní n.k.Forstjóra ásamt formanni og varafor-manni er falið að annast samninga ummálið.“Ákvörðun um lokun svæðisskrifstofa

kom í kjölfar samninga um aukið starfatvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni.Beinar styrkveitingar til félaganna námu54 m.kr. á árinu og munu hækka í 65 m.kr.1998. Þá er einnig unnið að uppbyggingusvæðisbundinna eignarhaldsfélaga og fjár-festingarfélaga í tengslum við starf at-vinnuþróunarfélaganna.Mikil vinna fór fram vegna endurskoð-

unar á stefnumótandi byggðaáætlun bæðiinnan stofnunar og utan. Þá vann stjórnstofnunarinnar að tillögu um stefnumót-andi byggðaáætlun og hefur hún veriðsend forsætisráðherra sem hefur lagt hanafyrir Alþingi.Tvær svæðisbundnar byggðaþróunar-

áætlanir voru gefnar út árið 1997, Mið-firðir Austurlands og Skaftárhreppur. Aðauki voru gefnar út smærri skýrslur oggreinargerðir. Stofnunin gaf út ritið Bú-seta á Íslandi - Rannsókn á orsökumbúferlaflutninga eftir Stefán Ólafsson pró-fessor við Félagsvísindadeild Háskóla Ís-lands. Þetta er yfirgripsmikil rannsóknsem unnin var fyrir Byggðastofnun. Íapríl stóð stofnunin ásamt Sambandiíslenskra sveitarfélaga og landshlutasam-tökum sveitarfélaga fyrir ráðstefnu umbyggðamál undir nafninu Þjóðarsátt umframtíðarsýn.Starf Byggðastofnunar stendur nú á tíma-

mótum. Efling atvinnuþróunarstarfs álandsbyggðinni og flutningur þróunar-sviðs stofnunarinnar til Sauðárkróks hefurorsakað ýmsar breytingar. Hluti húsnæðisstofnunarinnar í Reykjavík hefur veriðseldur og framundan er endurskipulagningá því sem eftir er. Nýtt fólk er að koma tilstarfa á þróunarsviði og samstarf viðatvinnuráðgjafa mun taka á sig nýja myndþegar þeim verða falin aukin verkefni.Mikilvægt er að vel takist til í þessumefnum og að árangur verði sem bestur í aðstyrkja stoðir atvinnulífs og treysta búsetuá landsbyggðinni.

6

97

Miðvangur 2-4 á Egilsstöðum Ljósmynd: Mats Wibe Lund

Byggðastofnun opnaði skrifstofu á Austurlandi í Miðvangi árið 1992. Í húsinu eru fjölmargir aðilar sem veita ýmsaþjónustu. Þar eru höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins, útibú frá Biskupsstofu og Fræðslumiðstöð þjóðkirkjunnar,Ríkisútvarpið á Austurlandi, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þáeru þar einnig tryggingafélög, verkfræðistofa, ferðaskrifstofa, prentsmiðja, veitingasala, ljósmyndavöruverslun ogAtvinnu-þróunarfélag Austurlands sem tekur yfir hluta af starfi Byggðastofnunar frá miðju ári 1998.

97

7

SKIPULAG OG STARFSEMIStjórn Byggðastofnunar er skipuð sjö

mönnum sem kjörnir eru á Alþingi aðafstöðnum almennum þingkosningum.Núverandi stjórn stofnunarinnar var kjöriná Alþingi 15. júní 1995. Stofnunin heyrirundir forsætisráðherra. Stjórnin ákveðurstarfsskipulag stofnunarinar að því leytisem það hefur ekki verið gert í reglugerð,ákveður starfsáætlun, rekstraráætlun ogfjallar um byggðaáætlanir og skýrslur umstarfsemina. Stjórnin tekur ákvarðanir umveitingu lána, styrkja og ábyrgða, svo oglánskjör og lántökur. Árið 1997 héltstjórnin 17 fundi.Forstjóri annast daglega stjórn Byggða-

stofnunar og gerir tillögur til stjórnar umþá þætti sem hún skal ákveða. Forstjóriræður starfsfólk að stofnuninni innanramma fjárhagsáætlunar hennar. Á skrif-stofu stofnunarinnar í Reykjavík eru þrjústarfssvið, fyrirtækjasvið, lögfræðisvið ogrekstrarsvið. Fyrirtækjasvið fjallar umumsóknir um lán og styrki og annastúttektir á fyrirtækjum. Lögfræðisvið hefurumsjón með lögfræðilegri þjónustu,innheimtu og skjalagerð. Rekstrarsvið sérum bókhald, greiðslur, innheimtu lána ogrekstrar- og greiðsluáætlanir. Þróunarsviðstarfar frá 1. júlí 1998 á Sauðárkróki oghefur umsjón með byggðaáætlunum ogúttektum og öðru þróunarstarfi. Þessistarfssvið hafa gegnt samræmingar- ogstuðningshlutverki við svæðisskrif-

SKIP

ULA

G O

GST

AR

FSE

MI

stofurnar og skrifstofan í Reykjavík hefurhaft umsjón með verkefnum í landshlutumþar sem ekki eru svæðisskrifstofur.Svæðisskrifstofur Byggðastofnunar hafa

verið á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirðiog Sauðárkróki. Þær hafa veitt allaalmenna þjónustu við viðskiptamennstofnunarinnar í viðkomandi kjördæmumí samvinnu við aðalskrifstofu. Þar hefureinnig að hluta verið umsjón með atvinnu-og ferðamálaráðgjöfum sem starfa meðstyrk Byggðastofnunar. Auk þess hefur ásvæðisskrifstofunum verið unnið aðýmsum verkefnum fyrir landið allt. Bæðiaðalskrifstofa Byggðastofnunar ogsvæðisskrifstofurnar hafa leigt húsnæðitil annarra aðila með lík verksvið og veitaþeim ýmsa þjónustu.Byggðastofnun annast innheimtu og

bókhald fyrir atvinnutryggingardeild oghlutafjárdeild Þróunarsjóðs sjávarútvegs-ins samkvæmt sérstöku samkomulagi viðstjórn sjóðsins.Einnig sinnir stofnunin norrænu sam-

starfi í byggðamálum fyrir Íslands höndog skrifstofan á Egilsstöðum hefur haftumsjón með starfsemi Norrænu Atlants-nefndarinnar (NORA) á Íslandi.Byggðastofnun hefur á undanförnumárum séð um útborgun á styrkjum félags-málaráðuneytisins vegna atvinnumálakvenna.Í árslok 1997 voru starfsmenn Byggða-

stofnunar 33 talsins í 30 stöðugildum.

Mannfjöldi á Íslandi1. desember 1997 ogbreytingar frá 1986.

164.37519%

15.6858%

5.669-5%

3.204-4%

1.575-22%

5.766-12%

958-20%

1.317-12%

2.311-12%

4.544-1%

1.632-14%

21.0055%

4.099-6%

1.484-6%

998-7%

3.876-3%

2.46613%

1.120-13%4.640

-1%

3.226-5%

11.5109%

Fjölgun 20%10%

Fækkun10%20%

1.133-13%

4.075-10%

0%

4.218-6%

1.178-18%

8

97

ÞróunarsviðSigurður GuðmundssonBjörn G. ÓlafssonEmil Bóasson2

Guðmundur Guðmundsson3

Lilja KarlsdóttirMargrét Rafnsdóttir1

Tölvudeild

Takako Inaba Jónsson

Sauðárkróksskrifstofa

Jón Magnússon

Rekstrarsvið

Friðþjófur M. KarlssonArnfríður Hallvarðsdóttir1

Guðríður SveinbjörnsdóttirHelga María Sigurjónsdóttir1

Helga Halldórsdóttir1Jensína MagnúsdóttirRut RagnarsdóttirSelma Antonsdóttir1

ÍsafjarðarskrifstofaAðalsteinn ÓskarssonMargrét R. Hauksdóttir1

Egilsstaðaskrifstofa

Elísabet Benediktsdóttir

LögfræðisviðKarl F. JóhannssonPáll JónssonSvala Þórhallsdóttir

FyrirtækjasviðBjarki J. BragasonBjörg GunnarsdóttirGuðmundur R. BjarnasonKristján Guðfinnsson

AkureyrarskrifstofaValtýr SigurbjarnarsonBenedikt GuðmundssonGuðrún Hallgrímsdóttir1Lára Ólafsdóttir1

Stjórn Byggðastofnunar

Egill Jónsson formaðurStefán Guðmundsson varaformaðurEinar K. GuðfinnssonGuðjón GuðmundssonKristinn H. GunnarssonMagnús BjörnssonSigbjörn Gunnarsson

Kristján PálssonÓlafía IngólfsdóttirDrífa HjartardóttirSvanhildur ÁrnadóttirSkúli AlexanderssonÞorvaldur T. JónssonÓlöf Kristjánsdóttir

Skrifstofa forstjóra

Guðmundur MalmquistHelga Guðjónsdóttir

AÐALMENN VARAMENN

1 Í hlutastarfi2 Í launalausu leyfi3 Starfar á Akureyri

97

9

VER

KEFN

I

VERKEFNI

Lánveitingar

Lánveitingar Byggðastofnunar drógustsaman um 18% á árinu. Árið 1996 voruþær 1.605 m.kr. en 1.310 m.kr. árið 1997.Ein skýring er sú að á árinu 1996 vorugreiddar út síðustu 128 m.kr. af svokallaðri„Vestfjarðaaðstoð“ sem voru víkjandi lánsem veitt voru samkvæmt sérstökumlögum. Önnur skýring er að lánveitingarvegna smábátaútgerðar minnkuðu mjögmilli ára úr 384 m.kr. 1996 í 155 m.kr.1997. Þegar Byggðastofnun hóf lán-veitingar til smábáta um mitt ár 1996 varmikil uppsöfnuð þörf fyrir langtímalánþar sem aðrar lánastofnanir höfðu ímörgum tilvikum ekki treyst sér til aðlána til þeirra nema gegn persónulegumábyrgðum og fasteignaveðum. Á þessuhefur orðið veruleg breyting og lánskjörsmábátaeigenda batnað mikið.Að öðru leyti var eftirspurn eftir lánum

með svipuðum hætti og árið áður. Flestlánin fóru sem fyrr til sjávarútvegs en eittmeginhlutverk lánastarfsemi Byggða-stofnunar hefur jafnan verið að veita þess-ari undirstöðuatvinnugrein lands-byggðarinnar langtímalán á hagstæðumkjörum. Fyrir nokkrum árum þegar banka-vextir voru sem hæstir sparaði Byggða-stofnun sjávarútveginum miklar fjárhæðirí vöxtum. Nú hefur orðið sú breyting aðstærri sjávarútvegsfyrirtæki með kvóta-eign fá jafn hagstæð eða hagstæðari lánannars staðar. Ferðaþjónustan var semfyrr fyrirferðamikil í útlánum sem ogýmis konar iðnaður og þjónusta. Afkomafyrirtækja á landsbyggðinni er betri enum langt skeið og því nokkur vilji tilframkvæmda þótt það standist ekkisamanburð við þann mikla uppgang semnú er á höfuðborgarsvæðinu.Hlutfallslega stór hluti útlána fór sem

jafnan áður til þeirra kjördæma sem erulengst frá höfuðborgarsvæðinu enfyrirtæki þar eiga erfiðara með að fáhagstæða fjármögnun. Byggðastofnuntekur að jafnaði meiri áhættu í útlánum en

aðrir lánveitendur en reynt er að haldaáhættunni innan marka rekstraráætlunar.Sérstaklega er tekin meiri áhætta ef umnýsköpun er að ræða eða áhrif á þróunbyggðar eru talin veruleg.

Styrkveitingar

Á árinu voru veittir styrkir að fjárhæð142 m.kr. sem er nokkru lægri fjárhæð enárið áður en þá var ráðstafað 160 m.kr. ístyrkveitingar.Framlög til atvinnuráðgjafar á lands-

byggðinni voru samtals 54 m.kr. sem erveruleg aukning frá árinu áður þegar fjár-hæðin var 42 m.kr. Gert er ráð fyrir ennfrekari aukningu í þessum málaflokki áárinu 1998 í samræmi við þá stefnustofnunarinnar að efla starf atvinnu-þróunarfélaganna.Auglýst var eftir umsóknum um styrki.

Fjöldi umsókna barst og að frátöldumframlögum vegna atvinnuráðgjafar voruveittir 200 styrkir til fjölbreyttra verkefna.Eins og árið áður var stutt við þá bændursem hefja vildu loðdýrarækt á ný í eldriloðdýrahúsum og var varið til þess 7,7m.kr. Að öðru leyti studdi stofnunin semfyrr við margbreytileg verkefni á sviðinýsköpunar, markaðssetningar, vöruþró-unar og könnunar nýrra atvinnukosta.Lista yfir alla útborgaða styrki er að finnasíðar í ársskýrslunni.

Dæmi um einstök verkefni

Byggðastofnun hefur víðtækt hlutverksamkvæmt lögum og reglugerð. Eftirfar-andi eru nokkur dæmi um verkefni semhún hefur styrkt og er þar fjallað annarsvegar um verkefni í iðnaði og hins vegarí ferðaþjónustu.

Iðnaður

Margs háttar iðnaður hefur notið stuðn-ings stofnunarinnar og eru það oftastverkefni í minni fyrirtækjum eðasamstarfsverkefni fleiri fyrirtækja ogheilla iðngreina. Dæmi um einstökfyrirtæki eru Íslenskt franskt eldhús hf á

10

97

Handverkshúsið Randalín á Egilsstöðumframleiðir ýmsa nytjahluti úr endurunnum pappír.Ljósmynd: Sigurður Mar Halldórsson

Akranesi, Hólsvélar ehf í Bolungarvík,Handverkshúsið Randalín á Egilsstöðumog Víkurprjón í Vík í Mýrdal. Samnátt ergott dæmi um samstarfsverkefni fyrirtækjaen þeir sem að því standa eru í Reykjanes-bæ, á Akureyri og í Austur-Húnavatns-sýslu. Fagráð trefjaiðnaðarins var sett álaggirnar meðal annars til að vinna aðvöruþróun og markaðsmálum sauma- ogprjónastofa á landinu öllu.

Íslenskt franskt eldhús hf

Íslenskt franskt eldhús hf var flutt tilAkraness árið 1996, þ.e. sá hluti fyrir-tækisins sem vinnur úr sjávarafurðum.Starfsemin er í húsnæði Haralds Böðvars-sonar hf sem er stærsti eigandi fyrir-tækisins. Framleiðsluvörurnar eru tilbúnirfiskréttir í þremur flokkum, fiskpaté, laxa-afurðir og fiskrúllur með fyllingum.Fyrirtækið er einn brautryðjenda hér álandi á þessu sviði og skapar framleiðslanatvinnu og eykur verðmæti hráefnisins.Afurðirnar eru að mestu til útflutnings þarsem markaður fyrir svokallaðar þæginda-vörur fer stöðugt vaxandi. Húsnæði fyrir-tækisins hefur verið endurbætt með tillititil ströngustu krafna í matvælaiðnaði ogkeyptar vélar til að auka framleiðslu.Byggðastofnun lánaði til vélakaupa oglagði fram hlutafé í fyrirtækinu þegar þaðflutti til Akraness.

Hólsvélar ehf

Hólsvélar ehf er lítið verktaka- og þjón-ustufyrirtæki í Bolungarvík. Á vegumþess hefur á síðustu tveim árum veriðunnið að hönnun og smíði útileikfanga úrtré og málmi, þ.e. vörubifreiðir, gröfur,heflar, kranar og kerrur. Viðtökur viðfrumgerðum þessara leikfanga hafa veriðgóðar og stefnt er að framleiðslu á árinu1998 að undangenginni vottun fyrir hanaá hinu evrópska efnahagssvæði. Hlutir íframleiðsluna verða smíðaðir í samvinnuvið fyrirtæki í Bolungarvík og þess ervænst að framleiðslan komi til með aðveita 2 til 3 störf.

Randalín handverkshúsRandalín handverkshús var stofnað á

Egilsstöðum árið 1993. Fyrirtækið fram-leiðir ýmsa nytjahluti til gjafa úr endur-unnum pappír. Þar má nefna gestabækur,gormabækur, bréfsefni og fleira.Fyrirtækið selur nú vörur sínar á 40 stöðumá landinu. Randalín sér um hönnun, söluog markaðsmál en framleiðslan fer framhjá einstaklingum sem búa að mestu utanþéttbýlis. Með þessu hefur skapast aukiðsvigrúm hjá viðkomandi sem geta einbeittsér að framleiðslu.

Víkurprjón hf

Fyrirtækið Víkurprjón hf hefur starfað íVík í Mýrdal frá árinu 1980 og hófstarfsemi sína með rekstri sokka-verksmiðju. Síðar tók fyrirtækið við starf-semi prjónastofu í Vík og er í dag meðfjölbreyttar framleiðsluvörur. Nýveriðvar tekið í notkun nýtt framleiðslu- ogverslunarhúsnæði í Vík og opnuð versluní Reykjavík. Ráðinn var erlendur hönn-uður til að móta framleiðslustefnu fyrir-tækisins og færa hana nær væntingum ogþörfum erlendra viðskiptavina og ferða-manna. Hönnuðurinn sér jafnframt umsölustarf í Bandaríkjunum.

Funaplast hf

Funaplast hf á Flúðum er fyrirtæki semstofnað var um endurvinnslu plastefna

97

11

svo sem nælonneta og rúllubaggaplasts.Fyrirtækið keypti framleiðslulínu afHampiðjunni og flutti frá Reykjavík tilFlúða í ársbyrjun 1997. Átak var gert ísöfnun á plastefnum á árinu 1997 ogtöluverður tími hefur farið í tilraunafram-leiðslu til að ákvarða hentugar vörur tilendurvinnslu. Endurvinnsla rúllubagga-plasts hefur verið erfiðleikum bundin þarsem lykt vegna gerjunar í heyrúllunumsitur áfram í efninu eftir að úrvinnslahefur farið fram. Unnið er að lausn áþessum vanda. Úrvinnsla nælonefnagengur betur og hefur fyrirtækið seltendurunnið nælon bæði til Evrópu ogBandaríkjanna.

Samnátt

Samnátt er samvinnuverkefni fjögurraframleiðslufyrirtækja sem vinna vörur úríslenskum náttúruefnum. Fyrirtækin eruJurtagull í Reykjanesbæ, Purity Herbs áAkureyri, Móa í Vatnsdal í Austur-Húna-vatnssýslu og Íslensk sjóefni í Reykja-nesbæ. Framleiðsluvörur fyrirtækjannaeru m.a. snyrti- og húðverndarvörur, hár-sápa og heilsusalt.Markmið verkefnisins er að koma á

tengslum á milli fyrirtækjanna þannig aðþekking hvers og eins nýtist heildinni.Samstarfsverkefninu er ætlað að bæta ogstyrkja arðsemi fyrirtækjanna og skapafrekari atvinnu við tínslu og þurrkun jurtatil sveita. Sérstök áhersla er á útflutningog framleiðslan hefur farið á markað íKanada og á Norðurlöndum í smáum stíl.

Atvinnuráðgjafar á Reykjanesi og áNorðurlandi vestra og eystra hafa leittverkefnið.

Fagráð trefjaiðnaðarins

Fagráð trefjaiðnaðarins var stofnað tilað efla textiliðnað í landinu einkum prjóna-og saumastofur. Fagráðið stendur fyrirátaksverkefni til eflingar ullar- og fata-iðnaðar. Megináhersla er lögð á mark-aðs- og sölumál, vöruþróun og fagupp-lýsingar.Helstu verkefni fagráðsins árið 1997

voru til að byrja með stefnumótun í að-gerðum til eflingar textíliðnaðarins. Jafn-framt var unnið að átaki með fagfólki íkynningarmálum um að breyta ímyndíslensks ullariðnaðar og gera hann já-kvæðari á ný. Á sviði vöruþróunar voruskipaðar tvær fagnefndir sem fjalla umíslenska ull sem textílhráefni og þróun áfatnaði úr ull og öðrum textílefnum. Jafn-framt var tekið saman fræðsluefni semnotað er á námskeiðum fyrir starfsfólk ítextíliðnaði og verslunum sem selja ullar-vörur. Gerð var markaðskönnun í Banda-ríkjunum og Kanada í samstarfi við við-skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins íNew York. Í framhaldinu verða skipu-lagðar aðgerðir til að ná fótfestu á þessumstóra markaði á nýjan leik.

Ferðaþjónusta

Byggðastofnun hefur einkum markaðsér stöðu á tveimur vígstöðvum í

Búferlaflutningarinnanlands 1971-1997,

nettótölur.

Fjö

ldi

Til landsbyggðar

Til höfuðborgarsvæðis

-2 000

-1 750

-1 500

-1 250

-1 000-750

-500-250

0250

1971 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997

12

97uppbyggingu ferðaþjónustu. Annarsvegar hefur stofnunin lánað tiluppbyggingar gistiaðstöðu á lands-byggðinni og þá einkum í tengslum viðuppbyggingu ferðaþjónustu bænda. Hinsvegar hefur stofnunin veitt styrki til ýmiskonar afþreyingar í ferðaþjónustu.Víða hefur vaknað áhugi á að endurgera

gömul hús og þá oft í tengslum við starf-semi safna og er Norska húsið í Stykkis-hólmi dæmi um slíkt. Galdrasýning áStröndum er áhugavert dæmi umnýbreytni fyrir ferðamenn og í Mývatns-sveit voru veittir styrkir til BaðfélagsMývetninga og Fræðagarðs, svo nefndséu dæmi af þessu tagi. Ferðir af ýmsutagi þar sem ferðamenn skynja umhverfiðmeð eftirminnilegum hætti hafa notiðsívaxandi vinsælda og er fjölbreytni þarmikil. Nefna má hvalaskoðunarferðir,bátsferðir á vötnum og fljótaferðir oghestaferðir um hálendið og eyðibyggðir.Hér á eftir eru nokkur dæmi um verkefnií ferðaþjónustu sem stofnunin hefur styrkt.

Norska húsið

Norska húsið var reist í Stykkishólmiárið 1828 af athafnamanninum ÁrnaThorlacius sem flutti það inn tilhöggviðfrá Noregi og þannig er nafnið á húsinu tilkomið. Héraðsnefnd Snæfellinga sem núá húsið lét endurbyggja það í sittupprunalega form. Húsið er í hjarta bæj-arins og vekur mikla athygli ferðamannaog annarra sem leið eiga um Stykkishólm.Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdælahefur aðsetur í húsinu og einnig hafa veriðhaldnar þar myndlistarsýningar og sýn-ingar á vegum Þjóðminjasafnsins. Hand-verksverslun hefur verið sett upp í húsinuþar sem fjöldi manns kemur árlega, endaer umgerð þess sérstök, meðal annarsmeð innréttingum frá fyrri tímum. Húsiðhefur skapað vettvang fyrir handverks-og listafólk til að koma munum sínum áframfæri. Lögð er áhersla á handverksem tengist Breiðafjarðareyjum.

Hornstrandir, umhverfisverndog ferðaþjónusta

Ferðamenn hafa í auknum mæli verið aðsækja Hornstrandir heim og framboð áferðum þangað hefur aukist. Markmiðverkefnisins er að afla upplýsinga og komaá samstarfi á milli aðila í ferðaþjónustu.Einnig hafa verið merktar gönguleiðir ásvæðinu samkvæmt samræmdum staðliFerðamálasamtaka Vestfjarða. Um er aðræða samvinnuverkefni ferðamálfulltrúaAtvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf,landeigenda, Slysavarnarfélags Íslands ogFerðamálasamtaka Vestfjarða.

Galdrasýning á Ströndum

Sýning þessi er hluti af þriggja áraverkefni í stefnumótun og uppbygginguferðaþjónustu í Strandasýslu semHéraðsnefnd Strandasýslu hefur unnið aðí samvinnu við marga aðila allt frá árinu1995. Markmið verkefnisins er að eflaferðaþjónustu í héraðinu með því að leggjaáherslu á og kynna sérstaka sögu,menningu og náttúru héraðsins. Galdra-sýningunni er ætlað að varðveita og kynna

Ægishjálmur er merkiStrandasýslu. Fyrirofan myndina stendur:„Ægishjálmur. Hannskal gjörast á blý ogþrykkja í enni sér þámaður á von á óvinsínum að hann mætihonum og muntu hannyfir vinna. (Hann ersvo sem hér eftirfylgir).“Úr handriti áLandsbókasafni frá þvíum 1670.

97

13

fyrir nútímafólki hluta af þeirri sérstæðumenningu sem skapaðist í kringumgaldrafár 17. aldar. Hér er um að ræðafæranlega sýningu á spjöldum úr rekavið.Miðað er við að hægt verði að setja hanaupp þar sem tilefni gefst til en yfirsumartímann verður henni valið fastaðsetur. Á sýningunni verða ljósmyndir,teikningar og endurgerðir munir sem sam-an mynda samfelldan söguþráð.

Ævintýraferðir ehf

Ævintýraferðir í Skagafirði hófu starf-semi á árinu 1994 í samvinnu við Austur-ríkismenn sem komu hingað til lands aðþjálfa heimamenn í fljótasiglingum.Ævintýraferðir bjóða upp á vatnasiglingarmeð ferðamenn á ám í Skagafjarðar- ogHúnavatnssýslum, sem hafa notið vaxandivinsælda bæði meðal innlendra og erlendraferðamanna. Einnig hefur verið aukinnáhugi meðal starfsmannahópa ogfyrirtækja að stunda þessar ævintýralegusiglingar á gúmmíbátum niður straum-harðar ár í fögru umhverfi. Fyrirtækiðbýður einnig upp á hestaferðir um há-lendið.

Drangeyjarferðir

Jón Eiríksson á Fagranesi í Skagafirðihefur um árabil stundað Drangeyjarferðir

með innlenda og erlenda ferðamenn.Ferðirnar þykja afar eftirminnilegar,sérstaklega vegna fegurðar og tignarleikaDrangeyjar. Einnig þykir víst að leiðsögnJóns Eiríkssonar „Drangeyjarjarls“ eigisinn þátt í minnisstæðum ferðum í eyjunaog eru frásagnir hans af vist GrettisÁsmundarsonar í Drangey ógleymanlegskemmtun fyrir eyjarfara. Jón hefur unniðmarkvisst að uppbyggingu að Reykjum áReykjaströnd. Meðal annars hefur hannbyggt upp hina fornu Grettislaug, komiðupp hreinlætisaðstöðu og veitt heitu ogköldu vatni að þessum mannvirkjum.Lendingaraðstaða fyrir báta hefur veriðlöguð og vegur að henni lagfærður. Nústendur fyrir dyrum að ljúka við bygginguá sjóbúð auk endurbyggingar á grindar-hjalla og bátanausti.

Hvalaskoðunarferðir áNorðurlandi

Húsavík hefur öðlast sess sem miðstöðhvalaskoðunarferða í hugum margra eneinnig er öflug starfsemi á þessu sviði áDalvík og víðar. Á Húsavík eru starfanditvö fyrirtæki í þessarri grein og hefurverið mikil gróska í starfi þeirra. Þarhefur verið byggt 60 fermetra hús sem ereftirlíking húss sem reist var á Húsavík1843 og var í fyrstu sýslumannssetur. Í

Lommahestar.Áð undir Hvítserk.Ljósmynd:Stefán Sveinsson

14

97

húsinu verður bæði safn um íslenskastrandmenningu og afgreiðsla Norður-siglingar hf, sem er með tvo hvalaskoð-unarbáta í förum. Á safninu verður kynntsmíði eikarbáta á Íslandi, lífríki Skjálfandaog atvinnuhættir sem byggja á sjávarfangi.Sjóferðir Arnars stunda einnig hvala-

skoðunarferðir frá Húsavík og á Dalvík erfyrirtækið Sjóferðir ehf í hliðstæðumferðum um utanverðan Eyjafjörð.

Baðfélag Mývetninga hfMývetningar hafa unnið að því að nýta

betur náttúrulegar aðstæður til gufu- oglónbaða með hliðstæðum hætti og gerthefur verið við Bláa lónið á Suðurnesjum.Í fyrstu var einungis sett upp frumstættgufubað og hefur það notið mikillavinsælda. Nú hefur baðaðstaða veriðbætt og komið upp búningsaðstöðu viðgufubaðið og við lónið. Í samráði viðIðntæknistofnun er Baðfélag Mývetningaað undirbúa rannsókn á heilnæmi vatnsinsog verði niðurstaðan jákvæð verða böðinenn einn kostur í ferðaþjónustu sveitar-innar.

Fræðagarður í Mývatnssveit

Fræðagarði er ætlað að vera miðstöðfræðslutengdrar afþreyingar í Mývatns-sveit. Stefnt er að því að með starfsemihans gefist ferðamönnum og öðrumgestum Mývatnssveitar kostur á að upplifaMývatn og nágrenni frá nýju sjónarhorni,þar sem náttúra og sambúð manns ognáttúru eru í öndvegi. Stefnt er að því að

starfsemi Fræðagarðs verði til þess aðlengja viðveru ferðamanna og fá nýjahópa til að sækja sveitina heim.

LommahestarLommahestar hafa undanfarin ár staðið

fyrir hestaferðum frá Fljótsdalshéraði umBorgarfjörð til Loðmundarfjarðar. Fariðer vikulega með ferðafólk frá miðjumjúní fram í miðjan september. Lomma-hestar eru þátttakendur í verkefni hjáIðntæknistofnun um græna ferðamennskuog vinna að því að styrkja þá ímynd.

Þingvallavatnssiglingar

Fyrirtækið Þingvallavatnssiglingar varstofnað á árinu 1996 og er með bát ísiglingum með ferðamenn á Þingvalla-vatni á sumrin. Aðstandendur að félaginueru bændur í sveitinni og fjölskyldurþeirra. Markmið með stofnun fyrirtæk-isins er að efla atvinnu og bæta þjónustuvið ferðamenn í Þingvalla- og Grafnings-hreppum.

Atvinnuþróunarstarf

Byggðastofnun hefur starfað meðatvinnuráðgjöfum í vaxandi mæli og erhluthafi þar sem atvinnuþróunarfélögineru rekin sem hlutafélög. Gerðir hafaverið samningar til þriggja ára umatvinnuráðgjöf í öllum kjördæmum utanhöfuðborgarsvæðisins. Þar er kveðið áum helstu skyldur viðkomandi aðila meðtilvísun í viðmiðunarreglur þar sem nánarer skilgreint hvað felst í ráðgjöfinni og

Þingvallasiglingarfara með ferðamennum Þingvallavatn ásumrin.Ljósmynd: Ágústa S.Gunnlaugsdóttir

97

15

hvernig hana ber að framkvæma.Byggðastofnun greiðir fast framlag í hvertkjördæmi vegna ráðgjafarinnar og hefurumsjón með starfseminni. Þar semráðgjöfin er rekin af hlutafélögum áByggðastofnun fulltrúa í stjórn en þarsem annað rekstrarform er tilnefnirstofnunin fulltrúa til samstarfs við við-komandi aðila. Hjá hverju félagi starfa aðjafnaði tveir til fjórir starfsmenn.Hér á eftir er yfirlit yfir þá aðila sem

Byggðastofnun hefur gert samning viðum atvinnuráðgjöf og ráðgjöf í markaðs-og ferðamálum.

Vesturland Atvinnuráðgjöf er veitt af Samtökum

sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi(SSV). Stjórn SSV er yfir starfseminni enatvinnumálanefnd samtakanna er ráð-gefandi fyrir stjórnina.

Vestfirðir

Atvinnuráðgjöf er veitt af Atvinnuþró-unarfélagi Vestfjarða hf og eru hluthafarFjórðungssamband Vestfirðinga, Sjálfs-eignarstofnunin Atkonur og Byggðastofn-un, auk ýmissa minni hluthafa.

Norðurland vestra

Atvinnuráðgjöf er veitt af Iðnþróunar-félagi Norðurlands vestra (INVEST).Sveitarfélögin eru aðilar að félaginu en

auk þess starfar Hagfélagið hf í Vestur-Húnavatnssýslu.

Norðurland eystra

Atvinnuráðgjöf er veitt af Iðnþróunar-félagi Eyjafjarðar hf (IFE) og af Atvinnu-þróunarfélagi Þingeyinga hf (AÞ). Stofn-unin er hluthafi í báðum félögunum ásamtsveitarfélögunum á starfssvæðum hvorsfélags. Einnig eru nokkur félagasamtök,fyrirtæki og einstaklingar hluthafar.

AusturlandAtvinnuráðgjöf er veitt af Atvinnuþróun-

arfélagi Austurlands (AfAust) en aðfélaginu standa sveitarfélög, fyrirtæki,félagasamtök og stofnanir á Austurlandi.

Suðurland

Atvinnuráðgjöf er veitt af Atvinnuþró-unarsjóði Suðurlands (AS) sem er sjálf-stæður sjóður í eigu sveitarfélaganna áSuðurlandi. Í Vestmannaeyjum annastÞróunarsetrið í Vestmannaeyjumatvinnuráðgjöfina.

Suðurnes

Atvinnuráðgjöf er veitt af Markaðs- ogatvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar(MOA) fyrir hönd Sambands sveitarfélagaá Suðurnesjum. Markaðs- og atvinnu-málanefnd Reykjanesbæjar er yfir starf-seminni.

Úr Skaftárhreppi.Byggðastofnun lauk við byggðaáætlun fyrirSkaftárhrepp á árinu 1997. Árið 1989 var unnináætlun fyrir hreppana á svæðinu, en þeirsameinuðust um svipað leyti.Ljósmynd: Mats Wibe Lund

16

97

Miðfirðir Austurlands.Byggðastofnun lauk við byggðaáætlun fyrir MiðfirðiAusturlands, Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðar-fjörð.Undirbúningur að sameiningu þessara sveitarfélagahófst samhliða vinnu við áætlunina. Þau eru meðalfjölmennustu sveitarfélaga sem hafa sameinast ogþví mun reyna á ýmsa aðra þætti sameiningar envíða annars staðar þar sem sveitarfélög hafa veriðsameinuð.Ljósmyndir: Mats Wibe Lund

Svæðisbundnar byggða-áætlanir

Á árinu 1997 var unnið að svæðisbundn-um byggðaáætlunum fyrir ýmis svæði álandinu. Þegar starfsemi þróunarsviðshætti í Reykjavík var lokið vinnu við allarþær áætlanir sem unnið hafði verið að þar,

en formleg umfjöllun stjórnar var mislangtá veg komin. Áætlunum fyrir MiðfirðiAusturlands, Skaftárhrepp, Vestur-Húna-vatnssýslu og Austur-Skaftafellssýslu varlokið. Áætlun fyrir Vestur-Barðastrandar-sýslu var samþykkt af stjórn stofnunar-innar og send sveitarfélögum til endan-legrar umsagnar. Áætlun fyrir Snæfellsneshafði verið kynnt stjórn og beið sam-þykktar. Áætlun fyrir Hérað og Seyðis-fjörð var fullgerð af hálfu starfsmanna ogbeið kynningar fyrir stjórn.

Byggðabrunnur og upplýs-ingamál

Byggðastofnun hefur heimasíðu http://www.bygg.is og vef í tengslum við hana.Þar má finna flestar útgáfur stofnunarinnarsíðustu 10 árin. Einnig er þar að finnaupplýsingar um stofnunina sjálfa og starfs-menn hennar, eldri ársskýrslur, lög ogreglugerð. Nokkrar síður tengjast atvinnu-ráðgjöf á landsbyggðinni. Auk þess erhægt að nálgast upplýsingar um byggða-mál víðsvegar í heiminum á tengdumnetsíðum.Í apríl gengust Byggðastofnun, Samband

Neskaupstaður

Eskifjörður

Reyðarfjörður

97

17

Úr Mývatnssveit.Starfsemi Kísiliðjunnarí Mývatnssveit var mikiðtil umræðu á síðasta ári.Byggðastofnun kannaðiáhrif verksmiðjunnar áefnahag og byggð ís v e i t a r f é l a g i n u .Niðurstaðan er aðtæplega helmingur íbúahefur lífsviðurværi afverksmiðjunni meðbeinum eða óbeinumhætti. Byggðastofnunveitti einnig styrki tilverkefna í ferðaþjón-ustu og má þar nefnaBaðfélagið, Fræðagarðog Mýflug hf.Ljósmynd:Mats Wibe Lund

íslenskra sveitarfélaga og landshlutasam-tök sveitarfélaga fyrir ráðstefnu á Akureyriundir nafninu Þjóðarsátt um framtíðarsýn.Ráðstefnan fjallaði um framtíðarmögu-leika í nýtingu mannauðs og náttúruauð-linda, breytingar í byggð, breytt alþjóða-umhverfi og möguleika því tengda. Þávar einnig fjallað um samkeppnisstöðuÍslands og að lokum þjóðarsátt umframtíðarsýn. Tuttugu og tveir fyrirlestrarvoru fluttir á ráðstefnunni og fylgdu þeimumræður og er hvort tveggja aðgengilegtá netsíðum stofnunarinnar.Í nóvember 1997 gaf stofnunin út ritið

Búseta á Íslandi - Rannsókn á orsökumbúferlaflutninga eftir Stefán Ólafssonprófessor við Félagsvísindadeild HáskólaÍslands. Þetta er yfirgripsmikil rannsóknþar sem reynt er að skýra búferlaflutningaog er þar einkum stuðst við mat íbúa áaðstæðum í einstökum byggðarlögum.Tvær svæðisbundnar byggðaáætlanir

voru gefnar út árið 1997: MiðfirðirAusturlands og Skaftárhreppur. Stofnun-in vann einnig ýmsar smærri skýrslur oggreinargerðir og má þar nefna: ÞýðingKísiliðjunnar fyrir efnahag og atvinnulíf

í Mývatnssveit, Staða sauðfjárræktar ogáhrif á byggðaþróun og Byggðir semstanda höllum fæti. Þessar útgáfur eruallar aðgengilegar á heimasíðu Byggða-stofnunar.Byggðabrunnur er gagnagrunnur sem

haldið er við í Byggðastofnun og byggistá fjölbreyttum upplýsingum um sveit-arfélögin í landinu. Í brunninum eru upp-lýsingar um mannfjölda, atvinnuskipt-ingu, meðaltekjur, aldur, búferlaflutninga,atvinnuleysi, atvinnuþátttöku og fleira.Þessi gögn eru í stöðugri notkun bæðiinnan stofnunarinnar og hjá sveitarfélög-um, námsfólki, skipuleggjendum ogfleirum.

Erlent samstarf

Að vanda annaðist Byggðastofnun ýmiserlend samskipti fyrir hönd forsætisráðu-neytisins. Á árinu tók til starfa ný norrænstofnun sem hefur verkefni á sviðibyggðamála. Hún heitir Nordregio og erorðin til við samruna þriggja stofnana,NordREFO, sem var rannsóknastofnun íbyggðamálum, Nordplan sem var kennslu-

18

97

Framlög á fjárlögumtil Byggðastofnunar.Verðlag í janúar 1998.

*Auk þess sérstök aðstoðríkissjóðs 1,2 milljarðar kr.

**Auk þess voru eignirfiskeldis- og iðnaðardeildaratvinnutryggingardeildarfærðar til Byggðastofnunar205,1 m.kr.

0

100

200

300

400

500

600

1987 1988 1989 1990 1991* 1992 1993 1994** 1995 1996 1997

Almenn framlög

Sérstök framlög

stofnun á sviði skipulags og áætlanagerðarog Nogran sem var nokkurs konar hagstofanorrænu embættismannanefndarinnar íbyggðamálum. Nordregio skal stundarannsóknir, kennslu og miðlun upplýsingaum þróun byggðar. Markmiðið er aðstofnunin verði leiðandi á sínu sviði innanEvrópu. Forstöðumaður þróunarsviðs vartilnefndur aðalmaður í stjórn hinnar nýjustofnunar sem hefur aðsetur í Stokkhólmi.Norræna Atlantsnefndin (NORA) sér

um norrænt samstarf á sviði byggðamálaog svæðasamvinnu og er starfssvæðinefndarinnar Ísland, Færeyjar, Grænlandog strandhéruð Noregs. Nefndin veitirstyrki til ýmis konar samstarfsverkefnamilli þessara landa á ýmsum sviðum ogvar ráðstöfunarfé hennar 50 m.kr. á árinu.Skrifstofa Byggðastofnunar á Egilsstöð-um hefur séð um samstarfið fyrir Íslandshönd.

Á árinu 1997 var áfram unnið að hinusvo kallaða RITTS verkefni sem er þróun-arverkefni styrkt af Evrópusambandinu.Markmið þess er að fyrir einstök svæðiverði mótuð nýsköpunarstefna sem byggirá núverandi stöðu þeirra og raunhæfummöguleikum til að bæta samkeppnisstöðusína. Niðurstöður voru kynntar á ráðstefnusem haldin var í Skíðaskálanum í Hvera-dölum í lok nóvember. Segja má aðmeginniðurstaðan sé að efla beri atvinnu-þróunarfélögin og auka samstarf milliþeirra. Í því felist þungamiðja nýsköpun-arstefnu og þannig megi draga úr þeimforréttindum sem höfuðborgarsvæðiðnýtur. Þetta fer ágætlega saman við hug-myndir um að efla starfsemi atvinnuráð-gjafa sem starfa samkvæmt samningumvið Byggðastofnun og njóta tilstyrkshennar.

Heimasíða Byggðastofnunar:

http://www.bygg.is

97

19

FJÁ

RH

AG

UR

OG

REK

STU

R

Fjöldi styrkja semByggðastofnun veitti

árin 1987-1997.0

50

100

150

200

1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997

Fjö

ldi

FJÁRHAGUR OGREKSTUR

Á árinu var hagnaður af rekstri stofn-unarinnar samkvæmt rekstrarreikningi54,2 m.kr. Er þá tekið tillit til 113,3 m.kr.færslu vegna lífeyrisskuldbindinga og ersú fjárhæð færð til gjalda með óreglulegumgjöldum. Þetta tengist ákvörðun fjár-málaráðuneytisins um að framvegis skulistofnanir ríkisins taka mið af greiðslugetuLífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins við matá lífeyrisskuldbindingum. Þetta hefurþau áhrif að hlutur stofnunarinnar hækkarúr um 50% í 81%.Vergur rekstrarkostnaður Byggðastofn-

unar árið 1997 var um 162 m.kr. og hafðihækkað um 5,3% frá fyrra ári. Lífeyris-skuldbindingar voru 169 m.kr. í ársbyrjunen 296 m.kr. í árslok. Í samræmi viðreglur um gerð ársreikninga viðskipta-banka, sparisjóða og annarra lánastofnanaeru reiknaðir vextir og verðbætur á áfallnarlífeyrisskuldbindingar sem færast meðalvaxtagjalda, en á móti sem hækkun álífeyrisskuldbindingum. Kostnaðarþátt-taka annarra nam um 25 m.kr. Hreinnrekstrarkostnaður stofnunarinnar var þvíum 138 m.kr. en nam um 128 m.kr. áriðáður.Niðurstaða efnahagsreiknings Byggða-

stofnunar var 7.175 m.kr. um síðustuáramót og hafði lækkað um 2,0% á árinu.Eigið fé í árslok var 1.247 m.kr. samkvæmt

efnahagsreikningi og jókst um 77 m.kr. áárinu. Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögumum lánastofnanir aðrar en viðskiptabankaog sparisjóði var 17,1%. FasteignirByggðastofnunar voru 21,2% af eigin fé.Hlutfall eigin fjár stofnunarinnar afheildareign var 15,9% í upphafi ársins en17,4% í árslok.Samkvæmt lögum skal Byggðastofnun

njóta framlags úr ríkissjóði eins og ákveðiðer í fjárlögum hverju sinni og nam fram-lagið 204 m.kr. á árinu 1997. Framlagríkissjóðs vegna viðauka við búvörusamn-ing var 19 m.kr.Lánsfjárlög fyrir árið 1997 heimiluðu

stofnuninni allt að 1.000 m.kr. lántökur.Stofnunin tók lán hjá Endurlánumríkissjóðs í þýskum mörkum að jafnvirði200 m.kr. Lánið endurgreiðist með einnigreiðslu árið 2000. Vextir af láninu erubreytilegir og miðast við 3 mánaðamillibankavexti fyrir DEM í London(LIBOR) og greiðast þeir ársfjórð-ungslega. Auk þessa tók stofnunin um325 m.kr. verðtryggð lán hjá innlendumaðilum og eru 25 m.kr. til þriggja ára ogbera 5,5% meðalársvexti, en 300 milljónavar aflað með sérstöku útboði semBúnaðarbankinn Verðbréf annaðist ogendurgreiðist það fé ásamt vöxtum áárunum 2006-2008. Þessi skuldabréfaút-gáfa ber 5,5% ársvexti. Heildarlántökurstofnunarinnar voru því samtals 525milljónir króna.

20

97Flokkun lána hjá Byggðastofnun 31.12.1997

að frádregnum afskriftareikningi útlána

Gengistryggð Vísitölutryggð Önnur lán Samtals

Fiskeldi 247.974 75.731 84 323.789

Sjávarútvegur 2.569.745 1.562.838 7.645 4.140.228

Iðnaður 176.393 417.548 5.797 599.989

Bæjar- og sveitarfélög 120.151 187.877 0 308.028

Þjónustustarfsemi 167.392 534.165 0 701.557

Ýmislegt ósundurliðað 41.199 199.066 242.491

Samtals 3.322.854 2.977.225 13.526 6.316.082

Eftirstöðvar útlánaByggðastofnunar og fé áafskriftareikningi eftirkjördæmum.Verðlag í janúar 1998. 0

500

1 000

1 500

2 000

Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland

vestra

Norðurland

eystra

Austurland Suðurland

M.k

r.

Lán

Afskriftareikningur

Vanskil og afskriftir

Vanskil lántakenda við Byggðastofnunlækkuðu á árinu 1997, en þau voru 328m.kr. í upphafi árs og 260 m.kr. í lok árs.Vanskilin voru mun meiri fyrir nokkrumárum en úr þeim hefur dregið vegna bættrarafkomu fyrirtækja og skilvirkari inn-heimtu.Framlög á afskriftareikning lækkuðu

mikið á árinu eða úr 171,4 m.kr. árið 1996niður í 5,0 m.kr. árið 1997.Afskriftareikningur útlána var 1.217

m.kr í árslok sem er 16,3% af heildar-útlánum. Samsvarandi hlutfall árið áður

var 17,5%. Heildarútlán eru nokkurnveginn óbreytt milli ára en afskrifta-reikningurinn hefur lækkað um 95 m.kr.Þessi lækkun skýrist af endurskoðuðumati á áhættu vegna eldri útlána vegnabættrar afkomu fyrirtækja. Með tilliti tilhlutverks stofnunarinnar er óhjá-kvæmilegt að afskriftareikningur hennarsé nokkru hærri en hjá öðrum lánastofn-unum.Virði innleystra eigna var 61,8 m.kr. um

áramót sem er nokkur lækkun frá árinuáður. Reynt er að meta eignir á raunhæfusöluverði.

97

21

ÁRSREIKNINGURBYGGÐASTOFNUNAR

1997

22

97Á

RSR

EIK

NIN

GU

RB

YG

AST

OFN

UN

AR

Áritun ByggðastofnunarÁrsreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 1997 er gerður eftir hliðstæðum

reikningsskilavenjum og undanfarin ár. Á árinu var hagnaður af rekstri stofnunarinnarsamkvæmt rekstrarreikningi sem nam 54,2 m.kr. Eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikninginam 1.246,7 m.kr. og jókst um 77,1 m.kr. á árinu. Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum umlánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði er 17,13%.

Stjórn stofnunarinnar, forstjóri og forstöðumaður rekstrarsviðs staðfesta hér með ársreikningByggðastofnunar fyrir árið 1997 með undirritun sinni.

Reykjavík, 3. júní 1998

Formaður stjórnar

Forstjóri

Forstöðumaður rekstrarsviðs

Áritun endurskoðendaÉg hef endurskoðað ársreikning Byggðastofnunar fyrir árið 1997 í umboði Ríkisendurskoðunar.

Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi ásamtskýringum. Ársreikningurinn er lagður fram af stjórnendum stofnunarinnar og á ábyrgð þeirraí samræmi við lög og reglur. Ábyrgð mín felst í því áliti sem ég læt í ljós á ársreikningnum ágrundvelli endurskoðunarinnar.

Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber mér aðskipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinnsé án verulegra annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunumtil að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðuninfelur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru viðgerð ársreikningsins og mat á framsetningu þeirra í heild. Ég tel að endurskoðunin sénægjanlega traustur grunnur til að byggja álit mitt á.

Það er álit mitt að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Byggðastofnunar 1997,efnahag í árslok og breytingu á handbæru fé í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.

Reykjavík, 3. júní 1998Endurskoðunarskrifstofan Skólavörðustíg 12 ehf.

Löggiltur endurskoðandi

Áritun forsætisráðherraMeð vísan til 11. gr. laga nr. 123.1993, sbr. lög nr. 20.1996 um lánastofnanir aðrar en

viðskiptabanka og sparisjóði og með skírskotun til staðfestingar stjórnar stofnunarinnar ogáritunar endurskoðanda, sem er án athugasemda, staðfestir forsætisráðherra ársreikninginnmeð undirritun sinni.

Reykjavík 11. júní 1998

97

23

REK

STRA

RREIK

NIN

GU

R

REKSTRARREIKNINGUR 1997

1997 1996

VAXTATEKJUR Skýring Krónur Þús. kr.

Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir 13.659.478 16.720Vaxtatekjur af útlánum 618.980.407 460.705

632.639.885 477.425

VAXTAGJÖLD

Vaxtagjöld af lántökum 368.042.310 280.170Önnur vaxtagjöld 21.013.730 14.564Gjaldfærsla vegna verðbreytinga 1 17.547.130 15.209

406.603.170 309.943

HREINAR VAXTATEKJUR 226.036.715 167.482

Aðrar tekjur

Framlag ríkissjóðs skv. fjárlögum 204.000.068 218.000Framlag ríkissjóðs v/Vestfjarðaaðstoðar 0 128.519Framlag ríkissjóðs v/búvörusamnings 19.000.000 61.000Aðrar rekstrartekjur 8.454.378 18.086

231.454.446 425.605

HREINAR REKSTRARTEKJUR 457.491.161 593.087

ÖNNUR GJÖLD

Veittir styrkir 142.000.046 160.537Almennur rekstrarkostnaður 2 137.589.015 128.194Afskriftir fasteigna 5 5.769.064 5.667Framlög í afskriftareikning útlána 3 4.670.981 171.441

290.029.106 465.839Hagnaður ársins fyriróreglulega liði 167.462.055 127.248

ÓREGLULEGIR LIÐIR

Viðbótarframlag vegnalífeyrisskuldbindinga 1 113.253.245 0

HAGNAÐUR ÁRSINS 54.208.810 127.248

24

97EFNAHAGSREIKNINGUR

1997 1996

EIGNIR Skýring Krónur Þús. kr.

Sjóður og kröfur á lánastofnanir

Sjóður og bankainnistæður 104.496.779 155.032Ríkisvíxlar og bankavíxlar 100.000.000 305.466

Kröfur á lánastofnanir 9 27.253.036 25.141

231.749.815 485.639

Útlán

Útlán til viðskiptavina 3,9 6.316.082.273 6.176.562Aðrar langtímakröfur 194.084.336 238.423Fullnustueignir 61.871.662 85.509

3 6.572.038.271 6.500.494

Aðrar eignir

Skuldunautar 31.883.400 19.171Hlutabréf 4 74.348.000 51.017

106.231.400 70.188

Rekstrarf jármunir

Fasteignir 5 264.724.377 264.411

Eignir samtals 7.174.743.863 7.320.732

EFN

AH

AG

SREIK

NIN

GU

R

97

25

31. DESEMBER 1997

1997 1996

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ Skýring Krónur Þús. kr.

Skuldheimtumenn 163.527.809 223.519

Lántökur 9

Verðbréfaútgáfa 1.217.632.032 845.528Lán frá lánastofnunum 4.250.729.714 4.912.565

5.468.361.746 5.758.093

Lífeyrisskuldbindingar 296.153.094 169.479

Skuldir samtals 5.928.042.649 6.151.092

Eigið fé 8 1.246.701.214 1.169.640

Skuldir og eigið fé samtals 7.174.743.863 7.320.732

26

97 SJÓÐSSTREYMI ÁRIÐ 1997

1997 1996

Handbært fé frá rekstri Krónur Þús. kr.

Hagnaður ársins 54.208.810 127.248

Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á handbært fé:Framlag í afskriftareikning útlána 22.138.346 185.212Framlag vegna lífeyrisskuldbindinga 126.673.648 12.826Gjaldfærsla vegna verðbreytinga 17.547.130 15.209Afskriftir fasteigna 5.769.064 5.667Vextir, verðbætur og gengismunur 52.990.325 100.336Ógreiddir styrkir (46.625.734) 37.631

Handbært fé frá rekstri 232.701.589 484.129

Fjárfestingahreyfingar

Afborganir útlána 1.299.109.499 1.149.758Veitt lán (1.309.859.463) (1.609.844)Innleystar eignir (644.476) (31.210)Hlutabréf (49.286.000) 5.856Keyptar fasteignir og byggingarkostnaður (777.355) 0Annað (23.162.702) (40.804)

Fjárfest ingahreyf ingar (84.620.497) (526.244)

Fjármögnunarhreyfingar:

Afborganir af lántökum (915.388.874) (1.098.794)Nýjar lántökur 524.672.625 928.904Annað (13.365.886) 57.409

Fjármögnunarhreyfingar (404.082.135) (112.481)

Hækkun (lækkun) á handbæru fé (256.001.043) (154.596)

Handbært fé í ársbyrjun 460.497.822 615.094

Handbært fé í árslok 204.496.779 460.498

SJÓ

ÐST

REYM

I

LÁNAKJÖR

Í janúar 1998 voru lántökugjöld og vextir Byggðastofnunar sem hér segir:Verðtryggð lán eru með 7,7% vöxtum.Gengistryggð lán eru með breytilegum vöxtum (LIBOR) sem voru 5,85% í USDeða 3,79% í DEM í árslok 1997 að viðbættu 2,25% álagi.Lántökugjald er 1,5% og ábyrgðargjald til ríkissjóðs á gengistryggð lán er 0,25%.Lánstími getur verið frá 6 til 20 ár, en algengast er 10 til 15 ár.

97

27

1. ReikningsskilaaðferðirFramsetning ársreiknings Byggðastofnunar

fyrir árið 1997 er með sama hætti og áður.Áhrif almennra verðlagsbreytinga á afkomuog fjárhagsstöðu Byggðastofnunar eru reiknuðog er í því sambandi miðað við hækkun áneysluverðsvísitölu innan ársins.

Tekið er tillit til áhrifa almennra verðlags-breytinga á afkomu og efnahag Byggða-stofnunar og er í því sambandi fylgt eftirfarandiaðferðum:

Áhrif verðlagsbreytinga á peningalegar eignirog skuldir eins og þær voru í byrjunreikningsársins og á breytingu þeirra innanársins eru reiknuð og færð í ársreikninginn.Útreikningurinn byggist á breytinguneysluverðsvísitölu innan ársins. Útreikningur-inn myndar reiknuð gjöld vegna verðlags-breytinga að fjárhæð kr. 17.547.130. Hinreiknuðu gjöld eiga að endurspegla þáraunvirðisrýrnun sem verður á peningalegumeignum og skuldum við verðbólguaðstæðurog á færslan sér aðallega mótvægi í vöxtum,verðbótum og gengismun.

Varanlegir rekstrarfjármunir eru endurmetnirmeð verðbreytingarstuðli sem miðast við hækk-un á neysluverðsvísitölu innan ársins.

Afskriftir reiknast sem fastur árlegur hundr-aðshluti af stofnverði, framreiknuðu til meðal-verðlags ársins.

Verð- og gengistryggð skuldabréf og lántökureru færðar með áföllnum verðbótum miðað viðvísitölur í janúar 1998 og gengi í árslok 1997.

Allir áfallnir vextir eru færðir til ársloka.

Afskriftareikningur útlánaAfskriftareikningur útlána er myndaður til að

mæta þeirri áhættu sem fylgir útlánastarfsemi,en hér er ekki um endanlega afskrift að ræða.Framlög í afskriftareikning útlána eru færð tilgjalda í rekstrarreikningi af frádregnum endur-greiðslum vegna áður afskrifaðra lána.

LífeyrisskuldbindingarLífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar 296,1

milljónir króna í árslok 1997. Í samræmi viðreglur um gerð ársreikninga viðskiptabanka,sparisjóða og annarra lánastofnana erureiknaðir vextir og verðbætur á áfallnar lífeyris-skuldbindingar sem færist meðal vaxtagjalda,en á móti sem hækkun á lífeyrisskuldbinding-um.

Sú ákvörðun var tekin af fjármálaráðuneytinuað framvegis skyldu stofnanir ríkisins taka miðaf greiðslugetu Lífeyrissjóðs starfsmannaríkisins við mat á lífeyrisskuldbindingum. Þettahefur þau áhrif að hlutur stofnunarinnar hækkarúr um 50% í 81%. Vegna þessa hækkuðulífeyrisskuldbindingar stofnunarinnar um kr.

SKÝR

ING

AR

113.253.245 og er sú fjárhæð færð til gjaldameð óreglulegum gjöldum.

Eigið féÍ ársbyrjun 1997 var eigið fé Byggðastofnunar

1.169,6 milljón krónur, sem jafngildir 1.193,3milljónum króna á árslokaverðlagi. Samkvæmtefnahagsreikningi er eigið fé í árslok 1.246,7milljónir króna og hefur því hækkað um 53,4milljón króna á árslokaverðlagi.

Samkvæmt ákvæðum laga nr. 123/1993 umlánastofnanir aðrar en viðskiptabanka ogsparisjóði skal eigið fé lánastofnunar á hverjumtíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svarar8% af svonefndum áhættugrunni. Í árslok1997 var eiginfjárhlutfall Byggðastofnunarsamkvæmt framansögðu 17,13%.

Sundurliðanir

2. RekstrarkostnaðurÞús. kr.

Laun fastráðinna starfsmanna 87.262Önnur laun 8.632Launatengd gjöld 11.480Húsnæðiskostnaður 9.490Póstur og sími 5.929Ritföng, prentun,pappír 1.721Bækur, blöð, tímarit 1.680Ferðakostnaður innanlands 5.380Ferðakostnaður erlendis 1.468Tölvukostnaður 6.625Rekstur mötuneytis 1.495Gestamóttökur og risnukostnaður 1.911Útgáfukostnaður 651Endurskoðun 2.408Tölvur, húsgögn, skrifstofuvélar 4.595Aðkeypt þjónusta og ýmis kostn. 11.651

Alls: 162.378Kostnaðarþátttaka annarra -24.789

137.589

3. Útlán

Útlán til viðskiptavina: Þús.kr.Sundurliðun eftir atvinnugreinum

Fiskeldi 323.789Sjávarútvegur 4.140.228Iðnaður 599.989Bæjar- og sveitarfélög 308.028Þjónustustarfsemi 701.557Ýmislegt ósundurliðað 242.491

6.316.082

SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI 1997

28

97Afskriftareikningur útlánaHreyfing á árinu:Staða í ársbyrjun 1.312.078Framlög á árinu 22.138Endanlega töpuð útlán -117.827

Staða í árslok 1.216.389

Innheimt áður afskrifuð útlán 17.467

4. HlutabréfÍ árslok 1997 átti Byggðastofnun eftirtalinhlutabréf að nafnvirði:

Þús.kr.Alpan hf 4.550Atgeir ehf 6.250Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf 1.200Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf 1.500Ásgarður hf, Egilsstöðum 15.000Bær hf, Kirkjubæjarklaustri 6.112Eðalís hf, Borgarhafnarhreppi 3.000Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf 12.000Eignarhaldsfélagið Hallormur ehf 5.000Eldisfóður hf, Vopnafirði 1.200Hagfélagið hf, Hvammstanga 500Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf 10.262Íslenskt franskt eldhús hf 1.667Jöklaferðir hf, Höfn 8.000Magnesíumfélagið hf 11.000Máki hf 5.000Mýrdælingur hf 2.000Norðvesturbandalagið hf 10.000Seljalax hf, Öxafjarðarhreppi 2.000Silfurstjarnan hf, Öxafjarðarhreppi 50.000Snorri Þorfinnsson ehf 4.000Vélsmiðjan Stál hf, Seyðisfirði 5.400Þörungaverksmiðjan hf, Reykhólum 7.919

173.560

Hlutabréf stofnunarinnar eru bókfærð íársreikningi á kr. 74.348.000.

5. Fasteignir

Hreyfingar á árinu: Þús.kr.Heildarverð 1.1.1997 279.377Viðbót á árinu 777Endurmat á árinu 5.655

285.809

Afskrifað áður 14.966Endurmat á árinu 350Afskrifað á árinu 5.769

21.085

Bókfært verð 31.12.1997 264.724

Fasteignamat húseigna og lóða 144,7 m.kr.Brunabótamat húseigna 316,5 m.kr.

6. Eignir og skuldir tengdarerlendum gjaldmiðlum -verðtryggingu

Gengisbundið: Þús.kr.Gengisbundnar eignir 3.963.680Gengisbundnar skuldir 3.183.702

Mismunur 779.978

Verðtryggt:Verðtryggðar eignir 3.579.114Verðtryggðar skuldir 2.275.010

Mismunur 1.304.104

7. Starfsmannafjöldi

Meðalfjöldi starfsmannaumreiknaður í heilsársstarf 33Stöðugildi í árslok 30þ.a. skv. kjarasamningum SÍB 29

8. Eigið féÞús.kr.

EiginfjárhreyfingarEndurmat í ársbyrjun 35.641Endurmat á árinu 22.852

Endurmatsreikningur í árslok 58.493

Óráðstafað eigið fé í upphafi árs 1.133.999Hagnaður ársins 54.209

Óráðstafað eigið fé í árslok 1.188.208

Eigið fé alls 1.246.701

9. Eftirstöðvatími eigna og skulda í þús.kr.Gjaldkræft allt að ári 1-5 ár yfir 5 ár samtals

Eignir:Kröfur á lánastofnanir 0 0 27.253 0 27.253Útlán til viðskiptavina 218.148 934.303 2.614.128 2.549.503 6.316.082

Skuldir:Lántökur 0 1.048.593 2.795.935 1.623.833 5.468.361

97

29

HvammstangiHafsúlan ehf - skipakaup 14.856Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir - fjárhagsleg endurskipulagning 2.500

BlönduósKaupfélag Húnvetninga - vél til matvælaframleiðslu 7.000Saumastofan Eva ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 5.000

HöfðahreppurHúnaströnd ehf - siglingar um Húnaflóa 3.000Vélaverkstæði Karls Berndsen ehf - verkstæðishús 3.000

SeyluhreppurKjöthlaðan hf - skuldbreyting við Byggðastofnun 370Vélaval Varmahlíð hf - verkstæðishús 9.000

SauðárkrókurFiskiðjan Skagfirðingur hf - rækju- og skelvinnsla 25.000Hótel Mælifell - skuldbreyting við Byggðastofnun 2.544Hótel Mælifell - gistiheimili 500Rögnvaldur Árnason - iðnaðarhús 3.000

SiglufjörðurGylfi Pálsson - trésmíðaverkstæði 2.000Haukur Jónsson o.fl. - fiskverkunarhús 3.000

ÓlafsfjörðurBrimnes fiskverkun ehf - fiskverkunarhús 25.479Sædís ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 13.910

DalvíkHansi sf - smábátaútgerð 2.600

ÁrskógshreppurSólrún ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 63.000

GlæsibæjarhreppurEiríkur Sigfússon - ferðaþjónusta 1.500

AkureyriBrekkukot ehf - gistiheimili 5.000Brekkusel ehf - skuldbreyting við Byggðastofnun 1.100Eymundur Lúthersson - smábátaútgerð 800Gunnar Th. Gunnarsson - ferðaþjónusta 13.167Helgi Bergþórsson - smábátaútgerð 1.500Íslenskur lax hf - markaðssetning 7.468Valþór Þorgeirsson og Tómas L. Vilbergsson - smábátaútgerð 3.175Þrekhöllin ehf - kaup og endurbætur á húsnæði 28.366

GrýtubakkahreppurFrosti ehf - endurbætur á skipi 17.989

ReykdælahreppurIngi Tryggvason - ferðaþjónusta 11.044

AðaldælahreppurBryndís Ívarsdóttir - ferðaþjónusta 11.000Jóhannes M. Haraldsson - ferðaþjónusta 6.930

HúsavíkArnar Sigurðsson - skipakaup 4.996Knarrareyri hf - fjárhagsleg endurskipulagning 14.843Meindýravarnir Íslands hf - húsnæðis-og tækjakaup 5.000

KelduneshreppurGrásíða ehf - vinnsla á laxi 2.000

ÖxarfjarðarhreppurAuðun Benediktsson - fjárhagsleg endurskipulagning 10.862Guðbjörg Kristjánsdóttir - gistiheimili 2.500Kristinn B. Steinarsson - útgerð 1.500

RaufarhöfnSnorri Sturluson og Sturla Hjaltason - smábátaútgerð 2.000Útgerðarfélagið Röðull ehf - smábátaútgerð 3.230Örn Trausti Hjaltason - smábátaútgerð 4.500

ÞórshöfnHalldór Karel Jakobsson - smábátaútgerð 700ÞH verktakar ehf - húsnæðis- og vélakaup 5.000

SkeggjastaðahreppurÁki Guðmundsson - fiskverkunarhús 7.081Áki Guðmundsson - smábátaútgerð 3.008Hjálmar Hjálmarsson - smábátaútgerð 1.493

VopnafjörðurÁsbræður sf - söltunarhús 8.555Guðmundur Ragnarsson - smábátaútgerð 1.600Vopnafjarðarhreppur - hlutafjárkaup í Tanga hf 19.941

HlíðarhreppurGuðleifur Þórarinsson - ferðaþjónusta 800

ÚTBORGUÐ LÁNþús. kr.

AkranesEiríkur Kristófersson - smábátaútgerð 900Halkion ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 14.000Heimaskagi ehf - kaup á veiðarfærageymslu 2.500Hilmar Björnsson - hótelbygging 16.000Jón Þorsteinsson ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 3.011Matthías Pálsson - smábátaútgerð 1.200Sigvaldi Gunnarsson - smábátaútgerð 2.000Stapavík ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 2.971Vélsmiðja Akraness ehf - verkstæðishús 10.000

SnæfellsbærFinnur Gærdbo - smábátaútgerð 2.984Fiskiðjan Bylgja hf - fiskverkunarhús 4.989Ingólfur Aðalbjörnsson - smábátaútgerð 2.700Jóhann Anton Ragnarsson - smábátaútgerð 2.500Jónína Þorgrímsdóttir og Jón Þórðarson - smábátaútgerð 2.500Kristinn J. Friðþjófsson - fjárhagsleg endurskipulagning 29.864Kristinn J. Friðþjófsson - smábátaútgerð 2.796Kristján Jóhannes Karlsson - smábátaútgerð 1.600Skarðsvík ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 11.892Styr ehf - skuldbreyting við Byggðastofnun 1.062

EyrarsveitÁsakaffi ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 1.500Gunnlaugur Magnússon - smábátaútgerð 1.754

StykkishólmurGuðmundur Teitsson - fjárhagsleg endurskipulagning 4.981Íshákarl hf - fjárhagsleg endurskipulagning 6.002

DalabyggðGuðjón Kristjánsson - kaup á grásleppubáti 1.307Unnsteinn Eggertsson - kaup á grásleppubáti 1.296Votaberg ehf - grásleppuverkun 994

VesturbyggðBjarni Kristjánsson - bátakaup 1.000Byggingarfélagið Byggir ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 2.997Einar Guðmundsson - smábátaútgerð 2.400Grétar Már Guðfinnsson - smábátaútgerð 1.600Leif Halldórsson - útgerð og fiskvinnsla 4.985Leif Halldórsson - smábátaútgerð 4.785Magnús Jónsson - smábátaútgerð 1.391Oddi hf - smábátaútgerð 4.746Oddi hf - smábátaútgerð 3.757Veitingastofan Vegamót ehf - veitingarekstur 2.000Vöruflutn. Hjartar Sig ehf - vöruflutningabifreið 4.457

TálknafjörðurNjörður sf - smábátaútgerð 2.000Skandi ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 3.000

BolungarvíkEinar Guðmundsson o.fl. - smábátaútgerð 2.500Ós sf - smábátaútgerð 4.800

ÍsafjarðarbærÁgúst og Flosi ehf - iðnaðarhús 6.500B.S. Gunnarsson ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 13.011Búðafell ehf - fiskverkunarhús 2.998Græðir sf - verkstæðishús 6.993Helgi Guðjón Jóhannesson - smábátaútgerð 2.500Jóna Kristín Kristinsdóttir - smábátaútgerð 3.990Naglinn ehf - kaup og endurbætur á húsnæði 7.000Nökkvi sf - skipakaup 29.105Óskar Friðbjarnarson - fiskverkunarhús 2.500Sjóverk ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 6.000Stekkir ehf - harðfiskverkun 1.986Súgfiskur ehf - saltfiskverkun 3.602Trésmiðjan ehf - trésmíðaverkstæði 5.000Útgerðarfélagið Öngull ehf - smábátaútgerð 2.493Vestfirskur skelfiskur hf - kaup á kúfiskveiðiskipi 37.662Þórður J. Sigurðsson - smábátaútgerð 3.200

KaldrananeshreppurBjarni Elíasson - smábátaútgerð 2.500Bjarni Guðmundsson - ferðaþjónusta 1.379Hermann Ingimundarson - smábátaútgerð 1.500

HólmavíkHólmavíkurhreppur - skuldbreyting við Byggðastofnun 2.064Höfðavík ehf - endurbætur á skipi 17.993

LÁN

OG

STYR

KIR

30

97JökuldalshreppurKarl Jakobsson - kaup á hellusteypuverksmiðju 2.000

EgilsstaðirEikarás hf - skuldbreyting við Byggðastofnun 1.106Héraðsprent sf - tækjakaup og endurfjármögnun 4.957Malarvinnslan hf - iðnaðarhús 9.000Vökvavélar hf - verkstæðishús 15.000

BorgarfjarðarhreppurBaldur Guðlaugsson - smábátaútgerð 2.500Kári Borgar Ásgrímsson - smábátaútgerð 3.502Ólafur Hallgrímsson - smábátaútgerð 1.500

SeyðisfjörðurFerðaþjónusta Austurlands ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 5.000Strandarsíld hf - saltsíldarhús 17.155

NeskaupstaðurÁrmann Herbertsson - saltfiskverkun 1.012Jón Sigurðsson - smábátaútgerð 1.750

EskifjörðurValsteinn Þórir Björnsson - smábátaútgerð 1.504

ReyðarfjörðurAM - frystivörur - endurbætur á húsnæði 8.000Andrés Árnmarsson - smábátaútgerð 1.000Gunnar Hjaltason - smábátaútgerð 2.600Óskar A. Beck - skuldbreyting við Byggðastofnun 2.006Sveinbjörn Þórarinsson - smábátaútgerð 2.500Þvottabjörn - þvottahús 2.500

BúðahreppurUnnsteinn Kárason - skuldbreyting við Byggðastofnun 402

StöðvarhreppurLukka ehf - smábátaútgerð 4.000Sigrún Gunnarsdóttir - veitingarekstur 1.800

BreiðdalshreppurHelga Elísabet Jónsdóttir - hótelbygging 13.979

DjúpavogshreppurEðvald Smári Ragnarsson - smábátaútgerð 3.000Eyfreyjunes ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 8.000Freyr Steingrímsson - smábátaútgerð 1.600Hjalti Jónsson - smábátaútgerð 700Kraftlýsi hf - iðnaðarhús 2.971Kristján Ragnarsson - iðnaðarhús 2.000Stefán Ingólfsson - smábátaútgerð 3.500Útgerðarfélagið Tríton ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 35.000

HornafjörðurÁsmundur Gíslason, Árnanes - ferðaþjónusta 7.500Gunnar Pálmi Pétursson - verkstæðishús 6.043Gunnar Þór Þórarnarson - smábátaútgerð 2.000Háey ehf - snurvoðarbúnaður 5.010Háey ehf - skipakaup 3.993Mars ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 36.767Melavík ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 15.350Páll Guðmundsson - endurbætur á bát 5.000Pálmey ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 4.993Sigurbjörn J. Karlsson - gistiheimili 37.000Skarphéðinn Larsen - hótelbygging 40.000Stefán Helgi Helgason - smábátaútgerð 2.093

VestmannaeyjarBaldur Þór Bragason - skuldbreyting við Byggðstofnun 1.918Valur Anderson og Vigfús Guðlaugsson - smábátaútgerð 3.000

SkaftárhreppurHagur ehf - fjárhagsleg endurskipulagning 6.000

MýrdalshreppurJóhannes Kristjánsson - ferðaþjónusta 5.000Steinþór Vigfússon og Margrét Harðardóttir - gistiheimili 5.500Víkurdrangar ehf - gistiheimili 3.500

Austur-EyjafjallahreppurJón Guðmundsson - ferðaþjónusta 4.000

HvolhreppurStefán S. Benediktsson - ferðaþjónusta 1.500

SkeiðahreppurGylfi Sigurðsson - gistiheimili 7.000

HrunamannahreppurFunaplast - nýbygging og vélakaup 11.473

BiskupstungnahreppurHlíf Pálsdóttir - gistiheimili 5.000Jóhannes Helgason - vélaskemma 4.000

HveragerðiKnútur Bruun - gistiheimili 8.500Listaskálinn í Hveragerði ehf - bygging listasafns 15.000Ljósbrá ehf - skuldbreyting við Byggðastofnun 4.096

ÖlfushreppurFlesjar hf - skipakaup 30.000Haukur Benediktsson - smábátaútgerð 1.500

GrindavíkBogi Ingvar Traustason - smábátaútgerð 1.000Einar B. Bjarnason - smábátaútgerð 4.500Guðmundur Einarsson - smábátaútgerð 3.500Ísleifur Haraldsson - smábátaútgerð 1.000Stakkavík ehf - smábátaútgerð 1.768Þorsteinn Óskarsson o.fl. - fjárhagsleg endurskipulagning 15.020

SandgerðiÓlafur Gunnar Gíslason - smábátaútgerð 3.500Sigurgeir Jónsson - smábátaútgerð 1.000

ReykjanesbærGuðleifur Ísleifsson - smábátaútgerð 2.200Jakob Jónatansson - smábátaútgerð 1.200Laugaþurrkun ehf - fiskþurrkun 10.101Óskar Ingibersson - endurbætur á fiskverkunarhúsi 6.934

VatnsleysustrandarhreppurSilungur ehf - rekstrarlán 14.892Valdimar hf - fjárhagsleg endurskipulagning 39.799

HafnarfjörðurKarel Karelsson - skuldbreyting við Byggðastofnun 1.712

KópavogurH.M. Lyftur ehf - iðnaðarhús 2.000

ReykjavíkHaffiskur ehf - smábátaútgerð 3.007Höskuldur Ragnarsson - smábátaútgerð 3.500Jón Fr. Magnússon og Þorkell Jónsson - smábátaútgerð 1.000Ólafur Karl Brynjarsson - smábátaútgerð 1.500Sigurjón Jónsson - smábátaútgerð 1.900Sigurnes hf - fjárhagsleg endurskipulagning 7.981Þórhallur Eiríksson - smábátaútgerð 2.461

Samtals 1.309.859

ÚTBORGAÐIR STYRKIREftirfarandi listi miðast við útborgaða styrki á

árinu. Á rekstrarreikningi kemur til viðbótargjaldfærsla vegna samþykktra styrkja sem ekkihafa verið borgaðir út en til frádráttar kemur samskonar gjaldfærsla frá árinu áður vegna þeirra styrkjasem þá voru samþykktir en ógreiddir.

þús. kr.

HvalfjarðarstrandarhreppurBúi Gíslason – vöruþróun á trefjaplastframleiðslu 200

AkranesÁhugafélag um fiska- og sjávarútvegssafn – undirbúningsfélag umkynningarmiðstöð 200Sokkaverksmiðjan Trico – markaðskynning 400

AndakílshreppurBændaskólinn Hvanneyri, búvísindadeild – fjarkennsla 1.250Hanna Kristín Þorgrímsdóttir – aðstaða fyrir fötluð börn 100

LundareykjadalshreppurSigurður O. Ragnarsson – loðdýrabú 195

ReykholtsdalshreppurReykholtsdals- og Hálsahreppar – ferðaþjónustufyrirtæki 1.000

BorgarbyggðAfurðasalan Borgarnesi hf – flutningur á kjötdeild Íslenskt-franskt hf 1.000Eðalfiskur hf – markaðssetning erlendis 1.200Gísli Þorsteinsson – bleikjueldi 900Markaðsráð Borgarness – upplýsingamiðstöð fyrir sumarbústaði 300

97

31

ÁshreppurHannes Sigurgeirsson – loðdýrabú 195

BlönduósBlönduósbær – könnun á framleiðslu morgunkorns 250Einar Jóhannesson – vöruþróun og markaðssetning 50Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra – atvinnuráðgjöf 6.072

SvínavatnshreppurBenedikt Sv. Steingrímsson – loðdýrabú 195Hannes Guðmundsson – loðdýrabú 195Valdimar Tr. Ásgeirsson – loðdýrabú 195

HöfðahreppurVélaverkstæði Karls Berndsen ehf – vettlingaþurrkari 300

SauðárkrókurElement skynjaratækni ehf – þróun á rafeinda- og tæknisviði 2.000Ferðasmiðjan ehf – handverks- og ferðaþjónustuhús 800Kaupfélag Skagfirðinga – markaðssetning á graskögglum 700Kvenfélag Sauðárkróks – afþreyingarverkefni 200Loðfeldur hf – hagkvæmniathugun á nýju félagi 500Loðskinn hf – þróun á vörum úr loðskinnum 400Sauðárkrókskaupstaður – undirbúningur fyrir skóverksmiðju 300Sjávarleður hf – kynning merkjavöru úr fiskleðri 500Skjól sf – greiðsla á láni hjá Byggðastofnun 2.208Útflutningsskólinn – undirbúningskostnaður 500Vegvísar ehf – skiltaframleiðsla 1.000Ævintýraferðir ehf – ferðaþjónusta 500

SkefilsstaðahreppurSkagavör ehf – vöruþróun 500

SkarðshreppurJón Eiríksson – ferðaþjónusta að Reykjum 300Kristján Pétursson – loðdýrabú 195

StaðarhreppurVeiðifélag Skagafjarðar – rannsókn á fiskistofnum Héraðsvatna 200

SeyluhreppurAlþýðulist handverkshópur – búnaður og innréttingar 300

HofshreppurHafsteinn Lárusson – loðdýrabú 195Hofshreppur – atvinnuuppbygging í fiskvinnslu 2.000Jón Snæbjörnsson – fjölnotahús fyrir ferðaþjónustu 300

FljótahreppurTrausti Sveinsson – skíða- og útivistarsvæði 500

SiglufjörðurNist ehf – hönnun minja- og skartgripa 800

SvarfaðardalshreppurDýrholt ehf – loðdýrabú 390Sigvaldi Ó. Aðalsteinsson – loðdýrabú 195

ÁrskógshreppurJón F. Sigurðsson – loðdýrabú 195

ArnarneshreppurJón Benediktsson – loðdýrabú 195

GlæsibæjarhreppurHöndin ehf – verkefni um áhrif rafsviðs á búfé 500Ríkharður G. Hafdal – loðdýrabú 195

AkureyriHáskólinn á Akureyri – ferðaþjónustuverkefni 1.000Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf – atvinnuráðgjöf 4.529JAT verktakar – markaðssetning fiskvinnsluvéla 500Jón Hlöðver Áskelsson – tónlistar- og hljóðtækniverkstæði 200Studíó Hljóðlist/Kristján Edelstein – markaðsátak 300Tölvu- og hugbúnaðarþjónustan hf – tölvuleikir til útflutnings 200

EyjafjarðarsveitGullasmiðjan Stubbur – markaðssetning á trévörum o.fl. 300Snæbjörn Sigurðsson – loðdýrabú 195

SvalbarðsstrandarhreppurInga M. Árnadóttir o.fl. – aðstaða til að skoða húsdýr 500

GrýtubakkahreppurStefán H. Kristjánsson – hestaferðir 200Sveinbjörn Guðmundsson – loðdýrabú 195

HálshreppurJón Sigurðsson – loðdýrabú 195Tryggvi Stefánsson – loðdýrabú 195

BárðdælahreppurStóruvellir ehf – framleiðsla á hamsatólg og útikertum 500

Rita Freyja Back – handverk 120Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi – atvinnuráðgjöf 6.985Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – átakið „Vesturlandsvefur“ 800Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – átakið „Göngum gæðaveginn“ 700

StykkishólmurHrappseyjarbúið sf – ferðaþjónusta í Hrappsey 400Norska húsið – aðstaða fyrir handverksverslun 400Rækjunes ehf – framleiðsla á réttum úr hörpudiski 350

DalabyggðBúnaðarsamband Dalamanna – hlunnindanýting 50Dalabyggð – uppbygging í ferðaþjónustu 400Dalabyggð – grásleppuveiðar frá Skarðsstöð 500Dalabyggð – uppbygging í atvinnumálum 1.500Steinólfur Lárusson – rafstöð 400Votaberg ehf – endurbætur á grásleppuverkun 1.000

SaurbæjarhreppurHes júgurhöld – júgurhaldaframleiðsla 300Saumastofan Saumur ehf – undirbúningskostnaður 2.000

ReykhólahreppurFerðanetið ehf – upplýsingavefur um ferðamál 200Flókalundur – verkefnið „Rúta og reiðhjól“ 67Jón Á. Sigurðsson ofl – beitukóngsveiðar 350

VesturbyggðÁrnheiður Guðnadóttir – sand- og steinaiðja 250Bjargsýn ferðaþjónusta ehf – ferðaþjónustubátur 500Héraðsnefnd Barðstrendinga – minjasafn að Hnjóti 500Hólmfríður S. Sveinsdóttir – ferðaþjónusta 200Jóhann Pétur Ágústsson – ferðaþjónustubátur 500Sláturfélagið Dorri hf – framkvæmdir við sláturhús 1.000

TálknafjarðarhreppurGunnar Egilsson – könnun á hótelrekstri 200

BolungarvíkGestur Pálmason – trésmíðavinnustofa 200Gunnhildur Halldórsdóttir – stofnun fyrirtækis 300Hólsvélar ehf – leikfangagerð 200Trésmíðavinnustofa Bjarna Aðalsteinssonar 200

ÍsafjarðarbærAtvinnuþróunarfélag Vestfjarða – rannsókn á ferðamennsku umHornstrandir 300Búnaðarfélög á norðanverðum Vestfjörðum – samdráttur ílandbúnaði 5.600Edinborgarhúsið ehf – endurbygging salar 500Elísabet Pétursdóttir og Erik Engholm – þurrfóðurstilraunir 600Elísabet Pétursdóttir – loðdýrabú 195Ferðaþjónusta í Reykjanesi ehf – undirbúningskostnaður 200Fjórðungssamband Vestfirðinga – atvinnuráðgjöf 6.951Hótel Ísafjörður – verkefnið „Rúta og reiðhjól“ 67S.I. Pétursson ehf – þurrkunaraðstaða fyrir rekavið 300Samstarfshópur um Sumarkvöld í Neðstakaupstað 200Steinar og Málmar – steinavinnsla o.fl. á Þingeyri 500Vestfirska forlagið – kynning á sögu Jóns Sigurðssonar 700Vesturferðir – verkefnið „Rúta og reiðhjól“ 67

ÁrneshreppurHáireki ehf – nýting á rekaviði til bygginga 500

HólmavíkBúnaðarsamband Strandamanna – sala á rekavið 180Haraldur V.A. Jónsson – hesta-, göngu- og sjóferðir 300Héraðsnefnd Strandasýslu – lífræn ræktun 250Ólöf Brynja Jensdóttir – uppbygging tjaldstæðis 100

BæjarhreppurSamstarfshópur um endurbætur á Riis húsi á Borðeyri 500

Fremri-TorfustaðahreppurBenedikt Ragnarsson – skot- og silungsveiði 200Fremri og Ytri Torfustaðahreppar – aðstaða á Arnarvatnsheiði 300

HvammstangiDrífa ehf – vöruþróun og markaðssetning 1.000Gústav J. Daníelsson – hljóð- og myndvinnsla 400Hagfélagið hf – atvinnuráðgjöf 200Verslunarminjasafn – rekstur minjasafns 350

ÞverárhreppurBenjamín Kristinsson – loðdýrabú 169

ÞorkelshólshreppurBorg, saumastofa – saumastofa 800Ólafur Benediktsson – loðdýrabú 78Sigurður Björnsson – afþreying í ferðaþjónustu 300Þórir Ísólfsson – loðdýrabú 65

32

97 SkútustaðahreppurBaðfélag Mývatnssveitar – uppbygging gufu- og lónbaða 800Mýflug hf – markaðssetning 500Samstarfshópur um stofnun Fræðagarðs í Mývatnssveit 500

AðaldælahreppurFerðamálafélag Suður-Þing. – kortlagning reið- og gönguleiða 300

ReykjahreppurÖrlygur H. Jónsson – loðdýrabú 195

HúsavíkAtvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf – atvinnuráðgjöf 3.267Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf – könnun á harðviðarvinnslu 500Hlað sf – markaðssetning á haglaskotum 500Norðursigling ehf – safn um íslenska strandmenningu 800Prýði ehf – hönnun og markaðssetning á fatnaði 500

RaufarhafnarhreppurGunnar Guðmundsson – kaup á rekaviðarsög 700Hótel Norðurljós – ferðaþjónusta á Melrakkasléttu 300

SvalbarðshreppurFriðrik Guðmundsson – loðdýrabú 195Úlfur Marinósson – loðdýrabú 195

HlíðarhreppurFljótabátar – ferðaþjónusa 800

FljótsdalshreppurJóhann Ingimarsson – loðdýrabú 195

HjaltastaðahreppurHreppar á Héraði – efling atvinnulífs á sauðfjársvæði 450Hreppar á Héraði – efling atvinnulífs á sauðfjársvæði 150

VallahreppurLommahestar – markaðssetning á hestaferðum 300

EgilsstaðirBúnaðarsamband Austurlands – verkefni félagsins 500DIS hf – sótthreinsibúnaður fyrir matvælavinnslu 500Randalín Handverkshús – hönnun og markaðssetning 500Sveinn Ingimarsson – loðdýrabú 195

BorgarfjarðarheppurÁlfasteinn hf – markaðssókn erlendis 500Borgarfjarðarhreppur – aðstaða fyrir ferðamenn í Hafnarhólma 300

SeyðisfjörðurAtvinnuþróunarfélag Austurlands – atvinnuráðgjöf 8.702Atvinnuþróunarfélag Austurlands – frístundagarður 500

NeskaupstaðurMjólkursamlag Norðfirðinga – markaðssetning á vöffludeigi 500

EskifjörðurSjóminjasafn Austurlands – viðgerð á Nakk SU 380 400

StöðvarhreppurJóhann Jóhannsson – flutningur fyrirtækis o.fl. 500

BreiðdalshreppurGuðrún Þorleifsdóttir – bygging sumarhúsa 300Veiðiþjónustan Strengir – aukning veiði í Breiðdalsá 1.000

DjúpavogshreppurKvennasmiðjan hf. – handverksaðstaða í Löngubúð 800

BorgarhafnarhreppurÞorsteinn Sigfússon – loðdýrabú 195

HornafjörðurBergur Bjarnason – loðdýrabú 195Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga – bleikjueldi 175Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga – bleikjueldi 150Kaupfélag Austur-Skaftfellinga – vinnsla á kjöti til útflutnings 10.830Ómar Antonsson – tilraunavinnsla á gabbró og granófír 300Þrúðmar S. Þrúðmarsson – loðdýrabú 195Þrúðmar Sigurðsson – loðdýrabú 195

SkaftárhreppurHörður Davíðsson – afþreying í ferðaþjónustu 800Kirkjubæjarstofa – rannsóknasetur 200Skaftárhreppur – samkeppni um hönnun minjagripa 200Skaftárhreppur – uppbygging í ferðaþjónustu 1.000

MýrdalshreppurJóhann Pálmason – loðdýrabú 195Karl Pálmason o.fl. – vistheimili fyrir geðfatlaða 1.000Víkurprjón ehf – markaðssetning erlendis 1.000

Austur-EyjafjallahreppurSamtök um varðveislu Seljavallalaugar 300

Vestur-EyjafjallahreppurKristján Ólafsson – vatnsaflsvirkjun að Seljalandi 400

Austur-LandeyjahreppurFóðurkorn ehf – kjarnfóðurgerð úr íslensku korni 1.500

HvolhreppurForm innréttingar ehf – flutningur innréttingafyrirtækis 500Hvolhreppur og 5 sveitarfélög (Sælubúið ehf) – atvinnuátak íausturhluta Rangárvallasýslu 600KR þjónustan ehf – þróun á landbúnaðartækjum 500Skógræktarfélag Rangæinga – lagfæring á umhverfi Þverár 500Sælubúið ehf – ferðaverkefnið „Á Njáluslóð“ 800Veiðifélag Þverár – lagfæring á umhverfi Þverár 500

RangárvallahreppurFinestra ehf – flutningur álgluggaframleiðslu til Hellu 1.000

StokkseyriSjöfn Jóhannsdóttir – loðdýrabú 195

EyrarbakkiHaraldur Ólason – loðdýrabú 195

SelfossAtvinnuþróunarsjóður Suðurlands – atvinnuráðgjöf 8.394S.G. Einingahús hf – útflutningur einingarhúsa til Grænlands 500

HraungerðishreppurSigþór Þórarinsson – loðdýrabú 195

GnúpverjahreppurBjörn Örlygsson – loðdýrabú 195Magnús Jóhannsson – flutningur framleiðslu milliveggjaplatna 500Stefán Guðmundsson – loðdýrabú 195Viggó E. Viðarsson – loðdýrabú 195

HrunamannahreppurFunaplast ehf – endurvinnsla á plastefnum 1.000

BiskupstungnahreppurHelgi Sveinbjörnsson o.fl. – uppbygging dýragarðs 800

GrímsneshreppurJón Gunnar Þorkelsson – loðdýrabú 195

ÞingvallahreppurÞingvallavatnssiglingar ehf – útsýnissiglingar 500

HveragerðiFriðrik Þórarinsson – loðdýrabú 195Hamrar hf – þróun á öryggislásum til smásölu 200

ÖlfushreppurGunnar Árnason – loðdýrabú 195Plastmótun ehf – sand- og snjógildrugerð úr endurunnu plasti 300

GerðahreppurVíðir hf – vöru og umbúðaþróun 800

ReykjanesbærJón G. Gunnlaugsson – stækkun sæfiskasafns 1.500Samnátt fyrirtækjanet – markaðssetning erlendis 800Íslensk ígulker ehf – eldisrannsókn á ígulkerum 500Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar – atvinnuráðgjöf 8.702

ReykjavíkEinar Gunnarsson – nám í byggðamálum 150Fagráð trefjaiðnaðarins – átaksverkefni um trefjaiðnað 1.500Félag ferðaþjónustubænda – þróunarverkefni í ferðaþjónustu 2.000Íslenskir kraftamenn – aflraunakeppni 200Jarðfræðistofan Ekra – könnun á geislasteinum 200Klúbbur matreiðslumeistara – kynning á landbúnaðarvörum erlendis 100Ráð ehf – búnaðarfélög á norðanverðum Vestfjörðum 400Regnbogahótel – lenging ferðamannatíma á landsbyggðinni 500

KjalarneshreppurGuðni Indriðason – loðdýrabú 195

ÓstaðsettAtvinnuráðgjafar – sameiginleg verkefni 1.473

Samtals 164.761

97

33

LÖG UMBYGGÐASTOFNUNnr. 64 frá 1. júlí 1985 með áorðnum breytingummeð lögum nr. 39/1991 og lögum nr. 12/1986um ríkisendurskoðun og lögum nr. 83/1997.

I. KAFLIHlutverk og skipulag.

1. gr.Byggðastofnun er sjálfstæð stofnun í eigu íslenskaríkisins og heyrir undir forsætisráðherra.

2. gr.Hlutverk Byggðastofnunar er að stuðla aðþjóðfélagslega hagkvæmri þróun byggðar í landinu.

3. gr.Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu.Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir umþróun byggða og atvinnulífs í þeim tilgangi aðtreysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.

Í samræmi við hlutverk stofnunarinnar veitirhún lán eða annan fjárhagslegan stuðning í þvískyni meðal annars að bæta aðstöðu til búsetu íeinstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir aðóæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða lífvænlegarbyggðir fari í eyði.

4. gr.Stjórn Byggðastofnunar skal skipuð 7 mönnum,kosnum hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi aðafstöðnum almennum þingkosningum. Kosnirskulu jafnmargir varamenn. Forsætisráðherraskipar formann og varaformann úr hópi hinnaþingkjörnu stjórnarmanna. Formaður stjórnarinnarboðar hana til funda. Á stjórnarfundum ræður aflatkvæða. Forsætisráðherra ákveður þóknunstjórnarinnar.

5. gr.Verkefni stjórnar Byggðastofnunar eru meðalannars þessi:1. Að ákveða starfsskipulag stofnunarinnar að því

leyti sem það hefur ekki verið gert í reglugerð.2. Að ákveða starfsáætlun fyrir stofnunina til eins

árs í senn, þar á meðal hverjar byggðaáætlanirskuli gerðar á vegum hennar. Starfsáætlun skalendurskoða á árinu eftir því sem þurfa þykir.

3. Að ákveða rekstraráætlun fyrir stofnunina til einsárs í senn.

4. Að fjalla um allar byggðaáætlanir sem gerðar eruá vegum stofnunarinnar eða lagðar eru fyrirstjórnina til samþykktar, sbr. 9. gr. laga þessara.

5. Að fjalla um skýrslur stofnunarinnar um starfsemihennar.

6. Að taka ákvarðanir um lántöku, sbr. 18. gr. lagaþessara.

7. Að setja reglur um lánakjör stofnunarinnar.8. Að taka ákvarðanir um veitingu lána og ábyrgða,

svo og óafturkræf framlög samkvæmt lögumþessum.

6. gr.Forsætisráðherra skipar forstjóra til fimm ára ísenn til að annast daglega stjórn stofnunarinnar.

7. gr.Verkefni forstjóra Byggðastofnunar eru meðalannars þessi:1. Að stjórna daglegum rekstri stofnunarinnar.2. Að gera tillögur til stjórnar um starfsskipulag

stofnunarinnar.3. Að gera tillögur til stjórnar um áætlanagerð á

vegum stofnunarinnar.4. Að gera tillögur um afgreiðslu á byggðaáætlunum

sem lagðar eru fyrir stjórn stofnunarinnar, sbr. 9.gr. laga þessara.

5. Að gera tillögur um árlega heildarútlánaáætlun,svo og tillögur um veitingu einstakra lána, ábyrgðaog óafturkræfra framlaga stofnunarinnar.

6. Að ráða stofnuninni starfsfólk innan rammafjárhagsáætlunar.

II. KAFLIStarfsemi.

8. gr.Byggðastofnun gerir tillögu að stefnumótandiáætlun í byggðamálum til fjögurra ára í senn.Ráðherra leggur tillöguna fyrir Alþingi tilafgreiðslu.

Í tillögunni komi fram stefna ríkisstjórnar íbyggðamálum og tengsl hennar við almenna stefnuí efnahags- og atvinnumálum, svo og við áætlanirá sviði opinberrar þjónustu í landinu.

Í forsendum áætlunarinnar gerir Byggðastofnungrein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar íeinstökum landshlutum og markmiðum, semæskileg eru talin og þjóðhagslega hagkvæmt aðstefna að í þróun byggðar landsins í heild.

Við gerð áætlunarinnar hafi Byggðastofnunsamráð við ráðuneyti, Þjóðhagsstofnun,sveitarfélög og samtök þeirra og aðra aðila semþurfa þykir.

Byggðaáætlun skal endurskoða á tveggja árafresti.

Byggðastofnun gerir einnig svæðisbundnarbyggðaáætlanir í samráði við sveitarfélög,atvinnuþróunarfélög og aðra aðila sem málið varða.

Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun og öðrumríkisstofnunum eða sveitarfélögum er rétt að veitaByggðastofnun þær upplýsingar sem hún telurnauðsynlegar til slíkrar áætlunargerðar.

9. gr.Stjórn Byggðastofnunar fjallar um stefnumótandihluta byggðaáætlunar við undirbúning hennar. Húnfylgist með framkvæmd þeirra þátta hennar semhenni er falið af Alþingi. Stjórn stofnunarinnarfylgist einnig með þeim svæðisbundnubyggðaáætlunum sem unnar hafa verið afByggðastofnun í samstarfi við heimaaðila ogstjórnin hefur samþykkt.

10. gr.Byggðastofnun getur átt aðild aðatvinnuþróunarfélögum á landsbyggðinni. Í slíkum

G U

MB

YG

AST

OFN

UN

34

97 félögum starfa sveitarfélög, samtök sveitarfélagaog launþega, atvinnufyrirtæki og aðrir aðilar semvilja taka þátt í og láta sig varða alhliða þróun ognýsköpun í atvinnulífi á viðkomandi svæði.

Um stærð félagssvæðis atvinnuþróunarfélagafer eftir aðstæðum í hverju héraði. StjórnByggðastofnunar veitir stuðning við stofnun ogrekstur atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni ágrundvelli umsókna frá þeim.

Byggðastofnun er heimilt að taka þátt íatvinnuþróunarfélögum og á fulltrúi hennar aðjafnaði sæti í stjórn þeirra.

11. gr.Byggðastofnun veitir að fenginni umsóknatvinnuþróunarfélaga styrki til verkefna á vegumþeirra á sviði þróunar og nýsköpunar í atvinnulífiá félagssvæðinu.

Byggðastofnun hefur samráð viðtæknistofnanir atvinnuvega, stofnlánasjóði, háskólaog aðra aðila sem vinna að hliðstæðum verkefnumog beitir sér fyrir samstarfi um stuðning viðframkvæmd þeirra verkefna sem hún meturstyrkhæf. Stjórn stofnunarinnar setur nánari reglurum þessar styrkveitingar.

Í hverju kjördæmi skal starfa a.m.k. einnatvinnuráðgjafi. Hlutverk hans er að stundaalmenna atvinnuráðgjöf á starfssvæði sínu. Komiðskal á nánu samstarfi við aðra aðila sem vinna aðráðgjafar- og leiðbeiningarstarfi í kjördæminu.Byggðastofnun tekur þátt í kostnaði við starfsemiatvinnuráðgjafa.

Atvinnuráðgjafar kjördæmanna skulu einnigvinna að samstarfi atvinnuþróunarfélaga innanviðkomandi kjördæmis og er heimilt að fela þeimframkvæmdastjórn þeirra ef um semst.

12. gr.Byggðastofnun veitir lán eða ábyrgðir í samræmivið hlutverk sitt, sbr. 2. gr. laga þessara. Veitinglána, ábyrgða og óafturkræfra framlaga skalbyggjast á umsóknum, nema verið sé að afstýraneyðarástandi í atvinnu- og byggðamálum.

Stjórn Byggðastofnunar ákveður lánakjörstofnunarinnar. Skal í því efni bæði höfð hliðsjónaf fjárhagsstöðu stofnunarinnar á hverjum tíma ogtilganginum með lánveitingum hennar.

13. gr.Byggðastofnun getur, í samræmi við hlutverk sitt,stuðlað að stofnun nýrra fyrirtækja samkvæmtákvörðun stjórnar stofnunarinnar.

14. gr.Með tilliti til hlutverks Byggðastofnunar, sbr. 2.gr. þessara laga, er stjórn stofnunarinnar heimilt aðákveða að stofnunin taki þátt í fjárfestingar- eðaþróunarfélögum. Þá skal stofnunin hafa samstarfvið fjárfestingarsjóði og lánastofnanir, eftir þvísem við á, um fyrirgreiðslu til verkefna semsamrýmast hlutverki hennar.

III. KAFLIÖnnur ákvæði.

15. gr.Forsætisráðherra skal gefa Alþingi árlega skýrsluum starfsemi stofnunarinnar.

Ársreikningum skal fylgja skrá yfir lánveitingarog óafturkræf framlög Byggðastofnunar.

16. gr.Byggðastofnun tekur við öllum eignumByggðasjóðs samkvæmt lögum nr. 97/1976, svoog skuldbindingum sjóðsins, við gildistöku lagaþessara.

17. gr.Tekjur Byggðastofnunar eru:1. Eignir Byggðasjóðs samkvæmt lögum nr. 97/

1976.2. Framlag úr ríkissjóði eins og ákveðið er í fjárlögum

hverju sinni.3. Fjármagnstekjur.

18. gr.Byggðastofnun er heimilt innan ramma lánsfjárlagaað taka lán til starfsemi sinnar innanlands eðaerlendis, annaðhvort í eigin nafni eða fyrirmilligöngu annarra aðila, þannig að ráðstöfunarféstofnunarinnar verði a.m.k. 0,5 af hundraðiþjóðarframleiðslu.

[19. gr.]

Fellt niður sbr. L. 39/1991, 3-4 gr. L. 90/1991, 90 gr.

20. gr.Handbært fé Byggðastofnunar skal geyma áreikningum í bönkum eða sparisjóðum samkvæmtákvörðun stjórnar Byggðastofnunar.

21. gr.Byggðastofnun er undanþegin öllum opinberumgjöldum og sköttum til ríkissjóðs eða sveitarsjóðaeða annarra stofnana.

22. gr.Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggðastofnunareru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fávitneskju um í starfi sínu og leynt skulu farasamkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðlimálsins. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

[23. gr.]

Fellt niður sbr. L. 39/1991, 3.-4. gr. L. 12/1986, 13. gr.

24. gr.Nánari ákvæði um skipulag Byggðastofnunar ogframkvæmd laga þessara má setja með reglugerð.

25. gr.Lög þessi öðlast gildi 1. október 1985.Með lögum þessum eru felldir úr gildi III. og VI.kafli laga nr. 97/1976, um Framkvæmdastofnunríkisins, og önnur ákvæði þeirra laga sem varðabyggðadeild Framkvæmdastofnunar ogByggðasjóð og verkefni Framkvæmdastofnunar ásviði byggðamála.

97

35

REG

LU

GER

Ð

REGLUGERÐ UMBYGGÐASTOFNUN

I. KAFLIHlutverk

1. gr.Byggðastofnun er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska

ríkisins og heyrir undir forsætisráðherra.

2. gr.Hlutverk Byggðastofnunar er að stuðla að

þjóðfélagslega hagkvæmri þróun byggðar í landinu.Aðgerðir hennar skulu miða að því að styrkja ogefla byggð í landinu, sem fái staðist til lengdar ogþar sem rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi ogþjónusta.

3. gr.Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í

landinu. Í starfi sínu skal stofnunin fylgja eftirstefnumarkandi áætlunum í byggðamálum, semAlþingi hefur samþykkt. Stofnunin getur gert eðalátið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífsí þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu íbyggðum landsins.

Í samræmi við hlutverk stofnunarinnar veitir húnlán eða annan fjárhagslegan stuðning í því skynimeðal annars að bæta aðstöðu til búsetu í einstökumbyggðarlögum og koma í veg fyrir að óæskilegbyggðaröskun eigi sér stað eða lífvænlegar byggðirfari í eyði.

II. KAFLIStjórn

4. gr.Stjórn Byggðastofnunar er skipuð 7 mönnum

kosnum hlutfallskosningu á Alþingi að afstöðnumalmennum þingkosningum. Kosnir skulujafnmargir varamenn. Forsætisráðherra skiparformann og varaformann úr hópi hinna þingkjörnustjórnarmanna. Formaður stjórnarinnar boðar hanatil fundar. Á stjórnarfundum ræður afl atkvæða.Forsætisráðherra ákveður þóknun stjórnarinnar.

5. gr.Verkefni stjórnar Byggðastofnunar eru meðal

annars þessi:1. Að ákveða starfsskipulag stofnunarinnar að því

leyti sem það er ekki gert í reglugerð þessari.2. Að ákveða starfsáætlun fyrir stofnunina til eins

árs í senn, þar á meðal hverjar byggðaáætlanirskuli gerðar á vegum hennar. Starfsáætlun skalendurskoða á árinu eftir því sem þurfa þykir.

3. Að ákveða rekstraráætlun fyrir stofnunina til einsárs í senn.

4. Að fjalla um allar byggðaáætlanir sem gerðar eruá vegum stofnunarinnar eða lagðar eru fyrirstjórnina til samþykktar, sbr. 9. gr. laga nr. 64/1985.

5. Að fjalla um skýrslur stofnunarinnar um starfsemihennar.

6. Að taka ákvarðanir um lántöku, sbr. 18. gr. laganr. 64/1985 og 3.-4. gr. laga nr. 39/1991.

7. Að setja reglur um lánakjör stofnunarinnar.8. Að taka ákvarðanir um veitingu lána og ábyrgða,

svo og óafturkræf framlög, sem stofnunin veitirí samræmi við lög og reglugerð þessa.

Í upphafi hvers árs skal stjórn Byggðastofnunar,að fenginni tillögu forstjóra, samþykkja áætlun umstarfsemi stofnunarinnar á viðkomandi ári. Áætlunþessi skal vera í þremur hlutum: Starfsáætlun,rekstraráætlun og heildarútlánaáætlun. Ofan-greindar áætlanir skulu sendar forsætisráðherra tilkynningar eigi síðar en 15. febrúar ár hvert.

Í starfsáætlun skal fjallað um þau verkefni semstjórn stofnunarinnar vill að unnið sé að og ekkiteljast til venjubundinna verka. Forstjóra er heimiltað ákveða að unnið sé að verkefnum sem ráðherraóskar eftir að stofnunin taki að sér fyrir ráðuneytisitt eða önnur ráðuneyti. Sérfræðiálit stofnunarinnarskulu unnin á ábyrgð forstjóra og viðkomandisérfræðinga, enda skal tekið fram að svo sé.

Í rekstraráætlun skal greina á milli lánastarfsemiog annarrar starfsemi stofnunarinnar. Þar skal komafram m.a. hvernig framlögum á fjárlögum og öðrumtekjum skal ráðstafað í rekstur stofnunarinnar,kostnaðarþátttöku vegna atvinnuráðgjafa, og íframlög til átaks- og þróunarverkefna. Í rekstrar-áætlun fyrir lánastarfsemi skulu koma fram áætlaðartekjur hennar, sem eru ávöxtun fjármuna ogsértekjur. Þar skulu einnig koma fram áætluð gjöld,sem eru sá hluti rekstrarútgjalda er aflánastarfseminni leiðir, auk nauðsynlegra framlagaí afskriftarreikning útlána vegna almennra lánaannars vegar og vegna áhættulána hins vegar. Meðáhættulánum er átt við lán með meiri áhættu envaxtamunur þeirra getur greitt.

Í heildarútlánaáætlun skal vera stefnumótun fyrirútlán, ábyrgðir, hlutafjárþátttöku og styrkveitingarstofnunarinnar. Í tillögunni skal móta stefnu um þálandshluta og atvinnugreinar sem stofnunin munbeina aðstoð sinni til á árinu. Þar skal m.a. komafram með hvaða hætti aðstoðin skal veitt, hvaðatilefni réttlæti aðstoð og með hvaða skilyrðumaðstoðin skuli veitt. Þar skulu einnig vera þærvinnureglur um veitingu aðstoðar sem þurfa þykja.Stefnumörkunin skal vera í samræmi viðstefnumarkandi áætlun í byggðamálum sem Alþingihefur samþykkt, sbr. 10. gr. þessarar reglugerðar.

6. gr.Stjórn Byggðastofnunar skal við afgreiðslu lána,

ábyrgða, óafturkræfra framlaga og aðrar ákvarðanirsínar gæta jafnræðis milli aðila sem eru í sömu eðasambærilegri aðstöðu. Þess skal sérstaklega gættað fyrirgreiðsla stofnunarinnar til fyrirtækja ogeinstaklinga raski ekki samkeppnisaðstöðu annarraatvinnufyrirtækja á landsbyggðinni.

36

97III. KAFLIForstjóri

7. gr.Forsætisráðherra skipar forstjóra Byggðastofn-

unar til fimm ára í senn til að annast daglega stjórnstofnunarinnar. Forstöðumaður fyrirtækjasviðsskal vera staðgengill forstjóra.

8. gr.Verkefni forstjóra Byggðastofnunar eru meðal

annars þessi:1. Að stjórna daglegum rekstri stofnunarinnar.2. Að gera tillögur til stjórnar um starfsskipulag

stofnunarinnar.3. Að gera tillögur til stjórnar um áætlanagerð á

vegum stofnunarinnar.4. Að gera tillögur um afgreiðslu á byggðaáætlunum

sem lagðar eru fyrir stjórn stofnunarinnar.5. Að gera tillögur um árlega heildarútlánaáætlun,

svo og tillögur um veitingu einstakra lána, ábyrgðaog óafturkræfra framlaga stofnunarinnar.

6. Að ráða stofnuninni starfsfólk innan rammafjárhagsáætlunar.

IV. KAFLISkipulag

9. gr.Starfsemi á aðalskrifstofu Byggðastofnunar skal,

auk skrifstofu forstjóra, skiptast í eftirtalin svið:a) Rekstrarsvið annast m.a. rekstur stofnunarinnar,

bókhald, útborganir og innheimtu lána, ásamtgerð rekstrar- og greiðsluáætlana.

b)Þróunarsvið annast m.a. úrvinnslu upplýsingaum þróun byggðar og hefur umsjón með gerðbyggðaáætlana, úttektum og öðru þróunarstarfi.Byggðastofnun skal heimilt að staðsetjaþróunarsvið stofnunarinnar utan aðalskrifstofuhennar.

c) Fyrirtækjasvið hefur m.a. umsjón með umsóknumum lán, gerð skuldabréfa, úttektum á fyrirtækjumog atvinnulífi og sérfræðiaðstoð vegna þess.

d)Lögfræðisvið annast m.a. lögfræðileg verkefni,innheimtu og yfirstjórn skjalagerðar.

Byggðastofnun skal heimilt að reka

svæðisskrifstofur auk aðalskrifstofu stofnunarinnarog skal stjórn stofnunarinnar ákveðasvæðaskiptingu á milli þeirra. Svæðisskrifstofurannast samskipti við íbúa á sínu starfssvæði ogsinna auk þess sérstökum verkefnum sem forstjórifelur þeim. Forstjóri Byggðastofnunar ræðurforstöðumann fyrir hvert starfssvið á aðalskrifstofuog svæðisskrifstofur stofnunarinnar.

V. KAFLIByggðaáætlanir

10. gr.Byggðastofnun gerir tillögu að stefnumótandi

áætlun í byggðamálum til fjögurra ára í senn ísamræmi við 8. gr. laga nr. 64/1985, sbr. lög nr. 39/1991. Forsætisráðherra leggur tillöguna fyrirAlþingi til afgreiðslu í formi þingsályktunar.

Í tillögunni skal koma fram stefna ríkisstjórnar íbyggðamálum og tengsl hennar við almenna stefnuí efnahags- og atvinnumálum, svo og við áætlanirá sviði opinberrar þjónustu í landinu.

Í því skyni kynnir forsætisráðherra Byggða-stofnun, þegar vinna að undirbúningi tillögunnarhefst, stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum ogá hvaða atriði lögð skuli áhersla við gerðáætlunarinnar.

Í forsendum tillögunnar gerir Byggðastofnungrein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar íeinstökum landshlutum og markmiðum semæskileg eru talin og þjóðhagslega hagkvæmt aðstefna að í þróun byggðar landsins í heild. Jafnframtskal í forsendum tillögunnar gerð úttekt á áhrifumþeirrar fjárhagslegu fyrirgreiðslu sem Byggða-stofnun hefur veitt, frá því að síðasta áætlun vargerð, á þróun byggðar í landinu.

Stefnumótandi áætlun í byggðamálum skal fjallaum þær aðgerðir í byggðamálum sem lagt er til aðríkisvaldið grípi til og hversu miklu fé þurfi aðveita til þeirra á hverju ári áætlunarinnar. Skal þarfjallað um aðgerðir sem Byggðastofnun og öðrumopinberum aðilum er ætlað að framkvæma.

Við gerð áætlunarinnar skal Byggðastofnun hafasamráð við ráðuneyti, Þjóðhagsstofnun,sveitarfélög og samtök þeirra og aðra aðila sem

Eigið fé ogafskriftasjóðurByggðastofnunar1985-1997.Verðlag í jan. 1998.

M. k

r.

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997

Eigið fé Byggðastofnunar

Afskriftareikningur útlána

97

37

þurfa þykir. Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnunog öðrum ríkisstofnunum eða sveitarfélögum errétt að veita Byggðastofnun þær upplýsingar semhún telur nauðsynlegar til slíkrar áætlunargerðar.

Samþykkta byggðaáætlun skal endurskoða átveggja ára fresti.

11. gr.Stjórn Byggðastofnunar fjallar um stefnumótandi

hluta byggðaáætlunar við undirbúning hennar. Húnfylgist með framkvæmd þeirra þátta hennar semAlþingi felur henni.

12. gr.Svæðisbundnar byggðaáætlanir skulu hafa að

geyma greinargerð um ástand og horfur í þróunbyggðar á viðkomandi svæði og markmiðum semæskileg eru talin með tilliti til þjóðhagslegrarhagkvæmni byggðar í landinu. Að jafnaði skalhver áætlun taka til svæðis sem telja másameiginlegt atvinnusvæði. Svæðisbundnarbyggðaáætlanir skulu gerðar til 4ra ára.

Í svæðisbundinni byggðaáætlun skal fjallað umþað hverjar af aðgerðum ríkisvaldsins íbyggðamálum koma til framkvæmda á viðkomandisvæði og hversu miklu fé ríki og heimaaðilarhyggjast veita til atvinnuþróunarstarfs.

Stjórn Byggðastofnunar tekur ákvörðun um hvaðasvæðisbundnu byggðaáætlanir skulu unnar á vegumstofnunarinnar og fylgist með gerð þeirra. Slíkarbyggðaáætlanir skulu vera í samræmi við og unnará grundvelli stefnumótandi áætlunar íbyggðamálum sem Alþingi hefur samþykkt.Jafnframt skal hverju sinni endurskoðafyrirliggjandi svæðisbundnar byggðaáætlanir meðhliðsjón af þeirri áætlun sem Alþingi hefursamþykkt.

Svæðisbundnar byggðaáætlanir skulu unnar ísamvinnu við sveitarstjórnir á viðkomandi svæðiog þau ráðuneyti sem við eiga. Í slíkri áætlun skalvera sameiginleg stefnumörkun og útfærsla ríkisog viðkomandi sveitarstjórna um opinberarframkvæmdir og skipulag opinberrar þjónustu ásvæðinu.

Áður en svæðisbundin byggðaáætlun hlýtursamþykki stjórnar Byggðastofnunar, skalsveitarstjórnum á viðkomandi svæði oghlutaðeigandi héraðsnefnd gefinn kostur á að fjallaum tillögu að áætluninni og skila athugasemdumsínum til stjórnar Byggðastofnunar.

Svæðisbundnar byggðaáætlanir, sem stjórnByggðastofnunar hefur samþykkt, skulu sendarforsætisráðherra sem kynnir þær ríkisstjórn ogAlþingi.

VI. KAFLIAtvinnuþróunarfélög

13. gr.Byggðastofnun getur átt aðild að atvinnuþróunar-

félögum á landsbyggðinni. Í slíkum félögum starfasveitarfélög, samtök sveitarfélaga og launþega,atvinnufyrirtæki og aðrir aðilar sem vilja taka þáttí og láta sig varða alhliða þróun og nýsköpun íatvinnulífi á viðkomandi svæði. Í þeim atvinnu-þróunarfélögum sem Byggðastofnun tekur þátt ískal fulltrúi hennar að jafnaði eiga sæti í stjórnþeirra.

Stærð félagssvæðis atvinnuþróunarfélaga fer eftiraðstæðum í hverju héraði. Stjórn Byggðastofnunarveitir stuðning við stofnun og reksturatvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni á grundvelliumsókna frá þeim.

14. gr.Byggðastofnun veitir, að fenginni umsókn

atvinnuþróunarfélaga, styrki til verkefna á vegumþeirra á sviði þróunar og nýsköpunar í atvinnulífiá félagssvæðinu.

Byggðastofnun hefur samráð við tæknistofnaniratvinnuvega, stofnlánasjóði, menntastofnanir ogaðra aðila sem vinna að hliðstæðum verkefnum ogbeitir sér fyrir samstarfi um stuðning viðframkvæmd þeirra verkefna sem hún meturstyrkhæf. Stjórn stofnunarinnar setur nánari reglurum þessar styrkveitingar.

Skipting ársverka áhöfuðborgarsvæðinu ogá landsbyggðinni 1995.Höfuðborgarsvæði Landsbyggð

Iðnaður

ÞjónustaSjávar-útvegur

LandbúnaðurLandbúnaður

Sjávarútvegur

Iðnaður

Þjónusta

38

97 VII. KAFLIAtvinnuráðgjafar

15. gr.Í hverju kjördæmi skal starfa a.m.k. einn

atvinnuráðgjafi. Hlutverk hans er að stunda almennaatvinnuráðgjöf á starfssvæði sínu.

Byggðastofnun skal hafa frumkvæði að því aðgert verði samkomulag um starf atvinnuráðgjafamilli sveitarfélaga, samtaka þeirra, félagavinnuveitenda og launþega og annarra aðila semrétt þykir að eigi aðild að starfi atvinnuráðgjafa íviðkomandi kjördæmi. Í þeim samningi skal kveðiðá um skiptingu kostnaðar af starfi atvinnuráðgjafa,starfsskyldur hans og stjórn og eftirlit með starfihans. Byggðastofnun skal að jafnaði greiða hlutakostnaðar við starf a.m.k. eins atvinnuráðgjafa íhverju kjördæmi, en auk þess veitir stofnuninfaglega ráðgjöf og aðstoðar atvinnuráðgjafa viðstörf þeirra.

Atvinnuráðgjafi skal hafa samstarf við aðra aðilasem vinna að ráðgjafar- og leiðbeiningarstarfi ásviði atvinnumála í kjördæminu.

Atvinnuráðgjafar kjördæmanna skulu einnigvinna að samstarfi atvinnuþróunarfélaga innanviðkomandi kjördæmis og er heimilt að fela þeimframkvæmdastjórn þeirra ef um semst.

VIII. KAFLILán og annar fjárhagslegur stuðningur

16. gr.Byggðastofnun veitir fjárhagslega fyrirgreiðslu í

samræmi við hlutverk sitt, skv. 2. og 3. gr. laga umByggðastofnun, nr. 64/1985, og byggðaáætlanir ergerðar hafa verið á grundvelli 8. gr. sömu laga, sbr.lög nr. 39/1991.

Fjárhagsleg fyrirgreiðsla skal byggjast áumsóknum, nema verið sé að afstýra neyðarástandií atvinnu- og byggðamálum.

Forstjóri skal sjá til þess að unnin sé skrifleggreinargerð vegna allra tillagna um afgreiðslueinstakra lánsumsókna, veitingu ábyrgða,hlutafjárframlaga og óafturkræfra framlaga, semteknar eru til afgreiðslu á stjórnarfundum. Þessargreinargerðir skulu sendar stjórnarmönnum fyrirstjórnarfundi. Forstjóri skal sjá til þess að erindisem berast stofnuninni einni viku fyrir stjórnarfundeða fyrr séu lögð fram til afgreiðslu á þeimstjórnarfundi.

Stjórn stofnunarinnar getur veitt forstjóra heimildtil að ákveða almennar lánveitingar að fjárhæð alltað 10 millj. kr. í hverju einstöku tilviki án þess aðfyrir liggi samþykki stjórnar. Ákvarðanir forstjóraskulu byggjast á almennum reglum sem stjórninsetur.

Styrkir skulu veittir til verkefna á sviði nýsköpunarí atvinnumálum og til byggðamála almennt.Byggðastofnun skal og skilgreina afmörkuðáherslusvið er njóti forgangs hvað styrkveitingarvarðar. Einstakar styrkveitingar til fyrirtækja ogeinstaklinga skulu vera að hámarki 4 millj. kr.

vegna eins og sama verkefnis á ári og skal ekkertverkefni njóta styrkja í lengri tíma en þrjú ár.Undanþegnir frá þessum fjárhæðarmörkum erustyrkir sem veittir eru á grundvelli ákvæðabúvörulaga.

Auglýsa skal eftir umsóknum um styrki og skalumsóknarfrestur vera a.m.k. 4 vikur. Í auglýsinguskal greina frá skilyrðum styrkhæfis, tilgreinaáherslusvið og hvaða gögnum beri að skila. Þá skalkoma fram hve há fjárhæð er til ráðstöfunar og áhvaða bili einstaka styrkir geta verið. Skuluauglýsingar birtast í a.m.k. einu dagblaði sem gefiðer út á landsvísu.

Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðumsem stofnunin lætur í té. Umsóknum skulu fylgjaviðeigandi gögn, svo sem greinargerð um fyrirhugaðverkefni, upplýsingar um fjárhagsstöðu og rekstrar-og kostnaðaráætlanir. Lögð skal áhersla á vandaðanundirbúning verkefna. Umsækjandi skal upplýsaum opinbera styrki og fjárhagsaðstoð sem hannhefur fengið á síðustu þremur árum.

Styrkjum skal úthluta einu sinni til tvisvar á ári.Umsóknarfrestur við vorúthlútun skal vera til 1.apríl og skal úthlutun lokið fyrir maílok. Ef fénuverður ekki öllu ráðstafað í þeirri úthlutun skalauglýsa aftur með umsóknarfresti til 1. október ogskal úthlutun lokið fyrir nóvemberlok.

Skuldbindandi styrkloforð skulu að jafnaði veitttil 6 mánaða í senn og skal þar tilgreina skilmálasem stofnunin setur fyrir greiðslu styrkfjár. Hafiverkefni ekki hafist innan þess tíma fellur hiðskuldbindandi loforð niður. Áður en til útborgunarkemur skulu umsækjendur skila greinargerð umframvindu verkefnisins.

Styrkir Byggðastofnunar til nýsköpunar- ogatvinnuþróunarverkefna skulu að jafnaði ekki verahærra en 40% af kostnaði, en lægri vegnafjárfestingar, sbr. 17. gr.

17. gr.Byggðastofnun er heimilt að veita fjárhagslega

aðstoð utan höfuðborgarsvæðisins. Meðhöfuðborgarsvæðinu er átt við eftirtalin sveitarfélög:Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Bessastaðahrepp,Kópavogskaupstað, Seltjarnarneskaupstað,Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Kjalarneshrepp ogKjósarhrepp.

Um veitingu fjárhagsaðstoðar Byggðastofnunartil atvinnurekstrar gilda ákvæði samningsins umEvrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Meðfjárhagsaðstoð er átt við hvers konar aðstoð eðaívilnun og í hvaða formi sem er.

Aðstoð sem fellur undir c-lið 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins vegna fjárfestinga skal ekki nemahærri fjárhæð en svarar til 17%, að teknu tilliti tiltekjuskatts, af upphaflegum stofnkostnaði vegnastarfsstöðvar eða breytinga á henni. Til viðbótar erheimilt að veita smáum og meðalstórum fyrirtækjumaðstoð er svarar til allt að 10% af sömu kostnaðar-þáttum, sbr. skilgreiningu 10.2 í leiðbeiningar-reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisaðstoð.Reglurnar eru birtar í EES-viðbæti við stjórnar-

97

39

tíðindi EB. Framangreindir hundraðshlutar eruhámarksviðmiðanir fyrir alla opinberafjárhagsaðstoð til sama verkefnis.

Við útreikning og mat á veittri aðstoð skal miðavið þá ávöxtun sem fengist hefði við eðlilegarmarkaðsaðstæður hverju sinni.

18. gr.Stjórn Byggðastofnunar ákveður lánakjör

stofnunarinnar. Skal í því efni bæði höfð hliðsjónaf fjárhagsstöðu stofnunarinnar á hverjum tíma ogtilganginum með lánveitingum hennar, sbr. nánarákvæði 22.-23. gr. reglugerðar þessarar.

Óheimilt er að gefa eftir veitt lán, þ.m.t. áhættulán.Frá þessu má þó gera undantekningar þegarsérstakar aðstæður mæla með, svo sem þegar láneru ekki með haldbærum tryggingum og þaðsamræmist innheimtuhagsmunum stofnunarinnar.Leita skal umsagnar Ríkisendurskoðunar áður eneinstök lán eru gefin eftir.

19. gr.Byggðastofnun getur, í samræmi við hlutverk

sitt, stuðlað að stofnun nýrra fyrirtækja samkvæmtákvörðun stjórnar stofnunarinnar. Þegar fyrir liggursvæðisbundin byggðaáætlun samþykkt af stjórnstofnunarinnar eða stefnumótandi byggðaáætlunsamþykkt af Alþingi skal hafa hliðsjón af þeimvarðandi stofnun nýrra fyrirtækja.

Til að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja geturByggðastofnun veitt aðstoð og ráðgjöf viðundirbúning, svo og veitt lán, ábyrgðir og óafturkræfframlög. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla Byggðastofnunarskal miðast við að stofnunin sé ekki sjálf beinnþátttakandi í atvinnurekstri. Byggðastofnun er þóheimilt að taka þátt í félagi með hlutafjárframlagieða öðrum stofnframlögum, sem eigandi, ef um erað ræða eignarhalds-, fjárfestingar- eðaþróunarfélag, þ.m.t. atvinnuþróunarfélög, sbr. 10.gr. laga nr. 64/1985, sbr. lög nr. 39/1991, meðsíðari breytingum.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er Byggðastofnun ávalltheimilt að verja kröfur sínar með því að breytaþeim í hlutafé, enda sé það gert við nauðasamninga,sem fram fari samkvæmt lögum um gjaldþrotaskiptio.fl., nr. 21/1991. Þá er Byggðstofnun heimilt aðbreyta fullnustueignum í hlutafé þegar það er taliðvera fjárhagslega hagkvæmasta leiðin til að verjainnheimtuhagsmuni stofnunarinnar.

Bjóða skal til sölu á almennum markaði þauhlutabréf sem Byggðastofnun á og skal við þaðmiðað að hlutabréfin séu auglýst til sölu eigi sjaldnaren einu sinni á ári. Heimilt er einnig að setja bréfiní sölu á viðurkenndum hlutabréfamarkaði.

Ákvæði þessarar greinar taka ekki tilhlutafjáreignar Byggðastofnunar í eignarhalds-,fjárfestingar- og þróunarfélögum, þ.m.t.atvinnuþróunarfélögum, en stjórn Byggðastofnunarer heimilt að selja hlutabréf stofnunarinnar í slíkumfélögum.

20. gr.Með tilliti til hlutverks Byggðastofnunar, sbr. 2.

gr. laga nr. 64/1985, er stjórn stofnunarinnar heimiltað ákveða að stofnunin taki þátt í eignarhalds-,fjárfestingar- og þróunarfélögum með allt að 40%eignaraðild. Skilyrði slíkrar aðildar er aðfagfjárfestar, fyrirtæki í einkaeigu og einstaklingareigi a.m.k. 20% hlutafjár í slíkum félögum. Þá skalstofnunin hafa samstarf við fjárfestingarsjóði oglánastofnanir, eftir því sem við á, um fyrirgreiðslutil verkefna sem samrýmast hlutverki hennar.

IX. KAFLIÖnnur ákvæði

21. gr.Forsætisráðherra skal gefa Alþingi árlega skýrslu

um starfsemi stofnunarinnar. Í skýrslunni skalm.a. gerð grein fyrir þeim byggðaáætlunum semunnið hefur verið að hjá Byggðastofnun á liðnu áriog hlotið hafa samþykki, auk framkvæmdar á þeimbyggðaáætlunum sem í gildi eru.

Ársreikningum skal fylgja skrá yfir lánveitingarog óafturkræf framlög Byggðastofnunar.

22. gr.Tekjur Byggðastofnunar eru eftirfarandi:

1.Tekjur af eignum Byggðasjóðs samkvæmt lögumnr. 97/1976.

2.Framlag úr ríkissjóði eins og ákveðið er í fjárlögumhverju sinni.

3.Vaxta- og fjármagnstekjur.4.Aðrar tekjur.

Byggðastofnun skal varðveita raungildi eigin fjársíns. Eignir og tekjur Byggðastofnunar skuluhverju sinni hrökkva til að greiða fjárskuldbindingarstofnunarinnar. Útgjöld stofnunarinnar, aðmeðtöldum framlögum á afskriftareikning vegnaáhættu í lánveitingum, ábyrgðum og hlutafjár-þátttöku, skulu takmarkast við þau framlög semhún fær á fjárlögum hverju sinni, að viðbættriþeirri ávöxtun sem hún hefur af fjármunum sínumog öðrum tekjum.

Byggðastofnun skal mynda afskriftareikningútlána er sýni á hverjum tíma þá áhættu sem tekinhefur verið og fólgin er í útlánum stofnunarinnar.Jafnhraðan og ákvarðanir eru teknar umlánveitingar, ábyrgðir og hlutafjárþátttöku skaltaka tillit til þeirrar áhættu sem af þeim leiðir meðframlagi í afskriftareikning. Forstjóri stofnunarinnarskal leggja mat á áhættuna í hverju tilviki fyrir sig.Á hverju ári skal ekki tekin meiri áhætta samtals ensamsvarar þeirri fjárhæð sem talið er mögulegt aðleggja í afskriftareikning samkvæmt rekstraráætlun,sbr. 5. gr. þessarar reglugerðar.

Árleg framlög í afskriftareikning vegnaáhættulána skulu takmarkast við 8% af eigin-fjárstöðu í upphafi árs. Áhætta í einstökumlánveitingum skal ekki fara yfir 50% í hverjutilviki, nema verið sé að vinna gegn yfirvofandiröskun byggðar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 64/1985.

Við gerð ársreiknings fyrir stofnunina skalRíkisendurskoðun leggja mat á stöðu útlána og

40

97 áhættufjármuna stofnunarinnar í samræmi við góðarreikningsskilaaðferðir. Telji hún aðafskriftareikningurinn sýni ekki þá áhættu semfólgin er í útlánum stofnunarinnar skal hún mælafyrir um viðbótarframlag sem nægir til þess aðefnahagsreikningurinn gefi glögga mynd af stöðuútlána og annarra áhættufjármuna.

23. gr.Byggðastofnun er heimilt innan ramma fjárlaga

að taka lán til starfsemi sinnar innanlands eðaerlendis, annaðhvort í eigin nafni eða fyrirmilligöngu annarra aðila, þannig að ráðstöfunarféstofnunarinnar verði a.m.k. 0,5 af hundraðiþjóðarframleiðslu. Við undirbúning fjárlaga skalByggðastofnun leggja fram tillögu umlánsfjárheimild ásamt sundurliðun á því til hvaðaverkefna eigi að verja fénu.

24. gr.Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggða-

stofnunar eru bundnir þagnarskyldu um atriði semþeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu farasamkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðlimálsins. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

25. gr.Stjórnarmaður skal ekki taka þátt í meðferð máls

er varðar fyrirtæki ef hann situr í stjórn þess eða erstarfsmaður þess. Hann skal einnig víkja ef hann er

verulega fjárhagslega háður fyrirtæki vegnaeignaraðildar, viðskipta eða af öðrum ástæðum.Sama gildir um þátttöku stjórnarmanns í meðferðmáls er varðar aðila sem eru honum svo persónulegatengdir að hætta sé á að hann fái ekki litið hlutlaustá málið. Við upphaf stjórnarsetu ber stjórnarmanniað leggja fram yfirlit yfir þau fyrirtæki sem hanntelur að svo sé ástatt um að hann geti ekki tekið þáttí afgreiðslu á málefnum þeirra. Hann skal einnigtilkynna ef breytingar verða á högum hans að þessuleyti.

26. gr.Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 24.

gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, sbr. 3.-4.gr. laga nr. 39/1991, svo og með vísan til 61. gr.samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 1.mgr. 2. gr. laga nr. 2/1993, um lagagildi samningsinshér á landi.

Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu. Viðgildistöku hennar fellur brott reglugerð nr. 51/1992, um sama efni, sbr. breytingar á þeirrireglugerð nr. 290/1994 og nr. 153/1995.

Forsætisráðuneytinu, 8. maí 1998.

Davíð Oddsson

Guðmundur Árnason