12
„Er líka þessi týpa“ Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, sendi frá sér sína aðra skáldsögu í sum- ar. Bókin heitir Þessi týpa og þykir gefa svo raunsæja mynd af lífi ungra kvenna á Íslandi í dag að eldri kynslóðin svitnar við lesturinn. Björg er gaflari vikunnar. Sjá bls. 6 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Kíkt í kaffi: Gæti ekki hugsað mér að búa annarsstaðar 8 Man ekki eftir jafn óvægnum móttökum í nýju starfi 9 Bæjarstjórinn með hærri laun en borgarstjórinn 2 Handboltinn: Hafnarfjarðarmótið gefur góð fyrirheit 11 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 4. september 2014 14. tbl. 1. árg.

Gaflari 14. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 4 september 2014.

Citation preview

Page 1: Gaflari 14. tbl. 2014

„Er líka þessi týpa“

Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, sendi frá sér sína aðra skáldsögu í sum-ar. Bókin heitir Þessi týpa og þykir gefa svo raunsæja mynd af lífi ungra kvenna á Íslandi í dag að eldri kynslóðin svitnar við lesturinn. Björg er gaflari vikunnar. Sjá bls. 6

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Kíkt í kaffi: Gæti ekki hugsað mér að búa annarsstaðar8Man ekki eftir jafn óvægnum móttökum í nýju starfi9

Bæjarstjórinn með hærri laun en borgarstjórinn2

Handboltinn: Hafnarfjarðarmótið gefur góð fyrirheit 11

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 4. september 2014 14. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 14. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Þegar nýr bæjarstjóri tók við lyklavöldunum í Hafnarfirði hækkuðu laun hans um 355.000 krónur sé miðað við laun forvera hans, Guðrúnar Ágústu Guðmunds-dóttur.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs segir að þegar samið var um launin hafi verið litið til launa sveitar- og bæjarstjóra í öðrum sveitarfélögum. „Þetta var niður-staðan, að heildarlaun færu úr 1.250.000 kr í 1.480.000 krónur. Inni í þeirri tölu er t.d. bílastyrkur. Þess ber að geta að eftir hrun voru einstakir

liðir í launasamsetningu bæjarstjóra í Hafnarfirði lækkaðir umtalsvert og hefur lítið verið breytt til baka fyrr en nú.“

Þegar laun bæjarstjóra í ná-grannasveitarfélögunum eru skoðuð kemur í ljós að bæjarstjórinn í Kópavogi hefur tölvert lægri laun en sá hafnfirski. Samkvæmt upp-lýsingum frá Kópavogsbæ eru laun bæjarstjórans þar 1.134.071 kr. Hins vegar hefur bæjarstjórinn í Garða-bæ tölvert hærri laun en félagar hans í Hafnarfirði og Garðabæ eða 1.762.908 kr.

Þegar laun bæjarstjórans í Hafnar-firði eru borin saman við laun borg-arstjórans kemur í ljós að laun bæj-arstjórans í Hafnarfirði eru rúmum 160.000 kr hærri.

Þegar Rósa er spurð um hvort aðr-ir starfsmenn bæjarins megi vænta álíka kauphækkana segir hún: „Það hafa sum stéttarfélög nýlega samið fyrir sitt fólk og önnur eiga það eftir, vonandi verður góð sátt þar um. Það er keppikefli okkar allra að starfs-menn séu ánægðir í starfi og vega laun, kjör og aðbúnaður þungt í því sambandi.“

Ófeigur Friðriksson er nýr bæj-arfulltrúi Hafnfirðinga, en hann tók sæti Margétar Gauju Magn-úsdóttur, bæjarfulltrúa, á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir sumarfrí. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæj-arfulltrúi hafði fyrr í sumar óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum og tók leyfið gildi þann 20. ágúst síðastliðinn og gildir til 20. júlí 2015. Ófeigur skipaði 4. sæti lista Sam-fylkingar í síðustu sveitarstjórnar-kosningum.

FRÉTTIR Um 40-50 manns mættu í Höfðaskóg á Skógar- og útivistardag fjölskyldunnar sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stóð fyrir í sumar. Helgistund og skírn fór fram í Bænalundi, gengið var um Langholt, seltóft-ir við Hvaleyrarvatn skoðaðar og heitt kaffi og leiðbeinendur á vegum íþrótta- og tómstunda-ráðs Hafnarfjarðar sáu til þess að börnin hefðu nóg fyrir stafni. Boðið var upp á kaffi og með því í Selinu en einnig voru margir sem tóku sig til og notuðu grillin við Hvaleyrarvatn og nutu þess að vera þar í fögru umhverfi. Og veðrið lék við skógarunnendur.

Ófeigur sestur í bæjarstjórn

Vel heppnaður Skógardagur

Bæjarstjórinn með hærri laun en borgarstjórinn Skógar- og útivistardagur fjöl-

skyldunnar var vel heppnaður í ár.

Í Bænalundi fór meðal annars fram skírn í blíðskaparveðri.

Erum á Facebook: Skottsala í Firði

í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 6. sept. Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup

Nýtt galleríNýtt listagallerí, Gallerí Ý , opnaði í húsi gömlu Prentsmiðju Hafnar-fjarðar á dögunum. Að galleríinu standa sex hafnfirskar listakonur sem leggja m.a. stund á myndlist, leirlist, hönnun, skartgripagerð og fleira áhugavert.

Page 3: Gaflari 14. tbl. 2014

gaflari.is - 3

ÁRSKORTÍ LÍKAMSRÆKT OG SUND Á AÐEINS 33.990 KR.Það gera aðeins 2.833 kr. á mánuði.

heilsaGYM

FRÍTT ER Í ALLA HÓPTÍMA FYRIR KORTHAFAStundaskrá í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði - Gildir frá 1. september 2014

TILBOÐIÐ GILDIR TIL OG MEÐ 22. SEPTEMBER 2014HVER OG EINN FÆR SÉRSNIÐNA ÆFINGAÁÆTLUN OG KENNSLU Á TÆKIN

Klukkan Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Klukkan Laugard

17:15 JógaNenita

SpinningBjarni 10:30 Spinning

Þröstur / Aníta

17:30 Flottar konurAníta

30 20 10 Þol & styrkurHjalti

18:15 SpinningBjarni V

Power Jóga Nenita

20:00 Core og teyjurBjarni V

Kortið gildir í líkamsrækt og sund í Suðurbæjarlaug og einnig í sund í Ásvallalaug. Hægt er að fara í aðrar GYM heilsustöðvar utan Hafnarfjarðar

gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Suðurbæjarlaug / sími 565 3080

www.gymheilsa.is

Hringdu og pantaðu þér ókeypis prufutíma með þjálfara.

Page 4: Gaflari 14. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Strætó er ein af mikilvægustu grunn-þjónustum sem sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu veita íbú-um sínum. Þetta sannaðist m.a. nú á Menningarnótt þegar fjölmargir Hafn-firðingar fóru ókeypis í strætó inn í miðborg Reykjavíkur og heim aftur að dagskrá lokinni.

Það hafa orðið stakkaskipti á Stætó á undanförnum árum, bæði hvað varðar rekstur og þjónustu. Ráðist hefur verið í umfangsmikla endurnýjun á strætis-vögnum auk þess sem tíðni ferða var aukin og vögnum fjölgað. Í hugum margra er hlutverk Strætó að keyra strætisvagna um höfuðborgarsvæðið, en sú áhersla hefur breyst meira í þá veru að gera fólki kleift að komast ferða sinna, án þess að notast við einkabíl eða að þurfa að eiga einn. Fyrirtækið mun því jafnvel þróast í að vera nokkurs konar þjónustugátt samgöngukosta þar

sem sveitarfélögin og einkaframtakið leggja sitt af mörkum. Mögulegt er að þjónusta Stætó verði ekki eingöngu bundin við strætisvagna í framtíðinni, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum okkar.

Flestir eru sammála um að efling almenningssamgangna sé þjóðhags-lega hagkvæm, þar sem hún leiðir til

minnkaðs álags á umferðarmannvirki, en einnig út frá umhverfissjónarmið-um. Markmið Samtaka Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH) er að fjölga ferðum með almenningssamgöngum úr 4% í 8% til ársins 2022. Meirihluti ferða verður eftir sem áður á einkabílum. Sveitarfélögin geta stutt við þessa þró-un með því að bæta göngu- og hjólastíga í tengslum við almenningssamgöng-ur. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur sett þetta verkefni á dagskrá á kjörtímabilinu. Jafnframt geta bæjarfélögin lagfært aðstöðu við stoppistöðvar og bætt gatnakerfi t.a.m. í kringum hraðahindranir og hringtorg. Strætó getur haft áhrif á þessa þró-un með að auðvelda aðgengi og auka ánægju þeirra sem taka strætó. Í því samhengi er hafin uppbygging á þráð-lausum internet aðgangi um borð í vögn-unum. Fyrir áramót verður einnig ný

útgáfa af síma-appinu (smáforrit í snjall-síma) aðgengileg. Meðal helstu nýjunga þar er að fólk getur greitt strætómiðann með símanum sínum, sem verður að telj-ast bylting fyrir alla sem taka strætó.

Reynslan hefur sýnt að með bættri þjónustu almenningssamgangna og bættum innviðum munu íbúar nýta sér aðra kosti en einkabílinn í auknum mæli.

Þessa dagana fer af stað seinni hluti auglýsingaherferðar #mitthverfi á Facebook-síðu Stætó. Fólki gefst þá kostur á að senda inn setningar sem því finnst best lýsandi fyrir mismunandi hverfi og munu sigurvegarar fá sínar setningar ásamt mynd af sér límdar á strætisvagna. Ég hvet alla áhugasama að taka þátt.

Einar Birkir EinarssonHöfundur situr í stjórn Stætó bs. fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

#mitthverfi

Meiri samvinnu, takkÍ viðtali við Guðlaugu Kristjáns-dóttur, sem birtist í Fréttablaðinu þann 3. júní síðastliðinn kom fram að Björt framtíð hefði þá göf-ugu hugsjón að allir í sveitastjórn Hafnarfjarðar myndu vinna saman. Ekki voru þó allir flokkarnir tilbúnir í slíka nýjung. Mín spurning er hvort það sé boðlegt fyrir okkur kjósend-ur að fulltrúar sem við höfum kjörið í sveitastjórn okkar geti ekki unnið saman? Hversu líklegt er að fyrir-tæki, þar sem stjórnarmenn skiptist í fylkingar, nái árangri?

En hvað getum við gert? Svona er pólitíkin, flokkarnir hafa í aldanna rás skipst í stjórn og stjórnarand-stöðu, þannig hefur þetta alltaf verið. En er það eðlilegt að þátttaka kjósenda í kosningum hafi lítið sem ekkert breyst í heila öld? Nú á dög-um þegar flestir framboðslistarnir keppast við að lofa meira íbúalýð-ræði þá verður það að teljast undar-legt að við kjósendur fáum eingöngu að setja einn bókstaf á kjörseðilinn. Að vísu getum við strikað út fram-bjóðendur en ég þekki ekki dæmi þess að slíkt hafi skilað árangri. Það er hins vegar mögulegt að breyta

kosningalöggjöfinni svo kjósendur fái meiri völd og fjarlægja í leiðinni það úrelta fyrirkomulag sem gerir kjörnum fulltrúum kleift að mynda meirihluta innan kjörinnar stjórnar!

Í fyrsta lagi mætti bæta ákvæði við 54. grein sveitastjórnarlaga um að ekki megi ráða kjörinn fulltrúa sem framkvæmdastjóra (bæjar- eða borgarstjóra). Æskilegt væri að ekki mætti ráða aðila sem hefði verið kjörinn fulltrúi í bæjar- eða borg-arstjórn síðastliðin fjögur ár. Gott væri einnig að tilgreina að samþykki 2/3 sveitarstjórnarfulltrúa þurfi til

að staðfesta ráðningu. Einnig væri hægt að setja inn í löggjöfina ákvæði um lágmarkskröfur umsækjenda - en geymum þá umræðu til betri tíma. Jafnframt ætti að bæta við greinina ákvæði um að auglýsa þurfi starfið og að sama skapi mætti líka skilyrða frekari upplýsingagjöf til almennings. Hún gæti t.d. falið í sér að upplýsa yrði um alla umsækjendur og mat á hæfni þeirra. Þegar rafrænar kosn-ingar verða orðnar algengar væri svo vel hægt að hugsa sér að kjósendur þyrftu að staðfesta ráðninguna.

Einnig þyrfti að breyta 13. grein sveitarstjórnarlaganna. Þar er fjall-að um kjör oddvita og varaoddvita sveitastjórnar og hér kæmu tvær leiðir til greina:

A) Efsti maður á lista stærsta flokksins í kosningum yrði oddviti og efsti maður á lista næst stærsta flokksins yrði varaoddviti.

B) Kjörseðlinum yrði breytt og kosið um oddvita (kallar líka á breytingu á 45. grein). Kjósandi þyrfti þá bæði að kjósa einn fram-boðslista og einn oddvita. Eingöngu væri þá hægt að velja á milli efstu manna hvers framboðs við kjör

oddvita. Sá sem fengi flest atkvæði yrði oddviti og sá sem fengi næst flest atkvæði yrði varaoddviti. Í tengslum við þessa útfærslu þyrfti svo að smíða lög um hvernig skuli brugðist við ef framboðslisti kjör-ins oddvita næði ekki manni inn í sveitarstjórn.

Sem dæmi má nefna að sam-kvæmt skoðanakönnunum fyrir síð-ustu sveitastjórnarkosningar hefði Dagur B. Eggertsson fengið fleiri at-kvæði sem oddviti en Samfylkingin hefði fengið til sveitastjórnar.

Gleymum því ekki að sveitarfé-lög landsins eru ekki bara samfélög, heldur líka stór fyrirtæki og í mörg-um tilfellum einnig stærsti atvinnu-rekandi viðkomandi sveitarfélags. Með þeim breytingum á sveitar-stjórnarlögunum sem hér hafa verið reifaðar er hægt að tryggja að flokk-ar með lítið fylgi kjósenda komist ekki í valdastöður – eins og nú er raunin í hinni pólitísku refskák.

Guðjón Karl Arnarson,vörustjóri RB.

Lesa má greinina í fullri lengd á gaflari.is

Page 5: Gaflari 14. tbl. 2014

gaflari.is - 5

Page 6: Gaflari 14. tbl. 2014

6 - gaflari.is

„Ef ég fæ að skrifa og segja sögur þá er ég sátt“Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur er gaflari vikunnar

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, sendi frá sér sína aðra skáldsögu, „Þessi týpa“ í sumar, sem er sjálfstætt framhald bókarinnar „Ekki þessi týpa“ sem kom út árið 2013. Sú bók vakti mikla athygli fyrir skemmti-legan og frjálslegan stíl og Björg þótti draga upp trúverðuga mynd af tilfinn-ingalífi fjögurra ungra vinkvenna sem búa í Reykjavík og vilja lifa lífinu hratt og lifandi. Í „Þessi týpa“ heldur Björg áfram að segja frá lífi vinkvennanna sem eiga það til að lenda í skemmti-legum ævintýrum en alvara lífsins er auðvitað alltaf handan við hornið og áleitnar spurningar vakna hjá lesand-anum um hin ýmsu málefni íslensks samfélags um leið og þær stöllur glíma við erfiðleikana. Erla Ragnarsdóttir hitti Björgu í matarhléi á einni af þeim mörgu löngu vöktum á fréttastofu RÚV sem Björg stóð í sumar og spurði hana út í þennan blákalda veruleika ungra kvenna sem hún dregur upp.

Það er smá af mér í þeim öllum„Í báðum bókunum eru þær vinkonur að takast á við þau ýmsu úrlausnarefni sem við ungar konur þurfum að takast á við. Seinni bókin, Þessi týpa, er að-eins alvarlegri, ég fer þar inn á myrkari svið, en ein persónan verður fyrir kyn-ferðisofbeldi og á afar erfitt með að horfast í augu við það. Hún er engan veginn stelpa sem lendir í svoleiðis að eigin mati. En þetta „gráa“ svæði í samskiptum kynjanna, þegar kemur að fylleríi og kynlífi saman, hefur verið mér og fleirum hugleikið; það sem ger-ist getur verið túlkað á afar ólíkan hátt af þeim sem upplifa sem er ábyggilega hluti af ástæðu þess að sárafá slík mál komast alla leið í réttarkerfinu,“ segir Björg. „Þessar sögur mínar eru held ég raunsæjar og sýna hvernig það er að vera ung kona í dag sem lifir og hrærist í höfuðborginni. Ég byggi persónurnar að einhverju leyti á samskiptum sem ég verð vitni að eða tek sjálf þátt í frá degi til dags. Gef mér þó auðvitað ríf-legt skáldskaparleyfi og er ekki þekkt fyrir annað en að færa í stílinn þegar

það hentar, en þetta er þó ekkert svo fjarlægt raunveruleikanum. Markmið mitt er eiginlega alltaf að gera góða sögu betri. Það má segja að þetta séu atburðadrifnar skemmtisögur með alvarlegum undirtón,“ segir Björg og hlær sínum smitandi hlátri. Blaðamað-ur grípur þarna orðið og spyr Björgu hvort hún sé þá líka þessi týpa, enda er auðvelt að sjá hana fyrir sér í atburð-arrás vinkvennanna, því þannig upplifir maður Björgu frá fyrstu mínútu; ein-læga, forvitna, gáfaða, frjálslega og stútfullu af ævintýraþrá. „Ég held að smá af mér sé í þeim öllum, mest í einni þeirra en ég ætla að sjálfsögðu ekki að gefa upp hver það er.”

Íslenskar konur hafa þaðbest í heiminumVið Björg ræðum þennan raunheim ungra kvenna í dag, þar sem tækifær-in virðast endalaus og fátt sem getur staðið í vegi þeirra til þess að skapa sér viðunandi lífskjör og lífsstíl . „Ungar konur á íslandi í dag eru alveg fáránlega flottur hópur. Við höfum það líklegast einna best í heiminum og erum að ég held meðvitaðar um stöðu okkar. Við gerum það sem við viljum, það nægir að fletta blöðunum í dag til þess að átta sig á því. Það er mikill styrkur sem felst í ungum konum. Samt eru alltaf ákveðin mál sem við erum að eiga við, eins og t.d. jafnréttismál, baráttu um launin og kyn-ferðisofbeldi – þetta eru mál sem konur þurfa sérstaklega að eiga við sökum kynferðis síns. Stemningin er vonandi þannig að við erum meðvitaðar um það að við þurfum að setja þetta sjálfar og sjálf á dagskrá, sbr. Druslugangan, sem mér finnst algjörlega frábært framtak ungs fólks til að minna á óréttlæti sem felst í hverskonar kynferðisofbeldi,“ segir Björg sem telur að hlutirnir séu að mjakast í rétta átt. Aukin umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu og allir hafi farveg til að tjá skoðanir sínar. „Það er hins vegar staðreynd, þrátt fyrir að kon-ur séu meirihluti þeirra sem útskrifast með háskólapróf, að enn er skekkja í því hverjir fá æðstu stjórnunarstöður

og hærri laun. Það eimir enn af ákveðnu karlaveldi, hverju sem það sætir, en ég vona að nú sé að rísa upp kynslóð sem elst upp við lagalegt jafnrétti og að það verði algild krafa að ekki sé hægt að mismuna eftir kyni í hvora átt sem er. Það er okkar, mín og minnar kynslóðar, að viðhalda þessu og taka við keflinu. En þó ég sé að lýsa æðislega jákvæðum stað, sem mér finnst ungar íslenskar konur vera á, er það um leið hættuleg-asti staðurinn ... þegar manni finnst allt vera komið er einmitt hætt við bakslagi. Og í þessu samhengi er áhugavert að líta út í heim, þar sem staðan er allt önnur og miklu verri mjög víða. Jafnrétti kynjanna er kannski eitthvað sem við ættum að flytja meira út af.“

Pólitík er alls staðarEru bækurnar þínar pólitískar? „Í mín-um huga er pólitík alls staðar. Stjórn-málamenn hafa til dæmis mjög mikil áhrif á okkar daglegu athafnir. Í bókun-um eru ýmsar vísanir í pólitík, vinkon-urnar eru að velta vöngum yfir hinum ýmsu málum og þá koma í ljós skoð-anir, eða jafnvel skoðanaleysi, minnar kynslóðar. En þetta er ekki endilega með augljósum hætti, menn eru ekki nafngreindir eða neitt slíkt, en þarna er klárlega verið að skoða samfélagið með ákveðnum hætti.“

Allir eiga að hafa skoðanirá ríkisfjölmiðlinumBjörg lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðl-un frá Háskóla Íslands. Björg hefur m.a. starfað sem blaðamaður, formaður Stúdentaráðs HÍ, kynningarfulltrúi og verkefnastjóri. Á síðustu misserum hefur hún starfað sem fréttamaður á RÚV en er nýtekin við sem umsjónar-maður Síðdegisútvarpsins á Rás 2. Þegar Börg minnist á vinnustaðapólitík kemur RÚV fljótlega upp í umræðunni, enda einn umtalaðasti vinnustaður landsins. Björg segir umræðan um RÚV því miður oft of neikvæða og nánast í frasalíki. Hávær gagnrýni um vinstrisinnaða fréttastofu sé t.a.m.

mjög ósanngjörn. Reglulegar traust-mælingar sýni annað. „Landsmenn treysta þessum fjölmiðli best. Ég skil mínar pólitísku skoðanir eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana, ég myndi ekkert endast lengi í djobbinu ef ég ætlaði að gera þetta einhvern veginn öðruvísi. Ég hef ekki orðið vitni að öðru á fréttastofu RÚV,“ segir Björg. Hún segir margt mjög vel gert þar, þó auð-vitað geti ekki allir verið sammála um hvað er gott eðli málsins samkvæmt. Að því sögðu eigi allir að hafa skoð-anir á ríkisfjölmiðlinum. „Kollegi minn gerði nýlega rannsókn á fjölmiðlum hér á landi og þar kom í ljós að það væri minna greinanlegt á RÚV en á öðrum fjölmiðlum að karlmenn tækju harðar fréttir eða væru leiðandi. Þessar niður-stöður komu mér ekki á óvart, ég hef ekki upplifað annað en að reynt sé að rótera hverjir taka fyrstu fréttir, hverjir eru að lesa fréttir og stýra umfjöllun-um á öllum póstum, hvernig vaktir eru mannaðar – það er pælt í þessu öllu og það er gott. Á RÚV vinnur góð blanda ólíks fólks á ólíkum aldri og mismund-andi kynslóðir eiga díalóg um hin ýmsu málefni. Þannig fær maður líka speglun, sem er jákvætt að mínu mati en verður að virka í báðar áttir,“ segir Björg sem þykir greinilega vænt um vinnustaðinn.

En hvernig kom það til að hún fór að vinna á RÚV? „Ég sá bara auglýst eftir fréttamönnum fyrir einu og hálfu ári og hugsaði með mér að þetta gæti verið gaman að prófa. Ég er ógeðs-lega forvitin að eðlisfari og hef mikinn áhuga á samfélaginu og ég vil helst vera þar sem eitthvað að gerast. Ég vil hafa svolítið líf í tuskunum,“ segir Björg. „Ég hef alla tíð haft mikla þörf fyrir að skrifa, hef til dæmis haldið dagbækur í fleiri ár og mér datt í hug að sá áhugi gæti nýst í fréttaskrifin. Ég skrifa oft einhverjar karakterlýsingar og sketsa og að því leyti eru þessir heimar ekki ósvipaðir. Þau eru þó ólík lögmálin í þessum tveimur söguheimum. Í öðr-um þeirra fæ ég að skálda og búa til, í hinum verð ég að fara eftir ströngustu kröfum um að segja satt og rétt frá,

Page 7: Gaflari 14. tbl. 2014

gaflari.is - 7

fjalla um það sem er. Ég hugsa að mér yrði sparkað frekar fljótt út af Ríkisút-varpinu ef ég leyfði hugmyndafluginu að taka yfir,“ segir Björg og hlær.

Ekkert víst hvernig kaka kemur næstEn hver skyldu framtíðaráform Bjargar vera? „Þetta er erfiðasta spurningin,“ segir Björg og dæsir. „Það er bölvaðvesen að fá fastráðningu á RÚV en ég er alveg sjúr á því að mig langar að halda áfram að starfa með einhverjum hætti í fjölmiðlum. Og áður en ég skrifa þriðju bókina þarf ég að undirbúa mig vel, lesa ábyggilega 50 bækur og anda að mér lífinu. Á teikniborðinu eru kvik-mynda- og sjónvarpsþáttahandrit og

leikrit, ég er með margar hugmyndir á sveimi í kollinum. Stundum of margar,“ segir Björg sposk á svipinn. „Það er alveg óvíst hvaða hugmynd hefur vinn-inginn í næsta útdrætti. Ég er yfirleitt frekar óþolinmóð, nú er ég aðeins að leyfa þessu að gerjast. Deigið er að hef-ast getum við sagt og ekki víst hvernig kaka kemur næst.“

Ferðalag til Nepal á dagkránniog dvöl í klaustri Björg er Hafnfirðingur í húð og hár og ólst upp í Setberginu, en í dag býr hún í vesturbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Set-bergsskóla og var lengi nemandi í Tón-listarskólanum, fyrst lærði hún á píanó

hjá Sigurði Marteinssyni og á trommur hjá Jóni Björgvinssyni. Björg fór síðan í Verzló og þaðan beina leið í Háskól-ann. Hún segist hafa sterkar taugar til Hafnarfjarðar, enda búa foreldrar hennar, Laura Scheving Thorsteinsson og Magnús Pálsson, ennþá í Firðin-um en móðir hennar er ættuð þaðan, barnabarn Jakobínu og Jóns Mathies-ens kaupmanns sem rak verslun í Strandgötu um árabil. „Það voru algjör forréttindi að alast upp við hraunið, lækinn og gamla bæinn Setberg. Ég man að þegar ég var lítil voru hestar í girðingu þar sem Snælandsvídeó og 10-11 er núna. Þetta var og er enn að einhverju leyti nokkurs konar sveit í bæ

og bæjarstæðið er svo fallegt. Tvær æskuvinkonur mínar hafa fest rætur í Firðinum þannig að ég heimsæki hann reglulega. En ég viðurkenni að ég er hálfgerð miðbæjarrotta í dag, og langar helst að prófa að búa á mörgum stöð-um í framtíðinni. Mig langar að ferðast til Nepal til að skrifa næstu bók. Skella mér svo kannski í gamalt klaustur í Suð-ur-Frakklandi til þess að prófa að vera til einhvers staðar allt annars staðar. Mig langar svo að eiga skemmtilegt líf og sjá fullt af nýju. Ég legg mikið upp úr því að hafa gaman, hafa skemmtilegt fólk í kringum mig og ef ég fæ að skrifa sögur og segja sögur þá er ég sátt. Ég þarf ekki mikið meira.“

„Þau eru þó ólík lögmálin í þessum tveimur sögu-heimum. Í öðrum þeirra fæ ég að skálda og búa til, í hinum verð ég að fara eftir ströngustu kröf-um um að segja satt og rétt frá. Ég hugsa að mér yrði sparkað frekar fljótt út af Ríkisútvarpinu ef ég leyfði hugmyndafluginu að taka yfir.“

Page 8: Gaflari 14. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Menntun? Stúdentspróf af málabraut úr Flens-borgarskólanum.Starf ? Starfsmaður Vörumerkingar hf.Hvaða bók er á náttborðinu? Það er engin bók eins og er en það er þó í vinnslu að byrja á The Dark Tower eftir Stephen KingEftirlætis kvikmyndin? The Shawshank Redemption, það hefur engin mynd slegið henni úr fyrsta sætinu hjá mér ennþá allavega.Playlistinn í ræktinni? Það sem er í útvarpinu á þeim tíma.Hvers vegna Hafnarfjörður? Því þetta er bara svo yndislegur og vina-legur bær. Gæti eiginlega ekki hugsað mér að búa neinstaðar annarstaðar.Eftirlætismaturinn? Lambakótilettur í raspi og hvítlauks-marineraður humar í ofni.Eftirlætis heimilisverkið?Hemilisverkin eru nú ekkert í uppá-haldi en ættli ég segi ekki að taka úr og setja í uppþvottavélina.Helstu áhugamál? Hreyfing, útivera, ferðalög og þá sér-staklega útilegur, tónlist, myndlist, föndur. Það er rosalega margt sem kemur upp í hugann.Það sem gefur lífinu gildi? Fjölskyldan er númer eitt, tvö og þrjú. Þar á eftir fylgja vinirnir, njóta augna-bliksins og hafa gaman af hlutunum.Í sumar? Naut ég lífsins!Ég elska? Herbalife vatnsbrúsann minn, lifi ekki daginn af án hans.Ég þoli ekki? Frekt og tillitslaust fólk í umferðinni. Skemmtilegt atvik? Þau eru svo mörg þegar ég hugsa

aftur í tímann að það er eiginlega ómögulegt að velja eitthvað eitt at-vik.Síðasta smsið – (frá hverjum/til)?Síðasta sms sem ég fékk sent er frá systur minni? “Ætlaru að taka mig í mælingu í dag?”

Síðasti facebook status?“Mómentið í vinnunni þegar vinnufé-laga mínum finnst teið sitt svo gott að hann er farinn að sjúga tepokann !” Á föstudagskvöldið var ég?Í rólegheitum heima með þremur yndislegum litlum krílum.

KÍKT Í KAFFI Signý Rún Guðnadóttir er 22 ára Hafnfirðingur. Hún er bæði kát og hress og ekki skemmir fyrir að hún er hvers manns hugljúfi. Gaflari kíkir að þessu sinni í kaffi til Signýjar.

Heimilisverkin eru nú ekkert í uppáhaldi

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Man ekki eftir jafn harkalegum móttökum í nýju starfi

F R É T T I R Samstarfið í bæjarstjórn Hafnarfjarð-ar, eða sam-s t a r f s l e y s -

ið, hefur verið Hafnfirðingum tíðrætt að undanförnu. Margir hafa undrast skeytasendingar minnihlutans á samfélagsmið-lunum og velta fyrir sér hvað hafi orðið um loforð flokka um breiðfylkingu allra í bæjarstjórn og samstöðu í kosningunum í vor. Flestir horfa til Bjartrar framtíðar enda talaði hann allra flokka mest um samstarf allra flokka í bæjarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartr-ar framtíðar og forseti bæjar-stjórnar, segir alltaf fleiri en eina hlið á öllum málum og hún sé enn bjartsýn um víðtækt samstarf í bæjarstjórn.

Samskiptamáta og vinnulagi í pólitík þarf að breytaEn komu þessir starfshættir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Guðlaugu á óvart? „Kannski má segja að við hefðum mátt eiga von á þessu og alveg ljóst að við stöndum fast við okkar skoðun í Bjartri framtíð á því að samskiptamáta og vinnulagi í pólitík þurfi að breyta. Enda fórum við jú í framboð meðal annars til þess,“ segir Guðlaug. „Það hefur vissulega verið lær-dómsrík reynsla að stíga inn á þennan að mörgu leyti óvægna vettvang. Ég man að minnsta kosti ekki áður eftir jafn harka-legum móttökum í nýju starfi, vil þó taka skýrt fram að mót-ttökur af hálfu starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar hafa ver-ið framúrskarandi góðar og ánægjulegar.“ Sjá nánar á gaflari.is

Page 9: Gaflari 14. tbl. 2014

gaflari.is - 9

Haukar Hafnarfjarðar-mótsmeistarar 2014

ÍÞRÓTTIR Auglýsing 93x25 mm

Frétta- ogmannlífsvefurinn

Haukar unnu hið árlega Hafnar-fjarðarmót um síðustu helgi með sannfærandi sigri, 24:18 gegn FH í síðasta leik mótsins. Haukar höfðu þar með unnið öll fjögur lið móts-ins,FH, ÍBV og Akureyri.

Haukar voru með fimm marka forystu í hálfleik, 12-7, og FH-ingar náðu ekki að koma til baka í seinni hálfleik. Haukarnir unni því leikinn, 24:18. Árni Steinn Steinþórsson var besti maður Hauka í leiknum og skoraði átta mörk fyrir Hauka en Ásbjörn Friðriksson skoraði 9 mörk fyrir FH.

Þá tryggðu Akureyringar sér þriðja sæti mótsins með eins mark sigri gegn ÍBV, 28-27.

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Í SPILARANUM...

Bókinni Amma biður að heilsa eftir Svíann Fredrik Back-man. Mann-

bætandi saga um litla stelpu og ömmu hennar. Einlæg saga sem sogar mann til sín, sérstaklega á rigningardögum eins og nú, um of-urhetjur sem eiga erfitt með að fóta sig í hversdagsleikanum. Og ef þið hafið ekki lesið fyrri bók höfundar um karlugluna Ove þá er ekki eftir neinu að bíða.

Ávöxtum. Alltaf - vetur,

sumar, vor og s é r s t a kl e g a haust. Þeir vilja

nefnilega oft gleymast í sumar-fríinu, yfir há grill- og ístímabilið. Óskrælt epli stendur alltaf fyrir sínu, en enginn stenst freistinguna þegar boðið er upp á niðursneiddan banana með kókosflögum, appel-sínubáta með kanel eða eplaskífur með hnetusmjöri…namm!

Silja Úlfarsdóttir, hlaupaþjálfari skor-aði síðast á Hildi Er-lingsdóttur, vinkonu

sína og starfsmann Flugfélags Íslands. Hildur er í óða-önn þessa dagana að koma rútínunni í gang hjá fjölskyldunni eftir sumarfrí. Hildi finnst haustið frábært tími og elskar að hafa það kósý heima við kertaljós þegar rökkrið skellur á. Þegar kemur að tónlist þá hlustar Hildur á allt mögulegt. „Ég elska að hafa Spotify í símanum mínum því þá get ég hlustað á hvað sem er og hvar sem er. Núna hlusta ég mest á Snow Patrol, Lana Del Rey, Moses Hightower, My Bubba og Sóley. Þessi örfáu skipti sem ég drattast í ræktina þá er nauðsynlegt að taka Pink með.“ Hildur skorar á stórvin sinn og Haukamanninn Jón Frey Eg-ilsson, sem vinnur hjá Actavis.

Af leikjum helgarinnar er ljóst að Haukar eru komnir lengra í sínum

undirbúningi en FH-ingar . Haukarn-ir hófu æfingatímabilið fyrr, enda spiluðu þeir sinn fyrsta stóra leik í vikunni og eiga síðan leik í Evrópu-keppninni um helgina. Taka þarf þó með í reikninginn að það var mjög slæmt fyrir þá að missa Sigurberg Sveinsson út í atvinnumennsku og því mun mikið mæða á hinum unga Adam Baumruk í vinstri skyttunni í vetur, en hann er til alls líklegur. Þetta er reynslumikið lið sem hefur klárlega mannskapinn til að gera at-lögu að öllum titlum í vetur.

FH-ingar mæta með töluvert breytt lið til leiks í vetur. Besti maður liðsins, Daníel Andrésson, fór í atvinnumennsku og þar að auki hafa fjórir aðrir sterkir leik-menn yfirgefið liðið. Í staðinn munu ungir leikmenn fá tækifærið og það mun mæða sérstaklega mikið á ungu markvarðapari liðsins, þeim Ágústi Elí Björgvinssyni (20 ára) og Brynjari Darra Baldurssyni (22 ára). Nýr þjálfari liðsins, Halldór Jóhann Sigfússon, þarf síðan að leggja traust sitt á að reynslumeiri leikmenn liðsins dragi vagninn í vetur. Liðið verður væntanlega í efri hlutanum í Olísdeildinni í vetur, sem gæti orðið einstaklega jöfn og spennandi í ár.

Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins.

Verkefni eða viðburðir skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni eru ekki styrkt eftirá.

Sjá nánar www.hafnarfjordur.is reglur um styrkveitingar og umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur er til 26. september 2014 og skal úthlutun lokið fyrir 1. desember 2014.Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected]

Aðstoð við skráningu er hægt að fá í þjónustveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 eða í gegnum netspjall á heimasíðunni.

STYRKIR BÆJARRÁÐS 2014Á

Page 10: Gaflari 14. tbl. 2014

10 - gaflari.is

Iittala heilkenniðÉg var fimmtán ára, hrokkinhærð-ur með strípur, hlustaði á Cran-berries og labbaði inn í fataverslun-

ina Smash í Kringlunni. Ég var að leita mér að buxum og eftir dágóða leit fann

ég loksins par af twisted Levis gallabux-um sem ég var nokkuð ánægður með. Góð vinkona mín afgreiddi mig og sagði: „Þær eru mjög flottar á þér og svo eru líka ALLIR í svona.“ Ég keypti buxurnar ekki, hrækti á gólfið og strunsaði út.

Þarna hófst mótþróaskeiðið mitt og hefur staðið síðan, ég get ómögulega

róið í sömu átt og aðrir. Það hefur bæði fært mér mikla gleði sem og mikla sorg. Ég hef reynt að umbera kaup fólks á sömu hlutunum. Ég er að tala um geð-veikina sem heltekur íslenskt samfélag með reglulegu millibili, Dickies-bux-urnar, Timberland-klossarnir, 66°norð-ur úlpurnar, Nike Free-skórnir, svarti Krumminn, stóllinn sem lítur út eins og rolla, rándýru hjólin sem allir eru að kaupa fyrir WOW-cyclothonið og síð-ast en alls ekki síst Iittalla heilkennið. Það dæmi er eitthvað sem ég get ekki umborið, það fer í mínar allra fínustu og í hvert sinn sem ég kem á heimili með hlut frá þessu merki dæmi ég húsráðandann hljóðlega í huganum.

Ég gæti hugsanlega horft fram framhjá þessu ef ekki væri fyrir einn agnarsmáan díteil. Sá díteill er að fólk tekur ekki litla rauða límmiðann af glös-unum, vösunum og kertastjökunum. Þessi litli rauði límmiði er tákn alls hins illa sem viðgengst í heiminum og sá sem leyfir þessum sendiboða djöfulsins að viðgangast er að fremja þrjár af dauða-syndunum sjö, losta, græðgi og dramb. Um leið er sá hinn sami að framkalla hjá öðru fólki fleiri dauðasyndir eins og reiði og öfund. Fimm af sjö er einfaldlega of

mikið út af einum límmiða. Hann er úti um allt, eins og auga Saurons veit hann nákvæmlega hvar maður er hverju sinni og er að plotta gegn okkur.

Hvað er fólk annars að reyna að representa með að halda límmiðanum á? Hefur hann eitthvert notagildi annað en að sýna hinum sauðunum í lífsgæða-kapphlaupinu að lífið þitt sé alls ekki svo slæmt, þú hefur efni á kertastjaka frá Iittala. Þetta minnir mig alltaf á gamlan frænda minn sem keypti sér nýjan Rav 4 á fjögurra ára fresti. Hann tók plast-ið aldrei af sætunum og til þess að fá að setjast í bílinn þurfti maður að vera vel baðaður og alls ekki fikta í plastinu. Þessi gamli frændi minn hafði þó eitt-hvað til síns máls, hann þurfti að endur-selja bílinn á fjögurra ára fresti til að kaupa nýju týpuna. Djöfull var hann samt leiðinlegur.

En er það kannski málið með glösin frá Iittala? Er fólk bara að fara max tipsy á bland.is eftir miðnætti að selja glösin með límmiðanum á til þess að eiga fyrir næstu geðveikinni sem vafalaust skol-ast hingað til lands með haustinu? Ég hef aðeins eitt við ykkur Iittala fólkið að segja: „You better check yourself be-fore you wreck yourself“.

UNDIR GAFLINUM Pokahorn PétursPétur Óskar Sigurðsson er þrítugur Hafnfirðingur, hann lærði

alþjóðasamskipti, hagfræði og viðskiptafræði í Boston og leiklist í París. Það er fátt sem Pétur lætur sér óviðkomandi og í pistlum sínum í Gaflaranum lætur hann móðann mása.

Pétur

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Frá því í vor hef ég búið í Vestmannaeyjum. Lét gamlan draum rætast og opnaði þar verslun. Nú er haustið að skella á, skól-arnir að byrja og farfuglarnir farnir að tínast til síns heima og þar á meðal ég. Þegar ég lít til baka og hugsa um sumarið finn ég að ég er reynslunni ríkari og lærði ótalmargt. Ekki bara

ýmislegt um búðarekstur heldur líka ýmislegt um lífið og tilveruna. Ég lærði að það er óhætt að biðja fólk um aðstoð – jafnvel bláókunnugt fólk. Flestir voru tilbúnir að rétta hjálparhönd, líka þessari sem engan þekkti í Eyjum en hafði ákveðið að opna þar verslun rétt sí svona. Já það er gott fólk í Eyjum, opið og skemmtilegt. En sá lærdómur sem ég er hvað mest uppnumin yfir um þessar mundir er hversu afslappað og einfalt lífið var í Eyjum. Í allt sumar lenti ég aldrei í þeirri aðstöðu að sitja í bílnum með axlirnar kýldar upp að eyrum með stresshnútinn í maganum af því að ég varð að vera mætt hingað eða þangað og var að verða allt of sein, sitjandi föst í umferðarhnút.

Í eitt skiptið galopnuðust augu mín sérstaklega fyrir því hversu þægilegt var að búa í Eyjum. Það var daginn sem maðurinn minn var að fara með son okkar í ferðalag. Drenginn vantaði skó og rétt áður en þeir lögðu af stað gekk ég út í búð með soninn og keypti skó. Ferlið tók aðeins 10 mínútur. Í bænum hefði ég sennilega farið í allra skóbúðirnar í Kringlunni og Smáralind til að vera viss um að finna réttu skóna. Á þessu andartaki rann upp fyrir mér ljós. Lífið þarf ekki að vera flókið jafnvel þó að maður búi í bænum – fólk hefur nefnilega oft og tíðum val um í hvað það eyðir tíma sínum. Í Hafnarfirði eru fínustu verslanir og því óþarfi að leita langt fyrir skammt. Minnug þessa voru námsbókakaupin fyrir eldri soninn ótrúlega einföld þetta haustið – allt í sömu búðinni í Hafnarfirði – og það var dásamlegt, rétt eins og í Eyjum.

Alda Áskelsdóttir

Einfalt og gottLeiðari ritstjórnar Gaflarans

H e l g a L a u f e y P h o t o s

Tækifærismyndir

Barna & fjölskyldumyndirFermingar & Stúdentsmyndir

helgalaufeyphoto.com 8400844 [email protected]

Page 11: Gaflari 14. tbl. 2014

gaflari.is - 11

SEPTEMBER

TILBOÐTWIX MIX

99 KR2675 kr/kg

RC GREEN APPLE

199 KR298 kr/ltr

MARS

99 KR1941 kr/kg

PRINCEPÓLÓ XXL

99 KR1980 kr/kg

KIT KATCHUNKY

119 KR2479 kr/kg

NAKDNÆRINGARSTÖNG

199 KR5685kr/kg

AUNT MABELMUFFINS

199 KR1990 kr/kg

MONSTERORKUDRYKKUR

299 KR598 kr/ltr

Page 12: Gaflari 14. tbl. 2014

12 - gaflari.is

TinnaJóhannsdóttirTinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr Keili er Íslandsmeistari í holukeppni árið 2014. Tinna stóð sig vel í golfinu í sum-ar og stendur upp úr að þessu sinni.

Tinna er frænka mín og hef ég verið í kringum hana frá fæðingu og hef ég alltaf getað leitað til hennar. Hún er metn-

aðarfull í því sem að hún tekur sér fyrir hendur, er vinur vina sinna og með mikla réttlætiskennd. Hún mætir alltaf á réttum tíma og vill helst ekki að maður láti bíða eftir sér. Hún er alltaf hress og kát og alltaf stutt í brosið hjá henni.Jódís Bóasdóttir, frænka

Tinna er fyrst og fremst mikil íþrótta-manneskja. Hún tekur lífinu með ró og er

alls ekkert að stressa sig á hlutunum en ég mundi segja að hennar mottó í lífinu væri það að hlutirnir reddast alltaf. Tinna á það til að vera of stund-vís en það er bara slæmt þegar hún fer að hitta mig því að ég á það til að vera stundum aðeins of sein. Hún er einnig afar lunkin í höndunum og þetta er kannski ekki það sem margir vita en hún er mjög flink að prjóna og núna upp á síðkastið hefur hún verið að taka gamla hluti og gera þá upp fyrir heimilið sitt.Tinna er brosmild og hlý sem gerir það að verkum að það er einstaklega gaman að umgangast hana og þekkja.Lilja Lind Pásdóttir, vinkona

Árni Stefán Guðjóns-son, sögukennari og handboltaþjálfariEftir mikla törn í hand-

boltanum undanfarið þá verður helgin kærkomin fríhelgi. Helgin fer að mestu í að hlaða batteríin fyrir átök framundan, en það stefn-ir allt í spennandi deild í vetur. Ég ætla að nýta tímann og undirbúa kennslu vikunnar og svo verður

grillað í góðra vina hópi á laugar-dagskvöldið. Á sunnudaginn er síðan heilög stund þegar tímabilið í ameríska fótboltanum hefst á ný og ég væntanlega límdur við skjá-inn. Indianapolis Colts er uppá-haldsliðið mitt. Árið 2004 skíttöp-uðu þeir og pabbi hundskammaðist út í þá, þannig að ég vorkenndi þeim svo mikið og þar með urðu þeir mitt lið!

Brynja Traustadóttir, viðskiptafræðingurHelgin mín verður að mestu róleg. Föstu-

dagurinn fer í það minnsta í að ná sér niður og slaka á því ég byrjaði í nýrri vinnu í vikunni, hjá Skugga í 101, og það er alltaf spennandi. Ég ætla þó að skella mér á smá tjútt með gömlu vinkonunum úr HR. Við hittumst alltaf reglulega heima hjá

hverri af annari og svo er jafnvel tekin staðan þegar líður á kvöldið. Svo er að vakna hress og kát á sunnudagsmorgni og bruna í Kola-portið. Þar ætla ég að selja allt notað og nýtt úr fataskápnum, en ég nýtti rigningardaga sumarsins til að taka til í skápunum. Ég verð því innan um kjóla og kókosbollur á sunnudaginn og það hlýtur að vera hressandi fyrir komandi vinnuviku.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Blöndunartæki 20-25% • Vaskar 20-25% • Baðker og sturtuklefar 20%Salerni 20% • Handverkfæri 20% • B&D rafmagnsverkfæri 30%Garðverkfæri 30% • Áltröppur og stigar 20% • Búsáhöld 30-50%Útivistarfatnaður 30-70% • Vinnufatnaður 30-50% • Ljós 30-70%

Útitex útimáling 25% • Innimálning 20% • Loft og veggjaþiljur 30%Smáraftæki 20% • Gasgrill 20% • Weber gasgrill 10% • Grilláhöld 30%

Garðhúsgögn 50% • Útileguhúsgögn 50% • Garðleikföng 50%Pottaplöntur 20% • Kerti 20% • Kertastjakar og luktir 30%

Vasar og styttur 30% • Myndir og speglar 30% • Dúkar og púðar 30% Garðskraut og garðstyttur 50% • Útipottar og gosbrunnar 30%

Silkisumarblóm 50% • Bastvörur 30% • Viðarparket 20% • Harðparket 20%Borðplötur og sólbekkir 20% • Hvítt hilluefni 30% • Flísar 30%

og margt fleira...

ÚTSALA

ALLT AÐ

70%AFSLÁTTur!

ALLT FrÁ GrunnI AÐ GóÐu HeIMILI SíÐAn 1956

hluti af Bygma

*Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum.Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana

Húsasmiðjunnar