76
ðvavirkni aftanlæris- og kálfatvíhöfðavöðva hjá íþróttafólki eftir fremra krossbandsslit ðvarafritsmæling samanburðarhóps og rannsóknarhóps við framkvæmd Nordic hamstring- og TRX aftanlærisæfinga Bjartmar Birnir Garðar Guðnason Stefán Magni Árnason Tómas Emil Guðmundsson Hansen Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Námsbraut í sjúkraþjálfun

Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Vöðvavirkni aftanlæris- og kálfatvíhöfðavöðva hjá íþróttafólki eftir fremra krossbandsslit

Vöðvarafritsmæling samanburðarhóps og rannsóknarhóps við framkvæmd Nordic hamstring- og TRX

aftanlærisæfinga

Bjartmar Birnir Garðar Guðnason

Stefán Magni Árnason Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands

Heilbrigðisvísindasvið Námsbraut í sjúkraþjálfun

Page 2: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen
Page 3: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Vöðvavirkni aftanlæris- og kálfatvíhöfðavöðva hjá íþróttafólki

eftir fremra krossbandsslit Vöðvarafritsmæling samanburðarhóps og rannsóknarhóps við

framkvæmd Nordic hamstring- og TRX aftanlærisæfinga

Bjartmar Birnir

Garðar Guðnason

Stefán Magni Árnason

Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í Sjúkraþjálfun

Leiðbeinandi: Dr. Kristín Briem

Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2012

Page 4: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun og er

óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa

© Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason, Tómas Emil

Guðmundsson Hansen 2012

Prentun: Háskólaprent ehf.

Reykjavík, Ísland 2012

Page 5: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

I

Vöðvavirkni aftanlæris- og tvíhöfðavöðva hjá íþróttafólki eftir fremra krossbandsslit

Vöðvarafritsmæling rannsóknar- og samanburðarhóps við framkvæmd

Nordic hamstring- og TRX aftanlærisæfinga

Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil

Guðmundsson Hansen

Leiðbeinandi: Dr. Kristín Briem

Ágrip Deilt hefur verið um áhrif þess að taka hluta af hálfsinungsvöðva við endurgerð

fremra krossbands á starfsemi vöðvans. Styrkur beygjuvöðva hnéliðar hefur verið

töluvert rannsakaður eftir aðgerð en aftur á móti hefur sértæk virkni vöðvanna lítið

verið skoðuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni þeirra vöðvahópa

sem koma að beygju hnéliðar við starfrænar hreyfingar hjá íþróttamönnum sem hafa

fengið aftanlæris ígræðslu (HG) eftir fremra krossbandsslit. Átján knattspyrnumenn

með HG ígræðslu eftir fremra krossbandsslit (rannsóknarhópur (RH); tími frá sliti 1-6

ár) og 18 aðrir sem ekki höfðu slitið (samanburðarhópur (SH)) tóku þátt í

rannsókninni. Allir gengust undir vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum við

framkvæmd Nordic-hamstring (NH) og TRX aftanlæris æfinga. Fjórir vöðvar voru

mældir á hvorum fæti (miðlægur/hliðlægur hamstrings, miðlægur/hliðlægur

kálfatvíhöfði) og söfnunartíðni 1600 Hz. Merkið var síað og kvarðað með því merki

sem fékkst við hámarks ísómetrískan samdrátt (MIVC), og fjölþátta dreifnigreining

(ANOVA) var notuð við tölfræðigreiningu gagna. Marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu,

milli hópa (p<0,05), fundust á vöðvavirkni miðlægs- og hliðlægs aftanlærisvöðva og

hliðlægs kálfatvíhöfðavöðva. Vöðvavirkni var svipuð milli fótleggja í báðum æfingum

hjá SH, á meðan merkið minnkaði milli æfinga skornu megin, en jókst hinum megin

hjá RH. Marktæk víxlhrif útlims og hlutfallslegrar vöðvavirkni hliðlægs aftanlæris-

/kálfatvíhöfðavöðva, milli hópa, fundust einnig (p<0,05). Hlutfall vöðvavirkni var

svipað milli fótleggja SH (aftanlæris->kálfatvíhöfðavöðva), á meðan vöðvavirkni

hamstrings var minni en hjá kálfatvíhöfðavöðva áverkamegin, en meiri hinum megin

hjá RH. Munur á vöðvavirkni RH og SH bendir til þess að breyting verði á vöðvavirkni

beygjuvöðva í hné eftir fremra krossbandsslit. Óljóst er hvort það tengist

krossbandsáverkanum sjálfum, eða gerist í kjölfar þess áverka sem hálfsinungsvöðvi

verður fyrir við endurgerð krossbandsins.

Page 6: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

II

Muscle activity in hamstring and gastrocnemius muscles in athletes after anterior cruciate ligament tear

Electromyographical measurment on control and comparison group carrying

out Nordic hamstring- and TRX hamstring exercises

Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil

Guðmundsson Hansen

Instructor: Dr. Kristín Briem

Abstract The impact of taking part of the semitendinousus muscle and using it to reconstruct

the anterior cruciate ligament (ACL) has been disputed. The strength of the knee

flexor muscles has been considerably studied after surgery; however, the specific

muscle function has not. The purpose of this study was to assess the muscular

activity of the muscle groups involved during knee flexion in functional movements of

athletes who have had hamstrings-graft (HG) after ACL tear. 18 football players in

the Icelandic men‘s and women‘s top divisions with HG (time from tear 1-6 years)

and 18 healthy controls, matched for gender and BMI, participated. All underwent

surface electromyographical recordings (SEMG) when carrying out two exercises;

the „Nordic-hamstring“ exercise and a hamstrings exercise with TRX-straps.

Activation of four muscles was monitored bilaterally (medial/lateral hamstrings,

medial/lateral m. gastrocnemius) with a sampling frequency of 1600 Hz. The signal

was filtered and normalized to the signal obtained during maximum voluntary

isometric contractions (MVIC), and ANOVA was used for statistical data analysis. A

significant 3-way interaction for limb and exercise, between groups (p<0,05), was

found in the muscle function of the medial hamstrings, lateral hamstrings, and lateral

gastrocnemius. Inter-limb muscle function was similar in both exercises of the control

group, while the muscle function decreased between exercises on the injured leg but

increased on the uninjured leg within the research group. A significant cross-limb

effects and relative muscle activity of lateral hamstrings/gastrocnemius was also

found between groups (p<0,05) in the TRX exercise. The proportion of muscle

activity in both limbs was similar in the comparison group (hamstrings>gastrocs),

while this was reversed (gastrocs>hamstrings) on the injury side, but not on the

uninjured side of the research group. The observed group differences in muscle

activity suggest that after ACL injury, changes in muscle function occur. It is unclear

Page 7: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

III

whether this relates to the ACL injury per se, or results from an injury to the

semitendinosus when reconstructing the ligament.

Page 8: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

IV

Þakkir

Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis okkar til

B.Sc. gráðu við Námsbraut sjúkraþjálfunar á heilbrigðisvísindasviði Háskóla

Íslands:

Dr. Kristín Briem, dósent við Námsbraut sjúkraþjálfunar fyrir umsjón með

verkefninu, ómældrar aðstoðar og yfirlestur.

Dr. Þórarinn Sveinsson dósent í lífeðlisfræði við Námsbraut sjúkraþjálfunar,

fyrir hjálp með tölfræðiúrvinnslu.

Dr. Árni Árnason dósent við Námsbraut sjúkraþjálfunar fyrir ráðleggingar og

aðstoð.

Þorsteinn Eyþórsson, fyrir myndvinnslu.

Hreysti ehf, fyrir lán á TRX böndum.

Snædís Valsdóttir, fyrir yfirlestur.

Ragnhildur Magnúsdóttir, fyrir yfirlestur.

Þátttakendum og þjálfurum liðanna fyrir þátttöku, samstarf og gefa sér tíma

í þágu vísinda.

Að lokum viljum við þakka fjölskyldum okkar fyrir ómældan stuðning og

þolinmæði við gerð á þessari rannsókn.

Page 9: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

V

Efnisyfirlit 1. Inngangur ................................................................................................................. 1

2. Fræðilegur kafli ........................................................................................................ 2

2.1 Líffærafræði ........................................................................................................ 2

2.1.1 Hnéliður ....................................................................................................... 2

2.1.2 Liðbönd og liðumbúnaður ............................................................................ 2

2.1.3 Helstu vöðvar og festur aftanlæris- og kálfavöðva ....................................... 4

2.1.4 Vöðvaþræðir ................................................................................................ 5

2.1.5 Vöðvasamdráttur ......................................................................................... 5

2.2 Krossbandsslit .................................................................................................... 6

2.2.1 Annar skaði við krossbandsslit .................................................................... 7

2.2.2 Áhættuþættir krossbandsslits ...................................................................... 7

2.2.3 Stefnubreytingar og lending á öðrum fæti .................................................... 8

2.2.4 Kynbundinn munur ....................................................................................... 8

2.3 Krossbandsaðgerðir ......................................................................................... 10

2.3.1 Vandamál eftir aðgerð ............................................................................... 11

2.4 Endurhæfing við krossbandsslit ....................................................................... 11

2.5 Snúið aftur til keppni ......................................................................................... 13

2.6 Yfirborðs vöðvarafrit ......................................................................................... 14

2.6.1 Mæling merkis ........................................................................................... 15

2.6.2 Síun merkis ................................................................................................ 16

2.6.3 Skörun merkis ............................................................................................ 16

2.6.4 Kvörðun merkis .......................................................................................... 16

3. Tilgangur og tilgátur rannsóknar ............................................................................ 17

4. Aðferð .................................................................................................................... 18

4.1 Þátttakendur ..................................................................................................... 18

4.2 Mælingar .......................................................................................................... 18

4.2.1 Undirbúningur og stöðlun mælinga ............................................................ 19

4.2.2 Gæði merkis og MVIC ............................................................................... 20

4.2.3. Hlutverk rannsakenda ............................................................................... 20

4.3 Framkvæmd NH ............................................................................................... 21

4.4 Framkvæmd hnéréttu í TRX-böndum ............................................................... 22

4.5 Tölfræði og úrvinnsla vöðvarafritsmælinga ...................................................... 23

5. Niðurstaða .............................................................................................................. 25

Page 10: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

VI

5.1 Þátttakendur ..................................................................................................... 25

6. Umræður ................................................................................................................ 34

6.1 Samanburðarhópur .......................................................................................... 34

6.2 Rannsóknarhópur ............................................................................................. 34

6.3 Munur milli hópa ............................................................................................... 37

6.4 Munur á heildaðri vöðvavirkni milli aftanlærisvöðva og kálfatvíhöfða ............... 37

6.5 Val á æfingum .................................................................................................. 38

6.6 Ályktun .............................................................................................................. 38

6.7 Annmarkar rannsóknar ..................................................................................... 39

6.8 Framtíðarrannsóknir ......................................................................................... 39

7. Lokaorð .................................................................................................................. 41

Heimildarskrá ............................................................................................................. 42

Myndaheimildaskrá .................................................................................................... 54

Viðauki I ..................................................................................................................... 55

Samþykki þjálfara ................................................................................................... 55

Viðauki II .................................................................................................................... 56

Upplýsingablað til þátttakenda rannsóknarinnar .................................................... 56

Viðauki III ................................................................................................................... 58

Spurningalisti til þátttakenda .................................................................................. 58

Viðauki IV ................................................................................................................... 59

Upplýst samþykki þátttakenda ................................................................................ 59

Viðauki V .................................................................................................................... 60

Endurhæfingaáætlun .............................................................................................. 60

Viðauki VI ................................................................................................................... 61

Færnipróf ................................................................................................................ 61

Page 11: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

VII

Töfluskrá Tafla 1 Fjöldi leikmanna og kyn, meðalaldur, -hæð, -þyngd og -BMI ............. 25

Tafla 2 Meðalaldur, -hæð, -þyngd og BMI SH- og RH ................................... 25

Tafla 3 Tíðni og hlutfall fremra krossbandaslita eftir deildum. ........................ 26

Tafla 4 Meðaltöl ríkjandi og víkjandi fóta eftir vöðvum. .................................. 27

Tafla 5 Meðaltöl ríkjandi og víkjandi fóta eftir vöðvum ................................... 27

Page 12: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

VIII

Myndaskrá Mynd 1 Liðbönd og liðþófar í hnélið ................................................................. 3

Mynd 2 Aftanlærisvöðvar ................................................................................. 4

Mynd 3 Vöðvauppbygging ................................................................................ 5

Mynd 4 Slitið fremra krossband ........................................................................ 6

Mynd 5 Snúningur við stefnubreytingu ............................................................. 8

Mynd 6 TRX® bönd ........................................................................................ 19

Mynd 7 KinePro® elektróður .......................................................................... 19

Mynd 8 Staðsetningar elektróða .................................................................... 19

Mynd 9 Upphafsstaða NH æfingar ................................................................. 21

Mynd 10 Framfall í NH æfingu ....................................................................... 21

Mynd 11 Lokastaða NH æfingar .................................................................... 21

Mynd 12 Upphafsstaða TRX æfingar ............................................................. 22

Mynd 13 Hljóðmerki 1 & 3 í TRX æfingu ........................................................ 22

Mynd 14 Hljóðmerki 2 í TRX æfingu .............................................................. 23

Mynd 15 Meðaltímalengd (SD) hópa við framvkæmd NH æfingar. ............... 26

Mynd 16 Hámarks vöðvarafrit; miðlæga hluta aftanlærisvöðva, RH .............. 28

Mynd 17 Hámarks vöðvarafrit; miðlæga hluta aftanlærisvöðva, SH. ............. 28

Mynd 18 Hámarks vöðvarafrit; hliðlægur hluti aftanlærisvöðva, RH. ............. 29

Mynd 19 Hámarks vöðvarafrit; hliðlægur hluti aftanlærisvöðva, SH. ............. 29

Mynd 20 Heildað vöðvarafrit; hliðlægur hluti kálfatvíhöfða og hliðlægur hluti

aftanlærisvöðva,TRX æfingar. ....................................................................... 30

Mynd 21 Heildað vöðvarafrit; hliðlægur hluti kálfatvíhöfða og hliðlægur hluti

aftanlærisvöðva, TRX æfingar ....................................................................... 31

Mynd 23 Hámarks rafritsafrit; miðlægur hluti kálfatvíhöfða, SH. .................... 32

Mynd 22 Hámarks rafritsafrit; miðlægur hluti kálfatvíhöfða, RH. .................... 32

Page 13: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

IX

Orðalisti

Skammstafanir

Art. ..................................................... Articulatio

BPBG ................................................. Bone patellar bone graft

HG ...................................................... Hamstring graft

Lig. ..................................................... Ligamentum

NH ...................................................... Nordic hamstring

MVIC .................................................. Maximal voluntary isometric contraction

Ensk og latnesk orð

Ambient noise .................................. Umhverfissuðbylgjur

Amplifier ........................................... Magnari

ANOVA .............................................. Fjölþátta dreifnigreining

Agonisti ............................................. Gerandvöðvi

Antagonisti ....................................... Mótvöðvi

Art. Femuropatellaris ....................... Hnéskeljar- og lærleggsliður

Axial plan .......................................... Áslæg slétta

Between groups variable ................ Milli hópa

Biofeedback ...................................... Lífsvörun

Bursae ............................................... Hálabelgur

Capsula fibrosa ................................ Bandvefshimna

Caput breve ...................................... Skammhöfuð

Caput longum ................................... Langhöfuð

Chi-square ........................................ Kí-kvaðrat

Condylus ........................................... Hnúi

Consentric ........................................ Yfirvinnandi

Cross talk .......................................... Skörun merkis

Eccentric ........................................... Eftirgefandi

Femoris ............................................. Lærleggur

Fibroblasts ........................................ Trefjakímfrumum

Fibrocartilagionus ............................ Trefjabrjósk

Hamstring ......................................... Aftanlærisvöðvar

High-pass filter ................................. Hápassassíu

Hop test ............................................. Stökk próf

Insertio .............................................. Hald

Page 14: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

X

Intercondylar notch ......................... Millihnjótabil

Intergrate .......................................... Samþætta

Lateral ............................................... Hliðlægt

Lateral tibia plateau ......................... Hliðlæg sléttu sköflungs

Laxity ................................................. Óstöðugleiki

Lig. Collaterale ................................. Hliðarband

Lig.cruciata genus anterior ............. Fremra krossband

Lig.cruciata genus posterior ........... Aftara krossband

Lig.transversum genus ................... Þverband hnés

Low pass filter .................................. Lágpassasíun

M. biceps femoris ............................. Lærtvíhöfði

M. gastrocnemius ............................ Kálfatvíhöfði

M. gracilis ......................................... Rengluvöðvi

M. quadriceps femoris ..................... Framanlærvöðvi

M. semimembranosus ..................... Hálfhimnuvöðvi

M. semitendinosus ........................... Hálfsinungsvöðvi

M. soleus ........................................... Sólarvöðvi

M. vastus laterlis .............................. Hliðlægur framanlærisvöðvi

M.gluteus .......................................... Þjóvöðvi

Medius/Mediale ................................ Miðlægt

Membrana synoviale ........................ Hálahimna

Menisci .............................................. Liðþófar

N.fibularis communis ...................... Dálkssamtaug

N.ischiadicus .................................... Settaug

N.tibialis ............................................ Sköflungstaug

Noise ................................................. Suðbylgja

Origo ................................................. Upptök

Os calcaneus .................................... Hælbein

Patellae ............................................. Hnéskel

Peak force production ..................... Tímasetningu hámarkskrafts

Pes anserinus ................................... Gæsarfótur

Plyometric ......................................... Fjölstöðuvinna

Post-hoc ............................................ Eftirápróf

Prime mover ..................................... Aðalhreyfivöðvi

Propriception .................................... Stöðuskyni

Rami musculares ............................. Vöðvagreinar

Raw EMG signal ............................... Hrátt merki

Page 15: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

XI

Rectify ............................................... Afriða

Retinaculum ..................................... Hnéskeljarstag

Sagittal plane .................................... Þykktarplan

Somatic neuron ................................ Mótortaug

Stratum fibrosum ............................. Trefjalagi

Surface EMG ..................................... Yfirborðsvöðvarafrit

Symphysis pubis ............................. Klyftarsambryskju

Synergist ........................................... Samverkandivöðvi

Tests of within subjects .................. Milli- og innan hópa

Tibiae ................................................. Sköflungur

Torque ............................................... Kraftvægi

Transducer noise ............................. Orkubreytissuðbylgjur

Tuber ischiadicum ........................... Setbeinshnjóskur

Valgus ............................................... Kið

Voltage potential .............................. Boðspenna

Page 16: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

1

1. Inngangur Fremra krossbandsslit eru algeng og erfið meiðsli sem setja oft stórt strik í feril

íþróttamanna. Samkvæmt rannsókn Myklebust, Maehlum, Engebretsen, Strand og

Solheim (1997) á 3392 handknattleiksmönnum í efstu þremur deildum karla og

kvenna í Noregi voru skráð 93 krossbandsslit og voru þar af 87 þeirra slit á fremra

krossbandi. Krossbandsslit eru algeng í íþróttum sem fela í sér stökk og

stefnubreytingar og er tíðni þeirra hærri á meðal kvenna. Ýmsar tilgátur hafa verið

settar fram um aukna áhættu kvenna á fremra krossbandssliti t.d. líffræðilegir þættir,

hormónastarfsemi og taugavöðvastjórnun (Cooper, Morris og Arendt, 2010). Í Noregi

á árunum 2004 - 2007 var algengi fremri krossbandsslita 85 á hverju 100.000 íbúa

og var knattspyrna algengasti orsakavaldurinn (Granan, Forssblad, Lind og

Engebretsen, 2009).

Slit á fremra krossbandi er sjaldan einangraður áverki þar sem nærliggjandi

vefir líkt og hnéskel, sköflungur,liðþófar og önnur liðbönd geta orðið fyrir skaða. Líkur

á slitgigt í hné eftir krossbandsáverka aukast þegar fram líða stundir (Silvers og

Mandelbaum, 2011).

Í Skandinavíu er HG ígræðsla algengasta skurðaðgerðin við endurbyggingu

fremra krossbands þar sem vefur úr sinum hálfsinungsvöðva og rengluvöðva eru

notaður (Granan ofl. 2009; Papandrea ofl. 2000). Li o.fl. (2011) greindu frá því að

tilgangur krossbandaaðgerða er að auka stöðugleika hnéliðar og bæta færni. Deilt

hefur verið um áhrif þess að taka hluta af hálfssinungsvöðva og rengluvöðva við

endurgerð fremra krossbands á starfsemi vöðvans (Wittstein, Wilson og Moorman Iii,

2006). Flestir íþróttamenn sem vilja snúa aftur til keppni fara í krossbandaaðgerð eftir

slíkan skaða þar sem slitnu krossbandi er skipt út fyrir nýtt krossband.

Íþróttamönnum er ráðlagt að snúa ekki aftur til keppni í sína íþrótt fyrr en eftir sex til

tólf mánuði eftir aðgerð (Ardern, Webster, Taylor og Feller, 2011).

Styrkur beygjuvöðva hnéliðar hefur verið töluvert rannsakaður eftir aðgerð en

aftur á móti hefur sértæk virkni vöðvanna lítið verið skoðuð. Tilgangur þessarar

rannsóknar var því að kanna vöðvavirkni aftanlærisvöðva og kálfatvíhöfða með

vöðvarafritsmælingu (surface electromyography (sEMG)) hjá 38 knattspyrnumönnum

í efstu deildum karla og kvenna og 1. deild karla sem hafði slitið fremra krossband og

gengist undir HG ígræðslu borið saman við einstaklinga sem ekki höfðu slitið fremra

krossband. Vöðvavirknin var mæld við framkvæmd tveggja mismunandi æfinga,

Nordic hamstring og TRX aftanlærisvöðva æfingu.

Page 17: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

2

2. Fræðilegur kafli

2.1 Líffærafræði

2.1.1 Hnéliður Hnéliður styður líkamann í uppréttri stöðu, göngu og framkvæmd flókinna hreyfinga

ásamt ökkla- og mjaðmarlið. Hnéliður samanstendur af tveimur liðum; lærleggs og

sköflungs liði (art. femurotibialis) og hnéskeljar og lærleggs liði (art. femuropatellaris).

Beingrunnur hnéliðar samanstendur af hnúum lærleggs (lat. condyli femoris),

nærenda sköflungsbeins (tibiae) og hnéskel (patellae). Ofan á sköflungsbeini liggja

hálfmánalaga liðþófar (menisci) (Cooper o.fl., 2010; Drake, Vogl og Mitchell, 2005;

Magee, 2008; Snyder-Macker og Lewick, 2005).

Hreyfing um liðinn fer að mestu leyti fram í þykktarplani (sagittal plane) og

algengt er að hreyfing nái 135° beygju, 15° yfirréttu, miðlægur snúningur sköflungs á

lærlegg án þunga sé 20-30° og hliðlægur snúningur 30-40°. Vegna hreyfanleika

hnéliðar og álags sem hann verður fyrir þarfnast hann mikils stöðugleika og styrks

sem kemur frá nálægum liðböndum, vöðvum og liðþófum (Drake o.fl., 2005; Magee,

2008; Snyder-Macker og Lewick, 2005).

2.1.2 Liðbönd og liðumbúnaður Liðbönd líkamans eru mynduð úr kollegeni, frumum og próteoglycani. Kollagenþræðir

liðbanda liggja samsíða, spírallaga og á ská. Uppröðun legu kollagenþráða fer eftir

hlutverki hvers liðbands. Staðsetning liðbanda er mismunandi; innan liðpoka, tengd

liðpoka eða utan liðpoka. Liðbönd tengja saman bein í kringum liðamót og gegna

mikilvægu hlutverki í stöðuskyni (propriception) (Bahr og Engebretsen, 2004).

Hlutverk liðbanda við þá hreyfingu sem það hindrar eða styður fer eftir staðsetningu

þess og stöðu hnéliðar (Drake o.fl., 2005; Magee, 2008; Snyder-Macker og Lewick,

2005).

Liðpoki hnés er myndaður úr trefjalagi (stratum fibrosum) og hálahimnu

(membrana synoviale). Hálahimna er æðaríkt bandvefslag sem klæðir trefjalag

liðpoka og framleiðir vökva sem smyr liðinn og nærir liðþófa. Liðpokinn myndar hólk

umhverfis hné og hylur það frá efri mörkum hnjóta (condylii) lærleggs (femoris) og

neðan frá brúnum hnjóta sköflungs. Hann er að hluta myndaður og styrktur af

framlengingum sina aðliggjandi vöðva (Drake o.fl., 2005; Snyder-Macker og Lewick,

2005).

Liðþófar hnés eru tveir; miðlægur og hliðlægur. Þeir eru myndaðir úr

trefjabrjóski (fibrocartilagionus) að undanskildum hornum liðþófans sem eru mynduð

Page 18: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

3

úr bandvef og tengjast með þverbandi hnés (lig.transversum genus). Vegna lögunar

sinnar koma liðþófarnir að óvirkum stöðugleika liðarins og hafa áhrif á hreyfingu milli

liðflata lærleggs og sköflungs (Drake o.fl., 2005; Magee, 2008; Snyder-Macker og

Lewick, 2005).

Að framan tengist liðpoki mið- og hliðlægu hnéskeljarstagi (retinaculum) og

sinum framanlærisvöðva (m. quadriceps femoris). Eftir því sem beygja í hné eykst

slaknar á liðpoka og stuðningur hans minnkar. Miðlægt er liðpoki styrktur af

hliðarbandi sköflungs (lig. collaterale tibiale). Hliðarband sköflungs liggur að ofan frá

miðlægum hnjóti lærleggs og niður á efri brún miðlægs hnjót sköflungs. Bandið

skiptist í grunnan og djúpan hluta sem hálabelgur (bursae) skilur að. Djúpi hluti

bandsins tengist liðpoka og hefur hald í

miðlægum liðþófa. Hliðlægt er liðpoki

styrktur af dálkslægu hliðarbandi (lig.

collaterale fibulare). Ólíkt því

sköflungslæga tengist dálkslæga

hliðarbandið hvorki liðpoka né liðþófa

liðarins (Drake o.fl., 2005; Magee, 2008;

Snyder-Macker og Lewick, 2005).

Krossbönd hnéliðar eru staðsett á milli

hnjóta lærleggs og liðþófa á sköflungi.

Böndin eru nefnd eftir festu þeirra á

sköflungi og krossast bæði í fram-aftur

stefnu og til hliðanna; fremra krossband

(lig. cruciata genus anterior) og aftara

krossband (lig. cruciata genus posterior).

Krossböndin liggja innan bandvefshimnu (capsula fibrosa) liðpokans en utan

hálahimnu hans (Drake o.fl., 2005; Magee, 2008; Snyder-Macker og Lewick, 2005).

Fremra krossband skiptist í tvö nátengd bönd; fremri-miðlægan hluta og aftari-

hliðlægan hluta og hindrar framskrið og hliðlægan snúning sköflungs í beygju og

yfirréttu hnés (Drake o.fl., 2005; Magee, 2008; Snyder-Macker og Lewick, 2005). Í

fullri réttu er aftari-hliðlægi hluti bandsins strekktur en fremri–miðlægi slakari. Eftir því

sem beygja í hné eykst slaknar á aftari-hliðlæga hluta bandsins og fremri-miðlægi

hluti strekkist. Aftara krossband skiptist, líkt og fremra krossband, í tvö nátengd bönd;

fremri-miðlæga hluta og aftari-hliðlæga hluta. Í fullri réttu er fremri-miðlægi hluti

bandsins slakur og aftari-hliðlægi strekktur. Eftir því sem beygja í hné eykst slaknar á

aftari-hliðlægahluta bandsins og fremri-miðlægi hluti strekkist (Snyder-Macker og

Lewick, 2005).

Mynd 1 Liðbönd og liðþófar í hnélið

Page 19: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

4

2.1.3 Helstu vöðvar og festur aftanlæris- og kálfavöðva Sá vöðvahópur sem framkvæmir réttu um mjöðm og beygju í hné kallast

aftanlærisvöðvar (Mm. hamstrings), lærtvíhöfði (m. biceps femoris), hálfsinungsvöðvi

(m. semitendinosus)og hálfhimnuvöðvi (m. semimembranosus). Upptök (origo)

aftanlærisvöðva er á setbeinshnjóski (tuber ischiadicum).

Lærtvíhöfði liggur hliðlægt í aftara lærsvæði og skiptist í tvennt; lang- og

skammhöfða (caput longum- og breve). Langhöfði og skammhöfði lærtvíhöfða

sameinast í sin með haldi hliðlægt á dálkshöfði. Skammhöfði lærtvíhöfða er með

upptök sín á aftanverðum lærlegg og er eini hluti aftanlærisvöðva sem ekki nær yfir

tvenn liðamót (Drake o.fl., 2005; Snyder-Macker og Lewick, 2005). Hálfsinungsvöðvi

liggur miðlægt við lærtvíhöfða og ofan á hálfhimnuvöðva með haldi á miðlægum

hnúa sköflungs (condylus medialis tibiae). Hálfhimnuvöðvi liggur djúpt við

hálfsinungsvöðva með hald á

miðlægum hnúa sköflungs.

Auk aftanlærisvöðva

framkvæma rengluvöðvi (m. gracilis)

og kálfatvíhöfði (m. gastrocnemius)

beygju í hné. Rengluvöðvi hefur

upptök á klyftarsambryskju

(symphysis pubis) með hald á

miðlægum hnúa sköflungs (Snyder-

Macker og Lewick, 2005).

Kálfatvíhöðvi hefur tvískipt upptök

hlið- og miðlægt ofan hnúa

lærleggjar (condyli femoris) með

hald á hælbeini (os calcaneus) þar

sem vöðvinn sameinast sin sólarvöðva (m. soleus) (Drake o.fl., 2005).

Vöðvagreinar (rami musculares) settaugar (n. ischiadicus) sjá um ítaugun

allra vöðva í aftara lær- og leggsvæði. Taugin liggur djúpt á milli skamm- og

langhöfuðs lærtvíhöfða. Miðsvæðis í hnésbót greinist settaug í sköflungstaug (n.

tibialis) og dálkssamtaug (n. fibularis communis) (Drake o.fl., 2005).

Mynd 2 Aftanlærisvöðvar

Page 20: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

5

2.1.4 Vöðvaþræðir Um það bil 40% af þyngd líkamans er vegna rákóttra beinagrindavöðva. Uppbygging

vöðvans er úr vöðvafrumum og bandvef (Gjerset, Haugen og Holmstad, 2002).

Aðalhreyfivöðvi (prime mover) er sá vöðvi sem framkvæmir hreyfingu. Ef framkvæma

á beygju þá eru beygjuvöðvarnir

aðalhreyfivöðvarnir. Vöðvarnir

sem framkvæma réttu kallast þá

mótvöðvar (antagonistar). Þeir

vöðvar sem hjálpa við hreyfinguna

kallast samverkandi vöðvar

(synergist). Þrjár tegundir rákóttra

beinagrindavöðva eru í manninum.

Týpa I eru loftháðir

úthaldsvöðvaþræðir, sem eru

hægir en geta unnið lengi. Týpa

IIA eru loftháðir vöðvaþræðir sem

eru mitt á milli þess að vera hraðir og hægir og týpa IIB eru loftfirrðir vöðvaþræðir,

sem vinna hratt en geta aðeins unnið í stuttan tíma í einu. Hver rákóttur

beinagrindavöðvi í líkamanum er samsettur úr öllum þremur tegundum þessara

þráða, en það er breytilegt á milli einstaklinga hver samsetningin er (Gary Chleboun,

2005).

2.1.5 Vöðvasamdráttur Áreitið sem vöðvinn fær til þess að spennast kemur frá alpha taug. Taugabolurinn af

tauginni er staðsettur í framhorni mænu og tengist fruman við vöðvann með

taugasíma (Chleboun, 2005). Hreyfieining samanstendur af mótortaug (somatic

neuron) og öllum þeim vöðvum sem hún ítaugar. Rákóttir beinagrindavöðvar dragast

aðeins saman með því að fá merki frá mótortaug (Silverthorn, 2007).

Vöðvavinna er annaðhvort hreyfivinna eða kyrrstöðuvinna (isometric).

Hreyfivinna er flokkuð í yfirvinnandi (consentric), eftirgefandi (eccentric), fjölstöðu

(plyometric) og jafnhreyfingu (isokinetic). Virk stytting vöðva er við yfirvinnandi

samdrátt. Virk lenging vöðva er við eftirgefandi samdrátt. Þegar vöðvar fara úr

yfirvinnandi yfir á eftirgefandi samdrátt kallast það fjölstöðuvinna. Hreyfihraði vöðva

er sá sami allan tímann við jafnhreyfingu. Vöðvasamdráttur án lengingar eða

styttingar kallast kyrrstöðusamdráttur (Gjerset o.fl., 2002; Chleboun, 2005).

Mynd 3 Vöðvauppbygging

Page 21: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

6

2.2 Krossbandsslit Í Bandaríkjunum slíta árlega um 250.000 einstaklingar fremra krossbandið og

gróflega áætlað þýðir það að einn af hverjum 3000 komi til með að slíta fremra

krossbandið (Silvers og Mandelbaum, 2011). Í Nýja Sjálandi voru 36,9 fremri

krossbandsslit á hverja 100.000 íbúa (Gianotti, Marshall, Hume og Bunt, 2009). Að

slíta fremra krossband fylgir töluverður kostnaður sem felst aðallega í myndatöku,

aðgerðinni sjálfri, spelkum og endurhæfingu. Í Bandaríkjunum er áætlað að árlegur

kostnaður sé um 2 milljarðar dala og í Nýja Sjálandi er það 11.157 dollarar á hvert slit

(Gianotti o.fl., 2009; Silvers og Mandelbaum,

2011).

Í Skandinavíu var algengi fremri

krossbandsslita 85 á hverju 100.000 íbúa í

Noregi á aldursbilinu 16-39 ára, 91 á hverja

100.000 í Danmörku á aldursbilinu 15-39 ára

og 71 á hverja 100.000 í Svíþjóð á aldursbilinu

20-39 ára (Granan o.fl., 2009; Lind, Menhert og

Pedersen, 2008).

Á Íslandi hefur tíðni slita á fremra

krossbandi ekki mikið verið rannsökuð. Þórður Magnússon rannsakaði tíðni meiðsla í

efstu deild kvenna leiktímabilið 2007 og þar kemur fram að aðeins eitt slit var á

fremra krossbandi á þessu tímabili sem gerir algengið 0,03/1000 klukkustundir þó ber

að varast að taka þess tölu of alvarleg þar sem hann fylgdi þessum hóp ekki lengi

eftir (Magnússon, 2010). En Gall, Carling og Reilly rannsökuðu meiðsl ungra kvenna

(15-19 ára) í fótbolta yfir átta ára tímabil. Þar voru 619 meiðsl 110 leikmanna skráð

niður og af þeim voru tólf slit á fremra krossbandi sem gera 1,0/1000 klukkustundum

(Le Gall, Carling og Reilly, 2008). Einnig skráðu Hagglund, Waldén og Ekstrand

meiðsl knattspyrnumanna (228 konur og 239 karlar) í sænsku úrvalsdeildinni árið

2005. Á þeim tíma urðu átta krossbandsslit hjá körlum eða 0,11/1000 klukkustudum

og átta krossbandsslit hjá konum eða 0,15/1000 klukkustundum (Hagglund, Walden

og Ekstrand, 2009).

Slit á fremra krossbandi verða aðallega í íþróttagreinum sem fela í sér

stefnubreytingar og mikil stökk, og er tíðni þeirra mest í kvennaíþróttum. Þetta eru

greinar eins og t.d. handbolti, körfubolti, fótbolti og einnig skíðaíþróttir (Cooper o.fl.,

2010). Í Skandinavíu voru fremri krossbandsslit algengust í knattspyrnu á árunum

2004-2007 (Granan o.fl., 2009).

Mynd 4 Slitið fremra krossband

Page 22: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

7

Einstaklingar sem slíta fremra krossband lýsa því oft þannig að þeir heyri

smell eða finni líkt og hnéliðurinn gangi til. Í flestum tilfellum fylgir þessu mikill

sársauki og þá sérstaklega fyrstu mínúturnar á eftir. Einstaklingurinn getur ekki haldið

áfram íþróttaiðkun og finnst eins og aukinn þrýstingur sé í hnénu, en það er oftast

tengt mikilli vökvasöfnun í liðnum. Það kemur þó fyrir í einhverjum tilfellum að bólgan

er lítil eða kemur síðar. Ef einstaklingurinn reynir að halda áfram eftir að fremra

krossband slitnar finnur hann oft fyrir óstöðugleika (Cooper o.fl., 2010).

2.2.1 Annar skaði við krossbandsslit Krossbandsslit er sjaldan einangraður áverki, honum fylgir oftast annar skaði í hné,

t.d. á hnéskel og/eða sköflungi, liðþófum, liðbrjóski og öðrum liðböndum. Slit á

fremra krossbandi getur leitt af sér langvinn hnévandamál s.s. óstöðugleika, og flýtt

fyrir slitgigt. Sýnt hefur verið fram á að við krossbandsslit aukast líkur á því að

einstaklingurinn fái slitgigt þegar fram líða stundir (Silvers og Mandelbaum, 2011).

Þegar slit verður við lendingu úr stökki er algengast að miðlægur liðþófi rifni (Cooper

o.fl., 2010).

2.2.2 Áhættuþættir krossbandsslits Þegar talað er um áhættuþætti fyrir slit á fremra krossbandi er þeim yfirleitt skipt upp

í tvennt, ytri og innri áhættuþætti. Ytri áhættuþættir eru t.d. veður, undirlag,

skóbúnaður og utan að komandi þættir eins og snertingar við andstæðing eða hlut á

vellinum. Innri áhættuþættir eru aftur á móti líffræðilegir-, hormóna-, og vöðva- og

taugafræðilegir þættir. Sýnt hefur verið fram á að um 60-80% slita á fremra

krossbandi hjá iðkendum boltaíþrótta gerast án snertingar (Silvers og Mandelbaum,

2011). Það sem í flestum tilfellum orsakar slit á fremra krossbandi eru snöggar

stefnubreytingar, lending á öðrum fæti eftir uppstökk, snöggt stopp eða

einbeitingarskortur þegar leikurinn skiptir um leikátt t.d. úr vörn í sókn (Cooper o.fl.,

2010; Silvers og Mandelbaum, 2011).

Page 23: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

8

2.2.3 Stefnubreytingar og lending á öðrum fæti Í boltaíþróttum er mikið um snöggar

stefnubreytingar og hliðarskref þar

sem verður mikil aukning á

valgushreyfingu hnéliðar og

innsnúningi í mjöðm. Sýnt hefur verið

fram á að þessi aukning er meiri hjá

kvenfólki en hjá karlmönnum, auk

þess sem konur virðast beygja minna í

mjöðm við að lenda á öðrum fæti

(McLean, Huang og van den Bogert,

2005). Hewett o.fl. (2005) sýndu auk

þess fram á að aukið valgus horn og hreyfiútslag hnés við lendingu eftir stökk virtist

auka hættuna á fremri krossbanda meiðslum í kvenkyns íþróttamönnum. Í

stefnubreytingum slitnar fremra krossbandið yfirleitt í þungaberandi stöðu, þegar

staða á hné er í 10-30° beygju og sköflungur er í útsnúning m.t.t. lærleggs, og hné er

snögglega sett í valgusstöðu við stefnubreytingu (Cooper o.fl., 2010).

2.2.4 Kynbundinn munur Rannsóknir á íþróttafólki sem keppti í efstu háskóladeildunum Bandaríkjana sýndu

að tíðni áverkans á meðal kvenna í knattspyrnu voru 0,31 tilfelli á hverja 1000

iðkendur en einungis 0,13 á hverja 1000 iðkendur meðal karla. Í körfubolta voru

tilfellin 0,29 á hverja 1000 iðkendur hjá konum en 0,07 á hverja 1000 iðkendur hjá

körlum (Arendt og Dick, 1995). Það er aðallega þrennt sem virðist skipta máli þegar

kynjabundinn munur er skoðaður, líffræðilegir þættir, hormónastarfsemi og

taugavöðvastjórnun (Cooper o.fl., 2010).

2.2.4.1 Líffræðilegur munur Líffræðilegur munur kynjanna er töluverður og er uppbygging neðri útlima stór þáttur

þegar kemur að sliti á fremra krossbandi. Millihnjótabil (intercondylar notch)

sköflungs er minna hjá konum og öðruvísi í laginu en hjá körlum (Stijak o.fl., 2009).

Einnig er fremra krossbandið oft minna í kvenfólki en körlum (Silvers og

Mandelbaum, 2011).

Í rannsókn Simon, Everhart, Nagaraja og Chaudhari (2010) þar sem

segulómun var notuð til þess að skoða uppbyggingu hnéliðarins án þess að taka tillit

Mynd 5 Snúningur við stefnubreytingu

Page 24: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

9

til um hvort kynið var að ræða, kom í ljós að þeir einstaklingar sem höfðu slitið fremra

krossbandið voru að jafnaði með meiri afturhalla á hliðlægum hluta sköflungs (lateral

tibia plateau) á óslitna fætinum samanborið við slitna hnéð. Einnig kom í ljós að

stærð millihnjótabils sköflungs (intercondylar notch) var minna í þeim sem höfðu slitið

fremra krossband miðað við samanburðarhóp. Það getur hugsanlega valdið því að

ekki er nægilegt pláss fyrir fremra krossbandið og getur það klemmst á milli og

slitnað. Rannsókn Stijak benti til þess að breidd á millihnjótabils væri mælikvarði til

að spá fyrir um áhættuna á fremra krossbandssliti (Stijak o.fl., 2009).

2.2.4.2 Hormónar Í trefjakímfrumum (fibroblasts) krossbanda eru estrógennemar sem minnka

nýmyndun kollagena og veikja þannig bandið þegar mikil framleiðsla er af estrógeni á

tíðahringnum. Rannsakendur halda því fram að meiðslin séu algengari á fyrsta og

síðasta þriðjungi tíðahringsins (Hewett, Zazulak og Myer, 2007; Silvers og

Mandelbaum, 2011). Wojtys, Huston, Boynton, Spindler og Lindenfeld (2002) sýndu

fram á aukna tíðni krossbandsmeiðsla hjá konum sem ekki tóku inn

getnaðarvarnapillu samanborið við þær sem tóku hana. Ekki eru þó allir sammála um

áhrif estrógens og tíðarhrings á eftirgefanleika liðbanda. Hjá konum varð ekki

marktæk breyting á eftirgefanleika liðbanda á mismunandi tímum tíðahrings

(Beynnon, Bernstein, o.fl., 2005; Wojtys, Huston, Boynton, Spindler og Lindenfeld,

2002).

2.2.4.3 Taugavöðvastjórn Stöðugleiki hnés byggir að miklu leyti á hlutfalli styrks og virkni beygju- og réttivöðva

læris. Rétt hlutfall virkni þessara tveggja vöðvahópa er grundvöllur fyrir því að

einstaklingur nái að stjórna snúningi ganglimar í lendingu og við stefnubreytingar og

minnki líkurnar á valgus hreyfingu hnés (Zebis, Andersen, Ellingsgaard og Aagaard,

2011). Þegar framanlærvöðvi (m. quadriceps femoris) dregst saman verka

framskriðskraftar á sköflunginn sem eykur álagið á fremra krossbandið þegar fótur er

í 10 - 30° beygju. Eftirgefanleg (eccentric) vöðvavinna í framanlærisvöðva þegar

vöðvinn stýrir hnébeygju í lendingu getur valdið álagi sem er meira en þolmörk

fremra krossbandsins og þar með aukið hættuna á sliti (Cooper o.fl., 2010).

Vanvirkni, ofteygjanleiki eða seinkuð vöðvavirkni aftanlærisvöðva er talin geta

aukið líkurnar á fremri krossbandaskaða (Cooper o.fl., 2010). Hjá konum virðist

framanlærisvöðvi virkjast á undan aftanlærisvöðva, en karlar virðast hins vegar virkja

Page 25: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

10

aftanlærisvöðva á undan. Þetta getur gert það að verkum að álag á hnéliðinn og þar

með fremra krossbandið er ekki eins (Huston og Wojtys, 1996). Zebis, Andersen,

Bencke, Kjaer og Aagaard (2009) rannsökuðu með EMG vöðvavirkni framan og aftan

í læri við framkvæmd stefnubreytinga hjá 55 afreksíþróttakonum. Sýnt var fram á að

þær sem voru með aukna vöðvavirkni í hliðlægum framanlærvöðva (m. vastus

laterlis) miðað við hálfsinungsvöðva voru líklegri til þess að slíta fremra krossband án

snertingar en 5 af þeim 10 sem voru með þennan mismun á vöðvavirkni slitu fremra

krossbandið. Það að konur noti meira framanlærisvöðva þegar kemur að stöðugleika

í hné í stefnubreytingum og lendingu á öðrum fæti hefur verið tengt við aukna

tilhneigingu kvenna til hné meiðsla og þá sérstaklega fremri krossbandaskaða.

Því er einnig haldið fram að þeir einstaklingar sem nota framanlærisvöðva

hlutfallslega meira við lendingu á öðrum fæti og við stefnubreytingu, sama hvort um

sé að ræða karla eða konur, séu útsettari fyrir meiðslum á hné og þar með fremri

krossbandaskaða (Cooper o.fl., 2010). Ef lending er æfð sérstaklega með það að

markmiði að beygja betur í hnjám og mjöðmum þá minnkar það álagið á krossbandið

við lendingu (Laughlin o.fl., 2011).

2.3 Krossbandsaðgerðir Markmið krossbandsaðgerðar er að skipta út skaddaða krossbandinu fyrir ígræðslu

sem oftast er tekin úr vef í kringum hnéð (Williams, Hyman, Petrigliano, Rozental og

Wickiewicz, 2004). Algengustu ígræðslurnar eru bone – patellar – tendon – bone

(BPTB) ígræðsla, þar sem notaður er miðhluti hnéskeljarsinar, og hamstring ígræðsla

(HG), þar sem m.a. eru notaðir þræðir úr hálfsinungs- og rengluvöðva.

Í Skandinavíu er algengara að nota HG ígæðslu en BPTB ígræðslu, en HG

ígræðsla var notuð í 61% tilvika í Noregi, 71% í Danmörku og 86% í Svíþjóð á

árunum 2004-2007 (Granan o.fl.,2009).

Endurbygging fremra krossbands með sinum hálfsinungsvöðva og

rengluvöðva krefst skiptingu sinanna frá vöðvabol og vöðvafestu þeirra (Papandrea,

Vulpiani, Ferretti og Conteduca, 2000). Í dag eru krossbandaaðgerðir framkvæmdar með speglun, þar sem litlir

skurðir eru gerðir fyrir rör, áhöld, efnivið og myndavél svo allt sé sýnilegt þegar

ígræðslunni er komið fyrir. Ef liðþófar hafa orðið fyrir skaða við krossbandsslitið er

gert við þá í sömu speglun áður en sinarnar eru teknar út. Sinarnar eru teknar úr

hluta aftanlærisvöðva á sama fæti og slitið á sér stað (Williams o.fl., 2004). Sin úr

hálfsinungsvöðva er notuð til þess að búa til fremra knippi og sin úr rengluvöðva er

notuð til þess að búa til aftara knippi ígræðslunnar (Zhao, Peng, He og Wang, 2006).

Page 26: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

11

Í rannsókn Papandrea o.fl. (2000) var mæld þykkt og lengd ígræðslusina með

ómtæki í axial plani. Sinarnar voru mældar tveimur vikum fyrir aðgerð og svo 1, 2, 3,

6, 12, 18, og 24 mánuðum eftir aðgerð. Eftir rannsóknina kom í ljós að 18 mánuðum

eftir aðgerð var sinin farin að líkjast upprunalegu útliti sínu.

Í yfirlitsgrein Nikolaou, Efstathopoulos og Wredmark (2007) kom fram að

endurnýjun á aftanlærisvöðva sinum eftir HT krossbandaaðgerð var hjá 146 af 164

einstaklingum.

2.3.1 Vandamál eftir aðgerð Mögulegar afleyðingar og mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga eftir

krossbandsígræðslu eru endurslit á ígræðslu, slitgigt í hné og krossbandsslit í

gagnstæðu hné (Lohmander, Englund, Dahl og Roos, 2007; Neuman o.fl., 2008;

Myklebust, Holm, Maehlum, Engebretsen og Bahr, 2003).

Rannsóknir hafa sýnt að hættan á krossbandssliti í gagngstæðu hné eftir

krossbandsslit virðist meiri en hættan á að slíta krossbönd í fyrsta skipti (Faude,

Junge, Kindermann og Dvorak, 2006; Oates, Van Eenenaam, Briggs, Homa og

Sterett, 1999; Orchard, Seward, McGivern og Hood, 2001). Í rannsókn Salmon,

Russell, Musgrove, Pinczewski og Refshauge (2005) á 612 manns sem höfðu

gengist undir aðgerð vegna slits á fremra krossbandi með BPTB ígræðslu eða HT

ígræðslu slitnaði bandið aftur hjá 39 manns (6%) og í gagnstæðu hné hjá 35 manns

(6%). Þrír einstaklingar hlutu bæði endurslit og slit í gagnstæðu hné.

Í kerfisbundinni yfirlitsgrein Øiestad, Engebretsen, Storheim og Risberg

(2009) kom fram að tíu árum eftir krossbandsaðgerð greinist allt að 0-13%

einstaklinga með slit í hné ef slit á fremra krossbandi var einangrað og án annara

áverka en 21 - 48% ef aðrir áverkar urðu í hnéliðnum samfara sliti á fremra

krossbandi. Rannsakendur hafa þó greint frá því að erfitt sé að staðfesta nákvæmar

tölur og alhæfa um slit í hné eftir krossbandaaðgerðir. Engin alþjóðleg

aðferðafræðileg skilgreining er á myndgreiningum og að þýði í rannsókn sé breytilegt

hvað varðar aldur, kyn, atvinnu, virkni í íþróttaiðkun, önnur meiðsl tengd

krossbandssliti, tímalengd frá sliti og mismunandi meðferðarform.

2.4 Endurhæfing við krossbandsslit Endurhæfing fyrir krossbandsaðgerð miðast að því að minnka verki og bólgu sem

auðveldar hreyfingu og dregur úr skerðingu á færni vöðva í kringum hné.

Endurhæfing getur minnkað magn örvefs inn í hné sem getur verið afleiðing

Page 27: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

12

minnkaðs liðferils, styrks og færni (Cooper o.fl., 2010; Eitzen, Moksnes, Snyder-

Mackler og Risberg, 2010).

Samhljóða álit er ekki til staðar um endurhæfingu fyrir krossbandaaðgerð og

hvaða æfingaáætlun sé ákjósanlegust (Beynnon, Johnson, Abate, Fleming og

Nichols, 2005; Eitzen o.fl., 2010; Magnussen o.fl., 2010). Í rannsókn sýndu Eitzen o.fl.

(2010) að af þeim þáttum sem mældir voru, sagði styrkur framanlærisvöðva fyrir

aðgerð best til um færni í hné tveimur árum eftir aðgerð. Þau sýndu fram á að

færniskerðing sem var hjá einstaklingum fyrir aðgerð var ennþá til staðar tveimur

árum eftir aðgerð. Þau ályktuðu að krossbandaaðgerðir ætti ekki að framkvæma fyrr

en styrkur í framanlærisvöðva væri orðinn 80% af styrk heilbrigðs fótar. Í sömu

rannsókn rannsókn sem Eitzen og félagar gerðu á 100 þáttakendum sýndu þau fram

á að með 5 vikna stigvaxandi endurhæfingu sem fól í sér styrktarþjálfun með þungri

mótstöðu og krefjandi taugavöðvastjórnunaræfingum fyrir krossbandaaðgerð varð

marktæk bæting á færni í hné bæði fyrir og eftir aðgerð.

Endurhæfing eftir HT ígræðslu er svipuð og hjá einstaklingi sem hefur slitið

aftanlærisvöðva auk alhliða meðferðaráætlun til að endurheimta fulla liðferla og styrk.

Umræða hefur átt sér stað um hvort æfingar í opinni eða lokaðri keðju séu hentugri

eftir krossbandsaðgerð. Æfingar í opinni keðju eru framkvæmdar þannig að útlimur er

ekki fastur og því frjáls í rúmi en æfingar í lokaðri keðju eru þegar útlimir eru fastir og

vinna því gegn þyngdaraflinu. Almennt er munur á virkni vöðva við opna og lokaða

keðju. Æfingar í opinni keðju einblína gjarnan á ákveðinn vöðvahóp á meðan æfingar

í lokaðri keðju virkja oftast fleiri vöðvahópa; jafnvel bæði meðvirkandi vöðva og

mótvöðva. Dæmi um æfingu í opinni keðju er hnérétta í æfingartæki, sem virkjar

framanlærisvöðva, en dæmi um æfingu í lokaðri keðju er standandi hnébeygja, sem

virkjar bæði framanlærisvöðva og aftanlærisvöðva, ásamt fleiri vöðvum (Cooper o.fl.,

2010).

Æfingar fyrir framanlærisvöðva í opinni keðju eru taldar auka skerkrafta

framávið í kringum hnéð í meira magni en æfingar í lokaðri keðju (Glass, Waddell og

Hoogenboom, 2010; Perry, Morrissey, King, Morrissey og Earnshaw, 2005;

Tagesson, Öberg, Good og Kvist, 2008). Þar sem aukið álag er á fremra krossbandið

við slíka skerkrafta, gegn framskriði sköflungs miðað við lærlegg, gæti ígræðslan

skaddast (Perry o.fl., 2005). Æfingar í lokaðri keðju gefa meiri samþjöppun um hné

og samvirkni verður hjá framanlærisvöðva og aftanlærisvöðva, en þetta tvennt er

talið draga úr álagi á ígræðsluna við þjálfun. Æfingar í lokaðri keðju hafa því almennt

verið taldar betri í endurhæfingu, en margar starfrænar hreyfingar eins og ganga,

hlaupa, ganga í stiga og hopp sem eru sambland af hreyfingum í opinni og lokaðri

keðju (Brotzman og Manske, 2011).

Page 28: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

13

Mikkelsen, Werner og Eriksson (2000) báru saman áhrif blandaðra æfinga í

opinni og lokaðri keðju og æfinga sem einungis voru í lokaðri keðju. Blönduð

æfingaaðferð skilaði bættu vöðvakraftvægi í kringum hnéð og sjúklingar fóru fyrr aftur

í sömu athafnir og fyrir aðgerð en þeir sem framkvæmdu einungis æfingar í lokaðri

keðju. Tagesson o.fl. (2008) fundu ekki mælanlegan mun á framskriði á sköflungi

þegar þeir báru saman æfingar í opinni og lokaðri keðju. Þeir sem gerðu einungis

æfingar í opinni keðju juku hins vegar styrk í framanlærisvöðva meira en þeir sem

gerðu einingis æfingar í lokaðri keðju.

Van Grinsven, van Cingel, Holla og van Loon (2010) gerðu viðamikla

kerfisbundna yfirlitsgrein á endurhæfingu eftir ígræðslu fremra krossbands og settu

endurhæfingu upp í fjögur stig skv. tímalengd frá skurðaðgerð (Viðauki V).

Til þess að greina hvar einstaklingur er staddur í endurhæfingaferli með tilliti til verkja,

bólgu, liðferils, styrks, taugavöðvastjórnunar og hvenær hann er tilbúinn að fara aftur

til keppni er ráðlegt að framkvæma próf sem eru áreiðanleg, réttmæt, mæla rétta

breytingu yfir tíma, eru gerleg og klínískt viðeigandi (Viðauki VI) (Haverkamp o.fl.,

2006; Shaw, Chipchase og Williams, 2004).

Ísókínetískt styrktarpróf er framkvæmt í opinni keðju sem gefur

meðferðaraðila tækifæri til að einbeita sér að sértækum vöðvahópum. Stökk próf

(Hop test) er mat gert í lokaðri keðju og er sett fram til að meta færnimiðaðar athafnir

sem hafa meiri nálgun við íþróttir. Ekkert eitt próf sem gert er í opinni eða lokaðri

keðju er nóg til þess að meta hvenær íþróttamaður er tilbúinn að hefja aftur keppni

(Brotzman og Manske, 2011).

Ef einstaklingur hefur náð endurhæfingamarkmiðum fyrra stigs getur hann

byrjað á því næsta. Einstaklingar geta byrjað aftur í sinni íþrótt ef þeir hafa náð fullum

liðferli, ef stökk próf og styrkur í framan- og aftanlærisvöðva er a.m.k 85%

samanborið við hinn fótinn, ef aftanlærisvöðva/framanlærisvöðva hlutfall er minna en

15% miðað við gagnstæðan fót og þegar einstaklingur þolir íþróttamiðaðar athafnir

án sársauka og bólgumyndunar. Stökk próf og ísókinetísk próf geta einungis verið

framkvæmd ef hnéð er stöðugt í aktífum kringumstæðum (Cascio, Culp og Cosgarea,

2004; Gale og Richmond, 2006; Risberg, Mork, Jenssen og Holm, 2001; Shaw o.fl.,

2004).

2.5 Snúið aftur til keppni Krossbandsaðgerðir hafa verið ráðlagðar einstaklingum sem vilja snúa aftur í sína

íþrótt. Íþróttamönnum er ráðlagt að snúa ekki aftur til keppni fyrr en eftir sex til tólf

mánuði eftir aðgerð (Ardern o.fl. 2011). Þau rannsökuðu einnig þann fjölda

Page 29: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

14

einstaklinga sem hafði snúið aftur í sína íþrótt 12 mánuðum eftir krossbandsaðgerð

með HG ígræðslu. Spurningalistar um virkni einstaklinga í íþróttum fyrir og eftir

aðgerð og Cincinnati Sports Activity Scale voru notaðir ásamt The International Knee

Documentation Committee Subjective knee Form (IKDC) og Stökk próf sem voru

notuð til að meta færni í hné. Í niðurstöðum kom í ljós að 67% voru byrjuð í hreyfingu

af einhverju tagi og 33% voru byrjuð í keppnisíþróttum. Einnig kom fram að mun

lægri tíðni var hjá konum (26%) sem voru byrjaðar að æfa á sama álagi og áður

samanborið við karla (37%) þó svo að konur og karlar væru jafn ákveðin að snúa

tilbaka í sína íþrótt aftur.

Í öðrum rannsóknum sem sýndu endurkomu einstaklinga allt að 15 mánuðum

eftir aðgerð höfðu 75% byrjað í hreyfingu af einhverju tagi (Colombet o.fl., 2002;

Heijne, Axelsson, Werner og Biguet, 2008; Langford, Webster og Feller, 2009;

Nakayama, Shirai, Narita, Mori og Kobayashi, 2000; Smith, Rosenlund, Aune,

MacLean og Hillis, 2004; Webster, Feller og Lambros, 2008) en 64% höfðu snúið

aftur til keppni (Colombet o.fl., 2002; Langford o.fl., 2009; Nakayama o.fl., 2000).

Í kerfisbundin yfirlitsgrein sem Ardern o.fl. (2011) gerðu á 48 rannsóknum þar

sem 5770 einstaklingar voru rannsakakaðir að meðaltali 41,5 mánuðum eftir aðgerð

kom fram að 82% einstaklinga höfðu snúið aftur í hreyfingu af einhverju tagi, 63%

voru komin aftur á sama álag og þeir voru fyrir fremri krossbandsslit og 44% snéru

aftur í keppni. 90% einstaklinga voru með eðlilega færni í hné miðað við óstöðugleika

(laxity) og styrk og 85% með því að nota IKDC. Óttinn við það að meiðast aftur var

algengasta ástæðan fyrir því að einstaklingar færu ekki aftur í sína íþrótt (Ardern,

Webster, Taylor og Feller, 2011).

Þegar tölur um fjölda einstaklinga sem snúa aftur í sína íþrótt eru skoðaðar

miðað við ráðleggingar sem íþróttamenn fá um hvenær þeir megi snúa aftur þá er

ekki samræmi í ráðleggingum. Niðurstaða rannsóknar Ardren og félaga var því sú að

einstaklingar þyrftu lengri endurhæfingatíma en þann sem er venjulega ráðlagður til

að ná fullum bata eftir HG aðgerð á fremra krossbandi.

2.6 Yfirborðs vöðvarafrit Við vöðvasamdrátt senda taugar örsmá rafboð til vöðvaþráða. Afskautun verður og

við það dragast vöðvaþræðir saman. Þetta kallast boðspenna sem er hægt að mæla

með því að setja leiðandi hluti eins og rafmagnsblöðkur á húðina yfir vöðvanum.

sEMG er vinsæl aðferð til að mæla vöðvavirkni en notkun hennar krefst ekki flókinnar

sérfræðikunnáttu (Day, e.d). Hægt er að mæla vöðvarafrit undir yfirborði húðar með

nálum eða með fínum vírum en sú tækni er aðalega notuð við greiningu og

Page 30: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

15

rannsóknir (Robertson, Ward, Low og Reed, 2009). Í endurhæfingu er sEMG notað

sem lífsvörun (biofeedback) sem hefur skilað góðum árangri, meðal annars með

bættri vöðvavirkni, til að leiðrétta líkamsstöðu, bæta jafnvægi og hreyfanleika en

einnig til fræðslu við öndunarstjórnun (Robertson o.fl., 2009).

2.6.1 Mæling merkis Mælingar á vöðvarafritsmerkinu ráðast af nokkrum þáttum en magn merkisins er

mælt í µV til mV. Styrkur, tími og tíðni merkisins ræðst af ýmsum þáttum, eins og

tímasetningu og magni vöðvavinnu, fjarlægð elektróðu frá vöðva, eiginleika yfirborðs

s.s húðþykktar, fituvefs, eiginleika elektróðu og magnara (amplifier), en einnig skipta

gæði sambands milli elektróðu og húðar máli (Gerdle, Karlsson, Day, Djupsjöbacka,

1999; Day, e.d).

Gæði merkisins er m.a. hægt að meta út frá hlutfalli milli stærðar merkis við

vöðvavinnu og suðbylgja (noise) úr umhverfinu þegar vöðvi er ekki virkur. Markmiðið

í mælingum er að hámarka magn merkisins en halda suðbylgjum í lágmarki. Ef gerð

magnara og umbreyting merkis er í lagi ætti hlutfall á milli merkis og suðbylgna að

ráðast á gerð elektróða og sambandi þeirra og húðar (Day, e.d).

Tvær gerðir eru til af suðbylgjum, umhverfissuðbylgjur (ambient noise) og

orkubreytissuðbylgjur (transducer noise). Umhverfissuðbylgjur eru vegna

rafssegulsbylgna frá tækjum eins og tölvum, kraftplötum, og rafmagnssnúrum.

Orkubreytissuðbylgjur myndast á mótum elektróðu og húðar. Elektróður umbreyta

jónastraumum í vöðvum í rafstrauma sem geta síðan verið geymdir í myndrænu eða

starfrænu formi eða í formi boðspennu (voltage potential) (Day, e.d; Karlsson,

Roeleveld, Grönlund, Holtermann og Ostlund, 2009). Mesta truflunin kemur frá

raftækjum sem hafa tíðnina 50-60 hz. Sveiflutíðni vöðva er mældur með

yfirborðsvöðvaafriti á bilinu 0-500 hz en mesti hluti orkunnar er á bilinu 50-150hz.

Tíðni sem fer yfir 500 hz er síuð út til að fjarlægja hátíðni suðbylgjur eins og útvarps-

örbylguofns- og sjónvarpssenda án þess að trufla vöðvaafritið. Þessi gerð síunar er

kölluð lágpassasíun (low pass filter) en hún hleypir lágtíðni bylgjum í gegn en síar út

hátíðni bylgjur. Önnur gerð af suðbylgjum eru lágtíðnissuðbylgjur sem hafa tíðnina 0-

20. Lágtíðnisuðbylgjur myndast þegar hreyfing verður á elektróðum á húð þegar við

hreyfum okkur en getur einnig verið vegna hreyfingar rafmagnssnúra. Flest

vöðvarafritstæki eru með hápassassíu (high-pass filter) sem eyða suðbylgjum yfir

ákveðnu marki (Robertson o.fl., 2009).

Page 31: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

16

2.6.2 Síun merkis Þegar vöðvarafrit er mælt kallast merkið hrátt merki þar sem hver toppur er ein

boðspenna. Merkið líkist óreiðu vegna þess að hreyfieiningar vöðvans eru allar

virkjaðar samtímis en hafa mismunandi tíðni. Þótt það sé hægt að kanna vöðvavirkni

með hráa EMG merkinu fæst meira notagildi með því að samþætta (intergrate)

vöðvarafrits merkið. Samþáttað vöðvarafritsmerki er fengið með því að afriða (rectify)

merkið þ.e. neikvæðum toppum er breytt í jákvæða og svo tekið meðaltal á styrk

merkisins yfir mislangan tíma (ms) eftir því hversu mikið einstaklingar vilji slétta

merkið. Samþáttað vöðvarafritsmerki má nota til að áætla tímasetningu þ.e upphaf

og lok vöðvavirkni en tímasetning hámarksvöðvavirkni getur gefið vísbendingar um

tímasetningu hámarkskrafts (peak force production) og heildarorku merkisins á

meðan samdáttur á sér stað (Robertson o.fl., 2009).

2.6.3 Skörun merkis Yfirborðsvöðvaafrit endurspeglar ekki alltaf virkni undirliggjandi vöðva eina og sér.

Þegar minni vöðvar eru mældir getur það gerst að elektróðan taki upp merki frá

vöðvum sem liggja nálægt þeim vöðva sem á að mæla og þegar það gerist er það

kallað skörun merkis (cross talk). Það má minnka líkurnar á skörun með nákvæmri

staðsetningu elektróðna og með því að passa upp á að hæfileg fjarlægð sé á milli

elektróðanna. Hægt er að nota vöðvarafritsnálarnar til þess að minnka ennþá meira

líkurnar á skörun (Day, e.d).

2.6.4 Kvörðun merkis Vöðvarafritið ræðst af nokkrum þáttum sem getur verið breytilegt á milli einstaklinga

en einnig yfir tíma hjá einstaklingum. Því er ekki hægt að nota upplýsingarnar sem

vöðvarafritið gefur í hópsamanburði eða í endurteknum mælingum án kvörðunar. Þá

er vöðvarafritinu breytt í ákveðinn skala sem er sameiginlegur öllum mælingum hjá

öllum einstaklingunum. Venjulega er merkið kvarðað út frá krafti eða kraftvægi

(torque). Oftast er merkið staðlað við hámarks ísómetrískan samdrátt (MIVC)

vöðvans sem vísar til hámarksvirkni hans. Niðurstöður mælingar er svo kynnt sem

prósenta af MIVC vöðvans (Day, e.d; Mathiassen, Winkel og Hägg, 1995).

Page 32: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

17

3. Tilgangur og tilgátur rannsóknar Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni beygjuvöðva hnéliðar eftir

endurgerð á fremra krossbandi með HG ígræðslu við framkvæmd NH (Nordic

hamstring) og TRX (TRX hamstring curl) æfinga.

Tilgáta 1: Munur er á vöðvavirkni hálfsinungsvöðva, lærtvíhöfðavöðva og

kálfatvíhöfðavöðva á milli skorins og óskorins fótleggs hjá

knattspyrnumönnum sem fengið hafa HG ígræðslu eftir fremra krossbandsslit

við framkvæmd NH æfingu.

Tilgáta 2: Munur er á vöðvavirkni hálfsinungsvöðva, lærtvíhöfðavöðva og

kálfatvíhöfðavöðva á milli skorins og óskorins fótleggs hjá

knattspyrnumönnum sem ekki hafa slitið fremra krossband við framkvæmd

NH æfingu.

Tilgáta 3: Munur er á vöðvavirkni hálfsinungsvöðva, lærtvíhöfðavöðva og

kálfatvíhöfðavöðva á milli skorins og óskorins fótleggs hjá

knattspyrnumönnum sem fengið hafa HG ígræðslu eftir fremra krossbandsslit

við framkvæmd TRX æfingu.

Tilgáta 4: Munur er á vöðvavirkni hálfsinungsvöðva, lærtvíhöfðavöðva og

kálfatvíhöfðavöðva á milli skorins og óskorins fótleggs hjá

knattspyrnumönnum sem ekki hafa slitið fremra krossband við framkvæmd

TRX æfingu.

Tilgáta 5: Munur er á vöðvavirkni lærtvíhöfðavöðva, hálfsinungsvöðva og

kálfatvíhöfðavöðva við framkvæmd NH og TRX aftanlærisvöðva æfingar

annarsvegar hjá rannsóknarhóp og hinsvegar samanburðarhóp

Page 33: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

18

4. Aðferð

4.1 Þátttakendur Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNb2011100028-03.7) og tilkynnt

til persónuverndar. Þegar samþykki Vísindasiðanefndar lá fyrir í desember 2011 var

haft samband við þjálfarar knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu í efstu deild karla

og kvenna auk 1.deild karla. Þjálfarar/forráðamenn fengu bréf (Viðauki I) með

upplýsingum um rannsóknina og veittu skriflegt leyfi fyrir því að rannsóknin yrði kynnt

fyrir leikmönnum. Rannsakendur kynntu rannsóknina munnlega og skriflega fyrir

leikmönnum liðanna. Sóst var sérstaklega eftir þátttöku leikmanna sem slitið höfðu

fremra krossband, en einnig leikmanna sem ekki höfðu orðið fyrir slíkum meiðslum.

Þeir sem höfðu áhuga skráðu sig til þátttöku og fylltu út spurningalista (Viðauki III)

um aldur, hæð, þyngd og meiðslasögu undanfarna sex mánuði. Þeir leikmenn sem

skráðu sig til þátttöku fengu upplýsingablað (Viðauki II) um rannsóknina þar sem

einnig kom fram að þeir gátu hætt við þátttöku hvenær sem er án útskýringa.

Þátttakendur í rannsóknarhóp (RH) höfðu slitið fremra krossband og farið í

HT aðgerð fyrir a.m.k. ári síðan, en ekki máttu hafa liðið meira en sex ár frá aðgerð.

Þessi skilyrði voru sett til að þeir einstaklingar sem mældir voru væru komnir aftur til

keppni eða væru enn að keppa. Þátttakendur í samanburðarhóp (SH) máttu ekki

hafa sögu um tognun í aftanlærsvöðva síðustu þrjá mánuði fyrir rannsókn. Alls

skiluðu 123 leikmenn (68 kk, 55 kvk) inn upplýsingablaði og voru skráðir í

rannsóknina, af þeim höfðu 18 leikmenn (8 kk, 10 kvk) slitið fremra krossband og

gengist undir HT aðgerð. Þátttakendur í SH voru valdir út frá kyni, hæð, þyngd og

líkamsþyngdarstuðli (BMI) til samræmis við RH.

4.2 Mælingar Mælingar fóru fram 19.-28. janúar 2012 í Rannsóknarstofu í hreyfivísindum, Háskóla

Íslands. Hver mæling tók á bilinu 35 - 55 mínútur og fengu þátttakendur munnlegar

leiðbeiningar og horfðu á myndbandsupptöku af æfingunum. Mældir voru 36

þátttakendur og fengu þeir auðkenni frá 1-36 (18 RH, 18 SH) á aldrinum 16-31 ára.

Við komu skrifuðu þátttakendur undir upplýst samþykki (Viðauki IV). Notast var við

Airex æfingadýnu, þráðlausar elektróður KinePro® hugbúnað frá KinePro ehf. (mynd

6) og TRX® Suspension Training® Pro Pack bönd (mynd 7) frá Hreysti ehf.

Page 34: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

19

Þátttakendur voru mældir við framkvæmd tveggja æfinga sem báðar eru

notaðar við þjálfun aftanlærisvöðva; 1) NH og 2) hnéréttu í TRX böndum (TRX).

Báðar æfingarnar voru framkvæmdar þrisvar sinnum með stuttri hvíld á milli

endurtekninga, í þann tíma sem tók að senda merkið í tölvuna og vista það (um hálf

mínúta). Tilraun var ógild/endurtekin ef æfing var framkvæmd utan tímaramma,

ranglega framkvæmd eða ef samband við EMG tæki rofnaði. Fyrsti þátttakandi

kastaði 10kr. mynt upp á hvor æfingin var framkvæmd fyrst, eftir það voru þær

framkvæmdar á víxl. Þátttakendur hituðu upp á þrekhjóli í 5 mínútur við mjög létt álag

(9 á Borg álagsskala).

4.2.1 Undirbúningur og stöðlun mælinga Staðsetning elektróða og

undirbúningur fyrir mælingu var

samkvæmt evrópskum viðmiðum

Seniam. Samtals átta elektróður

voru staðsettar á hægri og vinstri

fótlegg þátttakenda á vöðvabol

hálfsinungsvöðva, lærtvíhöfða og

miðlægum og hliðlægum hluta

kálfatvíhöfða (mynd 3.2.2-1). Húð

þátttakenda var hreinsuð með spritti

Mynd 7 KinePro® elektróður Mynd 6 TRX® bönd

Mynd 8 Staðsetningar elektróða

Page 35: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

20

og líkamshár fjarlægð ef þess var þörf með rakvél til að minnka viðnám húðar.

Leiðnigel var sett á elektróður áður en þær voru staðsettar. Þátttakandi lá í magalegu

á meðferðabekk (Masolet, Noregur) og var látinn spenna vöðva gegn mótstöðu

rannsakenda til að tryggja rétta staðsetningu elektróðu (seniam.org).

4.2.2 Gæði merkis og MVIC Þegar allar elektróður höfðu verið staðsettar var kannað hvort merkið væri nægilega

gott. Það var gert þannig að þátttakendur voru beðnir um að framkvæma einfaldar

hreyfingar í standandi stöðu; lyfta sér upp á tær, niður aftur og beygja tvisvar sinnum

hné í 90° til skiptis með hægri og vinstri fæti. Rannsakendur mátu gæði hrámerkis og

merkisins eftir hápassasíun (high-pass filter) á tölvuskjá.

MVIC var notaður til þess að kvarða virkni vöðvanna sem hlutfall af MVIC í

niðurstöðum. Upptaka vegna MVIC fyrir aftanlærisvöðva var gerð á meðan

þátttakandi lá í magalegu á bekk og framkvæmdi MVIC með hné í 30° beygju í 5

sekúndur, belti notað sem mótstaða á hælbeini. Leiðbeiningar til þátttakenda voru

þær að þeir þrýstu hæl af fullum krafti í beltið í 5 sekúndur. MVIC fyrir kálfavöðva var

mælt í standandi stöðu með stuðning handa við vegg. Leiðbeiningar til þátttakenda

voru þær að þeir lyftu sér upp á tær og spenntu kálfavöðva af fullum krafti í 5

sekúndur.

4.2.3. Hlutverk rannsakenda Hver rannsakandi hafði ákveðið hlutverk við allar mælingar.

-­‐ Rannsakandi 1: Undirskrift þátttakenda og upplýsts samþykkis. Rakstur

líkamshára. Halda um ökkla þátttakenda við NH æfingu. Munnlegar og

verklegar leiðbeiningar við mælingu merkis.

-­‐ Rannsakandi 2: Umsjón með upphitun. Sýna myndbandsupptöku af æfingum.

Dæma tilraunir gildar/ógildar. Munnlegar leiðbeiningar með taktmæli við TRX

æfingu.

-­‐ Rannsakandi 3: Þreifa vöðva og staðsetja elektróður. Aðstoð við tölvuvinnslu.

-­‐ Rannsakandi 4: Umsjón með tölvuvinnslu

Page 36: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

21

4.3 Framkvæmd NH Leiðbeiningar við gerð NH voru: Hafðu mjaðmabreidd milli hnjáa og örlitla beygju um

mjaðmarlið. Hafðu hendur meðfram síðum (mynd 9). Haltu stöðu um mjaðmarlið,

hallaðu þér fram og reyndu að bremsa fallið af eins lengi og hægt er (mynd 10).

Mynd 9 Upphafsstaða NH æfingar

Mynd 10 Framfall í NH æfingu

Mynd 11 Lokastaða NH æfingar

Page 37: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

22

Bringa skal snerta gólfflöt í lok æfingar (mynd 11). Rannsakandi hélt um ökkla

þátttakanda. Tilraun var dæmd ógild ef þátttakandi var lengur en 7 sekúndur að

framkvæma æfinguna.

4.4 Framkvæmd hnéréttu í TRX-böndum Fyrir þessa rannsókn var þessi æfing stöðluð á þann hátt að við framkvæmd hennar

fylgdu þátttakendur munnlegum leiðbeiningum rannsakenda í takt við taktmæli (3

taktur / hraði 40) (Korg MA-30, New York). Hæð TRX-bands var stillt með tilliti til

stærðar hvers þátttakanda.

Leiðbeiningar við framkvæmd hné réttu í TRX-böndum voru: Upphafsstaða,

„liggðu á bakinu með olnboga í gólfi, hnefar vísa upp og hælar í handföngum með

90°beygju um mjaðmar- og hnjálið“ (mynd 12).

Mynd 12 Upphafsstaða TRX æfingar

Hljóðmerki 1. „lyftu mjöðm í 0°án þess að breyta stöðu um hné“ (mynd 13).

Mynd 13 Hljóðmerki 1 & 3 í TRX æfingu

Page 38: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

23

Hljóðmerki 2. „réttu úr fótum og haltu stöðu í mjöðm“ (mynd 14).

Mynd 14 Hljóðmerki 2 í TRX æfingu

Hljóðmerki 3. „dragðu hæla til baka í 90°beygju í hnjám“ (mynd 13). Lokastaða, „síga

til baka í upphafsstöðu“ (mynd 12).

Tilraun var dæmd ógild ef a) þátttakendur héldu ekki stöðu, b) lyftu mjöðm

ekki nægilega hátt upp, c) réttu úr fótum fyrir 2. hljóðmerki, eða d) héldu ekki takti.

4.5 Tölfræði og úrvinnsla vöðvarafritsmælinga Hver þátttakandi var skráður undir auðkenni (nr. 1-36), og hver upptaka vistuð

samkvæmt nafni æfingar (TRX - NH) og endurtekningu (endurtekning 1, 2 eða 3).

Upptaka á merki frá öllum 8 vöðvum var gerð við framkvæmd sex tilrauna, þrjár NH

og þrjár TRX, í 5-7 sekúndur í senn. Þráðlaust skráningatæki frá Kine ehf. tók við

yfirborðsvöðvarafritinu og vistaði gögnin í starfrænt form. Söfnunartíðni var 1600 hz

en merki með tíðni á bilinu 16 – 500 hz. Gögnum úr Kine Pro. voru flutt yfir í Matlab

7.10.0 (R2010a). Matlab kóði var notaður til að sía gögnin með 25 hz háhleypi síu

(High-pass filter) þar sem reiknuð var kvaðratrót (RMS) fyrir 250 ms gluggastærð og

niðurstöður skráðar í excel skjal. Hæð, þyngd, BMI, kyn var skráð hjá hverjum

þátttakanda ásamt ríkjandi og víkjandi fæti, aðgerðarfæti, meiðsli og hvorum hópnum

hann tilheyrði.

EMG gögn voru merkt samkvæmt skornum og óskornum fótlegg, æfingum,

vöðvahópum og hvort merkið var hámarks- eða heildað merki. Meðaltal hámarks- og

heildaðs merkis þriggja mælinga var reiknað fyrir hvern vöðva fyrir sig. Merkið var

staðlað út frá meðaltali / hámarks viljastýrðum ísómetrískum samdrætti (MVIC) * tími

* 100 hvers þátttakanda. Unnið var úr þessum gögnum í SAS enterprice guide 4.3

þar sem fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) fyrir endurteknar mælingar var notuð til

þess að reikna tölfræðilegan mun milli- og innan hópa (tests of within subjects), milli

æfinga (between groups variable) og háðs/óháðs fótar. Til að kanna tengsl milli

Page 39: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

24

ríkjandi/víkjandi- og skorins/óskorins fótar var notað kí-kvaðrat próf (chi-square).

Einhliða (One Way) parað t-próf var notað til þess að kanna hvort marktækur munur

var á meðaltölum ríkjandi og víkjandi fótleggja hjá hópunum. Öryggismörk voru 95%

og því miðuðust marktæknimörk við 5% (P=0,05).

Page 40: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

25

5. Niðurstaða

5.1 Þátttakendur

Hópur Kyn

Fjöl

di

Með

alal

dur

Með

alhæð

Með

alþy

ngd

Með

alB

MI

Samanburðar Karlar 8 21,6 ± 5,0 1,81 ± 0,03 78,5 ± 7,8 24,0 ± 2,0

Konur 10 24,9 ± 4,3 1,67 ± 0,04 60,6 ± 5,5 21,7 ± 1,5

Rannsóknar Karlar 8 19,1 ± 1,1 1,81 ± 0,04 79,6 ± 7,5 22,4 ± 2,0

Konur 10 22,1 ± 2,1 1,67 ± 0,05 60,9 ± 6,7 21,9 ± 2,2

Þýði Karlar 16 23,7 ± 5,0 1,81 ± 0,04 79,1 ± 7,4 24,2 ± 1,9

Konur 20 20,9 ± 2,3 1,67 ± 0,04 60,8 ± 6,0 21,8 ± 1,8

Tafla 1 Fjöldi leikmanna og kyn, meðalaldur, -hæð, -þyngd og -BMI

Hópur Ald

ur

Hæð

Þyng

d

BM

I

Samanburðar 20,5 ± 3,7 1,73 ± 0,08 68,6 ± 11,2 22,7 ± 2,0

Rannsóknar 23,7 ± 3,6 1,73 ± 0,09 69,2 ± 11,8 23,0 ± 2,4

Tafla 2 Meðalaldur, -hæð, -þyngd og BMI SH- og RH

Þátttakendur voru alls 36 og þar af 20 konur og 16 karlar. Var þeim skipt í RH og SH

eftir því hvort þau höfðu slitið fremra krossband eða ekki. Í RH höfðu 11

einstaklingar slitið fremra krossband á vinstri fæti, sex á hægri fæti og einn báðum

megin. Meðaltöl (SD) fyrir aldur, hæð, þyngd og BMI má finna í töflu 1 Leikmenn úr

þremur deildum tóku þátt í rannsókninni (tafla 3).

Page 41: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

26

Fjöl

di

leik

man

na

Frem

ra

kros

sban

dssl

it

% a

f slit

um

Pepsí deild karla 14 7 39

Pepsí deild kvenna 20 10 56

1. Deild karla 2 1 5 Tafla 3 Tíðni og hlutfall fremra krossbandaslita eftir deildum.

Af þeim sem tóku þátt í rannsókninni höfðu 7 (19 %) tognað aftan í læri einhvern

tímann á íþróttaferlinum, þar af voru 5 (13,5 %) í RH en enginn hafði tognað fyrir

skemur en 3 mánuðum.

Mynd 15 Meðaltímalengd (SD) hópa við framvkæmd NH æfingar.

Ekki var marktækur munur milli hópa hvað varðar þann tíma sem þátttakendur notuðu

til að framkvæma NH æfinguna (p=0,29; mynd 15), en TRX æfingin var framkvæmd

á fyrirfram ákveðnum föstum tíma eða á 2,5 sek..

0.00

1.00

2.00

3.00

4.00

5.00

6.00

Samanburðarhópur Rannsóknarhópur

Tím

i (se

k)

Munur á tímalengd í NH æfingu

3.8±1,0 4,0±1,3

Page 42: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

27

Rannsóknarhópur

Rík

jand

i

Vík

jand

i

P-ta

la*

Hliðlægur aftanlærisvöðvi NH 19,1 ± 8,1 20,5 ± 7,4 0.318 Miðlægur aftanlærisvöðvi NH 19,9 ± 8,7 22,1 ± 8,5 0.185 Miðlægur kálfatvíhöfði NH 23,6 ± 7,6 20,4 ± 6,2 0.078 Hliðlægur aftanlærisvöðvi TRX 23,3 ± 18,1 16,0 ± 5,6 0.084 Miðlægur aftanlærisvöðvi TRX 20,8 ± 14,8 18,5 ± 9,4 0.313 Miðlægur kálfatvíhöfði TRX 20,8 ± 12,1 17,7 ± 8,4 0.221 Tafla 4 Meðaltöl (SD) ríkjandi og víkjandi fóta eftir vöðvum. Parað t-próf, *einhliða próf til að skoða hvort munur var á meðaltölum.

Samanburðarhópur

Rík

jand

i

Vík

jand

i

P-ta

la*

Miðlægur aftanlærisvöðvi NH 20,4 ± 10,7 21,2 ± 14,9 0.434 Hliðlægur aftanlærisvöðvi NH 19,6 ± 12,6 21,6 ± 12,5 0.332 Miðlægur kálfatvíhöfði NH 19,7 ± 8,8 24,3 ± 15,3 0.144 Hliðlægur aftanlærisvöðvi TRX 15,8 ± 11,2 21,3 ± 9,4 0.097 Miðlægur aftanlærisvöðvi TRX 17,6 ± 10,4 23,2 ± 12,2 0.106 Miðlægur Kálfatvíhöfði TRX 19,8 ± 16,1 22,9 ± 12,3 0.247 Tafla 5 Meðaltöl (SD) ríkjandi og víkjandi fóta eftir vöðvum. Parað t-próf, *einhliða próf til að skoða hvort munur var á meðaltölum.

Samkvæmt pöruðu t-prófi var hvorki marktækur munur á meðaltalsvöðvavirkni

ríkjandi og víkjandi fótleggs í RH (tafla 4) né SH (tafla 5).

Vöðvavirkni miðlægs aftanlærisvöðva RH og SH við framkvæmd NH og TRX

æfingar.

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu,

milli hópa, á vöðvavirkni miðlægs hluta aftanlærisvöðva (p=0.02).

Page 43: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

28

Mynd 16 Hámarks vöðvarafrit; munur á meðaltali (SE) miðlæga hluta aftanlærisvöðva, milli skorins og óskorins fótleggjar RH við framkvæmd NH og TRX æfingar

Mynd 17 Hámarks vöðvarafrit; munur á meðaltali (SE) miðlæga hluta aftanlærisvöðva, milli skorins og óskorins fótleggjar SH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

Í RH kom fram minni virkni skornu megin við framkvæmd TRX æfingarinnar

samanborið við NH, en munurinn var á hinn veginn óskornu megin (mynd 16). Í SH

var nokkuð sambærileg virkni milli æfinga hjá hvorum fótlegg fyrir sig (mynd 17).

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Rannsóknarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Samanburðarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

Page 44: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

29

Vöðvavirkni hliðlægs aftanlærisvöðva RH og SH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu,

milli hópa á vöðvavirkni á hliðlægum hluta hamstrings (p=0.004).

Mynd 18 Hámarks vöðvarafrit; munur á meðaltali (SE) hliðlægs hluta aftanlærisvöðva, milli skorins og óskorins fótleggjar RH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

Mynd 19 Hámarks vöðvarafrit; munur á meðaltali (SE) hliðlæga hluta aftanlærisvöðva, milli skorins og óskorins fótleggjar SH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Rannsóknarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Samanburðarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

Page 45: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

30

Aftur má sjá í RH áberandi minni virkni skornu megin við framkvæmd TRX

æfingarinnar samanborið við NH, en meiri virkni óskornu megin við framkvæmd

TRX æfingarinnar samanborið við NH (mynd 18). Í SH var nokkuð sambærileg virkni

milli æfinga hjá hvorum fótlegg fyrir sig (mynd 19).

Heildað vöðvarafrit; virkni hliðlægs kálfatvíhöfða og hliðlægs aftanlæris vöðva

hjá RH og SH við framkvæmd TRX æfingar.

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi marktæk víxlhrif útlims og vöðva á milli

hópa á hliðlægum kálfatvíhöfða og hliðlægum aftanlæris vöðva (p=0.041).

Mynd 20 Heildað vöðvarafrit; munur á meðaltali (SE) hliðlæga hluta kálfatvíhöfða og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva á skornum og óskornum fótlegg við framkvæmd TRX æfingar.

0

10

20

30

40

50

60

Gast Hams Gast Hams

SK SK ÓSK ÓSK

% a

f MIV

C

Rannsóknarhópur

SK Gast

SK Hams

ÓSK Gast

ÓSK Hams

Page 46: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

31

Mynd 21 Heildað vöðvarafrit; meðaltal (SE) vöðvavirkni hliðlæga hluta kálfatvíhöfða og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva á skornum og óskornum fótlegg við framkvæmd TRX æfingar

Í RH var meiri virkni í hliðlægum aftanlærisvöðva heldur en í hliðlægum

kálfatvíhöfða á óskorna fótnum, en ekki í skorna fótleggnum en þar er vöðvavirkni í

hliðlægum kálfatvíhöfða ívið meiri en vöðvavirkni hliðlægs aftanlærisvöðva (mynd

20). Í SH var hvorki munur á milli vöðvavirkni hliðlægs aftanlærisvöðva og hliðlægs

kálfatvíhöfða á óskorna fótlegg né á skorna (mynd 21).

0

10

20

30

40

50

60

Gast Hams Gast Hams

SK SK ÓSK ÓSK

% a

f MIV

C

Samanburðarhópur

SK Gast

SK Hams

ÓSK Gast

ÓSK Hams

Page 47: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

32

Vöðvavirkni miðlægs kálfatvíhöfða RH og SH við framkvæmd NH æfingar og

TRX æfingar.

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi fram á marktæk víxlhrif fyrir útlim og

æfingu, milli hópa á vöðvavirkni miðlægs kálfatvíhöfða (P=0.012).

Mynd 23 Hámarks rafritsafrit; munur á miðlægum hluta kálfatvíhöfða, milli skorins og óskorins fótleggjar SH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Samanburðarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

0

10

20

30

40

50

60

NH NH TRX TRX

SK ÓSK SK ÓSK

% a

f MIV

C

Rannsóknarhópur

SK NH

ÓSK NH

SK TRX

ÓSK TRX

Mynd 22 Hámarks rafritsafrit; Munur á miðlægum hluta kálfatvíhöfða, milli skorins og óskorins fótleggjar RH við framkvæmd NH og TRX æfingar.

Page 48: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

33

Í RH var meiri virkni í óskornum fótlegg heldur en í skornum við gerð TRX æfingar en

ekki við gerð NH æfingar (mynd 22). Í SH var hins vegar munur á milli skorins og

óskorins fótleggjar bæði við gerð NH æfingar og við gerð TRX æfingar (mynd 23).

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndu ekki fram á marktæk víxlhrif fyrir útlim og

æfingu, milli hópa á vöðvavirkni hliðlægs kálfatvíhöfða (P=0.458).

Aðrar niðurstöður

Heildað vöðvarafrit;

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi ekki marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu,

milli hópa á vöðvavirkni á hliðlægum og miðlægum hluta aftanlæris vöðva og

miðlægum og hliðlægum kálfatvíhöfða.

Fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) sýndi ekki marktæk víxlhrif á virkni miðlægs

kálfatvíhöfða og miðlægs aftanlæris vöðva hjá rannsóknar- og SH við framkvæmd

NH æfingar var ekki marktæk.

Page 49: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

34

6. Umræður

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni við starfrænar hreyfingar hjá 18

knattspyrnumönnum sem hafa fengið HG ígræðslu eftir fremra krossbandsslit og

bera þá saman við 18 óskorna knattspyrnumenn. Vöðvavirkni þeirra vöðvahópa sem

koma að beygju hnéliðar var skoðuð við framkvæmd NH æfingar og TRX æfingar.

Helstu niðurstöður sýndu marktæk víxlhrif milli RH og SH í vöðvahópum miðlægs og

hliðlægs aftanlærisvöðva og hliðlægs hluta kálfatvíhöfða. Niðurstöðurnar eru í

samræmi við tilgátu 1 og 2 varðandi mun á hópum í NH æfingu, þó kom það á óvart

að sjá mun á vöðvavinnu milli fótleggja hjá SH. En þegar niðurstöðurnar voru

skoðaðar út frá fótleggjum eingöngu án þess að taka tillit til RH kom í ljós að ekki var

munur á milli fótleggja. Einnig voru marktæk víxlhrif milli hópa í heilduðu merki

hliðlægs kálfatvíhöfða og hliðlægs aftanlærisvöðva við framkvæmd TRX æfingar.

6.1 Samanburðarhópur Niðurstöður sýndu að munur var á vöðvavirkni milli fótleggja hjá SH (mynd 17, 19 og

23) í vöðvahópum miðlægs og hliðlægs aftanlærisvöðva og hliðlægs kálfatvíhöfða.

Þessar niðurstöður komu á óvart, þar sem fyrirfram hefði mátt búast við svipaðri

virkni milli fóta hjá heilbrigðum einstaklingum. Þegar virkni ríkjandi og víkjandi fótar

var skoðað með t-prófi (tafla 5) í sömu vöðvahópum kom hins vegar í ljós að ekki var

marktækur munur á milli fóta. Ekki var munur á því hvort hægri eða vinstri var oftar

nefndur „skorinn“ eða „óskorinn“, en eins og fram kom í aðferðakaflanum voru hægri

og vinstri fótleggir þessa fólks nefndir samkvæmt því hvor fótleggurinn var skorinn

hjá þátttakendum RH.

Að okkar mati er hugsanlegt að þegar SH var paraður við rannsóknarhóp hafi

fóturinn sem var með minni virkni fyrir tilviljun lent oftar ,,skornu megin” og orðið til

þess að þessi munur á vöðvavirkni milli fóta kom fram. Í öllu falli ber á það að líta að

vöðvavirkni í fótleggjum SH í æfingunum tveimur var mjög áþekk, ólíkt RH.

6.2 Rannsóknarhópur Vöðvavirkni milli fótleggja þátttakenda í RH er ekki eins milli æfinga. Í NH æfingu er

munur á vöðvavirkni milli skorins og óskorins fótleggs ekki mikill en í TRX æfingu er

munurinn töluverður (mynd 16, 18 og 22). Ef vöðvavirkni er skoðuð út frá því hvort

fótur er ríkjandi eða víkjandi þá sýnir t-próf (tafla 4) ekki marktækan mun þar á milli

sama hvor æfingin er skoðuð. Þetta segir okkur að meðaltalsvöðvavirkni fótleggja er

svipuð þegar horft er eingöngu á hvor fóturinn er ríkjandi eða víkjandi. Aftur á móti

Page 50: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

35

kemur fram munur þegar vöðvavirknin er skoðuð með tilliti til hvort fóturinn er skorinn

eða ekki. Rannsóknarspurningin okkar snérist um það að bera saman vöðvavirkni

RH út frá því hvort fótur sé skorinn eða óskorinn til að kanna áhrif

skurðaðgerðarinnar á vöðvavirkni aðlægra vöðva, og því verða niðurstöður túlkaðar í

ljósi þess. Niðurstöður okkar benda til þess að eftir HG ígræðslu verði vöðvavirkni

aftanlærisvöðva ekki sú sama og hjá óskornum fótlegg og endurspeglast það m.a. í

því að vöðvavirkni er breytileg milli æfinga, ólíkt því sem sást hjá SH. Ekki er víst

hvað veldur, en hugsanlega er það aðgerðin sjálf og hvar ný festing vöðvans liggur

sem hefur þessi áhrif, eða endurnýjun vöðvans. Papandrea o.fl. (2000) rannsökuðu

40 einstaklinga sem höfðu farið í HG ígræðslu og sýndu fram á að sin miðlægs

aftanlærisvöðva festist hjá öllum viðföngunum u.þ.b fjórum cm nær pes anserinus

miðað við sin gagnstæðs fótleggs þó gátu þeir ekki tilgreint af hverju þetta gerist og

hvaða áhrif þetta hefur á færni. Þetta kom einnig fram í rannsókn Makihara, Nishino,

Fukubayashi og Kanamori (2006). Rannsóknir hafa einnig sýnt að sinar miðlægs

aftanlærisvöðva endurnýjast eftir að hluti hans er tekinn í krossbandsígræðslu

(Eriksson, Larsson, Wredmark og Hamberg, 1999; Okahashi o.fl., 2006; Papandrea

o.fl., 2000). Það má velta fyrir sér hvort endurnýjun miðlægs aftanlærisvöðva eftir

áverkann geti verið hluti af ástæðu fyrir því að vöðvavirkni sé breytt hjá RH, því ekki

virðist ljóst hvort endurnýjun tauga verður í sama hlutfalli og endurnýjun vöðvans.

Eriksson, Larsson, Wredmark og Hamberg (2001) sýndu að í þeim sjúklingum

þar sem endurnýjun var á hálfsinungsvöðva þá var engin markverð minnkun á

þverskurðarsvæði vöðvans. Í þeim einstaklingum þar sem endurnýjun var ekki þá var

markverð minnkun á þverskurðarsvæði ásamt stækkun í hálfhimnuvöðva. Í báðum

sjúklingahópum var minnkaður ísókenitískur styrkur í aftanlærisvöðva miðað við

heilbrigðan fótlegg.

Choi o.fl. (2012) rannsökuðu samband endurnýjunar sina, styrks í

aftanlærisvöðvum og getu í færnimiðuðum prófum eftir krossbandaaðgerðir með HG

ígræðslu tveimur árum eftir aðgerð. Þar kom fram marktækur munur á ísókínetískum

styrk á einstaklingum þar sem endurnýjun hafði orðið á bæði hálfsinungsvöðva og

rengluvöðva samanborið við einstaklinga þar sem endurnýjun var aðeins í annarri

hvorri sininni og þar sem engin endurnýjun hafði átt sér stað. Eins sýndu þeir fram á

betri árangur þeirra þar sem endurnýjun var á báðum sinunum í Carioca prófi en

enginn marktækur munur var á færnimiðuðum prófum eins og Stökk prófi og Sértæku

hlaupaprófi.

Hluti af ástæðu breyttrar vöðvavirkni gæti verið að endurnýjun sina

hálfsinungsvöðva og rengluvöðva hafi ekki verið nægileg annað hvort hjá annarri

sininni eða báðum. Í rannsóknunum er notast við styrkmælingu en í okkar rannsókn

Page 51: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

36

notumst við við % af hámarksvöðvavirkni. Það ber þó að varast að bera saman styrk

vöðva og vöðvavirkni þó svo að ekki megi útiloka að samband sé þarna á milli.

Makihara o.fl. (2006) rannsökuðu styrk og vöðvavirkni aftanlærisvöðva eftir HG

ígræðslu. Þeir rannsökuðu 16 einstaklinga sem höfðu hlotið fremra krossbandsslit

12-43 mánuðum áður. Einstaklingarnir voru allir í reglulegri þjálfun eða í

keppnisíþróttum og höfðu snúið til sinnar fyrri hreyfingar. Niðurstöður sýndu að

styrkur aftanlærisvöðva sem mældur var ísókínetískt var marktækt minni á skornum

fæti miðað við óskorinn fót við 60°, 75°, 90° og 105° beygju. Aðrar rannsóknir hafa

einnig sýnt samskonar mun við 60° og meiri beygju í hné (Adachi o.fl., 2003;

Nakamura o.fl., 2002; Tashiro, Kurosawa, Kawakami, Hikita og Fukui, 2003).

Makihara o.fl (2006) gerðu einnig yfirborðsvöðvarafritsmælingar þar sem þeir

mældu ísómetríska virkni hálfsinungsvöðva, hálfhimnuvöðva og lærtvíhöfða við 50%

af MIVC í 45° og 90° beygju í hné. Vöðvavirkni í hálfhimnuvöðva og lærtvíhöfða hjá

bæði skornum og óskornum minnkaði með aukningu á beygju í hné. Vöðvavirkni í

hálfsinungsvöðva í skornum fæti minnkaði marktækt einnig við aukningu á beygju en

vöðvavirkni í óskornum fæti hækkaði lítillega. Þeir töldu að ástæða breyttrar virkni

væri vegna breyttrar staðsetningar festu hálfsinungsvöðva hjá skornum

einstaklingum. Rennir þetta stoðum undir niðurstöður Papandrea o.fl. (2000). Þessi

rannsókn Makihara o.fl. (2006) sýndi að samband væri á milli magns vöðvavinnu og

vöðvavirkni. Einnig er áhugavert að minnkaður styrkur og vöðvavirkni var í skornum

fæti við aukna beygju í hné.

Þegar horft er á mun á vöðvavirkni NH æfingar og TRX æfingar í

rannsóknarhóp sést að vöðvavirkni er ekki eins við framkvæmd þeirra. Vöðvavirkni

NH æfingar er nokkuð jöfn á milli fóta en í TRX æfingunni er töluvert meiri virkni í

óskorna fætinum heldur en í þeim skorna. Í báðum þessum æfingum var

vöðvavirknin mæld í eftirgefandi vöðvasamdrætti æfinganna og í báðum æfingum

verður breyting á horni hnés. Fætur eru „fastir“ í NH æfingu en ekki í TRX æfingu en

þátttakendum var haldið í hlutlausri stöðu í sköflungi við framkvæmd NH

æfingarinnar en þar sem það var bara gert með handafli þá er hætta á að missa

fótinn annað hvort í inn- eða útsnúning. Í TRX æfingu eru fætur lausir og var

möguleiki á ómeðvituðum inn- eða útsnúningi hjá einstaklingunum þar sem æfingin

er í opinni keðju. Lynn og Costigan (2009) fundu út að hægt væri að virkja miðlægan

og hliðlægan hluta aftanlærisvöðva mismikið með því að beita innsnúningi eða

útsnúningi á sköflung í aftanlærisæfingum. Snúningur á sköflungi gæti verið hluti

ástæðu þess að munur sé á vöðvavirkni í æfingunum.

Page 52: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

37

6.3 Munur milli hópa Víxlhrif voru milli RH og SH vegna þess að meðalvöðvavirkni við framkvæmd NH

æfingar hjá RH var ekki eins og sú vöðvavirkni sem sást við framkvæmd TRX

æfingarinnar hjá báðum hópum og NH æfingar hjá SH. Ekki var munur á þeim tíma

sem það tók að framkvæma NH æfinguna hjá RH og SH (mynd 15). Eins og áður

sagði er hugsanlegt að aðferðin við að para rannsóknarhóp og samanburðarhóp með

tilliti til skorins og óskorins fótar RH, valdi því að þessi munur á vöðvavirkni milli

fótleggja kom fram hjá samanburðarhóp (mynd 16, 17, 18, 19, 22, 23). Eins ber að

huga að því að NH æfingin er gerð í lokaðri keðju á meðan TRX æfingin er gerð í

opinni og því er meiri möguleiki að í TRX æfingunni hafi einstaklingarnir ómeðvitað

snúið sköflungi til þess að geta virkjað þá vöðva meira sem ekki hafa orðið fyrir

skaða. Það gæti verið ástæðan fyrir því að vöðvavirkni er breytt í hliðlægum

kálfatvíhöfða (mynd 22). Það getur einnig haft áhrif að í NH æfingu er meiri krafa um

vöðvavirkni heldur en í TRX æfingu og þar með þarf að virkja jafnar í miðlægum og

hliðlægum aftanlærisvöðva og hliðlægum kálfatvíhöfða.

Að þessu gefnu höfnum við tilgátu 1 þar sem ekki er munur á vöðvavirkni milli

skorins og óskorins fótar hjá RH en samþykkjum tilgátu 2 þar sem munur er á milli

fótleggja hjá SH.

Tilgátur 3 og 4 eru samþykktar þar sem munur er á vöðvavirkni milli skorins

og óskorins fótleggjar við framkvæmd TRX æfingu hjá RH og einnig hjá SH.

Tilgátu 5 er samþykkt þar sem í RH er munur á milli fótleggja í TRX æfingunni

en aftur á móti er sama og enginn munur á milli fótleggja í NH æfingu.

6.4 Munur á heildaðri vöðvavirkni milli aftanlærisvöðva og kálfatvíhöfða Í heilduðu merki vöðvaafrits komu í ljós marktæk víxlhrif fyrir útlim og vöðva milli

hópa á hliðlægum kálfatvíhöfða og hliðlægum aftanlærisvöðva (mynd 20 og 21). Hjá

RH var aftanlærisvöðvi á óskornum fæti að vinna meira en kálfatvíhöfði á sama fæti.

Í skorna fætinum snérist þetta við og vöðvavirkni í aftanlærisvöðva er minni en í

kálfatvíhöfða. Hugsanleg ástæða þess að hliðlægur kálfatvíhöfði vinni meira heldur

en hliðlægur aftanlærisvöðvi í skornum fæti gæti verið minnkuð vöðvavirkni

aftanlærisvöðva í TRX æfingu hjá RH. Önnur ástæða gæti verið að TRX æfingin er

framkvæmd í opinni keðju og býður upp á tilfærslu á fótstöðu við framkvæmd

æfingarinnar. Tilfærsla á fótstöðu gæti falist í inn- eða útsnúningi á sköflungi sem

hugsanlega gæti haft áhrif á breytta vöðvavirkni.

Page 53: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

38

6.5 Val á æfingum Markmiðið okkar með rannsókninni var að kanna hvort vöðvavirkni væri breytt hjá

einstaklingum sem hafa farið í HG ígræðslu. Valið á æfingunum fyrir rannsóknina tók

mið af því að finna æfingar sem eru notaðar í endurhæfingu eftir fremra

krossbandsslit og einnig til styrktarþjálfunar hjá knattspyrnumönnum. Valið á þessum

æfingum var hugsað til þess að skoða eftirgefanlega vöðvavinnu en hún er talin vera

best til þess fallin að styrkja skaðaða vöðva. Arnason, Andersen, Holme,

Engebretsen og Bahr rannsökuðu áhrif eftirgefanlegrar styrktarþjálfunar (NH) og

liðleikaþjálfunar á 17-30 úrvalsdeildarliðum í knattspyrnu á Íslandi og í Noregi.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að eftirgefanleg styrktarþjálfun og upphitun með

liðleikaþjálfun minnkuðu tíðni aftanlæristognana á meðan engin marktæk áhrif voru á

liðleikaþjálfun einungis. Bæði NH æfingin og TRX byggjast að mestu leyti á

eftirgefanlegri vöðvavinnu sem er kjörin fyrir endurhæfingu aftanlærisvöðva eftir slit á

fremra krossbandssliti (Arnason, Andersen, Holme, Engebretsen og Bahr, 2008).

Munurinn á NH æfingu og TRX æfingu í okkar rannsókn hvað varðar álag og

beygju í hné er sá að líklegast er að virkni aftanlærisvöðva sé í hagstæðari lengd í

NH æfingunni þar sem æfingin byrjar í 90° en ætla má að mesta álagið sé eftir um

það bil 70°. Í TRX æfingunni má ætla að virknin byrji strax í 90° í hné þar sem

einstaklingar þurfa að rétta úr mjöðm og lyfta sér upp frá gólfi til að geta byrjað

æfinguna. Að því gefnu að minnkuð vöðvavirkni verði í skornum fæti eftir því sem

beygja í hné eykst getur ástæða minnkaðs vöðvavirknis skorins fótar í TRX

æfingunni (mynd 16 og 18) verið vegna þess.

6.6 Ályktun Fyrir rannsókn hefði mátt búast við því að vöðvavirkni væri ekki eins eftir aðgerð þar

sem átt hefur verið við aftanlærisvöðva. Kenningin/tilgátan var sú að vöðvavirknin

myndi minnka við áverkann sem veittur er við aðgerð og að aðlægir vöðvar t.d.

hliðlægur hluti aftanlærisvöðva eða kálfatvíhöfða myndu vinna upp minnkaða

vöðvavirkni

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að RH virtist virkja hærra hlutfall af MVIC

í öðrum fótleggnum við framkvæmd TRX æfingar og því voru þjálfunaráhrif milli

fótleggja almennt ólík. Rannsókn okkar sýnir að vöðvavirkni er ekki sú sama eftir að

tekið hefur verið úr miðlægum aftanlærisvöðva við framkvæmd TRX æfingar og

þjálfunaráhrif eru ólík milli fóta. Við teljum ástæðu til að mæla með styrktaræfingum

sem eru gerðar á öðrum fæti, fyrir þá einstaklinga sem hafa slitið fremra krossband

og fengið HG ígræðslu svo að óskorni fóturinn æfist ekki meira en hinn.

Page 54: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

39

6.7 Annmarkar rannsóknar Úrtak rannsóknarinnar var ekki stórt (n=36) en stærra úrtak hefði endurspeglað þýðið

betur þó óvíst sé hvort niðurstöður væru aðrar. Karlar og konur voru rannsökuð

saman þar sem erfitt hefði verið að rannsaka einungis annað kynið vegna skorts á

einstaklingum með HG ígræðslu. Áreiðanlegra hefði verið að rannsaka sitthvort kynið

vegna kynbundins munar krossbandsslita. Mælingar á leikmönnum fóru ekki fram á sama tíma dagsins hjá hverjum og

einum. Sumir komu á morgnana og aðrir seinni part dags og voru jafnvel búnir að

fara á æfingu. Því gæti þreyta leikmanna haft áhrif á útkomu rannsóknar að einhverju

leyti, en þetta var raunin hjá þátttakendum beggja hópa. Við mælingar voru notaðar

yfirborðs elektróður. Hætta er á að elektróðan taki upp merki frá nærliggjandi vöðvum

sem hafi svo áhrif á niðurstöður mælinga (Robertson o.fl., 2009). Einnig má nefna

að rengluvöðvi og hálfhimnuvöðvi voru ekki mældir í þessari rannsókn þar sem erfitt

er að mæla þá með yfirborðs elektróðum vegna staðsetningar þeirra. Því hefði þurft

að nota vöðvarafritsnálar til þess að vera öruggur um að ná þeim án þess að verða

fyrir truflunum frá öðrum vefjum. Æfingar sem gerðar voru í rannsókninni voru ekki

starfrænar fyrir knattspyrnu en æfingarnar eru aftur á móti vinsælar styrktaræfingar

hjá knattspyrnumönnum. Ekki er hægt að útiloka að snúningur hafi orðið hjá

einstaklingum á sköflungi við framkvæmd TRX æfingar. Því gæti aukin vöðvavirkni

hafa orðið annað hvort í miðlægum eða hliðlægum hluta aftanlærisvöðva hafi

einstaklingur beitt inn- eða útsnúningi á sköflungi. Einnig reyndi meira á samhæfingu

hreyfinga í TRX æfingunni þar sem einstaklingar þurftu að fylgja fleiri leiðbeiningum

við framkvæmd æfingarinnar samanborið við NH æfinguna.

6.8 Framtíðarrannsóknir Ekki eru til margar rannsóknir sem mæla vöðvavirkni við framkvæmd æfinga eftir

krossbandsslit. Vert væri að rannsaka:

• Karla og konur í sitthvoru lagi.

• Bæta við vöðvarafritsmælingum á rengluvöðva og hálfhimnuvövða einnig

væri áhugavert að mæla fleiri vöðva eins og miðlægur þjóvöðvi (m.gluteus

medius), ferhyrnuvöðva o.fl.

• Sameina isómetríska styrktarmælingu með KinCom og vöðvavirkni með EMG

mælingu.

• Gera samskonar rannsókn við hlaup og stefnubreytingar, hopp og lendingu

sem er meira starfrænt miðað við knattspyrnu.

Page 55: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

40

• Gera samskonar rannsókn eftir áreynslu hjá íþróttafólki sem hefur slitið

fremra krossband.

• Gera samskonar rannsókn á öðru íþróttafólki eins og körfubolta, handbolta

eða fimleikum.

• Gera rannsókn þar sem vöðvavirkni er skoðuð á mismunandi tímapunktum

frá aðgerð.

• Samanburður á íþróttamönnum sem hafa rifið aftanlærisvöðva við þá sem

hafa farið í HG ígræðslu.

• Bera saman BPTB ígræðslu við HG ígræðslu með samskonar rannsókn.

Page 56: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

41

7. Lokaorð Slit á fremra krossbandi eru alvarleg meiðsl íþróttamanna og tekur það íþróttamenn

langan tíma að ná sér af þeim. Tíðni krossbandsslita í íþróttum er algengust í

knattspyrnu. Kynbundinn munur er á sliti á fremra krossbandi en samkvæmt sænskri

rannsókn var tíðni krossbandsslita 0,11/1000 klukkustundir hjá körlum og 0,15/1000

klukkustundir hjá konum í knattspyrnu í sænsku úrvalsdeildinni árið 2005. Við slit á

fremra krossbandi getur orðið annar skaði á liðumbúnaði þar sem liðmáni og liðbönd

í kringum hnéð geta orðið fyrir skaða.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort vöðvavirkni aftanlærisvöðva

og kálfatvíhöfðavöðva breyttist eftir HG ígræðslu eftir slit á fremra krossbandi við

framkvæmd NH- og TRX æfinga hjá knattspyrnumönnum. Þátttakendur komu úr

tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna. Þátttakendum var skipt upp í tvo

hópa og vöðvavirkni þeirra borin saman.

Helstu niðurstöður voru að marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu, milli hópa

fundust á vöðvavirkni miðlægs- og hliðlægs aftanlærisvöðva og hliðlægs

kálfatvíhöfðavöðva. Vöðvavirkni var svipuð milli fótleggja í báðum æfingum hjá SH, á

meðan merkið minnkaði milli æfinga skornu megin, en jókst hinum megin hjá RH.

Marktæk víxlhrif útlims og hlutfallslegrar vöðvavirkni hliðlægs aftanlæris-

/kálfatvíhöfðavöðva, milli hópa, fundust einnig. Hlutfall vöðvavirkni var svipað milli

fótleggja SH (aftanlæris->kálfatvíhöfðavöðva), á meðan vöðvavirkni aftanlærisvöðva

var minni en hjá kálfatvíhöfðavöðva áverkamegin, en meiri hinum megin hjá RH.

Munur á vöðvavirkni RH og SH bendir til þess að breyting verði á vöðvavirkni

beygjuvöðva í hné eftir fremra krossbandsslit. Við teljum ástæðu til að mæla með

styrktaræfingum sem eru gerðar á öðrum fæti, fyrir þá einstaklinga sem hafa slitið

fremra krossband og fengið HG ígræðslu svo að óskorni fóturinn æfist ekki meira en

hinn. Þörf er á auknum rannsóknum á vöðvavirkni í starfrænum æfingum svo hægt

sé að endurhæfingu markvissari eftir HG ígræðslu.

Page 57: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

42

Heimildarskrá Adachi, N., Ochi, M., Uchio, Y., Sakai, Y., Kuriwaka, M. og Fujihara, A. (2003).

Harvesting hamstring tendons for ACL reconstruction influences

postoperative hamstring muscle performance. Archives of Orthopaedic and

Trauma Surgery, 123(9), 460-465. af http://dx.doi.org/10.1007/s00402-003-

0572-2

Ardern, C. L., Webster, K. E., Taylor, N. F. og Feller; J. A. (2011). Return to sport

following anterior cruciate ligament reconstruction surgery: a systematic

review and meta-analysis of the state of play. British Journal of Sports

Medicine, 45(7), 596-606. af http://bjsm.bmj.com/content/45/7/596.abstract

Ardern, C. L., Webster, K. E., Taylor, N. F. og Feller, J. A. (2011). Return to the

Preinjury Level of Competitive Sport After Anterior Cruciate Ligament

Reconstruction Surgery. The American Journal of Sports Medicine, 39(3),

538-543. af http://ajs.sagepub.com/content/39/3/538.abstract

Arendt, E. og Dick, R. (1995). Knee Injury Patterns Among Men and Women in

Collegiate Basketball and Soccer. The American Journal of Sports Medicine,

23(6), 694-701. af http://ajs.sagepub.com/content/23/6/694.abstract

Arnason, A., Andersen, T. E., Holme, I., Engebretsen, L. og Bahr, R. (2008).

Prevention of hamstring strains in elite soccer: an intervention study.

Scandinavian Journal of Medicine and Science, 18(1), 40-48. af

http://search.proquest.com/docview/214061013?accountid=28822 úr

ProQuest Central.

Bahr, R. og Engebretsen, L. (2004). Acute knee injuries. Í R. Bahr og S. Mæhlum

(Ritstj.), Clinical guide to sports injuries (bls. 321-359). Osló: Human Kinetics.

Beynnon, B. D., Bernstein, I. M., Belisle, A., Brattbakk, B., Devanny, P., Risinger, R.

o.fl. (2005). The Effect of Estradiol and Progesterone on Knee and Ankle

Joint Laxity. American Journal of Sports Medicine, 33(9), 1298-1304. af

http://search.proquest.com/docview/294099877?accountid=28822 úr AIDS

and Cancer Research Abstracts; Biological Sciences; COS Conference

Papers Index; MEDLINE®; ProQuest Central.

Page 58: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

43

Beynnon, B. D., Johnson, R. J., Abate, J. A., Fleming, B. C. og Nichols, C. E. (2005).

Treatment of Anterior Cruciate Ligament Injuries, Part I. The American

Journal of Sports Medicine, 33(10), 1579-1602. af

http://ajs.sagepub.com/content/33/10/1579.abstract

Brotzman, S. B. (2011). Knee injuries: Anterior cruciate ligament injuries. Í S. B.

Brotzman og R. Manske (ritstjórar). Clinical Orthopedic Rehabilitation (3

útgáfa)(Bls. 217). Philadephia: Elsevier Mosby.

Cascio, B. M., Culp, L. og Cosgarea, A. J. (2004). Return to play after anterior

cruciate ligament reconstruction. Clinics in Sports Medicine, 23(3), 395-408.

af http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0278591904000286

Chleboun. G. (2005). Muscle struction and function. Í P. K. Levangie og C. C.

(ritstjórar.) Joint structure and function: A comprehensive analysis. (4

útgáfa)(bls 115 - 130). Philadelphia: F.A. Davis Company.

Choi, J. Y., Ha, J. K., Kim, Y. W., Shim, J. C., Yang, S. J. og Kim, J. G. (2012).

Relationships Among Tendon Regeneration on MRI, Flexor Strength, and

Functional Performance After Anterior Cruciate Ligament Reconstruction With

Hamstring Autograft. The American Journal of Sports Medicine, 40(1), 152-

162. af http://ajs.sagepub.com/content/40/1/152.abstract

Colombet, P., Allard, M., Bousquet, V., de Lavigne, C., Flurin, P.-H. og Lachaud, C.

(2002). Anterior cruciate ligament reconstruction using four-strand

semitendinosus and gracilis tendon grafts and metal interference screw

fixation. Arthroscopy: The Journal of Arthroscopic &amp; Related Surgery,

18(3), 232-237. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749806302547939

Cooper. R., Morris. H. og Arendt. L. (2010). Acute knee injuries. Í P. Brukner og K.

Karim. Clinical sports medicine.(3. útgáfa)(bls 460 - 494). Sidney: McGraw-

Hill.

Day, S. (e.d, 12. desember 2011). Important Factors in surface EMG measurement.

af http://edge.rit.edu/edge/P08027/public/IRB/Papers/intro_EMG.pdf

Page 59: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

44

Drake, R. L., Vogl, W. og Mitchell, A. W. M. (2005). Grey´s Anatomy for students. Í

(bls.525 - 536). Toronto: Elsevier.

Eitzen, I., Moksnes, H., Snyder-Mackler, L. og Risberg, M. A. (2010). A progressive

5-week exercise therapy program leads to significant improvement in knee

function early after anterior cruciate ligament injury. The Journal of

orthopaedic and sports physical therapy, 40(11), 705-721. af

http://ukpmc.ac.uk/abstract/MED/20710097

Eriksson, K., Larsson, H., Wredmark, T. og Hamberg, P. (1999). Semitendinosus

tendon regeneration after harvesting for ACL reconstruction A prospective

MRI study. Knee Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 7(4), 220-225.

af http://dx.doi.org/10.1007/s001670050152

Eriksson, K., Larsson, H., Wredmark, T. og Hamberg, P. (2001). Semitendinosus

tendon regeneration after harvesting for ACL reconstruction. Knee Surgery,

Sports Traumatology, Arthroscopy, 9(1), 54-55. af

http://search.proquest.com/docview/922778393?accountid=28822 úr

ProQuest Central.

Faude, O., Junge, A., Kindermann, W. og Dvorak, J. (2006). Risk factors for injuries

in elite female soccer players. British Journal of Sports Medicine, 40(9), 785-

790. af http://search.proquest.com/docview/20928375?accountid=28822

Gale, T. M. og Richmond, J. C. (2006). Bone Patellar Tendon Bone Anterior Cruciate

Ligament Reconstruction. Techniques in Knee Surgery, 5(2), 72-79. af

http://journals.lww.com/techknee/Fulltext/2006/06000/Bone_Patellar_Tendon

_Bone_Anterior_Cruciate.3.aspx

Gianotti, S. M., Marshall, S. W., Hume, P. A. og Bunt, L. (2009). Incidence of anterior

cruciate ligament injury and other knee ligament injuries: a national

population-based study. Journal of science and medicine in sport / Sports

Medicine Australia, 12(6), 622-627. af

http://search.proquest.com/docview/734121577?accountid=28822

Gjerset, A., Haugen, K. og Holmstad, P. (2002). Þjálffræði. (bls. 74, 226) (A. D.

Antonsdóttir þýddi). Reykjavík: Iðnú.

Page 60: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

45

Glass, R., Waddell, J. og Hoogenboom, B. (2010). The Effects of Open versus

Closed Kinetic Chain Exercises on Patients with ACL Deficient or

Reconstructed Knees: A Systematic Review. North American journal of sports

physical therapy : NAJSPT, 5(2), 74-74-84. af

http://search.proquest.com/docview/867728431?accountid=28822 úr

Biological Sciences.

Granan, L.-P., Forssblad, M., Lind, M. og Engebretsen, L. (2009). The Scandinavian

ACL registries 2004–2007: baseline epidemiology. Acta Orthopaedica, 80(5),

563-567.

Hagglund, M., Walden, M. og Ekstrand, J. (2009). Injuries among male and female

elite football players. Scandinavian Journal of Medicine and Science, 19(6),

819-827. af

http://search.proquest.com/docview/214050972?accountid=28822 úr

ProQuest Central.

Haverkamp, D. l., Sierevelt, I. N., Breugem, S. J. M., Lohuis, K., Blankevoort, L. og

van Dijk, C. N. (2006). Translation and Validation of the Dutch Version of the

International Knee Documentation Committee Subjective Knee Form. The

American Journal of Sports Medicine, 34(10), 1680-1684. af

http://ajs.sagepub.com/content/34/10/1680.abstract

Heijne, A., Axelsson, K., Werner, S. og Biguet, G. (2008). Rehabilitation and

recovery after anterior cruciate ligament reconstruction: patients' experiences.

Scandinavian Journal of Medicine & Science in Sports, 18(3), 325-335. af

http://search.proquest.com/docview/289562988?accountid=28822

Hewett, T. E., Zazulak, B. T. og Myer, G. D. (2007). Effects of the Menstrual Cycle on

Anterior Cruciate Ligament Injury Risk. The American Journal of Sports

Medicine, 35(4), 659-668. af http://ajs.sagepub.com/content/35/4/659.abstract

Page 61: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

46

Hewett, T. E., Myer, G. D., Ford, K. R., Heidt, R. S., Jr., Colosimo, A. J., McLean, S.

G. o.fl. (2005). Biomechanical Measures of Neuromuscular Control and

Valgus Loading of the Knee Predict Anterior Cruciate Ligament Injury Risk in

Female Athletes: A Prospective Study. American Journal of Sports Medicine,

33(4), 492-501. af

http://search.proquest.com/docview/289926246?accountid=28822

Huston, L. J. og Wojtys, E. M. (1996). Neuromuscular Performance Characteristics in

Elite Female Athletes. The American Journal of Sports Medicine, 24(4), 427-

436. af http://ajs.sagepub.com/content/24/4/427.abstract

Karlsson, J. S., Roeleveld, K., Grönlund, C., Holtermann, A. og Ostlund, N. (2009).

Signal processing of the surface electromyogram to gain insight into

neuromuscular physiology. Philosophical transactions. Series A,

Mathematical, physical, and engineering sciences, 367(1887), 337-356. af

http://search.proquest.com/docview/66729309?accountid=28822

Langford, J. L., Webster, K. E. og Feller, J. A. (2009). A prospective longitudinal

study to assess psychological changes following anterior cruciate ligament

reconstruction surgery. British Journal of Sports Medicine, 43(5), 377-378. af

http://search.proquest.com/docview/733096425?accountid=28822

Laughlin, W. A., Weinhandl, J. T., Kernozek, T. W., Cobb, S. C., Keenan, K. G. og

O'Connor, K. M. (2011). The effects of single-leg landing technique on ACL

loading. Journal of Biomechanics, 44(10), 1845-1851. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0021929011003150

Le Gall, F., Carling, C. og Reilly, T. (2008). Injuries in Young Elite Female Soccer

Players. The American Journal of Sports Medicine, 36(2), 276-284. af

http://ajs.sagepub.com/content/36/2/276.abstract

Li, S., Su, W., Zhao, J., Xu, Y., Bo, Z., Ding, X. o.fl. (2011). A meta-analysis of

hamstring autografts versus bone–patellar tendon–bone autografts for

reconstruction of the anterior cruciate ligament. The Knee, 18(5), 287-293. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0968016010001614

Page 62: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

47

Lind, M., Menhert, F. og Pedersen, A. B. (2008). The first results from the Danish

ACL reconstruction registry: epidemiologic and 2 year follow-up results from

5,818 knee ligament reconstructions. Knee Surgery, Sports Traumatology,

Arthroscopy, 17(2), 117-124.

Lohmander, S. L., Englund, M. P., Dahl, L. L., and Roos, E. M., (2007) The Long-

term Consequence of Anterior Cruciate Ligament and Meniscus Injuries.

Lynn, S. K. og Costigan, P. A. (2009). Changes in the medial-lateral hamstring

activation ratio with foot rotation during lower limb exercise. Journal of

electromyography and kinesiology : official journal of the International Society

of Electrophysiological Kinesiology, 19(3), e197-e205. af

http://search.proquest.com/docview/67086259?accountid=28822

Magee, D. J. (2008). Orthopedic physical assessment (5. útgáfa)(bls.727 - 728, 743,

759). St. Louis, Missouri: Saunders - Elsevier.

Magnussen, R., Granan, L.-P., Dunn, W., Amendola, A., Andrish, J., Brophy, R. o.fl.

(2010). Cross-cultural comparison of patients undergoing ACL reconstruction

in the United States and Norway. Knee Surgery, Sports Traumatology,

Arthroscopy, 18(1), 98-105. af http://dx.doi.org/10.1007/s00167-009-0919-5

Magnússon, Ó. (2010). Algengi meiðsla í knattspyrnu kvenna í efstu deild á Íslandi.

Háskóli Íslands, Reykjavík.

Makihara, Y., Nishino, A., Fukubayashi, T. og Kanamori, A. (2006). Decrease of knee

flexion torque in patients with ACL reconstruction: combined analysis of the

architecture and function of the knee flexor muscles. Knee Surgery, Sports

Traumatology, Arthroscopy, 14(4), 310-310-317. af

http://search.proquest.com/docview/807557569?accountid=28822

Mathiassen, S. E., Winkel, J. og Hägg, G. M. (1995). Normalization of surface EMG

amplitude from the upper trapezius muscle in ergonomic studies - A review.

Journal of electromyography and kinesiology : official journal of the

International Society of Electrophysiological Kinesiology, 5(4), 197-226. af

http://search.proquest.com/docview/748966588?accountid=28822

Page 63: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

48

McLean, S. G., Huang, X. og van den Bogert, A. J. (2005). Association between

lower extremity posture at contact and peak knee valgus moment during

sidestepping: Implications for ACL injury. Clinical Biomechanics, 20(8), 863-

870. af http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0268003305001117

Mikkelsen, C., Werner, S. og Eriksson, E. (2000). Closed kinetic chain alone

compared to combined open and closed kinetic chain exercises for

quadriceps strengthening after anterior cruciate ligament reconstruction with

respect to return to sports: a prospective matched follow-up study. Knee

Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 8(6), 337-342. af

http://dx.doi.org/10.1007/s001670000143

Myklebust, G., Holm, I., Maehlum, S., Engebretsen, L. og Bahr, R. (2003). Clinical,

Functional, and Radiologic Outcome in Team Handball Players 6 to 11 Years

after Anterior Cruciate Ligament Injury. The American Journal of Sports

Medicine, 31(6), 981-989. af http://ajs.sagepub.com/content/31/6/981.abstract

Myklebust, G., Maehlum, S., Engebretsen, L., Strand, T. og Solheim, E. (1997).

Registration of cruciate ligament injuries in Norwegian top level team handball.

A prospective study covering two seasons. Scandinavian Journal of Medicine

& Science in Sports, 7(5), 289-292. af http://dx.doi.org/10.1111/j.1600-

0838.1997.tb00155.x

Nakamura, N., Horibe, S., Sasaki, S., Kitaguchi, T., Tagami, M., Mitsuoka, T. o.fl.

(2002). Evaluation of active knee flexion and hamstring strength after anterior

cruciate ligament reconstruction using hamstring tendons. Arthroscopy: The

Journal of Arthroscopic &amp; Related Surgery, 18(6), 598-602. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S074980630200004X

Nakayama, Y., Shirai, Y., Narita, T., Mori, A. og Kobayashi, K. (2000). Knee

functions and a return to sports activity in competitive athletes following

anterior cruciate ligament reconstruction. Journal of Nihon Medical School =

Nihon Ika Daigaku zasshi, 67(3), 172-176. af

http://search.proquest.com/docview/71185904?accountid=28822

Page 64: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

49

Neuman, P., Englund, M., Kostogiannis, I. og Frid, T. (2008) Prevalence of

Tibiofemoral Osteoarthritis 15 Years After Nonoperative Treatment of Anterior

Cruciate Ligament Injury : A Prospective Cohort Study.

Nikolaou, V. S., Efstathopoulos, N. og Wredmark, T. (2007). Hamstring tendons

regeneration after ACL reconstruction: an overview. Knee Surgery, Sports

Traumatology, Arthroscopy, 15(2), 153-160. af

http://search.proquest.com/docview/807568140?accountid=28822

Oates, K. M., Van Eenenaam, D. P., Briggs, K., Homa, K. og Sterett, W. I. (1999).

Comparative Injury Rates of Uninjured, Anterior Cruciate Ligament-Deficient,

and Reconstructed Knees in a Skiing Population. The American Journal of

Sports Medicine, 27(5), 606-610. af

http://ajs.sagepub.com/content/27/5/606.abstract

Okahashi, K., Sugimoto, K., Iwai, M., Oshima, M., Samma, M., Fujisawa, Y. o.fl.

(2006). Regeneration of the hamstring tendons after harvesting for

arthroscopic anterior cruciate ligament reconstruction: a histological study in

11 patients. Knee Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 14(6), 542-545.

af http://dx.doi.org/10.1007/s00167-006-0068-z

Orchard, J., Seward, H., McGivern, J. og Hood, S. (2001). Intrinsic and Extrinsic Risk

Factors for Anterior Cruciate Ligament Injury in Australian Footballers. The

American Journal of Sports Medicine, 29(2), 196-200. af

http://ajs.sagepub.com/content/29/2/196.abstract

Papandrea, P., Vulpiani, M. C., Ferretti, A. og Conteduca, F. (2000). Regeneration of

the Semitendinosus Tendon Harvested for Anterior Cruciate Ligament

Reconstruction. The American Journal of Sports Medicine, 28(4), 556-561. af

http://ajs.sagepub.com/content/28/4/556.abstract

Perry, M. C., Morrissey, M. C., Morrissey, D., Knight, P. R., McAuliffe, T. B. og King,

J. B. (2005). Knee extensors kinetic chain training in anterior cruciate

ligament deficiency. Knee Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 13(8),

638-648. af

http://search.proquest.com/docview/807566447?accountid=28822

Page 65: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

50

Perry, M. C., Morrissey, M. C., King, J. B., Morrissey, D. og Earnshaw, P. (2005).

Effects of closed versus open kinetic chain knee extensor resistance training

on knee laxity and leg function in patients during the 8- to 14-week post-

operative period after anterior cruciate ligament reconstruction. Knee Surgery,

Sports Traumatology, Arthroscopy, 13(5), 357-369. af

http://search.proquest.com/docview/807564951?accountid=28822

Risberg, M. A., Mork, M., Jenssen, H. K. og Holm, I. (2001). Design and

implementation of a neuromuscular training program following anterior

cruciate ligament reconstruction. The Journal of orthopaedic and sports

physical therapy, 31(11), 620-631. af

http://ukpmc.ac.uk/abstract/MED/11720295

Robertson, V., Ward, A., Low, J. og Reed, A. (2009). Electrotherapy Explained (4

útgáfa)(bls. 240 - 248). London: Elsevier, Butterworth-Heinemann.

Salmon, L., Russell, V., Musgrove, T., Pinczewski, L. og Refshauge, K. (2005).

Incidence and Risk Factors for Graft Rupture and Contralateral Rupture After

Anterior Cruciate Ligament Reconstruction. Arthroscopy: The Journal of

Arthroscopic &amp; Related Surgery, 21(8), 948-957. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749806305005542

Shaw, T., Chipchase, L. S. og Williams, M. T. (2004). A users guide to outcome

measurement following ACL reconstruction. Physical Therapy in Sport, 5(2),

57-67. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1466853X04000197

Silvers, H. J. og Mandelbaum, B. R. (2011). ACL Injury Prevention in the Athlete.

Sport-Orthopädie - Sport-Traumatologie - Sports Orthopaedics and

Traumatology, 27(1), 18-26. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0949328X11000111

Silverthorn, D. U. (2007). Human Physiology (4 útgáfa)(bls.397). San Francisco:

Fearson Education.

Page 66: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

51

Simon, R. A., Everhart, J. S., Nagaraja, H. N. og Chaudhari, A. M. (2010). A case-

control study of anterior cruciate ligament volume, tibial plateau slopes and

intercondylar notch dimensions in ACL-injured knees. Journal of

Biomechanics, 43(9), 1702-1707. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0021929010001429

Smith, F. W., Rosenlund, E. A., Aune, A. K., MacLean, J. A. og Hillis, S. W. (2004).

Subjective functional assessments and the return to competitive sport after

anterior cruciate ligament reconstruction. British Journal of Sports Medicine,

38(3), 279-284. af http://bjsm.bmj.com/content/38/3/279.abstract

Snyder-Macker, L. og Lewick, M. (2005). The ankle and foot complex. Í P. K.

Levangie og C. C. (ritstjórar.) Joint structure and function: A comprehensive

analysis. (4 útgáfa)(bls 393 - 415). Philadelphia: F.A. Davis Company.

Stijak, L., Radonjić, V., Nikolić, V., Blagojević, Z., Aksić, M. og Filipović, B. (2009).

Correlation between the morphometric parameters of the anterior cruciate

ligament and the intercondylar width: gender and age differences. Knee

Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 17(7), 812-817. af

http://dx.doi.org/10.1007/s00167-009-0807-z

Tagesson, S., Öberg, B., Good, L. og Kvist, J. (2008). A Comprehensive

Rehabilitation Program With Quadriceps Strengthening in Closed Versus

Open Kinetic Chain Exercise in Patients With Anterior Cruciate Ligament

Deficiency. The American Journal of Sports Medicine, 36(2), 298-307. af

http://ajs.sagepub.com/content/36/2/298.abstract

Tashiro, T., Kurosawa, H., Kawakami, A., Hikita, A. og Fukui, N. (2003). Influence of

Medial Hamstring Tendon Harvest on Knee Flexor Strength after Anterior

Cruciate Ligament Reconstruction. The American Journal of Sports Medicine,

31(4), 522-529. af http://ajs.sagepub.com/content/31/4/522.abstract

van Grinsven, S., van Cingel, R. E., Holla, C. J. og van Loon, C. J. (2010). Evidence-

based rehabilitation following anterior cruciate ligament reconstruction. Knee

Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy, 18(8), 1128-1128-1144. af

http://search.proquest.com/docview/707515818?accountid=28822

Page 67: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

52

Webster, K. E., Feller, J. A. og Lambros, C. (2008). Development and preliminary

validation of a scale to measure the psychological impact of returning to sport

following anterior cruciate ligament reconstruction surgery. Physical Therapy

in Sport, 9(1), 9-15. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1466853X07000971

Williams, R. J., III, Hyman, J., Petrigliano, F., Rozental, T. og Wickiewicz, T. L.

(2004). ANTERIOR CRUCIATE LIGAMENT RECONSTRUCTION WITH A

FOUR-STRAND HAMSTRING TENDON AUTOGRAFT. Journal of Bone and

Joint Surgery, 86(2), 225-232. af

http://search.proquest.com/docview/205175455?accountid=28822

Wittstein, J. R., Wilson, J. B. og Moorman Iii, C. T. (2006). Complications Related to

Hamstring Tendon Harvest. Operative Techniques in Sports Medicine, 14(1),

15-19. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1060187206000219

Wojtys, E. M., Huston, L. J., Boynton, M. D., Spindler, K. P. og Lindenfeld, T. N.

(2002). The effect of the menstrual cycle on anterior cruciate ligament injuries

in women as determined by hormone levels. The American Journal of Sports

Medicine, 30(2), 182-188. af

http://search.proquest.com/docview/71547961?accountid=28822

Zebis, M. K., Andersen, L. L., Ellingsgaard, H. og Aagaard, P. (2011). Rapid

Hamstring/Quadriceps Force Capacity in Male vs. Female Elite Soccer

Players. The Journal of Strength & Conditioning Research, 25(7), 1989-1993

1910.1519/JSC.1980b1013e3181e1501a1986. af

http://journals.lww.com/nsca-

jscr/Fulltext/2011/07000/Rapid_Hamstring_Quadriceps_Force_Capacity_in_

Male.29.aspx

Zebis, M. K., Andersen, L. L., Bencke, J., Kjaer, M. og Aagaard, P. (2009).

Identification of Athletes at Future Risk of Anterior Cruciate Ligament

Ruptures by Neuromuscular Screening. American Journal of Sports Medicine,

37(10), 1967-1973. af

http://search.proquest.com/docview/908530865?accountid=28822

Page 68: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

53

Zhao, J., Peng, X., He, Y. og Wang, J. (2006). Two-bundle anterior cruciate ligament

reconstruction with eight-stranded hamstring tendons: Four-tunnel technique.

The Knee, 13(1), 36-41. af

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0968016005000712

Øiestad, B. E., Engebretsen, L., Storheim, K. og Risberg, M. A. (2009). Knee

Osteoarthritis After Anterior Cruciate Ligament Injury. The American Journal

of Sports Medicine, 37(7), 1434-1443. af

http://ajs.sagepub.com/content/37/7/1434.abstract

Page 69: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

54

Myndaheimildaskrá Mynd 1: South Bay Strenght & Conditioning LLC (2012). Sótt 10. apríl af http://www.crossfitsouthbay.com/learn-yourself-a-quick-anatomy-reference/knee/ Mynd 2: GetBodySmart (2000 - 12). Sótt 26. febrúar af http://getbodysmart.com/ap/muscularsystem/thighmuscles/posteriormuscles/menu/image.gif Mynd 3: TeachPE (2012). Sótt 16. apríl af http://www.teachpe.com/anatomy/structure_skeletal_muscle.php Mynd 4: Meditech healtcare (2011). Sótt 14. apríl af http://www.sportspodiatry.co.uk/knee_ant_cruciate.htm Mynd 5: Vidant health (2012). Sótt 10. apríl 2012 af http://www.vidanthealth.com/ADAM/graphics/images/en/18003.jpg Mynd 6: TRX (2011). Sótt 3. apríl af http://www.trx-suspension-workouts.com/cheap-trx-pro-pack-door-anchor-p-2.html

Page 70: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

55

Viðauki I

Samþykki þjálfara Vöðvavirkni við starfrænar æfingar íþróttafólks eftir slit og endurgerð fremra

krossbands með vef úr hálfsinungsvöðva og hluta aftanlærisvöðva

Tilgangur og framkvæmd

Flestar rannsóknir mæla styrk atfanlærisvöðva eftir aðgerð þar sem þræðir úr hluta

vöðvans er notaður til að endurgera fremra krossband sem hefur slitnað. Ekki hefur

verið kannað hvort hreyfistjórn sé breytt að einhverju leyti. Því er markmið þessarar

rannsóknar að bera saman vöðvavirkni milli einstaklinga sem gengist hafa undir

ofangreinda aðgerð og ómeiddra, við framkvæmd aftanlærisvöðva æfinga.

Niðurstöðurnar munu auka skilning á því hvort nauðsynlegt sé að gera endurhæfingu

eftir krossbandaaðgerðir sérhæfðari fyrir þann hluta aftanlærisvöðva sem fyrir

áverkanum verður, þegar vefur er tekinn í nýtt fremra krossband.

Sóst verður eftir þátttöku íþróttamanna úr íþróttafélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu

og nærsveitum. Íþróttamenn koma í mælingu í eitt skipti (um 90 mínútur) til að meta

vöðvavirkni við tvær ólíkar æfingar sem báðar eru notaðar við aftanlærisvöðva

þjálfun. Rannsakendur og ábyrgðamaður munu einir hafa aðgang að gögnum

rannsóknarinnar og verður ekki hægt að rekja þau til einstaka þátttakenda.

Þátttakendum er heimilt að hafna þátttöku eða hætta í rannsókninni á meðan henni

stendur, án skýringa og án nokkurra eftirmála. Ekki er greitt fyrir þátttöku og enginn

sérstakur ávinningur er fyrir þátttakendur. Engin áhætta fylgir þátttöku, enda

æfingarnar auðveldari en það álag sem tíðkast á íþróttaæfingum, og því ekki sérstök

trygging fyrir þátttakendur.

Samstarf

Undirrituðum hefur verið kynnt ofangreind rannsókn og samþykkir samstarf við

rannsakendur rannsóknarinnar; Garðar Guðnason, Stefán Magna Árnason, Bjartmar

Daðason og Tómas Guðmundsson, sem svarað hafa spurningum mínum varðandi

einstök atriði rannsóknarinnar. Samstarf þetta felst í að leyfa rannsakendum að

kynna rannsóknina þeim hópi íþróttamanna sem undirritaður hefur umsjón

með. Samþykki þetta er veitt með fyrirvara um samþykkt Vísindasiðanefndar.

__________________________________________

Staður og dagsetning

__________________________________________

Undirskrift / Staða / Nafn íþróttafélags

Page 71: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

56

Viðauki II

Upplýsingablað til þátttakenda rannsóknarinnar

Vöðvavirkni við starfrænar æfingar íþróttafólks eftir slit og endurgerð fremra

krossbands með vef úr hluta aftanlærisvöðva. Ágæti viðtakandi,

Með þessu bréfi sækjumst við eftir þátttöku þinni í ofangreindri rannsókn okkar, sem

er lokaverkefni (B.Sc.) við Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands. Markmið

okkar er að kanna hvort vöðvavirkni íþróttafólks sem gengist hafa undir aðgerð

vegna krossbandsslits sé áþekk eða ólík vöðvavirkni einstaklinga sem ekki hafa orðið

fyrir áverkanum.

Ábyrgðarmaður: Dr. Kristín Briem Lektor 525-4096 / [email protected]

Aðsetur: Stapi við Hringbraut 525-4004

Rannsakendur:

Bjartmar Daðason 699-1304 / [email protected]

Garðar Guðnason 697-9398 / [email protected]

Stefán Magni Árnason 893-3306 / [email protected]

Tómas Guðmundsson 865-6395 / [email protected]

Þátttakendur: Íþróttafólk sem stundar hópíþróttir með íþróttafélögum á

höfuðborgarsvæðinu verður boðin þátttaka í rannsókninni. Útilokaðir verða þeir sem

hafa núverandi meiðsli sem hamla þeim að stunda æfingar, þeir sem hafa tognað

aftan í læri sl.3 mánuði, og þeir sem hafa líkamsþyngdarstuðul yfir 35 kg/m2 (dæmi er

einstaklingur sem er 1.8m að hæð og 115 kg). Rannsóknin hefst í janúar 2012 og

úrvinnslu gagna verður lokið í apríl sama ár. Leitast verður við að fá 40 íþróttamenn í

rannsóknina; 20 sem fyrir hálfu til 5 árum slitu fremra krossband og gengust undir

aðgerð hér á landi, og 20 sem ekki hafa slitið fremra krossband.

Framkvæmd: Þátttakendur mæta í eitt skipti í mælingu á rannsóknarstofu

námsbrautarinnar í Stapa við Hringbraut, en mælingar taka um 90 mínútur og fara

fram í janúar 2012. Þeir verða beðnir um spurningum varðandi aldur, hæð, þyngd og

meiðslasögu Eftir upphitun á þrekhjóli í 5 mínútur hefjast mælingar.

Yfirborðselektróður (plástrar) verða límdar aftan á læri og kálfa, en þær nema merki

frá undirliggjandi vöðvum. Þessum merkjum frá vöðvunum verður safnað á meðan

þátttakendur framkvæma tvær ólíkar tegundir æfinga, sem notaðar eru til að þjálfa

aftanlærisvöðva.

Page 72: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

57

Ávinningur/áhætta af þátttöku í rannsókninni: Enginn sérstakur ávinningur felst í

þátttöku í rannsókninni. Niðurstöður munu þó auka þekkingu okkar á vöðvavirkni og

hugsanlegar breytingar þar á í kjölfar ofangreindrar skurðaðgerðar, og gefa okkur

upplýsingar um hvort ástæða sé til að huga nánar að sértækri endurhæfingu ólíkra

hluta aftanlærisvöðva hjá einstaklingum sem gangast undir slíka aðgerð. Engin

áhætta fylgir þátttöku, enda æfingarnar auðveldari en það álag sem tíðkast á

íþróttaæfingum, og því ekki sérstök trygging fyrir þátttakendur sem taka þátt í

mælingunum.

Tryggingar og trúnaður: Námsbraut í sjúkraþjálfun mun ekki sérstaklega tryggja

þátttakendur rannsóknarinnar. Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í

rannsókninni og þær sem koma fram við mælingar verða meðhöndlaðar samkvæmt

reglum um trúnað og nafnleynd. Farið að íslenskum lögum varðandi persónuvernd,

vinnslu og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað hjá

ábyrgðarmanni á meðan á rannsókn stendur. Öllum gögnum verður eytt að rannókn

lokinni. Persónugreinanlegar upplýsingar koma hvergi fram við úrvinnslu gagna né í

niðurstöðum og eru gögnin hvergi auðkennd með nöfnum né kennitölu þátttakenda,

heldur sérstökum auðkennisnúmerum. Rannsóknin er unnin með samþykki

Vísindasiðanefndar og tilkynning hefur verið send til Persónuverndar.

Vísindalegt gildi rannsóknarinnar: Niðurstöður munu þó auka þekkingu okkar á

vöðvavirkni við ólíkar æfingar fyrir aftanlærisvöðva. Einnig munu þær gefa okkur

upplýsingar um hvort ástæða sé til að huga nánar að sértækri endurhæfingu ólíkra

hluta aftanlærisvöðva hjá einstaklingum sem gangast undir slíka aðgerð.

Birting niðurstaðna: Niðurstöður verða birtar í BSc ritgerð, kynntar á ráðstefnum og

hugsanlega birtar í fagtímaritum.

Upplýst samþykki þarf að undirrita við komu í mælingar. Þátttakanda er frjálst að

hætta þátttöku hvenær sem er og fyrirvaralaust án útskýringar og án

afleiðinga.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir:

Ábyrgðarmaður: Rannsakendur: _____________________ __________________________

Kristín Briem Bjartmar Birnir

__________________________

Garðar Guðnason

__________________________

Stefán Magni Árnason

__________________________

Tómas Emil Guðmundsson

Page 73: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

58

Viðauki III

Spurningalisti til þátttakenda

Almenn skráning

Auðkenni þátttakanda:

Kyn:

Aldur:

Hæð:

Þyngd:

Hefur þú undanfarna 6 mánuði orðið fyrir meiðslum neðri útlim sem gerðu það að

verkum að þú þurftir að sleppa æfingu/keppni í kjölfarið: Já ( ) Nei ( )

Ef já... Hvers konar meiðsli og hvenær: (ef þátttakandi hefur meiðst á fleiri en einum

stað eru nýlegustu meiðslin skráð fyrst og svo hin í réttri tímaröð)

____________________________________________________________________

____________________________________________________________________

__________________________________________________

Þurftirðu að leita til læknis/sjúkraþjálfara vegna meiðslanna? Já ( ) Nei ( )

Ef já... hver var greining meiðslanna?

____________________________________________________________________

____________________________________________________________________

__________________________________________________

Finnurðu enn fyrir meiðslunum í dag? Já ( ) Nei ( ) ... ef já við hvaða iðkun?

____________________________________________________________________

____________________________________________________________________

__________________________________________________

Ef þú hefur farið í skurðaðgerð eftir krossbandsslit, hvaða bæklunarskurðlæknir

framkvæmdi aðgerðina?

____________________________________________________________________

________________________________________________________

Hversu lengi varstu í sjúkraþjálfun eftir krossbandsslit?________ eftir

aðgerð?______

Page 74: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

59

Viðauki IV

Upplýst samþykki þátttakenda

Samþykkisyfirlýsing fyrir þátttakendur

Titill rannsóknar: Vöðvavirkni við starfrænar æfingar íþróttafólks eftir slit og

endurgerð fremra krossbands með vef úr hluta hálfsinungsvöðva og

aftanlærisvöðva.

Markmið rannsóknarinnar er að mæla vöðvavirkni 20 einstaklinga sem slitið hafa

fremra krossband og farið í skurðaðgerð í kjölfarið, þar sem hluti af sin aftanlæris-

vöðva er notuð til að gera nýtt krossband. Merkið úr vöðvum þessa hóps verður borið

saman við vöðvavirkni hjá 20 manns sem ekki hafa slitið krossband. Niðurstöður

munu varpa ljósi á það hvort virkni vöðva breytist hugsanlega eftir áverka sem

þennan og munu e.t.v. hafa áhrif á endurhæfingu eftir slíkar skurðaðgerðir.

Framkvæmd rannsóknar: Þátttakendur mæta og svara spurningum um aldur, hæð,

þyngd og fyrri meiðslasögu. Að lokinni stuttri upphitun verða þeir síðan beðnir um að

framkvæma tvær ólíkar æfingar þrisvar sinnum (hvora æfingu um sig) á meðan

vöðvavirkni er mæld með yfirborðselektróðum.

Undirritaður staðfestir hér með undirskrift sinni að hafa lesið þær upplýsingar um

rannóknina sem honum voru afhentar, og fengið fullnægjandi svör og útskýringar á

einstökum þáttum hennar. Undirritaður tekur þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum

vilja og er ljóst að þó að hann hafi skrifað undir þá geti hann hætt þátttöku hvenær

sem er, án útskýringa og án afleiðinga. Undirrituðum er ljóst að öllum gögnum verður

eytt að rannsókninni lokinni. Honum hefur verið skýrt frá fyrirkomulagi trygginga fyrir

þátttakendur rannsóknarinnar. Upplýsingabréf og samþykki fyrir þessari rannsókn

eru í tvíriti og þátttakandi mun halda eftir eintaki af hvoru tveggja.

_____________________ ___________________________

Staður og dagsetning Nafn þátttakanda

Undirritaður, stafsmaður rannsóknarinnar, staðfestir hér með að hafa veitt

upplýsingar um eðli og tilgang hennar, í samræmi við lög og reglur um

vísindarannsóknir.

________________________________________

Nafn þess sem leggur samþykkisyfirlýsinguna fyrir

Page 75: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

60

Viðauki V

Endurhæfingaáætlun 1.stig (vika 1)

Mikilvægt er að ná aftur vöðvasyrk með ísómetrískum styrktaræfingum í opinni keðju

(90-40°) og lokaðri keðju (0-60°) án þyngdaraukningar. Sérstakar æfingar fyrir fyrstu

viku endurhæfingar eru pumpuæfingar, SLR (straight leg raise), draga hæla að rassi

liggjandi á bakinu, stuttar hnébeygjur, (0–30° beygju), þungaflutningur, og hnérétta

og -beygja í opinni keðju (90–40°).

2. stig (vika 2-9)

Framanlærisvöðva og aftanlærisvöðva styrkur er aukinn með ísómetrískum,

ísótónískum og ísókínetískum æfingum. Ísómetrískar æfingar eru sérstaklega

ráðlagðar ef slíkur búnaður er til reiðu. Ísótónísk styrktarþjálfun með áherslu á

vöðvaþol eru ráðlagðar í opinni keðju (90-40°) og í lokaðri keðju (0-60°) en slík

þjálfun eykur styrk framanlærisvöðva til muna og er ekki talið stuðla að verk eða

óstöðugleika í hné.

3. stig (vika 9-16)

Styrkur ígræðslunnar eykst á þessu stigi endurhæfingar og því er hægt að bæta styrk

hnés enn frekar með styrktaræfingum í opinni og lokaðri keðju. Það fer eftir verk og

bólgu hvenær áhersla fer frá því að þjálfa vöðvaþol (margar endurtekningar/létt lóð) í

aukna styrktarþjálfun (færri endurtekningar/þyngri lóð). Æfingar í opinni og lokaðri

keðju veita grunn fyrir íþróttamiðaða þjálfun í 4. stigi endurhæfingar.

4. stig (vika 16-22)

Aðalmarkmið endurhæfingar á 4. stigi er að auka þol og styrk stöðugleikaþátta hnés,

bæta taugavöðvastjórn með fjölstöðuvinnu æfingum og snerpu- og íþróttamiðaðar

æfingar. Íþróttamiðuð snerpuþjáfun með breytileika í hlaupum, snúningum,

stefnubreytingum og hröðun, bætir stöðyskyn þannig að minni hætta verði á auknum

meiðslum í keppni.

Page 76: Bjartmar,Stefán,Garðar og Tómas Bs.2012 - skemman.is¶ðvavirkni aftanlæris... · Bjartmar Birnir, Garðar Guðnason, Stefán Magni Árnason og Tómas Emil Guðmundsson Hansen

61

Viðauki VI

Færnipróf -­‐ Visual Analog Scale(VAS)

-­‐ Ummálsmælingar með málbandi til að greina magn bólgu.

-­‐ Liðmælir til að mæla virka og óvirka liðferla.

-­‐ The International Knee Documentation Committee Subjective knee

Form(IKDC): Er spurningalisti sem er búinn til til að meta einkenni og

takmarkanir á færni eftir skaða á liðböndum í hné.

-­‐ Hop próf: Mælir heildarfærni fótar. Til að greina takmarkanir í frammistöðu er

lágmark að nota tvö Hop próf til að auka næmi. Prófið mælir eingöngu mun

milli fóta en greinir ekki undirliggjandi aðstæður (styrkminnkun, sjálfstraust

eða taugavöðvastjórn).

-­‐ Ísómetrísk próf

(Haverkamp,2006)(Shaw,2004)