20
Vil ekki vera önnur en ég er Tinna Bergsdóttir var aðeins 19 ára þegar hún vann fyrirsætukeppni hér heima og fór út í hinn stóra heim. Tinna ræðir árin í bransanum og framtíðaráform sín í opnuviðtali. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Ertu í fasteigna- hugleiðingum? Bjóðum frítt söluverðmat. FJÖRÐUR Ólga innan Fimleikafélagsins Ó 13 Flensborgarskólinn sigurvegari MORFÍs í ár F M 14 10.000 Hafnfirðingar án heimilislæknis 1 á 2 „Fáum loksins að spila hér heima“ 18 Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttir gaflari.is miðvikudagur 16. apríl 2014 3. tbl. 1. árg.

Gaflari 3. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 16. apríl 2014

Citation preview

Page 1: Gaflari 3. tbl. 2014

Vil ekki vera önnur en ég er Tinna Bergsdóttir var aðeins 19 ára þegar hún vann fyrirsætukeppni

hér heima og fór út í hinn stóra heim. Tinna ræðir árin í bransanum og framtíðaráform sín í opnuviðtali.

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Ertu í fasteigna-hugleiðingum?

Bjóðum frítt söluverðmat.

FJÖRÐUR

Ólga innan FimleikafélagsinsÓ13Flensborgarskólinn sigurvegari MORFÍs í árFM14

10.000 Hafnfirðingar án heimilislæknis1á2

„Fáum loksins að spila hér heima“„18

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is miðvikudagur 16. apríl 2014 3. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 3. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Kiwanis spornar gegn stíf-

krampa með þjóðarátaki.

Kiwanishreyfingin á Íslandi fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. Stofnfundur var haldinn í Reykjavík í janúar 1964 og á næstu árum fjölgaði klúbbum á landinu ört. Fyrsti Kiwanis-klúbburinn í Hafnarfirði var stofnaður fimm árum síðar og fékk nafnið Eld-borg. Það var Sveinn Guðbjartsson, einn af stofnendum Heklu, sem fékk til liðs við sig nokkra flugumferðastjóra í bænum, þ.á.m. Hermann Þórðarson, Guðmund Óla Ólafsson og fleiri. Sextán árum síðar var svo Kiwanis-klúbburinn Hraunborg stofnaður. Gunnar Magnússon, félagi í Eldborg, kom að stofnun klúbbsins og fékk Magnús Jónasson til liðs við sig og fleiri góða menn.Lengi vel var hreyfingin einungis fyrir karlmenn en árið 1987 var opnað fyrir inngöngu kvenna. Sólborg, kvenna-klúbbur í Hafnarfirði, varð að veruleika árið 1994. Ekki höfðu allir trú á að klúbburinn yrði langlífur en nú í maí heldur Kiwanisklúbburinn Sólborg upp á 20 ára afmæli sitt.

Margir Hafnfirðingar hafa gegnt æðstu stöðum innan Hreyfingarinnar og í dag er Dröfn Sveinsdóttir um-dæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi. Dröfn segir klúbbana þrjá í Hafnarfirði hafa verið fljóta að til-einka sér kjörorð alheimshreyfingar-innar, að þjónusta börn heimsins. „Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar hefur t.a.m. notið góðs af verkum okk-ar. Sambýlin í bænum einnig, leikskól-

ar og sérdeildir skólanna.“ Dröfn segir klúbbana bæði starfa hvern og einn að verkefnum hreyfingarinnar en líka saman. Einnig stendur Kiwanis fyrir handboltamóti fyrir yngstu iðkendur, dansleikjum fyrir fatlaða og gefið sex ára börnum reiðhjólahjálma. „Eldborg hefur haldið handboltamót í samstarfi við Handknattleiksdeild Hauka allt frá upphafsárum klúbbsins og þykir sér-staklega vel heppnað.“ En hvað er framundan hjá Kiwan-ishreyfingunni á afmælisári? „Við hleyptum af stokkunum átaki hér á landi sem við köllum STOPP 1900. Með þessu verkefni Kiwanishreyf-ingarinngar og UNICEF er ætlunin að sporna við stífkrampa hjá mæðrum og ungum börnum þeirra. Með sam-vinnunni hefur náðst að útrýma þess-um vágesti í 34 þjóðríkjum og lækka dánartíðni um 90%. Enn er langt í land því 25 þjóðríki eiga eftir að sigrast á stífkrampa. Við hvetjum alla Hafn-firðinga til að leggja málinu lið og það er auðvelt, eitt STOPP SMS í númerið 1900 og þá bjargar þú þremur manns-lífum. SMS-ið kostar kr.630.“

FRÉTTIR „Björgunarbáturinn Ein-ar Sigurðsson verður seldur,“ segir formaður Björgunarsveitar Hafnar-fjarðar. “Í hans stað ætlum við að fá minni og hraðskreiðari bát.“Björgunarbáturinn Einar Sigurðs-son kom til Hafnarfjarðar árið 2003 og hefur gegnt mikilvægu

hlutverki. „Fá björgunarskip hafi fengið jafn mörg útköll hér á Faxa-flóasvæðinu og Einar. Flest hafa þau verið vegna smábátaútgerðar-innar en á síðasta ári björguðum við þó 12 manns af skútu sem var að sökkva 17 mílur úti af Garðskaga,“ segir Ragnar Haraldsson, formaður

Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.Nú kveður Einar Sigurðsson hins vegar senn en smærri og hrað-skreiðari bátur kemur í hans stað. „Það eru fimm önnur sambærileg skip á Faxaflóasvæðinu og sam-kvæmt þarfagreiningu sem gerð var vantar minna og lokað skip sem er hraðskreiðara á svæðið,“ segir Ragnar.Ragnar segir að líta megi á þess-ar breytingar sem framfaraskref. “Það er gott að hafa lokað skip til taks sem er 15 mínútur á staðinn í stað klukkustundar eins og áður. Hins vegar þolir minni bátur ekki eins mikinn sjó og stærri. Þeir verða áfram til taks allt í kringum okkur. Reynslan sýnir að fæst út-köllin hjá okkur koma í aftakaveðri enda eru smábátarnir og hvala-skoðunarskipin ekki á ferð í slíku veðri.“

Einari skipt út fyrir minni og hraðskreiðari bát

Öflugur félagsskapur í Hafnarfirði

Brýn þörf á fleiri heim-ilislæknum í HafnarfirðiFRÉTTIR Á tíunda þúsund Hafn-firðinga eru án heimilislæknis og allt að tveggja til þriggja vikna bið er eftir tíma vilji þeir sjúklingar sem hafa heimilislækni leita til hans. Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir á heilsugæslunni Sólvangi, segir brýnt að fjölga læknum í Hafnarf-irði nú þegar um 5 – 6.Í fyrra hófu Hafnarfjarðarbær og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæð-inu viðræður um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á Völlunum í Hafnarfirði. Í kjölfarið var ákveðið að taka frá lóð nærri fyrirhuguðu hjúkrunarheimili sem á að rísa á Völlunum. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður af þessum áformum á næstunni þar sem heilbrigðisráðu-neyti hefur gefið út að það sjái sér ekki fært að stíga þetta skref.Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir á heilsugæslunni Sólvangi, segir að nauðsynlegt sé að fjölga heimilis-læknum í Hafnarfirði. „Stór hópur Hafnfirðinga er án heimilislæknis og því þarf fleiri lækna hvort sem byggð verður ný heilsugæslu-stöð eða bætt við húsnæði þeirra heilsugæslustöðva sem fyrir eru.“Þeir sem hafa heimilislækni á Heilsugæslunni Sólvangi þurfa að bíða allt upp í þrjár vikur eftir tíma hjá honum. Emil segir að þetta eigi alls ekki að vera svona. „Fólk á ekki þurfa að bíða lengur en í 1 – 2 daga eftir tíma hjá heimilislækni. Þannig er þetta kerfi byggt upp. Ef hver læknir sinnti einungis sínum 1200 – 1500 sjúklingum í stað 1800 væri biðin ekki svona löng. Okkur ber hins vegar skylda til að sinna líka því fólki sem skráð er á stöðina og er án heimilislæknis og þetta er útkoman.“Undan farið hefur mikið verið talað um í fjölmiðla að skortur sé á heim-ilislæknum og erfiðlega gangi að manna allar stöður. Í Hafnarfirði eru hins vegar allar stöður full-skipaðar. Emil óttast því ekki að erfiðlega gengi að fjölga læknum Hafnarfirði kæmi til þess. “Það hefur sýnt sig að það gengur miklu betur að fá lækna til starfa á þeim heilsugæslustöðum sem eru vel mannaðar og hlutirnir á nokkuð góðri siglingu.“

Page 3: Gaflari 3. tbl. 2014

490kr./pk.

KRYDDAÐAR SVÍNAKÓTILETTURverð 1.398 kr./kg

1.398kr./kg

2.079kr./kg

HUNANGSKÓTILETTUR LÉTTR. BBQverð 1.998 kr.

1.398kr./kg

HAMBORGARHRYGGURverð áður 1.598 kr./kg

2.878kr./kg

FJALLALÆRIverð áður 1.498 kr./kg

1.998kr.

HUNANGSKÓTILETTUR LÉTTREYKTARverð 1.998 kr.

1.398kr./kg

2.248kr./kg

HANGIFRAMPARTUR ÚRB.verð áður 2.498 kr./kg

HANGILÆRI ÚRB.verð áður 3.198 kr./kg

HAMBORGARAR 2X115G M/BRAUÐIverð áður 540 kr./pk.

LONDON LAMBverð áður 2.198 kr./kg

LAMBALÆRI FROSIÐverð áður 1.298 kr./kg

LAMBAHRYGGUR FROSINNverð áður 2.049 kr./kg

1.898kr./kg

1.198kr./kg

1.745kr./kg

1.198kr./kg

BAYONNE SKINKAverð áður 1.495 kr./kg

1.198kr./kg

1.598kr./kg

SVÍNALUNDIRverð áður 2.398 kr./kg

SVÍNAHNAKKI ÚRB.verð áður 1.598 kr./kg

FJALLALAMBS SKYNDIGRILLverð áður 2.549 kr./kg

398kr./kg 198

kr./kg

SÆTAR KARTÖFLURverð 398 kr./kg

BÖKUNARKARTÖFLURverð 198 kr./kg

verð áð

398kr./kg 198

SÆTAR KARTÖFLURverð 398 kr./kg

BÖKUNARKARTÖFLURverð 198 kr./kg

kr./kgPÁSKA-TILBOÐ

15. - 19. APRÍL

1.998kr./kg

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMIÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 9-18MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 9-19SKÍRDAGUR 17. APRÍL 10-16

FÖSTUDAGUR 18. APRÍL LOKAÐLAUGARDAGUR 19. APRÍL 10-17

Page 4: Gaflari 3. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir &

Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vilhjálmur Valgeirs-

son • Upplag: 10.500 eintök • Auglýsingar: Ólafur Guðlalugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Hver man ekki eftir sögunni af litlu gulu hænunni sem fann hveiti-fræ? Litla gula

hænan veit að ýmislegt þarf að gera frá því að fræið finnst og þar til úr því verður brauð. Hún biður því samborgara sína um aðstoð við verkin en engin er til í að rétta henni hjálparhönd. Litla gula hæn-an brettir því upp ermar og ræðst í að vinna hveiti úr fræinu. Þegar brauðið er hins vegar komið ilm-andi úr bakaraofninum vilja allir fá sinn bita.

Oft finnst mér að litið sé á ríki og bæ sömu augum og litlu gulu hæn-una. Ríki og bær eiga að sjá um ýmsa þjónustu sem við krefjumst en fæst okkar eru tilbúin að leggja nokkuð aukreitis á móti til að gera samfélagið okkar enn betra.Á liðnum árum hafa útgjöld ríkis og bæjar þanist út ekki síst vegna þess að kröfur okkar borgar-anna verða sífellt meiri og meiri og þjónustan á að verða betri og betri. Ýmis verkefni sem við getum sjálf séð um að framkvæma eru nú komin á herðar hins opinbera.Er ekki kominn tími til að við förum

öll, allur almenningur, að hugsa hvað get ég lagt af mörkum til að gera samfélagið sem ég bý í betra? Getum við t.d. sinnt sjálf-boðastarfi í skólum barna okkar eða barnabarna? Týnt upp rusl í hverfinu okkar? Rétt hjálparþurfi aðstoð? Ekkert af þessu þarf að kosta okkur krónu, einungis tíma og fyrirhöfn. Og það hef ég fundið á ég á eigin skinni að allir græða, og þá ekki síst sá sem leggur sitt fram því það fylgir því svo góð til-finning að gefa.

Alda Áskelsdóttir

HafnarfjarðarbréfLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafinU t a n k j ö r f u n d a r a t k v æ ð a -greiðsla vegna sveitarstjórnar-kosninga í lok maí er hafin hjá sýslumönnum. Tæpar sjö vikur eru til kosn-inga en kosið verður til sveit-arstjórna um land allt laugar-daginn 31. maí. Þeir sem ekki verða á landinu eða í öðrum landshluta en þar sem þeir eiga lögheimili eiga þess kost að kjósa utan kjörfundar. Hjá sýslumanninum Í Hafnarfirði er hægt að kjósa alla virka daga frá klukkan 09:00 til 15:00.

Gaflari kemur næst út miðvikudaginn 30. apríl . Skil á tilbúnum auglýsingum er þriðjudaginn 29. apríl kl. 10:00. Nánari upplýsingar á [email protected]. Gleðilega páska.

Óskum Hafnfirðingum gleðilegra páska

Page 5: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 5

HAFNARFIRÐI

16. apríl – daginn fyrir SkírdagJÚLLADISKÓ

Skírdagur, 17. apríl, Páskabingó Júlla og Bangsa

Föstudagurinn langi, 18. apríl Tryggvi Handsome

19. aprílRoland og Richard�

Páskadagur, 20. apríl Addi Rock

Annar í páskum, 21. aprílÓskalagakvöld „YouTube“

Page 6: Gaflari 3. tbl. 2014

6 - gaflari.is

Kjúklingabringur með teriyaki og hrísgrjónum

Lolý

UNDIR GAFLINUM

MATUR Þessi einfaldi kjúklinga-réttur varð til í eldhúsinu heima um daginn. Kjúklingur með hvítlauk, engifer og teriyaki sósu er eitthvað sem fellur eins og flís við rass! Klikkar ekki þessi samsetning.

2 kjúklingabringur

2 hvítlauksrif pressuð

3 cm ferskt engifer rifið

ólífuolía

1 dl teriyaki sósa (eða eftir smekk)

1 dós kókósmjólk

salt og pipar

lúka ferskt kóríander (tsk cayenne smátt saxað)

1 rautt chilli fræhreinsaður og smátt saxaður

1 pipar

Hýðishrísgrjón

Fetaostur

Byrjið á að sjóða hrísgrjónin því þau þurfa að sjóða í 45 mínútur þ.e.a.s. ef þið ætlið að nota hýðis-

hrísgrjón.Skerið kjúklinginn í strimla, setjið olíu og pressaðan hvítlauk á pönnu ásamt engiferi og steikið aðeins áður en þið bætið kjúklingnum út í og steikið hann þangað til hann er

steiktur í gegn. Takið þá teriyaki sósuna og hellið yfir ásamt kókós-mjólkinni, kryddið eftir smekk og látið malla í smá stund. Bætið þá chilli út í og kóríander.Þegar grjónin eru soðin mæli ég

með því að skola þau með köldu vatni og svo er feta ostinum og kóríander blandað saman við þau.Verði ykkur að góðu,

Lólý – loly.is

HIPP & KÚL Maskari er snyrtivara sem flestar konur nota dagsdag-lega. Maskarar eiga það sameig-inlegt með öðrum snyrtivörum að koma í ýmsum litum og týpum. Framleiðendur maskaranna lofa okkur ýmist lengri eða þykkari augnhárum og sumir gerast jafn-vel svo djarfir að lofa okkur bæði lengri og þykkari augnhárum. Ávinningarnir í möskurunum geta samt verið mjög mismunandi og getur sami maskari gert meira fyr-ir Gunnu en Siggu.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að maskarar endast yfirleitt bara í 3-6 mánuði. Eftir þann tíma eru þeir orðnir ansi þurrir og gera ekki það gagn sem þeir eiga að gera. Ég sem sérstök áhugamanneskja um maskara finnst mjög skemmti-legt að prófa maskara frá hinum ýmsu snyrtivörumerkjum í enda-lausri leit að fullkomna maskaran-um. Sá maskari sem hefur komist næst því að vera hinn eini rétti fyr-ir mig er Hypnôse Doll Lashes frá

Lancôme. Lancôme merkið býður líka upp á skemmtilegan kaupauka í formi augnblýants, augnhreinsi og jafnvel varagloss með á sama verði og einn maskari. Maybelline maskararnir hafa reynst mér mjög vel í gegnum tíðina og mæli ég með þeim fyrir þá sem vilja ódýrari maskara. Á næstu 3-6 mánuðum þegar fjár-festa á í nýjum maskara hugleiðið hvað þið viljið að maskarinn geri fyrir augnhárin ykkar. Stoppið og lesið á maskarann hvort formúlan

er ætluð til lengingar eða þykk-ingar. Þreifið á burstunum sem eru til sýnis í útstillingunni og metið hvort þessi bursti renni ljúft í gegnum ykkar augnhár. Við höfum allar prófað þó nokkra maskara og höfum meiri reynslu í farteskinu heldur en að kaupa einungis þann maskara sem allir virðast lofa þessa vikuna og okkur er svo sannarlega öllum of annt um augun okkar til að nota eldgamla mask-ara á þetta viðkvæma svæði og skapa hugsanlega sýkingahættu.

Skemmtilegir pennar leggja Gaflara lið.Þeir fjalla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfirðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gaflari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eftir hvern þeirra.

Að finna þann rétta... Rósa

Árnadóttir

Page 7: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 7

Ingvar

Viktorsson

GÆLUDÝR Ekki senda dýrið þitt inn í veröld þjáninga með því að henda því út af heimilinu fyrir sumarfrí. Heimiliskettir upplifa bara þjáningu og verða undir í baráttunni, illa útleiknir. Kett-lingar fæðast og þeirra bíður vosbúðin ein.Megintilgangur þessa pistils er að vekja eigendur gæludýra til um-hugsunar. Hann er einnig ætlaður þeim sem eru að íhuga að henda dýrunum sínum, t.d. kettlingafullar læður, út af heimilum fyrir sumar-frí. Aka þeim á afskekta staði áður en haldið er í sumarfrí. Sú athöfn hvorki auðgar eða dýpkar manns-andann, heldur leiðir af sér nagandi samviskubit. Byrjum sumarfríið á að vera ærleg, þá verður sumarið svo skemmtilegt í minningunni og mikil tilhlökkun um að koma heim og faðma gæludýrið sitt.Mikið sakna ég alltaf hundana minna ef ég þarf að fara frá þeim í einhverja daga. Það finnst mér vera frí án súrefnis, því án þeirra myndi ég ekki þekkja friðinn og þögnina í náttúrunni, hvað þá seyt-lið í fallega fjallalæknum.Gott er að hafa vaðið fyrir neðan sig til að undirbúa og kynna sér hvaða möguleikar bjóðast um að koma dýrunum fyrir á meðan fjöl-

skyldan fer í frí t.d. erlendis. Sumir fá manneskju eða ættingja til að koma heim og vera hjá heimilisdýr-inu. Fleiri og fleiri taka dýrin með sér í fríið innanlands svo öll fjöl-skyldan nýtur þess að vera saman. Vinir og kunningjar hafa komið sér upp tengslaneti og gæta heimilis-dýranna fyrir hvorn annan sem er afbragðs hugmynd. Kattholt rekur

hótel fyrir ketti og svo eru hunda-hótel víða um land.Því miður er til fólk sem fær sér gæludýr aftur að loknu sumarfríi og endurtekur svikin við nýja sak-lausa sál að ári. Þeir gæludýra-eigendur ættu að fara á svarta listann.Það er best að hafa hreina sam-visku því hún bregður upp björtu

ljósi og leiðir til hamingju og heil-brigði sem endurspeglast í öllu umhverfi okkar. Líka í dýrunum sem eru töluvert skildari okkur en við gerum okkur grein fyrir.Verum ávallt meðvituð um hvern-ig fyrirmyndar gæludýrahald virkar, t.d. að gelda fresskettina, taka læðurnar úr sambandi og ör-merkja.

Verum til fyrir-myndar í dýrahaldi

Slétta, þunna, flata finn.Fljóta lætur málgefinn.Leikaranna sýnissvið.Sumir ei felldir eina við.

Gjarnan efst á öldum er.Oft úr flösku svalar mér.Settur yfir brjóstin ber.Birgir fyrir augu þér.

Fjögur oft í einum slag.Alltaf tifar nótt og dag.Um háls sér konur hengja það.Að hafa er best á réttum stað.

Þessi styrkir þak og vegg.Þrælslega á sjá er ráðist á hana.Horað sprund með spóalegg.Úr spýtum oft í hliði.

Vísnagátur

Svör við vísnagátum Ingvars er að finna á gaflari.is

SAGA Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri, býður lesendum Gaflarans upp á vísnagátur til að glíma við yfir páskahátíðina.

María

Þorvarðardóttir

Page 8: Gaflari 3. tbl. 2014

18-22: Spennandi sýningar í Hafnarborg.Leiðsagnir um sýningar kl. 20 og 21. Shop Show er sýning á norrænni samtímahönnun þar sem sjónum er beint að sambandi framleiðslu og neyslu með áherslu á rekjanleika og

Hnallþóra í sólinniog bókverka frá árunum 1957 – 1993 eftir einn af brautryðjendum samtímalistarinnar, Dieter Roth (1930 – 1998).

19: Brynja Árnadóttir opnar sýningu með pennateikningum að Strandgötu 43. Einnig opið

19: Konustemning í Rauða krosshúsinu

[email protected]. Miðaverð kr. 1.000

19: Bækur heimsins, heimur bókanna í Bókasafninu.

19.30-22: HAFNARFJÖRÐUR HEFUR HÆFILEIKA.

með Guido Bäumer og Aladár Rácz að Selvogsgötu

20: SKYGGNILÝSINGAFUNDUR Í GÚTTÓ.Bára Hilmarsdóttir miðill. Aðgangseyrir kr 2.000.

23-02: BALL Í FJÖRUKRÁNNIOPINN MÍKRAFÓNN Í GAFLARALEIKHÚSINU Kátir piltar tjalda öllu til og Hallur Joensen frá Færeyjum og félagar taka lagið. Miðaverð er 2.500 kr. en miði á tónlistarhátíðina HEIMA gildir einnig sem aðgöngumiði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 860 0631.

Fimmtudagur 24. aprílSumardagurinn fyrsti

dagsrká í tilefni dagsins, meðal annars

Byggða safnsins, töfrabrögð á Bókasafninu, sýningu á Sódómu Reykjavík, í Bæjarbíói og kántríkvöld í Gúttó. Skátamessan, skrúðgangan og

Nánari dagskrá Sumardagsins fyrsta er á heima-

verður einnig auglýst síðar.

Föstudagur 25. apríl 12.05: Hafnarborg. Hádegisleiðsögn um

sýningarnar Shop Show og Hnallþóra í sólinni – Dieter Roth.

15-16:30: heimilum fyrir börn og foreldra.

18-22: Fótboltamót félagsmiðstöðvanna á spark völlunum við Lækjarskóla og Setbergsskóla.

20: Tónleikar Karlakórsins Þrasta ásamt hljómsveit í Víðistaðakirkju.

Laugardagur 26. apríl Höllu með Kómedíuleikhúsinu.

Þöll, Kaldárselsvegi.

12:00 Rannveig Sívertsen, baðstofuleikrit í

13: Minjaganga Byggðasafnins um svæðið kringum Straum.

13: Aðalfundur Hollvinafélags Hellisgerðis, í Hellisgerði. Allir velkomnir.

13-14: Sögustund á pólsku í Bókasafninu.og pólskt meðlæti.

16: Tónleikar Karlakórsins Þrasta ásamt hljómsveit í Víðistaðakirkju.

16: Bæjarbíó. Samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum

22:30: EFTIRSTRÍÐSÁRADANSLEIKUR Í GÚTTÓ Stefán

aðeins kr. 1000.

Sunnudagur 27. apríl sýnir barnaleikritið

Höllu með Kómedíuleikhúsinu

14: Skapandi vinnustofa fyrir börn og fullorðna í Hafnarborg Shop Show og Hnallþóra í sólinni – Dieter Roth.

17: Tónleikar Guido Bäumer og Aladár Rácz í Víðistaðakirkju.píanó. Aðgangur ókeypis.

20: Tónleikar í Hafnarborg. Áshildur

píanóleikari.

Miðvikudagur 23. apríl – Síðasti vetrardagur

10: Söngurinn ómar. Fjórðubekkingar syngja á Söngurinn ómar.

17: Afhending styrkja í Hafnarborg.

og ferðamálanefndar. Allir velkomnir.

18-23: TÓNLISTARHÁTÍÐIN HEIMA

Gestir rölta milli húsa og njóta lifandi tónlistar í heimilislegu andrúmslofti.

Heimatónleikana og á ball í Fjörukránni kl. 23 með Kátum piltum. Miðinn á HEIMA kostar 4.500 kr.. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 860 0631.

18-22: GAKKTU Í BÆINNKíktu á söfn og vinnustofur listamanna.

Dvergshúsið:

Suðurgata 18:

Suðurgata 73:

Fornubúðir 8, við smábátahöfnina:Gára handverk. Fallegir handmótaðir leirmunir.

Soffía Sæmundsdóttir, opnar sumarsýningu.

happdrætti. Dregið kl. 21:30.

18-22: Byggðasafnið.

Page 9: Gaflari 3. tbl. 2014

ÍTARLEG DAGSKRÁ ER Á HAFNARFJORDUR.IS

Sjáumst á Björtum dögum!

18-23, miðvikudaginn 23. apríl – Síðasti vetrardagurTónlistarhátíðin HEIMAMenningar- og listafjelag Hafnar fjarðar stendur fyrir tónleikum fjölmargra þekktra listamanna í 13 heimahúsum miðsvæðis í Hafnarfirði. Gestir rölta milli húsa og njóta lifandi tónlistar í heimilislegu andrúmslofti. (Staðsetningar verða auglýstar síðar.)

Fram koma: Steindór Andersen & Hilmar Örn HilmarssonBjartmar GuðlaugssonYljaHallur Joensen Vök (Sigursveit Músíktilrauna 2013)

Jónas SigurðssonFjallabræðurDossBaraDjamm (Davíð Þór og Steinn Ármann)Hot EskimosSnorri Helgason og Silla

Miðasala er hafin á Súfistanum, takmarkað magn miða. Miðinn gildir á alla Heimatónleikana og á ball í Fjörukránni kl. 23. Miðinn á HEIMA kostar 4.500 kr.

23-02 BALL Í FJÖRUKRÁNNI – ENDURKOMA KÁTRA PILTAOPINN MÍKRAFÓNN Í GAFLARALEIKHÚSINU Kátir piltar tjalda öllu til og Hallur Joensen frá Færeyjum og félagar taka lagið. Miðaverð 2.500 kr. en miði á HEIMA gildir einnig sem aðgangsmiði.

GÓÐAR STUNDIR Í GÚTTÓ: 18-23, miðvikudaginn 23. apríl – Síðasti vetrardagur

Skyggnilýsingafundur

Kántríkvöld 22.30, laugardaginn 26. apríl

Eftirstríðsáradansleikur

GAKKTU Í BÆINNSÍÐASTA VETRARDAG

18-22, miðvikudaginn 23. apríl – Síðasti vetrardagurHeimsæktu söfn og vinnustofur listamanna

MENNINGARHÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI

23.-27. APRÍLFjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!

Page 10: Gaflari 3. tbl. 2014

10 - gaflari.is

Við hittumst í Hafnarborg og ég sá strax að Tinna er ánægð með að vera komin heim í Fjörðinn. Hún stoppar þó stutt í þetta sinn, kom heim til að taka þátt í RFF í fyrsta sinn og til að heim-sækja fólkið sitt. Tinna er Hafnfirðing-ur í húð og hár. Faðir hennar, Bergur Oliversson, er af hafnfirskum ættum, en mamma hennar fædd í Reykjavík. Þau byggðu ungri fjölskyldu heimili hér í Firðinum, fyrst á Arnarhrauni og svo á Miðvangi. Tinna gekk í Lækjarskóla og þar eignaðist hún sínar æskuvinkonur. Og þau voru sterk vinkonuböndin, því þegar Tinna átti að fara í Víðistaða-skóla sagði sú stutta einfaldlega nei takk. „Þegar við fluttum í Norðurbæ-inn, eftir að hafa búið í Kópavogi í tvö ár, þá vildi mamma auðvitað að ég færi í Víðistaðaskóla. Ég þraukaði þar í hálft ár, ekki að mér liði eitthvað illa, en ég vildi bara vera með vinkonum mín-um. Ég grátbað því mömmu í jólafríinu um að fá að fara aftur í Lækjarskóla og hún lét það eftir mér. Sem betur fer,“ segir Tinna og hlær, því enn þann dag í dag eru þessar stelpur bestu vinkonur hennar, þrátt fyrir að fjarlægðin skilji þær oft að.

Lifði fyrir fótboltannÞað var sameiginlegt áhugamál þeirra allra, fótboltinn, sem batt þær þessum sterku böndum. „Ég var algjör fótboltastelpa, þegar ég var lítil. Ég bókstaflega elskaði það sem barn, en þegar ég var 16 ára þá stóð ég frammi fyrir ákveðnu vali, því á þeim tímapunkti verður maður að taka fótboltann föstum tökum og æfa af alvöru. Á þessu tíma var ég mjög grannvaxin og vantaði líkam-legan styrk, ég sá að það dugði ekki að vera bara fljót, þannig að ég ákvað að hætta. Og svo var maður líka far-inn að skoða strákana og einhvern veginn missti ég áhugann. Ég hafði áður verið í fimleikum og fór svo í ballet, en eftir að mamma gleymdi að sækja mig einu sinni eftir ballett-tíma þá neitaði ég að fara aftur,“ seg-

ir Tinna og brosir yfir minningunni. „Við getum sagt að fótboltinn hafi átti hug minn og hjarta þegar ég var krakki, við æskuvinkonurnar vorum á æfingum alla daga vikunnar og við ferðuðumst mikið vegna fótboltans.“

Mamma minn helsti stuðnings-maðurFyrirsætustarfið kom frekar óvænt inn í líf Tinnu, því hún hafði aldrei hugleitt þennan starfsvettvang eða velt sér mikið upp úr tískunni. Hún hafði látið sig dreyma um að ferð-ast um heiminn og langað að fara út sem au-pair en ætlaði fyrst að ljúka stúdentsprófi. „Ég var stödd á bar í Reykjavík þegar maður kemur til mín sem bendir mér á að það sé verið að leita að stelpum til að taka þátt í nýrri fyrirsætukeppni á Íslandi. All-ar stærstu umboðsskrifstofurnar tækju þátt í verkefninu og því væri þetta kjörið tækifæri fyrir ungar stelpur að láta slag standa og taka þátt. Ég var ekki beint með sjálfs-öryggið í lagi og var ekkert viss um hvort ég ætti að slá til. Ég leitaði til mömmu og hún hvatti mig til að prufa, það gæti ekki gert mikið til. Þetta yrði skemmtileg reynsla, þannig að for-eldrar mínir ýttu á mig, grunlaus um hvað var í vændum. Ég vann keppnina og var tveimur vikum síðar send út til New York til að starfa sem fyrirsæta í sex mánuði. Þarna var ég nýorðin 19 ára gömul og ég man að mamma og pabbi spurðu sig á flugvellinum hvað þau væru eiginlega búin að koma mér út í. En þarna kvaddi ég s.s. Ísland og það má segja að ég hafi í raun ekki komið heim aftur nema í stutt frí, því ég hef eiginlega verið á stanslausu ferðalagi síðan. Ég vandist þessum lífsstíl fljótt og er vön því að búa í ferðatösku.“ En áttu þá hvergi heima, spyr blaðamaður dálítið áhyggjufull-ur. „ Jú,“ segir Tinna og brosir blítt. „Ég bý í London og hef gert það síðustu sex ár. Þar er ég búin að koma mér vel fyrir, þar eru allir mínir vinir og þar býr

kærastinn. Þannig að London er mitt heimili í dag.“

Úr Hafnarfirði yfir í glamúr í NYTíu ár eru liðin frá því Tinna kom, sá og sigraði í fyrirsætubransanum. Í dag hefur hún ferðast heimshorn-anna á milli og búið á Indlandi, í Jap-an, Bandaríkjunum og víðar. Fyrstu skrefin í NY voru henni óneitanlega erfið. „Ég fékk sjokk þegar ég kom út, var dauðþreytt og alein. Ég þekkti engan, nema umboðsmanninn minn og konuna hans og sem betur fer tóku þau mig upp á sína arma. Ég bjó með sex öðrum stelpum og ég fékk meira frelsi heldur en þær. Ég var strax send í verkefni út um alla borg og ég rataði ekki neitt, þannig að þetta var óneitanlega erfiður tími. Það sem bjargaði mér var að ég fékk aðstoðarmann til að fylgja mér og sá maður reyndist mér vel. Engu að síður var ég mjög einmana þarna til að byrja með. Ég var með einhvern drasl síma, enga tölvu, var ekki í neinu sambandi við neinn heima og ég man að fyrstu tvær, þrjár vikurnar grét ég mig í svefn. Ég saknaði foreldra minna mikið og var svo ein í þessari stóru borg. Svo varð ég sáttari, en þetta var samt klikkað að fara úr gamla góða Hafnarfirði og á nokkrum vikum vera komin inn í hringiðu tískubransans í New York, í partýum með frægasta fólki í heimi. Þegar ég hugsa tilbaka þá er þetta voðalega óraunverulegt allt saman. En þetta vandist,“ segir Tinna þegar hún rifjar upp sín fyrstu kynni af lífi fyrirsætunnar. „Mér fannst ég aldrei geta verið ég sjálf, Bandaríkjamönn-um fannst ég köld af því ég var ekki opin eins og bók og til í að tala um sjálfa mig endalaust.“

Stakk af til IndlandsEftir 6 mánuði sagði ég við skrif-stofuna að ég ætli heim og þá var ég í raun búin að fá nóg. Ég þorði bara ekki að segja það. Mig hafði alltaf

langað að fara til Asíu og þegar tæki-færið gafst til að starfa á Indlandi þá stakk ég bara af. Þarna var tískuvikan í NY byrjuð og ég átti að vera mætt til vinnu, en ég þvertók fyrir það fara aftur til Bandaríkjanna. Aumingja foreldrar mínir, þau fengu skammirn-ir yfir sig frá umboðsskrifstofunni úti, því mig var hvergi að finna.“

Ástfangin í Bombai Tinna leit á fyrstu á ferðina til Ind-lands sem stutt ævintýri. Tveir mánuðir urðu þó óvænt að tveim-ur árum. „Ég hafði aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Ég varð líka ástfangin af indverskum strák, þannig að enn og aftur fengu for-eldrar mínir skemmtilegt símtal, í þetta sinn frá mér sjálfri, þegar ég tilkynnti að ég vildi ekki koma heim. Og svona gerast stundum hlutirn-ir hjá mér. Starfsins vegna get ég lítið skipulagt líf mitt, ég verð að vera tilbúin til að stökkva af stað í næsta verkefni og þetta getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Tinna. Ég spyr hvort þetta hafi einhvern tímann komið henni í vandræði. Tinna er fljót að svara því neitandi. Þessi tvö ár í Indlandi hefðu t.d. verið ævintýri líkust. Hún hafi verið önnum kafin fyrirsæta, ferðast um allt Indland og einnig til Japan. Að lokum fannst Tinnu tími kominn til að vera nær fjölskyldunni. „Ég var líka orðin vannærð, ég bara gat ekki vanist þessum sterka mat. Vinkon-um mínum brá þegar þær komu út í heimsókn til mín, ég var komin niður fyrir 50 kíló og það var ekki sjón að sjá mig. Ég ákvað því að færa mig um set og tók indverska kærastann með mér til Evrópu. Ég er ljósmyndafyr-irsæta sem þýðir að ég get starfað hvar sem er í heiminum, svo lengi sem ég held mér í formi og útlitið er í lagi.“Tinna hefur haft nóg að gera að undanförnu en framtíðin er engu að síður óráðin. „Ef ég hætti sem fyrir-

Vil ekki vera önnur en ég er Tinna Bergsdóttir fyrirsæta hefur gengið tískupallana og staðið fyrir framan

myndavélina síðustu tíu ár. Tinna kom hingað til landsins á dögunum til að taka þátt

í tískuvikunni í Reykjavík og sýndi m.a. fyrir JÖR og Ellu. Hún settist niður með Erlu

Ragnarsdóttur og rifjaði upp fyrstu árin í bransanum og framtíðaráform sín.

Tinna er gaflari vikunnar.

Page 11: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 11

sæta þá geri ég eitthvað allt annað. Þegar ég var í Flensborg fannst mér gaman í félagsfræði og sálfræði. Og einu sinni langaði mig í hjúkrun og ég hef gaman af því að leika eins og í myndböndum og auglýsingum. Þetta kemur allt í ljós,“ segir Tinna róleg. „Ég sé mig ekki alveg verða gamla í þessu starfi og stundum langar mig að öskra eftir sumar tökurnar. Þetta getur verið mjög þreytandi, bæði fólkið í kringum sum verkefnin og áreitið. Ég er orðin þreytt á að geta aldrei gert plön til lengri tíma.“Skyldi Tinnu langa til að flytja heim? „Mér finnst gott að koma heimsækja Ísland, en nei, ég get ekki hugsað mér það. Það er yndislegt að koma heim og hitta vini og fjölskyldu, en ég fæ svona einhvers konar innilokunar-kennd eftir vikudvöl hér heima. Ég er orðin vön margmenninu og stór-borginni, en maður á auðvitað aldrei að segja aldrei. Á þessum 10 árum sem ég hef verið í burtu hefur Hafnarfjörð-ur breyst mikið. Mér finnst sorglegt hvernig búið er að byggja hérna nið-ur við höfnina, ég hefði viljað halda í þessa gömlu bæjarmynd og opnu svæðin. Mér finnst alltaf gaman að keyra framhjá gamla Lækjarskóla og framhjá gamla húsinu hennar ömmu og þar sem við bjuggum í Arnarhraun-inu. Það er alltaf góð tilfinning.“

Langar ekki að eltast við óheil-brigðar útlitskröfurTinna útilokar ekkert að hún komi ekki einhvern tímann alkomin heim. Það fer þó eftir ýmsu. Í dag á hún bresk-an kærasta og hana dreymir um að eignast fjölskyldu. „Kannski kem ég hingað heim þegar ég eignast börn. Ég þekki fullt af fyrirsætum sem eiga börn og það er erfitt. Maður verður allavega að eiga góða að eða ráða til sín barnfóstru, því mikil samkeppni ríkir í fyrirsætubransanum.“ Og óhætt er að segja að Tinna þrífist vel í hörð-um heimi útlitsdýrkunar og hátísku, því hún þarf ekki mikið að hafa fyrir

því að halda sér í formi. Kröfurnar eru þó miklar á tískusýningum. „Sýn-ingarnar eru haldnar fyrir konur, sem eru búnar að koma sér vel fyrir í lífinu og til þess eru notaðar 15 ára stelpur frá Austur- Evrópu sem líta út eins og Anorexíu-sjúklingar. Ég skil þetta ekki og ég get ekki sætt mig við þetta. Umræðan er orðin hávær og þetta hefur auðvitað breyst. Þegar ég var að byrja fyrir 10 árum þá voru t.d. ekki til fyrirsætur í stærri númerum. Ég hef einu sinni verið beðin um að grenna mig, það var í Tokyo og þar þarf maður að vera með mjög mjótt mitti. Japanir eru með óheilbrigðar kröfur hvað þetta varðar og ég er sem betur fer ekki að eltast við svona verkefni lengur,“ segir Tinna.

Í gegnsæjum kjól og pabbi í salnumTinna tók þátt í RFF í fyrsta sinn og það kom henni á óvart hvað tísku-bransinn hér heima hefur tekið mikl-um framförum að undanförnu. „ Tísk-an hér heima er flott – ég tók einmitt eftir því hvað það eru margir flottir hönnuðir að sýna. Á fyrstu sýningunni var ég sett í gegnsæjan kjól. Ég var s.s. bara í nærbuxum og hönnuður-inn rétt mér svartan netakjól og ég gat rétt stunið upp að pabbi væri sko frammi,“ segir Tinna hlæjandi en hún viðurkennir að pabbi hennar sé orðinn vanur þessu. Og skyldu for-eldrar Tinnu vera búnir að sætta sig við að hún sé flogin úr hreiðrinu? „Þau vita alveg að ég er ekki á leiðinni heim. Ég man þegar við vorum að kveðjast í fyrsta sinn upp á Keflavíkurflugvöll þá sagði mamma að ég ætti aldrei að snerta eiturlyf, alltaf að láta þau í friði og pabbi sagði: aldrei fara úr fötunum Tinna mín. Þeta voru ráðin sem ég fékk.“ Og hefurðu staðið við það, spyr blaðamaður að lokum. „ Já, eða þú veist. Ég er ekki í eiturlyfjum, ég kem ekki nálægt þeim, en ég hef alveg farið úr fötunum. En ég hef bara gert það með fólki sem ég treysti og veit að útkoman verður falleg.“

GAFLARI VIKUNNAR

„Tískusýningar eru haldnar fyrir konur sem eru

búnar að koma sér vel fyrir í lífinu og til þess eru

notaðar 15 ára stelpur frá Austur- Evrópu sem líta

út eins og anorexíu-sjúklingar. Ég skil þetta ekki og

ég get ekki sætt mig við þetta.“

Page 12: Gaflari 3. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Listasýningar í FirðiFRÉTTIR Verslunarmiðstöðin Fjörð-ur fagnar 20 ára afmæli í ár og hefst afmælisfögnuðurinn nú um páskana með páskaeggjaleit og listasýningum

í Gallerí Firði. Þar sýna tveir hafnfirsk-ir listamenn verkin sín. Kristbergur Pétursson, einn af okkar bestu mynd-listarmönnum, heldur sýningu á verk-

um sínum og hagleiksmaðurinn Erling Markús Andersen sýnir módelbáta sem hann hefur verið að setja saman í gegnum tíðina.

FRÉTTIR Föstudaginn 4.apríl sl. stóð Fræðsluráð Hafnarfjarðar fyrir mál-þingi í Víðistaðaskóla um læsi. Þing-ið var haldið sem vitundarvakning fyrir skóla og stofnanir í Hafnarfirði. Niðurstöður PISA-kannana varðandi lestur og lesskilning hafa ekki komið nægilega vel út og einnig koma hafn-firsk börn verr út á samræmdum

prófum sem lögð eru fyrir í 4., 7. og 10. bekk miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.Stjórnendum leik- og grunnskóla var boðið á þingið sem og íslensku-kennurum, foreldrum, fulltrúum frá bókasafni, heilsugæslu, fram-haldsskólum og nemendum úr ung-mennaráði Hafnarfjarðar. Þátttakan

var mjög góð og voru rúmlega 100 manns sem þáðu boðið. „Við lítum á þetta sem samfélagslegt verkefni því við erum öll ábyrg sem komum að kennslu og ráðgjöf hafnfirskra barna.“ segir Eiríkur Þorvarðarson, yfirsálfræðingur á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Lesa má greinina í heild sinni á gaflari.is

Læsi hafnfirskra barna rætt á málþingi

Allir dagar nýttir til að rétta námið afNemendur og kennarar hafa snúið aftur til sinna starfa í framhaldsskólum ladsins eftir að verkfalli kennara var fre-stað í síðustu viku. Þá höfðu nemendur misst úr 15 kennslu-daga. Í Flensborg verða sex af þessum dögum bættir, auk þess sem nemendum bauðst aðgangur að námsveri nú í dymbilvikunni, þar sem kennarar voru til aðstoðar. Nokkur hópur nemenda hef-ur ekki skilað sér til baka en skólameistari segir að hann þó minni en búist hafi verið við.Nemendum í Flensborg verða svo bættir sex kennsludagar og þar af verður kennt tvo laugardaga. Í apríl verða tveir auka dagar, 22. apríl og laugar-dagurinn 26. apríl og í maí fjór-ir dagar, laugardaginn 3. maí og svo 5., 6. og 7. maí „Við þetta hnikast prófin til lítið eitt og prófsýning en útskrifað verð-ur á þeim degi sem ákveðin var í byrjun annar,“ segir Magnús og bætir við að lykilatriði upp á skólavist á næstu önn sé að nemandi mæti í þau próf sem hann er skráður í.Í Iðnskólanum í Hafnarfirði verður nemendum einnig bættir upp sex af þeim 15 dög-um sem þeir misstu úr námi vegna verkfallsins. Þar af verður kennt á sumardaginn fyrsta og einn laugardag. Út-skrift verður á sama tíma og áætlanir gerðu ráð fyrir.Lífið í Iðnskólanum er komið í fastar skorður eftir að verk-fallinu lauk á mánudaginn. Ársæll Guðmundsson skóla-meistari í Iðnskólanum segir að flestir nemendur hafi skil-að sér til baka og að brottfall sé minna en hann óttaðist. „Nemendur virðast flestir hafa hugað að sínu námi og koma ákveðnir til náms að nýju. Svo virðist sem kröftug hvatning skólameistara til nemenda um að fylgja kennsluáætlun og vinna vel í verkfalli kennara hafi skilað sér vel.“

Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingur og Eiríkur Þorvarðarson sálfræðingur.

Page 13: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 13

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Formaður FH segir sátt vonandi í augsýnFRÉTTIR Aðalfundur FH var haldinn á dögunum og var hann vel sótt-ur. Var fundurinn óvenjulegur að mörgu leyti þar sem það lá í loftinu að hluti fundargesta vildi skipta um formann félagsins. Þegar ljóst var að ekkert yrði úr mótframboði gegn sitjandi formanni var ákveðið að setja á laggirnar svokallaða Um-bóta- og sáttanefnd og er sú nefnd að störfum þessa dagana. Viðar Halldórsson er formaður og hefur verið síðustu sex ár. Viðar segir at-burðarásina furðulega því staða FH hefur aldrei verið betri. „Við vorum að skila besta ársreikningi í sögu félagsins. Og félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og hér er unnið mjög öflugt starf, bæði í barna og unglingastarfi og í afreks-starfinu.“Viðar segir hins vegar uppbyggingu á æfingarsvæði félagsins hafa verið erfiða undanfarin ár og tekið á sumar deildir FH. „ Þetta hefur auðvitað bitnað t.a.m. á frjálsíþróttadeildinni. Þar höfðu menn ákveðnar væntingar en allar framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar hrunsins og nýtt frjálsíþróttahús hefur staðið óklárað í nokkur ár. En við erum að glíma við aðstöðu-leysið víðar, því knattspyrnudeildin hefur t.a.m. einnig setið eftir. Í raun ætti þeir sem æfa knattspyrnu að vera hvað óánægðastir. En þetta eru allt hlutir sem verið er að vinna í og það er Fimleikafélagið að gera nánast eitt og sér.“ Viðar segir að alltaf sé hægt að gera betur og ef til vill sé hér um að kenna samskipta-leysi milli deilda og aðalsstjórnar. Hann meti það svo að menn séu ekki óánægðir með heildarstefnu félagsins. Þrjár deildir félagsins, handbolta-, skylminga- og frjálsíþróttadeildin, hafa kært úrskurð kjörbréfanefnd-ar fundarins til ÍSÍ vegna kjörbréfa 36 fulltrúa á fundinum sem dæmd voru ólögleg. Lögmæti aðalfundar-ins er þar með dregið í efa. Kæran kom Viðari á óvart, enda verið að vinna að sátt í málinu. „Við vitum ekkert hvernig þetta fer, menn

hafa verið að ræða það að draga kæruna tilbaka. Við bíðum bara rólegir átekta. Ef menn ná sáttum og nú er búið að setja á svokallaða Umbóta og sáttanefnd, þá er fram-tíðin er björt í Fimleikafélaginu. Við stefnum auðvitað alltaf á betra starf og betri aðstöðu fyrir iðkend-ur okkar. Við vorum að skrifa undir samning við Hafnarfjarðarbæ upp á 140 milljónir til flýtiframkvæmda á Kaplakrika. Þar þarf að ljúka fram-kvæmdum, ganga frá lóð, klára aðstöðu fyrir fatlaða. Á dögunum var svo verið að samþykkja nýtt deiliskipulag vegna frekari upp-byggingar á svæðinu. Við ætlum

Viðar Halldórsson formaður FH

að byggja tvö fótboltahús sjálfir án aðkomu bæjarins. Þá fyrst verðum við á par við önnur íþróttafélög hér á höfuðborgarsvæðinu. Minna hús-

ið vonumst við til að geta klárað á þessu ári, hitt sem er öllu stæra haustið 2015. Þannig að framtíðin er björt hjá FH.“

Page 14: Gaflari 3. tbl. 2014

14 - gaflari.is

Flensborg vann MorfísFRÉTTIR Lið Flensborgarskólans sigraði lið Menntaskólans við Sund í úrslitum MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld. Umræðuefni kvöldsins var vopnaður friður sem Flensborg mælti gegn.Er þetta í fyrsta sinn sem Flensborg sigrar MORFÍs. Þá var Katrín Ósk Ásgeirsdóttir valin ræðumaður Íslands 2014.

Ásamt Katrínu Ósk er lið Flensborgar skipað þeim Aroni Kristjáni Sigurjónssyni, Jóni Gunnari Vopnfjörð Ingólfssyni og Magna Sig-urðssyni.Mikil stemming var í Háskólabíói og ætlaði allt um koll að keyra þegar úrslitin voru tilkynnt. Gaflarinn fylgdist með úrslitunum og hægt er að sjá myndir frá úrslitakvöldinu á gaflari.is.

Hér má sjá sigurliðið ásamt skólameistara Flensborgarskóla. Frá hægri: Magnús Þorkelsson, Magni Sigurðsson, Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson, Aron Kristján Sigurjónsson og Katrín Ósk Ásgeirsdóttir.

Page 15: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 15

Þrír skólar fengu styrk úr SprotasjóðiFRÉTTIR Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningar-málaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015. Alls bárust 124 umsóknir til sjóðsins og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 259 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 37 verkefna að fjárhæð tæplega fimmtíu millj-ónir króna. Þrír skólar í Hafnarfirði fengu að þessu sinni styrk. Heilsuleikskólinn Hamravellir á Völlunum fékk tvær og hálfa milljón í styrk vegna verk-efnis sem ber yfirskriftina Í takt við tæknina? Efling læsis með notkun upplýsingatækni og spjaldtölva. Verkefnið hyggst leikskólinn vinna í samstarfi við fleiri leikskóla á höf-uðborgarsvæðinu. Hvaleyrarskóli fékk úthlutað 1.500.000 til þess að efla upplýs-ingalæsi og nám í gegnum leik í

Við erum klárir með Páskamatinn

Skrídagur 10-17Föstudagurinn langi lokaðLaugardagur 10-17Páskadagur lokaðAnnar í páskum lokað

skólastarfinu. Flensborgarskólinn fékk síðan úthlutað kr. 780.000 í nýtt sprotaverkefni sem heitir

Flensborgarskólinn var einn þriggja skóla sem fékk styrk úr Sprotasjóði.

Lestur til gagns og er hugmyndin að útfæra á næsta skólaári.Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir

leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þró-un og nýjungar í skólastarfi.

Page 16: Gaflari 3. tbl. 2014

16 - gaflari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Menntun? Sjúkraþjálfari og íþrótta-endurhæfir með BS í sálfræði.

Starf? Sjúkraþjálfari í Ásmegin sjúkraþjálfun.

Hvaða bók er á náttborðinu? Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl.

Eftirlætis kvikmyndin? Á enga eftirlætiskvikmynd, sá síðast nýju Prúðuleikaramyndina.

Play-listinn í ræktinni? Vatnsniður í lauginni.

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði? Vesturbærinn og hraunið.

Eftirlæstis maturinn? Íslenskar lambalundir.

Eftirlætis húsverkið? Þvotturinn og uppþvottavélin.

Ertu í einhverskonar félagi eða fé-lagsskap? Sundfélagi Hafnarfjarð-ar, Ermarsundsfélaginu.

Hver eru helstu áhugamál þín? Fjölskyldan og hreyfing.

Hvað gefur lífinu gildi? Að bæta sjálfan sig, ögra sér, setja sér mark-mið og ná þeim.

Hvað var það sem heillaði þig við Guðlaugu? Sögumaðurinn Guðlaug. Það er gaman að tala við hana og hún segir afskaplega skemmtilega frá. Svo er hún kærleiksrík.

Hvernig kynntust þið? Í sjúkra-þjálfunarnáminu.

Helsti kostur Guðlaugar? Hún er vaxandi persónuleiki sem er sífellt

að ögra sjálfri sér með nýjum áskor-unum.

Helsti galli Guðlaugar? Hefur yfir-leitt skoðun sem er 180° frá minni skoðun.

Deilið þið sömu stjórnmála-skoðun? Við fylgjumst að, en ég hef ekki eins sterkar skoðanir og hún.

Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Guðlaugu? Það voru leiðbeiningar um járnmixtúru fyrir son okkar.

KÍKT Í KAFFI Í tilefni þess að bæjarstjórnarkosningar eru á næsta leiti kíkir Gaflarinn að þessu sinni í kaffi til Kristins Magnússonar, betri helm-ings Guðlaugar Kristjánsdóttur, oddvita Bjartrar framtíðar, sem býður nú í fyrsta sinn fram í Hafnarfirði.

Kristinn Magnússon, maki Guðlaugar Kristjánsdóttur oddvita Bjartrar framtíðar

Hollráð Steinars

Þrátt fyrir tilheyrandi páskahret þá er engu að síður kominn tími á vorverkin og þau m.a. snúa að sáningu og for-ræktun jurta. Steinar Björg-vinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnar-fjarðar, gefur lesendum Gafl-arans góð ráð fyrir garðverkin.

Forspírun kartaflna: Til að tryggja sem besta uppskeru borgar sig að forspíra út-sæðiskartöflur áður en þær eru settar niður. 4-6 vikur eru hæfilegur spírunartími við um 10-15°C. Best er að forspíra kartöflur í góðri birtu t.d. í garðstofu eða bílskúrsglugga til að fá stuttar og þreknar spírur. Kartöflur eru látn-ar spíra í rimlakössum í ekki meira en 2-3 lögum.

Fjölgun trjáa og runna með trékenndum græðlingum: Hægt er að fjölga ýmsum tegundum trjáa og runna með trékenndum græðling-um, einnig nefndir vetrar-græðlingar. Helstu tegundir sem hægt er að fjölga svona eru: Alaskaösp, víðir, blátopp-ur, snjóber, runnamura, sólber, rifs og ígulrós. Græðlingarnir eru teknir á dvalartíma áður en brum opnast. Því eru síðustu forvöð að gera þetta núna. Græðlingarnir eru hafðir um 15-20 sm langir. Þeim er stung-ið í beð með góðri garðmold sem fyrst eða í potta inni í gróðurhúsi eða garðskála. Við stingum u.þ.b. 2/3 græðlings-ins ofan í jörðina þannig að 1/3 standi upp úr. Vökvið vel eftir stungu. Plönturnar eru venju-lega tilbúnar til umplöntunar 1-2 árum síðar.

Page 17: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 17

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Láru Rúnarsdóttur?Heimir Björns son skor aði á söng kon una Láru Rúnarsdóttur í síð ustu viku og tók hún áskoruninni vel. Lára tekur nú upp nýja plötu sem verður hennar fyrsta plata þar sem öll lögin eru flutt á ís-lensku. Lára er einnig að skrifa meist-ara rit gerð í kynja fræði við HÍ og er ný flutt í Hafnar fjörð.

Ég er að hlusta á gaml-ar vínyl plötur, þá sér-stak lega Patti Smith eftir að ég sá hana

syngja á dá sam legum tón leik um í síð asta mánuði og las bókina hennar

Bara börn. Ég er einnig búin að vera að hlusta á Fleed-wood Mac og eldri plötur Tori Amos. Síðan fer ég reglu-lega inn á síður eins og Nordic Play list og Pitch fork. Ég er einnig búin að vera á leið inni að stúd era nýjustu plötu St. Vincent sem heitir að ég held bara St.

Vincent.

Lára skorar hér með á eigin mann inn, Arnar Þór Gíslason,

trommu leikara og polla pönk ara með meiru.

Sundferð í einhverri af laugum bæjar ins. Hversu gott er að skella sér ein/n í sund, synda nokkrar

ferðir, spjalla í pottunum og tékka svo á gufunni. Endur nær andi fyrir líkama og sál. Nú eða fara með börnin eftir kvöld mat í laug ina og svo fara allir á nátt föt unum heim.

Fermingarveislum. Hvað er betra að gera á sunnu dög-um en að skella sér í góða ferm ing ar-

veislu og fagna því að ung menni stað-festi trú sína og við hin tökum þau í full orð inna tölu? Ferm ingar veislur eru líka kjörið tæki færi til að rækta fjöl-skyldu böndin og hitta gamlar frænkur. Og svo má ekki gleyma brauð tert unum, þær eru ekki á boð stóln um á hverjum degi, nema þá ef vera skyldi í góðri ferm ingar veislu og nú segja nýjustu rann sóknir líka að majónesið sé bara ekki eins óhollt og áður var talið.

Sólgleraugum enda ekki seinna vænna að fara að finna réttu sól gler augun fyrir sumarið. Eftir

að hafa kíkt í gler augna versl anir bæj-ar ins komst Gaflarinn að því að litir og speglar eru málið í sól gler augna-tísk unni í sumar. Hvort sem það er Gucci, Ray-Ban eða hvað þetta allt saman nú heitir þá er niður staðan sú sama, litir…

Veitingahúsum í Hafnar firði. Farið út að borða. Úr-val veit inga húsa í Hafnar firði hefur

aldrei verið meira en síðustu misseri og allir ættu að geta fundið eitt hvað við sitt hæfi. Til veran við Linnet stíg er eitt af þessu góðu leyndar málum sem við Hafn firð ingar eigum. Veitinga hús sem hefur verið starf rækt í fjölda ára, lítill heimils legur staður sem stend-ur allt af fyrir sínu og fisk urinn ætíð ljúffengur.

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Páll B. GuðmundssonLöggiltur fasteignasali

861 9300 - [email protected]

Vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta sem skilar þér árangri.

Lækjargata 34d - Hafnarfjörður - 519 5900FJÖRÐUR

Þarftu að selja? - Frítt söluverðmat

Page 18: Gaflari 3. tbl. 2014

18 - gaflari.is

ÍÞRÓTTIRAuglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuAuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuAuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuuuuuuuuuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuAuAuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAuAAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xx2x2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 555555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA99999999999993939939399999939999999933999999999999999999999993999399399399939993999999999393999999999339999999999999399999999999999939999999999999999999999999993999999999999999993393999999999999993999999993399999999339999999999999993999999339999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýsýýsýsýsýýýsssýsssssýsssssssssýssýssýsýsýsýssýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnniiiiinnnnnnnnnnnnnnnininiiniiiinnnnnnnnnnniiiiinnninnnniiiiiinnnnnnnnnniiiinnnnnnnniiiiinnnnnnniiiiiiinnnnnnnniiiiiininnnnnnniiiiiii ggggggggggggggggggggggggg ggggggggggggggggggggggggg g g g g ggggggggg gg ggggggggggg ggggggg gggggg ggggg gg ggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 55 555555 555555555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir er at-vinnumaður í körfubolta og hefur verið ein besta körfuboltakona Íslands undanfarin ár. Hún spilar með ungverska liðinu DVTK sem er staðsett í bænum Miskolc. Við spurðum Hel-enu hvernig stæði á að ung körfuboltakona úr Hafnarfirði ákveður að fara til Ungverjalands að spila körfubolta.„Ég er núna að klára tímabil með DVTK í bæn-um Miskolc sem er í um tveggja tíma keyrslu frá Búdapest. Þegar ég ákvað að færa mig um set í fyrra komu nokkur tilboð sem ég skoðaði vel og endaði síðan á að velja að koma hingað því mér leist best á það og fannst þetta henta mér best á þessum tímapunkti. Hér í Ungverja-landi eru fimm mjög sterk lið sem spila öll í Evrópukeppni þannig að deildin hérna er mjög sterk.“Helena er lykilmaður íslenska landsliðins og mun án efa vera það næstu árin áfram.

Íslenska kvennalandsliðið hefur lítið verið í umræðunni og er kannski ekki að furða því liðið hefur nánast verið í fríi síðustu tvö árin. Einu fréttirnar um landsliðið að undanförnu eru þær að þjálfaraskipti gengu í gegn og Ívar Ásgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka, var ráðinn til starfa. Hvernig líst Helenu á þess-ar þjálfarabreytingar og má búast við að sjá íslenska kvennalandsliðið spila eitthvað á næstunni? „Það hefur mikið verið talað um mismun í kvenna- og karlakörfunni undanfarið og landsliðið er engin undantekning. Við erum því miður með alveg gríðarlega fá verkefni á hverju ári og t.d. liðu tvö ár þar sem engin verkefni voru fyrir okkur stelpurnar. En í ár munum við taka þátt í Evrópukeppni í C-deild og fá Danmörku í heimsókn til að spila æfingaleiki. Við höfum mikið verið að

biðja um æfingaleiki og tökum við því fagnandi að það muni gerast í sumar, og hvað þá að fá að spila heima fyrir framan okkar fjölskyldur og yngri kyn-slóðir. Ívar hefur þjálfað okkur áður og hann veit því hvað hann er að fá í hendurnar. Verkefnið í sumar er full-kominn stökkpallur fyrir okkur, það er kominn tími til að við fáum alvöru tækifæri eins og strákarnir og það er því mikilvægt fyrir okkur að sýna hvað við getum og öðlast þá virðingu sem við eigum skilið.“ segir Helena.Ívar Ásgrímsson tekur við liðinu af Sverri Sverrissyni sem landsliðs-þjálfara og var það mjög umdeilt hvernig að því var staðið. Sverrir var með samning við liðið en áður en hans samningur lauk þá var farið að ræða við aðra þjálfara um að taka við.

Hvernig finnst Helenu KKÍ hafa komið fram í þessu máli og telur hún að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá Sverri að segja af sér í kjölfarið?„ Þetta var að sjálfsögðu mjög leiðin-legt mál hvernig það fór fram og í rauninni allt byggt á misskilningi sem fór fram í fjölmiðlum í stað þess vera tekist á um í lokuðu herbergi áður en það var gert opinbert. Við stelpurnar erum að vinna hart að því að öðlast virðingu til þess að fá fleiri möguleika og verkefni og því var þetta kannski ekki eitthvað sem hjálpar í þeim mál-um. En þetta gerðist og var reynt að hreinsa það upp eins og hægt var, Sverrir gerði sitt besta með okkur þessi tvö sumur og við erum þakklátar honum fyrir það.“ Sjá nánar á gaflari.is.

„Mikilvægt að sýna hvað við getum“

Page 19: Gaflari 3. tbl. 2014

gaflari.is - 19

Misjafnt gengi knattspyrnuliðanna frá HafnarfirðiFÓTBOLTI Meistaraflokkar karla og kvenna hjá Hafnarfjarðarliðunum taka nú þátt í Lengjubikarnum. Hjá körlunum er gengið ansi misjafnt og á meðan karlalið FH hafa verið nánast óstöðvandi í riðli 2 í A-deildinni þá sitja Haukarnir á botni riðils 3 í A-deildinni. FH-ingar sigruðu riðil sinn en þar unnu þeir 6 leiki og töpuðu einum. FH-ingar mæta því Keflvíkingum í 8-liða úrslit-um. Leikurinn hefst kl: 19:00 í kvöld. Haukarnir enduðu í síðasta sæti í sin-um riðli eftir að hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað fimm. Hauk-arnir fara því ekki áfram í úrslitakeppn-

ina og má búast við verðugu verkefni hjá Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Hauka, fyrir komandi tímabili.Þriðja liðið í Hafnarfirði sem vill oft gleymast er lið ÍH. ÍH er í þriðja sæti fimmta riðils C-deildarinnar í Lengju-bikarnum en þeir töpuðu síðasta leik sínum gegn liði Skínandi 5-4 í hörku leik.Í kvennaboltanum eru Haukastelpur í 2. sæti í riðli tvö í C-deild lengjubikarins. Haukastúlkur hafa spilað tvo leiki og unnið þá báða. Nýráðinn þjálfari liðsins Kristján Arnar Ingason hefur því byrjað sitt starfsár nokkuð vel. Hann mætti

með lið sitt gegn Grindavík í gær en blaðið var því miður komið í prentun áður en úrslit lágu fyrir. Næsti leikur hjá Haukum er föstudaginn 25. apríl þar sem liðið mætir nágrönnunum frá Álftanesi. Leikurinn hefst kl 20:00 á Schenkervellinum. Kvennalið FH sem er einnig með nýj-an þjálfara, Þórð Jensson, spilar í B-deildinni í Lengjubikarnum. Liðið er sem stendur í 3. sæti eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins fer fram í Árbæn-um gegn nýliðunum í úrvalsdeildinni. Leikurinn fer fram kl 19:00, þann 25. apríl.

HANDBOLTI Guðmundur Karlsson og Halldór Harri Kristjánsson, þjálfarar U20 ára landsliðs kvenna í hand-knattleik, tilkynntu í síðustu viku hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppni HM. Ísland mætir Úkraínu, Rúm-eníu og Slóveníu en leikirnir fara fram um páskahelgina hér á Íslandi. Þrír leikmenn koma frá Hafnarfirði en það eru þær Áróra Eir Pálsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir úr Haukum og FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir. Tvö efstu liðin í riðlinum munu tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fer fram í Króatíu í sumar.

KARFAN Haukastúlkur fóru í ferðalag á Snæfellsnes um þarsíðustu helgi þar sem þær kepptu þriðja leik sinn í einvíginu gegn Snæfell. Í fyrri leikjunum tveimur hafði Snæfell farið með sigur af hólmi og vantaði því aðeins einn sigur til að landa Íslands-meistaratitlinum. Því miður fyrir Haukastúlkur þá ákváðu Snæfellingar að spara gest-risnina og hirtu sigur í leiknum og þar með bikarinn. Lokatölur 69-62 Snæfelli í vil. Ákaflega súrt fyrir Haukastúlkur sem höfðu alla burði til að landa titlinum þetta árið og sópuðu meðal annars liði Keflavíkur í undanúrslitarimmunni. Þeirra hlutskipti í ár eru því annað sætið sem er samt sem áður mjög góður árangur. Liðið mun án efa koma tvíefldar til leiks á næsta ári og fara þá vonandi alla leið.

Þrjár konur frá Hafnar-firði í U20 ára landsliðiðinu.

Hauka-stúlkur misstu af titlinum

Haukar deilda-meistararHaukar tryggðu sér fyrsta sætið í Olís deild karla um daginn þegar liðið gerði jafntefli gegn Akureyri. Haukaliðið hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur og aðeins tapað 3 leikjum í vetur. Haukar munu því mæta liðinu sem lendir í fjórða sæti í undanúrslitum en þegar þetta er skrifað þá er ekki ljóst hverjir munu ná þriðja og fjórða sætinu. ÍBV hefur tryggt sér annað sætið en Fram, Valur og FH berjast um sætin tvö sem skila sér í undanúrslitin. Frekari fréttir um úrslitakeppnina má sjá á vef gaflari.is.

Page 20: Gaflari 3. tbl. 2014

20 - gaflari.is

Birna Berg Har-aldsdóttir handknattleikskonaBirna Berg Haraldsdóttir er gaflari

og handknattleikskona sem gekk til

liðs við Sävehof í Gautaborg fyrir síð-

asta tímabil. Birna hefur heldur betur

staðið sig vel í vetur og byrjaði sæns-

ku úrslitakeppnina á að skora fimm

mörk í sigurleik liðsins. Meiri líkur eru

á að Sävehof komist í undanúrslit í vor

en að heimsendir verði.

Birna er hlý og yndis-

leg dóttir og mann-

eskja. Hún er dugleg

og samviskusöm í öllu

sem hún tekur sér fyrir

hendur. Hún er góð fyrirmynd og vinur

vina sinna. Birna er með mjög sterka

réttlætiskennd og er heiðarleg fram í

fingurgóma.

Margrét Berg Theodórsdóttir,

móðir Birnu

Birna er frábær hand-

boltakona og hefur

skarað fram úr frá því

hún byrjaði. Hún æfir

eins og brjálæðingur enda finnst

henni ekkert skemmtilegra. Utan

vallar er Björninn algjör snillingur og

klárlega stuðboltinn í vinahópnum.

Hún kemur öllum í gott skap og það

er alltaf gaman að vera í kringum

hana. Það hefur verið erfitt að sjá

hana svona sjaldan eftir að hún flutti

til Svíþjóðar en Skype og landsliðsfrí

á Íslandi hafa komið okkur til bjargar.

Hildur Egilsdóttir, vinkona Birnu Dalshrauni 13 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2292Dalshrauni 13 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2292

HJÁLMUR ERHÖFUÐATRIÐI

Reiðhjólahjálmar í miklu úrvali!

Þýsk gæði í gegn

Davíð Örvar Ólafsson, íþróttafræðingur.„Helgin mín byrjar á þriðjudaginn og

stendur yfir í sjö daga. Ég ætla að byrja á að fara til Akureyrar með heitasta piparsveini Hafnarfjarðar, Sigurjóni Sigurðssyni, og þar ætl-um við að fara á skíði og gera vel við

okkur í mat og drykk. Planið er svo að koma heim í Fjörðinn á laugar-dag. Á páskadag ætla ég að sofa út, horfa á fótbolta og væntanlega býður mamma mér í lambalæri um kvöldið. Á mánudag fæ ég mér svo páskaegg með strákunum mínum með tilheyrandi teiknimyndaglápi og eftirréttum.“

Klara Hallgrímsdóttir, kennari og úti-vistarkona „Páskahelgin verður nokkuð hefð-

bundin hjá mér og ein-kennist af allskonar hreyfingu. Ef veðurspá leyfir er stefnan sett á Snæfellsjökul þar sem

ég ætla að renna mér á fjallaskíðum.

Þá býst ég við að taka allavega eina ferð á Helgafellið, hlaupa og hjóla í nágrenni Hafnarfjarðar og skella mér svo í sund á eftir. Svo þarf ég víst líka aðeins að vinna í Íslensku Ölpunum og auðvitað vonast ég líka eftir ljúfum stundum með fjölskyldu og vinum.“

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN