30
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKSINS <Heiti verkefnis> Verkefnishandbók Verknúmer <XXX XXXX> 4/29/2015 Þetta skjal er ætlað sem leiðbeining til hönnuða um hvernig útbúa á verkefnishandbók. Skjalið er ekki tæmandi, en tekur á helstu þáttum sem snúa að verklagi hönnunarteymis og samskiptum þeirra á milli. Öðrum er velkomið að nýta sér þetta sniðmát. BIM sérfræðingar FSR taka vel á móti öllum ábendingum og lagfæringum.

- BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

Framkvæmdasýsla ríksins

<Heiti verkefnis>

Verkefnishandbók

Verknúmer <XXX XXXX>

4/29/2015

Þetta skjal er ætlað sem leiðbeining til hönnuða um hvernig útbúa á verkefnishandbók. Skjalið er ekki tæmandi, en tekur á helstu þáttum sem snúa að verklagi hönnunarteymis og samskiptum þeirra á milli. Öðrum er velkomið að nýta sér þetta sniðmát. BIM sérfræðingar FSR taka vel á móti öllum ábendingum og lagfæringum.

Page 2: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Efnisyfirlit

Inngangur............................................................................................................................................... 1

1. Almennar upplýsingar um verkefnið...............................................................................................1

1.1 Skipurit verkefnis:..................................................................................................................2

1.2 Tengiliðir verkefnis................................................................................................................2

1.3 Tímaáætlun........................................................................................................................... 2

1.4 Hlutverk og ábyrgð hönnunarstjóra.......................................................................................3

1.5 BIM stjóri og BIM fulltrúar verkefnis:......................................................................................3

1.6 Markmið verkefnis og BIM notkun.........................................................................................3

1.7 BIM notkun............................................................................................................................ 3

2 Verklag um samskipti og samvinnu................................................................................................5

2.1 Fundir.................................................................................................................................... 5

2.1.1 Upplýsingar um stýrihópsfundi og/eða samráðsfundi (eftir sem við á)..............................5

2.1.2 Upplýsingar um hönnunarfundi:........................................................................................5

2.1.3 Samræmingarfundir..........................................................................................................5

2.1.4 BIM byrjunarfundur............................................................................................................6

2.2 Upplýsingamiðlun.................................................................................................................. 6

2.2.1 Aðbúnaður/hugbúnaður....................................................................................................6

2.2.2 Samskiptaáætlun (IDM)....................................................................................................6

2.2.3 Samræmingaráætlun........................................................................................................7

2.2.4 Árekstrargreiningar verkkaupa..........................................................................................8

3 Vistun gagna og skráarheiti............................................................................................................8

3.1 Verkefnavefur:.......................................................................................................................8

3.1.1 Möppukerfi á Verkefnavef.................................................................................................9

3.1.2 Skráarheiti....................................................................................................................... 10

3.1.3 Skráarheiti teikninga:.......................................................................................................11

3.1.4 Teikninganúmer:.............................................................................................................12

3.1.5 Skráarheiti líkana:...........................................................................................................13

3.1.6 Nafngift byggingahluta, byggingarefna og rýma í líkönum:.............................................13

3.1.7 Tölvupóstur:.................................................................................................................... 14

3.2 Annar- samræmdur frágangur:............................................................................................14

4 Uppbygging líkana....................................................................................................................... 15

4.1 Almennt............................................................................................................................... 15

FSR_G_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023

Page 3: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

4.2 Mátlínur og hæðaskipting....................................................................................................15

4.3 Lágmarkskröfur líkana.........................................................................................................16

4.3.1 Upplýsingatafla verkefnis (LoD tafla)...............................................................................16

4.3.2 Byggingahlutar og efni....................................................................................................17

4.3.3 Lágmarkskröfur líkana til reksturs (RekstrarBIM):...........................................................18

5 Viðaukar og annað ítarefni...........................................................................................................18

Yfirlit yfir töflur og myndir

Mynd 1: Dæmi um skipurit verkefnis.......................................................................................................2

Mynd 2: Aðalmöppur.............................................................................................................................. 9

Mynd 3: Aðalmöppur og undirmöppur....................................................................................................9

Mynd 4: Dæmi um kaflanúmer fyrir verkefnabundna kóðun.................................................................14

Tafla 1: BIM notkun verkefnis................................................................................................................. 4

Tafla 2: Yfirlit yfir fundi............................................................................................................................ 5

Tafla 3: Dæmi um töflu yfir aðbúnað/hugbúnað......................................................................................6

Tafla 4: Dæmu um yfirlit yfir upplýsingaskipti.........................................................................................7

Tafla 5: Dæmi um skráarheiti................................................................................................................10

Tafla 6: Bókstafir og skammstafanir fagsviða.......................................................................................10

Tafla 7: Dæmi um skráarheiti teikninga................................................................................................11

Tafla 8: Skráarheiti líkana..................................................................................................................... 13

Tafla 9: Dæmi um nafngift á útvegg......................................................................................................14

Tafla 10: Eftirfarandi tafla gefur vísbendingar um það hvernig ábyrgð skiptist á milli fagsviða. ...........16

Tafla 11: Dæmi um lágmarkskröfu upplýsinga á vegg..........................................................................17

FSR_G_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023

Page 4: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Inngangur

Samkvæmt árangursstjórnunarstefnu FSR er:

Hlutverk FSR er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.

Til að ná fram þessum árangri, hefur FSR sett sér eftirfarandi undirmarkmið sem aðferðafræði BIM er ætlað að stuðla að:

1. Auka framleiðni í hönnun, 2. Auka framleiðni á verkstað3. Auka gæði hönnunargagna4. Nákvæmar upplýsingar í fasteignastjórnun5. Auka framleiðni í vistvænni þróun 6. Betri framvinda í verklegri framkvæmd

Framkvæmdasýsla ríkisins gerir kröfu á hönnuði og verktaka að vinna eftir aðferðarfræði BIM.

Aðferðafræði BIM er skilgreind sem það ferli að hanna og stjórna upplýsingum framkvæmdar, með því að búa til sýndarveruleika af framkvæmd verkefnis og geta deilt þeim upplýsingum á milli aðila á rafrænu formi.

1. Almennar upplýsingar um verkefnið

Þessi verkefnishandbók er ætluð til að útskýra og staðfesta vinnureglur hönnunarteymis um samskipti á milli fagsviða og fyrirkomulag hönnunarvinnu sín á milli og gagnvart verkkaupa.

<Heiti verkkaupa>

<Nafn verkefnis og verknúmer><Staðsetning verkefnis og heimilisfang><Stutt lýsing á verkefni>Verkefnishandbók skal vinna í samstarfi við umsjónaraðila verkkaupa og BIM-sérfræðinga FSR. Svartur texti er texti sem ekki er ætlast til að þurfi að breyta nema í samráði við verkkaupa. Blár texti er innfyllingartexti og þarf að fylla inn eins og við á hverju sinni og breyta í textagerð normal. Rauður skáletraður texti eru leiðbeiningar, sem þarf að eyða í lokinn.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 1

Page 5: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

1.1 Skipurit verkefnis:

Í þessum kafla er skipurit verkefnisins sett fram, með starfsheiti, nafni og tölvupósti.

Mynd 1: Dæmi um skipurit verkefnis

Hér er teiknað upp skipurit verkefnisins.

1.2 Tengiliðir verkefnis

Í þessum kafla eru allir tengiliðir verkefnisins tilgreindir, s.s. tengiliður hvers fagssviðs, BIM fulltrúi, BIM stjóri, hönnunarstjóri sem og aðrir aðilar og upplýsingar um tengiliðina.

Ef BIM stjóri er annar en hönnunarstjóri þar að tilgreina hann í töflunni. Hér þarf einnig að tilgreina alla BIM fulltrúa hvers fagsviðs, (getur verið sami og hönnunarstjóri hvers fagsviðs)

Table 1: Dæmi um yfirlit yfir tengiliði verkefnis

HLUTVERK FYRIRTÆKI NAFN STAÐSETNING @ SÍMANÚMER

Hönnunarstjóri /BIM stjóri

Verkefnastjóri FSR

Fagleg umsjón/BIM fulltrúi burðarvirkis

Fagleg umsjón og BIM fulltrúi lagna og

loftræsingar

Fagleg umsjón og BIM fulltrúi raflagna

Matsaðili BREEAM umhverfisvottunar

BREEAM matsaðili verkkaupa

BIM sérfr. FSR

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 2

Verkefnastjóri FSR

Bergljót [email protected]

Arkitekt Burðarþols hönnuður Lagnahönnuður

BIM sérfr. FSR

Ingibjörg B. Kj. [email protected]

Page 6: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

1.3 Tímaáætlun

Í þessum kafla er hönnunaráætlun sett fram með lykildagsetningum (má einnig vera sem viðauki eða vísa í annað skjal).

Dæmi um lykildagsetningar eru t.d. lok frumhönnunar/útboðsgagna,

1.4 Hlutverk og ábyrgð hönnunarstjóra

Hönnunarstjóri þessa verkefnis er <Jón Jónsson>

Hlutverk og ábyrgð hönnunarstjóra og ráðgjafa er skilgreint í:

<Fylgiskjali A: Skilgreining verkefins>Einnig er hægt að skilgreina hlutverk og ábyrgð hönnunarstjóra hér.

1.5 BIM stjóri og BIM fulltrúar verkefnis:

BIM stjóri þessa verkefnis er <Jóna Jónsdóttir>.

BIM stjóri verkefnissins sér um samskipti við BIM sérfræðinga FSR ásamt því að sinna sömu skyldum og BIM fulltrúi síns fagsviðs. BIM stjóri sér um:

Að boða á samræmingarfundi, ásamt því að rita fundargerðir Framkvæma árekstrargreiningar fyrir samræmingarfundi LoD töflu verkefnis og eftirfylgni á að nákvæmnistigi sé náð í samræmi við það Heldur utan um IDM (Upplýsingaferlið)

BIM fulltrúi

Hefur umsjón með verkefnavef verksins fyrir sitt fagsvið Greiðir úr tæknilegum vandamálum Miðlar upplýsingum til annarra hönnuða varðandi breytingar á líkönum Ber ábyrgð á samræmingu líkana, ásamt því að fylgja árekstrum og villum eftir og sjá til þess

að þær verði lagaðar

1.6 Markmið verkefnis og BIM notkun

Í þessum kafla erum sett fram markmið verkefnisins og þau síðan tengd við BIM notkun

Markmið þessa verkefnis er:

Auka framleiðni í hönnun Auka framleiðni á verkstað Auka framleiðni í vistvænni þróun Ná fram betri framvindu í verklegri framkvæmd Veita nákvæmar upplýsingar fyrir rekstur …

Þessi markmið eru ekki tæmandi listi fyrir hvert verkefni. Hafa ber í huga að markmið sem eiga heima í t.d. verklegri framkvæmd gefa hönnunarteyminu ákveðna vísbendingar um það hversu nákvæmt líkanið þarf að vera. Dæmi: Ef markmiðið er að veita betri sjónræn gögn til verkkaupa, væri etv. nóg að teikna líkan í þrívídd, án þess að tengja við það nokkrar aðrar upplýsingar. Ef markmiðið er að byggja magntölur á líkaninu, er nauðsynlegt að líkanið sé þannig uppbyggt að það sé hægt.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 3

Page 7: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

1.7 BIM notkun

Í þessum kafla er tekið fram hver BIM notkunin er.

Í töflunni hér fyrir neðan eru helstu BIM notkunar möguleikar settir fram eftir áfanga verkefnis. Listinn er ekki tæmandi. Feitletraðir notkunarmöguleikar eru þeir möguleikar sem skulu að lágmarki vera notaðir.

Tafla 1: BIM notkun verkefnis

Áætlanagerð Verkleg framkvæmd Rekstur

Árekstrargreining Verkstaðagreining Viðhaldsáætlanir

Hönnunarrýni 3D samræming Kerfisgreiningar

Sjónræn hönnun/rýni 3D eftirlit og áætlanir Eignastjórnun

Orkugreining Verkáætlun (4D) Rýmisstjórnun

Ljós/birtu greining Reyndarlíkan

Burðarþolsgreining

Mechanical greining

Vistvænt mat (evaluation)

Code validation

Kostnaðaráætlun Kostnaðaráætlun (5D) Kostnaðaráætlun

Líkanagerð núv. aðstæðna Líkanagerð núv. aðstæðna Líkanagerð núv. aðstæðna

Fyrir hverja BIM notkun er útbúið ferlakort (e. process map) sem er grunnur að samskiptaáætlun verkefnisins (sjá nánar í kafla 2.2.2 Samskiptaáætlun (IDM))

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 4

Page 8: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

2 Verklag um samskipti og samvinnu

Í þessum kafla er verklagi um samvinnu lýst, meðal annars hvernig upplýsingaskipti fara fram, hvaða samskiptaleiðr eru notaðar, skjalastjórnun ásamt flutningi og skráargeymslu.

2.1 Fundir

Í þessum kafla eru settar fram upplýsingar og yfirlit yfir þá fundi sem eiga sér stað í tengslum við verkefnið.

Tafla 2: Yfirlit yfir fundi

Fundar tegund Áfangi verkefnis Tíðni Þátttakendur Hvar

BIM BYRJUNAR FUNDUR BYRJUN HÖNNUNAR 1 SKIPTI ALLIR

FSR, BORGARTÚN

HÖNNUNAR FUNDIR ÖLLUM ÁFÖNGUM 1 SINNI Í MÁNUÐI

HVERT FAGSVIÐ OG BIM STJÓRI

SAMRÆMINGAR FUNDIR ÖLLUM ÁFÖNGUM

2-3 DÖGUM FYRIR HÖNNUNARFUNDI

(CA. 1 SINNI Í MÁNUÐI?)

BIM STJÓRI OG FULLTRÚAR,

BIM SÉRFR. FSR EFTIR ÞÖRFUM

Á SKRIFSTOFU BIM STJÓRA

BIM RÝNI FUNDIR

VIÐ LOK HVERS ÁFANGA

4-5 SKIPTI YFIR HÖNNUNARTÍMANN

BIM SÉRF. FSRFSR,

BORGARTÚNI

AÐRIR FUNDIR - - - -

2.1.1 Upplýsingar um stýrihópsfundi og/eða samráðsfundi (eftir sem við á)

Hér eru settar inn upplýsingar um stýrihóps og/eða samráðsfundi, eftir því sem við á, t.d. upplýsingar um hvenær fundir eru, hverjir taka þátt og etv. skipurit af stýrihóp

2.1.2 Upplýsingar um hönnunarfundi:

Hér eru settar inn upplýsingar um hvenær hönnunarfundir eru, t.d. annan þriðjudag í mánuði kl. 13, og hverjir mæta á þessa fundi.

Fyrir hönnunarfundi er gert ráð fyrir að hönnunarteymi samræmi faglíkön samkvæmt samskiptaáætlun (IDM) á samræmingarfundum. Á þessum fundum er ætlast til þess að BIM fulltrúar hvers fagsviðs greini árekstra sem eru svo leystir á hönnunarfundum. Á hönnunarfundunum er ætlast til þess að líkönin séu notuð til að skera úr um hvaða fagsvið gerir hvað.

Dæmi: Loftræsting og sprinkler rekast á (greint á samræmingarfundi). Hvort fagsviðið færir sig er greint á hönnunarfundi.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 5

Page 9: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

2.1.3 Samræmingarfundir

Hér eru settar inn upplýsingar um hvenær samræmingarfundir eru, t.d. annan þriðjudag í mánuði kl. 13, og hverjir mæta á þessa fundi.

2-3 dögum fyrir samræmingarfundi skilar hvert fagsvið sinni IFC skrá á Verkefnavef FSR, BIM stjóri hleður líkönunum niður og árekstrargreinir þau í þartilgerðum hugbúnaði. Á samræmingarfundinum mæta BIM fulltrúar hvers sviðs og greina þá árekstra sem upp koma.

2.1.4 BIM byrjunarfundur

Hér eru settar inn upplýsingar um hvenær BIM byrjunarfundur fer fram.

Á þessum fundi er farið yfir þær kröfur sem FSR setur varðandi innleiðingu BIM, s.s. gerð þessarar handbókar, nákvæmnisstig og verklag um samræmingu.

2.2 Upplýsingamiðlun

Í þessum kafla er farið yfir verklag um upplýsingamiðlun verkefnisins.

2.2.1 Aðbúnaður/hugbúnaður

Hönnunarteymi íhugar/skilgreinir hvaða aðbúnað/hugbúnað þarf í gegnum líftíma verkefnisins til að styðja við nauðsynlega samvinnu, samskipti og rýni.

Tafla 3: Dæmi um töflu yfir aðbúnað/hugbúnað

Hugbúnaður/aðbúnaður Möppustrúktúr Skráar-

gerðAðgangs-

stýring Skráareigandi Tíðni uppfærslna

Verkefnavefur FSRDoc, xls, rvt, ifc, pdf

HönnunarverkefæriARCH ROOT FOLDER

FOLDER ONCE

ViewerARCH-11111-BL001.xyz

.xyz

NETWORK drive @ PSUF:\VERKEFNI\BIM

ROOT PROJECT FOLDER

FOLDER NO JIM McBIM

Microsoft Project

2.2.2 Samskiptaáætlun (IDM)

Í þessum kafla er samskiptaáætlunin lögð fram.

Í upphafi hönnunar er útbúin samskiptaáætlun (e. Information Delivery Manual eða IDM) af BIM stjóra, BIM fulltrúa og hönnunarstjóra í samræmi við BIM sérfræðinga FSR.

Samskiptaáætlun kortleggur hvaða byggingahlutar skulu hafa náð tilteknu nákvæmnisstigi við tilteknar vörður í verkefninu.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 6

Page 10: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Dæmi: Burðarþolshönnuður ætlar að hefja sína hönnun. Til þess þarf hann ákveðnar upplýsingar frá arkitekt. Þessar upplýsingar gætu t.d. verið LoD 100 á útveggjum, plötum, stigum og steyptum innveggjum.

Mikilvægt er að hönnuðir skoði IFC skrár sem þér búa til úr hönnunarhugbúnaði sínum og passi að þær upplýsingar sem eiga að vera hverju sinni skv. IDM séu til staðar í skránni.

2.2.3 Samræmingaráætlun

Í þessum kafla er samræmingaráætlun sett fram og ferlinu lýst.

Samræming á milli faglíkana er gerð jafnt og þétt yfir hönnunartímann. Í byrjun hönnunar er haldin BIM samræmingarfundur með BIM sérfræðingum FSR, þar sem BIM stjóri, BIM fulltrúar og hönnunarstjóri eru viðstaddir. Á þessum fundi er farið yfir samskipta- og samræmingaráætlun og hvernig staðið skal að samræmingu. Einnig er gerð prufa á því hvort allir fagaðilar séu að vinna í réttum hnitum þannig að IFC skrár lendi á réttum stað.

BIM fulltrúi síns fagsviðs setja á verkefnavef líkön skv. samskiptaáætlun þar sem á fyrirfram ákveðnum tímum þar sem líkönin innihalda þær upplýsingar sem aðrir hönnuðir þurfa til að halda áfram með sína hönnun. Á seinni hluta hönnunar gæti þurft að hafa þessi samskipti örar, fer þó allt eftir eðli verkefnisins.

Fyrir hönnunarfundi er líkön samræmd á samræmingarfundi. Líkönum er hlaðið á Verkefnavef með ca. 5 daga fyrirvara. BIM stjóri framkvæmir þessar árekstrargreiningar og BIM stjóri og fulltrúar hittast á samræmingarfundi, þar sem villur eru greindar og líkönin gerð tilbúin fyrir hönnunarfund.

FSR leggur til eftirfarandi greiningar að lágmarki:

A-líkan á móti B-líkani.

B-líkan á móti lögnum

B-líkan á móti loftræsilögnum

B-líkan á móti raflögnum

B-líkan á móti Sprinkler

Allar lagnir á móti öllum lögnum.

Mikilvægt er að notaðar séu IFC skrár við þessar greiningar, því IFC skráin er sú skrá sem fer áfram í verkefninu. Einnig er mikilvægt er að IFC skrárnar séu skoðaðar og að upplýsingarnar í þeim passi við þær upplýsingar sem eiga að vera hverju sinni skv. IDM í skránni.

Í sumum hugbúnaði er hægt er að flytja árekstra aftur yfir í frumskránna eftir árekstrargreiningu með BCF skráarsniði.

Tafla 4: Dæmi um yfirlit yfir upplýsingaskipti

UPPLÝSINGA SKIPTI

SKRÁAR SENDANDI MÓTT. SKRÁR TÍÐNI DAGS FAG

LÍKANHUG

BÚNAÐURFRUM SKRÁ

SAMSKIPTA SKRÁAR

GERÐ

Samræmingar fundur

STRUCTURAL ENGINEER

(Verkefnavefur)

(BIM stjóri)

Mánaðar lega

22.01.2015

BUR Tekla .db1.db1

.ifc

MECHANICAL ENGINEER

(FTP POST)

(COORDINATION

WEEKLY [DATE] MECH Revit .rvt .rvt

.ifc

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 7

Page 11: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

LEAD)

2.2.4 Árekstrargreiningar verkkaupa

Í þessum kafla er árekstrargreiningum verkkaupa lýst.

BIM sérfræðingar FSR gera 3-6 ítarlegar árekstrargreiningar yfir hönnunartímabilið, skv. tímaáætlun hvers verkefnis. BIM stjóri sér til þess að búið sé að hlaða inn nýjustu IFC skrám fyrir þessar árekstrargreiningar.

<Tilgreina dagsetningar hér>

3 Vistun gagna og skráarheiti

Í þessum kafla er farið yfir verkefnavefinn BYGGEWEB sem er notaður fyrir miðlæga vistun gagna í verkefnum FSR.

3.1 Verkefnavefur:

Verkefnavefurinn BYGGEWEB er notaður fyrir miðlæga vistun gagna. FSR hefur yfirumsjón með stofnun, hýsingu gagna, aðgangsstýringu og kennslu á verkefnavef verkefnisins.

www.byggeweb.dk/cms/dk/

Sigríður Oddný Marinósdóttir hefur umsjón með verkefnavef fyrir hönd FSR, [email protected].

BIM fulltrúi hefur umsjón með vistun gagna á verkefnavef. Þeir eru einnig skilgreindir með fullan les- og skrifaðgang sem þýðir að þeir einir geti lagt gögn inn á vefinn fyrir hönd síns fagsviðs, en aðrir sem tilgreindir eru í hönnunarteyminu hafa eingöngu lesaðgang sem þýðir að þeir geta sótt á þau svæði sem þeir hafa aðgang að.

Öll skjöl og teikningar sem við koma verkinu skal vista á verkefnavef FSR. Ekki skal senda viðhengi á milli hönnuða með tölvupósti. Hver fagaðili er ábyrgur fyrir útgáfu sinna skjala á verkefnavef. Athugið að upprunalegt skjal/líkan/teikning skal alltaf vista líka hjá upprunaaðila.

Þegar gögn eru vistuð á verkefnavef fá skráðir notendur sjálfvirkan tölvupóst um að ný gögn séu komin á vefinn.

Á verkefnavef skal vista eftirfarandi skjöl:

Fundargerðir (fg) Skýrslur (sk) Minnisblöð (mb) Teikningaskrár (dwg, pdf) IFC líkön (ifc) Líkön (l) ath. aðeins 2 útgáfur mega vera inni Magnskrár (mg) Verklýsingar (vl) Önnur hönnunartengd gögn eftir því sem við á

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 8

Page 12: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Skjöl sem eru endurútgefin eiga ekki að innihalda dagsetningar sbr. teikningar. Nýjasta útgáfan er eingöngu sýnileg á verkefnavef.

Skjöl sem eiga að vera læst, sbr. fundargerðir, eru sett inn á verkefnavef á PDF skrársniði. Sniðmát (e. Template) sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu sett inn á í opnu skráarsniði sbr. word og excel skrár. Dæmi: verklýsingar og magnskrár.

3.1.1 Möppukerfi á Verkefnavef

Möppukerfi verkefnavefs FSR er byggt upp samkvæmt danska bips kerfinu. bips er skammstöfun fyrir byggeri – informationsteknologi – produktivitet – samarbejde.

Hönnunarteymi skal gera áætlun um vistunarstað allra gagna samkvæmt möppukerfinu og vistunarstaður endurspeglast í skráarheitum.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 9

Mynd 3: Aðalmöppur og undirmöppur

Mynd 2: Aðalmöppur

Page 13: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

3.1.2 Skráarheiti

Skráarheiti er sett saman úr eftirfarandi þáttum með undirskori ( _ )á milli:

Tafla 5: Dæmi um skráarheiti

Nafn verkefnis

Fagsvið Möppu númer

Dags. (ef við á)

Skýring

SJH A 0602 20140121 fg

Dæmi: SJH_A_06-02_20140121_fg

Fagsvið hafa sinn bókstaf sbr. Tafla 6: Bókstafir fagsviða Möppunúmer, er það númer sem skjalið vistast í skv. möppustrúktur hér að framan. Í skýringu á verkefnavef (sér dálkur) er sett upplýsingar um innihald skráar, t.d. fundargerð 01

eða grunnmynd 1. hæð

Aðeins skal nota dagsetningar í skáarheitum fundargerða og minnisblaða.

Tafla 6: Bókstafir fagsviða

Bókstafur Fagsvið

A Arkitekt

B Burðarþol

C Verkefnisstjórnun/Verktaki

E Eldvarnir

G Verkkaupi

H Hljóðvist

J Jarðvinna

K Vistferilskostnaður (LCC)

L Landslagsarkitekt

M Lagnir (Hitalagnir)

Mf Frárennslislagnir

Mn Neysluvatn

N Loftræsing

R Raflagnir

S Sprinklerlagnir

Br Umhverfisvottun skv. BREEAM

U Umhverfi

V Verkkaupi

Y Lýsingarhönnun

O Öryggiskerfi, aðgangsstýring

Allar útgefnar skrár skulu vistaðar á verkefnavef í tilheyrandi möppu á pdf skráarsniði.

Skráarheiti skal koma fram á öllum skjölum í „footer“ þannig að hægt sé að leita uppi skrár á verkefnavef.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 10

Page 14: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Í skráarheiti skal vera hægt að sjá verkefnisheiti, ábyrgðaraðila/fagsvið (bókstaf), dagsetningu og vistunarstað (númer möppu á verkefnavef) og stutt lýsandi orð fyrir fagsviðið sem um ræðir.

Í skráarheitum er stuðst við uppbyggingu verkefnavefjar (möppurstrúktúr bips) og skal vistunarstaður sjást í skráarheitinu.

3.1.3 Skráarheiti teikninga:

Skráarheiti teikninga er sett saman úr eftirfarandi þáttum með undirskori ( _ ) á milli:

Tafla 7: Dæmi um skráarheiti teikninga

Nafn verkefnis

Fagsvið Möppu númer

Teikn. númer

Skýring

SJH A 0702 (99)1.01 grm1

Dæmi: SJH_A_07-03_(00)0.00_kodi

Útgefnar teikningar á að setja á VV ásamt teikningaskrá. Í dálkinn ,,skýringar“ á VV skal skrifa almenna lýsingu, að lágmarki eftirfarandi:

teikninganúmer og –heiti Nánari skýring í skýringardálk á Verkefnavef dagsetning útgáfu, breytingardagsetning og breytingabókstafur.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 11

Page 15: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Útgefnar teikningar, teikningaskrár og dreifingarlistar skulu vera á pdf skráarsniði.

Þegar endurútgefa á teikningu skal setja breytingaský á blað (e. sheet) ásamt breytingarbókstaf eftir fagsviði.

3.1.4 Teikninganúmer:

Hér skal lýsa því hvernig teikninganúmer er uppbyggt. T.d. hvort notast sé við SfB eða eitthvað annað.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 12

Page 16: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

3.1.5 Skráarheiti líkana:

Skráarheiti líkana og IFC skráa skal fylgja fagsviði skráarheiti teikninga, þar sem hvert líkan fær útdeilt sér bókstaf. Hægt er að bæta við bókstöfum fyrir fleiri líkön ef þurfa þykir. Ekki skal setja dagsetningu líkans inn í skráarheitið, endurútgáfa líkans er vistað í eldra líkan.

Tafla 8: Skráarheiti líkana

HeitiskráarKóði skráa

r

Ábyrðarbókst. Lýsing Litur

líkans

<nafnverkefnis>_ARK-likan.ifc ARK A Arkitekt<nafnverkefnis>_BUR-likan.ifc BUR B Burðarþol<nafnverkefnis>_FRA-likan.ifc FRÁ MF Frárennslislagnir<nafnverkefnis>_SPR-likan.ifc SPR S Sprinkler<nafnverkefnis>_LOF-likan.ifc LOF V Loftræsing<nafnverkefnis>_LAN-likan.ifc LAN L Landslagsarkitekt<nafnverkefnis>_HIT-likan.ifc HIT M Hitalagnir<nafnverkefnis>_NEY-likan.ifc NEY MN Neyslulagnir<nafnverkefnis>__BUN-likan.ifc BUN I Búnaður<nafnverkefnis>_RAF-likan.ifc RAF R Rafmagn<nafnverkefnis>_ORY-likan.ifc ORY O Öryggiskerfi

Hönnuðir halda sjálfir utan um útgáfur líkana hjá sér. Á verkefnavef FSR er ekki gert ráð fyrir fleiri en 2 nýjustu skrám af líkönum, því er mikilvægt að hvert hönnunarteymi haldi vel utan um sínar skrár.

Hver hönnuður sér einungis eitt gildandi líkan. Ef verkefnavefur er notaður til að deila upprunalegum skráargerðum líkana, t.d. revit skrá eða tekla skrá, er það alltaf IFC skráin sem gildir.

3.1.6 Nafngift byggingahluta, byggingarefna og rýma í líkönum:

Nafngiftir byggingahluta (e. objects), byggingarefna (e. materials) tengjast beint kaflaskiptingum í verklýsingum og magnskrám sem FSR styðst við í útboðum. Stuðst skal við leiðbeiningar FSR eins og þær eru á heimasíðu stofnunarinnar hverju sinni sjá t.d. dæmi um tilboðsskrá: http://www.fsr.is/Stodlud-form/Leidbeiningar-til-honnuda.

Nafngiftir byggingahluta og efna skal vera lýsandi, svo hægt sé að lesa úr nafninu hvaða byggingahluta um ræðir. Á vef BIM Ísland og FSR er að finna leiðbeinandi styttingar á byggingahlutum og byggingarefnum.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 13

Page 17: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Tafla 9: Dæmi um nafngift á útvegg

Tegu

nd

bygg

inga

hlut

a

Hla

upan

di n

úmer

(m

á sl

eppa

)

Hei

ldar

þykk

t by

ggin

gahl

uta

Efni

s- tá

kn

Hei

ldar

þykk

t ef

nis

(mm

)

Efni

sták

n

Hei

ldar

þykk

t ef

nis

(mm

)

Efni

sták

n

Hei

ldar

þykk

t ef

nis

(mm

)

UV 01 400 S 250 E 100 P 50

Dæmi: UV400_S250_E100_P50

Hér er tilgreint hvernig byggingahlutar eru nefndir t.d. fyrir útvegg: UV400 S250 E100 P50. Hér stendur UV400 fyrir útveggur heildar þykkt, svo er uppbygging byggingarhlutans/veggjarins brotinn upp (steypa 250 mm, einangrun 100 mm, pússning 50 mm). Upptalning hefst í ytri brún útveggjar.

Dæmi: BP01(410) - E100_S200_Í100_D10 er Botnplata með 100mm einangrun, 200mm steypa, 100mm steypuílög og svo undirlag og dúkur 10mm.

Lögð er áhersla á að fyllsta samræmis sé gætt á milli líkana, magntöku, tilboðsskráa og verklýsinga. Til að ná fram hagræðingu í hönnunarferlinu við gerð kostnaðaráætlanna og magntöku er lagt til að notast sé við verkefnabundna kóðun. FSR hefur notast við kaflanúmer úr tilboðsskrá, þar sem hver liður í tilboðsskránni fær sitt númer, sjá dæmi. Með því að nota þess aðferð, er hægt að kalla fram magntölur eftir númerum á hvaða tíma sem er.

Mynd 4: Dæmi um kaflanúmer fyrir verkefnabundna kóðun

BIM stjóri verkefnis heldur utan um miðlæga LoD töflu þar sem hver fagaðili fyllir inn sína liði s.s. varðandi heiti og kóðun byggingarhluta og efna sem fjallað er um í verklýsingu og magntöluskrá. Sjá meira um LoD töflu í kafla 4.3.1

3.1.7 Tölvupóstur:

Allur útsendur tölvupóstur fyrir verkefnið skal hafa <nafn verkefnis> sem forskeyti á undan lýsandi innihaldi/efni póstsins. Upplýsingar um sendanda (nafn, fyrirtæki og símanúmer) skal hafa í tölvupóstinum. Hönnunarstjóri fær sent afrit af öllum tölvupósti sem viðkemur verkefninu. (c.c. [email protected])

Dæmi: <nafn verkefnis> -Tímaáætlun.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 14

Page 18: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

3.2 Annar- samræmdur frágangur:

Í þessum kafla eru settar fram upplýsingar um annan samræmdan frágang.

Mátlínukerfi, samræmdur teikningahaus, sniðmát skjala og samræmd lykilmynd verða vistuð á verkefnavef á opnum skráarsniðum undir möppu 07-14 tákn og blokkir

Dæmi:

Almenn blaðstærð skal vera A1. Skissur mega vera settar upp í A3 blaðstærð

Allar verkteikningar skulu vera lesanlegar í A3 útprentun

Skrár eða sniðmát sem nýtast öðrum í hönnunarhópnum eða eru ætlaðar undir teikningshaus, lykilmyndir og mátlínur eru vistaðar á opnum skráarsniðum

Minnsta eining er 1 mm

Teikningahaus er samræmdur milli fagsviða. Útboðsgögn samanstanda af teikningum allra hönnuða, verklýsinga, magntöluskráa ásamt faglíkani hvers fags á IFC skráarsniði.

Samræmd lykilmynd er á öllum grunnmyndum sem sýnir hvernig grunnmynd hæðar er skipt niður á fleiri en eitt blað og er sá hluti byggingarinnar sem teikningin sýnir merktur sérstaklega. Lykilmynd er að finna á sama stað á VV FSR sem og mátlínukerfi og teikningshaus.

Deiliteikningar skal vinna í frumskrá líkans þ.e. ekki skal vinna tvívíðar deiliteikningar á öðrum stöðum/forritum. Þetta er gert til að halda „lifandi“ tengingu deililausna við líkönin sjálf.

Meðan á hönnun stendur er mikilvægt að hver hönnuður geri grein fyrir þeim breytingum sem verða á líkaninu á milli útgáfa á vefsvæðinu. Þetta á einnig við um allar breytingar sem hafa áhrif á aðra hönnuði. Þegar líkan er sett út á vefsvæðið eyðir hönnuðurinn öllum breytingamerkingum í sínu líkani og byrjar aftur með hreint skjal. Breytingar skal merkja með dags. bókstaf fagsviðs, skýringu og upphafstafi hönnuðarins sem breytir.

4 Uppbygging líkana

Í þessum kafla er farið yfir það hvernig líkön skulu vera uppbyggð,

4.1 Almennt

Fagsviðum er frjálst að nota þau hönnunarforrit sem þau kjósa, en eru ábyrg fyrir því að skila öllum upplýsingum líkansins í .ifc skrá með reglulegu millibili. Uppbygging líkana skal vera ákveðin af BIM fulltrúum hvers fagsviðs í samráði við BIM stjóra og samþykkt af BIM sérfræðingum FSR.

Mikilvægt er að BIM fulltrúar faglíkana kynni sér vel skilgreiningar nákvæmnisstiga (e. Level of Development - LoD) í sínu fagsviði og miðli þeim upplýsingum til annarra í hönnunarteyminu. BIM stjóri verksins heldur utan um miðlæga LoD töflu (sbr. kafla 3.1.6Nafngift byggingahluta, byggingarefna og rýma í líkönum:) þar sem BIM fulltrúi færir inn kóðun á verkhlutum og LoD stig á þeim byggingahlutum sem tilheyra honum fyrir vörður verkefnisins.

Öll líkön skulu hafa sama mátlínukerfi, hæðaskiptingar, viðmiðunarpunkt og skulu vera rétt hnitasett og með réttan snúning þegar þau eru flutt út í IFC skráarformat.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 15

Page 19: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

4.2 Mátlínur og hæðaskipting

Grunnskjal með mátlínukerfi er vistað á Verkefnavef í möppu 07-14 Tákn og blokkir. Ekki er leyfilegt að bæta inn eða breyta mátlínukerfi hússins nema í samráði við hönnunarstjóra og hönnunarhópinn.

Öll líkön eru teiknuð út frá sama núllpunktu <Tilgreina núll punkt hér>

Dæmi: Núllpunktur líkana skal liggja í skurði mátlína A/1

Tilgreina þarf hvar t.d. veggur er staðsettur miðað við mátlínur.

<Tilgreina staðsetningu núllpunkts hér>

Dæmi: Miðað er við að mátlínur liggi í sömu línu og steyptur veggur að innanverðu. Ef veggþykktir breytast í hönnunarferlinu, ætti það síður að hafa áhrif á rýmið.

Nota skal eftirtaldar hæðir (e. levels) fyrir líkanið. Ekki er leyfilegt að breyta hæðum hússins nema í samráði við hönnunarstjóra og hönnunarhóp.

<Tilgreina hæðaskiptingu líkana hér>

Dæmi um hæðarskiptingu:

Undirstöður -1,00m 1.hæð 0,00m 2.hæð (tæknirými) 3,40m Þak 5,48m

4.3 Lágmarkskröfur líkana

Lágmarkskröfur um nákvæmnisstig líkana og byggingahluta er eftir COBIM 2012, slóðin er: http://www.en.buildingsmart.kotisivukone.com/3

Í einstaka tilfellum geta verkefni verið þess eðlis að nákvæmnisstig sé aukið, en sú vinna er gerð í nánu samstarfi við BIM sérfræðniga FSR, hönnunarstjóra, BIM stjóra og BIM fulltrúa.

4.3.1 Upplýsingatafla verkefnis (LoD tafla)

BIM stjóri verkefnis heldur utan LoD töflu, þar sem haldið er utanum hvaða fagaðili ber ábyrgð á hvaða byggingahluta hverju sinni og hvaða upplýsingastigi sé náð við tilteknar vörður í verkefninu. Uppsetning á LoD töflu, ákvörðun um vörður/áfanga o.þ.h. skal gerð í samráði við hönnunarstjóra og BIM stjóra. Sniðmát að LoD töflu er hægt að nálgast á vef BIM Ísland, http://bim.is/sarpurinn/.

BIM fulltrúi hvers fagsviðs fyllir út nákvæminsstig á sínum byggingahlutum við tiltekna áfanga. Mikilvægt er að hvert faglíkan innihaldi eingöngu þá byggingahluta sem fagsviðið nær til.

Dæmi: Loftræsilíkan inniheldur einungis loftræsistokka, en enga veggi o.þ.h.

Hér er einnig mikilvægt að taka fram sérstakar ábyrgðir á milli hönnuða.

Dæmi: Gataplön fyrir steypta byggingahluta, er ábyrgð burðarþolshönnuða, en þó í nánu samstarfi við hönnunarstjóra og loftræsi- og lagnahönnuði. Staðsetningar og stærðir á hurðar- og gluggagötum eru á ábyrgð arkitekta. Einnig þarf að taka ákvörðun um hvor fagaðili heldur utan um t.d. magntölur fyrir steypu og ber ábyrgð á því að þær séu réttar.

LoD taflan er vistuð á Verkefnavef í möppu 07-13 Heildarlíkan

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 16

Page 20: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Tafla 10: Eftirfarandi tafla gefur vísbendingar um það hvernig ábyrgð skiptist á milli fagsviða.

ARK BUR LAGNIR RAF LAND

Útveggir Bærandi veggir Rör og lagnir Stigar Lóðarlínur, lóðarmörk

Innveggir Póstar Miðstöðvar Dósir / rofar Plöntur

Þak Göt, holur Ofnar Lampar Bekkir

Rými og svæði Plötur Ristar / Lokar Lýsing Búnaður

Hurðir Sökklar Fylgihlutir Neyðarlýsing ...

Gluggar Botnplata ... ...

Glerveggir Súlur

Tröppur, handrið Bjálkar/bitar

Svalir, handrið Stál

Niðurhengd loft Þakstólar

Fastar innréttingar ...

4.3.2 Byggingahlutar og efni

Hver byggingahluti skal teiknaður með viðeigandi verkfæri (e. tool)

Dæmi: Veggur teiknaður með veggjatóli, sökkull með sökkultóli o.s.fr.v.

Ef gera þarf undanþágur þar sem forrit getur ekki leyst ákveðinn byggingarhluta, þarf að bera það undir BIM stjóra, sem heldur utan um það í þar tilgerðu skjali, hvaða byggingahlutar eru frábrugðnir og af hverju. Skjal þetta er uppfært á Verkefnavef FSR í möppu 07-14 Tákn og blokkir.

Byggingahlutar skulu vera skilgreindir á þeirri hæð (e. levels) sem þeir tilheyra og því eðli sem þeir gegna. Hver byggingahluti fær viðeigandi eiginleika á sig.

Dæmi: Veggur getur fengið á sig hljóðkröfu, brunakröfur, efni, berandi/ekki berandi, útveggur/innveggur.

Skilgreina þarf byggingaefni (e. materials) þannig að hægt sé að magntaka efnið úr líkaninu í samræmi við útboðsgögn.

Dæmi: Slípuð steypa eða sjónsteypa eru magntölur sem þarf að vera hægt að kalla fram í líkaninu.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 17

Page 21: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Lágmarkskröfur upplýsinga sem setja þarf á byggingahluta, miðast við almennar upplýsingar sem almennt koma fram á teikningum. Sem dæmi fyrir vegg, er nauðsynlegt að taka fram hvort veggur sé berandi, inni eða úti veggur, hafi rétt efni, þurfi hljóðkröfu/brunakröfu og u-gildi.

Tafla 11: Dæmi um lágmarkskröfu upplýsinga á vegg

Upplýsingar um byggingahluta Krafa

Rétt tól notað

Lýsandi nafn

Á réttri hæð

Berandi/ ekki berandi

Inni/Úti (e. funktion)

Rétt efni samkv. tilboðsskrá

Hljóðkrafa

Brunakrafa

U-gildi

4.3.3 Lágmarkskröfur líkana til reksturs (RekstrarBIM):

Í undirköflum hér á eftir eru yfirlit um þau atriði sem rekstrarlíkön skulu innihalda (RekstrarBIM) og skulu liggja fyrir við verklok (lok reyndarteikninga og -líkana).

Rýmisupplýsingar

Rýmisnúmer Heildarflatarmál rýmis (Nettó) Flatarmál innanveggja Flatarmál gólfa Rúmmál rýmis Flatarmál gluggaopa Ræstiflatarmál Litanúmer málaðra flata samkv. NCS litakerfi Gólfefni: framleiðandi, söluaðili og litanr. Loftefni: Framleiðandi, söluaðili og litanr. Áætluð ending gólfefna, loftefna, málningar, Viðhaldsaðgerðir og tíðni Rafmagn: númer á tenglum, rofum og síma- og nettenglum Númer á hurðum (fyrir lyklastjórnun) Annað:

Húskerfi

Tegund húskerfis Kerfisnúmer Lýsing á kerfi

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 18

Page 22: - BIM á Íslandibim.is/wp-content/uploads/2015/04/FSR_V_01-02_vhb-dr…  · Web viewFSR_V_01-02_vhb.docx. ... sem nýtast öðrum í hönnunarteyminu skulu

FSR Sniðmát

Kerfishlutar sem þurfa viðhald Áætlaður líftími kerfis Viðhaldsaðgerðir, heiti, tíðni, lýsing og kostnaður Orkunotkun kerfis Orkumælar

Ytra byrði

Flatarmál útveggja, tegund, framleiðandi, söluaðili, líftími. Flatarmál þaks: Framleiðandi, söluaðili, líftími. Flatarmál glugga: framleiðandi, söluaðili, líftími.

5 Viðaukar og annað ítarefni

Í þessum kafla eru sett fram viðaukar og tilvísanir í annað ítarefni.

FSR_V_01-02_vhb.docxÚtgáfunr: 15. maí 2023 19