44
HREYFING OG HEILSA FÓLKS Á ALDRINUM 50-66 ÁRA SKIPTIR BÚSETA MÁLI? Birgit Rós Becker Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2016 Höfundur: Birgit Rós Becker Kennitala: 030189-2809 Leiðbeinandi: Birna Baldursdóttir Tækni- og verkfræðideild School of Science and Engineering

HREYFING OG HEILSA FÓLKS Á ALDRINUM 50-66 ÁRA...2.1 Hreyfing og heilsa Hreyfing er sjálfsagður hlutur fyrir marga. Mannslíkaminn er hannaður til líkamlegs atgervis og hefur

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • HREYFING OG HEILSA FÓLKS Á ALDRINUM

    50-66 ÁRA

    SKIPTIR BÚSETA MÁLI?

    Birgit Rós Becker

    Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

    2016

    Höfundur: Birgit Rós Becker

    Kennitala: 030189-2809

    Leiðbeinandi: Birna Baldursdóttir

    Tækni- og verkfræðideild

    School of Science and Engineering

  • 2

    Útdráttur

    Markmið þessarar ritgerðar er að sjá hvort munur sé á hreyfingu og heilsu fólks á aldrinum 50-66 ára á Íslandi eftir búsetu. Gögn voru fengin með leyfi frá Landlæknisembættinu úr rannsókn sem ber nafnið „Heilsa og líðan Íslendinga 2012“. Rannsóknin gekk út á það að skoða hvort fólk verji frítíma sínum í hreyfingu eða kyrrsetu en einnig var litið á hvort munur væri á því hvernig fólk metur líkamlega og andlega heilsu sína. Samanburður var gerður á hreyfingu og heilsu eftir kyni og búsetu, það er hvort munur væri á heilsu þess eftir búsetu í stóru þéttbýli (með 5.000 íbúa og fleiri) eða litlu þéttbýli (með 4.999 íbúa og færri, þar með talið strjálbýli). Til viðbótar var athugað hvort munur er á hreyfingu og heilsu eftir því hvort fólk er búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Niðurstöður sýndu að 55% fólks ver frítíma sínum að jafnaði í kyrrsetu og rúmlega 30% ver honum í létta hreyfingu. Almennt telur fólk að líkamleg og andleg heilsa sín sé góð óháð búsetu en fólk á höfuðborgarsvæðinu telur líkamlega heilsu sína vera að jafnaði betri heldur en fólk sem er búsett á landsbyggðinni, þó svo það stundi að jafnaði ekki meiri hreyfingu en hinir.

    Lykilorð: hreyfing, heilsa, búseta, ráðleggingar, hvatning.

  • 3

    Formáli

    Áhugi minn á hreyfingu og heilsu eldra fólks vaknaði ekki fyrr en á lokaárinu

    mínu í þessu námi. Það má helst rekja til þess að ég hóf störf við hópþjálfun á

    nýjum vinnustað þar sem meðalaldur var töluvert hærri en á fyrri vinnustöðum

    sem ég hafði unnið á áður. Upp frá því fór ég að velta fyrir mér hvatningu eldra

    fólks til þess að stunda hreyfingu, því það er staðreynd að fólk stundar minni

    hreyfingu eftir því sem það eldist. Það viðfangsefni er áhugavert og því kom

    ekkert annað til greina en að skoða skoða hreyfingu og kyrrsetu eldra fólks,

    ásamt því að skoða hvernig sá hópur metur líkamlega og andlega heilsu sína.

    Þegar ég fór að leita að heimildum fann ég lítið um aldurshópinn 50-66 ára en

    meira var um rannsóknir á fullorðnu fólki frá 18 ára aldri og eldri borgurum sem

    eru 67 ára og eldri. Út frá því ákvað ég að skoða sérstaklega þennan tiltekna

    aldurshóp frá 50-66 ára sem virðist oft á tíðum gleymast og vonandi vekja

    athygli á honum um leið.

    Tilgangurinn með verkefninu er að vekja athygli á hreyfingu og heilsu þessa

    aldurshóps. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þessi hópur fullorðinna sé meira

    rannsakaður því það er sérlega mikilvægt þar sem hreyfing minnkar með

    hækkandi aldri, með tilheyrandi aldurstengdum áhrifum á heilsu.

    Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í íþróttafræðum í Háskólanum í

    Reykjavík og er 12 ECTS eininga ritgerð. Ég vil þakka Landlæknisembættinu fyrir

    að gefa leyfi og aðgang að gögnum til úrvinnslu þessa verkefnis. Yfirlesara vil ég

    þakka fyrir góðar ábendingar. Sérstaklega vil ég þakka leiðbeinanda mínum,

    Birnu Baldursdóttur fyrir góðan stuðning frá upphafi til enda. Hún veitti mér

    frábæran stuðning og það eru forréttindi að hafa fengið hana til þess að leiðbeina

    mér í þessu verkefni.

  • 4

    Efnisyfirlit

    Útdráttur ............................................................................................................................................. 2

    Formáli ................................................................................................................................................. 3

    Töflur .................................................................................................................................................... 5

    1. Inngangur ....................................................................................................................................... 6

    2. Hreyfing fólks á aldrinum 50-66 ára ................................................................................... 8

    2.1 Hreyfing og heilsa ................................................................................................................ 8

    2.2 Heilsa og andleg líðan Íslendinga ............................................................................... 10

    2.3 Ráðleggingar um hreyfingu ........................................................................................... 12

    2.4 Aldurstengdar breytingar í hreyfingu ....................................................................... 14

    2.5 Áhrifaþættir hreyfingar hjá 50-66 ára einstaklingum ........................................ 15

    2.6 Hreyfing eftir búsetu........................................................................................................ 17

    2.7 Markmið rannsóknar ....................................................................................................... 18

    3. Aðferð og gögn .......................................................................................................................... 19

    3.1 Þátttakendur ....................................................................................................................... 19

    3.2 Framkvæmd og mælingar.............................................................................................. 19

    3.3 Tölfræðileg úrvinnsla ...................................................................................................... 20

    4. Niðurstöður ................................................................................................................................ 21

    4.1 Almennar niðurstöður .................................................................................................... 21

    4.2 Hreyfing og kyrrseta ........................................................................................................ 21

    4.3 Líkamleg heilsa .................................................................................................................. 27

    4.4 Andleg heilsa ....................................................................................................................... 32

    Umræða ............................................................................................................................................ 36

    Heimildir .......................................................................................................................................... 41

  • 5

    Töflur

    Tafla 1 Kyrrseta og hreyfing fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli ..................... 22

    Tafla 2 Kyrrseta og hreyfing karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    .............................................................................................................................................................. 23

    Tafla 3 Kyrrseta og hreyfing fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni ............................................................................................................................... 24

    Tafla 4 Kyrrseta og hreyfing karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu

    eða á landsbyggðinni ................................................................................................................... 25

    Tafla 5 Líkamleg heilsa fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli .............................. 27

    Tafla 6 Líkamleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli ........ 29

    Tafla 7 Líkamleg heilsa fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni ............................................................................................................................... 30

    Tafla 8 Líkamleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni ............................................................................................................................... 31

    Tafla 9 Andleg heilsa fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli ................................... 32

    Tafla 10 Andleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli .......... 33

    Tafla 11 Andleg heilsa fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni ............................................................................................................................... 34

    Tafla 12 Andleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni ............................................................................................................................... 35

  • 6

    1. Inngangur

    Þegar talað er um hreyfingu er yfirleitt átt við einhvers konar líkamlega vinnu

    sem getur haft í för með sér aukinn hjartslátt og hraðari öndun viðkomandi aðila,

    auk þess sem hann mæðist og svitnar. Skilgreiningin á almennri hreyfingu er

    víðtæk og getur verið margvísleg. Hreyfingu er hægt að stunda í hópi- eða í

    einstaklingsíþrótt, eða í formi líkamsræktar í líkamsræktarsal, göngu, hlaups,

    skokks og/eða hjólaferða (World Health Organization, 2010). Hreyfingarleysi

    vegna mikillar kyrrsetu er orðið eitt stærsta heilsufarsvandamál í heiminum í

    dag og það eykst enn frekar með hækkandi aldri (World Health Organization,

    2010). Ísland er þar engin undantekning og tölur sýna að hreyfingarleysi

    Íslendinga eykst eftir því sem við eldumst (Jón Óskar Guðlaugsson, Kristján Þór

    Magnússon og Stefán Hrafn Jónsson, 2014). Hreyfingarleysi veldur ekki aðeins

    auknum heilsubresti heldur getur hreyfingarleysi einnig aukið beinþynningu og

    ýtt undir ýmsa heilsufarssjúkdóma eins og kransæðastíflu, sykursýki 2,

    heilablóðfall og nokkrar tegundir krabbameins (World Health Organization,

    2010).

    Mikilvægt er að hvetja fólk til þess að hreyfa sig að með einhverju móti fyrir

    bætta heilsu og aukna vellíðan. Hreyfing er nauðsynleg fyrir fólk sem er farið að

    eldast, því það styrkist ekki aðeins líkamlega heldur er talið að hreyfing hafi líka

    jákvæð áhrif á andlega þætti og geti dregið til dæmis úr þunglyndi og kvíða

    (Swedish National Institute of Public Health, 2010). Styrktarþjálfun sem og

    önnur hreyfing er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldri en hreyfing verður

    sérstaklega mikilvæg þegar fólk eldist því þá fer vöðvastyrkur að minnka, þol- og

    úthald versnar, og samhæfing og jafnvægi verður verra (World Health

    Organization, 2010).

  • 7

    Rannsókn sýndi að einstaklingar á aldrinum 18-45 ára og eru búsettir í þéttbýli

    hreyfa sig að jafnaði meira en þeir sem búa í strjálbýli (Dyck, Cardon, Deforche

    og De Bourdeaudhuij, 2011). Á Íslandi var gerð rannsókn árið 2004 á fólki eldra

    en 67 ára en þar var viðfangsefnið að skoða hreyfingu eftir búsetu. Sömu

    niðurstöður komu í ljós, það er að einstaklingar búsettir í þéttbýli hreyfa sig að

    jafnaði meira en þeir sem eru búsettir í strjálbýli (Arnadottir, Gunnarsdottir og

    Lundin-Olsson, 2009).

    Mikið er til af rannsóknum á hreyfingu og heilsu hjá ákveðnum

    aldurshópum, líkt og börnum og ungmennum, almennum borgurum þar sem

    aldurshópurinn er yfirleitt breiður, eða 18-79 ára og/eða á eldri borgurum sem

    eru 67 ára og eldri. Hins vegar hefur aldurshópurinn frá 50 til 66 ára ekki verið

    skoðaður sérstaklega hér á landi og því er áhugavert að líta á hann nánar (Jón

    Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort munur sé á hreyfingu og heilsu

    einstaklinga á aldrinum 50-66 ára eftir búsetu á Íslandi. Í upphafi er litið á hvort

    fólk verji frítíma sínum frekar í kyrrsetu eða hreyfingu eftir búsetu og kyni. Því

    næst er athugað hvort munur sé á hvernig fólk metur líkamlega og andlega

    heilsu sína eftir búsetu og kyni. Búsetunni er skipt á tvenna vegu, annars vegar

    út frá þéttbýli með 5.000 íbúum og fleiri (stórt þéttbýli) og þéttbýli með 4.999

    íbúum og færri þar með talið strjálbýli (lítið þéttbýli). Hins vegar er búsetunni

    skipt út frá einstaklingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni.

    Fengið var leyfi til þess að vinna með gögn úr rannsókn

    Landslæknisembættisins, Heilsa og líðan Íslendinga 2012.

  • 8

    2. Hreyfing fólks á aldrinum 50-66 ára

    2.1 Hreyfing og heilsa

    Hreyfing er sjálfsagður hlutur fyrir marga. Mannslíkaminn er hannaður til

    líkamlegs atgervis og hefur það verið ein af þörfum hans frá upphafi en aðrar

    venjur hans eru til dæmis að matast, sinna heimilsstörfum, fara gangandi stuttar

    og langar vegalengdir og fleira (Bouchard, Blair og Haskell, 2012; World Health

    Organization, 2002). Hreyfing er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldri en hjá eldra

    fólki er hún talin vera enn mikilvægari (Bennett og Winters-Stone, 2011). Með

    vaxandi tækni og þróun hefur hreyfing fólks minnkað með komu bifreiða og

    annarra tækja sem minnka hreyfingu. Aðrir þættir sem einnig eru taldir vera

    ástæður þess að fólk hreyfi sig lítið eða ekkert er til dæmis skortur á tíma,

    almenn þreyta, áhugaleysi og óöryggi (World Health Organization, 2010). Árlega

    deyja meira en þrjár milljónir manna vegna hreyfingarleysis auk þess sem

    hreyfingarleysi er í fjórða sæti yfir ótímabær dauðsföll í heiminum (World

    Health Organization, 2011). Tölur sýna að 6-10% af ótímabærum dauðsföllum

    heimsins megi rekja til hreyfingarleysis (Lee o.fl., 2012). Ótímabær dauðsföll

    vegna offitu og ofþyngdar eru um 5% (World Health Organization, 2011).

    Sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að fullorðnir einstaklingar stundi

    hreyfingu að einhverju tagi daglega til þess að viðhalda þoli, hreyfanleika,

    liðleika, vöðvastyrk, vöðvavirkni og til að draga úr kyrrsetu (Centers for Disease

    Control and Prevention, 2015). Hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á félagslega

    og andlega þætti einstaklinga (Swedish National Institute of Public Health,

    2010). Regluleg hreyfing stuðlar að bættri heilsu og aukinni vellíðan í gegnum

    ævina (Centers for Disease Control and Prevention, 2015).

    Með aldrinum minnkar vöðvastyrkur og úthald auk þess sem að

    vöðvarýrnun verður meiri. Einnig eykst líkamsfita (e. body fat) með aldrinum

    sem bæði má rekja til hreyfingarleysis og aukinnar inntöku hitaeininga (e.

    calorie) (Kenney, 2012). Eftir 45 ára aldurinn lækkar fitufríi massinn (e. fat-free

    mass) vegna vöðvarýrnunar og minni beinmassa en það má einnig rekja til

  • 9

    hreyfingarleysis (Kenney, 2012). Margar hreyfingar sem flestum finnast

    sjálfsagðar, líkt og að standa upp úr stól eða opna sultukrukku verða erfiðari og

    meira krefjandi með hækkandi aldri og á ákveðnum tímapunkti geta þær orðið

    nær ógerlegar (Kenney, 2012).

    Þeir einstaklingar sem stunda reglulega hreyfingu minnka líkurnar á ýmsum

    sjúkdómum eins og kransæðastíflu, heilablóðfalli og sykursýki 2 (World Health

    Organization, 2010). Hreyfing hefur einnig áhrif á langvinna sjúkdóma eins og

    offitu og getur minnkað líkur á einhverjum tegundum krabbameins (World

    Health Organization, 2010).

    Hreyfingarleysi á þátt í allt að 21-25% tilfella þeirra einstaklinga sem

    greinast með brjóst- eða ristilkrabbamein, 27% þeirra sem fá sykursýki 2 og

    30% þeirra sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma (World Health Organization,

    2010). Í skýrslu WHO frá árinu 2002 átti hreyfingarleysi þátt í 10-16% tilfella

    sem greindust með langvinna sjúkdóma eins og sykursýki 2 eða einhverjar

    tegundir krabbameins (World Health Organization, 2002).

    Offita hefur aukist mikið undanfarin ár og er orðið eitt stærsta

    heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og er hlutfall Evrópubúa sem glímir við

    offitu mjög hátt (World Health Organization, 2007). Til samanburðar við

    Norðurlöndin hefur Ísland hæsta hlutfall fólks í ofþyngd og sem glímir við offitu

    eða 39% í ofþyngd og 18% í offitu (Rasmussen o.fl., 2012). Á Íslandi árið 2007

    var offita algengust hjá körlum á aldrinum 50-59 ára og næstalgengust hjá

    körlum á aldrinum 60-69 ára. Allt að 20% kvenna á aldrinum 50-59 ára eru

    taldar of feitar og hlutsfallega eru flestar konur á aldrinum 60-69 ára of feitar

    (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009). Líkamsþyngdarstuðull (e. Body Mass Index)

    Íslendinga hefur hækkað síðastliðin 20 ár, meira þó hjá körlum en konum

    (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009). Stuðullinn er reiknaður út frá hæð og

    líkamsþyngd einstaklinga en miðað er við að einstaklingur sé offeitur ef

    stuðullinn er hærri en 30. Líkamsþyngdarstuðullinn tekur þó ekki mið af

    holdafari, það er að segja af vöðvamassa og líkamsbyggingu einstaklinga

    (Bouchard o.fl., 2012).

  • 10

    2.2 Heilsa og andleg líðan Íslendinga

    Íslendingar eru sífellt að eldast og hefur meðalaldur hækkað mikið síðastliðin ár.

    Árið 2000 var fjöldi íslenskra karlmanna á aldrinum 50-66 ára, 20.631 talsins.

    Við lok árs 2016 spáir Hagstofa Íslands að áætlaður fjöldi þeirra verði kominn í

    33.571 og árið 2030 verði þeir 35.586 talsins, sem er um 72% aukning. Árið

    2000 voru íslenskar konur á aldrinum 50-66 ára 20.500 talsins og í lok árs 2016

    er áætlað að þær verði 33.557. Árið 2013 má áætla að þær verði 37.084 talsins

    sem er um 55% aukning (Hagstofa Íslands, e.d). Árið 2007 voru tæp 78% karla á

    Íslandi og 76% kvenna á aldrinum 45-66 ára sem töldu líkamlega heilsu sína

    góða. Á sama tíma töldu 76% karla og 74% kvenna á sama aldri líkamlega heilsu

    sína mjög góða (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Árið 2007 var 80-85% Íslendinga á aldrinum 18-79 ára sem töldu líkamlega

    heilsu sína góða eða mjög góða, búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þar á eftir var

    fólk búsett á Suður-, Vestur- og Austurlandi með 75-80% íbúa. Lægsta hlutfallið

    var á Vestfjörðum og á Norðurlandi eða 70-75% íbúa (Jón Óskar Guðlaugsson

    o.fl., 2014). Árið 2007 sögðu 14% karla og 25% kvenna á aldrinum 45-66 ára að

    þrekleysi hefti eða trufli þeirra daglega líf. Þrekleysi truflaði 17% karla og 29%

    kvenna árið 2012 og hafði því hækkað um rúm 3-4% milli ára (Jón Óskar

    Guðlaugsson o.fl., 2014). Til viðbótar má geta þess að árið 2007 töldu 82%

    karlmenn og kvenmenn á aldrinum 45-66 ára andlega heilsu sína vera góða eða

    mjög góða (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Vegna aukinnar tækniþróunar hefur kyrrseta aukist mikið undanfarin ár. Nú

    til dags er hægt að takast á við mörg dagleg verkefni með tækninni sem gerir það

    að verkum að hreyfing verður lítil sem engin hjá mörgum (World Health

    Organization, 2011). Kyrrseta sem verður vegna mikils hreyfingarleysis er talin

    vera stór áhrifaþáttur óvæntra dauðsfalla (World Health Organization, 2010).

    Um 28% karla og 28% kvenna á aldrinum 45-66 ára vörðu að jafnaði meira en

    átta klukkustundum virka daga sitjandi árið 2007. Árið 2012 vörðu um 28%

  • 11

    karla á aldrinum 45-66 ára átta klukkustundum eða meira sitjandi og 34%

    kvenna á sama aldri (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Árið 2007 voru einstaklingar á aldrinum 18-66 ára sem vörðu átta

    klukkustundum eða meira í kyrrsetu flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða

    35-40%. Fólk búsett á Suðurnesjum var með næstflesta einstaklinga sem vörðu

    átta klukkustundum eða meira í kyrrsetu en lægsta hlutfallið var hjá

    einstaklingum búsettum á Vestfjörðum, Suður-, Austur-, Norður- og Vesturlandi.

    Árið 2012 hafði hlutfallið breyst hjá fólki á aldrinum 18-66 ára. Hlutfall þeirra

    sem vörðu átta klukkustundum eða meira sitjandi virka daga vikunnar var enn

    hæst á höfuðborgarsvæðinu. Á eftir kom fólk sem er búsett á Suðurnesjum og

    Vestfjörðum. Fólk búsett á Vestur-, Norður og Austurlandi komu þar á eftir en

    lægsta hlutfallið mældist á Suðurlandi (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Hreyfing hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega þætti einstaklinga heldur getur

    hún einnig haft mikil áhrif á andlegu hlið þeirra. Hreyfing styður sálfræðilega

    þætti einstaklinga og eykur lífsgæði og lundarfar þeirra til muna. Hreyfing er

    talin draga úr þunglyndi en um 15% eldra fólks er talið sýna einkenni

    þunglyndis (Swedish National Institute of Public Health, 2010). Hreyfing getur

    dregið úr stressi, kvíða og öðrum sálrænum sjúkdómum (World Health

    Organization, 2010). Í rannsókn sem Martinsen birti árið 2012 kom í ljós að

    þunglyndir einstaklingar sem ekki notuðu þunglyndislyf og stunduðu loftháða

    þjálfun (e. aerobic exercise) hefði jákvæð áhrif á meðferðarúrræði og höfðu

    svipuð áhrif og á þá einstaklinga sem tóku þunglyndislyf og hreyfðu sig ekki.

    Niðurstöður sýndu einnig að þeir einstaklingar sem héldu áfram að hreyfa sig ári

    eftir meðferðina án lyfja sýndu betri árangur gegn þunglyndinu en þeir sem

    hreyfðu sig ekki. Martinsen telur því að líkamleg hreyfing sé besta

    meðferðarúrræðið gegn þunglyndi (Martinsen, 2012). Kvíði getur bæði verið

    hugrænn og líkamlegur, en dæmi um kvíða eru til að mynda áhyggjur, óöryggi,

    ótti og önnur líkamleg viðbrögð (Weinberg, 2011). Árið 2007 töldu 28%

    íslenskra karla og 31% íslenskra kvenna á aldrinum 45-66 ára sig glíma við

    kvíða (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014). Árið 2012 hafði hlutfallið lækkað

  • 12

    lítillega eða um 23% karla og 27% kvenna. Til viðbótar var hlutfall þeirra

    Íslendinga sem höfðu glímt við langvarandi þunglyndi skoðað nánar og þá kom í

    ljós að um 14% karla og 15% kvenna féllu inn í þann hóp. Árið 2012 hafði sama

    hlutfall lækkað niður í 11% karla og 14% kvenna (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl.,

    2014). Hér skal geta þess að ekki er vitað með vissu hvort þátttakendur hafi

    verið greindir af fagaðila.

    2.3 Ráðleggingar um hreyfingu

    Hreyfing er almennt skilgreind sem líkamleg vinna sem eykur hjartslátt og

    öndun meira en gerist þegar líkaminn er í hvíld eða við kyrrsetu. Hreyfingu má

    flokka eftir ákefð, tíma, tíðni og tegund hreyfingar (Bouchard o.fl., 2012). Ákefð

    segir til um hversu mikil orka fer í ákveðna æfingu eða hreyfingu, hversu hratt

    hjartsláttur eykst og öndun verður örari. Ákefð áætlar einnig hversu erfið

    hreyfingin er (Kenney, 2012). Hreyfing getur verið miðlungserfið en sú tegund

    hreyfingar notar um þrisvar til sex sinnum meiri orku en þegar líkaminn er í

    hvíld. Hjólreiðar, skokk, og sund eru dæmi um miðlungserfiða hreyfingu. Mikil

    ákefð er sú hreyfing sem telst erfið og getur líkaminn notað allt að sex sinnum

    meiri orku í mikilli ákefð heldur en þegar hann er í hvíld. Við erfiða hreyfingu

    mæðist fólk og svitnar (Kenney, 2012). Hlaup, rösk fjallganga og flestar íþróttir

    teljast sem erfið hreyfing. Taka verður tillit til þess að fólk er jafn misjafnt og það

    er margt en ein tegund hreyfingar getur reynst auðveld fyrir einn meðan hún

    reynist mjög erfið fyrir annan (Kenney, 2012). Tími segir til um hversu lengi

    hreyfing eða ákveðin æfing á sér stað. Til dæmis ganga í klukkustund við

    miðlungs ákefð eða stuttir sprettir við mikla ákefð. Tíðni hreyfingar segir til um

    hversu oft hreyfing eða æfing er framkvæmd, til dæmis miðlungserfið hreyfing

    þrisvar í viku (Kenney, 2012).

    Nýlegar rannsóknir sýna fram á að hreyfing er jafn mikilvæg fyrir fólk á

    öllum aldri, ungum sem öldnum (Swedish National Institute of Public Health,

    2010). Sýnt hefur verið fram á að styrktarþjálfun er mjög gagnleg þjálfun fyrir

    eldra fólk en hún eykur bæði vöðvastyrk og minnkar líkur á beinþynningu

    (Swedish National Institute of Public Health, 2010).

  • 13

    Ráðlögð hreyfing samkvæmt WHO er miðlungs erfið hreyfing í 150 mínútur

    á viku eða 75 mínútur af krefjandi hreyfingu á viku. Auk þess ætti styrktarþjálfun

    að vera að lágmarki tvisvar í viku (World Health Organization, 2010). Áætlað er

    að um 31% íbúa í öllum heiminum nái ekki lágmarks viðmiðum um ráðlagða

    hreyfingu (Hallal o.fl., 2012). Ráðlögð hreyfing samkvæmt embætti landlæknis er

    byggð á ráðleggingum WHO en þar segir að fullorðnir og eldra fólk ættu að

    stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur á dag (Lýðheilsustöð, e.d)

    Skipta má hreyfingunni niður í nokkra hluta og sé hún þá að lágmarki 10-15

    mínútur í hvert skipti. Embætti landlæknis ráðleggur eldra fólki að stunda erfiða

    hreyfingu að lágmarki tvisvar í viku (Embætti landlæknis, 2014). Dæmi um

    erfiða hreyfingu er til dæmis kraftganga, dans, sund, skokk og styrktarþjálfun.

    Mælt er með styrktarþjálfun einu sinni til tvisvar í viku að minnsta kosti 20

    mínútur í senn þar sem allir helstu vöðvar líkamans eru þjálfaðir, það er bæði

    efri og neðri hluti líkamans (Swedish National Institute of Public Health, 2010).

    Árið 2011 var birt víðamikil rannsókn þar sem íbúar allra Norðurlandanna

    voru teknir fyrir í tengslum við mataræði, hreyfingu og ofþyngd. Niðurstöður

    voru þær að 67% fullorðinna einstaklinga á aldrinum 18-65 ára náðu lágmarki

    ráðlagðrar hreyfingar í viku og 13% náðu hámarksviðmiði. Til viðbótar voru

    14% karla og 12% kvenna sem náðu viðmiðum æskilegrar hreyfingar og um

    12% karla og 10% kvenna á Norðurlöndunum stunduðu enga hreyfingu

    (Rasmussen o.fl., 2012).

    Fæstir á aldrinum 45-53 ára náðu viðmiðum ráðlagðrar vikulegrar

    hreyfingar (Rasmussen o.fl., 2012). Fram kom að Íslendingar af öllum

    Norðurlöndunum hafa lægstu tíðni fullorðinna á aldrinum 18-65 ára sem ná

    ráðlagðri vikulegri hreyfingu eða rúm 5% (Rasmussen o.fl., 2012). Niðurstöður

    sýndu að Íslendingar voru með hæsta hlutfall allra Norðurlandabúa sem

    stunduðu enga hreyfingu eða um 14%. Til samanburðar voru Finnar með lægsta

    hlutfallið þar eða 8% en einnig sýndi rannsóknin að 16% fullorðinna Íslendinga

    stunduðu miðlungserfiða hreyfingu vikulega. Þar til samanburðar hafa Danir

  • 14

    hæsta hlutfallið eða rúm 22%. Fram kom þó að 32% fullorðinna Íslendinga

    stunda mjög krefjandi hreyfingu vikulega (Rasmussen o.fl., 2012).

    2.4 Aldurstengdar breytingar í hreyfingu

    Vöðvastyrkur, úthald, jafnvægi og samhæfing minnkar með hækkandi aldri. Upp

    úr 25 ára aldri dregur úr hreyfigetu fólks, vöðvastyrkur þeirra minnkar ásamt

    því að þol- og úthald minnkar um 1-2% á hverju ári (Kenney, 2012). Loftháð

    þjálfun (e. aerobic exercise), það er að segja þol- og úthaldsþjálfun getur ásamt

    því að bæta jafnvægi og liðleika, haft jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.

    Styrktarþjálfun getur aukið vöðvamassa, vöðvastyrk og aukið hreyfigetu.

    Hreyfing eykur beinþéttni, lækkar blóðþrýsting og eykur jafnvægi og

    samhæfingu (Swedish National Institute of Public Health, 2010).

    Sýnt hefur verið fram á að fótastyrkur byrjar að minnka um fertugsaldur en

    með styrktarþjálfun er þó hægt að viðhalda styrk sem kemur til góðs þegar á

    eldri árin er komið. Þeir einstaklingar sem stunda styrktarþjálfun viðhalda betur

    styrk og hreyfifærni eftir 60 ára aldur heldur en þeir sem hreyfa sig ekki

    (Kenney, 2012).

    Vöðvaþræðir byrja að rýrna með aldrinum en rannsókn sýndi að eftir 50 ára

    aldur minnka vöðvaþræðir um 10%, bæði hvað varðar vöðvatýpu I og II

    (Kenney, 2012). Þá verða einnig breytingar á taugakerfinu sem gerir það að

    verkum að viðbragðstími við áreiti lengist.

    Regluleg hreyfing og heilbrigt líferni getur aukið líkamlega getu einstaklinga

    (Kenney, 2012). Hámarkssúrefnisupptaka eða V02max er hámarksgeta líkamans

    til að nota súrefni við hámarksálag. V02max mælir þol einstaklinga og er hægt að

    bæta hámarksgetuna við líkamlega hreyfingu. Hámarkssúrefnisupptakan lækkar

    um 5-10% á hverjum tíu árum eftir þrítugt, sem getur leitt til aukins hjartsláttar

    (Swedish National Institute of Public Health, 2010). (Kenney, 2012).

    Rannsóknir sýna að reglulega hreyfing hefur auk þess áhrif á þætti eins og

    minni, einbeitingu, athygli og viðbragðstíma en mikill munur er á þessum

  • 15

    þáttum milli einstaklinga sem stunda reglulega hreyfingu og þeirra sem hreyfa

    sig ekki (Swedish National Institute of Public Health, 2010).

    2.5 Áhrifaþættir hreyfingar hjá 50-66 ára einstaklingum

    Innri og ytri hvatning eru þættir sem mikilvægt er að vera meðvitaður um þegar

    kemur að heilsueflingu. Ytri hvatning getur til dæmis verið umhverfið (Elizabeth

    og Kim, 2014) og innri hvatning er meðal annars persónuleg einkenni

    einstaklings (Deci og Ryan, 2002). Umhverfið er einn mikilvægasti þátturinn

    þegar kemur að hreyfingu og þarf að stuðla að því að umhverfið hvetji fólk til

    þess að hreyfa sig og að aðgengi til hreyfingar sé auðvelt. Til dæmis aðgengi að

    góðu útivistarsvæði og/eða göngustígum. Skapa þarf jákvætt og gott umhverfi

    sem hvetur fólk til þess að hreyfa sig og að fólkið finni síður fyrir hindrunum sem

    verða til þess að þau hreyfa sig ekki (World Health Organization, 2010).

    Þeir þættir sem embætti landlæknis telur hvetja fólk til þess að hreyfa sig eru

    eftirfarandi:

    Þekking og mikilvægi hreyfingar til aukinnar vellíðunar og bættrar heilsu.

    Viðhorf og forgangsröðun. Ef viðhorf fólks til hreyfingar er jákvætt getur

    það aukið líkurnar á að það forgangsraði tíma sínum betur.

    Andlegur styrkleiki (e. mental toughness) það er að segja trú einstaklings

    á getu sína til þess að stunda ráðlagða hreyfingu. Hindranir og óöryggi

    verður oft til þess að fólk hreyfir sig ekki (Embætti landlæknis, 2014)

    Leggja þarf áherslu á lýðheilsustarf þjóðfélagsins en með lýðheilsu er átt við

    heilsufar almennings. Þegar unnið er með lýðheilsu er markmiðið að

    betrumbæta eða viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu fólks og hvetja það til

    þess að stunda heilbrigðan lífstíl (World Health Organization, 2010). Fullorðið

    fólk upplifir oft eigin aldur sem fyrirstöðu til þess að stunda hreyfingu. Það ætti

    því að vera í verkahring heilbrigðisstarfsfólks og annarra fagaðila að grípa til

    aðgerða og breyta þessu hreyfimynstri fólks og hvetja það til að draga úr

    kyrrsetu og stunda hreyfingu (Schutzer og Graves, 2004). Fólk ætti ekki að finna

    fyrir hindrunum en umhverfið er oft talin vera hindrun þegar kemur að

  • 16

    hreyfingu. Fullorðið fólk er líklegra til þess að stunda hreyfingu úti við ef það

    telur sig öruggt í umhverfi sínu og ef aðgengi til hreyfingar er auðvelt og

    vegalengdir stuttar (Schutzer og Graves, 2004).

    Árið 2016 birti Reykjarvíkurborg skýrslu sem unnin var með Dr. Janusi

    Guðlaugssyni lektor í íþrótta- og heilsuþjálfun, íþróttakennurum og fleiri

    fagaðilum sem voru með það að markmiði að efla heilsuþjálfun aldraðra. Eitt

    verkefnið var að kortleggja höfuðborgarsvæðið og merkja inn á kort ýmsar

    gönguleiðir, upphitaða göngustíga, merkja við bekki til að sitja á og aðra aðstöðu.

    Markmiðið er að auka heilsueflingu fólks og hvetja það til að stunda hreyfingu að

    eigin frumkvæði og kortlagning hverfa gæti hvatt fólk enn frekar til þess að nýta

    nærumhverfi sitt (Janus Guðlaugsson, Bragi Guðmundsson, Gígja Gunnarsdóttir,

    Auður Ólafsdóttir og Kristín Helga Guðmundsdóttir, 2016).

    Aðeins um 18-19% karla og kvenna á aldrinum 50-65 ára nýta sér að jafnaði

    þrisvar í viku eða oftar opin útivistarsvæði á Íslandi (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl.,

    2014).

    Innri hvatning má skilgreina út frá persónulegum þáttum líkt og hegðun,

    áhugahvöt og ánægju. Ef einstaklingur stundar hreyfingu af því að hann hefur

    gaman af því er innri áhugahvöt einstaklingsins jákvæð (Deci og Ryan, 2002).

    Áhugahvöt byggist á tveimur þáttur, það er persónuleika og aðstæðum

    (Weinberg, 2011). Rannsóknir sýna auk þess að hvatning til lengri tíma og

    eftirfylgni virkar áhrifaríkari fyrir fullorðið fólk (Bennett og Winters-Stone,

    2011). Æfingaáætlun er líklegri til þess að missa marks ef hún er ekki gerð til

    lengri tíma (Bennett og Winters-Stone, 2011). Hvatning getur einnig verið

    hindrun þess að fólk hreyfi sig. Þess vegna þarf að sýna fólki þann ávinning sem

    það vinnur sér inn með hreyfingu, svo sem með bættri heilsu og vellíðan

    (Schutzer og Graves, 2004). Finni fólk fyrir ávinningi hreyfingar, þá er það

    líklegra til að viðhalda þeirri hegðun (Schutzer og Graves, 2004). Hafa verður í

    huga samt sem áður að fólk er misjafnt og hefur ólíkar ástæður fyrir því að

    hreyfa sig eða hreyfa sig ekki (Weinberg, 2011).

  • 17

    Fullorðið fólk hefur oft á tíðum tamið sér ákveðnar venjur og það getur

    reynst ansi erfitt að breyta þeirri hegðun (Schutzer og Graves, 2004). Því það eitt

    að bæta við ráðlagðri hreyfingu getur orðið mikil áskorun, sem fólk upplifir oft á

    tíðum sem hindrun. Trú á eigin getu er áhrifaríkur sálfræðilegur þáttur þegar

    kemur að hvatningu, árangri, frammistöðu og sjálfstrausti og er einn

    mikilvægasti þátturinn í breytingu á hegðun (Bandura, 2010; Schutzer og

    Graves, 2004).

    Fólk sem hefur trú á eigin getu, hefur auk þess meiri þrautseigju þegar

    hindranir birtast skyndilega og það fólk sýnir frekar fram á varanlegan og

    stöðugan árangur (Schutzer og Graves, 2004). Einstaklingur með trú á eigin getu

    hefur gott sjálfstraust, trúir því að hann sé að standa sig vel og tekst á við

    hindranir þegar þær koma upp (Weinberg, 2011).

    Með auknu sjálfstrausti upplifir fólk frekar jákvæðar tilfinningar og það á

    auðveldara með að einbeita sér að markmiðum sínum (Weinberg, 2011). Ef

    trúin er ekki til staðar eru meiri líkur á mistökum sem gætu leitt til verri

    árangurs og frammistöðu og minna sjálfstrausts (Bandura, 2010).

    2.6 Hreyfing eftir búsetu

    Skilgreining á þéttbýli samkvæmt Evrópusambandinu er að þéttbýli sé svæði þar

    sem hús liggja hvert við annað og ekki sé lengra en 200 metrar á milli húsa. Séu

    íbúar staðar færri en 200 telst byggðakjarni sem strjálbýli (Jórunn Íris

    Sindradóttir og Ómar Harðarson, 2015).

    Árið 2011 var birt rannsókn sem gerð var í Belgíu þar sem skoðaðir voru

    350 fullorðnir einstaklingar á aldrinum 18-45 ára og var viðfangsefnið að athuga

    hvort munur væri á fólki búsettu í þéttbýli eða strjálbýli. Niðurstöður sýndu að

    þeir sem voru búsettir í þéttbýli gengu og hjóluðu að meðaltali meira en fólk sem

    var búsett í strjálbýli. Þannig gekk fólk í þéttbýli að meðaltali um 600 fleiri skref

    á dag en fólkið í strjálbýli og niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að almennt

    hreyfði fólk sem var búsett í þéttbýli sig meira en fólk búsett í strjálbýli (Dyck

    o.fl., 2011).

  • 18

    Gerð var rannsókn á Íslandi árið 2004 þar sem munur á hreyfingu eldri

    borgara eftir búsetu var rannsakaður nánar. Niðurstöður sýndu að eldri

    borgarar í strjálbýli stunduðu að jafnaði minni líkamlega hreyfingu en þeir sem

    búsettir voru í þéttbýli. Fólk búsett í strjálbýli var þó líklegra til að stunda

    líkamlega erfiðari störf (Arnadottir o.fl., 2009).

    2.7 Markmið rannsóknar

    Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort munur sé á hreyfingu og heilsu

    fólks á aldrinum 50-66 ára eftir búsetu á Íslandi. Búsetunni er skipt á tvenna

    vegu, í fyrsta lagi „þéttbýli með 5.000 íbúum og fleiri“ (stórt þéttbýli) og „þéttbýli

    með 4.999 íbúum og færri þar með talið strjálbýli“ (lítið þéttbýli). Í öðru lagi er

    búsetunni skipt í fólk sem annars vegar er búsett á höfuðborgarsvæðinu og hins

    vegar á landsbyggðinni. Litið er á hvort munur sé á hvernig fólk ver frítíma

    sínum eftir búsetu og kyni, það er hvort fólk hreyfi sig í frítíma eða verji honum í

    kyrrsetu. Einnig verður athugað hvernig fólk metur líkamlega og andlega heilsu

    sína eftir búsetu og kyni. Töluvert er um rannsóknir á viðfangsefninu meðal fólks

    á flestum aldri, það er börn, unglingar, fullorðnir en þó hefur aldurshópurinn frá

    50 til 66 ára orðið nokkuð út undan og því var ákveðið að taka hann fyrir til þess

    að skoða hvort munur sé á heilsu og líðan eftir búsetu.

    Rannsóknarspurning:

    Hvaða munur er á hreyfingu, heilsu og líðan Íslendinga á aldrinum 50-66

    ára eftir búsetu?

    Undirspurningar:

    Hvernig ver fólk að jafnaði frítíma sínum eftir kyni og búsetu, og er

    einhver munur á hreyfingu og kyrrsetu eftir búsetu og kyni?

  • 19

    3. Aðferð og gögn

    Í eftirfarandi kafla verður fjallað um þátttakendur, mælitæki, framkvæmd

    rannsóknar, úrvinnslu gagna og greiningu. Fyrirliggjandi gögn voru fengin úr

    skýrslu Landlæknisembættisins, Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Skýrslan birti

    niðurstöður frá árunum 2007, 2009 og 2012, en einugis var unnið með gögn frá

    árinu 2012 í þessari rannsókn (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    3.1 Þátttakendur

    Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir valdir af handahófi og því er um

    tilviljunarúrtak að ræða. Þátttakendur voru 1190 einstaklingar á aldrinum 50-66

    ára, þar af 568 karlar og 622 konur. Allir þeirra voru íslenskir ríkisborgarar með

    skráða búsetu á Íslandi (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    3.2 Framkvæmd og mælingar

    Spurningarlistar voru sendir til þátttakenda í lok október 2012 og samanstóðu af

    spurningum sem flokkaðar voru í 21 undirflokk. Þrír flokkar voru skoðaðir við

    úrvinnslu þessarar skýrslu; almennt heilsufar; hreyfing og kyrrseta; búseta.

    Spurningarnar sem notaðar voru þrjár, í fyrsta lagi: hver af eftirfarandi lýsingum

    passar best athöfnum þínum í frítíma, síðustu sjö daga? Svarmöguleikar sem

    gefnir voru voru; lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta, ganga, hjólreiðar eða

    önnur tegund af léttri áreynslu í a.m.k. fjórar klst. síðustu sjö daga, þátttaka í

    íþróttum, í tómstundum, erfið garðyrkja og þess háttar, þar sem tímalengd

    hreyfingar er a.m.k. fjórar klst. og þátttaka í erfiðri þjálfun eða íþróttakeppni,

    reglulega nokkrum sinnum síðustu sjö daga. Í öðru lagi: hvernig metur þú almennt

    líkamlega heilsu þína? Svarmöguleikar sem gefnir voru voru; mjög góð, góð,

    sæmileg og léleg. Í þriðja lagi: Hvernig metur þú andlega heilsu þína?

    Svarmöguleikar sem gefnir voru voru; mjög góð, góð, sæmileg og léleg (Jón Óskar

    Guðlaugsson o.fl., 2014).

  • 20

    Eins og áður hefur komið fram var aldur þátttakenda frá 50 til 66 ára en

    búseta var flokkuð á tvenna vegu. Annars vegar sem þéttbýli með 5.000 íbúa og

    fleiri (stórt þéttbýli) eða þéttbýli með 4.999 íbúa og færri þar með talið strjálbýli

    (lítið þéttbýli). Hins vegar er búseta flokkuð sem höfuðborgarsvæðið eða

    landsbyggðin (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    3.3 Tölfræðileg úrvinnsla

    Rannsóknin er megindleg rannsókn á heilsu og líðan fólks og við úrvinnslu gagna

    var stuðst við lýsandi tölfræði ásamt krosstöflum og kí-kvaðrat

    marktektarprófum. Við túlkun kí-kvaðrat prófanna var miðað við að marktekt sé

    p

  • 21

    4. Niðurstöður

    4.1 Almennar niðurstöður

    Töluleg samantekt á því hvort fólk ver að jafnaði frítíma sínum í kyrrsetu eða

    hreyfingu leiddi í ljós að flestir þeirra kjósa heldur síðarnefnda kostinn í formi

    léttrar hreyfingar í að minnsta kosti fjórar klukkustundir í viku. Það er létt

    hreyfing líkt og ganga, hjólreiðar eða aðrar tegundir hreyfingar með léttri ákefð.

    Spurt var: „hver af eftirfarandi lýsingum passar best athöfnum þínum í frítíma,

    síðustu sjö daga?“. Svarhlutfallið var 89% og svöruðu 1058 þátttakendur, 511

    karlar og 548 konur. Töluleg samantekt sýndi að bæði karlar og konur meta

    almennt líkamlega heilsu sína góða. Spurt var: „hvernig metur þú almennt

    líkamlega heilsu þína?“. Svarhlutfallið var 99,2% og svöruðu 1181 þátttakendur,

    563 karlar og 618 konur. Gerð var töluleg samantekt hvernig fólk mat almennt

    andlega heilsu sína og sýndu niðurstöður að bæði karlar og konur telja hana vera

    góða. Spurt var: „hvernig metur þú almennt andlega heilsu þína?“. Svarhlutfallið

    var 99,2% og svöruðu 1181 þátttakendur, 564 karlar og 617 konur.

    4.2 Hreyfing og kyrrseta

    Eins og áður hefur komið fram þá er áhugavert að skoða hvort fólk kýs að verja

    frítíma sínum í kyrrsetu eða í hreyfingu af einhverju tagi. Gert er ráð fyrir að fólk

    sem stundar krefjandi og mjög krefjandi hreyfingu nái ráðlögðu lágmarki um

    vikulega hreyfingu þó það hafi ekki verið tekið sérstaklega fram í gögnum.

    Á töflu 1 sést að ekki mælist marktækur munur á því hvernig fólk ver að

    jafnaði frítíma sínum eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli (p=0,128). Þó er

    tilhneiging til að hærra hlutfall fólks sem er búsett í minni þéttbýlum verji tíma

    sínum frekar í kyrrsetu samanborið við fólk í stærri þéttbýlum, eða 63% á móti

    54%. Þegar kyrrseta er skoðuð óháð búsetu sést að tæplega 55% fólks ver

    frítíma sínum í kyrrsetu án einhverrar hreyfingar. Einnig sést að um 34% fólks

    ver frítíma sínum í létta hreyfingu og um 10% fólks stundar krefjandi eða mjög

    krefjandi hreyfingu í frítíma sínum óháð búsetu.

  • 22

    Tafla 1 Kyrrseta og hreyfing fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hver af eftirfarandi

    lýsingum passar best

    athöfnum þínum í frítíma,

    síðustu sjö daga?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Kyrrseta * 54% (475) 63% (102) 55% (577)

    Létt hreyfing ** 34% (303) 30% (49) 34% (352)

    Krefjandi hreyfing *** 8% (70) 4% (7) 7% (77)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 4% (32) 2% (4) 3% (36)

    Samtals 880 162 1042

    * Lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta

    ** Ganga, hjólreiðar eða önnur tegund af léttri áreynslu í að minnsta kosti fjórar klukkustundir

    síðustu sjö daga.

    *** Þátttaka í íþróttum, tómstundum, erfið garðyrkja og þess háttar, þar sem tímalengd

    hreyfingar er að minnsta kosti fjórar klukkustundir.

    **** Þátttaka í erfiðri þjálfun eða íþróttakeppni, reglulega nokkrum sinnum síðustu sjö daga.

    Sé gerður samanburður á kynjum sést á töflu 2 að hvorki var marktækur munur

    hjá körlum (p=0,397) né konum (p=0,165). Um 56% karla verja frítíma sínum í

    kyrrsetu óháð búsetu, en 8% fleiri karlar búsettir í minna þéttbýli verja frítíma

    sínum í kyrrsetu miðað við karla í stærri þéttbýlum. Svipað hlutfall karla stundar

    létta hreyfingu óháð búsetu eða um 31% og aðeins 13% þeirra stundar krefjandi

    eða mjög krefjandi hreyfingu óháð búsetu. Konur verja einnig 55% af frítíma

    sínum í kyrrsetu en þar er þó 10% munur eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli.

    Svipað hlutfall kvenna stundar létta hreyfingu eða 36% en aðeins 10% kvenna

    stundar krefjandi eða mjög krefjandi hreyfingu óháð búsetu.

  • 23

    Tafla 2 Kyrrseta og hreyfing karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hver af eftirfarandi

    lýsingum passar best

    athöfnum þínum í frítíma,

    síðustu sjö daga?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Kyrrseta * 55% (239) 63% (459) 56% (284)

    Létt hreyfing ** 32% (137) 31% (22) 31% (159)

    Krefjandi hreyfing *** 8% (35) 6% (4) 8% (39)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 5% (22) 1% (1) 5% (23)

    Samtals 433 72 505

    Konur

    Kyrrseta * 53% (236) 63% (57) 55% (293)

    Létt hreyfing ** 37% (166) 39% (27) 36% (193)

    Krefjandi hreyfing *** 8% (35) 3% (3) 7% (38)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 2% (10) 3% (3) 3% (13)

    Samtals 447 90 537

    * Lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta

    ** Ganga, hjólreiðar eða önnur tegund af léttri áreynslu í að minnsta kosti fjórar klukkustundir

    síðustu sjö daga.

    *** Þátttaka í íþróttum, tómstundum, erfið garðyrkja og þess háttar, þar sem tímalengd

    hreyfingar er að minnsta kosti fjórar klukkustundir.

    **** Þátttaka í erfiðri þjálfun eða íþróttakeppni, reglulega nokkrum sinnum síðustu sjö daga.

  • 24

    Ekki sést marktækur munur þegar litið er á frítíma þátttakenda rannsóknarinnar

    á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, eins og sést á töflu 3 (p=0,678).

    Mestur munur liggur í hlutfalli fólks sem ver frítíma sínum í létta hreyfingu og

    um 55% þátttakenda verja frítíma sínum í kyrrsetu óháð búsetu á

    höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Tæp 35% þátttakenda stundar létta

    hreyfingu og 11% stundar krefjandi eða mjög krefjandi hreyfingu óháð búsetu.

    Tafla 3 Kyrrseta og hreyfing fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni

    Hver af eftirfarandi

    lýsingum passar best

    athöfnum þínum í frítíma,

    síðustu sjö daga?

    Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Kyrrseta * 55% (294) 55% (276) 55% (570)

    Létt hreyfing ** 33% (180) 35% (176) 34% (356)

    Krefjandi hreyfing *** 8% (45) 7% (33) 8% (78)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 4% (20) 3% (16) 3% (36)

    Samtals 539 501 1040

    * Lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta

    ** Ganga, hjólreiðar eða önnur tegund af léttri áreynslu í að minnsta kosti fjórar klukkustundir

    síðustu sjö daga.

    *** Þátttaka í íþróttum, tómstundum, erfið garðyrkja og þess háttar, þar sem tímalengd

    hreyfingar er að minnsta kosti fjórar klukkustundir.

  • 25

    Sé gerður samanburður á kynjum sést að hvorki var marktækur munur hjá

    körlum (p=0,827) né konum (p=0,311) um hvernig þau verja frítíma sínum eftir

    búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, eins og sjá má á töflu 4.

    Meira en helmingur karla og kvenna verja frítíma sínum í kyrrsetu hvort sem

    þau eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Rúm 40% karla og

    40% kvenna stunda létta hreyfingu óháð búsetu. Um 13% karla og 9% kvenna

    stunda krefjandi eða mjög krefjandi hreyfingu óháð búsetu.

  • 26

    Tafla 4 Kyrrseta og hreyfing karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu

    eða á landsbyggðinni

    Hver af eftirfarandi

    lýsingum passar best

    athöfnum þínum í frítíma,

    síðustu sjö daga?

    Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Kyrrseta * 55% (143) 57% (138) 56% (281)

    Létt hreyfing ** 32% (82) 31% (76) 39% (158)

    Krefjandi hreyfing *** 8% (20) 8% (20) 8% (40)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 5% (14) 4% (9) 5% (23)

    Samtals 259 243 502

    Konur

    Kyrrseta * 54% (151) 53% (138) 54% (289)

    Létt hreyfing ** 35% (98) 39% (100) 37% (198)

    Krefjandi hreyfing *** 9% (25) 5% (13) 7% (38)

    Mjög krefjandi hreyfing

    **** 2% (6) 3 % (7) 2% (13)

    Samtals 280 258 538

    * Lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta

    ** Ganga, hjólreiðar eða önnur tegund af léttri áreynslu í að minnsta kosti fjórar klukkustundir

    síðustu sjö daga.

    *** Þátttaka í íþróttum, tómstundum, erfið garðyrkja og þess háttar, þar sem tímalengd

    hreyfingar er að minnsta kosti fjórar klukkustundir.

    **** Þátttaka í erfiðri þjálfun eða íþróttakeppni, reglulega nokkrum sinnum síðustu sjö daga

  • 27

    4.3 Líkamleg heilsa

    Gerður var samanburður á líkamlegri heilsu eftir búsetu. Sjá má á töflu 5 að ekki

    var marktækur munur á almennri líkamlegri heilsu eftir búsetu fólks í stóru

    þéttbýli eða litlu þéttbýli (p=0,103). Hæsta hlutfall þátttakenda töldu líkamlega

    heilsu sína vera góða eða um 50%. Hærra hlutfall þeirra sem búsettir voru í

    stóru þéttbýli meta líkamlega heilsu sína mjög góða eða 8% fleiri en þeir

    þátttakendur sem búsettir voru í litlu þéttbýli. Svipað hátt hlutfall þátttakenda

    meta líkamlega heilsu sína sæmilega eða 25% og 6% telja hana vera lélega, óháð

    búsetu.

    Tafla 5 Líkamleg heilsa fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hvernig metur þú

    almennt líkamlega

    heilsu þína?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Mjög góð 21% (204) 13% (25) 20% (229)

    Góð 49% (477) 51% (93) 49% (570)

    Sæmileg 24% (235) 27% (49) 25% (284)

    Léleg 6% (56) 8% (15) 6% (71)

    Samtals 972 182 1154

  • 28

    Þegar samanburður er gerður á milli kynja má sjá á töflu 6 að hvorki var

    marktækur munur hjá körlum (p=0,272) né hjá konum (p=0,275), á því hvernig

    þau meta líkamlega heilsu sína eftir búsetu í stóru þéttbýli eða litlu þéttbýli.

    Helmingur karla eða 50% meta líkamlega heilsu sína að jafnaði góða. Karlar

    búsettir í stóru þéttbýli meta hana sem mjög góða en það munar 9% eftir búsetu.

    Karlar búsettir í litlu þéttbýli meta frekar líkamlega heilsu sína góða en þeir sem

    búsettir eru í stóru þéttbýli en munurinn er 8%. Tæp 70% karla meta líkamlega

    heilsu sína góða eða mjög góða óháð búsetu. Rúm 50% kvenna töldu líkt og

    karlar, líkamlega heilsu sína vera góða. Konur búsettar í stóru þéttbýli meta

    frekar líkamlega heilsu sína mjög góða en þær sem eru í litlu þéttbýli en þar

    munar 6% á milli. Hærra hlutfall kvenna telja líkamlega heilsu sína vera lélega, í

    samanburði við karla.

  • 29

    Tafla 6 Líkamleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hvernig metur þú

    almennt líkamlega

    heilsu þína?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Mjög góð 21% (96) 12% (10) 19% (106)

    Góð 49% (230) 57% (47) 50% (277)

    Sæmileg 26% (122) 25% (21) 26% (143)

    Léleg 4% (20) 6% (5) 5% (25)

    Samtals 468 83 551

    Konur

    Mjög góð 21% (108) 15% (15) 20% (123)

    Góð 49% (247) 46% (46) 49% (293)

    Sæmileg 22% (113) 10% (28) 23% (141)

    Léleg 7% (36) 10% (10) 8% (46)

    Samtals 504 99 603

  • 30

    Sé gerður samanburður á því hvernig fólk metur líkamlega heilsu sína eftir

    búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni kemur marktækur munur í

    ljós (p=0,030), sjá töflu 7. Hæsta hlutfall þátttakenda telja líkamlega heilsu sína

    vera góða eða 50% óháð búsetu, 20% meta hana mjög góða en um 30%

    þátttakenda telja líkamlega heilsu sína vera lélega eða slæma óháð búsetu á

    höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

    Tafla 7 Líkamleg heilsa fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni

    Hvernig metur þú

    almennt líkamlega

    heilsu þína?

    Höfuðborgarsvæðið

    % (N)

    Landsbyggðin

    % (N)

    Samtals %

    (N)

    Mjög góð 26% (154) 14% (78) 20% (232)

    Góð 48% (289) 51% (285) 50% (574)

    Sæmileg 21% (126) 28% (157) 24% (283)

    Léleg 5% (31) 7% (40) 6% (71)

    Samtals 600 560 1160

    Sé gerður samanburður á því hvernig karlar og konur meta líkamlega heilsu sína

    eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni sést að marktækur

    munur var bæði hjá körlum (p=0,01) og konum (p=0,005), eins og sjá má á töflu

    8. Mestur er munurinn á þeim körlum og konum sem telja líkamlega heilsu sína

    vera mjög góða. Tæp 13% fleiri karlar og 10% fleiri konur búsettar á

    höfuðborgarsvæðinu meta líkamlega heilsu sína mjög góða miðað við fólk sem er

    búsett á landsbyggðinni. Í heildina litið sýna niðurstöður að tæp 70% karla og

    kvenna á Íslandi meta líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða óháð því hvort

    þau séu búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

  • 31

    Tafla 8 Líkamleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni

    Hvernig metur þú

    almennt líkamlega

    heilsu þína?

    Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Mjög góð 26% (74) 13% (34) 19% (108)

    Góð 47% (133) 53% (145) 50% (278)

    Sæmileg 22% (62) 29% (80) 26% (142)

    Léleg 5% (13) 5% (13) 5% (26)

    Samtals 282 272 554

    Konur

    Mjög góð 25% (80) 15% (44) 20% (124)

    Góð 49% (156) 49% (140) 49% (296)

    Sæmileg 20& (64) 27% (77) 23% (141)

    Léleg 6% (18) 9% (27) 7% (45)

    Samtals 318 288 606

  • 32

    4.4 Andleg heilsa

    Þegar litið er á hvernig fólk á aldrinum 50-66 ára metur almennt andlega heilsu

    sína var marktækur munur eftir búsetu í stóru þéttbýli eða litlu þéttbýli

    (p=0,046), sjá töflu 9. Tæp 80% þátttakenda meta andlega heilsu sína mjög góða

    eða góða óháð búsetu og 20% meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega.

    Tafla 9 Andleg heilsa fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hvernig metur þú

    almennt andlega

    heilsu þína?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Mjög góð 33% (323) 22% (42) 32% (365)

    Góð 49% (471) 54% (99) 49% (570)

    Sæmileg 16% (154) 20% (37) 17% (191)

    Léleg 2% (23) 3% (5) 2% (28)

    Samtals 971 183 1154

    Þegar gerður er samanburður milli kynja sést að hvorki var marktækur munur

    hjá körlum (p=0,078) né konum (p=0,126) hvernig þau mátu andlega heilsu sína,

    sjá töflu 10. Hjá körlum var mestur munur á þeim sem töldu andlega heilsu sína

    mjög góða og góða. Karlar búsettir í stóru þéttbýli meta frekar andlega heilsu

    sína mjög góða en þeir sem búsettir eru í litlu þéttbýli en munurinn er 13%.

    Karlar meta frekar andlega heilsu sína góða séu þeir búsettir í litlu þéttbýli en

    munurinn var 13%. Hjá konum liggur mesti munurinn hjá þeim sem telja

    andlega heilsu sína mjög góða og einnig þeirra sem telja hana sæmilega. Konur

    meta frekar andlega heilsu sína mjög góða séu þær búsettar í stóru þéttbýli

    frekar en litlu þéttbýli en munurinn var 9% eftir búsetu. Sama hlutfall kvenna

    mat andlega heilsu sína góða óháð búsetu. Konur búsettar í litlu þéttbýli telja

    frekar andlega heilsu sína vera sæmilega en þar munar 7% eftir búsetu.

  • 33

    Tafla 10 Andleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli

    Hvernig metur þú

    almennt andlega

    heilsu þína?

    Þéttbýli með

    5.000 íbúum og

    fleiri

    Þéttbýli með

    4.999 íbúum og

    færri, þar með

    talið strjálbýli

    Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Mjög góð 34% (156) 21% (18) 32% (174)

    Góð 50% (234) 63% (53) 52% (287)

    Sæmileg 15% (71) 15% (13) 15% (84)

    Léleg 1% (7) 0% (0) 1% (7)

    Samtals 468 84 552

    Konur

    Mjög góð 33% (167) 24% (24) 32% (191)

    Góð 47% (237) 46% (46) 47% (283)

    Sæmileg 17% (83) 24% (24) 18% (107)

    Léleg 3% (16) 5% (5) 3% (21)

    Samtals 503 99 602

  • 34

    Gerður var samanburður á því hvernig fólk metur andlega heilsu sína miðað við

    búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni og þar kom marktækur

    munur í ljós, sjá töflu 11(p=0,030). Um 32% fólks metur andlega heilsu sína mjög

    góða óháð búsetu, rúm 50% fólks meta hana góða og tæp 20% telja andlega

    heilsu sína vera sæmilega eða lélega óháð búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni.

    Tafla 11 Andleg heilsa fólks eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni

    Hvernig metur þú

    almennt andlega

    heilsu þína?

    Höfuðborgarsvæðið

    % (N)

    Landsbyggðin

    % (N)

    Samtals %

    (N)

    Mjög góð 35% (213) 28% (155) 32% (368)

    Góð 48% (286) 51% (284) 49% (570)

    Sæmileg 15% (88) 18% (101) 16% (189)

    Léleg 2% (14) 3% (18) 3% (32)

    Samtals 601 558 1159

    Þegar gerður er samanburður milli kynja sést að marktækur munur var hjá

    körlum (p=0,092) en ekki hjá konum (p=0,049), sjá töflu 12. Hjá körlum var

    mesti munurinn á þeim sem mátu andlegu heilsu sína mjög góða en 8% fleiri

    karlar búsettir á höfuðborgarsvæðinu telja hana vera mjög góða samanborið við

    karla á landsbyggðinni. Um 7% munur var á milli karla sem mátu andlega heilsu

    sína góða eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Hjá konum

    var munurinn mestur hjá þeim sem mátu andlega heilsu sína mjög góða en rúm

    24% fleiri konur búsettar á landsbyggðinni mátu andlega heilsu sína mjög góða.

    Svipað hátt hlutfall kvenna mat andlega heilsu sína góða eftir búsetu á

    höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

  • 35

    Tafla 12 Andleg heilsa karla og kvenna eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni

    Hvernig metur þú

    almennt andlega

    heilsu þína?

    Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Samtals

    % (N) % (N) % (N)

    Karlar

    Mjög góð 36% (102) 28% (75) 32% (177)

    Góð 48% (135) 55% (149) 51% (284)

    Sæmileg 13% (39) 16% (44) 15% (83)

    Léleg 2% (7) 1% (3) 2% (10)

    Samtals 283 271 554

    Konur

    Mjög góð 35% (111) 59% (80) 32% (191)

    Góð 47% (151) 47% (135) 47% (286)

    Sæmileg 15% (49) 20% (57) 18% (106)

    Léleg 2% (7) 5% (15) 4% (22)

    Samtals 318 287 605

  • 36

    Umræða

    Ekki var marktækur munur á hreyfingu né heilsu fólks eftir búsetu. Hvorki þegar

    litið var til þéttbýlis af stærri eða minni gerð né þegar höfuðborgarsvæðið var

    skoðað í samanburði við landsbyggðina, en tölur sýndu yfirleitt sambærilegar

    niðurstöður. Hins vegar kom á óvart hversu hátt hlutfall þátttakenda ver frítíma

    sínum í kyrrsetu eða 55%, óháð búsetu. Gert er ráð fyrir að fólk sem stundar

    krefjandi og mjög krefjandi hreyfingu nái ráðlögðu lágmarki vikulegrar

    hreyfingar þó það hafi ekki verið tekið sérstaklega fram í gögnum.

    Ekki kom fram marktækur munur á líkamlegri heilsu fólks né milli kynja

    eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli en almennt metur fólk líkamlega heilsu sína

    góða. Marktækur munur er á líkamlegri heilsu fólks eftir búsetu á

    höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Hærra hlutfall fólks sem er búsett á

    höfuðborgarsvæðinu metur hana mjög góða. Marktækur munur er á milli kynja

    en hærra hlutfall karla og kvenna sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu telja

    líkamlega heilsu sína mjög góða.

    Marktækur munur er á andlegri heilsu fólks eftir búsetu í stóru eða litlu

    þéttbýli en ekki mældist marktækur munur á milli kynja. Almennt telur fólk

    andlega heilsu sína vera góða óháð búsetu. Marktækur munur er á andlegri

    heilsu fólks og einnig eftir kyni eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á

    landsbyggðinni. Hærra hlutfall fólks sem er búsett á höfuðborgarsvæðinu metur

    andlega heilsu sína mjög góða en svipað hlutfall telur hana vera góða, sæmilega

    eða lélega.

    Þegar gerður er samanburður á búsetu í stóru eða litlu þéttbýli mældist ekki

    marktækur munur hvernig fólk kýs að jafnaði að verja frítíma sínum. Um 55%

    fólks hreyfir sig ekki neitt og ver frítíma sínum í kyrrsetu, óháð búsetu. Rétt tæp

    10% þátttakenda stunda erfiða eða mjög erfiða hreyfingu að jafnaði óháð búsetu.

    Hvorki mældist munur eftir kyni en munur sést þó að hærra hlutfall fólks sem er

    búsett í minni þéttbýlum ver frítíma sínum í kyrrsetu, eða rúm 10% fleiri hjá

    bæði körlum og konum. Ekki er marktækur munur á því hvernig fólk ver að

    jafnaði frítíma sínum eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni

  • 37

    eða milli kynja en niðurstöður voru svipaðar og eftir búsetu í litlu eða stóru

    þéttbýli. Rúmlega 55% fólks ver að jafnaði frítíma sínum í kyrrsetu óháð búsetu

    á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni og 11% þátttakenda stunda erfiða

    eða mjög erfiða hreyfingu. Eldri rannsóknir sýna svipaðar niðurstöður, þó gera

    megi ráð fyrir ýmsum þáttum sem gera niðurstöðurnar ekki alveg sambærilegar.

    Ekki mældist marktækur munur á hreyfingu fólks í þessari rannsókn þó 9%

    fleira fólks í stóru þéttbýli stundi létta hreyfingu. Rannsókn sem gerð var á eldri

    borgurum eða 67 ára og eldri á Íslandi árið 2004 sýndi marktækan mun á

    hreyfingu fólks eftir búsetu í þéttbýli eða strjálbýli (Arnadottir o.fl., 2009). Áætla

    má að niðurstöður séu ekki þær sömu því aldurshópurinn er ekki sá sami, auk

    þess sem að búsetan er ekki flokkuð eins. Í síðarnefndu rannsókninni var miðast

    við þéttbýli og strjálbýli með 200 íbúa og færri. Önnur rannsókn frá 2011 sýndi

    einnig að fólk búsett í þéttbýli hreyfir sig að jafnaði meira en hinir, en þann mun

    má einnig rekja til þess að aldurshópurinn er mun stærri og auk þess yngri, 18-

    45 ára (Dyck o.fl., 2011).

    Hreyfing minnkar hjá einstaklingum eftir því sem þeir eldast, en það er

    einmitt sá hópur sem ætti að viðhalda hreyfingu að einhverju tagi (Bennett og

    Winters-Stone, 2011). Margar aldurstengdar breytingar verða hjá fólki þegar

    það fer að eldast og til dæmis minnkar vöðvastyrkur auk þess sem að þol- og

    úthald verður minna (Centers for Disease Control and Prevention, 2015).

    Mikilvægt er því að vekja fólk sem er á þessum aldri til umhugsunar en það á

    einnig við um fagaðila í heilbrigðis- og íþróttaþjálfarageiranum (Schutzer og

    Graves, 2004).

    Ekki var marktækur munur á líkamlegri heilsu eftir búsetu í stóru eða litlu

    þéttbýli á milli kynja en þar munar 6-10%, en mun fleiri þátttakendur voru

    búsettir í stóru þéttbýli. Um 12% hærra hlutfall þátttakenda sem eru búsettir á

    höfuðborgarsvæðinu meta líkamlega heilsu sína betur en þeir sem búsettir eru á

    landsbyggðinni. Marktækur munur mældist þegar samanburður kynjanna var

    gerður en 10-13% hærra hlutfall karla og kvenna sem eru búsett á

    höfuðborgarsvæðinu telja líkamlega heilsu sína vera mjög góða til samanburðar

  • 38

    við þá aðila sem eru búsettir á landsbyggðinni. Í heild meta rúmlega 70% karla

    og 70% kvenna líkamlega heilsu sína góða eða mjög góða. Til samanburðar frá

    árinu 2007 þá mátu 78% karla og 76% kvenna á aldrinum 45-66 ára á Íslandi

    líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Hlutfall þeirra sem meta líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða hefur því

    lækkað um 6-8%. Samanburðarhópurinn hefur þó fleiri þátttakendur en áætla

    má að einhverju leyti séu sömu þátttakendur í báðum hópum þar sem

    niðurstöður eru fengnar úr sama gagnasafni (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Þegar litið var á andlega heilsu fólks eftir búsetu í stóru eða litlu þéttbýli var

    helsti munurinn á þeim þátttakendum sem mátu andlegu heilsu sína mjög góða,

    eða um 11% munur. Eins og í öðrum niðurstöðum þegar stór og minni þéttbýli

    voru borin saman gæti fjöldi þátttakenda haft hér áhrif á niðurstöður. Jákvætt

    var að yfir 80% fólks óháð búsetu taldi andlega heilsu sína vera góða eða mjög

    góða, og aðeins 2% mat hana lélega. Þar sem marktækur munur mældist eftir

    búsetu í stóru og litlu þéttbýli var ekki við öðru að búast en að munur myndi

    einnig mælast eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

    Marktækur munur mældist þar einungis hjá körlum en 12% hærra hlutfall karla

    sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu telja andlega heilsu sína vera mjög góða

    miðað við þá sem búsettir eru á landsbyggðinni. Aðrar tölur komu sambærilega

    út. Hjá konum mældist ekki marktækur munur en þó mátti ekki miklu muna

    (p=0,049). Hjá þeim var einnig mesti munurinn á þeim konum sem töldu andlega

    heilsu sínu vera mjög góða. Þar kom á óvart að töluvert hærra hlutfall eða um

    25% fleiri konur á landsbyggðinni, mátu andlega heilsu sína mjög góða sem

    sýnir að um 60% kvenna á landsbyggðinni telja hana vera mjög góða

    samanborið við 35% þeirra kvenna sem eru búsettar á höfuðborgarsvæðinu. Í

    heild meta 83% karla og 79% kvenna andlega heilsu sína mjög góða eða góða.

  • 39

    Til samanburðar frá árinu 2007 mátu 82% karla og 83% kvenna andlega

    heilsu sína góða eða mjög góða (Jón Óskar Guðlaugsson o.fl., 2014).

    Samanburðarhópurinn er þó aðeins stærri eða 45-66 ára en áætla má að

    einhverju leyti séu sömu þátttakendur í báðum hópum þar sem niðurstöður eru

    fengnar úr sama gagnasafni.

    Þegar allar niðurstöður liggja fyrir sést að í heildina litið ver meira en

    helmingur þátttakenda (55%), óháð búsetu, frítíma sínum í kyrrsetu og rúm

    30% stunda létta hreyfingu. Þetta þýðir að um 85% þátttakenda eru ekki að

    hreyfa sig samkvæmt ráðlögðu vikulegu viðmiði. Gert er ráð fyrir að fólk sem

    stundar krefjandi og mjög krefjandi hreyfingu nái áðurnefndu vikulágmarki þó

    það hafi ekki verið tekið sérstaklega fram í gögnum. Hlutfallið mælist alltaf yfir

    50% sama hvort um sé að ræða stórt eða lítið þéttbýli, höfuðborgarsvæðið eða

    landsbyggðina. Áhugavert er að sjá mun á milli fólks frá höfuðborgarsvæðinu og

    landsbyggðinni en mun hærra hlutfall þeirra sem búa á fyrrnefnda svæðinu mat

    líkamlega heilsu sína mjög góða, þrátt fyrir að niðurstöður sýna að þau stundi

    ekki meiri hreyfingu en fólk á landsbyggðinni.

    Þegar litið er til baka sést að líklega hefði verið hægt að standa öðruvísi að

    verki í sumum tilvikum. Í fyrsta lagi hefði verið hægt að skipta búsetunni á aðra

    vegu, það er að segja stórt þéttbýli með 5.000 íbúa og fleiri (stórt þéttbýli) og

    lítið þéttbýli með 4.999 íbúa og færri þar með talið strjálbýli (lítið þéttbýli).

    Mikill munur var á fjölda þátttakenda eftir búsetu sem gæti haft áhrif á

    niðurstöður og leitt til skekkju en 979 þátttakendur voru skráðir í stórt þéttbýli

    en aðeins 184 þátttakendur voru skráðir í lítið þéttbýli. Munur á fjölda

    þátttakenda eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni var ekki

    mikill og því minni líkur á að skekkja sé í þeim niðurstöðum. Þátttakendur

    búsettir á höfuðborgarsvæðinu voru 604 á móti 564 af landsbyggðinni, ásamt

    því að kynjaskiptingin samanstóð af 568 körlum og 622 konum. Í öðru lagi hefði

    mátt skilgreina hreyfingu í frítíma á betri hátt í spurningalistanum sem var

    lagður fyrir þátttakendur og taka fram hvort tiltekin hreyfing næði vikulegu

    lágmarks viðmiði.

  • 40

    Kostir þessarar rannsóknar eru meðal annars, að gerður sé samanburður

    eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni því munur er á kyrrsetu

    og heilsu Íslendinga eftir búsetu á aldrinum 18-79 ára (Jón Óskar Guðlaugsson

    o.fl., 2014). Þessi rannsókn sýnir því enn frekar hreyfingamynstur og heilsu fólks

    á aldrinum 50-66 ára eftir búsetu. Til viðbótar má geta þess að fram til þessa

    hefur ekki verið gerð rannsókn á Íslandi þar sem hreyfing og heilsa fólks í

    þessum aldurshópi er rannsökuð og því óhætt að segja að þörfin hafi verið orðið

    brýn.

    Þegar niðurstöður sýna að yfir helmingur fólks á aldrinum 50-66 ára sé ekki

    að stunda neina hreyfingu og rúmlega 80% þeirra ná ekki lágmarks viðmiði

    vikulegrar hreyfingar, má áætla að stór hópur fólks sé jafnt og þétt að missa

    vöðvastyrk, úthald, jafnvægi og samhæfingu sem leiðir til skertrar hreyfigetu og

    hefur í för með sér minni lífsgæði (Kenney, 2012). Hreyfingarleysi þessara

    einstaklinga getur auk þess orðið til þess að þeir séu líklegri til þess að fá

    heilsufarstengda sjúkdóma. Það getur til að mynda verið sjúkdómar líkt og

    sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómar og einhver tegund krabbameina þar sem

    líkur aukast um allt að 20-30% þegar fólk hreyfir sig ekki (World Health

    Organization, 2010).

    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að grípa þarf til einhverra ráða og hvetja

    fólk til hreyfingar. Í nokkrum hverfum í Reykjavík er nú þegar farið af stað

    heilsuhvetjandi átak (Janus Guðlaugsson o.fl., 2016) sem er til mikillar

    eftirbreytni því þörfin er brýn víðs vegar um landið í heild sinni. Hreyfingarleysi

    fólks er áhugavert viðfangsefni sem rannsaka þarf enn frekar í framtíðinni en til

    viðbótar væri einnig áhugavert að skoða þá aðila sem stunda reglulega hreyfingu

    og ná lágmarks viðmiðum vikulegrar hreyfingar. Sérstaklega væri hægt að skoða

    hvaða þættir hvetja þessa einstaklinga til þess að hreyfa sig, hvort sem það séu

    líkamlegir eða andlegir þættir og jafnvel nýta þær niðurstöður í þeim tilgangi að

    hvetja þá sem ekki hreyfa sig til þess að huga að heilsusamlegri lífstíl og auka

    þannig líkur sínar á betri vellíðan og betri líkamlegri heilsu.

  • 41

    Heimildir

    Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D. og Lundin-Olsson, L. (2009). Are rural older

    Icelanders less physically active than those living in urban areas? A

    population-based study. Scandinavian Journal of Public Health, 37(4),

    409–417. doi:10.1177/1403494809102776

    Bandura, A. (2010). Self-Efficacy. Í I. B. Weiner og W. E. Craighead (ritstj.), The

    Corsini Encyclopedia of Psychology (4. útg.). Hoboken, NJ: John Wiley &

    Sons.

    Bennett, J. A. og Winters-Stone, K. (2011). Motivating older adults to exercise:

    what works? Age and Ageing, 40(2), 148–149.

    doi:10.1093/ageing/afq182

    Bouchard, C., Blair, S. N. og Haskell, W. L. (2012). Physical Activity and Health.

    Human Kinetics.

    Centers for Disease Control and Prevention. (2015). Physical activity and health:

    The benefits of physical activity. Atlanta, GA: Höfundur. Sótt 17. mars 2016

    af http://www.cdc.gov/physicalactivity/basics/pa-health/

    Deci, E. L. og Ryan, R. M. (2002). Handbook of Self-determination Research.

    University Rochester Press. Sótt af

    https://books.google.is/books?hl=en&lr=&id=DcAe2b7L-

    RgC&oi=fnd&pg=PP11&dq=Handbook+of+Self-

    determination+Research&ots=dqAK5G03_g&sig=W31RJVUdd_GagRpZ6u

    yrpR2fGCQ&redir_esc=y#v=onepage&q=Handbook%20of%20Self-

    determination%20Research&f=false

    Dyck, D. V., Cardon, G., Deforche, B. og De Bourdeaudhuij, I. (2011). Urban-Rural

    Differences in Physical Activity in Belgian Adults and the Importance of

    Psychosocial Factors. Journal of Urban Health, 88(1), 154–67.

    doi:http://dx.doi.org/10.1007/s11524-010-9536-3

    Elizabeth, B.-M. og Kim, J.-D. (2014). Exercise for Frail Elders. Human Kinetics.

  • 42

    Embætti landlæknis. (2014). Þættir sem hafa áhrif á hreyfingu. Sótt af

    http://www.heilsuhegdun.is/hreyfing/frodleikur/hvad-hefur-ahrif-a-

    hreyfingu/

    Hagstofa Íslands. (e.d). Mannfjöldi á Íslandi [tafla] . Sótt af

    https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/yfirlit/

    Hallal, P. C., Andersen, L. B., Bull, F. C., Guthold, R., Haskell, W. og Ekelund, U.

    (2012). Global physical activity levels: surveillance progress, pitfalls, and

    prospects. Sótt 20. mars 2016 af

    http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S014067361260646

    1

    Janus Guðlaugsson, Bragi Guðmundsson, Gígja Gunnarsdóttir, Auður Ólafsdóttir

    og Kristín Helga Guðmundsdóttir. (2016). Heilsuefling aldraðra.

    Reykjavíkurborg. Sótt af

    http://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/heilsu

    efling.pdf

    Jón Óskar Guðlaugsson, Kristján Þór Magnússon og Stefán Hrafn Jónsson. (2014).

    Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Embætti landlæknis. Sótt af

    http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item22830/Framkvaem

    daskyrsla_2012_loka.pdf

    Jórunn Íris Sindradóttir og Ómar Harðarson. (2015). Endurskilgreining Hagstofu

    Íslands á þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum. Hagstofa Íslands, (2), 1–35.

    Kenney, L. W. (2012). Physiology of sport and exercise (6. útg.). Champaign, IL:

    Human Kinetics.

    Lee, I.-M., Shiroma, E. J., Lobelo, F., Puska, P., Blair, S. N. og Katzmarzyk, P. T.

    (2012). Effect of physical inactivity on major non-communicable diseases

    worldwide: an analysis of burden of disease and life expectancy. Sótt 20.

    mars 2016 af

    http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S014067361261031

    9

  • 43

    Lýðheilsustöð. (e.d). Ráðleggingar um hreyfingu. Sótt af

    http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11179/NM30399_h

    reyfiradleggingar_baeklingur_lores_net.pdf.

    Margrét Valdimarsdóttir, Stefán Hrafn Jónsson, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Elva

    Gísladóttir, Jón Óskar Guðlaugsson og Þórólfur Þórlindsson. (2009).

    Líkamsþyngd og holdafar Íslendinga frá 1990 til 2007. Sótt af

    http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11583/Holdafar.sk

    yrsla.25.sept.pdf

    Martinsen, D. E. W. (2012). Benefits of exercise for the treatment of depression.

    Sports Medicine, 9(6), 380–389. doi:10.2165/00007256-199009060-

    00006

    Rasmussen, L., Andersen, L., Borodulin, K., Enghardt Barbieri, H., Fagt, S.,

    Sveinsson, T., … Trolle, E. (2012). Nordic monitoring of diet, physical

    activity and overweight.

    Schutzer, K. A. og Graves, B. S. (2004). Barriers and motivations to exercise in

    older adults. Preventive Medicine, 39(5), 1056–1061.

    doi:10.1016/j.ypmed.2004.04.003

    Swedish National Institute of Public Health. (2010). Physical activity in the

    prevention and treatment of disease. Stockholm: Swedish National

    Institute of Public Health.

    Weinberg, R. S. (2011). Foundations of sport and exercise psychology (5th ed.).

    Champaign, IL: Human Kinetics.

    World Health Organization. (2002). World health report 2002. Reducing risks,

    promoting healthy life. Höfundur. Sótt af

    http://www.who.int/whr/2002/en/

    World Health Organization. (2007). The challange of obesity in the WHO

    European Region and the strategies for response. Sótt af

    http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0008/98243/E89858.p

    df

    World Health Organization. (2010). Global recommendations on physical activity.

    Höfundur. Sótt af

  • 44

    http://apps.who.int/iris/bitstream/10665/44399/1/9789241599979_e

    ng.pdf

    World Health Organization. (2011). New physical activity recommendations for

    reducing disease and prevent deaths. Sótt 17. mars 2016 af

    http://www.who.int/chp/media/news/releases/2011_2_physicalactivity

    /en/