37
BA ritgerð Félagsráðgjöf Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga Hjörleifur Steinn Þórisson Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Harðardóttir Maí 2018

Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

BA ritgerð

Félagsráðgjöf

Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd

unglinga

Hjörleifur Steinn Þórisson

Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Harðardóttir Maí 2018

Page 2: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla
Page 3: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga

Hjörleifur Steinn Þórisson

110893-2649

Lokaverkefni til BA-gráðu

Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Harðardóttir

Félagsráðgjafardeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Maí 2018

Page 4: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA í félagsráðgjöf og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Hjörleifur Steinn Þórisson, 2018 Reykjavík, Ísland, 2018

Page 5: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

3

Útdráttur

Í nútíma samfélagi virðist sem að flestir unglingar séu með nýjustu gerðina af

snjallsímum og allar gerðir samfélagsmiðla. Áhugavert er að skoða hvort notkun

samfélagsmiðla hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga.

Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er varpa ljósi á þau mögulegu áhrif

samfélagsmiðla og þá helst miðlanna Snapchat og Instagram á sjálfsmynd unglinga í 8. til

10. bekk. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar má segja að samfélagsmiðlar geta bæði haft

neikvæð og jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga en jákvæðu áhrifin gætu samt haft

neikvæðar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir sýna fram á það að notkun

samfélagsmiðla geti valdið neikvæðum áhrifum á andlega heilsu unglinga og hvernig þau

líta á sjálfan sig. Forvarnir og fræðsla eru þeir þættir sem eru taldir vera mikilvægastir til

þess að sporna við neikvæðu hliðum samfélagsmiðla. Samstarf skóla, foreldra og

frístundastöðva er talið vera lykilatriði til þess að halda úti góðu forvarnarstarfi varðandi

samfélagsmiðla út frá niðurstöðum. Ef gott samstarf er á milli þessara aðila er hægt að

vinna gegn skaðsemi samfélagsmiðla og sjá til þess að allir séu vel upplýstir.

Page 6: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

4

Formáli

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Heiti hennar

er „Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga“ og er hún metin til 12

eininga. Leiðbeinandi minn var Sigrún Harðardóttir og vil ég þakka henni fyrir góða

leiðsögn, hvatningu og uppbyggilega gagnrýni við vinnslu ritgerðar. Einnig vil ég þakka

kærustu minni Fríðu Karen Gunnarsdóttur og móðir minni Hjördísi Tómasdóttir fyrir

yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Page 7: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

5

Efnisyfirlit

Útdráttur .................................................................................................................... 3

Formáli ....................................................................................................................... 4

Efnisyfirlit ................................................................................................................... 5

1 Inngangur .............................................................................................................. 6

2 Þroski unglinga ....................................................................................................... 8

2.1 Unglingsárin ............................................................................................................. 8

2.2 Vistfræðikenning Bronfenbrenners ......................................................................... 9

2.3 Seigla ...................................................................................................................... 11

2.4 Uppeldisaðferðir .................................................................................................... 11

2.5 Sjálfsmynd unglinga ............................................................................................... 11

2.6 Sjálfstraust ............................................................................................................. 13

2.7 Sjálfsálit .................................................................................................................. 13

2.8 Sjálfsvirðing ............................................................................................................ 14

3 Samfélagsmiðlar .................................................................................................. 15

3.1 Snapchat ................................................................................................................ 16

3.2 Instagram ............................................................................................................... 17

3.3 Áhrif samfélagsmiðla ............................................................................................. 17

3.4 Áhrif á andlega heilsu ............................................................................................ 18

3.4.1 Neteinelti (e. Cyberbullying) ........................................................................... 20

3.4.2 „Sexting“ ......................................................................................................... 21

3.5 Jákvæð áhrif samfélagsmiðla ................................................................................. 23

3.6 Áhrifavaldar............................................................................................................ 23

4 Forvarnir og fræðsla ............................................................................................. 25

4.1 Skólaumhverfið ...................................................................................................... 25

4.2 Ábyrgð og eftirlit foreldra ...................................................................................... 26

4.3 Frítími og félagsmiðstöðvar ................................................................................... 27

5 Niðurstöður og umræða ....................................................................................... 29

Heimildaskrá ............................................................................................................ 31

Page 8: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

6

1 Inngangur

Notkun samfélagsmiðla í heiminum í dag hefur stigmagnast í gegnum árin um leið og

tæknin þróast. Í janúar árið 2018 voru 80% internet notenda á Íslandi sem notuðu

samfélagsmiðla að minnsta kosti einu sinni í mánuði (Statista, 2018a). Niðurstöður

rannsókna hafa sýnt að bæði jákvæð og neikvæð áhrif koma fram hjá einstaklingum við

notkun samfélagsmiðla en neikvæðu áhrifin séu þó meiri og alvarlegri. Ungt fólk notar

samfélagsmiðla til skemmtunar, til að hafa samskipti við annað fólk og deila lífi sínu með

öðrum. Þessir eiginleikar sem samfélagsmiðlar bjóða upp á geta vera jákvæðir en þeir

geta einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga (Gabriel, 2014).

Þróun sjálfsmyndarinnar er eitt af stærstu og erfiðustu verkefnum

unglingsáranna samkvæmt þroskasálfræðinni og gerir þróun sjálfsmyndarinnar kröfur

um það að einstaklingurinn hafi heildarmynd af sjálfum sér sem ekki er verið að breyta

endalaust. Líkamlegu breytingarnar sem eiga sér stað á unglingsárum eiga það til að

taka toll af sjálfsmyndinni. Unglingar verða óöryggir með sjálfan sig og eiga það til að

bera sig saman við aðra unglinga til þess að falla inn í hópinn (Aldís Guðmundsdóttir,

1997).

Í þessari ritgerð verður reynt að svara spurningunni hvort samfélagsmiðlar hafi

möguleg áhrif á sjálfsmynd unglinga og hver áhrifin gætu verið. Í ritgerðinni verður

fjallað um unglinga á aldrinum 13-16 ára eða í 8 til 10 bekk. Það er mikilvægt að skoða

þetta viðfangsefni þar sem samfélagsmiðlar eru orðnir stór hluti af daglegu lífi unglinga í

íslensku samfélagi og sé ég það sjálfur í starfi mínu. Þar er ég að vinna með unglingum

og langar mig að fræðast meira um samfélagsmiðla. Í starfi mínu sem

frístundaleiðbeinandi hef ég tekið þátt í að skipuleggja símalausa viðburði og hefur

raunin verið sú að unglingarnir hafa verið ánægðir með að komast aðeins í burtu frá

símanum. Mikilvægt er einnig að skoða þær forvarnir sem eru í boði og hvers konar

forvarnarstarf gæti hentað best til þess að draga úr hættum samfélagsmiðla fyrir

sjálfsmynd unglinga. Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Í fyrsta kafla er farið yfir þroska

unglinga og gert grein fyrir vistfræðikenningu Bronfenbrenners til þess að skilja hvernig

Page 9: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

7

sé hægt að tengja áhrif samfélagsmiðla við sjálfsmynd unglinga. Fjallað verður um

sjálfsmynd unglinga og þau hugtök sem snerta sjálfsmyndina. Í öðrum kafla er fjallað um

samfélagsmiðla og hvernig notkun hefur breyst á síðustu árum. Einnig er fjallað um þá

tvo samfélagsmiðla sem lögð er áhersla á í þessari ritgerð, Snapchat og Instargram. Gerð

verður grein fyrir áhrifum samfélagsmiðlanotkunar og fjallað um niðurstöður rannsókna

um þær hættur sem gætu leynst þar eins og neteinelti og sexting. Einnig verður fjallað

um þau jákvæðu áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft og hvers konar áhrif áhrifavaldar

hafa á unglinga. Í þriðja kafla verður fjallað um mikilvægi forvarna og fræðslu, þar

verður farið yfir hlutverk skólafélagsráðgjafa, hlutverk foreldra í samfélagsmiðlanotkun

unglinga og mikilvægi félagsmiðstöðva til þess að fræða unglinga í frítíma sínum. Í fjórða

kafla verða niðurstöður settar fram og þær ræddar í fræðilegu ljósi með

rannsóknarspurningu til hliðsjónar og verða dregnar ályktanir út frá niðurstöðum.

Page 10: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

8

2 Þroski unglinga

Í þessum kafla er farið yfir þroska unglinga og gerð grein fyrir vistfræðikenningu

Bronfenbrenners til þess að skilja hvernig sé hægt að tengja áhrif samfélagsmiðla við

sjálfsmynd unglinga. Fjallað verður um sjálfsmynd unglinga og þau hugtök sem snerta

sjálfsmyndina.

2.1 Unglingsárin

Unglingsárin einkennast af breytingum á mörgum sviðum og það er margt sem hefur

áhrif á þessar breytingar. Á kynþroskatímabilinu eru hormónabreytingar miklar og þær

geta valdið líkamlegum breytingum og skapsveiflum og einnig hæðar- og

þyngdaraukningu. Á þessum árum geta einnig orðið miklar breytingar á viðhorfum og er

það tengt heilaþroskanum. Unglingurinn lærir að þekkja tilfinningar sínar með auknum

þroska og auknum skilning. Unglingurinn byrjar að velta fyrir sér víðari og stærri þáttum

lífsins því að siðferðisþroski eykst og þroskast og þeir fara að setja sig í spor annarra.

Félagsþroski eykst á unglingsárum og tengist hann mikilvægum þáttum lífsins, eins og til

dæmis að mynda samskipti við aðra og mismunandi breytingum persónuleikans

(Santrock, 2016).

Sálfélagslegur þroski er þegar horft er til þeirra tengsla sem eru á milli umhverfis

og einstaklings í þroskaferlinu. Erik H. Erikson setti fram kenningu um sálfélagslegan

þroska sem einstaklingur gengur í gegnum frá vöggu til grafar. Erikson skiptir þroskanum

upp í átta félags- og sálarþroskaskeið þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingurinn sjálfur

eigi að taka ákvarðanir og þar með taka virkan þátt í eigin þroska með því að freista þess

að samþætta og skilja daglega reynslu sína. Það eru ákveðin þroskaverkefni á hverju stigi

sem einstaklingurinn þarf að leysa og því betur sem einstaklingnum tekst að leysa

verkefnin, því mun betur gengur að leysa verkefnið á næsta þroskastigi. Þegar unglingar

komast á kynþroskaskeið fara þeir að sjá sig í mismunandi aðstæðum og hlutverkum og

fara að prófa sig áfram með mismunandi sjálfsmyndir (Erikson, 1968). Samkvæmt

Erikson er meginverkefni unglingsáranna að öðlast sterka sjálfskennd og sjálfsmynd. Það

að taka ákvarðanir um lífsstefnu getur verið dæmi um þau verkefni eins og menntun og

Page 11: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

9

félagsleg viðhorf. Erikson taldi einnig að ef einstaklingur tekur misheppnaðar ákvarðanir

leiðir það að sundruðu sjálfi og verður einstaklingur hikandi varðandi sjálfan sig og stöðu

sína í þjóðfélaginu (Erikson, 1968).

Ef unglingar verja tíma með foreldrum sínum eru minni líkur á að leiðast út í

áhættuhegðun og að þau þrói með sér kvíða og þunglyndi. Það að unglingar viti af því að

hægt sé að leita til foreldra sinna eftir aðstoð og stuðningi er mikilvægur þáttur í

þroskaferli unglinga og getur einnig verið lykilþáttur í andlegri líðan þeirra (Hrefna

Pálsdóttir o.fl., 2014).

Auk þess hafa rannsóknir sýnt að ýmsir þættir geta haft áhrif á þroskann. Sem

dæmi hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir unglingar sem beita rökhugsun séu ólíklegri til

þess að sýna áhættuhegðun og eftir því sem siðferðislegur þroski vex eykst rökhugsun.

Siðferðislegur þroski hefur verið skilgreindur sem breytingar á hugsun, hegðun og

tilfinningum á hugmyndum okkar hvað sé rétt og rangt. Á unglingsárum eykst samkennd

og umhyggja og ýtir samkennd undir siðferðislegan þroska unglinga (Santrock, 2016).

Í ljósi þess er vert að skoða hvaða breytingar verða á heilaþroska á

unglingsárunum en rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar breytingar eiga sér stað á vissum

svæðum í heilanum á þessum árum. Þar má nefna til dæmis þroska framheilans en

þroski hans er mikilvægur vegna taugaboða sem hjálpa unglingum við að takast á við

vandamál eins og til dæmis að standast hópþrýsting. Mikilvægi umbunar er sögð ljúka á

unglingsárunum og er mandlan og randkerfið það svæði tilfinninga og upplifunar á að fá

umbun frá foreldrum og kennurum. Það er hægt að yfirfæra það á að unglingar leiti

frekar til vina og kunningja (Santrock, 2016).

Áhugavert er að skoða hvernig umhverfi, þar á meðal samfélagsmiðlar hafa áhrif

á þroska unglinga og til þess að skilja það betur skal skoða vistfræðikenningu

Bronfenbrenners.

2.2 Vistfræðikenning Bronfenbrenners

Vistfræðikenning Uri Bronfenbrenners útskýrir samspil umhverfis og einstaklings í

þroskaferlinu. Kenningin gerir ráð fyrir að þroski eigi sér stað innan fimm kerfa sem

snúast í kringum barnið. Þessi kerfi eru nærkerfi (e. microsystems), miðkerfi

(e.mesosystems), stofnanakerfi (e. exosystems), heildarkerfi (e. macrosystems) og

lífkerfi (e. chronosystems). Það er talað um nánasta umhverfi barnsins þegar um

Page 12: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

10

nærkerfi er að ræða. Nánasta umhverfi eru foreldrar, systkini, skólafélagar og kennarar.

Með hækkandi aldri fjölgar nærkerfum þar sem einstaklingur eignast vini og tengist

fleira fólki í gegnum til dæmis tómstundir. Samskipti innan nærkerfisins mynda næsta

kerfi sem er miðkerfi en þar til dæmis þurfa samskipti foreldra og skóla að vera góð til

þess að hjálpa til við þroska barnsins og þegar á unglingsárin er komið þurfa tengsl

foreldra og vini unglings að vera góð til þess að draga úr áhættu á hegðunarvanda.

Næsta kerfi er stofnanakerfi en þar er átt við þær stofnanir sem tengjast þroska barnsins

en það getur til dæmis verið skólakerfið og heilbrigðiskerfið. Unglingurinn er undir

áhrifum þessa stofnanna og ákvarðanir sem teknar eru með eða án vitneskju

einstaklings getur haft áhrif á líf þess og þroska. Heildarkerfið er síðan það kerfi sem

umlykur öll kerfin og inniheldur þætti eins og gildismat og menningu samfélagsins, þau

viðhorf í samfélaginu til unglinga og stjórnkerfi landsins. Síðasta kerfið er lífkerfið en það

nær yfir þau áhrif sem verða til í lífi unglinga vegna atvika í lífi þess sem hafa áhrif á

þroskann. Þá er verið að tala um bæði innri og ytri breytingar sem fylgja auknum þroska

á unglingsárum. Einstaklingurinn tekur sjálfur virkan þátt í eigin þroska í stöðugum og

margþættum tengslum við umhverfið. Þau áhrif sem geta komið frá umhverfinu eru

meðal annars frá foreldrum, skóla og samfélaginu og til þess að tengja við þessa ritgerð,

samfélagsmiðlar.

Í kenningunni er gerð grein fyrir að þessi nánu ferli sem gagnvirku samskiptin

leiða af sér séu drifkraftur þroskans og ef vel tekst til byggist upp líkamleg, vitsmunaleg

og sálfélagsleg færni. Ef um neikvæð áhrif frá umhverfi er að ræða þarf að skoða hve

lengi einstaklingur sé undir þessum neikvæðu áhrifum, truflun á þroska getur orðið

vegna neikvæðu áhrifanna og skiptir það máli á hvaða aldri unglingurinn er. Því yngri

sem einstaklingurinn er því meiri hætta á að það verði neikvæð áhrif á þroska

(Bronfenbrenner og Mahoney, 1975).

Það getur verið gagnlegt að notast við vistfræðikenninguna til þess að reyna

skilja þau áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft á sjálfsmynd unglinga. Unglingar notast

við samfélagsmiðla til að hafa samskipti við ákveðin nærkerfi eins og vini og fjölskyldu

en einnig geta þeir verið í samskiptum við einstaklinga sem þeir þekkja ekki og

samskiptin geta einkennst af slæmum tengslum. Samkvæmt kenningunni getur þetta

haft áhrif á þroska og getur mögulega haft skaðleg áhrif á sjálfsmyndina.

Page 13: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

11

2.3 Seigla

Seigla er hugtak sem hefur verið lýst sem hæfni einstaklinga til að ná góðum alhliða

þroska og aðlögun þrátt fyrir að lenda í erfiðleikum. Margir fræðimenn hafa reynt að

útskýra þetta hugtak en Michael Ungar (2011) segir að seigla sé ferli í samspili

einstaklings og umhverfis. Niðurstöður rannsókna sýna að börn sem hafa alist upp við

erfið skilyrði geta komist vel af og hefur það verið tengt við seiglu. Flestir fræðimenn

sem hafa rannsakað hugtakið eru á þeirri skoðun að seiglan verði til vegna reynslu

einstaklinga og hvernig umhverfið bregst við þörfum þeirra. Það má því segja að seigla

endurspegli bæði innri styrkleika einstaklinga og stuðningin sem einstaklingur fær frá

skóla og fjölskyldu sem eru ytri verndandi þættir (Sigrún Harðardóttir, 2015a)

2.4 Uppeldisaðferðir

Rannsóknir hafa sýnt að mismunandi uppeldisaðferðir geti verið verndandi þáttur í

þroskaferlinu eða aukið áhættu á að eitthvað fari úrskeiðis. Diana Baumrind skipti

uppeldisaðferðum foreldra upp í þrjá hópa, skipandi uppeldi, eftirlátsamt uppeldi og

leiðandi uppeldi (Baumrind, 1971). Skipandi foreldrar eru líklegir til þess að vilja stjórna

hegðun barna sinna og eru ekki móttækilegir þeim viðhorfum og hegðun sem þeim líkar

ekki hjá börnum sínum. Skipandi foreldrar notast gjarnan við refsingar ef ekki er farið

eftir þeim reglum sem hafa verið settar. Eftirlátssamir foreldrar nota engar refsingar

gagnvart börnum sínum og eru ekki settar neinar reglur varðandi hvað barnið gerir.

Börn þessara foreldra eiga að ráða sér sjálf jafnvel þótt þau hafi hvorki þroska né

skilning á því sem þau eru að gera og fá þau litla tilsögn frá foreldrum sínum. Leiðandi

foreldrar eru þeir foreldrar sem setja reglur og er það gert í sameiningu með börnunum.

Leiðandi foreldrar styðja börn sín í því sem þau gera en setja líka kröfur á börnin sín um

ákveðna hegðun og styrkja foreldrar þá hegðun sem er mikilvægt í mótun barnanna.

Niðurstöður úr rannsóknum Baumrind sýna fram á það að leiðandi uppeldisaðferðir eflir

vitsmuna- og félagsþroska barna og einnig á aðferðin að styrkja sjálfsmynd þeirra og

ábyrgðarkennd (Baumrind, 1971).

2.5 Sjálfsmynd unglinga

Hugtakið sjálfsmynd hefur verið erfitt að skilgreina. Engu að síður er hugtakið mikið

notað í nútímasamfélagi og getur það haft mismunandi merkingu sem hægt er að tengja

við hæfileika, völd eða persónulegum eiginleikum sem einstaklingur telur sig hafa sem

Page 14: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

12

greinir hann frá öðrum í þjóðfélaginu (Bacchini og Fabrizia, 2003). Á unglingsárunum er

sjálfsmyndin í mikilli mótun og hefur það áhrif á hegðun og tilfinningar. Með auknum

þroska og rökhugsun á þessu tímabili eykst sjálfsskilningur og sjálfsvirðing (Santrock,

2016). Sjálfsmynd getur verið óstöðug hjá unglingum og getur það verið þannig alveg

fram á fullorðinsárin eða þangað til að einstaklingur finnur fyrir heildstæðari mynd af

sjálfum sér. Sjálfsmynd er einhversskonar félagsleg ímynd sem er byggð á viðbrögðum

og viðhorfum þeirra sem eru í kringum okkur eins og til dæmis vinir og fjölskylda. Það að

eiga jákvæða fyrirmynd skiptir máli og minnkar það líkurnar á neikvæðri hegðun. Með

auknum sjálfsskilning og hæfni til að setja sig í spor annarra styrkir það sjálfsmyndina og

með auknum þroska geta unglingar farið að meta sjálfa sig út frá sinni sjálfsvitund

(Harter, 2012).

Eitt af erfiðustu verkefnum unglingsárana er þróun sjálfsmyndarinnar og þurfa

unglingar að hafa heildarmynd á sjálfum sér þegar sjálfsmynd er í þróun. Eins og fram

hefur komið er margt sem tengist þróun sjálfsmyndarinnar. Líklegra er að á

unglingsárunum séu einstaklingar óöruggari með sjálfan sig og finnst eins og þeir þurfi

að líta út eins og jafnaldrar sínir og gera það sama og þeir til þess að passa inn í hópinn

(Aldís Guðmundsdóttir, 1997).

Það má flokka þróun sjálfsmyndar í fjóra flokka. Flokkur eitt tengist samþættingu

eigin sjálfsmyndar og persónuleika við sjálfsmynd annarra í samfélaginu. Annar

flokkurinn snýst um hvaða viðhorfum og gildum einstaklingur fer eftir og persónulega

sjálfsmynd einstaklingsins. Þriðji flokkurinn tengist tengslum sjálfsmyndar við félagslega

þætti eins og fjölskyldu, vini og jafningja. Síðasti flokkurinn vísar í sjálfsmynd stærri hópa

innan samfélagsins sem fara eftir svipuðum menningarlegum viðhorfum og gildum. Það

er því nokkuð ljóst að persónulegir eiginleikar eru ekki það eina sem mótar

sjálfsmyndina heldur hefur umhverfið mikið að segja um mótun hennar (Jørgensen,

2010).

Rannsóknir hafa sýnt fram á að líklegt sé að unglingar glími við slæma

sjálfsmynd. Í skýrslu rannsóknar og greiningar árið 2016 um ungt fólk voru unglingar í 9.

og 10.bekk spurðir hvort þau væru ánægð með líkama sinn og hvort þau væru

hamingjusöm til þess að kanna sjálfsmyndina. Þegar þau voru beðin um að svara

eftirfarandi fullyrðingu: Ég er ánægður með líkama minn, kom í ljós að 17,40% stráka og

26,50% stelpna svöruðu að þetta lýsti þeim ekki nógu vel og 6,50% stráka og 20,80%

Page 15: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

13

stelpna svöruðu að þetta lýsti þeim alls ekki. Til þess að kanna hamingju unglinga var

sett fram þessi fullyrðing: Ég er hamingjusöm/samur. Kom þar í ljós að 7,90% stráka og

17,10% stelpna svöruðu að þetta lýsti þeim ekki nógu vel og 3,10% stráka og 7,40%

stelpna svöruðu að þetta lýsti þeim alls ekki (Margrét Lilja Guðmundsdóttir o.fl., 2016)

Það má segja að sjálfsmynd sé einhversskonar yfirhugtak yfir hugtök eins og

sjálfstraust, sjálfsálit og sjálfsvirðingu og verður gert grein fyrir þeim.

2.6 Sjálfstraust

Trú og traust á sjálfum sér eru þeir þættir sem eru mikilvægir þegar litið er til

sjálfstrausts einstaklinga. Sjálfstraust snýst um að hafa trú á sjálfum sér og að ná þeim

markmiðum sem einstaklingur hefur sett fyrir sjálfan sig. Að vera með gott sjálfstraust

byggist á því að hafa trú á sjálfum sér og geta gert allt sem okkur langar til að gera

(Polce-Lynch, Myers, Kliewer og Kilmartin, 2001). Sjálfstraust getur hinsvegar verið

mismikið eftir aðstæðum, einstaklingur getur til dæmis haft mikla trú á sjálfum sér í

námi en hefur ekki trú á sjálfum sér í íþróttum. Skortur á sjálfstrausti segir til um að

einstaklingur hefur litla sem enga trú á sjálfum sér og getu sinni (Santrock, 2016).

Raunsæjar væntingar er líka eiginleiki sem einkennir einstaklinga sem hafa gott

sjálfstraust, þeir halda áfram að hafa trú á sjálfum sér þótt það gangi ekki alltaf allt upp

hjá þeim (Kuhlman, 2002).

Styrkja þarf sjálfsmynd unglinga til þess að auka sjálfstraust þeirra en það hefur

verið sýnt fram á að unglingar með jákvæða sjálfsmynd eru líklegri til að hafa meira

sjálfstraust. Það gefur því auga leið að unglingar með slæmt sjálfstraust eru líklegri til að

hafa neikvæða sjálfsmynd (Santrock, 2016).

2.7 Sjálfsálit

Með hugtakinu sjálfsálit er átt við það álit sem við höfum á okkur sjálfum og er um

margt líkt því sem hugtakið sjálfsmynd stendur fyrir. Hvernig við metum sjálfsmyndina

okkar segir til um sjálfsálit okkar og hvernig við metum þá hæfni sem við teljum vera

mikilvæga (Santrock, 2016). Unglingur sem hefur gott sjálfstraust er líklegri til að hafa

gott sjálfsálit og þar að leiðandi góða sjálfsmynd. Þetta tengist og er það sem einkennir

okkur (Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, 2001). Heilbrigt sjálfsálit styður

sálfræðilegan stöðuleika og jákvæða félagslega virkni og er því mikilvægt að unglingar

þrói með sér heilbrigt sjálfsálit á unglingsárunum (Hosogi o.fl., 2007).

Page 16: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

14

2.8 Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing er annað hugtak sem tengist sjálfsmyndinni. Þegar einstaklingar meta sína

eigin hæfileika og árangur og myndar þannig virðingu fyrir sjálfum sér er verið að tala

um sjálfsvirðingu. Þegar einstaklingur hefur trú á sjálfum sér, ber virðingu fyrir sjálfum

sér og trúir því að hann búi yfir miklum hæfileikum telst hann búa yfir mikilli

sjálfsvirðingu (Berger, 2014). Þeir unglingar sem hafa mikla sjálfsvirðingu eru líklegri til

að vera vinameiri, líða betur í félagslegu umhverfi og glíma við færri vandamál. Þeir sem

hafa lága sjálfsvirðingu eru líklegri til að gera eitthvað sem þeir myndu ekki venjulega

gera. (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Ef unglingur hefur sjálfsvirðingu er líklegra að

hann hafi góða sjálfsmynd og því er hægt að segja að það séu tengsl á milli

sjálfsvirðingar og sjálfsmyndar (Berger, 2014).

Í þessum kafla hefur verið fjallað um þroskaferli unglinga og áhrif þroskans á

sjálfsmyndina. Gerð hefur verið grein fyrir vistfræðikenningu Bronfenbrenners og

mikilvægi seiglu og viðeigandi uppeldisaðferða. Fjallað var um sjálfsmynd unglinga og

mótun hennar sem og greint frá þeim hugtökum sem falla undir hugtakið sjálfsmynd,

sjálfstraust, sjálfsálit og sjálfsvirðing. Í næsta kafla verður fjallað um samfélagsmiðla og

þá helst Snapchat og Instagram. Greint verður frá þeim áhrifum sem samfélagsmiðlar

hafa, neikvæð og jákvæð.

Page 17: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

15

3 Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra

Í þessum kafla er fjallað um samfélagsmiðla og hvernig notkun hefur breyst á síðustu árum.

Einnig er fjallað um þá tvo samfélagsmiðla sem lögð er áhersla á í þessari ritgerð, Snapchat

og Instargram. Gerð verður grein fyrir áhrifum samfélagsmiðlanotkunar og fjallað um

niðurstöður rannsókna um þær hættur sem gætu leynst þar eins og neteinelti og sexting.

Einnig verður fjallað um þau jákvæðu áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft og hvernig

áhrifavaldar hafa áhrif á unglinga.

3.1 Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlum er hægt að lýsa sem síðum á internetinu þar sem fólk býr sér til aðgang og

þannig hefur einstaklingur möguleika á því að deila upplýsingum, sækja nýjar upplýsingar og

hafa samskipti við annað fólk. Einstaklingar geta valið hverjir sjá efnið sem þeir deila og

ákveðið sjálfir hvaða efni þeir vilja sjá. Með samfélagsmiðlum getur fólk fengið aðgang að

efni sem var áður ekki í boði (Fuchs, 2014). Einstaklingar eiga oftast mjög marga vini á

þessum síðum og eru það yfirleitt mun fleiri vinir heldur en unglingar eiga í

raunveruleikanum. Það er algengt á meðal háskólanema að eiga yfir 200 vini á

samfélagsmiðlum og er það mun meira heldur en einstaklingur þekkir persónulega og er

náinn (Hogan, 2010). Samfélagsmiðlar eru orðnir sjálfsagður hlutur í lífi flestra með tilkomu

snjallsíma og hjá mörgum eru miðlarnir það sem lífið snýst um en um 90% af ungu fólki notar

samfélagsmiðla þar sem meirihlutinn notar tvo eða fleiri miðla og skoðar þá daglega

(Vannucci, Flannery og Ohannessian, 2017).

Unglingar í dag hafa alist upp við internetið sem sjálfsagðan hlut og eru í raun þeir

fyrstu sem hafa gert það. Samfélagsmiðlar hafa þann eiginleika að skapa tækifæri og sjá til

þess að einstaklingar séu í stöðugu sambandi við vini, fjölskyldu og að eignast nýja vini en

það er talið að það sé ástæða þess afhverju unglingar notast við samfélagsmiðla. Fyrri

kynslóðir notuðust við kaffihús og næturlíf til þess að kynnast öðru fólki en nú til dags er það

mjög auðvelt í gegnum samfélagsmiðla (Hübner Barcelos og Alberto Vargas Rossi, 2014).

Það eru til mismunandi samfélagsmiðlar en í þessari ritgerð verður fjallað um tvo

samfélagsmiðla sem eru vinsælastir í dag á meðal ungmenna, Snapchat og Instagram.

Page 18: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

16

3.2 Snapchat

Snapchat er samfélagsmiðill sem einstaklingar geta notað til þess að senda myndir,

myndbönd eða skilaboð. Ekki er flókið að gera aðgang á Snapchat en til þess þarf eingöngu

snjallsíma og nettengingu. Það sem einkennir Snapchat er það að einstaklingur getur valið

hvað viðtakandi hefur langan tíma til þess að skoða myndina sem hann sendir áður en hún

hverfur. Viðtakandi getur tekið skjáskot (e.screenshot) ef hann vill eiga myndina en þá fær

sendandi tilkynningu um það. Evan Spiegel er einn af tveimur hönnuðum Snapchat og er

hann einn ríkasti samfélagsmiðlahönnuður í heiminum í dag (Vaterlausa, Barnetta, Rocheb

og Youngc, 2016). Snapchat kom út árið 2011 og er einn vinsælasti samfélagsmiðilinn í

heiminum með um það bil 37 milljón virka notendur á mánuði í Bandaríkjunum. Samkvæmt

rannsókn sem var gerð voru 187 milljónir af daglegum virkum notendum í heiminum á

síðasta fjórðung ársins 2017 (Statista, 2018c).

Annar eiginleiki sem einkennir Snapchat er sá að ef einstaklingar senda hvor öðrum

myndir eða skilaboð í ákveðið mörg skipti fara þau í besta vinalistann þeirra (e. best freinds

list). Samkvæmt rannsókn sem var gerð í Midwestern háskólanum í Bandaríkjunum kemur í

ljós að vinalista eiginileikinn getur haft neikvæð áhrif. Þar segir að þessi eiginleiki getur valdið

afbrýðisemi og vakið upp keppnisskap á milli vina til að vera í topp sætunum (Vaterlausa

o.fl., 2016). Í sömu rannsókn kemur fram að það er ákveðin kynslóðarspenna þar sem

foreldrar skilja oft ekki hvað Snapchat snýst um og getur það komið upp á milli foreldra og

unglinga. Ef foreldri getur nýtt tækifærið og lært á miðilinn getur hann verið í meiri sambandi

við barnið sitt. Snapchat er líka miðill sem getur verið hættulegur þegar kemur að

óviðeigandi hegðun. Sumir nýta sér þann eiginleika að myndirnar sem sendast eyðast eftir

ákveðinn tíma og samkvæmt rannsókninni frá Midwestern háskólanum nýta sumir

einstaklingar sér þetta til þess að leggja í einelti eða senda óviðeigandi myndir (Vaterlausa

o.fl., 2016).

Snapchat virðist hinsvegar líka hafa góð áhrif en þátttakendur í rannsókninni greindu

frá því að Snapchat geti verið tæki til þess að styrkja samböndin í lífi þeirra,

fjölskyldusamböndin og vinasamböndin. Þau sögðu einnig að þau væru ekki að senda

einhverjum sem þau þekktu ekki því það væri skrítið og að Snapchat væri meira persónulegra

(Vaterlausa o.fl., 2016).

Page 19: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

17

3.3 Instagram

Instagram kom út árið 2010 og byggir sá samfélagsmiðill á þeirri hugmynd að fólk tekur

myndir, breytir þeim og deilir þeim svo með vinum sínum (Weilenmann, Hillman og

Jungselius, 2013).

Það voru þeir Kevin Systrom og Mike Kriger sem stofnuðu Instagram saman en

Instagram hefur farið vaxandi með árunum og eru yfir 500 milljónir notenda sem deila

myndum og myndböndum af sjálfum sér og merkilegum augnablikum. Miðillinn er ætlaður

fyrir sjónræna frásögn fyrir alla, einstaklinga, fyrirtæki eða stórstjörnur (Instagram, 2018).

Þann 6. október 2010 sem er dagurinn sem Instagram var stofnað skráðu 25 þúsund manns

sig á miðilinn og hefur hann farið stækkandi síðan þá og í mars mánuði 2017 voru notendur

orðnir 600 milljón (Instagram, 2018). Instagram hefur aukist mjög í vinsældum á

síðastliðnum árum en til marks um það má sjá að daglegir notendur á Instagram fóru úr 150

milljón notendum í janúar árið 2017 og í 500 milljón daglega notendur í september árið 2017

(Statista, 2018b).

Samkvæmt rannsókn sem var gerð í tveimur háskólum í Kuala Lumpur kemur fram að

Instagram getur haft neikvæð áhrif á líkamsímynd unglinga. Instagram gefur unglingum það

tækifæri að sjá myndir af öðrum sem getur leitt til þess að þau byrja að mynda hjá sér

neikvæðar tilfinningar og óhamingju gagnvart líkama sínum þar sem þau eru að bera sig

saman við aðra sem eru hugsanlega búin að vinna myndirnar sínar til þess að þær líti betur

út (Ahadzadeh, Pahlevan Sharif og Ong, 2017). Svipuð rannsókn var gerð í háskóla í

Bandaríkjunum þar sem stúlkur sem notuðu Instagram voru þátttakendur. Niðurstöðurnar

þar voru svipaðar og gáfu til kynna að notkun Instagram gætu haft neikvæð áhrif á

líkamsímynd og ef stúlkur væru alltaf að bera sig saman við aðra ýtti það undir óánægju með

líkama sinn (Hendrickse, Arpan, Clayton og Ridgway, 2017).

3.4 Áhrif samfélagsmiðla

Áhrif samfélagsmiðla á unglinga nú til dags geta verið margvísleg en mikil aukning hefur

orðið í notkun þeirra á síðastliðnum árum hjá unglingum. Árið 2014 var hlutfall nemenda í 8,

9 og 10 bekk á höfðuborgasvæðinu sem eyddu 4 klst. eða meira á samfélagsmiðlum 14,2%

og hlutfallið á landsbyggðinni var 15,1% (Hrefna Pálsdóttir o.fl., 2014). Hlutfallið hefur

hækkað töluvert en hlutfall sama aldurshóps árið 2016 hefur farið upp í 21,7% á

Page 20: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

18

höfuðborgasvæðinu og 23,9% á landsbyggðinni (Margrét Lilja Guðmundsdóttir o.fl., 2016).

Þarna sjáum við að notkun samfélagsmiðla eykst á milli ára og hafa verið gerðar rannsóknir á

hvaða áhrif notkunin hafi á fólk.

Rannsóknir hafa sýnt að bæði er að finna jákvæð og neikvæð áhrif af notkun

samfélagsmiðla en samkvæmt rannsókn Rideout telur meirihluti unglinga að

samfélagsmiðlar hafi góð áhrif á sig (Rideout, 2012). Í sömu rannsókn kom fram að unglingar

séu ánægðir en þó áhyggjufullir þegar myndum af þeim er deilt á netinu, áhyggjufullir yfir því

hvort þetta sé nógu flott mynd af þeim og hvort myndin verði nógu vinsæl. Stúlkur eru taldar

vera mun líklegri til að upplifa það frekar en drengir. Um 35% unglinga höfðu áhyggjur af því

að vera „merkt“ (e. tagged) á myndum sem þeim fannst ljótar, 22% unglinga höfðu áhyggjur

og leið illa ef enginn skildi eftir skilaboð eða líkaði við myndirnar sem þau settu á netið. Um

17% unglinga sögðust svo hafa átt við myndirnar sínar áður en þær færu á internetið til þess

að líta betur út (Rideout, 2012). Tölur frá þessari rannsókn sýna að samfélagsmiðlar hafi áhrif

hvort sem það eru jákvæð áhrif eða neikvæð áhrif. Ungt fólk hefur mismikinn þroska til þess

að vera á netinu en sumir hafa kunnáttu og færni til þess að nota góð samskipti og sýna góða

hegun á netinu. Það eru líka einstaklingar sem hafa ekki þennan þroska og eru í meiri hættu

á að lenda í vandræðum á netinu (Chadwick, 2014).

Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar geti haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Þau

jákvæðu áhrif sem komu í ljós í rannsókn sem var gerð í Brasilíu á unglingum á aldrinum 13-

17 ára voru að unglingar upplifðu meiri nálægð með vinum sínum þar sem þau eru í

stanslausu sambandi við hvort annað. Að sama skapi sögðu unglingar frá því að þau litu á

samfélagsmiðla sem einu leiðina til þess að hafa samskipti við vini sína og að þau væru

meðvituð um þá hættu að getan um að eiga samskipti í raunveruleikanum minnki (Hübner

Barcelos og Alberto Vargas Rossi, 2014).

Slíkar niðurstöður segja okkur að jafnvel þótt samfélagsmiðlar geti skilað einhverju

jákvæðu sé mögulega alltaf hætta á því að neikvæð áhrif eigi sér líka stað og öfugt. Hér á

eftir verður farið yfir atriði tengda samfélagsmiðlum sem geta haft áhrif á unglinga.

3.5 Áhrif á andlega heilsu

Eðlilegur kvíði er tilfinning sem flestir hafa upplifað og ætti ekki að vera nein sérstök ástæða

til þess að hafa áhyggjur af kvíða sem fær fólk til þess að takast á við verkefni sem eiga við á

Page 21: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

19

hverjum degi. Þessi eðlilegi kvíði getur hins vegar breyst úr því að vera hvetjandi og í ástand

sem hamlar og heftir. Þetta ástand kallar meðal annars fram streitu og hefur það áhrif á

samskipti við aðra, dregur úr lífsgæðum einstaklings og hefur mikil áhrif á nánasta umhverfi

hans (Tómas Zoega, 2001).

Rannsókn sem var gerð árið 2017 kannaði hvort það væru tengsl á milli

samfélagsmiðla notkun og kvíða. Skoðuð voru gögn frá 563 einstaklingum og kom fram að

þátttakendur eyddu að meðaltali 6,63 klukkutímum á samfélagsmiðlum á venjulegum degi

og að notkun stráka væri meiri heldur en hjá stelpum. Niðurstöðurnar í þessari rannsókn

sýndu fram á að það væru tengsl á milli þess að því meiri tíma sem einstaklingur eyðir á

samfélagsmiðlum því meiri líkur eru á tilfinningalegum kvíða (Vannucci o.fl., 2017).

Marissa Maldonado greindi frá því að notkun samfélagsmiðla getur aukið streitu,

kallað fram kvíða og minnkað sjálfstraust hjá fólki. Hún segir einnig að þessi stöðuga

uppfærsla á samfélagsmiðlum ýti undir kvíða, unglingar verða alltaf að athuga á

samfélagsmiðla svo þeir séu ekki að missa af neinu. Þetta býður upp á það að unglingar fari

að bera sig saman við aðra og getur það leitt til þess að sumir upplifi líf sitt viðburðasnauðara

heldur en annarra. Þar af leiðandi geta einstaklingar upplifað sinn persónuleika sem

ófullnægjandi í samanburði við aðra á samfélagsmiðlum. Þetta kallar á endalausar áhyggjur

sem geta valdið langvarandi streitu og kvíða sem getur svo leitt til heilsufarsvandamála, þar á

meðal geðraskana (Maldonado, 2016).

Svefn er mikilvægur og jafnvel ennþá mikilvægari fyrir ungt fólk. Rannsókn var gerð í

Skotlandi á 467 unglingum þar sem athugað var hvort notkun samfélagsmiðla og

tilfinningaleg tengsl við samfélagsmiðla hefði áhrif á svefn, sjálfstraust, kvíða og þunglyndi.

Þessi rannsókn sýndi fram á að því meiri tíma sem unglingur eyðir á samfélagsmiðlum yfir

allan sólarhringinn upplifir verri svefn, minna sjálfstraust og á í meiri hættu að upplifa kvíða

og þunglyndi (Woods og Scott, 2016).

Unglingar geta fengið skilaboð á nóttunni sem getur truflað svefn þar sem 86% af

unglingum sofa með símann sinn í herberginu sínu, undir koddanum sínum eða í hendinni.

Hljóðin frá símanum þegar einstaklingur fær skilaboð getur truflað svefn og pressan að vera

alltaf til staðar til þess að svara skilaboðum og kvíðinn fyrir því að missa ekki af hlutum sem

eru í gangi á samfélagsmiðlum getur einnig truflað svefn.

Það hefur komið í ljós að unglingar upplifi mikin kvíða þegar þau hafa ekki aðgang að

samfélagsmiðlum sínum til þess að svara skilaboðum, það er því möguleiki á að unglingar eigi

Page 22: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

20

erfitt með að slaka á þegar þau eiga að vera fara sofa því þau eru kvíðin að þau séu að missa

af einhverju á samfélagsmiðlum (Woods og Scott, 2016). Þessi gríðarlega pressa að þurfa

alltaf að vera á samfélagsmiðlum til þess að svara skilaboðum og vera með á nótunum hvað

sé í gangi ýtir undir kvíða og þunglyndi. Unglingar telja sig vera að missa af einhverju og

upplifa depurð þegar þau geta ekki verið á samfélagsmiðlum (Woods og Scott, 2016).

Það er líka áhugavert að skoða hvort það skipti máli hvort fjöldi samfélagsmiðla hafi

áhrif á andlega líðan, þar að segja hvort einstaklingur noti marga samfélagsmiðla. Það var

rannsakað og það sem kom í ljós er að þeir sem eru að nota 7-11 mismunandi

samfélagsmiðla eru í meiri hættu á að upplifa þunglyndi og kvíða (Primack o.fl., 2017).

Eins og fram hefur komið geta unglingar verið mis þroskaðir til þess að nota

samfélagsmiðla og eru því ákveðnar hættur sem unglingar geta lent í á miðlunum. Þar er

hægt að taka sem dæmi neteinelti (e. Cyberbullying) og „Sexting“ þar sem unglingar senda

eða taka á móti kynferðislegum skilaboðum.

3.5.1 Neteinelti (e. Cyberbullying)

Neteinelti er eins og nafnið gefur til kynna einelti sem fram fer á netinu. Neteinelti er þegar

verið er að stríða eða niðurlægja einstakling en það getur gerst bæði á skólatíma og heima

fyrir. Einelti er skilgreint sem endurtekin hegðun, líkamleg eða andleg gagnvart valdlausum

einstaklingum framin af valdamiklum einstaklingum. Þessi valdamikli einstaklingur getur

notað netið og samfélagsmiðla til þess að áreita, hóta eða niðurlægja ákveðinn einstakling og

hann getur gert það undir falsnafni eða nafnlaust (Chadwick, 2014).

Einstaklingar geta lent í mismunandi neteinelti og hefur því verið skipt upp í nokkra

flokka. Það er hægt að áreita einstakling með því að senda móðgandi og óviðeigandi skilaboð

beint til viðkomandi sem og setja inn færslu sem er móðgandi gagnvart einstökum

einstakling þar sem aðrir geta séð og jafnvel tekið undir. Einstaklingar geta brotist inn á

aðganga annarra á samfélagsmiðlum og þóst vera þeir og senda ljót skilaboð eða

vandræðarlegt efni til annarra (Chadwick, 2014).

Það eru því möguleikar til þess að leggja í einelti og getur þetta haft mikil áhrif á

sjálfsmynd unglinga ef þeir verða fyrir neteinelti þar sem það getur farið fram allan

sólarhringinn og er einstaklingurinn í raun hvergi öruggur fyrir eineltinu.

Í rannsókn sem kom út árið 2017 voru tekin viðtöl við 417 unglinga í Tyrklandi og þar

kom í ljós að 149 unglingar eða 35,7% af þeim unglingum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu

Page 23: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

21

tekið þátt í neteinelti að minnsta kosti einu sinni. Þar kom einnig í ljós að líkurnar á því að

lenda í neteinelti aukast þegar einstaklingur verður eldri og að einstaklingur er í mikið meiri

hættu á því að lenda í neteinelti ef hann er með aðgang á samfélagsmiðlum.

Samfélagsmiðlar eru samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar helsti staðurinn þar sem

neteinelti fer fram og að 14 ára unglingar séu líklegastir til þess að beita eða lenda í

neteinelti þar sem unglingar á þessum aldri eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum. Það eru

meiri líkur á að stelpur lendi í neteinelti og á sama tíma líklegra að strákar séu þeir sem beita

neteinelti. Einnig kemur fram í greininni að 71% af þeim sem hafa beitt neteinelti hafa lent í

því sjálf (Beyazit, Şimşek og Ayhan, 2017).

Afleiðingar neteineltis geta verið mjög alvarlegar og hefur það komið fram að

þolendur neteineltis upplifi mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd og getur neteinelti einnig leitt til

sjálfsvíghugsanna og sjálfsvígshegðunnar (Mirsky og Omar, 2015). Margir unglingar gera sér

stundum ekki grein fyrir því að það sem fer á netið mun verða fast á netinu, hvort sem það er

eitthvað sem unglingur skrifar á netinu eða mynd sem hann sendir. Jafnvel þótt það sé hægt

að eyða til dæmis skilaboðum þá eru þau ennþá til, þetta kallast stafræn fótspor (e. digital

footprints). Þetta getur haft áhrif á framtíð unglinga varðandi atvinnu og skóla þar sem sumir

atvinnurekendur og skólar athuga hvað sé hægt að finna á netinu um viðkomandi. Það er því

mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig maður ætlar að nota samfélagsmiðla og hvernig

maður kemur fram, alveg eins og í raunveruleikanum (Chadwick, 2014).

3.5.2 „Sexting“

„Sexting“ er enskt orð sem hefur verið sett saman af orðinu kynlíf (e. sex) og að senda

skilaboð (e. texting). Sexting á sér stað þegar einstaklingar senda á milli sín kynferðisleg

skilaboð, myndir og myndbönd (Davidson, 2014). Í fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur

talar hún um Sexting og afhverju unglingar séu að senda kynferðisleg skilaboð. Hún segir að

samkvæmt viðhorfskönnunum líta unglingar á sexting sem daður og leið til að koma áhuga

sínum á annarri manneskju á framfæri. Hún segir einnig að það sé eðileg hvöt að koma

áhuga sínum á framfæri. Þórdís segir einnig að hún hafi frætt mörg hundruð íslensk börn um

sexting og hefur alltaf spurt hvað séu margir sem þekkja einhvern jafnaldra sem hefur sent

eða fengið senda kynferðislega mynd og segir hún að hlutfallið hefur verið um 70% sem

hefur rétt upp hönd og skiptir það ekki máli hvort þau séu í 8, 9 eða 10 bekk (Þórdís Elva

Þorvaldsdóttir, 2015). Sexting getur eins og Þórdís segir verið saklaust daður og verið á milli

Page 24: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

22

tveggja einstaklinga sem treysta hvort öðru en það fylgir þessu ákveðin áhætta þar sem

samfélagsmiðlar bjóða upp á allskonar möguleika til þess að vista myndir sem eru sendar.

Einstaklingurinn á þá í hættu að myndin sem hann sendi gæti farið í dreifingu á netinu

svo að allir geti séð hana. Það er ekki bara þegar myndin er komin í dreifingu þegar unglingur

getur orðið fyrir neikvæðum áhrifum heldur hræðslan sem unglingurinn finnur um að

myndin fari í dreifingu getur verið mikil, dæmi eru um að stelpur hafi hætt að mæta í leikfimi

og sund í skólanum sínum því þær eru smeykar við að það verði tekin mynd af þeim sem fer í

dreifingu (Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, 2015).

Í bók Judith Davidson um Sexting tók hún viðtöl við unglinga um skoðun þeirra á

fyrirbærinu og þá helst muninn á stelpum og strákum. Ef við skoðum hvernig stelpur og

strákar túlka sexting að þá er það mjög svipað en mismunandi hvað þau telja mikilvægast.

Bæði kyn leitast eftir traustu sambandi með annarri manneskju, hafa áhyggjur af stöðu sinni

innan hópi sínum og vilja ekki lenda undir og að lokum löngun til kynlífs. Þessum þrem

þáttum er hins vegar raðað misjafnlega upp á milli kynjanna. Helsti hvati stelpna til þess að

hefja sexting með annarri manneskju er löngunin til þess að vera í traustu og rómantísku

sambandi en helsti hvati stráka er löngunin í kynlíf. Staða innan samfélagshópsins var einnig

mjög afgerandi hjá bæði stelpum og strákum. Stelpur leitast eftir því að vera í sambandi með

eldri og vinsælum strákum til þess að fá viðurkenningu frá jafningjum sínum. Strákar horfa

oft á þetta sem keppni, hver nær að vera í sambandi með flottustu stelpunni og jafnvel hver

nær að vera í sambandi með sem flestum stelpum. Mjög sjaldan eru strákar gagnrýndir

þegar þeir eru í sexting en að sama skapi geta stelpur verið gagnrýndar fyrir það og verið

kallaðar allskonar nöfnum eins og til dæmis druslur (e. slutshaming) (Davidson, 2014).

Í grein sem kom út árið 2017 þar sem safnað var gögnum frá 3000 unglingum á

aldrinum 13-18 ára kemur fram að um 7% hafa sent kynferðislega mynd af sér eða fengið

senda kynferðislega mynd frá öðrum. Þar kemur einnig fram að hvatirnar sem leiða unglinga

til þess að stunda sexting geta verið jákvæðar og neikvæðar. Þær jákvæðu geta til dæmis

verið þær að unglingur sé í traustu og ástríku sambandi og notaðir eru samfélagsmiðlar til

þess að halda sambandinu gangandi ef um fjarsamband er að ræða. Neikvæðu hliðarnar geta

verið þær að unglingar finna fyrir pressu frá jafningjum sínum eða maka til þess að senda

kynferðislegar myndir og að unglingar finni fyrir löngun til þess að sanna sig og sýna fram á

þroska sinn (James, Sargant, Bostock og Khadr, 2017).

Í Bandaríkjunum var gerð könnun á sexting og það kom fram að 20% af unglingum á

Page 25: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

23

aldrinum 13-19 ára hafa sent eða fengið senda kynferðislega mynd, þar af 22% stelpur og

18% strákar. Þar kom einnig fram að 22% af stelpunum í þessari könnun sögðu að ástæðan

fyrir því að þær sendu kynferðislega mynd af sér væri pressa frá hinu kyninu. Á sama tíma

sögðu 18% strákar að þeir sendu kynferðislega mynd vegna pressu frá hinu kyninu (Sex and

Tech, 2013).

Afleiðingar þess að stunda sexting geta verið alvarlegar ef mynd sem unglingur sendir

kemst í dreifingu um netið. Um leið og mynd kemst í dreifingu getur unglingurinn ekkert gert

og hver sem er getur séð myndina. Þetta getur leitt til þess að unglingurinn lendi meðal

annars í neteinelti (James o.fl., 2017).

3.6 Jákvæð áhrif samfélagsmiðla

Þrátt fyrir hættur samfélagsmiðla þá hefur einnig verið rannsakað þau jákvæðu áhrif sem

þeir geta haft á unglinga. Í rannsókn Katie Davis rannsakaði hún meðal annars þau jákvæðu

áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft á þá tilfinningu að tilheyra. Tekin voru viðtöl við 32

unglinga á aldrinum 13-18 ára í skólum í Bermuda. Þar kom í ljós að samfélagsmiðlar spili

stórt hlutverk í lífi unglinga til að tilheyra einhverjum hóp og til að rækta vinasambönd

(Davis, 2012).

Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar geta hjálpað þeim unglingum sem standa höllum

fæti félagslega og að þeir geti notað samfélagsmiðla til þess að eiga í samskiptum og þar að

leiðandi líða betur með sjálfan sig. Rannsókn sem var gerð í Ástralíu á 626 nemendum á

aldrinum 10-16 ára sýndi fram á þetta og kom einnig þar fram að unglingar sem eru feimnir

líði betur þegar þeir tala við annað fólk á samfélagsmiðlum en þegar þeir tala við það í

raunveruleikanum (Allen, Ryan, Gray, McInerney og Waters, 2014).

Í rannsókn Barker kemur fram að því meira sem unglingar notast við samfélagsmiðla

og þá á heilbrigðan hátt geti það haft mjög góð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Að nota

samfélagsmiðla á heilbrigðan hátt er til dæmis að nota þá til að hrósa jafningjum sínum á

miðlunum og þar að leiðandi fá hrós til baka, þetta ýtir þá undir jákvæða sjálfsmynd (Barker,

2012). Það má því segja að samfélagsmiðlar geti haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga ef

þeir eru notaðir á réttan hátt.

3.7 Áhrifavaldar

Áhrifavaldar (e. influencers) eru yfirleitt einstaklingar sem eru þekktir, áberandi og hafa

fjölda fylgjenda (e. followers) og hafa þeir gott tengslanet á samfélagsmiðlum (Booth og

Page 26: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

24

Matic, 2011). Áhrifavaldar eru í þeirri stöðu að þeir geta haft áhrif á fólk, til dæmis þegar

einstaklingar bregðast við áreiti áhrifavaldsins sem getur leitt til þess að þeir fylgi hegðun

sem áhrifavaldurinn kallar eftir eða mælir með. Sú hegðun getur til dæmis verið

einhversskonar áhættuhegðun (Scheer og Stern, 1992). Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif

samfélagsmiðla á líkamsímynd, þá sérstaklega varðandi ungar stelpur. Ungar stelpur sjá

aðrar stelpur á samfélagsmiðlum sem eru grannar og vekur það upp óánægju með eigið útlit

(Perloff, 2014). Karlmenn geta líka verið með slæma líkamsímynd þar sem þeir geta líka séð á

samfélagsmiðlum áhrifavalda sem eru sterkir og með mikla magavöðva (Perloff, 2014). Sem

dæmi um stöðuna í samfélagi okkar í dag eru sumar stelpur með þúsundir fylgjenda á

Instagram og þær setja inn myndir á samfélagsmiðilinn af nýjustu fötunum og ferðalögum,

ungar stelpur geta möguleika fundið fyrir depurð og upplifað líf sitt sem minna mikilvægt ef

þær eru að horfa upp á þetta á hverjum degi. Þessar stelpur breyta svo myndum sínum til

þess að gera þær flottari og gefur það kannski ungum stelpum ranga mynd af

raunveruleikanum og skerðir líkamsímynd þeirra (Nútíminn, e.d.). Mikilvægt er að

áhrifavaldar séu góðar fyrirmyndir fyrir yngri fylgjendur og stuðli að heilbrigðum lífstíl og

heilbrigði líkamsímynd því eins og segir hér að ofan eru áhrifavaldar í stöðu til þess að geta

haft áhrif á fólk.

Í þessum kafla var farið yfir samfélagsmiðla og þá sérstaklega þá sem áhersla er lögð

á í þessari ritgerð, Snapchat og Instagram. Greint var frá mögulegum áhrifum samfélagsmiðla

og fjallað um niðurstöður rannsókna um þær hættur sem geta leynst þar eins og neteinelti

og sexting. Fjallað var um þau jákvæðu áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft og hvernig

áhrifavaldar geta haft áhrif á unglinga. Í næsta kafla verður fjallað um mikilvægi forvarna og

fræðslu, þar verður farið yfir hlutverk skólafélagsráðgjafa, hlutverk foreldra í

samfélagsmiðlanotkun unglinga og mikilvægi félagsmiðstöðva til þess að fræða unglinga í

frítíma sínum.

Page 27: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

25

4 Forvarnir og fræðsla

Í þessum kafla verður fjallað um mikilvægi forvarna og fræðslu, þar verður farið yfir hlutverk

skólafélagsráðgjafa, hlutverk foreldra í samfélagsmiðlanotkun unglinga og mikilvægi

félagsmiðstöðva til þess að fræða unglinga í frítíma sínum.

Forvörnum hefur verið skipt upp í þrjú stig eftir því hvers eðlis vandinn er. Fyrsta stigs

forvörn er þegar tekist er á við vandann áður en hann hefur komið fram og þar með að

minnka líkurnar á áhættuhegðun. Annars stigs forvarnir eru þegar gripið er inn í vandamál og

reynt að hindra áframhaldandi þróun vandans. Þriðja stig forvarna er þegar um

endurhæfingu er að ræða út frá vandanum (Heilbrigðisráðuneyti, e.d.). Fyrsta stigs forvörn er

sú forvörn sem hægt væri að nota í sambandi við samfélagsmiðla og þá er einmitt mögulega

verið að tala um að til dæmis foreldrar fari yfir þær hættur sem má finna á samfélagsmiðlum.

Það væri hægt að grípa í annars stigs forvarnir ef vitað er að samfélagsmiðlar séu að hafa

neikvæð áhrif á ungling og þriðja stigs forvarnir ef unglingur lendir í neteinelti.

Fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla að allir grunnskólar skulu vinna markvisst að

heilsueflingu og forvörnum þar sem hugað er að líkamlegri, félagslegri og andlegri vellíðan

nemenda skólans. Einnig er tekið fram að mikilvægt sé að grunnskólar komi sér upp

forvarnaráætlun sem birt er í skólanámskrá (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Skólinn er því í mikilvægu hlutverki er varðar forvarnir en foreldrar gegna einnig mjög

mikilvægu hlutverki varðandi forvarnir og það er nauðsynlegt að halda fræðslur fyrir foreldra

svo að þeir séu tilbúnir til að fræða börnin sín. Það ber einnig að nefna þann frítíma sem

unglingar hafa og hvað þeir ákveða að gera á þeim tíma. Félagsmiðstöðvar og starfsmenn

þeirra eru í góðri stöðu til þess að veita forvörn og má segja að þegar unglingur eyðir frítíma

sínum í skipulagt starf eigi sér stað ákveðin forvörn.

4.1 Skólaumhverfið

Þegar unglingar eru að taka út allan þennan þroska á kynþroskaskeiðinu geta verið margar

hættur í veginum og af þeim sökum getur verið mikilvægt að unglingurinn fái stuðning, þar

gæti verið mikilvægt fyrir skóla að hafa skólafélagsráðgjafa í starfi. Það sem aðgreinir starf

félagsráðgjafa í skólum er að félagsráðgjafinn beitir heildarsýn og er talinn mikilvægur

Page 28: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

26

tengiliður skólans við nærumhverfi unglings. Félagsráðgjafinn lítur til margra þátta þegar mál

unglings eru skoðuð, meðal annars til félags, persónulegra, tilfinningalegra, umhverfis,

námsþátta og hefur félagsráðgjafinn þekkingu á fjölda úrræðum sem eru í boði í samfélaginu

(Guðrún Elva Arinbjarnardóttir, 2011). Eins og segir hér að ofan að þá getur aðkoma

skólafélagsráðgjafa í skólum getur haft mikil áhrif á sálfélagslega líðan nemenda. Þar sem að

félagsráðgjafar eru þjálfaðir til að veita bæði einstaklings- og hópráðgjöf með það að

markmiði að hlúa að sálfélagslegri líðan einstaklinga og byggja upp seiglu þeirra. Verkefni

þeirra getur meðal annars verið að veita persónulega ráðgjöf til einstakra nemenda og

fræðslu til foreldra (Sigrún Harðardóttir, 2015b). Hentugt væri að hafa félagsráðgjafa í skóla

til að vera með fræðslu fyrir foreldra varðandi samfélagsmiðla.

4.2 Ábyrgð og eftirlit foreldra

Samkvæmt umboðsmanni barna eru það foreldrar sem bera aðalábyrgð á velferð og uppeldi

barna sinna. Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að skoða á

netinu. Unglingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar og eru foreldrar oft ekki með á nótunum

hvað sé vinsælt á netinu hverju sinni og því er mikilvægt að foreldrar fái ákveðna fræðslu um

samfélagsmiðla og leiðbeini börnum sínum og fylgjast með hvað þau eru að skoða á

samfélagsmiðlum (Umboðsmaður barna, e.d.).

Handbókin Börn og Miðlanotkun er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri og í

henni er fjallað um þau sjónarmið sem gott er að hafa í huga varðandi miðlanotkun barna og

unglinga. Talið er mikilvægt fyrir foreldra að kenna börnum að verjast skuggahliðum

miðlanna og kenna þeim gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna.

Þar segir einnig að það er talið mikilvægt fyrir foreldra að vera börnum sínum góðar

fyrirmyndir, ef foreldrar eyða miklum tíma á netinu og eru kannski ekki góðar fyrirmyndir á

netinu er liklegt að barnið geri það líka (Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli og SAFT, e.d.).

Komið hefur í ljós að þegar eftirlit foreldra á netnotkun unglinga sinna er lítið er

líklegra að unglingarnir beiti neteinelti eða verði fyrir neteinelti. Oft er þetta vegna þess að

foreldrar eru illa upplýstir um hvað sé í gangi á þessum samfélagsmiðlum og þeim hættum

sem unglingar gætu lent í eins og neteinelti (Beyazit o.fl., 2017).

Í rannsókn sem var gerð á Íslandi árið 2011 á unglingum og netnotkun þeirra kom

fram að um 67% þátttakenda sögðu að foreldrar þeirra leyfðu þeim að gera það sem þau

vildu á netinu og að um 59% settu sjaldan eða aldrei nein mörk hversu lengi unglingarnir

Page 29: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

27

máttu vera á netinu (Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson, 2014).

Það gefur auga leið að foreldrar geti sett meiri mörk á netnotkun unglinga sinna en

netnotkun hefur aukist á þessum árum með tilkomu snjallsíma og því er kannski erfitt að

setja mörk þar sem unglingar eru með snjallsímann með sér hvert sem þau fara. Það er því

talið mikilvægt að foreldrar séu í góðu sambandi við unglinga sína um hvernig skal notast við

samfélagsmiðla og gera þeim ljóst um þær hættur sem er að finna þar.

4.3 Frítími og félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar eru 24 talsins í Reykjavík og eru þær starfræktar í húsnæði grunnskólanna

eða utan þeirra. Þar er boðið upp á uppbyggilegt starf fyrir 10-16 ára börn og unglinga í

frítíma sínum. Það er sérstök áhersla lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs

stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni til þess að ná til sem flestra. Í

félagsmiðstöðvum er opið starf, klúbbar og sértækt hópastarf (Félagsmiðstöðvar, 2013).

Starfsmenn félagsmiðstöðva eru frístundaleiðbeinendur og frístundaráðgjafar. Þeirra

helstu ábyrgðarsvið og verkefni eru meðal annars að sjá til þess að unglingar finni fyrir öryggi

og líði vel innan félagsmiðstöðvarinnar, efli ábyrgð, virkni, sjálfsmynd og sjálfstæði unglinga.

Starfsmenn sjá til þess að það sé komið á móts við ólíkar þarfir og þroska unglinga með

fjölbreyttum viðfangsefnum. Starfsmenn geta verið fyrirmyndir unglinga og eru oft í ólíkum

hlutverkum í lífi unglings, þessi hlutverk geta verið til dæmis ráðgjafi, félagi, stuðningsfulltrúi

og fræðari (Adda Rún Valdimarsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir, e.d.).

Fram kemur í Starfsmannahandbók félagsmiðstöðva að eitt af þríþættu gildum

frítímans sé einmitt forvarnargildi. Þar segir að þátttaka í skipulögðu félagsstarfi í umsjá

fagfólks í umhverfi sem er öruggt hefur mikið forvarnargildi. Það að unglingar taki þátt í starfi

í frítíma sínum eins og hjá félagsmiðstöðvum með sterkum fyrirmyndum eykur líkur á því að

unglingur kjósi heilbrigðan lífstíl og forðist áhættuhegðun (Adda Rún Valdimarsdóttir og

Hulda Valdís Valdimarsdóttir, e.d.).

Starfsmenn félagsmiðstöðva þurfa að vera meðvitaðir um það hlutverk sem þeir

gegna sem fyrirmyndir og geta þeir verið ákveðnir áhrifavaldar. Starfsmenn geta því veitt

beina eða óbeina fræðslu varðandi samfélagsmiðla og notagildi þeirra.

Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sæki í starf félagsmiðstöðva en fram kemur í

skýrslunni Ungt fólk 2016 að um 40% af nemendum í 9. og 10. bekk árið 2016 tóku þátt í

starfi félagsmiðstöðva nokkrum sinnum í mánuði eða oftar og þá er verið að tala um

Page 30: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

28

venjulega opnun í félagsmiðstöðinni (Margrét Lilja Guðmundsdóttir o.fl., 2016). Það er

ánægjulegt að sjá að svona stórt hlutfall nemenda séu að sækja félagsmiðstöðvar þar sem

þau eiga að vera í öruggu umhverfi þar sem forvarnir eiga sér stað í gegnum óformlegt nám.

Í þessum kafla var fjallað um mikilvægi forvarna og fræðslu, einnig var farið yfir

hlutverk skólafélagsráðgjafa, hlutverk foreldra í samfélagsmiðlanotkun unglinga og mikilvægi

félagsmiðstöðva til þess að fræða unglinga í frítíma sínum. Í næsta kafla verða niðurstöður

settar fram og þær ræddar í fræðilegu ljósi með rannsóknarspurningu til hliðsjónar og verða

dregnar ályktanir út frá niðurstöðum.

Page 31: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

29

5 Niðurstöður og umræða

Í þessum kafla verða niðurstöður settar fram og þær ræddar í fræðilegu ljósi með

rannsóknarspurningu til hliðsjónar og verða dregnar ályktanir út frá niðurstöðum.

Í nútímasamfélagi er tæknin orðin það mikil að hvert sem við förum erum við nettengd

og búum við mikið áreiti frá samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru orðnir að sjálfsögðum hlut í

lífi margra og þá er verið að tala um alla aldurshópa. Unglingar virðast samt sem áður vera sá

hópur sem einna virkastur er á samfélagsmiðlum og virðist miðlarnir sá þáttur sem spilar hvað

stærstan þátt í félagsneti þeirra. Þróun sjálfsmyndar unglinga er eitt stærsta þroskaverkefni

þeirra og oft getur verið erfitt fyrir unglinga að finna út hverjir þeir vilja vera og er því mikilvægt

að foreldrar séu til staðar fyrir unglinga sína á þessum árum og hafa rannsóknir sýnt fram á það

að það getur dregið úr líkum á því að unglingar leiðist í slæman félagsskap og svo framvegis.

Samfélagsmiðlar eru eins og segir hér að ofan orðinn stór hluti af lífi margra unglinga og

eru margir sem eru tengdir allan sólarhringinn og búa við stanslaust áreiti sem getur verið

neikvætt og jákvætt. Að sama skapi og það er mikilvægt að foreldar séu til staðar fyrir unglinga

sína er mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir áhrifum samfélagsmiðla og vera vakandi fyrir

hvað unglingar séu að gera á þessum miðlum.

Rannsóknarspurningin í þessari ritgerð var hvort samfélagsmiðlar hafi möguleg áhrif á

sjálfsmynd unglinga og hver áhrifin gætu verið. Lögð var áhersla á tvo samfélagsmiðla, Snapchat

og Instagram en greint var frá rannsóknum sem hafa verið gerðar um áhrif samfélagsmiðla og

kom þar meðal annars í ljós að unglingar noti samfélagsmiðla mikið til að vera í sambandi við vini

sína og fjölskyldu en einnig til að mynda ný vinasambönd.

Snapchat og Instagram bjóða upp á þetta þar sem hægt er að eiga í samskiptum bæði í

gegnum myndir og texta og er því ljóst að þessir samfélagsmiðlar séu notaðar af unglingum og

eigi þátt í þróun sjálfsmyndar þar sem mikil samskipti fara þar fram.

Niðurstöðurnar benda til þess að samfélagsmiðlarnir Snapchat og Instagram geti haft

neikvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga, þá helst þegar unglingar eyða miklum tíma og verða

tilfinningalega tengd miðlunum, lenda í neteinelti eða bera sig saman við aðra sem þeir eru að

fylgja á þessum miðlum. Miðað við lífskeiðakenningu Erikson varðandi kynþroskaskeiðið og að

Page 32: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

30

unglingar séu að sjá sig í mismunandi hlutverkum og prufa sig áfram með mismunandi

sjálfsmyndir tel ég mikilvægt að sporna þurfi við þessum neikvæðu áhrifum. Það er því mikilvægt

að veitt sé fræðsla bæði fyrir foreldra og unglinga svo að forvörn geti átt sér stað því að miðað

við hve hratt samfélagsmiðla notkun hefur aukist þá eru töluverðar líkur á því að notkunin verði

meiri eftir því sem tæknin þróast.

Draga má þá ályktun að mikilvægt sé að setja fram kröfu á skólayfirvöld að hafa

forvarnaráætlun varðandi samfélagsmiðla og að fræðsla sé í boði bæði fyrir foreldra og unglinga,

en með því er mögulega hægt að draga vel úr þeim líkum að unglingar verði fyrir neikvæðum

áhrifum samfélagsmiðla. Þá tel ég að það mætti rannsaka betur hér á landi hvernig unglingar

notast við samfélagsmiðla og hvernig þeim líður þegar þau eiga í samskiptum á þeim eða þegar

þau eru að fylgjast með þessum svokölluðu áhrifavöldum. Þar með er hægt að sjá betur hvað

það er nákvæmlega sem þarf að fræða unglingana um svo að þau geti verið örugg með sjálfan sig

á miðlunum og geti þróað með sér jákvæða sjálfsmynd.

____________________________________

Hjörleifur Steinn Þórisson

Page 33: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

31

Heimildaskrá

Adda Rún Valdimarsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir (Ritstj.). (e.d.). Starfsmannahandbók félagsmiðstöðva ÍTR. Reykjavík: Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.

Aðalnámskrá grunnskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningamálaráðuneytið.

Ahadzadeh, A. S., Pahlevan Sharif, S. og Ong, F. S. (2017). Self-schema and self-discrepancy mediate the influence of Instagram usage on body image satisfaction among youth. Computers in Human Behavior, 68, 8–16. https://doi.org/10.1016/j.chb.2016.11.011

Aldís Guðmundsdóttir. (1997). Sálfræði: Vöxtur og þroski. Reykjavík: Mál og menning.

Allen, K. A., Ryan, T., Gray, D. L., McInerney, D. M. og Waters, L. (2014). Social Media Use and Social Connectedness in Adolescents: The Positives and the Potential Pitfalls. The Australian Educational and Developmental Psychologist; Melbourne, 31(1), 18–31. http://dx.doi.org/10.1017/edp.2014.2

Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. (2001). Sálfræði einkalífsins. Reykjavík: Forlagið.

Bacchini, D. og Fabrizia, M. (2003). Self-Image and Perceived Self-Efficacy During Adolescence. Journal of Youth and Adolescence, 32(5), 337–349. https://doi.org/10.1023/A:1024969914672

Barker, V. (2012). A Generational Comparison of Social Networking Site Use: The Influence of Age and Social Identity. The International Journal of Aging and Human Development, 74(2), 163–187. https://doi.org/10.2190/AG.74.2.d

Baumrind, D. (1971). Current patterns of parental authority. Developmental Psychology Monographs.

Berger, K. S. (2014). The developing person through the life span (9th edition.). New York, NY: Worth Publishers.

Beyazit, U., Şimşek, Ş. og Ayhan, A. B. (2017). An Examination of the Predictive Factors of Cyberbullying in Adolescents. Social Behavior and Personality; Palmerston North, 45(9), 1511–1522. http://dx.doi.org/10.2224/sbp.6267

Booth, N. og Matic, J. A. (2011). Mapping and leveraging influencers in social media to shape corporate brand perceptions. Corporate Communications: An International Journal, 16(3), 184–191. https://doi.org/10.1108/13563281111156853

Bronfenbrenner, U. og Mahoney, M. A. (1975). Influences on human development (2nd ed.). Hinsdale, Ill: Dryden Press.

Page 34: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

32

Chadwick, S. (2014). Impacts of Cyberbullying, Building Social and Emotional Resilience in Schools. Cham: Springer International Publishing.

Davidson, J. (2014). Sexting: Gender and Teens. Rotterdam: SensePublishers.

Davis, K. (2012). Friendship 2.0: Adolescents’ experiences of belonging and self-disclosure online. Journal of Adolescence, 35(6), 1527–1536. https://doi.org/10.1016/j.adolescence.2012.02.013

Erikson, E. H. (1968). Identity: youth and crisis. New York: Norton.

Félagsmiðstöðvar. (2013). Sótt af https://reykjavik.is/felagsmidstodvar

Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli og SAFT. (e.d.). Börn & miðlanotkun. Reykjavík: Mennta- og Menningarmálaráðuneytið. Sótt af http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2016/08/B%C3%B6rn-og-mi%C3%B0lanotkun.pdf

Fuchs, C. (2014). Social media: a critical introduction / Christian Fuchs. Thousand Oaks, CA: Sage Publications.

Gabriel, F. (2014). Sexting, Selfies and Self-Harm: Young People, Social Media and the Performance of Self-Development. Media International Australia, 151(1), 104–112. https://doi.org/10.1177/1329878X1415100114

Guðrún Elva Arinbjarnardóttir. (2011). Skólafélagsráðgjöf. Tímarit Félagsráðgjafa, 5(1), 44–45.

Harter, S. (2012). The construction of the self: developmental and sociocultural foundations. New York: Guilford.

Heilbrigðisráðuneyti. (e.d.). Áfengi og önnur vímuefni. Staðan nú og tillögur að stefnumótun. Sótt af https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/Gedskyrsla/53kafli.pdf

Hendrickse, J., Arpan, L. M., Clayton, R. B. og Ridgway, J. L. (2017). Instagram and college women’s body image: Investigating the roles of appearance-related comparisons and intrasexual competition. Computers in Human Behavior, 74, 92–100. https://doi.org/10.1016/j.chb.2017.04.027

Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson. (2014). „Ég nota alla lausa tíma sem ég hef“ - Netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2014/ryn/008.pdf

Hogan, B. (2010). The Presentation of Self in the Age of Social Media: Distinguishing Performances and Exhibitions Online. Bulletin of Science, Technology & Society, 30(6), 377–386. https://doi.org/10.1177/0270467610385893

Hosogi, M., Okada, A., Yamanaka, E., Ootyou, K., Tsukamoto, C. og Morishima, T. (2007). Self-esteem in children with psychosomatic symptoms: examination of low self-esteem

Page 35: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

33

and prognosis. Acta Medica Okayama, 61(5), 271–281. https://doi.org/10.18926/AMO/32899

Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Inga Dóra Sigurðardóttir. (2014). Ungt fólk 2014 - Grunnskólar Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi. Rannsókn og greining: Mennta- og menningamálaráðuneytið.

Hübner Barcelos, R. og Alberto Vargas Rossi, C. (2014). Paradoxes and strategies of social media consumption among adolescents. Young Consumers; Bradford, 15(4), 275–295.

Instagram. (2018). About us. Sótt af https://www.instagram.com/about/us/

James, D. R., Sargant, N. N., Bostock, N. og Khadr, S. (2017). New challenges in adolescent safeguarding. Postgraduate Medical Journal; London, 93(1096), 96. http://dx.doi.org/10.1136/postgradmedj-2016-134426

Jørgensen, C. R. (2010). Invited Essay: Identity and Borderline Personality Disorder. Journal of Personality Disorders; New York, 24(3), 344–364. http://dx.doi.org/10.1521/pedi.2010.24.3.344

Kuhlman, I. (2002). Að laða fram það besta hjá sjálfum sér. Sótt af http://thekkingarmidlun.is/frettir-og-greinar/nanar/2002/03/20/Ad-lada-fram-thad-besta-hja-sjalfum-ser/

Maldonado, M. (2016). The Anxiety of Facebook. Psych Central. Sótt af https://psychcentral.com/lib/the-anxiety-of-facebook/

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Erla María Tölgyes, Álfgeir Logi Kristjánsson og Inga Dóra Sigurðardóttir. (2016). Ungt fólk 2016 - 8 - 10 bekkur. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Rannsókn og greining: Mennta- og menningamálaráðuneytið.

Mirsky, E. L. og Omar, H. A. (2015). Cyberbullying in adolescents: The prevalence of mental disorders and suicidal behavior. International Journal of Child and Adolescent Health; Hauppauge, 8(1), 37–39.

Nútíminn. (e.d.). Vinsælu stelpurnar á Instagram leggja metnað í myndirnar: Allt brjálað ef engin mynd kæmi í tvær vikur. Sótt af http://nutiminn.is/vinsaelu-stelpurnar-a-instagram-setja-metnad-i-myndirnar-allt-brjalad-ef-thad-kaemi-engin-mynd-i-tvaer-vikur/

Perloff, R. M. (2014). Social Media Effects on Young Women’s Body Image Concerns: Theoretical Perspectives and an Agenda for Research. Sex Roles; New York, 71(11–12), 363–377. http://dx.doi.org/10.1007/s11199-014-0384-6

Page 36: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

34

Polce-Lynch, M., Myers, B. J., Kliewer, W. og Kilmartin, C. (2001). Adolescent Self-Esteem and Gender: Exploring Relations to Sexual Harassment, Body Image, Media Influence, and Emotional Expression. Journal of Youth and Adolescence, 30(2), 225–244. https://doi.org/10.1023/A:1010397809136

Primack, B. A., Shensa, A., Escobar-Viera, C. G., Barrett, E. L., Sidani, J. E., Colditz, J. B. og James, A. E. (2017). Use of multiple social media platforms and symptoms of depression and anxiety: A nationally-representative study among U.S. young adults. Computers in Human Behavior, 69, 1–9. https://doi.org/10.1016/j.chb.2016.11.013

Rideout, V. (2012). Social Media, Social Life: How Teens View Their Digital Lives. USA: Common sense media research study.

Santrock, J. W. (2016). Adolescence (16th ed.). New York: McGraw-Hill Education.

Scheer, L. K. og Stern, L. W. (1992). The Effect of Influence Type and Performance Outcomes on Attitude toward the Influencer. Journal of Marketing Research, 29(1), 128–142. https://doi.org/10.2307/3172498

Sex and Tech. (2013). Results from a Survey of Teens and Young Adults. The National Campaign to Prevent Teen and Unplanned Pregnancy. Sótt af https://www.drvc.org/pdf/protecting_children/sextech_summary.pdf

Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2007). Virðing og umhyggja: Ákall 21. aldar. Reykjavík: Heimskringla.

Sigrún Harðardóttir. (2015a). Líðan framhaldsskólanemenda: um námserfiðleika, áhrifaþætti og ábyrgð samfélagsins. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd.

Sigrún Harðardóttir. (2015b). Velferð nemenda - hlutverk skólafélagsráðgjafa. Tímarit Félagsráðgjafa, 9(1). Sótt af http://www.timaritfelagsradgjafa.is/article/view/1894

Statista. (2018a). Active social media penetration in European countries 2018. Sótt af https://www.statista.com/statistics/295660/active-social-media-penetration-in-european-countries/

Statista. (2018b). Number of daily active Instagram users from October 2016 to September 2017 (in millions). Sótt af https://www.statista.com/statistics/657823/number-of-daily-active-instagram-users/

Statista. (2018c). Number of daily active Snapchat users from 1st quarter 2014 to 4th quarter 2017 (in millions). Sótt af https://www.statista.com/statistics/545967/snapchat-app-dau/

Tómas Zoega. (2001). Kvíði, greining og meðferð. Geðvernd, 30(1), 27–31.

Umboðsmaður barna. (e.d.). Netnotkun. Sótt af https://www.barn.is/malaflokkar/netnotkun/

Page 37: Samfélagsmiðlar og áhrif þeirra á sjálfsmynd unglinga ritgerð... · 2018-10-15 · 4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla

35

Vannucci, A., Flannery, K. M. og Ohannessian, C. M. (2017). Social media use and anxiety in emerging adults. Journal of Affective Disorders, 207, 163–166. http://dx.doi.org/10.1016/j.jad.2016.08.040

Vaterlausa, Jm., Barnetta, K., Rocheb, C. og Youngc, J. A. (2016). „Snapchat is more personal“: An exploratory study on Snapchat behaviors and young adult interpersonal relationships. Computers in Human Behavior, 62, 594–601. http://dx.doi.org/10.1016/j.chb.2016.04.029

Weilenmann, A., Hillman, T. og Jungselius, B. (2013). Instagram at the Museum: Communicating the Museum Experience Through Social Photo Sharing. Proceedings of the SIGCHI Conference on Human Factors in Computing Systems, 1843–1852. https://doi.org/10.1145/2470654.2466243

Woods, H. C. og Scott, H. (2016). #Sleepyteens: Social media use in adolescence is associated with poor sleep quality, anxiety, depression and low self-esteem. Journal of Adolescence; London, 51, 41.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. (2015). Ber það sem eftir er. Sótt af https://www.youtube.com/watch?time_continue=4168&v=vladV1NHvqo