20
Efnin í umhverfinu Unnur María Sólmundardóttir Lífsleikninámsefni um slys & slysavarnir - 5. hefti

Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

��������������� ��

Efnin í umhverfinu

Unnur María Sólmundardóttir

Lífsleikninámsefni um slys & slysavarnir - 5. hefti

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:19 Side 1

Page 2: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Geimálfurinn fráVarslys:

1. Brotlending geimálfsins

2. Merkjalandið Ísland

3. Rafmagn og opinn eldur

4. Ár, höf og vötn

5. Efnin í umhverfinu

Útgefandi:SlysavarnafélagiðLandsbjörg

Höfundur námsefnis:Unnur MaríaSólmundardóttir

Grafísk hönnun: Lóa Dís Finnsdóttir

Ljósmyndir:Erling ÓlafssonHreinn MagnússonHörður KristinssonRauði kross ÍslandssigosigSigurður MarSlysavarnafélagiðLandsbjörg

Reykjavík 1. útgáfa2004

Síða 2

Efnin í umhverfinu

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:19 Side 2

Page 3: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Hæstvirta Stjörnuráð! Í fimmtu ognæst síðustu skýrslunni um dvölmína á plánetunni Jörð legg égáherslu á efnin í umhverfi jarðar-búa. Þau eru sum hver alveg skað-laus á meðan önnur eru hættuleg.

Svokölluð frumefni finnast hreiní náttúrunni eins og til dæmiskol, helíum og gull. Efna-blöndur eru hins vegar búnartil á tilraunastofum og í verk-smiðjum.

Mörg af þessum frumefnumog efnablöndum eru nauðsyn-leg fyrir líkamsstarfsemi jarðar-búa svo sem súrefni, vítamín ogkalk. Önnur eru mikilvæg fyrirlifnaðarhætti þeirra eins og bensínog þvottaefni.

Hægt er að sjá sum efnin meðberum augum en svo eru líka tilönnur efni sem eru ósýnileg oger andrúmsloftið í gufuhvolfiplánetunnar dæmi um það.

Þar sem efnin geta verið lyktar-laus geta þau að sama skapi reynsthættuleg. Margir jarðarbúar hafaveikst og jafnvel dáið vegna eitur-efna og þá ýmist vegna inntökuþeirra, innöndunar eða æt-ingar á húð.

Efnin eru alls staðar, kæra Stjörnu-ráð, og eru jurtir og dýralíf plánet-unnar ekki undanskilin. Þetta erlitrík og falleg flóra en sum af-brigði innihalda, eða gefa frá sér,hættuleg efni og eru því varasöm.Þar af leiðandi þurfa mennirnirað læra mikið um plöntur og dýr.

Ég fékk auðvitað að kynnastnáttúrufyrirbærunum af eigin

reynslu og verður að segjasteins og er að sú lífsreynsla

var með því versta semég upplifði í jarðvist

minni.

Verkefni 1 Frumefni sem finnast á Jörðinni eru flokkuð upp í frumefnatöflu semkallast Lotukerfi. Frumefnin hafa ákveðna einkennisstafi, finndu úthvað þessi frumefni heita: Au, Cu, og Ag.

�Hvað er frum-efni?

�Nefndu dæmi um efnablöndur.

�Hvað veist þú umefnin í umhverfi þínu?

Efnin í umhverfinu

Síða 3

Efnin í náttúrunni

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:19 Side 3

Page 4: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Eins og þið vitið, kæra Stjörnuráð,er mjög mikið af efnum á Varslysen vegna þess hve langt við erumkomin í umhverfisvernd voruhættuleg efni bönnuð þegar égvar lítið geimkríli.

Þar af leiðandi þekki ég lítið tileiturefna í dag en man þó eftirþví að móðir mín varaði mig oftvið eiturgufu sem kom frá eld-stöðvaplánetu við enda syðriormaganganna í sólkerfi Varslyss.Jörðin er einnig eldstöðvaplánetaog á Íslandi verða eldgos á fárraára fresti. Það kemur fyrir að þauverði nálægt íbúðabyggð.

Jarðarbúar segja mér að Vest-mannaeyjagosið sé eitt eftirminni-legasta eldgosið sem orðið hefurá Íslandi einmitt vegna þess hvenálægt íbúðabyggð það var ogvegna björgunarafreks sem fólst íþví að kæla logandi hraunið meðsjó. Í gosinu fórst einn jarðarbúivegna eiturgufu sem lagði frá því.Ég ákvað að vera við öllu búinnog kynna mér viðbrögð við eld-gosum. Sem betur fer eru ekkimargar lofttegundir sem ógna lífi

jarðarbúanna en það er þó margtsem þeir verða að varast. Gottdæmi er ammoníak, það er illalyktandi og getur verið banvæntvið innöndun. Því er mikilvægtað mennirnir gæti að sér og lærimerkingar sem gefa til kynna hvarammoníak og fleiri hættuleg efnieru geymd.

Á Jörðinni er mikið af ófleygumgeimskipum, svokallaðar bifreiðar,sem þeytast á ógnarhraða eftirgötum plánetunnar. Hins vegarþurfa þessi skrýtnu skip eldsneytisem nefnist bensín og þegar þaðbrennur myndast kolsýringur.Kolsýringur er gott dæmi umhættulega, lyktarlausa lofttegund.

Eins og áður hefur komið framnotum við á Varslys eingöngumetangas, vetni og sólarorku tilorkugjafar. Metangas er ekkieitruð lofttegund, það er léttaraen loftið, gufar mjög fljótt upp ogumhverfisvænna en bensínið.

Mér til ánægju eru jarðarbúarfarnir að nota metangas þó enngangi fáar bifreiðar fyrir því.

�Hvaða ár var Vestmannaeyja-gosið?

�Hvað heita helstueldfjöll á Íslandi?

�Hvað er gjóska?

�Hvaða hættur fylgja eldgosi fyrir utan eitur-gufu og gjósku?

Efnin í umhverfinu

Síða 4

Efni í andrúmsloftinu

�Af hverju er kolsýringur hættulegur?

�Hvernig er hægt að fyrirbyggja kolsýringseitrun?

�Af hverju eru lyktarlausar loft-tegundir hættu-legri en þær semlykta?

�Af hverju er varasamt að faraniður í lokuð rými eins og loðnuþrær eða súrheysgryfjur?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:19 Side 4

Page 5: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 2Kynntu þér viðbrögð við eldgosum og hvernig er hægt að varast eitur-gufu frá þeim. Skráðu þessar upplýsingar á verkefnablaðið Eitur úriðrum Jarðar.

Verkefni 3Fara verður mjög varlega þar sem eiturmerkið er sem geimálfurinnfann. Teiknaðu merkið í Merkjabókina þína og skráðu upplýsing-arnar við það.

Verkefni 4Á verkefnablaðinu Efnamerkineru merkingar yfir hættuleg efnisem finnast á heimilum. Gerðukönnun heima hjá þér og skráðuvörurnar sem þú finnur meðþessum merkingum. Eru þær ável geymdum stað?

Verkefni 5Leystu stafavíxlið og merktuinn á viðeigandi staði á verkefna-blaðinu Einkenni kolsýrings-eitrunar.

Verkefni 6 Hannað hefur veriðmerki fyrir metansem ökutækjaelds-neyti. Teiknaðu merkið í Merkjabókina þína.

�Hvað þýða þessi merki?

Efnin í umhverfinu

Síða 5

Ef grunur leikur á að einstaklingur hafi orðið fyrirkolsýringseitrun verður að koma honum strax út íferskt loft. Hringja verður umsvifalaust í 112 og efviðkomandi hefur misst meðvitund verður að leggja

hann í læsta hliðarlegu og fylgjast vel með líðan hans. Gætið þessað verða ekki sjálf fyrir eitrun.

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 5

Page 6: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Á Jörðinni eru margs konar sam-félög og þeim fylgir úrgangur ogmengun. Mengunin flokkast íhljóðmengun, loftmengun, sjón-mengun, vatnsmengun, jarðvegs-mengun, lyktarmengun og frá-rennslismengun.

Oft er unnið með sterk og hættu-leg efni og því miður verða mörgumhverfisslys sem rekja má tilvanrækslu eða mistaka jarðarbú-anna. Efni frá verksmiðjum hafalekið út í ár og vötn og ógnað líf-ríki náttúrunnar.

Olíumengunarslys hafa líka haftskelfilegar afleiðingar fyrir dýra-og fuglalíf á Jörðinni.

Mennirnir geta gert ýmislegt tilað draga úr mengun, til dæmisminnkað notkun á ósoneyðandiefnum. Það eru efni sem hafa slæmáhrif á ósonlagið sem verndarmenn, dýr og gróður fyrir skað-legum útfjólubláum geislum sólar.

Íbúar Varslyss þurfa ekki að hafaáhyggjur af ósonlaginu lengur endaer mjög langt síðan við gerðumumhverfisverndarsáttmála sembannaði notkun ósoneyðandi efna.

�Hvaða áhrif getaumhverfisslys haft á heilsu manna?

�Hvaða áhrif getaumhverfisslys haft á dýraríkið?

�Hvað er kjarn-orkuslys?

Efnin í umhverfinu

Síða 6

Mengun

�Hvaða hættur leynast á leik-svæðum?

�Hvað áttu að geraef þú finnur vopn?

Mikið af dauðum dýrum eða fiskum á ákveðnu svæðigetur bent til þess að umhverfisslys hafi orðið. Nauð-synlegt er að hafa strax samband við heilbrigðiseftirlit.Ef óvenjulegur aðskotahlutur finnst á leiksvæði, til

dæmis notaðar sprautur eða nálar, má ekki snerta hlutinn heldurþarf að láta fullorðinn einstakling vita strax!

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 6

Page 7: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 7a) Finndu dæmi um hljóðmengun, loftmengun, sjónmengun, vatns-mengun, jarðvegsmengun, lyktarmengun og frárennslismengun.

b) Við berum öll ábyrgð þegar umhverfi okkar er annars vegar ogaldrei er of seint að gerast umhverfisvænn. Skoðaðu samninginnUmhverfismarkmið einstaklinga og athugaðu hvernig þú geturstuðlað að umhverfisvernd.

Verkefni 8Skráðu allt sem nemendur í bekknum geta gert til að verða um-hverfisvænni í skólastofunni. Bestu hugmyndirnar eru valdar og settarí Umhverfisverndarsamning bekkjarins sem allir nemendur íbekknum undirrita.

Verkefni 9Á leiksvæðum geta leynst hættur vegna mengunar eða slysagildra.Skoðaðu glæruna Úttekt á leiksvæðum og kannaðu ástandið áskólalóðinni. Fylltu samnefndan gátlista út og færðu skólastjóranumauk þess að senda afrit til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

�Nefndu nokkra aðila á Íslandi sem vinna að verndun náttúr-unnar.

Ég gleðst yfir að geta sagt frá því,kæra Stjörnuráð, að þó mörg efnií umhverfi jarðarbúa séu skaðlegumhverfinu og valdi ýmisskonar mengun þá eru mennirnirsem betur fer að verða meðvit-aðri um ábyrgð sína gagnvartplánetunni.

Fjöldi manns vinnur að því aðvernda Jörðina, rækta hana oghlúa að gróðri og dýraríki. Égslóst að sjálfsögðu í för meðþeim meðan á dvöl minni stóð.

Hér til hliðar erum við einmittað bera áburð á bert svæði tilað reyna að græða það beturupp. Áburðurinn er varasamurog því notum við hanska.

Efnin í umhverfinu

Síða 7

�Hvað er Græn-fáni?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 7

Page 8: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 10Eiturefni í sígarettureyk eru ansi mörg og hægt að finna upplýsingarum þau á veraldarvefnum. Búðu til slagorð um nokkur þeirra semhægt er að nota í herferð gegn reykingum. Vistaðu slagorðin inn áHugarflugsdiskinn undir heitinu: Eiturmagnaðar upplýsingar.

Fyrst eftir að ég brotlenti á Íslandifannst mér skrýtið að sjá reykinnsem kom upp úr Jörðinni sjálfri,frá verksmiðjum, bifreiðum ogjafnvel mannfólkinu.

Þið vitið, kæra Stjörnuráð, að áVarslys er til svonefnt „?M9Ss-S62S2N“ sem er vinsæl skyndi-bitafæða og við öndum að okkurí gegnum hólk.

Því hélt ég að litlir stautar semsumir jarðarbúar soga reglubundiðað sér væru frumstæð útgáfa afþeirri fæðu.

Þegar ég fann kæfandi lyktina af„?M9SsS62Sw“ mannanna varhún í engu samræmi við matar-ilminn sem ég átti að venjast. Þvíákvað ég að láta alla skyndibita-fæðu á Íslandi eiga sig.

Þegar mér var sagt að þetta nefnd-ist sígarettur og að neyslunni gætufylgt veikindi, jafnvel dauði, varðég frávita af hræðslu og pantaðimér súrefnisgrímu.

Í dag geng ég alltaf með grímunaá mér og set hana upp þegar égóttast að tóbaksreykur í kringummig sé að nálgast hættumörk.

� Í tóbaksreyk eru meira en 4000 efnasambönd og af þeim eru að minnsta kosti 40 krabbameins-valdandi. Ef þú andar að þér reyk frá öðrum færðu öll þessi efni ofan í lunguþín!

�Hvað eru hættu-mörk?

�Reykingar eru óhollar en þeim fylgja líka slysa-gildrur. Nefndu dæmi.

�Hvað eru síga-rettustubbar lengi að eyðast í náttúrunni?

�Hvernig sam-keppni er Reyk-lausi bekkurinn?

Efnin í umhverfinu

Síða 8

Efnin í líkamanum

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 8

Page 9: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Þrátt fyrir að vera orðinn ýmsuvanur og hafa kynnst venjumjarðarbúa nokkuð vel á ég alltafjafn erfitt með að skilja af hverjusumir þeirra hugsa ekki nógu velum líkama sinn.

Í skýrslunni um ár, höf og vötnkom ég aðeins inn á mikilvægivatns fyrir líkamann en eins ogþið vitið, kæra Stjörnuráð, er ekkisíður mikilvægt fyrir hann að fánauðsynleg bætiefni og hreyfingu.

Ég er vanur því að heiman að takaalltaf inn „JoMNæ2S79?2N“ og„æN69Sdúææzw“ enda annál-aður hraustleikaálfur og verðsjaldan veikur.

Mennirnir hafa svipuð bætiefna-úrræði sem ég var ekki lengi aðtileinka mér.

En það er með bætiefni eins ogsvo margt annað að það verðurað varast að taka ofmikið magninn.

Ég lenti aldrei í því en heyrði þósögu af litlum jarðling sem komstí mikið af vítamínum og járni,og varð fyrir eitrun.

Barnið lenti á sjúkrahúsi og dælaþurfti magainnihaldinu uppúr því.

Þetta gerðist hjá ömmu ogafa barnsins og það kenndimér að allir þurfa að hugaað forvörnum á heim-ilum sínum, ekki baraþeir sem eiga ungbörn. Þetta á að sjálf-sögðu líka við umíbúa Varslyss.

�Hvaða vítamín og bætiefni tekur þú?

�Hvað eru stein-efni?

�Hvað eru litar-efni?

�Hvað getur gerst ef líkaminn fær ekki nauðsynleg bætiefni?

Efnin í umhverfinu

Síða 9

�Menn og konur eru á margan hátt ólík og það á líka við um efnaskipti lík-amans. Nefndu dæmi.

�Hvað þýða þessi merki?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 9

Page 10: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 12Eiturefni geta komist inn í líkamann í gegnum munn, lungu og húð. Tengdu réttsaman á verkefnablaðinu Orsakir eitrunar.

Verkefni 11Á veraldarvefnum er að finna leik sem heitirFrost og fjörefni. Finndu hann og farðu íleikinn með bekknum.

Til að lenda ekki ísömu raunum og

aðstandendurbarnsins keypti ég

mér sérstakan lyfja-skáp sem hægt er að

geyma öll lyf ogvítamín í.

Einnig keypti égöryggislæsingar á skápaog skúffur þar sem önnurvarasöm efni eru geymd.

Ef grunur leikur á að barn eðafullorðinn hafi innbyrt hættu-leg efni verður að hringja straxí 112. Meðferð við inntöku

hættulegra efna er misjöfn eftir því umhvaða efni er að ræða. Ef uppþvottaefnihefur til dæmis verið tekið inn eða grillolíamá alls ekki reyna að framkalla uppköstþar sem þessi efni geta brennt vélinda ennfrekar á leiðinni upp. Við uppköst getaefnin einnig borist ofan í lungu og valdiðöndunarerfiðleikum eða slæmri lungna-bólgu síðar.

�Hver geta verið einkenni eitrunar?

�Hvað er hægt að gera til að fyrir-byggja eitrunhjá börnum?

�Hvað á að gera ef einhver inn-byrðir hættulegefni?

Efnin í umhverfinu

Síða 10

�Hvað þýðir þetta merki?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 10

Page 11: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

�Hvað hefði geim-álfurinn getað gert til að koma í veg fyrir að drekka blóma-áburðinn?

�Af hverju er hættulegt að geyma eiturefni í matvælaum-búðum?

�Hvað er efna-bruni?

�Nefndu dæmi um ætandi efni sem er að finna á heimilum.

Á heimilum jarðarbúa er mörgefni að finna. Þetta eru efni einsog þvottaefni, lyf, málning, blóma-áburður, hreinsiefni, grillolía ogfleira.

Sum eru mjög hættuleg og þvíþarf að gæta vel að hvar efnin erugeymd eins og sagan af litla barn-inu og vítamínunum sannar.

En fullorðið fólk getur líka fariðsér að voða og sem dæmi lenti égí því að innbyrða blómaáburð áklaufalegan hátt. Ég hafði blandaðof mikinn áburð handa blóminumínu og geymdi afganginn í gos-flösku.

Næst þegar mig langaði í eitthvaðsvalandi að drekka greip ég gos-

flöskuna og var búinn að taka dá-góðan sopa þegar ég áttaði mig áþví hvað væri í henni. Þetta kenndi mér að nota aldrei mat-vælaumbúðir undir hættuleg efni.

Þetta varð líka til þess að ég ákvaðað endurskoða heimilið og athugahvort víðar leyndust slysagildrur.Sumir hafa orðið illa úti vegnasnertingar við ætandi efni semlent hefur á húð eða jafnvel í augu.

Þegar ég var að príla upp á skáp-ana í leit að varasömum efnumrakst ég á „j5wþsæuqv2z6“ mínasem hefur að geyma plástra, verkja-töflur, ferðaveikilyf og ýmislegtfleira, ekki ósvipað því sem menn-irnir eiga og kalla sjúkrakassa.

Efnin í umhverfinu

Síða 11

Efni á heimilum

�Þegar Gígur klifraði upp á skápana hefði hann getað dottið, en mörg börn slasast ár-lega vegna þess. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 11

Page 12: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Ef ætandi efni hefur komist í snertingu við húð verðurað fjarlægja föt strax og skola húð vel með vatni. Efsvæðið er stórt getur verið nauðsynlegt að fara í sturtu.Þegar sterk efni hafa komist í föt verður að þvo þau

nokkrum sinnum áður en þau eru notuð aftur. Ef kláði eða útbrotbirtast klukkustundum eða dögum eftir óhappið verður að leitalæknis og taka upplýsingar um efnið með. Ef efni berst í augaverður að halda því opnu og mikilvægt er að skola augað strax meðvolgu vatni. Nota verður hreint ílát undir vatnið, halla höfðinuaftur og til hliðar og láta vatnið renna frá augnkrók þvert yfir augaðí 15 mínútur.

Verkefni 13 Finndu spilliefnamerki Sorpu, teiknaðu það inn á verkefna-blaðið Spilliefni á heimilum. Kannaðu hve mörg efnanna á verkefna-blaðinu eru til heima hjá þér.

Verkefni 14Hvernig verður lífið eftir 100 ár? Munum við nota eins mikið afefnum og við gerum í dag? Hvaða efna getum við verið án? Hvaða nýefni verða komin á markaðinn þá? Hvernig munu fjölskyldur eflaeiturefnavarnir heimilanna? Vistaðu hugrenningar þínar inn á Hugar-flugsdiskinn undir heitinu: Efnisnotkun eftir hundrað ár.

Því miður voru öll lyfin útrunnin og égvarð að losa mig við þau. Sem um-hverfissinnaður geimálfur gat ég auð-vitað ekki verið þekktur fyrir að sturtaþessu bara í klósettið og því fór ég meðefnin í eyðingu.

� Í Nýsköpunar-keppni grunn-skólanemenda kom Sigurður Óskar Jónsson með hugmynd að úðabrúsahlíf semver húð notanda fyrir ertandiefnum og kemur auk þess í veg fyrir sóðaskap. Hefur þú góða hugmynd sem tengist slysa-vörnum og efnumí umhverfinu?

Efnin í umhverfinu

Síða 12

�Hvert á að fara með útrunnin vítamín og lyf?

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 12

Page 13: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

�Hvað er matar-eitrun?

�Hvernig er hægt að koma í veg fyrir matar-sýkingar?

�Nefndu fleiri hættulegar jurtirí náttúrunni.

�Nefndu fleiri hættulegar jurtirá heimilum.

�Hvað er brenni-netla?

�Hvað er frjókorna-ofnæmi?

Í náttúrunni finnast ýmis efni semgeta reynst mönnum og dýrumhættuleg. Sumar jurtir eru eitraðarog komst ég að raun um það áeftirminnilegan hátt þegar ég varað grilla í góðu veðri og vantaðigrænmeti.

Ég skrapp út í búð og fann stóraog myndarlega sveppi á leiðinni.Ég ákvað að spara peningana einsog ég er vanur og tína íslenskanáttúrusveppi í stað þess aðkaupa þá.

Það vildi ekki betur til en svo aðsveppirnir voru eitraðir og ég varðrosalega veikur. Lenti meira aðsegja með matareitrun inni ásjúkrahúsi. Þar kom ljós að ég

hafði borðað berserkjasvepp ogtrjónuhadda.

Mér var auðvitað brugðið og maga-kvalirnar voru miklar. Það geristekki aftur að ég borði eitthvað semég veit ekki hvað er.

Læknarnir sögðu að það hafi orðiðmér til lífs hvað ég innbyrti lítiðaf sveppunum.

Eftir sjúkrahúsvistina notaði égfyrsta tækifæri sem gafst til aðkynna mér hvaða plöntur væruhættulegar á Íslandi, bæði þærsem finnast í náttúrunni og viðmannabústaði. Samantektinagetið þið séð í fylgigögnunum,kæra Stjörnuráð.

Efnin í umhverfinu

Síða 13

Hættulegur gróður

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 13

Page 14: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 16Það er aldrei gaman að liggja veikur. Vinir geimálfsins vissu hvaðhonum leiddist og sendu honum batakort á veraldarvefnum. Hannvarð hrifinn og hóf að hanna sín eigin kort. Skoðaðu kortin hans áheimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sendu góðum vinieða vinkonu kveðju.

Verkefni 15Tré, jurtir og stofublóm á Íslandi eru hættulegar slysagildrur. Dæmium það er jólastjarna, köllubróðir, töfratré og gullregn. Finndumyndir af jurtunum á netinu, prentaðu þær út og límdu á verkefna-blaðið Skaðlegar jurtir og tré.

�Hvaða þjónustuveitir Eitrunar-miðstöð?

Efnin í umhverfinu

Síða 14

�Þó sumar jurtirséu hættulegareru aðrar gagn-legar. Jurtin sem geimálfurinnheldur á er mjöggræðandi og þvígott að leggja hana við sár. Hvað heitir hún?

Safaríkar plöntur eru oft sérstaklega ertandi fyrirslímhimnu, augu og húð. Ef grunur leikur á að einhverhafi innbyrt eða komist í snertingu við ertandi efni eðajurtir er mikilvægt að hringja í 112 til að fá upplýs-

ingar um rétta meðferð. Aldrei má framkalla uppköst án samráðsvið lækni! Ef viðkomandi þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi ermikilvægt að taka plöntuna með.

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 14

Page 15: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

�Hvernig á að forða sér frá reiðum geit-ungum?

�Hvaða fleiri dýr á Jörðinni gefa frá sér eitur?

Efnin í umhverfinu

Dýrin í náttúrunni

Eftir viðureign mína við kertalíf-veru og björgunarsveitarhunda,eins og segir frá í fyrri skýrslum,þóttist ég hugaður hvað dýr varðar.Segja má að ég hafi ætt í allar teg-undir án umhugsunar.

Þó Íslendingar séu heppnir aðhafa ekki stór og hættuleg rándýrallt í kringum sig komst ég að þvíað margt þarf að varast í umgengnivið dýr almennt.

Á Íslandi lifa ýmis skordýr og erugeitungar í uppáhaldi hjá mér endaum falleg flugdýr að ræða. Égskildi ekki af hverju jarðlingarniræstu sig svona mikið ef geitungs-grey villtist inn í bústað þeirra.Ég sem var svo stoltur af býlinu

sem dýrin reistu undir þakinu áfjölbýlishúsinu sem ég bjó í.

Ég skipti þó um skoðun þegar égvar stunginn enda fylgdi þvímikill sársauki. Ég get sjálfummér um kennt því flugdýrið varðeflaust skelfingu lostið þegar égsmellti á það kossi.

Eftir stunguna ákvað ég að látaalla geitungakossa vera. Sérstak-lega þegar ég frétti að flugdýringefa frá sér eitur og að sumirjarðarbúar hafi jafnvel fengiðslæmt ofnæmiskast vegnaskordýrabits eða -stungu.Sjálfur kynntist ég of-næmi en ekki vegnageitungs heldur lyfja.

Síða 15

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 15

Page 16: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Verkefni 17Geimálfurinn hefur skipulagt árlega ljóða- og smásagnasamkeppnisem hann tileinkar veru sinni og þeim hrakföllum sem hann lenti í áplánetunni Jörð. Semdu slysavarnaljóð eða -smásögu og senduhonum á netfangið [email protected]

Áður en ég fjalla um gæludýrlangar mig, kæra Stjörnuráð, aðleggja fyrir ykkur vísnagátu semjarðarbúinn Atli Harðarson samdi.

Úr hverri ljóðlínu kemur samasvarið. Það er samheiti dýrs semlifir í sjó og er jarðarbúum skeinu-hætt, en vísnagátan er svona:

Marar grunnt í grænu hafi.Grásleppuna klæðir vel.Sopin eftir sund í kafi.Subbulega einkum tel.

�Hvað er að gerastá myndunum hértil hliðar?

Efnin í umhverfinu

Síða 16

�Hvert er svar vísnagátunnar sem Gígur lagði fyrir Stjörnu-ráðið?

�Hvaða vísna-gátur þekkir þú?

�Hvaða dýravísur þekkir þú?

Skapast getur lífshættulegt ástand ef einstaklingurverður fyrir 100 geitungastungum eða fleiri á skömmumtíma. Einnig getur það gerst þó stungurnar séu fáar efviðkomandi hefur ofnæmi fyrir eitrinu. Losa verður

broddinn úr sárinu með því að skafa hann í burtu. Ef sárið er kreistgetur meira eitur sprautast úr broddinum sem situr fastur. Þvoverður stungu- eða bitsár með sápuvatni til að koma í veg fyrirsýkingu og leggja íspoka á svæðið en kuldinn dregur úr sársaukaog hægir á dreifingu eitursins. Alltaf ætti að fjarlægja geitungabú ínágrenni mannabústaða.

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:20 Side 16

Page 17: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

�Hundsbit og katt-arklór geta reynst hættuleg og því þurfum við að læra að umgangast þessi dýr. Hefur þú lent í svipuðum sporum og geim-álfurinn?

�Hvað er hunda-æði?

�Hvað þarf að varast í umgengnivið gæludýr?

�Hvað þarf að varast í umgengnivið húsdýr?

�Hvaða slysa-gildrur leynast í sveit?

Efnin í umhverfinu

Síða 17

Einkenni bráðaofnæmis eru öndunarerfiðleikar, kláði,útbrot og blóðþrýstingsfall sem endar oft með yfirliði.Ef grunur leikur á að um bráðaofnæmi sé að ræðaverður að hringja strax í 112. Einstaklingar með

ofnæmi ættu alltaf að bera Medic Alert hálsmen eða armband.

Þrátt fyrir að húsdýr séu mun gæf-ari og blíðari en villt dýr er þómargt sem þarf að huga að. Ef égtek hunda sem dæmi þá verður aðfara mjög gætilega að þeim þó þeirséu mannelskir.

Reynsla mín náði eingöngu til velþjálfaðra og agaðra björgunar-sveitahunda þegar hér er komiðsögu. Svo rakst ég á stóran ogstæðilegan hund sem lá í róleg-heitum að naga bein. Þurfið þiðað spyrja að leikslokum?

Eftir hundsbitið fékk ég stíf-krampasprautu og sýklalyf. Ekki

batnaði ástandið þegar í ljós komað ég fékk heiftarlegt ofnæmi fyrirlyfjunum og varð mjög veikur.

Þá var ég líka við það að gefastupp, kæra Stjörnuráð, enda búinnað lenda nokkrum sinnum inni ásjúkrahúsi á skömmum tíma oghélt ég ætti aldrei afturkvæmt tilVarslyss.

Raunin átti þó eftir að verða önnurog það gleður mig að geta lokssagt ykkur allt um heimferðina ísíðustu skýrslunni um ævintýrimitt á plánetunni Jörð.

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:21 Side 17

Page 18: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Líkt og fyrri daginn upplifði égmargar raunir í leitinni að hentugufarartæki enda ekki vanur umferð-armenningu eins og hún gerist áJörðinni.

Hvað heimkomuna sjálfa varðarþá þekkið þið ykkar þátt í henni,kæra Stjörnuráð, en ekki má gleyma þætti fjarskyldra ættingjaokkar sem búsettir hafa veriðöldum saman á Íslandi. Allt umþað í lokaskýrslunni, ég kveð íbili.

Virðingarfyllst„jbj2N j5wþo?92N“

�Margir lenda inniá sjúkrahúsi vegna veikinda og slysa, hve oft hefur þú lent í því?

�Hvernig er hægt að hjálpa lang-veikum börnum og gera þeim lífið auðveldara?

�Eftir ofnæmis-kastið hefur Gígur alltaf borið Medic Alert armband, hvað er það?

�Hvað táknar þetta merki?

Efnin í umhverfinu

Síða 18

Verkefni 19Geimálfurinn er hrifinn af gæludýrum og ætlar að taka hvolp og kettl-ing með sér heim. Hann þarf upplýsingar um dýrin til að fyrirbyggjafleiri slys. Gerðu bækling um þau sem Gígur getur tekið með sér tilVarslyss. Fram þarf að koma allt sem ber að varast í umgengni viðgæludýrin.

Verkefni 20Skráðu niður öll feitletruðu orðin í lesefninu og finndu hvað þauþýða. Þú getur bæði stuðst við alfræðiorðabók eða notað leitarvél áveraldarvefnum.

Verkefni 18 Í Medic Alert merkinu er ryðfrítt stál en þar sem málmurinn kemurfrá plánetunni Jörð gæti hann haft truflandi áhrif á segulsvið plánet-unnar Varslyss sem hefur allt aðra málma. Geimálfurinn þarf þvínýtt merki úr öðru efni áður en hann fer aftur heim. Aðstoðaðu hannmeð það.

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:21 Side 18

Page 19: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Efnin í umhverfinu

Síða 19

Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar stuðninginn

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐSLYSAVARNADEILDIN

HRAUNPRÝÐI HAFNARFIRÐI

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:21 Side 19

Page 20: Efnin í umhverfinu · Jörðin er einnig eldstöðvapláneta og á Íslandi verða eldgos á fárra ára fresti. Það kemur fyrir að þau verði nálægt íbúðabyggð. Jarðarbúar

Skógarhlíð 14 • 105 Reykjavík • Sími 570 5900 • Fax 570 5901

[email protected] • www.landsbjorg.is

5 hefti nýtt 21.01.2004 21:21 Side 20