30
Gildi hluta Mikilvægi og merking í vestrænu nútíma samfélagi Gyða Lóa Ólafsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið

Gildi hluta - Skemman · mikilvæg og eigi þátt í því að skapa og móta einstaklinginn og sjálfsmynd hans (Miller, 2010). Það sem

  • Upload
    hatuong

  • View
    220

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Gildi hluta Mikilvægi og merking í vestrænu nútíma samfélagi

Gyða Lóa Ólafsdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði

Félagsvísindasvið

2

Gildi hluta Mikilvægi og merking í vestrænu nútíma samfélagi

Gyða Lóa Ólafsdóttir

Lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði

Leiðbeinandi: Sveinn Eggertsson

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2014

3

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í mannfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Gyða Lóa Ólafsdóttir 2014

300589-2359

Reykjavík, Ísland 2014

3

Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um efnislega hluti og gildi þeirra í vestrænu nútíma samfélagi. Hlutir

eru óumdeilanlega órjúfanlegur þáttur af daglegu lífs einstaklinga og hafa ýmiss konar áhrif,

langt út fyrir notagildi sitt. Fremur erfitt hefur reynst að skilgreina hluti á fræðilegan hátt.

Markast erfiðleikarnir helst af því að skilgreiningar á hlutum eru ólíkar eftir menningum og

einstaklingum. Birtingarmyndir hluta eru ólíkar eftir því í hvaða menningarsamhengi þeir eru.

Til þess að skilja raunverulegt gildi hluta, óháð hagrænu gildi þeirra, er nauðsynlegt að skoða

þau tengsl sem myndast á milli einstaklinga og þeirra hluta sem eru þeim kærastir. Í þeim

tengslum liggja táknrænar merkingar, tilfinningar og minningar sem tengja þá við

einstaklinga, staði og atburði. Gildið felst ekki í hlutnum sjálfum heldur í tengslunum. Því

sterkari og umfangsmeiri sem þau eru því merkingarþrungnara er gildi hlutarins. Fjallað

verður um nokkrar tegundir hluta; vörur, erfðagripi og hönnunarvöru, og hvað greinir þessa

flokka að. Í síðari hluta ritgerðinnar er heimilið í brennidepli. Hlutverk heimilisins sem

umgjörð utan um alla þá hluti sem einstaklingar sanka að sér í gegnum lífið og þýðing þeirra

innan ramma heimilisins, gagnvirk áhrif og tengsl á milli hluta og heimilis sem og áhrif þess á

einstaklinga tekin til umfjöllunnar.

4

Inngangur ........................................................................................................................................... 5

1 Helstu kenningar ......................................................................................................................... 6

1.1 Efnismenning ........................................................................................................................ 8

1.2 Efnisleiki .............................................................................................................................. 10

1.2.1 Sjálfsmynd .................................................................................................................... 11

2 Hlutir .......................................................................................................................................... 11

2.1 Vörur og erfðagripir ............................................................................................................. 18

2.2 Hönnunarvörur .................................................................................................................... 20

3 Heimilið ...................................................................................................................................... 21

Umræða og lokaorð ......................................................................................................................... 25

Heimildaskrá .................................................................................................................................... 27

5

Inngangur

Frá því ég man eftir mér hef ég haft allt að því óseðjandi áhuga á hlutum og heimilum. Sem

barn gat ég eytt tímunum saman í það að skoða fallega hluti, raða þeim upp og dást að þeim.

Á einhvern hátt heilluðu þeir mig meira en hefðbundin leikföng. Við lestur bóka velti ég því

fyrir mér tímunum saman hvernig híbýli aðalsöguhetjanna litu út og skapaði í huga mér

heimili sem endurspegluðu persónuleika þeirra. Velti fyrir mér hvernig hluti þær myndu eiga,

hverskonar húsgögn og sá heimili þeirra ljóslifandi fyrir mér. Með árunum hefur áhugi minn á

hlutum og heimilum aukist og ég stend mig oft að því að skapa í huga mér heimili fólks sem

ég hitti á förnum vegi eða les um í skáldsögum. Við upphaf náms í mannfræði hafði ég óljósa

hugmynd um að tengja saman brennandi áhuga minn á innanhússhönnun og hlutum við

mannfræðina í lokaverkefninu mínu. Það er eitthvað sem gerir hluti svo áhugaverða. Þeir eru

stór partur af tilverunni og hversdeginum, mun stærri en við gerum okkur grein fyrir, hjá því

er oft litið framhjá. Mér þótti sérstaklega áhugavert að skoða hluti með tilliti til vestræns og

kapítalísks nútíma samfélags. Óhjákvæmileg afleiðing hins gríðarlega áhuga míns á hlutum er

að ég á afskaplega mikið af allskonar hlutum sem ég hef sankað að mér. Þrátt fyrir að mér

þyki vænt um alla hlutina mína og tengi einstaklinga, staði, atburði og tilfinningar við þá, þá

er einn hlutur sem ber höfuð og herðar yfir hina þegar kemur að væntumþykju og

tilfinningatengslum. Hluturinn er spegill sem ég erfði eftir föðurömmu mína sem ég er skírð

eftir. Við vorum góðar vinkonur. Spegilinn færði afi minn henni eftir langa siglingu til

Þýskalands, en hann var skipstjóri allt sitt líf. Spegillinn er lítill, bakhlið hans er djúpblá og í

hana er grafið silfurlitað blóm og nafnið okkar: ,,Gyða”. Spegillinn sjálfur er farinn að láta

talsvert á sjá, í hann eru komin svört ský eins og gerist gjarnan með gamla spegla og í raun

þjónar hann því ekki upprunalegum tilgangi sínum lengur þar sem afar erfitt er að spegla sig í

honum. Gildi hans og virði felst ekki lengur í upprunalegu notagildi hans, heldur í þeim

tengslum sem binda mig við hann. Spegilinn stendur fyrir ömmu Lóu Gyðu og samband

okkar. Hann á alltaf sérstakan heiðursstað hvar þar sem ég kem mér fyrir.

Hlutir í öllum sínum óendanlega fjölbreytileika eru órjúfanlegur þáttur í lífi mannsins.

Raunar er nánast ómögulegt að hugsa sér lífið án þeirra. Í mannlegum samfélögum samtímans

koma hlutir við sögu á nánast öllum andartökum lífs okkar og langflestum athöfnum okkar,

hlutir eru svo miklu meira en bara verkfæri sem auðvelda okkur daglegar athafnir. Burtséð frá

notagildi sínu hafa þeir margvísleg og umfangsmikil áhrif á einstaklinga, meðal annars á

sjálfsmynd þeirra og þjóna sem tákn fyrir tilfinningar, minningar og mikilvæg sambönd við

ástvini. Þrátt fyrir þetta gætir ákveðinnar tregðu þegar kemur að því að viðurkenna áhrif hluta

6

og mikilvægi þeirra, það er eins konar tabú að viðurkenna að efnisleg fyrirbæri geti verið

mikilvæg og eigi þátt í því að skapa og móta einstaklinginn og sjálfsmynd hans (Miller,

2010). Það sem vekur áhuga minn eru tengslin sem myndast á milli einstaklinga og hlutanna

þeirra. Tengsl eins og þau sem eru á milli mín og bláa spegilsins frá ömmu. Hvernig hlutir

öðlast gildi vegna tengsla við einstaklinga, staði og tilfinningar. Hvernig verðlausir

fjöldaframleiddir hlutir geta orðið að dýrmætustu eigum okkar. Ekki vegna þess að þeir verða

metnir til fjárs heldur vegna táknrænna og óáþreifanlegra eiginleika sem í þeim felast. Þetta

sem er ekki beint hægt að henda reiður á en er samt á einhvern hátt svo raunverulegt og

þýðingarmikið.

Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þýðingu og gildi hluta í vestrænu nútíma

samfélagi, óháð þeirra hagræna gildi. Hvaða áhrif hafa þau tengsl sem myndast á milli

einstaklinga og hluta á gildi þeirra og hafa þau áhrif á sjálfsmynd (e. identity) eigenda sinna?

Nokkrir flokkar hluta verða skoðaðir og ólíkir eiginleikar og gildi þeirra borin saman. Í kjölfar

þeirrar umfjöllunar verður þýðing heimilisins skoðuð. Hvaða eiginleikar eru það sem gera hús

að heimili og hvaða þýðingu hafa hlutirnir sem við fyllum heimili okkar af? Síðast en ekki síst

hvaða áhrif hafa þessi tengsl á framleiðslu og neyslu á hlutum, hvernig við komum fram við

þá og notum þá. Áður en hægt verður að svara þessum spurningum er nauðsynlegt að fara yfir

sögu efnismenningar og efnisleika í mannfræði og leita svara við því hvað hlutir eru í raun og

veru.

1 Helstu kenningar

Franski mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss er af mörgum talinn faðir nútíma mannfræði.

Strúktúralisminn, hans frægasta kennistefna, umturnaði því hvernig fræðimenn hugsa um

heiminn og virkni félagskerfa samfélaga hans. Í strúktúralisma er meðal annars lögð áhersla á

að líta til sambandsins sem ríkir á milli hluta. Lévi-Strauss áleit að til þess að skilja hluti þyrfti

að horfa til tengslanna sem liggja á milli hluta, en ekki einblína eingöngu á hlutinn sjálfan

einan og einangraðan. Skilningur á því hvað hlutur er í raun og veru liggur að jafnmiklu leyti í

því að skilja hvað þeir eru ekki og hvað þeir eru. Það er því ekki síst í samanburði og

andstöðu við aðra hluti sem mögulegt er að skilja og skilgreina þá. Pierre Bourdieu notaðist

síðar við kenningar Lévi-Strauss við sköpun á sínum eigin kenningum. Bourdieu fjallaði um

hvernig einstaklingar verða að erkitýpum (e. stereotype) þess menningarsamfélags sem þeir

tilheyra, en þar átti Bourdieu við hvernig ákveðnir einstaklingar eru skilgreindir sem til dæmis

dæmigerðir Parísarbúar eða Reykvíkingar. Erkitýpur sem einstaklingar sem gera hlutina á

ákveðinn hátt og lifa lífi sínu á ákveðinn máta sem endurspegla það menningarsamfélag sem

7

þeir tilheyra. Bourdieu hélt því fram að það væru hlutirnir sem einstaklingar alast upp með

sem hefðu úrslitaáhrif á sköpun þessara erkitýpa, það að vakna á morgnana, borða

smjördeigshorn og skola því niður með kaffi með mjólk, má nefna sem dæmi. Samkvæmt

honum þá spretta hugmyndir og hugsanir einstaklinga og hópa út frá hlutunum sem skapa

umhverfið. Líkt og Lévi-Strauss fjallaði um að skoða yrði sambandið á milli hluta, frekar en

að einblína á hlutina sjálfa, þá vildi Bourdieu að sama skapi að hegðun einstaklinga og

hlutirnir sem þeir alast upp með væru skoðaðir sem tengdar einingar sem hefðu áhrif hver á

aðra. Lærdómsferli okkar hefst í barnæsku og frá fæðingu eru börn umkringd hlutum sem

skapaðir eru af manninum. Börn læra fljótt að nota ákveðna hluti í ákveðnum aðstæðum og

oft eru hlutirnir og notkun þeirra bundin þeim menningarheimi sem einstaklingar tilheyra. Í

vestrænum samfélögum læra flest börn að borða með hnífapörum en ekki prjónum sem dæmi,

það eru slík sambönd við hluti sem bundnir eru menningunni sem skapa þessar ákveðnu

menningarbundnu erkitýpur (Bourdieu, 1977, Lévi-Strauss, 1977 og Miller, 2010). Að mati

Bourdieu eru það því að mörgu leyti hlutirnir sem skapa manninn en ekki eingöngu maðurinn

sem skapar þá. Í eftirfarandi texta verður leitast við að beita fyrrnefndum hugmyndum Lévi-

Strauss og Bourdieu til þess að reyna að varpa ljósi á í hverju gildi hluta felst, hvernig tengslin

á milli einstaklinga og hluta verða til og eru uppbyggð. Ef að þýðing hluta er fólgin í

tengslunum sem ríkja á milli þeirra eins og Lévi-Strauss hélt fram, má draga þá ályktun að

hægt sé að draga samskonar lærdóm af því að skoða tengslin sem ríkja á milli einstaklinga og

hluta. Með því að leggja sérstaka áherslu á að skoða þau tengsl sem ríkja á milli einstaklings

og hlutar sem hefur djúpstæða merkingu fyrir einstaklinginn væri hægt að varpa ljósi á í

hverju raunverulegt og persónulegt gildi hluta felst.

Hlutir hafa til langs tíma vakið athygli mannfræðinga sem og fræðimanna innan

annarra fræðigreina (Appadurai, 1986). Í rannsóknum fornleifafræðinga eru manngerðir hlutir

mikilvægustu heimildir sem liggja fyrir um fortíðina og leggja fornleifafræðingar nú í auknum

mæli áherslu á einstaklinginn í rannsóknum sínum. Sú nálgun, að skoða manngerða hluti út

frá einstaklingum, opnar augu fornleifafræðinga fyrir hegðun og tilgangi ólíkra einstaklinga.

Með áherslu á líf og gjörðir eins einstaklings skapast ekki einhliða sýn á hegðun og tilgang

einstaka einstaklinga heldur er slík nálgun jafnframt talin virkja „raddir” annarra einstaklinga

og auðvelda þannig fræðimönnum að koma auga á þau tengsl sem ríkja á milli einstaklinga í

samfélaginu sem um ræðir (White, 2009). Þó þessari nálgun sé beitt í fornleifafræði við

rannsóknir á löngu horfnum samfélögum og einstaklingum þá tengist hún samt sem áður

efnismenningu (e. material culture) og rannsóknum hennar á hlutum og stöðu þeirra í

samfélögum nútíma manna. Í þeim rannsóknum efnismenningar sem leitast við að varpa ljósi

8

á gildi þýðingarmikilla hluta fyrir einstaklinga er nálgun af þessu tagi þekkingarskapandi. Það

að skoða hluti út frá einstaklingnum beinir einnig athyglinni að tengslunum sem ríkja

einstaklinga á milli sem oft á tíðum eru merkingarþrungin og persónuleg (Berry, 2009).

1.1 Efnismenning Þrátt fyrir fyrrnefndan áhuga fræðimanna á hlutum og stöðu þeirra í samfélögum þá verður

efnismenning innan mannfræðinnar ekki til fyrr en frekar seint í sögu fræðanna.

Rannsóknarefni efnismenningar eru efni sem öðrum sviðum mannfræðinnar fannst sér að

einhverju leyti óviðkomandi eða ósamboðin; það sem maðurinn skapar (Miller, 2010).

Rannsóknarefnin eru fjölbreytt og mýmörg. Sem dæmi má nefna rannsóknir sagnfræðinga á

texta þar sem þeir hafa nýtt sér nálganir efnismenningar. Áherslan er þá ekki einungis lögð á

eiginlegt innihald textans heldur ekki síður á hvernig textinn er settur upp, gæði pappírs,

sambandið á milli myndskreytinga og texta, stærð bóka og hvernig þær eru uppsettar. Með

slíkum rannsóknum spretta upp nýjar og spennandi spurningar. Spurningar um eigandann,

hvernig textinn var lesinn, af hverju bókin var keypt og hvernig hún var sýnd eða geymd.

Spurningar sem snúa í raun að því hvaða þýðingu hluturinn, í þessu tilfelli bók, hafði fyrir

eiganda sinn (Berry, 2009). Sjónarhornið sem skapast við slíka rannsóknarvinnu er spennandi

og varpar nýju ljósi á hlutina. Einstaklingurinn er áberandi og oft á tíðum eru hlutirnir

skoðaðir út frá honum en ekki einangraðir (White, 2009). Aftur verður áhrifa Lévi-Strauss og

Bourdieu vart, þau tengsl sem ríkja á milli einstaklinga og hluta eru að mörgu leyti uppspretta

þekkingarinnar. Kastljósi efnismenningar er ekki eingöngu beint að hlutum heldur er áherslan

ekki síður á það hvernig það eru hlutirnir sem skapa manninn, hver áhrif hluta eru á

sjálfsmynd einstaklinga og hvernig þeir bera vitni um svo mikið meira heldur en bara

notagildi sitt; persónulegar tengingar einstaklinga við staði, atburði, tilfinningar og aðra

einstaklinga (Miller, 2010).

Hugtakið efnismenning kom fram á tuttugustu öldinni í kjölfar rannsókna fornleifa-,

félags- og menningarmannfræði. Fræðasviðið hefur haldið áfram að vaxa og dafna og er í dag

kennt á flestum háskólastigum innan sviða fornleifa- og mannfræði um allan heim (Hicks,

2010). Innan fræðanna var rannsóknum efnismenningar lengi vel ekki tekið af mikilli alvöru,

það er að breytast og er þetta kjörsvið mannfræðinnar og hennar kenningarfræðilega framlag

er að sækja í sig veðrið og verður sífellt áhrifameira (Miller, 2010). Efnismenning spratt fram

sem svar við brennandi spurningum fornleifa- og mannfræði um sambandið á milli þess

félags- og menningarlega við hið efnislega. Sú efnismenning sem varð til þá þróaðist út frá

rannsóknum safnafræði (e. museology) á tækni og listsköpun svokallaðra ,,frumstæðra”

9

samfélaga seint á nítjándu öld. Efnismenning hefur aldrei náð að samlagast fullkomlega

fornleifa- eða mannfræði og er af þeim sökum af mörgum álitin vera kjörsvið. Í byrjun

tuttugustu aldar komu fram nýjar áherslur í mannfræði í svokölluðum vettvangsrannsóknum

og höfðu þessar nýju nálganir gífurleg áhrif á fræðin og breyttu þeim mikið. Þessar nýju

aðferðir báru einnig með sér nýtt upphaf í rannsóknum mannfræðinnar á manngerðum hlutum.

Mannfræðingar á borð við Bronislaw Malinowski og Alfred Radcliffe-Brown fóru á vettvang

og dvöldu þar í lengri tíma en tíðkast hafði fram til þessa. Þeir öfluðu gagna sjálfir í stað þess

að fara á söfn og rannsaka þá muni sem fyrir lágu, eða fá gögn frá öðrum aðilum eins og til

dæmis trúboðum eða ferðamönnum eins og gjarnan hafði verið gert. Þessi nýja nálgun breytti

sýn mannfræðinnar á hluti og hlutverk þeirra í félagsgerðinni. Í kjölfarið fóru augu

fræðimanna að opnast gagnvart stöðu og áhrifum hluta innan samfélaga, sem dæmi má nefna

margfræga greiningu Malinowski á Kula-hringnum (Hicks, 2010). Kula-hringurinn er flókið

skiptakerfi sem finnst í Nýju-Gíneu. Innan þess er flókin hringrás hluta þar sem einstaklingar

sigla langar vegalengdir með hluti sem þeir skipta á við aðra meðlimi hringsins. Hlutirnir, sem

í flestum tilfellum eru hálsmen og armbönd búin til úr skeljum og steinum, búa yfir miklu

táknrænu gildi og hafa margir hverjir verið í Kula-hringnum svo árum skiptir. Skiptin hafa

mikið félagslegt gildi og skapa og viðhalda sérstöku vinasambandi á milli þeirra einstaklinga

sem eru í skiptasambandi. Hlutirnir búa yfir miklu táknrænu gildi og einkennast samskipti

einstaklinganna af gagnkvæmni og hafa skiptin mikil áhrif á sjálfsmynd og félagslega stöðu

einstaklingana sem að skiptunum komu (Malinowski, 1922). Það er því deginum ljósara að

hlutir eru ekki bara hlutir án merkingar heldur hafa áhrif og virkni langt fyrir utan notagildi

sitt í samfélögum um allan heim.

Þrátt fyrir að tungumálið sé vel fallið til margs konar tjáningar og útskýringa þá getur

það einnig verið hamlandi og orð þess virst fátækleg til brúks í lýsingum og útskýringum á

upplifunum og hughrifum. Að útskýra merkingu, mikilvægi og áhrifum með einungis orðin að

vopni getur reynst þrautin þyngri. Rannsóknarefni efnismenningar snúa mörg að þess konar

fyrirbærum; fyrirbærum sem erfitt er að koma orðum að. Uppsprettu vandræðanna má að

hluta til finna í því að það er einfaldlega skrýtið að setja eitthvað sem er svo stór hluti af

hversdeginum og þarfnast venjulega ekki útskýringa skyndilega í orð og ætla að koma því til

skila á skiljanlegan máta (Tacchi, 1998). Í eftirfarandi máli verður þó gerð tilraun til að nota

hið skrifaða mál til þess að útskýra mikilvægi, merkingu, áhrif og tengsl hluta við

einstaklinga. Eins og síðar kemur fram hafa fræðimenn átt í stökustu vandræðum með að

skilgreina mörg þeirra lykilhugtaka sem efnismenning notast við. Mörg þeirra eru huglæg og

persónubundin, því getur verið erfitt að setja saman skýra skilgreiningu á þeim.

10

1.2 Efnisleiki Að skilgreina efnisleika innan félagsvísinda er ákveðnum vandkvæðum háð, ekki er hægt að

styðjast við neinar nákvæmar mælingar eða úttektir eins og oft er mögulegt í náttúruvísindum.

Í tilfelli félagsvísinda þarf að skoða og rannsaka efnisleika með tilliti til þess hvernig

einstaklingar umgangast hugmyndina um efnisleika í sínu daglega lífi. Með þess háttar nálgun

er mögulegt að komast nær einhvers konar sannleika um hvað efnisleiki er í raun og veru

(Miller, 2010). Forsenda þess að skilja efnisheiminn er fólgin í því að skilja úr hverju hann er

byggður (Ingold, 2007), hinum efnislegu hlutum. Eins og áður kom fram hefur efnisleiki og

það að vera upptekinn af hinum efnislega heimi sjaldan verið álitinn kostur. Það er meðal

annars undirliggjandi meginregla í flestum trúarbrögðum heimsins að það að vera efnislegur

og of upptekinn af hinum efnislega heimi sé eitthvað sem einstaklingar eiga að forðast eins og

heitan eldinn, sem dæmi má taka búddatrú, hindúatrú og kristni. Þessi lífsviðhorf eru

alltumlykjandi og rótgróin menningu samfélaga. Þegar eitthvað er ofið á slíkan hátt inn í

menningu hefur það óumflýjanlega áhrif á lífsviðhorf einstaklinga og sem þáttakendur í

hinum kapítalíska heimi, þar sem nánast ómögulegt er að gera annað en að taka þátt í þeirri

neysluhyggju sem ræður ríkjum, er afleiðingin oft á tíðum samviskubit yfir því að girnast

hluti og viðurkenna gildi þeirra. Gert er ráð fyrir að efnishyggja sé alltaf á kostnað þess

félagslega (Miller, 2010). Með hinu félagslega er átt við hin fjölbreyttu samskipti og sambönd

sem einstaklingur stofnar til á lífsleiðinni. Hlutir eru ekki álitnir vera ,,alvöru” og of mikil

tenging við þá á einhvern hátt talin skaða annarskonar samskipti sem eiga sér stað í

félagsheiminum. Kannski þetta viðhorf sé ein af ástæðum þess að efnismenning og hlutir áttu

í fyrstu erfitt uppdráttar innan mannfræðinnar?

Út frá umræðu um að efnislegir hlutir og það að kunna að meta þá sé eitthvað sem er

neikvætt og hafi jafnvel slæm áhrif á „gæði“ einstaklinga. Hverjar eru afleiðingar slíkra

viðhorfa í hinu stóra samhengi? Hægt væri að draga þá ályktun að ef einstaklingum finnst þeir

ekki hafa „leyfi“ til þess að meta hlutina sína að verðleikum og viðurkenna táknrænt gildi

þeirra, þá verði afleiðingin sú að einstaklingurinn kemur fremur fram við hluti líkt og honum

standi á sama um þá. Í stað þess að fara vel með hlutina, kunna að meta þá og þýðingu þeirra,

þá er frekar farið illa með þá. Óhjákvæmilegur fylgikvilli slíkra hugmynda hlýtur að valda

aukinni neyslu og vannýtingu. Ef við áttuðum okkur á mikilvægi hluta og metum þá að

verðleikum myndum við kannski hugsa betur um þá og neyta minna, henda minna og

endurnýta meira. Í því neyslusamfélagi sem við á Vesturlöndum búum mörg hver í hlýtur það

að teljast ákjósanlegt markmið.

11

1.2.1 Sjálfsmynd Skilgreining sjálfsmyndar og samsemdar (e. identity) hugtaksins hefur reynst mörgum

fræðimönnum innan hinna ýmsu fræðigreina fjötur um fót. Hægt er að finna margar

mismunandi skilgreiningar á hugtakinu (Berry, 2009). Ástæðan fyrir hinum fjölmörgu

skilgreiningum er sú að sjálfsmynd er ekki eitthvað eitt fyrirbæri, óbreytanlegt og algilt. Hún

er ekki eitthvað sem er eingöngu menningarlega staðsett í tíma og rúmi heldur er hún

skilgreind persónulega af einstaklingunum sjálfum. Persónuleg skilgreining einstaklings er

svo annaðhvort hafnað eða hún staðfest í samfélaginu sem hann er þátttakandi í. Sjálfsmynd

einstaklinga skarast á marga vegu og skilgreinir persónu hvort tveggja sem einstakling og

hluta af þeim hópum sem hún tilheyrir (White, 2009). Einstaklingar hafa margs konar

hugmyndir um sig sem þeir byggja sjálfsmynd sína á og er sjálfsmynd þeirra samtvinnuð

þeim aðstæðum sem þeir eru í og takast á við daglega, sem og þeim skilaboðum sem þeir fá úr

samfélaginu og frá fólkinu í kringum sig. Það eru hin gagnvirku áhrif hluta á sjálfsmynd

einstaklinga sem vekja forvitni og áhuga. En hvernig er samspili dauðra hluta við sjálfsmyndir

einstaklinga háttað, eru tengsl þar á milli? Sú hugmynd er á skjön við margar af þeim

grunnhugmyndum sem er að finna í samfélaginu, eins og hugmyndum sem oft byggjast á

aldagömlum hefðum og trúarbrögðum. Það er fremur ráðandi hugmynd að tengingar við og

áhersla á efnislega hluti sé eitthvað sem einstaklingar eigi eftir fremsta megni að forðast. Því

verður þó ekki neitað að efnislegir hlutir eru stór þáttur af lífi nútímamannsins, hjá þeim

verður ekki komist og áhrif þeirra á sjálfsmynd eru óneitanlega til staðar (Miller, 2010).

2 Hlutir

Staða hluta innan mannfræðinnar er og hefur verið flókin. Í langan tíma voru þeir ekki teknir

alvarlega og á einhvern hátt ekki álitnir fræðunum samboðnir, þrátt fyrir staðsetningu þeirra í

bakgrunni sem órjúfanlegur hluti af viðskipta- og gjafaskiptakerfum þeirra samfélaga sem

rannsóknir mannfræðinga snúa að, sem dæmi má nefna fyrrnefndan Kula-hring Malinowski

og gjafaskiptakenningu Marcel Mauss, sem báðar voru og hafa verið áhrifamiklar innan

fræðanna. Kannski má að hluta til rekja þetta til hugmynda um að efnisleiki sé á einhvern hátt

neikvæður og það að einblína um of á efnisleika og afurðir hans, hluti, geri fólk á einhvern

hátt minna ,,andlegt” eða ,,gott” (Miller, 2010). Gjafaskiptakenning Mauss varpar ljósi á

hvernig gagnkvæmni gjafaskipta stuðlar að og skapar sambönd á milli einstaklinga.

Gagnkvæmnin er lykilatriði, ef einstaklingur fær gjöf þá skapast alltaf krafa um endurgjald.

Tími er ekki lykilatriði þegar kemur að gagnkvæmni, það er hægt að endurgjalda gjöf dögum,

mánuðum eða jafnvel árum eftir að hún var gefin. Það sem skiptir máli er að gildi hennar sé

12

svipað gildi þeirrar gjafar sem gefin var. Slík gjafaskipti viðhalda samböndum á milli

einstaklinga og það að slíta slíkum gjafaskiptum er mjög táknrænt og hefur neikvæð áhrif á

samband gefanda og þiggjanda. Við í hinum vestræn heimi könnumst vel við slík gjafaskipti,

jólagjafir og afmælisgjafir má nefna sem dæmi. Gjafir öðlast oft gildi sitt út frá gefanda og

samtvinnast gildi þeirra oft því sambandi sem ríkir á milli þiggjanda og gefanda. Mauss hélt

því einnig fram að einstaklingar gefi gjafir fyrir sig og í raun og veru sé ekkert til sem heiti

óeigingjörn gjöf. Það er, gjöfin er alltaf gefin vegna þess að hún hefur jákvæð áhrif á ímynd

og persónu gefandans (Mauss, 1954/1970).

Önnur skýring á áhugaleysi fræðanna á hlutum gæti verið sú að þýðing og mikilvægi

þeirra í félags- og menningarlegu samhengi er einfaldlega of augljós. Það getur nefnilega oft á

tíðum reynst auðvelt að líta framhjá því sem er beint fyrir framan nefið á manni (Miller,

2010). Áður en hægt er að taka til við að svara spurningum á borð við hvað skapi og viðhaldi

gildi hluta og hverjar afleiðingarnar af því eru fyrir sjálfsmynd einstaklinga vakna aðrar og

aðkallandi spurningar. Svör við þeim eru eiginleg forsenda þess að hægt sé að fá svör við

fyrrnefndum spurningum. Hvað eru hlutir? Eru náttúruleg efni hlutir, eða verða þeir það

eingöngu þegar maðurinn er búinn að taka náttúruleg efni og umbreyta þeim á einhvern hátt?

Svör við þessum spurningum eru ekki jafn einföld og ætla mætti. Hvar og hvenær ætlum við

að draga línuna? Sum fyrirbæri eru augljóslega hlutir, eins og skrautmunir, húsgögn og tölvur.

En hvað með tölvupóst, flokkast hann sem hlutur? Náttúruleg og óáþreifanleg fyrirbæri eins

og stjörnurnar og tunglið? (Miller, 2010 og Ingold, 2007). Raunin er sú að nákvæm

skilgreining á hugtakinu hefur lengi valdið fræðimönnum vandræðum. Skilgreiningarleysið er

þó ekki tilkomið vegna skorts á tilraunum en fjölmargir fræðimenn hafa í gegnum tíðina gert

heiðarlegar tilraunir til þess að skapa nákvæma og lýsandi skilgreiningu fyrir hluti. En eins og

kom fram hér að ofan þá eru línurnar margar og loðnar. Af þeim sökum hefur reynst erfitt að

skapa hugtak sem gefur réttmæta og upplýsandi sýn af fyrirbærinu. Á afar einfaldan máta er

hægt að skilgreina hluti sem þá grundvallar einingu sem skapar efnisheiminn í heild. Það sem

veldur fræðimönnum vandræðum er á hversu gífurlega ólíkan hátt mismunandi

menningarheimar og einstaklingar skilgreina hluti. Efnisheimurinn er menningarlega

ákvarðaður í því menningarlega samhengi sem hann er í og því hefur fræðimönnum til þessa

reynst erfitt að skapa nákvæma skilgreiningu sem nær yfir birtingarmyndir hluta í öllum þeim

menningarsamfélögum sem rannsökuð hafa verið (Attfield, 2000). Er þá átt við að ólík

samfélög búa yfir ólíkum hugmyndum um hluti. Hugmyndirnar eru skapaðar í menningarsögu

samfélagsins og þar öðlast hlutir þátt af gildi sínu. Í raun má einnig tengja þetta við kenningu

Bourdieu um erkitýpur. Tilteknir hlutir öðlast ákveðna merkingu í menningu sinni. Merking

13

þeirra er staðfest í tíma og rúmi og verður á endanum að einhvers konar táknmynd fyrir

ákveðna menningu (Miller, 2010).

Til þess að skilja hluti er ekki nóg að horfa bara á hlutina sjálfa og ætla með því að

skilja virkni þeirra og áhrif heldur þarf að leita lengra. Til þess að öðlast skilning á hlutum

þarf að veita sambandinu sem ríkir á milli hluta og svo sambandinu sem ríkir á milli hluta og

einstaklinga athygli. Því það er einmitt í sambandinu og mótsögninni við aðra hluti sem þeir

öðlast þýðingu. Hlutir öðlast skilgreiningu út frá því sem þeir eru ekki, alveg jafn mikið og út

frá því sem þeir eru (Miller, 2010). Þarna gætir arfleiðar Lévi-Strauss og Bourdieu. Til þess

að flækja málin enn frekar þá eru tengslin á milli einstaklinga og hluta einnig byggð á

menningarlegu samhengi og sköpuð í því samfélagi sem við á hverju sinni, þau eru þó ekki

eingöngu byggð í menningarlegu samhengi heldur ekki síður í persónulegu sambandi

einstaklinga við hluti (Hoskins, 2006). Í rannsóknum efnismenningar er lögð áhersla á að

skoða hluti sem skipta fólk máli og komast að því af hverju þeir skipta fólk máli, hvaða

eiginleikar það eru sem fá ákveðna hluti til þess að skipta máli. En að sama skapi og það hefur

reynst erfitt að skilgreina hluti þá hefur einnig reynst erfitt að skilgreina hvaða eiginleiki það

er „að skipta máli“ og hvernig hægt er að koma orðum að honum. Í rannsóknum

efnismenningar hafa margs konar tilraunir til þess verið gerðar (Miller 1998). Það þarf þó

engan mannfræðing til þess að komast að því að það ríkir ekki alltaf samræmi á milli þess

sem fólk segir og þess sem það svo gerir eða álítur, eins og Malinowski rak sig á

(Malinowski, 1922).

Í tilfelli efnismenningar þá hafa rannsakendur rekið sig á að samræmi virðist ekki ríkja

á milli þeirra hluta sem einstaklingar segja að skipti sig mestu máli og svo þeirra sem þeir

veita mesta athygli og virðast, frá sjónarhorni rannsakandans, því skipta einstaklingana mestu

máli. Það sem sem flækir þetta enn frekar í tilfelli efnismenningar er svo sú augljósa

staðreynd að hluti viðfanga er mállaus og staðreyndin virðist oftar en ekki vera sú að þeir

hlutir sem skipta hvað mestu máli í félagslegu samhengi eru þeir hlutir sem við fyrstu sýn

virðast smávægilegir og skipta ekki neinu máli. Því minna meðvituð sem við erum um hlutina

því meiri áhrif hafa þeir á okkur og upplifanir okkar. Þeir skapa ákveðið andrúmsloft og

ákveðna hegðun. Það er því fremur hæpið að ætla að notast við rannsóknarsnið hefðbundinnar

mannfræði í rannsóknum á efnismenningu og einhverja aðra leið þarf að finna (Miller, 1998).

Flestir virðast þó sammála um að eiginleikinn sem veitir hlutum þýðingu sé að finna í

tengslunum sem Lévi-Strauss og Bourdieu var svo tíðrætt um. Tengslin eru fjölbreytt og

persónubundin, sem útskýrir af hverju erfitt hefur verið að kortleggja þau á skýran hátt, þau

geta verið við einstaklinga, staði, ákveðna stund eða minningu. Hlutir hafa ekki einungis

14

ákveðið hlutverk sem er beintengt virkni þeirra, þess sem þeir eru skapaðir til að gera, heldur

eru þeir oft táknræn miðja heimilisins og vekja upp minningar hjá eigendum sínum sem gerir

þá mikilvæga. Það er svo í kringum þessa hluti, sem oft hafa verið fluttir á milli staða

margsinnis, sem heimilið er endurbyggt eða skapað á táknrænan hátt. Gildi hluta getur

markast af sambandi þeirra við þá atburði sem eru hluti af manneskjunni. En hlutir öðlast líka

gildi á öðrum forsendum (Marcoux, 2001). Leiðin sem leitað er að gæti því legið í því að

skoða einmitt þessi tengsl. Þegar einstaklingar og fjölskyldur flytja búferlum fæst tækifæri til

þess að velja hvaða hlutir eru teknir meðferðis. Einstaklingar fá með flutningum tækifæri til

þess að endurskrifa persónulega sögu og ritskoða þá hluti sem fá að flytjast með. Ef þess er

þörf þá skapast þar tækifæri til þess að vinna í og bæta hvernig einstaklingar kynna sig og sína

sögu fyrir sjálfum sér og öðrum í samræmi við hvernig þeir sjá sjálfa sig (Miller, 2010). Börn

læra um hluti, virkni þeirra og gildi í gegnum margar ólíkar upplifanir. Þau læra af reynslunni

og byrja fljótt að aðgreina hluti út frá ýmiss konar ólíkum eiginleikum eins og þyngd,

þéttleika, áferð og hitaleiðslu. Snemma læra þau að þó svo að hlutir eigi það sameiginlegt að

vera til dæmis kúlulaga þá þýðir það samt ekki að þeir séu eins á alla aðra vegu. Þessa

aðgreiningu læra þau í gegnum upplifanir, þegar börn og fullorðnir horfa á tvo kúlulaga hluti

þá upplifa þau ekki bara lögun þeirra heldur upplifa þau og skynja margs konar ólíka

eiginleika hlutanna sem aðgreina þá hvern frá öðrum, þrátt fyrir að þeir búi yfir sömu

rúmfræðilegu lögun. Aðgreining þessara eiginleika er lærð og hún lærist með því að prufa og

snerta; með því að upplifa (Rasmussen, 1962).

Einn þeirra þátta sem gerir hluti eins flókna og raun ber vitni er fólginn í því að gildi

þeirra er háð einstaklingnum og hans persónubundnu upplifunum. Þegar hlutir eru upplifaðir í

fyrsta skipti eru þeir endurskapaðir á ákveðinn hátt og svo er lesið í þá á upplifun og hluturinn

„skilinn“ út frá henni. Með endursköpun er átt við hvernig þýðing hlutarins er endursköpuð í

huga einstaklingsins. Þessi endursköpun er sameiginleg upplifun allra en afurð hennar er

persónubundin. Áhrif hluta á einstaklinga og hvernig þeir upplifa þá eru meðal annars bundin

fortíð þeirra, augnablikinu og jafnvel því dagsformi sem viðkomandi er í þá stundina. Þó er

auðvitað um einhverja sameiginlega þætti að ræða, einstaklingar sem alist hafa upp í sama eða

svipuðum menningarheimi tengja kannski á svipaðan hátt við ákveðna hluti. Það er það sem

auglýsinga- og markaðsfólk hefur reynt að ná fullkomnum tökum á; að finna þessa hluti og fá

fólk til þess að upplifa þá á ákveðinn hátt og þar með selja þeim tiltekna vöru. Menningin

hefur mótandi áhrif á smekk og hvernig einstaklingar upplifa sig í gegnum þá hluti sem fylla

líf þeirra (Rasmussen, 1962). Það eru þessar menningarbundnu upplifanir einstaklinga af

hlutum sem eiga þátt í því að skapa erkitýpur eins og þær sem Bourdieu fjallaði um (Miller,

15

2010). Sem dæmi um menningarmótaðan smekk má nefna söluvörur sænska húsgagnarisans

IKEA. Fyrirtækið heldur utan um lista yfir 100 mest seldu vörur sínar. Slíkt utanumhald er í

raun ekki frásögu færandi nema fyrir utan þær sakir að topplistinn er nánast hinn sami í þeim

24 löndum þar sem verslanir keðjunnar eru starfandi (Shove, 1999). Smekkur er vissulega

menningarlega skapaður, en út frá þessu dæmi má draga þá ályktun að internet- og

hnattvæðing heimsins geri það að völdum að umfang þessa menningarlega mótaða smekks

verði sífellt minna. Áhrif markaðssetningar og auglýsinga eru gífurleg og virðast bara að vera

að aukast. Áhrif þessara fyrirbæra gætu að einhverju leyti verið ábyrg fyrir þessum líkindum

topplista IKEA þvert á samfélög og menningar. Líkurnar á að víðtæki þessara áhrifa fari

minnkandi eru litlar og því verður áhugavert að fylgjast með áframhaldandi þróun og

afleiðinga þeirra, til dæmis með því að skoða listann yfir 100 mest seldu vörur IKEA á milli

ára.

Í þeim samfélögum sem á Vesturlöndum eru oft kölluð frumstæð er náttúrulegum og

dauðum hlutum oft gefið líf og persónuleiki. Tré, fjöll og ár eru álitin búa yfir lifandi anda

sem hægt er að eiga í einhvers konar samskiptum og sambandi við. Skurðgoðum og styttum

eru oft á tíðnum gefnir sömu eiginleikar. Íbúar hins vestræna heims, henda stundum gaman að

þessu og finnst fjarstæðukennt að hugsa til þess að dauðir hlutir geti búið yfir anda eða

persónuleika. Hins vegar þarf ekki að leita langt til að sjá að persónugerð sambönd við dauða

hluti tíðkast líka í vestrænu nútíma samfélagi. Hlutir í vestrænum samfélögum eru oft álitnir

búa yfir einhverjum mannlegum eiginleikum eða sérstökum persónuleika og litið á þá nánast

eins og gamla vini og félaga (Rassmussen,1962). Á sama hátt geta manneskjur líka verið

afmennskaðar (e. dehumanized) og gildi þeirra gert svipað og gildi hluta og komið fram við

þær á sama hátt og hluti. Slík afmennskun og hlutgerving á sér til dæmis stað gagnvart

þrælum og jafnvel innflytjendum (Hoskins, 2006). Hlutir geta haft margvísleg áhrif á huga

okkar og vakið upp mismunandi hughrif sem við tengjum svo ólíkar tilfinningar og

hugmyndir við út frá sögu hlutarins og hvernig við höfum í gegnum tíðina séð notkun hans

háttað (Rassmussen, 1962). Flestir kannast við einstakling sem talar um og við bílinn sinn líkt

og um sé að ræða einstakling af holdi og blóði með þarfir og venjur. Hlutir hafa líka áhrif á

minningar okkar og hvernig við heiðrum minningu hinna látnu. Hluti af persónu þess látna er

yfirfærður á þá muni sem haldið er eftir og tilhugsunin um að losa sig við þá verður óbærileg

einungis vegna þess hlutirnir tilheyrðu einhverjum sem var okkur kær (Attfield, 2000).

Maðurinn hefur tilhneigingu til þess að lesa tilfinningaviðbrögð út úr heiminum í kringum sig,

jafnvel hlutum. Maðurinn er félagsvera sem þráir að eiga í samskiptum. Náttúra þeirra

gagnvirku samskipta sem við eigum í byggir á getu okkar til að skilja skap hvers annars upp

16

að því marki sem mögulegt er. Eins og við lesum í hegðun, svipbrigði og hreyfingar

samferðamanna okkar og drögum út frá því ályktanir um skoðanir og tilfinningar þeirra eigum

við oft á tíðum í svipuðum „samskiptum“ við hluti. Að einhverju leyti eru þessi viðbrögð

ósjálfráð og að einhverju leyti eiga þau uppruna sinn í hlutgervingu hluta sem eiga rætur að

rekja í menningu okkar. Dauðir hlutir búa augljóslega ekki yfir neinni getu til þess að eiga í

samskiptum, samt sem áður er þeim oft kennt um þegar illa gengur eða hrósað þegar vel

gengur. Hver hefur ekki átt í slæmum „samskiptum“ við tölvuna sína, orðið gramt í geði þegar

hún gerir ekki það sem ætlast er til? En við hvern er í raun og veru að sakast, hinn dauða hlut

eða einstaklinginn sjálfan sem beitir hlutnum ekki á réttan hátt? (Norman, 2004). Gildi hluta

er, eins og áður sagði, tilkomið af ólíkum ástæðum, margir hlutir öðlast gildi einfaldlega

vegna aldurs og lengdar þess tíma sem þeir hafa verið í eigu einstaklinga eða fjölskyldna

(Marcoux, 2001). Aldur hluta og sá tími sem þeir hafa verið í eigu einstaklinga og fjölskyldna

virðist því vera veigamikill þáttur í að gera þá þýðingarmeiri, en það er ekki algilt, fleiri atriði

geta aukið gildi hluta. Það er tilkomið af því að fleiri minningar tengjast hlutunum

óhjákvæmilega og verða þeir því gildishlaðnari og þýðingarmeiri í kjölfarið. Erfðagripir eru

gott dæmi um slíka hluti, þeir hafa oft á tíðum fylgt fjölskyldum um áraraðir og þeim fylgja

margar minningar. Hlutir með slíkt gildi verða oft að óframseljanlegum hlutum (e. inalienable

possessions), persónu- og tilfinningalegt gildi þeirra hefur vaxið svo mikið í gegnum árin að

þeir eru af eigendum sínum álitnir ómetanlegir. Það þarf þó ekki að þýða að þeir séu

ómetanlegir á efnahagslegan máta, heldur eru þeir frekar ómetanlegir vegna þeirra tilfinninga,

minninga og áhrifa sem þeir hafa á sjálfsmynd eigenda sinna (Weiner, 1992). Hugmyndir um

að ákveðnir hlutir búi yfir einhverskonar ósviknum (e. authentic) eiginleikum hefur einnig

áhrif á gildismat þeirra, það er samt sem áður ekki náttúrulegur eiginleiki hluta heldur

menningarleg smíð. Hið ósvikna gildi felst í hugmyndum um að hluturinn sé á einhvern hátt

upprunalegur og sprottinn frá raunverulegri rót (Jones, 2010). Oft getur verið erfitt að festa

fingur á í hverju nákvæmlega þetta ósvikna gildi felst, það felst ekki beinlínis í hlutnum

sjálfum heldur frekar í tengslunum á milli hlutarinns og hönnuðar hans (Spooner, 1986).

Hlutir sem geta búið yfir slíku gildi eru meðal annars hönnunarvara og erfðagripir en nánar

verður farið í slíkar tegundir hluta í næsu köflum.

Í gegnum líftíma einstaklings er stöðugt flæði einstaklinga. Sumir þessara einstaklinga

marka stór spor, skilja mikið eftir sig og staldra lengi við. Tengsl við þá eru djúpstæð á máta

sem oft reynist erfitt að koma orðum að. Sumir skilja ekkert eftir sig og stoppa stutt, en það

þarf ekki að endurspegla þá manneskju á neinn sérstakan hátt, að hún sé endilega svona eða

hinsegin. Marcus álítur að það sama eigi sér stað í tengingum við hluti. Hlutir koma og fara úr

17

lífi okkar, sumir staldra stutt við, aðrir lengi, sumir að eilífu og haldast jafnvel í fjölskyldum í

marga áratugi. Einstaklingurinn velur, í sumum tilfellum á ómeðvitaðan hátt, hvaða hlutum

hann veitir athygli og fjárfestir tilfinningar sínar í þeim. Hlutir geta því spilað ákveðið

hlutverk í ómeðvituðu sjálfsköpunarferli einstaklingsins sem tekur allt lífið þar sem

einstaklingar eru sífellt að endurskapa og breyta sjálfsmynd sinni. Mikilvægt fólk í lífi

einstaklinga er oft ákveðin framlenging á sjálfi þeirra, hlutir sem tengjast þessum mikilvægu

einstaklingum verða því sérstaklega þýðingarmiklir (Marcus, 2006).

Í kjölfar iðnvæðingarinnar urðu ýmsar veigamiklar breytingar á samfélögum.

Breytingar á félagslífinu voru miklar og áþreifanlegar en þær breytingar sem vekja mestan

áhuga á sviði efnismenningar eru þær breytingar sem virðast hafa orðið á því hvernig

einstaklingar tengdust efnislegum vörum sem framleiddar voru á iðnvæddan máta.

Fjöldaframleiddir hlutir urðu hluti af veruleikanum og skyndilega varð auðveldara að eignast

ýmiss konar hluti. Hlutirnir sem fylla og skapa heimilið eru í dag oft samansafn af

fjöldaframleiddum hlutum. Það eru því í raun ekki hlutirnir sjálfir sem eru sérstakir og þess

vegna þýðingarmiklir heldur eru það samböndin við hlutina sem eru mikilvæg í samræmi við

sjálfsmynd eigenda sinna (Chevalier, 1999). Gildi hluta er ekki stöðugt heldur umbreytanlegt.

Gildi þeirra breytist í gegnum tíma, hvernig þeir ganga manna á milli og færast á þann hátt á

milli í hinu félagslega samhengi (Tilley, 2006). Með öðrum orðum þá hefur félagslegur

raunveruleiki einstaklinga áhrif á þýðingu og gildi hluta. Þegar eitthvað stórvægilegt í lífinu

kemur upp á, dauðsfall eða skilnaður til dæmis, þá getur gildi hlutanna umbreyst. Hlutirnir í

lífi okkar eru meira en bara efnislegar eignir, þeir hlutir sem skipta einstaklinga mestu máli

þurfa ekki að vera dýrustu, vönduðustu eða fallegustu hlutirnir í eigu þeirra. Þeir geta vel

verið ódýrt glingur, slitin húsgögn, ljósmyndir eða bækur sem eru ræfilslegar, snjáðar og

skítugar. Gildið er ekki fólgið í verði. Uppáhaldshlutur einstaklinga er tákn, stendur fyrir

minningar og býr yfir sögu, minningum og einhverju sem tengir einstaklinginn persónulega

við hlutinn (Norman, 2004). Slík tengsl verða ekki til í framleiðslu hlutarins heldur eru þær

persónubundnar og verða til á ómeðvitaðan hátt á milli einstaklinga og hluta. Því skiptir ekki

alltaf máli hvort um er að ræða fjöldaframleidda afurð iðnvæðingarinnar eða fágætan og

fjörgamlan grip. Í augum eigenda sinna getur gildi hins fjöldaframleidda hlutar vegið þyngra.

Það er algeng tilhneiging að stilla tilfinningum og vitsmunum upp hvoru á móti öðru.

Tilfinningar eru í þessu samhengi álitnar dýrslegar og órökréttar en vitsmunir mannlegir og

rökréttir. Andstæðurnar eru afurð langrar vitsmunalegrar hefðar sem stærir sig af rökréttum og

skynsamlegum rökleiðslum og eru tilfinningar ekki taldar eiga heima í kurteisu og fáguðu

samfélagi mannanna. Þær eru hluti dýrslegs uppruna okkar, eitthvað sem við þurfum að kunna

18

að hafa stjórn á. Norman (2004) álítur þessar fullyrðingar ekki eiga við nein raunveruleg rök

að styðjast. Tilfinningar eru órjúfanlegur og nauðsynlegur hluti af vitsmunum, allt sem við

gerum og hugsum er tengt þeim í undirmeðvitund okkar. Þær eru leiðbeinandi og breyta því

hvernig við hugsum. Það virðist kannski fjarstæðukennt að ætla að setja umræðu um

tilfinningar og vitsmuni í samhengi við hluti og gildi þeirra en sannleikurinn er sá að þetta er

nátengt. Hlutir hafa ekkert sérstaklega þýðingarmikið gildi ef þeir eru ekki tengdir

tilfinningum okkar. Hlutir geta virkað fullkomlega en það er samt eitthvað sem vantar. Það

eru tilfinningatengslin sem mynduð eru við hluti sem gera þá einhvers virði, fá þá til að skipta

máli. Áherslan er því ekki á hlutinn heldur á tengslin á milli hlutarins og einstaklingsins, þar

liggur hið raunverulega gildi þeirra (Norman, 2004). Þessi umræða kallast á við fyrri umræðu

um kenningar Lévi-Strauss og Bourdieu þess efnis að gildi liggi í tengslum milli hluta og

einstaklinga en ekki innan þeirra.

Innan hluta er að gæta ákveðins stigveldis – þar er að finna ólíka flokka. Í eftirfarandi

köflum verður farið nánar í nokkra þessara flokka; vörur, erfðagripi og hönnunarvöru. Þeir

flokkar voru valdir þar sem andstæðurnar á milli þeirra eru miklar og varpar frekari greining á

gildi þeirra og þýðingu því skýrara ljósi á í hverju gildi hluta felst.

2.1 Vörur og erfðagripir Vörur eru á einfaldan hátt skilgreindar sem hlutir sem búa yfir hagrænu gildi. Samkvæmt

skilgreiningu Georg Simmel er hagrænt gildi ekki meðfæddur eiginleiki hluta, heldur eitthvað

sem hlutir öðlast. Vörur eru ekki eitthvað sem einskorðast við vestræn kapítalísk samfélög

heldur finnast út um allan heim í margs konar ólíkum menningarheimum (Appadurai, 1986).

Sami hlutur getur jafnvel verið vara á einhverjum ákveðnum tímapunkti en eitthvað annað á

öðrum tímapunkti, eins og til dæmis gjafir. Þó svo að hlutur sé álitin vara af einum

einstaklingi þýðir það samt sem áður ekki að hann sé álitinn vara af öllum öðrum

einstaklingum. Allir hlutir geta því í raun verið vörur á ákveðnum tímapunkti, en hlutir þurfa

ekki að vera vörur alltaf og það er hægt að afvöruvæða hluti, til dæmis með því að kaupa þá.

Vara er hlutur með ákveðið notagildi sem hægt er að skipta út fyrir einhvern annan hlut sem

hefur, samkvæmt þeim sem að skiptunum kemur, sambærilegt gildi (Kopytoff, 1986). Vörur

eru hlutir sem auðvelt er að losa sig við, þeim fylgir í flestum tilfellum ekki partur af

sjálfsmynd eigenda sinna, eins og óframseljanlegir hlutir gera og því er auðveldara að selja

þær eða skipta á þeim. Erfðagripir eru gripir sem gengið hafa mann fram af manni í

fjölskyldum og erfast oft á milli kynslóða við dauðsföll (Weiner, 1992). Erfðagripir eru

tengdir minningum og sögum og verða því mjög táknrænir og þýðingarmiklir fyrir þá sem þá

19

eiga eða hafa umsjón með þeim. Þeir eru hafðir inná heimilinu þó þeir passi ekki endilega við

stíl heimilisins og um þá er gengið af virðingu (Chevalier, 1999). Annette B. Weiner setti

fram í bókinni Inalienable Possessions: The Paradox of Keeping-While-Giving kenningu um

svokallaða óframseljanlega hluti eftir rannsóknir sínar á samfélögum í Pólýnesíu og Papúa

Nýju-Gíneu. Óframseljanlegir hlutir eru hlutir sem eiga í sterkum tengslum við eigendur eða

umsjónarmenn sína og mynda hluta af sjálfsmynd þeirra. Umsjónarmenn í þeim skilningi að í

sumum tilfellum er ekki litið svo á að hægt sé að eiga erfðagripinn heldur gengur hann mann

fram af manni og einstaklingar hafa einfaldlega umsjón með gripnum þar til næsta kynslóð

tekur við. Slíkir hlutir hafa oft verið í eigu fjölskyldna kynslóð fram af kynslóð og „drukkið” í

sig sögu fjölskyldna og eiginleika fyrrum eigenda. Af þessum sökum er mjög erfitt og jafnvel

nánast ómögulegt að selja eða skipta á slíkum hlut (Weiner, 1992). Líkt og áður var tekið

fram er einnig um að ræða einhverskonar hugmynd um ósvikna eiginleika hluta, að þeir séu

,,alvöru” og upprunalegir. Í slíkum tilfellum virðist tími oft skipa veigamikinn þátt í því að

auka hið ósvikna gildi hlutanna. Það er líkt og þessi ósvikni upprunaleiki hlaðist í lögum á

hluti eftir því sem þeir verða eldri (Jones, 2010). Í tilfelli erfðagripa er þetta óvéfengjalegt,

þeir eru oft á tíðum álitnir verðmætari eftir því eldri sem þeir eru (Curasi, Price og Arnould,

2004). Þarna er um skýran greinamun að ræða á milli flokka hluta, vörur og gjafir eru hlutir

sem auðvelt er að selja eða gefa, það er jafnvel tilgangur þeirra (Kopytoff, 1986). Þó geta

komið upp aðstæður þar sem nauðsynlegt er að selja slíka óframseljanlega hluti en ekki er

hægt að réttlæta slíka sölu nema í alvarlegum aðstæðum þar sem mikið er í húfi og eina

lausnin í sjónmáli er sala á erfðagipnum. Til dæmis aðstæður þar sem líf og velferð

fjölskyldunnar eru að veði (Curasi o.fl., 2004). Að tapa óframseljanlegum hlut hefur neikvæð

áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og hópsins sem hluturinn tilheyrir. Hinn óframseljanlegi hlutur

stendur fyrir og táknar einhverja ákveðna eiginleika þess hóps sem hann tilheyrir, skapar

ákveðna samsemd. Gildi óframseljanlegra hluta felst því í miklu meira heldur en bara

efnislegum gæðum hans, gildið felst í þessum tengslum. Virðið sem bundið er í hlutum af

þessari tegund er ekki endilega af efnahagslegum toga, það er mun frekar félagslegt og

pólitískt. Það er því ekki skiptigildið sem vegur þyngst, þó þeir geti vissulega verið verðmætir

í efnahagslegum skilningi (Weiner, 1992). Þetta rennir enn frekari stoðum undir að gildi hluta

felist ekki eingöngu í hlutnum sjálfum heldur í tengslunum sem ríkja á milli einstaklinga og

hluta. Það er því ekki bara hægt að skilja hluti betur með því að skoða tengslin á milli þeirra

eins og Lévi-Strauss hélt fram, heldur fæst útskýring á gildum hluta einnig með því að skoða

þessi tengsl.

20

2.2 Hönnunarvörur Í flestum tilfellum hefur einstaklingur enga stjórn á því hvernig sá hlutur sem hann kaupir úti í

búð eða á netinu lítur út. Á bakvið hvern hlut er ákveðið hönnunarferli og hönnuður, ákveðinn

einstaklingur sem hefur fengið hugmynd að hlut sem verður síðan að vöru. Í hönnunarferlinu

þarf að huga að mörgu, val á efnivið, framleiðsluaðferð, markaðssetningu og ganga þarf úr

skugga um að varan verði nothæf og virki sem skyldi. Þrátt fyrir alla þessa þætti sem lúta að

stjórn hönnuðar og þess fyrirtækis sem hann starfar hjá þá situr einstaklingurinn, neytandinn

sjálfur, við stjórnvölinn þegar kemur að því að velja hlutina og hvar, hvenær og hvernig þeir

eru notaðir. Þegar einstaklingur stjórnar og mótar sitt nánasta umhverfi eftir eigin höfði hefur

hann að vissu leyti tekið sæti hönnuðar. Einstaklingurinn og neytandinn velur hvaða hluti

hann vill eiga og hafa í kringum sig. Það eru þessar persónulegu uppraðanir og breytingar á

hlutum og híbýlum sem umbreyta nafnlausum, hversdagslegum hlutum og ópersónulegum

rýmum í persónulega hluti og rými (Norman, 2004). Hönnunarvöru er erfitt að skilja og

skilgreina því allir hlutir eru hannaðir af einhverjum. Sú hönnunarvara sem hér er átt við eru

hlutir sem hannaðir eru undir ákveðnum merkjum sem eiga að auka hagrænt gildi þeirra.

Hlutir sem gjarnan eru seldir með einhverjum auðkennum um hvaðan þeir koma og hver

skapaði þá. Verð slíkra hluta er oft hærra en verð „venjulegra“ hluta, einmitt vegna þessa

ákveðna merkis sem fylgir þeim. Hönnunarvöru er hægt að skilgreina á víðan hátt sem hluti

sem boða ákveðna afstöðu (e. attitude), hluti sem skapaðir eru með ákveðna sýn og takmark,

oft til þess að hlutgera einhver siðferðileg gildi eða standa fyrir samsemd ákveðins hóps eða

einstaklinga. Þeir staðfesta ákveðna stöðu og sýna fram á einhvers konar yfirburði, tæknilega,

félagslega eða bera vitni um pólitískt vald. Ef við setjum hluti upp í stigveldi þá væri flokkur

hönnunarvöru með þeim efstu í píramídanum. Hönnunarvara fellur í flokk hluta sem sýna

fram á einhverskonar forréttindi, í slíkum flokk væru einnig erfðagripir og hlutir sem hafa

persónulega sköpunarsögu; búnir til fyrir ákveðinn einstakling af einhverjum sem tengist

honum til dæmis (Attfield, 2000). Vissulega eiga færir hönnuðir ekki í vandræðum með að

skapa notendavæna og fallega vöru sem höfðar til fjölda fólks, en það er hinsvega ekki

mögulegt að hanna persónuleg tengsl sem ljá hlutum þýðingarmikið gildi og fá þá til að skipta

einstaklinga raunverulegu máli. Sköpun slíkra tengsla er í höndum kaupandans. Af því má

álykta að einstaklingurinn sé í raun partur af hönnunarferli hluta. Fyrsta stig hönnunarinnar er

í höndum hönnuðarins sjálfs. Það er hans að finna út hvernig hluturinn mun líta út, gera hann

nothæfan og ljá honum eitthvað fagurfræðilegt gildi. Það sem svo tekur við þegar hluturinn

verður að vöru og einstaklingur ákveður að kaupa tiltekinn hlut má líta á sem annað stig

hönnunarinnar. Þá eru þau persónulegu tengsl sem gera hlutina merkingarbæra sköpuð, en það

21

getur allt eins átt sér stað í búðinni. Kaupandinn kemur auga á einhvern hlut og tengir við

hann vegna einhverra tengsla. Það er verk hönnuðarins að reyna að gera hlutinn kaupvænan

en tengslin verða til í huga neytandans (Norman, 2004).

Hlutir með ákveðin og viðurkennd merki öðlast oft aðra merkingu en hlutir sem eru

ekki seldir undir formerkjum ákveðinna fyrirtækja eða merkja. Sem dæmi má nefna iittala

glervöruna sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á Íslandi undanfarin ár. Iittala vörur bera

allar límmiða með kennimerki fyrirtækisins eins og margar aðrar hönnunarvörur, til þess að

taka af allan vafa af að um alvöru iittala vöru sé að ræða. Eftir því sem vinsældir

vörumerkisins jukust hérlendis fór að færast í aukana að sífellt fleiri virtust veigra sér við að

fjarlægja límmiða þrátt fyrir að hafa byrjað að nota vöruna. En hver er ástæðan fyrir því að

fólk kýs að halda þessari staðfestingu á ákveðinni vörutegund límdri á vörunni? Ef gestir eru

áhugafólk um hönnun fer væntanlega ekki framhjá þeim að um alvöru iittala glös er að ræða.

Eins getur ástæðan varla verið sú að fólk gleymi því að taka límmiðann af, þeir eru fremur

áberandi og hárauðir á lit. Hvort sem ákvörðunin er meðvituð eða ekki er hún samt sem áður

áhugaverð. Í þessu eru einhver skilaboð fólgin, eitthvað til þess að koma því til skila að þú

sért „svona“ manneskja og „svona“ neytandi. Ástæðan gæti hinsvegið legið í hugmyndinni

um að upprunalegir og ósviknir hlutir séu verðmætari en aðrir. Það sem límmiðarnir staðfesta

er þetta upprunalega og ósvikna (Jones, 2010). Þegar þeir eru enn á hlutnum leikur enginn

vafi á því að um „alvöru“ iittala er að ræða. Tengingin við hönnuðinn verður staðfesting á

ósviknu gildi hlutarins. Það eru tengslin á milli hönnuðarins og vörunnar sem skapa þetta gildi

(Spooner, 1968). Í hinu ósvikna gildi er ekki einungis fólgin hugmynd um að hluturinn sem

um ræðir sé upprunalegur og ósvikinn, heldur einnig sú að það er ekki hægt að „endurskapa“

þennan hlut. Eftirlíkingar öðlast ekki sama gildi heldur eru fá stöðu sem einhverskonar

lítillækkuð útgáfa af hinum upprunalega hlut (Attfield, 2000).

3 Heimilið

Staðurinn þar sem hlutirnir okkar koma saman er ekki síður mikilvægur er hlutirnir sjálfir.

Heimilið sjálft, rýmið sem heldur utan um margar af okkar mikilvægustu stundum og hýsir

okkar nátengdasta fólk. Hús eru ólík vegna ýmiss konar umhverfisþátta, aðgangur að efnivið

og veðurfar er ólíkt um allan heim og kallar eftir ólíkum eiginleikum og úrlausnum þegar

kemur að því að búa manninum samastað. Það sem á við í einum menningarheimi getur verið

algjörlega fráleitt í öðrum. Þessi menningar- og umhverfislegu áhrif endurspeglast meðal

annars í arkitektúr og hvernig fólk innréttar híbýli sín. Á landsvæðum þar sem veðurfar er

kaldara finnast oft stærri og mikilfenglegri gluggar en í hlýrra loftslagi. Þar sem veðrið veldur

22

því að óhjákvæmilega þarf að halda sig meira innandyra er lögð meiri áhersla á það að

gluggar séu stærri og hleypi þannig meira ljósi inn og jafnvel lögð meiri áhersla á að innrétta

híbýli, þar sem fólk eyðir óhjákvæmilega meiri tíma innandyra (Rasmussen, 1962).

Þrátt fyrir mikilvægi heimilisins hefur furðu lítið verið fjallað um það á fræðilegum

vettvangi, en talsvert er til um innviði vinnustaða og þau áhrif sem það hefur á starfsmenn.

Innan fræðanna hefur að vissu leyti myndast hálfgert tómarúm þegar kemur að þessu

mikilvæga rými þar sem mikið af persónulegustu og nánustu samskiptum og atburðum eiga

sér stað (Short, 1999). Hús voru í fyrstu skjól fyrir veðri og vindum en ekki leið á löngu þar til

þau fóru að gegna öðrum mikilvægum félagslegum hlutverkum fyrir fjölskyldur og mörg verk

og samskipti færðust inn á heimilið. Það er með tilkomu þessara félagslegu hlutverka sem hús

verða að heimilum, skjóli fyrir ýmiss konar athafnir, tilfinningar og atburði sem snúa að

fjölskyldulífinu (Briganti og Mezei, 2012). Heimilið hefur í gegnum tíðina orðið að

persónulegum og helgum stað. Í því samhengi verður heimilið, hvernig við veljum það og þeir

hlutir sem við veljum að koma fyrir þar, áhugavert rannsóknarefni. Hvaða þýðingu hafa þessir

hlutir og hvað liggur að baki valinu? Staðsetning skrautmuna og uppstilling þeirra er ekki

tilviljun háð, það er miklu frekar tjáning á persónum okkar og fjölskyldum. Því er hægt að

skoða og rannsaka heimilið sem einhvers konar sýningarrými einstaklingsins og

fjölskyldunnar (Miller, 2001). Sú staðreynd að þrátt fyrir að við lifum á tímum þar sem mikil

áhersla er lögð á að leggja mikið tilfinninga- og fjárhagslegt framlag í heimilið hefur

mannkynið aldrei eytt minni tíma heima í sögu vestrænnar þéttbýlissögu. Sú ofuráhersla sem í

dag er lögð á það að gera heimilið að persónulegu rými sem endurspegli íbúa þess hefur

vafalaust orðið fyrir áhrifum frá fjölmiðlum og markaðssetningu. Í kjölfar þeirra áhrifa hefur

heimilið orðið að einum aðalvettvangi sjálfstjáningar (Cieraad, 1999). Í ýmiss konar

fjölmiðlum og lífsstílsblöðum má merkja áherslu á að heimili sé ekki heimili nema það

endurspegli persónlegan stíl íbúa sinna.

Heimilið er þýðingarmikið í félags- og menningarlegu samhengi samfélagsins. Þrátt

fyrir áðurnefnt tómarúm innan fræðanna þegar kemur að rannsóknum sem snúa að heimilinu

hefur mannfræðin á síðastliðnum árum tekið við sér hvað það varðar og beinir nú í auknum

mæli sjónum sínum að heimilinu og þýðingu þess. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gefa

henni ákveðna sérstöðu þegar kemur að rannsóknum á heimilinu, mannfræðingar stunda

rannsóknir á vettvangi; fara inn á heimilið og rannsaka það innanfrá. Með slíkri nálgun

skapast önnur sýn en fæst með því að rannsaka hlutina utanfrá (Miller, 2001). Í flestum

tilfellum eru það fagaðilar sem stjórna hönnun og byggingu húsa og íbúar þess, þeir sem

innan veggja þess munu eiga margar af sínu persónulegustu og mikilvægustu upplifunum og

23

stundum, koma inn í tilbúið rými sem skapað er af einhverjum þeim alls ótengdum. Í mörgum

tilfellum eru íbúar ekki fyrstu íbúar húss þar sem fremur algengt er að fólk flytji á milli húsa

og skapi sér heimili á nokkrum stöðum á ævinni. Í slíkum tilvikum hefur ákveðið hús hýst

fleiri en eitt heimili þó alltaf sé um að ræða sama hús. Sagt hefur verið að fólk sjái sjálft sig í

spegilmynd sem myndast af heiminum, í þessu tilfelli efnisheiminum, sem það býr innan, en

hvað með það þegar það skapar ekki sjálft heiminn, heldur einhver annar? Hefur það áhrif á

hvernig spegilmyndin verður? (Miller, 2010). Svissneski geðlæknirinn Carl Gustav Jung velti

upplifunum af hinum ytri heimi og sjálfsmyndarsköpun mikið fyrir sér. Hann áleit sálina (e.

psyche) án meðvitundar, þó að vöxtur hennar og þroski ætti sér stað á ómeðvitaðan hátt í

gegnum hið andlega líf einstaklingsins. Sálin, og þar af leiðandi einstaklingurinn, vex fyrst og

fremst í gegnum upplifanir af hinum ytri heimi; fólkinu í kringum sig, hlutum og stöðum. Það

er þó mögulegt, en alls ekki sjálfgefið, að upplifa eigin þátttöku. Þegar slík meðvitund vaknar

skapast tækifæri til þess að taka upplifunina og bæta henni við í upplifun einstaklings af sér

sjálfum. Að mati Jung er það á þennan hátt sem persónuleiki vex, með stöðugri hringrás

endurvörpunar og endurheimtingar á innihaldi sálarinnar. Þegar einstaklingur skaðar eitthvað,

hvort sem það er eitthvað minniháttar eða meiriháttar á þetta ferli sér stað. Það getur verið

þegar hann eldar eða er að vinna og skapar þá á ómeðvitaðan hátt þar sem hann er í raun að

einblína á einhvern annan tilgang, eða þegar einstaklingur á meðvitaðan hátt notar eitthvað

efni eins og málningu, leir eða hreyfingar til þess að skapa eitthvað og tjá sig. Slík sköpun

getur líka verið hluti af enn stærra og flóknara ferli, þegar einstaklingar skapa umhverfi í

kringum sig, eins og til dæmis heimili. Það að skapa sér heimili, koma sér þar fyrir og láta sér

líða vel er þáttur í persónulegri tjáningu og þróun persónuleikans. Við sköpun nánasta

umhverfis myndast ákveðin speglun af einstaklingnum sem svo fellur aftur inn í upplifun

einstaklingsins af honum sjálfum (Yandell, 2006). Er þá átt við hvernig einstaklingurinn

varpar ákveðnum þáttum af sjálfum sér á heimilið. Setur hluta af sér í sköpun þess sem hann

sækir síðar í sem staðfestingu á upplifun sinni af sjálfum sér.

Heimilið veitir íbúum sínum ákveðna vernd, líkamlega og sálræna. Líkamlega sem

skjól fyrir veðri og vindum, sálræna þar sem þar finnst einstaklingum þeir vera öruggir og þar

upplifa þeir margar af sínum persónulegustu stundum umkringdir þeim einstaklingum sem

standa þeim næst. Það er einn þeirra miðla sem einstaklingar nota til þess að tjá hverjir þeir

eru. Heimilið er þó ekki eingöngu notað til sjálfstjáningar heldur hjálpar það einnig til með

skilgreiningar og þróun á sjálfsmynd, í gagnvirkni með þeim hlutum sem safnað er saman

innan ramma þess. Það að eiga heimili eru í raun forréttindi sem alls ekki allir búa við, en í

því samfélagi sem við búum í í dag er það þó frekar undantekning en regla að eiga ekki

24

heimili. Af þessum völdum er heimilinu oft tekið sem sjálfsögðum hlut og við áttum okkur

ekki á því hversu mikilla forréttinda við njótum. Það að eiga heimili, og þá er einnig átt við

lögheimili, er ekki bara mikilvægt fyrir hina andlegu þætti og táknrænar hliðar lífsins, þar sem

heimilið verður vettvangur fyrir sjálfsköpun og þróun á sjálfsmynd og persónu heldur líka

ýmiss konar hagnýt atriði sem við leiðum hugann sjaldan að. Það að sækja um atvinnu eða

kjósa verður til dæmis talsvert flóknara ef við höfum engan fastan samastað. Í vestrænu

samfélagi er manneskja án samastaðar oft litin hornauga og álitin grunsamleg (Marcus, 2006).

Þau tengsl sem einstaklingar eiga við heimili sín eru hvorki óbreytanleg né stöðug heldur

markast þau af atburðum sem hafa átt sér stað innan veggja þess, rétt eins og tengsl við hluti

eru breytanleg og mótanleg (Tilley, 2006). Við áföll, skilnað og dauðsföll sem dæmi,

umbreytist oft merking heimilisins. Það að vera þar verður óbærilegt vegna minninga um líf

og lífstíl sem ekki eru lengur hluti af einstaklingnum. Heimilið verður að minnisvarða um

einhvern sem fallið hefur frá eða horfið með öðrum hætti. Þýðingarmikil tilfinningatengsl við

aðra einstaklinga eru ekki einu forsendur sálræns þroska og þróunar einstaklinga sem

manneskja. Náin tilfinningatengsl einstaklinga við þýðingarmikla efnislega staði eða hluti

skipta líka máli í þessu þroskaferli (Marcus, 2006). Það að gera grein fyrir þessum tengslum

við efnislega hluti og áhrif þeirra á einstaklinga er oft á tíðum álitið ákveðið tabú, það er

innprentað í okkur að það sé á einhvern hátt „óæðra“ og ekki af hinu góða (Miller, 2010).

Heimilið hefur mjög margbreytilega þýðingu fyrir einstaklinga og þar liggur að mörgu leyti

fegurð þess. Tengsl eru mynduð við heimilið en þau eru persónuleg og markast af

einstaklingnum sjálfum. Tengslin eru því ólík en að mynda slík tengsl við heimilið er eitthvað

sem einstaklingar eiga sameiginlegt (Marcus, 2006). Heimilið er, ásamt öðru, umgjörð utan

um þá hluti sem einstaklingur sankar að sér í gegnum lífið. Því er rökrétt að tengslin sem

mynduð eru við heimilið séu einstaklingsbundin og persónuleg rétt eins og tengsl einstaklinga

við hluti (Norman, 2004).

Það sem álitið er vera heimili þarf ekki endilega að vera sá staður sem einstaklingur

hefur búsetu á hverju sinni. Það getur verið staður þar sem hann hefur á einhverjum

tímapunkti búið eða alist upp á. Tengslin myndast á ólíkan hátt, styrkur þeirra þarf ekki

endilega að markast af þeim tíma sem eytt hefur verið á tilteknum stað, eða heimili. Tengslin

myndast í samhengi við annað sem skapar heimilið, eins og fjölskyldu, minningar, land eða

náttúru (Marcus, 2006). Hús er eitthvað sem er áþreifanlegt og staðbundið, það er óhagganleg

smíð úr steypu, við og járni. Heimilið, sem vissulega er í mörgum tilfellum hús, er ekki eins

staðbundið (Briganti og Mezei, 2012). Heimilið er mun huglægara og þarf ekki alltaf að vera

fast á sama stað. Heimili getur sem dæmi verið húsbíll, hjólhýsi eða tjald. Það markast af því

25

þegar ákveðin stjórn er tekin á rými og það gert að heimili. Því eru hús og heimili ekki það

sama. Ástæða þess að heimili eru ólík er sú að hvert heimili byggir á þeim hugmyndum sem

þeir einstaklingar og fjölskyldur sem skapa það hafa búið til í huga sínum um hvernig líf

þeirra lítur út í tíma og rúmi. Heimilið er því að ákveðnu leyti uppfylling hugmynda þessara

einstaklinga (Douglas, 2012). Einstaklingar tjá gildi sín með skreytingum og hönnun

heimilisins. Þeir litir, hlutir og húsgögn sem valin eru til þess að skreyta heimilið búa öll yfir

ákveðinni fagurfræðilegri virkni. Sjálfsmynd einstaklinga breytist í gegnum tíma, af

upplifunum og atburðum sem þá henda. Hlutir og heimili, eins og áður sagði, eru oft

táknmynd fyrir ákveðna sjálfsmynd. Það sem er merkilegt við hluti er að við getum sett þá

hluti sem við teljum að endurspegli ekki okkar raunverulegu persónu lengur til hliðar.

Einstaklingurinn er við stjórnvölinn. Heimilið verður í ákveðnum skilningi að leiksviði þar

sem sjálfsmynd er varpað af hlutum sem eru hreyfanlegir og jafnvel útskiptanlegir. Heimilið,

eins og sjálfsmynd einstaklinga, er í stöðugri vinnslu og það breytist stöðugt í gegnum allan

líftíma þess (Marcus, 2006).

Umræða og lokaorð

Það má spyrja sig að því hversu margir þeir hlutir sem komu við sögu við lestur þessarar

ritgerðar voru og jafnvel hvort mögulegt hefði verið að lesa hana án þeirra. Hlutir komu í það

minnsta töluvert við sögu við skriftir hennar og upptaling þeirra væri löng. Bækur, tölvur,

blöð, skriffæri og óheyrilegt magn af kaffibollum, þessi listi er langt frá því að vera tæmandi.

Án hluta hefði hún aldrei orðið til. Þrátt fyrir að þeir hlutir sem notaðir eru dagsdaglega í þeim

verkefnum sem koma upp búi ekki alltaf yfir persónulegri þýðingu fyrir einstakling þá gera

þeir honum kleift að gera hlutina sem þeir vilja gera. Að koma því í verk sem hann vill koma í

verk og gera það sem skiptir hann máli. Hlutir skipa veigamikinn þátt í því að hjálpa

einstakling að verða sá sem hann vill verða. Eingöngu út frá þeim punkti er fremur augljóst að

hlutir skipta miklu máli. Svo eru það þeir hlutir sem hafa persónulegt gildi og tengsl við

einstaklinginn. Þeir þjóna öðrum tilgangi en bara að hjálpa einstakling að sinna þeim

verkefnum sem liggja fyrir. Þeir hafa áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og hafa tilfinningalegt

gildi fyrir einstaklinga. Missirinn og tilfinningarnar sem fylgja þegar slíkir hlutir tapast er

tilfinningalegur og táknrænn. Slíkar fullyrðingar eru að vissu leyti tabú, eitthvað sem má ekki

viðurkenna og horfast í augu við (Miller, 2010). En hvaða afleiðingar hefur slík afneitun á

mikilvægi gildi hluta? Það sem er mikilvægt í þessu samhengi er vitundarvakning þegar

kemur að mikilvægi hluta, hvað hlutir eru, hvernig þeir virka og hversu mikilvægir þeir eru.

Með því að viðurkenna mikilvægi þeirra og vera meðvituð um það leiðir það af sér virðingu,

26

þakklæti og betri meðferð á hlutum. Með því að meta hluti ekki eingöngu út frá notagildi

þeirra heldur horfast í augu við táknrænt gildi þeirra þurfum við kannski ekki eins mikið af

þeim. Losum okkur ekki við þá á ruslahauga sem nú þegar eru fullir eru af hlutum sem við

þurfum ekki lengur og eru að gleypa jörðina. Kannski þá gætum við farið betur með auðlindir

okkar, við erum löngu komin framúr því að geta ekki átt hluti – það er ekki raunhæft

markmið. Raunhæft markmið er hinsvegar að læra að meta hlutina sem við eigum nú þegar.

Það gerum við með því að horfast í augu við og viðurkenna tengslin sem ríkja á milli okkar og

hlutanna okkar. Hlutir eru nefnilega, í öllum sínum óendanlega fjölbreytileika, órjúfanlegur

partur af lífi okkar. Þeir koma við sögu á hverjum einasta degi, allan sólarhringinn. Í því

samhengi virðist fjarstæðukennt að afgreiða þá bara sem afurð neyslusamfélagsins.

Markmið þessarar ritgerðar var að varpa ljósi á í hverju raunverulegt gildi hluta í

vestrænu samfélagi er fólgið og hver áhrif þeirra á hugmyndir einstaklinga um sjálfa sig

felast. Hlutir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í raun er erfitt að ætla að skilgreina hlut sem

eitthvað eitt, þeir eru svo margt. Skilgreining þeirra fer að mörgu leyti eftir hugmyndum og

skoðunum þess sem hefur skilgreiningarvaldið; einstaklingnum. Fyrir sumum eru náttúruleg

og jafnvel óáþreifanleg fyrirbæri hlutir. Aðrir eru öllu íhaldsamari og telja að einungis

manngerð fyrirbæri með ákveðið notagildi geti flokkast sem hlutir. Af umfjölluninni hér að

ofan að dæma er óhætt að fullyrða að gildi hluta sé tengt skilgreiningum einstaklinga og

menningar. Gildi er persónubundið, breytanlegt og bundið í þeim tengslum sem verða til á

milli einstaklings og hlutar. Það verður til einhverskonar samband á milli einstaklinga og

hluta. Samband sem er skapað af tengslum sem sköpuð eru úr tilfinningum, minningum og

tíma. Tengsl við aðra einstaklinga, staði eða atburði. Eins og Lévi-Strauss fjallaði um þá felst

gildi hluta í þeim tengslum sem rikja á milli hluta en ekki eingöngu innan þeirra. Í tilfelli

þessarar ritgerðar hefur þessum nálgunum Lévi-Strauss verið beint að tengslunum á milli

einstaklinga og hluta líkt og Daniel Miller hefur gert. Með því að skoða tengslin á milli

einstaklinga og hluta skapast ekki eingöngu skilningur á hlutunum sjálfum heldur varpa þau

skýrara ljósi á hið táknræna og raunverulega gildi hluta fyrir einstaklinga. Þannig færumst við

nær sannleikanum um gildi hluta og með þá þekkingu að leiðarljósi er mögulegt að

endurhugsa notkun og nýtingu okkar á hlutum og vonandi koma mikilvægi þeirra í

almannavitund.

27

Heimildaskrá

Appadurai, A. (1986). Introduction: Commodities and the politics of value. Í A. Appadurai

(ritstjóri), The social life of things: Commodities in cultural perspective (bls. 3-36). Cambridge: Cambridge University Press.

Attfield, J. (2000). Wild things: The material culture of everyday life. New York: Berg. Berry, H. (2009). Regional identity and material culture. Í K. Harvey (ritstjóri), History and

material culture: A student’s guide to approaching alternative sources (bls. 139-157). London: Routledge.

Bourdieu, P. (1977). Outline of a theory of practice. Cambridge: Cambridge University Press. Briganti, C., og Mezei K. (2012). Introduction. Í C. Briganti og K. Mezei (ritstjórar), The

domestic space reader (bls. 3-15). Toronto: University of Toronto Press. Cieraad, I. (1999). Introduction. Í I. Cieraad (ritstj.), At home: An anthropology of domestic

space (bls. 1-12). New York: Syracuse University Press. Curasi, C. F., Price, L. L. og Arnould, E. J. (2004). How individuals’ cherished possessions

become families’ inalienable wealth. Journal of Consumer Research, 31(3), 609-622.

Douglas, M. (2012). The idea of a home: A kind of space. Í C. Briganti og K. Mezei (ritstjórar), The domestic space reader (bls. 50-54). Toronto: University of Toronto . Press.

Hicks, D. (2010). The material-culture turn: Event and effect. Í D. Hicks og M. C. Beaudry .(ritstjórar), The Oxford handbook of material culture studies (bls. 25-98). New York: Oxford University Press.

Hoskins, J. (2006). Agency, biography and objects. Í C. Tilley, W. Keane, S. Küchler, M.

.Rowlands og P. Spyer (ritstjórar), Handbook of material culture (bls. 74-84). Los.Angeles: Sage.

Ingold, T. (2007). Materials against materiality. Archaeological Dialogues 14(1), 1-16.

Jones, S. (2010). Negotiating authentic objects and authentic selves: Beyond the deconstruction

of authenticity. Journal of Material Culture 15(2), 181-203.

28

Kopytoff, I. (1986). The cultural biography of things: Commonditization as process. Í A.

.Appadurai (ritstjóri), The social life of things: Commodities in cultural perspective (bls. 64-94). Cambridge: Cambridge University Press.

Lévi-Strauss, C. (1977). Structural anthropology. Harmondsworth: Penguin.

Lucas, G. (2009). Materiality and the paradox of material culture. Í G. Þ. Jóhannesson og H. Björnsdóttir (ritstjórar), Rannsóknir í félagsvísindum X (bls. 427-435). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Malinowski, B. (1922). Argonauts of the western pacific. London: Routledge. Marcoux, J. S. (2001). The refurbishment of memory. Í D. Miller (ritstjóri), Home possessions:

Material culture behind closed doors (bls. 69-86). Oxford: Berg. Marcus, C. C. (2006). House as a mirror of self: Exploring the deeper meaning of home.

.Newburyport: Nicholas-Hays Inc. Mauss, M. (1970). The gift: Forms and functions of exchange in archaic societies. (Iann

Cunnison þýddi). London: Cohen & West Ltd. (Upphaflega gefið út 1954).

Miller, D. (1998). Why some things matter. Í D. Miller (ritstjóri), Material cultures: Why some things matter (bls 3-25). London og New York: Routledge.

Miller, D. (2001). Behind closed doors. Í D. Miller (ritstjóri), Home possessions: Material

.culture behind closed doors (bls. 1-19). Oxford: Berg. Miller, D. (2010). Stuff. Cambridge: Polity Press. Norman, D. A. (2004). Emotional design: Why we love (or hate) everyday things. New York:

Basic Books. Rasmussen, S. E. (1962). Experiencing Architecture. Cambridge: The MIT Press. Shove, E. (1999). Constructing home: A crossroad of choices. Í I. Cieraad (ritstjóri), At home:

.An anthropology of domestic space (bls.130-143). New York: Syracuse University Press.

29

Spooner, B. (1986). ‘Weavers and dealers: The authenticity of an oriental carpet’. Í A. .Appadurai (ritstjóri), The social life of things: Commodities in cultural perspective (bls. 195-235). Cambridge: Cambridge University Press.

Tacchi, J. (1998). Radio texture: Between self and others. Í D. Miller (ritstjóri), Material

.cultures: Why some things matter (bls. 25-45). London og New York: Routledge. Tilley, (2006). Introduction. Í C. Tilley, W. Keane, S. Küchler, M. Rowlands og P. Spyer

.(ritstjórar), Handbook of material culture (bls. 1-6). Los Angeles: Sage. Yandell, J. (2006) Foreword. Í C. C. Marcus (ritstjóri), House as a mirror of self: Exploring the

deeper meaning of home (bls. XV-.XVII). Newburyport: Nicholas-Hays Inc. Weiner, A. B. (1992). Inalienable possessions: The paradox of keeping-while-giving. Berkeley:

University of California Press. White, C. L. (2009). Introduction: Objects, scale, and identity entagled. Í C. L. White .(ritstjóri),

The materiality of individuality: Archaeological studies of individual lives (bls. 3-16). London og New York: Springer.