12
Systurnar í Dalakofanum Sjöfn og Guðrún Sæmundsdætur hafa rekið Dalakofann í rúm tuugu ár. Þær muna tímana tvenna í verslunarrekstri í Hafnarfirði. Þær systur eru gaflarar vikunnar. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI – fyrst og fremst ódýr! OPIÐ ALLA DAGA! fy fy fy fy fy X-Hafnarörður: Kosningabaráan hafin X K 4 Kíkt í kaffi: Féll fyrir rauða hárinu K h 8 Hvolpurinn Jackie: Ekkert heyrst í landeigendum H E 2 Hafnfirskt knaspyrnusumar – Logi Ólafs spáir í spilin H L 11 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 9. maí 2014 5. tbl. 1. árg.

Gaflari 5. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 9. maí 2014

Citation preview

Systurnar í DalakofanumSjöfn og Guðrún Sæmundsdætur hafa rekið Dalakofann í rúm tutt ugu ár.

Þær muna tímana tvenna í verslunarrekstri í Hafnarfi rði. Þær systur eru gafl arar vikunnar.

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

– fyrst og fremstódýr!

OPIÐALLA

DAGA!– fyyfy– fyfyfy

X-Hafnarfj örður: Kosningabarátt an hafi nXK4Kíkt í kaffi : Féll fyrir rauða hárinuKh8

Hvolpurinn Jackie: Ekkert heyrst í landeigendumHE2

Hafnfi rskt knatt spyrnusumar – Logi Ólafs spáir í spilinHL11

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 9. maí 2014 5. tbl. 1. árg.

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Líf og fjör var í miðbæ Hafnarfjarðar síðustu

helgi. Langur laugardagur var hjá helstu verslunum bæj-

arins og framboðin sex sem bjóða fram í Hafnarfirði í vor

tóku á móti gestum og gangandi á kosningaskrifstofum

sínum. Boðið var upp á heimabakað bakkelsi, grillað-

ar pylsur og vöfflur með sultu og rjóma og kættust því

margir yfir kræsilegum veitingum og góðu spjalli um

menn og málefni.

FRÉTTIR Eins og gaflari.is greindi

frá á dögunum þá drukknaði lít-

ill hvolpur þegar hann var að leik

ásamt eiganda sínum, Önnu Her-

mannsdóttur, á Höskuldarvöllum

á Vatnsleysuströnd. Hvolpurinn

Jackie hvarf ofan í ómerkta holu,

sem nú hefur komið í ljós að er lík-

lega gömul niðurdælingarhola frá

því að Hitaveita Suðurnesja var

með tilraunaboranir á svæðinu.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstóri Voga,

sagði í samtali við mbl.is að verið

væri að rannsaka málið og sagði

það litið alvarlegum augum. Tveir

sveitabæir eiga þetta land, Hösk-

uldarvelli, Stóra og litla Vatnsleysa

og eru þeir báðir innan Vogahrepps.

Anna segist ekki hafa heyrt neitt í

landeigendum en vonast þó til þess

að heyra frá þeim og hægt sé að

fara yfir málið. Svæðið sé flokkað

sem fólksvangur og þingfest sem

slíkur og því nauðsynlegt að gera

ráðstafanir.

FRÉTTIR “Ég er mikill útivistar- og

náttúruunnandi og hef tekið býsn

mynda á ferðum mínum í fallegu um-

hverfi bæjarins og nágrenni hans,”

segir Ásta Steingerður Geirsdóttir

sem flutti til Hafnarfjarðar fyrir

tæpum tveimur árum. Hún heldur nú

sýningu á verkum sínum á Súfistan-

um.

Ásta Steingerður er frá Borgar-

firði eystra. Hún segist lengi hafa haft

áhuga á ljósmyndun. „Ég fór snemma

að taka myndir, eða um 12 ára aldur.

Fyrsta vélin sem ég komst í kynni

við var kassavél með tréspólum sem

móðir mín átti,“ segir Ásta Steingerð-

ur sem er öllu tæknivæddari í dag.

„Þær myndir sem ég sýni núna eru

teknar á Sony 5N.“

Ásta Steingerður er ekki í vafa um

að náttúrufegurðin fyrir austan hafi

mótað sig. „Hún hefur haft áhrif á

næmni mína fyrir fegurðinni sem alls-

staðar leynist.“

Jackie datt ofan í gamla borholu HS veitu

Hafnarfjörður með augum aðkomumannsins

Kosningabaráttan hafin

FRÉTTIR Alls var 320 kaupsamn-

ingum vegna fasteignaviðskipta

þinglýst í Hafnarfirði á fyrstu fjór-

um mánuðum ársins. Á sama tíma í

fyrra voru samningarnir 260. Veltan

hefur sömuleiðis aukist, fyrstu fjóra

mánuði ársins námu viðskiptin sam-

tals 4,1 milljörðum króna en á sama

tímabili í fyrra var veltan í Hafnarf-

irði samtals 3,6 milljarðar.

Páll B. Guðmundsson hjá Remax

Firði í Hafnarfirði segir markaðinn

vera nokkuð líflegan. „Þær eign-

ir sem seljast hraðast í dag eru

tveggja og þriggja herbergja íbúðir.

Sumarið lofar góðu, fyrirspurnirn-

ar sem berast okkur þessa dagana

benda eindregið til þess og kaup-

endur eru á öllum aldri.“

Góðar eignir seljast hrattPáll segir að tölurnar sýni að mark-

aðurinn sé að taka við sér. „Það er

hreyfing á öllum gerðum af eignum

og góðar eignir seljast alltaf hratt.

Þó svo að mesta salan sé í minni

eignum þá er góð hreyfing á öllum

eignum ef þær eru á því verði sem

markaðurinn vill greiða fyrir þær.

Fólk hefur greinilega trú á að efna-

hagsástandið sé að lagast.“

Vantar eignir á skrá„Það eru tæplega 400 eignir á skrá

í Hafnarfirði af íbúðarhúsnæði

þannig að miðað við hvað selst af

eignum í Hafnarfirði á ári er vöntun

af eignum, sérstaklega minni íbúð-

um. Það er ekki verið að byggja mik-

ið í dag þannig að ég tel að það geti

orðið verulegur skortur á eignum

næstu árum ef ekki verður farið í að

byggja íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði

af einhverjum krafti fljótlega,“ segir

Páll B. Guðmundson löggiltur fast-

eignasali.

Bæjarstjóri með svuntuna - frá kosn-

ingaskrifstofu VG

Stuð og stemning á kosningaskrifstofu

Bjartrar framtíðar

Skýr skilaboð frá kosningastjóranum

- frá kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-

flokksins

Fasteignamarkaðurinn í Hafnarfirði

Kaupsamning-um hefur fjölg-að verulega

gafl ari.is - 3

HAFNARFIRÐI

Laugardagskvöld 10. maíByrjar kl. 23.00

Frítt inn • Bjór á tilboði • Mætið snemma

4 - gafl ari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gils-

dóttir & Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vil-

hjálmur Valgeirsson • Upplag: 10.500 eintök • Auglýsingar: Júlíus Andri Þórðarson, Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Um daginn ákvað

ég og minn betri

helmingur að

leggja land undir

fót og varð Akur-

eyri fyrir valinu.

Akureyri og Hafnarfjörður eru að

margra mati líkir bæir, svona svip-

aður bæjarbragur og þorpsstemn-

ing sem er svo notaleg, svipaður

fjöldi bæjarbúa sem er frekar

íþróttasinnaður og svo er líka

blómlegt lista- og tónlistarlíf.

Það var því svo sem vitað að

ekki var verið að fara út fyrir

þægindarammann í þessari ferð

og urðum við strax vör við vinalegt

viðmót bæjarbúa sem ég ætla rétt

að vona að gestir sem koma til

Hafnarfjarðar finni líka þegar þeir

heimsækja bæinn okkar.

Að sjálfsögðu rákumst við á Hafn-

firðinga á ferðum okkar sem voru

í svipuðum erindagjörðum og við

sjálf, að njóta lífsins og víkka sjón-

deildarhringinn því það er okkur

öllum nauðsynlegt. Öðru hvoru er

óskaplega gott að fara í ferðir út

fyrir bæjarmörkin til að minna sig

á að grasið er ekki alltaf grænna

hinum megin við lækinn. Að sjá

hvernig fólk hefur hlutina annars

staðar, fá hugmyndir sem við get-

um nýtt okkur þegar heim er komið

og sjá bæinn sinn og fólkið sitt frá

öðru sjónarhorni er svo hollt.

Það sem Akureyringar hafa þó

fram yfir okkur Hafnfirðinga er

tungumálið. Hvernig Akureyr-

ingar fara með hið ástkæra og

ylhýra er hrein unun á að hlýða.

Ungir sem aldnir eru skýrmæltir

með eindæmum og íslenskt mál

er hreinlega hljómfegurra norðan

heiða, eitthvað sem við hér sunn-

anlands þurfum að fara að taka

til skoðunar áður en við hættum

alveg að skilja hvort annað sökum

óskýrmælis og ambögu.

Það er því ekki alltaf tilgangslaust

að sækja vatnið yfir lækinn, í því

getur falist mikill lærdómur.

Helga Kristín Gilsdóttir

Að sækja vatnið yfir lækinnLeiðari ritstjórnar Gaflarans

X-HafnarfjörðurBæjarbúar voru í febrúar síðast-

liðinum 27.426 talsins en stóra

spurningin sem brennur á þeim

þessa dagana er sú hvort meirihluti

Samfylkingar og Vinstri grænna

haldi velli í komandi kosningum.

Miðað við skoðanakannanir undan-

farna mánuði verður slíkt að teljast

hæpið, en í síðustu kosningum

fengu þessir tveir flokkar um 55%

atkvæða og 6 fulltrúa kjörna (5+1),

Sjálfstæðisflokkurinn 37,2% og

5 bæjarfulltrúa og Framsóknar-

flokkurinn 7,6% atkvæða og engan

fulltrúa.

Sex framboð bjóða fram í

Hafnarfirði í kosningunum í vor;

Björt Framtíð, Framsóknarflokk-

urinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálf-

stæðisflokkurinn og Vinstrihreyf-

ingin Grænt framboð.

Gaflarinn ætlar að gera þessum

framboðum nokkur skil í næstu tölu-

blöðum og eru það Samfylkingin og

Björt Framtíð sem hefja leikinn.

Samfylkingin í Hafnarfirði er með 5 bæjarfulltrúa í bæj-

arstjórn. Guðmundur Árnason var bæjarstjóri og leiddi

kjörtímabilið fyrstu tvö árin en oddviti bæjarstjórnar

kemur einnig úr þeirra röðum. Fyrstu þrjú sæti lista Samfylkingarinnar

skipa þau Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Adda

María Jóhannsdóttir.

Björt framtíð býður nú í fyrsta sinn fram í Hafnarfirði.

Flokkurinn bauð fyrst fram til síðustu Alþingiskosninga

undir merkjum breytinga og fjölbreytileika en ríður nú

á vaðið á sveitastjórnarstiginu víða um land. Fyrstu þrjú sæti lista Bjartr-

ar framtíðar í Hafnarfirði skipa þau Guðlaug Kristjánsdóttir, Einar Birkir

Einarsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir.

Hvað finnst þér að sveitarstjórnar-kosningarnar í vor eigi að snúast um?Þær snúast um að við höldum áfram á

treysta og styrkja fjárhag og þjónustu

bæjarfélagsins. Þar höfum við náð

gríðarlegum árangri og það er sannar-

lega bjart framundan. Samfylkingin

leggur áherslu á stóraukið framboð

á leiguíbúðum og hagkvæmum íbúð-

um fyrir jafnt unga sem aldna. Bær-

inn getur beitt sínum áhrifum bæði

fjárhagslega og skipulagslega til ná

saman öflugum aðilum í slíka upp-

byggingu

Hvert yrði fyrsta verk Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn?Afgreiða framkvæmdaáætlun um

ákveðið hámarksþak á þjónustugjöld

fyrir hverja fjölskyldu í bænum. Það

gerum við m.a. með lækkun þjónustu-

gjalda leik- og grunnskóla og með

því að hækka tekjuviðmið sérstakra

afsláttarkjara fyrir barnafjölskyldur í

Hafnarfirði.

Mun Samfylkingin beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjar-stjóri í Hafnarfirði?

Niðurstaða kosninganna mun ráða

því hvaða meirihluti verður myndaður

og hvernig staðið verður að ráðningu

bæjarstjóra. Við munum eins og ávallt

leggja ríka áherslu á að sem breiðust

samstaða og góður stuðningur bæj-

arbúa sé á bakvið þann sem sinnir því

verkefni.

Af hverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Samfylkinguna?Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sýnt í

verkum sínum á liðum árum að hún er

ábyrgur og lýðræðislegur flokkur sem

leggur lykiláherslu á samráð og sátt

með íbúum Hafnarfjarðar og hefur ver-

ið í forystu á landsvísu við að innleiða

lýðræðislega aðkomu íbúa að stjórnun

og stjórnsýslu.

Hvað finnst þér að sveitarstjórn-arkosningarnar í vor eigi að snú-ast um?Kosningarnar í vor snúast um

hugarfarsbreytingu í pólitíkinni

í Hafnarfirði. Við í Bjartri fram-

tíð viljum að kjörnir fulltrúar sýni

ábyrgð í verki gagnvart bæjarbú-

um, komi upp úr pólitískum skot-

gröfum sínum og forgangsraði

sameiginlega þeim verkefnum sem

skipta mestu í rekstri bæjarins

með langtíma hagsmuni bæjarbúa

að leiðarljósi.

Hvert yrði fyrsta verk Bjartrar framtíðar komist hún í meirihluta bæjarstjórnar? Við teljum mjög brýnt að breyta

ásýnd svokallaðs meirihluta eins

hún hefur birst og viljum leita sam-

starfs um málefni þvert á flokka

frekar en flokkslínum. Eitt okkar

fyrsta verk yrði að eiga samtal við

bæjarbúa um hvernig bæ Hafn-

firðingar vilja, svo skapa megi sátt

um sameiginlega framtíðarsýn.

Mun Björt framtíð beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri í Hafnarfirði? Þetta skiptir í raun ekki höfuðmáli

í okkar huga, heldur að ráðinn sé

jákvæður einstaklingur sem hefur

viðhorf og lífsskoðun sem nýtist í

þjónustu bæjarbúa.

Af hverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Bjarta framtíð? Hafnfirðingar „eiga“ ekki endilega

að kjósa Bjarta framtíð, en þeir

geta hins vegar valið þann kost.

Geri þeir það, lofum við að vinna af

einlægni, sýna skoðunum og fólki

virðingu, vera hreinskiptin og fram-

kvæma með hagsmuni heildarinnar

í fyrirrúmi.

Gunnar Axel Axelsson Einar Birkir Einarsson

gafl ari.is - 5

Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2007Leikjanámskeið í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði þar sem farið verður í íþróttir og leiki, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Námskeiðin hefjast 10. júní og standa flest yfir til 4. júlí. Frá 7. til 11. júlí verða leikjanámskeið á þremur stöðum og frá 14.-25. júlí og frá 6.-21. ágúst á tveimur stöðum. Verð fyrir eina viku hálfan dag er 4.000 kr.

Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólabarna fædd 2008Frá 7. – 21. ágúst verður boðið uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum. Verð fyrir hálfan dag er 5.500 kr. en 11.000 kr. fyrir heilan dag.

Frístundaklúbbur fyrir börn með sérþarfir, fædd 2001-2004Sumar–Kletturinn er frístundaklúbbur fyrir 10-13 ára börn með sérþarfir. Klúbburinn verður staðsettur í félags miðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla og verður nátengdur Tómstund. Klúbburinn starfar frá 10. júní til 4. júlí og frá 5. ágúst til 21. ágúst. Verð fyrir eina viku í hálfan dag er 4.000 kr.

Tómstund fyrir börn fædd 2001-2004Tómstundastarf frá kl. 9-12 fyrir 4.-5. bekk og frá kl. 13-16 fyrir 6.-7. bekk. Í Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla verður opið frá 10. júní til 30. júní og í Öldutúnsskóla verður opið frá 10. júní til 18. júlí. Helstu námskeið eru graffití, dans, borðtennis og leiklist. Þátttökugjald er í ár 4.000 kr. fyrir hvert tímabil.

Spennandi starf fyrir börn og unglinga sumarið 2014Kíktu á www.tomstund.is/sumarvefur

Logn og blíða, sumarsól

Skólagarðar fyrir börn fædd 2002-2007Skólagarðar í Setbergi, Öldutúni, Víðistaðatúni, Ásvöllum og Hvaleyrarholti. Hver og einn fær einn reit fyrir grænmeti og annan fyrir kartöflur. Sjö til tólf ára börn hafa forgang til þess að skrá sig í skólagarðana til 15. maí. Eftir þann tíma geta aðrir sótt um garða ef laust er. Gjald fyrir leigu á garði allt sumarið er 4.500 kr.

Gæsluvöllur fyrir börn fædd 2008-2012Gæsluvöllur við leikskólann Hlíðarberg verður opinn frá 9. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími er frá kl. 8.30 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.30 (lokað í hádeginu). Gæsluvöllurinn er ætlaður börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Fimm skipta kort kostar 1.100 kr. og tíu skipta kort 2.000 kr.

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar Hressir krakkar geta sótt sumarlestursbækling á bókasafninu frá 1. júní. Krakkarnir skrifa svo sjálfir niður þær bækur sem þeir lesa í sumar og starfsfólk bókasafnsins stimplar í bæklinginn við skil bókanna til staðfestingar. Afgreiðslutími er frá kl. 10 til 19 alla virka daga.

Sumarlistasmiðjur í Hafnarborg fyrir börn fædd 2001-2007Í júní verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára í Hafnarborg. Farið verður í vettvangsferðir og unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað. Boðið verður upp á námskeið frá 10. til 20. júní, – kl. 9 til 12, fyrir sex til níu ára og kl. 13 - 16, fyrir tíu til tólf ára. Námskeiðsgjald er 19.000 krónur.Skráning í síma 585 5790 eða [email protected]

Skráning er hafin!Allar skráningar og greiðslur fara fram á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is eða hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585 5500og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is.

Einnig veitir Vinnuskóli Hafnarfjarðar upplýsingar í síma 565 1899 eða netfanginu [email protected].

Ath. skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir kl. 12 á föstudögum eigi barn að byrja á mánudegi.

6 - gafl ari.is

Ein af æskuminningum mínum eru

ferðir með mömmu og ömmu í Dala-

kofann. Þar fengust æðislegir kjólar

sem hefðu sæmt sér á hvaða gala-

kvöldi sem er og þar var nú hægt að

láta sig dreyma. Systurnar í Dala-

kofanum eru Hafnfirðingum að

góðu kunnar en þær tóku við rekstri

verslunarinnar af föður sínum árið

1992. Systurnar, Guðrún og Sjöfn

Sæmundsdætur, eru fæddar 1953

og 1954 og hafa alla tíð verið sam-

rýmdar. Þær eru fæddar og aldar

upp á Merkurgötunni, þar sem Sjöfn

býr enn ásamt háaldraðri móður

þeirra systra. Systurnar fengu kaup-

mennskuna með móðurmjólkinni en

móðir þeirra rak um árabil verslunina

Laufið sem seldi hátísku kvenfatnað

í Reykjavík og faðir þeirra stofnaði

Dalakofann árið 1975. Móðir þeirra

hafði reyndar um tíma áhyggjur hvað

yrði um verslunarreksturinn verandi

með þrjár dætur sem allar voru hipp-

ar. En það fór þó svo að dæturnar

tóku við Dalakofanum og þegar móðir

þeirra hætti með Laufið tóku þær yfir

merkin sem þar voru seld.

Þær systur hafa þó ekki alltaf

staðið í verslunarrekstri en Sjöfn er

lærður leikskólakennari og starfaði

sem slíkur í mörg ár, bæði í Svíþjóð

og hér heima. Guðrún sinnti börnum

og búi, í Svíþjóð og hér heima. Og Sví-

þjóð skýrir kannski þetta geislandi

útlit sem þessar glæsilegu systur

hafa, ljósa hárið, gullnu húðina og

stelpulega yfirbragðið. Þær gefa nú

ekki mikið fyrir það þegar ég minn-

ist á hraustlegt útlit þeirra þegar við

hittumst snemma morguns á einu af

kaffihúsum bæjarins.

Alltaf hægt að gera beturÞað var árið 1992 sem systurnar tóku

yfir rekstur Dalakofans og faðir þeirra

steig til hliðar. Dalakofinn hefur frá

fyrstu tíð selt kvenfatnað og var í

mörg ár til húsa á Linnetstíg en flutti

sig svo yfir í Fjörðinn árið 1994 og er

því ein af fáum verslunum sem hefur

verið í húsinu frá upphafi. Þær muna

tímana tvenna í Firði og segja að auð-

vitað hafi verið upp- og niðursveiflur í

húsinu. „Óneitanlega er niðursveifla

nú þegar ÁTVR hefur flutt á annan

stað og við finnum fyrir minni umferð í

húsinu, sérstaklega eftir klukkan fjög-

ur þegar bankinn hefur lokað og um

helgar.“ Þær eru ekki sáttar við þessa

þróun mála og finnst skrýtið að verið

sé að flytja þjónustu úr miðbænum.

„Og bara bænum öllum, því nú stefnir

í að Sýslumaðurinn flytjist úr bænum

og ég er bara hrædd um að Hafnar-

fjörður breytist í svefnbæ, viljum við

það?“ segir Gunna ákveðin á svip.

„Það er líka alveg ótækt að mörg af

bestu verslunarhúsnæðum bæjarins

séu undirlögð af stjórnmálaflokkum,

þar er ekkert líf í miðri viku. Í mið-

bænum á að vera góð þjónusta og

hann á að vera líflegur, ég myndi vilja

sjá breytingu á þessu“ segir Sjöfn.

„En auðvitað er margt jákvætt að

gerast í Hafnarfirði líka, allar þessar

ungu konur sem eru í verslunarrekstri

í bænum, svo duglegar að eftir því

er tekið á landsvísu. Það þarf bara

alltaf að vera að bæta í og það vant-

ar margt til að bæta þjónustuna.

Það er t.d. engin snyrtivöruverslun í

bænum, engin dótabúð og lítið úrval

af barnafatnaði“ segir Gunna. „Svo

mætti líka reyna að gera eitthvað til

að laða ferðamenn að, þeir ferðamenn

sem koma hingað með skemmtiferða-

skipum á sumrin stoppa bara ekkert í

bænum, þar er engin minjagripaversl-

un, ekki einu sinni hægt að kaupa lopa-

peysu“ bætir Sjöfn við.

Tryggur hópur viðskiptavinaDalakofinn hefur á tæplega fjörtíu

ára tímabili eignast stóran og tryggan

kúnnahóp af öllu höfuðborgarsvæð-

inu, sömu konurnar koma ár eftir ár

og svo koma dæturnar með og dætur

þeirra, svona rúllar þetta koll af kolli.

Og systurnar muna tímana tvenna.

„Við höfum sent sömu konunum póst-

kröfur í mörg ár. Einu sinni kom kona

í búðina frá Raufarhöfn, við höfðum

sent henni pakka í póstkröfu reglu-

lega og svo þegar hún var eitt sinn

í bænum kom hún loksins til okkar,

en þá vildi ekki betur til en svo að

við vorum í verslunarferð erlendis,

okkur var greinilega ekki ætlað að

hittast.“ segir Sjöfn og brosir. „Og það

sem gerir verslunarreksturinn svo

skemmtilegan eru kúnnarnir auðvitað

og í Hafnarfirði er sérstaklega heim-

ilislegt að reka verslun. Það þekkist

örugglega ekki á mörgum stöðum á

landinu að hægt sé að fá lánað heim

til að máta án þess að setja eitthvað

í pant á meðan og sumir verða hissa

þegar við bjóðumst til að lána heim,

en auðvitað er það þægilegt þegar

verið er að kaupa eitthvað á eldri kon-

ur sem eiga erftitt með að komast

leiðar sinnar en vilja samt vera smart“

bætir Gunna við.

Vegur kaupmannsins er vandrataðurSysturnar sjá um búðina frá A-Ö og

standa vaktina alla daga sjálfar, eru

með einn fastan starfsmann sem

hleypur undir bagga þegar þær fara

erlendis í verslunarferðir. Þær versla

aðallega við heildsala í Danmörku og

Englandi, og fara sex til átta sinnum

á ári í verslunarferðir. „Við reynum

að vera með fjölbreytt vöruúrval og

kaupum ekki mikið magn af hverri flík,

en þó er það sérstakt að enginn vill

vera eins og einhver annar, en samt

kaupa allir það sama svo þetta er dá-

lítið vandrataður vegur“ segir Gunna.

Þær segja mikinn mun á verslun-

arháttum nú og þegar þær voru að

byrja og margar af heildverslunum

sem þær hafi skipt við hafi orðið að

lúta í lægra haldi fyrir stærri versl-

unarkeðjum. Það er því ekki bara hér

á landi sem kaupmaðurinn á horninu

er deyjandi stétt. Og þannig gengur

þetta upp, með því að gera allt sjálf-

ar og vera vakandi og sofandi yfir

rekstrinum. „Þetta er mikil vinna, og

það er ekki nóg að kaupa fullt inn,

það þarf líka að selja vöruna og það

gerist ekki að sjálfu sér. Það þarf

að sýna kúnnanum áhuga og veita

góða þjónustu. En það hefur aldrei

verið eins erfitt að reka fyrirtæki

eins og í dag, þetta er brjáluð vinna

og lítið sem situr eftir þegar búið er

að gera upp. Eftir öll þessi ár í erum

við sammála um að reksturinn hefur

aldrei verið jafn íþyngjandi og nú. Og

þar spilar kreppan inn í að sjálfsögðu

og nú erum við ef til vill að finna fyrir

áhrifum hennar, hún er svo sannar-

lega að klípa okkur núna“ segir Sjöfn

alvarleg í bragði.

Betri helmingur hvor annarrarÞegar ég spyr hvort þær hafi einhvern

tíma fyrir eitthvað annað en vinnuna

eru þær báðar fljótar og samtaka

þegar þær svara. „Við erum ömmur“

og þær ljóma báðar. Og svo hugsum

við um mömmu, hún er orðin 94 ára,

býr enn heima og er enn skýr og klár

í kollinum en kroppurinn svíkur hana.

En fyrst og fremst er það fjölskyldan

sem á hug okkar allan þegar heim er

komið.“ Gunna er ekkja síðan 1991, á

tvö börn og fjögur barnabörn. Sjöfn á

eina dóttur og eitt barnabarn. Og ég

heyri þegar ég tala við þær að þetta

er samheldin fjölskylda. En hvern-

ig kemur ykkur saman, mér heyrist

þið vera saman næstum allan sólar-

hringinn? „Við rífumst aldrei, en verð-

um stundum sammála um að vera

Systurnar í Dalakofanum – samrýmdar og rífast aldrei

Systurnar Guðrún og Sjöfn Sæmundsdætur ólust upp við verslunarrekstur foreldra sinna

og reka nú verslunina Dalakofann í verslunarmiðstöðinni Firði. Þær muna tímana tvenna

og óttast að Hafnarfjörður breytist í svefnbæ ef þjónustu við bæjarbúa heldur áfram að

hnigna. Helga Kristín Gilsdóttir ræddi við systurnar um lífið og reksturinn í Firðinum.

gafl ari.is - 7

GAFLARAR VIKUNNAR

„Og það að vera duglegur skilar manni alltaf bestu

uppskerunni þegar upp er staðið, enda held ég að ef

ég ætt i að velja myndi ég frekar vilja vera dugleg og

vitlaus heldur en gáfuð og löt .“

ósammála“ segir Gunna, en lítur um

leið á Sjöfn og spyr „er það ekki rétt

hjá mér, höfum við einhvern tímann

rifist?“ og Sjöfn er sammála, „nei ég

man ekki eftir að við höfum rifist, og

almennt séð þá rífumst við ekki við

fólk. En ég held ég geti sagt að við

erum eiginlega betri helmingur hvor

annarrar.“

„Svo eru það vinkonurnar, við

eigum mjög stóran og sterkan vin-

kvennahóp og það hefur myndast

góð stemning hjá okkur sem vinnum

í verslununum í Firðinum, við bröll-

um oft eitthvað saman utan vinnu og

mórallinn er góður þrátt fyrir að út á

við séum við samkeppnisaðilar“ segir

Gunna.

Vinnan göfgar manninn – dugnað-ur númer 1, 2 og 3

En hvað þarf til að rekstur gangi í

dag? „Fyrst og fremst þarftu að vera

dugleg og ósérhlífin. Þetta byggist

líka á að eiga það sem kúnnann vantar

og hafa ríka þjónustulund, svo er lyk-

ilatriði að eiga fyrir því sem þú ert að

gera“segir Sjöfn og Gunna bætir við

„það er allt of algengt í íslensku við-

skiptalífi að fólk hafi ekki efni á því

sem það er að gera. Það er t.d. mikill

munur á viðskiptaháttum hér og í Sví-

þjóð. Í Svíþjóð getur ekki hver sem er

stofnað fyrirtæki, þú þarft að sýna

fram á ákveðna hæfni og getu, hér

hins vegar virðast allir geta stofnað

fyrirtæki, án þess að eiga krónu, sem

fara svo kannski bara á hausinn og

hver borgar það? Jú við neytendur.“

„En auðvitað snýst verslunar-

reksturinn fyrst og fremst um að

veita persónulega og góða þjónustu.

Og það að vera duglegur skilar manni

alltaf bestu uppskerunni þegar upp er

staðið, enda held ég að ef ég ætti að

velja myndi ég frekar vilja vera dugleg

og vitlaus heldur en gáfuð og löt,“ seg-

ir Gunna að lokum. Og þar með kveð

ég þessar kraftmiklu systur og velti

um leið þessum lokaorðum fyrir mér

– já og greinilegt að vinnan göfgar

manninn.

8 - gafl ari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Menntun? BA í sagnfræði.

Starf? Bókaútgefandi.

Hvaða bók er á náttborðinu? Maður að nafni Ove og Verjandi Jakobs

Eftirlætis kvikmyndin? Engin ein en ég hef t.d. mjög gaman að myndum Tarantino og Scorsese.

Play-listinn í ræktinni? Stunda ekki ræktina en þegar ég hleyp hlusta ég á AC/DC.

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði? Akurgerði.

Eftirlætis maturinn? Lamb er alltaf gott og sama má segja um vel grillaða nautasteik.

Eftirlætis húsverkið? Þvottur er eitthvað sem ég ræð auðveldlega við. Er líka liðtækur á gufustraujárninu.

Ertu í einhverskonar félagi eða fé-lagsskap? Já, nokkrum.

Hver eru helstu áhugamál þín? Lestur góðra bóka, útivera og göngur, kvikmyndir og fótbolti.

Hvað gefur lífinu gildi? Fjölskyldan, vinirnir, góð heilsa, gleði og jákvæðni.

Hvað var það sem heillaði þig við Rósu? Rauða hárið.

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn hefur undanfarið í kíkt í kaffi til betri helminga oddvita þeirra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði. Nú er röðin komin að Jónasi Sigurgeirssyni en hann og Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæð-isflokksins, hafa verið samstíga í lífsins ólgusjó undanfarna áratugi.

Rauða hárið heillaði

Hollráð SteinarsMaísólin skín skært þessa dag-

ana. Margir nýttu sér þjónustu

bæjarins í vikunni til að fjar-

lægja garðaúrgang en garð-

verkum lýkur aldrei. Steinar

hjá Skógræktinni heldur áfram

að gefa lesendum góð ráð fyrir

garðinn.

ÁburðargjöfAllur gróður þarf næringu sér

til vaxtar og viðhalds. Tilvalið

er að bera tilbúið áburðar-

kyrni, t.d. blákorn, á garðinn

núna. Dreifið því vel. Berið á

grasflatir, trjá- og runnabeð

ásamt beðum með fjölærum

jurtum. Betra er að bera lítið á

en gera það oftar yfir sumarið

heldur en að bera mikið á í eitt

sinn. Áburðurinn leysist smátt

og smátt upp með regnvatni.

Ef ekki rignir næstu daga eft-

ir áburðargjöf borgar sig að

vökva. Sjá nánar á gaflari.is

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Arnari Gíslasyni?Lára Rúnarsdóttir

skoraði á eiginmann-

inn Arnar Gíslason.

Arnar er á fullu með

Pollapönkurum í

Eurovision-keppninni sem fram fer

í Kaupmannahöfn. Arnar er himin-

lifandi yfir árangri pönkaranna en

jafnframt spenntur fyrir úrslita-

kvöldinu. Hann segir þó aðalatriðið

að hafa gaman af því að vera með

og njóta upplifunarinnar.

„Ég er að hlusta á

Íkorna, alveg stórkost-

lega plötu eftir Stefán

Örn Gunnlaugsson.

Þetta er alveg heimsins

besta músík. Svo er ég líka að hlusta á

Bon Iver og hef gert síðan síðasta plata

kom út. Mig langar til að skora á Íkorn-

ann sjálfan, Stefán

Örn. Hann er öflugur

tónlistarmaður og

að sjálfsögðu Hafn-

firðingur .“

Hvernig kynntust þið? Við kynnt-umst á veitingastaðnum Horninu. Komum þangað hvort í sínu lagi með vinum okkar fyrir 24 árum og höfum verið saman síðan.

Helsti kostur Rósu? Hún er skynsöm, góðgjörn og traust.

Helsti galli Rósu? Vill stundum að hlutirnir gerist í gær.

Deilið þið sömu stjórnmálaskoðun? Já, að mestu leyti.

Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Rósu? „Geturðu keypt ýsu og spínat á leiðinni heim?“

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Bústi til að

byrja daginn á,

sem endist al-

veg fram að há-

degi í maganum.

Setjið saman í blandara: 3 dl létt

ab-mjólk, ½ banana, 1 ½ dl frosin

bláber og 1 ½ tsk chia-fræ – verði

ykkur að góðu.

Samverustund-um með þeim

sem eru þér

kærastir. Það er

tilvalið að nota

sumarið til að hitta fjölskyldu og

vini. Koma saman, spjalla, hlæja

og borða góðan mat, grípa í spil

eða fara í útileiki. Já sumarið er

tíminn…

gafl ari.is - 9

Páll B. GuðmundssonLöggiltur fasteignasali

861 9300 - [email protected]

Vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta sem skilar þér árangri.

Lækjargata 34d - Hafnarfjörður - 519 5900FJÖRÐUR

Þarftu að selja? - Frítt söluverðmat

Allir með í íþrótta- og tómstundastarfiAÐSEND GREIN Í Hafnarfirði er

öflugt íþróttalíf og fjölmargt í boði

í íþrótta- og tómstundamálum. Í

stefnuskrá sinni leggur Samfylk-

ingin í Hafnarfirði mikla áherslu

á lýðheilsu og að efla aðstöðu og

auka þekkingu svo hreyfing og heil-

brigður lífstíll verði í auknum mæli

hluti af daglegu lífi bæjarbúa. Unnið

hefur verið að verkefninu Brúkum

bekki í samstarfi við Öldungaráð

og Félag eldri borga og höfum við

áhuga á að sjá slíkum gönguleiðum

fjölgað. Þá viljum við stefna að því

að fjölga vatnspóstum og útiæf-

ingatækjum, og gera upplýsingar

um göngu- og hlaupaleiðir aðgengi-

legar á heimasíðum bæjarins.

Íþróttir, tómstundir og forvarnirMikilvægi íþrótta- og tómstunda

í forvarnastarfi er óumdeilt. Við

leggjum áherslu á að Hafnarfjarðar-

bær verði áfram leiðandi í forvarnar-

starfi með þverfaglegri þátttöku

allra sem að velferð bæjarbúa koma,

þ.e heilsugæslustöðva, lögreglu,

íþrótta- og æskulýðsfélaga, félags-

miðstöðva og forvarnarfulltrúa. Við

viljum halda áfram með og efla jafn-

ingjafræðslu í forvarnarskyni gegn

einelti og hvers kyns fordómum. Þá

viljum við gera átak í því að auka

virkni og þátttöku hafnfirskra barna

af erlendum uppruna í íþrótta- og

tómstundastarfi.

Hækkun niðurgreiðslustyrkjaVið leggjum áherslu á að öll börn

geti notið þátttöku í skipulögðu

íþrótta- og tómstundastarfi óháð

efnahag foreldra. Við munum því

áfram leita leiða til að draga úr

kostnaði meðal annars með hækk-

un niðurgreiðslustyrkja. Hafnar-

fjörður var fyrsta sveitarfélagið

til að taka upp slíka styrki og nú

þarf að gera átak enda viljum við

áfram vera leiðandi í þeirri vinnu

að tryggja jafnan aðgang allra að

fjölbreyttu íþrótta- og tómstunda-

starfi.

Höfundur skipar 3. sæti á lista

Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Adda María Jóhannsdóttir

10 - gafl ari.is

Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

Lasagna með nautahakki

Lolý

UNDIR GAFLINUM

MATUR Þetta er uppskrift sem er

alveg ekta, einföld ítölsk uppskrift.

Uppskrift sem maður getur aðlag-

að eftir sínum smekk svo að allir í

fjölskyldunni verði glaðir. Stundum

set ég eitthvað auka út í eftir því

hvað er til í ísskápnum hverju sinni

t.d. sveppi, gulrætur eða pepperoni.

Þetta er kjötsósa eða bolognese

eins og ég lærði að gera hjá mömmu

og pabba.

500 gr nautahakk

1 laukur

2 hvítlauksrif

1 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

2 msk chillitómatsósa eða önnur tómatsósa

1 poki rifinn ostur

1 stór dós kotasæla

2 msk Dijon sinnep

salt og pipar

2 tsk garam masala

hvítlaukskrydd

1/2 dós af hvítlauksrjómaosti /piparrjómaostur

Lúka af ferskri basiliku

Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið

í olíu á pönnu, kryddið með garam ma-

sala og smá hvítlaukskryddi. Þegar

laukurinn er orðinn mjúkur bætið þá

nautahakkinu út í og steikið vel og

kryddið með salti og pipar. Bætið

síðan út í tómatpúrru,chillitómatsós-

unni og niðursoðnu tómötunum og

kryddið eftir smekk. Svo blanda ég

yfirleitt svona eins og hálfri dós af

hvítlauksrjómaosti út í. Það er voða-

lega gott að setja

basilikuna út í, í lok-

inn og kannski smá

yfir ostinn áður en

það er sett í ofninn.

Takið kotasæluna

og setjið í skál og blandið út í hana

Dijon sinnepinu.

Þá er bara að raða í eldfast mót, byrja

á því að setja smá nautahakk í botn-

inn, síðan lagsana plötur og kota-

sælublönduna. Endurtaka síðan og

enda með því að setja fullt af rifnum

osti ofan á . Setjið í 200°C heitan ofn

í 30 mínútur.

Mér finnst alltaf gott að bera fram

hvítlauksbrauð og salat með þessu.

Verði ykkur að góðu,

Lólý – loly.is

Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra.

MENNING Menningar- og ferða-

málanefnd Hafnarfjarðar samþykkti

í vikunni að ganga til samninga við

Menningar- og listafélag Hafnar-

fjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins

og fram hefur komið í útboðsgögnum

og fréttum er um eins árs tilrauna-

verkefni að ræða, með möguleika á

framlengingu til þriggja ára, gangi

allt að óskum. Hafnarfjarðarbær

styrkir rekstur Bæjarbíós með því að

gefa eftir húsaleigu og hita- og raf-

magnskostnað. Nefndin mun áfram

vinna að gerð samnings við mennta-

og menningarmálaráðuneytið sem

tryggja mun sýningaþátt Kvikmynda-

safns Íslands í bíóinu og mun sá

þáttur skýrast á næstunni.

Fjögur tilboð bárust um rekstur

Bæjarbíós og voru þau frá: Pétri

Ó Stephensen og Páli Eyjólfssyni,

Menningar- og listafélagi Hafnar-

fjarðar, Barnamenningu og Gafl-

araleikhúsinu. Í fundargerð þakkar

nefndin öllum umsækjendum sýndan

áhuga og vísar niðurstöðu nefndar til

staðfestingar í bæjarráði.

Vonir standa til að með nýjum

rekstrarðilum lifni yfir húsinu á ný og

þar verði boðið upp á fjölda viðburða

sem kæta muni bæjarbúa sem og

aðra landsmenn.

Menningar- og listafélag Hafnar-

fjarðar var stofnað fyrr í vetur og

stóð félagið meðal annars fyrir

litlu tónlistarhátíðinni Heima sem

haldin var síðasta vetrardag. Stjórn

félagsins skipa þau: Erla S. Ragnars-

dóttir sögukennari í Flensborg, einn

eigenda gaflari.is og Dúkkulísa,

Ingvar Björn Þorsteinsson mynd-

listamaður, Kristinn Sæmundsson

athafnaskáld, fyrrum kaupmaður í

Hljómalind og tónleikahaldari, Ólaf-

ur Páll Gunnarsson útvarpsmaður

og tónlistarstjóri á Rás 2 og Tómas

Axel Ragnarsson rafvirki og tónlist-

armaður.

gafl ari.is - 11

ÍÞRÓTTIRAuglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuAuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuAuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuuuuuuuuuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuAuAuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAuAAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xx2x2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 555555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA99999999999993939939399999939999999933999999999999999999999993999399399399939993999999999393999999999339999999999999399999999999999939999999999999999999999999993999999999999999993393999999999999993999999993399999999339999999999999993999999339999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýsýýsýsýsýýýsssýsssssýsssssssssýssýssýsýsýsýssýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnniiiiinnnnnnnnnnnnnnnininiiniiiinnnnnnnnnnniiiiinnninnnniiiiiinnnnnnnnnniiiinnnnnnnniiiiinnnnnnniiiiiiinnnnnnnniiiiiininnnnnnniiiiiii ggggggggggggggggggggggggg ggggggggggggggggggggggggg g g g g ggggggggg gg ggggggggggg ggggggg gggggg ggggg gg ggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 55 555555 555555555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

FH landaði silfriHANDBOLTI  Íslandsmeistara-

mótinu í 5. flokki karla, yngra ár, lauk

um helgina. Síðasta mót vetrarins

fór fram á Ísafirði en þangað voru

öll helstu lið landsins mætt. FH og

Haukar mættu með tvö lið hvort félag.

FH1 uppskar silfur á Íslandsmótinu en

þeir töpuðu í úrslitaleik mótsins gegn

Selfossi með tveimur mörkum, 19:21.

FH2, Haukar1 og Haukar2 gerðu góða

ferð vestur. Liðin þrjú lönduðu mörg-

um yfirburðarsigrum í 2. deildinni um

helgina.

Ljóst er að þarna eru á ferðinni

efnilegir drengir og þeir nutu sín svo

sannarlega í góða veðrinu um síðustu

helgi. Vel var að mótinu staðið og

stjanað við drengina í mat og leik og

fóru allir heim vel merktir íþróttafé-

laginu Herði á Ísafirði og með ljúfar

minningar að vestan í farteskinu.

HANDBOLTI Haukar og Eyjamenn

mætt ust í Schenkerhöllinni á

mánudaginn þar sem fyrsti leikur

í úrslitarimmunni fór fram. Þessi

lið enduðu í fyrsta og öðru sæti

í deildinni og því má ætla að tvö

bestu lið landsins keppi nú um

Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrsti leikur liðanna fór vel af stað

og mátt i sjá á látbragði leikmanna

sem og áhorfenda að hér væri að

hefj ast veisla. Í veislunni var jafn-

ræði þó svo að Haukar væru örlítið

sterkari og leiddu nánast allan

fyrri hálfl eikinn. Haukar náðu svo

þriggja marka forskoti þegar um

fi mm mínútur voru eft ir en Eyja-

menn gefast sjaldan upp og náðu

að jafna leikinn þegar 10 sekúndur

voru eft ir af fyrri hálfl eik, 15-15.

Seinni hálfl eikur var jafn spennandi

og skemmtilegur og fyrri hálfl eikur.

Liðin skiptust á að skora og

hvorugt liðið náði algjörri yfi rhönd.

Þegar um tvær mínútur voru

eft ir þá var staðan 27-28 fyrir ÍBV

en sem fyrr voru það Giedrius

Morkunas í markinu hjá Haukum

og Sigurbergur Sveinsson sem

átt u eft ir að klára leikinn fyrir

Hauka. Morkunas varði tvívegis á

þessum tveggja mínútna kafl a og

svo kláraði Sigurbergur Sveinsson

leikinn með marki þegar ein mínúta

og átt a sekúndur voru til leiksloka.

Vestmanneyingar reyndu hvað

þeir gátu til að jafna en lokaskot

þeirra fór framhjá og Haukar stóðu

upp sem sigurvegarar í þessum

háspennu leik.

Þegar þett a er skrifað er öðrum

leik liðanna ekki lokið, en þriðji leik-

urinn fer fram á Ásvöllum á morgun

kl. – óhætt er að lofa dramatík og

fl ott um handbolta.

HáspennuleikirPepsí-deildin hófst með miklum

látum um síðustu helgi og er ljóst

að framundan er hörku knappspyrn-

usumar. Spekúlantar hafa ýmist

spáð FH-ingum stóra titlinum eða

silfurpeningnum og Haukar eru með

leikreynt lið í 1. deildinni. Gaflarinn

bað Loga Ólafsson, þjálfarakempu

til margra ára, að spá í hið hafnfirska

fótboltasumar 2014.

Hvernig heldur þú að FH vegni í sum-ar? Það bendir allt til þess að þeim eigi

eftir að vegna vel. Ég hef séð þá núna,

bæði í Lengjubikarnum og í fyrsta leik

Íslandsmótsins gegn Blikum og þar sá

maður góð tilþrif og gamla takta. Ég

trúi því og veit að þeir muni berjast á

toppnum og enda sem meistarar. FH

er með mjög samhæft lið í vörn og

sókn og hafa á að skipa liði sem er búið

að vera meira og minna saman í mörg

mörg ár með góðum breytingum. Veik-

leikarnir hjá FH eru sem betur ekki

margir. Ákveðnar breytingar sem hafa

átt sér stað skapa þó e.t.v. einhverja

óvissu. Sam Tillen fótbrotnaði alveg

undir lok undirbúningstímabilsins og

ekki hefur gefist tími til að finna annan

mann í staðinn. Það reynir því mikið á

Guðjón og gítarleikarann Jón Ragnar.

Þarna hafa svona mestu breytingarnar

verið, í raun eru þarna þrír sem detta

út úr fjögurra manna vörn liðsins. En

Pétur Viðars er kominn aftur, Kassim

frá Malí lofar góðu þannig að þetta á

allt að ganga upp. Í sókninni er Hólmar

Örn búinn að vera gríðarlega sterkur

og þegar Kristján Gauti finnur net-

möskvana og opnar markareikning

sinn þá opnast flóðgáttir.

Og þá að Haukum – hvernig held-ur þú að gengi þeirra verði? Ég hef

aðeins verið að fylgjast með Haukun-

um og þar gæti vel dregið til tíðinda

í sumar. Þeir búa yfir mikilli reynslu,

stór hluti leikmannahópsins er með

reynslu í efstu deild og ef þeir halda

vel á spilunum þá gætu þeir alveg

náð að komast upp úr 1. deildinni í lok

sumars.

Einhver orð um ÍH? Ég þekki það lið

afar lítið, en ég ber mikið traust til

þjálfarans, Fannars Freys Guðmunds-

sonar. Ef eitthvað stórkostlegt gerist

hjá ÍH í sumar þá er það alfarið þjálf-

aranum að þakka.

Eiga einhverjir hafnfirskir knattspyrnumenn eftir að koma á óvart eða einhverjir sem við ætt-um að fylgjast sérstaklega vel með í sumar? Já, menn eiga að fylgjast

vel með Kristjáni Gauta Emilssyni.

Ef hann heldur líkama sínum heilum

og heldur áfram að ógna markinu

þá verður þetta stórkostlegt sumar

hjá þessum unga knattspyrnumanni.

Mér líst líka vel á Böðvar Böðvars-

son, hann er efnilegur og vel spilandi

leikmaður, sem FH getur bundið

miklar vonir við. Hinum 43 ára gamla

varamarkmanni, Kristjáni Finnboga-

syni, þarf líka að fylgjast vel með. Ég

bið FH-inga vinsamlegast að fara að

undirbúa 50 ára afmælið sem er inn-

an skamms.

Munum við sjá Loga Ólafsson stýra liði í Hafnarfirðinum aftur? Nei. Ég

verð á Stöð tvö í sumar að lýsa leikj-

um og í sveitinni á hestbaki. Það á vel

við mig.

Spáir titlinum í Fjörðinn ÚRSLITAKEPPNIN Í HANDBOLTA

Ljósmynd: Brynja Traustadóttir

Ljósmynd: Eyjólfur Garðarsson

12 - gafl ari.is

Brynjar Dagur Albertsson DansariBrynjar Dagur Albertsson er nemandi

í 10. bekk í Hvaleyrarskóla. Á dögun-

um gerði hann sér lítið fyrir og sigraði

hæfi leikakeppnina Ísland got talent

með popping dansatriði. Brynjar Dag-

ur komst í úrslit keppninnar ásamt

sex öðrum atriðum. Atriði Brynjars

Dags heillaði áhorfendur enda frábær

dansari hér á ferðinni. Glæsilegur ár-

angur sem hann getur verið stoltur af.

„Brynjar Dagur er

ótrúlega hæfi leika-

ríkur popping dansari

og hefur náð miklum

framförum á skömmum tíma. Hann

stundar dansinn af ástríðu og er stöð-

ugt að æfa sig. Hann er jarðbundinn og

það er ekki til hroki og yfi rlæti í honum.

Hann vill öllum vel og vill allt fyrir aðra

gera. Hann er með mikið jafnaðargeð

og skiptir sjaldan skapi. Hann er bara

ofsalega góður strákur sem er opinn,

jákvæður og góð fyrirmynd.“

Albert og Guðrún, foreldrar Brynjars

Dags

„Það býr gríðarlega

mikið í Brynjari Degi.

Þegar hann setur sér

markmið þá gefur hann

allt í það og hætt ir ekki

fyrr en því er náð. Hann er virkilega góð-

ur strákur, hógvær og rólegur og kemur

vel fram við alla. Sannarlega góð fyrir-

mynd yngri barna sem líta upp til hans.

Ég veit að Brynjar Dagur getur allt sem

hann ætlar sér. Hann er svo sannarlega

vel að þessum sigri kominn og ég hlakka

til að sjá meira til hans í framtíðinni.“

Ásdís Steingrímsdótt ir, kennari

Brynjars Dags

– í miðbæ Hafnarfjarðar

Vertu litrík í sumar

Sjón er sögu ríkari

STÆRÐ: 36-41.LÍKA TIL Í BRÚNU.

5.599 kr.6.995 kr.

STÆRÐ: 36-41.LÍKA TIL Í SVÖRTU.

5.599 kr.6.995 kr.

SUUMMARRSAANNDDAALLLARR ÁÁÁ VOORDDÖÖÖGUUMMM

Í FFIRRÐÐI ÁÁ 20% AFSLÆTTI

ÚTSKRIFTARGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKURJÁ OKKUR

Fjörður verslunarmiðstöð - Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði

VVerrðð: 68800 kr..Veerð ááðuur: 1.0500 krr.

Birgir Örn Einarsson, hönnuður„Þegar klukkan er 17.30

á föstudaginn stend ég frammi fyrir

fullpakkaðri helgi með fjölskyldu og

vinum. Ég byrja samt á góðum bolla

á Súffanum og fer svo heim í undir-

búning fyrir pítsuveislu með vinum. Á

laugardaginn verður garðurinn tekinn

í gegn og svo á ég von á að fíflast með

dætrum mínum áður en júróvisjón-

grillið hefst. Á sunnudaginn geri ég

ráð fyrir rólegheitum enda verð ég

örugglega í sjokki eftir sigur okkar

manna kvöldið áður. Annars er ráp í

kaffi og kökur nokkuð beisik á sunnu-

dögum.“

Ásta Ástmundsdóttir, lífeindafræðingur „Þá er kominn föstu-

dagur og nú er bara að vona að

helgin verði þurr svo hægt sé að

klára vorverkin í garðinum. Þegar

garðurinn er stór er nóg eftir, þó

fullt sé búið. Þá þarf að viðra hund-

inn og gott er að ganga út í Lóna-

kot og virða fyrir sér fuglalífið og

náttúruna. Það verður ábyggilega

grillað eitthvað gott á laugardags-

kvöldið og e.t.v. opnuð ein rauðvín.

Svo er alltaf komið sunnudagskvöld

áður en ég veit af og ég ekki búin að

gera helminginn af því sem ég ætl-

aði.“

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN