8
Fimmtudagur 3. desember 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 42. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Síðastliðinn mánudag var síðasti starfsdagur Vignis Þorbjörnssonar og Rögnu Eymundsdóttur á Hornafjarðarflugvelli. Það þarf ekki að hafa mörg orð um samviskusemi þeirra hjóna í starfi og tryggð við flugið. Það þekkja þeir vel sem hafa starfað í fluginu og farþegar sömuleiðis. Af þessu tilefni var slegið í smá veislu á flugvellinum. Þetta eru merkileg tímamót því Vignir hefur þjónað flugi á Hornafirði í 53 ár og Ragna með honum sl. 23 ár. Vignir tók við af föður sínum sem tók við af Sigurði Ólafssyni föður hans en hann byrjaði að þjónusta flugið 1939. Nú tekur við barnabarn þeirra Vigdís María Borgarsdóttir. Vignir og Ragna sögðust vera mjög sátt við þessi starfslok og ánægð að Vigdís María taki við og haldi starfinu í fjölskyldunni. Hörður Guðmundsson forstjóri Flugfélagsins Ernis sagðist afar þakklátur þeim hjónum fyrir hönd flugfélagsins og sömuleiðis ánægður að fá afkomanda þeirra til að taka við keflinu. Í stuttu spjalli við ritstjóra var létt yfir Vigdísi Maríu og sagði hún m.a. þetta; Tilhlökkun Starfið leggst bara mjög vel í mig, eftir að hafa nánast alist upp á flugvellinum með ömmu og afa. Ég hlakka bara til að takast á við þessa nýju áskorun. Afi og amma fyrirmyndir Afi og amma eru án efa besta fólk sem ég þekki og ég gæti ekki verið heppnari með þau, að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við þau eru forréttindi. Amma og afi hafa alltaf verið endalaust þolinmóð og alltaf hafa þau stutt mig í öllu sem mér dettur í hug, sem í gegnum tíðina hefur nú verið ýmislegt. Þau eru klárlega fyrirmyndir mínar í lífinu og ég er þvílíkt stolt af því að fá að taka við keflinu af þeim, og mun ég reyna mitt besta að sinna starfinu jafn vel og þau hafa gert í öll þessi ár. Ég verð afi minn og pabbi verður amma mín Það var auðvitað lítið annað í boði en að halda þessu vel innan fjölskyldunnar svo ég plataði pabba, Borgar Antonsson með mér í þetta. Ég verð afi minn og hann verður amma mín, þetta fer að verða efni í gott Ladda lag! Afi fær sennilega að eiga metið Ef ég ætti að ná sama starfaldri og afi yrði ég orðin 70 þegar ég hætti,þar sem ég byrjaði að vinna á vellinum formlega 17 ára. Svo ætli hann fái ekki að eiga metið áfram karlinn. Afar þakklát Ég vil bara að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa sent okkur kveðjur á þessum tímamótum í fjölskyldunni og til yfirmannanna í Reykjavík fyrir það að treysta mér fyrir þessu mikilvæga starfi. Ég hlakka til að taka á móti ykkur öllum með bros á vör á flugvellinum. Vignir og Ragna kveðja flugvöllinn Miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn fóru tveir tugir nemenda úr FAS ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til árlegra mælinga. Það er nokkuð erfitt að mæla jökulinn því hann gengur fram í lón og því ekki hægt að komast að jökulsporðinum. Því þarf að grípa til stærðfræðinnar og reikna út vegalengdir. Daginn fyrir ferð var farið yfir vinnuferlið og nemendum skipt í smærri hópa en hver hópur hefur ákveðið hlutverk á vettvangi. Á jökulruðningunum eru tvær mælilínur sem er reiknað útfrá. Þá er þess gætt að taka alltaf myndir frá sama sjónarhorni árlega. Hópurinn gekk rösklega til verks þannig að mælingar gengu vel. Ekki spillti fyrir að veður var með eindæmum gott og allir nutu útiverunnar en við lónið var stilla. Það er upplagt í ferð sem þessari að skoða umhverfið og hvernig jökulinn hefur mótað það í aldanna rás. Á leið okkar frá bílastæðinu og niður að lóninu er gengið yfir gamla árfarvegi þar sem Heinabergsvötn hafa runnið áður. Þá sést vel hvernig jökullinn hefur ýtt upp ruðningum og myndað jökulgarða. Það er líka athyglisvert að sjá ummerki frostveðrunar og hvernig gróður eykst á svæðinu frá ári til árs. Daginn eftir ferðina var komið að því að reikna út úr mælingunum. Miðað við útreikninga frá í fyrra hefur jökulinn skriðið fram um 70 metra. Framskriðið er þó heldur minna í syðri punktinum. Þegar myndir eru bornar saman á milli ára sést greinilega að ís minnkar stöðugt norðan megin í lóninu. Þá sést það líka vel á myndum að jökullinn er að þynnast töluvert. Næstu daga vinna svo nemendur skýrslu um ferðina. Á leiðinni heim var stoppað hjá brúnni yfir Heinabergsvötn. Sú brú var tekin í notkun vorið 1948 og þótti á þeim tíma mikil samgöngubót. Nokkrum mánuðum seinna hvarf áin úr farvegi sínum og sameinaðist Kolgrímu og er svo enn í dag. Hjá brúnni er líka mynd sem sýnir hvar jökullinn lá skammt frá á þeim tíma. Segja má að brúin sé í dag ágætis minnisvarði um hversu breytilegt umhverfið okkar er. Mælingar eins og þær sem er beitt við Heinabergsjökul verða aldrei mjög nákvæmar. En þær gefa þó ágætis vísbendingu um stöðuna í hvert sinn. Það er ekki síður athyglisvert að skoða aðrar breytingar á svæðinu eins og t.d. hvernig lónið stækkar ár frá ári norðan megin eða þá hvernig jökulinn er greinilega að þynnast. eru uppi hugmyndir í skólanum að þróa jöklamælingar áfram og tengja þær tækninni. Með því er vonast til að mælingar verði nákvæmari og gefi um leið ítarlegra yfirlit. Hjördís Skírnisdóttir Mælingar á Heinabergsjökli

Eystrahorn 42. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 42. tbl. 2015

Fimmtudagur 3. desember 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn42. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Síðastliðinn mánudag var síðasti starfsdagur Vignis Þorbjörnssonar og Rögnu Eymundsdóttur á Hornafjarðarflugvelli. Það þarf ekki að hafa mörg orð um samviskusemi þeirra hjóna í starfi og tryggð við flugið. Það þekkja þeir vel sem hafa starfað í fluginu og farþegar sömuleiðis. Af þessu tilefni var slegið í smá veislu á flugvellinum. Þetta eru merkileg tímamót því Vignir hefur þjónað flugi á Hornafirði í 53 ár og Ragna með honum sl. 23 ár. Vignir tók við af föður sínum sem tók við af Sigurði Ólafssyni föður hans en hann byrjaði að þjónusta flugið 1939. Nú tekur við barnabarn þeirra Vigdís María Borgarsdóttir. Vignir og Ragna sögðust vera mjög sátt við þessi starfslok og ánægð að Vigdís María taki við og haldi starfinu í fjölskyldunni. Hörður Guðmundsson forstjóri Flugfélagsins Ernis sagðist afar þakklátur þeim hjónum fyrir hönd flugfélagsins og sömuleiðis ánægður að fá afkomanda þeirra til að taka við keflinu. Í stuttu spjalli við ritstjóra var létt yfir Vigdísi Maríu og sagði hún m.a. þetta;

TilhlökkunStarfið leggst bara mjög vel í mig, eftir að hafa nánast alist upp á flugvellinum með ömmu og afa. Ég hlakka bara til að takast á við þessa nýju áskorun.

Afi og amma fyrirmyndirAfi og amma eru án efa besta fólk sem ég þekki og ég gæti ekki verið heppnari með þau, að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við þau eru forréttindi. Amma og afi hafa alltaf verið endalaust þolinmóð

og alltaf hafa þau stutt mig í öllu sem mér dettur í hug, sem í gegnum tíðina hefur nú verið ýmislegt. Þau eru klárlega fyrirmyndir mínar í lífinu og ég er þvílíkt stolt af því að fá að taka við keflinu af þeim, og mun ég reyna mitt besta að sinna starfinu jafn vel og þau hafa gert í öll þessi ár.

Ég verð afi minn og pabbi verður amma mín

Það var auðvitað lítið annað í boði en að halda þessu vel innan fjölskyldunnar svo ég plataði pabba, Borgar Antonsson með mér í þetta. Ég verð

afi minn og hann verður amma mín, þetta fer að verða efni í gott Ladda lag!

Afi fær sennilega að eiga metið

Ef ég ætti að ná sama starfaldri og afi yrði ég orðin 70 þegar ég hætti,þar sem ég byrjaði að vinna á vellinum formlega 17 ára. Svo ætli hann fái ekki að eiga metið áfram karlinn.

Afar þakklátÉg vil bara að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa sent okkur kveðjur á þessum tímamótum í fjölskyldunni og til yfirmannanna í Reykjavík fyrir það að treysta mér fyrir þessu mikilvæga starfi. Ég hlakka til að taka á móti ykkur öllum með bros á vör á flugvellinum.

Vignir og Ragna kveðja flugvöllinn

Miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn fóru tveir tugir nemenda úr FAS ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til árlegra mælinga. Það er nokkuð erfitt að mæla jökulinn því hann gengur fram í lón og því ekki hægt að komast að jökulsporðinum. Því þarf að grípa til stærðfræðinnar og reikna út vegalengdir. Daginn fyrir ferð var farið yfir vinnuferlið og nemendum skipt í smærri hópa en hver hópur hefur ákveðið hlutverk á vettvangi. Á jökulruðningunum eru tvær mælilínur sem er reiknað útfrá. Þá er þess gætt að taka alltaf myndir frá sama sjónarhorni árlega. Hópurinn gekk rösklega til verks þannig að mælingar gengu vel. Ekki spillti fyrir að veður var með eindæmum gott og allir nutu útiverunnar en við lónið var stilla. Það er upplagt í ferð sem þessari að skoða umhverfið og hvernig jökulinn

hefur mótað það í aldanna rás. Á leið okkar frá bílastæðinu og niður að lóninu er gengið yfir gamla árfarvegi þar sem Heinabergsvötn hafa runnið áður. Þá sést vel hvernig jökullinn hefur ýtt upp ruðningum og myndað

jökulgarða. Það er líka athyglisvert að sjá ummerki frostveðrunar og hvernig gróður eykst á svæðinu frá ári til árs. Daginn eftir ferðina var komið að því að reikna út úr mælingunum. Miðað við útreikninga frá í fyrra hefur jökulinn skriðið fram um 70

metra. Framskriðið er þó heldur minna í syðri punktinum. Þegar myndir eru bornar saman á milli ára sést greinilega að ís minnkar stöðugt norðan megin í lóninu. Þá sést það líka vel á myndum að jökullinn er að

þynnast töluvert. Næstu daga vinna svo nemendur skýrslu um ferðina. Á leiðinni heim var stoppað hjá brúnni yfir Heinabergsvötn. Sú brú var tekin í notkun vorið 1948 og þótti á þeim tíma mikil samgöngubót. Nokkrum mánuðum seinna hvarf áin úr farvegi

sínum og sameinaðist Kolgrímu og er svo enn í dag. Hjá brúnni er líka mynd sem sýnir hvar jökullinn lá skammt frá á þeim tíma. Segja má að brúin sé í dag ágætis minnisvarði um hversu breytilegt umhverfið okkar er. Mælingar eins og þær sem er beitt við Heinabergsjökul verða aldrei mjög nákvæmar. En þær gefa þó ágætis vísbendingu um stöðuna í hvert sinn. Það er ekki síður athyglisvert að skoða aðrar breytingar á svæðinu eins og t.d. hvernig lónið stækkar ár frá ári norðan megin eða þá hvernig jökulinn er greinilega að þynnast. Nú eru uppi hugmyndir í skólanum að þróa jöklamælingar áfram og tengja þær tækninni. Með því er vonast til að mælingar verði nákvæmari og gefi um leið ítarlegra yfirlit.

Hjördís Skírnisdóttir

Mælingar á Heinabergsjökli

Page 2: Eystrahorn 42. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 3. desember 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

VERKEFNASÝNING FASSýning á verkefnum nemenda í verk- og listgreinaáföngum FAS verður föstudaginn 4. desember í Vöruhúsinu. Nemendur í fatasaumi, ljósmyndun frumkvöðlafræði og sjónlist sýna afrakstur annarinnar. Sýningin verður opin frá kl. 16 - 18. Öll hjartanlega velkomin. Nemendur og kennarar.

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Við Önnurnar í Sveitabúðinni í Nesjum viljum þakka öllum hér fyrir frábærar viðtökur. Fram að þessu hefur verið margt um manninn hjá okkur og við höfum fengið að njóta jákvæðni og velvilja fólks sem er ómetanlegt. Næstu helgi ætlum við að hafa opið á laugardag kl. 12:00 - 17:00 og sunnudag kl. 12:00 - 16:00. Við verðum með til sölu m.a.: ferskt grænmeti, konfekt og fleiri vörur frá Hólabrekku, ferskt svínakjöt, hamborgarhrygg, hangikjöt, bjúgu og fleira frá Miðskersbúinu. Þar að auki verður til sölu: handprjón, skór, tískufatnaður, geisladiskar, handunnir skartgripir og fagurmunir úr steinum, horni og tré. Svo bætist Bókaútgáfan Salka með nýjar og eldri bækur til sölu. Súpa, kaffi og vöfflur verða eins og undanfarnar helgar. Hlökkum til að sjá ykkur.

kemur út fimmtudaginn 17. desemberÞeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: [email protected]. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 17. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 15. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,- (3.720,- m/vsk).

Jólablað Eystrahorns

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur

með þökk fyrir liðin ár .

Jón og Gunna

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 6. desember

Aðventukvöld kl. 20:00 Barnakór og Samkór Hornafjarðar syngja Lovísa Rósa Bjarnadóttir flytur hugvekju

Kaffiveitingar í Mánagarði

Prestarnir og sóknarnefnd

Félagsstarf í EKRUNNIOpIN samvERUstUNd kl. 17:00 - 18:00 föstudaginn 4. desember. Sögur og söngvar í anda aðventunnar.

Félag eldri Hornfirðinga

Opið áfram

Langar þig að endurnýja rúmið eða dýnuna?Erum með úrval af góðum rúmum og dýnum frá Svefn og heilsu og RB rúm.

Mikið til af fallegri gjafavöru.

Verið velkomin

HúsgagnavalOpið: virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Page 3: Eystrahorn 42. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 3. desember 2015

Íslenskt samfélag stendur nú á tímamótum. Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum, 75 ára og eldri mun fjölga um 35% frá árinu 2012 til 2020 og hlutfall 67 ára og eldri mun fara úr því að vera 10,3% í dag í 18,4% á árinu 2040. Stóra spurningin er því hvort Ísland sé í stakk búið til að þjónusta allan þennan fjölda en þjónustuþegum í öldrunarþjónustu mun fjölga um 2-3% ár hvert á næstu árum. Það er opinber stefna yfirvalda á Íslandi í dag að gera öldruðum kleift að búa eins lengi heima og mögulegt er. Öll höfum við þær væntingar að geta búið á okkar eigin heimili út ævina. Á hjúkrunarheimilum á Íslandi er fólk nú mun veikara en áður og er meðal dvalartími þar um 2,5 ár. Heilbrigðisþjónustan hefur reynt að bregðast við þessu með aukinni þjónustu heim til fólks og á síðustu árum hefur samþætting heimaþjónustu milli heilbrigðiskerfis og sveitarfélaga skilað nokkrum árangri á Hornafirði, Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Við aukinn aldur minnkar vöðvastyrkur, liðleiki og jafnvægi verður lélegra sem dregur úr hreyfifærni. Einnig minnkar virkni skynfæra s.s. sjón, heyrn, bragðskyn, minni o.fl. Á þessa þætti er hægt að hafa áhrif með reglubundinni hreyfingu og virkni. Ef ekkert er að gert hafa aldurstengdar breytingar áhrif á lífsgæði fólks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur listað þá þætti sem einkenna samfélag sem hugar að þörfum aldraðra: „Samfélag sem gerir grein fyrir fjölbreytileika eldri einstaklinga, ýtir undir þátttöku þeirra á öllum sviðum samfélagsins, ber virðingu fyrir ákvörðunum þeirra og vali á lífstíl, og gerir ráð fyrir mismunandi aldurstengdum þörfum og óskum“. Samfélag sem gerir ráð fyrir öldruðum veitir samfélagslegan stuðning og góða heilsutengda þjónustu. Samskipti og upplýsingar taka mið af þörfum aldraðra. Það gerir ráð fyrir samfélagslegri þátttöku og vinnu. Þar er borin virðing fyrir öldruðum og gert ráð fyrir félagslegri þátttöku. Boðið er upp á húsnæði við hæfi og samgöngur. Útisvæði og byggingar taka einnig mið af þörfum aldraðra og ber þar að hafa í huga hönnun bygginga, göngustíga og bekkja en nauðsynlegt er að bekkir séu til að mynda hafðir með örmum. Til að draga úr þjónustuþörf aldraðra þarf að huga að þessum þáttum því með aukinni virkni aldraðra í samfélaginu eykst líkamleg virkni og hreysti og fólk getur búið lengur heima. Það er því mikil áskorun fyrir sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir og aðrar ríkisstofnanir að endurskoða verklag hvað varðar skipulag, hönnun, þjónustu og fleira sem talið er upp hér að ofan. Það verður ávallt að hafa að leiðarljósi þá hugsun að hvetja til virkni, líkamlegrar sem félagslegrar. Öldruðum fjölgar hratt og þjónustuúrræði fyrir þennan aldurshóp eru af skornum skammti á Íslandi, því þarf að draga úr þjónustuþörf ásamt því að læra að nýta alla tæknimöguleika nútímans.

f.h. Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsMatthildur Ásmundardóttir, BSc í sjúkraþjálfun, MSc í íþrótta- og heilsufræði.

Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði

Öldrun í nútímasamfélagiÍ síðasta föstudagshádegi í Nýheimum kynnti Soffía Auður Birgisdóttir nýja bók sína um Þórberg Þórðarson rithöfund. Hér er um ítarlega rannsókn og umfjöllun um Þórberg og ritverk hans. Bókin hefur fengið góðar viðtökur þar sem hún hefur verið kynnt og um hana fjallað. Bókin er til sölu í Nettó en bókinni og vinnu Soffíu Auðar verður gerð betri skil í viðtali í jólablaði Eystrahorns.

Soffía Auður og Þórbergur

Rannsóknarþing Nýheima fór fram í liðinni viku. Þingið var hið fyrsta í röð viðburða sem snerta grunnstoðir þekkingarsetursins: Menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun. Áætlað er næsta þing fara fram í einmánuði eða með hækkandi sól. Forstöðumenn og fulltrúar aðila að þekkingarsetrinu fluttu fjölda erinda um rannsóknarstarfsemi sinna stofnanna og gerðu grein fyrir völdum verkefnum. Þá var Ólafía Jakobsdóttur, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, sérstakur gestur á þinginu og sagði frá rannsóknarstarfi á Klaustri og áhugaverðu verkefni þar sem tengist Brunasandi. Nokkuð góð mæting var á þingið og af gestum að dæma þá er gróska í rannsóknarstarfsemi í Nýheimum og þótti það koma nokkuð á óvart hversu rannsóknarsviðið er breitt.

Rannsóknarþing Nýheima

FöstudagshádegiÍ föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:15

verður Gettu Betur keppni milli nemenda og kennara. Þetta verður létt upphitunarkeppni

þar sem þau eru að fara að keppa í janúar.

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga býður fólki að koma í skóginn í Haukafelli sunnudaginn 6. desember kl. 12:00 -15:00 og fella sitt eigið jólatré, einnig verðum við með leiðisgreinar til sölu. Jólasveinarnir í Fláfjalli hafa áralanga reynslu af því að aðstoða fólk við val á jólatrjám og munu verða á staðnum. Boðið verður upp á heitt kakó og kökur.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Magnúsdóttir í síma 864-4055.

Allur ágóði rennur til uppbyggingar og viðhalds svæða Skógræktarfélags A-Skaftfellinga.

Jóladagur í Haukafelli

Jólatertutónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika miðvikudagskvöldið

9. desember kl. 20:00 í Nýheimum.Kórinn mun syngja bæði jólalög

og ýmis önnur hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni.

Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði

kvennakórskvenna.

Miðaverð er kr. 3.000,- kr. 1.500,- fyrir 6-12 ára frítt fyrir 5 ára og yngri

(tónleikar og kaffihlaðborð). Ekki tekin kort.

Page 4: Eystrahorn 42. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 3. desember 2015

Fyrirtækið okkar, Glacier Adventure, hefur nú verið starfrækt í um eitt og hálft ár. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að upplifa hina stórbrotnu náttúru sem einkennir Austur-Skaftafellssýslu. Lögð er sérstök áhersla á öryggi og að fræða gesti okkar um daglegt líf í sveitinni, náttúru og sögu svæðisins. Glacier Adventure er í eigu tveggja ungra fjölskyldna en eigendurnir hafa alist upp og eru búsettir í Sveitarfélaginu Hornafirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru Vésteinn Fjölnisson, Þórey Gísladóttir, Haukur Ingi Einarsson og Berglind Steinþórsdóttir. Þar sem tengsl okkar við Hala í Suðursveit eru sterk þá ákváðum við að gera út allar okkar ferðir frá Hala og má segja mikil gróska sé í ferðaþjónustu þar á torfunni allt árið um kring.

Breytingar fyrirtækisinsSegja má að fyrirtækið hafi gengið í gegnum miklar breytingar frá stofnun þess til dagsins í dag. Í byrjun var einn einstaklingur starfandi hjá fyrirtækinu. Núna starfa þar sex starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn auk þess sem við fáum aðstoð frá góðu samstarfsfólki í greininni þegar á þarf að halda. Stefna fyrirtækisins er að bjóða upp á þjónustu alla daga ársins og styðja þannig við uppbyggingu á heilsárs ferðaþjónustu innan svæðisins. Þessari jákvæðu þróun í rekstri fyrirtækisins hefur fylgt aukin fjárfesting í bílum, bátum, heimasíðu, markaðsmálum og sérhæfðum jökla- og fjallabúnaði auk fjarskiptabúnaðar.

Gæða- og öryggismálGlacier Adventure er stöðugt að leita leiða til að bæta gæða- og öryggismál félagsins og ætlar að gerast aðili að Vakanum sem er sérstakt gæðakerfi fyrir aðila í ferðaþjónustu þar sem gæðaviðmið um gönguferðir um jökla og fjöll eiga við. Fyrirtækið hefur þegar sótt um aðild að Vakanum og hafið formlegt aðlögunarferli að honum. Hluti af aðlögunarferlinu er að auka við menntun eigenda og starfsmanna fyrirtækisins, svo sem í fyrstu hjálp og jöklaleiðsögn. Eigendurnir hafa nú þegar sótt sérhæfð jökla- og fjallanámskeið, svo sem Fjallamennsku 1 og 2, Jöklaleiðsögn 1, auk námskeiða til sérstakra akstursréttinda og í almennri skyndihjálp. Fyrirtækið réði til sín tvo nýja starfsmenn snemma í vetur, þau Sólveigu V. Sveinbjörnsdóttur og Guillaume Kollibay. Sólveig hefur starfað sem alhliða leiðsögumaður hjá fyrirtækinu Íslenskum fjallaleiðsögumönnum síðustu þrjú ár og hefur mikla reynslu af jökla- og fjallamennsku. Hún stundaði nám við Keili og lauk hún diplómanámi frá Thompson Rivers University sem ævintýra leiðsögumaður. Sólveig hefur einnig lokið þriðja stigi í Jöklaleiðsögn. Guillaume er reyndur skíða- og snjóbrettamaður, fæddur og uppalinn í Chamonix í Frakklandi við rætur Mont Blanc. Guillaume er fullgildur skíða- og snjóbrettakennari og hefur starfað sem slíkur í níu ár. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópinn.

Þökkum fyrir frábærar móttökurVið eigendur Glacier Adventure þökkum öllum sem hafa aðstoðað okkur við uppbyggingu fyrirtækisins og þann góða stuðning og móttökur sem við höfum fengið í samfélaginu undanfarið hálft annað ár. Framtíðin er björt fyrir ferðaþjónustu á svæðinu að okkar mati og við hlökkum til að takast á við ný og krefjandi verkefni.

Kveðjur frá eigendum Glacier Adventure

Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Hornafirði

Framtíðarstarf:Um er að ræða leikskólakennarastöður eða leiðbeinanda á deild.

Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia.

Umsækjandi þarf að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, samviskusamur og hafa ánægju af útiveru.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 4. janúar 2016.

Nánari upplýsingar hjá Maríönnu Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið [email protected]

Umsóknir skal senda á Maríönnu aðstoðarleikskólastjóra fyrir 11.desember 2015.

PIZZA-HLAÐBORÐFimmtudaginn 3. desember frá kl. 18:00

Fjölbreytt úrval af pizzum, franskar, kokteilsósa og salat.

Kr. 1.890,-Kr. 950,- fyrir 6-12 áraFrítt fyrir yngri en 6 ára

Sími 478-2200 Í KVÖLD

Glacier Adventure

Tjúttum og tökum svo lagið, dönsum okkur í form fyrir jólin.

Aðventudansleikur Karlakórsins Jökulsí Sindrabæ, laugardaginn 5. desember

Húsið opnar kl. 22:00 • Aðgangseyrir 2.500 kr

Page 5: Eystrahorn 42. tbl. 2015

5Eystrahorn Fimmtudagur 3. desember 2015

Rithöfundakynning í Nýheimum

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Nýheimum Fimmtudaginn 10.des. klukkan 20:00

Alls eru sex rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru:

Bjarki Bjarnason

Kristján Þórður Hrafnsson

Gerður Kristný

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

Soffía Auður Birgisdóttir

Þórunn Erlu-og Valdimarsdóttir

Einnig verða tónlistaratriði.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Piparkökur og konfekt í boði og kaffi á boðstólum.

Hornafjarðarsöfn

SÉRFRÆÐINGUR Í KVENSJÚKDÓMUMVikuleg móttaka Jóns Torfa Gylfasonar fæðinga- og kvensjúkdómalæknis verður á Egilsstöðum eftir hádegi alla fimmtudaga í vetur. Tímapantanir í síma 470-3000 kl. 08:00-16:00.

Átak í sorpflokkun

Til fyrirmyndar - átak í sorpflokkun í Nýheimum var hleypt af stokkunum með opnun þriggja nýrra sorpflokkunarbara í húsinu. Það var Zophonías Torfason sem klippti á borða og tók barina formlega í notkun undir dynjandi lófataki. Kristín Hermannsdóttir útskýrði aðferðafræðina og flokkunartæknina, og Birgir Árnason sagði frá því hvað verður um sorpið og hvernig væri best fyrir starfsfólk flokkunarstöðvarinnar að taka við ruslinu. Að lokum var brugðið á sorpflokkunarleik þar sem áttust við nemendur og Stígur prestur. Gestum Nýheima er bent á að við kaffiteríuna við Nýtorg er flokkunarbar sem ætlaður er fyrir gesti og gangandi í húsinu.

Póker í PAkkHúSiNuFimmtudaginn 3. desember**Nýtt** 1.500kr “rebuy” mót þar sem staflinn þinn stækkar við hvert rebuy.Mót hefst kl. 20:00 og hægt verður að komast inn til kl. 21:30Frítt kaffi fyrir félagsmenn og tilboð á barnum.

Hársnyrtistofan FLikk Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Gjafavörurnar streyma í hús.Skartgripir, styttur, ilmir og margt fleira fallegt.Opið laugardaginn 5. desember 13:00-15:00.

Verið velkomin

Page 6: Eystrahorn 42. tbl. 2015

Martölvan | Hafnarbraut 24 | www.martolvan.is | 478 1300

GRÆJAÐU JÓLIN

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

22

44

PLANTRONICS BACKBEAT FIT Tilboðsverð: 16.990 kr.Þráðlaus Bluetooth heyrnartól, frábær í ræktina. Fást í rauðum, bláum og grænum lit.

SONY ZX110

Verð: 6.990 kr.Kraftmikið hljóð og mikil gæði. Fást í svörtum, bleikum og hvítum lit.

LENOVO IDEAPAD 100

Verð: 79.900 kr.Góð 15,6" fartölva á frábæru verði.Intel örgjörvi4GB minni og 500GB diskur.

BOSE SOUNDLINK II MINI

Verð: 34.900 kr.

Upplifðu Bose gæði. Þráðlaus afspilun með Bluetooth. Kemur í svörtum og silfurlit.

CANON POWERSHOT SX610

Verð: 34.900 kr.Hágæða myndir og videó. Nett vél með 18x aðdráttarlinsu. Wi-Fi og NFC fyrir snjalltækin.

SONY 50" HÁSKERPU SJÓNVARP

Tilboðsverð: 179.900 kr.

Hágæða 50" Full HD sjónvarp með 3D. Android stýrikerfi og innbyggt Wi-Fi.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Þann 1. desember munu opnunartímar breytast í verslunum okkar. Við Viljum koma til móts Við ViðskiptaVini okkar og einfalda opnunartímana.

sami opnunartími Verður alla daga sem skiptist sVona á milli búða:

opnunartímar

nýir

24 tímamjóddGrandi

10-19akureyri

borGarneseGilsstaðir

GrindavíkHöfn

10-21salaveGur

selfossbúðakór

Page 7: Eystrahorn 42. tbl. 2015

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Þann 1. desember munu opnunartímar breytast í verslunum okkar. Við Viljum koma til móts Við ViðskiptaVini okkar og einfalda opnunartímana.

sami opnunartími Verður alla daga sem skiptist sVona á milli búða:

opnunartímar

nýir

24 tímamjóddGrandi

10-19akureyri

borGarneseGilsstaðir

GrindavíkHöfn

10-21salaveGur

selfossbúðakór

Page 8: Eystrahorn 42. tbl. 2015

Folaldapiparsteik FerskVerð áður 3.398 kr/kg

2.379 krkg

mar

khön

nun

ehf

nautalundirdanish crownVerð áður 3.998 kr/kg

3.798 krkg

ks krydduð helgarsteikVerð áður 2.598 kr/kg

2.078 krkg

kjötsel hangiFramp.úrbeinaðurVerð áður 2.998 kr/kg

2.249 krkg

25%AFSLÁTTUR

sjávarkistan reyktur og graFinn laxVerð áður 3.998kr/kg

2.399 krkg

40%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

grísa mínútusteikFerskVerð áður 2.449 kr/kg

1.959 krkg

Tilboðin gilda 3. – 6. des 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

HágæðaNAUT

30%AFSLÁTTUR folalda

veiSLA

kalkúnabringurerlendarVerð áður 2.498 kr/kg

2.098 krkg

Jólaleikur Nettó & Egils

Appelsín

Kauptu kippu af 4x2 l Egils Appelsíni og þú gætir unnið gjafabréf fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir!Dregið verður á þorláksmessu

Taktu þátt!

sætar kartöFlurVerð áður 369 kr/kg

185 krkg

celebrations í dós766g

2.498 krds

mackintosh 550g pokiStuttur Stimpill /út deS. gildir meðan birgðir endaStVerð áður 998 kr/pk

699 krpk

í jólaskapi

mackintosh í dós1.315g

1.999 krds