8
Leppalúði kvaddur á þrettándagleði Hauka Fyrsta skrefið að flutningi Icelandair í bæinn? 2 Klúður og tilraunastarfsemi á fötluðum 2 Kíkt í kaffi: Enginn hefur skilning á skít nema MAMMA 6 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 15. janúar 2015 2. tbl. 2. árg. – í miðbæ Hafnarfjarðar Útsala 30-70% afsláttur

Gaflari 2. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 15. janúar 2015

Citation preview

Page 1: Gaflari 2. tbl. 2015

Leppalúði kvaddur á þrettándagleði Hauka

Fyrsta skrefið að flutningi Icelandair í bæinn?2

Klúður og tilraunastarfsemi á fötluðum2

Kíkt í kaffi: Enginn hefur skilning á skít nema MAMMA6

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 15. janúar 2015 2. tbl. 2. árg.

– í miðbæ HafnarfjarðarÚtsala 30-70% afsláttur

Page 2: Gaflari 2. tbl. 2015

2 - gaflari.is

Fyrsta skrefið að flutningi Icelandair í bæinn?FRÉTTIR „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga. Það er mjög ánægju-legt að fá svona flott fyrirtæki í bæ-inn. Ég vona bara að Icelandair flytji á næstu árum höfðustöðvar sínar til Hafnarfjarðar,“ sagði Haraldur L. Har-aldsson, bæjarstjóri, þegar Icelanda-ir tók í notkun nýjan flughermi á Flug-völlum í Hafnarfirði.

Flughermirinn er notaður við þjálfun nýrra flugmanna, auk þess sem starfandi flugmenn fara í hæfnismat tvisvar á ári. Hingað til hefur þessi þjálfun farið fram erlendis. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að fyrirtækið hafi vaxið mjög á síðustu árum þar sem flugvélum og flugmönnum hafi fjölgað. „Þetta gerir það að verkum að það borgar sig að taka þessa starfsemi heim til Íslands. Það eykur hagkvæmni og sparnað, auk þess sem þetta er fullkomnasti tækjabúnaður sem kostur er á og hermir nákvæmlega eftir vélum Icelandair.“

Á lóðinni er einnig verið að byggja húsnæði undir þjálfunarset-ur og skrifstofur viðhaldsþjónustu Icelandair. Þegar þessar byggingar verða tilbúnar flytja hátt í 100 starfs-menn Icelandair í bæinn.“

Björgólfur segir að Hafnarfjörður sé ákjósanlegur staður fyrir starf-semi Icelandair. „Hér erum við mitt á milli Keflavíkur og Reykjavíkur auk þess sem við höfum möguleika á annari lóð hér við húsið ef við viljum flytja meira af starfsemi hingað.“ Haraldur segir að í viðræðum við Icelandair hafi komið upp að fyrir-tækið flytji í Hafnarfjörðinn. „Það er þó ekki búið að taka neinar ákvarð-anir þar um en ég vonast bara til að þetta sé upphafið.“

Klúður og tilrauna-starfsemi á fötluðumFRÉTTIR „Það er alveg ljóst að eins og þjónustan er í dag þá er ekki hægt að tala um neitt annað en klúður og tilrauna-starfsemi á fötluðum. Allir sem nota hana, kvíða því þar sem ekki er hægt að treysta á hana,“ segir Bergur Þorri Benja-mínsson, málefnafulltrúi og varaformað-ur Sjálfsbjargar.

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-inu, utan Kópavogs, gerðu með sér samkomulag um sameiginlega aksturs-þjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Á grundvelli þessa var Strætó falið að reka þjónustuna frá og með 1. janúar síðastliðnum. Fyrirkomulagið hefur víða verið gagnrýnt og í framhaldi baðst Strætó afsökunar með loforði um bót og betrun nú á nýju ári.

Enginn vill mæta of seint í jarðarfarirBergur Þorri segist því miður ekki hafa trú á nýju fyrirkomu-lagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Bílar mæta seint og stundum alls ekki og dæmi er um að notendur hafi ekki bara mætt of seint til læknis eða í sjúkraþjálfun heldur einnig of seint í jarðarfarir. Það er athöfn sem fæstir vilja mæta of seint í. Strætó sér um að skipuleggja þjónustuna í umboði viðkomandi sveitarfélags. Hópbílar fengu síðan aksturinn eftir útboð. Menn fóru þessa útboðsleið þrátt fyrir

að varað væri við því, sér í lagi á þessum árstíma, um ármót, þegar margir þurfa á þessari þjónustu að halda. Ef endilega átti að fara þessa leið þá átti að byrja frekar þann 1. júní þegar ekki eins margir þurfa á bíl að halda á degi hverjum.“Bergur Þorri segir auðvelt að gera þessa þjónustu neytendavænni, þar sé lykilatriðið að gera ekki upp á milli neytanda, að þeir njóti jafnræðis. „Fatl-aðir eiga geta nýtt sér alla þá möguleika sem búið er að innleiða í þjónustuna,

hvort sem það er kaup á farmiðakortum eða öðrum leiðum sem eru í boði, oft nefndar snjalllausnir. Eitthvað af því er á leiðinni (sms 15 mín áður en bílinn kemur), en má þá ekki ganga alla leið og setja staðsetningartæki í bílanna eins og vagnanna þannig að hægt sé að sjá hvar bílinn er og hvort hann er yfir höfuð á leiðinni,“ spyr Bergur Þorri. Mikilvægt sé líka að þjónustuaðilinn, í þessu tilviki sveitarfélögin, axli ábyrgð. Öll sveitarfelög þurfi heldur ekki að fara þessa leið. Kópavogur hafi t.d. akveðið að vera utanvið þetta samkomulag. „Það má segja að mín versta martröð um framkvæmd þjónustunnar hafi því miður ræst. Ef þetta væri t.d í höndum ríkisins, hvað þá einkaaðila, þá væri búið að krossfesta hvern þann sem bæri ábyrgð á stöðunni eins og hún er í dag í opinberri umræðu.“

Bergur Þorri Benjamínsson

Tökum fagnandi á móti fjölbreytileikanumAÐSEND GREIN Samfélagið okkar hefur tekið mjög örum breytingum á mörgum sviðum á undanförnum árum og áratugum. Það er sama hvort við lítum til tækniþróunnar eða fjöl-breytileika mannlífsins. Við erum alltaf að aðlaga okkur að nýjum degi þar sem við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og tækifærum. Því er mikilvægt fyrir okkur að móta umburðarlynt samfélag þar sem við tökum fagnandi á móti fjölbreytileik-anum.

Hafnarfjörður til fyrirmyndar í fjölmenninguFyrir kosningarnar til sveitarstjórnar í maí á síðasta ári lagði Framsóknar-flokkurinn í Hafnarfirði fram skýra og metnaðarfulla áætlun í málefnum innflytjenda, sem bar heitið Hafnar-fjörður til fyrirmyndar í fjölmenn-

ingu. Þar lögðum við ríka áherslu á að Hafnarfjörður myndi fara í heild-stæða stefnumótun í málefnum innflytjenda og koma sér upp mót-tökuáætlun fyrir innflytjendur. Þar væri markmiðið að styðja við virka samfélagslega þátttöku fjölskyldna og einstaklinga af erlendum uppruna með góðu aðgengi að upplýsingum og þeirri þjónustu sem Hafnarfjarðar-bær veitir íbúum sínum strax við upp-haf búsetu á Íslandi. Einnig viljum við sjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar koma sér saman um að setja á fót fjölmenn-ingarráð sem hefði það hlutverk að skipuleggja grasrótarstarf innflytj-enda, veita bæjarstjórn og öðrum starfsmönnum bæjarfélagsins, sem koma með einhverjum hætti að mál-efnum innflytjenda, upplýsingar, ráðgjöf og aðhald. Við teljum einnig mjög mikilvægt að efla fjölmenn-

ingarfræðslu í hafnfirskum skólum þar sem markmiðið á að vera að auka víðsýni og fagna fjölbreytileikanum.

Getum alltaf gert beturMargt gott hefur verið gert í mála-flokknum hér í Hafnarfirði en við getum alltaf gert betur. Tökum okkur saman í því verkefni að gera samfé-lagið okkar betra fyrir alla með því að nýta þann mikla mannauð sem felst í innflytjendum og fjölmenningarsam-félaginu almennt. Fleiri hamingjusamir og virkir íbúar munu skila sér í meiri ágóða fyrir samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Sjá nánar á Gaflari.is

Ágúst Bjarni Garðarsson Oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði

Sigurjón Norberg Kjærnested Varaþingmaður og formaður inn-

flytjendaráðs

Page 3: Gaflari 2. tbl. 2015

gaflari.is - 3

ÁRSKORTÍ LÍKAMSRÆKT OG SUND Á AÐEINS 35.990 KR. (Eingreiðsla)

Það gera aðeins 2.999 kr. á mánuði.

heilsaGYM

FRÍTT ER Í ALLA HÓPTÍMA FYRIR KORTHAFAStundaskrá í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði - Gildir frá 1. janúar 2015

TILBOÐIÐ GILDIR TIL OG MEÐ 26. JANÚAR 2015HVER OG EINN FÆR SÉRSNIÐNA ÆFINGAÁÆTLUN OG KENNSLU Á TÆKIN

Klukkan Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Klukkan Laugard

17:15 JógaNenita

SpinningBjarni 10:30 Spinning

Þröstur / Aníta

17:30 Flottar konurAníta

30 20 10 Þol & styrkurHjalti

18:15 SpinningBjarni V

18:30 Power Jóga Nenita

19:30 Core og teygjurBjarni V

Kortið gildir í líkamsrækt og sund í Suðurbæjarlaug og einnig í sund í Ásvallalaug. Hægt er að fara í aðrar GYM heilsustöðvar utan Hafnarfjarðar

gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Suðurbæjarlaug / sími 565 3080

www.gymheilsa.is

Hringdu og pantaðu þér ókeypis prufutíma með þjálfara.

Page 4: Gaflari 2. tbl. 2015

4 - gaflari.is

Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning

w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 23.janúar

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 23.janúar

Pakkatilboð í Víkingastræti

ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 15 apríl 2015.Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann.

1. Þorrapakki:Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti.Tveggja manna herbergi kr. 14.200 á mann.

2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði.Tveggja manna herbergi kr. 14.600 á mann.

3. Sælkerapakki:Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu.Tveggja manna herbergi kr. 13.800 á mann.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.www.fjorukrain.is

Víkingasveitin leikur fyrir matargesti eins og þeim

einum er lagið

Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat

Sérréttamatseðill

HLIÐ ÁLFTANESI

Veitingar og gisting

Hlið á Álftanesi

Við kynnum nýjan möguleika í mat

og gistingu.Verið velkomin

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdótt-ir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæj-arhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins skapandi fræðsluseturs að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins - skapandi fræðsluseturs og þá fjöl-breyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða.

Klifið hefur á sínum snærum fjöld-an allan af hæfileikaríkum leiðbein-endum sem hafa víðtæka reynslu á sínu sviði og hafa unun af því að starfa með börnum. Öll námskeið Klifsins og leiðbeinendur þeirra hafa það að markmiði að efla sköpunar-kraft þátttakenda, að þeir læri sjálf-bærni og auki trú sína á eigin getu en

auk þess er markmiðið alltaf að allir hafi gagn og gaman af því það er jú leikur að læra.

Við lok hvers námskeiðs fara fram sýningar þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að sýna aðstandend-um sínum afrakstur námskeiðsins. Hafa margar skemmtilegar og metn-aðarfullar sýningar verið settar upp þar sem sköpunargleði og árangur þátttakenda kemur bersýnilega í ljós og hefur mikil ánægja hlotist af hjá þátttakendum og aðstandendum þeirra. Vert er því að kynna sér nám-skeiðsframboð vorannar Klifsins þar sem gleðin og sköpunarkrafturinn ræður ríkjum.

Skráning og allar nánari upplýs-ingar má finna á www.klifid.is Komið og upplifið Klifið!

Eitthvað fyrir alla hjá Klifinuprentun.is

Page 5: Gaflari 2. tbl. 2015

gaflari.is - 5

Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Við sjáum um örugga dreifingu á ölpósti

Við náum til öldans

Brande

nbu

rg Póstdreifing dreifir �ölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.

Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða �ölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma

skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín.

Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.

Page 6: Gaflari 2. tbl. 2015

6 - gaflari.is

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Á hverju byrjar þú daginn? Þegar maður vinnur tarnavinnu þá er enginn morgunn eins. Stundum eru bara öngvir morgnar. Stundum vinnur maður fram á nótt og vaknar um hádegisbilið og fyrsta hugsun er “Ó mæ god það á enginn skítugra heimili en ég.” Og maður dettur í fórnalambsgírinn “Enginn hefur skilning á skít nema MAMMA.” Samt eru allir að þrífa en ég bara sé það ekki af því að það er ekki gert eftir mínum forsend-um. Svo klárast törnin og maður setur upp svuntu og bakar möffins og verður geðveikt ánægður með sjálfan sig. Svo verður það leiðinlegt og maður fer að hugsa “er ekki hægt að gera eitthvað annað en að þrífa og baka möffins”... og hringrásin endurtekur sig Uppáhaldskvikmynd?Ætli það sé ekki Titanic þar sem ég virðist ekki geta sett upp sýningu nema vitna í þá kvikmynd

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Bjarkar Jakobsdóttur, leikkonu og leikstjóra með meiru. Björk starfar einnig sem leikskáld og meðal vinsælla verka eftir hana má nefna Sellófon og Blakkát. Björk er nátengd hafnfirsku leiklistarlífi og hefur m.a. leikstýrt ungum og efnilegum leikurum hér í Hafnarf-irði eins og Unglinginum sem sýnt var fyrir fullu húsi víða um land og hlaut mikið lof gagnrýnenda auk tveggja Grímutilnefninga. Björk leikstýrir nú í vetur þremur nýjum íslenskum leikritum í Gaflaraleik-húsinu ogog þar á meðal Konubörnum sem frumsýnt var í gærkvöld við mikinn fögnuð.

Mitt jóga er að hitta dýrin mín og fara í sveitina

Eftirlætismaturinn?Eftirlætismatur í mínum huga tengist alltaf æskuminningum. Í dag geturðu nálgast eftirlætismatinn þinn hvar og hvenær sem er. Þar af leiðandi verður maturinn ekki jafn mikið uppáhalds af því að ef að þú þarft aldrei að bíða, það er biðin sem gerir hluti gómsæta. Ég man eftir kjöti í karrý og reyktu folalda-kjöti með uppstúf með blönduðu Ora grænmetiVersti matur sem þú hefur smakkað?Líklega hræringur sem ég þurfti að borða í sveitinni. Hræringur er semsagt sambland af skyri og hafragraut. Ég kann hvorugt að meta og saman er þetta alger hryllingurSkemmtilegasta húsverkið?Baka. Ég elska að fylla húsið af kökuilm og sjá brosið á drengjun-um mínum þegar þeir koma heim úr skóla og fá óvænt heimabakkelsi.

Það er ekkert skemmtilegra en að gefa börnum og unglingum að borða. Fyrir nú utan hvað ég skora mikið í húsmæðrakladdan hjá sjálfri mér.Leiðinlegasta húsverkið?Strauja. Ég harðneita að strauja og kaupi allt straufrítt. Þeir sem kaupa eitthvað annað geta straujað sjálfirHelstu áhugamál?Ég hef gríðalegan áhuga á vinnunni minni sem er leiklist og allt sem tengist því. Ég elska að vinna með ungu hæfileikafólki og hjálpa þeim að finna vetvang fyrir sína listsköpun. Ég er alger sveitastelpa og á hesta og hund og mitt jóga er að hitta dýrin mín og fara í sveitina Það sem gefur lífinu gildi?Fjölskylda, vinir og dýrDraumaferðalagið?Draumaferðalagið er þar sem ég er stödd ákúrat í dagHvað kemur þér í gott stuð?Að vinna með æðislegu fólkiGamli skólinn minn og ræturnar?Öldutúnskóli, Víðistaðaskóli, Flensborg og Hafnafjarðabær takk fyrir að koma

mér til manns. Albert umsjónarkennari takk fyrir leiðsögn Hvaða hreyfing hentar þér best?Allt sem ekki kostar morðfé og skipulag í tímatöflunni. Kannski út að labba með hundinn, Reiðtúr eða jafnvel bara ekki neitt ef að ég er ekki í stuði. Ég hef líka ákveðið að á fimmtugsaldri er bara allt í lagi að vera með smá bumbu. Ég nenni ekki að eyða tímanum í að vigta mig í tíma og ótíma. Einhverntíman þarf mað-ur að játa sig sigraðann í þessu enda-lausa útlitskapphlaupiHvað eru Konubörn?Sex ótrúlega flottar stelpur sem eru að fjalla um stelpur á svo yndislegan máta. Einlægar, sannar, fyndnar , femínískar og bara algerlega frábærar. Ég væri til í að skrifa ritgerð um hvað þær eru æðis-legar en það er bara ekki pláss fyrir það. Sjón er sögu ríkari Síðasta sms-ið og frá hverjum? „Fáum við auka dimmer fyrir ljós og hvað kostar það<?“ Sms svar: „Kemur á mánudaginn og kostar 60.000 kall bara viðgerðin!“Sjá skondna sögu úr vinnunni og fleira á gaflari.is

Page 7: Gaflari 2. tbl. 2015

gaflari.is - 7

Gjaldskrá Hafnarfjarðar 2015

Útsvar 14,52%

Fasteignaskattur, hlutfall af heildarfasteignamati:

Íbúðarhúsnæði 0,28%

Opinberar byggingar 1,32%

Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,65%

Hesthús 0,28%

Lóðarleiga, hlutfall af lóðarmati:

Íbúðarhúsnæði A - stofn 0,40%

Annað húsnæði C - stofn 1,30%

Vatnsgjald:

Hlutfall af heildarfasteignamati 0,105%

Notkunargjald skv. mæli, á rúmmetra 18 kr.

Fráveitugjald:

Hlutfall af heildarfasteignamati 0,195%

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald:

Gjald á hverja íbúð 28.298 kr.

Aukagjald fyrir hverja viðbótartunnu, svarta 18.500 kr.

Aukagjald fyrir hverja viðbótartunnu, bláa 9.000 kr.

Ýmis þjónustugjöld:

Hesthús Hlíðarþúfum, þjónustugjald fyrir 4 hesta hús 33.012 kr.

Hesthús Hlíðarþúfum, þjónustugjald fyrir 6 hesta hús 49.518 kr.

Lækkun fasteignaskatts 2015 af eigin íbúð elli- og örorkulífeyrisþega

Einstaklingur, brúttótekjur 2014:

0 til 2.831.000 kr. 100%

2.831.001 til 3.212.000 kr. 75%

3.212.001 til 3.485.000 kr. 50%

3.485.001 til 3.702.000 kr. 25%

Hjón, brúttótekjur 2013:

0 til 3.953.000 kr. 100%

3.953.001 til 4.388.000 kr. 75%

4.388.001 til 4.769.000 kr. 50%

4.769.001 til 5.096.000 kr. 25%

Gjaldskrá HafnarfjarðarbæjarÁrið 2015

Gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015

má nálgast í heild sinni á www.hafnarfjordur.is

Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2015

Álagningaseðlar fyrir árið 2015 verða eingöngu birtir rafrænt. Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is.

GjalddaGar oG Greiðsla fasTeiGnaGjaldaAlmennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2015 eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15. janúar 2015 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til nóvember og eindagi 30 dögum síðar.

Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 25.000 kr. er 1. febrúar 2015.

Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á nýjar eignir á árinu 2015 eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagningin fer fram.

Gjaldendur sem greiða fasteignagjöld ársins að fullu fyrir 16. febrúar 2015 fá 5% staðgreiðsluafslátt.

lÆKKUn fasTeiGnasKaTTs 2015 af eiGin ÍBÚð elli- oG ÖrorKUlÍfeYrisÞeGaAfsláttur er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Við útreikning afsláttar í upphafi ársins 2015 er stuðst við tekjur ársins 2013 en afslátturinn er síðan endurskoðaður í ágúst 2015 eftir að skattframtal vegna tekna ársins 2014 liggur fyrir. Til tekna teljast bæði launatekjur (reitur 2.7 á skattframtali) og fjármagnstekjur (reitur3.10. á skattframtali) Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og fólks í skráðri sambúð.

www.hafnarfjordur.is

Hægt er að greiða reglubundin gjöld vegna þjónustu Hafnarfjarðarbæjar með boðgreiðslum.

Með því móti er hægt að skuldfæra mánaðarlega m.a. fasteignagjöld, leikskólagjöld, gjöld

vegna dvalar á frístundaheimili, heimilishjálp og húsaleigu á vegum bæjarins.

Nánari upplýsingar hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585 5500 og

í netspjalli á www.hafnarfjordur.is.

Page 8: Gaflari 2. tbl. 2015

8 - gaflari.is

Brynhildur Barðadóttir, félags- og stjórnsýslufræðingur: Eftir vinnu á föstudaginn ætla ég að gera nokkurs konar „eftir“ jólahrein-gerningu heima og taka svo bara Út-svarskvöld í sófanum. Á laugardaginn stefni ég hins vegar á að fara á skíði, en annars á ég von á ömmustrákn-um mínum og við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Líklega förum við og veljum afmælisgjöf handa honum,

en hann verður fimm ára þann 13 janúar. Sunnudagurinn er mjög spennandi því þá fer ég í árlegan Nýársbrunch Lóu til vinkonu minnar og athafnakonunnar, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns FKA. Þar hittast nokkrar flottar konur, fara yfir liðið ár og meta hvort mark-miðin, sem sett voru í fyrra hafi náðst. Þá eru línurnar lagðar fyrir árið og ný markmið sett.

JANÚARTILBOÐ

399 KR.

149 KR.

99 KR. 199 KR.

119 KR.

299 KR.

99 KR.

199 KR.

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Helena Björk Jónasdóttir, Íþrótta-kennari Helgin mín byrjar á því að ég kenni

Tabata í Hress á föstudagkvöldið og fer svo í gufuna á eftir í rólegheitum. Á föstudögum er hefð hjá okkur fjölskyldunni að baka pítsu og hafa kósýkvöld. Gummi, maðurinn minn, er alltaf búinn að finna skemmtilega fjölskyldumynd sem allir hafa gaman af að horfa á og popp og kósýnammi er að sjálfsögðu á borði. Laugar-dagurinn byrjar snemma í Hress og við tekur skutl og keyr í áhugamál barnanna. Hildur mágkona kemur í kaffi og köku og svo er matarboð hjá mömmu og pabba þar sem bræður mínir koma með sína betri helminga. Gamla settið ætlar að elda svínabóg…já jólin ekki alveg búin þarJ. Sunnudagurinn verður tekinn í rólegheit með fjölskyldunni, ekkert planað sem betur fer.

Ásgeir Magnús Ólafs-son, Tryggingaráðgjafi Veðrið mun stýra því að einhverju leyti hvernig

helginni verður varið. Stefni á einn dag í Bláfjöllum, stússast í hestum og stinga mér í Suðurbæjarlaugina. Ef viðrar ekki til skíðamennsku þá er inn í myndinni að fara upp á Skaga og sjá FH leggja ÍA í knattspyrnu og fara í framhaldi eina nótt í bústað í Eyrarskógi. Mögulega sest ég eitthvað við sjónvarpið og horfi á bolta í beinni. Kæmi mér ekki á óvart að við hjónaleysin færum út að borða laugardagskvöld. Dæturnar vonandi í mat á sunnudaginn og svei mér þá ef ég býð ekki mömmu í lambahrygg.

HELGIN MÍN